Víkurfréttir 21. tbl. 43. árg.

Page 1

Sleipnir MC hjólar hringinn fyrir Umhyggju

26.-29. maí

Miðvikudagur 25. maí 2022 // 21. tbl. // 43. árg.

Björgunarsveitin Þorbjörn tengir símstöðina í Grindavík við varaafl í skjálftahrinunni snemma á síðasta ári.

Almannavarnir skoða varaafl og varavatnsból í Grindavík

Verður Reykjanesbær blár eða grænn?

VF-mynd: Thelma Hrund

Í aðdraganda bikarleiks Keflavíkur og Njarðvíkur í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu hefur víða í Reykjanesbæ myndast spenna á vinnustöðum þar sem andstæðar fylkingar starfa saman. Enginn er annars bróðir þegar kemur að jafn mikilvægum viðburði sem þessum eins og sést berlega á myndinni hér að ofan en alla jafna er vinsamlegt andrúmsloft á fasteignasölunni Stuðlabergi. Nú ber hins vegar svo við að þar vinna saman þeir Haraldur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, og Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkinga, og þá er spennustigið hátt.

NET SÍMI SJÓNVARP

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Formlegar meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Oddvitar Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar hafa tilkynnt að formlegar viðræður um meirihlutasamtarf séu hafnar milli flokkanna í Reykjanesbæ. Flokkarnir þrír mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Í undanfara nýafstaðinna kosninga gáfu öll framboðin úr síðasta meirihluta að áhugi væri á áframhaldandi samstarfi ef þau næðu áfram meirihluta. Oddvitar þeirra, þau Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir hjá Framsókn, Friðjón Einarsson hjá Samfylkingu og Valgerður Björk Pálsdóttir hjá Beinni leið hafa hist að undanförnu en nú er hafnar formlegar viðræður. Í kosningunum fengu Samfylking og Framsókn þrjá bæjarfulltrúa hvor flokkur en Bein leið einn bæjarfulltrúa.

HS Orka hefur í samvinnu við HS Veitur hafa kortlagt viðbrögð við náttúruhamförum á Reykjanesi. Þá hefur átt sér stað samtal við Landnet um varnir við loftlínur meðfram Reykjanesbraut vegna hraunrennslis. Þetta kom fram á fundi almannavarnanefndar Grindavíkur á dögunum. Varaaflsstöðvar við virkjun HS Orku í Svartsengi voru einnig til umræðu á fundinum en fulltrúi HS Orku hefur verið boðaður á næsta fund almannavarna í Grindavik til að fara betur yfir stöðuna varðandi rafmagnsmál, varavatnsból og fleira. Varaaflstöðvar við byggingar og önnur mannvirki innan Grindavíkur voru einnig til umræðu. Skipuleggja þarf prófun á varaaflsstöð við íþróttamiðstöðina í Grindavík og halda áfram með vinnu við tengingu á varaafli við Víðihlíð. Rætt var um tenginu á varaafli við spennistöð HS veitna við Grindavíkurveg, tengingu við höfnina og varaafli við bensíndælur í sveitarfélaginu. Rýmingaráætlanir stofnana Grindavíkurbæjar og annarra fyrirtækja í sveitarfélaginu voru til umræðu á fundinum. Fara þarf yfir þær áætlanir sem gerðar hafa verið og uppfæra áætlanir eftir þörfum. Íbúafundur vegna óvissustigs almannavarna var haldinn í Grindavík í síðustu viku. Nánar er fjallað um fundinn í blaðinu í dag.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.