Víkurfréttir 25. tbl. 40. árg.

Page 1

Kvennareið Mána vinsæl

Konur sem elska hesta!

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

8–9

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Lent með mjaldra í Keflavík

Mjaldrar, sem nefnast Litla grá og Litla hvít, komu með flugi Cargolux til Keflavíkurflugvallar á miðvikudaginn. Þær lentu hér eftir langt ferðalag frá dýragarðinum Shang Feng Ocean World í Shanghai í Kína. Frá Keflavíkurflugvelli voru þær fluttar landleiðina í Landeyjahöfn og þaðan með Herjólfi til Vestmannaeyja þar sem framtíðarheimili þeirra verður. Í Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á

afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir

búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Á myndunum með fréttinni má sjá flutningavélina, Boeing 747, bruna eftir flugbraut Keflavíkurflugvallar með útvörð Reykjaness, Eldey, í baksýn. Á innfelldu myndinni má sjá hvar Litla grá er tekin úr flugvélinni í sérsmíðuðum tanki. Fleiri myndir má sjá á vf.is. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Útlendingastofnun skoðar að leigja húsnæði fyrir allt að 250 manns á Ásbrú

Hugnast ekki hugmynd um fjölgun skjólstæðinga Útlendingastofnunar í Reykjanesbæ Útlendingastofnun er í viðræðum um húsnæði á Ásbrú sem væri þá viðbót við það sem fyrir er á svæðinu. Það þýðir að 170 manns gætu verið í þjónustu Útlendingastofnunar á Ásbrú með möguleika á fjölgun í allt að 250 manns. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Útlendingastofnun sem lagður var fyrir fund velferðarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Í umræddum tölvupósti er óskað eftir því að sveitarfélög auki þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en engin jákvæð svör hafi borist. Einnig hafi verið leitað að hentugu húsnæði á suðvesturhorninu. Í viðbrögðum velferðarráðs Reykjanesbæjar við póstinum segir: „Velferðarráð hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi málefni einstaklinga sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Skýr stefna sveitarfélagsins er sú að uppfylla þjónustusamning sem gerður hefur verið við Útlendingastofnun um að sinna þjónustu við fjölskyldur eða einstaklinga í viðkvæmri stöðu, allt að 70 manns og gera það vel. Í þeirri þjónustu hefur tekist nokkuð vel að

aðlaga einstaklinga að samfélaginu og veita stuðning í nærumhverfi á meðan einstaklingarnir bíða eftir úrlausn mála sinna. Á sama tíma hefur Útlendingastofnun skort húsnæði til að taka á móti fleiri einstaklingum og því þurft að leigja húsnæði m.a. í Reykjanesbæ þar sem Útlendingastofnun sér um daglegan rekstur þar sem dvalið geta allt að 100 manns í einu. Þeir einstaklingar tengjast þjónustu sveitarfélagsins ekki á nokkurn hátt. Velferðarráði hugnast ekki sú hug-

mynd Útlendingastofnunar að stækka þjónustuhóp þeirra í sveitarfélaginu enn frekar og hefur áður leitað til stofnunarinnar og mælt með aðkomu

fleiri sveitarfélaga. Mikilvægt er að kynna vel fyrir öðrum sveitarfélögum hver samfélagslegi ávinningur er af því að sinna þessari þjónustu. Full-

trúar Reykjanesbæjar eru tilbúnir að taka þátt í þeirri vinnu“.

Frábær júnítilboð 54%

Opnum snemma lokum seint

30%

275

2 fyrir 1

279

kr/askja

kr/pk

áður 598 kr

Bláber 125 gr askja

áður 399 kr

Fanta Lemon eða Fanta Shokata Zero 0,5 L

Freyju dýr 110 gr - 3 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.