Víkurfréttir 15. tbl. 43. árg.

Page 1

Olíukóngurinn hættir að dæla eftir hálfa öld

Gildir til 18. apríl

SÍÐUR 11–13

Miðvikudagur 13. apríl 2022 // 15. tbl. // 43. árg.

Gleðilega páskahátíð! Sjö listar í Reykjanesbæ Sjö framboðslistar bárust fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ í vor. Öll framboðin voru úrskurðuð gild af yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar. B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, M-listi Miðflokks, P-listi Pírata og óháðra, S-listi Samfylkingar og óháðra, U-listi Umbótar og Y-listi Beinnar leiðar.

Fjórir listar í Suðurnesjabæ Fjórir framboðslistar verða í kjöri við sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ 14. maí næstkomandi. Listarnir eru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, O-listi Bæjarlistinnn og S-listi Samfylkingin og óháðir.

Fimm framboð í Grindavík

Á níunda hundrað barna tóku þátt í Nettó-mótinu í körfuknattleik sem fram fór í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Fjallað er um mótið á íþróttasíðum. VF-mynd: JPK

Alls verða fimm framboðslistar í kjöri við sveitarstjórnarkosningar í Grindavík 14. maí næstkomandi. Framboðin fimm, sem skiluðu inn listum fyrir lok framboðsfrests sl. föstudag, og voru öll metin gild af kjörstjórn. Þau eru Framsóknarflokkurinn (B), Sjálfstæðisflokkurinn (D), Miðflokkurinn (M), Samfylkingin og óháðir (S) og Rödd unga fólksins (U).

Þrjú framboð í Vogum Þrír framboðslistar verða í boði fyrir kjósendur í Sveitarfélaginu Vogum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk. Það eru D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, E-listi Framboðsfélags E-listans og L-listi Lista fólksins.

Helguvíkurbruninn stærsta verkefni slökkviliðs BS

Helguvíkurbruninn er stærsta verkefni í 109 ára sögu slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Helguvík skömmu fyrir hádegi á laugardag og slökkvistarf hafði staðið á þriðja sólar-

hring þegar Víkurfréttir náðu tali af Jóni Guðlaugssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, á mánudag. Þá var ennþá verið að dæla vatni á glæður í timburhaug á athafnasvæðinu við Berghólabraut 5.

Tilkynnt var um eldsvoðann til Neyðarlínunnar kl. 11:24 á laugardagsmorgun. Þegar slökkviliðsstjóri kom á vettvang brunans örfáum mínútum eftir að útkallið barst var ljóst að húsnæði fyrirtækisins var alelda. Þá þegar var tekin ákvörðun

um að kalla út allt aðal- og varalið slökkviliðsins sem telur þrjátíu manns. Fjallað er um brunann og rætt við Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, á síðu 10 í Víkurfréttum í dag.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Vilja fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö í Suðurnesjabæ – og spara 32 milljónir króna á kjörtímabilinu

Fjöldi lögreglubíla veittu eftirför í Reykjanesbæ

Fulltrúar B- og J-lista í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar vilja fækka bæjarfulltrúum á næsta kjörtímabili úr níu í sjö. Kostnaður við hvern bæjarfulltrúa er um fjórar milljónir á ári og með fækkun um tvo sparast um 32 milljónir á kjörtímabilinu. Ákveðið var við sameiningu Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ að fjölga bæjarfulltrúum í níu til að fá sem flesta að borðinu við þau verkefni sem fylgdi sameiningunni. Bæjarfulltrúarnir sem lögðu fram tillöguna segja sjö bæjarfulltrúa ráða við verkefnið á komandi kjörtímabili. Bókun frá B- og J-lista: „Samkvæmt 11. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn þar sem íbúar eru 2.000-9.999 vera 7-11. Íbúar Suðurnesjabæjar eru um 3800 og önnur sveitarfélög á landinu með svipaðan fjölda íbúa hafa flest 7 aðalmenn í sveitarstjórn, þeim fjölgar í 9 þegar íbúafjöldi nær 5000. Því telja fulltrúar B- og J-lista mikilvægt að endurskoða fjölda bæjarfulltrúa og fækka þeim úr 9 í 7.

Ástæða fjölgunar bæjarfulltrúa í byrjun síðasta kjörtímabils var að fá sem flesta að borðinu til að vinna að sameiningarferli sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs. Nú hefur sú vinna staðið yfir í fjögur ár og teljum við að verkefnum sveitarfélagsins geti vel verið sinnt af 7 bæjarfulltrúum eins og hjá öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð. Með þessu er hægt að hagræða í launakostnaði sveitarfélagsins og gera störf sveitarstjórnar skilvirkari. Kostnaður sveitarfélagsins fyrir

hvern bæjarfulltrúa er í kringum 4.000.000 á ári, sem gerir í kringum 32.000.000 fyrir kjörtímabilið. Þrátt fyrir að ekki er hægt að verða við þessu fyrir sveitarstjórnarkosningar núna í maí 2022 viljum við fulltrúar B- og J-lista vekja athygli á þessu og með því hvetja nýja bæjarfulltrúa til þess að fylgja málinu eftir. Þá hvetjum við nýja bæjarfulltrúa, samhliða því að fækka aðalmönnum í sveitarstjórn, til þess að endurskoða skipan nefnda og ráða með það að markmiði að gera nefndarstörf sveitarfélagsins skilvirkari og auka aðkomu einstakra nefndarmanna að stefnumótun sveitarfélagsins í veigamiklum málum sem snerta alla íbúa.“ Allir bæjarfulltrúar á fundinum, Daði Bergþórsson, Fríða Stefánsdóttir, Katrín Pétursdóttir, Haraldur Helgason, Laufey Erlendsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Einar Jón Pálsson, Magnús Sigfús Magnússon og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, tóku til máls um tillöguna en afgreiðsla hennar var að hún var lögð fram.

Enginn í lífshættu

Fjöldi lögreglubíla frá lögreglunni á Suðurnesjum veittu ökumanni í ofsaakstri eftirför um götur Reykjanesbæjar aðfaranótt síðasta föstudags. Eftirförin hófst við Hafnargötu í Keflavík og endaði í Innri Njarðvík en eftirförin fór m.a. í gegnum Ásbrú. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfesti að flestar lögreglubifreiðar embættisins hafi tekið þátt. Sem betur fer varð ekkert slys en ökumaður var handtekinn og yfirheyrður. Hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Enginn slasaðist lífshættulega í hörðum árekstri bifreiða á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Lögreglan á Suðurnesjum segir ekki hægt að gefa upplýsingar að svo stöddu um aðdraganda slyssins en rannsókn er enn í fullum gangi og eftir á að taka skýrslu af ökumanni sem lenti í slysinu. Sá sem slasaðist mest í árekstrinum átti að losna af sjúkrahúsi í þessari viku. Horft yfir Seltjörn að vetrarlagi. VF-mynd: Hilmar Bragi

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Bláa lónið vill glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi Bláa lónið býðst til að styðja samfélagið á Reykjanesi með því að taka að sér umsjón með Seltjörn og umhverfi hennar þannig að hún nýtist vel íbúum og gestum þeirra. Erindi um málið og samningsdrög voru lögð fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í hugmyndina sem gengur út á glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi m.a. með því sleppa fiski í vatnið og bjóða almenningi að veiða í vatninu. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti. Um tímabundinn samning til 5 ára yrði að ræða, uppsegjanlegan frá beggja hendi og öll uppbygging

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

á svæðinu skal samrýmast gildandi skipulagi. Aðgengi almennings að svæðinu verði tryggt sem og gott samstarf við Skógræktarfélag Suðurnesja og Módelflugfélag Reykjanesbæjar sem er með starfsemi á svæðinu. Umhverfissvið Reykjanesbæjar yrði eftirlitsaðili með samningnum og öll uppbygging/ breytingar á svæðinu yrðu bornar undir það. Aukið líf við Seltjörn og í Sólbrekkuskógi kallar síðan á aukinn kraft í hjóla- og göngustígatengingu bæði við Reykjanesbæ og við Grindavík sem hefur verið í undirbúningi. Erindi var vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Frá slysstað á Grindavíkurvegi í síðustu viku. VF-mynd: Sigurbjörn Daði

Aukin ásókn í hvatagreiðslur Kostnaður Reykjanesbæjar við hvatagreiðslur var 73,6 milljónir króna á síðasta ári. Alls var nýting á greiðslunum 56,7% en greiddar voru 40.000 krónur með hverju barni. Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir þróun hvatagreiðslna 2016–2021 á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar en hvatagreiðslur árið 2016 voru 15.000 kr. á hvert barn og kostuðu sveitarfélagið 17.580.000 kr. Nýtingin þá var 48%.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

á timarit.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is

Cooper Zeon 4XS Sport • Henta undir jeppann þinn

Vefverslun

• Mjúk og hljóðlát í akstri • Veita afburða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi

Skoða ðu úrvalið og skráðu þig

Cooper Zeon CS8

Cooper AT3 4s

• Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd

• Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum

• Einstaklega orkusparandi

• Hljóðlát og mjúk í akstri

• Hljóðlát með góða vatnslosun

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mánudaga til föstudaga kl. 8–18 Laugardaga kl. 9–13

ALLA LEIÐ


Páskablað Nettó Frábært úrval af páskamat, góð tilboð, viðtöl og uppskriftir Skoðaðu blaðið á netto.is

Skannaðu QR kóðann og fáðu blaðið í símann

Páskaegg í miklu úrvali!


Allt fyrir páskana! Tilboð gilda til 18. apríl.

London lamb

2.239

kr/kg

30%

3.199 kr/kg

Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Úr heilsuvörudeildinni.

Grænmetis- og ávaxtatorgið.

NETTÓ OPNAR GRÆNA VERSLUN Í GRINDAVÍK

Sebastian Boguslaw Rebisz, verslunarstjóri Nettó í Grindavík, í stærri og endurbættri verslun.

Frá kassasvæði verslunarinnar. Þarna má sjá sjálfsafgreiðslustöðvar.

Nettó í Grindavík mun þann 13. apríl næstkomandi opna dyrnar að nýrri og endurbættri grænni verslun. Um ræðir umfangsmiklar breytingar sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur en verslunin hefur stækkað talsvert, eða um 280 fm2 og fer þar ríflegur hluti undir veglega grænmetis- og ávaxtadeild, þá hefur pláss fyrir ferskvöru stóraukist og búið er að útbúa einkar glæsilega heilsuvörudeild. „Nettó í Grindavík er nú orðin græn verslun og þar með eru grænar verslanir Nettó orðnar þrjár. Með því að gera verslunina græna, erum við að draga stórkostlega úr kolefnissporinu sem er mikilvægt skref fyrir okkur, en umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð hafa verið í brennidepli hjá Samkaupum undanfarin ár. Þessi græna breyting felur til að

mynda í sér að búið er að skipta út öllum kælum og fyrstum sem ganga fyrir freoni og nú eru einungis notuð tæki sem ganga fyrir koltvísýringi. Þá eru allir kælar og frystar lokaðir og notast er við svokallað CO2 kælikerfi. LED lýsingin er sömuleiðis allsráðandi, en auk þess að vera umhverfisvænni kostur en önnur lýsing, þá tryggir hún betri vörugæði. Við flokkum allt sorp og höfum alfarið hætt að notast við útprentaða verðmiða á hillur og erum því algjörlega stafræn í þeim efnum,“ segir Hallur Geir Heiðarsson, rekstrarstjóri Nettó. Samhliða stórtækum og umhverfisvænum breytingum er verslunin sem fyrr segir nú talsvert rýmri og því fylgir stóraukið vöruúrval. Einnig hefur hefur allt aðgengi verið bætt til muna. Rekkar hafa verið lækkaðir og allt skipulag endurskoðað, auk þess

sem sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp. Á næstu vikum verður svo hraðhleðslustöð frá Ísorku tekin í gagnið á planinu við verslunina. „Verkefnið hefur tekið dágóðan tíma og við höfum haft verslunina opna á meðan á breytingum stóð. Við erum afskaplega þakklát bæjarbúum fyrir auðsýnda þolinmæði og starfsfólki fyrir frábært starf. Það verður því gaman að opna dyrnar formlega á miðvikudaginn og sýna viðskiptavinum afraksturinn. Við hlökkum mikið til og munum bjóða upp á köku og kaffi og ís fyrir börnin meðan birgðir endast. Einnig verða kynningar á appinu auk þess sem viðskiptavinir sem nýta sér appið dagana 13.–19. apríl komast í lukkupott og geta unnið veglega vinninga í formi inneigna,“ bætir Hallur við.

Má bjóða þér að sýna í Duus Safnahúsum? Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir myndlistarsýningu frá 4. júní til 27. ágúst. Það ræðst af fjölda og eðli umsókna hvort um eitt eða tvö sýningartímabil verður að ræða, eins geta sýnendur reiknað með að taka þátt í samsýningu. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss. Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á þeirri sýningu sem fyrirhuguð er og ljósmynd með sýnishorni af þeim verkum sem til stendur að sýna. Margs konar listform kemur til greina svo sem málverk, grafík, teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar o.fl. Ekki er þó gert ráð fyrir rafrænni miðlun að þessu sinni. Notast verður við sýningakerfi Bíósalar sem eru brautir með nælonþráðum. Ekki er heimilt að negla í veggi. Val á sýnendum er í höndum Listasafns Reykjanesbæjar. Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á sýningunni og sjá um uppsetningu með aðstoð frá Listasafni Reykjanesbæjar. Sýnendur fylgja þeim reglum sem gilda um starfsemi í Duus Safnahúsum. Listasafnið áskilur sér rétt til að velja úr verkum sýnenda í samstarfi við þá. Allir sem stunda myndlist af einhverju tagi geta sótt um en þeir sem ekki hafa sýnt í húsunum áður hafa forgang. Hópar geta einnig tekið sig saman og sótt um í einu nafni. Þá er yngra fólk einnig sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið helga.a.palsdottir@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 9. maí. Í efnislínu (subject) skal skrifa: Sumarsýning í Bíósal. Öllum umsóknum verður svarað.

Með umsókn skal fylgja: n Greinargóð lýsing á fyrirhugaðri sýningu, svo sem hvernig verk, fjöldi, stærð, efnisinntak o.s.frv. n Ljósmynd/ljósmyndir með sýnishorni af verkum n Ferilskrá umsækjanda


Þökkum frábærar kveðjur á 30 ára afmæli Jóns og Margeirs ehf. og 50 ára starfsafmæli Margeirs Jónssonar Sérstakar þakkir fá starfsmenn og viðskiptavinir fyrir þrautsegju og samfylgd í öll þessi ár. Við erum hvergi hætt og höldum áfram að veita góða þjónustu á sviði flutninga, hýfinga og jarðvinnu.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Smjörþefu r af sm iðjum sem verða í boði í My ndlis taskóla Reykjane ss

Myndlistarmars Myndlistaskóla Reykjaness var haldinn í samstarfi við Listaskóla Fjörheima. Námskeiðin voru haldin í mars eins og nafnið gefur til kynna við góðar undirtektir fyrir öll skólastigin í samstarfi við Fjörheima. Námskeiðin voru öll ókeypis og eins konar smjörþefur af smiðjum sem munu vera í boði í Myndlistaskóla Reykjaness en stefnan er að vera komin með húsnæði fyrir skólann í haust. Fyrsta námskeiðið var fyrir nemendur 1.–4. bekk, Teikning, tjáning og tilraunir. Næsta námskeið 22. mars var fyrir 5.–7. bekk, Málaramars og marmari. Síðasta námskeiðið var svo haldið í lok mars fyrir 8.–10. bekk, Grafíkgrúsk og gjörningar. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Myndlistarmars.

