Víkurfréttir 24. tbl. 40. árg.

Page 1

Sveitarómantík í Suðurnesjabæ

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Hjónin Sigríður Bryndís Sigurjónsdóttir og Gísli Ólafur Ólafsson njóta þess að vera með lítinn búskap

Nánar á miðopnu ❱❱

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða sækja í Nettó Krossmóum.

fimmtudagur 13. maí 2019 // 24. tbl. // 40. árg.

Fasteignamat hækkar næst mest í Suðurnesjabæ Fasteignamat íbúða hækkar næst mest á öllu landinu í Suðurnesjabæ eða um 17,7% en mest var hækkunin á Akranesi 21,6%. Fasteignamatið hækkar um 9,1% á landsbyggðinni en um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2020 sem Þjóðskrá Íslands kynnti nýlega. Þetta er mun minni hækkun en varð milli ár­ anna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8%. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2019. Það tekur gildi 31. desember 2019 og gildir fyrir árið 2020. Frestur til að gera athuga­ semdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2019.

Bæjarstjórnarfundir færast í Hljómahöll Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun funda í Hljómahöll eftir sumarfrí en bæjarstjórnarfundir hafa í nokkur ár farið fram í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. Fyrsti fundurinn á nýja staðnum, salnum Merkinesi, verður 20. ágúst en síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarfrí verður 18. júní. Ástæða fyrir flutningi á fundunum er m.a. plássleysi í ráðhúsinu fyrir starf­ semina þar. Flutningurinn í Merkines mun gefa kost á því að nýta fundar­ salinn undir annað. Bæjarstjórn hefur fundað á nokkrum stöðum í bæjarfélaginu í gegnum tíðina en oftast þó í ráðhúsinu við Tjarnargötu. Um tíma fóru fund­ irnir fram í bíósal Duus-safnahúsa og þegar farið er lengra aftur í tíma voru þeir í sal Iðnaðarmannafélagins við Tjarnargötu.

Frá 25 ára hátíðarfundi Reykjanesbæjar í Stapa, f.v.: Linda María Guðmundsdóttir (M), Gunnar Þórarinsson (Á), Margrét Sanders (D), Ríkharður Ibsen (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti (S), Hrefna Gunnarsdóttir, ritari, Friðjón Einarsson (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Trausti Arngrímsson (B) og Díana Hilmarsdóttir (B). Á annað hundrað manns mættu á fundinn og fylgdust með úr sal. Fundurinn var líka sendur út í beinni útsendingu. VF-myndir/Sólborg.

Sanders systurnar, f.v. Jónína, fyrsti formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, og Margrét, núverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Systurnar Guðný Birna t.h. og Linda María Guðmundsdætur sátu báðar fundinn en sú síðarnefnda er varabæjarfulltrúi í Miðflokknum og sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Fjölmenni á 25 ára afmælisfundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Á annað hundrað manns mættu á 25 ára afmælis- og hátíðarfund hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem haldinn var í Stapa á afmælisdag bæjarins, þriðjudaginn 11. júní. Gestum var boðið í afmæliskaffi eftir fundinn, bæjarfulltrúar úr fyrstu bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna fluttu ávörp og boðið var upp á tónlistaratriði. Á bæjarstjórnarfundinum fór Guðný Birna Guðmundsdóttir stuttlega yfir 25 ára sögu bæjarins en hún var starf­ andi forseti á fundinum í forföllum Jóhanns Friðriks Friðrikssonar. Þá kynnti Guðbrandur Einarsson stefnu­ mótun Reykjanesbæjar til ársins 2030. Samþykkt endurskoðun Reykja­ nesbæjar var samþykkt eftir aðra um­ ræðu en eina málið sem ekki var full sátt um á fundinum var endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar. Til­ laga kom frá bæjarfulltrúum Sjálf­ stæðisflokksins um að fresta málinu en þeir töldu að nauðsynlegt væri að ræða málið betur. Hún var felld og var því nýtt stjórnskipulag samþykkt með sjö atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins en bæjarfulltrúar Sjálf­ stæðisflokks og Frjáls afls sátu hjá. Þrír bæjarfulltrúar úr fyrstu bæjar­

stjórninni 1994–1998, þau Jónína Sanders, fyrsti formaður bæjar­ ráðs, Drífa Sigfúsdóttir, fyrsti for­ seti bæjarstjórnar og Jóhann Geir­ dal, bæjarfulltrúi, fluttu stutta tölu þar sem þau rifjuðu upp atriði frá sameiningunni sem var sú fyrsta hjá sveitarfélögum á landinu. Fyrir utan sameininguna sjálfa var nafnamálið það stærsta og bæjar­ félagið fékk nafnið Reykjanesbær, um ári eftir sameiningu. Öll voru þau sammála um að sameiningin hafi heppnast vel og verið gæfuspor fyrir sveitarfélögin og bæjarbúa. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þau Jónínu, Drífu, Jóhann og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, eftir fund­ inn en viðtölin má sjá í Suðurnesja­ magasíni þessarar viku, fimmtudags­ kvöldið 13. júní klukkan 20:30.

Heiðursborgarinn Ellert fékk fyrstu sneiðina Ellert Eiríksson, fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar og heiðursborgari bæjarins, fékk fyrstu sneiðina af 25 ára afmælistertu sem boðið var upp á eftir hátíðar­ fundinn í Stapa sl. þriðjudag. Ellert var líka bæjarstjóri Keflavíkurbæjar í fjögur ár áður en Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust árið 1994. Hann var síðan bæjarstjóri Reykjanesbæjar til ársins 2002. Hann er hér á mynd með Guðbjörgu Sigurðardóttur, eiginkonu sinni, í Stapanum.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 24. tbl. 40. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu