MIf TOirM sögur a
GILDIR Í YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT
seg Suðurnesjum
MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ!
>>> sjá miðopnu
Miðvikudagur 19. maí 2021 // 20. tbl. // 42. árg.
Skólavist fyrir 5 ára börn í Reykjanesbæ?
Starfsfólki fjölgar og kostnaður eykst „Það vekur athygli að á þessum erfiðu tímum þá skilar Reykjanesbær ársreikningi með 83 milljónum í hagnað. Samkvæmt endurskoðendum Reykjanesbæjar þá eru tekjur oftaldar um 150 milljónir og bæjarsjóður því með réttu rekinn með tapi. Starfsfólki heldur áfram að fjölga hlutfallslega umfram fjölgun bæjarbúa. Stöðugildum fjölgar um 85 milli ára og þá eru vinnumarkaðsúrræði ekki meðtalin. Fjölgun starfsmanna hjá Reykjanesbæ er um 9,7% á meðan íbúum fjölgar um 1,3% og launakostnaður eykst um rúmlega 17% á milli ára (leiðrétt vegna vinnumarkaðsúrræða). Annar rekstrarkostnaður eykst síðan um 14% á milli ára skv. endurskoðendaskýrslu,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Frjáls afls á bæjarstjórnarfundi 18. maí við síðari umræðu um ársreikning sveitarfélagsins. Í bókunninni er einnig gagnrýnd fjölgun stöðugilda hjá sveitarfélaginu og að launakostnaður hafi aukist um 32%. Þá muni Reykjanesbær ekki uppfylla fjárhagsleg viðmið sem sett eru í sveitarstjórnarlögum á komandi árum.
B æ ja rf u l lt r ú a r Sjálfstæðisflokksins lögðu til á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ að kannaðir verði kostir, gallar og kostnaður við að bjóða upp á forskóladeild fyrir fimm ára börn í bæjarfélaginu. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög þegar farið þessa leið. Tekið var vel í hugmyndina bæði af meirihluta og minnihluta og var málinu vísað til bæjarráðs til frekari umræðu. „Mörg sveitarfélög hafa þegar farið þessa leið og væri æskilegt að fá upplýsingar um hvernig til hefur tekist. Með tilkomu fimm ára deildar mun fjölbreytni á námsúrræðum fyrir börnin aukast og foreldrar geta þá valið um það hvort barnið þeirra verði áfram í leikskóla eða fari í grunnskóla. Einnig gæti myndast svigrúm til að brúa bilið frá fæðingarorlofi til átján mánaða aldurs, segir m.a. í bókuninni“.
Knattspyrnuvertíðin er byrjuð og Keflavík á lið í efstu deild bæði hjá körlum og konum en liðin unnu sér sæti í deildum þeirra bestu á síðasta ári. Hér er baráttumynd úr leik Keflavíkur og Þróttar. Sjá nánar í blaðinu í dag.
Jákvæð rekstrarniðurstaða gefur fyrirheit um hraðari viðspyrnu Rekstur Reykjanesbæjar gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir
Rekstur Reykjanesbæjar gekk betur en á horfðist á Covid-ári en rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 1,4 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða er rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um 82,6 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,4 milljörðum króna, en að teknu tilliti til þeirra liða, var niðurstaðan jákvæð um 69,7 milljónir króna. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu um 25 milljörðum króna samkvæmt samstæðureikningi A og B hluta. Rekstrartekjur bæjarsjóðs eða A hluta námu um 17,3 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 10,4 milljörðum króna en stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru
meðaltali 1.096. Þetta er hækkun upp á 1,7 milljarða milli ára eða um 18%. Skýringa er að finna í nokkrum atriðum s.s launabreytinga vegna kjarasamninga, fjölgunar stöðugilda og átaksverkefna sem ráðist var í á árinu til þess til að halda uppi atvinnustigi. „Það hlýtur að teljast viðunandi niðurstaða að skila jákvæðri afkomu við þessar aðstæður sem uppi hafa verið. Fyrri áætlanir sem unnar voru fyrir Covid, gerðu ráð fyrir að bæjarsjóður yrði rekinn með tæplega 500 milljóna tekjuafgangi, en útkomuspá í október gaf til kynna að afkoman yrði neikvæð um einn milljarð. Jákvæð niðurstaða nú ætti að gefa fyrirheit um að viðspyrnan verði hraðari en í upphafi var talið og hægt verði að lifa eðlilegu lífi að nýju innan skamms.
Við viljum nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til bæjarstjóra og hans góða starfsfólks fyrir að halda vel utan um reksturinn. Við höfum þrátt fyrir allt, verið á góðri
siglingu sem sveitarfélag og þeirri góðu siglingu verður fram haldið,“ segir m.a. í bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi hennar 18. maí.
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hækka varnargarða í átta metra – Til mikils að vinna ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram fyrst í fremst í Merardali
Útskriftarhópurinn á vorönn.
Útskrift í Sjávarakademíunni Nýlega útskrifuðust nemendur af vorönn úr Sjávarakademíunni en hún er samstarfsverkefni Fisktækniskóla Íslands og Íslenska sjávarklasans og fer kennsla fram í Húsi sjávarklasans við Gömlu höfnina í Reykjavík. Námið er á framhaldsskólastigi og mun að sögn Ólafs Jón Arnbjörnssonar, skólameistara Fisktækniskóla Íslands í Grindavík, vonandi festa sig í sessi sem valmöguleiki fyrir þá sem vilja kynnast bláa hagkerfinu betur. Nemendur kynntu lokaverkefni sín fyrir kennurum, nemendum og stjórnendum og var að sögn Ólafs frábært að sjá hvað það eru mörg tækifæri innan bláa hagkerfisins og hvað nemendur voru fljótir að grípa þau. Einnig hvað hópurinn var meðvitaður um vitundarvakningu á umhverfismálum og voru búin að hugsa
viðskiptahugmyndirnar sínar vel til enda með sjálfbærni í huga. Þetta var í annað skiptið sem boðið er upp á námsleiðina í fullu annarnámi en markmið Sjávarakademíunnar er að efla þekkingu og áhuga á stofnun fyrirtækja og nýsköpun sem tengist bláa hagkerfinu. „Nám í Sjávarakademíunni er mjög góð viðbót fyrir annars fjölbreytt nám í Fisktækniskóla Íslands,“ segir Ólafur Jón. „Þetta var frábær hópur sem fer frá okkur og erum við viss um að þau eiga eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Viðskiptahugmyndirnar sem nemendurnir kynntu voru afar áhugaverðar og hlakka ég til að sjá þær komast í framkvæmd á næstu misserum,“ segir Berta Danielsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans og leiðbeinandi Sjávarakademíunnar.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Frá því að eldgos hófst í Geldingadölum hefur vel verið fylgst með framvindu þess, bæði af vísindamönnum og viðbragðsaðilum. Aðgangi að svæðinu er stýrt af lögreglu og almannavörnum með góðri aðstoð björgunarsveita. Helstu áskoranir varðandi öryggi almennings og innviða nærri eldgosinu hafa stafað af gasmengun og hraunrennsli. Vegna fjarlægðar frá byggð eru ekki margir innviðir í beinni hættu vegna hraunrennslisins og gasmengun hefur að mestu verið bundin við eldstöðvarnar sjálfar. Fljótlega eftir að eldgosið hófst kom þó í ljós að ef þessi atburður dregst á langinn gæti það haft áhrif á mikilvæga innviði á svæðinu. Ef hraunflæðið fer t.d. niður í Nátthaga er ekki langt niður á Suðurstrandaveg, auk þess sem hraunið færi þá líka yfir ljósleiðara sem liggur niðurgrafinn um svæðið. Ekki er að fullu vitað um hvort og hvernig áhrif hraunrennslið hefur ofan í jörðina og þar með á ljósleiðarann. Undanfarið hefur hraunflæðið að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Í síðustu viku varð nokkur breyting á svæðinu og jókst hraunstraumurinn verulega inn á það svæði. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur undanfarið undirbúið gerð varnarmannvirkja ofan við
Unnið við varnargarða. Mynd: Almannavarnir Nátthaga. Þessi vinna hefur verið í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum, almannavarnir í Grindavík og Grindavíkurbæ. Ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram í Merardali þá eru engir innviðir í hættu á næstunni. Merardalir geta tekið við töluverðu magni af hrauni og ef þeir fyllast er annað óbyggt svæði án mikilvægra innviða sem tekur við hrauninu. Reynslan hefur sýnt, bæði innanlands og erlendis, að varnargarðar hafa áhrif og geta gagnast og það er því til mikils að vinna ef hægt er að tryggja að hraunrennslið verði áfram fyrst í fremst í Merardali. Í upphaflegri framkvæmd var gert ráð fyrir tveimur fjögurra metra háum varnargörðum ofan við Nátthaga og hófust framkvæmdir við þá
Hraunstraumur ógnaði nýja varnargarðinum á mánudagskvöld. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Marel og Fisktækniskóli Íslands endurnýja samstarf Samstarfssamningur milli Fisktækniskóla Íslands og Marel var undirritaður nýlega. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel, og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands, undirrituðu samning til þriggja ára um nám í Marel vinnslutækni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var viðstödd athöfnina sem fór fram í höfuðstöðvum Marel. Síaukin tæknivæðing við fiskvinnslu umbreytir störfum og krefst nýrrar færni, ekki síst á sviði hugbúnaðar og tækni. Sérhæfing í Marel vinnslutækni er sex mánaða námsbraut og ein af fjórum framhaldsbrautum sem nemendur geta valið að loknu grunnnámi við Fisktækniskólann. Nemendur öðlast færni og þekkingu á hátæknilausnum og hugbúnaði frá Marel með þessari sérhæfingu og læra að beita nýjustu tækni til þess að hámarka afköst, verðmæti og gæði sjávarafurða. Að auki er áhersla lögð á að tryggja rekjanleika, matvælaöryggi og sjálfbærni við fiskvinnslu, segir í frétt frá Fisktækniskólanum.
Bein tenging við sérfræðinga og atvinnulífið
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
í síðustu viku. Mögulegt er að hækka varnargarðana upp í átta metra ef þess gerist þörf en ríkisstjórn samþykkti tillögu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á þriðjudag að hækka garðana í átta metra. Ekki er gert ráð fyrir frekari hækkun garðanna en það. Öll efnistaka er staðbundin og eingöngu notast við efni sem þegar er á staðnum. Í upphafi var gert ráð fyrir því að efnistakan yrði hraunmegin við varnargarðinn en vegna hraðrar framvindu hraunsins er það ekki lengur hægt. Gert er ráð fyrir því að hægt sé að jafna varnargarðana út þegar gos stöðvast og ekki þörf fyrir hann lengur. Í þessum aðgerðum felast mun minni umhverfisáhrif en ef beðið er með framkvæmdir þar til seinna.
Gestakennarar frá Marel miðla þekkingu til nemenda sem lúta að hátæknilausnum, kerfum og hugbúnaði. Marel tengir nemendur einnig við atvinnulífið með heimsóknum og kynningum á fiskvinnslufyrirtækjum en á Íslandi má finna sumar tæknivæddustu vinnslur heims þar á meðal Brim, Búlandstind, og Vísi. Nemendur fá innsýn í heim nýsköpunar við þróun hátæknilausna við fiskvinnslu með heimsókn í höfuð-
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Ólafur Jón Arnbjörnsson undirrituðu samninginn. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var viðstödd við athöfnina stöðvar Marel í Garðabæ. Þau heimsækja einnig Progress Point, sýningarsal Marel í Kaupmannahöfn, þar sem þau sjá slíkar hátæknilausnir vinna hráfefni í rauntíma og fræðast um samspil tækni og hugbúnaðar við að hámarka nýtingu, afköst og gæði.
Farsælt samstarf Frá því að samstarf Marel og Fisktækniskólans hófst árið 2014 hafa um 40 nemendur útskrifast með sérhæfingu í Marel vinnslutækni. Mörg þeirra starfa nú við fjölbreytt störf í fiskiðnaði og stuðla að aukinni verðmætasköpun og sjálfbærni við vinnslu sjávarafurða.
SUMARFRÍ 4 VIKUR
20 kr. AFSLÁTTUR
Skráðu þig á orkan.is Skipuleggðu sumarfríið vel og vertu með afslátt í áskrift Veldu þínar 4 vikur og tankaðu með 20 kr. afslætti* með Orkulyklinum! Þú gætir líka unnið gistinótt á Icelandair hóteli með morgunmat fyrir tvo, 50.000 kr. eldsneytisinneign, lesbretti og 12 mánaða áskrift að Storytel eða aðgang fyrir tvo í Sky Lagoon. Orkan — Ódýrasti hringurinn
*Gildir ekki á Orkunni Bústaðavegi, Dalvegi, Reykjavíkurvegi og Mýrarvegi, en þar gildir okkar allra lægsta verð — skilyrðislaust.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kaupa ný sæti fyrir tvær milljónir króna Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að verja tveimur milljónum króna til kaupa á nýjum sætum í stúkuna á knattspyrnuvellinum við Hringbraut í Keflavík. Bæjarráð telur rétt að sætin verði keypt í samráði við Kristin Jakobsson innkaupastjóra og Knattspyrnudeild Keflavíkur.
Úr nýrri verslun Rúmfatalagersins á Fitjum í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi
Móttökurnar framar væntingum og 470 sóttu um starf í versluninni – ný verslun Rúmfatalagersins opnuð á Fitjum í Reykjanesbæ
Verslunarplássið er í Iðndal í Vogum.
Leita leiða til að dagvöruverslun verði starfrækt að nýju í Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í lok apríl að festa kaup á húsnæði því sem áður hýsti Verslunina Voga, þ.e. í sama húsi og bæjarskrifstofurnar eru til húsa. Verslunin hætti starfsemi fyrir nokkru, en síðan þá hefur verið starfræktur veitingastaður í húsnæðinu. Nú hafa eigendur þess staðar ákveðið að loka og hætta starfseminni. „Bæjaryfirvöldum fannst mikilvægt við þessar aðstæður að leggja sitt að mörkum, og hyggst með kaupunum á húsnæðinu leita leiða til að dagvöruverslun verði starfrækt að nýju í sveitarfélaginu. Þegar hefur verið leitað til nokkurra aðila sem starfa á dagvörumarkaði, og standa vonir okkar til að þær skili árangri. Mikilvægt er fyrir íbúa sveitarfélagsins að hafa aðgang að verslun með helstu vörur í nærumhverfi sínu, og vill sveitarfélagið því með þessari aðgerð leggja sitt að mörkum til að svo geti orðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum.
„Móttökurnar eru framar okkar bestu væntingum,“ segir Willy Nielsen, verslunarstjóri Rúmfatalagersins í Reykjanesbæ, í samtali við Víkurfréttir. Strax við opnun verslunarinnar síðasta föstudag myndaðist röð út á götu og vegna samkomutakmarkana þurfti að telja viðskiptavini inn í búðina allan daginn. Willy segir að það hafi verið brjálað að gera alla helgina og þegar Víkurfréttir kíktu í nýja Rúmfatalagerinn síðdegis á mánudag var verslunin full af fólki. Rúmfatalagerinn bauð tilboð og afslætti í tilefni opnunarinnar og þá voru fjölmargir viðskiptavinir leystir út með gjafakortum. Verslun Rúmfatalagersins á Fitjum í Reykjanesbæ er sjöunda verslun Rúmfatalagersins og sú fyrsta á Íslandi sem byggir á nýju útliti frá JYSK þar sem notast er við ný hillu-
kerfi og uppstillingar. Willy segir að útlitið sé eins og í dönskum verslunum JYSK. „Verslunin er hönnuð með þægindi og notagildi fyrir viðskiptavini í huga og það gleður okkur að verslunin að Fitjum sé sú fyrsta í þessu nýja útliti,“ segir í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. „Það var mikil spenna fyrir opnun búðarinnar og fólk var greinilega búið að bíða lengi eftir því að fá Rúmfatalagirnn til bæjarins. Allar vinsælustu vörur Rúmfatalagersins fást hér hjá okkur,“ segir Willy. Í versluninn er úrval af húsgögnum en enginn húsgagnalager er hins vegar á Fitjum, heldur koma þær vörur með flutningabílum úr Reykjavík og eru afgreiddar frítt á flutningamiðstöð Flytjanda í Reykjanesbæ. Þangað getur fólk sótt húsgögnin eða fengið sendar heim með sendibíl gegn gjaldi.
Rúmfatalagerinn í Reykjanesbæ er með sex starfsmenn í fastri vinnu og svo eru helgarstarfsmenn. Mikil ásókn var í að fá starf hjá Rúmfatalagernum í Reykjanesbæ en 470 manns sóttu um starf í verslunni
á Fitjum. „Það eru margir sem hafa áhuga á að vinna hjá Rúmfatalagernum sem er ánægjulegt,“ sagði Willy Nielsen, verslunarstjóri Rúmfatalagersins í Reykjanesbæ að endingu.
vf is Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Suðurnesjasögur
Tomma í þætti vikunnar
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
FIMMTUDAG KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Söngleikurinn Mamma Mia - Styrktarsýning í Heiðarskóla
FIMMTUDAGUR KL. 19:30 nýr tími!
HRINGBRAUT OG VF.IS
Leiklistarval Heiðarskóla frumsýndi á árshátíð skólans þann 19. mars söngleikinn Mamma Mia í leikstjórn þeirra Daníellu Hólm Gísladóttur, Estherar Níelsdóttur, Guðnýjar Kristjánsdóttur og Hjálmars Benónýssonar en öll eru þau kennarar við skólann. Það er í hefð fyrir því til margra ára að setja upp eina vorsýningu með leiklistarvalinu á árshátíð unglinganna sem síðan allir nemendur skólans fá tækifæri til að sjá á skólatíma auk þess sem aðstandendur leikaranna og almenningur hafa fengið að koma á sýningar. Þá hefur verið hefð fyrir því að halda styrktarsýningu til styrktar góðu málefni og í ár á að styrkja Ljósið. Í Heiðarskóla hafa bæði starfsmenn og nemendur notið góðs af starfsemi
Ljóssins og því varð það fyrir valinu í þetta skiptið. Allur aðgangseyrir lokasýningarinnar rennur til þess félags og er þetta gert af hugulsemi og væntumþykju þeirra sem að þessari sýningu koma. „Við erum bara alltaf svo heppin með hópa, hæfileikaríkir krakkar sem vilja láta gott af sér leiða,“ sagði Guðný Kristjánsdóttir leiklistarkennari sem hefur sett upp fjölmargar sýningar á undanförnum árum og hvetur fólk til þess að mæta og sjá þessa snillinga. Lokasýningin verður fimmtudaginn 20. mai kl. 20:15 á sal Heiðarskóla. Miðaverð er 1.000 kr. (ekki er hægt að greiða með greiðslukortum).
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Ný og glæsileg Hulda kom inn til Grindavíkur í vikunni úr sínum fyrsta róðri. Báturinn reyndist vel í alla staði í þessum fyrsta róðri að sögn skipverja, sem sögðu þó að aflinn hefði mátt vera meiri en hann var um þrjú tonn. Þegar að Hulda lagðist að bryggju steig Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, um borð og blessaði hinn nýja bát eins og venja er þegar ný skip koma í höfn í fyrsta skipti. Að athöfn lokinni var gestum boðið upp á veitingar.
Hulda GK 17 er af gerðinni Cleopatra Fisherman 40BB og er 11,99 metra löng. Mælist 29,5 BT að stærð. Báturinn var hannaður hjá Ráðgarði Skiparáðgjöf í samstarfi við Trefjar ehf. og eigendur bátsins. Eigandi og útgerðaraðili Huldu er Blakknes ehf. en að því félagi standa feðgarnir Sigurður Aðalsteinsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Heimahöfn Huldu er Sandgerði.
Hulda blessuð
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Afmælishátíð!
Hótel Keflavík er 35 ára & Diamond Suites er 5 ára þann 17. maí Af því tilefni munum við halda okkar eigin afmælishátíð með ýmsa viðburði, listir og tónlist alla vikuna. Okkur langar að bjóða gestum og gangandi upp á að kíkja í heimsókn og skoða nýju rýmin okkar og njóta þeirrar þjónustu sem við höfum upp á að bjóða.
Gleði, stemning og frábær tilboð! Frá okkar fjölskyldu til ykkar. Verið velkomin á Hótel Keflavík & Diamond Suites.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nemendur í jarðfræði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja rannsökuðu sýni úr gosinu:
Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir.
Áhugavert og skemmtilegt Nemendur í jarðfræði á vorönn í FS með kennara sínum, Ester Þórhallsdóttur. VF-myndir/pket.
Leynigjóska í gosinu Jarðfræðinemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja settu diska út í garð við heimili sín og söfnuðum sýnum í þrjár vikur frá upphafi gossins í Geldingadölum. Í ljós kom að gjóska kemur úr gosinu, mörgum að óvörum og dreifist í andrúmsloftinu eftir veðri og vindum. Nemendurnir skoðuðu sýnin sem komu á diskana í smásjá og sendu valin sýni til efnagreiningar hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland. Nemendur í jarðfræði í FS unnu í vetur verkefni í tengslum við eldgosið í Grindavík. Jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum fyrir gos urðu kveikjan að því og Ester Þórhallsdóttir, kennari, undirbjó nemendurna þannig að ef gos hæfist myndu þeir hefja rannsóknarvinnu frá fyrsta degi. Nemendur söfnuðu fíngerðri gjósku frá fyrsta degi gossins með því að setja disk út í garð og tæma innihald hans annan hvern dag í um einn mánuð. Hundruð sýna voru tekin í flestum bæjarfélögum á Suðurnesjum, Grindavík, Vogum, Njarðvík, Keflavík og Garði. Gjóskan var síðan skoðuð undir smásjá. Hún var líka verið efnagreind og staðfest var að hún komi frá gosinu í Geldingadölum. Þetta verkefni er samvinna milli gjóskufræðingsins Maarit Kalliokoski hjá Norræna eldfjallasetrinu (NORDVULK) við Háskóla Íslands og jarðfræðikennarans Esterar Þórhallsdóttur og nemenda hennar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Læra grunnatriði vísindastarfs „Fíngerð eða smágerð gjóska úr sprengigosi berst langar leiðir, jafnvel þúsundir kílómetra en lítið er vitað hvort lítið hraungos framleiði fíngerða gjósku og hversu langt hún gæti dreifst. Þess vegna er áhugavert að safna og skoða gjósku. Nemendur hafa líka hugsað út í hvað hafi haft áhrif á magn gjóskunnar og skoðað veðurfar og hvað er að gerast á gosstöðvunum sem gæti haft áhrif á
Ester Þórhallsdóttir, kennari í FS.
Svona birtast gosagnir í smásjá. gjósku og gjóskumagn í sýnunum. Markmið verkefnisins snýst ekki síst um að efla samstarf milli vísinda og skólastarfs. Efla náttúrulæsi og kynnast nærumhverfinu. Læra grunnatriði vísindastarfs. Mikilvægi þess að safna sýnum og skoða þau,“ segir Ester.
Vonaðist eftir gosi „Það eru forréttindi að fá að skoða nærumhverfi sitt, sérstaklega þegar gos er í nágrenninu. Þegar jarðskjálftarnir byrjuðu þá hreinlega vonaði ég að það myndi gjósa,“ segir Ester brosandi en hún hafði undirbúið nemendur sína á þann hátt að ef gos myndi hefjast ættu þau að vera tilbúin. „Ég sendi þeim öllum skilaboð sama kvöld og gosið byrjaði um að setja disk út í garð. Þau gerðu það og héldu áfram í tæpan mánuð að safna gjósku og stóðu sig vel. Það er
nefnilega svo gaman að skoða það sem maður hefur safnað sjálfur. Það setur þetta allt í meira samhengi.“ Ester segir að rannsóknarspurningin hafi verið: Kemur fíngerð gjóska úr flæðigosi í Grindavík? „Ég veit ekki til þess að það séu til rannsóknir um það úr þess lags gosum. Niðurstaðan er sú að það kemur fíngerð gjóska úr gosinu í Grindavík. Það er búið að efnagreina hana og hún er með sömu efnasamsetningu og hraunið úr gosinu sem hefur líka verið efnagreint. Þetta er mjög fíngerð gjóska og við verðum hennar ekki vör í andrúmsloftinu. Oft kölluð leynigjóska. Maður skilur það hugtak mjög vel eftir þetta verkefni.“ Kom það ykkur á óvart að það kæmi gjóska úr gosinu? „Já, það kom á óvart að það hafi verið gjóska. Ég bjóst alveg eins við hinu, að það væri ekkert í sýn-
unum. Viðbrögð nemendanna hafa verið ánægjuleg. Þau hafa verið áhugasöm. Það er mikilvægt að geta farið út fyrir skólastofuna sína og að fá tengingu við verkefni í sínu nærsamfélagi. Þetta eru vísindi, þau hafa verið að stunda vísindastarf sem er frábært.“ Áttu von á því að það verði framhald á næstu skólaönn? „Það er aldrei að vita. Það er hægt að skoða gjóskuna áfram og setja diska aftur út í garð. Það eru ýmsir möguleikar.“ Hvað með loftgæði, þurfum við að hafa áhyggjur? „Þetta er mjög smátt. Þá er stóra spurningin hvort þetta hafi áhrif á loftgæði. Það væri skemmtileg rannsóknarspurning. Krakkarnir fundu örplastþræði og glerkorn í gjóskunni, eitthvað sem er í loftinu hjá okkur. Þetta væri örugglega ekki mjög gott ef það væri mikið,“ segir Ester. Páll Ketilsson pket@vf.is
„Það var mjög áhugavert og skemmtilegt að skoða sýnin á sama tíma og maður er að læra þetta í skólanum. Um leið og það byrjaði að gjósa settum við diska út í garð. Við skoluðum diskana annan hvorn dag í þrjár vikur og söfnuðum efninu í poka og merktum með dagsetningu. Svo fóru pokarnir í efnagreiningu hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Það kom í ljós að það var gjóska í öllum pokunum en það er ekki búið að greina þá alla, segir Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir, nemandi í jarðfræði í FS. Hún segir að það hafi komið á óvart hvað það kom mikið á diskana sem voru allir í byggð. „Það var ekki mikið fyrst en jókst þegar leið á og þá var hellingur í pokunum. Það var síðan mjög áhugavert að sjá þetta í smásjánni, þetta var ekki bara gjóska heldur líka plast og þræðir og fleira. Það var mjög skemmtilegt að vinna þetta verkefni í skólanum með gosið í næsta nágrenni. Þetta jók áhuga minn á þessu og ég gæti alveg hugsað mér að vinna við eitthvað svona í framtíðinni.“
Svipar til hrafntinnusteina „Þegar við kíktum í smásjána sáum við að þetta eru rauðbrún glerbrot sem svipar til hrafntinnusteina. Þetta er ótrúlega smátt og ætti því ekki að vera hættulegt að anda þessu að sér. Við greindum ekki hversu mikið magn væri að koma inn í andrúmsloftið, höfum bara séð að það kemur gjóska úr gosinu. Við settum diska út í öllum sveitarfélögum og það var misjafnt eftir veðri og vindum hvað það kom mikið á þá. Við sáum hvaða efni voru í þessu eftir efnagreiningu sem gerð var í Reykjavík og eins í hvað miklu magni. Það er búið að vera mjög spennnadi að sjá eldgosið þróast og að vinna verkefni í jarðfræðitímum í skólanum tengt því. Ég er ekki búinn að fara að gosinu en ég stefni þangað, að minnsta kosti einu sinni,“ sagði Daði Fannar Reynhardsson, nemandi í FS.
Daði Fannar Reynhardsson.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Vindskafin ský
Brennuvargar á Patterson Það er því miður alltof algengt að fólk losi sig við rusl í gömlu sprengjugeymslunum á Patterson-flugvelli. Þaðan hefur tugum tonna af rusli verið ekið í burtu reglulega til eyðingar hjá Kölku. Stundum ákveður fólk þó að kveikja bara sjálft í ruslinu á Patterson og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur ekki tölu á því hversu mörg brunaútköll hafa borist í gömlu sprengjugeymslurnar þar sem kveikt hefur verið í rusli. Myndirnar voru teknar í einu slíku útkalli um síðustu helgi.
Ég berst fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar.
Margeir Vilhjálmsson XD - Suðurkjördæmi 2021
FAGHÁSKÓLANÁM Í LEIKSKÓLAFRÆÐI 1234567892:5;<=<9>?7678921@AB? 35..4.,#$%:.2:$*
Kynningarfundur 25. A4794):2#,4..*B;*8C.D*)(;*EFGEH*D*#7#(I5,,4.,:*3-4(4& maí kl. 17 í Keili Keilir, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og sveitarfélög á !"#$%&%'()*+,*)-..#$#$*/0&)'(#*1&(#.2&*+,*3-4(4&*)5..#* .0647*+,*.06&$07,8#%#$*9-$7#*0*&"#7.:6;*<0647*-$* Suðurnesjum kynna fagháskólanám í leikskólafræði fyrir &#6&"#$%&9-$)-%.4*3-4(4&=*/1*+,*&9-4"#$%>(#,#*0*!:7:$.-&8:6;* starfsfólk leikskóla. Umsóknarfrestur um nám er til 12. júní. <0.#$4*:??(@&4.,#$*0* !!!"#$%&%'"($)*+,-.,/#0&% Nánari upplýsingar á www.faghaskolinn.is
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Tengsl Skagafjarðar og Suðurnesja í sjávarútvegi Það kemur fyrir að ég er ekki staddur á Suðurnesjum á þeim degi sem ég skrifa þessa pistla. Núna er ég í Varmahlíð í Skagafirðinum, og eins og gefur að skilja þá er nú ekki mikið hægt að tengja Varmahlíð við sjávarútveginn á Suðurnesjunum. En ef ég myndi fara niður að sjó og á Sauðárkrók þá er hægt að finna ansi margar tengingar við Suðurnesin. Lítum á nokkrar. Á sínum tíma var til fyrirtæki í Keflavík sem hét Hraðfrystihús Keflavíkur (HK) og það fyrir gerði meðal annars út togarana Aðalvík KE og Bergvík KE. Seint á árinu 1988 kaupir Fiskiðja Sauðárkróks báða togarana en í staðinn þá fékk HK, togarann Drangey SK. Sá togari var þá orðin hálfrystitogari, en HK lét breyta honum í alfrystitogara. Reyndar gekk rekstur HK mjög erfiðlega því um mitt ár 1990 þá var Aðalvík KE, sem var áður Drangey SK, seldur til Útgerðarfélags Akureyra. Skömmu seinna þá varð HK gjaldþrota. Fiskiðjan á Sauðárkróki kom reyndar við sögu aftur árið 1990, en þá var bátur í Sandgerði sem hét Sandgerðingur GK en sá bátur var seldur norður og fékk þar nafnið Ólafur Þorsteinsson GK. Hann kom síðan aftur suður þegar að Hólmgrímur Sigvaldson kaupir bátinn og gefur honum hafnið Tjaldanes GK. Að lokum má bæta við að Snorri Snorrason skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, sem Nesfiskur á, býr á Sauðárkróki. Annars fer að styttast í hinn reglulega sumarboða sem kemur vanalega suður um þetta leyti og er ég þá ekki að tala um fugla, heldur dragnótabátinn Steinunni SH frá Ólafsvík.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Báturinn hefur vanalega klárað kvótann sinn í maí og hefur síðan komið í Njarðvík og þar beint í slipp og verið þar yfir sumarið. Steinunn SH hefur mokveitt núna í maí og landað alls 322 tonnum í aðeins 9 róðrum og mest 43 tonnum. Bátarnir frá Nesfiski voru stoppaðir af í lok apríl og fóru ekkert á veiðar aftur fyrr en núna um miðjan maí. Siggi Bjarna GK hefur landað 19,4 tonnum, Benni Sæm GK 14,1 tonnum, báðir í einni löndun. Aðalbjörg RE hefur róið nokkuð duglega í maí og landað 72 tonn í 7 róðrum í Sandgerði. Hérna að ofan þá notaði ég orðin „á sínum tíma“, og ætla að nota þau aftur núna, en á sínum tíma þegar að nýr bátur var að koma þá fór hann iðulega í sína heimahöfn og var fagnað þegar að nýir bátar komu í höfn. Nýverið var Hulda GK afhent eigendum sínum en Hulda GK er í eigu Blikabergs ehf., sem er með fiskverkun í Sandgerði. Báturinn var í Hafnarfirði í nokkrar vikur meðan verið var að klára bátinn, en svo kom að því að hann fór í sína fyrstu veiðiferð. En öfugt við það sem vaninn er þá kom báturinn ekki í sína heimahöfn, sem er Sandgerði, heldur kom báturinn til Grindavíkur og þar tók presturinn í Grindavík á móti honum og smá hóf var haldið. Þetta er ansi furðulegt og líklegast einsdæmi á íslandi að bátur komi ekki í sína heimahöfn úr sínum fyrsta túr.
Sendiherra Noregs heimsótti Bókasafn Reykjanesbæjar Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, heimsótti Bókasafn Reykjanesbæjar á dögunum. Tilefni heimsóknarinnar var að skoða sýningu um Kardemommubæinn í Átthagastofu safnsins en sýningin hafði staðið yfir frá því í janúar. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar tóku á móti Aud Lise og fylgdarliði frá norska sendiráðinu. Rúmlega 1000 íbúar skoðuðu sýninguna sem byggir á teikningum Thorbjörn Egner’s úr Kardemommubænum. Á meðan sýningunni stóð gátu gestir tekið þátt í getraun sem byggði á spurningum úr Kardemommubænum. Mikil þátttaka var í getrauninni en Aud Lise dró út þriðja og síðasta vinningshafann sem var að vonum alsæll með verðlaunin.
Útsýnið hjá aflafréttablaðamanni í Varmahlíð.
„Leynigjóska“ úr gosinu Suðurnesjasögur
Tomma í þætti vikunnar
FRAMHALDSPRÓFS- OG BURTFARARTÓNLEIKAR Arnar Geir Halldórsson, sellónemandi, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 19. maí kl.19:30. Aðeins verður um boðsgesti að ræða. Tónleikunum verður streymt á YouTube-rás skólans.
FIMMTUDAG KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Skólastjóri
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Hotel Volcano opnar í gamla Festi í Grindavík:
Mikil tækifæri í opnun hótels og veitingastaðar með eldgos í bakgarðinum
Félagsheimilið Festi í Grindavík í árdaga þess. Mynd af vef Grindavíkurbæjar. Herborg Svana Hjelm og Birgir Rafn Reynisson hafa tekið við rekstri Geo Hótel í Grindavík. Hótelið skiptir um nafn og heitir í dag Hotel Volcano. Þá er að opna nýr veitingastaður á hótelinu sem hefur fengið nafnið Festi bistro. Fjárfestar keyptu nýverið fasteignina sem hýsir hótelið en þau Herborg og Birgir keyptu reksturinn. Þau eru viðskiptafélagar en þau reka einnig veitingastaðina Fjárhúsið á Granda og Hlemmi í Reykjavík. Nýir eigendur hótelsins sjá mikil tækifæri í hótelrekstrinum í Grindavík um þessar mundir þar sem eldgos mallar í bakgarðinum. Þau tóku við rekstrinum fyrir rúm-
lega viku og bókanir hafa farið vel af stað og fram úr björtustu vonum. „Bókanir í júní eru lygilegar. Við trúðum því ekki að þetta yrði svona mikið,“ segir Herborg. Þegar þau tóku við lyklunum af hótelinu höfðu þau fjóra sólarhringa til að standsetja hótelið áður en fyrstu gestir komu en hótelið hefur staðið autt í vel á annað ár. Birgir er Grindvíkingur og þekkir vel til Festi, félagsheimilisins sem áður var starfrækt í húsinu. Útlit hússins fékk að halda sér þegar Festi var breytt í hótel og Birgir segir að það sé góður andi í húsinu. Herbergi eru í báðum endum hússins, samtals 36 herbergi. Þá er miðrýmið, þar
Birgir Rafn Reynisson og Herborg Svana Hjelm inni á svítu hótelsins. Þarna hafa listaverk úr Festi fengið að njóta sín.
Svítan á Hotel Volcano.
Setustofan í anddyri hótelsins.
Séð inn á veitingastaðinn Festi bistro á Hotel Volcano.
sem áður var dansað á laugardögum, veitingarými og móttaka. Fyrstu gestirnir eru komnir og þeir koma nær allir frá Bandaríkjunum. Þá hljóma bókanirnar sem eru að berast flestar upp á gistingu í tvær til þrjár nætur, þannig að ferðamennirnir ætla sér að stoppa lengi við á Suðurnesjum. Eldgosið er reyndar að heilla gesti Hotel Volcano og þau vita um gesti sem höfðu jafnvel farið tvisvar að gosinu sama daginn og voru algjörlega heillaðir. Þá hefur Grindavík upp á allt að bjóða. Þar eru bæði Bláa lónið og eldgosið. Þá er stutt út á Reykjanes og í aðra afþreyingu á Suðurnesjum. „Við erum mjög bjartsýn á framhaldið miðað við hver staðan er í dag,“ segir Herborg og Birgir bætir við: „Þetta leggst vel í okkur og ég hef fulla trú á þessu verkefni“. Festi mun ganga í endurnýjun lífdaga sem nafn á veitingastað hótelsins. Hann mun heita Festi bistro. „Þetta nafn á heima hérna,“ segir Birgir. Veitingastaðurinn verður opinn síðdegis milli kl. 17–21. Á staðnum verður í boði léttari matur.
Þau hafa reynsluna úr Fjárhúsinu sem þau reka á tveimur stöðum í Reykjavík. Fólk er að fara oftar út að borða en er ekki að klæða sig upp fyrir stíft borðhald, það sé ekki þróunin í dag. „Við ætlum að vera með það sem virkar en við teljum okkur orðið þekkja það hvað virkar og hvað ekki,“ segir Herborg. Birgir gerir ráð fyrir því að sjá um eldhúsið á Festi bistro. „Ætli ég verði svo ekki að fá Bibbann með mér,“
segir hann og hlær. Bibbinn, Bjarni Ólafsson, starfaði lengi með Birgi á veitingahúsi sem stóð við gamla Bláa lónið. Í tengslum við Festi bistro stendur einnig til að byggja myndarlegan sólpall utan við hótelið þannig að hægt sé að sitja úti og njóta veitinga í góðu veðri. Hótelið er við ein fjölförnustu gatnamót Grindavíkur þar sem leiðin austur að gosstöðvunum liggur. Pallurinn verður vel sýnilegur þeim sem aka hjá og verður að sögn hótelhaldara vonandi til að draga fólk að hótelinu og veitingastaðnum. „Við viljum geta tekið á móti fólki með miðbæjarstemmningu,“ segir Birgir og Herborg bætir við að þau séu á besta stað í bænum til að gera eitthvað skemmtilegt. Hotel Volcano mun skapa sex til átta störf þegar allt verður komið í gang. Hótelreksturinn sjálfur er þekkt stærð en þau vita ekki alveg hvað veitingastaðurinn mun kalla á mörg störf. Þar sé í dag gert ráð fyrir tveimur til þremur starfsmönnum en ef traffíkin verði meiri verði að bæta við fólki. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Eitt af 36 herbergjum hótelsins.
AÐALFUNDUR - breyttur fundartími Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2021 verður haldinn föstudaginn 4. júní kl. 10:00 á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Bestu árin í Grindavík Keflavík var eins og e – segir veitingamaðurinn Tómas Tómasson sem á miklar tengingar suður með sjó og það var þrisvar í viku. Einnig voru Lionsfundir, námskeið og brúðkaup, svo það var alltaf eitthvað að gerast í félagsheimilinu.“
Tómas Tómasson, oftast kenndur við Tommaborgara og nú síðast Hamborgarabúlluna, hefur komið víða við í veitingarekstri á undanförnum áratugum. Það eru ekki allir sem vita að Tómas hóf sinn starfsferil í veitingamennsku á Suðurnesjum. Hann byrjaði í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann lærði til kokks. Svo segist hann hafa átt sín bestu ár í Grindavík þegar hann rak félagsheimilið Festi í nokkur ár. Við hittum Tomma þegar hann kíkti við á Búllunni í Reykjanesbæ á dögunum en Tommi er ekki óvanur því að selja Suðurnesjamönnum hamborgara. „Fyrstu kynni mín af Suðurnesjum voru þegar ég var að vinna fyrir Íslenska aðalverktaka þegar Keflavíkurvegurinn var lagður árið 1965 og ég var að vinna uppi á velli. Þar hófst tengingin. Þá fór maður í Krossinn um helgar, sællar minningar,“ segir Tómas. – Hvað varstu að gera hjá Íslenskum aðalverktökum á þessum tíma? „Þá var verið að byggja slökkvistöðina á vellinum á sama tíma en bróðurparturinn af strákunum var að vinna við lagningu Keflavíkurvegarins. Það var stóra verkefnið.“ – Og þið bjugguð á Keflavíkurflugvelli. „Já, það voru braggar þar sem CBOklúbburinn var og við bjuggum þar í
sex fermetra herbergjum á meðan á vinnunni stóð.“ – Var kaupið gott? „Það man ég ekki. Þetta var góður tími og kaupið var bara þetta hefðbundna verkamannakaup. Það var unnin bæði dagvinna og eftirvinna, sem var algengt þá.“ – Og hvað svo? „Ég kom aftur árið 1967 og byrjaði að læra að vera kokkur á Keflavíkurflugvelli, í gömlu flugstöðinni hjá Loftleiðum, í teríunni sem ég veit að margir muna eftir. Það var ég m.a. í flugvélamatnum og svo fór maður á klúbbana á kvöldin og um helgar. Þá voru böll á miðvikudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Þetta var ævintýri og
Tómas við grillið á Búllunni í Reykjanesbæ. Hann segir frá leyndarmálinu um hamborgarann í viðtalinu.
Frá opnun Tommahamborgara við Hafnargötu í Keflavík 1981. Mynd úr einkasafni. það voru hljómsveitir í öllum klúbbunum.“
við.“ Þetta heyrði ég svo þetta er frá fyrstu hendi.
Alþjóðlegt andrúmsloft í gömlu flugstöðinni
– Og fékkstu prófskírteini? „Já, ég á meistarabréf.“
– Talandi um gömlu flugstöðina. Sagan þarna tengist Suðurnesjum sterkum böndum og fjöldi fólks sem starfaði þarna. Hvernig var andinn? „Við unum á tólf tíma vöktum í fjóra daga og ýmist unnið á daginn eða nóttunni. Þegar við vorum á vaktinni þá bjuggum við í flugstöðinni, fengum herbergi þar sem við vorum yfirleitt tveir eða þrír saman í. Þarna voru allir starfsmenn Loftleiða, hluti af starfsfólki Fríhafnarinnar, hluti frá Veðurstofunni og einnig frá Flugfélagi Íslands. Við vorum ein fjölskylda og alveg dásamlegt.
– Var þetta bara klíka? „Nei, nei – en ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Við áttum að úrbeina nautalæri en það voru svo margir að taka próf að við fengum lambalæri að úrbeina og úrbeinuðum það eins og það væri naut.“
Þarna var terían alveg sér veitingahús sem bauð upp á grillaðar skinku- og ostasamlokur sem voru engu líkar og ristað brauð með skinku og eggjasalati. Þetta var vinsælasti maturinn og fólk kom þarna gjarnan á kvöldin um helgar og á nóttunni þegar þeir voru að skemmta sér.“
Tómas var í Grindavík um tíma. „Já, árið 1974 var ég ráðinn framkvæmdastjóri fyrir félagsheimilið Festi. Ég hafði sótt um árið áður en þá var annar maður ráðinn, Sigurður Haraldsson. Hann hætti eftir átta mánuði og þá var hringt í mig og ég spurður hvort ég hefði ennþá áhuga. Ég sagði bara í þessu sama símtali og var hringt í mig: „Já!“ Ég fór til Grindavíkur og skoðaði og var fluttur til bæjarins tveimur mánuðum síðar og bjó í Eyjabyggðinni. Ég er búinn að gera ansi margt síðan ég opnaði Tommahamborgara fyrst og takast á við ýmis verkefni en árin í Festi bera höfuð og herðar yfir allt sem ég hef gert. Það var dásamlegur tími að vera í Festi í gamla daga. Ég var 25 ára gamall þegar ég var ráðinn og var þarna til 28 ára aldurs. Ég fékk svo mörg tækifæri og var svo vel tekið og Grindavík var dásamleg, ég segi ekki borg, en Grindavík fékk kaupstaðarréttindi á svipuðum tíma og ég var ráðinn.“
Tómas lýsir tímanum í gömlu flugstöðinni sem dásamlegum. Andrúmsloftið hafi verið alþjóðlegt. „Þetta var svolítið erlendis,“ segir hann en Tómas starfaði samtals í sjö ár í gömlu flugstöðinni. Hann byrjaði að læra kokkinn í september 1967 og kláraði námið 1972. Hann vann svo öðru hvoru í flugstöðinni í nokkur ár þar á eftir. Tómas rifjar upp sögur af yfirkokkum í flugstöðinni á þessum árum og segir svo: „Ég er lærður kokkur og með meistararéttindi. Ég má taka nema ef ég vil og er með aðstöðu til þess. Ég kann ekkert að kokka. Einn kokkurinn, sem var vaktstjóri í flugstöðinni og hét Ólafur Tryggvason, var einu sinni spurður að því hvort Ég gæti kokkað. Hann vissi ekki að ég stóð og heyrði hverju hann svaraði þegar hann sagði: „Tómas? Nei, hann getur ekki soðið rakvatn nema brenna það
Tómas segir að minningarnar úr gömlu flugstöðinni séu góðar og fólk sem var að vinna þar sé jafnvel enn að hittast í dag og rifja upp gamla góða daga.
Böll, bingó og bíó í Festi
– Hvegnig var starfsemin í Festi? „Það voru sveitaböll sem kölluð voru eða hálfgerðir hljómleikar á hverjum laugardegi. Einstaka sinnum á föstudögum en það heppnaðist ekki mjög vel, laugardagarnir voru bestir í sveitaböllunum. Svo voru bingó á miðvikudögum og ég byrjaði með bíó
– Voru laugardagsböllin vel sótt? „Algjörlega. Ég man að fyrsta ballið sem ég hélt var með hljómsveit sem hét Stuðlatríóið og það komu 231 á dansleikinn. Næstu helgi á eftir voru Haukarnir sem voru topp-brennivínsband og það voru 456 á því balli. Svo komu Hljómarnir þriðju helgina og svo spann þetta upp á sig þannig að þeir voru alltaf einu sinni í mánuði, Haukarnir, Hljómarnir, Júdas, Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar og svo voru svona ein og ein hljómsveit eins og Pelican og Paradís með Pétri Kristjánssyni sem komu með. Það var engu líkt að standa í þessu og ég fílaði mig eins og poppstjörnu. Þegar ég var búinn að vera ár í Festi þá heyrði ég að ég var kallaður Tommi í Festi og það festist við mig. Það er fullt af fólki sem man ennþá eftir Tomma í Festi og það eru fjörutíu og eitthvað ár síðan. Það er ótrúlegt. Ég elska Grindavík.“
Aðgangseyrir 25 krónur í Reykjavík en 700 krónur í Grindavík – Hvernig var þetta, var áfengissala? „Nei, það voru bara seldir gosdrykkir. Það var rándýrt að fara inn. Ég man þegar ég kom á fyrsta ballið til að njósna, þá kostaði 600 kall miðinn. Mér fannst það fáránlegt því á sama tíma kostaði 25 kall inn á veitingastaði í Reykjavík en 600 kall inn á ball og ég hafði aldrei heyrt talað um annað eins. Ég var ekki búinn að vera nema rétt um mánuð þá var ég búinn að hækka þetta upp í 700 kall. Svona breyttist nú afstaðan fljótlega.“ – Var reksturinn góður? „Ég hélt félagsheimilinu gangandi. Við þurftum að þjóna bæjarfélaginu. Ég stofnaði Leikfélag Grindavíkur og við vorum með leikrit og ýmislegt annað sem var að gerast þarna.“ – Á þessum tíma er Festi í eigu nokkurra félaga auk sveitarfélagsins. „Já, þarna voru saman komin verkalýðsfélagið, kvenfélagið, ungmennafélagið, bæjarfélagið og svo félagsheimilasjóður. Svo var einn fulltrúi frá hverjum í húsnefnd.“
Gaf út vínveitingaleyfið sjálfur – Og þú starfaðir fyrir sýslumanninn í Grindavík um tíma. „Þegar ég var búinn að vera ár í Festi þá langaði mig að gera eitthvað aðeins meira. Á þessum tíma var sýsluskrifstofan opin einn dag í viku og hún var í Festi þar sem ég kynntist fulltrúum fógeta. Svo var opnuð ný lögreglustöð og á lögreglu-
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
k og erlendis
Búllan fengið góðar móttökur í Reykjanesbæ
VF-mynd: Hilmar Bragi
stöðinni var sýsluskrifstofa sem var opin hálfan daginn. Ég sótti um það og fór í þjálfun hjá Jóni Eysteinssyni, sýslumanni og bæjarfógeta. Þegar skrifstofan var opnuð á nýju lögreglustöðinni var ég eini fulltrúinn og sá um allt. Gaf út passa, rukkaði þinggjöldin, gaf út öll skírteini sem þurfti að gera. Ég þinglýsti líka en af nafninu til komu fulltrúarnir og skoðuðu hvort ég hafi ekki gert rétt. Ofan á allt annað gaf ég oft út vínveitingaleyfi á félagsheimilið Festi. Félög gátu sótt um einu sinni á ári að halda hátíð með vínveitingaleyfi. Ef ég þurfti á vínveitingaleyfi að halda þá fann ég eitthvað félag og gaf út vínveitingaleyfið sjálfur og allir ánægðir. Það er allt í lagi að segja þetta núna 40 árum seinna.“
Keflvíkingar þekktu hamborgara af Vellinum – Þú heldur áfram tengingu þinni til Suðurnesja nokkrum árum síðar þegar þú opnar hamborgarastað í Keflavík. „Ég hætti í Festi haustið 1977 og fór til Ameríku að læra hótel- og veitingarekstur í háskóla. Þegar ég var í Festi þá drakk ég ekki en þegar ég kom til baka frá Ameríku var ég byrjaður að drekka og var í hálfgerðri óreiðu. Ég fór því í meðferð og þegar ég kom úr henni opnaði ég fljótlega Tommahamborgara. Sama ár, 1981, opnaði ég líka í Keflavík því ég hafði á tilfinningunni að Keflvíkingar væru tilbúnir að borða hamborgara – sem þeir voru. Keflavík var ekki lík neinum öðrum kaupstað á landinu. Völlurinn hafði mikil áhrif á þjóðlífið hérna. Það var svolítið „erlendis“ að koma til Keflavíkur. Það var allt annar fílingur en í nokkrum öðrum kaupstað eða kauptúni sem ég hafði komið í. Ég vissi það að þeir myndu þekkja hamborgara. Nánast allir Keflvíkingar voru vanir að fara upp í Viking og fé sér burger. Svo opnum við á Fitjum í Njarðvík og breyttum staðnum á Hafnargötunni í leiktækjasal. Svo seldi ég Tommaborgara-fyrirtækið um áramótin ‘83–’84 og fór aftur til Ameríku í vettvangsrannsókn. Út úr því kom Hard Rock Café sem varð tíu ára dæmi hjá mér. Þá seldi ég
Dásamlegt eldgos
Ungnautakjöt með 20% fitu er í Búlluborgaranum og það er fitan sem gefur góða bragðið segir Tommi.
