Jarðeldar í Fagradalsfjalli
Engin merki um goslok
>> Síður 14–15
KRÆSILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ! Lambaframpartur Grillsagaður
699
KR/KG ÁÐUR: 999 KR/KG
-30%
Kjúklingabringur Grilltvenna
1.679
-37%
KR/KG ÁÐUR: 2.665 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
Melóna Græn
384
KR/KG ÁÐUR: 549 KR/KG
-30%
Tilboðin gilda 22.— 25. apríl
Miðvikudagur 21. apríl 2021 // 16. tbl. // 42. árg.
Gleðilegt sumar!
Veturinn hefur verið mildur á Suðurnesjum og fáir snjóþungir dagar. Þessi mynd var tekin í garðinum við Fichershús í síðustu viku þegar létt snjóteppi lagðist yfir svæðið. Í þessum garði er skemmtileg aðstaða til útiveru sem eflaust verður notuð mikið í sumar. VF-mynd: Páll Ketilsson
Skoða gervigras í Grindavík Bæjarráð Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna forathugun á því hvort breyta eigi aðalknattspyrnuvelli Grindavíkur frá náttúrulegu grasi yfir í gervigras. Athugun á kostum þess að leggja gervigras á Grindavíkurvöll var til umræðu í bæjarráði þann 13. apríl
síðastliðinn. Þar var til umræðu minnisblað athugunar á kostum þess að leggja gervigras á Grindavíkurvöll.
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Norðurál skuldar lóðaleigu í Helguvík Norðurál Helguvík ehf. hefur ekki staðið við ákvæði samninga varðandi lóðaleigu ársins 2021. Reykjaneshöfn leigir Norðurál Helguvík ehf. lóðirnar Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ og Stakksbraut 4 í Reykjanesbæ með sérstökum samningum þar um í tengslum við áður fyrirhugaða álversuppbygginu á svæðinu. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi hafnarstjórnar Reykjaneshafnar þar sem hafnarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sem hafa verið milli aðila.
„Norðurál Helguvík ehf. leigir af Reykjaneshöfn lóðina Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ og lóðina Stakksbraut 4 í Reykjanesbæ og skal samkvæmt samningum greiða árlega lóðaleigu þeirra í síðasta lagi 31. janúar viðkomandi ár. Í dag er 15. apríl eða 74. dagur frá eindaga greiðslunnar sem hefur enn ekki borist Reykjaneshöfn. Stjórn Reykjaneshafnar harmar að Norðurál Helguvík ehf. skuli ekki virða samningsskyldur sínar með greiðslu lóðaleigu ársins 2021 og felur hafnarstjóra að undirbúa þær ráðstafanir sem til þarf til að gæta hagsmuna hafnarinnar,“ segir í afgreiðslu hafnarstjórnar frá 15. apríl síðastliðnum en afgreiðslan var samþykkt samhljóða.
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Eldstöðin í Fagradalsfjalli hefur dælt upp kviku í rúman mánuð. Eldgosið er vel sýnilegt eftir að rökkva tekur þegar appelsínugulur bjarmi lýsir upp næturhiminn yfir eldstöðinni. Þá má oft sjá gosmökkinn frá Fagradalsfjalli þar sem hann leggur langar leiðir. Hér er mynd sem tekin var frá Krossmóa í Reykjanesbæ og sýnir vel skýjafarið sem eldgosið myndar.
„Hvetjum atvinnurekendur og félagasamtök til að nýta sér einstakt tækifæri“ – segja forráðamenn Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnunar. Fækkar á atvinnuleysisskrá. Fleiri mættu nýta sér úrræði til að ráða fólk. „Nýtt úrræði sem gengur undir heitinu „Hefjum störf“ sem kynnt var á dögunum mun gera okkur kleift að ráða fleiri í tímabundin störf á vegum sveitarfélagsins. Við hvetjum líka alla til að leggjast á eitt til að nýta þetta úrræði, hvort heldur sem er hjá einkafyrirtækjum, stofnunum eða félagasamtökum á svæðinu. Þá munum við líka bjóða námsmönnum upp á fjölbreytt störf eins og við gerðum í fyrra,“ segir Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ. Hildur Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar Suðurnesja, segir að atvinnuleysi hafi minnkað á Suðurnesjum að undanförnu eða sem nemur um 800
manns. Enn eru þó rúmlega þrjú þúsund manns á atvinnuleysisskrá. „Það má gera mun betur en það. Við hvetjum atvinnurekendur og forstöðufólk stofnana og félagasamtaka að nýta þetta einstaka tækifæri til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá sem og námsmenn,“ segir Hildur. „Við bindum vonir við það að með auknum umsvifum í flugi en einnig í gegnum mikilvæg framkvæmdaverkefni á svæðinu að sjá þessar tölur lækka enn frekar. Það er reynsla okkar af þeim starfsmönnum sem við höfum ráðið í gegnum þessi úrræði Vinnumálastofnunar að þar er á ferðinni víðtæk þekking sem er mikilvægt að nýta, þó það sé ekki nema tímabundið í afmörkuð verkefni á meðan vinnumarkaðurinn
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
er að jafna sig. Við köllum líka eftir hugmyndum að verkefnum til að skapa störfin utanum. Þannig vitum við til dæmis af áhuga málfundarfélagsins Faxa til að skrá upplýsingar úr fundargerðum félagsins í rafrænar skrár. Þetta er dæmi um eitthvað sem við getum skapað störf í kringum og viljum endilega fá að vita af öllum svona verkefnum. Þá mun ríkisstjórnin bjóða aftur upp á atvinnuátak um sumarstörf fyrir námsmenn. Við verðum með í
því og reiknum með að bjóða upp á fjölbreytt störf eins og við gerðum í fyrra þegar við buðum upp á tæplega 200 mismunandi störf hvort heldur sem var á skrifstofu Reykjanesbæjar eða í hinum ýmsu stofnunum sveitarfélagsins. Við gerum ráð fyrir að störfin verði auglýst um mánaðarmótin,“ segir Sigurgestur. Hildur segir mjög mikilvægt að fá virkni í fólk sem hefur verið atvinnulaust. Það sé einn af stóru þáttunum í þessu átaki. Aðili sem
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
F.v.: Inger, Guðný, Viktor, Oddný og Friðjón, fimm efstu á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Oddný leiðir Samfylkingu í Suðurkjördæmi Oddný Harðardóttir, alþingismaður, leiðir framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 en listinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöld. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra leiðir listann, í öðru sæti er Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss, þriðja sætið skipar Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi,
í fjórða sæti er svo Inger Erla Thomsen, stjórnmálafræðinemi úr Grímsnesinu, og fimmta sætið skipar formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ, Friðjón Einarsson. Oddný Harðardóttir: „Ég leiði lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi með stolti inn í þessar kosningar, þetta er öflugur hópur. Það eru fjölmörg tækifæri framundan í uppbyggingu eftir heimsfaraldur og sýn okkar er skýr í þeim efnum. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa brugðist og ekki staðið með fólkinu í kjördæminu sem bera þyngstu byrðarnar í heimsfaraldrinum. Nú þurfum við allar hendur á dekk svo ný ríkisstjórn eftir kosningar verði leidd af jafnaðarmönnum.“
SUMARDAGINN FYRSTA KL. 21:00 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
ræður til starfa einstakling sem er búinn að vera atvinnulaus lengur en tólf mánuði fær framlag frá VMST sem nemur tæplega 530 þúsund krónum að hámarki með 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð, í allt að sex mánuði. Einnig er hægt að ráða fólk af atvinnuleysisskrá sem hefur verið atvinnulaust allt niður í einn mánuð en þá er upphæðin sú sama og viðkomandi fær í atvinnuleysisbætur eða tæpar 343 þúsund krónur með framlagi í lífeyrissjóð.
1. Oddný G. Harðardóttir, Suðurnesjabær - Þingmaður Samfylkingarinnar, þingflokksformaður, kennari, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði og fyrrverandi fjármálaráðherra. 2. Viktor Stefán Pálsson, Árborg Sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss 3. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Reykjanesbær - Hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi 4. Inger Erla Thomsen, Grímsnes Stjórnmálafræðinemi 5. Friðjón Einarsson, Reykjanesbær Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar 6. Anton Örn Eggertsson, Vestmannaeyjar - Meðeigandi í Pítsugerðinni og yfirkokkur hjá veitingastaðnum Gott 7. Margrét Sturlaugsdóttir, Reykjanesbær - Atvinnulaus fyrrverandi flugfreyja Icelandair 8. Davíð Kristjánsson, Árborg - Vélvirki hjá Veitum 9. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindavik - Framkvæmdastjóri 10. Elín Björg Jónsdóttir, Þorlákshöfn - Fyrrverandi formaður BSRB 11. Óðinn Hilmisson, Vogar - Húsasmíðameistari, kennaranám iðnmeistara, tónlistarmaður og rithöfundur 12. Guðrún Ingimundardóttir, Höfn í Hornafirði - Vinnur við umönnun og er eftirlaunaþegi 13. Hrafn Óskar Oddsson, Vestmannaeyjar - Sjómaður 14. Hildur Tryggvadóttir, Hvolsvelli - Sjúkraliði og nemi í Leikskólafræði við Háskóla Ísland 15. Fríða Stefánsdóttir, Suðurnesjabær - Formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ og deildarstjóri í Sandgerðisskóla 16. Hafþór Ingi Ragnarsson, Hrunamannahreppi - 6. árs læknanemi og aðstoðarlæknir á bráðamóttöku HSu 17. Sigurrós Antonsdóttir, Reykjanesbær - Hársnyrtimeistari, atvinnurekandi og kennari 18. Gunnar Karl Ólafsson, Árborg Sérfræðingur á kjarasviði hjá Báran, stéttarfélag 19. Soffía Sigurðardóttir, Árborg Markþjálfi 20. Eyjólfur Eysteinsson, Reykjanesbær - Formaður Öldungaráðs Suðurnesja og fyrrv. útsölustjóri ÁTVR
STÓRI PLOKKDAGURINN LAUGARDAGINN 24. APRÍL
KOMDU ÚT AÐ PLOKKA Að plokka fegrar bæjarfélagið okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir mjög stormasaman vetur. Núna er rétta tækifærið til að sópa og hreinsa sitt nærumhverfi og gera fallega bæinn okkar snyrtilegri fyrir sumarið.
Fimm söfnunarstaðir
Nokkur góð plokkráð
Við verðum með fimm söfnunarstaði í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um þá má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar og Facebook.
• • • • • • • • •
Reykjanesbær leggur áherslu á að nýta kraft fjölbreytileikans til að auka lífsgæði og vellíðan íbúa, ásamt því að byggja upp vistvænt og aðlaðandi samfélag. Markvisst er unnið í átt að sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir og stefnu í umhverfismálum sem er tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Klæða sig eftir veðri Hanskar sem hæfa aðstæðum Finna sér „plokku” eða tínu Finna sér poka, helst glæra Velja svæði og fara af stað Vista sorpið á viðeigandi söfnunarstað Deila myndum á samfélagsmiðlum Virða tveggja metra regluna Láta sér líða vel í hjartanu
Merkjum allar myndir #rnbplokk
Umhverfissvið Reykjanesbæjar hvetur alla íbúa til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook og www.reykjanesbaer.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
NFS MEÐ ALDAMÓTATÓNLEIKA
í beinu streymi á vf.is á föstudagskvöld - tónlistarveisla í beinni útsendingu á vef Víkurfrétta Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, NFS, stendur fyrir streymistónleikum næstkomandi föstudagskvöld. Á tónleikunum koma fram Magni (Á Móti Sól), Hreimur (Land & Synir), Jónsi (Svörtum Fötum), Einar Ágúst (Skítamórall), Gunni Óla (Skítamórall) ásamt frábærum hljóðfæraleikurum.. Um er að ræða hina svokölluðu Aldamótatónleika sem haldnir hafa verið við miklar vinsældir á undanförnum árum. Vegna kórónuveirufaraldursins stefndi í að tónleikarnir yrðu ekki í ár en þá ákvað nemendafélagið að koma að málinu og bjóða upp á tónleikana í beinu streymi sem verður á vef Víkurfrétta, vf.is. Tónleikarnir á föstudagskvöld hefjast kl. 20:00 og verður streymið opið öllum. „Við ætluðum fyrst að hafa þetta eingöngu fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja en svo var tekin ákvörðun um að hafa þetta bara opið fyrir alla. Þá erum við að horfa til þess að það eru lokanir og
eina tónlistardagskráin sem hefur verið í boði er Helgi í sjónvarpinu. Núna erum við að stækka ramman þannig að fólk fær að sjá aðeins meira. Ég held að fólk muni fíla þetta og þessi dagskrá er fyrir alla aldurshópa. Ungt fólk hefur gaman af íslenskri tónlist og sérstaklega núna þegar líða tekur að sumrinu. Svo eiga þessir tónlistarmenn líka stóran aðdáendahóp frá því þeir voru hvað vinsælastir um síðustu aldamót,“ segir Hermann Nökkvi Gunnarsson, formaður NFS í samtali við Víkurfréttir. Flytjendurnir munu blanda góðan tónlistarkokteil allt föstudagskvöldið. Rólegu ballöðurnar verða fyrri hlutann „en síðan henda þeir sér í sprengjurnar og öll rokklögin þegar líður á kvöldið,“ segir Hermann Nökkvi. Aldamótatónleikarnir verða settir upp í heimahúsi og farið að öllum sóttvarnarreglum. Þannig verður allt umstang í kringum tónleikana takmarkað við eins fáa og mögulegt er.
Aldamótatónleikunum verður streymt á föstudagskvöld. Myndin var tekin þegar bílatónleikunum var streymt í vetur.
Tónleikarnir verða í beinu streymi á vf.is á föstudagskvöld kl. 20:00 „Við hjá nemendafélaginu höfum verið að reyna að gera okkar besta í vetur til að halda uppi félagslífi og skemmtun fyrir nemendur í skólanum. Til dæmis héldum við bílatónleika í vetur og höfum nýtt þá glugga sem hafa opnast til að vera með viðburði. Það hefur verið okkar markmið að brjóta upp veturinn og gera okkar besta,“ segir Ingibjörg Birta, framkvæmdastjóri NFS. Auk þessa tónleikahalds í vetur hefur nemendafélagið komið að Valentínusarviku sem haldin var í skólanum og einnig góðgerðarviku. Á síðustu önn voru svo spurningaleikir á netinu þannig að við höfum getað haldið ákveðinni tíðni af viðburðum. Þannig hafa FS-ingar jafnvel getað haldið meira félagslíf en margir aðrir framhaldsskólar í landinu og horft
hefur verið til þess sem Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið að gera. Þau Hermenn Nökkvi og Ingibjörg Birta segja þetta kannski helst vera leiðinlegast fyrir nýnemana sem hafa enn ekki fengið að fara á fyrsta skólaballið. „Það hefur líka verið krefjandi að gera eitthvað og fá nemendur til að taka þátt eða horfa á streymi,“ segir Ingibjörg Birta. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja greiða árleg gjöld til nemendafélagsins sem er ætlað að standa undir félagslífi í skólanum. Nemendafélaginu er skylt að ráðstafa
þessum fjármunum innan annarinnar og það er því með þessum félagsgjöldum sem Aldamótatónleikarnir nú eru haldnir og sama á við um bílatónleikana sem voru í vetur. „Síðustu tvær til þrjár annir í skólanum hafa krafist þess að við hugsum út fyrir kassann. Stjórnir í nemendafélaginu hverju sinni hafa getað leitað í reynslubanka síðustu ára en því er ekki fyrir að fara núna í kórónuveirunni. Við settumst því bara niður á hugmyndafund og ákváðum að fara nýjar leiðir,“ segja þau Hermann Nökkvi og Ingibjörg Birta að endingu.
GLEÐILEGT SÓLNINGAR SUMAR!
Frá bílatónleikum sem voru haldnir við Hljómahöll í vetur.
FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS
SÓLNING í Njarðvík Opið virka daga kl. 8-18. Laugardaga kl. 9-13. Ávallt heitt á könnunni! Verið velkomin!
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
GLEÐILEGT SUMAR Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar! HRAFNISTA Nesvellir / Hlévangur
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
EINSTAKT TÆKIFÆRI Það eru jákvæðar fréttir að berast nú á vordögum en fækkað hefur á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum um 800 manns á síðustu vikum. Enn eru þó rúmlega þrjú þúsund manns án atvinnu. En talandi um það þá býðst atvinnurekendum sem eru með 70 starfsmenn eða færri, einstakt tækifæri að skapa ný störf því ef þeir ráða starfsmann sem er atvinnulaus fá þeir upphæð sem nemur atvinnuleysisbótum að viðbættum 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hafi viðkomandi einstaklingur verið atvinnulaus í tólf mánuði eða lengur er styrkurinn hærri, eða að hámarki tæplega 530 þúsund krónur. Forstöðukona Vinnumálastofnunar segir í viðtali við Víkurfréttir að atvinnurekendur mættu vera duglegri að nýta sér þetta tilboð. „Þetta er tækifæri sem allir græða á,“ segir hún. Það er ekki hægt annað en að taka undir þessi orð. Hér gefst fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum einstakt tækifæri til að ráða fólk til að sinna störfum sem hafa tapast í fyrirtækjunum eða þá í ný verkefni. Nú er lag!
Kanar á leiðinni
FIMMTUDAGUR KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS
þegar sé hægt að byrja að bóka flug. Nýlega greindu forráðamenn Delta flugfélagsins frá svipaðri ákvörðun. Það er því ljóst að þetta eru ekki vonir einar heldur staðreyndir. Bandaríkjamenn hafa verið meðal tveggja þjóða sem hafa verið duglegastar í bólusetningum og mikill ferðavilji sé hjá þeim.
Landinn heima Það er ekki sami tónn í heimamönnum ef marka má viðtöl sem Víkurfréttir hafa tekið við nokkra og sjá má í þessu og næsta tölublaði. Þar segjast lang flestir ekki vera í miklum ferðahug til útlanda og ætli að verja sumarfríinu heima. Þó standi hugur þeirra til útlanda þegar fer að hægjast á faraldrinum. Í þessum viðtölum spyrjum við fólk út í veturinn sem nú er að kveðja. Kófið skipað að sjálfsögðu stærstan sess í lífi fólks en allir bíða þess að geta farið að haga sér eins og það gat gert fyrir kófið.
Eins og við sögðum frá í síðustu viku eru mannaflsfrekar framkvæmdir hafnar eða eru að hefjast á Keflavíkurflugvelli. Í vikunni bárust fréttir frá öðru bandarísku flugfélagi en United Airlines ætlar að hefja flug til Íslands að nýju í sumar og bjóða daglegar ferðir milli New York/ Newark og Chicago. Á síðastliðnum mánuðum hafi komið fram við athugun á því að hverju farþegar leituðu helst á vef félagsins að áhugi á Íslandi hefði aukist um 61% og
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Brimbrettareið
Jón Steinar Sæmundsson
Hér leika nokkrir kappar listir sínar á hvítfextum öldum í Bótinni rétt vestan við Grindavík. Bótin er vinsæll staður hjá þeim sem þetta sport stunda og má oft sjá brimbrettakappa kljást við öldurnar þar.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
MAGNI (Á Móti Sól) HREIMUR (Land & Synir) JÓNSI (Svörtum Fötum) EINAR ÁGÚST (Skítamórall) GUNNI ÓLA (Skítamórall)
ALDA
MÓ TA
TÓNLEIKAR N.F.S
23.APRÍL 2021 KL.20.00 STREYMT FRÍTT Í BEINNI INNÁ VF.IS
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Svona týpískur Hagkaupskrakki Tónlistarkonan Harpa Jóhannsdóttir lék í átján mánaða tónleikaferð með Björk um allan heim. „Getum við ekki talað um eitthvað annað en að ég sé lesbía, það er svo margt annað sem ég geri líka.“ Harpa Jóhannsdóttir er svona týpískur Hagkaupskrakki eins og hún orðar það sjálf; sem var á götunni á sumrin og í skólanum á veturna. Hún ólst upp á Greniteignum í Keflavík og æfði á trompet sem þótti frekar lúðalegt – en sú reynsla átti eftir að skila henni tækifæri lífs síns. „Mamma fór með mig í tónlistarskólann því ég hafði séð myndband á MTV þar sem verið var að leika á saxafón og varð hreinlega ástfangin. Mér fannst hljóðfærið svo ægi fall-egt. Það var eins og úr gulli og formið heillaði, mér var eiginlega alveg sama hvernig það hljómaði,“ segir Harpa Jóhannsdóttir í viðtali í hlapvarpinu Reykjanes - góðar sögur sem má nálgast á helstu hlaðvarpsveitum. „Mamma skráði mig í tónlistarskólann og þar hittum við Karen Sturlaugsson sem var fljót að stinga frekar upp á trompeti sem ég samþykkti. Trompetinn átti vel við mig en það var samt alveg ferlega hallærislegt, við getum sagt lúðalegt, að læra á lúður. Ég fékk oft glósur frá krökkum eins og: „Hva ertu að fara á fund, af hverju ertu með skjalatösku?“ Þá óskaði ég þess stundum að ég spilaði á þverflautu eða klarinett því það var hægt að skella þeim í bakpokann. Seinna var ég svo góðfúslega beðin um að læra á básúnu því það vantaði í léttsveitina og þar kviknaði einhver ógeðslega góður kemmari. Við áttum vel saman.”
Harpa kynntist þar einmitt öðrum básúnuleikara, Valdimar Guðmundssyni, sem seinna átti eftir að fara í rokkið eins og Harpa. „Það eru allir töffararnir í brassinu,“ segir Harpa og hlær. Þegar Harpa var nítján ára gömul fréttist að tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir væri að leita að ungum konum á lúðra og fljótlega fékk Harpa símtal frá aðstoðarkonu hennar.
Harpa, Thelma Björk og Guðmundur Hrafnkell.
fannst það voðalega spennandi að þarna voru tvær konur í sambandi og það virtist fátt annað komast að svo ég fékk nóg. Er ég ekki annað en þetta? Getum við ekki talað um eitthvað annað en að ég sé lesbía, það er svo margt annað sem ég geri líka.“
Ég var bara allt í einu komin inn í stofu heima hjá Björk með básúnuna mína sem var alveg súrealískt.
„Þetta er ekki stór markaður svo nafnið mitt fór þarna í pottinn og fljótlega var ég beðin um að koma og hitta Björk ásamt aðstoðarkonu hennar og leika fyrir þær. Ég var bara allt í einu komin inn í stofu heima hjá Björk með básúnuna mína sem var alveg súrrealískt. Ég mætti með einhverja sónötu sem var pínu skrítið því Björk er svona „alternatív“ tónlistarmaður og í sérflokki í raun og var kannski ekki að leita eftir því. Svona frekar taktlaust hjá mér en hún var svo sem
bara að kanna hvort ég gæti leikið á hljóðfærið. Hún hafði þægilega nærveru og þetta tók stuttan tíma. Nokkru seinna fékk ég svo annað símtal: Viltu ekki kýla á þetta? Og ég bara, jú, jú, geggjað!“ Harpa vissi ekki hvað hún væri að fara út í en við tók tveggja mánaða æfingarferli með brassinu og svo með hljómsveit og tónleikaferðalagið stóð samfellt í átján mánuði þar sem farið var í allar heimsálfur utan eina. „Þetta var því bókstaflega vinnuferð sem byrjaði með tónleikum í Laugardalshöll og svo vorum við bara komin til Kaliforníu á Cochella.“ Sama ár kynntist Harpa eiginkonu sinni, Thelmu Björk Jóhannesdóttur, og vakti samdráttur þeirra nokkra athygli, eða forvitni sumra. „Við kynntumst á djamminu í Keflavík en hún er Keflvíkingur eins og ég. Við bjuggum meira að segja í sömu götu en sem betur fer var hún flutt í burtu þegar ég flutti þangað, annars hefði hún örugglega passað mig því hún er tíu árum eldri,“ segir Harpa og hlær. „Það hefði verið skrítið þarna nokkrum árum seinna. Það fóru samt alveg sögusagnir af stað: „Varstu búin að heyra að þetta
er fyrrverandi kennarinn hennar?“ Og eitthvað fleira en það er ekki rétt og leiðréttist hér með,“ segir Harpa og kímir.
Er ég ekki annað en þetta? Getum við ekki talað um eitthvað annað en að ég sé lesbía, það er svo margt annað sem ég geri líka. „Við fengum bara jákvæð viðbrögð, það var helst aldursmunurinn sem var á milli tannana á fólki og að við erum báðar frekar út fyrir kassann týpur. Þá var verið að smjatta á því hvernig peysan manns var á litinn og gerðar athugasemdir við frjálslegt klæðaval, mynstur og önnur skemmtilegheit – en fólki
Þetta er stórt verkefni og stöðugur lærdómur og alls konar erfitt og alls konar frábært. Harpa og Thelma eiga saman drenginn Guðmund Hrafnkel sem er nýbyrjaður í skóla en þær eru báðar kennarar. Það vakti athygli þegar þær skrifuðu opið bréf á Facebook og sögðu frá lífi fjölskyldunnar, sem var nokkuð óvenjulegt. „Hann Guðmundur Hrafnkell er magnaður drengur. Hann er einhverfur með málþroskaröskun og öll merki um ADHD. Það má segja að taugakerfið hans sé öðruvísi stillt en okkar. Hann er bara alls konar hann Guðmundur. Þetta er stórt verkefni og stöðugur lærdómur og alls konar erfitt og alls konar frábært,“ segir Harpa en hún lýsir sorginni og vanmættinum sem fylgir því að barnið þitt er ekki að þroskast á sama hátt og önnur börn. Hér má heyra viðtalið http://www.reykjanes.is/ is/godar-sogur-hladvarp/ harpa-johannsdottir-1
OPIÐ HÚS
PÓSTHÚSSTRÆTI SUNNUDAGINN 25. APRÍL FRÁ KLUKKAN 15.30 TIL 16.30
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Skemmtiferðaskip leggst að bryggju í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Rétti tíminn til að laða skemmtiferðaskip til Reykjanesbæjar
Tímabundin þörf á lausafé hjá Reykjaneshöfn
Árið 2019 leiddi Markaðsstofa Reykjaness, í samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn, verkefni sem snéri að því að laða smærri skemmtiferðaskip til Suðurnesja og greina þau markaðstækifæri sem fælist í sérstöðu Suðurnesja gagnvart þeirri ferðamennsku. Til stóð að fylgja verkefninu eftir á árinu 2020 en vegna faraldursins COVID-19 varð ekki af því. „Stjórn Reykjaneshafnar telur að að nú sé rétti tíminn til að fylgja eftir fyrrnefndu verkefni og felur hafnarstjóra að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Reykjanesbæ og Markaðsstofu Reykjaness varðandi framvindu þess. Jafnframt telur stjórnin
rétt að Reykjaneshöfn gangi í samtökin Cruise Europe á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs þar um, enda mun það hjálpa til við markaðssetningu Suðurnesja á þeim vettvangi,“ segir í afgreiðslu fundarins sem var samþykkt samhljóða.
Rekstrartap Reykjaneshafnar árið 2020 var rúmar 120,5 milljónir króna. Hagnaður var af af rekstri en afskriftir mannvirkja og annarra eigna og fjármagnsliðir vega þyngst í rekstrartapinu. Hafnarstjóri fór á síðasta fundi hafnarstjórnar yfir stöðuna í fjármálum hafnarinnar en heimsfaraldurinn COVID-19 hefur haft umtalsverð neikvæð áhrif á tekjur hafnarinnar undanfarið ár. Tímabundin þörf á lausafé er að skapast sem mun að öllum líkindum jafnast
út er líður á rekstrarárið og þarf að gera ráðstafanir vegna þess. „Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir tímabundinni yfirdráttarheimild til 31. desember næstkomandi um allt að tuttugu milljónum króna hjá viðskiptabanka hafnarinnar og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir,“ segir í gögnum fundarins. Þá fór hafnarstjóri fór yfir þær fjárfestingar sem fyrirhugaðar eru á komandi mánuðum og árum í uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn
og þá fjárhagslegu þörf sem fylgir þeim framkvæmdum. Eftirfarandi var lagt fram: „Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra að koma með tillögur að og undirbúa hvernig fjármögnun verði háttað vegna fyrirhugaðra framkvæmda til skemmri og lengri tíma.“ Samþykkt samhljóða. Á fundinum var ársreikningur Reykjaneshafnar einnig samþykktur samhljóða og honum vísað til samþykktar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Líf að færast á ný í hafnirnar á Suðurnesjum Núna þegar þessi pistill kemur er hrygningarstoppinu 2021 lokið og mun því færast líf í hafnirnar hérna á Suðurnesjunum. Nokkrir bátar hafa yfirgefið svæðið og t.d. eru allir Einhamarsbátarnir farnir norður til Siglufjarðar. Veiðin þar hefur nú ekkert verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Vésteinn GK með 18,8 tonn í tveimur róðrum, Gísli Súrsson GK sautján tonn í tveimur og Auður Vésteins SU 12,8 tonn í tveimur róðrum. Öllum þorski frá bátunum hefur verið ekið til Grindavíkur og af þessum afla er þorskurinn um 30 tonn, öllum ekið suður með sjó. Sandfell SU fór líka til Siglufjarðar og landaði þar 27 tonnum í þremur róðrum en öfugt við Einhamarsbátana þá er fiskinum frá Sandfelli SU ekið til Fáskrúðsfjarðar. Reyndar var mjög góð veiði fram að stoppinu og t.d. fóru dragnótabátarnir ansi djúpt út eða út fyrir tólf mílurnar utan við Hafnaberg og fengu þar ansi góðan afla, t.d var Benni Sæm GK kominn með 134 tonn í sex róðrum, Siggi Bjarna GK var með 152 tonn í sjö og Sigurfari GK 160 tonn í sjö róðrum og mest 41 tonn í einni löndun. Pálína Þórunn GK mokveiddi og landaði alls 415 tonnum í aðeins sex róðrum. Má geta þess að togarinn fékk um 240 tonn í fjórum róðrum á fjórum dögum, sem þýðir að hver túr var aðeins einn sólarhringur. Nokkrir bátar hafa byrjað á grásleppuveiðum frá Grindavík og Sandgerði og veiðin hjá þeim hefur verið mjög góð. Guðrún GK er aflahæst bátanna frá Suðurnesjum með 27 tonn í sex róðrum, landar í Sandgerði. Garpur RE í Grindavík er með 17,5 tonn í fjórum, Addi Afi GK í Sandgerði með þrettán tonn í fjórum, Alli GK í Grindavík með níu tonn í fjórum, Tryllir GK í Grindavík með sjö
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – Starfsmaður í nýtt námsúrræði Akurskóli – Starfsmaður á kaffistofu starfsfólks Garðyrkjudeild - Sumarstörf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í Duus Safnahúsum Berskjölduð - lokadagar tonn í fimm og Guðrún Petrína GK í Sandgerði með 4,4 tonn í tveimur róðrum. Núna eru ísfiskstogarar Nesfisks komnir norður á rækjuveiðar og landa á Siglufirði, rækjunni er ekið þaðan til Hvammstanga en fiskinum suður í Garðinn. Sóley Sigurjóns GK hefur landað 163 tonnum í þremur róðrum og þar af er rækja 86 tonn, Berglín GK var með 56 tonn í tveimur róðrum og þar af er rækja 35 tonn. Maður reyndar veltir því fyrir sér af hverju þeir landa á Siglufirði þegar það er t.d. mun betri aðstaða
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
og mun styttri og þægilegri vegir að Sauðárkróki því að vegirnir frá þjóðveginum, fram hjá Hofsósi, inn í Fljótin og þaðan að Strákagöngum eru vægast sagt mjög lélegir og allt of þröngir. Aftur á móti er vegurinn yfir Þverárfjallið til Sauðárkróks t.d. mun betri, nýrri og breiðari – og jú, munar ansi miklu í kílómetrum að aka til Siglufjarðar en til Sauðárkróks.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa áhugaverðu og framsæknu sýningu. Berskjölduð er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni. Sýnendur: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Dýrfinna Benita, Egill Sæbjörnsson, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Maria Sideleva, Melanie Ubaldo, Michael Richardt, Róska og Sara Björnsdóttir.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Elín Rós Bjarnadóttir er þakklát fyrir viðtökur á Orkustöðinni. Hún ætlar í fjallgöngur og kannski til Spánar í sumar.
Myndi hoppa hæð mína, halda stórt partý og knúsa alla og kyssa Það hefur verið í nógu að snúast hjá Elínu Rós Bjarnadóttur í vetur en hún opnaði með systur sinni og öðrum Orkustöðina í Reykjanesbæ og fékk góðar móttökur. Hún fermdi þriðja barnið sitt og gat haldið góða fermingarveislu – en hún er orðin hundleið á Covid. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Þakklæti. Veturinn hefur farið í það að hefja rekstur Orkustöðvarinnar og það hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður í samfélaginu núna. Orkustöðin er greinilega þörf viðbót í okkar frábæra bæjarfélag miðað við hversu góðar viðtökur við höfum fengið. Er þakklát fyrir bæjarfélagið mitt og fyrir fólkið sem í því býr. Maður finnur stuðning og hvatningu úr öllum áttum.“ – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? „Þriðja barnið mitt var fermt og við vorum svo heppin að geta haldið veislu fyrir hann og gert þetta á hefðbundinn hátt. Það máttu 50 manns koma saman þegar hann fermdist og það var yndislegt að hitta allt fólkið sitt í einu. Dagurinn var afskaplega fallegur og drengurinn alsæll. Það er ekkert sem gleður mann meira en þegar börnin manns eru glöð og sæl.“ – Hversu leið ertu orðin á Covid? „Svo leið að ég nenni ekki að hlusta eða tala um neitt sem tengist því. Covid má fara þangað sem sólin ekki skín. “ – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? „Ég er yfirleitt með alltof mikið á prjónunum en ég ætla alla vega að vera dugleg í fjallgöngum í sumar og svo ætlum við fjölskyldan til Spánar ef það verður hægt. Veit samt ekki alveg hvort ég nenni ef ég þarf að fara í sóttkví þegar ég kem heim.
Maður verður bara svolítið að sjá til. Annars er Ísland best í heimi og oft skemmtilegustu og eftirminnilegustu ferðalögin í bakgarðinum.“
að nefna einhvern uppáhaldsmat – en það sem er heimatilbúið finnst mér oft best. Sérstaklega þegar það kemur að kökum og svoleiðis fíneríi.“
– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid- frír í næstu viku? „Ég myndi hoppa hæð mína, halda stórt partý og knúsa alla og kyssa.“
– Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Vatn með klökum verður alltaf mitt uppáhald.“
– Uppáhaldsmatur á sumrin? „Ég er rosaleg alæta þegar það kemur að mat. Mér finnst svakalega gott að borða og á mjög erfitt með
– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir? „Ég myndi bjóða honum í Yoga og tónheilun í Orkustöðinni og í göngutúr meðfram sjávarmálinu í Reykjanesbæ.“ – Hver var síðasta bók sem þú last? „Ég les ekki bækur til gamans og hef aldrei gert. Er ein af þeim sem uni mér ekki við lestur. Ef ég les eitthvað, þá er það námstengt en hef lesið mikið af námsefni í gegnum lífið. Síðasta bók sem ég las var Hatha Yoga Pradipika. Hef lesið hana þrisvar sinnum og læri alltaf eitthvað nýtt.“ – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Elska notalega og rólega tónlist og ekki hægt að velja eitt lag – en skal nefna nokkur sem kveikja á einhverri innri vellíðan. Slow með Henry Green, Hallelujah með Jeff Buckley og Arrival eftir Japanese Wallpaper.“ – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Ég vil byrja á því að hrósa því sem vel er gert og er mjög ánægð með hvað sundlaugin er orðin flott og
maður finnur hvað það fer betur um alla. Ég væri samt alveg til í einhver skemmtileg útisvæði sem tengjast sjónum. Hafið hefur svo gríðarlegt aðdráttarafl og gefur svo mikla orku. Það væri hægt að skapa svo skemmtilega menningu í kringum hafið sem myndi bæði laða að ferðamenn og íbúa. Ég er með svo margar hugmyndir hvað það varðar sjálf og aldrei að vita nema Orkustöðin geri
eitthvað sniðugt tengt hafinu þar sem hún er staðsett á besta stað. Það væri t.d. hægt að setja af stað eitthvað samfélagslegt verkefni þar sem þetta verður sérstaklega tekið fyrir og bjóða fyrirtækjum að leggja sitt af mörkum.“ Páll Ketilsson pket@vf.is
GLEÐILEGT SUMAR Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!
vinalegur bær
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þurfum að fara að lifa með veirunni
Jóhann Snorri Sigurbergsson er kominn með upp í kok af Covid. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskipta þróunar hjá HS Orku er kominn með upp í kok af Covid rugli og ætlar ekki til útlanda á meðan þetta ástand varir í veirumálum. Hann ætlar að mála húsið og fara meira í golf. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Það hefur flestallt stjórnast af COVID-fárinu. 2020 er fyrsta árið í rúman aldarfjórðung þar sem ekkert var farið af landi brott og samskipti við annað fólk mjög takmörkuð. Jákvæði þátturinn við þetta ástand er þó að ég gat eytt mun meiri tíma með nýfæddum syni mínum og í raun gat ég tekið „fæðingarorlof“ með fullri vinnu þar sem ekki mátti mæta á vinnustaðinn löngum stundum. Með góðri skipulagningu og samvinnu á heimilinu tókst að sinna báðum þáttum nokkuð vel.“ – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? „Að kynnast nýjasta fjölskyldumeðlimnum og fylgjast með samskiptum hans við systkini sín þrjú stendur vafalítið upp úr. Við höfum verið að koma okkur fyrir á nýju heimili og mikill tími hefur farið í að gera það að okkar. Nú bíðum við spennt eftir sumrinu og fáum vonandi örlítið meira frelsi til athafna.“ – Hversu leiður ertu orðinn á Covid? „Ég eins og flestir aðrir er kominn með algjörlega upp í kok af þessu blessaða COVID-rugli. Ég tók þetta á mig í fyrstu bylgjunni og slapp nokkuð vel myndi ég telja. Merkilegt nokk þá sluppu allir hinir fjölskyldumeðlimirnir við þetta þrátt fyrir að vera inn á sama heimili allan tímann og hetjan, sambýliskonan mín, komin 36 vikur á leið. Nú er kominn sá tími að við þurfum að fara að lifa með veirunni þegar allir viðkvæmustu hópar og framlínufólk hefur fengið bólusetningu. Blása lífi í hagkerfið og fara að koma saman sem oftast og þá ekki síst á vellinum þegar Keflavík keppir sína leiki.“
– Ertu farinn að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? „Við höfum tekið þá ákvörðun að við nennum ekki til útlanda meðan þetta er enn á kreiki víða um heim. Planið er því að nýta tímann heima fyrir, mála húsið og gera það fínt. Þá er stefnan sett á sumarbústað með stóðið og eitthvað þannig léttmeti. Þá ætla ég loksins að taka þetta blessaða golf föstum tökum og vonast til þess að vera virkur þátttakandi í golfhópnum Kvíði auk þess að fylgja sambýliskonunni oftar á völlinn.“ – Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid- frír í næstu viku? „Ég held að ég myndi, rétt eins og líklega þorri landsmanna, rífa fjölskylduna upp og flatmaga á Tene tvær vikur. Fara svo á Liverpool-leik í beinu framhaldi.“ – Uppáhaldsmatur á sumrin? „Það breytist lítið í þeim leik á milli sumars og veturs. Uppáhaldsmaturinn er nautakjöt sem hefur verið rölt með framhjá grillinu. Svo má leika sér með meðlætið og bitana til að viðhalda fjölbreytninni. Ég grilla alveg jafn mikið á veturna og sumrin og líklega er það svo að við notum grillið til að elda um það bil þrisvar í viku. Það hækkar kannski í fimm sinnum á sumrin auk þess sem maður er þá duglegri að grilla hádegismatinn á pallinum.“
– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir? „Mér finnst Reykjanesið vera þannig að það er enginn einn staður sem stendur upp úr. Þegar ég fer með gest á Reykjanesið þá tek ég yfirleitt hringinn um nesið, misstóran þó. Vegna vinnu þá fer ég yfirleitt út að virkjunum og ef um útlendinga er að ræða þá er það alltaf þannig að þeim finnst ótrúlegt hversu mikla auðlind við eigum í jarðvarmanum og hversu framarlega við erum sem þjóð í nýtingu hans. Þá eru orkuver HS Orku falleg mannvirki og verkfræðileg undur hvort á sinn hátt.“
– Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Sama hér, lítil árstíðarsveifla. Kaldur og freyðandi stendur yfirleitt upp úr. Við erum þó kannski duglegri við að blanda okkur einhvers konar kokteil úti við þegar sól hækkar á lofti og hitinn slær upp fyrir frostmark.“
– Hver var síðasta bók sem þú last? „Ég les yfirleitt ekki mikið í bókum en þeim mun meira nota ég netið til að fræðast og til afþreyingar. Þó kom smá glæta þegar ég lá í COVID-móki og þá greip ég einhverja bók eftir Arnald og las hana á rétt um sólar-
VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR? Okkur vantar sumarstarfsmenn í Reykjanesbæ. Um er að ræða 2 stöður þar sem mikill kostur er að vera með vinnuvélaréttindi, þó ekki skilyrði. Umsóknir á www.gardlist.is
hring. Annars les ég mest ævisögur og fræðibækur tengdum menntuninni þá sjaldan sem ég grip í bók.“ – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Veit ekki hvort það megi segja að það sé í uppáhaldi en þessa dagana en hér á heimilinu er mikið hlustað á lagabálka sem heita Super Simple Songs og má finna á Spotify og Amazon Prime. Þetta eru einföld og þægileg barnalög sem örverpið elskar. Það situr oftar en ekki fast í hausnum á okkur foreldrunum Mr. Golden Sun sem er grípandi melódía. Annars er Back in Black með AC/DC besta rokklag sögunnar og alltaf í uppáhaldi.“ – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Ég vil að bæjarfélagið sjái sóma sinn í því að finna lausnir fyrir fólk með ung börn. Yngsti sonurinn
kemst ekki til dagmömmu fyrr en hann verður sextán mánaða að okkur sýnist sem auðvitað væri mjög erfitt ef ekki væri fyrir góðan skilning vinnuveitanda okkar foreldranna. Þetta sýnist manni vera viðkvæðið nokkuð víða. Þá má bærinn koma áfram með okkur í Keflavík að því að gera aðstöðuna fyrir áhorfendur enn betri og hjálpa okkur að fegra svæðið. Völlurinn og svæðið í kringum hann er gríðarlega mikið notað af hlaupurum og göngufólki. Við erum að klára að byggja þar 320 fermetra pall sem mun nýtast þessum hópum vel en betur má ef duga skal og bærinn má gjarnan koma áfram með okkur í að gera aðstöðuna þannig að hún sé til sóma fyrir lið í efstu deild. Forsvarsmenn bæjarins eru allir af vilja gerðir og margt hefur orðið betra en við getum gert svo miklu betur fyrir íþróttafélögin okkar.“
BROT AF ÞVÍ BESTA FRÁ VETRINUM FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
El Diablo frá Kýpur er heilalímið þessa dagana – segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Hún las nýlega magnaða bók en er sífellt að lesa kjarasamninga. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrenn is, er ein þeirra sem er að glíma við eftirköst veirunnar sem hún fékk á síðasta ári. Hún ætlar bara að ferðast innanlands í sumar og skella sér í nokkrar göngur og hjóla á fullu. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Ástandið á vinnumarkaðinum og endalaus bakslög vegna Covid.“ – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? „Vegna Covid hafa samverustundir verið miklar hjá okkur fjölskyldunni sem er mjög gott. Eins sú ákvörðun sem við tókum upp á því að flytja eftir sautján ára búsetu i Vogum.“
– Hversu leið ertu orðin á Covid? „Alveg endalaust leið. Er sjálf að kljást við eftirköst sjúkdómsins og ég eins og flestir landsmenn orðin leið á sífelldum höftum. Ég hlýði þó reglum algjörlega.“ – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d.? Ætlarðu til útlanda? „Í sumar ætla ég að ferðast innanlands. Ætla að skella mér í nokkrar
göngur og hjóla á fullu í sumar og svo bara vonandi hitta vini og vandamenn sem ég hef ekki séð lengi.“ – Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? „Ætli ég yrði þá ekki á haus í vinnu. Þá færi atvinnulífið á fullt. Það væri dásamlegt.“
– Uppáhaldsmatur á sumrin? „Grillað reykt svínakjöt með rjómasósu.“ – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Það er nú bara Coke Zero allan ársins hring.“ – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)? „Er ekki bara málið að fara hring og heimsækja alla helstu staði? En ef ég þarf að velja einn myndi ég velja Gunnuhver.“ – Hver var síðasta bók sem þú last? „Ég las síðast Ljósið í Djúpinu um hana Rögnu Aðalsteinsdóttur. Ótrúleg bók um magnaða konu – en síðan er ég náttúrlega alltaf að lesa kjarasamninga.“
– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Ég er að hlusta á Eurovision-lögin þessa dagana. El Diablo frá Kýpur er heilalímið þessa dagana.“ – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Ja ... ég er að flytja í Reykjanesbæ á næstu vikum en bý í Vogum núna þannig að það er dálítið erfitt að svara þessu. Ég vil sjá fjölbreyttara atvinnulíf og áframhaldandi uppbyggingu. Ég vil að stjórnvöld geri sér grein fyrir og taki tillit til mikillar fjölgunar hér á undanförnum árum og fjárveitingar til stofnanna verði í takti við það því þar er þörf á mikilli uppbyggingu. Síðan vil ég sjá atvinnulífið fara á fullt. Þetta á eiginlega bara við báða staðina.“
Páll Ketilsson pket@vf.is
GET EIGINLEGA EKKI BEÐIÐ LENGUR EFTIR AÐ GETA LIFAÐ EÐLILEGU LÍFI Halldóra G. Jónsdóttir hefur verið dugleg að ganga, prjóna og baka súrdeigsbrauð í kófinu. Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarkona bæjarstjóra Reykjanesbæjar, segir veturinn eftirminnilegan vegna Covid-19 en hún segir engin plön á teikniborðinu um að fara til útlanda. Svo hefur hún verið dugleg að fara í gönguferðir, baka súrdeigsbrauð og prjóna. –Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Þetta hefur auðvitað verið eftirminnilegur vetur vegna bæði kórónuveirunnar sem snertir einhvern veginn allt okkar líf og svo jarðhræringanna hér á skaganum – en ætli þakklæti sé ekki bara efst í huga, að hvorki ég né mínir nánustu hafi fengið veiruna eða þurft að fara í sóttkví, „sjö, níu, þrettán“.“ – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? „Þetta hefur verið fremur tíðindalítill vetur í persónulega lífinu. Notalegar stundir með fjölskyldu og vinum, göngutúrar, súrdeigsbakstur og prjón hafa einkennt veturinn hjá mér.“ – Hversu leir ertu orðin á Covid? „Ég hef nú tekið þessu ástandi með nokkru jafnaðargeði síðastliðið ár en verð að viðurkenna að þetta er aðeins farið að taka á og get eiginlega ekki beðið lengur eftir að geta lifað eðlilegu lífi.“ – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? „Nei, engin plön um ferð til útlanda. Að öllu óbreyttu er stefnan tekin á ættarmót á Ísafirði og svo förum við yfirleitt a.m.k. eina ferð norður á Akureyri og heimsækjum ættingja þar. Síðasta sumar ferðuðumst við um Vestfirðina á húsbíl sem heppnaðist einstaklega vel svo við tökum e.t.v. annan húsbílahring í ár.“
– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? „Ætli ég myndi ekki bara panta mér ferð til útlanda.“ – Uppáhaldsmatur á sumrin? „Sushi. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Rósavín og engiferöl.“ – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir? „Ég hugsa að ég myndi fara út á Garðskaga og taka göngutúr í kvöldsólinni. Svo labbaði ég líka í fyrsta sinn um daginn skemmtilegan stikaðann hring frá Reykjanesvita, meðfram sjónum og að Gunnuhver. Þar er hægt að upplifa bæði fallega náttúru og fuglalíf.“ – Hver var síðasta bók sem þú last? „Ég las „Götu mæðranna“ eftir Kristínu Maríu Baldursdóttur og svo er ég að lesa núna mjög áhugaverða bók um öndun, „Breath“ eftir James Nestor.“ – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Líklega „Rólegur kúreki“ með Bríeti en svo er „Veldu stjörnur“ með Ellen Kristjáns og John Grant að koma sterkt inn á listann minn.“ – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Maður óskar þess auðvitað að það fari eitthvað að rofa til í öllum þessum takmörkunum sem við búum við svo atvinnulífið komist í samt lag. Vonandi fyllist svo skaginn af áhugasömum ferðamönnum í sumar að skoða gosstöðvarnar og upplifa í leiðinni allt það sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða.“
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Í
F A G R A D A L S F J A L L I VF-MYND: JÓN HILMARSSON
J A R Ð E L D A R
Afl gossins eykst eftir því sem dagarnir líða 30
– Mánuður frá upphafi eldgoss við Fagradalsfjall
dagar voru liðnir á mánudag frá því að eldgos hófst við Fagradalsfjall en eldgosið hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars. Í samantekt frá Jarðvísindastofnun Háskólans segir að meðalhraunrennslið fyrstu 30 dagana sé 5,6 rúmmetrar á sekúndu. Í samanburði við flest önnur gos er rennslið tiltölulega stöðugt. Mælingarnar á hrauninu sýna nú að nokkur aukning hefur orðið síðustu eina til tvær vikur. Meðalrennslið fyrstu sautján dagana var 4,5 til 5 rúmmetrar á sekúndu en síðustu þrettán daga er það nálægt sjö rúmmetrar á sekúndu. Samanburður við önnur gos sýnir að þrátt fyrir aukninguna er rennslið nú aðeins um helmingur þess sem kom að meðaltali upp fyrstu tíu dagana á Fimmvörðuhálsi vorið 2010, sem var þó lítið gos. Samanburður við Holuhraun sýnir að rennslið nú er 6–7% af meðalhraunrennsli þá sex mánuði sem það gos stóð. Rennslið er svipað og var lengst af í Surtsey eftir að hraungos hófst þar í apríl 1964 til gosloka í júní 1967. Kvikan sem kemur upp í Fagradalsfjalli er basalt sem heitir ólivínþóleiít og er að koma af satuján til tuttugu kílómetra dýpi. Jarðskorpan á Reykjanesskaga er sautján kílómetra þykk. Hraunið er að koma af meira dýpi en þau hraun sem runnið hafa á Reykjanesskaganum síðustu sjö þúsund ár. Um er að ræða frumstæða bráð sem kemur beint úr möttli jarðar. Vísindamenn sjá engin merki um að dragi úr gosinu og það það hafi einkenni dyngjugoss sem geti staðið árum og jafnvel áratugum saman.
Afl gossins hefur aukist samhliða opnun fleiri gíga Yfirlit sem Jarðvísindastofnun Háskólans gaf út á mánudag á mælingum á hraunflæði gossins sýnir að heildarrennsli frá öllum gígum á sex daga tímabili, 12.–18. apríl, hafi að meðaltali verið tæpir átta rúmmetrar á sekúndu. Þetta er nokkur
aukning frá meðalrennslinu í gosinu og staðfesting á því að samhliða opnun fleiri gíga í síðustu viku hefur afl gossins aukist nokkuð. Flatarmál hrauns er orðið 0,9 ferkílómetrar og heildarrúmmál er nú rúmlega fjórtán milljónir rúmmetrar.
Þrívíddarlíkan af gosstöðvunum Hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er starfrækt loftljósmyndastofa þar sem unnið er að jarðfræðikortlagningu með myndmælingatækni, þar sem teknar eru ljósmyndir úr lofti og myndirnar notaðar við gerð þrívíddarlíkana. Þessi aðferð hefur nýst vel við kortlagningu á gossvæðinu í og við Fagradalsfjall en með þrívíddarlíkönunum má áætla rúmmál og þykkt hraunsins, hraunrennsli og margt fleira.
urðu gígarnir hinsvegar bara tveir – gjarnan kallaðir Norðri og Suðri. Sú nafnagift átti hins vegar eftir að missa marks þegar fleiri gosop opnuðust um páskana, norður af upprunalegu gosstöðvunum. Jörðin við Geldingadali hefur eftir það ítrekað rifnað upp og kvika farið að skvettast úr nýjum gosopum. Alls eru sex myndarlegir gígar þessa stundina á um 850 metra langri
sprungu. Landslagið við eldgosið breytist hins vegar mjög hratt og er alls óvíst hvaða gígar munu lifa gosið af og hverjir ekki – sumir munu sennilega kaffærast í hrauni á meðan aðrir munu vaxa upp fyrir hraunbreiðurnar. Lengi vel tóku Geldingadalir við öllu hraunrennslinu en eftir að nýjir gígar opnuðust tók hraun að leka niður í Meradali. Lengsta hrauntungan þar er komin 1200 metra frá næsta gíg þegar þetta er skrifað. Hrauntunga úr Geldingadölum stefnir einnig niður í Meradali úr suðri. Eldgosið hefur verið einstakt sjónarspil og hefur stór hluti þjóðarinnar þegar gert sér ferð að gosstöðvunum. Hægt er að fullyrða að eldgosið sé best vaktaða og best myndaða eldgos í sögu þjóðarinnar. Sögulegt gos í alla staði.
Merkileg umbrot Þessi fyrstu eldsumbrot á Reykjanesskaganum í 800 ár þykja einnig mjög merkileg í jarðsögulegu samhengi. Efnagreiningar Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands hafa sýnt fram á að kvikan sem kemur upp er sú frumstæðasta sem gosið hefur frá landnámi Íslands. Ofan á þetta hafði ekki hefur gosið í grennd við Fagradalsfjall í þúsundir ára. Þó má benda á að eldgos urðu í hafi suður af Reykjanesi fyrir um 250 árum og jafnvel síðar. Efnasamsetning og stöðugt en lítið rennsli eldgossins þykja benda til þess að svokallað dyngjugos sé hafið. Sé það raunin eru líkur á að þetta eldgos muni standa yfir áratugum saman. Tíminn einn mun hins vegar leiða það í ljós hvort ný dyngja myndist á Reykjanesskaga.
LJÓSMYND: LANDHELGISGÆSLAN
Líkur á að þetta eldgos muni standa yfir áratugum saman Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti fína samantekt yfir gosið á mánudag, þegar mánuður var liðinn frá upphafi gossins: Gosið hófst á um 150 metra langri sprungu sem þveraði lítinn móbergshól í Geldingadölum. Fyrstu klukkustundirnar mátti sjá skvettast úr nokkrum aðskildum gosopum en opin sameinuðust hratt í þrjá aðskilda gíga. Innan nokkurra daga
Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar skoðar eldgosið laugardaginn 20. mars sl. Þá var það „ræfill“.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
J A R Ð E L D A R
Í
F A G R A D A L S F J A L L I
Um 350 tillögur um nafn á hraunið Um 350 tillögur bárust að nafni á nýja hraunið við Fagradalsfjall í örnefnasamkeppni sem Grindavíkurbær stóð fyrir dagana 31. mars til 9. apríl. Eitthvað færri tillögur bárust að nöfnum á gígana sjálfa. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Jafnframt því að stinga upp á nöfnum var fólk beðið um rökstyðja val sitt. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar og þjóðfræðingur, segir ætlunina að velja fallegt og þjált heiti sem hæfi staðháttum. Örnefnalistinn var lagður fram í bæjarráði í þarsíðustu viku að sögn Eggerts. Bæjarráðið velur úr listanum og sendi örnefnanefnd tillögur. Eggert segir að margar áhugaverðar og
skemmtilegar tillögur hafi borist og að gaman hafi verið að fara í gegnum listann. Samráð hefur verið haft við nefndina og nafnafræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Eins verður samráð haft við landeigendur á Hrauni og Ísólfsskála. Eggert upplýsir að fylgja beri ákveðnum verklagsreglum við val á örnefnum, til að mynda megi ekki nefna landslag eftir lifandi einstaklingum. Hann kveður tíðarandann hafa skinið í gegn í mörgum tillagnanna en þríeykið var nefnt ásamt nöfnum tengdum kórónuveirufaraldrinum.
Örnefni taka iðulega mið að staðháttum og eru lýsandi fyrir umhverfi sitt. Gígar taka oft nöfn af hrauninu umhverfis þá eða öfugt sem er ekki ólíklegt að verði ofan á. „Einhverjir nefndu sömuleiðis nafnið Góuhraun,“ segir Eggert á síðu bæjarins en taka þarf tillit til nafnahefða, til dæmis hvaða hraun eru til í nágrenninu. „Geldingahraun er til í nágrenninu, sem væri þá ekki við hæfi til að komast hjá misskilningi“. Bæjarráð Grindavíkur átti að funda í vikunni og í framhaldi af þeim fundi átti örnefnanefnd að fá sendar tillögur um nafn á nýja hraunið sem nú rennur í Fagradalsfjalli.
VF-MYND: JÓN HILMARSSON
Starfshópur helstu hagaðila um eld- Ráða viðkvæmum frá því stöðvar í Fagradalsfjalli tekur til starfa að fara að gosstöðvunum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn áform um að settur yrði á fót starfshópur helstu hagaðila sem falið verði að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. „Á meðan gosið stendur verður áframhaldandi aðsókn að svæðinu en eftir að því lýkur má gera ráð fyrir að það verði vinsæll áfangastaður ferðamanna til frambúðar og að þetta svæði verði fjölsóttur ferðamannastaður. Öll þessi uppbygging þarf að þola álag ferðamanna allan ársins hring og þarf að skoða hvernig tryggja megi öryggi ferðamanna og upplýsingamiðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangsstýringu,“ segir Þórdís Kolbrún í tilkynningu á vefnum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem veitt hefur verið fé af fjárheimild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar á svæðinu. Mikilvægt
er hins vegar að hugað verði að fyrirkomulagi á svæðinu til langs tíma en jafnframt að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða og skýrari mynd fengin á aðkomu ólíkra aðila til frambúðar. Svæðið sem um ræðir er allt í eigu einkaaðila og réttur og hagsmunir þeirra miklir en á sama hátt eru hagsmunir samfélagsins miklir, bæði hvað varðar aðgang heimamanna að svæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu. Í hópnum munu eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Áfanga-
VF-MYND: JÓN HILMARSSON
staðastofu Reykjaness, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk Skarphéðins Berg Steinarssonar, ferðamálastjóra, sem stýrir starfi hópsins. Hópnum er ætlað að skila frumtillögum sínum til starfshóps til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi, sem stýrt er af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, eigi síðar en 30. apríl næstkomandi. Lokatillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. ágúst.
Börnum, öldruðum, barnshafandi konum og þeim sem hafa undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma er ráðlagt frá því að fara á gosstöðvarnar ef einhver loftmengun er yfirvofandi. Einnig getur verið yfirborðsmengun í jarðvegi, snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors (F). Yfirborðsmengun er mest í næsta nágrenni við gosstöðina. Vegna loftmengunar er ekki ráðlagt að dvelja lengi við gosstöðvarnar. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum neðan þjóðvegar. Gossvæðið er ekki fyrir lítil börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir skaðlegum lofttegundum. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og öðrum útivistarfatnaði. Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is og leiðbeiningum frá Almannavörnum.
MYND: SIGURÐUR STEFÁNSSON
Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mökkurinn leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldstöðva með vindinn í bakið. Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í dalnum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan. Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni. Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Víðir með eiginkonu og fjölskyldu á góðri stundu.
Skagafjörður og nýtt járn á þakið Víðir Sveins ætlar að ferðast innanlands en væri til í að fljúga til Krítar
Víðir Sveins Jónsson myndi panta far til Krítar eða Noregs ef það slökknaði á veirunni núna. Hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og heimsækja Akureyri og Skagafjörð og kannski Vestfirðina. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Ánægður að sumarið er handan hornsins, sem ég vona að verði gott. Heyrði það sagt einu sinni af vitrum manni að það væru bara þrjár árstíðir á Íslandi, haust vetur og von. Við værum alltaf að vonast eftir góðu vori og góðu sumri.“
timarit.is
– Hversu leiður ertu orðinn á Covid? „Er búinn að vinna töluvert að heiman síðasta árið í sjálfskipaðri sóttkví eða að vinnuveitandi sendi mig heim. Hef sem betur fer sloppið
Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á
timarit.is
við að veikjast og mitt fólk. Snýst allt um COVID eðlilega enda um farald að ræða sem getur haft alvarlegar afleiðingar hjá fólki sem veikist. Er kominn með upp í kok eins og allir held ég!“ – Ertu farinn að gera einhver plön fyrir sumarið, t.d. ferðalög? Ætlarðu til útlanda? „Ætla að eyða sumrinu innanlands með fjölskyldu, sumarhús á Akureyri er planað. Það verður eitthvað farið í Skagafjörðinn til elstu minnar og afastrákanna. Aldrei að vita nema
farið verði á Vestfirðina enda staðið til í nokkur ár. Svo þarf að nota sumarið til að skipta um járn á þakinu á heimilinu, það er víst ekki gert á öðrum tíma.“ – Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? „Panta far til Krít í tvær vikur eða til mágs míns og fjölskyldu í Noregi.“ – Uppáhaldsmatur á sumrin? „Grillaðar kalkúnabringur með sveppasósu konunnar og grillkartafla með.“
– Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Dós af Pepsi Max eða gott vatnsglas er best.“ – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir? „Vá, mikið að sjá á mögnuðu Reykjanesinu. Bara að setjast upp í bíl með gott nesti og góða myndavél, spenna beltið og njóta.“ – Hver var síðasta bók sem þú last? „Án filters eftir Björgvin Pál var tekin á Storytel. Les allt of lítið en núna er verið að fara í gegnum Hingað til með Herra Hnetusmjör. Magnað af 25 ára strák að gefa út ævisögu, viss húmor í því nema að hann sé að kveðja. Síðasta plata hans heitir jú Erfingi krúnunnar og eitt laga á plötunni Takk fyrir allt.
Kannski veit hann eitthvað sem aðrir vita ekki!“ – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Fix you með Coldplay.“ – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Að Sunny Kef standi undir nafni og að allir innbyrði fullt af vítamíni. Svo vona ég að það verði Ljósanótt, sérstök stemmning, allir kátir og glaðir.“
Páll Ketilsson pket@vf.is
Glæðum landsbyggðina nýju lífi Horfum til Noregs – ferðir til og frá vinnu niðurgreiddar fyrir landsbyggðafólk
Að flytjast búferlum og víkka þar með sjóndeildarhringinn er gott veganesti út í lífið. Ég og maðurinn minn tókum þá ákvörðun að flytjast búferlum til Noregs á sínum tíma. Ég stundaði nám við lagadeild háskólans í Osló og lauk þaðan mastersprófi. Í framhaldi starfaði ég síðan hjá sendiráði Íslands í Osló. Maðurinn minn er búfræðingur að mennt og aflaði hann sér frekari reynslu innan norska landbúnaðarins. Víkkaði hann þar með sinn landbúnaðarsjóndeildarhring. Við bjuggum alls sex ár í Noregi. Fyrst í Heiðmörk og síðar í litlum bæ sem heitir Frogner. Landbúnaður á hug og hjörtu okkar og stundum við í dag mjólkurframleiðslu í Rangárþingi.
Samgöngur í Noregi eru góðar og auðvelt að stunda nám eða atvinnu fyrir þá sem búa á landsbyggðinni. Algengt er að vinnustaðir bjóði starfsmönnum að vinna heima hluta úr viku eða eftir öðru fyrirkomulagi, svokallað hjemmekontor. Það eru ekki eingöngu góðar samgöngur og sveigjanlegur vinnutími sem styrkir búsetu á landsbyggðinni í Noregi heldur einnig fjárhagslegir hvatar af hálfu hins opinbera. Ferðir til og frá vinnu eru niðurgreiddar sem nemur fastri fjárhæð fyrir hvern ekinn km. Önnur leiðin þarf að vera að lágmarki 33 km og er niðurgreiðslan óháð því hvernig viðkomandi kemur sér til vinnu, hvort heldur með lest, strætó, einkabíl eða í samfloti með öðrum. Ef hjón keyra saman þá getur hvort um sig sótt um niðurgreiðslu. Svipað fyrirkomulag myndi koma sér vel fyrir íbúa Reykjanessvæðisins þar sem margir hverjir þurfa að ferðast reglulega vegna vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Það er mikilvægt hagsmunamál fyrir Reykjanessvæðið þar sem mikill fólksflutningur hefur verið til svæðisins nærsíðastliðin ár einkum sökum hækkandi fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu að þessi mál verði skoðuð með það að markmiði
að styrkja búsetuskilyrðin á Reykjanessvæðinu til framtíðar.
Sértækur stuðningur fyrir ákveðin búsetusvæði Í Noregi eru fjárhagslegir byggðahvatar fyrir ákveðin búsetusvæði. Meginmarkmiðið er að skapa aðlaðandi búsetuskilyrði fyrir fjölskyldur í þeim tilgangi að styrkja og efla brothættar byggðir. Fjárhagslegu byggðahvatarnir fela m.a í sér lægri tekjuskatt, niðurfærslu á námslánum sem og niðurfellingu námslána fyrir grunnskólakennara. Þessu til viðbótar eru fyrirtæki á svæðinu undanþegin tryggingagjaldi. Við hjónin keyrðum eitt sumarið til Þrándheims. Vorum við heilluð að því hversu blómleg og lifandi landsbyggðin er í Noregi, litlir þéttbýliskjarnar allt um kring og iðandi mannlíf. Það er gömul saga og ný að það er margt sem við getum lært af frændum okkar í Noregi. Víkkum sjóndeildarhring byggðamála á Íslandi. Sköpum fjárhagslega byggðahvata. Eflum sveigjanleika atvinnulífsins. Glæðum landsbyggðina nýju lífi – fyrir Ísland allt. Heiðbrá Ólafsdóttir Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og formaður Miðflokks deildar Rangárþings.
Heimildir: https://www.regjeringen.no/no/tema/kommuner-og-regioner/regional--og-distriktspolitikk/ Berekraftig-regional-utvikling-i-nord/virkemidler-i-tiltakssonen/id2362290/ https://www.smartepenger.no/skatt/640-reiseutgifter
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Gerum betur í heilbrigðismálum Heilbrigðismálin þarf að taka föstum tökum og beita þeim meðulum sem við þekkjum í rekstri til að nýta fjármuni betur og hraðar. Ekki má horfa framhjá ko s t u m e i n ka f ra m taksins í þessum málaflokki. Þar liggja raunar stærstu tækifærin til að auka frelsi og draga úr miðstýringu. Falla verður strax frá núverandi stefnu heilbrigðisyfirvalda sem hafa haft gríðarlega ríkisvæðingu að leiðarljósi, án umbóta. Það dylst engum að að á Íslandi er fullt af kunnáttufólki í þessum geira en þrátt fyrir ómælda fjármuni úr vösum skattgreiðenda hefur kerfið brugðist víða. Sífelldur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, líkt og íbúar á Suðurnesjum hafa ekki farið varhluta af, dregur úr öryggi íbúa og skerðir um leið lífsgæði. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja aðkomu heimamanna að stjórn heilbrigðisstofnana svo þekking á aðstæðum í hverju tilviki sé til staðar. Sveigjanleiki í ráðningu starfsfólks, svo sem með verktöku sérfræðilækna og virkni annarra hjúkrunarstétta í daglegum rekstri, eru grundvöllur
starfsemi slíkra stofnanna. Í Reykjanesbæ hafa útsjónarsamir og duglegir einstaklingar boðið heilbrigðisráðherra til samstarfs í rekstri heilsugæslu, vitandi að þörfin er knýjandi. Það er einkennilegt að verða vitni að því að ráðherra slær á útrétta hönd, þar sem heiftin gagnvart aðkomu einkaaðila í heilbrigðismálum yfirtekur skynsemina. Þessu verður að snúa við strax. Þá er sjálfsagt og eðlilegt að auka sérhæfingu í tengslum við verkefni spítalanna, ekki síst þar sem biðlistar eru langir. Einföld útboð á verkum, svo sem aðgerðum og endurhæfingu, gætu til dæmis verið leið til að stytta slíka lista á hagkvæman hátt. Svæðin í grennd við höfuðborgina eru upplögð fyrir slík verkefni. Allt þetta getur leitt til aukinnar þjónustu við þá sem þurfa á að halda. Gerum betur. Björgvin Jóhannesson Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Það sem ég vil sjá! Ég vaknaði í morgun með með eftirfarandi áhyggjur og væntingar fyrir svæðið: 1. Afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum er í uppnámi. Ég vil að síminn sé fullhlaðinn fyrir daginn og er með allt í símanum – vekjaraklukkuna líka. Svo ég tali nú ekki um öll hin raftækin. Samfélagið er knúið áfram með rafmagni. Hér á líka alltaf að vera gott símasamband svo ég geti haft samband við fjölskyldumeðlimi hvar og hvenær sem er – algjört öryggisatriði. 2. Nú styttist í að náist full jöfnun á flutningskostnaði raforku og ég vil að bíllinn sé hlaðinn grænu rafmagni og orkuskiptin gangi vel fyrir sig. En áður en það gerist leiðist mér að eldsneytissöluaðilar skuli rukka mig 20% meira hér heldur en á höfuðborgarsvæðinu. 3. Ég vil að unga fólkinu okkar á Suðurnesjum eins og alls staðar annars staðar á landinu líði vel á öllum skólastigum og fái góða menntun sem nýtist þeim í leik og starfi. 4. Ég vil að lífæðar svæðisins séu til fyrirmyndar og við sem hér búum komumst fram og til baka slysalaust og án teljandi vandræða. Reykjanesbrautina verður að klára alla leið upp í flugstöð!
5. Ég vil sjá samfélag þar sem allir hafa tækifæri til að skapa verðmæti. Því ef það er ekki verðmætasköpun þá er lítil velferð. Atvinnumálin verða að vera í lagi svo allir geti fundið kröftum sínum viðnám og skapað fjölskyldum sínum gott líf og öryggi. Ég vil geta verið stoltur af atvinnurekendum svæðisins. Þeir séu öflugir, gefi til samfélagsins í blíðu og stríðu og styðji við það. 6. Ég vil borga sanngjarna skatta og hafa hvatann á réttum stað. Ég vil að eldri borgurum og öryrkjum sé ekki refsað fyrir að leggja sitt af mörkum með því að taka þátt í atvinnulífinu. 7. Ég vil sjá að heilbrigðiskerfið sé í lagi og í takt við tímann. Það er óheilbrigt að þúsundir af svæðinu skrái sig á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu og okkur finnist við utanveltu hér miðað við þjónustuna sem þar er veitt. 8. Ég vil að okkur sé treyst til þess að nota landið okkar og ganga um það frjáls og óhult. Ég vil að okkur sé treyst til að skila því eins og við komum að því. 9. Ég vil að þjónusta af hálfu hins opinbera sé gegnsæ, vel rekin, skynsamleg og skilvirk. Ég vil ekki heyra að þessi eða hin stofnunin eða stjórnin sé með málið og
ekkert hægt að gera endalaust út af þessu eða hinu. 10. Ég vil geta komið heim að kvöldi og við fjölskyldan farið saman yfir daginn og glaðst yfir því sem vel gekk og allir hafi skilað sínu dagsverki. Þetta er alls ekki tæmandi listi og af nógu er að taka. En þetta var mér efst í huga í morgun. Það er ekki boðlegt að við hér á svæðinu þurfum endalaust að stofna þrýstihópa til þess að á okkur sé hlustað og við náum einhverju í gegn. Ég vil að að þeir sem veljast til forystu hafi brennandi áhuga á samfélaginu, láti ekki sitt eftir liggja og séu stoltir af því. Ég er líka nokkuð viss um að allir íbúar í Suðurkjördæmi vilja sjá svona lista raungerast hver á sínu svæði. Ég ætla að berjast fyrir Suðurkjördæmi og standa vörð um svæðið fái ég til þess brautargengi. Ég vil sjá mig inn á þingi á næsta kjörtímabili með þínum stuðningi svo ég geti látið verkin tala!!! Guðbergur Reynisson Höfundur er frambjóðandi í próf kjöri Sjálfstæðismanna í Suður kjördæmi og sækist eftir 3. sæti.
Börnin mikilvægust Ásbrú okkar Kísildalur?
Þegar verið var að móta stefnu Reykjanesbæjar til ársins 2030 var lögð rík áhersla á að börn væru sett í fyrsta sæti. Sveitarfélagið ákvað á þeirri stundu að leggja höfuðáherslu á að styðja börn til þess að þau blómstri í fjölskyldum, skólum, íþróttum og tómstundum. Með stefnumótun sem þessari er svo ekki síður mikilvægt að henni fylgi skýr markmið og að gerð sé aðgerðaáætlun sem styður við að stefnan nái fram að ganga. Án aðgerða eru stefnur nefnilega orðin tóm. Nú þegar hafa ýmsar aðgerðir komið til framkvæmda, eru í fullum gangi eða undirbúningur þeirra á lokametrunum. Þar má m.a. nefna bættar almenningssamgöngur, hækkun hvatagreiðslna, samþætting skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs, vinna við að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi, verkefnið Allir með! sem stuðlar að aukinni vellíðan og eflir félagsfærni barna og styrkir alla sem vinna með börnum og undirbúningur fyrir frístundabíl sem mun fara af stað í haust. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning á öllum þeim verkefnum sem unnin eru vítt og breitt í sveitarfélaginu heldur einungis til að leggja áherslu á að verkin eru svo sannarlega látin tala og að allt starfsfólk og stjórnendur sveitarfélagsins leggjast á eitt við að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Okkur gengur vel að undirbúa það að Reykjanesbær verði barnvænt sveitarfélag. Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Það er tveggja ára ferli sem hófst með undirritun samstarfssamnings við UNICEF þann 25. júní 2020. Það að Reykjanesbær verði barnvænt sveitarfélag þýðir að við höfum samþykkt að nota Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem viðmið í starfi og að forsendur sáttmálans verði rauði þráðurinn í starfsemi Reykjanesbæjar. Starfsmönnum og stjórnmálamönnum sveitarfélagsins ber að skoða alla verkferla og að taka ákvarðanir með hliðsjón af sáttmálanum og með tilliti til barna í sveitarfélaginu. Að lokum má nefna undirbúningsvinnu sem farin er af stað til að vinna samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin munu taka gildi 1. janúar 2022.
Lögin ná til þjónustu sem veitt er bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga, m.a. innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu innan sveitarfélaga og verkefna lögreglu. Eins bera aðrir sem vinna með börnum, s.s. í íþrótta- og tómstundastarfi, líka skyldur og taka þátt í samþættingu þjónustunnar. Starfsmenn sveitarfélagsins eru í óða önn að undirbúa þær breytingar sem frumvarpið felur í sér. Verið er að draga fram alla þjónustuþætti sem varða farsæld barna í þjónustu Reykjanesbæjar, flokka þá og skilgreina hvaða þættir falla undir hvert þjónustustig líkt og þau eru skilgreind í frumvarpinu. Með þessum aðgerðum eru börnin sett í fyrsta sæti og við sem samfélag að forgangsraða í átt að barnvænu sveitarfélagi þar sem börnin eru svo sannarlega mikilvægust. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður velferðarráðs og vara bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ.
Sílikon dalur nefnist þekkt landsvæði í Norður-Kaliforníu. Í fyrstu vegna framleiðslu á kísilflögum en nú vegna hátækni. Þarna var í raun allt gert úr engu, því þótt margir góðir háskólar væru í grenndinni fluttist ungt fólk í burtu að lokinni menntun. Störfin voru ekki til staðar. Þangað til Frederick Terman, prófessor við Stanford, lagði fram áætlun um að nemendur fengju áhættufjármagn gegn því að þeir yrðu um kyrrt á svæðinu að lokinni skólagöngu. William Hewlett og David Packard stofnuðu fyrsta hátæknifyrirtæki svæðisins árið 1939 vegna þessa byggðastuðnings. Síðar stofnaði Stanford klasa þar sem frumkvöðlar gátu leigt iðnaðarhúsnæði fyrir mjög lágt gjald. Saga dalsins hefur síðan verið á allra vörum.
Öflugt starf styrkt enn frekar Af hverju nefni ég þetta? Vegna þess að spáð hefur verið að gagnavinnsla,
hugbúnaðarþróun, gervigreind, stafræn hönnun og þróun verði í hópi þess iðnaðar sem vex mest á þessu ári í heiminum. Við hér í Suðurkjördæmi búum svo sannarlega yfir miklum mannauði, tækni, og sprotum sem glætt hafa atvinnulífið og þessir sprotar gætu blómstrað enn frekar. Fyrir eru á fæti t.d. Keilir sem bauð fyrir tveimur árum í fyrsta sinn upp á námsbraut í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs. Um eitt hundrað nemendur sóttu um, aðeins helmingur nemenda komst að. Þetta starf þarf að efla. Við Keili er nú þegar hægt að taka BS gráðu í tölvuleikjagerð í samstarfi við norska skólann Noroff, þar er starfrækt flugakademía, íþróttaakademía, menntaskóli, Háskólabrú og boðið upp á nám í leikskólafræðum. Keilir er öflugur, framsækinn og metnaðarfullur skóli sem á skilið öflugan og metnaðarfullan stuðning. Ég vil beita mér enn frekar fyrir styrkingu skólans svo hann verði nærsamfélaginu og heiminum aukinn fengur.
Stafrænnn heimur hin nýja stóriðja Með sama hætti og Kísildalurinn varð til vegna byggðalegrar framsýni og einstaklingsframtaks manna eins og Hewlett og Packard gæti Ásbrú eflst og orðið hreiður hátækni, orðið okkar íslenski Kísildalur, miðstöð sérhæfingar í hugbúnaði, hátækni, gervigreind, gagnavinnslu og tölvuleikjagerð. Það er ótrúlegt en satt en tölvuleikir eru orðnir stærri en kvikmynda-, íþrótta- og tónlistargeirarnir til samans. Bara hér á landi starfa á fjórða hundrað manns nú þegar við tölvuleikjagerð. Eins og ein stóriðja! Tækifæri okkar til vaxtar í þessum geira eru gríðarleg. Við þurfum hér eftir sem hingað til að sýna frumkvæði, djörfung og pólitískan vilja. Guðrún Hafsteinsdóttir Frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Framsókn fyrir fólk eins og þig Stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Suðurkjördæmi hvetur þig til að hafa áhrif. Þann 19. júní næstkomandi fer prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi fram þar sem félagsmenn kjósa um fyrstu fimm sætin og velja fólk sem það treystir til þjónustu fyrir landsmenn. Á heimasíðu Framsóknar er hægt að skrá sig í flokkinn með rafrænum hætti. Einnig má finna upplýsingar um stefnu flokksins, greinaskrif þingmanna og ráðherra sem og viðburði framundan. Upplýsingar um félagsstarfið er einnig að finna í nýju appi Framsóknar. Á kjörtímabilinu hefur Framsókn verið límið í ríkisstjórninni. Ráðherrar hafa komið mörgum málum í gegn og má þar t.d. nefna samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Aldrei í sögunni hefur jafn miklum fjármunum verið varið til samgöngumála á Íslandi
enda má sjá afrakstur þeirrar fjárfestingar á vegum landsins. Fleiri verkefni eru samgöngusáttmáli, samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu, verkefni sem er eflandi fyrir landsbyggðina. Samvinnuverkefni (PPP) flýtiframkvæmdir í mikilvægum samgönguframkvæmdum þar sem verkefnin fela í sér aukið umferðaröryggi og styttingu leiða og skapa um 8.700 störf. Atvinna, atvinna, atvinna! Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menningarmálaráðherra, hefur aukið jafnrétti til náms með nýjum menntasjóði og 18% hækkun á framfærsluviðmiði. Hún hefur komið á beinum fjárstuðningi við foreldra í námi með 30% afskrift höfuðstóls námslána við námslok sem er
gríðarlegt hagsmunamál nemenda. Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar til að jafna tækifæri nemenda í iðnnámi. Fjölgun starfslauna listamanna og 750 listgjörningar, sem án efa hafa létt lund við krefjandi heimsástand, við heimili landsmanna. Fyrsta kvikmyndastefnan, stækkun kvikmyndasjóðs og nýr sjónvarpssjóður. Grettistaki hefur verið lyft í samþættingu á málefnum barna að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Samþættingin felur m.a í sér að brugðist sé við í kerfinu ef barn þarf stuðning. Einnig má nefna lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði og jafnan rétt barns til samvista við báða foreldra sína, hlutdeildarlán sem slegið hafa í gegn og BataAkademíuna sem hefur það markmið að styrkja fanga sem hafa lokið afplánun. Mikilvægir styrkir t.d. til Kvennaathvarfsins, fjölmenningarseturs og vegna tómstunda barna.
Hér er ekki um tæmandi lista verkefna ráðherra Framsóknar að ræða. Framsókn vill halda áfram á sömu braut. Í Framsókn er frelsi til að hafa skoðanir til hægri og vinstri enda er Framsókn sterkt afl á miðjunni sem leitar leiða til að finna skynsömustu leiðina hverju sinni með hag heildarinnar að leiðarljósi. Ein leið til áhrifa er að skrá sig í Framsókn eða gefa kost á sér í framboð. Kynntu þér appið og heimasíðuna. Vertu með því Framsókn er fyrir fólk eins og þig. Fyrir hönd stjórnar Kjördæmis sambands Framsóknar í Suðurkjördæmi, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
GAMALL DRAUMUR EÐA GRÁI FIÐRINGURINN
-segir Þórður Helgi Þórðarsson, Doddi litli, um fyrstu og síðustu sólóplötu sína „Last“. Persónulegir textar og morðsaga Útvarps- og tónlistarmaðurinn Doddi, eða Þórður Helgi Þórðarson hefur sent frá sér nýja sólóplötu sem hann segir að sér sú fyrsta og síðasta en hún heitir Last. „Þessi útgáfa er gamall draumur að rætast. Ég hef verið tengdur tónlist í áratugi en meira talað um hana sem plötusnúður og fjölmiðlamaður. Þetta er kannski grái fiðringurinn minn,“ segir Doddi í spjalli við Víkurfréttir en margir kannast við þýðu Njarðvíkurröddina á Rás 2. Doddi litli gaf á síðasta ári út tónlist sem furðudýrið Love Guru en nýja platan inniheldur tólf lög. Aðspurður segir Doddi tónlistina á plötunni mega flokka sem synthapopp níunda áratugarins með einhverjum með nokkrum aðeins ferskari kryddblöndum. Plötuna vann Doddi að miklu leyti með 24 ára „producer“ frá Marocco, N3dek. N3dek er harður EDM tónlistarmaður og hafði unnið eitt remix fyrir Love Guru. Nokkrir gstir koma fram á plötunni, Una Stef, Karitas Harpa, Lísa Einarsdóttir, Aldís, Rachel Wish, Íris Ey, Inger, Weekendson og breski rapparinn Gimson.
Hugmyndin að plötunni fæddist þegar Doddi gerði síðustu Love Guru plötu (Dansaðu fíflið þitt, dansaðu) þar sem hann fékk takt frá Birgi Þórarinssyni (Biggi Veira, GusGus) og úr varð Wastelands sem var síðasta lagið á ummræddri Love Guru plötu, rúmlega átta mínútna opus þar sem Una Stef söng viðlagið og Eiríkur Guðmundsson las ljóð, eitthvað sem átti lítið skylt við tónist Love Guru.
Sjálfumglatt kyntröll Doddi segir að honum hafi fundist það of góður biti í þann hundskjaft svo hann gerði lagið alveg upp á nýtt
og úr varð fyrsta lagið sem Doddi gaf út sem hann sjálfur, Last Dance (Wastelands). Platan er virðingarvottur til helstu nýrómantíkur og syntha popp hetja Áttunnar. Hljómsveitin Depeche Mode á eitt lag á plötunni rétt eins og keflvíska hljómsveitin CTV. Þá samdi Gunnar Hilmarsson eitt laganna á plötunni, Doddi samdi sjálfur hin lögin níu ýmist einn eða með öðrum. „Ég hef líka gert tónlist í mörg ár sem sjálfumglatt kyntröll í gulum jogging galla, Love Guru (sem er sá eini sem telur hann kyntröll) en Love Guru tónlistin er bara flipp, alls ekki mín tónlist. Mig langaði
alltaf að gera eigin tónlist en hafði aldrei sjálfstraustið í það, það er öllu erfiðara þegar maður hefur ekki gula gallann til að fela sig á bak við, geta sagt: „Þetta er bara djók“. Það var mikil áskorun að semja textana á plötuna þar sem allir Guru textar fjalla um það sama, að fara út að dansa og skemmta sér, án þess að nefna áfengi, eiturlyf eða kynlíf því það er alltaf þó nokkur fjöldi ungra krakka sem hafa gaman að Guru og ég er enn brenndur af símtali sem útvarpsstöð fékk fyrir átján árum þar sem móðir kvartaði yfir þessu Guru kvikindi: „Níu ára sonur minn er að syngja um að sjúga og sleikja ...“. Eftir það fóru línur eins og „haldið ykkur frá húsinu, fáið ykkur frekar rúsínu“ að heyrast. Á plötunni má heyra mjög persónulega texta, morðsögu og alls konar hluti sem ég hef aldrei skrifað áður. Tónlistin er í anda hetjanna minna þegar ég var að uppgötva tónlist
snemma á níunda áratugnum, syntha-popp og ný rómantik.“
Til níunda áratugarins Doddi er brottfluttur Njarðvíkingur en heldur alltaf góðri tengingu við Suðurnesin en tveir listamenn úr Reykjanesbæ koma sterkt inn við gerð nýju plötunnar. „Jón Þór Helgason var mín hægri hönd og tók upp allan söng og Íris Eysteinsdóttir syngur í tveimur lögum en hún er stjarnan í síðustu smáskífunni af plötunni, ‘Alive’ sem kemur út í næsta mánuði. Við erum einmitt að vinna myndbandið núna. Nú er tilvalið að halla sér aftur og ferðast til níunda áratugarins taka sporið í Bergás, Holtaskóla eða bara á mínum heimavelli, Fjörheimum. Góða ferð og góða skemmtun,“ sagði Doddi hress að vanda.
Því fyrr – því betra! Hnignun á líkamlegri virkni og heilsu á sér stað þegar við eldumst. Við komumst ekki hjá því að taka eftir slíku. Þrátt fyrir að ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar fari halloka með hækkandi aldri og hægt og rólega eigi sér stað hnignun í helstu kerfum líkamans þá er líkaminn fær um ýmislegt sem áður var talið ómögulegt. Ný sýn á öldrunarferlið tengist aukinni líkamlegri virkni og seiglu einstaklingsins til að spyrna við fótum gegn líffræðilegum og lífeðlisfræðilegum þáttum öldrunar. Walter M. Bortz, bandarískur læknir og vísindamaður, benti meðal annars á að margar líkamlegar breytingar sem almennt eru kenndar við öldrun séu svipaðar þeim sem koma fram þegar líkaminn er óvirkur eins og að liggja rúmfastur á spítala í nokkra daga. Hann lagði til að draga mætti úr þessu ótímabæra tapi kyrrsetulífsstíls með virkum lífsstíl. Snúa má þessu ferli við um tíma með markvissri hreyfingu. Þessar jákvæðu hugmyndir lofuðu fljótt góðu í rannsóknum og eru nú grunnur að svonefndri farsælli öldrun. Kyrrseta og óvirkur lífsstíll getur flýtt fyrir öldrunarferlum eins og hækkandi blóðþrýstingi, auknum fitumassa, minnkandi vöðvamassa auk þess sem hreyfiskerðing eykst. Tileinki einstaklingur sér lífsstíl þar sem dagleg hreyfing ræður ríkjum getur hann seinkað hreyfiskerðingu verulega og haldið afkastagetu sinni og frískleika til lengri tíma. Eitt mest áberandi og ef til vill ein mikilvægasta breytingin sem kemur fram með hækkandi aldri er tap á vöðvamassa.
Rannsóknir benda á að vöðvamassinn rýrnar um 3 til 6% á hverjum áratug eftir fertugt, jafnvel allt að 10% við kyrrsetulífsstíl. Þetta tap á vöðvamassa með tilheyrandi aukningu á líkamsfitu, hefur neikvæðar afleiðingar fyrir efnaskiptaferlið. Þessi breyting hefur einnig áhrif á viðbrögð og viðbragðstíma, líkamsstyrk, hreyfigetu og jafnvægi. Þess vegna vega þessi atriði þungt þegar kemur að því að geta sinnt athöfnum daglegs lífs á efri árum. Öldrun er flókið ferli sem tekur til margra þátta eins og lífsstílsþátta og langvinnra sjúkdóma. Ferlið hefur mikil áhrif á það hvernig við eldumst. Þátttaka í reglubundinni hreyfingu, bæði þol- og styrktarþjálfun, vekur til lífsins fjölda heilsutengdra viðbragða í líkamanum sem stuðla að heilbrigðum efri árum. Til að líkaminn virki þá þarf að láta á hann reyna. Með markvissri þjálfun og daglegri hreyfingu er hægt að byggja upp vöðvamassa sem við héldum áður að væri óvinnandi vegur. Einnig má bæta ýmsa þætti í hjarta- og æðakerfinu með markvissri þolþjálfun. Eitt mikilvægasta markmið með þjálfuninni er að fyrirbyggja áhættuþætti í tengslum við sjúkdómsástand eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund tvö eða offitu. Bætt heilsufar stuðlar þannig að auknum lífslíkum en ekki síður að bættum lífsgæðum. Það er því mikilvægt að bíða ekki eftir að vandanum heldur að byrja sem fyrst á fyrirbyggjandi aðgerðum. Því er heilsuefling fyrir alla, ekki aðeins þá elstu og hrumustu heldur einnig þá sem eru vel á sig komnir og kenna sér ekki meins. Bíðum ekki
Á þessari mynd má sjá breytingu á upphandleggsvöðva með hækkandi aldri. til sjötugs heldur byggjum okkur upp á öllum aldri. Styrktarþjálfunin hjálpar til við að vega upp tap á vöðvamassa og vöðvastyrk sem venjulega tengist eðlilegri öldrun. Ávinningur af reglulegri heilsurækt felur einnig í sér bætta beinheilsu og minnkandi hættu á beinþynningu, ekki síst fyrir konur kringum breytingaskeiðið. Heilsueflingin hefur einnig jákvæð sálfræðilega áhrif á þætti sem tengjast heilastarfsemi. Hreyfingin getur létt á einkennum þunglyndis auk þess sem hún getur bætt hegðun, haft áhrif á geðheilsu og sjálfstjórn. Það er því mikilvægt að bíða ekki eftir að kvillar og eymsli geri vart við sig. Þá getur það verið of seint að fara af stað eða erfitt að snúa vandanum við. Það er mikilvægt að fá góða kennslu og þjálfun við heilsutengdar forvarnir. „Hafir þú ekki tíma
fyrir heilsuna í dag er ekki víst að hún hafi tíma fyrir þig á morgun“. Ef þú ert íbúi í Reykjanesbæ eða Grindavík og hefur náð 65 ára aldri ertu velkominn að slást í hópinn með okkur og stunda heilsutengdar forvarnir með þol- og styrktaræfingum auk þess að fá fræðslu um næringu og heilsutengda þætti til að efla heilsu þína svo þú megir eldast vel. Skráning í nýja hópa stendur nú yfir á janusheilsuefling.is/skraning Með heilsukveðju Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
VANTAR SÁRLEGA APP TIL AÐ MAÐUR GETI FUNDIÐ NÆSTU FRÍU PYLSU Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, segir að það verði nóg að gera í allt sumar. Hann á löngu bókaða ferð til útlanda sem hann á þó von á að detti upp fyrir. Svo á að fara í ferðalög um landið með hjólhýsið. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Ætli það sé ekki bara veðrið, var einhvern veginn endalaust haust og svo endalaust vor. Alltaf að bíða eftir vetrinum og svo bíða eftir sumrinu. Rok og rigning. Ekkert að því samt, það bara herðir mann.“ – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? „Þetta var frekar rólegur vetur svona heilt yfir. Fyrir mig persónulega eru sennilega smá breytingar á starfsvettvangi hjá mér. Flýg minna á þyrlu núna en meira á eftirlitsflugvél Gæslunnar. Er samt ekkert hættur að þyrlast. Tek bara stóru útköllin en læt yngri menn um æfingarnar.“ – Hversu leiður ertu orðinn á Covid? „Æ, pínu svona – en samt ekki þetta gefur manni bara tíma til þess að horfa inn á við og njóta meira með þeim sem standa manni næst. Við höfum það nú alveg þokkalegt flest hérna á Íslandi miðað við hvernig ástandið er í öðrum löndum.“ – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið t.d., ferðalög? Ætlarðu til útlanda? „Það verður nóg að gera í allt sumar. Byrja á ferð til Austurríkis í júní með góðum vinum (löngu bókað og dettur sennilega upp fyrir). Svo eru bara ferðalög út um allt með hjólhýsið. Stefnum á ferð um Vestfirðina en annars látum
við veðrið bara ráða hvert verður farið. Á inni miða á Þjóðhátíð frá því í fyrra.“
– Hver var síðasta bók sem þú last? „Rauður stormur eftir Tom Clancy.“
– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? „Ég myndi halda geggjaða veislu með vinum mínum í Roundtable 10 Keflavík. Við eigum inni nokkur góð gigg sem hafa fallið upp fyrir í vetur.“
– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Ég er alveg fastur á Helga Björns síðan í fyrra. Það bera sig allir vel.“
– Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Gaman ef það væri hægt að fjölga leikvöllum fyrir börn inni í hverfunum – en það yrði náttúrulega best ef Ljósanótt yrði haldin með hefðbundnu fyrirkomulagi.“
– Uppáhaldsmatur á sumrin? „Fríar grillaðar pylsur. Ég elska hvað það er mikið verið að gefa grillaðar pylsur út um allt á sumrin. Það þyrfti einhver snillingur að búa til svona app þar sem maður getur fundið næstu fríu pylsu. Konan mín deilir ekki þessari skoðun, hún bíður inni í bíl.“ – Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? „Já, sumrin eru til þess að grilla á. Ég grilla allskonar, lamb, naut, svín og humar. En ætli ég haldi ekki mest upp á lambalærissneiðar.“ – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Pepsi Max, alvöru bragð, enginn sykur.“ – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)? „Ég færi að kvöldi til rétt fyrir ljósaskipti upp í Háabjalla/Snorrastaðatjarnir. Kyrrðin þar er alveg guðdómleg og ótrúlega fallegur staður.“
„Vil sjá fleiri flugvélar á lofti yfir bæjarfélaginu“ – segir Jófríður Leifsdóttir sem hristi rykið af golfsettinu um síðustu helgi.
Jófríður Leifsdóttir, deildarstjóra hjá Isavia, hlakkar til þegar lífið kemst í eðlilegra horf og er orðin verulega leið á Covid. Hún setur oftast pizzu á grillið og veit um fallega staði bæði við Trölladyngju og Grænudyngju.
– Hvað er efst í huga eftir veturinn? „Kannski helst bara gleði yfir því að hann er á enda og sumarið sé framundan.“
upp í bústað og eitthvað víðar um landið. Ég hristi líka rykið af golfsettinu um síðustu helgi og stefni á að nota það eitthvað í sumar.“
– Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? „Veturinn var á mjög margan hátt eftirminnilegur persónulega, helst eru það óvænt veikindi og andlát mömmu, trúlofun, námslok frá Bifröst og mikil fjarvinna að heiman.“
– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? „Ég myndi fagna því að geta farið grímulaus út í búð og líklega taka langt helgarfrí í einhverri borg erlendis, áfangastaðurinn væri eiginlega aukaatriði.“
– Hversu leið ertu orðin á Covid? „Ég er orðin verulega leið á Covid og öllu því tengdu og hlakka til þegar lífið kemst í eðlilegra horf.“
– Uppáhaldsmatur á sumrin? „Uppáhaldsmaturinn allan ársins hring er heimagerð pizza eða góð nautasteik.
– Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? „Við erum ekki farin að plana sumarið neitt að ráði, annað en að við Ingimundur sambýlismaður minn ætlum að gifta okkur í lok ágúst og fara til Tenerife í byrjun september. Partýstuðull brúðkaupsins og ferðaplön ráðast af aðstæðum á þeim tíma en við treystum á betri tíð og bólusetningar. Svo liggur leiðin örugglega
– Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? „Oftast er það pizzan sem fer á grillið, eitthvað gott kjöt eða hamborgarar. Við tökum yfirleitt bæði pláss í eldhúsinu en ég læt þó Ingimund alfarið um grillið.“ – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? „Rauðvín og vatn eru uppáhaldsdrykkir, í þessari röð og óháð árstíðum.
– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)? „Ég myndi líklega fara hefðbundinn Reykjaneshring og svo er mikið af skemmtilegum svæðum til að ganga á, til dæmis í kringum Trölladyngju og Grænudyngju.“ – Hver var síðasta bók sem þú last? „Ég las Konan sem elskaði fossinn, eftir Eyrúnu Ingadóttur, sem er saga Sigríðar frá Brattholti og baráttu hennar fyrir Gullfossi.“ – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? „Hér verð ég eiginlega bara að segja pass, hlusta á allskonar bæði línulegt og á Spotify.“ – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? „Helst myndi ég vilja sjá fleiri flugvélar á lofti yfir bæjarfélaginu og breytingar á atvinnuástandi á Suðurnesjum.“
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hestamennskan er lífsstíll
Hestar hafa svo þægilega nærveru Gunnar Eyjólfsson er formaður Hestamannafélagsins Mána og hefur verið það í fimm ár. Hann byrjaði í hestamennsku árið 1972 með pabba sínum, þá áttu þeir saman einn hest sem þeir héldu í hesthúsi við gömlu bæjarskemmurnar en þær stóðu nyrst í Keflavík. Þeir feðgar byggðu hesthús á Mánagrund 1981 og þar heldur Gunnar nú sex hesta með fjölskyldu sinni. Víkufréttir spjölluðu við Gunnar um hestamennsku þá og nú en Hestamannafélagið Máni var stofnað þann 6. desember 1965 og er því eitt af elstu íþróttafélögum Reykjanesbæjar. Ódýrara en að reykja – Eru hestaíþróttir vinsælar í dag? „Já, það er búin að vera töluverð nýliðun hérna. Sem betur fer. Það er nýliðunin sem stendur hesta íþróttum í landinu helst fyrir þrifum, þetta er dýrt sport til að byrja í. Þú þarft að kaupa þér allan pakkann; hest, hnakk og leigja þér eða byggja hesthús. Þetta er dýrt sport en eins og var sagt við mig þegar ég var tvítugur: „Það er ódýrara að eiga einn hest og reka hann heldur en að reykja.“ Það er ennþá viðmiðið og á ennþá við. Svo er hægt að moka í
þetta endalaust eins og annað sport, hvað á hesturinn að vera dýr og þar frameftir götunum.“ Félagar í Mána eru um 300 og reiðhöllina glæsilegu byggðu þeir sjálfir og eiga skuldlaust. Mánahöllin var formlega vígð í maí 2009. „Við höfum rekið hana með myndarlegum styrk frá Reykjanesbæ,“ segir Gunnar, „og bærinn lýsti líka upp reiðleið fyrir okkur hér innan okkar svæðis í vetur, Trippahringinn svokallaða. Við erum ofboðslega ánægð með þessa framkvæmd. Nú ríðum við hérna allan ársins hring innan hverfis og þetta er líka svo mikið öryggisatriði.“
Knaparnir og stofnfélagarnir Þórður Guðmundsson (t.v.) á hestinum Mána frá Stafholtsey og Guðmundur Elísson á Kára. Hestamannafélagið Máni er nefnt í höfuðið á hestinum Mána sem var stjörnóttur og eins og sést myndaði stjarnan hálfmána.
inn Reykjanesbær lýsti upp reiðleið ir hafa á svæði Mána sem Gunnar seg pa mikla þýðingu fyrir öryggi kna inu. deg mm ska í ra þeir ta hes og
Máni leggur mikinn metnað í æskulýðsstarfið og félaginu hefur verið veittur Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga í tvígang fyrir framúrskarandi æskulýðsstarf ...
Æskulýðsstarfið í miklum blóma „Hérna eru námskeið í höllinni allan veturinn og svo eru sumarnámskeiðin alltaf umsetin. Það er heill hópur af krökkum sem fer hérna í gegnum sumarnámskeiðin, þau eru gríðarlega vinsæl og vel haldið á spöðunum þar – eins og öllu æskulýðsstarfi hér. Við erum að fá einn og einn krakka í hestamennskuna úr þessum námskeiðum, þ.e. ef fjölskyldan er ekki í hestamennskunni fyrir, það eru þessi allra þrjóskustu sem hætta bara ekki að suða. Við höfum dæmi um það að krakkar komið hingað í reiðskólann og hafi svo dregið allt gengið með sér í hestamennskuna.“ Máni leggur mikinn metnað í æskulýðsstarfið og félaginu hefur verið veittur Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga í tvígang fyrir framúrskarandi æskulýðsstarf. Þá hefur Máni verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ síðan 2003. Félagið var eitt af fyrstu fyrirmyndarfélögum og var fyrsta hestamannafélagið sem hlaut þá viðurkenningu. Á aðalfundi Mána þann 20. nóvember 2019 fékk félagið síðast endurnýjun en félagið hefur endurnýjað viðurkenninguna á fjögurra ára fresti. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti Íþróttasambands Íslands, afhenti formanni Mána, Gunnari Eyjólfssyni, viðurkenninguna ásamt fána Fyrirmyndarfélags ÍSÍ.
Vélhjól og hestar eiga enga samleið á reiðstígum:
STÓRAR SKEPNUR MEÐ LÍTIÐ HJARTA Gunnar ræddi lítillega um hættuna sem skapast þegar fjórhjól og önnur vélhjól aka um reiðvegina og mæta knapa og hesti. „Við höfum ekki verið í miklum vandræðum með þau en þó kemur alltaf af og til fyrir. Ég man ekki eftir slysi hér en það varð nýlega í Hafnarfirði og þá var það reiðhjólamaður sem hesturinn fipaðist undan. Hesturinn fælist allt svona, meira að segja skokkandi fólk sem klæðist svona skærlituðum flíkum – hestarnir eiga til að fælast undan þeim. Allt svona sem hesturinn er óvanur að sjá á reiðstígunum, annað en ríðandi mann á móti, hann verður hvekktur.“ Gunnar segir að svona árekstrar séu fátíðir en þeir hafi færst í aukana undanfarið. Yfirleitt dugar einfaldlega að ræða málin og útskýra hættuna sem getur stafað af vélknúnum farartækjum á reiðvegunum. „Það er leiðinlegt að standa í þessu því þetta eru vegir sem við höfum lagt mikla vinnu og fjármuni í fyrir hestamenn. Það sem hefur stundum gerst hérna, þegar vélhjólamenn mæta reiðmanni og sjá að hesturinn snarneglir niður, að þá snúa þeir við á punktinum og þeysa í burtu. Það gerir í raun bara illt verra. Ef hestur fælist þá er það eina sem hann kann er að hlaupa í burtu frá hættunni – sama hvort þú hangir á eða ekki. Það skársta sem hægt er að gera í stöðunni er að stoppa bara og drepa á hjólinu – bíða bara.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Gunnar ásamt fjölskyldunni á hestbaki. Elstu börnin eru hætt að stunda hestamennskuna en eiginkona hans og dóttir eru enn á fullu.
Atvinnumennska eða áhugamál – Er mikið um keppni í hestasportinu í dag? „Já, það er orðið mjög mikið um það. Með tilkomu reiðhallanna eru reiðhallamótin orðin gríðarlega vinsæl yfir veturinn þegar aldrei voru neinar keppnir. Það er keppt í áhugamannadeildum, atvinnumannadeild og allskonar deildum vestan-, sunnan- og norðanlands – það er keppt út um allt land. Ég dæmi t.d. í Vesturlandsdeildinni, eða var að dæma þangað til hún stoppaði út af Covid. Sama var upp á teningnum í fyrra. Menn koma hingað að norðan með hrossin til að keppa í Meistaradeildinni. Það er mikil gróska í þessu og við erum búin að ala upp þónokkra afreksreiðmenn, það eru tveir frá okkur í landsliðinu og ætli það séu ekki fjórir með kennararéttindi. Þetta eru orðnir svolítið margir. Svo höfum við átt fulltrúa á síðustu þremur heimsmeistaramótum sem eru uppaldir hérna í Mána.“ – Hversu stór hluti félaga tekur þátt í svona keppnum, eru ekki bara að þessu sem hobbí? „Keppnisfólkið gæti verið um tíu prósent, stærsti hlutinn er almennt útreiðafólk en þetta blandast svolítið. Þetta fléttast saman en hérna eru svona 280 virkir félagar og það er mikið líf hérna allt árið um kring. Sérstaklega eftir að höllin kom, það er alltaf eitthvað í gangi á hverjum degi. Það var þannig áður fyrr að í júní, júlí hvarf eiginlega öll hestamennska héðan af svæðinu. Þá voru menn að fara með hrossin austur á beit en núna eftir að höllin kom eru menn með þetta á litlum stykkjum hérna, hingað og þangað, og nota svo höllina til að frumtemja. Þetta er heilsárssport. Ég sleppi hrossunum í svona einn og hálfan mánuð á ári. Svo erum við með innanfélagsmót, kölluð karla- og kvennatölt, sem eru mót í léttari kantinum. Við höfum einnig verið með opin mót hérna í byrjun maí, þau eru þá opin öllum. Það er stefnt á 1. og 2. maí núna í ár en maður veit ekkert hvað verður, við þurftum að blása það af í fyrra.“
Háskólinn á Hólum hefur verið brautryðjandi í fagkennslu á sviði reiðmennsku, reiðkennslu, tamninga, hestahalds og í raun alls sem viðkemur íslenska hestinum. Á vefsíðu skólans segir m.a. um nám í hestafræðum: „Í náminu er lögð mikil áhersla á verklega þjálfun í formi einkakennslu, hópkennslu og sýnikennslu. Samhliða námsleiðinni BS í reiðmennsku og reiðkennslu er boðið upp á þá möguleika að útskrifast með diplómu að loknu einu námsári (leiðbeinendapróf) eða tveimur (tamningapróf). Jafnframt er boðið upp á meistaranám í hestafræðum við deildina þar sem áherslan er á rannsóknarnám með sterkan fræðilegan bakgrunn.“ Það lá því beinast við að spyrja Gunnar hvort fólk sé að hafa fulla atvinnu af hestamennsku í dag. „Já, já. Það eru núna að minnsta kosti fimm uppaldir Mánafélagar með fulla atvinnu af þessu. Einn er starfandi hérna, svo eru börnin hans tvö atvinnumenn fyrir austan og annað þeirra er útskrifað frá Hólum. Þetta er orðið miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Svona hús eins og reiðhöllin okkar eru út um allt land í einkaeigu, bæði Íslendinga og útlendinga í bland. Stór hrossaræktarbú sem hafa verið byggð upp á síðustu árum.“
Riðið norður í Skagafjörð og til baka Reiðtúrar og -ferðir hafa löngum skipað stóran sess í íslenskri hestamennsku. Lengri og skemmri ferðir eru sérstaklega vinsælar yfir sumartímann enda sennilega fátt yndislegra en að ferðast á baki ferfætlinga um fallega og óspillta náttúru Íslands. – Eru ekki skipulagðir reiðtúrar farnir hjá ykkur? „Jú, það var nú þannig að við riðum alltaf á móti Grindvíkingum en það er eiginlega hætt. Þetta hefur breyst með tilkomu þess að nú eiga svo margir orðið flottar kerrur sem taka kannski fjögur, fimm, sex hross. Núna eru farnar tvær til þrjár kerruferðir. Þá er hrossum smalað á kerrur og farið upp í Mosfellsbæ eða Hafnarfjörð og riðið þar út. Svo
Ungir Mánafélagar stoltir með fána félagsins. Mynd af Facebook-síðu Hestamannafélagsins Mána
VEL HEPPNAÐ FRAMTAK MEÐ FÖTLUÐUM Hestamannafélagið Mána hefur verið í samstarfi við Hæfingarstöð Reykjanesbæjar í vetur og boðið upp á reiðkennslu fyrir fullorðið fatlað fólk á Suðurnesjum. Þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar fara á tveggja vikna fresti í Mánahöllina þar sem Guðrún Ólafsdóttir, reiðkennari, tekur vel á móti þeim fyrir hönd Mána. Máni leggur til aðstöðuna án endurgjalds og Guðrún þekkingu, einnig endurgjaldslaust. Framtakið hefur heppnast afar vel og allir þátttakendur hafa skemmt sér konunglega. „Það er rosalega gaman að sjá þetta fólk koma hingað og umgangast hestana, þau hafa svo gaman af þessu. Það er teymt undir þeim og allir hafa gaman af,“ segir Gunnar um þetta vel heppnaða framtak Hestamannafélagsins Mána og Hæfingarstöðvarinnar. „Ég er mjög ánægður með hvernig þetta hefur heppnast. Félagið var svo heppið að fá að gjöf lyftu sem fatlaðir geta nýtt sér til að komast á bak á hestunum og það eru að koma hópar hingað einu sinni til tvisvar í viku.“
Hressir krakkar á reiðnámskeiði. Mynd af Facebook-síðu Hestamannafélagsins Mána
förum við um hverja páska og ríðum út í Garð og svona styttri ferðir hérna um svæðið – en það hefur ekki verið farið í vor eða fyrravor út af Covid.“ – Þið ætlið ekki að ríða upp að gosstöðvunum, væri það ekki tilvalið? „Það gæti gerst í sumar, ég ætla ekki að sverja fyrir það – en það voru alltaf farnar ferðir héðan og á Vigdísarvelli. Þá riðum við Meradali og þar inn úr. Þessar ferðir voru alltaf farnar á Jónsmessu, þetta eru um 45 kílómetrar hugsa ég. Þá var lagt af stað héðan upp úr hádegi á föstudegi og snæddur kvöldverður í Grindavík, við voru svo komnir um tíuleytið inn á Vigdísarvelli þar sem var gist um nóttina. Svo var yfirleitt farinn góður rúntur um svæðið með leiðsögumanni, Gauja í Vík. Hann þekkir hvern einasta stein á svæðinu, það er alveg ofboð að sjá þarna. Ég held að fáir átti sig á því hvað það er gaman að ríða út um Reykjanesið, eða bara ganga. Fólk er að keyra um landið þvert og endilangt en svo höfum við allt þetta hérna í heimahögunum. Hér eru hverasvæði, Grænavatn, Höskuldarvellir og fleiri náttúruperlur – þetta er feiknarflott svæði og þarna er yfirleitt mjög fátt fólk á ferðinni. Fólk virðist alltaf þurfa að fara eitthvað langt í burtu til að sjá eitthvað, leita langt yfir skammt. Undantekningin frá þessu er auðvitað fólksfjöldinn sem er að fara að til skoða gosstöðvarnar núna, ég er búinn að fara einu sinni og stefni á að fara aftur núna í vikunni. Sitja þá fram á kvöld og sjá þetta í ljósaskiptunum. Það kom mér á óvart þegar ég fór þarna síðast, það er alltaf verið að tala um illa búið fólk en það var algjör undantekning. Það virtust allir vera mjög vel útbúnir. Kannski er það bara eftirlitið hjá björgunarsveitinni að skila árangri.“ – Ferð þú sjálfur í lengri reiðferðir yfir sumarið? „Já og núna í júlí ætlum við að ríða Tindfjallahringinn. Þá byrjum við fyrir ofan Hellu og ríðum inn í Tindfjöll, í áttina að Emstrum, og komum svo niður í Fljótshlíð hjá Einhyrningi og þar. Við fórum þetta fyrir nokkrum árum, þá riðum við reyndar öfugan hring – fórum úr Fljótshlíðinni í átt að Emstrum og tókum svo boga niður að Gunnarsholti og þar.
Lengsta ferðin sem ég hef farið var reyndar félagsferð. Þá riðum við héðan frá Mánagrund, norður í Skagafjörð og hingað aftur. Þá var landsmót á Vindheimamelum og menn áttu ekki þessar stóru kerrur og þá byrjuðu nánast allar ferðir hér á Mánagrundinni. Við riðum ströndina og inn á Þingvelli, svo Húsafell, norður Arnarvatnsheiði og ofan í Skagafjörð – fórum svo Kjöl heim. Þetta var 1982 og var heljarmikið ferðalag, ég var tvítugur þá og man ekki alveg hve langan tíma ferðin tók.“ Sá orðrómur hefur löngum loðað við hestamennskuna að henni fylgi mikill drykkjuskapur. Gunnar segir það vera víðs fjarri sanni í dag. „Á þessum tímum voru þetta karlaferðir og þá var pelinn gjarnan hafður meðferðis. Núna eru ferðirnar yfirleitt farnar með konunum og börnunum svo þetta er liðin tíð sem betur fer. Maður sér bara ekki lengur að menn séu að fá sér á hestbaki. Það er kannski einn og einn bjór tekinn yfir grillinu eins og í öðrum útilegum. Þetta sport hefur líka tekið miklum breytingum. Það eru mikil verðmæti í hrossunum og öllu sem þeim tengist. Þetta er eiginlega lífsstíll.“
Ég held að fáir átti sig á því hvað það er gaman að ríða út um Reykjanesið, eða bara ganga. Fólk er að keyra um landið þvert og endilangt en svo höfum við allt þetta hérna í heimahögunum ...
– Hvað finnst þér svo best við hestamennskuna? „Bara að fara út í hesthús og slökkva á vinnuheilanum, hestar hafa svo þægilega nærveru. Ríða út og vera með vinunum og fjölskyldunni. Þetta er bara lífsstíll sem erfitt er að slíta sig frá,“ segir hestamaðurinn Gunnar Eyjólfsson að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
STYRKT AF
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
vinalegur bær
sport
Miðvikudagur 21. apríl 2021 // 16. tbl. // 42. árg.
Keflvíkingur sem styður Víði
Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, er spenntur fyrir að leika aftur í Pepsi Max-deildinni – vonandi ekki of spenntur því hann heldur að það hafi verið spennustigið sem fór með Keflvíkinga síðast þegar þeir voru í efstu deild. „Markmið okkar í sumar er að njóta þess að spila fótbolta og taka einn leik í einu. Síðast þegar við vorum í Pepsi Maxdeildinni gekk okkur ekki nógu vel. Kannski var spennustigið við að vera komnir aftur í efstu deild of hátt.“ Það leggst vel í mig að þetta sé að byrja, ég er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. Hópurinn er skemmtilegur og ég myndi halda að við værum tilbúnir í slaginn,“ segir bakvörður Keflvíkinga, Rúnar Þór Sigurgeirsson, við blaðamann þegar við spjölluðum um fótboltatímabilið sem er við það að hefjast fyrir alvöru á næstu dögum.
ta hans, Rúnar Þór og Lovísa, kæras l. ena Ars l völ ma hei n fyrir uta
– Þið komust langt á leikgleðinni í fyrra og leikmenn virtust skemmta sér á vellinum. „Já, við höfðum mjög gaman af þessu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og skorum nánast alltaf mörk.“ Rúnar Þór er uppalinn í Garðinum og býr ennþá í heimahúsum.
AUGLÝSING UM TILLÖGUR AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI VESTURSVÆÐIS KEFLAVÍKURFLUGVALLAR, FLUGSTÖÐVARSVÆÐI Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Keflavíkurflugvelli í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Isavia, isavia.is/skipulag-i-kynningu frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Meginbreyting skipulagsins felur í sér heimild fyrir hringtorgi við gatnamót Kríuvallar og Reykjanesbrautar auk vegtengingar frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að Reykjanesbraut og aðrein að Reykjanesbraut. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 28. maí 2021. Skila skal skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is.
„Kærastan mín, Lovísa Guðjónsdóttir, býr í Keflavík og við erum nú oftast þar – en já, ég er Garðmaður. Ég byrjaði með Víði í Garði þegar ég var fjögurra ára og þegar ég var á eldra ári í fimmta flokki vorum kannski bara fjórir, fimm á æfingu. Svo þá fóru tveir aðrir yfir í Keflavík þannig að ég fór líka og hef verið þar síðan. Í dag lít ég á mig sem Keflvíking sem styður Víði.“ – Hefurðu aldrei æft aðrar íþróttir? „Jú, ég var líka í körfubolta – bæði með Njarðvík og Keflavík. Fyrst með Njarðvík í tvö ár og svo í Keflavík í tvö ár. Ég held að ég hafi hætt þegar ég var í enda níunda bekkjar og fór að einbeita mér á fullu að fótbolta. Æfingar voru svolítið að stangast á, maður var að fara fyrr af körfuboltaæfingu til að mæta ekki of seint á fótboltaæfingu. Ég veit ekki alveg hvernig það er í dag en mér finnst að deildirnar mættu alveg samræma æfingatíma þannig að krakkar geti átt kost á að æfa fleiri en eina íþrótt. Allavega upp tíunda bekk.“ – Hvað gerir Rúnar Þór þegar hann er ekki að spila fótbolta? „Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í Heiðarskóla, er búinn að vera þar síðan 2019. Það er fínt starf með boltanum, tekur enga orku frá manni. Svo er fókusinn bara allur á fótboltann. Svo stefni ég á að fara að læra eitthvað tengt íþróttum, kærastan mín er í félagsráðgjafanámi og vinnur hjá Reykjanesbæ.“ – Eru einhverjir að ógna þinni stöðu í liðinu? „Ekki beint en við höfum verið að styrkja okkur og þar eru margir sem geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég myndi segja að það væri góð samkeppni í liðinu og barist um allar stöður.“
Fékk tilboð frá sænsku úrvalsdeildarliði Rúnari Þór var boðið í byrjun árs til reynslu hjá liðinu IK Sirius sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Forsvarsmenn félagsins höfðu heillast mjög af frammistöðu Rúnars í Lengjudeildinni á síðasta tímabili og eftir að hafa haft Rúnar á reynslu gerði félagið Keflavík tilboð sem var hafnað.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Við spurðum Rúnar hvernig honum hafi litist á aðstæður hjá IK Sirius og hvort hann hefði orðið svekktur með ákvörðun forsvarsmanna Keflavíkur. „Það gekk mjög vel og var vel tekið á móti mér. Flott aðstaða hjá klúbbnum og félagið sýndi mér mikinn áhuga og ég hafði áhuga á móti. Kannski gerist eitthvað í sumar með það. Það tók alveg tíma að sætta sig við að Keflavík væri ekki tilbúið að láta mig fara en svona er þetta bara. Það koma margir að svona málum og það þurfa allir að vera sáttir,“ segir Rúnar. – En þú stefnir augljóslega á atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Það er búið að vera markmið hjá mér frá því að ég var lítill polli. Arsenal væri draumaliðið, maður þarf að lyfta þeim upp eftir það sem er búið að vera í gangi undanfarið. Það getur verið svolítið erfitt að halda með þeim.“ – Ertu búinn að heyra af áhuga fleiri liða? „Núna er frekar lítið að gerast en það var áhugi hjá einhverjum klúbbum í byrjun árs. Langmesti áhuginn var hjá Sirius og ég fór að æfa hjá þeim, þeir voru ánægðir með mig og ég var ánægður með þá. Ég spilaði leik með þeim. Einhverjir aðrir klúbbar sýndu áhuga en það varð ekkert meira en það. Núna einbeiti ég mér bara að því að standa mig vel í Pepsi Max-deildinni og gera mitt besta til að hjálpa liðinu – ég ætla að gera vel í sumar.“ – Og hvað ætlarðu að gera annað í sumar en að spila fótbolta? „Ég fæ náttúrlega langt sumarfrí frá vinnunni svo ég verð í því að taka aukaæfingar og kannski spila eitthvað golf með kærustunni. Ég ætla að byrja í golfi í sumar, fyrst maður er í sumarfríi og svoleiðis, svona á milli æfinga. Ég er að reyna að fá Marc [McAusland] til að kenna mér eitthvað, hann er fjandi góður kylfingur. Við Davíð Snær [Jóhannsson] stefnum á að vera svolítið duglegir, höfum verið að fara aðeins á Jóelinn og ætlum að taka þetta af aðeins meiri alvöru núna en fótboltinn verður auvitað í fyrsta sæti,“ segir bakvörðurinn öflugi að lokum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA Á ÚRSLITALEIKINN MILLI JÓNS INGA OG GUNNARS HREIÐARSSONAR Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA.
FYRSTA DEILDARMARK SVEINDÍSAR Í SVÍÞJÓÐ Kristianstad, sem Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með að láni frá Wolfsburg, mætti Eskilstuna United DFF í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildar kvenna um síðustu helgi. Það tók Sveindísi rétt rúmar tíu mínútur að komast á blað með fyrsta deildarmarki sínu fyrir félagið. Frumraunar Sveindísar var beðið með mikilli eftirvæntingu í Svíþjóð og hún stóð undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Sveindís og félagar léku á útivelli um helgina og byrjuðu betur. Á elleftu mínútu komst Kristianstad í hraða sókn sem endaði á að Sveindís fékk góða sendingu frá varnarmanni Eskilstuna sem hún refsaði fyrir og afgreiddi af öryggi í markið. Fyrsta mark Sveindísar fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni orðið að veruleika. Eskilstuna náði þó að jafna leikinn á 41. mínútu og þar við sat. Jafntefli í fyrstu umferð hjá Sveindísi og félögum.
Ljósmynd: Gala Trigg
Jón Ingi Íslandsmeistari 40+ í snóker Vogamaðurinn Jón Ingi Ægisson varð Íslandsmeistari í snóker í flokki 40 ára og eldri um helgina. Þetta er í fjórða sinn sem hann verður Íslandsmeistari 40+. „Þetta er mitt mót,“ sagði Jón Ingi hlægjandi í samtali við Víkurfréttir. „Ég er búinn að taka fimm sinnum þátt og hef bara tapað einum leik. Það var á móti Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleiknum í fyrra. Þannig að ég hef unnið fjögur mót af þeim fimm sem ég hef tekið þátt í.“ Jón Ingi er öflugur snókerspilari og hefur náð góðum árangri í greininni. Eins og fyrr segir hefur hann orðið fjórum sinnum Íslandsmeistari 40+ og einu sinni Íslandsmeistari í tvímenningi, þá með Ásgeiri Ásgeirssyni. Jón Ingi hefur tvisvar sinnum endað í öðru sæti í Íslandsmótinu í opnum flokki og í bæði skiptin tapaði hann fyrir Kristjáni Helgasyni sem er sennilega allra besti snókerspilari sem við Íslendingar höfum átt. Kristján og Jón Ingi sameinuðu krafta sína og náðu því merka afreki að verða Evrópumeistarar í tvímenningi 40+ árið 2017 í Albaníu. Það að auki hefur Jón unnið fjölmörg stigamót og opin mót á sínum ferli.
„Stakk hnífi í það“ Jón Ingi hefur það „fram yfir“ flesta aðra snókerspilara (ef svo má að orði komast) að hann er eineygður en hann missti ungur hægra augað í slysi. „Ég missti hægra augað þegar ég var sex ára.“ – Hvernig gerðist það? „Ég stakk hnífi í það,“ svarar Jón snaggaralega. „Bara nett Bulls Eye, beint í miðjuna. Mamma og pabbi voru að skera af netum og ég var alltaf að fá að prófa eða fikta eitthvað. Svo stóð ég upp á stól og var að taka einhverja lykkju, togaði hana að mér og beint í andlitið.“ Jón Ingi hlær og bætir við: „Það er ekki að skemma fyrir manni í sportinu – ég er ekki í einhverri sjónskekkju, það er bara þannig.“
Jón Ingi og Kristján Helgason með verðlaunagripinn fyrir sigur á Evrópumóti 40 ára og eldri í tvímenningi árið 2017. Íslandsmótið í ár var leikið á snóker stofunum Snóker og pool í Lágmúla og á Billiardbarnum í Faxafeni. Leikið var eftir útsláttarfyrirkomulagi og sat Jón Ingi hjá í fyrstu umferð. Í annari til fjórðu umferð (sextán til fjögurra manna úrslitum) þurfti að vinna fjóra ramma en í úrslitaleiknum sigraði sá sem vann fimm ramma. Í sextán manna úrslitum sigraði hann Skúla Magnússon nokkuð örugglega 4:2 en í átta manna úrslitum þurfti úrslitaramma í viðureign Jóns og Heiðars Heiðarssonar. Jón Ingi mætti svo Bjarna Jónssyni í undanúrslitum og sigraði þann leik 4:0. Jón Ingi mætti að lokum Gunnari Hreiðarssyni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og þann leik vann Jón 5:1 og hampaði því titlinum að lokum.
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Aðalfundur Aðalfundur Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 2021 verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð fimmtudaginn 29. apríl kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. Önnur mál.
Tíu undirskriftir í Blue-höllinni af bestu skyttum landsins og hefur verið viðloðandi íslenska A landsliðið, Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem hefur um árabil verið ein af sterkustu leikmönnum deildarinnar og fyrirliðinn Katla Rún Garðarsdóttir verða áfram í herbúðum Keflavíkur. Þá skrifuðu framtíðarleikmennirnir Anna Lára Vignisdóttir, Edda Karlsdóttir, Eva María Davíðsdóttir, Hjördís Lilja Traustadóttir, Ólöf Rún Óladóttir og Sara Lind Kristjánsdóttir undir undir samninga en þær allar eru með fjölda af leikjum úr yngri landsliðum Íslands og eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu.
Vegna fjöldatakmarkana fer fundurinn fram á Teams. Við hvetjum áhugasama félagsmenn til að hafa samband við félagið í síma 421-5777 eða í netfangið vsfk@vsfk.is til að skrá sig á fundinn og fá senda slóðina á hann. Stjórnin
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Fjölmargir leikmenn kvennaliðs Keflavíkur skrifuðu undir tveggja ára samninga við félagið á mánudag. „Þetta lið hefur átt frábært tímabil og stimplað sig inn sem eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Liðið er ungt og hefur á síðustu misserum sýnt gríðarlegar framfarir. Það er því mikið ánægjuefni að þær klæðist áfram Keflavíkurbúningnum,“ segir á vefsíðu Keflavíkur. Leikmennirnir Daniela Wallen Morillo sem hefur verið ein af bestu leikmönnum Domino’s-deildarinnar, Anna Ingunn Svansdóttir, ein
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ SJÁ SVEINDÍSI JANE SKORA FYRSTA MARK SITT Í SÆNSKU ÚRVALSDEILDINNI Í MYNDBROTI ÚR ÍÞRÓTTAFRÉTTUM STÖÐVAR TVÖ
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Mikið ofsalega hlakka ég mikið til þegar lífið verður venjulegt aftur. Þegar maður getur farið að hitta og knúsað alla vini sína saman. Alvöru knús, ekki eitthvað olnboganudd. Farið í veislur, hætt að nota grímur og farið til útlanda. Hef þó ekki saknað þess neitt sérstaklega að vera endalaust í útlöndum en nú hef ég ástæðu til að fara þar sem yngri dóttir mín býr í Ameríku. Ég hef verið hugsi yfir stöðu efnahagsmála í þessum faraldri eins og flestir. Atvinnuleysi í hæstu hæðum og mörg fyrirtæki meta stöðu sína ekki góða. Þó þetta eigi ekki við um alveg öll fyrirtæki þá kemur þetta við allt fólkið í landinu. Einkaneysla á Íslandi hefur þó dregist merkilega lítið saman í faraldrinum, fólk er ekki lengur að eyða peningunum sínum í út-
löndum og vilja gera betur við sig hér heima. Mjög skiljanlegt allt, ég er þar líka. Rétt áður en Covid skall á, eða seinni part árs 2019, var tilkynnt um nýtt flugfélag, Play, sem ætlaði að hefja flugrekstur til og frá landinu sumarið 2020. Þetta var aðeins nokkrum mánuðum eftir að flugfélagið WOW féll og rúmu ári eftir að WOW var komið í mjög þrönga rekstrarstöðu skv. fréttum liðinnar viku. Ég hef sjálf starfað í flugrekstri í einhverja áratugi, bæði hjá Icelandair og WOW. Ólík félög, bæði verkefnin mjög skemmtileg en líka krefjandi. Bestu minningarnar eru fólgnar í að kynnast öllu því frábæra fólki sem þar starfaði og sumir starfa enn. Í síðustu viku voru fréttir af ráðningu nýs forstjóra Play, Birgis Jónssonar. Í viðtali við fjölmiðla lýsti
Birgir því yfir að hann væri mjög spenntur fyrir nýju starfi, eðlilega en orðin sem hann notaði voru: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt. En djöfull sem þetta verður gaman!!“. Ég þekki Birgi ekki neitt og hef ekkert heyrt nema jákvætt um hann en fékk hins vegar smá kvíðaeinkenni við að lesa þetta. Íslenska þjóðin er í dag að reka Icelandair sem blæðir skattpeningum á hverjum degi og þjóðin búin að borga sinn hluta af brúsanum fyrir WOW. Icelandair fjármagnaði sig síðast með peningum almennings, mest í gegnum lífeyrissjóðina. Í þessari efnahagskreppu sem ekki sér fyrir endann á er félagið líklegt til að draga á lánalínur sínar frá ríkisbönkunum sem eru með 90% ábyrgð ríkisins. Uppbygging í ferðaþjónustu í aðdraganda Covid-faraldursins var gríðarleg og skaðinn hefur
LOKAORÐ
Play eða pása?
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
að sama skapi verið gríðarlegur. Play er þriðja lággjaldaflugfélagið til að hefja millilandaflug með bækistöðvar frá Íslandi og vonandi er allt þegar þrennt er. Ég er enginn talsmaður fákeppni og einokunar en ég hræðist afleiðingarnar ef Play fer sömu leið og WOW þrátt fyrir að það sé nú alltaf gaman í partýi. Íslenska þjóðin á ekki að þurfa taka fleiri flugrekstrarreikninga.
Mundi OK! Inga er þá ekki Play-girl!
74 metra salíbuna!
Nýjar vatnsrennibrautir í Vatnaveröld njóta strax mikilla vinsælda en endurbótum á sundlaugarsvæðinu við sundmiðstöðina í Reykjanesbæ er að ljúka. Settir voru upp nýir útiklefar, kaldur pottur, vaðlaug og heitur pottur auk þess sem gufubað var endurnýjað og sánu bætt við. Nýja rennibrautin er tvískipt. Sú hærri er tíu metra há og sú minni sex metra há. Sú stærri er 74 metra löng og þar má ná miklum hraða. Uppgönguturn að rennibrautunum er tólf metra hár. Hann er lokaður og upphitaður sem er þægilegt á köldum dögum. Myndin var tekin síðdegis á þriðjudag en þá voru fjölmargir að njóta góða veðursins. VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Skapa verðmæti fyrir Suðurnesin með framtíðarþróun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll Kjartan Már Kjartansson er nýr inn í stjórn Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Aðalfundur félagsins var haldinn á þriðjudag, 20. apríl. Í stjórn Kadeco voru kjörin Steinunn Sigvaldadóttir, Elín Árnadóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Einar Jón Pálsson og Kjartan Már Kjartansson. Hann kom nýr inn í stjórn fyrir hönd Reykjanesbæjar í stað Reynis Sævarssonar. Reyni var þakkað fyrir vel unnin störf. Steinunn Sigvaldadóttir var kjörin formaður stjórnar og Ísak Ernir Kristinsson varaformaður.
Fjárfest í framtíðinni Árið 2020 var fyrsta starfsár Kadeco í nýju hlutverki sem samráðsvettvangur íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia um framtíðarþróun lands við Keflavíkurflugvöll. Þar bar hæst undirbúningur alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Vinnan við samkeppnina hefur gengið vel og er búist við að úrslit verði kynnt í lok árs 2021. Fjárfesta skal í framtíðarþróun svæðisins
umhverfis Keflavíkurflugvöll með það að markmiði að skapa verðmæti fyrir Suðurnesin og Ísland í heild. „Við hjá Kadeco horfum stolt til baka yfir árið 2020. Við þurftum að mörgu leyti að haga starfinu öðruvísi vegna heimsfaraldurs en nýttum tímann til undirbúnings samkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið sem við höfum umsjón með, með tilheyrandi samráði og samtali við fjölda aðila hérlendis og erlendis. Áhugi á verkefninu hefur verið framar björtustu vonum og hafa mörg af stærstu og virtustu fyrirtækjum heims á
sviði skipulagsmála haft samband við okkur. Þessi mikli áhugi veitir okkur byr í seglin og við erum mjög bjartsýn fyrir áframhaldandi þróun þessa spennandi svæðis,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KADECO. „Reykjanesið er lykilsvæði þegar kemur að efnahagsuppbyggingu þjóðarinnar. Með þróun og uppbyggingu fjölbreytts viðskiptaumhverfis er stefnan að tryggja efnahagslega seiglu svæðisins og stuðla að því að það verði alþjóðlega samkeppnishæft. Starfsfólk Kadeco hefur unnið metnaðarfullt starf við undirbúning á alþjóðlegri hönnunarsamkeppni fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Krafturinn og eftirvæntinginn fyrir komandi framtíð á þróunarsvæðinu leynir sér ekki,“ segir Steinunn Sigvaldadóttir, stjórnarformaður KADECO.
Orkan bregst við áskorun og lækkar Barátta hóps Suðurnesjamanna fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum er að skila árangri. Orkan á Fitjum ætlar að lækka eldsneytisverð um fimm krónur á lítra og þeir sem fá sér Orkulykil fá aðrar tíu krónur í afslátt af lítra, þannig að lítraverðið þar lækkar um fimmtán krónur. Forsvarsmenn Orkunnar segja lækkun á eldsneytisverði á Orkustöðinni á Fitjum vera svar við ákalli heimamanna og bæjarráðs Reykjanesbæjar við aðstoð á erfiðum tímum. Lækkunin mun taka gildi klukkan sjö að morgni miðvikudagsins. „Eftir fund með forsvarsmönnum átaksins um lægra eldsneytisverðs á Suðurnesjum og forsvarsmönnum bæjarráðs ákváðum við að leggja okkar að mörkum á erfiðum tímum og lækka verðið á Fitjum um fimm krónur. Ef heimamenn fá sér síðan Orkulykil þá geta þeir lækkað eldsneytisverð sitt enn frekar. Orkulykillinn gefur tíu króna afslátt á lítra og samtals eru þetta því lækkun um fimmtán krónur á lítra. Vonumst við til þess að þessi aðgerð verði til þess að létta undir með heimamönnum á erfiðum tímum,“ segir Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skeljungi sem á og rekur Orkuna.
„Við viljum sýna samfélagslega ábyrgð og leggja okkar af mörkum. Við höfum ákveðið að teygja okkur eins langt og við getum og munum lækka eldsneytisverðið á Orkustöðinni á Fitjum um fimm krónur. Við hvetjum svo bæjarbúa til að sækja um Orkulykil en hann veitir tíu króna afslátt í hvert skipti sem dælt er. Með þessu ættu heimamenn að geta náð sér í lækkun sem nemur fimmtán krónum fyrir hvern lítra,“ segir Karen. Lyklinum fylgja síðan ýmis önnur fríðindi. Viðskiptavinir geta fengið aðstoð við áskrift að Orkulyklum frá klukkan níu á miðvikudagsmorgun.