Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg.

Page 1

„Miðill er manns gaman“

í Reykjanesbæ í samkomubanni

„Miðill er manns gaman“ er vonandi ekki orðatiltæki sem leysir af hólmi hið gamalkunna „maður er manns gaman“ en þegar fólkið kemst ekki til okkar förum við til fólksins,“ segir Þórdís Ósk Helgadóttir skrifstofustjóri Súlunnar verkefnastofu í Reykjanesbæ. Þar vísar Þórdís í sameiginlegt framtak menningarstofnana bæjarins í samkomubanni, að færa menninguna heim til fólks á meðan það hefur ekki kost á að stunda hana með öðrum hætti. Þórdís segir yfir 50 viðburði af ýmsum toga í undirbúningi hjá þeim og munu þeir líta dagsins ljós jafnt og þétt á meðan á samkomubanni stendur. NÁNAR Á SÍÐUM 8 - 9

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 33%

55%

30%

299

kr/stk

kr/stk

áður 429 kr

Knorr Snack Pot 4 tegundir

199

79

kr/stk

áður 299 kr

áður 179 kr

Plús 33 cl

Opnum snemma lokum seint

Billys Pan Pizza 170 gr - Original eða Pepperoni

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.

Fáðu Víkurfréttir í tölvupósti! Skráðu póstfangið þitt á vef Víkurfrétta, vf.is

Víða lokað

Sundlaugum, öllum íþróttamannvirkjum og fleiri stöðum og stofnunum á Suðurnesjum hefur verið lokað. Skólastarf er takmarkað í grunnskólum, flestir leikskólar opnir og fjarkennsla er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Duus Safnahús og Hljómahöll hafa lokað sem og fleiri menningarstofnanir á Suðurnesjum en félagsmiðstöðin Fjörheimar er opin fjórum sinnum í viku en öll dagskrá fer fram í gegnum netið og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. „Ég held að segja megi að þetta gangi nokkuð vel og hafi farið vel af stað. Það er mikið álag sem fylgir þessu fyrir kennara ekki síður en nemendur að skipta svona allt í einu yfir í að kenna og aðstoða gegnum netið,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Farfuglarnir bíða af sér veiruna

VF-MYND/PKET.

Þessir farfuglar eru með mikilvægustu fuglum Íslendinga. Icelandair hefur yfir að ráða um þrjátíu slíkum en nú eru aðeins örfáir á ferð. Margir þeirra eru komnir í óumbeðið frí og bíða þess að komast í háloftin á ný. Þessir fjórir stálfuglar eru á Keflavíkurflugvelli, rétt hjá flugturninum. Fleiri myndir inni í blaðinu.

Hallur Hallsson, lögreglumaður úr Keflavík:

Fastur á skemmtiferðaskipi á Kyrrahafi VIÐTAL Á SÍÐUM 40-41

Dagdvölum lokað Starfsemi dagdvalanna á Nesvöllum og í Selinu í Reykjanesbæ lokar frá deginum í dag, 24. mars og sett hefur verið upp þjónustuáætlun fyrir þá sem fá þjónustuna heima á meðan annað hvort í formi símavitjana eða heimavitjana. Þetta kemur fram í fundargerð Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar frá mánudeginum 23. Mars. Þar kemur fram að áhersla verði lögð á að samþætta þjónustuna við heimahjúkrun og heimaþjónustu þannig að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu með aðkomu færri. Jafnframt verður boðið upp á heimsendingu matar fyrir þá sem þess óska.

Samstaða mikilvæg — í þessu tímabundna ástandi, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar „Það sem einkennir baráttu okkar Suðurnesjamanna við Covid 19 veiruna er samstaðan. Allir sem einn eru staðráðnir í að gera allt sem þeir geta til útrýma þessari óáran og draga úr neikvæðum áhrifum. Hvort sem það er fólk sem heldur sig heima í sóttkví, virðir samkomubann, starfsfólk HSS, starfsfólk fyrirtækja eða

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

sveitarfélaganna; allir eru að leggja sig fram,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann segir að sveitarfélögin á Suðurnesjum séu þessa dagana að ræða hvað þau geta gert til að mæta ástandinu. „Þar ræður miklu hversu lengi plágan varir. Því fyrr sem henni líkur því betra. Því betur sem íbúar fylgja fyrirmælum

Almannavarna, Sóttvarnalæknis og Landlæknis því betra. Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona. Á hverjum degi þurfum við að tileinka okkur nýja hluti og bregðast við breyttum aðstæðum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

máli að við tökum höndum saman og förum að þeim fyrirmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. Öll él styttir upp um síðir. Áður en við vitum af verður farið að vora og hlutirnir færast í eðlilegt horf. Þangað til og um alla framtíð er mikilvægt að við sýnum samstöðu, öll sem eitt,“ segir bæjarstjórinn.

Opinn símatími fyrir Pólverja Vinnumálastofnun býður upp á opna símatíma með pólskumælandi starfsmanni alla virka daga á milli kl. 13 og 15. Búið að upplýsa um það á pólsku Facebook síðu Reykjanesbæjar, Polacy na Reykjanes. Ábendingar hafa borist um að upplýsingar um ástandið á tímum COVID-19 hafi ekki borist nógu mikið til útlendinga á Suðurnesjum. „Ég er með fimmtán útlendinga í vinnu og þeir vita ekki neitt um stöðuna nema það sem ég segi þeim,“ sagði eigandi fyrirtækis í Reykjanesbæ við VF.

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu