Víkurfréttir 24. tbl. 42. árg.

Page 1

Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis Sandgerði:

„Þú spilar aldrei betur en mótherjinn leyfir“

GILDIR Í YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT

MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ!

- sjá síðu 14

Miðvikudagur 16. júní 2021 // 24. tbl. // 42. árg.

Hrauná rennur í Nátthaga Kraftmikil hrauná rennur nú í Nátthaga úr Geldingadölum er dalbotninn í Nátthaga nú nær allur þakinn hrauni. Eitthvað er þó í að hraun fari að renna úr dalnum. Um nýliðna helgi brast hrauntjörn í Geldingadölum með þeim afleiðingum að hraun tók að renna út úr dalnum og yfir gönguleið A, sem hefur verið vinsælasta gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradaglfjalli síðustu vikur. Jarðýta og grafa hafa verið notaðar til að koma upp leiðigörðum uppi á fjallinu til að varna því að hraun renni niður í Nátthagakrika. Hraunrennsli á þeim stað á möguleika á að renna í átt að Ísólfsskála en einnig er möguleiki á hraunrennsli þaðan til Grindavíkur og að Svartsengi. Leiðigarðurinn á að vera a.m.k. fjórir metrar á hæð og á að beina hraunstraumnum í Nátthaga. Hraunáin sem rennur niður hlíðina er efnismikil og mikið magn af hrauni flæðir þar niður. Dalbotninn þar fyrir neðan er að fyllast og hraunið að þykkna en undir harðri þunnri skel er þunnfljótandi hraun sem fer hratt yfir þegar skelin brestur. Myndina tók okkar maður í Grindavík, Jón Steinar Sæmundsson, af hraunánni síðdegis á mánudag, þar sem hún liðaðist niður hlíðina niður í Nátthaga.

Hraunáin er 1200 gráðu heit þar sem hún rennur á miklum hraða niður hlíðina og í Nátthaga. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Eldgos vekur bjartsýni – og kemur Reykjanesinu á ferðamannakortið

Eggert Sóberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, segir að íbúar Grindavíkur, og þá sérstaklega ferðaþjónustuaðilar, finni fyrir miklum áhuga og athygli á bænum vegna eldgossins í Geldingadölum. Þetta kemur fram í viðtali við Eggert í Víkurfréttum í dag. Margar hugmyndir eru um ýmis verkefni sem tengjast gosinu og má þar m.a. nefna nýja fótbolta-

152 fengu fjárhagsaðstoð Í maí 2021 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ og alls voru greiddar 23,6 milljónir króna. Í sama mánuði 2020 fengu 139 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og alls voru greiddar rúmar 18,5 milljónir króna. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 9,3% frá maí 2020. Í maí 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals tæpar 3,9 milljónir króna. Í sama mánuði 2020 fengu 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals 3,1 milljón króna. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 22% frá maí 2020.

búninga í eldgosastíl sem eru að seljast jafnvel út fyrir landssteinana, nestispakka með eldgosanöfnum og nýtt nafn á hóteli tengt gosinu. Starfshópur er að vinna að hugmyndum um gestastofu sem yrði staðsett í Kvikunni sem myndi segja frá jarðhæringum og jarðeldum á Reykjanesi. Eldgosið í Geldingadölum hefur þegar haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Reykjanesi að sögn Þuríðar H. Aradóttur Braun, forstöðumanns Markaðsstofu Reykjaness. Meiri áhugi er fyrir Reykjanesinu og töluvert um fyrirspurnir frá fólki sem

vill gera meira úr deginum en eingöngu að skoða eldgosið. Ljóst er að eldgosið hefur hjálpað til við alla markaðskynningu Reykjanessins sem áfangastaðar ferðaþjónustu. Þuríður vill að Reykjanesið verði hluti af ferðaáætlun ferðamanna sem eru að koma til Íslands og verði fyrsti viðkomustaður þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um eldgosið og ferðaþjónustuna á Suðurnesjum í Víkurfréttum.

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Rannsaka jarðhita í Stóru Sandvík Orkustofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík. Skipulagsnefnd Grindavíkur gerði ekki athugasemd við umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í StóruSandvík á fundi sínum þann 17. maí síðastliðinn og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á síðasta fundi sínum.

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.