16 tbl 2017

Page 1

• miðvikudagurinn 19. apríl 2017 • 16. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar samþykkt

Brennandi kísilver

●●Lögbundið skuldaviðmið næst fyrir árið 2022 Aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar fyrir tímabilið 2017 til 2022 var tekin til annarrar umræðu og afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í gær, þriðjudag, og var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. Aðlögunaráætlunin felur í sér hvernig koma á sveitarfélaginu undir 150 prósenta skuldaviðmið árið 2022. Skuldaviðmiðið var sett í lög um sveitarfélög árið 2012 og þýðir hugtakið að skuldir A og B-hluta sveitarfélaga nemi ekki hærra hlutfalli en 150 prósentum af reglubundnum tekjum sveitarfélags. Í máli Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra, á fundinum í gær, kom fram að aðlögunaráætlunin hafi þegar verið kynnt kröfuhöfum, eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta og hefur hún hlotið góðar viðtökur allra. „Reykjanesbær var langt yfir 150% skuldaviðmiði þegar við tókum við árið 2014 og bærinn var í einni erfiðustu stöðu sveitarfélaga á landinu. Skuldirnar voru að mestu leyti til komnar vegna ýmissa verkefna, fjárfestinga og skuldbindinga, ekki síst leiguskuldbindinga þegar bærinn seldi stóra hluta fasteigna sinna og leigði til baka til langs tíma. Erfiðasta verkefnið var í raun að semja við þá kröfuhafa en nú liggur fyrir óundirritað samkomulag sem við vonumst til að gengið verði frá innan skamms,“ sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar, á fundinum í gær. Aðlögunaráætlunin gerir ráð fyrir að tekjur Reykjanesbæjar haldi áfram að vaxa með fjölgun íbúa, hærra atvinnustigi og auknum tekjum Reykjaneshafnar í kjölfar aukinnar skipaumferðar vegna uppbyggingar hafnsækninnar starfsemi í Helguvík. Þá er áætlað að lækka útsvar um næstu áramót, í 14,52 prósent, en það var hækkað árið 2015 vegna erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.

Tekinn við stuld á kjöti í Bónus n Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að verki þegar hann var búinn að stinga kjötlæri ofan í tösku sína í Bónus um helgina án þess að greiða fyrir það. Í tilkynningu frá lögreglu segir að borgarar og starfsmenn hafi haldið honum þegar lögreglumenn komu á vettvang. Maðurinn lét ófriðlega svo hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þá var piltur einnig staðinn að verki þar sem hann tók varning úr verslun í Sandgerði án þess að greiða fyrir hann.

Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eld í kísilveri United Silicon um kl. 4 aðfararnótt þriðjudags. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn logaði eldur í trégólfum á þremur hæðum í byggingunni. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að erfiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Ráðherra segir nóg komið hjá United Silicon í Helguvík ●●Eldur í trégólfi á þremur hæðum í United Silicon l Verksmiðjan verður stopp í einhvern tíma ●●Hugsanlegt að bruninn seinki verkfræðilegri úttekt á kísilveri United Silicon í Helguvík Björt Ólafsdóttir, auðlinda- og umhverfisráðherra, segir komið nóg hjá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík og að loka þurfi verksmiðjunni þar til reksturinn komist í eðlilegt horf. Ráðherrann ritaði pistil á Facebook-síðu sína í gærmorgun eftir að fréttir bárust um að eldur hefði verið laus á þremur hæðum í verksmiðjunni. Ráðherrann sagði íbúa í grennd við verksmiðjuna upplifa einkenni sem mengunarmælingar geti ekki útskýrt og að kanna þurfi aðstæður starfsfólks sérstaklega. Þá nefndi hún að kanna þurfi fjármögnun fyrirtækisins. „Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eld í ofnhúsi verksmiðjunnar um klukkan 4 aðfararnótt þriðjudags. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn logaði eldur í trégólfum á þremur hæðum í bygging-

Slökkvi- og sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja við kísilverið í Helguvík.

unni. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að erfiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. Fyrst um sinn hafi þurft að notast við duft en svo verið skipt yfir í vatn þegar rafmagn hafi verið tekið af svæðinu þar sem eldarnir loguðu. Um klukkan sjö var búið að ráða niðurlögum eldsins. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með rekstri kísilverksmiðju United Silicon og fóru fulltrúar stofnunarinnar í eftirlitsferð þangað á annan í

páskum, daginn fyrir brunann. Tilefnið var fjöldi tilkynninga frá íbúum í Reykjanesbæ um lyktarmengun.

Rétt fyrir páska, miðvikudaginn 12. apríl, bárust yfir 60 tilkynningar til Umhverfisstofnunar. Nokkrar bættust svo við um páskana, að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun. Hugsanlegt er að bruninn í vikunni geti seinkað því að hægt verði að ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri en til stendur að hún fari fram á næstunni, að sögn Sigrúnar. Nú er unnið að rannsókn á orsökum brunans. Starfsemi í verksmiðjunni mun liggja niðri um óákveðinn tíma vegna viðgerða. Slökkvilið var síðast kallað að verksmiðjunni fyrir tveimur vikum síðan, þann 4. apríl, en þá slettist málmur á trébretti með þeim afleiðingum að í þeim kviknaði.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

FÍTON / SÍA

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

studlaberg.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
16 tbl 2017 by Víkurfréttir ehf - Issuu