Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis Sandgerði:
„Þú spilar aldrei betur en mótherjinn leyfir“
GILDIR Í YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT
MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ!
- sjá síðu 14
Miðvikudagur 16. júní 2021 // 24. tbl. // 42. árg.
Hrauná rennur í Nátthaga Kraftmikil hrauná rennur nú í Nátthaga úr Geldingadölum er dalbotninn í Nátthaga nú nær allur þakinn hrauni. Eitthvað er þó í að hraun fari að renna úr dalnum. Um nýliðna helgi brast hrauntjörn í Geldingadölum með þeim afleiðingum að hraun tók að renna út úr dalnum og yfir gönguleið A, sem hefur verið vinsælasta gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradaglfjalli síðustu vikur. Jarðýta og grafa hafa verið notaðar til að koma upp leiðigörðum uppi á fjallinu til að varna því að hraun renni niður í Nátthagakrika. Hraunrennsli á þeim stað á möguleika á að renna í átt að Ísólfsskála en einnig er möguleiki á hraunrennsli þaðan til Grindavíkur og að Svartsengi. Leiðigarðurinn á að vera a.m.k. fjórir metrar á hæð og á að beina hraunstraumnum í Nátthaga. Hraunáin sem rennur niður hlíðina er efnismikil og mikið magn af hrauni flæðir þar niður. Dalbotninn þar fyrir neðan er að fyllast og hraunið að þykkna en undir harðri þunnri skel er þunnfljótandi hraun sem fer hratt yfir þegar skelin brestur. Myndina tók okkar maður í Grindavík, Jón Steinar Sæmundsson, af hraunánni síðdegis á mánudag, þar sem hún liðaðist niður hlíðina niður í Nátthaga.
Hraunáin er 1200 gráðu heit þar sem hún rennur á miklum hraða niður hlíðina og í Nátthaga. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Eldgos vekur bjartsýni – og kemur Reykjanesinu á ferðamannakortið
Eggert Sóberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, segir að íbúar Grindavíkur, og þá sérstaklega ferðaþjónustuaðilar, finni fyrir miklum áhuga og athygli á bænum vegna eldgossins í Geldingadölum. Þetta kemur fram í viðtali við Eggert í Víkurfréttum í dag. Margar hugmyndir eru um ýmis verkefni sem tengjast gosinu og má þar m.a. nefna nýja fótbolta-
152 fengu fjárhagsaðstoð Í maí 2021 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ og alls voru greiddar 23,6 milljónir króna. Í sama mánuði 2020 fengu 139 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og alls voru greiddar rúmar 18,5 milljónir króna. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 9,3% frá maí 2020. Í maí 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals tæpar 3,9 milljónir króna. Í sama mánuði 2020 fengu 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals 3,1 milljón króna. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 22% frá maí 2020.
búninga í eldgosastíl sem eru að seljast jafnvel út fyrir landssteinana, nestispakka með eldgosanöfnum og nýtt nafn á hóteli tengt gosinu. Starfshópur er að vinna að hugmyndum um gestastofu sem yrði staðsett í Kvikunni sem myndi segja frá jarðhæringum og jarðeldum á Reykjanesi. Eldgosið í Geldingadölum hefur þegar haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Reykjanesi að sögn Þuríðar H. Aradóttur Braun, forstöðumanns Markaðsstofu Reykjaness. Meiri áhugi er fyrir Reykjanesinu og töluvert um fyrirspurnir frá fólki sem
vill gera meira úr deginum en eingöngu að skoða eldgosið. Ljóst er að eldgosið hefur hjálpað til við alla markaðskynningu Reykjanessins sem áfangastaðar ferðaþjónustu. Þuríður vill að Reykjanesið verði hluti af ferðaáætlun ferðamanna sem eru að koma til Íslands og verði fyrsti viðkomustaður þeirra, að því er fram kemur í umfjöllun um eldgosið og ferðaþjónustuna á Suðurnesjum í Víkurfréttum.
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán. Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Rannsaka jarðhita í Stóru Sandvík Orkustofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík. Skipulagsnefnd Grindavíkur gerði ekki athugasemd við umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í StóruSandvík á fundi sínum þann 17. maí síðastliðinn og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á síðasta fundi sínum.
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Suðurnesjabær fagnaði þriggja ára afmæli
Suðurnesjabær fagnaði þriggja ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag, þann 10. júní. Þá voru fjórtán fyrrum starfsmönnum Suðurnesjabæjar færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Bæjarstjórnin bauð til kaffisamsætis í Vörðunni, Ráðhúsi Suðurnesjabæjar í Sandgerði, af þessu tilefni.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, flutti ávarp og afhenti starfsmönnum sem unnið hafa hjá sveitarfélaginu í tíu ár eða lengur, og eru að ljúka störfum vegna aldurs, gjafabréf og afsteypur af verkum Ásmundar Sveinssonar. Þá lék Halldór Lárusson, tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, á HandPan. „Afmælisdagur Suðurnesjabæjar er 10. júní en þann 10. júní 2018 tók sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs formlega til starfa. Það er vel við hæfi að halda þessum degi vel á lofti og gera eitthvað ánægjulegt með hann. Að þessu sinni var ákveðið að þakka starfsmönnum sem hafa undanfarin þrjú ár látið af störfum hjá sveitarfélaginu vegna aldurs. Við höfum frestað þeim atburði ítrekað vegna Covid-heimsfaraldurs en nú var þetta ánægjulega tækifæri notað til þess,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Við þetta sama tilefni var ljósmyndavefur Suðurnesjabæjar formlega opnaður. Vefurinn er gjöf Jóhanns Ísbergs til sveitarfélagsins og hefur að geyma safn mynda frá Suðurnesjabæ og gömlu sveitarfélögunum, Garði og Sandgerði. Vefurinn, sem nú ber heitið Suðurnesjamyndir, bíður nú þess stóra verkefnis að verða mikilvægt gagnasafn heimilda sem með tímanum mun stækka jafnt og þétt. „Jóhann Ísberg gaf Sveitarfélaginu Garði ljósmyndavefinn á sínum tíma og eru honum færðar þakkir fyrir þá gjöf. Það var tilvalið að nota afmælisdaginn til að opna vefinn og vonandi tekst vel til með að safna myndefni inn á vefinn og að góð þátttaka verði við að koma þar á framfæri upplýsingum um fólk og atburði sem myndirnar sýna,“ segir Magnús. Dagurinn hófst með þeim hætti að börn af leikskólanum Gefnarborg heimsóttu bæjarstjóra, afhentu honum ljóðabók og buðu á
ljósmyndasýningu Gefnarborgar. Tilefnið er 50 ára afmæli Gefnarborgar sem á sama afmælisdag og Suðurnesjabær.
Suðurnesjahafnir ekki sameinaðar en samstarf verði skoðað áfram
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
Að ósk Suðurnesjabæjar hafa fulltrúar Sandgerðishafnar, Reykjaneshafnar og Grindavíkurhafnar fjallað um mögulegt samstarf um rekstur hafna á Suðurnesjum. Starfshópur fulltrúa hafnanna hefur farið yfir málið, unnið greiningar á rekstri og fjallað um ýmsa möguleika. Með minnisblaði af fundi dagsett 19. maí 2021 gerir starfshópurinn skil á verkefni sínu. Niðurstaðan er sú að ekki séu rekstrarlegar forsendur fyrir nánara samstarfi eða sameiningu hafnanna miðað við rekstur þeirra undanfarin ár. Í minnisblaðinu er því beint til kjörinna fulltrúa í hafnarog bæjarstjórnum sveitarfélaganna að þeir taki afstöðu til þess hvort auka eigi samvinnu eða sameiningu hafnanna á öðrum forsendum en rekstrarlegum. Þetta kemur fram í afgreiðslu hafnarráðs Suðurnesjabæjar frá fundi ráðsins þann 3. júní síðastliðinn. „Hafnarráð Sandgerðishafnar lýsir ánægju með þá vinnu sem sem unnin hefur verið í málinu og þakkar starfshópi skipuðum full-
Olíuskip við Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi trúum hafnanna á Suðurnesjum fyrir þeirra framlag. Þrátt fyrir að starfshópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu rekstrarleg rök fyrir sameiningu á rekstri hafnanna þá telur hafnarráð að halda eigi áfram þeirri vinnu að leita leiða til að styrkja grundvöll starfsemi hafnanna með auknu samstarfi. Jafnframt verði leitað samstarfs um stefnumótun og framtíðarsýn með aukna hagnýtingu hafnanna að markmiði, þar sem m.a. verði litið til möguleika á sameiningu þeirra. Þá bendir hafn-
Vilja aðild bæjarins að landakaupum í Leiru
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á
vf.is
Golfklúbbur Suðurnesja hefur óskað aðkomu Suðurnesjabæjar að kaupum á landi Stóra-Hólms í Leiru sem nýlega var auglýst til sölu. Bæjarráð Suðurnesjabæjar tók málið til afgreiðslu á síðasta fundi sínum þar sem bæjarstjóra var falið að eiga viðræður við fulltrúa Golfklúbbs Suðurnesja um erindið.
arráð á að með sameiningu hafnanna hafi þær sem heild mun meiri slagkraft og afl til að sækja fram með markaðssetningu og í samskiptum við ríkisvaldið varðandi fjárveitingar til uppbyggingar hafnanna til framtíðar,“ segir í afgreiðslu hafnarráðs. Stjórn Reykjaneshafnar bókaði einnig um málið á dögunum en þar segir: „Stjórn Reykjaneshafnar fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið varðandi möguleika á samstarfi eða sameiningu hafnanna á Suðurnesjum og þakkar vinnuhópnum fyrir góð vinnubrögð. Stjórnin er ávallt tilbúin til að leita hagræðingar í rekstri Reykjaneshafnar sem og að efla rekstur hafnarinnar á allan hátt. Í því hefur falist m.a. að eiga samtöl við aðrar hafnir á Suðurnesjum um sameiginlega hagsmuni og möguleika á samstarfi. Slík samtöl hafa gefist vel hingað til og gera það vonandi áfram. Samkvæmt minnisblaði vinnuhópsins er ekki sjáanleg rekstrarhagkvæmni í að sameina rekstur viðkomandi hafna en slíkt hlýtur að vera stór forsenda fyrir slíkri framkvæmd. Stjórn Reykjaneshafnar telur því að óbreytt fyrirkomulag í rekstri Reykjaneshafnar sé heillavænlegast að svo stöddu en ekkert hamlar því að það fyrirkomulag verði endurskoðað í framtíðinni.“ Samþykkt samhljóða.
í Reykjanesbæ n
rin
ðu ar
ðg
rú
Sk
Hátíðarhöld á fjórum stöðum í Reykjanesbæ
ík
av
efl íK
S
4
uri
arð
ðg krú
vík
arð
Nj nn í
rskóla
við Heiða
við Leikskólann Holt
Hátíðardagskrá
Fyrir unga fólkið
11:00 – Hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík
Vegna samkomutakmarkana verða hátíðarhöldin nú á fjórum stöðum í Reykjanesbæ.
Skátafélagið Heiðabúar marserar með hátíðarfánann og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar undir. Þjóðfáninn dreginn að húni: Óskar Ívarsson, starfsmaður Umhverfismiðstöðvar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur þakkaorð. Setningarræða: Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Ræða dagsins: Ingvar Eyfjörð, framkvæmdarstjóri Aðaltorgs Fjallkona: María Tinna Hauksdóttir, nýstúdent Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur 12:30 – Hátíðarguðþjónusta í Ytri-Njarðvíkurkirkju Prestur: Sr. Brynja Vígdís Þorsteinsdóttir. Félagar kirkjunnar syngja undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista.
Aðrir viðburðir 13:30 – 17:00 Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Allir velkomnir 15:00 – 17:00 Kaffisala körfuknattleiksdeildar UMFN í Safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík 13:00 – 14:30 Fjölskyldubingó Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í íþróttahúsi Njarðvíkurskóla 09:00 – 17:00 Opið í Sundmiðstöðinni Vatnaveröld 12:00 – 17:00 Duus Safnahús opin - aðgangur ókeypis 11:00 – 18:00 Rokksafn Íslands opið - aðgangur ókeypis Munum að passa vel upp á sóttvarnir.
13:00 – 16:00 – Skemmtidagskrá á fjórum stöðum í Reykjanesbæ Dagskráin er í höndum Fimleikadeildar Keflavíkur, Taekwondodeildar Keflavíkur, Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar UMFN og Unglingaráðs Fjörheima. Staðsetningar eru: Skrúðgarðurinn í Keflavík, Skrúðgarðurinn í Njarðvík, við Heiðarskóla og við Leikskólann Holt. Á hverjum stað er: Hoppukastali 17. júní ratleikur TikTok dansar Andlitsmálning Tónlist Fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur Dansatriði frá Danskompaní Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Ýmsar skemmtistöðvar og leikir
Fjörheimar & Vatnaveröld 15:00 – 17:00 – Sundlaugarpartý í Sundmiðstöðinni Vatnaveröld DJ UngFjör sér um tónlistina, stuð og stemning. 18:30 - 19:30 – Pylsur í boði í Fjörheimum Sápukúlubolti á nýja ærslabelgnum Hjólabretti fyrir alla 19:30 – 21:30 – Kvölddagskrá í Fjörheimum Fram koma: Danskompaní Taekwondodeild Keflavíkur Sesselja Ósk fulltrúi Fjörheima í söngkeppni Samfés
Matthildur og Gugga fulltrúar Fjörheima í danskeppni Samfés
Demo Sprite Zero Klan
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Verðandi flokkstjórar sækja nýtt námskeið Vinnuverndarskólans
Fjölbreytt dagskrá á 17. júní í Reykjanesbæ Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur með nokkuð óhefðbundnu sniði í ár vegna þeirra fjöldatakmarkana sem enn eru í gildi. Dagskráin hefst þó að vanda með hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík. Vakin er athygli á breyttri tímasetningu en dagskrá hefst klukkan 11:00 svo hún renni ekki saman við skemmtidagskrá. Fólk er velkomið að mæta í Skrúðgarðinn en dagskránni verður einnig streymt í gegnum Facebooksíðu Víkurfrétta. Í skrúðgarðinn marsera skátar með hátíðarfánann undir lúðrablæstri lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Óskar Ívarsson, starfsmaður Umhverfismiðstöðvar, dregur þjóðfánann að húni og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, flytur honum þakkarorð. Við þetta tilefni flytur Karlakór Keflavíkur þjóðsönginn. Setningarræða dagsins er í höndum Guðbrands Einarssonar, forseta bæjarstjórnar, og ræðu dagsins flytur Ingvar Eyfjörð, framkvæmdarstjóri Aðaltorgs. María Tinna Hauksdóttir, nýstúdent og dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður í hlutverki fjallkonu og flytur ættjarðarljóð.
Skemmtidagskrá á fjórum stöðum Það er mikið gleðiefni að í ár verður kleift, þrátt fyrir takmarkanir, að bjóða upp á skemmtidagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Í stað þess að hún sé á einum stað eins og vant er verður boðið upp á fjórar staðsetningar, í tveimur stærstu bæjarhlutum Reykjanesbæjar, í samstarfi við öflug félagasamtök sem hafa tekið að sér að stýra dagskrá á hverjum stað. Þessi félög eru fimleikadeild Keflavíkur, taekwondodeild Keflavíkur, unglingaráð Fjörheima og unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFN. Dagskrá á hverjum stað verður sambærileg og stendur yfir frá klukkan 13 til 16 og því á ekki að skipta máli á hvaða stöð er farið eða klukkan hvað. Meðal þess sem boðið verður upp á á hverjum stað eru hoppukastali, tónlist, 17. júní ratleikur, fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur og ýmsir leikir og skemmtistöðvar. Staðsetning skemmtistöðva eru við leikskólann Holt í Innri-Njarðvík, Skrúðgarðinum í Njarðvík við YtriNjarðvíkurkirkju, Skrúðgarðinum í Keflavík og við Heiðarskóla.
SKOÐA AÐ SLÍTA SAMEIGN UM HEIÐARLAND VOGAJARÐA Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag í síðustu viku, að undangenginni umræðu, að fela bæjarstjóra að óska álits lögmanns sveitarfélagsins á möguleikum þess að slíta sameigninni um Heiðarland Vogagarða og um málsmeðferð slíks máls. Heiðarland Vogajarða er í óskiptri sameign nokkurra aðila en sveitarfélagið á ríflega 40% í landinu.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Heiðarland Vogajarða hefur verið bitbein í nokkur misseri en óskað hefur verið eftir því að nýta grunnvatn í heiðarlandinu fyrir vatnsveitu og nýta allt að 100 lítra á sekúndu til þess. Hafa kærumál staðið vegna þess og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála m.a. skorist í leikinn. Þá er einnig tekist á um lagningu Suðurnesjalínu 2 um landareignina.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Fjörheimar og Vatnaveröld Opið verður í sundmiðstöðinni á þjóðhátíðardaginn þar sem einnig verður boðið upp á sérstakt sundlaugarpartý. Um kvöldið er svo boðið upp á pylsur í Fjörheimum og kvölddagskrá fyrir ungmenni með fjölbreyttri dagskrá þar sem Sprite Zero Klan verður rúsínan í pylsuendanum.
Um sextíu verðandi flokkstjórar vinnuskólum Reykjanesbæjar, Voga og Grindarvíkur sóttu námskeið Vinnuverndarskóla Íslands nýlega. Á námskeiðinu er fjallað um hvaða störf henta ungmennum í vinnuskólum eftir aldri. Reglugerð um vinnu barna og unglinga (1999) er kynnt fyrir nemendum ásamt hugtökum sem í henni eru notuð, s.s. „hættuleg vinna“. Farið er yfir vinnuverndarstarf sem á að fara fram á öllum vinnustöðum, áhættumat starfa, mikilvægi öryggismenningar og ábyrgð og skyldur atvinnurekanda og flokkstjóra. Námskeiðið er unnið í samstarfi við VÍS og Grundarfjarðarbæ en til viðbótar við námskeið fyrir flokkstjóra hefur skólinn búið til námskeið fyrir þau ungmenni sem starfa munu í vinnuskólum sveitarfélaganna. Rétt eins og námskeið fyrir flokkstjóra eru þau rafræn og gagnvirk. Þar er farið yfir hvað ber að varast í vinnuumhverfinu, tekið er á líkamsbeytingu, vinnutíma og margt fleira. Námsefnið var leikjavætt í samstarfi við nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú. Nemendurnir gerðu leiki sem
Smelltu á myndina til að prófa leikinn. taka á mismunandi þáttum vinnuverndar í vinnuskólum á skemmtilegan og gagnvirkan máta. Hægt er að prófa leikinn Leikur vinnuverndar með því að smella á tengilinn í fréttinni [aðeins aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta]. Leikur vinnuverndar, sem gerður var sem hluti af verkefninu, er eftir Daniel, Leonard, Magnús Viðar og Nedas. „Þetta er í fyrsta sinn sem búin eru til námskeið sem sérhönnuð eru fyrir þennan hóp ungmenna en afar mikilvægt er að uppfræða unga fólkið áður en það fer út á vinnumarkaðinn,“ segir Eggert Björgvinsson, verkefnastjóri við Vinnuverndarskóla Íslands.
Aðrir viðburðir Margt fleira verður til skemmtunar á 17. júní. Boðið verður upp á kaffihlaðborð á nokkrum stöðum, fjölskyldubingó í íþróttahúsi Njarðvíkurskóla auk þess sem ókeypis aðgangur er í söfnin en glænýjar sumarsýningar eru nýopnaðar í boði í Duus Safnahúsum sem allir eru hvattir til að skoða. Höldum daginn hátíðlegan og virðum fjöldatakmarkanir Við hvetjum bæjarbúa til að halda daginn hátíðlegan í sínu hverfi, skreyta og flagga og ganga síðan, hjóla eða aka, eftir aðstæðum, á hátíðarsvæðið næst heimili sínu. Vegna fjöldatakmarkana biðjum við foreldra og forráðamenn um að setja börnin í forgang og leyfa þeim að njóta hátíðarhaldanna, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Knattspyrnuvöllur á Ásbrú fær viðhald Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur lagt fram beiðni til Reykjanesbæjar um styrk upp á fjórar milljónir króna til viðhalds á fótboltavellinum á Ásbrú og að halda þar fótboltanámskeið fyrir krakka og unglinga með áherslu á erlenda íbúa. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið til umfjöllunar og samþykkti beiðnina og hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, að vinna áfram í málinu. Áður hafði íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekið fyrir beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nýta knattspyrnuvöllinn á Ásbrú og rekstur á honum. Íþrótta- og tómstundaráð tók vel undir þá hugmynd og segir hana í anda þess sem ráðið starfar eftir, þ.e. að reyna eftir fremsta megni að færa þjónustuna nær íbúunum eins og hægt er hverju sinni. „Því miður er ekki til fjármagn hjá ÍT ráði til að fara í þetta verkefni að sinni,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Sumarstörf ungmenna í Grindavík kosta 77 milljónir Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða tillögu bæjarráðs um fjármögnun viðauka vegna sumarstarfa í Grindavík þetta sumarið. Lögð var fram beiðni um viðauka að fjárhæð 76.987.000 króna vegna sumarstarfa ungmenna. Fjármögnun viðaukans er 22.416.000 krónur frá ríkinu og 54.571.000 krónur með lækkun á handbæru fé.
Fagna vel heppnaðri Baun Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar fagnar velheppnaðri barnamenningarhátíð, Baun, og hrósar þeim sem stóðu að henni. Þess má geta að um 600 manns tóku þátt Skessuskokkinu í ár og er sá viðburður búin að festa sig í sessi. Þær áherslur sem fram komu í tengslum við hátíðina undirstrika þá staðreynd að Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag, segir í afgreiðslu lýðheilsuráðs.
Hellur fjarlægðar á Hafnargötunni og malbikað Ein þekktasta gata á Suðurnesjum, Hafnargatan í Keflavík, verður lagfærð þar sem ástand hennar er verst, kaflinn milli Tjarnargötu og Skólavegar. Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar hjá Reykjanesbæ er nauðsynlegt að loka þessum kafla fyrir bílaumferð á meðan framkvæmdum stendur. Mánudaginn 21. júní verður farið í efri hluta kaflans og svo seinni hlutann þann 28. júní. Báðir kaflarnir verða fullbúnir og klárir fyrir umferð mánudaginn 12. júlí. Hellur verða fjarlægðar og gatan malbikuð milli rennusteina. Hellulagði kaflinn við Ránargötu heldur sér. Mánudaginn 21. júní verður farið í efri hluta götunnar (rautt) og svo seinni hlutann (blátt) þann 28. júní.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur samhljóða D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur samhljóða á fjölmennum fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Grindavík 12. júní síðastliðinn. Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar, segir í tilkynningu. Frá því prófkjör flokksins fór fram, þann 29. maí, hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá heildartillögu að framboðslista. Listinn byggir á þeirri heildartillögu. Í kjörnefnd eiga sæti 21 fulltrúi.
Fjórar konur í efstu fimm sætunum hjá VG
Listinn er svohljóðandi í heild: 15. Sveinn Ægir Birgisson, kennaranemi og varabæjarfulltrúi í Svf. Árborg, Selfossi 16. Hulda Gústafsdóttir, hestakona og framkvæmdastjóri Hestvits ehf., Rangárþingi ytra 17. Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Keflavík 18. Jónas Logi Ómarsson, matreiðslumeistari og yfirbryti á Herjólfi, Vestmannaeyjum 19. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, Grindavík 20. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, Rangárþingi eystra
VG og Katrínar Jakobsdóttur. Guðmundur Ingi ræddi einnig styttingu vinnuvikunnar, lengingu fæðingarorlofs, réttlátara heilbrigðiskerfi og stór skref á vinnumarkaði. „Þetta er grunnur sem við byggjum á og segir fólkinu í landinu hvert við viljum fara,“ sagði Guðmundur Ingi meðal annars í ræðu sinni. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftártungu, er í öðru sæti listans, Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, frá Hornafirði er í þriðja sæti og Rúnar Gíslason, lögregluþjónn, er nýr inn í fjórða sæti listans. Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi, er í fimmta sæti. Ný stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis var kosin á fundinum og var Valgeir Bjarnason á Selfossi endurkjörinn formaður með lófataki.
Listinn: 1. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri 2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður 3. Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna 4. Rúnar Gíslason, lögreglumaður 5. Helga Tryggvadóttir, námsog starfsráðgjafi 6. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi 7. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 8. Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri 9. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur 10. Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur
11. Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur 12. Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur 13. Hörður Þórðarsson, leigubílsstjóri 14. Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi 15. Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur 16. Kjartan Ágústsson, bóndi og kennari 17. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður 18. Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur 19. Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður 20. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður
HEFJUMST HANDA Ég óska eftir þínum stuðningi í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi 19. júní.
IÐRIK R F
IÐ
9. Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi, Höfn í Hornafirði 10. Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldisfræðingur, flugfreyja og matarbloggari, Reykjanesbæ 11. Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, Suðurnesjabæ 12. Arndís Bára Ingimarsdóttir, lögfræðingur, Vestmannaeyjum 13. Grétar Ingi Erlendsson, markaðs- og sölustjóri og bæjarfulltrúi í Svf. Ölfusi, Þorlákshöfn 14. Birgitta Hrund Ramsay Káradóttir, skjalastjóri og bæjarfulltrúi, Grindavík
JÓHANN
1. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri, Hveragerði 2. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Grindavík 3. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Reykjanesbæ 4. Björgvin Jóhannesson, fjármálastjóri, Svf. Árborg 5. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, meistaranemi í lögfræði við HÍ, Eyjafjöllum 6. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum 7. Eva Björk Harðardóttir, oddviti, Skaftárhreppi 8. Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Suðurnesjabæ, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi sem haldinn var á Hótel Smáratúni í Fljótshlíð. Hólmfríður sagði í ræðu á fundinum að nú þyrfti að halda á lofti góðum verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið. Verkefnin framundan væru mörg og stór, mikilvægt væri að vinna gegn fátækt, kynbundnu ofbeldi, mismunun og atvinnuleysi í kjölfar Covid. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og sérstakur gestur fundarins, tók í sama streng og Hólmfríður, minnti á þriggja þrepa skattkerfi og ýmsar aðgerðir til jöfnunar sem hrint hefur verið í framkvæmd í ríkisstjórn undir forystu
Í 2. S Æ
T
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Gaman í jarðarför
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Já, þetta er sérstök fyrirsögn en þetta var samt setningin sem kom upp í huga mér þegar ég kom úr fyrstu jarðarförinni sem ég sótti í vikunni í rúmt ár, eftir frekari rýmkun á sóttvarnarreglum. Ég var að kveðja gamla vinkonu okkar og fjölskylduvin. Keflavíkurkirkja fullsetin í fyrsta skipti frá upphafi heimsfaraldurs. Skömmu fyrir síðustu reglugerð heilbrigðisráðherra sátu aðstandendur hinnar látnu sveittir yfir því hvernig ætti að raða hópum inn í kirkjuna og í erfisdrykkju á eftir. Þau mál leystust farsællega og 15. júní var fyrsti dagurinn þar sem 300 manns máttu koma saman – og ... hvað það var notalegt. Það er alveg ljóst að þó svo að við höfum lært mikið til gagns á einu kóvídári þar sem fólk hefur ekki getað fylgt ættingjum og vinum síðasta spölinn nema fylgjast með streymi frá útförum, þá er hitt svo miklu betra. Það er sérstök stund að fylgja fólki síðasta spölinn og fara í jarðarför. Við hlustum á orð prestsins sem oftast eru vel valin og hitta mann iðulega í hjartastað. Við hlustum á fallega tónlist og látum hugann reika til þess sem verið er að kveðja. Það er svo allt annað að
vera í guðshúsi við svona athöfn. Við hjá Víkurfréttum höfum núna frá því kóvíd byrjaði fyrir rúmu ári streymt frá jarðarförum Suðurnesjamanna í hverri viku að jafnaði. Það var vegna sóttvarnarreglna sem við þekkjum öll. Það kom í hugann að þrátt fyrir að það sé gott að geta farið í útfarir væri gott ef það væri hægt að streyma öllum útförum. Það er alltaf einhver fjöldi fólks sem getur ekki sótt útfarir vegna margvíslegra ástæðna, til dæmis bara sjúklingar á sjúkrahúsum eða annars staðar en gæti fylgst með henni úr streymi, annað hvort „í beinni“ eða sama dag og þannig náð að kveðja viðkomandi. Þetta er eitthvað sem mætti huga að, hvort væri ekki lag að koma búnaði fyrir í kirkjunum til að streyma eða kaupa slíka þjónustu, þó þetta sé ekki skrifað í þeim tilgangi. Fólk hefur þurft að breyta ýmsu í kófinu en nú heyrist að það hafi aldrei verið meiri spurn eftir þjónustu viðburðaraðila eða fyrirtækja. Það er því ljóst að það bíða allir eftir því að komast út úr kófinu eftir erfiðan heimsfaraldur sem hefur reynt á okkur. Eitt af því sem t.d. hefur verið erfitt er að hafa ekki getað heimsótt ættingja eða vini á sjúkrastofnunum
nema mjög takmarkað. Takmarkanir hafa verið margvíslegar og í mörgum tilfellum mjög erfiðar en nú horfir til betri vegar. Stundin í Keflavíkurkirkju þegar við kvöddum hina látnu var notaleg. Kirkjan var fullsetin, í fyrsta skipti í meira en ár. Kórinn og tónlistin til fyrirmyndar. Jarðarfarir eru að sömu leyti eins og góðir tónleikar, bara með tali á milli. Klassískir sálmar eins og „Hærra, minn Guð, til þín“ og „Drottinn er minn hirðir“ er eitthvað sem manni finnst gott að heyra. Og þó ég sé ekki aðdáandi enska knattspyrnustórliðsins Liverpool þá fékk ég gæsahúð þegar Gissur Gissurarsonar söng með kórnum „Aldrei einn á ferð“. Maður ber höfuðið hátt, hræðist ei skugga á leið ... og þó byrðin sé þung sem þú berð, þá stattu fast og vit fyrir víst, þú ert aldrei einn á ferð. Það eru orð að sönnu.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Kokkurinn í sjokki eftir drónamyndatöku
Í þessu ljósmyndastússi mínu hef ég séð ýmislegt og lent í ýmsu skemmtilegu og einnig öðru miður skemmtilegu. Þetta spannar allt frá því að ná að manni finnst einstökum augnablikum á mynd upp í það að næstum drepa sig við það að fanga þessi augnablik. Einnig hef ég fengið mjög svo fjölbreyttar og jafnvel skrítnar beiðnir varðandi ljósmyndunina að maður er eiginlega hættur að verða hissa. Þetta spannar beiðnir um að mynda brúðkaup, afmæli, bíla, báta, fólk, jarðarfarir, mat, landslag, æviskeið, dýr, hús, garða og svo margt fleira.
En vindum okkur nú að sögunni. Það „skeði“ nefnilega fyrir mig á dögunum þegar ég var að mynda bát, eins og ég hef gert nokkrum sinnum áður að eftir að hafa sett drónann á loft niður á kambi, fylgt bátnum til hafnar og myndað í bak og fyrir, sjá skipverja koma upp á dekk og græja spotta og þess háttar áður en komið var í land. Að loknu fluginu pakkaði ég dótinu saman og skaust niður á kajann til að spyrja skipverja á viðkomandi bát frétta um fiskirí, staðsetningar og fleira til að geta látið fylgja með myndbirtingunni á bátasíðunni hjá mér.
Ég hitti fyrir skipstjóra bátsins ásamt fleirum og ekki stóð á svörum og menn bara léttir á því. Skipsstjórinn spurði mig að því eftir að ég hafði gengist við því að vera maðurinn með drónann hvort ekki væri hægt að sjá þessar myndir einhversstaðar. Ég sagði honum eins og satt var að ég héldi úti fésbókarsíðunni Báta og bryggjubrölt og myndi birta eitthvað þar. „Já, ert þú gaurinn með þá síðu?“ spurð’ann og kvaðst fylgjast grannt með henni og hlakkaði til að sjá. Nema hvað! Rétt eftir að ég kem heim koma skilaboð frá þessum sama skipstjóra í pósthólf síðunnar
sem spyr: „Er hægt að ná í þig í síma?“ Mín fyrsta hugsun var að hann ætlaði bara að sverma fyrir myndum og svaraði honum um hæl að ég væri ekkert öðruvísi en meirihlutinn hvað varðaði það að vera í símasambandi og sendi honum númerið mitt. Ég hafði varla lokið við að hamra númerið á lyklaborðið þegar síminn hjá mér hringdi. Þar kynnti sig umræddur skipstjóri og tjáði mér að kokkurinn hjá sér hafi komið upp í brú til sín á öðru hundraðinu eftir að hafa frétt af því að þessi með drónann hefði verið slúbertinn sem héldi úti umræddri
bátasíðu og í vændum væri myndbirting af bátnum á leið til hafnar. Svo kom erindið! Málið var nefnilega það að ef svo óheppilega hefði viljað til að ég hafi náð myndum af kokknum vera að reykja uppi á dekki, var ég vinsamlegast beðinn um að birta ekki þær myndir þar sem að fjölskylda hans mætti ekki frétta af þessu. Auðvitað sór ég og sárt við lagði að birta ekki myndir af reyk. En svona geta nú beiðnirnar verið skrítnar og fyndnar. Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Er allt steindautt í höfnunum núna? Alltaf merkilegt að horfa á Suðurnesin yfir sumartímann. Á árunum frá u.þ.b. 1970 og fram til aldamótanna 2000 þá var mikið líf í höfnunum á Suðurnesjunum yfir sumarið. Grindavík, Sandgerði, Keflavík – og líka smá í Vogum, Höfnum og meira segja í Garðinum líka. Já, það var landað fiski í öllum þessum höfnum. Mikið var um humarbáta sem réru og lönduðu þeir flestir í Grindavík og Sandgerði. Sömuleiðis voru bátar á Eldeyjarrækjunni. Síðan voru nokkrir stærri bátanna t.d. á útilegu á grálúðunetum og sigldu svo með aflann í hafnir á Suðurnesjum. Í dag er þetta allt breytt. Því segja má að þrátt fyrir mjög mikla útgerð og fiskvinnslu á Suðurnesjunum yfir sumartímann áður fyrr þá er oft á tíðum afskaplega lítið um að vera í þeim því stærsta breytingin er orðin sú að bátarnir landa ekki í höfnum á Suðurnesjum heldur er landað t.d. fyrir norðan og austan og öllum aflanum er ekið suður til vinnslu – og að auki er mjög miklum fiski ekið til vinnslu frá svo til öllum
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
höfnum landsins yfir nætur, sem er þá keyptur á fiskmörkuðum. Þetta er ansi mikil breyting og kannski ekkert skemmtileg breyting, í það minnsta fyrir fólk sem hefur gaman að rúlla á bryggjurnar og sjá hvað er um að vera þar. En er þá allt steindautt í höfnunum núna? Nei, reyndar ekki – eða jú, í Keflavík. Því núna það sem af er júní þá hefur ekki einu grammi af fiski verið landað í Keflavík. Í Grindavík hefur verið landað alls 1.925 tonnum af fiski en inni í þeirri tölu eru reyndar 1.357 tonn frá frystitogurunum og stendur eftir 568 tonn frá bátum. Vörður ÞH er með 183 tonn í tveimur löndunum, Áskell ÞH 93 tonn í einni, Páll jónsson GK 87 tonn í einni, Valdimar GK 74 tonn, Sighvatur GK 73 tonn, Jóhanna Gísladóttir GK 45 tonn, allir í einni löndun. Það má geta þess að allir þessir bátar eru farnir annað og Valdimar GK er hættur veiðum í bili.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Björgin – Ráðgjafi Háaleitisskóli – Kennari í íslensku sem annað mál Háaleitisskóli – Verkefnastjóri í Nýheima Háaleitisskóli – Kennari í Nýheima Háaleitisskóli – Kennari á miðstigi Akurskóli – Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari Fræðslusvið – Sálfræðingur Velferðarsvið – Stuðningsfjölskyldur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir í Reykjanesbæ Sumarsýningar í Duus Safnahúsum
Íbúar eru hvattir til að gera sér ferð í Duus Safnahús og skoða nýjustu sýningarnar sem verða í boði í sumar. Í Listasal og Bátasal er sýningin Tegundagreining eftir Steingrím Eyfjörð þar sem eldri verk eru sett í nýtt samhengi ásamt nýjum verkum. Í Stofunni er sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem Kaupfélag Suðurnesja eru gerð góð skil á 75 ára afmælisárinu. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur er á söfn Reykjanesbæjar í sumar
Ragnar Alfreðs GK. Af minni bátunum þá hafa ekki margir landað afla. Hæstur er Sæfari GK með 2,4 tonn í þremur, Hrappur GK líka með 2,4 tonn í þremur og Sigurvon ÁR 2,2 tonn í tveimur á færum. Í Sandgerði hafa mun fleiri landanir verið því alls hafa 41 bátar landað þar 374 tonnum af fiski. Hæstur er Sigurfari GK með 91 tonn í þremur, Siggi Bjarna GK 67 tonn í sex, Benni Sæm GK 64 tonn í sex og Pálína Þórunn GK 43 tonn í einni.
Af minni bátunum þá er Guðrún GK t.d. með 4,9 tonn í fimm á grásleppunetum, Sandvík GK 4,5 tonn í sex, Guðrún Petrína GK 4,2 tonn í fimm, Fiskines KE 4,6 tonn í sex, Stakasteinn GK 4,3 tonn í sex, Alla GK 3,7 tonn í fimm og Jói á Seli GK 3,4 tonn í fjórum. Sunna Líf GK 3,5 tonn í átta róðrum og Garpur RE 2,1 tonn í þremur, báðir á skötuselsveiðum á netum en enginn netabátur rær frá Suðurnesjum núna á þorskanetum.
Langflestir bátanna eru á færum og á strandveiðum nema Ragnar Alfreðs GK sem var með 2,2 tonn í einum róðri og þar af var ufsi 1,8 tonn. Robbi sem gerir út, er skipstjóri á Ragnari Alfreðs GK, hefur um árabil beint bátnum sínum til veiða á ufsa á handfærunum yfir sumartímann og hefur verið sá handfærabátur sem hefur veitt mest af ufsanum á öllu landinu.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli áður en hraun fór að renna niður í Nátthaga. VF-mynd: Hilmar Bragi
„Eldgosið setti Reykjanesið í fyrsta sæti og brennidepil sem mikilvægt er að nýta til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu“
Eldgos vekur bjartsýni meðal ferðaþjónustuaðila í Grindavík Eggert Sóberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, segir að íbúar Grindavíkur, og þá sérstaklega ferðaþjónustuaðilar, finni fyrir miklum áhuga og athygli á bænum vegna eldgossins í Geldingadölum. Margar hugmyndir eru um ýmis verkefni sem tengjast gosinu og má þar m.a. nefna nýja fótboltabúninga í eldgosastíl sem eru að seljast jafnvel út fyrir landssteinana, nestispakka með eldgosanöfnum og nýtt nafn á hóteli tengt gosinu. Starfshópur er að vinna að hugmyndum um gestastofu sem yrði staðsett í Kvikunni sem myndi segja frá jarðhæringum og jarðeldum á Reykjanesi.
Gönguferðir að gosinu „Þó að undanfari eldgossins, jarðskálftarnir sem hófust fyrir rúmu ári síðan og sem tóku sig síðan aftur upp fyrr á þessu ári, hafi hrellt bæjarbúa þá var viss léttir fyrir Grindvíkinga þegar gosið hófst. Þegar jarðskjálftarnir byrjuðu hófst vinna við rýmingaráætlanir fyrir allar stofnanir, meira að segja fyrir vinnuskólann. Lífið gengur sinn vanagang í Grindavík þrátt fyrir gosið, núna gengur heimafólk að gosinu í stað þess að ganga á Þorbjörn. Fólk þekkir líka þetta landssvæði betur Eggert Sóberg Jónsson, sviðsstjóri frístundaog menningarsviðs Grindavíkurbæjar.
en áður, staðhætti og örnefni við Fagradalsfjall. Þá eiga landeigendur og björgunarsveitin hrós skilið fyrir viðbragðsflýti, m.a. með gerð bílastæða og gæslu og stjórnun um svæðið,“ segir Eggert.
Hugað að menningaruppeldi Í sumar verður hugað að menningaruppeldi barna og unglinga í Grindavíka að sögn Eggerts, boðið verður upp á fjölbreytt námskeið, m.a. hönnunar- og hljóðfærasmiðju, leiklistar- og söngnámskeið. Auk þess sem sumarlesturinn vinsæli verður í bókasafninu. „Við getum verið ánægð með menningarmálin í Grindavík, stöðugt er verið að bæta og huga að menningaruppeldi. Það sama má segja um íþróttaiðkun í bænum, foreldrar greiða bara eitt hóflegt árgjald fyrir íþróttaiðkun barna sinna sem geta síðan stundað allar þær íþróttagreinar sem þau vilja. Með þeim hætti er aukin hvatning til almennrar íþróttaiðkunnar barna og fjölbreyttrar hreyfingar.“
Gott menningarhaust Líkt og annars staðar hefur þurft að fella niður og breyta hvers konar menningarstarfi í heimsfaraldrinum en Eggert sér fram á gott menningar-
haust og er þegar byrjað að skipuleggja það. Mikil gróska í menningarlífinu þar sem veitingastaðir og búsettir listamenn hafa verið að bjóða upp á ýmis konar menningarviðburði. Sýnishorn af skemmtilegu menningarstarfi kom fram í útvarpsþætti K100 sem var útvarpað beint frá Grindavík fyrir nokkru þegar Kvennakór Grindavíkur flutti nokkur þekkt lög frá níunda áratugnum við góðar undirtektir.
Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness.
Eldgosið kemur Reykjanesinu á ferðamannakortið – segir Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness
GOSTÆKIFÆRI - Nýir eldgosa fótboltabúningar - Nýtt hótel með eldgosanafni - Gott menningarhaust í Grindavík - Eldgosið hefur hjálpað til við markaðskynningu á Reykjanesinu - Ný heimasíða www. visitreykjanes.is - Unnið að opnun gestastofu
Eldgosið í Geldingadölum hefur þegar haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Reykjanesi að sögn Þuríðar H. Aradóttur Braun, forstöðumanns Markaðsstofu Reykjaness. Meiri áhugi er fyrir Reykjanesinu og töluvert um fyrirspurnir frá fólki sem vill gera meira úr deginum en eingöngu að skoða eldgosið. Ljóst er að eldgosið hefur hjálpað til við alla markaðskynningu Reykjanessins sem áfangastaðar ferðaþjónustu. Þuríður vill að Reykjanesið verði hluti af ferðaáætlun ferðamanna sem eru að koma til Íslands og verði fyrsti viðkomustaður þeirra.
Ný heimasíða markaðstofu Reykjaness Markaðsstofan er þessa dagana að vinna að nýrri heimasíðu www.visitreykjanes.is en heimasíðan er vettvangur til að halda utan um allt sem er í boði á Reykjanesi sem snýr að menningu og ferðamálum. „Markaðsstofan fær viðbótarstarfsfólk inn í sumar sem kemur til með að vinna frekar að efnisöflun, margmiðlunarvinnu og ljósmyndun. Fókusinn núna er á efnisvinnslu sem síðan getur nýst svæðinu í heild sinni og þeim ferðaþjónustuaðilum sem starfa þar til að koma sinni vöru og þjónustu á framfæri,“ segir Þuríður.
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
Sérstaða Reykjanessins felst í flekaskilunum Sérstaða Reykjanessins er einstök á heimsvísu. Mið-Atlantshafshryggurinn gengur á land yst á Reykjanesskaganum og liggur gegnum landið frá suðvestri til norðausturs. Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreyfanlegum hætti og land mótast út frá þeim og á Reykjanesinu. Birtingarmyndin sést í brúnni milli heimsálfanna. Í Reykjanes jarðvangi er að finna merkilegar jarð- og náttúruminjar, sumar einstakar á heimsvísu. Reykjanesið er í dag Geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.
Sóknarfæri í eldgosinu Það er margt gott í boði í ferðaþjónustu á Reykjanesinu að mati Þuríðar en einnig mörg tækifæri til að gera betur, m.a. annars í auknu samstarfi í að kynna Reykjanesið og bæta við flóru afþreyingar. „Eldgosið setti okkur í fyrsta sæti og brennidepil sem mikilvægt er að nýta til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu. Verið er að vinna að opnun gestastofu í Duus húsum og einnig gestastofu í menningarhúsi Grindavíkur, Kvikunni, um eldgosið.“ Þuríður er bjartsýn á sumarið og árið í heild sinni með þróun og fjölgun gesta á svæðinu. „Eldgosið hefur fært okkur framar í röðina og nú er það okkar að nýta þetta tækifæri.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Útgerðardóttir frá Gauksstöðum í þyrlurekstri Þórunn Sigurðardóttir frá Gauksstöðum í Garði er eigandi og framkvæmdastjóri hjá þyrlufyrirtækinu Heli Austria sem m.a. hefur verið að fljúga með fólk að gosstöðvunum í Geldingadali undanfarna mánuði. Þórunn sem er viðskiptafræðingur og sjúkranuddari að mennt stundar núna nám í MBA við Háskóla Íslands. Þórunn kemur frá útgerðarfólki á Gauksstöðum og það var gert ráð fyrir því að hún ynni við það, í staðin fór hún i annars konar útgerð. Áður en hún kom til starfa hjá Heli Austria árið 2018 þá sinnti hún svipuðum störfum í Bláa lóninu. Þar hóf hún störf á gólfinu á sínum tíma og vann sig síðan jafnt og þétt upp, í þau ellefu ár sem hún starfaði þar, í söluog markaðsdeildina þar sem hún sinnt mest fágætisferðamönnum, þ.e. efnameiri ferðamönnum. Þórunn býr núna á Kjartansstöðum á Suðurlandinu ásamt sambýlismanni sínum, Axel K. Baldurssyni, og sinnir hrossarækt í hjáverkum.
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
Þyrla á flugi yfir eldstöðinni á fyrsta sólarhring eldgossins. VF-mynd: Guðjón Vilhelm
Eldri konur sækja í þyrluflug að gosstöðvunum Árið hefur byrjað vel hjá Heli Austria eftir rólega tíð á Covid-tímanum þar sem ein þyrla sinnti þeim verkefnum sem voru í gangi þá. „Við sérhæfum okkur í einkaferðum fyrir efnameiri ferðamenn og þegar mest var að gera þá voru átta þyrlur í gangi í ýmsum verkefnum. Þegar gosið hófst í mars þá hóf fyrirtækið strax reglulegar ferðir að gosinu og hefur það mælst vel fyrir hjá Íslendingum sem hafa verið í meirihluta viðskiptavina.“ Að sögn Þórunnar hefur verið gaman að sjá samsetningu viðskiptavinanna í gosferðunum. „Mikið hefur verið af eldra fólki í ferðunum sem hefur verið í einangrun síðasta árið, fólk sem á erfitt með að ganga og notar jafnvel göngugrind til að komast ferða sinna og eru eðli málsins ekki mikið að stunda útivist.
Oft eru það eldri konur sem eru að bóka þessar ferðir og draga með í ferðirnar fjölskyldu og vini. Einnig hefur fólk sem er lamað eða hreyfihamlað að nýta sér þennan ferðamáta til að upplifa gosið og líklegt að það gæti ekki gert það með öðrum hætti.“ Gosið hófst á besta tíma fyrir Heli Austria að mati Þórunnar, ókeypis markaðssetning á landinu og góða innspýting fyrir sumarið sem er venjulega háannatími í þyrluflugi. Núna eru bókanir að berast erlendis frá og tilefni til bjartsýni fyrir framhaldið.
Prinsessa með lífverði í þremur þyrlum Oft verða til skemmtilegar sögur í ferðaþjónustunni og Þórunn rifjaði upp eftirminnilega þyrluferð sem ónefnd prinsessa fór í fyrir
nokkrum árum. „Prinsessan var með það marga lífverði með sér að hún þurfti þrjár aukaþyrlur bara fyrir þá. Hún hafði mikinn áhuga á samfélagsmiðlum og tók því töluvert af myndum og lifandi myndefni á meðan þyrlufluginu stóð. Í einni myndatökunni þar sem hún teygði sig út um gluggann með símann vildi ekki betur til en svo að hún missti hann þegar flogið var í nágrenni
Vatnajökuls. Það kom ekkert annað til greina en að finna símann þannig öllum þyrlunum var lent og leit hafin af símanum sem síðan fannst í heilu lagi ennþá á upptöku á mjúkri mosabreiðu.“
Blindir farþegar upplifa og njóta þyrluflugs Þórunn hefur fengið þó nokkra blinda farþega í þyrluflug sem hafa skemmt sér konunglega og upplifað spennuna og hrifninguna í gegnum samferðarfólk sitt sem hefur útskýrt og sagt frá því sem fyrir augu ber hverju sinni, einnig hefur það tekið þátt í hrifningar upphrópum samferðarfólks þegar eitthvað óvænt og fallegt ber við sjónir. „Starfsemi Heli Austria er fjölbreytt og sömuleiðis kúnnarnir. Við höfum m.a. farið í ferðir með vísindamenn, kvikmyndagerðarfólk, skíðafólk á Tröllaskagann og ljósmyndara auk þess sem vina- og fyrirtækjahópar hafa nýtt þyrluflug í hvataferðir. Íslensk náttúra er stórbrotin að sjá úr þyrlu og myndefni sem er stöðugt að birtast á samfélagsmiðlum auglýsir fyrirtækið og ferðirnar. Heli Austria er einnig með þrautþjálfað starfsfólk og allan nauðsynlega búnað til að eiga við sinubruna,“ segir Þórunn. Framundan hjá Þórunni er að halda áfram að bjóða upp á góða þyrluþjónustu í nýjum þyrlum og markaðssetja landið fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.
Gestafréttakonurnar Hafdís Inga Sveinsdóttir og Else Andrijauskaite taka yfir þátt vikunnar!
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Útskriftarhópur Flugakademíu Íslands. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson
Fjögurþúsundasti nemandinn útskrifaður frá Keili Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 171 nemanda við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 11. júní. Við athöfnina voru útskrifaðir 87 nemendur af Háskólabrú, 26 ÍAK einkaþjálfarar, 26 ÍAK styrktarþjálfarar og 32 atvinnuflugmenn. Útskriftin markaði þau tímamót að fjögurþúsundasti nemandinn útskrifaðist frá Keili og hafa nú samtals 4.166 einstaklingar útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar. Heiðurinn féll Daða Þór Ásgrímssyni, nemanda Háskólabrúar, í skaut og fékk hann blómvönd frá Keili við þetta tækifæri.
Brautskráning úr stærstu frumgreinadeild landsins Háskólabrú brautskráði samtals 87 nemendur, 64 nemendur af Háskólabrú í fjarnámi, 23 af Háskólabrú með vinnu og tíu af Háskólabrú í staðnámi. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og afhenti viðurkenningarskjöl ásamt Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, verkefnastjóra Háskólabrúar. Dúx Háskólabrúar var Eyjólfur Örn Auðunsson með 9,68 í meðaleinkunn og fékk hann gjafabréf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Þá hlaut Hildur María Jónsdóttir Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir góðan námsárangur á Háskólabrú og eftirtektarverða þrautseigju. Sigríður Ella Kristjánsdóttir hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema Háskólabrúar. Háskólabrú hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007
og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Samtals hafa yfir tvö þúsund einstaklingar lokið námi á Háskólabrú og hafa langflestir þeirra haldið í áframhaldandi nám bæði hérlendis og erlendis. Mikill fjöldi umsókna
hefur borist á nám á haustönn 2021 og er viðbúið að á fjórða hundrað nemenda leggi stund á frumgreinanám við Keili á komandi skólaári.
Fyrsta brautskráning Flugakademíu Íslands Flugakademía Íslands brautskráði 32 atvinnuflugmenn en þetta er fyrsta útskrift skólans undir þessu heiti eftir að Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands sameinuðust á síðasta ári. Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands, flutti ávarp og veitti viðurkenningar ásamt Davíð Brá Unnarssyni, skólastjóra Flugakademíunnar. Jonas Romby Rernböck hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í atvinnuflugnámi með 9,56 í meðaleinkunn. Hlaut hann gjafabréf og módel að verðlaunum frá Icelandair ásamt gjafabréfi frá Play. Sigurður Vignir Guðmundsson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema Flugakademíu en hann hlaut einnig verðlaun fyrir eftirtektarverða þrautseigju og fékk gjafabréf frá True Flight Training Iceland að gjöf. Flugakademía Íslands er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á atvinnuflugnám og hafa hátt í þrettánhundrað nemendur lokið flugnámi frá einingum skólans.
Ketilsdóttir hlaut verðlaunin fyrir bestan námsárangur í ÍAK styrktarþjálfun með meðaleinkunnina 9,76 og hlutu þær báðar TRX bönd frá Hreysti að gjöf. Alls hafa 694 einstaklingar lokið ÍAK einkaþjálfaranámi sem er eina einkaþjálfaranám á Íslandi sem er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og gæðavottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer stofnunarinnar). Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár.
700 nemendur hafa lokið ÍAK einkaþjálfaranámi
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Húsband Keilis, þau Fríða Dís og Smári.
Eyjólfur Örn Auðunsson, Dúx Háskólabrúar.
Heilsuakademían útskrifaði alls 52 nemendur, 26 ÍAK einkaþjálfara og 26 ÍAK styrktarþjálfara. Arnar Hafsteinsson, fráfarandi forstöðumaður Heilsuakademíunnar, flutti ávarp og afhenti viðurkenningar ásamt Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra. Bryndís Ósk Valdimarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með meðaleinkunn upp á 9,71 en Hildur
Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Flugmaður hjá WOW kveikti gamlan æskudraum um flugið Flugakademía Íslands brautskráði 32 atvinnuflugmenn síðasta föstudag en þetta er fyrsta útskrift skólans undir þessu heiti eftir að Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands sameinuðust á síðasta ári. Sigurður Vignir Guðmundsson er einn þeirra sem útskrifuðust og hélt hann ræðu fyrir hönd útskriftarnema Flugakademíu. Sigurður hlaut einnig verðlaun fyrir eftirtektarverða þrautseigju og fékk gjafabréf frá True Flight Training Iceland að gjöf. – Áttu þér drauma í fluginu? „Þegar fólk byrjar í þessu flugnámi þá byrja örugglega allir með Ice landair efst á listanum hjá sér. Ég vil hafa allt opið og sjá hvert námið getur farið með mig.“
Sigurður Vignir er einn fjölmargra sem hafa unnið á flugvellinum og heillast af fluginu. Árið 2014 líður líklega seint úr minni Sigurðar Vignis en hann lenti í tveimur vinnuslysum þetta ár og aðeins með nokkurra mánaða millibili. Í slysinu á Keflavíkurflugvelli starfaði Sigurður Vignir sem hlaðmaður hjá IGS þegar hann féll úr farangurslest flugvélar. Í viðtali við Víkurfréttir fyrir síðustu jól var hann fenginn til að rifja upp slysið. „Nei, það er svo skrítið að ég man ekkert of vel atburðina frá hádegi þennan dag sem ég lenti í slysinu og næstu viku á eftir. Það er bara næstum tómt minnið en ég lenti í slysinu eftir kaffipásu klukkan fjögur um daginn. Ég man eitthvað slitrótt eftir því að ég var uppi í farangurslest á flugvél sem var nýlent en þá er oft frost og bleyta inni í lest. Ég er að ná í cargo-trébretti og er að draga það út með mér og ætla að stíga út á færibandið og hlýt að hafa dottið vegna hálk unnar. Ég datt aftur fyrir mig og skall beint niður á jörðina en man ekkert þegar þetta gerðist og þar til ég vakna næsta dag á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þar situr mamma við rúmið mitt og hún segir mér þegar ég spyr hana hvað hafi gerst að ég hafi lent í vinnuslysi. Ég svona hálfbrosi til hennar og svo loka ég augunum aftur og steinsofna. Ég fékk svo að vita að ég hafði fengið þriðja stigs heilahristing, einnig heilablæðingu og mar á heilann.“
Kraftaverk að ekki fór verr Sigurður Vignir var í raun ótrúlega heppinn hversu vel fór því hann hefði jú getað lamast eða orðið heilaskaddaður eftir slysið en strákurinn reif sig á fætur með góðra manna hjálp. Það skal tekið fram að engir hjálmar voru á höfði starfsmanna í hlaðdeild IGS á þessum tíma. Eftir á að hyggja er í rauninni kraftaverk að Sigurður Vignir skuli vera á lífi eftir svona alvarlega áverka en röð atburða þennan örlagaríka dag gerði það að verkum að hann lifði. Samstarfsfélagi hans hjá hlaðdeild IGS kom að honum þar sem hann lá en hann er björgunarsveitarmaður og vissi nákvæmlega hvernig átti að bregðast við. Hann setti Sigga strax í læsta hliðarlegu. Það var líka tilviljun að sjúkrabíll var einnig staddur innan flugvallarsvæðisins þegar þetta
gerðist en hann var að bíða eftir flugvél sem var að koma til lendingar með veikan farþega. Örlögin gripu svo sannarlega í taumana því það mátti ekki tæpara standa með Sigurð Vigni sem fór með þessum sama sjúkrabíl strax undir læknishendur á bráðadeild í Reykjavík.
Það kemur uppsveifla aftur Víkurfréttir hittu Sigurð Vigni aftur að máli síðasta föstudag eftir útskriftina úr flugnáminu. Þar bar á góma að ekki væri hægt að segja að framtíð flugsins hafi ekki verið björt í kórónuveirufaraldrinum en auðvitað væri fólk að horfa fram á veginn. „Það eru niðursveiflur og uppsveiflur í flestu og vonandi er Covid að enda eða líða hjá, þannig að það kemur uppsveifla aftur, þannig að það er jákvæð og björt framtíð í því.“ – Hvernig gekk svo í náminu og hvernig var það? „Þetta nám er strembið. Það þarf þrautseigju og maður var alltaf að læra. Ég held að ég hafi farið í gegnum þetta á þrautseigju og stóð mig með prýði að mínu mati alla vega.“ – Nú tekur við flug þar sem þú þarft að safna þér tímum. Hvernig lítur það út? „Bara mjög vel og vonandi verður gott veður í sumar þannig að maður geti flogið eins mikið og hægt er. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ – Við getum sagt að kófinu sé að ljúka og útlitið betra með flug. „Já, miklu betur. Flugfélög eru byrjuð að ráða inn flugþjóna, flugfreyjur og flugmenn sem er mjög jákvætt fyrir fluggeirann í heild sinni.“
– Þú átt ekki mjög góðar minningar frá Keflavíkurflugvelli eftir að þú lentir í alvarlegu slysi sem hlaðmaður hjá Icelandair árið 2014 og öðru slysi nokkrum mánuðum síðar. Nú þurfið þið að gangast undir heilsufarspróf sem flugmenn. Hvernig tæklaðir þú þetta eftir slysin? „Eftir að ég lenti í fyrra slysinu sem hlaðmaður á Keflavíkurflugvelli þá tók við strembið verkefni þar sem ég þurfti hreinlega að hreyfa mig og ná upp allri skynjun í lappirnar á mér aftur og læra að ganga upp á nýtt. Það var erfitt að vera 21 árs og þurfa að gera það. Ég hef alltaf verið jákvæður og aldrei gefist upp. Ég náði mér vel upp aftur og er í dag eins og ég hafi aldrei lent í neinu.“ – Það er vel hægt að halda áfram þó svo hlutirnir séu stundum svolítið svartir? „Já, ég hef alltaf verið jákvæður einstaklingur og trúi því að ef þú ert jákvæð og góð manneskja þá gerist góðir hlutir fyrir þig. Ég hef alltaf verið þannig og er heppinn að eiga góða að sem hjálpuðu mér í gegnum þetta líka.“
Tók sig vel út í flugmannsbúningnum – Rétt eftir að þú slasaðir þig sem hleðslumaður hjá IGS, þá varstu kannski ekki að ímynda þér að þú ættir eftir að vera flugmaður? „Nei, það var það síðasta sem ég hugsaði um þá. Ég var mikið í körfunni hjá Keflavík og það var það sem mig langaði að gera. Svo kom upp atvik þegar ég var að vinna í öryggisstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli þegar ég sá einn mann sem ég þekki vel sem var flugmaður hjá WOW. Ég hugsaði þegar ég sá hann að hann tæki sig vel út í flugmannsbúningnum og mig langaði að gera þetta. Þá komu þessir draumar, sem ég var með sem ungur maður, að vera flugmaður aftur.“ – Flugumhverfið er hér á Suðurnesjum. „Já og ég held að allir sem fara í flugnám eða annað flugtengt hafi verið að vinna á flugvellinum á einhverjum tímapunkti.“ – Og þú sérð þig fyrir þér í háloftunum innan skamms? „Já, bara vonandi sem fyrst. Nú er bara að klára þetta verklega og vonandi fer maður í loftið sem fyrst.“ – Hvað er langt í að þú getir sótt um starf hjá flugfélögum? „Vonandi bara snemma á næsta ári ef ég er heppinn, annars ætti að vera uppsveifla í þessu næstu tvö árin, þannig að ég er góður í tíma. Að fá starf hjá Icelandair eru ákveðið lottó en það eru ýmis störf úti í heimi og hjá minni flugfélögum sem eru vonandi að losna fljótlega, þannig að maður bíður og vonar.“
