ALLT FYRIR HELGINA Í NÆSTU NETTÓ
Senuþjófur
á djasskvöldi í Suðurnesjabæ
>>> SÍÐUR 16–17
TILBOÐ GILDA 6. -- 9. MAÍ
22% AFSLÁTTUR
Lambalæri
Grísabógsneiðar Í Alabamamarineringu
KR/KG ÁÐUR: 1.396 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG
1.089
599
50% AFSLÁTTUR
Avókadó 700 gr
365
KR/PK ÁÐUR: 729 KR/PK
50% AFSLÁTTUR
Miðvikudagur 5. maí 2021 // 18. tbl. // 42. árg.
Rísa hátt til himins Breyting hefur orðið í virkni gossins í Fagradalsfjalli. Nú má sjá gosstróka sem rísa hátt til himins með reglu legu millibili. Hæstu strókarnir hafa risið vel yfir 200 metra upp frá gígnum sem nú gýs og glóandi hraun sletturnar sjást frá byggð á Suðurnesjum. Ljósmyndari Víkurfrétta, Jón Hilmarsson, tók meðfylgjandi mynd í Fagradalsfjalli um liðna helgi og er hún lýsandi fyrir virknina í gosinu núna.
28.322 á Suðurnesjum Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 0,5% frá áramótum samkvæmt nýjum upplýsingum frá Þjóðskrá Ís lands. Gefnar hafa verið út tölum um íbúafjölda eftir sveitarfélögum þann 1. maí síðastliðinn. Sam kvæmt þeim eru Suðurnesjamenn nú 28.322 talsins. Íbúar Reykjanesbæjar eru 19.803 og hefur fjölgað um 134 frá áramótum, eða 0,7%. Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru 1.347 talsins og hefur fjölgað um 22, eða 1,7% frá áramótum. Í Suðurnesjabæ eru íbúar 3.632 talsins en bæjarbúum hefur fækkað um fimmtán frá 1. desember 2020 sem gerir 0,5% fækkun íbúa. Í Grindavík búa 3.540 og hefur orðið fækkun um átta í Grindavík frá 1. desember 2020 en það gerir 0,2% fækkun bæjarbúa. Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins með sína 19.803 íbúa. Næst á eftir kemur Akureyri með 19.251 íbúa.
Styttist í fjögur þúsundasta íbúann og nýtt hverfi rís n Mikill uppgangur í Suðurnesjabæ og ásókn í lóðir n Gert ráð fyrir 136 íbúðum í Skerjahverfi >>> Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar í viðtali á síðum 8–9
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Kostnaður Reykjanesbæjar 170 milljónir króna af atvinnuátaki Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar úrræði stjórnvalda um sumar störf fyrir námsmenn og lýsir yfir ánægju sinni með þann fjölda starfa sem ráðstafað hefur verið til sveit arfélagsins. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag. Bæjarráð samþykkti á sama fundi að bjóða ungmennum fæddum árið 2004 til starfa í vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2021.
Áætlaður heildarkostnaður Reykjanesbæjar af átakinu er 170 milljónir króna. Á sama fundi fagnaði b æ j a r rá ð ú r ræ ð i stjórnvalda sem nefnist „Hefjum störf“ og „Ráðningarstyrk“ og lýsir yfir ánægju sinni með að sérstaklega sé horft til þess hóps sem undir það heyrir.
Byggja sex deilda leikskóla í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reistur verði sex deilda leikskóli í Suðurnes jabæ. Þá var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði úttekt á nauðsynlegum endurbótum á húsnæði og lóð leikskólans Sólborgar, ásamt kostnaðaráætlun. Á fundinum var einni samþykkt að hefja viðræður við rekstraraðila Sólborgar um að reka fjögurra deilda leikskóla. Þá var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að unnið verði að framtíðarsýn samhliða aðalskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir nýjum leikskólum í báðum íbúakjörnum, Garði og Sandgerði.
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Rúmfatalagerinn opnar í Reykjanesbæ Rúmfatalagerinn opnar nýja verslun seinni hluta maímánaðar að Fitjum í Reykjanesbæ. Nýja verslunin er í húsnæði sem áður hýsti Hagkaup og deilir inngangi með Bónus. Verslun Rúmfatalagersins að Fitjum er sú fyrsta á Íslandi sem byggir á nýju útliti frá JYSK, en þar er notast við ný hillukerfi og uppstillingar sem gefa nýjan og ferskan blæ á vel þekkt verslunarrými Rúmfatalagersins, viðskiptavinum til hagsbóta og hægðarauka, segir í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. „Við erum afskaplega ánægð að geta boðið íbúum Reykjanesbæjar í heimsókn til okkar í nýtt og skemmtilegt verslunarumhverfi.
Verslunin er hönnuð með þægindi og notagildi fyrir viðskiptavini í huga og það gleður okkur að verslunin að Fitjum sé sú fyrsta í þessu nýja útliti. Þá bjóðum við nýtt starfsfólk Rúmfatalagersins velkomið til starfa,“ segir Björn Ingi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins.
Laugafiskur ehf óskar eftir starfsfólki í almenn störf, lyftararéttindi kostur Vinnutími er 7–15 virka daga og einnig möguleiki á eftirvinnu þegar þess þarf. Mötuneyti er á staðnum og boðið er upp á ferðir til og frá vinnustaðar.
Verkfræðistofa Suðurnesja mun sinna framkvæmdaeftirliti og ráðgjöf vegna nýbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Skapar mörg störf hjá Verkfræðistofu Suðurnesja Isavia og Verkfræðistofa Suður nesja hafa undirritað samning um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fram kvæmdir hefjast á næstu vikum og eru hluti af vinnu við ýmis verkefni sem tengjast stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og umbótum á Keflavíkurflugvelli í framhaldi af hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia. Mörg hundruð ný störf verða til í sumar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið á síðustu mánuðum með út boðum og verðkönnunum. Viðamesta framkvæmdin er fyrirhuguð stækkun austurbyggingar flugstöðvarinnar. Þrjú tilboð bárust í framkvæmdaeftirlit og tilheyrandi ráðgjöf í tengslum við framkvæmdirnar. Lægsta tilboðið var frá Verkfræðistofu Suðurnesja (VSS), 200 milljónir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru JT Verk og Hnit. Tilboð VSS var samþykkt og undirrituðu Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, samninginn. „Þetta er mikilvægt skref fyrir okkur öll sem höfum verið að undirbúa næstu áfanga í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Segja má að samningurinn við VSS marki viss tímamót. Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarlega mikil áhrif á okkur en það er afar ánægjulegt að hafa núna fengið tækifæri til að hefja vinnu við uppbyggingaráætlun flug-
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, á framkvæmdasvæðinu við flugstöðina eftir undirritun samningsins. VF-mynd/pket. vallarins á ný. Við hlökkum til að sjá framkvæmdaumsvifin hefjast á ný og bíðum spennt eftir því að flugsamgöngur komist einnig smám saman í eðlilegt horf,“ segir Sveinbjörn Indriðason „Við hjá VSS erum mjög ánægð. Samningurinn við Isavia um eftirlit og ráðgjöf vegna framkvæmdanna við austurbyggingu flugstöðvarinnar tryggir mikilvæg störf hér á Suðurnesjum, bæði fyrir verkfræðinga og annað tæknifólk, þetta mun skapa okkur 4-6 störf næstu tvö árin. Þá eru ótalin störf við sjálfar fram-
kvæmdirnar. Vonandi fara hjólin að snúast hraðar – ekki síst hér á Suðurnesjum,“ segir Brynjólfur Guðmundsson. Hjá VSS starfa nú 15 manns sem allir nema einn eru búsettir á Suðurnesjum og hefur verkfræðistofan aðsetur í Reykjanesbæ. Samningurinn við VSS er ekki eingöngu bundinn við fyrsta áfanga austurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og því mun VSS mögulega einnig koma að eftirliti og ráðgjöf vegna annarra verkefna sem eru á döfinni á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum.
Upplýsingar veitir Víðir í póstfangi vidir@laugafiskur.is
Lengri opnunartími í sund í Reykjanesbæ
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Frítt í sund fyrir atvinnuleitendur – Framvísa staðfestingarblaði og greiða einu sinni þúsund krónur
Atvinnuleitendur munu fá frítt í sund í Sundmiðstöð Reykjanes bæjar frá 15. maí til 1. ágúst. Beiðni um frítt í sund fyrir atvinnuleit endur barst frá íbúa í Reykjanesbæ þar sem ráðið er hvatt til að veita atvinnuleitendum frítt í sund tíma bundið. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar ráð tók undir erindið og fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið nánar. Mjög misjafnt er milli bæjarfélaga hvort boðið sé upp á frítt í sund fyrir atvinnuleitendur. Færa má veigamikil rök fyrir því í ljósi heimsfaraldurs og mikils atvinnuleysis á svæðinu að æskilegt sé
að bjóða atvinnuleitendum í Reykjanesbæ frítt í sund tímabundið. Tímabilið sem að íþrótta- og tómstundaráð leggur leggur til er 15. maí til 1. ágúst 2021, svo fremi sem samkomutakmarkanir hindri ekki framkvæmdina. Áætlaður kostnaður er 250.000 kr. og rúmast innan fjárheimilda íþrótta- og tómstundaráðs. Um verður að ræða samstarf við Vinnumálastofnun og hefur íþróttaog tómstundafulltrúi átt fund með forstöðumanni stofnunarinnar. Atvinnuleitendur munu geta nálgast staðfestingarblað þar og framvísað í Vatnaveröld og þurfa að greiða 1.000 kr. og fá frítt frá 15. maí til 1. ágúst nk.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykja nesbæjar hefur að undanförnu fengið fjölmargar áskoranir um að lengja opnunartímann í Sundmið stöð Reykjanesbæjar. Á síðasta fundi ungmennaráðs Reykjanes bæjar vöktu þau einnig athygli á opnunartímanum. Aukinn opnunartími verður í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar frá og með 1. maí. Opnunartíminn verður frá 06:30 – 21:30 virka daga og frá 09:00 – 18:00 um helgar. Sami opnunartími verður á veturna sem þýðir lengri opnun um eina klukkustund virka daga og hálftíma um helgar. Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var Hafsteini Ingibergssyni forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að kanna hver kostnaðurinn myndi vera að auka opnunartímann enn frekar, þannig að hann samræmist opnunartíma hjá sambærilegum sveitarfélögum. Hafsteini er falið að skila tillögum þess efnis til íþróttaog tómstundaráðs sem fyrst.
Ærslabelgurinn verði við gafl íþróttamiðstöðvar Frístunda- og menningar nefnd Sveitarfélagsins Voga leggur til að ærslabelgur verði staðsettur við gafl íþrótta miðstöðvar. Óskað var eftir tillögum nefndarinnar að staðsetningu á ærslabelg en nokkrir staðir þóttu koma til greina.
Spennandi störf fyrir námsmenn
Ef þú ert námsmaður á leið í nám eða að koma úr námi, þá viljum við bjóða þér að sækja um spennandi sumarstörf hjá Reykjanesbæ. Þetta er frábært tækifæri til að öðlast dýrmæta reynslu sem tengist þínu námi. Við leitum meðal annars að nemum í: Lögfræði Tölfræði Félagsráðgjöf Heilbrigðisvísindum Tækninámi Menntavísindum Tómstundafræði Byggingarfræði
Skipulagsfræði Umhverfisfræði Markaðsfræðum Verkfræði Hagfræði Listum Grafískri hönnun Framhaldsskólanámi
Ráðið í allt að 2,5 mánuði í sumar á tímabilinu 15. maí til 15. september. Þessi störf eru fyrir námsmenn sem eru 18 ára og eldri. Umsóknafrestur er til 9. maí. Sótt er um á vef Reykjanesbæjar undir „Laus störf”.
Reykjanesbær Tjarnagötu 12 230 Reykjanesbær Sími: 421 6700 www.reykjanesbaer.is reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sparri fagnar aldarfjórðungi
Byggingarfélagið Sparri fagnar aldarfjórðungsafmæli um þessar mundir og bauð af því til efni til afmælisveitinga og sýningar á splunkunýrri raðhúsalengju við Hafdal í Innri Njarðvík síðasta laugardag. Fjöldi fólks mætti og óskaði bræðrunum Arnari Jónssyn og Halldóri V. Jónssyni, eigendur Sparri til hamingju með afmælið. Þeir bræður eru orðnir afkastamestu byggingarverktakarnir á Suðurnesjum en þeir hafa komið víða við. Starfsmenn eru 20-25 manns og á afmælisdaginn voru sýndar nýjar rað
húsaíbúðir við Hafdal. Sparramenn eru alltaf byrjaðir á nýju verkefni áður en síðsta klárast og reksturinn hefur gengið vel hjá bræðrunum sem þykja góðir atvinnurekendur. Þegar verkefnalistinn er skoðaður hjá Sparra má sjá að hann er mjög langur og verkefnin hafa verið mörg. „Íbúðir seljast ansi hratt þessa dagana. Lágir vextir hafa haft mikið að segja í því en við vitum ekki hvað það varir lengi,“ sagði Arnar í stuttu spjalli við Víkurfréttir sem litu við og smelltu nokkrum myndum af gestum og eigendum.
Hér má sjá ný raðhús og fjölbýlishús í Innri-Njarðvík sem Sparri var að ljúka byggingu á.
Meiriháttar tilboð í maí! 35% 22%
389 kr/pk
GOTT VERÐ!
699 kr/pk áður 899 kr
299 kr/stk
XOXO lakkrís
Toppís - 3 stk/pk
áður 599 kr
Coop kartöflustrá 900 gr
Lay’s snakk 3 teg.
98 kr/stk
45%
áður 179 kr
GOTT VERÐ!
2
fyrir
1
699 kr/pk
Pepsi Max raspberry
38%
33 cl
Nice’n Easy ostar 250 gr - 2 teg.
Sterkur Draumur 50 gr
198
Fanta
kr/stk
34%
0,5 l - 2 teg.
áður 319 kr
98
20%
kr/stk
áður 149 kr
599 kr/pk
Oatly súkkulaði haframjólk
15%
250 ml
áður 749 kr
339
Nammi barinn
kr/stk
Góa - 460 gr
áður 399 kr
Barebells prótínstykki 55 gr - 2 teg.
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Menntavegi, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
UNGA FÓLKIÐ OKKAR OG FYRIRTÆKIN Á SUÐURNESJUM Unga fólkið okkar fékk hrós hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur í Lokaorð-pistli hennar á baksíðu Víkurfrétta í síðustu viku. Sannarlega orð að sönnu og auðvelt að taka undir þau. Við hjá Víkurfréttum hittum reglulega unga fólkið í störfum okkar en næstu vikurnar verða ungmenni úr Reykjanesbæ í sviðljósinu í sjónvarpsþætti okkar, Suðurnesjamagasíni. Hópur á vegum Fjörheima og 88 hússins hefur að undanförnu unnið fréttainnslög um margvíslegt efni og við munum sýna þau í þáttunum í þessari og næstu viku. Verkefnið er til komið vegna Barna- og ungmennahátíðar Reykjanesbæjar 6. til 24. maí. Krakkarnir fóru víða í leit sinni að áhugaverðu efni og unnu innslögin sín af miklum metnaði og áhuga. Þau komu á ritstjórnarskrifstofu Víkurfrétta í síðustu viku þar sem teknar voru upp sjónvarpskynningar sem verða sýndar í þáttunum. Krakkarnir leystu það af hendi eins og ekkert væri. Það er ástæða til að hvetja fólk til að sjá ungmennin okkar fara á kostum í sjónvarpi.
FIMMTUDAGUR KL. 19:30 nýr tí mi! HRINGBRAUT OG VF.IS
Jón Steinar Sæmundsson
Að fara út í næturmyrkrið í góðu veðri til að mynda hvort heldur norðurljós eða hreinlega bara landslagið með tunglið sem eina ljósgjafann er virkilega gaman. Í einni slíkri ferð var ég staddur á bakka speglsléttrar flæðitjarnar, í dauðalogni og tunglið eins fullt og það getur orðið þannig að aðstæður gátu ekki verið betri. Þar sem ég stend þarna á bakkanum algjörlega í mínum eigin heimi upptekinn af því að stilla myndavélina á milli þess sem ég smelli af, þá læðist að mér sú tilfinning að verið sé að fylgjast með mér. Ég ýti þessari tilfinningu jafnharðan frá mér og hugsa með mér hverslags vitleysa þetta sé, staddur einn hér úti í rassgati og enginn annar á svæðinu. Þessari ónota tilfinningu skaut upp nokkrum sinnum uns ég ákvað að snúa mér við á meðan myndavélin var að hlaða í eina myndina. Viti menn! Þegar að ég sný mér við horfi ég beint í augun á þessum líka samanrekna og fagurhyrnda hrút sem stóð uppi á barði í seilingarfjarlæg að baki mér. Ekki veit ég hvorum brá meira ljósmyndaranum eða hrútnum. Eftir að hafa henst afturábak og næstum því hent myndavélinni um koll, jafnað mig á hjarsláttartruflunum og ýmiskonar öðrum truflunum á líkamsstarfsemi náðist mynd! Það getur tekið á taugarnar að taka myndir.
Í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku sýndum við frá bólusetningum á Suðurnesjum. Góður gangur er í þeim og von er á frekari Covid tilslökunum í næstu viku. Það segir okkur að hlutirnir séu að ganga vel í kófinu og þá styttist í „venjulegt“ líf, alla vega hér á landi, á næstunni. Í samtali við nokkra aðila í ferðaþjónustunni má heyra betra hljóð því ferðamenn eru þegar farnir að streyma til landsins, ekki með sama hraða og fyrir kófið en tvö bandarísk flugfélög fljúga nú daglega með hundruð ferðalanga, bólusetta Bandaríkjamenn. Þá er PLAY á leið í loftið og fleiri ferðir hjá Icelandair. Þetta eru góðar fréttir fyrir hótelin, bílaleigurnar og marga aðra, til dæmis fólkið sem missti vinnuna vegna Covid.
Störfin munu flest koma til baka hægt og bítandi. Verkfræðistofa Suðurnesja fékk stórt verkefni við flugstöðina eftir að hafa verið lægst í útboði og það eitt mun skapa fjögur, fimm störf í tvö ár fyrir stofuna. VF smellti af brosandi forstjóra Isavia og Verkfræðistofunnar í upphafi vikunnar. Það var gaman að sjá það. Landið er að rísa. Mörg fyrirtæki hafa þrátt fyrir kófið haldið haus, til dæmis mörg verktakafyrirtæki í iðnaði og byggingum á Suðurnesjum. Nokkur eru með rammasamning við Isavia og eru með nokkuð stöðugt verkefni í og við flugstöðina, bæði við nýsmíði hvers konar og viðhald. Í viðtali við forstjóra Isavia fyrir skömmu kom fram að mikil meirihluti fyrirtækja sem er með rammasamning við Isavia er með aðsetur á Suðurnesjum. En talandi um góð fyrirtæki sem hafa haldið haus er verktakafyrirtækið Sparri í Reykjanesbæ. Það er eitt öflugasta verktakafyrirtæki á Suðurnesjum og hefur byggst upp og stækkað jafnt og þétt í aldarfjórðung. Eigendur eru niðri á jörðinni en með seiglu og metnað gert góða hluti en starfsmenn þess eru að jafnaði á milli 20 og 30. Það munar um minna. Við vorum líka viðstaddir fyrstu skóflustungu að nýju íbúðahverfi í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Þar voru stór tæki frá Ellert Skúlasyni en það er eitt af elstu fyrirtækjunum á Suðurnesjum og annað dæmi um seiglu eigenda og stjórnenda. Leiðarahöfundur samdi nýlega við fyrirtæki sem starfar í margvíslegri garðvinnu og tengdum verkefnum. Það er ungt fyrirtæki sem hefur plumað sig vel og er komið með nærri tuttugu starfsmenn. Fleiri dæmi mætti nefna um góð fyrirtæki á svæðinu en við munum segja meira frá þeim á næstunni en reynum alla jafna að segja frá þeim reglulega.
Einn í heiminum - Samt ekki. Raunir ljósmyndarans eru margar.
Hæ Reykjanes!
Ert þú með hugmynd? Krónan í Reykjanesbæ auglýsir eftir styrktarumsóknum Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum.
Hvað getum við gert saman? Árlega veitir Krónan styrki til verkefna í nærumhverfi verslanna Krónunnar. Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingu í samfélaginu t.d. á sviði menningar og lista eða menntunar.
Til að sækja um þarf að fara inn á:
Kronan.is/ styrktarumsokn Umsóknarfrestur er til 29. ágúst 2021
*Styrktarumsóknum verður einungis svarað í gegnum heimasíðu Öllum umsóknum verður svarað og tilkynnt verður hvaða verkefni fær styrk í ár.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Forráðamenn og starfsmenn Suðurnesjabæjar með fulltrúum Ellerts Skúlasonar, jarðvinnuverktaka eftir fyrstu skóflustunguna. VF-myndir/pket.
Styttist í fjögur þúsundasta íbúann Mikill uppgangur í Suðurnesjabæ og ásókn í lóðir. Nýtt hverfi í Sandgerði, Skerjahverfi, að rísa. „Það er mikill uppgangur í Suður nesjabæ um þessar mundir og gríðarleg eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðahúsnæði. Það er alltaf ánægjulegt að hefja framkvæmdir við nýtt hverfi en við erum líka að vinna í skipulagsvinnu á öðrum stöðum líka,“ segir Magnús Stef ánsson, bæjarstjóri Suðurnesja bæjar en þrjú ár eru síðan nýtt sameinað bæjarfélag Sandgerðis og Garðs varð til. Stutt er í að íbúafjöldi fari yfir fjögur þúsund. Bæjarstjórinn settist upp í stóra gröfu frá Ellerti Skúlasyni ehf. sem mun sjá um jarðvinnu í Skerjahverfi og tók fyrstu skóflustunguna. Magnús lumar á reynslu frá yngri árum varðandi vinnu á alvöru tækjum og sýndi takta við gröftinn. Hann segir að í nýja hverfinu sé gert ráð fyrir fjölbreyttum íbúðum. „Það er gert ráð fyrir 136 íbúðum, í alls konar stærðum og gerðum, fjölbýli, einbýli, parhús og raðhús. Hér verður myndarleg byggð sem mun byggjast upp. Við vinnum þetta áfangaskipt, fyrri áfanginn sem við förum í núna eru 64 íbúðir og við höfum þegar fengið töluvert af fyrir-
spurnum um það. Ég geri ráð fyrir að það verði mikið sótt í þessar lóðir. – Ertu búinn að sjá fyrir þér hvaða íbúðafjölda þið verðið komin í eftir ár eða tvö? „Núna er íbúafjöldinn rétt tæplega 3.700 og ég sé fyrir mér að það líði ekki langt þar til hann fer yfir 4.000 miðað við þá þróun sem er í gangi núna. Það eru um það bil 64 íbúðir í byggingu núna í Suðurnesjabæ og það er búið að úthluta lóðum þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar fyrir um 50 íbúðir, svo það er mikið að gerast.“ – Er þetta hverfi fyrir verktaka eða geta einstaklingar sótt um lóðir líka? „Þetta er opið fyrir alla. Reynslan undanfarið og eins og staðan er í dag að þá að þetta eru þetta mest verktakar sem eru að spyrjast fyrir og sækja um lóðir en að sjálfsögðu einstaklingar líka. Í Skerjahverfi er gert ráð fyrir leikskóla og þaðan er stutt yfir í grunnskólann og íþróttamiðstöðina. Staðsetningin er því góð.“
– Hvernig standið þið í sveitar félaginu gagnvart þjónustu eins og leikskólum og slíku? „Við erum núna að undirbúa framkvæmdir sem hefjast á þessu ári við byggingu á nýjum leikskóla hér í Sandgerði og erum að reyna að mæta þeirri þörf sem þegar er til staðar, og mun verða auðvitað, með fjölgun íbúa. Síðan er verið að stækka grunnskólann í Garði, Gerðaskóla, hann var orðinn sprunginn og þörf á stækkun. Þetta er allt í gangi, við erum að reyna að byggja upp innviðina í takti við fjölgun íbúa. – Hvað með nýtt hverfi í Garðinum? „Það er hverfi í Garðinum sem var skipulagt fyrir hrun og við breyttum deiliskipulagi þess að hluta til fyrir einhverjum fjórum árum og nú er það bara að verða fullbyggt, sá hluti, og við erum byrjuð að vinna í breytingum á deiliskipulagi seinni hluta þess hverfis. Þannig að ég geri ráð fyrir því, kannski ekki á þessu ári, það fer eftir hvernig skipulagsvinnan gengur en þar munum við bjóða upp á lóðir líka.
Framkvæmdir hafnar við nýtt íbúðahverfi í Sandgerði:
GERT RÁÐ FYRIR 136 ÍBÚÐUM Í SKERJAHVERFI Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu á nýju íbúðahverfi, Skerjahverfi í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, tók fyrstu skóflustungu síðasta föstudag og hóf með því framkvæmdina. Eftir nýlegt útboð á verkinu hefur Suðurnesjabær samið við Ellert Skúlason ehf. um framkvæmdina. Fyrr í vor lauk framkvæmdum við tengingu á fráveitu hverfisins við fráveitukerfi sveitarfélagsins og annaðist Tryggvi Einarsson, jarðverktaki, það verkefni. Í deiliskipulagi Skerjahverfis er gert ráð fyrir blandaðri byggð einbýla, rað-, par- og fjölbýlishúsa. Þar er því gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðum af ýmsum stærðum. Í deiliskipulagi hverfisins er gert ráð fyrir alls 136 íbúðum, þar af 33 íbúðum
í fjölbýli og 103 íbúðum í sérbýli. Sérbýlisíbúðir skiptast í 35 íbúðir í raðhúsum, 27 íbúðir í keðjuhúsum, 18 íbúðir í parhúsum og 23 íbúðir í einbýlishúsum. Í fyrsta áfanga í uppbyggingu Skerjahverfis er gert ráð fyrir alls 64 íbúðum, þar af 33 íbúðum í fjölbýli, níu íbúðum í keðjuhúsum og 23 íbúðum í raðhúsum. Stefnt er að því að fyrstu lóðum verði úthlutað til bygginga síðsumars eða í byrjun hausts 2021. Þegar hafa komið fyrirspurnir um nokkrar íbúðalóðir í hverfinu, þannig að gera má ráð fyrir að töluverð eftirspurn verði eftir íbúðalóðum í þessu nýja íbúðahverfi. Þess má geta að gert er ráð fyrir lóð til uppbyggingar á fjölbýlishúsi á vegum leigufélagsins Bjargs.
Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í Suðurnesjabæ Mikil eftirspurn er og hefur verið eftir íbúðalóðum í Suðurnesjabæ, bæði í Garði og Sandgerði, og er nú svo komið að framboð af lausum lóðum er orðið takmarkað. Nú eru alls 64 íbúðir í byggingu í Suðurnesjabæ, þar af 27 í Sandgerði og 37 í Garði. Þar að auki hefur verið úthlutað lóðum fyrir alls 53 íbúðir í Suðurnesjabæ en uppbygging þeirra er ekki hafin. Þar af eru alls lóðir fyrir 41 íbúð í Garði og tólf íbúðir í Sandgerði. Sveitarfélagið vinnur að því að auka framboð af lóðum fyrir íbúðir, nýtt Skerjahverfi er liður í því verkefni og auk þess stendur yfir skipulagsvinna til að auka lóðaframboð enn frekar til næstu missera og ára.
– Þannig að þið hafið fundið fyrir miklum áhuga fólks að flytja í Suðurnesjabæ? „Já, það hefur mikið verið sótt af fólki, mér sýnist nú mest af Höfuðborgarsvæðinu en auðvitað heimafólki líka, en þetta er bara kjörið fyrir alla að búa hér, stutt í allar áttir og allt sem fólk þarf á að halda.“ – Nú eru örfá ár síðan Garður og Sandgerði sameinuðust í Suðurnes jabæ og þú varst áður bæjarstjóri í Garðinum og ert nú bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, hvernig finnst þér þetta hafa gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru nú komin rétt tæp þrjú ár síðan nýja sveitarfélagið varð til og enginn stór vandamál þannig lagað komið upp, svo ég er bara mjög ánægður með hvernig þetta hefur farið fram.“ – Og bæjarbúar ánægðir, sama hvoru megin þeir búa? „Já, ég heyri ekki annað, en auðvitað þurfa að vera tilfinningar líka að vera í þessu en það er ekkert sem truflar mikið. Garðmenn eru Garðmenn og Sandgerðingar eru Sandgerðingar og þannig á þetta bara að vera. En svo erum við bara sameiginlega í einu sveitarfélagi og vinnum á framgangi og hag þess og allri þeirri þjónustu sem fólk þarf á að halda. Það gengur vel. – Er eitthvað skipulag fyrirhugað á milli sveitarfélaganna hvað varðar íbúabyggð? „Við erum núna að vinna nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið, við erum ekki komnir mjög langt í því verkefni en það er auðvitað eitt af
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
því sem verið er að skoða og mun verða partur af þessu verkefni, hvernig á að tengja þessar byggðir saman, þetta er nú ekki langt á milli, um fjórir kílómetrar. – Og svona framtíðarmúsík hvað varðar stærri þætti í sveitarfélaginu hvort sem það eru íþróttahús eða eitthvað slíkt, er hún í þá veru að það verði byggt á þessu svæði milli Garðs og Sandgerðis? „Já, það eru uppi hugmyndir um það, en líka hugmyndir um annað og þetta er bara það sem fylgir því að vinna aðalskipulag, að taka þessar hugmyndir og fara í gegnum þetta allt og komast síðan að niðurstöðu. Ég þori ekkert að segja til um það núna hvernig akkúrat það verður, það bara kemur í ljós.“ – Hvernig var Covid árið í Suður nesjabæ hvað reksturinn varðar? „Það var nú hjá okkur eins og bara hjá öllum sveitarfélögum meira og minna. Auðvitað finnum við fyrir því og fundum fyrir því á síðasta ári að tekjur sveitarfélagsins urðu mun minni en áætlanir stóðu til um. Það fellur líka til kostnaður að ýmsu leyti, þannig að afkoma rekstrarlega er lakari en áætlanir stóðu til en það eru bara eðlilegar skýringar á því. En heilt yfir verð ég að hrósa starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum fyrir það hvernig hefur verið tekist á við þetta Covid ástand. Það voru ýmsar flækjur sem komu upp og alls konar aðstæður og allt var þetta leyst mjög vel verð ég að segja, og ég er bara þakklátur fyrir það, hvernig það hefur gengið,“
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Sameining Garðs og Sandgerðis heppnaðist vel.
Meira afl eftir sameiningu Markmiðið var að nýta fjármagnið betur til aukinnar þjónustu við íbúana,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Nú er oft talað um frekari sam einingu sveitarfélaga og þetta var vissulega skref í rétta átt þegar Sandgerði og Garður sameinuðust. Hvernig finnst þér munurinn vera, rekstrarlega séð, hafandi verið bæj arstjóri í Garði áður og nú í Suður nesjabæ. Finnur þú hagræðinguna detta inn á borð hjá þér? „Algjörlega, það sem ég finn mest fyrir er hvað þetta sveitarfélag hefur miklu meira afl heldur en hin sveitarfélögin höfðu áður, stærðin skiptir
Heldur þú að hugur íbúa Suður nesjabæjar sé með frekari samein ingu við til dæmis Reykjanesbæ eða fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum? „Ég bara veit það ekki, ég ætla ekki að geta í eyðurnar með það. Auðvitað getur maður ekki útilokað það og mér finnst það frekar líklegt en hitt að einhvern tímann í framtíðinni verði frekari sameiningar á svæðinu. Ég spái því nú bara hér með að það verði, en hvenær og hvernig, það verður bara að koma í ljós.“
SKERJAHVERFI
N 16
34
Skerjab 1
3
5
7
5
6
8 3
6
raut
4
2
9
13
15
3
12
7
4
2
17
8 3
6
4
2
23
7
5
1
19
11
9
10
1
11
21 Bæjarskersrétt
4
5
5
raut
6
1
16 14
8
er
8
2
er
4
30
11
10 9
10 Brimsk
t2
12 7
12
7
Sjávarsk
3
r
Leikskó li Skerjab rau
Báruske
32
6 10
9
14
ker
12
Skerjab
9
Straums
5
grennd arst./ sorpfl.
Hólshús
11
14
r
Stafnesveg
16
7
8 10
Eyjaske
Deiliskipulag Skerjahverfis.
ur
26
24
STAFNESVEGUR
22 BÁRUGERÐI
Gróðurhús
STAFNESVEGUR
vissulega máli í því, það er meiri burður til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi heldur en áður og það er hægt að nefna ýmislegt. Hvað reksturinn varðar þá var í raun aldrei markmiðið að spara þannig lagað séð, heldur að nýta fjármagnið betur til aukinnar þjónustu við íbúana og það hefur gengið vel og er í sínum farvegi. En svona sameining klárast ekkert á einum, tveimur árum, þetta er þróun og það er ýmislegt sem á eftir að þróast áfram á næstu árum.“
3
1
25
2
27
29
31
33
Skerjab
35 37
39
41
43
1
raut 30
45
47
49
51
53
Á svæðinu eru alls 136 íbúðir, þar af 33 íbúðir í fjölbýli og 103 íbúðir í sérbýli. Sérbýlisíbúðir skiptast í 35 íbúðir í raðhúsum, 27 íbúðir í keðjuhúsum, 18 íbúðir í parhúsum og 23 íbúðir í einbýlishúsum. Hólkot
Magnús bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýja hverfinu.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Takk fyrir þitt framlag! Við hjá Kadeco erum þakklát fyrir frábæra þátttöku í könnun um þróun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll. Samráð við nærumhverfið er mikilvægur hluti af okkar starfi og við erum mjög ánægð með þau góðu og fjölbreyttu svör sem bárust. Nánari upplýsingar um þróunarsvæðið er að finna á kadeco.is. Frekari hugmyndir og ábendingar má senda á masterplan@kadeco.is.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gríðarmikill afli til Grindavíkur eftir hrygningarstoppið Þá er enn einn mánuðurinn búinn og maí mánuður tekinn við. Þessi mánuður markar smá tímamót fyrir nokkra hluti. Fyrir það fyrsta má nefna að 11. maí eru vertíðarlok en þessi dagur var nú hátíðisdagur eða keppnisdagur alveg frá um 1940 til um 1990, þegar að oft var keppni um að vera aflahæstur á vertíð. Annað sem þessi mánuður markar dálítil tímamót er að línubátarnir sem minnst er á hérna í pistlinum að neðan fara síðan allir að hverfa í burtu þegar líður á mánuðinn og fara þá annaðhvort austur eða norður til veiða. Verður fróðlegt að sjá hvort að einhverjir af þessum minni línubátum verði eftir hérna á Suðurnesjum í júní. Annars var í apríl gríðarmikill floti af bátum við veiðar utan við Grindavík og óhemju magn af krókum lagðir í sjó en allir bátarnir hafa verið á línu, því enginn netabátur rær frá Grindavík. Eftir hrygningarstoppið var veiði bátanna mjög góð og skal litið hérna á nokkra báta og aðeins horft í aflann hjá þeim eftir hrygningaststoppið. Veður var mjög gott allan tímann og því gátu bátarnir róið nokkuð stíft þessa daga fram að mánaðarmótunum Lilja SH var með 26,8 tonn í 3 róðrum og mest 10 tonn. Straumey EA var með 53 tn. í 6 og mest 13,4 tonn. Óli G GK var 41 tn. í 7 túrum og Steinunn BA 54 tn.í 6 og mest 12,4. Beta GK var með 40 tn. í 6 en mestur hluti af þessum afla var landað í Sandgerði en tveir róðrar frá Grindavík. Gulltoppur GK var
með 29 tn. í 6 en hann er á balalínu. Allir þessi bátar eru um 15 tonn af stærð. Hópsnes GK var m eð 35 tn. í 5 og mest 9,6 tn en hann er balabátur. Katrín GK var 35 tn. í 5 túrum og mest 9,1 tn, Særif SH var með 63.6 tn í 5 og mest 15 tn. Geirfugl GK var með 51 tn. í 6 og mest 11,9 tonn. Dóri GK var 62 tn. í 8 og mest 11 tonn sem landað var í Sandgerði. Fjórir landanir voru í Sandgerði og 4 í Grindavík. Óli á Stað GK var með 66 tn. í 7 róðrum og mest 12,2 tn. Bíldsey SH var með 32 tn. í 3 og mest 16,4 tonn. Margrét GK var með 71 tn. í 8 og af þessum löndunum voru 3 í Sandgerði. Fríða Dagmar ÍS fékk 87,7 tní 7 róðrum og mest 19,6 tn. Öllum þessum afla var síðan ekið til Bolungarvíkur. Daðey GK landaði 97 tn. í 10 róðrum. Sævík GK var með 109 tn. í aðeins 10 róðrum og mest 13,4 tonn. Kristján HF var með 121 tn. í 9 og mest 17,8 tn. Gísli Súrsson GK landaði 118 tn. í 11 túrum, Auður Vésteins SU 126 tn. í 10 og mest 18 tn., Vésteinn GK 130 tn í 10, Indriði Kristins BA 108 tn. í 10 og Kristinn HU 55 tn. í 5 en þetta er balabátur.
Sandfell SU landaði 140 tonnum í tíu róðrum og Hafrafell SU 167 tonnum í 10 róðrum og mest 19,1 tonn. Eins og sést þá er þetta gríðarlega mikill afli sem hefur komið á land í Grindavík núna eftir hrygningarstoppið. Af þessum bátum þá er þetta alls 1918 tonn. Ansi magnað á 10 dögum. Þeim hefur aðeins fjölgað grásleppubátunum og þá aðalega frá Sandgerði, þar er t.d Tjúlla GK nýbyrjuð á veiðum og hún var með 3 tonn í 2 og Svala Dís KE 22 tn. í 8 og mest 4 tonn. Addi Afi GK landaði 41 tonnum í 13 túrum og mest 5,4 tonn. Guðrún Petrína GK var með 34 tn. í 12 og mest 5,7 tonn. Guðrún GK var með 49 tn. í 16 og mest 6,4 tonn. Af togbátunum var apríl ansi góður, Pálína Þórunn GK var með 576 tn. í 9 löndunum. Bylgja VE var með 573 tonn í 7 róðrum en Vísir ehf. er með þennan togara á leigu. Sturla GK landaði 506 tonnum í 8 túrum. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Frá upptökum á efni þáttanna.
Ungmenni í Reykjanesbæ framleiða fréttainnslög fyrir Suðurnesjamagasín Hópur ungmenna úr Reykjanesbæ hefur síðustu vikur unnið að fréttainnslögum fyrir þáttinn Suðurnesjamagasín sem Víkurfréttir eru með á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is. Verkefnið er til komið vegna Barna- og ungmennahátíðar Reykjanesbæjar, sem haldin verður dagana 6.-24. maí næstkomandi. Hópurinn saman stendur af sjö ungmennum sem eiga bjarta framtíð. Ungmennin hafa séð um undirbúning, fréttamat, upptökur og viðtöl. Þá komu þau í myndver Víkurfrétta og tóku upp kynningar fyrir innslögin. Fyrstu þrjú innslögin frá
hópnum eru í Suðurnesjamagasíni í þessari viku og svo verða fleiri innslög í þættinum að viku liðinni. Aðspurð segja ungmennin að verkefnið hafi kennt þeim hvernig skal taka viðtöl og hugsa meira út fyrir kassann. „Að vera með hóp af krökkum að gera verkefni sem sumir fullorðnir hafa ekki einu sinni tækifæri til að gera, er algjör snilld,“ segir Sóley, sem er meðlimur teymisins. Innslögin má sjá í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is dagana 6. og 13. maí en þar fjalla ungmennin um ýmis mál er varða ungt fólk í bænum.
6.-16.maí 2021
Barna- og ungmennahátíð
í Reykjanesbæ
DAGSKRÁ OG FREKARI UPPLÝSINGAR Á REYKJANESBAER.IS OG Á FACEBOOKSÍÐU BAUNAR
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, Betsý Ásta Stefánsdóttir og Jón Logi Víðisson tóku viðtöl og komu svo í myndver Víkurfrétta og tóku upp kynningar fyrir efni sitt. Til hægri er hópurinn sem kom að framleiðslu sjónvarpsefnisins sem sýnt verður í Suðurnesjamagasíni dagana 6. og 13. maí.
BAUN - Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ 6.-16.maí Fimmtudaginn 6. maí hefst árleg barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ. Hátíðin hefur til þessa gengið undir nafninu Listahátíð barna og Barnahátíð en nú hefur markhópurinn verið útvíkkaður í ungmenni einnig. Þannig varð til nafnið BAUN sem er í raun skammstöfun fyrir barn annars vegar og ungmenni hins vegar. Þá hefur baun einnig táknræna merkingu þar sem baunir eru auðvitað fræ sem með góðri næringu og atlæti blómstra og breiða úr sér. Þannig er barna- og ungmennahátíð frjósamur jarðvegur fyrir börnin okkar og gefur þeim tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra.
BAUNabréfið Nú í vikunni verður öllum leikskólabörnum og öllum grunnskólabörnum upp í 7.bekk afhent sérstakt BAUNabréf. Tilgangur bréfsins er að hvetja börn og fjölskyldur til að fara á kreik og taka þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum og svara spurningum eða safna stimplum í bréfið sitt. Þegar ákveðinn fjöldi verkefna hefur verið leystur er hægt að skila
inn lausnasíðu úr BAUNabréfinu og þá eiga börnin möguleika á að vera dregin úr potti og vinna til veglegra verðlauna. BAUNabréfið er viðbragð við gildandi samkomutakmörkunum en ekki var hægt að blása til sérstaks fjölskyldudags af þeim sökum. Með BAUNabréfinu getur fjölskyldan skemmt sér saman á eigin vegum en jafnframt verið þátttakandi í skemmtilegum leik.
Fjölbreytt dagskrá Margt skemmtilegt er á dagskrá BAUNar. Má þar nefna Listahátíð barna
í Duus Safnahúsum þar sem gefur að líta listsköpun barna frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram í Stapa þar sem úrvalsatriði frá árshátíðum grunnskólanna eru sýnd og í ár verður þeim streymt samtímis í alla skóla bæjarins. Sérstakt Skessuskokk fer fram á fimm stöðum í bænum þar sem hlaupið er á milli Skessuspora, ný þrautabraut í Njarðvíkurskógum verður vígð og boðið upp á tímatöku í brautinni og sömuleiðis verður glæný fjallahjólabraut á Ásbrú vígð þar sem Hjólaleikfélagið mun kynna og aðstoða unga hjólreiðamenn í brautinni. Þá munu Fjóla tröllstelpa og Grýla baka í beinni og VísindaVilli leiðbeina með tilraunir líka í beinni. Dýrasýning með hljóði og mynd verður í Bókasafninu og þar verður einnig hægt að lesa fyrir hund, boðið verður upp á fornleifauppgröft í Duus Safnahúsum og nýja rennibrautin í Sundmiðstöðinni verður formlega vígð. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir ungmenni í Fjörheimum m.a. kökuskreytingakeppni, hjólabrettakennsla og málað á hjólabretti og margt fleira. Þá verða ungmenni með innslög í Suðurnes-
jamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is þar sem spennandi verður að fylgjast með. Öll dagskrá verður birt á vef Reykjanesbæjar og á facebooksíðunni Baun, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ.
Allir með! Við hvetjum fjölskyldur til að taka virkan þátt í BAUNinni 2021, halda af stað í ævintýraleiðangur með BAUNabréfið að vopni og eiga saman
frábærar fjölskyldustundir. Til mikils er að vinna að fylla út BAUNabréfið en heppnir þátttakendur fá í verðlaun trampolín og hlaupahjól auk bíómiða með poppi og drykk. Nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið verður að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar og á facebooksíðu BAUNar eins og áður segir. Gleðilega BAUN og góða skemmtun!
Nesvellir
Tölvunámskeið fyrir eldri borgara Spjaldtölva | sími | fartölva Notum tæknina til að vera í sambandi við fólkið okkar, lesum blöðin og leitum upplýsinga. Námskeiðið er grunnnámskeið og hver og einn getur komið með óskir um hvernig hann vill nýta tæknina. Þú mætir með þitt eigið tæki, hvort sem það er spjaldtölva, sími eða fartölva. Kennari: Anna Albertsdóttir Staðsetning: Nesvöllum, 2.hæð Tími: Þriðjudögum frá kl.10:00-12:00 Skráning: Í síma 420-3400
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MATTHILDUR INGVARSDÓTTIR Matta á Bjargi Lóulandi 9, Garði
Nemendur í Stapaskóla söfnuðu 840 þúsund krónum til styrktar veikum bekkjarbróður Nemendur í 7. bekk í Stapaskóla stóðu fyrir fjáröflun fyrir bekkjar bróður sinn sem greindist með bráðahvítblæði í byrjun mars. Nú er stefnan tekin til Svíþjóðar hjá honum á næstu dögum þar sem hann fer í beinmergsskipti. Bekkj arsystkini hans vildu ólm hjálpa honum og ákváðu þau að vera með
fjáröflun fyrir hann. Gengið var í hús í Innri-Njarðvík og safnað áheitum fyrir fótboltamarþon. Nem endurnir spiluðu fótbolta saman frá því þau mættu í skólann síðasta fimmtudag og þangað til skóla dagurinn var búinn. Það voru því þreyttir og mjög ánægðir nemendur sem fóru heim úr skólanum enda
gild ástæða fyrir gleðinni. Áheita söfnunin gekk vonum framar og var heildarupphæðin fyrir áheitin um 840.000 krónur. Ef fleiri vilja leggja hönd á plóg þá er það enn vel þegið en leggja má inn á styrktar reikning hans: Reikningsnúmerið er 0542-14-404971 og kennitalan 190808-4080.
lést á heimili sínu mánudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/matthilduringvarsdottir Magnús Þór Magnússon Einar Jón Pálsson Hildur Hauksdóttir Elmar Þór Magnússon Helga Andersen Harpa Lind Magnúsdóttir Sigmar Viðar Magnússon Ingibjörg María Ólafsdóttir Sveinn H. Zophoníasson barnabörn og barnabarnabörn.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ÚR V
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
VÍKURFRÉTTUM 1984
Við höldum áfram að rifja upp áhugavert efni úr sögu Víkurfrétta. Hér eru úrklippur úr blaðinu frá því herrans ári 1984. Hljóðfrá þota lenti á Keflavíkurflugvelli og Akraborgin kom í heimsókn. Frístundin var áhugaverður viðtalsþáttur í blaðinu, ljósmyndari blaðsins fór um vesturbæinn í Keflavík með myndavélina og prentvillupúkinn gerði strandhögg í auglýsingu Samkaupa þar sem kartöflur sáust í alveg nýju ljósi!
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Samfélagið á Suðurnesjum á góðum stað – segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í Víkurfréttaviðtali Úlfar Lúðvíksson var skipaður í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum 16. nóvember í fyrra. Úlfar Lúðvíksson hefur áralanga reynslu sem lögreglustjóri og sem sýslumaður en áður en hann kom til Suðurnesja var hann lögreglustjóri á Vesturlandi. Þá hefur hann víðtæka reynslu af almannavörnum og verið formaður Lögreglustjórafélagsins frá 2016. Úlfar hefur verið lögreglustjóri á Vesturlandi, sýslumaður á Ísafirði, lögreglustjóri á Vestfjörðum og sýslumaður á Patreksfirði. Víkurfréttir tóku hús á Úlfari á lögreglustöðinni við Brekkustíg í Reykjanesbæ, fyrst skömmu fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli og svo aftur í síðustu viku þegar hafði gosið í rúma 40 sólarhringa. – Þú ert nýlega kominn til starfa á Suðurnesjum. Hvernig leggst þetta í þig og hvernig finnst þér? „Þetta leggst ljómandi vel í mig. Ég er búinn að vera hérna á sjötta mánuð og það sem ég sé er bara einvala lið. Þetta er stór vinnustaður og hann er vel búinn. Hér er mikil og góð þekking hjá embættinu. Embættið er einstakt á landsvísu. Hjá þessu embætti búum við við það að vera með alþjóðaflugvöll og þeir eru nú ekki margir á Íslandi. Embættið er einstakt og ákjósanlegur vinnustaður fyrir unga eða upprennandi lögreglumenn að byrja hér hjá okkur.“ – Það má segja að þetta sé tvískipt starfsemi, fyrir innan og utan flugvöllinn. „Klárlega. Við erum með landamæravörslu í flugstöðinni og það skiptir þessa þjóð miklu að það sé haldið vel á málum þar, svo sannarlega er þessi starfsemi tvískipt.“ – Í Covid datt nær allt flug niður. Varð breyting á ykkar högum í flugstöðinni hvað það varðar? „Okkar mannskapur í flugstöðinni og þá sérstaklega landamæraverðir fóru til annarra starfa. Þeir hafa komið að smitrakningu og smitvörnum á tímum Covid í samstarfi
við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættið. Þetta er gríðarlega skemmtilegt verkefni en klárlega ekki það sem starf landamæravarða var hugsað í í upphafi, en svona breytast hlutir.“ – Hver er ykkar upplifun hér hjá lögreglunni á Suðurnesjum, hafa orðið breytingar í ykkar starfi í Covid? Við höfum upplifað breytingar í samfélaginu, hafið þið fundið fyrir því? „Ekki sjáanlega. Ég myndi segja að samfélagið hér væri á góðum stað og við erum ekki að sjá þetta í fleiri verkefnum og erum afskaplega ánægð með það. Við erum ekki að upplifa fleiri afbrot, sem er jákvætt.“ – Nú er fjórðungur íbúa Reykjanesbæjar af erlendu bergi og fimmtungur íbúa Suðurnesja. Eruð þið að finna fyrir því á einhvern hátt? „Ég held að þetta fólk sé bara að samlagast þessu samfélagi hér mjög vel og það eru ekki sjáanleg vandamál.“ – Hér á Suðurnesjum hefur verið mikið atvinnuleysi. Eruð þið að finna fyrir því í ykkar störfum? „Nei, við erum ekki að finna fyrir því og ég held að það sé mjög jákvætt.“
Bifreið lögreglunnar á vettvangi í Fagradalsfjalli. Mynd: Lögreglan
Páll Ketilsson pket@vf.is
– Er það ekki áhugavert? „Það er áhugavert og virkilega jákvætt.“ – Þú varst síðast að stýra lögreglunni á Vesturlandi. Ég geri ráð fyrir að það sé töluverður munur á milli embætta? „Jú, þetta eru ólík embætti og þá fyrst og síðast af því að hér er stór flugvöllur og hér búa fleiri. Vesturland er víðfeðmt, fleiri lögreglustöðvar og þarf að fara yfir lengri veg en í grunninn eru verkefnin eins, nema að þar er enginn flugvöllur. Það er spennandi áskorun að koma hingað til Suðurnesja.“ – Hvað er þetta mikil starfsemi hjá lögreglunni á Suðurnesjum? Hvað eruð þið mörg? „Hér eru 160 til 170 starfsmenn á hverjum tíma.“ – Er ásókn í lögreglustarfið? „Ég myndi segja það en við þurfum fleiri lögreglumenn. Við erum með nám á háskólastigi en þyrftum að útskrifa fleiri lögreglumenn og vonandi verður það í framtíðinni.“
– Í gamla daga sá maður lögreglumenn á ferðinni en það er mikil starfsemi innanhúss líka? „Þetta er mikil starfsemi og vel útbúið og tæknilega séð á góðum stað.“ – Hverju er leitað eftir í lögreglumanni í dag, þarf hann að hafa víðtækari menntun og þekkingu en fyrir 30 árum síðan? „Já, ég myndi segja það. Verkefnin hafa breyst og eru flóknari í dag. Klárlega þarf lögreglumaður að hafa góða dómgreind, vera samvinnuþýður og eiga gott með mannleg samskipti. Það skiptir gríðarlega miklu máli í þessu starfi.“ – Finnur þú fyrir öðrum verkefnum hér en þar sem þú varst áður á Vesturlandi? „Nei, verkefnin eru bara fleiri. Þetta er stöðugra og verkefnin streyma inn. Svo má segja að verkefnin sem tengjast flugstöðinni séu einstök.“
Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli þegar enn gaus úr nokkrum gígum í fjallinu. VF-mynd: Jón Hilmarsson
– Þegar við ræddum við þig í mars áttir þú kannski ekki von á því að það færi að gjósa? „Nei – en ég var undirbúinn.“ – Og við ræddum rýmingaráætlanir sem er sérstakt því fólk er ekki að flýja svæðið, það flykkist að því. „Það er í sjálfu sér jákvætt að við erum með þetta gos á afmörkuðum stað í óbyggðum má segja og snertir ekki líf í þéttbýli.“ – Nú hefur lögreglan þurft að koma mikið að málum eftir að hófst gos í Geldingadölum. „Ég held að við höfum verið vel undirbúin. Það voru stöðugir jarðskjálftar til langs tíma og stöðug fundarhöld með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Það má segja að það hafi verið beðið eftir gosi á þessum stað og svo fáum við það í fangið. Það átti kannski enginn von á því þennan dag en það kom. Þetta var gott fyrir vísindasamfélagið því það var búið að staðsetja þetta nokkurn veginn á þeim stað sem síðan gaus. Við vorum undirbúin og þetta gekk mjög vel. Það ber fyrst og síðast að þakka björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og þeirra vösku konum. Frábær hópur. Við erum með lögreglu og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þetta er samhentur hópur og þetta hefur gengið mjög vel.“ – Hefur þú þurft að vera með meiri mannskap í vinnu út af þessu verkefni? „Við þurfum að keyra þetta á auka mannskap og höfum fengið góðan stuðning frá Suðurlandi og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er þetta orðið nokkuð stöðugt, gosið er stöðugt og við erum að draga úr viðbragði. Við vitum nokkurn veginn hvernig dagurinn gengur fyrir sig og flestir dagar eru mjög góðir og slysalausir – en þó ekki alveg. Það hefur ekkert alvarleg farið þarna úrskeiðis, sem er samt alveg stórmerkilegt þar sem þarna hafa komið í kringum 70.000 manns, þannig að þetta gengur mjög vel.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
„Það er spennandi áskorun að koma hingað til Suðurnesja.“
Lögreglan á Suðurnesjum er með vakt við gosstöðvarnar frá hádegi og til miðnættis. Svæðið er ekki rýmt en lögregla yfirgefur svæðið á miðnætti og það er látið berast til göngumanna. „Þetta er okkar verklag og það hefur gefið góða raun síðustu daga,“ segir Úlfar. – Hefur þú farið sjálfur að skoða þetta? „Já, ég hef verið þarna tvisvar. Ég var þarna í fyrstu viku gossins og svo var ég þarna á föstudaginn í þarsíðustu viku. Það er gaman að segja frá því að þetta er mjög ólíkt að vera þarna í upphafi goss og svo núna. Við erum að sjá allt annað landslag. Þetta er stórkostlegur staður.“
– Þegar horft er til baka, er þá hægt að segja að þetta hafi gengið ótrúlega vel? „Þetta hefur gengið virkilega vel.“ – Þetta er að því er virðist hvergi nærri búið og verður risastór auglýsing fyrir Suðurnes. Er eitthvað farið að skoða framhaldið? „Það er vinna sem er í gangi og komin vel á veg. Við eigum eftir að sjá fljótlega landverði þarna við störf. Þessu er sinnt vel og ég bind miklar vonir við það. Þetta er klárlega náttúruperla sem ferðamenn, Íslendingar og útlendingar, munu koma til með að heimsækja á komandi árum, það er ekki nokkur spurning. Þannig að þetta eru tækifæri fyrir svæðið.“
Aukið eftirlit á mannvirkjum Vegna fjölda ábendinga frá íbúum í Reykjanesbæ tilkynnir byggingarfulltrúi um aukið eftirlit á mannvirkjum. Á næstu mánuðum munu starfsmenn embættisins vera á ferðinni um svæðið þar sem áhersla verður lögð á að skoða hvort viðhaldi mannvirkja og húsa séu viðhlítandi, hvort framkvæmdir hafi tilskilin leyfi embættisins og m.a. hvort smáhýsi og aðrir lausafjármunir á lóðum séu rétt staðsett og hvort þau hafi tilskilin leyfi eins og við á. Með sumarkveðju, Embætti byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar
AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR OG DEILISKIPULAGI Á ÖRYGGISSVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030. Breyting á byggingarheimildum á öryggissvæðinu (svæði B). Utanríkisráðuneytið og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa samþykkt að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur í sér auknar byggingarheimildir á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Óskað er eftir ábendingum vegna tillögunnar fyrir 9. júní 2021. Tillagan er kynnt á heimasíðu Isavia; isavia.is/skipulag-i-kynningu og á samráðsgátt stjórnvalda (samradsgatt.is), frá og með 28. apríl 2021.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast samkvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Helstu breytingar eru m.a. viðbótar byggingarheimildir, breytingar og stækkun á byggingarreitum og nýir byggingarreitir. Þá eru afmörkuð svæði fyrir efnisvinnslusvæði, skotvöll og birgðageymslusvæði, breytingar gerðar á byggingarreitum í því samhengi og byggingarheimild hækkuð. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda (samradsgatt.is), frá og með 28. apríl 2021. Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar og öryggissvæða, sveinn.valdimarsson@isavia.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáttina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands (b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur) eða með því að senda tölvupóst á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 9. júní 2021.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Senuþjófur
á djasskvöldi í Suðurnesjabæ
skipa sveitina Golu. Það eru engin smá nöfn sem og Jóhann on uss Hér eru þeir Halldór Lár g. fílín um góð Ásmundsson í VF-myndir: JPK
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar hefur verið iðið við að bjóða upp á tónleika í Bókasafni Sandgerðis, félagið hélt uppteknum hætti og blés til tónleika miðvikudaginn 21. apríl síðastliðinn, eða um leið og Covid leyfði. Upphaflega stóð til að halda tónleikana í mars en vegna sóttvarnatakmarkana var þeim frestað. Aðgangur að tónleikunum var enginn að venju en Sóknaráætlun Suðurnesja og Suðurnesjabær styrkja Jazzfjelag Suðurnesjabæjar.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Víðihlíðar í Grindavík Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 24.04.2021 að auglýsa aftur tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víðihlíðar skv. 1. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er austan við Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð. Deiliskipulagstillagan felur ísér nýja afmörkun byggingarreita fyrir íbúðir og félagsheimili. Einnig er gerð grein fyrir útisvæði, aðkomu og bílastæðum. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, og liggur frammi á bæjarskrifstofum frá og með 6. maí til og með 17.júní 2021. Athugasemdum eða ábendingum um kynnta tillögu skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða með tölvupósti á atligeir@grindavik.is í síðasta lagi 17. júní. Skipulagsfulltrúi Grindarvíkurbæjar
Við tilefnið opinberaði Halldór Lárusson nýtt og glæsilegt merki Jazzfjelagsins. Heiðurinn að merkinu á Björgvin Guðjónsson en hann hannaði einnig merki Hattavinafélags Suðurnesjabæjar. Á tónleikana komust færri að en vildu en þar kom fram sveitin Gola og lék djassskotna standarda, fönk og heimstónlist. Vel heppnaðir tónleikar með skemmtilegri blöndu hljómsveitarmeðlima en sveitin var skipuð þaulreyndum tónlistarmönnum; bassaleikaranum Jóhanni Ásmundssyni sem er hve þekktastur fyrir að hafa skipað hljómsveitina Mezzoforte, Sigurgeir Sigmundsson, sem hefur m.a. leikið með Bubba, Björgvini Halldórs og Start, plokkaði strengina á hefðbundnum rafmagnsgítar og lék auk þess á Lap Steel G uitar, þá var skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, Halldór Lárusson, á trommunum en hann hefur t.d. leikið með Bubba, Júpíters og fleirum. Með þessum gamalreyndu tónlistarmönnum var svo ungur hljómborðsleikari, Haukur Arnórsson, sem er nemandi á framhaldsstigi í tónlistarskólanum. Haukur reyndist senuþjófur kvöldsins og vakti athygli fyrir innlifun og flotta takta á hljómborðinu. Víkurfréttir tóku hann tali eftir tónleikana. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Hljómborðsleikarinn Haukur Arnórsson var senuþjófur kvöldins.
Hljómborðið er mitt vopn Haukur Arnórsson er 21 árs nemandi við Tónlistarskóla Sandgerðis og býr í Grindavík en þangað flutti hann á leikskólaaldri. Haukur hefur ekki þurft að leita langt til að nema tónlist en hann er fóstursonur Halldórs Lárussonar, trommuleikara og skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis. – Hvenær byrjaðir þú í tónlist? „Ég byrjaði sjö eða átta ára gamall í Grindavík, trommari. Ég byrjaði að læra á trommur hjá Halldóri. Í trommustofunni var marimba [slagverkshljóðfæri sem svipar til sílafóns] og ég var alltaf að leika mér á hana, var aldrei á trommusettinu. Það endaði á því að mamma fékk nóg og dró mig í píanóstofuna, þá hef ég verið um tíu ára aldurinn. Ég hef verið í píanónámi síðan þá og lauk við miðstig á síðasta ári.“
Í trommustofunni var marimba og ég var alltaf að leika mér á hana, var aldrei á trommusettinu. Það endaði á því að mamma fékk nóg og dró mig í píanóstofuna ...
Það má segja að Haukur hafi stungið sér beint út í djúpu laugina þegar hann kom fram með hljómsveitinni Golu. Ferill hljómsveitarmeðlima er orðinn ansi langur og glæsilegur, reyndar voru þeir allir byrjaðir að spila áður en Haukur fæddist. Við spurðum hvað honum fyndist um að spila með svona reynsluboltum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Uppáhaldsplötur Hauks Arnórssonar Métropole eftir Anomalie
Þetta er án efa uppáhalds platan mín eftir uppáhaldstónlistarmanninn minn. Hann er búinn að móta spilamennskuna mína og það sem ég sem og spila er yfirleitt byggt á hans stíl.
Scenery and Mellow dream eftir Ryo Fukui
Fyrsti jazz sem ég heyrði og það sem að kom mér stefnuna til að byrja með, mér finnst hann ennþá gera þetta betur heldur en hinir gömlu djassararnir.
Melkweg
eftir Jameszoo og Jules Buckley Synthar og Sinfóníusveit, það gerist ekki betra. Hef hlustað á þessu plötu nonstop síðustu mánuði og hefur hún gjörbreytt sjóninni minni á hvað strengjasveitir geta gert mikið séu þær notaðar rétt.
Gotcha Now Doc eftir Cory Henry
Besti organistinn í bransanum, spilamennskan hans kom mér í orgelið og ég hefði aldrei byrjað að spila á það ef það væri ekki fyrir þennan snilling. Lagið Seven á þessari plötu er must listen.
Salad Days
eftir Mac DeMarco Þetta er ein af uppáhaldsplötunum mínum sem er skrýtið því að það er hvorki píanó né jazz í henni. Þessi plata kenndi mér að tónlist þarf ekki að vera flókin og maður þarf ekkert heldur að vera einhver tónlistarsnillingur heldur er þetta allt um að mynda sér sinn eiginn stíl. SMELLTU Á PLÖTURNAR TIL AÐ HLUSTA AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
– Svo ertu bara farinn að spila með gömlum reynsluboltum, hvernig finnst þér það? „Já, þetta eru engin smá kallar. Það er ótrúleg og sturluð reynsla að fá að spila með svona flottum listamönnum. Sigurgeir, hinn sólóleikarinn, er auðvitað með svo mörg ár á bakinu – maður á ekki séns í þetta lið.“ Eftir því sem líður á samtal okkar þá kemur betur í ljós að Haukur er ekki mikið fyrir að fylgja ekki þessum hefðbundnu stefnum í tónlistarvali sem flestir jafnaldrar velja. Hann fer sínar eigin leiðir og tónlistarsmekkur Hauks virðist vera talsvert þroskaðri og lengra kominn en sú popptónlist sem heyrist á flestum útvarpsstöðvum í dag. – Hvernig tónlist finnst þér skemmtilegast að leika? „Ég er bara djassari og fönkari, fyrst og fremst, og er í fönkhljómsveit. Hljómsveitin heitir Midnight Librarians sem er skipuð Suðurnesjamönnum úr Keflavík og Garði ... og svo mér úr Grindavík. Við semjum og flytjum fönktónlist og það er stefnan hjá okkur að gefa út plötu í sumar.“ – Djass og fönk er nú kannski ekki endilega það sem unga fólkið hlustar á í dag. „Nei, ekki alveg. Mér finnst þetta einfaldlega besta tónlistin – persónulega get ég ekki þetta popp og rapp sem hinir eru í.
Ég byrjaði í klassíkinni en hún heillar mig ekki, ég lauk grunnprófi í klassískum píanóleik en svo færði ég mig alfarið yfir í rythmísku deildina.“ – Er hljómborðið þá helsta hljóð færið þitt, ekki píanóið? „Já, hljómborðið er vopnið mitt – það er bara fókuserað á það og ekkert annað.“
Ætlar að starfa við tónlist Haukur og unnusta hans, Kleópatra Thorstenssen Árnadóttir, stefna bæði á að gera listina að sinni atvinnu. Haukur hefur sett stefnuna á tónsmíðabraut í Listaháskólanum og sett sér það markmið að gera tónlistina að sínu ævistarfi en Kleópatra stefnir á myndlist. „Við erum búin að vera ágætlega lengi saman, í sex ár,“ segir Haukur. „Kleópatra er naglafræðingur og listakona, hún var að klára naglafræðina og ætlar í myndlistarskóla í framhaldinu. Hjá mér hefur það alltaf verið stefnan að vinna við tónsmíðar, ekkert annað hefur komist að síðan ég var krakki. Kannski langaði mig að verða lögga þegar ég var ellefu ára en síðan þá hef ég bara ætlað að verða tónsmiður,“ segir þessi efnilegi tónlistarmaður en áður en við sleppum að honum takinu biðjum við Hauk að velja fimm plötur sem hafa haft áhrif á hann sem tónlistarmann.
INNRITUN Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2021–2022. Við getum bætt við okkur nokkrum nýjum nemendum, t.d. á blásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri, rafbassa og harmoníku. Sækja skal um á vef skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“. Við vekjum athygli á nýju námi sem er kynningarnám á blásturshljóðfæri fyrir nemendur sem verða í 3. – 5. bekk skólaárið 2021–2022. Nú þegar hefur kynning á því borist til forráðamanna í gegn um Mentor. Við vekjum einnig athygli á því að það er í boði fyrir nemendur í 3. – 7. bekk Stapaskóla að sækja hljóðfærakennslu á skólatíma með sama hætti og gert er í öðrum grunnskólum Reykjanesbæjar. Skólastjóri
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Berný Jóna Sævarsdóttir fór í nám og flutti „heim“ í kófinu
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Tónlistarskólinn – Starf sellókennara Holtaskóli – Starfsfólk skóla Stapaskóli – Starfsfólk skóla Njarðvíkurskóli – Starfsfólk skóla Ef þú ert námsmaður á leið í nám eða að koma úr námi, þá viljum við bjóða þér að sækja um spennandi sumarstörf hjá Reykjanesbæ. Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í Reykjanesbæ Börn og fjölskyldur eru í fyrirrúmi í viðburðadagskrá maí mánaðar. BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ fer þá fram dagana 6.-16. maí með fjölbreyttri dagskrá.
Listahátíð barna í Duus Safnahúsum
Listsýning allra leikskóla, grunnskóla og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja - ekki missa af þessu.
Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum Byggðasafn Reykjanesbæjar býður upp á fornleifauppgröft í Gryfjunni.
Dýrasýning í bókasafninu
Komdu og upplifðu dýrasýningu með hljóði og mynd í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Lesið fyrir hund í bókasafninu
Komdu við í bókasafninu og lestu fyrir lifandi hund 8.maí kl. 11:30 – 12:30. Athugið að skráning á heimasíðu Bókasafnsins er skilyrði fyrir þátttöku í þessum viðburði.
Ungvíkurfréttir í Suðurnesjamagasíni
Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut - fimmtudaginn 6. maí kl 21:00
Hæfileikahátíð grunnskólanna
Streymt í alla grunnskóla beint úr Stapa á föstudaginn.
Vígsla vatnsrennibrautar
Vígsla glænýrrar vatnsrennibrautar í Sundmiðstöðinni föstudaginn 7. maí.
Skessuskokk
Skessuskokk á fimm stöðum í Reykjanesbæ, laugardaginn 8. maí kl. 11:00-16:00
VísindaVilli
VísindaVilli með tilraunir í beinu streymi sunnudaginn 9. maí kl. 11:00 á facebooksíðu Baunar. Formleg opnun þrautabrautar í Njarðvíkurskógum fer fram mánudaginn 10. maí kl. 14:00. Við minnum á fjölbreytta dagskrá í Fjörheimum fyrir ungmenni. Nánari upplýsingar um dagskrá og einstaka viðburði á reykjanesbaer.is og facebooksíðu Baunar.
Mæli ekki með flutningum í miðjum faraldri Berný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar ákvað að nýta tímann í heimsfaraldri til að fara í meira nám en hún gerði gott betur og flutti heimili sitt aftur „heim“. Hún hefur þrátt fyrir ýmsar takmarkanir farið í göngur og veiði en þó sett ýmislegt í „pásu“. Vonast þó til að geta haldið innflutningspartý fljótlega. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? Covid, jarðhræringar og von um bólusetningar hefur verið ofarlega í huga. Jól og páskar voru með skrýtnara móti þar sem fjölskyldan var stöðugt að telja í hópa og vega og meta hvort skynsamlegt væri að hittast öll. Ég viðurkenni að maður þarf smá aðlögun núna við að hitta fleiri og fleiri án þess að fá samviskubit. Ég er einnig að koma mér fyrir á nýju heimili þó svo að það sé nú tæpt ár síðan ég flutti. Ég mæli ekki með flutningum í miðjum Covid faraldri. En ég er afskaplega þakklát þeim sem höfðu kjark og þor í að aðstoða mig og er ánægð með að vera komin heim aftur. – Er eitthvað eftirminnilegt í per sónulegu lífi frá vetrinum? Ég tók ákvörðun um að skella mér í meira nám síðasta haust sem var kannski ekki skynsamlegasta ákvörðunin sem ég hef tekið þar sem ég hélt að ég hefði meiri tíma nú í Covid til að sinna náminu en raunin var. Það sér þó fyrir endan á þessu öllu. Þrátt fyrir Covid tókst mér að fara í afmörkuðum hópum, eins og reglur leyfðu, í göngu frá Garðskaga út að Hvalsnesi, jogadaga við Nesjavelli og í vorveiði í Hólsá. Nokkrir vinir og ættingjar kvöddu einnig á síðasta ári og sumir þeirra langt fyrir aldur fram sem mér þótti afskaplega leitt. Mér finnst Covid áhrifin einna leiðinlegust í tengslum við andlát og jarðarfarir og hef hugsað mikið til nánustu ættingja þessara aðila. Hattavinafélag Suðurnesjabæjar varð til á árinu en við vorum nokkur, aðallega Útsvarslið Sandgerðis og þjálfarar, sem rifum það upp aftur eftir að Hattavinafélag Sandgerðis hafði legið í dvala í nokkur ár. Ástæðan var aðallega sú að heiðra minningu Guðjóns Kristjánssonar sem var einn af þjálfurum liðsins. Ég hef fulla trú á því að Hattavinafélagið eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni – meira en að lífga uppá föstudaga með hattaburði. – Hversu leið ertu orðinn á Covid? Ég er vægast sagt orðin hundleið á Covid og tel mig hafa verið duglega við að gæta mín. Ég er heppin að hafa sloppið og hef t.d. ekki „enn“ fengið þá reynslu að fara í Covid próf. Ég viðurkenni þó að þetta tímabil hefur verið hollt að því leyti að hlutir sem maður taldi sjálfsagða eru ekki alltaf jafn sjálfsagðir. Ég er venjulega mikið á ferðinni, hitti fólk, fer í ferðalög og fer út að borða en hef sett þessa hluti á „pásu“ og í staðinn unnið mikið og verið heima. – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? Ég er byrjuð að skoða sumarið og vonast til að ferðast meira og taka meira frí en síðasta sumar. Ég er búin að bóka eina veiðiferð með nokkrum
vinkonum og vonir standa til að veiðin verði eitthvað betri en síðasta sumar þegar við veiddum ekki neitt. Eins vonast ég til að heimsækja austurlandið og Borgarfjörð eystri sem ég reyni að gera reglulega. Fjölskyldan er þaðan og mér finnst afskaplega gaman og gott að vera þar. Ég hugsa að ég reyni að draga frændsystkini mín einnig í einhverjar ferðir en þau hafa verið nokkuð duglega að hanga með frænku sinni. Ég er ekki enn búin að bóka neina ferð til útlanda og hugsa að það muni ekki gerast fyrr en á næsta ári, 2022. Ég viðurkenni þó að það þarf líklega ekki mikið til þess að plata mig til að panta ef ástandið batnar og færi gefst til þess að fara. Bekkjarsystur mínar úr Sandgerðisskóla eru t.d. í startholunum með að panta næstu húsmæðraorlofsferð en einni slíkri ferð til Tenerife var frestað vegna Covid síðasta haust. – Hvað myndir þú gera ef heim urinn yrði Covid- frír í næstu viku? Ég myndi reyna að halda innflutningspartý og bjóða eins mörgum vinum og ættingjum heim og rými leyfir. Ég flutti heim aftur á síðasta ári eftir að hafa búið í Reykjavík í rúm tíu ár og á enn eftir að fá tækifæri til að bjóða almennilega heim. – Uppáhaldsmatur á sumrin? Ætli flatkaka með kæfu og kókómjólk sé ekki í uppáhaldi þar sem þetta „kombó“ tengist fjallgöngum og útiveru. Annars finnst mér humar á grillið einstaklega góður sumarmatur. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? Mér finnst afskaplega gaman að skála í „búblum“ og ég hlakka til að geta skálað við vinkonurnar á pallinum í sumar. – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir? Ef um útlendinga væri að ræða færi ég líklega Reykjaneshringinn. Ég myndi byrja á Garðskaganum, fara þaðan út á Hvalsnes og Stafnes og
áfram út að brúnni á milli heimskauta, að Gunnuhver og Reykjanesvita. Bláa lónið er auðvitað alltaf með í myndinni og enda svo úti að borða í Reykjanesbæ. Ef þetta væru vinir og vandamenn utan Reykjaness myndi ég reyna að plata þau í göngu – t.d. frá Garðskaga yfir í Sandgerði eða jafnvel út á Hvalsnes. Reyndar á ég enn eftir að ganga gömlu póstleiðina á milli Sandgerðis og yfir í Grófina í Reykjanesbæ – þannig að það kemur einnig til greina. Það eru óteljandi möguleikar hér á Reykjanesinu og margt í boði fyrir allskonar heimsóknir, útiveru og afþreyingu. Ég sjálf er sannarlega ekki búin að kynna mér allt sem er í boði en útivera væri alltaf ofarlega í huga. Mér finnst einnig afskaplega skemmtilegt að sjá hvað veitingahúsaflóran er að breytast og verða fjölbreyttari. – Hver var síðasta bók sem þú last? Hin geysivinsæla bók „Einkamálaréttarfar“ er sú síðasta sem ég las og tengist náminu sem ég er í. Annars er bókin Eldarnir eftir Sigríði Hagalín á náttborðinu og í lestri. – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Nýjasta lagið hennar Fríðu Dísar frænku, ‘Don´t say’ er í uppáhaldi núna og More Coffee. Mér finnst afskaplega notalegt að hafa tónlistina hennar rúllandi með kaffibollanum um helgar. – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjar félagi á þessu ári? Ég hlakka til að sjá hvernig uppbyggingin verður í Suðurnesjabæ og hvernig nýtt aðalskipulag mun líta út. Aðalskipulagið er í vinnslu núna, verður reyndar ekki tilbúið á þessu ári en er afar mikilvægt verkfæri til að kortleggja frekari uppbyggingu. Annars vil ég sjá heilsugæslu í Suðurnesjabæ og tel það afar mikilvægt fyrir íbúa – ég geri mér þó grein fyrir því að þetta gerist ekki heldur á þessu ári. Annars bind ég vonir við að hægt verði að halda viðburði í sumar sem ekki var hægt í fyrra, s.s. 17. júní og bæjarhátíð í einhverri mynd. Svo vona ég auðvitað að fótboltasumarið verði báðum liðum hliðhollt í sumar.
Útsvarslið Suðurnsjabæjar ásamt þjálfurum, þ.á.m. Guðjóni Kristjánssyni heitnum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
SÍÐASTI ÍSLENDINGURINN
SEM SLAPP TIL NEW YORK ELMAR ÞÓR HAUKSSON VÆRI TIL Í DAGSTÚR SEM BYRJAR Í KÚAGERÐI OG ENDAR Í KRÝSUVÍK Elmar Þór Hauksson verkstjóri og starfsmaður í móttöku hjá Nýsprautun ehf. vill að Ljósanótt verði sú stærsta og flottasta í ár með tilheyrandi gleði í hjarta hvers bæjarbúa. — Hversu leiður ertu orðinn á Covid? Maður er náttúrulega orðin mjög þreyttur á því og sem betur fer hefur maður sloppið ennþá og vonandi sleppur maður alveg fram að stungunni. Þetta er ekki eitthvað sem maður ræður við og ekki hægt að pirra sig á þessu.
– Hvað er efst í huga eftir veturinn? Allar utanlandsferðirnar og litlu krúttlegu stundirnar með fjölskyldu, maður hefur lítið farið út fyrir boxið síðastliðið ár. – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? Svo sem ekki frá síðasta vetri, en það sem lifir hvað skærast í huga mínum er afmælisferð sem ég fór með foreldrum mínum til New York í marsmánuði á síðasta ári, þar fögnuðum við 70 ára afmæli pabba. Sumir segja að ég hafi verið síðasti Íslendingurinn sem slapp til New York.
— Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. ætlarðu til útlanda? Já það er svona aðeins farið að huga að þessu, búið að fá úthlutað orlofshúsi og svo kíkir maður vonandi eitthvað á Þórshöfn, heimahaga pabba. Einnig er stefnan tekin á að keppa í Íslandsmótinu kvartmílu og slá persónulega met. Svo væri algjör draumur að komast til útlanda, stefnan er að skreppa til Þýskalands, Ítalíu og Flórída. – Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? Hrópa þrefalt húrra og drífa sig að panta flug. Svo væri gaman að henda í smá kveðju Covid tónleika. – Uppáhaldsmatur á sumrin? Grillmatur er voðalega góður, svo væri gaman að fjárfesta í Uni pizzaofn eða sambærilegu og prófa sig áfram á þeim bænum. Mér finnst pizzur voðalega góðar.
– Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? Því miður þá hef ég ekki náð tökum á grillinu, en það stendur til bóta. En það besta sem ég fæ á grillið er svínahnakki a la Mamma. Hennar töfrabragð er leyni marineringin sem slær öllu við. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? Það er bara þetta hefðbundna, Coca Cola eða Pepsi. Ég hef ekki ennþá náð þeim aldri að mega smakka áfengi og er ég stoltur af því.
– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utangosslóðir)? Reykjanesið er algjör perla í heild sem gaman er að skoða. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Ég myndi sýna völlinn þar sem mikil saga er, heilt samfélag til áratuga sem var sópað í burtu á einu augnabliki. Einnig er hægt að taka dagstúr sem byrjar í Kúagerði og endar í Krýsuvík, þar sem stígvélið væri alveg þrætt. – Hver var síðasta bók sem þú last? Lífið á vellinum eftir Dagný Maggýjar er sú síðasta. Ég er ekki mikill lestrarhestur því miður.
– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Þau eru svo mörg, ekki hægt að festa puttann á eitt, en það sem ég hlustaði síðast á var Shine a light með Rolling Stones. – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? Að ljósanótt verði sú stærsta og flottasta í ár, með tilheyrandi gleði í hjarta hvers bæjarbúa. Þetta var hlutlaust svar, ekki satt?
Myndi boða í eitt gott partý ef Covid væri búið
Sindri Kristinn Ólafsson, háskólanemi, þjálfari og fótboltamaður, er bæði orðinn þreyttur á Covid en líka þakklátur. Hann gat varið meiri tíma með kærustunni. Hann hefur engin sérstök plön fyrir sumarið önnur en að vinna og spila fótbolta. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? Að sumarið sé framundan. – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? Þakklæti. – Hversu leiður ertu orðinn á Covid? Ég er orðinn frekar leiður á því, viðurkenni það. Það er samt margt sem ég get persónulega verið þakklátur fyrir í Covid, eyddi meiri tíma með kærustunni minni heldur en hefði verið möguleiki. Sýnum smá Covid-þakklæti í allri neikvæðninni. Er samt orðinn þreyttur á því svo því sé haldið til haga.
– Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? Engin sérstök plön fyrir sumarið sjálft annað en að vinna og spila fótbolta. Annars er plönuð utanlandsferð í október þegar tímabilið er búið. – Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? Þá myndi ég boða í eitt gott partý og knúsa alla sem myndu mæta. – Uppáhaldsmatur á sumrin? Erfið spurning, ætla að segja pizza þar sem ég er sökker fyrir góðri pizzu.
– Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? Já ég er alltaf að komast meira og meira á grillvagninn. Folaldasteikin er langbest á grillinu svo það sé á hreinu. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? 7up free á þennan leik. – Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)? Keflavíkurvöll og Blue-höllina. Til vara myndi ég fara Bláa lónið líklegast.
Hver var síðasta bók sem þú last? Hvíti Dauði eftir Ragnar Jónasson – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Þarf að nefna nokkur lög hérna en það er Ég var að spá með Rakel og JóaPé, Ástrós með Bubba Morthens og svo Walking in Memphis með Marc Cohn. Síðan er Fleiri í takinu með Gumma Tóta sturlað gott lag.
– Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? Hvar á ég að byrja? Fyrst og fremst væri ég til í að sjá bætingu á aðstöðu íþróttafélagana í Reykjanesbæ. Við erum fjórða stærsta bæjarfélag landsins og íþróttafélögin okkar eru með aðstöðu vítt og dreift um bæinn í stað þess að mynda kjarna fyrir hvert og eitt félag. Setja meira púður í íþrótta- og æskulýðsstarf. Höldum síðan áfram að fegra bæinn okkar með listaverkum og gera upp götur og hús.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Jafningjastuðningur „Krabbi hefur tvær klær, ef þú hunsar aðra þeirra þá karla sem greinst verður þú klipinn í rassinn“ hafa með krabbamein Þann 8. maí ætlar Krabbameinsfélag Suðurnesja að bjóða upp á karla hitting fyrir karlmenn á öllum aldri sem hafa greinst með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í ferlinu né hvenær þú greindist með krabbamein, þú ert velkominn. Þetta verkefni er partur af stuðningsneti þar sem krabbameinsgreindir einstaklingar geta spjallað saman og deilt reynslu sinni að greinast með krabbamein. Markmiðið með jafningjastuðning er að það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur skilning og gengið í gegnum svipaða reynslu. Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir
eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnir í því að takast á við viðfangsefnið. Fyrsti hittingur verður þann 8. maí kl. 11.00 á þjónustuskrifstofu Krabbameinsfélags Suðurnesja, sem er staðsett í húsi Rauða krossins á Smiðjuvöllum 8. Umsjón með hópnum er Árni Björn Ólafsson en hann greindist með ristilskrabbamein 10. september 2020
Gerum flott prófkjör! Í lok mánaðarins, 29. maí, verður prófkjör Sjálfstæð isflokksins í Suðurkjör dæmi vegna Alþingskosn inganna 25. september næstkomandi. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti. Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi atvinnu- og velferðarmála og setið í þeim nefndum frá fyrsta þingdegi. Það þekkja mig flestir fyrir festu í málum og dugnaði við að halda sambandi við kjósendur í mínu kjördæmi og reyndar um land allt. Það skiptir miklu fyrir okkur sem tökum þátt í prófkjörinu að það fari vel fram og verði flokknum og þátttakendum til sóma og framdráttar í kosningunum í september. Ekkert er betra fyrir góð kosningaúrslit Sjálfstæðisflokksins en fjölmennt og vel sótt prófkjör í aðdraganda kosninga. Það er fjölbreyttur hópur góðra
frambjóðenda í prófkjörinu og engin ástæða önnur en að niðurstaðan verði góður listi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Það er merkileg upplifun að vera elstur þátttakenda en ég finn ekki að krafturinn hafi minnkað fyrir vikið. Ég legg mikið upp úr að vinna vel með öðrum frambjóðendum og vera fyrirmynd í öllu samstarfi við þau öll. Ég hef síðustu vikur farið með öðrum frambjóðendum í heimsóknir um kjördæmið og lagt mig fram um að kynna okkar frábæru frambjóðendur. Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sætið og hvet fólk til þátttöku í prófkjörinu. Við skulum kjósa af ábyrgð svo listinn endurspegli vilja kjósenda í öllu kjördæminu og dragi þá á kjörstað í kosningunum að hausti. Með vinsemd og virðingu, Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Úr myrkrinu í ljósið 2021 Búðu til þinn eigin viðburð 8. maí næstkomandi í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðunar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða. Þinn viðburður er til styrktar Píeta samtökunum, sem bjóða ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, við sjálfsskaða og veita aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Við hvetjum alla til að búa til sinn eigin viðburð en undanfarin ár höfum við gengið fimm kílómetra víða um land við sólarupprás, sem er um miðja nótt. Í ár verður ekki hefðbundin ganga vegna samkomutakmarkana og því biðjum við fólk að taka þátt með öðruvísi hætti. Hvað er hægt að gera 8. maí? Við hvetjum alla til að fara út að ganga, hlaupa eða hjóla, fara á rúntinn og skoða sólarupprásina, kíkja á gosið og jafnvel ganga á fjöll. Sérstaklega hvetjum við unga fólkið okkar í framhaldsskólum og háskólum að taka þátt en einnig fyrirtæki, starfsmannafélög og hlaupahópa. Við hvetjum alla landsmenn til að stíga fram 8. maí, fara í gula bolinn,
búa til sinn eigin viðburð og fara inn á tix.is og styrkja Píeta samtökin. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu samtakanna www.pieta.is en skráning fer fram á www.tix.is. Upplýsingar veitir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri, benni@pieta.is Píeta samtökin eru sjálfsvígsforvarnasamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra. Píeta á Baldursgötu 7 var opnað i byrjun 2018 til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. Fólk getur alltaf leitað til Píeta og þjónustan er öllum opin, ókeypis. Hægt er að hringja í síma 552-2218 allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þeir sem vilja styrkja Píeta Ísland geta lagt inn á reikning: 301-26041041 - kennitala: 410416-0690 – framkvæmdastjóri Píeta samtak anna er Kristín Ólafsdóttir.
„Skömmu eftir að ég greindist, þá leitaði ég til konu minnar eftir huggun og öxl til að gráta. Þetta var sjálfsögð viðbrögð af okkar hálfu, þegar annað okkur á bágt þá kemur hinn helmingurinn að hjúkra. Í fyrra lenti ég í nokkrum hremmingum, uppsögn, móðurmissi og greindist með krabbamein. Þegar ég missti atvinnuna mína leitaði ég til konunnar minnar og hún hjálpaði mér í gegnum það. Þegar ég missti mömmu, þá leituðu við til hvors annars og saman fórum við í gegnum það. Þegar ég greindist með krabbamein, þá gekk gamla formúlan ekki upp og hversu mikið sem tárin féllu þá fengu við enga huggun. Svo að formúlan virki þá þarf annar aðilinn að vera í andlegu jafnvægi en ef báðir aðilar eru á botninum, þá er ansi erfitt að komast á yfirborðið. Ég veit að konan mín vill vera sterki aðilinn því ég var sá sem veiktist en ég vil ekki leggja á hana meira en ég þarf því ég veit að hún er sjálf að glíma við andlegu hliðina sem aðstandandi krabbameinssjúklings.
Ég þarf að hugsa um að ef illa fer hjá mér, ef ég fyllist reiði eða dett í þunglyndi þá vil ég ekki að hún taki við því. Við huggum hvort annað með því að leita aðstoðar út á við, með því að vinna í okkur sjálfum og fá aðstoð frá öðrum.
Ég greindist en við fengum bæði sama krabbameinið sem við þurfum að tækla á sitt hvorum hætti: * Ég fékk fréttir að það eru líkur á að ég lifi þetta ekki af og að líkaminn minn verður kannski aldrei eins þó ég sigri líkurnar, framtíðarplön og starfsframi eru sett ofan í skúffu. * Konan mín fékk fréttir að það eru líkur að hún sé að fara að missa manninn sinn, að standa ein eftir 22 ára samband, ábyrgð, óvissan og óöryggi. Ég get ekki rætt við hana um suma hluti, t.d. hversu ánægður ég er með allt sem ég hef upplifað, gamlar minningar og takmörkuð framtíðarsýn. Það minnir hana á að missa manninn sinn og þegar hún talar um
líkurnar, endur meinvarp og fallna félaga, það minnir mig á dauðann. Mér finnst þetta vera mjög mikilvægur tjáningamáti þar sem báðir aðilar geta tjáð sig á þennan hátt og sagt þetta upphátt á uppbyggilegum vettvangi. Þetta er allavega mín sýn á stuðningsneti krabbameinsgreindra og aðstandenda, að hver og einn hafi einhvern sem hlustar, skilur Og hefur gengið í gegnum það sama. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Grímur og sóttvarnir á staðnum. Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. Árni Björn Ólafsson, sjálfboðaliði og umsjónarmaður hópsins.
Matthildur Ingvarsdóttir frá Bjargi í Garði – minning
Matta á Bjargi Ég hitti Möttu á Bjargi í fyrsta skipti á Flösinni þegar hún rak veitingastaðinn sem var í eigu sveitarfélagsins í Garði. Ég, nýlega ráðinn bæjarstjóri, kom til að kynna mér starfsemina. Mjúk en svo hressileg röddin sem gat líka verið hryssingsleg eins og norðanáttin sem tók á móti mér. Sagan segir að Lýðveldisvitinn skýli lágreistri byggðinni við ysta nes Skagans fyrir kaldri norðanáttinni sem kemur askvaðandi yfir Flóann. Þar skellur hún á land þar sem fyrirstaðan er engin og þá þarf konan sem skýlir mörgum fyrir norðannepjunni að vera það bjarg sem aldrei bifast. Hún tók ekki sérstaklega hátíðlega á móti nýjum bæjarstjóra. Sagði honum að hún hefði nóg annað að gera að sitja á rassgatinu í einhverju óþarfa spjalli þegar nóg væri að gera í vinnunni. Bæjarstjórinn gæti bara komið þegar róaðist um og viðskiptavinirnir farnir. Það er svona fólk sem allir vilja hafa í vinnunni hjá sér. Starfsfólk sem tekur starfið fram yfir spjall við bæjarstjóra sem kemur á röngum tíma og nóg að gera. Matta var líka þeirrar gerðar að horfa beint í augun á bæjarstjóranum og þeim sem hún talaði við og sagði alltaf sína meiningu. Kona með bjargfasta meiningu og trú. Það er kostur við starfsmann sem vinnur sér inn traust með slíkum hætti. Samstarf okkar Möttu varð gott og þróaðist í vináttu og virðingu í garð hvors annars. Tíminn var ekki nýttur í meiningarlaus samtöl en við áttum góðar stundir þegar við hittumst. Í veikindum hennar fylgdist ég vel með en Covid-fjandinn kom í veg fyrir heimsóknir til hennar. Við heyrðumst reglulega í síma og í þeim samtölum upplifði ég þessa sterku konu sem var óbifanlegt
bjarg í veikindum sínum sem öðru. Þar upplifði ég þennan sterka grunn og arfleið sem hún reisti líf sitt á. Matta sagði mér í hispursleysi frá veikindum sínum. Gerði ekki mikið úr stöðunni en ég vissi betur. Matta endaði alltaf stutta yfirferð af veikindum sínum með því að segja á sinn einlæga hátt: „Það eru nú margir Ási minn sem hafa það verr en ég.“ Þannig stóð hún sjálf af sér norðanáttina í sínu lífi, það voru nefnilega alltaf einhverjir sem höfðu það verr en hún. Líknandi meðferðin gaf henni gleðistund daginn fyrir andlátið. Helga Tryggvadóttir, nágranni hennar frá Laufási, sat hjá henni. Það var kærleiksstund fyrir vinkonurnar frá Laufási og Bjargi að hittast eftir allt Covidfarganið. Þær sátu í sólhúsinu og vissu báðar að þetta gat verið síðasti sólardagurinn þeirra á æskuslóðum. Maggi bakaði vöfflur og kom með rjóma og sultu. Þær sátu saman og spjölluðu en Guð hlustaði. Þær eru báðar í hans liði og að handan biðu margir sem þær söknuðu. Matta dó innan sólarhrings og tók með sér kveðjuna til Eyjólfs og hún mun kasta kveðjum á fleiri gamla vini í Garðinum við sjónarrönd. Bjargið sem skýldi svo mörgum fyrir napri norðanáttinni hafði gengið frá öllu á lokadegi. Talað við prestinn, valið sálmana í útförina og gert sjóklárt fyrir síðustu siglinguna gegn norðanáttinni þegar Matta sigldi út Flóann á ný mið. Votta Magnúsi og fjölskyldunni hjartans samúð. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Matthildur Ingvarsdóttir – minning Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Látin er kær vinkona Matta á Bjargi. Matta hefur verið mér afar kær allt mitt líf í leik og ráðleggingum. Við skautuðum á síkinu, renndum okkur á skíðasleðum, sippuðum um allan Garð svo fínu hvítu sportsokkarnir urðu allir í slettum. Við gerðum líka
smá prakkarastrik stundum en gleymdum þeim mjög fljótt, fórum þann sama dag að sníkja servettur og vorum þá teknar og skammaðar. En Matta var fljót að svara fyrir okkur. Hún var ráðgjafi minn er ég eignaðist frumburðinn, hafði hún eignast sinn fjórum árum áður. Gat ég endalaust hlustað á hennar góðu ráð og frásagnir. Minning þín sem stjarna skær skín í huga mér svo kær. Ég sendi út í húmið hljótt hundrað kossa-góða nótt. (Íris Dungal) Blessuð sé minning þín elsku vinkona. Guðveig Sigurðardóttir (Veiga í Brautarholti)
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Verði ég heilbrigðisráðherra
Heilsugæslan er ein af okkar stærstu áskorunum hér á Suðurnesjum. Í mínum huga er krafan einföld, við eigum rétt á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og sættum okkur ekki við minna. Það hefur hins vegar ekki gengið þrautalaust að efla heilsugæsluna og augljóst að hér líðum við fyrir nálægðina við höfuðborgarsvæðið. Það er eðlilegt að íbúar spyrji af hverju málum er svona háttað. Öll viljum við hafa greiðan aðgang að góðri heilsugæslu og almennri heilbrigðisþjónustu heima í héraði. Við viljum vera stolt af okkar heilbrigðisstofnun. Auk þess að tryggja íbúum öryggi og góða þjónustu skapar slíkur rekstur byggðunum sóknarfæri. Öflug heilsugæsla laðar að bæði sérhæft starfsfólk og nýja íbúa.
Við getum öll verið stolt af því góða fólki sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það kappkostar að veita framúrskarandi þjónustu. Ég upplifði það þegar tveir af þremur sonum mínum fæddust á HSS og þegar ég hef þurft að leita með þá á slysadeildina eða til barnalæknis. Ég hef sagt við stjórnendur HSS að ég sé ekki jafn sáttur við stjórnun, skipulag og þann skort á metnaði sem sýndur er á stofnuninni. Aðrar heilbrigðisstofnanir sem eru í kringum höfuðborgarsvæðið hafa sýnt að það er hægt að ná árangri með þeirri löggjöf, heilbrigðisstefnu og fjárlög sem eru í gildi og hafa verið samþykkt nú þegar á Alþingi. Mestu máli skiptir að heilbrigðisráðherrann, ráðuneytið og yfirstjórn
stofnana spili sem best úr því sem Alþingi ákveður. Allt í kringum okkur eru skýr dæmi um að vel hafi spilast úr. Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur t.d. með miklum metnaði náð að byggja upp öfluga fæðingaþjónustu og sinna fjölda skurðaðgerða. Heilsugæsluþjónusta höfuðborgarsvæðisins umbreyttist til betri vegar þegar einkareknum heilsugæslum var fjölgað og samkeppni innleidd á milli heilsugæslustöðva um hver veitir bestu þjónustuna. Breytt fjármögnunarkerfi varð til þess að þessi samkeppni skapaðist, biðlistar hurfu, betur gekk að manna heilsugæsluna þannig að allir fá úrvals þjónustu. Nú hefur þetta fjármögnunarkerfi verið innleitt um land allt. Annað þarf því ekki til en að heimila Sjúkratryggingum Íslands að semja við heilbrigðisstarfsfólk um að starfrækja sjálfstætt starf andi heilsugæslu á Suðurnesjum til að stórefla þá heilbrigðisþjónustu sem íbúum Suðurnesja gæti staðið til boða. Stór kostur er að það krefst ekki aukins fjármagns og myndi ekki auka kostnað íbúanna, frekar draga úr greiðsluþátttöku notenda. Þessu gæti ég kippt í liðinn með einum tölvupósti til Sjúkratrygg inga væri ég heilbrigðisráðherra. Það yrði raunar mitt fyrsta emb ættisverk að skrifa slíkan tölvupóst enda löngu tímabært að Suður nesin eigi slíkan málsvara. Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 1. sæti.
Hvar ætlar þú að starfa? Mikið hefur verið rætt um þann fjölda sem leitar út fyrir höfuðborgarsvæðið og velur að búa fjölskyldu sinni heimili m.a. á Suðurlandi. Það er frábært og því ber að fagna; búsetuskilyrðin eru betri og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sinni heimabyggð og þau sem búa á vinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins leggur í miklu mæli leið sína í höfuðborgina til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að
búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það – bjóða fólki upp á atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir
til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Forgangsröðum í þágu barnafjölskyldna Hornsteinn í stefnu jafnaðarmanna er að styðja við börn og barnafjölskyldur, að tryggja jöfnuð og skapa fjölskylduvænt samfélag. Því þegar allt kemur til alls er það fjölskyldan – velferð hennar og heilbrigði – sem er eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers einstaklings. Þrátt fyrir að fjölskyldugerðin hafi á undanförnum áratugum tekið miklum breytingum, hafa grunnþarfir fjölskyldna lítið breyst. Allir einstaklingar þurfa stuðning frá fjölskyldu sinni og það veitir okkur fátt meiri ánægju en að sjá fjölskyldumeðlimi vaxa og þroskast. Hlutverk ríkisins á að vera að veita öllum foreldrum aðstoð við framfærslu yfir það tímabil þegar útgjöld eru hvað hæst og að jafna stöðu tekjulægri fjölskyldna þannig að börn búi ekki við fátækt eða skerta möguleika til að stunda nám og tómstundastarf.
Til að sátt og stöðugleiki geti ríkt þurfa fjölskyldur að búa við öryggi. Stuðningur við barnafjölskyldur er eitt mikilvægasta úrræðið sem ríkið hefur til að bæta lífskjör og draga úr fátækt barnafjölskyldna og er um leið stjórntæki við útfærslu á fjölskyldustefnu hins opinbera á hverjum tíma. Samfylkingin er nú sem fyrr í fararbroddi fyrir bættum kjörum fjölskyldufólks og telur rétt að gera róttækar kerfisbreytingar á styrkjum til barnafjölskyldna. Jafnframt vill Samfylkingin hækka framlög til málaflokksins. Núverandi barnabótakerfi er bæði flókið og nær einungis til lágtekjufjölskyldna og þrátt fyrir allt þá býr hluti foreldra með lágar tekjur eftir sem áður við skertar barnabætur. Við slíkt er ekki hægt að una. Samfylkingin vill að stuðningur við barnafjölskyldur taki annars vegar
mið það því að jafna framfærslukostnað milli heimila sem hafa börn á framfæri og annarra og hins vegar að stuðningsgreiðslurnar jafni stöðu fjölskyldna sem hafa lágar tekjur. Með því að forgangsraða opinberum styrkjum í þágu barnafjölskyldna og koma upp almennu styrkjakerfi sem byggir á barnagreiðslum sem ná til allra foreldra en ekki einungis þeirra tekjulægstu munu lífsgæði barnafjölskyldna aukast. Bætt stuðningskerfi munn svo aftur skila sér í betra og áhyggju minna samfélagi öllum til gagns. Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun, formaður Ungmennafélags Selfoss og 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Styrkjum Suðurkjördæmi Sem oddviti sveitarfélags síðastliðin tvö kjörtímabil, og rekstraraðili hótels á landsbyggðinni síðustu tuttugu ár, hef ég reynt á eigin skinni hvernig lífsbaráttan harðnar þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Flutningsgjöld, margfaldur rafmagnskostnaður, það að þurfa að útvega starfsfólki sínu húsnæði, jafnvel byggja yfir það. Krafan um fæði og uppihald, hvernig þjónusta, fyrirtæki og stofnanir færast eins og fyrir náttúrulögmál til höfuðborgarinnar. Kostnaður við að sækja sjálfsagða og lífsnauðsynlega þjónustu eykst að sama skapi. Við skulum ekki einu sinni byrja á að ræða samgöngukerfið. Þið sem keyrið Suðurkjördæmið á enda komist fljótlega að því að eftir því sem austar dregur mjókkar vegurinn og viðhald versnar. Bara á liðnu ári fór bíllinn okkar í þrjár bílrúðuskiptingar vegna steinkasts frá öðrum bílum. Tvöföldun á Reykjanesbraut er ekki ennþá orðinn veruleiki þrátt fyrir að sú leið sé lífæð allrar ferðaþjónustu í landinu. Af mörgu er að taka.
Ég er vön því að berjast fyrir mitt sveitarfélag og sem formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir sunnlensk sveitarfélög. Stanslaus hagsmunabarátta fyrir innviðum, stofnunum, þjónustu og fyrirtækjum er nauðsynleg til að tryggja það að Suðurkjördæmi bjóðist jöfn tækifæri þegar kemur að þessum málaflokkum. Ég mun á næstu vikum sækja heim fólk og fyrirtæki á Suðurnesjum og kynna mig og mín baráttumál. Hlakka til að sjá ykkur þrátt fyrir Covid. Framundan eru bjartir tímar. Ég gef ekki kosningaloforð sem ekki er hægt að uppfylla en ég gef ykkur loforð um að berjast fyrir Suðurkjördæmi allt. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum vörð um störf og fyrirtæki. Sækjum fram því sókn er besta vörnin. Höfundur: Eva Björk Harðardóttir sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Gerum þetta saman Í hartnær tuttugu ár hef ég tekið þátt í grasrótarstarfi Sjálfstæðisflokksins, nú óska ég eftir stuðningi Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi til að stíga nær beinum áhrifum. Ég tók því ákvörðun um að gefa kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er vissulega leiðigjarnt þegar stjórnmálamenn boða að þeir muni flytja fjöll, fái þeir til þess stuðning. Ég ætla að reyna að falla ekki í þá gryfju. Eftir sem áður vil ég kynna hver ég er, fyrir hvað ég stend og fyrir hverju ég vil berjast. Ég er Eyjamaður, fæddur inn í afar venjulega íslenska alþýðufjölskyldu. Foreldrar mínir bæði kennarar, fjölskyldubíllinn Skoda og við börnin á heimilinu fjögur talsins. Leið mín lá fyrst á sjóinn með millilendingu í Stýrimannaskólanum hvar ég lærði skipstjórn. Ég starfaði sem sjómaður í um tuttugu ár, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri. Á ákveðnum krossgötum söðlaði ég um. Fékk starf í tónlistarskólanum og lærði í framhaldinu til kennara og síðar menningarstjórnunar við Bifröst. Í dag starfa ég sem skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Ég byrjaði seint markvissa þátttöku í stjórnmálum og ætlaði mér ekki neitt annað en starf í grasrótinni. Að styðja gott fólk til góðra verka. Nú tel ég mig hins vegar vera tilbúinn til að axla aukna ábyrgð. Ég er klassískur hægri maður. Hef einlæga trú á mátt einstaklingsins og frelsi hans til orða og athafna. Ég tel að grunnþáttur þess að vera sannur talsmaður einstaklingsfrelsis sé fullkomin og alger virðing fyrir vali og eðli hvers og eins. Þar með séu
sundurgreinandi breytur, eins og kyn, aldur, kynhneigð, stétt og staða, ekki eingöngu léttvægar heldur óviðkomandi. Það sem máli skiptir er einstaklingurinn og hvernig hann stígur fram. Samtrygging á sviði menntunar og heilbrigðismála er í mínum huga jákvæð en útilokar hvergi aðkomu einkafyrirtækja. Ég er landsbyggðarmaður og vil sem slíkur sjá byggð dafna um allt land. Ég er alþjóðasinni en tel það hreinlega fráleitt að ljá á því máls að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mínar helstu áherslur liggja á sviði menningar og undirstöðuatvinnuveganna. Ég tel menningu vera helstu grunnstoð mannlífs á hverjum stað. Ég þekki sjávarútveginn vel, tel að við þurfum að standa um hann vörð og veit að sú grein hefur haldið í okkur lífinu í gegnum tíðina. Þá tel ég mikil sóknarfæri liggja í íslenskum landbúnaði með sívaxandi fæðuþörf heimsins og áherslu á vistvæna og heilsusamlega fæðu. Ég er nýr á þessum vettvangi og áskil mér rétt til að þroska skoðanir mínar og jafnvel að skipta um þær ef rök falla þannig. Ég vonast til að geta átt samskipti við sjálfstæðismenn um allt kjördæmið fram að prófkjöri og með enn auknum krafti eftir það, fái ég til þess umboð. Ég vil því hér með hvetja þig til að hafa samband við mig og lýsi mig tilbúinn til að heimsækja hvern einasta vinnustað og hvern einasta íbúa, eins og aðstæður leyfa. Ræðum málin og setjum hina sönnu stefnu Sjálfstæðisflokksins á dagskrá. Ég vil að við gerum þetta saman. Jarl Sigurgeirsson jarlsig@gmail.com
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið
vf@vf.is
sport
Miðvikudagur 5. maí 2021 // 18. tbl. // 42. árg.
KEFLVÍKINGAR DEILDARMEISTARAR Keflvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Domio’s-deild karla í körfubolta þegar þeir unnu KR 95:87 í Blue-höllinni á föstudaginn.
Þeir eru sannarlega stórglæsilegir nýju varabúningarnir hjá Grindavík.
Nú er komið á lokametra deildarkeppninnar og úrslitakeppnin framundan en hjá körlunum hefst hún þann 15. maí næstkomandi. Grindvíkingar eru um miðja deild með tuttugu stig og búnir að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina. Njarðvíkingar mega ekki við því að misstíga sig í síðustu leikjunum en þeir eru óþægilega nærri fallsæti.
er þemað í nýjum varabúningi Grindvíkinga sem var kynntur til sögunnar í vikunni
Fjölmargir nýta sér Bikarpallinn Knattspyrnudeild Keflavíkur réðist í það verkefni nú í vetur að byggja veglegan pall við vesturenda stúku Nettóvallarins. Pallurinn var formlega vígður á dög unum þegar KSÍ loks afhenti Keflvíkingum, Lengju deildarmeisturum karla í knattspyrnu 2020, verð launagripina fyrir sigurinn í deildinni. Við það tilefni sagði Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnu deildarinna, að héðan í frá yrði pallurinn nefndur Bikarpallurinn. Stjórn knattspyrnudeildarinnar tók að sér að byggja pallinn í sjálfboðavinnu og naut við það stuðnings frá Húsamiðjunni, EJS verktökum og Grjótgörðum. Sigurður Garðarsson segir að stjórnin hafi litið á pallasmíðina sem gott samfélagsverkefni en það eru ekki einungis knatt-
Pallurinn er notaður af fjölmörgum sem leggja stund á heilsueflingu í bænum. „Við urðum fljótt varir við það að pallurinn var ekki aðeins fyrir fótboltaáhorfendur, heldur einnig trimmarana sem nota göngubrautina í kringum völlinn,“ segir Sigurður og tiltekur jafnframt að pallurinn hafi alfarið risið með framlagi knattspyrnudeildar Keflavíkur. Hann sagðist einnig vera búinn að senda erindi til Reykjanesbæjar til að reyna að fá bæinn í lið með sér með hellulögn og frágang í kringum pallinn. Hlaupabrautin í kringum knattspyrnuvöll Keflvíkinga er mikið notuð af göngu- og hlaupafólki allt árið um kring og því er nokkuð ljóst að fjölmargir njóta góðs af þessu framtaki knattspyrnudeildarinnar og njóta betri aðstöðu til að stunda sína útivist. Keflavíkingar eru með karla- og kvennalið í Pepsi Max-deildunum. Í karlaflokki tapaði Keflavík fyrir Víkingi í fyrstu umferðinni en fyrsti heimaleikurinn er á sunnudag gegn Stjörnunni. Kvennaliðið leikur sinn fyrsta leik miðvikudaginn 5. maí. Nánar um þessa leiki á vf.is og leiki Suðurnesjaliðanna í öðrum deildum næstu daga.
Keflvíkingar fengu tækifæri til að lyfta sigurverðlaunum síðasta árs skömmu áður en Íslandsmótið hófst í ár.
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR HEIMAVIST.IS
Það er óhætt að segja að Grindvíkingum hafi tekist einstaklega vel til með hönnun nýju búninganna en þeir tengjast því sjónarspili sem náttúruöflin hafa leikið í nánasta umhverfi Grindvíkinga að undanförnu. Grindvíkingar kynna búninginn í samvinnu við Jóa Útherja nú rétt fyrir fyrstu leiki liðanna í Lengjudeildinni. Meistaraflokkur kvenna
hefur leik á fimmtudag á útivelli gegn Aftureldingu en meistaraflokkur karla mæta Eyjamönnum á Grindavíkurvelli á föstudaginn. Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum en í tilefni af eldsumbrotunum sem hafa átt sér stað í nálægð við Grindavík var ákveðið að tengja nýjan búning við náttúruöflin sem eru þar allt um kring.
Í tilkynningu sem knattspyrnudeild sendi frá sér við tilefnið segir m.a.: „Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. Bleiki liturinn vísar til rauðglóandi skýjaþoku sem hvílir yfir bænum að næturlagi. Búningurinn rammar vel inn þann nýja veruleika sem blasir daglega við okkur Grindvíkingum en veitir okkur Kraft, Eldmóð og Hugrekki. Við vonum að nýr búningur falli vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um land allt. Hér er aðeins stigið út fyrir þægindarammann og vonum við að nýr varabúningur færi okkar liðum gæfu á vellinum í sumar!“
FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU
IM
TUR
2 MÍNÚTUR
15 MÍNÚ
YR
ING
AR
HÚ
I 8M
ÍNÚ
TUR
HLÍÐARFJALL VEITINGARSTAÐUR
B ÍÓH
7M
UR
IST
HE
NÚT
AV
OG VMA Á AKUR E MA
NN
NN BÆR I MIÐ R S LANI VER ÚS
3 MÍ
AH
ÚS
ME
S
SU ND RÆ KT ÍÞR IN ÓT T
MA
ÍNÚ
FIMMTUDAG KL. 19:30
TUR
3M
ÍNÚ
TUR
LY ST KA I GA FF I
N IN UR S
spyrnuáhorfendur sem njóta góðs af þessu framtaki.
8 MÍNÚTUR
HÚ
Heimavist MA og VMA
RÐ
VMA
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
HRINGBRAUT OG VF.IS
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Agnar Olsen Íslandsmeistari í 8-Ball Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Íslandsmeistarinn mundar kjuðann á Íslandsmótinu í 8-Ball. Ljósmynd: Gala Trigg
Fyrir mörgum árum, þegar rekin var knattborðsstofa í Grófinni í Keflavík og víðar, voru margir snjallir spilarar á Suðurnesjum – en þó að stofa hafi ekki verið rekin hér í háa herrans tíð leynast enn góðir leikmenn á Suðurnesjum. Um miðjan apríl varð Vogamaðurinn Jón Ingi Ægisson Íslandsmeistari í snóker 40 ára og eldri og um þarsíðustu helgi landaði Njarðvíkingurinn Agnar Olsen Íslandsmeistaratitli í 8-Ball. Agnar er enginn aukvisi í poolinu en hann varð einnig Íslandsmeistari í 9-Ball árið 2018 og árið 2019 vann hann tvöfalt, varð Íslandsmeistari í 8-Ball og 9-Ball. Agnar tók ekki þátt í mótum árið 2020 vegna veikinda. Agnar stundar pool á fullu og er virkur í starfsemi íþróttarinnar en hann situr í stjórn Billiardsambands Íslands. Víkurfréttir óskuðu Agnari til hamingju með titilinn og spjölluðum við hann um pool og fleira. „Þetta var ansi skemmtilegt mót, útsláttarmót. Oft hefur verið spilað í riðlum en núna var bara beinn útsláttur. Ef maður tapaði þá fór maður bara heim. Í fyrstu umferð fór sá sem var fyrstur til að vinna sjö ramma áfram, þannig að allir fengu þó eitthvað út úr mótinu. Þátttakan í mótinu var ágæt, tuttugu manns, en þetta var fyrsta Íslandsmótið af þremur í pool. Núna var keppt í 8-Ball en það eru í raun þrjú Íslandsmót eftir hjá Billiardsam-
bandinu; Íslandsmótið í 9-Ball og Íslandsmótið 10-Ball, en þau verða núna seinnipartinn í maí, og svo er Íslandsmótið í snóker í gangi núna. Það er það mót sem er alltaf litið á sem stóra mótið.“ – Keppir þú í bæði pool og snóker? „Já, ég geri það núna, aðallega til að fá meiri keppnisreynslu – en ég hef lagt meiri áherslu á poolið. Á næsta ári ætla ég að vera í báðum greinum, það er svo gaman að þessu og þótt maður sé ekki að verða neinn heimsmeistari úr því sem komið er þá er bara svo gaman að vera með. Þetta er meira upp á gamanið.“
Saknaði keppninnar – Agnar er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur og lék með Njarð víkingum í úrvalsdeildinni í körfu á árunum 1988 til 1993 – en hvar kynntist hann poolinu?
„Ég var aðeins í þessu í gamla daga, þegar það var stofa hérna í Grófinni, en svo byrjaði ég á þessu þegar ég flutti hingað aftur fyrir um tólf árum. Ég er endurskoðandi og bjó á Eskifirði í nokkur ár þar sem ég vann og lék mér aðeins í körfubolta með Hetti. Síðan bjó ég í Kópavogi til ársins 2008 þegar ég flutti aftur hingað. Þá setti ég upp pool-borð heima hjá mér og fór svo af krafti í þetta fyrir svona þremur árum, byrjaði að taka þátt í mótum seinni partinn 2017. Ég hef alltaf haft rosalega gaman að þessu. Það er svo gaman að keppa, ég er keppnismaður í eðli mínu og hafði hætt í körfunni mörgum árum áður – ég bara saknaði þess að keppa. Það er öðruvísi andrúmsloft og spennustig þegar maður er í móti, það er bara „do or die“. Það er svo fyndið þegar maður fer af stað með það fyrir augum „að bara vera með“ en það endist bara í svona fimm mínútur, svo kviknar á keppnisskapinu í manni. Þetta er eins og þegar maður fer í körfubolta með gömlu félögunum, á bara að vera létt og skemmtilegt en um leið og menn eru búnir að reima á sig skóna byrjar metingurinn og harkan. Þess vegna er svo mikið um meiðsli í þessum eldri bolta, hugurinn er langt á undan líkamanum,“ segir Agnar.
Vantar meiri nýliðun Agnar segir að Billiardsambandið hafi verið að vinna í að gera greinarnar aðgengilegri fyrir fólk til að fylgjast með. Nú er farið að streyma beint frá keppni og BSÍ hefur tekið í notkun tölvukerfi þar sem úrslit leikja eru birt jafnóðum. „Nú er mjög auðvelt að fylgjast með mótum á netinu, sjá hvernig leikir ganga. Við höfum verið að gera þetta áhorfendavænna en svo höfum við sett okkur annað markmið. Það þarf að verða meiri nýliðun í sportinu, við þurfum að ná til krakkanna og við höfum verið að horfa á að ganga í Íþróttasamband Íslands en Billiardsambandið hefur ekki verið innan þess.“
Sigurmarki Sveindísar í leik Kristianstad gegn Djurgården fagnað. Mynd af vef Kristianstad (kdff.nu)
MEIÐSLI SVEINDÍSAR EKKI EINS ALVARLEG OG ÓTTAST VAR Síðasta föstudag var framherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir borin meidd af velli eftir um fjörutíu mínútna leik í viðureign Kristi anstad og Växjö DFF í sænsku úrvalsdeildinni. Þegar Sveindís meiddist festist annar fóturinn á henni í gervigrasinu og snerist illa upp á hnéið á henni. Mjög var óttast að um krossbandameiðsli væri að ræða en eftir að hafa undirgengist rannsóknir og farið í segulómun á mánudag kom í ljós að meiðslin eru ekki eins alvarlega og útlit var fyrir. Sveindís Jane, sem er samningsbundin Wolfsburg í Þýskalandi og á lánssamningi hjá Kristianstad, hefur farið ljómandi vel af stað í
Vinsældir að aukast Það er nokkuð ljóst að vinsældir snóker og pool eru á uppleið í íslensku íþróttalífi. Núna er Íslandsmótið í snóker í gangi en það hófst um síðustu helgi og því lýkur um næstu helgi. Agnar segir að vegna Covid hafi Íslandsmótið verið opið í ár. „Vanalega eru það sextán efstu á stigalista Billiardsambandsins sem hafa þátttökurétt í meistaraflokki á Íslandsmótinu og svo er keppt í fyrsta flokki. Í ár höfum við ekki getað haldið nema tvö stigamót, þess vegna var sú leið farin að sleppa fyrsta flokknum og hafa opið mót í
sænsku úrvalsdeildinni. Sveindís skoraði strax í sínum fyrsta leik með félaginu, sá leikur var gegn Alingsås FC og fór 1:1. Í annarri umferð sigraði Kristianstad lið Djurgården 2:1 en þá átti Sveindís stoðsendinguna í fyrra markinu og skoraði sjálf sigurmarkið. Ljóst er að skarð er hoggið í hóp Kristianstad sem nú situr í öðru til þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Kristianstad vann leikinn gegn Växjö DFF. Í frétt á vefsíðu Kristianstad er haft eftir Marie Ramlund, lækni félagsins, að meiðsli Sveindísar séu sem betur fer ekki eins alvarleg og óttast var. Líklegt er þó að Sveindís Jane Jónsdóttir geti verið frá keppni í um sex vikur. staðinn. Þeir átta efstu frá síðasta ári komast beint inn í sextán manna úrslit en það voru 34 sem kepptu um síðustu helgi um hin átta sætin.“ Sextán og átta manna úrslit voru leikin á sunnudaginn og mótinu verður áfram haldið um næstu helgi. Þess má geta að Agnar féll úr leik í sextán manna úrslitum en Suðurnesjamaðurinn Jón Ingi Ægisson, Íslandsmeistari í snóker 40 ára og eldri, kom beint inn í átta manna úrslitin þar sem hann vann Ásgeir Guðbjartsson 5:4. Undanúrslit Íslandsmótsins verða leikin á laugardag og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag.
rnesja
Nýliðakynning hjá Golfklúbbi Suðu
Viltu kynna þér golf og fá að prófa?
6.- 7. MAÍ
GOLFSKÓDAGAR Í SKÓBÚÐINNI HAFNARGÖTU 29
Þann 3. maí hefjast nýliðakynningar hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson PGA golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, ásamt leiðbeinanda, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði golfsveiflunnar ásamt púttum og vippum. Námskeiðin miða að þeim sem langar að prófa golf eða eru að skríða sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forg jöf.
Námskeið 3. 10. og 11. maí kl. 19–20 Námskeið 4. 10. og 11. maí kl. 20–21 Námskeið 5. 17. og 18. maí kl. 19–20 Námskeið 6. 17. og 18. maí kl. 20–21
Námskeiðið kostar aðeins
6.000áh,öld-innkifarlin.. og eru boltar og
Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn fæst
gjaldið endurgreitt.
SKRÁNING ER HAFIN Á GS.FELOG.IS TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ
20
% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM GOLFSKÓM
SÉRFRÆÐINGUR VERÐUR Á STAÐNUM FIMMTUDAGINN 6. MAÍ
LOKAORÐ
NÝR FRUMSÝNINGARTÍMI ER KL. 19:30 FIMMTUDAGA Á HRINGBRAUT OG VF.IS Nýi lögreglustjórinn
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
Það er komið að mér! Það voru mjög ánægjuleg tíðindi sem bárust mér á golfvellinum en í miðju upphafshöggi á sjöundu holu í Leirunni fann ég símann minn titra (nú vita strákarnir af hverju „drævið“ fór ekki fram yfir kvenna teig). Óttaðist fyrst að þetta væri konan að segja mér að taka bara níu holur en aldeilis ekki, heldur voru þetta falleg skilaboð um mætingu í bólusetningu, Jansen bóluefnið takk fyrir túkall. Ein sprauta og málið dautt, ég verð frjáls fljótlega. Þrátt fyrir nokkuð dapra spilamennsku á vellinum þá bjargaði þetta hringnum algjörlega og jú auðvitað afar góður félagsskapur. Golfklúbburinn Kvíðir hóf nefnilega leik formlega síðasta mánudag, yndislegur vorboði. Sigurður Ingimundarson, hinn geðþekki Keflvíkingur, pakkaði okkur Njarðvíkingunum saman í holli sem var heilt yfir frekar ryðgað. Ég var hins vegar ekkert að stressa mig á því enda kominn með bólusetningar-sms í símann og Siggi er bara fjandi efnilegur kylfingur! Gleðin var bara svo mikil og varla hægt að vera tapsár enda hefur maður beðið eftir þessu lengi (ekki að spila með Sigga heldur bólusetningunni). Í mínum huga er nefnilega þessi bólusetning upphafið á endinum á þessu Covid-fári sem hefur veitt okkur ómælda ógleði síðasta árið. Bólusetning á Ásbrú, það er komið að okkur yngra fólkinu! Hef reyndar farið áður þarna upp eftir t.d. með móður mína í þessar sprautur og hún stóð sig eins og hetja. Það er mikil fagmennska sem einkennir allt starf þarna í bólusetningarmiðstöðinni á Ásbrú, alveg magnað og verðskuldað hrós til ykkar allra. Eldri menn í kring um mig sem hafa farið, eins og t.d. ritstjóri Víkurfrétta, hafa ekki kvartað yfir þessu. Þannig ég hræðist þetta alls ekki og það er tilhlökkun í gangi. Það eina sem pirrar mig aðeins í dag eru ákveðnir fjölmiðlar. Já, mér finnst þeir sumir birta allt of mikið af neikvæðum fréttum um faraldurinn t.d. frá Indlandi og Brasilíu. Geri ekki lítið úr þeim hörmungum sem þar eru í gangi en væri ekki skemmtilegra að leggja meiri áherslu á fréttir frá þeim löndum þar sem bólusetningar ganga vel og lífið er að komast í réttar skorður á nýjan leik. Fullt af stöðum þar sem farið er að sjást til sólar í þessu öllu. Einblína frekar á þetta jákvæða í stað þess að hamra alltaf á því neikvæða, okkur veitir ekki af. Það er nefnilega hægt að finna eitthvað jákvætt í flestu, líka þegar maður hefur verið rasskelltur af Keflvíking uppá golfvelli. Gleðilegt sumar!
UNGT fréttafólk með flott innslög!
Mundi Er Örvar á undan mér?
Skoðaðu fleiri tilboð í vefverslun okkar
Tilboð í maí
Dimex Smíðavesti
Dimex mittisbuxur
Dimex Smíðavesti EN ISO 20471. Hægt að víkka með aukaflipa til að nota yfir úlpu. Hægt að nota með fallbúnaði.
Dimex mittisbuxur. Teygjanlegt efni, teygist á 4 vegu. Sýnileikavottaðar. EN ISO 20471 CL.1.
Tork Salubrin handsótthreinsir
Mobil Delvac MX ESP 15W-40 20L
Gel til handsótthreinsunar. Flaskan gefur um 250 skammta. Inniheldur 70% alkahól.
Minerölsk olía fyrir vélar í flutningabílum og vinnuvélum með sótkornasíu (DPF) og hreinsunarbúnað í útblásturskerfi.
Verslun N1 Fitjabraut 2, Reykjanesbær, 421-4980
Dunlop stígvél Dunlop Purofort professional stígvél eru hentug við margskonar aðstæður. Þau eru létt og með höggdeyfi í sóla. Endast vel og gott að þrífa þau.
Tork Prem WC pappír Extra mjúkur WC pappír þrefaldur fyrir veggskammtara.
ALLA LEIÐ