Víkurfréttir 24. tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 15. júní 2022 // 24. tbl. // 43. árg.

Rótarýfólk snyrti aldingarð æskunnar Í síðustu viku var gert hreinsunarátak í Aldingarði æskunnar í skrúðgarðinum í Keflavík, en það er markmið félaga í Rótarýklúbbi Keflavíkur að garðurinn sé orðinn snyrtilegur og tilbúinn að taka á móti gestum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Meira um þetta flotta framtak í miðopnu og einnig í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

H Á M A R KA Ð U VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI S Ý N I R A L LA R E I G N I R

Reykjanesapótek fær HÓTELIN VILJA STÆKKA styrk frá heilbrigðisráðuneytinu í tilraunaverkefni Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Reykjanesapóteki þriggja milljóna króna styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Verkefnið verður afmarkað við þá sem taka lyf við hjarta- og æðasjúkdómum á borð við blóðþynningarlyf, blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyf og felst í skilgreindri umsjón lyfjafræðings sem veitir viðkomandi sjúklingi ráðgjöf og eftirfylgni á fyrstu vikum meðferðar. Sigríður Pálína Arnardóttir, eigandi Reykjanesapóteks, var í skýjunum þegar VF heyrði stuttlega í henni. Hún væri búin að vinna að þessu í tuttugu ár og væri mjög spennt að sjá framhaldið. Nánar um málið á bls. 2.

Hótel Berg ehf. hefur óskað eftir minniháttar breytingu við Bakkaveg 17 í Keflavík. Um er að ræða stækkun á veitingastað um 90 fermetra til suðvesturs og stækkun til austurs um 110 fermetra sem mun hýsa starfsmannarými, geymslur og líkamsrækt. Viðbyggingar eru á einni hæð. Umhverfisog skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda umsóknina í grenndarkynningu. Þá hefur Hótel Keflavík óskað heimildar til að byggja yfir verönd og gang við framhlið Hótel Keflavíkur. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I

PA L L@A L LT.I S | 560-5501

FLJÓTLEGT OG GOTT! 499 kr/pk

42%

43%

áður 699 kr

29% Goodfella's

Pizza Pockets, 2 í pakka Triple Cheese, Pepperoni

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

199 kr/stk

98 kr/stk

áður 349 kr

Monster Ultra White 500 ml

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

áður 169 kr

Prins Póló XXL 50 g

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Reykjanesapótek í tilraunaverkefni sem miðar að öruggari lyfjameðferð sjúklinga

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Reykjanesapóteki þriggja milljóna króna styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Verkefnið verður afmarkað við þá sem taka lyf við hjarta- og æðasjúkdómum á borð við blóðþynningarlyf, blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyf og felst í skilgreindri umsjón lyfjafræðings sem veitir viðkomandi sjúklingi ráðgjöf og eftirfylgni á fyrstu vikum meðferðar. Tilraunaverkefni Reykjaness­ apóteks miðast við að bjóða sjúklingum sem eru að hefja lyfjameðferð þátttöku í verkefninu. Viðkomandi verður boðið viðtal við lyfjafræðing apóteksins einni til tveimur vikum eftir meðferð og svo annað viðtal þremur til fimm vikum síðar. Samstarf verður við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem á þess kost að vísa sjúklingum á þessa þjónustu. Þjónusta sem þessi er þekkt erlendis undir heitinu „new medicine service“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „lyfjastoð“. Markmiðið er að draga úr rangri lyfjanotkun, tryggja öruggari innleiðingu meðferðar hjá sjúklingum, bæta lyfjaöryggi hjá þeim sem nota mörg lyf og auka öryggi lyfjanotkunar þegar um áhættusöm lyf er að ræða, t.d. blóðþynningarlyf.

Í skýjunum Sigríður Pálína Arnardóttir, eigandi Reykjanesapóteks, var í skýjunum þegar VF heyrði stuttlega í henni. Hún væri búin að vinna að þessu í tuttugu ár og væri mjög spennt að sjá framhaldið.

Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, svífur um með bros á vör þessa dagana. Á Facebook-síðu Reykjaness­ apóteks segir: „​​Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki og gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að spyrja allra þeirra spurninga sem þau hafa um lyfjameðferð sína í persónulegu samtali við sérþjálfaðan lyfjafræðing. Þjónustan er kjörin fyrir alla sem taka lyf við hjarta- eða æðasjúkdómum á borð við blóðþynningarlyf, blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyf. Þar sem um þróunarverkefni er að ræða er þjónustan fyrst um sinn bundin við einstaklinga sem taka lyf í þessum lyfjaflokkum. Lyfjafræðingar okkar eru þegar byrjaðir að bóka viðtalstíma. Rannsóknir benda til að mest þörf á leiðsögn og upplýsingagjöf sé á fyrstu vikum lyfjameðferðar, á fyrstu dögunum til að stuðla að meðferðarheldni og um mánuði eftir að meðferð hófst til að veita sjúklingi upplýsingar ef fram hafa komið einhver vandamál tengd lyfjagjöfinni sem þarf að ræða.“

Heilsufarslegur og fjárhagslegur ávinningur Tilraunaverkefni Reykjanessapóteks er að norskri fyrirmynd. Í Noregi er áætlað að röng lyfjanotkun valdi árlega kostnaði sem nemur um 74 milljörðum króna. Ef þessi nálgun er yfirfærð á Ísland nemur sambærilegur kostnaður um fimm milljörðum króna árlega. Fjárhagslegur ávinningur af réttri og öruggri lyfjanotkun sjúklinga er því mikill og enn frekar skiptir miklu máli heilsufarslegur ávinningur einstaklinga og samfélagsins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að um 15% sjúkrahússinnlagna ár hvert sé vegna lyfjatengdra atvika. Auk þriggja milljóna króna styrks heilbrigðisráðuneytisins til verkefnisins mun ráðuneytið óska eftir því að Embætti landlæknis tryggi aðgengi apóteksins að lyfjagagnagrunni embættisins á verkefnatímanum og kanni jafnframt möguleika á miðlægri skráningu upplýsinga. Vonir eru bundnar við að verkefnið geti orðið fyrirmynd að aukinni lyfjafræðilegri þjónustu í apótekum í samræmi við markmið lyfjastefnu.

Færðu Þroskahjálp á Suðurnesjum milljónir króna til húsnæðiskaupa

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Systkinin sem mættu til Þroskahjálpar með veglega gjöf í minningu foreldra sinna. Með þeim á myndinni eru fulltrúar úr stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Fulltrúar fjölskyldu Ólafs Sólimanns Lárussonar og Guðrúnar Fanneyjar Hannesdóttur komu færandi hendi til Þroskahjálpar á Suðurnesjum í síðustu viku. Það voru þau Guðjón, Arnbjörn, Bára og Sigríður Ólafsbörn en Særún var fjarverandi. Ólafur og Guðrún Fanney eignuðust tólf börn en tvö dóu í bernsku. Fimm eru enn á lífi og afkomendur þeirra eru á fjórða hundrað manns. Systkinin færðu Þroskahjálp á Suðurnesjum 5,4 milljónir króna til væntanlegra húsnæðiskaupa Þroskahjálpar sem ætlað er að bæta enn starfsaðstöðu í Dósaseli, sem er vinnustaður fyrir fólk á Suðurnesjum með fötlun. Gjöfin er til að

minnast dugnaðar og gjafmildi foreldra þeirra og þá samfélagslegu vitund sem þau ólu börn sín upp í. Ólafur og Guðrún Fanney ráku fjölskylduútgerð sem hófst með félögum Ólafs en hann keypti síðan bátinn Jón Guðmundsson KE 4 sem hann gerði út og eignaðist nokkra báta í útgerðasögu fjölskyldunnar. Ólafur veiktist af berklum sem háðu honum til æviloka. Ólafur og Guðrún Fanney stóðu alla tíð vörð um uppbyggingu mikilvægra stofnana í Keflavík. Fjölskyldan öll tók þátt í að safna fé og lögðu þau hjón sjálf verulegar upphæðir í sjúkrahúsið og Keflavíkurkirkju. Þá var þeim mjög annt um starfsemi Þroskahjálpar á Suðurnesjum og fáir gerðu sér betur

grein fyrir mikilvægi þeirra samtaka en Ólafur. „Það er einstakt lán fyrir Þroskahjálp og starfsemi samtakanna í Dósaseli að fá slíka gjöf og stuðning við mikilvægt verkefni. Starfsemin kallar á samstöðu meðal íbúa til að styðja og tryggja eina vinnustaðinn á Suðurnesjum sem er fyrir fatlað fólk. Stjórn og aðstandendur Þroskahjálpar á Suðurnesjum eru börnum Ólafs Sólimanns og Guðrúnar Fanneyjar afar þakklát fyrir stuðninginn og samfélagslegrar ábyrgðar þeirra sem þau halda á lofti í minningu foreldra sinna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, við þetta tækifæri.


í Reykjanesbæ

Hátíðardagskrá

Kl. 12:00 - 13:00 Hátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík. Einnig streymt á facebooksíðu Víkurfrétta. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri stýrir dagskrá

Kl. 11:00 Hátíðarguðþjónusta í Keflavíkurkirkju Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Skátar úr Heiðabúum standa heiðursvörð og taka þátt í athöfninni. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Fánahylling: Eygló Alexandersdóttir, fyrrum deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur. Setningarræða: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Listamaður Reykjanesbæjar: Forseti bæjarstjórnar útnefnir listamann Reykjanesbæjar 2022-2026. Ræða dagsins: Albert Albertsson, verkfræðingur hjá HS Orku. Fjallkona: Bryndís María Kjartansdóttir, nýstúdent.

Kl. 11:40 Skrúðganga leggur af stað frá Keflavíkurkirkju Heiðabúar marsera með hátíðarfánann og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar undir.

Skemmtidagskrá

í hverfum kl. 14:00 – 16:00 Sambærileg dagskrá á öllum stöðum: - Skrúðgarðurinn í Keflavík - Skrúðgarðurinn í Njarðvík - Við Leikskólann Holt í Innri-Njarðvík - Við Hæfingarstöð Reykjanesbæjar á Ásbrú.

Hoppukastali Fígúrur frá Leikfélagi Keflavíkur Þrautabraut 17. júní ratleikur Andlitsmálning Dansatriði frá DansKompaní Ýmsar skemmtistöðvar og leikir

Dagskráin er í höndum:

Heiðabúa, TEAM-DansKompaní, Barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Unglingaráðs Fjörheima.

Ungmennagarðurinn við 88 húsið

Kl. 18:00 – 19:00 Pylsur í boði Kl. 18:00 Öllavöllur vígður Kl. 18:00 - 19:00 Körfuboltakeppni á Öllavelli, skráning á staðnum.

Kl. 19:00 – 21:30

Skemmtidagskrá Fram koma meðal annars: DansKompaní Inspector Spacetime Fulltrúi Fjörheima í Söngkeppni Samfés ásamt fleiri frábærum atriðum.

Aðrir viðburðir:

Kl. 13:00 – 17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Blue-höllinni

Kl. 13:30 – 17:00 Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju

Kl. 13:00 – 14:00 Fjölskyldubingó og diskótek Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í íþróttahúsi Njarðvíkurskóla Kl. 14:00 – 16:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla Kl. 12:00 – 17:00 Duus Safnahús opin - aðgangur ókeypis

Kl. 11:00 – 18:00 Rokksafn Íslands opið - aðgangur ókeypis

A Ð Ó G

TUN M M E SK


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Skólastjórar og kennsluráðgjafarnir Kolfinna og Anna Hulda tóku við verðlaunum fyrir Skólaslit. Þær eru hér saman ásamt Valgerði Björk, formanni fræðsluráðs. VF-mynd: pket

Skólaslit fengu hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar Mikil gróska í fjölbreyttum verkefnum í skólunum Verkefnið Skólaslit hlaut hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2022 en þau voru afhent í Duus Safnahúsum síðasta fimmtudag. Fern önnur verkefni fengu viðurkenningu. „Það er svo sannarlega traustvekjandi, sérstaklega fyrir mig sem foreldri tveggja barna sem eru að hefja grunnskólagöngu sína, að sjá að starfsfólk skólanna hér í Reykjanesbæ er sífellt að leita nýrra leiða til þess að virkja áhuga barna á m.a. listsköpun, forritun, heilsu og íþróttum, stærðfræði, frjálsum leik og auðvitað lestri,“ sagði Valgerður Björk Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, m.a. í ræðu sinni við afhendingu verðlaunanna. Valgerður sagði að upphaf verkefnisins megi rekja til byrjun árs 2021 þegar kennsluráðgjafarnir Kolfinna Njálsdóttir, Heiða Ingólfs-

dóttir og Anna Hulda Einarsdóttir, á fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, áttu samtöl um þá áskorun sem grunnskólakennarar standa frammi fyrir þegar kemur að lestraráhuga nemenda og þá sér í lagi hjá drengjum. „Sú umræða um áskorunina að kveikja og viðhalda lestraráhuga hjá drengjum og í raun öllum nemendum hefur verið fyrirferðamikil í okkar samfélagi. Skólaárið á undan höfðu verið tekin rýnihópasamtöl við kennara á yngsta- og miðstigi grunnskóla um gagnlegar aðferðir, námsmat, námsefni og hvernig er hægt að efla lestur, lestraránægju og lesskilning. Niðurstöður þessara samtala leiddi af sér samstarf við Ævar Þór Benediktsson, rithöfund og leikara, sem skrifaði svo sögu í rauntíma, nýjan kafla á hverjum degi í október

2021 sem birtist í texta og hljóði á heimasíðunni skólaslit.is. Samhliða því myndskreytti Ari Hlynur Yates söguna. Á heimasíðunni var gagnvirkur verkefnabanki, veggspjöld og bókamerki til útprentunar. Þar mátti einnig finna kynningarmyndbönd og fleira sem nýttist skólum við framkvæmd verkefnisins. Netfang var notað til að taka á móti spurningum nemenda og hugmyndum þeirra um þróun sögunnar en að sögn höfundar var reynt að taka tillit til athugasemda nemenda á meðan sagan var skrifuð. Í gegnum netfangið tengdust grunnskólar víða um land og telst til að rúmlega hundrað skólar hafi tekið þátt í verkefninu að hluta til eða öllu leyti. Hér í Reykjanesbæ tóku skólarnir virkan þátt í verkefninu á fjölbreyttan hátt, til dæmis voru Hrekkjavökuhátíðir haldnar þar sem nemendur og kennarar klæddu sig upp sem sögupersónur Skólaslita og í einum skóla byggðu nemendur allt þorpið í sögunni í tölvuleiknum Mine­craft. Sagan Skólaslit verður síðan gefin út af höfundi í bókaformi nú í haust og verður spennandi að sjá söguna verða að alvöru bók,“ sagði formaður fræðsluráðs sem afhenti síðan sigurvegurunum hvatningarverðlaunin.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Ævar Þór, Kolfinna, Anna Hulda og Helgi fræðslustjóri við upphaf Skólaslita.

TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR

Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Frá afhendingu hvatningarverðlaunanna í bíósal Duus.

Fern verkefni fengu viðurkenningu Lestararvinna í Heiðarskóla. Að því verkefni standa María Óladóttir, Ingunn Rós Valdimarsdóttir og Guðbjörg Pálmadóttir. Þær mynda lestrarteymi Heiðarskóla sem hefur það hlutverk að halda utan um lestrarkennslu, koma með hugmyndir sem efla færni og áhuga nemenda á lestri og vera kennurum í skólanum til halds og trausts. Síðastliðið ár var áherslan á lotuþjálfun og yndislestur en ýmsar nýstárlegar leiðir voru farnar til að vekja áhuga barnanna á yndislestri og hvetja þau áfram, m.a. fengu nemendur poppbaun fyrir hverjar fimm mínútur sem þau lásu og í lok lestrarátaks var þeim öllum safnað saman og haldið popp-partý. Mylluvísjón. Verkefni í Myllubakkaskóla undir stjórn Írisar Drafnar Halldórsdóttur, Hildar Maríu Magnúsdóttur og Tinnu Aspar Káradóttur. Söngkeppnin Mylluvísjón hefur verið haldin í fimmtán ár og þar stíga nemendur á svið og syngja lag að eigin vali við undirleik. Nemendur fá eina æfingu fyrir stóru stundina en þetta er samstarfsverkefni heimilis og skóla þar sem foreldrar aðstoða barn sitt við að finna undirspil og æfa það í sviðsframkomu. Ef foreldrar sjá sér ekki fært að aðstoða fá þeir nemendur sem þess þurfa aðstoð frá starfsfólki. Þetta er gert til að allir upplifi jöfn tækifæri. Í ár voru keppendur alls þrjátíu og þrír í 26 atriðum og allir stóðu stoltir á sviði og sýndu sönghæfileika sína.

List og saga. Verkefni á vegum Sigitu Andrijauskiene í Öspinni í Njarðvíkurskóla. Nemendur í Öspinni hafa verið í Listasmiðju í vetur. Það eru teknir fyrir margar þekktar listastefnur og listamenn sem tilheyra hverri stefnu, öll verkefni hafa byrjað á því að nemendur fá fræðslu um viðfangsefnin og búa svo til listaverk í anda þeirra. Sigita er með mjög ólíkan hóp nemenda í kennslustundum og hefur náð að útfæra kennsluna og verkefnin fyrir hvern og einn nemanda. Verkin hafa prýtt ganga Asparinnar í vetur og nokkur þeirra voru til sýnis á listasýningu barna og menningarhátíðar nýlega hér í Duus. Söngleikurinn Grís. Verkefni undir stjórn Guðnýjar Kristjánsdóttur, Daníellu H. Gísladóttur og Estherar Níelsdóttur. Söngleikurinn Grís var frumsýndur á árshátíð Heiðarskóla þann 18. mars. Leikhópurinn samanstóð af 21 nemanda í 8.–10. bekk sem valið höfðu valgreinina Árshátíðarleikrit. Í leiklist fá nemendur kennslu í að koma fram, að setja sig í spor annarra og prófa sig áfram með mismunandi tjáningarform. Sýningar voru haldnar fyrir nemendur á skólatíma auk sýninga fyrir foreldra, opinna sýninga og styrktarsýningar þar sem ágóðinn rann til Krabbameinsfélag Suðurnesja. Páll Ketilsson pket@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

á timarit.is


Sigraðu innkaupin! Tilboð gilda 16.-19. júní

Nautamínútusteik

2.879

40%

kr/kg

4.798 kr/kg

Hæ, hó, jibbí, jei! Það er opið hjá okkur 17. júní!

lokað í netverslun

Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Lögreglan óttast slys á rafhlaupahjólum Nú þegar skólabörnin eru komin í sumarfrí fer varla framhjá neinum allur sá fjöldi barna sem þýtur um á rafhlaupahjólum úti í umferðinni. Rafhlaupahjól eru sniðug farartæki sem henta mörgum til að ferðast innanbæjar en þau eru jafnframt varasöm í höndum þeirra sem hafa ekki náð þeim þroska sem þarf til að stýra slíkum farkosti – en hvað er það helsta sem þarf að varast til að koma í veg fyrir alvarleg slys á þessum ungu vegfarendum? Víkurfréttir leituðu til lögreglunnar á Suðurnesjum til að fá svör við því. Kristján Freyr Geirsson sat fyrir svörum en hann er kannski betur þekktur sem Krissi lögga og hefur sinnt forvarnarstarfi hjá lögreglunni undanfarin ár. „Já, við höfum orðið vör við mikla aukningu á notkun rafhlaupahjóla meðal skólabarna í umferðinni,“ segir Krissi og bætir við að lögreglan óttist mjög að slys eigi eftir að gerast fyrr en síðar. „Við erum jafnvel að sjá börn sem eru að ljúka fyrstu stigum grunnskóla komin á svona tæki. Það segir sig sjálft að börn á þessum aldri hafa

ekki náð þeim þroska sem þarf til að stýra slíku ökutæki í umferðinni. Þessi hjól eru leyfileg fyrir allt að 25 kílómetra hraða á klukkustund en í sumum tilfellum er búið að eiga við hjólin og þau geta farið mun hraðar – og jafnvel þótt krakkarnir aki um á löglegum hámarkshraða er það heilmikil ferð fyrir lítt eða óreynda ökumenn.“

Að tvímenna á rafhlaupahjóli er stranglega bannað. VF-myndir: JPK

Störf hjá Reykjanesbæ Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennarar Stapaskóli - Umsjónakennari Stapaskóli - Þroskaþjálfi Starf við liðveislu Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Ró útlits- og heilsumeðferðir

Ró sérhæfir sig í sogæðameðferðum fyrir líkamann og Medical Tattoo

Sogæðakerfið er hreinsikerfi líkamans Út frá læknisfræðilegum rannsóknum er óhætt að fullyrða að mjög margir (óháð aldri) séu með byrjunareinkenni æðasjúkdóma eins og æðahnúta, æðaslit, bólgur og bjúg. Við bjóðum upp á fjölmargar heilsumeðferðir eins og ... ... sogæðastígvél ... sogþýstingsnudd SPM ... húðmeðhöndlun með súrefnishjálminum ... ljósameðferðir ... vafningameðferð ... Bowen-meðferð ... Medical Tattoo ... SPM andlitsmeðferð sem hjálpar húðinni á náttúrulegan hátt að endurnýja sig með því að örva blóðflæði.

Ró - Nesvöllum - Tímapantanir í síma 861 8063

Reglur um notkun rafhlaupahjóla Á vef Samgöngustofu kemur fram að slíkum farartækjum megi þó ekki aka á akbraut, aðeins á gangstígum, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól, t.d. er mikilvægt að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og að taka tillit til gangandi vegfarenda. Þá er sérstaklega tekið fram að börn og ungmenni undir sextán ára aldri eiga skv. lögum alltaf að nota hjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir noti hjálm á rafhlaupahjóli öryggisins vegna. Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á vélknúin hlaupahjól en ávallt skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Í stuttri könnun sem Víkurfréttir gerðu á vefjum nokkurra fyrirtækja sem selja rafhlaupahjól kom í ljós að langflestum tilvikum taka seljendur ekki fram fyrir hvaða aldur hjólin eru ætluð. Krissi bendir hins vegar á að aldurstakmark á rafmagnsvespur sé þrettán ár og þau séu í flokki léttra bifhjóla I. „Ábyrgð foreldra er mikil í þessum efnum,“ segir Krissi. „Við fylgjum oftast börnunum okkar í skólann á fyrsta skólaári til að kenna þeim hvernig þau eigi að bera sig að í umferðinni. Börn sem er nýbúin að læra hvernig eigi að fara yfir götu eru engan vegin í stakk búin til að ferðast um á rafknúnum hjólum, það liggur í augum uppi.

Krissi lögga horfir vökulum augum út í umferðina – alltaf á vaktinni. Svo spyr maður sig hvort krakkarnir viti yfir höfuð hvaða reglur eigi við um slíka farkosti. Við sjáum aftur og aftur sömu reglurnar brotnar; krakkar eru að aka um á akbrautum innan um bíla og að reiða félaga sína á hjólunum en slíkt er bannað enda hjólin ekki útbúin fyrir farþega. Ég skal taka dæmi. Við horfðum út um gluggann á lögreglustöðinni um daginn og sáum þar ungling á rafmagnsvespu. Hann var með allt sitt á hreinu, var með hjálm og ók eftir gangstígnum. Hér fyrir aftan stöðina hitti hann félaga sinn og þeir tóku tal

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

saman. Síðan stökk félaginn á bak og þeir þutu í burtu. Þetta gerðist á lóð lögreglunnar! Annað hvort þekkti viðkomandi ekki reglurnar eða að honum var bara alveg sama. Foreldrar þurfa að brýna reglurnar fyrir börnunum og jafnvel hafa vit fyrir þeim. Jafnvel þótt vinirnir séu á rafhlaupahjóli þurfa foreldrar stundum að stíga á bremsuna og taka óvinsælar ákvarðanir, það er hlutverk þeirra í uppeldinu.“

Aðgát í umferðinni Ökumenn bifreiða þurfa að vera vel á verði nú þegar mjög ungir stjórnendur rafknúinna hlaupahjóla eða rafmagnsvespa eru á ferð í umferðinni. Þetta eru reynslulitlir ökumenn og það fer yfirleitt lítið fyrir þeim en geta þurft að fara yfir akbrautir í veg fyrir aðra umferð – slysin gera ekki boð á undan sér.

Fyrsti stálbáturinn sem er smíðaður á Íslandi á þessari öld Sjómannadagurinn er liðinn og vil ég óska sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra sem eiga sjómenn innilega til hamingju með nýliðinn sjómannadag. Núna, árið 2022, var aðeins haldið upp á sjómannadaginn í Grindavík en í Keflavík og Sandgerði sem og Garði og Vogum var ekkert haldið upp á þennan dag. Það sýnir kannski hvað hefur gerst í útgerðarmálum á Suðurnesjum síðustu tuttugu árin eða svo. Sem dæmi var útgerð var mjög mikil í Keflavík og margar fjölskylduútgerðir sem gerðu út báta, t.d. Vonin KE, Happasæl KE, Skagaröst KE, Albert Ólafsson KE svo dæmi séu tekin. Allt þetta er horfið núna árið 2022 og í Keflavík er enginn útgerð nema það sem Hólmgrímur er með. Það sama má segja um Sandgerði, þar er útgerð að mestu horfin. Reyndar var nú ekki mikið um fjölskylduútgerðir á stórum bátum í Sandgerði, það voru frekar stóru fiskvinnslufyrirtækin sem gerðu út báta, t.d. Rafn HF, sem gerði út Mumma GK, Víði II GK, Einir GK og fleiri báta. Valbjörn GK sem gerði út Erling GK, togarann Hauk GK og síðan Miðnes hf. sem var langstærstur í Sandgerði og eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu. Eftir stendur að Grindavík hefur svo til haldið sínu en þó eru engar fjölskylduútgerðir þar, heldur eru þetta fyrirtækin. Vísir ehf. gerir út Sighvat GK, Pál Jónsson GK og Fjölni GK sem eru línubátar og togarann Jóhönnu Gísladóttur GK. Þorbjörn ehf. gerir út Valdimar GK, einn línubát, Sturlu GK sem er 29 metra togari, og frystitogarana Hrafn Sveinbjarnarsson GK og Tómas Þorvaldsson GK. Fyrirtækið er að láta smíða

fyrir sig ísfiskstogara sem mun kom til landsins á næsta ári. Síðan er Einhamar ehf. sem gerir út nokkra 30 tonna línubáta; Gísla Súrsson GK, Véstein GK og Auði Vésteins GK. Að lokum Stakkavík ehf. sem á helling af bátum og gerir út ansi marga minni báta. Þeirra stærstur er Óli á Stað GK, síðan eru þarna t.d. Geirfugl GK, Hópsnes GK, Gulltoppur GK, Katrín GK. Reyndar er Stakkavík ehf. að láta smíða fyrir sig 30 tonna línubát og það út stáli. Skrokkurinn er smíðaður í Tyrklandi en síðan verður báturinn fullkláraður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og verður þetta fyrsti stálbáturinn sem er smíðaður á Íslandi á þessari öld. Flestallir nýir báta sem hafa verið smíðaðir á Íslandi frá aldamótunum hafa allir verið úr plasti og langflestir verið smíðaðir hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði, t.d eru allir Einhamarsbátarnir smíðaðir hjá þar.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Nýjasti báturinn frá Trefjum kom einmitt til Grindavíkur og heitir hann Research GK 162. Alexander John Polsen er eigandi og verður skipstjóri á bátnum. Nafnið á bátnum, sem eins og sést, er ekki íslenskt. Það kemur frá útgerð sem Alexander átti hlut í og gerði út uppsjávarskipið Research til veiða frá Hjaltlandseyjum. Báturinn er smíðaður til að nota á strandveiðum og vekur það nokkra athygli því núna er að verða kominn miður júni og líklegast mun strandveiðikvótinn klárast snemma í ágúst. Er þessi bátur fyrsti báturinn sem er smíðaður fyrir einstakling hérna á Íslandi í ansi mörg ár. Báturinn hefur ekki hafið veiðar, í það minnsta þegar að þessi pistill er skrifaður.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Stimplar, glaðningar, vinningar og minningar Vegabréfaleikurinn er hafinn!

Við erum byrjuð að stimpla og deila út glaðningum á N1 um allt land. Er ekki nýja N1 vegabréfið tilbúið í ævintýri sumarsins? Svo skilar þú því fullstimpluðu til að eiga möguleika á glæsilegum vinningi í leikslok!

ENNEMM / SÍA / NM-011111

Sjáumst í sumar!

