Víkurfréttir 14. tbl. 40. árg.

Page 1

magasín Konur í smíðanámi Fermingarfræðslan Atvinnuástandið

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

l

á Hringbraut og vf.is öl

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.

Ánægð með einhug Suðurnesjamanna Ríkið mun koma að stuðningi á Suðurnesjum

Bus4u hefur gert samning við Icelandair um áhafnaakstur. Á neðri myndinni má sjá þá Sævar Baldursson frá Bus4u og Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair.

Bus4u bætir við sig fólki eftir samning við Icelandair

„Ég er mjög vongóð um það að við munum vinna að ýmsum stuðningi á uppbyggilegan hátt. Mér finnst það aðdáunarvert hvað það er mikill einhugur á Suðurnesjum að mynda mjög sterka umgjörð um börnin, unga fólkið og auðvitað það fullorðna fólk sem hefur misst vinnuna. Það er mikilvægt að gefa því von og líka þeim fjölda Pólverja sem hafa starfað á Suðurnesjum. Ríkið mun koma að málum á Suðurnesjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjölfar gjaldþrots WOW,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, en hún kallaði fólk úr menntageiranum, íþróttahreyfingunni og bæjarstjórana á svæðinu á fund í Reykjanesbæ á þriðjudag. Á fundinum komu fram gagnlegar hugmyndir í skóla og menntamálum hjá forráðamönnun þeirra stofnana á Suðurnesjum. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðukona Miðstöðvar Símenntunar, sagði að fjárframlög til símenntunarstofnana hefðu verið skert og starfsemi MSS þyrfti aukafjárframlag til að bæta við hana. Nokkuð öruggt væri að þörf væri á því í ljósi stöðunnar en

meðal þess sem MSS hefur gert er að sinna íslenskukennslu fyrir þá útlendinga sem komið hafa til starfa á Suðurnesjum. Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, nefndi að möguleiki væri á að hafa sumarönn í FS ef eftirspurn yrði eftir því. Ólafur Jón Arnbjörnsson frá Fisktækniskólanum sagði að skólinn hefði orðið til í kreppunni og Hjálmar Árnason,

framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú sagði að mikið framboð af námi væri í skólanum sem kæmi sér vel í þessari nýju stöðu. Ráðherra var ánægð með upplýsingarnar sem hún fékk á fundinum og sagðist bjartsýn á að vel tækist að vinna úr stöðunni. Um eitt þúsund manns voru komin á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum á þriðjudaginn.

„Gjaldþrot WOW er skammtímahögg en framtíðin er björt,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Bus4u „Við fáum á okkur skammtímahögg vegna gjaldþrots WOW en vonumst til að geta hrist það af okkur sem allra fyrst. Með hliðsjón af nýjum samningum sem fyrirtækið hefur gert m.a varðandi áhafnaakstur Icelandair, miklar bókanir í sumar og fyrirhugaðar viðbætur í verkefnum sem við erum þegar að sinna, þá lítum við bjötum augum til framtíðar. Við munum ráða tíu til fimmtán manns í ný störf og um tíu í sumarstörf líka,“ segir Sævar Baldursson, eigandi ferðaþjónustu- og hópaferðafyrirtækisins Bus4u í Reykjanesbæ. Sævar segir það alveg ljóst að nú sé að hefjast niðursveiflutímabil en með þessum verkefnum sem Bus4u Iceland búi að muni fyrirtækið standa það af sér og vera á sterkum grunni í næstu uppsveiflu. „Vegna stöðunnar með brotthvarfi WOW er nokkuð ljóst að við munum bera fjárhagslegan skaða en viðskiptakröfur okkar á WOW eru töluverðar fyrir fyrirtæki af okkar stærð og veltan minnkar einnig. Við erum að vinna að endurskipulagningu, þ.e. breyta vöktum hjá starfsmönnum sem vinna í flugstöðinni, varðandi starfsmannaakstur til og frá flugstöðinni og fleira. Á hinn bóginn verðum við að bregðast við og draga úr kostnaði og hagræða eftir kostum. Við viljum halda í alla okkar starfsmenn og reyna sem minnst að útlista verkefnum til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu en við teljum mikilvægt bæði að sýna samfélagslega ábyrgð og að standa vörð um

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, ræddi við fólk úr menntageiranum, íþróttahreyfingunni og fleiri í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Á efri myndinni heilsar hún upp á Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis. VF-myndir/pket.

atvinnulífið hér á Suðurnesjum,“ segir Sævar en hann undirritaði nýlega stóran samning við Icelandair um áhafnaakstur og er þess vegna að bæta við starfsfólki en vegna gjaldþrots WOW þurfi einnig að gera skipulagsbreytingar á rekstri Bus4u. „Mig langar að nota tækifærið og óska öllum þeim velfarnaðar sem hafa misst vinnuna sína undanfarið vegna ástandsins sem hefur skapast vegna brotthvarfs WOW og þakka öllum sem áttu samstarf við okkur þar,“ sagði Sævar.

Betra verð í verslunum Nettó! -25% Alabama grísagrillsneiðar Stjörnugrís

838

KR/KG

ÁÐUR: 1.398 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-40%

Úrbeinað lambalæri með piparosti Kjarnafæði

2.144 ÁÐUR: 2.859 KR/KG

KR/KG

Sætar kartöflur

149

-50%

KR/KG

ÁÐUR: 298 KR/KG

Tilboðin gilda 4. - 7. apríl

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.