staðinn og honum síðan lokað eftir að hafa starfað í tuttugu ár.“ – Þú hefur komið víða við í veitingarekstri og ert núna nýlega búinn að opna Búlluna í samstarfi við þína menn á gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. „Sá sem á Búlluna hérna heitir Guðlaugur Jónsson og búinn að vera fjármálastjóri hjá okkur í Búllunni í nokkur ár. Hann hafði fylgst með og borðað mikið af borgurum. Hann er fæddur í Grindavík en er ættaður bæði þaðan og úr Keflavík og hann var staðráðinn í að opna Búllu hér. Við sögðum honum að ef hann væri tilbúinn, þá værum við tilbúin. Hann lét sig hafa það að opna hér í Covid og það hefur gengið lyginni líkast.“
„Það kemur enginn hingað til að fá vondan hamborgara“ – Hver er lykillinn að þessum hamborgara? „Þú getur fengið mjög góða borgara mjög víða í dag. Okkar leyndarmál, ef leyndarmál skal kalla, eru gæði, góð þjónusta og stöðugleiki. Þetta eru þrír þýðingarmestu póstarnir í rekstrinum. Við höfum alltaf verið með UN 1 nautakjöt sem er ungnaut
1. flokkur. Þegar við opnuðum Tommaborgara vorum við að nota kýrkjöt. Ég byrjaði svo að nota ungnautakjötið og að hafa 20% fitu því að bragðið kemur úr fitunni. Einu sinni kom maður til mín og sagði: „Ég skal selja þér ódýra hamborgara. Ég nota bara hrossakjöt og set nautafitu saman við það, þá veit enginn neitt.“ Bragðið er úr fitunni. Til að fá mýktina og góða bragðið þá höfum við 20% fitu. Svo ferskt, nýtt brauð daglega. Þetta er mjög einfalt. Leyndarmálið er í raun ekki neitt. Það þarf að hugsa vel um þetta og því segi ég ást og umhyggja. Það er leyndarmálið – serve all, love all.“
Að þjónusta alla og elska alla er eitt af lykilatriðunum í rekstri. „Tender loving care,“ segi ég. Ef einhver er óánægður hérna þá í fyrsta lagi endurgreiðum við honum og bjóðum honum að koma aftur frítt. Það kemur enginn hingað til að fá vondan hamborgara. Það er grundvallarregla. Við spyrjum viðskiptavininn hvað var að en förum aldrei að þrefa við hann um hvort eitthvað hafi verið svona eða hinsegin. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér. Það er partur af leyndarmálinu.“
– Hvað finnst þér um þessa miklu ferðamannasprengju sem varð? „Ég átti Hótel Borg í tíu ár. Ég keypti Hótel Borg 1992 og rak í áratug. Þá voru ferðamennirnir 150–200 þúsund á ári og þetta var stöðug barátta hjá öllum sem voru í ferðamannabransanum. Við vorum svo heppin að smám saman komst Ísland á kortið. Það var Björk og Vigdís forseti. Það var handboltaliðið, Eyjafjallajökull og svo framvegis. Allt í einu varð Ísland „hot stuff“ og fólk fór að koma. Það er gaman að verða vitni að þessu þegar þetta springur svona út. Þetta voru erfiðir tímar í ferðaiðnaði, árin 1995–1998, á sama tíma og ég var með hótelið. Við höfðum þetta af og voru tilbúnir þegar ferðamenn fóru loksins að koma.“ – Nú er nýtt eldgos sem margir segja Lottó-vinning númer tvö á eftir Eyjafjallajökli. „Þetta er dásamlegt eldgos. Það getur ekki verið betur staðsett. Það er óveruleg hætta í gangi. Þetta er nálægt flugvellinum. Ég á von á því að þetta kveiki áhuga hjá ferðamönnum og sérstaklega Bandaríkjamönnum sem eru ágætis kúnnar. Þeir fíla þetta og ég ímynda mér að þetta gos geri Ísland áhugaverðara. Svo eru að opna baðlón út um allt og það er fullt að gerast hérna. Ísland er þróað þjóðfélag. Ég er búinn að ferðast til yfir 50 landa en á Íslandi er allt til alls. Hér tala allir ensku og eins og eigandi Hard Rock Café sagði þegar hann kom hingað, að allt væri í tíu mínútna fjarlægð. Það er allt svo aðgengilegt hérna.“ – Ertu bjartsýnn núna þegar Covid er að ljúka? „Þegar kófinu lýkur er ég bjartsýnn. Ekki spurning.“
Páll Ketilsson pket@vf.is
Guðlaugur Jónsson sem rekur Hamborgarabúlluna í Reykjanesbæ hafði starfað fyrir Tómas í fjármálum í sex eða sjö ár þegar Covid kom og erlendu staðirnir lokuðu. Hann hefur reyndar þekkt Tómas í áratugi en móðir hans starfaði hjá Tómasi í Festi á áttunda áratug síðustu aldar. „Þá kom sú hugmynd hjá syni Tomma að opna stað í Reykjanesbæ og hér er ég, kominn á grillið,“ segir Guðlaugur í samtali við Víkurfréttir. Guðlaugur hafði starfað við fjármál alla sína starfsævi hjá stórum sem smáum fyrirtækjum. Hann nefnir Icelandair og FL-Group og fleira. „Svo er maður kominn í það að steikja hamborgara, sem er svolítið ólíkt því sem ég lærði og hef starfað við síðustu 30 ár.“ – Og þú opnar á Covid-ári. „Já. Ég hef fylgst vel með Búllunni í gegnum árin og þegar illa hefur árað í þjóðfélaginu þá hefur Búllan gengið ágætlega. Við vorum með Búllu-trukkinn hér í fyrra og móttökurnar voru gríðarlega góðar þannig að við voru óhræddir að opna og fólk hefur tekið rosalega vel á móti okkur.“ – Þessi staðsetning hér á gömlu bæjarmörkunum. Það var merkileg starfsemi hér í gamla daga. „Já. Hérna voru síldarþrær og fiskibræðsla. Undir það síðasta var hér aðstaða til að þrífa bíla, þannig að það er mikil saga í þessu húsi og það hefur verið gerð mikil breyting á þessum hluta hússins frá því við tókum við því í júní í fyrra.“ – Hvernig hafa móttökurnar verið? „Eins og við var búist, alveg frábærar. Fólkið man eftir Tómasi þegar hann var niðri á Hafnargötu og ég man líka eftir honum þaðan. Fólkið hér á Suðurnesjum hefur tekið mér einstaklega vel. Þrátt fyrir að það sé engin umferð ferðamanna þá er ekki hægt að kvarta.“ – Þannig að þú ert ekki á leið til London aftur til að sjá um fjármálin. „Nei, ég verð bara hér.“
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR sig á þessum vettvangi. Um leið er það styrkur fyrir okkur að fá fleiri í samtökin.“ Hver finnst þér helsti vandi Suðurnesja vera í atvinnumálum? „Ég tel engan sérstakan vanda vera hér til lengri tíma litið. Við erum með mikla sérstöðu sem við þurfum saman að vinna í og nýta tækifærin. Við stefndum á stóriðju 2005 í Helguvík sem tókst ekki af ýmsum ástæðum, Varnarliðið fór 2006 og síðan kemur bankakreppan ofan í það 2008. Síðan þá hafa umhverfismál gjörbreyst og þurfum við klárlega að stokka upp á nýtt hvað það varðar í nýjum verkefnum og hleypa engu í gegn fyrr en allt er klárt hvað umhverfismál varðar. Hins vegar þarf að skoða betur allt þetta pappírsflóð, kærumál og fleira sem á eftir að skemma fyrir okkur til lengri tíma litið. Gott dæmi um það er Suðurnesjalína 2 þar sem eitt sveitarfélag, það minnsta á svæðinu, getur stöðvað framgang mikilvægs verkefnis. En ef maður lítur yfir söguna er það magnað með Suðurnesjamenn að þeir hafa alltaf náð að standa upp þó þeir hafi verið lamdir niður.“
Guðmundur Pétursson er formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi, sem urðu tíu ára í fyrra.
Möguleikarnir
á Reykjanesi eru miklir „Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi áttu ekki að vera hagsmunafélag heldur félag sem gæti aðstoðað fyrirtækin með tengingum á milli og út á við og tengt menn og fyrirtæki saman um hin ýmsu verkefni sem raunin hefur orðið á. Við getum sagt í einni setningu að SAR sé samstarfsvettvangur,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR en samtökin fögnuðu tíu ára afmæli á síðasta ári. Guðmundur var fyrsti formaður SAR en hann tók aftur við formennskunni af Guðjóni Skúlasyni sem hefur stýrt þeim síðustu þrjú árin. Hvernig kom það til að SAR, Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi voru stofnuð og hvaða hugmyndafræði lá að baki? „Við Halldór Ragnarsson hjá Húsanesi höfðum hist reglulega frá 1978 og rætt atvinnumál á svæðinu og hvernig við gætum eflt samstöðu á Suðurnesjum meðal atvinnurekenda. Þegar opnaðist t.d á verktöku á Keflavíkurflugvelli í kringum 1997 stóðum við fyrir því að stofna fyrirtækið VT-Verktaka sem bauð í verkefni hjá Varnarliðinu en þarna stofnuðu um 20 verktakar fyrirtækið og réðu starfsmann. Þetta gekk vel og fengu fyrirtæki hér utan Keflavíkurflugvallar tækifæri á að spreyta sig á nýjum reglum við verktöku fyrir Varnarliðið. Fyrirtækið var svo lagt niður og greiddi það hluthöfum það sem þeir lögðu í það en var samt fyrsti vísir að því sem hægt var að gera.“
SAR og borgarafundur „Við ákváðum að kanna hug fyrirtækja hérna og fengum í framhaldi til liðs við okkur Ríkharð Ibsen sem var þá að reka RI-Ráðgjöf. Við fórum um Suðurnesin árið 2010 og kynntum þessa hugmynd um að stofna samtök þar sem fyrirtæki og aðilar gætu unnið saman að stærri verkefnum þar sem við átti. SAR, Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi voru síðan stofnuð 27. maí. Stofnaðilar voru 31 fyrirtæki og aðilar á svæðinu en í dag eru yfir tvöhundruð aðilar að SAR. Margir hafa í gegn um tíðina spurt mig af hverju þau heita SAR eða samtök atvinnurekenda á Reykjanesi en ekki Suðurnesjum og fengum við bágt fyrir hjá sumum. Ástæðan var einföld en á þessum tíma stóð SAS flugfélagið heldur illa og vildum við ekki tengja ný samtök við risa erlendis sem stóð á brauðfótum en þá hefði skammstöfunin orðið SAS. Þetta hefur líka verið farsælt fyrir okkur því margir aðilar töldu þetta vera fyrsta „Search and Rescue“ á Reykjanesi sem við áttuðum okkur alls ekki á því þá en kom í ljós síðar vegna „leit og björgunar“ sem tengist mikið Norðurslóðum í dag.“
Hverju hafa samtökin áorka á rúmum tíu árum. Hafa áherslurnar verið mismunandi eftir atvinnustiginu á svæðinu sem hefur sveiflast mikið á þessum tíma? „Við teljum að samtökin hafi gert töluvert miðað við efni og aðstæður. Má þar telja nokkur stærstu verkefnin sem SAR var að vinna að með beinum hætti og í sumum tilfellum leiddu samtökin verkefnin. Strax í upphafi eða árið 2010 var eitt stærsta verkefnið okkar opinn borgarafundur í Stapanum 7. október þar sem ríkisstjórnin var boðuð og mætti Steingrímur J. þáverandi fjármálaráðherra til að fara yfir hvað væri hægt að gera með heimamönnum. Þetta var heitur fundur og mættu til dæmis heilbrigðisstarfsmenn í hvítum búningum og voru með blys úti þegar fundurinn var búinn. Þarna var farið yfir atvinnumálin og fjölmargir fyrirlesarar af Suðurnesjum. Það var smá grín í kringum fjármálaráðherra um að fá hann á fundinn. Steingrímur var í kjördæmaviku fyrir norðan og fékk ég skilaboð um að hann gæti ekki mætt á fundinn sem var eftir nokkra daga. Var honum þá sagt að það væri ekkert mál. Við myndum senda flugvél eftir honum og fljúga honum til baka en við vorum búnir að ræða við aðila sem voru tilbúnir að fara eftir fjármálaráðherra án kostnaðar fyrir SAR. Líklega hefur þetta ýtt við honum því ráðherra kom sér sjálfur og sá að Suðurnesjamenn voru ekkert mjög ánægðir með ástandið.“
Góður gangur Næstu tvö ár á eftir, 2011 og 2012 skipulögðum við fundi í öllum sveitarfélögunum, hittum forsvarsmenn fyrirtækja til að safna hugmyndum í sarpinn sem væri hægt að vinna áfram. Það var mjög dauft yfir öllu í atvinnulífinu hérna á þessum tíma og lítið að gerast skömmu eftir bankahrunið. Við komum á sambandi við Isavia og Atvinnuþróunarfélagið Hekluna og vorum í ágætum samskiptum við þingmenn og ráðherra og fengum iðulega fulltrúa nýrra ríkisstjórna í heimsókn á Keflavíkurflugvöll til að fara yfir málin. Það gekk vel.
