Víkurfréttir 17. tbl. 43. árg.

Page 1

Nýr viti á Garðskaga El Faro er nýr spænskur veitingastaður á Lighthouse Inn hótelinu við Garðskaga. Ung pör frá Garði og Spáni kynntust á Flateyri og í gönguferð um Hornstrandir varð til hugmynd að nýjum veitingastað í Suðurnesjabæ. Sjá miðopnu.

28.apríl1. maí

Miðvikudagur 27. apríl 2022 // 17. tbl. // 43. árg.

Ítalir með þotur á Keflavíkurflugvelli Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófust í vikunni með komu flugsveitar ítalska flughersins. Þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit vegna verkefnisins en flugsveit Ítala var seinast hér á landi fyrir tveimur árum. Ítalska flugsveitin er komin til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur og 135 liðsmenn. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir bandaríska sjóhersins við kafbátaeftirlit. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia. Loftrýmisgæslunni lýkur í lok júní.

Eydís Eyjólfsdóttir hefur verið skáti í Keflavík í áratugi. Dísa, eins og hún er yfirleitt kölluð, hefur haldið tryggð við skátafélagið Heiðabúa sem fagna 85 ára afmæli á þessu ári. Það er hefð fyrir skrúðgöngu keflvískra skáta á sumardaginn fyrsta. Þá er gengið fylktu liði frá Skátahúsinu í Keflavík og stóran hring um bæinn. Gangan endar svo við Keflavíkurkirkju þar sem sóknarpresturinn tekur á móti göngunni og blásið er til skátamessu. Á myndinni hér að ofan má sjá Dísu skáta hnýta fallegan skátaklút um háls séra Erlu Guðmnudsdóttur sóknarprests Keflavíkurkirkju fyrir skátamessuna sem haldin var á sumardaginn fyrsta, síðasta fimmtudag. VF-mynd: Páll Ketilsson

NET SÍMI SJÓNVARP

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Ferðaþjónusta í Garðinum komin á fulla ferð:

Hótelið fullbókað frá í janúar „Þetta er allt komið í fullan gang og lítur mjög vel út,“ segir Gísli Heiðarsson, einn eigenda Lighthouse Inn hótelsins við Garðskaga í Suðurnesjabæ en ferðaþjónustan hefur heldur betur verið að taka við sér að undanförnu eftir lát á heimsfaraldri. „Það hefur verið mjög vel bókað hjá okkur síðan um miðjan janúar og sumarið er að verða fullt. Þetta er bara frábært. Þá verður gaman að geta boðið nýjum gestum á nýjan veitingastað á hótelinu,“ segir Gísli en sonur hans og tengdadóttir ásamt

öðru pari hafa opnað veitingastaðinn El Faro innan veggja Lighthouse Inn hótelsins við Garðskaga. Ítarlega er fjallað um veitingastaðinn sem er spænsk-íslenskur, í miðopnu blaðsins. Fleiri aðilar í ferðaþjónustu segja svipaða sögu. Ásgeir Elvar Garðarsson hjá Bílaleigunni Geysi segir að bókanir hafi farið upp í byrjun árs og næstu mánuðir líti mjög vel út. Aðal vandinn sé að fá nógu marga bíla en nær allar bílaleigur minnkuðu flotann í heimsfaraldri og bílaumboð hafa ekki fengið nógu marga bíla til að útvega bílaleigunum.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.