Víkurfréttir 14. tbl. 39. árg.

Page 1

Sameining staðfest Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í eitt sveitarfélag. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu þann 11. nóvember 2017 að sveitarfélögin skyldu sameinast eftir kosningu í sveitarfélögunum tveimur. Undir lok árs 2017 tók til starfa stjórn sem hefur

það verkefni að undirbúa sameininguna. Fyrsta verkefni stjórnarinnar var að vinna að þeim verkefnum sem nauðsynleg eru til að lögformleg sameining geti farið fram með staðfestingu sveitarstjórnarráðuneytis, í samræmi við sveitarstjórnarlög. Ráðuneytið hefur nú staðfest sameininguna og verður ný sveitarstjórn kjörin 26. maí næstkomandi. Sameiningin tekur formlega gildi þegar ný sveitarstjórn kemur til fyrsta fundar þann 10. júní, segir á heimasíðu Garðs.

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Grindavíkurvegur illa farinn eftir veturinn

40 milljónir í hraðamyndavélar Vegagerðin áformar að setja hraðamyndavélar á Grindavíkurveg og áformað er að taka fjörtíu milljónir til verksins af þegar samþykktu fé til endurbóta á Grindarvíkurvegi. Kristín María segir að þau séu sammála þeirri framkvæmd en það sé alls ekki vilji fyrir því að það séu teknar fjörtíu milljónir af þeim tvöhundruð sem nún þegar er búið að samþykkja til úrbóta á veginum. „Það hefur verið gerð úttekt á því að hraðakstur á Grindavíkurvegi er mikill miðað við aðra vegi, en það er ekki bara hraðakstur sem er að skapa hættu, heldur líka hvað margir keyra hægt. Það skapar líka hættu með framúrakstri. Við höfum sagt að forgangurinn er að aðskilja aksturstefnurnar og bæta veginn. Það eykur öryggi að draga úr hraðakstri en vegurinn er slæmur og það þarf að laga hann.“

Það var líf og fjör við Grindavíkurhöfn undir kvöld á þriðjudagskvöld. Landað úr línubátum sem hafa verið að fá átta til fimmtán tonn yfir daginn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Mokfiska í Grindavík Áskell EA með 72 tonn eftir sólarhring. Góð handfæra- og línuveiði. Mikið af grásleppu.

Það hefur verið mokfiskerí hjá grindvíska flotanum og þeim fjölmörgu aðkomubátum sem landa í Grindavík síðustu daga. Spriklandi fallegur þorskur, feitur og pattaralegur og úttroðinn af hrognum. Það er einmitt að bresta á með hrygningnarstoppi svo þorskurinn fái næði til að hrygna á grunnslóðinni og þá þarf að sækja lengra út eftir fiski. Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að almennt væri létt yfir mönnum því vel veiddist á öll

veiðarfæri. Handfærabátarnir væru að fá 900-1500 kg. eftir daginn á meðan línubátar í dagróðrum væru að fá 8 til 15 tonn. Þá lentu strákarnir á Áskeli EA í ævintýralegri veiði. Þeir fóru út að kvöldi páskadags og komu í land sólarhring síðar með 72 tonn í trollið. Nokkrir grásleppubátar eru gerðir út frá Grindavík og þar hefur einnig verið góð veiði. Þeir hafa verið að leggja netin uppi fjöru austan og vestan við Hópsnesið og hafa verið með 3-4 tonn í hverri veiðiferð.

SJÖ FLUTTIR Á SJÚKRAHÚS EFTIR ÁREKSTUR Á GRINDAVÍKURVEGI Sjö einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og Reykjanesbæ eftir harðan árekstur á Grindavíkurvegi á öðrum degi páska. Þar varð þriggja bíla árekstur á beinum kafla suður af Seltjörn. Allt tiltækt björgunarlið var sent bæði frá Grindavík og Reykjanesbæ. Sjö voru slasaðir. Þeir sem slösuðust mest voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík en minna slasaðir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykja-

nesbæ. Sjúkrabílar frá Grindavík og Reykjanesbæ önnuðust flutninga og þá flutti lögreglan tvo á sjúkrahús sem þurfti að skoða. Allir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Ástand Grindavíkurvegar er mjög dapurt. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er mikill vatnselgur á veginum þar sem slysið varð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en ein bifreið fór yfir á öfugan vegarhelming í aðdraganda slyssins. Myndin var tekin á vettvangi slyssins. VF-mynd: Hilmar Bragi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

markhönnun ehf

Þriggja bíla árekstur varð á Grindavíkurvegi á annan í páskum þegar einn bíll fór á öfugan vegahelming á veginum. Vegurinn er ekki að koma vel undan vetri og eru holur á víð og dreif, allan veginn. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að nú sé komið fjármagn að upphæð sem nemur tvöhundruð milljónum sem er eyrnamerkt umbótum á veginum. „Áður en hægt er að fara í þær umbætur eins og að aðskilja aksturstefnur, þá þurfum við að hanna framkvæmdina fyrst og bjóða hana út og vonandi getum við byrjað á því öllu saman í haust.“ Kristín segir að það fjármagn ætti að duga til þess að klára fyrsta áfangann sem er aðskilnaður akstursstefna frá Seltjörn að Bláa lóns afleggjaranum. „Við vorum búin að óska eftir fundi með Vegagerðinni fyrir slysið til að taka stöðuna, fylgja verkefnum eftir og athuga hvort að allt væri ekki í farvegi. Næst á dagskrá hjá okkur er að funda með Vegagerðinni um málið. Vegurinn er að koma mjög illa undan vetrinum og það þarf að laga hann fyrir sumarið, Reykjanesbrautin og vegir innanbæjar eru líka að koma illa undan vetrinum. Það þarf að hafa það í forgangi að laga holurnar, því þær eru hættulegar.“

FRÉTTASÍMINN 421 0002

-30% S U Ð U R N E S J A

Gildir til 11. apríl

Epladagar

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

ÁTJÁN ÞÚSUNDASTI ÍBÚINN FÆDDUR

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Íbúatala Reykjanesbæjar fór upp í 18.000 mánudaginn 26. mars þegar spræk stúlka kom í heiminn kl 13:02 á ljósmæðravakt HSS. Af því tilefni færði Kjartan Már Kjart-

ansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar fjölskyldunni blómvönd fyrir hönd bæjarins. Stúlkan vóg 3.320 gr. og var 51 cm löng við fæðingu. Hún er annað barn

foreldra sinna, þeirra Örnu Vignirsdóttur og Sveins Baldvinssonar en fyrir eiga þau dótturina Sóley Marín Sveinsdóttur 7 ára.

Opið hús í Flugakademíu Keilis á laugardaginn Alþjóðlegt flugvirkjanám og atvinnuflugnám í fremstu röð verður kynnt á opnu húsi Flugakademíu Keilis laugardaginn 7. apríl kl. 12 - 14. „Skoðaðu stærsta flugvélamótor á landinu, fáðu þér sæti í orrustuþotu og skoðaðu fullkomna flugherma Flugakademíunnar, ásamt því að fræðast um námið og starfsmöguleika að því loknu,“ segir í kynningu frá flugskólanum.

Kynningarnar fara fram í verklegri aðstöðu flugvirkjanámsins að Funatröð 8 og í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hægt verður að kynna sér námið og skoða aðstöðuna, ásamt því að hitta nem­endur og kennara. Pyslur og gos verða í boði í Funatröð og allir velkomnir.

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Íbúum fjölgar hlutfallslega mest á Suðurnesjum Samkvæmt nýjustu mannfjöldatölum Hagstofunnar, þá hefur fólksfjölgun á Suðurnesjum verið hlutfallslega mest á landinu eða 7,4%. Fordæmalaus fólksfjölgun hefur átt sér stað í Reykjanesbæ undanfarin misseri og eru Suðurnesin vinsæll staður til að búa á, en fasteignaverð á Suðurnesjum hefur verið töluvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Hinn 1. janúar 2018 voru landsmenn 648.450 og hafði þeim fjölgað um 10.101 frá því á sama tíma árið 2017 eða um 3%.

FÉLAGSFUNDUR Hér með er boðað til félagsfundar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja fimmtudaginn 12. apríl 2018 í Bergi, Hljómahöll, kl 20. Fundarefni: Framlenging skilafrests á framboðsgögnum til allsherjarkosningar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Fundur þessi er haldinn á grundvelli 19. gr. laga félagsins um að haldin skuli félagsfundur ef a.m.k. 50 félagsmenn óska þess. Fyrir liggur slík beiðni og að fundarefni verði framlenging skilafrests á framboðsgögnum til allsherjarkosninga í félaginu. Beiðnin uppfyllir skilyrði 19. gr. laga félagsins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar og trúnaðarráðs frá 5. febrúar var samþykkt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarráðs sbr. 11. gr laga félagsins. Auglýst var eftir framboðum og bárust tveir listar sem merktir voru A listi stjórnar og trúnaðarráðs og B listi. B listi uppfyllti ekki, að mati kjörstjórnar, þau skilyrði sem sett eru fyrir framboði og úrskurðaði kjörstjórn að einungis einn listi væri löglega fram borinn A listi en í fundargerð kjörstjórnar frá 19. mars 2018 segir: „Einungis eitt framboð var löglega framkomið, A- listi stjórnar og trúnaðarráðs og er hann því sjálfkjörinn.“ Fundarefni varðar framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu við kosningu stjórnar og trúnaðarmannaráðs og ósk um framlengdan framboðsfrest. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og láta sig málið varða.

Stjórn og trúnaðarráð Verslunarmannafélags Suðurnesja.


markhönnun ehf

Kræsingar á nettum verðum

-35%

-40%

GRÍSAKÓTILETTUR PIPAR MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 1.665 KR/KG

999

GRÍSARIF FULLELDUÐ Í BBQ KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

649

Gómsætt ! & girnilegt

-40%

KJÚKLINGALUNDIR DANPO. 700 GR. KR PK ÁÐUR: 1.498 KR/PK

899

NAUTASTEIK HEIMILISRÉTTIR KR PK ÁÐUR: 3.798 KR/PK

2.659 -30%

SVÍNALUNDIR FROSNAR.

-25%

1.349

KR KG ÁÐUR: 1.798 KR/KG

FOLALDAFILE FROSIÐ

3.198

KR KG ÁÐUR: 3.998 KR/KG

NETTÓ BJÚGU 6 STK KR PK ÁÐUR: 898 KR/PK

629

-30%

FOLALDAPIPARSTEIK KR KG ÁÐUR: 2.998 KR/KG

2.398

FOLALDALUNDIR FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 5.498 KR/KG

-20% 4.398

-20% 2

Epladagar!

FYRIR 1

-50% FOLALDAHAKK 600 GR. KR PK ÁÐUR: 498 KR/PK

299

-40%

-30%

-20%

OKKAR KARTÖFLUMÚS 125 GR. KR PK ÁÐUR: 279 KR/PK

140

CROISSANT M. SKINKU & OSTI BAKAÐ Á STAÐNUM KR STK ÁÐUR: 249 KR/STK

125

-50%

Tilboðin gilda 5. - 8. apríl 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

rmast fe n u m ir t t ó d la ís Ás a G urkirkju 15. apríl í Keflavík

SKIPULEGGUR SÍNA EIGIN FERMINGARVEISLU „Þegar kom að því að hefja undirbúninginn að fermingunni þá steig ég til hliðar þar sem að Ása var með það alveg á hreinu hvernig hún vildi hafa daginn“, segir Ragnheiður Garðarsdóttir, móðir Ásu Gísladóttur sem mun fermast 15. apríl í Keflavíkurkirkju. Ása er miðjubarn þeirra hjóna Ragnheiðar Garðarsdóttur og Gísla Aðalsteins Jónassonar en fjölskyldan samanstendur af þeim Ragnheiði og Gísla ásamt börnunum þrem, þeim Garðari Franz, Ásu og Guðrúnu en öll ganga þau systkinin í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Ása er ósköp venjulegur unglingur, spilar körfubolta, horfir á þættina Teen Wolf á Netflix og er mikil félagsvera ásamt því að hafa brennandi áhuga á bakstri. Hún hefur til að mynda selt sörur fyrir tvö síðastliðin jól og bakaði Ása hátt í 900 sörur fyrir síðustu jól. Einnig hefur hún selt bollakökur fyrir fermingarveislur. „Hún

