Víkurfréttir 21. tbl. 40. árg.

Page 1

SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 26. MAÍ KL. 20:30

„Við viljum fjölga fólki af erlendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó á sunnudagskvöld kl. 20:30.

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.

SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

... og fleiri veitur væntanlegar

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

Fá 10.000 krónur í sumargjöf

Sultuslakur í slippnum

132 umsóknir en aðeins fimm fengið úthlutað

VF-mynd/HilmarBragi.

Í ljósi góðrar afkomu Grindavíkurbæjar á árinu 2018 og þess hve forstöðumenn stofnanna Grindavíkurbæjar gerðu almennt vel í því að virða fjárhagsáætlun ársins 2018, hefur bæjarráð Grindavíkur lagt til að starfsmönnum bæjarins verði umbunað fyrir það. Hefur bæjarráð samþykkt að gefa starfsmönnum sumargjöf í formi gjafabréfs að fjárhæð 10.000 kr. og fyrirkomulagið verði með sama sniði og jólagjöf til starfsmanna hefur verið undanfarin ár. Kostnaður við gjöfina er 2,4 milljónir króna.

Alls voru 132 umsóknir fyrirliggjandi um félagslegt húsnæði hjá Reykjanesbæ þann 30. apríl sl. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa fimm félagslegar íbúðir komið til úthlutunar. Á bak við umsækjendur eru 114 börn. Fyrir liggur 81 umsókn um íbúðir aldraðra þann 30. apríl 2019. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa þrjár íbúðir aldraðra komið til úthlutunar.

VILL FÁ ÚTLENDINGA Í LÖGREGLUNA – segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum. Hún er gestur Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó. „Þegar ég byrjaði sjálf í lögreglunni þá hvöttu mamma og pabbi mig áfram og studdu. Ég var níu ára gömul þegar pabbi byrjaði í löggunni og ég man alltaf hvað hann var flottur og fínn þegar hann var búinn að klæðast búningnum á leið á fyrstu vaktina sína. Ég var rosalega stolt af pabba mínum. Ég var líka mjög stolt þegar ég klæddist sjálf í fyrsta sinn lögreglubúningi og skynjaði vel ábyrgðina sem fylgir þessu starfi en innra með mér var einnig ótti. Eitt er að langa

í starfið en annað að vera komin í gallann á leið á fyrstu vaktina sína. Ég kláraði Lögregluskólann og við útskriftina í Bústaðarkirkju, vissi að ég var á réttri hillu. Ég fékk gæsahúð þarna í athöfninni og hafði aldrei fundið þetta áður svona sterkt, ekki nema þegar ég eignaðist börnin mín. Ég var ein af þremur nemendum sem fengu hæstu einkunn og var einnig valin lögreglumaður skólans. Þetta var mikill heiður og ég var mjög stolt,“ segir Bjarney.

Mótmæla harðlega skerðingu Bæjarráð Grindavíkurbæjar mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nærri 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. „Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem þróast hefur á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingu á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu,“ segir m.a. í afgreiðslu bæjarráðs.

Frábær maítilboð „Lögreglustarf er ekki fyrir alla og þú finnur það fljótt hvort það hentar þér. Flestir fara í lögregluna af hugsjón en ekki út af launaumslaginum“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó. Þátturinn verður sýndur á sunnudagskvöld á Hringbraut, vf.is og á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Maður finnur það að fólk sem starfar í lögreglunni eru fyrirmyndir og þegar við erum ekki í búning þá er samt fylgst með okkur því margir vita hverjir starfa við löggæslu í bænum okkar. Við viljum fjölga fólki af er-

lendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“

37%

50%

299

299

áður 598 kr

áður 479 kr

kr/pk

Græn vínber 500 gr box

kr/pk

Coop Pizza Pepperoni, 350 gr Skinka og ostur, 340 gr

Opnum snemma lokum seint

2 fyrir 1 Coca Cola 0,5L

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

Eldur í Blíðu SH í Njarðvíkurslipp Eldur kom upp í Blíðu SH 277 í síðustu viku. Skipið er í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem það hefur verið til viðgerða. Undirbúningur fyrir sjósetningu skipsins stóð yfir þegar skipstjórinn varð þess var að reyk lagði frá vélarrými. Öllum rýmum var lokað og skrúfað frá slökkvikerfi skipsins. Það slökkti eldinn. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var jafnframt kallað út. Fjölmargir urðu varir við ferðir slökkviliðsins sem þurfti að fara í gegnum nokkuð þétta umferð á leið sinni að Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Nýr slökkvibíll er bæði með háværa sírenu og flautu sem var ítrekað notuð á leiðinni á vettvang.

Spurning SPURNING VIKUNNARvikunnar:

Hvað finnst þér gaman að gera á rigningardegi?

Samkaup fær ekki að kaupa Iceland Samkaup fær ekki að kaupa Iceland verslanir í Reykjanesbæ og Akureyri. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa á verslunum Iceland í Reykjanesbæ og á Akureryi en þær eru í eigu Basko verslana efh.

Samkeppniseftirltið taldi að kaupun hefðu raskað verulega samkeppni á svæðinu. Keppinautum í matvöru í Reykjanesbæ hefði þannig fækkað úr fjórum í þrjá. Samruninn hefði því að mati eftirlitsins verið neytendum til tjóns.

Samkeppniseftirlitið lét framkvæma neytendakönnun við verslanir á þessum stöðum, til þess að meta samkeppni á viðkomandi svæðum. Samkeppniseftirlitið hafði áður heimilað kaup Samkaupa á tólf verslunum Basko undir merkjum 10-11, Iceland,

Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. Samkeppniseftirlitið hafði áður heimilað kaup Samkaupa á tólf verslunum Basko undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland.

Baldur Waage: „Svolítið erfið spurning, hafa það kósý heima og horfa á sjónvarpið.“

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Baldvin Gunnarsson: „Stússast og klára litlu smáatriðin.“

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Fuglatalningastöð hafnað í Sólbrekkuskógi Guðmundur Hj. Falk Jóhannesson hefur óskað heimildar til að að setja upp 20 feta skrifstofugám á gróðurlausan blett við Sólbrekkuskóg. Einnig óskar hann eftir því að leggja að gámnum smá vegstubb frá vegi Flugmódelklúbbsins og innan þeirra svæðis til fuglamerkinga og rannsókna ásamt því að geta skoðað fugla í næði. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var erindinu hafnað þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.

Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir: „Hanga heima og hafa það huggulegt.“

Vilja vinna íblöndunarefni í steypu úr Stapafelli

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Fyrirtækið Greencraft hefur farið þess á leit við Reykjanesbæ að sveitarfélagið gefi fyrirtækinu viljayfirlýsingu, sem segi til um það að sveitarfélagið leggist ekki gegn áformum fyrirtækisins að svo stöddu. Áform fyrirtækisins eru að vinna efni úr Stapafelli, undir námuleyfi ÍAV, sem

eftir meðhöndlun fyrirtækisins verði hægt að nota sem íblöndunarefni og til að skipta út sementi við gerð steinsteypu. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var erindinu frestað og óskað eftir nánari gögnum.

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

Kristín Jóhanna Stefánsdóttir: „Bara vinna inni.“

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg


RÁ A K OK N I OÐ B L TI U Ð ÐA O K S

DAGAR 15-20% afsláttur

af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn

15%

K O L afsláttur

ÞVOTTAVÉLAR

20%

afsláttur HELLUBORÐ

R A G

A D A 15%

afsláttur

afsláttur

ÞURRKARAR

20%

VEGGOFNAR

UPPÞVOTTAVÉLAR

15%

afsláttur

afsláttur

15%

afsláttur

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

ELDAVÉLAR

15-20% afsláttur

KÆLIsKÁPAR

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ormsson

afsláttur

ÖRBYLGJUOFNAR

afsláttur

15%

15%

afsláttur

15%

RYKsUGUR

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

15%

KÆLIsKÁPAR

Skoðaðu úrvalið r okkar á

nýr vefu Netverslun

*SENDUM UM LAND ALLT

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

Öruggari í umferðinni með hjálm frá Kiwanis Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu á dögunum börnum í fyrsta bekk grunnskóla hjálma í Kiwanissalnum við Iðavelli í Keflavík. Alls fær 231 barn í Reykjanesbæ og Vogum hjálm þetta árið. Allir sem vildu fengu pulsur og drykk í boði Skólamatar, sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var á staðnum og lögreglubifreið frá lögreglunni. „Við sendum þeim okkar bestu kveðjur fyrir aðstoðina og óskum börnum í fyrsta bekk til hamingju með nýju hjálmana,“ segir í tilkynningu frá klúbbunum.

