Skemmtilegt framtíðarverkefni Fyrstu þríburarnir á Suðurnesjum í tæp tuttugu ár. Litla fjölskylda Hönnu Bjarkar Hilmarsdóttur og Arnars Long tvöfaldaðist eftir þríburafæðingu 1. apríl 2021
>> Sjá miðopnu
Fimmtudagur 8. apríl 2021 // 14. tbl. // 42. árg.
Sprotasjóður styrkir fjóra skóla á Suðurnesjum Fjórir skólar á Suðurnesjum fá styrk úr Sprotasjóði að þessu sinni. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Skólarnir eru Akurskóli, Gerðaskóli, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. „Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarlegur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra, á vef stjórnarráðsins.
VÍKURFRÉTTAMYND: JÓN HILMARSSON
Yfir 200 manns atvinnulausir í 30 mánuði n „Þurfum að taka höndum saman og vinna þetta í sameiningu,“ sagði Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks.
„Í ljósi þessa mikla atvinnuleysis hér á svæðinu er mjög mikilvægt að bregðast áfram við því eftir því sem við best getum. Það eru rúmlega 200 manns að fullnýta sinn bótarétt á árinu hjá VMST sem eru 30 mánuðir og ég hugsa til þessa fólks með tilliti til framfærslu. Mun það leita til sveitarfélagsins og fá þá helmingi lægri framfærslu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólki líður
eftir svona langtímaatvinnuleysi,“ sagði Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í vikunni. Díana segir að hluti af þessu fólki sé að velkjast um í röngu kerfi og skoða þurfi betur hvar þessir einstaklingar séu staddir andlega, félagslega og fjárhagslega og vinna út frá því. „Mér finnst ótrúlegt ef einstaklingur sem hefur verið án atvinnu og mögulega óvirkur í 30 mánuði sé í stakk búinn að fara beint í
100% atvinnu. Stjórnvöld hafa farið af stað með verkefnið „Hefjum störf“ sem er fyrir einstaklinga sem búa við langtímaatvinnuleysi og markmiðið er að skapa 7.000 störf um land allt.“ Í máli hennar kom fram að námsmannaúrræði væru aftur á dagskrá með styrk frá stjórnvöldum eins og var gert í fyrra. Þau væru mikilvæg og nauðsynleg. „Eins og ég hef nefnt áður þá er formúlan til, við höfum gert þetta, nýtum okkur reynsluna
GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ!
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Plómur
-20%
-25%
Nautalund frosin Þýsk
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
3.199
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
síðan í fyrra. Ég efast ekki um að námsmenn eru orðnir óþreyjufullir eftir svörum hvort þeir fái starf í sumar. Ég get talað fyrir mig sem forstöðumaður einingar innan bæjarins að ég get klárlega nýtt mér bæði námsmannaúrræði sem og Hefjum störf. Við þurfum að taka höndum saman og vinna þetta í sameiningu. Ég hvet atvinnurekendur til að kynna sér þetta og sjá hvort þeir geti ekki tekið þátt í atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu okkar með því að nýta sér þessi úrræði,“ sagði Díana.
ÁÐUR: 3.999 KR/KG
KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
Heilsuvara vikunnar!
249
KR/KG ÁÐUR: 498 KR/KG
-50%
Now Vitamin D-3 1000 töflur
1.169
KR/STK ÁÐUR: 1.559 KR/STK Tilboðin gilda 8.— 11. apríl
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM