Fimmtudagur 27. maí 2021 // 21. tbl. // 42. árg.
BER ÖLL MERKI UM DYNGJUGOS
>>> Sjá síðu 2
Myndarleg íþróttaumfjölun
Lögðu áherslu á réttindi barna FLJÓTLEGT OG GOTT! B
örnin í fyrsta bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ hafa síðustu daga verið að kynna sér barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau völdu sér réttindi barna sem þau svo puttamáluðu á fána og skreyttu. Fánana tóku þau svo með í stutta réttindagöngu frá skólanum sínum og í ráðhús Reykjanesbæjar þar sem þau hittu fræðslustjóra Reykjanesbæjar og lögðu áherslu á réttindi barna. Nánar um þetta í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is kl. 19:30. VF-mynd: Páll Ketilsson
20%
23%
35% 1.759 kr/pk
389
áður 649 kr
áður 2.199 kr
áður 599 kr
BBQ Piri Piri drumsticks Heimshorn
>>> Sjá síðu 22-23
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
499 kr/stk Sóma samloka Roastbeef
KEFLAVÍKINGAR ÞJAPPA SÉR SAMAN
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
Coop kartöflustrá 900 gr
128 NEMENDUR ÚTSKRIFAÐIR AF VORÖNN Í FS
>>> Sjá síður 12 og 14
A LL T FY RIR Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
GUNNUR@ALLT.IS 560-5503
UNNUR@ALLT.IS 560-5506
PALL@ALLT.IS 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Eignarnámsbeiðni á landi undir vatnsból hafnað Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er gert ráð fyrir að nýtt vatnsból sveitarfélagsins yrði tekið í notkun á síðari hluta skipulagstímabilsins. Skipulagstímabilið er 2008–2028. Þegar árið 2017 var hafinn undirbúningur að málinu en í aðalskipulaginu var þegar gert ráð fyrir hinu nýja vatnsbóli sunnan Reykjanesbrautar. Svæðið sem um ræðir tilheyrir Heiðarlandi Vogajarða en það land er í sameign sveitarfélagsins og nokkurra annarra aðila. Af hálfu meðeigenda sveitarfélagsins að landinu komu fram ábendingar um staðsetningu vatnsbólsins, sem leiddu til þess að ákveðið var að breyta staðsetningunni í samræmi við þær ábendingar. Ráðist var í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við þetta. Þessu næst tóku við samningaviðræður við meðeigendur sveitarfélagsins að landinu, þar sem sveitarfélagið setti fram beiðni um kaup þess á landsvæðinu sem þyrfti fyrir hið nýja vatnsból. Meðeigendur sveitarfélagsins hafa ekki viljað ljá máls á því að selja landið, heldur vilja útfæra málið með öðrum hætti. Ekki náðist samkomulag um það. Sveitarfélagið taldi því samningaviðræður fullreyndar og óskaði eftir eignarnámsheimild samkvæmt ákvæðum laga þar að lútandi. Beiðnin var send atvinnuog nýsköpunarráðuneytinu þann 20. september 2020. Ráðuneytið birti úrskurð sinn loks þann 17. maí 2021, þar sem beiðni sveitarfélagsins var hafnað. Málefni nýs vatnsbóls er nú í uppnámi, þar sem ekki fæst heimild ráðuneytisins til að umrætt land undir vatnsból verði tekið eignarnámi. „Það verkefni bíður nú sveitarstjórnar að leita leiða til að finna lausn á þessu brýna og mikilvæga máli,“ skrifar Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann birti í lok síðustu viku.
Hraun tók að flæða yfir eystri stífluna á laugardag og þaðan fossaði það niður í Nátthaga. VF-myndir: Jón Steinar Sæmundsson
Hraunið fossar í Nátthaga og gosið ber öll merki dyngjugoss Verja þarf Svartsengi, Grindavík og veitukerfi fyrri framtíðargosum með varnargörðum Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði, segir að eldgosið í Fagradalsfjalli beri öll merki þess að þar sé dyngjugos og að í fjallinu sé að myndast hraunskjöldur eða dyngja. „Eitt af því sem eldgosið í Geldingadölum hefur verið að vinna ötullega að undanfarnar vikur eru myndun hrauntjarnar austan við gíg 5a og á pallinum ofan við Nafnlausadal. Tjörn þessi var fyrst ekkert annað en hylur í hraunánni, en hefur jafnt og þétt stækkað og dýpkað, með því að byggja upp og hækkað barmana,“ segir Þorvaldur í færslu á fésbókarsíðu Eldfjallafræði
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Þorvaldur segir að með þessu er hraunflæðið frá gígnum hreinlega að búa til sitt eigið miðlunarlón. Staðsetning tjarnarinnar er slík að hún getur veitt hrauni, í opnum sem og lokuðum flutningsrásum, niður í Meradali, inn í Geldingadali og niður í Nafnlausadal. Jafnframt vellur gjarnan yfir barma tjarnarinnar í mestu kvikustrókahrinunum, þ.e. þegar flæðið um yfirfallið frá gígnum er í stærra lagi. Hann bendir á að aðal aðfærsluæðin frá gígunum er undir yfirfallinu og stundum brýst kvika út við rætur tjarnabakkanna. Þessi ofanhlaup og undanhlaup hafa verið áberandi í síðustu viku, með þeim árangri að nú er stór hluti hraunsins í Nafnlausadal þakið nýju helluhrauni. „Þetta er athyglisverð þróun, því að myndun svona hrauntjarnar (miðlunarlóns) er grunnskilyrðið skilyrðið fyrir myndun hraunskjaldar (þ.e. dyngju),“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í færslunni.
Hraun rennur í Nátthaga Hraun tók að renna niður í Nátthaga síðasta laugardag. Hraunflæðið hefur verið yfir eystri varnargarðinn sem ýtt var upp ofan dalsins. Snemma á laugardagsmorgun flæddi helluhraun yfir eystri varnagarðinn; fór fyrst fram sem helluhraun, sem breyttist í uppbrotið helluhraun með vaxandi flæðihraða þegar það rann eftir hallalitlu og grunnu gildragi um 500 m vegalengd fram að hádegi á laugardag. Þá steyptist það niður um 100 m langa og bratta hlíð niður í gilið norður af Nátthaga og strunsaði svo niður í hagann á um það bil klukkustund. Alla síðustu viku hafa undanhlaup frá aðalhraunánni og hrauntjörninni verið að teygja sig lengra suður í Nafnlausadal. Meginhlaupið lagðist að vestari varnagarðinum,
rann síðan til austurs með suðurjaðri hraunsins í Nafnlausadal. Jafnframt reis, vegna innri upptjökkunar á yfirborðinu, þar til að það hafði náð nokkurn veginn sömu hæð og garðurinn. „Þegar undanhlaupið náði að eystri garðinum reis hraunið, enda engin önnur undankomuleið nema í gegnum eða yfir garðinn. Eins og við var búist, þá ruddi hraunið ekki garðinum úr vegi, heldur tjakkaði sig yfir það, enda kjöraðstæður til slíks, vel einangrað (þ.e. einangrað/ hitavænt) flutningskerfi frá gígum og gegnum allan Nafnlausadal. Það er athyglisvert að hraunið hélt þessum einkennum eftir að það fór yfir garðinn, þ.e. flæddi fram sem helluhraun og uppbrotið helluhraun þangað til að það steyptist ofan í gilið ofan við Nátthaga. Þar myndaði það opna hraunrás, sem jók hitatapið frá flæðandi hrauninu um tvær stærðargráður (frá c.a. 1 gráðu á km í einangruðu rásunum í yfir 100 gráður í opnu rásinni). Afleiðingin af þessu hitatapi er að hraunið stífnar, myndar apalhraun og hægir verulega á sér. Sem sagt, varnagarðarnir stóðust þrýstingin frá hrauninu og töfðu framrás hraunflæðisins niður í Nátthaga um allt að einni viku. Jafnframt, varnargarðarnir beindu flæðinu í austur og það er líklegt að skorpumyndunin á suðurhlið undanhlaupsins hafi aukið viðspyrnuna gegn beinni framrás til suðurs. Í tilfelli vestri varnagarðsins þá leiddi þetta til framrásar til austurs, en þegar kom að þeim eystri, var auðveldasta leiðin upptjökkun og yfirflæði eins og raun ber vitni,“ segir í færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.
Óljóst hversu lengi gosið stendur yfir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var í Kastljósi RÚV á þriðju-
dagskvöld og tók undir þá skoðun að eldgosið í Fagradalsfjalli væri farið að líkjast dyngjugosi. „Minnstu dyngjugosin sem við þekkjum hafa staðið í svona þrjú ár, stærstu kannski upp undir 50 eða 100 ár. Vissulega gætum við verið að glíma við þetta í einhver ár,“ sagði Ármann í þættinum en kvað alls óljóst hversu lengi gosið standi yfir. Hann sagði að ef eldgosið stæði yfir í þrjú ár yrði það álíka stórt og Surtsey. Þá myndi gosið fylla upp í Nátthaga, Merardali, Geldingadali og fara yfir á Fagradalsfjall.
Þarf að verja innviði Ari Guðmundsson byggingafræðingur var einnig í Kastljósþættinum þar sem hann og Ármann fóru yfir þá vinnu sem nú er í gangi til að verja innviði fyrir næstu gosum. Það væri ljóst að líkur væri á fleiri gosum og við værum komin inn í nýja goshrinu þar sem gos verða með reglulegu millibili á Reykjanesinu. Innviðir sem talað var um í Kastljósþættinum eru m.a. orkuverið í Svartsengi, byggðin í Grindavík og lagnir eins og vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn ásamt háspennumannvirkjum. Undirbúa þarf varnargarða upp á a.m.k. eina milljón rúmmetra. Þetta eru kílómetrar af görðum. Ármann sagði í viðtalinu fulla þörf fyrir tímanlegan undirbúning. „Auðvitað verðum við að vera tilbúin því þarna eru einhverjir hlutir sem við viljum ekki missa úr. Ef við fáum vetrargos inni í Eldvörpum, sem eru á þessum rafmagnssvæðum þar sem heitavatnslagnirnar og fleira eru þá er bara heitt vatn farið af Keflavík og Njarðvíkum og þeim hluta nessins og jafnvel líka Grindavík. Það er ekkert grín ef fleiri þúsund manns hafa allt í einu engan hita og ekkert rafmagn og ekki neitt. Menn verða að gera sig klára.“
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Reglulegur taktur er á gosinu í Fagradalsfjalli. Hér sést maísólin í gegnum gosstrókinn. VF-mynd: Jón Hilmarsson
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hægt að skoða verkin á larz.is
Larz sýnir í Gallery Grásteini Larz Jónsson opnaði fyrir nokkru ljósmyndasýningu í Gallery Grásteini við Skólavörðustíg 4 í Reykjavík. Sýningunni, sem Larz nefnir Hugmynd, lýkur 30. maí en þar sýnir hann fjölda mynda sem hann hefur tekið. „Þetta hefur engið framar vonum og sýningin kemur fólki skemmtilega á óvart. Myndirnar vekja ímyndunaraflið og almenna hrifningu.Hún er ævintýraleg og dularfull,“ segir Larz. Sýningin er opin virka daga kl. 11 til 18 og kl. 12 til 17 um helgar.
Afhending gróðurkassa í Njarðvíkurskógum
Frá formlegri afhendingu gróðurkassanna. Þann 20. maí afhenti umhverfissvið Reykjanesbæjar, Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands til varðveislu og rekstrar þrjátíu gróðurkassa, sem hafa áður hafa verið staðsettir á þremur stöðum í bæjarfélaginu. Þeim hefur nú öllum verið komið á einn varanlegan stað, fjölskylduvænlegu útivistasvæði, sem hlotið hefur nafnið Njarðvíkurskógar. Heitið Njarvíkurskógar höfðar til þess að í framtíðinni verði svæði þetta gróðri vaxið með trjám og runnum, þar sem bæjarbúar allir hafi lagt sitt að mörkum til að svæðið verði sem mest aðlaðandi til útivistar. Það sem þegar hefur verið gert af hálfu bæjarins ber merki um metnaðarfulla græna framtíðarsýn fyrir það fjölmenningarsamfélag sem við búum í. Á svæðinu er þegar til staðar grillaðstaða, þrautaleikjagarður, afgirt leiksvæði fyrir hunda og frisbígolfvöllur, svo nokkuð sé nefnt. Fjölfarnar gönguleiðir liggja um svæðið. Það er heiður fyrir okkar litlu garðyrkjudeild að taka þátt mótun þessa svæðis með því að taka við þessum gróðurkössum sem hér
hefur verið komið fyrir og verða kveikjan að því sem kalla mætti Grenndargarða Suðurnesja. Í þessum gjörningi felast óendanleg tækifæri. Hér geta bæjarbúar komið saman sem samfélag þar, sem margbreytileikinn nýtur sín, lært hver af öðrum, þroskað með sér hæfileika og notið þess að rækta eigin matjurtir. Aldrei bragðast grænmeti betur en það sem ræktað er með eigin höndum. Börn sem borða sínar eigin ræktaðar radísur eða rófur fá yfir andlitið sérstakan ljóma. Kassarnir veglegu, sem komnir eru, svala grunnþörfum garðyrkju, það er afmarkað beð fullt af mold. Það er síðan hvers og eins að fá út úr slíku beði sem mestan ávöxt. Við kunnum að þurfa að bæta jarðveginn, byggja yfir beðin einfalda boga til að vernda plöntur þær sem settar verða niður með akrýldúkum og hækka þannig hitastig ræktunarsvæðisins. Þetta verður þróunarverkefni, eins og allt sem byrjað er á. Búið er að leiða vatn að svæðinu og til stendur að flytja þangað lítið hús, sem afdrep og til varðveislu garðáhalda. Það kemur í hlut deildarinnar að skipuleggja almanak ræktunarmannsins og
eftir megni kenna viðeigandi handbrögð við ræktunina og umgengi á svæðinu. Hér myndast grundvöllur til samveru og kynna, þegar lagt er af stað. Það er í okkar höndum að móta svæðið til framtíðar. Við viljum sérstaklega ávarpa nýbúa í samfélagi okkar og fá þá með í þetta verkefni, njóta þeirra samveru og vona að þeir njóti okkar. Kassarnir eru tilbúnir til notkunnar og því um að gera að hefjast handa og leigja sér kassa, því þeir renna út. Grunngjald á hvern kassa er 5.000 krónur. Við hvetjum áhugasama að hafa tölvusamband við gjaldkera félagsins, Hannes Friðriksson, netfang aeinn@ver.is, gefa upp kennitölu og reikningsnúmer í heimabanka, svo hægt sé að gjaldfæra leigugjaldið. Við vonum að sem flestir nýti sér þetta einstaka tækifæri og veri með frá byrjun til að byggja upp sameiginlega, grænt, fjölskylduvænt samfélag. Fyrir hönd Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands, Konráð Lúðvíksson, formaður.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Á BOTNINUM Það er alltaf meira líf í samfélaginu þegar það eru alþingiskosningar framundan og sama má segja um prófkjör. Um næstu helgi verða sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi með prófkjör. Frambjóðendur hafa verið nokkuð duglegir að undanförnu að láta vita af sér og verða það eflaust til loka vikunnar fyrir prófkjörsdag. En hvað eru frambjóðendur að segja þessa dagana. Hér má sjá eina setningu úr greinum nokkurra frambjóðenda sem skrifa grein í blað vikunnar: „Öflugt atvinnulíf og fjölbreytt vel launuð störf eru forsenda fyrir góðri afkomu heimilanna.“ „Auðvitað á fólk að geta gengið að fyrsta flokks þjónustu í heilbrigðismálum á sínu svæði, og þá ber að líta til þess að fleiri geti tekið þátt í að veita þá þjónustu, þótt kostnaður sé greiddur af opinberum aðilum.“ „Ástandið í heilbrigðismálum á Suðurnesjum er kapítuli út af fyrir sig og óboðlegt með öllu.“ „Við flytjum of stóran hluta þess, sem við neytum, inn með tilheyrandi tjóni fyrir umhverfið. Við ættum að vera að útflutningsþjóð en erum innflutningsþjóð.“
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Og hver hefur ekki skrifað svona: „Ég er í framboði og tel mig hafa sýnt það í verki að mér er annt um svæðið og tel mig geta nýtt krafta mína á Alþingi Íslendinga, með ykkar umboði.“ Þetta eru allt fín mál sem fólkið talar fyrir og við trúum því auðvitað þegar einhverjir þessara frambjóðenda komast á Alþingi að þá munu þeir gera sitt besta. Sumir jafnvel enn betur. Því miður er það þó staðreynd að það vantar verulega upp á í mörgum þáttum í okkar kjördæmi í opinberri
þjónustu. Það hefur oft verið rætt en lítið gengið að fá því breytt að framlög til margra þjónustuþátta á Suðurnesjum eru lægri en annars staðar. Við getum nefnt mennta- og skólamál, löggæslu og samgöngur sem dæmi. Þrátt fyrir að gott fólk frá Suðurnesjum og úr Suðurkjördæmi hafi reynt sitt besta er það til dæmis ísköld staðreynd að hér er heilbrigðisþjónusta mun lakari en í öðrum kjördæmum. Nær allir frambjóðendur í prófkjöri og frambjóðendur í öðrum flokkum eru sammála því og einnig þeir sem hafa verið áður frá okkar svæði á Alþingi. Samt er bara ein heilsugæslustöð á Suðurnesjum þar sem búa rétt tæp 30 þúsund manns á meðan það ættu að vera að minnsta kosti þrjár. Nú erum við samt komin að þolmörkum og það er algerlega óásættanlegt að Suðurnesjamenn þurfi að leita að heilugæsluþjónustu til höfuðborgarsvæðisins en það gera þrjú, fjögur þúsund manns. Hvað þarf eiginlega að gera til að ná betri árangri? Víkurfréttir hafa ekki skipt sér af flokkapólitík en það er þó ekki hægt að sleppa tækifærinu að hvetja Suðurnesjamenn sem taka þátt í vali á fólki til áhrifa á hinu háa Alþingi að standa saman um að ná forystu í pólitísku flokkunum. Þannig eru möguleikarnir svæðisins betri. Hjá þremur pólitískum flokkum sem hafa nú þegar valið sína frambjóðendur er fólk búsett á Suðurnesjum í oddvitasætum. Hvernig sem sætin skipast á Alþingi næsta haust er ljóst að Suðurnesjamenn þurfa ráðherra og fólk í framlínuna sem getur haft áhrif á að laga núverandi stöðu. Framlínan þarf að skora mörk og við þurfum sterkari sóknarleik. Árangur af því gæti komið okkur af botninum í Alþingisdeildinni.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Jón Steinar Sæmundsson
Sjórinn, litirnir og ljósið Hver kannast ekki við það að fara niður í fjöru til þess að hlaða aðeins á batteríin? Hvað er betra en fjaran til þess að lyfta andanum á aðeins hærra plan? Setjast á stein, horfa á öldurnar, hlusta á niðinn er þær lemja á grótinu og sjá hvernig ljósið brotnar í þeim og magnar upp litina.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fagháskólanám í leikskólafræðum kennt í annað sinn við Keili
HÚSMÆÐRAORLOF Gullbringu- og Kjósarsýslu
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur opnað heimasíðu, slóðin er: orlofksgk.wordpress.com, þar sem fyrirhugaðar ferðir verða auglýstar. Einnig verða settar inn fréttir o.þ.h. Þær konur sem ekki hafa tölvuaðgang, eru hvattar til að leita aðstoðar hjá vinum og vandamönnum eða kanna með aðgang að tölvum á bókasöfnum.
Hvalsneskirkja -Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Sandgerðiskirkju, safnaðarheimili, mánudaginn 7. júní kl. 17.00. Sóknarnefnd.
Níu sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur Staða skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur var nýlega auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 12. maí sl. og bárust níu umsóknir, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi en það er ráðgjafafyrirtækið Intellecta sem sér um ráðningarferlið, segir á vef Grindavíkurbæjar. Eftirfarandi sóttu um stöðuna: Anna Björg Ingadóttir skólastjóri, Anna Kristjana Eyfjörð Egilsdóttir grunnskólakennari, Eysteinn Þór Kristinsson skólastjór, Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri,Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Óladóttir deildarstjóri, Ólafía María Gunnarsdóttir verkefnastjóri og Þórdís Sævarsdóttir grunnskólakennari.
Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú í annað sinn upp á fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Um er að ræða starfstengt og hagnýtt nám á háskólastigi. Námið er sett upp sem 60 ECTS einingar og skilgreint sem nám með vinnu og er áætlað að það taki tvö ár. Stefnt er að því að námið hefjist í byrjun september næstkomandi og fara umsóknir fram á vef Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Hagnýtt, atvinnutengt nám Um er að ræða hagnýtt, atvinnutengt nám á háskólastigi sem lýkur með veitingu sérstaks prófskírteinis. Námið veitir haldgóða þekkingu á starfi með börnum í leikskólum og hentar einkum þeim sem hafa starfað sem leiðbeinendur í leikskólum og hyggjast bæta við hæfni sína og/eða hefja leikskólakennaranám. Nemendur munu fá námseiningar metnar sæki þeir um áframhaldandi nám í leikskólafræðum við Háskóla Íslands.
Fyrra árið fer námið fram í Keili og verður skipulagt sem sveigjanlegt nám með starfi. Kennarar í leikskólakennarafræðum heimsækja nemendur í heimabyggð, í húsnæði Keilis þar sem þunginn af náminu fer fram. Nemendur fara í heimsóknir á vettvang og heimsækja einnig Menntavísindasvið Háskóla Íslands í Stakkahlíð, sem ber faglega ábyrgð á náminu. Seinna árið verða nemendur hluti af leikskólakennaranemahópnum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, kennslan fer þá fram í húsnæði Menntvísindasviðs en einnig geta nemendur stundað námið í fjarfundi frá Keili.