Frá upphafi framkvæmda við sérdeildina.

Stækkun á Ösp í Njarðvík mun breyta miklu í starfsemi skólans

Fyrir skömmu hófust framkvæmdir á nýrri viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282 m² sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig verða gerðar endurbætur að innan á núverandi húsnæði sem er 336 m² að stærð. Stefnt er að því að viðbyggingin verði tilbúin eigi síðar en 1.október 2019 að því er fram kemur á heimasíðu skólans. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á slíku úrræði að halda.

Allir nemendur Asparinnar tilheyra eigin umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi við skipulagningu á námi þeirra. Í Öspinni er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal

annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur Asparinnar sækja sérgreinatíma og aðrar kennslustundir með umsjónarbekk sínum í Njarðvíkurskóla eins og kostur er. Þegar skóla lýkur er boðið upp á frístundaúrræði fyrir nemendur Asparinnar. Deildarstjóri er Kristín Blöndal og auk hennar starfa við deildina grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, félagsliðar og stuðningsfulltrúar.

Hrífast af nýtingu jarðvarma á Reykjanesi Fulltrúar í sendinefnd frá Xianyang í heimsókn Sendinefnd frá vinabæ Reykjanesbæjar, Xianyang í Kína, kom í heimsókn í ráðhús bæjarins á dögunum. Hópurinn var hér á landi til að fræðast um virkjun jarðvarma til upphitunar húsa og rafmagnsframleiðslu. Þau voru sérstaklega uppnumin af því hvernig

Reyknesingar leitast við að fullnýta þau tækifæri sem skapast í kringum jarðhitavirkjanir. Má þar nefna Bláa Lónið og Stolt Seafarm á Reykjanesi, segir í frétt á vef bæjarins.

Þrjú hundruð þúsund frá unglingaráðinu til Stuðla Unglingaráði Fjörheima tókst að safna 290 þúsund krónum til styrktar Stuðlum á góðgerðarkvöldi sem haldið var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðustu viku. Vegna mikillar umræðu um fíkniefni og skaðleg áhrif þess í samfélaginu síðustu misseri var ákveðið að ágóði kvöldsins rynni til Stuðla en þau bjóða upp á greiningar- og meðferðarúrræði fyrir unglinga sem glíma meðal annars við vímuefnavanda og hegðunarörðugleika. Unglingaráð Fjörheima samanstendur af fimmtán ungmennum sem koma víðs vegar af Suðurnesjum en góðgerðarkvöldið var opið öllum þeim sem áhuga höfðu. Sigga Dögg kynfræðingur og Sólborg Guðbrandsdóttir, stofnandi Instagram-síðunnar Fávitar, fluttu erindi og Júlíus Viggó Ólafsson sá um tónlistaratriði. Sigga Kling endaði svo kvöldið fyrir gesti.

Unglingaráðið sá um að safna vinningum fyrir happdrættið sem haldið var í FS og fékk fjárstyrk frá Samkaup og Íslandsbanka. Þá styrktu Sigurjónsbakarí og Kökulist viðburðinn með veitingum og Draumaland gaf blóm. Unglingaráðið þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning.


Sumarsæla í Múrbúðinni Gott verð fyrir alla, alltaf !

Kaliber gasgrill

háþrýstidæla

3 brennarar (9kW). Grillflötur 60x42cm

Grillbursti kr. 390

42.900

26.490 Lavor Space 180

t Öflug rt ý d ó og

26.990

Kaliber Black gasgrill

3 brennarar (9kW). Grillflötur 41x56cm

iðslur Grill yfirbre -5.590 Verð 4.995

Kaliber gasgrill

2500w, 180 bör (275 m/túrbóstút) 510 L/klst Pallahreinsir, hringbursti, felgubursti og aukaspíssar fylgja.

Grilláhöld 3 stk. í setti kr.

1.380

Made by Lavor

Vagn fyrir ferðagasgrill

12.900

4 brennarar, (12kW) Grillflötur 62x41cm

12.490 Lavor One

Plus 130 háþrýstidæla

1800w, 130 bör (170 m/turbústút) 420 L/klst.

54.990

57.900 Þrýstijafnarar fylgja öllum grillum

Kaliber Red

Kaliber Ferðagasgrill

24.590

44.900

4 brennara (12KW) + hliðarhella (2.5KW). Grillflötur 41x56cm 2 brennarar (5kW) Grillflötur 53x37cm

29.990 Lavor Vertico

74.900

MOWER CJ18

háþrýstidæla

MOWER CJ20

BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-80mm/10

Sláttuvél m/drifi, BS 6,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 163 CC, skurðarvídd 53cm/21”, sjálfknúin 3,4 km/klst., safnpoki að aftan 70 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 25-80mm/8

Orka: 2100W230V-50Hz Hámarksþrýstingur: 140 bör Max Vatnsflæði: 400 L/klst. Max

Steypugljái á stéttina – þessi sem endist old 20 l.

Gróðurm

24.900

67.900

Sláttuorf Mow FBC310

MOWER CJ20G

Sláttuvél m/drifi, Briggs&Stratton mótor, rúmtak 150CC, skurðarvídd 51cm 20‘‘ Safnpoki að aftan 65L, hliðarútskilun. Skurðhæð og staða 25-75mm/8

Sláttuorf: 1cylinder loftkældur mótor. 0,7 kW Rúmtak 31CC, Stærð bensíntanks 0,65 L

560 0

40 l kr. 99

Bio Kleen

Pallahreinsir 1 líter

895 5L 2.990 kr. Blákorn 5 kg

Fyrirvari um prentvillur.

1.490 ag Opið laugarádlsi og letth kl. 10-16 á K janesbæ 10-14 í Reyk

Mikið úrval

Portúgalskir leirpottar

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

10 kg 2.390

Leca blómapottamöl 10 l.

990


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

l s u r t g e l s ð e g Ó Tómas afhendir fríholtið.

… með rauða kúlu á maganum

Þórey Ösp (t.v.) og Anna María (t.h.) virða risafiskinn fyrir sér á bekk við Duus Safnahús.

Listahátíð barna lauk um nýliðna helgi en á hátíðinni skaut endurunninn risafiskur upp kollinum á Keflavíkurtúninu. Ferlíkinu er ætlað að minna okkur á að passa upp á höfin sem eru að fyllast af plasti. „Verkefnið hófst þannig að Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, leitaði til okkar fyrir hönd Listasafns Reykjanesbæjar með hugmynd að verkefni fyrir Listahátíð barna,“ segja þær Anna María, myndlistarmaður, og Þórey Ösp Gunnarsdóttir sem voru smiðjustjórar verkefnisins en risafiskur þessi er heljarmikil skepna sem ætti ekki að fara fram hjá neinum sem á leið um nágrenni Keflavíkurtúnsins við Duus Safnahús. „Í ár var yfirskrift Listahátíðar barna „Hreinn heimur, betri heimur“ og var hátíðin tileinkuð umhverfisvernd,“ segir Anna María. „Verkefnið var viðamikið og Valgerður hefur þurft að finna einhverjar nógu klikkaðar til að taka það að sér … svo hún leitaði til okkar.“

Fríholtið finnst

Það var árið 2014 að Tómas Knútsson, hershöfðingi Bláa hersins, fann fríholt í Víðisandsfjöru sem er á milli Herdísarvíkur og Strandakirkju. Það var svo í fyrra, þegar Blái herinn átti þátt í strandhreinsiverkefni með sendiráðunum í tilefni alheimshreinsunardagsins, að fríholtið var sótt og fært til Þorlákshafnar. „Fróður maður úr Ölfusinu sagði við mig að fríholtið, sem er núna á Keflavíkurtúninu, hafi komið árið 2001 í fjöruna á Víðisandi,“ sagði Tómas. Hann flutti svo fríholtið til Reykjanesbæjar og færði Listasafninu. Svona stór fríholt eru engin smásmíði og þau eru notuð á hafi úti þegar skip leggjast hvort upp að öðru, þá eru minni fríholt notuð þar sem bátar leggjast að bryggju.

Tommi Knúts ferjaði fríholtið til Reykjanesbæjar.

Fríholtið fannst í Víðisandsfjöru.

Skilaboð þessa gjörnings voru náttúrlega að vekja athygli á þessari gríðarlegu plastmengun sem er í hafinu,“ segir Anna María. „… og ekki bara í hafinu heldur líka í heimilissorpinu. Sem dæmi þá er ótrúlegt magn af plastumbúðum sem kemur bara úr Costco, það er bara ein verslun!“ Þórey heldur áfram: „Það var sláandi að sjá hvað ein búð getur haft mikil áhrif, krakkarnir týndu upp úr pokunum:“ „Costco, Costco, Costco ....,“ segja þær í kór. Og hefur skepnan hlotið eitthvað nafn? „Hún hefur gengið undir nafninu Fagur fiskur í sjó,“ segir Anna María. „Og við bættum meira að segja rauðri kúlu á magann á honum,“ bætir Þórey hlæjandi við. Hvernig finnst ykkur þetta hafa heppnast? „Mér fannst skilaboðin alveg komast til skila,“ segir Anna María. „Mér fannst mjög áhrifaríkt að sjá hvað fólk var forvitið og tilbúið að spjalla en það vildi helst ekki snerta. Það sýnir eiginlega vandamálið í hnotskurn. Neysla er ekki einkamál, við sitjum öll uppi með þetta. Svo finnst mér

VIÐTAL

Þórey bætir við: „… en margir stöldruðu við og sýndu þessu áhuga. Spurðu af hverju við værum að gera þetta og spjölluðu við okkur um náttúruvernd. Ekki bara meðan á hátíðinni sjálfri stóð heldur líka á meðan við vorum að undirbúa verkið.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

frábært að Listasafnið skuli leita til listamanna í bæjarfélaginu og bjóða íbúum að taka þátt – líka að leita til barna, það er í anda Listahátíðar barna.“ „Verkefnið heppnaðist vel og tókst að ljúka við það á tilsettum tíma þó verkið stækkaði sífellt og vatt upp á sig. Sennilega hefði aldrei tekist nema með aðstoð góðra manna eins og þeirra á þjónustumiðstöð bæjarins, sérstaklega Gumma [Birkissyni] sem logsauð sporðinn á fisknum fyrir okkur,“ segir Þórey. „Þeir ferjuðu fiskinn líka fyrir okkur og svo má ekki gleyma Gámaþjónustunni í Hafnarfirði sem safnaði fyrir okkur þremur körum af plasti.“ „Svo fær fiskurinn að standa eins langt fram á sumar og hann þolir,“ segir Anna María. „Helst fram yfir Ljósanótt.“

Gjörningurinn á fjölskyldudeginum. Þannig að verkið hefur orðið flóknara en þið bjuggust við? „Nei, svona er að vinna að list. Það eru margar áskoranir sem maður mætir,“ segir Anna María og Þórey bætir við: „Þetta byrjaði kannski sem einföld hugmynd en það komu sífellt fleiri að verkinu til að leysa ýmis vandamál sem komu upp í ferlinu.“ Valgerður fékk þá hugmynd að fá unglinga úr Fjörheimum til að aðstoða við gerð risafisksins þar sem hún vissi að þau væru í fjáröflun. Krakkarnir stóðu sig vel, mættu í þrjú skipti til að flokka plastrusl og taka þátt í að skapa skúlptúrinn.

Fjörheimahópurinn hoppar af gleði.

Fölskyldudagur Listahátíðar barna

INNRITUN

NÚ ER HEPPILEGUR TÍMI TIL AÐ SÆKJA UM SKÓLAVIST FYRIR SKÓLAÁRIÐ 2019–2020. Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að. Sjá nánar á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is Sækja skal um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Nýjar umsóknir“.

SKÓLASLIT

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 24. maí kl. 18.00. Tónlistaratriði. Afhending prófskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri

„Á laugardeginum varð þetta gjörningur þar sem við og krakkarnir vorum að vinna við að búa til þennan fisk og öllum bæjarbúum stóð til boða að koma og taka þátt í að bæta rusli á hann,“ segja þær stöllur. Og voru bæjarbúar viljugir að taka þátt? „Nei,“ segja þær báðar í kór. „Örfáir tóku þátt. Það er svolítið þannig að eftir að við höfum hent ruslinu í sorptunnuna þá er það orðið skítugt og ógeðslegt og við viljum helst ekkert vera að koma of nærri því,“ segir Anna María. „Krakkar sýndu þessu áhuga en foreldrarnir héldu þeim í ákveðinni fjarlægð og voru duglegir að beina athygli þeirra annað.“ „Þetta er mjög lýsandi fyrir viðhorf fólks gagnvart umhverfismálum,“ segir Þórey. „Fólk talar mikið um umhverfisvernd en þegar á hólminn er komið reynist það oft vera frekar í orði en á borði. Það vill ekki óhreinka sjálft sig ...“

Hilma (t.v.) og Kamilla (t.h.) við skúlptúrinn.

Fjörheimakrakkar á leið til Finnlands Hilma Guðmundsdóttir og Kamilla Hjaltadóttir eru nemendur í níunda bekk Akurskóla. Þær eru í unglingaráði Fjörheima og eru á leið til Finnlands í vikulanga ferð til að hitta aðra unglinga úr félagsmiðstöðvum frá Portúgal, Írlandi, Noregi og Finnlandi. Þátttaka þeirra í endurunna risafisknum var liður í fjáröflun vegna ferðarinnar. Hvernig fannst ykkur að taka þátt? „Bara gaman,“ segja þær báðar. „Þetta fær mann til að hugsa meira út í náttúruna og umhverfisáhrifin,“ segir Hilma.

Kamilla tekur undir það og bætir við: „Núna hugsum við enn meira um umhverfismálin og allt þetta drasl sem er verið að henda. Við látum mömmu og pabba líka aðeins fá að heyra það.“


23. maí – 2. júní

KOMBÓ TILBOÐ Stór bátur + 0,5 l Pepsi

quiznos.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ · ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT MJÓDD · GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ

LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI · AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU · VARMAHLÍÐ

1.090

kr.


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Þjóðleikur er mannbætandi verkefni – leiklist hjálpar okkur að gera heiminn betri

Leikhópurinn LUDO Sandgerði, ásamt Guðnýju K. Snæbjörnsdóttur, leikstjóra. Á Sumardaginn fyrsta var mikið um dýrðir í Grunnskólanum í Garði þegar stærsta leiklistarhátíð Suðurnesja fór fram. Þarna komu nokkrir leikhópar af Suðurnesjum saman og sýndu leikrit á Þjóðleik. Leik­list­ar­verk­efnið Þjóðleik­ur, sem Þjóðleik­húsið hleypti af stokk­un­um fyr­ir tíu árum, hef­ur vaxið og dafnað ár frá ári. Mark­miðið var frá upp­hafi skýrt og hef­ur ekk­ ert breyst: Að tengja Þjóðleik­húsið á lif­andi hátt við ungt fólk, 13–20 ára, á lands­byggðinni og efla þannig bæði áhuga þess og þekk­ingu á list­form­inu.

Verkefnið hófst á Aust­ur­ landi, en he f­ur síðan breiðst út til sex annarra lands­ hluta; Suður­lands, Suður­ nesja, Vest­ur­lands, Vest­ fjarða, Norður­lands eystra og Norður­lands vestra. Björn Ingi Hilm­a rs­s on, leik­ari, er verkefnisstjóri Þjóðleiks en hann starfar sem deild­ar­stjóri barna- og fræðslu­starfs Þjóðleik­húss­ins. Fyr­ir­komu­lagið er með þeim hætti að annað hvert ár eru þrjú eða fjög­ur þekkt, ís­lensk leik­skáld feng­in til að skrifa krefj­andi og spenn­andi leik­ rit fyr­ir ungt fólk. Í sam­ráði við leiðbein­anda leik­hóps­ins, sem verður að vera eldri en tví­ tug­ur, velja ung­menn­in síðan eitt verk­anna til að setja upp í heima­byggð sinni og njóta til þess stuðnings fag­fólks frá Þjóðleik­hús­inu. Á vor­in er svo alltaf mikið um dýrðir þegar blásið er til leik­list­ar­hátíðar þar sem leik­hóp­ar, sem oft eru nokkr­ir í hverj­um lands­hluta, koma sam­an og hver og einn sýn­ir upp­færslu sína. Hátíðin er vett­vang­ur fyr­ir leik­hóp­

Krakkalakkarnir, leikhópur Akurskóla í Reykjanesbæ, ásamt Kristínu Þóru Möller, leikstjóra.

ana að sýna sig og sjá aðra og ræða sam­an um leik­list og leik­rit. Á há­ tíðinni sjá leik­ar­ar og áhorf­end­ur glögg­lega hversu ólík­ar leiðir hægt er að fara að ein­um og sama text­an­ um. Að þessu sinni voru eftirfarandi leikverk; Dúkkulísa, eftir Þórdísi Elvu

Leikhópurinn LUDO er áhugam þrettán ára og eldri sem staðse annaleikhópur fyrir Þau sýndu leikritið Dúkkulísa ttur er í Sandgerði. í leikstjórn Guðnýjar K. Snæbjörnsdóttur. Styrmir Þór Wium:

