Víkurfréttir 17. tbl. 43. árg.

Page 1

Nýr viti á Garðskaga El Faro er nýr spænskur veitingastaður á Lighthouse Inn hótelinu við Garðskaga. Ung pör frá Garði og Spáni kynntust á Flateyri og í gönguferð um Hornstrandir varð til hugmynd að nýjum veitingastað í Suðurnesjabæ. Sjá miðopnu.

28.apríl1. maí

Miðvikudagur 27. apríl 2022 // 17. tbl. // 43. árg.

Ítalir með þotur á Keflavíkurflugvelli Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hófust í vikunni með komu flugsveitar ítalska flughersins. Þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit vegna verkefnisins en flugsveit Ítala var seinast hér á landi fyrir tveimur árum. Ítalska flugsveitin er komin til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur og 135 liðsmenn. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir bandaríska sjóhersins við kafbátaeftirlit. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia. Loftrýmisgæslunni lýkur í lok júní.

Eydís Eyjólfsdóttir hefur verið skáti í Keflavík í áratugi. Dísa, eins og hún er yfirleitt kölluð, hefur haldið tryggð við skátafélagið Heiðabúa sem fagna 85 ára afmæli á þessu ári. Það er hefð fyrir skrúðgöngu keflvískra skáta á sumardaginn fyrsta. Þá er gengið fylktu liði frá Skátahúsinu í Keflavík og stóran hring um bæinn. Gangan endar svo við Keflavíkurkirkju þar sem sóknarpresturinn tekur á móti göngunni og blásið er til skátamessu. Á myndinni hér að ofan má sjá Dísu skáta hnýta fallegan skátaklút um háls séra Erlu Guðmnudsdóttur sóknarprests Keflavíkurkirkju fyrir skátamessuna sem haldin var á sumardaginn fyrsta, síðasta fimmtudag. VF-mynd: Páll Ketilsson

NET SÍMI SJÓNVARP

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Ferðaþjónusta í Garðinum komin á fulla ferð:

Hótelið fullbókað frá í janúar „Þetta er allt komið í fullan gang og lítur mjög vel út,“ segir Gísli Heiðarsson, einn eigenda Lighthouse Inn hótelsins við Garðskaga í Suðurnesjabæ en ferðaþjónustan hefur heldur betur verið að taka við sér að undanförnu eftir lát á heimsfaraldri. „Það hefur verið mjög vel bókað hjá okkur síðan um miðjan janúar og sumarið er að verða fullt. Þetta er bara frábært. Þá verður gaman að geta boðið nýjum gestum á nýjan veitingastað á hótelinu,“ segir Gísli en sonur hans og tengdadóttir ásamt

öðru pari hafa opnað veitingastaðinn El Faro innan veggja Lighthouse Inn hótelsins við Garðskaga. Ítarlega er fjallað um veitingastaðinn sem er spænsk-íslenskur, í miðopnu blaðsins. Fleiri aðilar í ferðaþjónustu segja svipaða sögu. Ásgeir Elvar Garðarsson hjá Bílaleigunni Geysi segir að bókanir hafi farið upp í byrjun árs og næstu mánuðir líti mjög vel út. Aðal vandinn sé að fá nógu marga bíla en nær allar bílaleigur minnkuðu flotann í heimsfaraldri og bílaumboð hafa ekki fengið nógu marga bíla til að útvega bílaleigunum.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sverrir með þeim Birni og Þórði fyrir framan hjólabarðaþjónustuna við Básveg í Keflavík.

Hætta sáttir eftir fjörutíu ár Sverrir Gunnarsson í Nýsprautun tekur við rekstri hjólbarðaþjónustu Björns og Þórðar í Keflavík

ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS

Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki

421 4620 Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ

bilaverk.thoris@gmail.com

facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

„Við erum sáttir. Þetta er orðið fínt eftir fjörutíu ár en líka búið að vera skemmtilegt,“ sögðu þeir Björn og Þórður en þeir félagar fagna fjörutíu árum í rekstri hjólbarðaverkstæðis og smurstöðvar með því að segja þetta gott. Eru búnir að selja húsnæðið og reksturinn. Þeir Björn Marteinssson og Þórður Ingimarsson hafa selt Sverri Gunnarssyni í Nýsprautun reksturinn en hann er enginn nýgræðingur í flestum sem kemur að bílum. „Það er gaman að taka við að þeim félögum sem hafa verið lengst í hjólbarða- og smurþjónustu á Suðurnesjum. Þeir seldu að vísu smurþjónustuna fyrir nokkru síðan en nú var kominn tími á að hætta í hinu líka. Þeir hófu rekstur á smurstöðinni í Olís húsinu hinum megin við veginn

Fjörutíu ára gömul mynd af Birni og Þórði taka við af þeim Ingvari og Guðna á smurstöðinni 1. maí 1982. 1. maí 1982. Í viðtali við Víkurfréttir fyrir fimm árum voru þeir farnir að huga að því að leggjast í helgan stein en það hefur tekið fimm ár.

Björn var að skipta yfir á sumardekkin hjá Magnúsi Haraldssyni, einum af mörgum dyggum viðskiptavinum þeirra félaga.

Þeir sögðu reyndar þá að þeir væru alveg til í að vera tuttugu árum yngri því reksturinn væri í góðum málum en væru þó til í að hleypa öðrum að. Sverrir tekur við rekstrinum og opnar daginn eftir hátíðisdag verkalýðsins mánudaginn 2. maí. „Við höfum verið að bæta við okkur í bílaþjónustu á síðustu árum þannig að þetta passar vel inn í þá þróun,“ segir Sverrir sem tók við bílaumboði Heklu fyrir nokkrum árum og er staðsett á Fitjum í Njarðvík. Þar hefur Sverrir rekið Nýsprautun í langan tíma. Nú taka hann og hans menn við þjónustunni í Básnum í Keflavík þar sem líklega hundruð þúsundir hjólbarða hafa rúllað um gólf og bíla.

Mun betri niðurstaða en ráðgert var hjá Reykjanesbæ Leigueignir aftur komnar í eigu Reykjanesbæjar Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar var jákvæð um 3,6 milljarða króna á síðasta ári í stað 3 milljarða króna halla sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í ársreikningi bæjarsjóðs, en hann ásamt ársreikningum tengdra stofnana var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 19. apríl. Heildarniðurstaða samstæðu A og B hluta var jákvæð um 317 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 2,5 milljarða króna halla, segir í frétt frá Reykjanesbæ. Heildartekjur samstæðu A og B hluta voru 28,1 milljarður króna og rekstrargjöld 23,2 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði, skatta og hlutdeild minnihluta nam 4,8 milljörðum. Að teknu tilliti til þeirra liða var

niðurstaðan, eins og áður sagði, jákvæð um 317 milljónir króna í stað áætlaðs 2,5 milljarða króna halla. Heildartekjur A-hluta bæjarsjóðs námu 21,8 milljörðum króna. Þar á meðal er reiknuð tekjufærsla vegna uppgjörs leigusamninga við Eignarhaldsfélagsið Fasteign að fjárhæð 3,5 milljarða króna en á árinu voru allar eignir sem áður voru leigðar af félaginu keyptar til baka og leiguskuldbinding felld niður. Þar með lauk tveggja áratuga vegferð Fasteignar. Rekstargjöld bæjarsjóðs námu 18,2 milljörðum króna. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3,6 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2,1 milljarð króna.

Áætlun ársins gerði hins vegar ráð fyrir 3 milljarða halla á bæjarsjóði og er þetta því mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir. Munar þar mest um áðurnefnda tekjufærslu vegna uppgjörs leigusamninga. Eignir samstæðu A og B hluta nema 73,6 milljörðum og A-hluta bæjarsjóðs 40 milljörðum. Skuldaviðmið A hluta bæjarsjóðs skv. reglugerð 502/2012 er 102% og samstæðu A og B hluta 120%. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri kynnti ársreikninginn á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ og sagði framtíð bæjarins bjarta og full ástæða til bjartsýni, fjárhagsleg staða væri mun betri, íbúum fjölgar hratt, atvinnutækifærum fjölgar og mannlíf væri í blóma


Skannaðu kóðann

& skoðaðu blaðið

www.byko.is

GLEÐILEGT SUMAR


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ 28. apríl - 8. maí Það má með sanni segja að BAUNin hafi slegið rækilega í gegn í fyrra þegar bærinn fylltist af krökkum og foreldrum þeirra sem flökkuðu á milli staða með BAUNabréf í hönd og tóku þátt í alls konar verkefnum og söfnuðu um leið stimplum í BAUNabréfið sitt.

Fylgist með á Visit Reykjanesbær Á fimmtudag 28. apríl hefst BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ árið 2022 en BAUN er skammstöfun fyrir barn annars vegar og ungmenni hins vegar. BAUN hefur einnig táknræna merkingu þar sem baunir eru fræ sem með réttri næringu og góðu atlæti springa út og breiða úr sér. Þannig er barna- og ungmennahátíð frjósamur jarðvegur fyrir börnin okkar og gefur þeim tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra. Allar upplýsingar um dagskrá BAUNar og einstaka viðburði verður að finna á nýrri vefsíðu Visit Reykjanesbær undir Viðburðir og einnig má fylgjast með gangi mála á facebooksíðunni Baun, barna- og ungmennahátíð.

BAUNabréfið Nú í vikunni verður öllum leikskólabörnum og grunnskólabörnum upp í 7.bekk afhent glænýtt BAUNabréf. Tilgangur bréfsins er að hvetja börn og fjölskyldur til að fara á kreik og taka þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum og svara spurningum eða safna stimplum í bréfið sitt. Þegar ákveðinn fjöldi verkefna hefur verið leystur er hægt að skila inn lausnasíðu úr BAUNabréfinu og þá eiga börnin möguleika á að vera dregin úr potti og vinna til veglegra verðlauna.

Dagskrá Fjölmargt spennandi er á dagskrá BAUNar í ár. Má þar nefna Listahátíð barna í Duus Safnahúsum þar sem gefur að líta listsköpun barna

frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram í Stapa þar sem úrvalsatriði frá árshátíðum grunnskólanna eru sýnd og í ár verður þeim líka streymt samtímis í alla skóla bæjarins. Sérstakt Skessuskokk fer fram, nokkrar spennandi listasmiðjur verða opnar m.a. BAUNasmiðja í Duus Safnahúsum þar sem börn geta búið til sína eigin baun, BMX-brós verða með námskeið og sýningu við fjallahjólabraut á Ásbrú, Slökkviliðssýningin í Ramma verður opin, sundlaugarpartý verður haldið í Sundmiðstöðinni, hægt verður að líta inn í Stekkjarkot, fara í þrautabraut í Íþróttaakademíunni, næla sér í lummur hjá Skessunni og Fjólu tröllastelpu, kíkja á Múmínálfana á Bókasafninu, leita að baunum í Rokksafninu og þannig mætti áfram telja. Þá standa Fjörheimar fyrir flottri dagskrá fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.

Þátttaka fyrirtækja Nokkur flott fyrirtæki hér í bæ leggja sitt af mörkum til BAUNarinnar en markmiðið er auðvitað að allir sem koma að börnum og fjölskyldum á einhvern máta í Reykjanesbæ geti sameinast undir merkjum BAUNar og tekið þátt í að gera gott samfélag enn betra. Þannig má t.d. nefna að LIBARY Bistro/bar stendur nú fyrir skemmtilegri sögusmiðju alla hátíðina ásamt sérstakri myndskreytingasmiðju og ýmis önnur fyrirtæki bjóða upp á sérstök tilboð/viðburði tengda hátíðinni svo sem eins og barnabröns á KEF restaurant, tilboð í Skóbúðinni, Lyfju og Apóteki Reykjaness á ákveðnum vörum tengdum börnum. Það er von aðstandenda hátíðarinnar að það fjölgi jafnt og þétt í þessum hópi. Frekari upplýsingar um tilboð og sérstaka viðburði verða birtar á vefsíðunni Visit Reykjanesbær undir Viðburðir. Allir með!

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Samkaup fá menntaverðlaun atvinnulífsins 2022:

Verðlaunuð fyrir að bjóða starfsfólki fjölbreytt starfstengt nám Samkaup hlutu menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu 25. apríl. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, tóku í sameiningu við verðlaununum. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Í þakkarræðu sinni sagði Gunnar Egill, forstjóri Samkaupa, fyrirtækið hafa markað sér þá sýn árið 2019 að ná samkeppnisforskoti á grundvelli mannauðs og fyrirtækjamenningar. Samkaup vilji verða besta verslunarfyrirtækið til að vinna hjá. Mörg verkefni hafi verið sett af stað til að ná þessu markmiði, þar á meðal var sett fram heildstæð áætlun í menntamálum. Farið var í samstarf við Verslunarskóla Íslands um

stafræna viðskiptalínu og fagnám á sviði verslunar og þjónustu. Þá býðst starfsfólki fyrirtækisins nú að gangast undir raunfærnimat til að fá reynslu sína metna til leiðtoganáms á háskólastigi, sem Samkaup hafa þróað í samvinnu við Háskólann á Bifröst. Fyrsti hópurinn mun útskrifast úr leiðtoganáminu í maí næstkomandi. Gunnar Egill segir að með aukinni sjálfvirknivæðingu í verslun hafi þörf fyrir þjálfun og menntun starfsfólks aukist. Með því að gefa starfsfólki Samkaupa tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu opnist á tækifæri fyrir það til frekari starfsþróunar. Gunnar sagðist ennfremur taka við verðlaununum fyrir hönd alls verslunarfólks á Íslandi og að Samkaup hyggist halda áfram að auka veg og virðingu verslunarstarfa á Íslandi. Gunnur Líf segir að viðurkenningin sé mikil hvatning en Samkaup trúi því að aukin hæfni og þekking

skili sér í sterkari liðsheild og betri árangri fyrir fyrirtækið. Með því að bjóða starfsfólki upp á fjölbreyttar námsleiðir sé markmiðið að breyta afgreiðslustörfum í sérfræðistörf til framtíðar sem komi á móti fækkun starfa vegna sjálfvirknivæðingar. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Ljóst er að Samkaup leggur mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi. Mjög jákvætt er að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins.“ Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 1.400 manns í um 640 stöðugildum.

NEMENDUR FS STYRKJA FJÖLSMIÐJUNA Í tilefni af forvarnarviku gegn einelti sem var í FS þá unnu nemendur í textíl til góðs. Þeir saumuðu og seldu fjölnota taupoka til styrktar Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum. Þorvarður Guðmundson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar ræddi við nemendur um starfsemina og markmið hennar, en Fjölsmiðjan gegnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á virkniúrræðum fyrir ungt fólk. Þorvarður sagði við afhendinguna að styrkurinn færi í að kosta næstu skemmtiferð nemanna í Fjölsmiðjunni.

TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR

Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

á timarit.is


Stéttarfélögin í Reykjanesbæ og nágrenni óska félagsmönnum sínum og öðrum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Yfirskrift dagsins þetta árið er

Við vinnum! Með samstöðu getum við náð fram brýnum kjarabótum fyrir þau okkar sem helst þurfa. Við höfum unnið marga sigra í gegnum tíðina og munum vinna marga fleiri. Í haust losna kjarasamningar á almennum markaði og þá stöndum við saman til að vinna okkar málefnum brautargengi. Að þessu sinni ætla stéttarfélögin að bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins á skrifstofur félaganna til að kynna sér starfsemi þeirra í tilefni dagsins 1. maí. Við verðum með opið hús í Krossmóa 4, 4. hæð milli klukkan 14 og 16 og munu starfsmenn félaganna taka á móti fólki, bjóða upp á léttar veitingar, kaffisopa og spjall.

Við hvetjum fólk til að kíkja við. Að venju bjóða stéttarfélögin upp á bíósýningu fyrir börnin kl. 15.00


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Nánast hnöttóttur birtingur Styrmir Gauti Fjeldsted, formaður Fluguveiðifélags Suðurnesja, segir frá nýstofnuðu veiðifélagi. Flugu­veiðifé­l ag Suður­n esja var stofnað í mars og mættu fimm­tíu stofn­fé­l agar til stofnfundarins. Á fundinum var kosið til for­manns og stjórn­ar og er Styrm­ir Fjeld­sted fyrsti formaður félagsins, með hon­um í fyrstu stjórn sitja Al­freð Elías­son, Aníta Cart­er, Brynj­ar Þór Guðna­son, Bjarki Már Viðars­son, Mar­el Ragn­ars­son og Trausti Arn­ gríms­son. Víkurfréttir heyrðu í formanni félagsins en aðalfundur verður haldinn 9. maí næstkomandi og bindur Styrmir vonir við að sjá félagsmenn þá komna í 150 manns. Styrmir segist alltaf hafa verið fárveikur fyrir veiði. „Ég man eftir mér fjögurra, fimm ára gömlum að veiða í Danmörku en ég bjó þar á þeim tíma. Svo eftir að ég flutti heim fór ég mikið með afa að veiða. Allar útilegur fjölskyldunnar snerust um að tjalda við eitthvað vatn.“ Styrmir lék með Njarðvík í fótboltanum og það tók sinn tíma. „Já, ég var alltaf í fótboltanum í Njarðvík en árið 2018 sleit ég liðband og reif liðþófa. Þarna þurfti ég að hætta í fótboltanum en það hafði ekkert verið á stefnuskránni hjá mér. Hins vegar fór ég að hafa meiri tíma þegar fótboltinn var ekki lengur inni í dæminu og þá þurfti ég að finna mér eitthvað að gera.“ Styrmir dembdi sér á fullu í fluguveiðina og sú della hefur nú leitt hann ásamt fleirum í að stofna veiðifélag, Fluguveiðifélag Suðurnesja – en hvernig félag er það?

Styrmir um nýja félagið en rúmlega hundrað manns sýndu því strax áhuga að ganga í félagið. Félagið er ekki komin með nein svæði í leigu, er það? „Nei en það er samt hugmyndin að geta boðið félögum upp á veiðileyfi á betra verði og að geta komist á svæði sem þeir hafa kannski ekki haft aðgang að áður. Þá er hugmyndin að geta verið með kynningarkvöld fyrir þau svæði sem félagið kemur til með að selja veiðileyfi á. Það munar miklu að renna ekki alveg blint í sjóinn þegar maður fer að veiða á nýju svæði.“ Styrmir segir að fræðslukvöld, kastkennsla, hnýtingarkvöld og fleira í þeim dúr séu á döfinni. „Það væri mjög gaman ef hægt væri að búa til einhverju fluguhnýtingarmenningu. Stofna hóp sem hittist reglulega til að hnýta, það gefur manni mikið yfir veturinn. Ég þekki það vel sjálfur.“ Fluguveiðifélag Suðurnesja er með Facebook-síðu og þar eru upplýsingar um félagsskapinn.

Formaðurinn með hnöttótta birtinginn úr Soginu.

Hvert er uppáhaldsveiðisvæði formannsins og hefurðu ekki einhverja veiðisögu að lokum? „Ég er alltaf tilbúinn að prófa ný svæði en það hefur ekkert svæði náð að festa mig alveg nema Sogið. Ég hef veitt mikið í Soginu og það er minn staður. Veiðisögu segirðu, það myndi kannski vera birtingur sem ég tók í Soginu í fyrra. Við Alfreð [Elíasson] vorum að veiða neðarlega í Soginu og hann hafði veitt þarna áður og lét mér eftir besta blettinn. Svo var hann einhvers staðar neðar að veiða þegar ég fékk þetta svakalega högg og flugan var tekin. Ég byrjaði að kalla á Fredda til að koma og aðstoða mig við að landa fisknum en hann heyrði ekki neitt.

Þegar hann stökk sá ég að þetta var enginn smá bolti og ég reyndi að kalla aftur á Fredda. Hann heyrði loks til mín en var þá búinn að vaða eitthvað út í ánna, það er ekkert grín að vaða þarna í Soginu út af straumþunga svo það tók hann tíma að koma. Ég var að slást við hann í tíu mínútur og alltaf að kalla á Fredda til að hjálpa mér að landa honum. Svo þegar hann loksins kom var ég búinn að landa honum, rúmlega 60 cm, alveg silfraður og nánast hnöttóttur sjóbirtingur.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Alfreð Elíasson, veiðifélagi Styrmis og einn stofnfélaga Fluguveiðifélags Suðurnesja, hér með einn vænan af Iðunni.

Byrjað frá grunni „Þetta er hugsað sem félagsstarf fyrst og fremst – alla vega svona í byrjun. Við sjáum fyrir okkur að vera með einhver veiðisvæði í framtíðinni en það er ekki draumasýnin að verða einhverjir stórir veiðileyfasalar. Það væri gaman að vera með eitthvað svona „svæðið okkar“ en það verður ekki lögð nein ofuráhersla á það að sanka að sér veiðisvæðum,“ segir

Aníta Carter situr í stjórn félagsins. Hér er hún með afrakstur frá fluguhnýtingarkvöldi félagsins þar sem kennd voru undirstöðuatriði fluguhnýtinga.

Störf hjá Reykjanesbæ Aspardalur – búsetuúrræði fyrir fatlaða Fræðslusvið - Kennsluráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Garðyrkjudeild – Sumarstörf Heiðarsel - Deildarstjóri Heiðarskóli – Umsjónarmaður fasteigna Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Njarðvíkurskóli/sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla Stapaskóli - Starfsmenn skóla Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Styttist í strandveiðitímabilið Apríl að verða búinn og framundan er því maímánuður og strandveiðitímabilið mun hefjast. Allur línubátaflotinn hefur verið við veiðar utan við Grindavík núna í enda apríl og undanfarin ár hefur það verið merki um að vertíðin sé að verða búin. Því að flotinn hefur verið við Grindavík fram í u.þ.b. miðjan maí og síðan fara bátarnir í burtu hver af öðrum. Vekur þetta nokkra athygli að allir línubátarnir séu utan við Grindavík en enginn utan við Sandgerði, þó svo að stóru línubátarnir frá Snæfellsnesinu sem og Grindavík hafa verið þar að veiðum. Reyndar nú kannski einn skiljanlegur munur, að það er að sigling á miðin út frá Grindavík er lítil og sumir eru á veiðum svo til beint utan við innsiglinguna til Grindavíkur. Ef við lítum á síðustu daga þá er t.d. Hafrafell SU með 44 tonn í fjórum róðrum, Sandfell SU 41,7 tonn í fjórum róðrum, Kristján HF 20 tonn í tveimur róðrum, Einhamarsbátarnir lönduðu líka en afli var ekki kominn inn þegar að þessi

pistill var skrifaður, þeir lönduðu í Sandgerði þar á undan og þá var Auður Vésteins SU t.d. með 23,6 tonn í þremur róðrum og Gísli Súrsson GK 54 tonn í fimm róðrum. Háey I ÞH 19 tonn í einum róðri en í síðasta pistli var fjallað um þennan bát því að Gullvagnin frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur flotsetti bátinn eftir að hann var smíðaður í Mosfellsbæ. Frá Bolungarvík eru komnir tveir bátar, Jónína Brynja ÍS 27 tonn í þremur og Fríða Dagmar ÍS með 29 tonn í þremur róðrum. Strandveiðitímabilið mun hefjast 1. maí næstkomandi og mun þá ansi mikill floti af handfærabátum fara á sjóinn til handfæraveiða – og reyndar þá hafa ekki margir bátar verið á strandveiðum frá Suðurnesjunum. Þeir bátar sem hafa verið á færaveiðum frá Suðurnesjum hafa að mestu reynt sig við ufsann og verið þá á veiðum við Eldey, í raun er fyrsti báturinn byrjaður á þeim veiðum. Sá bátur heitir Magrét SU 4, eikarbátur og einn af örfáum eikarbátum sem eru gerðir

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

út hérna á landinu. Margrét SU var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1976 og hét lengst af Sæþór SU og var þá gerður út frá Eskifirði, var með því nafni til ársins 1993 og því með því nafni í tæp átján ár. Útgerðarfélagið Háeyri gerir út bátinn og þeir gera líka út Ragnar Alfreðs GK sem hefur undanfarin ár verið með aflahæstu handfærabátunum sem veiða ufsa. Margrét SU hefur síðan árið 2008 einungis verið gerður út á handfæri og Háeyri eignast bátinn árið 2013. Árið 2021 endaði báturinn þó í 48. sæti yfir ísland miðað við færabátanna með 51 tonna afla og mest sjö tonn í róðri. Þá hóf báturinn reyndar að veiða í júní 2021 en núna í ár hefur báturinn hafið veiðar og er því mun fyrr á ferðinni og verður fróðlegt að sjá hvort Margrét SU nái hærra en 48 sætið yfir handfærabátana fyrir árið 2022.


B A RÁT T UK VEÐ J U R TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ

R EY K J A NESB ÆR vinalegur bær

REYKJANESBÆ R vinalegur bær

Það er nóg til. Jöfnuður er réttlæti!

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu kveðjur!


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Inma Verdú Sánches, Álvaro Andrés Fernandez, Viktor og Jenný María á El Faro.

Nýr viti á Garðskaga El Faro er nýr spænskur veitingastaður á Lighthouse Inn hótelinu við Garðskaga. Ung pör frá Garði og Spáni kynntust á Flateyri og í gönguferð um Hornstrandir varð til hugmynd að nýjum veitingastað í Suðurnesjabæ. Tveir atvinnulausir flugmenn, ungt par frá Suðurnesjum og ung hjón, kokkar frá Spáni, sem kynntust á Flateyri í heimsfaraldri hafa opnað veitingastað á Garðskaga. Staðurinn heitir El Faro á spænsku eða „Vitinn“ og á að vísa til staðsetningar hans en hann er innan veggja Lighthouse Inn hótelsins við Garðskaga. Sama ástríða

Stopp í fluginu

Ungu pörin eru þau Jenný María Unnarsdóttir úr Keflavík og Garðmaðurinn Viktor Gíslason og spænsku hjónin heita Álvaro Andrés Fernandez og Inma Verdú Sánches. Hún er frá Alicante og hann frá Bilbao á Spáni og þau lærðu matreiðslu í Baskalandi. „Við hittumst um sumarið á Flateyri þar sem við unnum saman á spænskum veitingastað og urðum virkilega góðir vinir eftir ævintýralega gönguferð yfir Hornstrandir. Mjög fljótlega komumst við að því að við deildum sömu ástríðu eins og ævintýrum, náttúrunni og auðvitað matarást,“ segir Jenný þegar hún er spurð út í samstarf þeirra vina. Á Flateyri komust þau að því að þau gætu uppfyllt draum þeirra allra sem var að opna eigin veitingastað. Eftir pælingar og spjall við fjölskyldu Viktors sem eru eigendur hótelsins í Garðinum varð sú hugmynd ofan á að fara í byggingaframkvæmdir fyrir veitingastaðinn. „Við vorum til í að byggja en ekki reka veitingastaðinn. Þau voru til í það og úr varð að við skelltum okkur í framkvæmdir sem hafa staðið yfir síðustu mánuði. Við erum auðvitað mjög ánægð að fá veitingastað á hótelið sem gerir það enn eftirsóknarverðara,“ segir Gísli Heiðarsson, einn eigenda Lighthouse Inn en það var opnað árið 2017.

Flugaparið Jenný og Viktor missti atvinnuna í heimsfaraldri en Jenný var rétt rúmlega tvítug þegar hún hóf störf sem flugmaður hjá Ice-landair og Viktor unnusti hennar átti víst starf sem flugmaður hjá félaginu rétt áður en heimsfaraldur skall á. „Við vorum búin að sækja um fullt af störfum í kjölfar atvinnumissisins en ekkert gekk. Úr varð að við ákváðum að fara í nám í Lýðheilsuskólann á Flateyri en á veitingastaðnum Vagninum þar í bær kynntumst við Spánverjunum,“ segir Jenný en hún og Viktor unnusti hennar munu til að byrja með vera á fullu í rekstri staðarins með vinum sínum. Ritstjóri Víkurfrétta fékk að smakka á nokkrum réttum El Faro sem eru spænsk-íslenskir. Matreiðslan er spænsk, þ.e. með suð-

Lighthouse Inn hótelið við Garðskaga. Veitingastaðurinn fremst til vinstri.

Vinirnir saman í göngu á Hornströndum.

rænu ívafi en hráefnið er íslenskt. Smakkaður var þorskur og hæg eldaðar nautakinnar sem voru ljúffengir réttir en líka fleira gott, m.a. mjög góðir Tapas réttir sem eru vinsælir á Spáni. Óhætt er að segja að El Faro (vitinn) eigi alla möguleika á því að „skína“ skært í veitingastaðaflóru Reykjaness. Eftir að ljósin slokknuðu á Veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði fyrir ekki svo löngu síðan er El Faro eini veitingastaðurinn í Suðurnesjabæ.

Vinskapur á Flateyri Saga vinanna frá Suðurnesjum og Spáni er mjög áhugaverð og við vildum fá að vita aðeins meira um hana. Jenný jánkar því og segir okkur söguna hvernig þetta gerðist allt og þetta nýja ævintýri þeirra, að reka saman veitingastað.

Við eyddum þessum dögum á Hornströndum saman og sáum enn betur hversu vel við unnum saman sem lið. Í ferðinni ræddum við saman um heima og geima og fæddist þá hugmyndin um El Faro.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Demantar – Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika í Bíósal Duus safnahúsa 2. og 4. maí næstkomandi. Kórinn ætlar að flytja frábær lög sem eru algjörir tónlistardemantar frá tímabilinu 1940 til 2020. Nostalgían verður allsráðandi, flutt verða lög sem gerð voru ódauðleg af flytjendum eins og Frank Sinatra, Marilyn Monroe, Bítlunum, Cindy Lauper, Toto, Sting, Emilíönu Torrini, Of monsters and men, Mugison og fleirum. Kórinn fagnar því að geta loksins haldið tónleika án samkomutak-

markana en síðustu tvö ár hefur verið mikil áskorun að halda úti kórstarfi. Má þar nefna að tónleikar sem upphaflega var áætlað að halda vorið 2020 voru loksins haldnir í september 2021 en þá hafði kórinn nokkrum sinnum þurft að gera hlé á æfingum og fresta tónleikunum vegna heimsfaraldursins. Að þeim tónleikum loknum hófust strax æfingar á nýju prógrammi sem eins og áður sagði, samanstendur af tónlistardemöntum frá 1940 til dagsins í dag. Æfingar hafa gengið ótrúlega vel þrátt fyrir samkomu-

takmarkanir stóran hluta vetrarins. Kórkonur hlakka mikið til að flytja þessi lög fyrir tónleikagesti og eru þess fullvissar að þeir eiga eftir að skemmta sér vel á þessari kvöldstund. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þ. Jónsdóttir og með kórnum verður hljómsveit sem skipuð er þeim Geirþrúði F. Bogadóttur á píanó, Þorvaldi Halldórssyni á trommur, Karli S. Einarssyni á bassa og Sigurði Ólafssyni á gítar.

elfarorestaurant.is „Alvaro kom til Íslands fyrir u.þ.b. tíu árum í fyrsta sinn í heimsókn þar sem frændi hans er búsettur hér á landi. Hann heillaðist af landinu og eftir að hafa kynnst Inmu konunni sinni í einum þekktasta kokkaskóla á Spáni í Baskalandi eins og í sannri ástarsögu þá hafa þau farið víða og starfað saman sem kokkar víðsvegar um heim, t.d. á Tenerife, í Edinborg og Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Alvaro langaði alltaf að koma aftur til Íslands og Inma var mjög spennt að kynnast Íslandi líka svo þau ákváðu að koma hingað í leit að vinnu. Degi eftir komuna til landsins fengu þau vinnu á Snaps í Reykjavík. Fljótlega skall Covid-19 á og þau misstu bæði vinnuna þar. Þeim bauðst í framhaldinu tækifæri á að taka við eldhúsinu á Vagninum á Flateyri tímabundið yfir sumarið 2021 sem þau gerðu, þar sem þau heilluðust af Vestfjörðunum fögru og langaði að kanna þá vel. Þau hafa mjög gaman af ferðalögum og útivist og eiga t.d risastóran bíl sem kemst upp á hálendi Íslands og þau geta gist aftur í. Það var reyndar meira unnið en ferðast þetta sumarið þar sem að þau sáu ein síns liðs um eldhúsvaktina á Vagninum og stóðu sig eins og hetjur. Maturinn vakti mikla lukku og þau tóku mest á móti 110 manns í mat eitt kvöldið þrátt fyrir að allt sé eldað frá grunni, t.d. brauð, sósur og kökur.“

Hugmyndin á Hornströndum Jenný segir að hún og Viktor hafi ákváðið að eyða sumrinu fyrir vestan eftir Lýðskóladvölina og störfuðum þau m.a. á Vagninum þetta sumarið. „Þar kynntumst við öðlingunum Alvaro og Inmu. Með hverjum deginum styrktust vináttuböndin og í lok sumars skelltum við okkur saman í nokkurra daga gönguferð með allt á bakinu um náttúruparadísina Hornstrandir. Þar lentum við í nokkrum áskorunum, t.d. það slæmu veðri að sterka útivistartjaldið okkar brotnaði. Við eyddum þessum dögum saman og sáum enn betur hversu vel við unnum saman sem lið. Í ferðinni ræddum við saman um heima og geima og fæddist þá hugmyndin um El Faro. Við komumst að því að fyrir utan sameiginleg áhugamál áttum við öll sameiginlegan draum um að opna veitingastað sem bauð upp á eitthvað öðruvísi heldur en vanalegt er hér á landi. Að nýta íslenskt hágæða hráefni og bjóða upp á suðræna matarupplifun, huggulega stemningu og vinalega þjónustu.“

Garðinum eða Suðurnesjabæ svo að það var strax hugmyndin að fá kokkana, spænsku vinina, í Garðinn. „Hótelið hjá tengdapabba og bræðrum var hinn fullkomni staður fyrir nýjan veitingastað, hlýlegt fjölskyldurekið bjálkahótel með fallegu útsýni. Þá var hafist handa að byggja og hefur El Faro teymið og Lighthouse Inn teymið unnið hörðum höndum að opnun þessa nýja veitingastaðar síðustu mánuði. Allt frá byggingavinnu, byggingu nýs rýmis í veitingasal og eldhúsi yfir í teikningar og hönnun iðnaðareldhúss og veitingastaðar. Þá höfum við lagt áherslu á að reyna að gera sem mest sjálf.“

Góð ráð frá góðu fólki „Við fjórir eigendur El Faro erum öll nýgræðingar í rekstri svo við höfum sótt okkur ráð frá góðu fólki,

Sendum starfsmönnum okkar og öðru verkafólki okkar bestu kveðjur í tilefni hátíðardags verkalýðsins 1. maí. t.d. Gísla tengdapabba og góðu fólki í bransanum sem hefur gert þetta lengi. Til dæmis tóku til hjónin Sigurður Gíslason, landsliðskokkur og Berlind Sigmarsdóttir eigendur GOTT í Vestmannaeyjum afskaplega vel á móti okkur og gáfu okkur fjölmörg góð ráð. Þá hefur Völundur Snær Völundarsson, kokkur, og Þóra Sigurðardóttir kona hans en Völli kenndi okkur á Flateyri og mynduðust vinabönd þar. Öll þessi hjálp hefur verið algjörlega ómetanleg og erum við þeim og öllu því góða fólki í kringum okkur afar þaklát.“

Bros eftir góðan mat El Faro verður til að byrja með opinn frá miðvikudegi til sunnudags kl. 18 til 22 en draumur eigendanna er að geta haft opið alla daga í framtíðinni. Veitingastaðurinn tekur um rúmlega 60 manns í sæti en svo er einnig barsvæði og lounge þar sem hentugt er að henda sér í Tapas og bjór. Einnig verður alvöru kaffi í boði og kaffiveitingar. Þá verður hamingjustund (happy hour) kl. 16-18 þar sem í boði verða líka léttir réttir og um helgar verður spænskur dögurður kl. 1215. Formleg opnun staðarins verður föstudaginn 29. apríl. „Við vonum að gestir okkar fari alltaf heim með góða tilfinningu og bros á vör eftir að hafa fengið góðan mat og drykk hjá okkur á El Faro. Ekki skemmir stórkostlegt umhverfi Garðskaga,“ segir Jenný María.

Hinn fullkomni staður Jenný og Viktori er það hjartfólgið að búa eitthvað til í þeirra heimabæ,

Páll Ketilsson pket@vf.is

Til hamingju með daginn!


l i t f a t l Al a f ó r p í að tt ý n ð ie tthva 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ung(menni) vikunnar: María Rán Ágústsdóttir

FS-ingur vikunnar: Ástþór Helgi Jóhannsson

María Rán Ágústsdóttir er 16 ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur áhuga á félagsstörfum og fótbolta en hún æfir knattspyrnu með tveimur liðum, annars vegar 3. flokki stúlkna hjá RKV og hins vegar 3. flokki drengja hjá Njarðvík. Þá situr hún einnig í Unglingaráði Fjörheima. María Rán er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk.

frægur, hann verður líklega stjórnmálamaður.

núna er No Pressure með Justin Bieber

Í hvaða skóla ertu? Akurskóla.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það eru mjög margar skemmtilegar sögur úr skólanum. Það er alltaf svo gaman hjá okkur, eins og þegar við vorum að taka upp árshátíðarmyndbandið okkar þá gerðum við „falda myndavél“ á bekkjarbróðir okkar. Það var mjög skemmtilegt og fyndið.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög mikill nagli og skemmtileg. Ég er líka alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.

Hvað gerir þú utan skóla? Ég eyði mestum tíma í Fjörheimum þar sem ég er í Unglingaráðinu eða í Nettóhöllinni þar sem ég æfi fótbolta með tveimur liðum. Ég æfi með 3. flokki stúlkna í RKV og strákunum í Njarðvík. Síðan er ég er líka aðstoðarþjálfari í þremur flokkum hjá Njarðvík. Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég held að Hermann eigi eftir að verða frægur, það eru margar ástæður fyrir því t.d. hefur hann mjög sterkar skoðanir á flestu og elskar athygli. Þess vegna held ég að hann verði

Hver er fyndnastur í skólanum? Mér finnst Margrét mjög fyndin, hún kemur mér alltaf til að hlæja. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mestan áhuga á félagsstörfum og fótbolta. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að verða drepin en það er örugglega bara af því að ég horfi á of mikið af „true crime.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt

Hver er þinn helsti galli? Ég á það stundum til að verða pirruð yfir litlum hlutum. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það eru örugglega Snapchat og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er fyndið og er gott í samskiptum. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla að klára framhaldsskóla og svo langar mig að flytja til útlanda og spila fótbolta. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Öflug!

r u ð a m s g n i n m Stem Ástþór Helgi Jóhannsson er átján ára og kemur frá Garðinum. Hann hefur áhuga á líkamsrækt, tónlist og peningum. Hann á auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og lýsir sjálfum sér sem stemningsmanni. Ástþór Helgi er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut á viðskiptalínu. Hver er helsti kosturinn við FS? Ég held að helsti kosturinn sé örugglega fólkið og stemningin Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Það er 100% Steini, hann á framtíðina fyrir sér í tónlistinni. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar Helgi lagði í húsvarðarstæðið og húsvörðurinn lagði fyrir hann. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er erfitt að velja, því það eru svo margir fyndnir. Ef ég verð

að nefna einhvern einn þá er það Steini. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mjög mörg áhugamál. Hef samt aðallega áhuga á líkamsrækt, tónlist og peningum. Hvað hræðistu mest? Fugla. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á mér ekkert eitt uppáhalds en í fljótu bragði hugsa ég annað hvort Many men með 50 Cent eða Gullhamrar með Birni. Hver er þinn helsti kostur? Ég er fljótur að læra nýja hluti.

Hver er þinn helsti galli? Mér finnst svakalega erfitt að vakna á morgnana. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum Spotify og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan er að fara í háskóla og fara svo að vinna við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og borgar vel. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Stemmningsmaður.

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

FYRSTU KENNARARNIR – UNGIR MENN Á UPPLEIÐ Síðasti þáttur var helgaður Oddgeir Guðmundsen, fyrsta kennaranum við skólann, veturinn 1872– 1873, þá nýútskrifaður guðfræðingur, á uppleið. Næstu tvo vetur, 1873– 1 875 , ke n n d i Þ ó rð u r Grímsson (f.1841, d.1881) Steinólfssonar úr Reykholtsdal. Þórður kenndi eftir það á nokkrum stöðum. Hann var um tíma skrifari hjá Jóni Thoroddsen, skáldi og sýslumanni á Leirá, skrifaði upp kvæði fyrir hann og hluta Manns og konu að höfundinum látnum 1868. Eldri bróðir Þórðar var Magnús Grímsson (1825 – 1869) prestur á Mosfelli, skáld, rithöfundur, þjóðsagnasafnari og hugvitsmaður. Daníel (f.1843) og Svanborg (f.1838) Grímsbörn voru systkini Þórðar. Þau bjuggu á skólaloftinu fyrstu starfsárin, lögðu í ofninn, önnuðust húsið og Thorkilliibörnin. Svanborg var þá ekkja með ungan son með sér. Hún var húsmóðir skólans og handavinnukennari, og Daníel aðstoðaði að auki við kennslu. Hann giftist 1878, fluttu hjónin til Ameríku 1885 og eiga þar afkomendur. Hugsanlega hafa þau systkinin brugðist við þessari auglýsingu St.Thorarensen í Þjóðólfi 1973.

Þriðji kennarinn í röðinni var frændi séra Stefáns, Stefán M. Jónsson, þá 23 ára guðfræðingur. (Sjá mynd.) Hann kenndi veturinn 1875–1876 og vann sér ást og virðingu allra barnanna og vandamanna þeirra, að sögn séra Stefáns. Hér verður gripið niður í grein Jóns Eyþórssonar, í Húnavöku 1987: „Fullu nafni hét hann Stefán Magnús Jónsson og var fæddur í Reykjavík 18. dag janúarmánaðar 1852. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eiríksson landfógetaskrifari og Hólmfríður Bjarnadóttir Thorarensen, bæði af traustum bændaog prestaættum. Til dæmis var afabróðir hans „þjóðkunnur guðfræðingur, Magnús Eiríksson (18061881), er ól mest allan aldur sinn í Danmörku og lét þar mjög til sín taka bæði kirkjumál og stjórnmál.“ Stefán lauk námi frá Latínuskólanum 1873. „Af kennurum skólans hafði hann mest persónuleg kynni við Pétur Guðjohnsen söngkennara, sem hafði hinar mestu mætur á Stefáni fyrir sönghæfni hans og tónlistargáfu. Stefán lærði á fiðlu og orgel á skólaárunum og fékkst nokkuð við tónsmíðar alla ævi. .... Stefán lauk guðfræðinámi í Prestaskólanum vorið 1875. Um þessar

mundir máttu prestar eigi vera yngri en 25 ára til þess að hljóta prestsvígslu. Stefán skorti tvö ár í þann aldur. Næsta vetur tókst hann því á hendur kennslu í barnaskóla á Vatnsleysuströnd. Þar var þá mikil búsæld, enda réðust ekki mörg sveitahéruð í slíkan kostnað um þær mundir. Þá var séra Stefán Thorarensen Sigurðsson (1831- 1892) prestur á Kálfatjörn, og var Stefán Magnús á vist með honum. Hólmfríður, móðir hans, og séra Stefán Thorarensen voru þremenningar að frændsemi. Fór hið besta á með þeim frændum, enda voru báðir söngmenn góðir og unnu tónlist. Vorið eftir sótti Stefán M. Jónsson um aldursleyfi til prestsvígslu og jafnframt um Bergsstaðaprestakall í Húnavatnssýslu, að ráði Péturs biskups. Hvort tveggja var veitt, og vígði biskup hann til kallsins 21. maí 1876. ..... Séra Stefán M. .... var manna glæsilegastur að vallarsýn, hár og grannur, fríður sýnum og vel eygður, virðulegur og þó jafnframt alúðlegur i viðmóti. Með komu hans varð gerbreyting á kirkjusöng í sókninni. Hann kenndi fólki nýju sálmalögin, en grallarinn hvarf úr sögunni.“ Var Stefán svo 10 ár að Bergstöðum uns hann tók við Auðkúlu í Svínavatnshreppi 1886 og var þar prófastur.

Ólafur Rósenkranz var fjórði kennarinn, kenndi veturinn 1876– 1877. Hann fæddist 1852 í Miðfelli í Þingvallasveit. Hann var bróðursonur Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs, og ólst upp hjá honum. Hann varð stúdent 1874, rúmu ári aður en hann hóf kennslu við Thorchilliibarnaskólann. Hann réðst eftir það til Lærða skólans í Reykjavík sem leikfimikennari og gegndi því starfi ásamt öðru í 32 ár. Ólafur hefur verið mikill dugnaðarmaður og kom víða við. Hann var brautryðjandi nútíma íþrótta á Íslandi. Árið 1895 var hér skoskur maður að kynna nýja íþróttagrein, fótbolta. Skotanum tókst að vekja áhuga Ólafs Rósenkranz og hélt hann áfram að kenna fótbolta suður á Melum eftir að Skotinn fór heim og varð heiðursfélagi Fram og KR. Ólafur varð bind-

indismaður, stórtemplar 1891 -´97, ritstjóri Good-teplar 1897–1899, tók þátt í að stofna tvær stúkur 1885, Dagrenningu í Reykjavík og Morgunstjörnuna í Hafnarfirði, en sú stúka byggði Gúttó í Hafnarfirði árið eftir. Ólafur hélt, ásamt öðrum, bindindisfyrirlestra fyrir almenning. Hann var slökkviliðsstjóri 1881–1885, biskupsritari 1891–1908, var lengi bókhaldari hjá Ísafoldarprentsmiðju og ritstjóri Ísafoldar í forföllum, og háskólaritari 1917 til dauðadags 1929. Segir svo frá næstu kennurum í næsta þætti. Meðal heimilda er grein í Húnavöku 1987; Saga alþýðufræðslunnar; Kennaratal; greinar í tímaritinu Faxa 1982 og 1990. og minning um Ólaf Rósenkranz í Templar 1929. Einnig ættarskráin Genealogy.com.

17. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Heiðabúar opnuðu sumarið með árlegri skrúðgöngu Skátafélagið Heiðabúar fagnaði sumri eins og það hefur gert í sjötíu ár með skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. Gengið var frá skátaheimilinu í Keflavík hefðbundinn hring um bæinn og endaði í Keflavíkurkirkju þar sem gengið var til skátamessu. Skátarnir eru þó ekki einir í þessari árlegu göngu sem hefur ekki verið farin í heimsfaraldri því lögregluþjónar og lögreglubíll fara í fararbroddi og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar alla leiðina og setur ómissandi svip á gönguna.

Jafnaðarmenn plokkuðu í Reykjanesbæ

Páll Ketilsson pket@vf.is

Hefð er fyrir því að jafnaðarmenn í Reykjanesbæ komi saman og hreinsi/ plokki valin svæði í bænum eins og t.d. Fitjarnar og Vatnsholtið. Síðasta sunnudag komu frambjóðendur S-listans í Reykjanesbæ saman í Njarðvíkurskógum og plokkuðu með aðstoðarfólki sínu og og grilluðu pylsur á eftir. Afrakstur dagsins voru tíu svartir ruslapokar, bútur af gervigrasi og púströr.

ALLT FRÁ SÖNG YFIR Í SELLÓLEIK

T

ónfundur Tónlistarskóla Grindavíkur fór fram húsakynnum skólans fimmtudaginn 7. apríl. Fjölmargir ungir og nokkrir eldri nemendur komu fram og var fjölbreytni tónlistarinnar í fyrirrúmi, allt frá söng yfir í Sellóleik. Guðjón Magnússon, einn kennara skólans en hann kennir á fiðlu, selló, gítar og píanó, sagði að undirbúningur hafi staðið lengi yfir og var ánægður með frammistöðu nemenda. Mikla athygli vakti frumflutningur á lagi fiðluleikarans Máneyjar Stellu Gunnarsdóttur sem er í 6. bekk, á þrettánda aldursári, en hún er nýlega byrjuð að læra á fiðlu.

Eiríkur og Einar Sævarssynir.

Bergsveinn Ellertsson.

Máney Stella Gunnarsdóttir.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hringtengjum Suðurnesin – með göngu- og hjólastígum

Íþróttastórveldið Reykjanesbær!

Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar og formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.

Alexander Ragnarsson, skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Uppbygging göngu- og hjólastíga í Reykjanesbæ hefur verið á dagskrá frá 2014 og því verið sinnt eins og fjárhagur bæjarins hefur leyft hverju sinni. Betri fjárhagsstaða bæjarins – þökk sé ábyrgri fjármálastjórn undanfarin átta árin – hefur gert það verkum að hægt hefur verið að setja stóraukinn kraft í uppbygginguna undanfarin ár. Eldri göngustígar í bænum hafa verið uppfærðir í heilsustíga, malbikaðir, breikkaðir, upplýstir og settir hafa verið niður bekkir meðfram þeim með reglulegu millibili og nýir heilsustígar hafa verið gerðir víða um bæinn. Búið er að loka heilsustígahringjum í Keflavík og Ytri-Njarðvík og hringurinn í Innri-Njarðvík lokast þegar Dalshverfi 3 byggist upp en framkvæmdir eru langt komnar við gatnagerð þar. Þá eru að hefjst framkvæmdir á Ásbrú við upplýstan heilsustíg sem tengjast mun stígakerfinu sem fyrir er og liggja í gegnum íbúabyggðina á Ásbrú að Háaleitisskóla. Tengjum við Leiruna Áður höfðum við tengt Reykjanesbæ við Leifsstöð með hjóla- og göngustíg upp af Vesturgötunni og gert náttúrustíga, þjappaða malarstíga, í Vatnsholtinu, í Njarðvíkurskógum og á Fitjum. Samhliða þessu hafa gangstéttir og stígar í Dalshverfum 1 og 2 í Innri-Njarðvík verið byggðar upp jafnt og þétt undanfarin ár – og var kominn tími til.

Stígagerð er fyrirhuguð í Höfnum og í náinni framtíð þarf að tengja Hafnirnar við hin hverfi bæjarins með hjóla- og göngustíg ásamt því að tengja við Suðurnesjabæ út í Garð. Hjóla- og göngustígur út í Garð væri mikilvæg tenging við Leiruna og myndi vera gerður í samvinnu við Vegagerðina og Suðurnesjabæ, sem búinn er að setja stíginn inn í aðalskipulagið sitt. Stígurinn út í Hafnir yrði einnig fyrsti áfanginn á hjóla- og göngustíg alla leið út á Reykjanestá og þaðan gætum við tengt okkur við stígakerfi Grindvíkinga sem komið er að golfvellinum að Húsatóftum. Tengjum við Seltjörn Reykjanesbær hefur fengið vilyrði frá Vegagerðinni um þátttöku í kostnaði við göngu- og hjólastíg sem tengja myndi Dalshverfi 3, nýjasta hverfið austast í bænum, við útivistarperluna okkar í Sólbrekkum við Seltjörn. Stigurinn í Sólbrekkur gæti komið í beinu framhaldi af Strandleiðinni eftir Stapagötu – gömlu þjóðleiðinni – og yfir Vogastapann að Reykjanesbæjarmerkinu, undir Reykjanesbrautina og niður í Sólbrekkur og svo áfram til tengingar við stíg sem Grindvíkingar hafa lagt. Verið er að hanna þennan stíg og vilyrði er komið fyrir framlagi frá Vegagerðinnni eins og áður segir. Seltjörn og Sólbrekkur eru vaxandi útivistarperlur. Náttúrustígur með bekkjum hefur verið lagður í

kringum Seltjörn, verið er að gera bílstæði og vonandi rís þar bálskýli með útikennslustofu og umhverfisvænum salernum í sumar eins Skógræktarfélag Suðurnesja stefnir að með aðstoð Reykjanesbæjar. Þá eru væntingar um að samstarf Reykjanesbæjar við Bláa lónið glæði Seltjörn nýju lífi í náinni framtíð. Með stígnum að Seltjörn værum við búin að tengja Reykjanesbæ og Grindavík með hjóla- og göngustígum og ná með því mikilvægum áfanga í hringtengingu á Suðurnesjum. Slík hringtenging kæmi ekki aðeins okkur Suðurnesjamönnum til góða heldur væri ekki síður mikilvæg til þess að auðvelda ferðamönnum að njóta okkar stórkostlega svæðis hjólandi eða gangandi. Ég vona að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum haldi áfram uppbyggingu göngu- og hjólastíga – við í Samfylkingunni og óháðum í Reykjanesbæ munum setja stígagerðina á oddinn áfram eins og undanfarin ár. Má bjóða þér í skipulagsrölt um Innri-Njarðvík 3. maí? Mér finnst fátt skemmtilegra en spjalla um bæinn okkar og hef verið að bjóða íbúum með mér í skipulagsrölt og spjall. Næsta skipulagsröltið verður um Innri-Njarðvík þriðjudagskvöldið 3. maí og lagt verður af stað frá Víkingaheimum kl. 19:30. Allir eru velkomnir í röltið sem áætlað er að taki um tvær klukkustundir.

Atvinnumál og markaðsátak myndi leita tækifæra og skapar grundvöll fyrir fyrirtæki að starfa í Suðurnesjabæ, í nálægð við höfnina, flugvöllinn og menningarsögu sem einkennir bæjarfélagið okkar Suðurnesjabæ. Einnig að farið verið í markaðsátak sem sýnir allt það sem byggðarlagið hefur upp á að bjóða. Við mættum huga að ívilnunum fyrir sprotafyrirtæki og ný fyrirtæki í skamman tíma meðan þau eru að festa rætur. Suðurnesjabær hefur sína sögu og menningu sem er lýst vel í nýju aðalskipulagi. Mikilvægt er að byggja á henni þegar horft er til atvinnuuppbyggingar, þá sérstaklega ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan leiðir af sér marga aðra starfsemi eins og afþreyingu, gistingu, veitingastaði og fleira. Við getum séð það nú þegar í okkar ágæta Suðurnesjabæ.

Einn mikilvægasti þátturinn í atvinnuuppbyggingu er sá að uppbyggingin sé í sátt við umhverfið og íbúa þess. Gæta þarf að aðgengi og umgengni, skipuleggja atvinnusvæði með það í huga að stuðla að verndun. Hafa ber í huga að þegar svæði eru óskipulögð er ágengnin oft á tíðum til staðar. Til að sporna við því getum við einmitt verndað svæði með því að byggja upp ákveðin tækifæri með skilvirku skipulagi og aðgengi. Bæjarlistinn stendur fyrir faglega forystu og hugrakka ákvarðanatöku í atvinnumálum X – O Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ þann 14. maí.

– Vinnum markvisst að því að gera Reykjanesbæ að fjölskylduvænu sveitarfélagi Birgitta Rún Birgisdóttir, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. saman mikilvæg verkefni sem snerta okkur öll. Ég er þeirrar skoðunar að sú grunnstoð sem allt annað hvílir á eigi að vera fjölskyldan sjálf og allt sem snertir mikilvægustu þætti hennar. Skólastarf, dagvistun og íþrótta- og tómstundastarf. En líka allt hitt sem snertir fjölskylduna: hversu aðgengilegt það er að koma börnum í og úr skóla og tómstundastarf og opnunartími frístundastarfs, svo eitthvað sé nefnt. Allt starf sveitarfélaga á að byggja á þeim mikilvæga grunni að fjölskyldan sé sett í forgang. Það er að mínu mati ekki nóg að fjölskyldan sé sett í forgang í stefnu sveitarfélagsins, heldur þarf bæjarstjórn líka að sýna það í verki með ákvörðunum sínum. Fjölskyldan fyrst er markmið mitt og D-listans um að allar ákvarðanir,

Það gerist ekkert af sjálfu sér! Mannvirkin eru eitt og innra starf hreyfingarinnar er annað og ekki síður mikilvægt. Án öflugs innra starfs getur íþróttahreyfingin ekki sinnt því mikilvæga hlutverki sem hún gegnir. Það þarf mikinn fjölda öflugs fólks í vinnu við hvern leik, fjáröflun og aðra viðburði. Í dag er nánast eingöngu treyst á sjálfboðaliða til að sinna þessu innra starfi í hreyfingunni. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að manna verkefnin með þeim hætti og kröfur til stjórnenda í íþróttahreyfingunni því alltaf að aukast. Við munum því auka stuðning við íþróttahreyfinguna og tryggja henni fleiri stöðugildi. Mannauðurinn; iðkendur, starfsfólk og sjálfboðaliðar í íþróttahreyfingunni, er fjárfesting til framtíðar fyrir Reykjanesbæ og mun skila sér margfalt til baka í betra samfélagi. Íþróttahreyfingin á alltaf undir högg að sækja þegar kemur að útdeilingu fjármuna og þessu ætlum við Sjálfstæðismenn að breyta. Aðeins þannig verðum við í Reykjanesbæ áfram stórveldi í íþróttum. Við boðum breytingar.

Birna Ósk Óskarsdóttir, er í 11. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.

Fjölskyldan fyrst!

Í stefnu Reykjanesbæjar kemur fram að sveitarfélagið skuli vera fjölskylduvænt. Raunar eru það fyrsta orðið í fyrstu setningu stefnunnar en fram kemur að Reykjanesbær sé fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta- og menningarstarf. Þetta er gott – enda á þetta markmið að vera fremst allra markmiða. En hvernig gengur bæjarstjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins að ná þessu markmiði? Sveitarfélög landsins eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Allt frá fjölmennri sístækkandi borg niður í örlítil og einangruð sveitarfélög með nokkrum tugum íbúa. Verkefni sveitarfélaganna eru samt alltaf þau sömu, hvort sem þau eru lítil eða stór: rekstur skóla, viðhald og framkvæmdir við sameiginlegar eigur íbúa, félagsþjónusta og svo mætti lengi telja. Allt

Aðstöðuleysi Í Reykjanesbæ hefur alltaf ríkt mikill metnaður til að skara fram úr og gerir enn. Við höfum bara ekki þá aðstöðu sem til þarf til að geta verið á þeim stalli sem við viljum vera. Í dag er aðstaða íþróttahreyfingarinnar engan veginn nálægt því að geta þjónað þörfum hennar. Þetta þekkja iðkendur og starfsfólk félaganna best. Við sjálfstæðismenn munum, ef við fáum til þess umboð í komandi kosningum, hefja viðræður við alla hagaðila innan ÍRB um uppbyggingu íþrótta-

mannvirkja og í framhaldi setja fram skýra forgangsröðun um þá uppbyggingu og tímasettan aðgerðalista í góðu samstarfi við hagaðila. Einnig höfum við sjálfstæðismenn komið fram með þá hugmynd að bjóða lóð undir þjóðarleikvang í sveitarfélaginu. Þjóðarleikvangur í bænum hefði mikil og jákvæð áhrif á áhuga fólks á íþróttum almennt. Sú hugmynd okkar hefur fengið mjög góðar viðtökur.

Starf eða áhugamál?

Jónína Magnúsdóttir skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Haraldur Helgason skipar 4. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Atvinnutækifæri í heimabyggð eru mikilsverð fyrir íbúa en jafnframt er blómlegt atvinnulíf forsenda byggðar. Fjölbreytt atvinnutækifæri auka öryggi íbúa á svæðinu og laða til sína fleiri íbúa. Við þurfum að vinna saman að því að skapa blómlegt atvinnulíf með bæjarfélögunum í kringum okkur. Enda eru Suðurnesin fyrir löngu orðin eitt atvinnusvæði. En við þurfum líka að huga okkur nær og skoða möguleika í Suðurnesjabæ. Í nýju aðalskipulagi sem gildir til ársins 2034 eru tiltekin nokkur svæði sem hægt væri að nýta undir atvinnustarfsemi. Þau þarf að deiliskipuleggja og gera aðlaðandi fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Einnig að nýta þau sem til eru fyrir. Bæjarlistinn leggur til að útvíkka hafnarráð og færa atvinnu- og markaðsmál undir þá nefnd. Sú nefnd

Hörð barátta og mikill rígur á milli íþróttafélaga er rótgróin hefð í Reykjanesbæ enda félögin Njarðvík og Keflavík fornir fjendur sem fulltrúar sveitarfélaganna tveggja fyrir sameiningu. Sögulegur árangur þessara félaga er eftirtektarverður. Með sameiningu sveitarfélaganna þriggja; Hafna, Keflavíkur og Njarðvíkur, varð sú breyting á að þessir fornu fjendur eru saman undir Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar (ÍRB) ásamt öðrum íþróttafélögum í bænum. Við, sem bjóðum okkur fram til starfa fyrir Reykjanesbæ, gegnum því hlutverki að verja og bæta hag allra íþróttagreina og félaga innan ÍRB og þar má gera betur. Innan íþróttahreyfingarinnar eru gerðar ríkar kröfur til fagmenntunar þjálfara, ábyrgrar stjórnunar í félögunum og deildum innan þeirra. Við sjálfstæðismenn ætlum að tryggja fjölbreytt framboð íþróttagreina þannig að flestir geti stundað grein við sitt hæfi, bæði ungir og aldnir.

öll mál, sem bæjarstjórn hefur til meðferðar, á öllum stigum, skulu metnar út frá hagsmunum fjölskyldunnar. Fjölskyldan fyrst snýst því um að flétta þessi sjónarmið inn í stefnumótun og ákvarðanatöku og greina áhrif allra meiriháttar ákvarðana á stöðu fjölskyldunnar. Hvaða áhrif hefur tiltekin ákvörðun á stöðu foreldra með mörg börn? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á stöðu einstæðra fjölskyldna? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á einstaklinga? Takmarkið er að ráðstafanir og ákvarðanir bæjarstjórnar styðji við stefnumarkmið Reykjanesbæjar um að bærinn okkar verði fjölskylduvænn. Ekki bara í stefnumarkmiðum. Í næsta pistli nefni ég til sögunnar nokkur dæmi um verkefni og ákvarðanir sem þurfa að taka mið af hagsmunum fjölskyldna.

Ég velti stundum fyrir mér hvort starf mitt sé eitt af áhugamálum mínum. Í mörg ár hef ég starfað með börnum, ég hef unnið í frístundaskóla, félagsmiðstöð og í leik- og grunnskóla bæði sem stuðningur og umsjónarkennari. Ég elska að vinna með börnum og það má segja að velferð þeirra sé eitt af mínum áhugamálum. Hlustum á unga fólkið Það er mitt hjartans mál að öllum börnum líði vel og að hver einstaklingur geti verið besta útgáfan af sjálfum sér. Hvernig getum við stutt við börn til að það geti raungerst? Jú, með því að styrkja þau í að vera þau sjálf og mæta þeim eins og þau eru! Hættum að setja alla í einhverja kassa, horfum út fyrir boxið og leitum fjölbreyttra leiða til þess að leyfa öllum blómstra. Við erum ekki bara með eina tegund af blómum í blómabeðum. Í blómabeði eru mörg ólík blóm sem þurfa ólíkan áburð og umönnun. Þannig erum við mannfólkið líka, það sem virkar fyrir einn virkar ekkert endilega fyrir annan. Í skóla þar sem fjölbreytileikinn er mikill þarf starfsfólk einnig að vera fjölbreytt svo hægt sé að koma til móts við þarfir allra. Við í Framsókn viljum styrkja stoðþjónustu innan skólanna með fjölbreyttum

hópi fagfólks og viljum að þar starfi einnig félagsráðgjafi, skólaráðgjafi eða annar trúnaðarmaður nemenda innan skólanna sem nemendur hafi greiðan aðgang að. Við hlustum á unga fólkið okkar og þetta er eitt af því sem brennur á þeim. Fjárfestum í fólki Þegar ég hóf störf hjá Reykjanesbæ var ég ekki byrjuð í háskólanámi en ég fékk mikla hvatningu og þann stuðning sem ég þurfti frá mínum stjórnendum til þess að mennta mig og gat gert það samhliða vinnu. Þeir nemendur sem ég var að kenna á þeim tíma voru líka heppnir að fá mjög fjölbreyttar kennsluaðferðir því ég nýtti mér þau forréttindi að geta fléttað námið saman við vinnuna. Það eru forréttindi að fá þennan stuðning og allir græða á því. Við í Framsókn ætlum að tryggja að þessi stuðningur haldi áfram og erum nú þegar farin að leita leiða til að skapa fjölbreytt tækifæri til menntunar í samvinnu við háskólana. Við trúum því að ef við fjárfestum í að byggja upp enn öflugri hóp fagfólks í leik- og grunnskólum þá verðum við betri í að hlúa að börnunum okkar þannig að þau geti blómstrað hvert á sinn hátt. Besta fjárfestingin er fjárfesting í fólki, hún skilar sér til framtíðar.

SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

vf@vf.is

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Kosningaspá í Suðurnesjabæ 2022 Dropinn holar Frá unga aldri hefur áhugi minn á pólitík verið til staðar. Fjölskylda mín var Alþýðuflokksfólk og afi minn og nafni, Halldór Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal, var meðal annars ritstjóri Alþýðumannsins á Akureyri. Fyrir alþingiskosningar haustið 1959 fór ég með félaga mínum, sem síðar varð alþingismaður fyrir Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar, í Valhöll sem þá var við Suðurgötu í Reykjavík. Við fengum kók og prins póló og tókum svo nokkra kosningabæklinga með okkur til að bera út. Við styttum okkur leið í gegnum Hólavallakirkjugarð og þar dreifðum við nokkrum bæklingum en félagi minn sagði að þarna væri mikið af kommum og framsóknarmönnum sem þyrftu að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins þó seint væri. Síðar komst ég að því að þessi félagi minn, sem var mikill prakkari, hafði skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að ég flutti til Sandgerðis tók ég þátt í vinnu fyrir K – lista óháðra borgara árið 1966 en þá var ég nítján ára gamall og ekki kominn með kosningarétt, sem þá miðaðist við 21 árs aldur. Allar götur síðan vann ég með K-listanum í sveitarstjórnarkosningum í Sandgerði og var ég í hreppsnefnd frá miðju kjörtímabili 1976 til vorsins 1986. K-listinn, Óháðir borgarar, bauð fram með Alþýðuflokki og síðar Samfylkingu og fagnaði góðu gengi alla tíð og náði þrisvar hreinum meirihluta í bæjarstjórn, þ.e. árin 1994, 1998 og 2010. Enn á ný er komið að því að kjósa til sveitarstjórnar. Fyrsta kjörtímabili í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis, Suðurnesjabæ, er að ljúka og nýleg úttekt sem gerð hefur verið sýnir að ýmislegt hefur tekist vel en mörg mikilvæg verkefni bíða úrlausnar fyrir nýja bæjarstjórn. Nú liggur það fyrir að íbúar með kosningarétt í Suðurnesjabæ geta valið á milli fjögurra framboðslista sem eru B-listi Framsóknar, D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, O-listi Bæjarlistafólks og S-listi Samfylkingar og óháðra. Það er nokkuð ljóst að framundan eru spennandi tímar og ýmsir velta því fyrir sér hvernig úrslit geta orðið. Ég hef stundum reynt að spá eða giska og verð að játa að stöku sinnum hafa úrslit farið á annan veg en ég hélt. En hvað um það, nú ætla ég enn og aftur að gerast spámaður um úrslit kosninga í Suðurnesjabæ og svo kemur bara í ljós 14. maí hvernig gekk. B-listi Framsóknar Mikil endurnýjun er á listanum frá kosningunum 2018 og sýnist mér að fjórtán nýir frambjóðendur séu á listanum núna. Þau sem voru í fimm efstu sætum 2018 eru ekki með núna. Nýtt fólk er í forystu og meðalaldur frambjóðenda í efstu sætum er innan við 30 ár. Í fyrsta sæti er Anton Guðmundsson, í öðru sæti er Úrsúla María Guðjónsdóttir, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir skipar þriðja sætið og í fjórða sæti er Sigfríður Ólafsdóttir. Nokkrir frambjóðendur hækka svo meðalaldurinn og þar er elstur meistari Jón bóndi sem prýðir heiðurssætið. Á listanum má sjá nöfn sem mögulega gætu valdið óróa hjá gömlum framliðnum kempum í pólitík

frá fyrri tíð eins og einhver orðaði það. Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengi þessa framsóknarframboðs verður. Mín spá er að B - listinn fái tvo fulltrúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar 2022. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra Fréttatilkynning birtist okkur bæjarbúum í Víkurfréttum um að D-listinn og H-listi Magnúsar Magnússonar hefðu sameinast og nú væri Magnús loksins kominn heim aftur en hann hafði sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa tapað í prófkjöri árið 2010. Maður átti helst von á því að allir mundu gleðjast við þessa sameiningu en gleðin og hamingjan stóðu stutt. Nokkrir sjálfstæðismenn í Garðinum sættu sig ekki við þessa endurkomu Magnúsar og blésu í sönglúðra með miklum látum og gerðust bæjarlistamenn. Einar Jón og Magnús skiptu efstu sætum listans bróðurlega milli sín og sinna fylgjenda. Einar í fyrsta sæti hefur verið í bæjarstjórn í Garði og Suðurnesjabæ í tuttugu ár. Magnús er í öðru sæti en hann hefur verið tólf ár í bæjarstjórn í Sandgerði og Suðurnesjabæ. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir skipar þriðja sæti listans og Svavar Grétarsson fjórða sætið. Rætt er um að klofningur D-listans nú muni hafa áhrif á gengið í kosningunum en kannski verður það minna en ætla má miðað við aðstæður. Mín spá er að D-listinn fái þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar 2022. O-listi Bæjarlistafólks Eins og fram hefur komið virðast sjálfstæðismenn í Garðinum mjög ósáttir með endurkomu Magnúsar Magnússonar og er þetta klofningsframboð bæjarlistans sagt tilkomið vegna þess. Á listanum eru fjórtán fulltrúar með lögheimili í Garði en fjórir í Sandgerði. Fjórir efstu menn bæjarlistans eru óánægðir sjálfstæðismenn úr Garðinum en kannski spurning hvar Laufey Erlendsdóttir sem skipar annað sæti listans vill flokka sig pólitískt en hún hefur boðið sig fram fyrir fjóra mismunandi flokka frá árinu 2002. Laufey, Jón Ragnar Ástþórsson sem skipar þriðja sætið og Haraldur Helgason sem skipar fjórða

sætið eru öll í Hafnarráði en Magnús gagn rý ndi mjög harkalega ráðningu hafnarstjóra sem þau meðal annarra stóðu að, sem mögulega skýrir óánægju þeirra. Jónína Magnúsdóttir skipar fyrsta sæti listans og var hún í bæjarstjórn fyrir D-listann í Garði kjörtímabilið 2014–2018. Mín spá er að O-listinn fái einn fulltrúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar 2022. S-listi Samfylkingar og óháðra Framboð S - listans var tilkynnt daginn áður en framboðsfrestur rann út. S-listinn er í meirihluta í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar með D-listanum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Talsverðar breytingar hafa orðið á listanum frá kosningunum 2018 og þar er komið nýtt fólk í forystusætin. Árið 2018 bauð Samfylking fram undir merkjum J-lista. Ólafur Þór Ólafsson sem var í forystu listans tók að sér starf sveitarstjóra á Tálknafirði. Sá sem tekur við forystusætinu nú er Sigursveinn Bjarni Jónsson en hann átti sæti í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar frá árinu 2010 til 2018. Í öðru sæti er Elín Frímannsdóttir, í þriðja sæti er Önundur Björnsson og fjórða sætið skipar Hlynur Þór Valsson. Mín spá er að S-listinn fái þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar 2022. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og ef spáin mín rætist, hef ég ákveðnar hugmyndir um hvernig meirihluti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar 2022–2026 gæti verið skipaður. Það er sannarlega von mín að í bæjarstjórn veljist fólk sem kann og getur stjórnað bæjarfélaginu vel. Eins og áður er getið, er nýleg úttekt sem sýnir að mörgu þarf að breyta til betri vegar, ekki síst þarf að gæta aðhalds á ýmsum sviðum. Þar má meðal annars nefna að starfsmannakostnaður hefur aukist umtalsvert síðastliðin ár og er nú orðinn yfir 50% af heildartekjum bæjarins. Það er auðvelt að fara óvarlega með fjármuni sem maður á ekki sjálfur. Það er líka auðvelt að taka lán sem maður þarf ekki sjálfur að borga. Að gæta ráðdeildar og hagsýni eru aðalsmerki hvers stjórnanda. Hér er linkur á úttektina: https://www.sudurnesjabaer.is/static/ files/PDF/hlh.skyrsla-220920.lokaeintak.pdf Góðar kveðjur, Jón Norðfjörð, fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi.

Sameinumst í heilsueflingu

– bætt aðstaða, aðgengi og staðsetning

steininn

Róbert Jóhann Guðmundsson, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Nú eru að verða komin fjögur ár síðan ég settist í umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar og hef notið þess tíma og lært mikið. Á fyrsta fundinum var m.a. á dagskrá að farið yrði í endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nú tæpum fjórum árum síðar er það í kynningu og ég hvet íbúa að kynna sér það vel og koma með athugasemdir. Á þessum fyrsta fundi var einnig tekið fyrir erindi Minjastofnunar Íslands um að Húsafriðunarnefnd taki fyrir varðveislugildi Sundhallar Keflavíkur við Framnesveg. Niðurstaða þess máls var að sundhöllin skyldi víkja fyrir nýrri byggð. Eins og allir vita stendur húsið þarna enn engum til sóma. Það geta verið margar ástæður fyrir því að hlutirnir gerist ekki nógu hratt. Skipulagsmál, frá hugmynd og þangað til að bygging eða hverfi verður að veruleika, taka langan tíma og ótal ástæður geta verið fyrir því. Mín upplifun er sú að starfsmenn Reykjanesbæjar eru allir af vilja gerðir til að leiðbeina og upplýsa íbúa þegar eftir því er óskað. Gríðarleg uppbygging sem er rétt að byrja Fjögur ár er ekki langur tími og þegar ég lít til baka er ótrúlega margt sem við höfum áorkað. Við höfum opnað nýjan og glæsilegan grunnskóla í Dalshverfi (Stapaskóla) og erum að byggja við hann íþróttahús og sundlaug, þar verða Njarðvíkingar með heimavöll í körf-

Höfum fjármálin í lagi! Friðjón Einarsson, 1. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ. Á undanförnum átta árum hefur Samfylkingin í samstarfi við Beina leið og Framsókn leitt endurreisn Reykjanesbæjar með góðum árangri. Staðan var erfið og verkefnið stórt en við gengum í verkið. Við höfum greitt niður skuldir, rekið bæinn á ábyrgan hátt og erum búin að kaupa aftur allar fasteignir bæjarins sem höfðu verið seldar til að fjármagna rekstur. Rekstur bæjarins er í jafnvægi og á réttri leið, bærinn okkar vex jafnt og þétt – og framtíðin er björt. Rekstarárangri skilað inn í samfélagið Við höfum gætt þess að skila góðum rekstrarárangri Reykjansbæjar til baka inn í samfélagið. Við höfum t.d.: • Hækkað hvatagreiðslur úr 7.000 kr. í 45.000 kr. • Lækkað fasteignaskatta til einstaklinga að raunvirði um 20%.

