„Miðill er manns gaman“
í Reykjanesbæ í samkomubanni
„Miðill er manns gaman“ er vonandi ekki orðatiltæki sem leysir af hólmi hið gamalkunna „maður er manns gaman“ en þegar fólkið kemst ekki til okkar förum við til fólksins,“ segir Þórdís Ósk Helgadóttir skrifstofustjóri Súlunnar verkefnastofu í Reykjanesbæ. Þar vísar Þórdís í sameiginlegt framtak menningarstofnana bæjarins í samkomubanni, að færa menninguna heim til fólks á meðan það hefur ekki kost á að stunda hana með öðrum hætti. Þórdís segir yfir 50 viðburði af ýmsum toga í undirbúningi hjá þeim og munu þeir líta dagsins ljós jafnt og þétt á meðan á samkomubanni stendur. NÁNAR Á SÍÐUM 8 - 9
Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 33%
55%
30%
299
kr/stk
kr/stk
áður 429 kr
Knorr Snack Pot 4 tegundir
199
79
kr/stk
áður 299 kr
áður 179 kr
Plús 33 cl
Opnum snemma lokum seint
Billys Pan Pizza 170 gr - Original eða Pepperoni
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Fáðu Víkurfréttir í tölvupósti! Skráðu póstfangið þitt á vef Víkurfrétta, vf.is
Víða lokað
Sundlaugum, öllum íþróttamannvirkjum og fleiri stöðum og stofnunum á Suðurnesjum hefur verið lokað. Skólastarf er takmarkað í grunnskólum, flestir leikskólar opnir og fjarkennsla er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Duus Safnahús og Hljómahöll hafa lokað sem og fleiri menningarstofnanir á Suðurnesjum en félagsmiðstöðin Fjörheimar er opin fjórum sinnum í viku en öll dagskrá fer fram í gegnum netið og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. „Ég held að segja megi að þetta gangi nokkuð vel og hafi farið vel af stað. Það er mikið álag sem fylgir þessu fyrir kennara ekki síður en nemendur að skipta svona allt í einu yfir í að kenna og aðstoða gegnum netið,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Farfuglarnir bíða af sér veiruna
VF-MYND/PKET.
Þessir farfuglar eru með mikilvægustu fuglum Íslendinga. Icelandair hefur yfir að ráða um þrjátíu slíkum en nú eru aðeins örfáir á ferð. Margir þeirra eru komnir í óumbeðið frí og bíða þess að komast í háloftin á ný. Þessir fjórir stálfuglar eru á Keflavíkurflugvelli, rétt hjá flugturninum. Fleiri myndir inni í blaðinu.
Hallur Hallsson, lögreglumaður úr Keflavík:
Fastur á skemmtiferðaskipi á Kyrrahafi VIÐTAL Á SÍÐUM 40-41
Dagdvölum lokað Starfsemi dagdvalanna á Nesvöllum og í Selinu í Reykjanesbæ lokar frá deginum í dag, 24. mars og sett hefur verið upp þjónustuáætlun fyrir þá sem fá þjónustuna heima á meðan annað hvort í formi símavitjana eða heimavitjana. Þetta kemur fram í fundargerð Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar frá mánudeginum 23. Mars. Þar kemur fram að áhersla verði lögð á að samþætta þjónustuna við heimahjúkrun og heimaþjónustu þannig að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu með aðkomu færri. Jafnframt verður boðið upp á heimsendingu matar fyrir þá sem þess óska.
Samstaða mikilvæg — í þessu tímabundna ástandi, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar „Það sem einkennir baráttu okkar Suðurnesjamanna við Covid 19 veiruna er samstaðan. Allir sem einn eru staðráðnir í að gera allt sem þeir geta til útrýma þessari óáran og draga úr neikvæðum áhrifum. Hvort sem það er fólk sem heldur sig heima í sóttkví, virðir samkomubann, starfsfólk HSS, starfsfólk fyrirtækja eða
Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND
511 5008
sveitarfélaganna; allir eru að leggja sig fram,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann segir að sveitarfélögin á Suðurnesjum séu þessa dagana að ræða hvað þau geta gert til að mæta ástandinu. „Þar ræður miklu hversu lengi plágan varir. Því fyrr sem henni líkur því betra. Því betur sem íbúar fylgja fyrirmælum
Almannavarna, Sóttvarnalæknis og Landlæknis því betra. Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona. Á hverjum degi þurfum við að tileinka okkur nýja hluti og bregðast við breyttum aðstæðum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu
UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA
máli að við tökum höndum saman og förum að þeim fyrirmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. Öll él styttir upp um síðir. Áður en við vitum af verður farið að vora og hlutirnir færast í eðlilegt horf. Þangað til og um alla framtíð er mikilvægt að við sýnum samstöðu, öll sem eitt,“ segir bæjarstjórinn.
Opinn símatími fyrir Pólverja Vinnumálastofnun býður upp á opna símatíma með pólskumælandi starfsmanni alla virka daga á milli kl. 13 og 15. Búið að upplýsa um það á pólsku Facebook síðu Reykjanesbæjar, Polacy na Reykjanes. Ábendingar hafa borist um að upplýsingar um ástandið á tímum COVID-19 hafi ekki borist nógu mikið til útlendinga á Suðurnesjum. „Ég er með fimmtán útlendinga í vinnu og þeir vita ekki neitt um stöðuna nema það sem ég segi þeim,“ sagði eigandi fyrirtækis í Reykjanesbæ við VF.
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nemendur í Keili hanna tölvuleiki fyrir barnahorn flugstöðvarinnar
RITSTJÓRNARPISTILL
Palli var einn í heiminum Ég eignaðist bókina Palli var einn í heiminum fyrir nákvæmlega fimmtíu árum síðan. Valur bróðir átti hana með mér miðað við það sem er skrifað á fremstu síðuna í bókinni af mömmu heitinni, hún skrifaði nöfn okkar beggja þar. Það eru margar bækur á Íslandi með nöfnum eða einhverju skrifuðu á fyrstu síðu. Gamall siður en skemmtilegur. Ég fann bókina á æskuheimilinu mínu fyrir nokkrum árum og fór með hana heim en af einhverjum óskýrðum ástæðum var bókin komin í mínar hendur aftur í síðustu viku. Ég las hana fyrir þriggja ára afastelpurnar mínar og þeim fannst skrýtið hvernig Palli gat farið inn í næstu búð og fengið sér það sem hann vildi og farið í næsta „strætó“ og keyrt hann sjálfur þó hann kynni ekki að keyra bíl. Hann gat gert nær allt sem hann langaði til. En þetta var ekkert gaman. Það er ekkert gaman að vera bara einn. Svo vaknaði Palli og var feginn að þetta var draumur. Ástandið núna minnir að einhverju leyti á Palla - einan í heiminum nema að maður getur ekki gengið inn í næsta bakarí og fengið sér ókeypis snúð. Er þetta skrýtinn draumur sem allir eru að dreyma? Upplifunin þegar maður fer í göngu er svolítið sérstök. Það eru fáir á ferli og samfélagið er í hægagangi. Nærri því enginn á ferð. Flugstöð sem er full af fólki flesta daga ársins er nánast tóm. Maður gæti stolist í sundlaugina. Það er enginn þar og því væri ekkert gaman. Mér finnst gaman að hitta sundfélaga mína í lauginni. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki knúsað neinn eða heilsað almennilega. Ég er ekki að fara í utanlandsferðina um páskana sem ég hafði beðið eftir. Langaði svo í sól eftir þennan hundleiðinlega vetur. Vonandi fer þessum draumi að ljúka og ég vakna eins og Palli. Er þetta ekki annars draumur. Eruð þið ekki öll í þessum sama draumi? Við erum öll í þessum skrýtna draumi sem er veruleikinn okkar næstu vikurnar og verðum að standa saman í gegnum hann. Þurfum að bregðast við veiru sem herjar á okkur. Það er bláköld staðreynd. Við skulum gera það. Saman. Á veirutímum breytist margt og hefur áhrif á margt eins og útgáfu Víkurfrétta. Í þessari viku og líklega næstu vikur verður blaðið gefið út „rafrænt“ og ekki prentað. Við vonum að þið, kæru lesendur takið því vel. Sjáum svo til þegar þessum skrýtna draumi lýkur. En eins og margir hafa bent á verða oft til tækifæri á skrýtnum tímum. Við á Víkurfréttum gátu leyft okkur ýmislegt í útgáfu blaðsins í þessari viku. Það er hægt að gera ýmislegt í rafrænu blaði sem er ekki hægt í pappír. Margt skemmtilegt. Við vonum að þið njótið vel. Ef amma og afi eru ekki með spjaldtölvu eða tölvu megiði alveg hjálpa þeim að lesa blaðið. Eða kennt þeim á græurnar til að lesa á rafrænan hátt. Við ræddum við um á þriðja tug einstaklinga í þessari útgáfu og auðvitað var málefnið svolítið mikið tengt COVID-19. Það er gaman að heyra hvernig fólk er að díla við lífið þessa dagana. Stöndum saman en munum að virða tveggja metra regluna, þó það sé erfitt. Páll Ketilsson.
Menntaskólinn á Ásbrú og Isavia komust nýverið að samkomulagi um samstarfsverkefni þar sem nemendur skólans munu hanna og gera tölvuleiki fyrir barnahorn á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið mun fara af stað nú á vorönn og því von á að leikirnir verði aðgengilegir farþegum í sumar. Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú segir um verkefnið: „Afeinangrun kennslustofunnar er mikilvægur liður í námi
við Menntaskólann. Við viljum setja upp áhugavekjandi, raunhæf verkefni eins mikið og hægt er á öllum námsferlinum. Nemendur eru að sérhæfa sig í tölvuleikjagerð og fá hjá okkur einstakt tækifæri til þess að vinna verkefni með fyrirtækjum. Það eru líka einhverjir töfrar sem eiga sér stað þegar nemandi fær tækifæri til þess að fá endurgjöf á vinnuna sína frá sérfræðingum í atvinnulífinu, það er allt of sjaldgæft, jafnvel á háskólastigi.“
„Bókalúga“ opnuð í Bókasafni Sandgerðis „Bókalúga“ hefur verið „opnuð“ í Bókasafni Sandgerðis. Bækur eru nú afgreiddar í gegnum lúguna sem er við innganginn á safninu. Um tilraun er að ræða og verður þjónustan með þeim hætti að lúgan verður opin frá 10:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og milli 10:00 og 12:00 á föstudögum og á þeim tíma munu starfsmenn safnsins taka við pöntunum og afgreiða pantanir í gegnum Bókalúguna. Á Fésbókarsíðu safnsins segir: Til þess að fá lánaðar bækur er hægt að: - hringja í síma 425 3110 - -senda tölvupóst á netfangið bokasafn@sudurnesjabaer.is - senda okkur línu á facebooksíðu safnsins sem ber heitið Bókasafn Sandgerðis Bækurnar verða svo afgreiddar í gegnum Bókalúguna sem er við innganginn á safninu. Við vonum að íbúar Suðurnesjabæjar nýti sér þessa þjónustu en fátt er betra en að grípa í góða bók þegar maður þarf að dreifa huganum. Bókalúgan opnaði mánudaginn 23. mars en hægt er að byrja að eiga samskipti og leggja inn pantanir á bókum. Við hlökkum til þess að heyra frá ykkur! Þær fréttir voru einnig að berast að Rafbókasafnið var að bæta við bókatitlum í safnið hjá sér. Ef þú átt bókasafnskort
þá er ekki úr vegi að líta á úrvalið á https://rafbokasafnid. overdrive.com/. Við minnum á að allir íbúar Suðurnesjabæjar eiga þess kost að fá frítt kort að safninu.
Smári Guðmundsson, lestrarhestur reið á vaðið og fékk skipt út lesnum bókum . Sá var sæll og glaður! Við ætlum að viðhalda ítrustu varnaraðgerðum, afhenda bækur í pokum og þvo og spritta eins og enginn sé morgundagurinn, segir á Fésbókarsíðu safnsins.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Takk! Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi vilja lýsa þakklæti og senda um leið hvatningu til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og annars starfsfólks sem bæta við vinnu sína umfram hefðbundin störf nú vegna COVID-19 og þakka þeim fyrir þá fórnfýsi sem þau sýna okkur samfélaginu á Suðurnesjum í verki. Um leið sendum við íbúum með sama hætti hvatningu um að virða þau fyrirmæli sem sett hafa verið fram af yfirvöldum okkur öllum til handa. Við getum þetta saman með virðingu, tillitssemi og jákvæðu hugarfari!
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Erum að taka út fimm ára þróun á næstu þremur mánuðum „Netsala hefur margfaldast hjá Nettó. Höfum bætt við fólki og bílum“, segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa „Salan hefur margfaldast og álagið hefur verið það mikið að loka hefur þurft á netverslunina, því miður, á köflum. Netverslun á Suðurnesjum fór hægt af staði í byrjun enda stutt í næstu verslun en hefur aukist jafnt og þétt,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Páll Ketilsson pket@vf.is
Hvernig eruð þið að gera þetta hér á Suðurnesjum og hvað eru margir starfsmenn að sinna þessu? Viðskiptavinir panta í gegnum Netverslunarsíðuna okkar inn á www.netto. is. Við tökum til pöntunina og sendum SMS þegar hún er tilbúin. Hægt er að sækja í verslun eða fá heimsent tvisvar á dag, um helmingur fólks kýs að sækja í verslun. Við erum með um 10 starfsmenn í þessu núna en gerðum einnig samning við kvennalandsliðið í körfubolta um að aðstoða okkur í gegnum
mesta álagið og hefur það samstarf gengið frábærlega. Nettó hefur ráðið inn á sjötta tug nýrra starfsmanna vegna mikillar eftirspurnar í netverslun fyrirtækisins á landsvísu. Þar á meðal hafa tuttugu bílstjórar verið ráðnir og yfir 10 nýir bílar keyptir til viðbótar við þá sem fyrir eru af fyrirtækinu aha, samstarfsaðila Nettó í netversluninni. Afgreitt er frá 11 stöðum úr 14 Nettó verslunum. „Viðskiptavinir okkar hafa verið einkar skilningsríkir á þessum óvissutímum og þeir eiga hrós skilið. Það hafa komið tímabil þar sem töf hefur orðið of mikil þar sem innviðir okkar réðu einfaldlega ekki við álagið. Á hverjum degi koma nýjar áskoranir og okkur
hefur tekist að aðlaga verkferla okkar og skipulag að þessum breyttu aðstæðum. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sólahringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími samanborið við Danmörku og England þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir matvörum úr netverslun.“ Nettó, sem er stærsta og ódýrasta matvöruverslun landsins á netinu, beinir því til viðskiptavina sinna að taka biðtímann með í reikninginn og panta fram í tímann. Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er og þær skila sér á endanum. Gunnar Egill segir að starfsmenn Samkaupa hafi unnið kraftaverk á síðustu vikum. „Starfsmenn okkar eiga gríðarlegt hrós skilið. Þeim hefur tekist með þrautsegju sinni, vilja og almennum dugnaði að lyfta grettistaki bæði í netversluninni sem og öðrum verslunum okkar. Við erum mjög stolt af þeim og hefðum aldrei getað þetta án þeirra,“ segir Gunnar. Hefur orðið breyting á kauphegðun fólks, þ.e. hefur sala aukist í einhverjum vörum út af ástandinu?
Kauphegðun mun breytast til framtíðar þar sem mörg hundruð nýir viðskiptavinir hafa byrjað að nýta sér netið til innkaupa og ég spái því að stór hluti fólks muni halda því áfram þegar við höfum komist í gegnum þann ólgusjó sem við eru í núna. Varðandi einstaka liði þá hefur verið mikil aukning á þurrvörum og frystivöru. Spritt var ekki stór söluvara áður en hún er það núna. Fólk verslar eins á netinu og í hefðbundinni verslun sem sýnir það traust sem fólk ber til matvöruverslunar. Má eiga von á því að þessi netverslun eigi eftir að aukast enn frekar í framtíðinni? Við erum að reikna með miklum vexti til loka apríl en þá fari hún að ganga til baka en hvar hún stöðvast veit maður ekki. Það eru miklir óvissutímar og við erum bara að taka einn dag í einu. Ég hef sagt að við erum að taka út 5 ára þróun núna á næstu þremur mánuðum. Ástandið nú hefur ýtt undir vitund fólks á að geta almennt pantað dagvöru gegnum netið, fá hana heimsenda eða sækja í verslun. Mig grunar að fólk um land allt eigi eftir að horfa
öðruvísi á innkaup á dagvöru þegar við komumst í gegnum þessa fordæmulausu tíma og hlutfall netverslunar ná áður óþekktum hæðum. Hvað með vöruverð í ljósi Covid-19, má eiga von á hækkun vöruverðs? Ég held að það sé óumflýjanlegt. Launahækkanir skv. Lífskjarasamning mun taka gildi 1. apríl, gengið hefur veikst um 10% og svo hafa orðið nokkrar verðhækkanir erlendis með vaxandi eftirspurn eftir ákveðnum vörum og skertu framboði. Ég er hræddur um að við munum sjá þetta birtast fljótlega á markaðnum hér heima,“ sagði Gunnar Egill. Gunnar sagði að verið væri að skoða að bjóða upp á heimsendingar til fleiri sveitarfélaga þar sem Nettó er með verslun, t.d. Grindavík. Nýlega hóf Nettó að keyra út vörur í Borgarnesi og á Selfossi. „Okkur hefur verið tekið opnum örmum bæði í Borgarnesi sem og á Selfossi. Nú erum við að skoða með hvaða hætti við getum stækkað netverslun okkar til að mæta þeirri auknu eftirspurn sem við spáum næstu vikur og mánuði,“ segir Gunnar Egill.
„Á hverjum degi koma nýjar áskoranir og okkur hefur tekist að aðlaga verkferla okkar og skipulag að þessum breyttu aðstæðum. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sólahringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími samanborið við Danmörku og England þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir matvörum úr netverslun.“
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
„Það eru allir að gera sitt besta til þess að aðlaga sig að breyttu ástandi,“ segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri
Skólamatur þurfti að gjörbreyta allri sinni starfsemi nánast á einum degi „Við hjá Skólamat viljum þakka nemendum, foreldrum og starfsfólki skólanna sérstaklega fyrir skilninginn síðustu daga. Það eru allir að gera sitt besta til þess að aðlaga sig að breyttu ástandi. Í krefjandi aðstæðum sem þessum felast líka mikil lærdómstækifæri fyrir fyrirtæki. Við erum viss um að þessi reynsla muni verða til þess að við séum enn betur undirbúin ef og þegar við þurfum að takast á við aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar en COVID-19 hefur haft mikil áhrif á starfsemi fyrirtækisins en þegar eðlileg starfsemi er í gangi framleiðir fyrirtækið yfir 12 þúsund skólamáltíðir á dag. Hverju hafið þið þurft að breyta í starfseminni útaf COVID-19 og hvaða áhrif hefur þetta haft á starfsemina? Neyðarstig almannavarna sem tók gildi þann 13. mars og sú takmörkun sem sett var á skólahald í kjölfarið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Skólamatar. Þegar öllum mötuneytum grunnskólanna var lokað var ljóst að Skólamatur þurfti að gjörbreyta allri sinni starfsemi nánast á einum degi. Öll matarþjónusta í skólum miðaðist við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks skólanna. Öruggast var talið að bjóða upp á mat í lokuðum umbúðum fyrir hvern og einn nemanda. Starfsfólk Skólamatar leysti þetta mál með því að breyta matseðli og bjóða upp á samlokur, langlokur, pastabakka og ávexti. Flestir hafa sýnt þessu skilning og margir nemendur hafa lýst yfir ánægju með breyttan matseðil. Það skiptir okkur hjá Skólamat öllu máli að bjóða nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat. Nú sem fyrr leggjum við áherslu á að auka fjölbreytni og bæta enn frekar gæðin á því sem hægt er að bjóða upp á í skólunum, við þessar þröngu aðstæður.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Nú eruð þið með marga starfsmenn, hvernig hefur vinnan gengið í þessu hjá ykkur? Hjá Skólamat starfa nú um 120 starfsmenn sem allir hafa þurft að breyta í grundvallaratriðum sínu verklagi og vinnuaðstæðum. Starfsfólk Skólamatar samanstendur af fjölbreyttum hópi fagfólks og reynsluboltum sem hafa leyst úr þessum aðstæðum á ótrúlegan hátt þannig að enn er hægt að bjóða upp á mat í skólunum. Þetta hefur gengið vel en forsenda þess er áhugi og þekking starfsfólks ásamt framúrskarandi samstarfi við birgja og starfsfólk skólanna. Er þetta misjafnt eftir skólum og jafnvel bæjarfélögum? Aðstæður í skólum eru mjög misjafnar. Sumir grunnskólar eru með kennslu fyrir alla nemendur alla daga en hjá öðrum mæta nemendur annan hvern dag eða eru alveg heima í fjarkennslu. Svo eru leikskólar flestir með skerta starfsemi og færri leikskólanemendur sem mæta, segir Jón Axelsson.
Starfsfólk Skólamatar leysti þetta mál með því að breyta matseðli og bjóða upp á samlokur, langlokur, pastabakka og ávexti.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Starf skólastjóra Háaleitisskóla laust til umsóknar Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Háaleitisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Háaleitisskóli er heildstæður 300 barna grunnskóli og eru einkunnarorð skólans menntun og mannrækt. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði PBS um heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun. Í stefnu skólans er ennfremur lögð áhersla á að rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs sem einkennist af mannhelgi, réttlæti og félagsanda, að hann virði mismunandi einstaklinga og leyfi einkennum þeirra að njóta sín. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.
Helstu verkefni
Norskar herþotur vöktu og kvöddu bæjarbúa í morgunsárið Fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar hrukku upp af værum svefni við hávaða frá F-35 herþotum norska flughersins síðasta föstudag. Loftrýmisgæslu norska flughersins hér á landi lauk þá formlega þegar F-35 þotur Norðmanna yfirgáfu landið. „Veðurspá hér og í Noregi var með þeim hætti að þetta reyndist eini tíminn sem mögulegur var fyrir flugtak vélanna. Lögð var rík áhersla á að flugtakið yrði eins hljóðlátt og kostur var. Hafi það valdið ónæði biðjumst við að sjálfsögðu afsökunar á því,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Víkurfréttir.
• Veita skólanum faglega forystu • Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, nýrrar stefnu sveitarfélagsins til 2030, Í krafti fjölbreytileikans og menntastefnu Reykjanesbæjar • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennaramenntun og leyfisbréf kennara • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg t.d. á sviði stjórnunar • Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is.
Indverskir Réttir - Take Away 0 8 0 7 1 2 4 a m í s Pantanir í s i . s u u d @ s u u d á eða 0 - 20:00
g kl 17:0 o o :o 4 1 5 :1 1 1 . l k Frá
1. Butter Chicken Masala 2. Tandory Chicken 3. Lamb in Curry 4. Masala Grilled Þorskur 5. Vegetable Curry or Vegetable Patties 6. Salöt. Kjúklingasalat / Humar og Rækju / Sjávarrétta 7. Pasta. Kjúklinga / Humar og Rækju / Sjávarrétta / Skinku & Beikon 8. Djúpsteiktur Fiskur 9. Grillaðar Kótelettur með meðlæti
kr. 2990 kr. 2990 kr. 2990 kr. 2750 kr. 2750 kr. 2200 kr. 2500 kr. 2750 kr. 3300
Með öllum Indverskum réttum fylgir hrísgrjón og naanbrauð.
Frí heimsending ef pantað er fyrir lágmark kr. 5000 Heimsending innanbæjar Keflavíkur kr. 500 Innri - Njarðvík kr. 1000
Greiðslur á reikn. 0142 - 26 20080 - Kt. 620114 - 0300
Duusgötu 10, Reykjanesbæ, duus@duus.is, sími 421-7080
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Miðill er manns gaman – eins og er
Menning í Reykjanesbæ í samkomubanni „Miðill er manns gaman“ er vonandi ekki orðatiltæki sem leysir af hólmi hið gamalkunna „maður er manns gaman“ en þegar fólkið kemst ekki til okkar förum við til fólksins,“ segir Þórdís Ósk Helgadóttir skrifstofustjóri Súlunnar verkefnastofu í Reykjanesbæ. Þar vísar Þórdís í sameiginlegt framtak menningarstofnana bæjarins í samkomubanni, að færa menninguna heim til fólks á meðan það hefur ekki kost á að stunda hana með öðrum hætti. Þórdís segir yfir 50 viðburði af ýmsum toga í undirbúningi hjá þeim og munu þeir líta dagsins ljós jafnt og þétt á meðan á samkomubanni stendur. Guðlaug María Lewis verkefnastjóri menningarmála hjá Reykjanesbæ segir að forsvarsmenn allra stofnana hafi tekið mjög vel í þá hugmynd að standa saman að slíku verkefni, því jafnvel þótt allir komist af í einhvern tíma án þess að njóta menningar er hún dálítið eins og gamla og góða Opalið; bætir, hressir og kætir og veitir víst ekki af. Hugmyndin er þannig að vikulega birtist auglýsing þar sem megin dagskrá allra stofnana verður að finna á einum stað svo fólk geti betur áttað sig á hvað er í boði, hvar og hvenær en óhætt er að segja að þar kenni ýmissa grasa. Auglýsinguna verður að finna á facebooksíðum stofnananna, auk facebooksíðu Reykjanesbæjar og í viðburðadagatali á vefsíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is.
Menningarstofnanirnar taka höndum saman
Ásgeir Trausti
Þeir sem að verkefninu koma eru Bókasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar, Hljómahöll og Rokksafn Íslands og Skessan í hellinum. Meðal viðburða má nefna að Bókasafnið stendur fyrir hugleiðsluhádegi, notalegri sögustund
fyrir börnin með Höllu Karen, krakkajóga auk þess að streyma ýmsu úr starfsemi safnsins, svo sem pokasaumi og kynningu á erlendu efni safnsins. Að sögn Stefaníu Gunnarsdóttur forstöðumanns safnsins er mikil eftirvænting í herbúðum starfsfólks fyrir verkefninu.
Ljósmyndir, leiðsagnir og sögulegur fróðleikur frá Byggðasafninu
Byggðasafn Reykjanesbæjar birtir daglega mynd dagsins úr myndasafni byggðasafnsins með tilheyrandi fróðleik, m.a. verða birtir sögumolar frá Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi sem nú starfar við ritun á sögu Keflavíkur 1949-1994. Að sögn Eiríks P. Jörundssonar forstöðumanns safnsins eru myndirnar eins og inngangur að sérstökum ljósmyndavef safnsins sem til stendur að setja í loftið á næstu vikum. Á vefnum mun fólk geta skoðað myndir, leitað eftir leitarorðum, pantað myndir og ekki síst verður auðvelt fyrir fólk að senda inn ábendingar og upplýsingar um hverja mynd. Þetta er langþráður vefur og mun án efa verða mörgum gleðiefni um ókomna tíð. Þá er ætlunin að vikulega verði boðið upp á
Smelltu á myndskeiðið til að spila lagið!
stafræna leiðsögn á netinu um sýningar og geymslur safnsins og verður fyrsta leiðsögnin um sýninguna Varnarlið í verstöð í fylgd Helga Biering þjóðfræðings.
Nýjar heimildamyndir og fleira frá Listasafninu
Listasafn Reykjanesbæjar mun daglega deila fróðlegu efni um myndlist til áhugasamra. Því til viðbótar hefur Helga Þórsdóttir, nýr safnstjóri safnsins, unnið að gerð stuttra heimildarmynda með viðtölum við listamenn og sýningarstjóra þeirra sýninga sem nú eru í gangi í safninu, „Sögur úr Safnasafni“ og „Lífangar.“ Þau á safninu telja mikilvægt að manneskjan þrói með sér skilning á eigin efnislega umhverfi til að teljast hæf í leik og starfi. Í grein sem birtist þann fyrsta desember 2008 í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, eftir Guðrúnu Helgadóttir segir: „Fullyrt er að við lifum á tímum þar sem sjónrænt áreiti er meira en nokkru sinni fyrr, að myndmálið sé æ mikilvægara, að hið sjónræna og myndlæsi
sé jafnvel að verða öðru læsi mikilvægara. Þessi viðhorf þróuðust á sama tíma og segja má að vestræn samfélög að minnsta kosti séu að leggja meiri áherslu á menningu. Menning er að verða stór atvinnugrein og fræðimenn, s.s. innan félagsfræði, mannfræði, viðskiptafræði og fjölmiðlafræði, eru að snúa sér meira að því að skoða viðfangsefni sín sem menningarfræði.“
Tónleikum Ásgeirs Trausta og fleiri streymt úr Hljómahöll og popppunktur í Rokksafni
Í Hljómahöll og Rokksafni Íslands eru ýmsir tónleikar og viðburðir í undirbúningi að sögn Tómasar Young framkvæmdastjóra. Í þessari viku verður stórviðburður þegar tónleikum með Ásgeiri Trausta verður streymt úr Stapa á fimmtudag kl. 20 en eins og flestir vita hefur Ásgeir Trausti verið á tónleikaferðum erlendis um langt skeið. Í Rokksafninu verður einnig skemmtilegur viðburður á föstudag þegar Dr. Gunni mætir á svæðið og
verður með Popppunkt í safninu. Að sögn Tómasar eru fleiri spennandi viðburðir í undirbúningi og hvetur hann alla til að fylgjast vel með.
Skessan vill fá myndir af börnunum
Að lokum má geta þess að Skessan í hellinum fer ekki varhluta af samkomubanni og hún vill leggja sitt af mörkum til að stytta smáfólkinu stundirnar með því að deila daglega inn á Facebooksíðuna sína hugmyndum að skemmtilegri afþreyingu fyrir börn og fjölskyldur og hefði hún einstaklega gaman af að fá sendar til sín myndir af krökkum sem eru að leysa Skessuverkefnin. Það er því ljóst að af nægu verður að taka í menningunni á næstunni og hvetja þær Þórdís og Guðlaug fólk til að líka við síður allra þessara stofnana, kynna sér vikulegar auglýsingar sem munu birtast og njóta þess sem í boði er.
9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Páll Ketilsson pket@vf.is
COVID-19 STÖÐ Skæð veira herjar á heimsbyggðina og baráttan gegn henni hefur lagst á með fullum þunga. Mjög hefur hægt á hjólum atvinnulífs og mannlífið er víða í dvala. Samkomubann ríkir á Íslandi og víða um heim er útgöngubann. Flugsamgöngur eru nær engar og ástandið hefur víðtæk áhrif á alla þætti lífsins. Myndirnar í þessari opnu eru teknar við Keflavíkurflugvöll í vikunni. Þar er nær allt stopp. Þetta blað er að mestu helgað málum tengdum veirunni, COVID-19. Fjölmörg viðtöl við fólk og hvaða áhrif heimsfaraldurinn er að hafa.
11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
ÐVAR HEIMINN
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
FRIÐRIK ÁRNASON
Þarf að standa við skuldbindingar gagnvart mínu fólki Friðrik Árnason er Suðurnesjamaður í húð og hár en rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Austurlandi og er með fólk í vinnu. „Þannig að áhyggjurnar
eru verulegar. Maður þarf að standa við skuldbindingar gagnvart fólkinu sínu. Einnig á ég aldraða ömmu og afa og svo er maður alltaf hræddur um fólkið sitt,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta ástand er mjög súrealískt og óvenjulegt. Maður getur ímyndað sér byrjun á stríði, það veit enginn nákvæmlega hvað gerist og hvað þetta ástand varir lengi“. — Hefurðu áhyggjur? „Já ég hef áhyggjur og okkur ber að taka þessu alvarlega“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Þetta hefur breytt því að maður er mikið meira heima við en áður. Ég er búinn að færa skrifstofuna heim. Einnig passar maður meira upp á heinlætið og handþvott en áður“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Breytingin er sú að ég er hættur að mæta á skrifstofuna og í skólann. Nú vinnur maður allt heiman frá sér. Ég er einnig í MPM námi í Háskólanum í Reykjavík og nú er öll kennsla bara á netinu“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég hafði á tilfinningunni strax í janúar að þetta yrði heimsfaraldur. Ég veit ekki afhverju en það var eitt-
hvað sem sagði mér að svo yrði. Ég fór að taka þessu alvarlega þegar fréttist af smiti í Ítalíu“. — Hvað varð til þess? „Ég rek fyrirtæki í ferðaþjónustu og er með fólk í vinnu, þannig að áhyggjurnar eru verulegar. Maður þarf að standa við skuldbindingar gagnvart fólkinu sínu. Einnig á ég aldraða ömmu og afa og svo er maður alltaf hræddur um fólkið sitt“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég umgengst færra fólk en áður og er ekki að fara á óþarfa staði sem ég þarf ekki að heimsækja“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mjög vel. Ég ber fullt traust til Landlæknis, Sóttvarnarlæknis og Almannavarna. Ég held að við eigum að treysta sérfræðingunum og taka minna mark á sjálfskipuðum sérfræðingum á netinu“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að hugsa vel um fjölskylduna sína“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Ég vil trúa því að allir séu að gera sitt besta til að halda faraldrinum í skefjum“.
Þetta er erfitt fyrir börnin þar sem það vantar rútínuna í daginn. Við erum að reyna að halda rútínu með að láta börnin vinna heimalærdóminn á sama tíma og við vinnum okkar vinnu við borðstofuborðið. Yngri börnin eiga erfiðara með að skilja allt þetta umstang varðandi handþvott og hverjir mega koma í heimsókn og hverja má umgangast og hverja ekki. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Nei í raun ekki þannig séð. Ég rek hótel og veitingahús úti á landi og enn sem komið er er þetta heldur ekki að hafa áhrif þar, þar sem enn er lágönn“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég fer í matvörubúðina á morgnana þegar það er rólegt að gera“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég held að við ættum að gera ráð fyrir að þetta vari út apríl og jafnvel eitthvað fram í maí. Ég held samt sem áður að áhrifin á hagkerfið eigi eftir að vara töluvert lengur því miður“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Já ég geri nú ráð fyrir því að ferðast bæði innanlands og erlendis“.
— Hvernig eru börnin að upplifa þetta? „Þetta er erfitt fyrir börnin þar sem það vantar rútínuna í daginn. Við erum að reyna að halda rútínu með að láta börnin vinna heimalærdóminn á sama tíma og við vinnum okkar vinnu við borðstofuborðið. Yngri börnin eiga erfiðara með að skilja allt þetta umstang varðandi handþvott og hverjir mega koma í heimsókn og hverja má umgangast og hverja ekki“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR
Tökum faraldrinum sem tækifæri til að njóta þess að vera meira saman Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir starfar sem
sérfræðingur hjá Origo. Hennar daglega líf hefur breyst umtalsvert. Hún vinnur við sjúkraskrárkerfið Sögu sem allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur um allt land nota og þjónustar einnig vefinn heilsuvera.is. Guðrún svaraði nokkrum spruningum frá Víkurfréttum um COVID-19 og hvaða áhrif faraldurinn hefur á daglegt líf. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Eftir því sem tíminn líður átta ég mig á því hversu alvarlegt þetta er og ég óttast um fólkið í kringum mig og fólk um allan heim sem er með undirliggjandi sjúkdóma og aldraða. Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei upplifað áður og heimurinn stendur á öndinni. Við erum öll að upplifa þetta á sama hátt held ég, fylgjumst meira með fréttum og hugum að hreinlæti“. — Hefurðu áhyggjur? „Ég hef miklar áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma og öldruðum. Ég hef áhyggjur af því að við fjöldskyldan, sem erum almenn heilsuhraust, smitum aðra. Þó að við séum ekki smituð sjálf og höfum ekkert farið erlendis undanfarna mánuði þá erum við áhyggjufull og reynum að vera varkár“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Mitt daglega líf hefur breyst umtalsvert. Ég vinn í Reykjavík, hjá Origo, og hef undanfarna vinnuviku unnið heima í fjartenginu. Það hefur verið mikið álag í vinnunni hjá mér. Ég vinn við sjúkraskrárkerfið Sögu sem allar heilrigðisstofnanir og heilsugæslur um allt land nota og þjónusta einnig vefinn heilsuvera.is (ásamt mörgum öðrum). Við höfum meðal annars opnað fyrir myndsamtöl milli heilbrigðisstarfsmanns og Heilsuveru-notenda og ég hef unnið að fræðsluefni fyrir báða hópa, unnið að innleiðingu að þessu innan heilbrigðisstofnanna út um allt land og myndbandsgerð. Vinnudagarnir hafa verið langir. Helgin síðasta var þó tekin alfarið í að sinna heimilinu og við fjölskyldan þrifum allt hátt og lágt. Við höfum sinnt heimanámi með börnum, horft saman á bíómyndir, gert heimaæfingar og farið út í göngutúra“.
— Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? Já, vinnan er alfarið í fjartengingu núna og eru haldnir myndsamtalsfundir daglega með vinnufélögum og ég sinni viðskiptavinum sem nota sjúkraskrárkerfið Sögu allt heiman frá mér. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég fór að taka COVID-19 alvarlega um síðustu helgi. [14.-15. mars] Þegar vinnan tilkynnti að ein úr mannauðssviði Origo, staðsett nálægt mér á skrifstofu, hafði sýkst. Þá varð ég fyrst hrædd. Ég gat verið smituð og fjölskyldan mín. Ég var hrædd um að ég hefði smitað þau eða foreldra okkar. En svo kom í ljós að ég hafði verið það lítið í samskiptum við þennan vinnufélaga að við þurftum ekki að fara í sóttkví. En eftir að ég fór að vinna heima þá hefur maður í raun áttað sig á alvarleika málsins“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég fer eins lítið út af heimilinu mínu og kostur er. Við sinnum foreldrum okkar og við förum út í matvöruverslun. Ég hef ítrekað við foreldra og tengdaforeldra að panta matvöru á Nettó.is og fara sem
minnst út. Að sjálfsögðu ítrekum við handþvott við börnin okkar og sprittum okkur mikið“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mér finnst stjórnvöld og fjölmiðlar vera að standa sig frábærlega og upplýsingaflæðið er mjög gott. Hrós til þeirra“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Það sem mér finnst mikilvægast á þessum tíma er að við einöngrum okkur. Við höldum okkur heima og komum í veg fyrir frekari útbreiðslu á þessum vírus. Það er það besta sem við getum gert“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira?
„Mér finnst sveitarfélagið og skólarnir vera að standa sig með prýði og ég er afar ánægð að hafa börnin mín heima á meðan á þessu ástandi stendur“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Nei í raun ekki. Ég er ekki mikið partýdýr og get alveg kúplað mig út úr því að hitta fólk. Ég er afar sátt innan um mína kjarnafjölskyldu og hef næg verkefni heima. Ég veit samt ekki hvað þessi góða andlega líðan á eftir að vara lengi. Ef þessi einangrun varir í 2-3 mánuði þá veit ég ekki hvort við fjölskyldan verðum orðin geðveik á hvoru öðru þegar öll verkefni eru búin og við orðin leið á því að vera bara með hvoru öðru“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag?
Ég fer eins lítið út af heimilinu mínu og kostur er. Við sinnum foreldrum okkar og við förum út í matvöruverslun. Ég hef ítrekað við foreldra og tengdaforeldra að panta matvöru á Nettó.is og fara sem minnst út. Að sjálfsögðu ítrekum við handþvott við börnin okkar og sprittum okkur mikið.
