Víkurfréttir 26. tbl. 40. árg.

Page 1

r u d n æ b a l g u F i t o k r u ð r o í N

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Í MIÐOPNU

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða sækja í Nettó Krossmóum.

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

Loftvarnir í lagi við Norðurkot! VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

Átján mánaða fái inni á leikskólum í Suðurnesjabæ Inntökualdur barna í leikskólana Gefnarborg í Garði og og Sólborg í Sandgerði verður samræmdur í 18 mánaða frá og með ágúst 2019. Mótaðar verða nýjar og samræmdar innritunarreglur fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ þar sem m.a. verði ákvæði um aðgengi að leikskólum milli hverfa. Innritunarreglur leikskóla voru samþykktar samhljóða á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á dögunum. Þá verður lögð áhersla á að leita leiða til að efla dagforeldraþjónustu í Suðurnesjabæ og horft til þess að húsnæðið Skerjaborg að Stafnesvegi 15 verði nýtt fyrir slíka starfsemi.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ekki sammála Landsneti:

Vill Suðurnesjalínu 2 í jörð „Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga leggur til að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð, í stað loftlínu eins og aðalvalkostur Landsnets gerir ráð fyrir. Sé litið til aðalskipulags sveitarfélagsins fellur valkostur B, jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut, best að því. Bæjarstjórn setur þó þann fyrirvara að sá valkostur verði einungis valinn, að heimild Vegagerðarinnar fáist til að leggja strenginn á þegar raskað land á s.k. veghelgunarsvæði. Sé það ekki gerlegt er það mat bæjarstjórnar að þá skuli frekar valinn valkostur A, jarðstrengur meðfram Suðurnesjalínu 1, enda fari þá jarðstrengurinn um þegar raskað svæði að stærstum hluta,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga á umsögn um fummatsskýrslu Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2 en bæjarstjórnin fundaði um málið á mánudagskvöld. „Það er mat bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga að hagsmunir samfélagsins á Suðurnesjum séu brýnir og þeir réttlæti að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð. Bæjarstjórn hvetur

stjórnvöld til að líta til þeirra þátta sem nefndir eru í greinargerðinni svo Landsnet fái heimild til að hefjast handa sem fyrst við lagningu Suðurnesjalínu 2 í jörð.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga vill að lokum árétta mikilvægi þess að afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum verði tryggt, sem og að flutningsgetan verði aukin í takt

við auknar þarfir ört vaxandi landshluta,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga sem var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Frá Sveitarfélaginu Vogum.

Eldri borgarar og öryrkjar fái 30% afslátt á tjaldstæðinu Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur tekur undir með starfsmanni tjaldsvæðis Grindavíkur og leggur til við bæjarráð að gjaldskrá tjaldsvæðisins verði breytt þannig að eldri borgarar og öryrkjar fái 30% afslátt. Í Grindavík er rekið eitt glæsilegasta tjaldstæði landsins sem er vel sótt af bæði innlendum sem og erlendum ferðalöngum.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

Ný þjónustumiðstöð

SPURNING VIKUNNAR

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

sveitarfélagsins rís í Vogum Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga standa nú yfir í Vogum. Þjónustumiðstöðin er að rísa á lóðinni sem er næst bæjarskrifstofunum, í Iðndal 4.

Nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga rís nú við Iðndal 4 í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Um er að ræða myndarlegt stálgrindarhús, sem mun uppfylla þarfir umhverfisdeildar sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri starfsemi fylgir. Í hönnuninni er gert ráð fyrir þvottastæði fyrir almenning þar sem fólk

getur loks þrifið bíla sína. Síðast en ekki síst verður sérrými afmarkað í húsinu þar sem einn af dælubílum Brunavarna Suðurnesja verður framvegis staðsettur. Það styttir til muna útkallstíma slökkviliðsins, segir á vef Sveitarfélagsins Voga.

Björgvin Bjarni Elíasson 14 ára: „Tortilla og hamborgari. Ég kann sjálfur að hita tilbúna pitsu.“

GERVIGRAS OG NÝTT FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS Í REYKJANESBÆ „Mikilvægt er að koma til móts við vaxandi starfsemi íþróttafélaganna í Reykjanesbæ og sett verði framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir alla íbúa sem eru samnýtt af íþróttafélögum innan bæjarins.“ Þetta kemur fram í bókun íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar vegna stefnumótunar íþróttamannvirkja og íþróttasvæða Reykjanesbæjar. Þá segir: „Í framhaldi af vinnu Capacent á stefnumótun í aðstöðu og íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ er ljóst að sameiginleg nýting mannvirkja og íþróttabúnaðar er skynsöm nýting á skattfé, aðgengi betra fyrir íbúa og stuðlar að aukinni þátttöku barna í íþróttum. Íþrótta- og tómstundaráð (ÍT-ráð) er sammála ályktunum úr skýrslu Capacent um að bæta þurfi nýtingu á íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ í samstarfi við skóla og íþróttafélög. Framtíðarstefna Reykjanesbæjar skal stuðla að sameiginlegri nýtingu mannvirkja, uppbyggingu miðlægs íþróttasvæðis og hagkvæmri aðstöðu fyrir bæjarbúa. ÍT-ráð leggur áherslu á að eftirfarandi framkvæmdir við íþróttamannvirki verði settar á fjárhagsáætlun á næstu árum. Uppbygging aðstöðu og íþróttamannvirkja verði reglulega endurskoðuð í samræmi við framtíðarsýn bæjarins.“ Á árinu 2019 verður unnið með niðurstöður Capacent og stillt upp þörfum íþróttafélaganna varðandi Afreksbraut. Þá verður teiknað upp framtíðarsvæði

við Afreksbraut í samstarfi við USK og ÍT-ráð og áhersla lögð á að tengja hjólaog göngustíga úr nærliggjandi hverfum. Á árinu 2020 verður hafist handa við byggingu á fullbúnum gervigraskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík með stúku og búningaaðstöðu vestan

Reykjaneshallar. Ný áhaldageymsla verður byggð við Reykjaneshöll. Árið 2021 verður hafist handa við hönnun á fjölnota íþróttahúsi við Afreksbraut sem staðsett verður á svæðinu milli æfingavalla Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu. Í íþróttahúsinu verður keppnisvöllur fyrir körfuknattleiksdeildir Reykjanesbæjar, framtíðaraðstaða fyrir fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir.

Á árunum 2022–2026 verður hafist handa við byggingu fjölnota íþróttahúss sem verður byggt í áföngum. ÍT-ráð leggur áherslu á að keppnishús fyrir körfuknattleik og aðstaða fyrir fimleikadeild verði byggð í fyrstu áföngum byggingarinnar. Fyrrgreindar tillögur verða unnar í samráði við aðalstjórnir beggja félaga og er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða formenn til fundar,“ segir í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.

Magnús Pétur Magnússon Landmark 13 ára: „Bjúgu, pylsur, makkarónusúpa og steinbítur. Ég kann sjálfur að elda pulsurétt með banana, eplum og bökuðum baunum.“

Gervigrasvöllur vestan við Reykjaneshöll og nýtt fjölnota íþróttahús, skv. tillögu.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Ólafur Fannar Þórhallsson 16 ára: „Kjúklingaborgari frá Villa. Heima get ég ristað brauð.“

Fleiri sveitarfélög komi að borðinu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd Fulltrúar dómsmálaráðuneytis funduðu á dögunum með velferðarráði Reykjanesbæjar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en Útlendingastofnun er með umfangsmikla starfsemi í Reykjanesbæ og þjónustusamning við Reykjanesbæ vegna hluta af sínum skjólstæðingum.

845 0900

Logi Halldórsson 15 ára: „Sushi og hamborgari. Ég bý til samlokur heima og bý til pasta og stundum sýð ég pulsur handa öllum heima.“

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Í fundargerð velferðarráðs segir: „Velferðarráð þakkar fulltrúum dómsmálaráðuneytisins fyrir kynningu þeirra. Eins og áður hefur komið fram hafa Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær gert þjónustusamning við Útlendingastofnun en önnur sveitarfélög alfarið getað neitað aðkomu. Velferðarráð minnir enn og aftur á mikilvægi þess að skýr stefna verði

mótuð í málaflokknum og að fleiri sveitarfélög komi að borðinu. Huga þarf að stefnumótun á verklagi við móttöku með öðrum sveitarfélögum. Fulltrúar Reykjanesbæjar eru tilbúnir að taka þátt í þeirri vinnu. Velferðarráð leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun varðandi málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd.“

Steinþór Stefánsson 15 ára: „Pasta og allt ítalskt finnst mér gott. Stundum bý ég sjálfur til samlokur með osti, kryddsalti og smjöri, sem ég set í örbylgjuofn.“

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is


Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélags landsins með um 19 þúsund íbúa. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmslof og tækifæri til starfsþróunar. Framtíðarsýn Reykjanesbæjar; Fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, virðingu og eldmóði. Við óskum eftir að ráða til okkar öflugt fólk til að ganga til liðs við stjórnendahóp bæjarins sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Það sem einkennir lykilstarfsfólk Reykjanesbæjar er teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni.

Aðstoðarmaður bæjarstjóra

Lýðheilsufræðingur

Reykjanesbær auglýsir starf aðstoðarmanns bæjarstjóra laust til umsóknar. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum einkenna aðstoðarmann bæjarstjóra ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni.

Reykjanesbær auglýsir starf lýðheilsufræðings laust til umsóknar.

Starf aðstoðarmanns felur í sér að aðstoða bæjarstjóra við dagleg verkefni. Aðstoðarmaður undirbýr fundi og viðburði sem bæjarstjóri tekur þátt í sem og ýmis verkefni og samskipti. Aðstoðarmaður tekur á móti og greinir ýmis erindi sem berast bæjarstjóra og kemur í réttan farveg.

Lýðheilsufræðingur sinnir verkefnum á sviði forvarna og lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ og vinnur að uppbyggingu heilsueflandi samfélags í samræmi við lýðheilsustefnu. Hlutverk lýðheilsufræðings er að vinna að forvarnarmálum í sinni breiðustu mynd í góðu samstarfi við aðra starfsmenn, svo sem íþrótta-og tómstundafulltrúa.

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum einkenna lýðheilsufræðing ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni.

Vinnutími aðstoðarmanns er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í álagi. Starfssvið:

Menntunar- og hæfniskröfur:

■■ Vinna að samhæfingu og eftirfylgni

■■ Háskólamenntun sem nýtist í starfi. ■■ Reynsla af stjórnun verkefna æskileg. ■■ Þekking og reynsla af starfsumhverfi

verkefna sem bæjarstjóri felur honum. ■■ Fylgja eftir stefnumótun

Reykjanesbæjar og verkefnum.

Starfssvið:

Menntunar- og hæfniskröfur:

■■ Stýrir innleiðingu lýðheilsu- og

■■ Háskólamenntun í lýðheilsufræðum. ■■ Reynsla af stjórnun lýðheilsuverkefna

■■

sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu.

■■ Aðstoða við ritun bréfa, greinargerða

■■ Mjög góð tölvukunnátta. ■■ Góð íslensku- og enskukunnátta og

og ávarpa.

■■

geta til að tjá sig í ræðu og riti.

■■ Umsjón með dagbók bæjarstjóra og

forvarnarstefnu. Heldur utan um tölfræðileg gögn á sviði lýðheilsumála í samtarfi við hagdeild. Vinnur með hagsmunaaðilum á sviði heilsueflingar, bæði innan og utan starfsemi Reykjanesbæjar. Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og hvatningu til íbúa Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar fyrir sín verkefni í samstarfi við sviðsstjóra.

æskileg. ■■ Þekking og reynsla af starfsumhverfi

sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu. ■■ Mjög góð tölvukunnátta. ■■ Góð kunnátta í íslensku og ensku og

geta til að tjá sig í ræðu og riti.

bókun funda og viðburða. ■■ Svarar fyrirspurnum um málefni sem bæjarstjóri felur viðkomandi. ■■ Vinnur að samhæfingu og eftirfylgni verkefna sem bæjarstjóri felur honum.

■■

Fjármálastjóri

Forstöðumaður Súlunnar

Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn fjármálastjóra til að starfa í öflugu teymi starfsmanna á fjármálaskrifstofu bæjarins.

Reykjanesbær auglýsir starf forstöðumanns Súlunnar. Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir m.a. atvinnumál, menningarmál, markaðsog kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefnastjórnun. Hjá Súlunni starfa sérfræðingar viðkomandi málaflokka en Súlan starfar þvert á svið til að auka þjónustu og bæta lífskjör bæjarbúa Reykjanesbæjar og gesta þeirra. Þá er forstöðumanni ætlað að innleiða aðferðir verkefnastjórnunar til starfsmanna Reykjanesbæjar.

■■

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Fjármálastjóri þarf að búa yfir forystuhæfni, færni í samskiptum og hafa styrk til að taka ákvarðanir. Þá skal viðkomandi hafa góða greiningarfærni, lausnamiðaða hugsun og geta unnið undir álagi. Markmið starfs: Að stýra fjármálaskrifstofu Reykjanesbæjar, styðja bæjarráð við framlagningu, samþykkt og framkvæmd fjárhagsáætlunar, gerð og kynning viðauka við fjárhagsáætlun og leiða umbætur og styrkingu á umgjörð fjármála Reykjanesbæjar. Þá undirbýr fjármálastjóri greiningar og gagnaöflun vegna undirbúnings þeirrar stefnumótunar sem unnin er undir forystu bæjarráðs á sviði fjármála. Starfssvið:

Menntunar- og hæfniskröfur:

■■ Hefur yfirumsjón með undirbúningi

■■ Háskólamenntun á sviði fjármála-,

■■ ■■

■■

■■

■■ ■■ ■■

stefnumótunar og þróun umbóta á sviði fjármála Reykjanesbæjar. Hefur yfirumsjón með fjárreiðum Reykjanesbæjar og B-hluta stofnana. Hefur yfirumsjón með starfsemi launadeildar, reikningshalds og hagdeildar. Hefur yfirumsjón með skýrslugerð um fjármál og kynningu þeirra fyrir kjörnum fulltrúum og opinberum aðilum. Hefur yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlana og gerð viðauka í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Hefur umsjón með rekstrareftirliti og þróun þess. Styður við stjórnendur og kjörna fulltrúa á sviði reksturs og fjármála. Gerð ársreiknings.

■■ ■■

■■ ■■ ■■

viðskipta-, hagfræði eða sambærileg menntun. Meistarapróf æskilegt. Þekking og reynsla af stjórnun fjármála skilyrði. Góð þekking og reynsla í gerð reikningsskila, stjórnendaupplýsinga ásamt greiningu á rekstrarafkomu sviða. Þekking á Navision og ferlum því tengdu nauðsynleg. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta. Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum skulu einkenna forstöðumann ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni. Starf forstöðumanns Súlunnar felur í sér ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og þjónustu þeirra stofnana sem undir Súluna heyra. Forstöðumaður er talsmaður Súlunnar og ber ábyrgð á því að starfsemi skrifstofunnar sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Starfssvið:

Menntunar- og hæfniskröfur:

■■ Ber ábyrgð á innleiðingu

■■ Háskólamenntun sem nýtist í starfi. ■■ Menntun og reynsla á sviði

■■

■■

■■

■■

■■

verkefnastjórnunar sem stjórnunaraðferð í starfsemi Reykjanesbæjar. Ber ábyrgð á innleiðingu og vinnu með stefnumótun Reykjanesbæjar á verkefnasviði Súlunnar og fylgir eftir verkefnum. Ber ábyrgð á því að efla og samræma kynningar- og markaðsmál Reykjanesbæjar. Ber ábyrgð á framkvæmd þjónustusamninga Reykjanesbæjar við ytri aðila á verkefnasviðum Súlunnar. Hefur umsjón með og vinnur að gerð fjárhagsáætlana Súlunnar í samstarfi við fagnefnd og aðra starfsmenn. Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar fyrir þau verkefni sem heyra undir Súluna.

verkefnastjórnunar er skilyrði. ■■ Þekking og reynsla af þeim

málaflokkum sem undir starfið heyra. ■■ Þekking og reynsla af starfsumhverfi

sveitarfélaga og/eða opinberri stjórnsýslu. ■■ Þekking á lögum og reglugerðum er varða starfsemina. ■■ Mjög góð tölvukunnátta. ■■ Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Umsóknarfrestur um öll störfin er til 8. júlí. Sótt er um á www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru skv kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri Reykjanesbæjar, kristinn.oskarsson@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6700


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

STAPASKÓLI RÍS Í DALSHVERFI

Það er kraftur í byggingaframkvæmdum við Stapaskóla og þessi nýjasta skólabygging Reykjanesbæjar rís hratt þessa dagana. Stapaskóli verður heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum tveggja til sextán ára sem er að rísa í Dalshverfi. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Framkvæmdir við fyrsta áfanga standa

nú yfir en gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í skólanum haustið 2020. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna yfir framkvæmdasvæðið í vikunni en þá var svona umhorfs á byggingastaðnum. VF-myndir: Hilmar Bragi

Nýjar rannsóknir auka skilning á virkni Bláa lónsins og gætu leitt af sér lyf gegn sóra Ljóðasamkeppni á Ljósanótt Bryggjuskáldin efna til ljóðasamkeppninnar Ljósberinn á Ljósanótt. Reglur eru einfaldar: Ljóðið má ekki hafa birst áður og æskilegt er að það fjalli um Suðurnesin á fallegan og jákvæðan hátt og þemað er „ÆSKAN“. Ljóðinu skal skilað á ljosanott@ljosanott. is fyrir 12. ágúst og þar skal eftirfarandi koma fram: Fullt nafn, dulnefni, netfang, nafn og símanúmer. Dómnefnd skipa: Anton Helgi Jónsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Guðmundur Magnússon og Hrafn Harðarson. Verðlaun fyrir besta ljóðið er verðlaunagripur eftir Pál á Húsafelli og auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu. Vinningsljóðin verða tilkynnt á Ljósanótt 2019. Vinningshafar munu lesa upp ljóðin sín á viðburði í Duus Safnahúsum sem auglýstur verður betur síðar.

Niðurstaða nýrra rannsókna gefa vísbendingar um að efni, sem blágrænþörungar í Bláa lóninu framleiða, hafi áhrif á ónæmiskerfið og eigi sinn þátt í þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í Lóninu. Áframhaldandi rannsóknir gætu leitt af sér lyf sem mætti nýta til meðhöndlunar á sóra hjá sjúklingum um allan heim. Sórasjúklingar uppgötvuðu lækningamátt Bláa lónsins skömmu eftir að lónið myndaðist og hafa jákvæð áhrif böðunar í Lóninu verið staðfest í klínískum rannsóknum. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að böðun í lóninu, samhliða ljósameðferð, sé árangursríkari en ljósameðferð ein og sér. Þrátt fyrir vinsældir Lónsins er það ekki að fullu skýrt með hvaða hætti það hefur áhrif á sóra. „Spurningin hefur verið hvort að í lóninu sé virkt efni gegn sjúkdómnum, eða hvort það sé upplifunin og afslöppunin eða eitthvað enn annað sem útskýri batann sem fæst,“ segir Ása Bryndís Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur, sem síðustu ár hefur rannsakað áhrif blágrænþörunga í Bláa lóninu á frumur sem taka þátt í meingerð sóra. Ása Bryndís varði á

dögunum doktorsverkefni sitt „Áhrif utanfrumufjölsykra Cyanobacterium aponinum úr Bláa lóninu á ónæmissvör in vitro“ við Læknadeild Háskóla Íslands. Cyanobacterium aponinum er blágrænþörungur sem er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa lónsins sem framleiðir utanfrumufjölsykru (EPS-Ca) sem hann seytir í lónið. Tilgáta Ásu Bryndísar var að EPS-Ca hefði áhrif á ónæmiskerfið og miðlaði þannig þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í Lóninu. Tilgangur verkefnisins var að kanna verkun og verkunarmáta EPS-Ca á frumur sem taka þátt í meingerð sóra, en einkenni sóra stafa m.a. af því hversu harkalega ónæmisfrumur líkamans bregðast við umhverfisþáttum. Þetta viðbragð leiðir til umtalsverðrar röskunar á sam-

skiptum frumna líkamans, sérstaklega ónæmisfrumna og húðfrumna, sem aftur leiðir til mikillar bólgumyndunar og offjölgunar húðfrumna. Rannsóknin fór þannig fram að utanfrumufjölsykran EPS-Ca var einangruð úr C. aponinum rækt Bláa lónsins. Ónæmisfrumur voru meðhöndlaðar til að líkja eftir meingerð sóra, og áhrif fjölsykrunnar, EPSCa, á hegðun og boðefnaframleiðslu ónæmisfrumnanna síðan metin og mæld. Húðfrumur voru örvaðar með bólguvökum og þannig líkt í tilraunaglasi eftir meinþróun sóra og þær svo meðhöndlaðar með EPS-Ca. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að EPS-Ca breytir svipgerð angafrumna, sem eru í fremstu víglínu ónæmiskerfisins, og breytir svipgerð þeirra í bæli-angafrumur. Þær stuðla síðan að sérhæfingu T frumna, sem er annar hópur ónæmisfrumna, yfir í T bælifrumur. Þar sem bólguörvandi T frumur eru helstu skaðvaldarnir í sóra má álykta að slík svipgerðarbeyting í átt til bælingar geti stuðlað

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Frá lækningalind Bláa lónsins.

að því að ónæmiskerfið sem er í ofvirkt í sóraskellum róist. Einnig dregur EPS-Ca úr boðefnaseytun og ræsingu (virkjun) örvaðra T frumna. EPS-Ca gæti því dregið úr ræsingu og fjölda T frumna sem halda til í húðinni. Loks var sýnt fram á að EPSCa minnkaði framleiðslu húðfrumna á efnatogum sem laða virkjaðar T frumur til húðarinnar. Fjölsykran EPS-Ca sem myndast í Bláa lóninu virðist því hafa áhrif í hagstæða átt á allar lykilfrumurnar sem taka þátt í meingerð sóra. Niðurstöðurnar benda því til þess að EPS-Ca geti átt veigamikinn þátt í þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í Lóninu og leiða jafnframt í ljós á hvern hátt þeim áhrifum er mögulega miðlað. „Það verður virkilega áhugavert að halda þessari rannsókn áfram. Hérna er á ferðinni efni sem virðist hafa mikinn möguleika á að hafa bætandi áhrif á sóra og gæti leitt af sér lyf sem nýta mætti til meðhöndlunar á sóra hjá sjúklingum um allan heim,“ segir Ása Bryndís. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að niðurstöður rannsóknarinnar opni á ný tækifæri og nýjar víddir í rannsóknar- og þróunarstarfi fyrirtækisins. „Vonandi er þetta upphafið í þróun nýrra meðferðaúrræða fyrir sórasjúklinga,“ segir Ása. Rannsóknin var styrkt af Tækniþróunarsjóði. Umsjónarkennari Ásu Bryndísar var dr. Jóna Freysdóttir, prófessor við læknadeild, og leiðbeinandi var dr. Ingibjörg Harðardóttir, prófessor við læknadeild.


u ð a ð o Sk n i ð o b öll til .is á byko

Allt að

50% afsláttur!

ÚTSALAN

REIÐHJÓL -25-30% • REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR -25% • GARÐHÚSGÖGN -28% SLÁTTUVÉLAR -25-30% • NAPOLEON GASGRILL -25-30% BROIL KING GASGRILL -25-30% • KOLAGRILL -25-50% • EINHELL GARÐVERKFÆRI -30-40% • HEKKKLIPPUR -25-30% • GREINA- OG MOSATÆTARAR -25-30% • KEÐJUSAGIR -25-30% • BLÓM, TRÉ OG RUNNAR -30% • LJÓS -25% • GJØCO INNIMÁLNING -25% FRÆ -40% • GEISLAHITARAR -30% • KAMÍNUR -30% BLÓMAPOTTAR OG GARÐSKRAUT -30% • PLASTBOX -35% FERÐATÖSKUR -40% • LEIKFÖNG -35% • KÖRFUBOLTASPJÖLD OG STANDAR -25% • TRAMPOLÍN AUKAHLUTIR -30% • HARÐPARKET -20% • MOTTUR OG DREGLAR -25% JÁRNHILLUR -20% • ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -20% JÁRNBÚKKAR -20% • VERKFÆRBOX OG -SKÁPAR -20% POTTAR OG PÖNNUR -25-40% OG MARGT MARGT FLEIRA! Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

er hafin!


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

Vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Skipulagið er komið í auglýsingu. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast sam­ kvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis­ og varnarsvæða. Svæðið liggur að landsvæðum sem eru innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Mörk meginsvæðis til austurs og að hluta til suðurs eru að landi innan Reykjanesbæjar, til norðurs að svæði Isavia (svæði A) á Keflavíkurflugvelli og til vesturs og suðurs að landi innan Suðurnesjabæjar. Deiliskipulagstillagan fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir starfsemi innan svæðisins s.s. svæði fyrir skammtíma gisti­aðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi.

Nýtt miðbæjarsvæði í Vogum tekur á sig mynd Miðbæjarsvæðið í Vogum er farið að taka á sig mynd. Fjögur tveggja hæða fjórbýlishús eru risin við Skyggnisholt og grunnur þess fimmta hefur verið steyptur. Þá eru fyrstu húsin við Lyngholt einnig að rísa.

Í miðju miðbæjarsvæðinu fær svo náttúran að njóta sín þar sem sjálfur Skyggnir rís hátt í landinu (eins og sjá má fyrir miðri mynd) og þar verða göngustígar um hverfið. Á miðbæjarsvæðinu verður nokkuð fjölbreytt byggð en lengst til vinstri á myndinni er t.a.m. gert ráð fyrir tveimur fimm

hæða fjölbýlishúsum. Lengst til hægri verða svo tveggja og þriggja hæða fjölbýli en einnig er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi í hverfinu, handan Skyggnisholts við Skyggni. Myndin var tekin fyrir miðbæjarsvæðið nú í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Isavia samdi við HS Orku um raforkukaup Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, hafa undirritað samning um raforkukaup Isavia. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs þar sem HS Orka var lægstbjóðandi. Samningurinn gildir næstu fjögur árin með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um tvö ár í senn, þannig að heildarsamningstími getur orðið átta ár. „Með samningnum nær Isavia fram hagræði í raforkukaupum ásamt því að hann er liður í að minnka kolefnisfótspor Isavia þar sem gerð er krafa um að öll keypt raforka sé endurnýjanleg,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Hægt verður að kalla eftir uppruna- og hreinleikavottorði hvenær sem er á samningstíma.“

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, við undirritun samningsins.

GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR HAND (Litlabæ)

Lést sunnudaginn 16. júní á heimili sínu í Cleburne, Texas. Bálför hefur farið fram (í USA). Linda Jósefsdóttir Guðbrandur Stefánsson Robert Hand Kimberly Hand Barnabörn og barnabarnabörn

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Vilja auka samstarf Isavia, sveitarfélaga og annarra hagaðila á Suðurnesjum Góð þátttaka var á fundi um undirbúning að stofnun samráðsvettvangs um samfélagsábyrgð á Suðurnesjum sem haldinn var að frumkvæði Isavia í Reykjanesbæ á dögunum. Fundinn sátu forvígismenn Isavia auk fulltrúa frá sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogum og einnig fulltrúa Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).

Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Forráðamenn sveitarfélaganna, Isavia og nokkurra hagsmunaaðila á Suðurnesjum að loknum samsráðsfundi.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Keflavíkurflugvöllur, sem Isavia á og rekur, er einn stærsti vinnustaðurinn á Reykjanesi. Vaxandi umfang hans hefur mikil áhrif á vöxt sveitarfélaganna í kring. Það hefur sést best með fjölgun íbúa þar undanfarin ár. Að sama skapi er mikilvægt fyrir flugvöllinn að starfa í sátt við samfélagið, enda forsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að, íslensku efnahagslífi til heilla. Markmiðið með samráðsvettvanginum er að auka samstarf Isavia, sveitarfélaganna og annarra hagaðila á Suðurnesjum. Þannig megi vinna að sameiginlegum hagsmunum sem ein heild út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu

þjóðanna. Sú vinna yrði síðan tengd við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun, sem er samþætt við sömu markmið. „Óskastaðan að loku þessu verkefni er að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði innleidd og þeim forgangsraðað út frá sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurnesjum,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia. „Grunnþættir árangurs í þeirri vinnu snerta allt samfélagið hvort sem það tengist þá atvinnu og afkomu, menntun og heilbrigði eða þá umhverfi og skipulagsmálum.“

Ísaga kannar möguleika á koltvísýringsvinnslu í Svartsengi

Ísaga hefur sent skipulagsyfirvöldum í Grindavík fyrirspurn um land fyrir verksmiðjuframleiðslu á koltvísýring (CO2). Ef af verður yrði nýja verksmiðjan staðsett við Orkubraut en þar stendur m.a. metanólverksmiðja Carbon Recycling International. Í erindinu til

Grindavíkurbæjar er m.a. talað um mögulegt samstarf við HS Orku, sem rekur orkuver sitt í Svartsengi. Skipulagsnefnd hefur falið sviðstjóra að afla frekari gagna en athuga þarf umfang verkefnisins ásamt stærð og hæð mannvirkja.

Metanólverksmiðja Carbon Recycling International stendur á sömu slóðum og Ísaga hefur áhuga á að reisa koltvísýringverksmiðju sína.


ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ FÁ SÉR „KRÍU“

VIÐ ERUM SAMT ALLTAF VAKANDI FYRIR ÁHUGAVERÐU EFNI Í ALLA OKKAR MIÐLA Þó svo við séum að endursýna í sumar nokkra af okkar bestu þáttum frá síðasta vetri þá höldum við áfram að framleiða úrvals sjónvarpsefni frá Suðurnesjum. Við hvetjum ykkur til að standa með okkur vaktina og koma með ábendingar um áhugavert efni sem á heima í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta eða í öðrum miðlum okkar. Þið getið sent okkur ábendingar á vf@vf.is eða hringt í síma 898 2222.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is

SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Fuglabændur í Norðurkoti

Hjónin Páll Þórðarson og Sigríður Hanna Sigurðardóttir.

Norðurkot er lögbýli rétt fyrir utan Sandgerði og í dag búa þar hjónin Sigríður Hanna Sigurðardóttir og Páll Þórðarson en það var einmitt afi hennar sem byrjaði á dúntekjunni. Í daglegu tali eru þau hjónin alltaf kölluð Hanna Sigga og Palli og eru fuglabændur hluta úr ári. Annars er Palli trésmiður og Hanna Sigga stuðningsfulltrúi í grunnskóla þegar þau eru ekki að sinna fuglabúskap. Við tókum hús á þeim og fengum að kíkja ofan í nokkur hreiður í leiðinni.

Afi byrjaði á þessu

Það var notalegt að koma heim til þeirra hjóna einn morgun í júní þegar ilmur af nýbökuðu brauði tók á móti manni ásamt gestrisni húsfreyjunnar. „Þetta er nú bara brauðið sem ég baka oft, það er ekkert merkilegt,“ segir Hanna Sigga og býður

Æðarfugl er algeng andartegund á Norðurslóðum og með stærstu andartegundunum. Karlfuglinn sem nefnist bliki er hvítur að ofan og svartur að neðan, með svarta hettu, roðalitaða bringu og græna flekki á hnakka en vængirnir eru svartir með hvítum fjöðrum. Kvenfuglinn sem nefnist kolla er brún á lit. Það er einmitt dúnninn frá þessari andartegund sem gefur mikið í aðra hönd en verð á dúni er það hátt að það er yfirleitt aðeins á færi kóngafólks og vellauðugs fólks að eignast sæng í rúmið sitt úr andardúni, munaðarvara ríka fólksins.

Kollan bíður átekta á meðan dúnninn er tekinn burt.

VIÐTAL

Dúntekja hófst í Norðurkoti árið 1936 þegar Eiríkur Jónsson og Sveinbjörg Ormsdóttir bjuggu þar. Í upphafi byrjaði Eiríkur á því að hlúa að tólf kollum og svo stækkaði hópurinn ár frá ári, því þegar fuglinn fær aðhlynningu þá sækir hann aftur á þann stað þar sem hlúð var að honum.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

blaðamanni að smakka og einnig heimabakaðar, ljúffengar kleinur. „Já, afi byrjaði á því að hlúa að þessum tólf kollum en þær sækja í það að fá vernd. Svo stækkaði hópurinn ár frá ári. Við Palli fluttum hingað í Norðurkot árið 2000 úr Keflavík með börnin okkar og tókum við af pabba mínum sem var með okkur í þessu á meðan hann lifði,“ segir Hanna Sigga og í því kemur eitt barnabarnið fram í eldhús og skömmu seinna fyllist eldhúsið af fleiri börnum og móður barnanna sem er elsta dóttir Palla og Hönnu Siggu. „Við erum í þessu öll fjölskyldan á sumrin, við og þau sem búa hér nálægt okkur. Í byrjun apríl hefst undirbúningur fyrir varpið. Það þarf að setja net á girðingar. Svo byrja fuglarnir að koma en fyrstu fuglarnir byrja að verpa í lok apríl. Það er æðarfuglinn sem er með þeim fyrstu sem verpa hjá okkur hér í landi Norðurkots


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

9

Hvernig er að taka þátt?

Stundum má klappa þeim á kollinn.

en dúnninn frá þeim er mjög mjúkur og verðmætur. Kollan getur jafnvel komið upp á land um miðjan mars, það er misjafnt. Við erum með ótal andategundir hér í túnfætinum sem verpa hjá okkur. Það er stokkönd, skúfönd, urtönd, toppönd, æðarfugl. Á ég að telja upp allar fuglategundirnar? Það er tjaldur, stelkur, spói, lóa, jaðrakan, rjúpa, hrossagaukur, sandlóa, sólskríkja, maríuerla, starri, þröstur svo eitthvað sé nefnt. Svo auðvitað er það krían en kríuvarpið hér hjá okkur er með stærri kríuvörpum á landinu. Það er gott hvað fólk ber mikla virðingu fyrir kríunni og ekur varlega í gegnum kríuvarpið hérna,“ segir Hanna Sigga en kríuvarpið fer ekki framhjá neinum sem ekur í áttina að Stafnesi eða hættir sér í göngutúr í gegnum kríuhópinn.

Jóhanna Pálsdóttir.

Dóttir þeirra hjóna heitir Jóhanna Pálsdóttir og kennir náttúrufræði við Gerðaskóla. Hún var mætt til foreldra sinna í dúntekju með börnin sín þrjú. Við vorum forvitin að vita hvað þeim finnst um þennan búskap. Jóhanna Pálsdóttir:

„Ég hef tekið þátt undanfarin ár og komið hingað með börnin mín. Ég vil vera með og hjálpa til. Það er þessi nærvera við fugl og náttúru sem finnst mér svo notaleg og að vera með börnunum mínum í þessu og foreldrum mínum. Það eru forréttindi finnst mér að fá að taka þátt en þetta er einnig áhugasvið mitt.“

„Ég var örugglega líka fjögurra ára þegar ég byrjaði að hjálpa til og taka dúninn úr hreiðrum. Ég reyni oft að fá að klappa þeim en sumar gogga í mann. Ég fæ ekki flóabit en það er fló í dúninun. Gaman að vera með og skemmtilegt að geta gert eitthvað. Ég er alin upp við þetta og þykir mjög svo vænt um náttúruna.“

Hjörtur Páll Davíðsson 8 ára:

„Ég var örugglega líka fjögurra, fimm ára þegar ég byrjaði en samt er ég núna í fyrsta skipti að taka virkan þátt. Mjög gaman að klappa kollunum og halda á ungunum. Ég er stundum að passa ungana svo þeir fari ekki eitthvað á meðan við erum að taka dúninn og setja hey í staðinn ofan í hreiðrið. Ef ég held á unga og mamma hans byrjar að kalla þá verð ég að sleppa. Krían goggar ekki í mig, bara í ömmu mína en flærnar þær bíta mig því þeim finnst blóðið mitt svo gott, ég taldi hundrað bit einn daginn og klæjaði mikið.“

Æðardúnn er mjög verðmætur

„Við hirðum dún frá kollunni sem er eitt dýrasta efni sem þú getur fengið í veröldinni. Það er nýríka fólkið í Japan, Þýskalandi og Austurríki sem kaupir þennan lúxusvarning sem notaður er í dýrindis sængur en þá er silkiver saumað utan um þær. Markaðurinn hefur verið í lægð undanfarið og því hefur lítið selst. Þetta kemur í bylgjum og við vitum aldrei hvernig salan verður en þá geymum við dúninn þar til salan opnast aftur. Við höldum áfram með dúntekjuna og sumarið í sumar hefur verið frábært vegna sólar og þurrka. Í fyrra var þetta mun erfiðara þegar það rigndi stanslaust en þá verður dúnninn blautur og þungur,“ segir Hanna Sigga. Hún sýndi blaðamanni hvernig hreinsaður dúnn lítur út og lék sér að því að minnka ummál dúnsins. Hún þjappaði dúninum saman þannig að hann passaði inn í lófann á henni og opnaði lófann aftur en þá stækkaði dúnninn endalaust má segja, þegar hún gaf dúninum meira rými. „Við erum að taka dúninn frá miðjum maí fram í miðjan júlí en aðal tínslan er í byrjun júní. Við skiptum á milli okkar næturvöktum, við og þau í Fuglavík sem eru einnig með dúntekju. Við erum í rauninni samt alltaf á vakt, alltaf að fylgjast með varpinu því mávurinn kemur á öllum tímum sólarhrings og tófan og minkurinn gætu alveg látið sjá sig í björtu. Þetta eru vargar í varpinu, það er bara svoleiðis. Bara í fyrrakvöld kom tófa inn á landið hjá okkur sem við urðum að skjóta,“ segir hún. Palli, eiginmaður Hönnu Siggu, hefur séð um að fækka mink markvisst í Sandgerði því bæjarfélagið hefur pantað þá þjónustu frá honum í mörg ár. Nú hefur Palli gert samning við Suðurnesjabæ um að fækka mink áfram í Sandgerði og

Sólveig Hanna Davíðsdóttir 13 ára:

Sólveig Hanna Davíðsdóttir.

Amelía Björk Davíðsdóttir.

Amelía Björk Davíðsdóttir er 15 ára:

„Ég er búin að vera með og hjálpa til síðan ég var fjögurra ára en þá var ekki hægt að treysta mér einni, maður þarf að vera ákveðið gamall. Í dag get ég gert þetta alein. Ég hef verið í bæjarvinnunni líka en ég vil samt ekki missa af þessu. Mér finnst voða gaman að vera í kringum fuglana. Stundum fæ ég marbletti á handarbakið eftir kollurnar og þær geta einnig skitið yfir mann allan en samt finnst mér þetta gaman.“

annar var ráðinn í Garðinn en þar hefur mink fjölgað mikið síðustu ár og gerst ágengur bæði við fólk og fugl. Hefur fugli fækkað? „Kríunni hefur verið að fjölga hér hjá okkur á hverju ári þó við heyrum að henni fækki annars staðar á Reykjanesskaga. En hér er nóg af fugli og

Hjörtur Páll Davíðsson.

nóg að gera í dúntekju. Eins og ég nefndi áðan þá hefur veðrið mikið að segja varðandi heimtur hjá okkur. Við erum með ákveðna hlutverkaskiptingu hér. Við tínum dúninn, ég og dóttir mín og börnin hennar þrjú. Svo tekur Palli dúninn, þurrkar hann og grófhreinsar með höndunum. Síðan sendum við dúninn í fínhreinsun en

það fer fram í ákveðnum vélum sem við eigum ekki. Við merkjum hreiðrin með stiku þegar við tökum dúninn og teljum í leiðinni hreiðurfjöldann. Í sumar hafa þau verið 1700 talsins hingað til,“ segir Hanna Sigga sem býður blaðamanni að koma með út að skoða kolluhreiður um leið og þau hreinsa dúninn úr hreiðrinu. Þetta fer

þannig fram að kollan er færð til rétt á meðan dúnninn er tekinn og þurrkað hey sett í staðinn. Það var sérstök tilfinning að verða vitni að dúntekjunni því kollan leyfði mannfólkinu jafnvel að klappa sér á bakið um leið og dúnninn var fjarlægður. Hreiðrið var heitt og notalegt viðkomu.


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

SKÖTUMESSAN 2019 VERÐUR HALDIN Í MIÐGARÐI GERÐASKÓLA Í GARÐI Miðvikudaginn 17. júlí verður Skötumessan enn og aftur haldinn í Garðinum. Borðhald hefst kl. 19 og að venju verður boðið upp á glæsilegt hlaðborð af skötu, saltfiski, plokkfiski og meðlæti og rómuð skemmtidagskrá að venju flutt af fólki sem leggur okkur lið.

Frá mislægum gatnamótum Reykjanesbraut á Strandarheiði, Hvassahraun í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Hvaða afleiðingar hefur flugvöllur í Hvassahrauni fyrir Suðurnes? „Nú þegar umræða um mögulegan flugvöll í Hvassahrauni er enn á ný farin af stað telur bæjarstjórn Reykjanesbæjar rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi Hvassahraun sem flugvallarstæði. Frá því flugvöllur í Hvassahrauni var nefndur sem ákjósanlegur valkostur fyrir staðsetningu innanlandsflugs í niðurstöðum nefndar um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu (Rögnunefndar) í júní 2015, hefur umræða um slíkan völl skotið upp kollinum með mislöngu millibili. Þrátt fyrir að nú séu fjögur ár liðin frá því að niðurstaða nefndarinnar var birt, hefur þeirri spurningu enn ekki verið svarað hvort æskilegt sé

að byggja flugvöll á þessu svæði, í miðju óröskuðu hrauni sem jafnframt liggur ofan á og nærri vatnsverndarsvæði okkar Reyknesinga,“ segir í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá því á þriðjudagskvöld. Þá segir: „Bæjarstjórn vill beina til Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja að hún taki afstöðu til þess hvort og hvaða afleiðingar slíkur flugvöllur myndi hafa fyrir svæðið.

Jafnframt vill bæjarstjórn skora á stjórnvöld að sjá til þess að fulltrúar Suðurnesja hafi aðkomu að þeim starfshópum og nefndum sem fjalla um flugmál þar sem flugsamgöngur ráða miklu um stöðu þessa svæðis og afkomu þeirra sem þar búa. Það hefði eflt og einfaldað alla umræðu, hefði verið horft til þessara hagsmuna í vinnu nefndar um flugvallarkosti á sínum tíma.“ Undir bókunina rita allir bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Beinnar leiðar, Miðflokks, Frjáls afls og Sjálfstæðisflokks.

