Fimmtudagur 21. apríl 2022 // 16. tbl. // 43. árg.
Gleðilegt sumar!
H Á M A R KA Ð U VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI S Ý N I R A L LA R E I G N I R
Hallbjörn Sæmundsson á þessa snyrtilegu Farmall Cub dráttarvél sem setti sumarlegar blæ á túnið neðan við heimili hans á Vesturgötunni í Keflavík í vikunni. Íslenskir fánar blakta á vélinni og forláta mjólkurbrúsar eru á kerru. Grænt grasið er að brjóta sér leið upp í gegnum sinuna og það er vor í lofti. Það er meira að segja sumardagurinn fyrsti í dag, þegar þetta blað er gefið út. Í baksýn eru svo Gamlabúð, Bryggjuhúsið og Duus Safnahús eins og þau leggja sig með alla sína menningu og list. Starfsfólk Víkurfrétta sendir lesendum bestu óskir um gleðilegt sumar!
Geta HSS til að vaxa í takt LÖNDUN við samfélagið mun aukast ÚR FRYSTITOGARA
„Þetta er auðvitað mjög líkamlega erfið vinna, ég hef mest gengið um 40 km á einum degi í svona frystitogaralöndun en þetta reynir mest á bak og hendur.“
- SJÁ MIÐOPNU
Breytingar á húsakosti Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja munu hafa þá þýðingu að geta stofnunarinnar til að vaxa í takt við samfélagið mun aukast. „Hingað til hefur okkur vantað aukið rými til þess að geta fjölgað fólki,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS, í Víkurfréttum í dag. Fjöldi iðnaðarmanna hefur verið að störfum innan veggja Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja síðustu vikur og mánuði. Nýverið opnaði ný röntgendeild á jarðhæð D-álmunnar og fyrir árslok á að vera búið að innrétta
NET SÍMI SJÓNVARP
nýja slysa- og bráðamóttöku á sömu hæð. Samhliða því verður opnuð ný móttaka fyrir sjúkrabifreiðar. Á þriðju hæð D-álmunnar, þar sem skurðstofur voru áður, eru iðnaðarmenn langt komnir með að innrétta nítján rýma sjúkradeild og átta rýma dagdeild. „Tilkoma nýju sjúkradeildarinnar mun gera okkur kleift að veita aukna sjúkrahússþjónustu á svæðinu sem og að auka viðbragðsgetu sjúkrahússþjónustunnar á SVhorninu ef áföll dynja yfir,“ segir Markús. Nánar er fjallað um HSS á síðu 10 í Víkurfréttum í dag.
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
2
30%
kr/pk
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER
LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I
FLJÓTLEGT OG GOTT! 896
Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán.
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
áður 1.299 kr
31% Nick’s ís saltkaramellu
fyrir
1
160 kr/stk
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
áður 229 kr
Nice’n Easy Snack Pizza m/skinku - 120g
Pepsi Max 0,5 cl
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Framboðsfundur í Hljómahöll 2. maí – vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ
Málfundafélagið Faxi í samstarfi við Reykjanesbæ og Víkurfréttir býður framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ til framboðsfundar í Hljómahöll þann 2. maí næstkomandi klukkan 19:30 til 22:00. Sambærilegur fundur fór fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og þóttist heppnast vel. Sjö listar bjóða fram og má því búast við fjörugum umræðum.
Fundinum verður streymt á síðum Víkurfrétta en að sjálfsögðu eru gestir boðnir velkomnir í sal. Málfundafélagið Faxi hefur starfað samfellt frá stofnun þess árið 1939. Faxi hefur látið til sín taka í málefnum sveitarfélagsins í gegnum tíðina og meðal annars gefið út samnefnt blað frá árinu 1940 þar sem áhersla er lögð á að varðveita söguna um menn og málefni svæðisins.
Forkaupsréttur á lóðinni Berghólabraut 9a nýttur Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að nýta fyrir hönd sveitarfélagsins forkaupsrétt vegna lóðarinnar Berghólabrautar nr. 9a.
Lóðin hýsti áður starfsemi steypustöðvar en hafði verið skipt upp og sá eignarhluti sem Reykjanesbær neytir nú forkaupsréttar á var kominn í eigu Olíuverslunar Íslands. Vonandi hillir undir bjartari tíma fyrir sundgesti Grindvíkinga. VF-mynd: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Berghólabraut 9a er næsta lóð við Kölku í Helguvík.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Sundlaugin í Grindavík opnuð aftur á næstu dögum eftir bilun Sigurbjörn Daði Dagðbjartsson sigurbjornd@gmail.com
Vonast er til að hægt verði að opna sundlaug Grindavíkur á næstu dögum. Um páskana kom frétt á síðu Grindavíkurbæjar þess efnis að sundlaug bæjarins væri lokuð vegna bilunar. Fyrstu fregnir hermdu að jafnvel yrði hún lokuð í einhverjar vikur. Eggert Sólberg Jónsson, sem er með málið á sinni könnu fyrir hönd Grindavíkurbæjar, sagði að þær fréttir ættu ekki við rök að styðjast og vonandi verði hægt að opna laugina á næstum dögum. Sundlaugin var vígð í apríl 1994 og var mikil bylting fyrir Grindvíkinga sem höfðu fram að þeim tíma þurft að sætta sig við 12,5 metra poll við grunnskólann. Vel tókst til verka við byggingu sundlaugarinnar og þóttu sundklefarnir einkar vel heppnaðir. Einu sinni hefur verið skipt um dúk í sundlauginni og telst það eðlilegt viðhald en vissulega er sundlaugin, útisvæðið og rennibrautin orðin barn síns tíma. Fyrir liggur að vinna við nýtt deiliskipulag fyrir öll íþróttamannvirki í Grindavík er í gangi og inn í því eru tillögur að innisundlaug og nýrri útisundlaug. Auk þess er þar að finna tillögur að gervigrasvelli fyrir knattspyrnufólk, æfingaraðstöðu fyrir fimleika en þessi deiliskipulagsvinna ætti að klárast á þessu ári og þá verður í höndum nýrrar bæjarstjórnar að taka ákvörðun um
forgangsröðun, ekki nema að ráðist verði í allt á sama tíma. Ef kafað er dýpra í sögu sundlaugar Grindavíkur þá kemur ýmislegt upp úr krafsinu en ákveðinn styr hefur staðið um þessi málefni allar götur síðan nýir sundbúningsklefar voru teknir í notkun árið 2015. Þótti heimafólki illa hafa tekist við hönnun klefanna en t.d. er ekki salernisaðstaða við sturtur svo viðkomandi neyðist til að bleyta svæði þar sem nýklæddur fer síðan um. Fyrstu dagana eftir opnun var talsverð slysahætta þar sem sturtugólfið var fljúgandi sleipt og þurfti að loka aðstöðunni á meðan gólfið var hraunað. Mörgum finnst gangurinn frá klefunum að sundlaug og heitum pottum ansi langur og hvað þá yfir kaldasta tímann á veturna. Vonandi hillir undir bjartari tíma fyrir sundgesti Grindvíkinga og verður spennandi að sjá hvort flokkarnir sem eru í framboði muni ekki setja þetta málefni ofarlega á sinn málefnalista en eins og áður kom fram þá ætti að verða hægt að kynna nýtt deiliskipulag íþróttasvæðis á þessu ári.
Helguvíkurhöfn.
Má gefa eftir kröfu á Reykjaneshöfn upp á þrjá milljarða króna Innviðaráðuneytið hefur veitt Reykjanesbæ heimild til að gefa eftir kröfu á Reykjaneshöfn upp á þrjá milljarða og 73 milljónum króna betur. Reykjaneshöfn hefur á undanförnum árum gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu með endurfjármögnun og sölu eigna. Eftir standi krafa bæjarsjóðs á höfnina sem komið hafi til vegna uppbyggingar við Helguvíkurhöfn. Hafi forsenda þeirra framkvæmda verið sú að búið var að gera samninga bæði um kísilver og álver og á þeim grunni að höfnin væri í samkeppnisrekstri. Ljóst sé nú að ekki fáist tekjur vegna þessara samninga í framtíðarrekstur hafnarinnar og því muni hún ekki hafa bolmagn til að greiða umrædda skuld sína við bæjarsjóð Reykjanesbæjar, segir í erindi Reykjanesbæjar til innviðaráðuneytisins. Eftirgjöf kröfunnar muni styrkja rekstrarhæfi og eiginfjárstöðu hafnarinnar og auka líkur á sjálfbærum rekstri hennar. Innviðaráðuneytið tók málið til skoðunar og er það mat ráðuneytisins að skuldirnar, sem um ræðirm teljist vera vegna óreglulegrar skuldasöfnunar og veitir því Reykjanesbæ heimild til að gefa eftir kröfuna á höfnina upp á 3.073 m.kr.
Fagna uppbyggingaráformum leikskóla Í dag eru 1014 börn í leikskólum Reykjanesbæjar og hafa aldrei verið fleiri. Skólaárið 20222023 er áætlað að börn í leikskólum Reykjanesbæjar verði að óbreyttu 1050. Gert er ráð fyrir að öll börn sem fædd eru árið 2020 m u n i fá leikskólapláss í lok sumars 2022. Nú þegar hafa 69 börn fædd árið 2020 hafið leikskólagöngu sína. Stefnt er að því að nýr leikskóli rísi í Dalshverfi III á vormánuðum 2023. Þá er stefnt að því að byggingu leikskóla í Hlíðahverfi verði lokið fyrir haustið 2023 og þriðja áfanga Stapaskóla verði lokið fyrir haustið 2024. Þetta kemur fram í fundargögnum frá síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fóru yfir fjölda leikskólabarna í Reykjanesbæ og horfur varðandi leikskólapláss á komandi misserum. „Fræðsluráð fagnar þeim uppbyggingaráformum leikskóla sem kynnt voru á fundinum. Ljóst er að með þeim áætlunum sem voru kynntar mun Reykjanesbær geta mætt þeirri þörf fyrir leikskólapláss sem er til staðar í samfélaginu sem og tekið inn yngri börn. Fræðsluráð leggur áherslu á að uppbyggingaráætlun til framtíðar verði skilgreind nánar og fylgt eftir,“ segir í fundargerð ráðsins.
Sigraðu innkaupin í sumarskapi Tilboð gilda 21.-24. apríl
Grísahnakkasneiðar „black garlic“
1.689
35%
kr/kg
2.599 kr/kg
Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Spennandi tímar framundan hjá Dacoda og CookieHub Félög í eigu bræðranna Magnúsar Sverris Þorsteinssonar og Þorsteins Þorsteinssonar og maka þeirra festu nýverið kaup á helmingi alls hlutafjár Dacoda ehf. af þeim Júlíusi Frey Guðmundssyni og Ástþóri Inga Péturssyni. Þá keyptu fyrrnefnd félög einnig 25% hlut í Cookiehub ehf. sem býður upp á heildarlausn fyrir vefsíður til að uppfylla kröfur um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga með því að bjóða notendum upp á að veita samþykki fyrir notkun á vafrakökum á einfaldan hátt. Kaupin sem hér um ræðir þykja áhugaverð fyrir margra sakir en Dacoda er forritunarfyrirtæki og þeir bræður einna helst þekktir fyrir að stýra bílaleigunni Blue Car Rental. Þorsteinn kvað hugmyndina að kaupunum hafa blundað í þó nokkurn tíma. „Við Júlíus höfum rætt þessi mál með opnum huga í um tvö ár en létum loks verða að þessu núna.“ Aðspurður um ástæðu kaupanna kveður Þorsteinn hana margþætta en fyrst og fremst hafi
hugmyndin verið að leiða saman kraftmikla og drífandi aðila á Suðurnesjum sem hafa metnað og vilja til að gera enn betur á sínum sviðum. „Við sjáum marga kosti í þessu skrefi sem við erum að taka. Allt sem við vinnum að í dag og í framtíðinni snýr að stafrænni vegferð. Dæmi um þetta er Blue Car Rental því þó við séum í grunninn bílaleiga er fyrirtækið að mestu leyti gagnadrifið tæknifyrirtæki þar sem lokavaran er svo bílaleigubíll. Þá teljum við auðvitað mikil tækifæri fólgin í því að tengja saman og samnýta þá færni sem er innan eigendahóps og starfsmanna þeirra fyrirtæka sem leiða nú saman hesta sína.“ Júlíus Freyr, framkvæmdastjóri Dacoda ehf. og Cookiehub ehf., tekur í sama streng og telur söluna heillaspor fyrir starfsemi fyrirtækjanna en Dacoda varð tuttugu ára á þessu ári. „Kaupin skapa ný tækifæri fyrir okkur og þær lausnir sem við höfum verið að bjóða upp á. Það má segja að þau séu líka ný áskorun þar sem
Magnús Sverrir Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ástþór Ingi Pétursson og Júlíus Freyr Guðmundsson.
Við ætlum að okkur að skapa mjög spennandi vinnustað og eru forritarar, verkefna stjóri og hönnuður meðal starfsgilda sem við leitum að núna ...
að við erum að fá menn með allt aðra færni og viðskiptasýn til liðs við okkur.“ Blue Car Rental hefur vaxið hratt síðustu ár en mest hafa um 100 manns unnið hjá fyrirtækinu. Starfsmönnum hafa aftur tekið að fjölga eftir heimsfaraldurinn og fyrirtækið og tengd félög bætt töluvert í og heldur sú vegferð áfram að sögn Þorsteins. Stefnan sé að bæta einnig í hjá Dacoda og Cookiehub á næstunni en Dacoda er eina forritunarfyrirtækið í Reykjanesbæ. „Við fórum í þessi viðskipti til að gera enn
betur og liður í því er að fjölga fólki, þó ætlunin sé kannski ekki að fara í 100 starfsmenn. Við höfum opnað fyrir umsóknir og leitum eftir kröftugum einstaklingum til að koma og vinna með okkur, bæði hjá Dacoda og Cookiehub. Við ætlum að okkur að skapa mjög spennandi vinnustað og eru forritarar, verkefnastjóri og hönnuður meðal starfsgilda sem við leitum að núna. Við hvetjum fólk á Suðurnesjum að sækja um þessi nýju og spennandi störf sem við erum að skapa hér í Reykjanesbæ,“ segir Þorsteinn.
Umbót býður fram í Reykjanesbæ Framboðslisti Umbótar er sem hér segir:
Efstu fjögur á lista Umbótar.
Bæta við beinu flugi til Mílanó Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur. Miðasala er nú þegar hafin. „ Ákvörðun EasyJet að bæta við nýjum áfangastað er einkar ánægjuleg og skýrt merki um það hve vinsæll ferðamannastaður Ísland er. Eftirspurnin er greinilega mikil og við fögnum því. Það verður spennandi fyrir okkur að taka á móti fyrsta flugi EasyJet frá Mílanó til Íslands í næsta mánuði,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðarþróunar hjá ISAVIA. Líf er að færast í Keflavíkurflugvöll eftir Covid-19-faraldurinn og flugferðum um völlinn fjölgar stöðugt. Búast má við að 24 flugfélög muni fljúga um Keflavíkur-
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
flugvöll í sumar, tveimur fleiri en flugu um völlinn í fyrra. „Lorenzo Lagorio, svæðisstjóri EasyJet á Ítalíu, segir: „Þökk sé þessari nýrri flugleið gefst viðskiptavinum EasyJet tækifæri til að uppgötva land í Norður-Evrópu sem býður upp á einstaka náttúrufegurð. Landslagið er einstakt og kemur til með að heilla ferðamenn með eldfjöllum, jöklum og ólgandi hverum svo fátt eitt sé nefnt.“ Flugið kemur Íslendingum einnig að góðu enda Mílanó nú þegar orðin þekktur og hentugur áfangastaður fyrir íslenska ferðalanga.
Umbót í Reykjanesbæ tilkynnir að það mun bjóða fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Umbótalistinn er nýtt stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem leggur áherslu á raunverulegar umbætur til hagsbóta fyrir samfélagið.
Glímudeild UMFN út hýst úr Bardagahöll inni í Reykjanesbæ
Tónleikasumar í Hljómahöll Mirja Klippel á sviði.
Í ljósi þess að stjórn glímudeildar UMFN samþykkir ekki aðgerðir aðalstjórnar UMFN, virðir ekki tilkynningar sem koma frá aðalstjórn og neitar að starfa undir stjórn aðalstjórnar þá getur íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar ekki heimilað notkun á íþróttaaðstöðunni í Bardagahöllinni við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ fyrir glímudeild UMFN. Íþrótta- og tómstundaráð styður allar aðgerðir aðalstjórnar UMFN, segir í fundargerð síðasta fundar ráðsins þann 12. apríl síðastliðinn.
Mirja Klippel með tónleika í júní
á timarit.is
Mirja Klippel, söngkona, hjóðfæraleikari og lagahöfundur frá Finnlandi, mun spila í Hljómahöll ásamt hljóðfæraleikaranum Alex Jonsson frá Danmörku og fleira listafólki þar með talið verðlaunaða tríóinu Vesselil. Mirja hefur vakið athygli þar sem hún hefur komið fram, unnið til verðlauna, spilað í fjölda landa í Evrópu, Skandinavíu og Rússlandi svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að lesa meira um Mirja Klippel á heimasíðu Hljómahallar. Tónleikarnir fara fram í Hljómahöll þann 10. júní. Húsið opnar klukkan 19 og tónleikar hefjast kl. 20. Miðasala er hafin á tix.is og hljomaholl.is.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
1. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi og flugfreyja 2. Gunnar Felix Rúnarsson, verslunarmaður og varabæjarfulltrúi 3. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, alþjóðafræðingur og fv. kennslustjóri hjá Keili 4. Úlfar Guðmundsson, lögmaður 5. Jón Már Sverrisson, vélfræðingur og rafvirki 6. Kristbjörg Eva Halldórsdóttir, flugfreyja 7. Michal Daríusz Maniak, framkvæmdastjóri 8. Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson, stuðningsfulltrúi 9. Karen Guðmundsdóttir, húsmóðir 10. Þorvaldur Helgi Auðunsson, verkfræðingur 11. Tara Lind Pétursdóttir, háskólanemi 12. Júlíana Þórdís Stefánsdóttir, kerfisstjórnandi 13. Una Guðlaugsdóttir, fulltrúi hjá Vinnumálastofnun 14. Harpa Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri 15. Rúnar Lúðvíksson, eftirlaunaþegi
Aldous Harding í ágúst Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Aldous Harding, árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Plöturnar Party (2017) og Designer (2019) hlutu einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim. Þannig fékk hún fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og í The Indipendant fyrir Designer. Lagið The Barrel af plötunni náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019. Dómar um nýju plötuna Warm Chris eru farnir að birtast og gaf Clash henni 9 í einkunn og Mojo og Uncut 8. Lögin Fever og Lawn af plötunni Warm Chris hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur. Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur (Party, Designer og Warm Chris) með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur m.a. fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. Tónleikarnir fara fram í Hljómahöll þann 15. ágúst. Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20. Miðasala er hafin á tix.is og hljomaholl.is.
Allt fyrir vorverkin gt sumar! le ði le G – ta rs fy nn gi da ar m Opið í dag su Lavor STM 160 ECO háþrýstidæla
71.996 89.995
3 stillingar á þrýsting (einkaleyfi) Mótor: 2500W, Þrýstingur: 160 bör Vatnsflæði: 510 l/kls
31.196
20
%
Áður
AFMÆLISAFSLÁTTUR
kr.
MOWER CJ20G
Áður 38.995 kr.
Sláttuvél m/drifi, Briggs&Stratton mótor, rúmtak 150CC, skurðarvídd 51cm 20‘‘ Safnpoki að aftan 65L, hliðarútskilun. Skurðhæð og staða 25-75mm/8
20
%
Bio Kleen
Pallahreinsir 1 líter
796 3.196
20
AFMÆLISAFSLÁTTUR
%
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Blákorn 7kg
Stór aukahlutapakki
3.455
Kaliber ferðagasgrill Graskorn 5kg
2.155
20
%
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Pretul greinaklippur
Garðskafa
1.159
1.390 2.385
Grasklippur 330mm
1.795
Greinaklippur 180mm
23.996 29.995 Áður
kr.
195
Greinaklippur 480mm Ø=22mm
Truper garðverkefæri 4 í setti
2.245
1.995
20
% Strákústur 30cm
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Hekkklippur
2.355
Sláttuorf Royal Garden FBC310
955
Sláttuorf: 1cylinder loftkældur mótor. 0,7 kW Rúmtak 31CC, Stærð bensíntanks 0,65 L
25.356
Hnjápúði fyrir garðinn EVA
Áður 31.695 kr.
895
Garðverkfærasett Klóra, skófla og greinaklippur
3.116
Öflugar hjólbörur 90 lítra
Áður 3.895 kr.
9.596 11.995 Áður
2 brennarar (5kW) Grillflötur 53x37cm
Garðhanska Flower
695
Margnota Meister Ruslapoki PopUp 160litr
Áður 995 kr. kr. Áður 3.995 kr.
5L
Laufhrífa PREMIUM
Truper bogasög
1.349
20
%
1.325
AFMÆLISAFSLÁTTUR
kr.
20
%
Stök garðverkfæri Verð frá kr. 425
Malarskófla flöt
1.769
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Kantskeri
2.190 Malarskófla
Hjólbörur 80L
6.795
Malarskófla 147cm
1.765
Weber staurasteypa
1.935
Stungugaffall
2.995 Hrífa
2.255
Vörumyndir sýna ekki endilega lægsta verð
Þyngd: 15kg
1.085 Stunguskófla
SENDUM UM LAND ALLT!
www.murbudin.is
2.995
Truper Haki 5lbs tréskaft
2.629
Gott verð fyrir alla í
20ár
2002 – 2022
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Skátar í skátafélaginu Heiðabúum hafa haldið í þá góðu hefð að ganga fylktu liði í skrúðgöngu um Keflavík á sumardaginn fyrsta. Skrúðgangan endar svo við Keflavíkurkirkju þar sem haldin er skátamessa. Hér eru nokkrar myndir úr safni Víkurfrétta frá skrúðgöngum skáta í gegnum tíðina.
Það er ekki alltaf sól í minningunni frá sumardeginum
fyrsta ...
Þessa gömlu mynd fundum við í myndasafni okkar á Víkurfréttum og hefur væntanlega fylgt viðtali í blaðinu fyrir mörgum árum. Þekkið þið fólkið á myndinni?
Skrúðganga skáta á Hafnargötu árið 2007
Skátar halda í hefðir á sumardaginn fyrsta
Skátar í skrúðgöngu niður Hafnargötu fyrir liðlega 30 árum eða svo ...
Fylking skáta úr Heiðabúum gengur niður Faxabraut á sumardaginn fyrsta árið 2009
Heiðabúar á leið í skátamessu árið 2004
Grásleppan og gullvagninn AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Páskahelginni 2022 lokið og framundan sól og sumarylur, í það minnsta vonum við það. Grásleppuvertíðin hófst í apríl. Nokkrir bátar eru komnir á þær veiðar og eru aðallega tvö veiðisvæði sem að bátarnir eru að stunda veiðarnar. Skammt utan við Grindavík og á svæðinu í kringum Hópsnes og síðan utan við Sandgerði og áleiðis að Stafnesi. Garpur RE er aflahæstur bátanna enn sem komið er og er kominn með 21,1 tonn í fimm róðrum en hann landar í Grindavík. Þar er er líka Tryllir GK sem er kominn með 670 kíló í einni löndun. Í Sandgerði eru nokkrir bátar komnir á veiðar. Guðrún GK var t.a.m. með 2,1 tonn í einni löndun. Ragnar Alfreðs GK með 3,6 tonn í tveimur og Sunna Líf GK 1,8 tonn í einni löndun. Fyrir páska var þónokkur floti af línubátum á veiðum utan við Sandgerði. Bátarnir lágu þar yfir páskana en eru allir komnir út aftur og fyrstu tölur eftir páskana benda til þess að fiskur er þarna fyrir utan. Hafrafell SU var t.d. með 11,3 tonn
(reyndar þorskur og ýsa, vantar aukategundir), Sandfell SU 12,2 tonn (líka þorskur og ýsa, vantar aukategundir). Tölur um aðra báta voru ekki komnar inn fyrir afla þeirra núna eftir páskana. Skoðum aðeins á dragnótabátana nú í apríl. Aðalbjörg RE er með 39 tonn í fimm löndunum, Maggý VE með 33 tonn í fjórum, Benni Sæm GK 9,1 tonn í einni, Sigurfari GK 19 tonn í einni og Siggi Bjarna GK 8,8 tonn í einni löndun. Hjá netabátunum núna í apríl þá er Erling KE kominn með 199 tonn í ellefu róðrum. Grímsnes GK 80 tonn í níu, Maron GK 58 tonn í níu, Halldór Afi GK 18 tonn í fimm róðrum og eru þá netabátarnir upptaldir. Hjá línubátunum er Sighvatur GK með 236 tonn í tveimur en helmingur af þessum afla var landað í Grundarfirði. Fjölnir GK 233 tonn í þremur róðrum, Valdimar GK 224 tonn í þremur róðrum, Páll Jónsson GK 171 tonn í tveimur og landaði hann meðal annars á Skagaströnd. Valdimar GK, Sighvatur GK
og Fjölnir GK voru allir á veiðum djúpt úti frá Sandgerði. Af minni bátnum þá er Sandfell SU með 148 tonn í tólf löndunum, Hafrafell SU 151 tonn í tólf, Kristján HF 116 tonn í níu, Vésteinn GK 111 tonn í tíu, Indriði Kristins BA 102 tonn í átta og Gísli Súrsson GK 98 tonn í níu, allir að landa bæði í Grindavík og Sandgerði, Háey I ÞH, sem er nýjasti línubáturinn í 30 tonna flokknum, var með 80 tonn í fimm og landaði Háey I þessum afla í Grindavík. Þar voru líka Sævík GK með 57 tonn í sex löndunum, Daðey GK 55 tonn í sex, Margrét GK með 54 tonn í sex og Hulda GK 51 tonn í sjö róðrum. Aðeins meira varðandi þennan bát Háey I ÞH, báturinn er smíðaður á nokkuð sérstökum stað. Hann var smíðaður hjá Víking en það fyrirtæki er staðsett á Esjumelum í Mosfellsbæ og er ansi langt frá sjó. Enginn höfn er í þarna nálægt og því var leitað til Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og fenginn dráttarvél og vagn sem hún dregur, sem í daglegu tali er kallaður gullvagninn. Saman fór þessi hersing alla leið frá Njarðvík og upp í Mosfellsbæ og sótti bátinn Háey I ÞH og dró hann í Grafarvoginn þar sem að báturinn var settur á flot á háflóði. Tveir minni bátar voru til aðstoðar gullvagninum frá Njarðvík til að draga bátinn út. Gekk það vel og hefur útgerð bátsins gengið nokkuð vel en hann er gerður út af GPG á Húsavík.
Skemmtiferðaskip úti fyrir Vatnsnesi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á Vatnsnesvita „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin] látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.“
Vilja aukna samvinnu vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hvetur aðildarsveitarfélög sín til að skoða hvort þau geti aukið samvinnu við Vinnumálastofnun vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram í bókun frá SSS. Bæjarráð Grindavíkur tekur undir bókun SSS og mun halda áfram að taka þátt í þessu átaki hér eftir sem hingað til.
Þetta kemur fram í afgreiðslu hafnarstjórnar Reykjanesbæjar sem samþykkt var samhljóða sem svar við fyrirspurn frá Jóni Stefáni Einarssyni, arkitekt, um áhrifasvæði Vatnsnesvita í tengslum við uppbyggingu á Vatnsnesinu.
Frá Grindavík.
Íbúum fjölgar mest á Suður nesjum og Suðurlandi Íbúum fjölgaði mest á Suðurnesjum (3,2%) og Suðurlandi (3,3%) á síðasta ári en landsmeðaltal var 2,0%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum um mannfjölda frá Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2022.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
GLEÐILEGT SUMAR
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!
vinalegur bær
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
HRAFNISTA Nesvellir / Hlévangur
REYKJANESHÖFN Nýtt merki Kaupfélags Suðurnesja Auðkenni byggt á upphafsstöfum KSK. Merkið er einfalt, nútímalegt og skýrt. Litur traustvekjandi.
REYKJANESBÆ R
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
n a t s u n ó j þ r a n u d n Lö fær sviðið!
Löndun úr fryst Þetta er auðvitað mjög líkamlega erfið vinna, ég hef mest gengið um 40 km á einum degi í svona frystitogaralöndun en þetta reynir mest á bak og hendur.
„Við viljum stækka, það vantar að fá fleiri aðkomubáta til Grindavíkur en sömuleiðis getum við sinnt bátum og skipum utan Grindavíkur“ segir Elvar Hreinsson, framkvæmdastjóri Klafa löndunarþjónustu ehf. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík, sem er í eigu Þorbjarnar hf., kom í land mánudaginn 4. apríl eftir 35 daga veiðiferð þar sem gekk á ýmsu, bæði tengt Covid og eins veðráttunni sem hefur herjað á Ísland meira og minna á þessu ári. Þrátt fyrir þessa erfiðleika og þá staðreynd að áhöfnin var einum færri mest allan tímann, þá varð til nýtt aflamet en þegar endanlega verður búið að ganga frá sölunni má gera ráð fyrir að túrinn sigli yfir 400 milljónir. Það var því borubrött áhöfn sem lagði að bryggjunni í Grindavík þennan mánudagsmorgun og mega þeir gera ráð fyrir að fá dýrindistertu við næstu brottför en lengi hefur tíðkast að mettúr færi áhöfninni tertu í boði útgerðarinnar. Það er venjulega svona frétt sem vekur mesta athygli, minni gaumur er gefinn að því sem tekur við þegar skipið er lagst við bryggju – sjálfri lönduninni á aflanum. Þess vegna var sá póll tekinn í hæðina í þessari grein, að leyfa löndunargenginu að eiga sviðið að þessu sinni.
Geta bætt við viðskiptavinum Klafar löndunarþjónusta ehf. var stofnað árið 2015 en eigendur eru feðgarnir Elvar Hreinsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri og Alexander Aron Elvarsson, auk Þorbjarnar hf. Víkurfréttir skelltu sér í löndun þennan umrædda mánudag og eins
Löndun úr línuskipinu Sighvati GK.
og venjulega er með frystitogaralöndun, þá teygðist löndunin yfir á næsta dag en þá var sömuleiðis kíkt í línulöndun, n.t.t. upp úr Sighvati sem er í eigu Vísis hf. „Við stofnuðum Klafa löndunarþjónustu ehf. árið 2015 en ég hafði einhverju áður tekið við sem verkstjóri löndunar hjá Þorbirni,“ segir Elvar Hreinsson. „Við sáum fljótlega að þetta var ekki að ganga upp, það var ekki nógu mikið að gera til að geta rekið deildina á arðbæran máta og því fæddist þessi hugmynd, að stofna sér fyrirtæki í löndunarþjónustu. Vísir hf. bættist fljótlega í viðskiptavinahópinn og svo Gjögur. Nesfiskur í Suðurnesjabæ hefur verið hjá okkur síðan 2016 en þessi fyrirtæki eru föstu kúnnarnir, inn á milli höfum við tekið að okkur einstök verkefni en við höfum fullan möguleika á að bæta viðskiptavinum við.“
Orri Steinn Hjaltalín, Elvar Hreinsson og Hallgrímur Hjálmarsson. Nesfiskur landar í Keflavík eða Sandgerði en hinir fastakúnnarnir í Grindavík en þar sem veður eru stundum válynd þá er erfitt um vik fyrir drekkhlaðið skip að sigla inn í Grindavíkurhöfn og því kemur það stundum fyrir að löndun fari fram í Hafnarfirði. Löndunargengið mætir
þá þangað vopnað lyftara og því sem til þarf og verkið er klárað. Einstaka sinnum kemur fyrir að gengið fari út á land og t.d. var landað á Siglufirði í allt fyrrahaust og það kemur fyrir að það þurfi að skjótast á Austfirðina. Klafarnir hafa t.d. oft farið á Eskifjörð.
“Hálfnað verk þá hafið er.“ Nýbúið að opna lúuna á skipinu og löndun hefst.
Jaxlar í
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9
Stuð á Kaffistofu Klafa.
titogara! Raðað eftir vörunúmeri Elvar rakti ferlið við hvora löndun fyrir sig: En hvernig er ferlið í lönduninni? „Það er byrjað á því að raða kössunum á bretti í lest skipsins, við reynum að flokka eftir megni svo ekki þurfi að endurraða kössunum inni í löndunartjaldinu en það er erfitt þar sem mjög mörg vörunúmer eru í gangi. Flest brettin koma óflokkuð og því þarf að taka hvern kassa og raða eftir vörunúmeri. Þegar búið er að fylla brettið þá fer það í plöstun, þaðan fer það annað hvort inn í gám sem búið er að koma fyrir á bryggjunni, eða upp í flutn-
í 20 stiga gaddi í lest Hrafns Sveinbjarnarsonar.
ingabíl sem ferjar farminn í vörugeymslu í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það líða venjulega ekki margir dagar þar til fiskurinn heldur áfram sjóleiðis til Evrópu eða Ameríku og eftir það er nú ekki langt í að hann sé kominn á matardiskinn.“
Annað verklag í ferskfisklöndun „Í ferskfisklöndunum er auðvitað allt annað verklag í gangi, þar er fiskurinn í körum, vel ísaður eða krapaður og fer rakleitt í vinnslu viðkomandi útgerðar eða á fiskmarkað.“ Hvernig sér Elvar framtíð fyrirtækisins fyrir sér? „Við viljum stækka, það vantar að fá fleiri aðkomubáta til Grindavíkur en sömuleiðis getum við sinnt bátum og skipum utan Grindavíkur, höfum margoft þurft að gera það þegar skip hafa ekki komist inn til Grindavíkurhafnar. Við löndum reglulega fyrir Nesfisk í Keflavík og Sandgerði og getum fært kvíarnar út víðar. Vonandi mun kvótinn aukast aftur en það er kvótaskerðing framundan og það mun auðvitað bitna á okkur eins og útgerðinni“.
Allt á fullu á bryggjunni.
Ferskur afli úr Sighvati GK.
hann vann hjá öðru löndunarfyrirtæki: „Það datt fullt bretti af kössum ofan á mig, einhver 800 kg og ég þríhryggbrotnaði, braut sjö rifbein ásamt nokkrum öðrum smávægilegum meiðslum. Ég þurfti að bíða niðri í ískaldri lestinni í 45 mínútur þar til sjúkraflutningamennirnir komu, það tók á. Ég mun líklega aldrei jafna mig að fullu en þetta þokast í rétta átt, ég er orðinn slarkfær í þessu.“
Líkamlega erfið vinna „Þetta er auðvitað mjög líkamlega erfið vinna, ég hef mest gengið um 40 km á einum degi í svona frystitogaralöndun en þetta reynir mest á bak og hendur. Kannski er mikilvægast að vera með harðan haus því það er auðvelt að verða þreyttur í svona vinnu en ef maður heldur hausnum gangandi þá verður líkaminn seinna þreyttur.“ Ég hef oft orðið vitni að uppgjöf manna sem ég taldi að væru algerir jaxlar, t.d. komu eitt sinn lyftingarmenn ónefnds lyftingafélags í löndun
„Norðanstálið“ Orri Freyr Hjaltalín kom upphaflega til Grindavíkur árið 2003 til að leika knattspyrnu en hann hafði komið nálægt löndunarvinnu á Akureyri. Hann hefur lengi gengið með viðurnefnið „Norðanstálið“ og sú nafngift fékk heldur betur byr undir báða vængi eftir mjög alvarlegt löndunarslys í Hafnarfirði árið 2019 þegar
Sælir sjóarar í landi eftir mettúr.
Emil Gluhalic og Ásgeir Örn Emilsson í lest Sighvats í línulöndun.
á Akureyri og sá sem dugði lengst entist fram að hádegi. Það er ekki nóg að vera líkamlega sterkur, það þarf að vinna hlutina rétt og eins og áður sagði, halda hausnum í lagi allan tímann.“
Tíminn fljótastur að líða í lestinni Hallgrímur Hjálmarsson var á fullu niðri í lest og það er greinilegt að glasið hans er frekar hálffullt en tómt. „Maður er annað hvort hér niðri í lest, uppi í tjaldi að raða þar, stundum er ég á lyftara, þetta er allt gaman! Mér finnst tíminn fljótastur að líða þegar ég er hér niðri í lest en þetta er bara vinna, ég hef unnið í akkorði allt mitt líf og maður einfaldlega klárar verkið, mér finnst þetta ekkert mál og þetta er bara gaman!“ „Það er kalt þegar við byrjum löndunina en þá er frostið í lestinni um 20 gráður, þá bítur aðeins í kinnarnar en eftir að lúgan opnar
þá hlýnar auðvitað hægt og býtandi en þetta er þannig vinna að maður vinnur sér strax inn hita, þetta er líkamlegt erfiði og þ.a.l. hitnar kroppurinn strax.“ „Það er gott hvernig okkur er skipt á milli línu- og frystitogaralandanna, gott að hafa fjölbreytni í þessu en ég er held ég ánægðastur í svona frystitogaralöndun, þetta heldur manni í góðu formi en ég hef held ég aldrei verið eins vel á mig kominn líkamlega eins og eftir að ég byrjaði að vinna hér! Það væri samt ekki svona gaman í vinnunni ef mórallinn í vinnuhópnum væri ekki svona góður.“ Blaðamaður Víkurfrétta tók til hendinni við löndunina þegar öll viðtölin voru búin og býður sig til þjónustu þegar næsta löndun fer fram, sjáum til hvort Elvar muni hringja! Sigurbjörn Daði Dagðbjartsson sigurbjornd@gmail.com
Hallfreður Bjarnason, flutningabílstjóri.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Markús Ingólfur Eiríksson hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja síðustu þrjú ár. Fyrsta og þriðja hæð D-álmunnar, til vinstri á myndinni, hafa tekið miklum breytingum á síðustu vikum og mánuðum. VF-myndir: pket og hbb
Miklar breytingar á húsakosti HSS til að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja Fjöldi iðnaðarmanna hefur verið að störfum innan veggja Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja síðustu vikur og mánuði. Nýverið opnaði ný röntgendeild á jarðhæð D-álmunnar og fyrir árslok á að vera búið að innrétta nýja slysa- og bráðamóttöku á sömu hæð. Samhliða því verður opnuð ný móttaka fyrir sjúkrabifreiðar. Núverandi aðstaða slysa- og bráðamóttöku er óhentug í litlu rými í elsta hluta sjúkrahússins við Skólaveg í Keflavík. Nú þegar er röntgendeildin flutt á nýjan stað og þegar slysa- og bráðamóttakan flytur fyrir árslok verður gömlu rýmunum breytt í skrifstofur fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. verður okkur kleift að hafa átta dagdeildarrými opin fimm daga í viku.“ Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS, tók á móti útsendurum Víkurfrétta og fór með þeim um framkvæmdasvæðið á heilbrigðisstofnuninni en sama dag tók hann einnig á Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og Ölmu D. Möller landlækni þegar ný röntgendeild var opnuð.
Miklar skipulagsbreytingar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur farið í miklar skipulagsbreytingar. Deildir hafa verið sameinaðar og efldar og millistjórnendum fækkað. Stokkað var upp í framkvæmdastjórn og staða framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrar lögð niður og ný staða framkvæmdastjóra mannauðs- og þjónustu sett upp í takt við nýjar áherslur um bætta þjónustu. Gæðamál hafa verið efld með þróunar- og gæðastjóra sem heyrir beint undir forstjóra. Sjúkraflutningar á öllum Suðurnesjum hafa verið sameinaðir í þágu betra öryggis, meiri fagmennsku, betri starfsaðstæðna og þjálfunar.
Hvaða þýðingu munu þessar breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa? „Þær munu hafa þá þýðingu að geta stofnunarinnar til að vaxa í takt við samfélagið mun aukast. Hingað til hefur okkur vantað aukið rými til þess að geta fjölgað fólki.“
Ólafur Júlíusson málarameistari mundar rúlluna á nýrri sjúkradeild á 3. hæð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Á þriðju hæð D-álmunnar, þar sem skurðstofur voru áður, eru iðnaðarmenn langt komnir með að innrétta nítján rýma sjúkradeild og átta rýma dagdeild. „Tilkoma nýju sjúkradeildarinnar mun gera okkur kleift að veita aukna sjúkrahússþjónustu á svæðinu sem og að auka viðbragðsgetu sjúkrahússþjónustunnar á SV-horninu ef áföll dynja yfir. Reynslan af heims-
faraldrinum kennir okkur að skortur á slíkum sveigjanleika getur valdið hvoru tveggja samfélags- og fjárhagslegu tjóni,“ sagði Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS, í pistli sem hann skrifaði nýverið á vef VF og bætti við: „Enn fleiri góð verk eru í bígerð á þessu ári og því næsta. Til þessa hefur HSS haft fjögur dagdeildarrými opin tvo daga í viku. Með tilkomu nýju sjúkradeildarinnar
Hverju mun nýja röntgentækið breyta? Starfsmenn tala um að færri þurfi að fara til Reykjavíkur til að sækja þjónustu. „Þetta tæki er nákvæmara en eldra tæki sem við höfðum og skilvirkara í sinni vinnu. Það tekur minni tíma að taka hverja mynd og meiri þægindi fyrir sjúklinginn. Það er auðveldara að taka myndir af sjúklingi sem er liggjandi í rúmi. Þá er nýtt sneiðmyndatæki fyrir stofnunina í útboðsferli og vonandi mun það klárast fyrir árslok og þá fáum við öflugra tæki sem getur tekið fleiri myndir
FULLFJÁRMÖGNUÐ HEILSUGÆSLA Í INNRI NJARÐVÍK EN TAFIR Á BRÁÐABIRGÐASTÖÐ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur nú fengið fullfjármagnaða ríflega 1600 fermetra sérhannaða heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík sem mun bjóða upp á nútímalega aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Til samanburðar er núverandi húsnæði heilsugæslunnar í Reykjanesbæ aðeins rúmir 700 fermetrar. Sökum þrengsla hefur ekki verið unnt að fjölga starfsfólki. Til að brúa bilið fram að opnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri Njarðvík þá boðaði Svandís Svararsdóttir,
þáverandi heilbrigðisráðherra, að sett yrði upp heilsugæslustöð til bráðabirgða. Víkurfréttir spurðu Markús forstjóra HSS hvað væri að frétta af bráðabirgðaheilsugæslu? „Framkvæmdasýsla ríkisins heldur utan um það mál og er í ferli. Það urðu tafir því það voru gerðar breytingar. Geðheilsuteymið verður tekið þar inn og þær breytingar kölluðu á ákveðnar tafir.“ Mun bráðabirgðaheislugæsla sem stýrt er af Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja ekki bæta þjónustuna og er ekki akkur fyrir samfélagið að fá hana í gang sem fyrst? „Það þarf að fá aukið rými undir heilsugæslu, það liggur fyrir. Það þarf líka að manna það og fjármagna. Þetta þarf allt að haldast í hendur. Eins og við sjáum hérna núna þá er aukið rými forsenda þess að það sé hægt að fjölga starfsfólki. Auðvitað þarf fjármagn líka og að byggja upp aðlaðandi vinnuumhverfi.“
Hér voru áður skurðstofur HSS en verða sjúkra- og dagdeildir. en núverandi tæki fyrir utan það að þessi tæki tvö voru komin á aldur.“ Það hefur gustað um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undanfarið. Þú hefur verið hérna í þrjú ár og skrifaðir pistil nýlega á vef Víkurfrétta um HSS. Hvernig ertu að upplifa stöðuna núna? „Ég er að upplifa stöðuna þannig að við erum búin að vera að vinna að breytingum alveg frá því að ég kom. Breytingar hjá ríkinu taka tíma og við erum að gera það miklar breytingar að eðli máli samkvæmt gerast þær ekki einn, tveir og þrír. Þetta reynir á þolinmæðina og við erum búin að vera í langan tíma að tala um framtíðina. Í dag eru tímamót með opnun nýrrar röntgendeildar að við erum að sjá áþreyfanlegan árangur af þessari vinnu. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum.“ Hvenær mun þessum breytingum hér á hæðinni ljúka? „Þeim mun væntanlega ljúka í lok ársins þegar ný slysa- og bráðadeild verður tilbúin. Þetta mun þýða að okkar geta til að auka þónustu við íbúanna verður til staðar, sem er ekki í dag vegna þrengsla. Þetta
kallar á aukna mönnum en þýðir það líka að færri erindi þurfa að fara á Landspítala með tilheyrandi aukakostnaði og óþægindum sem af því hlíst.“ Hverju viltu svara því þegar fólk kvartar yfir því að það sér ekki hægt að hafa heimilislækni á HSS? „Við erum með alltof fáa lækna á HSS. Það er lykilatriði. Við þurfum að fjölga þeim.“ Eru líkur á að það gerist? „Það er aldrei að vita. Það sem við erum að reyna að gera er að búa til aðlaðandi starfsumhverfi, aðlaðandi vinnustað sem er þá aðlaðandi fyrir starfsfólkið. Þá eru forsendur fyrir aukinni mönnun. Að bjóða starfsfólki uppá lélega starfsaðstöðu er ekki leiðin til þess.“ Er forstjóri HSS bjartsýnn á betri tíma framundan? „Já, ég er það. Það sem þarf að gerast er aukinn stuðningur varðandi fjárveitingar og að verkefnum sé sinnt í heimabyggð á hagkvæman hátt frekar en í Fossvoginum eða á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu.
Ákveðin og jákvæð
FS-ingur vikunnar: Andrea Ósk Júlíusdóttir
Ung(menni) vikunnar: Nadir Simon Moukhliss
r u ð a t r a j h ð ó G i p p a k a t l o b t fó
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11
Nadir Simon Moukhliss er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Honum finnst fátt skemmtilegra en að spila fótbolta og langar að ná langt á því sviði. Nadir er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Myllubakkaskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Utan skóla er ég mikið í fótbolta, vinna og hitta vini. Hvert er skemmtilegasta fagið? Samfélagsfræði útaf það eru alltaf svo mörg hópverkefni. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Kristó útaf hann er rugl góður í fótbolta og hann er með mesta metnaðinn. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta saga ... ég án djóks veit það ekki. Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnastur í skólanum er örugglega Máni. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti.
Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að slíta krossband eða eitthvað sem kæmi í veg fyrir að ég gæti spilað fótbolta.
Andrea Ósk Júlíusdóttir er nítján ára og kemur frá Keflavík. Hún hefur áhuga á líkamsrækt og vinnur í bíóinu. Andrea er FS-ingur vikunnar.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt er Starlight með Dave.
Á hvaða braut ertu? Íþrótta- og lýðheilsubraut.
Hver er þinn helsti kostur? Ákveðin og jákvæð held ég.
Hver er þinn helsti kostur? Helsti kosturinn minn er að ég er góðhjartaður.
Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.
Hver er þinn helsti galli? Alltaf að pæla í hvað öðrum finnst um mig.
Hver er þinn helsti galli? Ég er mjög athyglissjúkur, er stundum einum of mikið.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Joules, hún verður podcast-stjórnandi.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Klárlega TikTok.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok er mest notað í símanum mínum. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er góðhjartað. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar alveg mjög mikið að komast langt í fótbolta strax en ég held að ég fari bara í framhaldsskóla. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Flottur.
Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar appelsínugula liðið poppuðu kampavín í matsalnum í starfshlaupinu og bikarinn var tekinn af þeim. Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Sara Mist njálgur.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er fyndið. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Læra einkaþjálfarann og íþróttafræðina. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég er hugulsöm.
Hver eru áhugamálin þín? Líkamsrækt. Hvað hræðistu mest? Myrkrið, er mjög myrkfælin. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Pepas!!!!!!
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
FYRSTI VETUR SKÓLANS Á VATNSLEYSUSTRÖND Þegar skólinn hafði starfað hálfan vetur birtist svohljóðandi grein eftir fyrsta kennara skólans, Oddgeir Guðmundsen, í Þjóðólfi 21. janúar 1973. „Með því að eg hefi orðið þess vís, að allflestum utan þessa hrepps er ókunnugt um stofnun þessa, gef eg hérmeð þessar fáorðu upplýsingar. Upptök skólans eru þessi: Prestrinn síra St. Thorarensen lét ganga boðsbréf um sóknir sínar haustið 1870 um samskot til barnaskóla; gáfust þá innan sóknanna loforð um nálega 700 rd. á einní viku. Árið 1871 var tekið megnið af timbrinu til skólans, en byggingunni var frestað til næsta árs, sökum þess að nokkra máttarviði vantaði til hússins, er þá fengust hvergi. Sama ár (1871) var keyptr jarðarpartr í Brunnastaðahverfi, undir skólann til ábúðar fyrir skólahaldara (framvegis). Sumarið 1872 var húsið bygt af smiðum, er allir eiga heima í hreppnum ; það er 10 álnir á breidd,
14 álnir á lengd og 5 áln. rúmar undir loft; sakir vanefna er húsið hvergi nærri fullbygt; kenslustofan er í öðrum enda hússins, og nær yfir það þvert (10 áln. á lengd og hérum 7 áln. á breidd); í hinum endanum eru tvö herbergi fyrir kennarann; eldhús er í skólanum með eldavél; uppi á lopti er stórt herbergi, einkum ætlað Thorchilliibörnum, og fyrir setulopt sér í lagi, þá börnum er kend handvinna; að öðru leyti er annað óbygt uppi, en í áformi að gjöra í öðrum enda kenslustofu, ef þörf gjörist síðar meir. Efnahagr skólans er bágr mjög; til þessa dags hafa honum gefizt hérum 1000 rd. (hafa utanhreppsmenn gefið allt að 200 rd.), en fyrir húsasmíðið, jarðarkaupin og annan kostnað er skólinn í skuld, um allt að 1000 rd. Skólanum er nú sem stendr stjórnað af nefnd í hreppnum; prestr er forseti þessarar nefndar við fimta mann. Á almennum hreppsfundi hefir verið samþykt reglugjörð fyrir skólann; er svo til ætlazt, að í
skólanum sé kent bæði ófermdum börnum (lestur, lærdómskver, biblíusögur, skrift, reikningr), og að einnig gefist fermdum unglingum færi á að nema þar (skrift, réttritun, reikning, dönsku, ensku, landafræði o. s. frv.), tvær stundir á dag eftir það að hinni almennu kenslu er lokið, sem varir fjórar stundir á dag; þar er og ákveðið, að kenna skuli handvinnu stúlkubörnum. Fundrinn nefndi skóla þenna: «Thorchilliibarnaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi», því að svo er til ætlazt, að öll þau börn í hreppnum, er njóta styrks af Thorchilliisjóði, verði framvegis heimilisföst fóstrbörn skólans; sömuleiðis skal utansveitarbörnum ekki neitað um legurúm á skólanum meðan rúm leyfist, og þeim gefinn kostr á kenslu fyrir sama verð og börnum innanhrepps. Í vetr hafa 22 börn verið á almennri kenslu og 8 unglingar á sérstakri kenslu. Til þessa hafa verið 10 börn heimilisföst í skólanum að meðtöldum Thorchillisjóðs-börnunum, auk kennara og stúlku, sem matreiðir, gætir barnanna, o. s. frv. Þess
16. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. konar stofnun er hér mjög nauðsynleg og alveg ómissandi, þvíað uppfræðsla í heimahúsum er hér yfir höfuð mjög svo vanrækt; það hafa sýnt þau börn, sem eg hefi fengizt við í vetr. Það eru því öll líkindi til að þessi skóli lifi og dafni; annars vegar krefr nauðsynin þess; hins vegar er hér nægr kraftr til að styðja þetta lofsverða og fagra áform. Brunnastöðum, 13. Janúar 1873. Oddg. Guðmundsen.” Oddgeir var þarna nýútskrifaður guðfræðistúdent. Hann kenndi hér aðeins einn vetur, en varð síðan prestur, lengst í Vestmanna-
eyjum 1889 - 1924 og sinnti þar einnig kennslu, skólastjórn og sveitarstjórnar- og velferðarmálum. Myndin er af Oddgeir á starfsárum hans í Vestmannaeyjum. Sr. Stefán Thorarensen, frumkvöðull barnaskólastofnunarinnar, veitti henni forstöðu fyrstu 15 árin. Hann réð flest árin unga guðfræðinga og verðandi presta sem kennara, sem margir voru þá of ungir til að mega vígjast til prests. Sjálfur hafði Stefán alla þræði í hendi sér, sem formaður skólanefndar.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Þarf að vera hefðbundinn meiri- og minnihluti? Jónína Magnúsdóttir skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Laufey Erlendsdóttir skipar 2. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Bæjarlistinn er framboð sem er ekki háð eða tengt stjórnmálaflokkum á landsvísu. Á listanum situr áhugasamt fólk sem vill leggja sitt af mörkum til að vinna að hag bæjarins og bæjarbúa. Við teljum mikilvægt að hver einstaklingur vinni eftir sinni sannfæringu með hag samfélagsins fyrir brjósti fremur en stefnu stjórnmálaflokka. Sveitarstjórnarmál eru að mörgu leyti frábrugðin landsmálunum. Í samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar er til dæmis ekki fjallað um meirihluta og minnihluta. Kjósendur velja sér níu fulltrúa til að stjórna málefnum bæjarins í fjögur ár og eru þeir fulltrúar sem valdir eru einungis bundnir af sannfæringu sinni við ákvarðanatöku. Hver veit nema í náinni framtíð hafi kjósendur val um að velja einungis einstaklinga í bæjarstjórn frekar en að kjósa þurfi ákveðna lista eða flokka? Markmið framboðs Bæjarlistans í Suðurnesjabæ er að setja áhersluna á samfélagið og íbúa þess fyrst og fremst. Benda má á að í vel reknum fyrirtækjum er stjórn sem fer fyrir hagsmunum fyrirtækisins, þar er enginn meiri- og minnihluti, heldur teymi sem ræðir sig niður á bestu lausnirnar með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi. Ekki eru allir alltaf sammála en krafan er að ræða sig niður á lausn. Suðurnesjabær er ekkert annað en stórt fyrirtæki sem vinnur að hagsmunum bæjarbúa og þjónustu við þá. Því er engin sérstök ástæða að viðhafa pólitískan ágreining um þá þjónustu sem skiptir bæjarbúa mestu máli. Þess þá heldur
er yfirleitt ekki mjög mikill munur á stefnuskrám framboða í bæjarstjórn. En hvernig sjáum við þetta fyrir okkur? Forseti bæjarstjórnar getur leitt málefnafundi allra kjörinna fulltrúa þar sem málefni á dagskrá bæjarstjórnarfundar eru reifuð og rædd. Allar upplýsingar liggja á borðum fyrir alla kjörna fulltrúa og ábyrgð og vinnuálag dreifist. Við val á fulltrúum í nefndir bæjarins ætti að leita til fólks eftir þekkingu, hæfileikum og áhuga þannig að fleiri nefndarmenn séu virkir og fleiri og fjölbreyttari skoðanir komi fram. Við sjáum strax að það muni auka skilvirkni og hag bæjarbúa. Það eru breyttir tímar í samfélagi nútímans, við þurfum miklu meira á því að halda að vinna að lausnum og standa saman. Verkefnin eru ærin og því er tíma bæjarfulltrúa mun betur varið í að vinna saman að málefnum bæjarins í stað hefðbundins fyrirkomulags um meirihluta og minnihluta. Við í Bæjarlistanum í Suðurnesjabæ stöndum fyrir faglega forystu og hugrekki í ákvarðanatöku. X við O í kosningum 14. maí 2022.
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið
vf@vf.is
Ég er kominn heim Sverrir Bergmann Magnússon, 3. sæti á S-lista Samfylkingar og óháðra.
Ég flutti til Reykjanesbæjar um miðjan ágúst 2018 ásamt Kristínu konunni minni. Á þessum tíma var hún að vinna á Keflavíkurflugvelli og kunni því vel. Við höfðum velt því fyrir okkur að flytjast búferlum meðal annars vegna þess að hraðinn og læti borgarinnar heillaði ekki lengur. Við ákváðum því að setja stefnuna í vestur og flytja til Reykjanesbæjar. Stór hluti ákvörðununarinnar var einnig sú að íbúðaverðið hér var mun hagstæðara og gátum við þannig selt litlu íbúðina okkar og notað það sem kom inn til að versla okkur einbýlishús í Innri-Njarðvík. Þetta var stór og mikil ákvörðun en þegar hingað var komið fann ég að þetta var hið eina rétta, mér leið eins og ég væri kominn heim. Hér upplifði ég að fólk horfði í augun á þér og bauð góðan daginn. Vinalegur en ákveðinn metingur var á milli íþróttaliðanna tveggja, fólk elskaði að syngja og hafa gaman og nágrannakærleikurinn var eins og í ævintýri. Ég var aftur orðinn partur af samfélagi. Tilfinning sem ég hafði ekki fundið fyrir síðan ég bjó á Sauðárkróki en þar var ég fyrstu tuttugu ár ævi minnar. Í kjölfarið var það því það eina rökrétta í stöðunni að stofna fjölskyldu. Í febrúar 2020 kom síðan frumburður okkar Ásta Bertha í heiminn. Einhverjum fimmtán mánuðum síðar mætti Sunna Stella systir hennar á svæðið. Þetta hafa því verið ansi viðburðarík síðustu ár og má í raun segja að lífið hafi ekki verið að fullu byrjað fyrr en ég flutti hingað. Fleiri leikskólar Það breytist allt þegar maður eignast börn. Þegar börn eru komin í spilið fer maður að treysta á sveitarfélagið á annan máta en áður. Þá horfir maður til þjónustu sem nauðsynlegt er að hafa aðgang að þannig við foreldrarnir getum aftur farið að taka þátt í daglegu lífi og aflað tekna fyrir fjölskylduna. Við vorum einstaklega heppin þegar kom að því að finna dagmömmu fyrir eldri dóttur okkar. Kristín konan mín hafði verið í sundi og lenti á spjalli við konu sem vildi svo til að búa við hliðina á dagmömmu. Í ljós kom svo að hún var með laust pláss fyrir okkur.
Þegar síðan kom að leikskólagöngu hjá henni vorum við svo heppin aftur að hún var síðasta barnið til að komast inn það haustið. Þá hafði Kristín verið búin að hringja í alla leikskóla í Reykjanesbæ til að reyna að snapa pláss fyrir barnið. Með þá yngri þá vorum við svo aftur heppin að við römbuðum á góða konu sem var einmitt að hefja starf sem dagmamma og var til í að fá hana til sín. Það vildi svo til að þetta var í vikunni áður en Kristín hóf störf aftur eftir fæðingarorlofið. Öll þessi dagvistun dætra okkar hefur því komið til af einskærri heppni. Það á ekki að vera þannig. Við vitum um stóran hóp foreldra í bæjarfélaginu sem ekki eru jafn heppnir. Þeir sömu foreldrar hafa þannig þurft að leita leiða til, eða jafnvel fresta því, að mæta til vinnu því hvergi var hægt að finna stað fyrir börnin. Þetta orsakar tekjutap sem kemur strax á eftir tekjutapinu sem orsakast af því að fara í fæðingarorlof. Samfylkingin leggur mikla áherslu á að breyta þessum hlutum í hag fyrir alla foreldra en sveitarfélagið okkar samanstendur af fjöldamörgum barnafjölskyldum og ábyrgðin því mikil. Markmiðin okkar eru meðal annars þau að hvetja fleiri íbúa til að verða dagforeldra og styrkja þau til þess með stofnstyrk. Auk þess að sveitarfélagið muni greiða fyrir námskeið sem undanfara fyrir þau. Auk þess munum við bæði kaupa og byggja fleiri leikskóla sem geta tekið inn átján mánaða börn á leikskóla. Reykjanesbær mun einnig niðurgreiða kostnað til þeirra foreldra sem eru með börnin sín hjá dagforeldri þegar börnin eru orðin átján mánaða þannig að þau borgi eins og börnin væru á leikskóla. Höfum hlutina í lagi Annað risastórt atriði sem ég áttaði mig á eftir að börnin komu til var hversu óþægilegt það er að vera í bæ þar sem ég get ekki treyst á heilsugæsluna. Fyrst um sinn fórum við alltaf á HSS þegar eitthvað kom upp á en fengum þar þurrt viðmót og oft rangar greiningar þegar stelpurnar okkur urðu veikar. Í kjölfarið fórum við því til Reykjavíkur til að fá annað álit sem reyndist alltaf rétt og eftir nokkur
Velferð samborgara Kæru Suðurnesjabæjarbúar/Sandgerðingar og Garðsmenn. Það er gott að vera kominn aftur á heimaslóðir, eftir að hafa verið fjarri um all langa tíð frá þjónustu sem sóknarprestur fólks hér suður með sjó. Flutti hingað fyrir tveimur árum og nýt samveru og lífsins í samfélagi góðs fólks. Og mig sannarlega langar til að verða að liði. Þess vegna hef ákveðið að taka 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurnesjabæ, einkum vegna þess að ég hef áhuga á velferð samborgara okkar, að okkar unga og ekki síður eldra fólk njóti aðstoðar og umhyggju, þeirrar bestu þjónustu sem okkur er unnt að veita. Þá ekki síður að við gætum þeirra sem eiga á brattan
N Ý S KÖ P U N A R S T Y R K I R F YRIR LANDSBYGGÐINA
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
að sækja. En þetta er allt undir þeirri ábyrgð, að við gætum tryggrar fjármálastjórnar. Ástæða framboðsins er einföld; mig langar til að hafa áhrif á fáein grundvallaratriði lifaðs lífs í þessu samfélagi. Ábyrg fjármálastjórn er grundvöllur þess sem sveitarfélag megnar að aðhafast en þeirri stjórnun verður að vera stýrt af mannelsku; að hlutur þeirra sem lægri tekjur hafa sé og verði jafnaðar til allra almennra þarfa. Ef velferð á að virka, þá þarf öflugt atvinnulíf. Það þarf líka sterka velferð til að gott atvinnulíf þrífist. Þetta er ekki flókið.
skipti ákváðum við að fara alltaf beint til Reykjavíkur. Okkur fannst það algjör óþarfi að leggja það á stelpurnar okkar að hanga inn á HSS í daufri biðstofu bíðandi eftir lækni sem nennti engan veginn að sinna okkur. Ég veit að ég er alls ekki einn um þessa upplifun en þessi grunnþjónusta verður að vera í lagi. HSS þarf að koma sér í aukið samtal við okkur íbúana. Við eigum skilið samtalið um hvað sé að gerast innandyra og hvert framhaldið er. Ég man þegar ég var nýfluttur í bæinn þá fór ég á leiksýningu þar sem mikið grín var gert af HSS og ég man að ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt. Þesii túlkun var það ótrúleg að ég hló með sjálfum mér og hugsaði að það hlyti nú að vera betur lagt í heilbrigðistofnun sem þjónar svona stóru sveitarfélagi. Því miður þá virðist þetta vera raunin. Í mörg ár höfum við lesið fréttir er varða þessa einu heilbrigðisstofnun okkar. Fregnir sem segja til um óánægju með þjónustu, langan biðtíma og skort á fjármagni. Eigum við að þurfa að lesa þetta ár eftir ár? Er ekki hægt að breyta þessu og þróa þjónustu í hag okkar íbúa sem þurfum á þessari þjónustu að halda? Þessu verðum við að breyta og ef fjármagnið er það eina sem þarf til að laga þetta þá verðum við að fara að herja á fjárlagavald ríkisins því við sem samfélag eigum skilið hæfa heilbrigðisþjónustu líkt og allir aðrir þegnar þessa lands. Ég vil þó taka það fram að þeir barnalæknar sem koma tvisvar í viku þegar maður á pantaðan tíma eru til mikillar prýði og bæta því við að ungbarnaverndin hefur reynst okkur vel. Þá finnst mér einnig ábótavant að hverfi á stærð við Innri Njarðvík og Ásbrú skuli ekki hafa aðgang að almennilegri verslun og/eða þjónustu. Til samanburðar búa fleiri á Ásbrú en í Grindavík og í Innri Njarðvík búa fleiri en í heimabæ mínum, Sauðárkróki. Á þessum stöðum myndi aldrei ganga að hafa eina litla og dýra hverfissjoppu. Við hljótum að geta fundið leið til þess að gera það arðbært og aðlaðandi fyrir einhverja af þessum helstu þjónustuaðilum og verslunum að vera með útibú í þessum hverfum. Reykjanesbær er uppfullur af frábæru fólki sem á að geta haft aðgang að sjálfsagðri þjónustu.Við höfum við gert vel en við getum gert betur og ætlum að gera betur. Höfum hlutina í lagi.
Að sveitarfélagið sé viðbúið breyttri og þróaðri búsetu og geti brugðist við þeim breytingum, verið sveigjanlegra í ljósi aukinna möguleika á vinnu að heiman og heima. Með slíkri fyrirhyggju mun ásókn í lóðir og byggingaframkæmdir hér í Suðurnesjabæ aukast til mikilla muna, sem síðan kalla á fjölbreytt lóðaframboð og öflugann ramma utan um slíka þróun. Ef við gefum okkur að þessi vöxtur muni eiga sér stað, þá þurfum við heldur betur að standa í fæturnar á mörgum sviðum, svo sem leik- og grunnskólaþjónustu, þjónustu við aldraða og aðra þá sem rétt eiga á þjónustu af hálfu sveitarfélagsins; og að sú þjónusta sé innt af hendi, greidd og uppgerð refjalaust. Önundur S. Björnsson
Hlutverk styrkjanna
Hver var uppáhaldskennarinn þinn?
• Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
Halldór Rósmundur Guðjónsson, Beinni leið.
• Auka við nýsköpun á landsbyggðinni
• Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna.
Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna á www.hvin.is
UMSÓ
Upplýsingar veitir:
K
R
A .M
R F R ESTU
Í 2022
NA
ER T I L 11
Sigurður Steingrímsson sigurdur.steingrimsson@hvin.is
Ef þú ert spurður hver hafi verið uppáhaldskennarinn þinn eru miklar líkur á því að þú getir svarað því án umhugsunar. Ég get það líka og mér hefur alltaf fundist það í rauninni athyglivert og umhugsunarvert. Næsta spurning virðist hins vegar vera flóknari. Ef þú ert síðan spurður hvers vegna hann hafi verið uppáhaldskennarinn þinn þarf að hugsa sig aðeins um. Kannski vegna þess að svarið er svo margþætt. Þegar ég hugsa um það þá felst svarið hvað mig varðar ekki bara í því sem kennarinn var að kenna og tala um heldur ekki síður hvernig hann gerði það og hvernig hann var og er. Þannig minnist ég líka margra annarra góðra starfsmanna skólans sem ég gekk í
vegna þess hvernig þeir voru og sinntu sínum verkefnum af áhuga og metnaði. Ég hef stundum velt þessum jákvæðum áhrifum skólans á mig sem einstakling og hve mikil þau í raun voru og eru. Einnig hvernig hægt er að styðja við skólakerfið þannig að þeir sem þar læra geti allir fengið þaðan gott veganesti sem hægt er að búa að og um leið notið námsins. Þetta er í raun ótrúlega vandasamt vegna þess að það er verið að undirbúa nemendur fyrir framtíð sem við vitum ekki nákvæmlega hvernig verður og ekki síður vegna þess að hver nemandi hefur líka mismunandi þarfir. Síðan að gera þetta með sem bestum hætti og í góðu samstarfi.
Við búum vel að góðu starfsfólki í skólum Reykjanesbæjar og það sýndi sig vel hversu þessi hópur stendur sig vel í því krefjandi og erfiða umhverfi sem þurfti að takast á við í skólunum á meðan heimsfaraldur gerði allt skólastarf nánast ómögulegt. Það er hins vegar okkar hlutverk að styðja stöðugt betur við skólafólk og nemendur Reykjanesbæjar. Jákvæð áhrif þess koma kannski ekki fram fyrr en eftir mörg ár en það dregur ekki úr metnaði okkar að gera allt sem hægt er til þess að gera vel þannig að hver nemandi eigi jákvæðar minningar úr skólagöngu sinni.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13
Ekkert verið framkvæmt í 10 ár Guðbergur Reynisson, er í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Ég er mikið í umferðinni, bæði á Reykjanesbrautinni og innanbæjar í Reykjanesbæ. Á alltof mörgum stöðum í bænum okkar eru tifandi tímasprengjur í umferðinni og tímaspursmál hvenær það verður alvarlegt slys eða jafnvel banaslys. Umferðarmannvirki Reykjanesbæjar eru sprungin en ekkert hefur verið gert í því í tíu ár, ekkert síðan framkvæmdum við Parísartorg lauk. Í tíu ár hefur bara verið horft á vandamálin sem hlaðast upp við aukna umferð í ört stækkandi bæjarfélagi. Tökum dæmi: Njarðarbraut, frá Atlantsolíu í InnriNjarðvík, til Nettó við Krossmóa er umferðarmesta æð bæjarins, með 14.500 bíla umferð á sólarhring. Ég leyfi mér að segja, að fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbrautina, sé þessi leið hættulegasti vegur landsins vegna umferðarþunga. Á ótal stöðum eru tengingar inn á Njarðarbrautina í lamasessi, eins og frá Reykjanesbraut inn á Fitjar við Bónus þar sem fólk er að taka marga óþarfa sénsa. Einnig liggur leið barna, fótgangandi eða á hjólum, á leið í skóla og tómstundir, á mörgum stöðum yfir Njarðarbraut, t.d. við Biðskýlið vegna Njarðvíkurskóla og við Krossmóa vegna dansskólans Danskompaní. Umferðarþunginn er mikill á þessum stöðum með tilheyrandi umferðaröngþveiti sem ekki skánar þar sem útskot fyrir strætó passa bara engan veginn fyrir strætó og skapa ótrúlega hættu og óþarfa tafir á umferð. Til þess að komast hjá þessu umferðaröngþveiti á Hringbraut og Njarðarbraut reyna ökumenn að taka eina af þremur krókaleiðum gegnum bæinn; Sjávarleiðina frá Duus til ÓB á Fitjum en til dæmis aftan við gömlu sundlaugina er ekki gott að vera hjólandi eða fótgangandi í myrkri þar sem lítil sem engin lýsing er til staðar. Þetta er leið krókaleiða og flýtir ekki fyrir. Ökumenn komast hins vegar hjá því að stoppa á illa umferðarstýrðum ljósum
á Hringbrautinni sem ómögulegt er að átta sig á hvernig virka. Önnur leið er gegnum Nónvörðu, Hátún, Sunnubraut og Vallargötu. Þetta er hins vegar enn hættulegri leið en Hringbraut og Njarðarbraut þar sem þetta eru íbúagötur. Þá er ein leið eftir og það er Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar en engin ætti að þurfa að smeygja sér inn í mestu umferðaræð landsins þar sem um fara 20.000 bílar á sólarhring bara til þess að flýta för innanbæjar. En hvað er til ráða? Best væri að flýta ofanbyggðaveginum, fyrir ofan Móahverfið og að Flugvöllum, sem hefur lengi verið í farvatninu en eins og önnur mannvirki verður að hugsa hann út frá sjónarmiðum og öryggi íbúa. Þessa framkvæmd þarf að ráðast í strax því Skólavegurinn annar ekki allri umferðinni sem fylgir þessari stóru byggð sem er að rísa fyrir ofan Grænulautina. Ráðumst í að bæta umferðarmannvirkin okkar með hag barnanna fyrir brjósti, lækkum hraðann í umferðinni, stýrum ljósum rétt, bætum útskotssvæði bæði fyrir strætó og aðra vegfarendur. Fækkum þrengingum á stofnbrautum eins og á Grænásbrautinni á Ásbrú. Við hljótum með allt þetta landsvæði á Ásbrú að geta gert viðunandi útskot fyrir strætó og öruggar gangbrautir eða undirgöng. Við eigum líka að tengja Ásbrú betur við önnur hverfi Reykjanesbæjar. Þetta má gera með því að leggja Reykjanesbraut frá Fitjum til Grænáshringtorgs í stokk þannig að Fitjar, Ásahverfi og Ásbrú verði samtengd hverfi. Bætum við hringtorgum, undirgöngum, gangbrautum, útskotum og lýsingu, lækkum hraðann, upplýsum og verndum börnin, minnkum flækjustigið og pælingarnar, förum að framkvæma! Ég boða breytingar í umferðarmálum í Reykjanesbæ og mun láta verkin tala.
Axel Gunnarsson er íbúi í Sveitarfélaginu Vogum en þangað flutti hann frá Hafnarfirði. Axel er upprunalega frá München í Þýskalandi og hefur búið á Íslandi í tvo áratugi. Umkringdur fallegri náttúru sem heillar hann þá samdi Axel ljóð um Keili, helsta kennileiti sveitarfélagsins sem hann býr í. Þar sem íslenska er ekki móðurmál Axels þá naut hann aðstoðar frá rithöfundinum Steinunni B. Jóhannesdóttur og frá félögum í kór Kálfatjarnarkirkju við aðlögun á texta. Axel ætlar að yrkja fleiri ljóð. Hann vinnur nú að tvenns konar ástarljóðum. Annað þeirra er 56 vers á íslensku og þarfnast réttritunar. Hitt er 25 versa ljóð á þýsku og er tilbúið.
Ljóð til Keilis hljóðar þannig: Umvafið fornum hraunum rís þú með þínum hætti, yfir Reykjanesið eina til himins gnæfir þú, prýðir landslag okkar með tign og mætti, óhulta fegurð þín var í hættu nú. Myndarlegur við Þráinsskjöld hvílir þú, fagrir dalir taka þig í faðm, fylgja börnin þín í góðri trú, dvelur þinn bróðir litli þér við barm. Stofan mín fegrast með mynd af þér, svo sjaldan til þín ég varla næ, utan landsteinanna þig í hjarta ber, dag og nótt, til þín ég horfi æ. Hjá dyngjunum í forgrunni þú látlausi ert, þær standa með sóma í skugga þér, tröllatoppinn ég hef líka snert, með þrá ég ávallt frá ykkur fer.
Sameinumst um fjölbreytt atvinnulíf
Komst þú í fréttum í fyrra þá, hristist lengi undir fótum allra, til þín flogið var til að gá, engin vildi þig sem eldfjall kalla.
Valgerður Björk Pálsdóttir, 1. sæti á lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Helga María Finnbjörnsdóttir, 2. sæti á lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Það er hverju samfélagi mikilvægt að atvinnulíf þess sé fjölbreytt. Hér á Suðurnesjum höfum við sannarlega fundið fyrir því með brotthvarfi hersins, falli WOW og nú síðast samdrætti í flugi vegna Covid. Þess vegna verðum við að tryggja fjölbreyttari atvinnustarfsemi og líta til allra átta þegar við horfum til framtíðar. Sveitarfélög geta laðað að sér atvinnustarfsemi með lækkun gjalda tímabundið, framboði á byggingalóðum og tryggt skipulag og aðra innviði sem styrkja starfsemi iðandi atvinnulífs. Nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum þarf að skapa öruggt umhverfi, húsnæði og aðstöðu til rannsókna og vaxtar því hugvitið er okkar dýrmætasta auðlind. Öflugt setur með fjölbreyttri aðstöðu fyrir stóra og smáa, þar sem fyrirtæki og stofnanir geta leigt aðstöðu fyrir starfsfólk sitt sem vinnur fjarri höfuðstöðvum hefur sannað sig víða um heim. Þá er mikilvægt að ríkið horfi til okkar hér á Suðurnesjum og sýni vilja til að styðja við öflugt sveitarfélag í örum vexti þar sem allt of margir finna ekki vinnu við hæfi og þurfa að sækja hana til höfuðborgarsvæðisins með tilheyrandi ferðalögum ef fjarvinna er ekki i boði. Á síðasta ári var skipaður
Íbúi í Vogum yrkir til Keilis
starfshópur til að útfæra hugmyndir um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Nú er lag að tilvonandi Mannréttindastofnun verði staðsett í Reykjanesbæ með tilheyrandi fjármagni og til framtíðar. Þar munu skapast tækifæri fyrir íbúa Reykjanesbæjar að starfa í heimabyggð sem er bæði umhverfis- og fjölskylduvænt. Þá eru ótal mörg tækifæri til að efla sjálfbærni og horfa til verkefna eins og matvælaræktar og garðyrkju með hvoru tveggja jarðvarma og alþjóðaflugvöll til flutninga ef svo ber undir. Veitingastaðir myndu njóta góðs af og boðið upp á mat úr heimabyggð. Sveitarfélög geta einnig stutt við starfsemi eins og framhalds- og háskóla auk símenntunarmiðstöðva og fullorðinsfræðslu með samstarfi við stofnanir bæjarins og þannig skapað tækifæri til að efla menntun og möguleika íbúa. Þetta er langt í frá tæmandi listi og það er svo ótal margt sem við getum gert ef við sameinumst um það að efla atvinnulífið í Reykjanesbæ svo allir njóti góðs af. Eitt er þó skýrt og það er að Bein leið hafnar alfarið frekari hugmyndum um stóriðju eða aðra mengandi starfsemi í Reykjanesbæ.
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
Á þig glaður ég máttlaus stóð, rann úr mér sviti og sára blóð, horfa mátt´ ég í allar áttir, niður fórum við aftur sáttir, undir ísnum þú myndaðist þá, minn trausti vinur þig ég kalla má, það tekur á að sækja heim, frá brautinni í átt að þeim. Þórustaðastíginn ég mætti taka, frá Kúagerði til þín má líka aka. Úr borginni til þín glögglega sést, í huga minn hef ég þig ætíð fest. Framtíðin verður svört eða blíð, mun aftur gjósa hér í kring ? Engin veit um þína ókomnu tíð, lofsöng þér ég þá glaður syng. Útlit þitt breytist við hvert fótmál, úr öllum áttum berð þú geislaskart, þínar rætur ná niður í jarðar bál, þegar sólin lýsir þig upp svo bjart. Sagt er að trúin flytji fjöll, merkir þú upphaf trúar minnar ? Ég bið minn Guð að áfram verðiði öll í sögubók eilífðar sköpunnar sinnar. Höfundur: Axel Gunnarsson
Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, 3. sæti Umbót. Ásbrú, eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað, er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa
verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætóferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið.
SMÁAUGLÝSINGAR
Garðsláttur Ég er 15 ára strákur sem er að taka af mér slátt í Reykjanesbæ í sumar og er einnig að bjóða upp á áskriftir þar sem fólk getur bara valið hversu oft þau vilja láta slá hjá sér. Þau sem munu velja þann pakka bara í apríl munu fá 15% afslátt af pakkanum sjálfum. Tómas Tómasson - 770-0277 Facebook: Tómas Tómasson
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
sport Slæm byrjun í Bestu deildinni
Keflavík tapaði fyrir Blikum í fyrstu umferð
Adam Ægir í leik með Keflavík Lengjudeildinni 2020.
Adam Ægir leikur með Keflavík í Bestu deildinni Hvað varð til þess að Keflavík varð fyrir valinu? Fyrst og fremst þá líður mér rosalega vel hérna hjá Keflavík, ég þekki Sigga Ragga vel og mér líður mjög vel að spila undir hans stjórn. Það er mjög gott að vera hérna – svo einfalt er það. Ef ég myndi fara á lán frá Víkingi þá fannst mér ekkert annað koma til greina en Keflavík.“ Adam Ægir kemur á lánssamningi eins og fyrr segir og er lengd hans óákveðin. „Kannski verð ég hálft tímabilið, kannski allt tímabilið – það kemur bara í ljós,“ segir Adam Ægir sem er þegar orðinn löglegur með Keflavík.
Keflvíkingar styrktu leikmannahóp sinn um helgina þegar tveir nýir leikmenn skrifuðu undir samninga við knattspyrnudeildina. Adam Ægir Pálsson snýr aftur til Keflavíkur á lánssamningi frá Víkingi Reykjavík en Adam þekkir vel til í Keflavík þar sem hann lék með liðinu 2019 og var síðan seldur á miðju sumri 2020 til Víkings. Adam er kantmaður og kemur til með að styrkja Keflavíkurliðið mikið fyrir komandi átök í Bestu deildinni. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta endaði. Ég er kominn til að styrkja Keflavík og að taka þátt í þeirri velgengni sem hefur verið í gangi hjá Keflavík síðan ég fór.“
Úkraínskur úrvalsdeildarleikmaður í Keflavík
Það má reikna með að talsvert eigi eftir að mæða á Sindra Kristni í marki Keflvíkinga í sumar. Keflvíkingar hófu leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í byrjun vikunnar þegar þeir mættu liði Breiðabliks á útivelli. Það tók Blika ekki nema rétt rúma mínútu að brjóta varnarmúra Keflavíkur og komast yfir. Áður en blásið var til hálfleiks hafði Breiðablik skorað þrívegis og lauk leiknum með yfirburðasigri Blika, 4:1. Keflvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og því fór sem fór. Strax á fyrstu mínútu reyndi á Sindra Kristinn Ólafsson, markvörð Keflvíkinga, sem varði í horn
Ivan Kalyuzhnyi, 24 ára miðjumaður, hefur gengið til liðs við Keflavík en hann kemur frá FK Oleksandriya sem leikur í efstu deildinni í Úkraínu. Ivan leikur í stöðu miðjumanns og hefur töluverða reynslu úr efstu og næst efstu deild í heimalandi sínu. Ivan kemur sem fyrr segir á láni og gildir lánssamningurinn fram í júlí. Ivan kemur væntanlega til með að styrkja leikmannahóp Keflavíkur mikið. Verið er að vinna hörðum höndum að því að fá leikheimild fyrir Ivan sem er þegar kominn til landsins með fjölskyldu sinni. Ivan, Anja, kona hans, og Olivia, tæplega tveggja ára gömul dóttir
en upp úr hornspyrnunni skoruðu Blikar frysta markið. Fyrri hálfleikur var einstefna að marki Keflavíkur og mátti litlu muna að fleiri mörk litu dagsins ljós. Smá lífsmark vaknaði hjá Keflavík eftir að Patrik Johannesen skoraði fyrir Keflavík á 77. mínútu en þá höfðu Blikar þegar skorað fjórða mark sitt. Annar erfiður leikur bíður Keflvíkinga en í næstu umferð taka þeir á móti Val á HS Orkuvellinum. Leikið verður næstkomandi sunnudag,
þeirra, voru fegin að vera komin til landsins en vegna þess hörmungarárstands sem ríkir í heimalandi þeirra hafa þau haldið til hjá vinafólki í Póllandi að undanförnu.
Óska nær 23 milljóna króna í neyðarstyrki vegna Covid-19
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið - Kennsluráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Súlan verkefnastofa - Vefstjóri Garðyrkjudeild - Sumarstörf Aspardalur – Búsetuúrræði fyrir fatlaða Heiðarsel - Deildarstjóri Heiðarskóli - Náttúrufræðikennari á unglingastigi Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi Stapaskóli - Starfsmenn skóla Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Úr bikarslag Keflavíkur og Njarðvíkur 2019.
Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur og aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, hafa sent íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar erindi þar sem óskað er eftir neyðarstyrkjum vegna taps sem myndaðist við heimsfaraldur Covid-19. Samtals er óskað eftir tæpum 23 milljónum króna. Lagt var fram erindi frá aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur um neyðarstyrk að kr. 7.791.847 vegna tekjutaps af völdum Covid-19 árið 2021. Aðalstjórn Keflavíkur óskar eftir neyðarstyrk að kr. 15.000.000 vegna tekjufalls af völdum Covid-19 árið 2021. „Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að bæta knattspyrnudeildunum upp ætlað tap sem myndaðist vegna heimsfaraldursins,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum
sport
vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Njarðvíkingar byrjuðu úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn á sigri Nú er körfuboltatímabilið við það að renna sitt skeið og styttist í að nýir Íslandsmeistarar verði krýndir. Fyrsti leikurinn um titilinn í kvennaflokki fór fram á þriðjudag þegar Haukar tóku á móti Njarðvík á Ásvöllum og gerðu Njarðvíkingar sér lítið fyrir og höfðu betur, 59:70. Þær taka á móti Haukum í öðrum leik liðanna á föstudag í Ljónagryfjunni.
Aliyah Collier hefur verið alger lykilleikmaður hjá kvennaliði Njarðvíkur á tímabilinu. Hún hefur átt hvern stórleikinn af öðrum og virðist vaxa og verða betri með hverjum leik. Hér er fer hún á móti Helenu Sverrisdóttur í leiknum gegn Haukum. Mynd: SkúliBSig
Njarðvík gæti unnið tvöfalt ... jafnvel þrefalt Njarðvíkingar eru í frábærri stöðu og geta mögulega orðið tvöfaldir Íslandsmeistarar í ár því karlalið UMFN er komið í undanúrslit Subway-deildar karla og mæta liði Tindastóls sem sló Keflavík út í oddaleik átta liða úrslitanna. Stemmningin í Njarðvíkum er góð þessa dagana enda ótrúlegur munur á gengi liðanna milli ára. Á síðasta tímabili var karlaliðið í tómum vandræðum og barðist við að halda sæti sínu í deildinni en urðu svo bikarmeistarar fyrr í vetur. Kvennaliðið er nýliði í efstu deild eftir að hafa komið upp úr næstefstu deild ásamt Grindavík. Gæti nýtt gullaldartímabil verið að renna upp í Njarðvík?
Daníel Dagur Árnason með bronsverðlaun á Copenhagen Judo Open Daníel Dagur Árnason úr Júdófélagi Reykjanesbæjar fór um síðastliðna helgi ásamt sautján öðrum íslenskum keppendum til Kaupmannahafnar að keppa á Copenhagen Judo Open. Mótið var stórt í sniðum en um 750 keppendur frá hinum ýmsu þjóðum tóku þátt í mótinu. Bestum árangri af íslensku keppendunum náðu Daníel Dagur Árnason úr Júdófélagi Reykjanesbæjar og Helena Bjarnadóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur. Daníel keppti í fullorðinsflokki (18+) og eftir frábærar glímur komst hann í úrslitaglímu um þriðja sæti þar sem hann vann bronsið. Um næstu helgi fer Norðurlandameistaramótið í júdó fram í Digranesi en það er haldið á Íslandi þetta árið og má búast við harðri keppni.
Að ofan fellir Daníel andstæðing sinn. Að neðan er Daníel lengst til hægri ásamt öðrum keppendum í flokki 18+.
TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI GERÐATÚNS EFRA, SUÐURNESJABÆ
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa deiliskipulagstillögu að reit sem áður var kallaður Gerðatún Efra og afmarkast af Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut. Í tillögunni felst uppbygging þriggja nýrra fjölbýlishúsa á tveimur hæðum með 16 íbúðum með innakstri frá Melbraut og útakstri við Valbraut. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði innan reitsins líkt og verið hefur. Sjá svæði auðkennt ÍB5 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4 á opnunartíma frá 21. apríl til 3. júní 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is eigi síðar en 3. júní 2022.
Suðurnesjabæ 20. apríl 2022. Jón Ben Einarsson, skipulagsfulltrúi.
SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA
LOKAORÐ
ÁHUGAVERÐ SAMANTEKT
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
Gleðilegt sumar
Eldur í æðum Reykjanesskaga FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Það er vor í lofti. Sumarflatirnar komnar í leik á golfvöllunum eftir erfiðan vetur og brúnin léttist á kylfingum. Það er alger óþarfi að láta bankasöluklúður og hópuppsagnir í verkalýðsfélagi trufla okkur. Ef lundin léttist ekki með hækkandi sól þá er gott að hlusta reglulega á Rúnar Júl syngja Hamingulagið. Textinn er beint í mark. Enginn er það sem hann á. Allt það besta fæst frítt, bæði gamalt og nýtt. Lagið ætti að duga til að peppa alla í gír. Ef það þarf að slá frekar í klárinn og peppa sig enn frekar upp, þá má snúa á B hliðina og tralla með betri bíla, yngri konur, eldra viský, meiri pening. Það er fjör framundan á Suðurnesjum. Njarðvíkingar vinna tvöfalt í körfunni, Keflavík gerir vel í Bestu deildunum í fótbolta, fjörugar sveitarstjórnarkosningar framundan með óvæntum úrslitum og nýtt eldgos í september. Svei mér þá ef það kemur ekki bara upp rétt nærri tánni. Lásuð þetta allt fyrst hér í Lokaorðum Víkurfrétta, sem eru alltaf fyrstar með fréttirnar.
Mundi Eldgos í september! Er ekki málið að byrja strax á göngustígum á Reykjanesi?
Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í íþróttastarfi í sumar. Áhorfendur á kappleikjum eru alveg jafn mikilvægir og leikmenn. Það geta ekki allir verið inná vellinum í einu. Þeir sem standa á hliðarlínunni eru þeim sem berjast inná vellinum mjög mikilvægir. Hvatning stuðningsmanna er eldsneyti íþróttamannsins. Það er rísandi sól. Hún mun skína á Suðurnesin í sumar. Svei mér þá ef ég fer ekki holu í höggi í sumar. Í Grindavík, Sandgerði eða Leirunni. Þegar allt hér að ofan er búið að raungerast. Þá er setjið þið To be grateful með Trúbroti og Magga Kjartans á fóninn. Það er best. Eins og Suðurnesin. Það vita það bara alltof fáir.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Gleðilegt sumar.
vf is
Má bjóða þér að sýna í Duus Safnahúsum? Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir myndlistarsýningu frá 4. júní til 27. ágúst. Það ræðst af fjölda og eðli umsókna hvort um eitt eða tvö sýningartímabil verður að ræða, eins geta sýnendur reiknað með að taka þátt í samsýningu. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss. Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á þeirri sýningu sem fyrirhuguð er og ljósmynd með sýnishorni af þeim verkum sem til stendur að sýna. Margs konar listform kemur til greina svo sem málverk, grafík, teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar o.fl. Ekki er þó gert ráð fyrir rafrænni miðlun að þessu sinni. Notast verður við sýningakerfi Bíósalar sem eru brautir með nælonþráðum. Ekki er heimilt að negla í veggi. Val á sýnendum er í höndum Listasafns Reykjanesbæjar. Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á sýningunni og sjá um uppsetningu með aðstoð frá Listasafni Reykjanesbæjar. Sýnendur fylgja þeim reglum sem gilda um starfsemi í Duus Safnahúsum. Listasafnið áskilur sér rétt til að velja úr verkum sýnenda í samstarfi við þá. Allir sem stunda myndlist af einhverju tagi geta sótt um en þeir sem ekki hafa sýnt í húsunum áður hafa forgang. Hópar geta einnig tekið sig saman og sótt um í einu nafni. Þá er yngra fólk einnig sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið helga.a.palsdottir@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 9. maí. Í efnislínu (subject) skal skrifa: Sumarsýning í Bíósal. Öllum umsóknum verður svarað.
Með umsókn skal fylgja: n Greinargóð lýsing á fyrirhugaðri sýningu, svo sem hvernig verk, fjöldi, stærð, efnisinntak o.s.frv. n Ljósmynd/ljósmyndir með sýnishorni af verkum n Ferilskrá umsækjanda