„Ég fer út í matvörubúð einu sinni í viku. Ég hef enn ekki notað netið. Það kemur líklegast að því síðar“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Fram í maí að minnsta kosti. Stjórnvöld hafa talað um miðjan apríl en maður veit ekki hvort það sé eitthvað sem hægt er að stóla á sem tölu. En mér finnst líklegt að þetta verði fram í maí“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Við hjónin vorum búin að ákveða að ferðast meira innanlands í sumar áður en þetta ástand hófst. Á síðasta ár ferðuðumst við mikið erlendis. Í ár verður stefnan tekin á innanlandsferðir. Ef Ásdís Hjálmrós, dóttir okkar, kemst í landslið U16 í körfubolta og það verður farið í slíkar ferðir þá munum við að sjálfsögðu reyna að fylgja henni og styðja“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Börnin okkar eru tvö á heimilinu og eru 13 og 16 ára. Þau eru vel upplýst um hlutina og eru afar þroskuð. Við ræðum alla hluti, jákvæða og neikvæða, á heimilinu og þau eru frekar róleg yfir þessu. Þau voru rosalega ánægð að fá „frí“ í skólanum en þau sinna heimanáminu vel, gera æfingar heima og njóta þess að hafa foreldrana meira heima. Við höfum ákveðið að taka þessum faraldi sem tækifæri til að njóta þess að vera meira saman, læra, æfa og spila saman og síðast en ekki síst þykja vænt um hvort annað“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR
Þetta er allt svo óraunverulegt Guðlaug Sigurðardóttir er starfsmaður bæði hjá
Icelandair og SI Raflögnum. Hún segir ljóst að þetta ástand mun vara í tvo til þrjá mánuði í viðbót. „Ætla reyndar að halda í 19. apríl, sem er afmælisdagurinn minn, þá held ég að það fari að birta til, 19. apríl er alltaf svo bjartur og fallegur dagur, upphafið að vorinu og bjartari tímum“. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Mér finnst ég vera að upplifa COVID-19 svona eins og maður sé hálf dofinn. Það eru allir að bíða eftir að ástandið gangi yfir, erfitt fyrir fólk að taka einhverjar ákvarðanir sem varða framtíðina. Það er allt einhvern veginn á bið hjá okkur öllum. Þetta er allt svo óraunverulegt“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, ég hef áhyggjur, sérstaklega af afleiðingum sem kunna að hljótast af þessu ástandi. Bæði efnahagslegar og mannstjón sem hlýst af þessu ástandi. Það sér ekki fyrir endanum á því hvaða áhrif þetta mun hafa á landið okkar og heiminn allan“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ég hef ekki endilega áhyggjur af því að veikjast, en ég á bæði foreldra og tengda forledra á lífi og tvær litlar ömmustelpur, ég hef meiri áhyggjur af þeim. Foreldrar mínir voru eiginlega skikkuð í sjálfskví upp í sumarbústað og eiga að vera þar í einhvern tíma“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ég hef nú svo sem ekki verið að breyta neitt mikið hjá mér í daglega lífinu hef reyndar dregið úr því að hitta fjölskyldu og vini. Dagarnir eru svipaðir hjá mér ennþá. Hvað varðar vinnuna, þá er ég í hlutastarfi hjá Icelandair og svo erum við fjölskyldan með rafverktakafyrirtæki og þar er ég í hlutastarfi líka. Ég reikna með að starfið mitt hjá Icelandair breytist eitthvað. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær flugið leggst af, því miður er ekki bjart í flugheiminum í dag. Hvað varðar okkar fyrirtæki, SI raflagnir, þá vona ég svo innilega að við getum haldið okkar frábæru starfsmönnum áfram, en þó er sá möguleiki til staðar að menn þurfi
að minnka starfshlutfallið sitt í einhvern tíma. En ég bind miklar vonir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að tryggja áframhaldandi starfsemi fyrirtækjanna í landinu“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Fyrir svona tveimur til þremur vikum. Þegar landamæri hinna ýmissa landa fóru að loka þá fór ég að taka COVID-19 mjög alvarlega. Hélt í fyrstu að þetta myndi ganga mikið fyrr yfir en raun ber vitni. Ekki síst fór maður að taka þetta alvarlega þegar tala látinna jókst dag frá degi“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég hef reynt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld gefa út. Hef reyndar alltaf verið sótthreinsi sjúk, er alltaf með handspritt út um allt hús og í öllum veskjum“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég held að stjórnvöld séu að gera eins vel og hægt er í þessu óraunverulega ástandi sem er núna. Mér
finnst að pólitískur ágreiningur megi liggja til hliðar núna“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Það sem mér finnst mikilvægast fyrir okkur er að reyna að halda ró. Við þurfum að læra að forgangsraða
Samkomubannið hefur auðvitað áhrif, en ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sonur minn og tengdadóttir þurftu að fresta brúðkaupi sínu sem vera átti þann 2. maí nk. Það voru auðvitað frekar mikil vonbrigði fyrir þau og okkur öll. Undirbúningur búinn að standa yfir í nokkra mánuði.
upp á nýtt held ég. Það eru augljós skilboð til okkar. Þurfum að hlúa að hvort öðru betur og sérstaklega börnunum, þetta er ástand sem þau eiga mjög erfitt með að skilja. Við verðum að reyna að halda okkar daglegu rútínu, halda skipulagi og vera jákvæð og standa saman. Nota tæknina til að hafa samband við fjölskyldu og vini. Höldum áfram að gera það sem okkur þykir skemmtilegt, en förum bara varlega“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Suðurnesjabær er að mínu mati búin að standa sig vel og farið eftir þeim tilmælum sem eru gefin út hverju sinni. Þeir eru t.d. að koma til móts við barnafólk með því að veita afslátt eða niðurfellingu á leikskólagjöldum og skólagæslu. Sjálfsagt skoða þeir nánar hvort og hvað þeir geta gert meira“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Samkomubannið hefur auðvitað áhrif, en ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sonur minn og tengdadóttir þurftu að fresta brúðkaupi sínu sem vera átti þann 2. maí nk. Það voru auðvitað frekar mikil vonbrigði fyrir þau og okkur öll. Undirbúningur
búinn að standa yfir í nokkra mánuði. Auðvitað hefur þetta áhrif, allar fermingar, íþróttamót, tónleikar og lengi mætti telja. En þetta er ekkert sem við getum ekki lifað af með, í einhvern tíma alla vega. Aðalmálið er að allir séu heilir heilsu“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég hef ennþá farið í verslanir að versla inn fyrir heimilið. Ekki að versla á netinu neitt meira en venjulega“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Það er ljóst að þetta ástand mun vara í tvo til þrjá mánuði í viðbót. Ætla reyndar að halda í 19. apríl, sem er afmælisdagurinn minn, þá held ég að það fari að birta til, 19. apríl er alltaf svo bjartur og fallegur dagur, upphafið að vorinu og bjartari tímum“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Hvað varaðar ferðalög, þá er ég ekki með nein plön. Reikna nú með að ég fari eitthvað innanlands, en annars ekkert ákveðið. Það er eitthvað sem ég er ekki að spá í núna, í þessu óraunverulega ástandi“.
15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
JÓNGEIR H. HLINASON
Áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvarandi áhrif Jóngeir H. Hlinason er úr Vogum og starfar sem
deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann vinnur heiman frá sér og þá hefur samkomubann mikil áhrif á starfið. Já, nánast allir fundir, ráðstefnur og fleira sem ég ætlaði að sækja hefur verið felld niður um óákveðinn tíma“. Jóngeir svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttir um COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Allt daglegt lífsmynstur mitt er mjög breytt“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, það hafa allir áhyggjur af ættingjum og vinum sem gætu veikst“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Það eru miklar breytingar hjá mér, er nær eingöngu heima“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, ég vinn eftir skipulagi vinnustaðar míns. Er heima að vinna í fjartengingu hálfa vikuna eins og er“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Strax þegar fréttir fóru að berast af COVID-19 veirunni“. — Hvað varð til þess? „Að ekki væri til bóluefni eða bein lækning við þessari veiru“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég held mig heima og reyni eftir bestu getu að umgangast sem allra fæsta“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Stjórnvöld standa sig afar vel í þessu erfiða máli“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að fólk sé rólegt og fylgi fyrirmælum stjórnvalda“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Sveitarfélagið fylgir þeim fyrirmælum sem stjórnvöld hafa sett“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, nánast allir fundir, ráðstefnur og fleira sem ég ætlaði að sækja hefur verið felld niður um óákveðinn tíma“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „ Ég kaupi meira inn og sjaldnar, því miður er ekki heimsendingarþjónusta hér í Vogum þar sem ég bý. Ef svo væri myndi ég líklega nota netinnkaup“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Finnst líklegt að veikindi hér á Íslandi verði allavega fram í lok maí, en það er alveg ljóst að áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvarandi áhrif bæði hér á Íslandi og um heimsbyggðina alla“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Ég reikna með að ferðast lítið, kannski meira innanlands“.
Mér finnst líklegt að veikindi hér á Íslandi verði allavega fram í lok maí, en það er alveg ljóst að áhrif þessarar farsóttar munu hafa langvarandi áhrif bæði hér á Íslandi og um heimsbyggðina alla.
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
BALDUR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON
Hef áhyggjur af þeim sem eru veikir fyrir árás þessarar veiru Baldur Þórir Guðmundsson segir lykilatriði að skilaboðin komi frá sérfræðingunum frekar en ráðherrum. „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar líta síðan vel út og þurfum við á Suðurnesjum að fylgja því eftir að til okkar verðir hugsað,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Baldur starfar hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytið og er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta eru mjög sérstakt ástand sem við erum að upplifa um þessar mundir. Erfiðar tilfinningar eins og depurð, leiði og ótti sækir á mann en ég er bjartsýnn á að við komumst í gegnum þennan byl og það birti aftur til“. — Hefurðu áhyggjur? „Ég hef áhyggjur af þeim sem eru veikir fyrir árás þessarar veiru og vona innilega að fáir tapi þeirribaráttu. Síðan hef ég þó nokkrar áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum ástandsins og líkt og áður er líklegt að okkar atvinnusvæði verði harðast úti“. — Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? „Tilveran öll hefur breyst töluvert og maður væri alveg til í að hraðspóla yfir þennan kafla. Erfiðast er að takmarka samskipti við snjalltækin þó flestir séu vel skólaðir á þeim vettvangi. Annars er reynt að halda í horfinu eins og hægt er“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur verið skipt upp í tvo hópa sem skiptast á að vinna heima og á vinnustað 2-3 daga í senn. Allir fundir fara fram í gegnum samskiptaforrit eða síma og öll samskipti eru takmörkuð. Það er vont
að missa kaffistofuspjallið en fundir eru ekkert síður skilvirkir í gegnum tölvuna“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Um leið og hún barst til Evrópu“. — Hvað varð til þess? „Þá var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast hingað. Það sem kom kannski á óvart var að hún kæmi á skíðum í gegnum Alpana“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég hef ávallt verið aðdáandi handþvotta og átti það til sem krakki að þrífa hendurnar í miðjum matartíma ef ég kámaðist eitthvað. Maður passar betur hvaða hluti maður snertir og er á varðbergi um hvar veiran gæti leynst. Knús og handar-
tök hafa verið lögð af að mestu en ég er ennþá að vinna í því að takmarka andlitskáf “. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég er mjög sáttur við þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í og öfluga upplýsingagjöf frá almannavarnateyminu. Mér finnst lykilatriði
Ég geri fastlega ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki á næstu tveimur vikum og fjari síðan út með vorinu. Efnahagshöggið mun vara mun lengur og verður langt liðið á næsta ár áður en það verður bærilegt.
að skilaboðin komi frá sérfræðingunum frekar en ráðherrum. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar líta síðan vel út og þurfum við á Suðurnesjum að fylgja því eftir að til okkar verðir hugsað“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Fara varlega og fylgja þeim fyrirmælum sem haldið er að okkur. Síðan er bara að halda ró sinni og tapa ekki gleðinni. Þetta vekur okkur öll til umhugsunar um hvað skiptir máli og hvernig við hegðum okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við núllstillum margt í okkar tilveru og verðum betra samfélag þegar þetta er yfirstaðið“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Sveitarfélagið hefur brugðist ágætlega við og virkjað allar mögulegar viðbragsáætlanir og starfsfólk sveitarfélagsins er vakandi yfir þróun mála. Nú þarf að huga að því að bregðast við versnandi atvinnuástandi með því að fara í sem flest verkefni sem möguleg eru“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Klárlega er það sem hefur mest áhrif því félagsleg samskipti eru okkur svo mikilvæg“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Innkaupamynstrið hefur ekki tekið neinu breytingum. Hef aldrei keypt matvöru á netinu en kaupi ýmislegt annað á þeim vettvangi“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Geri fastlega ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki á næstu tveimur vikum og fjari síðan út með vorinu. Efnahagshöggið mun vara mun lengur og það verði langt liðið á næsta ár áður en það verður bærilegt“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Við hjónin höfum gert mikið af því ferðast innan lands sem utan og geri ég fastlega ráð fyrir því að við tökum upp þráðinn þegar rykið er sest“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
GUÐLAUG MARÍA LEWIS
Í sjálfskipaðri sóttkví á heimilinu Guðlaug María Lewis var rétt búin að senda út boðskortin vegna fermingar dóttur sinnar þegar samkomubann var sett á. „Þar með var öllum
fermingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi,“ segir Guðlaug í samtali við Víkurfréttir sem ræddu við hana um kórónuveiruna og áhrif hennar á líf og störf. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Eigum við ekki bara að segja að COVID-19 sé eins og filter sem er búið að setja á allt okkar líf svo maður noti líkingamál. Litar nánast allar okkar athafnir og áætlanir“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, hugsa mikið um þetta, enda varla annað hægt þar sem fréttirnar dynja stöðugt á manni, en þetta heldur þó ekki fyrir mér vöku“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Hann hefur haft nokkur áhrif. Börnin fara ekki í skólann heldur vinna heima og það þarf auðvitað pínu utanumhald utan um það, fylgjast með að þau vakni og vinni og allt það, sem þau eru reyndar að tækla rosalega vel. Svo þarf auðvitað að kaupa miklu meira inn þegar allir eru heima allan daginn, svo nóg sé til í ísskápnum, græja hádegismat og svoleiðis. Nú fer ég ekki lengur í ræktina heldur keypti mér lóð og ketilbjöllu og geri æfingar heima en hann Helgi í Metabolic var svo frábær að hann setur inn á Facebook daglegt æfingaprógramm fyrir þá sem velja að æfa heima. Þar fyrir utan er maður auðvitað mest heima hjá sér og er eiginlega ekki að fara neitt annað að óþörfu“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ekki svo miklar. Get unnið bæði á vinnustað og heima. Mesti munurinn er einangrunin, maður fundar eingöngu í gegnum tölvuna, fer ekki í hádegismat með fólkinu. Maður hittir sem sagt mjög fáa“. — Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? „Akkúrat núna má segja að við á þessu heimili séum í millibilsástandi. Eiginmaðurinn er með einhverja pest en fær ekki að fara í próf strax auk þess sem smit hefur komið upp á hans vinnustað. Þannig að við erum í óvissuástandi eins og er en þetta
skýrist líklega á allra næstu dögum. Líklega eru ýmsir í svona stöðu. Það má því eiginlega segja að núna séum við í eins konar sjálfskipaðri sóttkví. Hann hefur nánast lokað sig af inni í einu herbergi og ég hef tekið ákvörðun um að vinna heima og heimsækja
ekki fólk á meðan við vitum ekki hvort þetta er veiran“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Um leið og fyrstu fréttir fóru að berast af þessu frá Kína. Vinnufélagi minn var einmitt að rifja það upp að ég hefði sagt einhvern tímann í janúar að ég hefði svo miklar áhyggjur af þessari veiru þarna í Kína og þá var hún ekki einu sinni farin að leiða hugann að henni“. — Hvað varð til þess? „Líklega sá eiginleiki að hafa áhyggjur af öllu mögulegu og ómögulegu og svona sjúkdómahræðsla“.
Dóttir mín átti að fermast í vor og ég var rétt búin að senda út boðskortin þegar samkomubann var sett á og öllum fermingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi.
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Með aukinni meðvitund held ég fyrst og fremst t.d. í samneyti við annað fólk og svo auðvitað aukinn handþvottur, spritta og passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu o.s.framvegis“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Gríðarlega vel. Er mjög þakklát fyrir fólkið í brúnni“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að við stöndum saman og fylgjum fyrirmælum og að við sýnum sveigjanleika og umburðarlyndi á öllum vígstöðvum“. — Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Mér finnst sveitarfélagið standa sig vel, búið að setja á neyðarstjórn sem fundar daglega til að geta sem best brugðist við eftir því sem vendingar verða í þessu máli. Þetta eru flóknar aðgerðir t.d. skólamálin og velferðarmálin og allir að reyna að gera sitt besta til að takast á við breytt landslag. Mér finnst t.d. frábært að sjá þessar aðgerðir að lækka gjöld í leikskóla og frístund vegna skertrar þjónustu og fyrir börn sem eru heima“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, dóttir mín átti að fermast í vor og ég var rétt búin að senda út boðskortin þegar samkomubann var sett á og öllum fermingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Enn sem komið er þarf ég í raun að fara oftar í búðina og versla meira í hvert sinn þar sem allir eru alltaf heima en ég geri ráð fyrir að nota netið ef maður lendir í formlegri sóttkví eða einangrun“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég ætla að leyfa mér að vona að í maí fari að rofa til og losna um hömlur vonandi hér og í Evrópu en það er erfitt að hugsa til staða þar sem bjargir eru litlar svo sem í flóttamannabúðum og öðrum mannmörgum stöðum t.d. Indlandi og í fleiri vanþróuðum ríkjum“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Ég er enn að binda vonir við að komast á Dance World Cup í Róm í lok júní en veit ekki hvort það er raunhæft“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Það eru unglingar á heimilinu. Þau eru vel meðvituð um ástandið en hafa ekki áhyggjur sem betur fer. Fínt að mamman geti séð um þær“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK KRISTJÁN JÓHANNSSON
Vinnan orðin 20-30% af því sem áður var Kristján Jóhannsson starfar sem leigubílstjóri og
COVID-19 fór í raun að hafa áhrif á hans líf og störf strax upp úr síðustu mánaðarmótum. „Leigubílastöðin Hreyfill, sem ég starfa á, er með gríðarstór verkefni fyrir Reykjavíkurborg, þar með talinn akstur með aldraða og fatlað fólk. Þegar þessi hópur var settur í einangrun um síðustu mánaðarmót snarminnkað í vinnan okkar. Ennfremur fór maður fljótlega að finna fyrir því hversu margir unnu heima. Svo fóru ferðamenn að hverfa úr landi, og fáir sem komu og nú er svo komið að ég kalla það ekki að fara að vinna heldur í dagdvölina,“ segir Kristján um ástandið. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Það eru skrítnir tímar núna og án nokkura fordæma. Ég hef starfað sem leigubílstjóri í nokkur ár og man varla eftir samfélaginu í eins miklum hægagír eins og núna. Hrunárin voru erfið en þó öðruvísi. Mér finnst persónulega miklu meira frumkvæði af hendi yfirvalda núna heldur en í hruninu. Menn búa vissulega af reynslu og Íslendingar eru ekkert óvanir krísustjórnun“. — Hefurðu áhyggjur? „Já vissulega, fyrst og fremst hef ég áhyggjur af vinnu og því að framfleyta fjölskyldunni, Það er gömul saga og ný með þá sem starfa sjálfstætt. En nú skilst mér að okkur verið einnig gert kleift að sækja um bætur til Vinnumalastofnunar. En áhyggjur af flensunni eru vissulega líka til staðar. En ég hef reynt að tileinka mér að takast á raunverulegan vanda en ekki búa hann til“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „COVID-19 fór í raun að hafa áhrif á mitt líf og mín störf strax upp úr síðustu mánaðarmótum.