-með brennandi áhuga á bakstri

hefur mikla ástríðu fyrir bakstrinum, finnst þetta skemmtilegt og við leyfum það, þar hefur hún fengið að njóta sín“, segir Ragnheiður. Þá er Ása mjög iðinn við eldamennskuna og hefur til að mynda séð um að gera jólaísinn fyrir fjölskylduna þrjú síðastliðin jól. Hvernig kviknaði áhuginn? „Ég var mikið að baka með ömmu Gunnu fyrir jólin, sörur og lagtertur“, segir Ása en þannig kviknaði áhuginn. Ása var ekki mikið eldri en tíu ára þegar hún var alltaf að gera sykurmassakökur og bakaði hún afmæliskökuna fyrir bróður sinn þegar hann hélt upp á 12 ára afmælið sitt. Ása er það áhugasöm að hún starfar einn morgun í viku í Sigurjónsbakaríi frá sex til átta á morgnana áður en hún fer í skólann, þar fylgist hún með framleiðslunni og gengur

í þau verkefni sem hún fær. Ásu langar að fara í Menntaskólann í Kópavogi til þess að nema bakaraiðn að grunnskóla loknum og er draumurinn einnig að komast út til New York í skóla þar sem kenndar eru kökuskreytingar. Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir ferminguna gengið? „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, stresslaust og Ása sér um allt frá A-Ö, ég fæ að vera í skúrnum að föndra krukkurnar og flöskurnar sem verða notaðar sem vasar og kertastjakar“ segir Ragnheiður brosandi. Bollakökur, kransakaka, marenstertur, sörur og cake pops er á meðal þess sem boðið verður uppá í veislunni og mun Ása sjá um allan baksturinn að undanskildri fermingartertunni og brauðmetinu. Veislan mun telja um hundrað manns og verður haldin á Mótel Best í Vogum, sem er í eigu föður-

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

bróður Ásu en þar hefur Ása starfað sem þerna undanfarin tvö sumur. Ása hefur því haft nægan tíma til þess að myndskreyta veislusalinn í huganum. Verður eitthvað þema í veislunni? „Já það verður þema, antik bleikur er liturinn ásamt blúndu og striga, svona rómantískur blær yfir öllu“, segja þær mæðgur. Það er allt útpælt hvað ferminguna varðar, kjóllin sem er hvítur var keyptur í House of Fraser í Glasgow og hafði Ása eytt drjúgum tíma á netinu í að skoða kjóla áður en að út var haldið. Þar ytra keyptu mæðgurnar einnig mikið af skrauti sem notað verður í veislunni. Það eru ekki mörg fermingarbörn á landinu sem skipuleggi fermingarveisluna sína sjálf en það hefur hún Ása gert. „Ég ætti í rauninni að borga henni fyrir þetta, því hún er svo mikill snillingur“, segir Ragnheiður að lokum.

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

Verksamningur nýs íþróttahúss undirritaður Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Magnús Guðmundsson eigandi Grindarinnar, skrifuðu í síðustu viku undir verksamning fyrir nýtt íþróttahús í Grindavík. Um er að ræða rúmlega 2.000 m2 byggingu sem mun rísa norðan megin við núverandi íþrótthús. Framkvæmdir á svæðinu eru þegar hafnar og er jarðvinnu nú lokið. Fyrirhuguð verklok eru í upphafi árs 2019. Greint er frá þessu á grindavik.is. Byggingin skiptist í þrjá hluta:

A. 1. hæð mun innihalda forrými sem tengir íþróttamiðstöð og tengigang við nýjan íþróttasal ásamt búningsaðstöðu, áhaldageymslu, afgreiðslurými, ræstiherbergi ásamt stigagang og lyftu. B. 2. hæð mun innihalda stigarými og lyftu ásamt fjölnotasal, salernisaðstöðu, lagnarými og stiga að þriðju

hæð. C. Tæknirými mun verða staðsett á þriðju hæð byggingarinnar.

Mæðgin í 1. og 3. sæti Pírata í Reykjanesbæ

Framkvæmdasvæðið við núverandi íþróttahús. Fannar og Magnús að ofan.

Þórólfur Júlían Dagsson er í fyrsta sæti á lista Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor en framboðið stóð fyrir prófkjöri sem lauk nýlega en þátttakendur voru fimm. Í öðru sæti á eftir Þórólfi kemur Hrafnkell Brimar Hallmundsson, í þriðja sæti er móðir Þórólfs, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, í fjórða sæti er Guðmundur Arnar Guðmundsson og

í fimmta sæti er Jón Páll Garðarsson. Þau hafa öll samþykkt að taka þau sæti sem Píratar kusu þau í og munu því skipa fimm efstu sæti listans. Nú fer í hönd vinna við að velja úr þeim fjölda sem boðist hefur til að skipa önnur sæti listans og verður listinn í heild kynntur eftir páska. Píratar hafa opnað kosningaskrifstofu á Ábrú, segir í frétt frá Pírötum.


GÓÐ VERÐ Í APRÍL ATKINS 60GR +HARVEST 40GR FRÍTT MEÐ

HOT WINGS OG GRÁÐOSTASÓSA 670GR

349

899

KR/STK / 3.490 KR/KG

KR/PK 1.342 KR/KG

FREYJU HRÍSPOKI 200GR

249 KR/PK 1.495 KR/KG

RIPPED TROPICAL 330 ML

PRINCE POLO 35GR

199

69

KR/STK 603 KR/L

KR/STK 1.971 KR/KG

REMI KEX 100 G

199

EGILS LÍMONAÐI 500ML

KR/PK 1.990 KR/KG

HOT WINGS OG GRÁÐOSTASÓSA 350 G

LAKRISAL STAUKUR 40GR

KR/PK 1.997 KR/KG

KR/STK 1.725 KR/KG

129 KR/STK 258 KR/L

69

699

GATORADE 500ML 2 TEG

149

GRANDIOSA 480-575G

KR/STK 298 KR/L

499

WEETABIX WEETO'S 350GR

GRANDIOSA GLUTENFRI 590G

KR/STK 988 KR/KG 960-1.040 KR/KG

699 KR/STK 1.185 KR/KG

349 KR/PK 997 KR/KG

ALPEN 145G

CULT RAW ENERGY 250 ML 2 TEG.

199

HÁMARK 250ML

149

KR/PK 1.401 KR/KG

149

KR/STK 796 KR/L

KR/STK 596 KR/L

CULT RAW 500 ML

KNORR SNACKPOT 66-71 G

199

249

KR/STK 398 KR/L

KR/STK 3.507-3.773 KR/KG

RANA PASTA 250 G

25%

AFSLÁTTUR

1.108–2.407 KR/KG


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Bylgja ráðin aðstoðarskólastjóri í Sandgerði Bylg ja Baldursdóttir hefur verið ráði aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Sandgerði, þetta kemur fram í fundargerð frá bæjarráði Sandgerðis þann 15. mars sl. Tvær umsóknir bárust um starfið, frá Bylgju Baldursdóttur og Lilju Dögg Friðriksdóttur.

B-listi uppfyllti ekki skilyrði fyrir framboð Stjórn trúnaðarráð Verslunarmannafélags Suðurnesja hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna bréfs sem forsvarsmenn B lista sendu frá sér þann 22. mars sl., um að stjórn og trúnaðarráð VS myndu framlengja skilafrest framboða til kjörs stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. „Samkvæmt ákvörðun stjórnar og trúnaðarráðs frá 5. febrúar var samþykkt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarráðs sbr. 11. gr laga félagsins, en þar kemur jafnframt fram að um framkvæmd kosninga skuli fara eftir reglum ASÍ. Auglýst var eftir framboðum og bárust tveir listar sem merktir voru A listi stjórnar og trúnaðarráðs og B listi, “ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að B listi hafi ekki uppfyllt, að mati kjörstjórnar, þau skilyrði sem sett voru fyrir framboði og úrskurðaði kjörstjórn að einungis einn listi væri löglega fram borinn A listi, og þeir sem á þeim lista voru rétt kjörnir til trúnaðarstarfa fyrir félagið en í fundargerð kjörstjórnar frá 19. mars 2018 segir: „Einungis eitt framboð var löglega framkomið, A- listi stjórnar og trúnaðarráðs og er hann því sjálfkjörinn.“ Kosningum er því lokið samkvæmt lögum félagsins. Í bréfinu frá 22. mars sl. segir að vegna skorts á leiðbeiningum og nánari upplýsingum um framkvæmd og útlit framboðsgagna sé óskað eftir að nýr frestur verði gefinn til að koma að framboðslista. „Stjórn og trúnaðarráð kannast ekki við að óskað hafi verið eftir neinum upplýsingum eða leiðbeiningum frá skrifstofu félagsins um hvaða kröfur þyrfti að uppfylla til að framboð teldist lögmætt. Ekki verður því séð að framboð B lista byggðist á ónógum eða villandi upplýsingum frá skrifstofu félagsins. Stjórn og trúnaðarráð lítur svo á að kosningum sé lokið með úrskurði kjörstjórnar. Hvergi er að finna í lögum félagsins heimild til að boða til nýrra kosninga eða framlengja framboðsfrest eftir að kosningum er lokið. Stjórn og trúnaðarráð getur því ekki orðið við þeirri beiðni sem fram kemur í framlögðu bréfi.“ Varðandi ósk um félagsfund þá þarf a.m.k. undirskriftir 50 fullgildra félagsmanna til að óska eftir fundi. Með framlögðu bréfi var lagður fram listi 52 nafna en við skoðun eru einungis 48 þeirra fullgildir félagsmenn. Beiðnin uppfyllir því ekki skilyrði 19. gr. laga félagsins, segir í yfirlýsingu A lista stjórnar og trúnaðarráðs.

Eva Björk Sveinsdóttir sem mun taka við starfi sem skólastjóri í Gerðaskóla í ágúst:

Langar að innleiða fjölbreyttari fög sem vekja áhuga nemenda í menntakerfinu í heild og þá sérstaklega að ekki þurfi allir nemendur að fara sömu leiðina innan Grunnskólans. Hana langar, á komandi tímum að innleiða fjölbreyttari fög inn í skólann, þar sem nemendurnir hafi meira val um fög sem vekja áhuga þeirra og efli styrkleika.

Nemendur tilheyra mörgum þjóðarbrotum

„Það þarf að horfa á einstaklingana innan heildarinnar og reyna eftir bestu getu að styrkja hvern og einn og virkja þannig áhuga nemandans fyrir náminu,“ segir Eva Björk Sveinsdóttir sem mun taka við starfi sem skólastjóri í Gerðaskóla í ágúst næstkomandi en Eva hefur verið starfandi aðstoðarskólastjóri undanfarið skólaár. Eva er gift Halldóri Magnússyni fasteignasala á Stuðlabergi og eiga þau þrjár dætur. Hún útskrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugavatni 1995 og stefnir á að ljúka mastersnámi á vormánuðum í Forystu og stjórnun frá Bifröst. Eva hefur ætíð unnið við kennslu lengst af í 19 ár í Myllubakkaskóla en einnig í eitt og hálft ár þegar

hún starfaði sem leikskólakennari á Heiðarseli. Sú reynsla var henni mikilvæg og jók skilning hennar á því mikla og góða starfi sem fram fer á leikskólum.

Hefur brennandi áhuga á skólamálum

„Ég ætlaði nú aldrei að vera kennari og eftir stúdentspróf vissi ég ekkert hvaða leið ég ætlaði en sótti um í Kennaraháskólanum og Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni fékk inngöngu í báða skóla og ákvað að fara í Íþróttakennaraskólann, en það lá beinast við þar sem ég stundaði fótbolta, handbolta og körfubolta af kappi í þá daga“ segir Eva. Það er augljóst að Eva hefur mikinn og brennandi áhuga fyrir því sem hún gerir og talar hún um þær hröðu breytingar sem eru að verða á menntun og

Nemendur Gerðaskóla eru af mörgum þjóðernum og eru um 20% nemenda sem hafa annað tungumál en íslensku á heimili sínu. „Yfir höfuð gengur þessum börnum vel að fóta sig og aðlagast skólanum, þau fá mikið svigrúm og vel er tekið á móti þeim, starfsfólk skólans er greinilega vant því að taka á móti börnum sem eru að erlendu bergi brotin“ segir Eva. Í Gerðaskóla er starfandi kennari sem hefur íslensku sem annað tungumál og hefur hann kennt börnunum í einkatímum, mismikið þó eftir þörfum hvers og eins. Einnig hefur verið komið á fót þróunarverkefni þar sem pólskir drengir úr 8. bekk koma inn í 1. bekk og hjálpa þar yngstu samlöndum sínum við lærdóminn, hefur það verkefni tekist mjög vel til.

Skólastarf í sameinuðu sveitarfélagi

Nú liggur það fyrir að Garður og Sandgerði munu sameinast þann 10. júní næstkomandi hvernig leggst sú sameining í þig og sérðu einhverja breytinga á skólastarfinu? „Ég er spennt fyrir sameiningu sveitafélaganna og sé fullt af nýjum tækifærum sem geta skapast hvað skólastarfið varðar og hafa skólarnir nú þegar skipulagt sameiginlegan starfsdag með haustinu,“ segir Eva. Það er því óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan fyrir nemendur og starfsfólk Gerðaskóla.

Fleiri samingar um eignir í sérbýli á Suðurnesjum

-Hlutfallslega flestar í búðir í útleigu í Reykjanesbæ Næst mestu viðskipti í heildarveltu þinglýstra fasteignaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins í marsmánuði voru á Reykjanesi. Fasteignaviðskiptin numu 9.560 milljónum íslenskra króna samkvæmt Þjóðskrá á öllu landinu en heildarveltan á Reykjanesi nam 2.170 milljónum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Á Reykjanesi voru gerðir tveimur

færri samningar en á Suðurlandi og voru 51 af 67 samingum um eignir í Reykjanesbæ og þar af 29 eignir í fjölbýli. Gerðir voru 19 samningar um sérbýli og á heildina litið voru fleiri samningar um eignir í sérbýli eða 32 á móti 31 í fjölbýli. Þá er Reykjanesbær á meðal stærstu sveitarfélaga landsins sem er með hlutfallslega flestar íbúðir í útleigu.


Opið hús í Flugakademíu Keilis Flugakademía Keilis verður með opinn kynningardag laugardaginn 7. apríl, kl. 12 - 14 á Grænásbraut 910 og Funatröð 8 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hægt verður að fræðast um flugtengt nám við skólann og starfsmöguleika, prófa fullkomna flugherma, fá sér sæti í orrustuþotu og sjá stærsta flugvélamótor á landinu, ásamt því að skoða verklega aðstöðu. Atvinnuflugmannsnám Um tvö hundruð nemendur er í atvinnuflugmannsnámi í Keili, þar sem þeir hafa aðgang að fullkomnustu kennsluvélum á landinu, nýjum flughermum og frábærri kennsluaðstöðu í framsæknu skólaumhverfi. Flugvirkjanám Námið veitir alþjóðleg starfsréttindi fyrir þá sem vilja starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. Pylsur og gos í verklegri aðstöðu flugvirkjanámsins að Funatröð 8 á Ásbrú. Frábært tækifæri fyrir þá sem hyggja á flugtengt nám í framtíðinni að kynnast náminu og starfinu.

FLUGAKADEMÍA KEILIS

// ÁSBRÚ

// 578 4000

// flugakademia.is

//

flugvirkjun.is


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Þóranna K. Jónsdóttir ráðin kynningastjóri B-lista í Reykjanesbæ Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsráðgjafi, hefur verið ráðinn kynningastjóri fyrir framboð Framsóknarflokksins til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Þóranna sendi út tilkynningu á heimasíðu sinni og á Facebook þar sem hún greinir frá þessu. Í tilkynningunni lýsir hún stuðningi við „þann glæsilega hóp fólks sem nú býður sig fram

Þóranna K. Jónsdóttir, kynningastjóri fyrir framboð Framsóknarflokksins til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ.

til setu í bæjarstjórn í Reykjanesbæ“. „Það er fengur fyrir okkur að njóta liðstyrks Þórönnu sem mun sjá um kynningarmálin fyrir framboðið,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti framboðsins. „Það er okkar markmið að kynna stefnumálin vel og reka málefnalega og skemmtilega kosningabaráttu og því er hennar faglega nálgun afar mikilvæg fyrir okkur“.

Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

JÓHANN ALEXANDERSSON, frá Suðureyri við Súgandafjörð,

lést á Hrafnistu Nesvöllum, föstudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 10. mars kl. 13. Guðrún Anna Jóhannsdóttir, Kristján G. Gunnarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sævar Vatnsdal Rafnsson, afa og langafabörn.

GUÐMUNDUR VALUR ÓLAFSSON Stapavöllum 10, Reykjanesbæ,

lést á heimili sínu, sunnudaginn 11.mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ragnheiður I. Halldórsdóttir, Halldór Reinhardtsson, Þóranna Andrésdóttir, Anna Bjarnadóttir, Ted Wahoske, Eiríkur Bjarnason, Andrés, Ragnheiður, Jake, Jessica, Júlíanna, James, Kolfinna, og barnabarnabörn.

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti á dögunum að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðir sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósunum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkanti og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið.

Verið velkomin

FRÁ BARNI TIL BARNS

Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,

Aðdáendur norðurljósa sköpuðu stórhættu

Píanó-, harmoníku- og hljómborðsnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar efna til styrktartónleika fyrir langveik börn í Reykjanesbæ, laugardaginn 14. apríl. Röð 6 stuttra tónleika hefst kl. 11 sem verða á hálfa og heila tímanum til kl. 14. Tónleikarnir fara fram í Bergi, Hljómahöll. Hægt er að tryggja sér miða á tónleikana með frjálsum framlögum inn á reikning: 0142-15-010366 kt. 3006584829, en einnig verða seldir miðar við innganginn í Berg. Listmarkaður áhugalistamanna verður opinn meðan á tónleikaröðinni stendur og rennur allur ágóði af sölu listaverka hvort sem þau eru í orði, tónum, litum eða öðru formi, óskert til málefnisins sem stuðningur hinna fullorðnu við framtak barnanna.

Að auki verður kaffihús á listmarkaðnum þar sem flutt verður tónlist af nemendum. Allur ágóði af sölu veitinga rennur sömuleiðis óskertur til málefnisins. Skorað er á alla áhugalistamenn í Reykjanesbæ að skoða hvort þeir eigi í fórum sínum frumsamið hugverk, handverk, myndverk eða hvað annað af þessum toga sem viðkomandi vill gefa á listmarkaðinn til stuðnings þessu mikilvæga málefni. Slík framlög má tilkynna í síma Tónlistarskólans 420 1400. Söfnun beinna styrkja er hafin og hægt er að leggja framlag til langveikra barna í Reykjanesbæ inn á ofangreint reikningsnúmer. Reikningurinn verður opinn til 14. maí 2018.

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Gamalt og gott á timarit.is

HILMAR ÞÓR MEÐ ERINDI VIÐ HÁSKÓLANN Í AÞENU Helgihald í

Njarðvíkurprestakalli 5. apríl til 11. apríl 2018.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Guðsþjónusta 8. apríl kl. 11:00 Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 10. apríl kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 11. apríl kl.10:30-13:30. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 5. apríl kl.20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Njarðvíkurkirkja (Innri)

Guðsþjónusta 8. apríl kl. 11:00 í YtriNjarðvíkurkirkju Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 10. apríl kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Spilavist Systrafélags Njarðvíkurkirkju í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 10. apríl kl.20. Umsjón hefur Helga Þóra Jónasdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 11. apríl kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.

SUNNUDAGURINN 8. APRÍL KL. 11 OG 14

Holtaskólabörn verða fermd í hátíðarguðsþjónustu. SUNNUDAGURINN 15. APRÍL KL. 11 OG 14

Heiðarskólabörn verða fermd í hátíðarguðsþjónustu. SUNNUDAGURINN 22. APRÍL KL. 11

Myllubakkaskólabörn verða fermd í hátíðarguðsþjónustu. Í öllum fermingarguðsþjónustum syngur Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs organista. Sr. Fritz Már og sr. Erla þjóna ásamt messuþjónum HVER MIÐVIKUDAGUR KL. 12

Alla miðvikudaga í hádeginu er boðið uppá kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Arnór, Fritz og Erla leiða stundirnar. Gæðakonur bera fram súpu og brauð í Kirkjulundi að lokinni stund. Verið öll velkomin

Þann 20. mars flutti Hilmar Þór Hilmarsson, Njarðvíkingur og prófessor við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri erindi við hagfræðideild háskólans í Aþenu, The National and Kapodistrian University of Athens, en Hilmar er gestaprófessor þar á vormisseri 2018 http://en.econ.uoa.gr/staff/ visiting-professors.html Í erindinu fjallaði Hilmar um mismunandi efnahagsstefnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í

kjölfar kreppunnar sem skall á 2008 og efnahagsframvinduna síðan. Í erindinu lagði Hilmar áherslu mismunandi stefnu landanna í ríkisfjármálum og gengismálum sem meðal annars tengist því að Eystrasaltsríkin og Finnland (eina landið meðal Norðurlandanna) tóku upp evruna sem gjaldmiðil. Hin fjögur Norðurlöndin hafa sinn eigin gjaldmiðil. Danmörk er undanþegin ákvæði Maastricht-sáttmálans um upptöku evru og Svíþjóð hefur tekið einhliða ákvörðun

um að standa utan evrusvæðisins. Ísland og Noregur standa utan Evrópusambandsins og þar með utan myntbandalagsins. Hilmar fjallaði einnig um áhrif bankatengsla milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á efnahagsstefnuna, sem reyndist Eystrasaltsríkjunum erfið og gerði kreppuna þar bæði dýpri og lengri. Í kjölfar erindisins spunnust upp töluverðar umræður um efnahagsstefnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, en einnig Grikklands sem bæði er aðildarríki Evrópusambandsins og á evrusvæðinu. Þó svolítið hafi rofað til í efahagsmálum Grikklands er atvinnuleysi þar enn um 22 prósent og hagvöxtur lítill eftir samfleytt samdráttarskeið í um 7 ár. Skuldir hins opinbera eru um 180 prósent af vergri landframleiðslu sem er mjög íþyngjandi fyrir hagkerfi Grikkja. Hilmar er gestaprófessor við Háskólann í Aþenu í boði Andreas Papandreou prófessors við hagfræðideild Háskólans í Aþenu. Þess má geta að Andreas Papandreou er bróðir George Papandreou sem var forsætisráðherra Grikklands 2009 til 2011. George Papandreou er þriðji aðilinn í Papandreou fjölskyldunni í Grikklandi sem gengt hefur embætti forsætisráðherra Grikklands.


Pallurinn og plokkið Lavor Galaxy 150 háþrýstidæla

Made by Lavor

26.490

Lavor Space 180 háþrýstidæla

2100w, 150 bör (240 m/ túrbóstút), 450 l/klst. Með pallabursta.

2500W, 180 bör (245 m/túrbóstút), 510 L/klst. Pallabursti og felguhreinsir fylgja.

17.990

29.990

Lavor SMT 160 ECO 2500W, 160 bör (245 m/ túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa). Gróðurmold 20 l

560 40 l kr. 990

Lavor Vertigo 28 háþrýstidæla 2800w, 160 bör (220 m/ túrbó), 510 l/klst. 4 mismunandi spíssar, hægt að nota í sandblástur (aukasett).

Tia Greinaklippur

1.590

66.990

Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.395 kr. 60cm 1.895 kr.

Cibon Fúgu vírbursti 3x10 laga m/skafti

1.490 Hjólbörur 80L

3.990

GOTT ÚRVAL AF SKÓFLUM Á GÓÐU VERÐI

1.690

Meistar Upptínslutól/plokkari Verð

1.570

Fyrir plokkara

25%

AFSLÁTTUR

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

, r a g a Laugard -14 0 1 . l k ð i op

Tansun geislahitari – 2.0 kW áður 39.990 kr.

29.993

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

• IP staðlað fyrir íslenska veðráttu • 2 ára ábyrgð

Kailber 4 brennara Gasgrill 4x3,5KW brennarar (14kw), grillflötur 68x44cm.

49.990


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

„Við erum öll eins í grunninn“ - Mikilvægt að finna kærleikann, segir Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, bæjarlistamaður Grindavíkur 2018

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir er bæjarlistamaður Grindavíkur en hún tók við þeirri viðurkenningu við setningu Menningarviku fyrr í þessum mánuði. Anna segir að hún hafi byrjað í myndlist um leið og hún byrjaði að tala, hún var dugleg að sækja námskeið sem voru í boði á hennar yngri árum og hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1985 en þaðan hélt hún til Hollands og útskrifaðist frá Akademie Voor Beeldende Kunst árið 1989. Anna hefur haldið fjöldann allan af einkasýningum hér á landi og einnig í Danmörku og Hollandi. Listaverk eftir hana má finna víðsvegar um heiminn en í dag vinnur hún við skúlptúragerð í vinnuskúrnum sínum í Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík ásamt því að vera með verkefni í bígerð.

Fjölskyldan studdi hana í listsköpun

„Ég var svo heppin að alast upp hjá foreldrum og fjölskyldu sem studdu mig eindregið í minni listsköpun,“ segir Anna Sigríður. „Það má eiginlega segja að ég hafi byrjað í myndlist um leið og ég byrjaði að tala, ég fór ung að teikna og búa til ýmislegt úr leir þegar ég var barn. Þegar ég byrjaði í skóla, þá var boðið upp á námskeið í myndlistarskólanum í Kópavogi, þar sem ég ólst upp.“ Anna segist hafa sótt öll þau námskeið sem í boði voru fyrir börn- og unglinga á sínum tíma. „Þegar ég sótti námskeið hjá Myndlistar- og handíðaskólanum, stefndi ég beint þangað og lauk mínu námi þaðan. Eftir að ég útskrifast þaðan held ég síðan til Hollands og útskrifast þaðan árið 1989 og hef verið alveg á fullu í minni listsköpun síðan þá.“ Anna Sigríður býr aðallega til skúlptúra og hefur einnig verið að gera gjörninga eða „performensa“ og innsetningar síðan 2012. „Mér finnst mjög skemmtilegt að blanda þessu saman, innsetningarnar eru aðeins léttari en skúlptúrinn og þannig dreifist álagið aðeins meira. Ég hef einnig verið að vinna mikið með hljóð í „performansinum“ sem er mjög skemmtilegt.“

Tilnefningin bæjarlistamaður Grindavíkur kom Önnu Sigríði á óvart. „Ég var bara ótrúlega hissa og ótrúlega glöð þegar ég heyrði af tilnefningunni, mjög þakklát líka en mér þykir mjög vænt um þetta og þetta er mikill heiður. Ég hef haldið tvær sýningar í Grindavík og mér fannst svo gott að geta gert það á heimaslóðum, það var mjög ánægjulegt.“

Er með verk til sýnis víðsvegar um heiminn

Verk eftir Önnu Sigríði má meðal annars finna í Hong Kong, á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og einnig á Norðurlöndunum. „Ég fer stundum erlendis og flyt þá verk með mér en ég hef líka farið á vinnustofur og gert verk þar. Síðan hef ég líka farið á svokallað „Artist Residency“ hingað og þangað sem er alveg frábært.“ Anna segir að það sé frábært að fara á aðra staði og vinna þar í ákveðinn tíma, annað hvort í hugmyndavinnu eða að vinna í innsetningum. „Það er reyndar ekki hægt að vinna skúlptúrana mína alls staðar þar sem að maður þarf svolítið stórt vinnupláss til þess að hafa allar græjur til þess að sjóða og slípa en ég er einmitt með góða aðstöðu heima hjá mér í skúr fyrir utan húsið mitt í Þórkötlustaðarhverfi. Það er yndislegt fyrir listamann að búa við sjávarsíðuna og þar hef ég líka nóg pláss en það er kannski ekki vinsælt að vera í þéttri byggð með fullt af efni sem ég er að vinna með eins og járn og annað slíkt. Mér finnst líka æðislegt að vinna úti þegar veðrið er gott og ég geri það oft.“ Anna Sigríður vann sýninguna „Hjartsláttur, fólkið sem byggir jörðina“ með leikskólabörnum í Grindavík en henni fannst það nafn henta vel eða passa vel við sýninguna. Nemendur leikskólanna í Grindavík, Króks og Lautar notuðu hristur til að finna takt eða slátt, sem tengist hjartanu og fannst börnunum gaman að fá að skapa takt og fá að syngja.

Áhersla lögð á samvinnu

„Það var haft samband við mig í fyrir þessa sýningu eða fjöl-

menningarverkefni í haust í samvinnu með leikskólunum tveimur hér í Grindavík. Ég vann með elstu og næst elstu nemendum leikskólanna og það lá beinast við að gefa þeim svolítið frelsi.“ Fyrir sýninguna var lögð áhersla á samvinnu og að læra að deila með öðrum. Einnig var áhersla á að finna hvað við eigum öll sameiginlegt, ásamt hjartanu og kærleikanum. „Það er svo mikilvægt að staldra við og hugsa um þetta allt. Við gerðum líka myndband þar sem er viðtal við börnin og þar er verið að spyrja þau um hjartað, hvað býr í því, hvar er það og annað slíkt. Svörin þeirra voru mörg hver mjög falleg. Þarna eru listamenn á ýmsum sviðum og þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessu starfi með börnin. Það er mikilvægt að hlúa að þessari listrænu leið og skapandi hugsun og leyfa börnunum að blómstra.“ Í vinnunni fyrir sýninguna smíðuðu krakkarnir meðal annars kassatrommur en hver og einn fékk sína hlið á trommunni og þar lærðu þau að deila. „Hver og einn átti sína hlið og þannig lærðu þau samvinnu. Þessir nemendur eru ótrúlegir listamenn og gera hvert listaverkið á fætur öðru. Við unnum mikið með efnivið sem var til á leikskólunum, enda eru þeir báðir Grænfánaskólar, þar sem lögð er mikil áhersla á endurvinnslu. Mér finnst mjög mikilvægt að passa jörðina, náttúruna og annað slíkt.“

Allir hafa listamann í sér

Um þessar mundir er Anna Sigríður að vinna með þýskri konu sem er danshöfundur og dansari en þær hafa verið að koma fram saman, bæði hér á Íslandi, á Spáni og í Þýskalandi. Þær eru að þróa verkefnið sitt betur og ætla að sjá hvort þær finni ekki einhverja skemmtilega leið saman. „Ég er alltaf að vinna heima í skúlptúr, það er engin sýning þannig séð í bígerð á næstu mánuðum en það getur verið fljótt að breytast.“ Anna segist alltaf finna fyrir sköpunargleði og vil deila henni með öðrum. „Við höfum öll drifkraft í okkur og aðgang að risastórum potti þar sem að hugmyndirnar okkar eru en svo er það okkar að fara þangað og veiða þær. Í mínum verkum hef ég einmitt verið að vekja athygli á því að við erum öll eins í grunninn. Í dag snýst mín list svolítið um það að við vöknum til lífsins og finnum kærleikann og að við skiljum það að við erum öll mjög svipuð, alveg sama hvar við búum, hvernig við erum á litinn og hvar við búum á jörðinni.“ rannveig@vf.is


Urta Islandica opnar á Básvegi 10, Reykjanesbæ! Urta Islandica ehf er í grunninn hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á matargjafarvörum úr íslenskum jurtum, berjum og sjó. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af Þóru Þórisdóttir listakonu á heimili hennar að Austurgötu 47 í Hafnarfirði og hefur það vaxið og dafnað síðastliðin ár. Í dag starfa 10 starfsmenn í fyrirtækinu sem er rekið af Þóru ásamt manninum hennar Sigurði Magnússyni tæknifræðingi og fjölskyldu. Aðrir starfsmenn eru gjarnan fjölskyldumeðlimir, vinir og annað frábært fólk sem hefur gengið til liðs við okkur.

Árið 2015 festi fyrirtækið kaup á Básvegi 10, sem var þá bílaverkstæði. Sigurður tók húsnæðið ástfóstri og hefur síðastliðin 2 ár unnið að því að koma upp fullkomnari framleiðsluaðstöðu. Í dag eru framleidd á Básveginum jurtakryddsölt, sultur & sýróp fyrirtækisins. Ásamt framleiðslunni er verslun með öllum vörutegundum Urta Islandica, en það eru jurtakryddsölt, jurtate, jurtasýróp, sultur & kex. Urta Islandica er einnig að koma sér upp þróunaraðstöðu á Básveginum þar sem spennandi nýjar vörur verða þróaðar, og munum við segja ykkur bæjarbúum frá því þegar nær dregur.

Opnunartími verslunarinnar er frá 11-17 virka daga. Verið velkomin - sjón er sögu ríkari!

Með kveðju, Urta Islandica fjölskyldan

Urta Islandica ehf - Básvegi 10, 230 Reykjanesbæ - s. 470-1305 - urta@urta.is - www.urta.is


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

FS- ingur vikunnar

Heillast mest af góðum húmor í fari fólks EFTIRLÆTIS-

Kennari: Gummi efnafræðikennari. Mottó: Just do it. Sjónvarpsþættir: One Tree Hill og Orphan Black. Hljómsveit/tónlistarmaður: Coldplay/Post Malone. Leikari: Jennifer Aniston. Hlutur: Síminn minn.

Hanna Margrét Jónsdóttir er FS- ingur vikunnar en hún stefnir á tannlæknanám og hræðist aðallega geitunga. FS-ingur: Hanna Margrét Jónsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Sandgerði, 18.ára. Helsti kostur FS? Félagslífið. Hver eru þín áhugamál? Ferðalög og tónlist. Hvað hræðist þú mest? Geitunga aðallega og aðrar ógeðslegar pöddur. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Anita Lind fyrir sína fótboltahæfileika. Hver er fyndnastur í skólanum? Axel Ingi.

Hvað sástu síðast í bíó? Fifty Shades Freed. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó. Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfull. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Fá stoðtímana aftur og breyta mætingarreglunum aftur eins og þær voru. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Góður húmor. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Stefni á tannlæknanám eins og er. Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Hvað flest allir á svæðinu þekkjast vel. Hvað myndir þú kaupa þér ef þú ættir þúsund kall? Lítinn bragðaref.

Gerðaskóli er 220 barna skóli í Sveitarfélaginu Garði. Nánari upplýsingar um Garð er að finna á heimasíðunni www.svgardur.is Gildi skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun, ábyrgð.

KENNARAR Gerðaskóli auglýsir eftir kennurum til að kenna: Heimilisfræði Hönnun og smíði Bekkjakennslu á yngsta og miðstigi Umsóknarfrestur er til 19. apríl. Auk þess minnum við á áður auglýsta stöðu aðstoðarskólastjóra en umsóknarfrestur um þá stöðu rennur út n.k. mánudag, 9. apríl. Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið eva@gerdaskoli.is Upplýsignar veitir Eva Björk Sveinsdóttir í síma 8984496. Heimasíða skólans er gerdaskoli.is og sími 422 7020

g ö j m r E „ “ t á l k k a þ

Grindvíkingurinn Edda Sól Jakobsdóttir leikur aðalhlutverkið í leikritinu LoveStar sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir um þessar mundir. Sýningin hefur fengið frábæra dóma en Edda Sól hefur tekið þátt í fjórum uppfærslum leikfélagsins og er á sínu fjórða og síðasta ári við Menntaskólann á Akureyri.

Grunnskólanemi vikunnar

Uppáhalds tímarnir eru íslenska og stærðfræði Arndís Lára Kristinsdóttir er grunnskólanemi vikunnar, hún er nemandi í Gerðaskóla og er áhugasöm um bakstur og ræktina. Í hvaða skóla ertu? Gerðaskóla. Hvar býrðu? Garði. Hver eru áhugamálin þín? Að fara í ræktina og að baka. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 10.VH og ég er 15 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Hitta vinina og svo eru íslenska og stærðfræði tímar uppáhalds tímarnir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Já eg ætla í framhaldsskóla. Ertu að æfa eitthvað? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum og fjölskyldu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ryksuga heima. ekki valið. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund local salat, get og r lu öf rt ka r lt. ado, sæta kall? Myndi mjög líklega fara með hann í kur, hlusta á al ... matur: Avac : Enginn sérsta ur að bankann. rm ta is ... tónl at. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? ... app: Snapch minn. n in Símans míns. m sí : ur ... hlut nds. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður ... þáttur: Frie stór? Vil vinna í banka.

Uppáhalds...


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

„Mig langaði líka til að gera eitthvað nýtt. Ég mæli með því að fara eitthvað í burtu í nám eins og til dæmis hingað til Akureyrar en þetta er auðvitað mjög persónubundið. Það ættu allir að velja menntaskóla eftir því hvað hentar þeim best og eftir áhugamáli en með því að fara í skóla ,,úti á landi“ lærir maður að redda sér, kynnist nýju fólki og þetta er mjög öðruvísi en maður er vanur en ótrúlega skemmtilegt“. Framtíðarsaga sem hægt er að tengja við nútímann

LoveStar er vísindaskáldsaga eftir Andra Snæ Magnússon sem kom út árið 2002, í rauninni er sagan tvær sögur sem fléttast saman. Hins vegar LoveStar, sem Edda Sól leikur og hin sagan er saga Indriða og Sigríðar sem eru algjörar andstæður LoveStar. „Karakterinn minn vill taka yfir heiminn, hugmyndirnar um það ná tökum á henni og græðgin er allsráðandi. LoveStar er forstjóri fyrirtækisins Lovestar en þar er meðal annars reiknað sálufélaga saman.“ Indriði og Sigríður eru mínímalísk, laðast að hvort öðru og eru mjög lík. „Það kemur þeim því mjög að óvart þegar þau fá einn daginn bréf frá fyrirtækinu um að þau hafi ekki reiknast saman og prufa þau þá að kljást við það á sinn eigin hátt. Andri Snær skrifar söguna þannig að hún gerist í framtíðinni en það má tengja við margt úr henni sem er að gerast í dag og er það algjörlega magnað.“

Framtíðin óráðin

Edda Sól hefur tekið þátt í uppfærslum LMA frá því að hún var í 1. bekk Menntaskólans. „Fyrsta árið lék ég gamla konu í Rauðu myllunni, síðan hýenu í Konungi ljónanna, í 3. bekk lék ég Lillu í leikritinu Annie og núna á lokaárinu mínu leik ég LoveStar í LoveStar. Eddu Sól leist vel á verkið og ákvað því að slá til fjórða árið í röð

og fara í áheyrnaprufu. „Ég hef verið í LMA öll árin svo ég gat auðvitað ekki sleppt því seinasta árið mitt því ég hef mjög gaman af leiklist.“ Eftir útskrift ætlar Edda Sól að fara í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri en framtíðin er annars óráðin. „Það kemur síðan í ljós hvað ég geri, mögulega eitthvað tengt leiklist, en hver veit, leiklist verður að minnsta kosti alltaf stór hluti af mér.“

Menntaskólaárin eiga að vera skemmtileg

Að sögn Eddu Sólar býður MA upp á frábært nám og félagslíf en það var ein af ástæðum þess að hún ákvað að fara norður. „Mig langaði líka til að gera eitthvað nýtt. Ég mæli með því að fara eitthvað í burtu í nám eins og til dæmis hingað til Akureyrar en þetta er auðvitað mjög persónubundið. Það ættu allir að velja menntaskóla eftir því hvað hentar þeim best og eftir áhugamáli en með því að fara í skóla ,,úti á landi“ lærir maður að redda sér, kynnist nýju fólki og þetta er mjög öðruvísi en maður er vanur en ótrúlega skemmtilegt. Ef einstaklingur sem íhugar að fara í annan skóla en í heimabyggð er fyrir félagslíf, bóklegt nám og nýjungar þá mæli ég með því að skoða MA. Menntaskólaárin eiga að vera skemmtileg og þau eru búin að vera meira en það hjá mér. Ég er allavega mjög þakklát.“

Vordagar 5. - 9. apríl

Fullar búðir og veitingastaðir með spennandi vortilboð á góðu verði. Hlökkum til að sjá þig!

SJÓBÚÐ

SEA & SALT WORKSHOP

13


14

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar

Aðalfundur

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl kl. 16:00 á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Framkvæmdaþing 2018

Bein leið hefur samþykkt framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ 2018. Núverandi bæjarfulltrúar flokksins, þau Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar og Kolbrún Jóna Pétursdóttir bæjarfulltrúi leiða listann og þriðja sætið skipar Valgerður Björk Pálsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Bein leið bauð fram í fyrsta sinn í síðustu kosningum og fékk kjörna tvo fulltrúa sem hafa tekið þátt í farsælu meirihlutasamstarfi síðastliðin fjögur ár. Framboðslisti Beinnar leiðar fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 1. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar 2. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur 3. Valgerður Björk Pálsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 4. Birgir Már Bragason, málari 5. Helga María Finnbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur og kennari 6. Kristján Jóhannsson, leigubílstjóri og leiðsögumaður 7. Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur 8. Lovísa N. Hafsteinsdóttir, námsráðgjafi 9. Ríta Kristín Haraldsdóttir Prigge, nemi 10. Kristín Gyða Njálsdóttir, tryggingaráðgjafi 11. Katarzyna Þóra Matysek, kennari 12. Davíð Örn Óskarsson, verkefnastjóri 13. Hrafn Ásgeirsson, lögregluþjónn 14. Sólmundur Friðriksson, kennari 15. Hannes Friðriksson, innanhúsarkitekt 16. Una María Unnarsdótti, flugfreyja og nemi 17. Baldvin Lárus Sigurbjartsson, afgreiðslustjóri 18. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari Guðbrandur Einarsson, 19. Tóbías Brynleifsson, fyrrverandi sölumaður bæjarfulltrúi og forseti 20. Sossa Björnsdóttir, myndlistarmaður bæjarstjórnar skipar 1. 21. Einar Magnússon, tannlæknir 22. Hulda Björk Þorkelsdóttir, verkefnastjóri sæti Beinnar leiðar.

Reykjanesbær boðar til framkvæmdaþings í Hljómahöll mánudaginn 9. apríl kl. 15:00 - 18:00. Þingið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á svæðinu, bæði fagmönnum og íbúum. Helstu framkvæmdir komandi mánaða verða kynntar og málin rædd. Frummælendur koma frá nokkrum af stærstu framkvæmdaaðilum og stórfyrirtækjum á svæðinu. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. Hægt er að skrá sig á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir frétt af þingi og á Facebook viðburði þingsins á síðu Reykjanesbæjar.

Rafvirkjar á starfsstöð okkar í Reykjanesbæ Starfssvið Starfið felur í sér viðhald og rekstur dreifikerfis, nýlagnir, tengingar og uppsetningu búnaðar Hæfniskröfur • Við leitum að hæfileikaríkum einstaklingum til að vinna í frábærum hópi rafiðnaðarmanna þar sem mikil tækifæri eru til að þróast í starfi • Áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, þjónustulund og brennandi áhuga á tæknimálum • Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að ganga bakvaktir sé þess óskað • Sveinspróf í rafvirkjun er nauðsyn, tekið verður tillit til þess ef viðkomandi er að ljúka sveinsprófi Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri í síma 422 5200 Sótt er um störfin á heimasíðu HS Veitna, hsveitur.is Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2018

Gamalt og gott á timarit.is

ÞRJÁR KONUR Í EFSTU FJÓRUM HJÁ FRAMSÓKN OG ÓHÁÐUM Í GARÐI OG SANDGERÐI

B-listi Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hefur verið samþykktur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Á listanum eru 10 konur og 8 karlar, þar af eru þrjár konur í efstu fjórum sætum listans. Núverandi bæjarfulltrúi B-listans í Sandgerði, Daði Bergþórsson, leiðir listann. Í öðru sæti er Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari, og í því þriðja er Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndlistarkennari. Í heiðurssæti listans er Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi, en hann hefur leitt B-listann í Sandgerði frá árinu 2010. „Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaðan framboðslista. Málefnavinna er að fara í gang og hvetjum við alla áhugasama bæjarbúa að taka þátt í því með okkur. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis með mikilli og góðri uppbyggingu og gera gott samfélag enn betra. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu,“ segir Daði Bergþórsson oddviti B-lista Framsóknar og óháðra í tilkynningu. Framboðslisti Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis: 1. Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri 2. Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari 3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndmenntakennari 4. Erla Jóhannsdóttir, grunnskólakennari 5. Eyjólfur Ólafsson, varabæjarfulltrúi og rafeindavirkameistari 6. Úrsúla María Guðjónsdóttir, laganemi 7. Guðrún Pétursson, flugverndarstarfsmaður 8. Unnar Már Pétursson, vaktstjóri 9. Jóna María Viktorsdóttir, þjónustufulltrúi 10. Jónas Eydal Ármannsson, framhaldsskólakennari 11. Aldís Vala Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðinemi 12. Sigurjón Elíasson, tækjastjóri 13. Berglind Mjöll Tómasdóttir, varabæjarfulltrúi og vaktstjóri 14. Bjarki Dagsson, kerfisstjóri 15. Hulda Ósk Jónsdóttir, verkstjóri 16. Jón Sigurðsson, bóndi 17. Ólöf Hallsdóttir, húsmóðir 18. Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi og aðstoðarvarðstjóri


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

15

Framkvæmdir við Eldvörp hafa vakið mikla athygli:

HVAÐ ER SKYNSAMLEGT AÐ GERA SAMFÉLAGINU TIL HEILLA? -segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku. Umræða um framkvæmdir við gígaröð Eldvarpa á Reykjanesi

„Fólk er slegið og stendur alls ekki á sama“ - segir Ellert Grétarsson um viðbrögð við myndum af framkvæmdum í Eldvörpum Ljósmyndir af nýlegum framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum hafa vakið gríðarlega athygli og viðbrögð nú um páskana. Ellert Grétarsson tók myndirnar með dróna á skírdag og setti á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tveimur sólarhringum síðar höfðu nærri eitt þúsund manns deilt þeim áfram á Facebook og mikill fjöldi fólks sýnt viðbrögð við myndunum. „Þessi gríðarlega sterku viðbrögð

segja mér að fólk er slegið og stendur alls ekki á sama þegar svona náttúruníð á sér stað. Þau viðbrögð sem fólk sýnir er reiði og sorg,“ segir Ellert í samtali við Víkurfréttir. - En var þetta eitthvað sem gat komið á óvart í ljósi þess að leyfisferlið hafði farið fram löngu áður þar sem allir gátu kynnt sér málið og gert athugasemdir? „Því miður er að oftast þannig að áður en að leyfisferlinu kemur er að búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram

milli aðila, í þessu tilfelli HS Orku og Grindavíkurbæjar. Athugasemdir frá almenningi hafa því ekkert vægi í slíku ferli. Auðvitað var löngu vitað að HS Orka ætlaði sér í þessar framkvæmdir en núna þegar veruleikinn blasir við áttar fólk sig betur á umfangi þeirra og áhrifum. Myndirnar sýna einungis eitt borstæði af þeim fimm sem deiliskipulagið gerir ráð fyrir. Við erum að tala um að þarna sé verið að slétta út nútímahraun á náttúruminjaskrá, sem á að njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, nánast ofan í gígaröð frá 13. öld,“ segir Ellert. Í færslu Ellerts á fésbókinni vitnar hann í umsögn Skipulagsstofnunar um matsskýrsluna vegna framkvæmdarinnar en þar kemur fram að um sé að ræða „nokkuð umfangsmikið, óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu“. Þá taldi Skipulagsstofnun að áhrif framkvæmdanna á jarðmyndanir svæðisins yrðu „talsvert neikvæð“.

Framkvæmdir við borteig við gígaröð Eldvarpa á Reykjanesi í landi Grindavíkurbæjar hafa vakið mikla athygli á undanförnum dögum. Ármann Halldórsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Grindavíkurbæjar og Ómar Ragnarsson voru í viðtali í Kastljósi þann 3. apríl vegna umræðunnar og sagði Ómar í viðtalinu að það þurfi að fara varlega við að gera svæði eins og þau sem eru í kringum Eldvörpin að iðnaðarsvæðum. Hann sagði það einnig merkilegt við þetta svæði að undir því sé sameiginlegt orkuhólf með Svartsengi og að með því að fara í þessa gígaröð og pumpa þaðan upp orku, þá sé verið að flýta fyrir hinum óhjákvæmilegum endalokum og að orkan eigi eftir að ganga til þurrðar. Ármann benti á að aðdragandi framkvæmdanna sé búinn að vera langur eða sjö ár og hann tók einnig fram að allir umhverfisþættir hafi verið metnir. „Eldvörp eru í rammaáætlun sem Alþingi hefur samþykkt. Ég veit ekki hvernig við ætlum að ná upp orkunni án þessara borteiga. Það er tæknilega ekki hægt,“ sagði Ármann í Kastljósinu. Ármann sagði að Grindavíkurbær hafi gengið langt til þess að lágmarka rask á náttúrunni við framkvæmdirnar og að það sé leitt að sjá hraunið fara en þetta þurfi að gera til þess að ná orkunni upp. Þá benti Ármann einnig á það að ágangur ferðamanna sé mikill á

svæðinu og að átroðningur þeirra sé mögulega að eyðileggja gígana en hefja á framkvæmdir í kringum gígana og búa til slóða og leiðir til þess að vernda svæðið enn betur gegn átroðningi og svo að raskið á svæðinu verði sem minnst. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku var einnig í þættinum en HS orka stendur að framkvæmdunum. Ásgeir sagði að það væri þeirra hlutverk að uppfylla þarfir samfélagsins, með orkuútvegun, ekki eingöngu raforku, heldur líka ferskvatni, neysluvatni, ásamt heitu vatni og hitaveituvatni, hann tók það líka fram að skoða þurfi framkvæmdirnar í samhengi. Öll leyfi hafi verið til staðar fyrir framkvæmdirnar og núna þurfi að auka framleiðslu á heitu vatni fyrir Suðurnesin. „Þetta er líklega heppilegasti staðurinn til þess. Það er ekki þar með sagt að verði reist orkuver í Eldvörpum. Það er hægt að leiða jarðhitavökvann nokkuð langan veg frá gígaröðinni, til dæmis að Svartsengi eða áleiðis til sjávar og vinna þar úr orkunni,“ sagði Ásgeir. Þá sagði Ásgeir að lokum að kröfurnar hafi aukist og vaxið og að gerðar séu meiri kröfur í dag hjá orkufyrirtækjum en áður. „Það er líka jafn líklegt eða rétt, ef væri verið að hefja orkuvinnslu í Svartsengi í dag, þá væri Bláa Lónið líklega ekki til, eða hefði aldrei fengið að verða til. Þá er kannski rétt að staldra við og hugsa, hvað er skynsamlegt að gera, samfélaginu til heilla.“

MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

HUGSANLEGA BESTU KAUPIN

Mitsubishi Outlander PHEV var valinn vinsælasti bíllinn í flokki jeppa og jepplinga árið 2017. Nú bjóðum við þennan magnaða bíl á frábærum kjörum með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu. Að auki fylgir þjónustuskoðun í tvö ár með í kaupunum* á nýjum Outlander PHEV frá HEKLU. Notaðu tækifærið og skiptu yfir í vistvænan bíl. Hlökkum til að sjá þig! Outlander Invite PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:

4.540.000 kr. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd *Nánari upplýsingar um þjónustuskoðun HEKLU má finna á hekla.is. Verð, tilboðsverð og búnaður eru háð gengi erlendra gjaldmiðla á hverjum tíma og geta því breyst án fyrirvara.

