Víkurfréttir 14. tbl. 39. árg.

Page 1

Sameining staðfest Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í eitt sveitarfélag. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu þann 11. nóvember 2017 að sveitarfélögin skyldu sameinast eftir kosningu í sveitarfélögunum tveimur. Undir lok árs 2017 tók til starfa stjórn sem hefur

það verkefni að undirbúa sameininguna. Fyrsta verkefni stjórnarinnar var að vinna að þeim verkefnum sem nauðsynleg eru til að lögformleg sameining geti farið fram með staðfestingu sveitarstjórnarráðuneytis, í samræmi við sveitarstjórnarlög. Ráðuneytið hefur nú staðfest sameininguna og verður ný sveitarstjórn kjörin 26. maí næstkomandi. Sameiningin tekur formlega gildi þegar ný sveitarstjórn kemur til fyrsta fundar þann 10. júní, segir á heimasíðu Garðs.

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. apríl 2018 // 14. tbl. // 39. árg.

Grindavíkurvegur illa farinn eftir veturinn

40 milljónir í hraðamyndavélar Vegagerðin áformar að setja hraðamyndavélar á Grindavíkurveg og áformað er að taka fjörtíu milljónir til verksins af þegar samþykktu fé til endurbóta á Grindarvíkurvegi. Kristín María segir að þau séu sammála þeirri framkvæmd en það sé alls ekki vilji fyrir því að það séu teknar fjörtíu milljónir af þeim tvöhundruð sem nún þegar er búið að samþykkja til úrbóta á veginum. „Það hefur verið gerð úttekt á því að hraðakstur á Grindavíkurvegi er mikill miðað við aðra vegi, en það er ekki bara hraðakstur sem er að skapa hættu, heldur líka hvað margir keyra hægt. Það skapar líka hættu með framúrakstri. Við höfum sagt að forgangurinn er að aðskilja aksturstefnurnar og bæta veginn. Það eykur öryggi að draga úr hraðakstri en vegurinn er slæmur og það þarf að laga hann.“

Það var líf og fjör við Grindavíkurhöfn undir kvöld á þriðjudagskvöld. Landað úr línubátum sem hafa verið að fá átta til fimmtán tonn yfir daginn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Mokfiska í Grindavík Áskell EA með 72 tonn eftir sólarhring. Góð handfæra- og línuveiði. Mikið af grásleppu.

Það hefur verið mokfiskerí hjá grindvíska flotanum og þeim fjölmörgu aðkomubátum sem landa í Grindavík síðustu daga. Spriklandi fallegur þorskur, feitur og pattaralegur og úttroðinn af hrognum. Það er einmitt að bresta á með hrygningnarstoppi svo þorskurinn fái næði til að hrygna á grunnslóðinni og þá þarf að sækja lengra út eftir fiski. Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að almennt væri létt yfir mönnum því vel veiddist á öll

veiðarfæri. Handfærabátarnir væru að fá 900-1500 kg. eftir daginn á meðan línubátar í dagróðrum væru að fá 8 til 15 tonn. Þá lentu strákarnir á Áskeli EA í ævintýralegri veiði. Þeir fóru út að kvöldi páskadags og komu í land sólarhring síðar með 72 tonn í trollið. Nokkrir grásleppubátar eru gerðir út frá Grindavík og þar hefur einnig verið góð veiði. Þeir hafa verið að leggja netin uppi fjöru austan og vestan við Hópsnesið og hafa verið með 3-4 tonn í hverri veiðiferð.

SJÖ FLUTTIR Á SJÚKRAHÚS EFTIR ÁREKSTUR Á GRINDAVÍKURVEGI Sjö einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og Reykjanesbæ eftir harðan árekstur á Grindavíkurvegi á öðrum degi páska. Þar varð þriggja bíla árekstur á beinum kafla suður af Seltjörn. Allt tiltækt björgunarlið var sent bæði frá Grindavík og Reykjanesbæ. Sjö voru slasaðir. Þeir sem slösuðust mest voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík en minna slasaðir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykja-

nesbæ. Sjúkrabílar frá Grindavík og Reykjanesbæ önnuðust flutninga og þá flutti lögreglan tvo á sjúkrahús sem þurfti að skoða. Allir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Ástand Grindavíkurvegar er mjög dapurt. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er mikill vatnselgur á veginum þar sem slysið varð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en ein bifreið fór yfir á öfugan vegarhelming í aðdraganda slyssins. Myndin var tekin á vettvangi slyssins. VF-mynd: Hilmar Bragi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

markhönnun ehf

Þriggja bíla árekstur varð á Grindavíkurvegi á annan í páskum þegar einn bíll fór á öfugan vegahelming á veginum. Vegurinn er ekki að koma vel undan vetri og eru holur á víð og dreif, allan veginn. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að nú sé komið fjármagn að upphæð sem nemur tvöhundruð milljónum sem er eyrnamerkt umbótum á veginum. „Áður en hægt er að fara í þær umbætur eins og að aðskilja aksturstefnur, þá þurfum við að hanna framkvæmdina fyrst og bjóða hana út og vonandi getum við byrjað á því öllu saman í haust.“ Kristín segir að það fjármagn ætti að duga til þess að klára fyrsta áfangann sem er aðskilnaður akstursstefna frá Seltjörn að Bláa lóns afleggjaranum. „Við vorum búin að óska eftir fundi með Vegagerðinni fyrir slysið til að taka stöðuna, fylgja verkefnum eftir og athuga hvort að allt væri ekki í farvegi. Næst á dagskrá hjá okkur er að funda með Vegagerðinni um málið. Vegurinn er að koma mjög illa undan vetrinum og það þarf að laga hann fyrir sumarið, Reykjanesbrautin og vegir innanbæjar eru líka að koma illa undan vetrinum. Það þarf að hafa það í forgangi að laga holurnar, því þær eru hættulegar.“

FRÉTTASÍMINN 421 0002

-30% S U Ð U R N E S J A

Gildir til 11. apríl

Epladagar

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 14. tbl. 39. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu