Víkurfréttir 18. tbl. 44. árg.

Page 1

Þú getur gert þetta að ævistarfi

Þúsundir ungra knattspyrnuiðkenda hafa notið leiðsagnar Freys Sverrissonar í gegnum tíðina. Skemmtilegt viðtal við Keflvíkinginn Frey Sverrisson birtist í miðopnu Víkurfrétta.

FLJÓTLEGT OG GOTT!

Síður 8–9

Sveindís mætti upp í stúku til heitasta stuðningsfólksins

Það var myndarlegur hópur stuðningsmanna Sveindísar Jane Jónsdóttur sem mætti á Emirates-völlinn

1. maí þegar Arsenal tók á móti Wolfsburg í undanúrslitaleik UEFA meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Þau lýsa stemmningunni þannig að það hafi verið brjálæðislega gaman og leikurinn hafi verið frábær. Tengdafjölskylda Sveindísar er mikið Arsenal-fólk sem átti svolítið erfitt með sig þegar Arsenalsöngvar voru sungnir. Þau voru þó trú sinni konu og mættu í skærgrænu Wolfsburg-treyjunni á leikinn og einnig á heimapöbb Arsenal fyrir leik. Wolfsburg tryggði sér farseðil í úrslitaleik meistaradeildarinnar sem verður í Hollandi 3. júní og þangað ætlar hópurinn næst. Á myndinni er Sveindís með hópnum.

Síður 10–11

Bassaleikari

Mezzoforte flutti

í sveitasæluna

í Sandgerði

Fjölbrautaskólinn og

Keilir í eina sæng?

„Við förum bara inn í þetta með jákvæðu hugarfari. Verkefnið kemur frá eigandanum, ríkinu, og við munum skila af okkur skýrslu um miðjan maí. Ríkið mun svo koma með niðurstöðu fyrir lok mánaðarins,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en viðræður um samstarf eða sameiningu FS og Keilis á Ásbrú eru hafnar.

Mennta- og barnamálaráðherra skipaði nýlega stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Hópnum var falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Málið var kynnt á starfsmannafundum hjá FS og Keili. Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor.

„Að skoða fýsileika sameiningar Keilis við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er hvorki það sem Keilisfólk hefur verið að leita eftir né talið þörf á,“ sagði Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ, við Morgunblaðið.

Kristján Ásmundsson segir ýmislegt í starfsemi stofnanna geta

fallið saman. „Þetta er ekki gert til að skerða námsframboð heldur hitt – til að efla námsframboð á Suðurnesjum.“

Ekki er talið líklegt að húsnæði beggja skóla yrði notað, verði af sameiningu, m.a. vegna fjarlægðar. Finna yrði húsnæði í nágrenni FS til að hýsa starfsemi sem er ekki nú þegar í skólanum. Það ætti ekki að vera vandamál en FS er t.d. að taka í notkun tilbúnar (gáma-) einingar, m.a. vegna stækkunar starfsbrautar. Einnig er möguleiki á öðru húsnæði skammt frá FS.

Vitað er að rekstur Keilis hefur verið erfiður frá fyrstu tíð og ráðherra vill því skoða möguleika á samlegðaráhrifum og ná fram hagræðingu. Rekstur flugskóla hefur til dæmis verið Keili dýr og erfiður. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagðist vona að hann yrði ekki afgangsstærð því hann hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Keilir var á sínum tíma stofnaður í kjölfar brottflutnings varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Skólahúsnæði á Vellinum var nýtt til starfseminnar. Rekstur Fjölbrautaskólans hefur verið mjög traustur í langan tíma og í vetur var FS kosin „Stofnun ársins“ á Íslandi.

VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
n Ýmislegt í starfsemi stofnananna getur fallið saman.
Bugles Nacho Cheese, Original, Roasted Paprika – 125 g 36% 319 kr/pk áður 499 kr Mini Mix Venjulegt , súrt og saltlakkrís 100 g 38% 278 kr/pk áður 449 kr Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Emmess Jarðarberjabangsi og vanillubangsi 10 pakka 789 kr/pk áður 1.199 kr 33% Miðvikudagur 3. Maí 2023 // 18. tbl. // 44. árg.

Samið um leikskóla í Drekadal

Reykjanesbær hefur samið við verktakann Hrafnshól ehf. um byggingu á nýjum sex deilda leikskóla við Drekadal í InnriNjarðvík.

Um er að ræða 1.200 fermetra byggingu sem reist er úr timbureiningum sem koma frá Eistlandi og verður leikskólinn fyrsta Svansvottaða einingahúsið á Íslandi.

Hrafnshóll ehf. mun skila verkefninu fullbúnu og tilbúnu til notkunar en áætluð verklok eru í apríl á næsta ári.

Tveir stórbrunar í skipum á innan við viku

Leikskólinn mun rísa á lóð við Drekadal og er lóðarhönnun að fara af stað um þessar mundir en hún er sérstakt verkefni. Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar mun hafa umsjón með verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Besta rekstrarár HS Orku frá upphafi

Árið 2022 var besta rekstrarár í sögu HS Orku hf. Rekstrartekjur námu 10,6 milljörðum króna og aukast um 14,7% á milli ára. Munar þar mestu um hátt álverð og verðhækkanir í kjölfar orkuskorts. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 28,6 milljörðum og eiginfjárhlutfall 41,5% í lok árs. Lokið var við stækkun Reykjanesvirkjunar og gekk hún með ágætum. Framkvæmdakostnaður var vel innan kostnaðaráætlunar og var virkjunin gangsett þremur mánuðum á undan áætlun.

Næsta stórverkefni er endurnýjun og stækkun orkuversins í Svartsengi þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í desember. Fjármögnun verkefnisins í Svartsengi var tryggð með aðkomu tveggja erlendra banka og hluthafa félagsins, þrátt fyrir umrót á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Alls fjárfesti HS Orka fyrir rúma sex milljarða á árinu.

Nánar á vf.is.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Mikið annríki hefur verið hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja síðustu vikuna. Tveir stórbrunar urðu í fiskiskipum á innan við viku á starfssvæði slökkviliðsins. Aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku kom upp mikill eldur í fiskiskipinu Grímsnesi GK-555 í Njarðvíkurhöfn. Þar fórst einn skipverji í eldinum og annar slasaðist alvarlega. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Á laugardagskvöldið kom upp eldur í öðru fiskiskipi, Þristi ÍS-360, í Sandgerðishöfn. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað á laugardagskvöldið, enda eldsvoðar í skipum erfiðir viðureignar. Mikinn reyk lagði frá skipinu þegar að var komið.

Slökkviliðsmenn þurftu að brjóta sér leið um borð og reykkafarar fundu eldinn í rafmagnsköplum í vélarrými skipsins. Hann var fljótlega slökktur og sögðu slökkvi -

Fyrsta útkallið í Þrist ÍS kom á laugardagskvöld um kl. 23:30. Þá var tilkynnt um reyk frá skipinu. Þá var eldur slökktur í raflögnum í vélarrými skipsins. Undir morgun á sunnudag kom svo annað útkall sem brugðist var við. Slökkviliðið ætlaði svo í eftirlitsferð í skipið um kl. 9 á sunnudagsmorgun, þegar mikill eldur blossaði óvænt upp.

liðsmenn á vettvangi að eldurinn hafi ekki verið mikill en reykurinn mikill. Slökkviliðsmenn luku störfum á um tveimur tímum. Snemma á sunnudagsmorgun var slökkviliðinum aftur tilkynnt um reyk frá skipinu og var því útkalli sinnt og skipið skoðað með hitamyndavél sem sýndi fram á að allt væri orðið kalt.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að eftir útkall númer tvö undir morgun á sunnudag hafi verið ákveðið að fara í eftirlit með skipinu klukkan níu á sunnudagsmorgun.

Frá slökkvistarfi við Sandgerðishöfn sl. sunnudag. Hér eru slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja að dæla vatni á yfirbyggingu skipsins. Hún er úr áli og byrjaði að bráðna við 700 gráðu hita. Við þær aðstæður er ekki hægt að vera um borð í skipinu og eiga það á hættu að fá yfir sig bráðnandi málminn.

Slökkviliðsmenn voru rétt að leggja í ferðina þegar tilkynnt var um stórbruna í skipinu. Allt tiltækt slökkvilið var þá kallað út og barðist það við eldinn fram undir hádegi á sunnudag. Þá var orðið ljóst að skipið var gjörónýtt eftir eldinn og jafnframt var óttast að skipið myndi sökkva í höfninni, því mörg tonn af vatni og sjó voru komin um borð eftir slökkvistarfið. Þá var um tíma ekki þorandi að hafa slökkviliðsmenn um borð í Þristi ÍS, þar sem ályfirbygging skipsins var farin að bráðna en álið bráðnar við um 700 gráðu hita. Einnig var hætta á að skipið sykki. Slökkvistarfi lauk formlega um miðjan dag á sunnudag en áfram var staðin vakt við skipið. Það er mjög sjaldgæft að slökkvilið fái tvö útköll í stórbruna í skipum með svo stuttu millibili. Slökkviliðið hefur átt annríkt síðustu daga en nýverið varð einnig mikill bruni í einbýlishúsi í Garði. Þá eina öll þessi stærri útköll slökkviliðs það sameiginlegt að á meðan heim hefur staðið hafa samhliða borist fjölmörg útköll á sjúkrabíla sem Brunavarnir Suðurnesja reka á Suðurnesjum.

Fiskiskipið Þristur ÍS 360 brennur í höfninni í Sandgerði sl. sunnudagsmorgun. Eins og sjá má á myndinni er skipið orðið nokkuð sigið en þegar þarna var komið við sögu var búið að dæla mörgum tonnum af sjó og vatni á brennandi skipið.

Kröftugir vortónleikar Karlakórs Keflavíkur

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Frá undirritun samninga um leikskólann, sem fram fór í Stapaskóla. VF/JPK Svona verður leikskólinn Drekadalur. Karlakór Keflavíkur fagnar sjötíu ára afmæli í lok árs en starf kórsins hefur verið ótrúlega farsælt lengi. Haldið verður uppá tímamótin
í nóvember með veglegum hætti. Kórinn hélt hins vegar vortónleika sína á dögunum í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Um var að ræða tvenna tónleika, þar sem m.a. nokkrir félagar úr kórnum sungu einsöng. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá kórfélaga flytja Ferðalok (Ég er kominn heim). Kvennakór Suðurnesja hefur einnig haldið sína vortónleika og voru þeir vel sóttir. Myndin hér að ofan er frá síðari tónleikum Karlakórs Keflavíkur. VF/pket.
2 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Velkomin á Aðaltorg!

Verslun og þjónusta eflist til framtíðar

Langbest opnar á Aðaltorgi

„Það er gaman að opna nýjan stað, með nýjum áherslum og svo er gott að vera kominn aftur niður „í bæ“. Við hjónin viljum nýta tækifærið og þakka öllu starfsfólki okkar, vinum og vandamönnum sem unnu þrekvirki við opnun á þessum nýja og glæsilega veitingstað“, segir Ingólfur Karlsson, einn eigenda veitingastaðarins Langbest en hann opnaði í nýjum húsakynnum á Aðaltorgi í Keflavík í lok mars.

Ingólfur sagði að meðal nýjunga sé að bjóða upp á barþjónustu og stóraukið úrval af kranabjór, léttvíni og kokteilum. „Langbest hefur aukið sætafjölda og tekur nú um 130 manns í sæti.

Þá er öll aðstaða til fyrirmyndar í nýju húsnæði og auk þess að færa þjónustustigið upp erum við einnig með sérstakan biðsal þar sem fólk getur beðið eftir borði eða sóttum pöntunum.“

Ýmsar nýjungar og stærri veitingastaður Úr frétt Víkurfrétta 22. mars 2023: Við trúum á framtíð Suðurnesja

FURÐUVERUR OG FURÐUVERK

Magnea Lynn Fisher, eða Sissý eins og hún er kölluð, hefur opnað myndlistarsýningu sem ber heitið „Furðuverur og furðuverk“ í húsnæði fasteignasölunnar Eignamiðlunar Suðurnesja að Hafnargötu 50 í Keflavík. Opnun sýningarinnar var 1. maí. Sýningin stendur yfir allan maímánuð og er opin á opnunartíma fasteignasölunnar.

Vogamenn vilja í vettvangsferð

Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum voru tekin fyrir að nýju á síðasta fundi skipulagsnefndar Voga. Nefndin leggur til að fenginn verði verkefnastjóri yfir þessu stóra og mikla verkefni. Einnig er lagt til að nefndin, ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn, fari í vettvangsferð í Ölfus þar sem sambærileg verkefni er að finna og fái betri yfirsýn.

Miklir möguleikar á útivistarsvæðinu við Þorbjörn

„Svona skipulagsvinna er alltaf í tengslum við aðalskipulag en hún snýst mest um framtíðarsýnina, hvernig viljum við sjá þetta svæði við Þorbjörn þróast og hvað viljum við styrkja sem þegar er til staðar. Þetta er mjög vinsælt útivistarsvæði og því viljum við vanda vel til verka,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar.

Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þann 25. apríl sl., var fjallað um deiliskipulag við Þorbjörn en fjallið er líklega einn af vinsælli gönguleiðum á Suðurnesjum, með ótal möguleikum til göngu upp

fjallið eða í kringum það og nánasta umhverfi. Selskógur liggur við rætur fjallsins norðanmegin

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar

Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

og skv. nýju skipulagi á að hefja skógrækt suðvestanmegin líka en deiliskipulagið nær líka til Lágafells sem sömuleiðis er suðvestan við Þorbjörn. Deiliskipulagið liggur að deiliskipulagi Svartsengis og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn og leggja fram stefnu um útivistarsvæðið og hvernig viðhaldi og uppbyggingu skuli háttað. Meginmarkmiðið er að skipuleggja núverandi stöðu, skilgreina færri en skipulagða stíga og bæta aðgengi á vissum stöðum til að stýra umferð, ákvarða staðsetningu útsýnisaðstöðu og áningarstaða, skógræktarsvæða og nauðsynlegra innviða. Leiðir að markmiðum erum m.a. að skilgreina aðalleiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um

svæðið til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við hvora aðra og við náttúruna. „Gönguleiðirnar eru mjög margar, m.a. hringinn í kringum

Þorbjörn en við þurfum að laga og

í raun, breyta göngustígnum vestan við Þorbjörn því í skjálftahrinum

undanfarinna ára hefur hrunið úr

Þorbirni vestan megin og eru stór

björg nærri núverandi göngustíg. Ég sé fyrir mér mjög spennandi

svæði milli Þorbjarnar og Lágafells en við ætlum að skilgreina svæðið

þar á milli, m.a. sem skógræktarsvæði. Svæðið býður upp á mikla möguleika til útivistar og verður spennandi að sjá hvernig málin munu þróast. Við viljum merkja svæðið betur m.t.t. gönguleiða, áningarstaða og þeira minja sem eru

á svæðinu, má þar nefna Þjófagjá, Baðsvelli og bækistöðvar hersins frá heimstyrjöldinni í sigdalnum á toppi Þorbjarnar. Deiliskipulagið var sent til umsagnar hagsmunaaðila en þeir eru nokkrir, m.a. Vegagerðin, landeigendur, Umhverfisstofnun, Landhelgisgæslan og utanríkisráðuneytið en varnarsvæði liggja sunnan megin við Þorbjörn, þar sem möstrin gnæfa yfir,“ segir Atli Geir.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Húsfyllir á 1. maí hjá stéttarfélögum

Húsfyllir var hjá stéttarfélögunum í Reykjanesbæ og nágrenni þegar boðið var til kaffisamsætis á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Félögin buðu uppá kaffihlaðborð í Krossmóa 4a, þar sem félögin hafa skrifstofur sínar. Guðmundur Hermannsson lék og söng fyrir gesti og þá mætti Valdimar, sonur hans, og tók nokkur lög við undirleik. Skrifstofur stéttarfélaganna voru einnig opnar og þar var einnig boðið upp á glaðning ýmiskonar. Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi í kaffisamsætinu í Krossmóa á mánudaginn.

w
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Fellið Þorbjörn og Selskógur.

Allt fyrir helgina!

Opið

á matvöru með Samkaupa-
Helgartilboð gilda 4.– 7.
Safnaðu inneign og fáðu betra verð
appinu
maí
40% afsláttur af eitt sett vörum 5.–7. maí Apptilboð, afsláttur í formi inneignar Gott verð! 269kr/pk 329 kr/pk 5 stk. Nettó vínarpylsur
10–19 Iðavellir
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Grindavík
10–19 Krossmóar Opið
Opið 10–21

180 krakkar á Suðurnesjamóti í skólaskák

Skólaskákmót á vegum Skáksambands Íslands var haldið í Stapaskóla í Reykjanesbæ 19. apríl síðastliðinn.

Alls kepptu 180 krakkar úr grunnskólum á Suðurnesjum í þremur aldursflokkum á þessu glæsilega stórmóti. Keppendur komu frá Gerðaskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla, Sandgerðisskóla og Stapaskóla.

Vinningshafar mótsins voru:

Yngsta stig:

1. Magnús Máni – Heiðarskóli

2. Magni Sævar – Sandgerðisskóli

3. Gunnar Breki – Stapaskóli

Miðstig:

1. Ingi Rafn – Heiðarskóli

2. Arnar Smári – Stapaskóli

3. Ragnar Örn – Heiðarskóli

Elsta stig:

1. Þórarinn Ryan – Gerðaskóli

2. Jakob G. – Myllubakkaskóli

3. Herbert S. – Stapaskóli

Skáksamband Íslands hafði veg og vanda af framkvæmd mótsins. Ingvar Jónsson, Stefán Bergsson og Kristófer Gautason voru skákstjórar mótsins. Eins og áður kom fram voru keppendur um 180 talsins sem fór langt fram úr væntingum með þátttöku sem er frábært, segir í frétt á vef Stapaskóla. Væntingar og vonir standa til þess að halda sambærilegt eða enn stærra mót að ári liðnu.

Löng útgerðarsaga Grímsness GK

á Suðurnesjum

Það er nú ekki hægt að segja að þaðan sem ég skrifa þennan pistil sé hægt að finna tengingu við sjávarútveginn á Suðurnesjum því þessi pistill skrifast frá Hótel Núpi skammt frá fjallinu Lómagnúpi við Skeiðarársand.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta

Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979

www.bilarogpartar.is

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur

í hádeginu Opið: 11-13:30

alla virk a daga

Kannski að eina tenginginn væri sú að hérna úti við í sjónum eru fiskimið sem sumir netabátanna frá Sandgerði og Grindavík voru á veiðum og voru þá að landa á Hornafirði. Til að mynda Stafnes KE og Bergur Vigfús GK.

Það er dapurlegt að vita til þess að frá því að síðasti pistill kom þá hafa orðið tveir bátsbrunar. Einn í Njarðvík og annar í Sandgerði. Bátinn sem brann í Sandgerði mun verða fjallað aðeins um í næsta pistli.

Skipið sem brann í Njarðvík hét Grímsnes GK, því miður varð mannslát í þeim bruna og vil ég votta aðstandendum þess látna samúð mína.

Grímsnes GK var í eigu útgerðar sem ber sama nafn en Hólmgrímur Sigvaldason á útgerðina, ég hef oft minnst á hann í þessum pistlum mínum.

Grímsnes GK á sér mjög langa sögu í útgerð á Suðurnesjum. Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1963 og kom fyrst til Stöðvarfjarðar og fékk þar nafnið Heimir SU 100. Árið 1967 var báturinn seldur til Hnífsdals og fékk þar nafnið Mímir ÍS 30. Báturinn fór aftur austur árið 1974 til Eskifjarðar og fékk þá nafnið Hafalda SU 155.

Árið 1978 kom báturinn til Suðurnesja og var seldur Ásgeir

hf í Garði og fékk þá nafnið Ásgeir Magnússon GK 60. Hann bar það nafn til 1981 þegar hann var seldur til Keflavíkur og fékk þá

nafnið Árni Geir KE 74. Árið 1986 var báturinn seldur til Happasæls sf. og fékk þá nafnið Happasæll KE 94. Með þessu Happasælsnafni var Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eigandi og skipstjóri flest árin og var báturinn með þessu nafni til 2001 þegar að nýr bátur kom í staðinn fyrir Happasæl KE.

Nýi Happasæll KE sem kom árið 2001, heitir í dag Sigurfari GK. Frá

því að Happasæll KE sknr 89 var seldur 2001 hét hann Mímir ÍS og

Sædís ÍS þangað til að Hólmgrímur keypti bátinn árið 2005, og hefur gert bátinn út síðan þá, eða í um

átján ár.

Saga bátsins í útgerð frá Suðurnesjunum er því ansi löng eða samtals fjörutíu og fimm ár og þar af hét hann Happasæll KE í 15 ár og

Grímsnes GK í 18 ár.

Alla tíð var vel hugsað um bátinn og æði margir Suðurnesjamenn eiga minningar um hann því mjög

margir hafa verið á bátnum og í samtölum mínum við sem hafa verið á bátnum þá skín það í gegn að menn tala mjög vel um hann,

hversu góður bátur í sjó hann var og það fiskaðast alltaf vel á hann. Síðustu átta ár þá hefur Sigvaldi, sonur Hólmgríms, verið skipstjóri á Grímsnesi GK og hann kallaði bátinn „Grímsa“.

Báturinn hefur ekki aðeins verið á fiskveiðum því hann spilar smá hlutverk í þáttunum Ice Cold Catch, sem fylgist með línuveiðum á Páli Jónssyni GK og Valdimar GK. Þegar verið var að mynda bátana á veiðum úti á sjó, var Grímsnes GK leigður og voru þá kvikmyndatökumenn um borð í bátum og mynduðu hina tvo bátana á veiðum.

Ég hef síðan 2019 verið með YouTube-rás sem heitir Gísli R, Iceland og fyrsta myndbandið sem birist á þeirri rás var einmitt með þessum báti sem er verið að skrifa um hérna, Grímsnes GK sem þá var að koma til hafnar í Njarðvík. Hólmgrímur hefur undanfarin 30 ár verið ansi duglegur í útgerð á stórum netabátum, en þessi bruni á bátnum og mannslátið er gríðarlegt högg og áfall fyrir þá feðga.

Hvort annar bátur kom í staðinn fyrir þennan fengsæla og farsæla bát verður tíminn að leiða í ljós.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
HEYRN.IS
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
6 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

GETA VERIÐ OF MARGAR GRILLVEISLUR?

Það er fátt betra en góður grillmatur. En grillið er samt svo miklu meira en bara tæki til að elda mat. Því fylgir alveg sérstök stemning og útivera, það leiðir fólk saman og býr til notalegar stundir með fjölskyldu og vinum.

-20% AF ÖLLUM NAPOLEON GRILLUM

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 31. maí eða á meðan birgðir endast

Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson hefur haft brennandi áhuga á knattspyrnu eins lengi og hann man eftir sér en hann hefur þjálfað fleiri upprennandi knattspyrnustjörnur en flestir. Víkurfréttir settust niður með Frey og röktu úr honum garnirnar en kappinn hefur frá mörgu merkilegu að segja af löngum þjálfaraferli.

Þú getur gert þetta að ævistarfi

Hverfislið spiluðu sín á milli Fótboltaferill Freys byrjaði í Keflavík þar sem hvert hverfi hafði sitt fótboltalið, skipuð ungum peyjum sem spörkuðu boltatuðrum alla daga frá morgni til kvölds. „Við Brekkubraut voru strákar með hverfislið, þar sem styttan af Óla Thors er, og þangað fórum við strákarnir til að spila fótbolta. Svo fékk strákur sem bjó þarna í blokkinni, Unnar Stefánsson, mig til að mæta á æfingar hjá Ungó, sem var Ungmennafélag Keflavíkur. Þá var bara æft einu sinni í viku en svo skipti ég yfir í KFK og ég er rosalega mikil KFK-maður, Knattspyrnufélag Keflavíkur. Mikill Sigga Steindórs maður. Hann var vallarstjóri á vellinum og á þessum árum var Keflavík gullaldarlið, það voru þrjú, fjögur þúsund á vellinum og maður var að tína flöskur, skríða undir girðinguna og kallinn að öskra á mann. Svo urðum við bara góðir vinir og hann kom mér í þjálfunina.

Í þá daga var maður bara að þjálfa af því að maður var KFKmaður, þetta var bara gert í sjálfboðavinnu. Manni þótti vænt um kallinn og félagið – svo laumaði kallinn kannski þrjú þúsund krónum í jólaumslagið, sem var töluverður peningur fyrir ungan strák.

Svo kom hann einu sinni til mín og sagði: „Þú getur gert þetta að ævistarfi. Þú ert með ákveðið geð í þetta. Ég man alltaf eftir þessum orðum,“ segir Freyr sem fór líka að þjálfa handbolta samhliða því að spila fótbolta með Keflavík eða ÍBK eins og það var þá. „Ég varð

Íslandsmeistari sjálfur í þriðja og fjórða flokki í fótbolta. Fór svo að þjálfa og spila handbolta. Í þá daga var fótboltinn náttúrlega bara búinn í september og byrjaði ekki aftur fyrr en í febrúar, þannig að maður hafði tíma til að fara í aðra íþróttagrein.“

Freyr segist hafa farið á fullt í þjálfun árið 1981, þá átján ára gamall, þegar hann varð aðstoðarþjálfari hjá Keflavík í yngri flokkunum og hefur verið í fullu starfi við þjálfun frá 1995. „Þegar Njarðvík réði mig í fullt starf var það eitt af fyrstu félögunum sem ræður þjálfara í fullt starf. Það var Njarðvík af öllum liðum, sem var þá lítill klúbbur.“

Var það ekki fyrr sem þú byrjaðir að hjálpa til hjá KFK?

„Jú, ég var miklu yngri þegar hann Siggi fékk mig til að aðstoða. Tólf, þrettán ára var ég byrjaður að hjálpa á æfingum. Maður kynntist honum þegar farið var í keppnisferðir, þá var engin mamma og pabbi að fara með manni, það var bara Siggi og full rúta af börnum. Malli, sonur hans, fór kannski með og í minningunni var þetta rosalega gaman, ekkert vesen og allir vinir.

Það var kannski lítil þjálfun á þessum árum, menn mættu jafnvel í mismunandi ástandi á laugardagsmorgnum til að þjálfa okkur strákana. Það var meira skipt í lið og að spila fjórir á móti fjórum í Myllubakkaskóla sem var eins og Wembley fyrir okkur strákunum.

Á þessum árum vorum við meira og minna okkar eigin þjálfarar, menn voru að leika sér með bolta

út um allt og það voru hverfislið um alla Keflavík. Seinna meir flutti ég í Eyjabyggðina og þar urðu til Eyjabyggðapollarnir. Við vorum að spila við lið eins og Fallbyssurnar sem voru á Smáratúninu, svona var þetta á þessum árum. Í minningunni rosalega skemmtilegt og það var verið að leika sér með bolta frá morgni til kvölds.“

Þrítugasta mótið í Eyjum „Árið 1985 fór ég með Keflavík til Vestmannaeyja. Það var fyrsta mótið mitt og hét þá Tommamótið, svo hét það Shellmótið og heitir Orkumótið í dag. Núna í sumar er ég að fara í þrítugasta skipti sem þjálfari. Ég tel það nokkuð gott.“

Freyr hefur unnið mótið þrisvar sinnum í A-liðum og bendir á að það er eitt skipti af hverjum tíu.

„Ég fullyrði að þetta er eitt flottasta mót í heimi fyrir þennan aldur. Bara að koma innsiglinguna og vera í Eyjunni, þetta er stórkostleg upplifun fyrir strákana.

Svo er það svo skemmtilegt þegar maður hefur verið svona lengi í

Maður var meira og minna með boltann og læra tækni sem maður er að kenna krökkunum í dag. Í dag eru fáir sem eru að leika sér heima – og jafnvel ef þeir eru að leika sér með bolta þá kvartar konan í næsta húsi yfir hávaða eða það sé verið að sparka í bílskúrinn hennar ...

þjálfuninni að núna eru pabbarnir farnir að upplifa þetta aftur. Þeir muna þegar þeir voru í þessu sjálfir en í þá daga fórum bara við þjálfararnir með strákana, engir foreldrar. Núna fer enginn foreldralaus á mótið – það eru breyttir tímar.“

Hefur þú menntað þig í þjálfun?

„Fyrst var maður náttúrulega bara að þjálfa en svo fór ég að taka

námskeið hjá KSÍ. Ég tók svokallað E-stig 1995 í Þýskalandi, svo í kjölfarið UEFA A og klára það 1998. Þannig að ég er með UEFA A, sem var þá hæsta gráðan, en núna er UEFA Pro sem er fyrir þá sem vilja þjálfa erlendis og þannig. Ég var bara orðinn of gamall til að fara í það en ég tók UEFA Elite-stigið sem er hæsta gráða fyrir þjálfun yngri keppenda og læt það duga –

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
VF/JPK
8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Magnús Haraldsson, Hafsteinn Guðmundsson, Geirmundur Kristinsson og Sigurður Steindórsson. Mynd frá u.þ.b. 1972. Úr safni Byggðasafns Reykjanesbæjar

maður er orðinn svo gamall,“ segir Freyr og bætir við að hann sé samt ennþá mjög ferskur.

Heil vinnuvika án þess að fá á sig mark

Hefur þú alltaf einbeitt þér að yngri flokkum?

„Já, það má segja það. Samt hef ég tekið meistaraflokk. Það var þannig að ég var að vinna í heildsölu í Reykjavík og sá í auglýsingu í Morgunblaðinu að það vantaði spilandi þjálfara hjá Hetti á Egilsstöðum. Ég sótti um stöðuna og var ráðinn.“

Freyr og eiginkona hans voru barnlaus á þessum tíma og fluttu austur 1991 þar sem Freyr tók við þjálfun meistaraflokks Hattar og lék með liðinu.

„Það gekk rosalega vel. Við unnum riðilinn fyrir austan og þá voru tíu lið fyrir austan; það var Sindri Hornafirði, Neisti Djúpavogi, Huginn Seyðisfirði, Þróttur Neskaupstað, Valur Reyðarfirði, Hrafnkell Freysgoði Fellabæ og fleiri – þetta var tíu liða riðill og mikið fjör.

Ég var tvö tímabil í röð með Hött og það er gaman að segja frá því að ég á ennþá metið sem meistaraflokksþjálfari, við héldum hreinu í fjórtán leikjum í röð. Það er heil vinnuvika án þess að fá á sig mark.

Þetta var í fjórðu deildinni og Eysteinn Hauksson var þá sextán, sautján ára og ég 29 ára seinna árið mitt hjá Hetti. Þegar ég var að fara heim fór Eysteinn með mér suður og ég ræð mig sem þjálfara annars flokks Keflavíkur 1993 og jafnframt tók ég sjötta og sjöunda flokk hjá Njarðvík, sem þótti svolítið skrítið. Þarna byrjar uppbygging í Njarðvík og tveimur árum síðar var ég ráðinn yfirþjálfari í fullt starf sem ég gegndi í fimmtán ár. Eysteinn kom, spilaði með Keflavík og hefur ekkert farið heim síðan. Ég fékk líka Frans Elvarsson frá Hornafirði til að koma og leika með Keflavík, hann er hér enn.“

Hvernig er þetta hægt?

„Það byggðist upp rosalega skemmtilegt samfélag í Njarðvík á þessum árum og margir góðir strákar komu upp. Við eignuðumst landsliðsstráka og þetta var afar skemmtilegur tími. Á þessum tíma var maður alltaf í barningi við Keflavík og við gáfum þeim ekkert eftir. Árið 2002 fór ég með lið frá Njarðvík á Shellmótið í Eyjum og við unnum mótið. Ári síðar fór ég með annað lið, allt aðra stráka, og við unnum aftur – við unnum

tvö ár í röð, 2002 og 2003. Í kjölfarið á því var ég ráðinn inn sem landsliðsþjálfari og var að vinna með landsliðunum í fimmtán ár. Fór í gegnum 199 landsleiki í 64 ferðum til útlanda. Þannig að það var mikill tími sem fór í það að vera erlendis og kjölfarið á ráðningunni í landsliðið, það er ótrúlegt að segja frá því, var ég með fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda flokk í Njarðvík. Ég var með U15 og U16, aðstoðarþjálfari U17 og U19, fór í allar ferðir og var líka með úrtökumótið á Laugarvatni. Það var mót fyrir bestu leikmenn Íslands sem urðu svo þessar stórstjörnur eins og Gylfi [Þór Sigurðsson], Aron Einar [Gunnarsson], Rúrik [Gíslason] og allir þessir strákar – þeir fóru allir í gegnum mig á Laugarvatni. Ég var líka með knattspyrnuskóla

á Laugarvatni í fimmtán ár. Þar vorum við tveir í eina viku með fimmtíu stráka, einn leikmann úr hverju liði á Íslandi. Enda var ég oft spurður að því hvernig í ósköpunum þetta væri hægt.

Knattspyrnuskólinn var mikill skóli fyrir strákana. Strákurinn frá

Vopnafirði lenti kannski í herbergi með einhverjum úr Reyni Sandgerði, Víðismanni eða KR-ingi – þarna voru menn að kynnast. Þarna voru engir símar, ekki fyrr en seinna meir og þá var það svolítið vandamál. Þá voru menn farnir að hringja heim og gátu jafnvel ekkert verið þarna, það þurfti að hringja í mömmu og jafnvel láta sækja sig. Það var erfitt að koma inn í þetta samfélag en þetta var ofsalega skemmtilegur tími.“

Það er hægt að gera betur

Freyr segir að það hafi verið Ástráður Gunnarsson, sem var formaður unglingalandsliðanna, sem réð Frey til Knattspyrnusambands

Íslands [KSÍ] eftir að Njarðvík vann mótið í Eyjum tvö ár í röð, 2002 og 2003. „Upphaflega réð hann mig til tveggja ára en þau urðu fimmtán og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það.“

Freyr hætti þjálfun hjá Njarðvík og fór til Hauka árið 2007. „Það var ráðningasamningur til þriggja

ára en endaði í fimmtán – þetta er voðalega mikið fimmtán ár hjá mér. Haukar eru alveg stórkostlegt félag. Það er svo heimilislegur bragur á því, allar deildir

æfa í sömu aðstöðunni og þar kynnast iðkendur þvert á deildir. Þarna hittist fólk og það er það sem vantar hér. Þessari einingu hjá okkur er dreift út um allt. Við höfum ekki náð upp þessari stemmningu sem þarf. Það hefði þurft að byggja stórt íþróttahús á Afreksbrautinni til að tengja okkur betur saman. Þetta eru allt sjálfstæðar einingar úti um allt núna. Haukar til dæmis byggja allt upp að mestu á uppöldum iðkendum með smá styrkingu. Handboltinn, karfan og fótboltinn – þeir eru að gefa þeim tækifæri. Mér leið mjög vel hjá Haukunum þótt maður hefði aldrei inniaðstöðu, það var æft úti í öllum veðrum en þetta víkkaði sjóndeildarhringinn hjá manni.

Keflavík og Njarðvík eru að fá frábæra aðstöðu og ég held að völlurinn við höllina eigi eftir að verða aðalvöllur bæjarins, gervigrasið er framtíðin,“ segir Freyr og bætir við: „Úr því að stórliðin AC Milan og Inter Milan geta deilt heimavelli þá held ég að Keflavík og Njarðvík ættu alveg að geta það. Við erum með þessi tvö félög á nánast sama blettinum í bæjarfélaginu, þetta er ekki eins og FH og Haukar sem eru í sitthvorum enda bæjarins. Þannig að við gætum í góðri samvinnu unnið þetta töluvert betur en verið er að gera í dag. Það er margt gott að gerast hérna en með tilliti til árangurs og þeirra krakka sem langar að verða afreksmanneskjur í greininni þá væri hægt að gera betur með góðri samvinnu. Alveg eins og var gert í Keflavík í gamla daga, þá var æft í sitthvoru lagi á veturna en keppt saman undir merki ÍBK á sumrin.“

Freyr segist vera á því að setjist menn niður sé hægt að komast að skemmtilegri niðurstöðu og vinna enn betur að þessum málum. Hann heldur að það sé erfitt að byggja upp liðsanda með liði sem er skipað aðkomumönnum og því sé þörf á góðri aðstöðu sem gefur heimafólki tækifæri til að byggja upp hæfa einstaklinga í bænum.

„Það voru strákar að æfa hjá mér í Njarðvík hér áður sem áttu pabba sem voru harðir Keflvíkingar.

Sumir pabbarnir áttu mjög erfitt með að klæðast grænu á hliðarlínunni en samglöddust auðvitað með strákunum sínum. Þetta hugarfar þarf að víkja og er sem betur fer víkjandi.“

Áður voru menn mikið í fótbolta á sumrin og handbolta eða körfubolta á veturna. Á þessum langa tíma hefur væntanlega margt breyst í þjálfuninni, myndirðu ekki segja það? „Jú, algerlega. Eins og ég segi, hérna áður fyrr æfði maður sig sjálfur. Maður var meira og minna með boltann og læra tækni sem maður er að kenna krökkunum í dag. Í dag eru fáir sem eru að leika sér heima – og jafnvel ef þeir eru að leika sér með bolta þá kvartar

konan í næsta húsi yfir hávaða eða það sé verið að sparka í bílskúrinn hennar. Þetta eru breyttir tímar. Svo auðvitað með tilkomu símanna og talva þá er svo mikil afþreying í boði fyrir krakka og það heillar bara meira. Það er áberandi að krakkarnir sem eru að leika sér úti þeir eru miklu lengra komnir en hinir. Það gefur auga leið, þú verður alltaf betri eftir því sem þú æfir þig meira.“

Þarf að vera ansi margt „Frá 2016 gerði KSÍ þetta að fullu starfi en ég hafði meiri áhuga á því að starfa innan félaganna en að vera í fullu starfi hjá KSÍ. Tíminn hjá KSÍ var frábær, að fara í gegnum alla þessa landsleiki og öll sú reynsla sem ég öðlaðist í gegnum starfið. Lífsreynsla eins og þegar ég fór einn með landslið til Kína þar sem við kepptum á Ólympíuleikum og unnum til bronsverðlauna. Þar sem voru fjórtán ára guttar að spila fyrir framan sextán þúsund manns í hverjum leik. Þetta er 2014 og við vorum í þrjár vikur, fjögur þúsund manns í lokuðu þorpi. Þetta voru mini Ólympíuleikar og Kínverjinn kunni svo sannarlega að halda þá. Þetta var stórkostleg upplifun,“ segir Freyr og leggur sérstaka áherslu á „stórkostleg upplifun“.

Nú endast menn ekki svona lengi í þjálfun nema þeir hafi brennandi áhuga.

„Nei, það er alveg hárrétt.

Þarf alveg góðan slatta af þolinmæði og þú þarft að vera geðgóður – og í dag þarftu að vera ansi margt, þú þarft að vera sjúkraþjálfari, læknir, sálfræðingur og það skemmir ekki að vera töframaður eða trúður til að geta spjallað við þessa stráka,“ bætir hann við en Freyr býr yfir leyndum hæfileika. Hann hefur náð góðum árangri sem sjónhverfingamaður og skellir

sér stundum í gervi Tralla trúðs sem skemmtir fólki með töfrabrögðum.

„Þjálfunin hefur verið afskaplega gefandi og maður þarf oft að heilsa fólki á förnum vegi sem maður kemur ekki strax fyrir sig. Maður þarf stundum hreinlega að spyrja: „Bíddu, þú ert aftur ...?“

Af því þetta eru orðið mörg þúsund krakkar sem hafa farið í gegn hjá mér. Í dag er ég að þjálfa marga í Keflavík sem ég hef þjálfað mömmur þeirra og pabba – og það styttist í að ég hafi þjálfað afann. Maður fer nú að hugsa sinn gang þegar að því kemur,“ segir Freyr og brosir.

„Í öllu þessu brasi er ég bara ofsalega þakklátur konunni minni, Þórdísi Björgu Ingólfsdóttur. Maður var mikið að heiman en þetta er bara eins og hver önnur vinna.

Vinnan hjá KSÍ var svo bara aukavinna ofan á dagvinnuna en í dag er maður bara alsæll heima. Ég er kominn aftur heim í Keflavík.“

Lengri útgáfa viðtalsins verður birt á vef Víkurfrétta, vf.is, um komandi helgi.

Freyr hér með bronsmedalíu á Ólympíuleikunum í Kína. Honum fannst það stórkostleg upplifun að taka þátt í mótinu.
Í öllu þessu brasi er ég bara ofsalega þakklátur konunni minni, Þórdísi Björgu Ingólfsdóttur. Maður var mikið að heiman en þetta er bara eins og hver önnur vinna ...
Freyr skellti sér ásamt eiginkonu sinni, Þórdísi Björgu Ingólfsdóttur, á fyrsta leik meistaraflokks kvenna hjá Njarðvík sem mætti Grindavík um helgina í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu. VF/JPK Freyr með Ástráði Gunnarssyni á Norðurlandamóti U17 í Færeyjum. Freyr í Andorra með U17 landsliði Íslands. Þarna má sjá einn besta knattspyrnumann Íslands, Gylfa Þór Sigurðsson (14). Freyr með þeim Sverri Þór og Bylgju, systkinum sínum, og Ásdísi Kristinsdóttur, móður þeirra, sem fagnaði 79 ára afmæli fyrir skemmstu.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 9
Það skemmir ekki fyrir að geta brugðið sér í gervi Tralla trúðs til að ná til krakkanna.

Sjónvarp Víkurfrétta er Smelltu

Þegar

Auðvitað

þínu

Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta. Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú

Í ÁSKRIFT

Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!

Töltdívur í Mána, BAUN og Marine Collagen Iceland í þætti vikunnar.

er
í snjallsjónvarpinu
á

Bassaleikari Mezzoforte flutti í sveitasæluna í Sandgerði

Öllu tónlistarfólki stendur til boða að taka sitt eigið lag upp, hjá og með feðgunum Jóhanni Ásmundssyni,

„Það var gaman að geta hannað þetta stúdíó sem við nefndum eftir einni af hljómsveitum Péturs, Paradís, nákvæmlega á þann máta sem við töldum að væri best. Hér getur hljómsveit verið öll að spila í einu, allir eru bara með sín heyrnartól og andinn verður alltaf mjög góður. Ég segi oft í gríni að Pétur er hér með okkur þegar góðir hlutir eru að gerast í tónlistarsköpun,“ segir bassaleikarinn góðkunni úr Mezzoforte, Jóhann Ásmundsson, en hann hefur rekið hljóðverið Paradís ásamt Ásmundi syni sínum síðan 2012. Feðgarnir fluttu stúdíóið í Sandgerði í fyrra og þar býr Jóhann ásamt Sigrúnu Kristjánsdóttur, eiginkonu sinni, og una hjónin sér vel í sjávarloftinu.

Tengdaforeldrar Jóhanns voru tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson (KK-sextett) og Erla Wigelund, kennd við Verðlistann. Fyrir þá sem ekki vissu var Pétur Kristjánsson, popptónlistarmaður, sonur þeirra og þ.a.l. mágur Jóhanns. Jóhann og Sigrún höfðu alla sína hunds- og kattartíð búið á höfuðborgarsvæðinu eða í Englandi þegar hljómsveitin Mezzoforte var við þröskuld heimsfrægðarinnar. Fjölskyldan hafði alltaf átt sumarbústað á æskuslóðunum. „Tengdapabbi var fæddur og uppalinn á jörðinni Syðsta koti rétt utan við Sandgerði. Þar var lítill sumarbústaður og Pétur mágur var byrjaður að byggja annan bústað við hliðina á þeim gamla en framkvæmdum lauk þegar hann féll allt of fljótt frá árið 2004. Við Sigrún ákváðum svo árið 2021 að byggja við gamla bústaðinn og byggja í leiðinni fullkomið hljóðver en við Ásmundur sonur minn höfum rekið hljóðverið Paradís síðan 2012, vorum með það á Höfðabakka í Reykjavík. Framkvæmdum lauk í fyrra og við gátum flutt inn, hér líður okkur afskaplega vel.“

Alinn upp inni í hljóðveri Hljóðupptökumaðurinn byrjaði fljótt að blunda í Jóhanni. „Ég hef verið inni í stúdíóum síðan árið 1979 þegar Mezzoforte tók upp fyrstu plötuna sína. Ég fékk strax áhuga á þessum málum og við höfum auðvitað tekið upp plötur

úti um allan heim en sömuleiðis kom ég mér upp smá aðstöðu heima hjá mér og var að bauka við þessi mál. Hér áður fyrr voru græjurnar sem voru notaðar inni í stúdíóum mjög dýrar en í dag þegar þetta er allt komið inn í tölvur, er kostnaðurinn miklu viðráðanlegri. Segja má að það sé stúdíó inni á öðru hverju heimili í dag og gæðin eru í raun lygilega góð en jafnast að sjálfsögðu ekki við fullbúið og gott stúdíó. Það var gaman að geta hannað þetta stúdíó sem við nefndum eftir einni af hljómsveitum Péturs, Paradís, nákvæmlega á þann máta sem við töldum að væri best. Hér getur hljómsveit verið öll að spila í einu, allir eru bara með sín heyrnartól og andinn verður alltaf mjög góður. Ég segi oft í gríni að Pétur er hér með okkur þegar góðir hlutir eru að gerast í tónlistarsköpun,“ segir Jóhann.

Spilar bassann í þínu lagi

Ef nafninu Jóhann Ásmundsson er slegið upp á Google, munu fleiri upplýsingar koma fram um bassaleikarann Jóhann, heldur en upptökumanninn. „Við höfum alltaf litið þannig á málin hjá Stúdíó Paradís, að öll vinnan er verðlögð á sama máta, hvort sem ég er að taka upp söng t.d., spila sjálfur bassann inn á viðkomandi lag eða hljóðblanda í lokin. Ég held að þetta hafi gefið góða raun og ég hef fengið fullt af tónlistarmönnum til mín í upptöku, sem finnst frábært tækifæri að fá mig, bassaleikara Mezzoforte, til að vinna að lagi viðkomandi og spila bassann inn.

Ég hef auðvitað mikla reynslu af bassaleik og svo er Ási sonur minn, mjög góður trommuleikari svo þar með er allavega kominn ágætis grunnur. Oft spilar viðkomandi tónlistarmaður á gítar og syngur og eftir það er eftirleikurinn í raun auðveldur. Við þekkjum auðvitað alla bestu tónlistarmenn landsins og oftar en ekki eru þeir með aðstöðu heima hjá sér til að spila sitt hljóðfæri inn á upptökuna, heiman frá sér. Það er svo stór breyting í þessum upptökuheimi í dag, stúdíóin eru orðin svo færanleg. Samt mun aldrei neitt koma í staðinn fyrir gott og rúmgott stúdíó þar sem heil hljómsveit getur tekið upp í einu.“

Mezzoforte

Jóhann eignaðist bassa í fermingargjöf en hafði ungur lært á flautu. „Ég gekk í tónlistarskóla sem barn, bæði í almennum tónlistarskóla og í tónskóla Sigursveins en það var ekki fyrr en um fermingu sem áhuginn kviknaði á einhverju meira en að lesa nótur og spila á flautu. Það voru föðurbræður mínir sem áttu í raun hugmyndina að því að ég myndi fá bassa í fermingargjöf því þeir spiluðu báðir á kassagítar og fannst vanta einhvern sem gæti fyllt inn í á bassa. Ég var mjög glaður með þá gjöf, fann strax að

bassinn væri mitt hljóðfæri. Fyrsta hljómsveitin mín er því í raun með þessum föðurbræðrum mínum, ég sogaðist alveg inn í þetta með þeim, við vorum að pikka upp lög og ég æfðist fljótt upp. Upp frá þessu kynnist ég strákum í Réttarholtsskóla sem voru á svipaðri bylgjulengd og ég og höfðu gaman af því að spila tónlist. Þar með byrjar má segja ferillinn en þarna voru strákar eins og Gunnlaugur Briem sem stuttu síðar stofnaði Mezzoforte með mér og öðrum. Eftir grunnskólann fórum við vinirnir á útihátíðina Rauðhettu sem

Ég gekk í tónlistarskóla sem barn, bæði í almennum tónlistarskóla og í tónskóla Sigursveins en það var ekki fyrr en um fermingu sem áhuginn kviknaði á einhverju meira en að lesa nótur og spila á flautu. Það voru föðurbræður mínir sem áttu í raun hugmyndina að því að ég myndi fá bassa í fermingargjöf því þeir spiluðu báðir á kassagítar og fannst vanta einhvern sem gæti fyllt inn í á bassa.

var í Úlfljótsdal og þar kynntumst við Eyþóri Gunnarssyni og Friðriki Karlssyni en þeir voru að spila á þessari útihátíð. Við kynntumst og sáum mjög fljótt að áhugi okkar á tónlist lá algerlega saman. Við höfðum meira gaman af svokallaðri „instrumental“ tónlist [tónlist þar sem ekkert er sungið] og æfðum okkur eins og brjálæðingar á hljóðfærin okkar en ég fór aldrei í neitt sérstakt bassanám. Við byrjuðum að spila saman 1976 og Mezzoforte var stofnuð ári síðar, 1977 og fyrsta platan okkar kom svo út árið 1979. Það var Steinar Berg sem gaf hana út og hann sá strax tækifæri fyrir okkur erlendis og byrjaði að undirbúa jarðveginn. Önnur platan kom út ári síðar og sú þriðja kom út hér á Íslandi fyrir jólin 1982, kom svo út sumarið eftir í Bretlandi en á plötunni var okkar

bassaleikara Mezzoforte, og syni hans, trommuleikaranum Ásmundi.
Viðtal við Jóhann Ásmundsson er í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta. Feðgarnir Ásmundur (t.v.) og Jóhann plokka strengi í Stúdíó Paradís. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

stærsti smellur, Garden party. Við upplifðum má segja drauminn, bjuggum í Bretlandi árin 1983-85, spiluðum og spiluðum, tókum upp og náðum ansi langt. Að íslensk hljómsveit kæmi lagi svo ofarlega á lista þótti mjög merkilegt á sínum tíma en þetta er á miðju 80´s tímabilinu þar sem Duran Duran, Spandau ballet og fleiri frábærar hljómsveitir náðu gríðarlegum vinsældum á heimsvísu,“ segir Jóhann.

Vindur úr seglum og Stjórnin

Mezzoforte harkaði eins og áður segir, í rúm tvö ár í Bretlandi en svo fluttu félagarnir heim. Þeir reyndu að auka á vinsældir hljómsveitarinnar með því að fá inn söngvara en hæðum Garden party varð ekki náð. „Árið 1985 byrjaði söngvarinn Noel McCalla að syngja með okkur og ári síðar reyndum að koma okkur inn á hinn hefðbundnari poppmarkað, áttum nokkur góð lög en þau náðu ekki sömu hæðum og einhvern veginn fór vindurinn úr seglunum og við ákváðum að flytja heim. Túruðum samt áfram gríðarlega mikið, mest í Skandinavíu og Þýskalandi. Við vorum auðvitað dottnir út úr ís-

lenska spilamarkaðinum svo það

tók tíma að koma sér aftur að á þeim markaði en svo kom það, áður en ég vissi af var ég farinn að spila með hinum og þessum eins og gengur og gerist í íslenska tónlistarbransanum, spilaði t.d. mikið með Pétri mági mínum. Svona voru næstu ár en árið 1992 gengum við

Frissi Karls til liðs við Stjórnina og þá fékk maður að upplifa íslenska sveitaballarúntinn á fullum krafti. Stjórnin var gríðarlega vinsæl hljómsveit og við spiluðum allar helgar og stundum oftar, fyrir kjaftfullum húsum. Nokkrum

árum seinna hittist þannig á að mín verkefni með Mezzoforte rákust á við verkefni Stjórnarinnar og ég varð að gefa það síðarnefnda frá mér. Hef síðan þá að mestu spilað með Mezzoforte, hlaupið í skarðið þar sem mín er þörf, og unnið sem hljóðupptökumaður.“

Stjörnuglampi í augum og Paradís

Eins og áður hefur komið fram, var poppgoðið Pétur Kristjáns mágur Jóhanns en Pétri hafði Jóhann kynnst áður en hann kynntist Sigrúnu systur hans. „Ég hef verið u.þ.b. átján ára þegar ég fékk tækifæri á að spila með Pétri og það var rosalegt. Ég var með þvílíkan stjörnuglampa í augunum yfir að spila með þessari stjörnu en það fyndna var að glampinn hvarf strax því Pétur var einstakur maður og öllum leið vel í kringum hann. Stjörnustælar var eitthvað sem Pétur vissi ekki hvað var og ég gleymi ekki hversu erfitt það var þegar hann varð bráðkvaddur alltof snemma árið 2004, þá aðeins fimmtíu og tveggja ára gamall. Sigrún systir hans hafði nefnt nudd- og snyrtistofu sína eftir einni af hljómsveitunum sem Pétur var í, Paradís. Hún hafði beðið bróður sinn um leyfi fyrir því og þegar við feðgar stofnuðum svo stúdíóið árið 2012, kom ekkert annað nafn til greina en Stúdíó Paradís. Þótt Pétur hafi kvatt á sínum tíma þá svífur andi hans pottþétt yfir vötnum hér hjá okkur í Paradís að Syðsta koti,“ sagði Jóhann að lokum.

Fyrir um ári síðan gáfu Marta Eiríksdóttir, rithöfundur, og Víkurfréttir eintök, heilt bekkjarsett, af bókinni Mei mí beibýsitt? –Æskuminningar úr bítlabænum Keflavík inn í alla grunnskóla á Suðurnesjum. Með gjöfinni fylgdi sú von að nemendur fengju að kynnast lífinu eins og það var á sjöunda áratug síðustu aldar en þá gerist sagan.

Bókin hefur í raun menningarlegt gildi í dag um liðna tíma en sögusviðið spannar tímabil í sögu Keflavíkur þegar fjölskyldur amerískra hermanna bjuggu á meðal Íslendinga. Það var húsnæðisskortur

á Vellinum á þessum árum og þess vegna byrjuðu íslenskar fjölskyldur að útbúa leiguhúsnæði handa kanafjölskyldum í bílskúrum og kjöllurum húsa sinna. Börnin í sögunni voru uppátektarsöm og skapandi eins og börn þess tíma þurftu að vera. Lítið var um sjónvarpsgláp, engar tölvur voru til eða farsímar til að drepa tímann. Mjög ólíkir tímar frá þeim sem nútímabörn þekkja.

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er fyrsti skólinn á Suðurnesjum sem býður höfundinum, Mörtu Eiríksdóttur, í heimsókn til að spjalla við nemendur 7. bekkjar um bókina. Nemendurnir höfðu verið að lesa bókina og vinna verkefni tengd henni en rúsínan í pylsuendanum var að hitta höfundinn sjálfan í liðinni viku.

Það var mikil eftirvænting á sal þegar Marta Eiríksdóttir hitti nemendurna og hóf spjallið. Þegar hún spurði hvaða kafla hún ætti að lesa fyrir þau lá ekki á svörum. Strákarnir hrópuðu: „Viltu lesa kafla fjórtán? – Nei, viltu lesa kafla nítján?,“ hrópuðu stelpurnar.

Marta fékk skýringar á þessu frá kennurum en í kaflanum sem strákarnir báðu um var verið að fjalla um typpið á kanastráknum Jamie, sem var umskorið. Og í kaflanum sem stelpurnar báðu um var fjallað um kynfæri höfundarins þegar hún var að þroskast líkamlega. Þetta þótti nemendum greinilega mjög spennandi samkvæmt viðbrögðunum.

Nemendur höfðu allir fengið það verkefni undanfarið að lesa sér til ánægju og fróðleiks og áttu að fjalla um einn kafla úr bókinni.

Í því verkefni gerðu þau grein fyrir þeim áhrifum sem sagan hafði á

þau, lögðu fram rökstutt mat um tengsl samfélags og lífsviðhorfa fyrr og nú.

„Já, nemendum líkaði verkefnið vel,“ sagði Sóley Birgisdóttir kennari aðspurð. „Þetta var einnig góð þjálfun í að draga fram aðalatriðin og rökstyðja skoðanir sínar.

Auk þess sem við kennararnir leggjum mikið upp úr þjálfun

í að koma fram fyrir hópinn og kynna verkefni sín. Nemendum fannst áhugavert að fræðast um veru Ameríkananna hér og áhrif þeirra á samfélagið. Auk þess að bera saman allar breytingarnar sem hafa átt sér stað síðastliðinn sextíu ár. Sparsemin þótti þeim áhugaverð og nýtnin, gert var við sokka, ræktaðar voru kartöflur, tekið slátur á haustin og að nammi hafi sjaldan verið í boði,“ en Sóley Birgisdóttir og Una Björk Kristófersdóttir kenna íslensku í 7. bekk og leiddu verkefnið.

Umsjónarkennarar 7. bekkja Heiðarskóla, Sóley Birgisdóttir og Una Björk Kristófersdóttir.

Marta Eiríksdóttir með nýja bók Ástin er hunangið í blómi lífsins

Eftir fimm ára hlé kemur út ástarsaga eftir Mörtu Eiríksdóttur kennara og fyrrverandi blaða konu á Víkurfréttum. Bókin Mojfríður einkaspæjari kom út árið 2018 en árið 2012 gaf Marta út sínar fyrstu tvær bækur, eina á ensku og aðra á íslensku, Mei mí beibýsitt?- Æskuminningar úr bítlabænum Keflavík. Þessar bækur eru allar ófáanlegar í dag en hægt er að nálgast þær á bóka söfnum landsins.

Velkomin í útgáfuhóf!

Föstudaginn 5.maí klukkan 16:30 býður Marta upp á útgáfuhóf í versluninni Penninn / Ey mundsson í Krossmóa Njarðvík. Þar mun höfundur lesa upp úr nýju bókinni sem verður á sérstökum kynningarafslætti þennan dag í versluninni. Útgáfuhófið er opið öllum sem vilja koma en því lýkur klukkan 18:00.

MARTA EIRÍKSDÓTTIR Þessi hugljúfa ástarsaga er fjórða bók Mörtu Eiríksdóttur, sem er íslenskukennari að mennt og starfaði mörg ár við greinaskrif hjá Víkurfréttum. Marta byrjaði mjög ung að skrifa og spinna sögur sjálfri sér til gamans. Þessi bók á fyllilega heima á meðal þeirra sem vilja upplifa vellíðan af lestri bóka, sannkallaður ljúflestur. Kápa bókarinnar „Ástin er hunangið í blómi lífsins“. Bókin var sett upp og búin til prentunar hjá Víkurfréttum. Nemendum þótti
áhugavert að fræðast um liðna tíma
Gunnar Helgi Pétursson kynnti verkefni sitt daginn sem höfundur heimsótti skólann. Gunnar Helgi ásamt Sóleyju Birgisdóttur kennara. Nokkrar stúlkur úr 7.bekk stilltu sér upp fyrir ljósmynd. „Ótrúlega gaman að lesa þessa bók!” Efri röð eru Gulli Briem, Eiki Hauks og Sigurgeir Sigmunds fyrir neðan Eika. Neðri Jóhann Ásmunds, Hjörtur Howser, Bjartmar og Pétur.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 13

Ríkisstjórnin og gula spjaldið

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Stór hluti sveitarfélaga hefur fengið bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Þar er þeim veitt viðvörun vegna þess að þau hafa farið fram úr lágmarksviðmiðum jafnvægis- og skuldareglu sveitarstjórnarlaga. Staða margra sveitarfélaga hefur farið hratt versnandi eftir Covid, m.a. vegna mikilla vaxtahækkana. Vegna þessarar stöðu er fyrirsjáanlegt að mörg sveitarfélög þurfa að draga úr þjónustu við íbúa til þess að uppfylla fjármálareglur. Þessar reglur voru þó teknar úr sambandi í Covid og taka ekki aftur gildi fyrr en árið 2025. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að fá fram vitræna umræðu við ríkið um tekjustofna sveitarfélaganna sem ekki eru í neinu samræmi við þá þjónustu sem þau veita og má þar nefna málaflokk

fatlaðra sem ekki er að fullu fjármagnaður.

Það er þó ekki eingöngu vegna sveitarfélaganna sem þessar fjármálareglur voru teknar úr sambandi. Ríkisstjórnin hefur tekið úr sambandi sínar eigin reglur sem kveða á um að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður og árlegur halli megi ekki fara yfir 2,5% af landsframleiðslu.

Þær kveða líka á um að heildarskuldir að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum séu lægri en 30% af landsframleiðslu.

Nú liggur fyrir fjármálaáætlun og umsagnaraðilar virðast allir sammála um að hún nái alls ekki utan um þá stöðu sem uppi er, þ.e. mikla þenslu og mikla verðbólgu sem farin er að sliga sveitarfélögin, fyrirtækin og heimilin í landinu. Í raun virðist

enginn vera ánægður með fjármálaáætlunina nema ríkisstjórnin sjálf.

Það er eins og þjóðarbúskapurinn sé bara á sjálfstýringu og ekki verið að taka á þeim vanda sem við blasir. Væntanlega er það vegna ólíkrar afstöðu þeirra flokka sem mynda þessa ríkisstjórn að ekki tekst setja fram fjármálaáætlun sem tekur á þeim vanda sem allir virðast sjá nema ríkisstjórnin.

Ríkisstjórnin þarf ekki síður á áminningu að halda en sveitarfélögin vegna viðvarandi halla og skuldasöfnunar sem mun bitna á komandi kynslóðum.

Þess vegna spyr ég: Hver ætlar að senda ríkisstjórninni viðvörunarbréf?

Svartur blettur í sögu Ríkisútvarpsins

Það er óbærileg staðreynd að Ríkisútvarpið – Útvarp allra landsmanna – hefur ráðist að heiðri og mannorði hluta íslensku þjóðarinnar með ásökunum um glæpsamlega hegðun.

Í nýlegum útvarpsþætti á RÚV var eftirfarandi flutt orðrétt:

„Mikið vantaði upp á löghlýðni

Keflvíkinga almennt. Meirihluti allra bæjarbúa hefur um langt skeið lifað meira eða minna á allskyns lögbrotum.“

(Lesið upp úr ritstjórnargrein Vikutíðinda)

Með flutningi þessa órökstuddu alhæfinga hefur höfundur útvarpsþáttarins „Myrtu þeir Eggert?“ reynt að byggja upp ímynd af Keflvíkingum sem glæpahyski. Glæpamönnum sem auðvitað voru líka tilbúnir að myrða laganna vörð í bænum.

Ég er dolfallinn, hneykslaður og sár að heyra þennan ófögnuð. Ég er hryggur fyrir hönd alls þess sómafólks sem ég þekkti á mínum uppvaxtarárum í Keflavík. Fólk sem mátti ekki vamm sitt vita – strangheiðarlegt og sýndi með framkomu

sinni að það vildi leggja allt sitt af mörkum til að skapa fyrirmyndarsamfélag á Suðurnesjum. Dagskrárgerðarmaður

RÚV hefur áður reynt að sverta ímynd Keflvíkinga fyrir þjóðinni í svipaðri þáttaröð, þáttaröð um

Jósafat Arngrímsson. Jósafat var svartur sauður sem fluttist ungur

á Suðurnes frá Ísafirði með siðlausan og einbeittan brotavilja í þeim eina tilgangi að að auðgast sem mest. Að reyna nú að smyrja slík karaktereinkenni yfir á aðra

íbúa Suðurnesja er að mínu mati ekkert annað en siðleysið sjálft.

Jósafat var ekki einn um að flytja og setjast að á Suðurnesjum. Miklir fólksflutningur voru af allri landsbyggðinni – fólk í leit að atvinnu.

Ný kynslóð Íslendinga sem sáu fyrir sér ný tækifæri og bætt lífsskilyrði

á Suðurnesjum. Sjósókn og fiskvinnsla var orðin ein sú öflugasta á landinu og þar voru atvinnu- og tekjumöguleikar. Sannir Íslendingar – menn og konur alin upp í innsta kjarna þjóðarinnar með arf aldanna í sálinni, með dugnað og

Spá mín rættist –ófremdarástand í útlendingamálum

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

metnað fyrir þroska og afkomu síns fólks. Þetta urðu Suðurnesjamenn. Hér er fullyrt að flestir íbúar Keflavíkur séu siðlaust glæpahyski. Að þáttagerðarfólk RÚV skuli lepja upp þennan órökstudda sleggjudóm og nota sér til framdráttur í þessum þætti er þeim til háborinnar og ævarandi skammar. Umfjöllun þeirra er í stíl True Crime Podcast og gulu pressunnar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fullkomlega ábyrgðarlaust og drifið áfram af hégómlegri athyglisþörf. Ábyrgðin hvílir þó fyrst og síðast á stjórn Ríkisútvarpsins. Stjórn þáttagerða á RÚV ber ábyrgð á því að þúsundir íbúa á Suðurnesjum sitja nú undir órökstuddum ásökunum um glæpsamlega og siðlausa hegðun. Mannorðsmorð. Suðurnesjamenn krefjast formlegrar afsökunarbeiðni frá stjórn Ríkisútvarpsins.

20. apríl 2023, Tómas Jónsson.

LAUSAR STÖÐUR GRUNNSKÓLAKENNARA Í STÓRU-VOGASKÓLA

Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár 2023-2024:

Náms- og starfsráðgjafa 50% með möguleika

á kennslu á móti

Textíl

Smíði

• Myndmennt

• Heimilisfræði

Menntunar- og hæfniskröfur: Leyfisbréf til kennslu, skal fylgja umsókn Háskólamenntun sem nýtist í starfi Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður Færni í samvinnu og teymisvinnu Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Ábyrgð og stundvísi

• Áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands.

Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli, í ört stækkandi samfélagi, þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru.

Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.

Umsóknarfrestur er til 16. maí og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250.

Árum saman hef ég varað við því hvert stefnir í málefnum hælisleitenda. Ég hef ekki verið hræddur við að ræða þau vandamál sem fylgja of stórum hópi hælisleitenda en hlotið bágt fyrir hjá þingmönnum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata hvers þingmenn telja ekki nóg að gert í móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Úr ranni þessara flokka birtist mest andstaða við skynsamlegar breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalöggjöfinni. Ég hef tvisvar frá því í september 2022 farið í heimsóknir á Ásbrú til að kynna mér stöðuna í húsnæðismálum og rætt við fólk sem þar starfar. Í seinna skiptið, í byrjun febrúar sl., fórum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og áttum samtal við yfirmenn móttöku hælisleitenda hjá Vinnumálastofnun. Þar mátti heyra að þau söknuðu þess að hafa ekki fengið heimsókn frá þeim þingmönnum sem telja ekki nóg að gert í útlendingamálum, sem hefðu gott af því að kynna sér stöðuna eins og hún er í raun.

Breyttur veruleiki fyrir íbúa Suðurnesja Staðan er ekki góð á landamærum landsins og við höfum hreinlega misst tökin. Ef við undanskiljum umsóknir frá Úkraínu bárust Íslandi á síðasta ári 581 umsókn um alþjóðlega vernd á hverja 100 þúsund íbúa skv. upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins um verndarmál. Það er ekki nema áttfaldur fjöldi á við Danmörku. Hingað streymir óheftur fjöldi hælisleitenda með þeim afleiðingum að allt íbúðarhúsnæði

er uppurið. Ég benti á þá staðreynd fyrir löngu og þarf ekki að endurtaka það hér. Staðan í húsnæðismálum er í raun svo slæm að innviðaráðherra hefur komið fram með frumvarp um breytingar á skipulagslögum svo taka megi húsnæði; skrifstofubyggingar og skemmur utan þjónustusvæða, og breyta þeim í íbúðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Og það þrátt fyrir að búið sé að henda tugum leigjenda á götuna til þess að rýma fyrir þessum hópi flóttafólks.

Staðan í þessum málaflokki er sérstaklega slæm á Suðurnesjunum. Börn hælisleitenda komast ekki í skóla svo mánuðum skipti eftir komu til landsins. Það er ekkert námsefni til fyrir þau á þeirra móðurmáli og tungumálaörðuleikar milli kennara og nemenda. Þetta kemur auðvitað niður á öðrum nemendum grunnskólanna líka. Íbúar á Suðurnesjum búa við breyttan veruleika. Hópamyndanir hælisleitenda, að uppistöðu til ungra karla, valda því að mörgum þykir óþægilegt að fara í búðina, sund eða strætó. Þetta heyri ég ítrekað í samtölum mínum við íbúa á svæðinu.

Til þess að geta tekið sómasamlega á móti fólki í neyð, sem ég vil að við gerum, þurfum við að takmarka fjöldann við það sem innviðirnir þola; húsnæði, menntakerfi, löggæsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta. Á Íslandi eru hópar sem hafa það bágt, heimilislausir, eldri borgarar sem komast ekki í viðeigandi húsnæði. Þarf þetta fólk að koma með flugi til landsins og biðjast hælis í eigin landi til að fá sömu þjónustu og við bjóðum hælisleitendum?

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Greinar sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þurfa að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

Deiliskipulag í Reykjanesbæ

Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 7. febrúar 2023 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hs Orka hf. leggur fram nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags.

Tillagan er til sýnis frá og með 5. maí til 19. júní 2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júní 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is.

14 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Dreymir um að starfa í kvikmyndaheiminum

Silja Kolbrún Skúladóttir hræðist svín og dreymir um að ferðast og starfa við kvikmyndir. Silja er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? 16.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Krakkarnir, kennararnir og félagslífið.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Af því að ég hafði lítinn áhuga á skóla og vildi klára stúdentinn strax.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið og góður matur.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mér finnst það geggjað, fjölbreytt og flott fólk sem stendur á bak við það.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Maria Rán kemst langt slagverksbransanum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Margrét

Norðfjörð er rosalega fyndin.

Hvað hræðist þú mest? Svín.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt er vaselín og Adidas Superstar skórnir kalt er framboðin.

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Silja Kolbrún Skúladóttir

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

1,2 step með Missy Elliott.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skipulögð.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Twitter og Spotify.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mig langar að gera eitthvað í kvikmyndaheiminum.

Ófeimin skellibjalla

Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir stefnir á nýsköpunarog listabraut í Verzló en hana langar ekki að fórna öllum félagsstörfunum sem hún er í. Hildigunnur er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég dýrka að mæta í samfélagsfræði hjá Yngva og Jóhanni og íþróttir hjá Ásgerði!

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Held að langflestir hafa sagt og segja það ennþá að það verður Freysteinn.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég og vinkonu minar voru sendar fram úr tíma af því við vorum gjörsamlega að pissa og grenja úr hlátri.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég er með það lélegan húmor að ég hlæ meira að segja af hlutum svo ég bara veit það ekki.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Á mjög mörg og fer í allskonar tímabil, núna er íslensk tónlist í miklu uppáhaldi svo eg segi Sjáum hvað setur með Moses Hightower.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgari.

BRENDERUP KERRUR

Aldur: 16

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Dans

Hver er þinn stærsti draumur? Að ferðast um heiminn og starfa við kvikmyndir.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði, hvaða orð væri það og af hverju? Ég er dugleg.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Hildigunnur Eir

Kristjánsdóttir

Aldur: 15

Skóli: Njarðvíkurskóli

Bekkur: 10.JGS

Áhugamál: Félagsstörf, tónlist, hönnun og list

Hvalsneskirkja -Aðalsafnaðarfundur

verður haldinn í Sandgerðiskirkju, miðvikudaginn 10. maí kl. 18.00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? The Amazing Spiderman.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Írisi, Kristínu og Evu.

Hver er þinn helsti kostur? Er ófeimin og get sett mig í spor annarra.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleport.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er heiðarlegt og tekur mark á manni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Stefni á nýsköpunar- og listabraut í Verzló.

Langar að halda áfram í öllum félagsstörfunum sem ég er í og Tónlistarskólanum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði? Ég er algjör skellibjalla.

Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu

Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT

Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Starfsfólki í skógrækt og grisjun

Njarðvíkurskóli

Starfsmaður skóla á kaffistofu starfsmanna

Starfsmenn skóla-sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla

Holtaskóli

Starfsmenn skóla

Velferðarsvið

Starfsfólk á heimili fatlaðra barna

Tjarnarsel Aðstoðarmatráður Leikskólakennari

Heiðarskóli

Sérfræðingur, sérkennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi

Starfsfólk skóla

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Sjónvarp
Smelltu á og leitaðu að
Víkurfrétta.
Bílanaust
S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14
Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 15

sport

Framtíðin

björt

í grindvískri knattspyrnu

„Yfirþjálfarinn þarf að leggja línuna, á svo að kíkja á æfingar allra flokka og sjá til þess að hlutirnir séu gerðir samkvæmt þeirri stefnu sem búið er að marka,“ segir Anton Ingi Rúnarsson sem tók við yfirþjálfarastöðu knattspyrnudeildar UMFG fyrir þetta tímabil.

Anton byrjaði mjög ungur að þjálfa. „Ég var rúmlega tíu ára gamall þegar ég réði mig sem aðstoðarþjálfara hjá Garðari Vignis, með sjöunda flokk drengja ef ég man rétt. Þá strax fann ég að þetta ætti vel við mig. Ég æfði auðvitað fótbolta upp alla yngri flokka og þjálfaði í leiðinni, var svo á fyrsta ári í meistaraflokki hjá Óla Stefáni Flóvents en tognaði illa aftan í læri. Því fór það sumar eiginlega í vaskinn og ég fann að löngunin í að verða leikmaður var ekki nægjanlega mikil svo ég einfaldlega setti skóna upp í hillu og hef einbeitt mér að þjálfun síðan. Við Grindvíkingar höfum staðið mjög vel að allri þjálfun yngri flokka myndi ég segja og sumir þjálfaranna okkar eru með þeim bestu sem fyrirfinnast, t.d. Janko og Cober er mjög fær. Í raun gæti ég talið upp alla þjálfarana, þau eru öll mjög fær. Svo er líka barna- og unglingaboltinn tvískiptur, þau yngri leika á hálfum velli með átta leikmenn inn á, svo færast þau yfir á stóran völl í fjórða flokki og eru þá ellefu. Þetta er tvennt algerlega ólíkt og sumir þjálfaranna eru einfaldlega betri á hálfum velli, að kenna grunntækni og annað slíkt, t.d. Pálmar Guðmunds er einn sá færasti í að kenna grunntæknina. Aðrir eru síðan betri á stórum velli en þá er leikfræði orðin stærri partur af jöfnunni.“

Anton sótti um yfirþjálfarastöðuna – og fékk hana

Anton sýndi stöðunni strax áhuga. „Alli [Alfreð Jóhannsson] og Jón Óli [Daníelsson] skiptu stöðunni má segja á milli sín í fyrra. Alli var með drengina, Jón Óli með stelpurnar en þeir voru sömuleiðis að þjálfa meistaraflokkana. Stjórn knattspyrnudeildar ákvað að gera breytingar á þjálfun þeirra og þar með var ljóst að þeir myndu sömuleiðis hætta í unglingastarfinu, staðan var auglýst og ég sótti um.

Faglegt og flott ferli hjá stjórninni og ég þurfti einfaldlega að selja þeim mínar hugmyndir og sem betur fer var mér sýnt traustið, ég ætla mér að standa mig í þessari nýju og spennandi stöðu.

Þetta hefur verið lærdómsríkur fyrsti vetur en það er ekki auðvelt að manna þjálfarastöður á venjulegum vinnutíma því svona unglingaþjálfarastarf getur held ég aldrei orðið meira en aukavinna fyrir viðkomandi. Börnin eru búin í skóla um tvöleytið og fara þá beint á æfingu í Hópið en hinn venjulegi launþegi á ekki auðvelt með að koma sér frá vinnu akkúrat á þeim tíma. Því hef ég þurft að taka að mér ansi mikla þjálfun en um leið og skólinn er búinn og hægt er að hafa æfingar barnanna seinni partinn, auk þess sem þjálfarinn er í sumarfríi úr aðalvinnunni sinni, verður mun auðveldara að manna þjálfunina. Þetta fyrsta ár mitt hefur því farið að miklu leyti í skipulagsvinnu og markmiðið er að, þegar næsta undirbúningstímabil hefst, verði búið að manna alla flokka. Ég vil sjá mitt starf þannig að ég geti einbeitt mér að yfirsýninni, að ég kíki á æfingar allra flokkanna, fylgist með hvernig þjálfunin fer fram og sé til taks þegar upp koma veikindi eða forföll hjá viðkomandi þjálfara. Það gengur ekki að mínu mati að yfirþjálfarinn sé með flokk eða flokka í 100% þjálfun,“ segir Anton.

Ekki anda ofan í hálsmál

Anton vill tengja flokkana betur saman. „Jón Óli innleiddi flotta þjálfarahandbók þegar hann kom til baka fyrir tveimur árum. Það er gott að styðjast við handbókina, án þess að hún sé heilagt rit. Þetta snýst um að viðkomandi barn sé búið að öðlast ákveðna tækni þegar gengið er upp úr viðkomandi flokki. Mín sýn á þetta er að hver þjálfari hafi sinn aðstoðarþjálfara – og sá aðstoðarþjálfari sé aðalþjálfari flokksins fyrir neðan, þannig tengjast þriðji og fjórði flokkur t.d. saman. Aðstoðarþjálfarinn getur sagt aðalþjálfara þriðja flokksins, að það sé mikið efni í fjórða flokki sem vert sé að gefa gaum, og hugsanlega láta æfa upp fyrir sig. Svona verður alltaf til gott og heilbrigt samtal og meiri

Að sjálfsögðu vil ég ala upp frábæra leikmenn í Grindavík, sem bæði nýtast meistaraflokknum og komist helst til útlanda til að spila sem atvinnumenn – og séu þá líklegir landsliðsmenn

líkur á hlutirnir gangi vel fyrir sig. Annað sem ég vill líka innleiða, að sami þjálfari sé að þjálfa sjöunda flokk drengja og stúlkna svo dæmi sé tekið, svo kynin fái nákvæmlega sömu þjálfun. Svo er það undir viðkomandi barni, hversu mikið hann eða hún vill leggja á sig. Ég tek sem dæmi, leikskilningur stráka er venjulega betri því þeir horfa svo mikið á fótbolta, sérstaklega þann enska. Stelpur hafa ekki sama áhuga en leikskilningur kemur mikið í gegnum svona áhuga. Mitt starf er síðan ekki að vera andandi ofan í hálsmálið á viðkomandi þjálfara og segja honum eða henni, hvernig eigi að þjálfa sendingar t.d. Þjálfarinn verður að fá að fara sínar eigin leiðir líka en allir þurfa auðvitað að fylgja heildarstefnu félagsins. Það er mikil umræða um símanotkun og ég vil ekki

sjá þjálfarana mína vera í símanum á æfingu, sama hvort verið sé að taka tíma í hlaupaæfingum eða hvað, við eigum skeiðklukkur sem ég vil láta nota til þess. Það lítur illa út ef foreldrar eru að koma að fylgjast með æfingum, að þjálfarinn sé „í símanum“, hugsanlega er hann ekki að spila Candy Crush heldur að taka tíma en það fyrsta sem foreldrinu dettur í hug að viðkomandi þjálfari hafi bara verið á Facebook. Ég vil sjá fagmennsku í öllu því sem við gerum.“

Afreksleikmenn

Grindavík hefur alið af sér nokkra atvinnumenn í gegnum tíðina, Anton vill sjá fleiri leikmenn komast í hóp afreksleikmanna. „Að sjálfsögðu vil ég ala upp frábæra leikmenn í Grindavík, sem bæði nýtast meistaraflokknum og komist helst til útlanda til að spila sem atvinnumenn – og séu þá líklegir landsliðsmenn. Við höfum nokkur dæmi um slíkt en nærtækustu dæmin núna eru Ingibjörg Sigurðardóttir sem leikur í Svíþjóð og Daníel Leó Grétarsson sem leikur í Póllandi. Bæði eru þau landsliðsfólk Íslands og frábærar fyrirmyndir fyrir okkar ungu iðkendur. Ég myndi segja að það sé mikill efniviður fyrir hendi hjá báðum kynjum en 2008 árgangurinn strákamegin varð t.d. Íslandsmeistari í fimmta flokki fyrir þremur árum. Þar eru margir mjög spennandi leikmenn og verður spennandi að sjá þá í sumar. Ég þekki vel til ungu, efnilegu stelpnanna þar sem ég er þjálfari kvennaliðsins. Við höfum tekið nokkrar stelpur inn í meistaraflokkinn og þær öðlast mikilvæga reynslu. Þriðji flokkur kvenna lék til úrslita á Rey Cup í fyrra í keppni A-liða svo ég held að mér sé alveg óhætt að halda því fram að framtíð grindvískrar knattspyrnu er björt,“ sagði Anton Ingi að lokum.

Logi kveður sviðið Keflavík hafnaði í öðru sæti

Njarðvík féll úr keppni á Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir 3:1 tap fyrir Tindastóli í undanúrslitum. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var búinn að gefa út að þetta yrði hans síðasta tímabil og hefur því lagt skóna á hilluna en hann á að baki rúmlega 400 leiki fyrir Njarðvík og er margfaldur meistari með félaginu.

Njarðvíkingar heiðruðu Loga fyrir síðasta heimaleik liðsins með fjöl úr Ljónagryfjunni sem á var númerið 14 og áletrað:

„Logi Gunnarsson. Með þökk fyrir þitt framlag til félagsins. Kveðja, Njarðvíkingar.“

Logi lék um áratug í atvinnumennsku í Þýskalandi, Spáni, Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi og lék 147 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Íslandsmeistaradraumurinn deildarmeistara

Keflavíkur er úti eftir háspennuleik tap fyrir Val (72:68) í úrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik og Valur vinnur því einvígið 3:1.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi en það voru Keflvíkingar sem fóru betur af stað og náðu mest níu stiga forystu (20:29). Valur vann upp forskotið hægt og sígandi og hafði betur eftir spennandi lokamínútur.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
VF/JPK
Anton í æfingaleik með kvennaliði Grindavíkur. Anton og Jón Óli.

Meistaraflokkur kvenna orðinn að veruleika hjá Njarðvík

Það var stórt skref stigið í uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Suðurnesjum um síðustu helgi þegar kvennalið Njarðvíkur lék sinn fyrsta opinbera leik í knattspyrnu. Njarðvík tók þá á móti grindavík í Mjólkurbikar kvenna og lauk leiknum með sex marka sigri grindvíkinga en það er óhætt að segja að Njarðvíkingar hafi staðið sig vel í þessari frumraun sinni. víkurfréttir ræddu við dagmar Þráinsdóttur, annan spilandi þjálfara liðsins, en hinn þjálfarinn, arna lind kristinsdóttir, stóð á milli stanganna í leiknum.

Byrjaði í fótbolta hjá Reyni Sandgerði

Dagmar æfði í yngri flokkunum hjá Sandgerði en fór svo til Grindavíkur þegar þar var sameiginlegt lið GRV (Grindavík, Reynir og Víðir). „Svo slitnaði eitthvað upp úr samstarfinu og ég varð eftir í Grindavík, átti mjög góðan tíma þar en færði mig svo yfir í Keflavík. Ég er búin að prófa öll félögin á Suðurnesjum og er núna með í því að starta liði í Njarðvík,“ segir Dagmar.

Hvað ert þú búin að vera lengi viðloðandi starfið hjá Njarðvík?

„Ég byrjaði að þjálfa hjá Njarðvík fyrir fimm árum síðan. Þá var ég með sjötta og sjöunda flokk stelpna og það var ofboðslega skemmtilegt. Ég hef bara verið að þjálfa stelpur,“ segir Dagmar.

„Stefnan var tekin á að fylla flokkakerfið og byrja svo með meistaraflokk. Þannig að þetta var alltaf planið hjá Njarðvík. Núna erum við komin með áttunda og upp í þriðja flokk og það voru stelpur úr þriðja flokki að keppa með okkur um helgina sem stóðu sig allar mjög vel.“

Framtíðin er bara björt í Njarðvík.

„Já, mjög svo. Það er í kringum hundrað stelpur að æfa, þannig að það verður flottur meistaraflokkur hjá okkur eftir nokkur ár, skipaður uppöldum leikmönnum. Það er stefnan. Þetta er mjög spennandi en það er fullt af efnilegum stelpum að koma upp hjá Njarðvík.“

Erfitt að hætta

Hvenær hættir þú formlega að keppa?

„Ég lék síðast með Keflavík árið 2017 en svo blundar þetta alltaf í manni. Það er ekkert hægt að

hætta, sérstaklega þegar maður lifir og hrærist í þessu endalaust – hvort það er sem leikmaður eða þjálfari.“

Eiginmaður Dagmarar er Þórir Rafn Hauksson en hann hefur verið við þjálfun hjá Njarðvík síðustu fimmtán ár og yfirþjálfari síðustu sex ár. Í sameiningu hafa þau hjónin unnið markvisst að því að byggja upp kvennaknattspyrnu hjá félaginu.

„Það var engin knattspyrna fyrir stelpur í Njarðvík svo við þurftum að gera eitthvað,“ segir Dagmar en þau eiga þrjár fótboltastelpur sem æfa allar með Njarðvík.

Og snýst lífið bara um fótbolta hjá ykkur?

„Heyrðu, næstum því. Allir krakkarnir okkar eru í fótbolta líka, sú elsta er að verða fjórtán ára og er í fjórða flokki, næsta barn er að verða sjö ára og er í sjöunda flokki, svo er ein fimm ára og er í áttunda flokki.“

Þið eruð heldur betur að leggja til uppbyggingar kvennastarfs í

Njarðvík.

„Jú, það er einmitt djókað með að við förum að vera komin með í ellefu manna lið. Þetta er komið fínt núna, við enduðum á stráknum. Hann er tíu mánaða.“

Hvernig verður svo framhaldið hjá ykkur? Njarðvík er dottið út úr bikarkeppninni en þið eruð varla hættar, er það?

„Nei, nei. Það eru alltaf æfingar á fimmtudögum hjá okkur. Það er fyrir stelpur sem eru ekki tilbúnar að æfa sex sinnum í viku, bara létt

og skemmtilegt – svona bumbubolti. Ég lít á þetta sem samfélagslegt verkefni sem við erum að standa fyrir hérna í Reykjanesbæ. Konur af svæðinu geta komið til okkar og æft einu sinni til tvisvar

í viku í góðum félagskap.

Stefnan er svo sett á æfingaleiki

í sumar við svona B-lið úr bænum.

Ætli við tökum ekki svona einn, tvo æfingaleiki, höldum áfram að æfa og svo er það bikarinn aftur á næsta ári. Planið er svo að senda lið til þátttöku á Íslandsmótið 2025.“

Tekið vel á móti þeim sem vilja dusta rykið af skónum

Dagmar bendir á að Reykjanesbær geti hæglega haft tvö kvennalið, svæðið sé það stórt. „Stelpur sjá þá að þær geta haldið áfram þótt þær séu ekki að æfa í hæsta gæðaflokki, þær þurfa ekki að hætta og geta haldið áfram og æft með okkur í Njarðvík.“

Ég sé að það eru stelpur í liðinu sem koma úr Vogum, eru þetta

annars allt stelpur úr Reykjanesbæ?

„Já, héðan og úr Garðinum líka – en þetta eru allt stelpur af Suðurnesjum.“

Geta stelpur sem langar að æfa fótbolta þá haft samband eða jafnvel bara mætt á æfingu hjá ykkur?

„Já, bara velkomið. Það eru allar velkomnar, alltaf gaman að fá fleiri. Við höfum verið að mæta svona tuttugu stelpur á æfingar. Það er bara skemmtilegra að fá fleiri. Ef einhverjum langar að dusta rykið af skónum og mæta á æfingu þá er það bara velkomið. Það er engum vísað frá.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

ÍÞRÓTTIR
Fyrsta byrjunarlið Njarðvíkur í meistaraflokki kvenna. VF/JPK
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 17
Hjónin Þórir Rafn Hauksson og Dagmar Þráinsson á hliðarlínunni.

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Rýr uppskera

Í ár eru 50 ár frá því Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í

knattspyrnu og 15 ár frá því félagið komst næst því að endurheimta hann en titillinn rétt rann

úr greipum þess árið 2008.

Keflavík varð síðast Íslandsmeistari karla í körfuknattleik árið 2008 og Njarðvík árið 2006. Tíu ár eru síðan Grindvíkingar tóku Íslandsbikarinn í körfu. Konurnar í

Keflavík og Njarðvík urðu Íslandsmeistarar árin 2017 og 2022.

Áhorfendur á síðasta heimaleik

Keflavíkur í knattspyrnu voru 275.

Aðsókn á heimaleiki félagsins er ein sú versta í Bestu deildinni.

Nýlega kynntu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ metnaðarfulla tillögu um uppbyggingu á íþróttamannvirkjum við Afreksbraut. Njarðvík fær útsýni í aðra áttina, Keflavík í hina. Í bæjarfélagi sem var sameinað 1994.

Nú búa í Reykjanesbæ ríflega 20.000 manns, af þeim eru 30%af erlendu bergi brotin. Ráðast þarf í átak til að fá alla íbúa sveitarfélagsins til að vera sem ein heild. Það er ekki einfalt mál - en verður best gert í gegnum íþróttafélögin. Eða íþróttafélagið.

Því er rétt að endurtaka orð formanns aðalstjórnar Reynis í Sandgerði í aðsendri grein í Víkurfréttir nýlega. Þau eiga víða við.

Félögin voru nefnilega ekki búin til fyrir merkið og búningana, þau voru stofnuð fyrir samfélagið og fólkið sem þar býr.

BAUN, barna- og ungmennahátíð er haldin í Reykjanesbæ 27. apríl – 7. maí. Á BAUN eru börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra sett í forgang og boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hátíðin var sett í síðustu viku í Duus Safnahúsum er þar eru sýningar á listaverkum sem börn á leik-, grunn- og framhaldskólaaldri hafa unnið. Dagskrá BAUNar fer fram víða um Reykjanesbæ en dagskrá hátíðarinnar má sjá á baun.is.

Krían er komin á Garðskaga

Krían er komin á Garðskaga. Hennar varð vart þriðpjudaginn 2. maí og mátti heyra garg í fleiri en einum fugli, eins og sjónarvottur greindi frá í samtali við Víkurfréttir.

Krían virðist því nokkuð fyrr á ferðinni á Garðskaga nú en undanfarin ár en krían hefur verið að láta sjá sig á þeim slóðum um 10. maí.

Mundi Sameinuð stöndum vér ... Pottar Heitir og kaldir Lok og festingar trefjar.is Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði Eldstæði í þremur stærðum Hafðu samband sala@trefjar.is 550 0100 Góðar stundir Sauna tilbúin til notkunar Verð frá 1.167.000 kr. Verð frá 220.150 kr. Sindraskel tilvalin í ferðaþjónustuna Aukahlutir Tröppur, yfirbreiðslur o.fl.
Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson
HÁTÍÐ FYRIR BÖRN OG UNGMENNI Í REYKJANESBÆ
Ný þrautabraut við Kamb í Innri-Njarðvík verður formlega opnuð á BAUN. VF/Hilmar Bragi Frá setningarhátíð BAUNar í Duus Safnahúsum. VF/pket

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.