Meðal áhugaverðra tilrauna sem við gerðum var að gera samning við Military.com um að geta nýtt þeirra stóra vef þar sem allir innan herafla USA eru með aðgang, en fyrrverandi hermenn þar eru um 25 milljónir. Við reyndum að koma verkefninu til ferðaþjónustunnar hér en einhvern veginn var ekki vilji til samstarfs um það. Hinsvegar tók ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík þetta verkefni og opnaði útibú og starfaði í nokkur ár á Ásbrú. Í samstarfi við utanríkisráðuneytið, atvinnuþróunarfélagið Hekluna, Isavia, og atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga stóðum við hjá SAR fyrir málstofu um Norðurslóðir en þar liggja miklir möguleikar. Þar mættu um 86 aðilar hér af svæðinu.“
Fyrirtækjum fjölgaði í SAR 2014 Guðmundur segir að ákveðið hafi verið að senda bréf á stærstu fyrirtækin og bjóða þeim að koma um borð í SAR en um leið yrði staðið saman að markaðsstarfi í samstarfi við atvinnuþróunarfélagið Hekluna. „Það komu fljótlega 14 stærstu fyrirtækin en svo hefur þeim fjölgað um 20 til 25 á þessum tíma. Fljótlega þróuðust sérstakir atvinnumálafundir sem voru á tveggja mánaða fresti þar sem einhver kom og kynnti fyrirtækið sitt og eða verkefni. Það hefur verið nokku vel mætt á þessa atvinnumálafundi sem stóðu í klukkustund í hádeginu og var súpa og brauð fyrir fundarmenn. Þessir fundir þróuðust þannig að við buðum öllum bæjarstjórum allra
Mörg verkefni í gangi sveitarfélaga, verkalýðshreyfingunni og fleirum og hefur þetta gengið vel, t.d hafa bæjarstjórar verið nokkuð duglegir að mæta.“
Fjölbreytt uppbygging Árið 2019 hófst að sögn Guðmundar nýr kafli á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli með fjölbreyttri uppbyggingu og fjölmörg verkefni fóru í gang. „Þarna mun byggjast upp mikil starfsemi sem mun styrkja stoðir atvinnulífsins hér á svæðinu. Sem dæmi voru gistinætur vegna verkefna þarna og loftrýmisgæslu um 56.000 árið 2020 sem hefur styrkt ferðaþjónustuna á sama tíma og lítið annað var í gangi í miðju kófi.“ Hvernig sérðu samtökin starfa á næstunni? „SAR þarf að breyta aðeins um takt á nýjum tímum og verða sýnilegra. Það er nú svo að þegar bjátar á þá koma margir kraftar saman og vinna sameiginlega að hagsmunamálum samfélagsins á hverjum tíma. Við erum að hugsa nokkrar nýjungar. Má þar nefna atvinnumálafundina sem verða aftur en með breyttu sniði næsta haust. Nú verða kallaðir frumkvöðlar og aðilar sem eru að vinna verkefni á svæðinu og þeir kynna verkefnin fyrir félögum SAR og fleirum. Þessir fundir byrja 9. september og verða auglýstir betur síðar. Þetta eru hádegis súpufundir í klukkustund sem hafa gengið vel hingað til. Við erum núna að undirbúa markaðskynningu á SAR og hvað þessi samtök hafa gert frá 2010. Við gátum ekkert gert árið 2020 vegna Covid svo við ætlum að gera það núna. Við ætlum einnig í samstarf með Víkurfréttum um að kynna oftar það sem er að gerast hér á vegum fyrirtækja SAR og fleiri vegna verkefna á svæðinu. Við viljum fá minni fyrirtækin í lið með okkur en það gæti verið fróðlegt fyrir forsvarsfólk þeirra að mæta á atvinumálafundina og jafnvel kynna
„Ef maður lítur yfir söguna er það magnað með Suðurnesjamenn að þeir hafa alltaf náð að standa upp þó þeir hafi verið lamdir niður.“
Eru mörg tækifæri á Suðurnesjum og hver þá helst? „Hér eru gríðarleg tækifæri og ekki síst að hlið Íslands er hér á Keflavíkurflugvelli þar sem allir ferðamenn koma og fara í gegn. Við þurfum samt að gæta þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Við erum með Helguvíkina sem er stórskipahöfn og þarf að finna þar tækifæri vegna Norðurslóða verkefna. Þótt svo að það hafi hallað á okkur vegna Covid þá er það til skamms tíma. Það er margt sem bendir til þess að við séum búin að ná núllpunktinum hvað ferðaþjónustuna varðar og að við séum að hefja uppbyggingu aftur sem er áríðandi. Aðal samdrátturinn á Suðurnesjum hefur verið í ferðaþjónustunni, flestar aðrar greinar hafa sloppið ágætlega út úr Covid. Það er hins vegar áhyggjuefni þegar fyrirtæki ná ekki að nýta fólk af atvinnuleysisskrá í svona miklu atvinnuleysi. Erlent vinnuafl hefur komið sterkt inn hérna á svæðinu í uppbyggingunni sem hófst 2014 og á líklega eftir að gera það aftur. Flugstöðin er okkar stóriðja þó svo Covid hafa haft mikil áhrif þar. Þá má nefna stór verkefni í stækkun hafnaraðstöðu í Helguvík en um er að ræða byggingu 390-420 metra viðlegukants. Þrátt fyrir Covid hafa hótel á Suðurnesjum verið í uppbyggingu og nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott hótel nýrisið, 50 manna vinnustaður og á sama svæði á eftir að byggja upp mikla aðstöðu fyrir verslunarrekstur og þar eru hugmyndir um einkarekna heilsugæslu. Einnig eru miklar og stórar hugmyndir til framtíðar litið með Airport City. Uppbygging og framkvæmdir eru hjá mörgum fyrirtækjum. Frumkvöðlafyrirtækið Algalíf á Ásbrú er að stækka og þar verða miklar framkvæmdir næstu tvö árin. Síðast en ekki síst er Isavia að fara af stað með mjög stór verkefni á næstu 2-3 árum. Þá er í pípunum ánægjuleg uppbygging á Hafnargötunni í Keflavík. Það er því heilmargt í gangi.“ Þú byrjaði sem formaður SAR við stofnun en hefur nú tekið við því embætti aftur. Hvað er það sem heldur þér við þetta efni? „Það er afar einfalt, ég hef mikinn áhuga á uppbyggingu svæðisins og samfélaginu í heild sinni og má segja að það sé eitt helsta áhugamál mitt og hefur verið um áratugi. Möguleikarnir á Reykjanesi eru miklir og ég er mjög bjartsýnn á endurreisnina á næstu mánuðum og árum.“ Páll Ketilsson pket@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Suðurnesjafólk í sviðljósinu
á einstökum tónleikum Suðurnesjafólk verður í framlínunni þegar einstakir tónleikar Korda Samfónía verða fluttir í Hörpu 21. maí n.k. Stjórnandi og aðal höfundur er Keflvíkingurinn Sigrún Sævarsdóttir en hún fær sprenglært tónlistarfólk, nemendur, sjálfsmenntað tónlistarfólk og fólk sem aldrei hefur lagt stund á tónlist saman í þessa óvenjulegu hljómsveit, alls 35 manns, úr ólíkum áttum. Í Kordu Samfóníu eru fimm þátttakendur frá Samvinnu á Suðurnesjum, þá er Sævar Helgi Jóhannsson, bróðursonur Sigrúnar, aðstoðarstjórnandi. „Þetta er stór hópur fulltrúa svæðisins hér að verki á þessum einstöku tónleikum í Hörpu þann 21. maí nk. þegar óvenjulegasta hljómsveit landsins þreytir frumraun sína,“ segir Sigrún en hún kemur úr stórri tónlistarfjölskyldu í Keflavík, móðir hennar er Ragnheiður Skúladóttir píanóleikari og tónlistarkennari og bræðurnir Sigurður og Jóhann Smári Sævarssynir, báðir mjög þekktir í tónlistargeiranum. Sigrún Sævarsdóttir Griffiths stýrir óvenjulegustu hljómsveit landsins. Bróðursonur hennar og fleiri Suðurnesjamenn með henni í Hörpu 21. maí Korda Samfónía er ný 35 manna hljómsveit, samsett af hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemendum Listaháskóla Íslands og skjólstæðingum Hugarafls og Starfs-
endurhæfingastöðva Vesturlands, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Hljómsveitin var stofnsett í febrúar 2021 og koma hljómsveitarmeðlimir úr hinum ýmsu áttum, með mjög fjölbreyttar sögur að baki. Verkefnið er runnið undan rifjum MetamorPhonics, samfélagsmiðuðu fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, tónlistarkona úr Keflavík, stýrir í
London. Aðrir aðilar að verkefninu eru Tónlistarborgin Reykjavík og Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús. Á efnisskrá tónleikanna verður frumflutningur glænýrrar tónlistar, sem samin er af hljómsveitarmeðlimum í sameiningu undir stjórn Sigrúnar. „Hugmyndafræði MetamorPhonics byggir á því, að til þess að fólki vegni vel í lífinu, þurfi það að upplifa sig sem gjaldgenga, virka meðlimi samfélagsins og að á það sé hlustað. Því skapar MetamorPhonics einstakan, opinn og aðgengilegan vettvang til tónsköpunar, fyrir tónlistarnemendur á háskólastigi og fólk sem stendur á krossgötum í lífinu sem er að byggja sig upp eftir margs konar áföll, t.d. heimilisleysi, atvinnuleysi eða kulnun,“ segir Sigrún en MetamorPhonics rekur hljómsveitir í London, Leicester, Los Angeles og nú á Íslandi.
„Markmiðið er að fólk kynnist í gegnum þessa tónlistarsköpun og taki áhættu sem hentar því og prófi eitthvað sem það hefur ekki prófað áður. Við erum öll að vinna á nýjum vettvangi. Um helmingur hljómsveitarinnar er frá Listaháskólanum, þrír koma frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og svo er hinn helmingurin fólk sem er að vinna í sér og koma sér af stað aftur í lífinu, og kemur frá starfsendurhæfingastöðvum á Akranesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum.
Það eru hljómsveitir í Hugarafli og í þessum sveitarfélögum og við sameinumst í fimmtu sveitinni, Korda. Við öll saman semjum tónlist og það hefur verið ofboðslega gaman.“ Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða vegna takmarkaðs miðaframboðs. Frekari upplýsingar á Harpa.is og miðabókun á tix.is Páll Ketilsson pket@vf.is
Fékk að finna fyrir Covid-19 Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths býr í Sydenham, Suð-austur London, með manninum sínum, Paul Griffiths, og börnunum þeirra tveimur, Sædísi Rheu, tólf ára, og Rhys Ragnari, sextán ára. Sigrún flutti til London 1997 til þess að stunda tónlistarnám við Guildhall School of Music and Drama. Hún endaði svo á því að giftast kennaranum sínum og taka við rekstri kúrsins sem hún lærði við .„Ég stýrði meistaranámi við Guildhall í tólf ár en í dag rek ég mitt eigið fyrirtæki og stýri ýmsum sjálfstæðum verkefnum sem stjórnandi og kenni við Guildhall innan tónlistardeildarinnar,“ seagði Sigrún í samtali við Víkurfréttir í maí á síðasta ári.
Vinnur með heimilislausu fólki
Sigrún kennir sitt fag við Guildhall en jafnframt vinnur hún sjálfstætt fyrir listastofnanir á alþjóðlega vísu, auk þess sem hún er fengin sem gestakennari við tónlistarháskóla um allan heim, þar á meðal Listaháskóla Íslands. „Í júní 2019 setti ég á stofn nýtt fyrirtæki, svokallað Community Interest Company (sem er óhagnaðardrifið), þar sem ég vinn með heimilislausu fólki og fólki sem er að byggja sig upp eftir ýmiss konar áföll og erfiðleika í lífinu. Fyrirtækið mitt heitir Metamor-Phonics og gengur út á að stofna hljómsveitir sem semja og flytja sína eigin, frumsömdu tónlist. Núna, tíu mánuðum síðar, stýri ég tveimur hljómsveitum í London, einni í Leicester, einni í Los Angeles og þremur á Íslandi í samstarfi við Starfsendurhæfingastöðvar á suðvesturhorninu“. Í Reykjanesbæ stýrir Sigrún hljómsveit sem ber nafnið 360°. Hún er rekin í samstarfi við Samvinnu á Suðurnesjum og var fyrsta hljómsveitin sem hún stofnaði hér á landi og
nú hafa starfsendurhæfingastöðvar í Hafnafirði og á Akranesi fylgt í kjölfarið.
Búið nánast öll fullorðinsárin í London Sigrún hefur búið í London nánast öll sín fullorðinsár. Við spurðum hana hvort hún sakni einhvers frá Íslandi. „Ég var rétt rúmlega tvítug þegar ég flutti út og var orðin gift kona og stjúpmóðir þriggja yndislegra dætra tveimur árum síðar. Því má segja að ég hafi byggt mitt líf í Englandi en þrátt fyrir að hafa búið erlendis í rúm 22 ár hef ég alltaf haldið tengingunni til Íslands og er hálfpartinn búin að búa mér til umhverfi þar sem ég er virk á báðum stöðum. Þegar ég hlusta á útvarpið er það nánast alltaf íslenskar stöðvar. Ég hlusta á morgunútvarp Rásar 2 á hverjum einasta virkum morgni og það er í bakgrunninum þegar fjölskyldan borðar morgunmat. Ég fylgist með fréttum á báðum stöðum og rífst yfir pólítíkinni alveg jafnt á Íslandi sem og Englandi.“ Sigrún og Paul maður hennar veiktust alvarlega af Covid-19. „Allt í mínu lífi hefur breyst á síðustu sex vikum. Ég átti að stjórna tónleikum á djassfestivali í London í apríl, átti að vera að vinna á Íslandi í maí, átti að tala á ráðstefnu í Búdapest í júní og vinna með heimililausa samfélaginu í Los Angeles í október en öllu hefur verið aflýst. Börnin mín munu að öllum líkindum ekki ganga í skóla aftur fyrr en í september og maðurinn minn, sem venjulega væri 1/3 hluta hvers árs á vinnutengdum ferðalögum um allan heim, er allt í einu heima alla daga og verður það þangað til annað kemur í ljós.
Sigrún og maður hennar, Paul Griffiths, og börnin þeirra tvö, Sædís Rhea og Rhys Ragnar. Að auki urðum við Paul fyrir þeirri hrikalegu lífsreynslu að verða alvarlega veik með COVID-19. Þó við höfum ekki verið lögð inn á sjúkrahús þá stóð ég mjög tæpt þar sem ég hætti að anda og féll saman. Sem betur fer var Paul hér hjá mér svo hann náði að aðstoða mig og þegar sjúkrabíllinn kom voru lífsmörk mín orðin eðlileg á ný. Daginn eftir var okkur ráðlagt að hringja á annan sjúkrabíl þar sem ég fann fyrir svo miklum verkjum í brjóstholi og efra baki. Á bráðamóttökunni var ég mynduð og þá kom í ljós vatn á lungum. Ég fékk fúkkalyf og við það hófst mitt bataferli en þá varð Paul mjög veikur. Nú eru liðnar sex vikur frá því að við urðum veik. Ég er nánast alveg orðin eins og ég á að mér að vera, þó ég finni af og til fyrir eftirköstum, og Paul er við það að ná sér. Það tók mun lengri tíma fyrir hann að komast almennilega á fætur, enda er hann astmasjúklingur.“
Lífsreynsla sem setti allt annað í nýtt samhengi Sigrún segir að þessi lífsreynsla hefur skilið mikið eftir sig og sett allt annað í nýtt samhengi. „Ég er viss um að hefðum við ekki lent í þessu værum við eflaust miklu uppteknari af áhyggjum af atvinnunni okkar og áhrifum veirunnar á daglegt líf og framtíðarsýn en eins og stendur erum við ótrúlega þakklát fyrir það sem er. Við eigum yndislegt heimili þar sem við höfum öll nóg pláss til þess að eiga okkar einverustundir sem og samverustundir. Við erum með stóran garð þar sem við getum dundað okkur, grillað og haft það notalegt.“ Viðtalið í heild við Sigrúnu má sjá hér: https://www.vf.is/mannlif/ %E2%80%9Eallt-i-lifinu-hefur-breysta-sidustu-sex-vikum%E2%80%9C
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Orkan úr óþefnum!
Betri heilsugæsla fyrir Suðurnesjafólk
Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leifa við loftfirrtar aðstæður en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi.
Allir eiga að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu þarf að vera gott og hið sama gildir um gæði þjónustunnar sem og skilvirkni í rekstri. Umræða um einkarekstur hefur verið ansi hávær í umræðunni um HSS og framtíðarfyrirkomulag heilbrigðisþjónustu hér. Almennt eru menn sammála um að úrbóta sé þörf. Húsnæði heilsugæslunnar er t.a.m. löngu sprungið. Við höfum glímt við mikinn læknaskort þannig að heimilislæknar eru ekki í boði fyrir íbúa Suðurnesja, sem er bagalegt.
Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Daði Geir Samúelsson, frambjóðandi í 2. – 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Sumarátak námsmanna: Verkamenn í garðyrkju Sumarátak námsmanna: Starfsmaður á Vesturberg Háaleitisskóli – Starfsfólk skóla
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Einkarekstur skynsamlegur Ég vil að stjórnvöld skoði að fara svokallað blandaða rekstrarleið varðandi heilsugæsluna, sem samanstendur af ríkisrekinni og einkarekinni heilsugæsluþjónustu. Dæmin sýna okkur að slíkt rekstrarform getur bætt þjónustu við íbúa og einnig tryggt meiri skilvirkni og
hagkvæmni í rekstri. Ég tek undir áskorun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum í síðasta lagi 1. október 2021 og ég vil að það sé skoðað af alvöru að flýta opnun nýrrar heilsugæslu með því að semja við einkaaðila. Ég hef einnig fulla trú á því að hægt sé að finna tímabundið húsnæði fyrir nýja heilsugæslu þar til nýja stöðin rís. Við eigum að skoða allar færar leiðir með opnum huga með það í huga að ná settum markmiðum, sem er bætt þjónusta fyrir alla.
hjúkrun, heilsuvernd og forvörnum. Stefna stjórnvalda er að innleiða svokallað höfuðborgarmódel hjá heilsugæslu Suðurnesja en sú innleiðing hefur tafist vegna COVID. Það módel hefur gefist vel því þá fylgir fjármagn betur raunverulegri þjónustuþörf út frá íbúasamsetningu. Góðu fréttirnar eru líka þær að lokið hefur verið við stefnumótun HSS og framtíðarsýn stofnunarinnar lögð fram til samræmis við samþykkta heilbrigðisstefnu til 2030. Þar má m.a. sjá nýjar áherslur eins og öfluga fjarheilbrigðisþjónustu, breytingar á núverandi húsnæði og auðvitað nýja starfsstöð. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa vakið athygli á því að eðlilegt er, miðað við stærð sveitarfélagsins, að þar væri einhver heilbrigðisþjónusta í boði, t.d. heilsugæslusel. Ég tek undir það því nú er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem hefur enga heilbrigðisþjónustu á staðnum.
Betri fjármögnun og ný heilsugæsla Heilsugæslunni er ætlað stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustunni við landsmenn samkvæmt lögum. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem sjúklingar eiga kost á almennum lækningum,
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ég óska eftir stuðningi til að skapa störf Í lok þessara mánaðar verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna framboðslista fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Það hafa verið forréttindi mín að hafa verið þingmaður Suðurkjördæmis síðan vorið 2013. Tíminn á Alþingi hefur verið mér tími mikillar reynslu sem ég vil nýta mér og bjóða mig fram í 2. sæti á lista flokksins í prófkjörinu 29. maí næstkomandi. Það hefur margt áunnist á Alþingi fyrir Suðurkjördæmi og landið allt. En eins og gengur þá nást ekki öll mál fram og stöðugt eru verkefni sem þarf að koma í höfn. Eðlilega hefur fólk skoðanir á því hvernig málum er forgangsraðað og mörgum finnst það taki langan tíma að ná stefnumálum fram. Heilbrigðismálin eru sá málaflokkur sem íbúar á Suðurnesjum kalla eftir að breytist til batnaðar. Það er eðlileg krafa og þingmenn kjördæmisins hafa fengið að heyra þá ósk og háværar kröfur
gerðar um úrbætur og aukið fjármagn til rekstur stofnunarinnar. Á HSS vinnur mikið af afar hæfu starfsfólki sem jafnvel allan sinn starfsaldur hefur unnið í þágu íbúa á Suðurnesjum og vakað yfir velferð okkar. Það fólk hefur ekki hoppað af skútunni þó gefi á bátinn og staðið vaktina sama á hverju gengur. Við erum þakklát fyrir það og það er mikilvægt að bæta starfsaðstöðu starfsfólksins og aðbúnað allan. Ég er atvinnulífsmaður og hef lagt mig fram um að styðja við eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum, gera atvinnulífið fjölbreyttara og skapa hér fleiri vel launuð störf. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem fyrst. Ég hef lagt fram lagafrumvarp sem tekur á því máli og með samþykkt þess verður Landsneti veitt framkvæmdaleyfi fyrir lagningu línunnar. Það er forsenda þess að skapa öryggi í raforkuflutningum til og frá svæðinu og skapa hér tækifæri til þess að efla hér atvinnulíf og fjölga at-
vinnutækifærum og vel launuðum störfum. Ég hef í ræðu og riti og með bréfum til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ bent á ný atvinnutækifæri til að grynnka á atvinnuleysinu. Ég tel það vera hlutverk mitt að benda á tækifæri til atvinnusköpunar og fjölgun starfa. Því miður eru þingmenn sem ekkert annað leggja til málanna en að fjölga opinberum störfum og lengja bótatímabilin eins og Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi. Eina leiðin út úr þeirri kreppu sem Covid-veiran hefur skilið eftir sig er að skapa verðmæt framleiðslustörf sem skapa þjóðinni gjaldeyristekjur. Það er og verður verkefni þeirra sem setjast á nýtt þing eftir kosningarnar 25. september í haust. Ég vil nota reynslu mína og þekkingu til þess að láta þau verkefni raungerast og óska eftir stuðningi Suðurnesjamanna í 2. sæti í prófkjörinu 29. maí næstkomandi. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Viðburðir í Reykjanesbæ BAUN - barna og ungmennahátíð Listahátíð barna í Duus Safnhúsum stendur til 24. maí. Munið eftir að fylla út BAUNabréfið, heppnir þátttakendur fá glæsileg verðlaun.
Burtfarartónleikar
Arnar Geir Halldórsson, sellónemandi, heldur framhaldsprófs – og burtfarartónleika í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 19. maí kl. 19:30. Tónleikunum verður streymt á YouTube rás skólans.
Bókabíó - Lína langsokkur
Föstudaginn 21. maí klukkan 16.30 verður kvikmyndin um Línu Langsokk sýnd í Bókabíói. Frítt og öll velkomin í Bókasafn Reykjanesbæjar
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Aðalfundur
Stjórnendafélags Suðurnesja, verður haldinn, miðvikudaginn 26. maí 2021, kl. 18:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir 3. Önnur mál
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Sjálfbær orkuframtíð og atvinnuuppbygging á Suðurnesjum Ný Orkustefna til ársins 2050 var lögð fyrir Alþingi í byrjun þessa árs. Orkustefnan er framsýn og metnaðarfull þar sem sjálfbær orkuframtíð er meginstefið. Framtíðarsýnin kveður meðal annars á um að öll orkuframleiðsla, þar með talið varaaflsframleiðsla, verði af endurnýjanlegum uppruna í stað framleiðslu varaafls með díselolíu. Stefnt er að því að hér á landi verði markmiði um kolefnishlutleysi náð fyrir árið 2040 og við verðum óháð jarðefnaeldsneyti ekki síðar en árið 2050. Til þess að þetta verði að veruleika þarf að þróa markaði, nýja tækni en ekki síst þarf að beita frjórri hugsun og samvinnu. Þannig verða kerfi, tækni og fólk lykilbreytur til árangurs svo að vel til takist. Ótal tækifæri leynast á Íslandi til grænnar atvinnuuppbyggingar og við sem þjóð stöndum afar vel að vígi þegar kemur að orkuframleiðslu í samræmi við þau gildi. Hins vegar skulum við hafa það hugfast að um öfluga keppinauta er að etja. Danir stefna hraðbyr að hreinum orkuskiptum og undirbúa nú byggingu nýrrar vindorkueyju til útflutnings á endurnýjanlegri raforku. Framkvæmdin hefur verið kynnt sem bjartasta von orkuskipta Danmerkur. Þegar lítil eftirspurn er fyrir raforku
er stefnt að framleiðslu vetnis með rafgreiningu eða annarri loftslagsvænni orku sem nýta má til að knýja skip og stærri samgöngutæki. Á meðan Danir, þjóð sem fátæk er af náttúrulegum auðlindum, undirbúa framtíð algjörlega óháða jarðefnaeldsneyti með beislun sólar og vindorku, er engin ástæða til annars en að ætla að Íslendingar geti sýnt mátt sinn í slíkri samkeppni. Græn framtíð sameinar efnahagslega og umhverfislega hagsmuni. Tækifærin felast í nýrri aðferðarfræði og nýrri hugsun við nýtingu þeirra endurnýjanlegu orkugjafa sem við Íslendingar eigum gnægð af. Nýr orkusækinn atvinnuvegur gefur okkur færi á að hætta innflutningi á jarðefnaeldsneyti, eykur orkuöryggi okkar og skapar gjaldeyristekjur.
Þörfin fyrir vistvænt eldsneyti og tækifærin á Suðurnesjum Til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf að leita fleiri vistvænna orkugjafa til að knýja stærri samgöngufarartæki þar sem rafmagn er ekki fýsilegur orkuberi. Framleiðsla vistvæns rafeldsneytis svo sem vetnis, ammoníaks,
Passaðu að slasa þig á virkum degi, alls ekki um helgar! Þetta virðist vera tilfellið á HSS og er algjörlega óásættanlegt fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum. Átta ára stúlka dettur úr rólu á föstudagskvöldið, hún finnur til og sefur ekki vegna verkja þá nóttina. Móðir hennar fer með hana á HSS á laugardagsmorgun þar sem kalla þarf út röntgentækni til að taka röntgenmyndina. Þegar því er lokið er barnið sett í teygjusokk og móðurinni tjáð að hringt verði í hana á mánudaginn ef um brot sé að ræða þar sem ekki er hægt að lesa út úr röntgenmyndum um helgar. Ef barnið er verkjað, vinsamlegast gefið henni þá verkjalyf. Sem betur fer er þessi átta ára gamla stúlka algjört hörkutól, hún fann til og fór svo í skólann á mánudagsmorgun, ennþá með teygjusokk um höndina.
metanóls og metans er lykilþáttur í að orkuskipti í samgöngum verði að veruleika. Slík framleiðsla krefst mikillar orku sem við erum rík af. Þá kallar rafbílavæðingin á stóraukna framleiðslu á rafhlöðum. Markaðurinn kallar á nýja tækni og hraða þróun. Því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir aukinni eftirspurn og tækifærum þar að lútandi. Nýlega birtist frétt í viðskiptablaði Morgunblaðsins þar sem fjallað var um ákvörðun skipafélagsins Maersk um, að hætta að nota olíu á öll sín skip. Áform eru um að fyrsta „græna“ skipið verði sjósett eftir tvö ári, knúið rafmetanóli. Eitt af meginsóknartækifærum vetnis er að gera iðnaðarhafnir nátengdar framleiðslustaðnum. Vetni, framleitt með rafgreiningu, gæti þá þjónað ýmsum greinum þar sem varmaorka og mikið hágæðasúrefni nýtist. Má þar til dæmis nefna seiða- og fiskeldi á landi. Við það skapast tækifæri til að auka hagkvæmnina við vetnisframleiðsluna. Helguvíkurhöfn, sem tengir Ísland við umheiminn, gegnir þar afar mikilvægu hlutverki með sinni staðsetningu. Orkuskiptin eru að knýja dyra í þungaflutningum á öllum vígstöðvum. Aukinn áhugi erlendis, bæði af hálfu fyrirtækja og erlendra stjórnvalda, er um samstarf á framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis
og nýtingu á endurnýjanlegri orku sem styður við græna framtíð. Með vaxandi vitund almennings um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð verða fyrirtæki sem ætla sér að vera leiðandi á komandi árum að taka ábyrgð á þeim áhrifum sem starfsemi þeirra hefur og sýna í verki að sjálfbærni er höfð að leiðarljósi fyrir komandi kynslóðir. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem orkugjafa fyrir flugvélar og vinnur bandaríska félagið Universal Hydrogen að lausn um þessar mundir. Til þess að alþjóðaflugvöllurinn haldi áfram að vera mikilvægur hlekkur í millilandatengingum eftir orkuskipti er deginum ljósara að tryggja þarf að fyrirliggjandi áhugi þeirra fyrirtækja sem hyggjast á græna eldsneytisvinnslu beinist að Suðurnesjum. Hér spretti þannig upp ný og græn orkutækifæri.
Þörfin fyrir Suðurnesjalínu 2 Ekkert af þessu er möguleiki án þess að byggðir séu hér upp nauðsynlegir og sterkir innviðir enda eru þeir lífæðar samfélagsins. Til þess að fyrirtæki líti á Suðurnesin sem raunhæfan og ákjósanlegan valkost sem taka beri alvarlega verður að vera tryggt að raforkuflutningskerfið byggist upp í takt við aðra mikilvæga innviði eins og vegakerfi
og fjarskipti. Aukin raforkunotkun á Suðurnesjum hefur leitt til þess að flutningskerfið er orðið verulega þungt lestað, svo mjög, að ástandið er farið að valda verulegu tjóni fyrir núverandi atvinnustarfsemi á svæðinu. Það skýtur skökku við að ekki sé tryggt afhendingaröryggi á Suðurnesjum þótt næg framleiðslugeta sé á svæðinu. Truflanir á Suðurnesjum geta valdið alvarlegum útslætti á höfuðborgarsvæðinu. Þá má benda á að komi til alvarlegrar bilunar á Suðurnesjalínu 1 þá getur tekið langan tíma að koma raforkukerfinu á Suðurnesjum aftur í eðlilegan rekstur með tilheyrandi röskun á samfélagslegri starfsemi eins og alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Það er spennandi framtíð sem blasir við í orkuskiptum á Íslandi. Suðurnesjamenn ættu því að grípa tækifærið samfélaginu og umhverfinu til heilla. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja hér afhendingaröryggi raforku til atvinnuuppbyggingar og fyrir samfélagið sjálft. Um þetta mikilvæga mál munu komandi Alþingiskosningar meðal annars snúast. Hanna Björg Konráðsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
Klukkan 13 á mánudag fær móðirin símhringingu frá HSS þar sem hún er beðin um að koma með barnið þar sem hún er brotin og þurfi að fá gifs. Er þetta virkilega svona árið 2021 að ekki sé læknir á vakt um helgar sem les út úr röntgenmyndum? Er það virkilega þannig að ef að fólk slasar sig um helgi þá þurfi það vinsamlegast að harka af sér og taka verkjalyf til mánudags? Eitthvað þarf að laga í heilbrigðisþjónustunni á Suðurnesjum. Þetta er klárlega ekki eina dæmið en þessi saga og þessi átta ára stúlka stendur mér nær og mér fannst ég þurfa að koma þessu frá mér. Kveðja, Ester Grétarsdóttir, Suðurnesjabæ.
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2021 Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennara- hópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Hvatningarverðlaunin verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa miðvikudaginn 9. júní kl. 17:00. Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 28. maí nk. Eyðublað fyrir tilnefninguna má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar.
AÐALFUNDUR STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA Áður frestaður aðalfundur vegna Covid-19 verður haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021 kl. 20:00 í Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ.
Stjórn STFS
VF-myndir
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Kosning formanns. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.
Elíza M. Geirsdóttir Newman og Unicef teymi Háaleitisskóla hlutu hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020 fyrir verkefnið Réttindaskóli Unicef. Markmið verkefnisins var að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla jákvæð samskipti, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
MARKVÖRÐURINN TIFFANY SORNPAO GEKK Í RAÐIR PEPSI MAX-DEILDARLIÐS KEFLAVÍKUR FYRR Á ÞESSU ÁRI EN TIFFANY ER AÐEINS 22 ÁRA OG RÉTT AÐ HEFJA SINN ATVINNUMANNAFERIL Í KNATTSPYRNU
„ég elska að vera hérna“ Tiffany er landsliðsmarkvörður Tælands þótt hún sé fædd og uppalin í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Mamma er dönsk og pabbi tælenskur, þess vegna get ég leikið með tælenska landsliðinu,“ segir Tiffany en foreldrar hennar hittust sem skiptinemar í Georgia í Bandaríkjunum þar sem hún ólst upp og Tiffany hefur alla tíð búið í þar. „Ég var að ljúka háskólanámi í fjármálum núna í desember en mig langaði að halda áfram að leika fótbolta og þroskast sem leikmaður. Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var fimm ára gömul. Félagið sem ég æfði hjá var mjög nálægt þar sem ég bjó svo það var mjög þægilegt, ég var reyndar í félaginu alveg þangað til ég fór í háskóla. Fótbolti er sú íþrótt sem ég stundaði mest sem barn, ég prófaði hinar og þessar íþróttir þegar ég var yngri, eins og sund, fimleika og blak en fótboltinn togaði mig alltaf til baka.“ – Hvernig finnst þér nú að vera komin til Íslands? Reykjanesbær er væntanlega töluvert frábrugðinn Georgia, er það ekki? „Jú, þar er mjög heitt og mikill raki. Þetta er mjög ólíkt, mér finnst gott að byrja ekki að svitna um leið og ég stíg út fyrir dyrnar. Það er alveg sama hvað maður gerir heima, maður byrjar að svitna samstundis – svo þetta er hressandi. Ég er að hefja minn atvinnumannaferil og Keflavík er fyrsta liðið sem ég leik með – og ég er virkilega að njóta þess. Þetta er öðruvísi, fólk heldur kannski að vinna við fótbolta sé bara ein klukkutíma æfing á dag og svo hafir þú 23 tíma til að leika þér. Það er alls ekki þannig. Leikmenn þurfa stöðugt að vera með hugann við það sem þeir eru að gera, þetta er stanslaus vinna við að undirbúa sig og byggja upp. Þótt ég hafi meiri frítíma þá hefur verið svo-
lítið erfitt að aðlagast þessu lífi en ég finn samt að þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að gera.“ Tiffany segir liðsfélaga sína hafa tekið sér afskaplega vel við komuna hingað og henni hafi fundist hún velkomin og fallið strax vel inn í hópinn. „Við deilum þrjár saman íbúð og það er gott að hafa félagsskap hver af annari. Ef maður væri einn held ég að það væri leiðigjarnt til lengdar. Ég er bara ein, á ekki kærasta eða neitt svoleiðis, svo ég gat bara pakkað saman og farið. Svo það var frekar auðvelt.“ – Hvernig líst foreldrum þínum á þetta? „Mamma var hér fyrir tveimur vikum og ég held að þau elski þetta. Kannski vegna reynslu sinnar sem skiptinemar þá eru þau mjög hvetjandi – og það að ég muni mögulega spila á hinum ýmsu stöðum gefur þeim líka afsökun til ferðalaga. Mamma sagði við mig: „Ó, svo þú ert á Íslandi. Enn sniðugt, ég kíki kannski á þig og elda ofan í þig – og skoða mig kannski aðeins um í leiðinni.“ Þau hvetja mig til þessa lífsstíls, að ferðast og skoða heiminn. Þetta er eitthvað sem ég kann að meta við evrópskan lífsstíl, heima í Bandaríkjunum snýst allt um vinnu frekar en að leyfa sér að njóta lífsins. Ég er ekki að fara að vinna einhverja skrifstofuvinnu á næstunni, það er alveg á hreinu, ég ætla að lifa og njóta. Maður getur bara unnið í takmarkaðan tíma við að spila fótbolta, mig langar ekki að vinna einhverja vinnu frá níu til fimm bara fyrir peningana. Mín vinna er að leika fótbolta, sem ég elska – og ég elska að vera hérna. Ég meina, hvað eru margir sem ákveða bara að fara og búa á Íslandi? Mér finnst ég lánsöm að fá að spila fótbolta og hafa fengið að ganga í skóla og þess háttar.
Tiffany byrjaði sem útleikmaður, oftast á kantinum.
Eins og ég segi er ég að vaxa og þroskast sem leikmaður og alltaf að læra eitthvað nýtt ...
Tiffany í leik Keflavíkur og Þróttar um síðustu helgi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Áður en ég var valin í tælenska landsliðin ferðaðist ég talsvert með fjölskyldu minni. Kannski var það auðveldara fyrir okkur af því að mamma er evrópsk og þekkir til í Evrópu. Þannig að við ferðuðumst talsvert þegar ég var yngri. Ég var valin í landsliðshóp Tælands árið 2019 og tel mig hafa verið heppna því það ár var Heimsmeistaramótið haldið í Frakklandi og ég fékk tækifæri til að fara með liðinu þangað og til Belgíu. Öll þessi ferðalög sem bjóðast í gegnum fótboltann eru bara óraunveruleg.“
Andlegur styrkur mikilvægur „Mér finnst hlutverk markvarðar oft vera vanmetið í liðinu, fáir átta sig á því álagi sem markmenn eru undir því það þarf ekki nema ein mistök markvarðar til að leikurinn tapist. Sóknarmaður getur brennt af tíu dauðafærum án þess að fá á sig jafn harða gagnrýni og markmaður sem fær á sig klaufamark – svo við þurfum að velja skynsamlega hvenær við gerum mistök [eins og það sé hægt]. Ég nota jóga og hugleiðslu til að byggja upp andlegan styrk og svo hefur Sævar [Júlíusson, aðstoðarþjálfari] kennt mér ótrúlega margt sem er nýtt fyrir mér. Eins og ég segi er ég að vaxa og þroskast sem leikmaður og alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Tiffany spyr mig hvort tælenska samfélagið í Reykjanesbæ sé stórt því hún hafi tekið eftir tælensku hofi í bænum. „Það er bara í göngufæri við þar sem ég bý. Þótt ég sé hálf tælensk og hálf dönsk þá tala ég hvorki tælensku né dönsku. Þetta hljómar kannski undarlega en ég hef velt því fyrir mér að kynnast tælenska sam-
félaginu hér, langar að komast inn í málið – það myndi t.d. hjálpa mér þegar ég er með landsliðinu. Ég ætla allavega að kynna mér þetta hof og sjá til með hugleiðslu þar. Ég lít ekki á sjálfa mig sem trúaða en andlega tel ég mig vera. Þótt ég hafi alist upp í Georgia þar sem kristni er mjög ráðandi hafa þessi mál aldrei skipt foreldra mína miklu máli. Pabbi er búddisti en mamma alin upp í kristni, samt voru aldrei neinir árekstrar þeirra á milli, hvorugt reyndi að fá hitt til að taka upp sína trú – þú gerir þitt og ég geri mitt var frekar viðkvæðið.“
Keramik og Pick-up Soccer Þegar við ræðum um önnur áhugamál segist Tiffany hafa mjög gaman af leir- og keramikvinnslu og eigi eftir að finna sér staði hér til að sinna því hér. „Ég kynntist keramikvinnslu í skóla og fannst það mjög gefandi. Ég stóð sjálfa mig jafnvel að því að sleppa mat og svona því ég fékk svo mikið út úr þessu. Að róar hugann og er streytulosandi. Það er líka svo skemmtilegt að mamma byrjaði líka á þessu fyrir svona ári síðar, sem er yndislegt. Svona sameiginlegt áhugamál hjá okkur tveimur.. Svo stefni ég á að nota tímann til að lesa meira, ferðast og þess háttar. Heima tók ég oft þátt í „Pickup Soccer“. Þá er spilað á kvöldin en þetta gengur þannig fyrir sig að svona „viðburður“ er settur í loftið: „Til í að spila í kvöld?“ Þetta er frekar lítill hópur eða samfélag og orðið er látið berast. Svo hittist fólk á einhverjum stað og spilar fótbolta, mætir með keilur og bolta og bara skemmtir sér. Þetta er allskonar fólk sem kemur úr öllum áttum og þekkist jafnvel ekki neitt. Þá getur
maður farið einn eða kannski tvö eða þrjú saman og svo verður svona til þessi hittingur. Þetta er skemmtilegt því svona viðburðir eru haldnir á öllum tímum og hingað og þangað. Maður sér ný andlit og kynnist nýju fólki.“
Spila fyrir Keflavík – Tiffany segir að sér lítist mjög vel á það sem hún hefur kynnst hér á Íslandi til þessa – en hvaða augum lítur hún framtíðina? „Allar móttökur hér hafa verið til fyrirmyndar, allt starfsfólkið hjá Keflavík og liðsfélagar hafa verið mjög almennileg og bara gott eitt um það að segja. Ég sé fyrir mér að ég muni ílengjast hérna, alla vega á meðan ég er að þroska sjálfa mig. Kannski kemur sá tímapunktur, eftir nokkur ár, þar sem ég tel mig þurfa aðrar áskoranir en ég sé það ekki gerast í bráð. Núna einbeiti ég mér eingöngu að þessu verkefni, að leika með Keflavík.“ – Hvernig líst þér á íslensku deild ina af því sem þú hefur séð? „Ég held að Keflavík eigi eftir að standa sig í deildinni í ár. Miðað við það sem ég hef eftir liðsfélögum mínum þá er enginn stórmunur á liðunum í deildinni og okkar lið á eftir að ná að kynnast og ná betur saman. Við erum nokkrar nýjar í liðinu, ég meina Aerial [Chavarin] var bara að spila sinn fyrsta leik í gær, svo við eigum eftir læra betur inn á hver aðra og slípa okkar leik.“
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
ÁFRAM KEFLAVÍK
Við styðjum Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna og karla. Hvetjum alla Keflvíkinga til að mæta á völlinn.
NÆSTU HEIMALEIKIR: KEFLAVÍK-TINDASTÓLL
Laugardaginn 22.maí kl.17.00
KEFLAVÍK-HAUKAR
Mánudaginn 24.maí kl.18.00
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness Fyrirmyndarfélag ÍSÍ „Við ákváðum að fara í þessa vegferð og hvað við erum glöð með að hafa lagt í alla þessa vinnu! Við höfum lært ótrúlega mikið á gerð handbókarinnar í tengslum við vottunina og það er þægilegt að hugsa til þess, ef eitthvað kemur upp á við æfingar eða keppni hjá félaginu, að við höfum nú tækin og tólin til að bregðast við og vinna úr þeim málum,“ sagði Júlíus Ævarsson, formaður Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness, við afhendingu gæðavottunarinnar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ þann 20. apríl síð-
astliðinn. Félagið, sem er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, er fyrsta félagið um vélhjólaíþróttir sem hlýtur slíka gæðavottun. Úlfur H. Hróbjartsson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ og meðlimur fagráðs Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti Júlíusi viðurkenninguna á starfssvæði félagsins við Sólbrekku. Guðbergur Reynisson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, var einnig viðstaddur afhendinguna sem og félagar og iðkendur úr félaginu
ATVINNA VIÐ RÆSTINGAR
Starfskraftur óskast til ræstistarfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Unnið eftir 2-2-3 kerfi Vinnutími er frá 8:00 til 16:00 Kröfur: Hreint sakavottorð og ökuréttindi Tungumál: Íslenska eða góð enskukunnátta Áhugasamir sendið tölvupóst á halldor@allthreint.is
Á myndinni eru þeir Úlfur, Júlíus og Guðbergur ásamt nokkrum vöskum félögum og iðkendum úr félaginu.
Sumarskóli FS
JOB OFFER
IN A CLEANING COMPANY
Ákveðið hefur verið að bjóða uppá nám í sumarskóla í sumar.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Staff needed for cleaning in FLE (Kef Airport) Work format 2-2-3 Working hours from 08:00 to 16:00 Must have: Clean Criminal Record and Drivers License Language: Icelandic or good English Interested send e-mail to: halldor@allthreint.is
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: www.fss.is og umsóknum skilað þar. Skólameistari
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Frá opnun fjallahjólabrautarinnar á Ásbrú á uppstigningardag.
Fjallahjólabraut opnuð á Ásbrú Ný fjallahjólabraut var opnuð í hlíðum Ásbrúar á uppstigningardag en þá stóð yfir yfir barna- og ungmennahátíðin BAUN og opnun brautarinnar var hluti af þeirri dagskrá. Markmið Baun-hátíðarinnar er að gera sköpun barna og ungmenna hátt undir höfði auk þess að draga fram allt það jákvæða sem stendur börnum og fjölskyldum til boða í Reykjanesbæ, þeim að kostnaðarlausu. „Starfsfólk umhverfissviðs Reykjanesbæjar með dyggri aðstoð Arnalds og Kára frá Hjólaleikfélaginu hafa útbúið hér skemmtilega og krefjandi fjallahjólabraut og þar með fjölgað afþreyingarmöguleikum í bænum. Ég vil þakka þeim framtakið og verktökunum fyrir að gera svona flotta braut. Brautin er staðsett á verðandi skólalóð á Ásbrú og bráðlega verður
hér settur upp ærslabelgur og sparkvöllur,“ sagði Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar við opnun brautarinnar. Fjölmörg ungmenni mættu á svæðið og léku sér í brautinni sem þykir vel lukkuð og skemmtileg viðbót við afþreyingu.
Nýja fjallahjólabrautin í hlíðum Ásbrúar. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLUÞJÓNUSTU SUÐURNESJABÆJAR SUÐURNESJABÆR AUGLÝSIR STÖÐU DEILDARSTJÓRA FRÆÐSLUÞJÓNUSTU Á FJÖLSKYLDUSVIÐI LAUSA TIL UMSÓKNAR Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og tónlistarskólar. Áhersla er að hjá sveitarfélaginu starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Þá sinnir fjölskyldusvið einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og grunnskóli.
Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, opnaði brautina formlega.
Fjallahjólabrautin er bæði krefjandi og skemmtileg sega þau sem hafa profað að hjóla hana.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
■ Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi fræðsludeildar. ■ Eftirfylgni með lögum um leik-, grunn- og tónlistaskóla og viðeigandi reglugerðir. ■ Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs í samvinnu við skólastjórnendur. ■ Stuðningur og ráðgjöf við skólastjórnendur og aðra forstöðumenn sem undir deildina heyra. ■ Tengiliður skóla við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. ■ Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins. ■ Starfmaður fræðsluráðs Suðurnesjabæjar og sveitarfélagsins Voga.
■ Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. ■ Framhaldsnám í stjórnun eða menntunarfræðum æskileg. ■ Farsæl reynsla af kennslu, stjórnun og mannaforráðum. ■ Haldbær reynsla af áætlunargerð og greiningum. ■ Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg. ■ Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum. ■ Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. ■ Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2021 Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Umsjón með starfinu hefur Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 19. maí 2021 // 20. tbl. // 42. árg.
MAGNAÐ TÍMABIL ELVARS MÁS
ÚRSLITAKEPPNI
DOMINO'S-DEILDANNA Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður eftir fyrri leik liðanna og í viðtali á karfan.is sagði hann að Keflavíkurstúlkurnar hafi verið eins og litlar mýs og leyft Haukakettinum að ráða för allan tímann.
Daniela Wallen Morillo hefur verið atkvæðamest í liði Keflavíkur en þær þurfa að gera betur vilji þær komast lengra í keppninni. Í undanúrslitum Domino’s-deildar kvenna mætti Keflavík Haukum á Ásvöllum síðasta föstudag. Hafnfirðingar höfðu betur í þeirri viðureign, 77:63. Liðin mættust á ný í Blue-höllinni á mánudag og aftur höfðu Haukar betur, 68:80, og leiða því einvígið með tveimur sigrum en fyrra liðið til að vinna þrjá leiki fer áfram í úrslitaleikinn. Þriðji leikur Keflavíkur og Hauka fer fram á föstudag en Keflvíkingar þurfa nauðsynlega að sigra þá þrjá leiki sem í boði eru ætli þær að eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn.
Leikmaður ársins í litháensku úrvalsdeildinni
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti hreint magnað tímabil með Siauliai í litháensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur og fyrir vikið var hann valinn leikmaður deildarinnar í ár (Most Valuable Player). Elvar Már var algerlega langbesti maðurinn í liði Siauliai í ár sem endaði í sjöunda sæti litháensku deildarinnar. Nú er úrslitakeppni deildarinnar að hefjast og í átta liða úrslitum mæta Elvar og félagar í Siauliai liði Rytas sem
endaði í öðru sæti. Fyrsti leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöld. Það er ljóst að frammistaða Elvars hefur vakið athygli margra og verður áhugavert að sjá hvort Njarðvíkingurinn færi sig um set fyrir næsta tímabil ... og þá hvert hanni fari. Með því að smella á myndina í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá skemmtilega samantakt af snilldartilþrifum Elvars Más frá tímabilinu.
Það voru hins vegar Keflvíkingar sem höfðu betur í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Domino's-deildar karla þegar þeir tóku á móti Tindastóli í Blue-höllinni síðasta laugardag. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur Keflvíkinga sem skóp sigurinn, 79:71. Dominykas Milka fór fyrir liði Keflvíkinga með 33 stig og átta fráköst. Á sama tíma fóru Grindvíkingar í Garðabæinn þar sem þeir léku gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino'sdeildar karla. Stjarnan hafði betur í fyrsta leik, 90:72, og leiðir þá viðureign því með einum sigri. Viðureignir Grindavíkur og Stjörnunnar annars vegar og Tindastóls og Keflavíkur hins vegar fóru fram á þriðjudagskvöld áður en Víkurfréttir fóru í prentun en nánar er fjallað um þá leiki og aðra íþróttaviðburði á vf.is.
Már stóð sig vel á mánudag og bætti Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi. Mynd af Facebook-síðu Más
Már bætti eigið Íslandsmet
Sandgerðingar deildarmeistarar í annarri deild karla Reynismenn léku gegn ÍA um sigur í annarri deild karla í körfuknattleik. Eftir fjörugan og spennandi leik voru það Reynismenn sem fögnuðu sigri. Reynismenn byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 25:21. Reynir náði mest ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta en Skagamenn náðu að jafna fyrir leikhlé, staðan 43:43 í hálfleik. Með þremur þristum í upphafi fjórða leikhluta náðu Reynismenn góðu forskoti sem þeir héldu til leiksloka – lokatölur 107:95 og Reynir er deildarmeistari annarrar deildar karla í körfuknattleik 2020–2021.
Sundmaðurinn Már Gunnarsson (ÍRB) keppir nú á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem haldið er á Madeira. Á mánudag, öðrum keppnisdegi Más, gerði hann sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í 100 metra flugsundi í flokki S11. Það er ekki hægt að segja að mótið hafi farið vel af stað hjá Má en á fyrsta degi lenti hann í óhappi þegar hann stakk sér til sunds í 50 metra skriðsundi og festi hægri hendina í brautarlínunni. Már sagði í færslu á Facebook: „Það leynast áhættur í öllum íþróttum og þær minnka ekki í íþróttum blindra. Ég stakk mér til sunds í morgun í 50M skriðsundi og ætlaði svo sannarlega að bæta mig en á leiðinni festi hægri hendina í brautarlínunni og í stað þess að stöðva tímatökubúnaðinn á hefðbundinn hátt í innkomunni barði ég í búnaðinn hjá næsta manni á annari braut og stöðvaði minn eiginn tíma með höfuðkúpunni á mér. Sem betur fer virðist ekkert vera brotið, mögulega tognun og má maður vera þakklátur fyrir að ekki verr fór en svo og þá skiptir ekki máli hálf sekúnda til eða frá. Er ekki sagt, fall er farar heill. Þannig lít ég á það fyrir þær fjórar greinar sem eftir eru.“ Með jákvæðni að leiðarljósi átti Már góðan dag á mánudga þegar hann lenti í fjórða sæti í 100 metra flugsundi og bætti Íslandsmet sitt sem er nú 01:11:11. Á þriðjudag átti Már frí frá keppni og sagði það vel þegna hvíld fyrir þær þrjár greinar sem eftir eru.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Pepsi Max-deild karla:
Keflavík fékk annan skell Keflvíkingar léku í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu síðasta mánudag þegar þeir tóku á móti sprækum norðan-
mönnum í KA. Það hallaði talsvert á heimamenn í leiknum og annan leikinn í röð fékk Keflavík fjögur mörk á sig.
KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Lengjudeild karla:
Þór - Grindavík 4:1 Mark Grindavíkur: Josip Zeba (18’).
2. deild karla:
Magni - Njarðvík 2:2 Mörk Njarðv´´íkur: Bergþór Ingi Smárason (47’) og Magnús Þórir Matthíasson (80’).
Þróttur - Fjarðab. 1:1 Mark Þróttar: Andy Pew (23’).
Reynir - KF 0:2 3. deild karla: Sindri Kristinn Ólafsson gerði vel þegar hann varði vítaspyrnu KA undir lok fyrri hálfleiks, hann þurfti hins vegar að sjá fjórum sinnum á eftir boltanum í netið. VF-mynd: Hilmar Bragi
Víðir - KFS 3:2
Pepsi Max-deild kvenna:
Annað jafntefli hjá Keflavík
Aerial Chavarin skoraði í sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deild kvenna. VF-mynd: Hilmar Bragi
Keflavík tók á mót Þrótti á HS Orkuvellinum í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu og lauk leiknum með 2:2 jafntefli. Keflavík komst yfir á 10. mínútu þegar Aerial Chavarin skoraði fyrsta mark Keflvíkinga í deildinni í ár en þetta var hennar fyrsti leikur. Þróttur komst yfir í seinni hálfleik en Keflavík náði góðri skyndisókn á 66. mínútu og Amalía Rún Fjeldsted tryggði Keflavík eitt stig.
Marki fyrirliðans, Aaron Robert Spear, fagnað. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Mörk Víðis: Elís Már Gunnarsson (17’), Aaron Robert Spear (49’) og Sigurður Þór Hallgrímsson (74’) .
Mjólkurbikar kvenna:
Álftanes - Grindavík 0:6 Mörk Grindavíkur: Una Rós Unnarsdótir (2), Unnur Stefánsdóttir, Írena Björk Gestsdóttir, Júlía Björk Jóhannesdóttir og Bentína Frímannsdóttir.
UNNU ALLAR SÍNAR VIÐUREIGNIR Suðurnesjamennirnir Daníel Dagur Árnason úr nýstofnuðu Júdófélagi Reykjanesbæjar (JRB) og Ingólfur Rögnvaldsson úr Júdófélagi Reykjavíkur (JR) stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti fullorðinna í júdó sem fór fram í íþróttahúsinu Digranesi um helgina. Daníel keppti í -60 kg flokki og Ingólfur í -66 kg flokki og gerðu þeir félagar sér lítið fyrir og unnu báðir allar sínar viðureignir. Drengirnir hafa verið að gera það gott íþróttinni en þeir unnu báðir til gullverðlauna á RIG í janúar og eru í landsliðshópi Júdósambandsins. Þeir Ingólfur og Daníel munu taka þátt í Íslandsmóti unglinga í flokki u21 árs sem fer fram 29. maí næstkomandi. Á myndinni eru þeir Ingólfur og Daníel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni, sem vann til bronsverðlauna í júdó á Ólympíuleikum í Los Angeles árið 1984.
Frábær þátttaka í íþróttamóti Mána Íþróttamót Mána var haldið 1. og 2. maí síðastliðinn en þetta mót hefur ekki verið haldið síðan árið 2017. Mótið var opið öllum og komu knapar víða að í blíðuna til að taka þátt í mótinu og var virkilega góð þátttaka en skráningarnar voru rúmlega 160 talsins. Að vanda stóðu Mánamenn sig vel og voru í úrslitum í flestum greinum. Signý Sól Snorradóttir vann þrefalt í unglingaflokki, í tölti á Þokkadís frá Strandarhöfði, í fjórgangi á Kolbeini frá Horni 1 og í fimmgangi á Magna frá Þingholti. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum sigruðu slaktaumatölt ungmenna. Elín Sara Færseth og Hátíð frá Hrafnagili unnu töltið í 2. flokki og voru einnig fjórgangssigurvegarar. Mánamenn voru ánægðir með framkvæmd mótsins og kunnu mótanefnd bestu þakkir fyrir. Þá var dómurum Þessum fallega gæðingi fannst ekkert tiltökumál þökkuð sérstaklega góð dómstörf og öllum sjálfboðaað stilla sér upp með hluta vinninga mótsins. liðum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. Frá Mána: „Við fengum virkilega góða styrki frá fyrirtækjum til að aðstoða okkur við að gera mótið að veruleika. Fóðurblandan styrkti okkur með veglegum vinningum, Búvörur styrkti okkur einnig með vinningum, Nettó gaf nokkur gjafabréf og Stapinn á Arnarstapa gaf einnig gjafabréf. Einnig voru önnur fyrirtæki sem styrktu skráningargjöld knapa og vakti það mikla lukku hjá hestamönnum. Viljum við þakka öllum styrktaraðilum kærlega fyrir okkur.“
Grunnskólamótið í glímu Um helgina fór Grunnskólamótið í glímu fram á Reyðarfirði. Hópur tólf vaskra Suðurnesjamanna hélt akandi af stað á föstudegi í tveimur glæsilegum bílum sem bílaleigan MyCar lánaði til að koma keppendum til og frá mótsstað. Hópurinn kom austur á Reyðarfjörð seint á föstudagskvöldi eftir skemmtilegt ferðalag. Mótið byrjaði svo snemma á laugardeginum og var það hið glæsilegasta, um 40 keppendur frá átta skólum tóku þátt þrátt fyrir að margir kæmust ekki vegna sauðburðar og ferminga. Krakkarnir af Suðurnesjum nældu sér í verðlaun í nær öllum aldursflokkum og tveir grunnskólameistaratitlar komu í hlut Suðurnesjafólks.
Glæsilegur árangur hjá Suðurnesjakrökkunum Grunnskólameistarar urðu þau Helgi Þór Guðmundsson úr Stapaskóla, sem sigraði flokk sjöundu bekkja, og Mariam Badawy úr Grunnskóla Sandgerðis, sem sigraði sama aldursflokk en Aðalheiður María úr Myllubakkaskóla varð í því þriðja. Lena Andrejenko úr Heiðarskóla varð önnur í flokki stúlkna í fimmta bekk og Natalía Chojnacka úr Njarðvíkurskóla varð þriðja í sama flokki. David Grajewski úr Njarðvíkurskóla lenti svo í öðru sæti í flokki drengja í fimmta bekk. Sigmundur Þengill úr Stapaskóla varð annar eftir hörkuúrslitarimmu um fyrsta sætið í flokki drengja úr sjötta bekk og í flokki stúlkna í áttunda bekk varð Rinesa Sopi úr Akurskóla önnur. Mótið var frábært sem og ferðalagið í heild en hópurinn ferðaðist hringinn í kringum landið og keppti í mótinu á 37 klukkustundum sem má telja vel af sér vikið.
Stapaskóli: Grunnskólameistari drengja í sjöunda bekk og silfur í flokki drengja í sjötta bekk. Grunnskóli Sandgerðis: Grunnskólameistari stúlkna í sjöunda bekk. Njarðvíkurskóli: Silfur í flokki drengja og stúlkna úr fimmta bekk. Myllubakkaskóli: Silfur í flokki stúlkna úr áttunda bekk og brons í flokki stúlkna úr sjöunda bekk. Heiðarskóli: Silfur í flokki stúlkna úr fimmta bekk.
Tveir drengir úr Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar á verðlaunapalli
Dawid May-Majewski og Ingi Rafn William lentu saman í þriðja sæti á Íslandsmóti unglinga í borðtennis.
Íslandsmót unglinga í borðtennis fór fram um þarsíðustu helgi í TBR húsinu í Reykjavík. Fimm drengir kepptu á vegum Borðtennisfélags Reykjanesbæjar (BR) en þetta var í fyrsta skiptið sem BR á þátttakendur á Íslandsmóti í borðtennis. Drengirnir stóðu sig mjög vel en tveir þeirra, Ingi Rafn William Davíðsson og Dawid May-Majewski, gerðu sér lítið fyrir og komust í undanúrslit í einliðaleik hnokka ellefu ára og yngri. Formaður BR, Piotr Herman, var mjög ánægður með árangurinn á mótinu og hvetur áhugasama borðtennisspilari, unga og aldna, til að skrá sig í félagið.
Prjónanámskeið fyrir byrjendur á Nesvöllum Prjónanámskeið þar sem kennd verða undirstöðuatriðin í prjóni. Við ætlum að læra að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af og önnur praktísk atriði eins og að velja rétta garnið. Kennt verður: 25. maí, 27. maí, 31. maí og 3. júní á milli kl. 10:00 og 12:00 Efnisgjald: 1000 kr Skráning og upplýsingar: 420-3400
LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR
Þrjúbíóstress miðaldra konu Ég áttaði mig á því í síðustu viku að ég hef mun meiri þörf fyrir röð og reglu en ég hef hingað til haldið. Ég er alltaf verið frekar skipulögð, en á sama tíma samt alltaf álitið mig temmilega kærulausa og með íslenska „þetta reddast“ genið mjög framarlega í genabankanum. Ég hef gert grín að manninum mínum sem þolir ekki þegar það er frjálst sætaval í bíó eða leikhúsinu, hvað þá í flugvélum. Hann stressast allur upp og vill þá alltaf vera mættur löngu fyrir opnun þannig að hann verði örugglega fyrstur í röðinni til að velja sér sæti. Í tilhugalífinu gátum við aldrei vangað síðasta lagið á skemmtistöðum borgarinnar þar sem hann þurfti alltaf að vera farinn út í síðasta lagi korter fyrir þrjú til að vera örugglega fyrstur í leigubílaröðinni. Sem, þeir sem þekkja mig vita, að er ekki alveg í mínum anda að yfirgefa partýið áður en ljósin eru kveikt. Ég kalla þetta heilkenni mannsins míns „þrjúbíóstressið“ þar sem þetta minnti mig helst á kraðakið fyrir framan dyrnar í Félagsbíói í þrjúbíó þegar allir vildu ná bestu sætunum þegar loksins var hleypt inn. Og þar var það ekkert endilega sá sem var fyrstur í röðinni sem náði bestu sætunum, heldur sá sem var sterkari og fljótari að hlaupa. Engin sanngirni í því endilega. Og í síðustu viku upplifði ég þrjúbíóstress á áður óþekktu háu stigi, þegar það voru að mér fannst allir og amma þeirra búnir að fá boð í bólusetningu nema ég og aðrir í mínum góða 1967 árgangi. Ég hafði nefnilega beðið mjög róleg eftir að það kæmi að mér. Það var plan í gangi, byrjað á framlínufólki og forgangshópum og svo var farið niður eftir aldursröðinni. Þolinmóð og pollróleg beið ég í röðinni. Þangað til að samfélagsmiðlarnir fóru að fyllast af myndum af mér miklu yngra fólki í dúndrandi diskóstemmningu í Laugardalshöllinni. Allt í einu var ekkert plan, röðin var orðin að þrjúbíókapphlaupi. Og ég missti kúlið. Ég vil ekki viðurkenna að ég hafi verið haldin bólusetningaröfund, ég samgladdist öllum sem voru á undan mér í röðinni. Ég var að upplifa eitthvað allt annað, ég var haldin raða- og skipulagsþarfarröskun á háu stigi. Ég lét þetta fara ótrúlega mikið í taugarnar á mér, sá samsæri í hverju horni og fannst þetta heilt yfir bara frekar ósanngjarnt. Ég opinberaði frústrasjón mína á samfélagsmiðlunum og leið pínu betur að finna að ég var ekki ein um þessa upplifun. Jafnaldrar mínir staðfestu samsærið – það var ekki lengur röð og við sátum eftir. Þrjúbíóið var að byrja og allir hinir voru fljótari að hlaupa. En svo kom sunnudagurinn og sms-ið með boðinu í bólusetningu á miðvikudaginn. Þegar þú, lesandi góður lest þennan pistil, verð ég nýbúin að fara í minn fallegasta stuttermabol og fá mína langþráðu sprautu. Og, eins og segir í hinni helgu bók: „Þeir síðustu verða oft fyrstir“ því mér er boðið upp á Janssen sem þýðir að ég verð fullbólusett eftir eina sprautu. Ég var sum sé þessi í þrjúbíó röðinni sem var eftir allt saman fljótust að hlaupa.
Næsta blað kemur út fimmtudaginn 27. maí Vegna hvítasunnuhelgar opnum við aftur þriðjudaginn 25. maí og þá er síðasti skilafrestur á greinum og öðru efni. Auglýsingar berist í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 26. maí.
Póstfang Víkurfrétta er vf@vf.is
Mundi
Ég er svo gleyminn að ég fékk sprautu frá Janssen. Þeir sem fá hana þurfa ekki að muna eftir að koma í seinni sprautu ...
Unnardalur 1-11, 260 Reykjanesbæ Afhending áætluð
jan-mars 2022
Eign
Herb.
Stærð
Verð
101
3
88.5
43.500.000
102
2
76.2
37.500.000
103
3
88.5
43.500.000
201
3
88.5
43.500.000
6 íbúða fjölbýli. 2.og 3. herbergjaíbúðir
202
3
88.5
43.500.000
Staðsett við nýjan og glæsilegan grunn- og leikskóla
203
3
88.5
43.500.000
Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán
• Fullbúnar eignir. • Með öllum gólfefnum. • Öll eldhústæki (ísskápur og uppþvottavél ), fylgja • Silestone steinn í borðplötum. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Sölusíða unnardalur.is • • • •
Klætt að utan. Sérinngangur. Gott útsýni af annarri hæð. Stórar geymslur innan íbúða, sem hægt er að nota sem herbergi. Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is