„Við erum að sýna leikritið Dúk ku­ lísa þar sem unglingar eru að eiga börn og einnig um unglingadrykk ju. Í leikritinu kem ég af brotnu heim ili og heiti Diddi.“

Krakkalakkarnir er leikhópur Akurskóla í Reykjanesbæ sem sýndu Iris nútímaævintýri í leikstjórn Kristínar Þóru Möller. Bergþóra Sif Árnadóttir:

„Leikritið okkar fjallar um stelpu sem fer í fíkniefnaneyslu.“

Nína Björg Ágústsdóttir:

„Hún hittir úlfinn og þá fer allt niður á við í lífi hennar. Hann er svona vinur hennar sem hún hittir og er líka í fíkniefnaneyslu.“

Þórhildur Erna Arnardóttir:

Kristín Þóra Möller, kennari í Akurskóla:

„Í leikritinu er stelpunni líkt við Rauðhettu sem úlfurinn platar út af stígnum í slæman félagsskap og neyslu. Þetta er nútíma ævintýri. Ég er rosalega stolt af þessum krökkum. Það er algjör tilviljun að ég er hérna, ég er bara áhugamanneskja og vildi sjá leiklist í skólanum. Kennarinn forfallaðist síðast þegar Þjóðleikur

Bachmann og Iris, eftir Ólaf Egil Eg­ ilsson og Bryndhildi Guðjónsdóttur. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku púlsinn á þátttakendum Þjóðleiks, sem endurspeglar gleði og ánægju leikhópanna.

verða pabbi svona ungur. Það er búið að vera mjög skemmtilegt og gam an að vera í þessum hóp.“

Sandra Dís Arnardóttir:

„Þetta var mjög krefjandi en rosa ­ lega skemmtilegt og góður hóp Sandra Dís Arnardóttir: ur. Þetta er rosalega fróðlegt leikrit, „Ég leik Lísu sem er fimmtán talar ára um hversu erfitt það er að eiga börn að eignast barn og hittir pabban n í svona ungur, þegar við eru m börn fyrsta skipti eftir að barnið er fætt. sjálf. Erum að leika krak ka í 10. bekk Ég er að reyna að vera aftur part ur af sem allt í einu eru kom in út í full­ vinahópnum en nú er ég öðruvísi því orðinslífið. Við erum búin að vera að ég er búin að eignast barn.“ æfa nokkrum sinnum í viku, í mar ga klukkutíma og finna út ljós og hljó Aron Rúnar Hill Ævarsson: ð. Að standa uppi á sviði og sýna „Ég leik pabbann sem er ágætleg fyrir a framan fullt af fólki er kref jandi en ábyrgur miðað við það að han n er líka rosalega gefandi fyri r framtíðina, nýorðinn pabbi. Það er mikið mál að að þora að tala fyrir fram an fólk.“

var haldinn og ég hoppaði þá inn í þetta verkefni því mig vantaði tíma í töflu og er hérna ennþá. Rosalega gaman, rosalega stress­ andi en rosalega hollt. Ég er með krakka sem þorðu varla að standa fyrir framan bekkinn sinn. Þau hafa öðlast meira sjálfstraust og ég fæ gæsahúð og tár í augun til skiptist þegar ég horfi á þau núna.“

„Ég leik úlfinn og það mætti segja að ég sé vafasamur félagsskapur. Ég er að heilla stelpuna, bjóða henni dóp þannig að hún verður kærasta mín og við erum að fara niður veginn til dauða.“

Hópurinn er nokkuð sammála um eftirfarandi ummæli:

„Stressandi en skemmtilegt. Æðisleg upplifun að fá að gera þetta. Erfitt að læra línurnar. Við erum búin að læra að þora að sýna fyrir framan aðra, þátttakan eflir sjálfstraust okkar.“

Hvar eru strákarnir?

„Strákarnir eru einhvers staðar heima hjá sér. Þeir eru heima að spila Fort­nite. Þeim finnst erfitt að koma fram og eru hræddir við að gera sig að fífli. Það væri flott að fá leiklist fyrir alla inn í stunda­ töflu skólans allt árið. Við fengum ákveðna útrás og fengum að láta ljós okkar skína. Við erum í rosa­ legu miklu stuði rétt fyrir sýningu.“

ásamt leikstjórum KEF101 leikhópur Myllubakkaskóla sýndi leikritið Iris. Hér Kristinsdóttur. sínum þeim Írisi Dröfn Halldórsdóttur og Ingibjörgu Jónu ar. Heba Friðriksdóttir var þeim einnig innan hand

Leikfélag Holtaskóla sýndi leikritið Dúkkulísa. Hér ásamt leikstjórunum Maríu Sigurðardóttur og Önnu Þrúði Auðunsdóttur sem voru saman með þetta verkefni.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

9

sviði, heldur líka eru nemendur sem taka að sér hljóðvinnslu, Hvenær tókst þú við sem verkljós, sviðshönnun og búningaefnastjóri Þjóðleiks á Suðurhönnun. Það eru nemendur sem nesjum? sjá um hár og förðun, þannig „Ég var með í Þjóðleik fyrir geta allir sem hafa áhuga, fengið tveimur árum þegar Suðureitthvað að gera og það þarf ekki nes tóku þátt í fyrsta skipti og endilega að standa á sviði til að var lokahátíðin þá haldin í 88 taka þátt. Mjög mikilvægt í öllu húsinu. Þegar við fórum af stað þessu ferli er að þau fá líka að núna þá fékk ég leyfi til að bjóða sjá uppsetningar hjá hinum fram aðstöðu í Gerðaskóla þar m ópnu leikh týrði Vitor Hugo leiks leikhópunum. Þá verða þau á sem sá skóli hefur einna bestu í Gerðaskóla en hann er einnig einhvern hátt óhræddari í sinni aðstæður í grunnskólum hér á verkefnastjóri Þjóðleiks eigin uppsetningu þegar þau svæðinu til leiksýninga. Ég tók sjá aðra jafningja, setja upp sín að mér verkefnastjórastöðu á á Suðurnesjum. verk. Þetta var mjög gaman en þessu ári ásamt Ingibjörgu Jónu mikil vinna liggur í því að setja svona sýningu Kristinsdóttur í Myllubakkaskóla. Ég sá auk upp, ekki bara hjá mér sem verkefnastjóra og þess um að sækja um styrk til Uppbyggingasjóðs leikstjóra, heldur einnig hjá öllum nemendSuðurnesja til að dekka kostnað.“ unum sem tóku þátt.“ Finnst þér krakkarnir hafa haft gott af þessu? „Já, alveg tvímælalaust. Þetta er verkefni þar sem enginn bikar er í lokin heldur eru allir þátttakendur sigurvegarar á sinn hátt. Sumir nemendur eru ófeimnir að fara á svið á meðan aðrir þurfa að leggja Halla Líf Marteinsdóttir t.v. leikur Björn Ingi Hilmarsson, t.v. verkefnastjóri meira á sig og þannig verður hver og barnsmóður Gísla og Karolina Taudul einn að sigra sjálfan sig. Krakkarnir Þjóðleiks á landsvísu og Ari Matthíasson, fá ýmsa reynslu, ekki bara að standa á leikur vinkonu hennar. Þjóðleikhú

Vitor Hugo, kennari í Gerðaskóla:

Leikhópur Gerðaskóla, ásamt Vitor Hugo leikstjóra.

Nemendur úr Leikhóp Gerðaskóla sýndu Dúkkulísa í leikstjórn Vitor Hugo. Amelía Björk Davíðsdóttir:

„Ég er að leika Gísla barnsföður í Dúkkulísu leikritinu. Ég var að reyna að fá stelpuna sem átti barnið með mér að koma á ball og drekka áfengi. Ég var kannski óafvitandi að reyna að vera með stelpunni eftir að hún eignaðist barnið. Það voru engir strákar sem tóku þátt í þessu verkefni í skólanum okkar og þess vegna urðum við að nota stelpur í strákahlutverk. Þetta er búið að vera rosalega gaman og ég hefði ekki viljað missa af þessu. Ég reyndi að breyta röddinni en gleymdi mér stundum. Hann Gísli er ekkert í mútum eða svoleiðis, ég er ekkert að reyna að flækja þetta hlutverk neitt frekar.“

Halla Líf Marteinsdóttir:

„Ég leik fimmtán ára stelpu sem eignast barn í sýningunni um Dúkkulísu. Leiklist er búin að opna mann meira og hjálpa manni að vera ekki feimin. Það er mjög spennandi að fá að sýna áhorfendum sýninguna okkar eftir nokkrar mínútur.“

sstjóri.

Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri setti leiklistarhátíðin a í Garðinum og Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri Þjóðleiks var einnig á staðnum. Hvaða þýðingu hefur Þjóðleikur að mati þeirra?

Ari:

Karolina Taudul:

„Ég leik vinkonu hennar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gaman og margir nemendur búnir að taka þátt hjá okkur í kringum sýninguna.“

OPIÐ HÚS

„Þjóðleikur er gríðarlega mikils virði fyrir Þjóðleikhúsið. Þetta er mjög stórt samfélags legt og menn ingarl egt verke fni. Mannbætandi verkefni. Það eru fjögur til fimmhundruð þátttakendur á öllu landinu í Þjóðleik. „Í fyrsta lagi er Þjóðleikhúsið að vinna að leikhúsuppeldi með Þjóðleik og við erum þess meðvituð að við komum öll fyrst úr áhugaleikhúsi. Hér erum við að ala upp framtíðar atvinnumenn í faginu. Leikhús er sérlega mikilvægt nú á tímum. Engin miðill er betri til þess að fá útrás tilfinningalega en í leiklist. Fyrir ungt fólk til að takast á erfiðar spurningar um sorg, gleði, ofbeldi, einelti,

útskúfun og eiturlyf er enginn miðill eins góður til þess og leiklistin. Mjög gott að gera þetta í leikhúsi. Hér ertu að setja þig inn í aðstæður fólks og tilfinningar með því að leika þær á sviði. Leiklist hjálpar okkur að gera heiminn betri.“

Björn Ingi:

„Þetta verkefni er búið að vera til í tíu ár og hefur alltaf verið mjög mikilvægt fyrir Þjóðleikhúsið. Ég tók við sem verkefnastjóri fyrir tveimur árum þegar Suðurnesin tóku þátt í fyrsta sinn og því eru sýningarnar hér mér mjög kærar því við erum jafngömul í Þjóðleik, höfum verið þátttakendur jafn lengi. Reykjaneshátíðin er mér mjög kær.“

LAUGARDAGINN 25. MAÍ KL. 13:30-14:00 MÁNUDAGINN 27. MAÍ KL. 17:30-18:00

Seinna stigahús komið í sölu

Verð frá 26,5 millj. BOGABRAUT 952

Trausti fasteignasala kynnir: Glæsilegar 3ja herbergja íbúðir að Bogabraut 952 í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru 89,3–97,2 m2 og hverri íbúð fylgir geymsla. Íbúðirnar hafa verið endurnýjaðar að miklu leyti Hafið samband við Garðar B. Sigurjónsson, aðstoðarmann fasteignasala, í síma 898-0255 og á gardarbs@trausti.is eða Kristján Baldursson, hdl. og löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 og á kristjan@trausti.is


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

i ð r e g d n a S í m u k o l r a ð í t r e V Fjör á

Það var mikið um dýrðir á vertíðarlokum knattspyrnudeildar Reynis í íþróttahúsinu í Sandgerði sl. laugardag. Deildin blés til stórviðburðar þennan dag þann 11. maí en það var jafnan lokadagur vertrarvertíðar á sjónum. Fjöldi fólks mætti í fjörið sem haldið var uppi af mörgum skemmtilegum aðilum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, var veislustjóri en hann á tengingu til Sandgerðis því faðir hans, Hafliði Þórsson, var lengi með rekstur þar í sjávarútvegi. Ari Eldjárn og fleiri aðilar bættu við í fjörpakkann og allir fengu ljúffengan mat, steik og fisk frá Réttinum. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á kvöldinu og eins og sjá má var gaman.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sjómenn hræðast mest eld um borð AFLA

FRÉTTIR

Leikskólinn Vesturberg Deildarstjóri óskast

Leikskólinn Vesturberg í Reykjanesbæ óskar eftir að ráða deildarstjóra. Vesturberg er opinn, svæðaskiptur leikskóli þar sem rými barnanna er sameiginlegt og aldur blandaður. Einkunnarorð Vesturbergs eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi: -FRUMKVÆÐI - VINÁTTA - GLEÐI Hlutverk og ábyrgð: • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frekari upplýsingar má finna á www.vesturberg.is Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 7. júní 2019. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Upplýsingar gefur Brynja Aðalbergsdóttir, leikskólastjóri Vesturbergi sími: 420-3115/899-3887 brynja.adalbergsdottir@vesturberg.is

Ef sjómenn eru spurðir hvað þeir hræðist mest við að vera á sjó þá segja vafalaust flestir, eldsvoða. Það er nefnilega þannig að þegar kviknar í bát, í togara eða skipi, sem er statt úti á sjó og tala nú ekki um þegar mjög langt er í land, þá er engin flóttaleið nema sjórinn sjálfur sem er nú ekkert lamb að leika sér við. Í október kviknaði eldur í togbátnum Frosta ÞH þegar hann var á veiðum á Halanum úti við Vestfirði. Draga þurfti bátinn til Hafnarfjarðar og við skoðun kom í ljós að allt rafkerfið í bátnum og allar rafmagnstöflur í bátnum voru ónýtar. Síðan eru liðnir um sjö mánuðir og ennþá er Frosti ÞH ekki kominn á veiðar aftur. Mjög flókið er að endurnýja heilt rafkerfi í bát. Eldsvoði svipaður og gerðist í Frosta ÞH kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns GK þegar togarinn var á rækjuveiðum utan við Norðurland nú í vikunni. Eldurinn var staðbundinn við vélarrúmið og var mjög mikill sem leiddi til þess að skipið varð vélarvana. Togarinn Múlaberg SI tók Sóleyju Sigurjóns GK í tog og dró það til Akureyrar. Skemmdir eru mjög miklar á Sóleyju

Sigurjóns GK og óvíst hversu langan tíma það tekur að gera við þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldur kviknar í Sóleyju Sigurjóns GK. Í september árið 2015 kviknaði eldur í togaranum þegar hann var á rækjuveiðum norður af landi, þegar rör-nippill á þrýstijöfnunarkút á fæðiolíukerfi ljósavélar brotnaði og gasolía sprautaðist á afgasgrein ljósavélarinnar sem olli eldsvoða. Skemmdir urðu ekki miklar þá. Þess má geta að í síðasta pistli var fjallað um fyrirtækið Þorbjörn ehf í Grindavík og nafnið Tómas Þorvaldsson. Það var einmitt línubáturinn Tómas Þorvaldsson GK sem tók Sóley Sigurjóns GK í tog í þessu atviki og dró til Siglufjarðar. Sóley Sigurjóns GK var búinn að landa 65 tonnum núna í maí í tveimur túrum og af því var rækja

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

49 tonn. Berglín GK er með 41 tonn í tveimur og þar af 28 tonn af rækju. Hendum okkur aðeins í aflatölur núna í maí. Hjá dragnótabátunum er Sigurfari GK með 159 tonn í tíu róðrum og þar af 35 tonn í einni löndun. Siggi Bjarna GK með 127 tonn í tíu róðrum og mest 22 tonn. Benni Sæm GK 79 tonn í átta túrum og Aðalbjörg RE 66 tonn í átta. Aðalbjörg RE er reyndar komin að nokkru leyti í Þorlákshöfn. Núna eru netaveiðarnar svo til að fjara út en eftir standa þó bátarnir hans Hólmgríms sem stunda netaveiðar allt árið um kring. Erling KE er með 146 tonn í tólf róðrum. Maron GK 87 tonn í fimmtán. Grímsnes GK 80 tonn í fjórtán. Halldór Afi GK 35 tonn í fimmtán. Sunna Líf GK 27 tonn í níu. Hraunsvík GK 26 tonní ellefu. Valþór GK 24 tonn í fimm. Þorsteinn ÞH er hættur veiðum enda kláraði báturinn bara kvóta sinn sem var tæplega 290 tonn. Núna er þessi mubla kominn í slipp í Njarðvík, þar sem verður dyttað að honum. Hjá stóru línubátunum er Sighvatur GK að veiða ansi vel og er kominn í 411 tonn í aðeins þremur róðrum eða 137 tonn í löndun. Tveir fyrstu túrarnir hjá Sighvati GK í maí voru fullfermi. Fyrri túrinn var 158.5 tonn og af því var þorskur 131 tonn og langa 14 tonn. Seinni túrinn var líka fullfermi en þá var landað 157 tonnum og af því var þorskur 133 tonn og langa 15 tonn. Ansi langt er í næsta línubát því þar er Páll Jónsson GK með 247 tonn í þremur og Fjölnir GK 228 tonn í tveimur.


LÍFSGLAÐI

HEIMSBORGARINN ER DRAUMAGESTURINN

og fleiri góðir gestir í þætti vikunnar

SUÐURNESJAMAGASÍN

FIMMTUDAGINN 23. MAÍ KL. 20:30

VIÐTALSÞÆTTIR FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Á HRINGBRAUT

Vill fá útlendinga í lögregluna SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 26. MAÍ KL. 20:30

„Við viljum fjölga fólki af erlendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó á sunnudagskvöld kl. 20:30.

Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.

SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað fram úr á ýmsum sviðum, segja frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um málefni líðandi stundar, heit og köld. Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu striki en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið, íþróttirnar og alla menninguna.

... og fleiri veitur væntanlegar

SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

Sumrinu fagnað í anda Unu í Garði Hollvinafélag Unu í Sjólyst var stofnað í Garði árið 2011. Una var kölluð Völva Suðurnesja og sögð hafa tengingar í aðra heima. Þá var Una vel kunn í Garði fyrir það hversu barngóð hún var og af störfum sínum fyrir barnastúkuna Siðsemd nr. 14. Una lést árið 1978, þá 82 ára að aldri.

Hollvinafélagið hefur haft það fyrir sið að byrja sumarstarf sitt á sumardaginn fyrsta og það gerði félagið einnig á þessu ári þrátt fyrir að unnið sé að endurbótum í Sjólyst, gamla húsinu hennar Unu. Víkurfréttir litu við í kaffi til Hollvinafélagsins sem fram fór í Samkomuhúsinu í Garði að þessu sinni.

Stjórn Hollvinafélags Unu í Sjólyst: Frá vinstri Kristjana H. Kjartansdóttir, Jónína Holm, Bryndís Knútsdóttir, Erna M. Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Magnússon sem heldur á dóttur sinni, Unu Guðmundsdóttur. Á myndina vantar Ástu Óskarsdóttur og Þórunni Þórarinsdóttur.

BÚSTOÐ ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA SÖLUFULLTRÚA Í 50% STARF Vinnutími er 10–12 og 13–18 og unnið er tvo daga aðra vikuna, þrjá daga næstu þar á eftir og annan hvern laugardag frá kl. 11 til 14. Helstu verkefni: • Þjónusta viðskiptavini • Framsetning og uppröðun á vörum • Móttaka og frágangur á vörum • Verðmerkingar og önnur tilfallandi störf

Menntun og hæfniskröfur: • Reynsla af almennum þjónustu- og sölustörfum kostur en ekki nauðsyn • Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi

Áhugasamir geta sent fyrirspurnir og umsóknir á netfangið bjorgvin@bustod.is eða í síma 421-3377 Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Sjólyst í Garði er í endurbyggingu. Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir er formaður Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst, Garði.

Dagný Dís Jóhannsdóttir nemandi úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Endurbætur standa yfir í Sjólyst

til framkvæmdanna. Auk þess höfum við verið að byggja upp það sem við sjáum sem innra starf í húsinu þegar endurbótum er lokið. Húsið er friðað en það var byggt árið 1890. Una bjó í húsinu flest sín fullorðinsár en hún lést árið 1978.“

„Una var mjög merkileg kona og þekkt víða um land og út fyrir landssteinana. Hún vann mikilvægt starf hér í Garðinum. Una var þekktur lækningamiðill og sjáandi. Una bjó í húsi niður við sjó sem margir kalla Unuhús en heitir Sjólyst. Bærinn á þetta hús núna en Una arfleiddi bæjarfélaginu að húsinu þegar hún lést. Húsið var lengi vel í leigu en síðan var stofnað áhugamannafélag á afmælisdegi Unu 18. nóvember árið 2011 sem hefur starfað síðan. Þá gengu í félagið yfir hundrað manns en mörgum var umhugað um að nafni þessarar konu væri haldið á lofti. Bærinn gerði samning við Hollvinafélagið um notkun á húsinu en öll byggingarframkvæmd og annað er undir eftirliti eigandans, sveitarfélagsins. Nú er húsið í endurbyggingu og við sækjum um styrki sem renna beint til framkvæmdanna. Ég vona að þegar þetta ár er liðið þá verðum við búin að leggja átta milljónir

Allt í sjálfboðavinnu

„Hollvinafélagið fagnar sumarkomunni í Samkomuhúsinu í Garði á þessu ári og bjóðum við bæjarbúum gleðilegt sumar með tónleikum og veitingum án þess að fólk greiði fyrir. Öll sú vinna sem hefur verið lögð í endurbætur Sjólystar hefur farið fram í sjálfboðavinnu. Okkur finnst það í anda Unu að bjóða fólki að koma hingað þennan dag og sérstaklega að bjóða börn velkomin en Una vann mikið með börnum og unglingum alla sína tíð. Venja Hollvinafélagsins er að fagna sumarkomu í Sjólyst en vegna endurbótanna ákváðum

Nemendur Tónlistarskólans í Garði ásamt skólastjóranum Eyþóri Inga Kolbeins frá vinstri, Valdimar Sævar Halldórsson, Hafdís Elva Halldórsdóttir, Benedikt Natan Ástþórsson. við að fagna hér í Samkomuhúsinu þetta árið og vonandi getum við verið í húsinu hennar Unu að ári. Una hélt utan um stúkustarf í þrjátíu ár en hér í Samkomuhúsinu var hún með barnastúkuna Siðsemd. Það má segja að endurbygging svona gamalla húsa sé eins og að opna öskju Pandóru því það er alltaf eitthvað nýtt sem birtist, ef ein fjöl er tekin þá er eitthvað undir sem þarf að laga líka. Við bíðum þolinmóð með Sjólyst en höldum okkar striki og nýir félagsmenn eru ávallt velkomnir, alltaf pláss fyrir nýja félaga. Á sumardaginn fyrsta höfum við haft það fyrir sið að eiga samstarf við Tónlistarskólann í Garðinum og einn nemandi kemur einnig úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til að spila fyrir okkur á þeim degi.“

Aðalfundur

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2019 Hér með er boðað til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. mánudaginn 3. júní nk. Fundurinn verður haldinn á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Fundurinn hefst kl 16:00. Dagskrá er hefðbundin skv. samþykktum félagsins. Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

13

FJÖLSÓTTUR FORVARNARDAGUR Í REYKJANESBÆ

Samtakahópurinn hélt forvarnardag fyrir 8. bekkinga í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar í Fjörheimum á mánudaginn. Gunnhildur Gunnarsdóttir fjallaði um Sjúka ást, forvarnarverkefni á vegum Stígamóta. Kristján Freyr Geirsson hélt fyrirlestur um að taka afstöðu og afleiðingar og Hafþór Birgisson ræddi við krakkana um jákvæða og örugga netnotkun. Í hádeginu fengu krakkarnir grillaðar pylsur og endaði Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, forvarnardaginn með því að fræða börnin um fjármálalæsi. Styrktaraðili forvarnardagsins var bus4u sem sá um að aka nemendum sem komu lengst að og gáfu vinnu sína! Hjartans þakkir til bus4u! Samtakahópurinn vill þakka fyrir gott samtarf við grunnskólana við skipulagningu dagsins.

DAGBÓK LÖGREGLU

Í vímuakstri með tvo unga syni sína Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð á sunnudag vegna gruns um fíkniefnaakstur var með tvo unga syni sína í bifreiðinni og var annar þeirra án öryggis- og verndarbúnaðar. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæðar niðurstöður á neyslu ökumannsins á fíkniefnum og var viðkomandi því handtekinn. Aðstandendum barnanna svo og barnavernd Reykjavíkur var gert viðvart um málið. Auk þessa hefur lögregla tekið fáeina ökumenn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaneyslu á undanförnum dögum. Þá hafa nær tuttugu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Skráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Fundu kannabisræktun, landa og fíkniefni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á sunnudagsmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði. Um var að ræða rúmlega 150 kannabisplöntur. Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Húsráðandi viðurkenndi bæði ræktunina og bruggunina og afsalaði sér til eyðingar, plöntunum, landa svo og búnaði, sem hann hafði notað við framleiðsluna. Auk þessa fann lögregla umtalsvert magn af fíkniefnum í húsleit sem farið var í, að fenginni heimild, í öðru, ótengdu máli. Voru fíkniefni að finna víðs vegar í íbúðarhúsnæði í umdæminu og var um að ræða meintar e-töflur, kannabisefni og amfetamín. Húsráðandi var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

VÍNBÚÐIN REYKJANESBÆ

LOKAÐ MÁNUDAGINN 27. MAÍ Vínbúðin Reykjanesbæ verður lokuð mánudaginn 27. maí vegna breytinga. Við bendum viðskiptavinum á að næsta Vínbúð er í Grindavík. Our store will be closed due to renovation on Monday, May 27th 2019.

Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í stærri og betri Vínbúð.


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

Frá sjónarhorni starfsfólks hjúkrunarheimila Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Stapavöllum 12, Reykjanesbæ,

Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 23. maí kl.13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Marís Hvannberg Gíslason Sigurður Marísson Kristín Auður Jónsdóttir Ingibjörg Guðný Marísdóttir Örn Benedikt Sverrisson Margrét Linda Marísdóttir Kristberg Snjólfsson Viðar Þór Marísson Tonje Tellefsen barnabörn og barnabarnabörn

Stundum birtast á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum ófagrar lýsingar á þjónustu við aldraða, m.a. á hjúkrunarheimilum landsins. Oftar en ekki fjalla aðstandendur um upplifun sína af veikindum sinna nánustu og þeirri þjónustu sem veitt er. Það er eðlilegt og væri í raun óeðlilegt ef svo væri ekki í ljósi þess að á hjúkrunarheimilum landsins búa alls um þrjú þúsund manns hverju sinni sem eiga þúsundir náinna aðstandenda, ekki síst syni og dætur sem láta sig velferð foreldra sinna miklu varða. Ræktarsemi aðstandenda við sína nánustu á hjúkrunarheimilum er okkur mikils virði enda á hún sinn þátt í því að auka lífsgæði íbúa og sporna gegn félagslegri einangrun. Að sama skapi eru væntingar aðstandenda til þjónustu hjúkrunarheimila jafn margvíslegar og aðstandendur eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna sem veitt er allan sólarhringinn árið um kring, koma þau tilvik að sjálfsögðu upp þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar, hversu vel sem reynt er. Aðstandendur glíma margir við mikla sorg og erfiðar tilfinningar þegar þeir horfa upp á andlega og líkamlega hrörnun sinna nánustu og persónan verður smám saman önnur en hún var. Við sem starfsfólk reynum að virða þessar tilfinningar í hvívetna með nærgætni í umönnun, skilningi og samtölum, ekki síst þegar dregur að lífslokum.

Ekki fullkomin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, tengdadóttir og amma,

SIGURBORG SÓLVEIG ANDRÉSDÓTTIR Hlíðargötu 37, Sandgerði,

lést á Landspítalanum við Hringbraut, fimmtudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 31. maí kl. 13. Kristján Nielsen Andrés Daníel Kristjánsson Alexander Freyr Andrésson Gabríel Þór Andrésson Ástrós Sóley Kristjánsdóttir Aðalsteinn Pétursson Benjamín Smári Kristjánsson Maria Ashley Pollitt Guðrún Andrésdóttir Sigurður J. Hallbjörnsson Lilja Björk Andrésdóttir Kristján Ingi Magnússon og Eygló Kristjánsdóttir

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

Það er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu af okkar hálfu ekki í almennri umræðu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál, jafnvel þótt ósanngirni gæti eða beinlínis röngu máli hallað. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra. Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Við erum ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar þær benda til bættra lífsgæða íbúanna. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Einnig má nefna að við á okkar vinnustað og víðar höfum á síðustu árum, unnið náið með Embætti landlæknis í því skyni að draga úr frávikum, læra af mistökum og vinna að úrbótum, þar sem við á.

Starfsfólkið er líka fólk

Bæði höfum við undirrituð starfað í öldrunarþjónustu á annan áratug. Á vinnustað okkar starfa um 1.400 manns. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í heild á hjúkrunarheimilum, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, félagsráðgjafar, tómstunda- og félagsmálafræðingar, umönnunaraðilar, skrifstofufólk, matreiðslumenn og svona mætti lengi telja. Ásamt því að starfa á hjúkrunarheimili erum við mæður og feður, dætur og synir, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunningjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Reynsla okkar er sú að langflestir sem hafa helgað sig umönnun við aldraða ræki starf sitt af mikilli trúmennsku í því augnamiði að varðveita lífsgæði íbúa heimilanna og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við störfum með fjölda fólks sem við myndum hiklaust treysta fyrir eigin velferð og okkar nánustu ef svo bæri undir.

Krefjandi starf

Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar þær alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður. Það yrði gaman að upplifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundruða tali frétt um nýja dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun eða nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldraðra. Við skulum heldur ekki gleyma því að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær frá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðu starfi áfram þó stundum á móti blási. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna

SIGURÐUR HÖRÐUR KRISTJÁNSSON Efstahrauni 3, Grindavík

lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 4. maí 2019. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar í Kópavogi fyrir alúð og góða umönnun.

Er andleg heilsa jafn mikilvæg og líkamleg heilsa? Þegar þú ákveður að taka þig á líkamlega, hugsar þú þá um andlegu heilsuna líka? Margir fara í heilsufarsmælingu á eins til tveggja ára fresti til þess að skoða líkamlegt ásigkomulag, hvað með andlegu hliðina?

Guðlaug Björg Metúsalemsdóttir Rakel Ósk Sigurðardóttir Róbert Rafn Birgisson Hrefna Björk Sigurðardóttir Freyr Brynjarsson Ingey Arna Sigurðardóttir Brynjar Dagur, Daníel Logi og Andrés Bjarmi Freyssynir Jóhann Rafn og Óliver Rafn Róbertssynir

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

á timarit.is

ingu, blótum okkur fyrir að hafa ekki sjálfsaga í mataræðinu, fyrir að borða ekki nóg, fara ekki nógu snemma að sofa, fyrir að líta svona eða hinsegin út o.s.frv. og í kjölfarið verðum við ennþá þreyttari, fáum meiri höfuðverk og svefntruflanir. Þannig verður þetta að vítahring.

Fyrirbyggjum andlega vanlíðan Vítahringur og sjálfsásakanir

Reynsla mín og þekking er sú að andleg heilsa skiptir jafn miklu máli og líkamleg heilsa. Andleg heilsa hefur áhrif á líkamlega heilsu. Hún er ekki eins sýnileg og brotið bein, hjartaáfall, sár, marblettir eða önnur líkamleg meiðsl en það sem hún skilur eftir sig má merkja í daglega fari þínu og hugsunarhætti. Algengir andlegir heilsukvillar, eins og kvíði og streita, geta haft í för með sér líkamleg einkenni eins og höfuðverk, ofþreytu, ofhugsanir, vöðvastífleika, magaverki, brjóstsviða, hjartatruflanir, breytingar á matarlyst (t.d. að svelta, ofát, löngun í sætindi) og/eða svefntruflanir. Þessir þættir eiga sinn sess bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en þegar boðflennan á öxlinni með hornin og stafinn nær tökum á andlegu heilsunni er oft að finna fyrir þessum einkennum og því fylgja oft neikvæðar hugsanir og sjálfsniðurrif. Við ásökum okkur fyrir of litla hreyf-

Í framhaldi af því reynum við oft að fara á fullt og sprengja okkur í ræktinni eða annarri hreyfingu og/eða mæla hvert einasta gramm af fæðu ofan í okkur til að komast í sátt við okkur sjálf og höldum að

það muni koma okkur á lagið með ALLT sem hrjáir okkur. Eins og það að grennast eða fá vöðvatónun losi okkur við þessar hugsanir fyrir fullt og allt. Eru þessar hugsanir ekki svolítið litaðar af þessari boðflennu? Skoðun mín er sú að um leið og við förum að skoða líkamlegu heilsuna ættum við að skoða andlegu heilsuna í leiðinni. Líkaminn er ein stór verksmiðja; heila- og taugakerfið, hjarta- og æðakerfið. Við þjálfum hjartavöðvann og aðra vöðva með líkamlegri þjálfun en sjálfshugsanir og hugarfar með andlegri þjálfun. Við getum fyrirbyggt sjúkdóma og aðra líkamlega heilsukvilla með því að skoða mataræði og hreyfingu en það eru líka til jafn skotheldar leiðir til að fyrirbyggja andlega vanlíðan.

Hvað getur þú tileinkað þér til þess að bæta andlega líðan? • Fáðu góðan svefn. • Hreyfðu þig/finndu hreyfingu sem þér finnst skemmtileg. • Veittu tilfinningum þínum athygli; hvernig líður þér núna, af hverju? • Finndu þér áhugamál/hvað finnst þér skemmtilegt að gera? • Hlæðu meira. • Leyfðu þér að líða vel og leyfðu þér að líða illa. • Talaðu fallega til þín daglega. • Eyddu tíma með fjölskyldu og vinum. • Reyndu að gera hluti sem ÞIG langar, ekki aðeins vegna skyldurækni.

• Þakkaðu daglega fyrir það sem þú hefur. • Tjáðu tilfinningar þínar, þær skipta máli. • Umvefðu þig jákvæðu fólki. • Fyrirgefðu sjálfri/sjálfum þér þegar þú gerir mistök. • Hlúðu að þér og hugsaðu til þín eins og þú værir „litla/litli þú“. • Eyddu tíma með sjálfri/sjálfum þér. • Þannig kynnist þú þér betur, veist hvað þú þarft, getur hlustað á innsæið og treyst á sjálfa/sjálfan þig. Ósk Matthildur, einkaþjálfari ÍAK og heilsumarkþjálfi


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.

15

Keflvíkingar á toppnum

Keflvíkingar tróna á toppi Inkassodeildarinnar í knattspyrnu en þeir unnu sinn stærsta sigur í langan tíma en þeir gjörsigruðu Aftureldingu 5:0 á Nettó-vellinum í Keflavík í gærkvöldi. Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu og raðaði mörkunum inn í fyrri hálfleik. Mörkin komu á 9., 32. og 44. mínútu. Davíð Snær Jóhannsson bætti fjórða markinu við á 49. mín. og bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson kom svo með fimmta markið á 58. mín. Frábær sigur hjá hinu unga Keflavíkurliði sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Keflvíkingar hafa skorað tíu mörk og aðeins fengið á sig tvö. Keflvískur leikmaður skoraði þrennu síðast árið 2013 en það var Hörður Sveinsson.

Góð byrjun hjá Njarðvík

Grindvíkingar á siglingu eftir annan sigurinn í röð

Grindvíkingar unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þeir unnu Fylki 1:0 í Grindavík sl. mánudagskvöld. Grindvíkingar eru í 4.–6. sæti með 8 stig eftir fimm umferðir. Sigurmark Grindavíkur kom á 74. mínútu en þá skoraði Josip Zepa með skalla eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu Arons Jóhannssonar. Hér má sjá boltann kominn inn fyrir marklínuna og Josip liggur í grasinu eftir sigurmarkið.

Erfið byrjun hjá Keflavík

Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu gegn Aftureldingu. Mynd/Guðmundur Sig.

Njarðvíkingar unnu sinn annan sigur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Leikni á útivelli 1:2. Þeir eru í 4. sæti í deildinni og hafa unnið tvo sigra en tapað einum leik. Fín byrjun hjá Njarðvíkingum. Toni Tipuric og Stefán Birgir Jóhannesson skoruðu mörk UMFN.

Víðismenn í toppmálum Víðir úr Garði trón­ir á toppi 2. deild­ar karla í fót­bolta eft­ir 3:0 heima­sig­ur á Tinda­s tóli í 3. um­ferðinni á laugardaginn. Ari Steinn Guðmunds­son, Helgi Þór Jóns­son og Mehdi Hadra­oui skoruðu mörk Víðis í fyrri hálfleik. Víðir er nú með sjö stig, einu stigi meira en næstu fjög­ur lið eftir þrjár umferðir. Þróttarar frá Vogum heimsóttu KFG

Keflavík tapaði fyrir Breiðabliki með þremur mörkum gegn engu í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikið var á Nettóvellinum í Keflavík. Keflavíkurkonur léku við Selfoss á þriðjudagskvöld en blaðið var farið í prentun þegar úrslit lágu fyrir. Hilmar Bragi tók myndir á leiknum gegn Breiðabliki.

úr Garðabæ sem vann sann­fær­andi 3:0 heima­sig­ur á Þrótturum á föstudagskvöld. Þróttarar gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. Reynir Sandgerði fékk Hött/Huginn í heimsókn í 3. deildinni og jöfnuðu Reynismenn leikinn í blálokin 1:1 með marki frá Birki Frey Sigurðssyni. Reynir eru í sjötta sæti 3. deildar með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

JÓN HALLDÓR OG HJALTI ÞÓR ERU NÝIR KEFLAVÍKURÞJÁLFARAR Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Keflavíkur í körfubolta en Sverrir Þór Sverrisson óskaði óvænt eftir því að fá að losna. Finnur Jónsson fyrrum þjálfari Skallagríms er nýr aðstoðarþjálfari liðsins. Þá hefur Jón Halldór Eðvaldsson verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og Hörður Axel Vilhjálmsson mun vera aðstoðarþjálfari hans en mun áfram spila með karlaliðinu. Það eru því nýir menn í þjálfarabrúnni hjá Keflavík fyrir komandi leiktíð. Hjalti kemur til liðsins úr Vesturbænum, þar sem hann var meðal annars aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar hjá Íslandsmeisturum KR. Áður hafði Hjalti verið aðalþjálfari bæði uppeldisfélags síns í Fjölni og hjá Þór á Akureyri. Bílasalinn Jón Halldór sagði aðspurður um leikmannamál sagði hann að það yrðu einhverjar breytingar á núverandi leikmannahópi. Birna V. Benónýsdóttir er á útleið, óvíst er með Bryndísi Guðmundsdóttur og Sara Rún Hinriksdóttir verður örugglega ekki með liðinu en hún mun jafnvel reyna við atvinnumennsku eða fara í frekara nám. „Við skoðum það hvort við þurfum mögulega að bæta við einum stórum leikmanni. Ekki má gleyma því að við eigum bunka af leikmönnum sem hafa verið að spila í öðrum liðum á venslasamningum og svo er fullt af leikmönnum að koma upp úr yngri flokkum sem áhugi er að nota,“ sagði Jón Halldór.

Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10. bekk Myllubakkaskóli – aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóli – starfsfólk skóla Leikskólinn Vesturberg – deildarstjóri Myllubakkaskóli – þroskaþjálfi Myllubakkaskóli – íþróttakennari Leikskólinn Hjallatún – deildarstjóri Myllubakkaskóli – starfsfólk skóla Umhverfismiðstöð – tveir starfsmenn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

PÍPARAR ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins sem byggir á áratuga reynslu í mannvirkjagerð. Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mann-virkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun.

Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV eftir að ráða pípara til starfa á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum. Ráðið verður í eftirfarandi stöður: Verkstjóri/pípari/ nemi/þjónusta. Í boði er: • Góð verkefnastaða • Góð laun fyrir rétta aðila • Góður aðbúnaður

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - skólaslit og innritun Skólaslit verða í Stapa föstudaginn 24. maí kl. 18:00. Allir hjartanlega velkomnir. Búið er að opna fyrir innritun nemenda næsta vetur. Nánari upplýsingar á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is

Nánari upplýsingar veitir Snæbjörn R. Rafnsson fagstjóri lagna í síma 660-6201. Umsóknir óskast lagðar inn í gegnum heimasíðu ÍAV, www.iav.is

Við breytum vilja í verk

ISO 9001

OHSAS 18001

FM 512106

OHS 606809

Quality Management

ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is

Viðburðir í Reykjanesbæ

Occupational Health and Safety Management

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Laugardagurinn 25. maí kl. 11:30: Notaleg sögustund með Höllu Karen, sem syngur og les um Dýrin í Hálsaskógi. Hreyfivika UMFÍ 27. maí til 2. júní - Allir með! Reykjanesbær tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ 27. maí til 2. júní nk. Dagskrá má nálgast á reykjanesbaer.is Íbúar í Reykjanesbæ eru hvattir til þátttöku í hreyfiviku.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

MUNDI Einar saup hveljur við höfnina enda var hvalafullt hjá honum!

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Tíðar hvalakomur í Keflavíkurhöfn

Hvalir eru tíðir gestur í Keflavíkurhöfn. Þeir sjást reglulega í og við höfnina þegar makríltímabilið stendur yfir. Þessi myndarlega hrefna kíkti í heimsókn um síðustu helgi og sýndi sig og vildi örugglega sjá aðra. Það var Einar Guðberg Gunnarsson, sérlegur ljósmyndari Víkurfrétta við Keflavíkurhöfn, sem myndaði hvalinn. Við notum tækifærið og hvetjum lesendur til að senda okkur skemmtilegar myndir á póstfangið vf@vf.is.

Bremsutilboð!

15% afsláttu

af bremsuvara

og 10% afslá

Þegar sentimetrarnir skipta máli! Það er mikilvægt öryggisatriði að hafa bremsurnar á bílnum í lagi. HEKLA leggur sitt af mörkum til að tryggja öryggi ökumanna þegar ekið er inn í sumarið og býður bremsutilboð. Bremsutilboðið felur í sér 15% afslátt af bremsuvarahlutum og 10% afslátt af vinnu. Bókaðu tíma hjá HEKLU Reykjanesbæ í síma 590 5090 eða renndu við. Hlökkum til að sjá þig!

HEKLA Reykjanesbæ | Njarðarbraut 13 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 590 5090

r

hlutum

ttur af vinnu!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.