Miðvikudagur 23. júní 2021 // 25. tbl. // 42. árg.
Eldur í æðum VF-MYND: JÓN STEINAR SÆMUNDSSON
E
ldgosið í Fagradalsfjalli hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði og jarðvísindamenn og eldfjallafræðingar sjá engin merki þess að gosið sé í rénun og gera ráð fyrir því að það geti staðið mánuðum og árum saman. Eldgosið ógnar núorðið mannvirkjum en talið er að á næstu dögum eða vikum renni hraun út úr Nátthaga sem síðustu daga hefur verið að fyllast af þunnfljótandi hrauni. Þaðan mun hraunið renna í átt að Suðurstrandarvegi á leið sinni
til sjávar. Miðað við hvernig landið liggur er talið næsta víst að Ísólfsskáli verði hrauninu að bráð. Myndina hér að ofan tók ljósmyndari okkar í Grindavík, Jón Steinar Sæmundsson. Í rafrænni útgáfu blaðsins og á vef Víkurfrétta má nálgast myndskeið sem hann tók í návígi við gíginn og hrauntaumana sem eru eins og eldur í æðum. Á vef Víkurfrétta má jafnframt sjá myndir sem teknar voru í Nátthaga um síðustu helgi en þá vantaði hraunið að hækka um tvo til þrjá metra til að byrja að renna út úr dalnum. Það gæti vel gerst í þessari viku.
FLJÓTLEGT OG GOTT! 28%
20% 499 kr/stk
áður 699 kr
Sóma samloka með roastbeef
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
20% 263 kr/stk
639
áður 329 kr
áður 799 kr
Hipp skvísa 2 tegundir
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
Oreo O´s morgunkorn 350 gr
A L L T FY RI R Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
GUNNUR@ALLT.IS 560-5503
UNNUR@ALLT.IS 560-5506
PALL@ALLT.IS 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, færði elsta íbúa sveitarfélagsins blómvönd á afmælisdaginn.
Jóhann velti Silju úr 2. sætinu sem ætlar ekki að þiggja 3. sætið Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ og framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú varð í 2. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem lauk í gær. Hann velti Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu úr 2. sætinu sem hún hefur skipað en flokkurinn var með tvö þingsæti í síðustu kosningum. Silja gaf það út eftir úrslitin að hún muni ekki þiggja 3. sætið. Þau sóttust bæði eftir 2. sætinu en Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra, gaf einn kost á sér í 1. sætið. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Reykjanesbæ varð í 4. sæti í prófkjörinu. Niðurstöður úr prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi: Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi975 atkvæði í 1. sæti Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ552 atkvæði í 1. - 2. sæti Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ589 atkvæði í 1. – 3. sæti Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ616 atkvæði í 1. – 4. sæti Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg773 atkvæði í 1. – 5. sæti 3121 voru á kjörskrá, 1165 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 37,5%. Þann 26. júní verður auka Kjördæmisþing á Marriott hótel í Keflavík þar sem allur listinn verður borinn til samþykktar.
Gjaldfrjálsar tíðavörur í Grunnskóla Grindavíkur Gjaldfrjálsar tíðavörur verða í boði í Grunnskóla Grindavíkur. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur þar sem sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti málið. Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt erindið og falið sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.
Forskóladeild fyrir fimm ára börn til skoðunar Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 18. maí síðastliðinn var lögð fram tillaga um að fræðslusviði Reykjanesbæjar yrði falið að kanna kosti, galla og kostnað við að bjóða upp á forskóladeild fyrir fimm ára börn í sveitarfélaginu og óskaði
bæjarráð í kjölfarið eftir því að fræðsluráð tæki málið til skoðunar. Fræðsluráð bæjarins hefur falið sviðsstjóra fræðslusviðs og leikskólafulltrúa að undirbúa kynningu um málið fyrir næsta fund fræðsluráðs.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
María er 100 ára og elst Suðurnesjamanna - búin að sjá gosið María Arnlaugsdóttir, elsti núlifandi íbúi Suðurnesja, fagnaði 100 ára afmæli 19. júní. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, færði henni blómvönd á afmælisdaginn og óskaði henni til hamingju með daginn. María starfaði lengi í Sparisjóðnum í Keflavík og muna margir eftir henni þaðan. Hún hætti fyrir 27 árum og var spurð þegar hún hætti hvort hún ætlaði að hætta svona ung! María er búin að fara og sjá eldgosið og fannst mikið til þess koma. Þá fékk hún fyrst Suðurnesjamanna sprautu vegna Covid-19 í byrjun janúar.
Þau skipa ungmennaráð í Suðurnesjabæ Tillaga um fulltrúa í ungmennaráð Suðurnesjabæjar hefur verið samþykkt samhljóða í bæjarráði Suðurnesjabæjar. Fulltrúar frá Gerðaskóla, Sandgerðisskóla, Sigurvon, Víði, Reyni, Skýjaborg, Eldingu og fulltrúi framhaldsskólanema hafa verið valdir en enn á eftir að skipa fulltrúa frá Björgunarsveitinni Ægi. Gerðaskóli: Aðalmaður Hafþór Ernir Ólason og til vara Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir. Sandgerðisskóli: Aðalmaður Salóme Kristín Róbertsdóttir og til vara Gunnar Freyr Ólafsson. Sigurvon: Aðalmaður Lilja Guðrún Vilmundardóttir og til vara Yngvar Adam Gústafsson.
Víðir: Aðalmaður Jóhann Helgi Björnsson og til vara Eyþór Ingi Einarsson. Reynir: Aðalmaður Ester Grétarsdóttir og til vara Sigurbjörn Bergmann. Skýjaborg: Aðalmaður Sara Mist Atladóttir og til vara Díana Guðrún Kristinsdóttir. Elding: Aðalmaður Heba Lind Guðmundsdóttir. Fulltrúi framhaldsskólanema: Aðalmaður Irma Rún Blöndal og til vara Valur Þór Magnússon. Ekki náðist að skipa fulltrúa frá Björgunarsveitinni Ægi að svo stöddu.
Fimm fjölþjóðleg teymi í forvali Kadeco Mikill áhugi hjá erlendum fyrirtækjum um þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar – Tillögur bárust frá 25 teymum Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Alls bárust í samkeppnina tillögur frá 25 teymum og hvert þeirra samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Á meðal umsækjenda eru virtustu og stærstu fyrirtæki heims á sínu sviði og er það til marks um áhugann sem verkefnið hefur vakið á alþjóðavísu. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu
samkeppninnar undir lok ársins 2021, segir í tilkynningu frá Kadeco.
Mikilvægar tengingar „Þátttaka í samkeppninni var framar vonum og sérstaklega er ánægjulegt að sjá hversu öflugir aðilar tóku þátt. Að velja úr þessum 25 teymum var mjög erfitt og í raun erfiðast að þurfa að hafna tuttugu mjög góðum teymum. Næstu mánuðir verða bæði spennandi og flóknir þar sem við munum fækka úr fimm í einn sigurvegara sem mun halda vinnunni áfram með okkur. Ljóst er að samkeppnin mun ekki einungis skila vandaðri þróunaráætlun fyrir svæðið. Hún hefur einnig án efa nú þegar skilað áhuga á flugvallarsvæðinu og Íslandi auk dýrmætra tengsla á milli íslenskra fyrirtækja og alþjóðlegra fyrirtækja á heimsmælikvarða. Þær tengingar og sú þekking sem verður til í samstarfi sem þessu eru gríðarlega mikilvægar fyrir þennan geira á Íslandi,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.
„Ég hef unnið við ráðgjöf og skipulagt fjölda sambærilegra samkeppna undanfarna áratugi. Aldrei fyrr hef ég séð jafn mikinn áhuga jafn stórra fyrirtækja á útboði. Að fá 25 teymi til þátttöku er stórkostlegur árangur og sýnir hversu mikill alþjóðlegur áhugi er á að taka þátt í uppbyggingu svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll. Þetta er auðvitað óskastaða fyrir Kadeco og Ísland að svona stór og öflug fyrirtæki berjist um að fá að taka þátt í framtíðarþróun þessa svæðis,“ segir Stuart Cairns, lögmaður hjá Bird & Bird:
Þróunarsvæðið Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið.
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
í n ú j . 5 2 Hefst
SUMAR
ÚTSALA Allt að
50% afsláttur!
u ð a ð o k S n i ð o b l i t öll s i . o k y b á í n ú j . 5 2
Verslaðu á netinu á byko.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Óskar dró fánann að húni í Reykjanesbæ Þjóðhátíðarhöld fóru vel fram í Reykjanesbæ en þau hófust í skrúðgarðinum í Keflavík með fánahyllingu en Óskar Ívarsson, starfsmaður Umhverfismiðstöðvar, dró hátíðarfánann að húni. Skátar frá Heiðabúum gengu inn í skrúðgarðinn með hann auk lúðrasveitar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og aðstoðuðu við fánahyllinguna. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, flutti setningarræðu dagsins og ræðumaður dagsins var Ingvar Eyfjörð,
framkvæmdastjóri Aðaltorgs. María Tinna Hauksdóttir, dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja flutti ávarp fjallkonu og að venju söng Karlakór Keflavíkur þjóðsönginn. Þá var hátíðarguðsþjónusta í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Hátíðarhöld héldu áfram á fjórum stöðum í bæjarfélaginu þar sem boðið var upp á leiktæki og skemmtiatriði og kaffisala var í boði Kvenfélags Keflavíkur og Ungmennafélags Njarðvíkur. Þá var kvölddagskrá fyrir unga fólkið í Fjörheimum.
Óskar Ívarsson og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, við steininn í skrúðgarðinum þar sem sjá má nöfn fánahylla frá upphafi.
María Tinna Hauksdóttir, dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja flutti ávarp fjallkonu. VF-myndir/pket. Guðbrandur Einarsson flutti setningarræðu dagsins. Karlakór Keflavíkur söng þjóðsönginn að venju.
Skátar frá Heiðabúum gengu inn með stærsta þjóðfána á Íslandi.
Virðing, eldmóður og framsækni Þjóðhátíðarræða Ingvars Eyfjörð á 17. júní í Reykjanesbæ Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að tala við ykkur samborgara mína í dag, þegar við fögnum nýjum árhring í sögu þjóðar okkar og samfélags. Með hverjum árhring römmum við inn í stofn okkar, sögur, um sigra og töp, gleði og sorgir, áskoranir og tækifæri. Liðinn árhringur verður okkur öllum í fersku minnum hafður um ókomna tíð! Með Virðingu, Eldmóð og Framsækni, leiðarljósum Reykjanesbæjar, siglum við nú ákveðið, út úr þeim ólgusjó sem Kófið hefur fært okkur og sjáum nú til lands þrátt fyrir að enn, gæti talsverðs ölduróts. Einn mesti áhrifavaldur, sem við Suðurnesjamenn höfum átt, að öðrum ólöstuðum, er Albert Albertsson, hugmyndasmiður hjá HS Orku, sem með lífsýn sinni um samfélag án sóunar, hefur lagt okkur til hugmyndafræði um Auðlindagarðinn á Reykjanesi. Og í sögu garðsins hafa leiðarljós Reykjanesbæjar raungerst. Auðlindagarðurinn er byggður út frá því að virkja krafta náttúrunnar, í virðingu, með eldmóði og framsækni og sjást þess merki í þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa fest rætur sínar og í þeim fjölmörgu sprotum sem skotið hafa rótum í frjósömum jarðvegi Auðlindagarðsins. En það viðrar ekki alltaf vel í Garðinum og fyrir því höfum við svo sannarlega fundið. Það blés hressilega þegar herinn fór og það bætti í, við bankahrunið. Við fall WOW gustaði hressilega og svo Kófið…hinn fullkomni Stormur! Ég leitaði ráða eitt sinn fyrir mörgum árum hjá Alberti með úrlausn vandamáls sem var mér ofviða, að mér fannst. Og ekki lá á svari frá hugmyndasmiðnum: „Ingvar minn! Í náttúrunni er lausn flestra vandamála að finna, hún er búinn að leysa þau, þú verður bara að vera tilbúinn til að lesa í hana og læra af henni og þar finnur þú svarið!“
Upp frá þessu þróuðum við á Aðaltorgi stefnumörkun, sem við fylgjum í okkar verkefnum sem við köllum Oddaflugið. Við gerðum orð listamannsins Ólafsson að okkar: „Fólk með sameiginlega stefnu og samkennd getur náð áfangastað fljótar og auðveldar með því að ferðast í trausti hvers annars.“ Það er nefnilega þannig að ein og sér komumst við ekki í gegnum storminn. Í gær var kynnt fyrir okkur afrakstur samstarfs sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco undir merkjum Suðurnesjavettvangsins um sjálfbæra framtíð Suðurnesja. Í þessari samvinnu hefur Auðlindagarðurinn fengið nýja liðsmenn í Oddaflugið og hugmyndafræðin vaxið og dafnað yfir í Hringrásargarð. Öflugt atvinnulíf er nefnilega forsenda fyrir heilbrigðu og fjölskylduvænu samfélagi. Það, hvernig við Suðurnesjamenn virkjum storminn og umbreytum kröftum náttúrunnar, til þess að bæta lífskjör okkar er mér hugleikið í dag. Það er nefnilega þannig að við, sem hér á skaganum búum tökumst á við náttúruna, með Virðingu, Eldmóð og Framsækni. Við berum virðingu hvert fyrir öðru, erum umburðarlynd gagnvart ólíkri menningu og mismunandi aðstæðum. Fjölmenning og fjölbreytileiki er okkur í blóð borin í gegnum kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. En við berum líka virðingu fyrir náttúrunni og þeirri ógn en ekki síður þeim tækifærum sem hún veitir okkur. Við tökumst á við fjölbreyttar áskoranir af þrautseigju og með Eldmóði. Sýnum frumkvæði og verum stolt af okkar framlagi til samfélagsins. Akkúrat núna, þegar við sjáum reykinn sem berst yfir Fagradalsfjall hér sunnan við okkur erum við svo sannarlega minnt á ógnirnar en ekki síður gjafirnar og tækifærin sem náttúruöflin hafa búið
okkur. En með eldmóði höfum við breytt ógn í tækifæri og virkjað jarðhitann með svo aðdáunarverðum hætti í Auðlindagarði okkar að á Reykjanesi eru í dag mörg af framsæknustu fyrirtækjum á Íslandi með skýra hugmyndafræði. Við mætum framtíðinni með áræðni og erum framsækinn við þróun nýrra lausna sem birtast okkur í fjölbreytilegu og fjölmenningarlegu atvinnulífi sem tekst nú á við það stóra verkefni að breyta ógnunum í tækifæri. Með hugmyndafræði Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, Auðlindagarðsins og leiðarljósum Reykjanesbæjar virkjum við storminn til ábyrgrar uppbyggingar á heilbrigðu og sterku samfélagi okkar Suðurnesjamanna. Framtíðin er núna! Áður en ég lýk máli mínu vil ég þó beina orðum mínum til heilbrigðisyfirvalda. Okkar frábæra starfsfólk á HSS, starfar við afar erfiðar og krefjandi aðstæður. Heilbrigðisstofnunin er hluti af innviðum og veikasti hlekkurinn er ógn við samfélag okkar. Heilsugæslan, okkar fyrsti viðkomustaður inn í heilbrigðiskerfið, er buguð. Við erum þakklát fyrir ákvörðun um byggingu nýrrar heilsugæslu sem gæti mögulega tekið til starfa inna 3-4 ára. En hún breytir ekki ástandinu í dag og næstu misseri. Starfsfólk okkar, sem staðið hefur vaktina, í gegnum storminn og Kófið með svo myndarlegum hætti, þarf að finna stuðning yfirvalda, til að sækja enn frekar fram í þjónustu við íbúa þessa samfélags. Við leiðtogana vil ég segja, komið með okkur í Oddaflugið, við áframhaldandi uppbyggingu sterks samfélags og hjálpumst að, við að laga heilsugæslumál á Suðurnesjum og gerum það núna. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands orti ljóðið Stormur sem á vel við í dag og ekki bara í orðsins fyllstu merkingu! Við getum virkjað
storminn og tekist á við áskoranir og breytt þeim í tækifæri. Mig langar að lokum að lesa fyrir ykkur þrjúerindi úr ljóðinu og ég óska mér að þessar línur verði okkur öllum hvatning til að halda áfram því öfluga starfi sem við höfum nú sýnt í verki að við getum innt af hendi og gert ennþá betur: Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Og þegar þú sigrandi´ um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir, ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir. Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð, með ólgandi blóði, þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður; hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður. Kæru samborgarar, til hamingju með daginn! Ingvar Eyfjörð.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Skrifstofa stjórnsýslu – Bæjarlögmaður Háaleitisskóli – Kennari á elsta stigi Myllubakkaskóli – Atferlisfræðingur Myllubakkaskóli – Starfsfólk skóla Háaleitisskóli – Kennari í íslensku sem annað mál Háaleitisskóli – Verkefnastjóri í Nýheima Háaleitisskóli – Kennari í Nýheima Háaleitisskóli – Kennari á miðstigi Velferðarsvið – Stuðningsfjölskyldur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir í Reykjanesbæ JóiPé x Króli - Útumalt
JóiPé og Króli ásamt hljómsveit spila í Hljómahöll fimmtudaginn 24. júní kl. 20:30. Þeir eru á ferðalagi hringinn í kringum landið og spila á fjórtán tónleikum í jafnmörgum bæjarfélögum. Drengirnir eru spenntir að mæta til okkar og spila öll sín bestu lög þar sem stuð og stemning verður í fyrirrúmi.
Hátíðarhöld með leiktækjum og skemmtiatriði voru líka á fjórum stöðum í Reykjanesbæ u þar sem boðið var upp á leiktæki og skemmtiatriði. Jón Hilmarsson tók myndirnar.
Sumarsprell á bókasafninu
Í allt sumar verður sumarsprell með skemmtilegum „pop up“ viðburðum í Bókasafninu þínu, með föndri, leikjum og fjölbreyttum uppákomum bæði úti og inni. Fylgist vel með á Instagram og Facebook síðum safnins.
Sex hundruð gámar í leyfisleysi í Reykjanesbæ Nýverið fóru starfsmenn Umhverfissviðs í talningu á gámum á skipulagssvæði Reykjanesbæjar og kom í ljós að tæplega 600 gámar eru í sveitarfélaginu og af þeim eru mjög fáir með stöðuleyfi sem og því í leyfisleysi. Í grein 2.6.1 í byggingarreglugerð segir: „Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna: a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld. Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á. Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis. Með umsókn skulu fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
ELÍN ALICE ELTONSDÓTTIR Vallarbraut 6, Njarðvík,
lést á kvennadeild Landspítalans fimmtudaginn 10. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Hrafn Sveinbjörnsson Sveinn Björnsson Svandís Þorsteinsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur.
að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna. Lausafjármuni skal staðsetja þannig að almenningi stafi ekki hætta af og ekki sé hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Enn fremur skal þess gætt að aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum sé ekki torveldað. Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að ekki skapist hætta vegna lausafjármuna og er leyfisveitanda heimilt að krefja eiganda um gögn og rökstuðning þar að lútandi. Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að hreinlætisaðstaða í og við lausafjármuni sem falla undir þessa grein uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og ákvæði laga um fráveitur og laga, reglugerða og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eftir því
sem við á hverju sinni. Stöðuleyfi skulu mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað.“ Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, forstöðumanns Umhverfissviðs mun skrifstofa byggingarfulltrúa senda bréf á lóðarhafa á næstunni þar sem gámarnir eru staddir og lóðarhöfum verður gefinn kostur á að sækja um stöðuleyfi fyrir gámunum. „Það er mikilvægt að sveitarfélagið hafi yfirlit yfir þessa gáma, eigendur þeirra og ábyrgðaraðila. Í framhaldi stendur svo til að fara í hreinsunarátak á gámum sem ekki verður sótt um stöðuleyfi fyrir eða vitjað. Við hvetjum því alla eigendur og eða forráðamenn gáma til að svara kalli Umhverfissviðs og sækja um stöðuleyfi en það er gefið til eins árs í senn,“ sagði Guðlaugur Helgi.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN ALBERTSDÓTTIR Krossmóa 5, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 16. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 29. júní kl.13. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Innilegar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Eðvald Bóasson Margrét Eðvaldsdóttir Ingólfur Ingibergsson Albert Eðvaldsson Inga Margrét Teitsdóttir ömmu- og langömmubörnin.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Bólusetningar og bjartsýni
Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
vf.is
Kulnun í starfi
Það voru vissulega stór tíðindi þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti mynd þegar síðustu Suðurnesjamennirnir fengu bólusetningu í síðustu viku. Það er búið að boða alla í bólusetningu sem eru skráðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og aðrir á svæðinu hafa fengið boð frá höfuðborgarsvæðinu. Lang flestir hafa farið en einhverjir hafa ekki þegið bólusetningu en þeir eru fáir. Seinni bólusetningu lýkur í sumar. Hver hefði trúað því fyrir ári síðan að þetta myndi ganga svona vel. Víkurfréttir fyldust með þegar fyrstu skammtarnir af sprautum með bóluefni við Covid-19 komu til Suðurnesja í upphafi árs. Þegar framlínustarfsmenn HSS höfðu fengið fyrstu sprauturnar fylgdumst við með því þegar María Arnlaugsdóttir, elsti íbúi Suðurnesja og fleiri aðeins yngri en hún, fengu fyrstu skotin. María fagnaði sprautunni og sagðist þokkaleg, að verða 100 ára. Þeim áfanga náði hún svo síðasta laugardag. Hún var hress og er búin að fara og sjá gosið. Það hlýtur að vera eitthvað fyrir aldargamla konuna. Um leið og þessar fréttir hafa verið að berast hafa fleiri góðar fréttir verið að birtast að undanförnu. Þær vísa allar í jákvæða átt í atvinnulífinu og ættu að vinna á allt of háu
atvinnuleysi á Suðurnesjum sem fór í 25% þegar mest var. Samherji tilkynnti í síðustu viku áform um risa landeldi á laxi sem verður á Reykjanesi, í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Kostnaðurinn við bygginguna sem verður stærri en álvershúsin í Helguvík sem Samherji hafði hug á að nota en gekk ekki, eru 45 milljarðar króna. Á Reykjanesi standa yfir stórframkvæmdir HS Orku við stækkun Reykjanesvirkjunar. Milljarðar þar og margir milljarðar við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Milljarðar í stækkun frumkvöðlafyrirtækisins Algalífs á Ásbrú. Í vikunni fara Icelandair í fyrsta skipti yfir 100 brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í rúmt ár eða frá upphafi heimsfaraldurs. Í kófinu hafa svo sumir barist meira en aðrir og gott dæmi um það er Hótel Keflavíkur fjölskyldan. Hún hefur sýnt skemmtilegt fordæmi um dugnað og framsýni og fagnar nú 35 ára afmæli. Hótelfeðgarnir þóttu skrýtnir árið 1986 að opna túristahótel en nú getum við sagt að þeir hafi verið framsýnir. Framkvæmdir við ný hverfi eru ný hafnar í Suðurnesjabæ og Grindavík sem veit á gott. Gosið er að gera okkur gott og frá því sögðum við í Víkurfréttum í síðustu viku, hvernig Suðurnesjamenn ætla að nýta sér þetta magnaða gos sem fagnaði þriggja
mánaða afmæli í síðustu viku. Í þeim fögnuði þarf þó að huga að einum óvissuþætti. Hvert er hraunstraumurinn að stefna? Nú þurfum við okkar allra bestu sérfræðinga til að koma með hugmyndir um það hvernig við getum haft áhrif á það. Suðurnesjamenn hafa fengið nokkur stórverkefni í fangið á síðustu fimmtán árum, verkefni sem hafa verið erfið, eins og brottför Varnarliðsins og heimsfaraldur svo bara tvö þeirra séu nefnd. Lausnir hafa fundist og við höfum unnið okkur úr erfiðleikum sem þessum óvæntu atburðum hafa fylgt. Það var Suðurnesjamaður sem mætti með lausn til að eiga við hraunstraum í gosinu í Eyjum 1973. Eigum við ekki að trúa því að það finnst lausn á óvissu í Fagradalsfjalli? Ég ætla að gera það.
Jón Steinar Sæmundsson
Það er víða hægt að finna líkindi á milli náttúrunnar og veruleika okkar mannanna. Í einni af ferðum mínum upp að eldgosinu á dögunum þegar að ég var að mynda gosið og einnig gígana sem hættir eru að gjósa, þá datt mér í hug hvort þarna væri ekki komin skýrasta myndin af kulnun í starfi.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Ítalía í september?
Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir, nýstúdent flutti ávarp fjallkonu.
Marta Eiríksdóttir flutti þjóðhátíðarræðuna.
Þjóðhátíðardegi fagnað í Suðurnesjabæ 17. júní var fagnað hátíðlega í Suðurnesjabæ í góðu veðri. Aðalhátíðardagskráin fór fram við Sandgerðisskóla en skipulagning og framkvæmd var í höndum foreldra og nemenda verðandi 10. bekkinga í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla. Dagskráin var fjölbreytt sem hófst á fánahyllingu og ávarpi fjallkonu sem að þessu sinni var í höndum Þórunnar Hafdísar Hill Ævarsdóttur, nýstúdents, sem flutti
ljóðið Minni kvenna eftir Matthías Jochumsson. Ræðumaður dagsins var Marta Eiríksdóttir. Þá fluttu systkinin í Klassart, Smári og Fríða Dís, nokkur lög, Skemmtikraftakallarnir léku listir sínar, stúlkur úr Gerðaskóla sýndu dans og að lokum skemmtu Þura og Þorri yngstu kynslóðinni. Kynnir var Sigurður Smári Hansson. Þekkingarsetrið í Sandgerði og Byggðasafnið á Garðskaga buðu einnig í heimsókn.
FERÐAÞJÓNSTUNÁMSKEIÐ Í FJARNÁMI MEÐ VETTVANGSNÁMI Á ÍTALÍU
Keilir býður upp á hagnýtt 4 vikna námskeið í skipulagningu ferða fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Erasmus+ haustið 2021. Fyrri helmingur námsins fer fram í fjarnámi með staðlotum en sá seinni verður kenndur á Ítalíu. Þar mætast nemendur frá Íslandi, Tyrklandi og Ítalíu - fræðast og ferðast. Umsóknarfrestur til 3. ágúst 2021. KYNNTU ÞÉR NÁMIÐ Á KEILIR.NET
ENGJADALUR 8
Klassart systkinin sungu.
SKÖTUMESSAN 2021 Öllum samkomuhindrunum ætti að vera lokið miðvikudaginn 21. júlí þegar Skötumessan í Garði verður enn á ný vettvangur gleði og stuðnings við samfélagið. Á næstu dögum mun endanleg dagskrá verða kynnt en nú þegar höfum við tryggt okkur allt hráefni í Skötumessuna og mikilvægt að allir bóki sig sem fyrst. Það er mikill áhugi og þörf hjá fólki að hittast og gera sér glaðan dag eftir allar þrengingar og samkomutakmarkanir liðins árs.
Vilt þú verða einn af þeim? Árlega mæta rúmlega 450 manns á Skötumessuna og borða til blessunar eins og dómkirkjupresturinn orðaði það svo skemmtilega á Skötumessunni. Við leggjum öll saman í þetta verkefni og erum líka öll viðstödd þegar styrkjunum verður útdeilt. Styrkir kvöldsins fara til þeirra sem standa höllum fæti eftir kórónuveirufaraldurinn og við viljum leggja þeim okkar lið til að ná fyrri styrk. Þá greiðum við skólamáltíðar fyrir ungt fólk og aðstoðum á ýmsan hátt. Ég spyr því þig lesandi góður. Vilt þú ekki verða einn af þeim sem
leggja fötluðum og þeim sem eru hjálpar þurfi lið? Vinnufélagar og kaffifélagar víða á Suðurnesjum, nú er tækifæri til þess og við erum öll í sama liðinu og finnum hvað þetta kvöld getur skiptir miklu máli fyrir þá sem við styðjum – og um leið er kvöldið þar sem maður er manns gaman. Verð aðgöngumiða er 5.000 kr. Það hjálpar til að greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrirfram eins og okkar fólk er vant en reiknisnúmerið er; 0142-05-70506, kt. 580711-0650. Skötumessan er í þriðja skipti haldinn í sameiginlegu sveitarfélagi og því sérstakt tækifæri fyrir íbúa að gera Skötumessuna að sinni árlegu bæjarskemmtun, mæta vel og styðja við verkefni í heimabyggð í Suðurnesjabæ. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Gerðaskóla miðvikudaginn 22. júlí, mæta tímanlega og finna sér sæti og hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og Baldvin fyrir kvöldverðinn. Munum að Skötumessan er áfengislaus skemmtun.
Fasteignasala Reykjaness ehf. hefur til sölumeðferðar þessa glæsilegu þriggja herbergja íbúð að Engjadal 8 í Reykjanesbæ. Um er að ræða fasteign sem byggð var af Sparra ehf. 2017 og er íbúðin á annarri hæð. Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús með hvítri innréttingu, flísalagt salerni með sturtu og hvítri innréttingu, flísalagt anddyri og stórt þvottahús/geymsla, gengið út á svalir úr stofu. Fallegt parket á gólfum stofu, eldhúss og herbergjum, flísar á gólfum salernis, anddyris og þvottahúss/geymslu. Falleg eign á góðum stað, stutt að fara inn á Reykjanesbrautina og því kjörið tækifæri fyrir þá sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Mjög stutt í skóla og leikskóla. ATH! Tvö sérmerkt bílastæði fylgja eignarhlutanum. Eignin er til afhendingar 1. júlí 2021.
Ásett verð: 35.900.000 kr. Allar nánari upplýsingar gefur Reynir Þorsteinsson í síma 533 4455 / 863 7313.
Brot af því besta úr Suðurnesjamagasíni á dagskrá í sumar
Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra. Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru; Fiskmarkaður Suðurnesja, Icelandair Cargo, Suðurnesjabær, Algalíf o.fl.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
45 millja
Samherji fiskeldi og
Samherji fiskeldi ehf. hefur gert s garðinum við Reykjanesvirkjun. M lágu vistspori. Félagið hefur trygg af laxi á landi árlega auk þess sem Þá hefur Samherji fiskeldi samið
Fulltrúar allra sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu um hringrásargarð.
Tilefni til bjartsýni í atvinnumálum
– segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Atburðir júnímánaðar gefa okkur tilefni til bjartsýni í atvinnumálum á Suðurnesjum. Tveggja ára vinnu Suðurnesjavettvangsins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna lauk með fundi 16. júní þar sem tækifæri til úrbóta, m.a. í atvinnumálum, voru kynnt. Lykilinntakið í þeim tækifærum var hringrásarhagkerfið, þar sem hrat eins verður auðlind einhvers annars. Fyrirmyndin af þeirri hugsun er Auðlindargarðurinn sem Albert Lewis Albertsson var hugsuður að hjá HS Orku. Fréttin sem við fengum sama dag frá HS Orku og Samherja um uppbyggingu laxeldis á landi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi átti því einstaklega vel við. Samherji gerir ráð fyrir því að fjárfestingin sé um á 45 milljarða króna og skapi rúmlega þúsund störf, bein og óbein,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Berglind segir að eitt af stóru markmiðunum sé að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu. „Við sem samfélag höfum fundið vel fyrir því hversu einhæft atvinnulífið er á okkar vinnusóknar svæði. Tölfræði um Suðurnesin sýnir öll merki þess að vera nærsvæði alþjóðaflugvallar. Þær atvinnugreinar sem báru uppi hagvöxtinn á Suðurnesjum á árunum 2012–2019 eru greinar sem tengjast að hluta til ferðaþjónustu. Um er að ræða hótel, verslun, veitingahús, samgöngur og fjarskipti. Á Suðurnesjum skýra fyrrnefndar greinar 45% af 71% hagvexti
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
svæðisins á árunum 2012–2017. Ef við skoðum atvinnutekjur á svæðinu árið 2019 voru 42% atvinnutekna á svæðinu tengdar umsvifum flugvallarins. Það má heldur ekki gleyma því að fjölbreyttari atvinnulíf, styður við vöxt Keflavíkurflugvallar og gefur honum t.d. meiri möguleika á því að byggja upp fraktflutninga.“
Margt í gangi Tvær skóflustungur voru teknar af fjármálaráðherra á svæðinu í síðasta mánuði, önnur vegna uppbyggingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hin vegna stækkunar hjá Algalíf. Isavia áformar að bjóða út sex framkvæmdaverkefni á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Framkvæmdakostnaður er tæpir tólf milljarðar króna og er áætlað að framkvæmdunum verði
lokið í ár eða á næsta ári og framkvæmdir við Algalíf eru upp á fjóra milljarða króna. Þá er HS Orka með stórframkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar, Landhelgisgæsla Íslands er að vinna að endurbótum á flugskýli og flughlaði sem og uppbyggingu á gistirýmum.
Eldgosið vinsælt „Nú þegar landið er að opnast fyrir bólusettum erlendum ferðamönnum megum við búast við því að ferðamönnum fjölgi á svæðinu. Við höfum í samstarfi við Íslandsstofu fylgst vel með erlendri umfjöllun af eldgosinu í Fagradalsfjalli, til að byrja með til að tryggja að rétta umfjöllun og leiðrétta misskilning í umfjöllunum. Við höfum fundað með fulltrúum Íslandsstofu og erlendu fjölmiðlaskrifstofum til að tryggja áframhaldandi frásagnir af gosinu og tengja við sögur af svæðinu, samfélagið og fólkið sem stendur vaktina við gosið og að Reykjanesskaginn sé skráður sem Reykjanes UNESCO Global Geopark. Samkvæmt samantekt Íslandsstofu um umfjöllun um eldgosið 19. mars til 5. maí 2021 er áætlað að greinar um gosið hafi fengið lestur 30 milljarða sinnum og virði umfjallana er upp á um átta milljarða íslenskra króna.“
Ef við skoðum atvinnutekjur á svæðinu árið 2019 voru 42% atvinnutekna á svæðinu tengdar umsvifum flugvallarins. Það má heldur ekki gleyma því að fjölbreyttari atvinnulíf, styður við vöxt Keflavíkurflugvallar ... Atvinnuleysi á niðurleið Í lok mars mánaðar var atvinnuleysi 23% en hefur sem betur fer farið lækkandi. Það er því alveg ljóst að það er mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að halda áfram að vaxa og dafna og fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum, fá fjölbreyttari störf inn á svæðið og tengja saman fyrirtæki og aðila sem geta veitt súrefni inn í atvinnulífið,“ segir Berglind.
Viljayfirlýsing um hringrásargarð á Suðurnesjum undirrituð Á fundi Suðurnesjavettvangs um sjálfbæra framtíð Suðurnesja, skrifuðu sveitarstjórar og fyrirtæki á svæðinu undir viljayfirlýsinu um hringrásargarð á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram í Hljómahöll 16. júní og voru kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði Suðurnesjanna í átt að sjálfbærri framtíð. Suðurnesjavettvangur er samstarf sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í viljayfirlýsingunni lýstu aðilar að Suðurnesjavettvanginum og fyrirtæki á svæðinu yfir vilja til þess að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem snýr að mótun og þróun hringrásargarðs. Fram kemur í yfirlýsingunni að Suðurnesin séu frumkvöðlar á Ís-
landi í mótun hringrásarhugsunar í atvinnulífi og Auðlindagarðurinn í Svartsengi, undir forystu HS Orku, er dæmi og fyrirmynd um slíkt. Hugmyndafræðin á bak við garðinn sé í grunninn sú að aðilar leitast við að deila, selja og/eða kaupa aukaafurðir vegna starfsemi sinnar, með það að markmiði að auka árangur í efnahags-, umhverfis- og félagslegum málum, sem falli vel inn í stefnu þeirra. Ásamt fjölmörgum erindum á fundinum voru pallborðsumræður þar sem þátttakendur voru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra,Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Anna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Isavia,
og Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Rætt var um möguleika Suðurnesja í því að styrkja atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Snúa vörn í sókn. Aðilar að viljayfirlýsingunni eru: ■ KADECO ■ Isavia ■ HS orka ■ Carbon recycling ■ Hornsteinn ■ Pure North Recycling ■ Terra ■ Íslenska gámafélagið ■ Iðunnh2 ■ Kalka ■ Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum f.h. sveitarfélaganna á Suðurnesjum
Samherji fiskeldi áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu ellefu árum. Landeldisstöðin verður staðsett við Reykjanesvirkjun og mun samanstanda af seiðastöð, áframeldisstöð og frumvinnsluhúsi ásamt þjónustubyggingum. Heildarfjárfesting er áætluð ríflega 45 milljarðar króna en stjórn Samherja hefur ákveðið að leggja til fjármagn til fyrsta áfanga verkefnisins. Ráðgert er að leita til fleiri fjárfesta þegar kemur að frekari stækkun landeldisins. Landeldisáformin í Auðlindagarðinum teljast stór í samanburði við önnur landeldisverkefni sem nú eru í undirbúningi á alþjóðavísu. Fjölmörg störf verða til á framkvæmdatímanum og á annað hundrað störf við landeldið þegar vinnsla á afurðum hefst. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku: „Með þessum samningi HS Orku við Samherja fiskeldi bætist enn eitt fyrirtækið við þann fjölbreytta rekstur sem nú þegar er innan Auðlindagarðsins. Við fögnum þessum áformum Samherja á iðnaðarlóðinni við Reykjanesvirkjun með þeim tilgangi að framleiða heilnæma gæðavöru með lágu vistspori. Hugmyndafræði Auðlindagarðsins er einmitt að ýta undir betri auðlindanýtingu. Í þessu verkefni verður notaður ylsjór frá Reykjanesvirkjun til að tryggja stöðugan kjöreldishita fyrir fiskinn. Loks er það gleðiefni að með þessum áformum munu umsvif á okkar starfssvæði aukast – hvort sem horft er til fjölgunar starfa í eldisstarfsemi innan sjálfs auðlindagarðsins eða í tengdum atvinnugreinum vítt og breitt um Suðurnesin.“ Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis: „Stjórnendur og starfsfólk Samherja fiskeldis hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi þessa verkefnis á Reykjanesi í tæpt ár. Það er stór áfangi hjá okkur að klára þessa samninga og geta hafist handa við uppbygginguna. Við höfum náð góðum árangri í fiskeldi á landi og þessi fjárfesting endurspeglar þá tiltrú sem við höfum á áframhaldandi vöxt þessarar greinar. Við erum spennt fyrir því að byggja upp á svæðinu og nýta okkur þann ávinning sem felst í nálægð við HS Orku og Reykjanesvirkjun. Á þessu svæði eru einhverjar bestu aðstæður til landeldis sem við höfum fundið. Nýting ylsjávar sem streymir frá orkuveri HS Orku er stór þáttur í að gera þessa uppbyggingu fýsilega. Ekki síst er hér um að ræða mjög umhverfisvæna framleiðslu sem markaðurinn er að kalla eftir.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja: „Uppbyggingin laxeldis á landi innan Auðlindagarðsins byggir á þekkingu Samherja fiskeldis og HS Orku á afar ólíkum sviðum en þegar hún er lögð saman teljum við hagkvæmt að þróa umfangsmikið landeldi sem hljóta að teljast mikil tíðindi. Þá munu þessar fjárfestingar skapa tugi starfa í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum og auka útflutningstekjur Íslands umtalsvert. Stjórn Samherja hf. hefur þegar samþykkt að leggja þessu landeldisverkefni til 7,5 milljarða króna til þess að tyggja uppbyggingu fyrsta fasa. Það sýnir að mínu mati þá tiltrú sem við höfum á því að þetta sé rétt leið til framtíðar matvælaframleiðslu og verðmætasköpunar. Á síðari stigum munum við leita til fleiri fjárfesta til að tryggja heildar uppbyggingu verkefnisins.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
arða fjárfesting við fiskeldi Samherja
g HS Orka undirrita samning vegna 40 þúsund tonna landeldis á laxi í Auðlindagarði á Reykjanesi
samninga við HS Orku um uppbyggingu laxeldis á landi í AuðlindaMarkmiðið með landeldinu er að framleiða heilnæma gæðavöru með gt sér aðgang að sjó og raforku til að framleiða allt að 40 þúsund tonn m nýttur verður ylsjór sem er affall frá kælingu Reykjanesvirkjunar. ð við landeigendur vegna uppbyggingarinnar. Undirbúningur fyrsta áfanga er hafinn Vinna við matsferli, leyfismál og hönnun er hafin en ráðgert er að ljúka því ferli á næsta ári. Samkvæmt áætlunum Samherja fiskeldis mun seiðaeldi við fyrsta áfanga hefjast í upphafi árs 2023 og áframeldi og vinnsla á afurðum á árunum 2024 og 2025. Í fyrsta áfanga verður framleiðslan 10.000 tonn af laxi og áætluð fjárfesting upp á sautján milljarða króna. Í öðrum áfanga verður bætt við 10.000 tonnum og í þriðja áfanga 20.000 tonnum. Ef allt gengur að óskum verður landeldið í Auðlindagarðinum komið í full afköst á árinu 2032. Samherji fiskeldi, sem er félag í samstæðu Samherja, er nú þegar með nokkur umsvif á Suðurnesjum en fyrirtækið rekur frumvinnsluhús og fullvinnslu í Sandgerði, eldisstöð á Stað við
Sjónvarp Víkurfrétta ræðir við Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis:
Samherji fiskeldi byggir 40.000 tonna landeldisstöð fyrir lax á Reykjanesi
Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd. Þar að auki er fyrirtækið með landeldi á laxi á Núpsmýri við Kópasker og seiðastöð á Núpum í Ölfusi. HS Orka rekur í dag tvær jarðvarmavirkjanir, í Svartsengi og á Reykjanesi, auk einnar vatnsaflsvirkjunar á Brú í Tungufljóti í Biskupstungum. Í Auðlindagarðinum í kringum jarðvarmavirkjanir HS Orku hefur byggst upp einstakt samfélag fyrirtækja sem nýta affallsstrauma frá virkjununum í starfsemi sinni. Fyrirtækin í Auðlindagarðinum eru í dag ellefu talsins og verður landeldi Samherja fiskeldis það tólfta. Framkvæmdin við fyrirhugað eldi styður við markmið Auðlindagarðsins um nýtingu affallsstrauma frá jarðvarmavirkjunum sem í dag renna að hluta ónýttir til sjávar. Aðstæður í Auðlindagarðinum eru hagstæðar þegar kemur að aðgengi að raforku, jarðhita, ylsjó og jarðsjó.
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Stórtenór hannar stærstu fiskeldisstöð landsins kleift að hanna bygginguna í þrívídd og magntaka alla byggingarhluta um leið. Þetta kerfi lágmarkar alla árekstra sem gætu komið upp í hönnunar- og byggingarferlinu og gefur einnig tækifæri á því að skoða ferlið í þrívíddar ljósmyndum og lifandi myndefni“.
Umhverfisvæn fiskeldisstöð og fjölbreytt störf verða til
Stórtenórinn Rúnar Þór Guðmundsson hannar risahúsnæði Samherja á Reykjanesi.
Samherji hefur mikla reynslu af lax- og bleikjueldi hér á landi, rekur m.a. tvær aðrar stöðvar á Reykjanesinu, annars vegar við Grindavík og hins vegar við Voga. „Aðstæður á Reykjanesi henta vel fyrir landeldi á fiski, við getum m.a. nýtt frárennslisvatn frá virkjun HS Orku, sem notað er til að kæla túrbínur Reykjanesvirkjunar, til að láta fiskinn vaxa hraðar. Kjörvaxtahitastig lax er tíu til tólf gráður. Starfsemin passar einnig vel inn í markmið Auðlindagarðsins sem byggir á sjálfbærni þ.e. að geta nýtt afurð frá öðru fyrirtæki og eins orðið valmöguleiki fyrir starfsemi annars fyrirtækis sem gæti nýtt þeirra úrgang. Þá felast ýmsir möguleikar í frárennsli fiskeldisstöðvarinnar, svokölluðum Bíómassa.
Fiskeldi á landi er umhverfisvænna en sjóeldi, ferlið er lokað og mengun minni. Tækifærin sem felast í samstarfi fyrirtækja eru einnig fjölmörg og mörg þeirra ónýtt. Ljóst er að með tilkomu fiskeldisstöðvar af þessari stærðargráðu hér á Reykjanesi verða til mörg og fjölbreytt störf sem auka við flóru atvinnugreina á okkar svæði,“ segir tenórinn.
Nýtir tækifærin til að syngja Rúnar Þór er einnig með betri tenórum á landinu og reynir eins og hann getur að syngja við hvert tækifæri sem gefst, tók það m.a. fram í starfssamningi sínum að hann þyrfti stundum að geta brugðið sér frá til að syngja. „Heimsfaraldurinn setti auðvitað strik í reikninginn í sönginn hjá mér eins og hjá mörgum öðrum listamönnum en nú horfir til betri vegar og skemmtileg verkefni framundan,“ segir Rúnar Þór en meðal þess sem framundan er hjá honum eru nýárstónleikar hans, Alexöndru Chernyshovu og Helga Más Hannessonar en þeir hafa skapað sér sess í menningarlífi Reykjaness. Tónleikarnir verða í upphafi nýs árs í Ytri-Njarðvíkurkirkju og að þessu sinni fá þau Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem gesti á tónleikana.
Rúnar Þór Guðmundsson, stórtenór og byggingafræðingur, flutti til baka til Reykjanesbæjar ásamt fjölskyldu fyrir þremur árum. Í kjölfar efnahagshrunsins flutti fjölskyldan til Noregs þar sem þau störfuðu og bjuggu í fjögur ár, Rúnar sótti sér síðan menntun í byggingafræði í Horsens í Danmörku áður en fjölskyldan hélt heim aftur. Í Innri-Njarðvík hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir í húsi sem hann hannaði og byggði sjálfur. Rúnar Þór stendur í stórræðum þessa dagana þar sem hann er hluti af stóru hönnunarteymi að byggja stærstu land fiskeldisstöð landsins í Auðlindagarðinum á Reykjanesi. Hluti af stóru teymi Rúnar Þór réð sig til starfa hjá Samherja um síðustu áramót eftir að hafa starfað hjá Verkfræðistofu Suðurnesja frá árinu 2018. Hjá Samherja er hann hluti af stóru teymi sem hefur það hlutverk að hanna fiskeldisstöð sem kemur til með að rækta lax á landi. Stöðin verður í Auðlindagarðinum á Reykjanesi í nálægð við virkjun HS Orku. „Mitt hlutverk er að safna saman upplýsingum frá verk-, fiskeldis-, flæðisverk- og líffræðingum sem eru í hönnunarteyminu og búa til þarfagreiningu, setja upp grunnplan og teikna mannvirkið. Verkefnið er stórt og flókið, margar fræðigreinar koma að þessu ferli sem hófst um
áramótin síðustu, stefnt er að skóflustungu að fyrsta áfanga haustið 2022,“ segir Rúnar Þór. Gert er ráð fyrir því að eldisstöðin taki til starfa tveimur árum síðar og byggist síðan jafnt og þétt upp í fulla stærð á nokkrum árum eftir það. Í fullri stærð verður eldisstöðin 40 þúsund tonn sem gerir hana að þeirri stærstu á Íslandi.
Fjórða iðnbyltingin í byggingarfræðum Rúnari Þór fannst þetta spennandi verkefni þegar Samherji auglýsti eftir byggingafræðingi á sínum tíma. „Unnið er í kerfi sem kallast BIM – Building information Modeling sem gerir manni
Tölvugerð mynd af áformuðu landeldi Samherja fiskeldis á Reykjanesi.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Upplifunarhótel þar sem er gaman að sofa, borða og njóta – Hótel Keflavík 35 ára og „þetta er dagurinn sem við erum að byrja upp á nýtt“ Hótel Keflavík fagnar 35 ára afmæli á þessu ári. Hótelið var opnað á þjóðhátíðardegi Noregs, þann 17. maí 1986. Þá voru tekin í notkun 22 herbergi en þeim fjölgaði í 32 síðar sama ár. Ákvörðun um opnun hótelsins var tekin þremur mánuðum fyrr. Þá var strax ráðist í steypuvinnu og hæð byggð ofan á húsnæðið við Vatnsnesveg sem þá hýsti verslunina Bústoð og Innrömmun Suðurnesja. Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Hótelstjórinn, Steinþór Jónsson, segir húsið vel byggt þó svo framkvæmdahraðinn hafi verið mikill. Þessi þriggja mánaða framkvæmdatími myndi aldrei ganga í dag þar sem kerfið er þyngra. Þar með hafði risið fyrsta hótelið á svæðinu og viðbrögðin voru misjöfn. Steinþór segir að það hafi verið raddir sem sögðu að það myndi aldrei ganga að reka hótel í Keflavík. Steinþór var þarna orðinn hótelstjóri 23 ára gamall og kominn í rekstur á hóteli með föður sínum, Jóni William Magnússyni heitnum. Jón hafði viljað opna sjúkrahótel í Keflavík en á þessum tíma voru uppi stórar hugmyndir með byggingu D-álmu við sjúkrahúsið í Keflavík. Steinþór vildi hins vegar horfa til ferðaþjónustu og það varð ofan á. „Kannski sem betur fer því D-álman kom áratugum síðar,“ segir Steinþór.
Skotar fyrstir Skoskir sjóstangaveiðimenn voru fyrstu gestir hótelsins en Steinþór segir fyrsta árið hafa gengið ótrúlega vel. Fyrstu árin var hótelið mikið notað af Varnarliðinu fyrir áhafnir sem voru að koma hingað í styttri tíma. Á þessum tíma var Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byggingu og túrismi eins og við þekkjum hann í dag var ekki til. „Það var ekki hægt að segja að þetta væri túristahótel fyrr en nokkru seinna,“ segir Steinþór. Eins og fyrr segir opnaði hótelið með 22 herbergjum í maí en um haustið opnuðu tíu herbergi til viðbótar þar sem núna er fimm stjarna hótelið Diamond Suites. Fyrstu gestirnir þar voru sovésk áhöfn á vegum Mikhail Gorbachev en á þessum
tíma var leiðtogafundur Reagans og Gorbachev í Höfða. Framkvæmdum við hæðina lauk korteri áður en áhöfnin kom til gistingar. Þrjátíu árum eftir að áhöfn sovésku forsetaþotunnar gisti á efstu hæðinni á Hótel Keflavík hafði hún gengið í gegnum miklar endurbætur og þar voru innréttaðar Diamond Suites, lúxushótel með fimm stjörnur og það fyrsta með þá stjörnugjöf á Íslandi. Diamond Suites opnuðu á 30 ára afmæli Hótel Keflavíkur þann 17. maí fyrir fimm árum. Þar er andi Versace í allri innréttingu. Síðustu ár hafa svo verið unnar miklar endurbætur á öllu hótelinu þar sem stíllinn frá Diamond Suites hefur fengið að njóta sín.
Upplifunarfyrirtæki í Keflavík – Er þetta hótelið sem þú sérð að sé málið næstu árin eða ertu alltaf að hugsa um eitthvað meira og frekari framkvæmdir? „Ég ætla að segja að ég sé búinn að uppfylla minn draum um hótel sem hefur eitthvað fram að færa umfram það sem gengur og gerist. Við erum með aðstöðu sem mörgum finnst einstök á Íslandi og við erum í Keflavík þar sem margir töldu að
Frumkvöðlarnir Unnur Ingunn Steinþórsdóttir og Jón William Magnússon.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri, og Lilja Karen, dóttir hans og aðstoðarhótelstjóri.
ekki væri endilega hægt að hafa lúxus-hótel, kannski fimm herbergja Diamond Suite, en nú erum við að tala um 70 herbergja hótel. Ég er kominn þangað sem mig langaði að vera. Til að svara hinni spurningunni hvort ég sé hættur, þá er svarið nei, þetta er dagurinn sem við erum að byrja upp á nýtt. Við erum að fara að skapa hér upplifunarfyrirtæki fyrir bæjarbúa, fyrir okkar hótelgesti og gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður á þessu svæði. Það eru
mjög margar hugmyndir í kollinum og við erum þegar byrjuð að vinna í þeim og ætlum okkur að gera stóra hluti á næstu árum.“
Spa og ráðstefnumiðstöð Meðal hugmynda sem nú er verið að skoða er nýtt anddyri inn í ráðstefnumiðstöð hótelsins og auðvelda aðgengi á milli rýma og valda sem minnstri truflun. Einnig er til skoðunar að setja upp Spa í porti við
hótelið og hæð ofan á álmu hótelsins sem stendur við Framnesveginn. Steinþór segist ekki vilja sjá einhverja línu sem er lokalína en það sé gott að fagna áfanganum, eins og nú sé gert. Þá segir Steinþór jafnframt að nú sé hann að sjá stór viðskipti verða að veruleika á hótelinu sem hefðu aldrei getað orðið að veruleika áður en ráðist var í þær breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu og það aukna þjónustuframboð sem þar er í veitingum og aðstöðu.
Séð inn á eitt af endurnýjuðum herbergjum Hótels Keflavíkur.
Gyllti salurinn er nýjasta viðbótin á Hótel Keflavík.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Uppalin á hótelinu Lilja Karen Steinþórsdóttir er aðstoðarhótelstjóri Hótels Keflavíkur. Hún er dóttir Steinþórs hótelstjóra og fædd ári eftir að hótelið opnaði. Lilja Karen hefur því nánast alist upp á hótelinu. „Ég er búin að lifa og hrærast í þessu allt mitt líf og þetta er það eina sem ég kann,“ segir Lilja Karen og hlær. – Þið leggið áherslu á að þið séuð ekki bara hótel, heldur eruð þið líka með upplifun og viðburði. „Já, það passar. Við ætlum að vera upplifunarfyrirtæki. Við erum með glænýjan sal, Gyllta salinn, og þar ætlum við að vera með ýmsa viðburði eins og leikhús, tónlistar- og menningarviðburði og núna er þar listasýning í gangi þar sem sýndar eru myndir eftir Þórunni Báru. Þá erum við búin að betrumbæta alla móttökuna á hótelinu sem er núna orðin samkomustaður í Reykjanesbæ.“ – Það er búið að vera mikið fjör hérna. „Jú, það passar. Það er mjög mikið fjör hérna á kvöldin. Fólk mætir hérna á Diamond Bar & Lounge eða KEF Restaurant og gerir sér góða stund og það er æðislegt að sjá hvað við erum að fá góðar móttökur og að þetta er að ganga upp hjá okkur. Þetta hefur gengið vonum framar og við erum virkilega ánægð.“
svo háskólann og nú er ég komin hingað aftur.“ – Þú ert með föður þínum og fjölskyldu búin að upplifa gríðarlegar breytingar í hótelrekstri á þessum árum? „Svakalegar breytingar, sérstaklega tæknilegar breytingar en einnig aukningu í ferðamennsku. Þetta er búið að vera ótrúlegt og ég hef upplifað tímana tvenna í hótelrekstri, það er óhætt að segja það.“ – Og þú heldur pabba þínum við í tæknimálum? „Já, ég geri það og er sjálf titluð kerfisstjóri hérna og við höfum uppfært mjög mikið hjá okkur. Pabbi er af gamla skólanum í þessu en við erum núna að fara inn í nýja tíma.“ KEF Restaurant og Diamond Bar & Lounge hafa fallið í góðan jarðveg hjá bæjarbúum og gestum hótelsins.
„Ekkert svæði sem hefur upp á eins margt að bjóða“
– Hvernig er hótellífið? „Það er æðislegt og ég er rosalega þakklát fyrir hótelið og að við fjölskyldan stöndum að þessu saman. Ég á yndislegar æskuminningar hérna. Svo er líka bara svo frábært að vinna hérna núna. Ég gæti ekki verið þakklátari.“ – Hvað varstu að gera fyrst? „Ég byrjaði tíu ára gömul í blómabeðunum með hundraðkall á tímann. Ég hef unnið mig hægt og rólega upp og hef verið í öllum deildum. Ég var í sumarvinnu til að byrja með, kláraði
Áhrifavaldar hafa verið duglegir að heimsækja Hótel Keflavík og Diamond Suites og hafa birt myndir eins og þessa. Mynd úr myndasafni hótelsins.
Áskorun að vera með opið í kófinu Hótel á Íslandi hafa fundið mikið fyrir Covid-ástandinu en Steinþór segir að Diamond Suites hafi verið vel bókað í Covid og sama má segja um veitingahluta hótelsins. KEF Restaurant hefur gert mikla lukku frá því hann opnaði á Hótel Keflavík og hróður eldhússins borist víða. Þá má segja frá því að Hótel Keflavík hefur verið opið í gegnum allan kórónuveirufaraldurinn. Opið var alla daga, um jól, áramót og páska. Steinþór segir að það hafi verið áskorun að vera með opið í kófinu. Í apríl 2020, þegar faraldurinn var nýbyrjaður hér á landi, var starfsfólk hótelsins komið í 50% starfshlutfall. Yfir páskana í fyrra og í tæpan mánuð ákváðu Steinþór og Hildur Sigurðardóttir, eiginkona hans, að sjá alfarið um hótelið ein. Þau fluttu á hótelið þennan tíma og sáu um allt og voru með hótelgesti allan tímann. „Við komumst í gegnum mánuðinn svona og þetta var í fyrsta lagi mjög skemmtilegt og öðruvísi en þetta var líka til að sýna okkur sjálfum og öðrum að þetta voru alvöru tímar og það þurfti að taka á þeim. Við berum ábyrgð á okkar eigin fyrirtæki. Þarna gerðum við það og erum enn að. Þetta hefur verið erfiður tími vinnulega séð og mikið álag.“ – Þið hafið gengið í gegnum ýmislegt. Var þetta Covidár öðruvísi en það sem þú hefur áður upplifað? „Já. Auðvitað hefur maður lent í öllu þegar maður hefur verið í rekstri í 35 ár. Það kom tími þegar herinn fór, við fórum í gegnum bankahrunið og höfum farið í gegnum allskonar breytingar. Auðvitað er maður aðeins betur undirbúinn og ég hef alltaf sagt að það þarf að hugsa um þessa tíma sem verða erfiðir. Ég hef alltaf reynt að taka lítil sem engin lán því ég veit að þegar koma erfiðir tímar er gott að eiga borð fyrir báru. Það er grunnur sem ég lærði strax frá mínum foreldrum, að gera það sem við getum og vinna út frá því. Það er ennþá í gildi og í þessu Covid-tímabili vorum við með miklar framkvæmdir og höfum í raun aldrei framkvæmt eins mikið. Við vorum sem betur fer byrjuð á þeim áður en faraldurinn skall á. Við vorum byrjuð á þeim framkvæmdum tveimur til þremur mánuðum fyrir Covid, að taka alrýmið hér
Steinþór Jónsson hótelstjóri og Hildur Sigurðardóttir eiginkona hans stóðu vaktina í Covid. á fyrstu hæðinni, svo og að breyta móttökunni. Við ákváðum að sjá hversu langt við gætum komist og kláruðum móttökuna og fórum inn í nýtt rými og erum í dag með 600 fermetra móttöku. Hún hefur síðan verið grunnurinn að þeirri velgengni sem við höfum notið í Covid.“ Þar nefnir Steinþór KEF Restaurant sem var opnaður fyrir tveimur árum og hefur þróast á síðustu misserum. Fólk hefur komið á hótelið, t.d. að gista á Diamond Suites og gera vel við sig í mat og drykk. Á tímabilinu hafa svo opnað Diamond Bar & Lounge ásamt Williams-stofu og Versace-stofu. Á síðustu vikum hafa svo opnað rými eins og Gyllti salurinn og VIP-herbergið. „Þetta hefur blómstrað og síðustu vikur hefur verið svo mikið að gera í veitingunum að þetta er yndislegt. Við erum með einstakt starfsfólk, veitingamenn og þjóna, svo ég tali nú ekki um mína stjórnendur og fjölskyldur, sem er grunnurinn að velgengninni.“
– Það er mikil athygli á Reykjanesi nú þegar nýlega er hafið eldgos á Fagradalsfjalli. Ef þú tekur inn í myndina hvernig staðan var fyrir gos og hverjir möguleikarnir eru í dag fyrir svæðið sem ferðamannastaður. „Þetta er allt undir okkur sjálfum komið. Við höfum besta svæðið og það er ekkert svæði sem hefur upp á eins margt að bjóða og þessi litli skagi okkar. Það er stutt á milli staða. Það eru bæði manngerðir ferðamannastaðir og einnig þeir sem skapaðir voru af almættinu. Sambland af þessu er það sem ég vil að við byggjum í rauninni á. Víkingaheimar og öll söfnin okkar, Bláa lónið og öll aðstaðan sem er þar, allar sundlaugarnar og vitarnir. Þetta í bland við eldgos, hraun og sjóinn er að búa til einstakt ferðamannasvæði. Við getum gert mikið meira og gosið er skemmtileg viðbót í þetta allt saman. Við þurfum að sjá hvernig það mun þróast uppá að-
gengi fyrir fólk að komast á staðinn. Umfjöllunin er gríðarlega mikil og kallar á fólk að koma. Hvar er gosið og við erum þar. Við segjum við útlendinga að við séum hótelið við eldgosið og við Íslendinga segjum við að við séum hótelið rétt hjá útlöndum. Við verðum að markaðssetja okkur miðað við þá markhópa sem við erum að tala við. Við eigum að geta náð Íslendingum til að koma á Reykjanesið. Það var áberandi með ferðagjöfina í fyrra að það fækkaði gistinóttum á Suðurnesjum meðan það fjölgaði annars staðar af Íslendingum. Íslendingar voru að gista hér á leiðinni úr landi, sem er gott og blessað. Í Covid höfum við náð að kynna Hótel Keflavík sem annað en viðkomustað við flugvöllinn. Við viljum að það sé hugsað um upplifunarhótel þar sem sé gaman að koma og gista, sofa, borða og njóta. Þetta sé ekki stoppistöð, heldur besta nóttin í ferðinni,“ segir Steinþór Jónsson.
Fríar sumarferðir með leiðsögn á vegum Nesvalla Boðið verður upp á ferðir með leiðsögn fyrir eldri borgara í júní og júlí. Um er að ræða 5-6 klst. ferðir með leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. Dagsetning ferðanna er eftirfarandi: 29. júní | 5. júlí | 19. júlí | 27. júlí Ferðirnar verða í boði Reykjanesbæjar og eru endurgjaldslausar. Nánari upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verða birtar á Facebooksíðu Nesvalla. Allir eldri borgarar Reykjanesbæjar hjartanlega velkomnir
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Leikskólinn Gefnarborg 50 ára Var í vel heppnuðu Erasmus+ verkefni með erlendum skólum
Leikskólinn Gefnarborg fagnaði 50 ára afmæli 10. júní síðastliðinn. Leikskólinn var byggður og stofnaður af Kvenfélaginu Gefn árið 1971. Kvenfélagið rak leikskólann til áramóta 1985–1986 en þá keypti Gerðahreppur hann og rak til 1. ágúst 1986. Eftir það var reksturinn boðinn út og hefur Hafrún Ólöf Víglundsdóttir rekið leikskólann síðan þá. Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá upphafi leikskólans bæði hvað varðar áherslur og starfsaðstæður. Hvert tímabil mótast af þekkingu og tíðaranda og síðast en ekki síst þeim mannauði sem leikskólinn býr yfir hverju sinni. Ávallt er markmiðið að bæta ofan á þá þekkingu sem fyrir er og gera gott starf betra. Tvisvar hefur verið byggt við núverandi húsnæði og í dag eru fjórar deildir starfræktar í skólanum. Árið 2019, þegar nýjasta viðbyggingin var gerð, skapaðist grundvöllur fyrir þeim áherslum sem móta að mestu þá faglegu umgjörð sem einkennir dagleg störf í leikskólanum í dag.
Erlendir samstarfsskólar Skólaárið 2020–2021 hóf leikskólinn Gefnarborg að vinna Erasmus+ samstarfsverkefni milli skóla sem á ensku heitir Inclusion through sensory integration. Samstarfsskólarnir koma frá Króatíu, Grikklandi,
Rúmeníu og Svíþjóð. Markmið verkefnisins er að stuðla að og efla félagslega þátttöku barna með skynreiðu að leiðarljósi í eftirfarandi áhersluþáttum; læsi, útinámi og sköpun. Mikilvægur þáttur í ferlinu er að skapa umhverfi sem er örvandi og hvetjandi til skynjunar út frá þessum þáttum.
Skynreiða Af hverju er leikskólinn Gefnarborg að leggja áherslu á skynreiðu? Skynreiða (e. Sensory integration) á sér stað þegar heilinn sameinar skilaboð frá fleiri en einu skynsvæði, þannig að úr verður skiljanleg heild. Dæmi: Þegar við hugsum um sítrónu tengjum við strax við reynslu okkar. Í huga okkar finnum við bragð, lykt og áferð sítrónunnar og við sjáum einnig fyrir okkur lit og form hennar. Skynreiða þroskast samhliða eðlilegum þroska hjá börnum, þegar börn byrja að velta sér, skríða, ganga og leika. Hver einasta mannvera uppgötvar heiminn í gegnum skynfæri. Í Gefnarborg leitum við leiða til að viðhalda þessari eðlislægu leið barna til að læra og þroskast. Flestir þekkja skilningarvitin fimm; heyrn, sjón, lykt, snerting og bragð. Við leggjum einnig áherslu á jafnvægisskyn, líkamstöðuskyn og líffæraskyn.
Verkefninu er skipt upp í þrjú tímabil með mismunandi áherslum, skólaárið 2020–2021 hefur verið lögð áhersla á læsistengda skynjun. Þar höfum við unnið með barnabækur með áherslu á alla læsisþætti og á sama tíma eflt skynreiðu barna. Í endurmati starfsfólks kemur fram að það hafi öðlast aukinn skilning á hvernig hægt er að vinna með börnum á fjölbreyttan hátt. Það hafi lært inn á skynsviðin og mikilvægi þeirra. Starfsfólk er betur meðvitað um hvaða skynfæri er verið að vinna með hverju sinni og hvaða leiðir er hægt að fara til að örva þau. Hver bók býr yfir hafsjó af tækifærum til að efla málþroska og skynreiðu barna eða eins og einn starfsmaður nefndi: „Þú ert ekki bara að lesa, heldur hugsar þú hvað þú ætlar að gefa börnunum með lestrinum.“ Starfsfólk upplifði meiri skilning hjá börnunum, aukinn og fjölbreyttari orðaforða, upplifði meiri spennu og ánægju bæði hjá sér og börnunum. Starfsfólk leikskólans er komið með meiri þekkingu á læsistengdri skynjun og hlakkar til að bæta ofan á þá þekkingu í áframhaldandi starfi.
Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Kennsluvélar Flugakademíu Íslands í oddaflugi yfir eldgosinu á Reykjanesskaga Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta myndefnið í markaðs- og kynningarstarfi. Óhætt er að segja að yfirflug vélanna hafi vakið athygli heimafólks á Suðurnesjunum enda eru oddaflug sem þessi ekki algeng hér á landi. Samkvæmt Alexöndru Tómasdóttur, markaðsstjóra Flugakademíu Íslands, var tilgangur flugferðarinnar tvíþættur. „Annars vegar vegna fyrirspurnar Diamond flugvélaframleiðandans um myndatöku af Diamond vélum Flugakademíunnar yfir gosinu og hins vegar til að fagna því að á dögunum útskrifuðust fyrstu atvinnuflugmenn skólans undir nýju heiti Flugakademíunnar.“ Alexandra bætir við að dagurinn hafi verið einstaklega skemmtilegur dagur. „Ég held að óhætt sé að segja að allir þeir sem komu að þessu verkefni og urðu vitni af fluginu hafi haft gaman af.“
Bjartir tímar framundan í fluginu Þess má geta að til þess að oddaflug sé framkvæmt af öryggi þarf að huga að fjölmörgum atriðum, flugmenn þurfa að vera einstaklega vel samstilltir og flugið skipulagt í þaula. Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands, og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, flugu fremstu vélunum og stýrðu fluginu. „Þetta gekk mjög vel, fylkingarflug krefst undirbúnings og þjálfunar
og nýttum við tækifærið til að æfa þetta vel. Okkar reynslumestu flugkennarar fengu þetta verkefni og leystu það mjög vel af hendi,“ sagði Kári Kárason að loknu fluginu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í svona öðruvísi flugverkefnum og vonandi getum við gert meira af þessu á flughátíðum og flugsýningum. Það eru þrátt fyrir allt bjartir tímar framundan í fluginu, flugfélög farin að
ráða flugmenn aftur og við finnum fyrir auknum áhuga á flugnámi sem eru frábærar fréttir.“
Kennsluvélarnar merktar með nýju merki Flugakademíu Íslands Eftir sameiningarferli Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands á síðasta ári hafa skólarnir nú sameinast undir
nafni og merkjum Flugakademíu Íslands, sem er fyrir vikið einn af stærstu og öflugustu skólum Norðurlandanna. Kennsluvélarnar sem tóku þátt í oddafluginu yfir Geldingadölum eru allar merktar nýju merki Flugakademíu Íslands en H:N Markaðssamskipti höfðu umsjón með gerð nýs hönnunarstaðals skólans. Ljósmyndari flugsins var Þráinn
Kolbeinsson, sem hefur meðal annars farið mikinn í myndatökum á Reykjanesinu að undanförnu. Opið er fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflug Flugakademíu Íslands til 30. júlí og geta áhugasamir umsækjendur mætt á kynningardag í verklegri aðstöðu skólans á Reykjavíkurflugvelli 24. júní næstkomandi til að kynna sér námið.
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 23. júní 2021 // 25. tbl. // 42. árg.
KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Pepsi Max-deild kvenna:
Kristrún Ýr tryggði Keflavík sigur Keflavík - Tindastóll 1:0
Keflvíkingar unnu sinn annan leik í röð í Pepsi Max-deild kvenna þegar Tindastóll kom í heimsókn á laugardag. Bæði lið eru nýliðar í deildinni og baráttan bar fegurðina ofurliði í leiknum. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik þar sem hvorugu liði tókst að skapa sér færi en Keflvíkingar fengu óskabyrjun í seinni hálfleik þegar Kristrún Ýr Holm skoraði eftir hornspyrnu og mikinn darraðadans fyrir framan mark Tindastóls (49’). Mikil barátta einkenndi leikinn og eftir að leikmaður Tindastóls reyndi í pirringi að sparka í liggjandi Keflvíking, og fékk aðeins að líta gult spjald fyrir athæfið, jókst harkan verulega. Keflvíkingar voru talsvert betri aðilinn í seinni hálfleik og í raun ótrúlegt að þær hafi aðeins skorað eitt mark en það geta Stólarnir þakkað frábærum markverði sínum sem varði eins og berserkur oft á tíðum. Eftir sigurinn er Keflavík komið í sjötta sæti deildarinnar með níu stig. Mark Keflavíkur: Kristrún Ýr Holm (49’).
Pepsi Max-deild karla:
2. deild karla:
Keflavík - Leiknir R. 1:0
Reynir - Magni 2:2 Reynismenn höfðu höfðu eins marks forystu í hálfleik (2:1) en í þeim síðari fækkaði í hópnum hjá þeim þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það leit allt út fyrir að Reynir ætlaði að sigla sigrinum heim en á þriðju mínútu uppbótartíma jöfnuðu Magnamenn. Reynismenn halda toppsætinu en KV er jafnt þeim að stigum.
Kemst ekkert annað að en fótbolti
Mörk Reynis: Magnús Magnússon (4’ og 36’).
Nýliðar Keflavíkur hafa verið á uppleið í Pepsi Max-deild kvenna að undanförnu og hafa sýnt það í tveimur síðustu leikjum, sigurleikjum gegn Tindastóli og Íslandsmeisturum Breiðabliks, að þær eiga vel heima í efstu deild. Liðið nær vel saman enda fjölmargir góðir leikmenn þar á bæ. Kantmaðurinn Amelía Rún Fjeldsted er ein af ungu og efnilegu leikmönnum Keflavíkur og var hún m.a. kölluð inn í æfingahóp U19 landsliðsins í júní. „Ég þurfti því miður að draga mig út úr hópnum vegna meiðsla eftir leikinn á móti Breiðabliki en það koma önnur tækifæri. Ég einbeiti mér bara að því að spila með mínu liði,“ segir Amelía sem var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Keflavíkur, árið 2018. Þá var henni var skipt inn á í seinni hálfleik gegn Sindra í Inkassodeildinni og skoraði tvö mörk. Síðan þá hefur Amelía verið í hópnum í flestum leikjum Keflavíkur. „Ég er úr Sandgerði og byrjaði að æfa fótbolta fyrst með sameiginlegu liði Sandgerðis og Garðs, síðan fór ég í RKV (sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis) og svo lá leiðin í Keflavík þar sem ég hef verið síðan.“
Amelía Rún í búningi RVK. – Hefurðu aldrei verið í neinu öðru en fótbolta? „Nei ... eða jú, ég æfði fimleika í smá tíma þegar ég var yngri en það gekk ekki upp, ég var alltaf að meiða mig. Svo þurfti maður að velja og ég valdi auðvitað fótboltann.“ – Nú hefur þú eiginlega verið í hópnum síðan þú varst fjórtán ára, hver eru þín markmið? „Mín markmið eru bara að standa mig vel með mínu liði, Keflavík. Svo er það náttúrlega bara auka ef maður kemst í landsliðið – það er auðvitað markmið að komast þangað. Ég á þrjá leiki með U15 landsliðinu, þá fórum við út til Víetnam sem var upplifun – öðruvísi en gaman.“
Markaskorarinn Kristrún Ýr.
Joey Gibbs er búinn að reima skotskóna á sig.
Langar að verða tannlæknir Amelía vinnur í sumar í bæjarvinnunni í Sandgerði við að mála á bryggjunni. „Á sumrin fer ég bara í vinnuna á morgnana, svo fer ég heim og á æfingu. Þar fyrir utan er ég voða róleg. Ég hef þannig séð engin önnur áhugamál fyrir utan fótboltann, nema að vera með vinum mínum, fjölskyldunni og svoleiðis. Á veturna er ég á raunvísindabraut í FS og stefni á að verða tannlæknir í framtíðinni – en ég hef líka áhuga á að fara í íþróttafræði svo það gæti alveg breyst.“
Kærustuparið og Daníel Orri, litli bróðir Amelíu. Amelía er í sambandi með Björgvini Bjarna Elíassyni sem er markvörður í 2. flokki sameiginlegs liðs Reynis, Keflavíkur og Víðis. „Hann er líka Sandgerðingur og við erum búin að vera saman í tvö og hálft ár. Svo á ég nokkur systkini, einn bróður, við erum alsystkini, tvö hálfsystkini og nokkur stjúpsystkini. Þau sem æfa íþróttir eru öll í fótbolta. Pabbi minn, Hjörtur Fjeldsted, lék líka með Keflavík áður fyrr – það er voða mikil fótbolti allt í kringum mig,“ segir knattspyrnukonan Amelía Rún að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Keflvíkingar tóku á móti Leiknismönnum í Pepsi Maxdeild karla um helgina og höfðu sigur í öðrum leiknum í röð – og aftur reimaði Ástralinn Joey Gibbs á sig skot skóna og skoraði í sínum fjórða leik í röð. Fyrstu mínúturnar hreinlega óðu Keflvíkingar í færum og í raun ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn fyrr en á sjöttu mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu þar sem Gibbs var réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið. Sterk vörn Keflavíkur tryggði öll þrjú stigin og með sigrinum fer Keflavík upp fyrir Leikni, í níunda sæti með níu stig. Aðeins einu stigi munar á Keflavík og liðunum í sjöunda (Fylkir) og áttunda sæti (Stjarnan) en Keflavík hefur leikið einum leik færri en Fylkir og tveimur leikjum færri en Stjarnan. Mark Keflavíkur: Joey Gibbs (6’).
Lengjudeild karla:
Grindavík - Grótta 1:0 Grindvíkingar tóku á móti Gróttu í Lengjudeild karla og höfðu betur á dramatískum lokamínútum. Grindavík hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína. Leikurinn einkenndist af baráttu og hörku en mikið jafnræði var á með liðunum. Það voru Grindvíkingar sem komust yfir í fyrri hálfleik en Gróttumenn náðu að jafna leikinn í þeim seinni. Bæði lið sköpuðu sér færi það sem eftir lifði leiks en á 85. mínútu varð vendipunktur í leiknum þegar leikmanni Gróttu vikið af velli með sitt annað gula spjald. Grindvíkingar náðu að nýta sér liðsmuninn með tveimur mörkum í uppbótartíma. Grindavík komið í annað sæti deildarinnar með fimmtán stig. Mörk Grindavíkur: Sigurður Bjartur Hallsson (39’ og 90’+3, víti) og Sigurjón Rúnarsson (90’+1).
Lengjudeild kvenna:
Grindavík - ÍA 2:3 Grindvíkingar komust í forystu á 40. mínútu en Skaga stúlkur jöfnuðu leikinn aðeins mínútu síðar. ÍA náði tveggja marka forystu í seinni hálfleik en Grindavík minnkaði muninn í eitt mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Lengra komust þær ekki og Grindavík situr í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex umferðir. Mörk Grindavíkur: Viktoría Sól Sævarsdóttir (40’) og Christabel Oduro (73’).
2. deild karla:
Leiknir F. - Þróttur 1:2 Þróttarar fengu draumabyrjun og komust yfir á þriðju mínútu. Leiknir jafnaði leikinn í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. Þróttur skoraði eina mark seinni hálfleiks og eru nú komnir í þriðja sæti, einu stigi á eftir Reyni og KV. Mörk Þróttar: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (3’) og Alexander Helgason (78’).
2. deild karla:
Haukar - Njarðvík 1:1 Ekkert mark var skoraði í fyrri hálfleik í leik Njarðvíkur og Hauka en skömmu áður en blásið var til leikhlés misstu Haukar mann af velli og Njarðvíkingar því einum fleiri í síðari hálfleik. Njarðvíkingar komust yfir í seinni hálfleik og héldu forystunni þar til á fimmtu mínútu uppbótartíma að Haukar fengu dæmda vítaspyrnu. Spyrnuna Blakala var varði Robert Blakala en dómnærri því arinn lét endurtaka spyrnuna þar að tryggja sem hann var kominn af línunni Njarðvík þegar spyrnan var tekin. Haukar öll stigin. skoruðu í seinni tilrauninni og tóku annað stigið. Njarðvík er í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir ÍR sem hefur leikið einum fleiri leiki. Mark Njarðvíkur: Kenneth Hogg (59’).
3. deild karla:
Víðir - Elliði 0:4 Það gengur hvorki né rekur hjá Víðismönnum þessa dagana, þeir töpuðu illa fyrir Elliða í byrjun vikunnar. Víðir sem féll úr 2. deild þarf á naflaskoðun að halda en liðið hefur nú ekki unnið leik síðan í lok maí og situr fyrir neðan miðja deild. Þröstur Ingi hefur haft í nógu að snúast í marki Víðis á tímabilinu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Njarðvíkingar stóðu sig vel á stærstu fangbragðamótum sem haldin hafa verið á Íslandi
MÁR GUNNARS FER TIL TOKYO
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, annar aðalþjálfara glímudeildar Njarðvíkur, náði bestum árangri í flokki fullorðinna.
Guðmundur Stefán Gunnarsson (l.t.h.) lenti í þriðja sæti í þungavigtinni.
Um helgina fór fram stærsta fangbragðamót í flokki fullorðinna sem haldið hefur verið á Íslandi þegar um 100 fullorðnir keppendur tóku þátt á Mjölnir Open sem haldið var í fimmtánda skipti. Njarðvíkingar sendu sjö keppendur á mótið og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði. Besti árangur Njarðvíkinga kom í hlut Heiðrúnar Fjólu Pálsdóttur sem varð önnur í sínum flokki og með árangrinum vann hún sér inn keppnisrétt í opnum flokki kvenna. Guðmundur Stefán Gunnarsson rifjaði upp gamla takta og varð þriðji í þungavigtinni en sjáanlegt var að úthaldið er farið að láta undan síga hjá kappanum.
Fjórir Mjölnismeistaratitlar til Njarðvíkinga
Mjölnir Open unglinga fór fram fyrr í mánuðinum og var það hið glæsilegasta þar sem 97 einstaklingar voru skráðir til leiks. Keppt var í aldurs- og þyngdarflokkum og í opnum flokki drengja og stúlkna fjórtán til sautján ára. Ellefu keppendur tóku þátt fyrir hönd glímudeildar Njarðvíkur og náðu þau frábærum árangri. Vignir Nói Helgason, Jökull Logi Björgvinsson, Helgi Þór Guðmundsson og Mariam Badawy sigruðu öll sína flokka og hlutu Mjölnismeistaratitil. Sigmundur Þengill Þrastarson, Jóhann Ari Jakobsson og Jóhannes Pálsson
hrepptu annað sætið í sínum flokkum og þær Shukran Aljanabi og Heiða Dís Helgadóttir hlutu brons í sínum flokki en Heiða keppti aldursflokki upp fyrir sig. Í opnum flokki unglinga komst Jóhannes í undanúrslit en tapaði þeirri viðureign en vann viðureignina um þriðja sætið. Mariam Badawy fékk undanþágu til að keppa í opna flokknum en hún er aðeins tólf ára gömul og fislétt. Hún sigraði þrjár viðureignir sama og tvær efstu höfðu gert og varð því að grípa til þess ráðs að telja uppgjafartök sem höfðu borið árangur. Mariam varð undir í þeirri talningu og varð þriðja sem er alveg ótrúlegur árangur. Njarðvíkingar komu því klifjaðir heim með fjögur gull, þrjú silfur og fjögur brons.
Lýðheilsuvísar fyrir Suðurnes ingu og íbúar sofa einnig of lítið á þessu svæði. Munur á heilsu og líðan eftir svæðum er þekkt um allan heim og til að draga úr þessum mun þarf að fylgjast með mælikvörðum. Mikilvægt er að leggja áherslu á að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsu og vellíðan allra. Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag eins og öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og geta þau og heilbrigðisþjónusta ásamt hagsmunaaðilum unnið saman að því að bæta heilsu allra. Þættir sem teknir eru fyrir í lýðheilsuvísum fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Mikilvægt er fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum að taka lýðheilsuvísa föstum tökum og vinna markvisst að aðgerðum sem stuðla að bættri heilsu íbúa. Fjölmargir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan en sumum áhrifaþáttum heilsu er ekki hægt
„It’s finally confirmed. Már to Tokyo 2021. Paralympics here I come!“ tilkynnti Már á Facebook. Mynd af Facebook-síðu Más
Frá æfingu hjá glímudeild Njarðvíkur. Myndir: Torfi Þór Tryggvason
GLÍMUÆÐI Í REYKJANESBÆ
Sprenging í glímuíþróttum í Reykjanesbæ
Svo virðist sem glímuæði hafi gripið um sig í Reykjanesbæ en fjölmargir hafa verið að mæta og prófa hinar ýmsu tegundir af fangbrögðum. Glímudeildin býður upp á kennslu í fjölmörgum glímutegundir, þær helstu sem eru í boði eru glíma, Backhold, júdó, Brazilian Jiu Jitsu og Submission Wrestling. Vinsælasta sportið í dag er án efa Brazilian Jiu Jitsu en svo fylgja aðrar fangbragðategundir fast á eftir. Frábær stemmning er á æfingum og segja nýir iðkendur að það sé eins og að vera innan um sína aðra fjölskyldu að mæta á æfingu hjá glímudeildinni.
FRÍSTUNDIR.IS
Njarðvíkingurinn Vignir Nói Helgason hefur náð undirtökum í sinni glímu.
Nýjustu lýðheilsuvísar frá Embætti landlæknis voru kynntir á dögunum en þeir eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan íbúa. Þeim er ætlað að auðvelda heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna á sínu svæði, finna styrkleika og áskoranir og vinna markvisst að því að bæta heilsu íbúa. Nýjustu tölur um Suðurnesin þar sem við vorum frábrugðin öðrum á landinu var að íbúafjölgun var mest, fleiri framhaldsskólanemar meta andlega heilsu sína góða, fleiri sérfræðinga heimsóknir, fleiri glíma við fjárhagserfiðleika, einmanaleiki fullorðinna er meiri og fleiri fullorðnir meta líkamlega og andlega heilsu slæma. Á Suðurnesjum fjölgar öryrkjum milli ára, íbúar reykja meira en aðrir á landinu, fleiri fullorðnir sem stunda enga rösklega hreyf-
Már Gunnarsson, sundkappi úr ÍRB, er á leið á Ólympíuleika fatlaðra sem fram fara í Tokyo dagana 24. ágúst til 4. september. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo en auk Más er frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson frá FH og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR valin. Öll fjögur áunnu Íslandi þessi fjögur sæti við leikana með árangri sínum.
Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum
að breyta, eins og tengdum aldri og erfðum en margir þættir heilbrigðis eru þess eðlis að hafa má áhrif á þá og stuðla að bættri heilsu og vellíðan einstaklinga og minnka líkur á sjúkdómum. Til dæmis með betri lifnaðarháttum sem tengjast áfengis- og tóbaksneyslu, mataræði, hreyfingu og svefni og bæta félagsleg samskipti. Með því að hafa heilsu og líðan að leiðarljósi í allri stefnumótun og aðgerðum má skapa umhverfi og aðstæður í samfélögum sem stuðla að betri heilsu og vellíðan allra. www.landlaeknir.is
STYRKT AF
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði, MBA. Aðalmaður í lýðheilsuráði og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
vinalegur bær
JóiPé og Króli í Hljómahöll JóiPé og Króli verða með tónleika í Hljómahöll næstkomandi fimmtudaginn 24. Júní kl. 20:00. JóiPé og Króli fara ásamt hljómsveit í ferðalag hringinn í kringum landið og spila á fjórtán tónleikum í jafnmörgum bæjarfélögum! Þeir félagar hafa þrátt fyrir ungan aldur gefið út fimm plötur á sex árum sem eru hver annarri ólíkari og kom sú nýjasta, Í miðjum kjarnorkuvetri, út á síðasta ári. Lög þeirra hafa slegið hvert metið á eftir öðru í hlustunum, þeir hlotið bæði Hlustenda- og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir verk sín og svo mætti lengi telja. Drengirnir eru spenntir að mæta og spila öll sín bestu lög þar sem stuð og stemning verður í fyrirrúmi.
Hljómsveitarstjórn/gítar: Hafsteinn Þráinsson Bassi: Starri Snær Valdimarsson Trommur: Ísak Emanúel Glad Róbertsson Hljómborð/trompet: Kári Hrafn Guðmundsson Plötusnúður/þeytisnælda/munnharpa: Axel Magnús Kristjánsson
Hin unga og efnilega Gugusar sér um að hita upp. Athugið: Aðeins eru 100 sæti í boði á tónleikana. Gestir skulu bera andlitsgrímu. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikar hefjast kl. 20:30.
Vinna við lagningu gervigrass á nýjann knattspyrnuvöll vestan Reykjaneshallar er hafin. Völlurinn verður tekinn í notkun eftir nokkrar vikur en formlega vígður á Ljósanótt í september með lýsingu og tilheyrandi. Myndin var tekin í síðustu viku af sígræna vellinum sem á eftir að breyta miklu fyrir fótboltann í Reykjanesbæ.
Ef það er eitthvað sem við Íslendingar þreytumst ekki á að tala um þá er það veðrið. Ég ólst upp við að hlusta á veðurfréttir Veðurstofu Íslands í Ríkisútvarpinu í botni. Þær glymja enn í hausnum á mér eftir öll þessi ár. Pabbi var sjómaður og veðurfréttir voru eitthvað sem hann missti ekki af. Við Íslendingar tölum mikið um veðrið og veðurspá. Veðurútlit yfir sumartímann er vinsælt umræðuefni í öllum landshlutum. Enda ekkert skrýtið þegar við hýrumst inni við megnið af árinu. Hvernig sumar ætli við fáum í sumar? Veturinn var nú frekar mildur, ætli sumarið verði þá ekki slæmt? Ætli það verði hlýtt fyrir sunnan í sumar, eða ætli Akureyringar fái góða veðrið enn eitt sumarið? Hef sjálf alltaf verið frekar heitfeng. Alveg frá unga aldri samkvæmt mömmu. Var sett nánast án fata út í vagn til að taka blund og samt alltaf kófsveitt. Ekki eltist þetta af mér. Var samkvæmt sömu heimild „óþolandi ofvirk“ og því alltaf rjóð í kinnum og léttklædd. Alltaf að kafna úr hita, nánast sama hvernig viðraði. Það kemur því ekki á óvart að ég er
AUGLÝSING
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR afar sátt við íslenskt veðurfar. Það hjálpar að ég stunda mikið skíði á veturna og elska því þegar snjórinn lætur sjá sig. En haustið er klárlega minn uppáhalds árstími. Finnst fátt dásamlegra en þegar það fer að rökkva og kólna pínulítið. Kveikja á kertum og baka pönnukökur á sunnudögum. Haustlitirnir eru líka í uppáhaldi, svona eins og forleikur að nýju upphafi. Allt fer aftur í gang eftir sumarið sem aldrei kom og allir biðu eftir. Samt erum við svekkt yfir veðrinu ár eftir ár, alveg sama hversu oft við upplifum kalt eða rigningarsamt sumar. Í dag er 22. júní og tveir
Mundi Þá er gríman farin og ég orðinn bólusettur ...
Veðravíti og veðurkvíði LOKAORÐ
HLJÓMSVEITINA SKIPA:
Gervigrasvöllur vígður formlega á Ljósanótt
mánuðir þangað til skólarnir hefjast á nýjan leik. Hitastigið hefur varla skriðið upp fyrir tíu gráðurnar í júní og spáin gerir ráð fyrir svipuðu veðri eins langt og spákúlan nær. Spekúlantar segja að þetta sé af því að veturinn hafi verið of góður. Maður veltir því fyrir sér hvort að veðurkarma sé raunverulegt. En þetta veðurfar hentar mér ágætlega því ég er ekki bara heitfeng að upplagi heldur bættist breytingarskeiðið við hjá mér fyrir u.þ.b. fimm árum. Það var nú heldur betur til að gleðja eða hitt þó heldur. Get samt ekki kvartað því skapsveiflurnar sem eiga að fylgja hafa verið í lágmarki (samkvæmt heimilismeðlimum) en ég þarf nánast að vera á stuttbuxum alla daga í tíu gráðunum. Já, ég vil kulda og rok. Sólin má samt alveg láta sjá sig því maður þarf jú að fá sitt D vítamín. Annars getur maður alltaf tekið það í töfluformi eins og við Íslendingar ættum öll að gera. Hættum bara að kvarta yfir veðrinu og klæðum okkur eftir aðstæðum, nú eða ekki. Við verðum að sætta okkur við að við búum á Norðurhveli jarðar, sem betur fer segi ég.
Yfir 100 brottfarir á viku hjá Icelandair frá Keflavíkurflugvelli Icelandair mun ná þeim áfanga í þessari viku að vera með yfir 100 brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Það markar ákveðin tímamót því þetta er í fyrsta sinn frá því um miðjan mars 2020 sem félagið er með yfir 100 brottfarir á einni viku. Vikuna 9. til 15. mars 2020 tóku ferðatakmarkanir gildi vegna COVID-19 faraldursins, fyrst í Bandaríkjunum og stuttu síðar í Evrópu.
PIPAR \ TBWA • SÍA
25% AFSLÁTTUR CHAR-BROIL GÆÐAGRILL GRILLAÐU EITTHVAÐ GOTT Í SUMAR
GASGRILL 3400S PL BIG EASY
Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar
Steikarofn, reykofn og grill
Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. Fæst í Rekstrarlandi, útibúum Olís um land allt og á charbroil.is.
af grillum og aukahlutum Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu.
NJARÐVÍK SÍMI 421-1000