Leigubílastöðin Hreyfill, sem ég starfa á, er með gríðarstór verkefni fyrir Reykjavíkurborg, þar með talinn akstur með aldraða og fatlað fólk. Þegar þessi hópur var settur í einangrun um síðustu mánaðarmót snarminnkað í vinnan okkar. Ennfremur fór maður fljótlega að finna fyrir því hversu margir unnu heima. Svo fóru ferðamenn að hverfa úr landi, og fáir sem komu og nú er svo komið að ég kalla það ekki að fara að vinna heldur í dagdvölina. Þetta er seinnilega komið niður í 20-30% af því sem áður var. Og þá er ég að tala um góðu dagana. En vissulega eru að detta inn verkefni. Meira um skutl með mat og nauðsynjar heim að dyrum“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ekki svo mikið nema sjá til þess að iPad-inn sé fullhlaðin. Gjörsamlega bráðnauðsynlegt tæki þega mikil bið er. Og vissulega forðast maður margmenni og situr því meira í bílnum. Annars er ég venjulega árrisull en hef leyft mér að sofa lengur enda er enginn morgunvinna“.
stutt í að þetta bærist til Íslands. En það gerðist þó mun hraðar en ég ímyndaði mér“.
svo hanska þurfi ég að aðstoða fólk með farangur. Er með andlitsmaska í bílnum en hef ekki notað þá enn“.
— Hvað varð til þess? „Þegar Íslendingar fóru að koma smitaðir heim úr ferðalagi fór maður að líta á þetta alvarlegum augum og gæta mun meiri varúðar í samskiptum“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég fylgist með fréttum og fylgdist vel fréttum frá Kína. Þegar smit barst til Evrópu vissi maður að það yrði
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Handþvottur hvenær sem ég kem því við. Er svo með handspritt í bílnum og nota það óspart. Reyni að takmarka allar snertingar. Nota
— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mér finnst vel tekið á þessum málum hjá Almannavörnum og Landlækni. Skýr sklilaboð og fumlausar aðgerðir. Það er líka mikilvægt að hlusta á lækna sem hafa áratuga reynslu af sóttvörnum og faraldsfræði sjúkdóma. Treysti þessu fólki 100%“.
Hlustum og hlýðum ábendingum og ráðleggingum fagfólks. Förum varlega en gleymum ekki að vera til. Nú er mikilvægast að standa saman. Standa þétt við bak þeirra sem þurfa aðstoð. Það er oft sagt um Íslendinga að þeir standi þétt saman á erfiðum tímum og það er satt.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Hlustum og hlýðum ábendingum og ráðleggingum fagfólks. Förum varlega en gleymum ekki að vera til. Nú er mikilvægast að standa saman. Standa þétt við bak þeirra sem þurfa aðstoð. Það er oft sagt um Íslendinga að þeir standi þétt saman á erfiðum tímum og það er satt“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Sýnist það standa sig bara vel“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Get ekki sagt það. Þá ekki nema vinnulega. En ég læt það ekki á mig fá. Uppáhaldsstaðurinn minn er heimilið. Þar hef ég allt sem ég þarfnast“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Fer enn í búð en það kann að breytast“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Á von á því að flensan gangi yfir að mestu leiti á næstu tveimur mánuðum. Það er apríl og maí. En við verðum lengi að ná fullum styrk og skriðþunga í atvinnulífinu. Þetta sumar og jafnvel ár er ónýtt í ferðaþjónustunni. Getum afskrifað það að mestu leiti. Gætum farið að sjá ferðamenn næsta vetur. En ferðamenn koma aftur og Ísland verður enn sem fyrr vinsæll áfangastaður“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Fyrst um sinn innanlands. En það eru enginn plön uppi um það. Höfðum ekki í huga að ferðast utanlands næsta sumar. Stefnan var á fjölskylduferð um næstu jól. Tíminn leiðir í ljós hvað við gerum“. — Hvernig eru börnin á heimilun að upplifa þetta? „Yngsta dóttir mín er í grunnskóla. Eðlilega veltir hún þessu fyrir sér. En það er mikilvægt að ræða við börnin og útskýra fyrir þeim aðstæður. Ekki leyna neinu en heldur ekki að magna upp ótta“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
JÓHANNA ÓSK GUNNARSDÓTTIR
Sakna þess að knúsa fólkið mitt og vini Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir er starfsmaður Isavia á Keflavíkurflugvelli. Hún segist hafa tekið veiruna alvarlega frá því hún kom fyrst upp í Kína. Hún heldur að ástandið muni vara fram í júní en vonar innilega að þessu ljúki fyrr, enda vill hún getað knúsað fólkið sitt og vini. Jóhanna svaraði nokkrum spurningum um ástandið á tímum COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Ég upplifi ástandið sem mjög alvarlegt“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, af mömmu og pabba og barnabarni sem er með slæman asma. Ég hef ekki áhyggjur af mér en vil engan smita“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ástandið veldur ýmsum takmaörkunum. Ég er að vinna í furðulegu ástandi og svo reyni ég að vera sem mest heima, já og hugsa mun meira um allt hreinlæti, spritta vel og hugsa um allt sem ég snerti“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, vinnutíminn er orðinn annar og ekki eins og vanalega en það er verið að byrja að senda fólk í frí“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega og vað varð til þess? „Ég hef alltaf tekið veiruna alvarlega en vildi bara ekki leyfa óttanum að sigra. Þetta er erfitt en ég hef fulla trú á okkar fólki og veit að við komum sterkari frá þessu“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Með því þvo, spritta og fara sem minnst“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mjög vel“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að allir fari eftir fyrirmælum og geri sitt besta til að halda þessu í skefjum og halda í gleðina“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Nei, ég sé ekki betur en að þau séu að gera sitt allra besta í stöðunni“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Nei, það er ekki að hafa mikil áhrif en auðvitað eitthvað og þá helst sakna ég að komast í líkamsrækt og sundferðir“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég nota netið ekkert fyrir innkaup, fer mun sjaldnar í búð og nýti bara það sem ég á“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég held júní verði síðasti mánuðurinn og ég vona innilega að þetta verði búið fyrr. Ég sakna þess að knúsa fólkið mitt og vini“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Bæði. Ég mun vonandi komast ferðina mína í haust og mun klárlega ferðast um fallega landið okkar“.
Ég hef alltaf tekið veiruna alvarlega en vildi bara ekki leyfa óttanum að sigra. Þetta er erfitt en ég hef fulla trú á okkar fólki og veit að við komum sterkari frá þessu.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
BJARKI Þ. WÍUM
Mikilvægt að hafa ekki of miklar áhyggjur af því sem maður hefur litla stjórn á Bjarki Þ. Wíum er húsasmíðanemi og hann lýsir
ástandinu í COVID-19 eins og það sé eins og mjög löng helgi. „Maður er heima fyrir og les góðar bækur, lærir, grúskar og horfir sjónvarpið. Mestu breytingarnar eru hversu mikið maður er heima,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Hann segist undirbúinn fyrir að ástandið vari í nokkra mánuði. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta er allt frekar súrrealískt, pínulítið eins og eitthver dystópía“. — Hefurðu áhyggjur? „Já smá, ég get ekki neitað því. Maður hefur helst áhyggjur af fólkinu í kringum sig. Svo er líka skrýtið að geta ekki heimsótt ömmu og afa á svona erfiðum tímum, en að sjálf-
sögðu vill maður hlífa þeim aldurshópi eins og maður getur“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Þetta er er í raun eins og mjög löng helgi. Maður er heima fyrir og les góðar bækur, lærir, grúskar og horfir sjónvarpið. Mestu breytingarnar eru hversu mikið maður er heima“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, að því leyti að skólinn er allur í gegnum netið núna. Svo veit
maður ekki hvernig fer með verklega hlutann af smíðanáminu en hann er alveg dottinn út núna“. — Er eitthvað af þínu fólki í sóttkví? „Einn einstaklingur í fjölskyldunni er í sóttkví eins og staðan er núna. Hún er í forstofuherberginu með sínum eigin útgangi. Gler á milli, svo þetta er eins og að vera í dýragarði. Jafnvel má segja að það sé eins og hún sé ennþá í útlöndum enda eru samskiptin aðallega í gegnum facetime eins og áður“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Daginn sem ákveðið var að setja samkomubann á“. — Hvað varð til þess? „Andrúmsloftið í skólanum, það var allt frekar skrítið“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég held mig að mestu leiti heima og sleppi öllum óþarfa ferðum. Nóg til af mat og klósettpappír! Svo er maður mjög duglegur að þvo hendur og spritta sig“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég hef fulla trú á fólkinu okkar hjá almannavörnum og treysti því að þau taki góðar ákvarðanir. Öll umræða er mjög opinská sem er mjög mikilvægt“.
Maður er ansi mikið heima fyrir. Það jákvæðasta við þetta allt saman er þó að maður nær að lesa bókastaflana sem ég hef sankað að mér og svo hefur maður meiri tíma í að grúska í ýmsu á borð við björgunarskýlið í Sandgerði, samkomuhúsið Kirkjuhvol o.fl. Það er ekki leiðinlegt.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Hringja í og hafa samband við manns nánustu og spjalla um allt milli himins og jarðar. Svo þarf maður að passa upp á andlegu heilsuna, það er mikilvægt að hafa ekki of miklar áhyggjur af því sem maður hefur litla stjórn á“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Þau fara eftir öllum leikreglunum svo ég get ekki kvartað“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, maður er ansi mikið heima fyrir. Það jákvæðasta við þetta allt saman er þó að maður nær að lesa bókastaflana sem ég hef sankað að mér og svo hefur maður meiri tíma í að grúska í ýmsu á borð við björgunarskýlið í Sandgerði, samkomuhúsið Kirkjuhvol o.fl. Það er ekki leiðinlegt“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Við notum netið mun meira og við búumst við að nota það að mestu leyti á næstunni“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Satt best að segja geri ég ráð fyrir að þetta muni taka eitthvern tíma. Maður hefur heyrt talað um nokkra mánuði svo maður er búinn undir það“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Við gerum ráð fyrir að fara til Dannmerkur og svo í paradísina austur í Mjóafjörð“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Dóttirin er ekki nema 14 mánaða svo ég efast um að hún spái mikið í þessu. Henni finnst allavega frábært að vera heima með alla fjölskylduna í kringum sig“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
21 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HILDUR MARÍA MAGNÚSDÓTTIR
Áskorun sem maður reynir að takast á við með jákvæðni að vopni Hildur María Magnúsdóttir er kennari á unglingastigi við Myllubakkaskóla í Keflavík. „Við höfum haft þann háttinn á að við kennum þeim í fjarkennslu. Ég hef því ýmist sinnt þeim heiman frá mér eða farið upp í skóla og unnið þar. Þetta er vissulega allt annað umhverfi sem við erum að vinna í en skemmtilegt engu að síður“. Hildur svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um ástandið í heiminum dag. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta er ótrúlega skrítið ástand og eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður svo það er erfitt að lýsa þessu. En maður er svoldið í lausu lofti og fer að sofa á kvöldin með ákveðnar forsendur sem eru svo allt aðrar þegar maður vaknar á morgnanna“. — Hefurðu áhyggjur? „Já og nei. Maður hugsar auðvita stanslaust um þetta og þetta er allra vörum, en ég hef reynt að hafa það að leiðarljósi að þetta er eitthvað sem við stjórnum ekki og því reynt að gera það besta úr því sem við höfum stjórn á“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ég hef reynt að halda í rútínuna. Vakna á morgnana og kem börnunum á fætur svo fara þau ýmist í skólann eða vinna heima. Við höfum verið að reyna að brjóta daginn upp með göngutúrum, spili og annarri afþreyingu þar sem engar íþróttaæfingar eru. Þetta er áskorun sem maður reynir að takast á við með jákvæðni að vopni“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ég vinn sem grunnskólakennari á unglingastigi í Myllubakkaskóla
og við höfum haft þann háttinn á að við kennum þeim í fjarkennslu. Ég hef því ýmist sinnt þeim heiman frá mér eða farið upp í skóla og unnið þar. Þetta er vissulega allt annað umhverfi sem við erum að vinna í en skemmtilegt engu að síður“. — Er þú eða þitt fólk í sóttkví? „Nei, ekki enn komið að því hjá okkur, en maður er vissulega farin að finna fyrir því að þetta færist nær manni“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Þetta fór að bíta mig kannski hvað fastast þegar maður þurfti að fara að hagræða vinnunni á annan hátt. Eins þegar umræðan í samfélaginu fór að verða meiri þá fór maður að átta sig á alvarleikanum“. — Hvað varð til þess? „Eins og ég sagði þá fór maður að þurfa að hugsa skipulagið á vinnunni á annan hátt og umræðan fór að aukast í samfélaginu“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég hef aukið handþvott verulega og samneiti við annað fólk. Ég hef alltaf haft frekar mikla snertiþörf og því hef ég þurft að temja mér aðrar leiðið þegar ég hitti fólkið mitt“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég get ekki annað sagt en að okkar frábæra framlínu fólk og stjórnvöld eru að standa sig gríðar-
lega vel. Algjörlega til fyrirmyndar hvað allir eru að reyna að gera sitt allra besta til að takast á við þetta ástand“.
Ég vinn sem grunnskólakennari á unglingastigi í Myllubakkaskóla og við höfum haft þann háttinn á að við kennum þeim í fjarkennslu. Ég hef því ýmist sinnt þeim heiman frá mér eða farið upp í skóla og unnið þar. Þetta er vissulega allt annað umhverfi sem við erum að vinna í en skemmtilegt engu að síður.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni yfir daginn. Vanda sig í samskiptum við hvort annað og reyna að finna allt það jákvæða við stöðuna eins og hún er“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Sveitarfélagið er að gera sitt besta eins og allir. Við erum öll í sama liði og verðum að vinna þetta saman“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Auðvitað hefur þetta áhrif á okkur eins og aðra. Fjölskyldan eyðir töluvert meiri tíma saman, sem er að
vissu leyti gott, og við heyrum meira í okkar nánustu símleiðis frekar en að hitta það“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég hef enn ekki prufað að gera innkaupinn á netinu en ég hef verið að fara sjaldnar í búð og reyni að vera skipulagðari í innkaupunum“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Það er ómögulegt að segja. En miða við stöðuna í dag þá verður heljarinnar partý hjá okkur í ágúst. Hugsanlega geta skólarnir ekki byrjað fyrr en í byrjun september ef við ætlum að koma þessu fjöri öllu fyrir sem er búið að fresta“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan?
„Vonandi getur maður gert sitt lítið af hvoru“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Já við erum með tvö börn á heimilinu. Þau eru vitanlega uggandi yfir þessu en við reynum að kaffæra þeim ekki í þessari umræðu. En það sem snertir þau kannski hvað mest það er að æfingarnar þeirra eru ekki. Þau æfa bæði tvær íþróttir og það er mikil missir að hafa þær ekki. Einnig þegar það er verið að herða enn meira á því að börn úr öðrum skólahópum séu ekki að hittast, það flækir samskipti þeirra. En þessi tími gefur okkur tækifæri til að slípa okkur betur saman sem fjölskyldu og gera hluti saman sem við gætum mögulega ekki gert í hraðanum í hversdagsleikanum“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK HELGA JÓHANNA ODDSDÓTTIR
Furðu róleg og æðrulaus í þessu öllu saman Helga Jóhanna Oddsdóttir segist ekki hafa áhyggjur af sjálfri sér eða öðrum á sínu heimili í því ástandi sem nú ríkir. „Við stöndum þetta af okkur.
En ég neita því ekki að mér þykir mjög erfitt að vita af pabba veikum og geta ekkert gert nema fara ofboðslega varlega í kring um hann. Það sama á við með tengdaforeldra mína, maður vill allra helst að þau haldi sig heimavið og fái eins fáar heimsóknir og hægt er“. Helga svaraði nokkrum spurningum frá blaðamanni. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Ég er furðu róleg og æðrulaus í þessu öllu saman þrátt fyrir að hafa strax farið að haga mér öðruvísi. Mér finnst við hafa tekið vel á málum hér á landi og við búum vel að því að í fámenninu getum við staðið saman í að fylgja þeim ráðleggingum sem fyrir okkur eru lagðar af þessu frábæra teymi almannavarna og sóttvarna- og landlæknis“.
— Hefurðu áhyggjur af ástandinu? „Já, ég hef það, en ekki af sjálfri mér eða okkur sem erum fullfrísk. Við stöndum þetta af okkur. En ég neita því ekki að mér þykir mjög erfitt að vita af pabba veikum og geta ekkert gert nema fara ofboðslega varlega í kring um hann. Það sama á við með tengdaforeldra mína, maður vill allra helst að þau haldi sig heimavið og fái eins fáar heimsóknir og hægt er. Þessum áhyggjum deili ég örugglega með öllu því fólki sem hefur undirliggjandi sjúkdóma og aðstandendum þeirra“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ég tók snemma í ferlinu ákvörðun um að fara ekki á fjölmenna staði og huga vel að því að vera nógu örugg til að geta áfram farið inn til foreldra minna. Ég hef t.d. ekki farið í búð í þó nokkurn tíma, maðurinn minn sér um það þessar vikurnar, ég fer ekki í sund, líkamsrækt eða á önnur mannamót þó þar hafi verið gerðar ráðstafanir. Svo erum við fjölskyldan mjög varkár, hugum vel að handþvotti og sótthreinsun á heimilinu. Ég hef nú ekki alveg lokað fyrir heimsóknir til sona minna en gestir
þvo sér og spritta og ég sótthreinsa krana og hurðarhúna“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Verkefnin hafa að miklu leyti snúist um þessar aðstæður undanfarnar vikur. Við hjá HS Veitum skiptum okkur í tvo hópa á öllum starfsstöðvum þar sem annar hópurinn vinnur að heiman í viku og hinn á staðnum. Svo er allt sótthreinsað fyrir komu næsta hóps og við tryggjum að þeir hittist ekki. Þá höfum við breytt fyrirkomulagi í mötuneyti, aukið þrif og sótthreinsun til muna. Við fundum
daglega á Teams þar sem við deilum upplýsingum um stöðu mála en hjá okkur eins og annarsstaðar hefur fólk lent í sóttkví eða þurft að láta vita af sér ef tengdur aðili hefur verið settur í sóttkví. Þetta hefur allt tekist vel hingað til og samstarfsfólk mitt ótrúlega samstillt og jákvætt í þessu ástandi“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Fyrstu dagana í febrúar var maður hálf ringlaður og vissi svo sem ekkert í hvað stefndi sem svo á móti einkenndi viðbrögðin í fyrstu. Það leið samt ekki á löngu þar til mér
NETLEIKHÚSIÐ // LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR & VÍKURFRÉTTIR Þökkum rúmlega
37.000 áhorfendum fyrir innlitið á Dýrin í Hálsaskógi sl. sunnudag!
Netleikhúsið er á fésbók Víkurfrétta!
ÁHUGALEIKSÝNING ÁRSINS 2018
27. MARS KL. 21:00 MYSTERY BOY
Það kostar ekkert að horfa! Munið bara eftir leikfélaginu þegar betur árar.
EKKI VIÐ HÆFI BARNA!
29. MARS KL. 22:00 KILLER JOE
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Ég held að öll sveitarfélög séu að bregðast við á þann hátt sem talinn er vænlegastur til árangurs miðað við fyrirliggjandi upplýsingar hverju sinni. Við megum ekki gleyma því að þó gott sé að rýna til gagns, að þá erum við að upplifa aðstæður sem ekkert okkar hefur upplifað áður og engar handbækur til um viðbrögð“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Ekkert sem ég sakna eða læt trufla mig. Vissulega hafa þó nokkrir viðburðir verið felldir niður sem maður hefði sótt ef allt væri í lagi“. — Notar þú netið við innkaupí dag? „Við erum ekki byrjuð á því en ég er farin að kynna mér möguleikana“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég fylltist ákveðinni bjartsýni þegar 10. apríl var gefinn upp sem mögulegur viðsnúningur. Þ.e. að þá hefðum við náð hápunktinum. Ætli við þurfum ekki að eiga í þessu eitthvað fram í júní?“.
— Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Strákarnir okkar urðu 16 ára um liðna helgi þ.a. við erum ekki með ung börn heima. Þeir eru ótrúlega rólegir yfir þessu en vilja vita um hvað málið snýst og allt skólahald er auðvitað úr skorðum. Mér þykir frábært að fylgjast með hvernig unga fólkið sem við umgöngumst er að tækla þetta. Ekkert of stressað en ábyrgt og fróðleiksfúst“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Við hjónin ætluðum að vera á þó nokkrum flækingi í vor, æfingaferð til Spánar stóð til í lok mars og erum skráð í keppni í hálfum járnkarli á Mallorca í maí. Þær ferðir verða vonandi farnar með haustinu eða um leið og þetta er yfirstaðið. Nú krossum við bara fingur og vonum að Team Rynkeby verkefnið sé ekki í uppnámi en það er góðgerðarverkefni til styrktar SKB þar sem hápunkturinn er að hjóla frá Kolding í Danmörku til Parísar. Brottför er áætluð 3. júlí, eigum við ekki að segja að þetta verði komið í gott lag þá og við getum tekið sumarfríið með strákunum í kjölfarið?“.
AÐALFUNDI FRESTAÐ! Stjórn Starfsmannafélags Suðurnesja hefur ákveðið að fresta aðalfundi sem halda átti þann 15. apríl nk. um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna.
fannst skynsamlegt að taka þessu af nokkurri alvöru í ljósi viðkvæmrar stöðu hjá mínum nánustu og þess að halda vel utan um starfsfólk HS Veitna og lágmarka áhættuna á smiti á vinnustaðnum“. — Hvað varð til þess? „Mér fannst það hvernig almannavarnir, sóttvarnar- og landlæknir brugðust við gefa fullt tilefni til að taka þetta alvarlega. Þeirra vinnubrögð hafa verið mjög fagleg frá upphafi og þó fólk kunni að hafa aðra skoðun á nálgun, þá eru þau sérfræðingarnir og hafa komist ótrúlega vel frá þessu“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég held að með því að tefja útbreiðslu eins og hægt er séu þau á hárréttri leið til að heilbrigðiskerfið okkar sé sem best í stakk búið að sinna þeim sem á aðhlynningu þurfa. Það þykir mér ábyrg nálgun sem eykur líkurnar á að þetta sprengi ekki kerfið okkar með tilheyrandi erfiðleikum“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Mikilvægast er að við hlúum hvert að öðru og sýnum hvert öðru tillitsemi og nærgætni. Fylgjumst
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Stjórnin.
vel með fólkinu í kring um okkur og styðjum þá sem hafa áhyggjur eða líður illa vegna þessa. Þetta má allt gera með góðum skammti af gleði og léttleika sem fleytir okkur ótrúlega langt. Samstarfsfólk mitt stendur sig t.d. ótrúlega vel í því með allskonar uppátækjum sem létta lundina og kalla fram bros. Síðast en ekki síst verðum við að axla ábyrgð á eigin hegðun, að fara eftir því sem ráðlagt er, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir alla hina sem eru e.t.v. veikari fyrir“ — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst
Verkefnin hafa að miklu leyti snúist um þessar aðstæður undanfarnar vikur. Við hjá HS Veitum skiptum okkur í tvo hópa á öllum starfsstöðvum þar sem annar hópurinn vinnur að heiman í viku og hinn á staðnum. Svo er allt sótthreinsað fyrir komu næsta hóps og við tryggjum að þeir hittist ekki.
www.vf.is/vikurfrettir/tolublod Til að einfalda málið getur þú farið inn á vf.is og skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK GUÐNÝ MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
Reynum að átta okkur á nýrri heimsmynd Guðný María Jóhannsdóttir segir að við eigum að
huga vel að andlegu hliðinni og vera góð við hvort annað. „Pössum að setja ekki of mikla orku í að hugsa um það sem við getum ekki haft áhrif á og notum frekar tímann til að gera eitthvað jákvætt og uppbyggilegt fyrir okkur og fjölskylduna“. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Ég hélt að ég myndi nú aldrei lifa svona tíma. Ég upplifi mikla óvissu í kringum mig en á sama tíma finnst mér yndislegt að upplifa þennan mikla samhug og samstöðu sem er í gangi í þjóðfélaginu okkar“. — Hefurðu áhyggjur? „Nei, ég hef ekki áhyggjur og gengur bara nokkuð vel að leiða hugann að öðru – en að því sögðu þá finn ég stundum óþægileg tilfinning í maganum sem líklegast mætti flokka sem einhverja tegund af áhyggjum“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Einhvern veginn er allt breytt. Börnin læra heima. Maðurinn minn vinnur heima og við reynum að fara sem minnst út af heimilinu. Strákurinn okkar átti að fermast í apríl en því hefur verið frestað fram í ágúst. Svo átti ég að vera fara með alla tengdafjölskylduna til Tenerife um páskana en það verður bara að bíða betri tíma. Núna erum við fjölskyldan komin í sjálfskipaða sóttkví í sumarbústaðnum okkar þannig að dagarnir framundan verða mjög rólegir. Ég hef allt til alls til að halda í mína daglegu hreyfingu og nóg af bókum til að lesa“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ég er svo heppin að vera heimavinnandi þannig að það er bara meira líf og fjör inná heimilinu þar
sem allir eru heima mest allan daginn. Þeir fundir sem ég þarf að sækja vegna stjórnarstarfa fara nú að mestu fram í fjarfundarbúnaði“. — Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? „Foreldrar mínir eru í sóttkví eftir að hafa verið í sólinni á Kanarí. Þau bera sig vel og við systkinin sjáum um að færa þeim matvöru og sendum þeim reglulega myndir og myndbönd af því sem við erum að bralla“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég held að það hafi verið um leið og fyrstu tilfellin greindust hér á landi. Þá fyrst fór þetta að verða raunverulegt. Ég á góðan vin sem býr í Colorado í Bandaríkjunum og um miðjan febrúar sendi hann mér skilaboð og var að hafa áhyggjur af áhrifum Covid á heimsvísu. Ég man að þegar ég svaraði honum þá fannst mér engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Tveimur vikum seinna greindist svo fyrsta tilfellið hér á landi“. — Hvað varð til þess að þú tókst COVID-19 alvarlega? „Við það að fyrsta tilfellið greindist þá var hættustig almannavarna virkjað og það fyrir mér þýddi einfaldlega að þetta bæri að taka mjög alvarlega“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mér finnst þau standa sig sjúklega vel og ég er þess fullviss að allir sem að málinu koma eru að vinna dag og nótt til að tryggja okkar velferð og að við sem þjóð komumst sem best út úr þessu“.
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég hef tileinkað mér aukinn handþvott og geng um með spritt og nota það óspart. Ég er meðvituð um 2m regluna þegar ég þarf að fara á staði þar sem fleira fólk er. Reyni að fara sem minnst og svo núna með því að fara í sjálfskipaða sóttkví“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að huga vel að andlegu hliðinni og vera góð við hvort annað. Pössum að setja ekki of mikla orku í að hugsa um það sem við getum ekki haft áhrif á og notum frekar tímann til að
Einhvern veginn er allt breytt. Börnin læra heima. Maðurinn minn vinnur heima og við reynum að fara sem minnst út af heimilinu. Strákurinn okkar átti að fermast í apríl en því hefur verið frestað fram í ágúst. Svo átti ég að vera fara með alla tengdafjölskylduna til Tenerife um páskana en það verður bara að bíða betri tíma.
gera eitthvað jákvætt og uppbyggilegt fyrir okkur og fjölskylduna“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Ég trúi því að allir séu að gera sitt besta en að því sögðu tel ég að mitt sveitarfélag þurfi að koma til móts við fyrirtæki og heimili með lækkun fasteignaskatta. Svo tel ég að það þurfi að huga sérstaklega að þeim sem minna mega sín og treysti því að sveitarfélagið mitt geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hlúa að þeim“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já það hefur áhrif á svo margan hátt. Eftir að það komu tilmæli um að börn ættu að minnka eins og kostur er umgang við aðra krakka en þá sem eru með þeim í skólahóp þá flæktist lífið töluvert“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Já, við fjölskyldan höfum pantað meira af matvöru á netto.is en áður. Svo pöntuðum við á netinu það sem uppá vantaði til að geta gert æfingarnar okkar heima. Ég nýtti mér frábæra þjónustu hjá Bókasafni Reykjanesbæjar og fékk bókina sem mig hefur lengi langað að lesa heimsenda“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Okkar færustu sérfræðingar tala um að veiran muni ná hámarki
um miðjan apríl. Í framhaldi af því held ég að taki við tímabil þar sem við reynum að átta okkur á nýrri heimsmynd og ég held að það geti alveg varað í einhverja mánuði. Þetta verður skrítið sumar“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Í dag líður mér þannig að ég muni fara erlendis um leið og það verður í boði en svo þegar á reynir er svo ekkert víst að ég hafi löngun til þess. Við erum með utanlandsferð planaða um miðjan september sem ég vona að við getum farið í. Ef allt verður með kyrrum kjörum í sumar þá munum við ferðast töluvert innanlands, m.a. á fótboltamót, ættarmót og svo renna eitthvað fyrir lax“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Það eru tvö börn á heimilinu, níu og þrettán ára. Mér finnst þau vera ótrúlega dugleg og jákvæð miðað við að þeirra daglega lífi hafi verið snúið á hvolf. Þeim finnst þetta allt mjög skrítið eru ekki alveg að skilja alvarleika málsins. Ég viðurkenni að við höfum aðeins misst tökin á skjátíma takmörkunum á heimilinu en til að bregðast við því ákváðum við að útbúa starfsáætlun fyrir vikuna þar sem tekinn er frá tími til að stunda nám, daglega hreyfingu, tölvu/síma og svo einhverja sameiginlega afþreyingu fyrir fjölskylduna saman“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
25 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
EVA RUT VILHJÁLMSDÓTTIR
Eins og æðri öfl séu að hægja á okkur og ná niður á jörðina Eva Rut Vilhjálmsdóttir er starfsmaður íþrótta-
miðstöðvarinnar í Garði. Miklar hömlur hafa nú verið lagðar á starfsemi íþróttahúsa en þau eru nú lokuð ásamt sundlaugum í í harðara samkomubanni. Eva Rut svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta um það hvernig ástandið vegna COVID-19 leggst í hana. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Mér finnst allt samfélagið og í raun heimurinn allur lamaður vegna veirunnar, það er pínu eins og það séu einhver æðri öfl sem eru að hægja á okkur og ná manni niður á jörðina. Maður tekur bara einn dag í einu“. — Hefurðu áhyggjur? „Maður hefur auðvitað áhyggjur innst inni aðallega vegna óvissunnar sem við erum í og maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið þetta getur orðið, þetta er eitthvað svo nálægt manni“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Þetta hefur alveg áhrif á okkar daglega líf, öll rútína hefur breyst, krakkarnir læra heima, vinnutíminn örlítið öðruvísi, meiri tími til að vera með fjölskyldunni og maður er meira á tánum hvað varðar allt hreinlæti og ég hef tekið eftir því að ég kem óþarflega oft við krakkana mína alveg ómeðvitað“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Við höfum þurft að gera miklar ráðstafanir í vinnunni hjá mér í Íþróttamiðstöðinni í Garði og þar eru hömlur og miklar takmarkanir. Varðandi þjálfunina hjá mér þá erum við búin að vera í fríi á meðan samkomubannið er í gangi og við fylgjum algjörlega fyrirmælum KSÍ og tökum samfélagslega ábyrgð. Krakkarnir slá ekki slöku við í Reynir/ Víðir, þau gera heimaæfingar af fullum krafti enda mikilvægt að huga að hreyfingu og andlegri heilsu sinni á þessum tímum“. — Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? „Við erum ekki enn komin í sóttkví og í raun þakkar maður fyrir hverja klukkustund sem við sleppum“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ætli ég hafi ekki farið að taka þessu alvarlega þegar það var sett á samkomubann og tilfellunum fór fjölgandi hér á landi. Maður óttast hið versta en vonar það besta og hugsar mikið til fólksins okkar, ég óska þess að við Íslendingar sleppum vel útúr þessu“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég fer varlega með því að reyna að vera ekki að blandast mörgum ólíkum hópum, hugsa um hreinlætið og allt í kringum okkur sem getur valdið smiti, einnig reynir maður að fara eftir fyrirmælum yfirvalda hvernig eigi að bera sig að á þessum tímum“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Stjórnvöld hafa staðið sig ótrúlega vel á þessum tímum, þau hugsa um velferð okkar landsmanna og hvetja okkur til að snúa saman bökum og það er stórkostlegt“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Suðurnesjabær hefur upplýst okkur vel og stendur þétt við bakið á okkur bæjarbúum og eru að leita allra leiða til að létta undir á ýmsa vegu fyrir það ber að þakka“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Samkomubannið hefur alveg áhrif á mann, öll rútína hefur farið úr skorðum, enginn fótbolti eða aðrar íþróttir í sjónvarpinu, maður er í algjörri óvissu með framhaldið, vinnuna sína og á sama tíma hafa engar æfingar verið með krökkunum mínum sem ég er nú þegar farin að sakna mikið. Til stóð að ferma Hebu Lind stelpuna okkar núna 19. apríl n.k. Því hefur verið frestað til betri tíma og Portúgalferð sem var á áætlun í lok apríl líka allt á bið“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Innkaupin ganga sinn vanagang enn sem komið er, maður reynir að
vera snöggur í gegnum búðirnar en það fer að koma örugglega að því að maður þarf að versla á netinu og fá heimsendan matinn. Ég sakna þess að Nettó sendir ekki í Suðurnesjabæ og ég skora á þau að skoða þann möguleika, því við viljum versla heima“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Það er ómögulegt að segja hversu lengi þetta ástand mun vara, ég vona að þetta klárist sem fyrst og fótboltasumarið geti hafist á nýjan leik með kossum og knúsum í góðra vina hópi“.
Stjórnvöld hafa staðið sig ótrúlega vel á þessum tímum, þau hugsa um velferð okkar landsmanna og hvetja okkur til að snúa saman bökum og það er stórkostlegt.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Við munum klárlega ferðast innanlands og elta Víðismenn í sumar um landið og aldrei að vita hvort það sé utanlandsferð næsta haust. Látum tímann leiða það í ljós“.
www.vf.is/vikurfrettir/tolublod Til að einfalda málið getur þú farið inn á vf.is og skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK HANNA BJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR
Óþægileg tilhugsun að vita til þess að ég gæti hugsanlega verið smitberi Hanna Björg Konráðsdóttir er lögfræðingur hjá Orkustofnun segir að daglegt líf hafi breyst talsvert. „Ég vinn heima alla daga og nýti mér mér fjarskiptin til að vera í sambandi við vinnufélaga“. Hún segist lítið fara út úr húsi og hefur útbúið litla aðstöðu niðrí kjallara til að gera smá leikfimiæfingar „sem er nauðsynlegt til að halda geðheilsunni í lagi“. Hanna svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um það hvernig hún er að upplifa ástandið í dag á tímum COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Líf okkar allra breyttist all skyndilega. Við þurfum sem einstaklingar að aðlaga okkur hratt að breyttum tíðaranda, samskipti milli fólks breytast, atvinnuhættir breytast og verða háðari öflugum fjarskiptum, verslun færist í auknum mæli á netið og fólk um allan heim hefur ákveðið að fresta ferðalögum. Þetta eru auðvitað miklir óvissutímar“. — Hefurðu áhyggjur? „Já ég get ekki neitað því, það er auðvitað innbyggt í okkur öll að óttast það sem við ekki þekkjum og getum ekki stjórnað. Það er erfitt að hafa ekki stjórn á aðstæðunum og við viljum haga lífi okkar þannig að við séum undirbúin og getum séð fram á við hvernig hlutirnir þróast. Við sköpum okkur ákveðið lífsmunstur sem við viljum lifa eftir en COVID-19 svo sannarlega breytir því án okkar vilja. Það er óþægilegt að hugsa til þeirrar miklu þjáningar sem þessi vírus er að valda fólki um allan heim og að heilbrigðiskerfið sé að kikna undan álagi“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Daglegt líf hefur breyst talsvert, ég vinn heima alla daga og nýti mér mér fjarskiptin til að vera í sambandi við vinnufélaga. Allir fundir fara fram í TEAMS og það hefur reynt talsvert á samskiptin við utanaðkomandi aðila. Ég hef þurft að aðlaga mig talsvert að tækninni en vissulega er það líka jákvætt skref. Ég fer lítið út úr húsi, og hef útbúið litla aðstöðu niðrí kjallara til að gera smá leikfimiæfingar sem er nauðsynlegt til að halda geðheilsunni í lagi. Það er auðvitað mikil breyting að mamma er allt í einu mikið heima á daginn en er samt ekki til staðar, því hún er í vinnu. Eldri dóttir okkar er heima alla daga í fjarkennslu og það er púsluspil að reyna að aðstoða við heimanám á meðan vinndegi stendur. Yngri dóttir okkar fær þó að fara í skólann annan hvern dag og ég þakka fyrir hversu vel tókst til með skipulagningu skólastarfs í hennar skóla. Ég held það reynist yngri börnum enn erfiðara að hitta aldrei skólafélaga sína en þeim eldri. Það eru auðvitað miklar breytingar hjá tómstundastarfi stúlknanna minna og við þurfum að halda að þeim hreyfingu eins og við getum“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég fór að taka COVID alvarlega um leið og fyrstu fregnir bárust af smituðum Íslendingum. Ég átti að fara til Ljubljana á fund en ákvað að hætta við ferðina“.
— Hvað varð til þess? „Mér fannst hrikalega óþægileg tilhugsun að vita til þess að ég gæti hugsanlega verið smitberi og gat ekki hugsað mér að hafa það á samviskunni að einstaklingar með undir-
liggjandi sjúkdóm yrðu alvarlega veikir af mínum völdum. Ég tók þá ákvörðun að vera meðvituð og bera ábyrgð, því frestaði ég ferðinni og hef takmarkað mjög samskipti við fólk og unnið heima síðustu tvær vikur“.
Ég fyllist aðdáun og lotningu við að fylgjast með fagfólkinu okkar. Teymi sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlögregluþjóni almannavarna hefur unnið ótrúlega öflugt starf og reynt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fullri hörku.
