GLEÐILEGA PÁSKA!
Sigurrós Antonsdóttir
Valdimar söng til pottverja
Gleðilega páska!
Hjá
Fjölmargir mættu í sund og heitu pottana þegar Mottumars og Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar buðu í Vatnaveröld 30. mars. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. „Ekki humma fram af þér heilsuna“ voru einkunnarorðin að þessu sinni. Valdimar mætti með röddina og undirleikara og söng nokkur lög sem gestir nutu í heitu pottunum. Lýðheilsuráðsfólk skellti í vöfflur og seldi til styrktar Mottumars auk þess sem boðið var upp á fleira í tilefni þessa árlega átaks.Ráðgjafi frá Krabbameinsfélaginu var á staðnum með ýmiskonar fræðslu og leiðbeiningar fyrir gesti. Þá mættu nokkrir íbúar Reykjanesbæjar og sögðu frá sinni reynslu sinni í baráttu við krabbamein.
Sterk staða HS Veitna
HS Veitur skiluðu 806 milljóna króna hagnaði á árinu 2022 en aðalfundur félagsins fór fram nýlega. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og horfur góðar að því er kemur fram í frétt frá HS Veitum.
Hagnaður 2022 var örlítið minni en árið á undan en heildarhagnaður 2022 nam rétt rúmum 2 milljörðum króna að teknu tilliti
til endurmats fastafjármuna upp á 1.600 millj. kr. Hagnaður fyrir fjár magnsliði (Ebita) var 3,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall er 44,5%. Þá
var veltufjárhlutfall 1,61% 31. desember 2022 sem er aðeins hærra á
Fagna breytingu á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem er til umsagnar inn á samráðsgátt stjórnvalda, er fagnað af bæjarráði Reykjanesbæjar sem lagt hefur fram bókun um málið.
Bæjarráð Reykjanesbæjar bókaði
eftirfarandi: „Unnið hefur verið um nokkurt skeið að endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með það að markmiði að bæta gæði jöfnunar og auka gagnsæi með einfaldari útreikningum og aðlögun að sveitarfélagagerðum í dag. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar ásamt skýrslu um vinnuna og þær forsendur sem lágu til grundvallar breytingartillögunum.
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar þessari breytingu á regluverkinu og telur að þær stuðli að sanngjarnari og einfaldari útreikningi á jöfnunarframlögum.“
Undir bókunina rita þau Friðjón Einarsson (S), Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).
Vogamenn vilja fund með Linde Gas um framtíðaráform
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins
Voga gerir enga athugasemd við skrifstofueiningar og gám fyrir mótorræsir á lóð Linde Gas ehf. við Heiðarholt 5 í Vogum og vísar því til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Fyrirtækið hafði áður óskað eftir byggingaráformum sem voru ekki öll innan byggingarreits. Um er að ræða 4 20 feta skrifstofugáma. Jafnframt er sótt um byggingarleyfi fyrir 20 feta gám fyrir mótorræsir. Nefndin tekur undir með bæjarstjórn að fyrir þarf að liggja frekari ásýnd svæðisins og hljóðvist. Skipulagsnefndir óskar því eftir að
Heilbrigðisvandinn hvergi stærri
Samfylkingin fundaði um heilbrigðismál á Suðurnesjum.
fá aðila Linde Gas á fund nefndarinnar til að kynna framtíðaráform og áhrif þeirra á svæðið.
Fundu lík í fjöruborði
Tilkynnt var um líkfund til lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudag. Líkið fannst í fjöruborði við Fitjabraut í Njarðvík.
Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar.
„Ég tel mjög mikilvægt að gefa svona kost á mér, að gefa almenningi víðs vegar um landið tækifæri á að hitta mig og kynnast því fyrir hvað ég stend. Ég þóttist alveg vita hvað aðalumræðuefnið yrði hér á Suðurnesjunum því þótt vandinn sé víða mikill, þá er hann líklega hvergi stærri en hér á þessu svæði,“ segir Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hélt þrjá opna fundi um heilbrigðismál á Suðurnesjum í síðustu viku, í Reykjanes- og Suðurnesjabæ á mánudaginn og í Grindavík á þriðjudag. Nýr formaður flokksins, Kristrún Mjöll Frostadóttir, var að sjálfsögðu með í för en ástæða heimsóknarinnar var að heyra rödd Suðurnesjafólks um það sem helst brennur á þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er liður í nýju málefnastarfi flokksins og fyrsta skrefið í því er að Kristrún hefur boðað til hátt í 40 opinna funda um heilbrigðismál um land allt.
Kristrún fékk grun sinn um vanda heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum staðfestan. „Að stórt sveitarfélag eins og Suðurnesjabær sé ekki með heilsugæslu segir kannski allt sem segja þarf. Alls staðar kvað við sama tón á fundum okkar um Suðurnesin, fólki finnst slæmt að vera ekki með sinn heimilislækni, fólki finnst vont að lenda bara hjá einhverjum lækni þegar leita þarf eftir læknisþjónustu.
Ég var spurð að því á þessum fundum, hvernig við hjá Samfylkingunni myndum laga þessa stöðu og svarið er í raun einfalt í mínum huga: Við erum auðvitað
með sýn á hvernig við viljum sjá heilbrigðisþjónustu á Íslandi en stór ástæða þess að við erum að fara í þessar heimsóknir út á land, er að átta okkur á stöðunni og forgangsraða út frá því. Ég held að fólk sé orðið þreytt á loforðum stjórnmálamanna. Ég vil ekki lofa upp í ermina á mér og geta ekki staðið við loforðin, það mun taka langan tíma að laga þetta en þá er mikilvægt að átta sig á hvar þörfin er brýnust, hvað þarf fyrst að laga? Byrja á því, svo að ráðast á næsta verkefni og koll af kolli,“ segir Kristrún.
Einkarekstur á villigötum?
Umræðan um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu skýtur oft upp kollinum en hugsanlega átta ekki allir sig á því um hvað hún snýst. „Ég er í grunninn ekki á móti einkarekstri í heilbrigðisþjónustu en fólk verður bara að átta sig á að það þýðir líka útgjöld fyrir ríkið. Sumir virðast halda að einkarekstur þýði að ríkið borgi ekki neitt og allt lendi á einstaklingnum en það er ekki svo. Þetta getur kallað á sömu útgjöld úr ríkissjóði en ef viðkomandi læknir rukkar einstaklinginn
66% af safnkosti Listasafns
Reykjanesbæjar tengd Suðurnesjum
Í byrjun árs 2023 var ákveðið að gera rannsókn á safnkosti Listasafns Reykjanesbæjar og þar spurt hver eru tengsl verka í safnkosti við Suðurnesin?
Þann 30. janúar samanstóð safneign Listasafnsins af 1562 verkum. Af þeim voru: 1031 verk eftir listamann sem var fæddur, uppalinn, ættaður eða íbúi á Suðurnesjum, eða 66% af safnkosti. Átján verk voru gefin af íbúa á Suðurnesjum, en verkin tengdust
svæðinu ekki, eða 1,15% af safnkosti. Þá voru 83 verk tengd Suðurnesjum í gegnum efnistök eða tengsl listamanns við svæðið, eða 5,31%.
í gegnum grindverk á skólalóð
Ökumaður virðist hafa misst stjórn á jeppabifreið með þeim afleiðingum að hún fór í gegnum grindverk á skólalóð Heiðarskóla í Keflavík. Atvikið átti sér stað síðasta föstudag. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um atvikið en börn á skólalóðinni sögðu að ökumaðurinn hafi hlaupið á brott. Lögregla var kölluð til og einnig dráttarbíll en talsverða lagni þurfti til að ná jeppanum ofan af steyptri undirstöðu girðingarinnar.
meira getur hann borgað sig fram fyrir röðina. Og þá erum við komin með tvöfalt kerfi. Viljum við það? Nei, ég trúi ekki að nokkur stjórnmálaflokkur vilji slíkt. Ég trúi að innst inn sé jafnaðartaug í okkur öllum.“
Atvinnumálin í haust
Kristrún stefnir á aðra heimsókn á Suðurnesin í haust. „Ég veit auðvitað eitthvað um það helsta sem er í gangi á Suðurnesjunum, án þess að vera búin að setja mig inn í allt. Við erum auðvitað með þingmenn hér á svæðinu og þau eru vel inni í þessu en ég mun aldrei vilja stunda þannig pólitík að ég þykist vita allt um allt og lofa öllum öllu. Þannig vinn ég ekki. En aðaláherslan núna er heilbrigðismálin. Við stefnum á aðra heimsókn í haust og þá verða atvinnumálin í brennidepli,“ sagði Kristrún að lokum.
Áfram á vf.is
Tímamót urðu þegar sjónvarpsstöðin Hringbraut hætti starfsemi síðasta föstudag. Stöðin hefur verið heimili Suðurnesjamagasíns Víkurfrétta frá árinu 2016, þar sem þátturinn hefur verið vikulega á dagskrá. Þrátt fyrir lokun stöðvarinnar mun Suðurnesjamagasín áfram koma út og verður áfram á vef Víkurfrétta, vf.is, eins og verið hefur síðasta áratuginn.
Suðurnesjamagasín er á meðal eldri sjónvarpsþátta á Íslandi og hefur verið á dagskrá ÍNN og síðar Hringbrautar í tíu ár. Þættirnir eru orðnir 438 talsins og þá má nálgast þá alla á efnisveitunni Youtube, ásamt stökum innslögum úr hverjum þætti. Þar er einnig að finna þættina Suður með sjó, sem Víkurfréttir hafa framleitt.
Lokun Hringbrautar er óvænt og framundan er því það verkefni hjá okkur á Víkurfréttum að finna Suðurnesjamagasíni nýjan farveg til viðbótar því að vera á vef Víkurfrétta. Það verður því enginn þáttur í næstu viku en við tökum upp þráðinn að nýju eftir páska með nýjum þætti af Suðurnesjamagasíni.
Velkomin á Aðaltorg!
Verslun og þjónusta eflist til framtíðar
Þökkum Reykjanes Optikk fyrir traustið
Ný gleraugnaverslun við Aðaltorg í Reykjanesbæ hefur fengið glimrandi móttökur
Úr frétt Víkurfrétta 23. ágúst 2022:
„Ég er hrærð yfir því hvað móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Það er frábært þegar maður er að hefja fyrirtækjarekstur og ég vil þakka Suðurnesjamönnum sérstaklega fyrir það,“ segir Jóna Birna Ragnarsdóttir, sjóntækjafræðingur, en hún opnaði Reykjanes Optikk
9. júní 2022 í húsakynnum Courtyard By Marriott við Aðaltorg í Reykjanesbæ.
„Þetta var nú frekar óvænt að ég ákvað að skella mér út í djúpu laugina og vildi svo skemmtilega til að þetta var á stórum tímamótum því í sömu viku og ég opnaði voru liðin tuttugu ár frá því ég lauk námi í Noregi,“ segir Jóna sem er Keflvíkingur í húð og hár. Foreldrar hennar, Ásdís og Ragnar, voru umsvifamikil í rekstri á árum áður en þau ráku Ragnarsbakarí til áratuga sem margir muna eftir.
Við trúum á framtíð Suðurnesja
Ljósanótt 31. ágúst til 3. september
Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2023 er hafinn og fer hátíðin fram dagana 31. ágúst til 3. september 2023.
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur alla hagsmunaaðila til að taka höndum saman um að skapa frábæra
Ljósanótt 2023. Allir sem luma á góðum hugmyndum eða hafa áhuga á að leggja hátíðinni lið með fjölbreyttum hætti eru hvattir til að setja sig í samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum Suðurnesjabæjar
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að vinnsla fjárhagsáætlunar verði samkvæmt því ferli sem lagt er til í minnisblaði frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um fjárhagsleg markmið og vinnslu fjárhagsáætlunar 2024-2027. Þá var samþykkt samhljóða eftirfarandi megin markmið við vinnslu fjárhagsáætlunar 2024:
Megin markmið verði að standast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%.
Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári á næstu árum til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára.
Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum
Opnar lúxusheilsulind
KEF Spa & Fitness
þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera.
Gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags.
Ráðhús undir eitt þak?
Minnisblað frá framkvæmdastjórn með tillögu varðandi húsnæðismál var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Bæjarráð hefur samþykkt samhljóða að fela framkvæmdastjórn að skila bæjarráði tillögu um húsnæðismál sviða Suðurnesjabæjar sem miði að því að starfsemi sviðanna verði í einu ráðhúsi Suðurnesjabæjar.
–
Milljarða uppbygging í og við
Hótel Keflavík á næstu árum
„Hótel Keflavík opnar lúxusheilsulind KEF Spa & Fitness í september. Framkvæmdir eru komnar á fullt og stækkunarmöguleikar eru nær endalausir,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi af Hótel Keflavík.
„Okkar markmið er að skapa alvöru upplifunarsvæði í miðbænum, bæði í, við og í kringum Hótel Keflavík, og fjölga herbergjum verulega á næstu árum. Við vitum af reynslu að ferðamenn vilja vera þar sem lífið er og því þarf að auka gistirými hér á þessu svæði frekar en við flugvöllinn eða fjær miðbænum. Vatnsnesið er því góður kostur og þangað viljum við ná ferðamönnum,“ segir Steinþór.
Vogar uppfylla ekki öll skilyrði eftirlitsnefndar
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta. Áætluð rekstrarniðurstaða er neikvæð og framlegð undir lágmarksviðmiði.
Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHELM SIGMARSSON Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi fimmtudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. apríl klukkan 13.
Kristjana S. Vilhelmsdóttir Anton Kristinsson
Sigmar V. Vilhelmsson
Bergþóra Vilhelmsdóttir Baldvin Gunnarsson
Sigrún Vilhelmsdóttir Georg Georgsson barnabörn og barnabarnabörn.
„Stækkunin gæti orðið risaverkefni og kemur í beinu framhaldi af stækkun KEF Restaurant, endurnýjun herbergja og almenningsrýmis og tengist okkar tíu ára framkvæmdaskipulagi fyrir allt Vatnsnesið og nágrenni. Gæfa okkar frá upphafi hefur verið að fylgja ávallt skýrri framtíðarsýn og útvíkka starfsemi okkar skref fyrir skref. Ekkert eitt svæði á Reykjanesi á eins mikla framtíðarmöguleika og Vatnsnesið okkar en við erum auðvitað meðvituð um að það er heildin á Reykjanesi og frábær staðsetning sem gerir þetta spennandi. Við erum einfaldlega best staðsett á svæðinu og því auðveldara og hagkvæmara að vinna út frá því.“
komu og umhverfi Vatnsnesshússins. Við viljum halda áfram á þeirri braut sem við settum okkur
í miðju Covid, að halda áfram og gera betur,“ segir Steinþór.
Í viðræðum við Sporthúsið um VIP-líkamsrækt
„Við erum meðal annars í dag í viðræðum við eigendur Sporthúsins um að skoða möguleika á opna sameiginlega VIP-aðstöðu í líkamsrækt tengt heilsulindinni.
KEF Spa & Fitness by Sporthusid væri skemmtileg framtíðarsýn en við viljum samstarf við heimamenn framar öllu öðru því hér er mannauðurinn og hjá heimamönnum slær hjartað fyrir okkar samfélag. Ljóst er að við ætlum okkur að bjóða aðeins upp á það besta, þannig að Technogym líkamsræktartæki koma helst til greina en nánast öll fínni hótel heims bjóða upp á slík tæki í sinni líkamsræktaraðstöðu.“
Milljarða uppbygging á næstu árum
Málið var tekið fyrir í bæjarráði Voga á dögunum sem afgreiddi það með því að vísa framlögðu bréfi til kynningar í bæjarstjórn.
Áratuga reynsla Sjónmælingar
Góð þjónusta Linsumælingar
Falleg vara Sjónþjálfun
Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
Næsta skref í þessari vegferð Hótels Keflavíkur er að opna KEF Spa & Fitness og er stefnan sett á glæsilega heilsulind og líkamsræktarstöð, skapa sannkallað heilsuhótel. Unnið er með fyrirtækinu Sauna ehf. en það hefur komið að tugum verkefna hér á landi, s.s. Bláa lónið, Íslandshótel, Beryaja hótel, Skógarböðin, Fontana o.fl. Páll Kristjánsson hjá Sauna ehf. segir margar spennandi nýjungar verða í nýju heilsuræktinni, t.d. heitur pottur þar sem hægt er að taka nokkur sundtök. Stærsti Infra-klefi landsins er í pakkanum en vinsældir Infra-tækninnar hafa stóraukist hér á landi að undanförnu. Að lokum nefnir Páll að fyrsti snjóklefi landsins verði settur upp í KEF Spa & Fitness en slíka klefa er aðeins hægt að finna á nokkrum af bestu hótelum í Evrópu. „Við byggjum auðvitað á 37 ára sögu en endurnýjun herbergja og almenns rýmis sem nú er að ljúka hefur gengið vonum framar. Framkvæmdir við lagnavinnu fyrir KEF Spa & Fitness eru hafnar og þegar heilsulindin opnar verður skrefið tekið á næsta nágrenni með að -
Steinþór segir upphafið að nýrri framtíðarsýn vera þegar fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, Diamond Suites, opnaði í Keflavík árið 2016. Árið 2020, í miðju Covid, var tekin ákvörðun um að snúa vörn í sókn með að opna KEF Restaurant og öll upplifunarsvæði í kringum það. „Það sem stendur upp úr hjá okkur er jákvæðni bæjarbúa sem hafa sótt staðinn vel og eru nýjar hugmyndir um heilsulind teknar með þarfir og væntingar þeirra í huga. Undirbúningsvinna er nú hafin við okkar framtíðaráform að finna leiðir til að rúmlega tvöfalda gistirými úr 70 herbergjum í allt að 170 herbergi og stækka fimm stjörnu Diamond Suites enn frekar í þeirri vegferð.“
Að sögn Steinþórs hafa árin eftir Covid verið bæði mjög skemmtileg og spennandi enda hótelið komið á þann stað sem þeim Hildi, konu hans, hafi aldrei órað fyrir í upphafi. Áherslurnar núna eru upplifun og gæði og nýjar hugmyndir.
Þau sjá fyrir sér að Básvegurinn verði ferðamannaperla og við ströndina komi alvöru náttúruböð sem hafa fengið vinnuheitið „KEF Lagoon“ í hugmyndavinnunni.
Böðin yrðu þá umkringd náttúrulegum klöppum og steinum sem eru þegar til staðar á svæðinu og útsýnið yfir upplýst Bergið og Faxaflóann eitthvað sem fáir geta keppt við.
„Þetta gæti verið lokapunkturinn
í þessum áfanga, eða þangað til næsta hugmynd vaknar, því við erum enn ung og spennt fyrir jákvæðri uppbyggingu á svæðinu,“ segir Steinþór.
Forvarnardagur ungra ökumanna í Reykjanesbæ var haldinn 7. mars. Þátttakendur í deginum voru rúmlega 130 talsins. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sagði frá Forvarnardegi ungra ökumanna sem haldinn var í Fjörheimum/88 húsinu á fundi Samtakahópsins í Reykjanesbæ. Forvarnardagurinn er haldinn í samstarfi við Reykjanesbæ, Lögregluna á Suðurnesjum, Brunavarnir Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðina.
Þátttakendur forvarnardagsins fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Einnig fengu nemendur að heyra reynslusögu ungrar stúlku sem lenti í alvarlegu umferðarslysi árið 2010.
Markmið forvarnardagsins er að vekja unga ökumenn til umhugsunar um ábyrgðina sem fylgir því að vera ökumaður, fækka slysum og auka öryggi í umferðinni.
Forvarnardagur ungra ökumanna var fyrst haldinn árið 2004 í kjölfar banaslysa ungra ökumanna og hefur verið haldinn árlega síðan. Verkefnið hefur vakið athygli í fleiri landshlutum á Íslandi.
Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!
Um 130 þátttakendur á forvarnadegi ungra ökumannaTeikning af heilsulind hótelsins sem framkævmdireru hafnar við.
Allt fyrir páskana!
Grísakótilettur, með kryddsmjöri 40%
1.499kr/kg
2.498 kr/kg
Skannaðu kóðann til að skoða páskaopnun
Tilboð gilda 5.–10. apríl Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.Elstu menn muna ekki
annað eins fiskirí
Benni Sæm þurfti að forðast þann gula og var að reyna við kola.
Vertíðarbátarnir á SV-horni landsins liggja flestir við höfn þessa dagana þar sem hrygningarstoppið er í gangi og verður til 21. apríl. Litla stoppið svokallaða, hófst 1. apríl en þá mega bátar ekki veiða innan þriggja sjómílna. 12. apríl hefst svo stóra stoppið, þá mega bátar ekki veiða innan tólf sjómílna. Þriðjudaginn 28. apríl kom snurvoðabáturinn Benni Sæm í land í Sandgerði en það er Nesfiskur í Suðurnesjabæ sem gerir bátinn út. Þetta var síðasti róður Benna fyrir stopp svo mannskapurinn var í góðu stuði. Skipstjórinn heitir Halldór Kr. Valdimarsson og hefur verið á snurvoð í rúm þrjátíu ár.
Halldór sagðist ekki muna annað eins fiskirí eins og verið hefur í vetur. „Við vorum með tíu tonn í dag, uppistaðan koli.
Við erum að reyna forðast þorskinn því kvótastaðan er þannig. Ég hefði getað fyllt bátinn nokkrum sinnum ef ég hefði mátt veiða þorsk, ég man ekki eftir öðru eins fiskeríi og í vetur. Það var mjög gott í fyrra en vertíðin í ár hefur verið enn betri. Veiðin hófst í nóvember má segja, þá var nóg af fiski inni í Flóa og svo er hann bara hér rétt utan við Garðskaga. Ég þarf ekki að fara nema tæpan klukkutíma frá Sandgerði og þegar hefur gefið á sjóinn er alltaf mok. Það gerði brælu um daginn en frá og með miðjum febrúar hefur meira og minna verið
Bílaviðgerðir Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
hægt að róa og alltaf fiskirí, hverju hægt er að þakka skal ég ekki segja til um, líklega bara gott fiskveiðistjórnunarkerfi.“
Kokkurinn getur opnað niðursuðudós
Halldór lýsti hvernig dagurinn gekk fyrir sig. „Við mættum kl. sex, tveir skipverja búa í bænum og höfðu komið kvöldinu áður og sváfu um borð. Það kemur bíll frá Nesfiski og sækir okkur hina, þrír búa í Reykjanesbæ og sjálfur bý ég í Garði. Þegar búið er að ýta á takkann á kaffivélinni er sleppt og við sigldum tæpan klukkutíma áður en við köstuðum snurvoðinni. Venjulega erum við að toga í einn og hálfan tíma og þá er híft, gengið frá aflanum og svo koll af kolli. Við tókum sex höl þennan dag en þessi veiðiskapur er háður dagsbirtunni. Yfir dimmustu mánuðina getum við kannski bara híft þrisvar til fjórum sinnum. Við reynum að miða hádegismatinn við sjálft hádegið en við látum það svo sem ekki ganga fyrir, veiðarnar eru auðvitað í forgangi.“
Við spurðum Halldór út í kokkinn, hvort hann væri fínn eða hvort hann gæti varlað opnað niðursuðudós. „Kokkurinn er mjög góður, getur hent í góðan lambahrygg eða aðra veislu en í dag átti einn skipverja afmæli, þá er regla hjá okkur að boðið er upp á pylsur.
Rétturinn
Ljú engur
heimilismatur
í hádeginu Opið: 11-13:30
alla virk a daga
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
HEYRN.IS
Jóhann
Áhöfnin. Frá vinstri: Magnús Kristján Guðmundsson,
Svona gengur svo dagurinn fyrir sig, við erum venjulega seinni partinn í landi aftur en það getur auðvitað teygst eins og núna, við renndum í höfn um sjöleytið,“ sagði Halldór.
Kolinn í Miðnes
Eins og áður kom fram gerir Nesfiskur Benna Sæm út. Fyrirtækið er með mest af starfseminni í Garði, þangað fer t.d. allur þorskurinn en Miðnes, dótturfyrirtæki Nesfisks, tekur kolann. Það er Elfar Borgþórsson sem stýrir Miðnesi, hann fór yfir vinnsluferlið á kolanum og hvert hann fer. „Við tökum allan kolann
af bátunum en mest er þetta skarkoli eða rauðspretta eins og fiskurinn er oftast kallaður. Svo er eitthvað af öðrum kolategundum en við tökum flestar af þessum aukategundum, eins og steinbít. Kolinn er að mestu leyti handflakaður, það er bara minni kolinn sem fer í
flökunarvél og svo er allur gangur á því hvort kúnninn vilji hann með roði eða án. Við erum með roðvél og svo eru flökin einfaldlega snyrt á snyrtiborðinu, þeim pakkað og langmest fer ferskt í flug. Stutt fyrir okkur að flytja afurðirnar í flug þar sem flugvöllurinn er í landi Suðurnesjabæjar. Mest af kolanum fer á Bretland og Írland, eitthvað fer til Ameríku og á meginland Evrópu,“ sagði Elfar.
ÚR VERINU
MOKVEIÐI Í MJÖG GÓÐUM MARS
Þá er mars mánuðurinn liðinn og eins og við var að búast var hann mjög góður. Veðurfarið var gott og meira að segja færabátarnir gátu róið nokkuð duglega. Mokveiði var hjá færabátunum sem réru frá Sandgerði og nefna má að Huld SH 76 var með 32 tonna afla í mars sem landað var í Sandgerði og þegar mesta mokið var hjá bátnum þá náði báturinn að landa tvisvar sama daginn samtals um fimm tonnum af fiski. Huld SH er mjög lítill bátur, aðeins um 5,5 tonn að stærð, og um 8 metrar á lengd. Stærsta löndun bátsins í mars var 3,2 tonn sem er drekkhlaðinn báturinn. Þegar að Huld SH tvílandaði var báturinn á veiðum rétt utan við innsiglinguna til Sandgerðis og ekki nema um 15 mínútur að sigla í höfn.
Aðrir færabátar sem veiddu vel voru Fagravík GK sem var með 22 tonn í 11 róðrum og mest 3,3 tonn í einni löndun. Hún var að veiðum rétt utan við Sandgerði.
Kristján SH var svo með 12,4 tonn í 7 róðrum og mest 3,1 tonn. Sella GK með 12 tonn í fimm róðrum og mest 3,6 tonn og Sigurey ÍS 46 með 12 tonn í 7 og mest 2,4 tonn, allir á veiðum rétt utan við Sandgerði.
Í Grindavík var Þórdís GK með 17 tonn í 9 róðrum og mest 2,4 tonn. Hafdalur GK með 8,5 tonn í fjórum og Grindjáni GK með 7,5 tonn í fimm.
Netabátarnir voru fáir en þeir veiddu vel. Erling KE var þeirra langhæstur með 456 tonn í 22 róðrum og mest 40 tonn í einni löndun. Grímsnes GK 184 tonn í 26 róðrum og má geta þess að bæði Erling KE og Grímsnes GK voru báðir með netin sín að hluta til í mars rétt utan við Kjalarnes, og inn í Hvalfirði og landaði þá Erling KE í Reykjavík. Maron GK var með 124 tonn í 24 róðrum
og Halldór Afi GK 56 tonn í 15 róðrum.
Hjá dragnótabátunum var mars einnig mjög góður og aflahæstur var Sigurfari GK með 214 tonn í 15 róðrum og má bæta við að báturinn varð þriðji hæsti dragnótabáturinn á landinu í mars. Benni Sæm GK var með 180 tonn í 14 og mest 23,6 tonn. Maggý VE 169 tonn í 14 og mest 19,6 tonn.
Aðalbjörg RE 109 tonn í 15 og mest 13,8 tonn og Siggi Bjarna GK 80 tonn í 4 róðrum.
Línuveiðar voru mjög góðar og stóru línubátarnir mokveiddu. Sighvatur GK gerði sér lítið fyrir og var með 692 tonn í fimm róðrum og mest 149 tonn í einni löndun. Páll Jónsson GK með 576 tonn í fjórum róðrum og mest 170 tonn. Þessi 170 tonna löndun bátsins er ein stærsta löndun línubáts á landinu miðað við ferskan fisk. Valdimar GK var með 516 tonn í sjö og mest 110 tonn.
Af minni bátunum, og byrjum
á heimabátunum, var Auður Vésteins SU með 238 tonn í 19 róðrum, mestu landað í Grindavík og smá í Sandgerði. Gísli Súrsson GK með 211 tonn í 19 róðrum og mest 19 tonn. Sævík GK með 148 tonn í 13 og mest 19 tonn. Óli á Stað GK með 119 tonn í sautján
róðrum. Margrét GK var með 101 tonn í 10 róðrum, landað í Sandgerði. Daðey GK með 98 tonn í þrettán, Geirfugl GK með 91 tonn í fjórtán og Vésteinn GK 85 tonn í átta.
Síðan eru það bátarnir sem kalla mætti utanað báta. Tryggvi Eðvarðs SH var með 104,9 tonn í sex róðrum í Grindavík og 64 tonn í fjórum róðrum í Sandgerði. Indriði Kristins BA var með 12,4 tonn í Grindavík í einni löndun og 90 tonn í sex róðrum í Sandgerði. Kristján HF var með 37,6 tonn í tveimur í Grindavík og 79 tonn í sjö róðrum í Sandgerði.
Einn bátur hóf grásleppuveiðar og var það Addi Afi GK sem var með 20,5 tonn í átta róðrum frá Sandgerði og af því var grásleppa 11,6 tonn. Addi Afi GK var með fyrstu bátum á Íslandi til þess að hefja grásleppuveiðar núna í ár. Fleiri bátar eru að gera sig klára á veiðar, t.d. Garpur RE og Ragnar Alfreðs GK. Reyndar hefði bátarnir örugglega getað veitt mun meira, því mikill fiskur var utan við Grindavík og Sandgerði og var kominn skömmtun á bátana, enda gengur hratt á kvótann í svona mokveiði og útgerðir reyna að „treina“ kvótann í það minnsta vel fram í sumar áður enn sumarfrí hefjast, en heilt yfir má segja að sjómenn séu mjög sáttir við nýliðinn mars mánuð.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.isOPIÐ ALLA PÁSKANA 24/7
Úr hárgreiðslunni í lögregluna og bæjarpólitíkina
Við vildum láta gott af okkur leiða í minningu vinkonu okkar sem hét Áslaug og hafði verið myrt tuttugu árum fyrr ...
Njarðvíkingurinn Sigurrós antonsdóttir sem fór ung út í rekstur eigin hárgreiðslustofu en venti kvæði sínu í kross og gerðist lögreglukona á miðjum aldri. Sigurrós leiddist út í bæjarpólitíkina til að láta gott af sér leiða og er formaður velferðarráðs reykjanesbæjar í dag. víkurfréttir ræddu við Sigurrósu um það sem á daga hennar hefur drifið.
Fór út í rekstur með barn á brjósti
„Sextán, sautján ára fór ég í hárgreiðslu og var eiginlega búin að ákveða þegar í grunnskóla að ég myndi opna mína eigin stofu, bekkjarsystir mín minnti mig á það og það varð að veruleika,“ segir Njarðvíkingurinn Sigurrós Antonsdóttir sem fór mjög ung út í hárgreiðslunám og kláraði meistaranám einungis 22 ára.
„Það var meistaraskóli hér í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en ég kláraði burtfararprófið frá Iðnskólanum í Hafnarfirði – og um það leyti sem ég var að klára hárgreiðsluna missti ég unnusta minn til fimm ára. Þannig að þetta var pínu harka því ég skellti mér beint í meistaraskólann í Fjölbraut og kláraði hann árið 2003.“
Að námi loknu fór Sigurrós að vinna við hárgreiðslu en fór svo út í að opna eigin stofu árið 2007, á sama tíma og hún eignast sitt fyrsta barn.
„Ég fer út í það að opna stofu eiginlega um leið og ég eignast stelpuna mína, mitt fyrsta barn. Ég og vinkona mín fórum út í þetta saman og gengum á milli heildsala til að skoða efni, tól og tæki með frumburðina okkar ennþá á brjósti.
Þetta var algjör geðveiki.“
Sigurrós segir að auk þess að stofna fyrirtæki með barn á brjósti þá opnaði hún stofuna árið 2007, korter í kreppu. „Þá fór allt að dragast saman í samfélaginu en við búnar að leggja allt undir og gera ýmsar skuldbindingar. Þannig að það var pínu sjokk.
Árið 2009 fór ég svo í kennslufræði samhliða því að reka stofuna og sá fyrir mér að fara að kenna hárgreiðslu. Mig bæði langaði að breyta til og hafa kennsluna í bakhöndinni ef eitthvað kæmi upp á. Ég kláraði kennslufræðina 2011, þá ófrísk af barni númer tvö, og er búin að vera viðloðandi kennslu í Fjölbraut síðan, verið að leysa af þegar þess þarf, en alltaf rekið stofuna líka.“
að ég ákvað að slá til og var í því í svona eitt og hálft ár að kenna hárgreiðslu. Kennslan var bara seinni partinn og þá var ég að kenna fólki sem var jafngamalt mér eða á svipuðum aldri, sem var mjög góður lærdómur en því fylgdi áskoranir. Árið 2020 var vendipunktur og ég fór að hugsa hvað maður ætti að fara að gera næst. Mér fannst ég vera búin að gera svo margt; búin að opna stofu, búin að vera með nema á stofunni, búin að vera með fólk í vinnu og mér fannst ég einhvern veginn vera búin að klára mig. Þetta var komið gott.“
Vinkona myrt
Sigurrós og vinkonur hennar ákváðu að minnast vinkonu sinnar á árinu 2020 sem hefði þá átt að verða fertug en hafði verið svipt lífi tuttugu árum fyrr. Þessi sviplegi atburður átti eftir að hafa mótandi áhrif á Sigurrósu sem hefur mikinn áhuga á ofbeldismálum gagnvart konum.
