SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30
Margrét Knútsdóttir er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum
Opnunartími
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Gulla í býflugnabúinu býður á barnahátíð
Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett fimmtudaginn 2. maí en á laugardag 4. maí sameinast hátíðin fjölskyldudegi í bæjarfélaginu. Skemmtilegar listsýningar sem leikskólabörn og grunnskólabörn hafa unnið verða opnaðar í Duus-húsum þar sem lögð er áhersla á að vinna með efni sem fer til endurvinnslu. Þá verður mjög fjölbreytt dagskrá á laugardaginn 4 . maí en hægt er að sjá hana í Víkurfréttum en einnig á Facebook síðu Listahátíðar barna í Reykjanesbæ. Forseti Íslands mun m.a. skoða sýningarnar í Duus. Guðlaug María Lewis, deildarstjóri menningarmála Reykjanesbæjar kíkti inn í býflugnabú barnanna en það er einn af listmunum á sýningu leikskólabarnanna en búið er gert úr klósettpappírshólkum. VF-mynd: Páll Ketilsson
Styrktarreikningur stofnaður fyrir Gísla
Tölvur og samfélagsmiðlar trufla verðandi mæður - segir Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á HSS í viðtali í sjónvarpsþættinum Suður með sjó
„Ég segi stundum við verðandi mæður að hætta að googla og leggja frá sér tölvuna. Það getur stundum ruglað þær og valdið þeim kvíða þegar þær eru að leita sér upplýsinga á vefnum. Það eru breyttir tímar en áður fékkstu kannski þessar sömu upplýsingar beint frá mömmu þinni eða tengdamömmu“. Þetta segir Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún er gestur okkar í þættinum Suður með sjó sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is á sunnudagskvöld kl. 20:30. Margrét leggur einnig áherslu á að nýbakaðar mæður slaki aðeins á þegar kemur að samfélagsmiðlum og þær séu ekki sífellt að rjúfa augnsambandið milli móður og barns með því að stinga snjallsímanum þar á milli til að taka myndir. Fæðingum á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykja-
af því að þær konur sem fæða hér suðurfrá eru ekki í áhættuhópi og vilja fæða á náttúrulegan hátt. Verðandi mæður sem eru í áhættuhópi þurfa hins vegar að fæða á Landspítalanum. „Já, við græjum þetta bara sjálfar
þegar um eðlilegar fæðingar er að ræða en ef eitthvað kemur upp á þá erum við í góðu sambandi við Landsspítalann,“ segir Margrét m.a. í áhugaverðu viðtali við Suður með sjó á sunnudagskvöld.
Aðstandendur og vinir Gísla Þórs Þórarinssonar sem Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir hans er grunaður um að hafa myrt, hafa stofnað styrktarreikning til að safna fyrir kostnaði sem fylgir því að flytja jarðneskar leifar hans til Íslands. Atburðurinn átti sér stað í smábænum Mehamn í Finnmörku í Norður Noregi aðfaranótt síðasta laugardags. Þeir eru báðir frá Suðurnesjum. Gunnar Jóhann var í vikunni dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald og einangrunarvist. Hann sagði í færslu á Facebook skömmu eftir atburðinn að hann hafi framið svívirðilegan glæp en um slys hafi verið að ræða. Bankareikningurinn sem hefur verið stofnaður er í nafni Hans Þórðarsonar, bróður Gísla, en númerið er 0542-14-000566, kt. 031271-5229.
Kynntu þér helgartilboð Nettó! -50% Margrét Knútsdóttir ljósmóðir með glænýjan Grindvíking í fanginu. nesbæ hefur fækkað mikið frá því sem var áður. Fæðingar voru áður um 300 á ári en eru í dag um 100. Það skýrist
Grillsagaður frampartur
699
KR/KG
ÁÐUR: 1.398 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
-50% VERÐSPRENGJA!
Rauð vínber
399
KR/KG
ÁÐUR: 798 KR/KG
Lambalærvöðvi Í hvítlauks pipar marineringu
-40%
1.799
KR/KG
ÁÐUR: 2.998 KR/KG
Tilboðin gilda 2. - 5. maí
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
DAGBÓK LÖGREGLUNNAR
Verkfærum fyrir hundruð þúsunda stolið Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina og verkfærum að verðmæti 300–350 þúsund stolið. Áður hafði verið brotist inn á verkstæði og þaðan stolið talsverðu af verkfærum, einkum hleðsluborum. Hafði útidyrahurðin verið spennt upp og sá eða þeir sem þar voru að verki komist inn með þeim hætti. Lögreglan rannsakar málin.
Þrettán ára piltur á vespu ók á bifreið Réttindalaus piltur er ók vespu, sem á sátu tveir piltar til viðbótar, gegn einstefnu í Keflavík um helgina endaði för sína og félaga sinna með því að aka á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Vespan sem pilturinn, sem er aðeins þrettán ára gamall ók, var án hraðatakmarka og jafnframt ótryggð. Piltarnir þrír sluppu ómeiddir svo og ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var á. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti atvikið til forráðamanna drengjanna og til barnaverndar.
Rúmlega tuttugu ökumenn verið kærðir Rúmlega tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Jafnframt voru höfð afskipti af allmörgum ökumanna vegna gruns um vímuefnaakstur eða önnur brot í umferðinni svo sem akstur án ökuréttinda. Af fjórum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum var einn sem lögregla stöðvaði nú í þriðja sinn af þeim sökum. Jafnframt voru skráningarnúmer fjarlægð af fimm bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.
Börn fundu tvo amfetamínpoka Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum nýverið þess efnis að ellefu ára börn hefðu fundið tvo poka með hvítu dufti utandyra í umdæminu. Reyndist vera um meint amfetamín að ræða og var það afhent lögreglu. Þá komu lögreglumenn sem voru við eftirlit auga á hóp pilta fyrir utan bifreið á vegslóða. Fát kom á piltana þegar rætt var við þá og mikla kannabislykt lagði frá þeim. Þá komu lögreglumenn auga á logandi kannabisvindling í grasinu hjá þeim. Piltarnir voru færðir til viðræðu á lögreglustöð. Haft var samband við forráðamenn þeirra og tilkynning send til barnaverndarnefndar.
„Hreinn heimur – betri heimur“ á Listahátíð barna í Reykjanesbæ Skessan í hellinum býður til fjölskyldudags á laugardag
Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt í fjórtánda sinn fimmtudaginn 2. maí. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 7 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Duus Safnahús undirlögð
Duus Safnahús verða undirlögð undir listsýningar leik-, grunn- og listnámsbrautar framhaldsskólans sem hafa unnið hörðum höndum stóran part úr vetri að verkefnum sínum. Yfirskrift sýninganna í ár er Hreinn heimur – betri heimur og hafa krakkarnir kafað ofan í viðfangsefnið og fræðst um nýtingu, endurvinnslu, grænu tunnuna, plastnotkun og fleiri af þeim brýnu málefnum. Verkefni þeirra var að sjá fyrir sér hreinni heim – betri heim og verður áhugavert að sjá lausnir þeirra settar fram á listrænan hátt.
Fjölskyldudagur laugardag
Margt verður til skemmtunar laugardaginn 4. maí þegar boðið verður
upp á skemmtilegan fjölskyldudag á svæðinu í kringum Duus Safnahús og víðar með listasmiðjum og margvíslegri skemmtidagskrá. Skessan í hellinum verður auðvitað í hátíðarskapi og hrærir í lummusoppu og býður gestum og gangandi upp á rjúkandi lummur og Fjóla tröllastelpa spjallar við börnin. Auk þess verður skapað risastórt útilistaverk úr „rusli“, hægt að taka þátt í ratleik, Sirkus Íslands kemur í heimsókn, skátarnir grilla pylsur, boðið verður upp á Fortnite danskennslu, pop-up leikvöll og leiksýningu um Siggu og Skessuna svo eitthvað sé nefnt. Á sunnudeginum verða sýningar áfram opnar auk þess sem sýndar verða örmyndir barna, á tjaldi í Duus
SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30
Átján mánaða gömul börn fái leikskólapláss í Suðurnesjabæ
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Inntökualdur barna í leikskólana Gefnarborg og Sólborg í Suðurnesjabæ verður samræmdur í 18 mánaða frá og með ágúst 2019 og mótaðar verði nýjar og samræmdar innritunarreglur fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ þar sem m.a. verði ákvæði um aðgengi að leikskólum milli hverfa. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar, sem hefur samþykkt að unnið verði eftir þeim tillögum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs bæjarins. Þá verði lögð áhersla á að leita leiða til að efla dagforeldraþjónustu í Suðurnesjabæ og horft til þess að húsnæðið Skerjaborg að Stafnesvegi 15 verði nýtt fyrir slíka starfsemi.
Bæjarráð telur rétt að byggður verði nýr leikskóli sem komi í stað leikskólans Sólborgar og svari þörf eftir leikskólaþjónustu í Suðurnesjabæ. Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur falið
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra skipulagsog umhverfissviðs að hefja undirbúning málsins með það að markmiði að hægt verði að taka ákvörðun um framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020. Jafnframt telur bæjarráð nauðsynlegt að veitt verði fjármagni til hönnunar og undirbúnings framkvæmdarinnar og felur bæjarstjóra að vinna tillögu þess efnis fyrir næsta fund bæjarrráðs.
Lagfæring á fráveitu í Vogum í undirbúningi Á næstunni verður verkefni er snýr að endurbótum fráveitukerfi Sveitarfélagsins Voga boðið út. Byggð verður niðurgrafin dælustöð nærri fjörunni í Akurgerði og lögð s.k. þrýstilögn þaðan sem verður tengd útrás fráveitukerfisins sem liggur um Hafnargötu.
845 0900
Hæfileikahátíð grunnskólanna
Fimmtudaginn 9. maí fer svo fram Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa þar sem úrval stórglæsilegra árshátíðaratriða úr öllum grunnskólum bæjarins verða sýnd fyrir fullu húsi. Ýmsir fleiri viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar sem stendur til 19. maí og má nálgast upplýsingar um þá á facebook síðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ og á vefsíðunni reykjanesbaer.is og vert er að geta þess að ókeypis er á alla viðburði. Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
SUÐUR MEÐ SJÓ Margrét Knútsdóttir er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum
safnahúsum, en örmyndasamkeppni fyrir börn fór fram í tengslum við hátíðina. Verðlaunamyndir úr þeirri keppni verða einnig sýndar í sjónvarpsþættinum Suðurnesjamagasín sem sýndur er á Hringbraut.
Með þessum úrbótum er ráðist gegn þeim vanda sem er á svæðinu í kringum Vogagerði og Akurgerði en þegar há sjávarstaða er og stórstreymt
skapast á stundum aðstæður sem verða til þess að það flæðir upp úr niðurföllum á lægstu stöðum. Umhverfisdeildin mun vakta þetta
FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
12°
4kg
REYKJANESBÆR
4°
40kg
ástand sérstaklega. Í þessari viku verður t.a.m. fenginn dælubíll til að hreinsa niðurföllin á svæðinu í þeirri von að það muni létta á álaginu á lögnunum. „Við munum leggja áherslu á að framkvæmdir við dælustöðina og lagningu þrýstilagnarinnar geti hafist svo fljótt sem verða má,“ segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum.
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
-20°
150kg
GRINDAVÍK
14°
1250kg
VOGAR
12°
75kg
OPIÐ HÚS
LAUGARDAGINN 4. MAÍ KL. 14:00-15:00 ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ KL. 17:30-18:00
Trausti fasteignasala kynnir: Glæsilegar 3ja herbergja íbúðir að Bogabraut 952 í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru 89,3–97,2 m2 og hverri íbúð fylgir geymsla. Íbúðirnar hafa verið endurnýjaðar að miklu leyti
Seinna stigahús komið í sölu
Verð frá 26,5 milljónum BOGABRAUT 952
Hafið samband við Garðar B. Sigurjónsson, aðstoðarmann fasteignasala, í síma 898-0255 og á gardarbs@trausti.is eða Kristján Baldursson, hdl. og löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 og á kristjan@trausti.is
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Kaupa hraðamyndavél og vilja aukið eftirlit lögreglu í Vogum
Bæjarráð Grindavíkur hefur tekið fyrir tillögu frá Vegagerðinni að tilfærslu á hámarkshraða á Suðurstrandarvegi austan Þórkötlustaðavegar. Í dag er þetta þannig að frá þéttbýlismörkum er 70 km/klst hámarkshraði ca. 40m austur fyrir Þórkötlustaðarveg. Tillagan er að með tilliti til veglínu og vegna nálægðar vegamóta við Þórkötlustaðarveg sé rétt að færa þessi mörk austar og að þeim stað sem framkvæmdir við nýjan Suðurstrandarveg hófust árið 2005 um 1500 m austan við Þórkötlustaðarveg. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Dragnótabátarnir hafa fiskað mjög vel Núna má segja að útgerð hérna á Suðurnesjunum sé komin í fullan gang aftur eftir gott stopp um pásknna. Þó hafa nokkrir línubátanna farið í burtu en nokkur fjöldi af bátum er þó ennþá eftir hérna fyrir sunnan. Allir stóru línubátarnir hafa verið að landa í heimahöfn sinni Grindavík.
AFLA
Færa til hámarkshraða á Suðurstrandarvegi við Grindavík
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
FRÉTTIR
Sveitarfélagið Vogar hefur samþykkt að festa kaup á nýrri færanlegri hraðamyndavél sem sett verður upp í sveitarfélaginu. Ráðist er í kaupin í framhaldi af hraðamælingum í Vogum í marsmánuði en niðurstaða þeirra mælinga er óásættanlegur hraðakstur í sveitarfélaginu þar sem meðalhraði var langt yfir leyfilegum hámarkshraða. „Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti kaupin á færanlegu tæki og felur bæjarstjóra að gera viðauka fyrir næsta fund bæjarráðs. Í ljósi framlagðra gagna um hraðakstur, fer bæjarráð fram á aukinn sýnileika og eftirlit lögreglu með hraðakstri í Sveitarfélaginu Vogum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga.
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Sighvatur GK er kominn með 398 tonn í 4 róðrum og mest 135 tonn. Páll Jónsson GK er kominn með 364 tonn í 5 róðrum og mest 109 tonn. Fjölnir GK 339 tonn í 4 og mest 112 tonn. Jóhanna Gísladóttir GK 250 tonn í þremur róðrum. Kristín GK 250 tonn í þremur og Hrafn GK 224 tonn í 4. Sturla GK 219 tonn í þremur og Valdimar GK 172 tonn í 4. Auður Vésteins SU 126 tn í 19. Báturinn fór á flakk norður en er kominn aftur og hefur verið að landa í Grindavík. Sama má segja um Véstein GK sem er með 109 tn í 17 róðrum, hann fór norður og er kominn aftur. Óli á Stað GK 108 tní 15. Gísli Súrsson GK 88 tn í 14, báðir að landa í Grindavík og Sandgerði. Indriði Kristins BA frá Tálknafirði 74 tn. í 12 en hann hefur verið að landa í Sandgerði og í Grindavík. Hafdís SU er með 36 tn. í sjö róðrum. Hafdís SU er gerður út af Eskju ehf. á
Eskifirði og eini báturinn sem Eskja á sem gerir út á bolfiskveiðar. Eskja er aðalega í útgerð á uppsjávarskipum og gerir út þrjú stór uppsjávarskip. Guðrún Þorkelsdóttir SU, Aðalstein Jónsson SU og Jón Kjartansson SU. Um 1700 tonna kvóti er á Hafdísi SU og veiðir áhöfnin hluta af þessum kvóta og allur aflinn af bátnum fer á fiskmarkað, restin af kvótanum er leigður út og t.d voru 150 tonn leigð vestur á bát sem heitir Ásdís ÍS. Sá bátur var eitt sinn gerður út frá Sandgerði og hét þar Örn GK. Guðbjörg GK er men 64 tn. í 9, Dóri GK 56 tn. í 12 róðrum, Sævík GK 99 tn. í 14, Von GK 50 tn. í 13 og Steinun HF 45 tn. í 11. Dragnótabátarnir hafa fiskað mjög vel. Siggi Bjarna GK er með 203 tn. í 14 róðrum og er næst aflahæstur dragnótabátanna á landinu þegar þetta er skrifað. Sigurfari GK er með 193 tn. í 14 róðrum, Benni Sæm GK 181 tonn í 14 sömuleiðis og Aðalbjörg RE 107 tn. í 11 róðrum. Grásleppubátarnir eru orðnir nokkrir og eru flestir þeirra á veiðum utan við Sandgerði. Tjúlla GK er með 17 tn. í 13 róðrum og þar
af 14,3 tonn af grásleppu. Guðrún Petrína GK er með 16 tn. í 10 og þar af 10,6 tonn af grásleppu. Elli Jóns ÍS sem er nýr bátur var með 423 kíló í einni löndun. Addi afi GK er með 17,4 tonn í 13 róðrum og þar af 13 tonn af grásleppu. Bergvík GK 15 tn. í 9 og þar af 10 tonn af grásleppu. Guðrún GK 14,6 tn. í 14 og þar af 13 tonn af grásleppu. Svala Dís KE var svo að hefja veiðar og er búinn að landa 4 tonnum í 4 róðrum. Í Grindavík er Tryllir GK með 8,3 tonn í 8 róðrum og þar af 7,3 tonn af grásleppu. Og aðeins meira um loðnuna. Síðasti pistill fjallaði eins og þið kanski munið um fyrsta bátinn og fyrstu verksmiðjuna sem tók á móti loðnu.
Reyndar var fyrirsögnin á pistlinum doldið ruglandi því þar stóð „upphaf veiða og vinnslu á loðnu í Sandgerði“. Þessi fyrirsögn var ekki kominn frá mér heldur ristjórn Víkurfrétta. Frekar hefði þetta átt að vera „upphaf veiða og vinnslu loðnu á Íslandi“, því Árni Magnússon GK var fyrsti báturinn á Íslandi til þess að veiða loðnu á Íslandi og verksmiðjan í Sandgerði var sú fyrsta á íslandi til þess að bræða loðnu. En greinilegt er að lesendur þóttu pistilinn síðasti ansi forvitnilegur og áhugaverður því ég fékk þó nokkur viðbrögð við honum og er það mikið gleðiefni fyrir mig að lesendur hafi áhuga á svona aftur í tímann fróðleik eins og ég kem með annaðslagið.
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
Bremsutilboð!
15% afsláttu
af bremsuvara
og 10% afslá
Þegar sentimetrarnir skipta máli! Það er mikilvægt öryggisatriði að hafa bremsurnar á bílnum í lagi. HEKLA og þjónustuaðilar um land allt taka höndum saman til að tryggja öryggi ökumanna þegar ekið er inn í sumarið og býður bremsutilboð. Bremsutilboðið felur í sér 15% afslátt af bremsuvarahlutum og 10% afslátt af vinnu. Bókaðu tíma hjá HEKLU Reykjanesbæ í síma 590 5090 eða renndu við. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA Reykjanesbæ | Njarðarbraut 13 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 590 5090
r
hlutum
ttur af vinnu!
NÚ SKAL GRILLAÐ! Grillsagaður frampartur
-50%
699
-30%
-40%
KR/KG
ÁÐUR: 1.398 KR/KG
VERÐSPRENGJA!
Lambalærvöðvi í hvítlauks pipar marineringu
Lambalærissneiðar Norðlenska
1.799
2.099
KR/KG
ÁÐUR: 2.998 KR/KG
ÁÐUR: 2.998 KR/KG
KR/KG
LJÚFFENGT Á GRILLIÐ! -30% Danpo kjúklingabringur 900 gr
1.189
KR/PK
ÁÐUR: 1.698 KR/PK
-20% Bleikjusteikur Í mangó og chili
2.318 ÁÐUR: 2.898 KR/KG
KR/KG
-40% -30% -40%
Blandaðar lambagrillsneiðar Kjötsel
1.199
KR/KG
ÁÐUR: 1.998 KR/KG
Nettó vínarpylsur 10 stk
384
KR/PK
ÁÐUR: 549 KR/PK
Goði ungnautahamborgarar 4x90 gr
Rauð vínber
399
875
KR/KG
KR/PK
ÁÐUR: 798 KR/KG
ÁÐUR: 1.459 KR/PK
Coop laxabitar 2pk 200 gr
-20%
-50%
639
KR/PK
ÁÐUR: 799 KR/PK
Tilboðin gilda 2. – 5. maí Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Lægra verð – léttari innkaup
ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
SPURNING VIKUNNAR
Hvar ætlarðu að vinna í sumar?
Frá fyrstu gróðursetningunni í Aldingarði æskunnar í Keflavík. Jóhann F. Friðriksson, forseti Bæjarstjórnar Reykjaensbæjar með ungmennum í Aldingarðinum. VF-myndir/pket.
Hjörtur Sölvi Steinarsson
„Mögulega í Noregi við smíðar, ég er með lögheimili þar en langaði að klára framhaldsskólann hérna því ég skil tungumálið miklu betur hér.“
Aldintré og berjarunnar í Aldingarði æskunnar Aldingarður æskunnar var formlega tekinn í notkun á Sumardaginn fyrsta við skrúðgarðinn í Keflavík. Nokkur ungmenni gróðursettu fyrstu plönturnar undir leiðsögn stjórnarfólks úr Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands.
Martyna Davia Kryszewska: „Í Serrano og Bónus. Ég hlakka til því þetta eru flottir vinnustaðir.“
Þetta nýja verkefni verður unnið í samvinnu garðyrkjustjóra Reykjanesbæjar og leikskóla sveitarfélagsins varðandi skipulag, ræktun og umhirðu reitsins auk viðburða sem tengjast ræktunarstarfi í þágu æskunnar. Meðal þess sem ræktað verður í reitnum eru berjarunnar og ávaxtatré en auki almennings hefur aukist á slíkri ræktun. Nú þegar fer fram vísir að slíku ræktunarstarfi á
leikskólanum Tjarnarseli, elsta leikskóla Reykjanesbæjar. Hugmyndin er kannski fyrst og fremst sú að vekja athygli æskunnar á ræktun og einnig því góða starfi sem fer fram á leikskólum bæjarins en á einum þeirra er ræktun hluti af starfinu. Suðurnesjadeild Garðryrkjufélagsins er virk og hún hefur verið að vekja athygli á ræktun með fræðslu til Suðurnesjamanna. Það hefur gengið
Konráð Lúðvíksson, formaður Garðyrkjudeildarinnar og Eysteinn Eyjólfsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs takast í hendur eftir vígslu garðsins.
nokkuð vel. Hér erum við í þessum nýja gróðurreit að sá ungviðinu, fræjunum sem síðan vaxa og taka við. Það er hugmyndin með þessum garði. Við settum niður fjögur aldintré og tvo berjarunna en aldin á að vísa til ungviðisins okkar og framtíðarinnar,“ sagði Konráð Lúðvíksson, formaður Garðyrkjudeildarinnar en hann hefur verið duglegur í margs konar ræktun á svæðinu og þykir vera með afar grænar hendur. Við sýndum myndir frá vígslu garðsins og viðtal við Konráð í Suðurnesja– magasíni vikunnar.
Þorvaldur Máni Danivalsson „Ég verð að vinna í flugeldhúsi Icelandair og ég er dálítið spenntur að fá pening og vona að það verði gaman að vinna þarna.“
Jane María Ólafsdóttir „Ég er búin að sækja um á nokkrum stöðum en mig langar mest að vinna í Nettó eða Bónus.“
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
Umhverfisdagur Keflavíkur
Umhverfisdagur Íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur verður mánudaginn 6. maí. Stjórnarmenn deilda, iðkendur og aðrir velunnarar félagsins koma saman og taka til í sínu nærumhverfi. „Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra velunnara sem koma og styðja við bakið á iðkendum um ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“, sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur. Dagskráin: 17:30-19:00. Mæting í félagsheimilinu okkar Sunnubraut 34 kl. 17:30. Deildir taka til í sínu umhverfi: Aðalstjórnin tekur til í kringum Hringbraut 108 Knattspyrnudeild tekur til á Hringbrautarsvæðinu kringum knattspyrnuvöllinn Körfuknattleiksdeild tekur til í kringum íþróttahúsið við Sunnubraut Fimleikadeild tekur til í kringum Íþróttaakademíuna Sunddeild tekur til í kringum Sundmiðstöðina Badminton- og blakdeild tekur til í kringum Heiðarskóla Taekwondodeild tekur til í kringum svæðið sitt að Iðavöllum Skotdeild tekur til á sínu svæði í Heiði Höfnum Endað með grillveislu í félagsheimili um kl. 18:30 þar sem boðið er upp á hamborgara og gos.
Ungmenni gróðursettu tré og berjarunna.
Frábær maítilboð! 36%
50%
299 kr/pk
429
299
áður 677 kr
áður 479 kr
kr/pk
áður 598 kr
Græn vínber 500 gr box
37%
Nice'n Easy Chicken Tikka Masala, 350 gr Thai Chicken Panang, 350 gr
98 áður 179 kr
62%
169
239
kr/stk
Fanta Bubble Bottle Orange eða Peach Apricot 250 ml
Coop Pizza Pepperoni, 350 gr Skinka og ostur, 340 gr
43%
29–33%
45%
kr/pk
kr/stk
áður 299 kr
kr/stk
Bugles Original, Nacho Cheese eða Roasted Paprika 125 gr
Red Bull Blue Edition, Purple Edition eða Tropical Edition 250 ml
38%
98
99
áður 259 kr
áður 159 kr
kr/stk
Toppur sítrónu 0,5L
kr/stk
Lindu Conga Xtra stórt 50 gr
2 fyrir 1 Coca Cola 0,5L
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Opnum snemma lokum seint
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Albert leikur 35 hlutverk í Istan.
Starfið mitt: Leikari
Albert ákvað snemma að verða leikari – smitaðist af leiklistarbakteríunni ellefu ára gamall Fyrir þá sem vilja verða leikarar þá er það langt og strangt ferli því fyrst þarf að þreyta inntökupróf hjá Listaháskóla Íslands eða öðrum skóla sem býður uppá leiklistarnám erlendis. Þeir sem komast inn í hið eftirsótta leikaranám fara í gegnum inntökuferli sem tekur nokkra daga. Sumir segja þessi inntökupróf vera skemmtilega áskorun. Aðeins tíu nemendur eru valdir inn tvisvar á þremur árum, það eru alltaf tveir bekkir í skólanum og þetta er þriggja ára nám. Miðað er við að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
Albert Halldórsson var einn af 170 umsækjendum það ár sem hann komst inn í leikaranámið en Albert var ákveðinn í að verða leikari eftir að hann tók þátt ellefu ára gamall í leiksýningu hjá Leikfélagi Keflavíkur. Eldri bróðir hans, Hafsteinn Gíslason, var virkur áhugaleikari hjá sama félagi og hafði það einnig áhrif á Albert. Í dag starfar Albert sem leikari hjá sjálfstæðu leikhúsunum í höfuðborginni og er með ýmis áform um að vinna meira með börnum og trúðaleikhúsi ásamt því að halda áfram að leika í sýningum fyrir fullorðna eins og hann hefur gert. Sem stendur fara fram sýningar með honum einum á sviði Tjarnarbíós þar sem hann leikur 35 hlutverk!
LK og FS undirbjuggu Albert fyrir leikaranámið
„Ég var mikið að leika með Leikfélagi Keflavíkur og byrjaði þar ellefu ára. Fyrsta sýning sem ég tók þátt í var Litla stúlkan með eldspýturnar og síðan tók ég þátt í Oliver Twist. Þetta kveikti áhuga minn og fljótlega ákvað ég að verða leikari. Eftir grunnskólann fór ég á listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tók alla leiklistaráfanga sem voru þar í boði. Á þessum tíma gat ég tekið þrjá áfanga í leiklist í FS en mjög öflugt leiklistarstarf fór þá fram innan Fjölbrautaskólans. Eftir stúdentinn fór ég í ritlist í Háskólanum því ég var að bíða eftir inntökuprófi í leiklistardeild
Listaháskóla Íslands. Ég hef mjög gaman af því að skrifa. Ég var mikið með Stúdentaleikhúsinu á þessum tíma, sýndi með þeim og endaði í stjórn. Svo reyndi ég við inntökuprófið í leiklistardeildina og komst ekki inn og varð frekar fúll yfir því. Þessi inntökupróf eru krefjandi og það verður að viðurkennast að ég var ekki nógu vel undirbúinn. Ég ákvað að læra af reynslunni og gera betur næst,“ segir Albert sposkur á svip.
Hann gafst ekki upp á draumnum
„Þá fór ég í Kvikmyndaskóla Íslands, lærði klippingu þar og leiklist, handritsgerð og fleira nytsamlegt. Þarna lærði ég margt nýtt í leiklist, allskonar leiklistaraðferðir en ekki var kafað djúpt eins og gert var í leiklistardeild Listaháskóla Íslands (LHÍ), þar sem kafað er mun dýpra í leiklist. Ég nýtti vel þessi tvö ár í Kvikmyndaskólanum en var alltaf með hugann við leikaranámið í LHÍ. Þar eru inntökupróf á tveggja ára fresti tvisvar sinnum á þremur árum. Ég sótti aftur um í leikaranámið og komst inn í annarri tilraun minni. Ég var þarna orðinn 25 ára og miklu sjálfsöruggari. Það var betra að vera orðinn eldri og ég mæli eiginlega með því að fara ekki of ungur í leikaranám. Maður verður að hafa ákveðinn þroska og festu í sjálfum sér því leikaranámið er mjög krefjandi en samt ótrúlega skemmtilegt. Svona eftir á er ég eiginlega glaður að ég hafi ekki komist inn í fyrstu tilraun.“
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 3. maí kl. 14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnardeildina Þórkötlu. Benóný Þórhallsson Þórhallur Ágúst Benónýsson Sigríður Fjóla Benónýsdóttir Hólmar Már Gunnlaugsson Berglind Benónýsdóttir Ómar Davíð Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn.
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
evían
Með mörg járn í eldinum
„Ef þú hefur áhuga á að verða leikari og brennur fyrir því, þá endilega láttu á það reyna. Starfið er fjölbreytt. Ég hef verið að kenna krökkum leiklist í Leynileikhúsinu og finnst það mjög gaman. Ég og einn bekkjarbróðir minn erum að vinna að trúðasýningu fyrir börn og sóttum um styrk til þess að setja hana upp því við viljum bjóða börnum frítt að sjá þessa sýningu. Trúðarnir eru svo einlægir og fara oft út af sporinu í þessari sýningu okkar, þannig að börnin fá tækifæri til þess að hjálpa trúðunum að klára leikritið. Bara skemmtilegt. Leikarastarfið er þannig þegar maður er ekki með fastráðningu í stóru leikhúsunum að maður þarf að vinna á mörgum vígstöðvum. Þú veist aldrei hvaða tekjur þú færð um hver mánaða-
Vilt þú verða leikari? Á vef Listaháskóla Íslands má lesa eftirfarandi:
Markmið leikarabrautar er að útskrifa víðsýna og skapandi listamenn, sem búa yfir þeirri tækni og þekkingu, sem sviðslistaumhverfi nútímans kallar á. Lögð er áhersla á að vekja með nemandanum forvitni og áræðni, til að takast á við hin margvíslegu viðfangsefni námsins. Mikið er lagt uppúr því að nemand-
inn tileinki sér sjálfstæði, sjálfsaga og fagmennsku, hann geti unnið jafnt einn á báti, sem og í hóp, hann ögri sjálfum sér til að hugsa út fyrir rammann en hafi jafnframt fullt vald á þeirri leiktækni, sem lögð er til grundvallar í náminu. Sjá meira á www.lhi.is
Aukasýning: Föstudaginn 3. maí kl.20.00 Sýnt í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17.
Baðsvöllum 7, Grindavík,
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
Þessa dagana er Albert að sýna einleikinn Istan og leikur hvorki meira né minna en 35 hlutverk. Sýningin fer fram í Tjarnarbíó í miðborg Reykjavíkur, þar sem Njarðvíkingurinn, Friðrik Friðriksson, leikari er framkvæmdastjóri. „Leikaranámið tók þrjú ár en ég útskrifaðist árið 2015 og hef haft ýmis verkefni síðan þá. Í leikarahópnum sem útskrifaðist á sama tíma voru Katrín Halldóra, sem margir þekkja sem Ellý í samnefndri sýningu í Borgarleikhúsinu, og Baltasar Breki, sem lék meðal annars í Ófærð. Við erum öll að vinna í einhverju sem tengist leiklist í dag. Ég sótti um hjá stóru leikhúsunum strax eftir útskrift og væri alveg til í að vinna hjá þeim en þetta er hark og fáir sem komast að strax eftir útskrift. Þá er að nýta tímann vel. Ég hef síðustu þrjú ár unnið með sjálfstæðu leikhópunum og tekið þátt í fjórum sýningum í Tjarnarbíó í Reykjavík. Það er mikil gróska hjá okkur og tilraunastarf í gangi, flott vinnuumhverfi. Ég starfa með tveimur leikhópum í dag sem nefnast Ratatam og Smartilab. Leiksýningin sem ég tek þátt í núna heitir Istan og er eftir vin minn, Pálma Frey Hauksson. Sýningin fjallar um lítinn smábæ snemma á 19. öld í einangruðum bæ á Englandi. Þetta er morðgáta og hálfgert leikaramaraþon því ég leik 35 hlutverk. Mjög krefjandi en samt skemmtilegt og fólk hlær
mót. Ég og fleiri lausráðnir leikarar störfum einnig sem leiðsögumenn uppi á Langjökli inn á milli. Það er fjölbreytt og skemmtilegt og ég nýti mér leikarann í því starfi þegar ég segi ferðamönnum sögur og fræði þá um landið okkar. Ég verð ekki leiður í starfi vegna alls fjölbreytileikans. Framundan eru þó breytingar hjá mér, því frá og með hausti verð ég ásamt fleirum í Ratatam leikhópnum að sýna í Borgarleikhúsinu. Charlotte Böving, eiginkona Benedikts Erlingssonar, leikstýrir okkur í Ratatam en leikhópurinn er afkvæmi hennar. Við í Ratatam settum upp sýningu í fyrra sem fékk góða aðsókn og nefndist Ahhh en þetta var leiksýning unnin upp úr ljóðum Elísabetar Jökuls. Við bjóðum upp á eitthvað nýtt og spennandi í haust í Borgarleikhúsinu.“ Albert fer sem sagt á svið í Borgarleikhúsinu frá og með hausti en í maí kemur hann hingað til okkar í Frumleikhúsið með bráðskemmtilega leiksýningu. Við hvetjum alla til að fara og sjá Istan, rómaða leiksýningu þar sem Albert fer á kostum þegar hann leikur 35 hlutverk aleinn á sviði Frumleikhússins!
Miðapantanir í síma 421-2540 eftir kl. 14.00
SVAVA ÁRNÝ JÓNSDÓTTIR
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Albert ætlar að sýna í Frumleikhúsinu bráðum
R
Var ákveðinn í að verða leikari
mikið. Ég hef fengið mjög góða dóma og sýningin fengið fjórar stjörnur. Þessa sýningu langar mig að koma með heim í Keflavík, gamla bæinn minn og reikna með að sýna Istan í Frumleikhúsinu í maí. Þessa sýningu fer ég einnig með á Einleikshátíðina á Suðureyri í sumar.“
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Miðaverð 2.500kr Einnig er hægt að bóka miða í gegnum facebooksíðu Leikfélags Keflavíkur.
Styrktarsýning
Sunnudaginn 5. maí kl. 20.00 Miđaverđ 3.000kr en frjálst framlag umfram þađ vel þegiđ.
Allur ágóði rennur til Frú Ragnheiðar Nánari upplýsingar www.lk.is
LJÓSMÓÐIRIN MARGRÉT KNÚTS SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30
Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
MEÐAL EFNIS Í NÆSTA SUÐURNESJAMAGASÍNI • Aldingarður æskunnar • Rokkað blak í Reykjanesbæ • Barnamenningarhátíðin • Kvennakór tekur lagið
SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGINN 2. MAÍ KL. 20:30
Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað fram úr á ýmsum sviðum, segja frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um málefni líðandi stundar, heit og köld. Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu striki en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið, íþróttirnar og alla menninguna.
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN
má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
PÓLÍTÍKIN HEILLAÐI ÞÁ BÁÐA Guðbrandur í ræðustól í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Ég er búinn að vera pólítískur frá barnsaldri get ég sagt, var alltaf pólítískt meðvitaður sem unglingur og fór að rækta það mikið í skóla. Við höfðum róttækar skoðanir, ég og margir skólafélagar mínir á þjóðfélagsumræðunni og tókum þátt í henni en þar höfðum við nú ágætis kennara til að takast á við, hann Pétur Gaut. Þá vorum við svona svoldið á vinstri slagsíðu og hann hægra megin. Það var góð þjálfun í því. Sem ungur strákur tók ég til dæmis þátt í pólítískum leshring, stúderaði pólítík með slatta af fólki hér á Suðurnesjunum, þannig að ég var alltaf mikið að hugsa um pólítík. Svo gerist það árið 1996 þegar Ólafur Ragnar er fyrst kosinn forseti Íslands að ég tek að mér að gerast kosningastjóri fyrir hann hér á Suðurnesjum. Niðurstaðan úr því var sú að ég gekk til liðs við Alþýðuflokkinn,“ segir Guðbrandur, oftast kallaður Bubbi. „Og ég tók við inntökubeiðninni en þá var ég formaður Alþýðuflokksfélags Keflavíkur. Það komu inn tvær umsóknir í einu, manstu eftir þessu Bubbi?,“ spyr Kristján. „Já, já, við Logi Þormóðsson gengum þá saman í Alþýðuflokkinn, kannski vegna þess að við vorum mjög ósáttir við það hverning félagsmenn í Alþýðubandalaginu höfðu hagað sér í kosningabaráttu Ólafs Ragnars á þeim tíma. Það var til þess að ég fór að vinna með Alþýðuflokknum og mæta þar á fundi og uppfrá því var ég tengdur inn í þetta, inn í bæjarmálafélag jafnaðarmanna, eins og þetta hét þá, J listinn. Fer síðan í prófkjör 2002 og kemst inn í bæjarstjórn,“ segir Guðbrandur. „Bubbi kemur inn þegar ég hætti í bæjarstjórn en þá var ég formaður Alþýðuflokksfélagsins, já já, ritari og gjaldkeri hjá þeim, fór allan hringinn. Ég var með í þremur bæjarstjórnum, fyrst í bæjarstjórn Keflavíkur, því næst í Keflavík, Njarðvíkur og Hafna og svo í fyrstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þannig byrja ég í bæjarstjórnarpólítikinni. Við Bubbi vorum á svipuðum slóðum og það tókst með okkur góð vinátta sem hefur haldist síðan. Virðing og vinátta, þótt við séum ekki alltaf sammála en það er allt í lagi,“ segir Kristján og Guðbrandur tekur undir það. „Við erum búnir að vera vinir og samstarfsmenn alveg síðan. Ég kem inn í Verslunarmannafélagið 1998 og tek við af Jóhanni Geirdal. Þá hafði ég verið að nudda mér upp við póltíkina en hafði ekki árangur sem erfiði, ákvað samt að vinna með flokknum og tók sæti í Fjölskyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar. Í framhaldi af því var skorað á mig að gefa kost á mér sem formaður Verslunarmannafélagsins og ég tók þeirri áskorun og kem inn vorið 1998, fyrir tuttuguogeinu ári síðan,“ segir Guðbrandur. Þegar Kristján kemur inn og gefur kost á sér í Verkalýðsfélaginu hafði Karl Steinar Guðnason, þá einnig þingmaður, verið formaður Verkalýðsfélagsins nokkuð lengi, „Þetta byrjaði með miklum hvelli. Það kemur mótframboð sem Alþýðusambandið dæmir ólöglegt eða ekki gilt. Ég var því sjálfkjörinn og byrja sem formaður árin 1991-1992. Ég tek við af Karli Steinari sem hafði verið á þingi samhliða því að gegna formennsku hér suðurfrá en það var algengt í þá daga að framámenn í stéttarfélögum gegndu einnig þingmennsku, eins og Guðmundur Jaki, Magnús L. Sveinsson og fleiri,“ segir Kristján. „Það þótti eðlilegt að þeir sem tóku að sér að vera í forystu fyrir verkalýðhreyfinguna væru áberandi í pólítíkinni. Magnús L. Sveinsson var nú forseti borgarstjórnar lengi vel og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, auðvitað voru menn þarna til þess að gæta hagsmuna félagsmanna sinna á sem breiðustum grunni,“ segir Guðbrandur. Hefur verkalýðsbaráttan breyst í gegnum árin? Kristján: „Það hefur margt breyst. Við höfum alveg gengið til góðs, það hefur margt gerst sem hefur gagnast til góðs.
Það er stundum sagt um fólkið í verkalýðshreyfingunni að það sjái ekki sigrana fyrr en mörgum árum seinna. Við Bubbi gerðum síðast kjarasamning saman árið 2015. Þá stóðum við að því sem við nefndum Hvítasunnubandalagið því það var yfir hvítasunnuna sem við náðum að landa samningi en þá gerðum við einhvern þann besta kjarasamning sem íslensk verkalýðshreyfing hefur gert í áratugi. Þarna var gerður samningur með krónutöluaðferðinni, þó að menn haldi núna að þeir séu að finna upp krónutöluaðferðina, þá hef ég lengst af á formannsferli mínum samið um krónutöluhækkanir í samningum, því það hefur gagnast þeim lægstlaunuðu best.“ Guðbrandur: „Eðli stéttarfélaga hefur líka breyst talsvert. Frá því að vera bara tæki til þess að vinna að bættum launakjörum, þá hafa stéttarfélög tekið að sér allskonar þjónustu og menn hafa samið um það í kjarasamningum að fá mótframlög frá vinnuveitendum til stéttarfélaganna til þess að veita þjónustu. Menn stofnuðu nú orlofssjóði á sínum tíma og sjúkrasjóði. Síðan stofnuðum við starfsmenntasjóði og við höfum einnig stofnað endurhæfingarsjóð. Allir þessir sjóðir eru að styðja við bakið á félagsmönnum okkar á ýmsan hátt. Starfsmenntasjóðir hafa gert það að verkum að fólk á miklu auðveldara með að fara í nám, til þess að styrkja sig á vinnumarkaði og auka lífsgæði. Endurhæfingarsjóðirnir gerðu það að verkum að Virk varð til en það verður til af því að við búum til þennan sérstaka sjóð sem fjármagnar starfsemi Virk sem hjálpar fólki inn á vinnumarkað aftur. Fólk gleymir stundum þessum þætti í starfsemi stéttarfélaganna en þetta hefur allt gerst í gegnum kjarasamningana sem gerðir hafa verið á undanförnum áratugum. Við erum
Kristján Gunnarsson hefur verið lengi í verkalýðsbaráttunni. öfunduð af þessu á Norðurlöndunum, sem standa mjög framarlega í launa- og velferðarmálum. Staðan þar er mjög góð en stéttarfélögin þar hafa þetta ekki sem við höfum hér, að hafa fengið þessi launatengdu mótframlög til okkar til þess að styðja við bakið á félagsmönnum okkar, eins og við höfum verið að gera í áratugi.“ Kristján: „Starfsmenntasjóðir komu árið 2000 og við fundum hvað þetta virkaði rosalega vel einmitt í hruninu. Það var gríðarlega mikilvægt að hafa þessi tól og tæki til að bregðast við og til þess að hjálpa fólki. Sjúkrasjóðirnir komu fyrir okkar tíð.“ Guðbrandur: „Við höfum verið að fá aukið framlag inn í marga þessa sjóði í gegnum tíðina. Fólk er að hafa framlengdan veikindarétt í gegnum sjúkrasjóð stéttarfélaganna. Það er verið að borga ýmiskonar forvarnarstarfsemi, líkamsrækt og fleira sem stéttarfélögin eru að aðstoða fólk með. Þetta er allt eitthvað sem fólk man ekki alltaf eftir.“ Kristján: „Það er gríðarlega mikill stuðningur fyrir fólk sem ákveður að fara í nám og sækir um aðstoð hjá stéttarfélagi sínu, að geta fengið allt upp í 300.000 krónur til náms, hafi það ekki nýtt styrk sinn í meira en þrjú ár. Þá getur það fengið allt á einu bretti. Þetta er fólk að nota þegar það koma áföll, til dæmis atvinnuleysi. Það er hægt að fá um hundrað þúsund krónur í endurgreiðslu ef menn fara í meirapróf. Það er blæbrigðamunur á þessu hjá félögunum en annars mjög líkt.“ Guðbrandur: „Til að bæta við þá sömdum við um stofnstyrki svokallaða, sem ætlaðir voru í byggingu íbúða fyrir tekjulága félagsmenn stéttarfélaganna. Þetta var eitt af því sem kom í gegnum kjarasamninginn okkar 2015 og í framhaldi af því breytir ríkisstjórnin lögunum sem í dag heita lög um almennar íbúðir. Þetta gerði það að verkum að ASÍ stofnaði byggingarfélagið Bjarg á hundrað ára afmæli sínu sem nú hefur hafið byggingu á hundruðum íbúða fyrir tekjulága einstaklinga. Í þessum nýja kjarasamningi núna er meðal annars verið að fá aukna fjármuni inn í þetta félag. Þarna fengum við stofnstyrki fyrir 2.300 íbúðir.“
Verðum að því allt er að
- segja fyrrverandi leiðtogar tveggja stærstu Kristján Gunnarsson formaður VSFK og Guð
Þeir eru báðir hoknir af reynslu þegar þeir yfirgefa sviðið núna se arsson, fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og K félags Keflavíkur hættu nýlega eftir áratuga störf hjá sínum félögu breytingar í henni, mál sem tengjast atvinnumálum á Suðurnesju ákváðu báðir á þessum tímapunkti að hætta. Marta Eiríksdóttir, b þeir kynnust fyrir margt löngu þegar sá síðarnefndi gekk í Alþýðu
Kristján og Guðbrandur með sínu fólki þegar uppsagnir voru tilkynntar hjá flugþjónustufyrirtækinu Airport Associates seint á síðasta ári.
PÓLVERJAR EKKI DRAGBÍTAR Í STÉTTABARÁTTUNNI Hefur kjarabaráttan linast með tilkomu erlends vinnuafls? Kristján: „Í Verkalýðsfélaginu eru erlendir félagsmenn orðnir 52% og það er stundum verið að núa þessu fólki um nasir um að þau séu ekki fús til verkfalla. Ég hef ekki þá reynslu því árið 2015 fórum við í verkfallsboðun og þá fengum við 93% samþykktir. Ef við skoðum þetta núna miðað við nýafstaðna verkfallsboðun hjá VR þá fengu þeir 52% til að samþykkja. Ég tek ekki undir það að útlendingar séu dragbítar inni í stéttabaráttunni hér á landi. Pólverjarnir sem eru í meirihluta þeirra sem starfa hér á landi og þeir eru ágætlega meðvitaðir um réttindi sín. Mér finnst við fá ferskan vind með þeim og upplifi þá alls ekki sem dragbíta.“ Guðbrandur: „Hér á Íslandi höfum við verið að semja um svokallað lágmarkslaunakerfi á almennum markaði en ekki raunlaunakerfi eins og
hjá hinu opinbera. Það hefur þýtt það að margir Íslendingar hafa ekki verið á lágmarkslaunum heldur á umsömdum persónubundnum launum, markaðslaunum svokölluðum, verið yfirborgaðir, en svo bara breytist heimurinn. Hér er alþjóðavæðingin á fullu. Við erum orðinn hluti af evrópska efnahagssvæðinu og maður hefur frelsi til að flytja á milli landa og vinna þar sem manni sýnist það er ef þú ert hluti af landi sem er inni á þessu svæði. Fyrir til dæmis Pólverja sem fær kannski fjörutíu til fimmtíu þúsund krónur útborgaðar í heimalandi sínu, þá er það stór og mikill bónus að vinna á lágmarkslaunum hér á Íslandi. Þetta getur auðvitað gert það að verkum að þeir sem hafa verið yfirborgaðir eru ekki eins eftirsóknarverðir starfskraftar í framhaldinu þegar þú getur fengið erlendan starfsmann á lægri launum. Þetta getur auðvitað skapað úlfúð og hvetur menn til þess að hækka taxtakaupið
nær raunlaunum. Það er það sem menn hafa verið að horfa til núna í þessum nýju kjarasamningum. Þetta er held ég skýringin á því að það voru örfáir að vinna á þessum lágmarkslaunum hér á landi en útlendingarnir koma hingað og eru tilbúnir að vinna á lágmarkstaxta. Það getur þýtt að það er minni eftirspurn eftir launþegum sem vilja hærri laun. Framboðið af vinnukrafti er meira en áður var hér á landi.“ Kristján: „Vinnumarkaðurinn breyttist mjög mikið hér suðurfrá þegar það var ekki hægt að manna flugþjónustuna og þá þurftu flugrek-
endur að leita til Póllands, flytja inn hundruð starfsmanna þaðan beint til þess sinna þessum störfum. Auðvitað er verið að ráða allt þetta fólk inn á gildandi taxtakerfi. Í dag eru 75% starfsmanna eða meira af erlendu bergi brotið í hlaðþjónustunni í Leifsstöð.“ Guðbrandur: „Markmið Evrópusambandsins er að búa til svokallaða einsleitni, þannig að það verði eins að lifa í löndunum innan ESB, til þess að menn séu ekki að undirbjóða og nýta sér ódýrt vinnuafl annars staðar eins og menn hafa verið að gera. Kjarabaráttan er líka orðin alþjóðleg. Menn eru að reyna að bæta kjörin alls staðar þannig að það sé ekki verið að flytja fólk á milli landa til að láta það vinna á þrælakjörum eða fyrirtæki að flytja atvinnustarfsemi til annarra landa sem getur líka verið ógnun fyrir okkur ef menn eru að færa starfsemina úr landi.“
marta@vf.is
VIÐTAL Marta Eiríksdóttir
vera víðsýn ð breytast
u stéttarfélaganna á Suðurnesjum, þeir ðbrandur Einarsson, formaður VS
em leiðtogar stéttarfélaga hér á Suðurnesjum. Guðbrandur EinKristján Gunnarsson, fyrrum formaður Verkalýðs- og sjómannaum. Víkurfréttir ræddu við kappana um verkalýðsbaráttuna og um, brotthvarf Varnarliðsins og áhrif þess og loks af hverju þeir blaðamaður settist niður með þeim Kristjáni og Guðbrandi en uflokkinn í Keflavík.
STÆRSTA ÁFALLIÐ ÞEGAR VARNARLIÐIÐ FÓR Það er ekki hægt að hitta þá félaga öðruvísi en að ræða Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli en það var stærsti vinnustaður á Suðurnesjum í hálfa öld. Guðbrandur: „Við þurftum oft að glíma við ameríska herinn. Það störfuðu þúsundir manna fyrir Varnarliðið og maður sótti launabreytingar uppi á Velli í gegnum svokallaða Kaupskrárnefnd sem var nefnd á vegum ríkisins. Þá þurfti maður að rökstyðja það að starfsfólkið ætti rétt á launahækkun með því að taka saman hagtölur hérna niðri í bæ.“ Kristján: „Já eða þegar ég fann gröfumann í Grímsey sem hafði hærri laun og þá fengu strákarnir á Vellinum launahækkun. Það var samt skelfileg fyrirlitning sem var meðal annars í Verkalýðshreyfingunni á þessu Vallarsvæði og á þessu herbraski okkar. Ég þurfti nú mjög oft að minna menn á það, að herinn þurfti að skipta dollurum til að borga íslensku starfsfólki þarna uppfrá, að hver einasti maður var að vinna fyrir grjóthörðum gjaldeyri. Þessir dollarar voru ekkert öðruvísi en þessir dollarar sem við vorum að fá fyrir fiskinn. Svo var verið að leggja allskonar hömlur á Varnarliðið og banna Varnarliðsmönnum að ferðast í landinu okkar, furðulegt alveg, því á sama tíma var verið að tala um að byggja upp ferðamannaiðnaðinn. Ég veit það ekki en mér líkaði alla tíð vel við að vinna fyrir Varnarliðið, það voru alls konar kúnstir í kringum þá samninga en þarna var fólk mjög vel launað. Það var í raun stærsta áfallið okkar í atvinnusögunni að missa Varnarliðið í burtu árið 2006 en við vorum náttúrulega búin að upplifa hrun hérna áður í gegnum kvótakerfið. Það var samt rosalegt áfall þegar herinn fór endanlega. Við vorum svo sem byrjuð
að finna fyrir því nokkrum árum áður því þeir voru farnir að draga úr starfseminni þarna uppfrá í nokkur ár.“ Guðbrandur: „Þetta var rosalegt áfall þegar herinn fór. Við erum auðvitað í æfingu þegar hrunið verður árið 2008 en þegar þú ert veikur fyrir og verður fyrir öðru áfalli þá ertu kannski ekkert rosalega sterkur.“ Kristján: „Við Suðurnesjamenn vorum voðalega ein með brottför hersins og fundum ekki fyrir mikilli hjálp frá samfélaginu. Við urðum að fara í það að spjara okkur sjálf og fórum í samstarf við Reykjanesbæ og fleiri til að útvega fólki vinnu. Við fylgdum því eftir að hver einasti starfsmaður fengi starf eftir atvinnumissinn á Vellinum eða kæmist á bætur. Þá var Árni Sigfússon bæjarstjóri, mjög duglegur og í fararbroddi, hann á mikið hrós skilið fyrir það. Sú aðgerð heppnaðist mjög vel.“ Guðbrandur: „En árið 2008 er Reykjanesbær ekki í sterkri stöðu og heldur ekki mörg fyrirtæki á svæðinu. Brotthvarf Varnarliðsins gróf undan starfsemi margra fyrirtækja og fyrstu þrjú árin eftir hrun fóru ótrúlega mörg fyrirtæki á hausinn hérna, urðu bara gjaldþrota. Árið 2009 lýsti ég fleiri kröfum í gjaldþrotabú en ég hafði gert allan tímann sem ég vann hjá Verslunarmannafélaginu, bara á einu ári. Það voru mörg fyrirtæki sem reyndu að halda í starfsmenn sína, öll af vilja gerð, minnka starfshlutföll og hagræddu í rekstri til að þurfa ekki að segja upp fólki,“ segir Guðbrandur. Kristján tekur undir það og segir: „Við erum hér Íslandsmeistarar í atvinnuleysi frá 1992 fram að hruni og fórum ekki að rétta úr kútnum fyrr en fyrir svona fjórum árum en því miður erum við búin að ná þessum titli aftur.“
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
11
NÝ VERKALÝÐSHREYFING ER Á ANNARRI VEGFERÐ
Þegar þeir Kristján og Guðbrandur eru spurðir út í ástæður þess að þeir hafa sagt skilið við verkalýðshreyfinguna eru þeir ekki að leyna því að þeir eru ekki á eitt sáttir með stöðu mála hjá forystunni í hreyfingunni.