Starfsmenn Bergraf, sem sjá um þjónustu við gatnalýsingu á Suðurnesjum, þakka starfsmönnum sveitarfélaga og íbúum á Suðurnesjum fyrir samstarfið í vetur. Við þökkum einnig fyrir þolinmæðina og skilninginn sem íbúar sýndu okkur þegar veður var sem verst og við áttum í vandræðum með að halda við gatnalýsingu í sveitarfélögunum og á Reykjanesbrautinni.

Gleðilega páska!

Gaf Tónlistarskóla Sandgerðis forláta flygil Tónlistarskóla Sandgerðis barst höfðingleg gjöf, hvorki meira né minna en flygill af gerðinni Görs & Kalmann. Margrét Pálsdóttir, píanóleikari og fyrrverandi flugfreyja, dóttir Páls Kr. Pálssonar organista og stofnanda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, gaf tónlistarskólanum þennan forláta flygil. Hún er fyrrum nágranni Sigurgeirs Sigmundssonar, gítarkennara skólans, af æskuheimili hans á Seltjarnarnesinu. Margrét setti sig í samband við Sigurgeir og bauð okkur þessa höfðinglegu gjöf sem Tónlistarskóli Sandgerðis að sjálfsögðu þáði. „Við þökkum Margréti hjartanlega fyrir! Flygillinn á svo sannarlega eftir að koma að góðum notum og nýtast nemendum og kennurum í framtíðinni,“ segir í færslu á fésbókarsíðu Tónlistarskólans í Sandgerði.

Flygillinn er af gerðinni Görs & Kalmann.

Margrét Pálsdóttir og Sigurgeir Sigmundsson við flygilinn.

TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR

Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is


Gleðilega páska Förum gætilega um páskana og komum heil heim

HRAFNISTA

VELKOMIN Í SUÐURNESJABÆ

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Allt tiltrækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna brunans í flokkunarstöðinni í Helguvík.

Þykkan svartan reyk lagði frá brunanum þegar einangrunarplast og olía brunnu. VF-myndir: Hilmar Bragi

Helguvíkurbruninn stærsta verkefni í sögu slökkviliðsins Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Aðgengi að vatni var takmarkað.

SKIPHÓLL BLAÐ ALLRA GARÐMANNA 45 ÁRGANGUR - APRÍL 2022

Gleðilega páska Samfélagsverkefnið Skiphóll

Tímaritið Skiphóll er væntanlegt um páskana! Skiphóll kom út núna um jólin 2021 í fertugasta og fjórða sinn. Blaðið hefur fyrir löngu fest sig í sessi og orðinn fastur liður í jólahaldi margra á Suðurnesjum.

Helguvíkurbruninn er stærsta verkefni í 109 ára sögu slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Helguvík skömmu fyrir hádegi á laugardag og slökkvistarf hafði staðið á þriðja sólarhring þegar Víkurfréttir náðu tali af Jóni Guðlaugssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja á mánudag. Þá var ennþá verið að dæla vatni á glæður í timburhaug á athafnasvæðinu við Berghólabraut 5. Tilkynnt var um eldsvoðann til Neyðarlínunnar kl. 11:24 á laugardagsmorgun. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri, var staddur á fundi í Grófinni og því skammt frá. Þegar hann kom á vettvang brunans örfáum mínútum eftir að útkallið barst var ljóst að húsnæði fyrirtækisins var alelda. Hann hafi þá þegar tekið ákvörðun um að kalla út allt aðalog varalið slökkviliðsins sem telur þrjátíu manns. Lögreglumenn á eftirlitsferð um Helguvík nokkrum mínútum áður höfðu ekki veitt neinu grunsamlegu eftirtekt, þannig að ljóst má vera að húsnæði flokkunarstöðvarinnar varð alelda á mjög skömmum tíma. „Ég fékk upplýsingar um það að þarna inni var talsvert af efni og meðal annars plasteinangrun og það skýrir hvers vegna þetta fór svona hratt. Svo var olíutankur við húsgaflinn og þá blossaði þetta allt saman upp. Þetta einangrunarplast sem var þarna inni skýrir mjög hraðan bruna,“ segir Jón.

Gaskútar eins og skæðadrífa Gaskútar voru geymdir í hirslum utan við flokkunarstöðina og þegar eldurinn í húsinu hafði magnast náði hann í kútana sem tóku að springa. „Þeir voru eins og skæðadrífa yfir okkur.“ Fljótlega barst eldur í mikinn timburhaug á athafnasvæðinu. Jón segir að hann hafi kannað aðstæður við hauginn fljótlega eftir að hann kom á vettvang og þá var ekki mikill hiti við hauginn. Vindur stóð hins

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, á vettvangi brunans sl. laugardag. vegar af húsinu og yfir timburhauginn og mögulega hafi eldurinn borist þangað þegar olíutankurinn og gaskútarnir urðu eldinum að bráð. Sprengingarnar voru það miklar á tímabili. „Lögreglan fer nú með rannsókn á vettvangi og á eftir að koma með sínar niðurstöður,“ segir Jón. Auk þrjátíu slökkviliðsmanna þá voru þrjár gröfur og hjólaskófla notaðar við slökkvistarfið á annan sólarhring við að moka úr timburhaugnum. Einnig komu tveir slökkviliðsmenn og tankbíll frá Slökkviliði Grindavíkur og voru vaktaskipti á honum.

Takmarkað aðgengi að vatni í Helguvík Aðgengi að vatni var ekki gott á svæðinu. „Vatnið á svæðinu annar kannski einum slökkvibíl sem eru um þrjú til fjögur þúsund lítrar en við vorum með dælugetu upp á sextán þúsund lítra. Við hefðum alveg getað þegið

Vandað og fjölbreytt efni. Til að eignast blaðið bið ég ykkur vinsamlega um að greiða 2000 kr. inn á þennan reikning: 0133-26-004095 kt. 700807-2580

Hrósar mannskapnum

það að geta fullnýtt að minnsta kosti tvo bíla, en það var ekkert í boði.“ Aðspurður sagði Jón það algjörlega óraunhæft að leggja lögn niður í sjó og að brunavettvangi. Vegalengdin er mikil og jafnframt hæðarmunur þannig að það hefði þurft tvær til þrjár millidælingar á leiðinni. Þá væri ekki til nógu mikið af sverum slöngum í svoleiðis aðgerð. „Við vorum með yfirdrifið nóg af tækjum á vettvangi, það vantaði bara vatn. Við hefðum ekki komið fleiri tækjum að þarna. Við vorum með fjóra dælubíla á svæðinu, lausar dælur, körfubíl og tækjabíl. Það var ekki pláss fyrir meira.“

Jón slökkviliðsstjóri hrósar sínum mannskap og þeim verktökum sem komu að gröfuvinnunni á vettvangi. Margir hafi staðið langa vakt og verið sólarhring eða meira að störfum á vettvangi brunans á meðan aðrir hafi sinnt öðrum verkefnum Brunavarna Suðurnesja en liðlega þrjátíu manns komu að störfum slökkviliðs. Þá var einnig fjölmennt lið lögreglu á vettvangi en stóru svæði var lokað til að skapa traustar aðstæður til slökkvistarfs. Eins og fyrr segir þá fer þetta brunaútkall í sögubækur Brunavarna Suðurnesja sem lengsta einstaka brunaútkall sem slökkviliðið hefur tekist á hendur. Útkallið er einnig stórt í umfangi og þá varð altjón hjá Íslenska gámafélaginu í Helguvík en forstjóri fyrirtækisins metur tjónið á hundruð milljóna. Ráðist verður í uppbyggingu að nýju en hún getur tekið um hálft ár.

Fjórtán önnur útköll á laugardaginn

Og senda kvittun á gudmundur@steinbogi.is Frí heimsending! Mikilvægt er að setja heimilisfang á kvittun svo hægt sé að koma blaðinuá réttan stað. Virðingarfyllst, Guðmundur Magnússon, ritstjóri og útgefandi.

Flogið yfir brunavettvang rúmum sólarhring eftir að eldurinn braust út. VF-mynd: Þórarinn Ingi Ingason

Jón blæs á vangaveltur sem sköpuðust í umræðuþráðum á samfélagsmiðlum þar sem eldsvoðinn var til umræðu. „Við vorum með nóg af tækjum og vangaveltur um að dæla sjó úr Helguvíkurhöfn eru óraunhæfar.“ Slökkvistarfið gekk slysalaust fyrir sig en vinna á vettvangi var erfið. Þegar eldur logar í timburhaug eins og þarna þá þarf í raun að færa til hverja einustu spýtu til að slökkva í henni eldinn. Jón segir mörg þúsund rúmmetra af timbri hafa verið í haugnum og það sé mikil handavinna að vinna úr því. Þrjár öflugar gröfur og hjólaskóflan hafi verið á annan sólarhring að færa til efnið úr haugnum. Á vettvangi voru einnig hjólbarðar og úrgangsolía og því hafi verið komið í gáma og í burtu af svæðinu. Eldurinn komst ekki í hjólbarðana eða úrgangsolíuna. Um tíma lagði mikinn svartan reyk frá brunastað en hann myndaðist þegar einangrunarplastið og olíutankurinn brunnu.

Timburhaugurinn á athafnasvæðinu farinn að loga.

Þó mönnum finnist nóg um að fá risastórt brunaútkall, þá var það ekki það eina sem gekk á þennan laugardag hjá Brunavörnum Suðurnesja, því á dagvaktinni á laugardag bárust fjórtán önnur útköll. Það útheimtir mikinn mannskap.

Altjón varð hjá Íslenska gámafélaginu í Helguvík. Nær allt brann sem brunnið gat.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Olíukóngurinn

hættir að dæla eftir hálfa öld Steinar Sigtryggson, umboðsmaður Olís í fimmtíu ár, hefur lifað tímana tvenna. „Ætli það sé ekki að hafa kynnst mikið af fólki og auðvitað líka margar ánægjustundir með starfsfólki og viðskiptavinum í þessa hálfa öld,“ segir Steinar Sigtryggson, umboðsmaður Olís þegar hann er spurður um hvað standi upp úr eftir að hafa verið í fimmtíu ár í framlínu eldsneytissölu og tengdra vara á Suðurnesjum. Steinar hefur lengi verið kallaður olíukóngurinn af vinum sínum enda verið í kringum olíu og bensín í hálfa öld. Eitthvað sem nær allir hafa þurft og nota þegar ekið er af stað í bílnum eða hvers kyns ökutækjum eða vinnuvélum. Þegar hann er spurður út í þróunina í rafbílavæðingu segist hann nú ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Á löngum tíma í rekstri hefur margt komið upp, m.a.

ýmislegt sem hefur haft mjög mikil áhrif á tekjur okkar. Það hefur alltaf eitthvað komið í staðinn og þannig verður það áfram,“ segir Steinar og rifjar upp þegar hrun varð í útgerð og þegar hitaveitan leysti húsakyndingu með olíu af hólmi. Olíukóngurinn kippir sér ekki upp við svona breytingar og fagnar þróuninni, hver sem hún er. Elsti sonur hans, Kjartan hefur til dæmis selt fleiri rafbíla en

bíla með dísel eða bensíni, að undanförnu.

Hættir eftir fimmtíu ár Framundan eru breytingar hjá Steinari og hjá Olís á Suðurnesjum utan Grindavíkur, sem hann hefur stýrt af samviskusemi og dugnaði í öll þessi ár. Það eru ekki margir einstaklingar sem eiga svona langan

tíma að baki í rekstri. Nú er okkar maður að leggjast í helgan stein en það á ekkert alltof vel við hann. Steinar er vanur að vinna mikið en hann verður 75 ára á árinu og ætti þess vegna að vera meira úti á golfvelli, þar sem hann unir hag sínum vel, heldur en á skrifstofunni í Njarðvík. „Ég er að hætta. Þetta er orðið fínt og það eru breytingar framundan hjá Olís. Ég verð eitthvað til taks næstu mánuði,“ segir Steinar. Breytingarnar verða þannig að húsnæðinu í Njarðvík þar sem fyrsta ÓB stöðin var opnuð verður breytt á þann veg að tveir nýir veitingastaðir, Grill 66 og Lemon, verða opnaðir. Áfram verður vörusala Olís sem

þjónustar mikinn fjölda fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Suðurnesjum. Nýlegir eigendendur Olís eru stórfyrirtækið Hagar sem ætlar sér enn stærri hluti á Suðurnesjum. Þessi breyting er liður í því. Við settumst niður með Steinari á Marriott hótelinu við Aðaltorg til að fara aðeins yfir langa sögu kappans í rekstri og lífi hans. Við Aðaltorg eru einmitt nýjustu ÓB dælurnar og fljótlega eftir opnun, skömmu fyrir heimsfaraldur, seldust þar flestir bensín- og olíulítrar á Suðurnesjum enda blasa Olís dælurnar við ferðamönnunum þegar þeir koma með bílaleigubílana eftir Íslandsferð.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Úr bókinni „Þeir létu dæluna ganga“ – saga Olís. „Það er á engan hallað þó sagt sé að Steinar sé einn af lykilmönnum Olíuverslunar Íslands á landsbyggðinni, traustur og farsæll, vinsæll í sinni heimabyggð,“ segir í bókinni þar sem farið er yfir sögu Olís í 75 ár.

Steinar var í fótbolta sem strákur og hér er hann á frægri mynd með drengjum úr 5., 4. og 3. flokki en hann var í 5. flokki og varamaður í 4. flokki. Á myndinni eru flestir af keflvískum knattspyrnudrengjum sem áttu eftir að gera garðinn frægan með gullaldarliði Keflavíkur á árunum 1964 til 1975. Páll Ketilsson pket@vf.is

En hvernig var að vera strákur í Keflavík fyrir meira en hálfri öld. „Það var gaman að alast upp í Keflavík en ég man að það var ekki komið klósett alveg strax á mínu æskuheimili við Klapparstíg í Keflavík. Það var bara útikamar. Lífið var samt gott þó það væri ekki mikil velsæld. Það var alveg fátækt víða,“ segir Steinar sem eins og mörg ungmenni á þeim tíma byrjaði að vinna í fiski fyrir fermingu og í fiskinum kynntist hann eiginkonu sinni, Birnu, þegar þau unnu bæði í fiskverkuninni Litlu milljón í Keflavík. Ættingi hennar rak málningarfyrirtæki og hugur okkar manns leitaði þangað. Steinar ætlaði að verða málari og byrjaði að vinna við það. „Ég byrjaði að vinna í slippnum að mála síldarbátana fyrir komandi vertíð. Í hópnum voru skemmtilegir gaurar sem áttu eftir að verða landsþekktir, m.a. þrír Hljóma meðlimir, Rúnar Júll, Engilbert og Erlingur en þeir munduðu allir penslana um það leyti sem þeir stofnuðu hljómsveitina en sá fjórði, Gunni Þórðar keyrði leigubíl. Það var gaman að vera í kringum þá peyja og upplifa stemmninguna í kringum vinsælustu hljómsveit landsins. Þá voru fleiri þarna sem áttu eftir að verða frægir fótboltamenn,“ segir Steinar þegar hann rifjar þetta upp og sýnir blaðamanni mynd af fótboltadrengjum úr Keflavík árið 1959.

Á sjóinn Málningarfyrirtækið fór illa og því varð að leita að nýrri vinnu. „Við Birna voru að byrja að búa og það var ekkert annað í stöðunni en að fá

aðra vinnu. Ég frétti af því að Örn Erlingsson, skipstjóra, vantaði mann á bát sinn svo ég ákvað að banka upp á hjá honum og bjóða krafta mína. Hann sagðist að vísu vera búinn að ráða í stöðuna en eftir smá spjall sagði hann mér bara að koma líka. Ég fór á síldveiðar með honum og það gekk vel. Ég fékk mjög góðar tekjur en ég man eftir því að hafa lent í miklu óveðri í einum túrnum. Við fengum á okkur brot, ég var hrikalega sjóveikur en var þó á stýrinu á minni vakt. Við vorum heppnir að komast í höfn,“ segir Steinar sem reyndi aftur við málninguna. Nú á Keflavíkurflugvelli hjá málningarverktaka en önnur tilraun með málningarpensilinn gekk ekki heldur og hann fór aftur á sjóinn. Fékk pláss á 20 tonna bát sem hét Ver sem var að fara á loðnuveiðar. „Það var allt morandi í loðnu og við mokveiddum loðnu með tveimur öðrum bátum, ekki stærri en þetta en gekk vel. Reyndar var þetta hörkupúl því veiddum í nót og háfuðum upp úr henni í bátinn. Man meira að segja eftir þegar við lögðum nótina í höfninni í Keflavík og mokuðum upp loðnu. Alger þrælavinna því nótin var dregin með höndum.“

Leiðin í eldsneytið Steinar vann í framhaldi af sjómennskunni um tíma í hlaðdeildinni hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli áður en Magnús nokkur Magnússon, kenndur við Höskuldarkot, réði hann til starfa til að sjá um innheimtu hjá BP (forvera Olís) sem hann var umboðsmaður fyrir í Keflavík. Okkar maður fann sig ágætlega hjá Magnúsi og því var leiðin greið til að taka við sem umboðsmaður eftir að Magnús hætti tveimur árum síðar eða árið 1975. Olíubílar frá Olís í gamla daga við höfuðstöðvarnar í Njarðvík.

„Á þessum tíma var mikil útgerð og svo vorum við að selja olíu til húskyndingar. Á öllum heimilum var kynnt með gasolíu með þar til gerðum brennurum sem voru geymdir í sérstökum kyndiklefum í húsunum. Þannig var neysluvatn hitað sem og ofnar hússins. Ég man eftir að nýir háþrýstibrennarar komu á markaðinn sem voru sparneytnari en þarna var ekki komin hitaveita. Hún kom nokkrum árum síðar sem hafði mikil áhrif á okkar rekstur því olíusala til húsakyndingar var mikil, um 10 millijón lítrar á ári. Þetta var því talsverður skellur fyrir okkur því á nokkrum árum voru nær öll hús á Suðurnesjum orðin hitaveitukynnt.“ Hvað var til ráða hjá nýja umboðsmannninum? „Sterk útgerð og sjósókn bjargaði okkur. Innan skamms tíma var ég komin með fimm togara og fimmtíu vertíðarbáta í viðskipti og þannig jókst olísala á nýjan leik. Ég man t.d. eftir því þegar það var mikil loðnuveiði. Þá kom hingað mjög stórt birgðaskip sem loðnuskipin lönduðu í og þá urðu mikil uppgrip hjá okkur. Þá vorum við með fimm olíubíla á fullu alla daga að dæla olíu á skipin. Ég man að bara í kringum þetta loðnuævintýri hér seldum við 1,3 milljón lítra af olíu sem var gríðar mikið.“ Tveimur árum eftir að Steinar tók við starfseminni færðist rekstur bensínstöðvarinnar Torgs í Keflavík og smurstöðvar á sama stað undir hann. Salan jókst í gegnum mikil fyrirtækjatengsl og nokkrum árum síðar tók Steinar við rekstri verslunarinnar á sama stað. Þá stofnaði hann Básinn og elsti sonur hans, Kjartan og kona hans, stýrðu verslunarrekstrinum, nokkrum árum síðar tók svo Ásgeir sonur hans við þar. Síðan hafa öll börnin og nokkur barnabörn unnið þar. Í mörg ár var Steinar með allan reksturinn í sínu nafni og tekjurnar voru háar, einhvern tíma var rætt um að hann væri með meiri laun en forstjóri Olís. Steinar hlær

að því en segir að árið 2000 hafi verið ákveðið að Olís tæki yfir allan rekstur á nýjan leik en hann myndi starfa áfram fyrir félagið. Lengst af voru húsakynni BP og Olís að Njarðarbraut, við sjóinn skammt frá höfninni í Njarðvík. Í viðtali við Víkurfréttir árið 1990 segir Steinar það hafa verið rætt að opna aðra bensínstöð en áratug síðar var farið í það verkefni þegar skrifstofur Olís fluttu þangað og opnuðu ÓB stöðina ásamt verslun og lager.

Lægra verð í sjálfsafgreiðslu „Það voru ekki allir hrifnir af því að við værum að fara að opna þarna en við byrjuðum að byggja árið 2000 á Fitjum. Árið síðar opnuðum við ÓB stöðina á Suðurnesjum en hún var fyrsta sjálfsafgreiðslustöðin á Suðurnesjum sem var opin allan sólarhringinn. „Við buðum þarna talsvert lægra verð og viðtökurnar voru frábærar. Vörulagerinn var miklu stærri og sömuleiðis opnuðum við góða verslun. Framundan eru núna breytingar með opnun tveggja veitingastaða en við munum einnig sinna vörusölu sem er mjög mikil. Við þjónustum marga stóra aðila eins og bílaleigur, sveitarfélög, sundlaugar, elliheimili, skóla og fyrirtæki á Suðurnesjum með margs konar vörur, allt frá pappír og bleium yfir í smurolíur og hreinsivörur. Undir merkjum nýs eiganda Olís eru vörutegundirnar orðnar nokkrir tugir þúsunda. Í gamla daga var þetta mun einfaldara. Þá vorum við mest að afgreiða tvist, grysju og smurolíu,“ segir olíukóngurinn og hlær og bætir því við að starfsemin í nágrenni Olís á Fitjum eigi eftir að aukast á næstunni með opnun annarra aðila eins og Byko og World Class.

Situr við tölvuna og breytir bensínverði Það er ekki hægt að ræða við Steinar öðruvísi en að ræða bensín- og olíuverð.

„Já, það eru margir sem halda ég sitji við tölvuna og breyti hreinlega verðinu þegar þeir koma en það er ekki alveg svo einfalt. Ég hef ekkert með verð að gera í dag. Það var þannig í gamla daga en þó þannig að verðlagsráð var með málið. Ég fékk í mörg ár símskeyti þegar verðið breyttist. Fyrr mátti ég ekki breyta,“ segir Steinar og þegar hann er spurður um hvað ríkið taki í sinn hlut af hverjum eldneytislítra segir hann það vera í kringum 170 krónur. En þá liggur beint við að spyrja okkar mann út í rafbílana. Stendur til að setja upp hleðslustöðvar hjá Olís og hvernig leggst þessi aukni áhugi á rafbílum í okkar mann. „Í fyrsta lagi er það ekki mikill bísness fyrir bensínstöðvarnar að vera með hleðslustöðvar því lang flestir hlaða sína rafbíla heima hjá sér í flestum tilfellum. Hlutfall rafbíla hefur hækkað en er ekki hátt og svo er spurning hvernig framhaldið verður því það vantar rafmagn á Íslandi. Við þurfum að virkja meira ef við ætlum að geta sinnt þessari orkuþörf til framtíðar og frekari rafvæðingu tækja og tóla. Við sóttum um að opna hleðslustöð við Aðaltorg í Reykjanesbæ en það gekk ekki út af veseni með að fá rafmagn.“

Fótbolti og golf Steinar hefur í gegnum tíðina verið duglegur í félagsmálum. Hann er gamall Alþýðuflokksmaður eða Krati en varð sjálfstæðismaður þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið sameinuðust í Samfylkingu. Steinar var í fótbolta þegar hann var strákur og lék með 5. flokki Keflavíkur sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið 1959. Þá spilaði hann einnig stundum með 4. flokki sem varð meistari þetta ár en þá voru þrír flokkar að spila um stóra titilinn því 3. flokkur var þarna líka. „Þarna var upphafið að gullaldarliði Keflavíkur. Við vorum með frábæra þjálfara, Hafstein Guðmundsson, Ríkharð Jónsson og Albert Guð-

Steinar Sigtryggsson og Birna Martinsdóttir og börnin fjögur, f.v. Kjartan, Ásgeir, Sigtryggur og Sólrún.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Sterk útgerð og sjósókn bjargaði okkur. Innan skamms tíma var ég komin með fimm togara og fimmtíu vertíðarbáta í viðskipti og þannig jókst olísala á nýjan leik ... mundsson og þetta voru skemmtilegir tímar. Steinar segist hafa átt skemmtilega tíma í félagsmálum í kringum knattspyrnuna. Hann var t.d. varaformaður Ungmennafélags Keflavíkur á áttunda áratugnum. „Það var happaskref hjá okkur þegar við réðum Hauk Hafsteinsson sem framkvæmdastjóra UMFK 1975 og það eru margar góðar miningar frá þessum tíma. Ein ferð er mér ofarlega í huga þegar við fórum í keppnisferð vestur á firði, lékum nokkra leiki en kepptum m.a. á Súgandafirði og þegar við mættum þurfti ég að fara í dómaragallann en slapp við að dæma bara fyrri hálfleik. Um kvöldið var skemmtun þar sem Sumargleðin með Ragga Bjarna var að skemmta. Meðal atriða var bingó og það var ekki vinsælt hjá heimamönnum þegar ég vann stærsta vinning kvöldsins sem var utanlandsferð fyrir tvö. Raggi Bjarna ætlaði að afhenda mér gjafabréfið en fann það ekki og skrifaði nafnið mitt á servíettu til staðfestingar á vinningnum. Þetta var ekki flókið og ég mætti á ferðaskrifstofuna með undirritaða servíettu frá Ragga Bjarna og fór nokkru síðar í þessa fínu ferð,“ segir Steinar og hlær þegar hann rifjar þetta upp.

Heillaðist af golfinu Okkar maður kynntist svo golfíþróttinni 1980 og fór í sína fyrstu golfferð til Skotlands með Herði Guðmundssyni, þáverandi formanni Golfklúbbs Suðurnesja.

„Ég féll algerlega fyrir golfinu og hef ekki sleppt kylfunni í fjörutíu ár. Golfið er búið að vera frábært fyrir mig í öll þessi ár. Það hefur verið gaman að spila í útlöndum, við erum hópur sem hefur farið árlega til Skotlands, Englands eða Írlands á vorin. Svo hef ég verið duglegur að fara í Leiruna hér heima með góðum vinum. Hólmsvöllur í Leiru er gott dæmi um frábært sjálfboðaliðastarf en svæðið væri ekki til ef þeir bræður Hörður og Hólmgeir Guðmundssynir hefðu ekki unnið kraftaverk við uppbyggingu vallarins og síðar klúbbhúss. Ég var í stjórn GS í nokkur ár og m.a. þegar klúbburinn stækkaði völlinn í 18 holur og opnaði nýtt klúbbhús. Leiran er alger perla og einn fallegasti staður landsins.“ Það er stundum sagt að börnin fylgi foreldrunum en þriðji sonur Steinars, Sigtryggur sem hefur starfað hjá Olís mun taka við umboðsmannastarfinu af föður sínum og pabbinn er ánægður með það. Steinar hefur verið heppinn með

heilsuna alla tíð en síðustu árin hefur hún aðeins dalað og okkar maður er að glíma við hægfara krabbamein sem hefur verið haldið niðri. „Þetta er aðeins að trufla mig. Ég þarf að fara til Svíþjóðar til lækna þar sem vilja skoða þetta en maður vonar bara að þetta gangi vel. Ég er alla vega nokkuð hress og veikindadagarnir í fimmtíu ár hafa ekki verið margir,“ segir Steinar Sigtryggson, olíukóngur Suðurnesja og vildi að lokum senda öllu samstarfsfólki og viðskiptavinum í gegnum tíðina bestu þakkir.

Steinar steinlá fyrir golfíþróttinni þegar hann var kominn til vits og ára og hér á myndinni má sjá hann með einum af golffélögum sínum úr golfferðahópi Golfklúbbs Suðurnesja, Jóni Birni Sigtryggssyni. Þeir félagar fáru báðir holu í höggi í Skotlandi, í Mekka golfsins árið 2002. „Leiran er minn besti staður en það er mjög skemmtilegt að heimsækja golfvelli úti í heimi,“ segir kylfingurinn Steinar sem hefur leikið golf víða um heim, m.a. á Indlandi. Steinar sýnir blaðamanni Víkurfrétta teikningar af starfsemi Olís við Aðaltorg í Keflavík, við Marriott hótelið. Þar eru nú þegar komnar nokkrar dælur frá Olís sem m.a. sinna vel ferðamönnum sem koma til Íslands.

Steinar og Birna kona hans með starfsfólki og viðskiptavinum á árshátíð Olís fyrir mörgum árum á Hótel Sögu.

BARÁTTAN UM OLÍS

Steinar í viðtali í Vikurfréttum eftir opnun nýrrar aðstöðu og ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar á Fitjum í Njarðvík. Viðtökurnar voru framar öllum vonum.

Það hefur oft verið barátta í kringum eignarhaldið á Olíuverslun Íslands, Olís. Steinari er það mjög minnistætt þegar Óli K. Sigurðsson keypti fyrirtækið. „Það var umtalað þegar Óli K. Sigurðsson eignaðist Olís með eftirminnilegum hætti. Það varð fræg saga um að Óli hafi borgað kaupin á Olís þannig að hann reiddi fram innistæðulausa ávísun á föstudegi eftir lokun banka en Óli hafi síðan tekið helgarsöluna hjá nýja fyrirtækinu sínu til þess að innistæða yrði fyrir ávísuninni þegar hún yrði innleyst á mánudagsmorguninn. Hann stóð

síðan í hellings baráttu í framhaldinu um að halda fyrirtækinu. Umboðið mitt í Keflavík var stórt og með góða veltu þannig að Óli var í miklu sambandi við mig því hann þurfti að nota hverja krónu til að halda fyrirtækinu gangandi næstu mánuði og ár. Ég þurfti að vera með allar klær úti til að halda góðu peningaflælði fyrir kallinn. Sú barátta endaði nokkru síðar með því að Texaco varð stór hluthafi í Olís og þá kom ró á reksturinn. Steinar er með skemmtilega mynd af Óla heitnum við skrifborðið sitt í húsakynnum Olís í Njarðvík.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Þurfum að standa með HSS og styðja - segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Jórunn Garðarsdóttir, deildarstjóri röntgendeildar HSS, Alma D. Möller, landlæknir, og Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS. VF-myndir: pket

Ný röntgendeild opnuð á HSS Ný röntgendeild var opnuð í D-álmunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síðustu viku að viðstöddum heilbrigðisráðherra, landlækni og bæjarstjórum allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Samhliða var nýr röntgenmyndgreiningarbúnaður frá Philips tekinn í notkun á nýja staðnum. Búnaðurinn og aðstaðan er algjör bylting fyrir geislafræðinga að vinna við nýja tækið þar sem gamla tækið var búið þungum myndplötum sem þurfti að burðast með fram og til baka. Tækið heitir Philips Digital diagnost C90 high performance. Það er stafrænt og hefur það jákvæð áhrif bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga sem verið er að mynda. Tækið er búið m.a. þeim kostum að vera með fjarstýrðan búnað, myndavél, frábær myndgæði og geislaskammtastýringu sem er einstaklingsmiðuð. Þetta auðveldar geislafræðingum vinnuna, afköstin verða betri og ánægðari

„Hér erum við í dag að upplifa stórkostlegar umbætur og miklu stærri en maður áttar sig á og það er mikilvægt að koma því á framfæri. Ég segi gjarnan við fólkið mitt í ráðuneytinu að við erum liðið á bakvið liðið og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hjartað í þessu bæjarfélagi til að þjónusta fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Hér hefur átt sér stað mikil fjölgun á tiltölulega skömmum tíma og í raun ótrúlegt hvað stofnunin hefur sýnt mikil þolgæði í gegnum þetta og við þurfum að standa með henni og styðja hana. Þessi dagur er búinn að vera mjög ánægjulegur að upplifa og sjá þessar umbætur sem eru í farvatninu,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Víkurfréttir þegar ný röntgendeild var opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síðustu viku. Hvað sérð þú sem heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eigi að leggja áherslu á? „Hún á að geta þjónustað mest allar aðgerðir og alla minniháttar bráðaþjónustu. Hún á að geta tekið álagið af Landspítalanum þar sem flóknustu aðgerðirnar eiga sér stað. Þess vegna er svo mikilvægt að við styrkjum stofnunina. Þetta röntgentæki sem við sjáum hér í dag í nýrri aðstöðu er eitt skref á þeirri vegferð.“

Bæjarstjórarnir Kjartan Már Kjartansson, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson og Fannar Jónasson ásamt Markúsi, forstjóra HSS. upplifun sjúklinga. Kostnaður tækisins var tæplega 48 milljónir. Árið 2021 voru gerðar tæplega fimm þúsund röntgenrannsóknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Opnun röntgendeildarinnar á nýjum og rúmbetri stað innan Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er fyrsti áfangi í stóru verkefni á

breytingum húsnæðis HSS. Næsti áfangi framkvæmda er að innrétta nýja slysa- og bráðamóttöku við hlið röntgendeildarinnar, jafnframt því sem móttaka sjúkrabíla. Frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar eða þegar í gangi og verður greint nánar frá þeim í Víkurfréttum í næstu viku.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Er möguleiki á að það verði aftur skurðstofuþjónusta á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í náinni framtíð? „Það er alls ekki útilokað. Það sem hefur staðið í veginum er mönnunin. Það er kominn áratugur síðan var skurðstofunum lokað og þá var mönnunarvandi og hann er enn til staðar. Við erum alltaf að kljást við þessa takmörkuðu auðlind sem er mannauðurinn. Þetta snýst allt um þjónustu af mjög vel menntuðu og hæfu starfsfólki og þess vegna verðum við að einbeita okkur að því að hlúa að stofnuninni og því sem hún ætti að vera að gera og skilgreina hlutverkin mjög vel. Þetta er orðið 30.000 manna svæði hér og

flugvöllur og við þurfum að tryggja góða þjónustu. Það blasir við hvað það er mikill akkur í því að styrkja stofnunina eins og hún er staðsett hérna á þessu svæði. Sama gildir um allt suðurlandið fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands og kragasvæðið sem við höfum stækkað og útvíkkað til að kjarna betur hlutverk Landspítalans. Það dregur fram hvað það eru mikilvægar umbætur að eiga sér stað hér og við þurfum að segja frá og samfélagið þarf að upplifa þær.“ Willum Þór segir að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi mætt andstreymi við það að þurfa að mæta mikilli íbúafjölgun á skömmum tíma. Hann segir að næsta stóra skref sem þurfi að taka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sé heilsugæslan. Auglýst var eftir húsnæði fyrir bráðabirgða heilsugæslustöð í nóvember á síðasta ári. „Því miður gerast hlutir stundum of hægt þegar við erum að tala um að byggja undir opninbera þjónustu. Við vitum það að eftir fjögur ár á að opna nýja og nútímavædda heilsugæslu í Innri-Njarðvík en það er bara of langur tími og fjöldinn er of mikill og heilusgæslan er of lítil. Við þurfum hér með öllum þeim sem standa að pólitíkinni á svæðinu og ekki síst stofnuninni, hún þarf alltaf að vera í fyrirrúmi í þjónustu við fólkið, hvernig við getum hraðar hjálpað heilsugæslunni hér og komið á bráðabigrðastöð. Hin mun alltaf opna. Sama gildir um heilsugæslusel í Garði og Sandgerði, það er full ástæða til að taka það. Ef okkur tekst að taka sameiginlega ákvörðun um þetta hvar hún á að vera og hvernig við byggjum hana hraðar, kannski bara á tveimur árum, þá getum við tekið álagið af hér. Við þurfum um leið að tryggja mönnunina.“ Þegar ráðherra er spurður hvort Suðurnesjamenn þurfi virkilega að bíða í tvö ár eftir bráðabirgða heilsugæslustöð, segir hann að það sé betra að hafa tímann fyrir sér og skapa ekki of miklar væntingar þó hugurinn sé mikill. Vonandi sé hægt að opna fyrr því þetta sé málefni sem brennur á heimafólki.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hefst föstudaginn 15. apríl og verður fyrst um sinn einungis á skrifstofu sýslumanns að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ. Unnt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á afgreiðslutíma sýsluskrifstofu, sem er: virka daga frá klukkan 8:30 til 15. 15. og 16. apríl verður þó unnt að greiða atkvæði klukkan 12–14 báða dagana.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði sem fram fer samhliða kosningum til sveitastjórna fer einnig fram á fyrrgreindum stað og tímasetningum. Opnunartími verður lengdur og kjörstöðum fjölgað þegar nær dregur kjördegi og verður það auglýst nánar síðar.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 8. apríl 2022 Ásdís Ármannsdóttir

Fjölmenni var við opnun nýju röntgendeildarinnar en miklar umbætur eiga sér nú stað á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Píratar og óháðir bjóða fram í Reykjanesbæ Píratar og óháðir bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí n.k. Í fyrsta sæti er það Ragnhildur L. Guðmundsdóttir kennari sem leiðir listann fyrir hönd óháðra, í öðru sæti er Margrét Sigrún Þórólfsdóttir kennari, í þriðja sæti er Svanur Þorkelsson og í því fjórða er Vania Cristína Late Lopes. Helstu áherslur framboðsins er: íbúalýðræði, umhverfis og húsnæðismál, virkni fyrir alla og stuðningur við fólk með fötlun svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu málefnum sem tengjast okkar ágæta bæjarfélagi.

Mikill vilji til umbóta hjá HSS - segir Alma D. Möller, landlæknir

„Það er ánægjulegt að hér á HSS hefur verið tekið til hendinni og unnið að uppbyggingu á innviðum stofnunarinnar. Það er nauðsynlegt því mikil fólksfjölgun hefur orðið á svæðinu undanfarin ár sem kallar jú á aukna starfsemi og stærra húsnæði. Nú er komið að þeim tímamótum að fyrsti áfangi húsnæðisbreytinganna er tilbúinn sem er ný röntgendeild. Hún var flutt til að vera við hliðina á nýrri slysa- og bráðamóttöku en framkvæmdir við hana hefjast á næstu vikum,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, þegar ný röntgendeild var formlega opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síðustu viku.Landlæknir hvatti starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að halda áfram á þeirri vegferð að efla þjónustu HSS, gæði hennar og öryggi. „Það hefur verið mótvindur hér og erfið umræða. Mig langar að segja það að það er mikill vilji til umbóta hjá stofnuninni. Það sé ég sem landlæknir því við höfum gert hér úttektir bæði á starfsemi heilsugæslu og legudeildar. Það er mín trú að hér verði aukin gæði og aukið öryggi sjúklinga. Svo má nefna það að það er afar mikilvægt að almenningur, þar með talið stjórnendur í sveitarfélögum og þingmenn taki utanum stofnunina og vinni með henni í þessari gæða- og umbótavegferð,“ segir Alma í viðtali við Víkurfréttir þegar hún er spurð út í umræðuna sem hefur verið mjög erfið um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í nokkuð langan tíma. Það eru ákveðin tímamót núna með umbótum á húsnæði og aðstöðu. „Það er verið að endurbæta húsnæðið mjög og þetta er fyrsti áfangi að opna nýja og glæsilega röntgendeild. Síðan verður haldið áfram með bráðamóttöku og fleira. Þetta er afskaplega mikilvægt því húsnæði er mikilvægur þáttur starfsumhverfis og hér hefur vantað á mönnun, ekki síst lækna. Mínar vonir eru að þetta geri stofnunina eftirsóttari vinnustað.“ Margt hefur gengið á hérna í langan tíma. Hvaða leiðbeiningar hefur þú verið með til stofnunarinnar vegna þessa? „Við höfum brýnt fyrir stofnuninni að ráðast í þær umbætur sem þarf, því við höfum greint bæði styrkleika og veikleika. Það er mikilvægast

þegar erfið umræða kemur upp er að hlusta og líta inná við á hvað þurfi að laga og vinda sér í það. Ég sé að það er vilji til umbóta en umbætur eru ekki hristar fram úr erminni, þær taka tíma og í rauninni lýkur þeim aldrei. Mikilvægast er að hlusta og bregðast við eins og þarf.“

Listinn í heild: 1. Ragnhildur L Guðmundsdóttir, kennari og náms- & starfsráðgjafi 2. Margrét S Þórólfsdóttir, leik- og grunnskólakennari 3. Svanur Þorkelsson, leiðsögumaður 4. Vania Cristína Leite Lopes, félagsliði 5. Daníel Freyr Rögnvaldsson, nemi. 6. Ragnar Birkir Bjarkarson, leiðbeinandi 7. Sædís Anna Jónsdóttir, lagerstarfsmaður 8. Jón Magnússon, sjálfstætt starfandi 9. Marcin Pawlak, aðst.vaktstjóri 10. Tómas Albertsson, nemi 11. Hrafnkell Hallmundsson, tölvunarfræðingur 12. Þórólfur Júlían Dagsson, vélstjóri

AÐ KVÖLDI PÁSKADAGS Á HRINGBRAUT OG VF.IS

húsin sem allra best. Við höfum æfst mjög í slíku samstarfi í gegnum faraldurinn og ég sé ekkert annað en að slíkt samstarf haldi áfram.“

PÁSKAOPNUN

Nú gerðuð þið úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hver var ykkar helsta niðurstaða í fáum orðum? „Það er bara eins og víðast hvar í heilbrigðiskerfinu, það þarf að efla mönnun og það hjá flestum starfsstéttum og ég nefni sérstaklega lækna. Það þarf að efla teymisvinnu og almennt gæða- og öryggisstarf. Fleira mætti telja en þetta eru aðalatriðin.“

Í APÓTEKARANUM KEFLAVÍK

Ertu að segja að Suðurnesjamenn geti horft björtum augum til framtíðarinnar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja? „Ég hef fulla trú á því að hér verði bætt þjónusta og það er mikilvægt. Við sjáum hvað íbúum hér hefur fjölgað og það er afar mikilvægt að bæta þjónustuna og stækka húsnæði eins og við erum að sjá hérna í dag.“

GLEÐILEGA PÁSKA

Er það ekki kostur fyrir stjórnvöld eða þá sem skaffa fjármunina að sjá sjúkrahúsin fyrir utan höfuðborgarsvæðið styrkjast til að bæta þjónustuna fyrir heimamenn og létta álagi af Landspítalanum? „Jú, ég held að það sé afar mikilvægt. Við sjáum að það er gríðarlega mikið að gera á Landspítala og það er töluvert í nýjan spítala. Það er mikilvægt að nýta nágrannasjúkra-

Skírdagur Föstudagurinn langi Páskadagur Annar í páskum

Suðurgötu 2 421 3200

www.apotekarinn.is

10–14 Lokað Lokað 10–14

Keflavík


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ósáttur oddviti framsóknar í Grindavík út í kuldann – Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Sigurður Óli Þórleifsson, fékk kaldar kveðjur hjá uppstillingarnefnd sem óskar ekki krafta hans áfram. Sigurbjörn Daði Dagðbjartsson sigurbjornd@gmail.com

„Þetta kemur mér mjög á óvart og ég fæ engin svör,“ segir Sigurður Óli Þórleifsson, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík og forseti bæjarstjórnar, en hann verður ekki á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í maí. Framsóknarflokkurinn myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabilinu sem senn lýkur og gegndi Sigurður Óli stöðu forseta bæjarstjórnar. Þetta kom Sigurði vægast sagt í opna skjöldu, hann sagði sig úr flokknum og er vægast sagt ósáttur við vinnubrögð uppstillingarnefndar. „Páll Jóhann Pálsson leitaði til mín fyrir síðustu kosningar og ég tók að mér að leiða Framsóknarflokkinn en þetta voru mín fyrstu afskipti af pólitík. Kosningin kom vel út fyrir flokkinn og við mynduðum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og ég vek athygli á því að þetta voru fjögur mjög krefjandi ár þar sem við upplifðum fall Wow air með auknu atvinnuleysi í Grindavík, náttúruhamfarir, jarðskjálfta og eldgos í kjölfarið á því. Þá kom COVID kom við okkur eins og önnur sveitarfélög en ég tel bæjarstjórnina hafa staðið sig

mjög vel við krefjandi aðstæður. Ég sem forseti bæjarstjórnar leiddi þá vinnu og tel mig hafa gert það vel. Rekstrarniðurstaða bæjarins hefur alltaf verið góð, Grindavík skorar hæst varðandi ánægju bæjarbúa svo ég get ekki betur séð en hér sé búið að vinna mjög gott starf. Ég tel vel hafa tekist upp við val fólks í nefndir á vegum bæjarins og reyndi ég að finna hæfasta fólkið í þau störf, þ.e. ég einskorðaði valið ekki endilega við fólk á listanum okkar. Þess vegna kemur þetta mér mjög á óvart.“ Það er mjög óvenjulegt að oddviti flokks sem sömuleiðis leiðir bæjarstjórn, sé settur svona út í kuldann svo eitthvað hlýtur að hafa komið upp á? „Ekkert sem ég veit um, ég hef enga gagnrýni fengið á mín störf en skilst að ég sé of hliðhollur Sjálfstæðisflokknum og segi já og amen við öllu því sem oddviti sjálfstæðismanna leggur á borð fyrir mig. Því vísa ég algjörlega til föðurhúsanna og það vita þau sem sem sitja með mér í bæjarstjórn að það er ekki rétt.“ „Ég hef líka heyrt útundan mér að það vanti meiri átök á bæjarstjórnarfundunum en ég er maður samvinnu, tel að flokkar þurfi að geta unnið saman og þá þarf að gera málamiðlanir. Auðvitað er tekist á en

á endanum verðum við að komast að niðurstöðu og þar hefur samstarfsflokkurinn þurft að gefa jafn mikið eftir og ég svo ég vísa þessari já-hygli algerlega til föðurhúsanna.“ Sigurður vissi ekki annað en hann væri að fara starfa næstu fjögur árin hið minnsta við bæjarstjórnarmálin. „Það er margt í þessu sem mér finnst bera vott um döpur vinnubrögð, t.d. tímasetningin. Eins hef ég litlar sem engar skýringar fengið en ég hef ennþá bara getað talað við einn þeirra þriggja sem eru í uppstill-

ingarnefndinni, Pál Jóhann. Hvorki Guðmundur Karlsson né Bryndís Gunnlaugsdóttir hafa svarað mér. Þetta með tímasetninguna er líka dapurlegt finnst mér en ég á litla möguleika á að gefa kost á mér í öðrum flokkum eða fara sjálfur fram. Eins og ég segi, það er allt frekar dapurt við þetta að mínu mati.“ Sigurður rekur MUSTAD Autoline í Grindavík en fyrirtækið sinnir línuútgerð víðsvegar um land. Eitt helsta áhugamál Sigurðar eru ferðir á leiki í enska boltanum og hefur hann verið ófáum Íslendingunum innan handar varðandi miðakaup. Hvað tekur við fyrst bæjarpólitíkin er kominn á ís? „Þegar einar dyr lokast þá opna nýjar, þannig er það bara. Ég hef rekið farsælt fyrirtæki undanfarin tvö ár og mun halda þeirri uppbyggingu áfram en við þjónustum línuútgerðina, allt frá litlum handfærabátum yfir í stóru línuskipin. Ég er með umboð fyrir MUSTAD króka og beitningarvélar og sömuleiðis seljum við beitu. Stórt áhugamál hefur verið fótbolti og þá kannski helst enski boltinn. Ég var alþjóðlegur fótboltadómari í tíu ár og kynntist fjölmörgum í þeim ótalmörgu verkefnum og hef ég verið fólki innan handar við að útvega miða á leiki.“

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 14. MAÍ 2022 Kjörstaður og kjörfundur

Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.

Framlagning kjörskrár Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á bæjarskrifstofum að Iðndal 2 frá 23. apríl. Athugasemdir varðandi kjörskrá má gera til sveitarstjórnar fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var 6. apríl.

Framboðslistar Eftirfarandi framboðslistar bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum.

D

E

L

Sjálfstæðismenn og óháðir

Framboðsfélag E-listans

Listi fólksins

Björn Sæbjörnsson Andri Rúnar Sigurðsson Inga Sigrún Baldursdóttir Guðmann Rúnar Lúðvíksson Guðrún Sigurðardóttir Annas Jón Sigmundsson Bjarki Þór Kristinsson Þórunn Brynja Júlíusdóttir Kinga Wasala Sædís María Drzymkowska Sigurður Árni Leifsson Stefán Harald Hjaltalín Kristinn Benediktsson Hólmgrímur Rósenbergsson

Birgir Örn Ólafsson Eva Björk Jónsdóttir Friðrik Valdimar Árnason Ingþór Guðmundsson Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Ragnar Karl Kay Frandsen Ingvi Ágústsson Guðrún Kristín Ragnarsdóttir Davíð Harðarson Marko Blagojevic Tinna Huld Karlsdóttir Elísabet Ásta Eyþórsdóttir Bergur Brynjar Álfþórsson Þorvaldur Örn Árnason

Kristinn Björgvinsson Eðvarð Atli Bjarnason Ellen Lind Ísaksdóttir Anna Karen Gísladóttir Jóngeir Hjörvar Hlinason Inga Helga Fredriksen Berglind Petra Gunnarsdóttir Garðar Freyr Írisarson Karen I. Mejna Tómas Pétursson Guðmundur B. Hauksson Gísli Stefánsson Guðrún Kristmannsdóttir Benedikt Guðmundsson

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga

„Sterk liðsheild“ - segir Bryndís Gunnlaugsdóttir „ Framsóknarfólk samþykkti þennan lista samhljóða og er ég sannfærð um að þetta er sterk liðsheild sem er tilbúin að vinna að því að gera góða bæ enn betri,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir í uppstillingarnefnd Framsóknar í Grindavík þegar hún er spurð út í brotthvarf núverandi oddvita flokksins. „Uppstillingarnefnd tók viðtöl við alla einstaklinga er höfðu áhuga á sæti ofarlega á lista, þ.e.a.s. 1.–8. sæti. Við tókum viðtöl við tíu einstaklinga og kom þá í ljós að fjórir aðilar höfðu áhuga á fyrsta sæti en því miður var of seint að boða til prófkjörs samkvæmt reglum Framsóknarflokksins. Í störfum undirbúningsnefndar var því rætt við Framsóknarfólk og almenna kjósendur og reynt að átta sig á því hvernig hægt væri að stilla upp sterku liði til árangurs í sveitarstjórnarkosningum. Í þeirri vinnu var meðal annars rætt við Framsóknarfólk í Grindavík sem og almenna kjósendur. Uppstillingarnefnd lagði síðan tillögu sína fyrir félagsfund en öllum er auðvitað heimilt að koma með aðrar tillögur á félagsfundi þar sem greitt er atkvæði um listann. Á félagsfundi Framsóknar í Grindavík komu engar tillögur um breytingar á lista og var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt samhljóða. Það er því ljóst að frambjóðendur og félagsmenn fengu tækifæri til þess að breyta tillögu uppstillinganefndar og leggja fram aðrar tillögur.“ Eins og áður segir þá er óvenjulegt að oddvita sé ýtt svona til hliðar og hann fái ekki neinar skýringar. Bryndís hvatti blaðamann til að spyrja Sigurð hvers vegna hann hefði ekki mætt á félagsfundinn þar sem hann hefði getað óskað eftir stuðningi áfram í fyrsta sætið. „Eftir að hafa hitt stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur þá sá ég í hvað stefndi og því hvarflaði ekki að mér að mæta á þann fund. Þessu máli er því bara lokið hjá mér, áfram gakk,“ segir Sigurður Óli. Þrjú sætin hjá Framsóknarflokknum í Grindavík: Ásrún Helga Kristinsdóttir, kennari, Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri, og Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, kennari.

SMÁAUGLÝSINGAR Íbúð til leigu í Grindavík Til leigu þriggja herbergja íbúð að Ásabraut 16 í Grindavík. Laus 1. maí. Upplýsingar í síma 892-8352.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ Sigursveinn Bjarni leiðir S-lista Samfylkingar og óháðra í Suðurnesjabæ S-listi Samfylkingar og óháðra borgara í Suðurnesjabæ var samþykktur samhljóða í síðustu viku á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar á Vitanum í Sandgerði. Sigursveinn Bjarni Jónsson, sölustjóri leiðir listann og er Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri og aðstoðarmaður fasteignasala í öðru sæti. Í þriðja sæti er Önundur S. Björnsson, fv. sóknarprestur og situr Hlynur Þór Valsson, verkefnastjóri og grunnskólakennari í því fjórða. „Það er mér mikill að heiður að vera treyst fyrir því að leiða þennan glæsilega lista og hlökkum við til að eiga samtal við bæjarbúa og móta okkar stefnu í framhaldinu. Á listanum er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að vilja gera gott sveitarfélag enn betra,“, sagði Sigursveinn af þessu tilefni. Listinn í heild sinni: 1. Sigursveinn Bjarni Jónsson, sölustjóri 2. Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri & aðstoðarmaður fasteignasala 3. Önundur S. Björnsson, fv. sóknarprestur 4. Hlynur Þór Valsson, verkefnastjóri & grunnskólakennari 5. Sunna Rós Þorsteinsdóttir, markþjálfi 6. Jóhann Jóhannsson, íþróttafræðingur 7. Rakel Ósk Eckard, þroskaþjálfi & umsjónarkennari 8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, gjaldkeri 9. Katarzyna Blasik, skólaliði 10. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir, viðskiptafræðingur & umsjónarkennari 11. Eyþór Elí Ólafsson, stuðningsfulltrúi 12. Thelma Dís Eggertsdóttir, leiðbeinandi í kennaranámi 13. Guðbjörg Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi 14. Jóhann Geirdal, fv. skólastjóri 15. Viktoría Íris Kristinsdóttir, nemi 16. Jórunn Alda Guðmundsdóttir, fv. leikskólastjóri & eldri borgari 17. Jón Snævar Jónsson, húsasmíðameistari 18. Oddný B. Guðjónsdóttir, fv. skólaliði & eldri borgari

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ var samþykktur á félagsfundi nýverið. Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins og Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans. Það er mikill hugur í hópnum sem er að bjóða sig fram fyrir Framsókn í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið er ört stækkandi sem kallar á uppbyggingu innviða. Í ræðu á fundinum sagði Anton Guðmundsson að framundan væru spennandi tímar. „Við viljum setja málefni barnafjölskyldna í forgang. Einnig viljum við bregðast við vandanum á húsnæðismarkaði með því að bjóða upp á fleiri lóðir til úthlutunar í Suðurnesjabæ. Það er gríðarlega ánægjulegt að við skulum bjóða fram svona ungan og öflugan lista. Frambjóðendur Framsóknar munu halda áfram að fjárfesta í

fólki og vera hreyfiafl framfara í samfélaginu,“ sagði Anton. Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði, sagðist virkilega þakklát og ánægð að fá að vinna með þessu frábæra fólki sem er á framboðslistanum. „Listinn samanstendur af ungu fólki og fólki með reynslu, úr báðum byggðarkjörnum, en allir eiga það sameiginlegt að vilja efla og betrumbæta Suðurnesjabæ. Ég trúi því að það séu svo sannarlega bjartir tímar framundan þar sem allir eiga möguleika að koma á framfæri skoðunum sínum og hafa áhrif. Það eru fullt af tækifærum í Suðurnesjabæ sem þarf bara að grípa,“ sagði Úrsúla María á fundinum. Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ: 1. Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði. 2. Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.

3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði. 4. Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði. 5. Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði. 6. Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði. 7. Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði. 8. Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði. 9. Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði. 10. Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði. 11. Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði. 12. Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði. 13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði. 14. Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði. 15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði. 16. Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði. 17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði. 18. Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Í SUÐURNESJABÆ 2022 Eftirfarandi framboðslistar eru í kjöri við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí 2022.

B

D

O

S

1. Anton Kristinn Guðmundsson 2. Úrsúla María Guðjónsdóttir 3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir 4. Sigfríður Ólafsdóttir 5. Gísli Jónatan Pálsson 6. Elvar Þór Þorleifsson 7. Baldur Matthías Þóroddsson 8. Agata María Magnússon 9. Elías Mar Hrefnuson 10. Óskar Helgason 11. Hulda Ósk Jónsdóttir 12. Karel Bergmann Gunnarsson 13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir 14. Gunnlaug María Óskarsdóttir 15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir 16. Eydís Ösp Haraldsdóttir 17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir 18. Jón Sigurðsson

1. Einar Jón Pálsson 2. Magnús Sigfús Magnússon 3. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir 4. Svavar Grétarsson 5. Eva Rut Vilhjálmsdóttir 6. Þórsteina Sigurjónsdóttir 7. Elín Björg Gissurardóttir 8. Guðlaug Helga Sigurðardóttir 9. Tinna Torfadóttir 10. Arnar Geir Ásgeirsson 11. Jónatan Már Sigurjónsson 12. Auður Eyberg Helgadóttir 13. Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson 14. Hanna Margrét Jónsdóttir 15. Anes Moukhliss 16. Rakel Jónsdóttir 17. Jón Heiðar Hjartarson 18. Bogi Jónsson

1. Jónína Magnúsdóttir 2. Laufey Erlendsdóttir 3. Jón Ragnar Ástþórsson 4. Haraldur Helgason 5. Fanný Þórsdóttir 6. Marinó Oddur Bjarnason 7. Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir 8. Júdit Sophusdóttir 9. Eysteinn Már Guðvarðsson 10. Jóhann Helgi Björnsson 11. Jón Gunnar Sæmundsson 12. Bjarnþóra María Pálsdóttir 13. Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir 14. Sigrún Harpa Sigurjónsdóttir Heide 15. Sindri Lars Ómarsson 16. Ósk Matthildur Arnarsdóttir 17. Reynir Þór Ragnarsson 18. Ingimundur Þórmar Guðnason

1. Sigursveinn Bjarni Jónsson 2. Elín Frímannsdóttir 3. Önundur S. Björnsson 4. Hlynur Þór Valsson 5. Sunna Rós Þorsteinsdóttir 6. Jóhann Jóhannsson 7. Rakel Ósk Eckard 8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir 9. Katarzyna Blasik 10. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir 11. Eyþór Elí Ólafsson 12. Thelma Dís Eggertsdóttir 13. Guðbjörg Guðmundsdóttir 14. Jóhann Geirdal 15. Viktoría Íris Kristinsdóttir 16. Jórunn Alda Guðmundsdóttir 17. Jón Snævar Jónsson 18. Oddný B. Guðjónsdóttir

Framsóknarflokkur

Sjálfstæðismenn og óháðir

Bæjarlistinn

Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar

Samfylkingin og óháðir


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sumir með! Bjarni Páll Tryggvason, frambjóðandi framsóknar í Reykjanesbæ. Verkefnið „Allir með!“ er framsækið verkefni sem Reykjanesbær hefur innleitt. Verkefnið miðar að því að virkja sem flesta einstaklinga í samfélaginu okkar til þátttöku í tómstunda-, æskulýðs- og íþróttastarfi. Það er nefnilega svo að það skiptir máli að allir hafi tækifæri til þátttöku og þekki hvaða leiðir eru færar til þess. Þess vegna er það mér hugleikið af hverju það eru ekki allir með þegar kemur að því að styðja við samfélagið í Reykjanesbæ. Það er stöðugt ákall um að stutt sé ríkulega við bakið á menningu listum, íþróttum og tómstundum í bænum okkar og það er svo sannarlega þörf á því. Reykjanesbær gengur þar framarlega í flokki og einnig eigum við mikið af góðum bakhjörlum í okkar nærumhverfi hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar. Það er þó augljóst að það eru bara sumir með þegar kemur að virkri þátttöku, einn mælikvarði er t.d. að bera saman 30 stærstu fyrirtækin á svæðinu við 30 stærstu stuðningsaðila góðra verka hér um slóðir. Munurinn er sláandi, litlir og meðalstórir aðilar bera hitann og þungann af stuðningi við samfélagið á meðan sumir þeirra stærstu eru lítið sem ekkert með. Þessir stóru aðilar kalla eftir því að bærinn leggi til innviði og byggi upp bæjarfélag sem

laði að fólk sem vilji starfa hjá þeim en á sama tíma virðist ekki vera skilningur fyrir því að samfélag þarf virka þátttöku allra til að blómstra. Ég ætla að beita mér fyrir því að Reykjanesbær fái alla með í rekstur samfélagsins okkar í víðum skilningi. Stærstu atvinnuveitendur svæðisins þurfa að sýna samfélagslega ábyrgð í verki, það er ekki bara hlutverk íbúa hér að leggja til land og loftrými undir rekstur þeirra með tilheyrandi áskorunum og tækifærum sem því fylgir. Þeir aðilar sem nýta þau gæði sem Reykjanesbær býður þeim upp á verða að fá tækifæri til að sýna í verki að við sem búum hér erum eitthvað annað og meira en bara vinnuafl. Reykjanesbær á að vera miklu virkari í samtalinu við atvinnurekendur svæðisins og vera stöðugt að bjóða þeim að vera með í samfélaginu okkar. Samfélagssáttmáli í anda verkefnisins allir með er eitt skref sem mun efla samfélagslega ábyrgð allra sem njóta góðs af innviðum okkar. Þannig stuðlum við að því að þeir sem draga vagninn m.a. í menningu, listum, íþróttum og tómstundum í Reykjanesbæ fái víðtækari stuðning í sínum daglegu viðfangsefnum og þannig byggjum við saman upp kröftugt, heilbrigt og framsækið bæjarfélag.

AÐ KVÖLDI SKÍRDAGS Á H R I N G B R A U T O G V F. I S

Hvernig stöndum við okkur í þjónustu við eldri íbúa? Helga Jóhanna Oddsdóttir, skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi. Fjölbreytt þjónusta byggð á fagmennsku er sjálfsögð krafa eldri íbúa Reykjanesbæjar sem eiga að eiga kost á áhyggjulausu ævikvöldi í sínum heimabæ. Hvort sem um er að ræða fjölbreytta búsetukosti, sérsniðna heilsueflingu, félagsstarf eða heilbrigðisþjónustu, eigum við að vera einna fremst sveitarfélaga í þjónustu fyrir eldri íbúa. Berum virðingu fyrir þeim sem ruddu brautina Mér var kennt í æsku að bera virðingu fyrir mér eldra og lífsreyndara fólki. Fólki, sem hafði lagt grunninn að þeim lífsgæðum sem ég naut sem barn og unglingur í Reykjanesbæ, hvort sem var í þroskandi skólaumhverfi, öruggu bæjarfélagi þar sem næga atvinnu var að fá eða öflugu menningar- og íþróttastarfi. Innviðir sveitarfélagsins þróuðust nefnilega ekki af sjálfu sér á þessum árum

frekar en í dag. Þar liggur að baki ævistarf, mikilvægt framlag allra þeirra sem nú nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri, eldri íbúa Reykjanesbæjar. Þarf hópurinn að vera hávær til að gleymast ekki? Við sem njótum nú afraksturs ævistarfs eldri íbúa eigum að hlúa vel að hagsmunum þessa hóps, þó hann sé ekki alltaf háværastur. Við, sem bjóðum okkur fram til starfa fyrir sveitarfélagið, eigum að vera öflugur málsvari íbúa þegar kemur að samskiptum við þá aðila sem veita velferðarþjónustu á svæðinu, t.d. HSS og hjúkrunarheimilin. Þar eigum við að leggja áherslu á gott aðgengi að öldrunarþjónustu sem veita á í nánu samstarfi við velferðarsvið sveitarfélagsins. Við, fulltrúar sveitarfélagsins, eigum að vera samtaka, sterk rödd, sem talar fyrir hagsmunum íbúa.

Er hjúkrunarheimili eini valkosturinn? Eldri íbúar Reykjanesbæjar eiga að geta valið að búa heima sem lengst, með stuðningi öflugrar heimaþjónustu ef og þegar hennar er þörf. Eins eigum við að bjóða fjölbreyttari búsetukosti, til að mynda þjónustukjarna, þar sem eldri íbúar geta fengið þjónustu við athafnir daglegs lífs, án þess að dvöl á hjúkrunarheimili sé tímabær. Íbúðir fyrir eldri borgara eigum við að skipuleggja í nágrenni við helstu innviði og þjónustu í sveitarfélaginu. Við eigum að horfa til þess að færa félagsstarf eldri íbúa út í hverfin, nær þátttakendum. Þannig má nýta betur húsnæði sveitarfélagsins, fjölga þátttakendum í félagsstarfi og eiga náið samstarf við eldri íbúa um það framboð og fyrirkomulag sem þeir kjósa í félagsstarfi.

Góð heilsa, gulli betri Góð líkamleg og andleg heilsa á efri árum er lykilatriði í lífsgæðum. Þar eigum við sem bæjarfélag að leggja áherslu á öflugan stuðning og eiga frumkvæði að framboði heilsueflandi verkefna. Eitt af þeim verkefnum sem eldri íbúar hafa tekið virkan þátt í og notið undanfarin ár er heilsuefling sem sniðin er að þeirra þörfum og veitt á mjög faglegan hátt. Það er sorglegt til þess að hugsa að núverandi meirihluti, sem gengur frá hverjum samningnum á fætur öðrum þessar vikurnar, telur sig ekki geta gert áframhaldandi samning um heilsueflingu eldri íbúa Reykjanesbæjar. Verkefni sem hefur notið mikilla vinsælda og árangurs. Ekki virðist eiga sér stað samtal við þátttakendur um framhaldið sem er ótækt. Þessu vil ég breyta.

Hugleiðingar leikskólastjóra Sigrún Gyða Matthíasdóttir, skipar 5. sæti hjá Beinni leið fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ. Við erum eflaust öll sammála því að ef það er einhver málaflokkur þar sem við finnum svo sannarlega fyrir vaxtarverkjum í okkar ört stækkandi bæjarfélagi þá eru það leikskólamálin. Þar má segja „betur má ef duga skal“ og að þar eru tækifæri til úrbóta. Í kortunum eru nýir leikskólar sem taka til starfa hver á fætur öðrum frá árinu 2023 – en hvað þarf að gerast til þess að mæta auknum kröfum um að yngri börn komist sem fyrst inn í leikskólana? Sé árgangurinn 2019 skoðaður má sjá í minnisblaði fræðslusviðs Reykjanesbæjar að hann telur 240 börn. 2020 árgangurinn telur 295 börn! Hjá mér, eins og hjá um þrjú hundruð fjölskyldum í bænum, kom barn í heiminn á árinu 2020. Ég upplifi því á eigin skinni þá áskorun sem fjölmargir íbúar bæjarins standa frammi fyrir. En að auki hef ég einnig svo gaman af því að velta við steinum; að skoða málin. Ef við hefðum verið með húsnæði til þess að taka á móti 2020 árganginum frá tólf mánaða aldri, eins og umræðan hefur snúist um að undanförnu, þá hefði það þýtt 59 auka stöður starfsfólks í skólana sem þýðir 39,3 kennara með leyfisbréf til þess að ná að fara eftir lögum þegar kemur að ráðningu í leikskóla. Í þessum tölum erum við reyndar ekki að

taka tillit til stöðugilda vegna barna með sértækar stuðningsþarfir. Að auki er mikilvægt að spyrja hversu langan tíma tekur að byggja leikskóla og hversu mikið fjármagn þarf? Hvaða vinnu þarf að vinna til að koma upp faglegu menntasamfélagi þar fyrir innan? Leikskólinn er nefnilega svo mikið meira heldur en bara húsnæði sem hýsir mikinn fjölda barna með geðgóðum hópi fullorðinna einstaklinga. Hverjar eru þarfir tólf mánaða barns? Hverjir mæta þörfum þessa barns best? Gæti ein leið til að mæta þörfum barna á milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu verið sú að fjölskyldur geti sótt um fjölskyldustyrk frá bænum sem annars færi í niðurgreiðslu á leikskólaplássi eða dagforeldraplássi? Þar gæti útfærslan verið sú að annað foreldrið sé lengur heima eða þá að foreldrar skiptist á; viku og viku eða mánuð og mánuð til skiptis í samstarfi við vinnuveitendur. Eða hreinlega skipt viðvera foreldra fyrir hádegi og eftir hádegi, nú eða jafnvel sú lausn að afi gæti verið með afadag á miðvikudögum og amma á þriðjudögum. Er á þennan hátt hægt að létta undir með fjölskyldum sem myndu vilja geta lengt foreldraorlofið?

Verði þessi hugmynd að veruleika halda dagforeldrar sínu mikilvæga starfi áfram í að brúa bilið yfir í leikskólann og leikskólar taka glaðir á móti börnunum við átján mánaða aldur eins og margir eru þegar farnir að geta gert. Þessi hugmynd gæti leyst vanda fjölmargra fjölskyldna þangað til leikskólar bæjarins geta tekið á móti yngri börnum og þannig mætt þörfum þeirra. Að þessu sögðu þá er ekki hægt að ræða svona samfélagslegar hugmyndir án þess að skoða kynjavinkilinn og þá hættu sem getur skapast ef við tölum ekki um hann: Tekjulægri aðilinn í fjölskyldunni er líklegri til þess að fá þessa ábyrgð eða taka hana að sér, þar sem þeir hópar sem gjarnan eru kallaðir kvennastéttir eru metnir til mun lægri launa en „karlastéttir“. Þannig gæti svona hugmynd leitt til mikillar afturfarar í jafnréttisbaráttunni. Ein leið til að vinna gegn því er möguleikinn á að hafa þetta fjölskyldustyrk en ekki einstaklingsstyrk eins og fram kemur í hugmynd hér fyrir ofan. Til þess að hægt sé að fara í svona vinnu þurfum við engu að síður að taka þetta erfiða samtal og skeggræða í þaula. Ég er til í það! Tökum samtalið um leiðir og möguleika

og hvernig samfélag við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Ég veit nefnilega að það val sem stendur fjölskyldum til boða varðandi þann möguleika að gefa barni lengri tíma heima er mjög takmarkað. Sem leiðir yfirleitt til þess að annað foreldrið endar tekjulaust heima. Ég vil gefa fjölskyldum sem slíkt kjósa, færi á að vera með gullmolana sína lengur í fangi. Að lokum þá fagna ég umræðunni um þörfina á uppbyggingu leikskóla á sama tíma og ég vil undirstrika hversu mikilvægt það er að mannauðurinn sem þarf til að sinna þessu starfi sé til staðar. Reykjanesbær hefur á síðustu árum unnið að því að stórauka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum bæjarins með því að styðja einstaklega vel við starfsfólk skóla sem sækir sér kennaramenntun. Einnig á Reykjanesbær hrós skilið fyrir að leggja metnað í að bæta starfsaðstæður í skólum bæjarins. Ég heiti Sigrún Gyða Matthíasdóttir og er þroskaþjálfi, leikskólakennari, starfandi leikskólastýra og þriggja barna móðir. Ég hugleiði oft skólamál, er áhugamanneskja um aukin gæði í barnastarfi og brenn sérstaklega fyrir því að hlúð sé að barnafjölskyldum í Reykjanesbæ.

Vel veiðist við Suðurnes Það lítur nú út fyrir það að nægur fiskur sé í sjónum utan við Suðurnesin. Línubátarnir voru að mestu leyti utan við Grindavík fyrstu daganna í apríl en færðu sig út fyrir Sandgerði og þar hefur líka verið ansi góð veiði. Reyndar er smá munur á þessum tveimur miðum. Utan við Grindavík hafa verið mjög margir togarar á veiðum, t.d. 29 metra togararnir Vörður ÞH og Áskell ÞH sem báðir hafa komist í 99,5 tonn í einni löndun, Vörður ÞH hefur landað 279 tonnum í þremur löndunum og Áskell ÞH 284,5 tonnum í þremur löndunum. Auk mun fleiri 29 metra togara þá hafa stærri togararnir líka verið á veiðum þarna utan við Grindavík og Þorlákshöfn. Aftur á móti hafa stóru netabátarnir Þórnes SH og Jökull ÞH verið á veiðum

utan við Sandgerði sem og stóru línubátarnir frá Snæfellsnesinu, Rifsnes SH, Örvar SH og Tjaldur SH. Tjaldur SH er t.d. kominn með 190 tonn í þremur löndunum núna í apríl og Örvar SH 145 tonn í tveimur. Af minni bátunum þá má nefna að Hafrafell SU er með 117 tonn í níu löndunum og mest 22,5 tonn í einni löndun, Sandfell SU 112,2 tonn í níu og mest 16,9 tonn, Kristján HF 87 tonn í sjö og Gísli Súrsson GK 80 tonn í átta. Talandi um netabátana þá er Erling KE kominn með 150 tonn í níu róðrum og mest 33 tonn, Grímsnes GK 65 tonn í sjö, síðan hefur Saxhamar SH verið í netarallinu en hann var með Faxaflóann og svæðið frá Garðskaga og að Reykjanesi. Þegar Saxhamar SH var á veiðum

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

í Faxaflóanum landaði hann í Reykjavík, þegar hann kom að Reykjanesinu landaði hann í Sandgerði og landaði báturinn þar 114 tonnum í fimm löndunum. Í síðustu veiðiferð bátsins kom báturinn til Sandgerðis og skilaði af sér starfsfólki frá Hafrannsóknarstofnun, sigldi síðan til Rifs og landaði þar 26 tonnum. Þessi bátur er nú nokkuð vel þekktur á Suðurnesjum því báturinn var lengi gerður út frá Grindavík og hét þá þar Hrafn Sveinbjarnarson GK. Það má geta að þetta nafn, Hrafn Sveinbjarnarson GK, er ennþá á Saxhamri SH

því nafnið var logsoðið á bátinn þegar hann var smíðaður og sést ansi vel þótt að báturinn sé fallega grænn í dag. Þorbjörn ehf. átti Hrafn Sveinbjarnarson GK og átti fyrirtækið reyndar þrjá báta sem allir hétu þessu nafni. Voru þeir Hrafn Svein-

bjarnarson GK, Hrafn Sveinbjarnarson II GK og Hrafn Sveinbjarnarson III GK. Þessi bátur fékk síðan nafnið Sigurður Þorleifsson GK þar til að hann var seldur í burtu frá Grindavík árið 1994, Saxhamarsnafnið fékk svo báturinn árið 2006.


Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga Eftirtaldir framboðslistar eru í kjöri í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí 2022 B - Listi Framsóknarflokks

D - Listi Sjálfstæðisflokksins

M - Listi Miðflokks

P - Listi Pírata og óháðra

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Bjarni Páll Tryggvason Díana Hilmarsdóttir Róbert Jóhann Guðmundsson Trausti Arngrímsson Sighvatur Jónsson Aneta Zdzislawa Sigurður Guðjónsson Friðþjófur Helgi Karlsson Bjarney Rut Jensdóttir Birna Ósk Óskarsdóttir Unnur Ýr Kristinsdóttir Gunnar Jón Ólafsson Andri Fannar Freysson Birna Þórðardóttir Halldór Ármannsson Karítas Lára Rafnkelsdóttir Eva Stefánsdóttir Ingibjörg Linda Jones Sævar Jóhannsson Kristinn Þór Jakobsson Jóhann Friðrik Friðriksson

Margrét Ólöf A Sanders Guðbergur Ingólfur Reynisson Helga Jóhanna Oddsdóttir Alexander Ragnarsson Birgitta Rún Birgisdóttir Gígja Sigríður Guðjónsdóttir Eyjólfur Gíslason Eiður Ævarsson Guðni Ívar Guðmundsson Steinþór J. Gunnarsson Aspelund Anna Lydía Helgadóttir Adam Maciej Calicki Unnar Stefán Sigurðsson Páll Orri Pálsson Sigrún Inga Ævarsdóttir Guðmundur Rúnar Júlíusson Þórunn Friðriksdóttir Birta Rún Benediktsdóttir Hjördís Baldursdóttir Tanja Veselinovic Margrét Sæmundsdóttir Baldur Þórir Guðmundsson

Bjarni Gunnólfsson Eggert Sigurbergsson Patience Adjahoe Karlsson Sigrún Þorsteinsdóttir Natalia Stetsii Óskar Eggert Eggertsson Natalia Marta Jablonska Bryndís Káradóttir Kristján Karl Meekosha Guðbjörn Sigurjónsson Þórður Sigurel Arnfinnsson Aron Daníel Finnsson

Ragnhildur L Guðmundsdóttir Margrét S Þórólfsdóttir Svanur Þorkelsson Vania Cristína Late Lopes Daníel Freyr Rögnvaldsson Ragnar Birkir Bjarkarson Sædís Anna Jónsdóttir Jón Magnússon Marcin Pawlak Tómas Albertsson Hrafnkell Hallmundsson Þórólfur Júlían Dagsson

S - Listi Samfylkingar og óháðra

U - Listi Umbótar

Y - Listi Beinnar leiðar

Friðjón Einarsson Guðný Birna Guðmundsdóttir Sverrir Bergmann Magnússon Sigurrós Antonsdóttir Hjörtur Magnús Guðbjartsson Aðalheiður Hilmarsdóttir Sigurjón Gauti Friðriksson Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir Sindri Kristinn Ólafsson Eydís Hentze Pétursdóttir Styrmir Gauti Fjeldsted Marta Sigurðardóttir Magnús Einþór Áskelsson Írís Ósk Ólafsdóttir Jón Helgason Elfa Hrund Guttormsdóttir Borgar Lúðvík Jónsson Katrín Freyja Ólafsdóttir Svava Ósk Svansdóttir Sveindís Valdimarsdóttir Guðjón Ólafsson Jón Ólafur Jónsson

Margrét Þórarinsdóttir Gunnar Felix Rúnarsson Rannveig Erla Guðlaugsdóttir Úlfar Guðmundsson Jón Már Sverrisson Kristbjörg Eva Halldórsdóttir Michal Daríusz Maniak Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson Karen Guðmundsdóttir Þorvaldur Helgi Auðunsson Tara Lynd Pétursdóttir Júlíana Þórdís Stefánsdóttir Una Guðlaugsdóttir Harpa Björg Sævarsdóttir Rúnar Lúðvíksson

Valgerður Björk Pálsdóttir Helga María Finnbjörnsdóttir Birgir Már Bragason Halldór Rósmundur Guðjónsson Sigrún Gyða Matthíasdóttir Davíð Már Gunnarsson Kristján Jóhannsson Þuríður Birna Björnsdóttir Debes Jóhann Gunnar Sigmarsson Rannveig L. Garðarsdóttir Þórarinn Darri Ólafsson Harpa Jóhannsdóttir Davíð Örn Óskarsson Justyna Wróblewska Hannes Friðriksson Eygló Nanna Antonsdóttir Sólmundur Friðriksson Alexandra Klara Wasilewska Hrafn Ásgeirsson Freydís Kneif Kolbeinsdóttir Kolbrún Jóna Pétursdóttir Guðbrandur Einarsson

Kosið verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Magnea Herborg Björnsdóttir og Valur Ármann Gunnarsson


tt á h r i Stefn

FS-ingur vikunnar: Gabríel Már Elvarsson

Gabríel Már Elvarsson er nítján ára og kemur frá Keflavík. Hann var þjálfari Gettu betur liðs Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefnir að því að útskrifast í vor. Gabríel hefur gaman af því að leika, spila póker og horfa á fótbolta. Gabríel er FS-ingur vikunnar.

Inga Bryndís Pétursdóttir er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Hún spilar körfubolta og er í nemendaráði Heiðarskóla. Henni finnst gaman að baka, skíða og vera í kringum vini og fjölskyldu. Inga Bryndís er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla.

Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut og útskrifast núna í vor ... vonandi. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kostur FS er félagslífið, hversu nálægt skólinn er og JÁJÁ útihátíðirnar. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Líklegast Lárus Logi, því hann er það eiginlega núna en hann er alltaf að verða stærri og stærri á TikTok. Það hlýtur að skila einhverju. Skemmtilegasta sagan úr FS: Dansaði með ókunnugri stelpu á JÁJÁ 2020. Endaði að svo að verða framtíðarkærastan mín. Hver er fyndnastur í skólanum? Jóna Marín. Hver eru áhugamálin þín? Póker, leiklist, fótbolti (að horfa á, ekki spila) og Gettu betur. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist það að drukkna. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt er Út í geim með Birni.

Hvað gerir þú utan skóla? Ég fer á æfingar, bæði körfubolta og Metabolic. Ég reyni að læra þegar ég hef frítíma og hitti stundum vini mína á kvöldin. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er ég er mjög bjartsýnn og jákvæður. Hver er þinn helsti galli? Ég er mjög mikill sóði. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Twitter, ég hata að tísta en á sama tíma er ég alltaf þar. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Besti eiginleiki í fólki er jákvæðni og að geta hlustað og skilið mann. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnt er hátt, ég ætla að læra sjúkraþjálfun og reyna mitt allra besta að vera sjúkraþjálfari í Bretlandi og vinna með fótbolta- eða Formúlu 1-liðum. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Góðhjartaður.

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

Hvert er skemmtilegasta fagið? Að mínu mati er það klárlega stærðfræði. Ég hef einhvern veginn alltaf átt nokkuð auðvelt með hana, sem gerir hana svo skemmtilega. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Verður maður ekki að segja Kiddi? Hann er nú þegar frægur fyrir TikTok, þannig ætli hann haldi því ekki bara áfram. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Mjög líklega þegar við vorum krakkarnir úti í fótbolta í frímínútum og einhver dúndraði boltanum óvart yfir markið og hann endaði beint á hausnum á stelpu sem var á körfuboltavellinum. Maður ætti kannski ekki af hlæja af þessu en ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég held ég verði að segja Jón Logi vegna þess að hann er soddan klaufi, alltaf á hausnum og það er hægt að hlæja frekar mikið af því. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru að fara á skíði, ferðast, körfubolti,

vera með vinum og fjölskyldu, lesa bækur og baka eitthvað djúsí. Hvað hræðistu mest? Myrkrið, ég er mjög myrkfælin. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að ég hafi aldrei átt uppáhaldslag. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skipulögð og vill hafa allt í röð og reglu. Hver er þinn helsti galli? Ég myndi segja að minn helsti galli sé sá að ég get stundum verið aðeins of hreinskilin. Segi hreinlega bara beint út hvað mér finnst og sé svo eftir því seinna.

Ung(menni) vikunnar: Inga Bryndís Pétursdóttir

Metnaðarfull og skipulögð

20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat er mest notað í símanum mínum, ég tala eiginlega bara við vini mina þar. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Bara hvað allir eru alltaf peppaðir í að gera allskonar hluti. Maður þarf varla að spyrja og þá eru allir tilbúnir að vera með. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla að halda áfram í námi, eins og staðan er núna er ég að stefna annað hvort á Kvennó eða MR. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Metnaðarfull.

SKÓLAR Á SUÐURNESJUM 1890 Í síðasta þætti var sagt frá Ögmundi Sigurðssyni sem var aðalkennari Gerðaskóla í átta ár og lengi fylgdarmaður Þorvaldar Thoroddsen en lengstum kennari og skólastjóri Flensborgarskóla. Ögmundur stofnaði 1880, ásamt tveimur öðrum, Tímarit um uppeldi og menntamál. Í 3. árgang, 1890, skrifar Ögmundur um skóla á Suðurnesjum. Á þeim tíma er hann kennari í Garðinum og hefur átt þess kost að kynnast skólunum þar í grennd. Hann lýsir byggðunum og skólunum í stuttu máli þannig (mikið stytt): Vatnsleysuströnd með Vogum, nokkuð löng strandlengja suður að Vogastapa; þar er margt fólk. Í þessu byggðarlagi er einn skóli, sem allir geta sótt af Ströndinni og úr Vogunum. Skólinn komst á stofn fyrir forgöngu sjera Stefáns Thor-

arensen á Kálfatjörn. Bjó hann svo um, að fjárhagur skólans mun vera svo góður, að enginn barnaskóli hjer syðra mun hafa eins góð efni. Skólinn á allvænt hús og jörð, sem kennarinn hefur til ábúðar. Njarðvíkur eru í tvennu lagi: Innra- og Ytrahverfi. Höfðu upphaflega aðgang að skólanum á Ströndinni, en síðustu ár hefur verið skóli í Innrahverfinu, sóttur úr báðum hverfunum. Keflavík er kaupstaður og allmikil byggð; þar hefur suma vetur verið skóli, en stundum hefur hann lagzt niður, þrátt fyrir þótt þar sje all mannmargt og mjög hægt að sækja skóla. Síðastliðinn vetur var haldinn barnaskóli í 6 mánuði með 23 börn á ýmsu reki, skipt í 2 deildir. Skólinn á enn ekkert húsnæði, en handa honum var leigt «Good-Templars-

húsið», í alla staði ágætt húsnæði. Áhöld átti skólinn engin, en kennarinn átti landabrjef og hnött. Fyrir utan Hólmsberg kemur dálítil byggð, sem heitir Leira; þar er þjettbýlt og nokkuð mannmargt. Þar hefur skóli verið haldinn í 2 ár, í 3-4 mánuði. (Myndin er af skólahúsi sem byggt var að Nýlendu í Leiru 1910 og var 43 m2) Þar fyrir utan er Garðurinn, mannmörg byggð og þjettbyggð, Þar hefur skóli verið í 18 ár; til þessa skóla gætu líka með hægu móti sótt börn úr Kirkjubóls-hverfi; sú byggð er á sunnanverðum Garðskaga. Sagt var ítarlega frá þessum skóla í 13. þætti. Þar fyrir sunnan kemur Miðnes, strandlengja allt suður að Stafnesi; þar hefur umgangsskóli verið hafður í nokkur ár, því byggðin er svo löng að þar geta öll börn tæplega sótt einn skóla. Kennt er á 2 stöðum, 2-4 mánuði á hvorum stað. Fjárhagur skólans er þannig: útgjöldin eru laun kennarans, 285 kr., húsaleiga 18 kr.; kol og fl. 10. kr., samtals 313 kr. Tekjurnar: 45 kr. úr landssjóði; styrkur úr Thorcilliisjóði handa 4 börnum, 20 kr. með hverju = 80 kr. Þær 188 kr. sem á vantar er skipt niður á þá, sem sendu börnin á skólann, rúmar 8 kr á hvert barn. Sveitin styður ekkert þessa stofnun sína. Milli Stafness og Reykjaness, fyrir sunnan fjörð, sem nefnist Ósar, er byggð allmikil, sem nefnist Hafnir. Þar eru þjettir bæir og margt fólk, svo vel gætu öll börn sótt þar að skóla. Þar hefur verið haldinn skóli að nafninu til í nokkra vetur, um 4

15. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. mánuði, í mjög óhentugu húsi, í mjög þröngum baðstofuenda sem kennarinn hefur lagt til, svo þröngum að börnin hafa eigi getað skrifað öll í einu og tæplega getað öll haft sæti, nema með því að troðast hvert ofan á annað. Það lítur þó svo út, sem Hafnamenn standi betur að vígi en almennt gerist, að því, að geta byggt sjer skólahús. Þar hefur í mörg ár verið sannkölluð timburnáma, síðan hið mikla timburskip strandaði þar. Þaðan er enn þá selt drjúgum timbur, og miklu timbri er brennt árlega af strandi þessu. Af öllum þessum við, sem mátti fá fyrir svo ákaflega lítið verð, hefur sveit þessi eigi varið svo miklu til sameiginlegra þarfa, sem að koma sjer upp húsi, er notað yrði til skóla og opinberra fundarhalda. Í vetur voru á skóla þessum 10 börn. Kennari var Magnús Jónsson, gamall maður sem gekk í latínuskólann. Laun hans eru lítil.

Á austanverðu Reykjanesi er Grindavík, þar hefur verið umgangskennsla 2 síðustu vetur. Þar gætu öll börn sótt skóla. Kristindómskennslan og lesturinn, sem áður var eingöngu verk heimilanna, hefur verið falið þessum skólum, og reikning og skript bætt við. Þeir virðast eingöngu vera til þess að losa heimilin við alla kennslu, en veita þó ekki eins mikla fræðslu og meðal heimili með meðal ástundun. Það er engin rækt lögð við þá; börnunum líður illa, hafa ekki gott lopt og er stundum kalt, en fá kannske þá hugmynd að leikslokum, að þau sjeu nokkuð vel að sjer, af því að þau hafa gengið á skóla. Heimild. Ögmundur Sigurðsson. 1890. Um skóla á Suðurnesjum. Tímarit um uppeldi og menntnamál 3. árg. 1990, bls. 87-98.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


sport

Við höfum fulla trú á ok ku

r sjálfum

– en það munar um tólft a ma nninn – SEGIR SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON, ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KARLA Í KNATTSPYRNU HJÁ KEFLAVÍK SEM ER SPÁÐ FALLI Í SUMAR.

Siggi Raggi segir að sér lítist bara vel á tímabilið þrátt fyrir að mikil meiðsli hafi verið að hrjá liðið á undirbúningstímanum. „Vonandi verða einhverjir komnir til baka fyrir mót. Ég held bara að við höfum verið pínu óheppnir en fyrir utan það þá höfum við hagað undirbúningstímabilinu þannig að öllum hefur verið gefið tækifæri til að spila,“ sagði Siggi í spjalli við Víkurfréttir nú skömmu fyrir Íslandsmót. „Ungir og efnilegir strákar fengu að spila mikið í vetur og síðan þegar nær dró móti fóru erlendu leikmennirnir okkar að koma til landsins og þá fór að koma meiri mynd á liðið og úrslitin urðu betri. Heilt yfir er búið að ganga mjög vel í síðustu leikjunum á undirbúningstímabilinu og liðið verið að spila vel – undantekningin er leikurinn á móti ÍBV, síðasti leikur, en það eru bara ofboðslega mikil meiðsli í liðinu og við erum að vinna í að fá leikmenn inn til að styrkja okkur því deildin verður enn sterkari í ár en hún var í fyrra.“ Besta deildin – fleiri leikir, lengra tímabil Nú lengist tímabilið með þessari úrslitakeppni, hvernig líst þér á það fyrirkomulag? „Mér líst mjög vel á að það sé verið að fjölga leikjum, að mótið sé núna 27 leikir. Það er þessi úrslitakeppni sem bætist aftan á og það er, held ég, vilji allra þjálfara að leikjum sé fjölgað. Það eru svo skiptar skoðanir hvaða aðferð sé best við það en ég held að það sé flott að prófa þetta fyrirkomulag og sjá hvernig gengur. Ég held að allir séu spenntir fyrir því. Hvort að þetta sé hin fullkomna lausn á eftir að koma í ljós, það gætu aðrar lausnir komið seinna en mér finnst fínt að prófa þetta og sjá hvernig það gengur. Svo lengir þetta mótið og maður fær vonandi að sjá að ungu mönnunum verði gefnir fleiri sénsar til að spila, kannski meira en áður. Við erum búnir að spila óvenju mikið á uppöldum strákum, allt að 60% leiktímans hefur farið til leikmanna sem eru uppaldir í félaginu. Það er ofboðslega hátt hlutfall og er í raun helmingi hærra hlutfall en hjá þeim liðum sem eru best í að ala upp leik-

Fyrirkomulag keppninnar í efstu deild karla í knattspyrnu, Bestu deildinni, verður með öðru sniði í ár en áður. Fyrst verða leiknar hefðbundnar 22 umferðir þar sem öll lið mætast á heima- og útivelli. Eftir það verður deildinni skipt í efri og neðri hluta, sex efstu liðin annars vegar og sex neðstu liðin hins vegar, þar sem liðin leika fimm umferðir til viðbótar.

menn í Noregi. Við höfum verið að gefa okkar strákum mikinn séns í vetur og núna getum við horft á tímabilið þannig að menn séu að fá nýja áskorun. Það er að verða meiri samkeppni um stöður þegar núna þegar tímabilið er að byrja og menn að koma til baka – vonandi stíga þessir strákar upp, allir sem einn, og vaxi og eflist með verkefninu.“ Siggi segir það líka vera mjög spennandi að sjá fram á að hafa stuðningsmenn á leikjum en þeir hafa verið af sárlega skornum skammti í Covid-faraldrinum. „Það er öðruvísi að spila fyrir framan þúsund manns en þegar það eru engir áhorfendur. Það gefur deildinni mikið skemmtilegri blæ og okkur hlakkar til þess.“ Maður veltir fyrir sér með því að lengja tímabilið svona og fjölga leikjum, vantar ekki meiri breidd í liðið? „Jú og við erum einmitt að vinna í að fjölga leikmönnum. Við höfum náttúrlega selt frá okkur leikmenn eins og Davíð Snæ [Jóhannsson] til Lecce, Björn Boga [Guðnason] til Heerenveen og svo Ástbjörn Þórðarson í FH. Í staðinn verðum við að styrkja liðið eitthvað og fá menn inn sem hafa einhverja reynslu og koma meira jafnvægi á liðið. Við höfum gert það með mönnum eins og Dani Hatakka, finnskum hafsent, og Patrik Johannesen, A-landsliðsmanni frá Færeyjum en þeir passa mjög vel inn í liðið okkar. Þar að auki höfum við fengið efnilega leikmenn frá öðrum liðum, eins og Ásgeir Pál Magnússon sem kemur með góða reynslu úr 2. deildinni og verður gaman að sjá hvernig spjarar sig í sumar. Svo fengum við Erni Bjarnason úr Leikni og Sindri Snær [Magnússon] sneri aftur en hann er reyndar búinn að vera

Æfing hjá meistaraflokki karla. Haraldur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari, sýnir að hann hefur engu gleymt. VF-myndir: JPK

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

n Sindra Snæ hlakkar til að komast inn á völlin . ökkla á sli meið við glímt r hefu hann en aftur

óheppinn með ökklameiðsli. Við söknum hans en Sindri er búinn að vera duglegur í endurhæfingunni og hlakkar til að komast inn á völlinn aftur og spila fyrir Keflavík. Ég er ánægður með þær styrkingar sem við höfum fengið, samt vantar okkur aðeins fleiri. Við héldum að við myndum eiga náðuga daga á leikmannamarkaðnum en bæði þessi miklu meiðsli í hópnum og svo að missa leikmenn frá okkur sem voru á samningi þegar að við fórum við inn í undirbúningstímabilið hefur sett strik í reikninginn. Við seldum leikmenn og þurfum að fá aðra í staðinn og það er áskorun að finna rétta leikmennina sem passa inn í það sem við erum að gera en við höfum til ellefta maí og ætlum að vanda valið.“ Þið takið nú varla mark á þeim bölspám (að Keflavík falli) sem hafa verið að birtast í fjölmiðlum undanfarið? „Nei, við höfum fulla trú á okkur sjálfum og liðinu. Við vorum náttúrlega bara einu stigi frá fallsæti í fyrra en við sýndum það með frammistöðu okkar í bikarkeppninni [þar sem Keflavík komst í undanúrslit] að á góðum degi og allir eru heilir erum við jafngóðir og jafnvel betri en flest lið í deildinni. Það var lærdómurinn á síðasta ári að þegar vantaði fjóra,

fimm leikmenn í liðið þá var bilið orðið of mikið til að veita sterkustu liðunum samkeppni. Við vorum í kringum sjötta sæti um mitt mót en svo dalaði það aðeins þegar við fórum að missa menn í meiðsli.“

Mikil tilhlökkun fyrir tímabilinu

Siggi segir að öll liðin séu búin að vera að styrkja sig og hann telur að deildin eigi eftir að vera talsvert sterkari í ár en á síðasta ári. Hann segir önnur lið hafa verið að nota sjónvarpspeninginn sem þau fengu í fyrra til leikmannakaupa en af öllum liðunum í Bestu deildinn hafi Keflavík sennilega úr einna minnstu að moða. „Þannig að við þurfum helst að detta niður á einhver kjarakaup, finna leikmenn sem geta sprungið út með okkur. Svo er það áskorun að halda þeim áfram ef það gerist.

Við verðum bara að sníða okkur stakk eftir vexti,“ segir Siggi; „og taka eitt skref í einu. VIð byggjum upp liðið jafnt og þétt, bæði innan frá með því að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri, öðlast reynslu og gera mistök til að læra af, svo utan frá með því að styrkja hópinn með góðum og reynslumiklum leikmönnum. Annars hlakka ég mikið til mótsins. Við eigum erfiða byrjun, fyrsti leikur verður útileikur á móti Breiðabliki á þriðjudaginn (19. apríl kl. 19:45) og svo eigum við Val heima, þá Víking og KA úti. Einhvern tímann verðum við að mæta þessu sterku liðum líka við gerum bara eins vel og við getum – mér sýnist allir vera staðráðnir í að standa sig í sumar og það stefna í að við verðum með lið sem spilar skemmtilegan fótbolta. Svo vona ég að stuðningsmennirnir séu búnir að fá nóg af inniveru út af Covid og verði duglegir að mæta á völlinn til að styðja við bakið á liðinu. Það munar um tólfta manninn.“

Tólfti leikmaðurinn kemur ekki til með að þurfa að fela sig á bak við grímu í sumar.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sundfólk ÍRB með sex titla Tólf einstaklingar valdir í landsliðshópa SSÍ

Sundmenn ÍRB færðu sex íslandsmeistaratitla heim til Reykjanesbæjar eftir Íslandsmótiðí sundi í 50 metra laug sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Eva Margrét Falsdóttir fremst í flokki en hún vann til fernra titla. Íslandsmeistarar ÍRB á ÍM 50 2022:

Vaskir glímukappar úr Reykjanesbæ Um helgina fór fram grunnskólamót Glímusambands Íslands. Mótið fór fram í Melaskóla þann og tóku sjö skólar þátt þar sem var keppt í bekkjardeildum frá 5. til 10. bekk. Fjórir keppendur tóku þátt úr Reykjanesbæ og allir unnu til verð-

launa. Nderina Sopi úr Myllubakkaskóla og Lena Andrejenko úr Heiðarskóla sigruðu í flokki 6. bekkjar, Rinesa Sopi einnig úr Myllubakkaskóla varð önnur í flokki 9. bekkjar og Helgi Þór Guðmundsson úr Stapaskóla varð síðan 8. bekkjarmeistari.

Aðalfundur Glímudeildar UMFN Aðalfundur Glímudeildar UMFN verður haldinn miðvikudaginn 20.apríl á Smiðjuvöllum 5 Reykjanesbæ kl:20 Dagskrá aðalfundar er skv. 8.gr laga GDN

Hlökkum til að sjá ykkur Kveðja, formaður

Eva Margrét Falsdóttir: Íslandsmeistari í 200 metra bringusundi, 400 metra fjórsundi, 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Þá vann hún einnig silfur í 100 metra flugsundi. Alexander Logi Jónsson: Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi. Fannar Snævar Hauksson: Íslandsmeistari í 100 baksund og vann einnig silfur í 100 metra flugsundi, 50 metra baksundi og 100 metra skriðsundi.

sveitinni voru Guðmundur Leo Rafnsson, Kári Snær Halldórsson, Fannar Snævar Hauksson og Stefán Elías Berman. Kvennasveit ÍRB vann brons í 4x200 metra skriðsundi. Í sveitinni voru Eva Margrét Falsdóttir, Elísabet Arnoddsdóttir, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir og Katla María Brynjarsdóttir.

Lágmörk í sumarverkefni SSÍ sem náðust um helgina.

Katla María Brynjarsdóttir: Lágmark á NÆM í 800 metra skriðsundi. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir: Lágmark á NÆM í 400 metra skriðsundi. Að loknu móti þá tilkynnti SSÍ landsliðshópa og þar eiga tólf einstaklingar frá ÍRB sæti.

Aðrir verðlaunahafar:

Katla María Brynjarsdóttir: Brons í 1500 metra skriðsundi. Guðmundur Leo Rafnsson: Silfur í 200 metra baksundi. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir: 400 metra fjórsund silfur, 800 metra skriðsund brons og NÆM lágmark. Aron Fannar Kristínarson: 200 metra baksund brons, 200 metra fjórsund silfur, 400 metra fjórsund silfur. Elísabet Arnoddsdóttir: Silfur í 200 metra flugsundi. Ástrós Lovísa Hauksdóttir: 100 metra baksund brons, 200 metra baksund silfur og lágmark í landsliðsverkefni Framtíðarhóps SSÍ. Karlasveit ÍRB vann silfur í 4x200 metra skriðsundi og sama sveit vann brons í 4x100 metra skriðsundi. Í sveitinni voru þeir, Guðmundur Leo Rafnsson, Aron Fannar Kristínarson, Fannar Snævar Hauksson og Stefán Elías Berman. Karlasveitin vann brons í 4 x100 metra fjórsundi en í

Sjö sundmenn í verkefni Framtíðarhópslandsliði SSÍ: Daði Rafn Falsson, Árni Þór Pálmason, Nikolai Leo Jónsson, Denas Kazulis, Elísabet Arnoddsdóttir, Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Ástrós Lovísa Hauksdóttir.

Fimm sundmenn í verkefni Unglingalandsliðshópi SSÍ: Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir; Eva Margrét Falsdóttir, Fannar Snævar Hauksson og Kári Snær Halldórsson.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Aspardalur – Búsetuúrræði fyrir fatlaða Fræðslusvið - Kennsluráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Heiðarskóli - Náttúrufræðikennari á unglingastigi Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Súlan verkefnastofa - Vefstjóri Velferðarsvið - Starfsmenn heimaþjónustu Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,

HALLDÓR VILHJÁLMSSON slökkviliðsmaður, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. apríl klukkan 12. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra (diabetes.is). Ásgeir Halldórsson Guðrún Brynjólfsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Hjörleifur Hannesson og barnabörn.

Vel mætt í mottuhlaup Þann 31. mars fór fram Mottu­mars­ hlaup 2022 Krabbameins­félagsins í blíðskaparveðri en veður­guðirnir voru ákaflega hliðhollir okkur eftir erfiða veðráttu síðustu vikur og mánuði. Góð mæting var í hlaupið en hlaupið var fimm kílómetrar og var hlaupið frá Vatnaveröld undir umsjá 3N þríþrautardeild UMFN. Við viljum þakka öllum þátttakendum sem sýndu stuðning í verki og hlupu til góðs. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum og hófst formlega 1. mars. Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakn-

ingu um krabbamein hjá körlum og minnum karlmenn sérstaklega á að kynna sér og þekkja hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við einkenni. Ég vil minna á að þrátt fyrir að Mottumars sé liðinn þá þarf ávallt að vera vakandi fyrir einkennum og láta athuga sig þegar einkenni gera vart við sig. Karlmenn leita sér síður upplýsinga og aðstoðar þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu. Karlaklefinn.is er fræðsluvefur sem er hannaður fyrir karlmenn til að afla sér upplýsinga um krabbamein, ein-

kenni og forvarnir. Þar er einnig að finna Karlaklúbbinn, þar sem hægt er að skrá sig og fá senda tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu til að vera vakandi. Ég hvet alla karlmenn að skrá sig og vera ábyrga fyrir sinni eigin heilsu. Krabbameinsfélag Suðurnesja vill þakka þeim sem komu að skipulagningu hlaupsins en það er Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri Lýðheilsumála í Reykjanesbæ, Börkur Þórðarson frá Þríþrautardeild UMFN 3N, Baldur Sæmundsson, formaður 3N, Reykjanesbæ sem gaf frítt í sund fyrir þátttakendur, Nettó og Mjólkurssamsalan sem styrktu okkur um næringu eftir hlaup. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameins­ félags Suðurnesja.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 23

LÍF OG FJÖR Á NETTÓMÓTINU Það skein gleðin úr vonarstjörnum íslensks körfuknattleiks sem tóku þátt í Nettómótinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Mótið var haldið í íþróttahúsum bæjarins og að auki var var reistur glæsilegur skemmtigarður í Nettó­ höllinni þar sem hægt var að fá útrás í ótal hoppuköstulum. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkur­ frétta, fangaði stemmninguna og eins og sést á meðfylgjandi myndum ríkti mikil kátína meðal keppenda og þá mátti sjá stórkostleg tilþrif í bland við hæfilegt kapp. Enn fleiri myndir má sjá á vf.is

Tollverðir Spennandi störf í lifandi umhverfi Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og í Keflavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi og þau henta fólki af öllum kynjum. Í tengslum við ráðningu tollvarðar þarf að þreyta inntökupróf/þrekpróf, en nánari upplýsingar um það er að finna á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof Starf tollvarðar felur m.a. í sér: • Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna. • Sérhæfðar leitir, svo sem í bílum, með hundum, gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv. • Almennt tolleftirlit á vettvangi, svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum.

Menntunar– og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það. • Greiningarhæfileikar. • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Gott andlegt og líkamlegt atgervi. • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð. • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Golfklúbbur Suðurnesja auglýsir eftir fólki til starfa

LEIRUKAFFI GOLFSUMARIÐ 2022 Starfið felur í sér afgreiðslu í veitingasölu og golfbúð, vinnu á grilli, þrif o.fl. Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum 18 ára og eldri sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Reynsla af þjónustustörfum er kostur. Byrjað verður strax að vinna úr umsóknum og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst.

Umsóknir sendist á leirukaffi@gs.is. Nánari upplýsingar í sama netfangi eða í síma 421-4100.

• Almenn ökuréttindi. Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð 20 ára aldri sem og að geta framvísað hreinu sakavottorði. Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni. Umsóknir skulu fylltar út á vef Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Nánari upplýsingar um störfin í Reykjavík veitir Baldur Búi Höskuldsson í síma 442-1000 eða með tölvupósti á baldur.b.hoskuldsson@skatturinn.is, en upplýsingar um störfin í Keflavík veitir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir í síma 442-1000 eða með tölvupósti á gudrun.s.rikardsdottir@skatturinn.is

skatturinn.is

Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00


LOKAORÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

Þúsund manns í A Ð K V Ö L D I S K Í R D A G S Á H R I N G B R A U T O G V F. I S

Þeir félagar Grétar Magnússon, gullaldarliðsknattspyrnumaður úr Keflavík, og Helgi Rafnsson, körfuboltamaður úr Njarðvík, lærðu báðir rafvirkjun og þegar litið er til tuttugu ára aldursmunar á þeim er óhætt að segja að það hafi verið frekar óvænt að leiðir þeirra lágu saman en fljótlega eftir það stofnuðu þeir rafverktakafyrirtækið Rafholt. Keppnisskap og reynsla úr íþróttum hefur hjálpað þeim í rekstri og uppbyggingu Rafholts sem nú er orðið stærsta fyrirtæki á sínu sviði hér á landi.

Grétar og Helgi eru eru gestir okkar í þættinum Suður með sjó sem sýndur verður á Hringbraut og vf.is að kvöldi skírdags. Þáttaröðin Suður með sjó heldur svo áfram í sumar með fleiri áhugaverðum gestum.

Bingó!

Lífið er sem betur fer að komast í réttan farveg á nýjan leik eftir heimsfaraldur og ljóst að þrá fólks í „eðlilegt“ líf er mjög mikil. Í pistli mínum fyrr í vetur talaði ég um að hliðin væru að opnast þegar heilbrigðisráðherra gaf það út að öllum takmörkunum yrði aflétt í lok febrúar. Greinilegt að löngun fólks í eðlilegt líf var nokkuð meiri en mann grunaði. Mannfagnaðir eru nú haldnir á hverju strái, eru afar vel sóttir af fólki úr öllum aldurshópum og gleðin skín úr hverju andliti. Enda skal engan undra því við eigum sennilega aldrei eftir að taka þessum mannfögnuðum sem sjálfsögðum hlut á nýjan leik eftir þær raunir sem hafa dunið á okkur síðustu tvö árin. Ef einhver hefði t.d. sagt mér fyrir einhverjum árum síðan að yfir 1.000 manns myndu sækja BINGÓ-skemmtanir hjá tveimur íþróttadeildum hér í bæ þá hefði ég hlegið dátt að viðkomandi – en sú varð raunin núna í lok mars og í byrjun apríl þegar körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur stóðu fyrir fullorðins Bingóviðburðum. Afar vel heppnað hjá deildunum og fólk á öllum aldri fjölmennti og skemmti sér vel. Eins og ein „heldri“ kona orðaði það svo vel við mig þá voru vinningarnir aukaatriði, þótt þeir væru glæsilegir, aðalmálið var að komast út og hitta

Mundi Nýtt nafn á Helguvík:

Vatnsleysa!

fólk, dansa og hafa gaman! Svona hlutir hafa eðlilega verið af skornum skammti síðustu tvö ár með öllum þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi en núna erum við öll eins og beljur á vorin að fagna langþráðu frelsinu. Persónulega hef ég saknað mannfagnaða gríðarlega enda haft það sem aukastarf síðustu tuttugu árin að taka að mér veislustjórn eða ræðuhöld á alls kyns viðburðum. Þetta er bara svo ótrúlega gaman og er alveg ómissandi þáttur mannlífsins að fólk hittist og skemmti sér saman. Enda hefur maður séð það augljóslega síðustu vikur að fólk hefur saknað mannfagnaða og viðburða enda stemmningin heldur meiri núna en í venjulegu árferði. Mér þótti það svo gaman um daginn þegar maður hringdi í mig utan af landi fyrir nokkrum vikum síðan en sá hafði bókaði mig sem veislustjóra í brúðkaup sitt snemma árs 2020 en því var frestað. Núna fékk ég símtalið og brúðkaup fer fram í ágúst 2022, reyndar ekki sama konan sem hann ætlar að giftast en loksins komið að þessu! Þarna verður pottþétt stuð!

3 RÉTTA MATSEÐILL á aðeins 5.900 kr. á mann með fordrykk frá og með 14. apríl matseðillinn mun breytast á tveggja vikna fresti bókaðu borð á www.TheBridge.is

ALLIR VELKOMNIR

VIÐ EIGUM 2 ÁRA AFMÆLI Í APRÍL

@thebridge.courtyardkef @courtyardkef


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.