Hjón saman í námi við Keili eftir tuttugu ára hlé á skólagöngu Hjónin Ingvar Ingvarsson og Sigríður Ella Kristjánsdóttir ákváðu að skella sér saman í nám við Keili á Ásbrú í aðdraganda kórónuveirufaraldursins. Þau höfðu hvorugt lokið við framhaldsskólanám og ákváðu að kominn væri tími á það, tuttugu árum síðar. Þú voru rétt sest á skólabekk þegar Covid-19 skall á. Þau létu það ekki slá sig út af laginu og hrósa einnig Keili fyrir það hvernig námið var tæklað í faraldrinum. – Hvernig er það fyrir hjón að fara saman í nám? Sigríður Ella: „Það er alveg frábært. Það er svo gott að hafa stuðninginn hvort frá öðru. Það er þægilegt námið við Keili, þar sem þú getur tekið eitt fag í einu. Það er kosturinn sem við sáum við þetta en ekki að vera með mörg fög í einum hrærigraut þar sem allt fer í klessu. Mér leist bara mjög vel á þetta.“ – Áttuð þið í erfiðleikum í framhaldsskóla áður fyrr? Sigríður Ella: „Já, sérstaklega ég. Ég er með lesblindu og hefur alltaf gengið brösuglega en þegar ég heyrði af því hvernig þetta er hjá Keili, að maður geti tekið eitt fag í einu, þá sá ég að þetta væri tækifæri fyrir mig. Þetta er kannski eitthvað sem ég ætti að prófa. Svo kom upp spurningin hjá mér hvort ég ætti að þora ein og ég spurði manninn minn hvort hann væri ekki bara til í að koma með mér og hann sagðist bara kýla á þetta með mér.“ – Og hvernig var svo að fara með frúnni í nám? Ingvar: „Þetta var mjög sérstakt eftir tuttugu ára hlé frá skóla. Þetta er frábær skóli og skipulagið er mjög þægilegt að taka í mesta lagi tvo áfanga í einu. Það hjálpar mjög mikið ásamt frábærum kennurum. Það skiptir svo miklu máli. Svo eru fyrirlestrarnir þannig að þú getur spólað aftur og aftur ef þú ert í vandræðum. Prófin eru þægileg og það er góður grunnur í öllum fögum fyrir próf.“ – Fannst þér mikill munur að fara í skóla núna miðað við fyrir tuttugu árum þegar þú varst síðast í námi og að byrja í fjölbraut? Ingvar: „Já, maður er búinn að þroskast og miklu meira tilbúinn í þetta verkefni. Maður var miklu skipulagðari og það er allt önnur tækni sem maður notar. Ég mæli hiklaust með þessum skóla við þá sem eru að spá í námi í dag. Það er bara málið.“ – Eruð þið með framtíðadrauma eftir þetta? Sigríður Ella: „Það er ekkert planað en maður er allavega orðin útskrifaður úr námi. Það hafa opnast nýjar
dyr og hver veit hvað maður gerir. Það er ómögulegt að átta sig á því.“ Ingvar: „Það er ekkert planað og heldur ekkert útilokað.“ – Maður upplifir það hér við útskriftina að það hafi verið góður andi í hópnum í náminu. Sigríður Ella: „Þetta er alveg yndislegt. Maður fær svo jákvætt viðmót. Það eru allir að peppa mann svo upp og nemendurnir eru duglegir að hjálpast að. Ef einn skilur ekki eitthvað, þá er næsti tilbúinn að hjálpa. Það er mikil samvinna í náminu og það hjálpar mjög mikið. Ég myndi vilja segja við alla sem eru eitthvað að hugsa eða hika; þú getur þetta alveg. Kíktu á Keili, hann er klárlega skólinn.“ – Voruð þið hlið við hlið heima að læra? Ingvar: „Stundum, ekki alltaf. Ef það hentaði og við vorum í sama hóp. Oft var ég í allt öðrum hópi heldur en hún og á Teams-fundi annars staðar.“ – Þið hófuð nám fyrir Covid, haustið 2019, stundið námið í faraldrinum og eruð að klára námið núna þegar Covid er að enda, þannig að þetta er búinn að vera rússíbani. Ingvar: „Þetta er búið að vera svakalegt. Við tókum eitt próf í janúar og einhverja stoðtíma, annars var bara allt á netinu. Aðferðirnar eru bara svo frábærar hjá þeim, þannig að þetta er bara algjör snilld hvernig skólinn tæklaði þennan faraldur.“ Sigríður Ella: „Já, við fengum að taka eitt próf og fara á nýnemadaginn. Mér finnst alveg frábært hvernig kennararnir hafa haldið utan um nemendur sína. Ef við þurftum sérstaklega aðstoð þá voru settir upp Teams-fundir til að útskýra og allt lagt upp úr því að efnið kæmist til skila.“ – Haldið þið að það séu margir þarna úti í samfélaginu á svipuðu reki og þið að hugsa um nám? Ingvar: „Já, ég hugsa það. Ég held að það séu margir búnir með eitthvað af einingum í framhaldsskóla og séu að spá í námi. Ef svo er, þá mæli ég hiklaust með Keili. Alveg klárlega, þið getið þetta.“
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kristín Þóra Möller, Esther Elín Þórðardóttir (var ekki viðstödd) og Brynja Ýr Júlíusdóttir, kennarar í Akurskóla, hlutu Hvatningarverðlaunin fyrir Instagram-verkefni úr Laxdælu. Valgerður Björk Pálsdóttir, formaður Fræðsluráðs, afhenti þeim viðurkenninguna.
Daníella Holm Gísladóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Esther Níelsdóttir og Hjálmar Benónýsson stóðu að söngleiknum Mamma mia.
LAXDÆLA Á INSTAGRAM hlaut Hvatningarverðlaunin Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í Bíósal Duus við hátíðlega athöfn þann 9. júní síðastliðinn. Alls bárust 25 ábendingar að þessu sinni og voru verkefnin fjölbreytt að vanda. Kristín Þóra Möller, Esther Elín Þórðardóttir og Brynja Ýr Júlíusdóttir sem eru kennarar í Akurskóla hlutu Hvatningarverðlaunin að þessu sinni fyrir Instagram-verkefni úr Laxdælu. Í verkefninu er Laxdæla túlkuð af nemendum með Instagram-færslum og myndum. Nemendur bregða sér í hlutverk aðalpersóna í Laxdælu og skrifa söguna með Instagramfærslum. Hugmyndaflugið fær að ráða för sem gerir það að verkum að nemendur eru stoltir og áhugasamir um verkefnið. Nálgunin mætir nemendum á þeirra áhugasviði og þeirra miðli. Verkefnið fær nemendur til að rýna betur í söguna og setja sig í spor persónanna. Instagram-reikningar nemenda bera heiti eins og: official.
kjartan.olafsson, bolli_thorleiksson og gudrun.osvifursdottir. Tvö önnur verkefni hlutu einnig viðurkenningu en það voru verkefnin Söngleikurinn Mamma Mía sem settur var upp með nemendum í 8.–10. bekk í Heiðarskóla og Daníella Holm Gísladóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Esther Níelsdóttir og Hjálmar Benónýsson stóðu að og einnig Seesaw-verkefni í Stapaskóla en þar finnur kennarinn Rebekka Rós Reynisdóttir fjölbreyttar leiðir
Á undan afhendingu Hvatningarverðlaunanna voru undirritaðir samningar vegna verkefna sem hljóta styrk úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs í ár. Um er að ræða 21 verkefni og er þetta í annað sinn sem úthlutað er úr Nýsköpunar- og þróunarsjóðnum.
Ræddu við bæjaryfirvöld um málefni Háaleitisskóla Réttindaráð Háaleitisskóla á Ásbrú ræddi nýlega við bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar um ýmis mál sem tengjast skólanum og unhverfi hans. Réttindaráðið átti góðan fund í ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem m.a. var rætt hvernig megi bæta skólalóðina, stækkun knattspyrnuvallarins og fleiri mál. Þá voru rædd skemmdarverk sem hafa verið unnin á strætóskýlinu sem stendur fyrir utan skólann og var ákveðið að unglingastigið myndi mála það að utan. Málningin sem eftir
verður mun seinna vera notuð til þess að mála á gangstéttir og malbik skemmtilega leiki eins og „parís“. Bæjarstjórnin hefur gefið það til kynna að í framtíðinni muni bygging nýs skóla byrja hér uppi á Ásbrú. Bæjarstjórinn tók vel í hugmyndir réttindaráðsins og munu þeir ráðast í framkvæmdir á næstunni. „Við í réttindaráðinu erum að vinna í að gera skólann og umhverfi hans betra og við þökkum fyrir góðar móttökur,“ segir í frétt frá ráðinu.
til að mæta mismunandi þörfum nemenda sinna. Valgerður Björk Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, lagði í ávarpi sínu áherslu á nemendalýðræði og mikilvægi þess að hlusta á og spyrja nemendur um hvað þeim finnist mega gera betur í skólakerfinu. Besta leiðin til að gera börn og unglinga að lýðræðislegum borgurum er að gera þeim yfirhöfuð mögulegt að vera lýðræðislegir borgarar. Þess vegna mun Reykjanesbær halda ungmennaþing í september 2021 þar sem 100 nemendur úr 8.–10. bekk grunnskóla Reykjanesbæjar og sextán til átján ára nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja koma saman einn dag í Stapa og rökræða um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir börnum og unglingum.
Á þinginu verða börnin m.a. spurð að því hvað þau vilja hafa áhrif á innan sveitarfélagsins, hvernig þeim henti best að koma skoðunum sínum á framfæri og hvernig sveitarfélagið ætti almennt að standa að samráði við ungt fólk. Markmið þingsins er einnig að teikna upp mynd af sveitarfélaginu með augum yngstu íbúanna og skapa samræðugrundvöll milli þeirra, stýrihóps verkefnisins og starfsmanna Reykjanesbæjar Á undan afhendingu Hvatningarverðlaunanna voru undirritaðir samningar vegna verkefna sem hljóta styrk úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs í ár. Um er að ræða 21 verkefni og er þetta í annað sinn sem úthlutað er úr Nýsköpunarog þróunarsjóðnum.
Rebekka Rós Reynisdóttir fékk viðurkenningu fyrir Seesawverkefni í Stapaskóla.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Hvers vegna ættir þú að kjósa mig? Rauðhöfði við Akurskóla fær nýtt framhaldslíf Fjórir nemendur í Akurskóla gáfu nýlega hvalnum Rauðhöfða nýtt framhaldslíf en hann er listaverk við skólann. Þær Obba, Álfrún, Nína Emilía og Þórey máluðu hvalinn og var verkið afhjúpað að viðstöddum nemendum og hluta starfsfólks skólans. Hugmyndin að Rauðhöfða þegar hann verður upphaflega gerður var sótt í þjóðsögur frá Suðurnesjum. „Með skapandi hugsun og dugnaði hafið þið gert umhverfið fallegra og um leið skólalóðina skemmtilegri. Þið hafið sannað hvað hægt er að áorka með skapandi huga og trú á mikilvægi listar í umhverfi okkar. Þið hafið skapað list fyrir nærsamfélagið (okkur öll) til
að njóta og dáðst að. Þið hafið sannað hvað hægt er að gera með samvinnu, skapandi huga og trú á fegurð. Samspil lita, hugmynda og forma. Þið hafið málað fiska, strigaskó, eldgos, stjörnumerkin, blóm, landslag og sitthvað annað á hvalinn Rauðhöfða,“ sagði Helga Lára Haraldsdóttir, kennari við Akurskóla við afhjúpun „nýs“ Rauðhöfða. Listakonurnar fengu góða aðstoð frá Slippfélaginu í þessu verkefni í formi málningar á hvalinn, þær fengu pítsur frá Domino’s og Akurskóli gaf þeim bíómiða. Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhjúpun „nýja“ Rauðhöfða.
Þessi spurning er bæði réttmæt og eðlileg og kemur mjög oft upp nú þegar ég hef samband við stóran hóp fólks sem er skráð til þess að taka þátt í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi. Fyrsta hugsunin mín gagnvart þessari spurningu er einföld. Ég tel mig hafa þekkingu, menntun og áhuga á því að vinna fyrir fólkið í mínu samfélagi. Bla bla bla ... þetta er bara frasi. Innantóm þvæla. Raunverulega ástæðan er sú að ég er orðinn þreyttur á getuleysinu. Getuleysi sem birtist í endalausu stríði við kerfið. Upplifun okkar hér um slóðir er að viðhorfið til svæðisins er afbakað og litar skoðanir þeirra sem stjórna. Þeir sem stjórna eru nefnilega nánast aldrei héðan. Vel launuðum störfum í skjóli hersins er meðal annars um að kenna. Þannig var þróunin og því er tenging Suðurnesjanna við stjórnkerfið afskaplega takmörkuð. Stjórnmálamenn koma og fara og ekkert breytist vegna þess að embættismennirnir, sem í örfáum tilfellum
Blikksmiðja ÁG við Vesturbraut óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við blikksmíði og almenna málmsmíði. Reynsla í blikksmíði eða annari málmsmíði er skilyrði. Umsóknir berist á skrifstofu eða á finnur@agblikk.is
Blikksmiðja
Ágústar Guðjónssonar ehf.
að, ég er að bjóða mig fram. Ekki er ég að sækjast eftir launum, ég er í fínu starfi enda Keilir dásamlegur vinnustaður og starf framkvæmdastjóra bara nokkuð vel launað. Ég er að bjóða mig fram vegna þess að mér er ekki sama. Eflaust á það við um alla frambjóðendur, ég veit það ekki. En til þess að gera langa sögu stutta þá er valið ykkar. Þið sem eruð skráð í Framsókn getið sett mig í 2. sætið. Ég mun þá berjast fyrir svæðinu með þá veiku trú að vopni að við eigum betra skilið. Ég er stoltur yfir því að vera alinn upp á Háaleitinu í Keflavík, hafa gengið í skóla hér, eignast stóran vinahóp hér sem stendur saman. Ég er stoltur af samfélaginu okkar. Samfélagi sem lætur ekkert á sig fá, hvort sem það er lokun varnarstöðvar, bankahrun, fall flugfélaga eða heimsfaraldur. Þannig að þá hafiði það. Kjósið mig vegna þess að mér er í alvöru ekki sama! Kveðja, Jóhann Friðrik.
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum Það var vissulega ánægjulegt þegar tilkynnt var í vikunni um að til stæði að opna nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík í árslok 2024. Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og því full þörf á því að bregðast við þeirri þróun til þess að tryggja aðgengi íbúa að heilsugæslu með þessum hætti. Á undanförnum árum hefur þróunin í heilbrigðiskerfinu verið sú að sértæk þjónusta lækna er meira og minna aðgengileg á höfuðborgarsvæðinu. Að mörgu leyti er þetta eðlilegt af ákveðnum öryggissjónarmiðum en þó verður ætíð að gæta þess að sú þróun komi ekki niður á þjónustu heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Það er til lítils að tala um eflingu landsbyggðarinnar þannig að þar verði eftirsóknarvert að búa, ef
Framtíðarstörf í boði!
eru héðan, eru fluttir í burtu. Þeirra hjörtu slá ekki lengur með Suðurnesjunum. Ekki reyna að segja mér að þú hafir ekki fundið fyrir því ágæti lesandi. Sérstaklega þið sem vinnið á höfuðborgarsvæðinu. Það er talað niður til svæðisins. Útlendingavandamál, félagsleg vandamál, lágt menntunarstig og síðast en ekki síst óþolandi upplestur úr dagbókum lögreglunnar. Kanasamfélagið o.fl. o.fl. Ég er orðinn þreyttur á þessari undirmálsumræðu. Hún er óþolandi. Allt er talað niður á meðan tækifærin drjúpa af hverju strái. Samfélagið upplifir sig utanveltu og ég skynja ámóta tón á Suðurlandinu. Dæmin eru svo mörg að ég nenni varla að telja þau upp. Hver væru viðbrögðin ef 4.000 manns á Akranesi hættu að nota heilbrigðisþjónustu þar vegna þess að hún væri ekki boðleg? Ætli þingmenn þar, embættismenn og ráðamenn létu það yfir sig ganga. Kannski ... ég ætla þó að leyfa mér að efast um það. Þannig
ekki er hugað að grunnþjónustu við íbúa. Áhyggjur af heilbrigðisþjónustu hafa ítrekað komið fram í samtali mínu við íbúa á Suðurlandi að undanförnu og þá sérstaklega á Suðurnesjum. Í Suðurnesjabæ er uppi ótrúleg staða þar sem engin heilsugæslustöð er í sveitarfélaginu þrátt fyrir að þar búi tæplega fjögur þúsund íbúar. Slíkt hlýtur að teljast óviðunandi fyrir íbúana sem hafa hvorki aðgang að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð né skráðan heimilislækni. Bið eftir tíma hjá lækni getur því tekið nokkra daga, jafnvel vikur. Í Vestmannaeyjum hefur bæjarráð og bæjarstjórn í mörg ár háð baráttu um að halda því þjónustustigi sem er til staðar á heilsugæslunni. Í sumum tilvikum hefur sú hagsmunabarátta borið árangur en þó alls ekki alltaf.
Þá er ekki hægt að skella skuldinni á stofnunina sem veitir þjónustuna heldur miklu fremur þungt, óskilvirkt og oft á tíðum fjársvelt heilbrigðiskerfi. Heilbrigðismál, og þá sérstaklega aðgangur að heilsugæslu, eiga að vera kosningamál í haust. Við verðum að tryggja aðgengi íbúa á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það er full þörf á því að taka til hendinni í þeim efnum. Njáll Ragnarsson. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum og gefur kost á sér í 3.–4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins þann 19. júní nk.
Samkeppnishæf á alþjóðamarkaði Nýsköpun stuðlar að framförum með nýjum hugmyndum, verklagi eða uppgötvunum. Nýsköpun er mikilvægur þáttur í allri framþróun, í samkeppni og að fyrirtæki hér á landi myndi sér sérstöðu gagnvart fyrirtækjum á alþjóðamörkuðum. Stjórnvöld hafa gert ágætlega hingað til og er nýsköpunarumhverfið á Íslandi nokkuð gott. Hægt er að sækja um í fjölmarga sjóði sem styðja við nýsköpun, bæði innlenda sem og evrópska sjóði. Til að mynda heldur Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) utan um marga af þessum sjóðum. Þar má meðal annars nefna að hægt er að leggja inn umsókn um skattafrádrátt vegna rannsóknar- og þróunarverkefna en einnig heldur Rannís utan um tækniþróunarsjóðina sem sem margir þekkja. Árið 2019 var mótuð nýsköpunarstefna sem er ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar og byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á
öllum sviðum. Stefnunni er ætlað að marka sýn fyrir Ísland til ársins 2030 og í henni er sett fram það markmið að árið 2030 verði Ísland fjölbreytt samfélag velferðar, öryggis og jafnra tækifæra auk þess sem Ísland verði í fremst meðal jafningja þegar borin eru saman lífsgæði og hamingja. Það er ávallt af hinu góða þegar slíkar stefnur eru settar og þeim þarf að framfylgja og það þarf að fjármagna þær. Því þegar litið er á starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja og það borið saman við starfsumhverfi fyrirtækja í öðrum löndum þá kemur í ljós að framleiðsluþættir íslenskra fyrirtækja er almennt hærri en annars staðar. Til þess að innlend fyrirtæki geti verið samkeppnishæf á alþjóðamörkuðum þurfum við að tryggja þeim hlutfallslega yfirburði á einhverjum sviðum gagnvart öðrum mörkuðum. Með öflugri nýsköpunarstefnu og stöðugri framfylgni hennar er hægt að tryggja markvissa og skilvirka framþróun í landinu. Þannig er
hægt að hlúa að samkeppnishæfni fyrirtækja við önnur lönd. Sem dæmi þá getum við verið of íhaldssöm þegar kemur að breytingu á lögum og reglugerðum. Lög og reglugerðir sem voru settar og standast ekki þá framþróun sem á sér stað erlendis. Það er því mín skoðun, að við sem 375.000 manna þjóð eigum að geta haft hlutfallslega yfirburði gagnvart öðrum ríkjum þegar kemur að; a) lagasetningu og bættu regluverki, b) með því að gera skattkerfið skilvirkara og meira hvetjandi í þágu framþróunar og c) með skilvirkari stjórnsýslu sem stuðlar að og liðkar fyrir nýsköpun. Klárum dæmið og blásum til sóknar! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir. Lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi sem fer fram þann 19. júní nk.
sport
Miðvikudagur 16. júní 2021 // 24. tbl. // 42. árg.
Mörk breyta leikjum hins vegar og það hefði getað skapast mikil pressa á okkur í lokin ef þeir hefðu skorað úr vítinu og minnkað muninn í 3:2 ...
„Þú spilar aldrei betur en mótherjinn leyfir“ – segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis Sandgerði Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði er nýliði í annarri deild karla í knattspyrnu eftir að hafa lent í öðru sæti þriðju deildar karla á síðasta tímabili. Eins og við var að búast var nýliðunum ekki spáð neinu sérstöku gengi á sínu fyrsta ári í deildinni en Reynismenn hafa algerlega hunsað þær spár og verma efsta sæti annarrar deildar eftir góðan sigur á Þrótti Vogum í síðustu viku. Víkurfréttir ræddu við Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Reynis, um óvænt gengi liðsins og hverjar væntingarnar séu í ár. „Það er óhætt að segja að við komum svolítið á óvart,“ segir Haraldur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur en mótið er náttúrlega bara rétt að byrja, þannig séð, og þetta lítur út fyrir að ætla að verða jöfn og spennandi deild.“ Nokkrir nýir leikmenn hafa bæst í leikmannahóp Sandgerðinga frá síðasta ári, markvörðurinn Rúnar Gissurarson sneri heim frá Njarðvík en auk hans hafa bræðurnir Kristófer Páll og Sæþór Ívan Viðarssynir, frá Keflavík og Leikni Fáskrúðsfirði, Edon Osmani frá Keflavík, Fannar Sævarsson frá Víði og Unnar Már Unnarsson frá Kórdrengjum gengið til liðs við Reyni fyrir þetta tímabil. – Hver var stefnan fyrir þetta mót? „Stefnan var að „stabilisera“ Reyni í annarri deild og það er ennþá stefnan. Komandi upp sem nýliðar þá var það markmið númer eitt að vera búnir að tryggja okkar sæti í deildinni þegar henni lýkur í haust.“ – Það sem heillar marga við Reynisliðið er liðsheildin, það er engin súperstjarna heldur virðist hópurinn smellpassa saman. „Já, það er stemmning hjá okkur í hópnum og hún verður náttúrlega
fyrir og gáfum fá færi á okkur – og beittum skyndisóknum. Það gekk upp hjá okkur, allavega í þessum leik. Þetta var það sem við lögðum upp með og þeir kannski ekki hitt á sinn besta dag en þú spilar svo sem aldrei betur en mótherjinn leyfir og við lokuðum vel á þá.“
Reynismenn fagna marki Edon Osmani þegar hann kom Reyni yfir í leiknum gegn Þrótti. VF-myndir: JPK til þegar þú vinnur leiki, þá verður aðeins meira gaman – en jú, þetta er flottur hópur sem við erum með og við ætlum bara að halda áfram að sækja fleiri sigra.“ Haraldur, sem er uppalinn Keflvíkingar, stakk sér beint í djúpu laugina þegar hann hóf sinn þjálfaraferil en
Lýsandi dæmi um baráttugleðina í Reynismönnum sem byggja á liðsheildinni en ekki einstaklingsframtaki.
hann tók við meistaraflokki Reynis, sem þá var í fjórðu deild, árið 2018.
– Talandi um það ef tölfræðin er skoðuð úr leik Vikings og Vålerenga um helgina, þar sem Samúel Kári skoraði eitt marka norsku Víkinganna. Vikings voru með boltann 33% af leiktímanum en unnu 4:1. „Já, það segir ekki allt að halda boltanum, þótt það sé alltaf skemmtilegra – svo fer svolítið púður í það að vera alltaf að elta. Mörk breyta leikjum hins vegar og það hefði getað skapast mikil pressa á okkur í lokin ef þeir hefðu skorað úr vítinu og minnkað muninn í 3:2 með fjórar, fimm mínútur eftir. Svipað og gerðist hjá þeim á móti Njarðvík, þá voru Njarðvíkingar 3:1 yfir í fyrstu umferðinni og misstu það niður í jafnt-
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
efli – en Rúnar var betri en enginn í markinu og varði vítið.“ – Hvað með fyrirliðann hjá ykkur, Strahinja Pacik, var hann meiddur? „Já, Strahinja er meiddur. Unnar Már og Barros líka. Við sjáum betur stöðuna á þeim á æfingum í vikunni en liðið allt er búið að æfa vel og annars allir í toppformi.“ – En þið takið bara einn leik í einu, er það ekki? „Jú, við tökum á móti Magnamönnum á laugardaginn og ætlum okkur ekkert annað en sigur í þeim leik,“ segir Haraldur en það verður spennandi að sjá hverju fram vindur í annarri deild í sumar sem virðist ætla að verða hin mesta skemmtun enda deildin jöfn við eigum örugglega eftir að sjá mörg óvænt úrslit líta dagsins ljós.
– Þjálfaðir þú enga yngri flokka áður en þú tókst við meistaraflokki? „Ég tók hálft sumar með Unnari þar sem við vorum að þjálfa annan flokk Reynis. Það var árið 2017, ári eftir að ég hætti að spila með Keflavík. Svo tók ég við meistaraflokki Reynis 2018, svo þetta er fjórða tímabilið mitt með liðið. Síðan þá eru við búnir að vinna okkur upp úr fjórðu deildinni og ég held að það sé ágætis plan að stefna á að halda sætinu í annarri deild.“ – Þoð voruð töluvert sterkari aðil inn í leiknum gegn Þrótti í síðustu viku. Þeir hafa kannski ekki hitt á sinn besta dag en hvernig metur þú leikinn? „Við vorum svo sem án nokkurra sterkra manna í þessum leik en við vorum góðir í leiknum, vorum þéttir
Rúnar Gissurarson hefur staðið sig vel í marki Reynis í sumar. Hér ver hann vítaspyrnu á lokamínútum leiksins gegn Þrótti.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Ótrúlegu úrslitaeinvígi Njarðvíkur og Grindavíkur í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik lauk með sigri Grindvíkinga sem gáfust aldrei upp og komu til baka eftir að hafa tapað fyrstu tveimur viðureignunum.
Ég er ótrúlega stolt af mínum stelpum! „Hroki Njarðvíkur hjálpaði okkur mjög mikið í módiveringu og við vorum búin að prenta út orðin þeirra og vildum bara gefa þeim smá sneið af auðmýkt,“ sagði sigurreif Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur kvenna, eftir oddaleik Grindavíkur og Njarðvíkur. Fáir bjuggust við að Grindavík ætti eftir að standa uppi sem sigurvegari í fyrstu deild kvenna eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum en Ólöf segir að líklega hafi þær verið þær einu sem vissu að þær myndu klára þetta. Hún sagðist mjög stolt af stelpunum sínum og það skipti ekki máli hvernig maður byrji mót heldur hvernig maður klárar þau. Viðtal Víkurfrétta við Ólöfu Helgu eftir sigur í úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna má sjá með því að smella á myndina (aðeins aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta).
Tveir Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur
Framtíðin er björt hjá fimleikadeild Keflavíkur Íslandsmót í 3.–1. þrepi karla og kvenna í áhaldafimleikum var haldið hjá Ármanni fyrir skemmstu þar sem tvær upprennandi fimleikastjörnur frá Keflavík hömpuðu Íslandsmeistaratitlum. Allir keppendur fimleikadeildar Keflavíkur stóðu sig mjög vel og voru deildinni til mikilla sóma. Stóð það hæst að Keflavík eignaðist tvo Íslandsmeistara en Margrét Júlía Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í 1. þrepi kvenna og Kolbrún Eva Hólmarsdóttir varð Íslandsmeistari í 3. þrepi kvenna. Ánægjulegt var að sjá krakkarnir voru ekki að láta Covidpásur hafa áhrif á sig, einhverjar framfarir sáust og voru aðrir að prófa nýja hluti.
KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Lengjudeild karla:
Grindvíkingar komnir á skrið Þróttur R. - Grindavík 2:3
Grindvíkingar fylgdu eftir sigrinum á Selfossi með góðum sigri á Þrótti í Reykjavík. Grindvíkingar komust yfir um miðjan fyrri hálfleik en áður en blásið var til leikhlés hafði Þróttur náð að jafna leikinn. Í seinni hálfleik komst Grindavík enn á ný yfir þegar Oddur Ingi Bjarnason skallaði stöngin inn, staðan 1:2 og Grindvíkingar búnir að vera talsvert betri aðilinn í leiknum. Þegar um korter lifði leiks kom þriðja mark Grindavíkur og þeir að sigla öruggum sigri í höfn. Þróttarar minnkuðu muninn úr víti þegar komið var fram í uppbótartíma en það dugði þeim ekki og Grindavík er komið í þriðja sæti Lengjudeildarinnar, einu stigi á eftir Fjölni sem er í öðru sæti. Mörk Grindavíkur: Sigurður Bjartur Hallsson (23’), Oddur Ingi Bjarnason (54’) og Laurens Symons (74’).
Oddur Ingi Bjarnason var besti maður vallarins þegar Grindavík sigraði Þrótt.
2. deild karla:
2. deild karla:
Þróttur - Reynir 1:3
Njarðvík - ÍR 2:0
Stórleikur síðustu viku var hörku Suðurnesjaslagur Þróttar og Reynis í sjöttu umferð annarar deildar. Það var ekkert gefið eftir í leiknum sem fram fór á heimavelli Þróttar. Reynismenn komust yfir á 20. mínútu Þróttur jafnaði leikinn fimm mínútum síðar. Reynismenn létu það ekki slá sig út af laginu og komust enn á ný yfir og leiddu 1:2 í hálfleik. Eftir því sem leið á seinni hálfleikinn færðu Reynismenn sig enn meira upp á skaftið og það bar árangur á 69. mínútu þegar Kristófer Páll Viðarsson lét vaða af löngu færi og setti boltann í netið út við stöng, 1:3. Þróttarar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks án þess að það bæri tilsettan árangur en þeir fengu vítaspyrnu undir lok leiks sem Rúnar Gissurarson, markvörður Reynis, gerði sér lítið fyrir og varði. Lokatölur 1:3 og Reynismenn sitja einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn.
Njarðvíkingar tóku á móti toppliði ÍR í sjöttu umferð annarrar deildar, fyrir leikinn var Njarðvík í sjötta sæti. Njarðvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik eftir skyndisókn sem endaði með marki Andra Fannars Freyssonar. Þeir voru nálægt því að tvöfalda forystuna þegar Einar Orri Einarsson átti skalla í tréverkið. Í seinni hálfleik sóttu Njarðvíkingar hratt eftir góða vörslu Róberts Blakala, boltinn barst til Kenneth Hogg sem ætlaði að senda á samherja en varnarmaður ÍR komst inn í sendinguna og hamraði í eigið mark. Fleiri urðu mörkin ekki. Njarðvík sigraði 2:0 og er komið í þriðja sæti.
Mörk Reynis: Sæþór Ívan Viðarsson (20’), Edon Osmani (32’) og Kristófer Páll Viðarsson (69’). Mark Þróttar: Viktor Smári Segatta (25’).
FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
Mörk Njarðvíkur: Andri Fannar Freysson (24’) og sjálfsmark (82’).
3. deild karla:
STYRKT AF
Víðir - Höttur/Huginn 0:2
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Víðismenn tóku á móti toppliði þriðju deildar karla, Höttur/Huginn, á Nesfisk-vellinum í sjöttu umferð deildarinnar. Víðismenn fengu ágætis færi í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta en gestirnir skoruðu tvö mörk þegar stutt var til leiksloka. Víðir er í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig. vinalegur bær
Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri aftur komið að mér að skrifa Lokaorð vikunnar þegar ritstjórinn hnippti í mig í gær. „Það getur bara ekki verið,“ hugsaði ég; „ég er nýbúin!“ Ég veit ekki hvort þetta sé aldurinn en það er hreint með ólíkindum hvað tíminn líður hratt. Mér finnst ég hafa verið að ganga frá jólaskrautinu í gær og það er kominn 17. júní – og áður en maður veit af verður kominn tími á aðventu kransinn aftur. Dæs. Það er fleira sem er ýta við mér þessa dagana, miðaldra konunni sem finnst hún samt alltaf vera frekar ung. Frumburðurinn var að útskrifast úr menntaskóla og „litla“ barnið mitt fékk bréf í póstinum í gær með upplýsingum um að ferm-
ingardagurinn sé klár. Eldri stjúpdóttirin að fara að gifta sig og sú yngri ófrísk að sínu öðru barni. Þetta getur hreinlega ekki verið. En svona er þetta nú samt. Góðu fréttirnar eru þær að fólk eldist einhvern veginn betur í dag heldur en áður. Elsta systir mín er komin á eftirlaun en hleypur reglulega upp á Esjuna og ég fæ ennþá reglulega spurninguna um það hvor okkar sé eldri. Gott fyrir hana – verra fyrir mig! Mín kynslóð hefur hins vegar aldrei verið sprækari og enginn er maður með mönnum nema hafa farið á Hnjúkinn eða tekið þátt í gönguskíðaeða hjólreiðakeppnum. Kannski eru þetta líka draumórar miðaldra konunnar og ég bið fyrri kynslóðir fyrirfram afsökunar ef ég móðga þær en
mér finnst ég vera miklu yngri í dag en mér fannst t.d. foreldrar mínir vera þegar þau voru á mínum aldri. Á ákveðnum aldri fannst mér þau reyndar yfirmáta hallærisleg og það sem verra var, ég þreyttist ekki að segja þeim það. Annað hvort er ég bara svona svakalega hipp og kúl, eða synir mínir svona miklu betur gerðir en ég var, því þeir eru ótrúlega góðir við mömmu sína og leyfa mér alveg að halda það að ég sé ekkert svo hallærisleg. Þeir nenna allavega ennþá að hanga með mér, fara út að ganga eða hjóla og almennt láta sjá sig með mér. Það er eitthvað. Ég vil þó taka sérstaklega fram að ég óx sem betur fer upp úr þessu viðhorfi til foreldra minna og var hæstánægð með þau því eldri sem ég varð.
LOKAORÐ
Jólaskraut um mitt sumar
RAGNHEIÐAR ELÍNAR Hversu klisjukennt sem það kann að hljóma þá er lærdómurinn af þessu öllu sá að við þurfum að muna að njóta dagsins í dag. Alla ævina erum við svo upptekin við að flýta okkur á næsta stað að við gleymum því sem við höfum akkúrat í dag – og svo söknum við tímans sem liðinn er og hugsum til hans með eftirsjá. Verum þakklát fyrir hvern dag og allt okkar fólk. Ég segi fyrir mig – mikið er ég heppin kona.
Mundi
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
V E R K E F N A S TJ Ó R I H Ö N N U N A R
V E R K E F N A S TJ Ó R I S A M R Æ M I N G A R
Við óskum eftir að ráða verkefnastjóra til að stýra, samræma og þróa verkefni tengd hönnun á Keflavíkurflugvelli. Verkefnastjóri ber ábyrgð á hönnun og innkaupum, ásamt afhendingu verkefna til framkvæmda og eftirfylgni þeirra. Auk þess ber hann ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við kröfur hverju sinni og sér um að þróa og halda utan um ferli verkefna hjá Verkfræðideild.
Isavia óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að halda utan um samræmingu fjárfestingarverkefna innan einingarinnar Flugvallarþróun og uppbygging. Við leitum að skipulögðum og ábyrgum einstakling með haldbæra reynslu af verkefnastýringu til að samræma utanumhald fjárfestingaverkefna á öllum stigum í samstarfi við verkefnastjóra og verkefna-
Hæfniskröfur
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun í byggingarverkfræði
• Háskólanám sem nýtist í starfi (t.d. verkfræði
eða byggingartæknifræði er skilyrði
stjórn.
eða tæknifræði)
• Reynsla af verkefnastjórn og hönnun er skilyrði
• Haldbær reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
• Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð
• Reynsla af fjárfestingaverkefnum og áætlanagerð
• Þekking af því að útbúa og vinna ferla
• Reynsla af að vinna með gögn og skýrslur í Power BI er kostur
Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri; jon.gudjonsson@isavia.is
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti Nánari upplýsingar veitir Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri; jon.gudjonsson@isavia.is
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K O G H A F N A R FJ Ö R Ð U R
UMSÓKNARFRESTUR: 25. JÚNÍ
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
Ég sakna einskis, sé ekki eftir neinu, man ekki neitt!