Víkurfréttir 19. tbl. 43. árg.

Page 1

Verzlun Þorláks glædd lífi á Garðskaga

12.-15. maí

SÍÐUR 16–17

Miðvikudagur 11. maí 2022 // 19. tbl. // 43. árg.

Lokadagur í dag og fiskurinn leitar á önnur mið Lokadagur er í dag, 11. maí. Frá fornu fari lýkur vetrarvertíð á Suðurlandi á þessum degi. Vertíðin hefst 1. janúar og á lokadegi er vetrarhlutur sjómanna gerður upp og menn gerðu sér jafnframt góðan dag. Skipseigandi eða svokallaður formaður, sem var skipstjórinn, hélt matar- eða kaffiveislu og jafnframt var stundum vel veitt af brennivíni, svo vitnað sé í heimildir um lokadaginn. Þegar talað er um vetrarvertíð er fyrst og fremst talað um svokallaða vertíðarbáta, báta sem stunduðu veiðar í net, sóttu hart og réru í nánast öllum veðrum, svo fremi sem bátarnir kæmust úr höfn. Skipstjórar kepptust um að verða aflakóngar vertíðarinnar og oft munaði aðeins örfáum kílóum á milli báta, svo hörð var samkeppnin. Í dag er öldin önnur og ræðst af kvótaeign.

60 ný rými við Nesvelli NET SÍMI SJÓNVARP

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

F

yrsta skóflustunga var tekin að nýju 60 rýma hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ síðasta föstudag að viðstöddum fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum og heilbrigðisráðherra sem mundaði skófluna með fulltrúum yngri og eldri kynslóðarinnar. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, og Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, tóku fyrstu skóflustunguna. Nánar er fjallað um málið á síðu 4 í Víkurfréttum í dag. VF-mynd: pket

Myndin var tekin í Sandgerðishöfn í byrjun vikunnar þegar verið var að landa um átta tonnum, mest þorski, úr Gísla Súrsyni GK. Hann stundar línuveiðar og karlarnir um borð sögðu tíðindamanni Víkurfrétta að nú væri að róast yfir veiðum á þessum slóðum. Fiskurinn væri að fara annað, leita á önnur mið, eins og hann gerir alltaf á þessum árstíma og því vertíðarlok viðeigandi á þessum tíma. VF-mynd: Hilmar Bragi

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

32 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Rekstrarafkoma Suðurnesjabæjar mjög viðunandi Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 var samþykktur samhljóða á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar í síðustu viku. „Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar

á næstu misserum og árum,“ segir í bókun við afgreiðsluna. Hér að neðan er bókun sem lögð var fram við samþykkt reikningsins: Heildartekjur A-hluta voru 4.456,5 milljónir króna og í samanteknum reikningi A og B hluta 4.689,1 milljónir. Heildargjöld A hluta voru 4.219,6 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta

4.351 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var 237 milljónir í A hluta, en 338 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð að fjárhæð 83,5 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er neikvæð að fjárhæð 106,9 milljónir króna. Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 9.078,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 4.978,4 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2020 og er 1.158,4 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 2.990,4 milljónir króna og eru næsta árs afborganir langtímalána 263,8 milljón króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 4.100,5 milljónir króna. Skuldaviðmið A- og B-hluta skv. 14. gr. reglugerðar 502/2012 er 69,7 %, en 45,5% í A-hluta. Samkvæmt fjármálareglu sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 493,4 milljónum króna í handbært fé frá rekstri, sem er 10,5% af heildartekjum. Fjárfesting í varanlegum

Ráðhús Suðurnesjabæjar í Garði. rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 658,7 milljónum króna á árinu 2021. Á árinu 2021 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð 570 milljónir króna. Handbært fé lækkaði um 48,9 milljónir króna frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2021 alls 699,3 milljónir króna. Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ þann 1. desember 2021 var 3.744 og hafði fjölgað um 95 íbúa frá fyrra ári, eða um 2,6%. Rekstur og fjárhagur Suðurnesjabæjar árið 2021 mótaðist að miklu leyti af heimsfaraldri kórónuveiru, sérstaklega varðandi rekstrarútgjöld. Atvinnuleysi var mun minna í árslok 2021 en árið á undan og aukinn kraftur í atvinnulífinu skilaði sér í meiri tekjum af útsvari en áætlun gerði ráð fyrir. Líkt og árið 2020 hélt Suðurnesjabær uppi fullri þjónustu við íbúa og dró ekki úr fjárfestingum

þrátt fyrir áhrif af heimsfaraldrinum. Rekstrarafkoma ársins var þegar upp var staðið nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir, þrátt fyrir mun hærri gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum og fjármagnskostnaði vegna aukinnar verðbólgu. Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins þeirra framlag við krefjandi aðstæður vegna Covid-19, bæði hvað varðar rekstur sveitarfélagsins en ekki síður við að takast á við margs konar áskoranir sem upp hafa komið af völdum faraldursins. Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar á næstu misserum og árum.

Styrkir til ferðamannastaða á Reykjanesi - til byggingar upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og fuglaskoðunarhúss á Fitjum í Njarðvík

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Tveir styrkir komu til Suðurnesja úr Framkvæmdastjóri ferðamannastaða fyrir árið 2022. Annar til Reykjanes jarðvangs vegna upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og hinn til byggingar fuglaskoðunarhús á Fitjum í Njarðvík. Reykjanes jarðvangur fær 13,4 milljónir króna til að hefja hönnun og undirbúning að byggingu upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og samræma hana uppbyggingu heildarupplifunarsvæðis. Lögð verður áhersla á að hönnun hússins og staðsetning falli vel að umhverfinu og vinni þannig með heildarásýnd svæðisins. Þá sé gert ráð fyrir að miðstöðin verði miðja upplifunarsvæðis og upphafspunktur fjölda gönguleiða á svæðinu. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun

svæðisins, bætir úr skorti á grunnþjónustu og aðgengi fyrir alla. Reykjanesbær – Fuglaskoðunarhús á Fitjum fær kr. 20.000.000

til að bæta aðgengi í Njarðvíkurfitjum til fuglaskoðunar, til að tryggja öryggi gesta og vernda svæðið fyrir ágangi og byggja útsýnispall til fuglaskoðunar og lágmarka rask og truflun fugla á svæðinu. Uppbygging innviða og frágangur á viðkvæmum náttúruskoðunarstað. Verkefnið bætir aðgengi, stuðlar að náttúruvernd og er á áfangastaðaáætlun svæðisins. Í styrkveitingu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrr á árinu voru framlög til Kinnargjár á Reykjanesi til endurbóta á göngustígakerfi við Brúnna milli heimsálfa, alls 41 milljón kr. Þá voru 2 milljónir króna í framkvæmdir við Útilegumannabæli í landi Húsatófta í Grindavík. Gerð verndaráætlunar fyrir fornleifar og umhverfi hins friðlýsta minjasvæðis á Húsatóftum.

Súlur með fuglaflensu Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Af þeim átta sýnum sem reyndust jákvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Undanfarnar vikur hefur fólk verið að ganga fram á veika fugla. Fjölmargar veikburða súlur hafa fundist í fjörum á Suðurnesjum. Þannig hefur fólk verið að ganga fram á veika og dauða fugla á Garðskaga, í Leirunni og í Sandvík á Reykjanesi. Nokkrir veikir fuglar hafa hafa einnig sést í Reykjanesbæ. Hafa þeir jafnvel verið komnir heim að dyrum hjá fólki. Á myndinni með fréttinni má sjá fljótandi hræ af súlu í höfninni í Keflavík. VF-mynd: hbb



4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum tóku fyrstu skóflustunguna. VF-mynd/pket

Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ Nýtt hjúkrunarheimili leysir af Hlévang, eldra heimili í Keflavík. Staðsetning á Nesvöllum tryggir góða samnýtingu og hagræðingu. 40 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrými.

Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju 60 rýma hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ síðasta föstudag að viðstöddum fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum og heilbrigðisráðherra sem mundaði skófluna með fulltrúum yngri og eldri kynslóðarinnar.

Fyrirhuguð bygging verður 3900 m2 að stærð á þremur hæðum og mun tengjast núverandi hjúkrunarheimili um neðanjarðar tengigang og utandyra tengileið á öllum hæðum á austur hlið. Á hverri hæð byggingarinnar verða tvær samtengdar tíu íbúa hjúkrunareiningar

sem hafa samliggjandi setustofur sem val er um að hafa opið eða lokað á milli. Þetta gefur tækifæri til mikillar og góðrar samnýtingar. Skipulag verður eins á öllum hæðum fyrir utan í „miðkjarnum“ sem er staðsettur á milli deilda norðan til í byggingunni. Þar verður skrifstofum

Háskólalestin í Grindavík

forstöðukonu og deildarstjóra, fjölnotarými, vaktherbergi, samtalsherbergi og sjúkra- og íðjuþjálfun deilt upp á milli hæða. Ef allt gengur að óskum munu framkvæmdir geta hafist í nóvember á þessu ári. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í ávarpi að foorsaga þessa verkefnis væri orðin nokkuð löng en hófst með undirritun samkomulags hans og Svandísar Svavarsdóttur, þá heilbrigðisráðherra, í lok febrúar 2020. „Síðan þá hefur undirbúningur tekið lengri tíma en við ætluðum, af ýmsum ástæðum sem vera ekki raktar hér, en nú sjáum við fyrir endann á þeim töfum og stefnum að því að hefja framkvæmdir síðar í sumar. Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum opnaði 14. mars 2014 og leysti þá af hólmi Garðvang en hið nýja hjúkrunarheimili verður 60 rými og mun leysa Hlévang af hólmi. Færast 30 hjúkrunarrými þaðan og svo fáum við 30 ný. Hlévangur uppfyllir ekki lengur nútíma kröfur og með þessu nýja hjúkrunarheimili verður þjónusta og aðstaða allra heimilismanna sambærileg. Nú eru 40 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Kostnaður við framkvæmdina skiptist þannig að

ríkið greiðir 85% og Reykjanesbær 15%. Góð samvinna hefur verið á milli Hrafnistu og Reykjanesbæjar á öllum sviðum.Leitast verður við að hámarka gæði og þjónustu fyrir íbúa við hönnun ný heimilis og gera starfsaðstæður fyrir starfsfólk eins góðar og hægt er. Þar sem Nesvellir og Hlévangur eru í dag að samnýta stoðdeildir eins og sjúkra- og iðjuþjálfun og ýmsa stjórnunarþætti þá styttast vegalengdir og boðleiðir sem auka skilvirkni í starfseminni og eykur alla yfirsýn og eftirfylgni með tilheyrandi hagræðingu fyrir alla aðila. Varðandi kröfur nútímans þá er vel til þess horft á nýja heimilinu t.d. varðandi nýja og betri tækni í búnaði á baðherbergjum og áhersla á góðan aðbúnað jafnt fyrir íbúa, starfsmenn og aðstandendur. Horft er til þess að stytta vegalengdir á milli deilda svo hægt sé að vinna vel saman á hverri hæð. Einnig að sameiginleg rými og borðstofur liggi saman en það gerir mögulegt að halda viðburði án þess að þurfa að fara með borðbúnað og húsgögn á milli svæða. Málaflokkurinn er bæjaryfirvöldum mikilvægur og mikill vilji til að byggja upp sem besta þjónustu fyrir okkar elstu borgara,“ sagði Kjartan Már.

LAUGARDAGINN 14. MAÍ KL. 12 TIL 16

Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna!

Sveitarstjórnarfólk, þingmenn og frambjóðendur fjölmenntu á athöfnina.

Vísindaveisla í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur. · · · ·

Frábærar tilraunir Dularfullar efnablöndur Óvæntar uppgötvanir Undraheimar Japans

· · · ·

Þrautir og áskoranir Leikur með ljós og hljóð Vindmyllur og vængir Og fjölmargt annað

Verið hjartanlega velkomin – enginn aðgangseyrir

Nánar á www.haskolalestin.hi.is


Valgerður 1. sæti

Helga María 2. sæti

Birgir Már 3. sæti

Sameinumst um að setja X við Y á kjördag þann 14. maí


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hlúa að fyrirtækjunum Margrét Sanders er oddviti Sjálfstæðisflokksins

Hvað segja oddvitarnir í Reykjanesbæ?

Áframhaldandi uppbygging leikskólanna

Tryggja viðunandi heilbrigðisþjónustu

Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokks

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Efla markaðssetningu bæjarins fyrir fyrirtæki sem vilja vera í nálægð við alþjóðaflugvöll, höfn og höfuðborgarsvæði. Auka áherslu á menningartengda ferðaþjónustu og undirbúa byggingu menningarhúss sem myndi hýsa m.a. bókasafn. Áframhaldandi uppbygging leikskólanna. Munum tryggja að leikskólarnir tveir sem eiga að rísa á næsta ári geri það. Einnig viljum við halda áfram að bæta starfsaðstæður í skólunum okkar og styðja vel við þá sem vilja mennta sig í leikskólakennarafræðum og kennslufræðum. Virkni og vellíðan allra í okkar fjölbreytta samfélagi. Við viljum gera frístundastefnu fyrir alla aldurshópa, bjóða upp á hvatagreiðslur til heilsueflingar fyrir eldri borgara, skima fyrir þunglyndi og kvíða í grunnskólunum og styrkja innviði íþróttahreyfingarinnar. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Leikskólamálin, skipulagsmál og nærumhverfið og heilsuefling allra aldurshópa.

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Stuðla að virkni og vellíðan í samfélaginu okkar m.a. með hvatagreiðslum fyrir börn 4 ára og eldri strax, tryggja dagvistun fyrir börn frá 12 mánaða aldri í náinni samvinnu við dagforeldra, félagsmiðstöðvar í hverfin og móta tómstundastefnu eldra fólks í samvinnu við þann öfluga hóp. Tryggja að hér sé viðunandi grunnheilbrigðisþjónustu með fjölþættum leiðum m.a. með því að fá íbúa, stjórnendur og starfsfólk HSS með okkur í lið til að bæta ímynd stofnunarinnar og laða til hennar enn fleira hæft starfsfólk. Reykjanesbær á að leiða samtölin þarna og víðar í samfélaginu, við verðum að gera þetta saman. Byggja upp miðbæjarkjarna með fjölbreyttri verslun, þjónustu og afþreyingu í samstarfi sveitarfélagsins og einkaaðila. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Að setja fram skýra framtíðarsýn í öllum málaflokkum sveitarfélagsins, þor til að framkvæma í takt við hana og að hér sé ábyrg stjórnun bæjarstjórnar sem er vinnusöm og heiðarleg.

Íbúalýðræði og óhagnaðardrifin leigufélög Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Pírata og óháðra Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Íbúalýðræði – að íbúar fái tækifæri til þess að kjósa með rafrænum hætti í bindandi kosningu um málefni sem eru umdeild og jafnvel þverpólitísk. Var t.a.m. gert í Árborg varðandi nýja miðbæinn. Húsnæðismál. Við eigum að laða að óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd svo fólk hafi í alvöru val á því hvaða húsnæði það vill og hjá hverjum það vill leigja húsnæði, öruggara húsnæði sem verður ekki selt undan fjölskyldum. Fjölga félagslegu húsnæði enda ríflega 200 manns á biðlista eftir slíku húsnæði. Barnvænt samfélag og öflugur stuðningur við fjölskyldur. Gjaldfrjáls leikskóli 5 ára – vilji til að foreldrar greiði aðeins eitt gjald í leikskóla yngri barna óháð fjölda barna. Mjög mikilvægt að öll börn fái tækifæri til frístunda óháð efnahag foreldra. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Helstu málefni sem íbúar eru með í huga eru húsnæðismál, leikskólamál og heilbrigðismál.

Víkurfréttir sendu tvær spurningar á oddvita flokkana í Reykjanesbæ og bárust svör frá öllum nema oddvita Miðflokksins.

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Stórauka fjárframlög til íþróttamála Leikskólamálin – Reykjanesbær er með lengsta biðtíma á landinu eftir leikskólaplássi skv. skýrslu BSRB. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Leikskólamál. Vantar meiri jákvæðni hjá forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Tala þarf upp sveitarfélagið og gera það að eftirsóttasta sveitarfélagi landsins.

Heilsuöryggi er mál mál- Íbúar eru hræddir anna við breytingar Margrét Þórarinsdóttir er oddviti Umbótar

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Heilsuöryggi er mál málanna eða heilbrigðisþjónustan. Við erum öll sammála um það. Við viljum skoða alla möguleika í þeim efnum eins og einkarekna heilsugæslu. Umfram allt þarf að pressa á ríkisvaldið að fjárveitingar fylgi íbúaþróun og álagi. Velferðarmál eru mál er varða fjölskyldur, börn, eldri borgara og eru baráttumálin okkar. Við viljum sjá gjaldfrjálsar skólamáltíðir, jöfn tækifæri til náms, frístunda- og íþróttaiðkana. Úrræði til að auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélaginu okkar. Finna leiðir til að styrkja og styðja við dagforeldra því á sama tíma eflum við atvinnulíf og styðjum fjölskyldur. Forvarnir eru okkur hugleiknar og viljum við fjölbreyttan stuðning við fjölskyldur, eldri borgara og fatlaða. Íbúalýðræði og aðhald í stjórnsýslu. Íbúarnir eiga að hafa rödd um sitt nærumhverfi. Aðhald þarf í stjórnsýsluna, sem hefur blásið út á kjörtímabilinu. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Heilbrigðisþjónustan. Hér hefur verið óviðunandi ástand og það hefur verið svoleiðis til fjölda ára. Uppbygging innviða – íbúar hafa verið að koma og bent á ástand gatna, að það vanti daggæslu fyrir börnin, fatlaðir hafa komið og óskað eftir aukinni þjónustu, dagmæður hafa tjáð áhyggjur sínar og svo hafa bæjarbúar bent á hversu niðurníddur bærinn er orðinn.

Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Tryggja agaðan rekstur í því skyni að geta haldið áfram að bæta innviði og tryggja framgang Reykjanesbæjar. Góður rekstur gerir okkur kleift að byggja upp innviði án skuldsetningar. Nýtt aðalskipulag tryggir nýja og raunhæfa stefnu í atvinnumálum sem byggir á markaðssetningu svæðisins og samstarfi við KADECO. Horft verði frá stóriðjustefnu fyrri tíma. Fjölskyldumál skulu ætíð vera í forgangi. Hvatagreiðslur hafa margfaldast og svo mun vera áfram til að tryggja aðgengi barna að íþrótta- og tómstundastarfi og um leið verða teknar upp hvatagreiðslur fyrir aldraða og öryrkja. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Hver verður bæjarstjóri? Það er sú spurning sem ég fæ oftast. Við erum með skýr svör, við viljum halda núverandi bæjarstjóra, Kjartani M. Kjartanssyni. Hann hefur staðið sig frábærlega og hann er okkar maður sem fyrr. Íbúar eru hræddir við breytingar. Erfiðleikar eftir fall WOW, og COVID hafa tekið kraft úr íbúum. Ég held að íbúar þrái stöðugleika og jafnvægi eftir erfiða tíma.


Höfum hlutina í lagi!

Við munum halda áfram að skila góðum árangri í rekstri bæjarins okkar inn í samfélagið. • Hækka áfram hvatagreiðslur barna • Trygga 18 mánaða börnum leikskólavist • Innleiða tölvukaupastyrki fyrir framhaldsskólanema í Reykjanesbæ • Efla áfram íþróttastarf og ljúka byggingu á keppnisíþróttahúsi og sundlaug við Stapaskóla • Koma á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara og öryrkja Við munum trygga íbúum bæjarins vistvænt og heilnæmt umhverfi - efla nýsköpun, auka fjölbreytni starfa og þróa ný tækifæri. Verið velkomin á kosningamiðstöðina okkar Hafnargötu 57 í spjall við frambjóðendur Súpa í hádeginu alla daga og kosningakaa á kjördag laugardaginn 14. maí Akstur í boði á kjörstað – hafið samband s: 698-1404 Pub Quiz - Stuðkvöld með frambjóðendum og Eyþóri Inga! 12. maí kl. 20 Fitjagrillborgarar að hætti Heiðu & Sigga og Candy Floss á eftir! 13. maí kl. 19-21 Öll velkomin!

www.xsreykjanesbaer.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Góð veiði hjá línubátunum Nú líður að vertíðarlokum og nú strax hafa nokkrir bátar yfirgefið Suðurnesin, t.d eru Sandfell SU, Hafrafell SU og Kristján GK allir komnir austur á firði til veiða. Svo til allir línubátarnir voru á veiðum utan við Grindavík og var veiðin hjá þeim góð, t.d var Auður Vésteins SU með 66 tonn í 7 róðrum, Margrét GK 47 tonn í 7, Óli á Stað GK 47 tonn í 7, Indriði Kristins BA 46 tonn í 4, Daðey GK 45 tonn í 6, Vésteinn GK 35 tonn í 4róðrum, Geirfugl GK 26 tonn í 5, Katrín GK 14 tonn í 3, Hópsnes GK 7,1 tonn í einum og Dúddi Gísla GK 35 tonn í 4 róðrum. Reyndar þá fóru tveir bátanna frá Grindavík til Sandgerðis og var Gísli Súrsson GK með 9,5 tonn í einni löndun og Sævík GK 7 tonn í einni löndun, Undanfarin ár hafa engir línubátar af minni gerðinni verið gerðir út frá Suðurnesjum og væri áhugavert að sjá þó ekki væri nema einn bátur sem myndi róa á línu frá Suðurnesjunum. Í það minnsta er fiskur í sjónum og besta dæmið um það er að stóru línubátarnir frá Snæfellsnesi hafa allan apríl og núna í maí verið á veiðum utan við Sandgerði og gengið vel. Annars er strandveiðitímabilið hafið og þá fara ansi margir handfærabátar af stað og þeir eru nokkuð

margir núna. Langflestir eru í Sandgerði og lítum aðeins á nokkra. Gola GK 1,7 tonn í 4, Tjúlla GK 1,6 tonn í 3, Faxi GK 2,8 tonn í 3, Gréta GK 2,6 tonn í 4, Fagravík GK 2,1 tonn í 2, Stakasteinn GK 1,7 tonn í 3, Dóri í Vörum GK 1,7 tonn í 2, Von ÓF 1,6 tonn í 2, Sörvi KE 1,2 tonn í 2 og Kristín GK 1,1 tonn í 2 túrum. Allir þessir handfærabátar hafa landað í Sandgerði og til viðbótar þeim hafa 15 aðrir færabátar landað. Enginn færabátur er í Keflavík en í Grindavík eru 7 færabátar núna í maí. Þar er Þórdís GK með 2,4 tonn í 1, reyndar ekki á strandveiðum, Grindjáni GK 1,6 tonn í 2, Hrappur GK 1,6 tonn í 2 og Sæfari GK 1,1 tonn í 2 róðrum. Netabáturinn Erling KE er búinn að vera að róa á netum núna í maí frá Sandgerði og gengið bara nokkuð vel. Er kominn með 116 tonn í 7 róðrum og mest 28,5 tonn. Grímsnes GK er hættur netaveiðum því hann er að fara á rækju eins og greint var frá í síðasta pistli. Lítið hefur sést til dragnótabátanna og þá sérstaklega þeir sem Nesfiskur á. Óvenjulega fáir róðrar voru hjá bátunum í apríl, því allir þrír bátarnir fóru aðeins í 4 róðra hver bátur. Og núna í maí hafa þeir ekkert farið á sjóinn, þangað til núna þegar þessi pistill er skrifaður í upphafi vikunnar, því þá eru Siggi

Bjarna GK og Benni Sæm GK á sjónum. Annars er pistlahöfundur staddur núna í Stykkishólmi og það er hægt að finna mjög margar tengingar við Suðurnesin og Stykkishólm. Mun hérna tæpa á nokkru. t.d að frá Stykkishólmi var frá sirka 1970 og fram til 1975 gerður út bátur sem hét Arney SH. Þetta nafn Arney er komið frá lítilli eyju sem er út frá Stykkishólmi og eiginlega nær Klofningi á Fellsströnd. Í Sandgerði var í vel yfir 20 ár gerður út mikill aflabátur sem hét Arney KE og þar var Óskar skipstjóri í mörg ár. Voru tveir bátar sem voru gerðir út undir þessu nafni Arney KE og sá fyrri sem var með sknr. 1014 var oft aflahæsti netabáturinn á landinu þegar kom að hrygningarstoppinu í apríl en þá var líka kvótinn svo til búinn á bátnum. Það má geta þess að myndin sem fylgir með er síðasta myndin sem tekinn var af Arney KE, en hún var tekinn 2017 á Hornafirði en þá hét báturinn Ársæll ÁR, og var þá að fara í brotajárn. Mikill aflabátur sem Suðurnesjamenn þekktu mjög vel. Seinni Arney KE var lengi

Helstu verkefni eru:

Hæfniskröfur

Þrif í vinnslu á vélum, færiböndum, áhöldum ofl. sem tengist vinnslunni.

• 18 ára lágmarksaldur • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Stundvísi • Íslensku- eða enskukunnátta skilyrði • Jákvætt ef viðkomandi hefur haft reynslu af þrifum

Sótt er um á www.samherji.is/is/fyrirtaekid/starfsmenn/starfsumsoknir Frekari upplýsingar veita; Bergþóra Gísladóttir, bg@samherji.is, s. 696 – 8781. Halldór Pétur Ásbjörnsson, hpa@samherji.is, s. 842 – 9476.

Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið: á timarit.is

11-13:30

alla virka daga

Þrjátíu á strandveiðum

gisli@aflafrettir.is

Um er að ræða 50–60% starf milli 17–21 á kvöldin og lengur ef þarf.

Rétturinn

síðan Bergur Vigfús GK og Marta Ágústdóttir GK. Og meira er hægt að tengja við Þórsnes ehf. því í ansi mörg ár hefur legið við bryggju í Njarðvík bátur sem heitir Fjóla KE. Hann var reyndar tekinn í slipp í Njarðvík núna fyrir stuttu og allur málaður og gerður fínn. Þessi bátur var í hátt í 20 ár gerður út frá Stykkishólmi og hvað hét hann þar, jú Þórsnes SH. Þannig að já ansi margt hægt að finna til um þessa tvo staði, Suðurnesin og Stykkishólm.

Gísli Reynisson

Samherji fiskeldi leitar að duglegum og jákvæðum einstaklingum til að sinna þrifum eftir vinnslu í fiskiðjuveri Samherja fiskeldis í Sandgerði.

Starfsmenn munu heyra undir gæðastjóra.

Skarðsvík SH og sá bátur er ennþá til í dag og heitir Sighvatur GK, en búið er að breyta bátnum mikið frá því að báturinn hét Arney KE. Önnur tenging er að eitt elsta sjávarútvegsfyrirtækið í Stykkishólmi heitir Þórsnes ehf. og gerir það út bát sem heitir Þórsnes SH. Frá árinu 2012 til 2018 þá gerði fyritækið út netabát sem hét Þórsnes SH og sá bátur átti sér mjög langa sögu á Suðurnesjunum því að hann hét mjög lengi Keflvíkingur KE,

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Þrif í fiskvinnslu Samherja fiskeldi í Sandgerði

Þrifasvæði eru skipulögð hverju sinni en lagt er áhersla á samvinnu og róteringu starfsmanna milli svæða.

Þetta er síðasta myndin sem tekinn var af Arney KE, en hún var tekinn 2017 á Hornafirði en þá hét báturinn Ársæll ÁR, og var þá að fara í brotajárn

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Um þrjátíu Suðurnesjabátar munu stunda strandveiðar í sumar en venju samkvæmt hófst veiðin 2. maí en ekki er leyfilegt að róa á rauðum dögum. Af þessum þrjátíu bátum eru átta í Grindavík og u.þ.b. tuttugu í Sandgerði og Garði. Þó landa fleiri en 20 í Sandgerðishöfn en nokkrir sjóarar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Enginn strandveiðibátur gerir út frá Reykjanesbæ. Víkurfréttir slógu á þráðinn til Einars Dagbjartssonar, flugstjóra og strandveiðimanns úr Grindavík en hann var í miðjum mokstri nálægt Eldey og mátti lítið vera að því að tala við blaðamann. Hann sagði að veiðin hefði farið vel af stað á þessu strandveiðitímabili og gott hljóð væri í strandveiðimönnum. „Það er ástæða til bjartsýni með framhaldið,“ sagði Einar sem sendi okkur mynd af miðunum en hann er til vinstri á myndinni.



10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Bílakostur Brunavarna Suðurnesja framan við nýja slökkvistöð í Reykjanesbæ.

Ný slökkvistöð BS vígð Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja hefur verið formlega vígð. Íbúum Suðurnesja var boðið að skoða slökkvistöðina um nýliðna helgi og nýttu fjölmargir tækifærið að skoða húsakost og tækjabúnað slökkviliðsins. Brunavarnir Suðurnesja fluttu inn í nýju húsakynnin fyrir nokkrum misserum en vegna heimsfaraldurs og strangra sótt-

varna á slökkvistöðinni hefur ekki verið hægt að fagna flutningum í nýja húsið fyrr en nú. Séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkursókn, blessaði húsið og starfsemina. Hún afhenti slökkviliðsstjóranum, Jóni Guðlaugssyni, bæn slökkviliðsmannsins við sama tækifæri. Jón verður sjötugur á þessu ári en við vígslu hússins lýsti

Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja, því að ráðningarsamningur við Jón hefur verið framlengdur til ársins 2024. Það ár mun Jón fagna því að hafa starfað sem slökkviliðsmaður í hálfa öld. Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu stöðvarinnar og í opnu húsi fyrir Suðurnesjamenn.

Séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkursókn, blessaði húsið og starfsemina. Hún afhenti slökkviliðsstjóranum, Jóni Guðlaugssyni, bæn slökkviliðsmannsins við sama tækifæri.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, var viðstaddur vígsluathöfnina.

Er þetta starf ekki hannað fyrir þig? POP-UP búð á Keflavíkurflugvelli Epal Design og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar óska eftir að ráða starfsmenn í sameiginlega pop-up verslun á Keflavíkurvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Við leitum að fagurkerum sem hafa reynslu af afgreiðslustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, eru skipulagðir, sjálfstæðir og metnaðarfullir í vinnubrögðum. Pop-up verslunin verður starfrækt í minnsta kosti 4. mánuði.

Vinsamlega sendið umsókn með starfsferilsskrá og upplýsingum um meðmælendur til elisabet@epal.is fyrir 15. maí nk.

Örn Bergsteinsson og Ellert Eiríksson, báðir eldri slökkviliðsgaurar, mættu í fögnuðinn.

Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja og Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri. Hann er 70 ára á þessu ári en mun starfa sem slökkviliðsstjóri í tvö ár til viðbótar og láta af störfum 2024 þegar hann hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 50 ár.


Hjá okkur færðu mikið úrval af ólíku pallefni, verkfærum, festingum og öðru til að klára pallinn.

NÝTT

Ef þú velur WPC þarftu ekki að nota tímann í að slípa, olíubera og mála pallinn. Það eina sem þarf er reglubundin þrif.

WIMEX - LIVØ PLASTPALLAEFNI 22x140x3600, Matte Black, Matte Brown eða Matte Umber.

Vnr. 0039600/05/10

13.595

Skannaðu kóðann & skoðaðu blaðið

kr./m2

Þessi einstaka blanda viðar, fjölliðuefna og aukaefna tryggir langan endingartíma fjalanna. Fjölliðuefnin sjá m.a. til þess að gró, mygla og sveppir þrífast aðeins á yfirborðinu en grafa sig ekki ofan í kjarnann og eyðileggja þannig fjalirnar

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Á HVAÐA PALLI VERÐUR ÞÚ Í SUMAR?


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Umferð um Keflavíkurflugvöll nálgast það sama og fyrir heimsfaraldur Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn samdrátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþegafjöldann 2019. „Tveggja ára samdráttarskeið er vonandi á enda,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia í tilkynningu frá Isavia. Umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa farið vaxandi dag frá degi síðustu vikur. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðinn aprílmánuð var farþegafjöldinn sem fór um Keflavíkurflugvöll 82% af því sem hann var í sama mánuði 2019. Íslensku flugfélögin Icelandair og Play fjölga ferðum sínum og erlend flugfélög sem buðu upp á flug til og frá Íslandi fyrir heimsfaraldurinn eru aftur mætt til leiks. Í sumar hafa 24 flugfélög boðað Íslandsflug frá 75 áfangastöðum í sumar. „Endurheimtin er hraðari en maður þorði að vonast eftir og útlitið er gott, ef ekkert óvænt kemur upp á. Auðvitað er það frábært ef farþegafjöldinn verður 80-90% af því sem við höfðum fyrir heimsfaraldur. Þetta eru góð tíðindi fyrir flugvallarsamfélagið allt, íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf landsins,”

segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Hann segir ánægjulegt að öll flugfélögin sem flugu til Íslands fyrir heimsfaraldur sjá möguleikana sem felast í því að taka þráðinn upp að nýju. Ísland sé og verði eftirsóttur áfangastaður. „Það mætti segja að víðáttan, hreinleikinn og fleiri kostir sem prýða Ísland sem áfangastað hafi fengið aukna athygli nú þegar heimsfaraldrinum er að ljúka. Því má gera ráð fyrir að Ísland haldi sínum hlut og gott betur þegar ferðaheimurinn hefur að fullu tekið við sér aftur.“ Farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í sumar verða varir við að framkvæmdir standa yfir við stækkun flugstöðvarinnar. Árið 2022 verður eitt stærsta framkvæmdaár í sögu Keflavíkurflugvallar. Með þeim framkvæmdaverkefnum sem nú eru komin í gang og þeim sem ráðist verður í á næstunni erum við að halda áfram í sókn því tækifærin eru mörg þegar kemur að því að fjölga flugtengingum milli Íslands og heimsins. Farþegaupplifun mun batna verulega með 20.000 m2 viðbyggingu til austurs sem er að rísa. Flugstöðin stækkar um 37%, afköst farangurskerfis aukast mjög, fleiri landgangar verða til og rými fyrir verslun og veitingaþjónustu verður meira.

Hallur Geir, Gunnur Líf, Heiður Björk og Stefán Ragnar.

Breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, nýskipaður forstjóri Samkaupa, kynnti nýlega breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Inn kemur nýr framkvæmdastjóri auk þess sem breytingar eru á verkaskiptingu innan framkvæmdastjórnarinnar. Samkaup er ört stækkandi verslunarfyrirtæki með 66 verslanir um land allt, þar af 30 á stórhöfuðborgarsvæðinu og er tilgangurinn að skerpa á helstu áherslum félagsins fyrir komandi ár. Hallur Geir Heiðarsson mun taka við sem framkvæmdastjóri innkaupaog vörustýringasviðs og kemur nýr inn í framkvæmdastjórn Samkaupa. Undir sviðið heyra vöruhús og innkaupasamningar. Hallur hefur unnið hjá Samkaupum í 25 ár og sinnt þar margvíslegum störfum en frá árinu 2013 hefur hann gegnt starfi rekstrarstjóra Nettó. Hallur er í viðskiptafræðinámi við Háskólann á Bifröst. Gunnur Líf Gunnarsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs auk þess sem hún verður staðgengill forstjóra. Undir sviðið heyra mannauðsmál, ytri

og innri samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Gunnur er með B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Gunnur hefur starfað sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa frá árinu 2018. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármálaog rekstrarsviðs. Undir sviðið heyra öll fjármál og eftirlit með rekstri félagsins ásamt upplýsingatæknimálum. Heiður er með B.A. gráðu í viðskiptafræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Heiður hefur starfað sem fjármálastjóri Samkaupa frá árinu 2020. Stefán Ragnar Guðjónsson tekur við sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Undið sviðið heyrir kjarnastarfsemi félagsins sem eru verslanir Samkaupa undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Stefán Ragnar hefur unnið hjá Samkaupum í 25 ár. Hann hóf stjórnendaferil sinn sem verslunarstjóri hjá félaginu árið 1997 en starfaði síðast sem framkvæmdastjóri innkaupasviðs. Hann er með B.A. gráðu í við-

skiptafræði og MBA gráðu í Retail Management frá Stirling háskólanum í Skotlandi. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa: „Ég tel mikilvægt að nota tækifærið við þessar breytingar og skerpa á skipulagi félagsins. Ný framkvæmdastjórn Samkaupa er skipuð afar öflugu teymi stjórnenda sem búa yfir víðtækri reynslu hvert á sínu sviði. Framundan eru spennandi tímar á matvörumarkaðnum. Við höfum verið að fjölga þeim stöðum þar sem við mætum viðskiptavinum okkar. Netverslun Nettó sem fór í loftið árið 2017 hefur vaxið hratt, tugþúsundir njóta nú sérkjara þegar þau versla í gegnum Samkaupa-appið og þá er sjálfvirknivæðingin í búðunum okkar komin á góðan skrið. Við fengum vissulega heimsfaraldur með tilheyrandi samkomutakmörkunum en við teljum að neytendahegðunin hafi breyst til langframa. Nýsköpun er eina leiðin til að lifa af og ég get lofað því að neytendur eiga von á mörgum nýjungum frá Samkaupum á næstu árum.“

ÍBÚARNIR Í FYRSTA SÆTI

VERTU Í LIÐI MEÐ OKKUR X-U Velkomin í kosningakaffi

á kjördag að Hafnargötu 60


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Að leggja verk sín í dóm KYNNING:

Guðbrandur Einarsson, fráfarandi oddviti Beinnar leiðar og alþingismaður.

Fræðslumyndbönd fyrir frumkvöðla Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur gefið út fræðslumyndbönd fyrir frumkvöðla en markmiðið er að auka við stuðning og nýsköpun til sprotafyrirtækja. Myndböndin eru gefin út í samstarfi við landshlutasamtök og með aðkomu Byggðastofnunar og er þeim jafnframt ætlað að gera ráðgjafaþjónustu samtakanna aðgengilegri. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, starfar undir hatti SSS að atvinnuþróun og veitir ráðgjöf og stuðning til frumkvöðla á Suðurnesjum. Geta frumkvöðlar þannig

pantað tíma í ráðgjöf og fengið aðstoð við styrkumsóknir og gerð viðskiptaáætlana svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Dagnýjar Maggýjar, verkefnastjóra, er fræðslumyndböndunum ætlað að mæta þörf fyrir stafræna fræðslu á tímum covid þar sem færri hafa getað sótt sér ráðgjöf en ella þótt hún fari jafnframt fram á netinu. Myndböndin voru framleidd af stafrænu auglýsingastofunni Sahara og hafa þau verið textuð á ensku og pólsku til þess að ná til sem flestra.

Reykjanesbær verður ekki fyrstur með tölur Fyrstu tölur úr sveitarstjórnarkosningunum hafa í síðustu skipti verið frá Reykjanesbæ og tilbúnar á slaginu klukkan tíu, eða strax eftir lokun kjörstaða en verða líklega ekki núna. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar, sagði að líklega yrðu fyrstu tölur um klukkan hálf ellefu á laugardagskvöld. Ástæðan er sú að ekki má núna telja í búnt fyrir hvert framboð sem hefur verið gert og hefur flýtt fyrir en nú má aðeins flokka atkvæðin. Á kjörskrá í Reykjanesbæ eru 14.646.

Í Suðurnesjabæ gera menn sér vonir um að fyrstu tölur verðir tilbúnar kl. 22.15 að sögn Jennýjar Kamillu Harðardóttur. Á kjörskrá í Suðurnesjabæ eru 2.729. Í Grindavík má búast við fyrstu tölum milli kl. 22.30 og 23.00 að sögn Kjartans Fr. Adolfssonar, formanns yfirkjörstjórnar. Þar eru 2.531 á kjörskrá. Í Sveitarfélaginu Vogum eru eitt þúsund manns á kjörskrá og þar er von á fyrstu og lokatölum um kl. 23 að sögn Hilmars E. Sveinbjörnssonar, formanns kjörstjórnar.

Sveitarstjórnarkosningar eru að mörgu leyti uppskeruhátíð, þar sem kjósendur fá að segja sína skoðun á því sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu og hverjum þeir treysta til þess að stjórna sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili. Þegar Bein leið var stofnuð blés ekki byrlega fyrir sveitarfélaginu okkar og lyfta þurfti grettistaki til þess að koma því á réttan kjöl á nýjan leik. Bein leið skoraðist ekki undan og hefur alveg frá upphafi tekið þátt í fjárhagslegri endurreisn sveitarfélagsins í meirihlutasamstarfi. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu og vil ég nefna nokkur atriði sem staðfesta góðan árangur: • Samkomulag við ríkið um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar annars vegar og nýs hjúkrunarheimilis hins vegar í Reykjanesbæ • Ný menntastefna „Með opnum hug og gleði í hjarta“ sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana fyrir framsækni og nýja nálgun. • Bygging Stapaskóla • Nýsköpunar- og þróunarsjóður fræðslusviðs settur á fót sem veitir árlega styrki til tuttugu nýsköpunar- og þróunarverk-

• •

• •

• • • •

efna í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar Systkinaafsláttur á skólamáltíðir frá árinu 2020 sem er þannig útfærður að ekkert heimili þarf að greiða með fleiri en tveimur börnum. Með því er komið til móts við barnmargar fjölskyldur Afsláttur á gjöldum fyrir foreldra fjölbura hjá dagforeldrum Stigvaxandi hækkun á Hvatagreiðslum sem auðveldar börnum að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi Stækkun á Öspinni um helming til að sinna sértækum námsúrræðum fyrir börn með miklar stuðningsþarfir Stuðningur við starfsfólk í réttindanámi í leik- og grunnskólum Fagháskólanám í leikskólakennarafræðum í samstarfi við menntavísindasvið HÍ, Keili og sveitarfélögin á Suðurnesjum Endurnýjun útisvæðis og ný glæsileg vatnsrennibraut í Sundmiðstöðinni Nýr og glæsilegur gervigrasvöllur vestan Reykjaneshallar Aðstaða fyrir bardagaíþróttir á Smiðjuvöllum Aðstaða fyrir nýtt borðtennisfélag Reykjanesbæjar í gömlu slökkvistöðinni sem og inniað-

• • •

staða fyrir Golfklúbb Suðurnesja Tímamótasamstarfssamningar við stóru íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík sem gera þeim enn betur kleift að standa undir mikilvægu forvarnar- og uppeldisstarfi sem og öflugu afreksstarfi Endurskipulagning velferðarsviðs til að auka skilvirkni og bæta þjónustu Lagðir margir kílómetrar af heilsustígum Allar fasteignir keyptar af Fasteign hf. og skólabyggingar ásamt Hljómahöll komnar í eigu sveitarfélagsins á nýjan leik Umhverfismálin sett á dagskrá með nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu ásamt aðgerðaráætlun og innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuð þjóðanna

Þetta og margt margt fleira hefur áunnist á kjörtímatímabilinu þrátt fyrir að staðið hafi verið frammi fyrir stórum áskorunum vegna atvinnuleysis í kjölfar falls WOW air og heimsfaraldurs. Bein leið gefur kost á sér til áframhaldandi góðra verka með hópi einstaklinga sem hefur bæði þekkingu og reynslu til þess að leiða Reykjanesbæ fram veginn. Nýtum okkur þá reynslu og setjum X við Y á kjördag.

VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG

ÞEKKING Í VERKI Í 90 ÁR Traustir innviðir, byggðir upp í sátt við umhverfi og náttúru, einfalda okkar daglegu athafnir og gera líf okkar betra. Að baki uppbyggingunni liggur dýrmæt sérþekking, stöðugt mat og ómæld vinna færustu sérfræðinga. Saga okkar er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár. Hafnargata 57 / sími 422 8000 / verkis.is


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Vanáætlaðar tekjur og ofáætluð gjöld Ársreikningur Reykjanesbæjar er nú lagður fram til samþykktar og má með sanni segja að margt komi á óvart í niðurstöðutölunum. Hagnaður af rekstri bæjarsjóðs telst vera rúmir 2 milljarðar en þegar tekjufærsla vegna yfirfærslu eigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. að upphæð 3,5 milljarðar er dregin frá þá er niðurstaðan tap upp á 1.355 milljónir sem er mun betra en áætlað var því búist var við 3 milljarða króna tapi. Skatttekjur voru verulega vanáætlaðar sem eru jákvæðar fréttir sem og að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga jukust umfram væntingar. Starfsfólki heldur áfram að fjölga hlutfallslega umfram fjölgun bæjarbúa. Stöðugildum fjölgar um 55 milli ára eða um 5,8% á meðan íbúum fjölgar um 3,6% og launakostnaður eykst um rúmlega 12% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður eykst síðan um 14% á milli ára skv. endurskoðendaskýrslu. Heildarskuldir og skuldbindingar í samanteknum ársreikningi námu um 45 milljörðum króna og hafa aukist um 5 milljarða síðustu 8 árin þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 80,5%. Í annað skiptið á þessu kjörtímabili eru bókhaldslegar tilfærslur eða sala á eignum Reykjanesbæjar að rétta við rekstrarreikninginn. Árið 2019 skiluðu svokölluð Magma bréf álitlegum hagnaði sem myndaði lang stærsta hlutann af hagnaði þess árs og gerði bænum kleift að fjármagna byggingu Stapaskóla án lána. Nú eru það eignir sem leyndust í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. sem hjálpa til

við uppgjörið. Eignir sem fullyrt er að hafi verið seldar af fyrri meirihluta. Í endurskoðunarskýrslu þeirri sem lögð er fram með ársreikningi kemur hið rétta fram, því að þar segja endurskoðendur: „Sömu eignir voru fyrir á efnahagsreikningi bæjarsjóðs sem leigueignir og var bókfært verð þeirra umtalsvert lægra“. Bókhaldstilfærslur mynda einnig verulegar tekjur í ársreikningi Reykjaneshafnar en þar er tekjufærð niðurfelld skuld við bæjarsjóð að upphæð um 3 milljarðar króna. Í fjárhagsáætlunargerð síðustu ára hefur meirihlutinn stært sig af því að vanáætla tekjur og ofáætla gjöld til að hafa borð fyrir báru. En fyrr má nú aldeilis rota en dauðrota þegar tekjur eru vanáætlaðar um nærri tvo og hálfan milljarð. Við fögnum jákvæðri niðurstöðu á rekstri bæjarsjóðs þó hann sé bundinn þessum annmörkum sem hér er getið en höfum áhyggjur af þeirri fjárhagsáætlun sem nú er unnið eftir. Nú virðist meirihlutinn hafa vanáætlað gjöldin hressilega því í hverri viku er bæjarráð að vísa erindum upp á tugi milljóna til viðauka í fjárhagsáætlun. Starfsfólki færum við þakkir fyrir þrotlausa vinnu og gott samstarf við gerð ársreiknings og fjárhagsáætlunar. Margrét Sander, Baldur Guðmundsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki, Gunnar Þórarinsson, Frjálst afl, Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki.

Hækka rekstrarsamninga við íþróttafélögin Á síðustu fjórum árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl lagt áherslu á að hækka rekstrarsamninga við íþróttafélögin varðandi rekstur valla en hefur ekki hlotið hljómgrunn. Sérstakt er að sjá samninginn hækkaðan núna korter í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl fagna því að hækkun

rekstrarsamningsins til knattspyrnuvalla sé loksins kominn í höfn, segir í bókun frá minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi 3. maí. Margrét Sanders Sjálfstæðisflokkur, Baldur Guðmundsson Sjálfstæðisflokku, Anna Sigríður Jóhannesdóttir Sjálfstæðisflokkur, Gunnar Þórarinsson Frjálst afl.

Börn muna illa eftir aðgangskortum Umræður um óánægju vegna aðgangskorta í kjölfar aðgangshliða í íþróttamiðstöðvum bæjarins voru á síðasta fundi ungmennaráðs Suðurnesjabæjar. „Börn muna illa eftir að hafa kortin með sér og umræður um hvort það væri hægt að hafa möguleikann á hafa þau rafræn,“ segir í gögnum fundarins. Lagt er til að starfsfólk íþróttamiðstöðva sýni sveigjanleika þegar fólk gleymir kortunum sínum og fulltrúar ráðsins kanni hvort möguleiki á að hafa rafræna útfærslu á aðgangskortunum, segir í afgreiðslu fundarins.

Frá fundi í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar.

Einstaklega góð samstaða bæjarfulltrúa í Suðurnesjabæ „Nú er liðið að lokum kjörtímabils bæjarstjórnar, þeirrar fyrstu í sögu Suðurnesjabæjar eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Það voru áhugasamir bæjarfulltrúar sem sátu fyrsta fundinn, fullir tilhlökkunar fyrir því óskrifaða blaði sem hið nýja sveitafélag var. Framundan var fjöldi verkefna sem bæjarfulltrúar sáu fram á, verkefni sem voru í senn flókin og spennandi. Enginn átti þó von á því stóra verkefni sem kom í fang bæjarstjórnar og starfsfólks sveitarfélagsins þegar leið á mitt kjörtímabil, þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á,“ segir í bókun Einars Jóns Pálssonar, forseta bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Þá segir í bókuninni: „Samstaða meðal bæjarfulltrúa hefur á þessu kjörtímabili verið að mínu mati einstaklega góð. Við tókumst sameiginlega á við verkefnin, hvort heldur þau sem við sáum fyrir og einnig þau óvæntu. Það var og er gott að finna fyrir þeirri samstöðu sem hefur einkennt þessa bæjarstjórn og ég er stoltur af starfi okkar þetta kjörtímabil, þó eflaust megi alltaf gera betur. Ein breyting varð á bæjarstjórn á miðju kjörtímabilinu þegar Ólafur Þór Ólafsson sagði skilið við bæjarmálin í Suðurnesjabæ og tók við stöðu sveitarstjóra á Tálknafirði.

MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR Öflug baráttukona fyrir bæjarbúa í bæjarstjórn

Nú þegar þessu kjörtímabili lýkur verður mjög mikil endurnýjun í bæjarstjórn, fimm bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér og hverfa úr bæjarstjórn. Þetta eru bæjarfulltrúarnir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Daði Bergþórsson, Fríða Stefánsdóttir og Katrín Pétursdóttir, en þau hafa mikla reynslu af sveitarstjórnarstörfum og verður mikill missir af þessu góða fólki. Ég þakka þessum bæjarfulltrúum sérstaklega fyrir mjög gott samstarf og mörgum þeirra fyrir áralangt samstarf. Fyrir hönd bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þakka ég öllu nefndar-

fólki sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir störf þeirra og gott samstarf á kjörtímabilinu. Vil ég þá sérstaklega þakka bæjarstjóra og ritara bæjarstjórnar ánægjulegt og mjög gott samstarf. Framtíð Suðurnesjabæjar er björt og framundan eru spennandi tækifæri í þróun sveitarfélagsins. Við sem hér búum vitum að það er hvergi betra að búa og það er okkar að sjá til þess að svo megi verða áfram. Ég óska bæjarfulltrúum, starfsfólki og íbúum Suðurnesjabæjar gleðilegs sumars og farsældar,“ segir í bókun forseta bæjarstjórnar.

Reykjanesbær með 12% stofnframlag til Bjargs og Brynju Bjarg íbúðafélag hefur lagt fram umsókn um stofnframlag frá Reykjanesbæ. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í síðustu viku. Lagt var fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er eftir staðfestingu frá Reykjanesbæ vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags. Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 350.476.541. Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur einnig sent inn umsókn um stofnframlag. Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 1.023.781.176.

Tryggjum henni góða kosningu Íbúar komi að hugmyndum um framtíð sundlaugarsvæðis Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur, sagði frá ástandi sundlaugarinnar og ástæðu bilunar um miðjan apríl á fundi frístunda- og menningarnefndar í byrjun maí. Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hefja forhönnun á sundlaugarsvæðinu samhliða gerð deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að seinni hluta maí geti íbúar komið hugmyndum sínum um framtíð sundlaugarsvæðisins á framfæri. Í framhaldinu mun ný frístunda- og menningarnefnd meta hvort taka þurfi upp þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar sundlaugarsvæðisins frá 2019, segir í fundargerð nefndarinnar.


Við leitum að traustu starfsfólki Sumarstarf í Ytri-Njarðvík Lífsreynsla, aldur og þroski eru engin fyrirstaða fyrir ráðningu í störf hjá okkur og við hvetjum jafnt ungt fólk sem eldra til að sækja um. Umsóknir sendast til Sigtryggs Steinarssonar á sigtryggur@olis.is fyrir 20. maí 2022.

JAFNLAUNAVOTTUN

2019–2022

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Olís í Reykjanesbæ óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar. Starfið er fjölbreytt, helstu verkefni eru öll almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, áfylling, útkeyrsla á vörum og annað tilfallandi sem gera þarf í útibúinu. Hæfniskröfur: • Stundvísi • Snyrtimennska • Reglusemi • Bílpróf nauðsynlegt • Meirapróf æskilegt


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Einstakt vélasafn heiðursborgarans Guðna Ingimun

Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður Byggðasafnsins á Garðskaga, og Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ.

Verzlun Þorláks Benediktssona ný perla Byggðasafnsins á Garð Byggðasafnið á Garðskaga var fyrst opnað árið 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða- og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. Sextíu vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af heiðursborgaranum Guðna Ingimundarsyni sem var fæddur 30. desember 1923 og lést 16. desember 2018. Safnið hefur ýmsa muni að geyma t.d. gömul útvörp, og ýmis tæki og tól sem notuð voru á heimilum á fyrri árum. Stærsti hluti safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir sem voru notaðir við fiskveiðar og fiskverkun á landi. Á safninu er níu metra langur bátur með Engeyjarlagi og var hann smíðaður árið 1887. Nýjasta perla Byggðasafnsins á Garðskaga er Verzlun Þorláks Benediktssonar. Hann rak verslun í Akurhúsum í Garði í liðlega hálfa öld eða frá árinu 1921 til ársins 1972. Og nú, þegar hálf öld er liðin frá lokun verslunarinnar er tilvalið að opna hana að nýju á byggðasafninu. Innréttingar verslunarinnar voru til á byggðasafninu og einnig hafði hluti þeirra verið varðveittur á heimili í Garðinum. Afgreiðsluborð og hillur hafa verið settar upp eftir minningum gamalla Garðbúa, en engar myndir hafa komið fram í dagsljósið innan úr versluninni, aðeins frásagnir fólks á innra skipulagi og andrúmsloftinu í búðinni. Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku, sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is, verður fjallað um þessa nýjustu viðbót byggðasafnsins og rætt við þær Margréti I. Ásgeirsdóttur, forstöðumann safna í Suðurnesjabæ og Tönju Höllu Önnudóttur, safnvörð Byggðasafnsins á Garðskaga.

Rýmið fyrir ...

Þið hafið endurvakið byggðasafnið á Garðskaga með ýmsum nýjungum. Margrét: Það er gleðilegt að við séum búin að opna núna fyrir sumarið og það verður opið alla daga fram í septemberlok. Við höfum verið að breyta og bæta hér í vetur. Einn af þeim merkilegum hlutum hér að öðrum ólöstuðum er innréttingin úr Verzlun Þorláks Benediktssonar sem rak verslun í Akurhúsum í Garði frá 1921 og til ársins 1972. Þessi innrétting er búin að vera lengi á safninu. Hún var hérna uppi á lofti undir súð en en nú komin hingað niður og þjónar í dag móttöku safnsins og safnbúð. Og þar sem hérna koma margir ferðamenn þá verður þetta líka upplýsingamiðstöð. Það er mikið í boði fyrir ferðamenn sem koma á Garðskaga til að njóta náttúrunnar og skoða vitana. Safnið er góð viðbót við það? Margrét: Það er margt í boði í Suðurnesjabæ. Hér á Garðskaga er þetta myndarlega safn og veitinga-

staður í sama húsi. Hér eru vitarnir og gönguleiðir í fjörunni. Garðskagi er ríkur af fuglalífi og það hafa sést hvalir æðioft undanfarna daga. Það er nýtt veitingahús á hótelinu hérna skammt frá og ég get talið endalaust upp hvað hægt er að gera í Suðurnesjabæ.

Sögur fólksins og minningar Tanja Halla Önnudóttir er safnvörður Byggðasafnsins á Garðskaga. Hún var spurð út í þær breytingar sem gerðar hafa verið að safninu. Tanja: Við byrjuðum að hlusta á fólkið og hvað það vildi sjá. Sögur fólksins og þeirra minningar og fórum að vinna með það. Við erum bara verkfæri í því sem fólkið vill sjá hér á svæðinu. Við byrjuðum á því að færa þessa verslun og fengum styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til að opna Verzlun Þorláks Benediktssonar aftur hér á safninu og þetta er útkoman og fólk er mjög ánægt.

... og eftir!

Hvað var til úr versluninni? Voru til myndir og munir? Tanja: Það var til gríðarlega mikið af munum. Búðin sjálf varðveittist ásamt skjalasafni Þorláks en það hafa ekki fundist myndir úr versluninni. Það eru til myndir af fólkinu sjálfu og húsinu utanhúss en engar myndir innan úr versluninni. Það eru skemmtilegir hlutir sem hafa komið upp úr krafsinu og svo eruð þið að vinna með liti úr versluninni. Tanja: Við erum með þessa þrjá liti úr Verslun Þorláks Benediktssonar. Þjóðminjasafn Íslands kom hingað og litgreindi þá og nú er hægt að kaupa þessa liti í Slippfélaginu. Sömu litirnir héldust í versluninni frá 1921 þegar Verslun Þorláks Benediktssonar opnaði og alveg til lokunar árið 1972. Verslunin var alltaf eins og með sömu litunum.

Appelsín í gleri og lakkrísrör Vel hefur tekist til með uppsetningu verslunarinnar og hún er áhugaverð. Margrét: Hingað hefur komið mikill fjöldi af fólki sem hefur heimsótt okkur á meðan þessu verkefni stóð. Það hefur deilt með okkur minningum sínum og þannig varð verslunin ljóslifandi eins og ljósmynd. Tanja: Við hlustum á sögur fólksins og tókum þær til okkar. Við fengum til dæmis þá æskuminningu að

þegar komið var í verslunina var alltaf í boði að fá appelsín í gleri með lakkrísröri og við ákváðum að bjóða uppá það í opnuninni í samstarfi við Ölgerðina og Góu. Margrét: Við stefnum á að selja appelsín í gleri, lakkrísrör og karamellur í safnbúðinni okkar. Þá höfum við áhuga á að hafa til sölu vörur sem framleiddar eru á Suðurnesjum og passa hér inn. Hvað er annað í boði hér á safninu ykkar? Margrét: Það er ýmislegt fleira. Hér fyrir innan er sýning frá heimilislífi fólks. Á efri hæðinni er sýning á munum frá Gerðaskóla sem verið 150 ára þann 7. október í haust. Það er stórkostlegt að þaðan hafa verið varðveittar innréttingar og myndir sem vert er að skoða. Við höfum einnig á safninu reynt að gera sýnilegra hvað konur gerðu og hver var þáttur kvenna í félagsstörfum, kvenfélögum og slysavarnafélögum. Það sem er einstakt á þessu safni og það sem það er hvað þekktast fyrir er vélasafn Guðna Ingimundarsonar og trukkurinn hans. Við höfum hug á að kynna það betur og vinna að því með góðu fólki. Við viljum bjóða skólum, vélskólum og þeim sem hafa áhuga á tæknimálum að koma til okkar skipulega frá og með næsta hausti. Unga fólkið sem kemur á Byggðasafnið á Garðskaga er að sjá hluti sem það hefur ekki séð áður. Tanja: Já, það eru símarnir helst fyrir krakkana. Þeir þekkja ekki hugtökin að leggja eða skella á. Þau þekkja bara að loka, þannig að það eru prufuhorn fyrir krakka það sem þau fá að koma við hlutina og prófa og við erum með nokkur slík horn hér á safninu. Suðurnesjabær tók aftur við umsjón Byggðasafnsins á Garðskaga síðasta haust og þá þegar var ráðist í endurskipulagningu á sýningu muna. Í vetur var m.a. unnið að uppsetningu verslunarinnar sem rætt er um hér að framan. Frá og með næsta hausti er svo gert ráð fyrir því að taka á móti skólahópum og áhugasömu fólki á öllum aldri.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17

Frá Garðskaga sem er vinsæll áfangastaður heimafólks og ferðamanna.

ndarsonar og trukkurinn góði á safninu.

Innréttingin úr Verzlun Þorláks Benediktssonar.

ar ðskaga

mynd af Reykjanesi og öllum þessum fallegu stöðum. Uppgötva eitthvað nýtt og einnig til að gera okkur auðveldara með að leiðsegja þeim áfram. Myndin verður frammi í anddyri og þó svo safnið loki kl. 17 kemst fólk í þessar upplýsingar.

Verslunarsaga Suðurnesjabæjar í vinnslu

Safnið við vitana tvo

Litirnir sem fást hjá Slippfélaginu.

Byggðasafnið á Garðskaga er í mikilli náttúruperlu sem Garðskaginn er. Safnahúsið er m.a. í gömlu fjósi og hlöðu. Tanja: Hér eru ennþá halakrókar í loftinu og við erum að segja fólki frá þessum tengingum. Erlendir ferðamenn hafa ekki síður áhuga á því að koma hingað en þeir íslensku. Við erum með Verzlun Þorláks Bene-

diktssonar í gömlu hlöðunni sem vitavörðurinn á Garðskaga var með. Vitavarðarhúsið er hérna úti og vitarnir tveir. Margrét: Við erum líka í samstarfi við Reykjanes jarðvang og verðum með bæklinga frá þeim og á næstu dögum verður sett upp stór mynd af Reykjanesskaganum hérna frammi því við viljum gera ferðamennina okkar, hvort sem þeir eru erlendir eða íslenskir, svolítið sjálfstæða, sjá

Á veggjum Verzlunar Þorláks Benediktssonar er verk í vinnslu en það er verslunarsaga Garðs og Sandgerðis á tuttugustu öldinni. Stiklað er á stóru um helstu áhrifamenn á þessum tíma annars vegar í Garði og svo í Sandgerði. „Við erum með Finnboga og Björn Finnbogason sem voru þessir risar hér í Garðinum. Þá erum við með eitthvað sem ekki margir vissu að aðal hvatamaður og frumkvöðull að KRON, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, var Hjörtur Helgason í Sandgerði en hann rak kaupfélagið Ingólf í

Sandgerði,“ segir Tanja. Ennþá eru að bætast við upplýsingar á vegnum, bæði í máli og myndum. „Við treystum á að fólk komi hingað með sínar og sinna sögur. Við viljum endilega að fólk komi hingað með myndir. Það þarf enginn að skilja myndir eftir því við fengum góðan styrk frá Kvenfélaginu Gefn í Garði og keyptum skanna. Þannig að við erum að skanna myndir og vinna hér á safninu og þær sögur sem við fáum inn,“ segir Tanja, sem hvetur fólk til að koma með muni, myndir og sögur á safnið. Byggðasafnið á Garðskaga er opið alla daga kl. 10–17 frá maí til september. Hægt er að panta heimsóknir frá október til apríl. Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

AÐALFUNDUR

EIGNARHALDSFÉLAGS SUÐURNESJA Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2021 verður haldinn mánudaginn 23. maí kl. 16:00 á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 5. apríl og 3. maí 2022 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Njarðvíkurhöfn - deiliskipulag Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Reykjaneshöfn leggja fram deiliskipulagstillögu samkvæmt uppdráttum Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2022. Greinargerð og umhverfismat koma fram á uppdrætti ásamt skuggavarpi og rýmismyndum. Tillagan felst í nýjum viðlegukanti, nýrri skipakví og landfyllingu auk nýrrar umferðaraðkomu frá Fitjabraut. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags.

Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19 OS fasteignir ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt upprætti JeES arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021. Helstu breytingar eru: Niðurrif saltgeymslunnar fellur niður, heimilaðar er þrjár hæðir fyrir þjónustu- og verslunarhúsnæði ofan á saltgeymsluna, nýbygging tveggja 7. hæða fjölbýlishúsa, í stað þriggja 5. hæða, breytingu á götuheiti lóðar úr Hafnargötu 81, 83 og 85 í Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags.

Fitjar – nýtt deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi Hs Orka hf. leggur fram nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 12. maí til 30. júní 2022. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júní 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is 12. maí 2022 Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar

d n u s ú þ u f Elle r u d n e j g l y íslenskir f Á hvaða braut ertu? Ég er á húsasmíðabraut á þriðja ári.

gera prófið og restin að dreifa svörunum.

Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er sá að það tekur mig þrjár mínútur að labba í skólann.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég tel fyndnasta mann skólans vera Gabríel Má.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Betsý Ásta mun verða fræg því hún verður forseti bráðlega. Skemmtilegasta sagan úr FS: Fyndnasta sagan úr FS er þegar ég sá átta aðila hjálpast við það að svindla á stærðfræðiprófi. Það sem var gaman við að sjá það var hversu skipulögð þau voru, það voru tveir að skiptast á við að trufla kennarann, ein að

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Sá eiginleiki sem ég tel vera bestur í fari fólks er hreinskilni.

Hvað hræðistu mest? Það sem ég hræðist mest eru mávar.

Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur eru fylgjendurnir mínir á TikTok.

Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að vera þunglyndur. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forritin hjá mér eru TikTok og Brawl Stars.

Hver eru áhugamálin þín? Ég er með ekki með nein áhugamál einmitt núna.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt er „Ef þeir vilja beef“ eftir Daniil.

Lárus Logi er nítján ára Keflvíkingur, hann fæddist í Bandaríkjunum og átti heima í Kanada í þrjú ár. Lárus hefur gert garðinn frægan á samfélagsmiðlinum TikTok en hann er með um það bil ellefu þúsund íslenska fylgjendur á forritinu. Hann hefur gaman af því að búa til hin ýmsu myndbönd fyrir TikTok og segir sjálfur að „egóið fljúgi í gegnum þakið“ þegar fylgjendur hans skilja eftir skemmtileg ummæli. Lárus Logi er FS-ingur vikunnar.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan mín fyrir framtíðina er að kaupa fleiri skópör. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Orðið sem ég tel lýsa mér best er skræfa. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

Á sér mörg áhugamál Sóley Halldórsdóttir er sextán ára og kemur frá Keflavík. Hún æfir körfubolta og var í dansi í átta ár. Sóley hefur gaman af leiklist og dansi og vinnur á Joe and The Juice. Hún stefnir að því að stunda nám við Kvennaskólann eftir grunnskóla. Sóley er ungmenni vikunnar.

Hvað hræðistu mest? Ég er skíthrædd við tímann að líða, þú veist, ég verð aldrei aftur í 10. bekk ... Ég fer aldrei aftur a nákvæmleg þennan stað i útlöndum og ég mun aldrei labba fram hjá þessu fólki aftur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég get varla svarað því, það eru alltof mörg en ef ég verð að velja eitt þá væri það Wanna Know Remix - Dave og Drake.

Í hvaða bekk ertu? 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi körfubolta með Keflavík og vinn á Joe and The Juice á flugvellinum.

Hver er þinn helsti kostur? Það er ekkert vandamál fyrir mig að kynnast fólki og mér finnst geggjað að eignast nýja vini.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmtilegasta fagið vera enska vegna þess að Esther kennari er meistari.

Hver er þinn helsti galli? Ég nota stundum leiðinlegan tón við fólk án þess að ég meini það eitthvað illa.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ábyggilega Kiddi af því hann er nú þegar svaka TikTok gæi.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Snapchat.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta sagan er örugglega þegar ég, Melkorka og Hildir, bekkjarsystkyni mín, földum okkur inni hjá Írisi stærðfræðikennara og vorum að grenja úr hlátri á bak við gluggatjöldin. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég myndi segja að Hildir bekkjarbróðir minn væri fyndnastur í

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. skólanum. Hann kemur alltaf með eitthvað fáránlegt. Svo gaman að honum. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru mörg en topp þrjú er klárlega leiklist, dans og körfubolti.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara í skóla í bænum, ég er að hugsa um Kvennó og ætla þá á félagsvísindabraut. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég myndi segja að ég væri, á góðri íslensku, „outgoing“.

Ung(menni) vikunnar: Sóley Halldórsdóttir

Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu - Kím dags. 31. ágúst 2021. Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 29 ha að stærð og afmarkast af lóðum við Fitjabakka og Fitjabraut til norðurs, strandlínu til austurs, Njarðarbraut til vesturs og suðurs og Víkingaheimum til suð-austurs. Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags

FS-ingur vikunnar: Lárus Logi Elentínusson

Deiliskipulag í Reykjanesbæ


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 19

MARGIR SKÓLAR – MÖRG SKÓLAHÚS Í SÖMU SVEIT á einum stað, í Brunnastaðahverfi. Segir nánar frá Vatnsleysuskóla síðar. Á árunum 1934-38 var kennt á þremur stöðum. Auk Vatnsleysuskóla og Brunnastaðaskóla var yngstu börnunum kennt í nýbyggðu félagsheimili, Kirkjuhvoli, og einnig kennd þar leikfimi – og kennt unglingum - vegna plássleysis í Brunnastaðaskóla, en aðeins er 10 mínútna gangur þar á milli. Kenndi Stefán Hallson þau ár til skiptis á Vatnsleysu og í Kirkjuhvoli, um 3 mánuði á hvorum stað. 1938 var kennaraíbúð í skólahúsinu breytt í kennslurými fyrir yngstu börnin.

Hvað merkir orðið skóli? Er það hús – eða er það stofnun? Ragnar H. Ragnar og Sigríður, kona hans, ráku Tónlistarskóla Ísafjarðar af skörungsskap í áratugi. Allan þann tíma átti skólinn ekki hús heldur fór kennslan fram víða um bæinn, m.a. heima í stofu hjá þeim hjónum. Orðtæki Ragnars var: „Skóli er ekki hús!“. Margir telja skóla vera hús. Hér í sveit hafa verið byggð mörg hús fyrir barnaskóla og grunnskóla og öll bera þau nafnið skóli. Fyrstan má nefna Thorkilliibarnaskólann í Vatnsleysustrandarhreppi, sem fékk fljótt nafnið Suðurkotsskóli. Það hús var stækkað úr 54 m2 í 82 m2 árið 1886 og endurbyggt á sama grunni 1907, án þess að nafnið breyttist. Í bréfi Ögmundar Sigurðssonar prófdómara frá 1909 er Suðurkotsskóli nefndur Brunnastaðaskóli, enda er Suðurkot í Brunnastaðahverfi. Einhvern tíma nálægt 1930 tekur Brunnastaðaskólanafnið alveg yfir. Árið 1944 var byggt nýtt og stærra skólahús, um 50 m frá því eldra, og áfram talað um Brunnastaðaskóla. Það er nú íbúðarhúsið Skólatún. Árið 1979 var var skólinn fluttur úr Brunnastaðahverfi í Voga, byggt þar nýtt 700 m2 skólahús sem síðan var tvöfaldað að stærð 1998 og aftur 2005. Það hús er byggt í túni höfuðbólsins StóruVoga og heitir því Stóru-Vogaskóli. En þar með er ekki öll nafna- og húsasagan sögð, því tvívegis var byggt annað minna skólahús í barnmörgu hverfi, fyrst Norðurkotsskóli í Kálfatjarnarhverfi 1903 og síðan Vatnsleysuskóli í samnefndu hverfi 1912. Það má lengi deila um hvort þetta sé allt sami skólinn eða hvort þetta séu 3, 4, eða 5 skólar! Þó að í Vatnsleysustrandarhreppi væru fjölmenn hverfi var hreppurinn í heild það strjálbýll að erfitt var að stefna öllum börnum á einn stað áður en skólaakstur kom til. Mörg börn þurftu að ganga í hálftíma, jafnvel klukkutíma í skólann, í vetrarveðrum! Börn úr fjarlægustu hverfunum þurftu annað hvort að búa í skólarisinu eða fá inni á nálægum bæjum. Njarðvíkingar gáfust fyrstir upp á því og stofnuðu eigin skóla, fyrst 1875. Síðar var tekin upp eins konar farkennsla í Kálfatjarnarhverfi, þaðan sem var um 40 mín. gangur

í Brunnastaðahverfið. Kennt var í stofunni á Þórustöðum 1893 – 1900, síðan í Landakoti 1900 – 1903. Var til þess ráðinn annar kennari, Jón Gestur Breiðfjörð og síðan Magnús Jónsson, eftir að Jón Gestur tók við Suðurkotsskóla. Reyndar virðast oft hafa starfað tveir kennarar samtímis frá 1884 og ekki ljóst hvort báðir kenndu í skólahúsinu eða hvort annar gat hafa verið farkennari á einhverjum bæjum. En þetta þótti ekki fullnægjandi og árið 1903 var slegið lán hjá Thorkilliisjóði (öðru sinni) og ráðist í að byggja annað skólahús, í Norðurkoti í Kálfatjarnarhverfi, 25 m2, 9 x 7 álna bárujárnsklætt timburhús. Skólinn átti neðri hæðina, en í risinu var íbúð. Þar hófst kennsla um haustið í Norðurkotsskóla auk móðurskólans í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi. Þann vetur kenndi Þórður Erlendsson 28 börnum 7-14 ára í Suðurkoti og Sigurgeir Sigurðsson 19 börnum 8-14 ára í Norðurkoti. Var kennt í þessu nýja húsi í 7 ár, til vors 1910, og nemendafjöldinn allt upp í 20 – í 15 m2 skólastofu! Veturinn 1908-9 voru þar 12 stúlkur og 7 drengir, öll á eldra stigi, og Árni prestur kennari, kenndi m.a. söng og leikfimi. Börnin í Kálfatjarnarhverfi uxu úr grasi og þetta vor var kennslu þar hætt, Norðurkotshúsið selt sem íbúðarhús. Samkv. kaupsamningi dags. 27.1.1911 selur skólanefndin „Guðmundi Guðmundssyni hreppstjóra á Landakoti þann hluta (neðri hlutann) úr íbúðarhúsinu í Norðurkoti við Þórustaði, sem er eign barnaskólans hér í hreppi og, sem notað hefur verið til barnakennslu nokkur undanfarin ár...“ Efri hæðin mun hafa verið íbúð - hugsanlega fyrir kennara – og liklega í einkaeigu, en 26. 10. 1910 er Haraldur Sigurðsson kennari krafinn bréflega um að fjarlægja þaðan hey! Þá um haustið 1910 var hafin kennsla á Vatnsleysu, en þá voru þar barnmörg, fátæk heimili. Var steinsteypt þar lítið skólahús 1911 og kennt þar til 1914. Þar kenndi Kristmann Runólfsson frá Hlöðversnesi; og síðan Ingvar Gunnarsson frá Skjaldarkoti, en hann varð síðar kennari í Hafnarfirði. Eftir áratugs hlé var kennt þar samfellt árin 1925–1943, en þá hófst skólaakstur og eftir það var öllum börnum kennt

19. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.

Minjafélag Vatnsleysustrandar bjargaði húsi Norðurkotsskóla 2008, flutti á nýjan grunn að Kálfatjörn, gerði vandlega upp og rekur þar lítið skólasafn (sjá mynd til vinstri) og tekur á móti hópum. Skólaárið í Suðurkots/Brunnaststaðaskóla var flest árin fullir 6 mánuðir en sum árin styttra í hverfisskólunum, enda var farkennsla til sveita oft ekki nema 2 mánuðir á ári á hverjum stað - langt fram á 20. öld! Veturinn 1909 -‘10 var Haraldur Sigurðsson, stúdent, frá Sjónarhóli, eini kennarinn, kenndi 3 daga vikunnar í Suðurkoti (16 börnum) og 3 í Norðurkoti (19 börnum). Þetta hefur

ekki verið auðvelt, Haraldur sagður heilsulítill, var með stúdentspróf og aðeins ráðinn þetta eina skólaár. Næstu 4 skólaár voru 2 kennarar, einn á hvorum stað, og kennt 6 mánuði 6 daga vikunnar. Haustið 1918 var engin kennsla 14. nóv. - 11. des. meðan spænska veikin greisaði grimm. Það kom oftar fyrir að loka þurfti skólanum í nokkra daga vegna inflúensu. Heimildir: Mest greiarnar í Faxa 1990 og skrif St. Thorarensen í Þjóðólf, einnig handskrifuð skjöl.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Mulan Dansskólinn Danskompaní bauð upp á veislu fyrir augað þegar vorsýning Danskompaní 2022 var haldin í Andrews Theater um helgina. Þema sýningarinnar var Disney-ævintýrið um Mulan og stóðu dansararnir sig með eindæmum vel en alls tóku um 350 dansarar þátt í sýningunni – sannkölluð stórsýning. Þótt margir dansararnir hafi verið að taka sín fyrstu dansspor á stóra sviðinu stóðu þeir allir sig frábærlega og munu án efa eiga eftir að gleðja dansáhugafólk um ókomna tíð. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, sá sýninguna og má sjá lítið brot af herlegheitunum hér á síðunni. Fleiri myndir eru aðgengilegar á vef Víkur­frétta, vf.is.

Salur Andrews Theater var þétt setinn enda seldist upp á sýninguna.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 21

Hér sést hluti þeirra 350 dansara sem tóku þátt og var þeim fagnað vel að sýningu lokinni.

Sérskreyttar ístertur fyrir veisluna

Sérskreyttu ísterturnar eru hjúpaðar gómsætu marsipani eða sykurmassa, fagurlega skreyttar með marsipanblómum og texta að eigin vali. Svo veislan verði enn eftirminnilegri bjóðum við upp á prentaða mynd og styttu á tertuna. Hægt er að velja á

milli fjögurra bragðtegunda af ís, konfekt, vanillu, jarðarberja eða súkkulaði. Terturnar fást í mismunandi stærðum, frá 12 til 60 manna. Panta þarf með góðum fyrirvara eftir afhendingarstað og einfalt að ganga frá pöntuninni á kjoris.is.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Flokkur með framtíðarsýn

Við erum rétt að byrja Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skipar 1. sæti og Bjarni Páll Tryggvason skipar 2. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.

Bjarni Gunnólfsson, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Helstu baráttumál Miðflokksins eru sanngirnismál, eins og staðan er núna er erfitt fyrir útjaðar hverfin að komast bæði til og frá vegna samgönguleysis, einnig er mjög erfitt að fá starfsfólk til að manna leikskóla þar sem 1600– 1800 leikskólakennara vantar á landinu öllu. Við erum með lausnir sem ýta undir að varanlegri lausn verði fundin á því. Við viljum að ungbarnastyrkir verði veittir fyrir foreldra frá 12 mánaða aldri þar til börnin fá inn á leikskóla. Þannig gefst foreldrum tækifæri til að vera með börnunum lengur eða finna dagforeldra til að vera með börnin, þessi aðgerð tryggir samfellu í ummönnun barnanna og fyrirsjáanleikinn verður betri fyrir foreldrana. Hvatagreiðslur viljum við fjórfalda, markmiðið með því er að tryggja öllum börnum, óháð efnahag foreldra og forráðamanna, aðgang að viðurkenndu íþrótta-,tómstunda- og listgreinastarfi. Við viljum búa til hvata fyrir íþrótta,tómstunda og listgreinastarf til að gera starf sitt hagkvæmara og meira aðlaðandi fyrir ungt fólk. Með þessu útspili teljum við að heildarframlög aukist á kjörtímabilinu. Íbúalýðræði, það þarf að gera umgjörð sem er ekki of heftandi fyrir íbúa, Miðflokkurinn mun fara eftir vilja kjósenda ef við fáum til þess brautargengi og þó að það sé ekki löglegt að

vera með bindandi kosningu getum við skipt um skoðun ef íbúar fara fram á það og teljum við að hagur íbúa sé mikilvægari en stök málefni. Mér hefur fundist á kjósendum að atvinnumálin séu mjög stór og er það ekki skrítið eftir allt sem þetta svæði hefur gengið í gegnum á seinustu áratugum. Við þurfum að horfa til framtíðar og koma með varanlegar lausnir. Við í Miðflokknum viljum gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum og gera Tax-Free þjónustu fyrir ferðamenn auðveldari svo þeir komi til með að auka sölu hjá fyrirtækjum í Reykjanesbæ. Þarfagreining er orð þessara kosninga, til að fólk geri sér grein fyrir hvað það þýðir þá þýðir það kostnaður fyrir bæjarfélagið eykst við að búa til fleiri nefndir til að finna út hluti sem eru oft mjög óljósir. Framkvæmda er þörf og Miðflokkurinn gerir það sem hann segist ætla gera með eða án þarfagreiningar. Það þýðir ekki að við vöðum í hlutina og gerum þá hugsunarlaust við rannsökum á eigin vegum og finnum út bestu lausnirnar með þarfir íbúa Reykjanesbæjar í huga. Munið að kjósa flokk með framtíðarsýn. X-M

Hvers vegna Bein leið? Valgerður Björk Pálsdóttir, 1. sæti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Við í Beinni leið brennum fyrir bæinn okkar. Við erum fólk með víðtæka reynslu og breitt þekkingasvið sem nýtist við hvers kyns ákvarðanatökur. Við í Beinni leið erum líka rík af fólki í kring um okkur sem styður við málefnin okkar og við getum leitað til ef svo ber undir. Við viljum að bæjarbúar og bæjarstjórn sameinist um það sem best er fyrir íbúa, alla íbúa hverju sinni. Það þýðir að okkur er velferð íbúa efst í huga. Fyrst og fremst viljum við styrkja stoðir og hlúa að mannauði bæjarins, við viljum efla virkni og vellíðan allra með notendasamráð að leiðarljósi, sá sem notar þjónustuna verður að hafa um hana að segja og taka þátt í ákvörðunum. Við viljum efla þjónustu við börn og barnafjölskyldur með því að koma til móts við ólíkar þarfir. Við erum byrjuð að fjölga leikskólarýmum og ætlum að halda því ótrauð áfram, við viljum félagsmiðstöðvar í hverfin og efla stoðþjónustu skólanna okkar, við viljum sameinast um að setja börnin okkar áfram í for-

gang. Við viljum vinna heildstæða frístundastefnu með virkni og vellíðan allra að leiðarljósi og frístundastyrkur fyrir eldri borgara er sannarlega það sem koma skal. Halda þarf áfram uppbyggingu innviða íþróttafélaganna og huga að næstu skrefum í góðu samráði við félögin sjálf. Fjölbreyttari atvinnumöguleikar þar sem stutt er við frumkvöðlastarfsemi og bærinn gerður að ákjósanlegum stað til að stofna og reka fyrirtæki er afar mikilvægt. Tryggja þarf markvissa og öfluga innleiðingu á nýrri umhverfis- og loftlagsstefnu Reykjanesbæjar og um leið hlúa að náttúru- og útivistarsvæðum með aukinni skógrækt og fjölgun leiksvæða. Við viljum sameinast um heildstæða stefnu þar sem líf og störf íbúa eru í fyrirrúmi, þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi í leik og starfi í skjóli öruggra menntastofnanna, faglegrar frístundaþjónustu og blómlegs atvinnulífs. Þess vegna biðjum við um þinn stuðning, þess vegna á að kjósa Beina leið.

Við boðum jákvæðar breytingar! Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Kæru íbúar, við búum á svæði þar sem miklir möguleikar eru til að efla fjölbreytt atvinnulíf og efla þannig tekjur samfélagsins. Við erum við alþjóðaflugvöll, eigum frábærar hafnir, nægt landsvæði. Við eigum frábært ungt fólk sem vill og getur aukið fjölbreytni í atvinnulífi og menningu. Við eigum ekki að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að fyrirtækin komi, heldur sækja þau og taka vel á móti þeim um leið og við hlúum vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Öflugt atvinnulíf er ávísun á hærri tekjur og það, ásamt réttri forgangsröðun, gefur okkur færi til að boða breytingar í þágu íbúa. Með jákvæðni í garð samfélagsins horfum við áhugasöm og stolt fram á veg. Við erum með sterka framtíðarsýn til næstu fjögurra ára sem fjöldi íbúa vann að. Við höfum farið vel yfir málin og getum staðið við það sem við setjum fram. Við munum tryggja að leikskólar bjóðist fyrir börn 18 mánaða og eldri

og skapa fjölbreyttari úrræði fyrir 12– 18 mánaða börn. Í víðfeðmum bæ þarf að styrkja starfsemi félagsmiðstöðva í hverfunum, fyrir unga fólkið okkar. Við munum stórauka fjárframlög til íþróttamála og hollrar hreyfingar. Heilbrigðið ungra sem aldinna er forgangsmál. Við munum gera hverfin okkar fallegri með gróðri og göngustígum. Við erum sveitarfélag með frábært fólk og ef haldið er rétt á spilunum þá eru okkur allir vegir færir. Við erum með 22 öfluga einstaklinga í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem brenna fyrir sveitarfélagið. Við munum öll leggja okkur fram við að byggja aftur upp eitt eftirsóttasta sveitarfélagið þar sem fólk vill búa og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Í starfinu höfum við kynnst fólki úr öllum flokkum og framboðum sem vill samfélaginu vel og við hlökkum til samstarfsins. Komið með okkur í breytingaliðið! XD

Við í Framsókn höfum sýnt í verki á síðasta kjörtímabili að okkur er umhugað um heilsu og vellíðan íbúa. Fyrir síðustu kosningar lögðum við til að sveitarfélagið myndi gera heiðarlega tilraun til að reka heilsugæsluhluta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með fjármagni frá ríkinu. Við töldum og teljum enn að þjónusta sem rekin er af þeim sem nota hana og þeim sem þekkja nærumhverfið sé besti valkosturinn. Hugmyndin fékk ekki hljómgrunn hjá yfirvöldum og við tók áframhaldandi barátta fyrir nýrri heilsugæslu og auknum fjármunum til rekstrar HSS sem að okkar mati hefur gengið alltof hægt. En nú kveður við annan tón. Þegar sá sem hefur valdið hefur vilja Eftir að Willum Þór Þórsson tók við embætti heilbrigðisráðherra hefur margt gerst í málaflokknum á Suðurnesjum. Fjármagn var tryggt til að hefja miklar endurbætur á HSS, búið er að tryggja fjármagn í nýja heilsugæslu og við finnum að nú er bæði hlustað á raddir okkar og mikill vilji er til þess að snúa hér við blaðinu. Það gerir ekki einn maður heldur þarf allt samfélagið að leggjast á eitt. Þegar samvinna og lausnaleit eru í fyrirrúmi fara hjólin að snúast og þá förum við að sjá jákvæðar breytingar. Við í Framsókn höfum bankað reglulega á dyr HSS með ósk um samvinnu því við teljum að það sé rétta leiðin til að tryggja bætta grunnheilbrigðisþjónustu. Bankið hefur nú þegar skilað árangri því við höfum fullvissað stjórnendur stofnunarinnar um að okkur í Framsókn sé treystandi til að leiða samstarfið af skynsemi svo stofnunin geti þjónað okkur öllum.

í okkar öfluga lið og saman munum við tryggja að málaflokkurinn komist í lag í eitt skipti fyrir öll. Það mun taka tíma en við verðum að hefjast handa strax. Við höfum nú þegar fundað með stjórn HSS og lagt fram okkar áherslur og skýran samstarfsvilja. Það er mikilvægt að efla ímynd stofnunarinnar, vinna áfram að bættu starfsumhverfi núverandi starfsmanna og gera HSS að enn ákjósanlegri valkosti svo fjölga megi heilbrigðisstarfsfólki. Skemmst er frá því að segja að stjórnendur stofnunarinnar hafa tekið boðinu fagnandi og við finnum virkilegan vilja til að hefja hér stórsókn í heilbrigðismálum. Samvinnan er hafin og svona vinnum við í Framsókn. Við erum tilbúin að leiða þessa vinnu, leita lausna og láta verkin tala. Ekkert um okkur án okkar Við í Framsókn höfum lagt til við forstjóra HSS að skipað verði notendaráð stofnunarinnar en það er í samræmi við lagafrumvarp sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir í mars sl. Það frumvarp varðar breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem lagt er til að sett verði á fót sjö manna notendaráð í heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðherra skipar. Notendaráði er ætlað að veita forstjórum heilbrigðisstofnana

ráðgjöf og aðhald með virku samráði til að tryggja að sjónarmið notenda komi til skoðunar við ákvarðanatöku um skipulag og rekstur heilbrigðisstofnana. Forstjórum og stjórn heilbrigðisstofnana, þar sem við á, skulu hafa samráð við notendaráð til að tryggja að sjónarmið notenda séu höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku um atriði er varða hagsmuni sjúklinga innan heilbrigðisstofnana. Kjósum þá sem gæta hagsmuna okkar Þegar þú stígur inn í kjörklefann velur þú þann hóp sem þú treystir best til að gæta þinna hagsmuna og allra bæjarbúa. Það ætlum við að gera í þessum málaflokki sem og öðrum og tryggja að þjónustan taki mið af þörfum notenda, hvort sem hún er á höndum einkaaðila, ríkis eða sveitarfélags. Við í Framsókn erum stolt af því sem við höfum lagt af mörkum til þessa, framundan eru ótal tækifæri í samfélaginu okkar sem þarf að grípa og vinna vel úr. Sú vegferð krefst festu, kjarks og þors til að taka skynsamar ákvarðanir og framkvæma. Við þurfum þinn stuðning til að geta haldið þeirri vinnu áfram því við erum rétt að byrja. Setjum X við B 14. maí og eflum samfélagið okkar – saman!

Svona vinnum við Við í Framsókn ætlum að stíga af krafti inn í þennan samstarfstón forstjóra og stjórnenda HSS og tryggja sátt og þær umbætur sem eru nauðsynlegar. En til að það raungerist þá þurfum við íbúa

Taktu þitt pláss, ÞÚ skiptir máli Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti. Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í umdeildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórnsýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og einstaklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjónustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega samleið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inn á borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggðasafn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir listsköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu

komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjaldfrjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tómstundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fótboltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Píratar og óháðir.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 23

Hvatagreiðslur fyrir eldri borgara og öryrkja Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, 2. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ. Við í Samfylkingunni höfum verið einhuga í að efla heilsu og heilbrigði íbúa bæjarins okkar. Barist gegn heilsuspillandi stóriðju, komið á lýðheilsuráði, ráðið til okkar lýðheilsufulltrúa og stóraukið hvatagreiðslur til barna úr 7.000 í 45.000 kr. Börnin geta nýtt hvatagreiðslur í tómstundir, listgreinar og til íþrótta að þeirra eigin vali. Við höfum verið þátttakendur í lýðheilsuverkefninu Janus heilsuefling frá byrjun eða síðan árið 2017. Við erum mjög ánægð með verkefnið og samstarfið við Janus og HSS. Áttundi hópurinn er í fullum gangi núna þar sem heildarfjöldinn er 156 einstaklingar. Samkvæmt lýðheilsuvísum fyrir Suðurnes fyrir árið 2021 voru fleiri fullorðnir sem mátu líkamlega og andlega heilsu slæma miðað við önnur landssvæði. Í ljósi þessa viljum við ná til fleiri einstaklinga – en í Reykjanesbæ eru einstaklingar 60 ára og eldri alls 3.463 og öryrkjar um 3.110. Ljóst er að sökum fjöldans mun það taka okkur mörg ár að koma öllum sem vilja til Janusar.

Jöfn tækifæri til heilsueflingar Markmið Samfylkingar er að gefa öllum jöfn tækifæri á styrkjum til heilsueflingar og tómstunda og val um það í hvað umræddur styrkur fer. Eldri borgarar og öryrkjar geta því notað hvatagreiðslur sínar í Janusarverkefnið sem við hvetjum til en einnig má nota styrkinn í að kaupa sundkort, kaupa kort í ræktina, fara í golf, velja sér tómstundir við hæfi o.s.frv. Einstaklingarnir ráða því sjálfir og við hleypum fleirum að. Lýðheilsa er okkur mjög mikilvæg og við viljum m.a. koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um stofnum öldungadeilda til að efla virkni eldri borgara. Þá munum tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Nesvöllum en skóflustunga var tekin nýverið að nýju 60 rýma hjúkrunarheimili sem rís þar á næstu árum. Ef við náum að virkja þennan stóra hóp í samfélaginu okkar og efla lífsgæði þeirra og vellíðan þá stuðlum við að betra samfélagi fyrir alla. Höfum hlutina í lagi!

Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg!

Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að

Laugardaginn 14. maí Kjörskrá í Reykjanesbæ, vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara þann 14. maí 2022, liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert á kjörskrá þá má einnig fletta upp í kjörskrárstofni á vefnum kosning.is Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kosið er í fjölbrautaskóla Suðurnesja. Athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Margrét Þórarinsdóttir, 1. sæti. Gunnar Felix Rúnarsson, 2. sæti. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, 3. sæti. Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi.

Sveitarstjórnar kosningar 2022

manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir.

Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00 Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 221. Síminn hjá yfirkjörstjórn er 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar

Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæ t i . V i ð h ö f u m fe n g i ð n ó g ! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Málefni barna í forgrunni því þau eru framtíðin Ásrún Helga Kristinsdóttir, oddviti B-lista Framsóknar í Grindavík. Eitt af því mikilvægasta í lífinu eru börnin okkar. Það er hlutverk okkar fullorðna fólksins að tryggja þeim framtíðartækifæri, vellíðan og hamingju. Öll börn eiga að njóta jafnra tækifæra, upplifa sig velkomin til þátttöku í tómstundastarfi og skóla óháð félagslegum aðstæðum og bakgrunni. Til að skapa barnvænt samfélag er nauðsynlegt að setja börn og fjölskyldur þeirra í forgrunn þjónustulausna og að stuðlað sé að auknu samstarfi meðal stofnanna og kerfa. Ég hef hrifist af vinnu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breytingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Breytingin felur í sér samþættingu um heildstæða þjónustu við börn og hugsuð sem snemmbær stuðningur. Við í Framsókn ætlum að styðja við þá þjónustu í þágu farsældar barna samkvæmt nýju farsældarlögunum. Þegar við ræðum um arðsemi fjárfestinga í samfélaginu okkar er áhugavert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt. Við þurfum að horfa á arðsemi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Grindavík er öflugt samfélag þar

sem börn geta leitað í margar íþróttagreinar og tómstundir hafi þau áhuga á því. Það er til fyrirmyndar hversu lág æfingagjöld eru fyrir börn í Grindavík. Á þessu þurfum við að byggja áfram til að mynda með bættri aðstöðu til íþróttaiðkunar, æskulýðs- og félagsstarfs. Willum Þór heilbrigðisráðherra nefndi við okkur á dögunum að framundan er stórt átaksverkefni í þinginu sem lýtur að lýðheilsu og geðheilbrigði. Horft verður til samstarfs við sveitar- og ungmennafélög. Áskoranir sem unglingarnir okkar standa frammi fyrir eru aðrar en fyrri kynslóðir stóðu frammi fyrir. Dæmi um slíkar áskoranir eru lítill svefn, hættur netsins, skjáfíkn, orkudrykkir og nikótínpúðar og því er mikilvægt að vinna markvisst í forvörnum og fræðslu. Ég hlakka til að sjá vinnu með framhaldið sem verður örugglega til mikilla hagsbóta fyrir börn og ungmenni. Við viljum að Grindavík verði í fararbroddi þegar kemur að velferð barna og ungmenna. Taktu þátt í því með okkur. Kæri íbúi Grindavíkur við óskum eftir þínum stuðningi þann 14. maí og biðjum þig að setja X við B.

Gerum betur fyrir ungmenni í Grindavíkurbæ Jón Fannar hefur setið í ungmennaráði Grindavíkurbæjar og skipar í dag 12. sæti á lista Raddar unga fólksins. Nú er ég að klára annað árið mitt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Bæði árin hafa mikið einkennst af Covid-19 en heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif m.a. á framhaldsskólanema. Þessi tími var ekki sá skemmtilegasti en mér finnst ég sjálfur hafa verið heppinn með margt. Ég er með gott bakland og var mikið með fjölskyldunni að spila og var samveran meiri en vanalega. Félagslífið var lítið sem ekkert en ég gat alltaf spilað körfubolta. Ég hef æft körfubolta í tólf ár og ég fann hvað hann var stór partur af mér og gaf mér mikið þegar reyndi á. Ég náði líka að sinna náminu mínu vel í gegnum fjarnám og átti oft auðveldara með að einbeita mér þegar ég var einn heldur en inni í kennslustundum.

Ég var heppinn og ég geri mér grein fyrir því. Á tímum Covid-19 hefur vanlíðan ungmenna og brottfall úr skóla aukist. Það er ekki hægt að líta framhjá þessum vandamálum. Grindavíkurbær þarf að gera betur fyrir ungmenni á aldrinum sextán til tuttugu ára. Frístundastarf ungmenna er ekki lögbundin og því þurfum við að standa vörð um það. Í dag er Þruman með vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk. Við þurfum að nýta tækifærið á meðan það gefst! Við í Rödd unga fólksins viljum sjá aukið fjármagn til Þrumunnar. Það þarf að mynda framtíðarstefnu í frístundastarfi fyrir alla aldurshópa og halda áfram uppbyggingu á ungmennahúsi hjá Grindavíkurbæ.

Getum þetta saman – Grindavík Hjálmar Hallgrímsson, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, Eva Lind Matthíasdóttir og Sæmundur Halldórsson, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Grindavík. Þann 14. maí næstkomandi munu kjósendur velja sér fulltrúa í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar til næstu fjögurra ára. Ljóst er að fimm framboð verða í sveitarfélaginu og er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa áhuga á málefnum bæjarfélagsins. Fjölbreytnin er töluverð og gefur það íbúum Grindavíkurbæjar all nokkra valmöguleika til að velja þá einstaklinga sem þeir treysta best að stýra sveitarfélaginu næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík býður fram lista með öflugum einstaklingum sem hafa meðal annars reynslu af sveitarstjórnarmálum og stjórnun sveitarfélagins. Listinn er mjög fjölbreyttur og teljum við hafa tekist vel til vals á frambjóðendum sem koma mismunandi sjónarmiðum að málefnum, hvort sem litið er til aldurs, kynja, starfa eða reynslu. Frambjóðendur sjálfstæðisflokksins vinna sem ein heild og hafa sett stefnu í að byggja upp sterka innviði, auka þjónustu við íbúa, skapa ákjósanlegt rekstrarumhverfi til fyrirtækjareksturs, horfa til frambúðar í stefnumótun og síðast en ekki síst að rekstur að sveitarfélagsins standi undir þjónustunni sem því ber að veita. Eftirfylgni og stöðugleiki Fyrir seinasta kjörtímabil setti sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík fram metnaðarfulla stefnu og er fagnaðarefni að segja frá því að mjög vel hefur tekist til að fylgja henni eftir. Mikill vandi var hjá barnafjölskyldum hvað varðar aðgang að daggæslu eða leikskólaplássum. Á stefnuskránni okkar var meðal annars að opna daggæslu á Gerðavöllum og hefja vinnu við nýjan leikskóla. Daggæslan á Gerðavöllum varð að veruleika snemma kjörtímabilsins, ásamt því að bætt var deild hjá leikskólanum Króki sem leysti brýnan vanda hjá mörgum barnafjölskyldum. Birgitta H. Ramsay Káradóttir, bæjarfulltrúi sat í byggingarnefnd fyrir leikskóla og hefur nýr leikskóli verið hannaður og er tilbúinn í útboð sem er áætlað á árinu. Markmiðið sjálfstæðisflokksins í Grindavík er að veita öryggi og þjónustu strax að loknu fæð-

Nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum

Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí 2022

Kjörstaður í Grindavík. Kjörfundur fyrir kjósendur í Grindavík er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjördagur sveitarstjórnarkosninga er 14. maí 2022. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum. Talning atkvæða fer fram á sama stað, að loknum kjörfundi. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar.

ingarorlofi á ábyrgan hátt. Teljum við það ákjósanlegast í höndum fagaðila í leikskólum bæjarins, þar sem grunnur að menntun barna er lagður á fyrsta skólastiginu. Því er ánægjulegt að leikskóli í Hlíðarhverfi sé að verða að veruleika. Atvinnu og ferðamál urðu fyrir barðinu á miklum hæðum og lægðum á kjörtímabilinu. Á stefnuskrá okkar í sjálfstæðisflokknum settum við það markmið að ráða ferðamálafulltrúa og að skapa kjöraðstæður fyrir fyrirtæki í bæjarfélaginu. Upplýsinga- og ferðamálafulltrúi var ráðinn til starfa og varð fljótt mikilvæg stoð í miðlun upplýsinga í kringum stórvæginleg málefni sem upp komu, jarðhræringar sem enduðu á eldgosi og heimsfaraldur. Auðvitað höfðu þessi fyrirbæri líka víðtæk áhrif á aðra starfsemi hér í Grindavík en teljum við að fyrirtæki og stofnanir hafa staðið sig með eindæmum vel í að vera lausnamiðuð og vinna sem best úr aðstæðum. Hvað varðar málefni eldri borgara viljum við lýsa yfir stolti af þeirri hugmynd sem sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík kom með varðandi Félagsheimili eldri borgara. Oddviti sjálfstæðismanna, Hjálmar Hallgrímsson leiddi vinnuhóp um bygginguna sem mun vonandi efla félagsstarf eldri borgaranna okkar. Eftir vel ígrundaða hönnunarvinnu í samráði við eldri borgara, ásamt skipulagningu á svæðinu kringum Víðihlíð er niðurstaðan skemmtilegt hverfi og glæsileg bygging sem hýsa mun félagsheimilið. Það verður vissulega fagnaðarerindi þegar félagsheimilið verður tekið í notkun. Enn fremur settum við okkur stefnu í að efla og styðja sérstaklega við eldri borgara, en starfsmenn Miðgarðs stóðu vaktina með mikilli prýði og sveigjanleika í því mikla óvissuástandi sem ríkti á kjörtímabilinu sem leið. Ánægjan býr í Grindavík Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að íbúar Grindavíkur eru almennt mjög ánægðir með þjónustu og stjórnsýslu í bæjarfélaginu og það er ánægjuefni að sjálfstæðisflokkurinn hafi setið í

meirihluta bæjarstjórnar á tímamótum sem þessum. Á stefnuskrá sjálfstæðisflokksins lögðum við áherslu á að halda áfram jákvæðum rekstri bæjarsjóðs og lágmarka álögur á bæjarbúa. Það hefur tekist vel, og er niðurstaða ársreiknings bæjarfélagsins í takt við stefnu okkar. Endurskipulagning á sundlaugarsvæðinu og frágangur á íþróttasvæðinu var einnig nefnt á stefnuskrá okkar og er sú skipulagsvinna hafin nú þegar. Við bindum miklar vonir við komandi kjörtímabil að fá tækifæri til að hanna sundlaugarsvæðið og íþróttasvæðið í heild með þarfir stækkandi bæjarfélags í huga. Við viljum hugsa stórt og gera stefnu til lengri tíma, setja nýja sundlaug í forgang og skoða kosti og möguleika á fjölnota íþróttahúsi með knattspyrnuvellli í fullri stærð. Stefnan er að geta boðið framúrskarandi aðstæður og fjölbreytt framboð þegar kemur að heilsueflingu ásamt hreyfingu, sem lið í bættri lýðheilsu allra bæjarbúa. Stækkandi bæjarfélag Framtíðin er björt í Grindavík og er fyrirsjáanlegt að bæjarfélagið muni stækka nokkuð á komandi kjörtímabili. Því er mjög mikilvægt að halda vel utan um innviði samfélags okkar Grindavíkinga og styðja við starfsemi og þjónustu í takt við fjölgun íbúa. Meðal annars þarf að horfa sérstaklega til stöðugleika í rekstri, menntastofnana, leikskóla jafnt sem grunnskóla, félagsþjónustu, íþrótta og æskulýðsstarfs og afþreyingu til ungra sem aldna. Þannig náum við árangri og áframhaldandi ánægju íbúa. Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík óskar eftir stuðningi Grindvíkinga þann 14. maí til áframhaldandi stöðugleika og góðra verka. Setjum X við D

Hvað með félagsstarf yngri borgara? Siggeir F. Ævarsson, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra í Grindavík. Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur félagsstarf eldri borgara fengið töluverða athygli hér í Grindavík, og fagna ég því. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar stækkar þessi þjóðfélagshópur hratt og Grindavíkurbær sem sveitarfélag þarf að sinna honum af ábyrgð og röggsemi. Öldrunarþjónusta er lögboðin þjónusta sveitarfélaga og þar hefur núverandi meirihluti hreinlega dregið lappirnar síðustu ár. En nú sér loks til lands í því stóra verkefni sem er félagsaðstaða eldri borgara. Samfylkingin og óháðir munu leggja áherslu á að koma því verkefni á skrið enda verða þá slegnar tvær flugur í einu höggi með því að byggja um leið fullkomið og nútímalegt húsnæði fyrir heilsugæslu í sama húsi. Heilbrigðisþjónusta er eitt af þeim verkefnum sem er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins, en mælist þó alltaf afar neðarlega í ánægjukönnun íbúa. Með því að skaffa HSS fullkomna aðstöðu fyrir heilsugæslu getur Grindavíkurbær lagt sitt lóð á vogarskálarnar í að efla þessa þjónustu í heimabyggð. Ef heilsugæslan flytur af Víkurbraut 62 losnar þar umtalsvert pláss, og vill svo til að það eru fleiri en eldri borgarar í Grindavík sem þyrstir í meira pláss og húsnæði. Má segja að með þessum flutningum fari ákveðinn húsnæðiskapall af stað sem væri áhugavert að sjá hvernig gengur upp. Félags- og skólaþjónustan okkar er t.d. á algjörum hrakhólum. Þá hefur einnig

verið kallað eftir meira rými fyrir Þrumuna og að komið verði upp ungmennahúsi fyrir félagsstarf 16-25 ára. Félagsstarf 16-25 ára ungmenna verður gjarnan afgangsstærð í umræðunni, þá sérstaklega yngsta aldursbilið, sem lendir einhvern veginn á milli. Persónulega langar mig að vinna í þessum málum í góðu samtali við þennan hóp og eiga samtal Ungmennaráð og Þrumuna. Mig langar líka að efla Þrumuna. Þar er unnið ómetanlegt forvarnarstarf af öflugum hópi og við þurfum að fjölga stöðugildum þar. Ég held að flestir geri sér ekki grein fyrir því hversu öflugt starfsfólk Þrumunnar er, og hversu mikið starf þau vinna miðað við hversu fá stöðugildin þar eru. Mín framtíðarsýn er sú að í Grindavík rísi öflugt ungmennahús. Hvar nákvæmlega væri gott að ákveða í samráði við þá sem nota það. Hugmyndir sem nefndar hafa verið eru t.d. á reitnum þar sem gömlu smíða- og myndmenntastofurnar eru núna eða nálægt íþróttahúsinu. Þriðja hæðin á Víkurbraut 62 gæti líka komið til greina. Í ungmennahúsi gætum við líka komið upp öflugri aðstöðu fyrir rafíþróttadeild UMFG. Möguleikarnir eru margir og tækifærin eru klárlega til staðar. Það er okkar sem skipum næstu bæjarstjórn að nýta þessi tækifæri. Vonandi fáum við í Samfylkingunni og óháðum ykkar stuðning til að láta þessar hugmyndir verða að veruleika.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 25

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum

Ungmennaráð ásamt bæjarstjórn.

Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í síðustu viku. Á fundinum fóru fulltrúar ungmennaráðs, þau Friðrik Þór Sigurðsson, formaður, Una Rós Unnarsdóttir og Vignir Berg Pálsson yfir starf ráðsins í vetur. Í kjölfarið fóru fram umræður um stöðu ungs fólks í Grindavík, m.a. um stöðu ungmennaráðs, félagsmiðstöðina Þrumuna, ungmennahús, ungmennagarðinn og íþróttasvæðið. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Auk bæjarfulltrúa og fulltrúa í ungmennaráði sátu fundinn þau Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar, Melkorka Ýr Magnúsdóttir, umsjónarmaður ungmennaráðs í vetur, og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Hlutverk ungmennaráðs er að vera bæjarstjórn ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum þrettán til átján ára í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð 2021–2022 er þannig skipað: Tómas Breki Bjarnason Emilía Ósk Jóhannesdóttir Jón Breki Einarsson Rakel Vilhjálmsdóttir Una Rós Unnarsdóttir Ólafur Reynir Ómarsson Friðrik Sigurðsson

Varamenn: Steinunn Marta Pálsdóttir Patrekur Atlason Vignir Berg Pálsson

Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 6000 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin á Reykjanesskaganum síðustu fjóra mánuði er talsvert minni en mældist í upphafi óróatímabils sem hófst á Reykjanesskaganum um miðjan desember 2019. Á fyrstu fjórum mánuðum þess tímabils mældust um 9600 skjálftar og voru 37 þeirra af stærð 3 og þrír yfir 4 að stærð.

til kvikuhreyfinga vestast á nesinu,“ segir Benedikt.

Hættumat eykur getuna til að bregðast rétt við atburðum „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. „Það er þensla í gangi sem bendir til kvikusöfnunar og á meðan að hún er í gangi þurfum við að vera á tánum og vera tilbúin fyrir ákveðnar sviðsmyndir ef til eldgoss

kemur. Þar getur verið um að ræða eldgos svipuðu því sem við sáum við Fagradalsfjall þar sem talsverð gasmengun fylgdi gosinu. Eins þurfum við að búa okkur undir eldgos nálægt ströndinni, jafnvel neðansjávar, en slíku eldgosi gæti fylgt öskufall,“ segir Sara. „Verið er að vinna hættumat og áhættumat fyrir Reykjanesskagann í „Gosvár“ verkefninu þar sem t.d. hefur verið lagt mat á hver áhrif frá öskufalli hafi í byggð og þá til að geta brugðist við slíkum atburði. Í millitíðinni er svæðið vaktað og vísindamenn fylgjast náið með öllum breytingum sem verða á virkninni,“ segir Sara að lokum.

Vísbendingar um kvikusöfnun á talsverðu dýpi GPS-mælanetið á Reykjanesskaganum sem nemur færslur á yfirborði jarðar sýnir víðáttumikið þennslumerki sem bendir til kvikusöfnunnar á > 16 km dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar eru merkjanlegar sem gætu bent til þess að kvika sé að nálgast yfirborðið eins og greint var frá í tengslum við jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall í lok síðasta árs. Nýlegar InSAR gervitunglamyndir eru í samræmi við það sem sést á GPS mælum. „Það er talsverð áskorun að greina virknina á Reykjanesskaganum,“ segir Benedikt G. Ólafsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga á Veðurstofu Íslands á vef stofnunarinnar. „Á Reykjanesskaganum á sér stað flókin víxlverkun á milli virkni vegna kviku og virkni vegna flekamóta sem getur gert erfitt um vik að greina á milli hvað er hvað. Skjálftahrinur á skaganum hafa oft einkenni hrina sem verða vegna kvikuhreyfinga þó þær séu það ekki og það gæti átt við í tilfelli hrinunnar á Reykjanestá þó svo að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt. Það eru allavega engar sjáanlegar landbreytingar sem benda

Mælingar hafa sýnt kvikusöfnun á miklu dýpi en engar vísbendingar eru um að kvika sé að nálgast yfirborð. VF-mynd: Hilmar Bragi

Vísindaveisla í Grindavík – fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna

Úr hljóðveri Studio°240.

Góðan daginn Grindvíkingur – Nýtt hlaðvarp Grindavíkurbæjar Fyrstu þættirnir af Góðan daginn Grindvíkingur, nýju hlaðvarpi Grindavíkurbæjar, eru komnir í loftið. Hlaðvörp, fyrir þá sem ekki þekkja til, eru spennandi leið til þess að miðla upplýsingum um þjónustu sveitarfélagsins og þau verkefni sem unnið er að. Þá gefst tækifæri með hlaðvarpinu til að kynnast áhugaverðu fólki og heyra sögur þeirra sem auðga samfélagið okkar.

Hlaðvarpið er tekið upp í Studio°240, sem staðsett er í félagsmiðstöðinni Þrumunni og sett var upp að frumkvæði ungmennaráðs Grindavíkurbæjar. Ungmennaráð hefur einmitt umsjón með fimm af sex fyrstu þáttum hlaðvarpsins þar sem rætt er við oddvita þeirra framboða sem bjóða fram í sveitastjórnarkosningum í Grindavík þann 14. maí næstkomandi.

Heiti hlaðvarpsins, Góðan daginn Grindvíkingur, eru sótt í kvæði eftir Örn Arnarson en í fyrsta þætti hlaðvarpsins segir Aðalgeir Jóhannsson (Alli á Eyri) m.a. frá sögu kvæðisins.

Vorið er komið og það þýðir Háskólest Háskóla Íslands rúllar af stað um landið og verður stödd í Grindavík dagana 12.–14. maí með fjölbreytta dagskrá í boði. Haldnar verða kennarasmiðjur og námskeið fyrir grunnskólanemendur en dagskránni lýkur svo með sannkallaðri vísindaveislu fyrir allt samfélagið í Kviku, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur, laugardaginn 14. maí frá kl.12 til 16. Þar býðst fjölskyldumeðlimum á öllum aldri að kynnast undrum vísindanna með gangvirkum og lifandi hætti í gegnum fjölbreytt tæki, tól og smiðjur. Verið hjartanlega velkomin – enginn aðgangseyrir!

Megináherslan í starfi Háskólalestarinnar er á að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Í áhöfn lestarinnar eru kennarar og nemendur við Háskóla Íslands, sem flestir hverjir eru líka leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. Föstudaginn 13. maí mun nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Grindavíkur bjóðast námskeið um flestallt milli himins og jarðar, þar sem fjallað verður um eldfjöll, töfra ljóss og lita, orkuskipti, vindmyllur, efnafræði, forritun með skynjurum

og föndri, sjúkraþjálfun, dulkóðun og japanskir menningarheimar skoðaðir. Auk námskeiðanna fyrir unga fólkið verður sú nýjung í Háskólalestinni að þessu sinni að sérstakar kennarasmiðjur verða í boði fimmtudaginn 13. maí fyrir alla kennara á Suðurnesjum. Vísindasmiðja Háskóla Íslands hefur undanfarin ár boðið kennurum í fjölbreyttar smiðjur, með áherslu á verklega fræðslu og tilraunir. Mikil eftirspurn hefur verið eftir endurmenntun af þessu tagi og nú verða valdar smiðjur í boði fyrir kennara á landsbyggðinni. Stefnt er á að gera þessa þjónustu að föstum lið í Háskólalestinni. Háskólalestin hefur heimsótt hátt á fjórða tug áfangastaða um allt land og fengið einstaklega hlýjar móttökur hvert sem komið er. Það er því alltaf mikið tilhlökkunarefni að hefja ferðina ár hvert með fjölbreytta fræðslu í en allt starf lestarinnar er skipulagt í nánu samstarfi við sveitarfélög og skóla hvers áfangastaðar. Það má því með sanni segja að tilhlökkun sé í lofti fyrir fjölbreyttri fræðslu Háskólalestarinnar í frábærum félagsskap ungu kynslóðarinnar.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Tómstundir í Suðurnesjabæ eru ekki aukaatriði

Ábyrg fjármálastjórn

Sigfríður Ólafsdóttir, skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og skipar 1. sæti á D-lista.

Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að fá útrás fyrir orku, tjáningu og hæfileika. Við viljum auka tómstundir og íþróttastarf, dans, rafíþróttir og virkja körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Við viljum að það verði eitt tómstundagjald á barn og með því aukum við forvarnir hjá börnunum okkar. Það er vond staða að bjóða iðkendum og foreldrum upp á að þurfa

að fara á milli bæjarfélaga til að sækja tómstund er hentar hverju og einu barni. Aðstæður og staða foreldra eru mismunandi og því leggjum við til að komið verði á tómstundarútu til að koma til móts við þarfir barnanna er þurfa að fara á milli Garðs og Sandgerðis. Atvinna og tómstund eiga ekki að rekast á heldur eigum við að létta undir með foreldrum og forráðamönnum barna. Við viljum skipuleggja tómstundaog íþróttastarf á þann hátt að börnin kynnist sem flestum greinum, en þurfi

ekki að velja eina grein þar sem stuðningur sveitarfélagsins er ekki nægur. Börn eru líklegri til að finna sín áhugasvið og styrkleika ef þau vita hvort áhugi þeirra og styrkleiki liggi þar. Það er mikilvægt að við gerum hlutina á forsendum barnanna ekki duttlungum stjórnmálanna. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um velferð barna, þroska og möguleika þeirra. Einnig hefur íþrótta- og tómstundastarf styrkt sjálfsmynd barna. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta drauma sína.

Framtíð Suðurnesjabæjar er björt Suðurnesin eru skilgreind sem vaxtarsvæði af ríkinu og uppbygging í kringum alþjóðaflugvöllinn ásamt framtíðarsýn ISAVIA í þeim efnum gefur tilefni til mikillar bjartsýni hvað varðar atvinnumöguleika til langrar framtíðar. Sveitarfélagið þarf að bregðast hratt og örugglega við til að anna eftirspurn eftir íbúðalóðum og lóðum undir atvinnustarfsemi. Ganga þarf óhikað í þá vinnu til að uppbygging verði í takt við

þá gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur á fasteignamarkaði. Ásamt þessu þurfa stjórnendur sveitarfélagsins að vera tilbúnir að taka djarfar ákvarðanir þegar kemur að stærri framkvæmdum innan sveitarfélagsins til næstu ára. Aðstöðu til íþróttaiðkunar yfir vetrartímann verður að bæta strax á næsta ári, við getum ekki beðið lengur. Sveitarfélagið telst á þessari stundu ekki samkeppnishæft sem vænlegur búsetukostur

þegar kemur að foreldrum með börn í íþróttum. Þessu þarf að breyta. S-listi Samfylkingar og óháðra vill að Suðurnesjabær byggist upp sem sveitarfélag sem hefur upp á flest allt það að bjóða sem íbúar sækjast eftir. Ákvörðunum um framkvæmdir þarf að fylgja eftir af festu og áræðni. Frambjóðendur okkar eru tilbúnir í þá vinnu. Setjum X við S á kjördag.

Það hefur alltaf verið grunnur í starfi mínu í sveitarstjórn að ábyrg fjármálastjórn sé höfð að leiðarljósi, þetta er grunnur framtíðar hvers sveitarfélags. Ef þessi grunnhugsun er ekki til staðar getur illa farið, það er nefnilega auðveldara að eyða en greiða. Við á D-lista munum sem fyrr fylgja því að gæta aðhalds í rekstri og fjárfestingum en um leið munum við halda áfram að byggja upp bæinn og þjónustuna fyrir íbúana. Við erum að hefja byggingu nýs leikskóla í Sandgerði þar sem byggður verður sex deilda leikskóli en fjórar deildir verða teknar í notkun strax og tvær síðar. Í lok næsta kjörtímabils munum við þurfa að hefja byggingu á nýjum leikskóla í Garði en gert er ráð fyrir honum í nýju skipulagi. Við höfum verið að stækka Gerðaskóla og er sú viðbygging tekin í notkun í nokkrum skrefum. Á komandi kjörtímabili munum við þurfa að huga að stækkun á Sandgerðisskóla og vonandi getum við byggt hann upp á svip-

aðan máta, stækkað og tekið í notkun í skrefum. Við munum nálgast byggingu fjölnota íþróttahúss á sama hátt, við byggjum gervigrasvöll, en gerum ráð fyrir í hönnun hans að hægt sé að byggja yfir hann síðar. Margir spyrja hvers vegna þessi leið sé farin í stað þess að byggja fjölnota hús strax. Svarið við þeirri spurningu er einfalt, við höfum bara ekki efni á því eins og staðan er í dag og tekið er tillit til þeirra framkvæmda sem framundan eru og þeirra fjármálareglna sem sveitarfélag þarf að uppfylla. Það er jú þannig að við getum ekki eytt um efni fram, það kemur alltaf í bakið á okkur ef við gerum það. Kæri kjósandi, ef þú ert sammála okkur á D-listanum og vilt áfram ábyrga fjármálastjórn sem grunn að framtíð sveitarfélagsins þá biðjum við þig um stuðning á laugardaginn. Setjum X við D

Framtíðarsýn Bæjarlistans í Suðurnesjabæ Á Bæjarlistanum situr fjölbreyttur hópur fólks sem hefur hugsjón fyrir Suðurnesjabæ. Frambjóðendur listans eru á öllum aldri og hafa margvíslega reynslu úr námi, atvinnulífinu og stjórnmálum. Allir eiga það þó sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að byggja upp gott samfélag í fallegum bæ. Við á Bæjarlistanum viljum fyrst og fremst að íbúum líði vel í sveitarfélaginu og finni að það er gott að búa í Suðurnesjabæ. Það er mikilvægt að þjónusta sé góð við alla íbúa en þó viljum við leggja sérstaklega áherslu á að skólarnir okkar geti sinnt öllum sínum nemendum vel og að eldri borgarar og fólk með fötlun fái framúrskarandi þjónustu. Okkur langar til að fegra bæinn okkar, þannig að alls staðar þar sem komið er inn í hverfi bæjarins blasi við snyrtilegt umhverfi sem býður fólk velkomið. Þar séu skjólgóðir áningarstaðir þar sem fólk getur sest niður og notið útiveru og góðir göngu og hjólastígar á milli staða. Halda þarf áfram með öfluga uppbyggingu íþróttaaðstöðu. Íbúar þurfa að finna og sjá að við erum heilsueflandi samfélag, enda hefur sú stefna snertiflöt við alla málaflokka. Við viljum að atvinnulíf blómstri í Suðurnesjabæ og að vel sé tekið á móti nýjum fyrirtækjum. Jafnframt eiga þau fyrirtæki sem þegar eru í bæjarfélaginu að finna fyrir stuðningi og samvinnu við bæjarstjórn í markaðssetningu.

Frá afhendingu gjafanna frá Kiwanisklúbbnum Hofi. F.v.: Jón Hjálmarsson, Gísli Kjartansson, Vilma Úlfarsdóttir, Guðmundur Th. Ólafsson, Tinna Torfadóttir og Magnús Eyjólfsson. VF-myndir: Hilmar Bragi

Góðar gjafir frá fimmtugum Kiwanisklúbbi Uppbygging atvinnutækifæra er eitt af mikilvægustu verkefnum samfélags svo að það nái að vaxa og dafna. Mikil áhersla verður lögð á fagmennsku í stjórnsýslu og fjármálum og teljum við að sinna þurfi mannauðsmálum af festu og mannúð. Til að stofnanir sem vinnustaðir nái að sinna sínum verkefnum á sem bestan máta þarf að halda vel utan um starfsmannahópinn. Hjá bæjarfélaginu starfar öflugur hópur fólks sem sinnir daglegum störfum af alúð og dugn-

aði og verðum við að leggja mikinn metnað í að halda í þennan góða hóp og sinna honum vel. Framtíðarsýn okkar byggist á þeirri trú að Suðurnesjabær muni blómstra og vera lifandi, lýðræðislegt samfélag með góðri þjónustu, fallegu umhverfi og nægri atvinnu. Til þess þurfum við öll að taka höndum saman, íbúar, starfsfólk og bæjarstjórn. Setjum X við O í Suðurnesjabæ á laugardag.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

óskar að ráða framhaldsskólakennara í eftirtaldar stöður:

Dagdvöl aldraðra í Garði og félagsstarf aldraðra í Auðarstofu í Garði bárust góðar gjafir á dögunum frá félögum í Kiwanisklúbbnum Hofi í Garði. Dagdvölin fékk þrekhjól til afnota og eignar. Hjólið er sérstaklega ætlað fyrir eldri borgara. Við sama tækifæri fékk félagsstarf aldraðra í Auðarstofu afhentar tvær spjaldtölvur ásamt lyklaborðum og hlífðarhulstrum fyrir tölvurnar. Kiwanisklúbburinn Hof er 50 ára á þessu ári en klúbburinn var stofnaður í Garði árið 1972 og hefur starfað óslitið síðan. Helsta fjáröflun klúbbsins í öll þessi ár hefur verið flugeldasala en undanfarin ár hefur hún verið í góðu samstarfi við Björgunarsveitina Ægi í Garði. Það voru þær Tinna Torfadóttir frá dagvöld aldraðra og Vilma Úlfarsdóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Auðarstofu í Garði og Mið-

Jarðfræði/náttúrufræðigreinar (100% afleysing) Íslenska/íslenska sem annað tungumál (100% afleysing) Danska (75% afleysing) Enska (100%) Sjúkraliðagreinar (50%) Sérkennari (100%) Nánari upplýsingar má sjá á starfatorg.is og umsóknum skal skilað gegnum þann vef.

Guðmundur Th. Ólafsson á þrekhjólinu í dagdvölinni ásamt þeim Jóni, Magnúsi, Tinnu og Gísla.

Vilma frá félagsstarfi aldraðra í Suðurnesjabæ og Guðmundur Th. Ólafsson, forseti Hofs, með gjafabréf fyrir spjaldtölvum og tengdum búnaði. húsum í Sandgerði, sem veittu gjöfunum viðtöku. Fulltrúar Kiwanis við athöfnina voru þeir Guðmundur Th. Ólafsson, Magnús Eyjólfsson, Gísli Kjartansson og Jón Hjálmarsson.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 27

Menningarsjóður Suðurnesjabæjar kemur með vítamínsprautu í menningarlíf bæjarins Fyrstu styrkirnir úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar voru afhentir við hátíðlega athöfn á Almenningsbókasafni Suðurnesjabæjar á mánudagskvöld. Að þessu sinni voru afhentir fjórir menningarstyrkir að upphæð samtals 750.000 krónur. Það er ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar sem heldur utan um menningarsjóðinn. Fulltrúar styrkhafa ásamt Braga Einarssyni frá Litla leikfélaginu og Rakel Ósk Eckard, formanni ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi Boðið var upp á tónlistaratriði frá tónlistarskólum Suðurnesjabæjar. Wiktoria Nut spilaði á píanó, Kári Sæbjörn Kárason spilaði á gítar og Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir söng tvö lög í lok athafnar við undirleik Geirþrúðar Fanneyjar Bogadóttur. Menningarsjóður Suðurnesjabæjar byggir stoðir sínar á gjöf frá Litla leikfélaginu sem starfaði í Garði um áratuga skeið en skrifað var undir samkomulag um gjöfina í september 2020. Um er að ræða fjármuni sem Litla leikfélagið átti.

Annars vegar í minningarsjóði um Rögnvald Finnbogason, sem var virkur félagi í leikfélaginu en lést langt fyrir aldur fram, hins vegar fjármunir sem félagið átti á bankareikningi þegar starfsemi þess lognaðist út af. Þegar nýjar reglur um peningaþvætti og félagasamtök tóku gildi fyrir fáeinum misserum var ákveðið að leggja Litla leikfélagið formlega niður og sjóðir þess voru þá lagðir sem stofnframlag í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar. Í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk

Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar sé að styrkja menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ með fjárframlögum og efla þannig einstaklinga og félagasamtök til virkrar þátttöku. Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái framlag úr fjárhagsáætlun á hverju ári en að auki getur sjóðurinn tekið við gjöfum sem ætlaðar eru til að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ, beri svo við. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Bragi Einarsson frá Litla leikfélaginu og Bergný Jóna Sævarsdóttir frá Suðurnesjabæ. Hún afhenti Braga blómvönd við upphaf dagskrár sem þakklætisvott fyrir framlag hins aflagða félags til Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar. Rakel Ósk Eckard, formaður ferða-, safna- og menningarráðs, afhenti styrki úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar en að þessu sinni var úthlutað styrkjum fyrir 750.000 kr. Hollvinir Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst fengu úthlutað kr. 250.000 fyrir fjögur verkefni sem unnið er að. Verkefnin sem sótt var um eru: • Ættartré Unu Guðmundsdóttur – sjónrænt og stafrænt. • Skil – Viskuorð Unu í formi spilastokks. • Fræðsla – Gerð námsefnis um Unu Guðmundsdóttur, störf hennar og áhugamál og lífið í Gerðahverfinu á hennar tímum. • Málþing á Unuhátíð en hugmyndin er að hafa þrjú erindi henni tengd á málþinginu. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar fékk úthlutað kr. 250.000 vegna tónleikahalds. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar sótti um í sjóðinn vegna tónleikraða félagsins sem flestir hér hafa orðið varir við og ljóst að félagið hefur lífgað mikið upp á menningartengda viðburði í Suðurnesjabæ. Almenningsbókasafn Suðurnesjabæjar fékk úthlutað kr. 100.000 til að mæta kostnaði við fræðsluerindi sem safnið stendur fyrir. Almenningsbókasafn Suðurnesjabæjar hefur staðið fyrir ýmissi kvöld- og seinnipartsdagskrá í vor og sumar og áform eru um að halda því áfram. Útskálakirkja fékk úthlutað kr. 150.000 til að standa straum að kærleikstónleikum með Regínu Ósk og undirleikara. Hugmyndin er að bjóða upp á notalega tónleika með tónlist sem tónlistarmaðurinn velur og hefur kærleik, von og trú að leiðarljósi. Mikil ánægja var með úthlutunina og ljóst er að menningarlíf í Suðurnesjabæ blómstrar þessa dagana en fyrir viku opnaði Byggðasafnið á Garðskaga aftur eftir endurbætur en þar er m.a. hægt að fræðast um verslunarsögu í Suðurnesjabæ.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Fræðsluráð óskar eftir tilnefningum Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningar- verðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 30. maí nk. Nánari upplýsingar og hlekkur inn á eyðublað fyrir tilnefninguna má finna á vef Reykjanesbæjar

www.reykjanesbaer.is


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Fjármálin skipta máli

Kjósum nýja forystu í Vogum

Kristinn Björgvinsson, oddviti L-listans, lista fólksins, í Sveitarfélaginu Vogum.

Annas Jón Sigmundsson, 6. sæti á D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum.

Vér göngum svo léttir í lundu, því lífsgleðin blasir oss við. Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvana klið. Þessi texti á ágætlega við nú í aðdraganda kosninga 2022 þar sem allir framboðslistar reyna eftir fremsta megni að syngja viljayfirlýsingar og loforð fyrir komandi kjörtímabil. Allir vilja vel og allir ætla að leggja sig fram um að gera góðan bæ betri og er ég ekki undanskilinn . Það er nú einu sinni þannig að við þurfum aðeins að staldra við og skoða hvað er í boði, líta aðeins aftur í tímann og setja hlutina í samhengi. Ef við tökum til að mynda ábyrga fjármálastjórn E-listans hvernig hefur hún verið. Þeir voru í meirihluta 20062011. Árið 2006 bjuggu hér 1106 íbúar og voru skuldir á hvern íbúa 408.442.til rekstrarniðurstöðu ársins 2011 hækkaði skuld á íbúa í 1.572.000.- og þá voru 1130 íbúar ss skuldir og skuldbindingar hækkuðu úr 451.736.852.í 1.776.001.000.- Þetta gerist vegna gengisþróunar óhagstæðra lána og kannski óviðráðanlegra aðstæðna í leiguskuldbindingum en skuldir og skuldbindingar engu að síður þó svo að E listinn væri búinn að nota vexti og verðbætur af framfarasjóði sveitarfélagsins til að rétta af fjárlagahalla yfir 300 milljónir. Árið 2011 urðu meirihluta slit eftir skammt samband E-lista og H-lista, slitnaði upp úr því vegna þess að E-listinn vildi línur í lofti (þar hefur reyndar orðið viðsnúningur eins og á svo mörgu.) enn H listinn í jörðu var það bitbeinið hjá þeim en ekki rekstur bæjarins. Stofnuðu L-listi og H-listi þá meirihluta og á þeim tíma var ákveðið að ráðast í að greiða niður óhagstæðar skuldir og kaupa til baka eignir sveitarfélagsins af Fasteign hf. Við þessa gjörninga lækkuðu skuldir og skuldbindingar úr 1.572.000.- mv 1130 íbúa

niður í 807.000.- mv 1109 íbúa (árið 2014). Áttu áhrif þessa gjörnings eftir að lækka skuldir og skuldbindingar enn frekar næstu 2 árin. Nú tekur E-listin aftur forystu og við ágætis búi í maí 2014 og heldur ótrauður áfram kaupir fasteignir á borð við Voga hf ca 40 m. keypti verslunina í Iðndal 2 á ca milli 25 og 30 m (hef ekki nákvæma tölu), rekur bensínstöð og hraðbanka. Keypti Garðhús (kaupverð ekki vitað) mikil fasteignaviðskipti sem skila engum arði fyrir skattgreiðslur bæjarbúa. Enda nú í lok árs 2021 eru skuldir og skuldbindingar orðnar 1.215.000.- mv 1357 íbúa ss 1.648.755.000.Nú kunna menn að segja að hallinn sé aðstæðum að kenna 2020 og 2021, enn sannleikurinn er sá að skuldir og skuldbindingar hafa hækkað um hundrað til 200 milljónir jafnt og þétt frá 2018. Sjálfstæðismenn hafa í tvö kjörtímabil setið í minnihluta með tvo kjörna fulltrúa og ekki kannski mikið svo sem um það að segja en er D-listinn flokkur niðurrifs eða uppbygginga? Oddviti D-listans hefur viljað rífa Voga hf hús sem kannski í raun kom Vogunum á kortið því þar var atvinna, hingað fluttist fólk byggði sér hús og lögðu grunn að þessum góða bæ sem hann er í dag. Ég las grein í dag frá oddvita sjálfstæðismanna þar talar hann um hafnarsvæðið, deiluskipuleggja fyrir íbúabyggð „Rífa gamla vigtarskúrinn“ þar er fyrirtæki í dag sem telur um sjö störf en við skulum rífa hann, það eru nokkur fyrirtæki á hafnarsvæðinu eiga þau öll að víkja sem ekki fara saman með íbúabyggð. Oddviti sjálfstæðismanna talar nær eingöngu um íbúabyggð en ekki atvinnu uppbyggingu sem er ekki alveg í takt við það að þeir ætla ekki að snúa stefnu sinni í leikskóla málum þó svo að sú stefna virðist gera barna fólki mjög erfitt eða nær

vonlaust að setjast að í Vogum ef það þarf að sækja vinnu í önnur bæjarfélög. E listinn má þó eiga það að þrátt fyrir að vera í meirihluta og hafa samþykkt þessar breytinga og getað breytt til baka fyrir kosningar eru þó komnir með það að vilja endurskoða afstöðu sína að afloknum kosningum. En þeirra listi er fullur af góðu fólki rétt eins og hjá E- og L-listanum. En því miður vitum við öll hvað ábyrg fjármálastjórn þýðir hjá sjálfstæðismönnum, vonum bara að Vogarnir verði ekki seldir á lokuðu útboði eða hraðbankinn seldur til vina og vandamanna Það þarf ekki að vera erfitt eða flókið að halda hlutum í lagi og fallegum, það þarf að hafa metnað td. mála bryggjukantinn, setja ruslatunnu, bekki, gróðursetja tré o.fl. Þetta geta allir gert. En við þurfum að laga fjármálin það eru þau sem skipta máli, þá fyrst getum við gert góðan bæ betri og byggilegri fyrir komandi kynslóðir. Ég reikna með að þessi skrif mín afli mér ekki mikilla vinsælda hjá forkólfum framboðanna og kannski ekki margra stuðningsmanna þeirra en svona lítur þetta út fyrir mér og þetta þarf að komast í lag ef Vogarnir eiga að eiga möguleika á því að vera sjálfstætt bæjarfélag. Hvernig sem kosningarnar fara þá vona ég að við gerum þetta saman og gerum þetta vel.

Undanfarin tvö kjörtímabil hefur E-­ listinn verið í meirihluta í sveitarfélaginu Vogum. Segja má að flokkurinn hafi staðið sig með prýði fyrri hluta þess. Því miður er ekki hægt að segja það sama með núverandi kjörtímabil sem nú er senn á enda. Oddviti E-listans sagði í ávarpi sem birtist með kosningablaði sem dreift var inn á öll heimili í Vogum nýlega að sveitasjóður hefði verið í góðu jafnvægi undanfarin átta ár að undanskyldum síðustu tveimur árum en slíkt hefði verið viðbúið í ljósi aðstæðna. Því miður getur oddviti E-listans ekki skellt skuldinni af lélegri rekstrarafkomu sveitasjóðs í Vogum á Covid-19. Sveitasjóður var þegar farinn að skila tapi árið 2019 áður en Covid-19 skall á. Þá voru tekjur sveitarfélagsins á árunum 2020 og 2021 hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Árið 2020 nam halli á sveitasjóði í Vogum 190 milljónum króna og árið 2021 nam tapið 170 milljónum króna. Hvort þessi lélega fjármálastjórn undir forystu E-listans skýrist af vankunnáttu á fjármálalæsi eða því að flokkurinn sé einfaldlega orðinn þreyttur á því að fara með völd í sveitarfélaginu er ekki gott að segja. Að skýla sig á bak við það að erfið staða skýrist af áhrifum Covid-19 stenst að minnsta kosti ekki þar sem tekjur sveitarfélagsins urðu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Við upphaf núverandi kjörtímabils var sveitarfélagið Vogar eitt skuld-

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 14. MAÍ 2022 Kjörstaður og kjörfundur

Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Talning atkvæða fer fram á sama stað eftir lokun kjörfundar.

Framlagning kjörskrár Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á bæjarskrifstofum að Iðndal 2. Athugasemdir varðandi kjörskrá má gera til sveitarstjórnar fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var 6. apríl.

Framboðslistar Eftirfarandi framboðslistar bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum.

D

E

L

Sjálfstæðismenn og óháðir

Framboðsfélag E-listans

Listi fólksins

Björn Sæbjörnsson Andri Rúnar Sigurðsson Inga Sigrún Baldursdóttir Guðmann Rúnar Lúðvíksson Guðrún Sigurðardóttir Annas Jón Sigmundsson Bjarki Þór Kristinsson Þórunn Brynja Júlíusdóttir Kinga Wasala Sædís María Drzymkowska Sigurður Árni Leifsson Stefán Harald Hjaltalín Kristinn Benediktsson Hólmgrímur Rósenbergsson

Birgir Örn Ólafsson Eva Björk Jónsdóttir Friðrik Valdimar Árnason Ingþór Guðmundsson Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Ragnar Karl Kay Frandsen Ingvi Ágústsson Guðrún Kristín Ragnarsdóttir Davíð Harðarson Marko Blagojevic Tinna Huld Karlsdóttir Elísabet Ásta Eyþórsdóttir Bergur Brynjar Álfþórsson Þorvaldur Örn Árnason

Kristinn Björgvinsson Eðvarð Atli Bjarnason Ellen Lind Ísaksdóttir Anna Karen Gísladóttir Jóngeir Hjörvar Hlinason Inga Helga Fredriksen Berglind Petra Gunnarsdóttir Garðar Freyr Írisarson Karen I. Mejna Tómas Pétursson Guðmundur B. Hauksson Gísli Stefánsson Guðrún Kristmannsdóttir Benedikt Guðmundsson

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga

minnsta sveitarfélag landsins. Meirihluti E-listans hefur hins vegar þrefaldað skuldir þess við Lánasjóð sveitarfélaga á kjörtímabilinu. Á árunum 2019 til 2021 var farið í 560 milljón króna fjárfestingar á sama tíma og tap á sveitasjóði nam um 400 milljónum króna. Það þarf ekki mikla hagfræðiþekkingu til þess að sjá að slíkt er bæði óskynsamlegt og með áframhaldi á slíkri stefnu verðar skuldir sveitasjóðs Voga fljótlega ósjálfbærar. Líkt og að heimili myndu reka sig á yfirdrætti í engu samræmi við tekjur fólks. Á lista Sjálfstæðismanna og óháðra má finna mikið af frambærilegu fólki. Þar er fólk sem hefur þegar öðlast góða þekkingu á málefnum sveitarfélagsins eftir að hafa setið í sveitarstjórn og í nefndum á þess vegum. Einnig er mikið af nýju fólki með góða reynslu og má þar nefna einn fyrrverandi fjármálastjóra sveitarfélags og annan lögfræðing sem starfaði hjá Umboðsmanni skuldara. Kjósum nýja forystu í Vogum á kjördag næstkomandi laugardag þann 14. maí. Sjálfstæðismenn og óháðir vilja koma á ábyrgri fjármálastjórn og hverfa frá þeim hallarekstri sem E-listinn hefur stundað frá árinu 2019. Það er ekki gott fyrir neitt sveitarfélag að vera með sama fólk í forystu í meira en tvö kjörtímabil. Vogar eiga betra skilið til að geta vaxið og dafnað sem best á komandi árum.

Ráða atvinnuleitanda með skerta starfsgetu Skólastjóri Stóru-Vogaskóla hefur óska eftir ráðningarheimild fyrir allt að 50% starfi vegna atvinnuleitanda með skerta starfsgetu. Bæjarráð Sveitarfélagsins samþykkir erindið. Áheyrnarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið: „Ég vil benda á að ítrekað hef ég rætt um að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til sveitarfélagsins og styð því heils hugar að þessi ráðning verði heimiluð.“

Styrkja Frú Ragnheiði á Suðurnesjum til bílakaupa Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti nýverið samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000 til kaupa á bifreið fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt afgreiðslu bæjarráðs samhljóða.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 29

„Klárið verkið drengir“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Stóra myndin Birgir Örn Ólafsson, Eva Björk Jónsdóttir, Friðrik Valdimar Árnason, Ingþór Guðmundsson, Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, frambjóðendur í 1.–5. sæti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum Kæru kjósendur. Það er óhætt að segja að margt hafi breyst á liðnum árum. Efnahagshrun, heimsfaraldur og eldgos svo eitthvað sé nefnt. Margt höfum við séð og upplifað sem við áttum ekki von á. Við horfum fram á krefjandi en spennandi tíma í Vogum og á Suðurnesjum öllum. Sveitarfélagið Vogar hefur eðli málsins samkvæmt þurft að stóla á samvinnu og samstarf við nágranna sína þegar kemur að stærri verkefnum. Við höfum metnað og vilja til að bæta þjónustu við íbúa okkar en um leið þurfum við að sýna aðhald og ráðdeild. Undanfarið kjörtímabil hafa mörg stór mál rekið á fjöru okkar. Ber þar fyrst að nefna svokallað „Línumál“. Án orðalenginga þá höfum við þurft að berjast á móti straumnum til að opna augu alþingismanna og annarra fyrir mikilvægi þess að setja Suðurnesjalínu 2 í jörðu. Það er ekki einungis gert vegna ásýndar heldur einnig vegna mikilvægi skipulags og síðast en ekki síst öryggisins vegna. Í niðurstöðuskýrslu jarðvísndarstofnunar Háskóla Íslands um náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, kemur fram að öruggast sé að leggja línuna í jörðu norðan Reykjanesbrautar. Við munum berjast fyrir þessum hagsmunum Suðurnesjamönnum öllum til heilla og munum ekki láta hræðsluáróður beygja okkur af leið.

Við höfum einnig talað fyrir því að rannsóknir hafi sinn gang í Hvassahrauni þegar kemur að mögulegu flugvallarstæði. Einsleit atvinnupólitík má ekki verða til þess að Suðurnesjamenn kasti frá sér mögulegu tækifæri af því einu, að alllt þurfi að fara fram á Keflavíkurflugvelli. Nú kann vel að verða að þetta verði ekki fýsilegur kostur en gerum okkur ekki upp niðurstöður fyrirfram. Sláum ekki út af borðinu tækifæri sem getur gefið okkur aukinn kraft inn á svæðið. Klárum vinnuna og tökum svo ákvörðun. Eitt af stóru málum okkar er nýtt vatnsból fyrir sveitarfélagið. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Vogar eignist sem fyrst nýtt vatnsból sem gæti þá þjónað sem varavatnsból fyrir öll Suðurnesin enda mikilvægt að hugsa í nýrri nálgun þegar kemur að innviðum á svæðinu. Á tímum sem þessum skiptir máli að hafa fjölbreytta innviði sem geta stutt hver við aðra. Síðast en ekki síst verður við að hafa þor og dug til að ræða kosti og galla sameiningar. Við munum halda áfram upplýstri og málefnalegri umræðu um kosti og galla sameiningar en á endanum verða það íbúarnir sem ákveða framtíðina í því. Áfram Vogar – Áfram Suðurnes.

Lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum sem samþykkt voru í desember 2012 áttu að skapa trausta umgjörð ef ætti að selja hlutina. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Draga átti mikilvægan lærdóm af söluferli bankanna fyrir hrun og bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans hefur hins vegar orðið til þess að almenn óánægja ríkir og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Aðferðin sem fjármála- og efnahagsráðherra samþykkti að nota var lokað útboð ætlað hæfum fjárfestum. Á Íslandi er ekki til neinn opinber listi yfir fagfjárfesta líkt og víða erlendis (institutional investors). Við bankasöluna sem átti að vera opin og gagnsæ samkvæmt lögum, hringdu valdir miðlarar í fjárfesta sem þeir þekktu og buðu þeim að taka þátt í útboðinu og þeir fengu góðan afslátt frá markaðsverði. Þeir sem keyptu Fólki brá þegar listinn yfir þá sem keyptu var birtur. Nöfn sem þjóðin þekkir af biturri reynslu í aðdraganda bankahruns, faðir fjármálaráðherrans

og frændur voru þarna, nokkrir af þeim sem sáu um söluna meira að segja og erlendur fjárfestingasjóður sem keypti og seldi strax með góðum hagnaði í fyrra útboði fékk tækifæri til að leika sama leikinn aftur. Þingmenn stjórnarflokkanna sem og stjórnarandstöðu hafa lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Formaður fjárlaganefndar sagði í ræðu á Alþingi að hún hefði staðið í þeirri trú að um langtímafjárfesta væri að ræða og því hafi niðurstaðan komið á óvart. Formaðurinn hefði átt að vita að Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi til að fara með eignir og fjármál almennings. Fjármálaráðherrann segist ekki hafa vitað hver keypti og virðist halda að það sé einmitt eins og það á að vera – en Bankasýslan segir að hvert skref í söluferlinu hafi verið tekið í nánu samstarfi við stjórnvöld sem hafi verið ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru. Enda gera lögin um söluna ráð fyrir því. Lög skulu standa Mér virðist augljóst að við bankasöluna hafi lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið brotin. Um sölumeðferðina er fjallað í fjórðu grein laganna. Þar er farið yfir

hvað Bankasýslunni er ætlað að gera, þ.e. undirbúa söluna, leita tilboða, meta tilboð, hafa umsjón með samingaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Seinni málsgrein greinarinnar er svona: „Þegar tilboð í eignarhluti liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutans.“ Hér er alveg skýrt að það er ráðherra sem tekur ákvörðun um tilboðin, samþykkir þau eða hafnar. Ráðherrann getur ekki falið sig á bak við Bankasýsluna eða miðlara úti í bæ. Ráðherra ber alla ábyrgð. Samkvæmt viðtölum við fjármálaráðherrann um málið er engu líkara en að hann hafi sagt við Bankasýsluna: „Klárið verkið drengir, ég vil ekkert vita.“ Ráðamenn hafa sagt að umgjörðin um bankasöluna hafi ekki haldið og því þurfi að breyta henni og byrja á að leggja niður Bankasýsluna. Mér finnst hins vegar augljóst að fjármálaráðherra hafi ekki haldið sér innan umgjarðarinnar sem lögbundin er og að á því þurfi hann að axla ábyrgð.