Kristján: „Ég tók þessa ákvörðun fyrir þremur árum að nú færi þetta að verða ágætt. Maður er að verða 65 ára gamall á þessu ári og mér fannst tímabært að hætta hjá Verkalýðsfélaginu en ég ætla að vona að ég finni mér eitthvað annað að gera. Ég er mjög sáttur þegar ég hverf núna frá þessu. Félagið okkar er mjög stöndugt í dag bæði félagslega og fjárhagslega. Ég kom mjög skyndilega að félaginu á sínum tíma, fór beint í djúpu laugina án þess að hafa kút eða kork. Ég vil að sú sem tekur við af mér fái mýkri lendingu og ég mun vera hennar innan handar eitthvað áfram. Það var mjög dýrmætt á sínum tíma þegar ég fékk að starfa með Gvendi Jaka en sá veruleiki er ekki í dag, þetta er meira útflatt í dag. Breytingarnar sem eru að verða í verkalýðshreyfingunni eru ekki allar að mínu skapi og því tímabært að hætta. Nú tekur við fyrsta konan Guðbjörg Kristmundsdóttir við formennsku í VSFK eftir rúmlega rúmlega 85 ár og tímabært að breyta til.“ Guðbrandur: „Engin spurning að það hafði mjög mikil áhrif á mig þessi læti í félaginu í fyrra og okkur öll sem störfuðum fyrir Verslunarmannafélagið. Við fengum á okkur ágjöf sem við áttuðum okkur ekki á hver væri. Þá sá ég það bara að ég var talsvert umdeildur og að ákveðinn hópur var ekki hliðhollur mér. En við stóðum það af okkur og þetta mótframboð var dæmt ógilt. Umræðan í framhaldinu var mjög rætin og í framhaldi af ógildingu mótframboðs var krafist félagsfundar þar sem menn létu ansi hreint ófriðlega en ég var sem betur fer með mjög færan fundarstjóra. Ég var eltur út í bíl eftir fundinn og það var hringt í konuna mína og henni sagt að það væri setið um mig. Við sem störfuðum fyrir félagið vorum meðal annars öll kölluð kynþáttahatarar. Þetta gerði það að verkum að ég fór bara að skoða stöðu mína. Ég og Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, höfðum áður skoðað möguleika á sameiningu félaganna, VS og VR en svo féll hann í hruninu og þessar hugmyndir settar í salt og talsvert róstur hefur verið í VR síðan þá. Ég ákvað, í kjölfar þessa ófriðar í félaginu, að dusta rykið af þessari hugmynd því það er ákveðin samleið í því að
reka félögin saman, vinnusvæðið orðið eitt, meiri slagkraftur. Það er fjöldi útlendinga starfandi hér og við þurfum að bregðast við með öðrum hætti. Við þurfum að halda utan um þetta á allt annan veg en áður. Félagsmenn voru spurðir og niðurstaðan var að fólk vildi sameina félögin. VR bauð mér og öllum öðrum vinnu en svo kemur það bara í ljós að ný verkalýðsforysta er á annarri vegferð en margir, þar á meðal ég vorum á. Mín prinsipp náðu ekki fram og þá var rétt að aðrir tækju boltann og ég sagði af mér. Ég er kominn út úr þessu en hefði kannski viljað fara út úr þessu við einhverjar aðrar aðstæður en ég er bara þeirrar gerðar að ég stend og fell með mínum prinsippum. Staðan var bara þessi að ég hafði ekki hljómgrunn í meirihluta verslunarmanna á Íslandi sem er VR.“ Kristján:„Þessi svokallaða nýja verkalýðshreyfing er ekki alveg öll svo ný en vissulega eru aðrar nálganir og önnur vinnubrögð hjá henni. Bubbi vitnar í samning sem hann sat með í höndunum og var um það bil að landa hjá verslunarmönnum en sá samningur var jafnvel betri en sá sem búið er að landa núna. Framkoman, umgengni við fólk og vinnuaðferðir hjá nýrri verkalýðshreyfingu eru ekki fólki bjóðandi; Valdið er mitt, ég ræð, ég má, ég á.“ Guðbrandur: „Við vorum að reyna að fylgja ákveðinni hugmyndafræði. Menn gerðu hér þjóðarsátt á sínum tíma í kringum 1990. Hún var gerð af mönnum eins og Guðmundi Jaka, þegar menn gáfust upp á gömlum baráttuaðferðum sem skiluðu engu nema gengisfellingu daginn eftir. Það sem að við ákváðum, þessi gamla íhaldssama hreyfing sem nú er nánast öll að fara, var að skoða hvað við værum að gera öðruvísi en þau á Norðurlöndum? Þau eru alltaf að semja um miklu minni launabreytingar en þeir fá alltaf meiri kaupmáttaraukningu út úr því. Við ákváðum að fara að skoða það og höfum verið að því í mörg ár. Fyrir það höfum við fengið bágt fyrir af mörgum þeim sem tilheyra hinni svokallaðri nýju verkalýðsforystu. Þau hafa talað þannig að við værum að taka samningsréttinn af stéttarfélögunum. Menn hafa talað mjög hatrammlega gegn mönnum sem hafa leitt þessa aðferð sem kölluð var Salek. Við áttum nú frábæran forseta Alþýðusambandsins, Gylfa Arnbjörnsson en hann var nánast tekinn af lífi. Við Kristján erum hluti af hópnum sem studdi hann og unnum
með honum en sá hópur er svona smátt og smátt að hverfa. Við töldum eðlilegt að skoða leiðir til að færa fólki aukinn kaupmátt. Við náðum verðbólgu á sínum tíma niður fyrir 2% í kjarasamningum árið 2013 því við fórum í allsherjar aðgerðir í framhaldinu, við töluðum við verslanir og fengum þær til að hækka ekki vöruverð. Við vorum úthrópuð fyrir þetta þegar við vildum innleiða norræna módelið hér á landi sem byggir á því að finna út hvað landið þolir án þess að skaða samkeppnishæfni þess og síðan er samið í samræmi við það. Svona gera þeir þetta á Norðurlöndum. Ef fyrirtækin þola 3% launahækkun þá hækka launin þar um þá prósentu til dæmis. Nú er ágreiningur um þessa aðferð á milli þessa nýja hóps sem tekinn er við og okkar. Þess vegna finnst mér auðveldara að fara.“ Hvað er framundan? Kristján: „Við erum báðir hoknir af reynslu. Ég er búinn að segja Bubba það allan tímann, að hann eigi að fara í landsmálapólítík næst en ég ætla ekki að spreyta mig á því sjálfur. Ég ætla að vera kosningastjóri hjá Bubba þegar hann fer á þing, ég er til í það.“ Guðbrandur: „Ég hef aldrei vitað hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði orðinn stór. Þannig hefur líf mitt verið. Ég fór til dæmis í tölvunám og ætlaði að vinna við tölvur en það varð aldrei. Ég er auðvitað í bæjarpólítikinni og ég hef brunnið fyrir því. Ég ætla að halda áfram að hafa skoðanir og sjá hvað tíminn leiðir í ljós. Bæjarmálin geta tekið mikinn tíma og ég ætla að einbeita mér betur að þeim. Ég er líka kominn inn í stjórn HS Veitna og ég ætla að sinna því eins og ég get. Svo er ég tónlistarmaður og ætla ekkert að hætta því. Við erum núna að fara að útbúa næstu Ljósanæturtónleika en ég er einn af aðstandendum Með blik í auga, og það tekur marga mánuði að undirbúa slíkan tónlistarviðburð. Svo ætla ég að sinna mér og mínum, fjölskyldunni. Ég var að eignast litla afastelpu og það er bara nóg að gerast.“ „Plató sagði, að það verði aldrei vel stjórnað fyrr en þeir stjórna sem vilja ekki stjórna. Plató er þá arkitektinn þinn Bubbi. Sjálfur ætla ég að fara að hitta fjölskylduna mína, barnabörnin og sinna þeim. Njóta lífsins. Ég er búinn að skipuleggja ferðalög í sumar en ef einhver vill nota mig og gefa mér tækifæri þá skoða ég það með opnum hug. Ég ætla að vera þeim innan handar hjá Verkalýðsfélaginu, vera kaldur á kantinum og til staðar út árið.“
OKKAR BÍÐA BARA TÆKIFÆRI Hvernig sjáiði framtíð Suðurnesja? Kristján: „Hefði ég verið spurður fyrir tuttuguogfimm árum síðan þá hefði ég sagt að það er skynsamlegt að sameina meira, sameina sveitarfélög. Það hlýtur að vera þróunin því þar liggur styrkurinn. Þetta kostar peninga að hafa margar bæjarstjórnir.“ Guðbrandur: „Það er ekki endilega gott að hafa eitt sveitarfélag ef það hefur ekki góða stefnu. Við hjá Reykjanesbæ erum þessa dagana í stefnumótun og höfum verið að vinna þetta verkefni með ráðgjafafyrirtæki sem við fengum til liðs við okkur. Við höfum meðal annars haldið fund í Stapa þar sem við fylltum húsið af fólki í heilan dag, slembiúrtak íbúa og þar spurðum við fólkið hvernig það vildi sjá bæinn okkar þróast. Fljótlega kemur niðurstaða af þessum fundi og allri þessari vinnu, yfirskrift sem mun lifa áfram og ég vil sjá hana því mig langar að heyra hvað íbúar vilja. Ég vil sjá fólkið í þessum bæ hafa það gott, að við lifum öll saman
í sátt og samlyndi. Mér finnst „þessir útlendingar“ eins og fólk segir stundum, ekki vera ógnun, þeir auka víðsýni okkar. Þeir fjölga tækifærum okkar. Heimurinn er að breytast. Ég var einu sinni útlendingur í Svíþjóð og Svíar tóku vel á móti mér. Ég vil taka vel á móti íbúum af erlendu bergi. Þeir eru að bæta samfélagið okkar, við eigum að vera víðsýn, horfa til framtíðar og þora að breyta samfélaginu okkar. Okkar bíða bara tækifæri.“ Kristján: „Ég horfi fram á veginn og er bara bjartsýnn og jákvæður. Ég féll algjörlega fyrir þessum hluta landsins þegar ég flutti hingað frá Reykjavík í kringum 1970. Ég ólst þar upp í níu systkina hópi í verkamannafjölskyldu. Ég byrjaði snemma í pólítíkinni og var svo heppinn að fá að starfa með góðu fólki. Ég er svo ánægður að heyra það núna að við erum komin undir skuldaviðmið hjá Reykjanesbæ, lóan er komin og sumarið er líka að koma. Þetta var svo jákvætt og flott, bara eins og þetta hefði verið skipulagt,“ segir Kristján að lokum með bros á vör.
12
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Kristján Gunnarsson formaður VSFK og Guðbrandur Einarsson, formaður VS um stóriðju í Helguvík:
Stóriðja í Helguvík átti að bjarga en hvað hefur gerst? Rekstur stóriðju í Helguvík átti að vera sterkt innlegg í atvinnulíf á Suðurnesjum fyrir rúmum áratug og aftur fyrir nokkrum árum. Þeir félagar eru ekki alveg á sömu nótum hvað varðar rekstur í Helguvík. Guðbrandur: „Stóriðnaður í nágrenni sveitarfélags getur haft mjög slæm áhrif á heilsufar íbúa. Þá skoðun hef ég sem núverandi bæjarfulltrúi og sem fyrrum formaður stéttarfélags. Þá bar mér einnig að gæta að velferð íbúa á hvaða hátt sem það er. Mér finnst þetta ekki allt byggjast á því að búa til atvinnu sama hvað. Einhvern tímann fengum við þá fyrirspurn að ef menn ætluðu að heimila hassreykingar á Íslandi, hvort menn mættu setja upp hassverksmiðju í Helguvík. Jú það hefði getað gefið bænum tekjur en ég er ekki viss um að ég hefði samþykkt það. Já, það er ýmislegt sem fólk veltir fyrir sér, nú þegar þessi umhverfislegu sjónarmið eru að verða sterkari og sterkari. Ég er svo uppnuminn af þessari ungu sænsku stelpu, Grétu, sem fer um allan heiminn og talar við stjórnmálamenn um náttúruvernd. Það að fara að brenna kolum í Helguvík styður það ekki að við reynum að laga þetta ástand sem við erum búin að skapa hér í árhundruðir. Við þurfum einhvern tímann að fara að snúa við blaðinu og ég ætla bara að standa fastur í hælana hvað það varðar. Ég veit um fólk sem veiktist þegar kísilverið starfaði. Menn vita svo sem ekkert hvað olli þessari vondu lykt en sem innihélt efni og hafði áhrif á fjölda fólks. Bæjarfulltrúar fundu þetta á eigin skinni líka, hafði slæm
líkamleg áhrif á marga þeirra. Það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara að endurskoða stöðu okkar sem manneskjur. Er allt fengið með auknum hagvexti? Getum við ekki farið að líta einhvern veginn öðruvísi á þetta? Stóriðnaður er ekki góður iðnaður.“ Kristján: „Þetta tengist svolítið umræðunni sem við vorum í áðan, þegar það var mjög mikið atvinnuleysi og hvernig staðan var hér fyrir einhverjum árum. Ég man eftir mjög mörgum aðgerðum, einu sinni átti að setja upp pípuverksmiðju í Höfnum, álverið náttúrulega í Helguvík bara kom en varð ekki. Ástæðan fyrir því að menn settu niður þessa verksmiðju liggur í stöðunni sem var þá á vinnumarkaði hér suðurfrá. Það var gríðarlega mikið atvinnuleysi. Ástandið var slíkt að bæjarstjórn hefði jafnvel sett niður þetta kísilver í skrúðgarðinn hefðu hinir bara beðið um það því það var svo mikil örvænting. Menn voru til í hvað sem var á þeim tíma. Ég legg mikið upp úr því að menn starfi eftir lögum og reglum. Mér er spurn, það er kísilver í Kristiansand í Noregi mjög nálægt mannabyggð og þar gengur þetta vel. Það var auðvitað mikið áfall þegar þessari verksmiðju var lokað í Helguvík því þarna voru mörg verðmæt störf sem töpuðust. Menn verða að fara að lögum og reglum. Vandræðagangurinn núna fyrir norðan sýnir fram á það að þetta er ekki allt gott, þeir eru greinilega ekki að valda þessu. Ég veit ekki hvort þetta kísilver í Helguvík fer af stað aftur. Þeir nota það alveg miskunnarlaust hjá Arion banka að ef þeir fá
ekki heimild til að opna verksmiðjuna aftur þá fara þeir í skaðabótamál við Reykjanesbæ. Þeir hóta þessu að ef þeir fái þetta ekki þá munu þeir fara í mál og þarna erum við að tala um minnst ellefu tólf milljarða.“ Guðbrandur: „Vandamálið í þessu er að á þessum tímapunkti eins og Kristján bendir á sem var á þessum tíma, var almenningur öðruvísi þenkjandi og tilbúinn til að byggja upp stóran iðnað, atvinnuástandið var það slæmt. Í dag eru þessar aðstæður allt aðrar og breyttar. Nú er mun meiri umhverfisvitund á meðal íbúa. Menn tóku þessa ákvörðun í allt of þröngum hópi. Þið munið hvernig fór með Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma þegar hún var seld. Þá gengu menn hús úr húsi og söfnuðu undirskriftum gegn sölunni en á það var ekki hlustað. Þegar svona stór verkefni fara af stað þá þarf að gefa íbúunum rödd, að þeir hafi eitthvað um málin að segja. Ef þessar verksmiðjur eiga að fara í gang aftur þá þarf að koma til einhvers konar samráð við íbúana og ég ætla að standa fast á því og mun beita mér fyrir því sem bæjarfulltrúi.“ Kristján: „Nú er það svo komið að hagsmunir meirihluta eigenda Hitaveitunnar ganga fyrir, að þeir stjórna orkuverði hér hjá okkur. Þegar eigandinn segist vilja fá meiri arð þá er sótt í íbúana og orkureikningurinn hækkar. Þarna eru menn komnir nánast með skattlagningarvald á íbúana, mér hugnast það ekki. Ég hef allan tímann verið á móti því að hafa selt þessa mjólkurkú okkar.“
Á annað þúsund blakarar rokkuðu í Reykjanesbæ Vel annað þúsund manns sóttu öldungamót í blaki um liðna helgi í Reykjanesbæ en mótið kallaðist „Rokköld í Reykjanesbæ“. Öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í fyrsta skiptið hér í bæ en mótið var í samstarfi við blakdeild Þróttar í Reykjavík sem hefur reynslu af skipulagningu slíkra móta. Öldungamótið í blaki er eitt af stærstu íþróttamótum landsins ár hvert og eru þátttakendur um 1.400 sem koma alls staðar að af landinu. Um 165 karla- og kvennalið mæta og er mótið fyrir 30 ára og eldri. Vel skipulögð skemmtidagskrá er í boði fyrir þátttakendur alla keppnisdaga. Langflestir þátttakendur gistu í bænum frá 24.-28. apríl og nýttu
GAGNAVER VERNE GLOBAL
LAUSAR STÖÐUR Í
ÖRYGGISDEILD Við leitum að sumarstarfsmanni í öryggisgæslu í gagnaveri Verne Global að Ásbrú, sem er tilbúinn að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhverfi. Góð enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 13. maí 2019, viðkomandi þarf að geta hafi störf sem fyrst. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til styrmirh@verneglobal.com.
100
myndir á vf.is LEADERS IN HIGH PERFORMANCE COMPUTING
sér alla þá þjónustu og afþreyingarmöguleika sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Víkurfréttir litu við í Reykjaneshöll og mynduðu rokkara eins og sjá má í meðfylgjandi myndum. Einnig verður innslag í Suðurnesjamagasíni þar sem sýnt verður frá snilli blakaranna sem flestir eru kvenkyns.
Hátíðin stendur frá 2. – 19. maí. Fullt af viðburðum fyrir börn til 16 ára og fjölskyldur. Heildardagskrá á Facebooksíðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ og á reykjanesbaer.is
SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA
14
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Varð formaður nítján ára
Gunnar, Petra Ruth Rúnarsdóttir og Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri eftir afhendingu menningarverðlaunanna.
Gunnar Júlíus Helgason hefur verið virkur félagsmaður hjá UMFÞ og í hreyfingunni frá unga aldri, Gunnar á að baki áralangt starf í þágu félagsins og sinnt hinum ýmsu grasrótarverkefnum frá unga aldri.
GUNNAR OG ÞRÓTTUR FENGU MENNINGARVERÐLAUN VOGA Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga voru afhent í annað sinn á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni fengu Ungmennafélagið Þróttur og Gunnar Júlíus Helgason, Þróttarfélagi og fyrrverandi formaður félagins verðlaunin. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsalnum og þar kom fram Tríó Grande sem er skipað Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Rúnari Þór Guðmundssyni tenórsöngvara og Helga Hannessyni píanóleikara. Að afhendingu lokinni var boðið upp á veitingar og þá var opnuð myndlistarsýning með verkum listamanna sem eru búsettir í Vogum eða tengjast sveitarfélaginu sterkum böndum. Þeir sem áttu verk á sýningunni að þessu sinni voru: Björgvin Hreinn Guðmundsson, Frank H. Sigurðsson, Hergeir á Mýrini, Kristín Erla Thorarensen, Sigrún Þórðardóttir, Siv Sæmundsdóttir, Sæmundur Þórðarson og Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir.
Ný heimasíða Voga komin í loftið Heimasíða Sveitarfélagsins Voga, vogar.is, hefur nú verið endurnýjuð frá grunni. Síðan var sett í loftið 1. apríl og hefur hlotið jákvæðar viðtökur, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Heimasíðan er mun einfaldari í sniðum en sú gamla, og þar af leiðandi ætti að vera auðveldara að nálgast upplýsingar sem leitað er eftir. Allar fundargerðir nefnda verða nú aðgengilegar um leið og fundum lýkur og gengið er frá fundargerð.
Gunnar fór í stjórn UMFÞ ungur að árum og varð formaður félagsins árið 1993 aðeins 19 ára gamall. Fram að þeim tíma hafði hann verið iðkandi, sjálfboðaliði, þjálfari og sinnt hinum ýmsu verkefnum fyrir Þrótt þrátt fyrir ungan aldur. Gunnar er einn af fáum sem hefur spilað mótsleiki í körfubolta, handbolta og knattspyrnu undir merkjum Þróttar og var einn af frumkvöðlum handboltaævintýrsins árið 2004 þegar Þróttur sendi lið til leiks í bikarkeppni HSÍ „uppá grínið“. Rataði verkefnið í fjölmiðla við mikla kátínu Vogabúa og annara handboltaunnenda. Í ljósi þess að um var að ræða heimastráka sem aldrei höfðu æft handbolta áður. Gunnar spilaði fyrir meistaraflokk Þróttar á sínum tíma og varð fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að ná 100 leikjum. Var sá leikur gegn Mána frá Höfn í Hornafirði. Gunnar sat í stjórn Knattspyrnudeildar til fjölda ára og hefur komið að hinum ýmsu verkefnum í uppgangi félagsins sl. árin. Þegar meistaraflokkurinn var
endurvakinn árið 2008 og Vogavöllur ekki í ástandi til að taka á móti leikjum í Íslandsmóti tók Gunnar að sér verkefnið í sjálfboðaliðastarfi án allar aðkomu félagsins og sveitarfélagsins á þeim tíma. Völlurinn stóðst prófið og félagið fékk að spila heimaleikina í Vogum á undanþágu næstu árin. Árið 2007 fór Gunnar í áheitagöngu til styrktar UMFÞ með frænda sínum Hilmari Sveinbjörnssyni. Gengu þeir félagar þvert yfir Ísland 680 kílómetraleið og tók ferðalagið tuttugu daga. Árið 2016 keppti Gunnar Helgason fyrir hönd Þróttar Heiðmerkurtvíþraut Ægis og endaði í 11. sæti á tímanum 01:16:58. Hlaupið er 8 km og hjólað 15 km. Keppendur voru 30 og því má árangur Gunnars teljast góður sé tekið mið af því að hann var að keppa í fyrsta sinn. Gunnar tók við formennsku í Ungmennafélaginu Þrótti á ný árið 2015 og hefur verið í aðalstjórn sl. fjögur árin.
Vogamenn endurskoða aðalskipulag
Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga er hafin en starfshópur kom saman til síns annars fundar í vikunni sem leið. Á þann fund mættu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins sem fóru yfir verkog tímaáætlun verkefnisins, sem nú liggur fyrir í drögum. Gera má ráð fyrir að verkefnið taki allt að tveimur árum, enda umfangsmikið og vandasamt, segir Ás-
geir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar. Gert er ráð fyrir víðtæku samráði við íbúa jafnt sem aðra hagsmunaaðila um aðalskipulagsvinnuna. Markmiðið er að endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins endurspegli þróunina næstu 20 árin. Það er því að mörgu að hyggja og mikilvægt að vel takist til, segir bæjarstjórinn í pistlinum.
Héldu tombólu í Vogum og styrktu Rauða krossinn
Myndlistarsýning var opnuð með verkum listamanna sem eru búsettir í Vogum eða tengjast sveitarfélaginu sterkum böndum.
Vortónleikar
Tríó Grande sem er skipað Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Rúnari Þór Guðmundssyni tenórsöngvara og Helga Hannessyni píanóleikara.
Þessar kátu Vogastúlkur nýttu blíðviðrið á annan í páskum til að halda tombólu fyrir framan N1 í Vogum og söfnuðu 1.692 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Þær voru kátar með árangurinn og sögðu að það væri upplagt að nota góðu dagana í tombóluhald. Á mynd frá vinstri: Íris Embla Styrmisdóttir, Lilja Bára Kristinsdóttir og Aþena Örk Davíðsdóttir.
Vorferð
Sönghóps Suðurnesja
Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður 27.–29. maí n.k.
Vortónleikar Sönghóps Suðurnesja verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 6. maí kl. 20.30.
Gist verður í tvær nætur á Stracta hóteli á Hellu – tveggja manna herb. kr. 41.800, eins manns herb. kr. 31.000. Innifalið í verði er morgunmatur og kvöldmatur báða dagana. Lagt af stað frá frá Nesvöllum kl.13:00. Greiða þarf fyrir rútuna, kr. 5000, miðvikudaginn 22. maí kl.16:30–17:00 að Nesvöllum. Skráning hefst 3. maí hjá eftirtöldum: Örn 846-7334, Margrét 896-3173, Elín 845-6740, Hrafn 862-6726
mánudaginn 6. maí kl. 20.30
Verð 2.700 kr. og miðar seldir við innganginn. Gestir verða Brokk-kórinn úr Reykjavík og taka þau einnig nokkur lög og svo kórarnir saman. Flutt verða lög meðal annars úr kvikmyndum s.s. Bohemian Rhapsody og Shallow ásamt fleiri skemmtilegum og ljúfum lögum.
Skráningu lýkur 20. maí
Allt fyrir vorverkin Strákústur m/stálfestingu 30cm breiður
1.790,2.390,2.190,1.990,1.890,-
Verð frá
895
Moltugerðarkassi
1.590,-
5.990 650 L 7.790 420 L
Malarhrífa
1.890,-
MIKIÐ ÚRVAL
Pretul Laufhrífa
695 Mei-9961360 Garðyfirbreiðsla 5x1,5m
LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m
L MIKIÐ ÚRVA M U IG AF ST M OG TRÖPPU
749
20.890
Garðúðari. Ál, 3 arma.
1.690
Garðskafa
1.490,-
Meister - Úðabyssa með stillanlegu skafti
2.495
Truper 10574
1.690,Trup hekkklippur 23060
Áltrappa 3 þrep
1.245
4.490
Áltrappa 4 þrep 5.440 5 þrep 7.290
Truper garðverkefæri 4 í setti
1.690 Garðkanna 10 L
695
Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2
2.850
Tia - Garðverkfæri verð
490 pr. stk. Truper handöxi
Verð
695/stk
Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm
Lokað slönguhjól 20m 1/2”
1.490
11.995
875
Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun
2.690
Meistar upptínslutól /plokkari
1.690
1.395
Truper 15" garðverkfæri
Pretul greinaklippur
21”greinaklippur
2.295 PRETUL úðadæla 5 l. Trup 24685
2.890
Truper Haki 5lbs fiberskaft
2.790
Truper sleggja m. fiberskafti 3,6kg
3.590
Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.395 kr. 60cm 1.895 kr.
Hjólbörur 80L
4.490
Proflex Nitril vinnuhanskar
Fyrirvari um prentvillur.
395
Öflugar hjólbörur 90 lítra
7.490
Slöngusamtengi
150
(mikið úrval tengja)
1.990
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
995
25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200 lítra 10 stk. kr. 795 (65my)
Truper Slönguvagn
6.995 Garðkarfa 50L
MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM
Mikið úrval af þrýstikútum. Verð frá 2.190
20m Meister garðslanga með tengjum
2.490
16
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
SAMSTARFIÐ
• Gríðarlegt álag á starfsfólki • Viljum styttri vinnuviku • Kulnun er ekki tískuorð
Það er ávallt mikil gleði í söngstund á Nesvöllum í Reykjanesbæ þar sem þessi mynd var tekin á dögunum.
Kattafárið í Suðurnesjabæ Skömmu fyrir páska fluttu Víkurfréttir frásögn af því að eitrað hefði verið fyrir ketti – að því að talið er. Ámóta fréttir berast víðar af landinu. Það er hryggilegt, að fólk skuli finna sig knúið til að grípa til slíkra örþrifaráða til að losna við kettina. Þörf eiganda hunda og katta til að strjúka þeim, leika sér við þá og að þeim, spjalla við þá og kenna þeim hinar og þessar kúnstir, er vel skiljanleg. Aftur á móti er torskildari sú tegund kattahalds, sem felst í því að vista gæludýr sitt meira eða minna í görðum og híbýlum grannanna. Það er alkunn hegðun katta að stinga sér inn um opnar gáttir, róta og gramsa, sníkja fæðu, drepa fugla og losa bos sitt í sandkassa og beð eða einhvers staðar innan dyra. Varla þarf að fjölyrða um óyndi og óþrifnað af þessu. Fyrst og síðast er fjölda fólks – jafnvel allt að þriðjungi, sé ástandið svipað og í Bandaríkjum Norður-Ameríku - hætta búin sökum ónæmis og öndunarsjúkdóma, þó allra helst þeim, sem eru svo ólánssamir að búa við bráðaofnæmi fyrir hári, húðskæni og vessum katta. Þeir geta verið í bráðri lífshættu. Sömu áreiti geta sömuleiðis leyst annars konar ofnæmi úr læðingi. Því er það, að löggjafinn hefur sett lög um kattahald. Einkum er um að ræða tvo lagabálka; lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum 15. apríl 2011, og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Tilgangur löggjafans með fyrrnefndu lögunum er þessi: „Tillagan byggist fyrst og fremst á að nokkuð er um að börn og fullorðnir hafi ofnæmi fyrir þessum dýrum. Getur slíkt ofnæmi haft það alvarleg áhrif að fólk geti jafnvel þurft að flytja úr eigin íbúðarhúsnæði gangi ekki að fá skilning sameigenda á þessu vandamáli. Er breytingunum ætlað að koma í veg fyrir slíkar aðstæður.“ Það er ekki einungis svo, að kettir geti skapað heilsuvá, heldur stafar einnig af þeim ákveðin slysahætta, einkum fyrir börn, svo og sýkingarhætta. Því er það að „[f]yrirbyggja [skuli] sýkingar hjá mönnum af völdum spóluorma í köttum.“ Í lögunum er einnig tiltekið, að hundar og kettir megi ekki vera á sameiginlegri lóð. Ennfremur er svo mælt fyrir um í lögum, að „[g]æludýr
skulu þannig haldin að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. ... Ónæði er veruleg og ítrekuð truflun eða áreiti sem tilheyrir ekki því umhverfi sem um ræðir, s.s. vegna óþrifnaðar, ólyktar, hávaða, ...“ Húsfélögum er veitt heimild til að vernda íbúa. „Húsfélagið getur ... lagt bann við dýrahaldi ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á.“ Sömu heimild er sveitarfélagi veitt. Sveitarfélög á Suðurnesjum gerðu samþykkt um kattahald 28. apríl 2004. Níunda grein hennar hljóðar svo: „Leyfishafa er skylt að gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfishafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við fjarlægja dýrið gerist þess þörf.“ Það er sjálfsögð regla að reyna hið góða samtal, þegar ágreiningur granna rís um kattahald samkvæmt téðri samþykkt. Dugi það ekki til, skal heilbrigðiseftirlitið skerast í leikinn samkvæmt lögum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja neitar hins vegar að beita sér. Greinargerð eftirlitsins er þessi: „Í samþykkt um kattahald á Suður-
nesjum er ekki að finna ákvæði um haldlagningu katta, nema þegar um villi- eða flækingsketti er að ræða. Þá er ekki tekið með skýrum hætti á ofnæmi sem kettir kunna að valda. Til þess að stjórnvald eins og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja geti aðhafst á grundvelli samþykktarinnar þarf að sanna að refsiverður verknað hafi átt sér stað, þ.e.a.s. að eigandi dýrsins hafi með sinni háttsemi brotið reglur. Embættið þarf með öðrum orðum að sanna eigandi hafi með ásetningi valdið öðrum tjóni, óþægindum, óþrifum o.s.frv. Ekki nægir að nágranni telji sig verða fyrir þessum miska. Það þarf að sanna að tjón sé af völdum ... [tiltekins] dýrs auk þess sem meta þarf það í krónum og aurum. Ónæði og röskun á ró eru óljós hugtök í lögfræðilegum skilningi og til sönnunar á slíku verða starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins annað hvort að hafa sannreynt það sjálfir eða fá það staðfest í lögregluskýrslum. Óljóst er hvort samþykktin taki yfir heilsutjón af völdum kattarofnæmis. Ef svo er þarf að sanna að ... [tiltekinn] köttur hafi valdið ofnæmisviðbrögðum en ekki eitthvað annað. Það er ekki að Heilbrigðiseftirlitið vilji ekki hlutast til í málum sem þessum, heldur frekar hitt að við teljum hendur okkar bundnar af gildandi löggjöf og þeim úrskurðum og dómum sem vísa eiga veginn um framkvæmdina.“ Tja! Nú er úr vöndu að ráða. Hvað skal til bragðs taka? Ugglaust myndi það einfalda skriffinnskuflækjurnar, ef hið nýja sveitarfélag bannaði lausagöngu katta alfarið. Lög- og stjórnsýslufræðingar mættu einnig skríða undir feld og finna skýringu á því, að framkvæmdarvaldinu takist að snúa sig út úr einföldum texta laga, reglugerða og samþykkta. Arnar Sverrisson
Upplýsingar og gagnsæi Eftir að hafa lesið fréttaviðtal í Víkurfréttum við Jóhann F Friðriksson forseta bæjarstjórnar þar sem hann útlistar að fulltrúi M-lista, Margrét Þórarinsdóttir, sem er í minnihluta bæjarstjórnar hafi brotið trúnað. Það er skrítin nálgun þar sem Framsóknarflokkurinn fyrir síðustu bæjarstjórn talaði um gagnsæi og ábyrgð sem eitt af þeirra stefnumálum ef þeir fengu umboð til þess að stýra bæjarfélaginu okkar hér í Reykjanesbæ. Hvernig fjármálum Reykjanesbæjar er varið kemur öllum íbúum bæjarins við því það erum við sem borgum skatta og skyldur til bæjarfélagsins. Við viljum auðvitað fá að vita hvernig þeim fjármunum er varið. Þannig að ef það hefur ríkt trúnaður um að upplýsa ekki bæjarbúa um þessar 43 milljónir króna, væri þá
ekki verið að brjóta á íbúum hvað varðar gagnsæi og þeim upplýsingum um hversu há bótagreiðslan var til byggingarverktakans? Í grunnstefnu Pírata segir að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna vandaminni. Einnig að allir hafi óskoraðan rétt til að fá vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. Öll leyndarhyggja grefur undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og hefur neikvæð áhrif eins og við hér
í Reykjanesbæ fengum að upplifa með þeirri gífurlegu skuldasöfnun sem átti sér stað hér fyrir fáeinum árum, ekki viljum við endurtaka þann leik. Ég sem Pírati fagna því þeim upplýsingum sem Margrét Þórarinsdóttir upplýsti okkur um, en að sama skapi óánægð með að bæjarstjórnin ætlaði að halda þessum upplýsingum leynilegum hvað varðar þessa 43 milljóna skaðabótakröfu. Hvað varðar þessa skaðabótakröfu og hvernig hún er tilkomin ætla ég ekki að fjalla um í hér þessari grein. Það er svo okkar íbúa að skoða það út frá þeim upplýsingum sem við höfum aðgang að og vonandi er allt gagnsæi þar upp á borðum. Margrét S Þórólfsdóttir Pírati.
Fyrr á árinu sendi SAMSTARFIÐ könnun á félagsmenn sína þar sem leitast var eftir að skoða hver áhersluatriði ættu að vera í komandi kjarasamningum. SAMSTARFIÐ samanstendur af Stéttarfélaginu FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og STFS Starfsmannafélag Suðurnesja. Það sem var einna helst sláandi við niðurstöðurnar er að félagsmenn okkar eru augljóslega að bugast undan álagi. En 78% félagsmanna telja sig vera undir miklu álagi í vinnunni og breytir þar litlu í hvaða starfstétt fólkið er; sérhæft starfsfólk, við þjónustustörf, stjórnendur og sérfræðingar eða fólk sem vinnur
við skrifstofu- og afgreiðslustörf. Það kom bersýnilega í ljós að 30% svarenda töldu sig oft vera svo þreytta að þau áttu erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut og að þau ættu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hafi neikvæð áhrif á frítíma sinn og einkalíf. Ljóst er að starfsfólk er að vinna undir gríðarlegu álagi. Félagsmenn okkar vinna að meðaltali 37 tíma á viku og eru með um 344.695 krónur í grunnlaun fyrir skatt. En að jafnaði vinna þau sem eru í fullu starfi 42 stundir á viku. Þegar kreppan kom þá var mjög mikið af uppsögnum og ýmiskonar niðurskurði, verkin fóru á færri hendur. En nú eru um 11 ár síðan það var og er ekki hægt að láta fólk vinna endalaust undir miklu álagi. Það endar bara í ofþreytu og kulnun sem er alls ekki tískuorð heldur er það eitthvað sem á sér stað vegna álags og langrar vinnuviku. Við sjáum líka að aukin aðsókn í sjúkradagpeninga hjá sjúkra- og styrktarsjóði stéttarfélaganna gefur enn meira tilefni til réttmæti kröfunnar um styttingu vinnuvikunnar. Við munum því meðal annars berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og hærri launa fyrir félagsmenn okkar í komandi kjarasamningunum. Starfsmannafélag Suðurnesja.
Hreysti ungmenna í Reykjanesbæ Ungmennaráð í Reykjanesbæ kom í heimsókn fyrir bæjarstjórnafund og flutti mörg áhugaverð erindi. Í einu þeirra kom fram að nú væri komin tími á nýja skólahreystibraut í bænum og nemendur lögðu áherslu á að brautin skipti miklu máli og mikivægi þess að vera hraustur. Ánægjulegt að heyra þau kalla eftir nýrri braut, þá vitum við að þau hafa gaman af því að leika sér úti, það viljum við sjá börn gera í okkar samfélagi. Ég tel mikilvægt að við séum stöðugt með hugann við uppbyggingu á aðstöðu sem hefur jákvæð áhrif á hreyfingu allra, bæði barna, unglinga og fullorðinna þar sem þau finna áskoranir við hæfi og möguleika á að stunda hreyfingu. Hreyfing er lykilatriði fyrir bæði hreyfi færni og hreysti en rannsóknir sýna fram að hreysti er mikilvæg fyrir góða heilsu og vellíðan. Í ár tóku skólarnir í Reykjanesbæ þátt í Skólahreystikeppninni sem fram fór í apríl í Hafnarfirði þar sem skólar frá Suðurlandi kepptu sín á milli. Heiðarskóli komst inn í aðalkeppnina og Holtaskóli einnig því hann var skólinn sem hafði flest stigin í öðru sæti af öllum skólum á landinu en yfir 100 skólar tóku þátt. Það er því fagnaðarefni að tveir grunnskólar af sex í Reykjanesbæ komist inní aðalkeppnina í ár. Skólahreystikeppni Íslands hefur verið haldin frá árinu 2005 og Holtaskóli hefur verið sigusælasti skólinn í Skólahreysti og hefur þeirra lið sigrað keppnina fimm sinnum á sex árum frá 2011 til 2016. Heiðarskóli sigraði árið 2014 og eru núverandi meistarar og hafa ungmenni úr Reykjanesbæ sigrað keppnina átta sinnum og telst það er frábær árangur.Verðlaunin sem hafa verið veitt eru peningaverðlaun og oftast er þeim varið í að kaupa tæki og tól fyrir næstu keppni svo hægt sé að halda áfram að æfa af kappi fyrir næstu keppni. Íþróttakennarar eiga hrós skilið fyrir magnaðan árangur og að kveikja áhuga á mikilvægi hreysti. Það er klárt að okkar skólar í Reykjanesbæ eru meðal þeirra fremstu í Skólahreysti keppinni en betur má ef duga skal. Mikilvægt er að við vinnum einnig markvisst að því að virkja fleiri nemendur á sviði hreyfingar og hvetjum öll börn og ungmenni til að prófa skólahreysti eða aðrar íþróttagreinar sem eru í boði í okkar samfélagi, þannig eflum við hreyfingu og bætum heilsu allra barna. Ég vil skora á alla bæjarbúa í Reykjanesbæ til að mæta á úrslitin í Skólahreysti í ár sem haldin verða í Laugardalshöll 8. maí kl. 19:30. Hvetjum þessi frábæru hraustu ungmenni sem lagt hafa á sig miklar æfingar undanfarana mánuði, þetta er mögnuð fjölskylduskemmtun. Anna Sigríður Jóhannesdóttir BA Sálfræði og MBA
SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30
Margrét Knútsdóttir er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
17
PERLUR SUÐURNESJA
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Vogavík-Hólmabúðir Undir Vogastapa austanverðum, skammt frá Vogum á Vatnsleysuströnd, er lítið undirlendi sem hefur að geyma forvitnilegar minjar frá fyrri tíðar búsetu og atvinnuháttum. Þetta er einn af þessum stöðum á Reykjanesskaga sem fáir hafa gefið gaum, þrátt fyrir að vera mjög áhugaverður.
MYNDIR
Þarna er að finna tóftir bæja, sem voru bæði gras- og útvegsbýli og í hólma skammt þar undan eru vel greinilegar rústir gamallar verstöðvar en útræði var stundað frá þessum stað um aldir og heitir þar Hólmabúðir. Útgerð frá Hólmabúðum mun hafa verið í miklum blóma um miðja 19. öldina og voru þá allt að 18 skip gerð út þaðan. Má ætla að um 140-150 manns hafi verið þar á vetrarvertíðinni. Enn eru leifar frá þessari mannvist vel sjáanlegar, ekki síst þegar þær eru skoðaðar ofan af Stapanum eða úr lofti en þessar myndir tók ég með flygildi þann 10. mars síðastliðinn. Gera má ráð fyrir að sjávarrót og landeyðing hafi eytt hluta þeirrar merkilegu sögu sem þarna er að finna. Um þessa búsetu er m.a. getið í bók-
PERLUR SUÐURNESJA elg@elg.is
inni „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“ eftir Guðmund Björgvin Jónsson sem kom út árið 1987. Guðmundur Björgvin stóð sjálfur að þeirri útgáfu og var tíður gestur hjá okkur í Stapaprenti meðan verkið var í vinnslu. Alltaf var gaman að hitta Guðmund og heyra sögur af Vatnsleysuströndinni enda var hann afar skemmtilegur náungi og gríðarlega fróður um söguefnið. Hjá honum heyrði ég fyrst af Hólmabúðum og bæjunum undir Stapanum. Þá er vert að minnast á bókina „Strönd og vogar“ eftir Árna Óla sem
kom út 1961. Bókin sú er uppfull af fróðleik af Vatnsleysuströndinni. Þar
skrifar Árni m.a. um Vogastapann og Gullkistuna eins og fiskimiðin undir Stapanum voru nefnd en þau þóttu bera af öðrum miðum hvað fengsæld varðar. Einn kafli bókarinnar fjallar um gömlu veiðistöðina í Hólminum og bæina undir Stapanum. Er m.a. minnst á prammann sem stendur hálfur upp á einu skerinu og sjá má á meðfylgjandi myndum: „Og á skeri þar rétt fyrir innan er ferlíki nokkurt, hálft í sjó og hálft uppi á skerinu. Þetta er einn af innrásarprömmum þeim, er bandamenn smíðuðu til að flytja á herlið sitt til Frakklands 1944. En hvernig stendur á því að slíkt farartæki er komið hér inn á Vogavík? Sú er saga til þess, að Óskar heitinn Halldórsson keypti nokkra af þessum stóru prömmum eftir stríðið og lét draga þá hingað. Síðan hafa þeir allir, nema þessi eini, verið notaðir til hafnargerðar á þann hátt, að þeir hafa verið fylltir með steinsteypu og síðan sökkt sem steinkerjum, þar sem hafnargarðar hafa verið gerðir.“ Um mannvirkin í Hólminum segir Árni meðal annars: „Má þar sjá leifar
af miklum mannvirkjum. Fyrst er þar grunnur undan stóru húsi, sem líklega hefur verið fisktökuhús og íbúðarhús umsjónarmannsins, sem þarna var. Þetta hús hefir verið um fimmtán metrar á lengd og breitt að því skapi. Þar hjá er grunnur undan öðru húsi, og þar mun hafa verið salthúsið, sem tók 2000 tunnur af salti. Steinstéttir eru umhverfis þessi hús, en hvort það hafa verið gangstéttir, eða ætlaðar til að breiða á þær fisk, verður ekki sagt.“ Á meðal þeirra sem gerðu út frá Hólminum var Haraldur Böðvarsson, einn af kunnustu útgerðarmönnunum við Faxaflóann á sínum tíma. Eftir 1880 fer að draga úr útgerð frá staðnum og um aldamótin munu húsin, sem að ofan eru nefnd, hafa verið rifin. Árni Óla segir einnig frá bæjunum á undirlendinu meðfram Stapanum en þeir hétu Brekka og Stapabúð. Síðarnefnda býlið mun hafa farið í eyði eftir 1896. Síðasti ábúandinn á Brekku bjó þar fram til 1930 en hafði þó býlið undir talsvert lengur. Ljósmyndir: Ellert Grétarsson Texti af www.elg.is
18
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
Þrettán kílóum léttari, andlega og líkamlega, eftir sigur í Superform-áskoruninni
Háð því að sigra sjálfa sig „Þetta er alltof stutt líf. Af hverju ekki bara að taka þetta á jákvæðu nótunum og lifa?“ Á uppskeruhátíð Superform, sem var haldin 6. apríl í Hljómahöllinni, lenti Elva í fyrsta sæti árskorunarinnar, ásamt Sveinbirni Magnússyni, en áskorunin hefur það að markmiði að skora á einstaklinga að breyta um lífstíl og er lögð áhersla á að gera hreyfingu og heilbrigt líferni að vana. Superform var stofnað af Sævari Inga Borgarssyni fyrir fólk á öllum aldri og er kennt í Sporthúsinu á Ásbrú. Áskorunin var nú haldin í sjötta skiptið og stóð yfir í tólf vikur.
VIÐTAL
Hún er tuttuguogsjö ára, tveggja barna móðir frá Keflavík. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og stundar nám í fyrirtækjalögfræði við Háskólann á Bifröst. Á sama tíma er hún sigurvegari Superform-áskorunarinnar í ár. Elva Björk Sigurðardóttir reynir að fara í gegnum lífið með jákvæðnina að vopni enda líklegasta leiðin til árangurs.
Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is
Þetta er erfiðast fyrstu dagana en svo verður þetta auðveldara og manni fer að líða betur, andlega og líkamlega ...
Superform tonni léttara
Alls tóku 223 keppendur þátt í ár og samtals léttust þeir um tæplega eitt tonn eða 998 kíló. Elva Björk missti sjálf rúm þrettán kíló og hún segist hafa ákveðið að taka þátt í áskoruninni algjörlega á eigin forsendum, það hafi í byrjun ekki hvarflað að henni að hún gæti endað efst að leikslokum. „Ég var hundrað prósent að gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég er búin að vera í Superform síðan árið 2016 og hef nánast mætt í hverri viku síðan þá. Ég fór rólega af stað í þessu, æfði og borðaði bara góðan mat. Ég er algjör matgæðingur og það hjálpaði mér að finna hollari kost fyrir þann mat sem mér þykir bestur. Þetta er erfiðast fyrstu dagana en svo verður þetta auðveldara og manni fer að líða betur, andlega og líkamlega.“ Á lokametrum keppninnar nefndi þjálfari Elvu það við hana að hún ætti möguleika á því að ná langt svo hún ákvað að leggja sig alla fram síðasta mánuðinn. „Þá fóru hlutirnir að gerast,“ segir Elva sem æfði þá nánast upp á hvern dag og fór að meðaltali á átta æfingar í viku.
Skjaldkirtillinn stöðvaði hana ekki
Þegar áskorunin hófst var yngra barn Elvu sjö mánaða gamalt en hún var mjög dugleg að æfa á meðgöngunni, alveg fram á síðasta dag. Í byrjun árs greindist Elva hins vegar með latan skjaldkirtil sem hafði orsakað mikla þreytu og þá tók við langt ferli til að komast aftur á fulla ferð. „Ég þurfti að leggja mig mikið fram við að ná þessum árangri. Ég á í heilbrigðu sambandi við mat, ég minnkaði skammtastærðir, valdi hollari kostinn og pældi mikið í því hvaða næringu maturinn gaf mér. Við fáum víst bara einn líkama og það er svo mikilvægt að við hugsum vel um hann. Það er alls ekki nauðsynlegt að pæla í hitaeiningum til að ná árangri en ég geri það fyrir mig því ég hef bara svo gaman að því,“ segir hún og bætir því við að ferlið síðustu mánuði hafi verið virkilega lærdómsríkt.
er eiginlega bara háð því að sigra sjálfa mig. Svo finnst mér eiginlega skemmtilegast þegar það eru fáar endurtekningar og maður getur lyft þungt.“ Upphífingar eru hins vegar akkilesarhæll Elvu og henni þykir þær hundleiðinlegar að eigin sögn.
Fyrrum flugfreyja í fyrirtækjalögfræði Mæðgurnar saman í ræktinni. Aðspurð hvernig hún hafi farið að því að halda fókus með tvö lítil börn og ýmislegt fleira á sinni könnu er Elva ekki lengi að svara því að svona sé þetta bara. „Þetta er í rauninni ekkert flókið. Ef þig langar að gera þetta þá muntu geta það. Ég hef alltaf verið í vaktavinnu og finnst langbest að fara þegar sonur minn er á leikskólanum og þá nýti ég mér stundum Krílabæ, barnapössunina í Sporthúsinu. Þetta er bara rútína og er partur af deginum mínum. Hugarfarið skiptir öllu máli,“ segir hún.
En hvað er það við Superform sem virðist heilla marga?
„Þú getur farið í Superform þó þú hafir aldrei stigið fæti inn í líkamsræktarstöð. Þú mætir og það er búið að setja upp geggjaða æfingu fyrir þig. Þú þarft ekkert að pæla, bara að fylgja leiðbeiningum. Það er skemmtilegt fólk með þér í tíma, mórallinn er góður og æfingarnar ótrúlega skemmtilegar. Andrúmsloftið er svo jákvætt og þjálfararnir eru geggjaðir. Ég myndi hiklaust mæla með þessu við fólk.“ Elva er mikið fyrir þolæfingar og segist líða hvað best þegar hún nær að keyra sig út. „Mér finnst ótrúlega gaman að sippa, hjóla og róa. Ég
Elva er nýkomin úr fæðingarorlofi en hún hafði starfað sem flugfreyja hjá WOW air frá árinu 2016. Hún segir það hafa verið erfiðar fréttir að missa vinnuna enda hafi WOW verið dásamlegur vinnustaður. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann vinna hjá svona góðu fyrirtæki aftur. Það voru allir ótrúlega góðir vinir að vinna að sama markmiðinu en ég veit ég hafði ekkert um þetta að segja. Ég gat ekki stjórnað þessu. Það eina sem ég get gert er að vera jákvæð og hugsa að það sé eitthvað betra sem bíður mín.“ Elva er menntaður viðskiptafræðingur og segist alltaf hafa langað að starfa í tengslum við það. Hún er nú í diplómunámi á meistarastigi í fyrirtækjalögfræði og finnst gaman að hafa nóg að gera. „Tilfinningin að sigra sjálfa sig, að ná einhverju markmiði, er engu lík. Það koma auðvitað ógeðslega erfiðir dagar, eins og hjá öllum öðrum, en á móti koma dagar sem eru geggjaðir og maður lifir fyrir þá. Ef þú hefur áhuga á því sem þú ert að gera og sérð fyrir þér útkomuna þá verður þetta auðveldara.“
Skrifað í skýin
Hreyfing og hollt mataræði gefur Elvu mikla orku. Henni líður betur og hún á auðveldara með að halda sér jákvæðari. „Mér finnst svo mikil neikvæðni í kringum okkur. Ég náði að snúa því við hjá sjálfri mér fyrir nokkrum árum síðan og það er svo mikið frelsi í því að sjá það góða í aðstæðunum sem maður
Elva og Róbert ásamt börn um Daníel Aroni og Birtu Lind.sínum,
Elvu þótti vænt um að vinna hjá WOW.
lendir í. Það er allt í lagi að eiga erfiða daga en svo rífur maður sig í gang og minnir sig á það sem maður er þakklátur fyrir. Það koma alltaf bjartari tímar. Það er skrifað í skýin.“
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.
FRÁBÆR ÚRSLIT Á EVRÓPUMÓTINU Landslið Íslands landaði tíu Evrópumeistaratitlum um helgina í íþróttahúsi Akurskóla í Reykjanesbæ. Mótið var afar glæsilegt og á Glímusamband Íslands, foreldrar, stjórn og ekki síst iðkendur sjálfir mikið hrós skilið. Njarðvíkingar áttu fjóra keppendur á mótinu og unnu allir til verðlauna. Ingólfur Rögnvaldsson varð annar í glímu og þriðji í Gouren. Bjarni Darri Sigfússon varð annar í glímu. Jana Lind Ellertsdóttir varð þriðja í Backhold og Gouren. Hún varð svo Evrópumeistari í glímu. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð önnur í Backhold og Gouren, þá varð hún einnig Evrópumeistari í glímu. Eftir mótið sagði Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfirþjálfari Júdódeildar Njarðvíkur, þetta mót sýna hve mikilvægt það sé fyrir deildina að hafa aðgang að keppnisvöllum. Hann þakkaði jafnframt styrktaraðilum mótsins ásamt öllu því fólki sem kom að skipulagningu og framkvæmd mótsins.
19
Kristín Örlygsdóttir nýr körfuformaður
Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í vikunni þar sem Kristín Örlygsdóttir tók við kefli formanns af Friðriki Ragnarssyni. Ný stjórn var kjörin fyrir starfsárið 2019-2020 og verður Kristín fyrsta konan í sögu deildarinnar til þess að gegna formannsembættinu. Ný stjórn mun á næstunni skipta með sér verkum en þau sem gengu úr stjórn voru þau Friðrik Pétur Ragnarsson fráfarandi formaður, Páll Kristinsson fráfarandi varafor-
maður, Jakob Hermannsson, Róbert Þór Guðnason og Berglind Kristjánsdóttir. Ný stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur: Formaður: Kristín Örlygsdóttir Meðstjórnendur: Brenton Birmingham, Jón Björn Ólafsson, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Agnar Mar Gunnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Emma Hanna Einarsdóttir Varastjórn: Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, Geirný Geirsdóttir og Ásgeir Guðbjartsson.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – aðstoðarskólastjóri Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk Duus Safnahús – safnfulltrúi Akurskóli – starfsfólk skóla Duus Safnahús – sumarafleysingar Stapaskóli – starfsfólk skóla
Stuð á páskamóti Góu Ægir vann Golíat Hið álega páskamót Góu var haldið í aðstöðu júdódeildar UMFN miðvikudaginn 24. apríl. 30 keppendur mættu til leiks á aldrinum fimm til fjórtán ára þar sem fjórtán stúlkur og sextán drengir tóku þátt. Meistaraflokkur dæmdi viðureignirnar og skemmtu krakkarnir sér mjög vel. Í lok móts voru allir keppendur leystir út með gómsætum páskaeggjum sem sælgætisgerðin Góa gaf krökkunum.
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í júdó. Ægir Már Baldvinsson keppti fyrir hönd Júdódeildar Njarðvíkur og var óheppin í fyrstu viðureign sinni, gegn Vilhelm Svansson sem er uppalinn í Njarðvíkunum. Í annari viðureign átti hann við Breka frá Selfossi og þurfti einnig að lúta í lægra haldi fyrir honum. Hann fékk þó færi á að berjast um þriðja sætið við Selfyssinginn Jakob, sigraði þá viðureign og krækti í þriðja sætið í -66 kg flokki fullorðinna en hann er vanur að vera í -60kg flokki.
DÍVUR DÍVUR
Kvennakór Suðurnesja Kvennakór ásamt HeruSuðurnesja Björk flytur lög þekktra söngdíva
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Ægir var einnig skráður í opinn flokk karla og átti þar fyrstu viðureign við rúmlega 127kg andstæðing. Þeir lentu báðir í gólfinu og þar náði Ægir að hengja þennan öfluga andstæðing. Við það uppskar Ægir mikil fagnaðarlæti. Í lok dags var Ægir bronsinu ríkari
Stapa Hljómahöll 7. maí kl. 20
ásamt Heru Björk
Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Viðburðir framundan Fimmtudagurinn 2. maí kl. 11: Foreldramorgunn. Guðrún Birna le Sage fjallar um meðvitað og virðingarríkt uppeldi/RIE. Laugardagurinn 4. maí kl. 11-13: Í tilefni Listahátíðar barna er gestum boðið að sauma sinn eigin nammipoka sem hægt er að nota aftur og aftur á nammibarnum. Einnig verður hægt að föndra sín eigin bókamerki úr barnabókum.
Stjórnandi er Dagný Þórunn Jónsdóttir
Listahátíð barna 2.-19. maí - „Hreinn heimur, betri heimur“ Listsýningar, fjölskyldudagur, Skessan býður í lummur, Sirkus Íslands, örmyndasýning, málþing, spunakvöld, ævintýraganga, hæfileikahátíð, fata- og skóhönnun, barnahátíð, leiklist og dans. Kynnið ykkur dagskrána á www.facebook.com/ listahatidbarna/ og www.reykjanesbaer.is. Verið velkomin.
Hljómsveitina skipa: Geirþrúður Fanney Bogadóttir píanó Sigurður B. Ólafsson gítar Karl S. Einarsson bassi
Are th
aF ran
Þorvaldur Halldórsson trommur
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
kli
n
Ellý Vilh
jálms Ad e
le
Kjartan Már Kjartansson fiðla
rk
erald Fitzg Ella
Tina
Turn
er
jö
ne Cli
ra B
Norræna félagsins í Reykjanesbæ
tsy Pa
He
AÐALFUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 18:00 í sal á jarðhæð Aðalgötu 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Miðasala er á hljomaholl.is Miðaverð 3500
Stjórnin
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Kristján er enginn „50 cent“ Við erum að tala um „Stjána Dal“!
SKÁTAR GENGU INN Í SUMARIÐ MEÐ LÖGGU OG LÚÐRASVEIT Skátar úr Skátafélaginu Heiðabúum í Reykjanesbæ buðu sumarið velkomið með árlegri skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. All nokkur fjöldi bæjarbúa bættist í gönguna þegar á leið en hún hófst við skátaheimilið við Hringbraut í Keflavík og fór þaðan hring sem endaði í Keflavíkurkirkju. Fastir gestir í skrúðgöngu skátanna voru tveir lögreglumenn fremst og lögreglubíll þar á undan en ómissandi í göngunni er auðvitað Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem spila viðeigandi tónlist á leiðinni. Að lokinni göngu var haldið í skátamessu í Keflavíkurkirkju
þar sem Sr. Fritz Már Jörgensson þjónaði fyrir altari. Það hefur verið löng hefð hjá Víkurfréttum að mynda gönguna og á vf.is eru fleiri myndir úr henni sem og myndskeið frá upphafi hennar þar sem rætt er stuttlega við formann skátafélagsins, Hauk Hilmarsson.
Kristján Jóhannsson, varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ fann hundrað dollaraseðil og Kjartan Már bæjarstjóri kreditkort frá grískum ferðamanni. Milli þeirra er kampakát Jónína bæjarstjórafrú.
Hundrað dollaraseðill og kreditkort fundust í plokki Hundrað dollaraseðill og kreditkort var meðal þess sem plokkað var á sunnudagsmorgni á stóra plokkdeginum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar var í plokkhópi morgunsins sem var þó ekki stór. Hann fann kreditkort sem var í eigu grísks ferðamanns. Kjartan sagði að afrakstur morgunsins hefði verið að sögn Tómasar Knútssonar í Bláa hernum, 24 stórir plastpokar.
Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson
NÝR
STAÐUR
17’’ RISA new york pizza af matseðli
Ein 2850 KR. Tvær 4850 KR. aðeins
aðeins
5141414 fitjum reykjanesbæ