magasín Konur í smíðanámi Fermingarfræðslan Atvinnuástandið
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
l
á Hringbraut og vf.is öl
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Ánægð með einhug Suðurnesjamanna Ríkið mun koma að stuðningi á Suðurnesjum
Bus4u hefur gert samning við Icelandair um áhafnaakstur. Á neðri myndinni má sjá þá Sævar Baldursson frá Bus4u og Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair.
Bus4u bætir við sig fólki eftir samning við Icelandair
„Ég er mjög vongóð um það að við munum vinna að ýmsum stuðningi á uppbyggilegan hátt. Mér finnst það aðdáunarvert hvað það er mikill einhugur á Suðurnesjum að mynda mjög sterka umgjörð um börnin, unga fólkið og auðvitað það fullorðna fólk sem hefur misst vinnuna. Það er mikilvægt að gefa því von og líka þeim fjölda Pólverja sem hafa starfað á Suðurnesjum. Ríkið mun koma að málum á Suðurnesjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjölfar gjaldþrots WOW,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, en hún kallaði fólk úr menntageiranum, íþróttahreyfingunni og bæjarstjórana á svæðinu á fund í Reykjanesbæ á þriðjudag. Á fundinum komu fram gagnlegar hugmyndir í skóla og menntamálum hjá forráðamönnun þeirra stofnana á Suðurnesjum. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðukona Miðstöðvar Símenntunar, sagði að fjárframlög til símenntunarstofnana hefðu verið skert og starfsemi MSS þyrfti aukafjárframlag til að bæta við hana. Nokkuð öruggt væri að þörf væri á því í ljósi stöðunnar en
meðal þess sem MSS hefur gert er að sinna íslenskukennslu fyrir þá útlendinga sem komið hafa til starfa á Suðurnesjum. Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, nefndi að möguleiki væri á að hafa sumarönn í FS ef eftirspurn yrði eftir því. Ólafur Jón Arnbjörnsson frá Fisktækniskólanum sagði að skólinn hefði orðið til í kreppunni og Hjálmar Árnason,
framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú sagði að mikið framboð af námi væri í skólanum sem kæmi sér vel í þessari nýju stöðu. Ráðherra var ánægð með upplýsingarnar sem hún fékk á fundinum og sagðist bjartsýn á að vel tækist að vinna úr stöðunni. Um eitt þúsund manns voru komin á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum á þriðjudaginn.
„Gjaldþrot WOW er skammtímahögg en framtíðin er björt,“ segir Sævar Baldursson, eigandi Bus4u „Við fáum á okkur skammtímahögg vegna gjaldþrots WOW en vonumst til að geta hrist það af okkur sem allra fyrst. Með hliðsjón af nýjum samningum sem fyrirtækið hefur gert m.a varðandi áhafnaakstur Icelandair, miklar bókanir í sumar og fyrirhugaðar viðbætur í verkefnum sem við erum þegar að sinna, þá lítum við bjötum augum til framtíðar. Við munum ráða tíu til fimmtán manns í ný störf og um tíu í sumarstörf líka,“ segir Sævar Baldursson, eigandi ferðaþjónustu- og hópaferðafyrirtækisins Bus4u í Reykjanesbæ. Sævar segir það alveg ljóst að nú sé að hefjast niðursveiflutímabil en með þessum verkefnum sem Bus4u Iceland búi að muni fyrirtækið standa það af sér og vera á sterkum grunni í næstu uppsveiflu. „Vegna stöðunnar með brotthvarfi WOW er nokkuð ljóst að við munum bera fjárhagslegan skaða en viðskiptakröfur okkar á WOW eru töluverðar fyrir fyrirtæki af okkar stærð og veltan minnkar einnig. Við erum að vinna að endurskipulagningu, þ.e. breyta vöktum hjá starfsmönnum sem vinna í flugstöðinni, varðandi starfsmannaakstur til og frá flugstöðinni og fleira. Á hinn bóginn verðum við að bregðast við og draga úr kostnaði og hagræða eftir kostum. Við viljum halda í alla okkar starfsmenn og reyna sem minnst að útlista verkefnum til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu en við teljum mikilvægt bæði að sýna samfélagslega ábyrgð og að standa vörð um
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, ræddi við fólk úr menntageiranum, íþróttahreyfingunni og fleiri í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Á efri myndinni heilsar hún upp á Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis. VF-myndir/pket.
atvinnulífið hér á Suðurnesjum,“ segir Sævar en hann undirritaði nýlega stóran samning við Icelandair um áhafnaakstur og er þess vegna að bæta við starfsfólki en vegna gjaldþrots WOW þurfi einnig að gera skipulagsbreytingar á rekstri Bus4u. „Mig langar að nota tækifærið og óska öllum þeim velfarnaðar sem hafa misst vinnuna sína undanfarið vegna ástandsins sem hefur skapast vegna brotthvarfs WOW og þakka öllum sem áttu samstarf við okkur þar,“ sagði Sævar.
Betra verð í verslunum Nettó! -25% Alabama grísagrillsneiðar Stjörnugrís
838
KR/KG
ÁÐUR: 1.398 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
-40%
Úrbeinað lambalæri með piparosti Kjarnafæði
2.144 ÁÐUR: 2.859 KR/KG
KR/KG
Sætar kartöflur
149
-50%
KR/KG
ÁÐUR: 298 KR/KG
Tilboðin gilda 4. - 7. apríl
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Þetta blasti við lesendum Víkurfrétta árið 1993 þegar gamli vitinn á Garðskaga hafði verið fjarlægður.
Hvalurinn í höfninni var bara tilbúningur.
Enginn hvalur í smábátahöfninni Tilboð óskast í viðbyggingu við Ösp, Brekkustíg 11 Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið: „Ösp, Brekkustíg 11, Reykjanesbæ – Viðbygging 2019“. Verkið felst í að byggja 282 m² viðbyggingu við Öspina, Brekkustíg 11, Reykjanesbæ. Einnig eru endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð. Húsinu skal skilað fullfrágengnu að utan og innan. Viðbyggingu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2019. Endurbætur innanhús á núverandi byggingu skal lokið eigi síðar en 15. ágúst 2019.
– og gamli vitinn stendur enn!
Frétt um að hvalur væri á sundi í smábátahöfninni í Gróf á mánudag var gabb í tilefni af 1. apríl. „Dýrið hefur verið þar í um klukkustund en það var hópur skólabarna úr Myllubakkaskóla sem varð hvalsins var. Skólabörnin voru þá í heimsókn í skessuhellinum við smábátahöfnina,“ sagði í fréttinni. Það var hin vegar rétt að skólabörn voru í skessuhelli en það eina sem tengdist hval í höfninni var hvalaskoðunarbátur. Margir létu blekkjast og gerðu sér ferð í Grófina. Meira að segja fjölmiðlar létu blekkjast en útvarpsmenn voru að undirbúa viðtal við ljósmyndara Víkurfrétta þegar þeim var ljóst að um aprílgabb var að ræða. Við hjá Víkurfréttum höfum oftar en ekki notast við myndvinnusluforrit þegar kemur að því að fá fólk til að
hlaupa fyrsta apríl. Eitt besta aprílgabb okkar var árið 1993 í árdaga myndvinnsluforrita. Þá var gamli vitinn á Garðskaga fjarlægður af ljósmynd þannig að aðeins stóðu undirstöðurnar. Frétt var sögð af því að Vitamálastofnun hafi látið rífa gamla vitann sökum slysahættu. Boðað var til borgarafundar á rústum gamla
Nauðsynlegt að geta hlaðið rafbíla í Grindavík
Útboðsgögn (á USB-lykli eingöngu) verða afhent á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, frá og með miðvikudeginum 3. apríl 2019. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. apríl 2019 kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur bendir á að með aukinni notkun rafbíla sé nauðsynlegt að í boði sé að hlaða bíla í Grindavík. Rafhleðslustöðvar og mögulegar staðsetningar og kostnaðargreining voru til umfjöllunar á síðasta fundi ráðsins. Nefndin hefur falið upplýsinga - og markaðsfulltrúa Grindavíkur að vinna málið áfram og leggja frekari gögn fyrir næsta fund nefndarinnar.
Kötturinn Kappi fannst meðvitundarlaus eftir að hafa innbyrt frostlög. Frostlögurinn skemmir líffæri dýranna.
Eitrað fyrir köttum í Sandgerði með frostlegi
Til fundar við ráðuneyti vegna framlaga til Suðurnesjabæjar
Tveir kettir hafa drepist í Sandgerði á síðustu dögum eftir að eitrað var fyrir þeim með frostlegi. Á sunnudag fann Ása Rögnvaldsdóttir köttinn sinn meðvitundarlausan. Farið var með dýrið á dýralæknastofu í Reykjavík. Sýnataka dýralæknis staðfesti að kötturinn hafi innbyrt frostlög. Atvikið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar sem mun rannsaka málið. Einnig mun Ása leita til lögreglunnar vegna málsins.
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
vitans. „Á meðan á fundinum stendur verður safnað fjárframlögum sem verða notuð til að endurbyggja vitann og styrkja undirstöður hans,“ sagði í fréttinni. Þessi frétt Víkurfrétta fékk mikil viðbrögð og fólki var brugðið við fréttina. Margir lögðu leið sína á Garðskaga en snéru við skömmustulegir þegar þeir sáu að vitinn stóð enn. Önnur frétt á vef Víkurfrétta á mánudaginn um sameiningu Víðis, Reynis og Þróttar í Vogum var einnig uppspuni frá rótum og var unnin í samstarfi við félögin þrjú sem öll deildu fréttinni á samfélagsmiðlum sínum.
Annar kötturinn fannst á Hjallagötu í Sandgerði á sunnudag en hinn á Ásabraut nokkrum dögum áður. Frostlögurinn er bráðdrepandi fyrir ketti, hunda og önnur dýr. Frostlögur er sætur og getur því verið freistandi fyrir gæludýr að smakka á ef hann er aðgengilegur. Jafnvel mjög lítið magn getur valdið alvarlegri eitrun og nýrnaskaða og þarf því umsvifalaust að koma dýrinu til meðferðar
hjá dýralækni ef grunur leikur á að það hafi komist í frostlög. Ása segir að frá því að köttur innbyrðir frostlög hefur fólk einungis þrjá klukkutíma til að bregðast við svo það sé ekki of seint. Eitrunin leggst á öll líffæri og skemmir þau. Einkenni eru til dæmis uppköst og niðurgangur en fleiri upplýsingar hægt að fá hjá MAST.
FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
12°
4kg
REYKJANESBÆR
4°
40kg
Bæjarráð Suðurnesjabæjar gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð sem ríkið viðhefur í máli Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og allt of oft gagnvart sveitarfélögum varðandi fjárhagsleg samskipti þessara tveggja stórnsýslustiga. Bæjarráð hvetur jafnframt til eðlilegs samráðs og viðræðna ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta mál sem og öll önnur sem varða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samþykkt var að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við ráðuneyti og Jöfnunarsjóð varðandi framlög til Suðurnesjabæjar vegna sameiningar sveitarfélaganna.
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
-20°
150kg
GRINDAVÍK
14°
1250kg
VOGAR
12°
75kg
GÆÐAMATUR Á GÓÐU VERÐI Í NETTÓ! Striploin/nautahryggvöðvi Skare
2.999 ÁÐUR: 4.998 KR/KG
-40%
KR/KG
-30%
-25%
Úrbeinað lambalæri með piparosti Kjarnafæði
2.144
-25%
Danpo kjúklingabringur 900 gr
1.274 ÁÐUR: 1.698 KR/PK
KR/PK
ÁÐUR: 2.859 KR/KG
Bleikjuflök Beinlaus með roði
-30%
KR/KG
BBQ Víkingagrís Kjarnafæði
1.525 ÁÐUR: 2.179 KR/KG
KR/KG
LJÚFFENGUR SUNNUDAGSMATUR!
