Víkurfréttir 18. tbl. 41. árg.

Page 1

Kjólarog knattspyrna

„Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán

eru áhugamál Thelmu 1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

óttir Kristín Bára Haraldsd upplifir ævintýri Asíu

býr með fjölskyldu Elva Sif Grétarsdóttir a á Spáni: sinni hálft árið á Malag

„ Á einni nóttu varð þetta draugabær“

u k s r e v n í k r i r Læ við hvíta strönd í Kambódíu SDÓTTIR UNA ÓSK KRISTINVÆ RI SUMAR

VILDI BÚA ÞAR SEM AL

LTAF

„ Ástralía valdi okkur“

5

plötur BUBBA

istjana Héðinsdóttir Þorsteinn Bjarnason og Kr a húsi nágrönnum sínum í næst eð m i eð gl ar at m tið no fa ha

r u t k n u p ið m r e r u a Matarst m u ím t u ir e v á i ð le g mikillar ÓLÖF DAÐEY Í SAN DIEGO JÓN ÞÓR KARLSSON BÝR VIÐ ÞJÓÐVEG 66

„ Á aldrei eftir að prófa djúpsteiktu nautaeistun“

„Get verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti“


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Atvinnuleysi í 30% – Hundruð Suðurnesja­ manna sagt upp hjá Ice­ landair og Fríhöfninni

Líklegt þykir að atvinnuleysi geti náð 30% eftir hópuppsagnir í vikunni frá Icelandair, Isavia og Fríhöfninni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir málið gríðarlega alvarlegt. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni vegna aðgerða fyrir sveitarstjórnarstigið er gert ráð fyrir 250 milljónum króna í sérstakan stuðning við Suðurnes til að fylgja eftir aðgerðaáætlun ráðherraskipaðrar nefndar um málefni svæðisins. Efnahagsástand á Suðurnesjum krefst sérstakra úrræða en atvinnuleysi þar stefnir í 24% í apríl. Fyrirhuguð úrræði eru m.a. aukin þjónusta við erlenda íbúa, efling Reykjanes Geopark og stofnun þverfaglegs teymis á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála. Kjartan Már ræddi stöðuna við Sjónvarp ­Víkurfrétta. Sjá viðtalið hér til hliðar.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

Engar sumarráðningar hjá Isavia og uppsagnir hjá Fríhöfninni Engar sumarráðningar verða í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa COVID-19. Það kemur til viðbótar við þær aðgerðir sem gripið var til í lok mars þegar 101 starfsmanni félagsins var sagt upp störfum vegna áhrifa kórónuveirunnar og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu, segir í tilkynningu frá Isavia.

Í vikunni tilkynnt að 30 starfsmönnum hjá Fríhöfninni, dótturfélagi Isavia, hefði verið sagt upp störfum vegna áhrifa COVID-19. Því til viðbótar verður rúmlega 100 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. Áður en gripið var til aðgerðanna í dag störfuðu 169 manns hjá Fríhöfninni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að óvissan um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


#mĂ­nbarĂĄtta

1. maí er baråttudagur verkalýðsins à rleg åminning um mått samstÜðunnar og nauðsyn åframhaldandi baråttu fyrir rÊttlÌti og mannsÌmandi lífskjÜrum fyrir alla.

Þínar krÜfur – okkar baråtta!

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVĂ?K | S. 510 1700 | WWW.VR.IS


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Enginn starfsmaður velferðarsviðs smitast Af um 150 starfsmönnum velferðar­ sviðs Reykjanesbæjar hefur enn eng­ inn starfsmaður smitast af COVID-19 og hafa aðeins fáir starfsmenn þurft að fara í sóttkví. „Skiptir hér miklu að starfsmenn velferðarsviðs fylgja vel tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna bæði í starfi og utan þess. Ekki hefur enn þurft að kalla eftir starfsmönnum úr bakvarðar­ sveit velferðarþjónustu en næstu vikur munu reyna á úthald, styrk og þrautseigju starfsmanna og stjórnenda og gott að vita til þess að til er gott bakland á þessum erfiðu tímum,“ segir í fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar frá því fyrr í mánuðinum.Velferðarráð Reykjanesbæjar færir öllu starfsfólki í velferðarþjónustu sveitarfélagsins kærar þakkir fyrir viðbrögð þeirra í kjölfar þess að neyðarstigi almanna­ varna var lýst yfir á landinu vegna COVID-19. Samkomubann og aðrar takmarkanir hafa þýtt röskun á hefð­ bundnu starfi sem starfsfólk hefur fundið lausnir á og unnið út frá þeim tilmælum sem gefin hafa verið af mikilli fagmennsku.

Vogar leita lánsfjármögnunar upp á 250 milljónir króna vegna COVID-19 Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að leita eftir lánsfjármögnun fyrir allt að 250 milljónum króna. Bæjarráðið fundaði á mánudag um fjármál rekstur sveitarfélagsins í ljósi COVID-19 og ráðstafanir sem nauðsynlegt er að ráðast í vegna breyttra forsendna í rekstri sveitarfélagsins. Leitað verði eftir útfærslum í lánsfjármögnunina, þar sem m.a. verði litið til lánskjara, uppgreiðslumöguleika sem og útfærslu á með hvaða hætti lánið verði hafið. Bæjarstjóra er falin nánari úrvinnsla málsins og að leggja niðurstöður fyrir næsta fund bæjarráðs, segir í afgreiðslu málsins

Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að auka yfirdráttarheimild í viðskiptabanka um allt að fimmtán milljónum króna til að brúa fjárþörf sveitarsjóðs þar til niðurstaða er fengin í útfærslu lántökunnar. Þá samþykkir bæjarráð jafnframt að á næsta fundi

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

bæjarráðs verði lögð fram drög að viðaukum við fjárhagsáætlun ársins 2020, þar sem jafnframt verður tekin ákvörðun um endurskoðun rekstrar- og fjárfestingaliða fjárhagsáætlunar 2020. Magnús Kristjánsson, ráðgjafi hjá KPMG, fór yfir lausafjárstöðu sveitarfélagsins á fundinum ásamt því sem hann fór yfir nokkrar sviðsmyndir um hvers megi vænta á næstunni og í tengslum við þá óvissu sem uppi er um þessar mundir.


Bensínsláttuorf

Bensín sláttuorf, 1,4Kw - sterkur tvígengis mótor. Hægt að nota ONE+ startara fyrir þægilegt start. 46cm sláttubreidd. ReelEasy þráðspóla með 2,4mm þræði. Axlarólar fylgja. 8,3kg.

20%

39.996

öll bensínsláttuorf

7133002545

Almennt verð: 49.995

25% afsláttur

Allar 20% rafmagnshekkklippur Eldkarfa

Denver, Stærð körfunnar er 45x39x39 cm.

4.796

20% öll eldstæði

af öllum vinnuvettlingum

Eldstæði

Fuego minni, 115x30 cm.

19.196 50615059

Almennt verð: 23.995

50615061

Almennt verð: 5.995

25%

Tilboðsverð Hekkklippur

AHS 50-16 450W. Ódýr og góð hekkklippa sem er auðveld í notkun.Klippir 50 cm á breidd og getur klippt greinarsem eru allt að 16 mm sverar.

Tilboðsverð

15.996

25%

Ferðagasgrill

74890008

Almennt verð: 19.995

Kílóvött

4,1

Brennarar

1

Yfirbreiðsla: 13.195 50657598

25% afsláttur af öllum regnfatnaði

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

Porta-Chef 120 ryðfrír brennari, eldunarsvæði: 46 x 31 cm. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni.

27.341 50657526

Almennt verð: 36.455

Kílóvött

6,9

Brennarar

3

Yfirbreiðsla: 13.195

Tilboðsverð Gasgrill

GEM 320, eldunarsvæði: 2774 cm2. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni. Ryðfrítt eldunarkerfi. Þrír ryðfríir brennarar.

37.496 50657519

Almennt verð: 49.995

50657598

25% afsláttur af öllum stígvélum

SUÐURNES

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Tilboðsverð


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Við viljum hugmyndir frá fólki að nýjum atvinnutækifærum Reykjanesbær hefur tekið í notkun samráðsvefinn BetriReykjanesbaer.is Á dögunum opnað Reykjanesbær nýjan samráðsvef, BetriReykjaensbær.is sem hefur það markmiðið að auka þátttöku íbúa í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þróunar og þjónustu hjá Reykjanesbæ segir að vefurinn fari vel af stað, þrátt fyrir að hafa aðeins verið í loftinu í nokkra daga og formleg kynning á honum ekki hafin. „Við erum búin að setja inn þrjá flokka þar sem við óskum eftir hugmyndum frá íbúum. Flokkarnir og verkefnin verða breytileg eftir tímabilum og hvað er í gangi hverju sinni. Núna höfum við mikinn áhuga á að

fá hugmyndir frá fólki hvernig við getum skapað ný atvinnutækifæri og einnig hugmyndir hvernig við getum auðgað mannlífið í bænum. Þegar hugmynd er komin inn hefur fólk svo tækifæri til þess að segja

sína skoðun á henni, og smella á „líka við“. Allar hugmyndir og ábendingar fara í ákveðið ferli innan bæjarins. Einhverjar fara fyrir nefndir og ráð eftir því hvers eðlis þær eru. Vefur-

inn er einfaldur í notkun og hægt að velja hvort komið er fram undir nafni eða ekki og ætti því að henta flestum. „Ég hvet alla til að skoða vefinn og setja inn nýjar hugmyndir og ábendingar eða hafa skoðun á þeim sem þegar eru komnar inn og taka með því þátt í að byggja í sameiningu upp enn betri Reykjanesbæ“, sagði Jóna Hrefna.

Vogamenn kalla eftir aðgerðum og samráði Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir áhyggjum sínum yfir dökkri stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum og samráði við ríkisstjórn Íslands án tafar. Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Voga fyrir síðustu helgi. „Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli á skömmum tíma, fyrst með falli WOW Air, með tilheyrandi 30% samdrætti í flugsamgöngum, og nú því reiðarslagi sem heimsfaraldrinum fylgir. Ljóst er að áhrifin munu valda sögulegu atvinnuleysi sem nú nálgast á þriðja tug prósenta á svæðinu. Höggið kallar á fumlausar aðgerðir, samstöðu og lausnir sem leiða til öflugrar viðspyrnu.

Bæjarráð hvetur því ríkisstjórnina til þess að beita sér strax fyrir leiðréttingu ríkisframlaga til stofnana á Suðurnesjum og flýtingu framkvæmda eins og kostur er. Horft verði til þeirra verkefna sem þegar hafa verið kynnt fyrir ríkisvaldinu auk verkefna á sviði öryggismála, menntamála, samgangna og heilbrigðismála sem ráðast má í með skömmum fyrirvara.

Bæjarráð fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sérstaklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti. Bæjarráð mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Saman munum við vinna sigur á þeirri heilbrigðisvá sem að steðjar og endurreisa hér blómlega byggð þar sem framsækni, virðing og eldmóður tryggir heilsu og lífsgæði okkar allra,“ segir í áskoruninni.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í maí.

Reykjanesbær 15. maí 2020

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ! Lambalærissneiðar Blandaðar og kryddaðar

1.559 ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

-25%

-40%

-57% Bleikjuflök með roði Sjávarklasinn

Lamba prime

-30%

ÁÐUR: 3.599 KR/KG

-25% Kjúklingabringur BBQ Country - Ísfugl

1.959 ÁÐUR: 2.799 KR/KG

KR/KG

989

2.699

Lambahryggur Heill - Sagaður - Fjallalamb

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

KR/KG

ALVÖRU PURUSTEIK! -60%

2.174

Ð VSPER RENGJA!

KR/KG ÁÐUR: 2.898 KR/KG

Grísalæri

598

KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG

Nettó Mexíkósk kjúklingasúpa 1 kg

-20%

1.279

ÁÐUR: 1.599 KR/PK

KR/PK

-35% Humar Án skeljar - 800 gr

3.249 ÁÐUR: 4.999 KR/PK

Appelsínur

150

Heilsuvara vikunnar!

KR/KG ÁÐUR: 299 KR/KG

-50%

KR/PK

Now D-Vítamín 120 töflur

1.199

-25%

KR/PK ÁÐUR: 1.599 KR/PK

Tilboðin gilda 30. apríl - 3. maí

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aukið heimilis ofbeldi áhyggju efni

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– segir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum. Færri verkefni en tímafrekari og erfiðari.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

„Verkefnin sem við erum að fást við eru færri en tímafrekari og þau hafa verið að megninu til á heimilum fólks á svæðinu,“ segir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í viðtali við Víkurfréttir sem spurðu hann út í breytingar sem lögreglan væri að upplifa á veirutímum. Sigvaldi segir að það sé aðeins minni bílaumferð en lögreglan sé þó mikið á ferðinni og yfirleitt með að minnsta kosti þrjá lögreglubíla út úr húsi. Áhygguefni sé aukið heimilisofbeldi sem hægt sé að tengja við COVID-19 og það sé ekki endilega að gerast um helgar heldur á virkum dögum. „Fólk hefur verið miklu meira heima í þessu ástandi en svo er einnig hátt hlutfall af vaktavinnufólki á Suðurnesjum. Við höfum áhyggjur af þessu og við búumst við aukningu í þessu á næstu vikum. Það er greinlega aukin áfengisneysla og fíkniefnaneysla en svo eru líka dæmi í okkar útköllum um enga neyslu á vímuefnum. Þá er bara pirringur í gangi enda fólk óvanalega mikið saman. Fólk verður erfiðara í skapinu eftir meiri samskipti en venjulega,“ segir Sigvaldi.

Börn í spilinu

Á næturvakt sem Sigvaldi var á nýlega komu upp þrjú heimilisofbeldismál, eitt þeirra var mjög alvarlegt og börn í spilinu. „Það tekur á þegar maður fer í svona mál,“ segir aðalvarðstjórinn alvarlegur og bætir því við að í þessum útköllum þurfi lögreglumenn að huga að smitum og fara með mikilli varfærni. Áður en farið sé inn á heimili sé haft samband við fjarskiptamiðstöð sem lætur vita af hugsanlegum smitum en er þó ekki alltaf með þá vitneskju. Því þurfi lögreglumenn að fara mjög varlega. „Í farangursgeymslunni er varnarbúnaður sem við förum í ef það er grunur um smit, það tekur lengri tíma. Við setjum á okkur grímur og hanska. Við erum farnir að nálgast fólk öðruvísi og spyrjum það hvort það hafi verið í sóttkví, í einangrun eða veikt. Fólk hefur tekið vel í þetta og sýnir þessu skilning.“ Sigvaldi segir að engin smit hafi komið upp í hópi lögreglumanna. „Það hefur enginn smitast en við förum mjög varlega og vaktirnar sem eru að mæta til starfa fara inn um aðrar dyr en sú sem er að hætta á vaktinni, hún fer út hinum megin á stöðinni. Við förum rosalega varlega og höfum verið ótrúlega heppin með smit. Ég held að fimm lögreglu-

Páll Ketilsson pket@vf.is

Við vonum að það fari að ganga og við látum það að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á okkar störf. Það er samt sorglegt að þessi staða sé uppi. Erum ekki virtir viðlits. Búið að lofa okkur ýmsu síðustu ár og hefur ekki verið virt. Maður er auðvitað drullufúll yfir því ...

menn hafi farið í biðsóttkví sem er sólarhringsaðgerð. Embættið greip fljótt inn í við upphaf COVID-19. Starfseminni var skipt niður í fjórar einingar bæði á lögreglustöðinni og í flugstöðinni. Vaktirnar hittast ekki, bara við fjórir aðalvarðstjórarnir þar sem við förum yfir stöðuna. Rannsóknardeildin og flugstöðvardeildin skiptu sér líka niður í fjórar einingar. Það er ekkert spjall á kaffistofunni. Það verður því rosalega gaman þegar þessu lýkur. Ég hef ekki tekið í hendina á neinum manni í margar vikur.“

Sorgleg staða

Aðspurður um hvort lögreglan hafi orðið vör við meiri ölvunarakstur vegna meiri neyslu á tímum COVID-19 segir hann svo ekki vera en lögreglan fylgist vel með því og eins sé hún mikið á ferðinni. Líka á Reykjanesbrautinni. Sigvaldi segir að það sé skrýtið á þessum tíma séu lögreglumenn samningslausir og hafa verið í heilt ár. „Við vonum að það fari að ganga og við látum það að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á okkar störf. Það er samt sorglegt að þessi staða sé uppi. Erum ekki virtir viðlits. Búið að lofa okkur ýmsu síðustu ár og hefur ekki verið virt. Maður er auðvitað drullufúll yfir því.“ Nýlega var auglýst eftir sextán lögreglumönnum til starfa á Suðurnesjum og vonast Sigvaldi til þess að skólagengnir lögreglumenn sæki um því starfið sé áhugavert, ekki síst á Suðurnesjum. „Það eru skemmtileg verkefni fyrir lögreglufólk á Suður-

nesjum sem eru ekki annars staðar, m.a. sem tengist flugstöðinni. Þetta er mjög góður vinnustaður.“

Ekki til útlanda

Sigvaldi segir að þetta séu skrýtnir tímar. Þá hafi hann hafi til dæmis verið búinn að panta sér utanlandsferð og átt að vera á Tenerife. Hann eigi ekki von á því að fara utan á árinu. „Ég ætla ekki utan á þessu ári og held að margir séu að hugsa svipað. Hvað fjölskylduna varðar þá á þrettán ára sonur minn erfitt með að geta ekki sótt þær íþróttaæfingar sem hann stundaði mikið fyrir tíma COVID-19. Þetta er ekki síður erfitt fyrir krakkana. Við hjá lögreglunni höfum oft stoppað á sparkvöllum, rætt við ungmennin og upplýst þau um ýmis mál á veirutímum. Við sjáum mikið af unglingum úti við og þeir eru að takast á við þetta ástand eins og fullorðna fólkið. Ég hef til dæmis ekki hitt áttræða móður mína á þessum tíma. Við höfum fært henni mat og verið í sambandi en ekki hitt hana,“ segir Sigvaldi og hann er ekki í vafa um að við getum verið bjartsýn á framtíðina og að margt gott eigi eftir að koma út eftir veirutíma.

Einhver að hægja á okkur

„Það er kannski skrýtið að segja það en ég held að veiran hafi komið til að hægja á okkur og maður sér verulega breytta hegðun hjá mörgum. Margir hafa núllstillt sig. Það er ánægjulegt að sjá hvernig margir hafa brugðist við á þessum tíma og hugað t.d. að heilsunni. Við hjónin höfum farið mikið í göngu og almennt er fólk er mikið úti við að hreyfa sig, í göngu og á hjólum. Við höfum haft gott af þessu að einhverju leyti þó svo að efnahagslegar afleiðingar séu slæmar. Við vorum fara alltof hratt,“ segir Sigvaldi Arnar Lárusson.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sjö ára ferðalag milli

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

bæjarhluta


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Suðurgata 19 á áfangastað sjö árum síðar

S

uðurgata 19 í Keflavík lagði upp í ferðalag í byrjun sumars árið 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum og það sett á flutningabíl. Síðan þá hefur húsið verið á geymslusvæði á Ásbrú. Núna, rétt tæpum sjö árum síðar, er húsið komið með nýtt heimilisfang að Hafnagötu 31b í Höfnum. Ferðalagið í Hafnir hófst þann 24. maí 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum á Suðurgötunni í Keflavík. Á þeirri stundu var ekki ljóst hver framtíð hússins yrði. Innviðir þess voru góðir og vilji til þess að húsið myndi öðlast framhaldslíf. Húsið er, samkvæmt eiganda, þess byggt frostaveturinn mikla árið 1918. Þá geisaði líka heimsfaraldur, spænska veikin. Það er því kannski við hæfi að nýta tímann í heimsfaraldri til að koma húsinu fyrir á sínum framtíðarstað. Sveinn Enok Jóhannsson og Maja Potkrajac ætla að vera flutt inn í húsið eftir mánuð. Nýir gluggar verða settir í húsið í næstu viku og svo verður innréttað af kappi næstu vikur en frágangur hússins mun taka einhverja mánuði.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðveig Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Á dögunum var Guðveig S. Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Kvenfélags Grindavíkur. Þar sem fundurinn sem halda átti 6. apríl féll niður var Stella, eins og hún er alltaf kölluð gerð að heiðursfélaga heima í stofu og auðvitað var passað upp á tveggja metra regluna. Stella var formaður Kvenfélagsins á árunum 1970–1976 og 1986–1990, hún hefur tekið þátt í ómetanlegu starfi Kvenfélags Grindavíkur og þannig gefið af sér og haft áhrif. Heiðursfélagar Kvenfélagsins í dag eru þær, Jóhanna Sigurðardóttir, Birna Óladóttir, Sæbjörg María Vilmundsdóttir, Guðbjörg Thorstensen, Kolbrún Einarsdóttir og Guðveig S. Sigurðardóttir. Kvenfélagskonur vilja minna á að þær eru rúmlega hálfnaðar með að ná sínum hlut í söfnuninni fyrir tækjabúnaði sem nýtist konum um allt land.

Armböndin eru komin aftur í sölu og súkkulaðið einnig. Hægt er að hafa samband við formann félagsins, Sólveigu Ólafsdóttur, til að nálgast vörur. Kvenfélagskonur bjóða upp á að skutla þessum flottu vörum og skella á hurðarhúninn eftir að millifærsla hefur verið framkvæmd. Kvenfélagið vill koma því á framfæri að vegna þeirra sérstöku tíma sem nú eru vegna COVID-19 þá hefur verið ákveðið að fella niður alla vetrardagskrá félagsins með von um betri tíma þegar líður á haustið.

Mannlífið blómstrar í Höfnum Mannlífið blómstrar í Höfnum og þar mátti sjá brosandi börn á hjólum í góða veðrinu í vikunni. Myndina tók Hilmar Bragi við Hafnagötu í Höfnum en þar voru börnin á ferðinni til að fylgjast með flutningi á 102 ára gömlu húsi í þorpið en sagt er frá því á öðrum stað í blaðinu. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Áhöfnin frá Jordan Aviation ásamt Steinþóri hótelstjóra við Hótel Keflavík á laugardaginn þegar áhöfnin yfirgaf hótelið eftir næstum mánaðargistingu.

Tökum nú því sem að höndum ber – segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík en það er eina hótelið sem hefur verið opið að undanförnu.

Hótel Keflavík er opið og að taka á móti gestum þessa dagana þrátt fyrir COVID-19. Nokkuð hefur verið af erlendum gestum á hótelinu síðustu vikur sem m.a. hafa dvalið þar langdvölum. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Eftir 34 ár sem hótelstjóri og eigandi Hótel Keflavík þá er óhætt að segja að síðustu vikur og mánuðir hafa verið bæði þeir skrýtnustu og erfiðustu frá upphafi. Ég ákvað strax að hafa hótelið áfram opið, kann bara ekkert annað, þó það sé kannski ekki að skila sér beint tekjulega til skamms tíma enda kostnaður oft sá sami þó gestir séu færri. Hitt er að okkur finnst við bera skyldu til að þjóna gestum sem hafa staðið með með okkur til tuga ára og vera

Airbus A330-200 þota Jordan Aviation á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Sigurður B. Magnússon

með opið. Við náum þessu aftur til baka á næstu 34 árum,“ segir hann og brosir.

Flestir starfsmenn á hlutabótum

„Flestir starfsmenn hótelsins og KEF veitingastaðarins eru komnir á hlutabótaleiðina,“ segir Steinþór, „en við hjónin höfum staðið vaktina allan sólarhringinn á móti. Það er bara eins og við Hildur gerðum ásamt foreldrum mínum í upphafi og fannst það eðlilegt. Það er því miður alltof algengt að fólk vill vera með þegar vel gengur en hverfur þegar á móti blæs. Við höfum notið velgengni í

yfir 30 ár og tökum nú því sem að höndum ber.“ KEF veitingastaður hefur líka verið opinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það er ekki síst til að sýna tryggum viðskiptavinum þakklæti fyrir ótrúlega jákvæðni gagnvart veitingastaðnum. Þegar aðrir loka bítum við á jaxlinn og höfum opið. Við vonum að um leið og samkomubanni lýkur getum við tekið vel á móti öllum bæjarbúum sem vilja hafa góðan veitingastað opinn í sínu nærumhverfi.“ Nú er verið að klára framkvæmdir í móttöku hótelsins sem hafa tafist í því ástandi sem nú er. Steinþór segir að eftir nokkrar vikur muni þar opna m.a. Diamond Bar, „sem verður án efa einn glæsilegasti bar landsins ásamt glerhúsum sem munu geta opnast alveg á fallegum sólardögum.“ Steinþór segist þakklátur fyrir að áherslur eigenda hótelsins síðustu

tvö árin voru að fjárfesta í gæðum í stað þess að fjölga herbergjum og gera eitthvað sem ekki hefur sést á hótelum á Íslandi. „Það er gaman að gera þannig hluti í Keflavík. Þá verður það stór dagur þegar síðustu herbergin á Hótel Keflavík hafa verið endurnýjuð og við losnað við gólfteppin. Teppalaus herbergi, sem og krafa um baðkör á herbergjum, er einfaldlega grunnkrafa nú á tímum og þangað eru við að fara. Þetta verður verður erfiður tími en framkvæmdum er að ljúka og þegar erlendir gestir koma aftur verðum við tilbúin með glæsileg fjögurra og fimm stjörnu hótel eins og þau gerast best í heiminum. Það ásamt veitingastaðnum KEF og Diamond Bar mun vera öflug lyftistöng fyrir bæjarfélagið okkar,“ segir Steinþór.

Jórdanir gistu á hótelinu vikum saman

Það eru ekki bara þotur Icelandair sem hafa staðið verkefnalausar á Keflavíkurflugvelli vikum saman. Airbus A330-200 frá Jordan Aviation í Jórdaníu stóð verkefnalaus á Keflavíkurflugvelli í næstum mánuð. Áhöfnin, fjórtán manns, gisti á Hótel Keflavík á meðan vélin stóð á stæði á austurhlaði Keflavíkurflugvallar. „Jú, það er rétt að áhöfnin gisti hjá okkur í nokkrar vikur,“ segir Steinþór. Áhafnir einkaflugvéla sem hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli hafa einnig gist á hótelinu síðustu vikur, sem og vinnuhópar, þannig að það er líf á hótelinu alla daga.


16 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Einmuna veðurblíða og fjöldi báta á sjó Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

róðrum. Aðalbjörg RE hefur líka róið og landað átján tonnum í þremur róðrum. Veðurblíðan undanfarna daga hefur gert það að verkum að mjög margir bátar hafa verið á handfæraveiðum rétt utan við Sandgerði eða eiginlega bara beint utan við innsiglingarbaujuna. Hafa hátt í 40 bátar verið að landa í Sandgerði og flestallir fiskað mjög vel. Lítum á nokkra. Bátur

Þá er hrygningarstoppinu lokið, bátarnir komnir á veiðar og veðurguðirnir hafa verið ansi góðir. Einmuna blíða hefur verið sem hefur gert það að verkum að mjög mikill fjöldi báta er búinn að vera að róa og þá aðallega handfærabátar. Byrjum samt á netabátunum. Eftir að veiðar gátu hafist aftur hafa netabátarnir, sem allir eru núna að landa í Keflavík og Njarðvík, ekki þurft að fara langt út því þeir hafa einfaldlega farið undir Vogastapann og áleiðis eftir Vatnsleysuströndinni. Reyndar hafa Þorsteinn ÞH og Maron GK farið þvert yfir Faxaflóann og verið með netin skammt frá Akranesi. Eftir stoppið þá er t.d Erling KE með 54 tonn í þremur, Langanes GK

39 tonn í fjórum en það má geta þess að það er sitt hvor ísprósentan hjá bátunum, um 16% hjá Erlingi KE og um 20% hjá Langanesi GK. Maron GK með 41,6 tonn í fimm, Þorsteinn ÞH 40,4 tonn í fjórum. Halldór Afi GK 22 tonn í fimm, Hraunsvík GK 16 tonn í fjórum, Bergvík GK 8,6 tonn í tveimur, en eins og áður hefur komið fram þá er einn maður á þeim báti. Sunna Líf GK 14,3 tonn í tveimur en báturinn landar í Hafnarfirði. Núna eru tveir togarar frá Nesfiski farnir til rækjuveiða djúpt úti af Norðurlandinu, það eru Berglín GK

og Sóley Sigurjóns GK en það gæti farið svo að það myndi annar bátur frá Suðurnesjum líka fara á rækjuveiðar, nánar um það síðar. Pálína Þórunn GK hefur átt ansi góðan aprílmánuð og landað alls um 332 tonnum í fimm löndunum en báturinn var síðan settur í smá stopp og fór á sjóinn um það bil þegar að þessi pistill kemur i ykkar hendur. Dragnótabátarnir hafa lítið róið eftir stoppið og Finnbjörn ÍS sem var í Sandgerði í mars er farinn vestur til Þingeyrar. Ísey EA hefur róið og fiskað nokkuð vel, landað um 41 tonni eftir stoppið í fjórum

Veitt

Róðrar

Svanur HF 20

6,5 tonn 4 róðrar

Kvika GK

3,4 tonn 3 róðrar

Líf GK

9,1 tonn 5 róðrar

Huld SH

6,5 tonn 3 róðrar

Rokkarinn GK

7,4 tonn 4 róðrar

Birna GK

5,6 tonn 4 róðrar

Dóri í Vörum GK 3,2 tonn 2 róðrar Fagravík GK

7,8 tonn 4 róðrar

Stakkur SI

4,5 tonn 4 róðrar

Línubátarnir hafa fiskað ágætlega og núna hefur bátum fjölgað aðeins því að bátar hafa komið til Grindavíkur og Sandgerðis, t.d frá Bolungarvík og Snæfellsnesi. Sem dæmi kom Fríða Dagmar ÍS til Grindavíkur, þangað kom líka Jónína Brynja ÍS báðir frá Bolungarvík og til Sandgerðis kom t.d Stakkhamar SH en allir þessir bátar voru með línuna utan við Sandgerði. ÍS bátarnir lönduðu í Grindavík en Stakkhamar SH kom til Sandgerðis. En það er stutt í 1. maí og þá mun strandveiðitímabilið hefjast – og fyrst ég minntist á handfærabátana þá var ég viðstaddur í Sandgerði þegar að um 40 bátar komu til löndunar og í myndbandi sem fylgir með má sjá 24 báta kom til hafnar og lífið í höfninni í blíðunni sem var.

FIMMTUDAG

KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


Sjáið þessi tilboð á flottum bílum!

Jeep Wrangler

Land Rover Discovery

Verð 2.990.000 kr.

Tilboð: 6.990.000 kr.

Árg. 2015, ekinn 182 þús., beinsk.

Árg. 2017, ekinn 56 þús., sjálfsk.

Húsbíll – Möguleiki á 70% seljendaláni.

Peugeot Expert

Árg. 2015, ekinn 125 þús., beinsk. Innréttaður húsbíll.

Honda Civic

Árg. 2018., ekinn 17 þús., beinsk.

Verð 1.900.000 kr.

Tilboð: 2.250.000 kr.

Honda Jazz

Honda Tourer

Tilboð: 1.590.000 kr.

Tilboð: 1.990.000 kr.

Árg. 2017, ekinn 35 þús., beinsk.

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444

Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is

Árg. 2016, ekinn 27 þús., sjálfsk.


Netspj@ll 18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Hér gekk allt sinn vanagang og svo á einni nóttu varð þetta draugabær“

– Elva Sif Grétarsdóttir býr með fjölskyldu sinni hálft árið á Malaga á Spáni. Hún hefur upplifað hörmungar COVID-19 og bíður spennt eftir að komast heim í íslenska sumrið með fjölskylduna.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Elva Sif Grétarsdóttir býr með fjölskyldu sinni á Malaga á Spáni og á Íslandi þar sem þau reyna að skipta sér jafnt á milli landa. Elva Sif er gift spænskum listamanni sem heitir Victor og þau eiga þrjár stelpur, Klöru Sif sem er þrettán ára, Grétu Líf tíu ára og Bríeti Erlu sem er þriggja ára. „Sú stutta heldur uppi lífi og fjöri alla daga,“ segir Elva Sif í samtali við Víkurfréttir. Fjölskyldan býr á Benalmadena á Costa del Sol, sem er um tuttugu mínútur frá flugvellinum á Malaga. Fallegur og rólegur bær miðað við Spán. „Maðurinn minn rekur fyrirtæki með systkinum sínum en þau eru með leiguhúsnæði til leigu hér. Ég vinn heima við þýðingar og þegar ég er á Íslandi reyni ég að vera í forfallakennslu í Heiðarskóla. Ég er með B.ED próf frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og finnst gaman að hoppa inn í skólann.“

Snilldarhugmynd mömmu – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég reyndi að komast inn í leiklistaskóla á Íslandi og erlendis sem gekk ekki og þá fékk mamma mín þessa líka snilldarhugmynd að ég ætti nú bara að fara til Malaga í þriggja mánaða spænskunám, taka mér smá pásu. Sú pása varð ansi löng.“

Eins og ég segi þá var ég alltaf að fara í stuttan tíma í senn sem varð alltaf lengri og lengri. Svo bara allt í einu er komið 2020 og ég gift, þriggja barna móðir á Spáni ...

– Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Ég ákvað eiginlega aldrei að vera á Spáni, þetta bara gerðist. Eins og ég segi þá var ég alltaf að fara í stuttan tíma í senn sem varð alltaf lengri og lengri. Svo bara allt í einu er komið 2020 og ég gift, þriggja barna móðir á Spáni. En síðustu þrettán ár höfum við stelpurnar alla vega verið mjög mikið á Íslandi og núna til seinni ára er maðurinn minn yfirleitt með okkur þar sem hann er með aðstöðu hjá Íslensk Grafík í Reykjavík og hefur haldið ýmis námskeið í grafískri list og þrykkingu.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Já, ég sakna alltaf Íslands þegar ég er ekki þar. Öll mín fjölskylda á heima á Íslandi og öryggið sem maður finnur á Íslandi er mjög sjaldgæft, held ég. Sérstaklega þegar maður er búin að eignast börn þá sér maður hvað það er gott að vera á Íslandi, öryggi og utanumhald er mjög gott. Til dæmis þegar við erum að fara til Íslands þá erum við að „FARA HEIM“ en þegar við förum aftur til Spánar þá erum við að „FARA TIL SPÁNAR“. Dætur mínar una sér mjög vel á Íslandi, eiga frábærar vinkonur og elska íslenskt sumar og íslensk jól. Þetta frelsi sem börn hafa til dæmis á sumrin á Íslandi er ekki til staðar á Spáni. Hér fara þær ekki einu sinni einar labbandi í skólann eða til vinkonu. Á Íslandi eru þær úti allan daginn á hjóli eða hjá vinkonum.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Fyrst fór margt alveg svakalega í taugarnar á mér á Spáni. Þetta er mikil karlrembuþjóð þó svo það hafi breyst alveg svakalega síðan ég kom hingað fyrst. Mér fannst til dæmis alltaf mjög óþægilegt að labba fram hjá byggingarlóðum, þá var allt leyfilegt og alltaf kallað á eftir manni einhverskonar „hrósyrði“ sem voru kannski ekki alltaf við hæfi. Þetta hefur breyst mjög mikið og eiginlega bara hætt. Fleira sem mér finnst furðulegt hér er að það er ekki móðgun að einhver segi þér að þú hafir fitnað, það er bara eðlilegur hlutur. Í dag er ég nú samt orðin ansi sjóuð í þessari menningu en ég viðurkenni það alveg að ég er mikill Íslendingur og þarf oft að bíta í tunguna á mér þegar kemur að menntun, uppeldi og öðru. Annars reynir maður bara að halda sig á mottunni, maður breytir svo sem engu með því að vera að ergja sig.“


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þriggja mánaða námskeið orðið að 22 árum Elva Sif fór fyrst út í þetta þriggja mánaða spænskunámskeið í september 1998 og hefur svo komið heim á milli. Síðustu þrettán ár hefur fjölskyldan verið helming árs á Spáni og helming árs á Íslandi, nokkurn veginn. „En jú, þetta er orðinn ansi langur tími, 22 ár.“

– Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Ég bjó fyrst í Malaga-borg, svo flutti ég til Benalmadena og fór að vinna á fasteignaskrifstofu og hef verið hér síðan, kynntist manninum mínum hér og eignaðist frábæra vini. Enda er þessi bær mjög ljúfur og góður. Gott að vera hérna.“

... hef verið hér síðan, kynntist manninum mínum hér og eignaðist frábæra vini. Enda er þessi bær mjög ljúfur og góður. Gott að vera hérna ... – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Veðrið er nú yfirleitt gott hérna og maður setur nú lítið út á það, þótt svo ég sé ábyggilega eina mamman í skólanum sem elskar rigninguna. Spánverjinn virkar ekki vel í rigningu. Ég, Íslendingurinn, hef stundum ekki skilið það. Þegar ég kom hingað út þá var hætt við heilu afmælin og kvöldverðina ef það fór að rigna. Annar kostur við að vera hérna er kostnaður við að lifa, ég sé svakalegan mun á matarkörfunni á Íslandi og á Spáni. – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Það er fínt en allt er einhvern veginn á meiri hraða hérna. Kannski lærum við það í þessu útgöngubanni að það þarf ekki að fara alltaf svona

Lausnarmiðuð hugsun!

Foreldrar þekkja vel að það getur tekið á taugarnar að vera með börnin heima í útivistarbanni.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

hratt. Stelpurnar eru í skólanum til 17:00 og þá er dans, leiklist, tennis og svo heim að læra ... þannig að það er ekki mikið eftir af deginum. En jú, það er gott að vera hérna með börn myndi ég segja.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Ég vakna um átta og rek alla á fætur, eiginmanninn líka. Hann fer með skrudduna á leikskólann og ég fer með stóru stelpurnar í skólann, við búum á móti skólanum en þær labba samt ekki einar, annar kostur við Ísland. Síðan fer ég yfirleitt í ræktina og svo heim að elda mat því þær koma heim að borða klukkan 13:30 og fara aftur í skólann 15:30. Suma daga þarf ég að útréttast fyrir leiguhúsnæðin eða þýða, reyni að skipta þessu svolítið á dagana.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

... ég er að bíða eftir að flugvöllurinn opni svo ég geti komið okkur öllum til Íslands. Það er það sem er efst í huga núna ... Einn dagur í útréttingar og annar í húsið, það tekur allt hérna mikinn tíma. Klukkan 15:30 fara þær aftur í skólann og þá er leikið við litlu snúlluna og svo klukkan 17:15 byrjar skutlið. Tennis, dans, handbolti, leiklist ... um 20:00 fáum við okkur smá kvöldverð og svo er bara róleg stund þangað til farið er í háttinn. Helgarnar eru svo nýttar í að vera meira úti, ströndinni, sundlauginni, kaupa ís og fara í göngutúr og fleira þess háttar.“ Bíð eftir að flugvöllurinn opni – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Já ég geri það, ég er að bíða eftir að flugvöllurinn opni svo ég geti komið okkur öllum til Íslands. Það er það sem er efst í huga núna, að komast heim. En jú, ég lít björtum augum á þetta, held að við lærum mikið af þessum tíma en að sjálfsögðu verður þetta mjög erfitt. Margir vinir okkar misstu vinnu eða fyrirtæki sín á einni nóttu á meðan aðrir vinir eru

að vinna á spítala og sjá ekki börnin sín og ættingja vegna smithættu en ég held að eftir einhvern tíma sjáum við einhvern lærdóm í þessu öllu saman. Ég held að heimurinn hafi verið á ofursnúningi.“ – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ástandið hafði áhrif á ræktina þar sem það er allt lokað en ég er mikil áhugamanneskja um kvikmyndir og sjónvarpsseríur og það hefur komið sér vel í ástandinu þótt ég hafi nú lítinn tíma þar sem það er heimaskóli hjá skvísunum og mikið að gera í honum.“ – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Mér finnst alltaf gott að koma heim og vera bara í rólegheitum heima hjá mér, mér finnst mjög gott að fara í bústað og í kaffi til mömmu en ég held ég geti ekki nefnt einn uppáhaldsstað á Íslandi en mér finnst alltaf gaman að koma á Akureyri.“

– Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Koma heim eins fljótt og ég get og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum. Vonandi kemst ég líka í Metabolic, ómissandi þegar maður er heima.“ – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Mamma og pabbi voru að koma í þrettán daga ferð um páskana sem ekkert varð af. Allar skvísurnar mínar og eiginmaður áttu afmæli í útgöngubanni þannig að þrjú barnaafmæli duttu út af dagatalinu. Við vorum meira að segja búin að gera kökuna fyrir elstu stelpuna þar sem hún ætlaði að halda upp á það daginn eftir að útgöngubann gekk í gildi. Þannig að við bara borðuðum kökuna hérna heima. En það var mikill söknuður að fá ekki mömmu og pabba/ömmu og afa.“

Sumir orðnir gjaldþrota á einni nóttu – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Þetta er allt mjög skrítið. Hér gekk allt sinn vanagang og svo á einni nóttu varð þetta draugabær. Ef maður fer út í búð þá eru allir með grímur og hanska, lögreglan stoppar þig ef þú ferð í búð of langt frá heimili þínu og hún er sjáanleg alls staðar. Mjög furðulegt að lifa í svona veruleika sem maður hefur bara séð í bíómyndum eiginlega og datt aldrei í hug að upplifa sjálfur. Ég á marga vini sem eiga veitingastaði, hótel og verslanir og sumir

orðnir gjaldþrota á einni nóttu, fólk á ekki fyrir mat og þarf að biðja um aðstoð. Börn eru að upplifa veruleika þar sem foreldrar vita ekki hvernig það á að borga reikningana í næsta mánuði. Fólk sem hefur bara alltaf lifað ágætu lífi en þegar allt stoppar svona allt í einu þá er þetta mikið sjokk fyrir alla. Vinir sem vinna á spítölum hafa búið á hótelum síðan í byrjun mars svo það þurfi ekki að fara heim vegna smithættu. Flest öll fyrirtæki hafa lýst sig gjaldþrota og atvinnuleysi hræðilega hátt. Það þarf að þrífa allt sem maður kaupir í búðinni þegar maður kemur heim og helst fara í sturtu. Skó þarf að sótthreinsa þegar maður kemur inn og föt í þvottvél. Manni finnst þetta vera mjög ýkt en þetta er okkur ráðlagt hérna af landlækni og ríkisstjórn. Núna, sunnudaginn 26. apríl, má fara út með börn í eina klukkustund á dag. Það má bara fara einn kílómetra frá heimilinu sínu og það má ekki nálgast vini eða fara á leikvelli. Okkur er ráðlagt að setja börnin í sturtu þegar komið er aftur inn. Það er líka búið að biðja okkur að undirbúa börnin þar sem þau munu sjá annan veruleika, allt lokað, fólk með grímur og enginn nálgast þau og þau mega ekki nálgast neinn. Ég trúði því aldrei að þetta yrði svona, ég var nú bara í lok febrúar að gantast með að þetta væru allt ýkjur og þetta væri bara flensa en þetta fór á hinn allra versta veg. Mjög súrrealískt ástand að upplifa þetta og heyra fréttir að um 800–900 manns séu að deyja á dag en í dag erum við með tölur um 300–400 andlát á dag.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mamman átti erfiðast með þetta – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Við höfum reynt að halda rútínunni svona nokkurn veginn, þótt það sé farið aðeins seinna að sofa og vaknað seinna, fyrir utan yngstu skvísuna. Skólinn er búinn að vera í aðalhlutverki myndi ég segja. Hann var ekki tæknilega tilbúinn fyrir þetta ástand og mikið vesen með að fá heimavinnu og fara í tíma á netinu og þess háttar. Hér eru 28 nemendur í bekk og ég er með tvær í skóla þannig að þetta tók á taugarnar og gerir aðeins enn. Sú yngsta (þriggja ára) fékk meira að segja smá heimavinnu frá leikskólanum. Seinnipartinn reynum við bara að vera að gera það sem okkur finnst skemmtilegt, púslum, frjáls tími í tölvu, sjónvarp eða leik. Miðjustelpan er mjög listræn og á held ég erfiðast með þetta þar sem hún þarf að fá útrás fyrir þessu eðli sínu og ekki allt til staðar á heimlinu og allar búðir lokaðar, en við reddum þessum. Ég held að mamman hafi átt erfiðast með þetta og ég er nú samt sú heimakærasta á heimilinu en ég viðurkenni að þegar liðnar voru svona þrjár, fjórar vikur án þess að fara út þá fór þetta að taka á. Það sem hefur þó breyst til hins betra er

Mannauðar götur og torg Spænskt mannlíf er ekki svipur hjá sjón eins og þessar myndir sýna.

Fólk er smeykt við þessa veiru, hún er svo óþekk og breytist dag frá degi, alltaf er verið að komast að einhverju nýju og fólk er hrætt. Ekki bætir á ástandið að vera tekjulaus. Þetta er búið að hafa gífurleg áhrif á Spán og á bæinn minn líka. Þetta er mikill ferðamannabær og hér er verið að tala um að sumarið sé ónýtt. Búið að aflýsa öllum bæjarskemmtunum, tónleikum, leikhúsum, sundlaugar opna eflaust ekki og ströndin verður ekki sú sama og önnur sumur.“

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

að það er minni pressa og hraði á öllu. Það er allt í lagi að slaka á því það er nægur tími til að gera allt.“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Fara þér hægar og njóta hvers augnabliks, maður segir þetta oft en fer sjaldnast eftir þessu. Mér líður pínu eins og jörðin hafi skammað okkur og lokað okkur inn í herbergi í smástund til að hugsa málið. Ég held að það komi margt

Í fararbroddi í fjarnámi í 20 ár Umsóknarfrestur er til 4. maí

Hraðaðu námsframvindu þinni í sumarskóla Háskólans á Bifröst

jákvætt út úr þessu, verður maður ekki bara að halda það?“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Ég nota Messenger mikið og FaceTime til að tala við fólkið mitt á Íslandi en mér finnst alltaf bara best að hringja í síma þegar ég tek spjall við mömmu.“ – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Ella amma, ég myndi hringja í gömlu, hringi alltof sjaldan og hún er alveg einstök.“


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Reykjanesbær býður í bílabíó Í tilefni sumarkomu og til að létta lundina á fordæmalausum tímum er bæjarbúum boðið í bílabíó föstudaginn 1. maí. Þrjár sýningar verða á malarplaninu á milli Ægisgötu og Hafnargötu 15–19. Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED-skjá í samstarfi við Sonik og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílnum. Klukkan 14 verður sýnd uppfærsla Leikfélags Keflavíkur á Benedikt búálfi, klukkan 16 verður sýnd fjölskyldumyndin „Víti í Vestmannaeyjum“ og klukkan 20 verður hin tímalausa klassík „Með allt á hreinu“ sýnd. Bæjarbúar eru hvattir til að taka rúntinn og upplifa bíóstemmningu eins og þá sem við höfum aðeins séð í bíómyndum. Nú er um að gera að poppa eða versla veitingar til að hafa með sér í bílinn og eiga saman skemmtilega stund með fjölskyldunni. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem raða þarf bílum upp undir stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurness. Sérstök athygli er vakin á að stærri bílar þurfa að vera aftastir á stæðinu til að skyggja ekki á útsýni og er fólk beðið að virða fyrirmæli gæsluaðila.

LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR HELDUR ÁFRAM AÐ GLEÐJA BÆJARBÚA Undanfarnar vikur hafa Leikfélag Keflavíkur og Víkurfréttir staðið saman að netleikhúsi á Facebook-síðu Víkurfrétta og sýnt nokkrar leiksýningar sem leikfélagið hefur sett upp í gegnum árin. Hefur þetta verið gert til þess að stytta fólki stundir á skrítnum tímum. Leikfélagið var í miðju sýningarferli á fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur þegar samkomubannið skall á og hætta þurfti sýningum. Barna- og fjölskyldusýningar hafa alltaf slegið í gegn hjá leikfélaginu og því var þetta ákveðinn skellur fyrir rekstur félagsins. Félagsmönnum langar að halda áfram að gleðja bæjarbúa, stóra

sem smáa og ætla því að streyma Benedikt búálf á Facebook. Benedikt búálfur var, eins og áður sagði, vorsýning 2020 í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Höfundur verksins er Ólafur Gunnar Guðlaugsson og tónlistina samdi Þorvaldur Bjarni. Þetta samkomubann kom auðvitað illa niður á félaginu sem eðli mála samkvæmt lifir nánast á miðasölu

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

og ljóst að eitthvert verður tapið. Því hefur verið tekin sú ákvörðun í samstarfi við VF að sýna þessa sýningu og opna um leið fyrir innlegg á styrktarreikning þar sem bæjarbúar geta lagt inn valfrjálsa upphæð um leið og þeir njóta áfram leiksýninga frá okkar frábæra leikfélagi. Þetta er auðvitað gert til þess að koma megi til móts við það fjárhagslega tjón sem

félagið hefur orðið fyrir og til þess að hægt sé að halda áfram frábæru starfi að ástandi loknu. Reikningsnúmer: 0121-26-000609, kennitala: 420269-7149. Leikfélag Keflavíkur vonar að þið njótið sýningarinnar og hlakkar til að taka upp þráðinn að nýju, vonandi í haust. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn.


BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2020

RE Y KJ AN E SB ÆR

vinalegur bær

Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu kveðjur!


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kjólarog knattspyrna

eru áhugamál Thelmu Brottflutt Keflavíkurmær klæðist bara eldri kjólum og fer í þeim á knattspyrnuleiki sonanna. Afi þeirra var í gullaldarliði Keflavíkur. Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og konan á bakvið Kjólasafn Thelmu á samfélagsmiðlum, á tvö áhugamál, knattspyrnu og kjóla. Við getum bætt þriðja K-inu við því hún er brottflutt Keflavíkurmær. Knattspyrnuáhuginn kemur kannski að hluta frá föður hennar, Jóni Ólafi Jónssyni, sem var einn af lykilmönnum gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, enda bjartsýn að eðlisfari og viss um að þetta sumar verði jafn gott veðurfarslega eins og það síðasta. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Kjólar og knattspyrna eru mín helstu áhugamál. Ég safna og geng daglega í gömlum litríkum kjólum, helst frá árunum 1955–1975. Ástandið hefur haft lítil áhrif á það en ég hef þó verið að hvetja konur að vera duglegar að fara í fallega kjóla þó maður sé bara heima hjá sér og endilega skella á sig varalit, það gerir ótrúlega mikið fyrir sálartetrið. Hitt áhugamálið, knattspyrnan, hefur hins vegar aldeilis orðið fyrir ástandinu eins og allir vita. Ég fer

mjög gjarnan að horfa á synina keppa og sakna þess mjög að standa á hliðarlínunni, ekki bara að horfa á leiki heldur einnig hitta foreldra og aðra fótboltaáhugamenn. Held þó í vonina að við fáum að mæta á leiki í sumar. – Hvernig byrjaði þetta kjóladæmi og hvernig þróaðist það? Strax á unglingsaldri fannst mér gaman að fara óhefðbundnar leiðir í klæðavali, fór í náttbuxum af pabba á ball og vafði dúk um hausinn á mér. Þegar ég fór sem skiptinemi til Þýskalands sem unglingur kynntist ég síðan flóamörkuðum og byrjaði þá að kaupa notuð og litrík föt. Stíllinn þróaðist síðan með árunum en undanfarin fimmtán ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

og á orðið ansi stórt og fallegt safn. Þegar aðrir fara á söfn í útlöndum þá fer ég í gersemaleit í vintage-búðum. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Nei, engan sérstakan. Ferðalög okkar innanlands undanfarin tólf ár hafa aðallega tengst fótboltamótum. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Nokkuð óráðið enda erfitt að gera langtímaplön þessa dagana. Held að við eigum bara eftir að njóta þess að vera hérna heima í fallega Hafnarfirðinum en ef það verður einhver pása í fótboltanum hjá strákunum þá förum við mjög líklega í heimsókn á Snæfellsnesið eða alla leið á Langa-

nesið. Síðan verður yngri drengurinn loks fermdur í lok ágúst. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Við vorum á leiðinni til Gautaborgar á risastórt, alþjóðlegt fótboltamót með yngri syninum og í framhaldinu til Kaupmannahafnar til að eiga gæðastundir með systkinum mannsins míns. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Það sem hefur breyst mest er að ég byrjaði í nýrri og spennandi vinnu þann 1. apríl síðastliðinn sem er vissulega smá skrýtið á þessum undarlegu tímum. Annars höfum við fjölskyldan bara verið mest heima, spilað, púslað, horft á margar sjónvarpsseríur en einnig saknað þess að hitta fólk. – Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst mjög vel í mig, hlakka til að taka þátt í að efla atvinnulíf í Hafnarfirði og hvet Suðurnesjamenn til að kíkja við í fallega fjörðinn. Það


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Thelma er með MBA

próf frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðssamskiptum frá Freie Universität í Berlín. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri fataverkefnis Rauða kross Íslands og markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stíllinn þróaðist síðan með árunum en undanfarin fimmtán ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og á orðið ansi stórt og fallegt safn. Þegar aðrir fara á söfn í útlöndum þá fer ég í gersemaleit í vintage-búðum.

eru annars ýmsar áherslubreytingar í starfsemi markaðsstofunnar sem verður gaman að takast á við og móta í samstarfi við stjórn félagsins. Mig hafði annars dreymt um það lengi að geta gengið í vinnuna, sá draumur hefur nú ræst og eru það mikil lífsgæði. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, mér finnst allir vera að reyna að vanda sig og fara eftir reglum. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Held að við verðum þakklátari fyrir margt sem okkur þótti áður svo sjálf-

sagt, eins og að eiga gæðastundir með vinum og ættingjum og gefa gott og innilegt faðmlag. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það eru bara helst símtöl og Messenger en nota myndsímtöl mun meira en áður og hef farið í nokkur fjarpartý. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Það yrði til mömmu og pabba. Ég hef einungis getað heimsótt þau á pallinn undanfarnar vikur svo við reynum að heyrast oftar í síma.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Ertu liðtæk í eldhúsinu? Nei, eiginlega ekki ... eða eiginmaðurinn er allavega mun betri kokkur en ég. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Helst eitthvað sem hægt er að gera í einum potti t.d. kjúklingasúpu en svo er líka skemmtilegt að bera fram litríkan og fallegan mat. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Innbökuð nautalund – jólamaturinn okkar.

– Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Súrmat, læt pabba um það. –Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Bökuðum mjög góðar brauðbollur nýverið og dreifðum hluta þeirra á góð heimili. Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hakk og spaghetti, allir sáttir við það á mínu heimili.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?

– Hvað ráðleggur þú fólki að gera á þessum óvenjulegum tímum? Ég hvet konur til að klæða sig í fallega litríka kjóla en síðan getur varalitur einnig haft mjög góð áhrif, jafnvel þegar maður er á leið í göngutúr.

Synirnir Óttar Uni og Máni Mar eru duglegir. Hér fagna foreldarnir Steinbjörn Logason og Thelma með þeim stúdentsprófi og Íslandsmeistaratitli í 4. flokki með FH. Foreldrar Thelmu, Bagga og Jón Óli, á veirutímum á heimili sínu í Njarðvík. Dóttirin heilsaði upp á þau en myndin er táknræn og mjög skemmtileg.


dd

g o n a Leir Þátturinn verður aðgengilegur hér 0 3 0: 2 . kl íl pr a 0. 3 nn gi da tu m m fi

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


f í l u g g g lö

! r a n n u ik v i ín s a g a m ja s í Suðurne

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Matarstaur er miðpunktur mikillar gleði á veirutímum Keflavíkurhjónin Þorsteinn Bjarnason og Kristjana Héðinsdóttir, sem búa í Hafnarfirði, hafa notið matargleði með nágrönnum sínum í næsta húsi á veirutímum með sérstökum hætti. Þau hafa sent hvort öðru kvöldmatinn oft í viku og það ekki á venjulegan máta því á milli húsanna er staur sem þau setja matinn á. Fyrrverandi Keflavíkurmarkvörðurinn Steini Bjarna segir að það sé mikill spenningur að vita hvað sé í matinn þegar nágrannarnir elda og öfugt. Vináttan hafi styrkst á tímum COVID-19. – Þetta er skemmtilegt uppátæki hjá ykkur nágrönnunum á tímum COVID-19. Það er ekki hægt að segja annað. Byrjaði á léttri heimsendingu í byrjun, svona til að létta undir með grönnunum. Svo byrjuðu okkar hugvitsömu grannar að auka í matargjöfina og þá þurfti að setja pall á staurinn. Loksins urðu einhver not af þessum staur því ekki er ætlunin að setja upp vegg á milli okkar. Í þessu ástandi er flott að gera eitthvað svona og legg til að fleiri nágrannar sem hafa kost á því að gera þetta. Það verður alltaf ákveðin spenningur í kringum þetta og gleði. – Hafið þið kannski lagst í meiri heimavinnu með matseðil. Ekkert frekar, áður fyrr vorum við kannski að snæða saman einu sinni í mánuði og þá var stundum meira lagt í þetta aðeins að toppa sig en núna er þetta meira bara venjulegur matur með sparitilbrigðum

þegar tilefni er til. Maður rúllar bara hefðbundnum uppáhaldsréttum fjölskyldunnar og vonar að það gangi í nágrannana, t.d. Lasagne, Spagetti Bolognese og svo klikkar lambið aldrei. Þetta verður meira matar(veislu)þjónusta heldur en matarboð þar sem maturinn fer út úr húsi. – Eru einhver uppáhaldsmatur hjá ykkur, eitthvað sem ykkur hjónum finnst sérstaklega gott hjá nágrönnunum og öfugt? Við vitum sjaldan hvað við fáum sem gerir þetta meira spennandi en við erum með það nokk á hreinu hvað okkur líkar ekki (ég er líklega vandamálið). Eftir sextán ár sem góðir grannar þá er þetta nokkuð ljóst hvernig matarsmekkurinn er en þorskhnakkarnir og grilluðu tvírifjurnar hjá nágrönnum okkar slógu í gegn. Við fengum hólið fyrir Lasagne og innbökuðu nautasteikina. Það gæti vel verið að við reynum að þróa

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

þetta í einhverja átt sem við vitum ekki hver verður ennþá. – Og kokteilar líka? Það kemur svolítið stuði í mannskapinn þegar Holy B er búin að vera á skjánum þá er upplagt að taka einn við staurinn og skoða sólroðann sem er ansi flottur hér ofan af Ásfjallinu enda gott útsýni heim í Kef. Þá kemur hver og einn með sinn drykk út á staur og við höldum öllum reglum með fjarlægðina. – Eruð þið búin að ræða hvað gerist í matarstauramálum eftir COVID-19? Staurinn verður allavega ekki felldur og það verður örugglega „reunion“ hjá honum á góðum sumarkvöldum. Við höfum fengið heimsókn á staurinn frá nágrönnum okkar handan götunar og spurning hvort fleiri bætist við í góðan drykk svona við hæfi.

Páll Ketilsson pket@vf.is

– Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég geri það. Við komumst í golfið eftir helgina svo er bara að ferðast um landið og styrkja ferðaiðnaðinn eins og hægt er. – Hver eru áhugamál þín og hefur ástandið haft áhrif á þau? Þetta hefur haft þau áhrif að íþróttir hafa legið niðri. Ég sakna þess að komast ekki á æfingar í körfu en hef tekið ágætis göngutúra með eiginkonunni. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Engan sérstakan en má nefna Vestfirði, bæði Aðalvík og svo Strandirnar. Frábært og undurfallegt að ganga þar um. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Fyrst skal nefna golfið, sumarbústaður fjölskyldunnar í Þrastarskógi, vika á Akureyri og fleira. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Heimsókn til Uppsala í Svíþjóð þar sem afadrengurinn hann Heimir býr, slæmt að hitta hann ekki. New York


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

Hjónin Þorsteinn Bjarnason og Kristjana Héðinsdóttir sinna matargleði með nágrönnum sínum. Senda hvort öðru kvölmatinn á staur á milli heimilanna. var planað og eitthvað meira. Það kemur annað ár eftir þetta til ferðalaga erlendis. Best að vera laus við vinnuferðir erlendis. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Þetta er margt skrýtið. Vinnulega séð þá hefur verið unnið 50/50 heima og að heiman. Kristjana mín hefur alfarið unnið heima og erum við í sitt hvorum enda hússins við störf – en eins og hjá öðrum þá saknar maður tímans með fjölskyldunni þar sem Bjarni og Ingibjörg okkar starfa bæði í heilbrigðisgeiranum. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Það sýnist mér að mestu þó einhverjar undantekningar megi finna hist og her. Þessi staur okkar er ein birtingarmyndin þar sem ég og nágrannakonan erum vinnufélagar en erum á sitt hvorri vaktinni .

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að þetta sýni að það er ekkert sjálfsagt í tilverunni og enn á ný sést hvað við Íslendingar erum heppnir að vera staddir hérna út í miðju Atlantshafinu þegar eitthvað bjátar á í veröldinni. Svo sýnir þetta hvað það er mikilvægt að rækta nærumhverfi sitt, fjölskyldu og vini. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það er Messenger við fjölskylduna og Teams í vinnunni fyrir utan símann. Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi tækni öll verður notuð þegar þetta ástand verður yfirstaðið. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætli það væri ekki í mömmu og pabba í draumalandinu en tæknin er víst ekki orðin nógu góð í það.

fðir þú – Hvaða spurningu he u viðviljað fá að svara í þess og in tali? Hver er spurning svarið við henni?

– Fer Keflavík upp í úrvalsdeildina í ár? Já.

– Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, já. Ef mér er sagt til og stjórnað. Er nokkuð brattur á grillinu og Big Easy. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Allar gerðir af kjötmeti og ýmsu meðlæti á grillinu. Nokkuð góður með kalkúninn. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Rib-Eye, Medium Rare, bökuð kartafla, grillaður, nýr aspas og Bearnaise.

– Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Lognuð svið en það er herramannsmatur nágrannanna (húsfrúin að vestan). – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Það var líklega bananabrauð, einkar ljúffengt. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Maður kaupir líklega ekki naut. Líklega plokkfisk með osti og Bearnaise.


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sagan af staurnum Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir og Ágúst Ágústsson eru nágrannar Þorsteins Bjarnasonar og Kristjönu Héðinsdóttur og hafa vinahjónin leyft vinum sínum á Facebook að fylgjast með fjörinu á staurnum á tímum COVID-19. Ragnheiður setti nýlega söguna á bak við matarstaurinn og hún er vægast sagt mjög skemmtileg. Þegar við fluttum í húsið okkar höfðu önnur hjón keypt hinn helminginn. Ýmislegt var ófrágengið eins og vill gerast með nýleg hús og eitt af því var bílaplanið. Nágrannakonan var ákveðin í því að það þyrfti að koma landamæraveggur á miðju bílaplaninu þ.e. frá húsi og u.þ.b. 1,5 metra út frá því eins og væri á öllum hinum húsunum. Þetta var samþykkt og staurinn því settur niður um leið og var hellulagt. Svo kom haustið og veturinn og þessir nágrannar voru orðnir góðir vinir okkar. Við komumst fljótt að því að það var gott að geta labbað þurrum fótum undir þakskegginu í stað þess að fara út fyrir landamæravegg og lenda í bleytu eða snjó þannig að það var tekin ný ákvörðun um að reisa ekki umræddan vegg. Síðan er liðinn góður áratugur og staurinn er þarna, ekki til neinnar prýði og lítils gagn..... eða þar til núna að hann öðlaðist nýtt hlutverk sem hefur vakið nokkra athygli. Við vinirnir gerðum það af og til að borða saman en svo kom COVID-19 og þá kom upp sú staða, vinnunnar

vegna, að ég og húsbóndinn á hinu heimilinu máttum ekki hittast mikið því við vorum á sitt hvorri vaktinni þar. Einn daginn hringir nágrannakonan í mig og segist vera að elda ljúffengan lambapottrétt og hún ætli að setja hann við dyrnar og dingla bjöllunni. Næsta dag fannst mér ég verða að launa greiðan og þá kviknaði þessi hugmynd, sem Gústi framkvæmdi snarlega að setja plötu á staurinn og réttlæta þannig tilveru hans. Þarna var kominn fínasti staður fyrir matargleðina okkar. Eins og þið hafið séð þá hefur staurinn verið miðpunktur mikillar gleði síðustu vikur og verður áfram til 4. maí. Nokkrum sinnum í viku höfum við skipst á að setja kvöldmatinn á staurinn og upp á síðkastið meira að segja útfært kokteilboð þarna úti eftir að sólin fór að skína. Matarafhendingarstaurinn fæst í Byko en ég er ekki viss um að þeir geti tryggt svona góða nágranna með í pakkanum. :-) ... og þá þekkið þið, sem nenntuð að lesa alla langlokuna, söguna um staurinn.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Eins og sjá má á myndunum er stemmningin góð við matarstaurinn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

ÐILL E S T A M YTTUR E R B L Ö FJ ÖNNUM R G M U Ð HJÁ GÓ


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keflavíkurflugvöllur Þriðjudagur 28. apríl kl. 19:00

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Komst í elítuhóp 0,5% þjóðarinnar:

Gerir ráð fyrir að þurfa að sjá um utanríkismál þjóðarinnar

Netspj@ll – Líturðu björtum augum til sumarsins? Það er erfitt að líta ekki björtum augum til sumarsins þrátt fyrir ástandið þar sem að ég á von á barni á næstu dögum, verður vonandi komið í heiminn þegar þetta birtist. Þá geri ég ráð fyrir því að Liverpool verði krýnt Englandsmeistari í sumar sem ég vonast til að fagna á litla Anfield í hópi góðra manna og að Keflavík komist í efstu deild í fótbolta. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Ég er mikill áhugamaður um knattspyrnu og sit í stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur. Þannig að ástandið hefur haft heilmikil áhrif á það. Ég er blessunarlega bara góðveðursgolfari þannig að ekki hefur reynt á áhrifin þar ennþá. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Þetta er merkilega erfið spurning en Jökulsárhlíð fyrir austan hvar ég var í sveit sem gutti á Hrafnabjörgum 2 kemur upp í hugann. Sigmundur Davíð var þó ekki skráður í sveit á næsta bæ á þeim tíma enda þegar kominn í eyði. Hefði verið gaman að hafa kallinn samt á næsta bæ. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Ég geri ráð fyrir að stór hluti af sumrinu fari í að venjast því að vera með hvítvoðung á heimilinu og stilla það saman við hin þrjú börnin sem búa hjá okkur aðra hverja viku. Eina sem er fast í hendi varðandi ferðalög er vikuferð norður yfir verslunarmannahelgina. Það verður þó pottþétt ekki eina ferðin út fyrir bæjarmörkin. Þá geri ég ráð fyrir því að það verði þétt dagskrá hjá okkur í kringum Keflavíkurliðið í þéttspiluðu móti. Svo

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, stjórnarmaður í stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur, gallharður púllari og ákkúrat nógu gamall til að muna eftir síðasta Englandsmeistaratitli liðsins. ætla ég að finna golfkylfurnar og sjá hvort ég geti orðið jafn góður og ég held að ég sé í þeirri íþrótt. Svo ætla ég að reyna að hemja mig á trampólíninu með börnunum og vonandi ekki þurfa að fara með fleiri á spítala eftir leik þar (það fór þó betur en á horfðist).

farið í fótbolta og körfubolta með börnunum aftur og sýnt þeim listir á trampólíninu. Í ljósi frétta af takmörkunum á utanlandsferðum og að jafnvel bara þeir sem eru með ónæmi fái að ferðast geri ég ráð fyrir, ásamt nokkrum öðrum, að þurfa að sjá um utanríkismál þjóðarinnar.

– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Í raun er ekki mikil breyting á plönum sumarsins sem voru lituð af barneigninni en við höfðum sett stefnuna á tveggja vikna sólarlandaferð með haustinu – bjartsýnin á að það gangi eftir minnkar með hverjum deginum. Þá er líka eins gott að Siggi Stormur hafi rétt fyrir sér með að sumarið verði gott.

– Varðstu mjög veikur? Ég varð aldrei mjög veikur en upplifði hefðbundin flensueinkenni í um tvær vikur. Ég vissi í raun um leið og ég varð veikur að ég væri með veiruna þar sem ég hef verið svo heppin að ég veikist nánast aldrei af hefðbundnum umgangspestum. Þegar ég greinist voru öll þrjú börnin hjá okkur þannig að við vorum fimm saman á heimilinu innilokuð í tvær og hálfa viku. Ég í einangrun en restin í sóttkví.

– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Eins og hjá öllum hefur tilveran verið mjög furðuleg síðustu vikur. Vegna samfélagslegs mikilvægis HS Orku vorum við flest látin vinna heima frekar snemma í ferlinu til að minnka smithættur til þeirra sem í raun framleiða fyrir okkur rafmagn og heitt vatn, altsvo þá sem kunna á takkana í orkuverinu. Mér tókst þó að komast í elítuhóp u.þ.b. 0,5% þjóðarinnar sem hefur greinst með veiruna. Ég var sæmilega heppinn þó með áhrifin á mig sem voru frekar væg miðað við marga. – Hvernig er heilsan eftir að hafa veikst af COVID-19? Heilsan er fín eftir veikindin. Ég fann aðeins fyrir öndurfæraerfiðleikum í veikindunum sem gerði það að verkum að maður var ekki mikið að hlaupa um. Það tók smá tíma að komast yfir það eftir að ég náði heilsu en ég er orðinn góður af því og get

– Er ekki rétt að sambýliskona þín er alveg komin á steypirinn? Hvernig hefur hún það og hvernig var það fyrir hana að vera með þig veikan kasólétt? Ég held að ég muni aldrei getað fullþakkað sambýliskonu minni sem gengin var rúma átta mánuði á leið fyrir að sjá alfarið um heimilið meðan ég var í einangrun. Það var mikil óvissa í kringum óléttuna bæði hættan að hún færi af stað og ég gæti ekki verið með henni eða að hún eða eitthvað af börnunum myndu fá veiruna. Þetta hefði getað sett öll fæðingaplön algerlega úr jafnvægi en við vorum blessunarlega það heppin að ég var sá eini sem veiktist og þau sluppu. Núna er allt komið í jafnvægi og við bíðum átekta eftir fæðingunni en settur dagur var síðasta föstudag.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

– Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Almennt held ég að flestir sýni skynsemi í þessu og passi sig og aðra. Auðvitað er það þannig að fólk er orðið þreytt á fjarveru frá vinum og ættingjum og kannski aðeins farið að stækka hópinn sem það hittir en ég held að árangurinn tali sínu máli um að þjóðin hefur fylgt þeim leiðbeiningum sem okkur hafa verið veittar, sýnt skynsemi og mun sigrast á þessu saman. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að það sé mjög margt. Í fyrsta lagi að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu eru fáránlega miklar á stuttum tíma og aðlögunarhæfni okkar til fyrirmyndar. Helstu fræðimenn heimsins hafa talað um möguleikann á svona faraldri í mörg ár og því er mikilvægt að vera tilbúin sem ég held að heimurinn hafi ekki verið en verður það vonandi næst. Þá er Microsoft Teams, sem ég skildi ekki tilganginn með þegar við fórum að skoða það í vinnunni, skyndilega orðið mikilvægasta forritið í tölvunni og símanum. Fjarvinna er ekkert mál árið 2020 og skrifstofan þarf ekki að vera á ákveðnum stað. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Eins illa og mér er við að vera að hrósa Microsoft þá verður að segjast að Teams er algjörlega búið að bjarga vinnunni hjá mér og örugglega mörgum öðrum á þessum tímum. Við hjá HS Orku höfum verið að vinna í þessum málum síðustu ár og vorum vel í stakk búin til að takast á við þessar breyttu aðstæður. Ég nota því Teams mest í vinnunni. Persónulega fara flest mín samskipti fram á Facebook Messenger og svo grípur maður í símann við og við og fær og sendir eitt og eitt snap. Ég verð seint áhrifavaldur á þessum samfélagsmiðlum samt. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Eins sorglegt og það er þá yrði það örugglega í Friðrik „markvörð“ Friðriksson sem vinnur með mér hjá HS Orku í þeim tilgangi að stilla saman strengi eins og við gerum á hverjum degi.

– Ertu liðtækur í eldhúsinu? Stutta svarið er já. Í aðeins lengra máli þá er ég veislukokkur. Mér leiðist að elda hversdagslegan mat þó ég geri það alveg. Þegar öll börnin eru hjá okkur hræri ég alveg í hakk og spagettí og þess háttar enda finnst mér mikilvægt að fjölskyldan borði saman kvöldmat þó hann sé oft á léttum þönum hjá virkum börnum. Ég aftur á móti hef mjög gaman af því að elda góðan mat og reyni að leika mér meira þar. Þegar við erum bara tvö heima þá er matseðilinn aðeins öðruvísi, yfirleitt annað hvort heimsent eða veisla á grillinu eftir því hverju við nennum. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ég er svo mikill alfa karlmaður að ég kann best við mig á grillinu. Þar finnst mér skemmtilegast að elda spikfeitar nautasteikur í öllum stærðum og gerðum og veit ekki um neinn sem hefur slegið hendinni á móti nauti af grillinu hjá mér. Er svo aðeins farinn að bæta við mig meðlætinu sem ég nennti aldrei að hugsa um og er til dæmis núna að vinna í að fullkomna chimichurri sem meðlæti. Að grilla naut er einfalt og krefjandi í senn og er bara tvennt sem þarf að muna með góða nautasteik. Hún á ekki að þurfa neina sósu enda á hún að vera safarík og sjálfri sér nóg. Þá hef ég þá reglu með naut að elda það helst aldrei meira en svo að góður dýralæknir geti ekki bjargað því. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Í ljósi síðasta svars kemur kannski ekki á óvart að það er grillað nauta-Rib-Eye með chimichurri. Það er bara ekkert betra en heimagrillað nautakjöt með góðu meðlæti og góðu víni í góðum félagsskap. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Tómata sem eru fæða djöfulsins. Ég legg til að við förum í svipað átak og með sígarettureykingar fyrir 30 árum og útrýmum þessu. Birtum reglulega yfirlit yfir það hversu margir krakkar á grunnskólaaldi borða þetta drasl og setjum okkur það markmið að útrýma þessu úr samfélaginu fyrir 2024.

– Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Það munu vera Rice Krispies-kökur sem voru bornar fram í fámennu en mjög góðmennu sjö ára fjölskylduafmæli heimasætunnar, hennar Emblu. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hérna á maður líklega að vera þjóðlegur og leggja til eitthvað hollt en ef ég svara þessu heiðarlega þá væri það líklega ein af þeim þremur pizzum sem Domino’s væru með á Tríó tilboði sínu í það skiptið. Ég set viljandi ekki #ad fyrir aftan textann þar sem ég er því miður ekki styrktur af Domino’s en vona að þeir setji smá aukapening í knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir þessa auglýsingu.

fá að svara í þessu viðtali? Hvaða spurningu hefðir þú viljaðhenni? Hver er spurningin og svarið við a í 1. deildinni í sumar? ng ga i un m k ví fla Ke að ðu ur – Hvernig held p um deild í bæði kvenna- og up a far ni mu vík fla Ke að um r Ég er sannfærðu ga af stað í þá vegferð fyrir rle na ssu ble m ðu lög ni nin ór stj í ð karlaboltanum. Vi af heimafólki og treysta á n un gr p up a leg ró ja gg by að tveimur árum síðan tboltanum. Drógum fó í r ku ok hjá a un lín ða lei að ss unga fólkið okkar til þe n hjálpa okkur að komast í gegnum mu m se m nu ga bo á i nn nu en sp þannig úr r rfum við bæjarbúa á bak við okku þu ri ng ára ná að til en – a tím u þessa erfið ir heima í sumar, sólin verður á all a rð ve ð Þa a. irr þe ing ðn stu á og treystum m okkar fólk í knattspyrnunni ðju sty og n llin vö ttó Ne á öll m tu lofti og við mæ í haust þegar árangri er náð. n ma sa öll a leg ær o sv um gn fö og


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kristín Bára Haraldsdóttir upplifir ævintýri í litlu þorpi í Kambódíu:

Lærir kínversku af YouTube við hvíta strönd í

Kambódíu Kristín Bára Haraldsdóttir er mikil ævintýrakona. Frá tvítugsaldri hefur hún að eigin sögn verið með annan fótinn í útlöndum en í dag er hún 38 ára gömul. Kristín Bára er búsett í Sihanoukville í Kambódíu. Þar er lítið þorp sem heitir Otres Beach eða Otres Village. Þorpið stendur við fallega, hvíta strönd við Tælandsflóa. Kambódía er land í Suðaustur-Asíu með landamæri að Tælandi í vestri, Laos í norðri og Víetnam í austri. Í suðri á landið strandlengju að Tælandsflóa.

Kristín Bára og kærasti hennar vinna nú að verkefni sem felst í að útbúa vítamín- og próteinstykki fyrir börn á svæðinu. Unnið er út frá því að stofna óhagnaðardrifið félag sem síðan gefur framleiðsluna til fátækra barna, í skóla og á munaðarleysingjahæli. Víkurfréttir ræddu við Kristínu Báru í síðustu viku um ævintýraþrá hennar á fjarlægum slóðum og hvað hún er að fást við. Það var samt ekki hlaupið að því að ná góðu sambandi, því netsamband þar sem hún býr er ekki í miklum gæðum og þá var rafmagnsleysi á svæðinu, sem minnir okkur á þau gæði sem við búum við hér á Íslandi. Kristín Bára gat því ekki sent okkur myndir í hárri upplausn til að birta með viðtalinu, því lélegt net neitaði að hleypa stórum myndum í gegn. – Hvað kemur til að þú ert í Kambódíu? „Ég og kærasti minn bjuggum í New York en fyrir fimm árum ákváðum við að fara að ferðast og leita okkur að stað þar sem við gætum haft sumarhús. Við fórum í þriggja mánaða ferðalag og fórum til Balí, Tælands, Vietnam, Laos og enduðum í Kambódíu. Hér erum við í litlum og æðislegum strandbæ og hér eru bæði innfæddir í bland við vesturlandabúa. Þetta er algjör paradís með fjögurra kílómetra langri, hvítri strönd og allir að vinna saman. Þetta er rosalega fínt og

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

alveg eins og póstkort. Svo eru fimm eyjur hérna rétt fyrir utan þar sem þú getur skroppið yfir á bát og eytt nótt á eyðieyju. Þetta var bara draumur að koma hingað.“ – Hvernig vaknaði draumurinn hjá þér að fara og ferðast um heiminn? „Kærasti minn, Adrian Cowen, var búinn að búa í New York í 23 ár og ég eiginlega dró hann með mér í þetta árið 2015. Hann hafði verið að starfa í tískuiðnaðinum og fyrirtækið sem hann var með var að leysast. Hann var laus allra mála og því ákváðum við að gera þetta.“ – En Kambódía er kannski ekki fyrsti áfangastaðurinn sem manni dettur í hug? „Nei, við vorum ekkert rosalega spennt fyrir Kambódíu. Við héldum að það væru bara kóngulær í matinn og allt svoleiðis. Svo var þetta bara allt annað en við héldum.“ – Er þetta eitthvað svipað og Tæland? „Nei, reyndar ekki. Þetta er miklu ódýrara, miklu auðveldara fyrir vesturlandabúa að fá langar vegabréfsáritanir. Að fá áritun í sex mánuði eða jafnvel ár er mjög ódýrt. Það er auðvelt að fá atvinnuleyfi og það kostar tíu dollara fyrir árið.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ég og kærasti minn bjuggum í New York en fyrir fimm árum ákváðum við að fara að ferðast og leita okkur að stað þar sem við gætum haft sumarhús. Við fórum í þriggja mánaða ferðalag og fórum til Balí, Tælands, Vietnam, Laos og enduðum í Kambódíu ... – Hvernig eruð þið að afla tekna til að lifa? „Það fer ekki mikið fyrir því núna. Við vorum með bakarí og seldum í verslanir og til hótela. Við vorum einnig að gera múslí og granóla og það gekk rosalega vel þangað til fyrir tveimur árum þegar Kínverjarnir komu á svæðið. Það voru gefin leyfi fyrir 110 spilavítum á svæðinu okkar, þannig að uppbyggingin er búin að vera rosaleg á síðustu tveimur árum. Hér hafa risið háhýsi og hér eru lúxusbílar um allt.“ – Þannig að Kínverjarnir flæddu yfir allt? „Já en jafn fljótt og þeir komu þá fóru þeir aftur og skildu staðinn okkar eftir eins og hálfgert sprengjusvæði. Ég veit ekki hvað það eru margar byggingar og háhýsi hálfkláruð og allt

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

í rúst. Ástæðan er að veðmál á netinu höfðu verið leyfð en síðan ákvað forsætisráðherrann að banna þá starfsemi og þá fóru allir og ákváðu að skilja allt eftir, allar glæsikerrurnar og bara allt. Það stendur til dæmis Rolls Royce hérna fyrir utan hótelið hjá okkur og hefur verið hér í marga mánuði.“ – Og þið búið bara á hóteli? „Við búum á hóteli sem er lokað. Þetta er nýtt lúxushótel og við erum bara fjögur sem búum hérna og erum að passa hótelið fyrir vin vinar okkar. Þetta er svolítið eins og í kvikmyndinni Shining. Það er þyrlupallur uppi á þaki, danssalir og þetta er allt mjög skrítið. Það eru fjórar sundlaugar og tvær uppi á þaki. Svo

erum við bókstaflega á ströndinni. Ég opna hurðina, labba yfir götuna og þá er ég kominn á sandinn á ströndinni.“ – Hvernig er veðrið þarna? „Núna er heitasti tími ársins. Appið segir mér núna að það sé 32 stiga hiti. Það er svo rakt hérna að það er ólíft á milli klukkan níu á morgnana og til hálf fjögur á daginn.“ – Og hvað gerir þú á þeim tíma? „Ég nota hann til að skrifa. Svo er ég einnig að læra kínversku í gegnum YouTube. Ég er komin með kambódískuna svo til í lagi. Ég er líka að læra Taekwondo og box á ströndinni og er með þjálfara.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

– Er kórónuveiran ekkert að plaga ykkur á þessum slóðum? „Þó svo að það séu fá smit þá höldum við okkur bara í litlum hópum. Við erum ekki að hafa mikil samskipti við aðra til að vera örugg. Hér hafa bara komið upp 120 smit og 110 eru útskrifaðir. Hér hefur enginn látist. Það eru tíu á spítala og landið er lokað. Mér er sagt það að veiran þrífist ekki í þessum rosalega hita og raka, þannig að ég held að í augnablikinu séum við nokkuð örugg.“ – Sérðu þína framtíð þarna, fyrst þú ert búin að læra tungumálið og ert að læra kínversku? „Ég á marga kínverska vini og þeir segja að framburður minn á kínversku sé tignarlegur og þetta er tungumál sem maður verður eiginlega að læra. Ég læri af YouTube og af vinum mínum. Maður verður að æfa sig að tala og þetta kemur bara.“

Þau búa á hótelinu. Dr. Tim Healy, Kristín Bára Haraldsdóttir, Kolosom Artem og Adrian Cowen.

– Nú er kínverska stafrófið einhver 3800 tákn. Ertu að læra þau? „Ég ákvað að byrja á matseðlinum. Fyrst þegar ég fór á kínverskan veitingastað þá benti ég á einhverja mynd og við fengum einhvern mat og ég spurði hvað þetta væri. Við fengum þá að vita að þetta væru svínalimir. Eftir það ákvað ég að læra matseðilinn,“ segir Kristín Bára og hlær. – Þú sagðir mér áðan að landið væri lokað. Hafa þá áform hjá þér eitthvað breyst? „Já, ég kem alltaf heim til að vinna en mun ekki koma heim í sumar. Við erum núna að vinna að vítamín- og próteinstykkjum fyrir börn. Við erum að vinna að verkefni þannig að við getum gefið framleiðsluna til fátækra barna, skóla og þeirra sem eru á munaðarleysingjahælum. Við erum með gott teymi með okkur. Við erum með næringarfræðinga

Bao Yongen Kínversk vinkona, grillið. kölluð Rosie, við

Við erum núna að vinna að vítamín- og próteinstykkjum fyrir börn. Við erum að vinna að verkefni þannig að við getum gefið framleiðsluna til fátækra barna, skóla og þeirra sem eru á munaðarleysingjahælum ... Þorpið er fullt af hálfbyggðum húsum og vinnuvélar eru út um allt.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

eru því bara 50 herbergi á hótelinu. Svo eru þaksvalir, þyrlupallur og sundlaugar.“ Og þegar við ræddum við Kristínu Báru um hótelið þá hrópar hún skyndilega: „Risaeðla!“ og hlær mikið. Myndarleg eðla var komin upp á miðjan vegg hjá henni. „Hvað kallar þú risaeðlu,“ spyr blaðamaður og hún lýsir eðlu sem er um 35 sentimetrar á lengd en segir svo: „Þær halda moskítóflugum í burtu.“

sem m.a voru að vinna fyrir Mars og McVitie's. Nú er tími til að hjálpa öðrum og hugsa minna um sjálfan sig. Ég hef það gott þannig séð en maður sér fólkið hérna í kringum sig missa vinnuna því það vantar ferðamennina. Hótelin eru lokuð og allt fólkið sem er að vinna þar við þrif og fólkið á veitingastöðunum er búið að missa vinnuna. Þetta fólk á fullt af börnum og við erum að reyna að hjálpa þeim.“ – En hvernig gengur að nálgast nauðsynjar? Er nóg til í búðunum? „Nefnilega ekki sko. Þetta er lítið þorp þar sem við erum og við erum alveg yst í þorpinu. Það eru nokkrar búðir í þorpinu sem ég fer í á mótorhjólinu og þar get ég keypt nauð-

synjavörur eins og tannkrem en eftir að Kínverjarnir komu þá var hætt að selja allar vesturlandavörur eins og skinku, ost og brauð. Nú er bara hægt að kaupa soyasósur, núðlur og eitthvað kínverskt sem við vitum varla hvað er.“ Kristín Bára segir að 95% af vesturlandabúunum sem bjuggu í þorpinu séu farnir og þau séu bara nokkur eftir. Ástæðan fyrir því að þau eru ekki farin er að þau elska ströndina. „Þetta er æðisleg strönd hérna og okkur líður vel – og að vera með þetta hótel útaf fyrir okkur er alveg klikkað.“ – Hversu stórt og mikið er þetta hótel? „Þetta er þriggja hæða hótel en öll herbergin eru risaherbergi og það

Hér má sjá mynd af hótelinu og vinnuvélar fyrir framan það. Í baksýn má sjá hálfbyggð háhýsi sem Kínverjar voru byrjaðir að byggja á svæðinu en jafn hratt og þeir komu þá fóru þeir einnig hratt af svæðinu eftir að áform breyttust.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Og þú ert ekkert á förum, eða hvað? „Nei, mér finnst ég bara vera örugg hérna. Við eru fjögur hérna. Ég og maðurinn minn, einn rússneskur strákur og einn bandarískur strákur sem var læknir í hernum. Það er gott að hafa hann hér og við höfum talað mikið um það að ef eitthvað okkar verður veikt þá er hann búinn að kaupa öll þau lyf sem er mælt með. Hann er meira að segja fær um að gera heimatilbúna öndunarvél ef út í það er farið,“ segir Kristín Bára og hlær. – Hvað segir þitt fólk heima um þennan flæking á þér? „Ég er 38 ára gömul í dag og ég hef verið með annan fótinn í útlöndum síðan ég var tvítug. Þegar ég var tvítug fór ég með hópi af krökkum til

Kristín Bára býr á lúxushóteli við ströndina. Hótelið er með 50 herbergjum, sundlaugar og þyrlupall á þakinu og handan götunnar er hvít ströndin.

Núna er heitasti tími ársins. Appið segir mér núna að það sé 32 stiga hiti. Það er svo rakt hérna að það er ólíft á milli klukkan níu á morgnana og til hálf fjögur á daginn ... London fyrir Skjá einn til að vinna að atriði í sjónvarpsþátt sem Dóra Takefusa og Björn Jörundur voru með og hét Þátturinn. Svo kom ég heim og fór í kvikmyndskóla en svo er ég alltaf að gera eitthvað nýtt og ferðast um heiminn og njóta lífsins“ segir Kristín Bára Haraldsdóttir í Kambódíu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

Þeir sem vilja fylgjast með því sem Kristín Bára er á fást við geta fylgst með henni á Instagram með því að leita að kristin_bara_ eða smella á Instagram-merkið


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

976). The Royal Scam (1 Steely Dan. n r hún kom út og en þega Þessi plata sló í gegn ld nu. Ég hef fylgt Dona stendur hún fyrir sí n. ða jómsveitarinnar, sí hl ka ak pr rs fo n, Fage engu til hljóðheim sem er Hann kann að búa ð m virkar einföld vi líkur og tónlistin se rúlega flókin. hlustun er alveg ót

Innervisions (197 3). Stevie Wonder.

Þessi plata er stútfu ll af meistaraverkum eftir þenn an snilling. Fyrir utan það að vera sö ngvari af bestu gerð er hann frábæ r hljóðfæraleikari sérstaklega sem hljómborðs- og munnhörpuleikari.

Heavy Weather (1977). Weather Report.

Þessi plata sló algerlega í gegn hjá okkur strákunum sem á þessum tíma vorum að hlusta á Fusion-tónlist. Algjört brautryðjendaverk. Hljóðheimurinn sem maður kynntist þarna var engu líkur. Lagið Birdland lifir enn.

Bubbi á góðri stund rir með börnum sínum fy . nokkrum árum síðan

One on one (1979). Bob James and Earl Kl ugh. Þægilegur F usion -diskur sem hlusta mik ég ið á. Frábæ r ir þessir tv Annar pian e ir . óleikari sem mikið á Fen s p il a r lí ka der Rhodes og hinn frá bær kassagítarle ikari.

Fimm uppáhaldspl

Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Recycled (1977). Edgar Winter’s White Trash.

t annað. Þessir gaurar voru eitthvað all var alveg frábær Forsprakkinn, Edgar Winter, hans Johnny. tónlistarmaður og einnig bróðir í útliti en þeir Þeir bræður voru mjög sérstakir jar“. voru það sem kallað er „hvíting kkrum gaurum Edgar safnaði þarna saman no um hljómsveitum sem höfðu haslað sér völl í öðr ikil plata. og úr varð alveg ótrúlega kraftm ins, Ég og vinur minn, Svenni Björgv an. lágum yfir þessu tímunum sam r voru megnugir. þei Lagið Open Up sýnir vel hvers

lötur Bubba Einars


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Í Njarðvíkurskógum hefur verið smíðuð brú, í nágrenni hennar er talsverður trjágróður og skemmtilegt svæði til að setjast niður. Göngustígur er í gegnum svæðið. Guðlaugur H. Sigurjónsson hjá umhverfissviði Reykjanesbæjar stendur á nýju brúnni.

Fleiri vinnandi hendur nýttar á næstunni

ÁTAK Í GERÐ OG LAGFÆRINGUM HEILSUSTÍGA Í REYKJANESBÆ Meðal breytinga á fjárfestingaráætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 voru tilfærslur á verkefnum með það fyrir augum að fara í verkefni sem myndu kalla á fleiri vinnandi hendur og nýtast atvinnuátaki sem er í undirbúningi. Eitt þessara verkefna eru svokallaðir Heilsustígar sem hafa lengi verið í plönum umhverfissviðs og hófst undirbúningur á því í raun þegar settir voru upp svokallaðir Hreystigarðar árið 2013 á fjórum stöðum, í skrúðgörðum Keflavíkur og Njarðvíkur, Tjarnarhverfi og á Ásbrú. „Hugmyndin með Heilsustígum er að setja niður svokallaða ása, sem eru stofnstígar og verða tvískiptir, 2,8 metra breiðir, malbikaðir stígar. Þessi útfærsla svipar til stígsins frá Eyjavöllum upp í flugstöð sem lagður var af Reykjanesbæ og Vegargerðinni árið 2015 og er geysivinsæll og mikið notaður. Stígarnir verða vel upplýstir með bekkjum, ruslatunnum og skiltum með fræðslu-

efni um hollustu og lýðheilsu. Þá verða ásarnir einnig merktir litum og lengdum þannig notendur sjái vel hve langt þeir hafa farið og hve langt þeir eiga eftir í þeirri leið sem þeir eru á. Með því að hafa þessa stíga svona breiða verður tryggt að umsjón með þeim og rekstur verður betri en á öðrum stígum bæjarins þar sem það verður til að mynda betra að koma tækjum fyrir sópun,

Stígar sem fyrir eru verða margir breikkaðir og nýir lagðir. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

snjómokstur og hálkueyðingu. Þessir stígar verða ekki skilgreindir sem hjóla- og/eða göngustígar heldur er hugmyndin sú að líkt og á stígnum upp í flugstöð sýni notendur tillit til hvers annars,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Undanfarnar vikur hafa stígar bæjarins, sem eru í misjöfnu ástandi, verið mikið notaðir af bæjarbúum

og munu örugglega, líkt og annað sem breytist eftir COVID-19, verða mikið notaðir áfram að sögn Guðlaugs. „Eins og sést á þessari yfirlitsmynd (sem fylgir fréttinni) sést hvernig þessir ásar munu tengjast Strandleiðinni og þannig mynda góðar tengingar milli hverfa. Þegar hefur verið hafist handa og munum við gæta þess að það verði eins lítil röskun á stígunum eins og kostur er á meðan framkvæmdum stendur. Frágangur verður þó unnin í sumar með átaksvinnuhópum en eins og áður segir mun þess gætt að stígarnir verði brúklegir þrátt fyrir það, íbúum til yndisauka,“ sagði Guðlaugur.

Að ofan má sjá göngustíg sem liggur upp í flugstöð. Neðri myndin er af stíg sem liggur í gegnum Vatnsholtið, þar hefur Skógræktarfélag Suðurnesja gróðursett á undanförnum árum. Þetta er mjög skemmtilegt svæði og þar verður stígurinn lagaður.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

Njarðvíkurskógar eru falin perla. Hér má sjá útivistarsvæði með grillaðstöðu og hundagerði en það er fyrir ofan Melaveg í Njarðvík.

FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA SUNNUBRAUT 36, REYKJANESBÆ TENGIBYGGING 2020

Verkfræðistofa Suðurnesja ehf, fyrir hönd Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, óskar eftir tilboðum í verkið: „Tengibygging 2020 – Fullfrágengið hús“. Verkið felst í að byggja 320 m2 tengibyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja Reykjanesbæ. Um er að ræða steyptan sökkul með gólfplötu og fullfrágengið stálgrindarhús með torfþaki, ásamt öllu sem tilheyrir til að fullgera bygginguna ásamt lóðarfrágangi.

Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 1. maí 2021. Útboðsgögn (á rafrænu formi eingöngu) verða afhent hjá Verkfræðistofu Suðurnesja að Víkurbraut 13, Reykjanesbæ, frá og með mánudeginum 4. maí 2020. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. maí 2020, kl. 11:00.


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Við berum mikla ábyr Hamingjuhornið var mjög vinsæll vikulegur þáttur á Víkur­ fréttum fyrir nokkrum árum. Þar sem Anna Lóa Ólafsdóttir, pistlahöfundur, fór á kostum þegar hún hjálpaði lesendum blaðsins að höndla hamingjuna eftir alls konar leiðum. Kímnin sveif stundum yfir vötnum en kjarni málsins var að fá fólk til að leita leiða til að auka hamingju í eigin lífi. Pistlar Önnu Lóu fengu frábær viðbrögð lesenda og í framhaldinu ákvað hún að stofna Facebook-síðu sem nefnist Hamingjuhornið en þar eru fylgjendur yfir 11.000 talsins.

Nú fer Anna Lóa aftur á kostum með útgáfu nýrrar bókar sem hún gaf út rétt fyrir páska. Bókin nefnist Það sem ég hef lært og inniheldur fróðlegt efni sem getur stuðlað að hamingju lesenda. Það sérstaka við þessa útgáfu er að Anna Lóa ákvað að gefa bókina út sjálf, frjáls og óháð, og var í sendlaferð um Suðurnes með bækur sínar rétt fyrir páska þegar blaðakona Víkurfrétta rakst á hana. Úr varð þetta viðtal.

Hamingjuhornið er mjög vinsælt

Anna Lóa Ólafsdóttir starfar í dag sem atvinnulífstengill og sérfræðingur hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði. Hún hefur breiða framhaldsmenntun að baki, er lærður kennari, náms- og starfsráðgjafi og með diplóma í sálgæslu. „Í Hamingjuhorninu er að finna mörg hundruð pistla en Facebooksíðan er með traustan fylgjendahóp sem telur um 11.000 lesendur. Bókin mín, Það sem ég hef lært, er byggð að hluta á því sem ég hef skrifað í Hamingjuhornið þannig að fólk getur flett upp á þeim málefnum sem eiga við hverju sinni, hvort sem það eru hversdagslegar áskoranir eða stærri verkefni. Við erum alltaf að fá einhver verkefni í lífinu og þurfum að uppfæra viðbragðsbúnaðinn okkar reglulega. Við berum mikla ábyrgð á hamingju okkar jafnt sem óhamingju. Ég hugsaði bókina sem uppflettibók – þú getur flett upp á því sem talar við þig þann daginn og von mín er að bókin höfði til allra sem eru tilbúnir að horfa inn á við,“ segir Anna Lóa.

Langþráður draumur að rætast

„Með útgáfu bókarinnar er að rætast langþráður draumur sem mér finnst mjög ánægjulegt. Þessi bók flokkast sem uppbyggileg lesning en aldrei er nóg af þannig bókum á íslenskum bókamarkaði. Þessi bók er því viðbót inn í þá flóru en sjálf hef ég leitast eftir þannig efni þegar ég hef þurft á að halda. Reynsla mín sem pistlahöfundur hjá Víkurfréttum á árum áður reyndist mér mikilvæg hvatning enda mikill áhugi lesenda á þessu efni. Ég vil líka endilega koma því á framfæri að það var frábært að skrifa vikulega fyrir Víkurfréttir í tvö ár – þar varð Ham-

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51

rgð á hamingju okkar Bókin mín, Það sem ég hef lært, er byggð að hluta á því sem ég hef skrifað í Hamingjuhornið þannig að fólk getur flett upp á þeim málefnum sem eiga við hverju sinni, hvort sem það eru hversdagslegar áskoranir eða stærri verkefni ... ingjuhornið til. Enn þann daginn í dag eru Suðurnesjamenn duglegir að lesa pistlana mína og núna um páskana byrjaði ég á því að dreifa bókunum mínum á Suðurnesjum, til þeirra sem höfðu pantað eintak í forsölu.“

Námskeið og fyrirlestrar framundan

„Það er gaman að segja frá því að langflestar ljósmyndir í bókinni eru teknar af Ellert Grétarssyni, einstaklega fallegar ljósmyndir eins og hans er von og vísa. Bókin hefur strax fengið mjög góðar viðtökur. Framundan hjá mér er að koma bókinni til lesenda vítt og breitt um landið. Hún verður fyrst um sinn seld á vefnum hamingjuhornid.is en svo langar mig líka að fylgja bókinni eftir með námskeiðum, fyrirlestrum og fleiru skemmtilegu,“ segir Anna Lóa.

Anna Lóa og útvarp K100

„Ég hef verið að dreifa hamingjukornum með vinum mínum á K100 í þættinum Ísland vaknar. Tilgangur-

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

inn er alltaf sá sami – að við lítum inn á við og séum ekki að bíða eftir því að einhverjir aðrir eða eitthvað annað færir okkur hamingjuna á silfurfati. Ég finn mig vel í að láta gott af mér leiða og neita því ekki að þegar vel tekst til og maður finnur að maður getur haft jákvæð áhrif á aðra er vinnan meira gefandi. Svo verður maður líka að muna að fólk „blómstrar“ á mismunandi hátt og árangur hjá einum er ekki það sama og hjá öðrum. Áhrifin sem maður hefur á aðra koma mishratt og misvel í ljós og því á takmarkið ávallt að vera, að vanda sig sem fagmaður án væntinga um einhvern ákveðinn árangur og trúa því að það skili mestu,“ segir Anna Lóa og bætir við í lokin: „Mig langar að þakka fyrir móttökurnar kæru Suðurnesjamenn og aðrir landsmenn. Ég er jákvæð að eðlisfari en óraði ekki fyrir þeim viðbrögðum sem bókin mín hefur fengið.“

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020 Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Hvatningarverðlaunin verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa mánudaginn 8. júní kl. 17:00. Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 15. maí nk.

Eyðublað fyrir tilnefningar má finna hér

VF-myndir

Gróa Björk Hjörleifsdóttir og Guðrún Lísa Einarsdóttir hlutu hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2019 fyrir verkefnið Jóga og slökun í Heiðarskóla. Markmið verkefnisins var að nemendur læri á tilfinningar sínar og geti nýtt sér aðferðir til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Viðburðir í Reykjanesbæ

Njarðvíkurskóli– Starfsfólk skóla Garðyrkjudeild – Sumarstörf Velferðarsvið – Sérfræðingur Stapaskóli - Starfsfólk skóla

Hljómahöllin Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 kemur tónlistarmaðurinn Auður fram ásamt hljómsveit í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar, RÚV2, Rás 2 og ruv.is og Facebook-síðu Víkurfrétta.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Bókasafn Laugardaginn 2. maí kl. 11:30 verður Halla Karen í beinu streymi með notalega sögustund. Lesið og sungið úr bókinni Áfram Latabær eftir Magnús Scheving.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar.


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

! r a m u s t r æ b á r f Fáum

úsinu, h t r o p S í i r a lf já þ n, einka i til að kaupa g e Gunnar Einarsso d u ik v ið m á r krónu myndi nota 2000 ri og tíu lakkrísrör í Kosti hjá le fimm appelsín í g getur ekki klikkað, segir hann. em Gunna, tvenna s – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, er bjartsýnn á að við fáum frábært sumar með hverjum blíðviðrisdeginum á fætur öðrum. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Líkamsrækt, íþróttir, matur, heilsa, heimsfriður og fleira. Ástandið hefur í raun bara fært áhugamálin inn fyrir dyr heimilsins þar sem við höfum komið okkur upp heimarækt í skúrnum og notum við aðstöðuna mjög mikið og stundum oft á dag. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Kleifar á Ólafsfriði þar sem ættaróðalið, Ytri-Á, er heimsótt á hverju sumri, gott að komast þangað í kyrrðina og sveitasæluna. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Stefnan er að njóta samveru með fjölskyldu og vinum – og auðvitað þjálfa sem mest til þess að bæta upp tapið sökum ástandsins. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Planið var að fara erlendis yfir páskana en það breyttist heldur betur. Það bíður betri tíma. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Við fjölskyldan erum mest megnis heima fyrir og einu skiptin sem farið er út er til þess að hreyfa sig eða fara í búðina en það mætti segja að maður sé að gefa sér tíma í hluti sem hafa setið á hakanum ansi lengi t.d. að laga gamla tölvu, ná myndefni af gamalli upptökuvél inn á tölvutækt form svo eitthvað sé nefnt. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, myndi segja það. En er kannski ekki nógu mikið á ferðinni til þessa að leggja dóm á það hvort eð er. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Þetta er búið að hægja á öllu og maður horfir á sjálfsögðu hlutina öðrum augum. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég nýti FaceTime mikið, hringi daglega í foreldra mína. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi taka hópFaceTime við ömmur mínar sem ég sakna sárt. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, það er alveg óhætt að fullyrða það. Eitt af mínum skemmtilegustu áhugamálum er matur. Finnst gaman að prófa mig áfram. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Það er erfitt að velja eitthvað eitt, finnst gaman t.d. að baka, gera heimgert pasta frá grunni, heimagerðar pizzur, súpur svo eitthvað sé nefnt. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn Núna er í miklu uppáhaldi nautalund í pipar-truflu-mareneringu með kartöflum og Bearnaise. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Hákarl, lét samt til leiðast að taka einn bita fyrir mörgum árum á pabbadegi í leikskólanum hjá Einari syni mínum en ég gat ekki skorast undan því að taka bita af hákarli, en ég kúgaðist og endaði á að kyngja bitanum og fannst ég hafa gleypt eitthvað geislavirkt því ég fann nákvæmlega fyrir því þegar bitinn fór í gegnum vélindað og niður í maga. – Hvaða morgunmatur verður oftast fyrir valinu? Geri langoftast sama súkkulaðibananahristing sem saman stendur af: 1 dl eggjahvítur, 1 banani, 1 msk hnetusmjör, 1 og hálf msk kakóduft, 2 dl möndlumjólk, allt í blandara og njóta. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Skellti í snúða með súkkulaðiglassúr – algjör snilld! Þeir smökkuðust betur en úr bakaríinu. Næst í funkithcen verður prófað að gera stórar saltkringlur (pretzels) – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Er að svara þessu á miðvikudegi, ætli það verði ekki fimm appelsín í gleri og tíu lakkrísrör í Kosti hjá Gunna, þessi tvenna getur ekki klikkað.

Netspj@ll


BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2020

Sendum Suðurnesjamönnum og fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu kveðjur!


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Á aldrei eftir að prófa djúpsteiktu nautaeistun“ JÓN ÞÓR KARLSSON BÝR VIÐ ÞJÓÐVEG 66 Í BANDARÍKJUNUM

J

ón Þór Karlsson er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann er giftur Tonyu Fay og þau búa í Vinita í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vinita er um 100 km norðaustan við Tulsa, sem margir Íslendingar þekkja, og er heimabær Tonyu. Bærinn er einn af eldri bæjum Oklahoma og er með járnbrautakrossteina, eða „Junction“, og bærinn hét Junction í upphafi. Það var mikil gróska bænum á sínum tíma. Seinna varð pólitíkin þannig hér að þeir vildu ekki stækka bæinn þannig að Tulsa varð að stórborginni á svæðinu,“ segir Jón Þór þegar hann er beðinn um að lýsa heimabænum sínum. „Hér í bæ eru mörg hjúkrunar- og elliheimili, þannig að ég tel að stærsti atvinnuvegur hér sé heilsugeirinn. Svo eru margir búgarðar hér og mikið um nautgripi, sem eru aldir til kjöts. Jón Þór og Tonya eiga þrjú uppkomin börn, Kristinn Þór 32 ára, Árnína Lilja 26 ára og Jakob Solimon, sem er 24 ára. „Hjá okkur búa svo tvö barnabörn, þær Daenerys Phoenix og Solstice Rayne en þær eru dætur Árnínu. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? Ég hóf flugvirkjanám í október 1985. Meðan ég var í námi hitti ég Tonyu og við giftum okkur 19. ágúst 1987. Eftir námið fluttum við til Lúxemborgar og hóf störf hjá Cargolux. Svo fór ég heim til Íslands 1988. Ég starfaði hjá Flugleiðum (Icelandair) sem flugvirki árin 1988–1989 og þegar Icelandair endurnýjaði flotann með nýju 757 og 737 vélunum, þá var 22 af okkur sagt upp því að flugvélstjórarnir af DC-8 og 727 vélunum komu á gólfið. Við fórum tveir til Bandaríkjanna, tveir til Kanada svo fóru nokkrir til SAS, Finair og German Cargo. Ég flutti til Orlando og hóf störf hjá Page Avjet Corporation sem flugvirki í mars 1989. – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? Fyrir mig var það ekki erfið ákvörðun á þeim tíma. Ég var á

Tonya Fay og Jón Þór. tuttugasta og þriðja ári og konan var frá Bandaríkjunum. Ég var búinn að vera þar í skóla og kunni vel við mig þar. Það var ekki erfitt fyrr en kannski eftir á, þegar ég var búinn að vera í nokkur ár. Ég átti tvær ömmur, afa og langafa

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

og ég fór að sakna þeirra og allrar fjölskyldunnar og vina. Það var erfiðast á jólum og hátíðum. Í upphafi var meiningin að vera ekki lengi en það eru komin 31 ár síðan ég flutti út.

– Saknarðu einhvers frá Íslandi? Já, það er margt sem ég sakna frá Íslandi. Það er viss orka og andi í landinu sjálfu sem ég finn ekki annars staðar í heiminum. Landslagið er ótrúlegt og loftslagið einstaklega hreint. Ég sakna fjölskyldunnar, vinanna, menningarinnar, fólksins, sagnanna, tónlistarinnar og tungumálsins. Svo náttúrlega hreina og tæra vatnsins, svo er það fiskurinn, lambið, pylsurnar og rjómaísinn besti.

Fleiri með illa lyktandi mat til að halda upp á gamlar hefðir – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? Það kom mér á óvart hvað jólin eru óhátíðleg hér. Við höfum haldið upp á þau kannski meira eins og við gerum heima á Íslandi en hér er nánast bara haldið upp á jóladag af heimamönnum, skrautið sett upp í enda nóvember og tekið niður milli jóla og nýárs. Svo á vorin er festival hér í bæ. Að hefð kúrekana þá eru nautaeistu djúpsteikt, það er kallað Calf Fry og er svakalega vinsælt. Ég hef aldrei þorað að prófa þetta og mun sennilega aldrei gera. Svo er tengdapabbi minn með svínagarnir (Chitterlings, eða chitlins á slangri) á Þakkargjörðarhátíðinni og það er mikið um það hér, þannig að við Íslendingar erum ekki einir um að vera með illa lyktandi mat til að halda upp á gamlar hefðir. – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? Nei, við höfum búið á mörgum stöðum. Árið 1990 hóf ég störf hjá Ryan International, sem er bandarískt félag, sem flugvirki, seinna sem vélstjóri og flugmaður. Fyrstu árin var ég að vinna á bækistöðvum sem voru


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mæðgurnar, Árnína Lilja og Daenerys og Solstice.

Tonya Fay.

oft að breytast því að þeir voru að elta fraktina. Til dæmis var mikið að gera á vissum árstíma hjá fyrirtækinu í Oklahoma City, þá settum við upp stöð þar, svo var hún kannski flutt til Minneapolis seinna á árinu. Þannig að við höfum búið í Oklahoma City í Oklahoma, Tulsa í Oklahoma, Wichita í Kansas, Peoria í Illinois, Minnepolis í Minnesota, Huntsville í Alabama, Orlando í Flórída, Daytona Beach í Flórída, Jacksonville í Flórída. Við bjuggum í allmörg ár í Orlando og fluttum í heimabæ Tonyu 2002. Ég er mikið að heiman og vinn í mánuð í burtu í senn, mest í Evrópu og Miðausturlöndum. Ég kem svo heim í mánaðarfrí á milli.

Ódýrt að lifa hérna – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð í dag? Það er rólegt, fólkið er vingjarnlegt og glæpatíðni frekar lág. Það er frekar ódýrt að lifa hér, húsnæðisverð eru hagstæð og skattar lágir miðað við marga staði hérna fyrir vestan. Tonya er nálægt pabba sínum og fjölskyldu. Hann er að eldast og við þurfum að fylgjast vel með honum. Skólar hér eru góðir og fullorðnir taka mikinn þátt í lífi barnanna. Það er mikið stúss, sérstaklega í kringum fótboltaliðið, körfuboltann og hornaboltann.

Við Tonya semjum tónlist, hún spilar á gítar og syngur. Ég kann kannski tvo eða þrjá hljóma sjálfur en er ekki góður – en nógu góður til að sjóða saman lag með capo-klemmu.

– Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? Þetta er góður staður til að ala börn. – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Það er mjög erfitt að vera með eitthvað hefbundið þegar maður er að heiman í mánuð og svo heima í mánuð en síðasta árið þá er morgunmatur og dinglast með afastelpurnar. Ég byggði leikvöll á bak við hús og við erum mikið þar. Svo förum við á rúntinn með þær. Þær eru vitlausar í járnbrautarlestir og við förum að horfa á þær og kannski eitthvað í búðir og annað. Annað sem ég geri mikið þegar ég er heima er að vinna í húsinu sem er 120 ára gamalt og ég er alltaf með verkefni í gangi. Ég elda alltaf kvöldmatinn þegar ég er heima og mér þykir yndislega gaman að elda og reyna fyrir mér nýjungar í mat.

Alltaf ljúft hérna á sumrin – Líturðu björtum augum til sumarsins? Ég hafði gert það og geri það enn sem komið er. Það var planið að stoppa á Íslandi eftir vinnumánuð en maður verður bara að sjá hvernig þetta þróast. Annars held ég bara áfram að vinna í húsinu. Það er alltaf ljúft hérna á sumrin, þó svolítið heitt á köflum en ég set grillið og „smókerinn“ í yfirdrif og það er yndislegt. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Tónlist er sennilega stærsta áhugamálið. Ég var að syngja með blúsog soul-hljómsveit í nokkur ár en svo hefur það minnkað með árunum. Það er miklu minna að gera í því en var. Við Tonya semjum tónlist, hún spilar á gítar og syngur. Ég kann kannski tvo eða þrjá hljóma sjálfur en er ekki góður – en nógu góður til að sjóða saman lag með capo-klemmu. Við fórum oft á „Open Mic“, eða djamm-„sessions“ hingað og þangað, þannig að öllu svoleiðis hefur verið frestað svo að við spilum nokkur lög á kvöldin eftir að stelpurnar fara í rúmið. Eldamennska er sennilega númer tvö, mér þykir mjög gaman að elda og ég tel mig vera með það í sálinni.

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Bakkasel í Grafningnum. Við fórum þangað á hverju ári sem börn með afa mínum og ömmu í föðurætt, Hermanni Eiríksyni og Ingu Sigmundsdóttur. Svo kom öll fjölskyldan saman í viku. Þessi staður er paradís á jörð, jafnt Bakkaseli er Akureyri. Árnína, amma mín, var þaðan og langafi minn, Jón Þórðarson, bjó þar og ég var þar sem barn á sumrin. Á yndislegar minningar af því og svo náttúrlega Vaglaskógur. Annars er landið magnað í alla staði. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Ef ferðabanni verður aflétt þá er ég í flughermi 15. maí, sem er bara árlega þjálfunin, svo er vinnumán-


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

uður minn í júní og kannski fer ég til Íslands í enda júní. Annars held ég áfram að vinna í húsinu og útibyggingunum, sem eru þrjár.

Þjóðvegur 66 liggur í gegnum bæinn Jón Þór segir að mikið sé um að vera í heimabænum hans Vinita á sumrin. Þar eru allskonar uppákomur í skrúðgörðunum og niðri í bæ. Þjóðvegur 66 fer í gegnum bæinn og það eru oft uppákomur í sambandi við það, hljómsveitir, blús, rokk og kántrý. Svo er fornbílasýning sem er mjög góð. „Og svo eru alls konar uppákomur við Grand Lake líka og við komum saman þar með vinum og það er spiluð tónlist.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? Fylkisstjóri Oklahoma var mjög tregur og seinn að taka við sér. Hann var að taka sjálfsmyndir af sér og fjölskyldunni á laugardegi á troðfullum matsölustað og segja „Social Distancing“ hvað? Hann var að hvetja fólk til að halda áfram óbreyttu lífi. Á mánudeginum var lýst yfir þjóðarneyðarástandi, þannig að þetta leit ekki vel út fyrir hann. Hann setti lög fyrir fylkið nokkrum dögum seinna og við förum eftir þessum reglum. Ég er sá eini sem fer í búð, Tonya og stelpurnar fara ekki í búðir á meðan að á þessu stendur. Fyrstu tvær vikurnar fannst mér fólk vera mjög værukært, starfsfólkið Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

í Walmart var ekki með hanska eða grímur og flestir kúnnarnir ekki heldur. Það voru fæstir að fara eftir tveggja metra reglunni. Það voru margir sem voru með þær kenningar að þetta væri vinstrisinnað samsæri til að gera lítið úr forsetanum. Svo kom fyrsta tilfellið. Hann er vinsæll þjálfari í High School hérna. Svo komu fleiri og nú eru þau níu. Það er bær nálægt okkur þar sem smituðust 40 manns á hjúkrunarheimili og það hefur kannski verið svona síðustu viku eða tíu daga sem flestir eru að fara eftir reglum og ég vil þakka starfólki á öllum þessum hjúkrunar heimilum fyrir það. Á kvöldin er útgöngubann og ég heyri sífellt í sírenum öll kvöld, sem gerir það svolítið drungalegt. Allir barir og matsölustaðir eru lokaðir, nema til að taka með heim og bílalúgur. Allar rakara-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

nýjum reglum. Maður les um að á þessum tíma sé mikil aukning á heimilisofbeldi, lyfjaneyslu og drykkju, þannig að þetta leggst ekki vel í alla.

Að lífa í núinu – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Fyrir mig, bara að lifa í núinu og að vera þakklátur fyrir sældarlíf. Fyrir heiminn í heild hvað, varðar svona vírus eða sótt, þá er að bregðast við strax, setja sem flesta í prufur og vera betur undirbúinn. Bandaríkinn voru illa undirbúinn að mínu mati og ennþá er ekki hægt að fá prufu (test) nema að þú sért með einkenni. Mér fannst aðdáunarvert hvernig Ísland og Þýskaland meðhöndluðu sín mál. og snyrtistofur eru lokaðar, allar búðir nema það sem þykir nauðsynlegt. Sjálfum mér finnst mér fólk vera mjög skrítið á þessum tíma en það er kannski eðlilegt þetta er svo mikil stökk breyting því sem fólk er vant. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Svarið er já, hér hefur allt breyst. Það er mikil óvissa. Mér finnst fólk haga sér skringilega, svo eru þetta náttúrlega miklar breytingar að fara í búð og annað. Ég píni sjálfan mig til að fara í búð og reyni að gera það sem sjaldnast. Við erum mest heima, þannig að það er gott að okkur semur öllum vel og engir árekstrar enn. Annars hlakkar mig til að fara aftur í það venjulega. Það er vitað mál að þegar þetta er yfirstaðið verða okkur sett fullt af

– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það er allur gangur á því. Ég heyri í mömmu á með SMS eða á tölvupósti, hún er ekki á Facebook og ætlar þar ekki. Pabbi og flestir vinirnir á Facebook og Messenger. Samstarfsmenn um allan heim í gegnum Whatsapp. Annars, ef ég er heima, þá finnst mér þægilegast að nota gamla góða heimasímann til að hringja innan Bandaríkjana, það er svo góður hljómur í honum. Mér hefur alltaf fundist óþægilegt að tala í farsíma, kannski bara ímyndun, en finnst eins og hausinn sé í geislameðferð. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í foreldra mína vegna þess að mér þykir svo vænt um þau, við höfum mjög náinn og sterk tengsl.

Á kvöldin er útgöngubann og ég heyri sífellt í sírenum öll kvöld, sem gerir það svolítið drungalegt.

Jón Þór, Einar Sveinsson Keflavík og pródúcerinn flughræddi, Sebastian Ingrosso, Swedish House Mafia.


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lovísa Sif Einarsdóttir saknar félagslega þáttarins á tímum COVID-19 en hefur verið dugleg að læra. Er hrædd um að komast ekki á Þjóðhátíð í Eyjum

Ekkert voðalega kósý lengur Lovísa Sif Einarsdóttir stundar nám í Háskóla Reykjavíkur. Hún notast við fjarfundarbúnað á hverjum degi og saknar þess að geta knúsað sitt nánasta fólk. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið? Þetta ástand hefur í för með sér mikla óvissu og einangrun. Hef ekki verið að eyða miklum tíma með mínu nánasta fólki sem er mjög ólíkt því sem áður var. – Hefurðu áhyggjur? Já, ég hef t.d. áhyggjur af afleiðingum á efnahagsástandið í heiminum, hversu frjáls verðum við eftir þetta með ferðalög vítt og breitt um heiminn og að sjálfsögðu af þeim sem standa mér næst og eru í áhættuhópi. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hann hefur þau áhrif að ég hitti mitt nánasta fólk ekki eins oft og áður. Námið stunda ég nú heima í stað þess að mæta í skólann og æfingar stunda ég nú heima í stað þess að fara í ræktina. Ég hitti því ekki margt fólk þessa dagana sem er að sjálfsögðu mikil viðbrigði. – Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Endalaus lærdómur, æfingar, göngutúrar, FaceTime með fjölskyldunni og endalaust „kósý“ – sem er nú ekkert voðalega kósý lengur eftir allan þennan tíma hangandi heima.

– Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Já, mjög miklar. Ég hitti ég fólkið mitt sjaldnar og þá aðallega í gegnum tölvuna, námið er stundað heima í gegnum tölvuna og æfingar eru einnig stundaðar heima. Það vantar alveg félagslega þáttinn sem spilar stóran þátt í mínu daglega lífi. –Hefur þú hitt vini eða ættingja í gegnum fjarfundarbúnað? Já, ég geri það á hverjum degi. – Hvernig hittingar? Ég notast aðallega við FaceTime – Hefur þú eða þitt fólk verið í sóttkví? Foreldrar mínir hafa verið í sjálfs­ kipaðri sóttkví síðan 14. mars þar sem faðir minn er með undirliggjandi sjúkdóm, við höfum alveg hist af og til en þá þarf að fara eftir þessum reglum sem allir þurfa að hlýða eins og að þvo hendur, spritta og það sem er verst er að ekki má knúsast. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Myndi segja að það hafi verið um miðjan mars.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Hvað varð til þess? Ætli það hafi ekki byrjað á fréttunum utan úr heimi og svo að sjálfsögðu þegar smitin fóru að gera vart við sig hér á landi. –Hvernig ert þú að fara varlega? Ég bara hlýði Víði og hans félögum. Held mig við tveggja metra regluna, þvæ mér mjög reglulega um hendurnar og að sjálfsögðu spritta. –Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Mér finnst þeir hafa staðið sig frábærlega og þá sérstaklega þríeykið okkar yndislega. – Finnst þér fólk vera taka tilmælum yfirvalda nógu alvarlega? Flestir en ekki allir – sumt fólk er bara fífl og það breytist ekkert. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að halda sambandi við fólkið mitt og næra líkama og sál.

– Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Nei, ég held að sveitarfélagið sé að gera nákvæmlega það sem á að gera á þessum skrýtnu tímum. – Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Já, alveg klárlega. Ég hitti fólkið mitt sjaldan, fer ekki í skólann, fer ekki á æfingar og hitti því fátt fólk. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Ég fer í búð en hlýði Víði í einu og öllu þegar þangað er farið. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég veit það ekki en langar að vera bjartsýn og segja fram á haust. – Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Draumurinn er að geta komist eitthvað erlendis en maður verður bara að sjá til hvernig þetta þróast allt áður en maður tekur svoleiðis ákvarðanir. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú óttast að verði aflýst? Já. Þjóðhátíð.


Bensínsláttuorf

Bensín sláttuorf, 1,4Kw - sterkur tvígengis mótor. Hægt að nota ONE+ startara fyrir þægilegt start. 46cm sláttubreidd. ReelEasy þráðspóla með 2,4mm þræði. Axlarólar fylgja. 8,3kg.

20%

39.996

öll bensínsláttuorf

7133002545

Almennt verð: 49.995

25% afsláttur

Allar 20% rafmagnshekkklippur Eldkarfa

Denver, Stærð körfunnar er 45x39x39 cm.

4.796

20% öll eldstæði

af öllum vinnuvettlingum

Eldstæði

Fuego minni, 115x30 cm.

19.196 50615059

Almennt verð: 23.995

50615061

Almennt verð: 5.995

25%

Tilboðsverð Hekkklippur

AHS 50-16 450W. Ódýr og góð hekkklippa sem er auðveld í notkun.Klippir 50 cm á breidd og getur klippt greinarsem eru allt að 16 mm sverar.

Tilboðsverð

15.996

25%

Ferðagasgrill

74890008

Almennt verð: 19.995

Kílóvött

4,1

Brennarar

1

Yfirbreiðsla: 13.195 50657598

25% afsláttur af öllum regnfatnaði

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

Porta-Chef 120 ryðfrír brennari, eldunarsvæði: 46 x 31 cm. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni.

27.341 50657526

Almennt verð: 36.455

Kílóvött

6,9

Brennarar

3

Yfirbreiðsla: 13.195

Tilboðsverð Gasgrill

GEM 320, eldunarsvæði: 2774 cm2. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni. Ryðfrítt eldunarkerfi. Þrír ryðfríir brennarar.

37.496 50657519

Almennt verð: 49.995

50657598

25% afsláttur af öllum stígvélum

SUÐURNES

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Tilboðsverð


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ð a þ m u Lær i k k e a ð r o b ð a ! r u k ö l leðurb ttir er frá ó d s r a t é r G y Fanne er 47 ára, n ú H . æ b s e n Reykja systkinum x e s f a t s g n y lang m fréttum u ð r u p s ó í t is og seg rs eru a n n A . a ll o d vera frekju örf að t s u g le g a d r henna Rauða já h i r jó t s r a d vera deil nesjum. r u ð u S á m u krossin

– Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég er svo heppin að elska rigningu og hlakka því til :-)

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Hætta að borða leðurblökur!

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Áhugamálin mín eru að liggja í sófanum og gera sem minnst þannig að nú er minn tími kominn.

– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? (Sími, Zoom, Messenger ...) Allt þetta og er þakklát að við höfum þessa tækni.

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Verð eiginlega að segja Reykjavík. Líður alltaf vel þar og elska að ganga þar um en það er voða gott að fara heim í Reykjanesbæ í rólegheitin aftur.

– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Vá, þetta er hræðileg spurning. Síminn hjá mér er komin í 20% um hádegi því ég mala svo í símann :-) Ætli ég myndi ekki splæsa þessu símtali í múttu því hún er ekki með Messenger.

– Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Hlúa að mér og æfa mig í að gera sem minnst. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Eiginlega sömu, engin plön þannig. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Heimurinn hefur minnkað talsvert og vildi geta hitt fólkið mitt meira. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Já, mér finnst samstaðan og kærleikurinn verið ríkjandi á Íslandi og ég er stolt af því.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, er bara orðin skítsæmileg.

Netspj@ll – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Allt sem mér finnst gott að borða. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem ég fitna af, því miður. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Leðurblöku. — Hvaða morgunmatur verður oftast fyrir valinu? Ristað brauð og steikt egg. Jógurt með múslí. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Vandræði :-) Dóttir mín bakaði rosa góðar smákökur um daginn. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Hakk og spaghetti.

Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Má bjóða þér milljón fyrir að svara þessu?

Já, takk :-)



64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Get verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti“ ÓLÖF DAÐEY PÉTURSDÓTTIR BÝR Í OCEAN BEACH, HIPPABÆ Í SAN DIEGO Ólöf Daðey Pétursdóttir er úr Grindavík. Hún býr ásamt sænskum eiginmanni sínum, Magnusi Oppenheimer, í San Diego í Kaliforníu. Þau eiga þrjú börn, Óskar Fulvio sjö ára, Míu Daðeyju þriggja ára og Pétur Marino tveggja ára. Ástæðu þess að hún hafi flutt til útlanda segir Ólöf Daðey að það hafi verið vinna eiginmannsins og hugsanlega smá ævintýraþrá. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? Nei, alls ekki. Ég hef alltaf verið mikið fiðrildi og búið á mörgum stöðum. Ég fann að ég átti allavegana eitt ævintýri eftir og mig langaði að prófa að standa á eigin fótum með alla fjölskylduna á nýjum stað. – Saknarðu einhvers frá Íslandi? Já, fjölskyldunnar og vinanna. Það sem ég gæfi stundum fyrir að geta skellt mér á rúntinn með Möggu og Gebbu, með íslenskt bland í poka á kantinum og ræða heimsmálin – eða bara hitta stórfjölskylduna í háværu matarboði á sunnudögum. Í sólskininu hérna sakna ég meira að segja rigningarinnar og roksins. – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? Nei, svo sem ekki en það hefur verið mikil breyting fyrir Óskar, elsta son okkar, að venjast því að geta ekki farið sjálfur út að hjóla eða skella sér í heimsókn til vinar þegar að honum dettur í hug. Það var líka ákveðin áskorun að komast

inn í skólakerfið hérna og venjast því að fara með „I pledge allegiance to the flag of the United States of America ...“ alla morgna áður en skólahald hefst. Ólöf Daðey hefur búið erlendis af og til síðan hún var sextán ára en þá bjó hún í Ekvador. „Síðan fór ég í háskólanám í Minnesota. Ég bjó líka stuttlega í Svíþjóð áður en ég flutti til New York. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo heim til Grindavíkur í þrjú ár áður en að við komum svo hingað til San Diego í byrjun árs 2019. Við búum í strandbæ sem heitir Ocean Beach þar sem hippar ráða ríkjum. Við höfðum komið hingað í heimsókn til vinafólks þegar að við bjuggum í New York og við sögðum alltaf að ef að við myndum flytja til San Diego einn góðan veðurdag yrði Ocean Beach fyrir valinu.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? Við erum sjö mínútur að ganga á ströndina og veðrið er yndislegt. Ocean Beach er líka lítið samfélag þar sem að fólk heilsast úti á götu og allir þekkja alla. Ekki ólíkt Grindavíkinni minni og það gefur mér mikið.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? Það er mjög fínt og margt hægt að gera (undir venjulegum kringumstæðum). Við erum með Sea World í bakgarðinum nánast og ströndina neðar í götunni. Við göngum allt, í skóla og leikskóla og notum einungis bílinn í búðarferðir og á fóltboltamót. Eins og ég sagði þá er Ocean Beach hippalegur strandbær og er fólk því mjög frjálslegt til fara dags daglega. Það hentar mér einstaklega vel þar sem ég get verið

andlega fjarverandi þegar kemur að útliti og gleymi stundum að líta í spegil áður en ég held út í daginn. – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Áður en að útgöngubannið skall á þá var venjulega algjört kapphlaup að koma öllum í skóla og leikskóla á réttum tíma. Skólinn hjá Óskari byrjar 7:45 en tuttugu mínútum áður er boðið upp á hlaupaklúbb þar sem nemendur mæta og hlaupa hringi á hlaupabrautinni.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65

Það var líka ákveðin áskorun að komast inn í skólakerfið hérna og venjast því að fara með „I pledge allegiance to the flag of the United States of America ...“ alla morgna áður en skólahald hefst.


66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þegar að vel gengur í kapphlaupinu náum við tíu, fimmtán mínútum af hlaupaklúbbnum og náum að fara með alla rulluna í „I pledge allegiance to the flag“ áður en að bjallan hringir. Yngstu tveimur er svo komið á leikskólann í kjölfarið og ég rölti heim með tóma barnakerru, í rifnum jakka og með úfið hár. Ég er örugglega oft skilgreind sem heimilislaus af öðrum vegfarendum og heiti því á hverjum degi að sauma jakkavasann og greiða mér. Þegar heim er komið sest ég við tölvuna og skrifa í meistararitgerðinni minni. Gleymi að sauma jakkavasann og greiða mér. Síðan er það að sækja liðið, koma þeim á fótboltaæfingar, elda kvöldmatinn, sinna heimanámi og undirbúa næsta dag. Alger amerísk „Soccer Mom“. Ég á meira að segja hvítan „Mini Van“. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, heldur betur. Við ætlum að freista gæfunnar og reyna að komast til Íslands í byrjun maí. Ég trúi því að sumarið verði gott á Íslandi og að Þorbjörn bíði með að gjósa. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Ég er voðalega mikil félagsvera og finnst fátt skemmtilegra en að draga vinkonur með mér í ræktina, fá fólk í mat og bara umvefja mig fólki. Síðan að útgöngubann skall á þann 16. mars höfum við fjölskyldan bara verið ein og hefur það mikil áhrif á allt mitt líf. Strendur, leikvellir og allir garðar eru lokaðir. Ég hef bara hitt manninn minn og börnin mín. Ég vona bara að félagsveran í mér sé ekki búin að glata þeim eiginleika að umgangast aðra.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Það jafnast ekkert á við Þorbjörninn okkar góða, einhver óútskýranlegur kraftur sem þar býr. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Ég ætla að hefja sumarið á sóttkví á Íslandi og svo bara taka því sem Víðir segir með stóískri ró. Síðan er bara að njóta þess að vera heima með fólkinu mínu og ferðast innanlands eftir því sem á líður á sumarið. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Planið var alltaf að koma heim til Íslands með krakkana yfir sumartímann, fara á Sjóarann síkáta, Norðurálsmótið og allt það. Njóta íslenska sumarsins. – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? Hérna eru skólar og leikskólar lokaðir. Við þurftum því að

aðlaga okkur að því sem kaninn kallar „Distance Learning“ og kenna krökkunum á Zoom og Google Classroom. Þetta hefur verið áhugavert og mikill skóli að reyna að halda heimilinu gangandi en einnig að bera ábyrgð á menntun barnanna. Maðurinn minn, sem alla jafna ferðast mikið vegna vinnu, hefur verið heima frá því í byrjun mars, eins og flestallir sem geta. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Eftir að faraldurinn skall á og skólunum lokað stofnuðum við krakkarnir Grindavík Beach Pre- and Elementary School. Við settum saman stundaskrá sem stenst engan veginn og er slagorð skólans „þetta reddast“ og hafa sannari orð sjaldan verið sögð. Við reynum eftir fremsta megni að skila okkar en mikilvægast er að líða vel og hafa gaman. Við tökum þetta einn dag í einu og erum ekkert að stressa okkur of mikið á hlutunum. Það er ákveðin huggun í því að það eru svo margir í svipuðum aðstæðum og allir eru að gera sitt besta.

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að við höfum lært að taka lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut, að bera virðingu fyrir náunganum og læra að lifa með hvort öðru í sátt og samlyndi. Mér hefur fundist ótrúlega merkilegt að fylgjast með faraldrinum og umfjölluninni á Íslandi og í Bandaríkjunum. Mikið getum við Íslendingar verið stolt af okkar fólki. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við erum mikið að nota TaceTime og Messenger en krakkarnir eru á Zoom-fundum með skólunum sínum.

– Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Það væri sennilega til mömmu, því allir þurfa að heyra í mömmu sinni daglega – og það hópast einhvern veginn allir heima hjá mömmu daglega og því myndi ég ná að heyra í mörgum með þessu eina símtali.


68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ingibjörg G

Töfraborg heitir útisvæði leikskólans. Myndin var tekin á vinnudegi foreldra, barna og starfsfólks.

Góðar minningar tengdar útiveru – Töfraborg er útisvæði leikskólans í Garði Margir af eldri kynslóðinni eiga æskuminningar tengdar útivist, óskipulagðri og sjálfsprottinni þar sem farið var út að leika í götunni eða í móanum. Þá fundu krakkar upp á að fara í brennó, kíló, feluleik og miklu fleiri leiki úti undir berum himni en þá voru jafnvel engar skipulagðar íþróttaæfingar heldur þurftu börn að skemmta sér sjálf utandyra. Það kom fyrir að mæður ráku börn sín út að leika vetur, sumar, vor og haust. Það skipti engu máli hvernig viðraði, ef það var vont veður þá myndi rokið herða krakkaskottin og gefa þeim rauðar kinnar. Ekkert væl. Leikskólinn Gefnarborg í Garði bauð upp á námskeið fyrir foreldra eftir áramót, þar sem útivist barna var til umfjöllunar. Fyrirlesari á námskeiðinu var Pálína Ósk Hraundal, annar höfundur Útilífsbókar fjölskyldunnar. Á námskeiðinu var lögð áhersla á fræðslu um kosti útiveru og kynntar aðferðir sem veita fjölskyldum aukinn innblástur og hugmyndir að útivist. Víkurfréttir fengu boð um að koma og hlusta á Pálínu fræða foreldra, erindið var mjög fróðlegt og ekki annað að heyra en að foreldrar væru áhugasamir og hrifnir. – Áttu þér uppáhaldsstað í náttúrunni? „Æskuminningar foreldra eru oft tengdar útiveru, þegar þau voru sjálf að leika í snú snú eða brennó en nútímabörn eru meira í skipulagðri hreyfingu hjá íþróttafélagi. Eigið’i uppáhaldsstaði í nærumhverfi ykkar? Hvenær fórstu þangað síðast?,“ spyr Pálína foreldra sem mættir eru á fundinn og svara; Móinn í kringum Garðinn eða fjaran á Garðskaga. „Í dag þegar tölvan tekur meir og meir af frjálsum leiktíma barna þá þurfa foreldrar að bregðast við. Áður fundu börn sjálf upp á leikjum, bæði úti og innandyra. Foreldrar ráku jafnvel börnin út að

leika. Börn eru svo hugmyndarík og þurfa ekki mikið til að dunda sér við utandyra. Vatnspollur eða að drullumalla heldur börnum hugföngnum lengi. Það eru helst foreldrarnir sem vilja ekki að þau skíti sig út en þá er að klæða þau rétt. Veðrið er engin hindrun heldur fatnaðurinn. Útivist hjálpar börnum að vera hraust og útisundlaugar eru flottir útivistarstaðir,“ segir Pálína Ósk sem brennur greinilega fyrir málefninu. – Förum út saman eftir leikskóla „Foreldrar þekkja vel svokallaðan úlfatíma barna, þegar þau koma heim af leikskólanum og eru dauðþreytt og vælin. Þá er mjög sniðugt að fara með þeim út að leika til að hressa þau við, þó ekki væri nema í fimmtán mínútur, í staðinn fyrir að vera með þeim inni. Útivistin hressir ekki aðeins börnin heldur einnig foreldrana sem koma einnig þreyttir heim úr vinnu. Ef það er erfitt heima fyrir þá getur verið léttara að fara út með barnið í útiloftið,“ segir Pálína. Manni dettur í hug að líklega eru margir foreldrar í dag sem láta barnið fá spjaldtölvu þegar þau eru þreytt eða stilla þeim fyrir framan sjónvarp, í stað þess að leyfa þeim að detta inn í leik með leikföngum sínum? En börn eru snillingar í núvitund, gleyma stað og stund, þegar leikur er annars vegar.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Verum miklu meira úti „Ég hef verið búsett í Noregi undanfarin tólf ár, við eigum þrjú börn en þar var elsta dóttir mín á útileikskóla, sem þýddi það að hún var úti í sjö og hálfan tíma á dag. Hún varð aldrei lasin en sonur minn sem er á innileikskóla í dag er alltaf lasin. Útiloftið styrkir börnin okkar. Það er svo margt hægt að gera úti, börn eru fljót að finna upp á einhverju. Aðalatriðið er að við, fullorðna fólkið, séum jákvæðar fyrirmyndir og hvetjum börnin okkar áfram. Við þurfum sjálf að hafa jákvæðan vinkil gagnvart veðrinu. Ekki dæma veðrið fyrir framan börnin því þeim er sama ef þau eru klædd eftir veðri og halda á sér hita. Ullin er besta flíkin þegar kalt er úti. Verum dugleg að hafa jákvæð orð um veðrið eins og til dæmis; Sólin þurfti frí í dag, það er rok úti og þá getum við fundið okkur skjól. Það er hollt fyrir börn að leika sér úti, jafnvel að leika sér í mold og að drullumalla. Þó að þau setji stundum upp í sig mold þá er það ekki hættulegt því í leiðinni eru þau að auðga magaflóruna. Að börn vilji fara út að leika sér er eitthvað sem við þurfum að styðja. Við fjölskyldan höfum haldið upp á afmæli barna okkar utandyra, í alls konar veðri. Þá höfum við kveikt varðeld og brennt snúrubrauð og hitað kakó. Þetta eru líka skemmtileg afmæli,“ segir Pálína. – Útivist um helgar „Um helgar er gaman að skipuleggja fjallgöngu með börnunum eða einhverja ferð út í buskann með þeim, gönguferð frá heimilinu eða annað sem ykkur dettur í hug. Náttúran verður aldrei uppiskroppa og gefur

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

okkur óþrjótandi möguleika. Okkur leiðist aldrei úti ef við erum rétt klædd. Gefa sér tíma í útivistinni, ekki að flýta sér heim. Sumum finnst gott að hafa nesti með og heitt kakó á brúsa á veturna. Gefum fjölskyldunni góða upplifun utandyra og látum ráðast hversu lengi er gengið og hvar er staldrað við á leiðinni. Svona erum við að skapa góðar minningar. Tjaldútilega á sumrin og gönguferðir að vetri. Nota náttúruna í kringum ykkur. Þetta þarf ekki að vera flókið. Foreldrar eru fyrirmyndir og ráða því hvernig þeir móta börnin sín, sem eru svo tilbúin að læra. Fullorðnir verða að muna það. Ef ykkur langar að prófa eitthvað öðruvísi utandyra, þá eru til bækur á íslensku um þetta efni og einnig erlendar. Svo er gaman að spyrja börnin hvað þau vilja sjálf gera, leyfa þeim að undirbúa með ykkur. Erfiðasti áfanginn er að fara yfir þröskuldinn heima. Hættum að nota endalausar afsakanir og förum út að leika,“ segir Pálína Ósk Hraundal.

Útivera: ■ Minnkar streitu. ■ Eykur einbeitingu hjá börnum, sérstaklega gott fyrir börn með ADHD. ■ Eykur vellíðan. ■ Dregur úr kvíða. ■ Eflir sköpunargáfu. ■ Dregur úr skapsveiflum. ■ Lækkar blóðþrýsting. ■ Eykur slökun.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69

Hvað sögðu þau um fyrirlesturinn? Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri:

Bíðum spennt eftir að nota Töfraborg, útisvæðið okkar!

„Útivist barna er okkur svo mikið hjartans mál hér í Gefnarborg. Þetta námskeið núna með foreldrum var hugsað sem framhald af námskeiði sem Pálína, ásamt samstarfsfélaga sínum, henni Önnu Lind Björnsdóttur, héldu fyrir starfsfólk Gefnarborgar í september síðastliðnum. En saman erum við, börnin, starfsfólkið og foreldrarnir, að byggja upp og efla Töfraborg sem er útisvæði leikskólans, þar sem áhersla er lögð á að viðhalda stórum g Jónsdóttir, leikskólastjóri hluta lóðarinnar sem ósnortinni náttúru. Gefnarborgar, ásamt Pálínu Vegna stækkunar leikskólans fyrir ári síðan Ósk Hraundal, fyrirlesara. hafa börnin í Gefnarborg ekki getað notað nema lítinn hluta af leikskólalóð sinni í allan vetur, sem þó stóð til að yrði tilbúin við upphaf nýs skólaárs í september síðastliðnum en bæjaryfirvöld ætluðu að sjá um það. Þykir okkur þetta mjög leitt því börnin hafa ekki geta nýtt sér allt það sem foreldrarnir, börnin og starfsfólkið lagði á sig að vinna saman síðastliðið sumar við að smíða útieldhús, kofa, kraftbraut og fleira úr verðlausum efnivið. Við bíðum spennt eftir að fá lóðina lagfærða sem allra fyrst. Það var virkilega gaman að fá þetta góða erindi núna með foreldrunum og gefur okkur byr undir báða vængi um nauðsyn þess að vera meira úti að leika.“

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi,

ÓSKAR HAFSTEINN FRIÐRIKSSON Birkiteigi 7, Keflavík,

lést á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt af Facebókarsíðu Þórunnar Kolbrúnar Árnadóttur. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Þórunn Kolbrún Árnadóttir, Árni Grétar Óskarsson Unnur Helga Snorradóttir Karólína Björg Óskarsdóttir Sigurður Guðjónsson Friðrik Guðni Óskarsson Aldís Sif Bjarnadóttir Þórey Jóhanna Óskarsdóttir Haukur Óli Snorrason Katrín Ósk Óskarsdóttir Friðrik Grétar Óskarsson Karólína Guðnadóttir Guðný Svava Friðriksdóttir Valur Snjólfur Ingimundarson Kristinn Geir Friðriksson Björg Hilmarsdóttir og barnabörn.

Ásta Guðný Ragnarsdóttir og Valdimar Oddur Jensson:

Gaman að vera úti

„Þetta var mjög fræðandi og sniðugar hugmyndir sem Pálína gaf okkur um útivist. Það Valdimar Oddur Jensson og þarf ekki að taka mikinn tíma að fara út til Ásta Guðný Ragnarsdóttir. dæmis eftir leikskóla yngsta barnsins þegar allir eru þreyttir. Mér datt í hug að það væri hægt að taka nesti með út,“ segir Ásta Guðný. „Útivist á veturna og á sumrin eru eins og svart og hvítt á Íslandi. Við eigum þrjú börn á aldrinum þriggja, ellefu og þrettán ára og erum dugleg að fara út með þau. Það eru margir leikvellir í Garðinum og nágrenni. Fyrir aftan húsið okkar er mói og þar hafa börnin okkar oft leikið sér. Þau hafa dundað sér í móanum með skóflur og fleira. Um daginn voru þau öll þrjú úti í garðinum okkar að búa til snjóhús,“ segir Valdimar Oddur. „Þau hafa alltaf nýtt móann sjálf. Við höfum líka farið út með þeim og það hefur verið gaman að uppgötva hvað það er gaman að labba í móanum í snjó því það er meiri áskorun þegar þú sekkur ofan í snjóinn á milli þúfna. Með aldrinum breytast leikirnir hjá þeim og leikföngin en náttúran fer aldrei úr gildi. Þar geta þau alltaf fundið sér eitthvað að gera. Útivera er stór partur af lífi okkar með krökkunum,“ segir Ásta Guðný. „Á veturna höfum við aðgang að hestunum hans pabba á Mánagrund. Allir krakkarnir okkar hafa gaman af því að koma inn í hesthús, hvort sem þau eru að kemba hestunum, hoppa í heyinu eða fara á bak. Okkur leiðist aldrei þegar við erum úti saman. Það er bæði hollt og svo þurfa krakkarnir að hugsa stundum og ákveða hvað þau vilja gera úti,“ segir Valdimar Oddur.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi

JÓHANN LÍNDAL JÓHANNSSON fyrrv. rafveitustjóri Vallarbraut 6, Njarðvík

Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 23. apríl. sl. Útför auglýst síðar. Elsa Dóra Gestsdóttir Agnes Jóhannsdóttir Bessi Þorsteinsson Hreinn Líndal Jóhannsson Anna Dóra Lúthersdóttir Jóhann Gestur Jóhannsson Svava Tyrfingsdóttir María Líndal Jóhannsdóttir Elías Líndal Jóhannsson Guðlaug Helga Sigurðsdóttir Lína Dalrós Jóhannsdóttir Gunnlaugur Þór Ævarsson barnabörn og barnabarnabörn

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

HALLDÓR ÁRSÆLL JENSSON

Bróðir okkar og mágur,

STEFÁN JENNÝJARSON HALLDÓRSSON Framnesvegi 5c, Reykjanesbæ,

lést á heimili sínu sunnudaginn 29. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jón Rúnar Halldórsson Signý Elíasdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Sigtryggur Hafsteinsson

fyrrverandi aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum Stapavöllum 11, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. María Ingibjörg Valdimarsdóttir Þórey Halldórsdóttir Vilhjálmur Birgisson Jenný Halldórsdóttir Marteinn Guðjónsson og barnabörn.


70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Netspj@ll

Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman hefur gert miklar breytingar á sínu lífi á tímum COVID-19. Hún hefur stundað fimleikaæfingar á Zoom sem hún segir skrýtið en það virki.

Fólk virðist vera að gleyma sér Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman leggur stund á stærðfræðinám í Háskóla Íslands. Hún hefur stundað fimleikaæfingar í gegnum fjarfundarbúnað á Zoom og hefur áhyggjur af fjölskyldu sinni sem býr í Banda­ ríkjunum. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Mér finnst ástandið í kringum þetta mjög skrítið og ég held að ég sé ekki að átta mig almennilega á því hvað þetta er stórt. – Hefurðu áhyggjur? Auðvitað hefur maður áhyggjur á tímum sem þessum. Áhyggjurnar beinast aðallega að fjölskyldumeðlimum og vinum sem eru í áhættuhópi og einnig að fjölskyldunni minni sem býr í Bandaríkjunum. Hugur minn er einnig hjá þeim sem hafa misst einhvern nákominn í þessari baráttu. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Já, ég hef gert miklar breytingar á daglegu lífi. Ég er vön því að vera mjög upptekin flesta daga, bæði í námi og á fimleikaæfingum, en núna fara bæði námið og æfingarnar fram heima hjá mér. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu eða nám? Já, allt mitt nám fer fram í fjarkennslu þannig að ég horfi á alla fyrirlestrana mína heima og ég hef ekki mætt í skólann síðan samkomubannið hófst.

– Hefur þú hitt vini eða ættingja í gegnum fjarfundarbúnað? Ef svo er, hvernig hittingar? Já, ég er bæði búin að hitta liðsfélagana mína og vini mína í gegnum fjarfundarbúnað. Við í Gerplu erum líka duglegar að taka fimleikaæfingar saman á Zoom. Það er mjög skrítið en það virkar.

– Finnst þér fólk vera taka tilmælum yfirvalda nógu alvarlega? Já, almennt. Ég finn það samt svolítið í samfélaginu núna þegar veiran er í rénun að fólk virðist aðeins vera að gleyma sér. Þess vegna tel ég mikilvægt að muna að þetta er ekki búið og veiran getur blossað upp aftur ef við pössum okkur ekki nógu vel.

– Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Nokkrum dögum áður en sam­komu­ bannið hófst.

– Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Mér finnst mikilvægast að hugsa vel um sjálfan sig og reyna að skapa góðar stundir með sínum nánustu. Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Almennt mjög vel. Mér finnst sumar búðir hér á svæðinu ekki vera að taka ástandið nógu alvarlega. Á sumum stöðum er ekki talið inn í verslanirnar og það eru engar merkingar til þess að hjálpa fólki að fylgja tveggja metra reglunni.

– Hvað varð til þess? Það var svo sem ekki neitt sérstakt en mig grunar að það hafi verið vegna þess að ég sá fréttir í fjölmiðlum um að faraldurinn væri búinn að breiðast út og ætti eftir að breiðast ennþá meira út. Þá áttaði ég mig almennilega á því að þetta væri miklu stærra en ég hélt. – Hvernig ert þú að fara varlega? Ég passa vel upp á handþvottinn og reyni að vera sem minnst í fjölmenni. – Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Ótrúlega vel, hrós til þeirra.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Að sjálfsögðu, ég má hvorki mæta í skólann né á fimleikaæfingar og það hefur mikil áhrif á mig en það er mikilvægt að vera jákvæður og muna að þetta er einungis tímabil sem mun taka enda – hvenær sem það verður.

– Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Beggja blands. Við höfum bæði verið að versla á netinu og úti í búð. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég geri ráð fyrir að þetta muni vara allavega fram á haust. Ég vona samt innilega að þetta muni vara skemur en ég held að það sé betra að horfa raunhæfum augum á ástandið í staðinn fyrir að gera sér vonir um annað. – Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Bæði. Ég stefni á að ferðast innanlands í sumar, svo ætluðum við fjölskyldan að fara til Bandaríkjanna í haust en við vitum ekki hvort við komumst. Ástandið er enn mjög slæmt í Bandaríkjunum og svo eru miklar takmarkanir á flugumferð. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú óttast að verði aflýst? Já, Evrópumótið í hópfimleikum sem á að vera í október. Ég missti af síðasta EM vegna meiðsla og er búin að bíða spennt eftir að geta keppt á öðru Evrópumóti síðan þá en það eru einfaldlega skemmtilegustu mótin. Við höfum ekkert heyrt enn svo ég held í vonina um að það verði á tilsettum tíma. Það lítur einnig allt út fyrir að Þjóðhátíð verði frestað sem er mjög leiðinlegt.


FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ! Lambalærissneiðar Blandaðar og kryddaðar

1.559 ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

-25%

-40%

-57% Bleikjuflök með roði Sjávarklasinn

Lamba prime

-30%

ÁÐUR: 3.599 KR/KG

-25% Kjúklingabringur BBQ Country - Ísfugl

1.959 ÁÐUR: 2.799 KR/KG

KR/KG

989

2.699

Lambahryggur Heill - Sagaður - Fjallalamb

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

KR/KG

ALVÖRU PURUSTEIK! -60%

2.174

Ð VSPER RENGJA!

KR/KG ÁÐUR: 2.898 KR/KG

Grísalæri

598

KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG

Nettó Mexíkósk kjúklingasúpa 1 kg

-20%

1.279

ÁÐUR: 1.599 KR/PK

KR/PK

-35% Humar Án skeljar - 800 gr

3.249 ÁÐUR: 4.999 KR/PK

Appelsínur

150

Heilsuvara vikunnar!

KR/KG ÁÐUR: 299 KR/KG

-50%

KR/PK

Now D-Vítamín 120 töflur

1.199

-25%

KR/PK ÁÐUR: 1.599 KR/PK

Tilboðin gilda 30. apríl - 3. maí

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Efnahagsaðgerðir í þágu Suðurnesja Þegar ráðist er í jafn umfangsmiklar efnahagsaðgerðir og ríkisstjórnin hefur nú gert í tveimur þrepum og stórir atvinnuvegir eins og ferðaþjónustan hafa nær stöðvast er auðvelt að sjá hið smáa en ekki hið stóra. Það er heildarsamhengið sem skiptir máli og hvernig mismunandi aðgerðir spila saman og veita stuðning þar sem hans er þörf. Þrátt fyrir að margar stærstu efnahagsaðgerðirnar séu ekki merktar tilteknum geirum eða landssvæðum þá er ekki þar með sagt að þær séu ekki hugsaðar til að mæta einmitt þeim. Meginþungi aðgerðanna og tugmilljarðarnir allir fara að langstærstum hluta í sjálfar efnahagsaðgerðirnar, þ.e. hlutastarfaleiðina, lokunarstyrki til fyrirtækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sóttvarna, brúarlána til atvinnulífs, laun í sóttkví og önnur úrræði af þeim toga. Þessi úrræði nýtast best þar sem þörfin er mest. Þannig er það til dæmis ferðaþjónustan sem hefur að stærstum hluta nýtt sér úrræði stjórnvalda og sömuleiðis hafa atvinnuveitendur á Suðurnesjum getað nýtt sér þau fyrir sitt starfsfólk, eins og kom skýrt fram í Kveik á RÚV nýverið. Þetta sýnir að aðgerðir stjórnvalda virka þótt eðli þeirra og aðstæður sé auðvitað með þeim hætti að ekki geti vakið ánægju hjá nokkrum manni.

Bæði vörn og sókn

Aðgerðir stjórnvalda miða að því að verja það sem varið verður en líka að nota þennan tíma til að sækja fram. Dæmi um slíka sókn á Suðurnesjum er hlutafjáraukning fyrir fjóra milljarða króna hjá Isavia sem hefur nú úr að spila 7–8 milljörðum króna til að ráðast í framkvæmdir á flugvallarsvæðinu. Það mun skila okkur betri flugstöð til framtíðar. Meiriháttar framkvæmdir og upp-

bygging eru einnig fyrirhugaðar á öryggissvæðum hjá Landhelgisgæslunni og Atlantshafsbandalaginu á Keflavíkurflugvelli. Þær framkvæmdir sem þegar eru komnar á framkvæmdastig, eða eru á leið í útboð á allra næstu mánuðum, nema um 11,6 milljörðum króna og liggja fjárheimildir að mestu fyrir bæði hjá NATÓ og íslenska ríkinu. Þá ber að líta til þess að ríkið á í viðræðum við Icelandair um þá erfiðu stöðu sem þar er uppi en fjármálaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að starfsemi Icelandair muni ekki leggjast af og ég mun styðja það. Það skiptir ekki síst Suðurnesin máli enda einn allra stærsti vinnuveitandi á svæðinu. Alls kyns hvatar hafa verið settir inn í aðgerðapakkana til að örva atvinnulífið, m.a. var gildandi heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði hækkuð og útvíkkuð á tímabilinu 1. mars til og með 31. desember 2020. Heimildin var m.a. látin taka til frístundahúsnæðis og samhliða var mannúðar- og líknarfélögum, íþróttafélögum, björgunarsveitum o.fl. veitt heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið væru í eigu þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er talið raunhæft markmið að sveitarfélög geti ráðist

í fimmtán milljarða króna flýtiframkvæmdir til þess að bregðast við efnahagsástandinu, þar af er hægt að ráðast í framkvæmdir fyrir þrjá milljarða á Suðurnesjum. Til þess að liðka fyrir markmiði sveitarfélaga um flýtiframkvæmdir er nú lagt til að sveitarfélög eða stofnanir og félög sem alfarið eru í eigu þeirra, öðlist tímabundinn rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað vegna byggingar, viðhalds eða endurbóta á öðru húsnæði en íbúðar- og frístundahúsnæði, sem alfarið er í eigu þeirra.

Sértækur stuðningur við sveitarfélögin og Suðurnes

Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að fjárheimildir málefnasviða verði auknar um samtals 13.210 milljónir króna, þar af um 8,4 milljarð króna í félagslegar aðgerðir þar sem ein fjárheimild lýtur að sértækum stuðningi til sveitarfélaga og Suðurnesja, samtals einn milljarð króna. Þar vegur þyngst tillaga um að verja 600 milljónum króna til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila, þannig að öll börn geti stundað íþróttir og aðrar tómstundir óháð efnahag í sumar. Nýlega veittu stjórnvöld 500 milljónum króna til íþrótta- og æskulýðsstarfs sem tryggja á stuðning við rekstur og starfsemi þeirra aðila sem því sinna. Með þessum aðgerðum er reynt að sporna við

því að um átta þúsund börn um land allt heltist úr tómstundastarfi þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna á þessum erfiðum tímum. Þá er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til aðgerða á Suðurnesjum. Þannig er til dæmis fyrirhugað að styrkja og þróa Reykjanes Geopark og líka að efla félagslega þátttöku og virkni íbúa á Suðurnesjum með erlendan bakgrunn en þeir eru um fimmtungur íbúa. Í fyrri aðgerðarpakka voru veittar 200 milljónir króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og því tæpur hálfur milljarður króna eyrnamerktur Suðurnesjum i fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir að stjórnvöld noti allt sitt afl til að milda höggið af þeim miklu erfiðleikum sem nú ganga yfir fólk og fyrirtæki er alveg ljóst að hvergi í heiminum verður hægt að stoppa upp í það mikla gat sem myndast í atvinnulífinu þegar stórir, öflugir atvinnuvegirnir leggjast tímabundið í frost. Við verðum að standa saman og efla Ísland með því að ferðast innanlands og beina viðskiptum okkar að íslenskri vöru og þjónustu. Við verðum líka að muna að veiran drepur ekki sterka innviði okkar, hugvit og athafnamennsku. Við bognum um tíma en við brotnum ekki. Saman höfum við sigur þegar upp er staðið. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Ásabraut 3, Sandgerði, fnr. 2094608, þingl. eig. Karolina Aneta Los, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 09:00. Austurbraut 6, Keflavík, fnr. 2086910, þingl. eig. Ísak Þór Ragnarsson, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 09:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8873, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:20.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8874, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:25. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8877, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9588, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og

Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:35. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9589, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9585, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:45. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9584, þingl. eig.

Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:50. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8878, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 10:55.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 24. apríl 2020


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 73

Sveitarfélög í brennidepli

Umhyggja og raunhæfar lausnir Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Við vitum aðeins að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Umhyggja, kærleikur og von um betri tíð setja mark á samskipti fólks á þessum óvissutímum og það er þakkarvert. Við sjáum svo vel hversu slíkt er mikils virði. Reiði og vonleysi mega ekki fá að taka völdin. Vinnum að því með öllum ráðum að hjálpsemi, vernd og öryggi verði forgangsraðað fremst þegar lausnir eru smíðaðar til að mæta atvinnuleysi og efnahagsvanda. Þegar efnahagurinn versnar og misskiptingin verður sýnilegri er hætta á ferðum. Þá hættu verðum við að varast. Það þarf að gera miklar kröfur til stjórnvalda og þau þurfa að sýna að þau standi undir þeim og rísi undir þeirri ábyrgð að stýra landinu út úr kreppu eftir heimsfaraldur. Við Suðurnesjamenn höfðum, löngu áður en COVID-19-faraldurinn knúði dyra, kallað eftir auknum fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, til skólanna og til lögreglunnar. Þær kröfur eru enn í fullu gildi og reyndar enn mikilvægari en áður.

Öryggi og tækifæri

Heilbrigðisstofnunin verður að hafa burði til að þjóna 27 þúsund manna landssvæði. Við viljum heilbrigðisþjónustu fyrir alla og enginn á að þurfa að treysta á heilsugæslu í öðrum byggðalögum vegna fjársveltis okkar heilsugæslu. Þær úrbætur sem nú hafa verið boðaðar vegna aðstæðna duga skammt þar sem mannekla var fyrir. Skólarnir þurfa að taka við þeim atvinnuleitendum sem vilja styrkja stöðu sína. Að þeir standi öllum opnir með fjölbreytt nám og góð námsgögn er afar mikilvægt þegar svo margir hafa misst vinnu. Það kostar peninga næstu misserin, sem ríkið þarf að tryggja en það mun skila sér margfalt til baka. Mikið álag hefur verið á lögregluna undanfarin ár og almenn löggæsla hefur liðið fyrir fjárskort. Samvinna sveitarfélaga, skóla og lögreglu til að vernda börn gegn ofbeldi þarf að vera góð og markviss. Því miður færist heimilisofbeldi í vöxt við atvinnuleysi, það þekkjum við frá fyrri tíð, og lögreglan er með stórt hlutverk í forvörnum og lausnum fyrir þau sem verða fyrir heimilisofbeldi og slæmum aukaverkunum langtíma

Sveitarfélög um allt land verða fyrir margháttuðu álagi í COVID-19-faraldrinum og þau eru misvel undir það búin. Í einhverjum tilvikum ræður stærðin miklu, í öðrum skiptir mála hvaða atvinnugreinar vega þyngst og í sumum er um að ræða misvægi á milli framlaga ríkisins til alls konar verkefna og hraðra breytinga samfélaginu; íbúafjölgunar eða atvinnumynsturs.

atvinnuleysis. Styrkja þarf þessar stoðir betur til að tryggja öryggi okkar allra.

Á Suðurnesjum er misvægið mjög áberandi. Málefni Suðurnesja hafa verið til skoðunar í ráðherraskipaðri nefnd og er aðgerðaráætlun á lokametrunum. Lagt er til að 250 milljónir króna gangi í fyrstu til framkvæmda skv. henni, auk annarra framlaga og viðfangsefna á vegum einstakra ráðuneyta og sveitarfélaganna sjálfra. Einnig verður ráðist í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir um fjóra milljarða króna.

Flug og fleiri störf

Fólk býr á heimilum

Framkvæmdir sem eru gagnlegar og atvinnuskapandi um leið skipta miklu máli. Þar er tvöföldun Reykjanesbrautarinnar augljóst verkefni og framkvæmdir við flugstöðina. Nýta á tímann vel til uppbyggingar við flugstöðina og undirbúa komu farþega þegar markaðir taka aftur við sér. Svo er nauðsynlegt er að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun í atvinnulífinu hér suður með sjó þannig að hér blómstri fjölbreytt fyrirtæki í framtíðinni. Ákvarðanir um lausnir eru pólitískar. Við jafnaðarmenn viljum að stuðningur við velferðarkerfið verði hluti aðgerða stjórnvalda ásamt því að vinna með fyrirtækjum gegn frekara atvinnuleysi. Við höfum lagt til að atvinnuleysisbætur, sem nú eru langt undir lágmarkslaunum, verði hækkaðar. Enginn getur framfleytt sér og börnum sínum á svo lágum mánaðargreiðslum. Vonandi snýst ríkisstjórninni hugur og tekur undir með okkur. Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar. Við munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Beinn stuðningur ríkisins við fyrirtæki og heimili (lesist: fólk) með tveimur aðgerðaráætlunum er orðinn víðtækur. Myndarlegar upphæðir ganga núna til geðheilbrigðisþjónustu, heilsugæslu, átaks gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og viðkvæmum hópum. Til stuðnings tómstundastarfi barna og virkni foreldra langveikra barna og til úrræða við félagslegri einangrun fólks, til fjölgunar alls kyns námsúrræða og einnig til sérnámskeiða fyrir atvinnuleitendur og til tímabundinna starfa námsmanna. Stutt er við aukin félagsstörf aldraðra og öryrkja, félagslegur stuðningur aukinn við fjölskyldur með fötluð börn og börn af erlendum uppruna og fjölmörg heimili fá hækkaðar barnabætur og viðbótaframlag er greitt tekjulágum heimilum með börn. Fleira má nefna, m.a. fæst fé úr Fasteignasjóði sveitarfélaga til þess að bæta aðgengi og starfsumhverfi fatlaðs fólks.

Fyrirtæki eru fólk

Lokunarstyrkir fást til fyrirtækja er var skipað að hætta starfsemi. Ríkistryggð stuðningslán fást til minni fyrirtækja til viðbótar við mun hærri brúarlán til allra. Hlutastarfabætur ríkisins renna áfram beint til launamanna, fresta má greiðslu tekjuskatts lögaðila vegna 2019 og jafna á hagnaði þess árs móti tapi ársins 2020 og reglum um eftirgjöf skulda lögaðila er breytt. Skattaívilnanir vegna nýsköpunar- og sprotastarfsemi eru auknar og umhverfi beinna styrkja bætt. Aðstoð við fyrirtæki er að stórum hluta aðstoð við launa-

menn og launamenn og einyrkjar eiga heimili. Tal um að sneitt sé framhjá heimilum, og fyrirtækjum hyglað fremur en fólki, er dapurlegur útúrsnúningur og pólitísk brella. Á sunnanverðu landinu kemur hrun ferðaþjónustunnar fram með mjög alvarlegum afleiðingum. Við því verður brugðist með æ meiri þunga, m.a. í þriðju aðgerðaráætluninni, um leið og hugað er vandlega að því hvernig risaálaginu á ríkissjóð og Seðlabanka verður mætt.

Greining á stöðu héraða er leiðandi

Tekjutap sveitarfélaga er augljóst og því er misskipt. Tillögur um að lækka gjöld enn frekar heyrast, jafnvel gefa fasteignagjöld eftir, einkum frá fyrirtækjum. Miklar áhyggjur af Jöfnunarsjóðnum eru augljósar. Óljóst er hve mikil lækkunin verður en gera má ráð fyrir að þær verði fjórir til fimm milljarðar króna. Því verður 1,5 milljarði króna af bundnu fjármagni sjóðsins varið til greiðslu framlaga í ár og dregið úr fyrstu áhrifum af tekjufallinu. Frekari umræða um málefni sjóðsins fer fram innan samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga, ásamt öðrum aðgerðum sem snúa að sveitarfélögunum. Ráðherra hefur falið Byggðastofnun að vinna greiningu á þeim vanda sem blasir við einstökum sveitarfélögum og svæðum, m.a. vegna hruns ferðaþjónustunnar. Að einhverju leyti munu átaksverkefni Atvinnuleysistryggingasjóðs og aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar mæta þeim erfiðleikum, en greina þarf frekar sértækar aðgerðir og áskoranir einstakra svæða. Minni séraðgerðir eru nokkrar, t.d. fjárveiting til stafrænnar þróunar á vegum sveitarfélaga til að bæta þjónustu og auðvelda samskipti. Og fé verður veitt í gegnum byggðaáætlun til fámennra byggðarlaga sem takast nú á við sérstakar áskoranir vegna COVID-19faraldursins, m.a. á sviði félagslegrar þjónustu. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi


74 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VESTUR-ÁSTRALÍA VALDI OKKUR Una Ósk Kristinsdóttir hefur búið í áratug í Ástralíu og er að njóta lífsins þar ásamt þremur dætrum sínum en hún ákvað að flytja til lands þar sem alltaf væri sumar og sól í kjölfar bankahrunsins.

U

na Ósk Kristinsdóttir er úr Grindavík en hefur búið lengi í Ástralíu. Hún býr ásamt þremur dætrum sínum, þeim Alexöndru 26 ára, Anítu 16 ára og Söru 15 ára, í Fremantle sem er stærsta hafnarborg Vestur-Ástralíu.

Una Ósk er listamaður en segist í samtali við Víkurfréttir einnig hafa dútlað við myndbandagerð og hlaðvarp eða podcast eins og það heitir upp á enskuna. Á síðasta ári vann Una Ósk einnig að framleiðslu á hljómdiski sem Aníta dóttir hennar, sem er söngkona og lagahöfundur, gaf út. Þá segist Una

Ósk einnig vilja stuðla að jákvæðu hugarfari. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Það byrjaði allt þegar ég var sjö ára gömul. Þá missti ég móðir mína úr brjóstakrabba og ég kunni ekki að takast á við sorgina. Seinna, árið 2006, missti ég bróður

minn í eldsvoða í Grindavík og svo tveimur árum seinna dó faðir minn úr hjartaáfalli. Ég átti erfitt með að halda áfram en ég varð að gera það vegna dætra minna svo það mín ákvörðun var að færa meira ljós inn í líf okkar.“ Una fór fyrst í ferðalag til Evrópu árið 2010 en segir að hún hafi ekki litið tímana eftir fjármálakreppuna björtum augum. Ástralía varð fyrir valinu og í september á þessu ári verða komin tíu ár frá því þær mæðgur lentu í Ástralíu. – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Nei, ég þurfti nýtt upphaf og ef ég varð að gera það, af hverju ekki fara alla leið og flytja til staðar

þar sem sól og sumar er allt árið í kring? Sumir höfðu sagt að við myndum koma fljótt aftur og að Ísland væri eini öruggi staður til að búa á. Neikvæðnin hjálpaði ekki en ég gat ekki látið það stoppa mig í að byrja uppá nýtt. Ég varð að bjarga sjálfri mér frá drukknun, ef svo má segja.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Nei, núna í dag með Facebook og Messenger get ég auðveldlega hringt og spjallað við mína nánustu fjölskyldu og vini. Fjölskyldan sem hélt mér á Íslandi er farin. Þau liggja í kirkjugarði Hafnarfjarðar og fyrir mér skiptir ekki máli hvar ég er í heiminum, þau eru ávallt með mér.“

Myndað í The Pinnacles.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 75

Una Ósk með dætrum sínum, þeim Alexöndur, Anítu og Söru.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Vá, þegar ég kom fyrst til VesturÁstralíu vissi ég ekki hvort ég var að flytja út í óbyggðir með snákum, krókódílum, eitruðum kóngulóm og brjáluðum kengúrum. Ég vissi ekki neitt um Ástralíu og ég hafði ekki gert neina könnun um landið. Fyrsti staðurinn sem við bjuggum á var City Beach. Það var eins og búa í Beverly Hills, glæsihús alls staðar, dýrir bílar og fólkið var auðvitað sérstaklega vinarlegt. Við bjuggum þar okkar fyrstu sex árin. Vestur Ástralía er námustaður fyrir gull, eðalsteina og olíu og við komum hingað í endann á uppsveiflu. – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Já, Vestur-Ástralía valdi okkur. Á City Beach við vorum okkar fyrstu sex ár og svo núna í Fremantle, sem hentar okkur mjög vel. Fremantle er ekki bara þekkt hafnarborg í Ástralíu heldur einnig borg listar og tónlistar. Það býr margt listafólk hér og fyrir mig sem áhugalistakonu og dóttur mína, Anítu, sem lagahöfundur

... og þegar við nálguðumst Ísland í 40.000 fetum reis fallega eyjan okkar úr sæ og hægt var að sjá landsendanna á milli í blíðviðrinu ...


76 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

og söngkona hentar Freo fullkomlega.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Ég elska Freo. Fólkið er vinalegt, skapandi og frá öllum stéttum, ríkir og fátækir undir sama þaki mætti segja. Við höfum ána Swan River á öðrum endanum og ströndina á hinum og það er ávallt eitthvað um að vera.“ – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Strandarlíf og útivera allt árið í kring er það sem mínar dætur njóta. Útimarkaðir og lifandi tónlist er þeirra uppáhald og svo er menntun mjög mikilvæg hér, að allir fari í háskóla og fylgi draumum sínum. Alexandra, elsta dóttir mín, flutti að heiman fljótlega eftir að við komum hingað en við búum í sömu borg. Hún hefur tekið tíma frá vinnu sinni til að ferðast og vinna eins og í Japan og Vietnam, sem er einn af hennar uppáhalds stöðum. Það eru tækifæri fyrir alla hérna, ef þú vilt.“

– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Í dag hefur COVID-19 valdið því að ég missti vinnuna mína tímabundið, svo að þegar ég vakna við sólarupprás, kl. sjö á morgnana, geri ég mig tilbúna til að skokka eða ég fer á ströndina til að labba og geri æfingar. Svo mála ég úti í garðinum mínum af því að ég hef ekki studíó til að mála í. Ég hef einnig framleitt og stjórnað fyrir dóttur mína tónlistarlega. Ef hún hefur tónleika, þá hjálpa ég henni. Einnig spila ég stundum með nágrönnum mínum en við erum áhugamanna-Ukulele-band, sem er meira okkur sjálfum til skemmtunar en allir velkomnir að vera með. Ég er líka í vinahóp kvenna „Wild Women of Art“. Við hittumst einu sinni í viku til að mála og einnig skipuleggjum við sýningar, markaði og fleira“ – Líturðu björtum augum til næstu mánaða? „Veturinn er á næsta leiti hér hjá okkur. Núna næstu fjóra mánuðina verður pínu kalt en það mætti segja að vetur hér er eins og sumar á Íslandi. En, já, ég hef nokkur plön á næstunni sem ég er spennt

Á gamla markaðnum í Freo.

að byrja á og svo er planið líka að hitta Klöru vinkonu frá Grindavík á Balí. Það eru tíu ár síðan við sáumst síðast svo það verður gaman.“

dreymir mig í draumum mínum á Ísland þá er ég í Hafnarfirði. Ég var fædd þar og megnið af minni fjölskyldu bjó eða búa í Hafnarfirði.“

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ég get ennþá málað en það er ekki mikið um sölu og við getum framleitt lög en það eru engar uppákomur í gangi. Annars er þetta ekki svo slæmt hérna. Að mínu mati hefur ríkistjórnin í Ástralíu tekið vel á COVID-19. Fyrir utan að missa vinnuna mína, en hún byrjar vonandi fljótlega aftur, eða að ég finn mér bara eitthvað annað að gera, ég er opin fyrir nýjum tækifærum.“

– Hvað stefnirðu á að gera á næstu mánuðum? „Það er ekkert bókað ennþá en ég hef verið að gæla við að fara í nokkra flugtíma, kannski get ég losnað við lofthræðsluna mína þannig og svo auðvitað að njóta samveru med dætrum mínum á ströndinni.“

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Hafnarfjörður hefur ávallt átt sérstakan stað í hjarta mínu og ef mig Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Hlutirnir hafa bara færst aðeins til en ekkert hefur verið útilokað ennþá. Að hitta Klöru á Bali er ennþá efst á listanum.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 77

Að ofan: Una Ósk Kristinsdóttir og fjölskylda hennar fengu ástralskan ríkisborgararétt árið 2016. Að ofan til vinstri: Una á ströndinni með brimbrettið. Til vinstri: Dæturnar niður við höfn í Freo.

– Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Vestur-Ástralía hefur verið heppin og við höfum ekki haft mikið um veikindi. Ekki eins og við vorum undirbúinn fyrir, nema ferðaskipin sem hafa flutt hingað með sér veikt fólk en þau voru einangruð strax í byrjun og eða farþegarnir fluttir heim með flugi. Skólum og veitingastöðum hefur verið lokað

nema fyrir kennslu á netinu og heimsendingu á mat. Fólk er að mestu heima nema til að labba, hlaupa og hjóla. Við sjáum meira af fjölskyldum hreyfa sig úti núna. Strendurnar eru langar og allir hafa virt 1,5 metra fjarlægð svo það hefur ekki verið nein ástæða til að loka þeim hér. Ég tel okkur mjög heppin hér og ég er bara þakklát fyrir hvern dag.“

– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Fyrir utan vinnuna og að hitta ekki vini mína nema á netinu þá hefur þessi reynsla fyrir mér ekki verið svo slæm. Eins og ég sagði áður, ég er þakklát fyrir hvern dag. Ég og stelpurnar mínar erum allar við góða heilsu og við stöndum saman og styrkjum hvor aðra í þessum tíma.“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Að vera þakklát fyrir það sem við höfum og ef við stöndum saman getum við sigrast á hverju sem verður á okkar leið. Einnig vona ég að fólk gerir sér betur grein fyrir hvaða áhrif við höfum á og hvað við getum gert betur fyrir okkar eina heimili, jörðina.

– Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Facebook, Messenger, Instagram, Linkedin og YouTube er sem ég nota mest.“ – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Þetta er erfið spurning en ef með einhverjum mætti að ég gæti hringt í einhvern/eitthvað sem gæti með einum hnappi látið allt fólk virða og vera gott við hvert annað og heimili okkar jörðina það sem eftir er. Þangað mundi ég hringja.

Una Ósk hefur verið að mynda kengúruunga sem eru algjör krútt.


78 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Andri Þór Unnarsson er nemandi í Tækniskólanum og segir mikilvægt að fólk finni sér eitthvað skemmtilegt að gera með fjölskyldunni.

Reynum að vera svolítið

hugmyndarík

Andri Þór Unnarsson lærir stafræna hönnun í Tækniskólanum ásamt því að starfa sem verktaki samhliða námi. Hann segist vera heppinn að flest sem hann gerir í tengslum við nám og vinnu fer oftast fram í tölvu og því hefur faraldurinn ekki haft of mikil áhrif á hann. – Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Frekar furðulegt ástand sem við erum að upplifa, að sama leyti verður maður að passa að halda jákvæðu hugarfari og halda sér í rútínu. – Hefurðu áhyggjur? Hef mestar áhyggjur af henni ömmu minni sem er að verða 87 ára í sumar og sömuleiðis fólki sem er í áhættuhópi. – Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Í rauninni er ég að gera svipaða hluti og væri að gera ef faraldurinn væri ekki. Er að halda áfram að gera verkefni í skólanum og verktakaverkefni. Er svo heppinn með það að flest sem ég geri í tenglsum við nám og vinnu fer oftast fram í tölvunni. Dagarnir eru ekki flóknir en góðir. Vakna og segi góðan daginn á „Microsoft Teams“ við kennara og bekkjafélaga. Vinn verkefni dagsins í skólanum. Tek göngutúr, stundum heimaæfingu og enda síðan á því að horfa á Netflix eða spila Call of Duty Warzone. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu eða nám? Ég er í Tækniskólanum að læra stafræna hönnun, því hefur verið breytt í fjarnám og verður þannig út önnina. Um leið og samkomubannið

hófst var ekki gert ráð fyrir því að við myndum hittast aftur. Kennararnir þurftu eina viku í að ná áttum og skipuleggja prógram fyrir framhaldið. Það gengur þokkalega en við erum í hópaverkefni núna sem er síðasta verkefni annarinnar. Það er krefjandi að vinna verkefni í þessum geira í fjarnámi. Ég starfa sem verktaki með skólanum og það hefur gengið mjög vel þrátt fyrir ástandið. Síðustu mánuði hef ég verið að vinna að Netþjálfun World Class. Hef geta sinnt því alveg 100%. Tökudagarnir eru þannig að það eru fáir á staðnum og höfum við alltaf passað tveggja metra regluna. Eftirvinnslan er síðan bara unnin heima og því hefur það ekkert breyst. Hinsvegar átti ég að starfa í háloftunum hjá Icelandair í sumar sem flugþjónn. Því miður verður ekki af því þetta sumarið út af faraldrinum. Starfaði við það síðasta sumar og það var frábær reynsla. – Hefur þú hitt vini eða ættingja í gegnum fjarfundarbúnað? Notast aðallega við FaceTime til þess að heyra í vinum og einnig fjölskyldumeðlimum. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Um leið og samkomubannið tók gildi.

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

– Hvað varð til þess? Að sjá hversu hratt veiran hefur breiðst út, hversu auðvelt er að smitast af henni og hversu hættuleg hún er fyrir fólk í áhættuhópi. – Hvernig ert þú að fara varlega? Er mjög mikið heima þessa dagana og hef einnig sett pásu á að hitta vinina. Er í rauninni búinn að vera í kringum sama fólkið síðan sam­ komu­bannið tók gildi fyrir utan tökudagana sem ég þarf að skjótast í. Er ekki að fara að fara út á almannafæri að óþörfu og þvæ mér vel um hendurnar. – Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Frábærlega, alveg til fyrirmyndar. – Finnst þér fólk vera taka tilmælum yfirvalda nógu alvarlega? Það er mjög misjafnt þar sem maður sér fólk oft setja á samfélagsmiðla vinahittinga, matarboð, bústaðaferðir og fleira. – Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Halda ró og fylgjast vel með tilmælum frá sóttvarnalækni. Ekki gleyma að vera svolítið hugmyndarík og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera með fjölskyldunni. Passa að halda heilsunni í toppmálum og reyna að gera það besta úr þessu og hægt er. – Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Því miður þekki ég það ekki nógu vel til þess að tjá mig um það.

Netspj@ll – Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Auðvitað, það hefur áhrif á okkur öll. Það er bara spurning hversu mikil áhrif þetta er að hafa á fólk. Ég hef verið duglegur í að finna mér verkefni og skella mér í göngutúra til að fá frískt loft. Ég tel það vera mjög mikilvægt á þessum tímum þar sem maður hangir mikið inni þessa dagana. – Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Skreppi einstaka sinnum í búð til þess að grípa nauðsynjavörur. – Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Erfitt að segja eins og staðan er núna. Vonandi fer þetta að lagast. Ef ég ætti að tippa á það myndi ég setja á ágúst. – Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ef allt er í toppmálum þá myndi ég telja það líklegt að ég myndi ferðast bæði innan- og utanlands þar sem við misstum af utanlandsferð um páskana. – Er einhver sérstakur viðburður eða dagur sem þú hræðist að verði aflýst? Það myndi valda mörgum vonbrigðum ef Þjóðhátíð og fleiri stórar útihátíðir myndu falla niður. Maður verður bara að vona það besta.


Sjáið þessi tilboð á flottum bílum!

Jeep Wrangler

Land Rover Discovery

Verð 2.990.000 kr.

Tilboð: 6.990.000 kr.

Árg. 2015, ekinn 182 þús., beinsk.

Árg. 2017, ekinn 56 þús., sjálfsk.

Húsbíll – Möguleiki á 70% seljendaláni.

Peugeot Expert

Árg. 2015, ekinn 125 þús., beinsk. Innréttaður húsbíll.

Honda Civic

Árg. 2018., ekinn 17 þús., beinsk.

Verð 1.900.000 kr.

Tilboð: 2.250.000 kr.

Honda Jazz

Honda Tourer

Tilboð: 1.590.000 kr.

Tilboð: 1.990.000 kr.

Árg. 2017, ekinn 35 þús., beinsk.

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444

Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is

Árg. 2016, ekinn 27 þús., sjálfsk.


80 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 81

Þ

rátt fyrir að flugsamgöngur til og frá Íslandi séu nær lamaðar þá heldur flugvélaeldsneyti áfram að streyma til landsins. Eldsneytisflutningaskipið

Amadeus hefur verið í Helguvíkurhöfn í vikunni. Skipið getur flutt 50.000 tonn af eldsneyti og kom hingað frá Baton Rouge í Bandaríkjunum eftir næstum sextán sólarhringa ferðalag. Amadeus er 183 metrar á lengd og rúmir 32 metrar á breidd. Skipið er fimm ára gamalt og siglir undir fána Möltu. Á myndinni eru einnig þeir Haki og Jötunn, dráttarbátar Faxaflóahafna. Haki er með 40 tonna togkraft og Jötunn með 27 tonna togkraft. Myndina tók Hilmar Bragi með flygildi um hádegisbil á mánudag. Eins og sjá má á myndinni eru mikil átök sem fylgja því að koma stóru skipi að bryggju og hafa dráttarbátarnir þyrlað upp leir af botni hafnarinnar í Helguvík.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Er þorrinn í ferðabransanum?

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Súrustu mánaðamót sögunnar LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Þessi mánaðamót eru súrustu mánaðamót sögunnar. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur náð áður óþekktum hæðum. Icelandair kórónaði hörmulegan apríl með því að segja upp ríflega 2.000 manns. Nánast öllum flugfreyjum, flugmönnum og starfsfólki í flugstöðinni. Helmingnum af flugvirkjunum og svo einum framkvæmdastjóra af níu – eða honum var ekki sagt upp, bara færður niður í tign. Er nokkuð viss um að framkvæmdastjóri hjá Icelandair kostar sitt. Það er nauðsynlegt að hafa átta slíka í vinnu þegar ekkert er flogið. Þeir nefnilega sjá um að viðskiptamódelið gangi upp.

Margt bendir til þess að hingað komi ekki fleiri ferðamenn á árinu. Allavega ekki meðan tveggja vikna sóttkví er í gildi. Þeir dvelja að meðaltali í tíu daga yfir sumartímann. Geri ekki ráð fyrir að sóttkví á Íslandi sé meira spennandi en annars staðar, eða hvað? Við erum eyja í miðju Atlantshafinu. Höfum náð frábærum árangri í baráttu við veiruna. Hugsanlega betri árangri en nokkrir aðrir. Höfum líka skimað flesta miðað við höfðatölu.

Ísland sem sóttkví milli Ameríku og Evrópu. Selja Bandaríkjamönnum þá hugmynd að enginn Evrópubúi fái að koma þangað nema hafa verið skimaður á Íslandi fyrst. Þriggja daga stopp að lágmarki. Seljum vitanlega Evrópubúum sömu hugmynd. Nýtum okkur staðsetninguna. Flugfélagi og ferðaþjónustu reddað. Góðar stundir

1. MAÍ HÁTÍÐARHÖLD ­ ­ ­

­ 6ERKALâ¡S OG

SJØMANNAFÏLAG +EFLAVÓKUR OG NÉGRENNIS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.