Coca-Cola Lime án sykurs 250 ml

5

3 1

7

Kókómjólk

Bubs hlauppoki 20 g

250 ml

Haribo 10 g

Extra Sweet Mint Trítlar

22 #vegabréf

2

Lay’s snakkpoki Sour Cream & Onion eða Salted 27,5 g

4

Litaðu umbúðirnar! 40 g

6

tyggjópakki

ALLA LEIÐ


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Safnskipið Óðinn kemur siglandi til Grindavíkur um sjómannadagshelgina. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom með Óðni til Grindavíkur. VF-mynd: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

Forseti Íslands kom sjóleiðina til Grindavíkur Gamla varðskipið og nú safnskipið Óðinn var til sýnis í Grindavík síðasta laugardag. Óðinn lagði upp í siglingu til Grindavíkur frá Reykjavík og kom til hafnar um hádegisbil. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom með Óðni til Grindavíkur og tók þátt í athöfn í skipinu þegar japönsk skipasmíðastöð afhenti Hollvinasamtökum Óðins nýtt frammastur á skipið. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta tóku á móti safnskipinu Óðni í Grindavík og ræddu við Guðna forseta í forsetasvítunni um borð. Viðtalið má sjá í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is. Þar er rætt við Guðna um ferðalagið sjóleiðina til Grindavíkur en einnig almennt

um varðskipið Óðinn, en forsetinn er fróður um varðskipasöguna og þorskastríðin. Þá fær Guðni óvænta áskorun í viðtali sínu við Suðurnesjamagasín, sem verður ekki greint frá hér og áhorfendur hvattir til að fylgjast með Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöldið.

Forseti Íslands ásamt fulltrúum safnskipsins Óðins, fulltrúum japönsku skipasmíðastöðvarinnar sem gaf stafnmastur á skipið og fulltrúum samfélagsins í Grindavík. VF-mynd: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

F.v.: Kristín Arnleif Gunnþórsdóttir, Sigurgeir þór Sigurgeirsson, Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Enok Bjarni Guðmundsson , Anna Sigríður Björnsdóttir, Hólmfríður Birna Hildisdóttir, Gunnar H.B. Gunnlaugsson, Steinunn Gestsdóttir, Tryggvi Sæmundsson og Einar Hannes Harðarsson. VF-mynd: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

SJÓMENN HEIÐRAÐIR VIÐ SJÓMANNAMESSU - Sjóarinn síkáti tókst vel eftir tveggja ára kórónuveirudvala

Nokkrar af hetjum hafsins frá Grindavík voru heiðraðar sérstaklega við sjómannamesssu í Grindavíkurkirkju á sjómannadaginn. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari. Kór Grindavíkurkirkju söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Einsöng við athöfnina sungu nemendur í Tónlistarskóla Grindavíkur, þau Bergsveinn Ellertsson, Jón Emil Karlsson og Olivia Ruth Mazowiecka. Ræðumaður dagsins var Sigurður Sverrir Guðmundsson og ritningarlestra lásu sjómannshjónin Júlíus Magnús Sigurðsson og Hólmfríður Karlsdóttir. Að athöfn lokinni í kirkjunni gekk Andri Karl Júlíusson Hammer fylktu

liði með blómsveig að minnisvarðanum Von. Þar sungu Grindavíkurdætur eitt lag. Þegar athöfninni lauk við Von var farið á hátíðarsvæðið við Kvikuna en hátíðarsvæðið hefur fengið nafnið Húllið. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, flutti hátíðarræðu og svo rak hver viðburðurinn annan. Við höfnina sá Björgnuarsveitin Þorbjörn um sjómannaþrautir eins og koddaslag, flekahlaup og kararóður. Á hátíðarsvæðinu voru tívolí-tæki og viðburðir voru á og við veitingahús bæjarins. Sjóarinn síkáti hófst á föstudeginum en þá um kvöldið var efnt

til litagöngu þar sem íbúar Grindavíkur mættu í litum síns hverfis við íþróttahúsið. Þaðan var svo gengið í fylkingu að Húllinu þar sem fram fóru bryggjutónleikar. Á laugardeginum var boðið upp á skemmtisiglingu frá Grindavíkurhöfn með tveimur fiskiskipum frá Vísi hf. Dagskrá var á sviði við Húllið og víða um bæinn. Safnskipið Óðinn var til sýnis í höfninni og um kvöldið var slegið upp sjómannaballi í íþróttahúinu með Audda og Sveppa, Jóni Jónssyni, ClubDub og BB Brothers. Sjóarinn síkáti þótti takast vel en hátíðarhöld hafa fallið niður tvö síðustu ár vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Það var hart barist í koddaslag og kararóðri.

Fannar Jónasson bæjarstjóri kemur greinilega úr appelsínugula hverfinu.

Frá hátíðarhöldum í Húllinu. VF-myndir: Hilmar Bragi

Pálmar stýrði brekkusöng í Húllinu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Rótarýfólk tók sig til að snyrti aldingarð æskunnar á dögunum. VF-myndir: Páll Ketilsson

Rótarýfólk snyrti aldingarð æskunnar Allt frá árinu 2019 hafa Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands og Reykjanesbær haft samstarf um „Aldingarð æskunnar“ við skrúðgarðinn í Keflavík. Garðurinn var formlega stofnaður í byrjun sumars 2019 og síðan þá hefur garðplöntum og yndisgróðri verið plantað í þennan garð. Í aldingarðinum er m.a. markmið að planta ávaxtatrjám og berjarunnum, m.a. í samstarfi við leikskóla. Einn af forvígismönnum Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands er Konráð Lúðvíksson. Konráð er líka félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur og þar hefur hann virkjað klúbbfélaga sína til gróðursetningar og umhirðu gróðurreita. Þannig hafa Rótarýfélagar séð um umhirðu í Aldingarði æskunnar, hreinsað í burtu illgresi,

sett niður lauka og plantað sumarplöntum. Í síðustu viku var gert hreinsunarátak í garðinum, kerra fyllt af illgresi og gróðurleifum og litskrúðugum sumarblómum var plantað út en það er markmið félaga í Rótarýklúbbnum að Aldingarður æskunnar sé orðinn snyrtilegur og tilbúinn að taka á móti gestum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Á meðan Rótarýfólkið var á hnjánum í Aldingarði æskunnar var formaður Rótarýklúbbs Keflavíkur hins vegar heima við í „Hallargarðinum“ þar sem hann undirbjó grillveislu fyrir Rótarýfélaga sína og maka þeirra. Rótarýformaðurinn Hannes Friðriksson og Þórunn Benediktsdóttir eiginkona hans eiga einn af fallegri görðum bæjarins við Freyjuvelli í Keflavík. Þangað fjölmennti Rótraýfólkið svo og fagnaði góðu dagsverki. Nánar er fjallað um Aldingarð æskunnar og garðinn hjá formanninum í Suðurnesjamagasíni vikunnar á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

Aðalfundur Pírata í Reykjanesbæ Aðalfundur Pírata í Reykjanesbæ verður fimmtudaginn 16. júní kl:19:30 að Hafnargötu 15, Reykjanesbæ.

Hópur styrkþega kom saman í anddyri Hrafnistu í Reykjanesbæ þar sem formleg afhending fór fram. VF-mynd: Hilmar Bragi

Yfir tvær milljónir í styrki frá Lionsklúbbnum Freyju Lionsklúbburinn Freyja í Reykjanesbæ afhenti á dögunum veglega styrki til ýmissa aðila en á starfsári klúbbsins hafa á rúmar tvær milljónir króna verið greiddar í styrki. Þeir sem hlotið hafa styrki frá Lionsklúbbnum Freyju á starfsárinu 2021 til 2022 eru Velferðarsjóður Suður-

nesja, Rauði krossinn, Umhyggja, SÁÁ, Starfsmannafélag Brunavarna Suðurnesja, Íþróttasamband fatlaðra, Skátafélagið Heiðabúar, Skammtímavistunin Heiðarholti í Suðurnesjabæ, Hrafnista á Nesvöllum í Reykjanesbæ, Íþróttafélagið Nes, 88 húsið í Reykjanesbæ, Pieta samtökin LCIF, styrkur til einstaklings og fleira.

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Kosning stjórnar og í önnur embætti samkvæmt lögum Allir velkomnir hvort heldur eru Píratar eða óháðir. Veitingar í boði.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

„Prjónið er svo fallegt áhugamál“ Dalrós Líndal er nemi í almennum málvísindum við Háskóla Íslands en hún nýtir nánast allan sinn frítíma í að prjóna. Dalrós hefur prjónað fyrir góðgerðarsamtökin Mía Magic. Þá hefur hún prjónað og gefið flíkur í svo kölluð Míubox, sem eru gjafabox fyrir langveik börn, systkini og foreldra langveikra barna. Hún prjónar þó mest flíkur á fjölskylduna sína. „Mér finnst líka mjög gaman að prjóna á nýfædd börn í kringum mig. Ég hef í rauninni ekki tíma í meira, verandi í námi og með tvö ung börn,“ segir Dalrós. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is

Dalrós Líndal í flík eftir sig.

Dalrós segist fá mikið út úr því að prjóna. „Prjónið er svo fallegt áhugamál þar sem maður nær að slaka vel á og búa til eitthvað fallegt í leiðinni, svo er ekkert betra en að sjá þessar flíkur í notkun eftir alla vinnuna og þolinmæðina,“ segir hún. Dalrós prjónar yfirleitt ein en segist njóta þess að prjóna með öðrum. „Undanfarin tvö ár hef ég séð um prjónakvöld á vegum 88 hússins á mánudagskvöldum og þar hittumst við nokkrar saman, prjónum og spjöllum um prjón.“

Sækir innblástur frá Instagram

Prjónaðar flíkur eftir Dalrósu.

