magasín SUÐURNESJA
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
á Hringbraut og vf.is öll
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
30
fimmtudagskvöld kl. 20:
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Næsta blað VF síðasta vetrardag Víkurfréttir koma næst úr miðvikudaginn 24. apríl eða síðasta vetrardag. Síðasti skilafrestur auglýsinga er þriðjudaginn 23. apríl. Póstfang auglýsingadeildar er andrea@vf.is og auglýsingasíminn er 421 0001.
Bílaleigubílar torvelda umferð um gönguog hjólastíg
Söngur fuglsins fyllti Stapa Húsfyllir var á útgáfutónleikum Más Gunnarssonar í Stapa á föstudagskvöld. Með tónleikunum fagnaði Már sinni fyrstu plötu sem heitir Söngur fuglsins. Myndir frá tónleikunum eru á síðu 6 í blaðinu í dag og sýnt verður frá tónleikunum í Suðurnesjamagasíni að kvöldi skírdags á Hringbraut og vf.is kl. 20:30.
Bláa lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark:
Samstarf um uppbyggingu á Reykjanesi Bláa lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark (RGP) hafa ákveðið að taka upp samstarf sem stuðlar að markmiðum Jarðvangsins á Reykjanesi og sveitarfélaganna fjögurra sem eru innan hans. Til staðfestingar því var samstarfsyfirlýsing undirrituð í Bláa Lóninu í gær, þriðjudag, að viðstöddum forsvarsmönnum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Jarðvangsins og Bláa Lónsins. Markmið samstarfsins er m.a. að styrkja Reykjanesið sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri nýtingu, vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja á svæð-
unum, hvetja til nýjunga í náttúrutengdri sköpun og draga fram og viðhalda menningararfleifð svæðanna. Af þessu tilefni hefur Bláa lónið m.a. stofnað til félags með Grétu Súsönnu Fjeldsted en hún er eini ábúandinn við
Reykjanesvita í dag. Félagið mun m.a. sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita. „Auk þess að efla vandaða þjónustuaðstöðu á vestanverðu Reykjanesi, sem lengi hefur skort, munum við aðstoða við merkingar svæðisins. Þá mun starfsmaður frá okkur hafa umsjón með svæðinu í samstarfi við Jarðvanginn“, segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Jarðvanginn og sveitarfélögin öll að
fá sterkasta fyrirtæki okkar á Suðurnesjum til þessa mikilvæga samstarfs. Það gefur Jarðvanginum, og sveitarfélögunum sem að honum standa, byr undir báða vængi m.a. til að stórbæta aðstöðu, draga fram og vernda sérstöðu Reykjaness og vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúruna,“ segir Ásgeir Eiríksson, formaður stjórnar Reykjanes Global Unesco Geopark og bæjarstjóri í Vogum.
Ítrekað er bílaleigubílum lagt á göngu- og hjólastíg sem liggur milli Iðavalla og Flugvalla í Reykjanesbæ. Bílarnir hindra eðlilega umferð um stíginn sem margir nota á ferðum sínum milli bæjarhluta. Nokkrar bílaleigur eru með starfsemi á lóðum sem liggja að stígnum. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að hann hafi margoft rætt við eigendur þessara bílaleiga en svo virðist sem það nái ekki til starfamannanna sem þar starfa. Á næstunni verður gerð rassía í því að hreinsa göngu- og hjólastíginn af þeim bílum sem lagt er á hann.
Bílar á göngu- og hjólastíg sem liggur á milli Iðavalla og Flugvalla í Reykjanesbæ. VF-mynd: hilmarbragi
Allt fyrir páskaveisluna í Nettó! BESTA VERÐIÐ*
PÁSKAEGG Í MIKLU ÚRVALI!
Heill kalkúnn
„Auk þess að efla vandaða þjónustuaðstöðu á vestanverðu Reykjanesi, sem lengi hefur skort, munum við aðstoða við merkingar svæðisins. Þá mun starfsmaður frá okkur hafa umsjón með svæðinu í samstarfi við Jarðvanginn,“ segir Grímur Sæmundsen.
1.198
KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
FRÁBÆRT VERÐ!
Hamborgarhryggur Kjötsel
999
-40%
KR/KG
ÁÐUR: 1.665 KR/KG
*Samkvæmt verðkönnun ASÍ.
Tilboðin gilda 18. - 22. apríl
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg. SPURNING VIKUNNAR
Ertu að fara eitthvað um páskana?
Gunnar Björnsson:
„Bara að hvíla sig og njóta, útivist og golf ef veður leyfir.“
Haukur Örn Jóhannesson:
Stórbætt þjónusta í strætó
„Engin ferðalög, bara hvíla sig og vera heima með fjölskyldunni.“
– Styttri biðtími og engar skiptistöðvar í nýju leiðakerfi um Reykjanesbæ
Reykjanesbær mun taka nýtt leiðarkerfi í strætó í notkun í sumar. Um er að ræða svokallað „einnar línu kerfi“ en stefnt er að því að það taki gildi þann 15. júlí. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir ástæðuna að baki breytingarinnar vera stórbætt þjónusta. „Við höfum núna verið með þrjá hringi í kerfinu og í mörgum tilfellum þarf að skipta um strætó á leiðinni en með þessari breytingu verða engar skiptistöðvar. Strætó keyrir fram og til baka, eina línu, á hálftíma fresti.
Þannig mun fólk spara tíma og það þarf ekki að skipta um strætó.“ Þrír vagnar munu keyra, líkt og fyrr segir, á hálftíma fresti, alla virka daga, allan ársins hring. Að auki verður helgarþjónusta í boði, bæði laugar-
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
„Ég er ekki búin að ákveða það.“
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar. daga og sunnudaga, frá klukkan 10 til 18 á klukkustundar fresti, þá verður akstur á kvöldin bættur. Minni vagnar verða keyrðir um bæinn enda óþarfi að keyra þá stærstu á tímum sem færri nýta sér strætó. Þeir stærstu verða þó áfram nýttir í skólaakstur á morgnana og eftir skóla. „Við erum að hvetja fólk til að nýta sér strætókerfið betur. Við getum vel sloppið með það að vera með eina strætóleið í sveitarfélaginu okkar,“ segir Guðlaugur. Stefnt er að því að kynna nýja kerfið á umferðar- og samgönguþingi sem haldið verður í Íþróttaakademíunni
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
solborg@vf.is
þann 29. apríl en það verður opið öllum sem áhuga hafa. „Þar munum við koma með tillögur að breytingum á strætókerfinu og tökum fagnandi á móti ábendingum frá fólki.“ Árskort í strætó verður áfram fáanlegt fyrir fimm þúsund krónur en börn, aldraðir og öryrkjar geta nálgast það á tvö þúsund krónur. Ekki stendur til að það muni breytast með nýju leiðarkerfi.
Særún Karen Valdimarsdóttir:
„Já, ég er að fara í námsferð til Brighton Englandi, ásamt starfsfólki mínu á leikskólanum Gimli og ætla að framlengja þá ferð framyfir páska með elskunni minni honum Katli Jósepssyni.“
Við stöndum vaktina alla páskana með nýjustu fréttir á vf.is
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Sólborg Guðbrandsdóttir
VIÐTAL
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Kristín Bragadóttir:
Næsta blað síðasta vetrardag! FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
12°
4kg
REYKJANESBÆR
4°
40kg
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
-20°
150kg
GRINDAVÍK
14°
1250kg
VOGAR
12°
75kg
ALLT FYRIR PÁSKAVEISLUNA Í NÆSTU NETTÓ! Hamborgarhryggur Kjötsel
999
KR/KG
-40%
BESTA VERÐIÐ*
-20%
-20%
ÁÐUR: 1.665 KR/KG
Humar án skeljar 800 gr
Humar í skel 1 kg
3.198 ÁÐUR: 3.998 KR/PK
-31%
2.594
KR/KG
ÁÐUR: 3.759 KR/KG
1.975 ÁÐUR: 2.599 KR/KG
KR/KG
ÁÐUR: 4.998 KR/PK
KR/PK
Fullmeyrnað lambalæri
1.288 ÁÐUR: 1.498 KR/KG
-24% Kalkúnabringur Erlendar
3.998
PÁSKAEGG Í MIKLU ÚRVALI!
NÝTT Í NETTÓ! Heilt nauta rib eye
KR/PK
KR/KG
FRÁBÆRT VERÐ!
Heill kalkúnn
1.198
Jarðarber 250 gr
249
KR/KG
-50%
KR/PK
-40%
Andabringur Franskar
ÁÐUR: 498 KR/PK
1.997
KR/KG
ÁÐUR: 3.329 KR/KG
PÁSKABLAÐ NETTÓ ER KOMIÐ ÚT! SKOÐAÐU TILBOÐIN Á NETTO.IS
Lægra verð – léttari innkaup
skablað Npásetkantóa Pá Gerðu góð kaup fyrir Páskasteikin Úrval af páskaeggjum Frábær tilboð
22. APRÍL 2019 GILDA: 11. -páska! TILBOÐIN Gleðilega
Lægra verð – léttari innkaup
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
ALLT AÐ
50% AFSLÁTTUR
Vöruúrval getur verið breytilegt á milli verslana.
innkaup léttariinnkaup verð––léttari Lægraverð Lægra
Tilboðin gilda 18. - 22. apríl Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. *Samkvæmt verðkönnun ASÍ.
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Getum ekki bara stólað á ferðaþjónustuna
Makríll.
– segir Þorsteinn Erlingsson, eigandi útgerðarfyrirtækisins Saltvers og fyrrverandi bæjarfulltrúi. Um 40% af starfsemi þess var uppsjávarfiskvinnsla sem nú heyrir sögunni til. Mikilvægt að styðja starfsemi í Helguvík. Uppsjávarfiskvinnsla heyrir nú sögunni til á Suðurnesjum í kjölfar lokunar loðnuverksmiðju í Helguvík en hún var ekki starfrækt í vetur þar sem engin loðna kom á land. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur og eins að það er mikil óvissa með makrílvinnslu sem hefur verið drjúg hér undanfarin sumur,“ segir Þorsteinn Erlingsson, eigandi sjávarútvegsfyrirtækisins Saltvers hf. í Reykjanesbæ. Þorsteinn hefur í marga áratugi verið með rekstur í sjávarútvegi, stundað báta- og skipaútgerð og fiskvinnslu í landi. Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjögur kjörtímabil í Reykjanesbæ og segir gjaldþrot WOW aðvörun sem þurfi að taka alvarlega. „Þessi áföll að undanförnu styðja þá
staðreynd að mikilvægt er að vera með fjölbreytni í atvinnulífinu. Við getum ekki bara stólað á eina stóra grein sem ferðaþjónustan nú er. Þess vegna er mikilvægt að atvinnurekstur fái að þróast í Helguvík með rekstri stóriðju. Við þurfum að fá bæði kísilverin í gang en auðvitað
Loðnuhrognavinnsla hjá Saltveri.
Koma skipa með uppsjávarafla heyrir nú sögunni til í Helguvík. Bræðslunni hefur verið lokað og búnaður hennar verður fluttur á brott. þurfa eigendur þeirra að sjá til þess að hlutirnir verði í lagi hvað varðar mengun og annað, eins og krafist er af öðrum atvinnurekstri,“ segir Þorsteinn. Hann segir að eitt skrefið í að styrkja samfélagið á Suðurnesjum og rekstur sveitarfélaganna sé að sameina þau. „Suðurnesjabær og Vogar eiga að sameinast Reykjanesbæ og Grindavík auðvitað líka. Kröfur á sveitarfélögin hafa aukist mikið á undanförnum árum og þess vegna er mikilvægt að þau séu stærri. Þannig eiga þau auðveldara með að taka á knýjandi verkefnum.“ Uppsjávarvinnsla hefur verið um 40% af starfsemi Saltvers. Fyrirtækið hefur verið með loðnufrystingu í mörg ár sem skapað hefur fjölda starfa yfir veturinn, m.a. mikla aukavinnu fyrir skólafólk. Þorsteinn
byrjaði að veiða loðnu í bræðslu árið 1964. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi fiskur skilað miklu í þjóðarbú Íslendinga. Sama má segja um makrílvinnslu sem hefur komið sterk inn undanfarin sumur. Þorsteinn segir að útlitið sé dökkt með makrílinn vegna nýs frumvarps sem gæti þýtt nánast endalok makrílvinnslu á Suðurnesjum. Verið sé að færa til stóran hluta af kvóta, m.a. af bátum sem hafa stundað þessar veiðar í atvinnuskyni. Þá hefur Saltver tekið þátt í þróun makrílvinnslu t.d. með fjárfestingu í sérhæfðum tækjabúnaði. „Það verður auðvitað sorglegt ef makrílvinnsla verður að engu en hún hefur verið góð búbót undanfarin áratug,“ segir Þorsteinn. Um 40 manns hafa starfað hjá Saltveri en nú er útlit fyrir að þeim fækki.
Þorsteinn Erlingsson.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Brælukaflar og röskun á flugi hefur áhrif á útgerðina
Vorhátíð
Sumardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 15, í Gjánni við Austurveg 3, Grindavík (viðbygging við íþróttahúsið) Glæsilegt kaffihlaðborð Nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur spila og syngja Suðurnesjamenn leika fyrir dansi! Gjald kr. 2000 – ATH! Enginn posi! Allir eldri borgarar á Suðurnesjum velkomnir!
er 670 km miðað við norðurleiðina. Hafrafell SU er ekki eini báturinn sem er farinn því Sandfell SU, sem kom hingað suður í stuttan tíma, fór aðeins á eftir Hafrafelli SU og var með sömu rútínu. Fyrst á Siglufjörð og þaðan á Þórshöfn og kom þangað með 12,8 tonn í einni löndun. Vésteinn GK, Guðbjörg GK og Auður Vésteins SU eru líka kominn norður og eru að landa á Skagaströnd. Veiðin hjá þeim hefur reyndar verið mjög lítil. Ekki nema 4,8 tonn í tveimur róðrum hjá Auði Vésteins SU. Í síðasta pistli þá minntist ég á að grásleppuvertíðin er hafin hérna á Suðurnesjum og veiðin hjá bátunum er búin að vera nokkuð góð. Í Grindavík þá er Tryllir GK með 6,1 tonn í sex og þar af 5,3 tonn af grásleppu. Í Sandgerði er Addi Afi GK með 9,3 tonn í sjö róðrum og þar af sex tonn af grásleppu. Guðrún Petrína GK nep 8,4 tonn í fimm róðrum og þar af 6,1 tonn af grásleppu. Tjúlla GK 7,9 tonn í fjórum veiðiferðum og þar af 5,9 tonn af grásleppu. Bergvík GK 11,8 tonn í fimm og þar af 7,1 tonn af grásleppu. Lítum aðeins á frystitogarana. Baldvin Njálsson GK kom til Hafnarfjarðar með 630 tonn í einni löndun og þar af var karfi um 350 tonn og þorskur um 100 tonn. Gnúpur GK
AFLA
Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur
Veiðin hjá bátunum var búin að vera mjög góð áður en þessir stormar gengu yfir og ef við lítum á dragnótabátana þá er Siggi Bjarna GK kominn með 122 tonn í löndunum. Sigurfari GK með 116 tonn í níu, Benni Sæm GK 98 tonn í níu og Aðalbjörg RE með 57 tonn í sex róðrum. Netabátarnir voru líka að fiska vel. Erling KE kominn með 142 tonn í níu róðrum. Grímsnes GK með 70 tonn í ellefu róðrum. Maron GK 52 tonn í ellefu, Halldór Afi GK með 27 tonn í níu og Hraunsvík GK með 13,6 tonn í fimm en allir þessir voru að landa í Sandgerði. Þorsteinn ÞH var með 65 tonn í níu löndunum en hann landar í Njarðvík. Núna eru fyrstu minni bátarnir sem hafa verið að róa hérna sunnanlands farnir út á land. Sá fyrsti sem fór var líka báturinn sem var fyrstur til þess að koma suður um haustið 2018. Þá hét báturinn Hulda GK en var seldur fyrr í vetur og heitir núna Hafrafell SU. Hafrafell SU fór í burtu um 9. apríl og var um 27 klukkutíma að sigla á miðin skammt undan Siglufirði og landaði þar reyndar ekki miklum afla, aðeins 3,3 tonnum. Þaðan hefur báturinn verið að róa undanfarna daga. Þetta er eins langt í burtu innanlands og hægt er að komast frá Sandgerði, þar sem að báturinn var að róa. Vegalengdin
FRÉTTIR
Lífið er saltfiskur og hér er Þorsteinn með einn slíkan fyrir nokkrum árum.
Frá því síðasti pistill var skrifaður, sem fjallaði að nokkru um góða byrjun í apríl, sérstaklega gagnvart veðrinu, þá hefur eiginlega allt farið á versta veg og þvílíkir brælukaflar hafa verið að ganga yfir Suðurnesin undanfarna dag. Flug hefur raskast og það hefur líka áhrif á útgerðina því bátar hafa lítið komist á sjóinn.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
kom með 352 til Grindavíkur og þar af var þorskur 171 tonn og karfi 99 tonn. Í venjulegu árferði, þegar að fiskvinnsla og útgerð var mun meiri á Suðurnesjum heldur en er í dag, ætti loðnuvertíðin að hafa verið að klárast eða mjög lítið eftir af henni. En nei. Árferði er í fyrsta lagi mjög skrýtið því enginn loðnukvóti var gefinn út á þessari vertíð og er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1982 og 1983 sem engin loðnuveiði er. Árið 1982 var sett loðnuveiðibann og var bannað að veiða loðnu allt árið 1983 fram til loka nóvember það ár þegar veiðar voru leyfðar að nýju. Okkur Suðurnesjamönnum er örugglega alveg sama hvort kvóti sé gefinn út á loðnu eða ekki því í dag er ekki ein einasta loðnuverksmiðja eftir á Suðurnesjunum. Síldarvinnslan hefur ákveðið að loka fiskimjölsverksmiðju sinni í Helguvík. Það er dálítið kaldhæðnislegt að ekki komi einn loðnusporður á land á Suðurnesjum, þrátt fyrir að loðnan sé stutt frá ströndinni, alveg frá Þorlákshöfn og inn í Faxaflóa. En hvar haldið þið að loðna hafi verið brætt í fyrsta skipti á Íslandi og hvaða bátur var þar að verki? Ég leyfi ykkur að velta þessu fyrir ykkur í páskafríinu. Ég ætla að éta páskaegg og óska lesendum þessa pistla og lesendum Víkurfrétta gleðilegra páska.
PRÓFAÐU
NÝJU
HREINSILÍNUNA FYRIR VATNSHELDAN FARÐA
BY
-UP E K A M ISTS ART
LOVED
NIVEA MicellAIR Expert hreinsilínan fjarlægir vatnsheldan farða á mildan en áhrifaríkan hátt með Miceller tækninni, í bland við þurrolíu og svart te. Það er óþarfi að skola af eða nudda. Hreinsar fullkomlega og án þess að skilja eftir filmu eða klístur.
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Villi Naglbítur tók þátt í tónleikunum og gerði lukku.
Rapparinn Sigga Ey á lag á plötunni Söngur fuglsins.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR MÁS GUNNARSSONAR
Flautuleigarinn og lagahöfundurinn Gísli Helgason. Ísold Wilberg, systir Más, söng nokkur lög með bróður sínum. Ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz, tók þátt í tónleikunum.
SÖNGUR FUGLSINS FYRIR FULLU HÚSI Húsfyllir var á útgáfutónleikum Más Gunnarssonar í Stapa á föstudagskvöld. Með tónleikunum fagnaði Már sinni fyrstu plötu sem heitir Söngur fuglsins. Tónleikarnir voru veglegir en með Má á sviðinu var sjö manna hljómsveit, aðallega skipuð af færustu hljóðfæraleikurum Póllands sem gerðu sér ferð til Íslands fyrir þetta tilefni. Einnig voru íslenskir tónlistarmenn á sviðinu en Már var sjálfur við flygilinn. Ísold Wilberg, systir Más, söng nokkur lög með bróður sínum og fór um hann fögrum orðum. Hún sagði að í raun hefði hún átt að kenna honum ýmislegt í tónlistinni. Það hafi hins vegar verið þannig að Már hafi kennt henni.
Ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz, tók þátt í tónleikunum. Hún flutti eitt laga sinn á móðurmálinu og söng einnig með Má en það lag er einnig að finna á nýju plötunni. Már kynntist Nataliu þegar hann tók þátt í risastórum tónleikum í Póllandi á síðasta ári. Natalia er mjög þekkt í Póllandi og er „Björk“ þeirra Pólverja. Einnig tóku Villi Naglbítur, Ívar Daníels, Gísli Helgason og nokkur fleiri þátt í tónleikunum. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi en sýnishorn úr tónleikadagskránni verður í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is að kvöldi skírdags kl. 20:30.
Íbúðir og herbergi til leigu á Ásbrú
Keilisbraut 747 er á þremur hæðum og þar eru 67 glæsileg og algjörlega endurnýjuð stúdíóherbergi með baðherbergi í stærðunum 17,3 m² til 37 m². Öll helsta þjónusta á Ásbrú er í göngufæri, þ.á.m. Keilir, íþróttamiðstöð, veitingastaður, hárgreiðslustofa, skóli og leikskóli. Leigan er frá 80 til 110 þúsund á mánuði. Sameiginlegt eldhús er á hverri hæð, sameiginlegt þvottahús, geymslur o.fl. Íbúðirnar geta verið afhentar með húsgögnum.
Lindarbraut 635 er á tveimur hæðum í nágrenni við skóla og leikskóla. Þar eru 27 glæsilegar, 58 m² íbúðir ásamt geymslu. Á staðnum er sameiginlegur sólskáli, hjólageymsla, tvö þvotthús og tilheyrandi bílastæði. Leigan er 150 þúsund á mánuði (kaup á íbúð möguleg). Íbúðirnar geta verið afhentar með húsgögnum og eldhústækjum. Eldhús er með viðarinnréttingu, eldavél og viftu. Eldhús er opið við stofu. Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum kringum sturtu eða baðkar. Stofa er með parketi á gólfi og gert ráð fyrir útgengi á sérafnotarétt lóðar á jarðhæð eða svölum á efri hæð. Svefnherbergi er með skápum og parketi á gólfi.
Áhugasamir hafi samband við asbruleiga@gmail.com
BLÁA LÓNIÐ HLÝTUR JAFNLAUNAVOTTUN
Við fögnum jafnlaunamerki Jafnréttisstofu. Vottunin fyllir okkur stolti og er dýrmæt hvatning til áframhaldandi góðra verka.
8
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
Eitt sinn verða allir menn að deyja Það er eitt sem er öruggt í þessu lífi en það er dauði hvers einstaklings sem einu sinni hefur fæðst. Við andlát ættingja og vina verða alltaf þáttaskil sem marka djúp spor í lífi fólks. Ástvinamissi fylgir sorg og söknuður. Stuðningur við aðstandendur við andlát getur skipt sköpum um framhald sorgarferils þeirra. Þeir sem starfa við þessar hliðar lífsins eru auðmjúkir gagnvart starfi sínu eða svo fengum við að heyra þegar við heimsóttum Útfararþjónustu Suðurnesja. Lionsklúbburinn í Garði sá áður um þessa þjónustu
Í dag eru útfararþjónustur aðeins starfandi í Reykjavík, á Akureyri, Akranesi, Selfossi og á Suðurnesjum. Annars staðar á landinu sjá jafnvel félagasamtök um allt sem við kemur jarðarför einstaklinga. Þannig var það fyrst hér á Suðurnesjum þegar Lionsklúbburinn í Garði sá um þessa þjónustu frá árinu 1989 eða allt þar til Richard D. Woodhead keypti útfararþjónustuna af Lions árið 1999. Árið 2002 stofnaði Richard félag utan um þjónustuna og Útfararþjónusta Suðurnesja varð til en hann hafði áður aðstoðað Lionsfélaga sína við útfarir. Þjónustan var í raun mjög takmörkuð á þessum tíma. Þörfin fyrir þjónustuna hefur bara aukist með árunum og í dag stýrir Kristín, dóttir Richards, Útfararþjónustu Suðurnesja en hún tók við af föður sínum sem hefur dregið sig í hlé vegna aldurs.
Tók við af föður sínum
Kristín Richardsdóttir og sambýlismaður hennar Aðalsteinn Hákon Jónatansson reka Útfararþjónustu Suðurnesja og þeim til aðstoðar er Þórir Jónsson. Einnig hefur Víðir Guðmundsson verið liðtækur. Richard hefur stundum tekið að sér útfarir ef þess er sérstaklega óskað, eins hlaupið í skarðið ef svo ber undir, t.d. ef það eru tvær útfarir sama daginn á sama tíma en þá hefur hann séð um aðra útförina. Kristín ætlaði bara að prófa í sex til átta mánuði en í dag hefur hún rekið fyrirtækið frá 2017. Hún hélt í upphafi að hún myndi ekki geta starfað við þetta en tíminn átti eftir að leiða annað í ljós. „Þegar pabbi tók við af Lions árið 1999 var mikil þörf fyrir þessa þjónustu og er enn. Hann byrjaði sjálfur í þessu sem Lionsfélagi í Garðinum en félagið sá þá um þetta allt þar til pabbi ákvað að starfa einungis við þetta en þá var hann farinn
VIÐTAL
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Aðalsteinn við Keflavíkurkirkju.
að taka oftar frí frá eigin vinnu til þess að sinna þessu fyrir félagið sitt. Þörfin fyrir þjónustuna hefur bara aukist með árunum en við veitum útfararþjónustu á öllum Suðurnesjum og víðar ef fólk óskar eftir því. Í dag sjáum við um allt sem við kemur andláti einstaklinga hvað varðar útför. Þegar óvænt andlát verður í heimahúsi þá er það lögregla, sjúkrabíll og læknir sem koma fyrst á staðinn. Læknir staðfestir andlát. Það er alltaf ákveðið ferli sem fer í gang,“ segir Kristín sem segir alla sem starfa við andlát einstaklings gera það af alúð og kærleika. „Það er einstakt samstarf á milli okkar allra sem komum að hverju andláti fyrir sig, hvort sem það er presturinn, lögreglan, prentsmiðjan eða organistinn, kórar, grafarinn, kistusmiðurinn, starfsfólkið í kirkjunum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum. Það vinna allir sem einn að því að allt gangi snurðulaust fyrir sig og aðstoða aðstandendur sem best og fara að þeirra vilja. Eins og gefur að skilja er andlát ávallt viðkvæmt fyrir aðstandendur og áríðandi að það sé valinn maður í hverju rúmi þegar kemur að útför. Mikill kærleikur og alúð er í fyrirrúmi í starfi okkar allra,“ segir Kristín hlýlega.
Var hrædd við dáið fólk
„Það var árið 2007 sem ég kom inn í þetta til þess að starfa við bókhaldið hjá pabba. Þá gat ég ekki hugsað mér að koma nálægt látnum einstaklingi, hvað þá horfa á látinn einstakling. Ég hræddist dauðann. Það er fyndið að segja frá því í dag því ég hef sem betur fer þroskast mikið síðan þá. En ef ég þurfti eitthvað að tala við pabba og hann var kannski inni að snyrta, eða klæða eins og við köllum það, þá snéri ég alltaf höfðinu til hliðar og spurði pabba án þess að kíkja á hann eða þann látna. Ég var bara hrædd við þetta allt saman. Svo gerðist það að pabbi ákvað að fara í sumarfrí til útlanda og fékk mann til að leysa sig af. Þá kom gæðastjórnandinn upp í mér því ég vissi að pabbi hafði alltaf gengið svo fallega frá látnum einstaklingum fyrir útför og ég vildi halda þeim standard á meðan hann var í fríi. Þá fór ég að hugsa út fyrir þægindarammann og viðhorfið breyttist hjá mér. Smátt og smátt fór ég að farða látinn einstakling sem gekk betur en ég hefði þorað að vona. Með tímanum breyttist allt. Ég hélt áfram að vinna í bókhaldinu og fleiru sem tengdist skrifstofunni en aðstoðaði afleysingarfólkið við förðunina og fleira þegar pabbi var í fríi. Í framhaldinu tók eitt við af öðru hvað þennan part varðaði og allt í einu var þetta eitthvað sem mér fannst verða að köllun í lífinu. Hvernig manneskja lítur út í kistunni skiptir miklu máli fyrir aðstandendur sem vilja sjá ástvin sinn líta sem best út, eins og gefur að
Þá gat ég ekki hugsað mér að koma nálægt látnum einstaklingi, hvað þá að horfa á látinn einstakling. Ég hræddist dauðann ... skilja. Þetta er kveðjustundin. Fólk kemur oft með ljósmynd af hinum látna til mín og jafnvel snyrtidót, uppáhalds varalit eða naglalakk. Við jöfnum húðlit eftir því sem við á með airbrush-tækni. Konur fá oft aðeins meiri förðun en karlmenn eða allt eftir óskum aðstandenda. Stundum vilja aðstandendur fá að greiða eða farða ástvin sinn sjálfir og er það velkomið. Aðrir koma með ábendingar um hvernig þeir vilja láta búa um hinn látna. Það er mjög krefjandi að farða látinn ástvin og fæstir sem vilja gera það sjálfir. Fólk getur verið kvíðið við það sem það þekkir ekki og það er eðlilegt. Sumum finnst það gefandi að fá að leggja lokahönd á frágang hins látna. Það er allur gangur á því. Ég sé samt langoftast um þessar hliðar og geri mitt besta til þess að uppfylla óskir fólks um hár og förðun,“ segir Kristín.
Syngur oft fyrir hinn látna
„Það erfiðasta sem ég geri er að fylgja barni til grafar, maður venst því aldrei og ég tárast yfirleitt sjálf í þeirri jarðarför. Maður reynir að vera sterkur en það er mannlegt að gráta og það má. Stundum kvíði ég fyrir jarðarför ef ég veit að allt í kringum andlátið hefur verið erfitt en þá tala ég við Guð minn og bið hann um aukastyrk inn í daginn. Ég geri þetta ekki ein, Guð er með mér. Það er ákveðin auðmýkt sem fylgir starfi mínu. Kærleikurinn er mikill og áríðandi að maður hlúi vel að aðstandendum og geri sitt besta fyrir þá. Þetta er viðkvæm stund en stundum er slegið á létta strengi þegar fólk fer að rifja upp eitthvað skemmtilegt um hinn látna. Það skiptast á skin og skúrir. Maður þarf að lesa í fólk og mæta því þar sem það er. Starfið mitt er krefjandi en ótrúlega fallegt og þakklátt. Mér finnst áríðandi að muna hvað við getum þakkað fyrir en leyfa okkur að gráta og syrgja sem er eðlilegt. Í dag er ég mjög afslöppuð við þessa vinnu og hef frið í hjartanu. Ég stend mig stundum að því þegar ég er að farða einstakling að ég tala við manneskjuna eða jafnvel syng fyrir hana og þá jafnvel lag sem ég
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Fæstir komast í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni
9
Stefán við eina kistuna sem hann smíðaði.
– segir Borgar Ólafsson sem smíðar leiðakrossa
Borgar með borinn á lofti í krossasmíðinni. „Ég hef verið að smíða kross á leiði síðan haustið 1999 þegar ég keypti hluta af fyrirtæki hans Óla Sigurðs á Skólaveginum í Keflavík. Ég byrjaði fyrst með þetta í bílskúrnum heima hjá mér en svo ákvað ég að flytja starfsemina, sem heitir Skilti og merkingar ehf. á Iðavelli 9a í Keflavík. Ég bý til krossa með skiltum í þremur stærðum sem notast eftir stærðum leiða og er sennilega sá eini á landinu sem gerir það. Fólk er einnig að kaupa kross eða púlt á leiði gæludýra sinna. Í seinni tíð tíðkast að setja kross við leiði strax að lokinni jarðarför enda kross nær helmingi ódýrari en einn krans. Oft er krossinn látinn standa þar til legsteinn kemur á leiðið en stundum lengur enda getur krossinn vel enst í 30 til 40 ár með góðri hirðu, það er allur gangur á því,“ segir Borgar.
hjá útgerðinni hans pabba heitins í mörg ár, honum Óla Björns. Einnig vann ég sjö ár hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Ég er nú kannski þekktastur fyrir Boggabar sem ég rak í ellefu ár niður við höfnina í Keflavík en ég seldi hann árið 1998. Ég er vanur að ráða mér sjálfur og líkar það vel. Ég er í samstarfi við Útfararþjónustu Suðurnesja með krossana. Fyrir utan framleiðslu á krossum er ég að framleiða hurðaskilti og allskonar ígrafnar merkingar, ég gef mig mest út á þetta. Það er nóg að gera hjá mér. Svo er ég líka með heimasíðu þar sem ég sel nokkuð en vefsíðan er www. skiltiogmerkingar.is. Ég hef stundum sagt að krossinn sé settur til merkingar á síðasta heimilisfangið sem við fáum hér á jörðinni. Ég er líka að framleiða hurðaskilti til merkingar svo að pósturinn rati til okkar.“
Þakka fyrir það liðna
„Fæstir komast í gegnum lífið án þess að kynnast sorginni og ef hún breytir manni ekki þá er fátt sem getur gert það því sorgin nístir í hjarta. Ég missti móður mína um tvítugt og þá kynntist ég sorginni í fyrsta sinn. Þetta er sá skóli sem við þurfum flest að fara í gegnum. Það er að hafa þakklæti í sorginni, þakka fyrir það sem maður hefur og átti,“ segir Borgar og bendir á að kímni sé nauðsynleg og verði einnig að vera með í för þegar starfað sé á þessum vettvangi sem snertir andlát.
Krossar í vinnslu hjá Borgari.
Með sterkt hjarta
„Mér finnst voða gott að hafa eitthvað að dunda við. Ég er að verða 74 ára gamall og á meðan ég tek ekki hjartapillur þá er ég ánægður og ætti að geta unnið áfram þar til ég verð gamall. Ég er með gamaldags vélstjóramenntun og var því vélstjóri í landi og á sjó
Það er fallegur hugur með hverri kistu – segir Stefán Bjarnason líkkistusmiður
„Ég hef verið að smíða mestan part ævinnar. Svo fór ég að vinna hjá bænum og leiddist þar svo ég ákvað að fara aftur að smíða. Ég opnaði smíðaverkstæði sem ég kalla SB trésmíði og hef verið að smíða líkkistur undanfarin tuttugu og fimm ár. Hér á svæðinu höfðu ekki verið smíðaðar kistur í einhver ár eða ekki síðan þeir Skúli H. Skúlason smíðaði kistur og Guðni Magnússon málaði þær en þeir eru báðir látnir. Ég ákvað að fara af stað með líkkistusmíði því það vantaði þá þjónustu. Í fyrstu fannst mér það ekkert mál að handleika timbrið eða á meðan þetta var bara smíðisgripur en svo þegar ég fór að klæða kistuna að innan fékk ég kökk í hálsinn. Þó maður sé hrjúfur á yfirborðinu þá er hjartað meyrt og alltaf einhver viðkvæmni gagnvart andláti. Þetta vandist allt smátt og smátt. Í upphafi sá ég einn um alla smíðina sjálfur og að mála kisturnar en í dag gerum við þetta saman, við félagarnir sem vinnum hér á verkstæðinu hjá mér.“
Líkkistur í öllum litum
„Kisturnar geta verið málaðar í öllum litum. Ég smíða einnig eikarkistur sem eru mun vandaðri og um leið dýrari. Það er hugur með hverri kistu, hvernig sem hún er og maður hugsar til fólksins sem fer ofan í kistuna. Mér finnst mjög áríðandi að kistan sé falleg að innan sem utan og á sínum tíma hætti ég ekki að leita fyrr en ég
Stefán og Sveinn Björgvinsson félagi hans.
fann efni sem mér líkaði til að klæða þær með að innan. Í dag flyt ég ennþá inn þetta satínhvíta efni frá útlöndum sem er mjög hlýlegt. Við leggjum allan metnað okkar í að gera þetta fallegt og vel frá gengið. Að fylgja ástvini síðasta spölinn er viðkvæm stund. Það skiptir miklu máli að þessi síðasta ferð sé gerð af virðingu fyrir hinum látna og aðstandendum hans. Ég fæ fólk hingað til mín sem er að velja kistu handa ástvinum sínum og það tárast þegar ég opna og sýni þeim ofan í kistuna,“ segir Stebbi Bjarna sem segist vanda sig við hverja smíð. Verksmiðjuframleiddar kistur fást einnig hér á landi, innfluttar frá útlöndum en þar hefur smíðin líklega ekki þessa persónulegu tengingu eins og maður ímyndar sér að sé með kistu frá Stefáni.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
ÁSDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR Nýjabæ, Garði,
lést á Hrafnistu Nesvöllum, þriðjudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.
Kristín Richardsdóttir, útfararstjóri. syng ekki vanalega. Þegar ég hef verið ein að keyra líkbílinn hingað suður, þegar ég hef verið að sækja látinn einstakling út fyrir bæjarfélagið, þá byrja ég stundum að syngja eitthvað gamalt lag eins og Svífur yfir Esjunni eða eitthvað álíka og brosi að sjálfri mér. Þarna finnst mér sá látni vera að senda mér eitthvað frá sér. Þá er mikilvægt að taka eftir stund og stað, hvað er verið að segja manni? Dauðinn er eðlilegur partur af lífinu. Mér finnst þetta starf hafa gert mig að betri manneskju. Það er svo mikill kærleikur sem fylgir starfinu og samvinna þeirra sem koma að einu andláti er einstök. Allir svo samtaka um að gera þetta vel. Í kirkjunni er mjög gott samfélag og allt þetta góða fólk sem starfar í kirkju gerir mann að betri einstaklingi. Þetta snýst um það hjá okkur öllum að styðja hvert annað í hverri athöfn og að jarðarförin sé sem
fallegust. Þetta er það síðasta sem aðstandendur gera fyrir ástvin sinn og sú minning þarf að vera falleg og góð. Allt ferlið í kringum eina jarðarför, frá upphafi til enda, þarf að ganga snurðulaust fyrir sig.“ Hvaða þjónusta er í boði? „Þegar andlát ber að garði þá vita ekki allir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, það er frá dánarstund til jarðarfarar. Það er margt sem þarf að huga að. Ákveðið ferli fer í gang. Við sjáum um útfarir á öllum Suðurnesjum og víðar ef til okkar er leitað. Þá erum við aðstandendum til aðstoðar í öllu því sem þeir óska. Langflestir vilja fá aðstoð við allt ferlið og funda með okkur um það. Fólk getur leitað til okkar strax eftir andlát. Við erum með kistur til sýnis hjá okkur og duftker ef um bálför er að ræða. Við útvegum allt sem þarf og alla þætti er varða útförina. Við höfum samband við þann prest
sem óskað er eftir, grafara, höfum samband við viðkomandi kirkju hvort hún sé laus, organista, kóra tónlistarfólk, pöntum blómaskreytingar, leiðakross, sjáum einnig um að panta þjónustu vegna erfidrykkju ef fólk vill og finnum sal. Við pöntum allt sem þarf, sendum dánartilkynningar í fjölmiðla og sjáum um samskiptin við prentsmiðjuna vegna söngskrár og fleira. Allt eftir óskum aðstandenda. Sumir vilja sjá um eitthvað sjálfir og biðja okkur um að sjá um aðra þætti. Fólk ræður þessu og við útvegum. Allt gerist eftir samkomulagi. Þetta er gjöfult starf sem ég hefði ekki getað gert ein án hjálpar alls þess yndislega fólks sem starfar innan kirkjunnar. Ég væri ekki svona sterk í þessu starfi mínu ef það hefði ekki styrkt mig og hvatt í alla staði og verið mér innan handar. Því á ég mikið að þakka,“ segir Kristín að lokum.
Hörður Ragnarsson Hulda Björk Þorkelsdóttir Friðrik Ragnarsson Maretta Ragnarsson Ragnhildur Ragnarsdóttir Atli Rafn Eyþórsson Guðbjörg Ragnarsdóttir Þór Guðjónsson Sigrún Ragnarsdóttir Gísli Heiðarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
10
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Starfsmenn 45 þjóða hjá Bláa lóninu
– Þjálfun er stórt atriði hjá starfsfólki, segir Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa lónsins
„Það er ótrúlega samheldinn og metnaðarfullur hópur starfsmanna sem vinnur hjá Bláa lóninu, alls um 850 manns, sem hefur það verkefni að þjónusta viðskiptavini sem langflestir koma erlendis frá og bíða eftir magnaðri upplifun á okkar einstaka stað,“ segir Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa lónsins.
Starfsfólkið er af mörgum þjóðernum sem býr yfir víðtækum þekkingarbrunni af tungumálum, menningarbakgrunni og þjálfun sem það hefur fengið í Bláa lóninu. Um helmingur eða 49% starfsfólksins kemur frá Suðurnesjum. Starfsfólki hefur fjölgað mikið á undanförnum árum samfara auknum fjölda gesta og þegar Reatreat hótelið var tekið í notkun fjölgaði því um 150 manns. Sigrún segir að mikil áhersla sér lögð á þjálfun starfsfólks. „Það er mjög stór þáttur. Við erum með sum sérhæfð störf sem við þurfum að þjálfa sérstaklega áður en fólk getur sinnt því af fullum krafti. Til að mynda eru gæslumenn hérna á lónssvæðinu sérþjálfaðir bæði í björgun og skyndihjálp. Þeir taka einnig sundpróf. Svo hugum við líka að persónulegri og faglegri þróun og þekkingu. Í fyrra buðum við upp á 212 námskeið. Við leggjum ofuráherslu á að geta verið ógleymanlegur gestgjafi, það er markmið sem við
Verið velkomin í öflugt lið fagfólks á HSS! Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leitar að metnaðaðarfullum einstaklingum til framtíðarstarfa á spennandi vinnustað þar sem áhersla er á góða þjónustu, þverfaglega teymisvinnu og jákvæðan starfsanda. • • • • •
Hjúkrunarfræðingar Sálfræðingar Sérfræðingar í heimilislækningum Barnageðlæknir Geðlæknir
Frekari upplýsingar á Starfatorgi og á vef HSS.
Til þjónustu reiðubúin
einsetjum okkur öll, hvort sem við erum að vinna á skrifstofunni eða í framlínu. Við þjálfum fólkið okkar svolítið þannig að það sé öruggt, finni til sjálfstrausts og viti til hvers sé ætlast.“ Það skiptir þá máli að starfsfólkið ykkar sé ánægt svo það standi sig sem best í sínu hlutverki? „Já, það skiptir miklu máli og við leggjum mikla áherslu á að skapa hér gott vinnuumhverfi. Það hefur
sýnt sig og sannað í þeim könnunum sem hafa verið gerðar að við skorum mjög hátt, bæði í starfsánægju og starfsanda. Starfsfólkið í Bláa lóninu mælir með Bláa lóninu sem vinnustað fyrir aðra. Við erum í rauninni bara eins og ein stór fjölskylda sem störfum hér og erum öll á jafningjagrundvelli og með sama markmið að leiðarljósi. Það er mikilvægt að það sé gaman í vinnunni. Það ýtir bara undir það að við séum öflug og veitum góða þjónustu,“ segir Sigrún.
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
11
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
Edda Rut ráðin markaðs- og samskiptastjóri Eimskips
Edda Rut Björnsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og samskiptastjóri Eimskips. Edda Rut hefur tuttugu ára fjölbreytta reynslu af vinnumarkaði. Hún starfaði í upplýsingatæknigeiranum um árabil en síðustu tólf ár hefur hún starfað hjá Íslandsbanka, m.a. í markaðsdeild en nú síðast sem forstöðumaður á fyrirtækja- og fjárfestasviði bankans. Þar hefur hún m.a. unnið að markaðsmálum, viðburðum, vöruþróun, upplýsingatækni ásamt sölu- og þjónustumálum gagnvart stærstu viðskiptavinum bankans. „Við erum mjög ánægð að fá Eddu Rut til liðs við Eimskip. Hún hefur fjölbreytta reynslu sem mun nýtast vel þar sem við erum að sameina alla málaflokka sem falla undir markaðs- og samskiptamál, þar með talið fjárfestatengsl, á eitt svið,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, á vef félagsins. Edda Rut er með BSc. í viðskiptafræði með áherslu á tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er gift Tryggva Björnssyni, fram kvæmdastjóra, og eiga þau fjórar dætur. Edda Rut er Suðurnesjakona, uppalin í Garðinum.
Hjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir.
Gæðaviðurkenningar á Diamond Suites og Hótel Keflavík Diamond Suites og Hótel Keflavík fengu bæði viðurkenningu í vikunni sem bestu hótel landsins hjá LTG eða Luxury Travel Guide. Diamond Suites fékk viðurkenninguna „Luxury Boutique Hotel of the Year“ og Hótel Keflavík fékk viðurkenninguna „Luxury Airport Hotel of the Year“. „Ég er sérstaklega stoltur af þessum viðurkenningum því við höfum lagt upp með þann metnað að flugvallarhótel þurfi ekki bara að vera þriggja stjörnu eða stöðluð gisting eins og þekkt er við flesta flugvelli. Við viljum að gestir okkar upplifi sína bestu nótt á Íslandi hvort sem það er fimm stjörnu gisting á Diamond Suites eða lúxusgisting á Hótel Keflavík,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri í tilkynningu. „Það má og á að vera tilhlökkun að gista fyrir eða eftir brottför með gæðin í fyrirrúmi eins og aðrar nætur í fríi fólks. Þess vegna er staðsetning okkar
Heyþyrla? Við hjá Ergo erum engir sérfræðingar í heyverkun en við fjármögnum hins vegar heyþyrlur. Við fjármögnum flest milli himins og jarðar.
Kynntu þér möguleikana á ergo.is
hótels við miðbæ Keflavíkur án efa sú allra besta með alla þá þjónustu og fallegu gönguleiðir sem bærinn okkar býður upp á en samt staðsett við flugvöllinn,“ segir Steinþór jafnframt Miklar endurbætur hafa verið unnar á Hótel Keflavík síðustu ár en nú sér fyrir endann á þeim. „Við höfum fengið algjörlega frábærar viðtökur á KEF restaurant en þar er fullt flest alla daga eftir algjörar endurbætur og tíu mánaða framkvæmdir. Í síðustu viku vorum við m.a. að leggja lokahönd á flísalögn allra hótelganga á Hótel Keflavík með Versace-flísum, samskonar og prýða gólffleti Diamond
Suites. Einnig erum við að leggja lokahönd á nýtt og algjörlega endurbætt gistiheimili á næstu vikum samhliða endurnýjun á restinni af herbergjum hótelsins með það lokamarkmið að endurnýja móttökuna sem fimm stjörnu „Boutique“-hótel. Þannig yrði hótelið allt endurbætt frá toppi til táar og glænýtt að innan sem utan en með sína 33 ára sögu. Takist það þá er framtíðarmarkmið fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 1986, að reka gæðahótel, nú með þriggja, fjögurra og fimm stjörnu stöðlum og glæsilegan veitingastað við flugvöllinn, fullkomnað. Góðir hlutir gerast hægt og í dag, eftir stór gjaldþrot og óvissutíma í ferðaþjónustunni, sannast hið fornkveðna að kapp er alltaf best með forsjá og betra að eiga fyrir því sem framkvæmt er þó það taki tíma,“ segir Steinþór að lokum.
12
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Sönghópurinn Gimsteinar.
Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson hafa sungið saman á Hljómlist án landamæra þrjú ár í röð.
Páll Óskar og Svanfríður Lind Árnadóttir. Már Gunnarsson og Sigga Ey.
Einstakir tónleikar
Hljómlistar án landamæra „Hljómlist án landamæra“ eru einstakir tónleikar sem fóru fram í Hljómahöll á dögunum en þetta var í fjórða sinn sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Í ár voru Páll Óskar, Salka Sól og Ingó veðurguð meðal listamanna sem komu fram. Þá sáu Gunni og Felix um kynningar og aðra skemmtun en þeir eru annálaðir fyrir Eurovision-syrpur sínar.
Salka Sól og Júlíus Arnar.
Listahátíðin „List án landamæra“ hefur notið verðskuldaðrar athygli á landsvísu á undanförnum árum.
Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma
listsköpun sinni á framfæri og fagna fjölbreytileika mannlífsins. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Á tónleikunum koma fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi.
Gunni og Felix sáu um kynningar og aðra skemmtun á tónleikunum.
VF-MYNDIR: SÓLBORG GUÐBRANDSDÓTTIR
TÆKNISTJÓRI HLJÓMAHALLAR Hljómahöll auglýsir lausa stöðu tæknistjóra. Óskað er eftir reynslumiklum og fjölhæfum einstaklingi með ríka þjónustulund í fullt starf. Tæknistjóri Hljómahallar ber ábyrgð á öllum
Umsjón með utanumhaldi og viðhaldi tækja-
miðla reynslu og þekkingu sinni. Hæfni til að
tæknimálum í Hljómahöll og stýrir þar öflugu
búnaðar
á
hafa yfirsýn yfir mörg verkefni samtímis.
liði tæknimanna. Hann hefur umsjón með
tækjabúnaði í samráði við framkvæmdastjóra.
Þekking á QLab, ProTools og Office-pakkanum.
tæknimálum
Önnur
Góð íslensku- og ensku kunnátta, bæði í töluðu
sem
snerta
Rokksafn
Íslands,
fundar-, ráðstefnu- og tónleikahald í húsinu.
hússins. tilfallandi
Aðstoð
við
verkefni
í
innkaup samráði
við
og rituðu máli. Tæknimenntun sem nýtist í starfi
framkvæmdastjóra.
Auk þess falla önnur tæknimál hússins undir
er kostur.
ábyrgð tæknistjóra s.s. aðgangsstýringakerfi,
Hæfniskröfur
myndavélakerfi, hússtjórnunarkerfi o.fl. Við-
Þriggja ára reynsla að lágmarki af tæknimálum
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl n.k.
komandi þarf að hafa brennandi áhuga og
á tónleikum, ráðstefnum og fundum eða sam-
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið
metnað fyrir starfi sínu og jafnframt vera
bærileg reynsla. Framúrskarandi þjónustulund
á vef Reykjanesbæjar.
óhræddur við að axla ábyrgð.
og mikil hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af hljóðvinnslu á fundum, ráðstefnum
Umsókninni um starfið þarf að fylgja ferilskrá
og tónleikum. Reynsla af verkefnastjórnun.
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
Þekking á helsta hljóð- og ljósabúnaði fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
Hljómahallar. Samskipti við viðskiptavini vegna
sviðslistir
viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir
undirbúnings tæknimála á viðburðum. Umsjón
Metnaður, frumkvæði í starfi og hæfileiki til að
Tómas
með mönnun annarra tæknimanna á viðburðum.
geta unnið vel undir álagi. Hæfni til þess að
kvæmdastjóri Hljómahallar.
Hlutverk og ábyrgðarsvið Umsjón
og
ábyrgð
á
öllum
tæknimálum
og
yfirgripsmikil
tölvukunnátta.
Young
Um Hljómahöll Hljómahöll er tónlistarhús í Reykjanesbæ sem var formlega opnað 5. apríl 2014. Húsið er mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í bæjarfélaginu. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og auk þess er Rokksafn Íslands staðsett í húsinu en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Aðrir salir eru t.d. tónleikasalurinn Berg, fundar- og veislusalurinn Merkines og bíósalurinn Félagsbíó. Í húsi Hljómahallar er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig með glæsilega aðstöðu til kennslu.
(tomas@hljomaholl.is),
fram-
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
13
Afslöppun og útivera er góð páskablanda
Halldóra ásamt fjölskyldu sinni.
– segir Þórunn Katla Tómasdóttir, kennari í Suðurnesjabæ
Gaman að upplifa páskana með leikskólakrökkunum – segir Halldóra Magnúsdóttir, forstöðukona leikskólans Vesturbergs „Fyrir mér eru páskarnir fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við fjölskyldan eigum dásamlegan sumarbústað sem heitir Sælukot og er við Þingvallavatn. Þessi tími, þegar vorið er á næsta leyti og daginn tekið að lengja, er svo yndislegur og tilvalið ef veður leyfir að fara í göngutúra, útihlaup eða finna einhverja góða sundlaug nálægt sumarbústaðnum. Við fjölskyldan mín höfum dvalið oft saman í Sælukoti yfir páskana, siðir og venjur tiltölulega þær sömu í gegnum tíðina (við erum meira að segja enn að fela páskaeggin fyrir krökkunum) en kannski ekki svona mikil tilþrif í kringum leitina eins og áður þegar ég útbjó ratleik að páskaeggjunum. Hvað varðar matarvenjur fjölskyldunnar yfir páskana þá er vinsælast að grilla eitthvað gott og þá helst að hafa líka grillað salat með. Heimatilbúið nammi er líka mikilvægt yfir páskana svona með páskaeggjunum. Það er náttúrlega algjör forréttindi að vera í skemmtilegustu vinnu í heimi og upplifa páskana í gegnum börnin í leikskólanum mínum Vesturbergi. Þar eru þau búin að vera að föndra páskaegg og páskaunga undanfarna daga.
Svo er bara að njóta þess að vera saman og vera í núinu með fólkinu sínu. Gleðilega páska!,“ segir Halldóra Magnúsdóttir, forstöðukona leikskólans Vesturbergs í Reykjanesbæ.
Besta uppskriftin að góðri páskahelgi er blanda af afslöppun og útiveru. Þegar strákarnir mínir voru yngri fórum við mikið í sumarbústað yfir páskana en síðastliðin ár höfum við verið heima hjá okkur. Við erum frekar virk fjölskylda. Okkur þykir gaman að hreyfa okkur og gera eitthvað skemmtilegt saman. Notalegheit heima, göngutúrar, spil og matarboð með fjölskyldunni er alveg eðaluppskrift að góðum páskum. Við erum mikið súkkulaðifólk og fáum okkur auðvitað páskaegg með málshætti í. Strákarnir mínir hafa alltaf jafn gaman af páskaratleiknum sem
ég bý til, oftast á síðustu stundu. Það hef ég gert frá því að þeir voru litlir. Ratleikurinn slær alltaf í gegn. Það eru ýmsar þrautir sem þeir verða að leysa með viðeigandi keppnisskapi og stuði. Ómissandi hlutur af páskunum okkar,“ segir Þórunn Katla Tómasdóttir, kennari í Gerðaskóla í Garðinum.
opið alla páska! NÚ með pasta og salat á matseðli!
5141414 fitjum reykjanesbæ
14
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
Systurnar vilja báðar komast í úrslitaleikinn – Einn stærsti leikur ársins í körfunni
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Brittany Dinkins setti heldur betur sitt mark á leikinn og gerði 39 stig. Ljósmyndir: Karfan.is
Lærdómsríkur vetur
Keflvíkingarnir Sara Rún (Keflavík) og Bríet Sif (Stjörnunni) munu etja kappi með liðum sínum í einum stærsta leik ársins sem verður leikinn í Blue-höllinni miðvikudaginn 17. apríl. Leikurinn hefst klukkan 19:15
– segir Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari Grindavíkurstúlkna
Keflavíkurstelpur knúðu fram oddaleik Systrakærleikurinn verður sennilega lagður til hliðar í oddaleik Keflavíkur og Stjörnunnar á miðvikudag. Ljósmynd: Sólborg
Keflavík tókst að tryggja sér oddaleik í undanúrslitum Domino’s-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni. Stjarnar var yfir í einvíginu og var leikið í Garðabænum. Stjarnan byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 21:17. Þá tóku Keflavíkurstelpur til sinna ráða, tóku öll völd á vellinum og lauk leiknum með tíu stiga sigri Keflavíkur, 73:83, eftir
að hafa verið átján stigum yfir fyrir síðasta leikhluta. Vörn Keflvíkinga átti góðan leik og Brittany Dinkins var frábær í sókninni. Dinkins skoraði 39 stig, var með ellefu fráköst og sex stoðsendingar. Keflavík byrjaði illa í rimmunni við Stjörnuna, stelpurnar lentu 2:0 undir í viðureign liðanna en hafa heldur betur bitið frá sér.
„Þetta var lærdómsríkur vetur þar sem leikmenn voru að bæta sig og þroskast, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem liðsmenn. Það var góður stígandi í þessu hjá okkur,“ segir Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur sem tryggði sér sæti í Domino’s-deildinni í körfubolta kvenna. „Við áttum góðan fund eftir erfitt tap á móti Fjölni í deildinni og eftir það enduðum við tímabilið með því að vinna síðustu tíu leikina. Það eru forréttindi að fá að þjálfa hóp af leikmönnum sem allir eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir liðið. Við rúlluðum alls ekki yfir Fjölni. Við unnum þær í þremur jöfnum leikjum þar sem við náðum að leggja aðeins meira á okkur til að tryggja sigur,“ sagði Jóhann Árni sem gerir ráð fyrir því að þjálfa liðið á næsta keppnistímabili.
Grindavíkustelpur búnar að trygga sér sæti í Domino’s-deildinni
LAUSAR STÖÐUR GRUNNSKÓLAKENNARA Í STÓRU-VOGASKÓLA Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður: • Umsjónarkennslu • Náttúrufræði • Heimilisfræði • Smíði • Textíl • Sérkennslu Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf sem grunnskólakennari • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður • Færni í samvinnu og teymisvinnu • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum • Ábyrgð og stundvísi • Áhugi á að starfa með börnum Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á póstfangið skoli@ vogar.is fyrir föstudaginn 27. apríl 2019. Nánari upplýsingar veita Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri og Hilmar Egill Sveinbjörnsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250.
Grindavík tryggði sér sæti í efstu deild með sigri á liði Fjölnis 83:92 í þriðja leik liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna. Grindavík sigraði því einvígið 3:0 og mun taka sæti Breiðabliks í Domino’s-deild kvenna á næsta tímabili.
Grindvíkingar fögnuðu vel og innilega að leik loknum. Ljósmyndir: Karfan.is
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Ásökunum forseta bæjarstjórnar um trúnaðarbrest vísað á bug Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur sakað undirritaða um að brjóta trúnað með því að upplýsa almenning um bótagreiðslu Reykjanesbæjar upp á 43 milljónir til verkataka að Pósthússtræti 5–9.
Rétt er að benda forseta bæjarstjórnar á að skv. 15. gr. sveitastjórnarlaga skal fundarboði fylgja dagskrá fundar og gögn sem nauðsynleg eru til að taka upplýsta afstöðu til mála, sem þar eru tilgreind. Um er að ræða opinber gögn nema annað sé sérstaklega ákveðið. Skv. 16. gr. sömu laga kemur fram að fundir sveitastjórna skulu vera opnir, með þeirri undantekningu að sveitastjórn getur ákveðið að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum, þegar það telst nauðsynlegt vegna eðli máls. Lagaákvæðið á sér hliðstæðu í 3. mgr. 17. gr. samþykkta um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Ekki var óskað eftir því að umrætt mál yrði rætt fyrir luktum dyrum í bæjarstjórn. Mál Reykjanesbæjar og verktakans við Pósthússtræti sætti ekki þeirri
meðferð í bæjarstjórn sem trúnaðarmál eiga að sæta, þar af leiðandi var um að ræða opinber gögn, rædd á opnum fundi. Gögn sem hver og einn bæjarbúi getur óskað eftir og á rétt á að fá.
Sýslað með opinbert fé – almenningur á rétt á upplýsingum
Á það skal bent að samkomulag eins og Reykjanesbær gerði við umræddan verktaka, þar sem er verið að sýsla með opinbert fé, getur ekki, má ekki og skal aldrei teljast til trúnaðarmála. Þegar um er að ræða ráðstöfun á útsvarstekjum bæjarbúa, skal meginreglan um gegnsæi gilda. Upplýsa ber bæjarbúa þegar verið er að sýsla með opinbert fé í samkomulagi sem þessu. Forseti bæjarstjórnar verður að gefa skýringar á því hvers vegna hann telur að þessar upplýsingar eigi ekki erindi við almenning.
Forseti bæjarstjórnar ætti að kynna sér til fróðleiks úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Benda má á sambærilegt mál og hér um ræðir: Í máli 736/2018 Úrskurðarnefndar um upplýsingarmál, var RÚV krafið um aðgang að sátt í máli RÚV og einstaklings. RÚV synjaði aðgangi að samkomulaginu með vísan til trúnaðar. Féllst úrskurðarnefndin ekki á málatilbúnað RÚV og lagði áherslu á að markmið upplýsingalaga væri aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna. Umrætt samkomulag taldi nefndin fela í sér ráðstöfun á opinberu fé, sem almenningur átti ríkan rétt til að kynna sér. Forseti bæjarbæjarstjórnar hefur greinilega hlaupið á sig í Pósthússtrætismálinu. Ég fyrirgef honum það en vænti þess að hann kynni sér betur sveitarstjórnarlögin áður en hann stjórnar næsta fundi bæjarstjórnar og sakar bæjarfulltrúa um trúnaðarbrest að ósekju. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ.
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.
Júdódeild Njarðvíkur krækti í sex Íslandsmeistaratitla Það voru níutíu keppendur frá níu klúbbum sem mættu til leiks á Íslandsmóti yngri aldursflokka sem fór fram í aðstöðu júdódeildar Ármanns. Mótið fór vel fram og var vel skipulagt. Judódeildin nældi sér í fjórtán verðlaun, sex Íslandsmeistaratitla, þrjú silfur- og fimm bronsverðlaun.
Efri röð frá vinstri: Gunnar Örn, Ingólfur, Jana Lind og Jóel Helgi. Neðri röð frá vinstri: Daníel Dagur og Ægir Már. Stúlknastarfið er strax farið að skila sér því Mariam Elsayed Badawy varð önnur í flokki 11–12 ára stúlkna og Birta Rós Vilbertsdóttir nældi sér í brons í sama flokki. Rinesa Sopi gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk og varð því fyrsti Íslandsmeistari deildarinnar í flokki 11–12 ára stúlkna. Helgi Þór Guðmundsson og Styrmir Arngrímsson lentu í þriðja sæti, hvor í sínum þyngdarflokki, í flokki 11–12 ára drengja. Jóhannes Pálsson varð svo Íslandsmeistari í flokki 13–14 ára
drengja. Viljar Goði Sigurðsson varð annar í sama flokki. Í flokki 15–17 ára varð Gunnar Örn Guðmundsson þriðji í flokki -73 kg flokki, Daníel Dagur sigraði í -55 kg flokki í og Ingólfur Rögnvaldsson sýndi snilldartakta og sigraði í -66 kg flokki. Í flokki 18–20 ára sigruðu þeir Ægir Már Baldvinsson í -60kg flokki og Ingólfur Rögnvaldsson í 66kg flokki. Jana Lind Ellertsdóttir, glímudrottning og handhafi Freyjumensins, varð önnur í -63 kg flokki en hún keppti einn þyngdarflokk upp fyrir sig. Gunnar Örn varð svo þriðji í -73 kg flokki sem var ógnarsterkur að þessu sinni. Vert er að taka fram að Ingólfur og Gunnar Örn kepptu báðir aldursflokk upp fyrir sig.
Davíð Sienda og Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness.
Íslandsmótið í hnefaleikum fór fram í Reykjanesbæ Íslandsmót í hnefaleikum var haldið í Reykjanesbæ um helgina. Mótið var haldið í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness (HFR) á Smiðjuvöllum 5 og fyrir hönd HFR kepptu þau Davíð Sienda (16) og Hildur Ósk Indriðadóttir (35).
Davíð Sienda (blár) sigraði sína viðureign örugglega.
Efri röð frá vinstri: Helgi Þór, Viljar Goði, Jóhannes og Rinesa. Neðri röð frá vinstri: Birta Rós, Mariam og Styrmir.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fjármálasvið – innkaupastjóri Garðyrkjudeild – sumarstörf fyrir 17 ára og eldri Hljómahöll – tæknistjóri Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk Björgin – ráðgjafi í 80% starf Velferðarsvið – starfsmenn í félagslega heimaþjónustu Grunnskólar – ýmsar stöður í öllum skólum Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mannvirkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun.
Sundmiðstöð/Vatnaveröld
Duus Safnahús og Rokksafn
Opið 18. apríl kl. 9:00 - 17:00 Lokað 19. apríl Opið 20. apríl kl. 9:00 - 17:00 Lokað 21. apríl Opið 22. apríl kl. 9:00 - 17:00
Lokað 19. apríl og 21. apríl. Aðra daga er hefðbundinn opnunartími.
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Lokað 18. apríl - 22. apríl.
Lokað 18. apríl - 22. apríl.
Ráðhús -þjónustuver og bókasafn Gleðilega páskahátíð!
ÍAV óskar eftir gæðastjóra til starfa í verkefni á okkar vegum við flugvöllinn á Suðurnesjum Í samstarfi við verkefnastjóra verksins mun starfssvið gæðastjóra felast í:
- Undirbúningur framkvæmda samhliða stjórnendum verksins - Mótun og framkvæmd á gæðamálum verksins - Vikulegir fundir með stjórnendum verksins - Uppfærsla á As-build teikningum og yfirferð á teikningaskrám - Dagleg skráning á gæðaskýrslum, studdar með myndum - Þróun verkferla í samráði við stjórnendur og starfsmenn - Innri úttektir Menntunar- og hæfniskröfur:
- A.m.k. 3ja ára háskólanám á sviði verkfræði, tæknifræði eða
byggingafræði - 5 ára reynsla af stjórnun jarðvinnu- og/eða byggingaverkefna, þar af 2ja ára reynsla sem gæðastjóri - Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti - Grunnþekking á stjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015 - Starfsreynsla og þekking á verkefnum í byggingariðnaði er æskileg Aðrir eiginleikar - önnur hæfni:
- Góð samskiptahæfni - Skipuleg vinnubrögð - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Upplýsingar veitir Magni Helgason mannauðsstjóri í síma 5304200 eða magni@iav.is. Umsóknum skal skilað á vefinn www. iav.is.
Akstur innanbæjarstrætó yfir páskahátíðina
Opnun/lokun yfir páskahátíðina
Davíð keppti í -81 kg og sigraði allar þrjár lotur með yfirburðum. Davíð keppti flokk upp fyrir sig og atti kappi við Karl Ívar Alfreðsson úr Hnefaleikafélagi Akraness. Hildur keppti við hina geysisterku Kristínu Sif Björgvinsdóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur í úrslitum -75kg flokksins. Þó Kristín sé silfurverðlaunahafi úr Norðurlandamóti kom okkar stelpa henni heldur betur á óvart þegar hún komst yfir á stigum í annarri lotu. Hildur hlaut þó silfrið að lokum eftir öfluga baráttu en sýndi að hún er með þeim allra hörðustu í bransanum.
GÆÐASTJÓRI
Reykjanesbær páskar Innanbæjarstrætó ekur skv. laugardagsáætlun á skírdag og annan í páskum (einnig laugardaginn fyrir páska). Enginn akstur er á föstudaginn langa og páskadag.
15
Við breytum vilja í verk
Umsóknarfrestur er til 19. maí nk.
ISO 9001
OHSAS 18001
FM 512106
OHS 606809
Quality Management
Occupational Health and Safety Management
ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Þessar WOW-íbúðir eiga eftir að fljúga út ...
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Hreinsunardagur á Ásbrú í byrjun maí:
„Gaman að sjá og finna hve margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg“ – segir Katrín Lilja sem skipuleggur hreinsunardaginn annað árið í röð Hreinsunardagur verður þann 10. maí á Ásbrú en dagurinn er síðasti laugardagur fyrir vorvertíð. Þá hittast íbúar á svæðinu og aðrir sem vilja taka þátt kl. 11 við Heilsuleikskólann Skógarás, Skógarbraut 932. Þar skipta íbúar sér á milli svæða og fá ruslapoka. Þátttakendur taka svo til hendinni og týna upp rusl sem er í kringum íbúðarhúsnæði og á opnum svæðum. Þegar vorverkunum er lokið hittast allir í Heilsluleikskólanum Skógarási og gæða sér á veitingum í boði Isavia. Í vikunni á undan taka fyrirtæki og stofnanir á Ásbrú til í kringum sig. Katrín Lilja Hraunfjörð setti verkefnið af stað síðasta vor og fékk strax góð viðbrögð. „Forsaga þessa verkefnis er sú að mér fannst vanta að auka viðringu íbúa og fyrirtækja svæðisins fyrir
svæðinu og umhverfinu almennt. Ég kem frá Suðureyri, litlum stað vestur á fjörðum, og þar er á hverju vori hreinsunardagur sem íþróttafélagið Stefnir sér um. Mér fannst það vera svo frábært framtak og langaði að heimfæra þetta yfir á hverfið okkar. Einnig langaði mig
Keilisfólk mætti klætt miðað við aðstæður og hreinsaði til í nærumhverfinu.
Ársfundur 2019 Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, þriðjudaginn 14. maí 2019 og hefst kl. 18:00 Dagskrá fundar 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Í stjórn sjóðsins eru: Anna Halldórsdóttir, formaður Sigurður Ólafsson, varaformaður Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Dagbjört Hannesdóttir Ólafur S. Magnússon Örvar Ólafsson Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson
Tugir íbúða erlendra WOW flugmanna á leigumarkað Kátir krakkar í Háaleitisskóla á Ásbrú taka til hendinni. að auka hlutdeild íbúanna á okkar sameiginlega nærumhverfi. Við sem búum hér og störfum höfum eitthvað um það að segja hvernig við göngum um og hvernig er umhorfs í kringum okkur. Mér fannst leiðinlegt að keyra um hverfið og sjá rusl og drasl út um allt,“ segir Katrín Lilja í samtali við Víkurfréttir. Katrín fór á stúfana og fékk all marga í lið með sér en fyrirtæki og stofnanir sem styrkja þetta verkefni eru Kadeco, Isavia, Blái herinn, Heimavellir, Skólar ehf og Reykjanesbær. „Ég hef fengið frábærar undirtektir hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem ég hef haft samband við um samvinnu. Það er gaman að sjá og finna hve margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ sagði Katrín Lilja að endingu.
Tugir íbúða og stúdíóherbergja á Ásbrú eru á leiðinni á leigumarkað eftir fall WOW air. Íbúðirnar eru í tveggja hæða fjölbýlishúsi við Lindarbraut 635 og stúdíóherbergin eru að Keilisbraut 747. Um er að ræða húsnæði sem var fyrir erlenda flugmenn hjá WOW air. Richard H. Eckard, framkvæmdastjóri hjá Base Hotel, staðfestir þetta í samtali við Víkurfréttir og segir að íbúðirmnar séu til leigu nú þegar. Stúdíóherbergin verði síðan sett á leigu í haust.
Í fjölbýlishúsinu við Lindarbraut 635 eru 27 nýuppgerðar u.þ.b. 58 m² íbúðir, ásamt geymslu. Húsið stendur í næsta nágrenni við Háaleitisskóla. Í húsinu eru einnig tvö sameiginleg þvottahús, hjólageymsla og sameiginlegur sólskáli. Richerd segir að íbúðirnar geta verið afhentar með húsgögnum og eldhústækjum. „Þessari blokk viljum
við koma í leigu sem fyrst og eru íbúðirnar tilbúnar til leigu til fyrirtækja eða einstaklinga.“ Aðspurður um leiguverð sagði Richard það vera 150.000 krónur á mánuði. Stúdíóherbergin eru blokk á þremur hæðum við Keilisbraut 747 en þau verða leigð út frá og með næsta hausti. Þar eru 67 algjörlega endurnýjuð stúdíóherbergi frá 17,3 m² og upp í 37 m². Sameiginleg eldhús eru á hverri hæð, sameiginlegt þvottahús, sameiginlegar geymslur ofl. Leiguverð er frá 80 til 110 þúsund krónum á mánuði. Sjá má auglýsingu um húsnæðið til leigu í blaðinu í dag.
31/12/2018
31/12/2017
Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hreinar fjárfestingatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris
11.066 -3.887 8.599 -295 15.483 133.445 148.928
8.881 -3.591 9.012 -278 14.024 119.420 133.445
Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skuldabréf og aðrar fjárfestingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fjárfestingar
64.324 79.283 143.607
58.973 71.871 130.845
Kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Innlán og aðrar eignir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annað Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris
1.587 3.829 96 5.320 148.928
1.266 1.410 76 2.600 133.445
6,1% 2,7% 4,7% 3,3% -1,3%
7,2% 5,3% 5,2% 0,9% -0,3%
Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar. . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar. . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára . . . . . . . . . . Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
* fjárhæðir í milljónum króna
Ávöxtun séreignardeildar 2018 Hrein eign séreignardeildar nam 507 milljónum króna í árslok 2018, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 500 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun Sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári, nam 0,9% eða -2,3% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 2,9% í hreina nafnávöxtun eða -0,4% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 4,2%.
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands
Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is