VINNUEFTIRLITIÐ REYKJANESBÆ
HÚSNÆÐISÖFLUN - LEIGUHÚSNÆÐI 21437 - Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir Vinnueftirlitið í Reykjanesbæ. Um er að ræða hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 10 ára með möguleika á að framlengja samninginn um 5 ár í senn, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði. Gerð er krafa um að húsnæðið sé staðsett í Reykjanesbæ. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 70 - 90 fermetrar. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar í rafræna útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum. Fyrirspurnir varðandi verkefni 21437 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar. Fyrirspurnarfrestur rennur út fimmtudaginn 10. júní en svarfrestur er til og með 14. júní 2021. Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00, miðvikudaginn 16. júní 2021. Tilboð verða opnuð kl. 13:00 sama dag. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a-liður, 1. mgr. 11. gr. laganna. Sjá nánar á www.utbodsvefur.is
FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA
898 2222
Aukinn skilningur á starfinu Guðríður Sæmundsdóttir, nemandi á fyrsta ári í fagháskólanámi í leikskólafræðum segist lengi hafa velt háskólanámi á sviðinu fyrir sér en alltaf hafa miklað það fyrir sér. Hún hafi að endingu látið slag standa og sér ekki eftir þeirra ákvörðun. Hún segir námið hafa nýst sér vel í starfi „Maður horfir allt öðruvísi á starfið, ég er stöðugt að ígrunda og reyna að gera betur. Skilningurinn á starfinu og hvað felst í því að vera leikskólakennari hefur aukist.“ Guðríður segir námsálagið temmilegt, ekki of mikið eða lítið
með vinnu og rekstri á fimm manna heimili „Það hefur gengið mjög vel og eiginlega betur en ég þorði að vona. Fjölskyldan hefur stutt vel við mig og allir hjálpast að þegar það hefur verið álag hjá mér í náminu. Leikskólastjórar og samstarfskonur hafa einnig sýnt stuðning og það hefur mikið að segja.“ Þá segir hún skólann halda vel um nemendur „Það er stanslaust verið að huga að því hvernig við höfum það og hvort við séum nokkuð að bugast. Námsráðgjafarnir eru frábærir og alltaf tilbúnir að peppa okkur ef þess þarf.“
Frábært fyrir þau sem hafa lengi verið frá námi Guðný Margrét Jónsdóttir hóf nám í leiks kó l a f ræ ð u m e f t i r ábendingu frá leikskólastjóranum við leikskólann sem hún hefur starfað hjá í þrjú ár. Segir hún námið henta vel með fullri vinnu og ung börn á heimilinu. Guðný segir leikskólastjóra og samstarfsfólk hafa sýnt mikinn stuðning og viljað fylgjast með náminu. Guðný segist hlakka til að halda áfram að bæta við þekkingu sína
á starfinu með hverri önninni. „Þetta nám er frábært fyrir alla þá sem hafa ekki verið í skóla lengi og þora ekki að byrja í námi eftir langa pásu. Það er vel haldið utan um fólkið í náminu og auðvelt að fá skjót svör frá kennurum og námsráðgjöfum. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að vinna með börnum að sækja um í Fagháskólanám í leikskólafræðum.
Eflum Suðurkjördæmi
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 29. maí 2021
Frambjóðendur í prófkjörinu
Byltingarkennt, íslenskt og vatnslaust sjampó frá Zeto
Kjósa skal alls 5 frambjóðendur
Ásmundur Friðriksson
Björgvin Jóhannesson
Eva Björk Harðardóttir
Guðbergur Reynisson
Guðrún Hafsteinsdóttir Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna á xd.is
Ingveldur Anna Sigurðardóttir
Jarl Sigurgeirsson
Margeir Vilhjálmsson
Vilhjálmur Árnason
Kjörstaðir og opnunartími 29. maí Garður Auðarstofa, Heiðartúni 2b Opið frá 10:00-18:00
Grindavík Víkurbraut 25 Opið frá 10:00-18:00
Reykjanesbær Rétturinn, Hafnargötu 90 Opið frá 10:00-18:00
Sandgerði Varðan, Miðnestorgi 3 Opið frá 10:00-18:00
Þátttökurétt eiga allir flokksbundir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi 15 ára og eldri. Hægt er að ganga í flokkinn rafrænt á xd.is. Hafið meðferðis skilríki á kjörstað. Upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna á: xd.is/profkjor-i-sudurkjordaemi/
Zeto er ungt nýsköpunarfyrirtæki á Suðurnesjum sem vinnur að því að þróa umhverfisvænar húð- og hárvörur úr íslensku þaraþykkni. Eydís Mary Jónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, er einn stofnenda fyrirtækisins en áhugi hennar á húðvörum kviknaði þegar hún komst að því að sonur hennar væri með ofnæmi fyrir parabenum, sem notuð eru sem rotvarnarefni í ýmsum kremum. Zeto var valið eitt af 500 mest spennandi „deep-tech“ fyrirtækjum í heiminum árið 2017. Balancing Powder Shampoo er nýtt og byltingarkennt vatnslaust sjampó frá Zeto. Formúlan er algjörlega vatnslaus en er þó notuð á sama hátt og venjulegt sjampó, nema það er bleytt upp í lófanum fyrir notkun. Þessi einstaka formúla stuðlar að jafnvægi hársvarðarins og gefur hárinu aukin raka, mýkt og gljáa, án þess að þyngja það. Sjampóið er laust við ertandi súlföt, silíkon, rotvarnarefni, alkóhól og ilmefni og hentar því sérstaklega vel fyrir viðkvæman hársvörð. Balancing Powder Shampoo er milt sjampó sem hentar öllum hártegundum og nota má daglega. Fullkomið sjampó fyrir hvern þann sem vill hugsa sem best um hár, húð og umhverfi.
Umbúðirnar eru gerðar úr endurunnu plasti.
Helstu kostir þess að nota Balancing Powder Shampoo frá Zeto eru m.a.: ■ ■ ■ ■
Hentar vel fyrir einstaklinga með viðkvæman hársvörð. Hentar vel fyrir litað hár. Hentar vel fyrir curly hair method. Inniheldur ekki ertandi súlföt, sílikon, rotvarnarefni, alkóhól, ilmefni eða vatn. ■ Inniheldur einungis efni sem hafa góð áhrif á húð og hár, brotna hratt niður í náttúrunni og hafa ekki neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins. ■ Ein 42 gr flaska jafngildir 400 ml af venjulegu sjampói. ■ Handhægar umbúðir sem gleðilegt er að ferðast með. ■ Umbúðir endurnýtanlegar og gerðar úr endurunnu plasti til að ýta undir hringrásarendurnýtingu plasts. ■ Lægri flutningskostnaður og kolefnafótspor tengt flutningum. Zeto er nýtt íslenskt, húð- og hárvörumerki sem byggir á áralöngum rannsóknum og vöruþróun, styrkt m.a. af AVS og Tækniþróunarsjóði. Vörur Zeto innihalda lífvirkt, íslenskt þaraþykkni sem róar, styrkir og viðheldur heilbrigði húðarinnar, auk annara hreinna og virkra innihaldsefna. Alúð er lögð í að lágmarka öll umhverfisáhrif og því er einungis að finna í vörunum innihaldsefni sem brotna hratt niður í náttúrunni og
Forsetahjónin kynntu sér starf lögreglu og landamæravarða í flugstöðinni
hafa ekki neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins. Umbúðir sjampósins eru endurnýtanlegar og gerðar úr endurunnu plasti til að ýta undir hringrásarendurnýtingu plasts. Markmið Zeto er að þróa húð- og hárvörur með hreinum, virkum innihaldsefnum og lágmarks umhverfisáhrifum. Vörurnar frá Zeto eru fáanlegar á www.rammagerdin.is
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
NÁÐU Í SAMKAUP Í SÍMANN OG BYRJAÐU AÐ SPARA
GILDIR Í YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT
MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ!
samkaup.is/app
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Alls útskrifuðust 128 nemendur á vorönn 2021. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson
Fjölmenn útskrift á vorönn FS Skólaslit vorannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram föstudaginn 21. maí. Að þessu sinni útskrifuðust 128 nemendur; 102 stúdentar og 20 útskrifuðust af verkog starfsnámsbrautum. Þá luku 12 nemendur prófi af starfsbraut og 5 af framhaldsskólabraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 75 og karlar 53. Alls komu 92 úr Reykjanesbæ, 17 úr Suðurnesjabæ, 10 úr Grindavík og einn frá Reykjavík, Hafnarfirði, Húsavík og Neskaupstað. Vegna fjöldatakmarkana gátu gestir ekki sótt útskriftina að þessu sinni og því voru aðeins útskriftarnemendur og starfsfólk skólans viðstatt. Þess í stað var athöfnin send út á vef skólans og á Facebook. Dagskráin var annars með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Ragnheiður Gunnarsdóttir, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni léku Kristberg Jóhannsson, nýstúdent, og Magnús Már Newman trommudúett og Emilía Sara Ingvadóttir, Eygló Ósk Pálsdóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir léku á klarinett. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Að þessu sinni voru veitt fjölmörg verð-
laun enda voru tíu útskriftarnemendur með meðaleinkunn yfir 9,0. Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut María Tinna Hauksdóttir 100.000 krónu styrk en hún var með 9,55 í meðaleinkunn. Jórunn Tómasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Sumarrós Sigurðardóttir voru kvaddar á útskriftinni en þær voru að hætta störfum eftir að hafa kennt við skólann um árabil. Sigurlaug Kristinsdóttir, bókari, hættir einnig störfum í sumar eftir áralangt starf. Þeim var öllum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu skólans. Við athöfnina veitti skólameistari Guðlaugu Pálsdóttur, aðstoðarskólameistara, gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hún hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót.
María Tinna Hauksdóttir, dúx vorannar, hlaut fjölda verðlauna, m.a. 100 þúsund króna námsstyrk úr skólasjóði. Hér afhendir Kristján Ásmundsson, skólameistari, henni viðukenningar.
Tíu nemendur voru með yfir níu í meðaleinkunn.
Alls útskrifuðust 102 nemendur sem stúdentar. Hér var húfum lyft. Námsstyrkir voru afhentir úr minningarsjóði Gunnars Sveinssonar.
Emilía Sara Ingvadóttir, Eygló Ósk Pálsdóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir léku á klarinett við upphaf hátíðarinnar.
Skólameistari afhenti Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara gullmerki FS en hún hefur starfað við skólann í 25 ár. Hún mun taka við skólameistarastarfinu næsta haust þegar Kristján fer í ársleyfi.
26"
Reiðhjól 26"
26“ götureiðhjól sem hentar vel til hjólreiða innanbæjar.6 gírar Shimano. V-handbremsur, kemur með bögglabera, brettum og körfu.
28.995 Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
49620201
Fjallahjól
Takara Jiro 26” fjallahjól með “FatBike” dekkjum, diskabremsum að framan og að aftan og 7 gíra Shimano twist skiptingu.
Vinsæl vara
93.995
Nýtt í BYKO
49620160
26"
Hjólin eru komin!
Götuhjól
Crosstour 26” götuhjól með fram og afturbretti, dempara að framan, bögglabera og 21 gíra.
68.995 49620154
20"
12"
BMX hjól 20"
Sterkbyggt 20" BMX úr álblöndu með fram og aftur fóthvílum. Caliper fram og aftur bremsur.
34.995 49620145
Tilboðsverð
Barnahjól 12"
Barnahjól 16"
21.995
23.995
Barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. Til í 2 mismunandi litum með keðjuhlíf. Auðvelt er að taka hjálparadekkin af.
Nýtt í BYKO
Pro 16” reiðhjól fyrir börn, skærgult á lit. Hjólið hentar vel fyrir börn á aldrinum 4-6 ára. Hjálpardekk fylgja til að hjálpa börnum að læra að hjóla
49620143/059
49620062A/63A
GÁMASALA!
Bensínsláttuvél
Tilboðsverð
Fjórgengis OHC vél með drifi og 1,6kW. Sláttubreidd 46cm. 7 þrepa hæðarstilling. 55l. safnpoki.
49.995
16"
28%
Þú sparar:
7133004344
20.000
Almennt verð: 69.995
18%
Hekkklippur 18V, ONE+ 60cm hekkklippur með tvöföldu sagarblaði og kolalausum mótor. Klippurnar eru auðveldar í notkun og aðeins 2,5kg án rafhlöðu. Hlíf fylgir með en rafhlaða fylgir ekki.
34.995 7133004906
Almennt verð: 42.995
Tilboðsverð Sláttuorf
28%
Rafhlöðu sláttuorf með 25cm skurðarbreidd. Orfið notar 18v rafhlöður og passa allar rafhlö’ður úr ONE+ línunni frá RYOBI. Sláttuorfið er með tveimur handföngum sem auðveldar stjórn. Rafhlaða fylgir með (1x1,5ah).
24.995 7133005015
Almennt verð: 34.995
Þrjár vörur 10.000 á frábæru verði! Þú sparar:
Verslaðu á netinu á byko.is
Þú sparar:
x0 x1
8.000
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Dúxinn dansar og vill verða grunnskólakennari María Tinna Hauksdóttir er dúxinn á vorönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja „Ég verð að segja að ég hef alltaf verið góður námsmaður. Ég er hálfgerður fullkomnunarsinni. Ég er mjög skipulögð og legg 100% metnað í allt sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir María Tinna Hauksdóttir, dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn 2021. María var í góðum hópi góðra nemenda en tíu þeirra voru með meðaleinkunn yfir níu á vorönn. – Hvað er svo eftirminnilegast eftir námið í FS, námslega séð og félagslega séð? „Það sem mér finnst eftirminnilegast úr FS námlega séð voru skemmtilegir kennarar, fjölbreytt og krefjandi nám þar sem ég gat valið úr mörgum
mismunandi áföngum og raðað niður á annir eftir mínum þörfum. Félagslega séð þá standa böllin og skemmtikvöldin upp úr. Því miður var minna um félagslíf eftir að covid byrjaði.“
María Tinna Hauksdóttir, dúx frá FS á vorönn 2021.
VF-mynd/Oddgeir Karlsson.
– Hvernig var að útskrifast á tímum Covid-19? „Covid-19 breytti heilmiklu í hvernig náminu var háttað. Námið fór meira fram í fjarnámi og gekk það mjög vel þar sem ég er frekar skipulögð. Það var leiðinlegt að geta ekki mætt í skólann því fjarnámið tók í burtu öll bein samskipti, sérstaklega við kennarana. Útskriftardagurinn var mjög skemmtilegur þó það hefði verið skemmtilegra að foreldrarnir fengju að vera viðstaddir.“
TRYGGJUM BARÁTTUMANNI 3. SÆTIÐ Guðbergur Reynisson
hafði samt sem áður mjög gaman af mörgum öðrum fögum.“ – Framtíðaráform, draumastarf? „Planið núnar er að fara í Háskóla Íslands í haust og læra grunnskólakennarann. Ég hlakka mikið til að takast á við þær áskoranir sem það mun veita mér. Einnig langar mig að sinna danskennslu í framtíðinni.“
– Áttirðu von á því að verða dúx? „Ég vissi að ég væri með góðar einkunnir, en ég vissi ekki stöðu annarra nemenda þannig ég gat ekki gert ráð fyrir því. En þetta var mjög skemmtilegur endir á útskriftarathöfninni.“
– En sumarið, hvernig verður það? „Ég er að vinna á leikskóla í sumar og svo eru strangar æfingar hjá mér í samkvæmisdansinum og gera mig tilbúna fyrir keppnir haustsins. Stefnan er sett á að komast erlendis í ágúst til að keppa í einni stærstu keppni í heimi. Öruggt er að það verður nóg hjá mér að gera næsta vetur.“
– Einhver uppáhaldsfög? „Já, auðvitað eru alltaf einhver fög sem standa upp úr og verð ég að nefna félagsfræði og spænsku sem ein af mínum uppáhaldsfögum. Ég
– Þú hefur verið dugleg í dansi? „Já, ég hef verið í keppnisdansi síðan ég var ung. Ég er í A-landsliði Íslands og hef verið það í sex ár. Ég er margfaldur Íslandsmeistari og bikar-
meistari í mínum aldursflokkum og ég sérhæfi mig í „ballroom“-dönsum. Ég ferðast mjög mikið og keppi erlendis fyrir hönd Íslands. Af árangri mínum erlendis má helst nefna þriðja sæti á heimsmeistaramóti, þrefaldur Norðurlandameistari, úrslit á Evrópumeistaramóti ásamt því að vera í sjöunda sæti á einni stærstu og virtustu keppni í heimi: The British Open í Blackpool í U21 ballroom. Einnig fékk ég og herrann minn, Gylfi Már, þann heiður að komast á meðal 44 bestu dansara í heimi í flokki fullorðinna á The International Championships og fengum því að keppa á lokakvöldinu í The Royal Albert hall. Núna í Covid höfum við ekkert gefið eftir og verið í Zoom-kennslu og æfingum til að vera tilbúin þegar allt opnast á ný,“ segir dansarinn og dúxinn María Tinna. Páll Ketilsson pket@vf.is
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 29. maí 2021
í sumarskapi
við hjá Kapalvæðingu óskum Suðurnesjamönnum innilega til hamingju að eiga nú möguleika á að kaupa alla net-, sjónvarpsog símaþjónustu hjá Kapalvæðingu.
Nú getum við boðið viðskiptavinum okkar fjölbreytta netpakka og farsímaþjónustu ásamt vönduðu sjónvarpsefni.
Verðdæmi: Ljósleiðari 1000 mb/sek. 2 x farsímar 100 gb/mán. 140 sjónvarpsstöðvar*
19.490 kr/mán. *þar sem K/TV er í húsi
ALLT INNIFALIÐ ENGIN AUKAGJÖLD VERSLUM Í HEIMABYGGÐ
NET, SÍMI, 4.5G & SJÓNVARP
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021
NÚ GETUR ÞÚ fengið allt hjá okkur
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Blómamarkaður við Ytri-Njarðvíkurkirkju
Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 1.– 3. júní 2021. Opið frá klukkan 16:00 til 19:00. Heitt verður á könnunni alla dagana. Ágóði blómasölunnar rennur óskiptur til líknarmála. Lionsklúbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. Nýjasta verkefnið var að færa Ytri-Njarðvíkurkirkju bekk sem gestir og gangandi geta hvílt lúin bein og notið. Þetta er sjötta árið sem blómamarkaðurinn er í höndum Æsu. Það er mikil tilhlökkun hjá Æsukonum að taka á móti Suðurnesjamönnum sem eru í sumarblómahugleiðingum.
Bílabíó í Keflavík á föstudagskvöld MEÐ ALLT Á HREINU Föstudagskvöldið 28. maí verður Bílabíó á bílaplaninu neðan við verslunina Kóda á Hafnargötu klukkan 21:00. Þar verður Suðurnesjamönnum boðið frítt á sýningu myndarinnar „Með allt á hreinu“ sem ætti að vera mörgum tónlistaráhugamanninum hugleikin. Með allt á hreinu er löngu orðin sígild mynd í hugum Íslendinga og alltaf gaman að sjá myndina aftur. Það eru frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem bjóða Suðurnesjamönnum upp á frítt bílabíó og eru allir hvattir til að mæta á sínum einkabílum. Myndin verður sýnd á led-skjá svo birta hefur engin áhrif á myndgæðin og síðan er hljóð myndarinnar sent út á FM tíðni og hlusta bíógestir á tal og tónlist myndarinnar hver í sínum bíl. Allir hjartanlega velkomnir. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Má bjóða þér að sýna í Duus Safnahúsum? Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir tvær myndlistarsýningar annars vegar frá 12. júní til 11. júlí og hins vegar frá 17. júlí til 22. ágúst. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss. Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á þeirri sýningu sem fyrirhuguð er og ljósmynd með sýnishorni af þeim verkum sem til stendur að sýna. Margs konar listform kemur til greina svo sem málverk, grafík,
teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar o.fl. Ekki er þó gert ráð fyrir rafrænni miðlun að þessu sinni. Notast verður við sýningakerfi Bíósalar sem eru brautir með nælonþráðum. Ekki er heimilt að negla í veggi. Val á sýnendum er í höndum Listasafns Reykjanesbæjar.
Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á sýningunni og sjá um uppsetningu með aðstoð frá Listasafni Reykjanesbæjar. Sýnendur fylgja þeim reglum sem gilda um starfsemi í Duus Safnahúsum. Listasafnið áskilur sér rétt til að velja úr verkum sýnenda í samstarfi við þá. Allir sem stunda myndlist af einhverju tagi geta sótt um en þeir sem ekki hafa sýnt í húsunum áður hafa forgang. Hópar geta einnig tekið sig saman og sótt um í einu nafni. Þá er yngra fólk einnig sérstaklega hvatt til að sækja um.
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið duushus@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 1. júní. Í efnislínu (subject) skal skrifa: Sumarsýning í Bíósal. Með umsókn skal fylgja: Greinargóð lýsing á fyrirhugaðri sýningu, svo sem hvernig verk, fjöldi, stærð, efnisinntak o.s.frv. Ljósmynd/ljósmyndir með sýnishorni af verkum. Ferilskrá umsækjanda.
Formleg opnun á Sjólyst á sunnudag Sjólyst, söguhús Unu í Garði, verður formlega opnað gestum sunnudaginn 30. maí eftir gagngerar endurbætur. Húsið verður opið frá klukkan 14:00 til 16:00. Á dagskrá verða meðal annars ávörp og tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. Boðið verður upp á veitingar og húsið sýnt.
Húsið Sjólyst var byggt árið 1890 og seinna var byggt við það. Sjólyst þarfnaðist mikilla endurbóta þegar Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Garði tók við húsinu en eigandi þess er Suðurnesjabær.
Húsið Sjólyst var byggt árið 1890 og seinna var byggt við það. Sjólyst þarfnaðist mikilla endurbóta þegar Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Garði tók við húsinu en eigandi þess er Suðurnesjabær. Eitt af markmiðum félagsins var að styðja við sveitarfélagið í þeim framkvæmdum sem framundan voru. Það hefur Hollvinafélagið gert og margir lagt verkefninu lið. Hollvinafélagið sótti um styrki til verkefnisins, ber þar helst að nefna Húsfriðunarsjóð og Uppbyggingarsjóð Suðurnesja. Fá þeir miklar þakkir fyrir veittan stuðning sem og aðrir sem stutt hafa við félagið með framlögum eða sjálfboðavinnu. Þann 18. nóvember 2020, á fæðingardegi Unu, var húsið tilbúið. Stjórn Hollvinafélagsins hefur síðan lagt mikla vinnu í að búa húsið
munum sem gefnir hafa verið eða tilheyrðu Unu á sínum tíma. Vegna sóttvarnareglna var ekki hægt að sýna húsið fyrr. Afar vel hefur tekist til með endurgerð hússins sem er friðað. Smiðir verksins eru þeir Ásgeir Kjartansson og Bjarki Ásgeirsson. Arkitekt er Magnús Skúlason. Fá þeir miklar þakkir fyrir vel unnin störf sem og allir aðrir sem að verkinu komu. Suðurnesjabær fær ennfremur þakkir fyrir samstarfið og traustið í þessu verkefni. Í sumar verður Sjólyst opin fyrir gesti um helgar frá klukkan 14:00 til 16:00 Heitt verður á könnunni og sagan rifjuð upp. Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst
Börn í Reykjanesbæ berjast fyrir eigin réttindum FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Of mikið sumar? Teva 121021
Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Flynise filmuhúðaðar töflur innihalda 5 mg af virka efninu deslóratadíni og er ofnæmislyf sem er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Flynise er ætlað fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri og er áhrifaríkt við að draga úr einkennum ofnæmiskvefs eins og hnerra, nefrennsli og kláða í nefi, ásamt augnkláða, tárarennsli og roða í augum og kláða í efri góm. Lyfið er til inntöku og á að gleypa töfluna heila. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hreinsuðu upp mikið af rusli í kringum flugstöðina
Þrír hópar undir stjórn Bláa hersins hreinsuðu nýlega mikið af rusli við bílaleigurnar og í grjótgörðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hóparnir komu frá íþróttafélögum á Suðurnesjum, ungir iðkendur með foreldrum sínum. Hver hópur var í tvær klukkustundir og fylltu þeir til samans 30 svarta ruslapoka af rusli, eitt reiðhjól, 100 metra símakapal og margvíslegt spýtnabrak. Tómas Knútsson segir að mikið af rusli endi í grjótgörðunum við flugstöðina en hann hefur í mörg ár hreinsað á svæðinu. Á starfssvæði stórra fyrirtækja eins og hjá Icelandair megi þó finna drasl sem hafi staðið innan svæðis í langan tíma. Tómas hefur bent á það en með misjöfnum árangri að hans sögn.
VÖRUMIÐLUN, REYKJANESBÆ – ATVINNA Óskum eftir bílstjórum á lyftubíl og trailer, og til að sinna tilfallandi störfum.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Skilyrði að viðkomandi tali íslensku. Nánari upplýsingar veitir Haraldur í síma 840 7781 eða á sudurnes@vorumidlun.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Laun orðin um 65% af útgjöldum Voga
Forsetahjónin heimsóttu flugstöðvarlögguna Forsetahjónin Elíza og Guðni Jóhannesson kynntu sér starfsemi Lögreglunnar á Suðurnesjum sem fram fer í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjónin hittu starfsmenn lögreglunnar sem eru um áttatíu í flugstöðinni og sinna þar ýmsum störfum, m.a. landamæraeftirliti, smitrakningum og fleiru tengdu Covid-19, vegabréfarannsóknum og fleiru. Fjömörg ný verkefni urðu
til í heimsfaraldri og þakkaði forseti Íslands starfsfólki lögreglunnar fyrir þeirra mikilvægu störf. Víkurfréttir voru með í för og í Suðurnesjamagasíni vikunnar sýnum við frá þessari heimsókn forsetahjónanna til lögreglunnar í flugstöðinni. Víkurfréttir hittu líka veitingakonuna Höllu Svansdóttur úr Grindavík og fengu söguna af því hvernig var að opna veitingastað í
flugstöðinni rétt fyrir mörg áföll sem hafa dunið yfir síðustu tvö árin, með falli Wow air, vandræða vegna Max flugvélanna og heimsfaraldurs. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður í rúmt ár. Á myndinni eru forsetahjónin á göngu um flugstöðina með forsvarsmönnum Lögreglunnar á Suðurnesjum. VF-mynd: pket
Rekstur Sveitarfélagsins Voga var erfiður á síðast ári. Gjöld umfram tekjur voru rúmar 170 milljónir króna, sem er afar slæm útkoma, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Hann segir að margt skýri erfiða afkomu síðasta árs. Laun og launatengd gjöld fóru talsvert fram úr áætlun á árinu og eru nú orðin um 65% af útgjöldum sveitarfélagsins. „Æskilegt er að ná þessu hlutfalli niður í a.m.k. 55% og er nú unnið hörðum höndum í að leita leiða til að hagræða þannig í rekstrinum að svo geti orðið. Tekjuhliðin fór betur en á horfðist á árinu en þó er vert að geta þess að fjárhæð tekjujöfnunarframlags dróst verulega saman á milli ára, sem að mestu má rekja til innbyrðis tilfærslu milli sveitarfélaga,“ segir Ásgeir í pistli sem hann skrifaði í lok síðustu viku. Bæjarstjórn hélt aukafund þann 11. maí síðastliðinn, þar sem eina verkefni fundarins var umfjöllun um ársreikning sveitarfélagsins árið 2020. Síðari umræða í bæjarstjórn um ársreikninginn var miðvikudaginn 26. maí en niðurstaða fundarins var ekki ljós þegar blaðið fór í prentun.
Stóri Hólmur 251 Garður Frá stjórnarfundi í SAR.
„Ætlum að láta betur í okkur heyra“ „Við höfum ákveðið að láta betur í okkur heyra á næstu mánuðum þar sem það var ekki hægt að gera mikið á afmælisárinu 2020 en þá fögnuðu samtökin áratugsafmæli,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi en fyrsti stjórnarfundur samtakanna eftir aðalfund var haldinn í síðustu viku. Ný fyrirtæki hafa gengið til liðs við samtökin en eins og kom fram í viðtali við Guðmund í síðasta tölublaði er eitt af markmiðum SAR að tengja saman fyrirtæki og atvinnurekendur á Reykjanesi, efla tengsl þeirra. „Við
S IN G A R FÁ IÐ U P P LÝ a 5 15 15 hjá Jason í sím 77
Jörðin Stóri-Hólmur
erum ekki hagsmunasamtök líkt og stéttafélög heldur er öll áhersla lögð á að fylgja eftir ýmsum málefnum sem tengjast atvinnulífinu á svæðinu,“ segir Guðmundur. Á stjórnarfundinum var greint frá samstarfi SAR og Víkurfrétta sem felst í kynningu á starfi samtakanna. SAR mun verða með reglulega fundi frá og með næsta hausti þar sem forsvarsfólk fyrirtækja á svæðinu mun koma og kynna starfsemi sína. Á fundinum var samþykkt að taka undir áskorun Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um nýja heilsugæslustöð á Suðurnesjum.
er staðsett við hliðina á 18 holu golfvelli (Leiran)
• Jörðin er skráð 4,7 hektari og hefur verið notuð fyrir lítinn æfingavöll, stuttan par 3 völl. • Húsið sem stendur á lóðinni er ónýtt. • Sögulegar minjar. • Fallegt útsýni. • Frábær staðsetning á Reykjanesskaganum. Nánari upplýsingar veitir:
Jason Kr. Ólafsson lögg. fasteignasali sími: 775 1515 jko@miklaborg.is
Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi.
Verð:
Tilboð
569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Matur Heimurinn er á krossgötum. Með núverandi aðferðum við matvælaframleiðslu er gengið of nærri mörgum helstu auðlindum okkar. Nýtingin er ekki sjálfbær á heimsvísu. Því hefur verið spáð að á næstu 40 árum þurfi mannkynið að framleiða jafnmikið af mat og það hefur gert seinustu 8.000 árin. Á sama tíma er þekkt að matvælavinnsla er ábyrg fyrir losun um 30% af gróðurhúsalofttegundum (allir einkabílar í heiminum losa um 2%). Við Íslendingar, með okkar miklu hreinu auðlindir, eigum ekki bara tækifæri hvað þetta varðar, okkur ber hreinlega skylda að stíga fast fram. Ísland hefur í gegnum tíðina haft sterka stöðu hvað varðar matvælaframleiðslu. Þar skipta sjávarútvegur og landbúnaður miklu enda standa þær greinar undir 7% af vergri landsframleiðslu sem er næstum helmingi yfir heimsmeðaltali. Þrátt fyrir það höfum við dregist langt aftur úr hinum Norðurlandaþjóðunum hvað varðar sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Við flytjum of stóran hluta þess, sem við neytum, inn með tilheyrandi tjóni fyrir umhverfið. Við ættum að vera að útflutningsþjóð en erum innflutningsþjóð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ákveðin skref verið stigin. Matvælastefnan, sem kynnt var í lok síðasta árs, er mikilvægt stefnumótandi plagg. Framganga íslenska sjávarklasans er þannig að eftir er tekið og víða eigum við fyrirtæki og mannvit sem um munar. Fiskeldi hefur styrkt stöðu sína, sjávarútvegur okkar er einn sá sterkasti í heimi og mjólkurgeirinn hefur hafið sókn í útflutningi bæði á hrávöru og hugviti. Garðyrkja stendur víða sterk og framþróun í kjötframleiðslu hefur tekið kipp. Hvarvetna má sjá sprotana. Meira þarf þó til, eigi árangur að nást. Ábyrgð stjórnvalda er hér rík. Kjörnir fulltrúar þurfa að skapa
þessari mikilvægu grein tækifæri til vaxtar í stað þess að þvælast fyrir góðum verkum með íþyngjandi regluverki og álögum. Græn orka fallvatna og jarðvarma skapar okkur sem þjóð einstaka stöðu. Við þurfum að ganga langtum lengra í virkjunum til matvælaframleiðslu, verðlag á orku þarf að vera með þeim hætti að virðisaukinn með fullvinnslu sé mögulegur og framleiðendur þurfa að fá orkuna til sín. Við þurfum samhliða að byrja að líta á matvælaframleiðslu sem hátækni- og nýsköpunargrein sem kallar á vel menntað vinnuafl og þekkingu. Fjölga þarf fyrirtækjum, efla hringrásarhagkerfið og fullnýtingu náttúruauðlinda með skattalegum hvata. Við eigum mörg spor ógengin á þessari leið en hvert spor er okkur mikilvægt og mun skila okkur ávinningi. Fá, ef einhver, svæði eiga meiri tækifæri á sviði matvælaframleiðslu en Suðurkjördæmi. Landbúnaður er þar einstaklega sterkur, mörg stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækin eru þar. Þekkingin, mannauðurinn og auðlindirnar eru hvarvetna í þessu magnaða kjördæmi. Hvergi á landinu er meiri nýtanlegur jarðvarmi, hvergi er aðgengið að fersku vatni meira, landrýmið er mikið, útflutningshafnir einstakar, alþjóðaflugvöllur og lengi má áfram telja. Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna, meðal annars með það að leiðarljósi að leggja lóð á þá vogarskál að Suðurkjördæmi og Ísland allt verði leiðandi aðili í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. Við vitum af tækifærunum og nú er komið að aðgerðum. Jarl Sigurgeirsson, 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Settu saman vinningslið! Þessa dagana drífur fólk að til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ég hvet íbúa á Suðurnesjum til að taka þátt í að móta lista sem getur náð góðum árangri í kosningum til Alþingis í haust. Öflugt lið fólks sem getur unnið saman að frekari uppbyggingu betra samfélags, hjálpað íbúum Suðurkjördæmis að nýta þau tækifæri sem gefast í kjördæminu og lagt grunninn að bjartri framtíð unga fólksins okkar. Ég hef á undanförnum vikum lagt áherslu á mikilvægi þess að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra en ekki síður til að veita ungu fólki tækifæri á að spreyta sig á markaði þar sem því er gert kleift að njóta ávaxta dugnaðar síns og hugmyndaauðgi.
Það eru til lausnir
Ekkert nema það besta
Þitt er valið
Þá legg ég mikið upp úr því að fólk sjái sér hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en þá verða þættir eins og samgöngur og heilbrigðismál að vera í lagi. Það gengur ekki að öryggi fólks sé sett í annað sætið hvað rekstur skurðstofa og fæðingarhjálpar varðar. Auðvitað á fólk að geta gengið að fyrsta flokks þjónustu í heilbrigðismálum á sínu svæði, og þá ber að líta til þess að fleiri geti tekið þátt í að veita þá þjónustu, þótt kostnaður sé greiddur af opinberum aðilum. Læknar og hjúkrunarfólk vill líka ólmt búa á landsbyggðinni eins og við hin.
Þetta er aðeins fátt eitt af því sem þarf að gera betur þegar málefni kjördæmisins okkar eru annars vegar. Sterkur og fjölbreyttur hópur þingmanna á að vera íbúum kjördæmisins til aðstoðar til að bæta hag okkar allra. Ég er til þjónustu reiðubúinn, hef til þess þekkingu og brennandi áhuga. Því bið ég þig um stuðning í þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna á laugardag.
Umhverfismál ber að taka alvarlega og úrlausnir í þeim efnum er hægt að sækja í smiðju hins frjálsa markaðar, rétt eins og við erum að verða vitni að í bindingu kolefna og betri nýtingu orku í tengslum við ýmsar tækniframfarir. Við þurfum því alls ekki að binda okkur í kláfa risastórra ríkisbattería líkt og lagt hefur verið upp með í tengslum við miðhálendisþjóðgarð. Valdið og valið í því máli á heima hjá fólkinu í landinu og skipulagsmálin hjá sveitarfélögunum. Ég horfi til aukinnar þekkingar á sviði meginatvinnugreina Íslendinga, svo sem í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði. Með þekkingu og þróun verða þessar stoðir íslensks hagkerfis grunnur að uppbyggingu í nýsköpun og eflingu hátækniiðnaðar.
Björgvin Jóhannesson Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi á laugardag.
Ég á erindi við þig Komið er að því að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi velji frambjóðendur sína til Alþingis í kosningunum í haust . Nú er tækifæri til að skipa nýja forystusveit með konu fremsta meðal jafningja. Ég hvet flokksfólk til að taka þátt í prófkjörinu á laugardaginn kemur, 29. maí, og vænti stuðnings til að skipa fyrsta sætið á væntanlegum D-lista í kjördæminu. Þetta tækifæri nota ég jafnframt til að þakka fyrir viðtökur, samtöl og kynni af fólki og fyrirtækjum í Suðurkjördæmi undanfarna daga og vikur. Ég er bæði þakklát og auðmjúk yfir hlýju viðmóti og meðbyr sem ég skynja að framboð mitt hafi í prófkjörinu og oddvitasæti framboðslistans þannig skipað í framhaldinu. Við blasa brýn og stór verkefni á ýmsum sviðum í kjördæminu og ekki annað í boði en að takast á við þau. Í hluta kjördæmisins er hlutfall atvinnulausra það hæsta sem mælist á Íslandi og skrifast að stórum hluta á veirufaraldurinn. Vonir standa hins
vegar til að þar sé loksins tekið að birta og að ferðaþjónustan taki við sér með tilheyrandi áhrifum á atvinnulífið og efnahagslífið. Heilbrigðismál og aðbúnaður aldraðra er sömuleiðis á margra vörum í kjördæminu og skyldi nú engan undra. Eyjamenn spyrja sig til að mynda hvort stjórnvöld hafi gert það ástand viðvarandi að konur þurfi að fara upp á meginlandið til að fæða börn sín með tilheyrandi raski og útgjöldum fyrir fjölskyldurnar? Ástandið á Suðurnesjum er kapítuli út af fyrir sig og óboðlegt með öllu. Í Suðurnesjabæ er hvorki heilsugæslustöð né hjúkrunarheimili, í samfélagi um 3.600 íbúa! Á Suðurnesjum eru þúsundir manna skráðir á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu af því eina heilsugæslustöðin í heimabyggð annar ekki nema hluta af þjónustu sem íbúarnir ætlast til að þeir fái og hafa rétt á. Tvennt hef ég verið spurð um nær alls staðar á ferðum mínum um kjördæmið og því sé ég ástæðu til
að svara því líka hér og nú. Önnur spurningin varðar aðild að Evrópusambandinu. Ég er á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið og tel ekki að það fari með hagsmunum Íslands. Hin spurningin lýtur að Miðhálendisþjóðgarði. Ég er ekki hlynnt þeim hugmyndum um risastóran Miðhálendisþjóðgarð eins og lagt er upp með í frumvarpi umhverfisráðherra. Ég er stolt af því að tilheyra Suðurkjördæmi og býð mig fram til þjónustu fyrir það og íbúa þess með framboði til forystusætis á framboðslista Sjálfstæðismanna. Ég brenn fyrir öflugu Suðurkjördæmi – öflugu Íslandi! Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Á staðnum með fólkinu Næstkomandi laugardag, 29. maí, verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Það er mikilvægt að sjálfstæðismenn og stuðningsmenn flokksins og frambjóðenda fjölmenni í prófkjörið og geri það eins glæsilegt og kostur er. Hópur frambjóðenda sem endurspeglar fjölbreytileika kjördæmisins, ungir og reyndir, konur og karlar, er í framboði. Fólk sem er tilbúið að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til stórsigurs í næstu Alþingiskosningum 25. september næstkomandi. Eins og í þingmannsstarfinu hef ég lagt mig fram um að tengjast frambjóðendum í prófkjörinu eins og ég hef tengst íbúum í Suðurkjördæmi þau níu ár sem ég hef setið á þingi. Ég býð mig fram í 2. sætið á listanum. Ég mun áfram standa á mínu og vera óhræddur að segja mína
skoðun. Það eru margir mér þakklátir fyrir að hafa verið eini þingmaðurinn sem var á móti þátttöku Íslands í viðskiptabanni á Rússland og hafði alvarlegar afleiðingar fyrir útflutning á lambakjöti og fiski til Rússlands. Fyrir að hafa greitt atkvæði á móti Orkupakka III, staðið vaktina í málefnum hælisleitenda og sagt eitt stórt NEI við Miðhálendisþjóðgarði og þora að segja það sem aðrir þora ekki. Á Alþingi hef ég látið atvinnu og velferðarmál mig mestu varða. Mín pólitíska sýn birtist í grundvallargildum Sjálfstæðisflokksins, frelsi einstaklingsins og stétt með stétt. Með auknu frelsi er það líka mikilvægt hlutverk okkar að verja þá sem minna mega sín, fíkla og sjúka. Aðgengi fyrir alla að heilbrigðisþjónustu, fæðingarþjónustu
og sjálfsákvörðunarrétt fjölskyldunnar hvar sem er á landinu til að hafa val um heilsugæsluþjónustu. Öflugt atvinnulíf og fjölbreytt vel launuð störf eru forsenda fyrir góðri afkomu heimilanna. Lágir skattar og álögur eru því forsenda blómlegs atvinnulífs og aukins kaupmáttar. Fullveldi landsins byggir á yfirráðum yfir auðlindum þess og við stöndum vörð um afkomu bænda og veljum Íslenskt. Ég óska því eftir stuðningi ykkar í 2. sætið og ég verð áfram á staðnum fyrir fólkið. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Kjósum mann sem vill styrkja atvinnulíf og fjölga tækifærum á Suðurnesjum Suðurkjördæmi er lengsta kjördæmi landsins og fjölbreytilegt eftir því. Þar er fjölbreytt atvinnulíf og flestir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður þá eru margir sameiginlegir fletir og klárlega er það vilji okkar að fá gott fólk á þing. Ásmundur Friðriksson býður sig fram í 2. sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar. Það eru góðar fréttir fyrir kjördæmið í heild sinni. Það hefur ekki farið framhjá neinum sá mikli dugnaður sem Ásmundur hefur sýnt þau átta ár sem hann hefur setið á þingi. Hvort sem það er með heimsóknum, stuðningi við hin ýmsu málefni, aðstoð við einstaklinga og fyrirtæki eða þor við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Það er okkur mikil gæfa að hafa slíkann mann inni á þingi og í raun ætti hann að vera öðrum til eftirbreytni. Hann hefur verið ötull talsmaður fyrir Suðurnesin og veit ég að hann mun halda áfram á þeirri góðu braut. Með baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu, uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, Helguvík og í samgöngum. Ég hef þekkt Ása í dágóðan tíma og það áður en hann settist á þing. Þann tíma er ég þakklátur fyrir, því þar hef ég fengið að sjá mann sem vill hjálpa til og gefur mikið af sér. Ekki bara fyrir nærumhverfið, heldur eins víða og hann getur. Það eru ekki bara þær góðgerðarsamkomur sem hann hefur komið að því
að skipuleggja eða störf hans fyrir ákveðin samtök sem ylja manni um hjartarætur. heldur hvernig hann tekur á móti öllum sem til hans leita. Ásmundur er mannlegur og hefur gert sinn skammt af mistökum um ævina, rétt eins og aðrir. Hann vann sig í gegnum sína erfiðleika með dugnaði og góðri fjölskyldu og hefur gefið mikið af sér í framhaldi. Ég veit um mörg dæmi þar sem hann hefur aðstoðað fólk sem til hans hefur leitað með ýmis málefni. Jafnvel í prófkjörsbaráttu gefur hann sér tíma til að aðstoða meðframbjóðendur sína og leggja sitt af mörkum til að skapa góða liðsheild í prófkjörinu. Það hefur verið gaman að fylgjast með störfum Ásmundar á þingi og það gladdi mjög að heyra að hann ætlaði að halda áfram. Hann talar ekki bara um hlutina heldur leggur hann fram tillögur í atvinnumálum og er talsmaður öflugs atvinnulífs. Þá lætur hann verkin tala fyrir sköpun nýrra atvinnutækifæra með því að leggja fram frumvarp um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Sem er forsenda framfara í atvinnumálum og öryggi í raforkuafhendingu fyrir Suðurnes og íbúa hér. Það væri okkur mikil gæfa að fá að njóta starfa hans áfram á komandi þingi, en það gerist eingöngu ef fólk mætir á kjörstað og kýs Ásmund Friðriksson í 2. sæti. Eiður Ævarsson
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Látum verkin tala
Vilhjálm Árnason í fyrsta sætið! Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gefur nú kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Vilhjálmur er heiðarlegur og hæfur stjórnmálamaður með öfluga framtíðarsýn á mörgum sviðum. Hann hefur þann kost að geta unnið með fólki úr öllum flokkum. Honum er treyst í pólitíkinni, ekki eingöngu af samflokksfólki sínu heldur þvert á allt litróf stjórnmálanna. Slíkur kostur er afar mikilvægur en því miður förunautur fárra er starfa í pólitík. Eftir hverju erum við að leita þegar horft er til framtíðarleiðtoga? Viljum við ekki öðruvísi leiðtoga í dag? Ungan leiðtoga sem skilur og skynjar tækifærin sem eru framundan en jafnframt leiðtoga sem ber sér ekki á brjóst né lætur hátt til að ná markmiðum sínum fram. Leiðtogi sem starfar af dugnaði á bak við tjöldin, skapar og finnur leiðir, hnikar málum áfram og endanum skilar góðu dagsverki í hús, þannig pólitíkus er Vilhjálmur, sannur alla leið. Vilhjálmur er búinn að sanka að sér ómetanlegri reynslu og þekkingu á gangverki Alþingis og
öðrum ríkisstofnunum. Það má ekki kasta slíkri þekkingu á glæ, hvað þá í tilfelli hæfra einstaklinga sem enn eru ungir að árum. Ekki er síður mikilvægt að leiðtogi okkar sjálfstæðismanna í kjördæminu hafi traust kjósenda sem og forystunnar sem ég veit að Vilhjálmur hefur áunnið sér með störfum sínum á Alþingi síðastliðin níu ár. Vilhjálmur er gríðarlega vel að sér um málefni kjördæmisins og má þar nefna til sögunnar nokkur mál er varða okkur Suðurnesjamenn. Hugmyndir Vilhjálms um framkvæmdir og breytingar á heilsugæslusviði eru mjög spennandi en hann heimsótti fyrir skemmstu fyrirtækið okkar IceMar ehf. í Reykjanesbæ og fangaði athygli allra á vinnustaðnum með framsetningu sinni á þeim baráttumálum sem hann stendur fyrir. Ef þær leiðir sem Vilhjálmur hefur unnið að á síðustu misserum verða fetaðar þá mun vandamál á heilsugæslusviði að mínu mati heyra sögunni til hér Suðurnesjum. Það þarf skýra framtíðarsýn í svona stór mál, virkja þarfa krafta fagaðila frá bæði hinu opinbera sem og einkageiranum svo hægt verði að tryggja framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa á svæðinu. Við Suðurnesjamenn viljum
bætta þjónustu og er Vilhjálmur maðurinn í verkið. Hann hefur verið framsögumaður sjálfstæðismanna á Alþingi í stórum málum er snúa að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, nýja skjólgarðinum í Njarðvík fyrir Skipasmíðastöðina, framkvæmdir í höfnum innan svæðisins o.s.frv. Það er enginn að mínu viti sem þekkir málefnin og verkefnin á Suðurnesjum eins vel og hann. Vilhjálmur hefur skýra framtíðarsýn um hvernig Suðurnesin geta endurheimt virðingu sína og er áberandi hæfur til að taka að sér ráðherraembætti. Hann hefur allan pakkann eins og við segjum stundum um fjölhæfa körfuboltamenn sem geta náð langt. Eftir að hafa starfað hnökralaust í níu ár sem alþingismaður og þar af í nokkur ár sem varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, þá get ég með vissu sagt – Vilhjálmur er tilbúinn og hann mun ég kjósa í fyrsta sætið. Gunnar Örlygsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri IceMar ehf. í Reykjanesbæ.
Núna fer að líða að kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Ég er í framboði og tel mig hafa sýnt það í verki að mér er annt um svæðið og tel mig geta nýtt krafta mína á Alþingi Íslendinga, með ykkar umboði. Þið þekkið mig eflaust flest í gegnum Stopp hingað og ekki lengra en við stofnuðum þann hóp til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í dag er hópurinn ennþá mjög virkur og með 17.000 fylgjendur. Þar erum við enn að berjast fyrir ýmsum hagsmunamálum okkar Suðurnesjamanna eins og t.d. að klára tvöföldun á Reykjanesbrautinni, leggja Suðurnesjalínu 2 og viljum betri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Við Elsa þekkjum það af eigin raun hversu erfitt það er að vera ekki með öfluga heilbrigðisþjónustu. Til dæmis þegar tvær dætur okkar fæddust þurftum við að keyra með
látum til Reykjavíkur vegna þess að fæðingardeildin var í sumarfríi eða skurðstofan lokuð. Þetta er bara eitt dæmi um upplifun okkar Suðurnesjamanna af heilbrigðisþjónustunni. Það er ekki boðlegt að mörg þúsund Suðurnesjamanna skuli sjá sig knúna til að skrá sig á heilsugæslur í Reykjavík. Við þurfum aðra heilsugæslu núna! Allir geta tekið þátt í prófkjörinu hjá Sjálfstæðisflokknum sem er á laugardaginn næstkomandi. Ég bið um ykkar stuðning og hvet ykkur öll til að taka þátt í prófkjörinu og hafa áhrif á það hverjir eru fulltrúar okkar svæðis. Látum verkin tala! Guðbergur Reynisson Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Skjáskot af vef Orlofsnefndar húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur opnað heimasíðu, slóðin er: orlofksgk.wordpress.com, þar sem fyrirhugaðar ferðir verða auglýstar. Einnig verða settar inn fréttir o.þ.h.
Þær konur sem ekki hafa tölvuaðgang, eru hvattar til að leita aðstoðar hjá vinum og vandamönnum eða kanna með aðgang að tölvum á bókasöfnum.
Sumarátak námsmanna - Safnfulltrúi Sumarátak námsmanna - Verkamenn í garðyrkju Velferðarsvið – Stuðningsfjölskyldur Háaleitisskóli – Starfsfólk skóla Heiðarsel – Deildarstjóri Fræðslusvið – Sálfræðingur Velferðarsvið – Forstöðumaður á heimili fatlaðra Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í fjölskylduþjónustu Myllubakkaskóli – Þroskaþjálfi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: BJÖRGVIN, GK, Gullbringusýsla, (FISKISKIP), fnr. 2209, þingl. eig. Útgerðarfélagið Dolli ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bogabraut 18, Sandgerði, fnr. 228-7281, þingl. eig. Sunna Rós Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Guðrún Ólafsdóttir Boyd, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 09:30. Þórustígur 32, Njarðvík, fnr. 2094225, þingl. eig. Didzis Gaters, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og TM hf., þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:00.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 2320531, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:20. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0532, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skatturinn, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:23. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0533, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skatturinn, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:26. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0534, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skatturinn, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:29.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0535, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf. og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:32. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-0536, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:35.
Viltu halda sýningu í Duus safnahúsum? Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir tvær myndlistarsýningar. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss.Umsóknarfrestur til 1. júní.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 25. maí 2021
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningum á vef Reykjanesbæjar
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Fimmtudagur 27. maí 2021 // 21. tbl. // 42. árg.
Keflavíkurfjölskyldan mun þjappa sér saman
Hilmar Bragi
Keflvíkingar hafa ekki átt neina draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla og árangur liðsins ekki staðið undir væntingum. Þótt staðan líti ekki vel út sem stendur ríkir jákvæðni í herbúðum Keflavíkur og þjálfarar og leikmenn liðsins snúa bökum saman og hafa fulla trú á að gæfan muni snúast á sveif með þeim. Víkurfréttir ræddu við Eystein Húna Hauksson, annan aðalþjálfara meistaraflokks karla, um stöðuna eins og hún horfir við honum. „Þetta hefur ekki verið neitt draumastart en sem betur fer hafa liðin í kringum okkur átt svipuðu gengi að fagna,“ segir Eysteinn. „Úr því að leikurinn við FH, sem átti að vera á sunnudaginn, verður ekki spilaður þá verða næstu fjórir leikir (gegn HK,
Leikni, ÍA og Stjörnunni) mjög mikilvægir. Ekki það að þetta hafi verið neitt minna mikilvægt hingað til en það verður mikið undir í þessum leikjum, við erum að renna inn í mjög mikilvægan hluta af mótinu.“
FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
Engin virðing va r borin fyrir Ísla ndsmeisturunum þegar þeir mæ ttu á HS Orkuv öllinn í Keflavík. Ísak Óli Ólafsso n hér í skallaeinv ígi. VF-myndir
– Það mátti greina mikla bætingu á liðinu í síðasta leik. „Já, það var ágætis bragur á liðinu. Menn voru einbeittir og búnir að vinna í sjálfum sér, sem var það sem við auglýstum eftir. Við vorum allir sammála um að við værum að leika undir getu og við hefðum ekki efni á því að vera þannig í marga leiki.“ Það er hægt að vera á sama máli og Eysteinn að úrslit síðustu leikja (á undan Valsleiknum) eru ekki að gefa rétta mynd af liðinu. Keflavík fékk á sig tólf mörk í þremur leikjum sem er alveg óskiljanlegt. „Það er margt sem er hægt að rýna í ef menn vilja, bæði jákvætt og neikvætt. KA leikurinn var heilt yfir ekki góður, gegn Breiðabliki er leikurinn í jafnvægi þangað til við fáum gusu yfir okkur sem erfitt er að útskýra og öðrum leikjum höfum við tapað þrátt fyrir ýmsa jákvæða tölfræði eins og sköpun færa. Þar er margt sem bendir til þess að það þurfi ekki svo mikið að falla með okkur til að mikilvægasta tölfræðin fari að verða oftar okkur í hag.“
– Það hefur virst eins og menn sjokkerist eitthvað við að fá mark á sig og fá svo annað á sig í kjölfarið. „Já og það var eitt af því sem við ræddum fyrir Valsleikinn. Við vorum búnir að ákveða hvernig við myndum bregðast við ef við lentum í mótlæti eða undir í leiknum. Menn voru ákveðnir í því að láta það ekki á sig fá og þar mátti sjá bætingu frá síðustu leikjum – og eftir seinna markið gáfust menn ekki heldur upp og héldu áfram að sækja. Við gáfum alls ekkert eftir, heldur féllum einfaldlega á tíma. Það sem var við Valsleikinn er að við vorum bara samstilltir og solid varnarlega, vorum að vinna þetta saman sem er eitthvað sem við söknuðum dálítið í leikjunum á móti KA og Fylki. Við gerðum hins vegar slæm mistök í föstum leikatriðum þar sem við ætlum að gera betur í framhaldinu. Það sem stendur auðvitað upp úr eru úrslitin og staðan er eins og hún er. Nú fer að líða lengra á milli leikja og þá fáum við meiri tíma til að vinna í okkar málum – í staðinn fyrir að vera bara að hvíla okkur og bíða næsta leiks. Ég tel að það sé mikilvægara fyrir okkur en mörg önnur lið í þessari deild. Ég var ánægður með það hvað menn komu klárir í leikinn á móti Val, því það höfðu bara liðið laugardagur og sunnudagur frá Fylkisleiknum
Sögusagnir um ósætti
STYRKT AF
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
vinalegur bær
Það er ekki hægt að sleppa Eysteini án þess að spyrja hann að lokum hvort eitthvað sé hæft í þeim gróusögum sem ganga um að samband aðalþjálfara Keflavíkur sé stirt um þessar mundir. „Við erum í það minnsta sammála um að það vanti fleiri stig á töfluna. Samstarf okkar hefur verið í gangi með miklum ágætum síðan í október 2019 og síðan þá held ég að allir séu sammála um að árangurinn hjá Keflavík verið mjög ásættanlegur. Gangurinn hefur hikstað aðeins núna en slíkt þjappar mönnum bara saman ef þeir hafa einhvern karakter.“
sem var töluvert andlegt kjaftshögg. Hvernig menn komu til leiks gegn Val og hvernig menn kláruðu þann leik. Það kom mér ánægjulega á óvart hvað það var mikill kraftur í strákunum en við vorum einfaldlega felldir á augnabliks einbeitingarleysi og munum gera betur þar. Við getum ekki endalaust sagt að þetta komi í næsta leik, við þurfum að fara að færa okkar fólki fleiri stig.“
Það verður Keflavíkurfjölskyldan sem klárar þetta saman – Þið eruð ekkert að láta þetta slá ykkur út af laginu. Það er alveg stemmning í liðinu, er það ekki? „Það er enginn að fara á taugum hjá okkur. Fyrir leikina í kvöld [þriðjudag] erum við þrátt fyrir allt í bestu stöðu sem karlalið Keflavíkur hefur verið í síðan 2014. Í því eru klárlega sóknarfæri og þannig eigum við að líta á þann punkt sem við stöndum á. Þetta er bara rétt að byrja og spurningin er ekki hvernig við byrjum, heldur hvernig við endum. Við erum ákveðnir í því að láta nokkur högg ekki á okkur fá og halda áfram að læra og þróa okkur – og vinna fleiri leiki sem fyrst í þessari deild. Það er mikill hugur í mannskapnum. Nú á að fara að leyfa fleiri áhorfendur á leikjum og við treystum á að Keflvíkingar flykki sér saman, standi að baki liðinu og láti í sér heyra – það er svo sannarlega þörf á því. Ef við klárum þetta verkefni þá verða það ekki þessi ellefu sem eru úti á vellinum eða þessir tuttugu sem eru í hópnum sem gera það, heldur verður það Keflavíkurfjölskyldan sem klárar þetta saman. Það er bara þannig að við þurfum mikinn stuðning, ekki bara að Keflvíkingar mæti á völlinn heldur láti líka virkilega í sér heyra – það mun skipta öllu máli í framhaldinu. Ég vil leggja áherslu á það.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Grindvíkingar knúðu fram oddaleik
Mynd: Karfan.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Það var hörkuviðureign milli Grindavíkur og Stjörnunnar í Grindavík á mánudagskvöld þegar heimamenn tryggðu sér oddaleik í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í körfuknattleik. Jafnræði var á með liðunum og allt stál í stál en Grindvíkingar náðu þó yfirhöndinni eftir því sem leið á leikinn. Í síðasta leikhluta sóttu Stjörnumenn hart að Grindvíkingum en heimamenn stóðust áhlaup þeirra og héldu fjögurra til sex stiga forystu þar til í blálokin er Stjarnan minnkaði muninn í
eitt stig með þriggja stiga körfu og nítján sekúndur eftir á klukkunni. Það var svo Grindavík sem tryggði sér 95:92 sigur úr vítaköstum í lokin. Grindavík og Stjarnan leika því oddaleik í Garðabænum á föstudag þar sem ræðst hvort liðið komist í undanúrslit úrslitakeppni Domino’s-deildar karla.
Grindavík og Njarðvík leika til úrslita í fyrstu deild kvenna
Samfélagsráð HS Orku afhenti frændsystkinum Ölla gjöfina við HS Orkuvöllinn í Keflavík.
Minningarsjóði Ölla bárust góðar gjafir á fertugasta afmælisdegi Ölla Minningarsjóði Ölla bárust góðar gjafir síðasta föstudag, á afmælisdegi Örlygs Arons, en Ölli, eins og hann var kallaður, hefði orðið fertugur þann dag hefði hann lifað. Nýstofnaður samfélagssjóður HS Orku færði sjóðnum eina milljón króna og er þetta fyrsta styrkveiting þess sjóðs. Með styrknum vill HS Orka leggja sitt af mörkum til íþróttaiðkunar barna og heiðra það góða starf sem sjóðurinn hefur unnið fyrir börn undanfarin ár. Það var samfélagsráð HS Orku sem afhenti styrkinn með þau Sigurð Markús Grétarsson, Petru Lind Ein-
arsdóttur og Jóhann Snorra Sigurbergsson í farabroddi. Eigendur Icemar, þau Gunnar Örlygsson, frændi Ölla, og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, færðu sjóðnum einnig eina milljón króna. Með gjöfinni vilja þau leggja sitt af mörkum til að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna og um leið heiðra minningu Ölla sem gaf mikið af sér til allra sem voru honum samferða á hans stutta lífsskeiði. Erna Agnarsdóttir, amma Ölla, og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, eigandi Icemar, afhentu gjöfina.
Grindavík og Njarðvík unnu einnig sínar viðureignir síðasta mánudagskvöld í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik og sigruðu bæði lið því allar viðureignirnar í sínum einvígjum. Það verða því Suðurnesjaliðin því berjast um sigurinn í 1. deild kvenna og fer fyrsti leikurinn fram á heimavelli Njarðvíkinga mánudaginn næstkomandi.
Deiliskipulag í Reykjanesbæ Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi tillögu að breytingu á skipulagi:
Kirkjuvegur 8
Breyting á deiliskipulagi svæði A (gamli bærinn), kirkjuvegur 8, Reykjanesbær. Breytingin felst í að lóðinni Kirkjuvegi 8 er skipt upp í tvær lóðir undir húsin sem nú standa við Hafnargötu 22 og 24 Reykjanesbæ í samræmi við uppdrátt JeES arkitekta dags. 14.04.2021. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar frá og með 27. maí 2021 til 12. júlí 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júlí 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Reykjanesbær, 26. maí 2021. Skipulagsfulltrúi.
Erna Agnarsdóttir, amma Ölla, og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, eigandi Icemar, afhentu Minningarsjóði Ölla eina milljón króna í Ljónagryfjunni síðasta föstudag, á fertugasta afmælisdegi Ölla. VF-myndir: JPK
Það hefur skapast hefð fyrir því hjá Minningarsjóði Ölla að börn taki á móti gjöfum til sjóðsins enda eru það börn sem njóta góðs af. Í þetta sinn tóku þau Kristín Arna Gunnarsdóttir, Stefán Logi Agnarsson, Berglind Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Valdís Branger og Oddur Óðinn Birgisson við gjöfunum sem sérstakir sendifulltrúar sjóðsins. Þau eru öll frændsystkini Ölla og tóku stolt á móti þessum veglegu gjöfum, sem eiga án vafa eftir að koma sér vel fyrir börn á Íslandi sem þurfa á aðstoð að halda til að geta stundað sína íþrótt. Þær Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla og stofnandi sjóðsins, og María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, þakka kærlega fyrir þessar veglegu gjafir á afmælisdegi Ölla. Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 og hefur síðan þá aðstoðað fjölda barna með greiðslum á æfingagjöldum, æfingabúnaði og kostnaði við æfingaog keppnisferðir. Þær stöllur segja sífellt fleiri leita til sjóðsins enda er hann skilvirkur og rekinn án alls kostnaðar sem þýðir að öll fjárframlög til sjóðsins renna óskipt til barna. Þær hvetja öll þau sem þurfa á aðstoð að halda til að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun barna sem og öll þau sem vita af börnum sem þurfa á aðstoð að halda, að setja sig í samband við sjóðinn en hægt er að sækja um styrki á heimasíðunni minningarsjodurolla.is.
Ég er alin upp í Keflavík, þaðan sem ég sleit barnsskónum. Mamma og pabbi ólust bæði upp í Keflavík og fjölskyldur báðum megin eru mjög stórar. Ég sótti mikið í ömmur mínar og afa í Keflavík sem barn og átti einstakt samband við móðurömmu mína. Sem unglingur bjó ég hjá henni um stundarsakir, ég hafði sérstakt dálæti á henni. Amma var einstök, hún átti einstaklega gott samband við barnabörnin sín, þau leituðu mikið til hennar og hún kom fram við okkur öll sem jafningja. Amma gat samt átt það til að vera tannhvöss og sat ekki á skoðunum sínum. Hún ól ellefu börn, mamma var næstyngst þeirra systkina. Á mínum uppvaxtarárum fannst mér alltaf jafn kómískt hvernig móðuramma mín talaði við mömmu. Ekki hvað hún sagði, heldur hvernig hún sagði það. Hún talaði alltaf við hana eins og barn og með þannig tóni eins og
hún væri hálfpartinn að skamma hana. Ef mamma gerði eitthvað sem ömmu mislíkaði þá átti amma það til að lesa henni pistilinn, í jákvæðri merkingu. Hún gat líka tuðað heil ósköp ef henni fannst mamma vera að taka fram fyrir hendurnar á sér. Þessar minningar höfum við í fjölskyldunni ósjaldan talað um þegar við minnumst ömmu. Það sem ég hef hins vegar áttað mig á með árunum er að þetta er ekki eingöngu bundið við ömmu mína, ég get nánast fullyrt að þetta á við allar mæður. Ég fór snemma að heiman. Fór utan að vinna sem au-pair og flutti svo til Reykjavíkur þegar ég hóf háskólanám. Hef samt alltaf leitað mikið til foreldra minna og var hjá þeim öllum stundum þegar ég var ekki í skóla. Þar var sömu sögu að segja. Mamma breyttist í ömmu mína þegar ég var orðin ung kona. Hún talaði við mig eins og barn, lét
mig vita ef ég væri að gera eitthvað sem henni mislíkaði, nákvæmlega á sama hátt og amma gerði. Í uppeldi barna er maður alltaf að fara yfir hvenær þau byrja á einhverju og hvenær þau hætta einhverju. Hvenær ætli þau byrji að ganga? Hvenær hætta þau með bleyju? Hvenær hætta þau „terrible two“-skeiðinu? Byrjar unglingaveikin þegar þau eru sex ára? Mikið hlakka ég til þegar þau geta vaknað sjálf á morgnana. Mikið verður nú ljúft þegar þau klára grunnskóla. Mikið verð ég þakklát þegar ég er búin að koma börnunum mínum í gegnum framhaldsskóla. Þá er minni vakt sko lokið! Sú staðreynd er eitthvað sem ég hef heyrt frá flestum foreldrum og hef sjálf sagt þetta margoft – en þetta er aldeilis ekki rétt. Ég er að breytast í ömmu og mömmu. Ég á tvær fullorðnar stelpur, 23 ára og 19 ára. Ég tala við
LOKAORÐ
Börn
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
þær eins og þær séu litlu börnin mín. Ég er ekki róleg þegar þær eru undir álagi. Ég finn sársaukann þegar þeim líður illa. Ég gleðst úr hófi mikið þegar þeim gengur vel. Ég er montin af þeim. Ég skamma þær. Ég heyri í þeim oft á hverjum degi. Ég spyr þær báðar hvort þær séu í mat daglega. Það er ljóst að börnin manns hætta aldrei að vera börnin manns, sama hversu gömul þau verða. Sem betur fer ekki, segi ég bara. Njótum barnanna okkar á öllum aldri.
Mundi Var ekki nóg af vindbelgjum fyrir í Vogunum?
Nýr ærslabelgur við íþróttamiðstöðina í Vogum
Belgurinn hefur slegið í gegn meðal barnanna í bænum og hoppa þau nær látlaust frá morgni til kvölds. Sagan segir að börnin séu orðin duglegri við að fara að sofa á kvöldin þegar þau loks koma heim.
l l i ð e s t a M r ý
FRÍTT FYRIR BÖRN 12 ÁRA & YNGRI
N
www.TheBridge.is @thebridge.courtyardkef