2020 var vendipunktur
„Svo kom þetta herrans ár, 2020, með Covid og þær lokanir sem því fylgi,“ segir Sigurrós og heldur áfram: „Þegar það var hægt að loka hárgreiðslustofu í sjö vikur rann upp fyrir mér að ég væri ekki svona ómissandi.“
Sigurrós segir að hún hafi viljað halda stofunni gangandi en á sama tíma var hún sífellt að keppast við að redda hinum og þessum – vildi ekki bregðast viðskiptavinunum.
og maður þurfti að hætta að vinna en það hafði svo sem verið alveg planið hjá mér. Eitthvað fannst mér námið ekki alveg eins spennandi og ég hafði búist við og ákvað í fyrrasumar að sækja um í lögreglunni.
Fyrst ætlaði ég bara að vera þar í þrjá mánuði, fara í sumarstarf eins og aðrir nemar. Mig langaði líka að kynnast hinni hliðinni á félagsmálahlutanum en svo þegar ég mæti á fyrstu vaktina varð ég eiginlega bara hissa á hvað þetta er skemmtilegt starf og gefandi. Mig langaði að fara í þannig starf að maður geti stimplað sig inn og viti ekkert hvað bíður manns í upphafi vaktar.
Sigurrós
„Þá fór ég að endurhugsa hlutina. Mér fannst ég ekki vera að skapa nóg, ekki eins og áður. Mér fannst ég alltaf vera að gera það sama, endurtaka sama hlutinn og vera einhvern veginn endalaust að hamast á hamstrahjólinu. Þó svo að vinnan væri skemmtileg, og fólkið sem ég var að vinna með, þá var þetta alltaf sama sagan. Nokkurs konar Groundhog Day.“ Henni bauðst að vera með kvöldskólann í Fjölbraut, í samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og FS við að hjálpa fólki sem hafði misst vinnuna í Covid til að komast inn í iðngreinar. „Þannig
„Við vildum láta gott af okkur leiða í minningu vinkonu okkar sem hét Áslaug og hafði verið myrt tuttugu árum fyrr. Þarna kemur ofbeldi gagnvart konu við sögu og við vildum safna pening í hennar nafni og gefa til Kvennaathvarfsins. Það gekk vel og við náðum að safna sex, sjö hundruð þúsund á stuttum tíma. Við stofnuðum bók og byrjuðum á bekkjarfélögum okkar sem lögðu inn á bókina og svo óx þetta smám saman. Ég hafði fyrst samband við foreldra hennar Áslaugar, því við erum í góðu sambandi, og spurði þau hvort ég mætti gera þessa söfnun opinbera sem þau gáfu leyfi fyrir.
Þegar maður var ungur og hún deyr þá var maður sjálfur í þessari hringiðu þegar þetta var að gerast. Við vildum safna fyrir ofbeldi gagnvart konum og gefa Kvennaathvarfinu. Þarna fór ég að hafa áhuga á ofbeldismálum og Kvennaathvarfinu, eitt leiðir af öðru og ég skráði mig í félagsráðgjöf en það tengist líka inn í pólitíkina því ég var búin að vera í barnaverndinni í átta ár og langaði að fara að vinna þar.“
Sigurrós lét slag standa og skráði sig í nám félagsráðgjöf en kláraði bara fyrsta árið. „Þetta var staðnám
Lögreglustarfið getur verið allt frá því að hlaupa á eftir fjúkandi trampólíni í júlí og lenda í útkalli vegna endurlífgunar, allt á sama degi. Þetta starf snýst um að hjálpa fólki, grunnurinn er þar. Það var ekki fyrr en um mitt sumar í fyrra að ég fór að finna að þetta væri kannski það sem ég gæti hugsað mér að starfa við. Vinkilbeygjan sem ég tók sumarið 2020, áhugi á heimilisofbeldi, hefur leitt mig hringinn og ég hef fundið mína hillu.“
Aukið heimilisofbeldi í Covid Á sama tíma og þú lokar stofunni, í miðju Covid, verður mikil aukning á heimilisofbeldi, er það ekki rétt?
„Algjörlega. Rannsóknir sýndu að því miður fóru tölurnar bara hækkandi á þessum tíma og þær eru reyndar ekki að fara niður. Þetta hefði alla vega áhrif á viðkvæma hópa í samfélaginu. Tölurnar eru bara að fara upp, eða alla vega þær tölur sem ég hef séð. Það getur líka verið að eftir að hafa opnað umræðuna um heimilisofbeldi þá sé ekki verið að stinga því jafnmikið undir stólinn eins og áður. Me Too-byltingin á örugglega sinn þátt í því líka.“
Sigurrós talar um að ofbeldi viðgangist víða í samfélaginu, það sé alls staðar og það sé þöggunin líka.
Vinkonuhópurinn við leiði Áslaugar. Hárgreiðslukonan við stofuna sína. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.isLögreglustarfið
getur verið
allt frá því að hlaupa á eftir fjúkandi trampólíni
í júlí og lenda í útkalli vegna endurlífgunar, allt á sama degi.
Þetta starf snýst um að hjálpa fólki, grunnurinn er þar ...
„Ég er ákaflega ánægð með þessa byltingu sem hefur verið í gangi þrátt fyrir að hún sé stundum, þá meina ég bara stundum, að fara út í öfgar á samfélagsmiðlum. Umræðan verður kannski til þess að dóttir mín, sem er að verða sextán ára, sé ekki að lenda í þessum „körlum“. Sem er vonandi þróun á hegðun fólks, ég vil trúa því. Auglýsingin „Mátti þetta einhverntímann?“ er t.d. alveg frábær.
Umræðan er af hinu jákvæða en má þó ekki ganga út í þær öfgar að dómstóll götunnar taki völdin. Svo má ekki gleyma því að við konur erum alltaf að tala um jafnrétti en konur geta verið alveg jafn slæmar og karlar, samt er minna talað um það – hvar er jafnréttið þar?“
Er á leið í inntökupróf
„Ég sótti um í lögregluskólann og fékk nýverið svar þess efnis að ég sé á leiðinni í inntökupróf. Það komast ekkert allir inn – maður þarf að gangast undir þrekpróf, einhverja viðtalstíma og verkefni sem maður þarf að vinna. Ef allt gengur upp þá byrja ég í haust í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri, þannig að ég þarf ekki að hætta að vinna. Sem er mjög spennandi því maður lærir rosalega mikið við það að vinna við þetta. Svo er ég mjög ánægð með hversu vel var tekið á móti manni, konu á miðjum aldri. Ég er gamla konan á vaktinni, við vorum nefnilega tvær sem byrjuðum á sömu vakt og það eru tuttugu ár á milli okkar. Það eru allir af vilja gerðir og tilbúnir að hjálpa manni, það er enn ríkari ástæða þess að mig langar að vinna áfram við lögreglustarfið.“
Það er kannski ágætt að fá fólk með reynslu úr lífinu í bland við það yngra í þetta starf. Fólk sem er aðeins sjóað og kannski ekki eins stuttur þráðurinn og hjá því yngra. „Ég sé það alveg sjálf, og það er búið að koma mér mjög á óvart, hvað ég er get verið fljót að detta inn í aðstæður sem eru erfiðar og við þurfum að takast á við í einhverjum verkefnum. Ég tala til dæmis öðruvísi til fólks en ég hefði gert þegar ég var tvítug – og fólk hlustar líka öðruvísi á okkur sem erum eldri. Auðvitað er maður í öllum verkefnum; maður er í umferðareftirliti, uppi í flugstöð, í fíkniefnamálunum eða hjálpa þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða, þannig að verkefnin eru af ýmsum toga.“
Allt þetta álag hlýtur að taka sinn toll. Hvernig er staðið að stuðningi við ykkur?
„Ef við lendum í erfiðum útköllum þá er svona félagastuðningur og viðverustundir eftir á. Þá tölum við um hlutina, hvað megi gera betur og hvernig manni líður. Þannig að félagastuðningurinn
Fólkið sem kemur hingað er að flýja stríð eða hvaðeina, það þarf að fá utanumhald. Það þarf að fá leiðsögn um hvernig íslensk menning er, hvernig vinnumenning okkar er ...
Að vilja gefa af sér Það hugarfar, að gefa af þér, hefur kannski leitt þig út í pólitíkina líka?
heldur mjög vel utan um okkur og þá höfum við aðgang að sálfræðingum einhver skipti yfir árið. Svo er nauðsynlegt að geta leitað til maka eftir stuðningi.“
Sigurrós segir að lögreglustarfið sé fjölbreytt og stundum lendi löggur í skemmtilegum verkefnum en þær lenda líka í erfiðum verkefnum eins og andláti eða sjálfsvígum. „Það er nefnilega alltaf erfitt þegar um andlát er að ræða, sama hvort eldri eða yngri einstaklingur kemur við sögu. Svo lendum við í erfiðum málum sem snúa að geðheilbrigðismálum – en það vantar töluvert upp á að þau mál séu í lagi hér í samfélaginu sem og annarsstaðar á landinu.
Við þurfum að gera betur í þeim efnum, sérstaklega fyrir fólk með fíknivanda og geðraskanir fyrir. Lögreglan þarf oft að stíga inn í og koma þeim á geðdeild eða í önnur úrræði. Fjarlægja fólk af heimilinu sem er kannski allt á rúi og stúi og allir þar í sárum.
Ef við tölum um geðheilbrigðismál þá er geðdeild innfrá, á Landspítalanum, þar er líka bráðageðdeild en hún lokar klukkan sjö. Það er auðvitað bara galið að fólk geti ekki orðið geðveikt eftir kvöldmat. Þetta úrræði á auðvitað að vera aðgengilegt allan sólarhringinn því fólk getur lent í að fara í geðhvörf á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Lögreglustarfið reynir oft á mann en ég stefni á að halda áfram og gefa af mér.“
„Já, það sama á við þar, löngun til að gefa af sér. Reyndar var ég komin út í pólitíkina fyrir átta árum síðan en árið 2014 plataði nágranni minn, Haukur Guðmundsson, mig til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Ég hef auðvitað alltaf haft skoðanir á ýmsum hlutum og sló bara til, þetta er núna þriðja kjörtímabilið hjá mér. Velferðarmálin hafa verið mér hugleikin og ég tók við sem formaður velferðarráðs í vor. Það passar við það sem ég var að læra í félagsráðgjöfinni og í lögreglustarfinu, þetta tengist allt saman.
Ég var kannski svolítið blaut á bak við eyrun þegar ég tók við sem formaður og áttaði mig ekki almennilega á því hvað þetta er stórt svið. Þarna erum við að ræða um fólk með fatlanir, öldrunarþjónustuna, barna- og fjölskylduteymið hjá Reykjanesbæ, barnaverndin –það er eiginlega allt undir þarna. Þetta er annar stærsti útgjaldaliðurinn hjá sveitarfélaginu á eftir fræðslumálunum. Ég áttaði mig ekki á því hve viðamikið þetta var fyrr en ég fékk það í fangið. Fyrst þurfti ég aðeins að anda mig inn í þetta en er að komast vel inn í málin, svo spyr ég bara ef mér finnst ég þurfa.“ Í samfélagi okkar í dag fer mikið fyrir umræðunni um fólk á flótta og þar eru uppi margar skoðanir.
Þetta er málaflokkur sem Sigurrós kemur mikið að í sínu starfi hjá velferðarráði.
„Það er ýmislegt í gangi hérna sem við erum ekki sátt við sem sveitarfélag, allavega í bæjarstjórninni. Reykjanesbær hefur tekið á móti fólki síðan 2003 og gert það mjög vel. Núna erum við með samræmda móttöku flóttafólks líka og alþjóðateymið hjá Reykjanesbæ hefur unnið mjög gott verk, er með þennan hóp undir sínum verndarvæng og leiðbeinir honum í ýmsum málum – eins og hvernig eigi að komast inn í samfélagið sem er mjög mikilvægt. Fólkið sem kemur
hingað er að flýja stríð eða hvaðeina, það þarf að fá utanumhald. Það þarf að fá leiðsögn um hvernig íslensk menning er, hvernig vinnumenning okkar er. Þetta fólk þarf íslenskukennslu og það er okkar sem samfélags að koma til móts við þennan hóp og hjálpa honum að blómstra.
Við þurfum líka að gæta þess að það verði ekki þessi rasismi og kergja í samfélaginu sem maður hefur áhyggjur af að séu að spretta upp á þessum tímum – það viljum við alls ekki. Þetta er vandasamur málaflokkur og viðkvæmt að tala um þessi mál en þetta er fólk eins og við.“
Félagsmál
Sigurrós segist vera með grænt hjarta, Njarðvíkurhjarta. Hún er formaður sunddeildar Njarðvíkur, þar sem dóttir hennar æfir sund, og hefur verið viðloðandi sundið síðan 2012.
Varstu þá sjálf í íþróttum þegar þú varst yngri? „Ég var nú ekki mikil íþróttamanneskja sjálf, var aðeins í sundinu en gat ekkert í körfubolta – þótt ég væri hávaxin. Ég var hins vegar í skátunum í fimm ár og þótti gaman að fara á skátamót, þar sem var tjaldað, maður lærði að bjarga sér sjálfum og öðrum. Þar kemur þetta líka, að vilja hjálpa öðrum.“ Ég hef unnið mikið í kringum sundið, er sunddómari og búin að vera að dæma. Það er mjög skemmtilegt að fá að fylgjast með þessum krökkum vaxa og afrekskrökkunum að fara sína leið. Ég hef alltaf litið á þetta sem samfélagslegt verkefni og á eftir að sakna þess að vera í sjálfboðavinnu. „Svo er ég bara þannig að ég er ótrúlega samviskusöm og með ríka réttlætiskennd, manni langar alltaf að gera vel og er í pólitík til að vinna fyrir fólkið. Ég er að þessu til að gera vel og láta gott af mér leiða, í pólitíkinni og vinnunni,“ sagði Sigurrós Antonsdóttir að lokum.
PÁSKATÓNLEIKAR
Boðunarkirkjan Álfaskeiði 115
Hafnarfirði
8. apríl kl. 15:00
Minnumst síðustu kvöldmáltíðarinnar, krossfestingar og upprisu Jesú Krists í tali og tónum. Flutt verða einsöngslög, dúettar og kvartettar sem tengjast páskahátíðinni á einn eða annan hátt.
Flytjendur: Elín Ósk Óskarsdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir,
Sigríður
Sunddómarinn að störfum. VF/JPK Sigurrós með fjölskyldunni sinni. Brynjar Emil Friðriksson, maður hennar er fjærst og börnin tvö, Katla María Brynjarsdóttir og Sumarliði Brynjarsson, eru á milli þeirra. Sigurrós er formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar og varamaður Samfylkingar í bæjarstjórn. Anna Helgadóttir, Reynir Bergmann Pálsson, Jóhann Grétarsson, Kjartan Ólafsson. Magnea Sturludóttir forstöðumaður Boðunarkirkjunnar fræðir okkur um tilurð páskanna.Ungmennafélagsandinn hægt og bítandi að hverfa
Byrjaði tólf ára að sinna félagsstörfum hjá Þrótti Vogum og varð formaður um tvítugt
„Þegar ég var fertugur fékk ég hljómsveitina SSSól í partýið og í sumar stefni ég á eitthvað stórt, ýmsar hugmyndir eru í gangi en ég læt ekkert uppi með það,“ segir Vogamaðurinn Gunnar Júlíus Helgaon, sem mætti tólf ára gamall á sinn fyrsta félagsfund hjá Ungmennafélaginu Þrótti og fékk kók og prins, var svo að ganga út af sínum síðasta félagsfundi og fékk sömuleiðis kók og prins þá.
Gunnar hefur alla sína hunds- og kattartíð alið manninn í Vogum. „Ég man nú ekki hvar ég fæddist en ég hef alltaf verið með annan fótinn í Vogum, í dag á ég í raun tvö heimili, eitt í Vogum og annað í Hafnarfirði. Ég er pípulagningamaður, vinn mest á höfuðborgarsvæðinu og er með annan fótinn í Hafnarfirði þar sem kærastan mín býr. Fyrir 10 árum keypti ég mér lóð á Vatnsleysuströndinni og er að koma mér upp lítilli paradís þar. Í minningunni var æðislegt að alast upp í Vogum, við vorum alltaf úti að leika okkur og frjálsræðið var algjört. Aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki beysin en við fundum leiðir. Á þessum tíma var eðlilegt að byrja að vinna ungur og ég hef sjálfsagt verið um tíu ára aldurinn þegar ég var byrjaður að snúa saltfiski við á klöppunum ofan við bæinn. Það yrði eitthvað sagt í dag ef börn á þessum aldri væru að gera þetta.“
Gunnar lét fljótt til sín taka í félagsmálum íþróttafélags Voga, Þróttar. „Reglan var þannig þegar ég var gutti, að maður mátti ekki skrá sig í Þrótt fyrr en við tólf ára aldurinn og ég gerði það strax, lenti auk þess strax í íþróttanefnd en þá var ein stjórn yfir öllu batterýinu með nokkrar nefndir undir sér. Á þessum tíma bjuggu 600 manns í Vogum, göturnar voru ekki malbikaðar o.s.frv., allt aðrir tímar í gangi en núna. Þegar einhverjir viðburðir voru í gangi mættu bara allir, samkeppnin var engin og ég fann mig strax í þessum félagsstörfum. Þarna gat maður fengið
hugmynd að hverju sem er og hún gat fengið framgang ef maður fylgdi henni eftir. Ég var orðinn formaður íþróttanefndar fimmtán
ára gamall og eftirminnilegasta afrekið mitt er sjálfsagt þegar ég fékk þáverandi unglingaheimsmeistara
í skák, Hannes Hlífar Stefánsson, til að koma til Voga og tefla fjöltefli. Ég var 15 ára, hann var 16 ára, þetta var fyrir tíma tölvupósta og farsíma. Ég þurfti að hafa upp
á foreldrum hans og hringja heim til hans. Rútan gekk tvisvar sinnum
á dag. Hann þurfti að taka fyrri
rútuna því að hún fór alla leið inn í Voga, ég tók á móti honum í sjoppunni og þurfti að hafa ofan fyrir honum fram að fjölteflinu. Þeir voru tveir sem að veittu honum alvöru keppni og drógust þær skákir
á langinn. Okkur var skutlað upp á Reykjanesbraut til þess að ná rútunni klukkan tíu um kvöldið svo að hann næði heim aftur,“ segir Gunnar.
Tvítugur formaður Þróttar
Þegar Gunnar var unglingur var eina aðstaðan til íþróttaiðkunar malarvöllur sem að mati Gunnars var ekki góður, og samkomuhúsið þar sem t.d. var hægt að tefla og spila borðtennis. „Samkomuhúsið Glaðheimar sem upphaflega var byggt sem netageymsla, var okkar samkomustaður, þar fór allt fram í raun. Í minningunni eru þetta æðislegir tímar. Ég var á kafi í öllum málum í raun og tók svo skrefið upp í stjórn Þróttar þegar ég var átján ára og var orðinn for-
maður tvítugur. Við reyndum að skipta því hlutverki á milli okkar og því flakkaði ég á milli þess að vera formaður eða almennur stjórnarmaður. Ég var formaður þegar við stigum stórt framfaraskref árið 1993, þegar íþróttahúsið var vígt. Þremur árum fyrr höfðum við tyrft malarvöllinn svo það gefur auga leið að þarna er orðin ákveðin bylting í aðstöðu til íþróttaiðkunar. Sveitarfélagið sá auðvitað um að byggja íþróttahúsið en að tyrfa völlinn, stækka hann síðar og öll slík verkefni, voru unnin af sjálfboðaliðum. Um þetta leyti kynnist ég núverandi framkvæmdastjóra Þróttar, Marteini Ægissyni, og þrátt fyrir sex ára aldursmun, þá smullum við einhvern veginn alveg saman. Hann hafði óþrjótandi áhuga á öllum íþróttum nánast, hellti sér í starfið með mér og við unnum mikið og náið saman. Eftirminnilegt var líka stækkun gamla fótboltavallarins árið 2006. Við höfðum sníkt efni og jarðýtu frá verktökunum, kunnum ekki á jarðýtuna og því voru góð ráð dýr. Við þekktum mann í sveitarfélaginu
sem kunni á ýtuna en var langt leiddur af krabbameini á þessum tímapunkti. Við vorum ekki vissir hvort að við ættum að þora að spyrja hann. Við létum vaða, hann tók þessu fegins hendi, ánægður að geta verið virkur samfélagsþegn og í skýjunum með að geta hjálpað til. Ég man að hann var orðinn það veikur að við þurftum að styðja við hann upp í ýtuna en þetta gekk vonum framar. Svona var þetta, ungmennafélagsandinn þvílíkur og allir hjálpuðust að.“
Gunnar segir að hann og Marteinn hafi verið aðalhvatamennirnir að stofnun knattspyrnudeildar sem rekur meistaraflokkinn. „Við byrjuðum að vinna í því með stækkun vallarins árið 2006. Eftir það hefur fókusinn mest verið á knattspyrnudeildinni. Við höfum átt gott gengi inn á knattspyrnuvellinum og það var stór stund í sumar þegar við lögðum nágranna okkar í Grindavík í Lengjudeildinni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið eini sigur sumarsins þá mun hann aldrei gleymast.“
Kaflaskil á stórafmælisárinu
Gunnar hefur ákveðið að setja punkt fyrir aftan þennan ungmennafélagskafla í sínu lífi. „Félagið mitt er á mjög góðum stað í dag, þess vegna er þetta góð tilfinning að segja þetta gott og fara að einbeita mér að öðrum hlutum. Sjálfboðastarfið hefur breyst mikið. Það eru miklu meiri kröfur á sjálfboðaliðann úti í samfélaginu. Meiri krafa um árangur og erfiðara að fá fólk til starfa. Ég held að það sé ekki langt í að sjálfboðaliðinn deyi út og menn fari ekki í þessi verkefni nema sem launþegar. Ungmennafélagsandinn er hægt og bítandi að hverfa úr þessu og þá finn ég hvernig minn eldmóður
Kransakaka og sígarettur á öllum borðum
Rúnar Ingi Hannah fermdist í Keflavíkurkirkju 1984. Hann fékk sambyggðan plötuspilara og kasettutæki í fermingargjöf, algjör eðal græja sem hann notaði í mörg ár. Hann er viss um að það að eiga passíusálmana sé öruggur aðgangur að himnaríki þegar þar að kemur.
Af hverju léstu ferma þig?
Mig minnir að enginn hafi sleppt því. Ég man ekki eftir neinni umræðu um að það væri möguleiki á því að sleppa því. En ég var svo mikið hjarðdýr þá að ég hefði alltaf gert það sama og flestir.
Hvernig var fermingarundirbúningurinn, presturinn og kirkjan?
Ég man ekki ekkert sérstaklega eftir fermingarundirbúningnum. Maður gerði bara allt það sem mamma sagði manni að gera og ég geri það enn. Man að presturinn var Séra Ólafur Oddur og fermingarfræðslan í gamla Kirkjulundi og var ég nú ekkert sérstaklega áhugasamur.
Var haldin veisla og hvað er eftirminnilegast úr henni?
Það var haldin veisla heima á Baugholti 20 og það voru kökur og kransakaka og svo sígarettur á öllum borðum fyrir gestina. Annað hefði verið algjör dónaskapur.
Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir?
Ég fékk sambyggðan plötuspilara og kasettutæki. Algjör eðal græja sem ég notaði í mörg ár. Svo fékk maður útilegudót og vitaskuld passíusálmana eins og öll fermingarbörn fengu. Síðustu áratugi þá hef ég alltaf
komið með þá hugmynd að gefa fermingarbörnum passíusálmana en hef ekki fengið neinar undirtektir. Ég á mína enn og er viss um að það sé öruggur aðgöngumiði til himna að eiga eitt svoleiðis eintak. Ertu að fara í einhverjar fermingarveislur? Ég er sjálfur að halda fermingarveislu fyrir yngsta barnið mitt hann Gabríel Orra Hannah. Veislan heima hjá okkur og von á eitthvað um 60 gestum. Það verða kökur og léttar veitingar en engar sígarettur í boði.
fjarar út. Mér líkar ekki í hvaða átt þróunin er að fara. Ég áttaði mig á því á liðnu ári eftir samskipti mín við samskiptafulltrúa sem vinnur eftir regluverki ÍSÍ að rétttrúnaður og slaufumenning ræður ríkjum á meðan rökræður og heilbrigð skynsemi er á undanhaldi,“ segir Gunnar.
Hjólar á útileiki
Gunnar er að plana fimmtugsafmælisveislu sína í sumar, hvernig sér hann framtíðina? „Ég hef haft það sem reglu að þegar tugafmæli ber upp þá blæs ég í lúðra og geri eitthvað stórt. Hvað það verður kemur bara í ljós. Hvað framtíðina varðar þá ætla ég bara að rembast við að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Eitt af mínum áhugamálum er að keyra mótorhjólið mitt og ég er mjög duglegur að ferðast um landið á sumrin. Ég næ að flétta því inn í annað áhugamál sem er að horfa á Þrótt Vogum spila fótbolta en ég fer hjólandi á flestalla útileiki. Ég á æðislega dóttur og yndislega kærustu og get ekki séð annað en að seinni parturinn af mínu lífi verði jafn skemmtilegur og sá fyrri. Ég ætla að reyna að eyða sem mestum tíma á Vatnsleysuströndinni. Ég er bóndi í mér, hef verið með geitur og hænur og eitt sinn ólum við dóttur mín sem er mikil fuglaáhugamanneskja, upp hrafn,“ sagði Gunnar Júlíus að lokum.
VOGAR Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, Borghildur Sigurðardóttir í stjórn KSÍ, og Gunnar.Ballskákin er góður félagsskapur
ballskákfélag eldri borgara á Suðurnesjum var stofnað árið 2009 og þar mæta tvisvar í viku hressir karlar og spila billiard og spjalla saman. á dögunum fór fram víkurfréttabikarinn í ballskák 2023. til úrslita léku þeir Jón Ólafur Jónsson og vilhjálmur arngrímsson.
Viðureign þeirra félaga var jöfn en til að sigra í mótinu þurfti að vinna tvo leiki. Jón Ólafur vann þann fyrsta en Vilhjálmur jafnaði í öðrum leik. Það þurfti því þriðja leikinn til að fá sigurvegara og þar hafði Jón Ólafur betur.
Víkurfréttir ræddu við Jón Ólaf, Víkurfréttabikarhafa, eftir úrslitaleikinn.
Eru menn duglegir að mæta hingað í billiard?
„Já, ég myndi segja það. Við erum alltaf í kringum tuttugu sem mætum hérna. Þetta er félag sem heitir Ballskákfélag eldri borgara á Suðurnesjum þar sem menn greiða árgjald. Það eru skráðir 36 félagar en að jafnaði eru að mæta um tuttugu manns.“
Er þetta skemmtilegt?
„Já og það er gaman að það eru að koma hér menn sem hafa aldrei spilað áður og hafa sýnt mikla framför. Það er gaman að koma hingað og hittast og þetta er félagsskapur í leiðinni.“
Ballskákfélagið er með aðsetur í Virkjun á Ásbrú. Billiard er amerískur leikur og það er því gaman að aðsetur félagsins er á gamla varnarsvæðinu, þar sem íþróttin var stunduð af kappi á árum áður. Í félaginu eru einnig margir gamlir starfsmenn slökkviliðs varnarliðsins sem þekkja vel til íþróttarinnar.
„Þessi aðstaða hérna hjá okkur er alveg frábær. Við erum með átta borð og ég held að þú þurfir að leita víða til að sjá svona aðstæður,“ segir Jón Ólafur. Hann segir að fyrir Covid hafi þeir fengið heimsóknir af bæði Seltjarnarnesi og úr Grindavík en þær heimsóknir hafi ekki verið teknar upp aftur eftir faraldurinn.
Víkurfréttabikarinn í ballskák er bara eitt af mörgum mótum sem haldin eru yfir árið. Þannig var annað mót síðasta fimmtudag þegar karlarnir tóku þátt í sérstöku páskamóti.
Karlarnir mæta formlega í ballskákina klukkan níu á morgnana. Sumir mæta þó fyrr. Spilað er í einn og hálfan tíma og sumir eru að aðeins lengur. Svo setjast menn niður í kaffispjall og jafnvel vöfflur.
Jón forseti
Guðjón Ólafsson, Gaui Sól, var forvígismaður félagsins og fyrsti formaður þess frá árinu 2009 þar til fyrir stuttu að formennskan fluttist til Jóns Norðfjörð úr Sandgerði. Þegar Víkurfréttir heimsóttu karlana í Virkjun á dögunum var nýi formaðurinn kynntur sem Jón forseti, og sagt að Jón hafi viljað breyta titlinum úr formanni í forseta. Allt var þetta í léttum dúr.
Er þetta mikil starfsemi?
„Já, við komum hér tvo morgna í viku. Það er fast en sumir koma þess á milli en Virkjun er opin alla virka daga og þá er hægt að nýta sér aðstöðuna. Það er virkilega gaman að koma hérna og hitta félagana. Þetta er góður félagsskapur. Ég er sjálfur í unglingadeildinni hérna en hér eru menn sem eru komnir hátt á níræðisaldur en bera sig vel og standa sig vel.“
Er ekki gott að hafa svona hitting?
„Góður félagsskapur er hluti af því að lifa góðu lífi og við lífsgæði. Margir eru líka í ýmsu öðru eins og pútti og golfi. Þá eru margir duglegir í líkamsræktinni og halda sér við.“
Jón telur að eldri borgarar á Suðurnesjum séu virkir í félagsstarfi ýmiskonar og hugi vel að heilsunni. Þar hafi heilsuefling Janusar komið sterkt inn. „Ég held að það hafi lífgað upp á lífið og tilveruna og fólki líði betur.“
Það er áhyggjuefni ótal foreldra að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Svo þungt hvílir þetta á mörgum foreldrum að fæðingarorlofið verður gjarnan undirlagt áhyggjum af því hvað tekur við að því loknu. Dagforeldrar eru alls ekki alltaf í boði og þá tekur við púsluspil milli foreldra, ættingja og stundum vina með tilheyrandi skipulagi og jafnvel skutli. Sumir foreldrar hafa jafnvel neyðst til að dreifa orlofstöku yfir lengri tíma með tilheyrandi lækkun á greiðslum og skerðingu á ráðstöfunartekjum.
Það er algjörlega óásættanlegt í íslensku nútímasamfélagi að of margir foreldrar þurfi að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til þess að geta komist aftur út á vinnumarkað eða
í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausnin er að lengja fæðingarorlof enn frekar.
Þó aðeins séu rúm tvö ár síðan fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í tólf teljum við afar mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð og að fæðingarorlofið verði lengt í tvö ár í áföngum. Það er nefnilega næsta víst að sú aðgerð muni eyða út óvissuþættinum sem verður til við lok fæðingarorlofs og
brúa bilið frá fæðingarorlofi yfir í leikskóla. Með því að tvöfalda tímabil núverandi laga yrði réttur barnafjölskyldna tryggður og foreldrar fengið svigrúm til að haga orlofstöku eftir þörfum fjölskyldunnar. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar og mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem ráða ekki við að mæta þörfum fjölskyldna að fæðingarorlofi loknu eins og staðan er í dag. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sé að því að hlúa að starfsemi leikskóla fyrir tveggja til sex ára börn og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi þeirra og starfsfólks.
Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að allir foreldrar vilja ekki vera í svo löngu fæðingarorlofi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að hér er einungis verið að tala um rétt foreldra en ekki skyldu og kjósi einhverjir að fara í styttra orlof yrði það engin fyrirstaða. Annað sem er afar mikilvægt þegar kemur að fæðingarorlofi eru greiðslur fæðingarorlofssjóðs en tryggja verður að lágmarksgreiðslur sjóðsins verði ekki undir lágmarkslaunum.
Á landsfundi VG helgina 17.-19.mars síðastliðinn var samþykkt sú ályktun að leggja áherslu á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Það þyrfti þó að tryggja áfram að fæðingarorlofið dreifðist jafnt á milli beggja foreldra til að það stuðli að kynjajafnrétti. Jafnframt var kveðið á um að stjórn hreyfingar VG sé falið að að halda málþing með áherslu á fæðingarorlofsmál. Við fögnum ályktun VG og vonumst til að farið verði í útfærslu á henni fljótt og vel, bæði hvað varðar lengingu fæðingarorlofs, þó við sjálfar viljum ganga lengra og stefna á tvöföldun núverandi orlofs, og eins hvað varðar fyrirhugað málþing þar sem áhugasöm, leikin og lærð, fjalla um og vinna að hugmyndum að útfærslu á fæðingarorlofsmálum.
Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Lengra fæðingarorlof – allra hagur! vf is
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
- Minning -
fædd 17.11.1935 • dáin 19.03.2023
Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefur nú kvatt þennan heim. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Nesvöllum í Reykjanesbæ þann 19. mars 2023. Hrafnhildur var gift Eiríki Ólafssyni sem lést árið 2019. Þau hjón eignuðust fjögur börn og bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Hrafnhildur var félagslind og hress kona. Hún gekk í Lionessuklúbb
Keflavíkur 13.
nóvember 1984, sem síðar varð Lionsklúbburinn Freyja. Í Lionessuklúbbnum gengdi hún mörgum mikilvægum störfum fyrir Lions, var formaður árin 19961997, var gjaldkeri árin 20062007, ásamt fjölmörgum störfum í nefndum, svo sem Góugleði, Jólakransavinnu og ýmsu. Hún mætti alltaf vel á fundi og tók oftast þátt í ferðalögum okkar Lionskvenna, bæði innanlands og til útlanda.
Við söknum nú góðrar vinkonu með þakklæti fyrir margar góðar og skemmtilegar samverustundir. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En, þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna.
Við sendum börnum hennar og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð gefa ykkur styrk í sorginni. Hvíldu í guðs friði.
Lionsklúbburinn Freyja, Keflavík. Hulda Árnadóttir, Eydís B. Eyjólfsdóttir og Inga Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Arngrímsson (2. sæti), Jón Ólafur Jónsson (1. sæti), Rúnar Lúðvíksson (3. sæti) og mótsstjórinn Helgi Hólm. VF/pket Jón Eysteinsson t.v. og Guðjón Ólafsson. Guðjón var formaður Ballskákfélags eldri borgara á Suðurnesjum frá stofnun félagsins árið 2009 og þar til nýverið að Jón Norðfjörð tók við formannsembættinu. Páll Ketilsson pket@vf.is Jón Ólafur með kjuðann í úrslitaviðureigninni.Gamlir magnarar og gítargarmar út um allt
Bílamálarinn Júlíus Gunnlaugsson var á kafi í tónlistinni í gamla daga en hann dundar sér núna við að gera upp og laga gamla gítara í vinnuaðstöðu sem hann hefur komið sér upp í bílskúrnum sínum.
Víkurfréttir litu inn í skúrinn hjá Júlla og spurðu hvort hann væri kannski ennþá að brasa eitthvað í tónlistarbransanum.
„Ekki eins mikið og ég vildi, það er erfiðara þegar maður er með fjölskyldu og í vinnu – en tónlistin hefur alltaf loðað við mig. Það voru alltaf gamlir magnarar og gítargarmar út um allt í kringum mig. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið partur af mér og maður spilaði rosalega mikið áður fyrr, byrjaði mjög ungur og spilaði allar helgar. Ég hef verið svona sextán ára og okkur var svindlað inn á staði í Reykjavík til að spila, við vorum það ungir.
Með tímanum minnkaði þetta, það er ekki hægt að vera að spila á fullu og eiga fjölskyldu. Það er einhvern veginn þannig enda eru mjög fáir atvinnutónlistarmenn á Íslandi.“
Júlli byrjaði að læra á blásturshljóðfæri í tónlistarskóla en færði sig svo yfir á trommurnar og var trommuleikari á hljómsveitarárunum. Hann hefur alltaf glamrað á gítar og er nú byrjaður að gera við og gera upp gítara í skúrnum hjá sér.
„Ég er að taka upp þráðinn aftur. Ég hef alltaf verið að pukrast eitthvað með gítara, laga þá og breyta.
Einhvern veginn voru allir gítararnir farnir að taka svo mikið pláss þannig að ég setti þetta aðeins á pásu. Svo fór ég að ná í þá einn og einn úr geymslu, fór líka að laga hljóðfæri fyrir aðra og mála jafnvel.
Það er eitthvað sem heillar mig við gítara og ég hef rosalega gaman af því að handleika þá.
Fyrir mig er svo mikil hvíld í því að fara út í skúr, setja góðan blús á fóninn og fikta í einhverjum gít-
argarmi,“ segir Júlli og bætir við að þetta sé hans íhugun.
Hvar kemstu yfir þessa gítargarma?
„Það er mjög mikið um að menn sem eru að laga til hjá sér hringja og spyrja hvort ég vilji eiga gítar sem þeir eru þá jafnvel að fara að henda. Þannig að ég hef fengið marga gefins og einhverja keypti ég áður fyrr, ég hef hins vegar ekkert verið mikið að selja þá aftur.
Þeir safnast bara upp.
Ég hef t.d. smíðað tvo gítara fyrir æskuvin minn sem býr í bænum og hann spilar mikið á þá. Það er svolítið eftirsjá í þeim, þetta eru allt börnin manns. Þegar maður er búinn að vera að pússa, laga og breyta í langan tíma þá er einhvern veginn erfitt að horfa á eftir þeim.“
Júlli starfar sem bílamálari og
því liggur beinast við að spyrja hvort sú menntun nýtist ekki vel í gítarviðgerðurm.
„Jú, vissulega er margt líkt með því. Ég hef samt þurft að lesa mér mikið til um hvernig best er að
mála hljóðfæri til að koma í veg fyrir t.d. að loka hljóminn inni, nota réttu lökkin og annað á þeim nótum. Ég hef mjög gaman af að lakka og leika mér að því að gera tilraunir með alls kyns útfærslur.“
Gítar með bítlasögu
Júlli heldur mikið upp á gítar sem honum áskotnaðist af tegundinni Höfner en það er saga á bak við þessa tilteknu útgáfu af gítar.
„Paul McCartney hafði eignast Höfner-bassa á þeim tíma sem Bítlarnir voru að spila í Hamborg og þegar þeir byrjuðu að slá í gegn vildu allir eiga gítar og bassa eins og Bítlarnir spiluðu á. Eftirspurnin eftir gíturum frá Höfner varð það mikil að ekki var hægt að anna henni, aðallega vegna þess hve tímafrekt það var að lakka boddíið.
Framleiðsluferlið var mjög langt, það þurfti að lakka nokkrar um-
ferðir á hvern gítar og bíða í sex, sjö vikur á milli umferða.
Til að bregðast við eftirspurninni þá fóru þeir að leðurklæða þá, reyndar var það bara gervileður sem þeir betrekktu gítarinn með.
Það var nánast hægt að gera það á einum degi og á meðan voru þeir að stækka verksmiðjuna. Ég held að stækkunin hafi tekið um tvö ár og á meðan klæddu þeir gítarana með svona pleðuráklæði,“ segir Júlli og hlær.
„Svo fóru þeir að lakka þá aftur þegar búið var að stækka verksmiðjuna og málningaraðstöðuna.
Þannig að í dag er ekkert mikið til af þessum gíturum og þeir hafa
þar af leiðandi söfnunargildi fyrir rétta aðila – en í augum annarra færi hann beint á haugana.“
Góð nýting og jöfn skipting Júlli og konan hans, Elín Ása Einarsdóttir, tóku bílskúrinn hjá sér í gegn og skiptu honum sín á milli en Elín er hársnyrtimeistari og setti upp rakarastofu í sínum hluta skúrsins.
„Við skiptum honum jafnt á milli okkar, ég er með einn fjórða undir mitt en svo er rakarastofan í hinum hlutanum. Ég get auðvitað ekki verið að vinna hér á meðan hún er með kúnna í stólnum en þetta er góð nýting á skúrnum – nema hlutföllin mættu vera betri,“ sagði Júlli brosandi að lokum.
Keypti hest fyrir fermingarpeninginn
Sylvía guðmundsdóttir fermdist í keflavíkurkirkju 1996. Hún segir það hafa verið þrekvirki fyrir 14 ára gelgju að standa ítrekað upp til að taka á móti gestunum. Þeir hafi hins vegar komið með pening í veisluna sem hún hafi notað til að kaupa sinn fyrsta hest.
Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann var kjóllinn sem mamma og amma saumuðu á mig fyrir ferminguna. Ég valdi sjálf efni og snið og þær sátu sveittar kvöld eftir kvöld að sauma. Rosaleg vinna sem fór í þennan glæsilega kjól! Kvöldið fyrir fermingu ákvað ég svo að ég vildi ekki vera í honum. Þá fór allt á flug í að reyna að finna annan kjól og það reddaðist. Ég fékk lánaðan kjól hjá Kollu frænku og hún klæddist fína fermingarkjólnum í veislunni.
Af hverju léstu ferma þig?
Ég hef alltaf verið trúuð og eyddi miklum tíma heima hjá langömmu minni, Magndísi Gestsdóttur,
þegar ég var að alast upp. Hún var mjög trúuð og kenndi mér bænir. Fermingargjafirnar voru vissulega hvati líka en það kom aldrei neitt annað til greina en að fermast, í Jesú nafni amen.
Hverning var fermingarundir -
búningurinn, presturinn og
kirkjan? Mér fannst fermingarfræðslan alveg drepleiðinleg. Presturinn sem fermdi mig, Séra Ólafur
Oddur Jónsson, var yndislegur.
Föðuramma mín, Inga, lést stuttu áður en ég fermdist. Hún var jarðsett 29.mars 1996 og ég fermist
31.mars. Ólafur sá um báðar athafnirnar og var mér mjög góður á þessum erfiða tíma.
Var haldin veisla og hvað er eftirminnilegast úr henni?
Veislan var haldin heima á Ásgarði. Það var öllum húsgögnum vippað út í bílskúr og borð og stólar settir í öll herbergi í húsinu. Það var bæði matur og kökur og veislan var mjög flott. Verst þótti mér þó að standa upp og bjóða fólk velkomið. Það var mikið þrekvirki fyrir 14 ára gelgju.
Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir?
Ég man sérstaklega eftir einni fermingargjöf. Hemmi Karls frændi minn gaf mér geisladisk með Leonard Cohen. Annars voru þetta að mestu peningar sem ég fékk. Ég var að safna mér fyrir hesti. Það tókst og stuttu eftir
fermingu eignaðist ég minn fyrsta hest.
Ertu að fara í einhverjar fermingarveislur? Við fjölskyldan erum búin að fara í tvær fermingarveislur og
eigum eftir að fara í eina. Það er líklega merki um það að maður sé orðin miðaldra að þykja fermingarveislur skemmtilegustu veislurnar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Júlli með Höfner-gítarinn góða. VF/JPK Það úir og grúir af gíturum í misjöfnu ásigkomulagi í skúrnum hjá Júlla.Gleðilega páska
Förum gætilega um páskana og komum heil heim
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Menntasvið - Sálfræðingur
Sundmiðstöðin Vatnaveröld - Sumarafleysingar
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Deildarstjóri eignaumsýslu
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Verkefnastjóri framkvæmda
Umhverfismiðstöð - Starfsmaður í fráveitu
Umhverfismiðstöð - Verkstjóri
Umhverfismiðstöð - Þjónustufulltrúi
Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna.
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Störf í grunnskólum Reykjanesbæjar
Akurskóli - Kennari í smíði og hönnun
Akurskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Akurskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi
Heiðarskóli - Kennari í list- og verkgreinum
Heiðarskóli - Smíðakennari
Heiðarskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Heiðarskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi
Heiðarskóli - Þroskaþjálfi
Holtaskóli - Dönskukennari
Holtaskóli - Náms- og starfsráðgjafi
Holtaskóli - Sérkennari
Holtaskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi
Holtaskóli - umsjónarkennari á miðstigi
Holtaskóli - Þroskaþjálfi
Háaleitisskóli - Grunnskólakennanri á elsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í Nýheima og Friðheima
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í leiklist og dans
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í námsver
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í nýsköpun og smíði
Háaleitisskóli - Skólafélagsráðgjafi
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi
Njarðvíkurskóli - Kennari
Njarðvíkurskóli - Kennari á miðstig
Njarðvíkurskóli - Kennari á yngsta stig
Njarðvíkurskóli - dönskukennsla
Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild
Forstöðumaður frístundaheimilis
Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild
Sérkennari og/eða þroskaþjálfi
Stapaskóli - Deildarstjóri á leikskólastig
Stapaskóli - Kennari á leikskólastig
Stapaskóli - Kennari á miðstig
Stapaskóli - Kennari á unglingastig
Stapaskóli - Kennari á yngsta stig
Stapaskóli - Kennari í myndlist
Stapaskóli - Kennari í textílmennt.
Stapaskóli - Kennari í tónmennt
Stapaskóli - Sérkennari yngsta stig
Stapaskóli - Sérkennari á unglingastig
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
sport
Þróttarar taplausir á tímabilinu
Þróttur vogum tryggði sér sæti í næstefstu deild í körfuknattleik karla þegar þeir lögðu leikni reykjavík að velli í undanúrslitum 2. deildar um síðustu helgi. Nú er aðeins eftir úrslitaviðureign við Snæfell þar sem fyrra liðið til að vinna tvo leiki verður deildarmeistari.
Sigurganga Þróttar hefur verið ótrúleg á tímabilinu en liðið hefur unnið alla sína leiki í deild og úrslitum. Víkurfréttir ræddu við fyrirliða liðsins, Arnór Inga Ingvason, eftir leik en hann er einn af stofnfélögum deildarinnar sem er á sínu þriðja ári.
Til hamingju Arnór, þetta er eiginlega búið að vera hlægilega auðvelt tímabil hjá ykkur.
„Já, að vissu leyti – en það voru fjölmargir leikir sem voru virkilega erfiðir og við rétt unnum. Við vissum samt að við myndum klára leikina og kláruðum þá marga á lokasekúndunum eiginlega.
Það er einn leikur eftir, úrslitaleikurinn. Við erum búnir að tryggja okkur upp og það er auðvitað geggjað en við ætlum að taka dolluna líka.“
Nú hefur þú verið viðloðandi þessa deild frá fyrsta degi og þetta hefur þróast mjög vel hjá ykkur.
„Já, framar vonum. Við byrjuðum hérna til að hafa gaman í fyrsta lagi. Síðan fengum við alltaf fleiri og betri stráka inn í liðið. Stráka með reynslu í efstu deild og í byrjun tímabils vorum við bara komnir með geggjað lið og settum stefnuna beint upp.“
Arnór segir að meginmarkmiðið núna sé að festa Þrótt í sessi í 1. deild en það sé mikil vöntun á 1. deildarliði á Suðurnesjum. Þróttur hefur verið að nota menn eins og Magnús Pétursson úr úrvalsdeildarliði Keflavíkur sem hefur verið á venslasamningi til að fá fleiri mínútur og leikreynslu.
Arnór ásamt unnustu sinni, Dröfn Einarsdóttur, sem leikur með knattspyrnuliði Keflavíkur í Bestu deild kvenna.
Keflvíkingar stofna deild í Vogum
Arnór og félagar hans voru með fasta tíma í Vogabæjarhöllinni þar sem þeir voru að leika sér í körfubolta. Eftir að Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, viðraði þá hugmynd við þá þess efnis að stofna deild ruku strákarnir til, stofnuðu körfuknattleiksdeild og strax á fyrsta ári unnu þeir 3. deildina. „Ég var á haus í þessu í byrjun. Tók þátt í að stofna deildina, var leikmaður og þjálfaði líka fyrsta árið. Svo þegar við fórum upp í 2. deild fékk ég Mumma frænda [Guðmund Inga Skúlason] til að taka við þjálfun liðsins.“
Þið eruð nú ekki úr Vogunum, er það?
„Nei, ég er uppalinn Keflvíkingur og spilaði fótbolta og körfu með þeim í gegnum alla yngri flokkana. Þegar ég var í áttunda, níunda bekk flutti ég mig alveg yfir í körfuna,“ segir Arnór.
Hvað er svo framundan hjá Þrótti?
„Nú er bara að einbeita sér að úrslitaleikjunum við Snæfell í næstu viku og svo er það 1. deildin. Ætli stjórn og þjálfari þurfi ekki eitthvað að setjast niður og plana? Það þarf líklega að styrkja liðið eitthvað fyrir næsta tímabil og þess háttar,“ sagði sigurreifur fyrirliðinn að lokum.
Það lá vel á leikmönnum Þróttar þegar ljóst var að sæti í 1. deild var öruggt.
Magnús Pétursson hefur safnað mínútum með Þrótti á venslasamningi frá Keflavík. VF/JPK Arnór Ingi Ingvason með boltann á yngri árum og svo í dag með Þrótti.Íslandsmeistarar í taekwondo
Stórgóður árangur Keflvíkinga á Íslandsmótinu í taekwondo
þar sem margir af bestu keppendum landsins öttu kappi.
keflvíkingar unnu flesta flokka á mótinu og enduðu með besta árangur allra liða á og eru því íslandsmeistarar liða árið 2023. keflvíkingar voru með mikla sigurgöngu fyrir nokkrum árum en þetta var í fyrsta sinn sem keflvíkingar vinna íslandsmótið síðan 2017. Það var mikill baráttuvilji, liðsheild og leikgleði í keflvíkingum. vel æft lið náði frábærum árangri, samtals tíu gullverðlaun, sex silfur og tvö brons.
Verðlaunahafar Keflavíkur voru:
Andri Sævar Arnarsson – gull og
valinn besti karlkeppandi mótsins
Daníel Arnar Ragnarsson – gull
Þorsteinn Helgi Atlason – gull
Jón Ágúst Jónsson – gull
Klaudia Dobrenko – gull
Ragnar Zihan Liu – gull
Julia Marta Bator – gull
Oliwia Waszkiewicz – gull
Lára Karítas Stefánsdóttir – gull
Marko Orelj – gull
ÍÞRÓTTIR
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Amir Maron Ninir – silfur
Magnús Máni Guðmundsson –silfur
Anton Vyplel – silfur
Mikael Snær Pétursson – silfur
Ásgrímur Bragi Viðarsson – silfur
Aníta Rán Hertevrvig – silfur
Kacpher Einar Kotowski – brons
Frans Mikael Jensson – brons
Sundfólkið stóð sig vel
Sundfólk ÍRB vann til fimm Íslandsmeistaratitla um helgina, jafnframt vann það til fjögurra unglingameistaratitla og tveir liðsmenn náðu inn í verkefni sumarsins, NÆM og EMU. Þrenn aldursflokkamet í flokknum 13–15 ára voru slegin af yngri karla boðsundsveit ÍRB.
Eva Margrét Falsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í kvennaflokki, hún sigraði í 200 metra bringusundi, 400 metra fjórsundi og 200 metra fjórsundi.
Guðmundur
Leo Rafnsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki, hann sigraði 100 metra og 200 metra baksund. Í 200 metra baksundi náði hann lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga með afar góðu sundi. Guðmundur Leo varð jafnframt þrefaldur Íslandsmeistari unglinga eftir úrslit í undanrásunum. Þar
Alla leið á öruggari dekkjum
Cooper Zeon 4XS Sport
• Henta undir jeppann þinn
• Mjúk og hljóðlát í akstri
• Veita afburða
Hjólbarðaþjónusta N1
varð hann unglingameistari í 50, 100 og 200 metra baksundi. Ástrós Lovísa Hauksdóttir tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti æskunnar með flottum sundum í 100 og 200 metra baksundi. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir varð Íslandsmeistari unglinga í 400 metra fjórsundi.
Sundfólk ÍRB vann fjöldamörg verðlaun á mótinu og margir voru að bæta sína bestu tíma.
Cooper Zeon CS8
• Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd
• Einstaklega orkusparandi
• Hljóðlát með góða vatnslosun
Cooper AT3 4s
• Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum
• Hljóðlát og mjúk í akstri
Bílstjóri og farþegi hlupu út úr brennandi strætó
Eldur kom upp í strætóbifreið frá Bus4U þegar hann var á leið vestur Flugvallarveg í Reykjanesbæ skömmu eftir hádegi á þriðjudag. Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir en vagninn er ónýtur.
Rútubílstjórinn fékk ábendingu frá eina farþeganum í bílnum sem sagði mikinn reyk koma aftan úr vagninum. Bílstjórinn brást snökkt við og stöðvaði vagninn framan við Reykaneshöllina þar sem ökumaður og farþegi gátu yfirgefið brennnandi bílinn. Mikill eldur kom út úr vél vagnsins sem er aftast í honum. Rúður sprungu út af eldi og hita og stóðu eldtungurnar langt út úr vagninum. Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja komu fljótt á staðinn og réðu niðurlögum eldsins fljótlega.
Að sögn Sævars Baldurssonar, eiganda Bus4U, er ekki vitað um orsök eldsins en hann sagði vagninn ónýtan.
Komu í veg fyrir að illa færi
Hurð skall nærri hælum hjá útgerð Ragnars Alfreðs GK í Sandgerðishöfn um síðustu helgi. Verið var að gera bátinn kláran fyrir grásleppuveiðar. Tilkynnt var um að báturinn væri að sökkva í höfninni þar sem hann var bundinn við norðurgarðinn. Snör handtök komu í veg fyrir að illa færi.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja komu fljótt á staðinn og réðu niðurlögum eldsins fljótlega. Á vef Víkurfrétta, vf.is, má sjá myndskeið frá slökkvistarfinu.
Mundi
Gleðilega páska!
Ríkið tekur yfir
Yfir páskahátíðina er gott að velta fyrir sér kristnum gildum sem við erum alin upp við. Núna er tími ferminga. Ungt fólk er tekið í fullorðinna manna tölu. Það verður seint sagt að ég flokkist til kirkjurækinna en kristin trú hefur vonandi alið upp í okkur náungakærleika.
Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera.
(Mattheusarguðspjall 7.12)
En hversu langt á að ganga?
Hvar liggja mörkin?
Við viljum gera vel við fólk í vanda. Við viljum passa upp á þá sem verða undir. Við viljum hjálpa þeim sem minna mega sín. En er réttlætanlegt að ríkið úthýsi fólki og yfirborgi húsaleigu til að hjálpa
fólki í leit að betra lífi? Er þetta ekki að snúast upp í andhverfu sína þegar velgjörningur við einn veldur öðrum vanda? Hver hagnast á því?
Hvernig má það vera að ríkið sem er rekið fyrir peninga skatt -
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
greiðenda vinni gegn þeim? Að launamaður greiði skatta sem eru svo aftur notaðir til að yfirborga húsaleiguna hans og setja hann á götuna.
Það er nauðsynlegt að einhver í stjórnkerfinu hafi kjark til að staldra við og segja: „Hingað og ekki lengra.“
Guð blessi ykkur, gleðilega páska.