2.029 ÁÐUR: 2.898 KR/KG
KR/KG
-40% Alabama grísagrillsneiðar Stjörnugrís Nauta innralæri Roastbeef
2.799 ÁÐUR: 3.998 KR/KG
KR/KG
-30%
838
KR/KG
ÁÐUR: 1.398 KR/KG
Sætar kartöflur
149
KR/KG
ÁÐUR: 298 KR/KG
-50%
Tilboðin gilda 4. - 7. apríl 2019 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur
Lægra verð – léttari innkaup
og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum efld Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær aukna fjármuni til að efla ýmsa þætti í þjónustu sinni og laga hana að breyttum þörfum og aðstæðum íbúa vegna stóraukins atvinnuleysis á svæðinu. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis á fundi sínum í dag. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins. Fjöldi fólks missti vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins WOW og ljóst er að samfélagslegar afleiðingar af falli félagsins eru miklar á Suðurnesjum. Atvinnuleysi var mikið á Suðurnesjum um árabil en síðustu árin hafa einkennst af miklum uppgangi og örri fólksfjölgun. Þessum aðstæðum hefur
fylgt margvísleg þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og kallað á umtalsverðan sveigjanleika til að mæta breytilegum þörfum. Úttektir Embættis landlæknis á heilsugæsluþjónustu á Suðurnesjum hafa sýnt að hana þarf að bæta og Lýðheilsuvísar sem Embætti landlæknis
birtir reglulega sýna að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu fólks eru óhagstæðari á Suður-
nesjum en annars staðar á landinu. Þar sem gera má ráð fyrir að aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum hafi í för með sér aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á svæðinu óskaði ráðuneytið eftir ráðgjöf Embættis landlæknis og áliti stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á því hvaða þætti heilbrigðisþjónustu á svæðinu væri mikilvægast að efla. Á grunni þess lagði heilbrigðisráðherra tillögu fyrir ríkisstjórnina sem kveða á um aukna fjármuni til að efla þá þjónustuþætti sem stofnunin telur mikilvægasta.
Samkvæmt áherslum stofnunarinnar verður geð- og sálfélagsleg þjónusta efld með bættri mönnun og sömuleiðis skólaheilsugæslan og þjónusta mæðra- og ungbarnaverndar. Búist er að auknu álagi á slysa- og bráðadeild þar sem þegar er skortur á læknum og hjúkrunarfræðingum og verður auknum fjármunum varið til að bregðast við því. Einnig verður áhersla lögð á að auka samstarf við félagsþjónustu sveitarfélaga á svæðinu, Vinnumálastofnun og VIRK vegna starfsendurhæfingar.
Fáar uppsagnir hjá tveimur stærstu
Lagardère Travel Retail á Íslandi sem rekur sex staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fríhöfnin hafa sagt 16 manns upp störfum. Lagardére tíu og Fríhöfnin sex. Samtals starfa 400-500 manns hjá þessum tveimur aðilum. Fríhöfnin sagði upp sex starfsmönnum nú um mánaðarmótin í kjölfar gjaldþrots WOW en nú er um 210 manns við störf hjá versluninni en mest hafa um 300 manns starfað þar yfir sumartímann síðustu ár og framundan er annasamasti tími ársins. Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir að staðan verði skoðuð næstu vikurnar í ljósi þessara tíðinda en leitað verði allra leiða til að þau hafi sem minnst áhrif á reksturinn. Nú sé í vændum sumartraffík og þá komi til sumarleyfi starfsmanna inn í og hafi áhrif á stöðuna. Þar sé ennþá opið fyrir sumarstörf og ekki sé búið að loka þeim glugga. „Við vonum að ástandið jafni sig og þetta líti betur út í haust. Við leggjum áherslu á að verja störfin en munum þó meta stöðuna næstu vikurnar,“ sagði Þorgerður en Suðurnesjamenn hafa verið uppistaðan í vinnuafli Fríhafnarinnar í marga áratugi. Undanfarin sumur hefur Fríhöfnin þó þurft að sækja starfsmenn út fyrir Suðurnesin. Lagardère Travel Retail á Íslandi hafa sagt 10 manns upp störfum. Lagardère á og rekur Mathús, veitingahúsið Nord, Kvikk Café, Segafredo, Pure
Food Hall, Loksins bar og Loksins bar Reykjavík sem öll eru staðsett í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá fyrirtækinu vinna alla jafna um 150 manns. Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, forstjóri félagsins segist afar sorgmæddur yfir þessari nýju stöðu sem upp sé komin vegna gjaldþrots WOW. Nauðsynlegt hafi verið að grípa til ráðstafana vegna hennar. „ Okkar rekstur byggir fyrst og fremst á farþegum sem fara um Leifsstöð og núna liggur fyrir að farþegum muni fækka í kjölfarið af þessum erfiðleikum. Starfsmenn okkar hafa verið upplýstir um stöðu mála. Á næstu dögum munum við endurskoða mönnunarþörf okkar fyrir sumarið, en ljóst er að staðan mun hafa áhrif á fyrri áætlanir okkar í þeim efnum líka.“ Uppsagnirnar og skipulagsbreytingar munu snerta allar rekstrareiningarnar að einhverju leyti, en starfsmennirnir sem um ræðir eru allir fastráðnir í ýmist fullu starfi eða hlutastarfi. Meirihluti starfsmanna eru í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, en fulltrúum verkalýðsfélagsins hefur verið greint frá stöðu mála. Uppsagnarfrestur er frá einum til þriggja mánaða.
„Einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir“ – segir forsætisráðherra eftir fund með forsvarsmönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði á mánudag til fundar í Stjórnarráðinu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga, auk fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Farið var almennt yfir stöðu mála í kjölfar falls WOW air hf. á fundinum og mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega að viðbrögðum til skemmri og lengri tíma. Á vef Stjórnarráðs Íslands er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra:
Icelandair tekur tvær 767 breiðþotur á leigu Til þess að tryggja að flugáætlun Icelandair raskist sem minnst vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla hefur félagið gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum. Sú fyrri kemur í rekstur um miðjan apríl en sú síðari snemma í maí og verða vélarnar í rekstri út septembermánuð. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar. Um er að ræða 262 sæta flugvélar með tveimur farrýmum og eru vélarnar með afþreyingarkerfi. Þá er félagið að vinna að því að leigja þriðju vélina sem myndi bætast við flotann í sumar. Félagið vinnur jafnframt að endurskoðun flugáætlunar sinnar fyrir
sumarið 2019 í kjölfar mikilla breytinga á samkeppnisumhverfinu. Þegar Boeing 737 MAX vélarnar koma í rekstur þá hefur félagið möguleika
á að auka framboð á háannatíma frá því sem áður var áætlað þar sem ofangreindar breiðþrotur hafa bæst í flotann.
Stél TF-GPA stendur út úr flugslýli 885 á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Isavia hefur kyrrsett vélina vegna skulda WOW air. VF-mynd: hilmarbragi
Þegar Boeing 737 MAX vélarnar koma í rekstur þá hefur félagið möguleika á að auka framboð á háannatíma. VF-mynd: pket
Transavia hefur flug til Keflavíkurflugvallar í sumar
FYLGIST MEÐ NÝJUSTU FRÉTTUM AF ATVINNUMÁLUM OG ÖÐRUM TÍÐINDUM ALLA DAGA Á VF.IS
„Það er gott að finna hve sveitarfélög á Reykjanesi eru samhent í viðbrögðum sínum og á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að opinberar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir á svæðinu og verkefni af hálfu hins opinbera haldi markvisst áfram. Í mínum huga er ekki
síður mikilvægt að halda vel utan um fólkið, fjölskyldurnar og börnin sem þetta hefur áhrif á. Félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirbúa nú öll aðgerðir til að mæta auknu álagi á svæðinu. Við vorum einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir til skemmri og lengri tíma til að mæta þeirri stöðu sem upp er komin.“
Transavia mun fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí næstkomandi og þannig fylla upp í það skarð sem varð til við brottfall WOW air. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Transavia Netherlands er hollensk lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en fimmtán milljón farþega á ári. Þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem höfðu áður sýnt Íslandi áhuga sem áfangastað. „Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhu}ga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta eru virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia.
Bjóða 205 starfsmönnum nýjan ráðningarsamning – Flugfélög skoða að fjölga flugferðum til Keflavíkurflugvallar Flugfélög sem eru í viðskiptum við Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hafa sýnt því áhuga að fjölga ferðum til Íslands. Þetta kemur fram í samtali við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri félagsins, á mbl.is. Nú er verið vinna við að bjóða aftur 205 starfsmönnum Airport Associates, af þeim 315 sem sagt var upp í síðustu viku, nýjan ráðningarsamning. Hjá Airport Associates starfa í dag um 400 manns. „Það er gjörbreyttur vinnutími og vaktir og í því felst að margir fá boð um minna starfshlut fall,“ segir Sigþór á mbl.is og bætir við
að með því að minnka starfshlutfall gefist þeim kostur á að bjóða fleirum að halda starfi sínu. „Með því viljum við minnka höggið,“ segir Sigþór.
Vertu velkomin í þína hverfisverslun!
Frábær tilboð!
41%
40%
50%
50%
50%
299
359
áður 598 kr
áður 598 kr
kr/pk
199 kr/stk
kr/stk
149
Jarðarber
áður 339 kr
250 gr
Minute Maid Appelsínu, 1L án aldinkjöts
Spicy tuna brauðsalat
kr/stk
áður 299 kr
200 gr
Hnetuvínarbrauð bakað á staðnum
369 kr/stk
áður 749 kr
Gróft súrdeigsbrauð bakað á staðnum
Tilboðin gilda 4. apríl – 10. apríl
Alltaf hagstætt verð!
269
163
kr/stk
Heimilisbrauð
kr/stk
998 kr/pk
1/2
1L
Kjötsel Nautaborgarar Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
MS Léttmjólk/ Nýmjólk
4x90 gr m/brauði
189 kr/stk
Agúrkur Íslenskar
6
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Koma til móts við leigjendur sem misstu vinnu hjá WOW air Leigufélagið Ásbrú íbúðir í Reykjanesbæ hefur ákveðið ákveðið að koma á móts við starfsmenn WOW air sem nú hafa misst vinnuna sína og eru leigjendur hjá félaginu. Í tilkynningu til leigjenda frá Ásbrú íbúðum eru starfsmenn WOW beðnir að samband með tölvupósti á leiga@235.is.
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
WOW – Samgöngustofa, Stjórnvöld og Samstillt átak Fjármálaráðherra var spurður að því í Kastljósi, að kvöldi sama dags og flugfélagið WOW varð gjaldþrota, hvort stjórnvöld hafi sofið á verðinum. Hann svaraði því neitandi. Margt bendir hins vegar til þess að svar ráðherra sé ekki rétt og að Samgöngustofa hafi átt að setja flugfélaginu rekstrarlegar skorður á síðasta ári, sem hefðu getað komið því fyrir vind eða dregið úr þeirri hörðu lendingu sem nú hefur orðið.
Viðvörunarljós – sofið á verðinum
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Björgin – ráðgjafi í 80% starf Hæfingarstöð – starfsmaður í ræstingar, hlutastarf Lyngmói – starfsmaður á heimili fatlaðs fólks Garðasel – leikskólakennari Velferðarsvið – starfsfólk í sumardagvistun fyrir fötluð börn Leikskólinn Tjarnarsel – deildarstjóri Velferðarsvið – sumarstarf í íbúðakjarna Lyngmói – sumarstarfsmaður á heimili fatlaðs fólks Grunnskólar – sjá heilsíðuauglýsingu í blaðinu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Undirritaður stóð fyrir sérstakri umræðu á Alþingi síðast liðiðhaust um stöðu íslensku millilandaflugfélaganna og eftirlitshlutverk Samgöngustofu. Tilefnið var sérstaklega áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW. Í framsöguræðu minni á Alþingi rakti ég m.a. bágborna eiginfjárstöðu WOW en í júní á síðasta ári var eiginfjárhlutfallið komið niður í 4,5% sem er mjög lágt og sýnir að félagið átti lítið eigið fé til að halda rekstrinum gangandi. Auk þess hafði félagið ekki skilað ársreikningum. Undir þessum kringumstæðum hefðu viðvörunarljós átt að kvikna hjá eftirlitsaðilanum Samgöngustofu, sem átti ekki að sitja aðgerðalaus hjá. Flugrekstur er kerfislega mikilvægur í hagkerfi okkar og því verður að fylgjast vel með starfsemi flugfélaganna rétt eins og bankanna. Í umræðunni á Alþingi spurði ég samgönguráðherra sérstaklega að því hvort að Samgöngustofa hafi gert álagsprófanir á flugfélögin. Ráðherra svaraði ekki
spurningunni, sem leiðir líkum að því að það hafi ekki verið gert.
Skuldasöfnun við ríkissjóð látin óátalin
Málið vekur einnig sérstaka athygli fyrir það að skuldasöfnun WOW gagnvart ríkissjóði, sem eigenda Isavia, virðist hafa verið látin óátalin af fjármálaráðherra, gæslumanni ríkissjóðs. Gjaldþrota félag skuldar nú ríkissjóði um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Það er einnig umhugsunarefni hvernig eitt félag í samkeppnisrekstri getur mánuðum saman fengið slíka fyrirgreiðslu, umfram önnur flugfélög. Það eitt og sér skekkir alla samkeppnisstöðu á Keflavíkurflugvelli og er eðlilegt að stjórnendur Isavia verði látnir svara fyrir það.
Hugurinn með þeim sem hafa misst vinnuna
Hugur minn er með þeim fjölmörgu sem hafa nú misst vinnuna, í sumum tilfellum er um hjón eða sambýlisfólk að ræða og áfallið því tvöfalt. Vonandi mildast höggið hratt sem
samfélagið á Suðurnesjum hefur orðið fyrir. Öll él birtir upp um síðir. Framundan er stærsti ferðamannatíminn og góðar fréttir eru þegar farnar að berast. Icelandair mun fjölga flugvélum og vinnur nú að endurskoðun flugáætlunar sinnar. Áform eru um að auka framboðið af ferðum í sumar. Airport Associates eru þegar farnir að vinna að því að ráða góðan hluta starfsfólksins aftur. Önnur flugfélög munu síðan að einhverju marki bregðast við brotthvarfi WOW og fjölga ferðum sínum og ný bætast við eins og hollenska félagið Transavia hefur tilkynnt. Ríkisstjórnin verður síðan að styðja við bakið á sveitarfélögunum og breyta hugarfari sínu til svæðisins. Mikilvægt er að í þeirri vinnu sem framundan er verði horft til lengri tíma og þá sérstaklega næsta veturs. Ég vil þakka Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir að greina stöðuna hratt og vel og upplýsa okkur þingmenn kjördæmisins. Mikilvægi Vinnumálastofnunar og stéttarfélaganna birtist okkur í þeirra skjótu viðbrögðum. Fyrir það ber að þakka. Þá vil ég sérstaklega þakka Alþýðusambandi Íslands. Samstillt átak allra mun tryggja vonarríka framtíð. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
AFLA
FRÉTTIR
VIÐSNÚNINGUR TIL VERRI VEGAR Í MARS – og Nesfiskur kaupir tvö skip frá Höfn í Hornafirði
Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Foreldramorgunn Fimmtudagurinn 11. apríl kl. 11:00: Foreldramorgunn. Soffía Bæringsdóttir frá HSS ræðir um fæðingarþunglyndi. Duus Safnahús - sýningin Litróf opnuð Sýning Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ, Litróf verður opnuð í Stofunni laugardaginn 6. apríl kl. 14:00. Á sýningunni verða málverk og grafík verk. Sýningin stendur til 28. apríl. Opið alla daga 12-17. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - söngtónleikar Léttsveitar Söngtónleikar Léttsveitarinnar verða í Bergi, Hljómahöll mánudaginn 8. apríl. 19:30. Með sveitinni koma fram þrír ungir söngvarar. Allir velkomnir.
AÐALFUNDUR SUÐURNESJADEILDAR BÚMANNA
verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2019 í samkomusal Búmanna að Stekkjagötu 73 Njarðvík Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Félagsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta. Stjórnin.
Þegar þessi pistill er skrifaður þá er 1. apríl og því er spurning hvort maður geti skrifað hvaða vitleysu sem er hérna og látið ykkur lesendur velkjast í vafa um það hvort það sé satt eða gabb. Óháð því hvort þessi pistill sé gabb eða sannleikur þá er kannski best að byrja á það sem mætti kalla leiðinlegi hlutinn. Marsmánuður er liðinn og eins og hann byrjaði vel þá endaði hann hörmulega, í það minnsta fyrir minni bátana. Þeir náðu að róa nokkuð duglega fyrstu dagana í mars og fram undir 20. mars. Eftir það voru stanslausar brælur og sem dæmi þá réri Bergur Vigfús GK síðast 15. mars en ekkert eftir það. Von GK réri 22. mars og svo var hún stopp í átta daga. Dóri GK var stopp í þrettán daga. Ef horft er á minni bátana þá voru Addi Afi GK og Guðrún Petrína GK stopp frá því um miðjan mars og náðu ekkert að róa eftir það. Tíðin hafði líka mikil áhrif á handfærabátana sem náðu eiginlega ekkert að róa í mars nema í byrjun mánaðar og um miðjan mars. Ef farið er í aðeins stærri báta þá reyndu þeir að komast út en þurftu þá bara fara grunnt með landinu. Vésteinn GK komst t.d. aðeins í fjóra róðra frá 22. til 31. mars. Aflinn var einnig mjög slakur. Einn bátur náði þó að kroppa aðeins fleiri róðra en aðrir. Það var Hafrafell SU 65, sem
áður var Hulda GK. Báturinn fór nefnilega inn í Faxaflóa og meðan versta veðrið var að ganga yfir fór báturinn til Reykjavíkur og lagði línuna t.d. útaf Kjalarnesinu og að mynni Hvalfjarðar. Reyndar var veiðin hjá bátnum þar ekkert sérstök, ekki nema um 5,5 tonn í tveimur róðrum. Vonandi verður nú aprílmánuður aðeins skárri í það minnsta veðurfarslega séð miðað við hvernig marsmánuður var. Marsmánuður telst vera stærsti netamánuðurinn á árinu og var veiði netabátanna mjög góð. Þeir náðu að komast frekar oft út, enda voru þeir flestir komnir inn í Faxaflóa og voru með netin grunnt frá landi. Grímsnes GK er með 230 tonn í 24 róðrum. Erling KE 376 tonn í 21. Maron GK 173 tonn í 23. Halldór Afi GK 77 tonn í 23. Hraunsvík GK 71 tonn í 21. Valþór GK 60 tonn í sextán. Bergvík GK með 54 tonn í átta róðrum en Bergvík GK réri einungis í byrjun mars, fór til Grindavíkur og ekkert meira. Sunna Líf GK átti
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
góðan mánuð. Var með 93 tonn í aðeins tólf róðrum. Sömuleiðis var mjög góð veiði hjá dragnótabátunum. Nýr bátur hóf veiðar og landaði í Sandgerði, er það Ísey ÁR sem áður var Gulltoppur GK. Landaði hann 8,9 tonnum í einni löndun. Aðalbjörg RE var með 73 tonn í tólf löndunum. Benni Sæm GK með 215 tonn í sextán og mest 36 tonn í einni löndun, sem er kjaftfullur bátur. Siggi Bjarna GK með 217 tonn í sautján og Sigurfari GK 252 tonn í sautján löndunum. Þrír síðastnefndu bátarnir eru allir í eigu Nesfisks og núna hefur verið ákveðið að kaupa tvo báta af Skinney Þinganesi á Hornafirði. Munu Nesfiskur kaupa Hvanney SF og mun sá bátur koma í staðinn fyrir Sigurfara GK. Hvanney SF er þekktur bátur hérna á Suðurnesjum því hann hét fyrst Happasæll KE. Hinn báturinn sem hefur verið keyptur er togbáturinn Steinunn SF, sem er 29 metra togbátur og hefur þessi bátur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og var t.d. aflahæstur allra 29 metra trollbáta á landinu árið 2018 með yfir 6.000 tonna afla. Það er smá tenging við Sandgerði varðandi Steinunni SF. Nei, báturinn hefur aldrei komið til Sandgerðis með afla, heldur er tengingin sú að einn af skipstjórunum á Steinunni SF er Sandgerðingurinn Sævar Ólafsson sem er gríðarlega reynslumikill og fiskinn skipstjóri. Ég sjálfur hef reynslu af því hversu fiskinn Sævar er því ég var með honum á Þór Péturssyni GK frá Sandgerði. Saga Sævars og togbáta í Sandgerði er mjög löng og má segja að Steinunn SF sé fyrsti báturinn sem Sævar sé skipstjóri á þar sem hann hefur ekki komið til löndunar í Sandgerði. Þessi togbátur Steinunn SF er viðbót í flota Nesfisks og verður gerður út á togveiðar.
8
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Loðnubrestur og gjaldþrot WOW skekja landið Það skiptast á skin og skúrir í íslensku samfélagi, ekki ólíkt veðurfarinu sem getur verið risjótt. Útsynningurinn stendur á landið og dælir á okkur éljagangi sem bítur í andlitið svo svíður undan. En öll él stytta upp um síðir og við erum fljót að gleyma éljaklökkunum þegar sólin brýtur sér loks leið í gegnum þungt skýjaþykknið.
Loðnubrestur
Sveitarfélögin eru að bregðast hárrétt við aðsteðjandi vanda að mínu mati og ég sé ekki betur en ráðherrar og ríkisstjórn séu að gera slíkt hið sama. Sveitarstjórnir á Suðurnesjum hafa þegar komið saman með þingmönnum og lykilstarfsfólk er komið í startholurnar og mun halda utan um þau stóru verkefni sem eru fram undan. Við getum treyst þeim öfluga hópi fyrir stóru verkefni og þungu í forystu fyrir okkur öll. Félagsmálaráðherra hefur þegar komið í Reykjanesbæ til að kynna sér stöðuna af eigin raun þegar mesta álagið er og hefur þegar tilnefnt tengilið milli ráðuneytis og Suðurnesja og það sama má segja um menntamálaráðherra sem hefur kynnt sér viðbrögð í skólum á Suðurnesjum sem er afar mikilvægur þáttur í forvörnum fyrir heimilin. Forsætisráðherra hefur hitt sveitarstjórnarmenn af Suðurnesjum en vandinn þar er yfirþyrmandi mikill og þarfnast sértækra aðgerða og fjármálaráðherra og ferða- og nýsköpunarráðherra eru að skoða aðgerðir á svæðinu og fyrir ferðaþjónustuna í landinu.
sóknir en stofninn liggur nú við Það voru ekki hrun og lítil sem engin veiði leyfð í góðar fréttir þegar ár. Hrun humarveiða hefur mikil áhrif loðnan lét ekki sjá í veiðum og vinnslu á Höfn, Eyjum og sig og hefur það Þorlákshöfn. gríðarleg áhrif í mörgum sveitarGjaldþrot WOW félögum og þar Gjaldþrot WOW er svakalegt áfall eru áhrifin hvað fyrir ferðaþjónustuna og sérstakmest í Vestmannaeyjum og Höfn ef við lega fyrir þá sem misstu atvinnuna höldum okkur innan kjördæmisins. en ekki eru öll kurl komin til grafar Loðnan og uppsjávarveiði hefur verið í því máli og við munum ekki sjá lungað í afkomu fyrirtækja, sjómanna fyrir endann á þeim hörmungum og landverkafólks á þessum stöðum strax. Mikilvægasta verkefnið er að um árabil sem nú situr uppi með við tökum utan um hvert annað og sárt enni. Fyrirtækin hafa byggt upp leggjum okkur fram um að styðja gríðarlega metnaðarfullar vinnslur og við bakið á þeim sem eiga um sárt ný skip sem geta afkastað miklu og að binda. Höggið á fjölskyldurnar skapa mikil verðmæti sem nú skila sér er mikið, ferðaþjónustan skelfur og ekki í bæjar- eða ríkiskassann. Það er við munum ekki sjá hver endanleg margbúið að fara yfir það tjón í tölum dominó-áhrifin verða fyrr en síðasti og öllum kunnugt hvað afleiðingarnar teningurinn er fallinn. eru þungbærar. Viðbrögðin við þessu Hundruðir munu missa atvinnuna til eru rannsóknir á loðnustofninum sem skemmri tíma en það er stærra áfall Stöndum betur en áður við vitum allt of lítið um í breytilegu en áður hefur þekkst hér á landi og því Þjóðarbúið hefur sjaldan ef nokkru loftslagi og hlýnun sjávar. Það var mikilvægt að við endurskoðum þær sinni verið betur undirbúið áföllum fyrst árið 1978 sem einhverjar rann- áætlanir sem snúa að mannfrekum en einmitt nú, þó það sé ekki huggun sóknir hófust á loðnustofninum en framkvæmdum og geta orðið til þess harmi gegn þegar til skemmri tíma þær hafa bæði verið litlar og trúlega að draga úr högginu og vinnufúsar litið en þá skiptir sú staða ríkissjóðs ekki nægjanlega markvissar vegna hendur verði fljótlega kallaðar til lykilatriði í uppbyggingunni fram fjárskorts. Rannsóknarskip Hafró eru starfa. Þar ber ríkið mikla ábyrg ekki undan. Við Íslendingar höfum áður bundinn við bryggju of marga mánuði síður en sveitarfélögin sem skoða líka lent í skakkaföllum, eldgosum og á ári og útgerðin sjálf hefur þurft sínar áætlanir. hruni fiskistofna, en alltaf náð að að senda veiðiskipin til loðnuleitar. rísa upp aftur. Það gerum við líka í Í ár er reiknað með að kostnaður út- Styrkja innviði á Suðurnesjum þetta sinn og það eru allir að gera gerðarinnar vegna þeirra framlaga Á Suðurnesjum þar sem mesta áfallið sitt besta og við ætlum öll að ganga nemi um 126 m.kr. Við verðum að dynur yfir verðum við að styrkja inn- í takt þangað til vandinn er að baki. bregðast fljótt við og auka fjárlög viðina, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ásmundur Friðriksson, til Hafró tilNicotinell að rannsaka loðnuna og þarf stuðning, Fjölbrautaskólinn, Fruit-Reykjanesapotek 255x185 copy.pdf 1 1.4.2019 16:49 alþingismaður. einnig þarf humarinn meiri rann- Keilir og Miðstöð símenntunar.
Ó vakna þú mín ríkisstjórn Fréttirnar af gjaldþroti WOW air voru reiðarslag fyrir íslenskt samfélag og fyrirséð er að afleiðingar þess til lengri tíma verði miklar. Auk þeirra starfa sem hurfu með beinum hætti er talið að um sextil sjöhundruð afleidd störf á Suðurnesjasvæðinu muni hverfa líka. Því er ljóst að fallið mun koma til með að hafa veruleg áhrif á atvinnulífið á svæðinu. Hugur minn er hjá þeim sem lifa við óvissu á þessari stundu. Höggið er þungt og erfitt og langt því frá að vera það fyrsta sem íbúar svæðisins hafa þurft að upplifa. Því miður.
Í síðustu kjördæmaviku heimsóttum við, þingmenn Viðreisnar, Reykjanesbæ og áttum þar fjölmarga fundi m.a. með sveitarstjórnarfólki, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, lögreglunni, fyrirtækjum og menntastofnunum á svæðinu. Mikill hugur var í heimamönnum enda hefur verið fordæmalaus uppbygging og uppgangur á svæðinu síðustu ár. Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest af öllum sveitarfélögum á síðastliðnum árum eða um tæplega 5000 manns. Reykjanesbær er í dag fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Slíkt hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki en á sama tíma frábær tækifæri. Augljóst var þó að mikil óánægja ríkti á meðal þeirra sem við funduðum með vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar á svæðinu. Að mínu mati er vanræksla stjórnvalda augljós. Ríkisstofnanir á Suðurnesjum hafa ekki setið við sama borð og sambærilegar stofnanir annars staðar á landinu og að stuðningur hins opinbera hefur ekki fylgt með þeirri fordæmalausu íbúafjölgun sem átt hefur sér stað á
umliðnum árum. Löngu er kominn tími á að bæta úr því. Sérstaklega á þessum miklu óvissutímum. Þingmenn Viðreisnar hafa haldið ríkisstjórninni við efnið er varðar málefni svæðisins með fyrirspurnum í þinginu, greinarskrifum og í almennum pólitískum umræðum, en vald stjórnarandstöðunnar í þeim efnum er því miður takmarkað. Það munum við samt sem áður halda áfram að gera og leggja okkar af mörkum í að leiðrétta þá vanrækslu sem svæðið hefur mátt þola allt of lengi. Við leggjum mikið upp úr því að vera aðgengilegur þingflokkur. Því er ávallt velkomið að koma góðum málum og hugmyndum til okkar og við reynum hvað við getum að þrýsta á góð mál á hinum pólitíska vettvangi. En ljóst er að ríkisstjórnin þarf að vakna af sínum væra blundi, horfast í augu við raunveruleikann og sýna stuðning í verki fyrir Suðurnesin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Nicotinell tilboð
20% afsláttur af Nicotinell Fruit út apríl Saman hugum við að heilsunni
Verið hjartanlega velkomin
Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.
Komdu í veg fyrir vatnstjón Rakamælir Sense
9.995 15322505
Tilboðsverð
Tilvalinn í sumarbústaðinn!
Grotherm 1000
Krómað hitastýrt sturtutæki með 1/2“ niðurstút og CoolTouch® tækni sem kælir yfirborð tækisins, sérstaklega hentugt þegar börn eru nálægt
Grohe Sense fylgist með hita og rakastigi og sendir viðvörun ef gildin verða of há eða lág samanborið við þínar stillingar.
22.995 15334146
Um leið og vatn vegna leka eða flóða kemst í snertingu við skynjarann sendir Grohe Sense samstundis viðvörun í símann þinn.
Almennt verð: 19.995
Tilboðsverð Mirage Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.
Veggflís, 7,5x15cm, dökkgrá.
3.911kr/m2 18088952
Tilboðsverð
Almennt verð: 5.689kr/m2
Rushmore Chestnut 10mm, 1285x192mm Hörkustuðull AC4/32
3.436kr/m2
Jade
gólfmotta, 67x150cm, grá-svört
0113488
6.795
Almennt verð: 4.296 kr/m2
16160287
Tilboðsverð Nautic
Tilboðsverð
Tilboðsverð
Eurosmart
Concetto
10.995
14.995
Eldhústæki, krómað
15333281
Almennt verð: 14.995
Handlaugartæki, krómað
15332204
Almennt verð: 17.995
Nýtt blað á byko.is Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is
Handlaug á vegg, 40x27cm. Blöndunartæki fylgir ekki með
9.995 13002455
Almennt verð: 14.295
Múmínálfaveröld 10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
i ð í r f m l ó heillar H
Hólmfríður sýndi almenningi Múmínálfabollana sína sem eru 64 talsins.
– hún hafði aldrei safnað neinu fyrr en hún óvart fékk áhuga fyrir bollunum sem tengja hana við ævintýrin um Múmínálfana, sögur sem hún las í æsku.
Mínir nánustu voru að suða í mér að byrja að safna einhverju
„Ég hef alltaf verið hrifin af Múmínálfunum og las allar bækurnar sem barn. Það er svo fallegur boðskapur í þessum bókum. Fólkið í kringum mig var oft að suða í mér hvort ég ætlaði
ekki að byrja að safna einhverju svo það væri léttara að gefa mér afmælisgjöf og svona. Árið 2014 sá ég fyrsta Múmínálfabollann þegar verið var að minnast 100 ára afmælis Tove Jansson en þann bolla langaði mig að eignast. Ég var ekki að eyða peningum í óþarfa
Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja Fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 19:00 á Park inn hótelinu Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga). 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands. 5. Sigríður Erlingsdóttir forstöðumaður fer yfir starfsemina hjá KS. 6. Önnur mál. 7. Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir heldur erindið „Hugleiðing um krabbamein í tímans rás“.
Þarna eru alls konar týpur sem við getum tengt við okkur manneskjurnar. Það er svo skemmtilegt. Ég er farin að verða forvitin um sjálfan Múmíndal sem er skemmtigarður í Finnlandi ... svo ég nefndi þetta í fjölskyldunni að mér þætti kannski gaman að fá svona bolla. Svo leið tíminn og ári seinna, eða 2015, var ég að aðstoða bróður minn og las yfir ritgerð fyrir hann og fékk að launum frá honum fyrstu tvo bollana mína. Eftir þetta hafa nær allar gjafir sem mér hafa verið gefnar verið Múmínálfabollar. Við hjónin eigum afmælisdaga með stuttu millibili og hann hefur einnig fengið svona bolla að gjöf. Þetta hefur undið upp á sig þannig að í dag á ég, og við hjónin saman, alla þessa bolla. Það er ákveðin hvíld fyrir hugann að safna einhverju finnst mér, eitthvað annað en þetta vanalega. Heima hjá mér eru bollarnir í fullri notkun en þeir þola einnig að fara í uppþvottavél.
Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin
Ég raða þeim upp í skápnum eftir árstíðum því þannig eru þeir einnig framleiddir. Það eru sumarbollar og vetrarbollar, einnig jólabollar. Ég er farin að haga mér eins og alvöru safnari og hef keypt sjaldgæfa bolla beint frá Finnlandi hjá konu sem selur Múmínálfavörur þaðan á netinu. Það er heill heimur safnara til sem einblínir á Múmínálfana og eru þeir með íslenska facebook-síðu sem kallast „Múmínmarkaðurinn,“ segir Hólmfríður full af áhuga fyrir þessari töfraveröld Múmínálfanna sem hefur svo sannarlega fangað áhuga hennar. Í dag safnar hún þessum bollum, sem hlýtur að vera ákveðinn léttir fyrir aðstandendur hennar þegar kaupa á handa henni gjöf.
VIÐTAL
Múmínálfarnir eru aðalpersónurnar í bókaröð og myndasögum eftir finnlandssænska rithöfundinn og myndlistarkonuna Tove Jansson, sem gefnar voru út á árunum 1945 til 1970. Á Safnahelgi á Suðurnesjum var margt að sjá. Ein af sýningunum sem fram fóru var bollasýning Hólmfríðar Árnadóttur, skólastjóra Grunnskóla Sandgerðis, en sýningin fór fram á Bókasafninu í Sandgerði. Þar leyfði Hólmfríður almenningi að sjá alla 64 Múmínálfabollana sína, alls hafa verið framleiddir 92 bollar. Við kíktum á sýninguna og fengum að vita hvers vegna hún er að safna öllum þessum bollum.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Fallegur boðskapur
„Ástríða mín byrjar í raun þegar ég las bækurnar um Múmínálfana sem barn. Mér fannst svo heillandi að þeir bjuggu á bak við kamínur í Finnlandi og þurftu að flytja burt og finna sér annan samastað þegar þeir gátu ekki lengur búið á bak við kamínur. Þá fundu þeir stað sem þeir kölluðu Múmíndal. Seinna kynnti ég Múmínálfana einnig fyrir dætrum mínum þegar léttlestrarbækur um þá komu fyrst út árið 1992. Myndirnar eru svo fallegar og einfaldar í bókunum og boðskapurinn mjög fallegur. Þarna eru alls konar týpur sem við getum tengt við okkur manneskjurnar. Það er svo skemmtilegt. Ég er farin að verða forvitin um sjálfan Múmíndal sem er skemmtigarður í Finnlandi en hef samt engin áform ennþá um að fara þangað. Það er einnig kaffihús í Helsinki sem er undir áhrifum frá Múmínálfunum. Það er aldrei að vita nema ég skelli mér einn daginn til Finnlands í Múmínálfaleiðangur,“ sagði Hólmfríður.
Múmínálfarnir eru skemmtilegir og bækurnar um þá sígild lesning. Þessir tveir bollar eru einstakir.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
15
Kahnin! gefur út tónlist um Keflavík l Guðmundur gróf upp gamla tónsmíð og úr varð EP-plata l Meiri tónlist á leiðinni
Keflvíkingurinn Guðmundur Jens Guðmundsson er tónlistarmaðurinn Kahnin! sem ólst upp í New York í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hafa samið tónlist frá unga aldri var það ekki fyrr en árið 2017 sem hann ákvað að taka upp efnið sitt og gefa það út eftir ráðleggingu frá vini. Útkoman varð fimm laga EP-plata, tekin upp sumarið 2018 af Arthur Pingrey í Brooklyn, New York. Fyrsta lagið af þeirri plötu, Wonderland, má nú finna á Spotify en það hefur fengið góðar viðtökur. „Ég vildi bara taka þetta upp. Ég hef ekkert að gera. Dætur mínar vilja ekki tala við mig, þeim finnst ég hallærislegur,“ segir Guðmundur
Leikskólapláss í Grindavík verði háð bólusetningu Fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarráði Grindavíkur leggur til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvistun í leikskólum Grindavíkur háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Fulltrúinn minnti á það á fundinum að bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum með lögheimili hér á landi stendur til boða bólusetning gjaldfrjálst. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til fræðslunefndar til frekari útfærslu.
Frisbeegolfvöllur væntanlegur í Voga Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að auglýsa grenndarkynningu fyrir íbúa nærri Aragerði vegna áforma um uppsetningu frisbeegolfvallar í og í grennd við garðinn. Upphaflega stóð til að þetta yrði níu holu völlur en nefndin ákvað að minnka hann og hafa brautirnar sjö talsins. Komi ekki fram athugasemdir við þessi áform munu körfurnar í kjölfarið verða settar upp, en búið er að festa kaup á þeim. Það mun því vonandi enn aukast framboðið á skemmtilegri afþreyingu útivið í Vogunum á næstunni.
kíminn en hann á tvær dætur og rekur sjávarútvegsfyrirtæki í Njarðvík. Hann segir tónlistina ávallt hafa verið áhugamál hjá sér og hefur
samið tónlist í langan tíma. „Þetta hefur komið misauðveldlega til mín. Ég næ oftast að semja kannski fimm til sjö lög á einu ári sem eru góð en svo gerist ekkert. Ég er reyndar kominn með tilbúið efni í nýja plötu og ætla að taka það upp líka,“ segir hann. Kahnin! ákvað að taka efnið sitt upp í heimaborginni sinni, New York, einungis fyrir sjálfan sig en endaði svo á því að skrifa undir samning hjá plötufyrirtæki úti. Lögin á plötunni falla
undir „Indie/Americana“ og „Country-Pop“-tónlist en þau fjalla meðal annars um ást, von og lífsgönguna í heild sinni. „Síðasta lagið á plötunni er rólegt og er samið um þetta bæjarfélag. Ég samdi það þegar ég var á sjó fyrir þrjátíu árum síðan en kláraði það aldrei. Þá var hér togari sem hét Dagstjarnan. Lagið heitir Daystar og fjallar um „Two Towns Next to Nowhere, sem eru í raun og veru Keflavík og Njarðvík.“
Húsasmiðjan í Reykjanesbæ leitar að öflugum liðsmanni Vilt þú vera með okkur í liði? Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi til þess að bætast í öflugan hóp starfsmanna Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ. Um er að ræða spennandi starf í lagnadeild þar sem helstu verkefni eru sala og þjónusta við viðskiptavini, vörupantanir og umsjón með lager ásamt öðrum almennum verslunarstörfum. Um er að ræða framtíðarstarf og 100% starfshlutfall.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli Hlynur Jóhannsson, <gisli@husa.is> Sótt er um á ráðningarvef Húsasmiðjunnar www.husa.is/laus-storf/. Umsóknarfrestur er til 15.04.2019. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Hæfniskörfur: • Menntun eða reynsla af pípulögnum er mikill kostur • Almenn þekking á byggingarvörum • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku • Almenn tölvukunnátta Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um. Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Áhugavert sjónvarp frá Suðurnesjum
magasín
öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
16
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Presturinn sem elskar að lesa spenn
Hugsaðu þér hvernig veröldin væri ef við vildum öll fylgja þessu kærleiksboðorði Krists. Veröldin væri góð. einlægni. Það er kraftur sem fylgir röddinni hans Fritz og auðvelt að hrífast með þegar hann talar sem kemur sér örugglega vel fyrir prest.
Lifandi starf í kirkjunni
„Við erum ekki eingöngu með messur á sunnudögum heldur bjóðum við upp á fleiri góðar stundir. Ein þessara stunda er kyrrðarstund í hádeginu á miðvikudögum í kapellunni sem er mjög vel sótt. Eftir þessa stund er súpusamfélag í boði kirkjunnar og fólk nýtur þess að spjalla saman. Innflytjendur koma svo í kjölfarið og
eiga bænastund á ensku. Á þriðjudögum í hádeginu erum við einnig með kyrrðarbæn í kapellunni en það er annað form á þeirri stund. Þar fer fram kristileg íhugun sem stendur yfir í tuttugu mínútur, einskonar hugleiðsla. Þá getur fólk komið hingað í hvíld og ró mitt í amstri dagsins. Kyrrð og friður fyrir þá sem vilja skreppa hingað. Svo erum við að fara af stað með Æðruleysismessu á miðvikudagskvöldum, sem verður einu sinni í mánuði, alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði klukkan 20 í kirkjunni. Þetta verður notaleg kirkjustund sem hefst 3. apríl. Upphaflega voru þessar messur hugsaðar fyrir fólk sem tengist tólf spora vinnu en hefur þróast yfir í að laða til sín fólk sem vill vinna í sjálfu sér. Gott að getað farið í kirkju í miðri viku að kvöldi og allir eru velkomnir.“
Að sýna hvert öðru kærleika
„Ég er mjög opinn með trú mína. Heima hjá mér biðjum við borðbænir og þökkum fyrir hverja máltíð. Ég held að meirihluti fólks hafi einhverja trú. Flestir höfðu barnatrú í æsku sem þróast og þroskast. Við signum okkur og förum með bænir. Við tileinkum okkur kristin gildi sem ganga út á það að sýna náunganum kærleika og vera til staðar þegar á bjátar. Við erum búin að vera með fermingarfræðslu fyrir níutíu unglinga í allan vetur. Krakkarnir eru svo frábærir, við þurfum að gefa okkur tíma til að kynnast þeim, hlusta á þau og vera til staðar. Kjarni kennslu okkar hefur verið að hjálpa þeim að tileinka sér boðskap Jesú um að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Hugsaðu þér hvernig veröldin væri ef við vildum öll fylgja
VIÐTAL
Hvernig líkar honum starfið í Keflavíkurkirkju? „Bara ótrúlega vel. Samfélagið við kirkjuna hér er svo gott. Söfnuðurinn svo virkur og duglegur að sækja kirkjuna sína. Mér hefur einnig verið vel tekið af öllum sem hér starfa. Það er bara svo gott fólk hérna. Keflavík þekkti ég áður, hingað hef ég alltaf haft góð tengsl í gegnum skyldfólk mitt en dágóður hópur af frændfólki mínu býr hér. Alveg frá barnæsku hef ég komið hingað suður með sjó. Svo þetta hefur bara verið ánægjulegt allt saman. Ég kem hérna inn í kirkju þar sem er frábær stemning og gott samstarf. Það er margt fólk sem kemur að því að gera þetta samfélag svona einstakt. Fólkið í bænum eru virkir þátttakendur og sækja hingað einnig vegna sálgæslu. Tengslin eru á svo breiðum grunni við Keflavíkurkirkju því hér erum við að þjóna öllum sem þurfa þess með,“ segir séra Fritz í
Ég les sjálfur rosalega mikið og finnst ákveðin tegund af krimmum svo magnað verkfæri til þess að taka eitthvað samfélagslegt fyrir, eitthvað mein í samfélaginu okkar en það getur þessi ákveðna tegund af norrænni glæpasagnahefð gert ...
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
þessu kærleiksboðorði Krists. Veröldin væri góð.“
Til hvers að fermast?
„Þegar við fermum okkur þá erum við að staðfesta skírnina. Skírnin snýst ekki aðeins um trú heldur einnig um menningu og hefðir samfélags okkar, eitthvað sem þjóðin hefur gert í yfir þúsund ár. Þegar við erum að skíra þessi litlu skinn þá erum við að tengja þau inn í samfélag um kristin gildi sem snúast um náungakærleika. Við viljum öll að börnin okkar verði góðar manneskjur og umgangist gott fólk. Kærleikur umvefji líf barna okkar.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Hann er ekki bara prestur við Keflavíkurkirkju heldur er hann með kirkju á netinu og skrifar spennusögur í frítíma sínum. Séra Fritz Már Jörgensson hóf störf um haustið 2017 hjá Keflavíkursókn, sem er sú stærsta á Suðurnesjum, en fram að því starfaði hann sem prestur í Noregi hjá norsku þjóðkirkjunni. Hann er kvæntur séra Díönu Ósk Óskarsdóttur, sjúkrahúspresti á Barnaspítala Hringsins, og saman eiga þau fimm börn og þrjú barnabörn.
nusögur
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Nei, í alvörunni eru þetta frábærir krakkar og við viljum mæta þeim þar sem þau eru á þessum aldri. Við tölum um allt milli himins og jarðar við þau, nálgumst þau á forsendum þeirra en umfram allt á jafningjagrunni ... Það er mannlegt að fara af leið en svo gott að geta ratað aftur til baka og farið inn á góða veginn aftur. Þar höfum við kristna trú. Fyrirmyndin er náttúrlega Jesús Kristur. Þetta var náungi sem umgekkst alla jafnt. Hann var í raun sá fyrsti fullkomni femínisti og dæmdi engan. Jesús setti skýr mörk og fylgdi ávallt sannfæringu sinni, hlustaði á innri röddina sína. Ég spyr oft sjálfan mig: „Hvað hefði Jesús gert?“ þegar ég er í vafa um eitthvað verkefni í lífi mínu og svarið kemur yfirleitt um hæl,“ segir séra Fritz og heldur áfram að tala um fermingarfræðsluna sem fram fer í Keflavíkurkirkju. „Fermingarfræðslan fer fram þegar börnin okkar eru á mörkunum að verða fullorðin. Þau velta ýmsu fyrir sér og spyrja áleitinna spurninga um lífið og tilveruna. Við byrjum ávallt fermingarfræðsluna með því að fara með hópinn í Vatnaskóg því það er alltaf svo gaman í skóginum og þar fer fram mjög gott hópefli. Þau sem fermast vilja verða kristnir einstaklingar, auðvitað eru þau að spá í gjafirnar og veisluna en í grunninn vilja þau tilheyra kristinni trú. Við finnum það þegar við erum að kynnast þeim allan veturinn. Unglingar eru í raun alltaf
eins. Þau eru vel upplýst og „gúggla“ prestinn ef þau vilja vita eitthvað meira um hann. Þá er eins gott að saga þín í rafrænu formi sé þér hliðholl,“ segir séra Fritz og hlær dátt. „Nei, í alvörunni eru þetta frábærir krakkar og við viljum mæta þeim þar sem þau eru á þessum aldri. Við tölum um allt milli himins og jarðar við þau, nálgumst þau á forsendum þeirra en umfram allt á jafningjagrunni. Það þarf að ræða alla þá þætti sem snerta líf unglingsins, það getur verið kynhlutverk og fíkniefni. Ef maður skoðar þessa krakka þá eru þau bara svo einbeitt og falleg í trúnni. Við viljum efla þau í að hlusta á eigin innri rödd og samvisku sína. Við lærum um góðu gildin saman, æfum okkur í að verða að betri manneskjum.“
17
Þórunn Fríða Unnarsdóttir, fermist í vor
Ekki bara prestur
Yfir í allt annað því Fritz er ekki bara séra heldur einnig rithöfundur sem skrifar glæpasögur. „Já, ég skrifa krimma, hefðbundna norræna krimma. Ég les sjálfur rosalega mikið og finnst ákveðin tegund af krimmum svo magnað verkfæri til þess að taka eitthvað samfélagslegt fyrir, eitthvað mein í samfélaginu okkar en það getur þessi ákveðna tegund af norrænni glæpasagnahefð gert. Fyrsta bókin mín var gefin út árið 2007 en síðan þá hafa fjórar bækur verið gefnar út. Fimmta bókin mín kemur út í apríl og heitir Líkið í kirkjugarðinum. Það er miklu meira en að segja það að skrifa heila bók en voða gaman þegar bókin er komin út á prent. Ég fæ ákveðna slökun út úr því að skrifa. Við hjónin erum einnig með kirkju á netinu sem nefnist netkirkja.is og er fyrir þá sem vilja fá hugvekju frá prestum, senda inn fyrirbænir og lesa orð dagsins. Netkirkja.is varð óbeint til úr doktorsverkefni mínu og er í dag samstarf sem margir prestar sem koma að,“ segir séra Fritz Már Jörgensson með bros á vör.
Hvers vegna ert þú að fermast? „Ég er að staðfesta trú mína á Guð og staðfesta skírnina. Ég er sammála foreldrum mínum sem létu skíra mig þegar ég var lítil. Fermingarfræðslan í vetur hefur verið mjög skemmtileg. Við erum búin að vera fræðast um Guð og Jesú. Ég hef einnig mætt í allar messurnar sem við eigum að mæta í. Trúin mín hefur aukist eftir þennan fermingarundirbúning. Ég hef alltaf trúað á Guð en trúin er alveg búin að aukast eftir þessa fermingarfræðslu. Mér fannst Ljósamessan mjög skemmtileg en þá fengum við að taka þátt í messunni. Ég er búin að læra trúarjátninguna en ég hef alltaf kunnað Faðir vorið.“ Hlakkarðu til að fermast? „Ég er búin að hugsa mikið um veisluna og skipuleggja hana. Við ætlum að hafa kjöt og kjúkling og kökur í eftirrétt. Ég ætla að vera í hvítum kjól og í hvítum háhælaða skóm. Ég held ég setji fléttur í hárið og hafi krullur, taki það svo saman aftan á. Ég er ekki að fara í brúnkulampa eða neitt svoleiðis. Kannski láta einhverjar aðrar stelpur setja á sig gervineglur, veit ekki en ég vil vera sem náttúrulegust og er mjög spennt fyrir fermingunni. Ég er búin að skipuleggja ferminguna mína í mörg ár og myndi ekki vilja sleppa því að fermast.“
Fengum yfir okkur heilagan anda í Skálholti
– segir móðir Þórunnar Fríðu, Fanny Sigríður Axelsdóttir, sem fermdist árið 1992 „Sterkasta minning mín frá þessum degi var þegar við fermingarsystkinin gengum inn kirkjugólfið. Þarna var allt samfélagið mitt, fjölskylda mín, bestu vinir mínir og allir sem tilheyrðu okkur. Ég man eftir að hafa fundið fyrir samblandi af stolti og gleði.
KOMD U V IÐ H JÁ O K K U R O G KÍ KT U Á ÚRVA L I Ð A F FERMI N GARVÖ RU M F R Á R E Y KJAV Í K L E T T E R P R E S S . Se r v í ett u r í t vei m u r s t æ rð u m , kort f y rir pen in gas eð ilin n og að ra r g j afi r og h en g imið ar á pakkan n .
Hólagötu 15 � Reykjanesbæ
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Einnig er mér minnisstætt þegar við fórum í fermingarferðalagið okkar í Skálholt. Þar vorum við nokkrar Fanny Sigríður Axelsdóttir í fermingarkjól saman fermingaraf Olgu Færseth fótboltakempu. systurnar við altarið í Skálholtskirkju og ég trúi því enn þann dag í dag að við fengum yfir okkur heilagan anda. Við krupum á kné og áttum virkilega fallega stund ásamt prestinum okkar henni Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Fermingarundirbúningurinn var mun einfaldari heldur en hann er í dag hjá okkur mæðgum. Ég fékk lánaðan fermingarkjól frá Olgu Færseth, fjölskylduvinkonu okkar og er enn þann dag í dag svo ánægð með hann. Hann var allt öðruvísi en allir hinir kjólarnir sem voru í tísku þá. Ég var með fallegan kross sem amma Sigga átti og gaf mér. Ég vildi hafa nautakjöt og Bérnaise-sósu að hætti pabba og það var hún stórvinkona mín Guðrún Skúladóttir sem sá um veisluna ásamt pabba, Axel Jónssyni. Mamma sá um skreytingarnar og þreif allt hátt og lágt en veislan var heima hjá okkur á Langholti 9. Ég átti dásamlegan dag með fjölskyldunni. Ég er sunnudagaskólastelpa og kunni því þó nokkra sálma og vers en ég lærði trúarjátninguna fyrir fermingu. Ég og Þórunn Fríða dóttir mín, sem er að fermast í vor, höfum rifjað hana upp nú í vetur. Sonur minn Matthías tíu ára hefur hlustað á okkur mæðgur og kann hana nánast líka. Ég fékk gott, kristilegt uppeldi bæði á mínu heimili og í sunnudagaskólanum. Mér fannst mikilvægt að fermast og já, það hafði enn sterkari áhrif á mig og trú mína að fermast.“
18
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Svaf með rúllurnar í hárinu Fríða Bjarnadóttir fermdist árið 1962
„Ég man að það var heilmikill undirbúningur. Við vinkonurnar, Margrét Böðvarsdóttir, fengum alveg eins kjóla sem voru saumaðir á okkur. Svo þurfti maður að sofa með rúllur í hárinu og fara í greiðslu á hárgreiðslustofu eldsnemma um morguninn. Ég var mjög spennt fyrir athöfninni sjálfri en við krakkarnir þurftum að bíða saman í rútu fyrir utan kirkjuna og gengum svo öll inn saman. Við þurftum að læra helling utan að, trúarjátninguna og ýmis vers. Séra Björn Jónsson talaði mikið við okkur um lífið og tilveruna í fermingarundirbúningnum. Ég á mína barnatrú sem hefur fylgt mér og ég vildi ekki vera án. Heima í Miðtúni 6, Keflavík, var mikil veisla þar sem öllum ættingjum og vinum mömmu og pabba var boðið. Mamma mín hafði mikið fyrir öllu og þetta var glæsileg veisla með hnallþórum og alls konar kökum.“
Fríða Bjarna í heimasaumuðum kjól á fermingardaginn.
Séra Björn Jónsson sendi öllum fermingarbörnum heillaskeyti í tile dagsins. Fríða á ennþá öll skeytin fni henni voru send á fermingardaginnsem .
Fékk fermingarfötin frá bræðrum sínum – Birgir Bragason, faðir Jóns Arnars, fermdist árið 1987
Jón Arnar Birgisson, fermist í vor Afhverju ertu að fermast? „Ég er að staðfesta skírnina, vil vera kristinnar trúar og langar að tilheyra þessari kirkju. Þegar ég var yngri var ég alltaf í sunnudagaskóla þannig að ég vissi svona eitthvað um kristna trú en er búin að vera að læra mjög margt í vetur. Við erum líka búin að kynnast því hvernig lífið er annars staðar eins og í dag þegar kristniboði kom hingað og sagði okkur frá því sem þeir eru að gera í útlöndum. Alls konar kynningar frá öðrum löndum þar sem kristindómurinn hefur haft áhrif á líf fólks. Margt sem maður vissi ekki og margt mjög merkilegt. Ég er duglegur að mæta í messu á sunnudagsmorgnum, mér finnst bara fínt að mæta í messu. Við eigum að mæta í tíu messur og svo er fermingarfræðsla annan hvern miðvikudag. Mér finnst trúin mín hafa aukist. Fyrst skildi ég ekki allt sem verið var að kenna okkur en ég skil allt miklu betur í dag.“ Hlakkarðu til þess að fermast? „Já, ég hlakka mikið til að fermast. Það er búið að ákveða hvar veislan mín verður og hvað verður í matinn. Ég á eftir að muna mestmegnis allt sem ég hef lært í fermingarundirbúningnum. Trúarjátningin er eitt af því sem ég þarf að kunna á fermingardaginn.“
„Sterkasta minning mín frá þessum degi er þegar ég las úr Nýja testamentinu í kirkjunni á fermingardaginn og öll pennasettin sem ég fékk í fermingargjöf. Við fórum í fermingarfræðslu í Kirkjulundi, einu sinni í viku í nokkrar vikur. Svo man ég að við héldum veisluna heima og mamma var á haus að baka alls kyns tertur. Við þurftum að læra trúarjátninguna, boðorðin tíu og Faðir vorið og að sjálfsögðu kann ég þetta enn utan að. Maður lærði mikið um kristna trú sem maður vissi ekki áður. Það helsta sem hefur svo fylgt manni i gegnum árin er siðfræðin. Fermingarfötin sem ég klæddist í erfði ég af báðum bræðrum mínum sem þeir fermdust í á undan mér.“
Nýtnin í fyrirrúmi. Birgir Bragason í fermingarfötunum sem tveir bræður hans fermdust í áður.
Fermingar 2019
Komdu í „löns“ á KEF Restaurant
Opnum kl. 11:30 alla virka daga. Allir réttir á 2.100 kr. Kaffi á 300 kr. ALLA fimmtudaga í hádeginu verðum við með Fish and Chips ALLA föstudaga í hádeginu verðum við með Lamb Béarnaise Hlökkum til að sjá ykkur á KEF! Pantaðu borð í síma 420-7000 eða á KEF Restaurant á Facebook-síðu okkar.
Kökulist Firði Hafnarfirði – Kökulist Hólagötu 17 Njarðvík – Kökulist Fitjum 2 Njarðvík Bjóðum upp á Vegan-kökur. – Mikið úrval kokulist.is – Sími 555 6655
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
19
Félagsvist og dans í fermingarveislunni – Sigurlaug Einarsdóttir fermdist árið 1965
„Ég minnist þess að mér leið vel og fannst allt svo yndislegt á fermingardaginn minn. Athöfnin í kirkjunni náði vel til mín og veislan í Aðalveri um kvöldið er eftirminnileg með heitum mat, tertum, félagsvist og dans á eftir. Veislan var haldin fyrir mig og Jónas Ragnarsson frænda minn. Hjónin Unnur Arngrímsdóttir og Hermann Ragnar danskennarar voru í veislunni og ég man að í lok veislunnar tóku þau snúning og fengu marga veislugesti út á dansgólf. Fermingargjafirnar vöktu gleði þá sem nú, flest allir fengu armbandsúr og hefðbundna skiptingin var þannig að stelpurnar fengu náttföt, undirpils og skartgripi en strákarnir bækur og peninga. Eldri bróðir minn var stórtækur og gaf mér snyrtiborð sem er ennþá vinsælt í fjölskyldunni. Það var heilmikil fyrirhöfn í kringum fermingarkjólinn minn sem var saumaður hjá kjólameistara. Svo var sérstök fermingarkápa keypt handa mér í Laufinu í Reykjavík. Í fermingarundirbúningnum var mikið lagt upp úr því að læra marga sálma og helst allt utanbókar. Skrifa ritgerðir um boðorðin og ég man að ég átti ritgerð í fermingarblaðinu sem kom út á þeim tíma og bar yfirskriftina „Heiðra skaltu föður þinn og móður“. Eitt atvik kemur sérstaklega upp í hugann en það var þegar séra Björn spurði bekkinn í kristinfræðitíma snemma í undirbúningsferlinu hvort við værum búin að læra trúarjátninguna. Ég var fljót að rétta upp hönd og var látin fara með trúarjátninguna utanbókar fyrir bekkinn. Vinkonurnar höfðu á orði: „Vá, ertu búin að læra þetta utanbókar?“ Það er engin spurning að ég tók allan undirbúning fyrir ferminguna mjög alvarlega, var dugleg við utanbókarlærdóminn og fræðslan sem séra Björn veitti okkur hefur reynst mér vel í lífinu. Ég tel að sá kraftur sem fylgdi trúnni í fermingarundirbúningnum hafi náð sterkt til mín á þessum tíma og hjálpað mér að rækta kærleikann í lífi mínu.“
Sigurlaug Einarsdóttir fékk sérsaumaðan fermingarkjól og sérstaka fermingarkápu.
Vordagar 4.-8. apríl
Suðurnesjamagasín öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
i Konur í smíðanám n Fermingarfræðsla
ð i d n a t s á u n n i v t A
magasín
Fullar búðir og veitingastaðir með spennandi vortilboð á góðu verði. Hlökkum til að sjá þig!
20
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Fyrstu plötu Más fagnað með útgáfutónleikum í Stapa Már Gunnarsson heldur veglega útgáfutónleika í Stapa þann 12 apríl næstkomandi. Með honum á sviðinu verður sjö manna hljómsveit, aðallega skipuð af færustu hljóðfæraleikurum Póllands sem gera sér ferð til Íslands af þessu tilefni.
LITRÓF
– Sýning Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna „Litróf“ laugardaginn 6.apríl kl. 14.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum. Á sýningunni má sjá verk eftir félagsmenn sem unnin voru á haustog vetrarnámskeiðum félagsins og voru það þrjú námskeið sem samanstóðu af byrjendanámskeiði í málun,
málun fyrir lengra komna og grafík (painterly print).
Ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz, mun mæta og taka þátt í að gera þetta kvöld ógleymanlegt. Már kynntist Nataliu þegar hann tók þátt í risastórum tónleikum í Póllandi á síðasta ári sem sýndir voru í sjónvarpsútsendingu sem náði til 32 milljóna manna. Einnig koma Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Gísli Helgason fram á tónleikunum. Már hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir lagasmíðar, píanóspil ,söng og velgengni í sundi. Sumarið 2018 flaug Már til Póllands til þess að taka upp fyrstu plötu sína sem nefnist Söngur fuglsins. Útsetjarinn Hadrian Tabecki stjórnaði upptökum og lagútsetningum. Má að auki nefna að Hadrian er einn eftirsóttasti útsetjari þar í landi. Öll lögin af plötunni eru samin
Bæjarráð Grindavíkur lagði á dögunum til við bæjarstjórn Grindavíkur að eingöngu verði um útsendingu að ræða frá bæjarstjórnarfundum í Grindavík á meðan á fundi stendur en að upptaka frá fundum verði ekki geymd á veraldarvefnum.
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna fráfalls ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Aðalgötu 1, Keflavík,
sem lést 14. mars síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, var jarðsunginn þriðjudaginn 26. mars síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Eiríkur Stefán Sigurbjörnsson Jóhanna Pálína Sigurbjörnssdóttir Wayne Carter Wheeley Valdís Sigríður Sigurbjörnsdóttir Ægir Frímannsson Sigurbjörn Reynir Sigurbjörnsson Símon Gréta Sigurbjörnsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför,
GUNNARS GUÐMUNDSSONAR Suðurgötu 4a, Keflavík,
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSS fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Kristín Helgadóttir Helgi Gunnarsson Ásdís Gunnarsdóttir Geirmundur Sigvaldason Stefanía Gunnarsdóttir Eric Baker
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz, ásamt Má Gunnarssyni.
Útsendingar frá bæjarstjórn Grindavíkur aftur á borð bæjarráðs
Kennarar á námskeiðunum voru: Kristbergur Ó Pétursson, Bragi Einarsson og Elva Hreiðarsdóttir. Sýningin stendur til 23.apríl og Duus safnahús eru opin alla daga frá 12.0017.00.
SIGURBJÖRNS REYNIS EIRÍKSSONAR
af Má, flestir textarnir eru eftir Tómas Eyjólfsson. Einnig koma að textagerðinni Villi Naglbítur, Már og Ísold. Á tónleikunum verður farið yfir lögin
af plötunni auk valinna þekktra laga. Má þar nefna kvöldsiglingu en hver er betri að spila það en höfundurinn sjálfur, Gísli Helgason? Tónleikarnir 12. apríl hefjast kl 20:00 og standa í um tvær klukkustundir. „Við hlökkum mikið til og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Már í tilkynningu um tónleikana.
Landssöfnun Lions um helgina Lionsklúbbar á Íslandi safna fyrir lækningatækjum fyrir sykursjúka, sjónskerta og blinda. Helgina 5. -7. apríl munu Lionsfélagar um land allt selja Rauða fjöður til þess að safna fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka sjónskerta og blinda, markmiðið er að safna að lágmarki fyrir tveimur augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á innkirtladeild Landspítalans og á þjónustu og þekkingarmiðstöð blindrafélagsins. Lionsfélagar verða á fjölförnum stöðum í öllum stærstu sveitarfélögum landsins, t.d. verslanamiðstöðum, verslunum og víðar. Landsmenn eru hvattir til þess að taka Lionsfélögum vel og styrkja átakið. Þeir sem vilja leggja málinu lið með öðrum hætti er bent á heimasíðuna Lions.is og söfnunarsímanúmerin 908 1101 fyrir 1.000 kr. 908 1103 fyrir 3.000 kr. 908 1105 fyrir 5.000 kr.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og sköpuðust talsverðar umræður um málið. S- og U-listi í bæjarstjórn lögðu fram sameiginlega bókun sem er svohljóðandi: „Mikil umræða hefur verið um það á síðustu misserum að gera stjórnsýsluna opnari og auka lýðræði, telja fulltrúar S og U-lista að stjórn bæjarfélagsins og fundir hennar eigi að vera opin öllum íbúum bæjarins. T.d. eiga allar upplýsingar um framkvæmdir og áætlanir að vera aðgengilegar á heimasíðu bæjarins og bæjarbúum þannig gefið tækifæri til þess að tjá sig um þær og hafa þar með áhrif á stjórn bæjarins. Þetta er nauðsynlegt til þess að kjörnir fulltrúar haldi sterkum tengslum við umbjóðendur sína og til þess að stjórn bæjarins sé sem skilvirkust og í takt við þarfir bæjarbúa. Upplýsingasamfélagið sem við búum í gefur okkur tækifæri til að mæta kröfum íbúa um opnari stjórnsýslu. Beinar útsendingar frá bæjarstjórnar-
fundum er mjög góð leið til þess að mæta þessum kröfum og auðveldar bæjarbúum að fylgjast með umræðum í bæjarstjórn og þar með mynda sér skoðun á málefnum líðandi stundar. Fulltrúar S- og U-lista telja að Grindavíkurbær eigi að setja markið hátt og skipa sér í forystusveit framsækinna sveitarfélaga með því að skapa hér opið lýðræðislegt og gagnsætt samfélag. Að hafa þessar upptökur af bæjarstjórnarfundum aðgengilegar fyrir íbúa Grindavíkur eftir að fundi lýkur og til frambúðar er sjálfsögð þjónusta sem veitir kjörnum fulltrúum gott og traust aðhald sem er lykill að heiðarlegri og farsælli stjórnsýslu öllum til heilla,“ segir í bókuninni sem undirrituð er af bæjarfulltrúum S- og U-lista. Forseti bæjarstjórnar kom með tillögu þar sem hann leggur til að vísa málinu aftur til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu forseta.
Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.
Reykjanesbær - 17. apríl Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Spennandi tækifæri í grunnskólum Reykjanesbæjar Reykjanesbær leitar að fólki sem vill vera með í að byggja upp skólasamfélag í fremstu röð þar sem metnaður, kraftur og samheldni eru lykilatriði. Í Reykjanesbæ eru sjö grunnskólar sem hver og einn hefur á að skipa samstilltum starfsmannahópi með skýra sýn á framtíðina. Umsóknarfrestur í neðangreind störf er til 22. apríl 2019. Sótt er um störfin á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.
Háaleitisskóli Styðst við einkunnarorðin „Menntun og mannrækt“
• Umsjónarkennari á yngsta stigi • Umsjónarkennari á miðstigi • Íþróttakennsla • Kennsla á elsta stigi • Textílmenntakennsla • Tónmenntakennsla • Forstöðumaður frístundaheimilis
Heiðarskóli
haaleitisskoli.is
Styðst við einkunnarorðin „Háttvísi, hugvit og heilbrigði“
• Íslenskukennsla á elsta stigi • Umsjónarkennari á yngsta stigi • Íþrótta- og sundkennsla
heidarskoli.is
Akurskóli Starfar eftir einkunnarorðunum „Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús“
• Deildarstjóri yngra stigs (1.-5. b.) • Deildarstjóri eldra stigs (6.-10. b.) • Tónmenntakennsla • Umsjónarkennari á yngsta stigi • Umsjónarkennari á miðstigi • Sérkennari
akurskoli.is
Myllubakkaskóli Starfar eftir einkunnarorðunum „Virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur“
• Náttúrufræðikennsla • Umsjónarkennari á miðstigi • Íþróttakennsla • Þroskaþjálfi
myllubakkaskoli.is
Stapaskóli Í skólastarfinu er lögð áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.
• Umsjónarkennari á yngsta stigi • Íþróttakennsla
reykjanesbaer.is
Holtaskóli Vinnur eftir einkunnarorðunum „Virðing, ábyrgð, virkni og ánægja“
• Umsjónarkennari á eldra stigi • Umsjónarkennari á yngra stig • Heimilisfræðikennsla
holtaskoli.is
Njarðvíkurskóli Starfar eftir einkunnarorðunum „Menntun og mannrækt“
• Umsjónarkennari á yngsta stigi • Umsjónarkennari á miðstigi • Raungreinakennsla á eldra stigi • Kennsla í upplýsingatækni og forritun • Forstöðumaður frístundaheimilis • Þroskaþjálfi í sérdeildina Ösp
njardvikurskoli.is
Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 18.900 íbúa. Í bænum eru einnig starfræktir tíu leikskólar, framúrskarandi tónlistarskóli og öflugt íþrótta- og tómstundastarf. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar.
22
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. apríl 2019 // 14. tbl. // 40. árg.
