Víkurfréttir 22. tbl. 40. árg.

Page 1

NÝTT LÚKK!

NETTÓ Á NETINU

VF.IS OG KYLFINGUR.IS ERU KOMIN Í NÝ FÖT

- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að sækja í Nettó Krossmóum eða Nettó Grindavík.

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Sólseturshátíð og Sjóarinn síkáti

Tvær bæjarhátíðir eru um næstu helgi á Suðurnesjum. Sólseturshátíð hófst í Garðinum í byrjun vikunnar og þá verður vegleg dagskrá á Sjóaranum síkáta í Grindavík föstudag til sunnudags. Þetta eru tvær fyrstu bæjarhátíðir landsins en hingað til hefur Sjóarinn tekið forskot á sæluna en Sólseturshátíð var færð fram og því verður gott framboð af fjöri í boði á Suðurnesjum um helgina. Vikan byrjaði með pottakvöldum karla og kvenna í Garðinum en vegleg dagskrá er öll kvöld vikunnar, listasýningar, golfmót, kvöldskemmtun og fleira. Í Grindavík verður litaskrúðganga að venju á föstudagskvöld og bryggjuball og svo er þétt dagskrá alla helgina. Hægt er að sjá nánar um dagskrá beggja bæjarhátíða á heimasíðum bæjarfélaganna.

Fjórum Boeing 737 MAX-8 vélum var stillt upp fyrir framan stærsta flugskýli Keflavíkurflugvallar í síðustu viku.

VANDRÆÐAFUGLAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Fjórum af 737 MAX-8 flugvélum Icelandair var stillt upp í röð fyrir framan stærsta flugskýli vallarins, oft nefnt 885, en þar fengu margar WOW vélar viðgerðir á milli ferða.

WOW-flugvélin sem Isavia kyrrsetti fyrr á árinu er enn á Keflavíkurflugvelli. Landsréttur hafnaði nýlega kröfu eiganda vélarinnar um að fá hana afhenta.

Gjaldþrot WOW og veruleg röskun á flugferðum Icelandair vegna stöðvunar MAX vélanna hefur haft þó nokkur áhrif á atvinnulífið á Suðurnesjum og víðar. Mun meiri samdráttur í ferðaþjónustunni er staðreynd vegna þessara vandræða með tilheyrandi afleiðingum sem hefur m.a. komið fram í óvæntu atvinnuleysi. Aðilar í ferðaþjónustunni vonast þó til að staðan lagist þegar líður á haustið og árið, m.a. þegar MAX vélarnar komast aftur í loftið en Icelandair aflýsti snemma sumars 100 ferðum og í nýrri flugáætlun er gert ráð fyrir að fækkunin nemi 200 ferðum.

UPPSAGNIR HJÁ ISAVIA Isavia sagði í vikunni upp nítján starfsmönnum og buðu fimmtán öðrum lægra starfshlutfall. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi á mánudag. Fram kemur að félagið hafi gripið til uppsagna á Keflavíkurflugvelli í kjölfar brotthvarfs WOW air. Um er að ræða starfsmenn sem starfa meðal annars við öryggisleit og farþegaþjónustu. Áður hafði verið dregið úr sumarráðningum hjá Isavia ásamt því að fjölmörgum fyrirhuguðum ráðningum hafði verið frestað og breytingar

hafa verið gerðar á fyrirkomulagi vaktakerfa. Þessar aðgerðir hafa þegar náð til ýmissa starfsstöðva Isavia, þar á meðal til skrifstofustarfa.

Uppsagnirnar koma aðallega til vegna brotthvarfs WOW air í mars síðastliðnum. Einnig hefur breytt flugáætlun Icelandair í kjölfar kyrrsetninga á MAX vélum Boeing haft áhrif. Umsvif í þjónustu vegna millilandaflugs eru minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, því er óhjákvæmilegt annað en að grípa til þessara aðgerða, segir í tilkynningu frá Isavia.

Ljóst er að fall WOW og vandræði Icelandair vegna MAX-8 vélanna hefur verulega dregið dilk á eftir sér. Mjög mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eða tengdum rekstri hafa ýmist sagt upp fólki eða ekki ráðið til sín fólk í sumar eins og undanfarin ár. Þar má nefna bílaleigur en einnig fyrirtæki í flugstöðinni og við hana.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

SPURNING VIKUNNAR Í GRINDAVÍK

Hvaða þýðingu hefur Sjómannadagurinn? Árni Már Kjartansson, vélstjóri:

„Þetta er hátíðardagur okkar sjómanna. Þennan dag sameinast sjómenn og fjölskyldur þeirra og gera eitthvað skemmtilegt. Við fjölskyldan förum til Grindavíkur á Sjóarann síkáta og fögnum þar deginum.“

Brynja Jónsdóttir:

„Þetta er mikilvægur dagur fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Við fjölskyldan tökum þátt í Sjóaranum síkáta, sem er flott og metnaðarfull bæjarhátíð. Mjög flott hjá bæjaryfirvöldum að heiðra sjómenn með þessari hátíð.“

Fulltrúar gefenda og fæðingardeildarinnar við afhendingu fyrstu samfellunnar.

Magnús Þór Sigurjónsson:

„Mér finnst þessi dagur hafa mikla þýðingu. Maður ólst upp við það í Grindavík að þessi dagur væri upphafið að sumrinu. Bæjarhátíðin, Sjóarinn síkáti, um þessa helgi er mjög skemmtileg og við fjölskyldan tökum þátt með því að skreyta, fara í skrúðgönguna og mætum svo öll í brekkuna og á bryggjusvæðið sem er hluti af hátíðarsvæðinu.“

Allir nýburar fá listaverkssamfellu að gjöf – hugmynd og afurð af námskeiði Samvinnu hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum Fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mun klæða alla nýbura í nýjar samfellur sem deildin fékk að gjöf frá nokkrum aðilum. Um er að ræða sérhannaða samfellu með prentaðri mynd framan á sem teiknuð var af listakonunni Sigríði Karólínu Magnúsdóttur og samfellurnar eru frá Lindex sem gaf 150 samfellur í verkefnið.

Þórunn Jóhannsdóttir:

„Sjómannadagur skiptir sjómenn og fjölskyldur þeirra miklu máli, sérstaklega hér áður fyrr. Ég man þegar við fluttum hingað árið 1982 þá var mjög hátíðlegt þennan sunnudag. Sjóarinn síkáti er mjög skemmtileg fjölskylduhátíð og ég fer á viðburðina en skreyti lítið heima. Það mikið er líf og fjör á þessari bæjarhátíð.“

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Fyrsta barnið í samfellunni, drengur sem fæddist 22. maí kl. 00.15, vó 3.808 gr og mældist 52 cm. Foreldrar eru Tinna Björk Gunnarsdóttir og Freyr Arnarsson og er drengurinn annað barn þeirra.

Ólöf Snæbjörg Guðmundsdóttir „hugmyndasmiðurinn“, Jónína Birgisdóttir frá fæðingardeildinni og Sigríður Karólína, listkona sem hannaði myndina á samfelluna. Tilkoma þessara samfella er skemmtileg. Í vetur var haldið námskeið hjá Samvinnu í þróun vöru og þjónustu. Markmið námskeiðsins var að virkja nemendur í að koma með hugmyndir að mögulegum vörum eða þjónustu sem gæti nýst nærsamfélaginu. Kennslan fór þannig fram að nemendur tóku virkan þátt í að skapa afurð og tilurð hennar með notkun vöruþróunarferlis. Vöruþróunarferlið tekur á þáttum eins og skoðun hugmynda, grisjun, mati og fullvinnslu hugmyndar. Þá er unnið að kostn-

aðar-, framleiðslu- og markaðsáætlun fyrir vöruna eða þjónustuna sem ákveðið er að framleiða. Að þessu sinni kom hópurinn með hugmynd að framleiðslu fatnaðar fyrir nýbura. Um er að ræða samfellu fyrir nýbura sem fæðast á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Ólöf Snæbjörg Guðmundsdóttir, sem jafnframt átti þessa skemmtileg hugmynd, kom einnig með tillögu um að prenta mynd á samfelluna eftir listamann af Suðurnesjum. Að þessu sinni er listamaðurinn Sigríður

FLUTNINGASPÁ DAGSINS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

Karólína Magnúsdóttir en hún er einnig nemandi á námskeiðinu. Fyrirhugað er að verkefnið lifi áfram og á næsta ári verði gefin samfella með mynd eftir annan listamann. Verkefnið gæti þá þróast út í að bjóða listamönnum á svæðinu að kynna verk sín og síðan færi fram lýðræðislegt val á verki á næstu samfellu. Áætlað er að allt að 150 börn fæðist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á árinu 2019. Hvert barn sem fæðist á deildinni fær samfellu gefins og getur notað eftir að heim er komið. Þá var styrktaraðilum verkefnisins þakkað við afhendingu fyrstu samfellunnar á sjúkrahúsinu í síðustu viku, Lindex fyrir að leggja til þennan vandaða fatnað sem samfellurnar eru, Nettó og Reykjanesapóteki fyrir framlag sitt vegna ásetningar listaverksins á samfellurnar og síðast en ekki síst Samvinnu MSS fyrir að bjóða upp á þetta námskeið.

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


SJÓMANNA-

OG FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN

SJÓARINN SÍKÁTI

31. MAÍ - 2. JÚNÍ FJÖLBREYTT DAGSKRÁ FYRIR ALLA ALDURSHÓPA FÖSTUDAGUR 31. MAÍ

. GÖTUGRILL . LITASKRÚÐGANGA . HREIMUR ÖRN . BRYGGJUSÖNGUR . PÁLL ÓSKAR . BANDMENN . HLJÓMSVEITIN HEIÐUR LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ

. SJÓARA SÍKÁTA MÓTIÐ . SKEMMTISIGLING . BYLGJULESTIN . SIRKUS ÍSLANDS . VIKKI KRÓNA . LATIBÆR . REGÍNA OG SELMA . BMX BRÓS . GUNNI OG FELIX . LEIKHÓPURINN LOTTA . SÖNGSVEITIN VÍKINGAR . ÓKEYPIS Í TÍVOLÍ . VELTIBÍLLINN . ANDLITSMÁLUN . PEPSIMAX DEILD KARLA . SJÓPYLSA Í GRINDAVÍKURHÖFN . HÓPKEYRSLA BIFHJÓLA . HESTATEYMING . KRAKKAKEYRSLA GRINDJÁNA . GG BLÚS . OPIÐ SVIÐ . PALLABALL . HLJÓMSVEITIN SWISS SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ

. SJÓMANNADSAGSMESSA . ANDLITSMÁLUN . ÓKEYPIS Í TÍVOLÍ . VELTIBÍLLINN . FISKASAFN . SJÓMANNADAGSKAFFI . HÁTÍÐAR­ HÖLD Í TILEFNI SJÓMANNADAGSINS . KODDASLAGUR . FLEKA­ HLAUP . KARARÓÐUR . KVENNAKÓR GRINDAVÍKUR . SÖNGVABORG . GUNNI OG FELIX . LATIBÆR . TÖFRAMAÐURINN DANÍEL ÖRN . HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á www.sjoarinnsikati.is. Erum líka á Facebook og Instagram.

www.grindavik.is

Í ALLT SUMAR Sýningarnar Saltfisksetrið, Jarðorka og Guðbergsstofa í KVIKUNNI. Opin kl. 10-17 alla dagana. Þórdís Daníelsdóttir sýnir verk sín á efri hæðinni í júní. SUNDLAUG GRINDAVÍKUR er opin kl. 6-21 virka daga og kl. 9-18 um helgar. Fullkomin aðstaða og nóg pláss fyrir ferðalanga á glæsilegu TJALDSVÆÐI miðsvæðis í bænum.

DÍNAMÍT

GUNNAR JÚL DÍNAMÍT

Gunnar Júl

GUNNAR JÚL.IS

Dínamít

DÍNAMÍT

Dínamít ehf. - grafísk hönnun

Vöfflur, kaffi og kakó til sölu í Kvikunni til styrktar 3. flokki kvenna í knattspyrnu.

DÍNAMÍT ehf. - grafísk hönnun

Candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu í Ellubúð Slysavarnardeildarinnar Þórkötlu

DÍNAMÍT ehf. - Grafísk hönnun - Gunnar Júl

ALLA HELGINA


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Sjórinn heillaði mig

Guðmundur Óli Sigurgeirsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður.

Byrjaði á sjó eftir fermingu – Guðmundur Óli segir tekjurnar hafa haft mikið að segja að hann vann alla tíð á sjó VIÐTAL

Andrés Pétursson, skipstjóri á Hafdísi SU 220.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

– segir Andrés Pétursson, skipstjóri í Grindavík „Pabbi var skipstjóri og ég fór fyrst á sjó með honum svona 15 til 16 ára. Ég var sjóveikur í byrjun en það sjóaðist til. Ég prófaði seinna að vinna í landi en það átti ekki við mig, sjórinn heillaði mig meira. Launin á sjó voru góð og það hafði auðvitað áhrif,“ segir Andrés Péturesson, 42 ára skipstjóri í Grindavík. Andrés fór í skipstjórnarnám árið 2000 og er skipstjóri í dag. „Þetta starf á vel við mig en ég viðurkenni að eftir að ég eignaðist fjölskyldu þá er fjarveran erfiðari. Þetta starf er fínt tekjulega séð en ekki fjölskyldulega séð. Þetta er kannski bara eins og hver önnur vinna þannig, að ef þú vilt þéna vel þá þarftu að vinna mikið. Menn geta tekið sér frí ef þeir vilja en hér áður fyrr var róið út í eitt og keyrt á þessu. Í dag er meiri sveigjanleiki,“ segir Andrés sem staddur var um borð í línubátnum Hafdísi SU 220, að ganga frá bátnum fyrir sumarfrí. „Það er nú svona þegar kvótinn er búinn þá verða menn að taka sér frí allt sumarið. Þá er gott að hafa lagt fyrir

og geta tekið sér frí. Einhverjir fara að vinna við eitthvað annað á sumrin á meðan báturinn er í landi. Þegar menn taka langt stopp frá sjónum þá er einhver velgja í þeim þegar þeir fara aftur á sjó en það lagast fljótt. Ég tek mér frí í sumar og ætla að njóta þess að vera með fjölskyldunni, æðislegt og allt óráðið hvað við gerum en ég hlakka til sumarsins. Ég þarf samt að kíkja á bátinn og hafa eftirlit með honum,“ segir Andrés og brosir þegar hann talar um fríið framundan.

að hann ætli að taka þátt í hátíðinni með fjölskyldunni. „Já, við tökum þátt, þetta er flott hátíð upp á tíu hjá Grindvíkingum. Það er að koma stemning í fólkið sem er duglegt að mæta á viðburðina. Þetta verður gaman.“

„Maður byrjaði snemma að beita, svona fljótlega eftir fermingu. Svo vann ég í frystihúsi þar til ég fór á sjó sautján ára gamall. Ég valdi starfið vegna góðra tekna. Mér fannst þetta ekkert voða skemmtilegt enda mikil fjarvera frá fjölskyldunni,“ segir Guðmundur Óli Sigurgeirsson, 83 ára fyrrverandi skipstjóri í Grindavík. Guðmundur var á mörgum bátum á sinni starfstíð og flestir hafa róið frá Grindavík. Seinna fór hann í skipstjórnarnám og vann svo við sjómennsku allt sitt líf. „Ég hef verið stýrimaður, skipstjóri og svo útgerðarmaður með eigin bát í félagi við aðra.“ segir Guðmundur Óli sem segist búa í raðhúsi ásamt eiginkonu og er hress. „Ég er að fara heim að slá blettinn

og vantaði bensín á sláttuvélina. Mér finnst bæjarhátíðin flott hér í Grindavík en ég skreyti nú voða lítið en kíki á hátíðina og hef gaman af því. Einu sinni var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt, það er virðingarvert að Grindvíkingar skuli ennþá halda upp á þennan dag,“ segir Guðmundur Óli um leið og við kveðjum með myndatöku niður við sjó.

Sjómannadagurinn skiptir máli

„Fríið mitt byrjar með Sjóaranum síkáta sem mér finnst flott bæjarhátíð og virðingarvert að halda heiðri sjómanna með þessum hætti á meðan önnur bæjarfélög hafa lagt niður þessi hátíðarhöld, það finnst mér skítt. Hvað myndi fólk segja ef við legðum niður og hættum að fagna 17. júní? Sjómannadagurinn er svo tengdur íslensku þjóðinni,“ segir Andrés ákveðinn og bætir við

Vegleg fjölskyldudagskrá á Sjóaranum síkáta í Grindavík Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins haldin um Sjómannadagshelgi, að þessu sinni 31. maí – 2. júní 2019, til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Hátíðin hefur vaxið með hverju ári, með fjölbreyttri dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Líkt og undanfarin ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi.

Grindvíkingar efla bæjarhátíð sína ár frá ári

Á sama tíma og hefðbundin hátíðarhöld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Mikið er lagt upp úr því að Sjóarinn síkáti sé fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Hátíðin er haldin í 24. sinn í ár. Segja má að Sjóarinn síkáti sé fyrsta bæjarhátíð sumarsins á landsvísu. Aðsókn hefur verið mjög góð undanfarin ár. Grindvíkingar eru metn-

aðarfullir og sífellt að þróa og gera bæjarhátíð sína enn glæsilegri. Meðal atriða í ár eru bryggjusöngur sem Hreimur Örn stýrir, Bryggjuball með Páli Óskari og Bandmönnum, fjölbreytt fjölskyldudagskrá á hátíðarsviði, skemmtisigling úr Grindavíkurhöfn, sjópylsa fyrir börn og aðra ofurhuga, fiskasafn á bryggjukantinum, hestateyming, krakkakeyrsla Grindjána auk alvöru koddaslags, flekahlaups og kararóðurs fyrir alvöru hreystimenni og konur. Þá eru tónleikar og uppákomur hjá þeim fjölmörgu veitingastöðum sem finna má í Grindavík. Ókeypis verður í leiktæki á hafnarsvæðinu.

Guðmundur Ólafsson og Þórir Egilsson, starfsmenn hjá Köfunarþjónustu Sigurðar ehf.

Þeir vinna neðansjávar fyrir sjómenn Það eru mörg fyrirtæki sem koma óbeint að sjómennsku. Eitt þessara fyrirtækja er Köfunarþjónusta Sigurðar ehf. en starfsmenn þaðan voru staddir á bryggjunni þegar blaðamaður Víkurfrétta var á kajanum. Guðmundur Ólafsson er sportkafari og Þórir Egilsson er atvinnukafari að mennt en þeir voru á leið til starfa fyrir línubátinn Hafdísi SU 220. „Við erum alltaf að vinna með sjómönnum út um allt land og sjáum um það sem þarf að gera neðansjávar,“

segir Þórir og Guðmundur bætir við: „Nú erum við að þrífa vatnstank, skera úr skrúfunni spotta og fleira. Svo sjáum við um að skipta um keðjur á flotbryggjum en þær ryðga og tærast með tímanum.“ „Þetta er mjög fjölbreytt starf og skemmtilegt. Á meðan ég kafa þá sér Gummi um allt að ofanverðu. Ég er tengdur við kapal sem sér mér fyrir lofti, myndavél, ljósi og samskiptum en þetta er allt tekið upp á myndband,“ segir Þórir.

Hafa þeir félagar hugsað sér að fara á Sjóarann síkáta um helgina? „Mér finnst þessi bæjarhátíð frábær og mikill metnaður hjá Grindvíkingum í allri dagskránni. Ég fer hingað með fjölskylduna til að fagna sjómannadeginum með bæjarbúum,“ segir Guðmundur. „Já ég er sammála, það er mjög flott hjá Grindvíkingum að heiðra sjómenn á þennan hátt enda er öflug útgerð hérna,“ segir Þórir.


Tilboð gilda til 5. júní eða á meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

GARÐPARTÝ!

u Skoðaðn á tilboði.is byko

Kílóvött

Brennarar

4,1

Tilboðsverð

1

Tilboðsverð

20%

Ferðagasgrill

Porta-Chef 120 ryðfrír brennari, eldunarsvæði: 46 x 31 cm. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni.

Kílóvött

25%

Gasgrill

ROYAL 320 með þremur ryðfríum brennurum, og grillgrindum úr pottjárni sem hægt er að snúa við.

55.996

Kílóvött

8,8

Brennarar

3

Brennarar

10,8 2+1

25%

Almennt verð: 69.995

20%

Tilboðsverð Vélasett One+

Tilboðsverð

Vélasett inniheldur 1x2,0Ah og 1x5,0Ah Lithium rafhlöður, hleðslutæki(2,0Ah/klst), borvél - 50Nm 2 gíra, hraði 0-500/0-1800 rpm, hjólsög sagarblað 165mm, stingsög - strokulengd 25mm og vasaljós - LED.

Rafmagnssláttuvél GC-EM 1030, 1000W sláttuvél fyrir minni garða.

14.246

67.196

74830020

Almennt verð: 18.995

7133003579

Almennt verð: 83.995

Tilboðsverð

Stjúpur

995 55092000

Almennt verð: 1.495

10 stk.

Ýmsir litir

ROGUE R365, SIZZLE-ZONE™ hliðarbrennari, grillgrind 51x45 cm, grillgrindur úr ryðfríu stáli.

78.746 Almennt verð: 104.995

50657526

Almennt verð: 36.455

Gasgrill

506600037

50657512

29.164

Tilboðsverð

20% afsláttur af öllum blómapottum & sumarblómum

Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

20%


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Tveir hnífjafnir dúxar úr Grindavík – 86 nemendur útskrifuðust á vorönn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

riftinni. Það var þétt setið og hátíðarstemmning á sal FS í útsk

Það var myndarlegur hópur nemenda sem fékk viðurkenningu á vorönn 2019. VF-myndir/pket.

Tvær stúlkur úr Grindavík voru hnífjafnar á vorönn fyrir stúdentspróf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þær Áslaug Gyða Birgisdóttir og Kleópatra Th. Þengilsdóttir voru báðar með 8,98 í meðaleinkunn. Að þessu sinni útskrifuðust 86 nemendur; 65 stúdentar, tólf luku verknámi og sjö útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku sjö nemendur prófi af starfsbraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 37 og karlar 49. Alls komu 59 úr Reykjanesbæ, fjórtán úr Suðurnesjabæ, tíu úr Grindavík og einn úr Hafnarfirði, Borgarnesi og frá Noregi. og Hólmar Ingi Sigurgeirsson nýstúdentar á rafgítar og Dagný Halla Ágústsdóttir nýstúdent söng. Með þeim léku Kristberg Jóhannsson og Ásgeir Aðalsteinsson.

Viðurkenningar veittar

Dúxarnir úr Grindavík, Áslaug Gyða og Kleópatra. Forsetinn mælir ekki með frjálsri mætingu nemenda

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Hún kom inn á heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar en hann svaraði aðspurður þegar hann kom í skólann í Suðurnesjaheimsókn að hann teldi

það ekki ráðlegt að nemendur hefðu frjálsa mætingu í náminu en þrjú ungmenni úr skólanum sögðu nýlega að það þyrfti að skoða mætingarmál betur, m.a. með tilliti til veikinda. Jón Ragnar Magnússon nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Ólafur Baldvin Sigurðsson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni léku Vilhjálmur Páll Thorarensen

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Skiptinemarnir Gabriela Beck Cordeiro og Luca Amato fengu gjöf til minningar um veru sína í skólanum. Jón Ragnar Magnússon, Ólafur Ingi Hansson og Ragnar Snorri Magnússon fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Lovísa Lóa Annelsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði, Aníta Ólöf Elínardóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir fyrir árangur sinn í viðskiptagreinum, Elma Rún Kristinsdóttir fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum og þá fékk Katrín Ísafold Guðnadóttir gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum. Íris Helga Hafsteinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í myndlist, Gunnhildur Björg Baldursdóttir fyrir sögu, Kamilla Sól Viktorsdóttir fyrir stærðfræði og Ólafía May Elkins fyrir góðan námsárangur. Fannar Ingi Arnbjörnsson hlaut viðurkenningu

fyrir góðan árangur í Íslandsmóti iðn- og verkgreina þar sem hann varð í öðru sæti í húsasmíði. Lovísa Kristín Þórðardóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum og hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í samfélagsgreinum. Kleópatra Th. Þengilsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á listnámsbraut myndlistarlínu og fyrir árangur sinn í myndlist. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi. Richard Dawson Woodhead fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina en hann varð þar í þriðja sæti í vefþróun. Richard fékk einnig gjöf frá Kosmos og Kaos fyrir góðan árangur í vefforritun, 75.000 kr. skólastyrk frá DMM lausnum vegna náms í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði fyrir góðan árangur í forritun og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi. Karl Dúi Hermannsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Hann fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir stærðfræði og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Vilhjálmur Páll Thorarensen fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og eðlisfræði, Atli Geir Gunnarsson fyrir efnafræði og stærðfræði. Brynjar Atli Bragason fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum, efnafræði og spænsku. Áslaug Gyða Birgisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Hún fékk síðan viðurkenningu fyrir árangur sinn í eðlis- og efnafræði og gjöf frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir góðan árangur í efnafræði. Áslaug Gyða fékk gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Milosz Wyderski fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í spænsku, stærðfræði, ensku, viðskiptafræði og viðskiptagreinum og hann fékk fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði.

Peningastyrkir og spjaldtölvur

Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlutu þær Áslaug Gyða Birgisdóttir og Kleópatra Th. Þengilsdóttir báðar 100.000 kr. styrk en þær voru báðar með 8,98 í meðaleinkunn. Áslaug Gyða og Kleópatra fengu einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhenti Jón Ragnar Magnússon formaður nemendafélagsins þau verðlaun. Það voru þau Birgir Örn Hjörvarsson og Elva Rún Davíðsdóttir sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Anna Karen Björnsdóttir og Arndís Lára Kristinsdóttir fengu 25.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku.

Kennarar sem láta af störfum

Við lok athafnarinnar voru þau Elísabet Karlsdóttir sálfræðikennari og Ólafur Baldvin Sigurðsson rafiðnakennari kvödd en þau láta nú bæði af störfum við skólann. Við það tækifæri var Elísabetu veitt gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hefð er fyrir því að veita starfsmönnum skólans þá viðurkenningu eftir 25 ára starf. Ólafur hafði þegar fengið slíka viðurkenningu.


JARÐVANGSVIKA REYKJANES GEOPARK Dagana 27. maí - 8. júní 2019 fer fram Geoparkvika á Reykjanesi í sjöunda sinn. Sambærilegar vikur fara fram í öllum evrópskum jarðvöngum um þetta leyti árs. Markmiðið er að gefa íbúum og gestum kost á að kynnast jarðsögu og menningu svæðisins með fjölbreyttum uppákomum. DAGSSKRÁ ———

27.5-8.6 – REYKJANES GEOPARK Í BÓKUM Bókasöfnin fimm á Suðurnesjum munu dagana 27. maí – 8. júní kynna sérstaklega bækur sem fjalla um sögu, mannlíf, náttúrufar og útivist í Reykjanes Geopark. 27.5 – ÚTIVIST Í GEOPARK – HRAUNAHRINGURINN MEÐ WAPPINU OG VESENI OG VERGANGI Fyrsta ganga sumarsins á vegum Útivist í Geopark. Gengið er um svæðið þar sem Mið-Atlantshafshryggurinn rís úr sæ. Gengið er frá bílastæði við Reykjanesvita um misgengi á mörkum Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, að vitanum á Skemmum, yfir Skálafell og að Gunnuhver áður en haldið er til baka að bílastæðinu við Reykjanesvita. Vegalengd: 7 km. Hækkun: 58 m. Erfiðleikastig: meðal.

reykjanesgeopark.is — visitreykjanes.is

1.6 – ELDFJALLADAGUR JARÐVANGA Í EVRÓPU – FRÆÐSLUFUNDUR Í DUUS SAFNAHÚSI Í tilefni af eldfjalladegi jarðvanganna í Evrópu býður Reykjanes jarðvangur upp á fræðsluerindi og umræður fyrir íbúa og aðra gesti í bíósalnum í Duus safnahúsi kl. 10:30-12:00. Boðið verður upp á kaffi og kaffiveitingar. Daníel Þórhallsson meistaranemi í jarðfræði við Háskóla Íslands kynnir meistaraverkefnið sitt ,,Jarðfræði fyrirbrigði og breytingar á Reykjaneshrygg‘‘. Elísabet Pálmarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið ,,Náttúruvávöktun á Reykjanesi – vöktun og virkni síðustu ár‘‘ Þóra Björg Andrésdóttir, jarðfræðingur og safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslandi flytur erindið ,,Eldvirkni og eldgosavá á Reykjanesskaga‘‘ 3.6 – NÁMSFERÐ FYRIR STARFSFÓLK Í FERÐAÞJÓNUSTU Mánudaginn 3. júní n.k standa Reykjanes Geopark og Markaðsstofa Reykjaness fyrir kynnisferð um Reykjanesið fyrir starfsfólk upplýsingaveita og ferðaþjónustufyrirtækja. Markmið með námskeiðinu og ferðinni er að efla þátttakendur í upplýsingag jöf og þjónustu við gestinn en ekki síst að gefa þeim tækifæri á að fræðast meira um Reykjanesið. Skráðu þátttöku með því að senda póst á markadsstofa@visitreykjanes.is

5.6 – FUGLA OG FJÖRUFERÐ MEÐ ÞEKKINGARSETRI SUÐURNESJA Fugla- og fjöruferð á Garðskaga frá kl. 17:00-18:00. Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja mun leiðbeina fólki við fuglaskoðun og fræða það um lífríki fjörunnar. Nauðsynlegt er að vera í vatnsheldum skóm og gott að hafa með sér sjónauka til að skoða fuglana. 8.6 – FJÖLSKYLDURATLEIKUR MEÐ ÞEKKINGARSETRI SUÐURNESJA Fjör í fjörunni í Þekkingarsetri Suðurnesja. Skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna sem fer fram í Þekkingarsetrinu og nágrenni þess og tekur um klukkustund. Nauðsynlegt er að vera á bíl og klædd í samræmi við veður. Ókeypis aðgangur verður að sýningum setursins fyrir þá sem taka þátt í ratleiknum sem verður í boði frá kl. 13:00-17:00. 8.6 – HREINSUM KROSSVÍK – DAGUR HAFSINS Blái herinn, Reykjanes Geopark og Samband fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) standa að hreinsunarátaki í Krossvík í tilefni af Degi hafsins frá kl. 13:00 – 15:00. Þeir sem vilja legg ja átakinu lið eru boðnir hjartanlega velkomnir með í för. Við bendum á að nota fjölnota hanska sem hægt er að þvo eftir hreinsunina, auk þess sem fjölnota innkaupapokarnir henta vel undir smærra rusl. Þá viljum við benda fólki á að vera í góðum skóbúnaði þar sem undirlag getur verið varasamt í fjörunni og klæða sig eftir veðri. Fiskikör verða á svæðinu til að losa úr pokunum. Eftir hreinsun verður þátttakendum boðið upp á hressingu. Sérstaklega er vakin athygli á því að þessi hreinsun hentar yngstu kynslóðinni illa þar sem svæðið getur verið erfitt yfirferðar og það tekur um 25 mínútur að ganga í víkina. Þátttakendum er bent á bílastæðið við Gunnuhver að austanverðu. Nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar má finna inná reykjanesgeopark.is.

VIÐ HVETJUM YKKUR TIL AÐ TAKA ÞÁTT OG FÁ SEM FLESTA MEÐ Í FÖR.

United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization

Reykjanes UNESCO Global Geopark


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Rifja upp herstöðina í bakgarðinum – Ný sýning í Duus Samtímis Fjölskyldumynstri verður sýningin „Varnarlið í verstöð“ opnuð í Duus Safnahúsum en Byggðasafn Reykjanesbæjar stendur að baki sýningarinnar. Helgi Valdimar Viðarsson Biering stýrir söfnun varnarliðsmuna hjá Byggðarsafninu en til sýnis verða ýmsir munir frá tímum Varnarliðsins á Íslandi, þar á meðal braggi og herjeppi, sem hvort tveggja gjörbreytti miklu í íslensku samfélagi. „Hvernig var fyrir íbúa í þessu litla sjávarþorpi, sem Keflavík var þá, að fá þessa stóru herstöð í bakgarðinn

hjá sér? Þetta hefur verið gjörbylting. Ég kem til með að segja frá BA-ritgerðinni minni og við ætlum að bjóða fólki að koma og segja sögur frá þessum tíma. Sýningin kemur til með að standa fram yfir Ljósanótt. Það er virkilega gaman og spennandi að rifja þetta upp. Fyrir grúskara eins og mig þá er maður svolítið að rífa upp gamlar torfur,” segir Helgi. Sýningin er fyrir alla þá sem áhuga hafa á samskiptum fólks, sögu og hernum. „Ég held að flestir geti fundið hér eitthvað sem höfðar til þeirra.“

Sýnir frá fjölskyldusögu í Listasafni Reykjanesbæjar Fjölskyldumynstur, sýning listakonunnar Erlu S. Haraldsdóttur, opnar á föstudaginn næsta klukkan 18 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur ný málverk og lithographíur byggðar á fjölskyldusögu og endurminningum en Erla fann tengingar við myndefnið í abstrakt-mynstrum Ndbele ættbálksins sem hún kynnti sér í vinnustofudvöl í Suður Afríku. Myndirnar sem Erla S. sýnir eru meðal annars komnar vegna áhuga hennar á að kynnast uppruna sínum, formæðrum og ættkonum. Samtímis því að Erla S. kynnir sér menningararf kvenna í annarri heimsálfu minnir hún á að í dag lifum við í heimsþorpi þar sem ólíkir menningarheimar þurfa að vinna saman í sátt og samlyndi.

Útilistaverkahjólreiðatúr í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar bregst við kallinu og tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ með því að bjóða upp á léttan og skemmtilegan hjólreiðatúr á milli ýmissa útilistaog umhverfisverka í bænum. Túrinn er ætlaður öllum, háum sem lágum, og verður farið yfir í rólegheitunum svo allir geti notið. Lagt verður af stað frá suðurenda Duus Safnahúsa, laugardaginn 1. júní kl. 10 og hjólað í næsta nágrenni (frá Duushúsum að Skólavegi). Ferðin er öllum opin og er hugmyndin að eiga saman góða morgunstund.

Auk hefðbundinna málverka Erlu S. eru á sýningunni mynstur unnin beint á veggi og hafa nokkrir nemendur úr málaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík aðstoðað við gerð þeirra. Sýningin stendur til 18. ágúst en safnið er opið alla daga frá klukkan 12 til 17.

Verk úr safneign - Málverk, skissur og steindir gluggar Sú hefð hefur skapast á liðnum árum að á einni af sumarsýningum Listasafns Reykjanesbæjar eru sýnd verk úr eigu safnsins. Að þessu sinni verða sýnd verk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara en fjölskylda Benedikts gaf safninu nokkur málverk í vor ásamt skissum af steindum gluggum sem Benedikt vann fyrir Keflavíkurkirkju árið 1977. Þegar kirkjan var færð til upprunalegs horfs árið 2012 voru gluggarnir teknir niður og settir í geymslu en nú má sjá sex þessara glugga á sýningunni í Bíósal. Safnið er opið alla daga frá 12 til 17.

Pólskir þjóðlagatónleikar í Duus Safnahúsum

Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, besti afi og bróðir,

ALBERT SIGURJÓNSSON, Ásvöllum 2, Grindavík,

lést í faðmi stórfjölskyldunnar miðvikudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, mánudaginn 3.júní kl.14. Svanhvít Daðey Pálsdóttir Þórkatla Sif Albertsdóttir Þorleifur Ólafsson Þórey Tea, Albert, Jóhann Daði, Sif Margrét Albertsdóttir Steinn Freyr Þorleifsson Þorleifur Freyr Sigurpáll Albertsson Katarzyna Kujawa Hallgrímur Sigurjónsson, Rúnar Sigurjónsson

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Hér er nokkuð sem unnendur þjóðlagatónlistar eða bara tónlistar almennt ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. Sunnudaginn 2. júní kl. 15 býðst einstakt tækifæri til að hlýða á tónleika með pólska þjóðlagahópnum WATRA

sem kemur hingað til lands á vegum pólska sendiráðsins á Íslandi í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Jó-

hannes Páll páfi II heimsótti Ísland árið 1989. Tónleikarnir fara fram í Bíósal Duus Safnahúsa og eru allir velkomnir. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. WATRA flokkurinn kemur úr fjallaþorpinu Czarny Dunajec og leikur þjóðlagatónlist frá Podhale og Carpathian héruðum Póllands. Stjórnandi er Stanislaw Bukowski. Á þrjátíu ára starfsævi flokksins hefur hann haldið meira en 500 tónleika í Póllandi, Svíþjóð, Úkraínu, Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Flokkurinn er jafnan skipaður tólf tónlistarmönnum og munu fimm þeirra koma fram á Íslandi 1. og 2. júní við þetta tilefni. Þjóðlagahópurinn kemur fram þennan sama dag í kaþólskri messu á Ásbrú en sóknarkirkjan þar er einmitt kirkja heilags Jóhannesar Páls II og starfar undir vernd hans en páfinn var tekinn í dýrlingatölu þann 27. apríl 2014.

Sjómannamessa í Duus Safnahúsum á sjómannadaginn Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Duus Safnahúsum og verður það gert með sama hætti í ár. Sunnudaginn 2. júní kl. 11 verður sjómannamessa á vegum Keflavíkurkirkju í Bíósalnum og eftir messuna verður lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu fyrir tilstilli Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Sumarmessur kirknanna á Suðurnesjum 2. júní

7. júlí

Sjómannadagur Keflavíkurkirkja Messa í Duushúsi Grindavíkurkirkja

Kvöldmessa kl. 11 kl. 12:30

Hvalsneskirkja

Kl. 11

Útskálakirkja

kl. 14

Helgistund á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Helgistund á hjúkrunarheimilinu Hlévangi

kl. 14:15 kl. 15

Útskálakirkja

14. júlí Kvöldstund Ytri-Njarðvíkurkirkja

9. júní Keflavíkurkirkja

kl. 11

Kirkjuvogskirkja

kl. 12:20

Víðihlíð - Grindavík

kl. 11 kl. 12.30

kl. 10 kl. 12:30

23. júní

Kaffiveitingar í Kirkjulundi

Kirkjuvogskirkja - Grindavíkurkirkja

kl. 20

11. ágúst Ytri-Njarðvíkurkirkja

kl. 20

30. júní

kl.11

18. ágúst Kvöldmessa

Göngumessa Keflavíkurkirkja – Göngumessa um gamla bæinn

kl. 13

Guðsþjónusta

Kvöldmessa Hvalsneskirkja

Púttað, sungið og spilað á púttvelli við Mánagötu

Kvöldstund í kirkjunni

Lýðveldishátíð

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Púttmessa

28. júlí

17. júní Grindavíkurkirkja

kl. 20

21. júlí

Hvítasunnuhátíð

Ytri-Njarðvíkurkirkja

kl. 20

Keflavíkurkirkja kl. 20

kl. 20


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Pabbi er fyrirmynd mín í þessu starfi

– segir Bjarney Sólveig Annelsdóttir sem er nýskipaður yfirlögregluþjónn við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og þar með fyrsta konan sem gegnir því mikilvæga starfi hér á landi. Yfirlögregluþjónn er næstur fyrir neðan lögreglustjóra en því starfi gegnir Ólafur Helgi Kjartansson hér á Suðurnesjum. VIÐTAL

Yfir almennri deild og rannsóknardeild

Baddý er hún ávallt kölluð og verður fertug í næsta mánuði. Hún er gift Sigurði Kára Guðnasyni, lögregluþjóni, og eiga þau þrjú börn saman. Baddý er sjálf elst í fjögurra systkina hópi. Hún á þrjá yngri bræður, tveir þeirra starfa sem tollverðir. Foreldrar hennar eru Annel Jón Þorkelsson og Dóra Fanney Gunnarsdóttir. Faðir hennar, Annel, er lögregluþjónn og segir Baddý það hafa haft mikil áhrif á sig þegar hún sá pabba sinn í lögreglubúningi í fyrsta sinn.

Ég var rosalega stolt af pabba mínum. Mér fannst mjög merkilegt og spennandi að pabbi væri lögga ...

Pabbi með þrjár tölur hnepptar

„Ég var níu ára gömul þegar pabbi byrjaði í löggunni og ég man alltaf hvað hann var flottur og fínn þegar hann var búinn að klæðast búningnum á leið á fyrstu vaktina sína. Ég var rosalega stolt af pabba mínum. Mér fannst mjög merkilegt og spennandi að pabbi væri lögga en hann vann áður í fiski og tók U beygju þegar hann varð lögregluþjónn. Pabbi var flottur í lögreglubúningnum með hvítt kaskeiti á höfðinu, í glansandi svörtum lakkskóm og með þrjár tölur hnepptar. Þessir gömlu búningar fannst mér mjög virðulegir. Ég veit ekki hvort þetta hafi haft áhrif á ákvörðun mína seinna meir, að fylgjast með pabba mínum þegar ég var lítil, en eftir að ég fékk stúdentspróf árið 1999 ákvað ég að sækja um sumarstarf í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og fékk starfið. Ég man vel eftir konunum sem voru með þeim fyrstu hér suður frá til að gegna starfi innan lögreglunnar, til dæmis

Baddý ásamt föður sínum Anneli Jóni Þorkelssyni. þeim Heiðrúnu og Brynju. Annars var ég bara venjuleg stelpa þegar ég var lítil, lék mér með dúkkurnar mínar og svona. Ég var samt mjög forvitin sem barn og las dagblöðin því ég vildi fylgjast með því sem var að gerast í kringum mig. Í grunnskóla var ég alltaf mjög ábyrgðarfull og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, meira að segja hjálpaði ég stundum kennaranum að fá krakkana til að þegja. Ég fékk oft þá athugasemd frá

kennurum að ég yrði mjög líklega sjálf kennari seinna meir.“

Ætlaði fyrst að verða viðskiptafræðingur

Hugurinn stefndi á viðskiptafræði en hjartað fékk að ráða för þegar Bjarney valdi sér framtíðarstarfið. „Þegar ég byrjaði sjálf í lögreglunni þá hvöttu mamma og pabbi mig áfram og studdu. Ég var mjög stolt þegar ég klæddist sjálf í fyrsta sinn lögreglubúningi og skynjaði vel ábyrgðina

sem fylgir þessu starfi en innra með mér var einnig ótti. Eitt er að langa í starfið en annað að vera komin í gallann á leið á fyrstu vaktina sína. Þetta sumar vann ég aðallega í hliðinu við varnarsvæðið. Þarna vorum við aðeins tvö á vakt, ég og amerískur hermaður. Þetta voru allt aðrir tímar en í dag þegar lögreglan hefur stórmannað gæsluna til dæmis í kringum flugvöllinn vegna breyttra heimsmála, mansals og fleira. Þarna sinntum við saman gæslu í hliðinu og lögreglan sá um eftirlit á varnarsvæðinu. Ég ætlaði ekkert að ílengjast í þessu starfi en fékk ráðningu í rúmt ár eða þar til ég ákvað að slíta á naflastrenginn við foreldra mína og fara að heiman 21 árs í nám að Bifröst. Óskar Þórmundsson var yfirlögregluþjónn á þessum tíma, alveg yndislegur maður og hann sagði við mig þegar ég fór í viðskiptafræði á Bifröst; „Já, já, Baddý mín, þú kemur aftur, því þú ert lögga.“ En ég

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

vildi fara út fyrir þæginda­rammann og fara að heiman enda ætlaði ég að verða ríkur viðskiptafræðingur en ekki lögga. Þegar ég var næstum búin þar með námið fannst mér þetta hundleiðinlegt og ákvað að sækja um í Lögregluskólanum fyrir árið 2003. Á þessum tíma var ákveðin valnefnd sem valdi nemendur inn í skólann. Ég vissi að ég yrði að fara í námið, sótti um og fékk inni. Ég vildi vinna með hjartanu en ekki hausnum en það geri ég í lögreglunni þó ég noti auðvitað heilbrigða skynsemi einnig í starfinu.“

Vissi að ég var á réttri hillu í lögreglunni

Mörg skemmtileg tækifæri opnuðust hjá Baddý eftir nám í Lögregluskólanum en hún ákvað einnig að klára BS nám í viðskiptafræði og hefur því breiðan grunn menntunar í dag. „Ég kláraði Lögregluskólann og við útskriftina í Bústaðarkirkju vissi ég að ég var á réttri hillu. Ég fékk gæsahúð í athöfninni og hafði aldrei fundið þetta áður svona sterkt, ekki nema þegar ég eignaðist börnin mín. Ég var ein af þremur nemendum sem fengu hæstu einkunn og var einnig valin lögreglumaður skólans. Þetta var mikill heiður og ég var mjög stolt. Eftir þetta starfa ég við lögregluna í Hafnarfirði í eitt ár og klára einnig BS í viðskiptafræði. Svo var haft samband við mig frá Lögregluskóla ríkisins og mér boðið að kenna þar sem ég og þáði.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

11

DAGBÓK LÖGREGLU

Á þessum árum var miðbærinn í Keflavík stappaður um helgar og margir á rúntinum sem náði alveg upp á gömlu Aðalstöðina. Það var mun meiri hasar á þessum árum ...

Þetta var frábært tækifæri. Þarna var ég 26 ára og kenndi við skólann í tæp sjö ár. Svo fann ég að mig langaði aftur í lögregluna, Keflavík togaði í mig og ég réði mig þangað. Mér leið strax vel þar. Við erum eins og ein stór fjölskylda, mórallinn er góður og húmorinn frábær þá og nú. Það verður að vera því starfið er krefjandi og getur verið erfitt. Þetta voru allt önnur verkefni og stundum erfið samskipti við fólk sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. Á þessum árum var miðbærinn í Keflavík stappaður um helgar og margir á rúntinum sem náði alveg upp á gömlu Aðalstöðina. Það var mun meiri hasar á þessum árum í miðbænum okkar. Í dag er þessi hlið á starfinu mjög breytt og jafnvel hvað varðar útivistartíma barna því börn eru ekki eins mikið úti.“ Hvað þarf til þess að verða lögregluþjónn? Margir eiga þann draum frá unga aldri að starfa með lögreglunni þegar þeir verða fullorðnir en hvað þarf til þess? Þú þarft að hafa stúdentspróf og hreint sakavottorð. Þú þarft einnig að standast þrekpróf og vera íslenskur

Meintir fíkniefnasalar handteknir

ríkisborgari. Mikilvægt er að þú talir góða íslensku. Baddý hafði þetta að segja fyrir þá sem langar að starfa í lögreglunni: „Lögreglustarf er ekki fyrir alla og þú finnur það fljótt hvort það hentar þér. Flestir fara í lögregluna af hugsjón en ekki út af launaumslaginu. Maður finnur það að fólk sem starfar í lögreglunni eru fyrirmyndir og þegar við erum ekki í búning þá er samt fylgst með okkur því margir vita hverjir starfa við löggæslu í bænum okkar. Við viljum fjölga fólki af erlendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið.“ Hefur hún nýjar hugmyndir varðandi nýja starfið? Þegar komið er inn á skrifstofu núverandi yfirlögregluþjóns rekur maður augun í alls konar uppbyggilegar bækur á hillu og á borði. Maður fær

það á tilfinninguna að Baddý sé dugleg að rækta hugann og sjálfstraustið með allskonar aðferðum. „Já, ég er dugleg að fræðast um það hvernig hægt er að styrkja sig í starfi bæði andlega og líkamlega. Við þurfum að passa okkur að lenda ekki í kulnun og þess vegna læt ég þessar bækur liggja hér frammi til þess að ýta þessari lesningu að starfsmönnum mínum. Maður þarf að þekkja sjálfan sig og mörkin sín. Ég passa upp á þetta sjálf, einnig hef ég manninn minn og fleiri til þess að ýta við mér þegar ég er farin að þreytast. Ég veit að hugleiðsla og jóga getur haft góð áhrif á fólk sem vinnur í krefjandi störfum. Áhugamál mitt er að hlaupa og rækta líkama minn enda verðum við lögreglumenn að halda okkur í góðu formi. Ég er skapstór kona sem þori að segja stopp við aðra og láta vita þegar ég er búin að fá nóg. Það eru ekki allir þannig og því þurfum við að vakta hvert annað hér í lögregluliðinu. Við þurfum að passa upp á hvert annað og halda okkur í formi

bæði andlega og líkamlega. Svona uppbyggjandi bækur hafa góð áhrif á okkur sem manneskjur. Starfsandinn er góður hér í lögreglunni og vil ég styðja við það á allan hátt. Ég vil að starfsmenn mínir leiti til mín með allt sem liggur þeim á hjarta varðandi starfið. Ég vil efla lögregluliðið bæði andlega og líkamlega. Við þurfum að vera tilbúin að fylgja straumum og stefnum. Ég vil vera vakandi yfir starfsmönnum okkar og styrkja samstarf lögreglunnar við samfélagið. Framtíðin er í þá átt að efla tengsl á milli okkar og samfélagsins. Mér finnst gaman að hafa áhrif á starfsemi okkar en við erum í stefnumótun og ætlum að birta niðurstöðurnar um mánaðamót. Hugmyndin er að tengja lögreglu og samfélag betur saman. Félagslegur stuðningur innan liðsins er mikilvægur, þarna getum við bætt hvort annað upp. Framtíðin er björt þegar við vinnum saman að bættu samfélagi.“

Ástin í lífi Baddýjar Eiginmaðurinn er einnig í lögreglunni en þau hjónin eru dugleg í líkamsrækt vegna starfsins og einnig að rækta fjölskyldu sína. „Við hjónin kynntumst í Lögregluskólanum og eigum samtals þrjú börn. Hann átti son fyrir sem er sextán ára í dag. Við eigum tvö yngri börn saman, níu ára dóttur og tveggja ára son. Stelpan okkar er skvetta og finnst gaman að foreldrar hennar séu löggur. Eldri sonurinn spurði mig hvað það þýddi að ég væri orðinn yfirlögregluþjónn svo ég útskýrði þær skyldur fyrir honum en móðir hans er einnig lögreglumaður svo hann er umvafinn löggum. Pabbi minn er lögregluþjónn einnig svo það er allt fullt af laganna vörðum í fjölskyldunni. Við hjónin hlaupum mikið og erum í líkamsrækt svo það eigum við sameiginlegt vegna starfsins. Hann styður mig í starfi og er kletturinn minn vil ég segja. Við erum algjörir heimalingar og elskum

Erlendur ferðamaður á 149 km hraða Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært nær þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Um var að ræða erlendan ferðamann. Á annan tug ökumanna voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir þar sem þeir óku um á nagladekkjum og skráningarnúmer voru fjarlægð af sjö bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Á sjúkrahús eftir fjórhjólaveltu

að vera með fjölskyldunni okkar. Ég á geggjaðan vinkonuhóp en við erum tíu talsins og höfum verið vinkonur síðan við vorum í barnaskóla lang-

NÝTT LÚKK! VF.IS OG KYLFINGUR.IS ERU KOMIN Í NÝ FÖT

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum handtekið þrjá einstaklinga vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna. Einn þeirra var handtekinn aðfaranótt sunnudags. Viðkomandi hafði í fórum sínum sex smelluláspoka með hvítu efni. Meintur viðskiptavinur var með hvítt efni í poka innan klæða. Þá var karlmaður, sem lögregla hafði tal af með átta pakkningar af kannabisefni í vasanum og játaði hann sölu fíkniefna. Ökumaður sem lögregla tók úr umferð reyndist svo vera með talsvert magn af ætluðu amfetamíni í bifreiðinni, bæði í smelluláspokum og öðrum ílátum. Einnig vog og sölubók. Viðkomandi viðurkenndi dreifingu og sölu fíkniefna. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

flestar. Þetta er svona saumaklúbbur sem hittist einu sinni í mánuði og svo á ég marga lögregluvini, bæði karla og konur. Mér þykir vænt um

fjölskyldu mína, bróðir minn skírði dóttur sína um daginn í höfuðið á mér og þá grét ég en það geri ég ekki oft,“ segir Baddý með bros á vör.

Tvær konur voru fluttar með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi í fyrradag eftir að fjórhjól sem þær voru á valt. Konurnar sem eru erlendir ferðamenn voru að aka niður brekku á gömlum vegi austan megin í Festarfjalli við Grindavík þegar slysið varð. Sú sem ók missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það fór eina eða tvær veltur. Önnur kvennanna kvartaði undan eymslum og var með áverka í andliti. Hin slapp betur og taldi sig ekki þurfa læknisaðstoð. Áður hafði orðið umferðaróhapp þegar kerra losnaði aftan úr bifreið á Grindavíkurvegi. Bifreið sem ekið var á eftir kerrunni hafnaði á henni og síðan á víravegriði. Ekki urðu slys á fólki.


12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Fjórtán íslenskir lífeyrissjóðir munu eiga 50% í HS Orku

OPTICAL STUDIO OG MATHÚS

HLUTU ÞJÓNUSTUVERÐLAUN KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

Frá afhendingu verðlaunanna í flugstöðinni. Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslanna í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical Studio. Þjónustuverðlaun veitingarstaða hlaut Mathús, sem rekið er af Lagardére. Niðurstaðan nú, sem fyrr, byggir á markaðsrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli.

❱❱ 30% hlutur HS Orku í Bláa lóninu seldur nýju félagi í eigu fjórtán lífeyrissjóða Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt rúmlega helmingshlut í HS Orku af Innergex auk þess að kaupa 12,7% hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í félaginu. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma. Fyrir átti Jarðvarmi 33,4% hlut í HS Orku. Samtals er um að ræða kaup á 66,6% hlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð hlutanna er um 47 milljarðar króna. Nýtt félag, Blávarmi slhf. sem er í eigu sömu lífeyrissjóða mun eignast 30% hlut HS Orku í Bláa lóninu. Kaupverðið er 15 milljarðar króna. Áður en til þessara viðskipta kom hafði Innergex samið um sölu á hlutum í HS Orku með fyrirvara um forkaupsrétt Jarðvarma. Sem fyrr segir ákvað Jarðvarmi að virkja forkaupsrétt sinn og leysa hlutinn til sín á sama verði og samið hafði verið um í þeim viðskiptum. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Innan félagsins er mikil þekking á eignarhaldi og rekstri orkufyrirtækja. Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt rúmlega helmingshlut í HS Orku af Innergex auk þess að kaupa 12,7% hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í félaginu. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma. Fyrir átti Jarðvarmi 33,4% hlut í HS Orku. Samtals er um að ræða kaup á 66,6% hlut í HS Orku.

Samanlagt kaupverð hlutanna er um 47 milljarðar króna. Nýtt félag, Blávarmi slhf. sem er í eigu sömu lífeyrissjóða mun eignast 30% hlut HS Orku í Bláa lóninu. Kaupverðið er 15 milljarðar króna. Áður en til þessara viðskipta kom hafði Innergex samið um sölu á hlutum í HS Orku með fyrirvara um forkaupsrétt Jarðvarma. Sem fyrr segir ákvað Jarðvarmi að virkja forkaupsrétt sinn og leysa hlutinn til sín á sama verði og samið hafði verið um í þeim viðskiptum. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Innan félagsins er mikil þekking á eignarhaldi og rekstri orkufyrirtækja. „Það er fagnaðarefni að söluferlinu sé lokið. Félagið verður í eigu tveggja öflugra og traustra hluthafa sem hafa skýr áform um stuðning við það og uppbyggingu þess til langframa. Jarðvarmi hefur verið hluthafi í félaginu frá árinu 2011 og stutt það afar vel. Við hlökkum til samstarfs við hluthafana við áframhaldandi uppbyggingu og

rekstur félagsins. Viðskiptin eru enn fremur jákvæður vitnisburður um þróun félagsins og það góða starf sem hæft starfsfólk okkar vinnur,“ segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku hf. „Með þessum viðskiptum skapast stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Framundan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð Rúdólfsson stjórnarformaður Jarðvarma og Blávarma. „Við fögnum samstarfinu við Jarðvarma um fjárfestinguna í HS Orku. Í rekstri HS Orku deila Ancala og Jarðvarmi sameiginlegri hugmyndafræði þar sem áhersla er lögð á stuðning við stjórnendur, frekari fjárfestingar og samstarf til langs tíma. HS Orka er ákjósanlegur grunnur til að vinna að frekari verkefnum á hinum áhugaverða vettvangi endurnýjanlegrar orku á Íslandi,“ segir Lee Mellor, meðeigandi Ancala Partners.

UPPBOÐ

Til hamingju með daginn ykkar sjómenn

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Sjávargata 30, Njarðvík, fnr. 2094097 , þingl. eig. Sædís Bára Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 09:00.

Isavia hefur síðustu ár verðlaunað rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli fyrir framúrskarandi þjónustu. Verslanir og veitingastaðir eru verðlaunaðir fyrir að skara fram úr í þjónustu við farþega sem fara um flugvöllinn. Litið er meðal annars til þess hvernig afgreiðslufólk nálgast viðskiptavini og hvort bæði

vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar. Isavia leggur áherslu á góða þjónustu við ferðafólk í flugstöðinni. Rekstraraðilar eru í beinum tengslum við farþega og eru hvattir til að tryggja sem besta þjónustu. Liður í því eru þjónustunámskeið og verðlaun fyrir vel unnin störf, segir í frétt frá Isavia.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

„Frú Ragnheiður“ fær góðan meðbyr

Á vormánuðum hefur Leikfélag Keflavíkur slegið í gegn með sýningunni „Allir á trúnó”. Við frágang á lokasýningingu, kom til tals að verkefnið „Frú Ragnheiður“ væri að fara af stað hjá Rauða krossinum á Suðurnesjum. Í lokahófinu kviknaði sú umræða að halda eina styrktarsýningu og tileinka hana þessu nýja verkefni. Leikararnir voru allir sammála um það og hættu því við frágang á leikmunum sýningarinnar. Á sýningunni söfnuðust tæplega 200 þúsund krónur en Leikfélag Keflavíkur ákvað að færa verkefninu „Frú Ragnheiði“ sem samsvaraði fullu húsi eða 300 þúsund krónur að gjöf. Fyrir hönd Leikfélagsins afhentu þær Halla Karen Guðjónsdóttir og Hulda Björk Stefánsdóttir Rauða krossinum á Suðurnesjum gjöfina. Við hjá Rauða krossinum, teljum gjöfina mjög rausnarlega og þökkum kærlega fyrir. Unnið hefur verið að undirbúningi skaðaminnkunar á Suðurnesjum og hefur Díana forstöðumaður Bjargarinnar ásamt Rauða krossinum á Suðurnesjum unnið þarfagreiningu þar sem komið hefur í ljós að full ástæða sé til að byrja á verkefninu. Við finnum fyrir miklum velvilja með verkefninu og hefur Bílaleigan Geysir lánað okkur bíl til eigin afnota. Bíllinn verður ómerktur smæðar samfélagsins vegna. Rauði krossinn á Suðurnesjum vill nota tækifærið og þakka þennan góða meðbyr.

Undirbúningur í fullum gangi

Stefnt er að því að verkefnið fari af stað á haustmánuðum en undirbúningur er í fullum gangi hjá Rauða Krossinum á Suðurnesjum

í samvinnu við Landsskrifstofu RKÍ. Verkefnið verður unnið eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar (Harm Reduction) sem notuð er víða í stórborgum um allan heim, í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Verkefnið miðar helst að því að draga úr þeim skaða sem vímuefnanotkun getur valdið einstaklingum hvort sem er heilsufarslegan eða félagslegan án þess þó að hafa áhrif á notkun einstaklingsins. Skaðaminnkun er samfélagslegt verkefni sem ekki einöngu veitir notendum hreinan búnað, heldur fargar honum einnig og dregur þar af leiðandi úr þeim skaða sem getur orðið í nærsamfélaginu. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á einhverskonar næringu, hlýjan fatnað og jafnvel einhverja smá heilbrigðisþjónustu. Þess má einnig geta að nú þegar hafa okkur borist umsóknir frá sjálfboðaliðum og er stór hluti þeirra frá fólki innan heilbrigðisstétta. Bestu kveðjur, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Vogagerði 1, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 209-6548 , þingl. eig. Ásgeir Örn Þórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 09:35.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 27 maí 2019.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hulda Björk Stefánsdóttir frá Leikfélagi Keflavíkur, Halla Karen Guðjónsdóttir frá Leikfélagi Keflavíkur, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum, Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar og Hannes Friðriksson formaður Rauða krossins á Suðurnesjum.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

13

Hæfingarstöðin kynnti sér Blue Car

Blue Car rental bílaleigan bauð Hæfingarstöðinni í kynningarferð í fyrirtæki sitt í síðustu viku. Yfir þrjátíu einstaklingar og aðstoðarfólk þeirra komu frá Hæfingarstöðinni og fengu að prófa og gera ýmislegt sem og að fylgjast með í starfsemi fyrirtækisins. Það var mikil gleði í hóp ungmenna úr Hæfingarstöðinni sem voru ánægð með framtakið. Eftir vel heppnaðar heimsóknir í afgreiðslu og þrif og síðan verkstæði var haldið í nýjar skrifstofur Blue Car við Hafnargötu þar sem boðið var upp á pizzuveislu.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Vertíðaruppgjör og fleira fréttnæmt AFLA

FRÉTTIR

Alltaf er maður á einhverju flakki. Nú er ég staddur á stað sem á ekki eina einustu tengingu við sjávarútveg á nokkurn hátt, er nefnilega á Laugarvatni núna, ekki mikil sjómennska í þessum notalega bæ. Já þar með er sú tenging búin. Það er líka annað sem er búið og það er vetrarvertíðin 2019. Þótt hún sé búin þá er ekki þar með sagt að eitthvað hafi slaknað á veiðinni hjá bátunum, nei ekki aldeilis, mokveiði er búin að vera hjá dragnótabátunum. Sigurfari GK er kominn með 279 tonn í 14 róðrum og mest 41 tonn í löndun. Báturinn hefur verið að landa í Þorlákshöfn upp á síðkastið. Siggi Bjarna GK hefur bara landað í Sandgerði og er kominn með 251 tonn í 14 róðrum og mest 39 tonn sem er fullfermi hjá bátnum. Benni Sæm GK er með 160 tonn í 12 róðrum og mest 39 tonn og Aðalbjörg RE með 103 tonn í 12 róðrum. Talandi um Þorlákshöfn þá er netabáturinn Grímsnes GK kominn þangað en báturinn er byrjaður á ufsaveiðum og landar í Þorlákshöfn. Veiðisvæði bátsins er meðfram suðurströndinni á nokkuð löngu svæði, frá Þjórsárósum og alveg austur að Jökulsárlóni. Grímsnes GK

hefur landað núna um 46 tonnum í tveimur róðrum og af því er ufsi 36 tonn. Grímsnes GK er eini netabáturinn á Íslandi sem leggur sig í að veiða ufsa og árið 2018 þá gengu þær veiðar það vel hjá bátnum að báturinn varð aflahæstur allra netabáta á landinu það ár. Reyndar er það nú þannig með þennan bát Grímsnes GK að hann er sá bátur á landinu sem á sér orðið eina lengstu sögu netabáts, því áður en hann varð Grímsnes GK þá var hann gerður út frá Keflavík í mörg ár undir nafninu Happasæll KE, þar á undan hét báturinn Árni Geir KE. Saga bátsins nær 50 ár aftur í tímann og það þýðir að þessi merkilegi bátur tengist því efni sem ég var að búa til.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þessi bátur Grímsnes GK réri á vertíðinni 2019 en hann var líka að róa á vertíðinni 1969, fyrir 50 árum síðan. Það er nefnilega þannig að síðan árið 2005 þá hef ég skrifað um vetrarvertíðir fyrst í Fiskifréttum í 12 ár en árið 2018 þá gaf ég sjálfur út vertíðaruppgjör í fyrsta skipti og seldi sjálfur. Núna hef ég lokið við að skrifa og prenta vertíðaruppgjörið fyrir vertíðina 2019 og líka 1969. Báðar þessar vertíðir eru nokkuð merkilegar en þó er kannski aðallega vertíðin árið 1969, sem er merkilegasta vertíðin í langri sögu útgerðar á Íslandi en þetta var vertíðin sem eikarbáturinn Sæbjörg VE náði þeim ótrúlega árangri að verða aflahæstur allra báta á Íslandi eftir ævintýralega veiði í mars og apríl árið 1969. Þessi 67 tonna bátur var þá í harðri keppni við 220 tonna stálbát frá Grindavík sem hét Albert GK, og hann eins og Sæbjörg VE voru í ævintýralegri veiði í bæði mars og apríl. Vertíðaruppgjörið 2019 og 1969 segir nánar frá þessu ásamt því að birta lista yfir alla þá báta sem yfir 400 tonn náðu á báðum vertíðum. Myndir eru í ritinu bæði frá 2019 og líka frá þessu ævintýri 1969. Þið getið pantað þetta rit í síma 7743616, (Hrefna svarar því), eða sent skilaboð á facebok Gísli Reynisson eða netpóst á gisli@aflafrettir.is. Ritið er um 40 blaðsíður og kostar 4.000 krónur.

LJÓSMYND FRÁ LESANDA

Friðrik Þór tók þessa mynd af snigli gæða sér á hvönn í Sandgerði.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Fengu viðurkenningu frá Loga og Glóð

- og prófuðu vatnsbyssuna á slökkvibílnum

Börnin í elsta árgangi leikskólans Heiðarsels í Keflavík tóku í vetur þátt í forvarnarfræðslu um eldvarnir þar sem þau Logi og Glóð sáu um fræðsluna. Brunavarnir Suðurnesja eru með þau Loga og Glóð á snærum sínum og það kom í hlut Gunnars Jóns Ólafssonar, verkefnisstjóra eldvarnaeftirlits Brunavarna Suðurnesja að afhenda börnunum viðurkenningarskjal í liðinni viku. Eftir að hafa fengið viðurkenningu var haldið út á bílastæði við leikskólann þar sem slökkvibíll beið barnanna sem fengu að skoða bílinn. Þá fengu allir einnig að sprauta úr öflugri vatnsbyssu slökkvibílsins og finna kraftinn í vatninu. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.

UMSÆKJENDUR Í VINNUSKÓLA

ÞURFA AÐ SENDA INN NÝJA UMSÓKN Þeir nemendur í 8., 9. og 10. bekk sem sótt höfðu um í Vinnuskólanum í sumar, þurfa að senda inn nýja umsókn í Vinnuskólann vegna galla í fyrri umsókn. Póstur þess efnis hefur verið sendur til allra sem voru búnir að skila inn umsókn. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir umsækjendur. Hlökkum til að sjá ykkur í Vinnuskólanum í sumar.

Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu við Ytri-Njarðvíkurkirkju Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 4. til 6. júní frá klukkan 16:00 til 19:00. Ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála. Heitt verður á könnunni alla daga. Lionsklúbbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. Þetta er fjórða árið sem Blómamarkaðurinn er í höndum Lionsklúbbsins Æsu en hann var áður í umsjón Systrafélags Ytri-Njarðvíkurkirkju. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur stofnaður 1987 og starfaði í 10 ár undir merkjum Lionessuklúbbs Njarðvíkur. Klúbburinn hefur á þessum árum styrkt líknar- og menningarmál, einkum hér í heimabyggð en einnig stutt við verkefni Lions á alþjóðavísu.

Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð árið 1917. Félagafjöldi er um 1.4 milljónir, klúbbarnir 46.000 talsins í yfir 200 löndum. Lionsfélagarnir í Æsu eru í blómaskapi og verða með falleg og góð blóm á markaðinum. Það er mikill tilhlökkun hjá Æsukonum að taka á móti Suðurnesjamönnum sem eru í blómahugleiðingum með hlýju og kærleik.


SJÁIÐ ÞETTA NÝJA LÚKK!

VIÐ VORUM AÐ SETJA VEFSÍÐURNAR OKKAR, VF.IS OG KYLFINGUR.IS, Í NÝ FÖT.

Við höldum áfram að veita frábæra fréttaþjónustu frá Suðurnesjum og í golfíþróttinni.


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

• Karín Óla, Dagný Halla og Júlíus Viggó eru ungt fólk á Suðurnesjum sem reynir að efla samfélagið. • Þau voru gestir þáttarins Suður með sjó, nýrrar þáttaraðar Víkurfrétta.

„Ungt fólk er ekki bara framtíðin – við erum hér núna“

Karín Óla.

„Það er ekki algengt að mjög ungt fólk fari í pólitík. Ég byrjaði sextán ára og svo bauð ég mig fram í sveitarstjórnarkosningum þegar ég var átján. Mörgum finnst maður ekki vera nógu gamall til að skilja pólitík ef maður er ekki kominn með kosningaaldur og að maður eigi ekki erindi í pólitík en það er bara ekki rétt.“

Ég get ekki ímyndað mér að keyra þennan veg á hverjum degi en það er fullt af krökkum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem neyðast til þess ...

Dagný Halla.

Svona lýsir hin nítján ára gamla Dagný Halla Ágústsdóttir upplifun sinni á því að fara ung í stjórnmál en hún bauð sig fram í 10. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Margar ástæður lágu þar að baki en henni þótti meðal annars mikilvægt að efla kosningaþátttöku ungs fólks og bæta hagsmuni ungra kvenna á Íslandi.

Flestir hugsa um pólitík

„Það er gott fyrir konur að búa á Íslandi en það má alltaf bæta. Það var það sem ég hafði að leiðarljósi þegar ég fór í pólitík. Mér var vel tekið innan flokksins og fólkið þar var opið og vildi hjálpa mér að móta mér mína eigin stefnu. En svo var hópur fólks sem hlustaði ekki á mann og ég fann fyrir miklum aldursfordómum í bland við kynjafordóma. Ég byrjaði mjög ung að hugsa um pólitík og flestir gera það, hvort sem fólk fattar það eða ekki. Ef þú hugsar um málefni skólans þíns þá er það pólitík. Ef þú vilt breyta heimanámi eða klukkunni þá er það pólitík,“ segir hún.

Dagný Halla, ásamt þeim átján ára gamla Júlíusi Viggó Ólafssyni og nítján ára gömlu Karín Ólu Eiríksdóttur, var gestur þar síðasta þáttar af Suður með sjó, nýrrar sjónvarpsþáttaraðar Víkurfrétta, sem sýndur var á Hringbraut. Þau Dagný, Júlíus og Karín eiga það sameiginlegt að vera með sterkar skoðanir á stjórnmálum og hafa reynt að hafa áhrif á samfélagið með ýmsum hætti þrátt fyrir ungan aldur. Í þættinum ræddu þau meðal annars skólakerfið á Íslandi, félagslífið og mikilvægi þess að ungu fólki sé treyst til þess að taka ákvarðanir varðandi líf sitt.

Það vakti athygli í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Grindavík þegar nýr listi óflokksbundinna einstaklinga í bænum tilkynnti um framboð sitt, Rödd unga fólksins. Karín Óla var í þeim flokki. „Okkur fannst tími til kominn að heyra meira í röddum ungs fólks. Okkur var mjög vel tekið í Grindavík þó svo það hafi líka heyrst frá einhverjum sem töldu okkur unga fólkið ekki búa yfir nægilegri reynslu til að bjóða okkur fram. En þetta hefur hins vegar farið vel af stað og gengur vel,“ segir Karín. Rödd unga fólksins náði gríðarlegum árangri í kosningunum og stóð uppi sem næst stærsta framboðið í sveitarfélaginu. „Ungt fólk er ekkert bara framtíðin. Við erum hérna núna.“

Stefna að skipulagðri breytingu NFS

Júlíus Viggó er sá eini af þremenningunum sem hefur ekki boðið sig fram til sveitarstjórnarkosninga en hann sinnir þó ýmsu pólitísku starfi frá mismunandi vígstöðum.

VIÐTAL

Ungt fólk næst stærst í Grindavík

„Ég gekk í Unga Sjálfstæðismenn nýlega en ég held það hafi haldist í hendur við það að ég hef mikið verið í starfi sem tengist markaðshugmyndum og hugmyndum um einstaklingsfrelsi. Ég er til dæmis formaður Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema. Ég hef verið að taka þann pólinn svolítið meira til hægri en ég er oft sammála fólki og hef setið með í umræðum þegar verið er að kvarta undan Sjálfstæðisflokknum. Það vantar ekkert upp á ósætti við flokkinn. En þetta er eini flokkurinn á landinu, fyrir utan kannski Viðreisn, sem er flokkur sem að einhverju leyti stuðlar að markaðsfrelsi. Það er eflaust ein af þeim ástæðum fyrir því að ég er einmitt núna í því starfi.“ Fyrir utan þá vinnu er Júlíus Viggó nýkjörinn formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tekur við stjórninni næstkomandi haust. „Nemendafélagið er núna á einum versta stað sem það hefur verið í mörg ár. Ég vildi komast inn í félagið með skipulagða breytingu að markmiði og mun leggja mig fram við það með fólki sem ég treysti til að snúa hlutunum við.“ Úr kompu í 300 fermetra félagsrými Félagslíf í skólum skiptir miklu máli að sögn ungmennanna þriggja en

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Víkurfréttir greindu frá því í lok apríl að skrifað hefði verið undir samkomulag um fyrirhugaða stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viðbyggingin kemur til með að hýsa félagsrými nemenda og bæta mjög aðstöðu þeirra en um er að ræða byggingaráfanga sem verður um 300 fermetrar að stærð. Nemendur við skólann eru nú rúmlega 830 talsins. „Þetta er bygging sem á að vera löngu byrjuð. Ég held að þetta verði klárlega betra fyrir nemendafélagið. Núna er eina aðstaðan sem nemendafélagið hefur lítil kompa í matsalnum. Ég held það muni gera helling og minnka þá skiptingu sem er í FS,“ segir Júlíus Viggó.

Frábærir námsmenn en falla á mætingu

Dagný, Júlíus Viggó og Karín Óla stunda öll nám við FS og þar þykir þeim gott að vera, námið segja þau gott og starfsfólkið tilbúið að gera hvað sem er fyrir nemendur sína. Þau eru hins vegar gagnrýnin á mætinga-


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

17

Júlíus Viggó.

Tillaga að deiliskipulagi við Bolafót Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 21. maí 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Bolafót skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan felst í að lóðinni Bolafótur 19 er skipt upp í fernt og til verða lóðirnar Bolafótur 21, 23 og 25. Nýtingarhlutfall á lóðum skal ekki vera hærra en 0.5 og vegghæð max. 7.0m. Gerð er sú krafa að hávaðamörk á starfsemi fari ekki yfir 45db. Óheimilt er að byggja á helgunarsvæði strenglagna HS Veitna. Vanda skal til hönnunar og frágangs vegna ásýndar við íbúðarsvæði. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 29. maí 2019 til 12. júlí 2019. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júlí 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

kerfi skólans sem þau telja letjandi fyrir námsmenn að mörgu leyti. „Mér finnst mætingakerfið í skólanum fáránlegt. Maður er orðinn stressaður yfir því hversu oft maður verður veikur á önninni,“ segir Dagný en þau lýsa kerfinu á þá vegu að ef nemandi er veikur tvo daga í röð fái hann einungis annan daginn skráðan sem veikindi. Restin verði að fjarvistum. „Þú þarft að vera fjarverandi í þrjá daga til að fá þennan helming til baka sem gefur þér í rauninni ástæðu fyrir því, ef þú ert veikur í tvo daga, að vera heima þriðja daginn líka. Nú þekki ég fólk sem náði öllum prófum, kláraði öll verkefni en það var fellt í náminu vegna of margra fjarvista. Þessu þarf að breyta,“ bætir Júlíus Viggó við. Þá leggur Karín áherslu á það að nám í framhaldsskóla sé val.

Þetta kom bara allt í einu upp í hendurnar á mér og ég flutti út með þrettán daga fyrirvara. Þetta var æðislegt ...

„Mér finnst við klárlega eiga að fá meira svigrúm varðandi mætingu. Það er á okkar ábyrgð að sinna náminu og okkur ætti að vera treyst til þess,“ segir hún. „Ég hef farið á nokkrar ráðstefnur á skólatíma og þá hef ég fengið fjarvistir. Reyndar „útskýrða fjarvist“ en hún kemur út á það sama og maður fær fjarvistina skráða sem er fáránlegt. Er ekki mikilvægt að ungt fólk sé að reyna að efla samfélagið?“ Þau segja mun á því að hanga heima hjá sér og að fara til dæmis á ráðstefnur eða annað sambærilegt. „Þú ert kannski að fá einhver tækifæri til að gera eitthvað sem gefur þér mun meira en einn dagur sem þú missir af í skólanum. Þetta mætingakerfi er ekki beint beittasti hnífurinn í skúffunni,“ bætir Júlíus Viggó við. Varðandi skólakerfi landsins almennt

Reykjanesbæ, 29. maí 2019. Skipulagsfulltrúi

þykir þeim námið ekki alltaf koma til móts við nemendur. „Það þarf að komast í takt við samtímann.“

Grindavíkurvegur hættulegur öllum

Karín Óla hefur setið í ungmennaráði Grindavíkur síðastliðin fimm ár og þar af sem formaður í rúmt ár. Í fyrra stóð ungmennaráðið fyrir málþingi um umferðaröryggi þar sem ungmennum á suðvesturhorninu og á Reykjavíkursvæðinu var boðið til Grindavíkur til að taka þátt. „Við búum við einn hættulegasta veg landsins og þurfum að fara hann á hverjum degi til og frá skóla og í vinnu. Okkur fannst kominn tími til að sjá einhverjar úrbætur. Umferðaröryggi er málefni sem snertir alla,“ segir Karín og Dagný bætir því við að það sé til skammar að ekki meira sé gert á veginum til að bæta hann. „Það þarf svo margt að laga. Ég get ekki ímyndað mér að keyra þennan veg á hverjum degi en það er fullt af krökkum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem neyðast til þess.“

Skiptinám mögnuð upplifun

Þrátt fyrir ungan aldur hafa þremenningarnir ferðast mikið en þær Dagný og Karín hafa báðar farið í skiptinám erlendis. „Mig hafði alltaf langað að fara í skiptinám til Asíu en hætti við og fór í Fjölbrautaskólann. Ég sá svo auglýsingu á Instagram varðandi stutt skiptinám sem heitir Peace og er friðarfræðsla fyrir krakka á aldrinum fimmtán til nítján ára. Ég sótti um og komst inn á styrk því þetta var fyrsta skiptinámið mitt og ég fór í þrjá mánuði til Kína sem endaði svo á einni viku í Malasíu þar sem við kynntum niðurstöður okkar,“ segir Dagný en rannsóknarverkefnið hennar, á meðan dvölinni stóð, voru kvenréttindi og munur þeirra á Íslandi og í Kína. „Þetta var mikið menningarsjokk en þetta var mjög áhugavert. Mér fannst ég þroskast heilmikið á þessum þremur mánuðum. Þetta er allt annar heimur þarna úti,“ segir Dagný. Karín tekur undir það að upplifunin sé þroskandi en hún flutti til Færeyja í hálft ár. „Þetta er svo gott tækifæri fyrir mann, að standa á eigin fótum og vera í allt öðru umhverfi með nýju fólki. Ég elska Færeyjar. Þetta kom bara allt í einu upp í hendurnar á

Ég hef verið að taka þann pólinn svolítið meira til hægri en ég er oft sammála fólki og hef setið með í umræðum þegar verið er að kvarta undan Sjálfstæðisflokknum ...

mér og ég flutti út með þrettán daga fyrirvara. Þetta var æðislegt.“ Þó Júlíus Viggó hafi ekki farið í skiptinám líkt og stelpurnar þá hefur hann ferðast á ráðstefnur víðs vegar um heiminn síðustu ár og fór til að mynda á Liberty Con, aðalráðstefnu samtakanna Students for Liberty, sem haldin var í Washington í Bandaríkjunum í janúar. „Ég fór svo til Serbíu í síðasta mánuði og fékk þann heiður að taka þátt í þjálfun hjá Atlas Network. Á þessum ráðstefnum eru alls konar fyrirlesarar sem koma saman og það er magnað að hitta fólk sem maður hefur verið að hlusta á lengi.“

Frumkvöðlastarf og geimfarar framtíðarinnar

Aðspurð um það hvað þau ætli sér að verða þegar þau verði stór er greinilegt að ungmennin þrjú stefna í mismunandi áttir. „Ég ætla í læknisfræði í haust. Ef það tekst ekki ætla ég bara að verða geimfari,“ segir Dagný kímin en hún stefnir að því að sérhæfa sig í kvenlækningum. Karín Ólu hefur lengi dreymt um það að verða lögreglukona. Það er planið hjá henni núna en það getur þó vel breyst. „Kannski langar mig svo bara að gera eitthvað allt annað. Maður veit aldrei hvað gerist.“ Júlíus Viggó tekur undir það. „Þegar það kemur að námi vil ég afla mér reynslu sem getur hjálpað mér að skapa mér minn eigin veg, hvort sem það er frumkvöðlavinna eða eitthvað annað.“

Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús - pólskir þjóðlagatónleikar WATRA – pólskir þjóðlagatónleikar verða sunnudaginn 2. júní kl. 15:00 í Bíósal. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. Útilistaverkahjólreiðatúr - Hreyfivika í Reykjanesbæ Laugardaginn 1. júní kl. 10:00 verður hjólað á milli útilistaverka í Reykjanesbæ undir leiðsögn. Ferðin tekur um 1,5 klst. Léttar hjólaleiðir og allir velkomnir. Sundstaðir - sumaropnun Frá 1. júní verður Sundmiðstöð/Vatnaveröld opin virka daga kl. 6:30 til 21:30 og kl. 9:00 til 18.00 laugardaga og sunnudaga. Frá 7. júní verður opið í heita potta, gufu og Massa í Njarðvík virka daga kl. 10:00 til 20:00.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Myllubakkaskóli – aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólinn Heiðarsel – deildarstjóri Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10. bekk Myllubakkaskóli – þroskaþjálfi Njarðvíkurskóli – starfsfólk skóla Heilsuleikskólinn Heiðarsel – leikskólakennari Myllubakkaskóli – íþróttakennari Leikskólinn Vesturberg – deildarstjóri Myllubakkaskóli – starfsfólk skóla Tónlistarskóli – deildarstjóri klassískrar söngdeildar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

VEFMIÐLAR VÍKURFRÉTTA FLYTJA VF.IS FRÉTTIR ALLAN SÓLARHRINGINN KYLFINGUR.IS


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Njarðvík vann

BARDAGAÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

HM í taekwondo

Í síðustu viku var Heimsmeistaramótið í taekwondo haldið í Manchester. Mótið er eitt allra stærsta heimsmeistaramót sem haldið er í öllum íþróttagreinum en meira en 150 þjóðir og um þúsund íþróttamenn tóku þátt. Taekwondo er ein útbreiddasta íþrótt heims og sést það vel þegar haldin eru heimeistaramót. Keppt er í átta þyngdarflokkum karla og átta þyngdarflokkum kvenna og hvert land sem er aðili að heimssambandinu í taekwondo eiga tilkall til þess að senda einn íþróttamann í hvern flokk standist þau kröfur viðkomandi lands til að komast á mótið. Allt að 90 íþróttamenn voru í flokkunum á þessu móti. Að þessu sinni sendi íslenska landsliðið þrjá keppendur; Meisam Rafiei úr Ármanni, Kristmund Gíslason úr Keflavík og Ágúst Kristinn Eðvarðsson úr Keflavík. Allir hafa þeir mikið komið við sögu á alþjóðlegum keppni en þeir eru m.a. Íslands-, Bikar- og Norðurlandameistarar svo dæmi séu tekin. Einnig hafa þeir keppt á Heimsmeistaramótum áður en þetta var í fyrsta sinn sem Ágúst keppir á HM fullorðinna.

baráttuna um bæinn!

– Komnir í 8 liða bikarúrslit. „Þetta var magnað. Við erum að toppa okkur leik eftir leik. Njarðvík hefur aldrei komist í 8 liða úrslit svo þetta er frábært,“ sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigur á nágrönnunum úr Keflavík í Mjólkurbikarkeppninni á þriðjudagskvöld. Kenneth Hogg skoraði magnað sigurmark UMFN í upphafi framlengingar af löngu færi og þar við sat í jöfnum og skemmtilegum leik sem bauð upp á fullt af færum. Rúmlega 800 áhorfendur mættu á Nettó-völlinn í norðan kalda og margir þeirra Njarðvíkingar sem fögnuðu sínum mönnum ákaft í leikslok. Litli bróðir í fótboltanum hafði lagt þann stóra. Grindvíkingar eru líka komnir í 8-liða úrslit en þeir lögðu Vestra 3:1.

Skotinn Kenneth Hogg fagnar marki sínu sem var af löngu færi hægra megin á vellinum. VF-myndir/pket. Ágúst

Njarðvíkingar fögnuðu með stuðningsmönnum sínum sem fjölmenntu.

Keflavík enn án stiga í kvennaboltanum

Sveindís Jane í baráttu um boltann.

Keflvíkingum ætlar að ganga illa að næla í fyrsta stigið í Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Eftir fimm umferðir er liðið enn án stiga. Liðið hefur þó verið nálægt því í síðustu tveimur leikjum að næla í stig en hefur vantað herslumuninn. Keflavík tók á móti Þór/KA á Nettóvellinum í Keflavík í síðustu viku. Keflavíkurstúlkur byrjuðu af krafti en fengu dæmda á sig vítaspyrnu strax á þrettándu mínútu. Keflvíkingum þótti vítaspyrnan ósanngjörn, enda boltanum sparkað undir handarkrika af stuttu færi. Sandra Stephany Mayor Gutierrez skoraði úr spyrnunni fyrir gestina. Vítaspyrnan kom Keflvíkingum aðeins úr jafnværi en þær sóttu áfram stíft og uppskáru jöfnunarmark á 38. mínútu sem Natasha Moraa Anasi skoraði. Liðin voru áþekk í getu í síðari hálfleik og sóttu bæði af krafti. Sandra Stephany Mayor Gutierrez bætti við sínu öðru marki fyrir Þór/KA á 56. mínútu. Það reyndist sigurmark leiksins en Keflvíkingar sóttu stíft en tókst ekki að koma knettinum inn fyrir marklínu andstæðinganna þó viljinn væri mikill.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

VÖRUMIÐLUN, REYKJANESBÆ – ATVINNA Óskum eftir starfskrafti í sumarafleysingar í útkeyrslu á minni bíl (ekki meiraprófsréttindi). Einnig vantar okkur bílstjóra á lyftubíl og trailer, og til að sinna tilfallandi störfum. Meirapróf skilyrði og einnig að viðkomandi tali íslensku.

Fyrstur reið á vaðið Meisam Rafiei sem keppti í -58 kg flokki. Bardaginn var hnífjafn allan tímann og skiptust keppendur á að skora góð stig. Meisam barðist vel en hann þurfti að lúta lægra haldi fyrir keppanda frá Íran sem keppti undir merkjum flóttamannaliðs World Taekwondo. Heimssambandið styður flóttamenn sem eru án ríkisfangs og geta þeir undir vissum skilyrðum keppt undir flóttamannaliðinu. Næsta dag keppti Ágúst Kristinn í -54 kg flokki. Ágúst keppti við landsliðsmann frá Suður-Kóreu. Kórea er besta landslið í sögu íþróttarinnar og sýndi það og sannaði á þessu móti þar sem Kóreubúinn gjörsigraði alla sína andstæðinga og vann flokkinn á afgerandi hátt. Góð reynsla fyrir Ágúst að keppa við þann besta í heimi. SuðurKóreska landsliðið var svo með besta heildarárangurinn á öllu mótinu.

Kristmundur

Á síðasta keppnisdegi keppti Kristmundur Gíslason í -87 kg flokki. Kristmundur keppti við keppanda frá Kanada sem er sjötti á heimsleistanum, bardaginn var hnífjafn og skiptust keppendurnir á að skora góð stig en að lokum sigraði Kandamaðurinn með litlum mun. Íslenska landsliðið náði sér því ekki á strik á mótinu og duttu allir út í fyrstu umferð þrátt fyrir hetjulega baráttu. Liðið kemur til baka reynslunni ríkari og með úrbætur fyrir næstu mót. Liðið vil koma á framfæri þökkum til allra sem stutt hafa við keppendurnar. Kóreska liðið var sem áður segir með besta árangur mótsins en einnig voru Breska landsliðið og það Kínverska sigursæl. Næsta heimsmeistaramót fullorðinna verður einmitt haldið í Kína.

Njarðvískur júdókappi á Smáþjóðaleikana

Ingólfur Rögnvaldsson var valinn í A-landslið Júdósambands Íslands til að taka þátt í Smáþóðaleikunum í júdó. Hann mun keppa í -66 kg. flokki fullorðinna og er þetta annað A-landsliðverkefni hans á þessu ári. Hann tók einmitt þátt í Evrópumeistaramóti fyrir hönd Glímusambands Íslands fyrr á þessu ári. Ingólfur er fyrsti Njarðvíkingurinn sem keppir á svona stóru móti fyrir hönd Júdósambandsins. Stuðningur

einstaklinga og fyrirtækja hafa gert júdómönnum í röðum Njarðvíkinga kleift að ferðast til að öðlast reynslu í greininni. Ingólfur er yngsti landsliðsmaður sem Njarðvíkingar hafa átt. Hann hefur keppt erlendis þrisvar, fjórum sinnum á ári sem og æfingafélagar hans. Þetta hefur gert það að verkum að Njarðvíkingar eru með sterkasta unglingalið landsins og eru unglingarnir farnir að ógna reynsluboltunum í A-landsliðinu.

Reiðskóli Mána 2019 Mánagrund

Tímabil:

11. júní – 16

. ágúst

Búið er að opna fyrir skráningar! Búnaður: Börnin fá allan almennan búnað tengdan útreiðum, svo sem hjálma, reiðtygi, hnakka o.fl. Kennsla: Í fyrsta tíma hvers námskeiðs verður bókleg kennsla en þá verður m.a. farið yfir líkamsbyggingu hestsins, nöfn á reiðtygjum og eru börnunum gerð grein fyrir skilningarviti hestsins eins og t.d. sjón, heyrn og tilfinningu – einnig verður farið yfir öryggisatriði. Börnunum verður kennd almenn umgengni við hestinn og hvernig það á að koma fram við hann af virðingu og vinsemd. Farið verður í ásetuæfingar, taumhald, gerðar ýmsar stöðvaæfingar og farið í reiðtúra. Verð: 32.000 kr. fyrir tvær vikur. Aldur: Námskeiðið er ætlað börnum 7 ára og eldri.

Upplýsingar um skráningu veitir Elfa Hrund

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á eftirfarandi miðlum:

Nánari upplýsingar og umsóknir hjá Haraldi í síma 840-7781, haraldur.hinriksson@vorumidlun.is

Meisam

www.mani.is Hestamannafélagið Máni 846-5003 (Elfa Hrund) elfahrund92@simnet.is


TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN

R EYK JA NESHÖ FN

SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar

Ókyrrð í lofti

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Geta Suðurnesjamenn ekki bara lært að lifa á loftinu?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

geoSilica stefnir á erlendan markað Nýsköpunarfyrirtækið geoSilica á Ásbrú setur stefnu sína á erlendan markað og á nú í viðræðum við aðila víðsvegar í heiminum um sölu og dreifingu á bæði geoSilica vörum og hráefni. ,,Vörunar hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim. Erlendir aðilar eru mjög heillaðir af því hvað varan er hrein og einnig er framleiðsluaðferðin eitthvað sem þekkist hvergi annars staðar. Miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið erum við spennt að kynna vöruna okkur fyrir heiminum,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra og stofnandi geoSilica. Forsvarsmenn geoSilica fóru nýlega á sýningar erlendis til þess að mynda sambönd við dreifingaraðila þar. Í byrjun apríl sóttu þau Natural and Organic products Europe 2019 í London, sem er

sýning fyrir fyrirtæki með náttúrulegar og lífrænar vörur í Evrópu. Í byrjun maí sýndu þau geoSilica vörurnar á VitaFoods í Sviss en það er stærsta sýning í Evrópu þar sem fram-

Það er ljóst af nýjustu fréttum í ferðaþjónustunni að næstu mánuðir verða erfiðir á Suðurnesjum. „Þið hafið flugvöllinn“ er ekki jafn spennandi setning og hún var fyrir nokkrum misserum, nema verið sé að tala um nýja Hvassa­hraunsflugvöllinn sem lattelepjandi miðborgarbúar vilja byggja ofan á vatnsbólum Suðurnesjamanna. Boeing 737 MAX vélar Icelandair sem standa kyrrsettar við flugskýli á Ásbrú eru lýsandi fyrir stöðuna. Við erum ekki bara búin að missa WOW, heldur erum við búin að missa aðra eins afkastagetu út úr Icelandair sem ætlaði að vera með níu MAX vélar í fullum rekstri í sumaráætlun sinni. Þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga hljóta að fagna. Flugumferð minnkar og ekkert að frétta af kísilverinu. Hvar eru ný störf á svæðinu í stað þeirra sem hverfa á braut? Fást laun fyrir að vera mótmælandi? Er einhver nýsköpun á Suðurnesjum sem skapað getur tugi eða hundruð starfa á komandi misserum? Kannski bara að treysta á Trump, að við fáum herinn aftur? Eða flugvallarhraðlestina til Reykjavíkur?

Umsóknarfrestur er til 20. júní

leiðendur á heilsuvörum og hráefni koma saman til að sýna vörur og tengjast öðrum í samskonar iðnaði. Að sögn Fidu vakti geoSilica mikla athygli hjá erlendum aðilum á báðum sýningunum. „Ekki síst vegna þeirrar einstöku framleiðsluaðferðar sem fyrirtækið hefur þróað við framleiðslu kísils sem þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Íslensk náttúra hefur gefið gríðarlegan innblástur í alla starfsemi fyrirtækisins og það er einnig það sem heillar erlendis. geoSilica þróar og framleiðir kísilsteinefni til inntöku sem hefur vakið mikla athygli á íslenskum markaði og fengið frábærar viðtökur á síðustu árum. Stefnan er því sett á það að allur heimurinn fái að kynnast þessu mikilvæga steinefni sem kísill er,“ segir Fida. Nú er geoSilica í viðræðum við söluaðila í löndum eins og Bangladesh, Frakklandi, Singapore, Þýskalandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi, Bretlandi, Kína, Finnlandi, Serbíu og Litháen.

Mótaðu þína framtíð á Bifröst Háskólagáttin á Bifröst hentar þeim sem stefna á háskólanám en eru ekki með stúdentspróf, sem og þeim sem vilja styrkja stöðu sína áður en sótt er um háskólanám. Námið byggir á nútíma kennsluháttum og er kennt í fjarnámi og því hægt að stunda það hvaðan sem er. Nemendur vinna með námsefnið á fjölbreyttan hátt og verkefnin eru raunhæf þar sem áhersla er lögð á skapandi og gagnrýna hugsun. Fjórar námsleiðir eru í boði innan háskólagáttarinnar og er einnig hægt að skrá sig í tvær þeirra með vinnu.

Háskólagátt • Háskólagátt með vinnu Háskólagátt með áherslu á félagsvísindi • Háskólagátt með vinnu með áherslu á félagsvísindi Háskólagátt með áherslu á verslun og þjónustu Verslun og þjónusta - (án kjarnagreina)

Í fararbroddi í fjarnámi Nánari upplýsingar á bifrost.is

- í fararbroddi í fjarnámi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.