Víkurfréttir 21. tbl. 43. árg.

Page 1

Sleipnir MC hjólar hringinn fyrir Umhyggju

26.-29. maí

Miðvikudagur 25. maí 2022 // 21. tbl. // 43. árg.

Björgunarsveitin Þorbjörn tengir símstöðina í Grindavík við varaafl í skjálftahrinunni snemma á síðasta ári.

Almannavarnir skoða varaafl og varavatnsból í Grindavík

Verður Reykjanesbær blár eða grænn?

VF-mynd: Thelma Hrund

Í aðdraganda bikarleiks Keflavíkur og Njarðvíkur í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu hefur víða í Reykjanesbæ myndast spenna á vinnustöðum þar sem andstæðar fylkingar starfa saman. Enginn er annars bróðir þegar kemur að jafn mikilvægum viðburði sem þessum eins og sést berlega á myndinni hér að ofan en alla jafna er vinsamlegt andrúmsloft á fasteignasölunni Stuðlabergi. Nú ber hins vegar svo við að þar vinna saman þeir Haraldur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, og Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkinga, og þá er spennustigið hátt.

NET SÍMI SJÓNVARP

Hjá okkur er allt Ljósleiðari innifalið 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Formlegar meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Oddvitar Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar hafa tilkynnt að formlegar viðræður um meirihlutasamtarf séu hafnar milli flokkanna í Reykjanesbæ. Flokkarnir þrír mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Í undanfara nýafstaðinna kosninga gáfu öll framboðin úr síðasta meirihluta að áhugi væri á áframhaldandi samstarfi ef þau næðu áfram meirihluta. Oddvitar þeirra, þau Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir hjá Framsókn, Friðjón Einarsson hjá Samfylkingu og Valgerður Björk Pálsdóttir hjá Beinni leið hafa hist að undanförnu en nú er hafnar formlegar viðræður. Í kosningunum fengu Samfylking og Framsókn þrjá bæjarfulltrúa hvor flokkur en Bein leið einn bæjarfulltrúa.

HS Orka hefur í samvinnu við HS Veitur hafa kortlagt viðbrögð við náttúruhamförum á Reykjanesi. Þá hefur átt sér stað samtal við Landnet um varnir við loftlínur meðfram Reykjanesbraut vegna hraunrennslis. Þetta kom fram á fundi almannavarnanefndar Grindavíkur á dögunum. Varaaflsstöðvar við virkjun HS Orku í Svartsengi voru einnig til umræðu á fundinum en fulltrúi HS Orku hefur verið boðaður á næsta fund almannavarna í Grindavik til að fara betur yfir stöðuna varðandi rafmagnsmál, varavatnsból og fleira. Varaaflstöðvar við byggingar og önnur mannvirki innan Grindavíkur voru einnig til umræðu. Skipuleggja þarf prófun á varaaflsstöð við íþróttamiðstöðina í Grindavík og halda áfram með vinnu við tengingu á varaafli við Víðihlíð. Rætt var um tenginu á varaafli við spennistöð HS veitna við Grindavíkurveg, tengingu við höfnina og varaafli við bensíndælur í sveitarfélaginu. Rýmingaráætlanir stofnana Grindavíkurbæjar og annarra fyrirtækja í sveitarfélaginu voru til umræðu á fundinum. Fara þarf yfir þær áætlanir sem gerðar hafa verið og uppfæra áætlanir eftir þörfum. Íbúafundur vegna óvissustigs almannavarna var haldinn í Grindavík í síðustu viku. Nánar er fjallað um fundinn í blaðinu í dag.

V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.

DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

A S TA@A L LT.I S | 560-5507

J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508

E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509

U N N U R@A L LT.I S | 560-5506

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Auknar fjárveitingar í héraði draga úr sóun í heilbrigðiskerfinu „Það hefur blasað lengi við að fjárveitingar til ríkisstofnana á Suðurnesjum hafa ekki tekið mið af þeirri gríðarlegu aukningu á fjölda íbúa á svæðinu sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Þegar einnig er litið til þess að launakostnaður hefur einnig hækkað verulega undanfarin misseri má leiða líkur að því vandinn sé vaxandi.“ Þetta kemur fram í pistli sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birti á samfélagsmiðlum. Þá segir: „Þetta hefur m.a. leitt til þess að íbúar Suðurnesja hafa í miklum mæli ekki fengið úrlausn sinna erinda í héraði. Afleiðingin er sú að íbúarnir hafa neyðst til að leita í dýrari úrræði á höfuðborgarsvæðinu, t.d. á Landspítala. Það var með hliðsjón af þessum forsendum sem HSS leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte að leggja mat á getu stofnunarinnar til að veita hverjum íbúa þjónustu miðað við síðustu fimmtán ár. Samkvæmt skýrslu Deloitte kemur afar skýrt fram að geta stofnunarinnar til að veita hverjum íbúa þjónustu hefur minnkað um 22% miðað við fjárveitingu á hvern íbúa.

Á sjúkrasviði HSS sem sinnir m.a. slysa- og bráðaþjónustu hefur lækkunin numið 45% á hvern íbúa. Helstu forsendur skýrslu Deloitte eru þær að 88% af rekstrarútgjöldum HSS fylgja þróun launa og 12% fylgir þróun vísitölu neysluverðs. Það þýðir að ef stofnunin eigi að hafa tök á að veita sömu þjónustu og áður þyrftu fjárveitingar til stofnunarinnar að fylgja þessari þróun kostnaðar, ásamt fjölgun íbúa. Til viðbótar þarf einnig að taka fram að kröfur til heilbrigðisstofnana um veitingu þjónustu hafa aukist verulega, t.d. rekstur geðheilsuteyma. Af þeim sökum hefur

skerðing annarrar þjónustu stofnunarinnar verið enn meiri en kemur fram í ofangreindum tölum. Að mati HSS er mikilvægt að fjárveitingar til stofnunarinnar taki mið af ofangreindu og koma þannig í veg fyrir að erindin séu leyst í dýrari úrræðum á höfuðborgarsvæðinu. Á næstu árum má búast við frekari uppbyggingu á Suðurnesjum, fjölgun íbúa og atvinnutækifæra og er vandinn því vaxandi. Þetta snýr því ekki einvörðungu að rétti íbúa Suðurnesja til að fá fullnægjandi heilbrigðisþjónustu í héraði, heldur einnig að sóun á dýrmætu almannafé.“

Meirihlutasamstarf í Suðurnesjabæ Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Prentun: Landsprent

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir.

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Á meðfylgjandi mynd má sjá Einar Jón Pálsson og Anton Guðmundsson handsala samkomulagið. Á myndinni eru einnig Magnús Sigfús Magnússon og Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir af D-lista og Úrsúla María Guðjónsdóttir af B-lista.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 20222026 í Suðurnesjabæ. Samkomulag þess efnis var undirritað sunnudaginn 22. maí af bæjarfulltrúum beggja framboða. Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa. Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anton Guðmundsson, oddviti B-listans, verður formaður bæjarráðs. Stefnt er að því að boða til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar í næstu viku.

Ný sýning hjá Listasafni Reykjanesbæjar Listamennirnir Gabríela Kristín Friðriksdóttir og Björn Roth opna sýninguna Sporbaugur/Ellipse, hjá Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 28. maí klukkan 14:00. Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth eru bæði vel þekkt fyrir ævintýralegan myndheim þó með ólíkum hætti sé. Ein kynslóð listamanna skilur þau að en á sama tíma tilheyra verk þeirra sömu fjölskyldu. Bæði eru þau þekkt fyrir súrrealíska túlkun á heiminum, ásamt pönkuðu viðhorfi til heimsins. Sýningin er gerð sérstaklega fyrir rými Listasafns Reykjanesbæjar. Listamennirnir hafa ákveðið að vinna með hið þekkta fyrirbæri sem flest börn á vesturlöndum þekkja, en það eru litabækur. Um efnistök þeirra Björns Roth og Gabríelu Friðriksdóttur, segir listfræðingurinn Jón Proppe: „Litabækur fyrir börn eru í raun mjög undarleg fyrirbæri. Til hvers eru þær? Þær þroska ekki sköpunarkraftinn því það er bannað að lita út fyrir og eina sjálfstæða ákvörðun barnsins liggur í litavalinu. Kannski er uppeldislegt gildi þeirra ekki flóknara en þetta: Að kenna barninu að fylgja reglum og sætta sig við að fá ekki að ráða nema því sem minnstu skiptir í lífinu. Litabók Gabríelu og Björns virðist fylgja þessum fyrirmyndum en hér skiptir samhengið þó öllu. Bókin er sett fram sem þáttur í listsýningu og litaðar útgáfur þeirra af myndunum hanga á veggjum safnsins: Bókin er orðin listaverk og opinberuð gestum safnsins á svipaðan hátt og þegar barn kemur hlaupandi til mömmu til að sýna henni hvað það litaði flott í litabókina sína. Þetta er allt eins og í ævintýri og þannig losnar ímyndunaraflið úr fjötrum. Innsetningar og myndbandsverk taka svo við og leiða okkur enn lengra inn í dularfullan heim þar sem allt getur gerst og allt getur orðið að list.“ Gabríela Friðriksdóttir (1971) vinnur gjarnan þvert á listform inn í innsetningar, þar sem óhefðbundinn efni-

viður sameinast listmiðlum eins og teikningum, málverki, skúlptúr og hreyfimyndum. Í verkunum birtast jafnan súrrealískir smáheimar í einstöku myndmáli á mörkum náttúru og draumkenndrar fantasíu í stöðugum umskiptum, með vísanir í táknfræði og andleg kerfi sem framsett eru í hennar eigin goðafræði. Björn Roth (1961) hefur starfað við myndlist frá seinni hluta áttunda áratugarins, ferill sem hófst í samruna tónlistarsköpunar og gjörningalistar með Freddy and the Fighters (1975-1978) og Bruna BB (1979-1982). Hann vinnur í stöðugu flæði tilrauna, þar sem hversdagsleikinn rennur saman við listsköpun, með miðla eins og teikningu, málverk og skúlptúr í innsetningum sem jafnan eru unnar beint inn í rými. Listasafn Reykjanesbæjar, gefur út bók af tilefni sýningarinnar Sporbaugur/Ellipse sem þjónar bæði sem sýningarskrá og litabók, gripurinn er númerað myndverk gefið út í 500 eintökum sem gestir safnsins geta eignast á hóflegu verði. Sýningin Sporbaugur/Ellipse, er styrkt af Myndlistasjóði. Sýningin stendur til og með sunnudeginum 13 nóvember 2022.


Það er eitthvað sérstakt við það að búa í Reykjanesbæ Útibú Reykjanesbæ Hafnargata 36 | 440 2450 | sudurnes@sjova.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Fundað með Grindvíkingum vegna umbrota við Þorbjörn Grindvíkingar fjölmenntu á íbúafund sl. fimmtudagskvöld sem bæjaryfirvöld boðuðu til vegna óvissustigs almannavarna sem lýst var yfir sunnudaginn 15. maí. Á íbúafundinum voru vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands með framsögu, auk fulltrúa frá HS Orku, Náttúruhamfaratryggingum Íslands og frá lögreglu og björgunarsveit í Grindavík. Frá 27. apríl og fram til 21. maí sl. hefur land risið við Þorbjörn um fjóra til fimm

sentimetra en kvikuinnskot er talið vera á um sjö kílómetra löngu belti sem liggur frá Sýlingarfelli í norðaustri og Sundvörðuhrauni og Eldvörpum í suðvestri. Kvikan er talin vera á fjögurra til fimm kílómetra dýpi.

Hraungos á vondum stað getur valdið miklu tjóni en manntjón ólíklegt Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla

TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR

Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

899 0304

Garðaúðun Reynis Sig.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn

• 22 ára reynsla. • Úðunartímabil; u.þ.b. 15. maí til 5. júlí. • Við þjónustum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Borgarfirði og víðar. • Við úðum garða og tré í öllum stærðum. • Við tökum að okkur að taka geitungabú og einnig stærra hreiður. Úðum líka fyrir kóngulóm.

Íslands, segir það mikil tíðindi jarðfræðilega að Reykjanesskaginn sé farinn af stað. Magnús fór yfir eldgosasögu Reykjanesskagans og áréttaði að engin hamfaragos geti átt sér stað á skaganum. Hraungos á vondum stað geta þó valdið miklu tjóni. Að eldgos á Reykjanesskaganum geti valdið manntjóni sagði hann mjög ólíklegt.

Kvikuinnskotið, eða laggangurinn, sem er að myndast við Þorbjörn. Jarðskjálftar raða sér allt í kringum lagganginn.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni samhliða kvikusöfnun Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, úrskýrði á íbúafundinum hvað væri að gerast í náttúrunni við Grindavík. Hús sýndi m.a. líkan sem gert hefur verið svo auðveldara sé að átta sig á kvikuinnskotinu í Svartsengi. Á líkaninu má sjá innskotin þrjú sem urðu árið 2020 og einnig það sem nú er í gangi. Það er metið á 4-5 km. dýpi og er aðeins dýpra en innskotin sem urðu 2020. Jarðskjálftavirknin er svo að dreifast allt í kringum kvikuinnskotið sem líkja má við langan og mjóan borða eða sillu en líkanið gerir ráð fyrir að innskotið nái yfir sjö til átta kílómetra svæði sem liggur frá Sýlingarfelli norðaustri og í suðvestur á milli Bláa lónsins og Þorbjarnar og allt að Sundvörðuhrauni. Kristín segir skjálftana verða af því að kvikan þurfi pláss og þar sem hún þrýstist upp í jarðlögin þá valdi hún skjálftum allt í kringum innskotið. Uppsafnaður fjöldi jarðskjálfta sem eru af stærðinni M3,0 eða stærri eru orðnir 900 talsins frá því fyrsta innskotavirknin og landrisið varð við Þorbjörn í ársbyrjun 2020. Flestir urðu skjálftarnir í aðdraganda eldgossins í febrúar og mars 2021 og svo aftur í innskoti í Fagradalsfjalli í desember 2021. Kristín varpaði fram þeirri spurningu við hverju væri að búast og hvað við værum að fara að sjá næstu daga og mánuði. Hún sagði að búast mætti við áframhaldandi jarðskjálftavirkni samhliða kvikusöfnun. Hún sagði virknina halda áfram á svipuðum slóðum við Þorbjörn, Svartsengi og áfram á Reykjanesskaganum. „Svo höfum við verið að tala um skjálfta í Brennisteinsfjöllum. Við

vitum að stærstu jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum verða í Brennisteinsfjöllum, en þau eru rétt austan við Kleifarvatn, milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Sagan segir okkur það að þarna verða skjálftar af stærðinni 6 til 6,5 á svona fimmtíu ára fresti. Nú eru komin fimmtíu og fjögur ár frá því að síðasti skjálfti var. Við vitum líka að þessir skjálftar gerast samhliða miklum jarðskjálftahrinum og nú erum við á svoleiðis tímabili. Það verður því miður að teljast frekar líklegt að það styttist í þennan skjálfta,“ sagði Kristín. Hún sagði líka að áhrif skjálfta í Brennisteinsfjöllum yrðu meiri á höfuðborgarsvæðinu en í Grindavík og ráðist það af fjarlægð frá upptökum.

Landrisið við Þorbjörn framhald af atburðum frá 2020 Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, fór yfir jarðskorpuhreyfingar og hvernig þær tengjast þeim jarðskjálftum sem orðið hafa í og við Grindavík síðustu daga og vikur. Halldór sagði að á síðustu tveimur árum hefur mælakerfið á Reykjanesskaganum verið bætt mikið. Núna stendur yfir fjórða ristímabilið við Þorbjörn frá árinu 2020, en það ár komu þrjár rislotur við fjallið. Atburðirnir sem nú eru í gangi eru áþekkir því sem gerðist fyrir tveimur árum og eru framhald af þeim atburðum.

Mikilvægasta virkjun HS Orku í Svartsengi Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, segir virkjunina í Svartsengi vera

Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

mikilvægustu virkjun fyrirtækisins. Þaðan er dreift heitu og köldu vatni til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum, auk þess sem þar er framleitt rafmagn. „Svartsengi er mikilvægur innviðapunktur,“ sagði Kristinn á íbúafundinum. Hann sagði að HS Orka hafi gengið í gegnum mikinn lærdóm í fyrra þegar jarðskjálftahrina hófst 24. febrúar 2021 og yfir 50.000 jarðskjálftar urðu á svæðinu, þar af 60 yfir M4,0 og sá stærsti mældist M5,7. Kristinn sagði að vélbúnaður í Svartsengi hafi staðist þá áraun vel og engar alvarlega skemmdir hafi orðið á búnaði sem ógnað gætu rekstraröryggi virkjunarinnar. Þá hafi engar skemmdir orðið á borholum og í raun hafi jarðskjálftarnir haft jákvæð áhrif á jarðhitakerfið.

Nú er tímapunkturinn til að huga að náttúruhamfaratryggingum Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, sagði að nú væri tímapunkturinn sem hægt væri að gera ýmislegt til að huga betur að tryggingaverndinni. Náttúruhamfaratrygging Íslands tryggir landsmenn alla fyrir tjóni sem kann að verða m.a. vegna jarðskjálfta og eldgosa. Lausafé eins og t.d. innbú er hægt að tryggja fyrir jarðskjálftum og eldgosum en það gerist með því að verðmætin séu brunatryggð hjá almennum tryggingafélögum.

Öll erindin sem flutt voru á íbúafundinum eru aðgengileg á vef Víkurfrétta. Þú getur horft á þau í rafrænni útgáfu Víkurfrétta með því að smella á Youtubetáknið hér að ofan Eða skannað táknið hér að neðan með snjalltækinu þínu.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, ræða málin fyrir íbúafundinn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Löggæsla aukin vegna óvissustigs í Grindavík

Opið:

11-13:30

alla virka daga

ATVINNA

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

SMÁAUGLÝSINGAR

Húsnæði óskast Óska eftir íbúð með/án húsgagna í langtímaleigu. leiga frá júní 2022. Hafið samband: Huldu Ósk lfs. S.7712528 Hulda@valborgfs.is

Löggæsla verður aukin í Grindavík og sérstaklega yfir næturtímann, frá miðnætti og til morguns. Þetta kom fram í máli Hjálmars Hallgrímssonar, lögreglumanns í Grindavík, á íbúafundi í Grindavík í síðustu viku. Boðað var til fundarins vegna þeirra jarðhræringa sem verið hafa við Grindavík síðustu daga. Löggæslan er aukin til þess að íbúar í Grindavík geti sofið rólegra en jarðskjálftar undanfarið og landris við Þorbjörn hefur áhrif á líf fólks. „Staðan er sú að við erum klár með viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Grindavík. Hún tók gildi í upphafi síðasta árs. Eftir henni var unnið í eldgosinu á Fagradalsfjalli þá sex mánuði sem það var í gangi. Núna, enn aftur er búið að virkja þess áætlun, eftir að lýst var óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa síðastliðinn sunnudag. Viðbragðsáætlanir eru verkfæri fyrir þá viðbragðsaðila sem þurfa að vinna eftir þeim. Þær eru aðgengilegar fyrir þá sem þurfa að kynna sér innihald þeirra, t.d. á heimasíðum almannavarna og lögreglu,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson á fundinum.

„Að sama skapi eru rýmingaráætlanir klárar, jafnt fyrir almenning, sem og stofnanir og stærstu fyrirtæki. Á næstu dögum munu fulltrúar almannavarnanefndar heimsækja stofnanir og eftir atvikum fyrirtæki til að fara yfir þessar áætlanir,“ sagði hann jafnframt. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar má finna upplýsingarit með korti og tilmælum vegna rýmingar í Grindavík á íslensku og pólsku. Hjálmar segir að samstarf viðbragðaðila á svæðinu vera mjög gott. „Það sýndi sig sérstaklega þegar við fengumst við eldgosið í Fagradalsfjalli. Þar unnu allir viðbragðsaðilar sem ein heild, hvort sem um var að ræða björgunarsveitir, lögreglu, slökkvilið og alla aðra sem komu að því stóra verkefni. Viðbragðáætlunin virkaði eins og hún átti að gera. Bjargir komu fljótt og vel á svæðið, skipulagið var gott og fjarskiptakerfið gekk upp. Að endingu er vert að benda á að hér í Grindavík erum við einhverja öflugustu björgunarsveit landsins, hvort heldur litið sé til mannauðs eða tækjakosts,“ sagði Hjálmar að endingu á fundinum.


Láttu áhyggjuleysið elta þig í sumar Ný og enn betri húsvagnatrygging!


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Með hraunbrú má hraun flæða og hækka eins og það vill Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur hjá Línudansi ehf., setti fram hugmyndir um hraunbrú þegar eldgosið í Fagradalsfjalli stóð sem hæst. Um er að ræða mannvirki, eða stokk, sem lagður er yfir vegi eða lagnir. Magnús segir að hraunbrú sé sérstaklega hentugur valkostur til að verja hitaveitulagnir og aðra línulega formaða innviði með varanlegum hætti. Hann segir tilraunir til að ná samtali við Almannavarnir vera árangurslausar. Ráðuneyti og nefnd til varnar mikilvægum innviðum undir stjórn forsætisráðuneytisins hafi því miður heldur ekki enn svarað erindum frá honum. Samstarfsaðilar Línudans í verkefninu eru Verkfræðistofa Suðurnesja, Lota Verkfræðistofa, Liska og Þorvaldur Þórðarson, prófessor.

Hvað er hraunbrú? „Hraunbrú er ekki brú sem flytur bíla, heldur brú sem flytur hraun, yfir bíla/vegi eða annað sem þarf að verja. Hraunflæðinu er lyft yfir þá innviði sem þarf að verja. Innviðir geta verið hvað sem er, akvegur, ljósleiðari, heitavatnslagnir, annað sem er línulegt í formi og hægt er að brúa með einföldum hætti. Hún er því mikilvægur valkostur fyrir varnir lagnakerfis HS Orku og þar með mikilvægur varanlegur valkostur fyrir Almannavarnir, eini valkosturinn sem getur talist öruggur. Þá er einnig hægt að fjarlægja hraunbrúna, á svæðum þar sem hraun flæddi ekki yfir, og endurheimta upprunalega ásýnd í umhverfinu utan svæða sem ekki fara undir hraun.“

Magnús segir að unnið sé að frekari þróun hraunbrúarinnar, með hléum, í samvinnu við Háskóla Íslands en verkefnið er að taka á sig skýrari mynd. „Verkefnið fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og við getum fjármagnað stöðugildi í þrjá mánuði í sumar. Mest er þetta þó enn unnið í sjálfboðavinnu og í algerri útilokun frá starfshópum á vegum Almannavarna. Hraunbrúin hefur verið til umfjöllunar í stærstu tæknimiðlum Norðurlanda, s.s. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, enda um nýja hugmyndafræði og hönnun að ræða,“ segir Magnús. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Hraunbrú er ekki brú sem flytur bíla, heldur brú sem flytur hraun, yfir bíla/vegi eða annað sem þarf að verja.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,

BJÖRN BJÖRNSSON Lágseylu 25, Njarðvík,

lést á Hrafnistu Nesvöllum fimmtudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. maí klukkan 13. Steinunn Ása Björnsdóttir Gunnar Magnússon Björn Björnsson Þórdís Kristinsdóttir Sigríður Björnsdóttir Þorsteinn Valur Baldvinsson Magnús Sigurður Björnsson Bryndís Skúladóttir Salbjörg Björnsdótttir Jón Snævar Jónsson Stefanía Helga Björnsdóttir Arnbjörn Arnbjörnsson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.

Ástkæri bróðir okkar, mágur og frændi,

BJÖRN EGGERT KJARTANSSON Birkiteigi 1, Reykjanesbæ,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 31. janúar síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks HSS og heimahjúkrunar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ólöf Jóhanna Kjartansdóttir Young Alan Ernest Young Katrín Kjartansdóttir Farren William James Farren börn og barnabörn.

Hægt að ráðast í gerð hraunbrúar núna til varnar lögnum á svæðinu „Ég undirstrika mikilvægi hraun­ brúar sem varanlegrar lausnar, þ.e. hún leysir alla þá óvissu sem bundin er í varnargörðum varðandi yfirflóð hrauns og það hvernig hraun getur á fáum vikum hækkað um tugi metra. Með hraunbrú má hraun flæða og hækka eins og það vill, á því svæði sem slík lausn er notuð, lagnir og vegir haldast óskemmdir. Þetta getur átt sérstaklega við nálægt mögulegum upptökum hraunflóðs,“ segir Magnús þegar hann er spurður út í virkni mannvirkisins og bætir við: „Það er hægt að ráðast í gerð hraunbrúar núna til varnar lögnum á svæðinu. Hér má einnig nefna að hraunbrúin er manngeng, jafnvel

Gagnvart íbúum á Reykjanesskaga þykir mér þetta ekki rétt, það veit enginn hvaðan besta lausnin mun koma og því ekki rétt að útiloka eitthvað eitt ... þótt hún sé sköluð niður á smærra form, s.s. yfir lagnir og annað, þá er skynsamlegt að halda miðju manngengri, allir innviðir eru þá aðgengilegir, öllum stundum, til viðgerðar og viðhalds. Hraunbrú yfir hitaveitulagnir er mun smærri í sniðum en brú yfir akveg, svo það sé á hreinu.“

Almannavarnir hafa hunsað samtal Magnús segir að því sé ekki haldið fram að hraunbrú sé eina lausnin, hins vegar telur hann óábyrgt hvernig Almannavarnir hafa hunsað samtal við þá sem standa að hugmyndinni.

„Þær gerðu það strax í byrjun, líklegast vegna þess að ráðgjafarnir, stóru ráðgjafarfyrirtækin sem þeir leita til og hafa af því atvinnu nú að veita ráðgjöf um öryggisvarnir á eldgosasvæðum, telja ekki þarft að leita til sérfræðinga utan síns hóps. Gagnvart íbúum á Reykjanesskaga þykir mér þetta ekki rétt, það veit enginn hvaðan besta lausnin mun koma og því ekki rétt að útiloka eitthvað eitt. Það er merki um veikleika að geta ekki einu sinni rætt frumlegar, verkfræðilegar lausnir. Menn virðast sammála um að halda samtali uppi um að „varnargarðar“ séu eina lausnin, þrátt fyrir að vitað sé að varnargarðar hafa eingöngu takmarkað notkunargildi og veita ekki endanlega eða varanlega vörn í lengra gosi. Þetta hafa eldfjallafræðingar útskýrt. Mörg þekkt gos sýna enda hegðun sem varnargarðar munu aldrei ráða við. Óvissan er mikil, kannski verður þetta lítið gos en kannski ekki. Er ekki betra að hafa öryggið sín megin og að minnsta kosti skoða betur og undirbúa hraunbrú sem valkost til varnar mikilvægum innviðum?,“ spyr Magnús.

Togarinn skráður með heimahöfn á Selfossi Ef sumarið verður jafn gott og veðurfarið er búið að vera núna í maí, þá verður gleði í hverjum bæ. Í það minnsta skárra en sumarið 2021, endalausar rigningar. Núna er ég staddur á Eyrarbakka og ég hef haft það fyrir venju að finna einhverja tengingu Suðurnesja við þá staði sem ég er staddur á hverju sinni. Eyrarbakki og Stokkseyri eru bæir skammt frá Þorlákshöfn og eru síðustu sjávarþorpin alla leið til Hornafjarðar. Reyndar er enginn útgerð á þessum stöðum núna árið 2022 – og ekki einu sinni fiskvinnsla. Það er þó hægt að finna eina nokkuð merkilega tengingu Eyrarbakka við Suðurnesin. Hún er sú að togari var gerður út frá þessum tveimur bæjum. Reyndar var togarinn skráður með heimahöfn á Selfossi – og þar er nú ekki einu sinni höfn. Hvernig stóð þá á því að togari var gerður út frá þessum bæjum og af hverju var hann með heimahöfn á Selfossi – og hver er tengingin við Suðurnesin? Jú, upp úr 1975 var samið við pólska skipasmíðastöð um smíði á þremur 500 tonna togurunum. Þetta voru togaranir Klakkur VE (sem ennþá er til árið 2022 og heitir ennþá Klakkur), Ólafur Jónsson GK frá Sandgerði og síðan togari sem hét Bjarni Herjólfsson ÁR. Bjarni Herjólfsson ÁR var í eigu frystihúsanna á Stokkseyri og Eyrarbakka en skráður í heimahöfn á Selfossi og ástæðan var sú að skrifstofa útgerðarinnar sem átti togarann var á Selfossi. Bjarni Herjólfsson ÁR kom aldrei til

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

hafnar á þessum tveimur stöðum enda hvorki höfn fyrir togarann né nægilegt dýpi. Togarinn landaði þá afla sínum í Hafnarfirði og Þorlákshöfn og var aflanum ekið á Eyrarbakka og Stokkseyri. Bjarni Herjólfsson ÁR kom árið 1977 og var seldur 1985 til Akureyrar og fékk þar nafnið Hrímbakur EA. Þessi togari var systurskip Ólafs Jónssonar GK sem var í eigu Miðness HF frá Sandgerði. Ólafur Jónsson GK var lengdur árið 1996 og seinna meir var togaranum breytt í frystitogara. Gamli Ólafur Jónsson GK er ennþá til og heitir Viking og er gerður út frá Rússlandi. Kristinn Jónsson, eða Kiddi eins og hann var og er kallaður, var skipstjóri á Ólafi Jónssyni GK og togarinn var mjög atkvæðamikill á úthafskarfaveiðunum. Árið 1994 lenti Kiddi og áhöfn hans heldur í mokveiði og það miklu moki að líklegast settu þeir Íslandsmet. Togarinn kom til Sandgerðis með fullfermi, eða 300 tonn, eftir aðeins sex daga höfn í höfn en hafa ber í huga að

togarinn fór lengst 530 sjómílur út frá Sandgerði. Veiðidagarnir voru aðeins þrír og var aflinn því um 100 tonn á dag og stærsta holið var 75 tonn. Það má geta þess að árið 1994 veiddi Ólafur Jónsson GK þrjú þúsund tonn af úthafskarfa og var aflahæsti ísfiskstogarinn á úthafskarfanum á landinu það árið. Myndin sem fylgir með er tekin í Sandgerði og þar sést Ólafur Jónsson GK eftir breytingar. Framan við hann er hinn togari Miðness, Sveinn Jónsson KE. Reynir Sveinsson, faðir minn, tók myndina. Núna er enginn úthafskarfi veiddur og Bjarni Herjólfsson ÁR er ekki til því hann endaði sögu sína árið 2007 í brotajárni. Aðeins að nútímanum. Netabáturinn Grímsnes GK er kominn á rækjuveiðar en hann var síðast á rækjuveiðum árið 2016. Báturinn fær úthlutað rækjukvóta ár hvert og núna er kvótinn á bátnum um 88 tonn af rækju og Meleyri á Hvammstanga vinnur aflann af Grímsnesi GK. Meleyri er í eigu Nesfisks í Garðinum. Ráðgert er að Grímsnes GK verði á rækjuveiðum fram í júlí en fari þá á ufsaveiðar í net.


BARÁTTAN UM BÆINN!

KEFLAVÍK

NJARÐVÍK

32 LIÐA ÚRSLIT Á HS ORKUVELLINUM MIÐVIKUDAGINN 25. MAÍ KLUKKAN 19:15 NJARÐVÍK FYR

IR

IR LEIK: KEFLAVÍK FYRDIR DRYKKIR TIL SÖLU KAL :00 HAMBORGARAR OG BRAUT FRÁ KL 17 U N N SU U N SI Ú H Í ÍÞRÓTTA KANA. NING FYRIR KRAK ÁL M TS LI D AN OG ÍS

LEIK: HAMBORGARAR OG KALDIR DRYKKIR TIL SÖLU Í VALLARHÚSINU Í NJARÐVÍK FRÁ K L 17 :00 SVALI OG SÚKKU LAÐI/SNAKK HOPPUKASTALI OG GERVIGRASSPAR KVÖLLUR FYRIR YNGRI KYN SLÓÐINA

FORMENN LIÐANNA OG KJARTAN BÆJARSTJÓRI HEILSA UPP Á LEIKMENN FYRIR LEIK KRAKKAR FRÁ BÁÐUM LIÐUM LEIÐA INN Á VÖLLINN

BÆJARBÚAR – FJÖLMENNUM Á VÖLLINN OG STYÐJUM OKKAR LIÐ TIL SIGURS!


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness:

Reykjanesskaginn útivistarparadís Hundruð manna sækja eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli heim á hverjum degi þó svo eldgosinu sé lokið fyrir mörgum mánuðum. „Þetta er ótrúlega tilkomumikið ennþá,“ segir Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri miðla og markaðssetningar, hjá Markaðsstofu Reykjaness. „Ég fór þarna á dögunum með bandarískum blaðamönnum og þeir voru yfir sig hrifnir að sjá litina og reykinn sem leggur ennþá frá þessu og útsýnið sem er þarna uppi. Þetta er frábær göngustaður og gönguleið. Það voru miklar framkvæmdir við bílastæði og gönguleiðirnar sem gera þetta að fullkomnum áningarstað. Frá áramótum hafa yfir 30.000 manns mætt að Fagradalsfjalli og ég hlakka til að sjá hver traffíkin verður þarna í sumar. Ég á von á því að það verði margir sem vilji skoða svæðið.“

festir gestafjöldann. Bílastæðin eru oft þétt skipuð og þarna eru tækifæri. Brú milli heimsálfa verður 20 ára í sumar og er dæmi um hvernig áningarstaður er búinn til en engin aðstað var þarna áður og fáir sem veittu gjánni milli flekanna athygli.

Háhitasvæðin Seltún og Gunnuhver Önnur perla í náttúru Reykjaneskagans er Seltún við Kleifarvatn. „Seltún er eins og Gunnuhver, fallegt háhitasvæði sem fólk sækir í upp á hálendið og leitar oft langt yfir skammt. Seltún og Gunnuhver eru bara hálftíma frá höfuðborginni og hálftíma frá flugstöðinni. Það voru 90.000 manns sem heimsóttu Seltún á síðasta ári. Það eru miklir möguleikar í ferðaþjónustunni við Seltún og Kleifarvatn. Þetta er falin perla og ég bendi alltaf ferðamönnum og erlendum blaðamönnum á að taka Krýsuvíkurleiðina.“

Ferðaleiðir um Reykjanesskagann

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Hvað gerði eldgosið fyrir Reykjanesskagann og ferðaþjónustuna á svæðinu? „Þetta er stór spurning. Ef við miðum út frá okkur hjá Markaðsstofu Reykjaness, þá jókst aðsókn að visitreykjanes.is um 400%. Við höfum verið að viðhalda upplýsingum um eldgosið, sem er okkar langvinsælasta efni, ennþá. Við sóttum einnig fjölda fylgjenda á okkar samfélagsmiðla. Við erum með spjall á heimasíðunni okkar og þar eru daglega tugir fyrirspurna frá fólki sem vill vita um aðstæður og hvernig það kemst á staðinn. Það

er ennþá mikil spenna úti í heimi fyrir eldgosinu. Verðmætið sem umfjöllun um eldgosið skapaði fyrir Reykjanes er metið á tugi milljarða og við höfum tekið stökk áratug fram í tímann í markaðssetningu á svæðinu, bara með þessu. Í kjölfarið á þessu byggjum við vonandi upp sterkari ferðaþjónustu. Það er mikið af tækifærum í ferðaþjónustunni.“ Víkurfréttir hittu Eyþór að máli við brú milli heimsálfa, sem staðsett er upp af Sandvík á Reykjanesi þar sem Reykjaneshryggurinn verður fólki sýnilegur en brúin liggur á milli Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Síðustu tvo mánuði hefur gestafjöldinn við brúnna verið um 250 manns á dag og fer vaxandi. Ferðamálastofa setti upp teljara á gönguleiðinni að brúnni sem stað-

„Það er á áætlun hjá okkur að útbúa ferðaleiðir hér um svæðið, í ætt við Gullna hringinn eða Norðurstrandarleið, sem er þá söluafurð fyrir ferðaþjónustuaðila, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur eða annað. Þá má benda fólki á staði sem gott er að heimsækja og útbúa þjónustu í tengslum við það.“ Hvernig er með afþreyingu á Reykjanesskaganum? „Hér er lúmskt mikið af afþreyingu. Ég fór nýlega með hóp af erlendum blaðamönnum um svæðið. Þar var meðal annars farið í reiðtúr um Hópsnesið með Arctic Horses í Grindavík. Það er fjölskyldufyrirtæki með væna hesta og skemmtilegar reiðleiðir framhjá skipsflökum og gömlum húsatóftum. Það er hægt að fara á fjórhjól í Grindavík, í kajakferðir frá Vatnsleysuströnd, hvalaskoðun og sjóstöng frá Reykjanesbæ. Það eru hellaferðir í boði við Kleifarvatn. Það er endalaust af gönguleiðum og við sjáum mikil tækifæri í þeim og að kynna Reykjanes sem

Hverasvæði við Gunnuhver.

Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark, og Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness.

Smelltu á myndina til að horfa og hlu

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFR ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FRÁ OG MEÐ FÖSTUDEGINUM 2

útivistarsvæði og þá sérstaklega fyrir heimafólk á Íslandi. Í nágrenni höfuðborgarinnar erum við algjör útivistarparadís. Það er pláss fyrir meiri afþreyingu á svæðinu og þar eru tækifæri.“

Matarkistan Reykjanes Flóra veitingastaða hefur vaxið á síðustu misserum. „Heldur betur. Við höfum verið með verkefni hjá okkur sem kallast Matarkista Reykjaness og Reykjanes er orðin algjör matarkista. Það er alltaf að bætast við flóru veitingahúsa og nýjasta dæmið er El Faro á Garðskaga, sem er að fá glimrandi start. Heimamenn eru margir að prufa staðinn og mæla með honum í hástert. Staðsetningin er skemmtileg og Garðskagi er í mikilli uppbyggingu núna og verið að taka byggðasafnið í spennandi andlitslyftingu. Ég fór á dögunum með hóp af útlendingum í matarferð um Reykjanesskagann og þá kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. Þeir voru t.d. mjög hrifnir af íslensku pulsunni og hamborgaranum hjá Villa. Við hér á svæðinu tölum um pulsurnar hjá Villa sem þær bestu og þær gerðu stormandi lukku hjá blaðamönnunum og einnig þorskréttur hjá Höllu í Grindavík, sem heimamenn þekkja orðið ansi vel.“ Norðurljósaferðir eru vinsælar hér yfir vetrartímann. Hér eru margir staðir þar sem hægt er að komast úr ljósmengun og njóta norðurljósa. „Já, þar erum við eitt besta svæðið á landinu. Þeir segja það samstarfsaðilar okkar í Aurora Besecamp að þeir hafi valið Reykjanesið bæði vegna nálægðar við höfuðborgina og flugvöllin en líka vegna þess að rokið er að hjálpa til við að blása skýjum í burtu, sem hjálpar í norðurljósunum.

Það er auðvelt að búa til norðurljósahring um Reykjanesskagann.“ Reykjanesskaginn er tilvalinn áningarstaður fyrir Íslendinga sem fara í ferðalög innanlands í sumar á húsbílum eða með ferðavagna. „Það eru tjaldstæði hérna í hæsta klassa. Tjaldstæðið í Grindavík er t.d. stórglæsilegt og kjörið að hafa það sem valkost inni í sumarferðalaginu. Það er alveg hægt að kíkja í helgarferð með ferðavagninn Suður með sjó og gista í eina eða tvær nætur. Ég var á ferðinni með erlenda blaðamenn í fimm daga hér á Reykjanesskaganum og við komumst ekki yfir alla þá afþreyingu sem er í boði, þannig að fólk þarf ekki að óttast það að hér sé ekkert við að vera.“ Og hér eru frábærar sundlaugar. „Já, þar er enn einn fjársjóðurinn. Við erum með frábærar sundlaugar í öllum byggðarlögunum á Suðurnesjum og þær eru á pari við það besta sem býðst í öllum þessum baðlónum. Svo erum við með Bláa lónið sem er þetta eina sanna.“

Við höfum verið með verkefni hjá okkur sem kallast Matarkista Reykjaness og Reykjanes er orðin algjör matarkista. Það er alltaf að bætast við flóru veitingahúsa og nýjasta dæmið er El Faro á Garðskaga, sem er að fá glimrandi start ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark:

„Það hafa allir gengið á Esjuna og nú er kominn tími til að kíkja á aðra staði“ Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark, kemur að uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi fyrir jarðvanginn. Nú eru fjölmörg verkefni í gangi á lifandi Reykjanesskaganum. Nokkur verkefni eru þó á bið vegna óvissu vegna jarðhræringa. Önnur eru í fullum gangi og verða tilbúin til að taka á móti ferðafólki í sumar.

usta

RÆNNI 27. MAÍ

„Við erum núna að leggja lokahönd á annan áfanga, útsýnispall við Brimketil, sem gert var ráð fyrir upphaflega þegar fyrsti pallurinn var byggður, og á næstu einni eða tveimur vikum verður lokið við framkvæmdir. Við erum að stækka pallinn þannig að hann nái nær sjálfum brimkatlinum. Þetta er skemmtilegt verkefni, því þarna var ekki neitt, þetta er staður sem er búinn til og er styrktur af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Við fengum góðan styrk til að fara í áfanga tvö. Á sama tíma erum við að gera úrbætur er varða öryggi og aðgengismál. Það er gott að líta til baka þegar komin er reynsla á staðinn og sjá hvað þarf að gera betur.“

Eldvörp viðkvæmt jarðvætti

Þarna eru miklir kraftar og það mæðir mikið á þessu mannvirki sem útsýnispallurinn er. „Já, það hefur heldur betur lamið á honum síðustu tvo vetur. Fólk þekkir fréttir af flóðum í Grindavík og við golfvöllinn. Þarna hefur líka gengið ýmislegt á. Það er í raun ótrúlegt að pallurinn sé ennþá jafn stöðugur og ólaskaður eftir allt sem hefur gengið á. Það urðu smá skemmdir í vetur, en ekkert stórvægilegt sem ekki er hægt að laga.“

Í forsvari fyrir sveitarfélögin í uppbyggingu ferðamannastaða

Eldvörp eru á milli tannanna á fólki þessa dagana vegna skjálftavirkni. Þið eruð að skoða einhver verkefni þar. „Eldvörp eru gríðarlega viðkvæmt jarðvætti og kominn tími á að gera innviðabreytingar þar til að geta tekið á móti fólki sem heimsækir staðinn. Það er þarna einn gígur sem er heimsóttur hvað mest af ferðafólki. Við erum núna í samstarfi við Grindavíkurbæ að vinna að afmörkun á bílastæðum og gönguleiðum við þennan gíg. Eins og aðstæður eru núna þá erum við með verkefnið á bið og ætlum að bíða skjálftana af okkur á sjá hvað gerist.“

Reykjanes Geopark er í forsvari fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum til að byggja upp ferðamannastaði. Það gerist ekki nema í samvinnu við sveitarfélögin og horft er til svæðisins sem ein heild en ekki horft á sveitarfélagamörk. „Við erum núna að vinna að deiliskipulagsmálum við Þorbjörn, sem komst heldur betur á kortið árið 2020 og úr varð að við ákváðum

að fara í ákveðna vinnu þar til að undirbúa það að taka á móti fólki. Þorbjörn hefur lengi verið bæjarfjall Grindavíkur og margir heimsækja Þorbjörn á hverjum degi til að ganga. Það var kominn tími til að líta á svæðið sem eina heild og búa til upplifunarsvæði og að það sé eitthvað sem tekur á móti þér, hvort sem það eru útsýnisstaðir eða skilgreindar gönguleiðir og merkja þær vel svo þú getir séð hvaða leiðir henti þér. Við erum í þessari vinnu núna með Grindavíkurbæ og erum langt komin. Í framhaldinu sjáum við fyrir okkur að fara í uppbygginguna.“ Reykjanes Geopark hefur rekið gestastofu sem einnig hefur verið upplýsingamiðstöð Duushúsum í Reykjanesbæ. Daníel segir það hafa gengið vel en gestastofan sé barn síns tíma. „Það er tímabært að horfa fram á veginn og gera eitthvað stærra og betra. Við erum núna að vinna að gestastofu í Reykjanesbæ og í Grindavík. Gestastofan í Reykjanesbæ verður yfirlitssýning yfir jarðvanginn og hvað það þýðir að Reykjanes sé jarðvangur og fólk geti komið þangað, hvort sem er við upphaf eða endi á sinni ferð um svæðið. Eins fyrir skólahópa og íbúa að fræðast betur um svæðið. Svo er hugmyndin að stækka þetta enn frekar og vera með aðra gestastofu í Grindavík sem er þematengdari og þemað þar verður eldvirkni og eldgosið í Fagradalsfjalli. Þá verður jafnvel eitthvað í tengslum við orkuna. Við sjáum fyrir okkur í náinni framtíð verði búið að opna gestastofur í öllum fjórum sveitar-

félögunum þar sem hver hefur sitt þema.“

Reykjanesviti segull fyrir svæðið Reykjanesviti er ákveðinn segull fyrir svæðið og þar er mikið að sjá og upplifa. Reykjanes Geopark hefur á undanförnum árum komið að uppbyggingu í nágrenni vitans, kom að gerð bílastæðis, gönguleiðar og akstígs upp að Reykjanesvita. Í sumar verður svo opnað þjónustuhús í vitavarðarhúsinu en Bláa lónið kemur að uppbyggingu á svæðinu. Þá verður salernisaðstaða bætt enn frekar í sumar. Í framhaldinu opnar svo þjónustuhús á svæðinu sem allir eru sammála um að hefur vantað.

Tindar Reykjaness Gönguleiðir á Reykjanesi og „Tindar Reykjaness“ er verkefni sem Reykjanes Geopark kemur að í samstarfi við Þráinn Kolbeinsson ljósmyndara og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og er verkefni sem vekur athygli á þrettán tindum á Reykjanesskaganum. Það verður gert á myndrænan hátt, þannig að það sé aðlaðandi að koma hingað. „Eins erum við að endurnýja upplýsingar á okkar miðlum um gönguleiðir á svæðinu. Við erum í túnfætinum á þéttbýlasta svæði landsins. Það hafa allir gengið á Esjuna og nú er kominn tími til að kíkja á aðra staði. Það er nóg um að vera hér,“ segir Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark.

Sérfræðingur í rekstrarmálum Landhelgisgæsla Íslands leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í stöðu sérfræðings í rekstrarmálum. Um fjölbreytt starf er að ræða í líflegu og krefjandi umhverfi og er starfsstöðin á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu í Keflavík. Helstu verkefni og ábyrgð: • • • • • • •

Eftirlit með útgjöldum og rekstrarverkefnum Eftirlit með verkefnabókhaldi Eftirlit með framkvæmd samninga Uppgjör verkefna og innkaupa Þátttaka í áætlanagerð og eftirfylgni Verkefnatengd greiningarvinna Undirbúningur, umsjón og framkvæmd útboðsverkefna • Ráðgjöf við stjórnendur, starfsfólk, verktaka og erlendan liðsafla vegna tengdra rekstrarmála • Gerð og viðhald leiðbeininga og verklagsreglna ásamt skýrslugerð

Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði- eða verkfræðimenntun • Reynsla og þekking á framsetningu, úrvinnslu og greiningu talnagagna • Þekking á innkaupa- og fjárhagsumhverfi ríkisstofnana er kostur • Þjónustulund ásamt færni og lipurð í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni til að forgangsraða verkefnum • Skipulagshæfni og lausnarmiðuð hugsun • Góð íslensku- og enskukunnátta • Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

*Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

• Búseta á Suðurnesjum er kostur Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.


a g n a v s t s i ð Hræ m ö m m u a tt y e r og þ 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

herman thelma.h.

Guðjón Pétur Stefánsson er 19 ára og kemur frá Keflavík. Hann æfir fótbolta en hefur einnig gaman af því að spila golf og körfubolta. Guðjón er nýútskrifaður af fjölgreinabraut og stefnir að því að komast í háskóla í Bandaríkjunum. Guðjón Pétur er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu? Ég var á fjölgreinabraut en ég útskrifaðist síðustu helgi. Hver er helsti kosturinn við FS? Klárlega félagslífið og skemmir ekki fyrir að skólinn er mjög nálægt. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mjög líklega Valur Þór Hákonarson vegna þess að hann er með gríðarlega hæfileika í boltanum. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar Hrannar Már Albertsson kveikti í grillinu niðri í matsal. Hver er fyndnastur í skólanum? Erfitt að velja en Helgi Leó er svosem ágætur.

Hver eru áhugamálin þín? Mér finnst gaman í körfubolta og mér finnst líka mjög gaman á skíðum. Hvað hræðistu mest? Ég er mjög hrædd við geitunga og býflugur. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8. bekk. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Einmitt núna er það Pyramids með Frank Ocean en er mjög duglegur að breyta. Hver er þinn helsti kostur? Jákvæður og duglegur ef ég hef áhuga. Hver er þinn helsti galli? Ég sef lítið. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki, traust og ekki verra að vera fyndinn.

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Holtaskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi körfubolta fjórum sinnum í viku og er mikið með vinum mínum fyrir utan skóla og svo er ég í nemendaráði Holtaskóla. Hvert er skemmtilegasta fagið? Það er örugglega íþróttir því þá erum við krakkarnir saman að gera einhvað skemmtilegt. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Úff örugglega Ásdís Elva því hún mun komast langt í körfunni.

Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti, golf, körfubolti, vinir og að fara í pottinn.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Lifa og njóta eins og er, komast í háskóla úti í USA og svo auðvitað stefna hátt.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við vorum að kasta brúsum á milli okkar og köstuðum óvart í kennara og hún varð öll rennandi.

Hvað hræðistu mest? Svanga mömmu og þreytta mömmu.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Skemmtilegur.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég myndi segja Jóhann Þór og Anna María.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru of mörg. Hver er þinn helsti kostur? Ég er skemmtileg og hæfileikarík. Hver er þinn helsti galli? Ég ofhugsa allt. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Ég nota Snapchat og TikTok mjög mikið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst bestu eiginleikar hjá fólki vera traust og þegar fólk er gott og skemmtilegt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara i framhaldsskóla og einbeita mér að körfunni. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég myndi segja skemmtileg.

NÁMSGÖGN – FRÁ ALLSLEYSI TIL OFGNÓTTAR

Í tíunda þætti var sagt frá kristindóms- og stafrófskverum fyrir stofnun barnaskóla en útgáfa þeirra fór að blómstra um 1800. Þá er farið að gefa út fræðslurit og einhver þeirra hafa nýst barnaskólum. Dæmi um það er Lestrabók handa alþýðu á Íslandi (Alþýðubókin) eftir Þórarinn Böðvarsson, prest að Görðum og stofnanda Flensborgarskóla. Í þeirri bók er safnað á einn stað (á 423 síður) því helsta þá þótti hæfa

að vita. Fyrirmyndin var P. Hjorts Danski Börneven. Var bókin framlag Þórarins til þjóðhátíðarinnar 1874 og 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar. Hún kom út tveimur árum eftir að skólinn okkar var stofnaður og hefur eflaust verið notuð þar. Í þáttum níu, þrettán og fimmtán um skóla á Suðurnesjum er lýst kennsluaðstæðum og fátæklegum kennslutækjum fyrir aldamótin 1900. Í skólaskýrslu eftir veturinn 1895 er skráð eftirtalin áhöld í eigu Norðurkots- og Suðurkotsskóla: Harmoníum nýtt, virt á 120 krónur; nýr uppdráttur af Íslandi, virtur á 6 krónur; geografiske anskuelsistabeller (landakort) ný, 6 kr; Evrópu-

kort, nýtt, á 12 kr; tellurium (jarð- og sól-líkan) nýtt, 16 kr; kynflokkamynd, ný, á 2 kr; og smærri landabréf. Framangreint ár höfðu verið 37 börn í skólunum, tíu til fjórtán ára, og kenndu þeir Sigurjón Jónsson og Jón G. Breiðfjörð. Vet u r i n n 1 9 0 8 – 1 9 0 9 vo r u kennslugögn í Norður- og Suðurkots-skólum þessi: Landabréf Íslands 2 stk, landabréf Evrópa 2 stk, landabréf báðar hálfkúlur, landabréf Norður Ameríka, landabréf Suður Ameríka, landabréf Afríka, landabréf Asía, landabréf Ástralía og landabréf Palestína. Dýramyndir 50 stk, mannslíkaminn á pappa. Húsdýralitmyndir 12 stk. Kúlnagrindur fyrir reikning 2 stk. Meterstika 7 stk. Naturhistorisk Atlas. Veturinn 1918–1919 voru þessi kennslugögn í Suðurkotsskóla: Sýningarmyndir biblíunnar, gamla og nýja testamentið. Kronbergs Bibel historiske billeder 17 stk., Árstíðarmyndir 4 stk., Anatomiske vægtavler (maðurinn) 4 stk, Chr. Eriksen billeder fra land og by 60 stk.; C C Kristensen kort 10. stk.; öll nauðsynleg landafræðiáhöld; P. Dalbergs skólaatlas; C.R. Sundströms Naturhistorisk Atlas; Æfingar í réttritun 11 stk.; S.A. Gíslason, Reikningsbók I og II hefti; Jónas Jónsson, Reikningsbók I og II hefti; Sam. Eggertsson, Alþýðlegur samanburðarleiðavísir (metrak.); Metrastika, kassi með metrakerfis áhöldum; H. Briens flatarmálsfræði; E. Briem reikningsbók; M. Hansen reikningsbók;

Ung(menni) vikunnar: Drífa Magnúsdóttir

FS-ingur vikunnar: Guðjón Pétur Stefánsson

Drífa Magnúsdóttir er 14 ára og kemur frá Keflavík. Drífa æfir körfubolta og í nemendaráði Holtaskóla. Hún hefur gaman af því að fara á skíði og vera með vinum. Drífa er ungmenni vikunnar.

ir annsdótt rund Herm ail.com gm Thelma H ir@ tt nsdo

21. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. Barnasálmabókin 3 stk.; Leikföng 10 stk.; Bók náttúrunnar 5 stk. Þegar nýtt skólahús var tekð í notkun 1944 var ekkert af búnaði og kennslugögnum í eldra húsinu talið nothæft til að flytja í það nýja. Allt frá fyrstu pælingum um barnaskóla á Íslandi, á 18. öld, var talið eðlilegt að skóli ætti bújörð, til ábúðar fyrir kennarann. Þegar barnaskólinn á Vatnsleysuströnd var stofnaður var keypt undir hann hálf jörðin Suðurkot, en henni fylgdi aðstaða til sjóróðra og að taka þang til eldiviðar, sbr. Lýsingu St.Thorarensen í Þjóðólfi 1873 (https://timarit.is/files/34990198). Stóð skólahús á þeirri jörð uns flutt var í Voga 1979, en þar fékk skólinn úthlutað rúmgóðri lóð úr túni StóruVoga. Nálægt 1900 var keyptur hluti af jörðinni Stóra-Knarrarnes í því skyni að afla tekna til reksturs

skólans og var jörðin veðsett þegar tekið var lán til byggingar Norðurkotsskóla 1903. 1925 vill skólanefndin hætta afskiptum af jarðeignum skólans, en leigir þó út Knararnesjarðarpartinn 1926–1930. Einhvern tíma eftir það hefur sveitarsjóður tekið þetta yfir. 1936 taka gildi lög um Ríkisútgáfu námsbóka og Fræðslumyndasafn ríkisins var stofnað 1961, sem lánaði kvikmyndir til skóla. Þessar stofnanir runnu, ásamt Skólavörubúðinni, saman í Námsgagnastofnun 1980. Bókaútgáfa jókst alla tuttugustu öldina – og svo kom internetið ... Helstu heimildir: Greinar í Faxa 1990, skjöl skólanefndar o.fl.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Mótorhjólakappar Örvar Snær Birkisson og Ísak Þór Ragnarsson Myndatexti: Davíð Þór Peñalver, Helgi Rúnar Friðbjörnsson, Örvar Snær Birkisson og Ísak Þór Ragnarsson.

á leið í Umhyggjuferð Vélhjólaklúbburinn Sleipnir MC Keflavík mun í sumar fara í hringferð um landið á vélhjólum til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Haldið verður af stað þann 11. ágúst frá Reykjanesbæ og stendur ferðin yfir í fjóra daga. Alls eru sautján mótorhjólakappar að fara hringinn en þeir hvetja aðra hjólara til að slást með í för. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

Þeir Örvar Snær Birkisson og Ísak Þór Ragnarsson, Sleipnismenn, segja hugmyndina að ferðinni hafa kviknað síðasta sumar en þeim

langaði að láta gott af sér leiða. Þeir hvetja fólk til þess að kynna sér starfsemi Umhyggju en allur ágóði ferðarinnar rennur til félagsins. „Það geta allir farið inn á umhyggja.is og kynnt sér þeirra starfsemi og styrkt þau beint þar, svo erum við líka með styrktar reikning frá þeim. Þannig

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

að öll þau áheit og allur sá peningur sem við söfnum fer beint inn á þann reikning,“ segir Örvar. Þá segja þeir stuðning og áhuga fólks á Umhyggjuferðinni vera mikinn. „Við erum komin með fullt af flottu fólki og fyrirtækjum sem eru nú þegar byrjuð að sýna áhuga

og stuðning,“ segir Ísak. „Þetta er eiginlega strax komið langt fram úr okkar væntingum og við erum varla byrjaðir,“ bætir hann við. Sýnt verður frá ferðinni á samfélagsmiðlum Sleipnis MC í Keflavík en stefnt er að því að brjóta upp langa hjóladaga með skemmtun. „Í þessari ferð verður ýmislegt gert. Við verðum með alls konar afþreyingu sem við ætlum að gera í leiðinni. Við erum til dæmis búnir að skora á handboltalið KA í brennó á Akureyri. Við ætlum að reyna að

gera smá skemmtun úr þessu fyrir áhorfendur í leiðinni,“ segir Ísak. „Við erum allir með þetta sama áhugamál og vinir og erum með þessa frábæru aðstöðu,“ segir Ísak, aðspurður hvernig félagsskapurinn í vélhjólaklúbbnum er. „Þetta er náttúrulega bara ein stór fjölskylda og þvílíkt bræðralag. Við stöndum allir með hvor öðrum og hjálpumst að. Þetta er bara rosalega stór fjölskylda,“ segir Örvar.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Fjölmargar viðurkenningar voru veittar við útskriftina. Nöfn allra sem hlutu verðlaun og viðurkenningar má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson.

Bryndís María Kjartansdóttir dúx vorannar í FS Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 21. maí. Bryndís María Kjartansdóttir var dúx vorannar með 9,48 í meðaleinkunn. Alls útskrifuðust 109 nemendur; 79 stúdentar, 15 luku verknámi og 8 útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá brautskráðust nokkrir nemendur af tveimur námsbrautum. Alls komu 78 úr Reykjanesbæ, 13 úr Grindavík, 12 úr Suðurnesjabæ, 4 úr Vogum, einn úr Garðabæ og einn úr Kópavogi. Alls komu 107 nemendur af þeim sem brautskráðust frá Suðurnesjum en þess má geta að einn kom frá Garðabæ og einn úr Kópavogi. Bryndís María Kjartansdóttir, dúx annarinnar, fékk 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði fyrir hæstu meðaleinkunn við útskrift og 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Bryndís fékk einnig gjafir frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í sam-

félagsgreinum, íslensku og erlendum tungumálum. Skólinn veitti henni að auki viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, félagsfræði, íslensku, sögu, sálfræði og spænsku. Dagskrá útskriftarinnar var með hefðbundnu sniði og afhenti Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari, prófskírteini og flutti ávarp. Guð-

mundur Grétar Karlsson, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Þau Eygló Ósk Pálsdóttir, Kristján Karl Bragason og Sara Cvjetkovic fluttu tónlist við athöfnina. Guðmundur Rúnar Júlíusson, fyrrum formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Ása Einarsdóttir, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Foreldrafélag skólans og Reykjanesbær veittu verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum nemendafélagsins í vetur. Að þessu sinni voru það þau Andri Sævar Arnarsson og Gabríela Þórunn Gísladóttir sem dregin voru úr hópi nemenda og fengu þau spjaldtölvu að gjöf. Styrktarsjóður Fjölbrautaskóla Suðurnesja var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn er ætlaður til þess að styðja

Bryndís María Kjartansdóttir, dúx vorannar 2022.

Tónlistarflutningur við útskriftina. við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og veitir nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki frá sjóðnum en þau Georg Viðar Hannah, Eva Margrét Falsdóttir, Natalía Sif Stockton og Aswin Manoj fengu 30.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku.

Kennararnir Ása Einarsdóttir, Axel Gísli Sigurbjörnsson, Þórunn Svava Róbertsdóttir og Lovísa Larsen voru kvödd við lok athafnarinnar en þau láta nú af störfum við skólann. Þau Ása og Axel höfðu starfað við skólann í meira en þrjá áratugi. Að lokum sleit skólameistari vorönn 2022. Fleiri myndir frá útskriftinni má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Æsur fagna 25 árum með góðum gjöfum og blómamarkaði Félagar í Lionsklúbbnum Æsu fögnuðu 25 ára afmæli klúbbsins þann 26. apríl sl. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur með 33 félögum á öllum aldri. Það er öflugt starf í klúbbnum, sem styrkir mannúðar- og menningarmál af ýmsum toga, aðallega hér í heimabyggð. Mikil áhersla er lögð á félagsstarfið, margvísleg fræðsla og kynningar skipa þar stóran sess og félagar eiga dýrmætar stundir saman. Aðalfjáröflun klúbbsins er Blómamarkaðurinn sem haldinn er árlega um mánaðamótin maí/júní við Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í tilefni af afmælinu afhenti Lionsklúbburinn Æsa styrki sem samþykktir höfðu verið nú á síðari hluta starfsársins, alls að verðmæti kr. 1.420.000.Þeir sem hlutu styrkina voru: Skammtímavistunin Heiðarholt - heitur pottur – (Snorralaug). Brunavarnir Suðurnesja – styrkur til kaupa á sjónvarpsskjáum og hljóðkerfi fyrir hermisetur. Íbúar og starfsfólk Hrafnistu, Nesvöllum - gjafir sem gleðja og efla vellíðan – hlutir til að þjálfa huga og hönd. Unglingaráð Fjörheima – styrkur til uppbyggingar á körfuboltavelli til minningar um Örlyg Aron Sturluson, körfuboltamann. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum – styrkur til að kaupa á sýnileikafatnaði handa starfsfólki. Ytri Njarðvíkurkirkja – hjartastuðtæki.

SKÓLASLIT OG INNRITUN SKÓLASLIT Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, þriðjudaginn 31. maí kl.18.00. Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði. Allir velkomnir.

BRYNDÍS MARÍA KJARTANSDÓTTIR

„Er til í að læra hvað sem er og leyfa lífinu að koma mér á óvart“ Bryndís María Kjartansdóttir er 18 ára og kemur frá Keflavík. Bryndís er dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorannar 2022. Hún útskrifaðist af fjölgreinabraut með meðaleinkunnina 9,48. Bryndís fékk 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði fyrir hæstu meðaleinkunn við útskrift sem og 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Þá fékk hún einnig gjafir frá Landsbankanum og viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan námsárangur í hinum ýmsu greinum. Bryndís segir að fjölgreinabraut hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hún myndi fá smjörþefinn af öllu og fundið út hvar áhugasvið hennar liggur. Aðspurð hvers vegna FS hafi verið fyrir valinu segir hún: „Ég valdi FS því þetta er frábær skóli með frábærum kennurum og ég sá enga ástæðu til þess að fara í einhvern annan skóla því ég myndi fá alveg jafn góða menntun frá FS.“ Bryndís segist hafa áttað sig á því hvað í henni býr eftir að fjarkennsla hófst vegna heimsfaraldursins. „Covid var ákveðin áskorun en á þeim tíma náði ég að átta mig á því hvernig námsmaður ég væri. Nú þegar ég lít til baka þá er ég mjög stolt af því hvernig mér gekk í skólanum á þeim tíma, sérstaklega þegar að skólinn breyttist í fjarnám á einni nóttu.“ Þá segir hún hópvinnu í skólanum hafa verið áskorun. „Það var líka áskorun að lenda í hópvinnu með fólki sem nennti ekki að gera verkefnið og ég tel að það sé mikilvægt að fólk leggi metnað og vinnu í það að vinna saman í hópum til að álagið sé jafnt á alla.“

Bryndís segir að á árum sínum í FS hafi hún fyrst og fremst einblínt á námið en hún nýtti lærdómspásur sínar í að fara út að hlaupa, lesa og horfa á kvikmyndir. „Ég fer reglulega út að hlaupa og ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eins og ég hef áður gert. Ég horfi mikið á kvikmyndir, bæði eldri myndir og nýjar. Ég les mikið og er með mikinn áhuga á söngleikjum jafnvel þó ég geti ekki haldið réttri tóntegund. Fjölskyldan ferðast töluvert og þá reyni ég að draga þau með mér á söngleiki.“ Aðspurð hvert leyndarmálið sé á bak við góðan námsárangur segir hún: „Vera skipulagður og duglegur, en líka að hafa áhuga á því sem þú ert að gera og að vilja standa þig mjög vel. Ég hafði líka mjög góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þegar að ég byrjaði að fá mjög góðar einkunnir þá var það orðið ávanabindandi hjá mér að fá alltaf fleiri og fleiri níur og tíur.“ Bryndís er ánægð og stolt af sér sjálfri en segist enn vera að átta sig á aðstæðum. „Ég er enn ekki búin að átta mig á því að ég hafi orðið dúx því ég hef aldrei fengið svona stóra viðurkenningu fyrir eitthvað sem ég hef gert en ég er mjög ánægð og stolt af sjálfri mér.“ Hún ætlar að vinna í sumar og stefnir að því sálfræðinámi við Háskóla Íslands í haust. Þrátt fyrir það segir hún ekki vita nákvæmlega hvað hún vil gera í framtíðinni. „Ég hef áhuga á mörgu, þannig að ég er til í að læra hvað sem er og leyfa lífinu að koma mér á óvart.“

INNRITUN Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2022–2023. Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að. Sækja skal um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“ Skólastjóri

Aðstoðarskólastjóri Sandgerðisskóla Suðurnesjabær óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra Sandgerðisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Suðurnesjabær er næststærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar. Sandgerðisskóli er heildstæður, heilsueflandi og fjölmenningarlegur grunnskóli með rúmlega 300 nemendur. Í skólastarfinu er unnið eftir stefnu um „Uppeldi til ábyrgðar“ og lögð áhersla á virðingu gagnvart umhverfinu. Lögð er áhersla á teymiskennslu í lærdómssamfélagi nemenda og starfsmanna þar sem virðing og traust ríkir. Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Gott samstarf er við Tónlistarskóla Sandgerðis, Leikskólann Sólborg og félagsmiðstöðina Skýjaborg.

Leiðarljós Sandgerðisskóla eru: vöxtur – virðing – vilji - vinátta Helstu verkefni og ábyrgð • Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra. • Vera tilbúinn að taka að sér fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi og taka þátt í mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans. • Hafa í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og nýsköpun. • Vinna náið með starfsfólki að því að skapa góðan skóla þar sem árangur og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi. • Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks.

Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. • Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi er æskilegt. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, vammleysi og jákvætt viðmót. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. Skipulags hæfileikar. • Þekking og færni á sviði stjórnunar skóla með áherslu á teymisvinnu og einstaklingsmiðaða nálgun er mikilvæg, ásamt áhuga á þróunarstarfi og færni í að leiða teymisvinnu. • Frumkvæði, sveigjanleiki, sjálfstæði og góð skipulagshæfni. Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2022. Nánari upplýsingar veitir Bylgja Baldursdóttir skólastjóri, sími 425-3100 og umsóknir skulu sendar á netfangið: bylgja@sandgerdisskoli.is


32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu

sport

Keflavík og Njarðvík hafa mæst tvisvar áður í bikarnum

Hvort lið hefur unnið einu sinni – síðast vann Njarðvík Það verður barist um bæinn á miðvikudag þegar stórveldi Reykjanesbæjar, Keflavík og Njarðvík, mætast í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það má búast við hörðum átökum enda miklu meira en þátttaka í bikarkeppni í húfi – heiðurinn er að veði. skoski markvarðahrellirinn Kenneth Hogg. Fyrir utan bikarleiki hafa nágrannaliðin mæst fimm sinnum í deildarkeppni, þar hallar heldur á Njarðvíkinga en Keflavík vann fjórar af þeim viðureignum en einn leikur fór í jafntefli.

Dani Hatakka og Patrik Johannesen skoruðu mörk Keflvíkinga í sigurleiknum gegn FH um síðustu helgi. Johannesen hefur skorað fjögur mörk í deildinni og fyllt skarð Joey Gibbs í sókninni sem er frá vegna meiðsla.

Kenneth Hogg og Jóhann Þór Arnarsson [nú leikmaður Víðis] eigast við í bikarleiknum 2019. Kenny skoraði þá sigurmark Njarðvíkingar.

Gengi liðanna í sumar Fyrri viðureignir Keflavík og Njarðvík hafa mæst í tvígang í bikarkeppni. Í fyrra skiptið árið 1985 þegar leikið var á heimavelli Njarðvíkinga, þá fór Keflavík með þriggja marka sigur af hólmi með mörkum frá Sigurði Björgvins-

syni og Helga Bentssyni auk þess sem Njarðvíkingar skoruðu eitt sjálfsmark. Árið 2019 léku Keflavík og Njarðvík á heimavelli Keflvíkinga og þá voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en aðeins eitt mark var skorað í leiknum og var þar að verki

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Njarðvík, sem leikur í 2. deild, hefur leikið þrjá leiki og er með fullt hús stiga. Njarðvíkingar eru búnir að skora tólf mörk í þessum þremur leikjum en aðeins fengið á sig eitt svo þeir eru til alls líklegir. Í vor urðu Njarðvíkingar Lengjubikarmeistarar B-deildar. Oumar Diouck, sem gekk til liðs við Njarðvík fyrir þetta tímabil, hefur farið vel af stað í deildinni. Diouck er markahæstur í 2. deild með fimm mörk í þremur leikjum.

Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á mið- og elsta stig Leikskólinn Tjarnasel - Leikskólakennarar Starf við liðveislu Velferðarsvið - Umsjón fyrir ungmenni með stuðningsþarfir Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Innan raða Njarðvíkur eru nokkrir fyrrverandi Keflvíkingar og hér má sjá fyrirliðann Marc McAusland, baráttujaxlinn Einar Orra Einarsson og að ógleymdum öðrum þjálfara liðsins, Hólmari Erni Rúnarssyni, í leik með Keflavík gegn Grindavík árið 2018.

Keflavík hefur leikið átta leiki, unnið tvo þeirra, gert eitt jafntefli en tapað fimm. Keflvíkingar byrjuðu brösuglega en hafa verið að finna taktinn í síðustu leikjum og í raun þeirra eigin klaufaskap um að kenna að árangur þeirra sé ekki betri en raun ber vitni.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Holtaskóli hreppti þriðja sætið í Skólahreysti Úrslitakeppni Skólahreysti var haldin laugardaginn 21. maí. Góður árangur grunnskóla Suðurnesja í Skólahreysti á síðustu árum hefur ekki leynt sér en fjórir af þeim tólf skólum sem kepptu til úrslita voru frá Reykjanesbæ og hreppti Holtaskóli þriðja sætið í ár. Lið Flóaskóla bar sigur úr býtum og tók Hraunvallaskóli annað sætið. Fyrir hönd Holtaskóla keppti Almar Örn Arnarson í upphífingum og

Katla Björk Ketilsdóttir, Ásdís Elva Jónsdóttir, Helen María Margeirsdóttir, Júlían Breki Elentínusson, Margrét Júlía Jóhannsdóttir, Dagur Stefán Örvarsson, Stella María Reynisdóttir, Almar Örn Arnarson og Einar Guðberg Einarsson.

Almar Örn Arnarson að keppa í dýfum.

dýfum, Margrét Júlía Jóhannsdóttir í armbeygjum og hreystigreip og Dagur Stefán Örvarsson og Helen María Margeirsdóttir í hraðaþraut. Almar gerði 51 dýfu og voru það flestar dýfur þetta kvöldið og því

sigraði Holtaskóli þá grein. Varamenn liðsins voru þau Ásdís Elva Jónsdóttir, Júlían Breki Elentínusson og Stella María Reynisdóttir. Einar Guðberg Einarsson og Katla Björk Ketilsdóttir voru þjálfarar liðsins.

Daníel Dagur

Íslandsmeistari í júdó Pétur Þór Jaidee í níunda sæti á fyrsta golfmóti sumarsins Fyrsta mót sumarsins á mótaröð GSÍ fór fram hjá Golfklúbbnum Leyni um síðustu helgi. Fimm keppendur frá Golfklúbbi Suðurnesja voru á meðal þátttakenda, þeir Pétur Þór Jaidee, Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Björgvin Sigmundsson og Róbert Smári Jónsson. Völlurinn var í mjög góðu ástandi og veðrið var ágætt allan tímann. GS-ingarnir stóðu sig vel og enduðu fjórir þeirra á meðal efstu þrjátíu sem er ágætis byrjun hjá keppniskylfingunum. Pétur Þór Jaidee stóð sig best af keppendum GS og náði í fyrsta skipti á ferlinum sínum á meðal tíu efstu kylfinga. Logi átti einnig fínt mót og endaði í fimmtánda sæti.

Daníel Dagur Árnason úr Judofélagi Reykjanesbæjar varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í undir 21 árs aldursflokki. Hann sigraði allar sínar viðureignir örugglega á ippon. Daníel keppti einnig til úrslita um gullverðlaun í fullorðinsflokki á Íslandsmóti fullorðinna sem fór fram fyrr í mánuðinum en tapaði þeirri glímu og vann silfurverðlaun.

Það var fyrirliðinn sjálfur, Andrew James Pew, sem skoraði fyrsta mark Þróttar Vogum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Markið kom í leik gegn Vestra frá Ísafirði sem leikinn var síðasta laugardag. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli eftir að Vestri komst yfir með marki úr vítaspyrnu (62') en Pew sá um að jafna metin sjö mínútum síðar (69').

33 Keflvíkingar í úrvalsbúðum KKÍ KKÍ stóð fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa í íþróttahúsi Grindavíkur helgina 21.–22. maí. Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands og æfa þeir undir leiðsögn reyndra þjálfara og gestaþjálfara. Samtals voru mörg hundruð iðkendur fæddir 2010 og 2011 sem tóku þátt. Alls voru sautján strákar og sextán stelpur frá Keflavík í úrvalsbúðunum. Sigurður Friðrik Gunnarsson, oftast kallaður Siddi, er þjálfari þeirra drengja sem sóttu úrvalsbúðirnar, ásamt Sindra Kristni Ólafssyni. Siddi er einnig með afreksþjálfun fyrir þrettán til tuttugu ára og er í þjálfarateymi U16 karlalandsliðs Íslands sem er á leið á NM og EM í sumar. Siddi leggur áherslu á að rækta áhuga og ánægju körfuboltaiðkenda og segir það vera lykil að velgengi. „Metnaðurinn byrjar í ánægjunni. Ef við ræktum áhuga og ánægju fyrst, leggur iðkandinn meiri ástundun í sínum frítíma á

það að æfa sig án þess að finnast hann vera skyldugur til þess eða að það sé einhver kvöð. Framfarir verða mikið til að veruleika á manns eigin tíma utan skipulagðra æfinga að mínu mati,“ segir Siddi og bætir við: „Við getum alltaf á okkur blómum bætt og því hvet ég alla krakka og unglinga á Suðurnesjum að koma og prófa að æfa körfubolta hjá sínu félagi. Körfubolti er drottning allra íþrótta.“ Skilaboð Sidda til upprennandi körfuboltastjarna eru „vertu góð(ur) í hlutunum sem krefjast engra hæfileika en hjálpa liðinu á ómetanlegan hátt. Hlutir eins og ákefð, barátta, að vera góður liðsfélagi, jákvæðni, vera ekki hræddur við mistök o.s.frv. Allir þjálfarar elska að vera með einstaklinga sem eru með þessa eiginleika. Ofan á það skiptir mjög miklu máli að hafa þannig ást fyrir leiknum að boltinn sé sem oftast í höndunum á þér yfir daginn. Æfingin skapar jú meistarann.“

Andy Pew fagnaði marki sínu vel. Að ofan sést skalli Pew á leiðinni í vinkilinn eftir hornspyrnu. VF-myndir: JPK

Gott gengi sundfólks ÍRB í Danmörku

Andy Pew skoraði fyrsta mark Þróttar í næstefstu deild

Ungt sundfólk frá ÍRB keppti á Tastrup Open í Danmörku með Framtíðarhópi Sundsambands Íslands um síðustu helgi. Allt sundfólkið náði að bæta sig í einni eða fleiri greinum og nokkrir unnu til verðlauna – glæsilegur árangur hjá þessum framtíðarsundgörpum. Elísabet Arnoddsdóttir vann ein gullverðlaun og tvö brons og Daði

Rafn Falsson vann til tveggja bronsverðlauna. Ástrós Lovís Hauksdóttir, Nikolai Leo Jónsson og Denas Kazulis unnu ein bronsverðlaun hvert. Jafnframt voru þau Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Árni Þór Pálmason ansi nálægt verðlaunasætum en þau náðu náðu bæði fjórða sæti í einu eða fleiri sundum.


Fulltrúar Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark ræða tækifæri ferðaþjónustu á Suðurnesjum í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 19:30

LOKAORÐ

Reykjanesskaginn útivistarparadís

Skemmtum okkur

HANNES FRIÐRIKSSON

Sigurbjörn Daði er ekki bara dagskrárgerðarmaður fyrir Suðurnesjamagasín í Grindavík. Hann er einnig liðtækur söngvari og tónlistarmaður. Við sjáum þá hlið á kappanum í þættinum.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Sumarið er tíminn, þegar hjartað verður grænt, kvað Bubbi Mortens. Kannski voru úrslit sveitarstjórnarkosninganna svolítið í þeim dúr. En sumarið er líka tíminn þegar að hjörtun fara á stjá. Það verður allt eitthvað svo miklu auðveldara þegar sólin og hitinn taka yfir eftir langan vetur. Hið daglega argaþras víkur fyrir gleðinni sem blómstrandi gróður og sólargeislarnir veita okkur. Það er kominn tími fyrir hvern og einn að njóta sumarsins, njóta fegurðar náttúrunnar, taka fram grillið og vera með sínum nánustu. Sleppa svolítið fram af sér beislinu og lifa í núinu. Sumarið er líka tími framkvæmda þar sem við dittum að því sem utandyra er, málum það sem þarf að mála, fegrum tré og runna og sinnum blómunum í kringum okkur, sláum grasið og reytum arfa. Sumarið er líka tími gulu vestanna, þar sem hluti unglinga fær sína fyrstu snertingu við atvinnu-

Burkni Birgisson sjóntækjafræðingur. Sérfræðingur í sjónmælingum og smíði á gleraugum í 24 ár. Verið velkomin til Burkna á Hafnargötu 45 í Keflavík.

Mundi Gulu vestin leggjast líka stundum á bakið í næsta runna og njóta lífsins, steinsofandi ... :-) lífið í gegnum Vinnuskólann. Fara í hópum um bæinn, hreinsa stéttar, laga blómabeð, og tala saman. Traktorar og sláttuvélar bruna um tún bæjarins og reynt er eftir bestu getu að halda bænum okkar sem snyrtilegustum. Gulu vestin gera bæinn okkar fallegri og skemmtilegri – og við getum hjálpað til með að gæta öryggis í umferðinni þar sem þau eru á ferð, þannig að allir komi heilir heim frá vinnu. Sumarið er minn tími. Eitt það notalegasta sem ég geri í garðinum á sumrin er að reyta arfa. Leggjast á hnén með klóruna og stilla á núvitund. Hlusta á fuglasönginn og njóta lífsins, þó einfalt sé. Um það á sumarið að snúast. Að hver og einn njóti sumarsins á sínum forsendum. Skemmtum okkur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.