Jón Ragnar Ástþórsson, skipar 3. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Suðurnesjabær hefur nú verið til í fjögur ár eftir sameiningu Sandgerðis og Garðs. Framfaraskref sem tekið var með hagsmuni íbúa þessara fyrrum sveitarfélaga í huga til lengri tíma litið. Að mínu mati hefur sú sameining komið vel út og vel stæðu sveitarfélagi hefur verið komið á laggirnar. Við sem íbúar sveitarfélagsins erum líka að læra að lifa í þessum raunveruleika og hugsa um þessa tvo bæjarkjarna sem einn. Það getur reynst okkur áskorun en í því felst að mínu mati leiðin til að sameiningin takist sem best. Það er skiljanlegt að það geti reynst fólki erfitt þar sem að þónokkuð bil er á milli bæjarkjarnanna tveggja og má því kannski segja að bilið sé huglægt og hlutlægt. Okkar verkefni sem bæjarbúa og bæjaryfirvalda er að minnka þetta bil með þeim ákvörðunum sem teknar eru. Ein sú albesta forvörn sem börn og ungmenni fá er skipulagt íþróttastarf. Margar rannsóknir styðja við þessa fullyrðingu og ég held við getum flest fallist á hana. Til að við sem samfélag getum fullnýtt okkur þessar upplýsingar þá þurfum við að búa svo um hnútana hvar sem því verður við komið að sem flestir getið fundið íþróttagrein við sitt hæfi. Börn og ungmenni þurfa að finna sína grein og aðstæður til að iðka íþróttir þurfa að vera ásættanlegar. Einnig þarf að bjóða upp á æfingatíma sem fellur að

dagskrá barna og aðgengi þarf að vera eins og best verður á kosið. Suðurnesjabær er aðili að heilsueflandi samfélagi og í slíku samfélagi á heilsa og líðan íbúa að vera í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Það er því okkar skylda að koma til móts við þessar mikilvægu þarfir. Ein af stóru lausnunum í þessu máli teljum við í Bæjarlistanum X-O vera að koma á laggirnar fjölnota íþróttahúsi. Notagildi fjölnota íþróttahúss er mikið og kemur það til með að nýtast mörgum íþróttagreinum og öllum kynslóðum. Um leið opnast fyrir fleiri tíma í íþróttahúsunum sem nú eru til staðar til að stunda þær greinar sem eru best til þess fallnar að stunda í slíkum húsum. Þetta bætir aðstöðu fyrir knattspyrnuna, sem fær þá aðstöðu sem er fullkomlega samkeppnishæf við það sem best gerist og einnig fá aðrar greinar eins og t.d. körfubolti fleiri og betri æfingatíma. Í fjölnota íþróttahúsi opnast líka möguleikar á vetraraðstöðu fyrir golfara og flugukast svo dæmi séu tekin. Eins mun slíkt hús nýtast fyrir göngur og heilsueflingu eldri borgara eins og dæmin sýna frá nágrannasveitarfélögum okkar ásamt því að geta nýst fyrir sýningar, menningarviðburði og bæjarviðburði. Staðsetning fjölnota íþróttahúss er mikilvæg hvað varðar aðgengi allra bæjarbúa að heilsueflingu. Einnig teljum

við að með því að hugsa til framtíðar og byrja strax að byggja upp þjónustu fyrir íbúa Suðurnesjabæjar á milli bæjarkjarnanna munum við byrja á að loka þessari huglægu gjá sem að er að einhverju leyti milli íbúa byggðarkjarnanna. Fjölnota íþróttahús á því að okkar mati að vera staðsett mitt á milli bæjarkjarnanna, nálægt golfvellinum okkar. Það er frábær upphafspunktur í að tengja kjarnana saman og verða okkar sameiningartákn, auk augljósu kostanna sem felast í nálægðinni við golfklúbbinn. Í kjölfarið gætum við haldið áfram að byggja þetta svæði upp með ýmis konar heilsurækt og standa þannig undir því að vera heilsueflandi samfélag með fjölbreyttu framboði af útiveru og heilsueflingu. Göngustígurinn sem opnaður var nýlega var frábært framfaraskref og hjálpar mikið til í því að gera þessa staðsetningu enn fýsilegri og auðveldar notendum hallarinnar á öllum aldri aðgengi að henni. Einnig þarf að setja á laggirnar frístundabíl sem auðveldar aðgengi að íþrótta- og æskulýðsviðburðum enn meira og minnkar bilið á milli bæjarkjarnanna og gerir íbúum kleift að sækja viðburði bæjarfélagsins óháð staðsetningu og stöðu. Við í Bæjarlistanum í Suðurnesjabæ stöndum fyrir faglega forystu og hugrekki í ákvarðanatöku. X við O í kosningum 14. maí 2022.

unni. Það er búið að gera glæsilegan gervigrasvöll aftan við Reykjaneshöll, verið er að úthluta lóðum í Dalshverfi 3, Njarðvíkurskógar eru mjög skemmtilegt útivistarsvæði, svo eru heilsustígarnir heldur betur góð viðbót og ekki langt þar til við getum gengið eða hjólað alla leið að Seltjörn svo eitthvað sé nefnt. Á næstu árum ætlum við að leggja mikla áherslu á Ásbrú, byggja nýjan grunnskóla og hefja mikla uppbyggingu en þar er landsvæði fyrir um 15.000 manna byggð og alveg ótrúlega flottar þéttingarhugmyndir nú þegar í rammaskipulagi. Það er búið að deiliskipuleggja marga fallega reiti í Keflavíkurhverfinu með þéttingu byggðar í huga sem ég vona svo sannarlega að verði að veruleika sem fyrst því þetta eru glæsileg og metnaðarfull verkefni. Og svo eru það Fitjarnar. Þar ætlum við að rífa það sem eftir er af gömlu steypustöðinni og þar verður gríðarlega skemmtilegt útivistarsvæði. Svo er Reykjanesbær er með reiðhjólaáætlun í smíðum sem felst í að fólk geti notað reiðhjólið í daglegum störfum sínum. Með öllum þessum aðgerðum megum við ekki gleyma innviðunum eins og umferðarmálum og við verðum að hefjast handa strax til að bæta úr þeim málum, breikka vegi, bæta við leiðum o.s.frv. Við getum verið stolt af Reykjanesbæ, bærinn er sífellt að verða fallegri og hér er gott að búa.

• Lækkað fasteignaskatta á fyrirtæki, eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi. • Hækkað niðurgreiðslur verulega til foreldra vegna leikskóla og dagforeldra á síðustu árum. Um 40.000 kr. lækkun á mánuði hjá dagforeldrum eftir átján mánaða aldur. • Margfaldað framlög til íþróttamála. Gert nýja afrekssamninga sem tryggja rekstur íþróttastjóra félaganna. Byggt flóðlýstan gervigrasvöll og nú rís við Stapaskóla eitt glæsilegasta íþróttahús landsins. • Byggt glæsilegan Stapaskóla á hagkvæman hátt án þess að taka til þess lán. Svona ætlum við vinna hlutina áfram næstu fjögur árin og skila góðum rekstrarárangri til baka til samfélagsins. Lækka gjöld þegar svigrúm er til þess, bæta hag allra í samfélaginu með góðri þjónustu og fagmennsku. Höfum hlutina í lagi!

Sameinumst um gott velferðarkerfi Helga María Finnbjörnsdóttir, 2. sæti á lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Við maðurinn minn fluttum til Reykjanesbæjar árið 2010 og hér höfum við alið börnin okkar upp. Tveir af þremur strákanna okkar eru fæddir hér á HSS og hér hafa þeir allir notið þjónustu dagforeldra, leikskóla og grunnskóla í Reykjanesbæ. Máltækið sem segir að það taki þorp til að ala upp barn er svo sannarlega satt í okkar lífi. Mér hefur þótt við mjög lánsöm með þá skóla sem þeir hafa sótt og ég er afskaplega þakklát fyrir það mikilvæga starf sem starfsfólk skóla sinnir á hverjum degi. Við höfum líka þurft að leita til velferðarþjónustunnar hjá Reykjanesbæ til að styðja enn betur við börnin okkar. Starfsfólk velferðarþjónustunnar er líka hluti af okkar þorpi. Mér hefur þótt foreldrahlutverkið óskaplega krefjandi á stundum, ég upplifi oft að ég viti ekkert hvað ég er að gera og vona svo bara það besta. Ég hef sótt námskeið til að styrkja mig í foreldrahlutverkinu, börnin mín hafa sótt námskeið á vegum bæjarins og við höfum líka fengið aðstoð sálfræðinga og annarra sérfræðinga. Alltaf erum við að

gera okkar besta í þessu hlutverki með það að markmiði að hjálpa börnunum okkar að takast á við áskoranir lífsins og að þeim líði vel. Þrátt fyrir að alls kyns stuðningur sé til staðar hjá bænum fyrir fjölskyldur þá má alltaf gott bæta. Ég hefði t.d. á tímabili þegið að geta rætt við aðra foreldra í svipaðri stöðu um þeirra áskoranir í þeirra hlutverkum og hvernig þau væru að takast á við þær. Eins konar „buddy group“ eða stuðningshópur. Þetta er nú bara lítil hugmynd. En hér er stærri hugmynd, hvernig væri ef við myndum sameinast um að setja á fót styrktarsjóð á velferðarsviði? Sjóð svipaðan og nýsköpunar- og þróunarsjóð fyrir fræðslumálin, eða menningarsjóð í menningarmálum, sem hefði það hlutverk að styðja þá sem hefðu hugmyndir um námskeið eða stuðning sem hægt væri að setja á laggirnar fyrir fjölskyldur í sveitarfélaginu? Ég veit að hér býr mikill auður í íbúum bæjarins sem væri tilbúið að koma góðum hugmyndum í framkvæmd með stuðningi bæjarins.


sport

Það voru mikil gæði í leik Keflvíkinga gegn Val sem beittu öllum tiltækum ráðum til að hafa hemil á þeim. Hér er Adam Ægir Pálsson rifinn niður. VF-myndir: JPK

„Eru tilbúnar að fórna miklu“

„VIÐ ERUM EKKERT MEÐ STÆRSTA HÓP Í HEIMI,“ SEGIR GUNNAR M. JÓNSSON, ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KVENNA HJÁ KEFLAVÍK. „VIÐ ERUM MEÐ MARGAR HEIMASTELPUR Í LIÐINU, MARGAR UNGAR OG EFNILEGAR STELPUR SEM HAFA VERIÐ AÐ SPILA MEÐ OKKUR Í VETUR OG FENGIÐ ALVEG ÓTRÚLEGA MIKLA OG GÓÐA REYNSLU. ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á – AÐ SPILA Á OKKAR HEIMASTELPUM.“

Besta deild karla:

NAUMT TAP FYRIR VAL Keflvíkingar sýndu frábæra frammistöðu þegar þeir tóku á mót Val í annarri umferð Bestu deildar karla á sunnudag – gestirnir komust yfir á 40. mínútu en því miður náðu heimamenn ekki að svara í sömu mynt og leiknum lauk með eins marks sigri gestanna. Ósanngjörn úrslit en kraftmikil og jákvæð frammistaða hjá Keflavík. Heimamenn voru mun hættulegri í öllum sínum aðgerðum og því var það þvert gegn gangi leiksins þegar Valsmenn skoruðu á skömmu fyrir hálfleik. Markið kom eftir horn-

spyrnu, vörnin gleymdi sér eitt augnablik og var refsað fyrir. Í seinni hálfleik bættu Keflvíkingar í sóknarleikinn og skapaðist við það enn meiri hætta upp við mark gestanna, það vantaði aðeins herslumuninn upp á að Keflvíkingum tækist að skapa sér dauðafæri. Allan seinni háfleik var einstefna að marki Valsara sem stóðu af sér hverja sóknina af annarri og héldu hreinu. Svekkjandi tap því niðurstaðan úr þessum fyrsta heimaleik Keflvíkinga í Bestu deildinni.

Gunnar segir liðið ætli sér ekki fall í ár. Stelpurnar eru tilbúnar að leggja mikið á sig og hann sé með góðan efnivið í höndunum. VF-myndir: JPK

Besta deild kvenna fer í gang í þessari viku og fyrir tímabilið virðast fáir hafa mikla trú á Keflavíkurliðinu. Gunnar blæs á þá spádóma og segir: „Þetta er flottur hópur og væntingarnar eru að gera betur í sumar en allar spár segja til um,“ segir hann en allir helstu sparksérfræðingar spá Keflavík neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár. „Það er kannski ekkert óeðlilegt miðað undirbúningstímabilið þó það hafi alls ekki verið alslæmt. Það telur ekkert í Íslandsmóti og það er hugur og spenningur í stelpunum. Það eru miklar breytingar á hópnum hjá Keflavík frá síðasta tímabili en Gunnar segir að níu leikmenn sem voru að spila mikið í fyrra séu farnir frá félaginu. Á móti hafa þrír útlendingar komið inn í staðinn, Elín [Helena Karlsdóttir] verður áfram á láni frá Breiðabliki og Sigurrós Eir [Guðmundsdóttir] er komin aftur eftir barneign. „Þetta er lítill en þéttur hópur og það á eflaust eitthvað eftir að bætast við hann,“ segir Gunnar en Keflavík hefur alla vega tvo leikmenn í sigtinu sem vonast er til að verði hægt að ná samkomulagi við á næstu dögum. Við Suðurnesjamenn þurfum að hafa fyrir hlutunum og það verður allt lagt í þetta. Stelpurnar eru undirbúnar fyrir harða baráttu, þær eru tilbúnar að fórna miklu og leggja sig fram fyrir félagið. Þetta eru framtíðarstelpur, góðar í fótbolta en eiga eftir að þurfa að leggja mikið á sig í sumar.“

Sóknarmaðurinn Ana Santos er fædd í Brasilíu en hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum undanfarinn fimm ár þar sem hún var meðal annars valin leikmaður árs ins fjögur ár í röð af SSAC-sambandinu í hás kólaboltanum og besti leikmaður NAIA 202 0 og 2021. „Mjög teknískur og öflugur leikmaður og við væntum mikils af henni í sum ar,“ segir Gunnar.

Rúnar var ógnandi og reyndist varnarmönnum Vals oft erfiður þegar hann keyrði á vörnina.

Spilar kviðslitinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var sprækur og sýndi ógnandi tilburði í leiknum gegn Val. Það eru góðar fréttir fyrir Keflvíkinga en Rúnar missti af megninu af síðasta tímabili vegna meiðsla. Ertu búinn að ná þér góðum af meiðslum? „Nei, ég er kviðslitinn en má samt spila á því. Það stóð til að ég færi í aðgerð í dag [mánudag] en ég frestaði henni úr því að ég get spilað. Ég er bara í nárabuxum og teipaður frá kvið niður á læri. Það er svo sem allt í lagi. Eftir svona aðgerð myndu líða fimm til sjö vikur þangað til ég væri kominn aftur á völlinn, ekkert allt of langur tími en samt fimm til sjö vikur.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson

ekki örvænta, það er bara að einbeita sér að næsta leik og safna stigum.“ Hvernig leggjast næstu leikir í þig? „Bara mjög vel,“ segir Rúnar. „Ég held að liðið hafi áttað sig á því að við erum bara þrusugóðir og að sjá Víking tapa 3:0 fyrir ÍA gefur okkur góða von um að fá eitthvað út úr leiknum gegn þeim. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á þetta verkefni sem er framundan.“

johann@vf.is

Markvörðurinn Samantha Leshnak á mjög flottan feril að baki en hún spilaði m.a. með University of North Carolina við góðan orðstír en hún lék í landsúrslitum fyrir sinn skóla árið 2018. Árið 2019 samdi hún við bandaríska atvinnumanna- og meistaraliðið North Carolina Courage og varð meistari með liði sínu í NWSLdeildinni í Bandaríkjunum. Það mun án efa mæða mikið á Samantha í sumar en Gunnar segir hana leikmann af háum standard.

Hvernig finnst þér þessir tveir fyrstu leikir hafa verið? „Gjörólíkir, við fengum auðvitað fjögur mörk á okkur á móti Blikum. Við fórum illa að ráði okkar, ætluðum að skora um leið og við lentum undir í stað þess að halda skipulagi og leika okkar leik. Leyfa þessu að koma til okkar í staðinn fyrir að ætla að skora tvö mörk í einu. Svo fannst mér við spila mjög vel gegn Val, vorum að skapa okkur hálffæri án þess að komast í einhver dauðafæri. Við vorum samt að þjarma að þeim og ógna fannst mér. Valur gerði ekki neitt í seinni hálfleik, þau voru ekki mörg skiptin þar sem þeir komust yfir miðju. Mér fannst við spila vel en er ekkert ánægður að hafa ekki fengið neitt úr úr leiknum.“ Rúnar segir að þeir megi ekki fara á taugum þótt að Keflavík sé ekki komið með mörg stig eftir fyrstu leikina en Keflavík byrjar á mjög erfiðu prógrammi í deildinni; Breiðablik, Valur og Víkingur í fyrstu umferðunum. „Við spilum við þrjú bestu liðin í fyrstu þremur umferðunum þannig að menn mega

Mynd af Facebook

Það er nóg að gera hjá Rúnari þessa dagana en hann og unnusta hans, Lovísa Guðjónsdóttir, urðu foreldrar í fyrsta sinn fyrir skemmstu. „Það gengur bara ágætlega, hún dafnar vel og allt í blóma,“ segir Rúnar að lokum en dóttur þeirra hefur ekki enn verið gefið nafn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Veisla framundan Þróttur Vogum leikur í fyrsta sinn í næstefstu deild karla í knattspyrnu

„Bara mjög vel, mikill spenningur. Það er veisla framundan,“ segir Eiður Ben Eiríksson sem tók við þjálfarastöðunni hjá Lengjudeildarliði Þróttar Vogum eftir síðasta tímabil, þegar hann er spurður hvernig tímabilið leggist í hann. „Það er spenningur í hópnum og félaginu öllu. Loksins erum við að fara að spila leiki í einhverju móti en það er langt síðan við spiluðum alvöru leik, síðast í Lengjubikarnum og svo einn bikarleik um daginn. Það verður bara gaman að byrja þetta og komast í rútínu.“ Hvaða væntingar gerið þið til tímabilsins? „Fyrst og fremst er hugsunin hjá okkur að gera okkur gildandi í þessari deild. Það er augljóst þar sem þetta er í fyrsta skipti sem félagið tekur þátt í Lengjudeildinni og það er númer eitt, tvö og þrjú að festa sig í sessi í deildinni. Vera ekkert að horfa eitthvað lengra en það til að byrja með.

Það verður bara að fara í hvern leik og spila eins vel og við getum – taka gömlu klisjuna „einn leik í einu“ og reyna að njóta þess að spila þessa leiki.“ Ertu sáttur við hópinn sem þú hefur? „Já, ég er mjög sáttur. Það hafði verið draumur að geta verið lengur með allan hópinn saman en við vinnum með þær aðstæður sem við höfum. Við höfum verið að fá leikmenn seint inn og það er ákveðið púsluspil að koma mönnum í sín hlutverk og þá þurfa aðrir leikmenn kannski að stíga upp. Ég er mjög ánægður með hópinn en ætla að bæta við fyrir mót. Ég var að fá staðfestingu á að einn leik-

Nýir leikmenn Þróttar:

maður er frágenginn og mögulega verður annar rétt áður en glugginn lokast, það er ekkert öruggt en í vinnslu.“

Miklar breytingar á hópnum Eiður segir að liðið komið til með að vera mikið breytt frá síðasta tímabili, margir leikmenn farnir en Þróttarar hafa styrkt hópinn að sama skapi mikið. „Það er engin spurning að þetta eru góðir leikmenn sem við höfum verið að fá, kannski svolítið öðruvísi leikmenn en voru fyrir. Það verður kannski aðeins öðruvísi holning á liðinu í ár.“ Bikarinn að fara á loft eftir að Þróttur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 2. deild karla á síðasta tímabili.

Meira til baka þá? „Eðlilega en við höfum verið að vinna í að bæta sóknarleik liðsins

Það vantar ekki stemmningu í Vogana. og að halda boltanum. Svo er bara spurning hversu mikið við komumst upp með það í sumar. Við erum allavega búnir að bæta því í vopnabúrið og getum gert bæði. Þegar upp er staðið er þetta bara spurning um hver skorar fleiri mörk, það man enginn hvernig þau voru skoruð,“ segir Eiður Ben, þjálfari Þróttar Vogum, að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

James Dale (frá Víkingi Ólafsvík) Oliver Kelaart (frá Keflavík) Michael Kedman (ekki með leikheimild) Pablo Gallego (frá Pierikos FS) Freyþór Hrafn Harðarson (frá Magna Grenivík) Davíð Júlían Jónsson (kemur á láni frá Leikni R.) Shkelsen Veseli (kemur á láni frá Leikni R.) Arnór Gauti Úlfarsson (kemur á láni frá FH)

Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og íbúalýðræði Höfundur: Margrét S. Þórólfsdóttir, Pírati. Í grunnstefnu Pírata er eitt af aðalstefunum að leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Með auknu íbúalýðræði og aukinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku við stefnumótun sveitarfélagsins gerir það fólki kleift að taka meira þátt í umræðu um málefni sem varðar það sjálft. Slíkt gerist með því að bjóða bæjarbúum aukna lýðræðislega þátttöku og aðgengi að upplýsingum. Þetta er hægt með því að hafa flæði í samtölum og samskiptum ekki bara einu sinni á ári heldur nokkru sinnum og þá út í þeim hverfum sem Reykjanesbær samanstendur af. Þó að fráfarandi bæjarstjórn hafi opnað á þennan kost má gera enn betur með því að koma upp hverfasíðum inn á heimasíðu/vef Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi á sitt vefsvæði með gagnkvæmum upplýsingum frá stjórnsýslunni og svo frá hverfafulltrúum. Hverfaráðin geti einnig haldið fundi og á þeim fundum geta íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem eru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins. Þannig má efla og opna enn frekar íbúalýðræði. Ef upp koma stór mál eða ágreiningur um málefni er varðar bæjarfélagið hvort sem það eru skipulagsmál, atvinnumál eða önnur vafamál þá ætti að halda íbúafund um sem væri þá upplýsandi fyrir bæjarbúa um málefnið. Bæjarbúar ættu einnig að hafa rétt á að kjósa um mikilvæg málefni eða þau mál sem ágreiningur er um og varðar þá og framtíð bæjarins sem væri þá í formi bind-

andi kosningar. Með því að íbúar fái þessi verkfæri í hendurnar þá mun það opna á stjórnsýsluna og þar af leiðandi eiga þeir rétt á að koma að ákvarðanatöku og finni fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að málefnum sem þá varðar. Allt það sem að ofan er talið eflir aðkomu almennings að stjórnsýslunni og er í anda grunnstefnu Pírata sem er: • Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. • Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. • Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. • Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. • Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gagnsærrar stjórnsýslu. • Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði. Öll viljum við að bæjarfélagið okkar eflist og styrkist. Stjórnsýslan þarf að hlusta betur á íbúa Reykjanesbæjar og hvað hverfin eru að segja og kalla eftir. Þannig er hægt auka og efla íbúalýðræði og opna stjórnsýsluna í sátt og samlyndi allra í Reykjanesbæ.

Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum

sport

vf.is


Kiwanisklúbburinn Keilir og Lionsklúbbur Njarðvíkur gáfu rafhjól á Reykjalund Félagar úr Lionsklúbbi Njarðvíkur og Kiwanisklúbbnum Keili heimsóttu Reykjalund á mánudag. Erindið var að afhenda tvö rafhjól sem klúbbarnir fjármögnuðu kaup á og eru rafhjólin ætluð fyrir skjólstæðinga Reykjalundar. Við þetta tækifæri var farið yfir hversu mikilvægt er fyrir Reykjalund að hafa afnot af svona hjólum sem hluta af endurhæfingu fyrir sjúklinga sína. Lionsklúbbur Njarðvíkur og Kiwanisklúbburinn Keilir vilja nota tækifærið og þakka starfsfólki Reykjalundar fyrir höfðinglegar móttökur og ánægjulega heimsókn. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri í blíðskaparveðri. Á myndinni eru fulltrúar Lionsklúbbs Njarðvíkur og Kiwanisklúbbsins Keilis ásamt stjórnendum Reykjalundar.

Mundi Auðmýkt! Er það þegar þú ert með fullt af Íslandsbankaseðlum undir koddanum?

Halda áfram uppbyggingu nýrra leikskóla, bæta starfsaðstæður í

leikskólum & fjölga valmöguleikum foreldra eftir fæðingarorlof.

1. sæti Valgerður Björk Pálsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.