SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 26. MAÍ KL. 20:30
„Við viljum fjölga fólki af erlendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó á sunnudagskvöld kl. 20:30.
Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
... og fleiri veitur væntanlegar
fimmtudagur 23. maí 2019 // 21. tbl. // 40. árg.
Fá 10.000 krónur í sumargjöf
Sultuslakur í slippnum
132 umsóknir en aðeins fimm fengið úthlutað
VF-mynd/HilmarBragi.
Í ljósi góðrar afkomu Grindavíkurbæjar á árinu 2018 og þess hve forstöðumenn stofnanna Grindavíkurbæjar gerðu almennt vel í því að virða fjárhagsáætlun ársins 2018, hefur bæjarráð Grindavíkur lagt til að starfsmönnum bæjarins verði umbunað fyrir það. Hefur bæjarráð samþykkt að gefa starfsmönnum sumargjöf í formi gjafabréfs að fjárhæð 10.000 kr. og fyrirkomulagið verði með sama sniði og jólagjöf til starfsmanna hefur verið undanfarin ár. Kostnaður við gjöfina er 2,4 milljónir króna.
Alls voru 132 umsóknir fyrirliggjandi um félagslegt húsnæði hjá Reykjanesbæ þann 30. apríl sl. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa fimm félagslegar íbúðir komið til úthlutunar. Á bak við umsækjendur eru 114 börn. Fyrir liggur 81 umsókn um íbúðir aldraðra þann 30. apríl 2019. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa þrjár íbúðir aldraðra komið til úthlutunar.
VILL FÁ ÚTLENDINGA Í LÖGREGLUNA – segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum. Hún er gestur Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó. „Þegar ég byrjaði sjálf í lögreglunni þá hvöttu mamma og pabbi mig áfram og studdu. Ég var níu ára gömul þegar pabbi byrjaði í löggunni og ég man alltaf hvað hann var flottur og fínn þegar hann var búinn að klæðast búningnum á leið á fyrstu vaktina sína. Ég var rosalega stolt af pabba mínum. Ég var líka mjög stolt þegar ég klæddist sjálf í fyrsta sinn lögreglubúningi og skynjaði vel ábyrgðina sem fylgir þessu starfi en innra með mér var einnig ótti. Eitt er að langa
í starfið en annað að vera komin í gallann á leið á fyrstu vaktina sína. Ég kláraði Lögregluskólann og við útskriftina í Bústaðarkirkju, vissi að ég var á réttri hillu. Ég fékk gæsahúð þarna í athöfninni og hafði aldrei fundið þetta áður svona sterkt, ekki nema þegar ég eignaðist börnin mín. Ég var ein af þremur nemendum sem fengu hæstu einkunn og var einnig valin lögreglumaður skólans. Þetta var mikill heiður og ég var mjög stolt,“ segir Bjarney.
Mótmæla harðlega skerðingu Bæjarráð Grindavíkurbæjar mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nærri 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. „Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem þróast hefur á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingu á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu,“ segir m.a. í afgreiðslu bæjarráðs.
Frábær maítilboð „Lögreglustarf er ekki fyrir alla og þú finnur það fljótt hvort það hentar þér. Flestir fara í lögregluna af hugsjón en ekki út af launaumslaginum“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó. Þátturinn verður sýndur á sunnudagskvöld á Hringbraut, vf.is og á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Maður finnur það að fólk sem starfar í lögreglunni eru fyrirmyndir og þegar við erum ekki í búning þá er samt fylgst með okkur því margir vita hverjir starfa við löggæslu í bænum okkar. Við viljum fjölga fólki af er-
lendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“
37%
50%
299
299
áður 598 kr
áður 479 kr
kr/pk
Græn vínber 500 gr box
kr/pk
Coop Pizza Pepperoni, 350 gr Skinka og ostur, 340 gr
Opnum snemma lokum seint
2 fyrir 1 Coca Cola 0,5L
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002