Hafsteinn með sögur af sjónum
GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ UM HELGINA! TILBOÐ GILDA 3. -- 6. JÚNÍ
30% AFSLÁTTUR
32% AFSLÁTTUR
Grísakótilettur með kryddsmjöri
Bleikjuflök með roði Sjávarkistan
KR/KG ÁÐUR: 1.699 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 2.398 KR/KG
1.155
1.199
50% AFSLÁTTUR
STEINALDINDAGAR
Ferskjur - Nektarínur - Plómur -Apríkósur
Miðvikudagur 2. júní 2021 // 22. tbl. // 42. árg.
Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti í sjötta sinn Heiðarskóli í Reykjanesbæ sigraði í Skólahreysti í sjötta sinn eftir spennandi úrslitakeppni sem fram fór síðasta laugardag. Heiðarskóli fékk 64 stig, hálfu meira en Laugarlækjarskóli. Lið Heiðarskóla er skipað þeim Emmu Jónsdóttur (armbeygjur og hreystigreip), Heiðari Geir Hallssyni (upphífingar og dýfur), Jönu Falsdóttur (hraðaþraut) og Kristóferi Mána Önundarsyni (hraðaþraut). Varamenn voru Katrín Hólm Gísladóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson. Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur í keppninni í ár, 45 talsins. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum, gerði 47 dýfur og 45 upphífingar.
Sigurlið Heiðarskóla með Helenu Jónsdóttur, þjálfara sínum.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er samstíga í málefnum heilsugæslu:
Heilsugæslustöð á Aðaltorgi til framtíðar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir það algjörlega óviðunandi að íbúar Suðurnesja verði látnir bíða svo lengi til ársins 2026 eftir byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Bæjarstjórn skorar jafnframt á heilbrigðisráðherra að ganga án tafar til samninga við aðila um leigu á aðstöðu fyrir heilsugæslu til þess að unnt sé að leysa þann bráðavanda sem til staðar er í heilbrigðismálum á Suðurnesjum og sér fyrir sér heilsugæslustöð til framtíðar við Aðaltorg.
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir sig samþykka því staðarvali á nýrri heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík sem fram kemur í frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á 610. fundi sínum þann 4. maí síðastliðinn áskorun til heilbrigðisráðherra um að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu sem allra fyrst og alls ekki seinna en 1. október 2021. Samkvæmt frum athugun sem nú liggur fyrir er ekki gert ráð fyrir að byggingu nýrrar
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Húsnæði Aðaltorgs við Aðalgötu í Keflavík þar sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill sjá heilsugæslustöð. heilsugæslustöðvar verði lokið fyrr en í fyrsta lagi 2026. Það er að mati bæjarstjórnar algjörlega óviðunandi að íbúar Suðurnesja verði látnir bíða svo lengi eftir úrbótum sem skv. fyrirliggjandi frumathugun og áætlunum um íbúafjölgun duga þó ekki til. Þá hvetur bæjarstjórn til þess að fram fari endurmat á Aðaltorgi í Reykjanesbæ sem framtíðarstað fyrir heilsugæslustöð þar sem horft verði til fyrirhugaðar uppbyggingar
sem mun eiga sér stað á því svæði. Til staðar er húsnæði sem áður var nýtt sem gistiheimili og getur með minniháttar breytingum hentað mjög vel sem aðstaða fyrir heilsugæslu. Unnið er að gerð svæðiskipulags fyrir flugvöllinn og sveitarfélögin Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Þar mun Aðaltorg og svæðið þar í kring skipta miklu máli sem þjónustusvæði, bæði fyrir flugvöllinn en ekki síður fyrir sveitarfélögin.“
Allir bæjarfulltrúar stóðu saman að þessari bókun: Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Gunnar Þórarinsson (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Margrét A. Sanders (D), Styrmir Gauti Fjeldsted (S) og Eydís Hentze Pétursdóttir (S), Gunnar Felix Rúnarsson (M).
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ÍBÚAKOSNING UM BESTU HUGMYNDINA
Kosið á milli 27 hugmynda hjá Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar, fimmtán ára og eldri, geta nú kosið á milli 27 skemmtilegra hugmynda inni á Betri Reykjanes sem allar miða að því að auðga bæjarlífið. Hver og einn getur kosið allt að fimm hugmyndir en alls fara 30 milljónir í hlutskörpustu verkefnin. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjanesbær heldur slíka kosningu en nokkur bæjarfélög hafa farið samskonar leið á síðustu árum. Markmiðið með verkefni sem þessu er að fá almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Vefurinn Betri Reykjanesbær er tilvalinn staður fyrir íbúa til að koma með bæði skemmtilegar hugmyndir svo og góðar ábendingar að nýframkvæmdum. Í aprílmánuði var óskað eftir hugmyndum að verkefnum til að kjósa um og bárust yfir
90 tillögur í gegnum ve f i n n o g þökkum við öllum sem sendu inn hugmynd kærlega fyrir. Eftir yfirferð og mat úr frá gefnum forsendum stóðu eftir 27 hugmyndir sem nú er kostið á milli. Hugmyndirnar eru allt frá útsýnispalli við höfnina í Höfnum, gönguskíðabraut, ærslabelgir, fótboltagolfvöll og úti hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Rafræn kosning er hafin og stendur yfir til 6. júní nk. Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og hafa þannig áhrif á nærumhverfi sitt. Allir íbúar sem hafa lögheimili í Reykjanesbæ og verða fimmtán ára á árinu geta tekið þátt.
Launa- og rekstrarkostnaður og mikil veikindi skýra hallarekstur í Vogum Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga var lagður fram til síðari umræðu og staðfestingar í bæjarstjórn síðastliðinn miðvikudag. Heildartekjur samstæðunnar voru 1.268 milljónir króna. Rekstrargjöld voru 1.346 milljónir króna, rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir voru -78 milljónir króna. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnstekna og fjármagnsgjalda er rekstrarniðurarstaðan neikvæð um 188 milljónir króna. „Þegar rýnt er í ársreikning síðasta árs liggur það fyrir að grípa þarf til verulegra aðgerða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Athygli vekur að tekjur sveitarfélagsins eru litlu lægri en gert var ráð fyrir og reikna hefði mátt með verri niðurstöðu þar á því ári sem var að líða. Það er
aukin launako stnaður, rekstrarkostnaður og mikil veikindi sem að miklu leyti skýra þann mikla hallarekstur sem við okkur blasir. Laun sem hlutfall af rekstrarkostnaði er komin í 65% og hafa hækkað um 10% á fjórum árum og er orðið allt of hátt hlutfall. Þessu hlutfalli þarf að ná niður auk þess sem leita þarf leiða til að auka tekjur. Við munum ekki láta á okkur standa í þeirri vinnu,“ segir í bókun fulltrúa D-listans í bæjarstjórn.Bæjarstjórn staðfestir ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Samþykkt með sjö atkvæðum.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Ágæt þátttaka var í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurnesjum. VF-mynd: pket
Guðrún efst hjá sjálfstæðismönnum - Vilhjálmur annar Guðrún Hafsteinsdóttir úr Hveragerði varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en talningu lauk í nótt. Vilhjálmur Árnason úr Grindavík varð í 2. sæti og Ásmundur Friðriksson þriðji. Alls greiddu atkvæði 4.657 manns. Flokkurinn var með þrjú sæti eftir síðustu Alþingiskosningar. Guðrún og Vilhjálmur buðu sig bæði í efsta sætið. Guðrún tók strax
forystu með fyrstu tölum en ekki munaði miklu á frambjóðendunum en í lokin var markaðsstjóri Kjöríss með um 270 atkvæðum meira í oddvitasætið en þingmaðurinn úr Grindavík. Vilhjálmur var í 3. sæti í síðasta prófkjöri. Ásmundur bauð sig í 2. sætið en fékk það þriðja. Guðrún er nýliði. Guðrún hlaut 2.183 atkvæði í fyrsta sæti
Vilhjálmur hlaut 2.652 atkvæði í 1.-2. sæti. Ásmundur Friðriksson var með 2.278 atkvæði í 1.-3. sæti. Björgvin Jóhannesson var með 2.843 atkvæði í 1.-4. sæti. Ingveldur Anna Sigurðardóttir fékk 2.843 atkvæði í 1.-5. sæti. Jarl Sigurgeirsson var með 2.109 atkvæði í 1.-6. sæti.
„Nú höldum við út á lendurnar saman til sigurs“ – segir Vilhjálmur Árnson sem háði harða baráttu um 1. sætið „Með firnasterkt endurnýjað umboð held ég áfram að berjast fyrir þessu í þágu kjördæmisins alls enda höfuðmarkmiðið að ná baráttumálunum í höfn,“ sagði Vilhjálmur Árnason, í færslu á Facebook eftir prókjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Bestu fréttir helgarinnar eru þær að alls greiddu 4647 atkvæði í prófkjörinu í Suðurkjördæmi. Þar fékk fólkið sjálft að velja frambjóðendur, milliliðalaust. Ég hef margsinnis heyrt aðra flokka tala af mikilli innlifun um ást sína á lýðræðinu en þegar til kastanna kemur þá er Sjálfstæðisflokkurinn eina alvöru lýðræðislega fjöldahreyfingin á Íslandi. Punktur. Niðurstaðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins liggur þannig
fyrir öllum ljós, verklag og allar tölur öllum aðgengilegar og hið margumrædda gagnsæi því algjört. Stjórnmálafræðiprófessorinn, Ólafur Þ. Harðarson, segir á síðu sinni að mesta athygli sína veki „þó kjörsóknin í prófkjörinu í Suður, en hún var 64% af atkvæðafjölda flokksins í kjördæminu 2017.“ Þetta vekur líka athygli mína. Ég trúi því að þessi mikla þátttaka gefi sjálfstæðisfólki fyrirheit um góða uppskeru í haust en við þurfum auðvitað að koma henni í hús með dugnaði og samstöðu. Síðustu vikur höfum við frambjóðendur ferðast um allt okkar stóra kjördæmi og tekið fólk tali. Við höfum komið á sömu staði oft og fundið fyrir hjartslættinum í
kjördæminu. Við vitum að það er verk að vinna og ég var glaður að finna að markmiðin sem ég setti fram um myndarlega endurreisn atvinnulífsins, fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugar samgöngur og valfrelsi fjölskyldunnar eiga miklu fylgi að fagna. Að lokum vil ég óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með kjörið og þakka henni fyrir drengilega kosningabaráttu. Ég óska öðrum frambjóðendum á listanum til hamingju sömuleiðis. Nú höldum við út á lendurnar saman til sigurs.“
Leggja ljósleiðara í kappi við hraunstrauminn Gagnaveita Reykjavíkur hefur hafist handa við lagningu ljósleiðara meðfram Suðurstrandarvegi, sunnan eldstöðvanna við Fagradalsfjall. Mikilvægt er að koma rörum í jörðu áður en hraun kann að loka leiðinni um óvissa framtíð. Verkið er unnið að fenginni nýrri hraunflæðisspá og að fengnum leyfum frá landeigendum og Grindavíkurbæ. Þetta er liður í stærra verkefni Gagnaveitu Reykjavíkur, sem unnið hefur verið í samstarfi við fleiri fjarskiptafélög, að leggja ljósleiðara allt frá Þorlákshöfn um Grindavík í Reykjanesbæ þar sem vaxandi fjöldi heimila og fyrirtækja er tengdur Ljósleiðaranum, opnu fjarskiptaneti Gagnaveitu Reykjavíkur. Strengur meðfram Suðurströndinni er mikilvægur til að treysta fjarskiptasamband innanlands, ekki síst fyrir Suðurnesin, en líka vegna netsambands við útlönd. Ljósleiðarastrengir milli Íslands og útlanda, með öllum þeim nauðsynlega gagnaflutningi sem um þá fer, liggja frá Suðurströndinni. Gagnaveita Reykjavíkur hefur þegar lagt streng frá Þorláks-
höfn að Selvogi og frá Grindavík að Ísólfsskála, bæ sem er nánast beint sunnan Nátthaga sem hraun tók að flæða niður í um hvítasunnuhelgina. „Við teljum mikilvægt að koma lögnum þarna fyrir áður en hraunstraumur nær til sjávar og enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi,“ segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Ljósleiðaranum. „Við leggjum strenginn óvenju djúpt, á eins metra dýpi, og nýlegar athuganir benda til að það eigi að vera öruggt. Mögulegur skaði ef við komumst ekki þessa leið með Ljósleiðarann mánuðum, misserum eða árum saman, er meiri en sá að tapa
hugsanlega hluta af nokkrum plaströrum. Þannig erum við að draga úr áhættu með því að ráðast í verkið í hvelli,“ bætir Elísabet við. Hraunflæðisspáin sem stuðst er við bendir til að hrauntaumar geti víða náð niður að strönd standi gosið lengi. Ljósleiðarinn verður lagður á eins metra dýpi, sem er um tvöfalt dýpra en alla jafna. Athuganir benda til að hiti á 40 sentimetra dýpi undir hrauni fari fljótt í um 40 gráður en rörin, sem ljósleiðaraþræðirnir eru dregnir í, þola um 190 gráður. Þau gætu þolað meiri hita, það er að gögn berist um ljósleiðaraþræðina jafnvel þótt rörin utan um þá aflagist.
Kristín Gyða Njálsdóttir
Hinrik Reynisson
Sigurbjörn Gústavsson
Ingibjörg Óskarsdóttir
Við viljum heyra frá þér Við tökum vel á móti þér í útibúi okkar í Reykjanesbæ og veitum einnig alla þjónustu í síma, netspjalli og tölvupósti. 440 2450 | sudurnes@sjova.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Skólahreystiliði Heiðarskóla var vel fagnað á mánudaginn þegar það mætti til skóla. VF-mynd: Hilmar Bragi
Birgir gefur kost á sér í 1. sæti
– fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi
Heiðarskóli vann Skólahreysti í sjötta sinn Heiðarskóli í Reykjanesbæ sigraði í Skólahreysti í sjötta sinn eftir spennandi úrslitakeppni sem fram fór síðasta laugardag. Heiðarskóli fékk 64 stig, hálfu meira en Laugarlækjarskóli. Keppin var æsispennandi og Heiðarskóli var með bestan árangur í upphífingum og dýfum. Heiðarskóli var með 4,5 stigum meira en Laugalækjarskóli fyrir síðustu keppnina sem var hraðabrautin. Laugalækjarskóli vann hana en Heiðarskóli endaði í þriðja sæti í henni og það tryggði honum sigur í keppninni.
Lið Heiðarskóla er skipað þeim Emmu Jónsdóttur (armbeygjur og hreystigreip), Heiðari Geir Hallssyni (upphífingar og dýfur), Jönu Falsdóttur (hraðaþraut) og Kristóferi Mána Önundarsyni (hraðaþraut). Varamenn voru Katrín Hólm Gísladóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson. Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur í keppninni í ár, 45 talsins. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum, gerði 47 dýfur og 45 upphífingar.
Holtaskóli og Akurskóli voru meðal tólf skóla í úrslitum en komust ekki í efstu þrjú sætin.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sækist eftir 1. sæti á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Ákveðið var á fundi stjórnar kjördæmafélagsins að viðhafa uppstillingu. Birgir er einn af stofnendum Miðflokksins og hefur verið oddviti flokksins í Suðurkjördæmi frá 2017. Hann er fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis og hefur flutt fjölmargar breytingartillögur við fjárlög á kjörtímabilinu. Má þar nefna auknar fjárveitingar til; heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, löggæslumála og rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi, hjúkrunarheimila, stuðningsstarfa öryrkja, geðheilbrigðismála, heimaþjónustu aldraða, tvöföldun Reykjanesbrautar og átaks til að draga úr atvinnuleysi á Suðurnesjum. Birgir leggur áherslu á ráðdeildarsemi í ríkisrekstri, hagræðingu innan ráðuneyta, sem hafa vaxið hratt í tíð
núverandi ríkistjórnar og árangursmiðaða fjárlagagerð, þannig að almenningur geti treyst því að almannafé sé nýtt með skynsömum hætti. Í utanríkismálum telur hann Ísland eiga vannýtt tækifæri á sviði viðskiptasamninga og fríverslunar, meðal annars með sjávarafurðir. Auk þess hafi Ísland allt til að bera til að koma að friðarumleitunum á alþjóðavettvangi. Birgir hefur verið ötull talsmaður landbúnaðarins. Hann hefur látið sig sérstaklega varða grunngildi samfélagsins, sem eiga undir högg að sækja. Birgir er guðfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í alþjóðasamskiptum og utanríkisþjónustu frá Bandaríkjunum.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Kári í vondu vorskapi! VÖRUMIÐLUN, REYKJANESBÆ – ATVINNA
Veðurguðirnir hafa verið í misjöfnu skapi að undanförnu og óvanalega stíf en þurr austan og suðaustanátt gekk yfir landið í síðustu viku. Á flóði í Keflavíkurhöfn mátti sjá mikinn sjávargang og sjórinn gekk yfir bryggjurnar og langt upp á land, eins og sjá má á myndum Einars Guðbergs.
Óskum eftir bílstjórum á lyftubíl og trailer, og til að sinna tilfallandi störfum.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Skilyrði að viðkomandi tali íslensku. Nánari upplýsingar veitir Haraldur í síma 840 7781 eða á sudurnes@vorumidlun.is
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Meiriháttar tilboð í júní! 33%
279 kr/stk GOTT VERÐ!
44% 499
199 kr/stk
Chicago Town pizzur
kr/stk
áður 899 kr
áður 299 kr
2 teg. - 2 stk/pk
Mars eða Snickers ís
Bubs Goody
4 stk/pk
90 gr - 3 teg.
31% 89 kr/stk
34%
2
áður 129 kr
fyrir Fanta Lemon eða Shokata án sykurs
1
296 kr/stk
33 cl
áður 499 kr
337 kr/stk
35%
Bombur
150 gr - 3 teg.
áður 519 kr
Pepsi Max Lime
H-Berg möndlur m/karam. & salti
0,5 l
150 gr
20% 263 kr/stk
20%
áður 329 kr
Hipp skvísa
119 kr/stk
Corny Big
áður 149 kr
2 teg.
639 kr/pk
20%
áður 799 kr
50 gr - 6 teg.
Oreo O’s morgunkorn 350 gr
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Menntavegi, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Flugakademía Íslands endurvekur flugbúðir fyrir ungt fólk Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til sextán ára í sumar. Á námskeiðinu verður fjallað um allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta í flugheiminum. Flugbúðir voru fyrst haldnar við Keili árið 2013 við góðar undirtektir og voru haldnar árlega eftir það fram til ársins 2019. Áhuginn fór iðulega fram úr sætafjölda og því ljóst að áhugi ungmenna á flugi og fluggeiranum var mikill. „Nú þegar farið er að rofa til og slaka á takmörkunum þykir okkur kjörið að endurvekja þetta gífurlega skemmtilega verkefni“ segir Alexandra Tómasdóttir, markaðsstjóri Flugakademíunnar. „Það er svo mikil ástríða í fluginu, það grípur áhuga okkar snemma á ævinni en fáir fá tækifæri til þess að komast í nálæg kynni við það fyrr en eftir sextán ára aldur. Þess vegna er frábært að geta veitt ungu, áhugasömu fólki tækifæri til þess að auka þekkingu sínu á sviðinu og fá smá sýn á bak við tjöldin í fluggeiranum.“ Vettvangsferðir munu skipa stóran sess í námskeiðinu, enda upplifun að fá að fara inn á flugverndarsvæðið og
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Sjómannadagurinn Nú þegar Sjómannadagurinn nálgast, dagurinn sem tileinkaður er hetjum hafsins, sjómönnunum okkar, þá er gaman að segja frá því að þó svo að hann hafi ekki verið lögskipaður sem frídagur sjómanna fyrr en 1987 þá var hann fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði. Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur verið haldin síðan 1996 þegar ákveðið var að lyfta deginum á hærra plan og gera þetta að hátíðarhelgi. Hátíðin með öllum sínum viðburðum, hvort heldur er skrúðganga
hverfanna, bryggjuball, skemmtisiglingin, leiktækin , skreytingakeppni hverfanna eða viðburðir skemmtistaðanna, hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Sjóarinn síkáti var ekki haldin í fyrra út af dottlu en við skulum vona að Eyjólfur hressist og fljótlega verði hægt að koma saman, skella í góða skrúðgöngu og lyfta andanum ærlega upp í tilefni dagsins. Jón Steinar Sæmundsson
sjá þá fjölbreyttu flóru flugtengdra vinnustaða sem vanalega eru lokaðir almenningi. Gestafyrirlesarar munu kynna þátttakendur fyrir daglegu lífi í starfi flugmanna og annarra í flugtengdum störfum. Þá hljóta allir þátttakendur tækifæri til að prófa að fljúga í fullkomnum flughermi Flugakademíunnar og afslátt af kynnisflugi í einni af kennsluvélum skólans. Námskeiðið varir í þrjá daga frá 10. til 12. ágúst milli 09:00 og 15:00. Námskeiðið kostar 38.900 kr. og hádegismatur, námsgögn, vettvangsferðir og kynningartími í flughermi skólans eru innifalin í námskeiðsgjöldum. Takmarkað pláss er á námskeiðinu og hvetjum við því áhugasama til að skrá sig sem allra fyrst. Skráning er hafin á flugakademia.is
Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig Um síðastliðin mánaðamót varð breyting á opnunartíma TM útibúsins hér í Reykjanesbæ. Opnunartími fyrir heimsóknir í útibúinu verður framvegis kl. 11.00–15.00 virka daga. Sem fyrr finnur þú svör og lausnir á nánast öllu sem snýr að TM í appinu eða á tm.is. Netspjallið er opið frá kl. 9.00–16.00 virka daga og alltaf má senda tölvupóst á tm@tm.is sem svarað verður eins fljótt og auðið er. Þú getur líka haft samband ef þú þarft frekari aðstoð við tryggingarnar þínar eða hefur aðrar spurningar fyrir okkur í síma 515-2000 og tilkynnt tjón allan sólarhringinn í síma 800-6700.
Hugsum í framtíð
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Grindvíkingar verða 5.000 í fullbyggðu Hlíðarhverfi n Framkvæmdir við nýtt hverfi í Grindavík hafnar n Gatnagerð lokið í nóvember Fyrsta skóflustungan að nýju Hlíðarhverfi Grindavík var tekin í síðustu viku. Við það tækifæri var undirritaður verksamningur milli Grindavíkurbæjar og verktakans Jóns & Margeirs. Það var enginn annar en bæjarstjórinn sjálfur, Fannar Jónasson, sem sá um að stýra gröfunni og taka fyrstu skóflustunguna. Fannar þekkir greinilega vel til gröfuvinnunnar og gróf fyrstu holuna vandræðalaust. Viðstaddir skóflustunguna auk bæjarstjóra og verktakans Jóns & Margeirs, voru bæjarfulltrúarnir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar, Páll Valur Björnsson, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Atli Geir Júlíusson. „Það hefur verið mjög mikil uppbygging hér í Grindavík síðustu árin og svo var komið að því að allar lóðir voru uppurnar hjá okkur og því var orðið tímabært að fara að hanna nýtt hverfi. Þetta eru því tímamót núna að vera að taka fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga að Hlíðarhverfi.“ – Hvernig er þetta hverfi samsett. Verður þetta fjölbreytt byggð? „Þetta er fjölbreytt byggð með einbýlishúsalóðum, ásamt parhúsa-, raðhúsa- og fjölbýlishúsalóðum. Á svæðinu öllu verða á bilinu 360 til 404 íbúðaeiningar þegar það er full-
byggt og í þessum fyrsta áfanga eru 76 lóðir og það myndi rúma allt að 1400 manns þegar hverfið verður fullbyggt þegar þar að kemur.“ – Eruð þið byrjaðir að auglýsa lóðirnar? „Nei, við erum ekki byrjaðir að auglýsa en það er strax orðin eftirspurn og fyrirspurnir um hvenær þetta verður tilbúið. Verktaki á að skila gatnagerðinni fullbúinni í nóvember en fyrir þann tíma verður farið að auglýsa lóðirnar til úthlutunar.“ Páll Ketilsson pket@vf.is
– Sérðu fyrir þér tímasetningar hvenær þetta verður komið vel á veg eða fullbúið? „Þessi fyrsti áfangi á að vera tilbúinn í nóvember og það eru um það bil 200 íbúðaeiningar sem þetta gatnakerfi mun rúma og þetta mun endast okkur í þó nokkuð mörg ár. Við verðum 5.000 Grindvíkingar þegar þetta hverfi er fullbyggt.“ – Sérðu fyrir þér eitthvað ártal þegar það gerist? „Það var gert ráð fyrir því upp úr 2030 að þetta verði fullbyggt en svo verður bara eftirspurnin að leiða það í ljós. Við erum bjartsýn hér og miðað við þá eftirspurn sem verið
hefur þá erum við viss um það að það verður mikið um að vera hjá okkur. Þó að fólki finnsti það sérkennilegt, þá hefur verið mjög líflegur fasteignamarkaður hér í Grindavík síðustu misserin og aðilar sem eru að byggja hér fjölbýlishús eru búnir að selja þau öll fyrirfram og eftirspurnin er þannig að það er skortur á tiltekinni tegund af húsnæði.“ Sem kunnugt er þá stóðu yfir jarðskjálftar í Grindavík í rúmt ár og svo hefur gosið í Fagradalsfjalli á þriðja mánuð. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á fasteignamarkaðinn segir Fannar svo ekki vera.
„Það hefur haft lítil áhrif finnst okkur. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um hvað kann að gerast í framtíðinni og á Reykjanesinu verða hugsanlega eldsumbrot næstu tugi og jafnvel einhver hundruð ára segja vísindamenn. Ef menn ætla að bíða það af sér þá myndi ekkert gerast hér á Reykjanesinu. Við erum bara full bjartsýni og erum líka með mjög góðar íbúðahúsalóðir hérna,“ segir Fannar. Þar sem fyrsta skóflustungan að nýju hverfi var tekin mun rísa nýr leikskóli sem er kominn á framkvæmdaáætlun. Þá er gert ráð fyrir verslun í hverfinu. „Þannig að Grindavík er eftirsóknarverður staður að búa á, eins og verið hefur og öflugur af öllu leyti, þannig að það er enginn bilbugur á okkur hér.“ Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa hugað að innviðum samfara stækkun bæjarfélagsins. Nú er unnið að stækkun Hópsskóla sem mun ljúka á næsta ári. „Þá verðum við vel í stakk búin að mæta fólksfjölgun. Það er ekkert varið í að vera úthluta lóðum án þess að til staðar séu öflugir innviðir. Og við höfum hugað að því í tíma þannig að það á ekki að vera skortur á leikskólaplássi og skólahúsnæði þegar þar að kemur.“
Viðstaddir skóflustunguna, auk bæjarstjóra og verktakans Jóns & Margeirs, voru bæjarfulltrúarnir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar, Páll Valur Björnsson, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Atli Geir Júlíusson.
Undirbúa öfluga upplýsingamiðstöð um eldgosið Gosið í Fagradalsfjalli hefur vakið gríðarlega athygli erlendis og það finna Grindvíkingar. Þeir búast við fjölda ferðamanna til Grindavíkur og ætla sér að nýta tækifærið og athyglina sem gosið vekur. Fannar Jónasson bæjarstjóri hefur staðið í framlínunni vegna eldgossins og Víkurfréttir spurðu hann hvort þetta hafi ekki verið sérstakir tímar fyrir bæjarstjórann og í raun bæjarbúa alla? „Jú, þetta er búið að vera sérstakt og sérstaklega þegar jarðskjálftarnir voru sem mestir. Það var virkilega erfiður tími fyrir marga. Nú er ástandið orðið eitthvernveginn miklu stöðugra á meðan þetta gos er á þessum stað jafnvel þó það haldi áfram um einhverja mánuði eða ár, þá er byggðin hér ekki í neinni hættu. Við erum í miklu betri stöðu þrátt fyrir allt en verið hefur. Þetta hefur tiltölulega lítil áhrif á okkur hérna. Annað er það að ferðamenn sækja mikið hingað þannig að við lítum á þetta sem tækifæri líka að taka á móti ferðamönnum í auknum mæli, sérstaklega frá útlöndum. Við horfum björt til sumarsins og
næstu ára, bæði fyrir Grindavík og Reykjanesið allt. Við vitum það að það er mikill áhugi, t.d. hjá Bandaríkjamönnum, sem voru fyrstir til að koma hingað til okkar, til að koma á gosstöðvarnar og ég held að það eigi eftir að skila okkur mjög góðum tekjum og starfsemi hingað inn í bæjarfélagið.“ – Þið hafið verið að skoða ýmis mál hvernig bæta má ýmsan aðbúnað og aðgengi að staðnum. Er eitthvað meira sem þið sjáið til að fá ferðamenn til að stoppa lengur? „Já, við sjáum fyrir okkur að nota Kvikuna, auðlinda- og mennnigarhúsið okkar, sem upplýsingamiðstöð og jarðfræðisýningu þar sem augum verður sérstaklega beint að eldgosi og jarðskjálftum. Við erum að vinna að undirbúningi þess að þetta verði öflug miðstöð hér í Grindavík fyrir ferðamenn að kynna sér þessa starfsemi og vonumst til þess að geta tekið vel á móti öllum þeim sem hingað vilja koma. Við erum líka að vonast til þess að fólk dvelji lengur á Suðurnesjum og gisti fleiri
nætur en verið hefur undanfarin ár. Við erum með mjög góða veitingaaðila, nýopnað glæsilegt hótel og afþreyingu fyrir ferðamenn. Bláa lónið er hérna hjá okkur. Við erum að vinna með þessum aðilum að vekja enn betri athygli á því hvað Grindavík og Reykjanesskaginn allur hefur uppá að bjóða.“ Framundan er sjómannadagshelgin en eins og í fyrra þá fellur sjómannahátíðin Sjóarinn síkáti niður í ár vegna kórónuveirufaraldursins en fjöldatakmarkanir setja hátíðum skorður. Og fyrst það er gos við Grindavík var bæjarstjórinn spurður hvort ekki væri bara ástæða til að setja upp goshátíð. „Það er bara góð ábending. Kannski verður goshátíð. Við höfum eins og allir aðrir verið að velta fyrir okkur hvernig verði með fjöldatakmarkanir og því miður verðum við að slá Sjóarann síkáta af að þessu sinni en við munum koma öflugri til leiks, hvort sem hátíðin verður goshátíð eða sjómannahátíð. Við ætlum okkur bara að gera góða hluti hérna áfram.“
2021 Sumarmessur kirknanna á Suðurnesjum 6. júní
18. júlí
Sjómannadagur DUUShúsum Grindavíkurkirkja Útskálakirkja Hvalsneskirkja
Kl. Kl. Kl. Kl.
11:00 11:00 11:00 14:00
Kvöldmessa Keflavíkurkirkja
Kl. 20:00
27. júlí
Kvöldmessa
13. júní
Njarðvíkurkirkja
Kvöldmessa Keflavíkurkirkja Gengið um gamla bæinn
Kl. 20:00
8. ágúst Kvöldmessa
Ytri-Njarðvíkurkirkja
17. júní
Hátíðarguðsþjónusta Grindavíkurkirkja Ytri-Njarðvíkurkirkja
Kl. 10:00 Kl. 12:30
27. júní
Kl. 20:00
4. júlí
15. ágúst Kvöldmessa
Sandgerðiskirkja
Kl. 20:00
Kvöldmessa
Keflavíkurkirkja
Kl. 20:00
29. ágúst
Kvöldmessa Grindavíkurkirkja
Kl. 20:00
22. ágúst
Kvöldmessa Hvalsneskirkja
Kl. 20:00
Kl. 20:00
Kvöldmessa
Kirkjuvogskirkja
Kl. 20:00
11. júlí
Kvöldmessa Útskálakirkja
Kl. 20:00
Gleðilegt sumar!
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hafsteinn Guðnason, fyrrverandi skipstjóri, fór í fyrsta skipti á sjó átta ára. Segir miklar breytingar hafa orðið í sjósókn og skipum. Nýting á fiski allt önnur. Hentu humri þegar hann kom í bátinn og öll loðna fór lengst af í bræðslu
Kona stýrimannsins spýtti á eftir okkur í sjóinn „Ég fékk að fara róður með pabba þegar ég var átta, níu ára og vildi fara aftur og aftur, þótt ég væri alltaf sjóveikur. Þetta var árið 1947 og pabbi var skipstjóri á Muninn og þetta ár var mikið fiskirí alla vertíðina, mikið róið og allar helgar. Svo þegar ég var orðinn þrettán ára, árið 1952, fór ég í síldarróður með hringnót á hlut með Sigga bróður. Þetta voru síldarleysisár en við fengum 210 mál á tunnur, það var bara trygging en við fengum reynslu,“ segir Hafsteinn Guðnason, fyrrverandi skipstjóri, lengst af á loðnuskipum. Víkurfréttir hittu kappann í Bátasafni Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsi Duus í Reykjanesbæ fyrr í vetur en safnið var flutt til og er nú í skemmtilegu plássi á efri hæð. Líkan af Muninn GK er á safninu og við hittum Habba Guðna og báðum hann að rifja aðeins upp sjómannsog skipstjóraárin. Sjónvarpsviðtal við hann er í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Á togara og á síld ungur að árum Það átti fyrir Hafsteini að liggja að fara á sjó. Eftir árin með föður sínum á síld fór hann fjórtán ára þrjá túra með togarann Úranusi til Grænlands. Sextán ára, 1955–1956, var Hafsteinn settur í eldhúsið á nýjum Muninn því skipstjóranum, föður hans, vantaði kokk. „Ég var tvær vertíðar sem kokkur en svo fór ég í Sjómannaskólann og var þar einn vetur og eftir það hefði ég getað stýrt drottningarskipi Englandsdrottningar,“ segir Habbi hlægjandi en á næstu árum var hann skipstjóri á nokkrum bátum og svo tók hann við Kristjáni Valgeiri, sem þá varð stærsta nótaskip landsins, 356 tonn, við komuna til Íslands en var svo lengdur tvisvar þannig að hann bar 800 tonn.
„Nýjustu skip landsins núna fara í einn túr og veiða það sem við gerðum á heilli vertíð. Þetta eru miklar breytingar sem hafa orðið,“ segir skipstjórinn þegar við spyrjum hann út í loðnuveiðar sem nú í seinni tíð hafa gíðarleg áhrif á efnahag landsins.
Héldu að ég væri ruglaður
Hafsteinn var á sjó í hálfa öld. Á myndinni að ofan er hann fyrir framan bátinn Muninn í Bátasafni Gríms í Duus en þar hófst sjómannsferill hans.
„Við byrjuðum á loðnu árið 1965 og ég fór fyrsta túrinn á bátnum Sigurpáli. Þetta gaf nú ekki mikið af sér en þá fór öll loðnan í bræðslu. Svo fór ég með þann stóra, Kristján Valgeir, á loðnu og í fyrsta túrinn 6. febrúar á fyrstu vertíðinni frá Sandgerði. Það voru margir sem töldu mig ruglaðan að fara svona snemma. Þá var loðnan komin að Tvískerjum og okkur gekk bara ágætlega.“
Hafsteinn fyldi svo skipinu þegar það var selt til Vopnafjarðar en var komin tveimur árum síðar aftur suður með sjó og ekki löngu seinna tók hann við sama skipi eftir eigendaskipti, nafnabreytingar og miklar breytingar á því. Þegar okkar maður tók við skipinu hét það Gígja en hún var komin í eigu Fiskiðjunnar í Keflavík.
Sautján tölvuskjáir í brúnni Hafsteinn segir að það hafi orðið bylting í smíði skipa frá þessum tíma og þróun í tækjabúnaði og veiðarfærum. Hann segir frá því hvernig löndun var á loðnu í gamla daga en nú slíta menn „kerlinguna“ í sundur til að ná hrognunum en í gamla daga þegar var verið að dæla í land settu menn keðju á slönguna þegar verið var að dæla í land, til að þrengja hana og þá þrýstust hrognin út. „Ef ég færi í skipsbrú í dag kynni ég ekki neitt. Ég fór inn í nýtt skip fyrir nokkrum árum og það voru sautján tölvuskjáir í brúnni,“ segir Hafsteinn og brosir. Hann segir að meðferðin og nýting á fiskinum sé allt önnur í dag en var í gamla daga. „Á netabátum fer enginn orðið á sjó nema vita að það sé hægt að draga. Það þekkist ekki lengur að koma með gamlan fisk. Þegar ég var ungur maður á sjó þekktist það alveg að geyma tvær eða þrjár trossur og koma með tveggja, þriggja nátta fisk að landi sem endaði síðan á
hjöllunum. Þetta þótti gott í Afríkumanninn en er sem betur fer liðin tíð. Nú er roðið orðið eitt það verðmætasta á fiskinum,“ segir Hafsteinn og rifjar upp fyrir blaðamanni þegar þeir slógu humarinn sem kom upp með krókunum, af við rúlluna. „Þetta er ótrúlegt þegar maður hugsar til baka. Þetta er dýrasti fiskurinn í dag. Svo var fiskur eins og skötuselur og Tindabykkja ekki nýttur nema í bræðslu en við hengdum upp Keilu – en kannski ekki fyrr en eftir tvær vikur. Hjallarnir tóku lengi við og voru reyndar góð aðferð til að verka fisk á þeim tíma.“
Konan spýtti á eftir bátnum Hafsteinn hóf sjómannsferilinn á síld og hann segir að það hafi verið skemmtileg stemmning þegar mikið var af henni við Íslandsstrendur. Fólk streymdi til Siglufjarðar sem var síldarstöð landsins. Allir vonuðust eftir góðri síldveiði. Okkar maður lumar á góðri sögu úr Sandgerði þegar þeir voru á leið á sjóinn en eins og margir þekkja eru margir sjómenn hjátrúarfullir – og fjölskyldur þeirra. „Kona stýrimannsins hjá mér kom alltaf á bryggjuna og spýtti í sjóinn á eftir bátnum. Það átti að boða gott,“ sagði Hafsteinn og hló. Páll Ketilsson pket@vf.is
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
FÁTT Í HÖFNUNUM Á SUÐURNESJUM Það er orðið frekar fáliðað í höfnunum á Suðurnesjum en þó aðallega í Grindavík því um miðjan maí var mikið um að vera þar en núna hafa svo til allir bátarnir sem voru á veiðum þar farið í burtu. Kristján HF, Sandfell SU, Hafrafell SU, Gísli Súrsson GK, Auður Vésteins SU og Vésteinn GK eru allir komnir austur. Nokkrir bátar fóru yfir til Sandgerðis og gekk nú reyndar ágætlega þar á veiðum. Þeir fóru síðan norður til Siglufjarðar og þar eru núna Óli á Stað GK, Margrét GK og Hópsnes GK. Ekki er nú hægt að segja að það sé einhver mokveiði þar því sem dæmi má nefna að Margrét GK landaði 6,2 tonnum í Sandgerði en fór síðan norður og landaði þar aðeins 3,2 tonnum. Sjómaður sem var á þessu flakki sagði eitt sinn við mig að hann vildi nú samt sem áður vera sem lengst fyrir sunnan að vegna þess hversu dýrt er að flytja fiskinn á milli landshluta þarf aflinn hjá bátunum sem t.d. eru fyrir norðan að vera um 1,5
tonnum meiri en afli bátanna fyrir sunnan. Reyndar eru ekki allir línubátarnir farnir, því Katrín GK og Dóri GK eru eftir og þeir voru að fiska alveg ágætlega frá Sandgerði. Var t.d. Katrín GK með fjórtán tonn í fjórum róðrum og Dóri GK með um sex tonn í tveimur. Dragnótabátarnir hjá Nesfiski voru stoppaðir af í um tvær vikur en þeir máttu hefja veiðar aftur rétt fyrir vertíðarlokin 11. maí síðastliðinn.
Er Siggi Bjarna GK með 139 tn, í sjö túrum og mest 27 tonn. Benni Sæm GK var með 138 tonn í sjö og mest 35 tonn og Sigurfari GK 127 tonn í sjö og mest 33 tonn. Aðalbjörg RE byrjaði í Sandgerði en fór síðan yfir til Þorlákshafnar og hefur landað 117 tonnum í þrettán róðrum. Stóru línubátarnir eru að landa í sinni heimahöfn, Grindavík, en það fer nú að líða að því að þeir fari að stoppa en yfir sumartímann hafa stóru línubátarnir frekar lítið róið. Jóhanna Gísladóttir GK er kominn með 408 tonn í fjórum túrum, Páll Jónsson GK 375 tonn í fjórum, Hrafn GK 351 tn. í 4, Valdimar GK 296 tonn í fjórum og Sighvatur GK 284 tonn í fjórum túrum. Ég minntist áðan á vertíðarlokin 11. maí. Undanfarin ár hef ég skrifað um og gefið út rit um vetrarvertíðir
og hefur það verið þannig að fjallað er t.d. núna um vertíðina 2021 en til samanburðar eru farið 50 ár aftur í tímann og vertíðin 1971 skoðuð, ásamt nokkrum aukahlutum. Til dæmis er fjallað um hið hörmulega slys þegar Sigurfari SF fórst en það var á vertíð 1971 og var báturinn í mokveiði í apríl, líka er fjallað um loðnuveiðar árið 1971 og á vertíðinni 2021 er litið á togarana, 29 metra togbátana og smábátana sem náðu yfir 200 tonna afla. Viðmiðið á báðum árunum eru 400 tonnin. Hægt er að panta ritið í síma, 6635575 (Gísli), 7743616 (Hrefna), netpóstur gisli@aflafrettir.is eða þá senda skilaboð á facebook. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Eitthvað fór nú Hvítasunnuhelgin ruglingslega í mig, því ég ruglaðist á dögum og var of seinn að skila pistli og því var enginn pistill í síðasta blaði.
Dreymir þig um háskólanám?
Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi með og án vinnu Háskólabrú Keilis býður upp á stað- eða fjarnám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og geta nemendur að námi loknu sótt um háskólanám hérlendis og erlendis. Umsóknarfrestur til og með 14. júní. Nánari upplýsingar á haskolabru.is.
Ævintýrið er rétt að byrja!
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku Átta mánaða háskólanám fyrir leiðsögumenn í ævintýraferðamennsku þar sem bóklegi hlutinn fer fram í fjarnámi og verklegi hlutinn á sér stað víðs vegar í náttúru Íslands. Umsóknarfrestur til og með 14. júní. Nánari upplýsingar á keilir.net.
Keilir
Háskólabrú
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Farþegar bíða eftir sýnatöku í flugstöðinni.
„Veiran er ennþá á ferðinni og hún ferðast með flugvélum eins og fólkið“ – Í mörg horn að líta hjá lögreglu- og landamæravörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið með öðruvísi móti þá mánuði og misseri sem kórónuverufaraldurinn hefur staðið yfir. Þrátt fyrir að farþegum hafi fækkað mjög mikið þá hefur málum sem koma inn á borð lögreglu í flugstöðinni fjölgað á Covid-tímanum. Þá hafa störf landamæravarða einnig breyst mikið. Þeir hafa m.a. lagt smitrakningarteymi almannavarna lið í baráttunni við kórónuveiruna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, kynntu sér starfsemi lögreglu og landamæravarða í flugstöðinni í síðustu viku. Víkurfréttir fengu að slást í för með forsetahjónunum og kynna sér starfsemina.
Gjörbreytt starfsumhverfi Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvar-
deild lögreglunnar á Suðurnesjum. Hans fólk hefur haft í nógu að snúast síðustu mánuði, enda regluverkið flókið þegar kemur að ferðalögum milli landa. „Já, það má segja að þetta hafi gjörbreytt starfsumhverfinu hjá okkur. Það má segja að við höfum verið í fimmtán mánuði í starfsumhverfi sem við bjuggumst ekki við, þar sem hlutirnir hafa snúist meira um Covid en landamæramál“.
Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri, Eliza Reid, forsetafrú, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn, og Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, við lok heimsóknar forsetahjónanna. VF-myndir: Páll Ketilsson
Farþegar þurfa að framvísa viðeigandi pappírum við komuna til landsins.
Allir sem koma til Íslands og hafa ekki verið bólusettir eða eru ekki með mótefni og hafa ekki fengið Covid-19 þurfa að taka próf erlendis, svokallað PCR-próf, til að staðfesta að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19. Í dag er það krafa við komuna til landsins og við komuna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar skoða landamæraverðir vottorðin og staðfesta þau. Eins er athugað hvort það séu einhver fölsuð vottorð á ferðinni. Þegar
Hluti af starfsliði flugstöðvardeildar lögreglunnar.
ferþegar hafa farið í gegnum eftirlit við komuna inn í flugstöðina þá fara þeir sýnatöku á öðrum stað í flugstöðinni. Eftir sýnatöku fara þeir sem ekki hafa verið bólusettir eða hafa fengið Covid-19 og eru með PCR-próf í fimm sólarhringa sóttkví. Þeir sem eru bólusettir fara í eina sýnatöku og fá niðurstöðu nokkrum klukkutímum síðar.
Breytingar næstum daglega „Þetta er búið að vera skrítið umhverfi og breytingar næstum því daglega. Það koma reglur og svo koma aðrar reglur sem er bætt ofan á. Við erum komin með mörg lög af reglum og reglugerðum sem gera þetta óhemju flókið. „Vinna landamæravarða í dag er ekki bara landamæragæsla. Við erum að kanna ferðir fólks áður en það kemur hingað, við erum að kanna gögnin sem ferðamenn koma með hingað og staðfesta þau og jafnframt að staðfesta að ferðamaðurinn megi halda áfram ferð sinni,“ segir Arngrímur. Þegar kórónuveirufaraldurinn kom upp og fjöldi ferðamanna um flugstöðina dróst verulega saman þá var m.a. brugðist við með því að
landamæraverðir lögðust á árarnar með Almannavörnum og gerðust hluti af smitrakningarteyminu sem svo mikið hefur verið í fréttum síðustu misseri. Þrátt fyrir faraldurinn þá er allskonar fólk að ferðast, bæði ferðamenn og aðrir sem eiga erindi til landsins. Þrátt fyrir að færri séu á ferðinni þá hafa málin sem koma upp hjá lögreglunni í flugstöðinni verði fleiri en árinu áður.
Bæði skemmtileg og erfið mál Arngrímur segir málin sem koma upp séðu bæði skemmtileg og einnig erfiðari mál. Hann sagði að nú nýverið hafi komið hingað til lands Bandaríkjamaður sem ætlaði að koma í dagsferð til Íslands. Hann kom um morgun og ætlaði heim um kvöldið og helsta erindið með ferðinni var að sjá eldgosið í Fagradalsfjalli. Honum var bent á það að hann þyrfti að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Þegar þær komu var orðið of seint að sjá gosið svo þetta var sneypuför.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Getum senn fagnað því að hér verði aftur ys og þys „Það er skrítin tilfinning að koma til Keflavíkur þegar það eru svona fáir farþegar en það var mjög áhugavert að koma hingað og sjá allt það frábæra starf sem hér er í gangi og sjá samstöðuna og samstarfið á milli starfshópa,“ sagði Eliza Reid forsetafrú eftir heimsókn forsetahjónanna í flugstöðina í síðustu viku. „Okkur þótti vænt um að geta heilsað uppá fólk og notað tækifærið til að þakka fyrir það góða starf sem hér hefur verið unnið. Það ber ekki eins mikið á því og því starfi sem unnið er annarsstaðar. Þetta fólk er búið að vera í fremstu línu núna í rúmlega ár og stundum að takast á við erfiðar aðstæður og síbreytilegar. Hér hefur gott starf verið unnið og við sjáum til lands núna og getum senn fagnað því að hér verði aftur ys og þys,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við Víkurfréttir.
Sigurpáll Jóhannsson og Halla María Svansdóttir við pizzaopninn í flugstöðinni.
Forsetahjónin kynntu sér meðal annars deild innan lögreglunnar sem kannar hvort skilríki séu fölsuð. reglurnar með tveggja daga fyrirvara. Þegar þeir skoðuðu síðast í tölvuna þá voru ákveðnar kröfur og þeir máttu koma til landsins sem ferðamenn en þegar þeir lentu í Keflavík var búið að breyta reglunum og þeir voru ekki lengur velkomnir sem ferðamenn og þurftu því að bíða á hóteli þar til hægt var að koma þeim til síns heima aftur.
Ennþá grímuskylda í flugstöðinni Þegar útsendarar Víkurfrétta voru í flugstöðinni á þriðjudag í síðustu viku var fyrsti dagurinn í landinu þar sem ekki var grímuskylda. Í flugstöðinni var eitthvað annað uppi á teningnum og allir með grímur fyrir vitum. „Það verður grímuskylda hjá okkur sem störfum í flugstöðinni í talsverðan tíma áfram. Við erum í samskiptum við fólk sem er að koma héðan og þaðan úr heiminum og við viðtum ekki hvort viðkomandi eru smitaðir eða ekki og við minnkum ekki kröfurnar til okkar þó svo flest allir starfsmenn séu orðnir bólusettir. Þannig að það má reiknað með því að grímuskyldan sé komin til með að vera eitthvað áfram.“ - Hafa farþegar verið óánægðir með niðurstöðu sem þeir hafa fengið við komuna til landsins og fá jafnvel ekki að fara inn í landið? „Já, alveg klárlega. Það sem hefur verið stór breyta í þessu er hversu ört reglurnar hafa breyst. Við vorum hér með tíu Spánverja fyrir ekki svo löngu síðan og í þeirra máli breyttust
Aðeins 10% heimsins bólusett á þessu ári Núna um mánaðarmótin eru ferðamenn ekki lengur skikkaðir á farsóttarhótel en það breytir því ekki að fólk sem kemur frá ákveðnum svæðum þarf að fara í fimm daga sóttkví. Um miðjan júní eru svo væntanlegar frekari afléttingar. Í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli búast menn við því að þetta ástand tengt kórónuveirunni eigi eftir að vera viðvarandi áfram. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gerir ráð fyrir því að 10% heimsins verði bólusett á þessu ári, þannig að það er ljóst að það er talsvert af löndum langt frá Íslandi í fjölda bólusetninga og verða það ennþá eftir ár. „Veiran er ennþá á ferðinni og hún ferðast með flugvélum eins og fólkið,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Ferðamenn streyma nú til landsins.
Hlakkar til að taka aftur á móti ferðamönnum Hjá Höllu í flugstöðinni Halla María Svansdóttir veitingakona úr Grindavík, sem á og rekur hinn vinsæla veitingastað Hjá Höllu, gaf sér góðan tíma til að reikna þá formúlu sem þurfti til að láta veitingastað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ganga. Þá var ferðaþjónustan á fleygiferð, WOW air til staðar, MAXþotur Icelandair á leiðinni í loftið og flugstöðin full af skiptifarþegum alla daga. Flugstöðin iðaði af mannlífi og hvað gæti klikkað? Jú, WOW féll, MAX-þoturnar voru kyrrsettar, áhafnarmeðlimir Icelandair fluttu yfir í annað húsnæði og svo skall á heimsfaraldur kórónuveiru. – Hvernig fer maður að þegar þessi staða kemur upp? „Þetta er ekki búið að vera auðvelt. Það hefur verið mikil vinna á bakvið þetta þó svo það hafi verið minna að gera á tímabili, þá er vinna að halda þessu öllu gangandi. Ríkisstjórnin hefur hjálpað til með að við gátum látið okkar fólk á hlutabótaleið og það hjálpaði gríðarlega mikið til. Þá hefur Isavia líka staðið við bakið á okkur með þeim hætti að leiga er ekki rukkuð á meðan á þessu stendur. Það hefur bjargað þessu.“ – Þið standið uppi með stofnkostnað við að innrétta veitingastað hér í flugstöðinni. Það hefur kostað tugi milljóna? „Já. Það var líka eitt af því sem var í útreikningunum hjá okkur, að láta framkvæmdina borga sig
á ákveðnum tíma. Nú er liðið eitt og hálft ár síðan við lokuðum í flugstöðinni og því er ekkert verið að greiða af því sem við gerðum hérna.“ – Þið vonist til að öll él birti upp um síðir. „Já, en það er ekkert alveg á næstunni sem það er. Við opnum örugglega ekki fyrr en í haust og jafnvel þegar nær dregur jólum.“ — Þið eruð lítið Suðurnesjafyrirtæki og þetta hefur verið stór ákvörðun að ráðast í þessa framkvæmd? „Þetta var mjög stór ákvörðun og erfið ákvörðun. Þetta var líka áhættusöm ákvörðun en við ákváðum að láta slag standa.“
– Og þið hafið lifað þetta af. „Við erum alla vega ennþá lifandi. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það eru búin að vera mörg áföll og við vitum ekki hvort það verði annað áfall, hvort það komi eitthvað annað.“ — Eruð þið í góðu samtali við Isavia um stöðuna? „Já, það eru reglulegar upplýsingar sem við fáum frá þeim og tölur um komu- og brottfararfarþega.“ Þó svo farþegum sé farið að fjölga umtalsvert, þá telur Halla ekki ennþá ástæðu til að opna strax. Á meðan tekur hún á móti gestum á veitingastað sinn í Grindavík. Hann hefur verið vel sóttur af „gosgestum“ Grindavíkur síðustu vikur. Ferðamannastraumurinn til Íslands hefur allur viðkomu í Grindavík enda gosið í Fagradalsfjalli orðið heimsþekkt og þangað vilja allir koma. Halla segir að hún fái marga gosferðalanga í mat til sín á staðinn Hjá Höllu í Grindavík og það sé líka ánægjulegt að hún sé að sjá sömu ferðamennina koma oft. Þeir staldri greinilega lengi við og líki við það sem boðið er uppá á staðnum í Grindavík. Það sé líka tilhlökkun að opna aftur í flugstöðinni. Þar er pizzasofn og pizzurnar séu vinsælar. Örugglega muni kraftmiklar gos-pizzur rata á matseðilinn þegar veitingastaðurinn í suðurbyggingu flugstöðvarinnar opnar aftur síðar á árinu.
Forsetahjónin þáðu veitingar hjá Höllu veitingakonu í flugstöðinni.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
1983
1983 1999
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
1984
í 40 ár! ... Sjómannadagurinn
S
jómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Suðurnesjum í áratugi. Síðasta rúma áratuginn hefur þó orðið sú breyting að hátíðarhöld þessa dags hafa færst til Grindavíkur þar sem hátíðin Sjóarinn síkáti hefur verið haldin með glæsibrag. Nú verður reyndar ekki sjómannahátíð í Grindavík og er það annað árið í röð vegna kórónuveirufaraldurs og samkomutakmarkana. Víkurfréttir hafa frá upphafi fjallað um sjómannadagshátíðarhöld í blaðinu og í þessari opnu eru nokkrar úrklippur úr Víkurfréttum í gegnum tíðina sem sýna umfhjöllun blaðsins um sjómannahátíðir sem haldnar voru í Keflavík, Sandgerði, Garði og Grindavík. Lesendur geta nálgast Víkurfréttir frá upphafi og fram á þetta ár inni á vefnum timarit.is.
2001
2000
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gríðarleg verðmæti að eiga hreint haf og hreint land S E G I R T Ó M A S J. K N Ú T S S O N F O R I N G I B L Á A H E R S I N S Í A L DA R FJ Ó R Ð U N G Útvegsmannafélag Suðurnesja styrkti Bláa herinn á dögunum um fimm milljónir króna. Peningunum verður varið í hreinsun strandlengjunnar á Suðurnesjum og gera strendur á Reykjanesskaganum þær hreinustu á Íslandi. Tómas Knútsson hefur farið fyrir starfi Bláa hersins í aldarfjórðung. Víkurfréttir hittu hann að máli á dögunum og þá bar styrkinn frá útvegsmönnum á góma. Við spurðum þá Tómas hvort forsvarsmenn sjávarútvegarins væru að vakna núna eða hvort þeir hafi verið að styðja við starfsemina. „Ég talaði nú í tuttugu ár fyrir daufum eyrum. Það var nú eiginlega ekki fyrr en ég hótaði bara að henda ruslinu aftur í sjóinn að málin fóru að þróast í rétta átt. Auðvitað held ég að samfélagsmiðlar og eitthvað sem heitir samfélagsleg ábyrgð og að vilja góða og bætta ímynd í umhverfismálum vegi þyngst,“ segir Tómas og bætir við: „Auðvitað er hundfúlt að þurfa að vera að benda á eitthvað, ég hef nú alveg sleppt því að vera að benda á einhverja sökudólga, við eigum landið okkar og við eigum hafið okkar og við lifum á þessum tveimur náttúruöflum, og okkur ber bara siðferðileg skylda að hafa þetta eins hreint og hægt er. Það sem ég held að hafi verið svona vendipunkturinn í þessu öllu saman, að núna í dag er þetta ekkert annað en verðmæti, að eiga hreint haf og hreint land. Og það eru alltaf fleiri og fleiri, og þjóðin er í raun og veru bara algjörlega að keppast við það að reyna að hanna eitthvað úr þeim vörum sem falla til, reyna að endurvinna eins mikið og hægt er, að vera að urða er orðið algjört tabú, að brenna og svoleiðis. Og það eru til svo æðislegar lausnir og það er bara alveg fullt af fólki að vinna í því að hafa þetta í betri farvegi.“ – Talandi um sjávarútveginn, þá skiptir máli að hafið sé eins hreint og mögulegt er, er þetta ákveðin vitundarvakning í sjávarútveginum? Þeir sem stýra þar, þeir eru t.d. að nýta fiskinn enn betur. Finnst þér hafa orðið hugarfarsbreyting, þegar menn eru að koma að landi, hvað þeir koma með með sér, það er ekki verið að henda lengur í sjóinn. Eða hvað? „Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fóru af stað með slagorði í gamla daga sem hét Hreint haf, hagur Íslands. Þau byrjuðu að hvetja útgerðarmenn að koma með allt að landi, allt það sem féll til um borð, og ég get alveg vottað það að það sem ég er að hreinsa upp úr fjörunum eru bara gamlar syndir – og það virðist vera dálítið mikið af þeim. Þetta er inni í grjótgörðunum, þetta er í fjörunum, svo djöflast hann Ægir á þessu alveg fram og til baka, mokar þessu upp á land. Það var nú dálítið merkilegt fyrir tveimur árum síðan, þá var háflóð, og töluvert brim við Grindavík og þá gengu skaflarnir langt upp á land og eftir sátu bara heilu túnbreiðurnar fullar af plasti. Sem sagði manni það að það var svona mikið í grjótinu. Og þetta var allt þrifið og rannsakað. Svo var komið ár seinna og þá var annað eins magn komið, því það er svo mikið í grjótinu. Og auðvitað þarf að fjarlægja þetta, því annars brotnar þetta niður í þessar litlu einingar, þetta örplast sem enginn
Maður vill nú ekkert vera einhver „partý killer“ en sá sem að tekur ekki þátt í þessu nýja „trendi“ sem er í gangi, hann verður bara útundan. Hann á ekki séns ... vill. Það finnst orðið örplast uppi á Vatnajökli, sem er ósköp eðlilegt því þetta er auðvitað lítið og létt, þetta gufar bara upp og svo rignir þessu niður.
Útvegsfyrirtækin samstíga Útvegsfyrirtækin eru ofsalega samstíga út um allt Ísland, með að koma með allt að landi, allt sem fellur til um borð og aflann eins verðmætan og hægt er. Og nú er verið að nota þorskinn alveg upp til agna. Þetta eru gríðarleg verðmæti að eiga hreint haf og hreint land. Mér finnst þjóðin vera í smá keppni núna. Að vera að endurvinna, að vera umhverfisvæn. Og vera til fyrirmyndar og vilja gera samfélaginu eins gott og hægt er. Maður vill nú ekkert vera einhver „partý killer“ en sá sem að tekur ekki þátt í þessu nýja „trendi“ sem er í gangi, hann verður bara útundan. Hann á ekki séns. Svo er hægt að drepa allt á samfélagsmiðlum, þú þarft ekki annað en að labba meðfram einhverju svæði einhvers staðar, taka myndir af því og pósta því á samfélagsmiðlum, og það fer allt á annan endann. Við Suðurnesjamenn getum gert rosalega mikið í því að fegra og bæta okkar ímynd. Og það er einmitt þetta verkefni sem við erum með núna, Reykjanes jarðvangur, UNESCO Geopark, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Blái herinn tóku höndum saman og gerðum samning. Ég er búinn að hólfa niður hérna 25–30 svæði, sem ég ætla að útdeila til fyrirtækja og stofnana og skóla. Svo er ég bara til taks þegar þau vilja gera sér glaðan dag og fara og taka þessi hólf sín og þrífa. Síðan ætlum við að vigta þetta allt og rannsaka
... ég get alveg vottað það að það sem ég er að hreinsa upp úr fjörunum eru bara gamlar syndir – og það virðist vera dálítið mikið af þeim ...
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
hvað við hreinsuðum. Og eftir þetta ár getum við sagt að Reykjanesskaginn sé þá hreinasta landsvæði Íslands og búið til svona módel sem ætti að geta nýst öðrum sveitarfélögum út um allt land. Þetta er ekki neitt flókið atriði, þetta er bara spurning um að búa til verkefnið og hafa gaman að því. Þetta kostar ákveðið fjármagn og síðan er bara að láta slag standa og fara og hafa gaman.“
Tíu þúsund manns komið að verkefnum Bláa hersins Á þessum 25 árum eru 10.000 manns búin að koma í verkefni hjá Bláa hernum. Þau eru búin að hreinsa upp 1.600 tonn. Það eru 80.000 vinnustundir sem liggja bak við þetta allt saman. „Og þessi framtakssemi þessara aðila sem vilja koma í þessi verkefni, það er þessi umhverfisvitund, sem ég vil meina að þessi núvitund í dag snýst öll um. Þú getur gert rosalega mikið fyrir þitt samfélag sem er umhverfisvænt. Fyrir það fyrsta áttu að skila öllu því sem til fellur frá þér í réttan farveg, það er aðalatriðið. Síðan þarf að leysa allskonar svona atriði eins og að tunnurnar opnist ekki í öllu þessu roki sem við höfum hér,“ segir Tómas Tómas bendir á landsvæði og fyrirtæki á Suðurnesjum sem eiga stór og mikil landsvæði sem er á þeirra yfirráðasvæði. „Þau eiga bara að bretta upp ermar og hafa þessi svæði hrein. Sýna samfélagslega ábyrgð. Vonandi tekst okkur hérna hjá þessu batteríi, Reykjanes jarðvangi, SSS og Bláa hernum, að útbúa svona smá „pepp“ fyrir fyrirtækin um að taka sín hólf og gera þeim góð skil. Ég trúi því að við hérna á Reykjanesi eigum eftir að eiga verðmætasta auglýsingaskilti sem til er: „Komið og njótið hreinna fjara á Suðurnesjum.“ Þetta er bara vöru-
Páll Ketilsson pket@vf.is
merki – og það er nú þannig að Blái herinn má votta fjörur. Það er tekið gott og gilt hjá Umhverfisstofnun, að ef Blái herinn er búinn að þrífa einhvers staðar, að þá er það hreint – og það er mjög gaman að því.“ – Það er ansi flottur stimpill. „Það er mjög flott, það eru verðmæti í því. Landvernd og Blái herinn eiga vefsvæði sem heitir Hreinsum Ísland. Þar er allt tíundað niður, hvernig þú átt að hafa árangursríka strandhreinsun. Þú getur ekki farið með leikskólakrakka í svona grjótgarða, þú ferð með þá í sand fjörurnar – og þú verður að klæða þig eftir veðri, aldrei vera lengur en tvo tíma í einu, hafa gaman að þessu, vera með nesti. Þetta er svo æðislega góð útivera, hún skilur svo mikið eftir sig fyrir þá sem eiga eftir að erfa þetta land okkar.“ – Og talandi um strandlengjuna, þú ert farinn að nota dróna til þess að skoða stöðuna, nýta þér nýjustu tækni. Ætlarðu að gera meira af því? „Ja, nú er ég ekkert svona tæknigúrú en þegar maður lendir í þrengingum, eins og þegar Covid kom í fyrra, þá duttu bara tíu verkefni strax út af verkefnaskránni, sem var hingað og þangað um landið að taka á móti fólki sem kæmi með litlum skemmtiferðaskipum. Eitt þeirra átti að koma hingað til Keflavíkur og við ætluðu að fara eitthvað út á Reykjanes og gera eitthvað, nema það að ég sagði við konuna: „Nú hengjum við hjólhýsið aftan í bílinn og nú förum við og keyrum hringinn í kringum landið og skoðum fjörur og förum að litakóða fjörur.“ Vegna þess að í framtíðinni, þá veit ég það
að íslenska ríkisstjórnin ætlar sér að leggja fjármuni í að þrífa landið sitt – og þá er bara gott að byrja á verstu svæðunum. Og það er akkurat það sem ég var að gera hérna með Reykjanesskagann. Ég keypti mér dróna og fór að filma verstu svæðin. Nú á ég myndir af þeim, og svo tökum við myndir þegar svæðin eru orðin hrein, og þá erum við með þessi verðmæti í höndunum um það að hafa gert eitthvað. Aðalatriðið í dag er að blása það upp að vera að gera eitthvað, í staðinn fyrir að láta negla sig við að gera ekki neitt, því það er erfiðara að vinna sig út úr þeirri stöðu heldur en að hafa gert eitthvað. Og þetta er bara skemmtilegt og ég ætla að skora á þau fyrirtæki sem hafa tækifæri á því að gera sér einn glaðan umhverfisdag að hafa samband við mig, því ég hef svo gaman að þessu. Það er bara málið.“
30% til björgunarsveita – Í þessum fimm milljón króna styrk frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja þá ætlarðu að fá björgunarsveitirnar með þér í lið í þessu og láta þær fá hlut af styrknum? „Já, þrjátíu prósent. Vegna þess að björgunarsveitirnar komast á staðinn með sín tæki og tól. Sem eru þá fjórhjóladrifnir bílar því þetta eru þannig svæði, þetta er svona klöngur vesen, grjótgarðar og erfitt. En þetta er bara frábær fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar að geta fengið styrk í sína frábæru starfsemi og ég tala nú ekki um hér á Suðurnesjunum því nú er búið að vera mikið álag á þeim vegna þess að náttúran fór að trufla dálítið prógrammið hjá okkur. En þetta módel Bláa hersins um það hvernig hann vinnur, þetta virkar út um allt land, og það eru alls staðar björgunarsveitir og það vantar alltaf peninga. Svo það væri gríðarlegur akkur fyrir björgunarsveitirnar að fara í svona hólfaskiptingu á sínum svæðum og að fyrirtækin á svæðinu, hvort sem það eru sjávarútvegsfyrirtæki eða önnur fyrirtæki settu bara saman í púkk til að sjá þetta framkvæmt. Og ég hlakka bara til, þegar við hérna á Reykjanesinu erum búin að gera okkar, hvort einhverjir aðrir taki ekki þetta módel og færi það eitthvað annað.“
T I L H AM I N G JU MEÐ D A G INN S JÓ M ENN R EYKJANESHÖFN
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sex ár á Íslandi og sex ár í Reykjanesbæ Verið þið sjálf hvar sem þið eruð og treystið. Þetta er það besta sem þið getið gert, sjáið mynstrin í lífi ykkar, upplifið ykkur sjálf á mismunandi hátt, prófið, sleppið því sem hentar ykkur ekki, elskið ykkur sjálf ...
Á þessu ári, 26. maí 2021, á fullu tungli og á pólska mæðradaginn, fagna ég sex ára afmæli mínu búandi í Reykjanesbæ, Íslandi. Það er svo auðvelt að týna sjálfum sér þegar maður skiptir um land. Það er svo auðvelt að fylgja því sem aðrir segja um menninguna, kerfið, annað fólk, atvinnumöguleika o.s.frv. En það er ekki eina leiðin, sérstaklega ef þú ert meistari í að „passa ekki inn í“. Að fara út fyrir þægindarammann gerir jafnvel það óþægilega erfitt. Eftir COVID-reynsluna þekkjum við það öll. Okkur var hrint út úr þægindarammanum og það eina sem lét okkur finna öryggi var traust ... Traust er svo mikilvægt í lífinu. Traust til að hlusta á eigið hjarta, traust til alls sem er að gerast í kringum okkur, traust til fullkomnunar heimsins, traust og þakklæti … Ég kom ólétt til Íslands, ég tók fæðingarorlof snemma í vinnunni, kláraði námið mitt, flutti tryggingarnar mínar frá Póllandi, tók sex ára gamlan son minn og ég mætti. Ég ætlaði aðeins að vera í stuttan tíma, fá reynslu á landið, upplifa menninguna hérna og vegna annarra ástæðna sem ég mun ekki deila hér. Ég hafði ekki hugsað mér að búa hér, ég var aðeins opin fyrir því að nota fæðingarorlofið mitt. Vinnan mín, íbúðin, fjölskylda og vinir, allt var í heimalandinu.
Sonur minn spilaði fótbolta í Póllandi, þannig að fyrsta skrefið var að finna lið hér og hann fékk yndislegan þjálfara á sumarnámskeiði. Ég hitti frábæra kennara og foreldra í skóla sem hjálpuðu mér að skilja menntakerfið, heimavinnu, mentor, frístundir utan skóla o.s.frv. Ég fékk einkatíma þar sem ég lærði að lesa á íslensku því ég vissi að börn þyrftu að lesa upphátt daglega og mig langaði að aðstoða son minn við heimanámið. Það var jafnvel ekki nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvað ég væri að lesa, ég vildi bara vita hvort hann væri að lesa vel. Hann kunni að lesa á pólsku áður en við komum til Íslands. Seinna lékum við okkur mikið með orðabók til að skilja meira og meira. Ég spurði kennarana mína og vini hvernig ætti að segja þetta og hitt svo að mér liði vel þegar
Viðburðir í Reykjanesbæ Sjómannamessa Duus Safnahús - 6. júní kl. 11:00
Sjómannamessa verður í Bíósal á vegum Keflavíkurkirkju á sjómannadaginn 6. júní kl. 11.00. Sr. Erla Guðmundsdóttir messar. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja við stjórn og undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar kynnir sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar. Í lok dagskrár verður lagður krans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna.
vinir sonar míns kæmu í heimsókn, eða til að hjálpa honum að tjá sig í skólanum. Ég var með minnisblöð heima til að spyrja vini hans hvort þær væru svangir o.s.frv. Ég fór með litla barnið hangandi í sling-trefli framan á mér í afmælisveislur svo sonur minn gæti farið þangað, hann var ekki með mikið sjálfstraust vegna tungumálahindrana þannig að honum leið vel með að hafa mig með. Þegar við ákváðum að setjast hér að fann ég mér 50% starf, ég var ráðinn út af fæðingardeginum mínum – og það skil ég vel því ég er stjörnuspekingur. Ég sagði upp vinnunni í fyrirtækinu sem ég vann hjá í Póllandi og við keyptum lítið, töfrandi og yndislegt hús sem ég er að selja núna. Ég var sjálfstætt starfandi þá, hélt námskeið fyrir VMST (ég hannaði og þróaði námskeið í starfsþróun fyrir VMST og var líka í samstarfi með MSS og útvegaði námskeið um gæði, samstarf og samskipti innan fjölþjóðlegra hópa), ég var einnig í samstarfi með Reykjanesbæ. Ég gekk í gegnum skilnað hérna og fékk gríðarmikinn stuðning frá vinum og fjölskyldu og ég kunni mjög vel að meta hvernig þetta er á Íslandi, að einstæð móðir með tvö börn með sitthvorn föðurinn væri ekki dæmd eða stimpluð, ég var ennþá ég.
Ég byrjaði í fullri vinnu hjá MSS sem verkefnastjóri. Ég er að skipuleggja námskeið og einnig að kenna. Starfsþróun, Þróun hugmyndar að viðskiptatækifæri á pólsku og ensku, Stökkpallur á pólsku, WordPress námskeið á pólsku og ensku, Námskeið í samfélagsmiðlahæfni, Móttaka og miðlun á pólsku og ensku, íslenskunámskeið og námskeið fyrir fyrirtæki. Ég er einnig að hjálpa fólki sem markþjálfi, á þessu ári kláraði ég ACC ICF markþjálfararéttindi. Ég er einnig í stjórn FKA New Icelanders, við ætlum að styðja þróun erlendra kvenna í nýsköpun. Þannig að ég treysti – en af hverju? Því ég treysti sjálfri mér. Þegar ég kom hingað og þegar hugmyndin kom um að dvelja hér, þá vissi ég ekki hvað kæmi næst. Ég var að skoða sjálfa mig hérna – ég vildi læra meira um sjálfa mig og um umhverfið, fólk, menningu og erfiðleika sem koma upp hérna vegna tungumála- og menningarmuns. Ég tók DISC D3 prófið og eftir að hafa lesið niðurstöðurnar og fengið endurgjöf lærði ég meira um sjálfa mig, hvaða hæfileika og styrkleika ég ætti að nota og hvernig ég ætti að vaxa. Næsta skref var að verða viðurkenndur ráðgjafi, líka að skilja fólk betur, ég lærði stjörnuspeki af sömu ástæðu, mig langaði að fá dýpri skilning á sjálfri mér og veröldinni í
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Forstöðumaður á heimili fatlaðra barna Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í fjölskylduþjónustu Fræðslusvið – Sálfræðingur Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
kring, tengingum, orkuheimi, áhrif o.s.frv. Ég er einnig að innleiða DISC D3 persónuleikapróf og styrktarmat fyrir íslenskan markað, prófið er nú þegar á íslensku, ég er viðurkenndur ráðgjafi og viðskiptafélagi Effectiveness Group. Mig langaði að halda mig við eitthvað sem væri ekki þægilegt fyrir mig. Mig langaði að vera eins og ég væri. En hver er ég? Ég er bara ég og það er nóg. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki hér, með ást er það rólega að þróast, ég flyt inn kakó frá fimm löndum. Ég býð einnig upp á andlega þjálfun, heilun, orkuhreinsun, kakó seremóníur, meðferð í róttækri fyrirgefningu ‘Radical Forgiveness’ og fleira (psychomagic). Ég bjó líka til yndislegt verkefni sem heitir „Lærðu með“ en ég hef ekki enn nægt fjármagn til að halda áfram með það. Ég er að læra Talent Management (meistaranám), er í jógakennaranámi og ég vinn með Barnavernd við að styrkja erlendar fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Og ég er greind með einhverfu. Ég mun bráðum yfirgefa Reykjanesbæ. Ég er að selja húsið mitt og flyt á Álftanes, og bý til yndislega patchwork-fjölskyldu með tilvonandi eiginmanni mínum. Vonandi verðum við fyrsta giftingarathöfnin í lífsskoðunarfélaginu Sólardýrkendur sem ég er að koma á fót hér á Íslandi. Það er andlega tengt því sem býr í sannleikanum, algyðistrú, að greina guð í náttúrlega heiminum. Þetta er kerfi af trú sem byggir á „þekkingu“ en ekki „trú“. Þar verður rými til að styðja meðvitað og hugmyndaríkt fólk við að fylgja ástríðu sinni, áhugamálum, draumum, sköpun, andlegri viðleitni sem og faglegum þáttum í lífinu. Ég mun áfram vinna í Keflavík og halda seremóníurnar mínar í frábæra Om setrinu. Mig langar að færa ykkur skilaboð – fólkinu sem les þetta: „Verið þið sjálf hvar sem þið eruð og treystið. Þetta er það besta sem þið getið gert, sjáið mynstrin í lífi ykkar, upplifið ykkur sjálf á mismunandi hátt, prófið, sleppið því sem hentar ykkur ekki, elskið ykkur sjálf. Verið ánægð í líkama ykkar, því að lífið er að gerast á þessu augnabliki og verið þakklát fyrir það.“ Ást og kærleikur, Monika
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Betri líðan og hagsæld barna
Þreyttist á „níu til fimm“ og skráði sig í flugnám Stuttu eftir að hann útskrifaðist úr námi í viðskiptafræði frá University of West Florida fann Marteinn Urbancic að „níu til fimm“ skrifstofulífið var ekki fyrir sig og ákvað að skipta um stefnu. Marteinn skráði sig í atvinnuflugnám við Flugakademíu Keilis, sem síðar sameinaðist Flugskóla Íslands og saman mynda skólarnir Flugakademíu Íslands, einn öflugasta flugskóla Norðurlandanna. „Ég hafði haft augastað á fluginu í nokkur ár en hafði alltaf haldið áfram í viðskiptafræðinni þar sem það gekk vel að læra þrátt fyrir að hafa fundist námið óspennandi. Ég ákvað því að breyta til og læra eitthvað sem mér þætti spennandi og skráði mig í flugnám. Ég féll strax fyrir fluginu eftir fyrsta kynningarfund og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa breytt um stefnu,“ segir Marteinn.
Fékk skírteinið í hendurnar á fordæmalausum degi Marteinn byrjaði í flugnáminu í nóvember 2017 og útskrifaðist úr bóklega hlutanum í maí 2019. Við tók verklegur hluti námsins sem lauk í mars 2020 og fékk hann því atvinnuflugmannsskírteinið afhent sama dag og fyrsta samkomubannið var sett á hérlendis.
Þrátt fyrir óheppilega tímasetningu hefur Marteinn nýtt tímann vel undanfarið ár. Hann skráði sig í flugklúbb, tók að safna flugtímum og horfir bjartsýnn til framtíðar. „Flugið býður upp á svo margt, ekki bara á Íslandi. Það er hægt að ráða sig í störf út um allan heim og eru margir spennandi staðir í boði til að fá reynslu,“ segir Marteinn sem verður klár þegar að kallið kemur og vonast til að vera kominn á Boeing 737 Max vélar Icelandair innan þriggja ára.
Eftirminnilegasta flugferðin hluti af náminu Marteinn segir eftirminnilegasta flug sitt hafa verið 300 sjómílna soloflug, sem er hluti af náminu hjá Flugakademíu Íslands. Þar skipuleggur flugneminn langt flug og flýgur það einn. „Mitt flug var á fallegum vetrardegi þar sem allt var í snjó á jörðinni
Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur m e ð b a r n ab ó t u m . Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Á Íslandi byrja skerðingarnar við 351.000 kr á mánuði! Fólk með meðaltekjur hér á landi fá ekki barnabætur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili verði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur.
Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins.
en frábært flugveður, heiðskírt og enginn vindur. Ég flaug á Rif sem er á Snæfellsnesi, skoðaði Kirkjufell sem er fallegasta fjall Íslands. Þaðan á Sauðárkrók og svo hátt og langt aðflug til Vestmannaeyja, þar er flottasti flugvöllur landsins og mjög gaman að lenda þar. Frábær dagur og geggjað útsýni.“ Marteinn mælir eindregið með því að skrá sig í flugnám hjá Flugakademíu Íslands þrátt fyrir núverandi ástand í flugheiminum sem skapast hefur sökum Covid-19. „Þessi bransi er alltaf upp og niður. Það er sagt að best sé að læra í niðursveiflu því þá kemur þú beint inn í uppsveifluna við útskrift og það vantar alltaf góða flugmenn.“
Vöntun á flugmönnum í kortunum Nýleg rannsókn Oliver Wyman, sem fjallað var um í CNN Business, spáir mikilli vöntun á flugmönnum á komandi árum og er talið að flugfélög fari að finna fyrir yfirvofandi vöntun strax á næsta ári. Árið 2025 er talið að vöntun verði á 34 þúsund flugmönnum og gangi ferðatakmarkanir yfir hraðar en núverandi spár gefa til kynna má áætla að vöntunin verði nær 50 þúsund flugmönnum. Að auki hafa skellir í ferðamannaiðnaðinum löngum fælt einstaklinga frá flugnámi og mun það líklega ýta enn frekar undir vöntunina. Því má segja að tíminn sé núna til þess að láta drauminn rætast og skella sér í flugnám. Opið er fyrir umsóknir í flugnám við Flugakademíu Íslands, áhugasamir geta kynnt sér námið á www.flugakademia.is
Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 krónur á mánuði með einu barni undir sjö ára hjá sambúðarfólki en 44.000 krónur til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir sjö ára er greiðslan 55.000 krónur á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 krónur hjá einstæðum foreldrum.
Fresta barneignum Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, s.s. kennara, hjúkrunarfræðinga og bankastarfsmenn, segja þær allar að barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Of margar þeirra fresta barneignum vegna efnahags. Breytum þessu. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“ og leggið Samfylkingunni lið í kosningunum í september. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Sögur af sjónum
Uppbygging í Grindavík ... og fleira áhugavert!
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 2. júní 2021 // 22. tbl. // 42. árg.
Þrjú af Suðurnesjum valin í landslið Íslands Amelía Rún tekur þátt í æfingum U19 á Selfossi
Keflvíkingarnir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Ísak Óli Ólafsson á AT&T leikvanginum í Dallas fyrir leikinn gegn Mexíkó. Mynd af Facebook-síðu Rúnars
... og mexíkanarnir alveg brjálaðir allan tímann!
Sigurjón og Davíð Snær æfa með U21 liðinu Sigurjón Rúnarsson, fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu, og Davíð Snær Jóhannsson, úr Keflavík, hafa verið valdir í æfingahóp U21 landsliðs Íslands sem muna æfa saman í vikunni. Davíð Snorri Jónsson, landsliðsþjálfari U21, valdi 29 leikmenn í hópinn að þessu sinni en bæði Sigurjón og Davíð Snær hafa verið lyk i l le i k m e n n í liðum sínum undanfarin ár.
Þá hefur Keflvíkingurinn Amelía Rún Fjeldsted hefur verið valin í æfingahóp U19 landsliðs kvenna sem mun æfa á Selfossi í næstu viku. Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valdi 22 leikmenn í hópinn og frá tólf félögum en U19 kvenna undirbýr sig fyrir undankeppni EM 2022/2023 þar sem Ísland er í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Serbíu í fyrstu umferð. Riðillinn verður leikinn í september og það væri skemmtilegt að sjá Amelíu Rún leika með íslenska liðinu í haust.
– segja þeir Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson sem leika saman í vörninni hjá úrvalsdeildarliði Keflavíkur. Strákarnir stigu stórt skref um helgina þegar þeir léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd. Leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas þar sem Mexíkó hafði að lokum nauman 2:1 sigur fyrir framan rúmlega fjörutíu þúsund áhorfendur. Eftir því sem Víkurfréttir komast næst hafa tveir leikmenn Keflavíkur ekki leikið saman landsleik með aðalliðinu síðan 7. desember 1997. Þá voru það þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Jakob Már Jónharðsson sem léku með Íslandi gegn Saudi-Arabíu í markalausum vináttulandsleik ytra. Víkurfréttir slógu á þráðinn til þeirra Ísaks Óla og Rúnars Þórs og spurðu út í upplifunina um helgina. „Hvaða meistarar voru það sem léku þarna ‘97,“ spyrja þeir félagar fyrst og segja svo að Jóhann Birnir hafi einmitt þjálfað þá báða í yngri flokkunum. „Algjör snillingur.“
Þetta er mjög gott lið og mjög góðir í pressu, þannig að þetta var góð prófraun – allavega fyrir mig og Rúnar. Núna vitum við hverju má búast við, hvað við þurfum að bæta og þess háttar ...
– Hvernig var þetta? „Eiginlega bara sturlað,“ segir Ísak. „Það eiginlega ekki hægt að segja neitt annað,“ bætir Rúnar við. „Þetta var eiginlega bara óraunverulegt. Þetta er dýrasti leikvangur í heimi og út af Covid var bara helmingur leyfilegs áhorfendafjölda leyfður – það voru 44 þúsund manns á leiknum ...“ „... og mexíkanarnir alveg brjálaðir allan tímann,“ grípur Ísak fram í. „Ég gat ekki talað við Rúnar þótt hann stæði við hliðina á mér.“ „Lætin voru þvílík,“ bætir Rúnar við. „Ef maður var að reyna að öskra á kantmanninn þá þurfti að bíða eftir mómenti til þess, bíða eftir að lætin minnkuðu á vellinum svo maður þyrfti ekki að fara alveg upp að honum.“
Nýttu tækifærið vel Ísak Óli segir upplifunina hafa verið magnaða og Ísland hafi verið ótrúlega nálægt því að klára leikinn. „Þetta lið er eitt af ellefu bestu liðum í heimi. Maður sá einhvern veginn gamla Ísland í þessum leik, skipulagið var svo gott.“ „Það er bara heiður að hafa fengið þennan séns,“ segir Rúnar Þór sem fer reyndar ekki áfram með liðinu í leikina gegn Færeyjum og Póllandi.
Rúnar Þór er öflugur varnarmaður, hann var til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu IK Sirius í byrjun árs sem vildi fá hann í sínar raðir en félögin náðu ekki saman um kaupverð. Þess verðu líklega ekki langt að bíða þar til Rúnar verður farinn að leika með erlendu liði.
– Svo eru Færeyjar næst. „Já, ég verð ekki í hópnum þá,“ segir Rúnar. „Við erum þrír úr í Mexíkóleiknum sem förum ekki til Færeyja og Póllands. Það koma aðrir leikmenn, sem eru að spila erlendis, inn í hópinn. Við sem lékum gegn Mexíkó fengum okkar tækifæri þar til að láta ljós okkar skína.“ „Allavega miðað við Mexíkóleikinn þá voru þeir sem byrjuðu og þeir sem komu inn á að nýta sénsinn mjög vel,“ segir Ísak. „Þetta er mjög gott lið og mjög góðir í
Ísak Óli gekk til liðs við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE frá Keflavík eftir tímabilið 2019. Hann varð bikarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð og leikur nú á láni með Keflavík í Pepsi Max-deildinni á Íslandi.
Það var bara gaman að fá að spila á móti þessum gæjum sem eru í Atletico Madrid, Napoli og þannig liðum. Alveg geggjað ... pressu, þannig að þetta var góð prófraun – allavega fyrir mig og Rúnar. Núna vitum við hverju má búast við, hvað við þurfum að bæta og þess háttar.“
Bjartsýnir á framhaldið „Þegar þeir eru komnir á aftasta þriðjung þá er þetta örugglega eitt besta lið í heimi. Þeir eru frekar litlir en rosalega snöggir á fyrstu metrunum og boltinn límist við þá. Þegar góðu, litlu, snöggu leikmennirnir þeirra fá boltann – þú vilt ekkert lenda í kapphlaupi við þá.
Það var bara gaman að fá að spila á móti þessum gæjum sem eru í Atletico Madrid, Napoli og þannig liðum. Alveg geggjað.“ Strákarnir eru núna staddir með landsliðinu í búbblu á Hilton hótel inu í Laugardalnum. Þar verða þeir við æfingar þangað til liðið fer til Færeyja. „Ég æfi með liðinu og þar sem ég er bólusettur verð ég með þeim þangað til þeir fara til Færeyja – þá er ég laus,“ segir Rúnar. – Hvernig líst ykkur svo á framhaldið í deildinni? „Bara vel, við þurfum að fara að rífa okkur í gang.“ – Það má eiginlega segja að þið hafið gert það á móti Íslandsmeisturunum í síðasta leik. „Já, við vorum góðir þar og eiginlega bara betra liðið, allavega í seinni hálfleik,“ segir Ísak. „Allt annað að sjá til liðsins og það gerir mann bjartsýnan á framhaldið. Við erum að fara inn í mikilvæga törn núna svo það er bara upp og áfram. Við vonum bara að stuðningsmennirnir hrúgist á völlinn þegar samkomutakmarkanir rýmka meira, það væri gaman.“ johann@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Nýr maður í brúnni hjá Njarðvík
„Ég er mjög spenntur og hlakka til að keppnin hefjist“ – segir Benedikt Rúnar Guðmundsson, nýráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik karla.
Benedikt Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Njarðvíkingar komust ekki í úrslitakeppni Domino’sdeildarinnar í ár og háðu auk þess harða fallbaráttu undir lok tímabilsins – sem er eitthvað sem jafn stórt nafn og Njarðvík er í körfuboltanum á Íslandi getur ekki verið sátt við. Víkurfréttir áttu gott spjall við Benedikt, nýráðinn þjálfara í Ljónagryfjunni alræmdu. – Þessi árangur í vetur er ekki eitthvað sem Njarðvíkingar eiga að sætta sig við. „Nei, við ætlum að gera allt sem við getum til að búa til gott lið fyrir næsta vetur og vera með samkeppnishæft lið – búa til gott lið sem vinnur leiki og verður vonandi í efri hlutanum á næsta ári. Við erum að vinna í leikmannamálum núna, byrja á því að ræða við þá sem eru fyrir og svo förum við í það að skoða hvort þurfi að bæta við og í hvaða stöður. Þetta er nú bara á byrjunareit eins og er enda ég nýtekinn við. Það er allt á fullu.“
Brenton Birmingham, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Kristín Örlygsdóttir, formaður, ásamt Benedikt við undirritun samningsins. Mynd af vef UMFN: Jón Björn – jbolafs@gmail.com – Verður þú einn eða færðu einhvern með þér í þetta? „Ég er allavega einn núna en á eftir að finna einhverja til að hafa mér til halds og trausts, einhverja til að styrkja þjálfarateymið og vinnur vel saman. Þetta ræðst vonandi á næstu viku eða tveimur.“ Benedikt þjálfar kvennalandslið Íslands og verður áfram með það. Hann segir það alveg ganga upp enda komi landsliðsverkefnin í skorpum. „Það á alveg að ganga upp, það er svona meira í gluggum.“
Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í minnibolta Um þarsíðustu helgi fór fram Íslandsmótið í minnibolta 11 ára þar sem Njarðvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar
Lið Njarðvíkur, undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar, vann fjóra af fimm leikjum helgarinnar. Á laugardeginum unnust þrír flottir sigrar, gegn Hamar og gegn feiknasterkum liðum Fjölnis og Stjörnunnar. Á sunnudag töpuðu Njarðvíkingar óvænt fyrir UMFK og því var mikið undir í síðari leik liðsins sem var gegn Breiðabliki, hann unnu Njarðvíkingar 31:35 og innsigluðu Íslandsmeistaratitilinn.
Grindavík Íslandsmeistarar í stúlknaflokki – Sigur á Keflavík í úrslitaleik
Þjálfar einnig yngri flokka félagsins „Svo á ég eftir að hitta Loga [Gunnarsson], yfirþjálfara yngri flokka Njarðvíkur, og við eigum eftir að sjá hvaða yngri flokka ég kem til með að þjálfa á næsta ári. Það er í höndum Loga og unglingaráðs hvaða flokkar það verða. Maður vill líka hafa puttana í yngri flokkunum og hafa áhrif á þá sem koma upp í félaginu.“ – Hvenær byrja svo körfuboltalið að koma saman og æfa fyrir næsta tímabil? „Það er mjög misjafnt. Ég hef verið að byrja sumaræfingar í júní en þá hafa tímabilin verið að enda töluvert fyrr. Kannski verður byrjað eitthvað seinna núna af því að þetta var svo langt tímabil og erfitt, menn þurfa náttúrlega hvíld til að hlaða batteríin. Ég á eftir að finna út úr því og taka púlsinn á leikmönnum.“
... við ætlum að gera allt sem við getum til að búa til gott lið fyrir næsta vetur og vera með samkeppnishæft lið – búa til gott lið sem vinnur leiki og verður vonandi í efri hlutanum á næsta ári ... Er hálfgerður Njarðvíkingur „Ég er Vesturbæingur að upplagi, elst upp í Vesturbænum og fell fyrir körfuboltanum sem ungur drengur í KR. Ég var mest í fótbolta fyrst en svo prófaði ég körfuna og varð ástfanginn af körfuboltanum. Þetta er búið að vera mitt aðalstarf núna í töluverðan tíma.“ Benedikt þjálfaði síðast meistaraflokk kvenna hjá KR tímabilið 2019– 2020 en hann hefur komið víða við sem þjálfari á undanförnum árum. „Ég tók mér frí frá meistaraflokksþjálfun síðasta vetur en á undan því var ég með meistaraflokk kvenna hjá KR í þrjú ár en ég á sögu í Njarðvík. Ég bjó í Njarðvík frá 1995 til 2000 þegar ég flutti að heiman.“ – Hvernig stóð á því? „Það var nú bara tilviljun. Ég ákvað að flytja að heiman og félagi minn og fyrrverandi formaður körfuknatt-
Benedikt með Jenný Lovísu, dóttur sinni, þegar hún varð Íslandsmeistari með 10. flokki Njarðvíkur. Jenný Lovísa hefur fetað í fótspor föður síns og fæst við þjálfun hjá KR. leiksdeildar KR, Ingólfur Jónsson, náði sér í konu í Njarðvík og flutti þangað. Þau bentu mér á íbúð sem ég fór að leigja. Ég bjó í Njarðvík í fimm ár, eignaðist marga vini og þjálfaði hjá Njarðvík í tvö ár, frá 1998 til 2000. Á þessum tíma náði ég mér í konu í Njarðvík til 26 ára en við skildum á síðasta ári. Við eigum þrjú börn saman, tvo stráka og eina stelpu, og svo á ég gott fólk þarna sem er hálfgerð fjölskylda mín.“
Sumarnámskeið 2021 Golfklúbbur Suðurnesja heldur golfleikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum sex til þrettán ára (fædd 2008–2015) Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru. Mæting er í golfskálann. Markmið námskeiðsins: Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga, og eru leiðbeiningar gjarnan í formi golfleikja ýmiss konar. Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfigetu barnanna en umfram allt að börnin hafi gaman og skemmti sér. Í lok hvers námskeiðs verður boðið upp á pylsupartí ásamt kynningu á íþróttinni fyrir foreldra iðkenda. Námskeiðin: Nr. 1: 9. til 16. júní kl. 9–12.
(kennsludagar eru 9.,10.,11.,14.,15. og 16.)
Nr. 2: 9. til 16. júní kl. 13–16.
(kennsludagar eru 9.,10.,11.,14.,15. og 16.)
Nr. 3: 28. júní til 2. júlí kl. 9–12. Nr. 4: 28. júní til 2. júlí kl. 13–16. Nr. 5: 12. til 16. júlí kl. 9–12. Nr. 6: 12. til 16. júlí kl. 13–16.
Skráning: Skráning á síðunni gs.felog.is og nánari upplýsingar hjá sp@gs.is Gjald: Fimm daga námskeið kr. 13.000 | Sex daga námskeið kr. 15.500
Grindavík varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki um helgina eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Grindavík byrjaði úrslitaleikinn mun betur og voru komnar með tólf stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Keflavík náði að komast aftur inn í leikinn en þær náðu þó aldrei að jafna hann. Að lokum vann Grindavík með þremur stigum, 61:64. Jenný Geirdal Kjartansdóttir var valin maður úrslitaleiksins en hún skilaði fimmtán stigum, fjórtán fráköstum, tveimur stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Þá bætti Hekla Eik Nökkvadóttir við nítján stigum, sex fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Í liði Keflavíkur var Anna Lára Vignisdóttir atkvæðamest með 22 stig og sjö fráköst.
Yfirumsjón: Sigurpáll Sveinsson, íþróttastjóri GS, ásamt leiðbeinendum úr afreksstarfi GS. Gott að hafa í huga: Börnin fá nestispásu og við mælum með að þau komi með hollt og gott nesti með sér. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri og þurfa alltaf að hafa með sér hlífðarfatnað því veðrið er oft breytilegt. Golfsett og kylfur: Börn mega endilega koma með sitt eigið golfsett eða kylfur en einnig er hægt að fá lánað á meðan á námskeiðinu stendur.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR – Hverjar eru svo framtíðaráætlanir þínar? „Úff, ég lifi í núinu. Ég vil auðvitað eiga gott tímabil með Þrótti og ég held að við eigum eftir að vinna deildina. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum hérna og vil auðvitað spila í efstu deild – en ég er alveg viss um að við förum upp núna og spilum í næstefstu deild á næsta ári. Eftir stórsigra í tveimur síðustu leikjum (1:5 gegn ÍR og 4:1 gegn Haukum) hefur sjálfstraustið aukist og okkur líður vel með liðið. Í sambandi við menntun og framtíðarstarf þá hef ég sótt námskeið eftir skólagöngu en ég hef alltaf einbeitt mér að fótboltanum og menntunin hefur setið á hakanum. Mig langar að læra nudd eða fara í einkaþjálfun eða eitthvað slíkt. Ef ég ílengist á Íslandi er aldrei að vita nema ég fari í nám með fótboltanum.“
Rubén Lozano Ibancos er 26 ára gamall Madrídarbúi sem leikur fótbolta með Þrótti í Vogum. Í fyrra lék hann með Fjarðabyggð en Rubén er nú á sínu öðru keppnistímabili á Íslandi.
Þarf að komast í hitann Ég er mættur í Vogana þar sem ég hafði mælt mér mót við Rubén. Þróttarar eru klára æfingu og að henni lokinni kemur Rubén til mín og kynnir sig. Hann er lágvaxinn, snaggaralegur og brosmildur þessi framherji sem hefur fallið svo vel inn í lið Þróttar í ár. Við setjumst inn í félagsheimili Þróttara, fáum okkur kaffi saman og hefjum okkar spjall. Rubén segist vera alinn upp í Madrid á Spáni. Þar lék hann með knattspyrnuliðinu Periso en þegar honum bauðst tækifæri til að koma til Íslands og spila fótbolta gat hann ekki sagt nei. „Þetta var bara of spennandi tækifæri til að sleppa. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og þetta hefur svo sannarlega verið allt öðruvísi en það sem ég hef áður kynnst; veðrið hér, landslagið, fótboltinn ... ég kann vel við mig hér.“ – Svo þú byrjaðir á Austfjörðum, hvernig kunnirðu við þig þar? „Það var fínt, þetta er lítill bær, ekki of margt fólk. Landslagið þar er afskaplega fallegt, það var gaman að fá að sjá það. Svo nú er ég hérna og það er allt annað landslag, öðruvísi fallegt. Mér hefur verið tekið afskaplega vel af bæjarbúum, liðsfélögum og forsvarsmönnum Þróttar – og ég hef náð kynnast mörgu góðu fólki hér í Vogunum.“ – Og ertu einn hérna eða með fjölskyldu? „Síðan ég flutti hingað í Vogana hefur kærastan mín verið með mér. Á síðasta tímabili var ég bara einn en það voru spænskir liðsfélagar með mér fyrir austan, svo það var auðveldara fyrir mig. Núna er ég eini Spánverjinn í liðinu en var svo heppinn að kærastan var tilbúin að flytja hingað til mín og það er heilmikill
Rubén lék með liði Periso í Madrid. stuðningur í henni. Mér finnst hún mjög hugrökk að leggja í þetta því við höfum ekki verið það lengi saman, síðan í nóvember – en þetta er líka upplifun fyrir hana.“ – Hvernig er svo dagurinn hjá þér svona alla jafnan? „Ég byrja að vinna á morgnana í verksmiðju Benchmark Genetics og vinn þar í átta tíma, síðan eru æfingar eftir vinnu sex daga vikunnar. Dagurinn er þétt skipaður; vinna, æfing, ræktin og svo þarf maður að hvíla sig.“ – Hefurðu þá aldrei stundað aðrar íþróttir, alltaf verið í fótbolta? „Nei, ég byrjaði svona sjö ára gamall í júdó en það var bara í stuttan tíma. Átta ára fór ég svo að æfa fótbolta og hef verið í honum síðan. Fyrst var ég á vinstri kantinum, eins og þú veist kannski þá elska ég að hlaupa, en núna vil ég helst vera í sókninni.“
Hér skorar Rubén fjórða mark Þróttar gegn Haukum án þess að Anton Freyr Hauks Guðlaugarson, fyrrum leikmaður Keflavíkur, komi nokkrum vörnum við. VF-mynd: Hilmar Bragi
Rubén með foreldrum sínum, Pepe og Marisol.
– Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan fótboltann? [Rubén hlær] „Nei, ég hef engan tíma til að stunda neitt annað. Það er bara einn frídagur í vikunni hjá mér og honum eyði ég með kærustunni. Síðasta sumar spilaði ég golf í fyrsta sinn á ævinni, eða reyndi að slá boltann – það er erfitt en mér þótti það gaman. Vandamálið er samt að ég er örvhentur svo það gerði þetta enn erfiðara. Kannski prófa ég það aftur seinna. Ég og kærastan mín höfum ferðast lítillega um Ísland, séð einhverja fossa, strandir og þess háttar ... og auðvitað höfum við heimsótt gosstöðvarnar. Við fórum að nóttu fyrir svona þremur vikum síðan, það eru engin orð til að lýsa þessu. Það er alveg magnað að upplifa svona í návígi, ótrúlegt. Um helgina fórum við svo í Sky Lagoon, mjög fínn staður.“ – Hvað gerir hún, er hún í vinnu hér? „Já, hún vinnur í fataverslun í Reykjavík. Við erum að vonast eftir að finna vinnu handa henni hér í Vogum eða í nágrenninu. Hún tekur strætó í bæinn á hverjum degi, og ég þarf að skutla henni upp á stoppistöð og sækja aftur, svo það væri miklu hentugra fyrir okkur ef hún gæti unnið hér á svæðinu.“
Rubén og Sara, kærastan hans, njóta lífsins í Sky Lagoon.
– Segðu mér aðeins frá fjölskyldunni þinni á Spáni. „Ég á tvö eldri systkini, bróður og systur, þau búa bæði á Spáni. Hún býr á austurhluta Spánar en bróðir minn býr í Madrid eins og ég. Ég bý ennþá hjá foreldrum mínum og þau hlakka til að heimsækja mig á Íslandi. Á síðasta tímabili var það ómögulegt út af Covid en við vonum að það gangi upp núna í sumar. Ástandið er að skána á Spáni, það er ekki eins gott og hér en sífellt fleira fólk er að fá bóluefni og ástandið batnar dag frá degi. Á síðasta ári vorum við innilokuð í húsinu í þrjá mánuði, það var hræðilegt. Svo erum við Spánverjar líka öðruvísi en þið Íslendingar. Við viljum fara oft út og hitta fólk, borða úti, fara á barinn og þess háttar, það er í okkar menningu og það reynir virkilega á okkur að hanga bara heima. Þið eruð líka svo heppin að búa á þessari eyju, það er auðveldara að stjórna ferðalögum fólks til og frá landinu. Heima er allt opnara og svo er líka allur þessi fólksfjöldi sem gerir það enn erfiðara að hafa stjórn á þessari veiru. Ég ætla samt að reyna að komast heim til Spánar eftir tímabilið í ár, ég er virkilega farinn að þurfa á hitanum að halda. Síðasta sumar var ég á Íslandi og svo aftur núna, ég bara þarf að komast í hitann,“ segir Rubén að lokum og hlær. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23 KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Þróttarmaskínan tætir af stað
Dagur Ingi Hammer við það að skora þriðja mark sitt í leiknum. Á innfelldu myndinni fagna markvörðurinn Rafal Stefán Daníelsson og Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þróttur hefur heldur betur styrkt stöðu sína í 2. deild karla eftir að hafa byrjað mótið rólega, með tveimur jafnteflisleikjum. Í síðustu tveimur umferðum hafa Þróttarar skorað hvorki fleiri né færri en níu mörk en aðeins fengið á sig tvö. Í þriðju umferð skellti Þróttur öðru toppliðanna, ÍR, með fimm mörkum gegn einu á útivelli og á sunnudag tóku Þróttarar á móti Haukum á Vogaídýfuvellinum og þá var svipað uppi á teningnum. 4:1 urðu lokatölur fyrir Þrótti sem er komið í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir KF og ÍR. Dagur Ingi Hammer skoraði þrennu gegn Haukum en Rubén Lozano Ibancos eitt.
Ósanngjarnt tap Keflavík tapaði 1:2 þegar liðið tók á móti ÍBV á HS Orkuvellinum á fimmtudag. Gegn gangi leiksins skoraði ÍBV vafasamt sigurmark á lokamínútum leiksins auk þess að tvö mörk voru dæmd af Keflavík. Keflavík situr í níunda sæti með þrjú jafntefli og tvö töp. Sigurður Bjartur skoraði úr tveimur vítum gegn Vestra. Lengjudeild karla:
Sigur fyrir vestan Grindvíkingar unnu mikilvægan 2:3 útisigur á Vestra á sunnudag. Með sigrinum komst Grindavík í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig.
Kári - Njarðvík 0:2
Keflavík tapaði fyrir Fylki á útivelli í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á mánudag. Varnarleikur Keflvíkinga gaf sig á síðasta hálftímanum og Fylkir vann að lokum stórsigur, 5:1. Fylkir náði forystunni í lok fyrri hálfleiks (45’+1). Keflavík jafnaði leikinn á 55. mínútu en Fylkir skoraði fjögur mörk á síðasta hálftímanum (60’, 63’, 90’+1 og 90’+4). Mark Keflavíkur: Kristrún Ýr Hólm (55’).
Lengjudeild kvenna:
Jafntefli í Kórnum Grindavík og Augnablik mættust í Fífunni á föstudag en vegna veðurs höfðu félögin skipti á heimaleikjum. Grindvíkingar komust yfir í byrjun síðari hálfleiks en skömmu fyrir leikslok jafnaði Augnablik (84’). Grindavík situr í níunda sæti eftir þrjú jafntefli og eitt tap. Mark Grindavíkur: Júlía Ruth Thasaphong (46’).
Mörk Grindavíkur: Sigurður Bjartur Hallson (3’ víti og 61’ víti), sjálfsmark (71’).
2. deild karla:
Keflavík úr leik
Þrjú silfur og eitt brons
Frammistaða Grindvíkinga á mótinu var eftirfarandi:
Mark Keflavíkur: Aerial Chavarin (36’).
Mjólkurbikar kvenna:
Tveir Íslandsmeistaratitlar til Grindavíkur Júdódeild UMFG tók þátt í Íslandsmóti yngri flokka um helgina. Hópurinn var félaginu til mikils sóma sem endranær og náði frábærum árangri. Grindavík sendi sjö þátttakendur á mótið en heildarfjöldi keppenda var 56 frá sjö félögum. Zofia Dreksa varð Íslandsmeistari stúlkna U13 -40 og Kent Mazowiecki var Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -66.
Pepsi Max-deild kvenna:
Aerial Chavarin er snögg og stórhættuleg í sókninni.
Hópurinn frá Grindavík með þeim Arnari Má Jónssyni og Aron Snæ Arnarssyni, þjálfurum júdódeildar UMFG.
Njarðvíkingar sigruðu Kára í fjórðu umferð 2. deildar þegar leikið var á föstudag. Njarðvík er nú í sjötta sæti deildarinnar með sex stig. Mörk Njarðvíkur: Andri Fannar Freysson (22’) og Einar Orri Einarsson (33’).
2. deild karla:
Leiknir - Reynir 4:2 Reynir Sandgerði lék gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Reyðarfirði á föstudaginn og Leiknismenn komust í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik (18', 34' og 43'). Reynir minnkaði muninn með tveimur mörkum fyrir hálfleik en Leiknir skoraði fjórða mark sitt á 67. mínútu. Reynir situr í sjöunda sæti með sex stig eins og Njarðvík.
Stúlkur U13 -40 Zofia Dreksa, Íslandsmeistari Natalía Gunnarsdóttir, 2. sæti Drengir U13 -60 Markús Ottason, 2. sæti Stúlkur U15 -57 Friðdís Elíasdóttir, 4. sæti
Drengir U15 -66 Kent Mazowiecki, Íslandsmeistari Stúlkur U21 -70 Tinna Ingvarsdóttir, 2. sæti Drengir U21 -90 Ísar Guðjónsson, 3. sæti
Ingólfur Rögnvaldsson Íslandsmeistari Daníel Árnason úr Júdófélagi Reykjanesbæjar lenti í öðru í sínum flokki (drengir U21 -66) en hann keppti í þyngdarflokki upp fyrir sig. Suðurnesjamaðurinn Ingólfur Rögnvaldsson, sem keppir fyrir Júdófélag Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -73. Frábær árangur og enn og aftur sýnir Suðurnesjafólk að júdóíþróttin stendur framarlega á Reykjanesskaganum.
Daníel með silfur og Ingólfur með gull.
FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
Mörk Reynis: Fufura Barros (45’+1 víti og 45’+4).
2. deild karla:
Víðir - KFG 1:0 Júlía Ruth skoraði mark Grindavíkur.
Víðismenn fögnuðu sigri þegar þeir lögðu KFG í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Eina mark leiksins skoruðu Víðismenn í seinni hálfleik. Víðir er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig. Mark Víðis: Sigurður Karl Gunnarsson á (54’).
Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum Njarðvíkingurinn María Tinna Hauksdóttir og dansfélagi hennar, Gylfa Má Hrafnssyni, urðu Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum fullorðinna um helgina. Frábær árangur fyrir ungt par á sínu fyrsta ári í flokki fullorðinna. Það má segja að síðustu dagar hafi verið viðburðarríkir hjá Maríu Tinnu en hún dúxaði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðasta föstudag. Íslandsmeistaramótið var haldið í Fagralundi um helgina og voru fimm erlendir dómarar að dæma. „Þetta er fyrsta árið sem við tilheyrum flokki fullorðinna,“ segir María Tinna. „Við höfum þó áður fengið að keppa upp fyrir okkur. Við
sigruðum alla fimm dansana en þeir eru; vals, tangó, vínarvals, foxtrot og quickstep. Þetta var skemmtileg keppni og var þetta mjög skemmtilegur endir á erfiðu ári, Covid-ári. Núna hefjum við undirbúning fyrir keppnisferðir erlendis sem hefjast vonandi í lok sumars. Vonandi fáum við bólusetningu sem fyrst svo að við getum farið. Næsta mót er British Open en það verður haldið í Blackpool á Englandi í lok ágúst.“
STYRKT AF
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
vinalegur bær
Tinna María og Gylfi Már með verðlaunin sem þau hlutu fyrir sigur á Íslandsmótinu.
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á
vf.is
Mundi Grímulaus æska!
Tvíburasysturnar Sigurbjörg Erla og Guðbjörg Viðja Pét ursdætur Biering voru dúx og semidúx Menntaskólans í Kópavogi. Sigurbjörg útskrifaðist með einkunnina 9,89 en Guðbjörg 9,7. Árangur Sigurbjargar er sá besti í sögu skól ans. Þær tvíburasystur eru úr Vogum á Vatnsleysuströnd.
Brautskráning frá Menntaskólan um í Kópavogi fór fram 28. maí. Alls voru útskrifaði 57 stúdentar, níu með lokapróf í bakstri, ellefu í framreiðslu og tuttugu og tveir í matreiðslu. Sveinsp rófi n eru framundan hjá verknámsnemum.
Elenóra Rós Georgesdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í verknámi. Bjarki Sveinbjörnsson frá Rótarýklúbbnum Borgum afhenti viðurkenninguna. Myndirnar með fréttinni eru af fésbókarsíðu MK.
LOKAORÐ
Tvíburasystur úr Vogum dúx og semidúx Menntaskólans í Kópavogi
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
Betri tíð Frá vettvangi flugslyssins á Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
BROTLENTI VIÐ FLUGVÖLLINN
Flugvélin sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun er merkt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Vélin er af gerðinni Thrush 510G og var ferðinni heitið frá Íslandi og til Kanada. Vélin var í samfloti við aðra samskonar flugvél. Þær tóku á loft frá Keflavíkurflugvelli um klukkan hálf sjö um morguninn en skömmu eftir flugtak tilkynnti flugmaður vélarinnar um vélarbilun. Flugvélinni var þegar snúið við. Hún náði inn á flugvallarsvæðið en skall til jarðar skammt frá
malbikunarstöð sem er innan flugvallarins upp af Ósabotnum. Þar rann flugvélin eftir móanum um 2-300 metra leið þar sem hún snérist og staðnæmdist. Skammt frá þeim stað sem vélin stoppaði er grýttur hóll og má flugmaðurinn teljast heppinn að hafa ekki hafnað þar. Eftir að vélin stöðvaðist yfirgaf flugmaðurinn vélina án hjálpar og er sagður óslasaður. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. Björgunarlið Isavia var fljótt á vettvang og var eldsneyti dælt af tönkum vélarinnar en flugmaðurinn hafði
náð að losa flugvélina við eitthvað af eldsneyti fyrir og í brotlendingu. Tankar flugvélarinnar voru fullir af eldsneyti þegar farið var í loftið í morgun, enda langt flug framundan vestur um haf. Flugvélin er mikið skemmd og óvíst að henni verði flogið framar. Flugvélinni sem fylgdi þeirri sem brotlenti var snúið við og lenti hún á Keflavíkurflugvelli nokkrum mínútum síðar. Flugvélarnar eru smíðaðar til áburðardreifingar og skordýraeitrunar.
Hér má sjá tölvugerða mynd af stækkun við austurhlið Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Tuttugu milljarða stækkun við flugstöðina Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók á þriðjudag fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir við bygginguna eru að hefjast og áformað að hún verið tekin í notkun árið 2024. Áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Verkefnið er mikilvægur liður í uppbyggingaáætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batnar og afkastageta flugvallarins eykst. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið
Ístak um jarðvinnu vegna viðbyggingarinnar, sem rísa á austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Áður en skóflustungan var tekin undirrituðu Sveinbjörn og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, verksamning um jarðvinnuna sem hefst nú af krafti. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan. Hlutafjáraukningin greiðir fyrir mikilvægum
umbótum á Keflavíkurflugvelli og styrkir okkur enn frekar í alþjóðlegri samkeppni um þá farþega sem glaðir vilja ferðast á ný eftir faraldurinn. Um leið er þetta góða verkefni innspýting í efnahagslífið. Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og starfsfólk félagsins fögnuðu þessum tímamótum á Keflavíkurflugvelli. „Flugstöð er
flókinn innviður. Margt þarf að spila saman og ganga upp,“ segir Sveinbjörn. „Með þessari nýju austurbyggingu verður umbylting á farangursmóttöku og á efri hæð fæst meira verslunarrými og biðsvæðið stækkar. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Hlutafjáraukningin gerði einmitt það að verkum að við gátum stækkað umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda og flýtt nokkrum þáttum verksins. Það á eftir að koma sér afar vel í framtíðinni.“
Mikið er nú gaman að geta loksins gengið inn í búð og séð almennilega framan í (flest) fólk! Þekkja í raun þann aðila sem maður er að heilsa. Ekki það að fólk þekki mig ekki enda fáir á svæðinu í mínum stærðar og þyngdarflokki en ég sjálfur var oft að kasta kveðju á einhvern og vissi stundum ekkert um hvern var að ræða. Spjallaði meira að segja um stund í nokkrum tilfellum en vissi samt ekki neitt. Fleiri sem tengja? Grímuskylda og öll þessi höft hafa tekið sinn toll af okkur og lái hver sem vill unga fólkinu sem sleppir af sér beislinu þessa dagana. Útskriftir, afmælisveislur og meira segja brúðkaupin eru að byrja. Skil það bara mjög vel að fólk gleymi sér aðeins í gleðinni og það á ekki bara við um ungu kynslóðina, hvert sem litið er þá er fólk að hittast og njóta. Við erum smátt og smátt að fá frelsið okkar til baka um þessar mundir og eðlilega er mikil spenna í loftinu. Bólusetningar ganga afar vel og viðkvæmir hópar hafa að mestu lokið sinni bólusetningu. Þetta snýst jú fyrst og fremst um það að vernda þá viðkvæmu. Sjálfur fagna ég þessu öllu saman og lífið er hægt og bítandi að komast í fyrra horf. Duster bílunum fer fjölgandi á götum landsins og fleiri og fleiri flugvélar hefja sig til lofts á degi hverjum. Þetta er merki um betri tíð og fyrir mig persónulega er það mikið gleðiefni að sjá fleiri og fleiri gamla vinnufélaga snúa aftur til vinnu. Ekki vandræði á mínum vinnustað að fá fólk aftur til starfa! Fólk er líka flest hægt og bítandi að þora að vera til, ekki lauma sér til Tenerife og segja engum frá vegna ferðaskammar, nei fólk er farið að þora því að setja strandarmyndirnar á samfélagsmiðlana sem í flestum tilfellum er bara gaman að sjá. Það er allt að gerast hægt og bítandi, eðlilega erum við öll með varann á okkur enda heldur betur skipst á skin og skúrir síðasta árið með sífelldum boðum og bönnum. Boð og bönn sem við höfum tekið á kassann og fært fórnir en allir sammála um að vel hefur til tekist hér á landi. Staðan er reyndar bara allt önnur núna með allar þessar bólusetningar og hvet ég fólk til þess að þora að lifa lífinu á nýjan leik. Hver á sínum hraða þó Eyjamenn séu byrjaðir að selja miða á Þjóðhátíð og vænti ég þess að Ljósanótt 2021 verði í glæsilegri kantinum!!