Víkurfréttir 24. tbl. 40. árg.

Page 1

Sveitarómantík í Suðurnesjabæ

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Hjónin Sigríður Bryndís Sigurjónsdóttir og Gísli Ólafur Ólafsson njóta þess að vera með lítinn búskap

Nánar á miðopnu ❱❱

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða sækja í Nettó Krossmóum.

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

Fasteignamat hækkar næst mest í Suðurnesjabæ Fasteignamat íbúða hækkar næst mest á öllu landinu í Suðurnesjabæ eða um 17,7% en mest var hækkunin á Akranesi 21,6%. Fasteignamatið hækkar um 9,1% á landsbyggðinni en um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020 sem Þjóðskrá Íslands kynnti nýlega. Þetta er mun minni hækkun en varð milli ár­ anna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8%. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2019. Það tekur gildi 31. desember 2019 og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athuga­ semdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2019.

Bæjarstjórnarfundir færast í Hljómahöll Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun funda í Hljómahöll eftir sumarfrí en bæjarstjórnarfundir hafa í nokkur ár farið fram í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Fyrsti fundurinn á nýja staðnum, salnum Merkinesi, verður 20. ágúst en síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarfrí verður 18. júní. Ástæða fyrir flutningi á fundunum er m.a. plássleysi í ráðhúsinu fyrir starf­ semina þar. Flutningurinn í Merkines mun gefa kost á því að nýta fundar­ salinn undir annað. Bæjarstjórn hefur fundað á nokkrum stöðum í bæjarfélaginu í gegnum tíðina en oftast þó í ráðhúsinu við Tjarnargötu. Um tíma fóru fund­ irnir fram í bíósal Duus-safnahúsa og þegar farið er lengra aftur í tíma voru þeir í sal Iðnaðarmannafélagins við Tjarnargötu.

Frá 25 ára hátíðarfundi Reykjanesbæjar í Stapa, f.v.: Linda María Guðmundsdóttir (M), Gunnar Þórarinsson (Á), Margrét Sanders (D), Ríkharður Ibsen (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti (S), Hrefna Gunnarsdóttir, ritari, Friðjón Einarsson (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Trausti Arngrímsson (B) og Díana Hilmarsdóttir (B). Á annað hundrað manns mættu á fundinn og fylgdust með úr sal. Fundurinn var líka sendur út í beinni útsendingu. VF-myndir/Sólborg.

Sanders systurnar, f.v. Jónína, fyrsti formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, og Margrét, núverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Systurnar Guðný Birna t.h. og Linda María Guðmundsdætur sátu báðar fundinn en sú síðarnefnda er varabæjarfulltrúi í Miðflokknum og sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Fjölmenni á 25 ára afmælisfundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Á annað hundrað manns mættu á 25 ára afmælis- og hátíðarfund hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem haldinn var í Stapa á afmælisdag bæjarins, þriðjudaginn 11. júní. Gestum var boðið í afmæliskaffi eftir fundinn, bæjarfulltrúar úr fyrstu bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna fluttu ávörp og boðið var upp á tónlistaratriði. Á bæjarstjórnarfundinum fór Guðný Birna Guðmundsdóttir stuttlega yfir 25 ára sögu bæjarins en hún var starf­ andi forseti á fundinum í forföllum Jóhanns Friðriks Friðrikssonar. Þá kynnti Guðbrandur Einarsson stefnu­ mótun Reykjanesbæjar til ársins 2030. Samþykkt endurskoðun Reykja­ nesbæjar var samþykkt eftir aðra um­ ræðu en eina málið sem ekki var full sátt um á fundinum var endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar. Til­ laga kom frá bæjarfulltrúum Sjálf­ stæðisflokksins um að fresta málinu en þeir töldu að nauðsynlegt væri að ræða málið betur. Hún var felld og var því nýtt stjórnskipulag samþykkt með sjö atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins en bæjarfulltrúar Sjálf­ stæðisflokks og Frjáls afls sátu hjá. Þrír bæjarfulltrúar úr fyrstu bæjar­

stjórninni 1994–1998, þau Jónína Sanders, fyrsti formaður bæjar­ ráðs, Drífa Sigfúsdóttir, fyrsti for­ seti bæjarstjórnar og Jóhann Geir­ dal, bæjarfulltrúi, fluttu stutta tölu þar sem þau rifjuðu upp atriði frá sameiningunni sem var sú fyrsta hjá sveitarfélögum á landinu. Fyrir utan sameininguna sjálfa var nafnamálið það stærsta og bæjar­ félagið fékk nafnið Reykjanesbær, um ári eftir sameiningu. Öll voru þau sammála um að sameiningin hafi heppnast vel og verið gæfuspor fyrir sveitarfélögin og bæjarbúa. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þau Jónínu, Drífu, Jóhann og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, eftir fund­ inn en viðtölin má sjá í Suðurnesja­ magasíni þessarar viku, fimmtudags­ kvöldið 13. júní klukkan 20:30.

Heiðursborgarinn Ellert fékk fyrstu sneiðina Ellert Eiríksson, fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar og heiðursborgari bæjarins, fékk fyrstu sneiðina af 25 ára afmælistertu sem boðið var upp á eftir hátíðar­ fundinn í Stapa sl. þriðjudag. Ellert var líka bæjarstjóri Keflavíkurbæjar í fjögur ár áður en Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994. Hann var síðan bæjarstjóri Reykjanesbæjar til ársins 2002. Hann er hér á mynd með Guðbjörgu Sigurðardóttur, eiginkonu sinni, í Stapanum.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

Jóga og slökun í Heiðarskóla hlaut Hvatningarverðlaun

Loftmynd af höfninni í Grindavík og innsiglingunni. Vf-mynd/hilmar.

Verkefni Gróu Bjarkar Hjörleifsdóttur og Guðrúnar Lísu Einarsdóttur, Jóga og slökun í Heiðarskóla, hlaut Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar nú í ár en verðlaunin voru afhent í bíósal Duus Safnahúsa síðastliðinn fimmtudag. Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar en verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Markmið Jóga og slökunar er að nemendur læri á tilfinningar sínar og geti nýtt sér aðferðir til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs. Andlegt álag og streita er í dag eitt stærsta heilbrigðisvandamál heims og því mikilvægt að nemendur eigi tæki og tól til að takast á við þær áskoranir í framtíðinni. Verkefnið er fyrir nemendur Heiðarskóla í 1.–4. bekk sem fara í jógakennslu einu sinni í viku þar sem þeir læra slökun og núvitund en það stendur einnig til boða fyrir nemendur á unglingastigi skólans að velja jóga sem valgrein.

Sérhæfðir kennsluhættir barna með hegðunarvanda

Þegar Hvatningarverðlaunin voru afhent var einnig vakin sérstök athygli á tveimur öðrum verkefnum sem þóttu skara fram úr. Annað þeirra var námsúrræðið Goðheimar sem er sérhæft námsúrræði fyrir nemendur í 1.-6. bekk í Reykjanesbæ sem eru í brýnni þörf fyrir sérhæfða kennsluhætti og er þjálfun sem tekur mið af

Gróa og Lísa glaðar með verðlaunin. þörfum barna með hegðunarvanda. Að verkefninu standa þeir Guðlaugur Ómar Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson og Sigurður Hilmar Guðjónsson frá Háaleitisskóla.

Vidubiology stóreykur áhuga á líffræði

Hitt verkefnið, sem vakin var sérstök athygli á, er Notkun Vidubiology í kennslu en Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir stendur á bakvið það. Vidubiology er alþjóðlegt verkefni sem er í stöðugri þróun en áhersla verkefnisins er að skoða áhrif verkefnavinnu á viðhorf, skilning, virkni og áhuga á líffræði. Ragnheiður Alma er kennari í 5. bekk í Njarðvíkurskóla og hefur verið að rannsaka og prófa sig áfram með notkun myndmiðlunar en rannsóknin er hluti af meistaraverkefni hennar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugi nemenda hefur stóraukist við notkun Vidubiology í kennslu.

Grindavíkurbær og Alþingi skiptast á grjóti Grindavíkurgrágrýti verður notað til steinklæðningar á nýbyggingu Alþingis sem nú er í undirbúningi. Grindvíkingar fá greitt fyrir grjótið með sérvöldu grágrýti úr grunni við Landsspítala við Hringbraut í Reykjavík. Beiðni var lögð fram frá Margréti Harðardóttur, arkitekt um staðfestingu bæjarstjórnar Grindavíkur á drögum að samkomulagi á milli Grindavíkurbæjar annars vegar og verkefnisstjórnar nýbyggingar Alþingis hins vegar um skipti á grágrýti í eigu Grinda-

víkurbæjar fyrir Reykjavíkurgrágrýti úr grunni meðferðarkjarna NLSH við Hringbraut í Reykjavík. Fyrirhugað er að nýta Grindavíkurgrágrýtið sem hráefni til vinnslu steinklæðningar fyrir nýbyggingu Alþingis en verkið er nú í undirbúningi. Vinnsluhæfir steinar

Nýjar hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi brátt í notkun Búið er að setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi sem mæla meðalhraða á afmörkuðum kafla en vélarnar eru þó ekki komnar í notkun. Grindavik.is fékk þær upplýsingar hjá Vegagerðinni að tvennt þyrfti að klárast áður en notkun hefjist. Annars vegar þarf Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og hins vegar þurfa endanlegir vottunarpappírar að berast frá framleiðanda vélanna. Myndavélarnar hafa verið í prufu undanfarið og einhverjir ökumenn hafa sjálfsagt tekið eftir ljósablossa frá vélunum. Um er að ræða vélar sem mæla meðalhraða. Nokkur umræða hefur verið varðandi staðsetningu vélanna. Ástæða þess að þær eru settar upp annars

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

hafa þegar verið valdir á staðnum og merktir fyrir flutning. Um er að ræða að Grindavíkurbær fái afhent 120m² eða um 360 tonn af sérvöldu grágrýti til notkunar í brimvarnargarða, gegn 75m² eða um 220 tonnum af grágrýti því sem nú er í eigu bæjarins. Bæjarstjórn Grindvíkur samþykkti beiðnina um þessi grjótaskipti samhljóða.

vegar við Seltjörn og hins vegar við bæjarmörkin er sú að kaflinn frá Bláa lóninu og inn til Grindavíkur verður ennþá varasamur. Kaflinn frá Seltjörn og að Bláa lóninu verður með aðskildar akstursstefnur og því má segja að minni hætta verði af hraðakstri þar en á leiðinni inn til bæjarins. Með aðskilnaði akstursstefna ætti framanákeyrsla að tilheyra fortíðinni en þau slys eru alvarlegust í umferðinni og hafa valdið mestu tjóni. Með staðsetningu þeirri sem er á hraðamyndavélunum er reynt að minnka slysahættu á þessum kafla sem hefur ekki aðskildar akstursstefnur, þ.e. Bláa lónið - Grindavík, segir á grindavik.is.

Góð niðurstaða fyrsta ársreiknings Suðurnesjabæjar ❱❱ Skuldaviðmið 66,6% og hagnaður af rekstri

Rekstur Suðurnesjabæjar er sterkur og skuldaviðmið hans er 66,6% en þann 5. júní 2019 samþykkti bæjarstjórn Suðurnesjabæjar ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018 eftir aðra umræðu. Suðurnesjabær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar og hóf starfsemi þann 10. júní 2018. Suðurnesjabær átti því eins árs afmæli þann 10. júní 2019 og er ársreikningur 2018 því fyrsti ársreikningur nýs sameinaðs bæjarfélags. Niðurstöður ársreikningsins eru í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2018 sem samanstendur af fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna sem runnu saman í eitt í Suðurnesjabæ. Rekstrarniðurstaða A hluta bæjarsjóðs er afgangur kr. 57 milljónir, en áætlun gerði ráð fyrir afgangi kr. 43,7 milljónir. Rekstrarafgangur heildaruppgjörs A og B hluta er kr. 53,2 milljónir, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir afgangi kr. 53,6 milljónir. Heildar skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2018 voru kr. 4.243 milljónir, þar af langtímaskuldir við lánastofnanir kr. 2.611 milljónir. Lífeyrisskuldbinding hækkaði frá fyrra ári og var alls 942 milljónir króna.

Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð var 66,6% í árslok 2018 en samkvæmt lögum og reglugerð má skuldaviðmið ekki fara umfram 150%. Fjárfestingar voru alls 217,5 milljónir, engin ný lán voru tekin árið 2018. Handbært fé í árslok 2018 var 746,8 milljónir króna. Bæjarstjórn lýsir ánægju með niðurstöður ársreiknings og þakkar öllum stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir framlag þeirra í góðan rekstur. Sterk efnahagsleg staða sveitarfélagsins lýsir sér m.a. í því að skuldaviðmið er 66,6%. Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þá miklu vinnu sem það hefur lagt af mörkum við þau fjölmörgu verkefni sem unnin hafa verið við mótun á nýju sveitar-

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

félagi, þeim verkefnum er hvergi nærri lokið. Framundan eru spennandi tímar með miklum áskorunum hjá Suðurnesjabæ. Markmið bæjarstjórnar er að veita íbúum sem besta þjónustu þannig að búsetuskilyrði í Suðurnesjabæ verði áfram eins og best er á kosið. Bæjarstjórn bendir á að ársreikningur ársins 2018 feli í sér sterka efnahagslega stöðu Suðurnesjabæjar og á því muni bæjarstjórn byggja til framtíðar, segir í frétt frá bæjarfélaginu.

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg


EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! STÓR PAKKI

Helgusteik í Esjumarineringu

1.399 ÁÐUR: 2.798 KR/KG

-15%

KR/KG

-40%

-50% Lúxusgrillpakki

1.499 ÁÐUR: 2.499 KR/KG

KR/KG

Lambalærissneiðar í Béarnaisemarineringu

2.548 ÁÐUR: 2.998 KR/KG

KR/KG

LAMBALÆRI Á GRILLIÐ!

TVEIR FYRIR EINN

-50%

Bjórgrís Kinnar

Pylsutilboð Tvöfaldur pakki

1.149

KR/KG

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

1.598

KR/PK

Glóðarlæri Þurrkryddað

1.349 ÁÐUR: 1.799 KR/KG

Berlínarbolla Nýbakað

64

KR/STK

ÁÐUR: 99 KR/STK

-35%

-25%

KR/KG

Græn vínber

Hamborgarar m/chili eða beikoni 2x100 gr

471

-20%

-46%

KR/KG

ÁÐUR: 798 KR/KG

KR/PK

ÁÐUR: 589 KR/PK

399 -50%

Coca-Cola 1L

129

KR/STK

ÁÐUR: 239 KR/STK

Tilboðin gilda 13. – 17. júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Lægra verð – léttari innkaup

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

Stærðfræðin uppáhaldsfag dúxanna

Snýst um að gefa sér tíma og hafa gaman Tvær stelpur úr Grindavík dúxuðu á stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn sem lauk nýlega. Þær Áslaug Gyða Birgisdóttir og Kleópatra Th. Þengils­ dóttir voru hnífjafnar með 8,98 í meðaleinkunn en þær eru báðar á nítjánda aldursári og stunduðu áður grunnskólanám við Grunnskóla Grindavíkur. VIÐTAL

Á útskriftinni, þann 25. maí síðastliðinn, afhenti Kristján Ásmundsson skólameistari stelpunum hvorri fyrir sig námsstyrk úr skólasjóði að upphæð hundrað þúsund krónur. Þá fengu þær einnig þrjátíu þúsund króna styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Áslaug:

Mikilvægt að sinna félagslífinu og andlegu heilsunni

Kleópatra:

Heldur ekki heilsu í stanslausum lærdómi

„Það var mjög fínt að vera í Grunnskóla Grind avíkur en maður þarf náttúrlega alltaf að leggja hart að sér til að ná þessu. Ég held þetta snúis t aðallega um hugarfarið, ef maður ætlar sér að ná einhverju þá verður maður að vinna að því,“ segir Kleópatra en hún útskrifaðist af listnámsbraut FS og fékk við útskriftina viðurkenn ingu fyrir góðan árangur á myndlistarlínu brautarinnar og einnig fyrir árangur sinn í mynd list. Að auki fékk hún gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi. Aðspurð hvort hún hafi þurft að vera nánast alltaf að læra til að ná þessum árangri svarar hún því neitandi. „Mesta vinnan var í skólanum sjálfum. Maður heldur ekki heilsu ef maður er stanslaust í lærdómnum.“ Skemmtilegast þótti Kleópötru að læra listasögu og stærðfræði í FS en hún er þó ekki búin að ákveða hvenær hún fer í áframhaldandi nám. Nú í sumar einbeitir hún sér að því að vinna og safna pening fyrir ýmsum námskeiðum. „Ég hef mikinn áhuga á leirlist og langar rosalega að prófa það. Svo langar mig að læra meiri

módel-teikningu,” segir Kleópatra sem starfar á gistiheimilum fjölskyldu sinnar í Grindavík, Lágafelli og Grund, sem hún segir mjög fínt og henti vel með skóla. Hún hvetur nýnema og aðra, sem vilja ná góðum árangri í framhaldsskóla, að gefa sér góðan tíma. „Ekki ofreyna ykkur. Maður þarf ekki að flýta sér í öllu. Þetta snýst bara um að gera sitt besta og á þeim tíma sem það tekur.“ Aðspurð um framtíðarstarfið þá segir hún stefnuna ekki vera komna svo langt. „En hugurinn minn er í myndlistinni.“

ulögð og hafa metnað að dúxa en með því að vera skip sem er,“ segir Áslaug „Það var aldrei markmið hjá mér rju hve í t lang ar er hægt að ná frek útskrifaðist af raunfyrir því sem maður er að gera ug sárangri á stúdentsprófi. Ásla útskrift fyrir góðan Gyða sem náði mjög góðum nám við ngu nni rke viðu t urnesja og hlau frá Verkfræðistofu vísindabraut Fjölbrautaskóla Suð gjöf ig s- og efnafræði. Þá fékk hún einn nds fyrir góðan Ísla árangur í stærðfræði ásamt eðli lagi ðifé afræ Efn frá í stærðfræði, gjöf í stærðfræði og r ngu Suðurnesja fyrir árangur sinn ára an frá Landsbankanum fyrir góð árangur í efnafræði og einnig raungreinum. an og sinna félagslífinu og hafa dúxað ekki að hafa gam Áslaugu segist líða vel með það að með,” segir hún. ni náminu var andlegu heilsun en uppáhalds fagið hennar í ug að einbeita sér að fótÁsla r ætla ar an skóla en Í sum stærðfræði. Hún segir FS góð hún starfar á veitingaen lokið bolta og vinnu nú hafa að n fegi r áðu sem t Leifs Eiríkshún sé sam staðnum Hjá Höllu í Flugstöð svo að taka hún r náminu þaðan. ætla arið sér áfanga sonar. Eftir sum u frá námi pás árs „Ég mæli með því að nýnemar velji eins ti kos nsta min að á, það gerir sér taka sér vilji hún ð eða braut sem þeir hafa áhuga hva ar ara. Þó það á meðan hún íhug nablikinu aug „Í nni. þetta allt saman miklu auðveld tíði fram í dur hen r sinnt jafnt fyri vonandi mun ég finna sé lögð áhersla á að náminu sé ma því er framtíðin óráðin en gley að gt ilvæ mik t sam er því kemur.“ þá og þétt eitthvað skemmtilegt þegar að


u ð a ð o k S n i ð o b l i t öll is . o k y b á

SUMARHÁTÍÐ Laugardaginn 15. júní

FJÖLDI SUMARTILBOÐA Í VERSLUNUM BYKO 13.-19. JÚNÍ

BOÐIÐ ER UPP Á GRILLAÐAR PYLSUR, GOS, SAFA OG ÍSPINNA FRÁ 12-15 Á LAUGARDAG • RAFMAGNSVERKFÆRI -20% • MATAR- OG KAFFISTELL -25% • POTTAR OG PÖNNUR -25% • SNICKERS VINNUFATNAÐUR -20% • TOEGUARD/SOLIDGEAR ÖRYGGISSKÓR -20% • BLÓMAPOTTAR/-KASSAR -25%

• ÚTILEGUBORÐ/STÓLAR -25% • GJÖCO INNIVEGGJAMÁLNING -20% • BENSÍNSLÁTTUVÉLAR -25% • ELDSTÆÐI/KAMÍNUR -30% • SUMARBLÓM -25% • FERÐATÖSKUR -30%

• GARÐHÚSGÖGN -25% • LEIKFÖNG -30% • TJÖLD -25% • KÆLIBOX -25% • ÚTILJÓS -25% • GEILSAHITARAR -30%

allt að

30% afsláttur háþrýstidælur

Tilboðsverð

30% afsláttur

af Napoleon grillum

Gasgrill

ROYAL 320 með þremur ryðfríum brennurum, og grillgrindum úr pottjárni sem hægt er að snúa við.

52.496

Tilboðsverð

50657512

Almennt verð: 69.995

Gasgrill

ROGUE R365, grillgrind 51x46cm úr pottjárni.

Kílóvött

8,2

Brennarar

2

62.996 506600035

Almennt verð: 89.995

25% afsláttur af öllum hjólum

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl. Tilboð gilda til 19. júní, eða á meðan birgðir endast.

Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

Kílóvött

8,8

Brennarar

3

25% afsláttur

af Broil King grillum


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

The Retreat við Bláa lónið hreppti Hospitality Design-verðlaunin The Retreat í Bláa lóninu hreppti aðalverðlaun Hospitality Design tímaritsins í flokki best hönnuðu lúxúshótela heims en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í New York nýverið. Þetta er í fimmtánda sinn sem þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun eru veitt en yfir eitt þúsund innsend verkefni eða vörur bárust í keppnina en aðeins ríflega hundrað fengu tilnefningu. Í tæplega 40 ára útgáfusögu Hospitality Design hefur tímaritið skipað sér sess sem eitt virtasta fagtímarit heims. Í umsögn dómnefndar tímaritsins segir að hönnun The Retreat sé „fáguð og skeri sig úr öllu öðru“. Hrólfur Karl Cela hjá Basalt arkitektum, sem var eitt þeirra fyrirtækja sem kom að hönnun hótelsins, segir ljóst að sérstaða Bláa lónsins; hraunið, mosinn og vatnið, skipi verkefninu þann sess sem það hefur öðlast, enda

„Þetta er mikill heiður og við erum stolt af því að vera hluti af teyminu ásamt Basalt, Eflu, Lisku, B&B Italia, Axor, iGuzzini,“ segir Sigurður Þorsteinsson hjá Design Group Italia. Þetta hefur verið löng og ánægjuleg vegferð með Bláa lóninu og það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna með fyrirtæki sem hugsar alltaf fram á við og hefur haft hönnun sem einn af leiðarvísunum í vinnu sinni.“ „Við erum mjög ánægð með þessi verðlaun, þau eru enn ein viðurkenningin á uppbyggingu þeirri og þjónustu sem við höfum unnið að innan Bláa lónsins síðustu misseri,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

er öll áhersla lögð á samhljóm við þetta einstaka umhverfi sem er hvergi annars staðar að finna. The Retreat hefur fengið mikið lof fyrir hönnun, útlit og þjónustu og hlotið á annan tug verðlauna frá opnun í apríl í fyrra. Meðal verðlauna og viðurkenninga má nefna Time Magazine’s World’s 100 Greatest Places, Surface Travel Awards – Best Spa, Travel + Leisure: It List – Best New Hotels in the World, svo fátt eitt sé nefnt.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Einstök veðurblíða á sjó og landi AFLA

FRÉTTIR

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Hljómahöll - Veitingastjóri Skapandi sumarstarf - 17–25 ára Skapandi sumarstarf - Verkefnastjóri Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Viðburðir í Reykjanesbæ Stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 – íbúafundur Íbúar geta haft áhrif! Íbúafundur um stefnumótun Reykjanesbæjar til 2030 verður í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 13. júni kl. 17:00. Tekið verður á móti ábendingum eftir fund á stefnumotun2030@reykjanesbaer.is Sumarlestur Bókasafns Reykjanesbæjar 2019 Allir krakkar á grunnskólaaldri eru hvattir til þess að taka þátt í sumarlestri Bókasafnsins. Dregið verður úr þátttökuseðlum í hverri viku, föndur og gaman daglega. Sjáumst í sumarskapi í Bókasafninu

Aldeilis að veðurblíðan er búin að vera yfir Suðurnesjum núna síðustu vikur, frekar óvenjulegt miðað við undanfarin sumur sem hafa einkennst af rigningu. Þrátt fyrir þessa veðurblíðu þá hefur nú ekki verið mikil útgerð héðan og eru margar ástæður fyrir því. Ein er að kvótastaða marga báta er orðin lítil, slipptaka og viðhald á bátum og síðan eru nokkrir bátar farnir burt til þess að róa bæði fyrir norðan og austan. Í flokki báta sem eru að fimmtán tonnum að stærð þá er enginn línubátur í þeim flokki að róa héðan, nema Dúddi Gísla GK frá Grindavík, sem hefur landað 10,5 tonn í tveimur róðrum og af því er langa 6,5 tonn. Í það minnsta þrír bátar í þessum flokki eru í slipp, Dóri GK, Von GK og Sævík GK sem hétu lengst af Óli Gísla GK. Sævík GK, sem er í eigu Vísis ehf í Grindavík, er í lengingu og verður báturinn eftir lengingu þá svipaður að stærð og Bíldsey SH sem er um 30 tonn. Beta GK er komin til Skagastrandar og hefur landað þar 3,2 tonn í tveimur róðrum. Gosi KE var með 1,8 tonn í einni löndun í Þorlákshöfn á handfærum. Alli GK á Breiðdalsvík með 1,3 tonn í einum róðri. Addi Afi GK er kominn á Skagaströnd og hefur landað 9,2 tonn í tveimur róðrum. Birta Dís GK er í Stykkishólmi á grásleppu og er með 3,8 tonn

í tveimur róðrum. Veðurblíðan gerir það reyndar að verkum að handfærabátarnir komast mikið á sjóinn og ef við skoðum hafnirnar í Grindavík þá hafa tólf færabátar landað afla núna í júní og er Hrappur GK aflahæstur með 2,3 tonn í þremur róðrum, rétt á eftir er Þórdís GK með 2,2 tonn í þremur róðrum. Sigga GK 2,1 tonn í þremur. Stakasteinn GK tvö tonn í fjórum. Allt eru þetta strandveiðibátar. Einungis einn færabátur af minni gerð hefur landað í Sandgerði. Gréta GK með 139 kíló í einni löndun. Dragnótabátarnir eru að landa í Þorlákshöfn og þangað kom Siggi Bjarna GK með risalöndun og er þessi löndun ein sú stærsta sem báturinn hefur komið með í land en báturinn kom með 41,3 tonn í land og af því var steinbítur uppistaðan í aflanum eða 30 tonn. Þennan risaafla fékk báturinn mjög langt

frá Þorlákshöfn en veiðisvæðið var úti fyrir Skeiðarársandi og er þetta hátt í tólf klukkutíma stím frá Þorlákshöfn. Hinir bátarnir frá Nesfisk hafa líka verið þarna á veiðum, Benni Sæm GK og Sigurfari GK. Benni Sæm GK kom með 34,6 tonn í einni löndun og af því var steinbítur 27 tonn. Sigurfari GK kom með 22,4 tonn í einni löndun og af því var steinbítur 16 tonn. Þessir þrír bátar eru ekki einu Suðurnesjabátarnir sem eru á veiðum þetta langt með suðurströnd Íslands því að netabáturinn Grímsnes GK er þarna líka á veiðum, þó ekki eins austarlega en Grímsnes GK er aðallega á ufsaveiðum úti fyrir Vík í Mýrdal og að Þjórsá. Grímsnes GK hefur landað 15,4 tonn í einni löndun og var ufsi af því 9,5 tonn. Hinir netabátarnir eru ekki nema þrír og hefur veiðin hjá þeim verið treg. Maron GK með fjögur tonn í þremur róðrum. Halldór Afi GK 857 kíló í tveimur róðrum og Hraunsvík GK 5,3 tonn í fimm róðrum. Svona mikil veðurblíða lokkar margan manninn í fjöruna til þess að fylgjast með sléttum sjó og mjög fallegu sólarlagi.

SPURNING VIKUNNAR

Hlakkar þú til 17. júní? Kristrún Bogadóttir: „Já, af því að það er gaman í Grindavík á 17. júní.“

Elías Gastao Cumaio: „Já, ég ætla í skrúðgarðinn í Keflavík með íslenskan fána.“

Ástvaldur Ragnar Bjarnason: „Já, ég ætla á fótboltaleik.“

Kara Hafstein Ævarsdóttir: „Já, ég fer í skrúðgarðinn og ætla að hafa gaman með fjölskyldu minni.“


Námsframboð Keilis haustið 2019 Einka- og atvinnuflugnám: Sameinaður skóli Keilis og Flugskóla Íslands er einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum. Verkleg þjálfun fer fram í fullkomnum kennsluvélum og nýjum flughermum bæði í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu. Háskólabrú: Frumgreinanám í fremstu röð þar sem kröfur fullorðinna nemenda eru í fyrirrúmi. Við mætum þínum þörfum og bjóðum upp á námið í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu. Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku: Átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram í verklegri kennslu um allt land. Fótaaðgerðafræði: Þriggja anna fjarnám með staðlotum í nýrri verklegri aðstöðu á Ásbrú. Eina nám sinnar tegundar á Íslandi og miklir atvinnumöguleikar. Einka- og styrktarþjálfaranám: Ítarlegasta þjálfaranám á Íslandi vottað af EuropeActive samtökunum. Námið er kennt í fjarnámi og staðlotum á Ásbrú. Nordic Personal Trainer Certificate: Einkaþjálfaranám á ensku sem fer fram í fullu fjarnámi. Menntaskólinn á Ásbrú: Nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð, þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Námskeið: Keilir býður upp á fjölda framhaldsskólaáfanga í fjarnámi sem byggja á fyrirlestrum og verkefnum. Sumarnámskeið: Sumarið 2019 býður Keilir upp á spennandi námskeið fyrir ungt fólk, bæði Flugbúðir sem og námskeið um útivist og ævintýraferðamennsku.

Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs KEILIR

// ÁSBRÚ

// 578 4000

// www.keilir.net

//

keilir@keilir.net


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Draumur að vera með lítinn búskap

Sumum finnst rómantík í því að búa út af fyrir sig og vera með nokkur húsdýr. Öðrum finnst þetta ekkert spennandi og vilja bara kaupa mjólkina sína, eggin og kjötið í næstu verslun. Það sveif samt ákveðin rómantík yfir vötnum þennan fallega sólríka morgun þegar blaðamaður renndi í hlað á Norður Flankastöðum, lögbýli sem staðsett er rétt fyrir utan Sandgerði, í miðjum Suðurnesjabæ. Kindurnar voru að bíta gras á túninu, á meðan lömbin skoppuðu í kringum mæður sínar. Hænurnar voru rétt ókomnar út í tæra morgunloftið. Hjónin, Sigríður Bryndís Sigurjónsdóttir 71 árs og Gísli Ólafur Ólafsson 73 ára, eru komin á eftirlaun og njóta þess að vera með lítinn búskap heima í túnfæti. Þau keyptu lögbýlið Norður Flankastaði árið 1973 og segjast vera hobbýbændur.

Fékk fyrsta lambið gefins

draumurinn að búa út af fyrir sig, hafa dýr með annarri vinnu,“ segir Gísli og brosir. „Já, Gísli átti nokkrar kindur þegar ég kynntist honum. Ég er alin upp í sveit úti á Reykjanesi en pabbi sem var vitavörður, var með kindur, beljur og hænur. Hann seldi egg og það geri ég einnig í dag en bara nákomnum. Maður ólst upp í þessu. Það var draumur okkar Gísla að geta flutt og verið út af fyrir okkur með nokkur dýr og það tækifæri kom til okkar þegar við keyptum Norður Flankastaði,“ segir Sigríður, sem alltaf er kölluð Sigga en hún vann síðast á Garðvangi þegar það var og hét. „Þegar við vorum að alast upp þá var búskapur að lognast út af en þetta er eiginlega sjálfsbjargarviðleitni í manni, til að hafa eitthvað að borða en þó gerum við þetta mest fyrir ánægjuna, að umgangast dýrin. Það er svo róandi að vera í kringum þau. Þegar við keyptum þessa jörð þá var bara eitt hús hérna. Við höfum byggt þetta allt upp og byrjuðum á íbúðarhúsinu sem er heimili okkar. Gamla

húsið er löngu farið. Svo byggði ég útihús, fjárhús, hænsnakofa og hlöðu, verkstæði og sláturhús fyrir okkar eigin heimaslátrun en það megum við,“ segir Gísli sposkur á svip. „Okkur líður vel í kringum dýrin. Við erum með nokkrar kindur en þær hafa sitthvorn persónuleikann og allar hafa þær nöfn sem við höfum gefið þeim. Okkur finnst gott að búa út fyrir þéttbýlið og gott að búa með dýrunum. Gísli er bóndi frá blautu barnsbeini,“ segir Sigga og horfir á manninn sinn sem viðurkennir það og segir: „Já, ég er náttúrubarn eins og fleiri. Það er gott að koma út í ferska morgunloftið og sjá dýrin. Á veturna

VIÐTAL

Þau eru bæði hætt að vinna og lifa nú drauminn þegar þau geta sinnt dýrunum sínum allan daginn ef þau vilja. „Ég er vélstjóri og vann lengi sem sjómaður en það blundaði alltaf í mér að vera með lítinn búskap. Ég var í sveit hér á næsta bæ, á Arnarhóli, í þrjú sumur frá tíu ára aldri og eignaðist fyrsta lambið mitt tólf ára gamall sem ég fékk gefins. Það hefur alltaf verið

Ég er alin upp í sveit úti á Reykjanesi en pabbi sem var vitavörður, var með kindur, beljur og hænur. Hann seldi egg og það geri ég einnig í dag en bara nákomnum. Maður ólst upp í þessu ...

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

þegar við erum að gefa þeim á garðann inni þá er notalegt að hlusta á rollurnar éta, það er eitthvað svo róandi. Náttúran gefur okkur mannfólkinu mikið ef við aðeins stöldrum við og slökum á. Við verðum að varðveita sveitina því krakkarnir missa af miklu sem fá ekki að kynnast þessu,“ segir Gísli.

Náttúruöflin láta ekki að sér hæða

Það er ekki bara tekið út með sældinni að sinna búskap. Veðrið á Íslandi

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

9

Í SJÁVARHÁSKA SEXTÁN ÁRA GAMALL

getur sett strik í reikninginn og það hafa þau hjónin fengið að upplifa. „Veturnir hér út frá geta verið harðir og mikill vindur. Eitt sinn fauk hænsnahúsið og valt á hliðina og hænurnar voru að hlaupa inn og út. Svo mikið var rokið að ég þurfti að skríða til að ná þeim inn í hús aftur,“ segir Sigga og Gísli heldur áfram með veðurlýsingar. „Það var held ég 1983 að það flæddi sjór næstum upp að húsinu okkar en það bjargaði því að það stendur aðeins uppi á hæð. Það var svakalegt veðrið þá. Annars erum við bara í rólegheitunum og sinnum dýrunum okkar. Þetta er líkamsrækt, maður þarf að moka undan dýrunum, nokkur tonn á ári. Svo fer þetta á túnin og þá sprettur grasið. Þetta er langbesti áburðurinn,“ segir Gísli kíminn. „Margar konur komu hingað til okkar í gamla daga að sækja skít í garðana sína því það er svo flottur áburður,“ segir Sigga og fer með okkur til hænsnanna sem staðsettar eru í hænsnahúsi við einbýlishús hjónanna en þær fá að vappa um í garðinum þeirra, fara út á hverjum morgni en eru læstar inni yfir nóttina. „Þær eru duglegar að verpa en þetta eru bara venjulegar hænur, ekki landnámshænur. Það er gott að hafa hænur og geta náð í eggin hingað út,“ segir Sigga og Gísli svarar blaðamanninum sem spyr hvers vegna þau hafi ekki eina belju á bænum fyrst þau eru að þessu. „Já, ég væri alveg til í að hafa eina belju og mjólka á gamla mátann, það væri gaman en Sigga vill það ekki,“ segir hann og horfir á Siggu sem sýnir það mjög skýrt með andlitssvipnum að henni finnist beljur ekki spennandi skepnur.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Á aðeins tuttugu mínútum fór báturinn á hliðina og sökk, þetta gerðist mjög hratt. Ég hélt ég myndi deyja og ákvað að best væri að setja fimmhundruð kallinn í vasann sem mamma gaf mér áður en ég fór á veiðar, ég vildi ekki skilja peninginn eftir í bátnum ...

Gísli er menntaður vélstjóri sem kemur sér vel þegar gera þarf við vélar og fleira á bóndabænum þeirra. „Ég var lengi á sjó en eftir að við hættum að vinna þá fengum við okkur lítinn bát, ég hafði gaman af því,“ segir Gísli. „Já, og ég var með honum. Ég hafði aldrei farið á sjó áður en við vorum að nálgast eftirlaunaaldurinn og rérum okkur til gamans því við vorum bæði ennþá í vinnu á þessum tíma og vorum einnig með smá búskap. Annars höfum við gaman af því að ferðast um landið okkar og til útlanda og komumst mest frá á sumrin,“ segir Sigga. „Ég get nú sagt þér skemmtilega sögu frá fyrsta róðri mínum þegar ég var sextán ára gamall. Það var í júlí árið 1962 að ég réði mig á Hamar GK32. Við rérum frá Keflavík og vorum ellefu manna áhöfn á leið norður á síld þegar bátnum hvolfdi suðaustan af Snæfellsjökli. Á aðeins tuttugu mínútum fór báturinn á hliðina og sökk, þetta gerðist mjög hratt. Ég hélt ég myndi deyja og ákvað að best væri að setja fimmhundruð kallinn í vasann sem mamma gaf mér áður en ég fór á veiðar, ég vildi ekki skilja peninginn eftir í bátnum. Útlitið var dökkt. Skipstjórinn var fljótur að kafa niður undir bátinn og sótti gúmmíbátinn sem við fórum allir ofan í. Okkur rak upp á Mýrar á eyju þar, sem heitir Hvalsey. Þarna vorum við í átta klukkustundir þegar gömlu karlarnir í áhöfninni, þar á meðal skipstjórinn, ákváðu að róa í land á gúmmíbátnum og skildu okkur, ungu strákana eftir, ef eitthvað skyldi koma fyrir þá á leiðinni.

Þeir komust í land og sögðu frá okkur. Svo komu bændur á trillu og sóttu okkur en þá höfðum við verið á þessari eyju í alls átján klukkustundir og orðnir kaldir,“ segir Gísli á lifandi hátt svo að blaðamaður hrífst með sögunni og hlær þegar Gísli

minnist á 500 kallinn sem honum fannst rétt að taka með sér ef hann skyldi drukkna. „Ja, við værum ekki hér í dag að tala við þig, ef hann Gísli minn hefði drukknað,“ segir Sigga að lokum við blaðamann.

Ætlar þú ekki örugglega að horfa?

n n e m r Mata Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

SILFRAÐAR HESTAKONUR Á KVENNAREIÐ MÁNA

JÓGAÐ VANN HVATNINGARVERÐLAUNIN á Hringbraut og vf.is 0 HVAÐ SÖGÐU FYRSTU BÆJARFULLTRÚARNIR :3 0 2 l. k ld ö v k s g a d tu m fim Á 25 ÁRA AFMÆLI REYKJANESBÆJAR? SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30.

magasín SUÐURNESJA



MEST SELDA SÓLARVÖRN Í HEIMI

Nr.1

í sólar-

vörn*

HÚÐ barna ÞRÓAÐ FYRIR

*Heimild; Euromonitor International Limited; NIVEA í vöruflokknum sólarvörn sem inniheldur sólarvarnir, after sun og sjálfbrúnku, í verðmætum árið 2017.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

a n u t ö l p t ú r u f e g Gísli w e r C n o t e l e k S e h T

Skapandi að semja í Höfnum Af hverju ákvaðst þú að gefa út plötu núna? „Þörfin kom bara einhvern veginn til baka. Ég er búinn að gefa út eitt og eitt lag hér og þar og finnst það voða gaman. Það kítlar egóið smá að fara með lag í útvarpið og heyra það leikið þar. Það hefur hingað til bara verið nóg. Núna hefur það eitthvað breyst, ég veit ekki af hverju og nú langar mig að gefa út meira.“ Hefur þú verið lengi í tónlist? „Ég hef alltaf verið í tónlist, alveg frá

því ég var pínulítill. Ég var trommari og í lúðrasveit en svo leiddi bara eitt af öðru. Maður byrjar að semja lög og svo tekur maður þau upp af því það er enginn annar til að gera það og þá þarf maður bara að læra það, lærir að spila á ný hljóðfæri fyrir lögin sín og þannig vindur þetta upp á sig. Þegar maður er með einhverja hugmynd að lagi, einhverri stemningu, þá er lang auðveldast að ná því sjálfur í stað þess að sitja lengi og útskýra það fyrir einhverjum öðrum hvernig ég vil að það sé. Ég hringi stundum í vini

mína og fæ þá til að spila á hljóðfæri og þá breytist fílingurinn. Þeir koma bara með sitt eigið og ég á stundum smá erfitt með það.“ Hvernig er ferlið frá því að þú kemur með hugmynd að lagi og yfir í það að þú gefur það út? „Það getur gerst rosalega hratt ef maður er heppinn. En elsta lagið á nýju plötunni er alveg tveggja, þriggja ára gamalt. Þá hafði ég tekið upp bassa, trommur, gítar og söng en fannst það alveg hræðilegt þá og setti það bara

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær - 26. júní Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

VIÐTAL

Gísli Kjaran Kristjánsson er tónlistarmaður, búsettur í Höfnum á Reykjanesi. Þar býr hann ásamt konu sinni, Elízu Newman, og dóttur þeirra en þangað fluttu þau í kyrrðina eftir að hafa unnið við tónlist víðs vegar um heiminn. Gísli flutti frá Los Angeles til London þar sem hann sneri sér að upptökustjórnun og lagasmíðum fyrir aðra en gaf þó út eitt og eitt lag sem naut velgengni í íslensku útvarpi. Gísli gaf nýverið út plötuna The Skeleton Crew sem er fyrsta platan hans í fimmtán ár. Hann segir það skapandi að semja tónlist í Höfnum og bauð Víkurfréttum heim til sín í stúdíóið.

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

ofan í skúffu. Svo núna um daginn opnaði ég lagið og fannst það ekkert svo slæmt, það vantaði bara aðeins upp á það. Það þurfti kannski bara aðeins að hækka í bassanum eða eitthvað svoleiðis. Oft er það svo lítið sem þarf til.“ Og þú ert búinn að semja um allan heim? „Ég gerði eina plötu í Los Angeles sem átti að vera önnur sóló-platan mín en hún hefur aldrei komið út. Svo fór ég út í það að taka upp fyrir aðra og vinna með öðrum. Þá hef ég gert plötur í Noregi, London, Minneapolis og Trinidad í Karabíska hafinu, á fáránlegustu stöðum. Það er mjög skemmtilegt.“ Hvort er skemmtilegra að taka upp fyrir aðra eða að gefa út eigin tónlist? „Það er skemmtilegast að gera það til skiptis. Að grafa svona mikið í eigin haus til að semja eigin tónlist er bara óhollt held ég. Það var líka hluti ástæðunnar fyrir því að ég stoppaði svona lengi. Ég samdi og gerði tvær plötur og túraði ógeðslega mikið um Evrópu. Að syngja lög allan daginn um sjálfan sig og fara í viðtöl að tala um sjálfan sig er ekkert rosalega sniðugt. Ég þurfti bara að setja fókusinn á eitthvað annað.“ Ert þú sjálflærður í tónlistinni? „Já en maður lærir þetta í rauninni aldrei alveg. Það er eitt af því sem er svo gaman við þetta, maður er aldrei búinn að læra þetta. Það er engin endastöð í þessu og alltaf hægt að verða betri. Það er eitthvað við það sem er svo heillandi. Þróunin stoppar aldrei.“ Nýja platan þín, hvernig tónlist er á henni? „Þetta er kallað eitthvað svona „indierock“, „indie-pop“. Ég spila á flest hljóðfærin á plötunni. Elíza, konan mín, spilar á fiðlur og syngur bakraddir. Dóttir okkar sem er fimm

Ég spila á flest hljóðfærin á plötunni. Elíza, konan mín, spilar á fiðlur og syngur bakraddir. Dóttir okkar sem er fimm ára hefur tekið sig til og spilar slatta líka ...

ára hefur tekið sig til og spilar slatta líka. Hún spilar næst mest á plötuna á eftir mér. Henni finnst það ekkert merkilegt.“ Hvers vegna fluttuð þið til Hafna? „Við fluttum fyrst frá London í miðbæ Reykjavíkur. Þar fengum við allan hávaðann og lætin sem voru í London en það var samt sem áður ekki jafn spennandi og London þannig, þá ákváðum við að flytja bara eitthvað langt út í sveit.” Hlustar þú mikið á íslenska tónlist? „Já, alveg helling. Mér finnst hún frábær. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt að verða betra betra og gæðin að verða meiri. Mér fannst þetta vera meiri klikkun áður fyrr. Þá var fullt af klikkuðum hljómsveitum sem voru bara að gera einhverja steypu. Núna er þetta orðið aðeins meira „mainstream“. Það er mikið um góðar söngkonur og góða rappara. Svo er fullt af flottum hljómsveitum hér. Það er gaman að sjá hlutina þróast.” Er ekki mikill munur að semja tónlist í Höfnum, miðað við Los Angeles og London til dæmis? „Jú, það er rosa mikill munur. En upp á það að vera skapandi er fátt betra en að sitja hér og horfa út á Eldey á meðan maður er að semja lag. Í stórborgum er oft margt sem truflar mann.“


ÐU A Ð SKO

RÁ A K OK N I OÐ B L I T

tækni framtíðar

KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr 185CM 185CM Verð nú: 109.900,- Verð nú: 84.900,-

KÆLISKÁPUr USA STÁL Verð nú: 249.900,-

SARS68N8231B1/EF

SARS50N3403WW/EE

SARS68N8231SL/EF

SARB33J3215SS/EF

RB33J3215WW/EF

Samsung Heimilstæki - eini viðurkenndi umboðsaðili á Íslandi

KÆLISKÁPUr USA HVÍTUr Verð nú: 159.900,-

KÆLISKÁPUr USA SVArTUr Verð nú: 227.900,-

Þvottavél

Þvottavél/Þurrkari

WW90m643

WD80n642

Q DriVE.

Q DriVE.

8 KG. Þvotti. 5 KG. Þurrki. 1400 SN. Eco Bubble. Sambyggð þvottavél og þurrkari. Þvær og þurrkar á 3 tímum, og öllu stýrt frá símanum.

TM

9 KG. 1400 SN. Eco Bubble. Styttir þvottatíma um nær helming. Ný og bætt hugsun í ullarþvotti. Hægt að stilla allt í símanum.

TM

Verð 119.900,-

Verð 159.900,-

Við seljum

eingöngu

ótor lausum m með kola ára ábyrgð með 10

TM

HVAð er eCO BUBBLe?

TM

WW80 Þvottavél

8 KG. 1400 SN. Eco Bubble Verð nú: 67.915,-

Leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á innan við 15 mín, í stað 30-40 ella.

DV80 Þurrkari

8 KG. barkarlaus 7 kg barkarlaus þurrkari. þurrkari. Verð nú: 97.665,- Verð nú: 84.915,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Virka daga kl. kl. 11-15. 10-18 Laugardaga Laugardaga kl. 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

DV70 Þurrkari

Skoðaðu úrvalið r okkar á

nýr vefu Netverslun ýr vefur

n Netverslun

*SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust

Greiðslukjör í allt að 12 mánuði Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

„Ævintýrið um norðurljósin“ á verðlaunapalli í Rússlandi

Verðlaunagripurinn sem Alexandra fékk í Rússlandi. Alexandra Chernyshova varð í öðru sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óperuballettinum „Ævintýrið um norðurljósin“ en óperan var þýdd yfir á rússnesku. Óperan var frumsýnd á Íslandi í Norðurljósasal, Hörpu fyrir einu og hálfu ári. Að verkinu komu fjölmargir einsöngvarar, tveir barnakórar ásamt skólakór Stóru-Vogaskóla, ballettskóla og fjórtán manna kammerhljómsveit. „Það er ekki á hverju ári sem óperuverk, sem er samið fyrir börn, fær viðurkenningu í Rússlandi en landið er þekkt fyrir sígilda tónlist og státar sig af mörgum heimsþekktum tónskáldum,“ segir Alexandra sem er búsett í Reykjanesbæ og kennir tónlist við Stóru-Vogaskóla í Vogunum. Áður hafði Alexandra m.a. stofnað og rekið Óperu Skagafjarðar í Skagafirði sem setti t.a.m. upp La Traviata, Rigoletto og Óperudrauginn, sett á laggirnar eigin söngskóla og haldið úti stúlknakór fyrir Norðurland vestra, Draumaraddir norðursins.

Alexandra segir að óperan „Ævintýrið um norðurljósin“ sé vetrarævintýrasaga þar sem amman Valdís segir barnabörnum sínum sögu þegar þau voru í heimsókn hjá henni í vetrarfríinu sínu. „Ævintýrasagan er um ást tröllastelpu og álfadrengs, íkornans Ratatoski, álfadrottningarinnar sem verndar samhljóminn og lög íbúa heimanna níu, hinn volduga Njörð og konu hans Skaða. Sagan fjallar um hvernig falleg ást álfadrengs og tröllastelpu, Triestu, bjó til norðurljósin sem við dáumst að á hverjum vetri á Íslandi. Ævintýralandið og

Frá sýningu Bliks í auga á síðasta ári.

MANSTU EFTIR EYDÍSI? Miðasala hafin á hátíðarsýningu Ljósanætur Miðasala er hafin á hátíðarsýningu Ljósanætur í ár, Manstu eftir Eydísi? sem að þessu sinni verður haldin í Hljómahöll. Sýningin er tímaferðalag aftur til áranna þegar Eydís var ung, þar sem koma við sögu Hensongallar og Don Cano, Tab og Sinalco, kvikmyndastjörnurnar Stallone, Michael J. Fox, Molly Ringvald og Demi More og síðast en ekki síst verður tónlistin í aðalhlutverki. Þar má nefna Duran Duran, Wham, Simple Minds, Bruce Springsteen og Blondie svo ekki sé minnst á ballöður Foreigner. Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum en það eru þau Jón Jósep, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Hera. Jóhanna Guðrún hefur áður sungið Með blik í auga en hinir söngvararnir eru nýliðar á sýningunni sem nú er haldin í níunda sinn. Þar sem Hljómahöll tekur færri gesti í sæti en Andrews Theatre

þá verður fólk að hafa hraðar hendur því miðafjöldi er takmarkaður á sýninguna. Boðið verður upp á þrennar sýningar líkt og áður. Frumsýnt verður miðvikudag 4. september kl. 20:00 og tvær sýningar verða í Hljómahöll á sunnudeginum 8. september kl. 16:00 og 20:00.

nútíminn koma saman í ævintýri um norðurljósin.“ Samhliða frumsýningunni var gefin út bókin „Ævintýrið um norðurljósin“, sagan í heild sinni auk hljóðsögu. Myndskreytt af Önnu G. Torfadóttur og lestur í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu og þýðing í höndum Árna Bergmann. Áður hafði Alexandra samið óperuna „Skáldið og biskupsdóttirin“ um vináttu Hallgríms Péturssonar

og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur og var sýnd í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Óperan var flutt á síðasta ári í virtum tónlistarháskóla í Kænugarði, heimabæ Alexöndru og skóla sem hún stundaði tónlistarnám í, í tilefni 150

ára afmælis háskólans. Óperan var sungin á úkraínsku með hljómsveit, kór og einsöngvurum. Áður hafði óperan verið kynnt í einum virtasta skóla Moskvu, Gnessin tónlistarakademíu, og í haust verður hún kynnt í Pétursborg.

Nánar er hægt að sjá óperuballettinn „Ævintýrið um norðurljósin“ á face­ book-síðunni: https://www.facebook.com/aevintyridumnordurljosin/

Hinsta kveðja frá Golfklúbbi Suðurnesja:

Kristín Sveinbjörnsdóttir (13. október 1933 – 9. júní 2019)

Það er svolítið sérstakt að setjast niður og skrifa minningarorð um manneskju sem maður hefur aldrei hitt en á samt svo margt að þakka, það á einmitt við í þessu tilviki. Ég hitti Kristínu aldrei, hins vegar hef ég heyrt margt fallegt um hana sagt enda vann Kristín mikið og óeigingjarnt starf á sínum tíma í þágu golfíþróttarinnar á Íslandi. Starf sem eftir var tekið, ekki aðeins hér á Suðurnesjum heldur á landsvísu. Kristín var um margt merkileg kona sem markaði djúp spor í samtíma sinn og markaði leið þeirra sem á eftir fylgdu, án hennar aðkomu væri golfíþróttin líklega ekki á þeim stað sem hún er í dag. Kristín var fyrsta konan til að sitja í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja og hef ég eftir syni hennar að hún hafi þurft að standa fast á sínu og oft tekist hart á við karlana sem voru við stjórn Golfklúbbsins. Leiran var karlaveldi og það var einkennandi fyrir golf á þeim tíma. Golf var fyrir karla en konur og börn áttu ekkert erindi þangað. Kristín stóð upp í hárinu á körlunum og ávann sér ómælda virðingu fyrir vikið, hún var frumkvöðull í barna- og unglingastarfi á landsvísu og þá stóð hún einnig fyrir fyrstu opnu kvennamótunum sem margir kylfingar sóttu hvaðanæva af landinu. Mótin þóttu það vel heppnuð að karlarnir urðu grænir af öfund og þá kom Kristín á fót móti sem var eingöngu fyrir karla með glæsilegum verðlaunum enda hafði Kristín einstakt lag á að safna góðum verðlaunum í þau mót sem hún kom að. Hún var vinsæl,

með góða framkomu og þægilega nærveru – um það eru allir sammála. Barna- og unglingamót þau sem Kristín kom að voru vinsæl, allra vinsælast hjá krökkunum var þó Kristínarmótið sem var fyrst haldið í kringum 1980 og lagðist því miður af í kringum aldamótin síðustu. Þeir kylfingar sem tóku sín fyrstu spor í keppnisgolfi í Kristínarmótinu minnast mótsins með miklum hlýhug og enn í dag ber það reglulega á góma í golfskálanum í Leirunni. Kristín var jafnframt fyrst kvenna til að taka sæti í stjórn Golfsambands Íslands og var hún heiðruð fyrir störf sín í þágu golfíþróttarinnar með því að sæma hana gullmerki GSÍ, þá var hún einnig sæmd silfurmerki ÍSÍ (Íþróttasambands Íslands). Kristín flutti austur að Iðu í Biskupstungum árið 1994 og naut efri

áranna þar í sveitasælu. Kristín verður jarðsett frá Skálholtskirkju föstudaginn 21. júní kl. 14:00. Fyrir hönd kylfinga vil ég þakka Kristínu Sveinbjörnsdóttur fyrir hennar mikilvæga framlag til þróunar og uppgangs golfíþróttarinnar á Íslandi, jafnframt votta ég fjölskyldu hennar og vinum mína dýpstu samúð. Fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja, Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður.

Kristín Sveinbjörnsdóttir látin Kristín Sveinbjörnsdóttir lést 9. júní en hún bjó lengi á Suðurnesjum og var mjög virk í starfi Golfklúbbs Suðurnesja um árabil. Kristín var fyrsta konan til að sitja í stjórn Golfsambands Íslands en hún var þekkt útvarpskona og hafði umsjón með Óskalögum sjúklinga í Ríkisútvarpinu. Kristín var m.a. flug-

freyja hjá Flugfélagi Íslands, starfaði hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, vann hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hjá bæjarfógeta­embættinu í Keflavík. Kristín starfaði einnig um tíma hjá Víkurfréttum, á upphafsárum blaðsins, við ýmis störf. Hún var með einstaka framkomu og rödd sem varð landsþekkt þegar hún starfaði í útvarpinu.

Víkurfréttir nutu góðs af merku framlagi hennar á upphafsárum blaðsins og eru henni færðar innilegar þakkir fyrir það, um leið og við Ásdís sendum fjölskyldu Kristínar innilegar samúðarkveðjur. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir KR

Jane Petra Jónsdóttir, leikmaður Keflavíkur hefur fengið frábæra dóma hjá knattspyrnusérfræðingum að undanförnu og liðið einnig. Hér er hún á fleygiferð.

Keflavíkurstúlkur unnu fyrsta sigur sinn á árinu í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þær rúlluðu yfir KR í Vesturbænum í Reykjavík í síðustu viku. Keflavík skoraði fjögur mörk gegn engu hjá KR en liðin eru að berjast á botni deildarinnar. Keflavíkurstúlkur voru miklu betri allan tímann og skoruðu þrjú mörk á ellefu mínútum í fyrri hálfleik. Anita Lind Daníelsdóttir kom þeim á bragðið með marki beint úr hornspyrnu. Sophie McMahon Groff bætti við öðru marki og síðan skallaði Natasha Moraa Anasi í mark KR og kom liðinu í 0:3. Hún bætti svo við marki í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 0:4 fyrir Keflavík. Baráttan var allsráðandi hjá Keflavík og liðið sýndi að tap í fyrstu fimm leikjunum segir ekki allt. Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæran leik þótt hún hafi ekki skorað. Með sigrinum komst Keflavík á blað og er nú með þrjú stig eins og KR en fjögur lið eru með sex stig. Grindavíkurstúlkur unnu FH í Inkasso-deildinni og eru í 3.–4. sæti. Þær unnu FH 2:1 í Grindavík í gær. Þær hafa unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.

15

Þróttur í Vogum vann Fjarðabyggð.

Víðismenn í stuði og eru á toppnum Víðismenn tylltu sér á toppinn í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar þeir unnu stórsigur á Kára 0:4 á útivelli síðasta laugardag. Ari Steinn Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Garðmenn sem völtuðu yfir Káramenn í síðari hálfleik. Ari skoraði á 58., 66. og 84. mínútu en Atli Freyr Ottesen skoraði þriðja mark liðsins á 80. mínútu. Hitt Suðurnesjaliðið í 2. deild, Þróttur í Vogum, vann góðan sigur á Fjarðabyggð en liðin mættust í Vogum sl. laugardag. Lokatölur urðu 2:1 fyrir heimamenn. Varamaðurinn Pape Mamadou Faye tryggði Þrótti sigur af vítapunktinum á 84. mínútu en Ingvar Á. Ingvarsson skoraði jöfnunarmarkið eftir að gestirnir höfðu náð forystu á 35. mínútu. Vogaliðið er í 7. sæti með átta stig en Víðir í Garði er á toppnum með Selfossi með þrettán stig. Í 3. deildinni unnu Reynismenn stórsigur á útivelli á KH. Theodór Guðni Halldórsson skoraði þrennu fyrir Sandgerðinga. Elvar Ingi Vignisson kom Reyni á bragðið á annarri mínútu en það var eina mark hálfleiksins. Theodór Guðni skoraði á 51. mín. Elvar Ingi bætti við þriðja tveimur mínútum síðar og Theodór var aftur á ferðinni á 60. mínútu. Hann kórónaði flotta frammistöðu með sínu þriðja og fimmta marki Reynis á lokamínútunni en á milli skoruðu heimamenn tvö mörk.

Framkvæmdastjóri í fullt starf hjá Þrótti

Marteinn og Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar

Mikil gróska hefur verið í starfi Þróttar undanfarin ár og vöxtur félagsins hraður að sögn Petru Ruth Rúnarsdóttur formanns Þróttar. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar sem var í 60% starfshlutfalli, mun fara í fullt starf í sumar. Marteinn segir að: „Iðkendum og félagsmönnum hefur fjölgað hratt, félagið er með ýmsa starfsemi í gangi og með hærra starfshlutfalli fáum við meiri fagmennsku í starfið og getum haldið betur utan um félagið. Einnig hefur verkefnum fjölgað samhliða íþróttagreinum sem stundaðar eru hjá félaginu. Sveitarfélagið hefur reynst okkur vel í þessum vaxtaverkjum og styður vel við bakið á okkur. Hér eru allir að róa í sömu átt. Núna stefnir í fjölgun íbúa og þá reynum við eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna sem vilja setjast að í Vogum vegna þess að hér er gott forvarnarstarf unnið og öflugt íþróttafélag. Síðustu árin hafa verið erfið, það hefur reynt mikið á sjálfboðaliða innan félagsins og aðra sem starfa fyrir félagið. Við höfum verið að berjast við mikla vaxtaverki, höfum verið að vinna hörðum höndum að því að láta hlutina ganga upp. Við þessar breytingar getum við vandað betur til verka, verið markvissari í störfum okkar, sinnt félagsmönnum, iðkendum, sjálfboðaliðum og þjálfurum betur í þeirri vegferð sem við erum í.“

Halldór keppti á HM í kraftlyftingum Halldór Jens Vilhjálmsson, kraftlyftingamaður úr félaginu Massa í Njarðvík keppti á Heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum sem fór fram í Helsingborg, Svíþjóð. Hann keppti fyrir Íslands hönd í -105 kg flokki unglinga og lyfti 235 kg. í hnébeygju, 147,5 kg. í bekkpressu og 240 kg. í réttstöðulyftu, 622,5 kg. samanlagt og 13. sæti í flokknum. Halldór ætlaði sér að ná stærri markmiðum á mótinu en því miður tókst það ekki núna. Þetta var fyrsta mótið hans erlendis, heimsmeistaramót og keppnin mjög hörð. Nú er mikil reynsla komin í reynslubankann eftir þetta mót og ferðalag en nú hefst undirbúningur hjá honum fyrir Evrópumeistaramót í bekkpressu sem verður haldið í Lúxemborg þann 7. ágúst nk. segir í tilkynningu frá Massa.

Vogamenn á fleygiferð Dagana 6. til 12. maí fór fram Hreyfivika í Vogum. Markmið hreyfiviku var að hvetja íbúa sveitarfélagsins að taka þátt í samfélagi sínu og hreyfa sig meira. Að þessu verkefni stóðu Ungmennafélagið Þróttur og Sveitarfélagið Vogar. Aðgangur var ókeypis í sundlaug bæjarins, einnig var hægt að nýta sér ræktina í Vogabæjarhöllinni. Ungmennafélag Íslands heimsótti félagsstarf eldri borgara og kynnti landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupsstað í sumar. Hjólreiðatúr, gönguferðir, boccia, kynning á Vogaþreki Þróttar og margt fleira var í boði fyrir alla aldurshópa. Það æfa 35 börn sund hjá Þrótti Vogum í dag og er þjálfari Þróttar, Heiðdís Ninna Skúladóttir. Félagið hefur verið að vinna í því að byggja upp sunddeildina frá árinu 2015 og uppbyggingarstarfið hefur gengið framar vonum. Á hverju vori er haldið sundnámskeið fyrir börn sem hefja skólagöngu næsta haust og er það í umsjón Rebekku Magnúsdóttur og Alexöndru Ingþórsdóttur.


Þjóðhátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna í Reykjanesbæ

17. júní 2019

12:30 Hátíðarguðþjónusta í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Prestur: Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Einnig mun Orpheus hópurinn syngja í guðsþjónustunni. 13:30 Skrúðganga Heiðabúa leggur af stað frá Skátaheimilinu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar undir 14:00–16:00 Hátíðardagskrá í skrúðgarði Þjóðfáninn dreginn að húni: Kristján G. Gunnarsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur Setning: Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Ávarp fjallkonu: Azra Crnac, háskólastúdent Ræða dagsins: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ Skemmtidagskrá á sviði Danskompaní Bryn Ballet Akademían Dýrin í Hálsaskógi Friðrik Dór Skemmtun í skrúðgarði Hestateyming Hoppukastalar Tattútjald Skemmtistöðvar: Taekwondodeild Keflavíkur Júdódeild UMFN Fimleikadeild Keflavíkur Sölutjald frá skátafélaginu Heiðabúum Söluskúrar frá Ungmennaráði körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og UMFN. Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands býður forsætisráðuneytið í samvinnu við Landssamband bakarameistara upp á Lýðveldisköku. Öll afþreying er ókeypis

Fjörheimar – Hafnargata 88 Fyrir 7.–10. bekk Kl. 21:00–23:00 Silent Disco, þrjár mismunandi tónlistarrásir, tveir plötusnúðar/DJ. Aðgangseyrir 1500 kr. Kaffisala Kl. 14:30 – Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu Kl. 14–17 – Kaffisala Körfuknattleiksdeildar UMFN í Njarðvíkurskóla Kl. 13–17 – Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Myllubakkaskóla Söfn og sýningar Rokksafn Íslands, Hljómahöll 11:00–18:00 ókeypis fyrir 16 ára og yngri Duus Safnahús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar 12:00–17:00 fjöldi nýrra sýninga, ókeypis fyrir alla.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.