ALLT FYRIR HELGINA Í NÆSTU NETTÓ
Senuþjófur
á djasskvöldi í Suðurnesjabæ
>>> SÍÐUR 16–17
TILBOÐ GILDA 6. -- 9. MAÍ
22% AFSLÁTTUR
Lambalæri
Grísabógsneiðar Í Alabamamarineringu
KR/KG ÁÐUR: 1.396 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG
1.089
599
50% AFSLÁTTUR
Avókadó 700 gr
365
KR/PK ÁÐUR: 729 KR/PK
50% AFSLÁTTUR
Miðvikudagur 5. maí 2021 // 18. tbl. // 42. árg.
Rísa hátt til himins Breyting hefur orðið í virkni gossins í Fagradalsfjalli. Nú má sjá gosstróka sem rísa hátt til himins með reglu legu millibili. Hæstu strókarnir hafa risið vel yfir 200 metra upp frá gígnum sem nú gýs og glóandi hraun sletturnar sjást frá byggð á Suðurnesjum. Ljósmyndari Víkurfrétta, Jón Hilmarsson, tók meðfylgjandi mynd í Fagradalsfjalli um liðna helgi og er hún lýsandi fyrir virknina í gosinu núna.
28.322 á Suðurnesjum Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 0,5% frá áramótum samkvæmt nýjum upplýsingum frá Þjóðskrá Ís lands. Gefnar hafa verið út tölum um íbúafjölda eftir sveitarfélögum þann 1. maí síðastliðinn. Sam kvæmt þeim eru Suðurnesjamenn nú 28.322 talsins. Íbúar Reykjanesbæjar eru 19.803 og hefur fjölgað um 134 frá áramótum, eða 0,7%. Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru 1.347 talsins og hefur fjölgað um 22, eða 1,7% frá áramótum. Í Suðurnesjabæ eru íbúar 3.632 talsins en bæjarbúum hefur fækkað um fimmtán frá 1. desember 2020 sem gerir 0,5% fækkun íbúa. Í Grindavík búa 3.540 og hefur orðið fækkun um átta í Grindavík frá 1. desember 2020 en það gerir 0,2% fækkun bæjarbúa. Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sína 19.803 íbúa. Næst á eftir kemur Akureyri með 19.251 íbúa.
Styttist í fjögur þúsundasta íbúann og nýtt hverfi rís n Mikill uppgangur í Suðurnesjabæ og ásókn í lóðir n Gert ráð fyrir 136 íbúðum í Skerjahverfi >>> Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar í viðtali á síðum 8–9
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Kostnaður Reykjanesbæjar 170 milljónir króna af atvinnuátaki Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar úrræði stjórnvalda um sumar störf fyrir námsmenn og lýsir yfir ánægju sinni með þann fjölda starfa sem ráðstafað hefur verið til sveit arfélagsins. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag. Bæjarráð samþykkti á sama fundi að bjóða ungmennum fæddum árið 2004 til starfa í vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2021.
Áætlaður heildarkostnaður Reykjanesbæjar af átakinu er 170 milljónir króna. Á sama fundi fagnaði b æ j a r rá ð ú r ræ ð i stjórnvalda sem nefnist „Hefjum störf“ og „Ráðningarstyrk“ og lýsir yfir ánægju sinni með að sérstaklega sé horft til þess hóps sem undir það heyrir.
Byggja sex deilda leikskóla í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reistur verði sex deilda leikskóli í Suðurnes jabæ. Þá var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði úttekt á nauðsynlegum endurbótum á húsnæði og lóð leikskólans Sólborgar, ásamt kostnaðaráætlun. Á fundinum var einni samþykkt að hefja viðræður við rekstraraðila Sólborgar um að reka fjögurra deilda leikskóla. Þá var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnið verði að framtíðarsýn samhliða aðalskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir nýjum leikskólum í báðum íbúakjörnum, Garði og Sandgerði.
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM