Allt sem þarf til að taka á móti sumrinu!
GÆI BYRJAR MEÐ HLAÐVARP
Skíthræddur og rosalega feiminn
15%
Opnum snemma lokum seint
739
279
kr/pk
kr/pk
Myllu pylsubrauð 5 stk í pakka
áður 869 kr
SS vínarpylsur 10 stk í pakka
429 kr/stk
Xtra tómatsósa 1 kg
Sumardaginn fyrsta Hringbraut: Opið allan sólarhringinn Tjarnabraut: Opið frá 09.00 - 23.30
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Mögnuð upplifun
að verða faðir í fyrsta sinn son. segir Ísak Ernir Kristins ðingardeild Frábær þjónusta á fæ a í skýjunum HSS. Fjármálaráðherr ð. með fyrsta barnabarni
? m u d n lö t ú í ið f lí r Hvernig e
5
plötur HULDU GEIRS
l e t ó h a r ý d u l Gæ esjum í fyrsta klassa á Suðurn
Hveiti er lúxusvara Brynja Lind Sævarsdóttir er hóteleigandi í litlum bæ í Frakklandi
kvæmdastjóri am fr , ir tt dó ra A r ðu rí Þu ess í viðtali Markaðsstofu Reykjan
Staðan mjög alvarleg en líka mörg tækifæri
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst Á Reykjanesi var 73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í mars. Þar af voru 38 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um eign í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.788 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,2 milljónir króna. Af þessum 73 voru 52 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 35 samningar um eignir í fjölbýli, fjórtán samningar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.879 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,1 milljónir króna.
Hafnaraðstaða sem skapar mikil tækifæri til atvinnusköpunar Ýmis verkefni hafa verið í undirbúningi í höfnum Reykjaneshafnar sem skapa bæði störf á framkvæmdartíma sem og til lengri tíma. Í Helguvíkurhöfn hefur staði undirbúningur að hafnaraðstöðu sem m.a. skapar mikil tækifæri til atvinnusköpunar í samspili við starfsemi Keflavíkurflugvallar. Jafnframt myndi sú hafnaraðstaða styðja við öryggishlutverk Íslands á Norðurslóðum og skapa möguleika til meiri uppbyggingar á því sviði.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Þetta kemur fram í fundargerð frá 240. fundi Stjórnar Reykjaneshafnar sem haldinn var fimmtudaginn 16. apríl. „Mikil óvissa er uppi í þjóðfélaginu og í heiminum öllum um þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Þessi óvissa hefur valdið rekstrarerfiðleikum hjá mörgum fyrirtækjum hér á landi sem brugðist hafa m.a. við með uppsögnum á starfsfólki. Atvinnuleysi á landinu hefur því stóraukist síðasta mánuðinn, sérstaklega hér á Suðurnesjum. Stefnir í að atvinnuleysi hér á Suðurnesjum nái sögulegum hæðum á næstu vikum og er nauðsynlegt fyrir samfélagið að sporna við þeirri þróun, m.a. með framkvæmdum
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
sem skapa störf tímabundið og til lengri tíma. Í Njarðvíkurhöfn hefur verið í undirbúningi lagfæringar á núverandi hafnaraðstöðu sem fæli i sér aukna möguleika fyrirtækja sem þar starfa til að bæta í starfsemi sína, bæði verkefnalega og í fjölgun starfa. Samhliða þeirri uppbyggingu skapast við þær hafnarframkvæmdir möguleikar fyrir nýja starfsemi á svæðinu. Þessi verkefni eru atvinnuskapandi, bæði á framkvæmdatíma og til lengri tíma. Reykjaneshöfn er tilbúin til framkvæmda strax og leggja þar með sitt að mörkum til að spyrna við fyrirsjáanlegri þróun mála gegn því aðrir opinberir aðilar leggja framkvæmdunum það lið sem þarf. Reykjaneshöfn skorar því á ríkisstjórn Íslands að leggja þessum verkefnum lið svo hefja megi framkvæmdir sem allra fyrst til að sporna gegn atvinnuleysi á svæðin sem nú þegar er orðið yfir 15% og stefnir hærra.“
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
845 0900 Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
STÓRI PLOKKDAGURINN LAUGARDAGINN 25. APRÍL
KOMDU ÚT AÐ PLOKKA
Stóri plokkdagurinn er á laugardaginn 25. apríl. Það er viðeigandi að hann sé á degi umhverfisins en að þessu sinni verður plokkað til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki. Reykjanesbær hvetur alla bæjarbúa til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki.
Fegrum umhverfið okkar
Nokkir góð plokkráð
Að plokka fegrar bæjarfélagið okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir mjög stormasaman vetur. Núna er einnig rétta tækifærið til að sópa og hreinsa sitt nærumhverfi og gera fallega bæinn okkar snyrtilegri fyrir sumarið.
• • • • • • • • • •
Plokkarar landsins vilja núna beina plokktöngum sínum að heilbrigðisstofnunum landsins eins og sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og dvalar- og hjúkrunarheimilum - til sýna þakklæti sitt í verki.
Klæða sig eftir veðri (spáin er góð) Velja góða skó sem hæfa aðstæðum Hanska sem hæfa aðstæðum Finna sér „plokku” eða tínu Finna sér poka, helst glæra Velja svæði og fara af stað Vista sorpið á viðeigandi stofnun Deilum myndum á samfélagsmiðlum Virða tveggja metra regluna Láta sér líða vel í hjartanu
Vertu með og komdu út að plokka! Merkjum allar myndir #rngplokk
Við leggjum áherslu á umhverfismál Reykjanesbær leggur áherslu á að nýta kraft fjölbreytileikans til að auka lífsgæði og vellíðan íbúa, ásamt því að byggja upp vistvænt og aðlaðandi samfélag. Markvisst er unnið í átt að sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir og stefnu í umhverfismálum sem er tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook og reykjanesbaer.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Stóri plokkdagurinn
Skagagarðurinn verður nýr ferðamannastaður í Garði
í Suðurnesjabæ laugardaginn 25. apríl Suðurnesjabær og Blái herinn hafa tekið höndum saman og sett markmiðið á að vel takist til með að hreinsa bæjarfélagið. Helgi Haraldsson, starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og íbúi í Sandgerði, leggur einnig stór lóð á vogaskálarnar í skipulagningu. Helgi hefur útbúið kort af báðum bæjarkjörnunum, kort fyrir Garð og fyrir Sandgerði (þau má sjá í auglýsingu á baksíðu). Íbúar geta svo merkt sig inn á svæði inn á Facebook-síðunum „Íbúar Suðurnesjabæjar“, „Frétta og upplýsingasíða fyrir Sandgerðinga“ og „Garðmenn og Garðurinn“. Þannig væri bæði gaman og gagnlegt að sjá hvaða svæði við förum á mis við í hreinsuninni. Við hvetjum íbúa og starfsmenn Suðurnesjabæjar til að taka þátt í STÓRA PLOKKDEGINUM og jafnvel taka vikuna í þetta enda hjálpar það eflaust til við að virða tveggja metra regluna og um leið má koma í veg fyrir hópamyndun, segir á heimasíðu Suðurnesjabæjar. Plokk á Íslandi bendir á nokkur góð heilræði fyrir helgina:
• Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa • Hafa hanska, plokkur og ruslapoka við höndina meðan á plokki stendur • Klæða sig eftir aðstæðum • Virðum tveggja metra regluna
Suðurnesjabær fær styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Suðurnesjabær fær tvo styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í tvö verkefni fyrir samtals tæpar fimmtán milljónir króna. Sem liður í sérstöku fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19-faraldursins hefur sérstöku viðbótarfjármagni að fjárhæð 200 milljónum króna verið ráðstafað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Með því verður unnt að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, m.a. til að stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.
Suðurnesjabær hafði sótt um styrki úr sjóðnum vegna tveggja verkefna, sem höfðu ekki verið samþykktar í fyrri úthlutun. Þessi verkefni hljóta nú framlög í þeirri viðbótarúthlutun sem tilkynnt var af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í vikunni. Annars vegar er verkefnið „Aðkomusvæði við Skagagarðinn“, nýr ferðamannastaður í Garði. Verkefnið felur í sér hönnun og verklegar framkvæmdir. Skagagarðurinn er ævafornt mannvirki sem byggt var á 11. öld og með þessu verkefni er unnið að því að gera Skagagarðinn sýnilegan og vekja athygli á honum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er alls 14.600.000 og er styrkfjárhæð kr. 11.680.000.
Starfsmenn Suðurnesjabæjar munu einnig leggja sitt af mörkum, bæði í hreinsun og með því að útvega búnað. Hægt er að nálgast t.d. ruslapoka og hanska í áhaldahúsum sveitarfélagsins. Blái herinn mun dreifa sekkjum meðfram stofnbrautum í báðum bæjarkjörnum þar sem plokkarar geta komið frá sér ruslinu sem plokkað er. Starfsmenn Suðurnesjabæjar og Blái herinn munu svo tæma og fjarlægja sekkina þegar átakið er búið.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Hitt verkefnið er göngustígur frá Útskálakirkju að höfn í Garði. Verkefnið felst í undirbúningi og hönnun á göngustíg með ströndinni frá Útskálakirkju að hafnarsvæði. Um er að ræða áframhald á göngustíg sem liggur meðfram ströndinni frá Garðskaga að Útskálakirkju. Í þessum áfanga er ekki gert ráð fyrir verklegum framkvæmdum. Áætlaður kostnaður er kr. 3.800.000 og er samþykkt styrkfjárhæð kr. 3.040.000.
Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is
Michelin CrossClimate+ • Sumardekk fyrir norðlægar slóðir • Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra • Halda eiginleikum sínum vel út líftímann • Gott grip við flest allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum
Michelin Primacy 4
Michelin Pilot Sport 4
• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra
• Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu
• Frábært grip og góð vatnslosun
• Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika
• Einstakir aksturseiginleikar
• Frábært grip og góð vatnslosun • Endingarbestu dekkin á markaðnum í sínum flokki
Notaðu N1 kortið
ALLA LEIÐ
Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu
440-1318 440-1322 440-1326 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri
440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Norðmenn taka fríin sín hátíðlega Hafsteinn Kröyer Eiðsson sem býr í Sandnes við Stavanger í Noregi. Hafsteinn Kröyer Eiðsson býr með unnustu sinni, tveim stjúpbörnum og fjölskylduhundinum í einbýlisleiguhúsnæði í bænum Sandnes sem er samliggjandi við bæinn Stavanger í Rogalandsfylki í Noregi. Hafsteinn starfar sem vöruflutningabílstjóri hjá matvælavörudreifingarfyrirtæki sem heitir Asko og dreifir matvörum í stóran hluta af öllum matvöruverslanakeðjum í Noregi. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég við fluttum frá Keflavík til Noregs um sumarið 2015 vegna þess að okkur þótti orðið of dýrt fyrir okkur að búa á Íslandi. Sem dæmi er lágt leiguverð á Íslandi að slá upp í heil meðalmánaðarlaun á meðan hér er það um eða undir hálfum mánaðarlaunum. Auðvitað ekki almennt kannski en þetta er mín reynsla. Svo skemmir ekki að fá betra sumarveður.“ Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
– Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Það var ákveðið að flytja í lok febrúar 2015 og ætluðum við að nota eitt ár í undirbúning en ég var farinn út með fullan skutbíl af dóti í lok júní sama ár og fjölskyldan fylgdi svo eftir í lok ágúst.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Ég á dóttur á Íslandi sem ég sakna mest og auðvitað saknar maður vina og annarra ættingja.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
– Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Hér í Noregi er matur voða svipaður og á Íslandi að mínu mati en það sem kom mest á óvart er hvað Norðmenn taka fríin sín hátíðlega. Allir hverfa upp í sumarbústaði við hvert tækifæri og bæirnir nánast tæmast.“ – Hve lengi hefurðu búið erlendis? „Ég hef búið í Noregi síðan sumarið 2015 og alltaf verið í sama hverfinu í Sandnes – hér vil ég bara vera. Ég bjó reyndar áður í Noregi í tæpt ár 2004–2005 og í Danmörku frá 2008–2011.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Hér í Sandnes eru helstu kostir að það snjóar varla á veturna og þetta er smábæjarfílingur, þó er allt til alls hérna og stutt í skóga, fjöll og aðra fagra náttúru.“ – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Finnst persónulega frábært að hafa fjölskyldu hérna en hef ekki verið án hennar heldur svo ég hef ekki hinn pólinn til að miða við.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Hefðbundinn dagur hjá mér er ekki til. Vinn ýmist dag eða
kvöld og frúin einnig en vegna COVID-19-ástandsins er lítið gert annað en að vinna, labba með hundinn út í skóg og glápa á imbann. Kannski sóla sig ef vel viðrar eins og nú þegar þetta er sagt.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Miðað við ástandið í samfélaginu um þessar mundir get ég bara ekki beðið eftir sumarfríi og góðviðrisdögum enda uppáhaldsárstíðin minn.“
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Hef í sjálfu sér of fá áhugamál. Áhugamálin koma og fara en ljósmyndum er eitthvað sem ég hef haft brennandi áhuga fyrir um áraraðir og það er ekki neitt sem mun hindra mig í að sinna því.“ – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Ef hægt verður mun eitthvað vera keyrt um Suðvestur-Noreg en engin spes plön verið gerð um slíkt sökum COVID-19-ástandsins og planið, sem var sett fyrir krísuna, var eiginlega að taka því nokkuð rólega og taka með trompi sumarið 2021 með Evrópureisu eins og við gerðum í fyrra, enda bara æðislegt að geta sest upp í bíl heima hjá sér og keyrt þangað sem maður vill.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „COVID-19-ástandið er ekki að gera neinn skandall hér í mínum heimabæ og allir voða rólegir yfir þessu. Þó er fólk voða duglegt að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um fjarlægðir milli fólks og þess háttar. Mikið er þó um áhyggjur vegna mikils atvinnuleysis sökum ástandsins að ég held.“
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Lítið breyst í tilverunni hér nema að fjölskyldan eyðir meiri tíma saman sem hefur bara verið jákvætt í okkar tilfelli.“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Lærdómur sem allir geta lært af þessu er að allt getur gerst og margir lifa of mikið í eigin bubblu, óafvitandi að að heimurinn getur breyst í einni svipan. Gott er að vera með opinn huga um að aðstæður geta breyst í öllum heiminum nánast án fyrirvara. Bara skoða heimssöguna til að sjá slíkt og við erum sko ekkert stikkfrí á okkar tímum.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Venjulega nota ég bara símann og hringi í fólk. Nota þó videospjall á Messenger til að tala við dóttur mína á Íslandi.“ – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Mundi hringja í móður mína ef ég fengi bara eitt símtal í dag. Ekki spurning.“
Nýtt tækifæri til náms Einka- og atvinnuflugnám: Sameinaður skóli Keilis og Flugskóla Íslands er einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum. Verkleg þjálfun fer fram í fullkomnum kennsluvélum og nýjum flughermum bæði í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Háskólabrú: Frumgreinanám í fremstu röð þar sem kröfur fullorðinna nemenda eru í fyrirrúmi. Við mætum þínum þörfum og bjóðum upp á námið í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu. Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku: Átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram í verklegri kennslu um allt land. Fótaaðgerðafræði: Þriggja anna fjarnám með staðlotum í nýrri verklegri aðstöðu á Ásbrú. Eina nám sinnar tegundar á Íslandi og miklir atvinnumöguleikar. Einka- og styrktarþjálfaranám: Ítarlegasta þjálfaranám á Íslandi vottað af EuropeActive samtökunum. Námið er kennt í fjarnámi og staðlotum á Ásbrú. Nordic Personal Trainer Certificate: Einkaþjálfaranám á ensku sem fer fram í fullu fjarnámi. Menntaskólinn á Ásbrú: Nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð, þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Opnir framhaldsskólaáfangar: Keilir býður upp á fjölda framhaldsskólaáfanga í fjarnámi. Vinnuverndarskóli Íslands: Vinnuverndarskóli Íslands er nýr skóli á vegum Keilis og býður upp á sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Námskeiðin fara fram í fjarnámi með stuttum vinnulotum á Ásbrú og á höfuðborgarsvæðinu.
„Ég trúði því í raun ekki að ég ætti eftir að fara aftur í nám. Mig langði mikið, en ég trúði því bara eiginlega ekki að ég gæti það. En ég hafði rangt fyrir mér - hér fann ég sjálfstraustið til þess að takast á við námið.“ Þorbjörg Guðmundsdóttir lauk Háskólabrú Keilis 2016
KEILIR
// ÁSBRÚ
// 578 4000
// www.keilir.net
//
keilir@keilir.net
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hrædd um að ástandið eigi eftir að vara lengi – segir Guðbjörg Bjarnadóttir Özgun sem hefur búið og starfað í Banda ríkjunum í tæp fjörtutíu ár.
Guðbjörg Bjarnadóttir Özgun hefur búið og starfað í Bandaríkjunum í tæp fjörtutíu ár og er starfsmaður í sendiráði Íslands í Washington DC. Hún segist heppin að geta unnið heima á tímum COVID-19 en er hrædd um að ástandið eigi eftir að vara lengi. – Hvernig hefur COVID-19 haft áhrif á þig og fjölskylduna? Í stóru myndinni tel ég okkur heppin að við getum öll unnið heima en auðvitað er þetta búið að vera erfitt eins og hjá flestum. Faðir minn lést í lok mars, það var mjög erfitt að geta ekki verið með honum þessa síðustu daga og ekki getað verið með fjöl-
skyldu minni á þessum erfiða tíma en þakka guði fyrir að hafa getað verið með honum og minni stórfjölskyldu á FaceTime. – Hvernig hafið þið brugðist við? Við höldum okkur mest heima við, höldum okkur í tveggja metra fjarlægð þegar við förum í búð, notum
spritt og grímur og þegar við hittum börn og barnabörnin höldum við okkur líka í fjarlægð. – Hvernig leggst framhaldið í þig og hvernig sérðu það fyrir þér? Ég er hrædd um að þetta eigi eftir að standa lengi og er með áhyggjur að þetta eigi eftir að koma sér illa hjá mörgum. Höldum í trú og von um að fara til Íslands í langt sumarfrí. – COVID-19 hefur auðvitað haft áhrif á starfsemi íslenska sendiráðsins í Washington, þar sem þú starfar. Já, borgaraþjónusta ráðuneytisins á hrós skilið. Það var unnið allan sólarhringinn til að aðstoða Íslendinga um allan heim við að finna flugleiðir fyrir fólk að komast heim. Við í sendiráðinu hér vorum í sambandi við fólk í Suður- og Norður-Ameríku og gekk þetta bara nokkuð vel. – Hvernig er staðan í þínu nærumhverfi? Ralph Northam, ríkissstjórinn í Virginiu þar sem ég bý, setti fram yfirlýsingu þann 30. mars þar sem hann hvatti alla sem geta verið heima að gera svo. Allir skólar eru lokaðir
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
... borgaraþjónusta ráðuneytisins á hrós skilið. Það var unnið allan sólarhringinn til að aðstoða Íslendinga um allan heim við að finna flugleiðir fyrir fólk að komast heim ...
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Netspj@ll í Virginiu og nágrenni (MD og DC) og öllum elliheimilum hefur verið lokað fyrir heimsóknir. Í sýslunni þar sem ég bý, Fairfax, en þar búa rúmlega milljón manns, eru áberandi mörg smit að finnast á hverjum degi. Það er verið að vona að í enda vikunnar fari að draga úr smitum. Hann setti þessa skipun á þar til 10. júní með það í huga að hann getur breytt því. Fólk fer eftir þessum reglum og heldur sér í tveggja metra fjarlægð, fer í sjálfskipaða sóttkví ef það er með undirliggjandi sjúkdóma, fólk er mikið með grímur ef það fer í matvörubúðina og er þar tekið stíft á að að halda sér í fjarlægð frá hinum. Það er komið vor og fólk er mikið að hlúa að heimilum sínum og görðum þar sem það er enn opið í byggingavöruverslunum. Fólk að notfæra sér það. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við erum í daglegu sambandi við móður mína á FaceTime svo erum við reglulega að hitta vini ýmist á FaceTime og Zoom. – Hefðbundin símtöl eða myndsímtöl? Notum Skype og Zoom fyrir fundi og annað í sambandi við vinnuna. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Mamma, sakna hennar mjög mikið. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Ég tek bara einn dag í einu.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Vera alltaf góð við hvert annað. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, ég tel mig vera það. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Góða, grillaða steik. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Alls konar pottrétti. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Konfektterta. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Kjöt í hamborgara, brauð og kartöflur fyrir franskar kartöflur. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Dóttir okkar og hennar fjölskylda fluttu í nýtt hús. – Hvað hefur slæmt gerst í vikunni? Fréttin um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19?
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hvenær áttu afmæli? Á miðvikudaginn 22. apríl. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til.
12 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fer förðun og útgerð saman?
Þ
að líður að lokum aprílmánaðar og það líður líka að lokum vetrarvertíðarinnar árið 2020. Inni í vetrarvertíðinni eru reyndar kannski tvær aðrar vertíðir ef þannig má kalla það sem eru svo til árviss atburður. Sú fyrri er loðnuvertíðin en hún var engin í ár og ekki heldur árið 2019. Hin er grásleppuvertíðin. Það eru reyndar ekki margir bátar sem stunda grásleppuveiðar frá Suðurnesjum og fyrsti báturinn sem fór á þær veiðar var Tryllir GK í Grindavík. Hefur hann landað 15,1 tonn í átta róðrum og af því er grásleppa 13,7 tonn. Garpur RE kom næstur en hann fór líka í Grindavík og hefur landað 10,3 tonnum í þremur róðrum og af því er grásleppa 9,3 tonn. Bátarnir hafa verið með netin ekki langt frá Grindavík en þó á sitthvorum staðnum. Tryllir GK hefur verið með netin meðfram ströndinni
að Stað og Garpur RE hefur verið með netin utan við Hópsnesið. Reyndar er nokkuð merkilegt með þennan bát Garp RE, alla þessa öld hefur báturinn minnst verið á því sem kalla mætti hefbundnum botnfiskveiðum. Báturinn hefur að mestu verið að veiða beitukóng í gildrur í Breiðafirðinum og landað þá á Grundarfirði að mestu. Báturinn lá reyndar við bryggju frá því í júní 2013 og alveg fram í júní 2018 þegar að báturinn hóf veiðar aftur. Alla þessa öld hafði báturinn aldrei komið í hafnir á Suðurnesjunum, ekki fyrr en í ágúst 2018 til Sandgerðis og hefur reyndar landað nokkuð oft þar þegar báturinn er á skötuselsveiðum en þetta er í fyrsta skipti sem að báturinn landar í Grindavík á þessari öld. Annars var Garpur RE smíðaður á Seyðisfirði árið 1989 og þá að mestu gerður út frá Austurlandi. Merkilegt má segja að útgerðarfyrirtækið sem
gerir út Garp RE heitir Neglur og list ehf. og er staðsett á Grensásvegi í Reykjavík. Ansi sérstakt að fyrirtæki sem er í naglasnyrtingu og förðun geri líka út stálbát. Bátarnir frá Sandgerði eru líka byrjaðir veiðum og hafa lagt netin sín en eru ekki búnir að landa afla þegar að þessi pistill er skrifaður. Addi Afi GK er búinn að leggja netin en hann lagði þau skammt utan við Sandgerði og áleiðis að Hvalsnesi. Guðrún KE er líka búin að leggja svo til á svipuðum slóðum og Svala Dís KE líka komin á sömu slóðir. Eins og fram kom í síðasta pistli þá er hrygningarstopp í gangi og það þýðir að þeir bátar sem ætla sér að vera að veiðum fyrir utan grásleppubátanna þurfa að fara út fyrir tólf sjómílurnar. Vörður ÞH kom til Grindavíkur með 47 tonn og Pálína Þórunn GK kom til Sandgerðis með 62 tonn, báðir voru búnir að vera að veiðum
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
utan við tólf mílurnar. Reyndar eru hinir togarar Nesfisks komnir við Austurlandið, Berglín GK og Sóley Sigurjóns GK, en voru ekki búnir að landa afla þegar þessi pistill er skrifaður. Með þessum pistli fylgir líka smá myndband sem kannski á smá tengingu í efni þessa pistils, það er tekið út innsiglingarrennuna í Sandgerði en þar fyrir utan hafa grásleppubátarnir sem minnst er á að ofan lagt netin sín.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-14
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
G LEÐILEGT SUMAR
Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!
REYKJANESBÆR
Merki KSK eignir fyrir 4lita offsetprentun Litur: CMYK: C 100 - M 55 - Y 0 - B 55
vinalegur bær
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Aníta Lind Róbertsdóttir Fisher, leiðbeinandi í Myllubakkaskóla, ætlaði sér að verja páskunum erlendis en var þess í stað heima og vonar að Ljósanótt haldist óbreytt.
Sérstök upp lifun að geta ekki faðmað pabba – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Eins og eflaust flestum þykir mér ástandið óþægilegt en ég hef verið jákvæð og gert það besta úr aðstæðum. Erfiðast þykir mér að geta ekki umgengist ömmu mína og afa eins og ég er vön. – Hefurðu áhyggjur? Ég hafði áhyggjur áður en samkomubann var sett á og skólahald breyttist. Ég vinn með elsta stigi í grunnskóla og eru skólastofurnar yfirleitt þétt setnar, því var mér létt þegar samkomubannið var sett á. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Faraldurinn hefur haft töluverð áhrif á síðastliðnar vikur. Við fjölskyldan ætluðum okkur að eyða páskunum erlendis en í stað þess eyddum við þeim saman heima sem var notalegt. Varðandi vinnu þá hafði samkomubannið þau áhrif að elsta stig grunnskóla stundaði heimanám í fjarskiptum við kennara, svo það hafði töluverð áhrif á daglegt líf að mæta ekki í vinnu daglega. Ég nýtti dagana í fjarskipti við nemendur og með fjölskyldunni sem var einnig mikið heima. – Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Pabbi minn fór í sóttkví eftir heimkomu frá Bandaríkjunum. Það
var sérstök upplifun, að geta ekki faðmað hann og umgengist eftir langa fjarveru erlendis.
fyrirmælum stjórnvalda og gæta fyllstu varúðar þar sem mikið er í húfi.
– Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Ég tók COVID-19 alvarlega um leið og fréttir fóru að berast af veirunni. Um miðjan febrúar, áður en veiran varð útbreidd í Evrópu og Bandaríkjunum, fór ég til New York og stóð mér ekki á sama, sérstaklega á flugvöllunum.
– Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Mér þykir mikilvægast að nýta tímann í að sinna andlegri og líkamlegri heilsu. Mér finnst einnig mikilvægt að þjóðin dragi lærdóm af heimsfaraldrinum. Við tökum oft lífinu, heilsunni, og umhverfi okkar sem sjálfsögðu. Heimsfaraldurinn hefur verið okkur góð áminning hve þakklát við megum vera fyrir ofantalda þætti. Mér þykir vert að minnast á hve þakklát við megum vera fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar sem og aðra framlínustarfsmenn, til dæmis kennara og afgreiðslufólk í matvörubúðum sem hefur þurft að standa vaktina til að halda samfélaginu gangandi eins og unnt hefur verið.
– Hvað varð til þess? Ég sá í fréttum hve alvarleg veiran er og hve auðveldlega hún smitast. – Hvernig ert þú að fara varlega? Ég hef frá upphafi veirunnar gætt fyllstu varúðar hvað varðar hreinlæti og samskipti við fólk. Nú er elsta stigið farið að mæta aftur í skólann svo það skiptir miklu máli að gæta að hreinlæti þar og höldum við tveggja metra fjarlægð eins og unnt er. – Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Mér finnst stjórnvöld standa sig yfirburða vel. – Finnst þér fólk vera taka tilmælum yfirvalda nógu alvarlega? Mitt nánasta fólk gerir það og almenningur í flestum tilfellum. Ég vona að fólk haldi áfram að fylgja
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
– Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Ég hef því miður ekki kynnt mér úrræði sveitarfélagsins en ég geri ráð fyrir að sveitarfélagið sé að vinna að úrræðum til úrlausna vegna ástandsins sem hefur sérstaklega mikil áhrif á Reykjanesbæ hvað varðar atvinnuleysi.
– Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Ég er ekki mikið fyrir samkomur en mér þykir gaman að fara út að borða svo það hefur haft áhrif á það. Í stað þess höfum við kærasti minn verið dugleg að fara í sumarbústað og elda þar góðan mat, vert er að taka það fram að við héldum okkur að sjálfsögðu heima yfir páskana samkvæmt tilmælum Víðis. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Við mamma förum í matvöruverslanir en reynum að gera það sem sjaldnast og förum varlega. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Það er erfitt að segja til um það. – Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ég ætla að ferðast innanlands í sumar en erlendis um leið og það er talið öruggt. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú hræðist að verði aflýst? Ég er ekki mikið fyrir samkomur svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því en ég vona að Ljósanótt haldist óbreytt þar sem hún er mikilvæg fyrir samfélagið okkar í Reykjanesbæ.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Gáfu spjaldtölvur og heyrnartól til Víðihlíðar
Slysavarnadeildin Þórkatla færði nýlega íbúum hjúkrunardeildar Víðihlíðar spjaldtölvur og heyrnartól. Strangt til tekið er ekki um slysavarnir og verkefni þeim tengt að ræða, en það er ákveðin vörn í því að sjá til þess að stytta fólki stundir andlega og félagslega þegar þörf er á. Þar sem samkomubann ríkir núna í þjóðfélaginu eru heimsóknir ekki leyfðar á Víðihlíð og íbúar þar geta því ekki
hitt ættingja og ástvini. Þá getur tæknin komið til bjargar meðan þetta tímabundna ástand varir. Þórkötlur ákváðu að gefa bæjarbúum kost á að gefa með í söfnunina og tóku nokkrir þeirra þátt, kann slysavarnadeildin þeim bestu þakkir fyrir framlagið, segir á grindavik.is.
Guðrún Kristín Einarsdóttir formaður og Sigrún Stefánsdóttir stjórnarkona Þórkötlu fóru og afhentu íbúum gjöfina. Þeir sem vilja leggja slysavarnadeildinni lið í þessari söfnun eða bara almennt geta lagt framlag sitt inn á reikning 014305-2521, kennitala 560190-2049.
Rafræn myndlistarsýning í Kvikunni – allir geta verið með Öllum íbúum og velunnurum Grindavíkur er velkomið að taka þátt í rafrænni myndlistarsýningu Kvikunnar. Hún fer þannig fram að allir áhugasamir skapa listaverk heima hjá sér og taka svo af því mynd og senda inn. Myndirnar verða til sýnins á grindavík.is og á Facebook-síðu Kvikunnar. Listamenn í Grindavík eru hvattir til að merkja sér myndirnar á Facebook með því að „tagga sig“ á myndinni. Þema sýningarinnar er frjálst en tilvalið að nota nærumhverfið
Sjóarinn síkáti fer ekki fram í ár S jómannahátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík fer ekki fram í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. „Undanfarna mánuði hafa Grindvíkingar undirbúið Sjóarann síkáta, sjómanna- og fjölskylduhátíð, sem fram átti að fara í 25. sinn um sjómannadagshelgina í ár. Hátíðin hefur í gegnum tíðina verið vel sótt og þúsundir gesta heimsótt Grindavík þessa helgi. Einn megintilgangur hátíðarinnar er að stuðla að samveru Grindvíkinga og gesta. Erfitt er að hugsa sér að Sjóarinn síkáti fari fram með öðrum hætti
en að fólk komi saman og skemmti sér. Í kjölfar víðtæks samráðs við helstu hagsmunaaðila hátíðarinnar hefur verið ákveðið að Sjóarinn síkáti fari ekki fram í ár í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Þó svo ekki fari fram hátíðardagskrá með hefðbundnum hætti munu aðstandendur Sjóarans síkáta leitast við að brjóta upp hversdagsleikann síðar á árinu. Grindvíkingar eru þekktir fyrir að sýna samstöðu þegar á reynir og munu saman sigla í gegnum það ástand sem nú ríkir,“ segir í tilkynningunni sem endar á hvatningu um að sjást á Sjóaranum síkáta 2021.
til þess að fá innblástur og skapa verkin. Tekið er við myndum á netfangið kvikan@grindavik.is eða í Facebook-skilaboðum til Kvikunnar fram til hádegis 31. apríl næstkomandi. Sýningin hefst svo 1. maí. Merkja skal myndir með nafni listamanns og aldri og einnig er gaman ef listaverkið fær nafn. Eftir að sýningin hefst mun besta myndin vera valin og verður hún sett á póstkort. Póstkortin verður svo hægt að kaupa í Kvikunni í sumar!
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þuríður Aradóttir segir mikilvægt að ferðaþjónustan haldi lífi. Þurfum að vera tilbúin þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Tökum vel á móti Íslendingum.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Staðan mjög alvarleg en líka mörg tækifæri „Staðan er mjög alvarleg á veirutímum. Suðurnesjamenn eru svo háðir fluginu og ferðaþjónustunni. Fjórði hver vinnandi maður á Suðurnesjum starfar í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan á Reykjanesi er að upplifa það sama hér og annars staðar, eitthvað sem við höfum enga stjórn á. Það eru engar tekjur og engir ferðamenn og að standa inni í flugstöðinni núna er eitthvað sem maður átti aldrei von á og vonar að komi ekki fyrir aftur þegar þessum faraldri lýkur,“ segir Þuríður Aradóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness.
Ljósmyndir frá Reykjanesi fyrir Markaðsstofu Reykjaness: Þráinn Kolbeinsson Ljósmyndir af Þuríði: Páll Ketilsson
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þurfum að vera tilbúin – Tæplega sjöundi hver Suðurnesjamaður, eða 66%, er núna kominn í lægra starfshlutfall og mikill fjöldi orðinn atvinnulaus. Atvinnuleysi er hvergi hærra en er Markaðsstofa Reykjaness með eitthvað á prjónunum á tímum COVID-19? „Ég get ekki sett mig í þá stöðu sem fyrirtækin eru í núna, flest okkar fyrirtæki eru lítil eða meðalstór. Mest fjölskyldufyrirtæki sem hafa verið byggð upp á undanförnum árum en nú þarf að byrja upp á nýtt. Við getum bara horft fram á veginn og rýnt í ljósglætu við enda ganganna. Við hjá Markaðsstofu Reykjaness erum byrjuð að vinna nýtt markaðsefni og allur fókus fer á innanlandsmarkað fyrir komandi tíma, næstu mánuði og sumarið. Við vitum ekkert um hvað gerist með erlenda ferðamenn, sú staða er algerlega óljós eins og er. Íslandsstofa að vinna í þeim málum og við fylgjumst með þar en við þurfum að vera tilbúin þegar ferðamannaglugginn opnar aftur. Þá ætlum við að vera tilbúin en á næstunni mun áherslan fara í að vinna nýtt kynningarefni um Reykjanesið sem frábærum valkosti. Við viljum ná til fólks þegar allt opnar á nýjan leik.“
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Reykjanesið bíður eftir Íslendingum – Hvernig er Reykjanesið tilbúið að taka á móti íslenskum ferðalöngum, eru til pakkar sem þeir geta valið út og hvernig eru innviðir, veitingastaðir og fleira? „Ferðaþjónustufyrirtækin eru tilbúin og möguleikarnir eru miklir. Við erum með yfir 30 fjölbreytta veitingastaði á öllum skaganum og nærri 100 gististaði. Það er ótrúlega mikið af fjölbreyttu og skemmtilegu efni sem við getum boðið. Afþreyingarmöguleikar eru margir á öllu svæðinu, hvort sem þú vilt ferðast einn eða í hópum. Þú getur valið um að fara á kajak, á sjóstöng, snorklað í Kleifarvatni, farið á fjórhjól, í hvalaskoðun, golf og svo gerum við menningu, listum og tónlist hátt undir höfði, t.d. í Rokksafni Íslands. Það er ótrúlega margt í boði. Við þurfum bara að hjálpa fólki að uppgötva hvað þessi perla hefur upp á að bjóða.“
Þú getur valið um að fara á kajak, á sjóstöng, snorklað í Kleifarvatni, farið á fjórhjól, í hvalaskoðun, golf og svo gerum við menningu, listum og tónlist hátt undir höfði ...
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
... flest okkar fyrirtæki eru lítil eða meðalstór. Mest fjölskyldufyrirtæki sem hafa verið byggð upp á undanförnum árum en nú þarf að byrja upp á nýtt. Við getum bara horft fram á veginn og rýnt í ljósglætu við enda ganganna ... Þuríður segir að fyrir tíma COVID-19 hafi um 8% Íslendinga heimsótt Reykjanesið. „Það er aðeins hærra en hálendi Íslands er að fá svo það er ljóst að tækifærin eru mörg til að hækka þá tölu. Stór markhópur er t.d. fólk á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögum þar í kring. Við köllum eftir samtali við fyrirtækin og fólkið í ferðaþjónustunni á Reykjanesi vegna komandi ferðatíðar þar sem Íslendingar verða gestirnir en ekki útlendingar.“
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Það er sérstakt að vera með tilbúið hótel en enga gesti. Við erum vanari hinu. Á Suðurnesjum eru 2800 rúm í rúmlega þrjátíu gististöðum ...
Fyrirtækin lifi – Munu fyrirtækin í ferðaþjónustunni á Reykjanesi lifa þessi ósköp af? „Ég held og vona að flest fyrirtækin á Reykjanesi muni lifa þetta af með aðstoð ríkis og sveitarfélaga. Það er mikilvægt að halda lífi í fyrirtækjunum svo vinna undanfarinna ára fari ekki í vaskinn. Hagur annarrar starfsemi liggur líka undir, ferðaþjónustufyrirtækin eru að eiga viðskipti við fjölda annarra fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu á svæðinu og veita fjölda fólks atvinnu. Ég er bjartsýn og Reykjanesið er tilbúið til að taka á móti gestum. Við erum búin að vera að byggja upp á undanförnum árum. Við vorum komin á þann stað að fara að bjóða heim. Nú er fókusinn kominn á heimamenn og við viljum fá þá með okkur í lið. Það eru margir sem vita ekki hvað er í þeirra bakgarði. Við þurfum að vera að stolt af því sem við eigum og deila því með öðrum.“
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ég vona að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur í tómri flugstöð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ferðaþjónustan er ótrúlega litrík og fjölbreytt ...
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Víkurfréttamenn hittu Þuríði í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Engir ferðamenn eru á Íslandi og því sérstakt að upplifa það að koma inn í flugstöðina án alls þess lífs sem þar hefur verið undanfarin ár. Aðeins nokkrir starfsmenn á ferli í viðhaldsverkefnum. Engir ferðamenn. Engar flugvélar á lofti. „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur í tómri flugstöð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ferðaþjónustan er ótrúlega litrík og fjölbreytt, það er mikill karakter í þessari starfsemi og auðveld kynningarvara. Ég hlakka til þegar við förum að blómstra aftur.“
Fjöldi gistiog veitingastaða
Vest Norden á Reykjanesi
Þuríður fagnar nýjustu framkvæmdum í hótelbyggingum en þrjú stærri hótel á svæðinu hafa verið að stækka eða rísa eins og Marriott-hótelið. „Það er sérstakt að vera með tilbúið hótel en enga gesti. Við erum vanari hinu. Á Suðurnesjum eru 2800 rúm í rúmlega þrjátíu gististöðum en það er ekki langt síðan að 300 herbergja Base hótel á Ásbrú lokaði.“
Í haust er á dagskrá að halda hina þekktu Vest Norden-ferðakaupstefnu en milli 600 og 700 manns koma að jafnaði á hana. Búið var að bóka gistingu fyrir þann fjölda á Suðurnesjum en ráðstefnan er enn á dagskrá í byrjun október. „Við vitum ekki hvort af henni verður eða hvort viðburðurinn verði með takmörkuðum hætti. Við horfum á mikil tækifæri í þessari ráðstefnu og vonandi náum við að halda hana og heimurinn búinn að opna aftur í haust.“
Vítt til veggja í öruggu landi Það mun vonandi hjálpa Íslandi að þar er vítt til veggja ef það verður eitthvað sem ferðamenn munu horfa til þegar þeir fara aftur á stjá. „Það er nóg pláss fyrir alla á Íslandi og náttúran er fjölbreytt og falleg og bíður ferðamanna þegar þeir fara aftur að ferðast og velja sér áfangastaði. Þegar þessu öllu lýkur skiptir mestu máli að á Íslandi ertu öruggur í okkar fallega og víðfeðma landi. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum komast í gegnum þetta. Íslendingar hafa áður tekist á við erfið verkefni og við munum leysa þetta eins og þau sem áður hafa komið,“ segir Þuríður Aradóttir hjá Markaðsstofa Reykjaness.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Netspj@ll
Metum heilbrigðiskerfið sem stóð sig best af öllum í heiminum
„Nú hringir enginn í síðdeg is þættina í útvarpinu frá Sp áni ti að tala illa um heilbrigðiske l rfið á Íslandi og hvað allt sé be tra í útlöndum. Það heyrist lít ið frá því fólki því flest af þv í er komið heim í öryggið. Met um heilbrigðiskerfið sem stóð sig best af öllum í heiminum, ég fullyrði það,“ segir Ásmun dur Friðriksson, alþingismaður , í Netspjalli við Víkurfrétti r.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Við erum vonandi búin að toppa veikindin og á næstu vikum fer álagi á heilbrigðiskerfið að minnka. Um leið og ég hlakka til sumarsins, góða veðursins og allrar gleðinnar sem sumarið býður upp á er mikilvægt að við förum varlega en ég trúi því að við komum hjólum atvinnulífsins og daglegs lífs af stað því það er líka lífsspursmál fyrir þjóðina. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég lít þá í eigin barm og segi við sjálfan mig. Ég kom sjálfum mér á óvart með rólegu lífi og hvað mér leið vel heima með Siggu í sóttkví og síðan í hálfgerðri sóttkví og sjálfskipuðu farbanni. Það hefur ekki verið svo mikill tími til að rækta hjónabandið og fjölskylduna eins og ég hef gert síðustu vikur og bætt upp fjarvistir síðustu ára. Fjölskyldan er hornsteinn lífsins. Samfélagið ætti að meta betur hvað í raun mikið er gert fyrir okkur og við ættum að temja okkur meira þakklæti fyrir bæinn okkar og landið sem við búum í. Nú hringir enginn í síðdegisþættina í útvarpinu frá Spáni til að tala illa um heilbrigðiskerfið á Íslandi og hvað allt sé betra í útlöndum. Það heyrist lítið frá því fólki því flest af því er komið heim í öryggið. Metum heilbrigðiskerfið sem stóð sig best af öllum í heiminum, ég fullyrði það. Þökkum fyrir góða leiðsögn í gegnum hremmingarnar og ekki ástæða til annars en sú leiðsögn verði góð út úr faraldrinum til venjulegs daglegs lífs. Vonandi auðnast okkur að skipa málum þannig að við komum sterkari og samstæðari samfélag út úr hremmingunum en við vorum áður.
Það hefur ekki verið svo mikill tími til að rækta hjónabandið og fjölskylduna eins og ég hef gert síðustu vikur og bætt upp fjarvistir síðustu ára. Fjölskyldan er hornsteinn lífsins. ...
– Hvernig varðir þú páskunum? Heima með Siggu. Fórum í boð með tveimur dætrum af fimm börnum á föstudaginn langa, tengdasyni og þremur barnabörnum og fékk þann hóp í mat á páskadag. Þá vantar dóttur mína í Eyjum og hennar börn og mann, Magnús Karl var í einangrun í Barcelona og Friðrik á kolmunaveiðum við Írland alla páskana. – Hvað var í páskamatinn? Lambahryggur með tilheyrandi meðlæti, Kjörís og rjómi. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hef fundað mikið í nefndum þingsins og þingflokki síðustu vikur á Zoom. Við Sigga erum í sambandi við börnin okkar á hverjum degi, stundum náum við þeim öllum en alltaf mikil samskipti. Þá er ég duglegur að hringja í vini og vandamenn og þarf ekki páska í það. Heimsóknum er haldið í lágmarki eins og öðrum beinum samskiptum. Geng á hverjum degi, mismunandi langt en frá tíu til fimmtán kílómetra. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Fjölskyldusímtal á Messenger þar sem við erum öll fjölskyldan í góðum gír og stutt í sprellið.
– Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, ég er það þegar ég er beðinn eða tek mig til. Ég er kannski ekki frumlegasti kokkurinn eða kem öllum á óvart í matargerðinni. Ég er bara nokkuð sleipur í þessu einfalda og góða sem hefur haldið lífi í Íslendingum í aldir. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Allur hefðbundinn, íslenskur matur, kjöt og fiskur. Svo hefur ástarsamband mitt og ísskápsins á heimilinu varað í áratugi og hann geymir allt sem biður mig að borða sig þegar ég á ekki að borða. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Beinlausa fugla sem ég elda á aðfangadagskvöld. Siður sem langamma mín og langafi, Elín og Friðrik á Löndum, tóku upp á sínum fyrstu jólum í búskap 1903 og hefur síðan verið óslitið á borðum einhvers úr fjölskyldunni. Hjá mér alla ævi. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Atkinsbrauð og pizzusnúðar. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Nætursaltaða ýsu.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Ertu bjartsýnn á framtíð Suðurnesja? Já, mjög. Við búum við risjótt veðurfar og risjótta afkomu atvinnulífins. Þekkjum sveiflur og dali en við rísum alltaf aftur upp og eigum að nýta á jákvæðan hátt þá grósku sem jarðvegur er fyrir hér á Suðurnesjum.
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gleðilegt golfsumar!
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27
Hundruð kylfinga eru búnir að taka fram golfkylfurnar og eru mættir á vellina sem hafa opnað. Fyrstu kylfingarnir voru mættir kl. 7 að morgni síðasta vetrardags á Hólmsvöll í Leiru þar sem þessar myndir voru teknar. Fleiri myndir á vf.is og á kylfingur.is
28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
S4S ehf., i r jó t s a d m æ v k son er fram m pizzur. u r u ð a Hermann Helga m a g u h á l og mikil bjartsýnismaður
i k k e i t Gæ r é m ð a s hug að borða g o a k á n s r u k ö l b r u leð
Netspj@ll – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, hef þann kost að líta alltaf björtum augum á framtíðina.
– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, flestir hlýði Víði.
– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Hef mikinn áhuga á fótbolta, körfubolta og mínu liði Keflavík, ástandið kom í veg fyrir að karlalið Keflavíkur í körfunni hafi unnið titilinn 2020, fótboltatímabilið sem ætti að fara hefjast þessa dagana hefur verið frestað til miðjan júní, leiðinlegt að komast ekki á völlinn. Golfið verður í góðu lagi og ætla ég að lækka forgjöfina í sumar.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum Njóta augnabliksins, nýta tæknina meira til fjarfunda þurfum kannski ekki allar þessar ferðir innanlands og erlendis til funda. Opnunartími verslana mun styttast, held að það verði margt gott sem við munum gera öðruvísi þegar allt líður hjá.
– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Fyrir utan Keflavík þá hef ég ekki fundið hann ennþá en Vestmannaeyjar eiga alltaf eitthvað í mér. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Spila golf, ferðast um landið finna uppáhaldsstaðinn á Íslandi. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Það voru plön um ferðir erlendis vegna vinnu og með fjölskyldunni til Tenerife sem ekkert varð af. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Hún hefur verið skrýtin, nánast ekkert farið uppí íþróttahús eða í sundlaugina sem var nánast daglegt brauð hjá mér en potturinn heima hefur bjargað sundferðunum (pottaferðunum) en ekkert komið í stað íþróttanna.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Sími og Messenger ómissandi, er að nota Teams vinnutengt. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ef þetta má vera ósk þá væri ég alveg til í að heyra í pabba, taka spjallið og fá nokkur góð ráð en þar sem hann er fallinn frá þá er það mamma alltaf gott að heyra í henni. Það líður stundum langt á milli símtala, ég þarf að bæta úr því. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Nei en er að reyna að koma mér upp sérkunnáttu í pizzagerð, er mikill áhugamaður um pizzur. Svo sér maður um grillið, það er nánast í eldhúsinu. Annars er eldhúsinu stjórnað af eiginkonunni, set í eina og eina uppþvottavél eftir matinn. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Pizzur. Síðasta var með pizzasósu, nautahakki, mexíkóosti, piparosti, sveppum, lauk, jalapeno, Doritos (svörtu), döðlum, pizzaosti og heitu pizza
kryddi. Breyti samt oft uppskriftinni en alltaf með ákveðinn grunn, þessi á eftir að verða „best seller“ á pizzastaðnum okkar Kalla Finnboga í framtíðinni. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pizza og bixímatur með spældu eggi á lambalæri/hrygg sunnudagsins – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Snáka og leðurblökur. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Í síðustu viku bakaði Anna María, tólf ára dóttir, mín bananabrauð. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Egg, avókadó, Lambhagasalt og túnfisk með chilli. Gæti boðið Gogga samstarfsmanni mínum í mat þetta svaklegt combó.
fðir þú viljað fá að Hvaða spurningu he Hver er spurningin i? svara í þessu viðtal i? nn og svarið við he
OVID-19 ná – Hvenær mun C lágmarki? 0% bati hjá þeim Mín spá 20. maí 10 iruna. sem hafa fengið ve
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29
Netspj@ll
Ástandið hefur aðeins truflað golfið – Líturðu björtum augum til sumarsins? Hvort ég geri. Sumarið er tíminn. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Golfbakterían greip mig fyrir tveimur árum og hefur yfirtekið öll önnur áhugamál. Ástandið hefur aðeins truflað golfið, æfingasvæðið er lokað og golfkennslan liggur niðri um stund en það horfir til betri vegar strax 4. maí. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Ásbyrgi og Landmannalaugar eru uppáhalds. Ásbyrgi og Landmannalaugar eru fallegustu staðir á landinu að mínu mati og töfrum líkast að koma þangað. Vestmannaeyjar eiga líka stóran hluta í mér enda alltaf gott að koma til Eyja. Á marga góða vini þar sem eru eins og mín önnur fjölskylda og svo er náttúran þar mögnuð og golfvöllurinn frábær. Hér á svæðinu er Garðskagaviti í algjöru uppáhaldi og fer ég oft þangað. Sólsetrið, kyrrðin og hafið er engu líkt, mögnuð blanda. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Stefnan er að spila eins mikið golf og ég mögulega get og lækka forgjöfina enn frekar. Ferðast innanlands með golfsettið í skottinu verður líklega málið. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Ég væri í golfferð með frábærum hópi kvenna á Spáni núna ef ekki væri fyrir veiruna – svo já, hún hefur sett strik í reikninginn ... en varðandi ferðaplönin í sumar þá finnst mér hvergi betra að vera en á Íslandi á sumrin og njóta bjartra sumarnátta svo ég var ekki með utanlandsferðir planaðar en það er þetta með fjöldasamkomur og tvo metrana sem mun setja strik í reikninginn hjá okkur öllum í sumar.
Guðrún Þorsteinsdóttir starfar sem mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar og í sumar ætlar hún að ferðast innanlands með golfsettið í skottinu ... hún hlakkar til að geta knúsað fólk án þess að vera „sprittuð“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Tilveran fór á hvolf 6. mars síðastliðinn í vinnunni hjá mér þegar aðgerðir vegna veirunnar voru fyrst hertar. Svo bætti í þegar FS færðist yfir í fjarnám með samkomubanninu en dæturnar stunda nám þar. Ég er reyndar svo heppin að geta enn farið í vinnuna og unnið heima inn á milli. Þetta hefur verið gríðarlegt lærdómsferli og hefur tekið á alla en saman komumst við í gengum þetta og eins skrítið og það hljómar þá er komin regla á óregluna í COVIDlífinu. Ég verð samt að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir að geta hitt fólk og knúsað það án þess að vera „sprittuð“. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Almennt finnst mér fólk virða reglurnar og fara eftir fyrirmælum fyrir utan einn og einn þverhaus en mér finnst margir gleyma sér í matvöruverslunum og ég er ekki undantekning þar. Komst að því í þessu samkomubanni að ég er ótrúlega hlýðin sem er ný reynsla. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég vona að við berum þá gæfu að endurskoða gildin okkar í lífinu bæði sem einstaklingar og sem þjóð. Meta enn betur alla litlu hlutina í lífinu og að flýta sér hægt. Við höfum
öll fundið á eigin skinni hvað við stjórnum í raun litlu í stóru myndinni og þá skiptir öllu að kunna að slaka á og njóta líðandi stundar. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það er allt í fjar-alls konar í dag, síminn er mikið notaður, Messenger við fjölskyldu og vini, 3CX, Workplace, Zoom og Teams fyrir fundi í vinnunni og líka fyrir félagslífið, rafrænn Happy Hour og Pub Quiz á Zoom er nýja trendið. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Vildi óska að ég gæti hringt einu sinni enn í Magneu vinkonu mína en hún kvaddi okkur alltof fljótt. Myndi óska henni til hamingju með afmælið og svo myndum við spjalla um alla heima og geima og hlægja saman af hrakförum okkar sjálfra eins og við vorum vanar að gera. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Ég verð að vera það svo dæturnar svelti ekki en já, held ég teljist ágætlega liðtæk í eldhúsinu.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Mér finnst skemmtilegast að elda eitthvað nýtt sem ég hef ekki prófað áður og svona „betri mat“ en með einfaldleikann að leiðarljósi. Er reyndar ennþá að æfa mig í að elda nautalund og er að verða nokkuð sleip í því en á eftir að ná betri tökum á nautinu á grillinu. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillaður humar er númer eitt. Við mæðgur erum mikið með fisk og er saltfiskurinn frá pabba bestur. Mexíkanskur og ítalskur matur er einnig vinsæll svo það verður líka að teljast uppáhalds. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Ég get ekki hugsað mér að borða súran mat og skordýr. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Kotasælubollur frá Evu Laufey. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Myndi kaupa avocado og það sem þarf í guacamole og léttsaltaðar flögur með. Alltaf hittari á mínu heimili.
Hvaða spurnin gu Hver er spurnin hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? gin og svarið v ið henni? – Hlý
Já.
ðir þú Víði?
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þegar hjónin Kristín Einarsdóttir og Daníel Þorgeirsson opnuðu Hundaog kattahótel Suðurnesja í ágústbyrjun árið 2018 höfðu dýraeigendur suður með sjó ekki átt aðgang að gæslu fyrir dýrin sín vegna lokunar fyrra hundahótels. Það var því gleðifregn fyrir gæludýraeigendur þegar fréttist af opnun þessa nýja hótels þeirra hjóna og nú voru kettir einnig velkomnir.
Gæludýrahótel í fyrsta klassa á Suðurnesjum Marta Eiríksdóttir Þau hjónin voru búin að kynna starfsemi þjónustunnar mjög marta@vf.is vel, komin á góðan rekspöl, þegar kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi lokun hjá þeim en stærsti hópur viðskiptavina Miklir dýravinir var fólk á leið til útlanda sem kom með dýrin í pössun. Það er Hjónin hafa bæði umgengist dýr í gegnum ævina og að starfa með því tómlegt um að litast á hótelinu þessa dagana. dýrum því eðlilegt fyrir þau. Reynsla
Kristínar á Dýralæknastofu Suður-
Við reynum alltaf að hafa einhvers konar dagskrá fyrir dýrin sem koma til okkar, þá í formi útiveru sem á þá við um hundana og svo er meira um knús og leiktíma hjá kisunum fyrir þær sem vilja það ... Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
nesja styður vel við starfsemi hótelsins. „Við eigum nokkra hunda sjálf og erum miklir dýravinir. Ég starfaði á Dýralæknastofu Suðurnesja sem aðstoðarmaður dýralæknis áður en við opnuðum hótelið og fann ég mikið fyrir því að fólk var að spyrja um pössun á öruggum stað fyrir gæludýrin sín. Vöntunin var greinilega mikil miðað við viðtökurnar sem við höfum fengið, þær hafa farið stigvaxandi frá því að við opnuðum sem er æðislegt. Nú yfir jólin og áramótin komust færri að með dýrin sín en vildu,“ segir Kristín.
Öll fjölskyldan hjálpast að
Börnin þeirra eru alin upp með dýrum, heima hjá þeim hafa ávallt verið hundar, kettir eða hvort tveggja. „Krakkarnir okkar eru mikið með okkur í þessu og pabbi Kristínar, Einar Guðjónsson, hefur verið okkur stoð og stytta í öllu viðhaldi. Við erum ekki með neina sérstaka menntun á þessu sviði en reynsla okkar í umönnun dýra nýtist okkur mjög vel í starfinu. Að auki höfum við bæði átt gæludýr frá því að við munum eftir okkur og alltaf sótt í umgengni við dýr. Svo er auðvitað reynslan dýrmæt sem Kristín öðlaðist á Dýralæknastofunni sem aðstoðarmanneskja dýralæknis, þá
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31
bæði með umgengni við veik dýr og að læra inn á þessa helstu sjúkdóma sem geta hrjáð blessuð dýrin skemmir alls ekki fyrir,“ segir Daníel.
Dagskrá fyrir dýrin
Þjónustan beinist að hundum og köttum en það eru algengustu gæludýrin í eigu fólks. „Við erum fyrst og fremst að passa hunda og ketti. Við reynum alltaf að hafa einhvers konar dagskrá fyrir dýrin sem koma til okkar, þá í formi útiveru sem á þá við um hundana og svo er meira um knús og leiktíma hjá kisunum fyrir þær sem vilja það. Á staðnum eru 30 stíur fyrir hunda og tíu búr fyrir ketti. Það komast þó fleiri að en það því ef um er að ræða tvo hunda af sama heimili þá geta þeir stundum deilt stíu. Í hverri hundastíu er bæli með mjúku undirlagi og allir fá nagbein og leikfang. Kattabúrin innihalda bæli, klórustaur og kattaklósett. Fóðrun katta og hunda er sniðin eftir þörfum hvers og eins og hafa dýrin öll aðgang að hreinu drykkjarvatni. Einnig bjóðum við upp á þá þjónustu að baða hunda og klippa klær gegn gjaldi. Sú þjónusta er þó eingöngu fyrir dýrin sem dvelja hjá okkur,“ segir Kristín. Frábær aðstaða á Ásbrú Það er heilmikið fjör sem bíður dýranna á meðan á pössun stendur ef það hentar dýrinu en það er metið hverju sinni því sum dýrin eru orðin lúin og gömul og vilja bara sofa allan daginn. „Útisvæðinu er skipt í fjóra hluta sem nær yfir 1500 fermetra. Við aðskiljum yfirleitt smáhundana frá þeim stóru en það er auðvitað allur gangur á því hverjir geta verið saman úti. Það fer svo auðvitað eftir veðri hve mikil útivera er í boði og auk þess metum við hvern hund fyrir sig.
Sumir eru orðnir gamlir og lúnir og þurfa að vera meira inni og hvíla sig en þeir yngstu og sprækustu eru yfirleitt mjög þreyttir og glaðir þegar eigendurnir koma að sækja þá. Þeir hafa þá verið að leika sér úti stóran part úr degi með hinum hundunum. Þetta er næstum því eins og að senda hundinn sinn í sumarbúðir,“ segir Daníel og blaðakona getur staðfest það eftir að hafa sent hundinn sinn í pössun til þeirra hjóna, sem var himinlifandi eftir dvölina, búinn að fá mikla útrás með öðrum hundum. Það er hollt fyrir hunda að leika sér við aðra hunda, ærslast, þefa og gera allar hundakúnstir.
Frábærar móttökur
Suðurnesjamenn og aðrir landsmenn hafa tekið þessari þjónustu mjög vel enda dekrað við dýrin frá morgni til kvölds sem það vilja. Knús og kærleikur fyrir þau sem vilja það. „Móttökurnar hafa verið gríðarlega góðar og við erum óendanlega þakklát fyrir alla viðskiptavini okkar og finnum það á fólki að það er almennt ánægt með okkur. Þjónustan sem við bjóðum upp á er mjög sérhæfð og sérstök út af fyrir sig, ekki mörg hótel hér á landi eru að bjóða upp á sömu þjónustu og við. Við reynum alltaf að mæta þörfum hvers og eins og viljum hafa alla jafna og teljum það líka svolítið sérstakt að hundarnir sem koma til okkar hittist alltaf og leiki sér saman í útiverunni hjá okkur. Enginn er hafður aleinn úti nema einhverjar sérstakar ástæður séu fyrir því að hann hreinlega geti ekki umgengist aðra. Það sem er sérstakt við kisustarfsemina er að þær fá allar leiktíma á sérstöku leiksvæði. Við fylgjumst vel með hverju og einu dýri, að það fái það sem þarf til að þrífast vel hjá okkur,“ segir Kristín.
Alls konar dýragæsla í boði
Þjónustan hefur verið mikið nýtt í alls konar tilgangi. „Fólk kemur aðallega með dýrin sín í pössun þegar það fer til útlanda eða bara í frí innanlands. Einnig vistum við dýr á meðan eigendur þeirra eru á spítala eða í endurhæfingu. Það hentar sérlega vel fyrir okkur að vera staðsett á Suðurnesjum, ekki fjarri Leifsstöð en við getum samt þjónað öllum landsmönnum. Við tökum á móti dýrum allan sólahringinn og líka á næturna. Þeir sem eru að fara í næturflug geta nýtt sér næturþjónustuna gegn vægu þjónustugjaldi. Einnig geymum við bílinn fyrir þá sem vilja gegn vægu gjaldi,“ segir Daníel.
Gæludýrin á Facebook
Tæknin hefur verið tekin inn í starfsemina því hótelið er með Facebooksíðu þar sem ljósmyndir eru birtar af gæludýrunum, eigendunum til mikillar ánægju. „Við tökum nánast daglega myndir af hundunum og köttunum í leik og birtum á Facebook-síðu hótelsins. Við byrjuðum á þessu af rælni en fengum svo góð viðbrögð frá viðskiptavinum að við höfum haldið þessu áfram. Sumir hafa meira að segja rukkað okkur um myndir ef við erum ekki nógu snögg að birta þær. Fólki þykir gott að sjá dýrin sín þegar það getur ekki verið með þeim. Ein mynd segir líka meira en þúsund orð og þarna sér fólk að dýrinu líður vel,“ segir Kristín.
Áhrif kórónaveirunnar
Nú á þessum síðustu og verstu tímum hefur starfsemin legið niðri og verið vægast sagt erfitt að standa undir afborgunum, gjöldum og hitakostnaði ásamt fleiri kostnaðarliðum. „Við erum nýtt og ungt fyrirtæki og höfum verið að byggja okkur
upp hægt og rólega, róðurinn var þungur í byrjun á meðan við vorum að byggja upp starfsemina en var að komast á gott skrið þegar við fáum þennan mikla skell með kórónaveirunni. Útlitið er fremur dökkt núna finnst okkur, mikið um afbókanir og húsið nánast tómt þessa dagana. Við vitum þó að það eru margir þarna úti sem þurfa á okkur að halda og vilja hafa starfsemi okkar áfram. Við höldum fast í vonina um að við komumst í gegnum þetta áfall sem veirufaraldurinn hefur skapað. Við erum þessa dagana að biðla til þeirra dýraeigenda sem vantar pössun allan sólarhringinn að koma með dýrin til okkar frekar en að setja þau í heimapössun til nákominna ættingja ef það vill hjálpa starfseminni í gegnum þessa erfiðu tíma.“
Orlofshús
Stjórnendafélags Suðurnesja Sumarúthlutun 2020
Orlofshús félagsins eru á eftirtöldum stöðum: • Öldubyggð við Svínavatn í Grímsnesi • Furulundur á Akureyri • Álfasteinssund í Hraunborgum í Grímsnesi Sumarútleiga er frá 29. maí til 28. ágúst. Sótt er um orlofshús á orlofsvefnum: www.orlof.is/vssi. Innskráning á vefinn er með Íslykli eða með Rafrænum skilríkjum. Umsóknafrestur er til 10. maí 2020. Úthlutað verður 18. maí, samkvæmt punktakerfi. Umsækjendum verður tilkynnt um úthlutun með tölvupósti.
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
, u n i ú n Lifum í ð i v m u stöldr s s e þ m u t ó j n og m u g i e ð i v m e s sdóttir r a n g a R r u veld – Ragna Ing úsett í Njarðvík. b er 41 árs og ið og tilveruna, líf Hún elskar amma og g o ir ð ó m er stolt i í sumar íl r k u m m ö u ímum. t u s á von á öðr u la a m fordæ ... á þessum
– Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, klárlega. Það þýðir ekkert annað en að halda í bjartsýnina og vona að allt fari á besta veg. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Mín helstu áhugamál eru útivera, hundar, ferðalög innan- sem utanlands auk samverustunda með fjölskyldu minni og vinum. Ég var búin að plana ferð til Spánar í mars sem því miður varð ekki af. Auk þess sem samverustundir eru nú í stafrænu formi í stað þess að njóta nærveru fólksins. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Já, Skaftafell er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ástæðan er sú að ég á svo margar hlýjar og góðar minningar þaðan frá barnæsku. Fjölskyldan ferðaðist mikið innanlands, á hinni þekktu fjólubláu rútu sem foreldrar mínir innréttuðu sem húsbíl, og fórum við ófáar hringferðir um landið og oftast var stoppað í Skaftafelli til að njóta þeirra náttúruperla sem þar leynast. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Stefna mín er að ferðast innanlands og er nú þegar búið að ákveða mæðgnaferð þar sem við systur förum með móðir okkar að heimsækja hennar æskuslóðir. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Stefnan var að ferðast erlendis en ég var ekki búin að festa niður nein ákveðin plön.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Tilveran hefur verið góð, þannig séð, þar sem engin úr minni fjölskyldu hefur sýkst af COVID-19 en mikill söknuður hefur verið að geta ekki umgengist ömmumúsina mína og kysst og knúsað fólkið mitt. Ég hef því þurft að láta mér nægja rafræn samskipti og símtöl.
uppskriftum annarra og fer því bara mínar eigin leiðir í eldhúsinu.
– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, mér er ekki kunnugt um annað og vil ég halda í þá trú að fólk virði það.
– Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillaður humar í hvítlaukssmjöri og rauðu veganbollurnar mínar.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Vera vel undirbúin undir heimsfaraldra sem geta skollið á með stuttum fyrirvara. Huga vel að heilsu okkur og efla heilbrigði sem hjálpar okkur að takast á við sjúkdóma sem geta komið upp. Einnig að minna okkur á að lifa í núinu því það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi. Staldra við og njóta þess sem við eigum. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Símtöl, FaceTime og Snapchat. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í móður mína þar sem við heyrumst á hverjum degi og myndi ég ekki vilja missa af því samtali. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, ég myndi segja það. Það kvartar alla vega enginn. Elska að prófa mig áfram í eldhúsinu og búa til nýja rétti. Ég á mjög erfitt með að fara eftir
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég elska að prófa mig áfram og elda nýja rétti. Að undanförnu hafa fiskiréttir orðið fyrir valinu hjá mér enda getur maður útfært þá á svo marga vegu með fersku og góðu hráefni.
– Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Súrmat, það mega aðrir njóta hans. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Súkkulaðikaka að hætti systur minnar, Rannveigar heimilisfræðikennara í Sandgerðisskóla, sem sló algjörlega í gegn á mínu heimili. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Vegan-hakk, vegan-pastasósu, sveppi, papriku, spaghetti og vegan-hvítlauksbrauð.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hvað gerir þú til að láta þér líða vel á tímum sem þessum? Huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu. Langar göngur, elda góðan mat og spjalla við vini og ættingja þar sem húmorinn ræður ríkjum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33
Hefur sjö sinnum farið holu í höggi – Sigurpáll Sveinsso n er golfkennari hjá Golf klú Suðurnesja. Hann hla bbi kkar til að ferðast innalands í sumar og prófa nýja golfve lli. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég held að sumarið verði frábært. Ég hlakka til að ferðast innanlands, prófa nýja golfvelli og njóta íslenskrar náttúru.
– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Flestir já, en það eru alltaf einstaklingar sem hunsa það og eyðileggja fyrir heildinni því miður.
– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Golf, fótbolti og skotveiði. Ekki haft mikil áhrif á golf og skotveiðina en knattspyrnubannið hefur valdið því að Liverpool verður ekki meistari fyrr en í júlí en við þolum biðina.
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Hvað þrifnaður og hreinlæti er mikilvægt og kannski einnig að við eigum að þakka fyrir heilsuna og það að geta ferðast um heiminn. Eins og sést í dag þá er það ekki sjálfsagður hlutur.
– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Hellishólar í Fljótshlíð þar sem ég á hús. Þar er frábær golfvöllur ásamt frábærum nágrönnum og vinum.
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Mest nota ég símann en vinnulega er það Google Hangouts og einnig þegar það er hittingur hjá vinahópnum.
– Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Vinna mikið eftir að samkomubanni verður aflétt. Þar á milli verður ferðast innanlands ásamt því að spila golf og skemmta mér í Fljótshlíðinni.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í Issa vin minn og biðja hann um heimsendingu á Fish’n’Chips.
– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Lítið breyting þar sem golfkennarar eru yfirleitt mikið að vinna á sumrin.
– Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, finnst mjög gaman að elda en ekki jafn gaman að ganga frá.
– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Lítið breyst en nú kann maður að þvo á sér hendurnar almennilega.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Hvaða spurningu hefð ir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? H ver er spurningin og svarið við henni?
– Hve oft hefur þú fa rið holu í höggi? Sjö sinnum.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Nautalund. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Svið og veganfæði eingöngu. Vonandi virða veganistar þessa skoðun mína alveg eins og ég virði að þeir geta ekki hugsað sér að borða dýraafurðir. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Kanilsnúðakaka sem var geggjuð. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hakk og spaghettí.
34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fimm uppáhaldsplötur HULDU GEIRS Að biðja manneskju eins og mig um að velja fimm uppáhaldsplötur er meira en að segja það þegar tónlistaráhuginn er botnlaus og smekkurinn fjölbreyttur. Ég á örugglega um þúsund plötur og hlusta á alls kyns tónlist alla daga – en ég ætla að nefna nokkrar plötur sem hafa verið í sérstöku uppáhaldi eða haft mikil áhrif.
Ten með Pearl Ja Ég var v m ið n
ám í B unum þ egar gru andaríkjnge-rok yfir heim kið i í mér fé nn. Rokkhundu tók ll s ri Pearl Ja trax fyrir Nirv nn a m n álíka sv , Soundgarden a, eitum o o g g þe hitti mig bara str ssi plata a stað. Ed die Vedd x í hjartaer er au einn alb ðvi es tíma og ti rokksöngvar tað ein ia mestu u n af mínum al llra lra ppáhald smönnu Get end m. alaust h l u plötu og s hún vir tað á þessa ka maður þ arf að rí r alltaf ef fa í gang. R okkogró sig eitthvað l!
Grace með Jeff Buckleyfur komið.
sem út he Þetta er ein albesta plata ckley ná alveg inn í Túlkun og tilfinningar Bu ð hverri hlustun, merg og þessi plata vex me nur minni benti mér verð aldrei leið á henni. Vi n ratar reglulega á á hana á sínum tíma og hú ungi síðar. fóninn rúmum aldarfjórð
ing Bring on the Night með Stin
The Joshua Tree með U2
Hef elskað U2 og fylgt frá því á barnsaldri og á allar þeirra plötur. M hafði það fyrir reglu að amma heitin splæsa á mig einni plöt u fyrir hverja 10 í eink fékk í skóla og þessa pl unn sem ég ötu keypti ég einmitt af slíku tilefni. Var re í menntaskóla en regl yn da r komin an hjá mömmu gilti en n. Þykir þess vegna m hana og svo var mín up jög vænt um plifun af þessari plötu toppuð á 30 ára afmæ hennar árið 2017, á he listónleikum imavelli þeirra félaga í Du blin. Algerlega ógleym kvöld sem maður mun anlegt lifa á lengi enda U2 ei n besta tónleikasveit og lögin kann ég afturá sö gu nnar bak og áfram.
plata tek Bring on the night er tónleika árs tímabil r yfi upp á mörgum tónleikum svo ótrúlega eða svo. Þarna er Sting með ð sér að unun magnaða hljóðfæraleikara me unglingaer á að hlýða. Ekki hefðbundin ga til mín plata en hún náði svo sannarle mikið að hjóla og ég man eftir að hafa verið na og alltaf með sumarið eftir að eignaðist ha ssettu í. Hjólaði Walkman-inn með þessari ka leik Sting og í Sandgerði og Garð við undir mæli með. félaga. Geggjuð plata sem ég
KISS keypti með ð e m r e Destroy fyrsta platan sem ég ð eiga hana
a r er . Er búin m u áð að Destroye g in n e r hef ég n ngið in p á ig e in ð m li u t s mín síða og fe tíu ár og mi KISS uð í rúm fjör prunalegu meðli rðið nokk i o r e p ið u g a Umsla merkt hitta all plötuna. atugi, ég aa r it á r í á ð ð u a il þá til barn rið sp platan ve ig að mín n a n d a n þ e a ið anna lú sínum tím m áritanir stjarn og á a n a h mér ana an u arna inn fun að hitta kapp er á þ r e t if r sk ún pli ögnuð up áritaða. H sjálfra. M t að eiga plötuna g stórkostle a og upp á vegg. m leið í ram
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Hefði getað nefnt hundrað plötur í viðbót, bæði íslenskar og erlendar, gamla klassík og nýtt og spennandi efni, og mér finnst alveg fáránlega erfitt að gera upp á milli. En þessar perlur standa fyrir sínu og ég læt þær standa fyrst ég mátti ekki velja fleiri!
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35
36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Reyni að halda geðinu með súkkulaði Sigurveig Guðmundsdóttir segir að margt gott eigi eftir að koma út eftir veirutíma, til dæmis að við verðum mun meira skapandi. Sibba er flugfreyja hjá þýska flugfélaginu Lufthansa og býr í Þýskalandi en á einnig íbúð á Íslandi. Er fædd og uppalin í Garðinum. Hún var í góðum gír þegar hún snaraði svörum á blað frá Víkurfréttum. – Hvernig hefur COVID-19 haft áhrif á þig? Vinnan mín er svo til alveg lögst af og ég hef fitnað, ekki spurning. – Hvernig hefur þú brugðist við? Ég reyni að halda geðinu með súkkulaði og keypti mér nýjar joggingbuxur. – Hvernig hafa Þjóðverjar tekið á málinu? Misjafnt eftir sambandsríkjum, hér í Hessen (í Þýskalandi) hefur verið samkomubann, allir skólar lokaðir, leikskólar lokaðir, allar verslanir fyrir utan apótek, stórmarkaði og byggingarmarkaði – og strangar reglur um fjölda inni í verslunum. – Hvernig leggst framhaldið í þig og hvernig sérðu það fyrir þér? Ég sé framhaldið fyrir mér í iðnaðarríkjunum að neysla okkar, í hvaða formi sem er, mun breytast all-
verulega sem er kannski ekkert svo slæmt. Við vorum nefnilega komin í svakalega neyslu. Ég sé fyrir mér að við verðum meira skapandi og munum ekki taka öllu sem sjálfsögðum hlut sem er bara gott. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég „FaceTime“-ast og á Corona Buddies, fer í gönguferðir þar sem við höldum okkur í tveggja metra fjarlægð. Já og hringjumst á. – Hefðbundin símtöl eða myndsímtöl? Bæði hefðbundin símtöl og FaceTime ef kollan er komin í stand. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Til móður minnar. Æ, mömmur hljóta að vera áhyggjufullar á svona tímum.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Það finnst mér svolítið erfitt, það þýðir að ég kemst ekkert á klakann á næstunni og ég fæ alltaf heimþrá annað slagið. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að taka ekki öllu sem sjálfsögðum hlut og að við getum framleitt meira í okkar eigin umhverfi. Hætta að kaupa og henda, bara af því það var ódýrt. Vonandi hættum við neyslunni sem hefur verið viðloðandi alltof lengi og verðum öll manneskjulegri og hugsum betur um þá sem minna mega sín, hvort sem það er fólk í næsta húsi eða í vanþróuðum löndum þar sem skelfileg fátækt er og hungur er daglegt brauð. Við getum öll gert betur í þeim efnum, margt smátt gerir eitt stórt. – Ertu dugleg í eldhúsinu? Ohh já, hvort ég er. Ég elska að vera í eldhúsinu. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Núna t.d. aspas, núna er aspastími hér í Þýskalandi. Ýmist grillaðan, smjörsteiktan í potti og svo parmesan ofan á þegar hann er tilbúinn. Æ, nú er hætta á að ég sendi heila matreiðslubók til ykkar. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ferskan fisk ... allra best.
– Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Uppáhalds, sikileyska sítrónuRicotta-tertu. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Grænan og hvítan, ferskan aspas, smá smjör og sítrónu. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég hef hitt nokkra vini og átt gott spjall. – Hvað hefur slæmt gerst í vikunni? Hjá mér hefur ekkert slæmt gerst en ég veit að margir eru að berjast við mikla óvissu með tilheyrandi hörmungum, atvinnuleysi, engan varasjóð, heimilisofbeldi og allskyns ömurlegheit.
essu viðtali? þ í ra a sv ð a fá ð u hefðir þú vilja Hvaða spurning og svarið við henni? in Hver er spurning öðu sérðu þig?
r og í hvaða st a v h r, á t it e ir þegar einar – Eft ég í sannfærð að
o það en núna er maður vonandi sv r e Úff ... ef ég vissi á þ g o i ir e fl a aðrar eð ins og þeir segja e vo dyr lokast opnast S . m u n u rð u s a af réttu h Eierlikörchen, da in e snjall að velja ein ch o n ch o d r : „Ice nehme ð er best að fá sé a „Þ : a ð hérna í Frankfurt e ,“ n e h e ndwie weiter g að halda áfram.“ Leben muss irge n in g ve rn ve h in rður e eggjalíkjör, lífið ve
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37
l e x A ð r Tók Hö i r t s n i v ð me a j g g i r þ í i n p p e k stiga on, oftast s s r a in e t S r u d Guðmun ars, giftur in e t S i m m u G r kallaðu o stráka, v t ið v m u ig e Önnu Pálu og auta. G n n a h ó J g o r þá Guðna Íva dkennari n u s g o a t t ó r Starfa sem íþ lfari hjá já þ r a ð o t s ð a m og einnig se óttu. r G i ð li r a d il e d úrvals
– Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég geri það. Finnst sumarið mjög skemmtilegur tími. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Fótbolti, að ferðast og golf eru svona helstu áhugamálin. Óhætt að segja að ástandið hafi haft mikil áhrif á fótboltann og ferðalögin. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Er mjög heimakær og líður best þar. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Íslenski boltinn mun taka stóran hluta af tíma mínum í sumar eins og svo oft áður. Mun þetta sumarið eyða miklum tíma á Seltjarnarnesi með mikilli eftirvæntingu. Nýti svo þann frítíma sem ég fæ með fjölskyldu og vinum.
– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Lokaundirbúningur fyrir Íslandsmótið var að fara í gang eftir langt undirbúningstímabil. Endurskoða þurfti allar æfingaáætlanir og aðlaga sig að breyttum aðstæðum fljótt. Það tókst að ágætlega. Mesti skellurinn var að æfingferð til Spánar var ekki farin, tilhlökkunin fyrir þeirri ferð var mikil eftir þennan vetur. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Tilveran hefur verið alveg fín. Það er mjög margt sem hefur breyst, vinnutíminn er öðruvísi og svo hittir maður mun færri en venjulega. Þjálfunin er í gegnum tölvu og er það einstaklega skrítið og vera ekki í návígi við leikmennina. Sama á við umgengni við vini og vandamenn, en það hefur verið með öðru sniði en áður.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Netspj@ll
í þessu viðtali? ra a sv ð a fá ð ja il u hefðir þú v Hvaða spurning og svarið við henni? in pni? Hver er spurning riggjastigakep
Hörð Axel í þ ið n n u u rð fu e –H vinstri. Já, tók hann með
– Finns þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, svona heilt yfir finnst mér fólk vera að standa sig vel. Finnst allir vera að reyna að gera sitt besta að fara eftir tilmælum þríeykisins. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Kannski að við vorum sett aðeins í skammarkrókinn og fórum að átta okkur betur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Mest í gegnum síma og þessi helstu samskiptaforrit. Notum Zoom í þjálfuninni og hefur þetta allt saman gengið bara nokkuð vel. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætla að gera ráð fyrir því að ég sé heima með konunni, þannig að Jonni fengi þetta símtal. Það er bara mjög mikilvægt að heyra sem oftast í Jonna.
– Ertu liðtækur í eldhúsinu? Er geggjaður í eldhúsinu, þá helst að aðstoða. Samdóma álit flestra. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Finnst skemmtilegast að grilla eitthvað gott með góðu fólki. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð nautalund og Jonnasósa. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Svið, furðulegt að ráðast svona beint á andlitið. Sviðasulta fer að sjálfsögðu í sama flokk. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Bananabrauð og kotasælubollur. Bæði mjög gott. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Pulsur.
38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Páll Ketilsson pket@vf.is
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39
Hveiti er lúxusvara – segir Brynja Lind Sævarsdóttir, hóteleigandi í litlum bæ í Frakklandi.
Keflavíkurmærin Brynja Lind Sævarsdóttir segir að það bjargi sér að mega fara út í göngutúr með hundinn en hún megi þó ekki vera lengur en í klukkustund. Hún rekur lítið hótel í smábæ í Frakklandi og við heyrðum í henni um stöðuna núna á tímum COVID-19. Staðan hjá mér hér í Frakklandi er svo sem ágæt, ekki mikið um að vera og maður fer svo sem ekki mikið. Sem betur fer á ég hund sem þarf að fara með út reglulega. Þá fylli ég út pappír og gef upp tíma sem ég fer út. Má fara í klukkutíma en ekki lengra en eins kílómetra radíus frá skráðu heimilisfangi. – Hafa verið gestir hjá þér á hótelinu síðustu vikur? Já, það hafa verið gestir. Alls ekki fullt hótel, langt frá því, en ég er svo heppin að ég vinn með spítalanum í Riom og hér eru reglulega læknar og annað heilbrigðisstarfsólk ásamt þremur heimalingum sem ég kalla. Komast ekki heim til sín um helgar eins og ástandið er í dag. – Hvernig leggst framhaldið í þig og grunar þig eitthvað hvernig það gæti orðið, t.d. sumarið? Ég verð að vera bjartsýn, má ekki hugsa öðruvísi en að þetta verði
Brynja Lind Sævarsdóttir Hôtel du Square Riom í Frakklandi – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hefðbundin símtöl eða myndsímtöl? – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í mömmu og pabba ekki spurning. Þau eru alltaf með réttu svörin og ráðin en hvort ég fari ávallt eftir þeim er svo annað mál.
betra. Hótelið mitt er líka hótel sem gengur vel allt árið, þetta er ekki ferðamannahótel og sem betur fer ekki hótel sem ég þarf að fylla 50 herbergi eða svo til að geta haldið áfram rekstri. – Þér hefur ekkert dottið í hug að loka og koma bara heim? Jú og nei ... en hér á ég heima í dag og verð að halda þessu gangandi. Er líka einhvern veginn meiri útlendingur í mér en Íslendingur held ég.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Verðum við ekki bara öll að hjálpast að og reyna að vera jákvæð. Þetta tekur virkilega á. Finnst reyndar mjög erfitt að vera svona föst, lokuð landamæri, þó svo ég sé ekki að fara að ferðast svo sem. Eitthvað svona tilfinningalega erfitt, að komast ekki heim þegar maður vill að hitta fólkið sitt! – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Helling, t.d. þetta að það er ekki sjálfgefið að komast heim. Í fyrsta skiptið siðan ég var sautján ára og byrjaði að ferðast ein þá datt mér aldrei í hug að komast ekki heim ... og það er algjört „möst“ að eiga hveiti, það er lúxusvara í dag í mínum bæ og finnst ekki svo auðveldlega í búðum. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, mjög. Er alltaf að koma sjálfri mér á óvart. Ekkert grín.
– Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Elska fisk. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Tajine, finnst ekkert skemmtilegra en að leika með framandi kryddjurtir. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Belgískar vöfflur – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Ég myndi kaupa hveiti og gott vín – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég greindist neikvæð úr COVIDveirunni. – Hvað hefur slæmt gerst í vikunni? Þurfti að fara í próf vegna COVID-19 í annað sinn, núna var það skimun sem líka var gert fyrir þremur vikum en þeir bættu í þetta sinn við sneiðmyndatöku og blóðprufu. – Hér er svo ein á léttum nótum. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Ertu stoltur Íslendingur? Já, svo sannarlega er ég það. Það er frábært að fylgjast með árangri að heiman vegna COVID-19, hve mikla og jákvæða umfjöllun íslenska teymið hefur fengið í erlendum fjölmiðlum.
40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
GÁFU MÉR NÝJA SÝN Á LÍFÐ FREYDÍS KNEIF KOBEINSDÓTTIR, GRUNNSKÓLAKENNARI Í GERÐASKÓLA, ER BÓKAORMUR VIKUNNAR HJÁ VÍKURFRÉTTUM.
– Hvaða bók ertu að lesa núna? Í augnablikinu er ég ekki að lesa neina bók og ekki með augastað á neinni. – Hver er uppáhaldsbókin? Það er bókin Mamma í uppsveiflu eftir Ármann Kr. Einarsson, barnabók sem ég hef marglesið. Það er eitthvað við þessa bók sem náði mér strax sem barn. Hún fjallar um Geira sem er að setja upp leikrit með bekkjarfélögum sínum en móðir hans er með geðhvarfasýki og það hefur auðvitað töluverð áhrif á líf hans. Barna- og unglingabækur hafa alltaf heillað mig og ég les mikið af bókum ætluðum fyrir þennan hóp. – Hver er uppáhaldshöfundurinn? Á engan uppáhalds en það eru nú nokkrir höfundar sem ég les allt eftir, t.d. Arnaldur Indriðason, James Patterson, og J. K. Rawlings. – Hvaða tegundir bóka lestu helst? Þetta hefur nú mikið breyst með árunum. Ég var mikill bókaormur sem barn og las allt sem ég komst yfir. Eftir að ég varð fullorðin las ég lengi vel bara spennusögur en hef upp á síðkastið verið að lesa ástarsögur, bækur sem teljast nú varla til heimsbókmenntanna! Þær eru góð hvíld frá hversdagsleikanum, skilja svo sem ekki mikið eftir sig en þær láta mann gleyma stund og stað og það er oft fínt að geta leyft sér það. Heimsbókmenntirnar krefjast þess að maður sé í núinu og pæli í hlutum, ástarsögur eru sjaldnast þannig og því kærkomin hvíld frá amstri dagsins. Heimsbókmenntirnar detta svo inn svona endrum og sinnum. – Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Árið 1990, þegar ég var sautján ára, fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjana. Þar las ég þó nokkrar bækur sem höfðu mjög mikil áhrif á mig, ég var á þessum tíma búin að lesa mikið miðað við flesta jafnaldra en þarna kynntist ég bókmenntum sem ég hafði ekki lesið hér heima. Þetta voru bækur sem vöktu með mér tilfinningar, bæði góðar og slæmar, gáfu mér nýja sýn á lífið en umfram allt vöktu mig til umhugsunar og fengu mig til
að sjá hversu verndað umhverfi ég hafði búið við. Þetta voru bækur eins og Of Mice and Men eftir John Steinback, leikritin The Crucible og All My Sons, bæði eftir Arthur Miller. Ég las líka leikritið The Glass Menagerie eftir Tennessee Williams. Get eiginlega ekki valið hvert þessara verka hafði mestu áhrifin en þau eru mér öll mjög eftirminnileg og ég hef bæði lesið þau nokkrum sinnum síðan og séð leikritin eða bíómyndirnar sem hafa verið gerðar eftir þessum bókum.
BÓKAORMURINN
– Hvaða bók ættu allir að lesa? Undur eftir R. J. Palacio, áhrifarík lesning sem kennir manni að lífið er ekki bara svart og hvítt. Þetta er bók sem ég las fyrir tilviljun. Ég hefði sjálfsagt aldrei lesið hana ef ég hefði ekki séð hana á borði hjá nemenda og tók hana upp og opnaði. Ég heillaðist strax á fyrstu blaðsíðunni og náði mér í eintak til að lesa heima. Er nú með nokkur eintök af þessari bók í kennslustofunni og hvet nemendur til að lesa hana. – Hvar finnst þér best að lesa? Þegar ég var barn las ég alls staðar. Var oftast með bók í hendi og var til dæmis mjög oft vinsamlegast beðin um leggja hana frá mér við matarborðið og einbeita mér að matnum! Ég átti mér líka uppáhaldsstað í bókasafninu í Gerðubergi en ég ólst upp þar steinsnar frá. Ég eyddi ómældum tíma í Gerðubergi enda uppáhaldstaðurinn minn sem barn og unglingur. Nú orðið les ég oftast sitjandi í rúminu, kem mér vel fyrir með tvo kodda við bakið og sængina breidda vel yfir mig. – Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Dag í senn eftir Karl Sigurbjörnsson – frábær bók sem gefur manni gott veganesti út í dag hvern. Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë. Jane Eyre eftir Charlotte Brontë. Elías-bækurnar eftir Auði Haralds – Skemmtilegar og fyndnar barnabækur. Harry Potter-bækurnar eftir J. K. Rawlings – Las þær fyrir stuttu síðan, þær eru skemmtilegri en ég átti von á – hefði átt að vera löngu búin að lesa þær.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Dagbók Bridget Jones eftir Helen Fielding – fyndin, ógleymanlegur persónuleiki Bridget gerir þessa bók frábæra. Laxdæla og Brennu-Njáls saga – Þær verða betri eftir því sem ég eldist ... skildi ekkert í þeim þegar ég las þær í skóla sem unglingur. Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur. Fýlupokarnir eftir Valdísi Óskarsdóttur, enn ein barnabókin sem er svo eftirminnileg. – Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa
hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Elías eftir Auði Haralds – Sú dásemdarbók kemur mér alltaf til að hlæja, léttir lundina og það væri nú bráðnauðsynlegt ef ég væri allt í einu alein á eyðieyju. Auður Haralds hefur náð að gæða drenginn Elías svo miklu lífi og lýsingarnar eru svo skemmtilega myndrænar að það er ekki annað hægt en að sjá öll hans ævintýri fyrir sér og springa bara úr hlátri. Þessa bók hef ég margoft lesið, bæði bara fyrir mig sjálfa og einnig nemendur í gegnum tíðina.
G LEÐILEGT SUMAR
Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!
REYKJANESHÖFN
HRAFNISTA Nesvellir / Hlévangur
42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir er stöðvarstjóri hjá verktaka á Logan-flugvelli í Boston. Hér er hún í miðjum hópi starfsmanna á flugvellinum.
„Sumarið farið fyrir bý hjá ansi mörgum flugfélögum“ – segir Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir sem starfar á Logan-flugvelli í Boston. Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir er stöðvarstjóri hjá verktaka á Logan-flugvelli í Boston sem m.a. sér um afgreiðslu og þjónustu flugvéla Icelandair. Hún er gift Jóhannesi Thorberg en þau hafa verið búsett í Saugus, sem er 29.000 manna bær, í um 20 mínútna fjarlægð frá Boston í 23 ár. Áður bjuggu þau í New York í átta ár. Eiríka og Jóhannes eiga tvö börn og tvö barnabörn. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
„Eins og staðan er í dag þá er Icelandair eina flugfélagið sem er að fljúga hingað sem að ég þjónusta. Hin flugfélögin sem ég þjónusta hættu að fljúga í lok mars og byrja sennilega ekki að flúgja fyrr en um miðjan júní,“ segir Eiríka í samtali við Víkurfréttir. Spurð hvernig hún sé að upplifa ástandið í kringum COVID-19 þá segir Eiríka að það hafi orðið mjög skrýtið ástand í byrjun og fólk hreinlega alveg misst sig. „Það hamstraði bæði matvörur og hreinlætisvörur. Það mynduðust langar raðir og matarskortur varð í sumum verslunum.“
– Hefurðu áhyggjur af ástandinu þar sem þú býrð? „Já, ég verða að viðurkenna það að ég hef áhyggjur af dóttur minni, Söru Thorberg, en hún starfar á Carney
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Hospital, sem er fyrsta sjúkrahúsið hér í Bandaríkjunum sem er tekið undir COVID-19-sjúklinga.
– Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ég er miklu meira heima enda er ég bara að þjónusta Icelandair. Ég baka miklu meira og elda meira en venjulega þar sem ég er alltaf heima á matmálstímum.“ – Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? „Ég vakna alltaf mjög snemma en ég er mikill morgunhani. Les íslensku blöðin og líka bandarísku blöðin. Svo fer ég yfir póstinn minn. Ég elda hádegismat handa fjölskyldunni og svo fer ég út á flugvöll og tek á móti Icelandair-vélinni, hún lendir hérna um tíu en var að lenda alltaf um kvöldamatarleytið.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43
„Ég hef áhyggjur af dóttur minni í vinnunni á sjúkrahúsinu en ég veit að hún hefur líka áhyggjur.
Finn mér alltaf einhver verkefni
Eiríka segist í sjálfu sér ekki hafa þurft að gera miklar breytingar á daglegu lífi sínu. Hún hefur í dag meiri tíma fyrir barnabörnin. „Í dag byrjar dagurinn fyrr og það er minna að gera hjá mér. Ég er nú svolítið ofvirk þannig að ég finn mér alltaf einhver verkefni. Núna erum við hjónin ásamt syni okkar, Ólafi Thorberg, að mála stofuna.“ Það séu hins vegar miklar breytingar í vinnunni þar sem breyta hafi þurft öllum vöktum hjá starfsfólki. Hún segir útgöngubann ekki hafa áhrif á sig og sé heppin að hafa vinnu þar sem unnið sé í hópum sem taka á móti flugvélum. Eiríka segist hafa farið að taka COVID-19 alvarlega þegar Wuhan-héraði var lokað. Hún segist hafa fengið meiri upplýsingar um veiruna og alvarleika hennar úr íslenskum fjölmiðlum en þeim bandarísku. Í dag segist hún bara umgangast starfsfólkið sitt og fjölskyldu. „Eftir vinnu fer ég beint heim og held mig heima. Þegar ég þarf að fara út í búð þá set ég á mig hanska og grímu,“ segir Eiríka. Hún segist fara einu sinni í viku í matvörubúð en þarf stundum að fara oftar. Þrátt fyrir COVID-19 hefur hún ekki notað netverslanir meira.
Eiríka er búsett í Saugus, sem er 29.000 manna bær, í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Boston. Hér er hún fyrir utan heimili sitt. Sara Thorberg dóttir hennar er á myndinni til vinstri. – Ertu í miklum samskiptum við þitt fólk og vini heima á Íslandi núna? Meira en vanalega? „Nei, ekkert meira en venjulega. Það hefur alltaf verið mikið samband en við erum samheldin fjölskylda og ég heyri í þeim á hverjum degi.“
Ísland tók þessu mjög alvarlega
– Hefur þú borið saman aðgerðir stjórnvalda þar sem þú býrð við það sem er verið að gera heima á Íslandi? „Það er ekki hægt að bera það saman. Ísland tók þessu mjög alvarlega og vil ég meina að þeir hafa verið á undan öðrum þjóðum hvað varðar skimun. Að hafa fengið Íslenska erfðagreiningu til liðs við sig tel ég að hafi skipt sköpum.“
Eiríka segir mikilvægast í dag að halda ró sinni og hreyfa sig reglulega en hreyfing skiptir svo miklu máli fyrir andlega heilsu. Spurð hvort það hafi komið til tals að fara til Íslands á meðan faraldurinn gangi yfir segir hún alls ekki. „Börnin mín og barnabörn búa hér en við höfum búið í USA í 31 ár. Hér er okkar heimili.“
– Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Hvað varðar mína vinnu, flugið, þá held ég að sumarið sé farið fyrir bý hjá ansi mörgum flugfélögum. Ég býst ekki við að flugið fari ekki í reglulega starfsemi aftur fyrr en júlí eða jafnvel seinna. Það er bara mjög mikil óvissa í öllum flugheiminum.“
Hefur áhyggjur af dótturinni á sjúkrahúsinu
Að endingu spurðum við Eiríku hvernig aðrir fjölskyldumeðlimir séu að upplifa ástandið og hvort ótti sé til staðar. „Ég hef áhyggjur af dóttur minni í vinnunni á sjúkrahúsinu en ég veit að hún hefur líka áhyggjur. Maður heyrir stundum óttann hjá henni þegar hún er búin á vaktinni. Hún hefur líka áhyggjur á því að smita okkur og stelpurnar sínar sem að eru eins og tveggja ára. Maðurinn hennar vinnur einnig á sama spítala og hún. Maður reynir að stappa í hana stálinu en það er mjög mikið álag á henni í vinnunni,“ segir Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir í samtali við Víkurfréttir frá Boston.
44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
SNAPPARINN GARÐAR GÆI VIÐARSSON AÐ BYRJ
Skíthræddur og r GARÐAR GÆI VIÐARSSON er einn kunnasti snappari landsins. Hann hefur verið dug-
legur að halda fylgjendum sínum við efnið á Snapchat síðan síðla árs 2016. Nú ætlar Gæi að fara skrefinu lengra og skella sér í Podcast eða hlaðvarp á föstudagskvöldum. Í samtali við Víkurfréttir segist Garðar alltaf hafa átt sér þann draum að vera með eigin þátt og hann sé nú að verða að veruleika. Hann segist reyndar vera skíthræddur við það sem hann er að fara útí.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45
JA MEÐ PODCAST-ÞÁTT Á FÖSTUDAGSKVÖLDUM
r salega feiminn spurningalisti. „Þetta er svolítið á teikniborðinu hjá okkur ennþá en við erum að hjóla af stað og erum svolítið að fara blindandi út í þetta og reyna að gera allt sem okkur dettur í hug.“ – Hvernig léstu hafa þig út í Podcast? Þú ert nú frægur af öðrum vettvangi. „Mig hefur alltaf langað að vera með minn eigin þátt og það fæðast reglulega hugmyndir hjá mér sem væri gaman að koma frá sér og í verk.“ Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
„Við ætlum að vera með glens- og grínþátt, Podcast í hljóði og mynd, þar sem við fáum gesti í stúdíó og förum og heimsækjum fólk með myndavélina með okkur,“ segir Garðar í samtali við Víkurfréttir í netspjalli sem horfa má á og hlusta í spilara hér á síðunni. – Er þetta tekið upp fyrirfram eða verður þetta í beinni útsendingu? „Við ætlum að reyna að hafa þetta „live“ en ætlum að byrja að taka upp og raka saman efni í þætti og fara svoleiðis af stað.“
„Litla dæmið“ Garðar Gæi byrjaði á þriðjudag að taka upp efni í fyrsta þáttinn og verður alla þessa viku við upptökur. Stefnt er að því að frumsýna fyrsta þáttinn, sem fengið hefur nafnið „Litla dæmið“, á föstudaginn eftir viku. Nafnið á þættinum er vísun í frasa sem Garðar notar oft í færslum sínum á Snapchat. – Hverju má fólk eiga von á? „Þetta verður á föstudagskvöldum þannig að þetta verður létt á bárunni. Ég ætla bara að vona að þetta verði ógeðslega skemmtilegt og áhugavert og eigi eftir að slá í gegn. Við erum ekki með neina dagskrá en þetta verður mikið til bara grín
og fíflagangur. Áhugavert fólk, sögur og ýmislegt.“ Litla dæmið sækir ekki bara viðfangsefni sín til Suðurnesja heldur verður sótt á stærri mið. Þó er búið að leggja drög að nokkrum stórum viðtölum sem flest eru við fólk af Suðurnesjum. – Verður þetta eitthvað óþægilegt? „Já, já. Maður verður að ganga frá þessu þannig að þetta verið spennandi og skemmtilegt og þá verður maður að vera óþægilegur á köflum líka.“ Það verða engir ógeðsdrykkir eða dónaskapur segir Garðar Gæi. Þetta verði allt að hinu góða. „Ekkert ves.“ Hann segir að í þættinum verði skemmtilegir og áhugaverðir viðmælendur, vígalegur
– Þetta er öðruvísi miðill en Snapchat. „Já, þetta er allt, allt annað. Þetta er öðruvísi en þetta verður gaman. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt.“
Ég er skíthræddur við þetta. Ég er rosalega feiminn. Í þessi skipti sem ég kem fram þá er ég alltaf svakalega kvíðinn og bara blautur í lófunum.
Rosalega feiminn – Og þú ert alveg óhræddur við þetta? „Nei, ég er skíthræddur við þetta. Ég er rosalega feiminn. Í þessi skipti sem ég kem fram þá er ég alltaf svakalega kvíðinn og bara blautur í lófunum. Jafnvel svefnlaus og „alles“. Þetta hefur alveg stórkostleg áhrif á mig. Ég hef mikið fyrir þessu en maður hlýtur að slípast til og sjóast í þessu eins og öðru. Ég trúi ekki öðru þegar maður fer að gera þetta annað slagið að þá hlýtur maður að koma til á endanum.“ Garðar Gæi byrjaði á Snapchat í árslok 2016 og hefur verið nær daglegur gestur á Snapchat-reikningum þúsunda fylgjenda síðan þá. Hann reynir að „snappa“ á hverjum degi. Það komi þó fyrir að verði messufall en aldrei í marga daga. Þá eru dagarnir misjafnir. Stundum sé rólegt en aðra sé nóg að gera á snappinu. „Ég hef tekið pásur en þær hafa ekki verið langar. Ég hef alltaf eitthvað fram að færa,“ segir Garðar Gæi. Hann vistar eitthvað af því sem hann lætur frá sér
fara á Snapchat og geymir hjá sér en annað lifir bara í sína 24 tíma og hverfur svo sjónum manna.
Á það til að verða stjórnlaus – Sérðu aldrei eftir neinu? „Jú, jú, það kemur oft fyrir. Það er oft sem maður vaknar og er bara ooooh,“ segir hann og hlær. – Er það eitthvað sem gerist eftir þriðja eða fjórða bjór? „Já, ég á það til að vera alveg stjórnlaus þegar ég er að hella í mig, fara yfir strikið jafnvel. Þegar ég hef grun um eitthvað svoleiðis þá er ég ekkert að fara yfir hlutina. Þá er betra bara að vera ekki viss.“ – Ætlar þú að hella í viðmælendur? Er það einhver hugmynd? „Já, já. Við ætlum að grilla og bjóða upp á öl. Þetta verður ekki „hard core“ svoleiðis neitt en það verða veitingar, já, já.“ Garðari hlakkar til að negla fyrsta þættinum út í kosmosið og sjá hvað fólki finnst. Hann segir stefnuna að gera þáttinn góðan og skemmtilegan og að hann stimpli sig vel inn. Þátturinn verður aðgengilegur á fésbókinni og verður sendur út á síðu Studio Kast.
46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Netspj@ll jað fá að svara Hvaða spurningu hefðir þú vil ingin og svarið í þessu viðtali? Hver er spurn við henni?
etflix – Með hverju mælir þú á N í samkomubanninu?
Unorthodox. Ég myndi hiklaust mæla með
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47
Mögnuð upplifun að verða faðir í fyrsta sinn – segir Ísak Ernir Kristinsson. Frábær þjónusta á fæðingardeild HSS. Fjármálaráðherra í skýjunum með fyrsta barnabarnið. Keflvíkingurinn Ísak Ernir Kristinsson segir að upplifunin við það að verða faðir sé magnaðri en hann gat ímyndað sér. Nýr sonur hans og Margrétar, unnustu hans, kom í heiminn 2. apríl á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Unga parið segir að þjónustan á fæðingardeild HSS hafi verið til fyrirmyndar og hann sé ánægður að drengurinn kom í heiminn í Keflavík. – Hvernig upplifun var það að verða pabbi í fyrsta sinn á tímum COVID-19? Sú upplifun sem fylgir foreldrahlutverkinu er algjörlega mögnuð. Ég taldi mig vera undir það búinn hvernig tilfinning það yrði að fá barn í hendurnar í fyrsta sinn. Ég verð þó að viðurkenna að upplifunin er stærri, sterkari og magnaðari en ég gat ímyndað mér. Vissulega eru þessir COVIDtímar sérstakir en við ákváðum að vera jákvæð og láta ekki tímabundnar reglur eða ferla á spítalanum hafa áhrif á okkar upplifun. COVID-faraldurinn er staðreynd og ekkert sem við gátum gert nema að fara eftir leiðbeiningum yfirvalda. – Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að þið hafið fengið góða þjónustu á fæðingardeild HSS. Margrét, kærastan mín var, sett 18. apríl en drengurinn ákvað að koma í heiminn 2. apríl, við
Ísak Ernir Kristinsson Nemi í viðskiptafræði.
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hefðbundin símtöl eða myndsímtöl? Ég hef reynt að halda sambandi við fjölskyldu og vini í gegnum þennan COVID-faraldur og hef ég þá aðallega stuðst við hefðbundin símtöl og myndsímtöl. Svo hefur fjölskylda Möggu staðið fyrir vikulegu „Pub Quiz“-i í gegnum Zoom. Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig allt samfélagið hefur tileinkað sér tæknina þegar kemur að samskiptum. Ömmur okkar og afar eru öll farin að kunna á FaceTime og Facebook Messenger. Við munum svo sannarlega búa að þessari þróun til framtíðar. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í mömmu á FaceTime. Hún er reyndar alveg hætt að vilja sjá mig á FaceTime þar sem hún er mun spenntari að sjá fyrsta barnabarnið sitt. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Fyrst vil ég segja að ég ber fullt traust til Þórólfs, Ölmu og Víðis, þau eru sérfræðingarnir sem við eigum öll að fylgja. Ég fer samt ekkert ofan af því að ég sakna þess mjög að horfa á íþróttir
vorum því ekki byrjuð að bíða eftir honum. Við höfðum lítillega rætt það okkar á milli hvar Magga vildi eiga drenginn. Við vorum aðeins búin að lesa okkur til um þá valkosti sem við höfðum. Landsspítalinn kom eiginlega ekki til greina en þegar kom að þessu stakk ég upp á því við Möggu að við myndum drífa okkur til Keflavíkur. Magga var til í það og ég hringdi í Jónínu Birgisdóttur, yfirljósmóður, og boðaði komu okkar. Sú þjónusta sem við fengum á fæðingardeild HSS var algjörlega til fyrirmyndar og gefum við deildinni og starfsfólki hennar okkar bestu meðmæli. – Hvernig er svo tilfinningin að vera orðinn foreldri og hvernig gengur það allt? Ég vil meina að eitt af því sem okkur er ætlað að gera í lífinu er að eignast börn. Þegar maður fær svo barnið sitt í hendurnar þá brjótast fram magn-
aðar tilfinningar. Algjörlega ólýsanlegt augnablik. Drengurinn er rétt tæplega þriggja vikna gamall og hefur allt gengið eins og best verður á kosið. Við erum samt farin að hlakka til að taka á móti öllum okkar vinum og fjölskyldu en þó ekki fyrr en það verður talið óhætt. – Ég geri ráð fyrir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og tengdafaðir þinn, sé í skýjunum með nýja barnabarnið. Bjarni og við öll erum virkilega hamingjusöm með þennan litla gaur. Hann hefur gefið sér góðan tíma í að kynnast drengnum þó svo dagskráin hjá honum sé fullbókuð frá morgni til kvölds vegna ástandsins sem uppi er í þjóðfélaginu. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hversu mikinn kraft og aukna gleði drengurinn hefur gefið afa sínum á þessum skrítnu og krefjandi tímum.
og þá sérstaklega á körfubolta en áhugamálin verða að víkja þegar alvarlegur faraldur ríður yfir samfélagið. Við þurfum öll að vanda okkur næstu vikurnar og mánuðina til þess að komast í gegnum þetta. Það þarf ekki nema eitt hópsmit svo við förum aftur á þann stað sem við vorum á fyrir nokrum vikum síðan. Lífið mun komast aftur í eðlilegt horf, fyrr ef við leggjum öll á eitt og hlýðum Víði. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Samfélagið mun meira og minna verða aftur eins og það var áður. Ég held samt að við munum tileinka okkur meiri sveigjanleika en áður, bæði í leik og starfi. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég er virkilega liðtækur í eldhúsinu. Ég elska að elda og baka. Þó svo að Margrét sé menntaður kokkur þá elda ég að minnsta kosti jafn oft og hún hér heima. Við elskum að elda og borða góðan mat. Margrét vill einnig meina að ég eigi í ástarsambandi við uppþvottavélina þar sem allt þarf að vera í ákveðinni röð og reglu.
– Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ég bakaði marmaraköku eins og amma gerði hana þegar ég var krakki. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Pítu. Ég er búinn að mastera hina fullkomnu pítu.
– Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Ég elska góða nautasteik og heimagerða Bearnaise-sósu.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni? Það var afskaplega gott að fá þær fréttir að fresturinn til þess að skipta út vetrardekkjunum var lengdur inn í miðjan maímánuð.
– Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég reyni að nota grillið eins mikið og ég get. Allt frá pizzu upp í góða steik.
– Hvað hefur slæmt gerst í vikunni? Það var skelfilegt að fá þær fréttir að enn verði bið í að sundlaugar landsins opni.
48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Netspj@ll
Ætluðum við að sjá Liverpool lyfta deildarmeistara bikarnum í fyrsta sinn í 30 ár! Sigurður B. Magnússon lítur björtum augum til sumarsins – enda geti ástandið ekki orðið mikið verra.
S
igurður B. Magnússon, aðstoðarvaktstjóri hjá Flugvallarþjónustunni Keflavíkurflugvelli, er með fjölmörg áhugamál og grjótharður Liverpool-aðdáandi. Honum hefur tekist að hægelda lambalæri í sjö tíma á 180 gráðum. Lambalæri eru reyndar í uppáhaldi hjá honum og humar. Sigurður tók þátt í Netspjalli við Víkurfréttir. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég lít mjög björtum til sumarsins. Þetta getur ekki orðið mikið verra. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Áhugamál mín eru enski boltinn, ljósmyndun, video-gerð, eldamennska, ferðast með fellihýsið og ýmislegt fleira. Er með smá Apple-dellu og er alltaf með það nýjasta frá þeim. Ég er grjótharður Liverpool-aðdáandi og átti að vera á lokaheimaleiknum á móti Chelsea í byrjun maí. Þangað var ég að fara með 30 manna hópi og ætluðum við að sjá Liverpool lyfta deildarmeistarabikarnum í fyrsta sinn í 30 ár! – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Uppáhaldsstaðurinn á Íslandi er án efa Seyðisfjörður en þar var ég oft á sumrin sem gutti hjá ömmu minni. Ég hef farið þangað á hverju sumri með börnin mín og þeim finnst það ómissandi hluti af sumrinu. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Ég stefni á að þvælast um landið með fellihýsið og fjölskylduna,
elta góða veðrið og auðvitað eyða nokkrum dögum á Seyðisfirði. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Plönin voru svo sem þau sömu, fyrir utan Liverpool-ferðina í maí. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Undanfarnar vikur hef ég verið heima að jafna mig eftir axlaaðgerð og svo núna var að bætast við þetta yndislega brjósklos. Já, margt er öðruvísi, maður hittir ekki jafn margt fólk. Ég er búinn að vera meira og minna heima með dóttur mína sem er að verða fjögurra ára. Hún hefur ekki farið á leikskóla síðan um miðjan mars. Í vinnunni er líka mjög skrýtið ástand, fáar flugvélar og sérstakt andrúmsloft.
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Síminn og Messenger er mest notað, alveg eins og fyrir þetta ástand. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ef ég fengi eitt símtal í dag þá myndi ég sennilega hringja í börnin mín sem búa ekki hjá mér. Bara til að sjá hvernig þau hefðu það. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Ég reyni að gera eitthvað gagn í eldhúsinu en mitt mesta afrek þar var að hægelda lambalæri í sjö tíma á 180 gráðum. Það var gjörónýtt. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Mér finnst skemmtilegast að elda lambalæri eða humar. Svo er auðvitað mjög gaman að grilla í góðu veðri.
– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomu banni? Já, mér finnst fólk almennt virða reglurnar. Ég held að við séum bara að standa okkur nokkuð vel þar.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
– Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmatur er humar og lambakjöt. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Ég get alls ekki hugsað mér að borða grænmeti
eða ávexti en það hef ég aldrei borðað. – Hvaða morgunmatur verður oftast fyrir valinu? Sennilega fæ ég mér oftast gult Cheerios í morgunmat. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Konan bakaði brúna köku fyrir nokkrum dögum síðan sem ég var ekki lengi að klára … – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Myndi kaupa pasta, rjóma, piparost og bacon fyrir afganginn. – Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? Hver er uppáhaldshljómsveitin þín? U2.
G LEÐILEGT SUMAR
Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!
50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Keilir – horft til framtíðar Nú þegar heimsfaraldur hefur gert fjarkennslu og breytta kennsluhætti nauðsynlega hér á landi horfa margir til þeirra menntastofnana sem þegar höfðu tekið stór skref í þá átt. Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er svo sannarlega í þeim hópi. Keilir sem hefur verið leiðandi á sviði vendináms á Íslandi stóð mjög vel að vígi þegar einsýnt var að færa þyrfti kennslu yfir í fjarnám. Skólinn hefur um árabil lagt mikla áherslu á að mæta framtíðaráskorunum á sviði menntunar og hefur t.a.m. innleitt vendinám í alla sína kennslu þar sem því hefur verið við komið. Samstarf við atvinnulífið, áhersla á að virkja nemendur í allri sinni vegferð í námi, tæknilegur stuðningur, vilji til þess að deila reynslu af aðferðum, fróðleiksfýsn starfsfólks og óhefðbundin blanda námsbrauta hefur ýtt undir samstarf og skoðanaskipti ólíkra aðila. Allur byggist þó árangurinn á hugrekki til þess að stíga út fyrir þægindarammann og feta ótroðnar slóðir.
Þróast í takt við þarfir
Keilir var stofnaður til þess að mæta þörfum um aukið menntunarstig á Suðurnesjum en hefur í auknu mæli orðið valkostur nemenda alls staðar af á landinu. Keilir hefur verið uppspretta nýsköpunar á sviði menntamála og þróast í takt við þarfir á hverjum tíma. Fjölbreytt námsframboð hefur litið dagsins ljós og árangurinn verið mikill. Á fjórða þúsund nemenda hafa útskrifast frá Keili og hefur fjöldi þeirra sem stunda nám og námskeið á vegum skólans aldrei verið meiri. Nú þegar blasa við áskoranir í samfélaginu er
mikilvægt að skólinn hafi bolmagn til þess að mæta þeim með auknu námsframboði og starfsemi sem styður við þarfir nemenda og samfélagsins. Menntaskólabraut í tölvuleikjagerð var einmitt svar við ákalli nemenda og hefur hún gengið mjög vel. Stefna Menntaskólans á Ásbrú er því í takt við leiðarljós Keilis. Fjórða iðnbyltingin er við útidyrnar og aðstæður nú hafa fært okkur nær stafrænum heimi. Nemendur kalla áfram eftir nýjum námsgreinum og Keilir ætlar sér að svara kallinu.
Sjálfbær skóli til framtíðar
Keilir er einkaskóli sem þó er að langstærstum hluta í eigu opinberra aðila. Skólinn hefur því svigrúm til þess að bregðast hraðar við og veita sérhæfðari og markvissari þjónustu. Háskólabrú Keilis er aðfararnám inn í deildir Háskóla Íslands og þjónar því sem stökkpallur fyrir þá sem ekki kláruðu menntaskóla en vilja efla færni sína og vera vel undirbúnir undir háskólanámið. Ásókn í námið hefur aukist ár frá ári og má þykja ansi líklegt að ásóknin verði enn meiri í haust. Fjárhagsleg staða skólans setur þó skorður og að öllu óbreyttu mun skólinn þurfa að setja verulegar fjöldatakmarkanir á inntöku. Frá því að erfið rekstrarstaða skólans varð ljós hefur markvisst verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu skólans með það að markmiði að gera rekstur hans sjálfbæran og auka um leið getu starfseminnar til þess að uppfylla þarfir samfélagsins á næstu árum. Skýrsla um stöðu skólans hefur verið send menntamálayfirvöldum og er viðbragða að vænta. Einnig var sala á
fasteignafélagi skólans undirbúin til þess að mæta uppsöfnuðu rekstrartapi og gera skólanum kleift að þjóna hlutverki sínu sem miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú. Vel hefur verið tekið í þær tillögur af helstu hagsmunaaðilum og brýnt að sú vinna klárist sem allra fyrst.
Stuðningurinn er grundvöllur árangurs
Frá því ég tók við sem framkvæmdastjóri Keilis hafa meginmarkmið mín snúist um bættan rekstur skólans og sjálfbærni hans til framtíðar. Það er mín von að senn ljúki þeirri vegferð og tímabært sé að hefjast handa við nýja stefnumótun Keilis í samstarfi við starfsfólk og hagsmunaaðila. Sú vinna mun skila enn öflugri miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Grunnur hefur verið lagður að nýsköpunarmiðstöð innan Keilis en um er að ræða samstarfsverkefni stofnana þar sem samlegðaráhrif
nýtast á mörgum sviðum. Endurvekja þarf þróunar- og vísindastarf á vegum Keilis og efla enn frekar erlent samstarf sem opnar fleiri leiðir nemenda að námi og tækifærum víða um heim. Keilir er veigamikill þáttur í samfélaginu og stuðningur við starfsemi skólans grundvöllur fyrir tilveru hans. Segja má að mikilvægi Keilis, í ljósi aðstæðna, hafi aldrei verið meira. Aukið atvinnuleysi og samfélagslegar breytingar kalla á ný úrræði til mennta og framfara. Keilir er eign samfélagsins og þjónn þess. Þeir fjölmörgu nemendur sem hugsa til Keilis með hlýhug bera vott um það góða starf sem skólinn sinnir. Það er ekki aðeins markmið Keilis að mennta nemendur heldur viljum við efla trú þeirra á eigin getu, ekki bara í námi heldur lífinu sjálfu. Því trúin flytur fjöll og okkar fjall er Keilir. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis.
Viðburðir í Reykjanesbæ
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Hljómahöllin Miðvikudaginn 22. apríl kl. 20:00 kemur hljómsveitin Kælan mikla fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar, RÚV2, Rás 2 og ruv.is og Facebook-síðu Víkurfrétta:
Stapaskóli – Starfsfólk skóla Garðyrkjudeild – Sumarstörf Velferðarsvið – Sérfræðingur Vinnuskólinn - 8.-10.bekkur
Hljómahöllin Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 kemur hljómsveitin Auður fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar, RÚV2, Rás 2 og ruv.is og Facebook-síðu Víkurfrétta:
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51
Þakkir til Suðurnesjamanna – konur eru líka menn Ágætu íbúar Suðurnesja, konur og karlar. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið sérstakir og erfiðir. Daglegt líf hefur gengið úr skorðum. Um svipað leyti og farfuglarnir flykkjast til Íslands hafa stóru fuglarnir, flugvélarnar sem flytja til okkar erlenda gesti og opna heiminn fyrir Íslendingum, þagnað. Ef til vill er það áþreifanlegasta merkið um það undarlega ástand sem við búum við vegna COVID-19-faraldursins en sá illi faraldur hefur sett mjög margt úr skorðum. Sundlaugar, íþróttahús, æfingasalir og ekki síst skólar hefur verið lokað. Allt atvinnulíf hefur gengið úr skorðum. Æði mörg orð mætti hafa um það sem við er að fást. Á sama tíma og lífsmynstri okkar hefur verið rækilega raskað eru þó björt teikn á lofti. COVID-19-smit eru ótrúlega fá á Suðurnesjum. Það er mörgu að þakka en stærsta þáttinn eiga íbúar Suðurnesja sem farið hafa eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og tilmælum yfirvalda. Það er yfirvöldum ómetanlegt að eiga slíkan stuðning vísan, að vita það að íbúarnir finna til samfélagslegrar ábyrgðar, sjálfum sér og öðrum til heilla. Þeim sem staðið hafa í fararbroddi, heilbrigðisstarfsfólki, sjúkraflutningamönnum, lögreglu og öllum sem staðið hafa í ströngu og veitt faraldrinum viðnám með öruggum hætti er einnig þakkað. Allir hafa lagst á eitt í því viðnámi. Árangurinn er sá að varnarbarátta okkar allra hefur skilað varnarsigri. Smitum hefur ekki fjölgað um nokkurt skeið og stöðugt fækkar þeim sem sitja þurfa í sóttkví. Öll ölum við þá von í brjósti að líf komist smám saman í eðlilegan gang á ný, þótt sjálfsagt breytist sumt í lífsmynstri þjóðarinnar til framtíðar. Boðaðar hafa verið tilslakanir á samkomubanni og
Deiliskipulag í Reykjanesbæ Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:
Deiliskipulagstillaga fyrir Hlíðarhverfi ýmis konar þjónusta verður leyfð. Hárgreiðslu-, rakara-, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn og sambærileg starfsemi mega opna hinn 4. maí næst komandi, en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Þá mun að óbreyttu verða miðað við 50 manns sem hámark þeirra er koma saman. Skólar taka þá aftur til starfa og að sjálfsögðu skal fara að leiðbeiningum um sóttvarnir. Sjómennska var lengi grundvallarþáttur í lífi Suðurnesjamanna. Eftir því var tekið um allt land hvernig tekist var á við sjóinn. Ólína Andrésdóttir orti braginn Suðurnesjamenn. Þar er að finna setningu sem er við hæfi að endurtaka hér: „Kunnu þeir að stýra og styrk var þeirra mund.“ Það er ekki tilviljun að þessi setning komi upp í hugann við þessar aðstæður. Margir hafa lagt hönd (mund) á plóginn í varnarbaráttu okkar. Öllum skal þakkað en nú fyrst og fremst íbúum Suðurnesja. Höldum vöku okkar og sýnum staðfestu. Sagt er að öll él stytti upp um síðir. Það mun gerst með samstilltu átaki okkar allra. Íbúar Suðurnesja. Kærar þakkir fyrir hönd lögreglunnar á Suðurnesjum og allra í framvarðsveitum, Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Markmið deiliskipulags er að: skipuleggja svæði fyrir 408 íbúðir í fjölbreyttri byggð fjölbýlishúsa og raðhúsa með lifandi tengsl bygginga og göturýma. Húsum verður þannig fyrir komið að þau myndi sólrík og skjólgóð rými eins og kostur er og útsýnis verði notið sem víðast. Tillagaðan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 22. apríl 2020 til 3. júní 2020. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2020. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæ, 9. apríl 2020
Þarftu að auglýsa?
andrea@vf.is
Staða ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Uppbygging í Helguvík Ríkisstjórnin ásamt Mannvirkjasjóði NATO og Bandaríkjunum eru með í undirbúningi áætlun um uppbyggingu mannvirkja á öryggissvæðinu við Keflavíkurflugvöll á árunum 2021–2023. Sú áætlun sem nú er í smíðum mun koma til efnislegrar meðferðar Alþingis eftir að ríkisstjórn hefur lagt blessun sína yfir hana. Uppbygging hafnarkanta og ferjulags í Helguvík gæti hugsanlega orðið hluti af þessari áætlun. Við fögnum að sjálfsögðu allri uppbyggingu sem áætlanir eru um að geti átt sér stað hér á svæðinu en rétt er að benda á að á þessu stigi hefur málið hvorki verið samþykkt í
ríkisstjórn né heldur hlotið þinglega meðferð og því óljóst hvort af því verði. Því eru fréttir helgarinnar um stórkostlega uppbyggingu í Helguvík orðum auknar og raunar sérkenni-
legt upphlaup af hálfu þingmanns í atkvæðaleit. Hins vegar er rétt að ítreka óskir um að Suðurnesin sitji við sama borð og aðrir þegar kemur að framlagi til ríkisstofnana á Suðurnesjum. Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli, fyrst vegna falls WOW Air og nú af þessari skæðu COVIDfarsótt. Ekkert svæði á landinu verður fyrir eins miklu höggi og Suðurnes og stefnir í að atvinnuleysi fari í vel á þriðja tug prósenta.
Við viljum því brýna að ríkisstjórn og þingmenn svæðisins til að ráðast nú þegar í þau verk sem hægt er að fara í, s.s. uppbyggingu hjúkrunarheimilis, tvöföldun Reykjanesbrautar og önnur verk sem hægt er að ráðast í með stuttum fyrirvara og gagnast munu samfélaginu hér suður með sjó. Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÉTAR ÞÓR SIGURÐSSON Austurgötu 11, Keflavík
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. febrúar verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13. Sökum aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd athöfnina. Athöfninni verður streymt og hægt að nálgast slóðina hjá aðstandendum. Signý Hrönn Sigurhansdóttir Gunnar Þór Grétarsson Sólveig Gísladóttir Bryndís Grétarsdóttir Hafsteinn Guðmundsson Magnea Grétarsdóttir Sigurður R. Magnússon og barnabörn.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Íbúar Suðurnesja yfir 28.000 talsins
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Íbúar Suðurnesja eru orðnir yfir 28.000 talsins og voru þann 1. apríl alls 28.080. Þeim hefur fjölgað um 255 frá 1. desember síðastliðinn. Íbúar Reykjanesbæjar voru 19.575 talsins og sveitarfélagið er ennþá það fjórða stærsta á landinu á eftir Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Akureyri er svo fimmta stærsta sveitarfélagið með 19.035 íbúa. Suðurnesjabær er annað stærsta sveitarfélag Suðurnesja með 3.630 íbúa, Grindavík með 3.544 og Sveitarfélagið Vogar telur 1.331 íbúa. Hlutfallslega fjölgar íbúum Voga mest á Suðurnesjum en þar hefur íbúum fjölgað um 1,8% frá því í byrjun desember. Í Suðurnesjabæ er 1,2% fjölgun, 1,0% í Grindavík og 0,9% í Reykjanesbæ.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Að búa við Manhattan er ákveðin lífsreynsla Davíð Þór Þórarinsson býr á Long Island í New York ásamt konu sinni, Rebeccu Marcus, yngstu dótturinni Jessicu og kisunum Ziggy og Violet. Hann hefur búið í New York í átta ár. Hann á einnig tvær eldri dætur, Meja sem býr í Florida og Elmu sem býr í Stokkhólmi. Davíð, eða Dabbi eins og hann er kallaður, starfar sem tæknimaður hjá vogunarsjóði sem heitir Exoduspoint Capital Management á Manhattan. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég flutti fyrst til Ísrael árið 1982, tólf ára gamall, þegar faðir minn, Þórarinn Eyjólfsson, fékk vinnu hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég flutti heim aftur árið 1988 til að stunda nám en flutti svo aftur út, til Svíþjóðar árið 1994. Það var sennilega mest í leit að ævintýrum og til þess að komast nær fjölskyldunni sem var ennþá búsett erlendis.“ – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast og læra um heiminn sem við búum í.“
Dabbi ásamt Elmu dóttur sinni.
Maður kynnist fólki frá öllum heiminum hérna, ásamt þeirra menningu og siðum. Þetta er mjög alþjóðleg borg sem fellur mér vel í geð.
– Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Jú, að sjálfsögðu! Fjölskyldan, vinir, maturinn, fjöllin og náttúran. Það er kanski vert að minnast á að það er orðið alltof erfitt að finna siginn fisk í soðið þegar maður kemur heim.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Nei, í raun og veru ekki. Ég var meðal annars í amerískum, alþjóðlegum gagnfræðiskóla í fjögur ár og á bæði fjölskyldu og vini hérna frá þeim tíma þannig að ég vissi ágætlega hvað ég var að gefa mig inn í. Það sem er kannski erfiðast að venjast eru blæbrigði hversdagsleikans sem maður rekst á þegar maður fer frá einu vestrænu ríki til annars.“
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
Dabbi, sem er fimmtugur á þessu ári, hefur búið erlendis samanlagt í 32 ár. Hann bjó í Ísrael í um sex ár, átján ár í Svíþjóð og svo átta ár í Bandaríkjunum. – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Að búa við Manhattan er ákveðin lífsreynsla. Það gerist ýmislegt hérna og lífið hér er mjög breytilegt og áhugavert. Eitt sinn las ég viðtal við mann sem hafði ferðast til allra landa í heiminum. Þar tók hann fram að ef einhver ein borg ætti að vera höfuðborg heimsins ætti það að vera New York og ég er sammála því. Maður kynnist fólki frá öllum heiminum hérna, ásamt þeirra menningu og siðum. Þetta er mjög alþjóðleg borg sem fellur mér vel í geð.“
– Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Það eru bæði kostir og gallar. Lífið hérna tekur aldrei pásu og það er aldrei slakað á. Það er mikil traffík og fólk alls staðar sem getur skapað streitu og neikvæðni ef maður fer ekki varlega. Hins vegar, eins og ég nefndi, þá er ákveðin lífsreynsla að búa hérna sem er mjög jákvætt líka.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Hefðbundinn dagur hjá mér þessa dagana gengur út á að vinna fyrst og fremst. Fyrir ástandið vann ég oftast á skrifstofunni okkar í Manhattan en ég er búinn að vera vinna heima í u.þ.b. einn og hálfan mánuð. Ég vinn mikið sjálfstætt og með fólki bæði í Evrópu og Austurlöndum fjær
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55
Þessa mynd sendi Dabbi okkur frá Manhattan í New York.
56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ég held að flestir þekki núna einhvern sem hefur orðið fyrir barðinu á þessum vírus sem gerir þetta meira raunverulegt fyrir fólk og fær það til þess að sjá betur að sér. Svo er tilhneiging til þess að breyta þessu í pólitíska umræðu sem ekki bætir málin.
annig að ég er vanur að vinna með þ bara síma, tölvur og vídeóbúnað til þess að hafa samband við fólk. Ég þurfti ekki langan tíma til þess að aðlagast þessum aðstæðum.“
og vini. Þau áhugamál sem ég hef eru ekki beint til hæfis þessa dagana, eins og að fara á tónleika, flakka um borgina, fara á góða veitingastaði og svo framvegis.“
– Líturðu björtum augum til sumarsins? „Jú, það geri ég. Gangur lífsins er breytilegur, stundum gengur vel og stundum blæs á móti. Maður verður bara að spýta í lófana og takast á við það sem er í boði með bros á vör, einn dag í einu.“
– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Fljótin í Skagafirði standa mér nærri. Afi minn var ættaður þaðan og ég hef eytt mörgum góðum stundum þar. Suðurlandið hef ég einnig gaman af að heimsækja.“
– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Eins og er hef ég ekki mikinn tíma til þess að sinna meira en vinnu og heimili þannig að ástandið hefur ekki haft sérstaklega stór áhrif á hversdagsleikann hjá mér. Það fjallar kannski mest um að koma sér út í göngu með konunni eða fara út að hlaupa, hafa samband við fjölskyldu
– Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Það er alveg óráðið. Ég mun standa í ströngu vinnulega séð fram til febrúar eða mars á næsta ári. Svo er það spurningin er hvort að COVID-19 sleppi okkur eitthvað úr greipum sér og hvernig það hefur áhrif á framhaldið. Ef ferðalög halda áfram að vera óæskileg þá gerum við bara gott úr hlutunum hérna heima.“
Fyrir utan heimili Dabba á Long Island í New York. Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57
New York á fallegum degi. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Ég var með plön á að fara til Svíþjóðar og hitta systkini mín í júlí og svo vildi ég einnig koma heim á Ljósanótt í ár.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „New York hefur orðið illa fyrir barðinu á COVID-19 eins og vitað er. Að sjálfsögðu hefur fólksfjöldinn sem býr þétt hérna stór áhrif á útbreiðsluna, þrátt fyrir að flestir standi sig vel og reyni að gera sitt besta til þess að halda sér heimavið. Ég held að flestir þekki núna einhvern sem hefur orðið fyrir barðinu á þessum vírus sem gerir þetta meira raunverulegt fyrir fólk og fær það til þess að sjá betur að sér. Svo er tilhneiging til þess að breyta
þessu í pólitíska umræðu sem ekki bætir málin. Margt fólk hefur misst vinnuna og þá missir fólk einnig heilsutryggingar og svo framvegis, sem er alls ekki gott. Umræðurnar snúast mikið um hvernig hægt er að koma fólki í vinnu aftur án þess að skapa meiri hættu og aukinn þrýsting á sjúkrastofnanir.“
minni hávaðamengun og hreinna loft þannig að breytingarnar eru ekki allar slæmar. Við höfum það samt gott og getum ekki kvartað. Ég fer einu sinni í viku út í búð að ná í það sem okkur vantar og þá fer ég rétt fyrir lokun á miðvikudagskvöldum þegar flestir eru farnir heim. Það hefur virkað vel.“
– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Það hefur margt breyst. Það er nánast ómögulegt að fá matvörur sendar heim, sumar nauðsynjavörur hafa verið í skornum skammti hérna, eins og annars staðar, og að nálgast matvörur er ekki auðvelt heldur þegar mikill fjöldi fólks þarf að versla og halda sér frá öðru fólki líka. Það sem hefur líka breyst er að það er
– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Mikið af þeim lærdóm sem við þurfum að draga af þessu mun ekki koma fram alveg strax en ég yrði ekki hissa ef umræður munu snúast um t.d. hvernig frjálsræði fólks verði minnkað til þess að auka öryggi almennings. Þann lærdóm sem við getum séð strax er kannski að internet ætti að vera grundvallaréttur, mikilvægi menntunar, mikilvægi
hreinlætis, mikilvægi þess að vera í sambandi við fjölskyldu og vini reglulega og svo að sjálfsögðu að virða náttúruna. Svona getur maður lengi haldið áfram.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Í vinnunni er það Zoom og Skype ásamt Symphony fyrir hópspjall. Fyrir fjölskyldu og vini er það mest Facetime ásamt Whatsapp“. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Ef ég gæti hringt þetta símtal í hvern sem er myndi ég hringja í Neil deGrasse Tyson. Þrælskarpur náungi sem hefur margt að segja og er með húmorinn í lagi.“
58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þó manni líði illa og sé ekki alltaf í toppstandi þá heldur lífið áfram ...
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59
ELVA DÖGG SIGURÐARDÓTTIR:
MISTÖK GERA SVO MARGT
GOTT FYRIR MANN Það má segja að Elva Dögg Sigurðardóttir hafi haft allt sem hún þurfti til að ganga vel í lífinu. Hún átti góða fjölskyldu, gekk vel í skóla, var vinamörg og efnileg í íþróttum. Síðan gerðist eitthvað og áður en hún vissi af var hún komin inn á barna- og unglingageðdeild og langaði ekki lengur að vera til. Hún upplifði mikla skömm, sérstaklega þar sem henni fannst hún ekki hafa ástæðu til þess að vera þunglynd en það þarf víst ekki ástæðu. Í dag líður henni betur og hún hefur opnað umræðuna um þennan sjúkdóm, sem einmitt fer ekki í manngreiningarálit. „Ég skildi ekki af hverju ég af öllum, sem hafði allt og meira en það langaði bara allt í einu alls ekki að vera til,“ sagði Elva Dögg þegar við spurðum hana um þessa erfiðu lífsreynslu. Hún kemur vel fyrir og það er bjart yfir þessari ungu konu en hún starfar í dag við að leiðbeina ungu fólki meðfram námi hjá KVAN en þar er lögð áhersla á að virkja það sem í fólki býr og veita þeim aðgengi að styrkleikum sínum. Þess fyrir utan stefnir hún á ferðalög í framtíðinni enda býr hún yfir miklum krafti og eins hún segir sjálf – hefur áhuga á bókstaflega öllu.
– En hvað var það sem gerðist? „Það er ansi góð spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér sjálf. Mér finnst svo skrítið að það séu liðin tíu ár frá því að þetta byrjaði allt saman en samt er ég svo ung, bara 24 ára. Þegar ég var fjórtán ára fékk ég flensu um haustið og var veik í nokkra daga en þegar ég fór að braggast þá gat ég ekki mætt í skólann. Það var eitthvað ótrúlega þungt sem hvíldi á mér og mamma þurfti alltaf að hringja í skólann og segja: „Hún kemur ekki í dag, henni líður rosalega illa ennþá.“ Ég hætti að svara vinkonum mínum, læsti mig bara inni í herbergi, dró sængina yfir
haus, og vildi ekki tala við neinn. Mamma og pabbi vissu ekki hvað var að gerast því ég hafði alltaf verið opin, til í allt og alltaf á fullu. Þarna var ég orðin andstæðan við það og ég sjálf skildi ekki neitt. Ég man að ég hugsaði: „Hvernig á mér að geta liðið svona illa þegar ég hef allt sem ég vil og miklu meira en það, lífið framundan og ótal tækifæri og allt í einu er ég að hugsa um það að mig langi bara alls ekki að vera til?““
ÉG GAT EKKI HORFT Í AUGUN Á HONUM
Foreldrar Elvu Daggar komu henni til sálfræðings en það hjálpaði lítið. „Ég gat ég ekki horft í augun á honum og heyrði ekkert hvað hann var að segja. Þá sagði hann mömmu að ég þyrfti miklu meiri aðstoð sem endaði á því að ég var lögð inn á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og þá var mér alveg lokið. Þar komum við að skömminni sem svo oft vill loða við geðsjúkdóma og Elva Dögg var ekki laus við hana en það sem verra var, hún var sannfærð um að hún ætti ekki afturkvæmt frá BUGL.
60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
En vandinn var sá að maður getur ekki verið 700% á sama tíma, það þarf að deila 100% niður í allt sem maður ætlar að gera ...
„Ég trúði því ekki að ég sem hafði allt, væri komin þangað og skammaðist mín alveg ótrúlega fyrir það. Mér fannst að það væri fullt af öðrum krökkum sem ættu meira skilið að fá að fara þarna inn og þyrftu frekar aðstoð, hefðu raunverulegan vanda að vinna í.“ Sem betur fór sá Elva aftur til sólar og með hjálp létti þyngslunum. „Ég hélt að ég kæmi ekki út af BUGL aftur og ætlaði það ekki en sem betur fer komst ég út með mikilli hjálp frá mörgu fólki sem var að vinna þarna. Ég átti góða vini sem komu í heimsókn og fékk stundum að koma heim um helgar.“
SKÖMMIN VAR ERFIÐ
Elva Dögg segist lítið muna frá dvölinni og veikindunum, eins og að heilinn vilji ekki muna þegar henni leið hvað verst. „Ég vildi ekki að neinn myndi vita af því hvar ég væri því ég skammaðist mín svo mikið þegar krakkarnir í bekknum og aðrir í skólanum voru að spyrja eftir mér. Því var haldið leyndu í einhverja mánuði sem setti mína nánustu auðvitað í erfiða stöðu en það var verið að spyrja vini mína og bróður minn um mig og hvað væri í gangi. Viðbrögð fólks komu mér á óvart
Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.
því þegar það fréttist að ég hafði verið að glíma við andleg veikindi þá mætti ég bara skilningi og engum fórdómum. Það litu allir eins og mig og komu eins fram við mig sem var mikill léttir svo þetta voru aðallega fordómar hjá sjálfri mér. Ég átti samt erfitt með að ræða þetta fyrstu árin á eftir en í dag finnst mér það ekkert mál þar sem samfélagið er búið að þróast svo mikið í þessari umræðu, sem er orðin miklu opnari. Það eru svo margir að glíma við alls konar og maður verður miklu meira var við það í dag, sérstaklega á samfélagsmiðlum.“ – En hvernig gekk að feta áfram brautina eftir að þú varst komin út af BUGL? „Þegar ég kom út af BUGL var ég ekki endilega með rétta hugarfarið eða þroskann. Ég tók þessu eins og ég væri búin að læra margt og fá verkfæri til að líða aldrei illa og standa mig bara ennþá betur en ég var lögð inn aftur áður en ég byrjaði í 10. bekk þegar ég hafði keyrt mig í kaf og tók aðra niðursveiflu. Það tók mig nokkur ár að átta mig á því að mér hætti til að taka að mér of mörg verkefni og vildi vera 100% í öllu hvort sem það voru íþróttirnar, skólinn eða félagslífið og því fylgdi niður-
sveifla. Á sumrin var ég rólegri og þá náði ég að safna orku en ég var alltaf hrædd við haustin því þá vildi ég taka þátt í öllu og skráði mig í allt mögulegt. Vandinn var sá að maður getur ekki verið 700% á sama tíma, það þarf að deila 100% niður í allt sem maður ætlar að gera.“ Þegar Elva Dögg varð átján ára fékk hún ekki lengur aðstoð frá BUGL enda orðin fullorðin og þá hófst mikil leit að hjálp og prófaði hún ýmislegt. „Við þreifuðum okkur sjálf áfram og ég prófaði bæði sálfræðinga og jóga og hugleiðslu sem ég hafði lært í 9. og 10. bekk. Ég fékk aðstoð hér og þar og var svo bæði upp og niður. Byrjaði í framhaldsskóla í bænum og keyrði mig í kaf þar. Fór þá í FS og átti þar góðar upp- og niðursveiflur. Ég vildi standa mig vel og skammaðist mín fyrir að hafa hætt í hinum skólanum. Ég fór á fullt í félagslífið og allt mögulegt og tók því góða niðursveiflu á næstsíðasta árinu. Lokaárið langaði mig að útskrifast eftir þrjú og hálft ár eins og vinkonur mínar og þurfti þá að taka umframeiningar til þess. Bæði mamma og skólastjórnendur ráðlögðu mér frá því en ég var ákveðin að klára. Þá fór ég aftur í niðursveiflu og náði ekki að útskrifast en það var samt enginn heimsendir, eins og mér fannst þá. Síðustu önnina var ég bæði búin að öðlast nægilegan þroska og reynslu og náði því loksins að slaka á og njóta meira þess sem ég var að gera. Þetta var besta önnin af öllum, ég náði að taka þátt í ýmsu en passaði mig á því að gera ekki of mikið og gera ekki of miklar kröfur til mín. Þarna byrjaði ég að slaka á og leyfa mér að gera mistök – og vera bara ég sjálf.“ Þarna náði Elva Dögg að finna meðalveginn og skilja betur hvað varð þess valdandi að hún tók þessar niðursveiflur. Henni fannst margt skemmtilegt en stundum var það bara of mikið, og það þarf ekki að vera góður í öllu. Hún var með meðfætt keppnisskap en hún segir að þar hafi vandinn byrjað.
KEPPNISSKAPIÐ OLLI KVÍÐA
„Það er mikilvægt að fólk hugsi um þau skilaboð sem það sendir ungu fólki og hvernig það hrósar og fyrir hvað. Ég var með mikið keppnisskap og tók þátt í flestum íþróttum, held að þær séu fáar sem ég hef ekki æft. Það er gaman að hafa getuna en það getur líka verið of mikið ef maður vill vera góður í öllu. Hver hefur þá ábyrgð að passa það að börnin séu samt að njóta sín og slaka á? Það þarf líka að hlúa að andlegu heilsunni og að börn fái að njóta þess
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61
að vera börn jafnvel þótt þau séu að keppa. Ég er með mikið keppnisskap og það olli mér kvíða þótt það hafi kannski ekki valdið öðrum kvíða en möguleikinn er fyrir hendi og því þurfum við að fara varlega. Ég man þegar kviknaði á keppnisskapinu mínu en þá vorum við að vinna stærðfræðihefti og ein stelpan var búin á undan hinum. Þá lyfti kennarinn heftinu hennar og hrósaði henni og ég hugsaði: „Vá, hún er að fá geggjað hrós fyrir að vera svona dugleg – mig langar í svona hrós.“ Börn eru tilbúin að leggja mikið á sig til að fá hrós og það er auðvitað gott að fá hrós en ég held að í skólum þurfi að vinna meira með manneskjuna og félagslegu samskiptin. Hvað þýðir það að vera góð manneskja og hvernig getur þú hjálpað öðrum? Við leggjum áherslu á greinar sem eru kannski ekki aðalatriðið í lífinu og við ættum frekar að undirbúa börn með því að kenna þeim að takast á við ólíkar tilfinningar, þegar þeim líður illa eða takast á við kvíða. Það er hluti af lífinu og við getum lagt meiri áherslu á það. Ég hafði ekki orð yfir kvíða og vissi ekki að ég væri að fá kvíðakast eða hvernig ég ætti að tækla það. Ef ég hefði fengið aðstoð við mína vanlíðan hefði kannski verið hægt að grípa fyrr inn í og fá aðstoð.“
SKRIFA Í DAGBÓKINA: „NÚNA ÆTLAR ÞÚ AÐ SLAKA Á!“
Þú mátt gera mistök, það er í lagi og þú lærir af því eða það skapast ný tækifæri. ...
Elva Dögg er á þriðja ári í tómstunda- og félagsmálafræði en hún hefur unnið mikið með börnum og unglingum, bæði sem þjálfari í fimleikum, í félagsmiðstöðinni Fjörheimum og hjá KVAN og án efa hefur þessi lífsreynsla hennar hjálpað henni við þau verkefni. „Mér finnst mikilvægt að geta nýtt mína reynslu til að leiðbeina og aðstoða svo aðrir fái mögulega að njóta og það má segja að hún sé minn drifkraftur. Það er alveg mikið að gera hjá mér og ég þarf að passa mig en ég hef verið að æfa mig í því að segja nei. Ég legg áherslu á að standa mig í KVAN og skólanum en skrifa líka slökun í dagbókina: „Hér ætlar þú að eiga rólegan morgun, hér ætlar þú ekki að gera neitt,“ og ég geri sjálf æfingar sem hjálpa mér að átta mig á því hvernig mér líður og ef ég set of miklar kröfur á sjálfa mig.
Ung og efnileg. Mér finnst ekkert vera ómögulegt og allt hægt, ef maður setur metnað í það sem maður vill gera. Þegar manni hefur liðið ótrúlega illa verða aðrir erfiðleikar auðyfirstíganlegir miðað við hvernig mér leið á tímabili. Mitt hugarfar snýst um að finna jafnvægið. Þó manni líði illa og sé ekki alltaf í toppstandi þá heldur lífið áfram og maður getur alltaf fundið sína leið. Aldrei gefast upp því mistökin gera mann svo margfalt sterkari. Þegar ég horfi til baka þá heyrði ég aldrei neinn segja við mig: „Þú mátt gera mistök, það er í lagi og þú lærir af því eða það skapast ný tækifæri.“ Við lítum á mistök sem veikleikamerki og þegar ég gerði mistök þá var ég ekki að standa mig vel að mínu mati. Það er þetta sem ég hef þurft að temja mér, að gera markvisst smá mistök. Að vanda mig ekki alveg jafn mikið því mistök gera svo margt gott fyrir mann.“ Viðtalið við Elvu er hægt að heyra í hlaðvarpinu GÓÐAR SÖGUR – smelltu á auglýsinguna hér að neðan til að hlusta.
Mundi
facebook.com/vikurfrettirehf
Orrustan um Helguvík er hafin.
twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Einfalt líf
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur
Fyrir mörgum árum gaf ein af mínum bestu vinkonum mér dýrmæt ráð. Ráð sem ég skildi ekki á þeim tíma, fannst þau hálfleiðinleg og þótti enn erfiðara að fara eftir. Hún vildi meina að ef ég myndi ná að einfalda líf mitt þá yrði auðveldara fyrir mig að takast á við erfiða hluti, eða bara alla hluti. Ná þannig að njóta þessara litlu hluta í lífinu. Njóta þess að vera ein með sjálfri mér. Njóta þess bara að vera. Engin geimvísindi svo sem en ótrúlega dýrmætt og mikilvægt. Viðurkenni hér með að mér hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel að lifa eftir þessu ráði, þrátt fyrir að það hafi verið greypt í huga mér æ síðan.
GLEÐILEGT SUMAR
Í dag er 36. dagurinn í samkomubanni. 36. dagurinn þar sem við Íslendingar erum krafin um að fara eftir þessu ráði, að einfalda líf okkar. Í dag eru líka 53 dagar síðan ég hætti að vinna að eigin frumkvæði, með framtíðina sem óskrifað blað. Án skuldbindinga ætlaði ég að njóta þess að vera ein með sjálfri mér í fyrsta skipti á ævinni, stunda yoga, hugleiðslu og finna mig í streitulausu lífi. Ég var komin á þann tímapunkt þar sem ég hugsaði að nú þyrfti ég að fara eftir þessu ráði frá vinkonu minni, rekja upp flækjurnar í tilverunni og finna út hvað ég raunverulega vildi gera í lífinu. Ég náði heilum sautján dögum með sjálfri mér áður en allir í fjölskyldunni minni voru „groundaðir“ með mér í heimaveru. Ráði vinkonu minnar var þröngvað upp á mig og flesta aðra á jörðinni á ógnarhraða. Allir og ömmur þeirra voru beðnir að vera heima, vinna heima, vera í skólanum heima og meira að segja stunda ræktina heima. Ég viðurkenni að það hefur verið mikil ögrun að lifa við þessar breyttu aðstæður. Ég fékk t.d. alvarleg þráhyggjuköst yfir því hvað mér fannst dætur mínar ganga illa um,
mér fannst heimilið undirlagt. Mér fannst ég endalaust „þurfa“ að vera að ganga frá eftir aðra. Mér fannst ég komin í aðstæður sem ég gat illa höndlað. Það tók mig um tvær vikur að sjá það að þetta fyrirkomulag var einmitt það sem ég þurfti. Einfalt líf. Við erum flest vön annars konar rútínu. Vakna, kaffi, sími, fréttir, vinna, skóli og svo seinni partinn þá er það „hvað er í matinn?“, „hverjir verða heima?“, „hvað á að gera um kvöldið?“, „ræktin?“, „samvera?“ o.s.frv. Hlaðin dagskrá og streita. Að vera í mikilli nánd við fólkið okkar allan daginn, alla daga í 36 daga er eitthvað sem við höfum flest þurft að takast á við. Veit ekki hvort við séum öll á sama stað en ég þurfti aðlögunartíma fyrir þessa miklu samveru og endurskipuleggja daginn frá grunni. Ég þurfti sannarlega að einfalda líf mitt og finna sáttina. Í staðinn fyrir að vera með þráhyggju yfir því að plana framtíðina, utanlandsferðir, matarboð og vökva neyslublómið hef ég náð að njóta þess bara að vera. Ekkert kapphlaup um lífsgæði. Ekkert kapphlaup punktur. Ég vona sannarlega að þessi breyting sé komin til að vera.
Hreinsunarsvæði Sandgerði 2020
KOMDU ÚT ME Ð OK K U R Á
Ónefnt lag Svæði 1 - Hólar I Svæði 2 - Hólar II Svæði 3 Svæði 5
STÓRA PLOKKDEGINUM!
Svæði 4 Svæði 6 Svæði 7 Svæði 8 Svæði 9 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 14 Svæði 16
SU ÐU RN E SJABÆ R O G B LÁI HE RINN HAFA T E KI Ð HÖ N DU M SAMAN OG HVE TJA ÍBÚA SU ÐU RN E SJABÆ JAR T I L Þ E SS AÐ TAKA Þ ÁTT Í ST Ó RA P LO KKDE G I N U M SE M FRAM FE R
Svæði 17 Svæði 18 Svæði 19 Svæði 20
Svæði 21- ofan Byggðarvegar Svæði 22 - ofan Byggðarvegar -Grjótnáman Svæði 23 - Gulllág og stakkstæðin
Svæði 24 - Ofan Bjarmalands Svæði 25 - Ofan Norðurgötu Svæði 26 - Ofan Norðurgötu að Klöpp Svæði 27 - Austan Stafnesvegar
Hreinsunarátak Bláa hersins og Sandgerðinga vegna stóra plokkdagsins 25. apríl 2020. Veldu þér númer til að hreinsa, svaraðu könnuninni á Fréttasíðu- og upplýsingasíðu Sandgerðis
L AU G A R DAG I N N 2 5. AP R ÍL.
Hreinsunarsvæði Garður 2020 Ónefnt lag Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5 Svæði 6 Svæði 7 Svæði 8 Svæði 9 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 14 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 17 Svæði 18 Svæði 19 Svæði 20 Svæði 21
• Frábær hreyfing • Klæðum okkur eftir veðri • Virðum tveggja metra regluna Blái herinn mun dreifa sekkjum meðfram stofnbrautum í báðum bæjarkjörnum, Garði og Sandgerði, þar sem plokkarar geta komið frá sér ruslinu sem plokkað er. Starfsmenn Suðurnesjabæjar og Blái herinn munu svo tæma og fjarlægja sekkina þegar átakið er búið.
Svæði 22 Svæði 24 Svæði 25 Svæði 26 Svæði 27
Hreinsunarátak Bláa hersins og Garðbúa vegna stóra plokkdagsins 25. apríl 2020. Veldu þér númer, með því að svara könnuninni á Garðmenn og Garðurinn, hvaða svæði þú ætlar að hreinsa :)
TÖ KU M HÖ N DU M SAM AN O G HREI N SU M SU ÐU RN ESJA B Æ ! Nánari upplýsingar á heimasíðu Suðurnesjabæjar