Karlarnir komnir í sumarfrí Öll Suðurnesjaliðin í Domino’s-deild karla í körfubolta duttu út í 8-liða úrslitum og eru komin í snemmbúið sumarfrí. Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni 1:4, Keflavík 0:3 fyrir KR og Njarðvíkingar lágu svo í þremur leikjum í röð fyrir ÍR eftir að hafa komist 2:0 yfir í rimmunni. Jeb Ivey lék sinn síðasta leik á ferlinum og átti bágt með sig eftir leikinn sem og fleiri Njarðvíkingar.
Fulltrúar íþróttafélaganna með Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins.
Bláa lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum
Grímur skrifar undir með knattspyrnumönnum Keflavíkur. Bláa lónið hefur úthlutað tæplega þrettán milljónum króna til styrktar íþróttafélögunum á Suðurnesjum. Fulltrúar félaganna komu í Bláa lónið á fimmtudaginn til að veita styrkjunum viðtöku en þeim er ætlað að styðja við uppbyggingu íþróttastarfs barna og unglinga á Reykjanessvæðinu.
Njarðvíkingar voru hnípnir eftir að vera slegnir út í 8-liða úrslitum. VF-mynd/PállOrri.
starfi sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar. Bláa lónið hefur um margra ára skeið stutt við þetta
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir það mikilvægt fyrir Bláa lónið að styðja nærsamfélagið og koma með öflugum hætti að íþróttaog æskulýðsstarfi á Suðurnesjum. „Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir góðan árangur í íþróttum og það má ekki síst þakka öflugu og óeigingjörnu
Þróttarar í Vogum eru meðal félaga á Suðurnesjum sem fengu styrk. Hér tekur Marteinn Ægisson í hönd Gríms.
ATVINNA/WORK AFGREIÐSLA:
MCRENT MOTORHOME RENTAL ADVERTISES FOR PEOPLE IN THE FOLLOWING POSITIONS.
CUSTOMER SERVICE:
Lausar eru tímabundnar stöður fram til loka október 2019. Starfið felur í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang.
Available are positions in customer service on a temporary basis, until the end of October 2019. The work includes general service to our customers and filing of information.
Hæfniskröfur: Rík þjónustulund, tölvukunnátta, tungumálakunnátta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarksaldur er 22 ár.
Hiring standards: Positive attitude towards customer service, computer skills, knowledge of languages, applicants must have a driver’s license and to have an interest in tourism. Minimum age is 22 years.
INNIÞRIF Á BIFREIÐUM:
Um er að ræða lausar stöður í inniþrifum, til loka október 2019. Hæfniskröfur: Bílpróf er nauðsynlegt, reynsla af þrifum er kostur. Lágmarksaldur er 17 ár.
VIÐGERÐIR:
Laus staða er við viðhald og viðgerðir húsbíla fyrirtækisins, frábært tækifæri fyrir áhugasama. Hæfniskröfur: Reynsla af viðgerðum eða smíðavinnu mikill kostur. Lágmarksaldur er 25 ár.
Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á: iceland@mcrent.is. Tekið er við umsóknum fram til 15.4.2019. Allar nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is.
Smiðjuvellir 5 a, 230 Reykjanesbæ
Nesbúegg styrkir boltakaup í Vogum
INSIDE CLEANING OF VEHICLES:
Nesbúegg færði nýverið Þrótti Vogum styrk til fótboltakaupa. Á myndinni er Baldvin Hróar Jónsson frá Nesbúeggjum með Petru Ruth Rúnarsdóttur, formanni UMFÞ, og Róbert Andra Drzymkowski, þjálfara hjá Þrótti Vogum. „Iðkendur hjá Þrótti þakka Nesbúeggjum vel fyrir styrkinn,“ segir í tilkynningu frá Þrótti Vogum.
Available are positions in inside preparations of our vehicles on a temporary basis, until the end of October 2019. Hiring standards: Driver’s license is necessary; experience of cleaning is a plus. Minimum age is 17 years.
VEHICLE REPAIR:
We have an open position in vehicle repairing, great oportunity for people with interest in vehicle maintenance. Hiring standards: Experience of vehicle repairs and/or carpentry is a great plus. Minimum age is 25 years.
Please send your CV with picture to: iceland@mcrent.is. Applications will be received until 15.4.2019. For further information please send us an e-mail to: iceland@mcrent.is.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
MCRENT ICELAND, HÚSBÍLALEIGA, AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Í EFTIRFARANDI STÖRF.
frábæra starf og það er okkur sönn ánægja að leggja okkar af mörkum,“ sagði Grímur. Eiríkur Leifsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur, þakkaði fyrir stuðninginn er hann tók við styrknum fyrir hönd UMFG. „Við höfum séð með eigin augum hversu góð áhrif íþróttir hafa á unga fólkið okkar. Þær stuðla meðal annars að góðri líðan, jákvæðari líkamsímynd, betri námsárangri svo ekki sé talað um forvarnargildi þeirra. Íþróttalíf blómstrar ekki af sjálfu sér og þurfa góðir bakhjarlar að vera til staðar. Við þökkum stjórnendum Bláa lónsins fyrir áratuga stuðning við íþróttalíf á svæðinu,“ sagði Eiríkur.
SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu Stúdíóíbúð í Vogunum Nýuppgerð, falleg íbúð. Nánari upplýsingar í síma: 8916768
Alexander Jónsson
Aron Fannar Kristínarson
Ásta Kamilla Sigurðardóttir
Birna Hilmarsdóttir
Daníel Patrick Riley
Diljá Rún Ívarsdóttir
Elísabet Jóhannesdóttir
Eva Margrét Falsdóttir
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Fannar Snævar Hauksson
Flosi Ómarsson
Gabríel Ari Tryggvason
Guðný Birna Falsdóttir
Gunnhildur Björg Baldursdóttir
Hafdís Eva Pálsdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Jóhanna Arna Gunnarsdóttir
Karen Mist Arngeirsdóttir
Kári Snær Halldórsson
Katla María Brynjarsdóttir
Kristófer Sigurðsson
Már Gunnarsson
Rebekka Marín Arngeirsdóttir
Sólveig María Baldursdóttir
Stefán Elías Davíðsson
Sylwia Sienkiewicz
Thelma Lind Einarsdóttir
Þórdís María Aðalsteinsdóttir
Þröstur Bjarnason
Jón Ólafsson þjálfari
VIÐ ÓSKUM SUNDFÓLKI ÍRB VELFARNAÐAR Á ÍM50
Steindór Gunnarsson þjálfari
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Bílnet // EH smíði ehf // Fraktferðir // Happi // Hekla hf. // Hjallastefnan // H-nál saumastofa. // HUG-verktakar // Ísfoss K. Steinarsson ehf // Kjölur byggingafélag // K-sport // Lögbýli Eignamiðlun // M2 Fasteignasalan // Nallarinn slf // Rörvirki Saltver ehf // Sparri // Summus ehf. // Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur // Tannlæknastofa Sæmundar Pálssonar Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 // Tjarnartorg ehf // Toyota Reykjanesbæ // UNGO
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í ráðherratíð minni var að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla sem unnu að margvíslegum verkefnum, brunnu fyrir hugsjóninni og lögðu allt í sölurnar til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Ég, sem hef aldrei byggt upp fyrirtæki, hreinlega dáist að fólki sem hugsar stórt og lætur drauma sína rætast, sér tækifæri í því sem aðrir sjá ekki og framkvæmir. Krafturinn, kappið og þrautseigjan ótrúleg og endalausar hindranir tæklaðar. En stundum ber kappið forsjána yfirliði og verkefni ganga ekki upp. Saga frumkvöðla og framfara í heiminum öllum er vörðuð af tilraunum sem mistókust og áætlunum sem hefur þurft að endurmeta. Og í því er mikil fegurð fólgin. Að geta lært af mistökum og gert betur. Þannig og einungis þannig verða framfarir. Ég minnist þess að hafa rætt við frumkvöðla sem voru að leita fjármögnunar bæði hér á landi og í útlöndum. Þeir voru komnir af stað aftur, eftir að hafa byggt upp fyrirtæki sem hafði ekki gengið. Í stað þess að leggja árar í bát, nýttu þeir reynsluna og lærðu af mistökunum, stofnuðu annað fyrirtæki sem fór vel af stað. Þegar kom
að næsta stigi fjármögnunar fengu frumkvöðlarnir alls staðar neitun frá íslenskum fjármálastofnunum, neitun vegna þess að þeir höfðu mistök á ferilskránni. Viðmótið reyndist annað þegar út í hinn stóra heim var komið. Þar kynntu þeir áformin, og einmitt vegna þess að þeir höfðu farið í gegnum þann lærdóm að mistakast þóttu þeir mun vænlegri fjárfestingarkostur en ella. Mistök, eins erfið og þau geta verið, eru nefnilega vanmetin, alla vega þegar menn viðurkenna þau, draga af þeim lærdóm og standa saman að úrbótum. Það er tómlegt á flughlöðunum í Keflavík án fjólubláu vélanna og stemningarinnar sem WOW bar með sér um allt íslenskt samfélag. Ég er óendanlega sorgmædd yfir þessum málalokum og finn virkilega til með stofnendum og starfsfólki félagsins sem börðust eins og ljón fram á síðustu mínútu, sem og öllum hinum sem horfa upp á atvinnumissi. Til skamms tíma er líka tilefni til að hafa áhyggjur fyrir hönd neytenda okkar, sem og áhrifum á samfélagið hér á Suðurnesjum. Það er hægt að hafa allar skoðanir á því hvernig þetta gat gerst, sannarlega
LOKAORÐ
Mistök og framfarir
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Þeir eru ekkert að fokka við þessa fjölgun í Grindavík ...
Ragnheiðar Elínar voru mistök gerð og Skúli Mogensen stofnandi WOW var fyrsti maðurinn til þess að viðurkenna það. Ég held samt að þrátt fyrir allt hafi þetta litla litríka flugfélag haft meiri jákvæð áhrif á íslenskt samfélag en við getum ímyndað okkur akkúrat í dag og ef okkur ber gæfa til að draga lærdóm af mistökunum hafi þetta ekki verið unnið fyrir gýg. Það mun taka tíma að vinna úr þessu áfalli en sem betur fer eru undirstöðurnar traustar. Lærdómurinn fyrir okkur Suðurnesjamenn er ekki síst sá að við þurfum að fjölga stoðunum og gæta þess að setja ekki öll eggin í eina körfu. Við sáum það þegar herinn fór og við sjáum það aftur núna. Stöldrum við, stöndum saman og nýtum tækifærin.
Grindvíkingar orðnir fleiri en íbúar Suðurnesjabæjar – Íbúafjöldi í Reykjanesbæ yfir 19.000 Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er kominn yfir 19.000 íbúa og er í dag 19.011 manns. Bæjarbúum hefur fjölgað um 129 einstaklinga frá 1. desember, eða um 0,7% Grindvíkingum hefur fjölgað um 94 frá því í desember og eru Grindvíkingar í dag samtals 3.491 talsins. Grindvíkingum hefur fjölgað um 2,8% á tímabilinu og eru þeir í dag orðnir fleiri en íbúar Suðurnesjabæjar. Aðeins vantar níu manns til að íbúatalan komist í 3.500 manns. Íbúum Suðurnesjabæjar hefur fækkað um tíu frá því í desember
og eru í dag 3.472. Það gerir 0,3% fækkun íbúa. Munar nítján manns á Grindavíkurbæ og Suðurnesjabæ. Þá eru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum 1.287 í dag en voru einum fleiri í desember. Fækkunin er upp á 0,1%. Reykjanesbær heldur ennþá forskoti á Akureyrarbæ. Þar eru íbúar í dag 18.959 og því eru Reykjanesbæingar 52 fleiri en Akureyringar.
FJÖLBREYTTIR MATARPAKKAR:
LKL, KLASSÍSKIR & VEGAN RÉTTIR FRÍ HEIMSENDING Í REYKJANESBÆ
EINNTVEIR.IS