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Við höfum lítið sem ekkert umgengist foreldra okkar og því hafa stúlkurnar lítið hitt afa sína og ömmur síðustu tvær vikur, sem er erfitt fyrir þær. Ég hef unnið heima eins og áður sagði, lítið fari út og ekki farið á líkamsræktarstöðvar. Reyndar fór ég einu sinni í sund með manninum mínum, eftir að hafa lesið ummæli aðstoðarmanns sóttvarnalæknis að veirusýkingar væru örsjaldan raktar til sundferða. Mig hefur samt ekki langað að fara í sund eftir að veiran fór að breiðast hratt út og smitum fjölgaði“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég fyllist aðdáun og lotningu við að fylgjast með fagfólkinu okkar. Teymi sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlögregluþjóni almannavarna hefur unnið ótrúlega öflugt starf og reynt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fullri hörku. Það er auðvitað magnað að hér hafi menn verið að eltast við hvert og eitt smit og rekja það til að koma fólki í sóttkví til að hægja á útbreiðslunni. Íslensk
erfðagreining bregst við af fullum þunga til að skilja eðli veirunnar og bregðast við þessum heimsfaraldri. Heilbrigðisstarfsfólkið er að bregðast við með því að breyta sínum störfum og hliðra til til að taka við veikum sjúklingum vegna COVID. Það er bara magnað að fylgjast með samvinnunni og augljóst er að allir eru boðnir og búnir að vinna vel saman á þessum erfiðu tímum. Stjórnvöld hafa ákveðið að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum veirunnar með sannfærandi hætti. Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru skýr, það er betra að gera of mikið heldur en lítið. Greinilegt er að stjórnvöld ætla sér að standa með fyrirtækjum og almenningi og verja störf, þannig að launafólki og atvinnurekendum verði gert kleift að halda ráðningarsambandi. Það tel ég vera góðs viti. Það er verið að hvetja til fjárfestinga, sem vonandi skilar sér til til lengri tíma litið. Ég er í það minnsta bjartsýn og hef ákveðið að flýta endurbótum á mínu eigin húsnæði, það skiptir auðvitað miklu máli að hér fari ekki allt í frost“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
27 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ÁGÚSTA GUÐNÝ ÁRNADÓTTIR
Allir að reyna gera sitt besta Ágústa Guðný Árnadóttir er hóptímakennari
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Það er mikilvægast af öllu að halda í gleðina og reyna af öllum mætti að finna leiðir til að lágmarka stress á heimilinu. Ég reyni að fara út að hlaupa og anda að mér hreinu lofti og gef mér smá stund til að núllstilla mig. Það er mikilvægt. Við reynum líka að eiga góðar gæðastundir með stúlkunum okkar“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Ég held að sveitarfélagið sé að gera sitt besta á þessum erfiðu tímum og margt gott hefur verið gert. Reykjanesbær hefur nú þegar skipað neyðarstjórn Reykjanesbæjar og lagt fram viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs veirusýkinga. Að mínu mati hefur verið vel staðið að því að skipuleggja skólastarf eftir að samkomubanni var komið á og það má þakka fyrir það. Við verðum hins vegar að vera undirbúin fyrir aukið atvinnuleysi hér á Suðurnesjum, því svæðið er lang verst sett fyrir áhrifum af minnkandi umsvifum ferðaþjónustunnar. Svæðið er of háð ferðaþjónustu og við verðum að taka höndum saman og fjölga atvinnutækifærum“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já, að sjálfsögu, eins og það hefur áhrif á alla. Eldri dóttir okkar átti að fermast 23. apríl og hefur fermingunni verið frestað til haustsins. Við hittum fáa, afar og ömmur eru ekki lengur í daglegum samskiptum og við höldum okkur mest megnis innandyra“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ekki enn sem komið er, en ég býst við því að það fari að aukast. Ég kaupi meira inn í einu og matarútgjöld hafa aukist mjög mikið“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég geri ráð fyrir tveimur mánuðum til viðbótar“.
í líkamsrækt og eigandi af LÍKAMI & BOOST, sem er verslun í Sporthúsinu með fæðubótarvörur og boost-drykki. Hún upplifir ástandið sem mjög erfitt og skelfilegt hvernig þetta er að hafa áhrif á daglegt líf, atvinnu, þjóðfélagið og allan heiminn. Ágústa Guðný svaraði nokkrum spruningum Víkurfrétta um COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta er mjög erfitt og skelfilegt hvernig þetta er að hafa áhrif á okkar daglega líf, atvinnu, þjóðfélagið og allan heiminn“. — Hefurðu áhyggjur? „Nei, ég hef ekki áhyggjur og þetta er eitthvað sem við tæklum saman“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Já, hann hefur hellings áhrif. Dagarnir eru rosalega mikil óvissa“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, ég hef þurft að gera víðtækar breytingar á mínu starfi þar sem ég rek verslunina Líkami & boost í daglegu starfi og nú með nýjasta banninu er verslun minni lokað tímabundið og færist allur rekstur minn yfir í netverslun og þar af leiðandi færist starfið mitt til“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Frá því að fyrstu smit voru farin að berast hingað til lands“. — Hvað varð til þess? „Allar umfjallanir í sjónvarpi, samfélagsmiðlum og fleira“.
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég passa hreinlæti í kringum mig og þar sem ég er“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég stend í þeirri trú að allir séu að reyna gera sitt besta í þessu ástandi“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Samstaða“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst
þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? „Ég stend í þeirri trú að allir séu að reyna gera sitt besta á þessum erfiðum tímum“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Já“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „ Ég nota ekki netið og fer í búðir en ekki að óþörfu“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi?
„Talað er um miðjan apríl, eigum við ekki bara bíða og sjá og vona það besta“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Ég get ekki svarað því. Það fer allt eftir hvað þetta mun vara lengi“. — Hvernig eru börnin að upplifa þetta? „Ég er með barn á heimilinu og honum finnst þetta leiðinlegt, sérstaklega að það sé verið að loka öllu og það er ekkert hægt að gera í því nema bara bíða.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Ég þarf sjálf að ferðast mikið erlendis vegna vinnu og er það nauðsynlegt vegna starfs míns, ég tel því líklegt að það fari aftur í svipað horf og áður. Við höfum hins vegar engar ákvarðanir tekið um fjölskyldufrí á erlendri grundu og það verður bara metið þegar nær dregur“. — Hvernig eru börnin á heimilinu að upplifa þetta? „Já, við hjónin eigum tvær stúlkur. Þær eru bara ósköp duglegar og sjá það besta í stöðunni. Þær eru voðalega ánægðar með að mamma er meira heima, en finnst líka erfitt að hitta sjaldnar vini og missa af tómstundarstarfi. Við reynum bara að njóta samverunnar eins og kostur er“.
Ég hef þurft að gera víðtækar breytingar á mínu starfi þar sem ég rek verslunina Líkami & boost í daglegu starfi og nú með nýjasta banninu er verslun minni lokað tímabundið og færist allur rekstur minn yfir í netverslun og þar af leiðandi færist starfið mitt til.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
ÍRIS SIGTRYGGSDÓTTIR
Sóttkví reynir á og getur orðið nokkuð einmanaleg Íris Sigtryggsdóttir rekstrarstjóri hjá BYKO Breidd
er ein fjölmargra af Suðurnesjum sem hefur sætt sóttkví vegna ferðalaga erlendis. Hún kom frá Spáni og hefur sætt sóttkví frá 14. mars. Hún segir að sóttkvíin reyni á og geti orðið nokkuð einmanaleg. „Ég er samt við störf í fjarvinnu og reyni eftir fremsta megni að dreifa huganum og vinna að ýmsum vinnutengdum verkefnum, þess á milli er ég að þrífa, fylgjast með samfélagsmiðlum og horfa ýmsar streymisveitur,“ segir Íris m.a. í samtali við Víkurfréttir. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Þetta er ástand sem fæstir hafa upplifað í dag og er erfitt að koma réttum orðum að því hvernig tilfinningin er, óraunverulegt er þó hægt að segja um það eins og staðan er í dag“. — Hefurðu áhyggjur? „Já það er óhætt að segja að ég hafi verulegar áhyggjur og bara óttaslegin yfir ástandinu og óvissunni“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ég er í sóttkví þar sem ég kom heim frá Spáni sem er og var hááhættusvæði þegar ég lenti á Íslandi“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já hef unnið í fjarvinnu heiman frá mér síðan 14. mars, en get mögulega mætt til starfa aftur í lok mánaðar“. — Þú ert í sóttkví? Hvernig er það og hvað ertu að fást við í 14 daga? „Já, ég er í sóttkví, það reynir svo sannarlega á og getur orðið nokkuð einmanalegt. Ég er samt við störf í fjar-
vinnu og reyni eftir fremsta megni að dreifa huganum og vinna að ýmsum vinnutengdum verkefnum, þess á milli er ég að þrífa, fylgjast með samfélagsmiðlum og horfa ýmsar streymisveitur, fer einnig út í göngu og fæ mér frískt loft“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega?
Ég er í sóttkví, það reynir svo sannarlega á og getur orðið nokkuð einmanalegt. Ég er samt við störf í fjarvinnu og reyni eftir fremsta megni að dreifa huganum og vinna að ýmsum vinnutengdum verkefnum, þess á milli er ég að þrífa, fylgjast með samfélagsmiðlum og horfa ýmsar streymisveitur, fer einnig út í göngu og fæ mér frískt loft.
„Ef ég á að vera algjörlega heiðarleg þá var það ekki fyrr en um 10. mars, þegar þetta svona fór að læðast meira að manni en þá var ég stödd á Gran Canaria“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Ekki eins og staðan er í dag þar sem ég er í sóttkví“.
— Hvað varð til þess? „Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar, fréttirnar sem bárust urðu verri og verri og ástandið versnaði“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Sonur minn sér um að versla fyrir mig og er ég einnig að nýta mér netið við verslun á vörum“.
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Ég er í sóttkví og ein á heimili sem getur ekki verið betra miðað við stöðuna“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Er að springa úr stolti yfir fagmennskunni og samstöðunni sem ég vona að flestir Íslendingar eru að upplifa í dag frá stjórnvöldum“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Samstaða, samhugur og kærleikur“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Sveitarfélagið virðist vera að stíga nokkuð góð skref til þess að koma á móts við fjölskyldur og á von á því að það muni stíga lengra og vera til staðar fyrir bæjarbúa enn fremur“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Úffff, vonandi ekki lengur en fram á vor en viðbúin því að þetta gæti tekið lengri tíma“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Innanlands auðvitað, þá verður komið sumar á Íslandi og vil ég hvergi annarstaðar vera en þar á sumrin“. — Hvernig eru aðrir á heimilin að upplifa þetta? „Sonur minn býr í sér íbúð í húsnæðinu og er hann nokkuð rólegur. Hann er framhaldskólanemi og stefnir á að útskrifast í vor, en það gæti auðvitað breyst ef ástandið lagast ekki fljótt og kennsla hefst að nýju“.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
29 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RAGNAR SIGURÐSSON
Næstu vikurnar verður aðallega ferðast innanhúss Ragnar Sigurðsson er eigandi AwareGo, sem er fyrirtæki í tölvuöryggislausnum. Hann segist ánægður með hversu margir hafi tekið COVID-19 alvarlega. Hann vinnur í dag heiman frá sér og hundurinn á heimilinu er ánægður með að nú sé alltaf líf í húsinu. Ragnar svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta um ástandið.
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Ég er ánægður með hversu margir taka þessu alvarlega þó það mættu gjarnan vera allir. Alla vega á skrifstofunni hjá okkur var byrjað að sótthreinsa alla snertifleti 3-4 sinnum á dag og lokað á aðgengi óviðkomandi að öllu húsinu“. — Hefurðu áhyggjur? „Ekki svo af sjálfum mér en það er allra að vera skynsöm og láta þetta ekki
breiðast til fólks sem er viðkvæmara fyrir þessari veiru“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Að vinna heimanfrá er heilmikil breyting en hundurinn okkar er mjög hrifin af því að vera ekki ein heima allan daginn. Þá reynir maður að takmarka búðarferðir, kaupa meira í einu og vera fljótur að því, heimsóknir til vina og ættingja eru núna á netinu eða í síma“.
— Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já miklar, við sendum alla heim í síðustu viku en sem betur fer eigum við auðvelt með það, allir eru með ferðatölvur og öll gögn í skýinu og tengdum þjónustum. Við erum líka með teymi í fjórum löndum svo við erum vön að taka fundi á netinu oft í viku. Núna eru daglegir stöðufundir þar sem allir koma saman, svo notum við hópvinnulausnir til þess að vinna saman, s.s. Zoom, Slack, Asana og þess háttar“.
— Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? „Ekki beint sóttkví, enda höfum við ekki ástæðu til að ætla að við höfum verið í návist við smitaða einstaklinga, en við erum komin í sjálfskipaða fjarveru frá fólki að mestu. Sem betur fer er mikið að gera í vinnunni svo vinnudagurinn er svipaður, bara í fjarvinnu. Þá er konan mín búin að koma upp heljarinnar hreyfiprógrammi, langir göngutúrar nokkrum sinnum á dag og ýmsar inniæfingar sem við finnum á Youtube“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Líklega þegar ástandið fór að versna á Ítalíu og á öðrum skíðasvæðum, áður var þetta svo fjarlægt manni“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Ég hugsa að Reykjanesbær sé í þokkalegum málum með að fara eftir ráðleggingum yfirvalda og svo leist mér sérstaklega vel á vel útfærða viðbragðsáætlun, t.d. staðgengla lykilstarfsmanna“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Aðallega hvað varðar fundi og ráðstefnur, nú er búið að fresta öllu en mikið af þeim hefur þó færst yfir á netið“.
— Hvað varð til þess? „Einn vinnufélagi okkar fór á skíði í byrjun mars en hópurinn fór beint í sóttkví eftir að þeir komu heim og hann fór svo í einangrun eftir að hann reyndist greindur en hann losnaði núna í byrjun vikunnar“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég var að hugsa um að prófa heimsendingu frá Nettó um daginn, var kominn með innkaupalista en fór svo sjálfur í búðina með listann, það kemur einhvern veginn ekkert í staðinn fyrir að fara sjálfur í búðina en Nettósíðan er mjög góð til að útbúa innkaupalistann en að sjálfsögðu með ítrustu gát, vel sprittaður fyrir og eftir, halda góðu bili í næsta mann og vera snöggur að versla“.
— Hvernig ert þú að fara varlega? „Handþvottur og sprittun oft á dag, halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki og forgangsraða ferðum utan heimilisins“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég vona að hámarkið fari að nást eftir tvær vikur og hægt verði að fara á skrifstofuna eftir 3-4 vikur“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mjög vel, hreinskilni í svörum, góð ráð og yfirvegun sem nauðsynleg er á svona tímum“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Engin plön með það, en næstu vikurnar verður aðallega ferðast innanhúss“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Halda ró og bíða með ónauðsynleg ferðalög og mannfagnaði þangað til ástandið er gengið yfir“.
Ég var að hugsa um að prófa heimsendingu frá Nettó um daginn, var kominn með innkaupalista en fór svo sjálfur í búðina með listann, það kemur einhvern veginn ekkert í staðinn fyrir að fara sjálfur í búðina en Nettósíðan er mjög góð til að útbúa innkaupalistann en að sjálfsögðu með ítrustu gát, vel sprittaður fyrir og eftir, halda góðu bili í næsta mann og vera snöggur að versla.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK JÓN NORÐDAL HAFSTEINSSON
Íþróttakennarinn og körfuboltakappinn Jón smitaðist í golfi Jón Norðdal Hafsteinsson, íþróttakennari í Heiðarskóla í Reykjanesbæ er einn af þeim sem fékk COVID-19 veiruna. Hann smitaðist af félaga
sínum en þeir voru saman í golfhermi fjórir saman. Félagi hans hafði smitast af líkamsræktarþjálfara. Jón segir dagana langa og hann hafi verið rúmliggjandi í þrjá daga en sé að hressast. Hann er búinn að vera veikur frá því á mánudag í síðustu viku. „Ég málaði einn vegg í dag en var móður og þreyttur á eftir. Þannig að ég er alls ekki orðinn alveg góðour,“ segir Jón sem gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum í körfuboltanum með meistaraliði Keflavíkur. Páll Ketilsson pket@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta er auðvita skelfilegt ástand sem er í gangi en fólk er að sýna mikla samstöðu og skilning á ástandinu.
— Hvað varð til þess? Maður sá bara hvað þetta var að breiðast hratt út. — Hvernig ert þú að fara varlega? Bara með því að fara eftir því sem almannavarnateymið er búið að vera tala um, halda fjarlægð, þvo og spritta.
— Hefurðu áhyggjur? Nei ekki þannig.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Roslega vel
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Þetta er að hafa mikil áhrif á mitt líf þar sem ég er í einangrun og fjölskyldan í sóttkví.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að fólk fari eftir því sem er verið að segja og sýni þessu skilning, við erum öll í þessu.
— Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Ég reyna að halda mig eins mikið til hlés eins og ég get. Þetta eru langir dagar, ég var meira og minna rúmliggjandi í 3 daga, en er að hressast núna.
— Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Bara vel
— Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? Ég er frá vinnu vegna veikinda — Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Já, ég er í einangrun og fjölskyldan í sóttkví. Það er ekki gaman, við höfum heitapott sem drengirnir nota mikið og svo erum við með smá heima-gym eins og allir Íslendingar í dag sem konan notar, ég get það ekki ennþá vegna mæði. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Man það ekki nákvæmlega en kannski svona um miðjan febrúar.
— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Nei er í einangrun — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Konan verslar á netinu, svo hafa vinir og ættingjar verið að skilja eftir góða hluti við dyrnar og hlaupa í burtu. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Úff geri mér ekki grein fyrir því, 2-3 mánuði. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ég reikna með því að maður byrji á að ferðast innalands og svo sjá hvernig þetta er að þróast.
Ég reyna að halda mig eins mikið til hlés eins og ég get. Þetta eru langir dagar, ég var meira og minna rúmliggjandi í 3 daga, en er að hressast núna.
Elenóra Rós í sviðsljósinu! Elenora Rós Georgsdóttir, bakaranemi og fagurkeri og Suðurnesjamaður árins 2017 er í sviðsljósinu í nýju kynningarátaki starfs- og tæknimenntaskóla landsins sem ber heitir „Fyrir mig“. Hún elskar bakstur og kökuskreytingar en kjötfars og kálbögglar eru sakbitin sæla hjá henni. Uppáhalds bók Elenoru er uppskriftabókin hennar sem hún segir lykilinn á bakvið alla góða bakara. Hún var í Heiðarskóla í Keflavík og hún stefnir á framhaldsnám erlendis í einhverskonar bakaraiðn.
Fyrir mig er heitið á kynningarátaki sem allir starfs- og tæknimenntaskólar, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið, standa að. Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á starfsog tækninámi og þeim tækifærum sem slíkt nám býður uppá.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Suðurnesjamaðurinn Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari er mörgum kunnur en hann hefur haldið sóttkvíardagbók á Facebook síðan hann slapp heim frá Ítalíu snemma í mars. Færslur Bjarna hafa fengið frábærar viðtökur og nú er svo komið að hann hefur náð sér í styrktaraðila í sóttkvínni en það er sokkafyrirtækið Socks2go. Fjórðungur af allri sölu á netsíðu fyrirtækisins um þessar mundir renna beint í vasa Bjarna.
Gerir grín að sjálfum sér í sóttkvínni hilmar@vf.is
En af hverju er Bjarni í sóttkví. Var hann á skíðum? Nei, ég var að syngja við óperuhúsið í Parma á Ítalíu. Við áttum að frumsýna um miðjan mars en viku áður lamaðist allt á þessu svæði og við söngvaranir rétt sluppum til okkar heimalanda áður en það gerðist. Það var skrítið að fylgjast með þessu gerast, svo að segja í nágvígi og eins og allir vita varð ástandið mjög snemma alveg hræðilegt. Þegar ég kom heim flutti konan út og ég fór í tveggja vikna sóttkví. Hvernig hefur gengið í sóttkví? Er þetta eins og að endurlifa föstudaginn langa í hálfan mánuð? Sóttkvíin hefur gengið mjög vel. Við sem störfum sem óperusöngvarar í lausamennsku erum vön að hafa ofan að fyrir okkur á milli æfinga og sýninga hér og þar um heiminn. Tilbreytingin núna var sú að maður var heima hjá sér, í sínu dóti og sínu rúmi. Það var góð tilbreyting. Dagarnir hafa liðið hratt enda hef ég haft ýmislegt fyrir stafni. Það er ekki sniðugt að leggjast bara í sjónvarpsgláp eða netnotkun, það verður leiðinlegt strax og dregur mann niður. Dagbók í sóttkví. Af hverju? Já, þetta var nú ekki planað. Eftir fyrsta daginn setti ég inn færslu á facebook og kallaði hana Dagur 1 í sóttkví. Svo hélt þetta bara áfram dag frá degi og lesendum fjölgaði og fjölgaði. Ég ákvað strax í byrjun að taka sjálfan mig ekki of hátíðlega og reyna að horfa á skondnar og skemmtilegar hliðar á ástandinu, sem auðvitað er ekkert grín. Á sama tíma er ég líka að leita mér að einhverju að gera því söngverkefnin mín eru öll að detta út og þar sem ég vinn nær eingöngu erlendis fell ég á milli þilja þegar kemur að aðstoð hins opinbera. Hvaða vinnu fær miðaldra óperusöngvari sem er í sóttkví? Það er auðvitað ekki um auðugan garð að gresja en þó hef ég farið í bæði
hljóð- og myndprufur hér heima fyrir ýmis verkefni. Í einni færslunni var ég að grínast með það að gerast áhrifavaldur á netinu því auðvitað fell ég ekki alveg inn í þá skilgreiningu. En þá hafði fyrirtæki samband við mig sem selur sokka. Í framhaldi af því þá fórum við í samstarf; ég minnist á sokkana af og til í skrifum mínum svo framarlega sem mér líst á þá og í staðinn fæ ég hluta af allri sölu sem fer í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Síðan fékk ég nokkur sokkapör til að prófa og spássera um íbúðina alsæll á hverjum degi í nýjum og fallegum sokkum. Þetta kemur sér vel og hefur gefið mörgum sem lesa pistlana mína daglega og skemmta
sér yfir þeim, tækifæri til að styrkja mig örlítið og eignast vandaða sokka í leiðinni. Hvað tekur við eftir sóttkví? Það á eftir að koma í ljós. Ég mun halda áfram með pistlana mína svo lengi sem mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug og fólk nennir að lesa þá. Við óskum Bjarna velfarnaðar í sóttkvínni og verkefnaleitinni. Pistlana hans er hægt að nálgast á facebókarsíðunni hans og þeir sem vilja styrka óperusöngvarann og pistlahöfundinn með sokkakaupum geta farið á síðuna www.socks2go.is
„Sóttkvíin hefur gengið mjög vel. Við sem störfum sem óperusöngvarar í lausamennsku erum vön að hafa ofan að fyrir okkur á milli æfinga og sýninga hér og þar um heiminn. Tilbreytingin núna var sú að maður var heima hjá sér, í sínu dóti og sínu rúmi“.
NOKKUR BROT ÚR DAGBÓKINNI
Hilmar Bragi Bárðarson
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
33 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Dagur 1: …Það mætti svo sem halda útitónleika af svölunum. Ég fékk m.a.s. hljóðkerfi í jólagjöf og gæti því haldið uppi stemningu í öllu Akurhverfinu. Í versta falli myndu nágrannarnir borga mér fyrir að hætta….. Dagur 2: ….Í gær var ég nokkuð duglegur en í dag var ég svo latur að ég nennti bara að borða. Af hverju virkar letin ekki á hungrið? Það væri mikil blessun. Vá, þú ert búinn að grennast svo mikið! Já ég nennti ekki að borða…. Dagur 6: …Það er örugglega eitthvert tónskáld ákkúrat núna byrjað að semja óperu um Covid19; ég pant
syngja Trump. Áður fyrr söng ég mikið af gamanhlutverkum fyrir bassa en það eru oft klaufalegir einfeldningar sem fá að lokum makleg málagjöld. Það væri líka auðvelt að læra hlutverk Trump því ef maður ruglast eitthvað eða segir einhverja bölvaða vitleysu þá er maður að komast ansi nálægt fyrirmyndinni…. Dagur 8: …Hálfnað er verk þá hafið er segir máltækið. Já, einmitt. Það er greinilegt að máltækið hefur aldrei verið í sóttkví. Það hefur aldrei verið lokað inni vinalaust og þurft að takast á við félagsskapinn af sjálfu sér. Mikið nær væri að segja: Hálfnað er verk þá hálfnað er! Sóttkvíin mín er hálfnuð en það var samt ekki tekinn neinn hálfleikur; ég fékk ekki að fara af leikvelli og hitta fólk í korter og það sátu
engir sérfræðingar í sjónvarpssettinu og ræddu um það hvernig ég hefði staðið mig. Já, þetta byrjaði vel hjá Bjarna en svo kom lélegi kaflinn…… Dagur 13: …Heimurinn verður ekki sá sami eftir veiruna því fólk verður miklu meira heima hjá sér. Bankaútibú hverfa, bílum fækkar, skrifstofuhúsnæði verður óþarft, Alþingishúsinu verður breytt í safn þar sem hægt verður að prófa ræðustólinn og hækka eða lækka púltið að vild. Þar verður svona selfie-myndabox og gestir geta fengið mynd af sér með mismundandi forseta Alþingis fótósjoppaða inn í bakgrunni. Á eftir er hægt að fara á Klausturbarinn, sem verður líka safn og tala dónalega. Frá þeirri heimsókn fær maður hljóðupptöku. Já þetta verður breyttur heimur….
34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ljósmyndir til sölu
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
35 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hilmar Bragi
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
GSM 898 2222 HILMAR@VF.IS
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Viðburðir í Reykjanesbæ Viðburðir í Hljómahöll Fimmtudag kl. 20.00. Hljómahöllin streymir tónleika með Ásgeiri Trausta á fésbókasíðu Hljómahallar. Viðburðir í bókasafni Reykjanesbæjar Laugardag kl. 11.30. Halla Karen mun eiga cozy stund með íbúum Reykjanesbæjar þar sem hún les Dýrin í Hálsaskógi. Viðburðurinn fer fram á fésbókarsíðu bókasafnsins. Aðrir viðburðir Yfir 50 viðburðir af ýmsum toga eru í undirbúningi hjá menningarstofnunum Reykjanesbæjar og eru sumir þeirra þegar farnir að líta dagsins ljós og halda áfram að gera það jafnt og þétt á meðan á samkomubanni stendur. Fylgist með á fésbókarsíðu menningarstofnanna og Reykjanesbæjar. Hótel- og veitingamenn á fundinum í Hljómahöll á dögunum. Það var gott bil á milli allra, samkvæmt reglum.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – Sálfræðingur Háaleitisskóli – Skólastjóri Stapaskóli – Kennarar Myllubakkaskóli – Kennarar Heiðarskóli – Kennarar Holtaskóli – Kennarar Háaleitisskóli – Kennarar Njarðvíkurskóli – Kennarar Akurskóli – Kennarar Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Hótel- og veitingahúsaeigendur óska eftir niðurfellingu fasteignagjalda vegna COVID-19 Hótel- og veitingamenn á Reykjanesi skora á bæjarstjórnir svæðisins að fella niður fasteignagjöld tímabundið, eða fyrir mánuðina mars til og með júni, og koma þannig til móts við fyrirtækin á þessum fordæmalausu tímum í ferðaþjónustunni. Óskar fundurinn jafnframt eftir að greiðslur fasteignagjalda verði frystar þar til ákvörðun liggur fyrir. Hótel- og eigendur veitingastaða á Reykjanesi hittust á föstudag til fundar í Hljómahöll til að ræða fordæmislausa stöðu í ferðaþjónustunni. Samþykkt var að senda bæjarráðum allra sveitarfélaga á Reykjanesi eftirfarandi ályktun og þess jafnframt óskað að hún verði tekinn til afgreiðslu sem allra fyrst og þá jafnvel á aukafundi.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 458-2200
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Þá vísar fundurinn í ályktun Félags Atvinnurekanda til Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar að í framhaldinu verði fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkaður til frambúðar. „Fasteignirnar okkar eru stórar og gjöld há svo þessi gjöld vega þungt í okkar rekstri. Byggingarnar munu eðli málsins samkvæmt skila miklum tekjum til sveitarfélaga til langrar framtíðar og því mikilvægt að þær séu allar í rekstri fyrir utan mikilvægi samlegðaráhrifa og útsvargreiðslur frá starfsmönnum fyrirtækjanna. Það er von okkar að sveitarfélög á Reykjanesi, þar sem ferðaþjónustan er hvað mikilvægust á landinu, sjái þessa aðstoð sem mikilvægt skref fyrir fyrirtækin og svæðið allt og með fljótri afgreiðslu
sýni frumkvæði fyrir önnur landsvæði og höfuðborgina,“ segir í ályktuninni. Í umræðum á fundinum í Hljómhöll mátt heyra á hóteleigendum að ástandið væri orðið alvarlegt í kjölfar COVID-19 og þá hefði það verið mikið áfall að hætt skyldi við varnaræfinguna NorðurVíking sem hefði verið búin að taka frá og panta um eitt þúsund hótelherbergi á Suðurnesjum, auk margs annars sem hún þurfti í verslun og þjónustu. Veitingastaðir á Suðurnesjum hafa fundið fyrir ástandinu á þann hátt að fólk kæmi miklu minna og hafa þar af leiðandi boðið upp á panta mat og sækja.
Jóhann ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar og mun hann taka við starfinu af Hermanni Guðmundssyni í sumar. Jóhann Árni er með BS gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá sama skóla. Undanfarin ár hefur hann verið forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG og meistaraflokks kvenna.
Öllum nauðungarsölufyrirtökum hefur verið frestað hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum með vísan til samkomubanns frá og með 23.3.2020. Á það við um fyrstu fyrirtöku, byrjun uppboðs og framhaldssölur. Ákvörðunin gildir a.m.k. til 12. apríl eða jafn lengi og ákvörðun yfirvalda um samkomubann. Ný dagsetning verður ákveðin eftir að samkomubanni lýkur. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 23. mars 2020.
RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
37 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Samkaup skora á landbúnaðarráðherra að auka grænmetisræktun á Íslandi
Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 munu stéttarfélögin Krossmóa 4 eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð félagsmanna að leiðarljósi.
skipti mestu að hægt verði að tryggja aukna framleiðslu innanlands. „Stjórnvöld geta hvatt til þess að innlend grænmetisframleiðsla verði aukin og fylgt því eftir með hagrænum hvötum og stuðningsaðgerðum. Þær einstöku aðstæður sem við er að glíma um þessar mundir kalla á að gripið sé til framleiðsluhvetjandi aðgerða eins og til að mynda niðurgreiðslna á raforkuverði til grænmetisbænda, aukinna beingreiðslna eða sölutryggingar af einhverju tagi. Samkaup beina því til ráðherra að stjórnvöld og aðrir opinberir aðilar geri sitt til þess að innlendir framleiðendur geti sem best annað spurn eftir grænmeti á Íslandi,“ segir í bréfi Samkaupa.
Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 421-5777. Eins má senda fyrirspurnir á netföngin vsfk@vsfk.is og á Facebook-síðu VSFK og þeim verður svarað svo fljótt sem unnt er. Umsóknir er hægt að skilja eftir í póstkassa félagsins á 1. hæð. Þjónustuþegar VIRK eru beðnir að hafa samband við ráðgjafa sína í gegn um síma eða með tölvupósti.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins:
www.vsfk.is HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Samkaup sendi Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra sérstaka áskorun um að auka grænmetisræktun á Íslandi. Í bréfi til ráðherra er hvatt til þess að í boðuðum aðgerðum stjórnvalda til þess að hamla gegn efnahagskreppu verði sérstaklega ýtt undir innlenda grænmetisframleiðslu með opinberum ráðstöfunum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í bréfinu segir að framleiðsla á grænmeti á heimsvísu kunni að dragast saman þar sem framleiðendur ytra eigi erfitt með að starfrækja fyrirtæki sín á fullum afköstum. Nú þegar séu tafir á fluningsleiðum farnar að hafa mikil áhrif á framboð auk þess sem miklar verðhækkanir eru í kortunum. Því
Móttaka VSFK lokuð!
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
PÓSTFANG AUGLÝSINGADEILDAR
andrea@vf.is
Bláa Lónið lokar starfsstöðvum tímabundið Í ljósi heimsfaraldurs Covid-19 og fyrirmæla íslenskra yfirvalda um hert samkomubann hefur Bláa Lónið lokað starfstöðvum sínum tímabundið til og með 30. apríl nk. Lokunin tekur til starfsemi fyrirtækisins í Svartsengi og verslana á Laugaveginum og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum saman og gerum það sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu Covid-19. Við vonumst til að hægt verði að opna fyrr en útilokum þó ekki framlengingu lokunar. Það mun koma í ljós eftir því sem þróuninni vindur fram hérlendis og ekki síður erlendis næstu vikur en um 98% af gestum Bláa Lónsins eru erlendir ferðamenn. Hvað varðar áhrif lokunarinnar á störf þá verður reynt að verja þau eins og hægt er. Verið er að meta stöðuna þessa stundina en horft verður til úrræðis ríkisstjórnarinnar um greiðslu atvinnuleysisbóta vegna minnkandi starfshlutfalls,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, í tilkynningu. Bláa Lónið hefur virt í hvíhvetna tilmæli yfirvalda og viðhaldið nánu samstarfi við sóttvarnarlækni frá upphafi, segir jafnframt í tilkynningunni. Neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt. Öflugt öryggistreymi hefur staðið vaktina dag og nótt til að tryggja að fyrirmælum yfirvalda sé fylgt og þannig öryggi starfsfólks okkar og gesta. „Með því að loka nú erum við ekki síður að horfa til þess að vernda starfsfólk og draga úr smithættu þess en hjá fyrirtækinu starfa tæplega 800 manns“, segir Grímur. „Þó að starfstöðvum verði lokað þá mun starfsemin ekki öll stöðvast. Við munum einbeita okkur að innri verkefnum, viðhaldsmálum, viðskiptaþróunarmálum, stafrænni þróun og markaðsmálum. Markmið okkar verður að bæta enn upplifun gesta okkar og þjónustu þannig að þegar opnað verður á ný séum við tilbúin í öfluga viðspyrnu,“ segir í tilkynningunni.
ÓS K UM U MSÖ G N UM S KIP ULA G SLÝSI N G U VEG N A FYRI RHU G A Ð R A R B R EYTI N G A R Á A Ð A LSKI PU LAG I S A N D G ER Ð I S B Æ J A R 2008- 2024 O G G ER Ð D EI L I S KI P U L A G S FYRI R N ÝJA N LEI KS KÓ L A Í S A N D G ER Ð I . Suðurnesjabær áformar að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 sem felur í sér að skilgreina svæði fyrir samfélagsþjónustu við Byggðaveg í Sandgerði sem ætlað er til uppbyggingar leikskóla. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verði unnin tillaga að deiliskipulagi fyrir leikskólann. Suðurnesjabær óskar umsagnar um skipulags- og matslýsingu þar sem gerð er grein fyrir skipulagsverkefnunum og hvernig staðið verði að umhverfismati þeirra, sbr. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar https://www.sudurnesjabaer.is/ Umsagnir skal senda til Suðurnesjabæjar með tölvupósti á Jón Ben Einarsson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is. Æskilegt er að umsagnir berist fyrir 14. apríl 2020.
Jón Ben Einarsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Suðurnesjabæjar
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
S.HEL MEÐ
DISCONNECT Disconnect er LP Plata frá upprennandi listamanni, Sævari Helga Jóhannssyni, sem gengur undir listamannsnafninu S.hel. Hann er Keflvíkingur, sonur Jóhanns Smára Sævarssonar. Platan kemur á óvissutímum, þar sem að sóttkví og takmörkuð samskipti er á allra vörum. Samt sem áður, þá var þessi plata og kjarni hennar ekki sköpuð með þetta í huga, heldur var listamaðurinn S.hel að endurspegla vangaveltur um sjálfið/sjálfsmyndir og hvernig við upplifum þær. Skiptir staður uppruna yfirhöfuð máli? Sem barn flutti hann mikið og leið stundum eins og hann hefði engar rætur, sem leiddi til þess að honum fannst hann vera aftengdur. Árum seinna, eftir að hann kom sér fyrir á Íslandi, áttaði hann sig á jákvæðu hliðunum sem að fylgdu þessari reynslu. Það er til þýskt orðatiltæki sem hljómar svona:„Ich bin Weltbürger: überall zu Hause, überall fremd“ sem í grófri þýðingu er „Ég er heimsborgari, kunnugur allstaðar, ókunnugur allstaðar“. S.hel finnst þetta lýsa sér
mjög vel; fæddur í London, uppalin að hluta í Þýskalandi og býr á Íslandi. Disconnect, sem er gefin út í samstarfi við breska plötufyrirtækið Whitelabrecs, kemur í kjölfar sjálfsútgefinni EP plötu „Lucid“, 2018, og er með píanó í forgrunni. Platan verður gefin út á degi píanósins, 28.mars, 88. Dag ársins alveg eins og píanóið er með 88 nótur. Margir áhrifavaldar úr píanótónlist höfðu áhrif á sköpun þessara plötu, þ.á.m. kennarar S.hel; tónlistarmaðurinn Mikael Lind, sem einnig mixaði plötuna, píanistar á borð við Sunnu Gunnlaugs og Kjartan Valdemarsson og einnig frá öðrum íslenskum tónskáldum eins og Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir o.s.frv. Nýklassísk tónskáld á borð við Nils Frahm, Arvo Pärt og Max Richter veittu S.hel einnig mikla andagift við tónsköpunina. Disconnect fikrar sig á milli einlægrar og lífrænar píanó verka yfir í granuleruða og hluta-til handahófskennda raf-hljóðheima vafða strengjum og hljóðgervlum. Brestandi og vönduð augnablik vafra um skynjaða þögn og spennu, meðan stemningin skiptir áreynslulaust yfir í klassískari útsetningar.
Viltu auglýsa í Víkurfréttum?
andrea@vf.is
Um listamanninn S.hel og hvað er framundan: Sævar Helgi Jóhannsson, eða S.hel, er að stunda tónsmíðanám í Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á ferli sínum. Þar er helst að nefna nýja tónlist sem að hann samdi fyrir uppsetninguna á „Mutter Courage“ e. Bertolt Brecht undir leikstjórn Mörtu Nordal, sem var m.a. sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri og Kassanum í Þjóðleikhúsinu í fyrra; þar að auki glæsti þessi frumsamda tónlist upphafsatriði Grímunar 2019. S.hel mun koma fram á Iceland Airwaves í ár og er einnig að vinna í nýrri plötu í samstarfi við Mikael Lind sem mun fókusera á „prepared piano“ tækni; þar sem að hlutir eru settir inn í píanóið til þess að fá áhugaverða áferð úr hljóðfærinu. Platan verður tekin upp í Greenhouse Studios og hefur hlotið styrk frá hljóðritunarsjóð Rannís.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
39 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Skógarás og Holt „eTwinning skóli“ næstu tvö árin Heilsuleikskólinn Skógarás og Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ eru tveir af ellefu „eTwinning“ skólum landsins en nú hefur verið tilkynnt hvaða skólar í Evrópu hljóta viðurkenninguna ‚eTwinning skóli‘ til næstu tveggja ára. Níu skólar hér á landi munu bera titilinn og eru Heilsuleikskólinn Skógarás og Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ þeirra á meðal. Hinir skólarnir sjö eru Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Leikskólinn Furugrund, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli. eTwinning skólar eru nú 11 talsins hér á landi en í fyrra hlutu Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands sömu viðurkenningu sem er veitt til tveggja ára í senn. Titillinn ‚eTwinning skóli‘ er viðurkenning á öflugu og góðu evrópsku samstarfi í gegnum þátttöku í eTwinning verkefnum. Viðurkenningin er þó ekki síður liður í skólaþróun því eTwinning skólar eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi og hafa tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda og auka alþjóðatengsl skólans enda verða þeir sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning, sem fer ört vaxandi en telur
nú yfir 200 þúsund skóla og tæplega 800 þúsund kennara. eTwinning skólar fá jafnframt tækifæri til að mynd tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu og verða hluti af evrópsku neti eTwinning skóla. Þar að auki hafa eTwinning skólar aðgang að námskeiðum og vinnustofum sem eykur á möguleika og tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar fyrir kennara og skólastjórnendur. Þess má geta að þær Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir og Katrín Lilja Hraunfjörð í Heilsuleikskólanum Skógarási hlutu verðlaun á Erasmus deginum síðasta haust fyrir verkefnið Eco Tweet: Little Ecologist. Hér má sjá myndband sem gert var að því tilefni: http://bit.ly/ skogaras-eco-tweet Nánari upplýsingar um eTwinning má nálgast á heimasíðu landskrifstofu eTwinning á Íslandi, etwinning.is, og á Evrópuvef eTwinning, etwinning.net.