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

FYRIR HUGSANDI FÓLK


16

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Garður

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Skagagarðurinn séður í átt til Kolbeinsstaða og Hafurbjarnastaða.

– hvaðan skildi nafnið vera komið?

Þetta er skemmtileg spurning nú í aðdraganda þess að nafn verður fundið á nýtt sveitarfélag sem varð til við sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs. Nafnið Garður er reyndar dregið af svokölluðum Skagagarði sem lá milli gömlu jarðanna Kirkjubóls (Sandgerði) og Útskála (Garður). Garðurinn var gríðarlega mikið mannvirki á mælikvarða þess tíma sem hann mun hafa verið byggður en hann var til varnar ökrunum sem voru norðan hans. Þá var loftslag hlýrra á norðurslóðum og akuryrkja meiri en þekkist nú á dögum. Í dag er Skagagarðurinn aðeins ávalur, grasigróinn hryggur sem best sést við gamla veginn milli Garðs og Sandgerðis.

Á kortinu sést Skagagarðurinn yst á Garðskaga. Þar sést líka merkt inn hvar fundust fornmannagrafir á miðju 19.öld en beinagrind sú er til sýnis í glerskáp í Þjóðminjasafninu.

Talið er samkvæmt jarðfræðirannsóknum að garðurinn sé ævaforn eða frá upphafi tíundu aldar. Hann mun hafa náð mönnum í öxl og var a.m.k. 2 m þykkur. Hann mun hafa verið 1500 m langur. Að innanverðu var hann stöllóttur en utanverðu lóðréttur svo ekki komust húsdýr inn fyrir hann. Um 1900 sást enn móta fyrir ökrunum norðan megin á Garðskaga. Nokkrir af helstu fræðimönnum Íslands hafa rannsakað garðinn en ítarlegust er rannsókn Kristjáns Eldjárns og er fróðleg grein um „garðinn“ í árbók Ferðafélags Íslands 1977. Þar segir m.a.: „...að garðurinn beri vitni um sameiginlegt félagslegt átak manna í Garði og Kirkjubólshverfi (Sandgerði). Hann var þá aðalvörslugarður fyrir bæði byggðarlög. Innan hans

Séð til Skagagarðsins í Norð-austur.

gátu allir bændur verið í friði með tún sín og akra. Það er álit margra fræðimanna og styðst við býsna góðar gamlar heimildir að akuryrkja hafi verið tiltölulega mikil á Suðurnesjum á miðöldum“. Talið er að akuryrkja

hafi mikið fallið niður á seinni hluta 13. aldar eftir eldgos á Reykjanesskaga Helga Ingimundardóttir, Leiðsögumaður, Reykjanesbæ.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Málefni fatlaðs fólks – Störf í sumardagvistun Leikskólinn Heiðarsel – Deildarstjóri Hæfingarstöðin – Matráður í 50% starf Velferðarsvið – Sumarstörf á heimilum fatlaðs fólks Málefni fatlaðs fólks – Sumarstörf í þjónustukjörnum Grunnskólar – Fjölbreytt störf í öllum skólum Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Hljómahöll - Viðburðir framundan 5. apríl: Söngvaskáldið Bjartmar Guðlaugsson 13. apríl: Synir Rúnars á trúnó 26. apríl: Síðan skein sól á trúnó Miðasala á hljomaholl.is Bókasafn Reykjanesbæjar Svefnþjálfun. Fimmtudaginn 12. apríl kl. 11:00 kemur Arna Skúladóttir á Foreldramorgun og fræðir foreldra um svefn og svefnþjálfun ungra barna. Leshringur. Litla bókabúðin í hálöndunum verður næsta viðfangsefni í leshring safnins þriðjudaginn 17. apríl kl. 20:00. Allir hjartanlega velkomnir.

ÍBÚALÝÐRÆÐI OG OPIN STJÓRNSÝSLA Eitt af stefnumálum Pírata fyrir bæjarstjórnarkosningar er íbúalýðræði og opin stjórnsýsla. Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun er nauðsynleg samfélaginu og raunhæf nú á 21.öldinni. Þar sem kallað er eftir bættu aðgengi að upplýsingum. Einnig gerir tæknin fólki kleyft að taka meira þátt í umræðum og ákvarðanatöku um málefni sem varðar það sjálft. Til þess að svo megi verða þarf að auka aðkomu íbúa að stjórnsýslunni. Slíkt gerist með því að bjóða bæjarbúum aukið lýðræði, þátttöku og aðgengi að upplýsingum sem valdeflir íbúana og minnkar þekkingarforskot sem stjórnmálamenn hafa haft gagnvart almenningi. Þannig geta bæjarbúar í Reykjanesbæ veitt aðhald gagnvart stjórnsýslu bæjarins og bæjarstjórn. Einnig er hægt að nota hverfisskipulag inn á heimasíðu Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi á sitt vefsvæði þannig má efla íbúalýðræði. Á þessu vefsvæði geta íbúar komið með tillögur og ábendingar, en einnig gæti byggingafulltrúi og aðrir aðilar sem sjá um skipulagsmál komið með sýnar hugmyndir tum nýbyggingar í hverfinu og allt sem lítur að skipulagsmálum innan hvers hverfis fyrir sig. Þannig má bæta kynningarferli fyrir íbúa á skipulagsmálum og setja inn

Víkurfréttir eru á timarit.is

fleiri upplýsingar um önnur hverfismál. Það er nauðsynlegt að auka aðgang íbúa að fundargerðum, auka gæði þeirra og bæta innihaldið til þess að þær verið meira upplýsandi fyrir íbúa. Það á einnig við um fundargerðir og aðrir pappírar sem lúta að ákvörðunum sveitarfélagsins í samningum, útboðum og öðrum samskiptum við hagsmuna aðila. Að minnsta kosti tvisvar á ári ætti að kalla til íbúafunda þar sem bæjarstjórn kemur með upplýsingar fyrir bæjarbúa og í framhaldi af þeim fundum geta íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem eru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins. Bæjarbúar eiga einnig að hafa rétt á að kjósa um mikilvæg málefni sem varðar þá og framtíð bæjarins sem er þá bindandi kosning. Tilgangurinn með því að íbúar fái þessi verkfæri í hendurnar eru til þess gerðar að þeir geti gert bæinn sinn betri og eftirsóknarverðari fyrir fólk sem hefur áhuga á umhverfi sínu. Umboðsmaður bæjarbúa er eitthvað sem Píratar sjá sem góðan kost í okkar bæjarfélagi. Hlutverk hans væri í formi upplýsingagjafar um réttindi og tækifæri bæjarbúa í flóknu kerfi t.d. hvað varðar félagsleg réttindi, húsnæðismál og kynna fólki atvinnuréttindi sín o.sfv. Umboðsmaðurinn mundi þannig sinna almannatengslum, samskiptum og

upplýsingaveitu fyrir íbúa og fjölskyldur með ólíkar þarfir og af ólíkum þjóðernum. Síðan kemur hann hugmyndum og skilaboðunum inní stjórnsýsluna og til bæjarstjórnar þannig að eftir verði tekið. Allt það sem að ofan er talið eflir aðkomu almennings að stjórnsýslunni og er í anda grunnstefnu Pírata sem er: Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Íbúalýðræði hefur farið vaxandi víða um heim og eru áhrifin fyrst og fremst talin góð eða mjög góð fyrir samfélögin sem hafa tileinkað sér slík vinnubrögð. Öll viljum við að bæjarfélagið okkar eflist og styrkist og aukið íbúalýðræði er góður valkostur í þá átt. Margrét S Þórólfsdóttir Pírati.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

17

Lögreglan á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200

LANDAMÆRAVERÐIR LÖGREGLUSTJÓRINN Á SUÐURNESJUM Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður landamæravarða með starfsstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ráðið verður í stöðurnar frá 9. maí 2018. Um er að ræða bæði sumarafleysingar og störf til lengri tíma með fastráðningu eftir reynslutíma.

Hlutverk landamæravarða er að skoða farþega með tilliti til ítarlegs eða lágmarks eftirlits eins og það er skilgreint samkvæmt reglugerð um för yfir landamæri, nr. 866/2017 Flugstöðin er einn stærsti vinnustaður landsins og er óhætt að kalla hann líflegan. Nánari upplýsingar um störfin eru á www.starfatorg.is og þar skal umsóknum skilað í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl 2018

HIMNARÍKI EÐA HEIÐARBYGGÐ? Eftir að Víkurfréttir birtu líklegar hugmyndir að nafni á hið sameinaða sveitarfélag Garðs og Sandgerðis svo sem Útnes, Útnesbyggð, Suðurbyggð, Ystabyggð og Ægisbyggð, lenti ég með hópi fólks víða að af landinu sem hafði áhuga á málinu. Flestum í þessum hópi fannst þau nöfn sem nefnd höfðu verið ekki hafa nægilega skírskotun til byggðarlaganna. Einn spurði, „ Ef nafnið má hafa skírskotun til sjávarins, af hverju má það þá ekki hafa skírskotun til himinsins“? „Hvað með að láta nafnið verða Sveitarfélagið Himnaríki eða Himinsbyggð“? Þessi hugmynd fékk skemmtilega umræðu þar sem meðal annar kom fram að það gæti verið söluvænt að bjóða ferðamönnum sem koma með flugi að lenda í Himnaríki. Hugsið ykkur ef flugfreyjur segja, „Góðir farþegar, við lendum í Himnaríki eftir 10 mínútur“. Einhver sagði að þetta gæti líka virkað dálítið kaldhæðnislegt. Annar spurði, „Er ekki eitthvað í um-

hverfinu sem sveitarfélögin eiga sameiginlegt, hvað með Miðnesheiðina sem liggur frá Garðskaga að Ósabotnum“? „Gömlu bæjarmörkin liggja um þessa sögufrægu heiði og alþjóðaflugvöllurinn í sameinaða sveitarfélaginu stendur á háheiðinni“. Í umræðum um þetta kom fram hjá flestum sú skoðun að nafnið Heiðarbyggð, sé bjart og fallegt og ekki síður táknrænt fyrir bæði sveitarfélögin. Í umræðunum var bent á að víða um land hefðu sameinuð sveitarfélög fengið nöfn sem vísa til umhverfis eða staðsetningar. Þar voru nefnd meðal annarra Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Dalabyggð, Strandabyggð, Skagabyggð, Vesturbyggð, Borgarbyggð og Langanesbyggð. Nafnið Heiðarbyggð hefur fengið góðar undirtektir þar sem það hefur borið á góma undanfarna daga og vonandi verður þetta eitt af þeim nöfnum sem íbúar Garðs og Sandgerðis fá að kjósa um. Bestu kveðjur, Jón Norðfjörð

Yfirlýsing frá aðalfundi FEBS

Aðalfundur FEBS haldinn á Nesvöllum 9. mars 2018 krefst þess að stjórnvöld leiðrétti nú þegar kjör eldri borgara landsins. Um síðustu áramót gaf ríkisstjórnin það út að greiðslur frá TR hækkuðu um 4,5%. Á sama tíma var gefið út að meðaltalshækkun launa væri 7,1%. Hér skapast mismunur. Að óbreyttu verður engin leiðrétting fyrr en um næstu áramót. Það er krafa Aðalfundar FEBS að þetta verði leiðrétt strax. Aðalfundur FEBS krefst þess að persónuafsláttur verði hækkaður verulega hjá þeim sem lægt hafa kjörin.