Hjálmar fór á gröfuna Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi

HÖRÐUR JÓHANNSSON Krossmóa 5

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 9. maí. Ragnheiður S. Ragnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Tók fyrstu skóflustunguna að félagsaðstöðu eldri borgara Fyrsta skóflustungan vegna framkvæmda við nýja félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð í Grindavík, var tekin við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 10. maí. Það var Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, sem tók skóflustunguna, eftir að hafa fengið smá kennslu hjá Jóni Gunnari Jónssyni hjá Jón & Margeir. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust og það muni taka um 18–24 mánuði ár að ljúka því. Sigurbjörn Daði frá Víkurfréttum tók meðfylgjandi myndir.

HJÖRLEIFUR MAGNÚSSON Víkurbraut 15, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. maí klukkan 13. Guðbjörg Guðmundsdóttir Margrét Hjörleifsdóttir Guðmundur Axelsson Gróa Björk Hjörleifsdóttir Brynjar Huldu Harðarson Brynja Hjörleifsdóttir Svavar Marteinn Kjartansson Unnsteinn Ómar Hjörleifsson Larisa Viktorsdóttir Sigrún Alma Hjörleifsdóttir Ólafur Árnason barnabörn og barnabarnabörn.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Keflavík 25. maí við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.

Tímabókanir í síma 568 6880

Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880


sport

SVEINDÍS JANE Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í knattspyrnu með liði sínu, Wolfsburg, um síðustu helgi þegar Sveindís og liðsfélagar hennar unnu stórsigur á útivelli (1:10) þegar þær mættu Jena sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Enn er ein umferð eftir en Wolfsburg hafði eins stigs forskot á helstu keppinauta sína, Bayern Munchen, um meistaratitilinn fyrir leiki helgarinnar svo með sigri var titillinn

tryggður. Sveindís hefur staðið sig vel með liðinu á sínu fyrsta ári í þýsku deildinni. Hún var í byrjunarliði og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en á átt-

Meistaralið Wolfsburg. Mynd: Instagram-síða Sveindísar

undu mínútu átti hún góðan sprett upp hægri kantinn, lék inn í teig og sendi knöttinn inn í markteig Jena, beint fyrir fæturna á Ewa Pajor sem þurfti aðeins að stýra boltanum rétta leið í netið. Sveindís var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar (10’) og skoraði þá sjálf af öryggi eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörnina. Áfram héldu hörmungarnar að dynja yfir Jena og leikmenn Wolfsburg röðuðu inn mörkunum. Það var ekki fyrr en á 79. mínútu, sjö mörkum undir, að Jena náði að svara fyrir sig með marki en Wolfsburg bætti þremur mörkum við á síðustu tíu mínútunum og tryggðu sér titilinn með stórsigri, 1:10.

Sveindís Jane framlengir samningi sínum við Wolfsburg

Störf hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið - Sálfræðingur Garðyrkjudeild - Sumarstörf Háaleitisskóli - Grunnskólakennanri á mið- og elsta stig Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Háaleitisskóli - Námsráðgjafi Myllubakkaskóli – Skólaliði Njarðvíkurskóli - Kennari Njarðvíkurskóli / sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla Stapaskóli - Aðstoðarskólastjóri á leikskólastigi Starf við liðveislu Starfsmaður á Hæfingarstöð - Sumarstarf Starfsmaður á Hæfingarstöð - tímavinna Velferðarsvið - Búsetuúrræði fyrir fatlaða Velferðarsvið - Forstöðumaður í búsetuþjónustu Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Sumarstarf á heimili fatlaðs fólks

Árangur Sveindísar Jane á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni er stórkostlegur en hlutirnir hafa gerst hratt hjá Sveindísi sem lék sinn fyrsta leik með Wolfsburg í janúar á þessu ári. Hún virðist endalaust geta bætt sig og tekið framförum, Sveindís er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu auk þess að hafa stimplað sig inn í leikmannahóp Wolfsburg sem er eitt besta félagslið í heimi.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Samningurinn undirritaður. Mynd af vef Wolfsburg

Það er ekki á hverjum degi sem forseti Íslands sendir svona kveðju. Af Facebook-síðu forseta Íslands

Frammistaðan hjá Sveindísi hefur heldur betur borið árangur og er hún nú búin að framlengja samningi sínum við Wolfsburg til ársins 2025. „Hjá Wolfsburg finnst mér ég hafa fundið fullkomið umhverfi til að þroskast áfram á komandi árum,“ segir Sveindís í viðtali við vefmiðil Wolfsburg. „Vinnan með þjálfaranum

og þjálfarateyminu hefur verið mjög skemmtileg og utan vallar er allt gert til að láta mér líða vel hjá Wolfsburg. Ég sé framtíð mína fyrir mér hjá Wolfsburg, það eru mörg markmið sem við stefnum að á næstu árum. Í stuttu máli sagt, eftir að hafa orðið deildarmeistari, þá myndi ég vilja handleika þýska DFB bikarinn – og á næsta tímabili munum við láta til okkar taka á ný í Meistaradeild Evrópu.“ Ralf Kellermann, íþróttastjóri kvennaliðs Wolfsburg: „Ef maður veltir því fyrir sér að Sveindís hefur aldrei fyrr leikið í heimsklassa deild, það eru ótrúlegar framfarir sem hún hefur sýnt á undanförnum vikum og mánuðum. Það er magnað hvernig hún hefur sýnt sína hæfileika á hæsta stigi í Meistarakeppninni – og við skulum ekki gleyma að hún er aðeins tvítug og hefur tækifæri til að bæta sig enn frekar. Við erum mjög ánægð að Sveindís skuli hafa ákveðið að framlengja samningi sínum við félagið um annað tímabil.“

Mynd: Fótbolti.net

Þýskalandsmeistari

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sveindís var ung og efnileg knattspyrnu­ stelpa hjá Keflavík.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 31

Hætti að spila út af meiðslum Luka Jagačić, þjálfari Reynis Sandgerði, kom fyrst til Íslands árið 2013 og lék þrjú tímabil með Selfossi. Eftir það sneri hann aftur til heimalands síns, Króatíu, og lék þar eitt tímabil en hann lauk ferlinum með Njarðvík árið 2018. „Ég er búinn að fara í átta aðgerðir á hægra hné en náði því ekki góðu og þurfti að lokum að hætta að spila snemma. Árið 2018 kom eiginkona mín með mér til Íslands og fékk vinnu fljótlega, við höfum búið hér síðan. Þegar Halli [Haraldur Guðmundsson] fékk mig til Reynis var hugmyndin að ég myndi spila með þeim en vegna meiðslanna gekk það ekki, ég bara gat ekki spilað. Þá bauð hann mér að vera áfram sem þjálfari með honum og síðustu þrjú ár finnst mér við hafa skilað af okkur góðu verki með Reynismönnum.“ Jagačić segir undirbúningstímabilið hafa gengið vel þrátt fyrir aðstöðuleysi yfir vetrartímann. „Það var mikill akstur fram og til baka til að sinna æfingum en ég er virkilega ánægður með hvernig liðið höndlaði undirbúningstímann, bara almennt innan og utan vallar. Mér fannst þeir leggja sig fram við æfingar og þeir léku vel í leikjum á undirbúningstímabilinu.“

Markmiðið að gera betur en á síðasta tímabili „Það er markmið okkar í sumar, að gera betur en á síðasta tímabili. Við enduðum með 32 stig í fyrra og það er eitthvað sem við viljum bæta. Það hafa eðlilega orðið einhverjar breytingar á leikmannahópnum hjá okkur, einhverjir farnir og aðrir komnir, en ég er heilt á litið mjög sáttur við hópinn. Við erum með marga unga leikmenn úr Reykjanesbæ og ég nýt þess að vinna með þeim. Þeir eru efnilegir en þurfa að halda áfram að vera hungraðir

Besta deild karla: Keflavík - ÍBV 3:3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík, eftir jafntefli við ÍBV. Þar sem Keflvíkingar voru mikið betri og komust í 2:0 í fyrri hálfleik en misstu mann af velli skömmu fyrir leikhlé. Við það komust Eyjamenn inn í leikinn, náðu að jafna og komast yfir en Adam Árni Róbertsson jafnaði fyrir Keflavík í uppbótartíma.

„Við spiluðum mjög vel í síðustu tveimur leikjum og erum svekktir að vera ekki með fleiri stig út úr þeim. Við spiluðum manni færri í 60 mínútur gegn ÍBV og sýndum góðan karakter að jafna leikinn en þetta var leikur sem við áttum að vinna. Dómgæslan hafði mikil áhrif á leikinn en við gerðum líka okkar mistök. Næsti leikur er gegn Leikni og við fáum vonandi góðan stuðning í þeim leik.“

Besta deild kvenna: Valur - Keflavík 3:0 Keflavík mætti Íslandsmeisturum Vals í Bestu deild kvenna í þriðju umferð Íslandsmótsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Íslandsmeistararnir þrjú mörk í þeim seinni og fóru með 3:0 sigur af hólmi.

Lengjudeild karla: Þróttur Reykjavík - Njarðvík 0:4 Luka Jagačić og Haraldur Guðmundsson saman á hliðarlínunni. Mynd af Facebook-síðu Jagačić

og metnaðarfullir eins og þeir eru núna.“ Jagačić segir að mæting á fyrsta leik hafi verið góð og hann finni fyrir stuðningi við liðið. „Það skiptir okkur alla miklu máli. Auðvitað verðum við líka að skila árangri til að gefa stuðningsmönnum ástæðu til að mæta á leikina – og jafnvel að fjölga í hópnum, það myndi gefa okkur aukinn kraft.“ Reynir Sandgerði tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á föstudag. Eftir jafnan leik tókst gestunum að brjóta varnir Reynismanna rétt undir lok leiks (84’) og tryggja sér sigur. Reynismenn töpuðu því fyrsta leik en Jagačić segir að leikurinn hafi verið jafn og úrslitin getað fallið með báðum liðum. „Já, við töpuðum á föstudag en þetta var erfiður 50/50 leikur sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Ég held að deildin sé

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

mjög jöfn og margir leikir eigi eftir að verða þannig í sumar. Ég vil samt hrósa leikmönnunum sem lögðu sig fram og börðust til enda en því miður rann tíminn út án þess að við næðum að jafna. Við fengum okkar færi en náðum ekki að klára þau, þess vegna tóku Haukar öll þrjú stigin.“ Jagačić segist hafa fulla trú á að Reynismenn komi til baka og sæki sigur í næsta leik. „Við munum allir leggjast saman í greiningarvinnu á síðasta leik til að sjá hvað við þurfum að bæta. Svo mætum við sterkir til leiks gegn Völsungi á Húsavík um næstu helgi – ég hef 100% trú á að liðið sé tilbúið í það,“ segir Luka Jagačić að lokum.

BR meistari í 3. deild Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) varð deildarmeistari í þriðju deild um helgina eftir að A-lið BR lagði B-liðið 3:0 í úrslitaviðureign þriðju deildar Borðtennissambands Íslands. Þetta er frábær árangur en BR tefldi fram liði í deildarkeppni í fyrsta sinn nú í vetur en félagið var stofnað árið 2021.

KNATTSPYRNUSAMANTEKT

Leikið var í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og með árangri sínum mun BR-A keppa í 2. deild á næsta ári. Enn er möguleiki á að B-lið BR muni einnig vinna sér sæti í 2. deild en BR-B mun keppa við A-lið Samherja sem er í 2. deild um sæti í deildinni á næsta ári.

Njarðvíkingar byrjuðu 2. deild með látum og það var Þróttur Reykjavík sem varð fyrir barðinu á þeim í fyrstu umferð. Fyrirliðinn Marc McAusland setti tóninn og skoraði fyrsta markið (10’) og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk frá Oumar Diouck (26’), Magnúsi Þóri Matthíassyni (70’) og Úlfi Ágústi Björnssyni (77’). Víkurfréttir heyrðu í fyrirliðanum eftir leik og spurðum hvert markmið sumarsins væri. „Það var frábært að byrja á fjögurra marka sigri og halda hreinu. Við einblýnum á sæti í næstefstu

deild að ári. Ég held að við séum með sterkasta liðið í deildinni og ef við náum að halda mannskapnum í formi þá held ég að það sé raunsætt markmið. Við áttum góðu gengi að fagna á undirbúningstímanum þar sem við unnum Lengjubikarinn í B-deild. Við tókum það með okkur inn í leikinn núna og byrjuðum á þremur stigum. Deildin er það sem við einbeitum okkur að þótt við eigum mjög áhugaverðan bikarleik fyrir höndum gegn Keflavík. Sá leikur ætti að vera góð skemmtun.“

Lengjudeild karla: Þróttur - Fjölnir 0:3 Byrjunin í næstefstu deild lofaði góðu en Þróttarar vörðust vel í fyrri hálfleik gegn Fjölni og sköpuðu sér nokkur álitleg færi. Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Þróttur á sig fyrsta markið (53’) og tvö til viðbótar á skömmum tíma (59’ og 62’). Hvað fannst Eiði Ben Eiríks-

syni, þjálfara Þróttar, um frumraun þeirra í Lengjudeildinni? „Mér fannst margt ágætt. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn þar sem við sköpuðum fín færi. Í seinni var markið ákveðin tuska í andlitið og svo fáum við á okkur tvö alltof ódýr mörk sem við eigum að koma auðveldlega í veg fyrir.“

Lengjudeild kvenna: Tindastóll - Grindavík 2:0 Grindavík byrjaði á erfiðum útileik gegn Tindastóli sem féll úr efstu deild í haust. Tindastóll skoraði tvívegis (10’ og 88’) og var framherjinn Murielle Tiernan að verki í bæði skiptin. Jón Óli Daníelsson, þjálfari Grindvík-

inga, var heilt yfir sáttur við frammistöðu liðsins. „Við vorum ívið betri í leiknum en Tindastóll voru mjög skipulagðar og gerðu vel. Þær náðu forystu í fyrri hálfleik og við reyndum allt til að jafna en fengum á okkur mark í lokin og því fór sem fór.“

3. deild karla: KFG - Víðir 0:1 V í ð i s m e n n by r j u ð u mótið á góðum útisigri gegn KFG. Það var Jóhann Þór Arnarsson sem skoraði mark Víðis á 79. mínútu auk þess sem annað mark sem Jóhann skoraði seinna í leiknum var dæmt af vegna rangstöðu. „Þetta var mjög góður og verðskuldaður sigur. Það lögðu sig allir

fram í liðinu, líka þeir sem komu inn á, og geggjað að byrja deildina á þremur punktum,“ sagði Jóhann. „Síðan skoraði ég annað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en í myndbandinu eftir leik sást að ég var það klárlega ekki.“

Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum Liðsmenn A-liðs BR tímabilið 2021–2022 (frá vinstri): Damian Kossakowski, Abbas Rahman Abdullah, Mateusz Marcykiewicz, Piotr Herman og Bjarni Þorgeir Bjarnason, þjálfari. Á efri myndinni er Piotr Herman, formaður félagsins, stoltur með verðlaunabikarinn.

sport

vf.is


Ég komst áþreifanlega að því nú í vikunni að lýðræðið kostar – meira um það hér á eftir. En lýðræðið er dýrmætt og mikilvægt, og eins og Churchill sagði er það ekki fullkomið, en samt besta stjórnarformið sem í boði er. Í tilefni sveitarstjórnarkosninganna nýti ég þennan ágæta vettvang enn og aftur til þess að brýna okkur öll til að taka þátt, lýðræðið er ekki sjálfsagt, fyrir því hafa blóðugar styrjaldir verið háðar í gegnum aldirnar…og eru enn því miður eins og stríðið í Úkraínu er átakanlegur vitnisburður um. Það er því áríðandi að við kjósendur tökum skyldum okkar alvarlega, mætum öll á kjörstað og tökum þátt í að velja okkur fulltrúa og veita þeim umboð til góðra verka. Það er alltaf í tísku að tala stjórnmálin og ekki síst stjórnmálamenn niður. Hver kannast ekki við sígilda slagara á borð við að „það skipti sko engu máli hverja þú kýst – það er sami rassinn undir þeim öllum“ og að stjórnmálamenn séu algjörlega duglausir upp til hópa. Ég leyfi mér að mótmæla þessu hástöfum. Hafandi verið beinn þátttakandi í stjórnmálum í tvo áratugi kynntist ég alls konar stjórnmálamönnum úr alls konar flokkum. Suma líkaði mér betur við en aðra, aðra nánast hef ég haft óbeit á. Það breytir ekki því að ég þurfti að vinna með þeim öllum, hvort sem mér líkaði það betur eða verr, því það gerir lýðræðið kröfu um. Og allt þetta fólk þurfti líka að láta sér það lynda að vinna með mér, hvort sem því líkaði það betur eða verr. Það sem ég komst að raun um í öllu mínu stjórnmálavafstri er að það er gott fólk í öllum flokkum og að fólk sem gefur kost á sér í stjórnmálastarf gerir það fyrst og síðast til að láta gott af sér leiða og með það eitt að markmiði að gera samfélagið sitt betra. Þess vegna eigum við að fagna því þegar fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar stefnur og skoðanir býður sig fram til

LOKAORÐ

Kostnaður lýðræðisins

Um er að ræða glóðarhausvél frá Skandia með framleiðslunúmerið 25616. VF-mynd: Hilmar Bragi

RAGNHEIÐAR ELÍNAR að gera bæinn okkar betri, við eigum að brýna þau til góðra verka, vera gagnrýnin á uppbyggilegan hátt og umfram allt gera kröfur um efndir fallegra fyrirheita fyrir kosningar. Frambjóðendur og kjörnir fulltrúar eiga að sama skapi að sýna kjósendum sínum þann metnað og virðingu að leggja sig alla fram og standa við það sem sagt er. Ekkert er hallærislegra en að afsaka eigið aðgerðarleysi með margtuggnum og þvældum afsökunum. En þá aftur að kostnaðinum við lýðræðið. Eftir ofangreinda brýningu er lesendum væntanlega orðið ljóst að undirrituð leggur mjög mikið upp úr því að við nýtum atkvæðisréttinn. Við fjölskyldan vorum á Íslandi í síðustu viku til að ferma yngri soninn og kusum við hjónin auðvitað samviskusamlega utankjörstaðar. Það uppgötvaðist hins vegar þegar heim til Parísar var komið að frumburðurinn hafði gleymt því og var auðvitað drifinn í snatri í sendiráð Íslands hér í borg til að kjósa. Kjósandinn ber ábyrgð á því að atkvæðið komist til skila í tíma og höfðum við einungis nokkra daga til stefnu. Eftir að hafa varið dágóðum tíma á pósthúsum bæjarins og fengið einungis þau svör að það væri erfitt að lofa að þetta kæmist til skila fyrir helgi ákvað lýðræðiselskandi móðirin að við þetta yrði ekki unað - DHL var málið. Þar var því lofað að atkvæðið góða yrði komið á áfangastað innan sólarhrings, ekkert mál! Glöð í bragði smellti ég kortinu í posann – 79 Evrur mátti þetta kosta. Lýðræðið kostaði okkur sum sé rúmlega 11 þúsund krónur í þetta sinn! En munið bara eitt - þegar við vinnum með einu atkvæði þá vitið þið hverjum það er að þakka!

Mundi Þessi vél er örugglega úr sovétskum njósnakafbáti ... Kaninn var þarna um árið!

Fundu gamla glóðarhausvél undan Djúpuvík nærri Stafnesi Sigurður Stefánsson og hans menn hjá Köfunarþjónustu Sigurðar voru að sinna viðhaldi á frárennslislögn frá Keflavíkurflugvelli við Djúpuvík nærri Stafnesi þegar þeir fundu óvænt gamla vél úr báti á hafsbotni. Flotbelgir voru settir á vélina og henni fleytt að bryggju í Höfnum á

Vélinni fleytt í land í Höfnum.

miðvikudag í síðustu viku þar sem hún var hífð á land. Um er að ræða glóðarhausvél frá Skandia með framleiðslunúmerið 25616. Nú er eftirgrennslan í gangi um það úr hvaða báti vélin gæri verið. Glóðarhausvélar voru algengar á fyrri hluta síðustu aldar.

Vélin fannst á um 18 metra dýpi eina 150 til 200 metra frá landi. Leitað hefur verið til kunnugra en ekki hafa fengist upplýsingar um úr hvaða bát vélin gæri verið. Þá liggur heldur ekki fyrir hvað verður um vélina eða hvar hún verður varðveitt.

Hópurinn frá Köfunarþjónustu Sigurðar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.