Sjáðu sjónvarpsinnslög um verkefnið í myndskeiðum hér að neðan. Smellið til að horfa!
LAUSAR STÖÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár: • • • • • •
Umsjónarkennslu á yngsta- eða miðstigi Textíl Heimilsfræði Náttúrufræðikennslu Sérkennslu Smíði
Menntunar- og hæfniskröfur: • • • • • • •
Leyfisbréf til kennslu, skal fylgja umsókn Kennslureynsla á því stigi sem sótt er um Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður Færni í samvinnu og teymisvinnu Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Ábyrgð og stundvísi Áhugi á að starfa með börnum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamning Kennarasambands Íslands. Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Launakjör eru samkvæmt kjarasamning Kennarasambands Íslands. Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á póstfangið skoli@vogar.is fyrir 4. apríl 2020. Nánari upplýsingar veita Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri og Hilmar Egill Sveinbjörnsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Páll Ketilsson pket@vf.is
Hallur á skipinu með sundlaugina í baksýn. Eini Íslendingurinn um borð. „Kemur skemmtilega á óvart hversu margir farþegar þekkja til Íslands og hafa komið þangað, tala einnig fallega um það,“ segir Hallur.
Hallur heilsaði upp á Maradona. Þeir eru jafngamlir.
Fastur á skemmtiferða á hinum enda hnattar -Hallur Hallsson, lögreglumaður úr Keflavík sem er í 60 ára afmælisferð með konu sinni veit ekki hvernig óvissuferðinni lýkur. Eru föst í einangrun í klefa á skipinu á siglingu. Hallur og kona hans, Margarita Hallsson á góðri stundu í óvissuferð.
„Ég veit auðvitað ekki hvernig þessari óvissuferð lýkur en það er óhætt að segja að það sé sérstök upplifun að vera fastur á skemmtiferðaskipi hinum megin á hnettinum á sextíu ára afmælinu. Við vonum það besta og erum í sambandi við borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins,“ segir Keflvíkingurinn Hallur Metusalem Hallsson, lögreglumaður en COVID-19 hefur svo sannarlega haft áhrif á afmælisferðina hans. Draumaferð á sextugsafmæli
„Við hjónin lögðum af stað 3. mars í 60 ára afmælisferðina mína til Buenos Aires í Argentínu. Þar dvöldum við í þrjár nætur áður en við fórum um borð í skemmtiferðaskipið ms Zaandam. 7. mars og létum síðan úr höfn síðdegis 8. mars á 60 ára afmælisdeginum mínum. Siglingin átti að vara í fjórtán nætur, sigla suður fyrir syðsta odda S-Ameríku, Argentínu, Uruguay, Falklandseyjar og síðan að enda í Santiago í Chile. Allt gekk eins og í sögu þar til við vorum lögð af stað frá Punta Arenas, syðstu borgar Chile við Magellan sund (siglt var um Magellan sund fyrir tíma Panamaskurðarins) áleiðis til Ushhuaia syðsta bæjar Argentínu, sem er jafnframt syðsti bær heims“.
Allir af skipinu
„Þegar við vöknuðum 15. mars vorum við komin aftur til Punta Arenas en ekki Ushusia. Þarna varð vendipunktur í ferðinni, skipstjórinn sagði að allir yrðu að fara af skipinu í Punta Arenas. Var þá farið í að finna flugmiða
heim sem var ekki hægðarleikur. Það tókst þó með dyggri aðstoð Guðmundar Halls sonar míns. Við pökkuðum niður og áttum að fljúga til Santiago í Chile og þaðan til London og heim með viðkomu í Brasilíu. En farþegar fengu ekki að fara í land, sagt var að til þess yrðu að líða fjórtán dagar. Skipstjórinn ákvað þá að sigla skipinu til norðurs. Skipið reyndist hvergi mega koma að landi í S-Ameríku og ákveðið var að taka stefnuna til Ft. Lauderdale í Florída og til vara Mexico eða San Diego,“ segir Hallur.
Rekin í klefa
Hallur segir að allt hafi leikið í lyndi í heila viku um borð í skipinu eða þar til sunnudaginn 22. mars daginn eftir að skipið fór frá Valparaiso í Chile þar sem vistir og olía voru sett í skipið við erfiðar aðstæður á sjó utan við höfnina. „Við vorum úti á dekki í sólbaði þegar skipstjórinn skipaði öllum að fara í klefa sína og dvelja þar um óákveðinn tíma, þar sem 29 úr áhöfn og 13 farþegar væru orðnir veikir, með flensueinkenni. Núna, 24. mars, er staðan sú
að við erum í einangrun/sóttkví í innri klefa. Fáum morgunmat, hádegismat og kvöldmat sem er settur utan við klefadyrnar. Síðustu fréttir eru þær að stefnt er á Panamaskurðinn og eiga þar stefnumót við systurskip Zaandam sem heitir Rotterdam og er á siglingu sérstaklega án farþega frá Acapulco, Mexico. Kemur það til aðstoðar með lyf og starfsfólk, ekki hefur annað verið gefið upp um ástæðu þessa sérstaka stefnumóts. Vonandi að það skip sé með það sem til þarf til að ganga úr skugga um hvort kórónavírusinn sé í Zaandam, eins að fá grímur/maska, því við fáum ekki að fara út að viðra okkur þar sem ekki er til nóg af grímum. Það er frekar þrúgandi að vera innilokaður og vita ekki hve lengi. Við erum samt hress miðað við aðstæður, draumur að hafa internetð þó veikt sé,“ segir okkar maður að lokum en skipið sem hann er á mun mæta systurskipi sínu, Rotterdam, 26. mars.
Sk og sk
41 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Okkar maður fyrir framan skemmtiferðaskipið Ms Zaandam, Holland America.
Við vorum úti á dekki í sólbaði þegar skipstjórinn skipaði öllum að fara í klefa sína og dvelja þar um óákveðinn tíma, þar sem 29 úr áhöfn og 13 farþegar væru orðnir veikir, með flensueinkenni.
askipi rins
Skipstjórinn færir Halli og öðrum gestum alla dagsa í einangrun tvær vínflöskur og mat, öllu skilað upp að káetuhurð. Káetufyllerí, spurði okkar maður á Facebook.
kip kom með mat g fleira í „lokað“ kemmtiferðaskip.
Hallur slakar á pottinum áður en hann var rekinn inn í káetu. Sagði pottana í Sundmiðstöð Keflavíkur samt betri.
Í Punta Aenas, syðsta bæ Chile má finna Reykjavíkur skilti, auðvitað. Ekki nema 14 þús. km. til Íslands.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AlmaDís ráðin safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar AlmaDís Kristinsdóttir tekur við starfi safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar þann 1. maí n.k. Viðfangsefni safnsins er að rannsaka, varðveita og miðla verkum Einars Jónssonar myndhöggvara og þeim menningararfi sem tengist lífi hans og list. Safnið er til húsa í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti og samanstendur af sýningarsölum á tveimur hæðum, íbúð listamannsins í turni hússins og höggmyndagarði með 26 afsteypum af verkum hans. Listasafnið er hið fyrsta
sem opnað var almenningi hér á landi árið 1923 og er því einstakt í sögulegu tilliti. AlmaDís er Keflvíkingur og lauk doktorsprófi í safnafræði frá Háskóla Íslands 2019. Hún er með masters-
gráðu í menntunarfræðum og BFA próf í hönnun frá Massachussetts College of Art í Boston. AlmaDís starfar sem verkefnastjóri safnfræðslu hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og sinnir kennslu í deild Félags-, mann- og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún var áður forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. Þá starfaði hún sem verkefnastjóri við Listasafn Reykjavíkur um árabil, vann einnig við Listasafnið á Akureyri og Denver Art Museum í Colorado í Bandaríkjunum.
Skref fyrir skref Suðurnesjabæ hlýtur öflugan styrk Dagskráin dagana 22.–24. janúar sl. var þéttskipuð þegar Skref fyrir skref hélt sinn fyrsta samstarfsfund í tengslum við nýtt, stórt verkefni sem fyrirtækið stýrir á sviði fullorðinsfræðslu. Fundurinn var haldinn á Light House Inn í Suðurnesjabæ en þar er afar góð og þægileg aðstaða fyrir smærri fundi. Gestir fengu að reyna ýmsar skemmtilegar leiðir sem hægt er að nota til dæmis í upphafi námskeiða, eins og streytulosandi danshreyfingar, sem leiddar voru af Mörtu Eiríksdóttur. Margrét Sverrisdóttir, verkefnisstjóri frá Rannís, heimsótti hópinn og óskaði þátttakendum til hamingju með styrkinn og góðs gengis í vinnu þeirra framundan.
Fullorðinsfræðsla út lífið
Þetta er í annað sinn á þremur árum sem fyrirtækið hlýtur Erasmus-styrki frá Rannís til þess að hanna kennsluog þjálfunarefni til notkun víðsvegar í Evrópu. Verkefnið er hannað í tengslum við starfsemi Skref fyrir skref á sviði fullorðinfræðslu en eins og alkunna er
þá er mikilvægt að fólk sé sveigjanlegt og geti tileinkað sér nýja þekkingu allt lífið. Hins vegar skiptir verulegu máli hvernig þjálfun og fræðsla fullorðinna fer fram og verkefnið BABBAT (BoB as a Bait – better adult Training) snýst um að hanna skemmtilegar og áhugaverðar leiðir til þess að nota í fullorðinsfræðslu. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni sjö landa og er markmiðið að hvetja fullorðið fólk til endurmenntunar og nýsköpunar. Samstarfsaðilar eru frá Grikklandi, Tékklandi, Tenerife, Eistlandi, Litháen og Lettlandi, flestir koma frá háskólum, endurmenntunarstofunum og vinnumiðlunum. Markmið verkefnisins er að hanna einföld og áhugaverð gögn sem byggja á skemmtilegum dæmisögum frá öllum samstarfslöndum þar sem fólk segir frá reynslu sinni af fullorðinfræðslu/símenntun og hvernig stutt nám breytti stöðu þeirra til framtíðar. Allt efnið verður aðgengilegt á netinu í gegnum heimasíðu og Facebook-síðu verkefnisins (BABBAT) og myndböndin munu finnast á Youtube.
Páskaungar klekjast út í Garðinum Fjölmargir páskaungar eru komnir í heiminn í Garðinum, nánar tiltekið í Gerðaskóla. Á Fésbókarsíðu skólans segir að Í námsveri skólans séu egg í útungunarvél sem hafa verið að klekjast út. Tuttugu og þrjú egg frá fjórum mismunandi tegundum af hænsnfuglum; landnámshænum, silkihænum, brahamshænum og Ester egger hænum voru sett í útungunarvél. Sjá má fjörið í myndskeiðum á Fésbókarsíðu skólans. „Hugmyndin var að nemendur gætu kíkt í námsverið og fengið fræðslu um hænsn og útungun og þegar ungarnir væru komnir gætu þeir fengið að skoða þá. Þar sem aðstæður eru breyttar vonumst við til að geta tekið ferlið upp og sýnt nemendum,“ segir á síðu skólans.
Eins og sjá má á myndskeiðum hefur verið fylgst með útunguninni, ungar streyma nú út úr eggjunum. Þeir eru fljótir að hressast og fara fljótt að borða. Þeir hafa fengið nöfn og sá fyrsti sem kom í heiminn fékk nafnið Jakob.
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
43 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Verndum okkar viðkvæmustu hópa Árið 2020 byrjar með því að minna okkur allhressilega á það hvað lífið og náttúran geta verið miskunnarlaus þrátt fyrir alla sína fegurð. Óveður og óteljandi lægðir hafa leikið landsmenn grátt, sérstaklega þá sem búa á landsbyggðinni. Snjóflóð, rafmagnsleysi, jarðskjálftar, eldgosaviðvaranir og það nýjasta, veiran Covid-19 sem er að hafa alveg gríðarleg áhrif. Veira sem heldur heiminum og okkar litla landi í heljargreipum og hefur margt breyst í daglegu lífi á stuttum tíma sem hefur snert okkur öll á einn eða annan hátt. Óvissan þykir mér verst, hlusta á spár og getgátur og vona það besta. Að finna fyrir óöryggi, vera varari um sig og sína eru eðlislæg viðbrögð og það getur haft áhrif á orku og jafnvægi sem eru lykilþættir að heilbrigði og lífshamingju.
Hvað hef ég verið að gera og hvað get ég gert er mér ofarlega í huga. Það er auðvitað einstaklingsbundið og mín gildi og reynsla vísa mér veginn með góðri blöndu af æðruleysi og auðmýkt. Við ættum að vera alltaf vel upplýst, sýna ábyrgð, hlusta á fólkið í brúnni, fara eftir tilmælum og leiðbeiningum þessa frábæra fagfólks sem er að gera sitt besta í að halda utan um okkur þessa dagana og vikurnar. Okkar skylda er að hlúa að, vernda okkar viðkvæmustu hópa sem þurfa á styrkri hönd að halda og takmarka álagið á þau eftir fremsta megni. Nú eru margir í sóttkví, skólastarf skert, íþróttum og tómstundum haldið í lágmarki. Það gerir það að verkum að frítími margra er meiri, aukin samvera fjölskyldna sem felur í sér ný tækifæri, tækifæri til að treysta og styrkja böndin, kynnast sjálfum sér, vinna í sjálfum sér og gefa af sér til annarra. Hreyfing og útivist hreinsa hugann, gefa orku og núllstillingu sem gefur jafnvægið sem við þurfum. Ég hvet okkur öll til að fara í göngutúra daglega og anda að okkur fersku lofti. Við
þurfum á hvert öðru að halda og það er mikilvægt að hlusta á raddir allra í okkar lífi, við erum ólík og líðan fólks mismunandi eftir aðstæðum og baklandi. Tölum saman, hughreystum og hvetjum hvert annað áfram, hlúum að börnunum okkar, fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Gerum ekki lítið úr ástandinu, áhyggjum, hræðslu og kvíða annarra heldur aðstoðum þau upp brekkuna, minnum þau og okkur sjálf á það sem skiptir mestu máli. Höldum áfram að lifa lífinu og höldum okkar rútínu eins mikið og við getum að teknu tilliti til síbreytilegra aðstæðna. Við þurfum að standa saman, skapa sátt og virðingu en ekki mismunun og sundrung sem allir tapa á. Þrátt fyrir allt sem má betur gera er ég stolt af landi og þjóð og vonandi erum við það flest. Ég vil trúa á hið góða í fólki og að þeir sem stýra þessu landi vilji og ætli sér að gera það af hjarta og heilindum, þvert á flokka. Við erum þjóð sem er rík af svo mörgu. Góð andleg og líkamlega heilsa er lykillinn að góðu lífi, jafnvægi og hamingju. Ef manni líður vel og er í góðu jafnvægi
þá er maður betur í stakk búin að gefa af sér til annarra og senda jákvæða strauma útí kosmósinn. Faðmlög, nánd og snerting skiptir mig miklu máli enda er ég mikill knúsari eins og þeir vita sem þekkja mig vel. Ég hlakka til að geta útdeilt knúsum aftur sem allra fyrst enda kominn með dass af fráhvarfseinkennum. Við öll erum mikið sterkari, þrautseigari og orkumeiri en við höldum og höfum þann hæfileika að geta lært og blómstrað í erfiðum og krefjandi aðstæðum. Við erum með ólík spil á hendi en við erum ekki ein, sjáum til þess að enginn upplifi sig einan á báti. Samfélag okkar erum við öll, ég hef trú á því og okkur öllum og ber þá von í brjósti að samfélagið þroskist og framtíðin verði bjartari þegar við komumst yfir þetta ástand sem nú ríkir útum allan heim. Díana Hilmarsdóttir Forstöðumaður Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag finnur þú á timarit.is
45 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Ljósmynd tekin við Garðvang í Garði fimmtudaginn 27. október 1983. Ljósmynd: Páll Ketilsson
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Mundi Þú ert frábær! Bara að lesa stafræna útgáfu af VF. Vel gert !!!
LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar Árnadóttur
„It‘s the End of the World as We Know It“ – og hvað svo? „It‘s the End of the World as We Know It“ er ekki bara lag með hljómsveitinni R.E.M. – í dag er það einfaldlega staðreynd. Á örfáum dögum er allt breytt og sjálfsagðir hlutir virðast fjarlægur draumur. Við megum ekki hittast, heilsast, faðmast eða yfirleitt gera nokkuð saman og orð eins og „samkomubann“, „sóttkví“ og „fordæmalausar aðstæður“ heyrast í annarri hvorri setningu, alls staðar, hjá öllum. Þetta er frekar leiðinlegt ástand. Við erum öll kvíðin, ekki bara fyrir fj... veirunni, heldur ekki síður fyrir efnahagsafleiðingum hennar. „It‘s the End of the World as We Know It“ er nefnilega frekar súrt; akkúrat núna er staðan þannig að eðlilegir hlutir eins og frelsi, ferðalög, viðskipti og mannamót eru ekki lengur í boði. Og það sem er enn leiðinlegra er að við höfum ekki hugmynd um hversu lengi þetta ástand varir og hvenær við komum okkur sem heimssamfélag aftur í gang. Sem betur fer eigum við frábært fagfólk á sviði almannavarna og heilbrigðisþjónustu sem leggja okkur línur og við treystum. Fyrir það ber að þakka, sem og stjórnvöldum sem hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum.
RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM www.vf.is/vikurfrettir/tolublod Verði messufall og Víkurfréttir komi ekki út á prenti á þeim óvissutímum sem nú eru, þegar heimsfaraldur vegna COVID-19 veirunnar hefur raskað bæði mannlífi og atvinnulífi, bendum við ykkur á að blaðið verður vikulega gefið út í rafrænni útgáfu á vf.is.
Til að einfalda málið getur þú farið inn á vf.is og skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!
R I T S TJ Ó R N O G A U G LÝ S I N G A R • 4 2 1 0 0 0 0 • V F @ V F. I S
Þetta er sem sagt heilmikil krísa. Við vitum hins vegar að þetta mun ganga yfir og á endanum munum við ná tökum á þessu ástandi og lífið mun fara í sinn vanagang. Núna, í krísunni miðri, er kannski erfitt að sjá tækifæri, eða yfirleitt einhverjar bjartar hliðar á þessu ástandi. En það er einmitt þá sem við eigum að reyna það sem mest. Við eigum nefnilega aldrei að sóa góðri krísu því að í gegnum heimssöguna hafa krísur einmitt verið uppspretta nýsköpunar, þróunar og framfara. Þegar við getum ekki lengur gert hlutina eins og við höfum alltaf gert þá neyðumst við til að bregðast við, við þurfum einfaldlega að finna lausn á vandamálum sem voru ekki áður til staðar. Ísland tók stórstígum framförum og var hitaveituvætt þegar olíuverð rauk upp úr öllu valdi í olíukrísunni miklu upp úr 1970. Það varð einfaldlega of dýrt fyrir þjóðarbúið að sóa verðmætum á innflutta, mengandi olíu og ákvörðun var tekin um að nýta frekar innlenda, sjálfbæra auðlind til húshitunar. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé með betri ákvörðunum í Íslandssögunni. Núna, einungis á nokkrum dögum hefur atvinnulífið í öllum heiminum umturnast. Við sjáum strax þróun í mikilvægri fjarheilbrigðisþjónustu og tæknilausna á því sviði. Allir sem geta eru að vinna heima, og meira að segja stóri bróðir minn er farinn að mastera fjarfundi heiman frá sér. Víkurfréttir bregðast við með því að koma út í rafrænt og heimsendingar á matvöru og öðrum varningi er heitasta viðskiptatækifærið í dag. Þetta er bara byrjunin því krísur geta af sér nýsköpun. Við megum ekki gleyma því. Við munum komast í gegnum þetta og við munum verða betri og sterkari. Því eins og segir í margumræddu lagi: „It‘s the End of the World as We Know It..and I feel fine“!
Spilaðu myndbandið með því að smella á spilarann!