Víkurfréttir 22. tbl. 41. árg.

Page 1

Ungir nemendur í Orku og tækni hjá HS Veitum

Ánægjulegt samstarf kóla HS Veitna og Heiðars

„Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán

1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Ásdís Ármannsdóttir, jum: sýslumaður á Suðurnes

Þinglýsingar á fullu á tímum COVID-19

ÞETTA ER MIKIÐ SJOKK

óttir, Guðbjörg Kristmundsd ómannafélags g sj formaður Verkalýðs- o gir á fjórða se , is n n re g á n g o r u ík Keflav með uppsögn K F S V a n n a sm g la fé d þúsun alli. eða í skertu starfshlutf

Siggi Jóns í Kanada:

„Erfitt að geta ekki kíkt í kvöldmat til mömmu og pabba“

Kínverskir gestir kaga: Lighthouse Inn á Garðs

í Keflavík Freyja Sigurðardóttir:

Eigum gott sumar skilið eftir harðan vetur

Koma í ferska loftið í Garði til að hreinsa lungun

5

s d l a h á p up

pOMlMöA YtOUuNGr

T


Hlíðarhverfi

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


Íbúð eða hús í glæsilegasta hverfi Reykjanesbæjar?

BÚUM BETUR

bygg.is

Íbúðir, raðhús, parhús og einbýlishús í fyrsta áfanga Hlíðarhverfis í Reykjanesbæ. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér fasteign í glæsilegu hverfi á besta stað. Aðeins 26 eignir af 86 eru eftir.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

SÓLBORG

hlaut Uppreisnarverðlaunin Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut Uppreisnarverðlaun ungliðahreyfingar Viðreisnar sem viðurkenningu og þakklættisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags sem eru grunngildi félagsins Uppreisnar. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis eða félagasamtaka. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis með fyrirlestrum sínum og samfélagsmiðlaðganginum Fávitar. Hún hefur brotið niður múra í umræðunni um kynhegðun ungmenna og barist fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra og upplýsingu um heilbrigði, jafnt líkamlegt og andlegt, segir í frétt frá Uppreisn. Þess má geta að önnur Keflavíkurmær, Sigga Dögg Arnardóttir, hefur hlotið þessi verðlaun sem eru veitt árlega.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! Lambaframhryggjasneiðar Piparmix - Kjarnafæði

1.959 ÁÐUR: 2.799 KR/KG

-30%

-30%

KR/KG

-32% Kjúklingabringur Grillmarineraðar Ísfugl

1.971

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

-28%

4.799

ÁÐUR: 5.999 KR/KG

KR/KG

1.539 ÁÐUR: 2.199 KR/KG

KR/KG

SAFARÍKAR SNEIÐAR Á GRILLIÐ UM HELGINA!

-20% Nautalund

Lambasirloin Heiðakryddað Kjarnafæði

Vínarpylsur 10 stk

395

-40%

KR/PK ÁÐUR: 549 KR/PK

25% AFSLÁTTUR AF NOW VÍTAMÍNUM! Heilsuvara vikunnar!

-25%

Grill grísakótilettur

1.139

KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG

Vatnsmelóna

230

KR/KG ÁÐUR: 329 KR/KG

-19%

-30%

Hamborgarar 4x90 gr m/brauði

808

KR/PK ÁÐUR: 998 KR/PK

Tilboðin gilda 28. maí - 1. júní

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

María Kristín Ragnarsdóttir með strákunum á C-vakt Brunavarna Suðurnesja. Mynd: Brunavarnir Suðurnesja

ÞAKKAÐI SJÚKRAFLUTNINGAMÖNNUM LÍFGJÖFINA Hin sextán ára María Kristín Ragnarsdóttir fékk hjartastopp og hneig skyndilega niður heima hjá sér þar sem hún hafði verið á æfingu vegna COVID-19 ástandsins. Atvikið átti sér stað þann 24. apríl síðastliðinn og var óskað eftir sjúkrabíl frá Brunavörnum Suðurnesja. Strákarnir á C-vaktinni fóru í útkallið. „Vel tókst til við endurlífgun og unnu allir viðbragðsaðilar ótrúlega vel saman og komst hún til meðvitundar og var flutt á Landspítalann,“ segir á fésbókarsíðu Brunavarna Suðurnesja. Á laugardaginn var, 23. maí, kom María Kristín á vaktina hjá C-vaktinni og heilsaði upp á þá með foreldrum sínum. Kom hún og þakkaði hún þeim lífgjöfina og afhenti þeim fallega mynd. „Það er ekki ofsagt að þetta sé útkall sem menn muna vel eftir því ekki er algengt að ungt fólk fari í hjartastopp og ekki alltaf sem svona vel tekst til. Sýnir þetta vel hvað góðir og vel þjálfaðir viðbragðsaðilar er mikilvægir í samfélaginu okkar,“ segir á síðu Brunavarna Suðurnesja.

Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu við Ytri-Njarðvíkurkirkju Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við YtriNjarðvíkurkirkju dagana 2. til 4. júní frá klukkan 16:00 til 19:00. Ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála. Heitt verður á könnunni alla daga. Lionsklúbbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. Þetta er fimmta árið sem Blómamarkaðurinn er í höndum Æsu. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur stofnaður 1997 og starfaði í tíu ár undir merkjum Lionessuklúbbs Njarðvíkur. Klúbburinn hefur á þessum árum styrkt líknarog menningarmál, einkum hér í heimabyggð en einnig stutt við verkefni Lions á alþjóðavísu. Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð árið 1917. Félagafjöldi er um 1,4 milljónir og klúbbarnir 48.000 talsins í yfir 200 löndum. Lionsfélagarnir í Æsu eru í blómaskapi og verða með falleg og góð blóm á markaðinum. Það er mikill tilhlökkun hjá Æsukonum að taka á móti Suðurnesjamönnum sem eru í blómahugleiðingum með hlýju og kærleik.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.



8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

í Keflavík

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Jólakötturinn í síðdegissólinni. VF-mynd: Hilmar Bragi


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

í Keflavík

Vegfarendur hafa líklega veitt athygli stóru vegglista­ verki sem nú prýðir húsgafl á mótum Hringbrautar og Vesturbrautar í Keflavík. Víkur­ fréttum lá forvitni á að vita hver væri tilurð þess og blaðamaður settist niður með húsráðanda og listamanni verksins. „Ég sagðist hafa vegg en spurði hvort hann vissi um einhvern í Keflavík sem tæki svona verk að sér. „Hvað með mig?“ var svarið sem ég fékk til baka,“ segir Jósep og brosir. „Ég hafði ekki búist við að hann myndi nenna að gera sér ferð úr Reykjavík til að taka að sér svona verk en sagði honum endilega að koma með hugmyndir, hann hefði frjálsar hendur til að gera hvað sem er.“

JuanPictures, Fahim Doviido, sem aðstoðaði við verkið, og Jósep Feyen. VF-mynd: JPK Hugmyndin kviknaði þegar Jósep Feyen, sem býr í endahúsi Greniteigs, sá færslu á Facebook frá listamanninum JuanPictures þar sem hann óskaði eftir veggjum til að skreyta. Jósep setti sig í samband við listamanninn og úr varð þetta skemmtilega verkefni.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfisog skipulagssviðs Reykjanesbæjar:

Reykjanesbær fagnar frumkvæði „Eigandi Greniteigs 53 hafði samband og spurði hvort við hann fengi leyfi til að setja þessa mynd á gaflinn á húsinu hjá sér og hvort Reykjanesbær vildi taka þátt í því. Við á umhverfissviði höfum verið að leita að svona verkefnum og því kom þessi fyrirspurn á góðum tíma. Húseigandinn sendi okkur skissu af myndinni og upplýsingar um listamanninn sem ætlaði í þetta verkefni. Ég og Guðlaug Lewis, verkefnastjóri menningarmála, hittum svo eigendann og listamanninn á staðnum þar sem farið var yfir verklagið. Svo höfðum við samband við Slippfélagið á Hafnargötu sem var tilbúið að taka þátt í verkinu og veita okkur veglegan afslátt af málningunni. Við fögnum því þegar íbúar og

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

– Hver er hugmyndin á bak við myndina? „Mér fannst góð hugmynd að tengja verkið við íslenska menningu og þjóðsögur. Sagan um íslenska jólaköttinn heillaði mig og því gerði ég þessa mynd af honum að elta barn sem hefur ekki fengið ný föt fyrir jólin. Mér fannst skemmtilegt að nýta þennan stóra vegg til að segja frá þessari séríslensku þjóðsögu,“ svarar JuanPictures. – Hefurðu orðið var við að þetta veki athygli? „Já, fólk hefur verið duglegt að stoppa og taka myndir. Jafnvel verið að staldra við og spyrja út í verkið, hvað maður sé að gera og þess háttar. Svo hefur þetta fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum, held að það hafi verið komin vel yfir þúsund „like“ og hundrað athugasemdir eins og „geggjað!“ og þess háttar á Facebook og Instagram. Fólk virðist yfir sig hrifið.“

Spænskur vegglistamaður á Íslandi JuanPictures er myndlistamaður sem hóf feril sinn sem vegglistamaður [Graffity Artist] og fór svo í listaháskóla í Alicante á Spáni. „Ég byrjaði sem vegglistamaður en fór

FIMMTUDAG KL. 20:30 fyrirtæki hafa frumkvæði að því að gera Reykjanesbæ skemmtilegri og við munum styðja við svona verkefni í framtíðinni, sem stendur eru nokkrir veggir og þar með verkefni til skoðunar hjá okkur.“

HRINGBRAUT OG VF.IS

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

svo í listnám og hef nú þekkingu og kunnáttu á flestum sviðum myndlistarinnar. Götulistin er samt sem áður það sem heillar mig mest, ekki bara það að mála veggi heldur að skapa eitthvað sem hefur þýðingu, lífgar upp á umhverfið og allir geta notið.“ – Hvernig stendur á því að spænskur vegglistamaður endar á Íslandi? „Ég er hérna til að mála veggi,“ segir JuanPictures og hlær. „Nei, í alvöru talað þá er erfitt að finna vinnu við hæfi á Spáni. Þú hefur jafnvel arkitekta og lækna sem vinna á Burger King, það er ekki sú framtíð sem ég vil fyrir mig – þess vegna er ég hér.“

Reykjanesbær hafður með í ráðum „Ég leitaði til Reykjanesbæjar áður en við fórum í þetta,“ segir Jósep. „Fyrst og fremst til að leita eftir afstöðu bæjaryfirvalda í garð svona listaverks, hvort þau settu sig eitthvað upp á móti því eða hvort ég fengi leyfi fyrir að ráðast í það. Þessu erindi mínu var mjög vel tekið hjá bænum, þeim fannst hugmyndin frábær og úr varð að Reykjanesbær kom að verkinu með okkur ásamt fleirum. Nú er myndin komin á gaflinn og mér finnst hún koma vel út.“

Smelltu á merkið til að sjá fleiri verk eftir JuanPictures.


Á grindverki:

VIÐAR Húmgrár

HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur.

Á palli:

VIÐAR Smágrár

SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 61, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Öflugir sumarstarfsmenn teknir til starfa í Grindavík

Grindavíkurbær hefur skapað um 50 ný störf í sumar en flest þeirra verða í nýjum umhverfishópi þjónustumiðstöðvar, segir á vef Grindavíkurbæjar. Hópurinn er mjög öflugur og vinnur hratt og örugglega. Þetta má þegar sjá í fegrun bæjarins en undanfarna daga hefur verið unnið að undirbúningi fyrir komu ærslabelgs eða hoppubelgs sem verður staðsettur við Sólarvéð hjá íþróttahúsinu. Þá hefur verið unnið að því að tyrfa á svæðinu í kringum bílastæðið við Hópið. Framundan hjá vinnuhópnum í sumar eru fjölmörg verkefni en meðal þeirra eru t.d. að vinna í ófrágengnum svæðum innan bæjarmarkanna (Hópið, stúkan, Kvikan, Hreystigarðurinn o.fl.), m.a. tyrfa og sá, ganga frá bílastæðum við Selskóg, planta trjám innan bæjarmarkanna og við Þorbjörn og ganga frá gangstéttum og tyrfa í Hópshverfi. Vinnuskólinn hefst síðan eftir skólaslit en þá bætast við 140 nemendur sem er 35% aukning frá því í fyrrasumar.

Iðnaðarbil til leigu Bakkastígur 10 Njarðvík 50 til 200fm bil Góð staðsetning Upplýsingar veitir Jóhann í síma 8960096

Á HRINGBRAUT OG VF.IS

Í HVERRI VIKU

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Fimmtán ára á rúntinum með félögunum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fimmtán ára ökumann sem hafði boðið tveimur félögum sínum á rúntinn. Rætt var við foreldra drengjanna og málið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Þá hafa allmargir ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstri í umdæminu á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um ölvunarakstur og var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Höfð voru afskipti af níu ökumönnum sem óku á negldum dekkjum og voru tveir þeirra án

ökuréttinda. Þrír óku með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiða sinna og þurfa þeir að færa þær til skoðunar. Loks voru höfð afskipti af ökumann sem var með tvö börn í aftursæti bifreiðar sinnar, annað í barnabílstól en hvorugt þeirra í belti. Tveir ökumenn óku svo á ljósastaura og var annar þeirra grunaður um ölvunarakstur.


Sumarmessur

kirknanna á Suðurnesjum 31. maí

5. júlí

Hvítasunna

Púttmessa

Ytri - Njarðvíkurkirkja - Hátíðarguðsþjónusta

kl. 11:00

Keflavíkurkirkja

kl. 20:00

Kvöldmessa

Sjómannadagurinn

Njarðvíkurkirkja

kl. 11:00

19. júlí Grindavíkurkirkja

Helgistund við minnisvarðann um drukknaða sjómenn í Hvalsneskirkjugarði

kl. 13:00

Grindavíkurkirkja

kl. 11:00

26. júlí

Ytri-Njarðvíkurkirkja - Fjölskyldu ratleikur, söngur

Kvöldmessa

og bæn í skrúðgarðinum í Ytri-Njarðvík

9. ágúst Göngumessa

Hátíðarguðsþjónusta

Ytri-Njarðvíkurkirkja - Gengið verður um

Keflavíkurkirkja

kl. 12:00

Ytri Njarðvíkur hverfið. Skoðum húsin

Grindavíkurkirkja

kl. 11:00

og fræðumst um fólkið sem þar bjó.

21. júní

kl. 20:00

16. ágúst

Göngumessa

Kvöldmessa kl. 20:00

28. júní

Keflavíkurkirkja

kl. 20:00

23. ágúst

Kvöldmessa Hvalsneskirkja

kl. 20:00

kl. 20:00

17. júní

Keflavíkurkirkja - Gengið um gamla bæinn

kl. 20:00

Ratleikjamessa

14. júní Útskálakirkja

kl. 20:00

kl. 11:00

Helgistund við minnisvarðann um drukknaða sjómenn í Útskálakirkjugarði

kl. 13:00

12. júlí

7. júní Duus

Sungið og spilað við Mánagötu

Kvöldmessa kl. 20:00

Njarðvíkurkirkja

kl. 20:00


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Þinglýsingar á fullu á tímum COVID-19 hjá Sýslumanni Starfsemin minnkaði þó almennt og fáar umsóknir um vegabréf, segir Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum

Lítið dróst úr úr þinglýsingum síðustu tvo mánuði á tímum COVID-19 en almennt dró nokkuð úr starfsemi Sýslumannsins á Suðurnesjum. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður, segir að sýslumenn séu almennt nokkuð aftarlega á merinni hvað varðar rafræna þjónustu en þó hafi verið unnið að því að auka hana. Víkurfréttir ræddu við Ásdísi um starfsemina á veirutímum.

– Hvernig hefur starfsemi Sýslumannsins verið síðustu tvo mánuði á tímum COVID-19? Á landsvísu var dregið úr innheimtu ýmissa gjalda og eindögum frestað. Einstök embætti gripu svo til frekari aðgerða og má nefna að hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum var boðunum í fjárnám frestað og einnig lokasölu við nauðungaruppboð. Margir viðskiptavinir nýttu sér að fresta fyrirtökum í fjölskyldumálum og minna var um tímapantanir en ella í þeim málaflokki. Þjónusta varðandi dánarbú var með svo til óbreyttu sniði og ekkert virtist draga úr þinglýsingum á tímabilinu. Umsóknum um vegabréf fækkaði verulega, eins og gefur að skilja, og einnig frestuðust umsóknir um ökuskírteini að hluta þar sem erfitt var að fá læknisvottorð. Í heildina dró því nokkuð úr starfsemi sýslumanns á tímabilinu. – Hefur starfsemin breyst eitthvað í þá veru að vera meira rafræn? Sýslumenn hafa verið nokkuð aftarlega á merinni hvað varðar rafræna þjónustu á ýmsum sviðum, það er helst við innheimtu og hjá Tryggingastofnun og Sjúkratryggingum sem hennar hefur notið við. Þróun í átt að aukinni rafrænni þjónustu var hafin hvað varðar fjölskyldumál og var henni hraðað, þannig að nú getur fólk í mörgum tilfellum sent inn rafræn eyðublöð í stað þess að prenta þau út og koma með til okkar. Einnig er unnt í einhverjum mæli að bjóða upp á rafrænar fyrirtökur með rafrænni undirritun ef þess er óskað og var nokkrum lögum breytt til að þetta yrði mögulegt. – Hvernig brugðust þið við COVID-19 í starfseminni, þá varðandi starfsmenn og mætingu þeirra, spritt og svoleiðis? Starfsfólk var og er mjög samviskusamt við sótthreinsun og settir voru upp sprittstandar fyrir viskipta-

vini. Haft var aðgengi að einnota hönskum ef þess var óskað en meiri áhersla var lögð á handþvott. Aðgengi viðskiptavina í afgreiðslu var heft og gerðar ráðstafanir til að unnt væri að framfylgja tveggja metra reglunni. Þá hætti embættið að taka við reiðufé, þ.e. seðlum og klinki. Í raun eru allar þessar aðgerðir ennþá við lýði. Skipulögðum kaffitímum starfsfólks var sleppt og menn fóru í mat á mismunandi tímum til að minnka samgang og gildir það ennþá að nokkru leyti. Á tímabili unnu starfsmenn á tvískiptum vöktum, annan hvern dag, til að draga úr smithættu og til að auka lýkur á að embættið gæti veitt nauðsynlega þjónustu þótt smit kæmi upp. Sem betur fer hefur þó ekki komið til þess að starfsmaður hafi veikst af COVID-19. – Kom eitthvað óvænt upp á borð hjá þér/ykkur á veirutímum og sýnist þér einhverjar breytingar verða í kjölfarið? Það sem ég tek út úr þessu er þakklæti til starfsfólks sem leysti öll mál sem komu upp fljótt og vel. Einnig hversu samheldni fólks í samfélaginu í heild var mikil og fólk tók þessu ástandi af miklu æðruleysi. Ýmsir möguleikar komu í ljós varðandi framkvæmd vinnunnar sem vert væri að skoða frekar, s.s. möguleikar á vinnu að heiman, en þó verður að hafa í huga að starfsemi sýslumanns snýst að verulegu leyti um að sinna þeim viðskiptavinum sem koma á staðinn. Það er þó enginn vafi að rafræna þjónustu má auka verulega, s.s. með notkun rafrænna undirskrifta, svo fólk geti sent fleiri erindi inn rafrænt og sé þannig ekki bundið við að mæta á afgreiðslutíma stofnunar. Hver þróunin verður í þessum efnum helgast mikið af áherslum stjórnvalda og hvaða tíma og fé verður varið í þróunarvinnu.

Það vantaði mikið upp á stolt íbúa hér fannst mér. Kannski einhver óverðskulduð minnimáttarkennd í gangi hér á svæðinu þegar ég kom í ársbyrjun 2015. – Hvernig hefur þú verið að upplifa svæðið eftir að þú komst til starfa? Gríðarmikill vöxtur á undanförnum árum en núna er atvinnleysi í hæstu hæðum. Mér fannst myndin af svæðinu á landsvísu mjög neikvæð þegar ég kom, mikið talað um atvinnuleysi, nauðungarsölur og jafnvel dópneyslu. Þegar ég kom á svæðið sá ég samt hvað það hafði margt gott upp á að bjóða, svo sem góða skóla, frábært íþróttalíf og fallegan bæ með gönguog hjólastígum um allar trissur og háu þjónustustigi. Komandi frá Siglufirði fannst mér mjög mikill munur á sjálfsmynd íbúa á staðnum, enda hafði mikil uppbygging átt sér stað á Siglufirði og allir bæjarbúar þar mjög stoltir af bænum sínum. Það vantaði mikið upp á stolt íbúa hér fannst mér. Kannski einhver óverðskulduð minnimáttarkennd í gangi hér á svæðinu þegar ég kom í ársbyrjun 2015. Mér finnst þetta þó mikið hafa lagast og vona bara að þetta fari ekki í sama farið aftur með auknu atvinnuleysi. Auðvitað hefur maður áhyggjur af ástandinu og áhrifum þess til langframa en vonar það besta.

Páll Ketilsson pket@vf.is


16 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sjávarútvegur á Selfossi og Suðurnesjum

Allir bæirnir á Suðurnesjunum hafa lengi verið miklir útgerðarbæir þó svo að það hafi aðeins minnkað hin síðustu ár. Þegar þessi pistll er skrifaður er ég aftur á móti staddur á Selfossi. Selfoss er stærsti bærinn á Íslandi sem hefur enga tengingu við sjóinn en þó má finna tengingu við Selfoss og Suðurnesin, nánar til tekið Selfoss og Sandgerði. Hvernig má það vera, spyrjið þið kannski, að hægt sé að finna tengingu í sjávarútvegi við Selfoss og Sandgerði? Jú, hana má finna í gegnum togara. Það er nefnilega þannig að árin 1976 og 1977 komu þrír togarar til Íslands sem allir voru um 500 tonn af stærð og allir voru smíðaðir í Póllandi. Einn togarinn fór til Vestmannaeyja og hét þar Klakkur VE. Sá togari er ennþá til og er ennþá gerður út, heitir Klakkur ÍS og er gerður út á úthafsrækju frá Ísafirði. Árið 1977 komu tveir aðrir pólskir togarar til Íslands. Sá fyrri var Ólafur Jónsson GK sem Miðnes HF átti og sá seinni kom til Þorlákshafnar og fékk þar nafnið Bjarni Herjólfsson ÁR. Sá togari var reyndar ekki í eigu fyrirtækis á Stokkseyri heldur var hann í eigu Hraðfrystihúss Stokkseyrar en var skráður á Selfossi. Skrifstofa Hraðfrystihússins á Stokkseyri

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

og skrifastofa útgerðarstjórans yfir Bjarna Herjólfssyni ÁR var á Selfossi. Nokkuð sérstakt að togari hafi verið skráður á Selfossi og lagði upp fisk á Stokkseyri. Á þessum tíma var enginn Óseyrarbrú og framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins á Stokkseyri sagði í ræðu þegar togarinn kom að vonandi myndi koma togarans ýta undir það að brú yrði byggð yfir ósa Ölfusár. Bjarni Herjólfsson ÁR var seldur árið 1985 til Útgerðarfélag Akureyringa og fékk þar nafnið Hrímbakur EA. Óseyrarbrúin kom ekki fyrr en árið 1988 og þurfti að aka öllum aflanum af togarnum frá Þorlákshöfn til Stokkseyrar og var þetta nokkuð löng leið fyrir tíma brúarinnar. Ólafur Jónsson GK var eins og áður segir í eigu Miðness HF í Sandgerði og var í eigu þess alveg þangað til að Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi sameinaðist Miðnesi HF og

lagði allt í rúst þar ef þannig má að orði komast. Ólafur Jónsson GK var mikið breytt í Póllandi upp úr 1990 og lengdur, byggt yfir framan við brú og brúin hækkuð. Þetta voru miklar breytingar og þær töfðust nokkuð því Miðnes HF ákvað að breyta honum í frystitogara. Í dag þá er þessi togari ennþá til, heitir Viking og er skráður í Rússlandi. Hann kemur reglulega til Íslands og landar þá í Hafnafirði og er ennþá með rauða og hvíta litinn sem hann var í þegar að Miðnes HF átti hann á sínum tíma. Það sem meira er á brúnni beggja vegna má ennþá sjá merki Miðness HF sem var sett á togarann en það merki var rautt á litinn en er hvítt í dag og sést nokkuð vel þegar vel er skoðað. Ólafur Jónsson GK var alla tíð skráður í Sandgerði og hann landaði nokkuð oft þar en eftir að togarinn strandaði við innsiglingarbaujuna kom hann sjaldnar til Sandgerðis. Aftur á móti þegar að innsiglinginn og allt innan hafnar var dýpkað og því lokið 1992 þá kom Ólafur Jónsson GK oft til löndunar og var þá orðinn lengri og mun stærri.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Mesti afli sem Ólafur Jónsson GK kom með til Sandgerðis voru 300 tonn af úthafskarfa sem var ísað, og má geta þess að togarinn fékk þennan afla á aðeins þremur dögum og aðeins í níu hölum. Stærsta halið var 75 tonn en þá var Ólafur Jónsson GK ansi atkvæðamikill á veiðum á úthafskarfa sem var veiddur við 200 mílna lögsöguna utan við Reykjaneshrygginn. Í þessum túr fór Ólafur Jónsson GK um 530 mílur úr frá Sandgerði. Öll árin sem Ólafur Jónsson GK var gerður út frá Sandgerði var Kristinn E. Jónsson skipstjóri, Kiddi eins og hann var alltaf kallaður. Já, það er sem sé tenging á milli Selfoss og Sandgerðis í sjávarútvegsmálum og örugglega má finna fleiri tengingar um sjávarútveg við Selfoss og Suðurnesin. Myndin sem fylgir með er tekin í Sandgerði um 1980 og þarna fremst má sjá Ólaf Jónsson. Reynir Sveinsson, faðir minn, tók myndina.


Fylgstu með á Hringbraut Kynntu þér alla dagskrána á hringbraut.is

21

Bærinn minn

Eldhugar

Fasteignir og heimili

Hugleiðsla

Mannamál

Einn sígildasti viðtalsþátturinn í íslensku sjónvarpi, opinskár og hispurslaus.

Skoðar mannlífið, atvinnulífið og íþróttirnar suður með sjó.

Saga og samfélag

Undir yfirborðið

Viðskipti með Jóni G

frétta- og umræðuþáttur með áherslu á pólitík, þjóðmál, menningu og lífsreynslu.

Færir viðmælendur út á jaðar hreysti, hreyfingar og áskorana lífsins.

Auður Bjarnadóttir leiðir kennir landsmönnum að anda léttar, slaka á, njóta stundarinnar fólk í þá líðan sem það á skilið.

Fer með áhorfendur fram og aftur tímann í íslenskum fræðum og menningu.

Þáttaröð um þá töfra sem bæjarfélögin á Íslandi hafa upp á að bjóða.

Upplýsandi og fróðlegur þáttur um fasteignir, heimili og húsráð af öllu tagi.

Varpar ljósi á allt það sérstæða í lífinu sem stundum er falið og fordæmt.

FRÉTTAUMRÆÐA, MENNING, HEILSA, LÍFSREYNSLA OG NÁTTÚRA

Bílalíf

Fjörlegur og fjölbreyttur þáttur um bílana okkar í leik og starfi.

Helgarviðtalið

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fer dýpra í efnistök blaðsins.

Suðurnesjamagasín

Fréttatengdur þáttur sem tekur púlsinn á íslensku viðskiptalífi.


18 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Nýr Sturla GK 12 til Grindavíkur Nýr Sturla GK 12 kom til Grindavíkurhafnar fyrir helgi. Þorbjörn hf. sem keypti skipið af Berg-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum en stefnt er að því að Sturla fari á veiðar í lok júní ef allt gengur eftir. Skipið hét áður Smáey VE 444 og var smíðað árið 2007 í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum en þar á undan bar skipið nafnið Vestmannaey VE 444.

Myndir: Jón Steinar Sæmundsson


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Erfitt að geta ekki kíkt í kvöldmat til mömmu og pabba

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Netspj@ll

Sigurður Jónsson býr og starfar í Kanada – hló þegar hann fékk ávísanahefti í bankanum. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? Það er frekar löng saga en stutta útgáfan er sú að ég kynntist flugumferðarstjóra í gegnum Instagram eftir að hafa séð mynd hjá honum af radarskjá. Við byrjuðum að spjalla og komumst að því að við værum jafn gamlir, búnir að vera flugumferðastjórar svipað lengi og það væru allar líkur á því að við höfum talast saman í síma í vinnunni en flugstjórnarsvæði Reykjavíkur og Edmonton deila svæðamörkum svo þar fer mikil samvinna fram. Þessi strákur kom svo til Íslands í mars 2017 og þá hittumst við fyrst. Eftir að við bárum saman bækur okkar ákvað ég að prófa að gamni mínu að sækja um í Edmonton og í ágúst 2017 fór ég svo í heimsókn til Edmonton, fór í viðtal og fékk starfið. Einnig kynntist ég stelpu í sömu ferð svo heimsóknir til Edmonton urðu töluvert fleiri en planað var í fyrstu. Þrettán mánuðum seinna, eða í september 2018, flutti ég til Edmonton til að búa með núverandi kærustu eftir þrettán mánaða fjarsamband og hóf störf þar sem flugumferðarstjóri í október.

– Saknarðu einhvers frá Íslandi? Allt of mikils. Fyrst og fremst er það fjölskyldan. Að geta ekki tekið rúntinn til að kíkja í kvöldmat til mömmu og pabba var mjög erfitt að sætta sig við það fyrsta árið en mamma er að mínu mati besti kokkur í heimi. Svo auðvitað allir vinirnir. Ég er þó heppinn að margir þeirra eru flugmenn og eru duglegir að kíkja í heimsókn svo það er ekki það versta. Svo er auðvitað mikið af íslenskum mat og þá sérstaklega SS pulsan með öllu. Eitt að því fyrsta sem ég geri þegar ég kem í heimsókn til Íslands er að bruna á Bæjarins bestu og slátra þar þremur pulsum með öllu og kókómjólk. – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? Það er fyrst og fremst ódýrt að búa hérna, flest allt er um 35–50% ódýrara hérna. Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég skrifa þetta kostar bensínlíterinn 55 krónur íslenskar, sem er auðvitað hlægilegt.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Í vetur lenti ég í ljótu skíðaslysi og var heppinn að ekki fór verr en ég sleit tvö liðbönd í hnénu og reif liðþófa ásamt einhverju minna ...

er mörgum árum á eftir Íslandi hvað varðar tækni og þægindi. Ég fékk ávísunarhefti frá bankanum og ég skellihló og spurði hvort það væri ekki alveg örugglega 2018 hérna í Kanada. Þeim fannst ég ekki fyndinn. Einnig hvað stór hópur af fólki hérna í Alberta-fylki/ héraði er gamaldags þegar kemur að kynþáttafordómum. Þetta er stundum kallað Texas Kanada og þá er helst verið að meina „Redneck“-fylki. Kynþáttafordómar eru alls staðar og hef ég margoft rekist á það þar sem minn besti vinur hérna í Edmonton er samkynheigður. Ég hef oft þurft að taka upp hanskann fyrir hann og láta nokkra rauðhnakka heyra það með góðum íslenskum hreim. Svo er hægt að stunda útivist á heimsmælikvarða hérna en Edmonton er aðeins þriggja klukkustunda keyrslu frá Klettafjöllunum. Þar eru ein bestu skíðasvæði í Norður-Ameríku og hjólaslóðar ásamt fjallgöngu og margt fleira. Það er hins vegar hægt að deila um veðrið. Sumrin eru mjög góð hérna, hitinn 30 gráður og flesta daga sól. Veturinn aftur á móti er mjög kaldur. Hitastig fer niður nálægt -50 gráðum en vindur nánast enginn og alltaf sól – en þessi kuldi er sérstakur og ákveðin upplifun.

Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég skrifa þetta kostar bensínlíterinn 55 krónur íslenskar, sem er auðvitað hlægilegt ... Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

– Eitthvað komið þér á óvart við að búa erlendis? Það sem kemur fyrst í hugann er hvað allt sem tengist bönkum, ríkinu og þess háttar starfsemi

– Við hvað starfarðu í Kanada? Ég starfa sem flugumferðarstjóri hjá NavCanada og sé ég um aðflug í kringum Edmonton-flugvöll.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Q&A

SPURT OG SVARAÐ – Nafn: Sigurður Jónsson.

– Hvað sástu síðast í bíó? Bad Boys for Life.

– Fæðingardagur: 14. janúar 1989.

– Uppáhaldsíþróttamaður? Tiger Woods og Michael Jordan.

– Fæðingarstaður: Akureyri en bjó í Garði, Kelduhverfi.

– Uppáhaldsíþróttafélag? Keflavík og Liverpool.

– Fjölskylda: Kærasta: Ashley Dale. Faðir: Jón Sigurðsson. Móðir: Þorbjörg Bragadóttir. Systir: Brynja Dögg Jónsdóttir. Bróðir: Bragi Jónsson. Systir: Sandra Rún Jónsdóttir. Hundur: Harlem Dale.

– Ertu hjátrúarfullur? Alls ekki!

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Lögga eins og Hrannar frændi. – Aðaláhugamál: Golf og fótbolti. – Uppáhaldsvefsíða: Google.com – Uppáhalds-app í símanum: DAZN (horfi á allar íþróttir í gegnum það). – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Hefðbundinn dagur er yfirleitt samsetning af vinnu, fara út að labba með hundinn og ræktin. Ég reyni að spila golf sem mest enda er Alberta fullt af gullfallegum golfvöllum. Svo reynum við að stunda skíðin á veturna og þá tökum við nokkrar helgaferðir í fjöllin. – Hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? Ekki spurning. Þetta hefur verið mjög svipað og á Íslandi. Það var ekki mikið um smit hérna miðað við fólksfjölda en austurströndin í Kanada var í algjöru veseni svo við vorum heppin. Núna er farið að opna veitingastaði og búðir aftur eftir að hafa verið lokað í næstum tvo mánuði svo vonandi sjáum við fyrir endann á þessu hérna. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Hvað varðar COVID-19 þá hafa ekkert orðið rosalega miklar breytingar. Ég hef þurft að mæta til vinnu þar sem við erum „essential service“ og erum skyldug til að mæta. Vaktaskráin breyttist aðeins við þetta en annars hefur þetta haft lítil áhrif á mig. Fer bara ekkert út að borða eða á barinn svo það er bara jákvætt. Í vetur lenti ég í ljótu skíðaslysi og var heppinn að ekki fór verr en ég sleit tvö liðbönd í hnénu og reif liðþófa ásamt einhverju minna. Svo núna, 11. maí, fékk ég loks aðgerð og hef ég verið frá vinnu síðan til að jafna mig.

– Uppáhaldshlaðvarp: Revisionist History, Malcom Gladwell. – Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur og kalt hangikjöt. – Versti matur: Allt sem inniheldur brokkolí. – Hvað er best á grillið? Lambalærisneiðar frá pabba, kryddaðar af mömmu. – Uppáhaldsdrykkur? Kaffi og Bailey’s. – Hvað óttastu: Að vera ósjálfbjarga – Mottó í lífinu: Aim high, you usually hit where you aim. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ragnar Loðbrók. – Hvaða bók lastu síðast? Englar alheimsins. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Allt of mörgum. – Uppáhaldssjónvarpsefni? Game of Thrones. – Fylgistu með fréttum? Ekki mikið en aðeins. Reyni að kíkja á íslensku miðlana til að missa ekki af öllu sem gerist á Íslandi en fylgist þá helst með fréttum á internetinu.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Góður metall. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Leiðinleg tónlist en það getur verið alls konar. – Hvað hefur þú að atvinnu? Flugumferðarstjóri hjá NavCanada. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Það eina sem hefur breyst er vaktaskráin og vinnan hefur verið töluvert rólegri en venjulega þar sem flugsamgöngur hafa verið í lamasessi. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Manni líður eins og árið 2020 sé einhver heimsendir. Það er sama hvað gerist, næsti mánuður nær alltaf að toppa það sem áður var. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, við erum frekar bjartsýn. Við stefnum á að njóta sumarsins á pallinum og svo vonandi að taka ferð yfir til Vancouver og Vancouver Island í ágúst ef ástand leyfir. Annars þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn og það á við flestallt að mínu mati. – Hvert ferðu í sumarfrí? Planið var að fara til Búlgaríu og Grikklands í júní og Spánar í september en þökk sé COVID-19 hefur það allt breyst. Núna stefnum við á að skoða Alberta-fylki nánar og vonandi taka ferð til British Columbia og heimsækja Vancouver, Kewlona og Vancouver Island. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi keyra þeim rakleiðis í Sandgerði í fjárhúsin hjá pabba. Svo bjóða þeim í mat til mömmu á besta veitingastað landsins.


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Þetta var mjög erfitt verkefni, að velja bara fimm uppáhaldsplöturnar. Ég myndi sennilega eiga erfitt með að velja tuttugu uppáhaldsplöturnar mínar og hvað þá fimm. Auðvitað eru alltaf einhverjar plötur sem manni þykir vænna um en aðrar,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar. Hér eru hans fimm uppáhalds.

Fimm uppáhalds Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Radiohead: In r ainbows

Radiohead er be sta hljómsveit í heimi. Að velja þeim er hægara eina plötu sagt en gert. Fle stir myndu segj Computer, Kid a að OK A eða In Rainbo ws væru bestu þeirra. Ég hefði plöturnar lengið svarað að OK Computer v uppáhalds og ja æri mín fnframt þeirra besta en undan hefur In Rainbo fa rin ár ws verið uppáh aldsplatan mín gáfu þessa plötu . Þ egar þeir út mátti fólk hal a henni niður og bara það sem fó borga lki fannst sann gjarnt. Minnir borgað tíu bresk að ég hafi pund. Hrein un un þessi plata fr hafi til enda. All á uppur hljóðfæraleik ur svo mínimal samt öf lugur. T ískur en hom Yorke er sn illingur og á þess fer hann hamfö ari plötu rum. Ég sá hljóm sveitina á tónle eftir að þessi pl ikum árið ata kom út. Það kannski spilar hjá mér en þá tó mikið inn k hljómsveitin br óðurpartinn af og það voru ótrú plötunni legir tónleikar.

s: Nick Cave & The Bad Seed No More Shall We Part tta

num þá er þe Af öllum Nick Cave plötu nnilega af þeirri uppáhaldsplatan mín. Se ta platan sem ég ástæðu að þetta var fyrs ð Nick Cave. eignaðist og hlustaði á me r með heyrnartól og Ég hafði aldrei sest niðu lögum einhverrar lesið textann með öllum á þessa. Þessi plötur fyrr en ég hlustaði ar aðrar plötur plata er rólegri en flest all en samt sem áður sem Nick Cave hefur gert að mínu mati. er þetta besta platan hans ð annað, mesti Maðurinn er bara eitthva sjá hann á tóntöffari sem ég veit um. Að jómsveitinni Bad leikum, einan eða með hl mur fyrir mig. Seeds, er það besta sem ke

ed m Karate: Unsoplv og ein af mínu lata allra tíma r

esta na þegar ég va ti Klárlega ein b ei sv m ó lj h s. Ég sá r í hljómallra uppáhald g var þá sjálfu É . u d el k sá rs a ró Rými. Þegar ég i nítján ára á H n n ti ei sv m ó með hlj vað sem sveitarbrölti sveit var eitth m ó lj h ri sa g hef es íþ á trommur. É a il trommarann sp ð a a tt æ vilja h ommuleik fékk mig til að áleiddur af tr d ið er v g o a i ekki leik legur. Ég skild ú oft farið á tón tr ó r a v ri ð a muleik Langaði lítið a . a er g en þessi trom ð a r a v hvað hann ar. Karate upp né niður í það stuttu síð r fi y st m o k en ég s hafði spila eftir það rn söngvaran ey h m se r a ina þ 5 til missti heyrn taf hætti árið 200 o sv n n a h g o mikið u víst all skaddast svo lf ár og spiluð tó í i ð a rf a st ginn n og auðvitað en en hljómsveiti “ 1 „1 á a lt il ara st m tíma. með alla magn atappa á þessu rn ey ta o n ð a r itti anda og ról. Ef ég h svo skynsamu k k ro ið ik m r ein nógu tímann verðu n er v Það þótti ekki h n ei ir þrjár ósk ómsveitin sem veitir mér rina fái heyrnina aftur, hlj um. Fa aftur á tónleik á þ ð þeirra að Geoff sé i et g an og að ég taki aftur sam

Tindersticks: Cur tains

Ég kolféll fyrir hl jómsveitinni þega r ég heyrði þessa plötu í útskriftarferð á Krít árið 2002. Það var skem mtileg uppgötvun þegar ég var búinn að hl usta á þessa hljóm sveit í örugglega sex, sjö ár þegar ég áttaði mig því í einhverju gúggli að hljómsveitin væ ri frá Nottingham í Bre tlandi en það vill þa nnig til að það er heim abær pabba. Mér Rela: fannst n þetta mjög skemm i e v i r tilegt uppgötvun. Einhver hlaut tengin At the D f Command gin að vera! Notti ngham er líka þekkt fyri ship o ldsrokkplatan r allt annað en gó n o i t ða tó nlist og ég held að ég uppáha afi til geti fullyrt að það Þetta er snilld frá upph til eru engar aðrar góðar r ga hljómsveitir frá N mín. Tæ ðar stórkostle ar, hratt ottingham nema Tind öf xt ersticks. Það voru enda. H s í mér. Bullte ftæði. alger forréttindi að n ja a geta sett á laggirna rokkar kk og ekkert k og það tónleika með svei r tinni í Hljómahöl ro g xas l í febrúar og gott lfan mi ar síðastliðinn, rétt r frá Te á g e j e s n þ i a t g r i i e æ áður en COVID19 m v as, í annf -ástandið Hljóms af bein áhrif á itnar hófst. Við höfðum inn að s hljóðveri í Tex ð ú b t h r l samband við hljó l e r a é g a. M en é litlu r bilu msveithefur ina þegar við sáum á plötun na um plötuna inhverju pínu í hljóðverinu e sig að a t að hún væri að fa s u l h ég ra gefa ífa gin suni út nýja plötu í fyrr pp í e ra að dr lir heim. ftkælin ð tilhug i verið tekin u a a og spurðum hvor o i l b v g u a o r r i e a t r b ú f i al t þeir ætluðu að fara í tó atan ha svona 35° hiti túdíóinu og þe kursyngja og l nleikaferðalag til p ð a þá. um að kynna plötuna. Svörin st hiti í s ratt, ös sem hefur séð það er ° h g 0 o a 4 l i a óðu ekki á sér og þe r p m s a aði, i er u fólk kjall ir voru meira en til að ko leiðand lötuna með hr kum en þekki f ma og spila í Hljóm a r a þ og ahöll. Sveitin átti upphaf upp p ónlei lega að spila 65 tó að taka ómsveitina á t a r á l k nleika á ferðalagi sínu en i séð hlj þeir náðu bara að Hef ekk ð af lífi og sál. spila á tíu tónleikum áður en þa þeir þurftu að slau Öfunda fa tónleikaferðalaginu vegna COVID-19.

splötur Tómasar Young


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lighthouse Inn á Ga fær toppeinkunn á h

Kínverskir ferðamenn koma til að hreinsa lungun í ferskum íslenskum vindum og norðurljósaferðalangar gista í viku.

Gísli Heiðarsson hótelstjóri.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Lighthouse Inn er tuttugu og sex herbergja hótel á Garðskaga í Garði og þar af eru tvær svítur. Þá er hótelið með möguleika á stækkun upp á tuttugu herbergi til viðbótar sem eru í framtíðarplönum þegar aftur rofar til í ferðaþjónustunni. Það eru bræðurnir Gísli, Einar og Þorsteinn Heiðarssynir sem eiga hótelið sem hóf starfsemi á vormánuðum 2017 og hefur því verið starfandi í þrjú ár um þessar mundir. Víkurfréttir tóku hótelstjórann, Gísla Heiðarsson, tali og ræddu við hann um hótelrekstur á Garðskaga á þessum skrítnu tímum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

arðskaga heimsvísu

Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Varð þetta draumur hjá ykkur bræðrum að byggja hótel hér á Garðskaga? „Það byrjaði ekki þannig. Við vorum með gistiheimili í huga en vorum öfugu megin við veginn, það er hérna neðan við Skagabrautina. Það var samþykkt í bæjarstjórn fyrir nokkrum árum að það mætti ekki byggja neitt nýtt neðan við Skagabrautina. Síðan var gert deiliskipulag af Garðinum og inni á því voru átta lóðir fyrir ferðaþjónustu á þessu svæði hér við Garðskaga. Við ákváðum strax að stökkva á þetta og mánuði síðar sóttum við um lóðina sem hótelið stendur á í dag. Við vildum prófa eitthvað nýtt og ákváðum að byggja bjálkahús. Ég á sumarhús úr sama efni og það er gaman að koma í svona hús. Það er góð tilfinning og róandi andrúmsloft.

Við byrjuðum á þessu 15. apríl 2016 og opnuðum 15. maí 2017 og höfum því verið með hótelið í þrjú ár um þessar mundir. Þetta hefur allt gengið mjög vel þar til þetta vesen kom upp 15. mars og þá datt allt niður, eins og hjá öllum.

Inni á hótelinu.

– Er þetta ekki skrítið ástand? „Jú, þetta er mjög skrítið allt saman. Hjá okkur hefði sumarið eiginlega átt að vera kjaftfullt frá og með 1. apríl og út

september. Það er líka gaman að segja frá því að okkar stærstu viðskiptahópar koma frá Kína, Spáni og Ítalíu. Þetta eru allt lönd sem hafa farið hvar verst út úr kórónuveirufaraldrinum. Það er eiginlega búið að afpanta allt frá þessum löndum í sumar. Við eigum samt von á því að það komi eitthvað frá þessum löndum í júlí og ágúst, ef það rofar til hjá þeim og eitthvað opnast á ferðalög. Nú eru aðstæður þannig að það er verið að horfa á innanlandsmarkaðinn. Við verðum með stóran kvennahóp hér í byrjun júní og svo er eitthvað um það að knattspyrnufélög eru að spyrjast fyrir um gistingu fyrir yngri flokka. Það eru þá hópar sem áttu að fara í æfingabúðir erlendis. Þjálfarar


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lighthouse Inn á Garðskaga. Séð yfir byggðina í Út-Garðinum.

þessara hópa eru skapandi og vita að hér í Garðinum er góð aðstaða til æfinga og að hér er góður fótboltavöllur. Hér er gott að vera afsíðis til að þjappa hópum betur saman og kynnast. Það er hægt að gera margt hér á þessu svæði og það er mjög fallegt hér í Garðinum.“

Lighthouse Inn baðað í norðurljósum. Mynd úr kynningarefni hótelsins. Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

– Hvernig voru viðbrögð gesta við þessum stað áður en veirutíminn hófst? Garðskaginn er magnaður staður. „Viðbrögðin hafa verið alveg ótrúlega góð. Hótel þrífast á umsögnum, þegar maður er sjálfur að panta hótel þá les maður umsagnir um hótelið og ef þær eru lélegar þá fer maður helst ekki á það hótel. Það er gaman að segja frá því að við fengum bréf frá Booking um daginn þar sem við vorum að skora á meðal hæstu hótela í heiminum. Við höfum verið


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Guesthouse Garður er gistiheimili sem er rekið samhliða Lighthouse Inn. arnir segjast vera að koma hingað til að hreinsa lungun. Þeir koma hingað og hlaupa um túnin og ég spyr fararstjórana hvað þeir séu að gera og alltaf er svarið að það sé verið að hreinsa lungun.“

að skora upp á 9,3 til 9,4 að meðaltali og það eru mjög fá hótel í heiminum sem eru að ná því. Hótelið er eins og það er en það er líka staðsetningin, náttúran og allt hér í kring sem hefur mikið að segja. Norðurljósin eru dugleg að láta sjá sig hér á veturna og svo höfum við útsýni á Snæfellsjökul, vitana og sólsetrið. Hér er einnig mikið víðsýni. Fólk sem er að koma frá stórborgum sækist í þetta alveg eins og þegar við förum í heitu löndin til að upplifa hita og sól. Þau vilja fá eitthvað öðruvísi, eins og kuldann. Kínverj-

– Er ekki skellur að missa stóran hluta af þessu ári út? „Jú, sérstaklega þegar þú varst búinn að gera ráð fyrir mjög góðu sumri og bókunarstaðan var góð. Þetta er mikill skellur og bara fyrir allt íslenskt samfélag og þá sem eru í ferðaþjónustunni. Sem betur fer eru bankarnir að slá lánum á frest. Núna er frumvarp fyrir Alþingi um lækkun á fasteignafjöldum hjá hótelum og gististöðum. Það er verið að gera mikið til að hjálpa til. Við verðum að passa að missa þetta ekki allt frá okkur núna þar sem það er búin að vera mikil uppbygging og að fólki finnst gott að koma til Íslands. Ég vinn mikið hér á kvöldin og er að tala við

gestina og það eru nær allir með sömu söguna. Þeim finnst Ísland vera einstakt land. Það er eignilega hvergi í heiminum sem þú finnur svona náttúru eins og hérna og fólki finnst það vera frjálst og mikið ferðafrelsi hér á landi.“ – Hvernig er nýtingin yfir vetrarmánuðina? „Hún er mjög góð og þá sérstaklega hjá fólki sem er að sækjast í að sjá norðurljósin. Það fólk er einnig að stoppa lengur og er jafnvel að gista hjá okkur í heila viku. Það er að vona að það nái einum eða tveimur dögum með ljósum. Það

Úr svítunni á Lighthouse Inn.

Gestamóttakan.

rúntar um á daginn og vakir frameftir á kvöldin. Oftast tekst að ná einhverju og stundum ekki. Þeir sem ná því að sjá norðurljós eru alveg í skýjunum.“ – Ertu bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Já, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Maður verður líka að vera raunsær og þetta fer mikið eftir því hvað gerist með þessa veiru, hvort mótefni komi fljótlega eða hvort hún blossi upp aftur. Ef okkur tekst að komast í gegnum þetta núna, þá er ég mjög bjartsýnn.“


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Horft yfir flughlaðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sandgerði í fjarska og sjá má Snæfellsjökul handan við hafið.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Snæfellsjökull Sandgerði

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR KL. 14:20

22.05.2020


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keilir

Fagradalsfjall Skýli 885

flugbraut Norður-suður

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR KL. 14:25

22.05.2020

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

Þorbjörn

Flugturn

Súlur

Austur-vestur flugbraut

Flughlaðið austan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þarna má sjá að unnið er að landgöngubyggingum við flugvélastæðin. Byggðin í Njarðvík og Innri-Njarðvík sést í fjarska. Sjá má Reykjanesfjallgarðinn frá Keili lengst til vinstri, Fagradalsfjall, Þorbjörn, Stapafell og Súlur.

Þ

að eru sögulegir tímar á Keflavíkurflugvelli. Þar stendur stór flugvélafloti nær verkefnalaus og bíður þess að kórónuveiran slaki klónni af heimsbyggðinni. Örfáir farþegar fara um flugvöllinn og flestar eru flugvélarnar í fraktflutningum til og frá landinu.

Ljósmyndari Víkurfrétta setti flygildi á loft við Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðasta föstudag til að fanga á mynd fordæmalausa tíma. Flugvélastæðin þétt skipuð vélum frá Icelandair en svæðið nær mannlaust. Myndatakan fór fram í fullu samráði við flugturninn í Keflavík sem vissi af ferðum drónans og tryggði að kennsluflugvélar Keilis, sem voru á ferðinni, væru

ekki í námunda við flygildið. Það er vonandi að líf fari að færast aftur yfir Keflavíkurflugvöll á næstu vikum en gert er ráð fyrir að um miðjan júní verði slakað á ferðahömlum og þannig fari líf að færast aftur yfir flugvöllinn, þó það gerist hægt og rólega í fyrstu. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR KL. 14:30

22.05.2020


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Haraldur Árni Haraldsson ætlaði að verða öskukall en endaði sem skólastjóri.

Með fluguveiði á heilanum

Netspj@ll Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, er bjartsýnn á sumarið sem er framundan. Hann hefur tekist á við áskoranir í sínu starfi á árinu og upplifir þær sem tækifæri. Haraldur svaraði nokkrum spurningum í netspjalli við Víkurfréttir. – Nafn: Haraldur Árni Haraldsson. – Fæðingardagur: 18. júlí 1959. – Fæðingarstaður: Reykjavík. – Fjölskylda: Eiginkona, þrjú börn, þrjú barnabörn og tengdadóttir. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Öskukall, það var fyrsta djobbið sem heillaði mig. – Aðaláhugamál: Fluguveiði. – Uppáhaldsvefsíða: tonlistarskoli.reykjanesbaer.is

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Flestöll.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Það er óráðið ennþá, nema að það verður innanlands.

– Uppáhaldssjónvarpsefni? Bíómyndir.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Síbyljutónlist er afar þreytandi. Sumar stöðvar eru dálítið þar.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi byrja á því að sýna þeim fallega bæinn minn, Reykjanesbæ. Síðan færi ég með gestina Reykjaneshringinn, með viðkomu á sem flestum af þeim stórkostlegu stöðum sem þar er að finna. Auk þess myndum við heimsækja hin sveitarfélögin á Suðurnesjum. Það yrði örugglega bjart og fallegt veður í þeirri hringferð, svo ég myndi trítla með gestina upp á Þorbjörn til að þeir upplifðu glæsilegt útsýnið yfir svæðið.

– Fylgistu með fréttum? Já. – Hvað sástu síðast í bíó? Avatar. – Uppáhaldsíþróttamaður? Guðjón Valur Sigurðsson. – Uppáhaldsíþróttafélag? Þau eru tvö: UMFN og Derby County. – Ertu hjátrúarfullur? Nei.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Ég er skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Ekki á starfinu, heldur því hvernig ég sinni því. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Upplifunin er áskoranir og sumar þeirra fela í sér ný tækifæri.

– Uppáhaldshlaðvarp: Flugucastið. – Uppáhaldsmatur: Fiskur og villibráð. – Versti matur: Kræklingur og bláskel, þ.e.a.s. ef það telst til matar. Annars enginn. – Hvað er best á grillið? Allt sem á erindi á grill, verður gott. – Uppáhaldsdrykkur? Klassíska svarið er vatn, sem er gott svar – en kaffið á sterka taug í mér.

– Mottó í lífinu: Að gera eins vel og ég get. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Engan sérstakan. – Hvaða bók lastu síðast? Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason.

– Hvað á að gera í sumar? Vinna, ferðast og veiða.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Ég reyni að ná þættinum Úti.

– Uppáhalds-app í símanum: Angling iQ.

– Hvað óttastu: Svo sem ekkert sérstakt en ég hef um þessar mundir áhyggjur af afkomu sveitarfélaganna og afdrifum íslenska hagkerfisins.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, heldur betur.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir á fjórða þúsund félagsmanna VSFK með uppsögn eða í skertu starfshlutfalli. Fólk sýni ástandinu skilning og er með von um að því ljúki fyrr en seinna.

Þetta er mikið sjokk „Ástandið er vægast sagt mjög slæmt en maður er alltaf að reyna að halda í einhverja bjartsýni og vonar að þetta fari að lagast. Við fengum skell með falli WOW fyrir um ári síðan en það var bara lítill skellur miðað við núna. Svæðið okkar mátti alls ekki við þessu. Þetta er mikið sjokk,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en á fjórða þúsund félagsmanna þessa stærsta stéttarfélags á Suðurnesjum eru atvinnulausir eða í skertu starfshlutfalli. Guðbjörg segir að það hafi verið mjög sérstakt að upplifa svona miklar sveiflur á síðustu árum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg og lítið eða nánast ekkert atvinnuleysi. Þúsundir útlendinga á svæðinu við störf. Það vantaði starfsfólk í hin ýmsu störf hjá ferðaþjónustunni og fyrirtækjum tengdum henni en svo kom veiran og breytti öllu í einu vetfangi. Hvernig var fólk að taka þessu?

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Svaraði félagsmönnum í rúminu heima Guðbjörg var ein af þeim sem veiktist af kórónuveirunni en hún segist ekki hafa orðið alvarlega veik. Ég fór örugglega betur út úr þessu en margir aðrir. Ég þurfti þó að vera í einangrun því fjölskyldan mín veiktist ekki. Bestu dagarnir voru virku dagarnar því þá gat ég unnið á venjulegum vinnutíma. Ég lokaði mig inni í herbergi en gekk þó ágætlega að sinna mínu starfi í tölvunni, bara uppi í rúmi heima. Þetta hefur kennt okkur að það er vel hægt að sinna ýmsum störfum heima við eða annars staðar en á skrifstofu. Það hefur ýmislegt gott gerst á veirutímum sem við munum nýta okkur í framtíðinni. Það er engin spurning.

Spurt og svarað hjá VSFK „Það var lokað á skrifstofu VSFK á með veiran gekk harðast yfir þannig að maður var ekki að hitta fólkið sem margt var í sjokki yfir ástandinu. Margir voru hins vegar mjög duglegir að senda skilaboð og við vorum í miklu sambandi við okkar félagsmenn. Félagsmenn sendu okkur skilaboð eða tölvupóst og voru mjög duglegir að spyrja út í ýmsa hluti og þætti. Við vorum orðin eins og upplýsingamiðstöð, meðal annars fyrir Vinnumálastofnun en hún var auðvitað orðin miðdepill í ástandinu. Það sem maður tók helst eftir var að fólk sýndi þessu ástandi miklu meiri skilning því vanalega verður fólk mjög reitt þegar það missir vinnuna. Umhverfið og líðan fólks var einhvern veginn allt öðruvísi. Sama gerðist eftir bankahrunið þegar margir þurftu að fara í hlutabótastarf og þannig er þetta núna. Fólk hefur miklu meiri skilning núna. Það er enginn dæmdur fyrir að vera ekki í vinnu. Margir hugsa líka og vona að þetta ástand vari ekki lengi.

Margir útlendingar enn á svæðinu – Nú hafa mjög margir útlendingar verið í vinnu á Suðurnesjum. Hvernig er staðan á þeim? Einhver hluti þessa hóps er ennþá hér og bíður eftir vinnu. Það er mjög misjafnt. Sumir fóru heim til Póllands á meðan það var hægt. Mjög stór hópur af útlendingum er mjög sáttur hér á landinu. Við óttumst auðvitað að það verði til stór hópur sem verði atvinnulaus næstu árin. Það er áhyggjuefni. Það er samt líklegra að fyrirtækin taki inn starfsfólkið sem það var með vegna

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Það sem við getum tekið með okkur er að það þarf að vera fjölbreyttara atvinnulíf á Suðurnesjum. reynslu þess þegar hjólin fara að snúast aftur. Það fer líka eftir ástandinu í heimalandi þessa fólks sem er oft verra en hér á Íslandi. Þetta er því líka allnokkur óvissa en margir útlendingar sjá framtíðina á Íslandi en ekki í sínu heimalandi.

Á fjórða þúsund án vinnu eða í skertu – Hvernig eru nýjustu tölur í fjölda atvinnulausra og í skertu hlutfalli? Eftir marsmánuð voru um 1.300 manns hjá okkur í VSFK komnir á skrá hjá Vinnumálastofnun. Nú tel ég að það séu um 2.000 manns atvinnulausir en ríflega 1.000 í hlutabótaleiðinni. Félagar okkar eru um 4.800 og því er þetta ansi stór hluti sem er atvinnulaus eða í skertu starfshlutfalli og það eru ekki öll kurl komin til grafar. Við gætum átt von á fleiri uppsögnum. Það er mjög erfitt að spá í stöðuna núna, óvissan er mjög mikil en ég held þó í vonina um að staðan eigi eftir að lagast þó svo það sé einhver hætta á seinni bylgju eða næstu bylgju eins og sóttvarnarlæknir sagði. Ég vona þó að þetta sé bara að ganga yfir. Það hefur gerst í heimsfaröldrum að þeir hafi hreinlega gengið yfir. – Einhverjar sérstakar aðgerðir fyrir fólkið hjá félaginu? Já, við höfum sett aukið fjármagn í styrki og hækkað prósentu í styrkjum

ef fólk vill sækja námskeið auk fleiri aðgerða sem við höfum farið í. Félagið reynir eins og það getur að koma til móts við fólkið á erfiðum tímum. Við erum með reynslu í því. Í fyrra settum við mörg námskeið í gang eftir gjaldþrot WOW og það gekk vel. Við vorum ekki búin að jafna okkur á því þegar veiran kom. – Hvað með aðgerðir ríkisvaldsins? Það er margt gott sem hefur verið gert en það þarf að gera svo miklu meira. Ég veit þó að það hefur verið settur á stofn hópur til að skoða stöðu Suðurnesja sérstaklega. Nú er tækifærið að laga stöðu ríkisstofnana hvað varðar fjárframlög til þeirra sem eru á Suðurnesjum. Það er margoft búið að benda á ranga stöðu í þeim málum, hvort sem það er til heilbrigðisstofnunar eða skólamála þá er ljóst að þetta þarf bara að laga og nú er rétti tíminn til þess. HSS er vannýtt stofnun og gæti boðið upp á svo miklu meira en nú er gert. HSS hefur alla burði til þess, það þarf að laga heilsugæsluna og koma skurðstofum aftur í gang. Skólarnir á Suðurnesjum eru mikilvægir á Suðurnesjum og styrking þeirra væri mjög mikilvæg. Aðalmálið er þó að búa til fleiri fjölbreytt störf. Haustið verður áhyggjuefni því staðan gæti lagast tímabundið með sumarstörfum. Þegar haustið kemur munu líklega margir koma á atvinnuleysisskrá, fólk sem er komið með uppsögn hjá sínu fyrirtæki.

– Hvað með átök á vinnumarkaði í miðjum faraldri? Það er engin óskastaða en við getum ekki gefið eftir launakröfur og réttindi fólks þó veira gangi yfir. Það er ekki sanngjarnt að fólkið með lægstu launin taki mesta skellinn. Við munum ekki gefa eftir þar. Þetta fólk er í stórum hópum að verða fyrir kjaraskerðingu eins og með hlutabótaleiðinni, það eru flestir að lækka í launum með því. Fólk hefur sýnt ástandinu skilning, verið sveigjanlegt að breyta vinnutíma og vinnustað en það er ekki þægileg staða að standa í kjaraviðræðum á svona tímum.

Fjölbreyttara atvinnulíf Guðbjörg segir að það megi draga lærdóm af ástandinu og það hafi komið berlega í ljós að atvinnulífið er of einhæft á Suðurnesjum. Það sem við getum tekið með okkur er að það þarf að vera fjölbreyttara atvinnulíf á Suðurnesjum. Það er stærsta atriðið og við verðum að fara að vinna að því að leiðrétta þá skekkju. Við getum ekki bara treyst á ferðaiðnaðinn. Fiskvinnslan er t.d. horfin úr Reykjanesbæ en er þó til staðar og sterk í Grindavík og Sandgerði. Við þurfum að dreifa eggjunum í fleiri körfur. Við þurfum að huga að nýsköpun og horfa til framtíðar hvað varðar vöxt í atvinnulífinu, ekki bara opna fleiri bílaleigur eða veitingastaði sem tengjast mikið ferðaþjónustunni þó svo slík starfsemi þurfi líka að vera til staðar. Þetta er svo sem ekki ný bóla á Suðurnesjum. Við vorum með varnarliðið sem einn stærsta vinnuveitanda svæðisins og það var enn eitt áfallið þegar það fór, rétt fyrir bankahrun.

Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

Markaðsátak mikilvægt fyrir Reykjanesið – Þú vonar sem sagt að flugvélarnar fari í loftið aftur? Við viljum fara að sjá það og vinnumarkaðinn í gang. Sjá fólk í bænum, meira líf. Maður er svolítið hræddur um að Suðurnesin verði útundan í ferðaátakinu. Ég held að margir, og líka heimamenn, geri sér ekki grein fyrir því hvað

Reykjanesið er flott. Við þyrftum að fara í átak um það að það sé gaman að koma á svæðið, hér er allt til alls, gisting, tjaldsvæði, matur og afþreying. Ég held að það séu alltof margir sem viti ekki af því. Gott markaðsátak fyrir Suðurnesin væri vel þegið núna, sagði Guðbjörg.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Þarf að fara í mikla vinnu til að sannfæra fólk um nýtt kísilver Guðbjörg brosir ekki þegar hún er spurð út í störf sem geta skapast ef starfsemi kísilverksmiðju í Helguvík hefst á nýjan leik. „Þetta er óþægileg umræða. Auðvitað viljum við fleiri störf en þessi störf hjá kísilverksmiðju eru mörg

sérhæfð. Verða þau fyrir Íslendinga eða þurfum við að fá þjálfað vinnuafl til að sinna þeim? Við vitum öll af mengun, hávaða og leiðindum sem fylgdi starfsemi fyrri verksmiðju. Það þyrfti að bæta mikið allan aðbúnað og sjálfa verksmiðjuna.

– Hafa eigendur verksmiðjunnar verið í sambandi við ykkur? Ekki núna nýlega. Við fylgjumst að sjálfsögðu með stöðunni. Ef verksmiðja fer í gang er mikilvægt að staðið verði vel að samningum við starfsfólk. Því var óbótavant hjá fyrri

eiganda. Þeir þurfa að fara í mikla vinnu til að sannfæra fólk á Suðurnesjum um þetta verði ekki eins og hjá fyrri eiganda. Það er mikil andstaða fyrir þessari starfsemi held ég í Reykjanesbæ.


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðbrandur

ræðukóngur

Guðbrandur í ræðustóli í bæjarstjórn í apríl 2020.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, var „ræðukóngur“ bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á árinu 2019 en hann tók 63 sinnum til máls á bæjarstjórnarfundum. Næstur honum er félagi hans í meirihlutanum, Friðjón Einarsson, Samfylkingu sem talaði 52 sinnum. Þetta kemur fram í samantekt Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, forseta bæjarstjórnar, sem hann lagði fram á fundi bæjarráðs nýlega. Fjöldi skipta sem bæjarfulltrúar tóku til máls á fundum bæjarstjórnar 2019: Guðbrandur Einarsson (Y) 63 Friðjón Einarsson (S) 52 Baldur Þórir Guðmundsson (D) 44 Jóhann Friðrik Friðriksson (B) 42 Margrét Ólöf A Sanders (D) 39 Margrét Þórarinsdóttir (M) 37 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri 32 Gunnar Þórarinsson (Á) 29 Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) 23 Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) 22 Díana Hilmarsdóttir (B) 9 Styrmir Gauti Fjeldsted (S) 6 Friðjón Einarsson er annar mesti ræðukappinn í Reykjanesbæ.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

Núverandi bæjarstjórn á fyrsta fundi hennar í júní 2018. Gunnar Felix Rúnarsson, varamaður Margrétar Þórarinsdóttur, er annar frá vinstri en Margrét var fjarverandi.

Miðflokkurinn með meira en helming bókana

Alls voru lagðar fram 70 bókanir á bæjarstjórnarfundum 2019. Færst hefur í vöxt að bæjarfulltrúar leggi fram bókanir um einstök mál. Meira en helmingur þeirra, eða 43, voru lagðar fram af Miðflokknum en næstflestar voru lagðar fram af meirihlutanum í Reykjanesbæ sameiginlega eða tíu alls. Tekin voru fyrir 231 mál á tímabilinu og var fjórtán þeirra vísað til frekari umfjöllunar, flestum til bæjarráðs. Fimm tillögur voru felldar og 212 samþykktar og má segja að sú staðreynd beri merki góðrar samvinnu og sátta um störf bæjarins. Alls voru 106 mál samþykkt án umræðu en stefnur bæjarins, fjárhagsáætlun

og ársreikningur eru ávallt tekin til umræðu oftar en einu sinni með minnst viku millibili. Sem fyrr segir hefur starfsemi bæjarins aukist á undanförnum árum og nefndum fjölgað. Afgreiddar voru 37 fundargerðir bæjarráðs árið 2019 en bæjarráð fundar að jafnaði einu sinni í viku.

Umhverfis- og skipulagsmál fyrirferðamikil

Margrét Þórarinsdóttir, bókanadrottning Reykjanesbæjar.

Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, mun skila forsetahamrinum til Guðbrands Einarssonar á næstunni en þeir skipta með sér þessu embætti á kjörtímabilinu.

Þó svo öll málasvið bæjarins fái umræðu á fundum bæjarstjórnar má segja að umhverfis- og skipulagsmál hafi fengið meiri umræðu á árinu 2019 en oft áður. Alls ræddi bæjarstjórn grenndarkynningar fjórtán sinnum og deiliskipulag ýmissa

svæða alls tólf sinnum. Umhverfisog skipulagsmál eru samofin málefnum er snúa að iðnaðarsvæðinu í Helguvík þar sem sorgarsaga kísilvera er meginþemað. Alls báru málefni Stakksbergs níu sinnum á góma á bæjarstjórnarfundum á árinu sem eðlilegt þykir í ljósi þess hversu mikið áfall sú brostna uppbygging var fyrir bæjarfélagið og samfélagið í Reykjanesbæ. Háum fjárhæðum hafði verið varið af hálfu fjárfesta og Reykjanesbæjar til verkefnisins sem síðan kom í ljós að stóð á brauðfótum, enn sér ekki fyrir endann á því ferli.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

a Maradon

Ein a sem r Han viss ness i ek on, ki h fram vað k han væmd n vi ldi v astjóri erð , er g a þe r gar jóthar han ð n yr ur Kef l ði s tór. víking ur

Netspj@ll

Pot t að v þétt h e í gó ra m ressan ðu p eð M di artý ara don i a

– Nafn: Einar Hannesson.

– Fæðingardagur: 30. janúar 1974.

– Fæðingarstaður: Rigshospitalet í Kaupmannahöfn (en er samt hundlélegur í dönsku). – Fjölskylda: Giftur Maddý Andrésdóttur og við eigum þrjú börn saman, þau Andreu, Bjarka Frey og Hlyn Þór. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vissi ekki hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór fyrr en ég varð stór. Finnst fyrst og fremst gaman að vinna með fullt af alls konar fólki. – Aðaláhugamál: Ætli körfubolti standi ekki þar upp úr og að stússast í kringum íþróttir barnanna í gegnum tíðina. Svo er hrikalega gaman á skíðum. – Uppáhaldsvefsíða: kki.is – Uppáhalds-app í símanum: Leggja er geggjað! – Uppáhaldshlaðvarp: Kann ekki á svoleiðis. – Uppáhaldsmatur: Nauta ribey í 57° með Bearnaisesósu. – Versti matur: Brauðsúpa og slímugar ostrur.

– Hvað er best á grillið? Íslenska fjallalambið klikkar ekki. – Uppáhaldsdrykkur? Ísköld nýmjólk. – Hvað óttastu: Að þurfa einhvern tímann að taka stærðfræðipróf aftur. – Mottó í lífinu: Sinna vinum mínum af kostgæfni og gefa af mér í leik og starfi. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Maradona af því hann er óútreiknanlegt ólíkindatól og hörkudansari. Pottþétt hressandi að vera með honum í góðu partýi. – Hvaða bók lastu síðast? Ítalskir skór eftir Henning Mankell en er annars mikill aðdáandi Halldórs Laxness. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Maður er auðvitað búinn að þurrka upp Netflix eins og hálft mannkynið. Þar má nú helst nefna þætti eins og Kalifat, The Last Dance og Ozark. – Uppáhaldssjónvarpsefni? Góðar njósnamyndir geta verið klassa afþreying.

– Fylgistu með fréttum? Já, líklega óþarflega mikið. – Hvað sástu síðast í bíó? Úff, man það bara ekki svona á tímum kórónuveirunnar. – Uppáhaldsíþróttamaður? Erfitt að nefna ekki Michael Jordan. Fíla menn með tryllt keppnisskap. – Uppáhaldsíþróttafélag? Er grjótharður Keflvíkingur (en synir mínir segja að ég haldi með Breiðablik).

– Hvað hefur þú að atvinnu? Er framkvæmdastjóri hjá innflutnings- og þjónustufyrirtækinu Fastus ehf.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, hef unnið töluvert að heiman undanfarna mánuði. Fínt í hófi en ég er mikil félagsvera og þrífst því töluvert betur innan um margt fólk. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skrítið, stórfurðulegt – en hef líklega aldrei verið jafn mikið með börnunum mínum sem er stórkostlegt. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, já, er það ekki bara. – Hvað á að gera í sumar? Verður maður ekki að ferðast um landið fagra. Kannski veiða eitthvað og jafnvel horfa eitthvað á þann yngsta spila fótbolta. – Hvert ferðu í sumarfrí? Alla vega ekki til útlanda þetta sumarið en annars finnst mér alltaf næs að liggja á sólarströnd einhvers staðar við Miðjarðarhafið og þá helst með Piña Colada í hönd.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá – Hvaða tónlist fyrst og hvað myndir kemur þér í þú helst vilja sýna gott skap? þeim? Hjálmar tikka í Náttúran á Suðuröll boxin. nesjum er falin perla. Ótrúleg náttúrufyrir– Hvað tónbrigði á litlu svæði sem Hjálmar list fær þig til alltof fáir þekkja. Geri töluvert af því að fara með að skipta um utanaðkomandi fólk á áhugaútvarpsstöð? Leyfi nú flestri tónlist að verða staði svo sem Keili, Þorbjörn, slæda en nenni ekki að hlusta á of Garðskaga, Reykjanes og svo mætti mikið pólitískt þras í útvarpinu. lengi telja. – Ertu hjátrúarfullur? Nei, mjög langt frá því.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


Á grindverki:

VIÐAR Húmgrár

HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur.

Á palli:

VIÐAR Smágrár

SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 61, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Erfitt að láta hugann reika í grímuklæddum heimi

– Njarðvíkingurinn Hinrik Hafsteinsson er 25 ára stúdent en þessa dagana er hann í skiptinámi við Háskólann í Tübingen, sem er lítill háskólabær í Þýskalandi. Samhliða náminu starfar Hinrik í forritunarverkefnum í fjarvinnu að heiman. Hann leigir íbúð með tveimur öðrum íslenskum stúdentum svo segja má að þau hafi komið upp svolítilli íslenskri kommúnu þar úti.

Þessa dagana er allt svolítið öðruvísi og lífið snýst um að halda rútínunni gangandi í samkomubanninu. Dagarnir eru fábrotnir. Maður er mestallan daginn á heimaskrifstofunni en brýtur hann stundum upp með því að fara út að hlaupa eða út í búð ...

– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég er í MA námi í máltækni við Háskóla Íslands. Mér stóð til boða að taka hluta af náminu erlendis við aðra deild í mínu fagi, þannig að ég sló til í fyrra.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Maður saknar eiginlega alls sem er ekki hægt að nálgast eins auðveldlega og heima. Vinir og fjölskylda, aðallega. Að fara í sund. Treó með sítrónubragði. Það er alls konar. En þegar maður býr erlendis í svona takmarkaðan tíma veltir maður sér ekki mikið upp úr því sem er heima heldur nýtur frekar þess sem er hérna úti. Maður mun svo sakna alls þess þegar maður flytur aftur heim.“ – Hve lengi hefurðu búið erlendis? „Ég er búinn að búa hér í hálft ár eða eina vetrarönn í þýska skólakerfinu. Ég verð hér svo alla vega út sumar-

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

önnina líka, þannig ég á u.þ.b. hálft ár eftir í viðbót.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa í Þýskalandi? „Það er mjög hentugt að búa í Þýskalandi, sérstaklega þegar maður er námsmaður en þar sem ég bý er almennt ódýrara að lifa en heima á Íslandi. Öll þjónusta er mjög góð og aðgengileg. Þýskaland er líka með mjög öflugt heilbrigðiskerfi sem maður myndi ekki spá sérstaklega út í undir venjulegum kringumstæðum en núna í heimsfaraldrinum upplifir maður sig mjög öruggan hér úti. Tübingen er síðan mjög dæmigerður þýskur háskólabær. Hann er svolítið á íslenskum mælikvarða en hér búa 90.000 manns sem er nokkuð minna en í Reykjavík. Hér er líka allt sniðið að stúdentum. Það eru mjög góðar almenningssamgöngur og alls konar starfsemi miðuð að fólki á háskólaaldri, enda er þriðji hver bæjarbúi nemandi við skólann.“

– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Í haust þegar ég var meira í að sækja tíma í skólanum miðaðist dagurinn aðallega út frá fyrirlestrum og verkefnum, eins og hjá flestum háskólanemum. Álagið hér úti er mismunandi milli daga en heilt yfir litið gefa Þjóðverjarnir lítinn afslátt í kennslunni, ekki frekar en kennararnir heima. Þessa dagana er allt svolítið öðruvísi og lífið snýst um að halda rútínunni gangandi í samkomubanninu. Dagarnir eru fábrotnir. Maður er mestallan daginn á heimaskrifstofunni en brýtur hann stundum upp með því að fara út að hlaupa eða út í búð.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Já, maður verður að gera það. Í þessu ástandi er mikil geðbót að veðrið er almennt gott í mínum hluta landsins og þessa dagana verður það


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Meðleigjendurnir og ég með andlitsgrímur.

Aðalfundur

Ég upp á þaki. Ljósmynd: Bolli Magnússon

Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 2020 verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, fimmtudaginn 4. júní kl. 20.00.

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

bara betra og betra. Maður fær vonandi að njóta þess í sumars.“

Dagskrá:

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Það er svolítið merkilegt að maður á til að finna ný áhugamál í svona ástandi. Ég tók t.d. upp á því að baka fyrir nokkrum vikum sem er alveg svakalega skemmtilegt. Við sjáum til hversu lengi það tórir eftir að ástandinu lýkur.“

1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 4. Önnur mál Kaffiveitingar verða á fundinum.

– Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Sumarið mun fyrst og fremst fara í að vinna að lokaverkefninu mínu í MA náminu. Þess á milli er í kortunum að ferðast eitthvað innan Þýskalands en það veltur algjörlega á því hvernig ástandið þróast hér úti.“

Stjórnin

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Ég var heppinn að vera búinn að skipuleggja fjarvinnu í vor og sumar áður en Covid ástandið skall á, þannig vinnumálin eru örugg. Helstu breytingarnar eru á öðrum plönum, eins og fríi. Það stóð til að skjótast heim til Íslands í byrjun sumars

Við hvetjum félaga til að fjölmenna.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tübingen. Ljósmynd: Bolli Magnússon

en það var slegið fljótt út af borðinu þegar ástandið fór að versna. Sömuleiðis voru hugmyndir um að fara einhverjar saklausar ferðir til landanna hér í kring en það er ólíklegt að það náist heldur.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Til að byrja með fannst manni merkilegt hvað áhrifin voru lítil. Á sama tíma og samkomubann var sett á heima á Íslandi var lífið mjög venjulegt hér og allt ennþá opið. Meira að segja skólamötuneytin voru opin, þar sem hundruðir manns sátu á dag og engar sérstakar varúðarráðstafanir gerðar. Veiran

Ég á páskadag. Ljósmynd: Ingibjörg H. Steingrímsdóttir

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

var alls ekki fyrirferðarmikil í umræðunni en maður heyrði af henni í fréttum. Þá voru komin upp þónokkur tilfelli hérna í bænum. Um leið og hlutirnir fóru að hreyfast gerðist allt mjög hratt. Þjóðverjar fóru frá 0 upp í 100 á nokkrum dögum, fannst manni. Á endanum var sett á samkomubann og í raun útgöngubann, með ströngum skilyrðum. Núna, nokkrum vikum seinna, er örlítið farið að slaka á hömlunum. Verslanir eru farnar að opna að hluta en það er ennþá strangt samkomubann. Nýlega settu svo stjórnvöld á grímuskyldu, þannig fólk er ætlast til að hafa andlitsgrímur í verslunum og almenningssamgöngum. Á tímabili gat maður næstum því ímyndað sér að allt væri eðlilegt í heiminum þegar maður fór úr húsi en núna er hver maður með grímu og maður getur ekkert látið hugann reika.“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Maður lærir að lifa með aðstæðunum. Við búum hérna þrjú saman í nokkurn veginn sama pakka, annað hvort í vinnu eða námi og venjulegum degi eigum við engin samskipti nema við hvert annað og förum ekkert úr húsi nema í stutta göngutúra eða út í búð. Þetta álag reynir að sjálfsögðu á mann sjálfan, svo ekki sé minnst á samskiptin milli vina en á sama tíma er mjög dýrmætt að eiga góðan félagsskap á meðan hlutirnir eru sem verstir. Maður má ekki gleyma því. Skrítnasta upplifunin var örugglega páskahelgin. Hér er frí annan í páskum eins og heima og við fengum ótrúlega gott veður, þannig maður

Um leið og hlutirnir fóru að hreyfast gerðist allt mjög hratt. Þjóðverjar fóru frá 0 upp í 100 á nokkrum dögum, fannst manni ...

vildi helst fara í útilegu eða hitta félaga sína í það minnsta en það var auðvitað ekki í boði. Faraldurinn í hámarki og ekki sála á ferli úti. Að húka inni svo gott sem alla páskana með sama fólkinu og alla hina dagana hljómaði þannig ekki beint spennandi en við létum það ganga ótrúlega vel. Helgin situr eftir sem hápunktur samkomubannsins (enn sem komið er).“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Það er ótrúlegt hvað margt breyttist fljótt. Það sem maður tók algjörlega sem gefnu í febrúar, millilandaferðir, heimsóknir eða bara faðmlög, var orðið ómögulegt í mars eða háð svakalegum skilyrðum og verður í einhvern tíma í viðbót. Þetta ástand er harkaleg áminning um að maður á ekki bara að taka gefnum hlut sem gefnum hlut og vonandi komum við öll út úr þessu meðvituð um það, finnum það sem er okkur verðmætt og njótum þess til fulls.“


EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! Lambaframhryggjasneiðar Piparmix - Kjarnafæði

1.959 ÁÐUR: 2.799 KR/KG

-30%

-30%

KR/KG

-32% Kjúklingabringur Grillmarineraðar Ísfugl

1.971

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

-28%

4.799

ÁÐUR: 5.999 KR/KG

KR/KG

1.539 ÁÐUR: 2.199 KR/KG

KR/KG

SAFARÍKAR SNEIÐAR Á GRILLIÐ UM HELGINA!

-20% Nautalund

Lambasirloin Heiðakryddað Kjarnafæði

Vínarpylsur 10 stk

395

-40%

KR/PK ÁÐUR: 549 KR/PK

25% AFSLÁTTUR AF NOW VÍTAMÍNUM! Heilsuvara vikunnar!

-25%

Grill grísakótilettur

1.139

KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG

Vatnsmelóna

230

KR/KG ÁÐUR: 329 KR/KG

-19%

-30%

Hamborgarar 4x90 gr m/brauði

808

KR/PK ÁÐUR: 998 KR/PK

Tilboðin gilda 28. maí - 1. júní

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nemendur tóku lokakaflann í valgreininni Orka og tækni í aðveituhúsi HS Veitna á Fitjum í Njarðvík.

Ungir nemendur í Orku og tækni hjá HS Veitum Ánægjulegt samstarf HS Veitna og Heiðarskóla

Guðmundur Helgi Albertsson, verkstjóri rafmagnsdeildar.

Nemendum í 8.–10. bekk Heiðarskóla í Reykjanesbæ stóð í vetur til boða í fyrsta skipti ný námsgrein í valáfanga sem var Orka og tækni. Heiðarskóli fékk HS Veitur og Bílaleiguna Geysi til samstarfs og lauk námsgreininni með kynningu í aðveitustöð HS Veitna á Fitjum í Njarðvík í síðustu viku. Markmiðið með náminu var að kynna störf sem krefjast iðnmenntunar og kynna starfsemi HS Veitna sem er eitt stærsta fyrirtæki á Suðurnesjum, með fjölda starfsmanna í vinnu. Guðmundur Helgi Albertsson, verkstjóri rafmagnsdeildar var annar tveggja starfsmanna HS Veitna sem kenndi nemendunum í vetur og segir hann að það hafi gengið vel. Það sé líka eitt af markmiðum fyrirtækisins að kynna starfsemina betur út á við og því hafi frumkvæði Heiðarskóla um samtarf verið tekið fagnandi.

Veitukerfi vatns og rafmagns „Í náminu er farið yfir veitukerfi vatns og rafmagns en einnig er farið inn í grunnþekkingu á rafmagni. Þá fá nemendur að kynnast þeim verkfærum og tólum sem við erum að nota dags daglega. Þetta höfum við líka gert í árlegri starfakynningu sem farið hefur fram í íþróttahúsi

Keflavíkur,“ segir Guðmundur Helgi Albertsson, verkstjóri rafmagnsdeildar.

Sjálfsögðu hlutirnir heima Guðmundur segir að farið sé yfir þá sjálfsögðu þætti sem fólk vill hafa eins og vatn og rafmagn. Til að geta notið þessara forréttinda er gott að kynnast þeim inn-

viðum sem við erum að reka. Þetta var flottur hópur, gaman að fá að kynnast honum og ánægjulegt að það sé áhugi hjá ungmennum á því sem við erum að gera. Það skiptir okkur miklu máli.“ Hjá HS Veitum starfar mikill fjöldi iðnaðarmanna, margir rafvirkjar og pípulagningamenn en einnig vélvirkjar og tæknimenntað fólk. „Við fylgjumst með vatnsþrýstingi og háspennukerfi í tölvukerfi þar sem við sjáum stöðu á til að mynda spennunum í aðveitustöðinni á Fitjum (þar sem nemendur tóku síðasta kaflann í náminu). Þá eru snjalltæki sem eru að koma meira og meira inn og þá ekki síst fyrir notendur sem geta fylgst með eigin notkun,“ sagði Guðmundur.

Samstarf við atvinnulífið

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Bryndís Magnúsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla, segist afar ánægð með viðbrögð HS Veitna um samstarf en valáfanginn Orka og tækni var í boði fyrir nemendur í 8.–10. bekk. „Krakkarnir kynnast með þessum hætti þeim möguleikum sem eru í boði í sinni heimabyggð og líka þeirri menntaleið sem þarf að fara fyrir þau störf sem eru í boði hjá svona stóru fyrirtæki á svæðinu. Tilgangur með valgreinum er að gera nemendum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform. Þeir þurfa að horfa til framtíðar. Samstarfið við HS Veitur gekk afar vel og vonandi tekst okkur að búa til fleiri svona valgreinar í samvinnu við atvinnulífið,“ sagði Bryndís.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51

„Við segjum frá því hvernig þessi sjálfsögðu þættir eins og vatn og rafmagn berist heimilum og t.d. að njóta margvíslegra forréttinda eins og að setja símann í hleðslu.“ Páll Ketilsson pket@vf.is

Að loknu náminu fengu nemendur gjöf frá HS Veitum sem Júlíus Jónsson, forstjóri, afhenti þeim í lokahófi í aðveitustöð fyrirtækisins á Fitjum í Njarðvík.


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skerpukjöt og fallhlífarstökk ekki á óskalistanum

Anton Guðmundsson færi með gesti í Tyrkjabyrgin í Sundvörðuhrauni og Bláa lónið. Hann segir líka að það hefði verið gaman að taka kaffi með Halldóri Laxness og fara aðeins yfir stöðuna.

Netspj@ll

– Versti matur: Ætli það sé ekki skerpukjöt.

– Uppáhaldsíþróttafélag: Grindavík!

– Hvað er best á grillið? Surf and Turf, nautalundir og humar. Steinliggur!

– Ertu hjátrúarfullur? Nei, samt smá. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Gott lag með Bubba Morthens gerir allt betra.

– Uppáhaldsdrykkur: Morgunkaffið. – Hvað óttastu? Fallhlífarstökk er eitthvað sem heillar mig ekki. – Mottó í lífinu: Komdu fram við aðra eins og þú villt að aðrir komi fram við þig.

Rappari g með blin

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta: Það hefði verið gaman að taka kaffi með Halldóri Laxness og fara aðeins yfir stöðuna. – Hvaða bók lastu síðast? Skáldið sem sólin kyssti. Ævisögu Guðmundar Böðvarssonar, skálds, sem var langafi minn. Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði bókina. – Nafn: Anton Guðmundsson. – Fæðingardagur: 12. janúar 1993. – Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Giftur Rebekku Ósk og eigum við saman tvíburadætur sem eru fjögurra ára. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Matreiðslumaður.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

– Aðaláhugamál: Það eru tónlist, skot- og stangaveiði og fjallgöngur. Matreiðslan kemur alltaf sterk inn líka. – Uppáhaldsvefsíða: Blika.is – Uppáhalds-app í símanum: Spotify. – Uppáhaldshlaðvarp: Máltíð. – Uppáhaldsmatur: Lambakótilettur í raspi með öllu tilheyrandi!

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Nei, ekki þessa stundina. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Kokkaflakk eru flottir þættir. – Fylgistu með fréttum? Já, aðalega á netinu og í útvarpi. – Hvað sástu síðast í bíó? Það var einhver barnamynd í sunnudagsbíó. Hún var frá Disney að mig minnir. – Uppáhaldsíþróttamaður: Á engan svoleiðis.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Svona hipp popp rapp.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Starfa sem matreiðslumeistari á Réttinum í Keflavík. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Nei, ekki nema við höfum breytt og aðlagað verklag okkar að aðstæðum hverju sinni. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Þetta eru fordæmalausir tímar en ég er bjartsýnn. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, það leggst gríðalega vel í mig. – Hvað á að gera í sumar? Ferðast innanlands og njóta þess sem fallega landið okkar hefur upp á að bjóða. – Hvert ferðu í sumarfrí? Upp til sveita, inn til dala. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Tyrkjabyrgin í Sundvörðuhrauni og Bláa lónið.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi Hjallatún – Leikskólakennarar Hjallatún – Sérkennslustjóri Heiðarsel – Deildarstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Tyrkjaránið

í Grindavík 1627

Út er komin bókin Northern Captives sem fjallar um Tyrkjaránið í Grindavík árið 1627. Bókin er á ensku en gert er ráð fyrir að síðar komi bókin út á íslensku. Þetta er fyrsta bókin sem skrifuð hefur verið um þennan ægilega atburð þegar sjóræningjar frá borginni Sale í Marokkó á vesturströnd Afríku hertóku fjölda manns í Grindavík og fluttu til Sale þar sem fólkið var selt á þrælamarkaði borgarinnar. Í bókinni eru tildrög þessa atburðar rakin ítarlega. Meginhluti bókarinnar fjallar síðan um örlög og afdrif fólksins á Járngerðarstöðum en margt af því var hertekið. Örlög fólksins urðu mismunandi. Sumt af þessu fólki var leyst út og kom aftur heim til Íslands en aðrir ýmist hurfu í mannhafið sem þrælar eða komust til metorða í fjarlægum löndum. Járngerðarstaðafólkið hafði sérstöðu meðal íbúa í Grindavík á sínum tíma og lengi síðar. Þessi ætt var vel efnuð á þeirra tíma mælikvarða og í ættinni voru nokkrir menntamenn. Varðveist hafa bréf frá Jóni Jónssyni frá Járngerðarstöðum sem hann skrifaði úr sinni þrældómsvist í Barbaríinu. Nokkur þessara bréfa eru birt hér í enskri þýðingu og veita ómetanlega vitneskju um aðstæður hertekna fólksins og afdrif þess. Á meðal þeirra sem rænt var í Grindavík var Guðrún Jónsdóttir og Halldór Jónsson, bróðir hennar. Þau voru keypt úr ánauð og komu til Íslands aðeins ári eftir að þeim

var rænt. Hér eru á sannfærandi hátt settar fram hugmyndir um það hvernig þeim systkinum tókst að losna svona snemma úr ánauð og snúa til baka til fyrra lífs í Grindavík. Saga þessa fólks alls er líkust nútíma spennusögu. Höfundar bókarinnar eru Adam Nichols, prófessor við Marylandháskóla í Bandaríkjunum, en hann bjó í nokkur ár á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var prófessor í ensku við Maryland-háskóla og Karl Smári Hreinsson, íslenskufræðingur sem einnig var kennari við þann skóla. Þeir hafa rannsakað og skrifað mikið um Tyrkjaránið á Íslandi og eru þýðendur að Reisubók séra Ólafs Egilssonar sem komið hefur út á ensku og einnig hollensku á síðasta ári og hefur víða hlotið mjög góða dóma. Bókin Northern Captives er gefin út af Sögu Akademíu – málaskóla í Reykjanesbæ í samstarfi við Minjaog sögufélag Grindavíkur. Grindavíkurbær styrkir útgáfu bókarinnar.

Innskot Síðasta tækifærið til að sjá þessa einstöku sýningu

Föstudagurinn 29. maí er lokadagur sýningarinnar Innskot hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Loji og Áslaug Thorlacius, sýna okkur inn í sameiginlegan myndheim sem gefur okkur nýja sýn á einkaheimilið. Af þessu tilefni verður safnið opið til kl. 21:00 þar sem boðið verður upp á einstaka sýningu og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og verður í allt sumar.

Duus Safnahús Duusgötu 2-8 Sími 420 3245 duushus@reykjanesbaer.is

Opið alla daga frá kl. 12:00 - 17:00 Ókeypis aðgangur


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hefði aldrei getað o – Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, myndi aldrei smakka surströmming. – Nafn: Þóranna K. Jónsdóttir.

– Hvað er best á grillið? Uuuuh, lambakonfekt.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Gott popp/rokk.

– Fæðingardagur: 15. janúar (það stendur ekki að það eigi að skrifa ár).

– Uppáhaldsdrykkur: Vatnið úr Svartafossi fyrir ofan Skaftafell – tek alltaf með mér nokkra brúsa þegar ég fer upp – best í heimi!!!

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Íslenskt rapp – sorry.

– Fæðingarstaður: Sólvangur, Hafnarfirði. – Fjölskylda: Karl og tvö börn, Ísold Saga, að verða sextán ára, og Ísak Máni, tólf ára. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hmmm, fyrst var það hárgreiðslukona, svo snyrtifræðingur og snemma á menntaskólaárunum var það lögfræðingur – úff, ég vinn með lögfræðingum núna og þeir eru yndislegir en vá hvað ég hefði aldrei þrifist í því sjálf! – Aðaláhugamál: Góðar stundir með fjölskyldu og vinum, skíði, tónlist, einkum söngur, og góðar sögur – hvort sem þær eru í bókaformi, góðum sjónvarpsþáttum eða bíó. – Uppáhaldsvefsíða: Er ekki vf.is rétta svarið hér? – Uppáhalds-app í símanum: Úff, erfitt að velja – Spotify, Audible og upp á síðkastið Masterclass-appið mitt – jú og svo er Facebook og Facebook Messenger sennilega mest notað, þó það sé kannski ekki uppáhalds. – Uppáhaldshlaðvarp: Eftir að ég fattaði að ég gæti hlustað á TEDfyrirlestra í hlaðvarps-appinu mínu þá urðu þeir í miklu uppáhaldi. – Uppáhaldsmatur: Lambakonfekt.

ming Surström

– Versti matur: Surströmming og sellerí. Hef svo sem ekki smakkað surströmming en maður þarf ekki nema að vera í sama landshluta þegar dósin er opnuð til að vita hvernig sá andskoti er!!!

– Hvað óttastu? Svona dagsdaglega óttast ég fátt – en ef ég fer að hugsa um það þá væri það væntanlega að eitthvað slæmt kæmi fyrir börnin mín – það væri það allra versta. – Mottó í lífinu: Það er svo margt sem maður getur ekki stjórnað svo að þegar maður getur stjórnað því þá á maður að hafa það skemmtilegt. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Elísabetu I Englandsdrottningu – mögnuð staða að vera í á þeim tíma og mig langar mikið að heyra hvernig hún leit á hlutina, stýrandi stóru veldi á tímum þar sem konur voru núll og nix. – Hvaða bók lastu síðast? Ehm … er alltaf með nokkrar í gangi í einu … uuuuh á lítið eftir af Sapiens eftir Yuval Noah Harari. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Fullt af þeim. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Hágæða, leiknir þættir – og það er nóg af slíku í boði nú á gullöld sjónvarpsins! – Fylgistu með fréttum? Já – helst á netinu en heyri fréttir í útvarpi á leið í vinnu á morgnana og horfi á þær í sjónvarpinu ef það er eitthvað sérstakt í gangi. – Hvað sástu síðast í bíó? Ehm ... ábyggilega eitthvað með krökkunum, Marvel eða eitthvað svoleiðis. – Uppáhaldsíþróttamaður: Ísak Máni Karlsson. – Uppáhaldsíþróttafélag: Njarðvík. – Ertu hjátrúarfull? Nei.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Markaðs- og kynningarstjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Engar verulegar, vann að heiman í tæpar vikur en það setti ekki mikið strik í reikninginn. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Ja, það hefur a.m.k. ekki verið lognmolla. Maður verður bara að gera það besta sem maður getur úr hlutunum. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já – alltaf. – Hvað á að gera í sumar? Þvælast eitthvað um landið með fjölskyldu og vinum og njóta paradísarinnar á pallinum í sólinni. – Hvert ferðu í sumarfrí? Ætli það verði ekki mest í sveitina mína á Flúðum.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég er hlutdræg þarna – ég myndi nýta samböndin og sýna þeim Bláa lónið þó þau geti ekki farið ofan í þessa dagana. Annars er úr svo ótrúlega mörgu fallegu að velja. Einn minn uppáhaldsstaður er hraunið í Borgum við Selatanga – eins og maður komi inn í álfaþorp. Algjörlega magnað.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Flúðir


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

orðið lögfræðingur

Netspj@ll


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eigum gott sumar skilið eftir harðan vetur Freyja Sigurðardóttir, einkaþjálfari, er jákvæð og lífsglöð manneskja sem segir árið 2020 hafa verið mjög skrítið. Það verði lítið um ferðalög út fyrir landsteinana í ár. Hún hefur heimsótt systur sína í Noregi undanfarin ár en af því verður ekki núna vegna COVID-19. Freyja svaraði nokkrum spurningum úr ýmsum áttum í netspjalli við Víkurfréttir. – Nafn: Freyja Sigurðardóttir.

mjög fyndið fyrir þau sem voru í bílum að keyra og sáu þetta :D

– Fæðingardagur: 16. nóvember.

– Mottó í lífinu: Hver dagur er nýtt tækifæri. Tækifæri til að læra af mistökum gærdagsins, hugsa hlutina upp á nýtt og gera öðruvísi héðan í frá.

– Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Ég er miðjubarn af fimm systkinum, þar kemur þetta mikla keppnisskap sem ég er með. Ég er gift Haraldi Frey Guðmundssyni og við eigum fjögur börn, Jökul Mána, Aron Frey, Emil Gauta og Kristín litla kom í lokin. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugfreyja, bara út af nafninu mínu. –Aðaláhugamál: Íþróttir og fjölskyldan. Finnst einnig mjög gaman að ferðast en það er lítið búið að vera um það síðustu vikur, mánuði vegna ástandsins sem þessi blessaða veira er búin að hafa áhrif á. – Uppáhaldsvefsíða: vf.is að sjálfsögðu. – Uppáhalds-app í símanum: Facebook, Instagram og Snapchat eru öll uppáhalds. – Uppáhaldsmatur: Ristabrauð með smjöri og osti. – Versti matur: Skata. – Hvað er best á grillið? Lambakonfekt. – Uppáhaldsdrykkur: Vatn. – Hvað óttastu? Máva. Ég hef tvisvar sinnum lent í Mávaárás þegar ég var úti að hlaupa. Einu sinni á Sandgerðisheiðinni og einu sinni frá Garði til Keflavíkur. Það var ekkert grín skal ég segja þér ... hahaha en líklega Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

– Hvaða bók lastu síðast? Næsta spurning takk. Hahaha ... síðast bókin sem ég las var Emma öfugsnúna. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Vikings. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, það er lítill tími til að horfa á sjónvarpið með þessa risafjölskyldu sem ég á. – Hvað sástu síðast í bíó? Frozen 2. Þurfti samt að fara út fyrir hlé því litla skottan mín var farin að standa upp og trufla alla aðra. Þetta var fyrsta bíóferðin hennar. Höfum ekki lagt í aðra bíóferð með hana. –Uppáhaldsíþróttamaður: Halli minn var alltaf uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Eftir að hann hætti í fótbolta þá hef ég ekki haldið upp á neinn annan íþróttamann. – Uppáhaldsíþróttafélag: Keflavík, allir strákarnir mínir æfa fótbolta með Keflavík en Halli er að þjálfa Reyni Sandgerði og ég er frá Sandgerði. Ég verð að segja Keflavík og Reynir. Má það? –Ertu hjátrúarfull? Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Tónlist sem fær mig til að brosa með góðum takti. – Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Úfff veit ekki, lög sem láta mig missa gleðina. – Hvað hefur þú að atvinnu? Einkaþjálfari og ég er einnig með Þitt Form námskeiðin sem eru í Sporthúsinu. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Sporthúsið lokaði, ég varð atvinnulaus en allt er að fara í gang aftur 25. maí. Get varla beðið eftir þessum degi, er svo spennt að fá að byrja

að vinna aftur og hitta allt fólkið mitt. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Ég er mjög jákvæð og lífsglöð manneskja. Þetta ár er samt búið að vera ansi skrítið. Allt frá því að það byrjaði í janúar með öllum sínum Gulu, Rauðu og Appelsínugulu veðurviðvörunum. Allir þessir skjálftar við Grindavík og svo þessi blessaða veira sem er heldur betur búin að láta okkur læra ansi margt. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, eða ég er svo mikið að óska þess að við fáum gott sumar. Eigum það svo mikið skilið eftir þennan harða vetur. – Hvað á að gera í sumar? Þjálfa og fylgja börnunum mínum á fótboltamót sumarsins. – Hvert ferðu í sumarfrí? Við náum sjaldan að fara öll saman í sumarfrí út af öllum þessum fótbolta hjá fjölskyldunni. Við höfum frekar verið að fara í frí öll saman yfir jól og áramót, þá eru allir í fríi, en síðustu ár hef ég farið með börnin til Noregs í fótboltafríinu sem þeir fá. Elsta systir mín hún Sylvía býr þar, okkur finnst æðislegt að kíkja aðeins á þau. Við förum ekki þetta ár. Covid sér um að nánast engin mun ferðast erlendis þetta sumar. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Bláa lónið. Við vorum mjög dugleg að fara í lónið fyrir COVID-19lokunina en verð að viðurkenna að ég sjálf er ekki búin að skoða mikið hér í kring en það er á mínum „to do“-lista næstu ár.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Netspj@ll Við náum sjaldan að fara öll saman í sumarfrí út af öllum þessum fótbolta hjá fjölskyldunni. Við höfum frekar verið að fara í frí öll saman yfir jól og áramót, þá eru allir í fríi, en síðustu ár hef ég farið með börnin til Noregs í fótboltafríinu sem þeir fá. Elsta systir mín hún Sylvía býr þar, okkur finnst æðislegt að kíkja aðeins á þau. Við förum ekki þetta ár.


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tekur það góða út úr COVID-ástandinu Bjarni Sigurðsson, rekstrarstjóri kerfisþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, segir að kjötsúpan hennar mömmu sé í uppáhaldi. Fiskibollur eru hins vegar ekki á listanum yfir áhugaverðan mat. Hreindýr er hins vegar best á grillið að hans sögn. – Nafn: Bjarni Sigurðsson.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Jazz.

– Fæðingardagur: 23. maí.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Rekstrarstjóri kerfisþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli (úfff, þurfti að stoppa til að anda á milli, engin smá titill).

– Fæðingarstaður: Reykjavík eins og margir Garðbúarnir sem fæddust 1978. – Fjölskylda: Já, fjögur börn.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Vann heima aðra hverja viku.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Arkitekt. – Aðaláhugamál: Skotíþróttir, tónlist, horfa á fótbolta, fjallgöngur og veiðar af ýmsu tagi. – Uppáhaldsvefsíða: google.com. – Uppáhalds-app í símanum: Núna er það Plex. – Uppáhaldshlaðvarp: Ég er ekki nógu þroskaður fyrir hlaðvörp. – Uppáhaldsmatur: Kjötsúpan hennar mömmu. – Versti matur: Fiskibollur. – Hvað er best á grillið? Hreindýralund/-fille.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

– Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn með sítrónubragði. – Hvað óttastu? Að eitthvað komi fyrir börnin mín. – Mottó í lífinu: Að verða betri í dag en í gær. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Stephen Hawking. – Hvaða bók lastu síðast? Steinninn í fjárhúsinu.

– Uppáhaldssjónvarpsefni: Vísindaskáldskapur.

i Garðskag

– Fylgistu með fréttum? Já. – Hvað sástu síðast í bíó? Klovn the final. – Uppáhaldsíþróttamaður: Virgil van Djike.

á grillið

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Get ekki sagt að það hafi byrjað vel. Jarðaði pabba 9. janúar. COVID-19 setti sitt mark á allt eins og allir vita. Tek samt það góða út úr COVID-ástandinu, kláruðum helling í vinnunni sem hefur setið á hakanum. Hef varið dýrmætum tíma með börnunum sem ég hefði líklega ekki átt ef ég væri á kafi í vinnunni. Hef komið sjálfum mér verulega á óvart.

– Uppáhaldsíþróttafélag: Skotdeild Keflavíkur og svo Liverpool FC.

– Ertu hjátrúar– Ertu að fylgjast Hreindýr fullur? með einhverjum Stundum. þáttum í sjónvarpinu? – Hvaða tónlist kemur þér í Altered Carbon, Supernatural, gott skap? Ozark, Brooklyn nine nine o.fl. Grunge, Rock og Metal.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, ég er oftast bjartsýnn.

– Hvað á að gera í sumar? Klára ýmislegt í húsinu sem hefur setið á hakanum, e.t.v. henda upp heitum potti á pallinum og reisa kofa í garðinum. Bragðarefur á Bitanum. – Hvert ferðu í sumarfrí? Þar sem sólin verður og svo á pallinn. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Nafla alheimsins, Garðskaga, taka svo túristarúntinn á Reykjanestánna.



60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Reykjanesið okkar er algjör paradís Netspj@ll

– Nafn: Karen Ásta Friðjónsdóttir. – Fæðingardagur: 15. ágúst 1969. – Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Gift Guðmundi Sigurðssyni, lögreglumanni, og eigum við fjögur börn, tvö tengdabörn og fjögur barnabörn. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Úff! Góð spurning, mig minnir að dans, söngur og hestamennska hafi spila þar inn í. – Aðaláhugamál: Fótbolti og ferðalög eru mér mjög kær. – Uppáhaldsvefsíða: Skoða nú margt og mikið en ætli þessar síður pompi ekki mest upp fotbolti.net og yr.no

Karen Ásta Friðjónsdóttir segir að 2020 hafi kippt sér niður á jörðina. „Ég fann ekki hvað ég var orðin spennt og á yfirsnúning og bara alltaf á fullu fyrr en allt var sett á stopp,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir.

– Uppáhalds-app í símanum: Ætli ég noti ekki þessi öpp mest Spotify og Spilarann. – Uppáhaldshlaðvarp: Hef nú ekki verið að hlusta mikið á hlaðvarp en HÆ HÆ er það fyrsta sm ég hugsa um.

– Best á grillið: Lambainnralæri í góðri mareneringu. – Uppáhaldsdrykkur: Vatnið hefur alveg átt mig síðustu árin en Pepsi er gott inn á milli. – Hvað óttastu? Aldrei pælt í óttanum. Ef ég myndi láta ótta ráða þá væri ég ekki sú persóna sem ég er í dag. – Mottó í lífinu: Lifðu lífinu lifandi. Þú veist aldrei hvað morgundagurinn bíður upp á. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Nú er ég orðlaus man ekki eftir neinni manneskju sem ég myndi vilja hitta. – Hvaða bók lastu síðast? Agatha Christie, Spilin á borðið. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Er alveg dottin í The Block og Fort Salem. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Hasarmyndir og gamanmyndir engar ástarþvælur.

– Uppáhaldsmatur: Kjúklingabringur a la Gummi.

– Fylgistu með fréttum? Fréttir jú, jú. Karlinn er algjör fréttaveita og þarf helst að hlusta og horfa á allar fréttir, svo ég hlusta með öðru eyranu og horfi með öðru auganu.

– Versti matur: Hákarl og súrmatur, get bara ekki borðað það.

– Hvað sástu síðast í bíó? Hahaha! Leiðinlegustu mynd sem ég hef séð, Hellboy.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Suðurgata 16, Keflavík, fnr. 2090686 , þingl. eig. Kristín Valgerður Gallagher, gerðarbeiðendur ÍLsjóður og Arion banki hf. og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 09:00. Heiðarendi 6, Keflavík, fnr. 2251207 , þingl. eig. Jóna Guðný Þórhallsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 09:20. Hafurbjarnarstaðir C1, Sandgerði, fnr. 209-4492 , þingl. eig. Pétur Ingi Jakobsson, gerðarbeiðandi TM hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 10:00.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Norðurvör 11, Grindavík, fnr. 209-2171 , þingl. eig. Ása Dóra Ragnarsdóttir og Jón Magnús Guðmundsson, gerðarbeiðendur Aur app ehf. og Framtíðin lánasjóður hf. og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 11:00. Skólabraut 7, Njarðvík, fnr. 2273941 , þingl. eig. Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 12:00.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 25. maí 2020


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61

Siggi Sindri

– Uppáhaldsíþróttamaður: Verð að nefna þessa tvo; Sindra Þór Guðmundsson en hann spilar með meistaraflokki Keflavíkur og Sigurð Guðmundsson en hann spilar golf með Golfklúbbi Suðurnesja. – Uppáhaldsíþróttafélag: Ææ, smá bobbi en ég verð að nefna þau bæði Keflavík og Víðir Garði. – Ertu hjátrúarfull? Hjátrúarfull, já ekki spurning. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? 90’s tónlist eða eiginlega næstum allt. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Þungarokk dauðans og leiðinlegur þáttastjórnandi.

fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Fyrst væri auðvitað að fara með þau út á skaga. Þar sem orkan, sandurinn og vitarnir okkar eru. Síðan væri það Brúin á milli heimsálfa, Gunnihver, Brimketill og Stafnesið. Reykjanesið okkar er algjör paradís bæði að keyra um og að fara í göngur.

eið í sumar sk ám an kj ei lfl go ur ld he ja es rn ðu Golfklúbbur Su 2014) – 07 20 . (f a ár 13 6– um in dr al á fyrir börn

0 2 0 2 ð i e k s m á n Sumar

– Hvað hefur þú að atvinnu? Ég er heimavinnandi en hef í gegnum árin setið í hinum ýmsu stjórnum íþróttafélaga og er núna í stjórn Special Olympics á Íslandi. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Þurfti nú ekki að breyta neinu vegna vinnu en passa mig nú samt á öllu. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Það má með sanni segja að 2020 hafi kippt manni niður á jörðina. Ég fann ekki hvað ég var orðin spennt og á yfirsnúning og bara alltaf á fullu fyrr en allt var sett á stopp – en liðið mitt vill meina að ég sé ofvirk. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Ég er mjög bjartsýn á sumarið og mun njóta þess með fjölskyldunni eins og hægt verður. – Hvað á að gera í sumar? Sumarið verður áfram nýtt í að njóta og lifa. Eins verður eltingarleikur með fótboltann á eftir Keflavík og Víði. – Hvert ferðu í sumarfrí? Sumarfríið verðu tekið í haust (vonandi) og þá í smá sól og hita. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú

STAÐSETNING:

Hólmsvöllur í Leiru. Mæting er í golfskálann.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS:

Að börnin læri undirstöðuatriði í golfi í gegnum æfingar og leiki, golf- og siðareglur er varðar framkomu og umgengni á golfvellinum. Ef barn langar að mæta á skipulagðar æfingar eftir námskeið mun námskeiðsg jald ganga að fullu upp í æfingag jaldið. Einnig fá börn aðgang að æfingavellinum Jóel sumarið 2020. Skemmtanagildi er alltaf haft ofarlega í huga á námskeiðunum. Ef veður er slæmt erum við með gott skýli til að kenna í.

NÁMSKEIÐIN:

Nr. 1: 08.–12. júní kl. 9–12 Nr. 2: 08.–12. júní kl. 13–16 Nr. 3: 15.–19. júní kl. 9–12. (ATH: frí 17. júní) Nr. 4: 15.–19. júní kl. 13–16. (ATH: frí 17. júní) Nr. 5: 29. júní–03. júlí kl. 9–12. Nr. 6: 29. júní–03. júlí kl. 13–16. Nr. 7: 13.–17. júlí kl. 9–12 Nr. 8: 13.–17. júlí kl. 13–16

SKRÁNING:

Skráning á síðunni gs.felog.is og nánari upplýsingar hjá sp@gs.is

GJALD:

5 daga námskeið kr. 13.000 4 daga námskeið kr. 10.500

YFIRUMSJÓN:

Sigurpáll Sveinsson íþróttastjóri GS ásamt leiðbeinendum úr afreksstarfi GS.

GOTT AÐ HAFA Í HUGA:

Börnin fá nestispásu og við mælum með að þau komi með hollt og gott nesti með sér. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri og þurfa alltaf að hafa með sér hlífðarfatnað því veðrið er oft breytilegt.

GOLFSETT OG KYLFUR:

Börn mega endilega koma með sitt eigið golfsett eða kylfur en einnig er hægt að fá lánað á meðan á námskeiðinu stendur.


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans Í vetur hafa náttúruöflin svo sannarlega minnt okkur á hvaða kraftar það eru sem raunverulega ráða ríkjum. Veikleikar í raforkukerfinu sem Landsnet hefur í mörg ár bent á voru afhjúpaðir. Samgöngur stöðvuðust og hefur Öxnadalsheiðin til dæmis verið ófær tólf sinnum í vetur. Þá lágu fjarskipti niðri. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Kerfið sjálft fer ekki að lögum Uppi er gríðarlegur vandræðagangur við uppbyggingu og viðhald raforku- og vegakerfisins í landinu. Sérlega verndað umhverfi hefur skapast þar sem stöku sveitarfélög, hagsmunasamtök og einstaklingar geta leyft sér að troða á hagsmunum samfélagsheildarinnar, þrátt fyrir málefnaleg rök liggi fyrir um nauðsynlega uppbyggingu grunninnviða okkar. Þetta eru ára- og áratugalangar tafir. Við búum við svo margflókið kerfi leyfisumsókna og kæruferla að ekkert nágrannaríki okkar býr við annan eins reglufrumskóg. Hér verða rakin raunveruleg dæmi sem Landsnet hefur þurft að þreyta í gegnum kerfið mánuðum og árum saman, langt fram úr öllum lögbundnum frestum, áður en hægt er að byrja hina eiginlegu vinnu við framkvæmdina. Þá hafa sveitarstjórnir nýtt sér tafaleiðir laganna þrátt fyrir að hafa áður samþykkt kerfisáætlun Landsnets. 1) Auglýsing á tillögu og ákvörðun um matsáætlun fyrir Hólasandslínu 3 tók fjóran og hálfan mánuð en á að taka fjórar vikur.

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Yfirferð á frummatsskýrslu sem á að taka tvær vikur tók fjóra mánuði og álit á matsskýrslu sem á að taka fjórar vikur tók sex mánuði. Samanlagt er þarna um að ræða ferli sem lögum samkvæmt á að taka tíu vikur en tók meira en ár og er þá bara rætt um hluta af nauðsynlegu heildarferli. 2) Tímalína vegna undirbúnings fyrir Kröflulínu 3 segir svipaða sögu. Kynning og ákvörðun um matsáætlun sem á að taka fjórar vikur tók næstum sex mánuði. Úrskurður ÚUA (úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála) sem á að taka þrjá mánuði tók tuttugu og einn mánuð. Yfirferð frummatsskýrslu fyrir kynningu sem á að taka tvær vikur tók yfir fimm mánuði. Álit á matsskýrslu tók næstum fimm mánuði en átti að taka fjórar vikur. Eftir að því lauk tók heila sautján mánuði að ganga frá skipulagsmálum. 3) Nú liggur fyrir matskýrsla fyrir Suðurnesjalínu 2 hjá Skipulagsstofnun og hefur legið þar síðan 13. september 2019. Álitið barst sjö mánuðum síðar. Álit Skipulagsstofnunar var eingöngu byggt á lögum um mat á umhverfismálum en ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins þegar sú stefna byggir á raforkulögum.

Þessi upptalning er birtingamynd kerfis sem ræður ekki við sjálft sig og við verðum að breyta. Ég mun mæta sveitarstjórna- og innanríkisráðherra í fyrirspurnartíma í Alþingi. Þar mun ég spyrja ráðherrann hvort hann og þá ríkisstjórnin sé reiðubúin að einfalda leyfiskerfi framkvæmda á Íslandi, líkt og rakið er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég mun spyrja ráðherrann fyrst hvaða innviði hann telji nauðsynlega með tilliti til almannahagsmuna og hvort ráðherrann telji skynsamlegt að skilgreina þá innviði sérstaklega í lögum.

Kerfið glórulaust Vegagerðin og Landsnet hafa það lögbundna hlutverk að vinna að þróun og endurbótum á vegakerfinu og flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt, eftir því sem almannahagsmunir og þarfir samfélagsins krefjast. Vegagerðinni ber þannig að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum í áætlunum sínum sem þróist í samræmi við stækkun byggðar, aukin umsvif atvinnulífs og umhverfisleg markmið. Það eru raunveruleg dæmi um að framkvæmdir, sem eiga að færa samgöngur heilu landshlutanna inn í nútímann, hafi tafist árum og jafnvel áratugum saman. Ekki má gleyma því að kerfið er mannanna verk sem enginn ræður orðið við og kerfið sjálft hefur ekki lengur það að markmiði að gæta hagsmuna íbúanna – samfélagsins alls. Kerfið er glórulaust á köflum og kæru-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63

leiðirnar í engu samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum okkar, eins og sést á meðfylgjandi töflu:

Einföldum leiðirnar Í annan stað mun ég leggja þá fyrirspurn fyrir ráðherrann hvaða skilning hann leggur í ákvæði 3. mgr. 28. gr. vegalaga um heimild til að krefja sveitarfélög um kostnaðarmun vegna lagningar þjóðvega og hvort ráðherrann sé reiðubúinn að beita þessu ákvæði. Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn er sú að uppbygging innviða getur verið kostnaðar- og áhættusöm. Þá áhættu tekur eigandi innviðanna, í langflestum tilfellum ríkið og því verður að líta svo á að sé nýting lögþvinguð, t.a.m. með eignarnámi sem krefst málefnalegs rökstuðnings á sjónarmiðum almannahagsmuna, er eðlilegt að hæfilegt endurgjald komi fyrir. Þessi ákvæði eru í lögum til að tryggja framgang innviðauppbyggingar með hliðsjón af almannahagsmunum og almannaöryggissjónarmiðum sem réttlæta þetta inngrip í eignarrétt landeiganda og skipulagsvald sveitarfélaga. Ég mun því spyrja ráðherrann í þriðja lagi hvort ekki sé rétt að einfalda umsagnar og leyfiskerfið til samræmis við það sem gert er í nágrannalöndum okkar þannig að málsmeðferðartíminn fram að útgáfu framkvæmdaleyfis verði styttur til muna og að ekki sé hægt að kæra málsmeðferð á fyrri stigum. Þá er mikilvægt að ráðherra svari því hvort hann telji ekki nauðsynlegt að, með hliðsjón af uppbyggingu vegakerfisins, ákveðnar framkvæmdir, sem varða almannaheill og/eða öryggi landsmanna á vegum, verði undanþegnar mati á

Land

Hvaða ákvarðanir, athafnir og athafnaleysi í matsferlinu er hægt að kæra sérstaklega?

Danmörk

Ákvörðun um matsskyldu að því er varðar lögmæti ákvörðunar (d. retlige spørgsmål). Ákvörðun um leyfi (1. mgr. 49. gr. VVM).

Finnland

Ákvörðun um matsskyldu (frkvaðili) (1. mgr. 37. gr. fimáu).

Noregur

Ákvörðun um leyfi til frkv. og samþykkt deiliskipulags (n. regluleringsplan).

Svíþjóð

Ákvörðun um leyfi (MB16).

Skotland

Ákvörðun um leyfi (e. planning permission) (47. gr. skipulagslaga).

Ísland

Ákvörðun um matsskyldu. Ákvörðun um að umhverfisáhrif fleiri frkv. skuli meta sameiginlega. Ákvörðun um leyfi. Brot á þátttökurétti almennings. Ákvörðun um endurskoðun matsskýrslu. Synjun matsáætlunar eða breytingar á henni (frkvaðili). Ákvörðun um að frummatsskýrsla uppfylli ekki lagakröfur eða sé ekki í samræmi við matsáætlun (frkvaðili). (14. gr. ísmáu, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála).

Umhverfis og auðlindaráðuneytið. (2019). Samanburður á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum: Rannsókn gerð til undirbúnings heildarendurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2019/10/11/Samanburdur-a-loggjof-nokkurra-nagrannathjoda-um-mat-a-umhverfisahrifum/

umhverfisáhrifum þannig að ábyrgð og ákvörðun um framkvæmdir færist alfarið á hendur ríkisins. Eins og dæmin sanna með Reykjanesbrautina, þar sem nú er unnið að því að ljúka tvöföldun brautarinnar sem er um 50 km löng að Hafnarfirði. Lokaáfanganum, fimm kílómetra kafla frá Hvassahrauni að Krísuvíkurafleggjara, hefur verið breytt í samræmi við nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar, innan iðnaðarsvæðis og þarf breytingin að

fara í kerfislega þungt, langt og rándýrt umhverfismat þrátt fyrir augljósan kost við breytinguna. Líkt og ég hef rakið hér að framan, þá er ljóst að kerfið er í engu samræmi við almennan vilja í samfélaginu. Það er því nauðsynlegt að endurskoðun laganna horfi til einföldunar svo að fámennir hópar geti ekki stöðvað eða tafið framkvæmdir sem varða afkomu og lífsgæði íbúa á heilum landsvæðum árum og áratugum saman.

Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga, sem fram eiga að fara 27. júní 2020, er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Keflavík og Víkurbraut 25, Grindavík og verður sem hér segir: Keflavík:

virka daga frá 25. maí til 29. maí frá kl. 08:30 til 15:00 virka daga frá 2. júní til 26. júní frá kl. 08:30 til 19:00 laugardagana 6., 13., 20. og 27. júní frá kl. 10:00 til 14:00.

Grindavík:

virka daga frá 25. maí til 19. júní frá kl. 08:30 til 13:00 dagana 22. júní til 26. júní frá kl. 08:30 til 18:00.

Lokað verður hátíðadagana 1. júní og 17. júní. Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 22. til 25. júní nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 22. júní nk. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. 25. maí 2020 Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.


64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvers vegna varnarframkvæmdir á Suðurnesjum? Við lifum á sérstökum tímum, veirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á heimsbyggðina, þar erum við Íslendingar engin undantekning. Óvissa er orð sem hefur oft verið notað í þessu samhengi. En það er óvissa á fleiri sviðum. Á sviði öryggis- og varnarmála hefur óvissan aldrei verið meiri en frá tímum kalda stríðsins. Við þessari óvissu verðum við að verða viðbúin, rétt eins og óvissunni vegna veirunnar.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Í apríl síðastliðnum lagði utanríkisráðherra til í ráðherranefnd um ríkisfjármál varnartengdar endurbætur og viðhald í Helguvík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tillögu ráðherra var hafnað. Það er alvarlegt mál í ljósi þess að framkvæmdirnar eru í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Það hefur ráðherra staðfest. Aðalatriði málsins er að ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að framfylgja þjóðaröryggistefnunni. Ríkisstjórn sem vinnur ekki samkvæmt henni er ekki stætt. Ísland er í NATO og hefur verið frá stofnun þess. Okkur ber að taka þátt í vörnum Norður-Atlantshafsins sem aðildarríki. Við eigum öryggi okkar undir því að aðrar þjóðir komi okkur til varnar.

Þjóðaröryggisstefna Íslands segir skýrt að í landinu skuli vera til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir, í öryggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þetta er skýrt. Tilfinningaástæður stjórnmálamanna og -flokka, sem eru andvígir veru okkar í NATO og eðlilegu viðhaldi á varnarmannvirkjum, ganga ekki framar þjóðaröryggisstefnunni. Ríkisstjórninni ber að fylgja þjóðaröryggisstefnunni og treysta varnir landsins. Tímasetning málsins er auk þess góð. Framkvæmdirnar skapa mikilvæg störf á erfiðum tímum á Suðurnesjum.

Tilfinningaástæður stjórnmálamanna og -flokka, sem eru andvígir veru okkar í NATO og eðlilegu viðhaldi á varnarmannvirkjum, ganga ekki framar þjóðar­öryggis­ stefnunni ...

Verkefni tilbúin á Suðurnesjum í sögulegu atvinnuleysi

„Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi frábiðja sér þras um verkefnin og krefjast þess að aðilar snúi bökum saman og sýni einhug í að koma þessum verkefnum í gang hið fyrsta,“ segir í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum þann 24. maí 2020. Þar segir einnig: „Eins og öllum er kunnugt um er mikil óvissa uppi í þjóðfélaginu og í heiminum öllum um þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Þessi óvissa hefur valdið gríðarlegum rekstrarerfiðleikum hjá mörgum fyrirtækjum hér á landi

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

sem brugðist hafa m.a. við með uppsögnum á starfsfólki og sér alls ekki fyrir endann á því. Atvinnuleysi á landinu hefur því stóraukist síðasta mánuðinn, sérstaklega hér á Suðurnesjum. Stefnir í að atvinnuleysi hér á Suðurnesjum nái sögulegum hæðum á næstu vikum en er í dag ríflega 28% í Reykjanesbæ

og er nauðsynlegt fyrir samfélagið að sporna við þeirri þróun, m.a. með framkvæmdum sem skapa störf tímabundið og til lengri tíma. Ýmis verkefni hafa verið í undirbúningi hér á svæðinu sem m.a. innviðauppbygging í Helguvík til að styrkja höfnina til að taka á móti verkefnum er varða leit og björgun, einnig verkefni er tengjast norðurslóðum. Þar myndu koma þrír aðilar að uppbyggingunni og er Ísland eitt af þeim. Jafnframt myndi hafnaraðstaðan styðja við öryggishlutverk

Íslands á Norðurslóðum og skapa möguleika til meiri uppbyggingar á því sviði. Samhliða þeirri uppbyggingu skapast við þær hafnarframkvæmdir möguleikar fyrir nýja starfsemi á svæðinu. Einnig eru stór verkefni á öryggissvæðinu sem myndu tengjast Helguvíkurhöfn og má þar nefna stór vöruhús sem á að byggja og mætti flýta þar framkvæmdum en með tilkomu þeirra myndi hafnaraðstaðan í Helguvík styrkjast verulega vegna vöruflutninga til og frá þeim. Þessi starfsemi er talin skapa um það bil 60 störf fyrir utan afleidd störf. Þessi verkefni eru atvinnuskapandi, bæði á framkvæmdatíma og til lengri tíma. Reykjaneshöfn er tilbúin til framkvæmda strax eins og hefur komið fram í ályktun frá stjórn Reykjaneshafnar sem SAR tekur heilshugar undir. Samtök atvinnurekenda frábiðja sér þras um verkefnin og krefjast þess að aðilar snúi bökum saman og sýni einhug í að koma þessum verkefnum í gang hið fyrsta og er SAR tilbúið að koma að þessum verkefnum ef þess er óskað sama á hvaða stigi það er.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65

Þakklátur fyrir árin í Kölku Árin mín í Kölku voru ánægjulegur tími. Eftir að hafa starfað þar sem framkvæmdastjóri á níunda ár, lauk ég störfum í byrjun október 2019 þegar nýr framkvæmdastjóri kom til starfa. Á aðalfundi Kölku nýlega kom fram í ársreikningi 2019 góð afkoma fyrirtækisins enn eitt árið. Hagnaður ársins var liðlega 70 milljónir króna og eigið fé orðið rúmar 400 milljónir króna. Þegar ný stjórn tók til starfa í Kölku árið 2010 var staða fyrirtækisins erfið, miklar skuldir og eigið fé neikvætt um 600 milljónir króna. Þegar stjórnin auglýsti eftir framkvæmdastjóra árið 2011 var ég alls ekki með það í huga að ætla að ráða mig í fasta vinnu en ég hafði þá nokkrum árum áður selt fyrirtæki mitt, Skipaafgreiðslu Suðurnesja, til Eimskips. Tveir sveitarstjórnarmenn úr sitt hvoru bæjarfélaginu höfðu samband við mig og hvöttu mig til að sækja um starfið. Þeir höfðu væntanlega trú á því að ég gæti lagt eitthvað að mörkum til að snúa mjög erfiðu rekstrarástandi fyrirtækisins til betri vegar. Í dag er ég þessum aðilum mjög þakklátur og einnig stjórninni sem réð mig til starfa því að eftirá að hyggja hefði ég sannarlega ekki viljað missa af tækifærinu að takast á við þau verkefni sem biðu úrlausnar. Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri var í mörg horn að líta. Helstu verkefnin voru tvímælalaust að laga slæma fjárhagsstöðu, lækka skuldir, laga eiginfjárstöðu úr miklum mínus í góðan plús, taka umhverfismálin

fastari tökum, leysa áralangan vanda sem varðaði ráðstöfun uppsafnaðrar flugösku og einnig að koma botnöskunni í réttan ráðstöfunarfarveg. Mörg fleiri verkefni biðu úrlausnar svo sem átak í viðhaldsmálum, breytingar í starfsmannamálum og fleira og fleira. Með mjög góðu og öflugu samstarfi við góða og samtaka stjórnarmenn, duglega og samviskusama starfsmenn og alla stærstu viðkiptavini, sem meðal annars sýndu nauðsynlegum breytingum á ýmsum sviðum góðan skilning, tókst bærilega vel til við að leysa öll helstu vandamálin. Þó að oft sé erfitt að nefna einstaka aðila þegar samstaðan er góð þá vil ég engu að síður nefna þá sem unnu hvað mest með mér og oft af miklu harðfylgi. Þetta voru stjórnarformennirnir Ríkharður Ibsen og Birgir Már Bragason, og af starfsmönnum vil ég sérstaklega nefna Ingþór Karlsson, rekstrarstjóra brennslunnar, og þá Jóhann Kjærbo og Kára Húnfjörð. Það þarf góða og samtaka heild til að bæta eiginfjárstöðu um meira en einn milljarð króna (eitt þúsund

milljónir) á tiltölulega stuttum tíma í ekki stærra fyrirtæki en Kalka er. Öllu mínu góða samstarfsfólki í Kölku vil ég færa mínar bestu þakkir og góðar kveðjur fyrir einstaka samheldni og frábært samstarf við úrlausn á erfiðum verkefnum. Ég þakka sveitarstjórnarfólki fyrir mjög gott samstarf og svo vil ég aftur þakka fyrir tækifærið að fá að taka þátt í miklu uppbyggingarverkefni hjá fyrirtækinu. Að endingu vil ég óska þess að Kalka sorpeyðingar-

stöð sf. og við, íbúar og eigendur þess, munum framvegis njóta góðs af því endurskipulagningarferli sem ráðist var í og skilaði þeirri góðu niðurstöðu sem raun ber vitni. Bestu þakkir og kveðjur, Jón Norðfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri.


66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Átján milljónir króna til íþróttafélaga á Suðurnesjum vegna COVID-19 Ellefu íþróttafélög á Suðurnesjum fengu samtals tæplega átján milljóna króna framlag frá ríkinu vegna áhrifa COVID-19. Keflavík fékk mest félaga á Suðurnesjum, rúmar átta milljónir og Grindavík fékk tæpar fimm milljónir. Alls fengu 214 félög innan Íþróttasambands Íslands peningastyrk. Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag 8.063.000 Ungmennafélag Grindavíkur 4.972.175 Ungmennafélag Njarðvíkur 2.079.424 Ungmennafélagið Þróttur, Vogum 742.669 Knattspyrnufélagið Víðir 738.101 Knattspyrnufélagið Reynir 541.017 Golfklúbbur Suðurnesja 235.225 Hestamannafélagið Máni 139.266 Hnefaleikafélag Reykjaness 136.061 Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 107.531 Íþróttafélagið Nes 100.811 Framlagið skiptist milli íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga á aldrinum sex til átján ára og höfðu að lágmarki skráðar tuttugu iðkanir samkvæmt starfsskýrslum sem skilað var inn í félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ árið 2019. Iðkendur í almenningsíþróttadeildum, samkvæmt skráningu ÍSÍ og UMFÍ, teljast ekki með vegna mismunandi túlkunar á skráningu iðkenda í þær deildir. Við skiptingu milli félaga skal farið eftir fjölda iðkana. Þar skal miðað við fjölda iðkana sex til átján ára samkvæmt talnagrunni ÍSÍ og UMFÍ 2019, að undanskildum iðkendum í almenningsíþróttadeildum. Vægi iðkana í útreikningi er óháð búsetu þeirra. Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67

Þjálfarar meistaraflokks karla ásamt Brenton Birmingham, varaformanni, og Kristínu Örlygsdóttur, formanni. Mynd/JBÓ

Ljónatemjararnir sameinaðir á ný Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Njarðvík og bætist því í hópinn með Halldóri Karlssyni en báðir munu þeir aðstoða Einar Árna Jóhannsson með Njarðvíkurliðið á komandi tímabili. Það má því segja að Ljónatemjararnir séu sameinaðir á ný en Einar Árni steig sín fyrstu skref í efstu deild karla sem aðstoðarþjálfari Friðriks Inga í Njarðvík. Halldór Karlsson framlengdi einnig samningi sínum við félagið. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fagnar því vel og innilega að endurheimta í félagið einn af sínum dáðustu sonum í Friðriki

Inga en það þarf ekki að fjölyrða um hæfni hans á þjálfarastól. Ásamt því að gerast aðstoðarþjálfari þá mun Friðrik einnig taka að sér þjálfun

drengja- og unglingaflokks í Njarðtaksgryfjunni. „Við erum ofboðslega spennt fyrir samstarfinu við Friðrik Inga og ekki síst fyrir því að iðkendur í elstu yngri flokkum okkar fái einnig að njóta handleiðslu hans,“ sagði Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN. „Mér líst afar vel á þetta verkefni og er ánægður að verða í eldlínunni með Njarðvík í Domino’s-deildinni

á komandi tímabili. Þá er ég einnig spenntur fyrir því að vinna með drengja- og unglingaflokki til að efla þá á leið sinni yfir brúna úr elstu yngri flokkum félagsins og upp í meistaraflokk. Ég tel Njarðvík fært um að skapa góðan vettvang fyrir þessa ungu leikmenn til að taka framförum og verða betri,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.

Super Mario með hringinn í Njarðtaksgryfjunni.

Super Mario í Njarðvík Körfuknattleiksmaðurinn Mario Matasovic hefur ekki setið auðum höndum í öllum þeim takmörkunum sem COVID-19 hefur haft í för með sér. Njarðvíkingurinn tók sig til og reif vel í járnin, reyndar svo vel að ein karfan í Njarðtaksljónagryfjunni varð að gefa eftir! Vanalega rífa menn eitthvað úr spjaldinu með þegar svona nokkuð gerist en Super Mario sleit járnið í sundur. Með þessu áframhaldi þarf að sérstyrkja hringina fyrir átökin í Domino’s þegar Super Mario fer á flug í húsum landsins.


68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vil frekar að fólk tali um hversu gott golf ég spila heldur en aldurinn

Kylfingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varð í þriðja sæti á fyrsta stigamóti Golfsambandsins á Akranesi um síðustu helgi „Þetta gekk alveg svakalega vel og fór langt fram úr mínum væntingum,“ segir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, en hann endaði jafn í þriðja sæti á fyrsta stigamóti Golfsambands Íslands á Garðavelli um síðustu helgi.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

Guðmundur Rúnar hefur ekki verið duglegur að keppa á stigamótunum undanfarin ár en þó alltaf tekið þátt í Íslandsmóti í höggleik. Hann var þó með í fleiri mótum í fyrra og stefnir á að keppa á öllum mótunum í sumar. Guðmundur er tífaldur klúbbmeistari GS en hann á líka einn flottan titil sem er Stigameistari GSÍ en því náði hann árið 2001. „Ég er búinn að vera að æfa á fullu í allan vetur. Eins fór ég í góða æfingaferð með GS á Hellishóla í byrjun maí sem var snilld,“ segir Guðmundur Rúnar sem er 45 ára á árinu og hann var aldursforsetinn á mótinu í Skipaskaga en þar eru flestir keppendur á milli 20 og 30 ára.

Leiknar voru þrír hringir eða 54 holur á þremur dögum og voru aðstæður góðar fyrstu tvo dagana en hins vegar mun verri á lokadeginum, sérstaklega á fyrri helmingi hringsins, þegar rigndi duglega og eins var mikill vindur. Suðurnesjamaðurinn lét það ekki á sig fá enda alinn upp í Leirunni þar sem vindurinn er oft á hraðferð. Guðmundur segist kunna vel við Garðavöll. „Mér gekk bara mjög vel að eiga við hann. Þau fáu slæmu högg sem ég sló missti ég á rétta staði þannig að ég var aldrei í vandræðum. Garðavöllur virðist henta mér vel og ég spila oftast vel þar.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

Er ekkert skrýtið að vera helmingi eldri en flestir þátttakendur? Ja, stundum! Oftast er ég nær foreldrum þeirra í aldri. Eins er líka pínu spes að vera þrír saman í ráshópi og tveir yngstu ná mér ekki samanlagt í aldri,“ segir Guðmundur og hlær en vill ekki gera mikið úr aldrinum. „Mér finnst þetta svona ótrúlega gaman og spái lítið í þetta. Vil frekar að fólk tali um hversu gott golf ég spila heldur en aldurinn,“ segir Guðmundur Rúnar sem er spenntur fyrir næsta stigamóti sem verður á hans heimavelli í Leirunni.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69

Guðmundur Rúnar horfir á eftir upphafshöggi á Garðavelli. Myndir/seth@golf.is


Hlíðarhverfi

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


Íbúð eða hús í glæsilegasta hverfi Reykjanesbæjar?

BÚUM BETUR

bygg.is

Íbúðir, raðhús, parhús og einbýlishús í fyrsta áfanga Hlíðarhverfis í Reykjanesbæ. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér fasteign í glæsilegu hverfi á besta stað. Aðeins 26 eignir af 86 eru eftir.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Vá hvað hann er grillaður! Var Örvar kannski bara með grillspjót?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Það var brakandi blíða síðustu helgi en fjölskyldan mín bað um eitthvað gott á grillið í tilefni þess. Að sjálfsögðu datt mér ekki annað í hug en að verða við þeirri beiðni enda hata ég ekki beint grillmatinn sjálfur eins og sjá má á vexti mínum. Þar sem gamla grillinu mínu hafði verið keyrt upp í Kölku í vikunni á undan þá voru góð ráð dýr. Ég fór að leita að nýju grilli á vefnum og sá eitt ansi álitlegt hjá Heimkaup.is sem ég ákvað svo að falast eftir. Hringdi í þjónustuverið og mér var tjáð að grillið væri til á lager og þar að auki gæti ég fengið það sent samsett upp að dyrum og það samdægurs! Vá þetta hljómaði vel enda nennti ég ekki að fara að setja þetta saman, nýbúinn að henda upp trampólíni fyrir drengina. Ég fór því á vefinn, pantaði grillið og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Seinnipart föstudagsins var svo þessu fína grilli skutlað til okkar upp að dyrum, samsett en því miður var það ekki grillið sem ég hafði pantað. Reyndar örlítið veglegra grill en ég lét auðvitað vita og óskaði eftir því að það yrði sótt og mitt grill afhent. Ekki hefði heyrst stuna frá mér hefðu þeir skutlað til mín flaggskipinu sínu með sex brennurum – það hefði reyndar verið kærkomin búbót fyrir mann í uppsögn! Á laugardeginum viðraði svo ennþá betur, blíðan á pallinum var slík að raunhæfur möguleiki var á því að borða kvöldmatinn úti. Sá fyrir mér steikina í hillingum undir berum himni. Taka tvö, nýtt grill mætti svo seinnipartinn á laugardeginum, ég reyndar staddur í Nettó að versla á grillið. Kem heim, spenntur

LOKAORÐ

Grill

Food photo created by foodiesfeed - www.freepik.com

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Mundi

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON og klár í veislu en nei þá var aftur búið að afhenda rangt grill. Í þetta sinn tæki ég sem vildi alls ekki fá (mun ódýrara)! Dó þó ekki ráðalaus og fékk lánað grill hjá góðum félaga, því það var veður fyrir grillmat og því tækifæri átti alls ekki að sóa. Allt er þegar þrennt er og eftir helgina fékk ég svo loksins afhent rétt grill. Týnda grillið komið heim. Gamli mjög sáttur og hlakkar mikið til þess að prófa grillið, svona þegar það hættir að rigna um miðjan júní. Hið ágæta starfsfólk Heimkaupa var afar hjálpsamt og í stað þess að reyna að klóra aumingjalega yfir mistök sín þá voru þessi mál tækluð á virkilega faglegan hátt. Á endanum allir sáttir. Við gerum jú öll mistök spyrjið bara Bernhard Zangerl, vertann á skemmtistaðnum Kitzloch á austurríska skíðasvæðinu Ischgl. Get svo ekki beðið eftir þeim degi þegar maður getur grillað steikurnar á pallinum með andrúmsloftinu frá kannabisverksmiðju Madda Vill í kringum sig ... þá mætti afhenda mér rangt grill daglega.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.