Haustlitirnir í Montréal töfrum líkastir
Gleðilega páska Páskaopnun Lyfju Reykjanesbæ Skírdagur: 11–18 Föstudagurinn langi: Lokað Páskadagur: Lokað Annar í páskum: 11–18 Opið alla páskana í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og í netverslun okkar á lyfja.is
16-17
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Nýr forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar lætur af störfum nú um mánaðamótin eftir 17 ára starf að safnamálum Reykjanesbæjar. Sigrún hefur átt sinn þátt í vexti og uppgangi menningar- og safnamála í bæjarfélaginu og þakkaði Menningarráð Reykjanesbæjar Sigrúnu vel unnin störf á síðasta fundi ráðsins. Búið er ráða nýjan forstöðumann sem tekur við af Sigrúnu og heitir hann Eiríkur Páll Jörundsson. Eiríkur er með meistaragráðu í sagnfræði og er fyrrverandi forstöðumaður Sjóminjasafns Reykjavíkur og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Hann hefur því árlanga reynslu af safnastörfum en einnig hefur hann unnið sem blaðamaður og rithöfundur. Eiríkur var valinn úr hópi 12 umsækjenda og hefur hann störf 1. apríl.
Bæjarbúar fái síðasta orðið með kísilver USi
Eiríkur Páll og Sigrún Ásta.
Byggja við Hópsskóla í Grindavík
-segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar
„Ef það kemur nýr aðili að rekstri kísilvers United Silicon tel ég að Reykjaensbær eigi að fara með málið í íbúakosingu,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í beinni útsendingu Víkurfrétta eftir fund Vinstri Grænna í Safnahúsum Duus sl. laugardag. „Lykilatriðið er að við sendum út ný skilaboð til bæjarbúa. Við viljum ekki meiri stóriðju í Helguvík og eigum ekki að vera tilraunadýr fyrir svona starfsemi. Það hafa orðið miklar breytingar og bæjarfélagið treystir nú orðið meira á ferðaþjónustu. En þessi fundur VG var marklaus. Frummælendur voru óundirbúnir og margt var óljóst. Ég hélt að þeir kæmu með eitthvað nýtt fram að færa,“ sagði Friðjón og sagðist skúffaður með fundinn og framgang umhverfisráðherra og þingmanns Vinstri grænna. „Það kom ekkert nýtt fram hjá
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum þann 20.mars sl. að nýta þá fjármuni sem eru nú þegar í fjárhagsáætlun 2018, vegna daggæslu, leikskóla og grunnskóla, að byggja við Hópsskóla sem svo gæti nýst sem úrræði fyrir daggæslu. Bæjarráð mun ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra félagsþjónustu og fræðslusviðs vinna málið áfram. Á dögunum var áætlað að leggja til fjármuni að upphæð 45.000.000 kr til fjárfestinga fyrir leik- og grunnskóla ásamt daggæsluúrræði í Grindavík.
þeim nema vangaveltur. Hvorki ráðherra né Ari Trausti þingmaður voru tilbúnir að styðja við brotthvarf kísilverkmiðjunnar í Helguvík. Ég átti von á því að þeir kæmu með eitthvað nýtt en svo var ekki,“ sagði Friðjón. Í samtali við VF eftir útsendinguna sagði hann að oddvitar framboða í núverandi bæjarstjórn Reykjanesbæjar væru sammála um það að bæjarbúar hefðu síðasta orðið í málefnum kísilversins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra fór ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG yfir málefni kísilverksmiðjunnar og svöruðu spurningum fundarmanna. Ráðherra sagði að það væri ljóst að margt hefði farið úrskeiðis í undirbúningi verksmiðju United Silicon. Mikilvægt væri að fá niðurstöðu ríkisendurskoðunar á rannsókn hennar á því hvort einhverjar stofnanir hefðu brugðist í aðdragandanum.
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
SAMLOKUR & SALÖT
RJÚKANDI HEITT KAFFI
BAKAÐ Á STAÐNUM
MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN
NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI
KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ HELGAR
ALLTAF OPIÐ miðvikudagur 28. mars 2018 // 13. tbl. // 39. árg.
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is