Víkurfréttir 22. tbl. 40. árg.

Page 1

NÝTT LÚKK!

NETTÓ Á NETINU

VF.IS OG KYLFINGUR.IS ERU KOMIN Í NÝ FÖT

- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að sækja í Nettó Krossmóum eða Nettó Grindavík.

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Sólseturshátíð og Sjóarinn síkáti

Tvær bæjarhátíðir eru um næstu helgi á Suðurnesjum. Sólseturshátíð hófst í Garðinum í byrjun vikunnar og þá verður vegleg dagskrá á Sjóaranum síkáta í Grindavík föstudag til sunnudags. Þetta eru tvær fyrstu bæjarhátíðir landsins en hingað til hefur Sjóarinn tekið forskot á sæluna en Sólseturshátíð var færð fram og því verður gott framboð af fjöri í boði á Suðurnesjum um helgina. Vikan byrjaði með pottakvöldum karla og kvenna í Garðinum en vegleg dagskrá er öll kvöld vikunnar, listasýningar, golfmót, kvöldskemmtun og fleira. Í Grindavík verður litaskrúðganga að venju á föstudagskvöld og bryggjuball og svo er þétt dagskrá alla helgina. Hægt er að sjá nánar um dagskrá beggja bæjarhátíða á heimasíðum bæjarfélaganna.

Fjórum Boeing 737 MAX-8 vélum var stillt upp fyrir framan stærsta flugskýli Keflavíkurflugvallar í síðustu viku.

VANDRÆÐAFUGLAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Fjórum af 737 MAX-8 flugvélum Icelandair var stillt upp í röð fyrir framan stærsta flugskýli vallarins, oft nefnt 885, en þar fengu margar WOW vélar viðgerðir á milli ferða.

WOW-flugvélin sem Isavia kyrrsetti fyrr á árinu er enn á Keflavíkurflugvelli. Landsréttur hafnaði nýlega kröfu eiganda vélarinnar um að fá hana afhenta.

Gjaldþrot WOW og veruleg röskun á flugferðum Icelandair vegna stöðvunar MAX vélanna hefur haft þó nokkur áhrif á atvinnulífið á Suðurnesjum og víðar. Mun meiri samdráttur í ferðaþjónustunni er staðreynd vegna þessara vandræða með tilheyrandi afleiðingum sem hefur m.a. komið fram í óvæntu atvinnuleysi. Aðilar í ferðaþjónustunni vonast þó til að staðan lagist þegar líður á haustið og árið, m.a. þegar MAX vélarnar komast aftur í loftið en Icelandair aflýsti snemma sumars 100 ferðum og í nýrri flugáætlun er gert ráð fyrir að fækkunin nemi 200 ferðum.

UPPSAGNIR HJÁ ISAVIA Isavia sagði í vikunni upp nítján starfsmönnum og buðu fimmtán öðrum lægra starfshlutfall. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi á mánudag. Fram kemur að félagið hafi gripið til uppsagna á Keflavíkurflugvelli í kjölfar brotthvarfs WOW air. Um er að ræða starfsmenn sem starfa meðal annars við öryggisleit og farþegaþjónustu. Áður hafði verið dregið úr sumarráðningum hjá Isavia ásamt því að fjölmörgum fyrirhuguðum ráðningum hafði verið frestað og breytingar

hafa verið gerðar á fyrirkomulagi vaktakerfa. Þessar aðgerðir hafa þegar náð til ýmissa starfsstöðva Isavia, þar á meðal til skrifstofustarfa.

Uppsagnirnar koma aðallega til vegna brotthvarfs WOW air í mars síðastliðnum. Einnig hefur breytt flugáætlun Icelandair í kjölfar kyrrsetninga á MAX vélum Boeing haft áhrif. Umsvif í þjónustu vegna millilandaflugs eru minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, því er óhjákvæmilegt annað en að grípa til þessara aðgerða, segir í tilkynningu frá Isavia.

Ljóst er að fall WOW og vandræði Icelandair vegna MAX-8 vélanna hefur verulega dregið dilk á eftir sér. Mjög mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eða tengdum rekstri hafa ýmist sagt upp fólki eða ekki ráðið til sín fólk í sumar eins og undanfarin ár. Þar má nefna bílaleigur en einnig fyrirtæki í flugstöðinni og við hana.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.