Síður 12–13
HÆ, HÓ,
— Gasblöðrur í miklu úrvali
Síður 12–13
— Gasblöðrur í miklu úrvali
Græna teymi skólans, börn, kennarar og matráðar Tjarnarsels hljóta Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar fyrir verkefnið „Gróðurhús í grænum skóla er áskorun og ævintýri“. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Duus safnahúsum síðdegis á þriðjudag.
Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir störf eða verkefni sem þykja skara fram úr og eru öðrum til eftirbreytni.
Það var Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, sem afhenti verðlaunin.
Þrjú verkefni hlutu sérstakar viðurkenningar við sama tækifæri en sautján verkefni voru tilnefnd til hvatningarverðlauna ráðsins, þ.e. eitt verkefni frá hverjum leik- eða grunnskóla í bæjarfélaginu.
Þau verkefni sem hlutu sérstaka viðurkenningu voru „Nýheimar - námsúrræði fyrir börn á flótta“ en það eru þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Helena Bjarndís Bjarnadóttir frá Háaleitisskóla sem standa að
því verkefni. Verkefnið „Jóga og núvitund í vettvangsferðum“ sem Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir frá leikskólanum Gimli fékk einnig sérstaka viðurkenningu.
Þá hlaut Ingvi Þór Geirsson sérstaka viðurkenningu fyrir verkefnið „fjármálafræðsla í 10. bekk“ sem hann er að vinna með í Njarðvíkurskóla.
Nánar verður fjallað um hvatningarverðlaunin á vf.is og í Suðurnesjamagasíni á vf.is á fimmtudaginn.
Myndin er af verðlaunahöfum og þeim sem hlutu sérstakar viðurkenningar og var tekin í blíðunni á Keflavíkurtúninu við Duus-húsin á þriðjudaginn.
„Ekkert annað í stöðunni en að skella sér á Þjóðhátíð“
„Ég geri nú ráð fyrir að sumarblómin fari að rjúka út“
„Eins andstyggilegar aðstæður og hægt er að hugsa sér“
Framkvæmdir vegna stækkunar hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Reykjanesbæ eru hafnar. Jarðvinna stendur nú yfir og vinnur Ellert Skúlason ehf. að verkefninu. Skóflustunga var tekin í maí í fyrra og skrifað undir samning um uppbygginguna, sem þá átti að vera 60 rýma hjúkrunarheimili. Í desember náðust svo samningar milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjanesbæjar um viðauka við samninginn sem fjölgaði hjúkrunarrýmum úr 60 í 80. Þar með hækkar nýbyggingin úr þremur hæðum í fjórar. Kostnaður við framkvæmdina skiptist þannig að ríkið greiðir 85% og Reykjanesbær 15%.
Nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli leysir Hlévang, eldra heimili í Keflavík, af hólmi. Þá tryggir staðsetning á Nesvöllum góða samnýtingu og hagræðingu. Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum opnaði 14. mars 2014 og leysti þá af hólmi Garðvang í Garði.
Nýtt hjúkrunarheimili með 80 nýjum rýmum verður tekið í notkun fyrir árslok 2025. Nýja hjúkrunarheimilið verður tengt við núverandi heimili með tengibyggingu. Núverandi hjúkr -
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, og Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, tóku fyrstu skóflustunguna í maí 2022. VF/pket
unarheimili er með 60 rýmum á þremur hæðum. Þegar nýja heimilið opnar verður Hlévangur aflagður. Þar eru 30 rými sem flytjast á Nesvelli. Þá standa eftir 50 rými en þegar samningar um uppbyggingu nýja heimilisins voru undirritaðir í maí 2022 voru 40 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými.
n FSRE auglýsir eftir þátttakendum í forvali fyrir lokað útboð vegna byggingar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ.
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) leitar nú aðila til að bjóða í byggingu og útleigu aðstöðu fyrir heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Forval með svokölluðu PPP sniði er nú auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.
Að loknu forvali verður haldið lokað útboð, milli hæfra umsækjenda.
Nýja byggingin verður 1.640 fermetrar og mun þjóna um 15.000 íbúum Reykjanesbæjar. Íbúar Suðurnesja eru nú um 28 þúsund, þar af ríflega 20 þúsund í Reykjanesbæ. Mikil íbúafjölgun hefur verið á Suðurnesjum undanfarin ár og tímabært að nútímaleg og rúmgóð heilsugæslustöð rísi. Nú er auglýst eftir aðilum sem hafa getu og vilja til að byggja heilsugæslustöðina. Ríkið mun í framhaldinu leigja aðstöðuna til 25 ára. Reykjanesbær leggur til lóð fyrir heilsugæslustöðina á
Stapabraut 2. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði afhent í byrjun júní 2025 og þá geti heilsugæslustöðin opnað. Deiliskipulag lóðarinnar heimilar byggingu á tveimur hæðum á lóðinni. Heilsugæslustöðin verður á jarðhæð en umsækjendum er í sjálfsvald sett hvernig efri hæð yrði nýtt en gerir ríka kröfu um að hagnýting hennar valdi ekki starfsemi heilsugæslu ónæði.
Gerðar eru ríkar kröfur til bjóðenda. Þannig skulu þeir meðal annars standa í skilum með op -
inber gjöld, hafa yfir að ráða að minnsta kosti fjórum 800 fermetra fasteignum í útleigu, vera með 1.000 milljónir í eigið fé og hafa stýrt að minnsta kosti einu verkefni af svipuðum toga á síðustu fimm árum. Áhugasamir aðilar geta kynnt sér málið nánar hér (aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta).
Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi sagði við Víkurfréttir að einkarekin heilsugæslustöð verði opnuð í húsnæði sem nú er verið að vinna í sem áður hýsti gistiheimilið Alex á árum áður. Stefnt er að opnun í byrjun september 2023. Heilsugæslan Höfði mun sjá um reksturinn.
Yfir sumarmánuðina eru skipakomur eldsneytisflutningaskipa til Helguvíkurhafnar tíðari en aðra mánuði ársins. Í síðustu viku var skipið Al Adailiah frá Kúveit með fullfermi af flugvélaeldsneyti í Helguvík. Skipið er 183 metrar að lengd, rúmir 32 að breidd og ristir átta metra. Það getur flutt ríflega 48.500 tonn. Skipið hélt svo frá Helguvík til Algeciras á Spáni.
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarmála hjá Reykjanesbæ, sagði í samtali við Víkurfréttir að næsta skip sé væntanlegt til hafnar í Helguvík 3. júlí næstkomandi. Eldsneytinu er dælt á eldsneytisbirgðatanka í Helguvík og miðlað þaðan áfram upp á Keflavíkur -
flugvöll eftir þörfum hverju sinni. Birgðageymslurnar í Helguvík eru skilgreindar sem tollvörugeymsla og annast Olíudreifing tankana á svæðinu. Eldsneyti sem skipað er upp í Helguvík er því í raun ekki tollafgreitt fyrr en því er dælt frá tönkunum í Helguvík og upp á Keflavíkurflugvöll. Sá möguleiki er fyrir hendi í Helguvík að eldsneyti sé flutt aftur út þaðan til annarra landa.
Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta.
Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!
Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 165 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 9. júní. Athöfnin var vel heppnuð og húsið þétt setið, á fimmta hundrað manns sóttu útskriftina. Hafa nú 4.762 einstaklingar útskrifast úr námi við skólann.
sölu stúdenta og skráningargjald á skólagjöldum í HÍ sem viðurkenningu. Elmar Þór Þórisson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema Háskólabrúar.
Háskólabrú hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu sem og viðbótarnám við stúdentspróf á verk- og raunvísindadeild. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans.
Í athöfninni voru útskrifaðir 76 nemendur af Háskólabrú, ellefu úr fótaaðgerðafræði, 31 nemandi úr einkaþjálfun, sautján úr styrktarþjálfun, fjórtán úr atvinnuflugnámi og sextán af stúdentsbraut í tölvuleikjagerð.
Guðjón Steinn Skúlason og Alexander Grybos hófu athöfnina með tónlistaratriði fyrir viðstadda. Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, flutti í kjölfarið hátíðarávarp og stýrði útskriftinni sem fór fram í kjölfarið af öllum fjórum kennslusviðum Keilis.
76 nemendur af Háskólabrú brautskráðir úr staðnámi og fjarnámi
Háskólabrú brautskráði samtals
76 nemendur úr staðnámi og fjarnámi. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, hélt ávarp og afhenti skírteini og viðurkenningarskjöl ásamt Helgu Lind Sigurbergsdóttur, verkefnastjóra Háskólabrúar. Dúx Háskólabrúar var Elfa Dögg Hrafnsdóttir
Scheving með 9,82 í meðaleinkunn og fékk hún peningagjöf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir góðan námsárangur á Háskólabrú og eftirtektarverða þrautseigju hlaut Halldóra Ingibjörg Jensdóttir og fékk hún gjafabréf í bók-
Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!
Áratuga reynsla Sjónmælingar
Góð þjónusta Linsumælingar
Falleg vara Sjónþjálfun
Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
Sextán útskrifast úr tölvuleikjagerð
Menntaskólinn á Ásbrú brautskráði samtals sextán nemendur af stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Ingigerður Sæmundsdóttir, forstöðumaður MÁ, hélt ávarp og afhenti skírteini ásamt Skúla Frey Brynjólfssyni, áfangastjóra MÁ. Dúx MÁ var Halldór Björnsson með meðaleinkunnina 9,19 og fékk hann peningagjöf frá Arion banka og Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir félagsstörf, þrautseigju og framúrskarandi námsárangur hlaut Snævar Ingi Sveinsson og fékk hann gjafabréf í bóksölu stúdenta og skráningargjald á skólagjöldum í HÍ sem viðurkenningu. Darel Jens Edelsson flutti ræðu fyrir hönd útskriftarnema MÁ. Þetta var fjórða útskrift Menntaskólans á Ásbrú frá upphafi en MÁ hóf starfsemi haustið 2019 þegar fyrstu nemendur skólans hófu nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Stúdentsbrautin er skipulögð sem þriggja ára nám þaðan sem nemendur útskrifast með staðgóða þekkingu í ýmsu sem tengist tölvuleikjagerð og fleiri skapandi greinum. Námið byggir á hagnýtum verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar,
nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. MÁ er í formlegu samstarfi við Icelandic Gaming Industry (IGI) vegna faglegra þátta í tölvuleikjagerð.
Fjölmörg útskrifast úr Heilsuakademíu
Heilsuakademían brautskráði ellefu nemendur úr fótaaðgerðafræði, 31 nemanda úr einkaþjálfaranámi og sautján nemendur úr styrktarþjálfaranámi. Elvar Smári Sævarsson, forstöðumaður Heilsuakademíunar, flutti ávarp og afhenti skírteini og viðurkenningarskjöl ásamt Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verkefnisstjóra. Dúx fótaaðgerðafræðinnar var Katrín Lilja Ólafsdóttir með 9,73 í meðaleinkunn og hlaut gjöf frá EM heildverslun sem viðurkenningu fyrir góðan árangur. Dúx í einkaþjálfarnáminu var Hildur Helga Logadóttir með 9,9 í meðaleinkunn og dúx í styrktarþjálfaranáminu var Hrafnhildur Guðnadóttir með 9,87 í meðaleinkunn, hlutu þær báðar gjöf frá Hreysti sem viðurkenningu fyrir góðan árangur. Valdís Hrönn Berg hélt ræðu fyrir hönd allra útskriftarnema í Heilsuakademíunni.
Nám í einkaþjálfun miðar að því að undirbúa nemendur fyrir störf við þjálfun almennings og mikil áhersla er lögð á heildræna nálgun
sem næst með því að tengja bóklega og verklega hluta námsins vel saman. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem námsbraut á framhaldsskólastigi. ÍAK styrktarþjálfaranám er hagnýtt, hnitmiðað og sniðið til þess að mæta þörfum fólks sem hefur áhuga á að vinna með íþróttafólki. Nám í fótaaðgerðafræði miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemanda til þess að standast kröfur heilbrigðis- og félagsþjónustunnar um fagleg vinnubrögð og nákvæmni og áreiðanleika í starfi. Námið býr nemandann undir störf við meðferð fótameina skjólstæðinga innan og utan stofnana. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta.
Fjórtán brautskráð úr atvinnuflugnámi
Flugakademían brautskráði fjórtán nemendur í ATPL (atvinnuflugnámi). Óskar Pétur Sævarsson, forstöðumaður Flugakademíunnar, hélt ávarp og afhenti skírteini og viðurkenningarskjöl ásamt Kristjönu Henný Axelsdóttur, verkefnisstjóra. Dúx atvinnuflugnámsins var Lára Mist Baldursdóttir með 9,25 í meðaleinkunn og hlaut hún fékk hún gjöf frá Icelandair í viðurkenningarskyni. Kristján Daði Ingþórsson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema í Flugakademíunni.
Við Flugakademíu Íslands er boðið upp á metnaðarfullt flugnám sem tekur mið af samevrópskri námsskrá til útgáfu flugskírteina sem gefin er út af EASA - Flugöryggisstofnun Evrópu og er því kennt samkvæmt EASA Part-FCL stöðlum. Námið er samþykkt af Samgöngustofu og lýtur eftirliti þeirra. Flugakademía Íslands býður upp á atvinnuflugnám, einkaflugnám, flugkennaranám ásamt fjölbreyttu úrvali námskeiða fyrir flugmenn.
Opnunartilboð Grill 66
2f1 af El Reno og frönskum Við fögnum opnun nýrrar og glæsilegrar stöðvar í Reykjanesbæ í þjóðhátíðarskapi. Hlökkum til að sjá ykkur! Ís frá Kjörís meðan birgðir endastBæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 6. júní 2023 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
JeES arkitektar ehf. leggja fram f.h. lóðarhafa Rolf Johansen & Co ehf. tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík með uppdrætti dags. 28. apríl 2023. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45-75m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar. Auk þess verða gerðar minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi
á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar.
Arkís arkitektar leggja fram breytingu á deiliskipulagi f.h. Aðaltorgs ehf. með uppdrætti dags. 11. maí 2023. Lóðamörkum við Aðalgötu breytt. Byggingarreit A breytt, vestari mörk byggingarreits færist innar á lóðina, heimilt verði að byggja fullar tvær hæðir og byggingarmagn eykst, en hæð byggingar er óbreytt.
Bjarg íbúðafélag óskar eftir breytingu á deiliskipulagi
Dalshverfis III áfanga vegna lóða við Trölladal 11, reitum G skv. deiliskipulagi. Megin breytingar eru að íbúðum á reit fjölgi úr 24 í 30 og byggingarmagn aukist um 480m2 alls. Bílastæðakrafa lækki úr 2 stæði á lóð í 1,5. sbr. uppdrætti Teikna teiknistofu arkitekta dags. 10. maí 2023
T.ark arkitektar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hönd lóðarhafa Verne Global. Með deiliskipulagstillögunni, dags 15. maí 2023, er skipulagið uppfært og afmörkun breytt. Skipulagssvæðið stækkar til austurs svo heildarskipulagssvæðið fer úr 13,0 ha. í 16,16 ha. Aðkomu að lóð er breytt og lega þjóðbrautar sem er utan skipulagssvæðis en innan skipulagssvæðis Isavia breytist.
Tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar og einnig á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 15. júní til 4. ágúst 2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. ágúst 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is eða á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.
Reykjanesbær 15. júní 2023
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN MÁR JÓNSSON
Faxabraut 13
áður til heimilis að Háaleiti 1, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Hlévangi mánudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. júní klukkan 13.
Loftur Hlöðver Jónsson
Ragnhildur Jónsdóttir Kristmundur Árnason
Ásta Margrét Jónsdóttir Sigurður H. Jónsson
Dóra Birna Jónsdóttir Hermann Waldorff og frændsystkini hins látna
Rúmlega fjörutíu verkfræðingar á vegum færeyska fyrirtækisins SMJ heimsóttu Samherja fiskeldi á Suðurnesjum. SMJ kemur að hönnun mannvirkja Samherja fiskeldis, svo sem nýrra seiðisstöðva félagsins á Stað við Grindavík og Silfurstjörnunnar í Öxarfirði.
Hjalti Bogason, rekstrarstjóri Samherja fiskeldis, segir að starfsmenn færeyska verkfræðifyrirtækisins í nokkrum þjóðlöndum hafi komið saman á Íslandi og meðal annars kynnt sér framkvæmdirnar á Stað. „Við þekkjum ágætlega til þessa fyrirtækis sem hefur verið samstarfsaðili okkar við uppbyggingu á starfseminni, nú síðast á Stað og í Öxarfirðinum. Með því að taka á móti hópnum skapaðist kærkomið tækifæri til að treysta samskiptin. SMJ er öflugt fyrirtæki á sviði verkfræðihönnunar og hefur víða komið við, m.a. í uppbyggingu fiskeldisstöðva, enda fiskeldi gríðarlega stór og mikil atvinnugrein í Færeyjum eins og við þekkjum. Svona heimsóknir eru alltaf góðar, þá gefst kærkomið tækifæri til að fara yfir málin frá ýmsum hliðum, auk þess sem persónuleg samskipti eru alltaf af hinu góða. Þetta var nokkuð stór hópur, rúmlega fjörutíu manns. Við brugðum á það ráð að fá golfskálann í Grindavík til að kynna fyrirtækið í máli og myndum og auðvitað fór dágóður tími í að skoða starfsemina og öll mannvirki. Þetta var kærkomin heimsókn og styrkir tengslin án efa enn frekar,“ sagði Hjalti Bogason, rekstrarstjóri Samherja fiskeldis.
Júnímánuður kominn á fullt og sem betur fer er veðurfarið nú mun betra en það var í maí. Þetta gerir það að verkum að þessi gríðarstóri floti af færabátum sem flestir eru á strandveiðum hefur getað róið. Um 60 bátar hafa verið að landa í Sandgerði og veiða þar fyrir utan.
Þar sem sjómannadagurinn er liðinn þá komu allir frystitogararnir inn með afla og var landað úr þeim annað hvort fyrir sjómannadaginn eða þá eftir hann.
Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is
Byrjum á Tómasi Þorvaldssyni GK, hann kom með 319 tonn í land til Grindavíkur og mest var af þeim afla þorskur, eða 96 tonn, grálúða var 78 tonn og ufsi 46 tonn. Hrafn Sveinbjarnarson GK kom 15. maí til Hafnarfjarðar með 401 tonn og af því var þorskur 217 tonn, grálúða 61 tonn og karfi 44 tonn. Hrafn Sveinbjarnarson GK er núna kominn í slipp og verður frá veiðum langt fram eftir sumri. Nær líklega einum túr áður en fiskveiðiárinu lýkur þann 31. ágúst næstkomandi. Baldvin Njálsson GK kom með 377 tonn til Hafnarfjarðar og uppistaðan í þeim túr var grálúða 270 tonn og þorskur 56 tonn. Baldvini Njálssyni GK hefur verið haldið til veiða í grálúðunni en þorskkvóti Nesfisks er af skornum skammti og hefur fyrirtækið látið dragnótabátanna sína veiða þorskinn, sem er mjög sniðugt hjá þeim því Pálína Þórunn GK hefur verið frá veiðum síðan í enda febrúar eftir að gírinn bilaði. Talandi um þorskinn þá eru Excel-snillingarnir hjá Hafró búnir að finna það út að þorskstofninn sé að stækka og hann mældist 7% stærri núna þetta
árið en árið á undan. En hvað gera þeir? Jú, þeir leggja til að þorskkvótinn verði aðeins aukin um 1%.
Sjávarútvegsráðherra getur breytt þessari prósentu en vegna þess að Svandís sjávarútvegsráðherra er einungis þar á pappírum og hefur engan skilning á því sem er í gangi í sjónum í kringum landið þá mun hún örugglega halda sig við þessa 1% aukningu.
Undanfarin ár, og sérstaklega
yfir veturinn, hefur verið mokveiði á þorski að miklu leyti við sunnanvert landið og í Breiðafirðinum og
í vetur þá skrifaði ég um það og líka voru fréttir í Víkurfréttum um mokveiði og eiginlega hálfgert vandræðaástand vegna mikillar
þorskveiði. En því miður þá er þarna einhver prósentutala sem sker út um það hversu miklu af þorski má veiða.
Fyrst ég er kominn í smá ham varðandi þessa stjórnum fiskveiða þá langar mér að nefna að sjávarúvegsráðuneytið hefur ákveðið vægast sagt einn ömurlegan hlut –en ég þarf aðeins að grafast betur í því áður en ég get farið að skrifa um það.
a F la FRÉTT i R á S uðu R n ES ju M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Endum þetta á einum þekktasta netabáti Íslands. Bátur númer 89, Grímsnes GK sem lengi hét Happasæll KE. Það kom upp eldur í bátnum í apríl núna á þessu ári sem hefur verið fjallað um hérna í þessum pistlum og líka í Víkurfréttum. Báturinn var dæmdur ónýtur eftir þennan bruna og lá í Njarðvík þangað til fyrir nokkrum dögum síðan. Þá kom dráttarbátur frá Danmörku til Njarðvíkur og tók Grímsnes GK í tog og dró bátinn til Færeyja þar sem endalok bátsins verða, því þar verður báturinn rifin. Ég segi oft að bátar eigi sér sál og sögu – og já, bátur númer 89 átti það svo sannarlega. Hann átti sér langa sögu frá Suðurnesjum og þeir sem ég hef talað við varðandi bátinn tala allir um það hversu gríðarlega góður bátur hann var og hörku sjóskip. En því miður. Saga Grímsnes GK/Happsæls KE er þar með endanlega lokið.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Hæ, hó, jibbí, jei!
Opið 17. júní
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Krossmói
Opið 10–19
Iðavellir
Opið 10–21
Grindavík
Opið virka daga 9–19
Opið helgar 10–19
Betra verð með appinu!
Tilboð gilda 15.–18. júní Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað í Reykjanesbæ með hátíðardagskrá og skemmtidagskrá sem fram fer í skrúðgarðinum í Keflavík.
Hátíðardagskrá
Dagskráin hefst með hátíðarguðþjónustu í Keflavíkurkirkju sem fer fram kl. 12:00. Að henni lokinni gengur skrúðganga undir stjórn skáta úr Heiðabúum og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með hátíðarfánann í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem hátíðardagskrá fer fram. Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari, dregur þjóðfánann að húni og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, flytur henni þakkarorð. Við þetta tilefni syngur Karlakór Keflavíkur þjóðsönginn. Setningarræða dagsins er í höndum Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Valý Rós Hermannsdóttir, nýstúdent, verður í hlutverki fjallkonu og flytur ættjarðarljóð. Ræðu dagsins flytur Jóhann Smári
Sævarsson, óperusöngvari, söngkennari, leikstjóri og stjórnandi. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðardagskránni.
Skemmtidagskrá
Skemmtidagskrá fer einnig fram í skrúðgarðinum í Keflavík. Framkvæmdin er í höndum félagasamtaka en það eru fimleikadeild Keflavíkur, Team DansKompaní,
barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, unglingaráð Fjörheima og ungmennaráð Reykjanesbæjar sem sjá um andlitsmálningu, þrautabraut, skemmtistöðvar, sölubása og svo mætti áfram telja. Leikfélag Keflavíkur mætir á svæðið með Kappa úr Hvolpasveit, Kalla kanínu og Sölla ásamt fleiri skemmtilegum fígúrum. Í boði verða hoppukastalar, hestateyming, bubblebolti, danspartý með DJ Dóru Júlíu, atriði frá Sirkus ananas og DansKompaní auk þess sem Bolli og Bjalla úr Stundinni okkar skemmta yngstu kynslóðinni. Að lokum er boðið upp á bubblebolta og Lazertag fyrir tíu ára og eldri en DJ Dóra Júlía sér um að halda uppi stuðinu. Skemmtidagskráin er öllum að kostnaðarlausu.
Aðrir viðburðir og strætó
Kaffihlaðborð verða á nokkrum stöðum, fjölskyldubingó í Stapaskóla auk þess sem ókeypis aðgangur er í Rokksafn Íslands og Duus safnahús en þar eru nýopnaðar sumarsýningar. Innanbæjarstrætó gengur samkvæmt laugardagsáætlun.
– segir Gunnur Magnúsdóttir sem er nýtekin við sem verslunarstjóri BYKO á Suðurnesjum en Gunnur, sem er viðskiptafræðingur að mennt og með MPM-gráðu í verkefnastjórnun, hefur starfað hjá BYKO í eitt og hálft ár og segist ákaflega spennt fyrir starfinu enda myndi hún og samstarfsfélagar hennar flottan hóp. Víkurfréttir ræddu Gunni um nýja starfið.
Gunnur er fædd og uppalin í Keflavík en áður en hún hóf störf hjá Byko var hún hótelstjóri hjá Geo Hotel í Grindavík. „Svo hef ég reyndar verið í hinum og þessum störfum í gegnum tíðina, í Covid datt ég inn í fasteignasölu en ég er fasteignasali líka,“ segir hún. Gunnur sem hefur ágætis reynslu af stjórnunarstörfum hjá Byko þar sem hún hefur fengist við skemmtileg og krefjandi verkefni.
„Ég var í eitt og hálft ár sem verkefnastjóri hjá Byko og mitt fyrsta verkefni var að flytja grófvöruhlutann, Byko leigu, af Höfða og út á Selhellu. Aðstaðan upp á Höfða var öll í gámum en fluttist í stórt og mikið húsnæði sem stendur þarna hjá Icelandair, svo það var mikil og skemmtileg breyting.“
Byko stendur reglulega fyrir ýmsum viðburðum í verslun sinni. Verið var að kynna verkfæri frá Bosch og bjóða upp á grillaða hamborgara þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði í síðustu viku. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.isÞú virðist kunna vel við þig hjá Byko.
„Það er bara æðislegt. Samstarfsfólkið mitt er flottur hópur, það er góður vinnuandi og allt til fyrirmyndar.“
Hefur verið mikið að gera það sem af er sumri?
„Já, það hefur verið talsvert að gera en vegna veðurs þá hefur sumarinnkaupum seinkað að einhverju leyti. Ég geri nú ráð fyrir að sumarblómin fari að rjúka út með batnandi veðri – ásamt öllu hinu,“ segir Gunnur bjartsýn.
Fólk hefur notað Covid-tímann mikið til að vinna í allskyns viðhaldi á sínum fasteignum, heldurðu að fólk verði síður verkefnaglatt nú þegar sá tími er liðinn?
„Það eru auðvitað hinir og þessir sem eru með útþrá og á faraldsfæti
– en fólk er að klára verkefnin sem það hefur byrjað á undanfarin ár og sumir eru jafnvel að bæta við. Svo þarf að sinna garðinum og hitt og þetta. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir því að fólk sé neitt að framkvæma minna núna“
Verkfærakynningar og fleira Gunnur segir að reglulega séu einhverjar uppákomur og viðburðir BYKO.
„Nú síðast var sumarhátíð sem var haldin á laugardaginn og heppnaðir afskaplega vel. Í vikunni þar á undan komu sérfræðingar og kynntu verkfæri frá Bosch. Svona verkfærakynningar eru ekki einungis fyrir fagmenn því allir sem vettlingi geta valdið fá upplýsingar um vélar og tæki sem henta þeim í hverju því verkefni sem fólk tekur sér fyrir hendur.“
Gunnur sagði að lokum að framundan sé því spennandi sumar og hún hlakki til að þjónusta íbúa Suðurnesja í þeirra framkvæmdum.
„Ég geri nú ráð fyrir að sumarblómin fari að rjúka út“
Tónlistarfólk frá Suðurnesjum var í eldlínunni þegar Korda Samfónía hélt sína árlegu tónleika í Hörpu 22. maí. Korda Samfónía er óhefðbundnasta hljómsveit landsins og henni stýrir Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths. Margir Suðurnesjamenn voru mættir í Silfurberg til að hlýða á glænýjar tónsmíðar, auk laga frá fyrri starfsárum.
Auk Sigrún var frændi hennar, Sævar Helgi Jóhannsson aðstoðarstjórnandi. Þórarinn Örn Þórarinsson Lærlingur MetamorPhonics og fyrsta árs nemi í Skapandi Tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands og Ólöf Gunnarsdóttir, meðlimur í Vox Felix sungu nokkur sóló á tónleikunum. Svo eru fleiri sem eiga rætur sínar að rekja til Suðurnesjanna í hljómsveitinni.
Því er skemmst frá að segja að tónleikarnir voru frábærir. Hin fjölmena Korda Samfónía flytur eingöngu frumsamda tónlist en sú
tónlist er öll samin af meðlimum hljómsveitarinnar í sameiningu og strangar reglur eru um að enginn komi með neitt sem áður hefur verið undirbúið. Öll tónlistin verður til þegar hljómsveitin kemur saman. Það eitt og sér getur talist óhefðbundið, en þegar litið er til þess að hljómsveitina skipa 35 manns, verður það að teljast mjög sérstakt. Að auki hittist hljómsveitin eingöngu í ellefu daga ár hvert og á fyrstu tíu dögunum verður öll þeirra tónlist til og á þeim ellefta eru haldnir tónleikar!
Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili
Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi
Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur
Háaleitisskóli | Deildarstjóri stoðþjónustu
Háaleitisskóli | Deildarstjóri Frið- og Nýheima.
Háaleitisskóli | Deildarstjóri eldra stigs
Háaleitisskóli | Kennari á elsta stig
Háaleitisskóli | Kennari á miðstigi
Háaleitisskóli | Kennari í nýsköpun
Heilsuleikskólinn Heiðarsel | Leikskólakennari
Leikskólinn Hjallatún | Leikskólakennari
Myllubakkaskóli | Sérkennari á miðstigi
Myllubakkaskóli | Sérkennari á yngsta stigi
Njarðvíkurskóli | Kennari
Njarðvíkurskóli | Kennari / Íslenska sem annað mál
Reykjanesbær | Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Sigrún segir að það sé magnað hvernig tónlist hljómsveitarinnar verður til og það á svona skömmum tíma. Hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar er mjög fjölbreytt, líkt og bakgrunnur hljómsveitarmeðlima, en þar er að finna öfluga rhythmasveit með tveimur trommusettum, slagverksleikurum, tveimur bassaleikurum, fjórum gítarleikurum, fimm hljómborðsleikurum og tölvu, en einnig er symfónísk sveit skipuð strengjum og blásurum, auk tólf manna kór.
„Til þess að fólki vegni vel í lífinu, þarf það að upplifa sig sem gjaldgenga, virka meðlimi samfélagsins og að á það sé hlustað. Korda einkennist af jafnrétti, vingjarnlegu, stuðningsríku og skapandi andrúmslofti, þar sem
fólk vinnur saman, skapar, lærir, styrkist og vex. Umhverfið er öruggt og fólk er hvatt til þess að taka áhættu, prófa eitthvað nýtt og víkka þægindarammann. Mikill metnaður er lagður í listrænt gildi tónlistarinnar, sem gerir þátttakendum kleift að vera stolt yfir því sem þau áorkuðu og vita að þeirra list eigi erindi til áhorfenda. Meðlimir Kordu Samfóníu koma frá hinum ýmsu áttum úr þjóðfélaginu. Þar er að finna sprenglært og þaulreynt starfandi tónlistarfólk sem og nemendur úr Listaháskóla Íslands, en einnig fólk sem orðið hefur fyrir áföllum og er mislangt komið í endurhæfingaferli, sem stutt er af starfsendurhæfingastöðvum á Suðvesturhorninu,“ segir Keflvíkingurinn
Sigrún en tónlistin hefur verið efst á blaði í hennar fjölskyldu en bræður hennar eru stórsöngvarinn Jóhann Smári og tónskáldið Sigurður Sævarssynir.
Verkefnið er runnið undan rifjum MetamorPhonics, samfélagsmiðuðu fyrirtæki sem Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths tónlistarkona stýrir í London. Aðstandendur og samstarfsaðilar verkefnisins eru starfsendurhæfingar víðsvegar um landið, Tónlistarborgin Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Harpa ráðstefnu og tónleikahús. Sigrún var viðmælandi í sjónvarpsþáttaröð Víkurfrétta sem heitir Suður með sjó árið 2022. Þar fór hún yfir sinn feril og þetta magnaða verkefni sem Korda Samfónía er.
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, fjölskyldufræðingur hjá Sálfræðistofu Suðurnesja.
Samskipti geta verið skemmtileg og þau geta verið erfið. Bæði innan fjölskyldu í víðasta skilningi, vinahópnum, á vinnustöðum og fleira. Í starfi fjölskyldufræðinga er unnið með einstaklinga og fleiri sem málin varða. Það getur tekið á þegar samskipti eru ekki góð eða skilningur ríkir ekki á milli aðila. Vinna með lausnamiðaða nálgun getur skipt miklu máli og finna leiðir til að geta átt í betri samskiptum.
Samskipti við börn á heimili Stundum gerist það að samband á milli foreldra og barna verði erfitt, þá sérstaklega á unglingsárum. Ástæður geta verið mjög misjafnar og stundum koma greiningar barna þarna inn í, skólaforðun gæti verið að byrja og allskonar vanlíðan og tilfinningar hjá barni sem foreldrum þykir erfitt að vinna með. Mikilvægt er að grípa inn í þessar aðstæður áður en þær vinda meira upp á sig og meiri vandi skapast á milli barna og foreldra, t.d. eins og að:
• Fara á rúntinn og spjalla í bílnum án síma.
• Vera einlæg og segja barninu frá að þú hafir áhyggjur og spyrja hvað get ég gert svo að þér líði betur.
• Spila og eiga góð samskipti.
• Gefa barninu þínu tíma án þess að önnur systkini séu með.
Samskipti í parasambandinu Í parasambandinu gerist það stundum að aðilar taki hvort öðru sem sjálfsögðum hlut. Þetta getur gerst hvenær sem er og skiptir ekki máli hvort sambandið sé ungt eða að komin sé góð reynsla eftir langa sambúð. Ástæðurnar geta verið svo fjölmargar, eins og barneignir, atvinna, fjármál og margt fleira sem getur haft truflandi áhrif á sambandið. Mikilvægt er að næra parasambandið vel og innilega til að viðhalda því á sem besta máta. Hægt er að vinna með eftirfarandi:
• Gera eitthvað tvö saman, eins og taka rúnt.
• Setja niður draumana ykkar finna út hvort þið eigið sameiginlega drauma ef ekki gæti makinn átt einhvern draum sem er spennandi og gæti orðið sameiginlegur draumur.
• Rifja upp hvað var það sem þið sáuð í fari hins aðilans þegar þið voruð að kynnast.
• Gefa ykkur tíma í að spjalla um annað en fjölskyldulífið.
Samskipti eftir skilnað Skilnaður hefur mikil áhrif á einstaklinga bæði börn og fullorðna. Mikilvægt er að reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir streitu hjá börnum vegna aðstæðna hjá foreldrum. Gott er að setja sér smá reglur til að gera þetta vel eins og að:
• Tala aldrei illa um hitt foreldrið í áheyrn barna.
• Ekki vera í samskiptum þegar mikil reiði er, sofa frekar á því og taka samtalið næsta dag.
• Hafa það að leiðarljósi að vera besta útgáfan af sjálfum sér.
Samskipti á vinnustaðnum Það er svo dýrmætt að hlakka til að mæta í vinnuna sína. Þar skiptir mórallinn miklu máli. Hvernig er vinnustaðamenningin á þínum vinnustað, er eitthvað sem hægt er að gera til bæta hana? Starfsmannamálin geta haft mikil áhrif á afköst fyrirtækja og hafa margar rannsóknir sýnt fram á að góður mórall á vinnustað geti snúið við rekstrinum á jákvæðan hátt og því afar mikilvægt að vinna með menningu á vinnustöðum. Getur einstaklingur haft sjálfur áhrif á vinnustaðamenninguna? Já, með því að:
• Vera jákvæður í vinnunni.
• Tala ekki í bakið á samstarfsfólki sínu.
• Ræða strax málin ef eitthvað hefur neikvæð áhrif á starfið.
• Hrósa samstarfsfólki sínu.
Allt eru þetta bara brot af hugmyndum sem hægt er að nýta sér þegar einhver vandi steðjar að. Hægt er að fá faglega aðstoð til að gera samskiptin betri og skemmtilegri og þannig minnka aukið álag sem fylgir stundum lífinu.
segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, um eld í skipum
Slökkvilið brunavarna Suðurnesja fagnaði 110 ára afmæli nú á vormánuðum. Það hafa verið fá tækifæri fyrir slökkviliðsfólk að fagna tímamótunum, þar sem hvert stórútkallið á fætur öðru hefur borist slökkviliðinu. Það heyrði líka til tíðinda að tvö stór útköll bárust í fiskiskip sem lágu bundin við bryggjur í umdæmi slökkviliðsins. annað í njarðvíkurhöfn og hitt í Sandgerðishöfn. bæði þessi útköll voru mjög krefjandi fyrir slökkviliðið þar sem eldur í skipum er meðal þess erfiðasta sem slökkvilið fást við.
VIÐTALIÐ
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.isEngar flóttaleiðir
„Já, þetta er með því allra erfiðasta. Þarna eru engar flóttaleiðir. Það er kannski ein leið niður í skipið og út úr því aftur. Hitinn kemst ekki í burtu, hann bara vex og verður gríðarlegur hiti. Aðstæður eru erfiðar og mikil þrengsli. Það sést ekki neitt, þannig að það eru mjög krefjandi aðstæður þegar það er mikill eldur í skipum. Þetta er með því verra sem við lendum í,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, um útköllin tvö í skipin. Útköllin tvö bárust með innan við viku millibili. Skipsbrunar eru hins vegar svo fátíðir í dag að þessi útköll voru þau fyrstu fyrir marga af slökkviliðsmönnum Jóns og því mikill skóli.
„Sem betur fer hefur dregið mjög úr skipsbrunum og reyndar brunum almennt á svæðinu. Ég tók saman nýverið síðustu tíu ár. Á þessum tíu árum hefur orðið mikil fjölgun fólks á Suðurnesjum og mikil aukning á byggingarmagni. Þá hafa öll umsvif á
svæðinu aukist mjög, eins og allir þekkja. Útkallafjöldi slökkviliðs stendur hins vegar nánast í stað. Þar hefur tekist vel og þar eiga forvarnir og eldvarnareftirlit þátt í því. Þetta er því mjög óvenjulegt ástand fyrir okkur við við höfum ekki fengið skipsbruna í mjög langan tíma, þannig að fyrir marga af mínum mönnum var þetta frumraun. En mitt fólk stóð sig vel og gerði virkilega vel.“
Leggja sig alla fram um að bjarga mannslífum
Jón segir báða skipsbrunana hafa verið krefjandi verkefni en þó sérstaklega fyrri brunann í Njarðvíkurhöfn. Þar varð manntjón en skipverji lést í brunanum.
„Það er alltaf það versta. Menn leggja sig alla fram um að bjarga fólki og það var engin undantekning í þessu tilfelli. Þarna gerðu menn allt sem hægt var til að bjarga viðkomandi einstakling en því miður þá tókst það ekki. Að ná fólki upp úr brennandi skipi er meira en að segja það. Það er virkilega erfitt verkefni.“
Þegar slökkviliðsmenn voru á leið í útkallið var óljóst hversu margir menn væru í hættu um borð í brennandi skipinu. Það kom svo í ljós þegar komið var á vettvang að einn maður var lokaður inni í skipinu en aðrir höfðu komist frá
borði. Einn þeirra slasaðist talsvert, hlaut alvarleg brunasár og reykeitrun. Hann var fyrst fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan áfram á Landspítala í Fossvogi.
„Ég held og veit að miðað við þær aðstæður sem voru þarna þá hafi mínir starfsmenn staðið sig frábærlega vel,“ segir Jón.
Hröð atburðarás
Atburðarásin var hröð í brunanum í Njarðvík. Fljótlega eftir að slökkvilið kemur á staðinn verður sprenging bakborðsmegin í skipinu. Þar var verkstæði og gaskútar og eldurinn magnaðist mjög hratt.
„Þegar þetta gerist í svona lokuðu rými þá verður mikil hitamyndun og mjög erfitt að komast að eldinum og slökkva hann. Þetta tekur langan tíma og er þolinmæðisverk. Allar aðstæður og þrenslin eru erfið. Svo er hrunið úr lofti og veggjum. Þarna voru stigar farnir og þetta eru eins andstyggilegar aðstæður og hægt er að hugsa sér.“
Menn leggja sig alla fram um að bjarga fólki og það var engin undantekning í þessu tilfelli. Þarna gerðu menn allt sem hægt var til að bjarga viðkomandi einstakling en því miður þá tókst það ekki.
Aðrar ógnir í Sandgerði Í brunanum í skipinu í Sandgerðishöfn tæpri viku síðar voru aðrir þættir að ógna slökkviliðsmönnum. Þar var yfirbygging skipsins úr áli og það bráðnar við 700 gráðu hita. Útkallið í Sandgerði var sérstakt að því leyti að slökkvilið var kallað þrívegis í skipið. Fyrst um miðnætti og þá var eldur í rafmagni í vélarrými sem var fljótlega slökktur. Annað útkall barst undir
Mikill eldur logaði í skipi í Njarðvíkurhöfn. Þar fórst einn skipverji í eldinum.morgun og þá slökktu slökkviliðsmenn í glæðum og gengu úr skugga um að engan eld eða hita væri að finna. Ákveðið var í öðru útkallinu á sjöunda tímanum um morguninn að slökkviliðsmenn færu á vettvang eftir vaktaskipti kl. 09 til að kanna aðstæður. Slökkviliðið var einmitt að leggja upp í þann könnunarleiðangur þegar útkall barst og þá var skipið alelda. Í þeim eldi bráðnaði mikið af áli, hvort sem það voru lúgur, stigar eða annað. Við þannig aðstæður er ekki hægt að senda slökkviliðsmenn niður í skipið og fá yfir sig bráðið ál. Til að tryggja öryggi slökkviliðsmanna þurfti að dæla sjó og vatni á brennandi skipið og það varð til þess að talsvert safnaðist fyrir af sjó og vatni í skipinu og það var um tíma í þeirri hættu að sökkva í höfninni.
Mönnum tókst þó að koma í veg fyrir það með því að koma niður dælum.
„Þetta eru mjög ótryggar aðstæður og við sendum ekki okkar fólk niður í svona skip nema að sé mjög rík ástæða til, t.d. til að reyna að bjarga mannslífi eða eitthvað slíkt, sem við gerðum í fyrra tilfellinu. Þetta eru alltaf krefjandi verkefni,“ segir Jón. Í báðum framangreindum skipsbrunum er allsherjar útkall á allt slökkviliðið og þá er ekki bara verið að manna slökkvilið, því Brunavarnir Suðurnesja annast alla sjúkraflutninga á Suðurnesjum og þannig háttaði til í báðum þessum stórbrunum að á sama tíma var mikið annríki í sjúkraflutningum á svæðinu og þurfti um tíma að forgangsraða útköllum.
Sjúkraflutningar tæplega fimmþúsund í fyrra
„Stærsti hluti útkalla hjá Brunavörnum Suðurnesja eru sjúkraflutningar. Á síðasta ári vorum við með tæplega fimmþúsund útköll og það stefnir í að það verði ekki minna þetta árið og jafnvel meira.
Þessi útköll fara ekkert á bið og við
fengum fjölmörg útköll á meðan þessir brunar voru. Brunarnir voru því ekki einu verkefnin.“
Brunavarnir Suðurnesja eru
110 ára um þessar mundir og því liggur beinast við að spyrja slökkviliðsstjórann hvernig staðan sé á þessum tímamótum.
„Ég held að í dag séum við betur sett en nokkurn tímann áður í sögu slökkviliðsins. Í upphafi var slökkviliðið vanbúið og lengi vel en við erum mjög vel sett í dag með þetta slökkvilið. Við erum með alveg úrvals mannskap sem að skiptir mestu máli. Það er hægt að vera með mikið af tólum og tækjum og allt það besta hvað það varðar, en ef mannskapurinn er ekki góður, þá gerum við ekki neitt. Við getum gert kraftaverk með ónýt tæki ef mannskapurinn er góður.
Þegar fer saman góður tækjabúnaður og ég veit að við erum með góðan búnað, það er vel að okkur búið, og góðan mannskap, þá eru allir vegir færir. Í dag erum við á besta stað í þessi 110 ár. Við erum með nýjan og góðan tækjabúnað. Við erum í nýju húsnæði og vel staðsettir og á góðum stað hvað þessa starfsemi varðar,“ segir Jón.
Nýr körfubíll efstur á óskalistanum
Efst á óskalistanum hjá Jóni er að endurnýja körfubíl slökkviliðsins.
Hann er kominn til ára sinna þó honum sé vel við haldið. „Við þurfum líka alltaf að vera á tánum varðandi mannahald, því það kemur alltaf í ljós í svona stórum brunum að það má ekki miklu muna að við séum með nægan mannskap. Það er aldrei svo að allir geti mætt í öll útköll. Það þarf því að tryggja mönnun og að sinna viðhaldið á búnaði vel. Við kaupum reglulega það sem þarf og það kom í ljós í þessum skipsbrunum að vera með vandaðan og góðan búnað,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.
Húsasmiðjan fagnaði sumri nýlega með tilboðum í verslun og var viðskiptavinum boðið upp á pylsur af því tilefni. Gísli Jóhannsson, verslunarstjóri í Njarðvík fór í kokkagallann og fékk liðsstyrk frá Garðari Inga Róbertssyni, sumarstarfsmanni.
Kunnu viðskiptavinir vel að meta grillgleði Gísla og Garðars og fengu sér pulsu með öllu. Guðmundur Ingibersson var einn þeirra sem nældi sér í eina en reyndi að forðast myndatöku Víkurfrétta eins og sjá má á myndinni en ljósmyndarinn var fljótur með vélina og náði þessari frábæru pulsumynd af Gumma.
Gengið hefur verið frá ráðningu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla. Nýráðinn skólastjóri er Daníel Arason og nýráðinn aðstoðarskólastjóri er Jón Ragnar Ástþórsson. Þetta kemur fram á vef skólans.
Daníel er fæddur og uppalinn í Neskaupstað þar sem hann bjó til tvítugs. Þá tóku við hefðbundin námsár í Reykjavík og lauk hann tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995. Einnig hefur Daníel MA-gráðu í mennta- og menningarstjórnun ásamt viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst ásamt BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Daníel starfaði sem kennari í tónlistarskólum og grunnskólum á Austurlandi, meðal annars á Djúpavogi og Eskifirði, til ársins 2012 en þá tók hann við starfi skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Árið 2019 hóf hann störf hjá Sveitarfélaginu Vogum og gegndi þar stöðu forstöðumanns stjórnsýslu. Daníel hefur víðtæka reynslu af kennslu og stjórnun, auk menntunar og starfsreynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu.
Jón Ragnar þarf vart að kynna fyrir Garðbúum en hann er fæddur og uppalinn Garðmaður.
Jón hefur búið lengst af í Garðinum en bjó þó til skamms tíma í Keflavík og síðar í Danmörku þar sem hann stundaði nám. Jón hefur lokið BSc og MSc í markaðsfræði og stjórnun frá Copenhagen Business School ásamt því að hafa viðbótardiplóma í menntun framhaldsskólakennara frá Háskóla Íslands. Jón hefur undanfarin ár verið kennari í Gerðaskóla en áður sinnti hann stjórnunarstöðum hjá Skólamat, sem rekstrarstjóri og sem innkaupastjóri hjá Samkaupum. Jón hefur einnig á undanförnum árum starfað sem barnaog unglingaþjálfari hjá Reyni/Víði og Keflavík og hefur setið í stjórn Knattspyrnufélagsins Víðis, meðal annars sem formaður.
Aðalfundur FKA-Félag kvenna í atvinnulífinu var haldinn á Nauthóli nýlega og tók Unnur Elva Arnardóttir við sem formaður. Í stjórnendahópinn bættust við nýjar konur sem eiga öflugt starfsár í vændum þar sem félagið fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og fjölmörg verkefni framundan fyrir nýja stjórn. Í nýrri stjórn félagsins er Suðurnesjakonan Helga Björg Steinþórsdóttir.
Frá vettvangi brunans í Sandgerðishöfn þar sem Þristur ÍS varð alelda. VF/Hilmar BragiÉg hef líka verið að leggja áhersla á tækifæri fólks til bæði náms og starfa, því það að auka möguleika fatlaðs fólks á meiri virkni og þátttöku í samfélaginu skiptir svo miklu máli fyrir lífsgæði fólks. Svo skiptir það líka máli fyrir samfélagið okkar því það verður ríkara eftir því sem fleira fatlað fólk tekur virkan þátt í samfélaginu
Fyrsti áfangastaður í hringferð Guðmundar inga Guðbrandssonar, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í landsátaki í málefnum fatlaðra var Duus Safnahús í Reykjanesbæ í síðasta mánuði. Markmið átaksins er að mynda heildræna stefnu í málefnum fatlaðra og móta áherslur við innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fundurinn fór vel fram og Guðmundur Ingi fór ítarlega yfir markmið átaksins og kynnti framtíðarsýn vinnuhópa ráðuneytisins. Þór Garðar Þórarinsson, verkefnastjóri Landsátaksins, sagði frá hugmyndafræðinni sem liggur að baki verkefnisins og fór yfir helstu dagsetningar sem tengjast framvindu þess. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður verkefnastjórnunar Landsátaksins, fór yfir hlutverk vinnuhópa sem vinna að stefnumótun í málefnu fatlaðra. Unnur Óttarsdóttir, formaður Landssambandsins Þroskahjálpar, og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands, sögðu frá sjónarhorni hagsmunafélaga á fundinum.
Að fundi loknum fengu allir fundargestir tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og ræða málin við fulltrúa Landsátaksins. Fjörugar umræður spunnust og ljóst að fundargestir höfðu fjölmargt til málsins að leggja. Þar kom meðal annars fram að eitt helsta áhyggjuefni Suðurnesjabúa er aðgengi fatlaðra að heilbrigðisþjónustu en fatlaðir þurfa að sækja nánast alla sértæka heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Þá voru einnig viðraðar skoðanir á hægfara kerfi þegar kemur að greiningum og stuðningi við fatlað fólk. Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra kom inn á að þarna þurfi að koma til aukins samstarfs milli hans ráðuneytis og heilbrigðisráðuneytinu við að finna lausnir á þessum málum.
Guðmundur Ingi sagði það hafa verið frábært að fá að hefja þessa vegferð í Reykjanesbæ og eiga samtal við fólk um stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks.
„Við erum í raun að setja saman áætlun um hvernig við ætlum að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmda,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Víkurfréttir að fundi loknum.
„Þetta verður landsáætlun með fjölda aðgerða til þess að ná því markmiði – og markmiðið er náttúrlega að bæta lífsgæði fatlaðs fólks, auka þátttöku þess í samfélaginu og draga úr þeim hindrunum sem fatlað fólk verður fyrir í daglegu lífi.“
Er eitthvað öðru fremur sem þú leggur áherslu á í þessum aðgerðum?
„Ég vil kannski nefna að í þessum fyrsta fasa sem við erum að fara í verður lögð sérstök áhersla á
vitundarvakningu. Það er að segja að vekja athygli á málefnum fatlaðs fólks, þeim hindrunum sem mæta þeim í samfélaginu og hvernig við getum tekist á við þær hindranir – en ég hef líka verið að leggja áhersla á, til hliðar við þetta verkefni, tækifæri fólks til bæði náms og starfa, því það að auka möguleika fatlaðs fólks á meiri virkni og þátttöku í samfélaginu skiptir svo miklu máli fyrir lífsgæði fólks. Svo skiptir það líka máli fyrir samfélagið okkar því það verður ríkara eftir því sem fleira fatlað fólk tekur virkan þátt í samfélaginu.“
Hlutverk hins opinbera er að jafna möguleika fólks til þátttöku í samfélaginu
„Að mínu viti er það hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem á einhvern hátt getur ekki stigið öll skrefin sjálft. Við getum tekið sem dæmi, fötluð manneskja sem fer út á vinnumarkaðinn getur í einhverjum tilvikum þurft meiri aðstoð en ófötluð manneskja og þá á hún að fá aðstoð til þess að geta verið virkur þátttakandi í samfélaginu, til þess að fá sömu tækifæri og ófötluð manneskja. Það er kannski lykillinn að því að búa til samfélag sem er opnara, vinnumarkað sem er opnari og líka samfélag sem er meðvitaðra um þann mannauð sem felst í minnihluta- og jaðar-
Nýlega hófum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu hringferð um landið í því augnamiði að ræða milliliðalaust við landsmenn um nýja heildræna stefnu í málefnum fatlaðs fólks og hvað fólki er efst í huga á hverjum stað. Fyrsti áfangastaður var Duus safnahús í Reykjanesbæ.
Loksins lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skuli lögfestur á kjörtímabilinu og ný mannréttindastofnun sett á laggirnar. Þessi verkefni eru á forræði forsætisráðuneytisins og eru í vinnslu en við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vinnum nú í víðtæku samráði við hagsmuna-
samtök fatlaðs fólks, ráðuneyti, sveitarfélög og almenning að gerð landsáætlunar til að tryggja farsæla innleiðingu samningsins.
Þ.e.a.s. að koma þeim skuldbindingum sem felast í samningnum til framkvæmda hérlendis.
Landsáætlun um framkvæmd samningsins Þó svo að margt hafi færst til betri vegar á undanförnum árum og áratugum, þá nýtur fatlað fólk færri tækifæra og stendur frammi fyrir fleiri hindrunum í daglegu
lífi en ófatlað fólk. Til dæmis eru tækifæri til menntunar og atvinnu færri og fatlað fólk er líklegra til að missa vinnuna á undan öðrum og verða fyrir margvíslegu ofbeldi.
Þetta er óréttlæti sem felur í sér
ójöfnuð og skert lífsgæði sem ég á erfitt með að kyngja og þess vegna legg ég áherslu á breytingar.
hópum. Ekki síst fötluðu fólki því sá mannauður er ríkur,“ sagði Guðmundur Ingi meðal annars í viðtali við Víkurfréttir en hann sagðist eiga í samtali við sveitarfélögin þessa dagana um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki og vonast til að fá tillögur um það síðar á árinu. Ríkið setti fimm milljarða aukalega inn í málaflokkinn um síðustu áramót því hann hefur vaxið mikið í kostnaði á undanförnum árum samhliða meiri þjónustu sem hefur bætt lífsgæði fólks sem er lokatakmarkið.
Hægt er að hlusta á allt viðtalið í rafrænni útgáfu Víkurfrétta og á YouTube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.
Með aðgerðum í landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks mun verða grundvallarbreyting hvað varðar viðurkenningu á réttindum, menntun, störfum og aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu.
Við höfum hafið mikilvæga vegferð og ég vil þakka Suðurnesjabúum fyrir afar góða umræðu og innlegg í þessa mikilvægu vinnu.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Ráðherra hlýddi áhugasamur á hugmyndir Suðurnesjabúa á fundinum. Fundargestir áttu gott samtal við ráðherra í lok fundar. VF/JPKKl. 12:00 – Hátíðarguðþjónusta í Keflavíkurkirkju
Sr. Baldur Rafn Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Felix syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvists. Heiðabúar standa heiðursvörð og taka þátt í athöfninni.
Kl. 13:00 – Skrúðganga leggur af stað frá
Keflavíkurkirkju
Heiðabúar marsera með hátíðarfánann og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar undir.
Kl. 13:20 – Hátíðardagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík
Fánahylling: Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari. Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur.
Setningarræða: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar.
Fjallkona: Valý Rós Hermannsdóttir, nýstúdent. Ræða dagsins: Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, stýrir dagskrá.
Kl. 14:00 - 16:00
Hoppukastalar
Sölli, Kappi úr Hvolpasveit og Kalli kanína ásamt fleirum frá Leikfélagi Keflavíkur
Þrautabraut
Hestateyming
Andlitsmálning
Skemmtistöðvar og sölubásar
Bubblebolti fyrir 10 ára og yngri á fótboltavellinum við Myllubakkaskóla, gengið inn við Norðurtún
Kl. 11:00 – 13:00
Kl. 13:00 – 17:00
Kl. 13:30 – 17:00
Kl. 14:00 – 17:00
Kl. 12:00 – 17:00
Kl. 11:00 – 18:00
Á plattanum:
14:00 Sirkus Ananas
14:20 BMX brós
15:00 DansKompaní
15:20 Bolli og Bjalla
15:45 DJ Dóra Júlía
Kl. 16:00 - 18:00 Skemmtidagskrá fyrir ungmenni í skrúðgarðinum Danspartý með DJ Dóru Júlíu Bubblebolti fyrir 10 ára og eldri Lazertag fyrir 10 ára og eldri
Fjölskyldubingó Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Stapaskóla
Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Blue-höllinni
Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju
Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla
Duus Safnahús opin - aðgangur ókeypis
Rokksafn Íslands opið - aðgangur ókeypis
Skemmtidagskráin er unnin í samvinnu við Fimleikadeild Keflavíkur, TEAM-DansKompaní, Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Ungmennaráð Reykjanesbæjar og Unglingaráð Fjörheima.
Innanbæjarstrætó gengur samkvæmt laugardagsáætlun.
Flóttafólk frá ýmsum löndum tók að streyma til Grindavíkur í kringum áramótin og hefur hópurinn komið sér vel fyrir í Festi en þar var áður rekið hótel. Það er greinilegt að vel er haldið utan um þetta fólk og Rauði krossinn á ekki hvað sístan þátt í því. auglýst var eftir sjálfboðaliðum í Grindavík og hafa margir svarað kallinu. Hópurinn hefur verið í sambandi við höfuðstöðvarnar í Reykjavík og inn í aðstoðina fléttaðist bosnísk kona, azra Sehic, og fór hún yfir verkefnið. Þá var ein þeirra grindvísku, Dagný Rut Ólafsdóttir, tekin tali.
Azra hefur sest að á Íslandi en hún hefur unnið vítt og breytt um heiminn fyrir Sameinuðu þjóðirnar. „Ég er frá Bosníu í fyrrum Júgóslavíu og man vel eftir þegar stríðið braust út heima. Við þurftum að flýja tólf sinnum og flytja svo ég man hvernig það var að vera svöng, ekki með þak yfir höfuðið, hrædd o.s.frv. Við flúðum þó ekki frá Júgóslavíu og vorum þar allan tímann á meðan stríðið stóð yfir. Þessi reynsla spilar pottþétt hlutverk í að ég valdi að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar en ég hef starfað þar síðan 2011 og kann mjög vel við það. Ég hef unnið vítt og breytt um heiminn, kynntist íslenskum eiginmanni í Líberíu og giftist honum árið 2014. Við höfum búið á Íslandi síðan fyrir COVID og ég gat unnið héðan en að undanförnu hef ég unnið fyrir Rauða krossinn og hef því komið mjög mikið að aðstoð við erlent flóttafólk. Þegar flóttafólkið kom til Grindavíkur setti Rauði krossinn sig strax í samband við
Guðrún Ámundadóttir, Birna Elínardóttir, Rósa Jónsdóttir og Azra Sehic.
„Þetta fólk er ofboðslega þakklátt fyrir móttökurnar,“ segir azra Sehic sem vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar en starfar í dag fyrir Rauða krossinn.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Fjölbreyttar uppákomur
Tanja Marín er nítján ára nýstúdent úr FS. Tanja hefur mikinn áhuga á allskyns listum og útiveru og ætlar hún að eyða sumrinu mikið úti þar sem hún er einnig að fara að vinna sem flokkstjóri hjá Reykjanesbæ í allt sumar.
Aldur og búseta?
Áhugamál þín? Útivera, hreyfing, dans, ferðast og að vera með fólkinu mínu.
Merlys Nunez hélt á hljóðnemanum, báðar koma þær frá Venesúela.
Grindvíkingana, auglýsti eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða fólkið og var frábært hvernig svörunin var. Þessar flottu konur sem eru hér með okkur í dag hafa verið frábærar og stutt mjög vel við bakið á flóttafólkinu og hugmyndin að þessari matarveislu í dag kemur í raun frá flóttafólkinu. Þið trúið ekki hversu þakklát þau eru fyrir móttökurnar, þau vildu einfaldlega gera eitthvað til að þakka fyrir sig og hér erum við í dag. Ég er sannfærð um að það verði meira um svona skemmtilegar uppákomur, þetta fólk vill gefa af sér. Það er svo athyglisvert í mínum huga þegar kemur að umræðu um flóttafólkið, en sumir eru smeykir fyrirfram vegna vanþekkingar, að þetta fólk vill ekkert frekar en auðga líf þeirra sem eru fæddir og uppaldir í viðkomandi landi. Auðvitað vilja þau halda í sínar hefðir, það er bara eðlilegt, en hinn hefðbundni Íslendingur á að líta á þetta sem tækifæri því þetta fólk vill ekkert meira en auðga líf Íslendingsins. Ég tel þennan dag í dag sanna svo ekki verður um villst að það er raunin. Hér höfum við fengið að smakka mat frá hinum ýmsum stöðum í heiminum og fengið að njóta erlendrar tónlistar. Ég held að allir séu mjög glaðir með hvernig til tókst,“ sagði Azra.
Dagný Rut Ólafsdóttir hefur búið í Grindavík að undanförnu og var ein þeirra sem svaraði kalli Rauða krossins. „Ætli það hafi ekki verið í febrúar sem ég kom að starfi Rauða krossins hér í Grindavík og hefur þetta verið mjög gefandi. Við höfum staðið fyrir ýmsum uppákomum, farið með hópinn í fjallgöngur svo dæmi sé tekið og yfir höfuð hefur þetta verið mjög skemmtilegt. Þetta fólk er svo þakklátt, spurði hvernig þau gætu þakkað fyrir þær frábæru móttökur sem það hefur fengið hér og fljótlega þróaðist hugmyndin í að þau myndu bjóða okkur í mat. Fyrst var þetta spurning hvort þau myndu elda einn rétt eða við myndum bjóða þeim í einhvern íslenskan þjóðarrétt en svo vatt þetta bara upp á sig. Okkur fannst þetta frábær hugmynd, þurftum auðvitað fjármagn til að kaupa hráefnið og Azra reddaði því úr Reykjavík, bæði Rauði krossinn og svo ónafngreindur aðili sem styrkti verkefnið. Við höfum fundið fyrir mikilli velvild, við héldum t.d. bingó fyrir hópinn í Festi og fyrirtækin gáfu vinninga í það. Allir sem eru hér í dag að njóta matar, drykkjar, tónlistar og annarar erlendrar menningar eru alveg í skýjunum og spyrja hvenær þetta verði gert aftur. Það verður spennandi að sjá hvað við gerum næst,“ sagði Dagný.
19 ára og nýflutt í Garðinn en maður mun alltaf vera Keflvíkingur inn við beinið.
Starf eða nemi?
Nýstúdent úr FS, svo er ég að fara að vinna í grunnskóla næsta haust.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Mjög skemmtilegt bara, það var geggjað að byrja sumarið á því að útskrifast þó það sé erfitt að kveðja FS, mjög mikil stemmning í kringum það allt saman.
Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég verð í flokkstjóranum í sumar og hef haft mjög góða reynslu af því undanfarin sumur, mikil útivera sem mér finnst vera einn helsti kostur starfsins.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna, æfa, vera með vinunum og fjölskyldunni svo finnst mér mikilvægt að fara í eins mörg „roadtrip“ og ég get!
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég ætla að reyna að ferðast eins mikið og ég get innanlands og svo fer ég til Portúgals að keppa á Dance World Cup með liðinu mínu í júlí.
Eftirlætisstaður á Íslandi?
LUX var æði ... annars elska ég Akureyri.
Hvað einkennir íslenskt sumar? Brillur, góð tónlist og roadtrip eða útilega.
Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Finnst gaman að fara á nýja útiverustaði, ég elska til dæmis að labba að Glym.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Það er ekkert annað í stöðunni en að skella sér á Þjóðhátíð eftir að ég fór í fyrsta skiptið í fyrra.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Fanta Lemon! Helst með sykri eins og maður fær á Tene. Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Gugguvaktin með PATR!K, stemmari!
Hvað er það besta við íslenskt sumar? Ég elska gott „roadtrip“ og elta veðrið þó það sé smá erfitt þar sem góða veðrið er yfirleitt vel langt frá Kef.
En versta?
Veðurspáin í ár.
Uppáhaldsgrillmatur?
Nautalundin er alltaf klassík en mér finnst mikilvægt að hafa kalda hvítlaukssósu með, gæti drukkið hana með röri.
Sumardrykkurinn í ár?
Ég drekk mikið af grænum Toppi og Kristal allan ársins hring en Fanta Lemon kemur manni í sumargírinn!
Magdy Hernández spilaði á fiðlu ogSigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
n Útgerðarfélagið fagnar 70 ára afmæli á árinu.
Útgerðarfélagið Þorbjörn í Grindavík, fagnar 70 ára afmæli á þessu ári og að því tilefni var afhjúpað listaverk sem á rætur sínar að rekja til Spánar. Einn af kaupendum á saltfiski frá Þorbirni, Giraldo er með svona listaverk og hafði lengi blundað í Þorbjarnarfólki að fá eins listaverk til Íslands og mátti ekki miklu muna að ekki tækist að frumsýna verkið á sjómannahelginni, verkið kom ekki til Íslands fyrr en á fimmtudeginum.
Til heiðurs starfsfólkinu
Gunnar Tómasson, fór yfir sögu Þorbjarnar og hvernig kom til að þetta verk hefði orðið fyrir valinu. „Þorbjörn hf. var stofnað árið 1953 af Sigurði Magnússyni, Kristni Ólafssyni, Sæmundi Þórðarsyni og föður mínum, Tómasi Þorvaldssyni. Fyrirtækið hefur ávallt verið farsælt og þessi hugmynd, að reisa þetta listaverk hér við höfuðstöðvar okkar, hefur blundað í okkur í
u.þ.b. tuttugu ár. Það er spænskur listamaður að nafni Eskerri sem gerir verkið en einn af okkar tryggustu
viðskiptavinum í gegnum tíðina, Giraldo, fékk fyrsta verkið og við höfum alltaf verið hrifnir af því. Við ákváðum svo í tilefni af þessu 70 ára afmæli, að drífa í að fá verkið til landsins og erum stoltir af því að frumsýna það hér,“ sagði Gunnar.
Úr bátaútgerð í frystitogara
Gunnar skautaði aðeins yfir hvað ber hæst í sögu Þorbjarnar. „Hvað mig snertir þá eru helstu tímamótin þegar við færum okkur úr bátaútgerð yfir í frystitogarana árið í kringum 1990. Það er ákveðinn vendipunktur í okkar sögu og stuttu síðar sameinuðumst við öðrum fyrirtækjum og stækkuðum þar með. Þegar ég horfi tíu ár fram í tímann þá mun Þorbjörn vonandi verða orðið ennþá stærra og öflugra fyrirtæki. Við höfum alltaf verið farsæl, ekki síst vegna þeirra frábæru starfsmanna sem við höfum, hvort sem er í landi eða á sjó. Við eigum okkar starfsfólki mikið að þakka,“ sagði Gunnar að lokum.
Þessa ræðu flutti Gunnar við afhjúpun listaverksins:
„Á þessu ári eru 70 ár síðan fyrirtækið Þorbjörn hf. var stofnað.
Við fögnum því með því að reisa þessa listaverk sem við nefnum SALTARANN. Listaverkið er til að heiðra starfsfólkið okkar fyrr og síðar sem hefur lagt okkur lið með því að veiða og gera verðmæti úr fengnum afla. Það hefur oft verið erfitt en þrautseigja og samstaða allra hefur áorkað því að í dag höfum við starfað í 70 ár. Styttan er tákn afls og áræðis. Hún er líka til að heiðra viðskiptavini okkar hér heima og erlendis, en þeir hafa verið bakbeinið í starfi félagsins. Fyrirtækið Giraldo í Baskalandi Spánar hefur verið viðskiptavinur Þorbjarnar í áratugi og hefur sent okkur þessi skilaboð og eru rituð á fótstall styttunnar. Olas Hielo, Sal Sangre entre el Sudor y a final un Tesoro sem gæti þýtt á íslensku:
Öldur - Ís - Salt
Blóð í svitanum
Og að lokum fjársjóður
Líka þetta orðatiltæki á Basknesku
Gure odol gazituaren gogoan
Gæti þýtt: Í huga okkar salta blóðs
Fimm sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn í Grindavík fyrir störf sín í gegnum tíðina. Það var Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, sem sá um að hengja orðuna á heiðruðu sjómennina eftir að Vilhjálmur
Árnason, þingmaður, hafði farið stuttlega yfir starfsferil þeirra. Gísli Þorláksso n fékk heiðursorðu fyrir störf sín sem stýrimaður og skipstjóri en hann hóf sjómannsferil sinn á sautjánda aldursári. Hann útskrifaðist með skipstjórnarpróf árið 1980 og lauk
störfum sínum á sjó árið 2008. Gísli starfaði 40 ár á sjó. Eiginkona Gísla er Kristín Þórey Eyþórsdóttir og börn þeirra eru þau Þuríður Gísladóttir og Þorlákur Gíslason. Barnabörn þeirra eru þrjú.
Böðvar Ingvar Halldórsson fékk heiðursorðu fyrir störf sín sem vélstjóri en hann útskrifaðist frá Vélskóla Íslands með vélstjórnarréttindi árið 1970. Hann hóf sjómannsferil sinn á sautjánda aldursári og var á sjó fram til aldamóta 2000. Böðvar starfaði 35 ár á sjó. Eiginkona Böðvars er Halla Emilía Jónsdóttir og dætur þeirra
þær Magnea Ósk, Rannveig Jónína og Ásta Halldóra. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin orðin þrjú.
Halldór Einarsson fékk heiðursorðu fyrir störf sín sem háseti en hann hóf sjómannsferil sinn sextán ára gamall og var á sjó með hléum fram til ársins 1996 þegar við tók netagerð í landi. Jöfnum höndum vann Halldór við veiðafæragerð í Fiskanesi hf. en fór yfir til Veiðafæraþjónustunnar þegar Fiskanes hf. og Þorbjörn hf. sameinuðust. Eiginkona Halldórs er Sigurlaug Sigurðardóttir og eiga þau
tvö börn, þau Sólveigu og Sigurð, barnabörnin eru orðin þrjú.
Gísli V. Jónsson fékk heiðursorðu fyrir störf sín sem skipstjóri en hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum árið 1971, auk réttinda til að stjórna fiskiskipi af hvaða stærð sem er, svokallað meira fiskimannapróf. Gísli hóf sjómannsferil sinn á sextánda aldursári og starfaði í 55 ár á sjó og var skipstjóri í 48 ár. Eiginkona Gísla í 45 ár var Herdís Hermannsdóttir en hún lést í apríl 2021. Þau eiga þrjú börn, Ingigerði, Hermann og Axel Már. Barnabörnin eru sex.
Guðmundur Sverrir Ólafsson fékk heiðursorðu fyrir störf sín sem skipstjóri en hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum með aukin réttindi eða svokallað fiskimannapróf vorið 1973. Guðmundur hóf störf sín á sjó aðeins fjórtán ára og starfaði í 28 ár á sjó. Eiginkona Guðmundar er Guðmunda Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn, Ólaf Má, Sigurð Sverri og Rannveigu Jónínu. Barnabörn þeirra eru níu og eitt þeirra látið.
Systkinin Stefán, Gerður Sigríður og Gunnar Tómasarbörn.„Ég vona að þetta verði að ákveðnu trendi, að fleiri gallharðir stuðningsmenn Grindavíkurliðsins fylgi á eftir,“ segir Thorberg Einarsson, sjómaður, en hann lét gamlan draum rætast og setti mynd af sér á auglýsingaskilti við Grindavíkurvöll – og styrkti knattspyrnudeild uMFG í leiðinni. Tobbi er mikill húmoristi og bauð Mikael Tamar Elíassyni, bátsfélaga sínum, að vera með sér á skiltinu.
Tobbi eins og hann er jafnan kallaður, já eða Tobbi rokklingur, er fæddur og uppalinn í Grindavík.
„Ég er fæddur árið 1980, ólst upp í Grindavík og bjó þar upp að tvítugsaldri, flutti þá í Reykjavík en kynntist svo konunni minni sem er frá Vopnafirði og flutti með henni þangað árið 2003. Við höfum komið fjórum börnum á legg og unum okkur vel fyrir norðan. Ég er sjómaður, var að róa hjá Einhamri í Grindavík frá 2004 til 2010, réri svo hjá manni
heima á Vopnafirði til ársins 2020 en sneri þá aftur til Stebba og Söndru hjá Einhamri, er á Vésteini GK 088 og er mjög sáttur þar. Þar sem ég sneri aftur til Grindavíkur fór ég aftur að fylgjast betur með íþróttunum en sem gutti var ég aldrei líklegur að ná frama í íþróttum. Hef samt alltaf fylgst með, mæti á völlinn hjá Einherja þegar ég er heima á Vopnafirði og að sjálfsögðu ef ég er í landi og við í Grindavík, þá fer ég í gulu treyjuna mína.“
Ekkert erindi inn á völlinn, betur geymdur á skilti við völlinn
Tobbi lét gamlan draum rætast. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir ansi mörgum árum síðan, að setja mynd á mér á skilti við völlinn og styðja fjárhagslega við félagið mitt í leiðinni. Mér finnst þetta fyndið og hafði verið að velta þessu fyrir mér í dágóðan tíma. Ég þekki núverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Hauk Einarsson, en
Þetta tímabil stóð yfir í þrjú ár, við gáfum út þrjár plötur, tvær þeirra náðu platínusölu sem var auðvitað frábær árangur. Lögin voru öll meira og minna í syrpum, ég söng lög eins og Danska lagið, Rabbabara Rúna en minn helsti smellur var líklega Jybbí jei, ég er ekki frá því athygli frá stelpunum hafi náð hámarki þá ...
hann var líka að róa hjá Einhamri. Haukur var búinn að vera í stjórn lengi og við grínuðumst oft með þetta, svo ákvað ég bara að láta verða að þessu og sagði Hauki að það væri komið að þessu! Fyndið að ég fékk formann hinnar stóru deildar UMFG, körfuknattleiksdeildarinnar, hann Ingiberg æskuvin minn en hann er frábær ljósmyndari, til að stilla þessu upp og taka myndina. Ingibergur kom með körfuboltabúning en á svipuðum tíma bauð ég bátsfélaga mínum, Mikael Tamar Elíassyni, að vera með á myndinni. Tamar var ekki lengi að samþykkja það og skín húmor hans vel í gegn á orðunum sem eru á spjaldinu. Tamar fékk fótboltabúning, ég fór í körfuboltabúninginn en hugmynd mín er að skiltið fari svo inn í íþróttahúsið í vetur,“ sagði Tobbi.
Tobbi gerði garðinn frægan, ásamt fleiri barnastjörnum, á árunum 1989 til 1991. „Þetta var fyndið, ég var níu ára gamall þegar mamma og pabbi fóru með Sigurrós systur í prufu í Djassballetskóla Báru. Ég var bara að kubba með öðrum
börnum á meðan ég beið en pabbi heitinn, skráði mig líka. Allt í einu var nafnið mitt kallað upp, ég vissi ekkert og boraði bara í nefið á mér. Ég söng ekki einu sinni í prufunni, sagði bara brandara og þegar við komum heim um kvöldið var hringt og tilkynnt að ég væri kominn áfram í frekari prufur. Ég komst síðan alla leið í lokahópinn og lýg því ekki, þegar upptökur fóru fram, myndatökur og hitt og þetta í kringum útgáfu svona plötu, vissi ég ekki neitt hvað væri í gangi, hafði ekki hugmynd! Fyrsta plata Rokklinganna kom út fyrir jólin, sló algjörlega í gegn og ég neita því ekki, það var skrýtið að mæta í skólann eftir jólafríið en svo upphófst ótrúlegur tími sem var sveipaður sannkölluðum rokkstjörnublæ! Við vorum flestar helgar að túra um landið, mamma og pabbi þurftu að skipta um símanúmer því áreitið var orðið svo mikið. Þetta tímabil stóð yfir í þrjú ár, við gáfum út þrjár plötur, tvær þeirra náðu platínusölu sem var auðvitað frábær árangur. Lögin voru öll meira og minna í syrpum, ég söng lög eins og Danska lagið, Rabbabara Rúna en minn helsti smellur var líklega Jybbí jei, ég er ekki frá því athygli frá stelpunum hafi náð hámarki þá,“ sagði Tobbi að lokum.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Magnús Guðmundsson og draumfarir sjómanna
Stærsti hraðhleðslugarður landsins á Aðaltorgi
Burtfarartónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Barnavöruleiga fyrir ferðafólk
Landhelgisgæslan í Njarðvíkurhöfn
Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar
Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Á FIMMTUDAGINN
Þökkum eftirtöldum bakhjörlum fyrir stuðninginn við Suðurnesjamagasín
Varnarliðsmenn hófu golfiðkun í Sandgerði fyrstir manna fyrir um það bil hálfri öld og eru því nokkurs konar frumherjar íþróttarinnar þar. „Þeir útbjuggu einhverjar þrjár holur á túnunum og léku sér á velli sem þeir nefndu Shangri la,“ segir lárus Óskarsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Sandgerðis. kirkjubólsvöllur er einn vinsælasti golfvöllurinn hjá íslensku kylfingum yfir veturinn en hann er opinn allan ársins hring inn á sumarflatir.
Þetta hentar auðvitað þeim sem vilja spila golf yfir veturinn þegar aðrir vellir loka. Umferðin á vellinum er venjulega mikil um helgar á sumrin, virku dagarnir þola mun meira álag ...
Golfarinn Lárus
Við höfum alltaf boðið upp á sumarflatir allan ársins hring, við erum það nálægt sjónum og þar er fjörusandurinn, hann drenar svo vel og er lykillinn af því að völlurinn er spilhæfur allt árið ...
Lárus er gamall sjóari en hefur lagt sjóstakknum og unnið fyrir Golfklúbb Sandgerðis síðan 2019. „Golfklúbbur Sandgerðis var stofnaður árið 1986 en eitthvað var verið að spila golf fyrir þann tíma. Sagan segir að varnarliðsmenn hafi verið að leika sér og kölluðu þá völlinn „Sandgrila“. Völlurinn var fyrst byggður sem sex holu völlur, stækkaði fljótt upp í níu en var svo stækkaður í fullar átján holur
árið 2007. Að halda golfvelli við er eilíf vinna, það hafa orðið einhverjar breytingar með árunum, teigum skipt út o.s.frv. Við höfum
alltaf boðið upp á sumarflatir allan ársins hring, við erum það nálægt sjónum og þar er fjörusandurinn, hann drenar svo vel og er lykillinn af því að völlurinn er spilhæfur allt árið. Að sjálfsögðu er ekki spilað þegar snjóar og t.d. var síðasti vetur ansi erfiður en eins og við vitum þá hafa síðustu vetur ekki verið snjóþungir og því hefur oft verið ansi mikil umferð hjá okkur á meðan aðrir klúbbar og golfvellir liggja í dvala.“
Fjölgar í klúbbnum
Lalli segir að það séu ekki bara Sandgerðingar í klúbbnum. „Það hefur verið að fjölga hjá okkur og þetta eru langt í frá bara Sandgerðingar sem eru meðlimir, við erum með mjög marga úr Reykjavík. Flestir eru með með fulla aðild að okkar klúbbi en sumir með fjaraðild, þ.e. viðkomandi er í öðrum klúbbi. Þetta hentar auðvitað þeim sem vilja spila golf yfir veturinn þegar aðrir vellir loka. Umferðin á vellinum er venjulega mikil um helgar á sumrin, virku dagarnir þola mun meira álag. Eðlilega er fólk að vinna þá en það er alltaf að aukast að fólk sem komið er á ellilaun, renni til okkar og spili völlinn.“
Lárus segir að það verði fjölda móta á Kirkjubólsvelli í sumar og starfið sé fjölbreytt.
„Við verðum með sjö stigamót í sumar, það fyrsta var þriðjudaginn 9. maí en fimm bestu telja til stigameistara. Við verðum með hin og þessi mót í sumar, m.a. sveita -
keppni 50 ára og eldri og fáum sömuleiðis að halda Íslandsmót í höggleik, 50 ára og eldri. Meistaramótið okkar er venjulega í byrjun júlí, ég vona nú að við fáum fleiri keppendur í ár, hingað til hafa þetta bara verið um 40 til 50 keppendur, við getum auðveldlega tekið við fleirum. Ég heyri utan af mér hversu mikil stemmning er hjá mörgum klúbbum í kringum meistaramótin, þetta er nánast eins og jólin hjá sumum golfurum,“ segir Lárus.
Lárus hefur gaman af golfi en segist ekki vera góður. „Iss, gleymdu því að ég fari að segja þér frá mínum golfhæfileikum! Ég hef rosalega gaman af golfi en get ekki neitt, þannig er það bara, er með 30,7 í forgjöf. Ég reyni að spila eins mikið og ég get, það fer mikill tími í að reka klúbbinn en ég mæti í flest eða öll stigamótin t.d. Golfið er fyrir alla, maður getur keppt við alla vegna forgjafarinnar og þess vegna finnst mér þetta svo skemmtileg íþrótt. Ég reyni að fara til Kanarí á hverju ári, spila þar en úr því sem komið er þá er ég nú held ég ekki að fara skrá mig á Evróputúr eldri kylfinga,“ sagði Lárus að lokum.
Viðtalið birtist fyrst á www.kylfingur.is en þar er hægt að finna fjölbreytta umfjöllun um golf. GOLF Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.isKantmaðurinn Sindri Þór Guðmundsson er á sínu sjöunda tímabili með meistaraflokki Keflavíkur en hann var nítján ára þegar hann lék fyrst með meistaraflokki. Sindri er uppalinn í Garðinum og byrjaði að spila með Víði en skipti yfir í Keflavík þegar hann var á seinna ári í fjórða flokki. Víkurfréttir slógu á þráðinn til Sindra eftir jafnteflisleik gegn Stjörnunni í síðustu umferð Bestu deildar karla og við ræddum fótbolta.
Sindri sagði að sér liði eins og Keflvíkingar hefðu tapað stigum í leiknum en Stjarnan jafnaði skömmu fyrir leikslok og svo virðist sem aðstoðardómara leiksins hafi orðið á í messunni skömmu áður þegar mark var dæmt af Keflavík fyrir rangstöðu. „Mér finnst ekki eins og við höfum náð einu stigi út úr leiknum heldur tapað tveimur. Tímabilið hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur en í síðustu fjórum leikjum höfum við gert þrjú jafntefli og tapað einum. Ég myndi segja að þetta sé á uppleið hjá okkur, við erum að fikra okkur áfram og vonandi fáum við menn inn úr meiðslum eftir landsleikjahlé.“
Staðan í deildunum:
Það er svolítið merkilegt að þið eruð að sækja stig á móti efstu liðunum en tapið svo þeim lakari. Þetta hefur ekki alveg verið að falla með ykkur.
„Nei, við vorum þokkalega óheppnir í fyrstu sjö umferðunum. Samkvæmt tölfræði eigum við að vera komnir með miklu fleiri mörk og þá fleiri stig. Við höfum bara ekki náð að troða boltanum inn þegar við höfum þurft þess.“
Markmiðið að halda Keflavík uppi
Hvernig heldurðu að tímabilið eigi eftir að þróast, ætlið þið ekki að halda ykkur uppi?
„Jú, það er markmiðið fyrir þetta tímabil – sérstaklega eins og staðan er núna. Safna stigum og halda okkur uppi.
Við ættum ekkert að setja markið neitt hærra en það, bara horfast í augu við raunveruleikann og vita að við erum að berjast um að vera uppi. Við erum með glænýtt lið en eigum alveg möguleika á því, sérstaklega ef við höldum áfram að spila varnarlega eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þá ættum við að geta stolið nokkrum sigrum og komið okkur ofar á töflunni,“ segir Sindri en núna situr Keflavík í neðsta sæti Bestu deildar karla með sjö stig. Það er hins vegar stutt úr fallsæti því liðin í áttunda til tíunda sæti hafa einungir fjórum stigum meira en Keflavík.
Vörnin hefur verið að taka miklum framförum og ég hreifst mjög af frammistöðu Axels Inga [Jóhannessonar] í leiknum gegn Stjörnunni.
„Já, hann er mjög góður og mér finnst fínt að vera á kantinum með
hann fyrir aftan mig. Við getum bæði farið í sókn og vörn og það hjálpar mikið að fá þennan „aukamann“ með í sóknina. Annars er maður bara svolítið einn – og í leikkerfinu sem við spiluðum á móti Stjörnunni þá mega bakverðirnir fara upp – eiga bara að vera hátt uppi. Það er meira vesen fyrir þeirra kantmenn því við erum þá með þrjá í vörninni.
Þetta fimm manna varnarkerfi hentar okkur mjög vel, við erum að ná að loka vel á sóknir andstæðinganna og svo erum við góðir að sprengja upp en það vantar smá að vera komnir á rétta staði til að klára færin og skora.“
Sumarið er fjölskyldutími
Sindri er umsjónarkennari fjórða bekkjar í Stapaskóla en hann er í kennaranáminu. „Ég var að klára fyrsta árið mitt í kennslu og fyrsta árið í náminu. Það er nóg að gera fyrir utan fótboltann,“ sagði Sindri sem er í sambúð og með tvö ung börn.
Þannig að það er kennarinn sem heillar.
„Já, það hentar mér ágætlega vinnulega séð – fríið er heldur ekki slæmt. Maður ver svo tímanum með fjölskyldunni, svona fjölskyldutími yfir sumarið,“ sagði hann að lokum.
Keflvíkingar þurfa að fara að vinna leiki í Bestu deild karla eins og fyrirliði þeirra, Magnús Þór Magnússon, sagði svekktur í viðtali við Víkurfréttir eftir jafnteflisleik við Stjörnuna á sunnudag. Keflavík varðist mjög vel í leiknum og sótti hratt þegar færi gafst. Magnús kom Keflavík yfir í seinni hálfleik en það dugði ekki til því Stjarnan jafnaði skömmu fyrir leikslok. Keflavík situr nú á botni deildarinnar með sjö stig.
Í Bestu deild kvenna er staða
Keflavíkur talsvert betri. Keflvíkingar gerðu góða ferð í Laugardalinn á mánudag og uppskar 2:1 sigur á Þrótti með mörkum Linli Tu og Sandra Voitani. Keflavík hefur ellefu stig og situr í sjöunda sæti, jafnt Stjörnunni sem er í því sjötta á betra markahlutfalli. Grindvíkingar eru í þriðja sæti Lengjudeildar karla eftir að hafa gert klaufalegt jafntefli við Leikni Reykjavík um helgina. Marko Vardic og Edi Horvat komu Grindavík í 2:0 en Leiknismenn minnkuðu muninn og jöfnuðu svo undir lok leiks. Grindavík tekur á móti Fjölni á fimmtudag en Fjölnismenn eru sæti fyrir ofan Grindavík.
Njarðvík, sem leikur einnig í Lengjudeild, gerði jafntefli við Selfoss í síðustu umferð. Selfoss komst yfir í fyrri hálfleik en Luqman Hakim Shamsudin jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok. Njarðvíkingar eru sem stendur í níunda sæti með sex stig.
Grindavík er líka í ágætis málum í Lengjudeild kvenna en þær unnu sætan sigur á Gróttu á útivelli í síðustu viku. Það var Arianna Lynn Veland sem skoraði eina mark leiksins og Grindavík situr í sjötta sæti. Grindavík er um það bil að hefja leik heima gegn toppliði HK þegar blaðið er farið í prentun en leiknum verða gerð skil á vef Víkurfrétta, vf.is.
Þróttur missti toppsætið í 2. deild karla eftir að hafa gert 2:2 jafntefli við Dalvík/Reyni á laugardag. Adam Árni Róbertsson og Anton Freyr Hauks Guðlaugsson skoruðu mörk Þróttar eftir að hafa lent undir á 36. mínútu. Adam Ægir fékk dauðafæri í seinni hálfleik en brást bogalistinn og setti boltann yfir markið. Gestirnir refsuðu Þrótturum og jöfnuðu í uppbótartíma. Þróttur er í öðru sæti, einu stigi á eftir toppliði KFG.
Í þriðju deild karla eru Reynismenn á toppnum eftir að hafa unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum. Þeir lögðu Hvíta riddarann á sunnudag 4:1 með mörkum frá Julio Cesar Fernandes, Kristófer Páli Viðarssyni, Sigurði Orra Ingimarssyni og Sigurbergi Elíssyni.
Víðismönnum hefur hins vegar fatast flugið eftir góða byrjun en þeir hafa ekki unnið í þremur síðustu viðureignum og töpuðu fyrir Augnabliki á mánudag með einu marki gegn engu. Víðir er nú í fjórða sæti með þrettán stig en það munar aðeins tveimur stigum á fimm efstu sætunum í 3. deildinni. Tvö Suðurnesjalið leika í A-riðli 5. deildar. Þar er RB í efsta sætinu með þrettán stig en Hafnir eru í þriðja sæti með níu. RB vann Reyni H á Ólafsvík 4:2 með mörkum frá Mateusz Supryn, Slawomir Jaworski, Alexis Alexandrenne og Calvin Agustin Castagnino Couceiro. Hafnarmenn voru í öðru sæti en töpuðu fyrir Úlfunum 4:3 og höfðu við þá sætaskipti. Eftir að hafa lent 3:0 undir skoruðu þeir Bergsveinn Andri Halldórsson, Þorgils Gauti Halldórsson (víti) og Kristófer Orri Magnússon fyrir Hafnir og jöfnuðu leikinn. Úlfarnir tryggðu sér svo sigur með marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Axel Ingi hefur verið sterkur í vörninni en hann er skotfljótur fram þegar tækifæri gefast. Magnús að skora og koma Keflavík yfir gegn Stjörnunni eftir frábæran undirbúning Sindra Snæs Magnússonar. Linli Tu skoraði fyrra mark Keflavíkur gegn Þrótti. Aron Dagur Birnuson hefur fengið fimm mörk á sig eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum umferðunum. Arianna Lynn Veland skoraði úrslitamarkið.„Þetta er umbylting á því sem áður var á Básnum, sem var rótgróin stöð og það er örugglega smá eftirsjá hjá fólki. Hér erum við að byrja nýja tíma og horfum spennt til framtíðar með samblandi af veitingaþjónustu og verslun,“ segir Árni Ármannsson, verslunarstjóri hjá Olís á Fitjum. Olís opnaði í síðustu viku stóra og glæsilega þjónustustöð við Fitjabakka 2–4 en á stöðinni er meðal annars að finna Grill 66 og Lemon mini. Opnunartíminn er langur en opið er alla daga vikunnar frá kl. 7 að morgni til kl. 23 að kvöldi.
Nýja þjónustustöð Olís á Fitjum er rúmgóð og björt. Afgreiðslusvæðið er stórt þar sem m.a. er hægt að panta mat af grillinu hjá Grill 66 eða vinsælustu djúsana og samlokurnar af matseðli Lemon mini. Þá er nóg pláss til að setjast niður og njóta matar. Þá er ísvél væntanleg þar sem hægt verður að fá ís með dýfu eða góðan shake.
Það er ekkert ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að Grill 66, því staðurinn í Njarðvík er sá næst stærsti á landinu. Aðeins Norðlingaholtið er stærra. Árni sagði mikinn metnað lagðan í eldhúsið, sem sé rúmgott og vel tækjum búið. Þá sé matseðillinn „fullorðins“ eins og á öllum hinum stóru Grill 66 stöðunum. Þar eru t.d. á boðstólum árstíðabundnir hamborgarar. Nú er það sumarborgarinn 2023 „Countryside“.
„Þá held ég að Lemon sé kærkomin viðbót í flóruna hér fyrir sunnan. Þetta fer vel af stað og vel tekið í þetta af viðskiptavinum,“ segir Árni.
Nýja stöðin við Fitjabakka er stór vinnustaður sem í dag er að veita hátt í tuttugu manns vinnu á tvískiptum vöktum. Dagurinn byrjar snemma. Staðurinn opnar kl. 7 og þá er búið að baka og verið að smyrja rúnstykki. Einnig eru kleinuhringir, kleinur og margs-
konar bakkelsi. Kveikt er á grillinu strax við opnun þannig að fólk getur fengið sér egg og beikon fyrir klukkan átta á morgnana ef stemmning er fyrir því. Lokað er kl. 23 á kvöldin en Lemon Mini lokar kl. 21 og Grill 66 kl. 22. Árni segir að starfsfólkið sé að prófa sig áfram með þetta allt en þegar
opnunartíminn er langur fer líka mikill tími í þrif og frágang. Það sé kappkostað að hafa staðinn snyrtilegan og heimilislegan. Að opna staðinn svona snemma að morgnu er m.a. hugsað fyrir iðnaðarmenn til að grípa eitthvað í gogginn fyrir vinnudaginn. „Við erum fínn staður á milli bæjarhluta í Reykjanesbæ og fínt að renna hérna við,“ segir Árni. Mikil uppbygging er framundan í næsta nágrenni við nýju þjónustu-
stöðina. Þar á að fara að byggja nýja verslun BYKO í Reykjanesbæ og einnig líkamsræktarstöð World Class. Framundan er einnig mikil uppbygging við Njarðvíkurhöfn í skipaþjónustklasa sem Árni horfir spenntur til. „Þetta er spennandi svæði að vera á,“ segir hann. Í þessari viku er verið að auglýsa formlega opnun stöðvarinnar en síðustu vikuna hefur verið það sem menn kalla „mjúka“ opnun þar sem starfsfólkið hefur verið að þjálfa sig fyrir það sem koma skal. Opnunin varð samt ekki mýkri en það að strax í hádeginu á degi tvö var veitingastaðurinn þétt setinn og mikið álag á grillinu. Allt tókst þetta samt vel að sögn Árna og álagið góður skóli fyrir starfsfólkið. Opnunarhátíð stöðvarinnar verður svo haldin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þá verður í boði ís frá Kjörís meðan birgðir endast og opnunartilboð verða bæði á réttum Grill 66 og Lemon mini
n Þörf fyrir eldsneytisbirgðir og aðstöðu fyrir flota Atlantshafsbandalagsins vegna leitar og björgunar á Norður-Atlantshafi
Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir formlegu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn með það að markmiði að hefja undirbúning og formlegt samstarf um áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík. Áætlað er að reisa allt að 390 metra langan viðlegukant í Helguvík fyrir herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO. Þá er gert ráð fyrir 25.000 rúmmetra eldsneytisbirgðageymslu. Um er að ræða um fimm milljarða króna framkvæmd í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar. Verkefnið byggir m.a. á þörf fyrir eldsneytisbirgðir á Norður-Atlantshafi.
Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur vel í erindið og hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, og Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að vinna áfram í málinu.
„Við eigum teikningar af hafnarsvæðinu í Helguvík sem sýnir hvernig við sjáum það fyrir okkur eftir einhver ár og hvernig hugmyndir hafa verið að uppbyggingu.
Á suðurbakkanum í Helguvík er svæðið upp á tæpa 450 metra þar sem mögulegt er að byggja upp viðlegukant og það hefur verið inni á teikningum hjá okkur í nokkur
ár. Til þess að skapa aðstæður, ef til þarf á óvissutímum, þá sé vilji hjá
Atlantshafsbandalaginu til þess að að fjármagna uppbyggingu á kanti svo hann sé orðinn klár og hægt sé að nota hann til að þjónusta skip bandalagsins og vinaþjóða, þá sé möguleiki á að taka þau þarna inn,“ segir Halldór Karl í samtali við Víkurfréttir.
Er svona viðlegukantur fyrir NATO er ekkert að trufla aðra uppbyggingu í Helguvík? „Nei, og hugmyndirnar sem verið hafa uppi og ég held að við komum til að vinna með er að nýtingin á þessum viðlegukanti verði fyrst og fremst borgaraleg, til þjónustu á skipum sem þurfa á þjónustu að
halda í Helguvík, algjörlega óháð því hvort það sé herskip eða ekki. Ef að til kemur hættuástand þá horfa menn til þess að aðstaða sé til staðar. Þá er horft til þess að með hafnargarðinum í Helguvík verði hægt að þjónusta skip í tengslum
Fyrirhugaður 390 metra viðlegukantur.
Dollaralykt í Helguvík og grilllykt á Fitjum.
Stækka gagnaver Verne Global fyrir hátt í 70 milljarða króna
Verne Global áformar að fjárfesta fyrir hátt í 70 milljarða króna í gagnaveri sínu á Ásbrú í Reykjanesbæ á fimm ára tímabili. Fyrirtækið hyggst ráðast í umfangsmikla uppbyggingu til að auka afkastagetu gagnaversins þannig að uppsett afl fari úr núverandi 40 megavöttum (MW) í yfir 96 MW. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.
Móðurfélag Verne Global upplýsti nýlega um að áætluð fjárfesting á Íslandi á árunum 2023–2027 hljóði upp á 391 milljón punda og að þar af myndi fjárfesting í ár nema um 95 milljónum punda.
við leit og björgun á norðurslóðum.“
Þessi kantur er þá ekki að trufla
áformin með Landhelgisgæsluna
í Njarðvík?
„Nei, þetta eru alveg óskyld mál.“
Það er undarlegt að vera Íslendingur í dag. Veðrið er ekki í stuði. Tíu gráðum er fagnað eins og hitabylgju. Golfvellirnir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu seinna en golfvellir norðanlands - og þeir eru í lélegra ásigkomulagi. Ferðaskrifstofur bjóða golfurum uppá sumartilboð á Tene. Hvaða rugl er það?
En þegar veðrið er vont og dimmt yfir þá skiptir miklu máli að halda haus og vera glaður. Fór með vinum mínum í golf í síðustu viku. Aðstæður bara eins og þær eru. Við vorum bara kátir. Að leik loknum hittum við fúlan á móti. Það þarf enginn á honum að halda þegar illa vorar. Við þurfum gleði í hjörtum. Höfum það í huga þegar við njótum 24 stunda dagsbirtunnar og forréttindanna að vera Íslendingar. Tala nú ekki um Keflvíkingar. Mætum á völlinn, styðjum okkar lið. Mætum á golfvöllinn. Förum holu höggi. Njótum lífsins. Grillum. Ekkert vegan-kjaftæði. Veiðum. Sleppum ekki.
Njótum, elskum náungann og munum að bros getur dimmu í dagsljós breytt.
Gleðilegt sumar!