Dalrós fór í Hússtjórnarskólann í Reykjavík haustið 2015 og rifjaði þar meðal annars upp það sem hún hafði lært í prjóni í grunnskóla. Hún byrjaði þó ekki að prjóna af alvöru fyrr en hún varð ólétt af syni sínum árið 2017. „Ég hef ekki lagt frá mér prjónana síðan, það opnaðist

fyrir mér nýr heimur þegar ég áttaði mig á því að það væri hægt að prjóna svo margt annað en bara lopapeysur og ullarsokka úr gamla góða lopanum,“ segir Dalrós. Áður en hún vissi var hún farin að deila verkefnum sínum á Instagram-aðganginum @dlindal.knit og segist hún hafa stofnað hann til að „hlífa vinum og vandamönnum fyrir öllu þessu prjóni“. Dalrós er einnig partur af hópnum Prjónum saman. Hópurinn heldur uppi Instagram-síðu þar sem þau deila meðal annars verkefnum og aðferðum. Dalrós segir íslenska prjónasamfélagið á Instagram vera að stækka og henni þykir gaman að fá að vera partur af því. „Það er ótrúlega hvetjandi og ég sæki nánast allan minn innblástur þaðan,“ segir hún. Dalrós hvetur alla sem langar að læra að prjóna „að láta vaða“. „Það geta allir lært að prjóna ef áhuginn er til staðar og þeir sem þurfa aðstoð eru velkomnir í 88 húsið á mánudögum,“ bætir hún við.

ÚR DAGBÓK KENNARA Í VATNSLEYSUSKÓLA Í síðasta þætti sagði frá Vatnsleysuskóla en meðal kennara þar var Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn (f. 1915, d. 2002). Varðveist hefur dagbók hennar, rituð í bláa stílabók, varðveitt hjá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar. Hér verðum við margs vísari um fyrsta kennslumánuð Ingibjargar en hún var þá tvítug og nýlega útskrifuð úr Kvennaskólunum í Reykjavík (myndin er tekin löngu síðar).

1934, oktober, 16. þriðjudagur. Setti Vatnsleysuskólann og lét börnin lesa. 12 börn voru mætt sem eiga að stunda nám við skólann í vetur. Kl. 12 kom læknirinn -Sigvaldi Kaldalóns og skoðaði börnin. Ekkert fannst athugavert við heilbrigði þeirra. Ég var líka skoðuð og álitin hraust í lungum. 17. mi ð v i k u d a g ur. F y rs t i kennsludagurinn. Öll börnin voru mætt, og komu vel fram, prúð og stillt. Mér líst yfirleitt vel á þau og hef ánægju af að kynnast þeim og kenna. Ég vildi líka að þau hefðu

sem mest not af kennslunni og yrðu þæg og siðprúð og hlýddu mér. Veðrið var vont, úrhellisrigning. Varð gegndrepa á leiðinni heim. 18. fimmtudagur. Öll börnin mætt . Gekk vel að kenna. 19. föstudagur. Öll börnin mætt í skólanum. Dagurinn fór vel fram, gekk allt vel. Varð að ganga heim og líka í gær. 20. laugardagur. Öll börnin voru mætt. Fékk bréf frá Huldu í Hvassahrauni þar sem hún biður um tilsögn í ensku og dönsku. Hitti á leiðinni heim ríðandi mann sem bauð mér að ríða og þáði ég það og er öll skökk á eftir. Við vorum í dag að vonast eftir Fríðu en hún gat ekki komið, en skrifaði með Gvendi og sendi sokka og skó á Lilla. Ég fór suður að Auðnum og hringdi til hennar.

21. sunnud. Var messa. Nokkuð margt við kirkju. Séra Garðar verður hjá okkur í nótt. 22. mánud. Öll börnin mætt. Gekk vel að kenna. Hulda í Hvassahrauni kom og ég setti henni fyrir að læra. Alla í Flekkuvík kom og bað mig að kenna sér réttritun , skrift, reikning og eitthvað í ensku og dönsku. Gekk heim. Mikið norðanrok. Gunni fann rekinn sel í dag, nýdauðan. Hefur sennilega rotast. Hlýddi Díu Yfir. Las með Óla. 23. þriðjud. Öll börnin mætt. Nú er vika síðan ég setti skólann og fór að kenna. Hulda kom og ég hlýddi henni yfir. Alla kom líka. Stína á Vatnsleysu kom utan úr Njarðvíkum í dag og kom til mín og bað mig að kenna sér réttritun og eitthvað í ensku og dönsku. Lét þær allar skrifa stíl, hlýddi Huldu yfir og lét Öllu reikna. Fór heim með Gvendi. Hlýddi krökkunum yfir heima. Í dag er Óli 18 ára. 24. miðvikud. Öll börnin voru mætt í dag. Veðrið er mjög vont, rok og rigning. Stelpurnar gátu ekki komið. Stína fór inneftir í dag.

24. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 25. fimmtud. Öll börnin voru mætt. Hulda kom í tíma. 26. föstud. Öll börnin mætt. Gekk vel. Stína og Alla komu í tíma. 27. laugard. Gaf frí. Fyrsti vetrardagur. Fór inneftir með Díu. Hún lét skoða sig. Á að láta taka úr sér allar tennurnar. Fórum til Þórðar Þórðarsonar læknis. 28. sunnud. Vorum hjá Ingvari í nótt. Fórum suður með Gvendi. Ingvar sendi pabba skrifborð. 29. mánud. Öll börnin mætt. Allar stelpurnar komu í tíma. Fer alltaf heim með Gvendi á kvöldin. Er ekki búin að kenna fyrr. Kenni stelpunum frá 3 til 5.

30. þriðjud. Öll börnin mætt. Pabbi fór inneftir og Óli hann ætlaði að reyna að fara á Flensborg. Allar stelpurnar komu. 31. miðvikud. Öll börnin mætt nema Jónas ekki fram að hádegi, fór fyrir foreldra sína sendiferð. Allar stelpurnar komu . Pabbi hringdi til mín um matinn og sagði að Óli gæti ekki orðið innfrá hann kom suður í kvöld. Dagbókin nær með líku sniði fram að jólafríi en hér verður látið staðar numið.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Staða ungmenna á vinnumarkaði:

Hvar ætlar unga fólkið á Suðurnesjum að vinna í sumar? Kristjana Hilmarsdóttir er sextán ára, hún ætlar að vinna á leikskólanum Gimli í sumar. Auk þess að vinna ætlar hún að nýta sumarfríið sitt í að ferðast erlendis með fjölskyldu sinni. Kristjönu finnst staða ungs fólks á vinnumarkaði vera góð. Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu? Mér finnst svo skemmtilegt að vera með börnum og það að vinna með börnum er svo gefandi og maður lærir margt á því. Hvað ert þú að gera í vinnunni? Það sem ég geri er allt þetta hefðbundna sem er gert á leikskólum; að leika við krakkana, fara út með þeim, gefa þeim að borða og fara með yngstu krakkana í hvíld.

Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína? Mér finnst skemmtilegt að vera í útiveru með börnunum. Fannst þér erfitt að finna sumarvinnu? Alls ekki, eina sem þurfti var einn tölvupóstur. Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna? Mér finnst hún mjög góð, mér finnst ungmenni vera að vinna mikið og margir að vinna með skóla.

Hreggviður Hermannsson er 22 ára, í sumar ætlar hann að vinna sem yfirflokkstjóri í Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Auk þess að vinna ætlar hann að undirbúa sig fyrir BS skrif og spila fótbolta með Njarðvík. Hreggviður segir mikla eftirspurn en lítið framboð þegar kemur að vinnu fyrir ungmenni í Reykjanesbæ. Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu? Þetta er skemmtilegt og sveigjanlegt starf. Ég er búinn að vera flokkstjóri í fjögur ár, það var kominn tími á að taka skrefið og gerast yfirflokkstjóri. Hvað ert þú að gera í vinnunni? Þetta er náttúrulega skrifstofuvinna. Eins og staðan er núna er fólk að sækja um og við þurfum að setja það í hópa. Síðan þarf að svara símtölum frá foreldrum og hafa samband við þá ef einhver er að skrópa eða ef eitthvað kemur upp á. Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína? Það fylgir þessu ákveðin ábyrgð og kannski smá pressa og ég fæ svona smá „kikk“ út úr því. Ég fýla líka bara stemmninguna hérna. Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu? Já, aðallega út af því ég er í fótbolta og því finnst mér sveigjanleiki mikilvægur þáttur. Þessi vinna var eiginlega það eina í stöðunni. Annað sem var í boði var bara vaktavinna sem hentar ekki beint vel með fótboltanum. Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna? Mér finnst einhvern veginn, sérstaklega hérna í Reykjanesbæ, eins og að það sé

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is

Ungmenni Reykjanesbæjar Nemendur í 10. bekk í Akurskóla fengu starfskynningar frá fyrirtækjum víða um Reykjanesbæ á dögunum. Þær María Rán Ágústsdóttir, Silja Kolbrún Skúladóttir og Margrét Norðfjörð Karlsdóttir heimsóttu Víkurfréttir og fengu að spreyta sig í blaðamennsku. Þær hittu ungmenni úr bænum og spurðu þau um líf þeirra.

Bríet Björk Hauksdóttir Bríet er sextán ára körfuboltamær frá Njarðvík. Besta minning hennar úr grunnskóla er lokaferð árgangsins á Bakkaflöt. Hennar stærsti draumur er að verða ­atvinnumaður í körfubolta.

Watan Amal Fidudóttir Watan er fimmtán ára fótboltakappi frá Keflavík. Hún er í 10. bekk í Holtaskóla og hennar stærsti draumur er að vinna við eitthvað tengt lögum og reglum. Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Hver eru helstu áhugamálin þín? Fótbolti hundrað prósent. Hvað tekur við eftir grunnskóla? Ég ætla að skella mér í FS. Ertu með eitthvað draumastarf í huga? Nei en mig langar að vinna við eitthvað tengt lögum og reglum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Allavega ekki á Íslandi. Hver er besta minningin þín úr skólanum? Vorferðin hundrað prósent. Fylgist þú með fréttum í þínu bæjarfélagi? Nei, ekki mikið. Manstu eftir einhverju áhugaverðu sem að gerðist nýlega? Já, einu sorglegu – þegar Keflavík tapaði fyrir Njarðvík.

Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla. Hver eru helstu áhugamálin þín? Körfubolti og vinir. Hvað tekur við eftir grunnskóla? Ég ætla í FS, annað hvort á félagsvísinda- eða fjölgreinabraut. Ertu með eitthvað draumastarf í huga? Já, mig langar að verða atvinnumaður í körfubolta. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig fyrir mér erlendis með fjölskyldunni minni að spila körfu eftir að hafa lokið háskólanámi. Hver er besta minningin þín úr skólanum? Ég myndi segja lokaferðin á Bakkaflöt, það var mikið fjör þar. Fylgist þú með fréttum í þínu bæjarfélagi? Já, svona af og til ef ég frétti eitthvað í samfélaginu í bænum. Manstu eftir einhverju áhugaverðu sem að gerðist nýlega? Já, nýlega varð meistaraflokkur kvenna Íslandsmeistarar hér og það var geggjað mikið stuð, það verður frábært að fá að tilheyra þeim hópi í framtíðinni.

lítið í boði fyrir ungt fólk annað en að vinna á bílaleigu, að sjá um að þrífa bílana eða eitthvað svoleiðis. Það er kannski erfitt að svara þessu út af því að ég hef alltaf unnið í vinnuskólanum en ég er að sjá það núna að það eru margir sem sóttu um í átján ára hópnum hjá okkur en bara tuttugu komast að. Mér finnst það alveg endurspegla stöðuna fyrir þennan hóp.

Elísabet Eva Erlingsdóttir Elísabet er í 10. bekk Heiðarskóla en hún stefnir að því að læra fatahönnun í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hennar helstu áhugamál eru dans, tónlist og fatahönnun. Hver eru helstu áhugamálin þín? Helstu áhugamálin mín eru dans, tónlist og tíska. Hvað tekur við eftir grunnskóla? Ég er að vonast til að komast í FG. Ertu með eitthvað draumastarf í huga? Mig langar að verða fatahönnuður. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Mig langar að elta drauma mína tengda fatahönnun. Hver er eftir besta minningin þín úr skólanum? Ég myndi segja að kynnast bestu vinkonum mínum. Fylgist þú með fréttum í þínu bæjarfélagi? Nei, fylgist ekkert með fréttum. Manstu eftir einhverju áhugaverðu sem að gerðist nýlega? Ekkert sérstakt sem ég man eftir.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

One Evening in July

Hreinræktuð heimalöguð djassplata Platan One Evening in July eftir djasssöngkonuna og lagahöfundinn Marínu Ósk Þórólfsdóttur er væntanleg í ágúst. Platan er „hreinræktuð, heimalöguð djassplata,“ eins og Marína orðar það en á henni má finna lög á íslensku og ensku auk einnar ábreiðu. One Evening in July er frumraun Marínu í að gefa út eigin djasslög en hún segir djasstónlist eiga sérstakan stað í hjarta hennar. „Af einhverjum dásamlegum ástæðum er það sú tónlist sem ég hef hlustað mest á síðustu ár, sú tónlist sem ég hef spilað mest á giggum og sú tónlist sem ég elska mest að grúska í,“ segir Marína. Mynd: Magnús Andersen

One Evening in July verður einnig gefin út á vínylplötum og geisladiskum og ákvað Marína því að setja af stað hópfjármögnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfuna. „Ég er mikill aðdáandi vínylplatna og finnst mjög notalegt að setja gamlar djassplötur á fóninn, setjast niður og einfaldlega hlusta. Það er bara eitthvað við það að vera með snertanlegt eintak af tónlist í höndunum og þá athöfn að „setja eitthvað á fóninn“, það er eitthvað svo fallegt og hlýlegt,“ segir hún.

Djassinn gefur tækifæri til að tjá tilfinningar Aðspurð hvers vegna djasstónlist varð fyrir valinu segir hún: „Það má eiginlega segja að djassinn bjóði mér upp á það sem ég þarf til að lifa og hrærast í tónlist; frelsi til að impróvísera og leyfa innsæinu að ræða, fallegar laglínur og myndræna, rómantíska texta í stíl þar sem ég get tjáð tilfinningar á þann hátt sem er mér eðlislægt. Svo er djasstónlist bara svo skemmtileg að hafa á fóninum.“ Marína hóf tónlistarferil sinn í Tónlistarskólanum í Keflavík þar

Það má eiginlega segja að djassinn bjóði mér upp á það sem ég þarf til að lifa og hrærast í tónlist; frelsi til að impróvísera og leyfa innsæinu að ræða, fallegar laglínur og myndræna, rómantíska texta í stíl þar sem ég get tjáð tilfinningar á þann hátt sem er mér eðlislægt ...

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is

Artwork: Rebecca Santo

Á þriðja hundrað hafa útskrifast frá MSS á vorönn Útskriftarhátíð vorannar hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fór fram miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn. Alls útskrifuðust 49 nemendur af þremur námsleiðum. Þá útskrifuðust tólf úr Skrifstofuskóla 1, tíu úr Grunnmennt og 27 úr Menntastoðum. Útskriftin var haldin hátíðleg í veislusal á Krossmóa 4 og var þétt setinn bekkurinn. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS, var með hvatningarræðu til nemenda og Sunna Sigurósk Gísladóttir hélt útskriftarræðu fyrir

hönd nemenda. Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn fluttu tónlistaratriði við athöfnina. Eftir útskriftina þáðu gestir veitingar í húsakynnum MSS. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti en síðustu ár hefur Covid sett strik í reikninginn. Linda Björk Pálma-

dóttir, verkefnastýra MSS, segir „eðlilega útskrift“ hafa verið kærkomna og hafa vakið gleði meðal útskriftarnemenda, starfsfólks og gesta athafnarinnar. Þess má geta að á vorönn 2022 hafa 223 nemendur útskrifast frá MSS af 22 námsleiðum.

sem hún lærði á þverflautu. Hún er með Bachelorgráðu í djasssöng frá Conservatorium van Amsterdam í Hollandi og meistaragráðu í „Jazz Performance“ frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi. Marína hlustaði mikið á djasstónlist á námsárum hennar erlendis og fann að sú tónlist átti vel við hana sem söngkonu og lagahöfund. „Lagasmíðavöðvinn tók nefnilega kipp og það byrjuðu að flæða upp úr mér lög í svipuðum stíl, lög sem líktust þessum gömlu djasslögum sem ég var að hlusta á,“ segir hún. Þá segir hún gömul djasslög oft vera rómantísk og textar þeirra oftar en ekki uppfullir af myndríkum lýsingum um hjartans mál. „Þar sem ég er mjög myndræn í mínu daglega lífi og nálgast tilfinningar mikið út frá myndlíkingum til að skilja þær betur, þá hentar þessi textastíll mér mjög vel, bæði til að flytja en einnig þegar kemur að því að semja,“ segir Marína.

Æskuár Marínu Marína ólst upp á Berginu í Keflavík og rifjar upp uppeldisár sín þar: „Bergið var dásamlegur staður að alast upp á. Það var eiginlega bara einn stór leikvöllur og mikið frelsi.

Ég man vel eftir björtum sumarkvöldum þar sem maður var úti að leika sér langt fram eftir kvöldi,“ segir hún. Faðir Marínu, Þórólfur Þorsteinsson, oftast kallaður Dói, hefur verið duglegur að semja lög í gegnum tíðina og hafa þau mörg hver verið mikið spiluð innan harmonikku samfélagsins á Íslandi. Dói samdi meðal annars lagið „Draumur um Bergið“ sem fjallar um tíma þeirra á Berginu. „Hann hafði áður samið lag um uppeldisstað hans, Fáskrúðsfjörð, og bað hann mig sem sagt að semja texta við þetta lag sem fjallar um uppeldisstað okkar systra, Bergið, en við erum tvær systurnar. Ég samdi textann þegar ég bjó í Amsterdam með dálitla heimþrá og þar sem lagið hafði þegar fengið nafnið „Draumur um Bergið“ fannst mér það passa að lýsa æskuslóðunum líkt og ég væri að ferðast þangað í draumi,“ segir Marína. Á yngri árum fékk Marín oft að koma fram á vegum tónlistarskólans. Marína segir þá reynslu hafa hjálpað henni þegar hún var að feta sín fyrstu skref í að koma fram. Þá segir hún áhuga sinn á söng hafa kviknað fyrst þegar hún var unglingur. „Þann áhuga á ég mikið að þakka þeim mögnuðu konum sem unnu í Myllubakkaskóla á þeim tíma og stóðu fyrir leiksýningum og tónleikum, en það voru þær Díana Ívarsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir,“ segir Marína.

Hvað er framundan? Marína segir mikið vera á döfinni í tónlistinni, þar á meðal tónleikahald í tengslum við plötuna. „Gaman að segja frá því að strákarnir sem spila með mér á plötunni koma til Íslands í ágúst til að spila á útgáfutónleikum plötunnar. Þess utan verða tónleikar á Múlanum djassklúbbi um mitt sumar og hjá djassfjelaginu í Suðurnesjabæ í ágúst.“ Karolina Fund-söfnunin: www.karolinafund.com/project/ view/3779 Samfélagsmiðlar: facebook.com/marinaoskmusic Instagram.com/marinaoskmusic


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Skemmtilegasti tími ársins í Bókasafni Reykjanesbæjar

Þrautabrautin.

Ný þrautabraut í Vatnaveröld Ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur fjárfest í þrautabraut sem komið verður fyrir í Vatnaveröld. Þrautabrautin er svo kölluð Wibit-braut og er sautján metrar á lengd. Brautin samanstendur af fjölbreyttum þrautum og hindrunum sem krefjast mismunandi færni. Ungmennaráðið fundaði með bæjarstjórn í lok síðasta árs og krafðist þess að bætt yrði aðstaða ungmenna í Reykjanesbæ. „Út frá því fengum við fimm milljónir í ráðstöfunarheimild fyrir árið 2022 og helmingurinn af þeirri ráðstöfunarheimild fer í þessa Wibit-braut,“ segir Hermann Borgar Jakobsson, varaformaður ungmennaráðsins.

Hermann Borgar, varaformaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, og Betsý Ásta, formaður.

Ungmennaráðið samanstendur af fulltrúum ungmenna í Reykjanesbæ og er til ráðgjafar bæjarstjórn í málefnum ungs fólks. Ólafur Bergur Ólafsson, umsjónarmaður ráðsins, segir starfið hafa breyst mikið á stuttum tíma. „Virkni ungmenna í ungmennaráðinu hefur aukist gríðarlega. Nú fundum við mánaðarlega í staðin fyrir að hittast tvisvar á ári. Við erum að vinna mikið í samstarfi við Barnvænt sveitarfélag þar sem við erum Hirti Magna til halds og trausts í einu og öllu,“ segir Óli Bergur, eins og hann er oft kallaður. Aðspurð hver næstu verkefni ráðsins segir Betsý Ásta, formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar: „Við ætlum að gera alls konar fræðslumyndbönd í sumar. Þau verða til dæmis um það hvernig stjórnsýslan virkar, hvatagreiðslur og ýmislegt annað fyrir ungmenni. Þessum myndböndum er sem sagt beint að ungmennum til að fræða þau. Þannig geta ungmenni vitað hvað þau eiga að kjósa og fyrir hvað þau eru að kjósa þegar þau verða átján.“

Í byrjun júní hófst sumarlestur grunnskólabarna í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þessi tími er afskaplega skemmtilegur fyrir okkur í bókasafninu enda bíðum við full eftirvæntingar ár hvert eftir því að safnið fyllist af glöðum skólakrökkum í leit af skemmtilegum bókum og öðru efni eða viðburðum á borð við spil, óvissupakka eða daglegt föndur sem boðið upp á í allt sumar. Börnin okkar í Reykjanesbæ eru nefnilega alveg sérstaklega dugleg þegar kemur að því að taka þátt í sumarlestri og bera höfuð og herðar yfir þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við. Bókasafnið hefur tekið þessum mikla áhuga grunnskólabarna bæjarins sem áskorun og leggur sig fram við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega lestrarleiki fyrir alla fjölskylduna. Nú þegar hafa allir nemendur í fyrsta til fjórða bekk grunnskóla Reykjanesbæjar fengið kynningu á sumarlestri í sínum grunnskóla auk bókaskrár og lestrarleikja með sér heim úr skólanum. Sumarlestur

Lesið í Bókasafni Reykjanesbæjar.

er fyrir alla krakka grunnskóla fyrsta til tíunda bekk og einnig þá sem eru að hefja sína skólagöngu í haust. Það að viðhalda lestarfærni yfir sumarmánuðina er mjög mikilvægt fyrir námsfólk á öllum aldri og viljum við hvetja alla íbúa; mömmur, pabba, ömmur, afa, systkini, frænkur og frænda, til að lesa með þessum duglegu krökkum í sumar. Í hverri viku verður dreginn út vinningslestrarhestur og verðlaunin í ár eru bíóferð fyrir tvo. Auk þess efnis sem hannað hefur verið fyrir grunnskólanemendur er boðið upp á lestrarbingó fyrir fullorðna og lestrarspilið Lestrarævintýri á Reykjanesi sem öll fjölskyldan getur spilað saman að kostnaðalausu. Allt sumarlestrarefnið er aðgengilegt á heimasíðu bókasafnsins til útprentunar og í safninu sjálfu. Að lokum viljum við benda á að hægt er að skila inn þátttökumiðum rafrænt á netinu, í safnið til okkar og í skólabókasöfn grunnskóla Reykjanesbæjar í haust. Þá kemur jafnframt í ljós hvaða grunnskóli vinnur skólakeppni sumarlesturs. Grunnskólinn með flesta þátttökuseðla nemenda sinna hreppir bókagjöf í skólabóksafnið sitt í verðlaun, í fyrra vann Háaleitiskóli – hvaða skóli verður það í ár? Kæru íbúar, í sameiningu getum við gert þetta að besta lestrarsumrinu. Sólskinskveðjur, starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar.

Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða öflugan starfskraft til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið krefst viðveru utan dagvinnutíma. Við leitum að einstaklingi sem ... ... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf í þágu viðskiptavina. ... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær.

Kröfur um menntun og hæfni:

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí. Hægt er að sækja umsóknareyðublað eða fyllt út umsókn á www.kalka.is. Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is.

Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Lyftarapróf og vinnuvélaréttindi eru kostur. Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is

Kalka sorpeyðingarstöð sf. er fyrirtæki í eigu Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfs- og endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns.


sport

Markmiðið er að gera góða markverði betri – segir Robert Blakala sem verður með þriggja daga æfingabúðir, sérmiðaðar að ungum markvörðum. Robert Blakala, markvörður 2. deildarliðs Njarðvíkur, stýrir búðunum sem verða haldnar nú í lok júní og fær hann góða félaga sér til aðstoðar. Daði Fannar Reinhardsson, ungur og efnilegur markvörður í Njarðvík, verður Blakala innan handar á námskeiðinu og þá verður Krzysztof Sendorek sérstakur gestaleiðbeinandi en Sendorek er fyrrum markvörður 3. deildarliðs CD Izarra á Spáni. Einnig mun Erika Dorielle Sigurðardóttir frá fimleikadeild Keflavíkur sjá um að auka liðleika markvarðanna ungu. Robert Blakala hefur leikið í íslenska boltanum frá árinu 2018 þegar hann spilaði með Njarðvík í Inkasso-deildinni. Blakala lék tvö tímabil með Vestra (2019 og 2020) en gekk aftur til liðs við Njarðvíkinga á síðasta ári. Víkurfréttir settust niður með honum til að fá nánari útlistun á því sem markmenn framtíðarinnar ættu í vændum og spurðu hann hvort þörf væri á sérstakri þjálfun fyrir markverði. „Þetta verða þrír dagar í æfingabúðunum þar sem við munum fara yfir alla grunnþætti markmannsþjálfunar. Ég fór sjálfur í gegnum stífa markmannsþjálfun í mínu uppeldisfélagi heima í Póllandi og mig langar að deila þeirri þekkingu sem ég aflaði mér á þeim tíma til ungra markvarða,“ segir Blakala. „Það er margt í markvarðastöðunni sem er ólíkt öðrum stöðum á Úr Suðurnesjaslag Njarðvíkur og Reynis fyrr á tímabilinu. Blakala og Elton Barros gera sig klára fyrir hornspyrnu.

vellinum, því er þörf á að kenna réttu tæknina þegar markmennirnir eru ungir – svo þeir tileinki sér hana frá upphafi. Það er erfiðara að brjóta upp slæma ávana þegar þeir eldast.“

Æfingabúðir fyrir alla markmenn „Markmið æfingabúðanna er að gera góða markverði enn betri,“ segir Blakala og bætir að hann vonist til að sjá markverði frá öllum félögunum á Reykjanesi taka þátt. „Þetta er ekki bara fyrir þá sem eru hjá Njarðvík og Keflavík, heldur líka þá sem eru hjá Víði, Reyni, Þrótti og Grindavík. Ég vona að sem flestir verði með.“ Og hvaða aldur af þátttakendum ertu að miða við? „Ég er að hugsa um svona tíu til sautján, átján ára – ég vil einbeita mér að krökkunum.“

Ég fór sjálfur í gegnum stífa markmannsþjálfun í mínu uppeldisfélagi heima í Póllandi og mig langar að deila þeirri þekkingu sem ég aflaði mér á þeim tíma til ungra markvarða ... Meira en bara markmannsæfingar

Robert Blakala sýnir hvernig á að verja boltann á æfingu með Njarðvíkingum.

„Liðleikinn er sá þáttur sem er hve vanmetnastur í fótbolta yfirleitt en markverðir þurfa að vera sérstaklega liprir og æfa sérstaklega liðleika með teygjum og slíku. Þá er gott að nýta sérþekkingu fimleikaþjálfara og ég hef fengið hana Eriku Dorielle Sigurðardóttur sem er þjálfari í fimleikadeild Keflavíkur en hún verður með einn tíma til að fara yfir réttu æfingarnar. Nú veit ég ekki hvernig leikfimikennsla fer fram í skólum hér á landi en mig grunar að það mætti bæta hana miðað við það sem ég hef séð til ungra leimanna á æfingum.“

Blakala segir að dagskráin sé fjölbreytt, farið verði í ýmsa Krzysztof Sendorek. grunnþætti markvörslSérstakur gestur unnar og þá verður einnig fimleikakennari með eina Krzysztof Sendorek, æfingu til að auka liðleika krakkmarkmannsþjálfari yngri anna en markverðir þurfa einnig að flokka úrvalsdeildarliðs MSK Cravera fimir á milli stanganna. Blakala covia í Póllandi, verður sérstakur þjálfar markverði í yngri flokkum gestaleiðbeinandi æfingabúðanna og Njarðvíkum og hann segist vilja kemur án vafa til með að gefa ungu bæta vikulegum liðleikaæfingum inn þátttakendunum nýja sýn á stöðu í æfingaprógramið hjá þeim. markvarða.

Blakala segir vonast til að sjá markverði úr öllum félögunum á Suðurnesjum á æfingabúðunum. „Í Póllandi eru fjölmargar markvarðaakademíur og félögin leggja mikið upp úr séræfingum fyrir markverði sinna liða,“ segir Blakala. „Á Íslandi eru margir góðir markmenn en ég sé þá oft gera mistök sem má rekja til lakrar grunntækni. Þetta vil ég laga og æfingabúðirnar eru fyrsta skrefið í þá átt.“ Æfingabúðirnar verða haldnar 27. júní til 1. júlí og er hægt að kynna sér þær betur á Facebook og Instagram undir RB Goalkeeper Academy, hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið rbgoalkeeperacademy@qmail.com eða í síma 831-7515. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum

sport

vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Vonaði bara að ég myndi ekki gera mig að fífli – segir Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, sem mætti ríkjandi heimsmeistara á Nordic Darts Masters pílumótinu síðasta föstudag. Matthías Örn Friðriksson byrjaði að stunda pílukast fyrir tíu árum síðan en þá var hann leikmaður með knattspyrnuliði Grindavíkur. „Þegar fótboltaferlinum lauk setti ég þann tíma sem hafði farið í fótboltann í píluna og hef einbeitt mér að henni síðan,“ segir Matthías sem er í Pílufélagi Grindavíkur og jafnframt formaður Íslenska pílukastsambandsins.

