Víkurfréttir 42. tbl. 41. árg.

Page 1

ÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Viltu að eignin þín sé

ÁBERANDI?? ÁBERANDI Skráðu hana hjá okkur!

gur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 4. nóvember 2020 // 42. tbl. // 41. árg.

Áhyggjur af Covidsýktum Pólverjum á leið til landsins

Breyttu Saltfisksetrinu í hryllilegt draugahús Ungmenni í Grindavík breyttu Saltfisksetrinu í Grindavík í hryllilegt draugahús í tilefni af hrekkjavökunni sem var síðasta laugardag. Menningarhúsið Kvikan í Grindavík iðaði af lífi alla síðustu viku þar sem ungmennin hreiðruðu um sig og skemmtu sér í skugga kórónuveirufaraldurs. Allir nemendur Grunnskóla Grindavíkur fengu tækifæri til að fara í gegnum draugahúsið og láta hræða sig örlítið áður en hrollurinn var svo dansaður úr kroppnum á diskóteki. á vef Víkurfrétta má sjá innslag um draugahúsið og í rafrænni útgáfu Víkurfrétta er nóg að smella á myndina hér að ofan til að spila myndskeiðið og sjá viðtöl við ungmennin.

Gæslan leigir hótelherbergi fyrir hundruð milljóna á Suðurnesjum

F-15 á flugi yfir Ósabotnum. Hafnir í baksýn. Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Bandaríski flugherinn var með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli og þeim fylgdu 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Þegar mest var voru hér yfir 700 erlendir liðsmenn erlendra herja og flestir þeirra gistu á hótelum í

Reykjanesbæ. Þá var og er þessi hópur með hundruð bílaleigubíla á leigu. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. Í umfjöllun í Víkurfréttum í dag segir Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík, að jafnaði séu 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins Þegar mest var á svæðinu fór fjöldi erlends liðsafla og sérfræðinga yfir 700 en aðeins er hægt að hýsa 200 innan öryggissvæðisins. Það var því óvenju fjölmennt, einnig á hótelum í Reykjanesbæ, auk þess sem bílaleigur og veitingastaðir

hafa notið góðs af. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla á næstu dögum og vikum en eins og áður þá er og verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Landhelgisgæslan í Keflavík er því að leigja hótelherbergi fyrir hundruð milljóna króna á ári. Nánar er fjallað er um verkefnin á öryggissvæðinu í umfjöllun í blaðinu í dag.

Á Suðurnesjum er stórt samfélag Pólverja og vaxandi áhyggjur af því að fjöldi Pólverja væri að koma til landsins sýktir af kórónuveirunni voru ræddar á fundi aðgerðarstjórnar almannavarna á Suðurnesjum í síðustu viku. Aðgerðastjórnina skipa fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum, frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og bæjarstjórarnir fjórir á Suðurnesjum. Fannar Jónasson , bæjarstjóri Grindavíkur, vakti máls á áhyggjum fólks af fjölda Pólverja sem væru að koma sýktir til landsins. Stórir hópar hafa komið fá Póllandi undanfarnar vikur þar sem margir einstaklingar hafa reynst vera sýktir af kórónuveirunni og með virk smit. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ræddi á sama fundi að atvinnurekandi hefði haft samband við sig fyrr í sumar og hefði haft áhyggjur af Pólverjum og afstöðu þeirra til takmarkana sem gilda hér á landi. Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum í þarsíðustu viku fór Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn

í Flugstöð Leifs Eiríkssonar yfir stöðuna í flugstöðinni. Sagði hann miklar áhyggjur af hópum Pólverja sem væru að koma úr orlofi eða fríi þaðan og tveir stórir hópar höfðu komið þaðan smitaðir þegar fundurinn fór framþann 19. október. Hluti hópsins ákvað að fara í sýnatöku. Hann sagði líka að það væru stórir hópar að koma frá Póllandi sem velja sóttkví í stað sýnatöku. Hann hefði áhyggjur af því og þetta eru einstaklingar sem búa út um allt land. Sigurgeir sagði á þeim fundi að hann ætlaði sér að ræða þetta betur við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni um hvernig eða hvort hægt sé að bregðast við. Jafnframt það að auka þurfi eftirlit með þeim einstaklingum sem hafa falið sóttkví og eru að koma frá Póllandi. Á Covid.is eru allar reglur pg skilaboðin sem eru í gildi hverju sinni á pólsku. Bent var á að búið er að vekja ítrekaða athygli á þessu við sóttvarnarlækni. Þá kom fram að allir þeir sem koma til landsins fái ítarlegar leiðbeiningar á pólsku og þar er m.a. vísað á covid.is.

Wizz Air flýgur milli Keflavíkurflugvallar og Póllands.

GOTT VERÐ alla daga 179

169

kr/pk

kr/pk

659

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/pk

Xtra eyrnapinnar 200 stk/pk

Coop klósettpappír Lúxus - 6 stk/pk

Coop bómullarskífur 120 stk/pk

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.