Víkurfréttir 16. tbl. 40. árg.

Page 1

magasín SUÐURNESJA

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

á Hringbraut og vf.is öll

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

30

fimmtudagskvöld kl. 20:

miðvikudagur 17. apríl 2019 // 16. tbl. // 40. árg.

Næsta blað VF síðasta vetrardag Víkurfréttir koma næst úr miðvikudaginn 24. apríl eða síðasta vetrardag. Síðasti skilafrestur auglýsinga er þriðjudaginn 23. apríl. Póstfang auglýsingadeildar er andrea@vf.is og auglýsingasíminn er 421 0001.

Bílaleigubílar torvelda umferð um gönguog hjólastíg

Söngur fuglsins fyllti Stapa Húsfyllir var á útgáfutónleikum Más Gunnarssonar í Stapa á föstudagskvöld. Með tónleikunum fagnaði Már sinni fyrstu plötu sem heitir Söngur fuglsins. Myndir frá tónleikunum eru á síðu 6 í blaðinu í dag og sýnt verður frá tónleikunum í Suðurnesjamagasíni að kvöldi skírdags á Hringbraut og vf.is kl. 20:30.

Bláa lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark:

Samstarf um uppbyggingu á Reykjanesi Bláa lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark (RGP) hafa ákveðið að taka upp samstarf sem stuðlar að markmiðum Jarðvangsins á Reykjanesi og sveitarfélaganna fjögurra sem eru innan hans. Til staðfestingar því var samstarfsyfirlýsing undirrituð í Bláa Lóninu í gær, þriðjudag, að viðstöddum forsvarsmönnum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Jarðvangsins og Bláa Lónsins. Markmið samstarfsins er m.a. að styrkja Reykjanesið sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri nýtingu, vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja á svæð-

unum, hvetja til nýjunga í náttúrutengdri sköpun og draga fram og viðhalda menningararfleifð svæðanna. Af þessu tilefni hefur Bláa lónið m.a. stofnað til félags með Grétu Súsönnu Fjeldsted en hún er eini ábúandinn við

Reykjanesvita í dag. Félagið mun m.a. sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita. „Auk þess að efla vandaða þjónustuaðstöðu á vestanverðu Reykjanesi, sem lengi hefur skort, munum við aðstoða við merkingar svæðisins. Þá mun starfsmaður frá okkur hafa umsjón með svæðinu í samstarfi við Jarðvanginn“, segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Jarðvanginn og sveitarfélögin öll að

fá sterkasta fyrirtæki okkar á Suðurnesjum til þessa mikilvæga samstarfs. Það gefur Jarðvanginum, og sveitarfélögunum sem að honum standa, byr undir báða vængi m.a. til að stórbæta aðstöðu, draga fram og vernda sérstöðu Reykjaness og vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúruna,“ segir Ásgeir Eiríksson, formaður stjórnar Reykjanes Global Unesco Geopark og bæjarstjóri í Vogum.

Ítrekað er bílaleigubílum lagt á göngu- og hjólastíg sem liggur milli Iðavalla og Flugvalla í Reykjanesbæ. Bílarnir hindra eðlilega umferð um stíginn sem margir nota á ferðum sínum milli bæjarhluta. Nokkrar bílaleigur eru með starfsemi á lóðum sem liggja að stígnum. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að hann hafi margoft rætt við eigendur þessara bílaleiga en svo virðist sem það nái ekki til starfamannanna sem þar starfa. Á næstunni verður gerð rassía í því að hreinsa göngu- og hjólastíginn af þeim bílum sem lagt er á hann.

Bílar á göngu- og hjólastíg sem liggur á milli Iðavalla og Flugvalla í Reykjanesbæ. VF-mynd: hilmarbragi

Allt fyrir páskaveisluna í Nettó! BESTA VERÐIÐ*

PÁSKAEGG Í MIKLU ÚRVALI!

Heill kalkúnn

„Auk þess að efla vandaða þjónustuaðstöðu á vestanverðu Reykjanesi, sem lengi hefur skort, munum við aðstoða við merkingar svæðisins. Þá mun starfsmaður frá okkur hafa umsjón með svæðinu í samstarfi við Jarðvanginn,“ segir Grímur Sæmundsen.

1.198

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

FRÁBÆRT VERÐ!

Hamborgarhryggur Kjötsel

999

-40%

KR/KG

ÁÐUR: 1.665 KR/KG

*Samkvæmt verðkönnun ASÍ.

Tilboðin gilda 18. - 22. apríl

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.