Það er eðlileg krafa að framfærslukostnaður sé viðmiðun hvað varðar persónuafslátt. Það á ekki að leggja skatt á tekjur undir 300 þúsund krónum á mánuði. Aðalfundur FEBS fer fram á að stéttarfélög landsins setji það sem forgangsmál í komandi samningaviðræðum um kaup og kjör að bæta hag þeirra eldri borgara sem lægstar tekjur hafa. Stéttarfélögin hafa afl til að berjast fyrir okkar hag. Öll höfum við verið félagar í stéttarfélögum og eigum það inni hjá núverandi forystufólki að það setji okkar mál í forgang.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 3 litir

Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík - Sími 458-2200 - Kt. 610576-0369 www.syslumenn.is - sudurnes@syslumenn.is

AUGLÝSING UM ATKVÆÐAGREIÐSLU UTAN KJÖRFUNDAR 4 litir (process

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosninga, sem fram eiga að fara 26. maí 2018, er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Keflavík og Víkurbraut 25, Grindavík og verður sem hér segir: Keflavík:

GRÁSKAL

alla virka daga frá 3. apríl til 30. apríl frá kl. 08:30 til 15:00

alla virka daga frá 2. maí til 25. maí frá kl. 08:30 til 19:00

laugardagana 5., 12., 19. og 26. maí frá kl. 10:00 til 14:00. sv/h

Grindavík: •

alla virka daga frá 3. apríl til 18. maí frá kl. 08:30 til 13:00

dagana 22. maí til 25. maí frá kl. 08:30 til 18:00. Lokað verður hátíðadagana 19. apríl, 1. maí, 10. maí og 21. maí. Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.

Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 22. til 25. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 22. maí nk. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. 3. apríl 2018 Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis – hugmynd um nýtt nafn

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum er annað stærsta lögreglulið landsins. Flugstöðvardeild er ein deild innan þess og sinnir löggæslu og landamæravörslu á langstærsta alþjóðaflugvelli landsins. Landamæraverðir sinna meðal annars að sinna fyrsta stigs landamæraeftirliti í vegabréfahliðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir starfa við hlið lögreglumanna og undir þeirra stjórn. Í deildinni starfa nú um 70 lögreglumenn og landamæraverðir.


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Davíð Snær Jóhannsson og Helgi Bergmann Hermannsson eiga framtíðina fyrir sér í fótboltanum

meistaraflokki aðeins fimmtán ára gamall, er það í fyrsta sinn í sögu Keflavíkur? Ég held ekki, ég held að einhverjir hafi verið á undan. Mig rámar í að Hilmar McShane og Sigurbergur Elísson hafa báðir verið fimmtán ára. Hvað æfið þið oft í viku? H: Ég æfi svona fimm til sex sinnum í viku og síðan er oftast einn leikur í hverri viku. D: Það er misjafnt en yfirleitt æfi ég fimm til sex sinnum í viku og að sjálfsögðu aukalega. Þið stefnið auðvitað á það að verða atvinnumenn í framtíðinni, ekki satt? D: Það er rétt. H: Ég held að það sé draumur allra sem eru í þessu. Ef þið mættuð velja, með hvaða liði mynduð þið helst vilja spila fyrir í atvinnumennsku? D: Það væri annað hvort Juventus eða Manchester United. H: Ég myndi vilja spila fyrir Real Madrid á Spáni.

DAVÍÐ SNÆR

Með hvaða liði æfið þið og í hvaða flokki? Davíð: Ég æfi með Keflavík og með meistaraflokki. Helgi: Ég æfi með Keflavík og er í þriðja og öðrum flokki, ég spila sem markmaður. Segið aðeins frá því sem þið eruð búnir að gera í landsliðinu? H: Þessi hópur var valinn núna við erum að fara út á UEFA æfingarmót útí Litháen, þetta er í fyrsta sinn sem ég er valinn en ég hef ekki spilað neina aðra landsleiki. D: Ég æfi bæði með U17, ári upp fyrir mig og U16 sem er minn aldursflokkur. Ég hef spilað tólf leiki, þrjá hér á Íslandi á Norðurlandamótinu. Ég spilaði fimm leiki í æfingarmóti í Hvíta Rússlandi og þrjá í undankeppni EM í Finnlandi. Hvernig er búið að ganga? D: Það er bara eins og það er, þetta gengur bara upp og niður. Sumir leikir ganga mjög vel, aðrir ekki eins vel, maður á bara að halda áfram og læra af þessu. Af hverju byrjuðuð þið að æfa fótbolta? H: Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var fjögurra - fimm ára og þá fann ég bara að þetta var eitthvað sem mér fannst gaman að gera. D: Ég held það hafi bara verið út af pabba, það hefur alltaf verið fótbolti í fjölskyldunni og þetta er örugglega bara eitthvað í blóðinu. Davíð, nú ert þú að æfa með

HELGI BERGMANN

Knattspyrnudeild Grindavíkur lagði fram erindi á bæjarráðsfundi í Grindavík þann 20. mars sl. um hönnun húsnæðis við Hóp og stúku sem kosta mun 237,5 milljónir kr. í byggingu. Þetta verð er samkvæmt kostnaðaráætlun og er fyrir utan hönnunarkostnað, sem áætlaður er 26 milljónir kr. Fulltrúi B-lista tók fram í bókun sinni á fundinum að tekin hafi verið ákvörðun í fjárhagsáætlunargerð sl. haust að leggja til 110 milljónir árin 2018 - 2019 svo hægt yrði að byggja aðstöðu við Hópið sem innihéldi salerni, aðstöðu fyrir veitingasölu og skiptiklefa. Sú hönnun sem lögð var fyrir bæjarráð á fundinum sé langt umfram það sem var rætt var eða í kringum átta hundruð fermetrar og kostnaðurinn yfir 230 milljónir. „Á sama tíma og lögbundin verkefni, svo sem fræðslumál mega við því að fá viðbótarhúsnæði og aukna fjármuni til rekstrarins er ekki ásættanlegt að auka byggingarmagn á íþróttasvæðinu og rekstrarkostnað umfram það sem ákveðið var í síðustu fjárhagsáætlun.“ Fulltrúi D-lista sagði í bókun sinni að vilji sé fyrir því að halda áfram hönnunarvinnu í samræmi við tillögur knattspyrnudeildarinnar og að þó svo að hönnunarvinnan sé kláruð, þá hljóti að vera hægt að skipta verkinu upp síðar. Fulltrúi G-lista tók undir með fulltrúa B-lista með frumkostnað á nýju mannvirki knattspyrnudeildarinnar. „26 milljón króna hönnunarkostnaður á byggingu sem er rúmlega 100% umfram þann kostnað sem settur var fram í fjárhagsáætlun er of mikill. Það er ríkur vilji G-listans að koma upp bæði salernisaðstöðu og veitingaaðstöðu ásamt því að settir verði skiptiklefar í aðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Hópið. Sú áætlun þarf einfaldlega að vera í samræmi við fyrirliggjandi áætlun.“ Erindi knattspyrnudeildarinnar var hafnað með tveimur atkvæðum gegn einu.

UTAN VALLAR

HAFNA ERINDI KNATTSPYRNUDEILDAR GRINDAVÍKUR

Æskuvinirnir Davíð Snær Jóhannsson og Helgi Bergmann Hermannsson báðir 15 ára eru aldeilis að gera það gott í fótboltanum. Þeir voru báðir valdir í U16 landsliðið og Davíð æfir með mfl Keflavíkur. VF lagði fyrir þá nokkrar laufléttar spurningar.

D: Manchester United hefur alltaf verið í hjartanu, þetta er lið sem ég hef alltaf haldið með en það er eitthvað sem heillar mig við Ítalska fótboltann og Juventus, það er hjarta í því. H: Þeir eru stærsta félagið með mestu söguna og bestu leikmennirnir eru þar. Hver er „idolið“ ykkar? H: Idolið mitt mun alltaf vera Gianluigi Buffon, markmaður Juventus í Ítalíu. D: Maður hefur átt svo mörg idol í gegnum tíðina, ég held að fyrsti hafi verið Zidane, svo Cristiano Ronaldo og að sjálfsögðu Gylfi Sigurðsson. Hvernig tónlist hlustar þú á? D: Það er allt milli himins og jarðar, ég hlusta bæði á rokk, rapp, popp og klassískt. Þetta er bara allt í einhverju mauki. Hver er draumabíllinn? H: Ætli það sé bara ekki Tesla eða einhver sportbíll. Hafið þið einhver ráð fyrir unga fótboltastráka og stelpur sem vilja

ÁRNAFRÉTTIR

Keflvíska landsliðspeyja dreymir um atvinnumennsku

VIÐTAL OG MYNDIR:

ÁRNI ÞÓR GUÐJÓNSSON

VIÐTALIÐ MÁ EINNIG SJÁ Í SKEMMTILEGU MYNDSKEIÐI Á VF.IS komast eins langt og þið? H: Það er bara að æfa vel og gera eins vel og þú getur í hvert skipti, hvort sem þú ert á æfingu eða að keppa eða bara úti með félögunum í fótbolta. D: Skiptir bara mestu máli að vera duglegur að æfa, gera hlutina sem aðrir gera ekki. Sofa vel, borða vel og drekka vel. Davíð, ég var að frétta að þú sért kominn á mála hjá Adidas, getur þú sagt okkur eitthvað frá því? Jú það er satt, þetta er bara eitthvað sem kom upp á, ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt um þetta. Þetta kom með landsliðsverkefnunum og þeir höfðu áhuga á mér og ég tók því bara vel. Maður þarf auðvitað að vera „humble“ með svona, passa sig að vera ekki að monta sig með þetta, þetta er ekki sjálfsagt. Þið eruð auðvitað búnir að vera bestu vinir síðan þið voruð hvað, 5 ára? og núna eru þið báðir að fara keppa úti með landsliðinu, hvernig er það? H: Það er auðvitað alltaf gaman að vera með besta vini sínum úti. D: Já svo fylgir þetta bara því að við göngum í gegnum þetta saman, við höfum æft okkur saman síðan við vorum sirka sjö ára og það er fínt að vera útileikmaður með besta vini sínum sem er markmaður. Einhver lokaorð? D: Bara áfram Keflavík!

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222 Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Hér verður úrvalsdeildarleikur eftir þrjár vikur! Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Grindavík tekur á móti ÍBV í æfingaleik þann 22. apríl nk. á knattspyrnuvellinum sínum á Grindavíkurvelli en hann er snævi þakinn eftir að snjónum kyngdi niður á annan í páskum og daginn eftir. Víkurfréttir höfðu samband við Bergstein Ólaf Ólafsson, vallarstjóra Grindavíkurvallar en hann segir að það verði leikið á vellinum, sama hvort það verði snjór á honum eður ei.

„Áður en það snjóaði núna um daginn, þá var nýfarið frost úr vellinum, ég vonast bara til þess að það fari ekki frost ofan í jörðina aftur.“ Bergsteinn segir einnig að grasið verði örugglega ekki orðið grænt fyrir fyrsta leik, en það verði engu að síður leikið á því. Fyrsti leikur Grindavíkur í Pepsideildinni í knattspyrnu er gegn FH þann 28. apríl.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Suðurnesjaliðin komin snemma í sumarfrí Grindavík, Keflavík og Njarðvík eru öll dottin út í úrslitakeppni Domino’s-deild karla í körfu og er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem ekkert lið frá Suðurnesjum kemst ekki í fjögurra liða úrslitin frá því að úrslitakeppnin hófst.

INGVI ÞÓR STEFNIR TIL BANDARÍKJANNA Ingvi Þór Guðmundsson leikmaður, Grindavíkur í körfu stefnir að því að fara til Bandaríkjanna á næsta tímabili og stunda nám þar, ásamt því að spila körfubolta. Þetta kemur fram á Karfan.is „Það er á planinu að fara út í skóla. Er með tvo skóla í sigtinu sem ég á eftir að skoða betur. Mun væntanlega skýrast eitthvað á næstu vikum“ sagði Ingvi. Ingvi átti gott tímabil með Grindavík í vetur en hann var með 10,9 stig, 4 fráköst og 3,5 stoðsendingar á 26 mínútum að meðaltali í leik á tímabilinu með Grindavík. Ingvi var einnig hluti af U20 landsliði Íslands en liðið lék í A-deild Evrópumótsins sl. sumar. Eldri bróðir Ingva, Jón Axel Guðmundsson, leikur með Davidson í Bandaríska háskólaboltanum og hefur hann verið gríðarlega öflugur í vetur. Það mun skýrast fljótlega með hvaða skóla Ingvi mun leika með á næsta tímabili.

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

KEFLAVÍK ER MAGNAÐ FÉLAG Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, skrifar Það þarf ekki annað en að líta við í íþróttahúsinu í Keflavík til að sjá hversu megnugt félag Keflavík er í raun. Á hverjum degi eru þar viðburðir, fundir, æfingar, kappleikir og mannfögnuðir. Hundruð sjálfboðaliða og fagfólks í íþróttum mæta daglega í félagsheimilið og leggja nótt við nýtan dag til þess að ryðja brautina fyrir þá sem vilja stunda sína keppnisíþrótt. Þannig fyllist sannur Keflvíkingur af stolti þegar hann finnur þetta hugarfar, þennan keppnisanda og þessa samstöðu sem þarf til að ná árangri. Þessi magnaði kraftur hefur glögglega komið fram hjá körfuboltaliðum Keflavíkur síðustu vikur, þar sem stuðningsmenn og leikmenn hafa sýnt það í verki hve langt er hægt að ná þegar Keflavíkurhjartað slær í takt. Það er mikill ljómi yfir knattspyrnufólkinu þessa dagana. Þar á bæ ríkir eftirvænting fyrir komandi keppnistímabili sem hefst í lok apríl og undirbúningur fyrir það stendur nú hvað hæst. Konur í meistaraflokki stefna á að komast í efstu deild og karlar í meistaraflokki eru nú í óða önn við að undirbúa sig fyrir endurkomu í efstu deild. Í yngri flokkum knattspyrnunnar fer uppeldisstarfið fram, en þar er grunnurinn lagður að framtíð knattspyrnunnar í Keflavík og jafnvel íslenska landsliðsins. Með þennan kjarna af áhugafólki og fagfólki sem stendur á bak við alla okkar efnilegu iðkendur í knattspyrnu, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að Keflavíkingar muni á ný fagna velgengni á knattspyrnuvellinum.

En góðir hlutir gerast helst þegar margir koma sameiginlega að málum og sýna samstöðu, en aðeins þannig mun okkur takast að ná þessu mikilvæga takmarki sem er að koma knattspyrnuliðum Keflavíkur aftur á sigurbraut. Ég sé fyrir mér bæði lið meistaraflokks Keflavíkur í efstu deild að keppast um efstu sætin. Þar á Keflavík heima! Ég sé líka fyrir mér fjölda yngri Keflvíkinga stíga upp og takast á við nýjar áskoranir með meistaraflokkum Keflavíkur og jafnvel einnig íslenska landsliðinu. Með samstilltu hugarfari okkar allra verður ekki langt að bíða þess að draumar okkar rætist og við sjáum bikara fara á loft. Kæru Keflvíkingar, tökum höndum saman og sýnum styrk okkar með því að taka öll til verks við að koma Keflavík á sigurbraut. Styðjum liðin okkar, hrósum þeim sem leggja sig fram við að ná árangri, og tökum vel á móti öllum erindum sem snúa að hagsmunum Keflavíkur sem íþróttafélags. Framundan eru nokkur fjáröflunarverkefni sem ég vil sérstaklega biðja ykkur að taka vel á móti, eins og t.d. með því að mæta á viðburði eins og herrakvöld og konukvöld Keflavíkur þann 18. apríl nk., með því að kaupa árskort á völlinn fyrir sumarið, eða jafnvel að veita okkur stuðning þinn með framlagi í gegnum fyrirtæki ykkar. Áfram Keflavík Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur

Þröstur keppti á sterku sundmóti Þröstur Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í sundi og sundmaður ÍRB í Reykjanesbæ, keppti á Meistaramóti NCAA í sundi þann 14.-17. mars sl. Þröstur æfir og syndir með McKendree University í Illinois en þar stundar hann nám í tölvunarfræði en skólinn hans keppti meðal háskóla í annari deild á mótinu. Á mótið mættu yfir 350 sundmenn og 35 lið etja kappi. Þröstur náði lágmörkum í þremur ein-

staklingsgreinum 500y, 1000y og 1650y skriðsundi ásamt að synda í boðsundsveit skólans í 200y, 400y og 800y skriðsundi. Hann varð áttundi í 1650y skriðsundi og komst á verðlaunapall. Þá varð hann

níundi í 1000y skriðsundi og 16. í 500y skriðsundi. Í hverri grein eru á milli 30 og 40 bestu sundmenn frá skólum alls staðar frá í Bandaríkjunum. Boðsundsveit McKendree skólans varð svo fjórða sæti í 800y skriðsundi og 12. í 400y skriðsundi. Þessi árangur liðsins skilaði karlaliði skólans í 15. sæti á mótinu en þetta er eingöngu annað árið sem skólinn er með sundlið á þessu móti. Í fyrra var skólinn í 25. sæti.

ELÍAS MÁR MEÐ TVÖ MÖRK Í SIGURLEIK IFK Keflvíkingur Elías Már Ómarsson var á skotskónum með IFK Gautaborg í Allsvenskan deildinni í knattspyrnu um helgina. Elías Már skoraði tvö af þremur mörkum IFK í 1-3 sigri liðsins á Trelleborg í fyrstu umferð deildarinnar.

ÁTJÁN LEIKMENN FRÁ SUÐURNESJUM Í YNGRI LANDSLIÐUM Alls eru átján leikmenn frá Suðurnesjum í U16 og U18 ára landsliðum drengja og stúlkna sem hafa verið valin í landsliðin fyrir verkefni sumarsins. Leikmenn mættu á landsliðsæfingar um jól og áramót en þjálfarar hafa einnig fylgst með þeim í leikjum og fjölliðamótum í vetur. Öll fjögur liðin fara á NM í Finnlandi í lok júní og leikur síðan hvert þeirra í Evrópuflokki FIBA í sínum aldursflokki í sumar. Alls koma sex leikmenn frá Grindavík, átta frá Keflavík og Fjórir frá Njarðvík, nánar má lesa um hverjir eru í landsliðshópunum á heimasíðu KKÍ.

Ungu leikmennirnir fá meiri ábyrgð með Keflvíkingum í sumar Keflvíkingar í æfingaferð á Spáni „Við höfum ekki tekið inn marga leikmenn í vetur. Við erum að reyna gefa ungu leikmönnunum sem bæði spiluðu í fyrra og hafa komið inn í þetta í vetur meiri og stærri ábyrgð. Við höfum ekki tekið marga leikmenn ennþá og ég á ekki von á að við gerum það úr því sem komið er,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu í viðtali við fotbolti.net en Keflvíkingar unnu sig upp úr Inkasso deildinni í fyrra. Guðlaugur viðurkennir að hlutirnir hafi einungis þróast í þessa átt en einhverjir áttu von á því að liðið myndi styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök í efstu deild. Guðlaugur segir að það hafi verið stefnan að styrkja liðið í vetur en það hafi ekki gengið eftir. Sigurður Garðarsson, nýr formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur tekur undir orð þjálfarans og segir að það verði að fara eftir fjárráðum deildarinnar. „Við verðum að sýna ábyrgð í fjármálum og rekstri en vonandi tekst okkur að ná í meira fjármagn með ýmsum leiðum. Við teljum að það séu ýmsar leiðir til þess, m.a. með stuðningi íbúa, stuðningsmanna félagsins,“ segir nýi formaðurinn. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á milli deildanna og verkefnið er mjög verðugt, það er

alveg klárt. En eins og ég segi, hlutirnir hafa þróast í þessa átt og við vinnum með þennan hóp. Það eru margir efnilegir leikmenn í bland við leikmenn með mikla reynslu. Við erum að reyna búa til gott lið úr þeirri blöndu sem við höfum,“ segir Guðlaugur í viðtalinu við fotbolta.net. Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við Keflavíkur í vetur. Tveir þeirra, uppaldnir Keflavíkingar Aron Freyr Róbertsson frá Grindavík og Bojan Stefán Ljubicic frá Fjölni auk markvarðarins, Jonathan Faerber frá Reyni Sandgerði.

19

GÓÐUR ÁRANGUR Á GLÍMUMÓTI Dawid Zwara varð í öðru sæti í -66 kg flokki á Vormóti JSÍ Senior á Akureyri sem fram fór um sl. helgi. Piotr Slawomir Latkowski varð í þriðja sæti í -73 kg flokki og Aron Snær Arnarsson endaði í fjórða sæti í -90 kg flokki. „Mótið var gríðarlega sterkt og áttu keppendurnir frá Grindavík góðar og flottar glímur,“ segir Arnar Már Jónsson, þjálfari Grindavíkur.

FRIÐRIK INGI HÆTTUR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur í körfu hefur ákveðið að hætta þjálfun alfarið en hann tilkynnti það eftir að Keflavík datt út í átta liða úrslitum Domino´s- deildarinnar í körfu.

DAVÍÐ SNÆR SKORAÐI MEÐ U16 ÁRA LANDSLIÐINU Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði annað mark U16 ára landsliðs karla í knattspyrnu, en liðið vann 2-1 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament. Leikurinn fór fram í Gargzdai í Litháen.

ARNÓR INGVI SKORAÐI SIGURMARK MALMÖ Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Malmö FF í leik gegn Elfsborg sl. helgi í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arnór Ingvi skoraði seinna mark Malmö á 24. mínútu leiksins eftir sendingu frá Markus Rosenberg. Arnór lék góðan leik í gær og endaði leikurinn með 2-1 sigri Malmö. Leikmaðurinn var töluvert gagnrýndur þegar hann lék með Rapid Vin og AEK Aþenu áður en hann gekk til liðs við Malmö og fagnaði hann markinu með því að setja einn putta í hvort eyra og svaraði gagnrýninni þannig að hann væri ekki að hlusta. „Þetta var fyrir mig sjálfan. Ég hef kannski fengið mikla gagnrýni undanfarin ár. Þá þarf að halda áfram og hlusta á sjálfan sig,“ sagði Arnór aðspurður út í fagnið og gagnrýnina. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Arnór segist einnig loka á þessar gagnrýnisraddir og ætli sér að einbeita sér að því að standa sig vel með Malmö.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Er fiskur í matinn í Grindavík?

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Vordagar

Frá komu TF-KFK & TF-KFJ til landsins í lok mars 2018

20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM FIMMTUDAGS TIL MÁNUDAGS

Sími 421 4440

Gamalt og gott á timarit.is

Nýjar kennsluvélar í flota Flugakademíu Keilis Vegna aukinna umsvifa hefur Flugakademía Keilis fest kaup á fjórum nýjum DA40 kennsluflugvélum og komu fyrstu tvær vélarnar til landsins í lok mars. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-KFK og TF-KFJ. Nú hefur skólinn til umráða alls tólf flugvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum: sex DA40 fjögurra sæta vélar, fimm DA20 tveggja sæta vélar og eina tveggja hreyfja DA42 kennsluvél. Í lok maí bætast síðan við tvær DA40 vélar til viðbótar og hefur þá skólinn yfir að ráða einn nýstárlegasta og tæknivæddasta flota kennsluvéla í Norður Evrópu. DA40 flugvélar Keilis eru með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búnar fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. Með komu nýju vélanna

hefur skólinn yfir að ráða einn nýstárlegasta og yngsta flota kennsluvéla í Evrópu. Þá festi Flugakademían nýverið kaup á fullkomnum flughermi frá Diamond fyrir þjálfun á tveggja hreyfla DA42

flugvél skólans, en fyrir átti skólinn hreyfanlegan flughermi frá Redbird. Nýi flughermirinn var tekinn í notkun í janúar og hefur aukið verulega við þjálfunarmöguleika atvinnuflugnema við skólann.

BÍLAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA

(ÁÐUR LAGHENTIR) HEFUR OPNAÐ Í GRÓFINNI 19 KEFLAVÍK, ÞAR SEM SKIPTING VAR ÁÐUR TIL HÚSA. r a l l a á p p u m Bjóðu , r i ð r e g ð i v a l í b almennar g o r u m s , a ð r a hjólb . u t s u n ó j þ a t u v a ra h l

N F A N T T Ý N TAÐUR OG NÝR S S LU ! MEÐ REYN

BÍLAÞJÓNUSTA

SUÐURNESJA

GRÓFIN 19 • KEFLAVÍK • SÍMAR 456 7600 • 861 7600


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.