Stórt skref fyrir íþróttina á Íslandi Matthías og fleiri íslenskir pílukastarar hafa verið að keppa á Nordic & Baltic Pro Tour-mótaröðinni og með góðum árangri þar ávann Matthías sér keppnisrétt á Nordic Darts Masters þar sem hann mætti hinum skoska og skrautlega Peter „Snakebite“ Wright sem er núverandi heimsmeistari í greininni. Var ekki svolítið ógnvekjandi að mæta heimsmeistaranum í frumrauninni á stóra sviðinu? „Þetta var stórkostleg lífsreynsla,“ segir Matthías. „Mér leið vel fyrir leikinn og á sviðinu en þegar ég byrjaði að kasta var eins og ég væri

Ingibjörg varð bikarmeistari með Vålerenga síðasta haust.

Ingibjörg og Sveindís

í hópnum sem fer á EM 2022 Matthías Örn og Peter „Snakebite“ Wright takast í hendur eftir leikinn. Mynd af Facebook-síðu Matthíasar

að taka þátt í mínu fyrsta móti. Ég var miklu stressaðri en ég átti von á, höndin skalf og ég hitti illa – spilaði langt undir minni getu. Eftir leikinn var púlsinn á mér í 140, það var eins og ég hefði tekið góða rispu í ræktinni,“ segir Matti og hlær. Matthías mætti ofjarli sínum í viðureigninni gegn heimsmeistaranum en auk þess að hitta sjálfur illa þá sýndi Peter Wright enga miskunn og gekk á lagið. Hann var með hæsta meðaltal keppenda þetta kvöld og vann leikinn 6:0. „Hann er náttúrlega ótrúlega góður og svo var hann líka að hitta vel. Ég hefði viljað veita honum smá samkeppni en náði aldrei að setja neina pressu á hann. Hann gekk á lagið og kláraði leikinn of auðveldlega,“ segir Matthías og bætir við; „en þetta er bara einn leikur fyrir mig en frábært fyrir íslenska pílu. Nú geta

íslenskir pílukastarar séð að þetta er vel hægt, með ástundun getum við náð árangri og keppt gegn þeim bestu.“

Uppsker eins og hann sáir

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hóp A-landsliðs kvenna fyrir lokakeppni EM 2022 sem verður haldin á Englandi í júlí. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga) og Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg) eru báðar í hópnum en þær urðu meistarar með sínum liðum í vetur, Ingibjörg bikarmeistari með Vålerenga og Sveindís Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi á mótinu en liðið mætir Belgíu í fyrsta leik sínum á mótinu sunnudaginn 10. júlí.

Leikir Íslands í riðlakeppninni:

Matthías hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú ár og sýnir stöðugar framfarir. Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs Íslands, sagði í samtali við Víkurfréttir fyrir leikinn mikilvæga að um væri að ræða stórkostlegt tækifæri fyrir íslenska pílu. „Matti hefur lagt hart að sér síðustu ár, er þrefaldur Íslandsmeistari, og nú er hann að uppskera eins og hann hefur sáð,“ sagði Pétur um félaga sinn.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

17. JÚNÍ Í SUÐURNESJABÆ

Hátíðardagskrá 17. júní fer fram við Gerðaskóla og hefst kl.11.30 með fánahyllingu.

n n n n n n n

Liðið mætir Póllandi ytra 29. júní í undirbúningi sínum fyrir lokakeppnina.

Sveindís Jane í leik gegn Arsenal í Meistaradeildinni nýlega.

Belgía - Ísland sunnudaginn 10. júlí kl. 16:00 á Manchester City Academy Stadium Ítalía - Ísland fimmtudaginn 14. júlí kl. 16:00 á Manchester City Academy Stadium Ísland - Frakkland 18. júlí kl. 19:00 á New York Stadium

Fánahylling í umsjón leikmanna Reynis og Víðis. Ávarp fjallkonu: Amelía Björk Davíðsdóttir, nýstúdent. Söngur. Hátíðarræða: Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Leikhópurinn Lotta. Latibær. Kaffisala, bílalest og andlitsmálun.

n Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 10.00 til 17.00. Frítt inn. Þennan dag verður einn af kjörgripum safnsins, Alþingishátíðar-dúkurinn frá 1930, sérstaklega til sýnis. Dúkurinn var framleiddur til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings árið 930 á Þingvöllum. n 17. júní - tilboð verður á handgerðu konfekti, malti & appelsíni og lakkrísröri. n Sjólyst – opið frá kl.14.00 til 17.00. n Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði – opið frá kl.13.00 til 17.00. Frítt inn. u Náttúrusýning u Sýningin Heimskautin heilla u Lista- og fræðslusýningin Huldir heimar hafsins – Ljós þangálfanna


Íslenska sumarið er svo sannarlega komið á fulla ferð og fólk er heldur betur að njóta sín í birtunni sem fylgir þessum árstíma. Tíminn er vel nýttur til þess að ferðast og sækja allskyns viðburði sem loksins eru haldnir án nokkurra takmarkana. Ætla að nýta tækifærið og hrósa Grindvíkingum fyrir afar vel heppnaða sjómannadagshelgi. Fáir kunna að skemmta sér betur en Grindjánar, það er bara staðreynd! Gleðin skín úr hverju andliti þessa dagana og eðlilegt samfélag blómstrar á nýjan leik, eitthvað

LOKAORÐ

Fulla ferð

getur tekið af okkur gleðina sem fullt frelsi hefur fært okkur. Vissulega skyggir það aðeins á gleðina að þegar haldið er í ferðalag þá er blessað eldsneytisverðið það klikkað að maður þakkar bara fyrir að ná yfir á dælu tvö eftir að hafa fyllt bílinn á dælu eitt. Matarkarfan hækkar svo í hverri viku og venju samkvæmt eru það hollar vörur sem hækka mest, óhollustan aðeins minna. Bara að halda bjórnum á viðráðanlegu verði þá reddast þetta allt.

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON sem við tökum þó aldrei aftur sem sjálfsögðum hlut enda bitur reynsla síðustu tveggja ára kennt okkur það. Ekki einu sinni blessað lúsmýið

Já, buddan er nokkuð fljót að tæmast um þessar mundir en við höfum það samt ansi gott. Ekkert toppar nefnilega íslenska sumarið og eftir erfið ár er hægt að njóta þess núna í botn. Bíð svo spenntur eftir flottustu hátíð landsins, Ljósanótt, hátíðin sem kveður sumarið sem er allt of fljótt að líða. Gleðilegt sumar kæru lesendur, gangið hægt um gleðinnar dyr nú eða ekki. Því eins og góður maður sagði eitt sinn: „Fulla ferð.“

Fyrsti kossinn

fyllti Kassann í Þjóðleikhúsinu

30% opnunartilboð

„Þetta er bara algjörlega ógleymanlegt. Í fyrsta lagi heiðurinn að hafa verið valin með Fyrsta kossinn í Þjóðleikhúsið og svo líka að upplifa þetta moment,“ sögðu leikarar Leikfélags Keflavíkur að loknum þremur sýningum í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Að sögn leikaranna og annarra sem að sýningunni koma var það algjörlega mögnuð upplifun að sýna í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, fyrir fullum sal af fólki, þrjár sýningar í röð. Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir fór fögrum orðum af upplifun sinni að sýningu lokinni og lofaði verkið,

leikarana og alla þá er að að þessu komu. Þetta kallaði fram tár og tilfinningar enda vissu leikarar að þarna var um allra síðustu sýningarnar að ræða, hópurinn að detta í frí og þessu einstaka ferli lokið. „Það var líka bara svo geggjað að sjá allt þetta fólk í salnum. Fólk héðan af svæðinu var duglegt að mæta en auk þess voru fjölmargir brottfluttir Suðurnesjamenn sem lögðu leið sína í Kassann.“ Nú þegar er hafinn undirbúningur að haustverkefninu sem að öllum líkindum verður barnaleikrit en viðræður eru í gangi við leikstjóra.

Mundi Fyll’ann!

„Framtíðin er björt hjá Leikfélagi Keflavíkur og tilhlökkun fyrir allskonar nýjum verkefnum. Takk þið sem hafið lagt félaginu lið með því að mæta á sýningar, takk bæjarstjórn fyrir stuðninginn og sérstakar þakkir til þeirra fyrirtækja sem hafa styrkt starfsemi þessa frábæra félags, Leikfélags Keflavíkur, í gegnum tíðina,“ sagði Brynja Júlíusdóttir, leikstjóri Fyrsta kossins.

dagana 9. til 18. júni

(önnur gler fylgja frítt með hverjum margskiptum glerjum, gildir ekki á linsum)

Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun á Aðaltorgi við Mariott hótelið í Reykjanesbæ Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

Þetta er bara algjörlega ógleymanlegt,“ sögðu leikarar Leikfélags Keflavíkur að loknum þremur sýningum í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

LOKSINS · LOKSINS · LOKSINS Vorsendingin okkar er loksins komin í hús

Nú eigum við öll garðhúsin okkar og minni gestahúsin til á lager - Takmarkað magn

GARÐHÚS 4,4m²

FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR FÆR - EKKI MISSA AF ÞESSU www.volundarhus.is

VH/21- 02

44 mm bjálki / Tvöföld nótun

GARÐHÚS 4,7m²

GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs

GARÐHÚS 14,5 m²

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400

­

GARÐHÚS 9,7m²

www.volundarhus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.