Skólamatur sér um matinn eins og áður og skemmtidagskráin samanstendur af hefðbundnum atriðum. Dói og Baldvin sjá um harmonikkuleik á meðan fólkið er að koma sér fyrir og síðan rekur hver dagskrárliðurinn sig af öðrum. Geimsteinar Suðurnesja, Davíð Már Guðmundsson og Óskar Ívarsson, taka nokkur lög eins og Olsenbræðurnir Erlingur og Svavar Helgasynir áður en Sigríður Á. Andersen, fv. ráðherra frá Móakoti í Garði, flytur ræðu kvöldsins. Það er von á góðu frá þeim kvenskörungi. Þá afhendum við styrkina sem við öll erum þátttakendur í og að lokum verða stuttir tónleikar þar sem Halldór Gunnar Fjallabróðir og Sverrir Bergman stórsöngvari skemmta Skötumessugestum. Þeir félagar harðneituðu að fá greiðslu fyrir að koma fram og leggja þannig stuðning sinn við gott málefni.

Vilt þú verða einn af þeim?

Árlega mæta rúmlega 400 manns á Skötumessuna og borða til blessunar eins og dómkirkjupresturinn orðaði það svo skemmtilega við mig. Við leggjum öll saman í þetta verkefni og erum líka öll viðstödd þegar styrkirnir eru greiddir út í lok kvöldsins. Ég spyr því þig lesandi góður: Vilt þú

ekki verða einn af þeim sem leggja fötluðum og þeim sem eru hjálpar þurfi lið? Vinnufélagar og kaffifélagar víða á Suðurnesjum, nú er tækifæri til þess og við erum öll í sama liðinu og finnum hvað þetta kvöld getur skipt miklu máli fyrir þá sem við styðjum. Verð aðgöngumiða er 5.000 kr. Það hjálpar til að greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrir fram eins og okkar fólk er vant en reiknisnúmerið er; 0142-05-70506, kt. 580711-0650. Nú er Skötumessan í fyrsta skipti haldin í sameiginlegu sveitarfélagi og því sérstakt tækifæri fyrir íbúa að gera Skötumessuna að sinni árlegu bæjarskemmtun, mæta vel og styðja við verkefni í heimabyggð í Suðurnesjabæ. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Gerðaskóla miðvikudaginn 17. júlí, mæta tímanlega og finna sér sæti og hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og Baldvin fyrir kvöldverðinn. Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru; Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, Icelandair Cargo, Suðurnesjabær og fl. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Með sögu af Suðurnesjum AFLA

FRÉTTIR

Bæjarstjóri – aðstoðarmaður Fjármálasvið – fjármálastjóri Stjórnsýslusvið – forstöðumaður Súlunnar Leikskólinn Holt – sérkennslustjóri Holtaskóli – samfélagsfræðikennari Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10 bekk Velferðarsvið – lýðheilsufræðingur Akurskóli – hönnunar- og smíðakennari Holtaskóli – dönskukennari Fjörheimar/88 húsið og Bardagahöll – ræstingar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Ljósanótt 2019 - styrkir vegna viðburðahalds Viltu standa fyrir viðburði, uppákomu, tónleikum, námskeiði, smiðju eða einhverju öðru skemmtilegu á Ljósanótt? Menningarráð Reykjanesbæjar býður einstaklingum eða hópum fimm 100.000 króna styrki til viðburðahalds á Ljósanótt. Umsóknir sendar á netfangið ljosanott@ljosanott.is fyrir 12. ágúst nk. Nánar á vefsíðu Reykjanesbæjar undir Auglýsingar og á Facebooksíðu Ljósanætur.

Og þessi indæla veðurblíða heldur áfram og draumur að vera úti á sléttum sjó í þessari blíðu. Um þessar mundir eru flestir bátanna sem róa frá Sandgerði og Grindavík að róa á handfærum og mest eru þetta minni bátar. En þó ekki allir, því að í Sandgerði hafa tveir bátar verið að róa á handfærum og eltast við ufsann og óhætt að segja að það hafi gengið vel. Þetta eru Margrét SU, sem er eikarbátur og hefur landað 14,3 tonnum í þremur róðrum í júní og mest 6,2 tonn í róðri, hinn er þekktur bátur að nafni Ragnar Alfreðs GK og hefur landað 18,3 tonnum í þremur róðrum, mest 7,8 tonn í róðri. Aðeins að öðru. Síðasti pistill sem ég skrifaði var bara, að mér fannst, ekkert svo merkilegur, bara smá um bátanna sem voru í slippnum í Njarðvík. En aldrei bjóst ég við þeim viðbrögðum sem ég fékk. Ansi margir sendu mér skilaboð um ábendingar varðandi bátana og það sem inn í húsinu var. Byrjum á því sem er inn í stóra húsinu. Þar er Sævík GK, plastbáturinn sem áður hét Óli Gísla GK, en verið að lengja bátinn. Hinn er Saxhamar SH, fallegur, grænn bátur frá Rifi. Verið er að vinna nokkuð í honum, t.d. setja á hann nýjan krana og aðrar endurbætur. Saxhamar SH er mjög þekktur bátur hérna á Suðurnesjum því báturinn var gerður út frá Grindavík í 27 ár, fyrst með nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og síðan með nafnið Sigurður Þorleifsson GK. Einn þeirra sem komu með ábendingar er mikill bátamaður og hefur hann myndað svo til alla báta á

Suðurnesjum í tugi ára, Emil Páll, og vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar. Ein af ábendingum Emils sneri af bátnum sem heitir Valbjörn ÍS. Ég sagði í síðasta pistli að hann ætti sér litla sögu á Suðurnesjum, þar fór ég rangt með því báturinn á sér ansi mikla sögu tengda Suðurnesjum, báturinn var nefnilega smíðaður í Njarðvík. Ekki þó hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, heldur hjá Vélsmiðjunni Herði hf. sem þá var til. Báturinn kom á flot árið 1984 og hét þá fyrst Haukur Böðvarsson ÍS 847 og var þá báturinn 19,8 metra langur og fimm metra breiður. Báturinn var þá allt öðruvísi en hann er í dag því saga hans er að mestu bundin við Ísafjörð og hefur báturinn farið í gegnum miklar breytingar í gegnum árin. 1998 þá var báturinn lengdur um tæplega tíu metra, upp í 29 metra, og árið 2002 var endurbyggður afturendinn, skipt um aðalvél, gír, skrúfubúnað og ljósavél.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Haukur Böðvarsson ÍS var smíðaður eins og áður segir hjá Vélsmiðjunni Herði hf. og var þetta stærsti báturinn sem var smíðaður hjá þeirri vélsmiðju. Hann var með skipasmíðanúmerið 2 frá þeirri stöð. En hvaða bátur var þá með skipasmíðanúmerið 1 hjá Herði hf.? Já, það er nefnilega nokkuð merkilegt því það var báturinn Hamraborg SH 222 sem var smíðaður árið 1975. Þessi bátur var smíðaður í Sandgerði og er stærsti stálbáturinn sem hefur verið smíðaður í Sandgerði, aðeins nokkrir minni bátar hafa verið smíðaðir þar. Fyrir þá sem ekki vita hvar þetta var þá er gott að rifja það upp. Þar sem núna eru löndunarkranarir við Norðurgarðinn í Sandgerði, þar hinum megin er stórt grátt hús sem er tómt. Þar áður var bara sjór og þar var klettur eða hamar og þar var Vélsmiðjan Hörður hf. með aðstöðu sína, Hamraborg SH var sjósett bak við norðurgarðinn þar sem núna er landfylling, og faðir minn Reynir Sveinsson á einmitt ansi margar myndir af þeim atburði þegar að Hamraborg SH var sjósettur. Þessi bátur sem er með skipasmíðanúmer 1 frá Vélsmiðjunni Herði er ennþá til í dag og heitir Jón Hákon BA en hefur ekkert landað afla síðan í ágúst árið 2017. Já, það má svo sem sanni segja að þessi bátur, Valbjörn ÍS, eigi sér margtfalt meiri sögu hérna á Suðurnesjum en ég skrifað um í síðasta pistli. Vil ég þakka ykkur kærlega, lesendur, fyrir ábendingarnar en þær sýna mér að þið lesið þessa pistla og fyrir það er ég mikið þakklátur. Minni svo á að Vertíðaruppgjörið 2019–1969 er til sölu hjá mér í síma 7743616.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

11

Plastlaus Ljósanótt Þorbjarnarfell er bæjarfjall Grindvíkinga og blasir við til hægri handar þegar ekið er suður Grindavíkurveginn. Uppi á fjallinu eru áberandi fjarskiptamöstur en þar er einnig að finna nokkuð stórbrotið náttúrufyrirbæri. Efri hluti fjallsins er nefnilega klofinn í tvennt af feiknamikilli misgengisgjá er nefnist Þjófagjá. Fellið er ekki mjög hátt, telst vera 243 m.y.s. og því ekki erfitt uppgöngu fyrir fólk í þokkalegu formi. UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Nýir skattar á færibandi í boði ríkisstjórnar „Það á ekki að hækka skatta á almenning í landinu, það á að hliðra til í skattkerfinu. Við viljum frekar horfa til þess að skattleggja þá efnamestu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skömmu fyrir kosningarnar í október 2017. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var síðan að hækka umtalsvert kolefnisgjaldið. Gjaldið skilar á þessu ári 5,9 milljörðum króna í ríkissjóð og enn er fyrirhugað að hækka það. Bíleigendur bera aðeins ábyrgð á um 6% losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en eru látnir greiða tæp 90% þeirra losunartengdu skatta sem hér eru innheimtir. Í endurskoðaðri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020–2024, sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku, er boðaður nýr skattur. Hér ræðir um sérstakt sorpgjald vegna urðunar og leggst á öll heimili og fyrirtæki í landinu. Auk þess er nýtt gjald á gróðurhúsalofttegundir í kæli- og frystitækjum. Þessir nýju skattar eiga að skila ríkissjóði 11,5 milljörðum króna. Engar skýringar eru gefnar á því hvað réttlætir þessa nýju skatta og hvers vegna heimilum landsmanna og atvinnufyrirtækjum er ætlað að bera þessa skattbyrði.

Miðflokkurinn vill lækka skatta á fólk og fyrirtæki eins og kostur er. Skattastefna ríkisstjórnarinnar gengur þvert á stefnu Miðflokksins um að gæta hófs við skattlagningu og lækka skatta á fólk og fyrirtæki eins og kostur er. Mikilvægt er að haga skattlagningu með þeim hætti að skilvirkni og jafnræði sitji í fyrirrúmi. Miðflokkurinn hefur margsinnis bent á að kolefnisskattinum er ekki jafnað niður á landsmenn með sanngjörnum hætti. Hann kemur verst niður á landsbyggðinni. Þá verður ekki séð á hvern hátt þessir nýju skattar geti haft jákvæð áhrif á efnahagslífið í þeirri niðursveiflu sem nú blasir við. Slíkir skattar gætu

stuðlað að því að draga úr þrótti atvinnufyrirtækja og með því magnað þá erfiðleika sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Skattar af þessu tagi stuðla ekki að því að fyrirtæki ráði til sín nýtt starfsfólk, auki fjárfestingar eða séu í færum til að bæta kjör starfsmanna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn framfylgir hugmyndafræði vinstri manna. Það eru mikil vonbrigði að Sjálfstæðisflokkurinn skuli enn og aftur undirgangast og framfylgja hugmyndafræði vinstri manna þegar kemur að skattamálum. Flokkur sem boðaði einfaldara skattkerfi og fækkun skattþrepa en gerir síðan þveröfugt, fjölgar sköttum og fjölgar skattþrepum. Það er af sem áður var þegar Sjálfstæðisflokkurinn gaf sig út fyrir það að vera talsmaður lægri skatta og draga úr ríkisbákninu. Það eru hrein öfugmæli. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi

ÚTBOÐ

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið „Vogar – Endurbætur fráveitu“. Verkið felst í fullnaðarfrágangi á steyptu dælumannvirki við núverandi útrás neðan Akurgerðis ásamt fullnaðarfrágangi á nýrri dælulögn frá dælumannvirkinu að núverandi sjálfrennslislögn í Hafnargötu þar sem hún tengist henni. Núverandi yfirfall tengist nýju dælumannvirki en helst að öðru leyti óbreytt, upphafshluti núverandi útrásar tengist í nýtt dælumannvirki en sjólögnin leggst af. Helstu magntölur eru: Rif yfirborðs Uppgröftur og endurfyllingar Aðflutt fylling Losun á klöpp Lögn, PEH ø180mm Brunnur,1000mm Steypumót Járnabinding Steinsteypa Skólpdælur Lensidæla Malbik Grasþökur

490 m2 1165 m3 460 m3 15 m3 430 lm 1 stk. 120 m2 2600 kg 17 m3 2 stk 1 stk 580 m2 570 m2

Framkvæmdatími hefst þriðjudaginn 20. ágúst 2019, strax eftir afstaðna bæjarhátíð sveitarfélagsins Voga. Framkvæmdum skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2019. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en þriðjudaginn 16. júlí 2019 kl. 11.00, og verða þau opnuð þar í samræmi við ákvæði greinar 2.5 í ÍST 30.

Undirbúningur fyrir Ljósanótt er löngu hafinn og margir viðburðir nú þegar komnir í vinnslu. Dagskráin verður hefðbundin að því leyti að allir stærstu og vinsælustu viðburðirnir verða á sínum stað og tíma en að auki verða nokkrir nýir viðburðir í höndum ýmissa aðila. Í ár er nefnilega tvöfalt afmælisár, haldið er upp á 20 ára afmæli Ljósanætur og 25 ára afmæli Reykjanesbæjar og af því tilefni mun Sinfoníuhjómsveit Íslands t.d. vera með tónleika í Stapanum á þriðjudagskvöldinu 3. september. Einnig hafa verið auglýstir styrkir til umsóknar fyrir bæjarbúa sem vilja setja upp eigin viðburði, gestum og íbúum til skemmtunar. Virðing fyrir umhverfinu eykst sem betur fer með hverju árinu og nú er svo komið að stefnt er að því að halda „Plastlausa Ljósanótt“ árið 2019. Undirbúningsnefndin hefur verið í sambandi við flesta stóru hagsmunaðilana sem allir hafa lýst vilja til að virða þessa stefnu og nú verður

spennandi að sjá hvernig til tekst. Hér með er þessari ósk um „Plastlausa Ljósanótt“ komið á framfæri og öllum þeim sem hyggjast koma að viðburðum, sölu eða öðru á Ljósanótt, bent á að taka þarf tillit til „Plastlausrar Ljósanætur“, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

LHG.IS

Tillaga að deiliskipulagi:

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast sam­ kvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis­ og varnarsvæða. Svæðið liggur að landsvæðum sem eru innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Mörk meginsvæðis til austurs og að hluta til suðurs eru að landi innan Reykjanesbæjar, til norðurs að svæði Isavia (svæði A) á Keflavíkurflugvelli og til vesturs og suðurs að landi innan Suðurnesjabæjar. Deiliskipulagstillagan fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir starfsemi innan svæðisins s.s. svæði fyrir skammtíma gisti­ aðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á samráðsgátt stjórn­ valda (samradsgatt.is), heimasíðu utanríkisráðuneytisins og heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands frá og með 24. júní 2019. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athuga­ semdum til: Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 20. ágúst 2019.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

Hlutu Hvatningarverðlaunin 2019 fyrir verkefni í Heiðarskóla sem stuðlar að andlegri vellíðan VIÐTAL

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

Gróa og Lísa brosmildar með hvatningarverðlaunin.

MIKILVÆGT AÐ ALLIR MUNI AÐ ANDA ~ Fleiri skólar grípi tækifærið og innleiði jóga og slökun fyrir nemendur á skólatíma ~

Verkefni Gróu Bjarkar Hjörleifsdóttur og Guðrúnar Lísu Einarsdóttur, Jóga og slökun í Heiðarskóla, hlaut Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar nú í ár en verðlaunin voru afhent í bíósal Duus Safnahúsa fyrir stuttu. Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar en verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Markmið Jóga og slökunar er að nemendur læri á tilfinningar sínar og geti nýtt sér aðferðir til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs. Andlegt álag og streita er í dag eitt stærsta heilbrigðisvandamál heims og því mikilvægt að nemendur eigi tæki og tól til að takast á við þær áskoranir í framtíðinni. Verkefnið er fyrir nemendur Heiðarskóla í 1.–4. bekk sem fara í jógakennslu einu sinni í viku þar sem þeir læra slökun og núvitund en það stendur einnig til boða fyrir nemendur á unglingastigi skólans að velja jóga sem valgrein.

stigi. Við erum alltaf að reyna að bæta þetta og hjálpa þeim að læra á tilfinningarnar sínar, þannig ef þau eru til dæmis reið þá vita þau hvaða tæki þau geta notað til að aðstoða sig. Þetta er mjög brýnt verkefni.

Um hvað snýst þetta verkefni?

Hvernig lýst krökkunum á þetta verkefni?

Lísa: Þetta snýst um jóga og slökun fyrst og fremst. Gróa er búin að kenna fyrsta og öðrum bekk og ég með þriðja og fjórða. Við erum búin að fara í gegnum þessar helstu jógastöður með þeim, slökun og núvitund. Við förum í gegnum tilfinningar og hvernig við getum reynt að stjórna þeim. Svo er Gróa búin að sjá um valið fyrir unglingastigið. Gróa: Valið er fyrir 8.-10. bekk, þá velja þau að koma í jóga. Þá tökum við þetta meira á þeirra

Er mikilvægt að þau læri á þessum aldri að hafa stjórn á tilfinningunum sínum?

Lísa: Algjörlega, það er mikilvægt á öllum aldri. Við höfum við verið að kenna þeim yngstu öndunaræfingar sem hjálpa þeim að sofna. Mjög margir krakkar eiga í erfiðleikum með að fara að sofa. Gróa: Þau eru kvíðin og áhyggjufull, eru komin með herðarnar alveg upp í háls og þá er alveg nauðsynlegt að þau læri þetta. Þau eru dugleg að nota þetta heima og það er það sem maður vill.

Lísa: Svona 97% af krökkunum eru alveg til í þetta en það eru nokkur prósent sem eiga í miklum erfiðleikum með að slaka á og það eru krakkarnir sem maður vill helst ná til. Gróa: Þau eiga mörg mjög erfitt með að sitja kyrr. Þetta kemur smám saman, því meira sem við förum í þetta. Á næsta ári tökum við 5. bekk. Við ætlum hægt og rólega að fá allan skólann í þetta. Þetta mun virka og hefur verið að virka.

Lísa: Þetta snýst ekkert bara um það að sitja kyrr heldur að ná því að vera svolítið ánægð þar sem þau eru. Þau eiga ótrúlega mörg í erfiðleikum með það að bara vera. Gróa: Af hverju líður mér svona? Hvað get ég gert til þess að róa mig niður? Mörg þeirra eru hrædd við að fara að sofa og eru myrkfælin. Ég held að þetta sé bara akkúrat það sem þau þurfa, til dæmis fyrir prófkvíðann sem er orðinn mjög mikill núna í dag. Þau eru að taka vel við þessu og segjast nota þetta heima fyrir. Þetta síast inn hægt og rólega og þau þurfa á þessu að halda, alveg greinilega.

Mikil hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í samfélaginu síðustu ár gagnvart jóga og hugleiðslu. Hvernig upplifið þið það?

Gróa: Ég er jógakennari og það eru alltaf fleiri og fleiri sem fara og læra það að vera jógakennarar af því þau finna að þar eiga þau heima. Það þurfa allir á þessu að halda, að muna að anda. Þegar allur heimurinn er kominn á axlirnar á þér þá þarftu aðeins að róa þig niður. Þetta er bara gott, andleg heilsa skiptir öllu máli eins og líkamleg heilsa.

Af hverju er mikilvægt að þetta komi inn í skólana, frekar en að krakkarnir geri þetta bara sjálfir utan skólatíma?

Lísa: Ég held þetta sé ákveðin forvörn, ef það er hægt að segja sem svo. Að kenna þeim hvernig á að takast á við þetta allt saman, allt áreitið í kringum okkur, áður en það fer að vera íþyngj-

andi eða of erfitt að komast út úr vítahringnum. Eins og við þekkjum í okkar kennararstétt þá er fólk að upplifa kulnum hægri vinstri. Þetta er ekkert nema streita náttúrulega og við þurfum að kenna krökkunum okkar að takast á við þetta og líka að kenna þeim að þetta sé ekki eðlilegt ástand. Gróa: Þetta er ekki komið nógu mikið inn í íþróttirnar utan skóla, að róa sig niður og anda. Vonandi, með þessu skrefi, og þessum Hvatningarverðlaunum, þá taka fleiri við sér því þetta er nauðsynlegt.

Hvaða þýðingu hefur það fyrir ykkur að fá Hvatningarverðlaunin?

Lísa: Það hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur. Það er verið að segja okkur að við séum að gera eitthvað gott og þá líður manni ótrúlega vel. Þá er maður fullviss um að þetta festist í sessi. Þetta hættir ekki bara eftir þetta skólaár. Við fáum fleiri tækifæri til þess að gera þetta betur. Gróa: Þetta er mikið hrós. Vonandi grípa fleiri skólar tækifærið. Ég held þetta sé hvatning fyrir bæjarfélagið að tileinka sér þetta.

Hvernig er að starfa sem kennari í Heiðarskóla?

Lísa: Það er æðislegt. Skólaandinn er geggjaður. Gróa: Það er frábært, frábært starfslið. Þetta er besti skólinn.

Eru krakkar á þessum aldri of mikið í símanum? Er það að spila inn í?

Gróa: Heiðarskóli er náttúrulega tækniskóli og við ætlum ekki að tala á móti því. En við vitum það alveg að krakkarnir eru mjög mikið í tölvunum og símunum. Auðvitað hefur það áhrif. Krakkarnir eru ekki komnir með það mikinn þroska til að geta tekist á við allt það áreiti sem því fylgir. Með jóga, slökun og núvitund reynum við að hjálpa þeim að standa svolítið með sjálfum sér. Það er hluti af því sem við erum að reyna að vinna með, að kenna þeim að það skipti ekki máli hvað öllum öðrum finnist, ef þér líður vel. Við getum alveg verið sérvitringar, það er allt í lagi. Tækin sjálf eru góð en við þurfum náttúrulega, eins og með allt annað, að kenna þeim að nota þetta. Það tekur tíma. Með hverju árinu verður það vonandi betra. Lísa: Ég held við séum alveg þokkalega framarlega í því í Heiðarskóla, að kenna þeim hvernig við getum notað tækin. Að það þurfi ekki alltaf að vera í þeim, en að við getum notað þau á góðan og uppbyggilegan hátt.

Finnst ykkur jóga og slökun eiga að vera partur af aðalnámskrá?

Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna Reykjanesbæjar 2019 ásamt Helga Arnarssyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs og Valgerði Björk Pálsdóttur, formanns Fræðsluráðs.

Lísa: Tvímælalaust, þetta er hluti af andlegri heilsu. Þannig auðvitað skiptir þetta máli hjá krökkum, rétt eins og það að læra að lesa og skrifa.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

13

45 nýnemar samþykktir í Menntaskólann á Ásbrú Haustið 2019 hefst nýtt nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Ásbrú. Skólinn sem er staðsettur í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur verið nokkur ár í burðarliðnum og eru skólastjórnendur ánægðir með viðbrögðin. Samkvæmt Nönnu Kristjönu Traustadóttur, forstöðumanns stúdentsbrauta Keilis, bárust ríflega eitt hundrað umsóknir um skólavist á haustönn 2019 en skólinn hefur vilyrði fyrir 40 nemendaígildum á ársgrundvelli samkvæmt samningi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem var undirritaður fyrr á árinu. „Við tökum inntökuviðtöl við alla umsækjendur og við vorum gríðarlega ánægð með hversu fjölbreyttur hópurinn var og hversu áhugasamir krakkarnir voru fyrir náminu,“ segir Nanna Kristjana en hún verður fyrsti skólameistari Menntaskólans á Ásbrú. „Þetta er ástæðan fyrir því að við tökum inn fleiri nemendur en við fáum ígildi fyrir.“

Rúmlega helmingur nemenda búsettir utan Reykjanessins

„Gæði umsóknanna gerði okkur einstaklega erfitt fyrir að velja úr einstaklinga í þennan fyrsta hóp nemenda í tölvuleikjanámið en markmiðið var að búa til öflugan og samheldinn hóp fólks með breiðan bakgrunn og fjölbreytt áhugasvið. Það er nefnilega þannig að tölvuleikjagerð er svo sannarlega ekki samansafn einsleitra einstaklinga með áhuga á forritun, heldur skiptir máli að hafa fólk sem hefur líka áhuga á listgreinum, skapandi hugsun, verkefnastjórnun, frumkvöðlastarfi og teymisvinnu svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Nanna við. Af samþykktum umsóknum er um fimmtungur nýnema stelpur en aukinn áhugi kvenna hefur verið á tölvu-

Nútímalegt og sveigjanlegt staðnám

leikjagerð og forritun á undanförnum árum. Flestir nemendur eru búsettir í Reykjanesbæ, eða tólf talsins, en samtals koma 22 nemendur í þessum fyrsta árgangi frá Reykjanesi. Nítján nemendur koma af höfuðborgarsvæðinu, þar af eru flestir, eða níu talsins, búsettir í Hafnarfirði. Þá koma aðrir nemendur víðs vegar af landinu, svo sem Akureyri og Grundarfirði.

Nýstárleg skólastofa í samstarfi við IKEA

Þessa dagana er unnið að því að klára aðstöðu nemenda og námsrými skólans sem verður staðsett í þeim hluta aðalbyggingar Keilis sem áður hýsti tæknifræðinám Háskóla Íslands. „Við höfum verið í góðu samstarfi við hönnunarteymi IKEA sem hefur verið okkur innan handar við þróun á námsrýminu og útkoman verður vonandi ein nýstárlegasta og skemmtilegasta skólastofa landsins.“ Markmiðið verður að skapa vinnuað-

stöðu í sérklassa sem verður sérstaklega hannað með það að leiðarljósi að vera nútímalegt, fjölbreytt og aðlaðandi starfsumhverfi þar sem nemendum líður vel og langar til þess að sinna vinnu sinni.​​

Samkvæmt Nönnu er skólastofa kannski ekki réttnefni, þar sem leitast verður við að hanna og setja upp fjölbreytt og sveigjanlegt rými sem hentar mismunandi kröfum og þörfum nútíma nemenda. „Þetta verður í anda þeirrar nýbreytni í kennsluaðferðum sem hefur einkennt skólastarf Keilis á undanförnum árum. Við verðum með nútíma kennsluhætti, vendinám, þverfaglega vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Það verða engin lokapróf heldur leggjum við áherslu á fjölbreytt námsmat sem sinnt er jafnt og þétt. Þá munum við seinka upphafi vinnudags nemenda í svartasta skammdeginu.​​“ Menntaskólinn á Ásbrú verður settur í fyrsta sinn þann 16. ágúst næstkomandi með nýnemadegi og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK

Sérhæfðir kennsluhættir barna með hegðunarvanda Þegar Hvatningarverðlaunin voru afhent var einnig vakin sérstök athygli á tveimur öðrum verkefnum sem þóttu skara fram úr. Annað þeirra var námsúrræðið Goðheimar sem er sérhæft námsúrræði fyrir nemendur í 1.–6. bekk í Reykjanesbæ sem eru í brýnni þörf fyrir sérhæfða kennsluhætti og er þjálfun sem tekur mið af þörfum barna með hegðunarvanda. Að verkefninu standa þeir Guðlaugur Ómar Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson og Sigurður Hilmar Guðjónsson frá Háaleitisskóla.

Við óskum eftir starfsmanni Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

Jákvæðni og rík þjónustulund

Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun

Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Umhirða búðar

Almenn tölvukunnátta

Reynsla af verslunarstörfum er kostur

Starfshlutfall er 93,8%.

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK ÓSKAR EINNIG EFTIR STARFSMANNI Í TÍMAVINNU Unnið er að jafnaði alla föstudaga og annan hvern laugardag.

Vidubiology stóreykur áhuga á líffræði Hitt verkefnið, sem vakin var sérstök athygli á, er Notkun Vidubiology í kennslu en Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir stendur á bakvið það. Vidubiology er alþjóðlegt verkefni sem er í stöðugri þróun en áhersla verkefnisins er að skoða áhrif verkefnavinnu á viðhorf, skilning, virkni og áhuga á líffræði. Ragnheiður Alma er kennari í 5. bekk í Njarðvíkurskóla og hefur verið að rannsaka og prófa sig áfram með notkun myndmiðlunar en rannsóknin er hluti af meistaraverkefni hennar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugi nemenda hefur stóraukist við notkun Vidubiology í kennslu.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Nánari upplýsingar: Guðlaug Íris Margrétardóttir – grindavik@vinbudin.is, 426 8787 og Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700. Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

Stórsigur Keflavíkur á Stjörnunni

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Það var algjört Stjörnuhrap í Keflavík á mánudagskvöld þegar Keflavík tók á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Heimakonur unnu stórsigur á Stjörnunni, 5-0, og náðu með sigrinum að komast úr fallsæti. Keflavík var betra liðið og Stjarnan sá aldrei til sólar. Sophie Mc Mahon Groff kom Keflavík yfir strax á annari mínútu. Hún átti stangarskot sem barst aftur til hennar og þá lá beinast við að skalla boltann af öryggi í netið. Sveindís Jane Jónsdóttir var svo búin

Fimm bekkjarsystkin úr Grunnskóla Grindavíkur útskrifast úr MA

að skora annað mark Keflavíkur þegar rétt stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Keflavík. Krafturinn og sjálfstraustið var til staðar hjá Keflvíkingum sem höfðu yfirburði á vellinum og voru betra liðið í kvöld.

Suðurnesjaliðin töpuðu í 2. deildinni

Snarpar Keflavíkurkonur yfirspiluðu Stjörnuna. VF-mynd: Hilmar Bragi

Víðismenn töpuðu með þremur mörkum gegn einu þegar þeir sóttu Fjarðabyggð heim á Eskjuvöllinn fyrir austan um helgina í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði mark Víðis í leiknum. Í síðustu viku tók Þróttur Vogum á móti ÍR á Vogaídýfuvellinum í Vogum. Heimamenn töpuðu leiknum með tveimur mörkum gegn engu. Á föstudag fá Víðismenn ÍR-inga í heimsókn í Garðinn en Þróttur fer á Selfoss. Víðismenn eru í 4. sæti 2. deildar með 13 stig en Þróttur Vogum er í 9. sæti með 9 stig.

Fimm nemendur fæddir árið 2000, sem voru saman í Grunnskóla Grindavíkur, útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri þann 17. júní. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Um mjög stóran útskriftarárgang var að ræða þar sem MA var að útskrifa tvo árganga. Annars vegar síðasta árganginn sem tók stúdentsprófið á fjórum árum og hins vegar fyrsta árganginn sem tók stúdentsprófið á þremur árum. Samtals voru þetta 330 nemendur. Ekki er algengt að svona margir nemendur úr Grindavík útskrifist á sama tíma frá Menntaskólanum á Akureyri en auk þeirra sem kláruðu á þremur árum voru tvö fædd 1999 einnig að klára MA.

Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrsta skóladaginn þeirra fyrir þremur árum og síðan á sjálfan útskriftardaginn. Nemendurnir eru frá vinstri, Teitur Leon Gautason, Telma Lind Bjarkadóttir, Belinda Berg Jónsdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir og Kristín Anítudóttir McMillan. Þá útskrifuðust einnig Gauti Ragnarsson og Elín Björg Eyjólfsdóttir, fædd árið 1999, frá MA.

Ekki er vika án Víkurfrétta! SMÁAUGLÝSINGAR Laus störf

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu

Blaðberi óskast til að bera út Morgunblaðið í Innri-Njarðvík Upplýsingar veitir Kristrún í síma 862-0382

Lítil iðnaðarbil til leigu að Bakkabraut 10. Laus fljótlega. Upplýsingar veitir Jóhann í síma 896-0096

Leikskólinn Holt

Sérkennslustjóri óskast

Það sannaðist strax á annarri mínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Natasha Moraa Anasi þriðja mark Keflavíkur. Dröfn Einarsdóttir skoraði fjórða markið á 47. mínútu og Sophie Mc Mahon Groff gulltryggði svo glæstan sigur Keflavíkur með sínu öðru marki á 68. mínútu. Eftir leikinn eru Keflavíkurstúlkur komnar upp í 8. sæti deildarinnar með sex stig.

Grindavík tapaði

Evaldas Zabas semur við Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Evaldas Zabas um að ganga til liðs við félagið fyrir komandi keppnistímabil í Domino´sdeild karla. Evaldas er fæddur árið 1988 í Litháen en flutti á unglingsárum til Kanada. Hann er 188 cm, líkamlega sterkur og hraður bakvörður og hefur leikið sem atvinnumaður síðan árið 2008. Hann hefur leikið víða, í sterkum deildum í Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Tékklandi, Kanada, Litháen, Eistlandi, Grikk-

landi og Belgíu og í vetur lék hann með TAU Castello í LEB gold á Spáni en það er sama lið og Ægir Steinarsson lék með 2017/2018. Hann lék meðal annars með okkar fyrrum leikmönnum, þeim Giordan Watson og Jeb Ivey, þegar hann var á mála hjá Bremerhaven í Þýskalandi í upphafi atvinnumannaferils síns.

Grindvíkingar töpuðu fyrir Valsmönnum með einu marki gegn engu í Pepsi MAX-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu um liðna helgi. Grindvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 10 stig. Þeir hafa aðeins unnið einn leik af síðustu fimm leikjum, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Keflavík í 3. sæti Keflavík og Þór skildu jöfn í markalausum leik norður á Akureyri um helgina í viðureign liðanna í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, Inkasso-deildinni. Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 14. stig en Þór og Fjölmir eru á toppnum með 16 stig.

Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ auglýsir stöðu sérkennslustjóra lausa til umsóknar. Leikskólinn er fimm deilda leikskóli sem starfar i anda Reggio Emillia, vinnur að heilslueflandi leikskóla og er Grænfána skóli. Starfssvið: • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu • Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu, stuðning, fræðslu og ráðgjöf • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg • Reynsla af starfi með börnum á leikskólaaldri • Góð færni í samskiptum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta Um er að ræða 50% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 20. ágúst 2019. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2019. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Nánari upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri í síma 8485886 eða á maria.p.berg@leikskolinnholt.is

Fimm tapleikir í röð og útlitið er svart. Njarðvíkingar eru í fallsæti og aðeins með sjö stig eftir níu umferðir. VF-mynd: Hilmar Bragi

Njarðvíkingar teknir í bakaríið Njarðvíkingar áttu hræðilegan dag á knattspyrnuvellinum á mánudagskvöld þegar þeir tóku á móti Haukum á Rafholtsvellinum í Njarðvík í Inkasso-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn er eitthvað sem heimamenn vilja gleyma sem fyrst. Áður en dómarinn hafði flautað til hálfleiks höfðu gestirnir skorað fjögur mörk.

Haukar skorðuðu fyrsta markið á 16. mínútu og svo komu mörkin með tíu mínútna millibili og engu líkara en Njarðvíkingar væru að upplifa martröð. Heimamenn voru bara alls ekki góðir í fyrri hálfleik en hafa greinilega fengið hárblásara í hálfleik því þeir mættu frískir til síðari hálfleiks og skoruðu fljótlega og sýndu allt annan leik

en þeir höfðu boðið uppá fyrstu 45 mínúturnar. Ekki tókst Njarðvíkingum að bæta við marki og þurftu að horfa upp á fimmta mark Hauka í uppbótartíma. Fimm tapleikir í röð og útlitið er svart. Njarðvíkingar eru í fallsæti og aðeins með sjö stig eftir níu umferðir.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

15

Sveindís Jane Jónsdóttir er að gera góða hluti í liði Keflavíkur

Frammistaða liðsins frábær hingað til „Þetta var alveg hreint magnaður leikur af okkar hálfu. Það er ekkert betra en að finna sigurtilfinningu aftur sem hefur kannski ekki verið til staðar nógu oft á þessu tímabili. Við eigum alveg nóg eftir og ég vil hvetja alla sanna Keflvíkinga að mæta á næstu leiki hjá okkur,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir en Keflvíkingar byrjuðu vikuna á því að rústa Stjörnunni, 5-0, í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Með sigrinum gegn Stjörnunni tókst stelpunum að koma sér upp um sæti í deildinni og verma nú áttunda sætið eftir tvo sigra í röð. Sveindís segist sátt með frammistöðu liðsins sem hafi lagt sitt allra best fram í öllum leikjum sumarsins. „Frammistaða liðsins hefur verið frábær hingað til. Stigataflan eins og hún er í dag segir ekkert til um frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru búnir. Í efstu deild eru leikmenn með meiri reynslu, gæðin eru meiri og tempóið

hærra. Verkefnið er alls ekki erfiðara en við áttum von á, við höfum haldið okkur vel inni í öllum leikjum og gefið stóru liðum deildarinnar góða leiki.“ Aðspurð um restina af sumrinu segir Sveindís það erfitt að segja til um hvernig það fari. Markmiðið sé þó að halda sér í deildinni og einn leikur verði tekinn í einu. „Ég er að bæta mig með hverjum leiknum og þeir fara allir í reynslubankann. Við stelpurnar munum leggja okkur allar fram.“

Sveindís Jane Jónsdóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Eva Margrét Falsdóttir.

Katla María Brynjarsdóttir.

Sveinasveitin.

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi haldið í Reykjanesbæ:

Eva Margrét sjöfaldur meistari og Katla María fjórfaldur meistari Eftir langa og stranga helgi er lokaniðurstaðan hjá ÍRB á AMÍ 2019 annað sætið. „Við getum verið afar stolt af okkar fólki sem ljómaði af keppnishörku, samstöðu, gleði og einbeitingu. Við sáum mjög mikið af bætingum og oft á tíðum ótrúlega stórar bætingar. Í ár áttum við færri toppa en oft áður en unnum mjög mörg verðlaun í heildina og það var það sem skilaði liðinu öðru sætinu,“ segir Steindór Gunnarsson. Stærstu afrek mótsins hjá ÍRB voru að Eva Margrét Falsdóttir varð sjöfaldur aldursflokkameistari og Katla María Brynjarsdóttir fjórfaldur aldursflokkameistari.

Þeir sem urðu Aldursflokkameistarar á AMÍ 2019: Denas Kazulis: 100m flug. Eva Margrét Falsdóttir: 100m bringa, 200m skrið, 200m flug, 100m skrið, 200m bringa og 400m fjór og 4 x 100m fjórsund.

Fannar Snævar Hauksson: 100m flug. Katla María Brynjarsdóttir: 400 skrið, 200m bak, 200m skrið og 100m bak. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir: 200m bringa. Telpnasveit ÍRB í 4 x 100m fjórsundi. Rebekka Marín Arngeirsdóttir; Eva Margrét Falsdóttir, Elísbet Jóhannesdóttir og Thelma Lind Einarsdóttir.

„Við þjálfarnir erum gríðarlega stoltir af sundfólkinu okkar. Það gerði allt sem var lagt upp með og miklu meira en það. Samstaðan, gleðin, keppnisharkan, hvatningin og einbeitingin sem einkenndi okkar fólk var stórkostleg. Enn og aftur áttum við frábæran lokadag, en þar spilar inn einbeiting og skipulag, eins og t.d. hvíld en við stóðum okkur best í þeim þætti. Við áttum næst fjölmennasta liðið í ár en stefnum á að verða stærri, sterkari, betri og hraðari á næsta ári,“ segir Steindór og bætir við: „Öll framkvæmd mótsins var frábær og eiga stjórnarfólk og foreldrar mikið hrós skilið. Svona mót er mikil framkvæmd og það að eiga fólk sem er tilbúið í svona mikið sjálfboðaliðastarf er stórkostlegt. Allar hendur klárar fyrir liðið og allir samtaka. Reykjanesbær og starfsfólk sundlaugarinnar eiga einnig mikið hrós skilið og Reykjanesbær sem íþrótta-

rbær getur verið afar stoltur af okkar fólki“.

Fyrirliðar ÍRB á AMI,́ Birna Hilmarsdóttir og Kári Snær Halldórsson.

Aldursflokkameistarar ÍRB. Ljósmyndir frá ÍRB.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Það er bara alltaf rigning!

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Þetta sumar er búið að vera svo geggjað. Júní er ekki einu sinni búinn og við erum öll brosandi út að eyrum, sólbrún og sæt. Algjörlega búin að gleyma sumrinu í fyrra. Eða kannski ekki. Við munum það nefnilega enn. Sérstaklega fólk eins og við fjölskyldan á Heiðarbrúninni, sem ákváðum í fyrra að njóta íslenska sumarsins heima í stað þess að fara í frí til útlanda. Við ætluðum að “tjilla” á pallinum, njóta bjartra sumarnótta og hafa það gott. Það varð svo ekki alveg þannig eins og alir muna. Rigningin tók sumarið yfir og við munum öll þennan eina miðvikudag í júní og þriðjudagana tvo í júlí sem sólin náði að skína smá. Svo þorðum við ekki einu sinni að fara norður eða austur þegar líða tók á sumarið vegna þess að við vorum viss um að þá myndi þetta snúast við. Þess vegna vorum við öll auðvitað innst inni að vona að okkur yrði þetta bætt upp í sumar, af því að okkur fannst við svo innilega eiga það skilið. Og réttlætið á alltaf að sigra að lokum. En á sama tíma vorum við dáldið eins og maðurinn með tjakkinn, handviss um það að helv... Norðlendingarnir og Austfirðingarnir myndu einoka sólina og sumarið eina ferðina enn. Og bólgna út af monti eins og vanalega. En svo kom hún þessi elska, blessuð sólin, og það sem meira er hún stoppaði lengur en í korter. Ef einhver efast um áhrif veðurfars á sálina þá getur sá hinn sami gleymt því núna. Þessar sólarvikur hafa búið til nýja karaktera, nöldurkallinn og fúla kellingin

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

„Slaggi“ Jón og ljúfa Gunna

Sími: 421 0000

Ragnheiðar Elínar hafa horfið og við hafa tekið „slaggi“ Jón og ljúfa Gunna. Öllum var sama um orkupakkamálþófið og að þinglok væru að tefjast. Við vorum öll upptekin af því að sóla okkur, grilla og hafa það gott. Við vissum nefnilega aldrei nema að þetta væri seinasti sólardagur sumarsins og því um að gera að njóta hans í botn. Allt annað hefur setið á hakanum og óunnin verkefni hafa hlaðist upp um allt sunnanvert landið. Þegar þetta er skrifað er held ég bara fyrsti skýjaði dagurinn í júní og rigning í kortunum næstu daga. En vitiði, það er bara allt í lagi af því að í fyrsta lagi er það svo gott fyrir gróðurinn og í öðru lagi, og það sem er mikilvægara, er að samkvæmt spánni á alla vega að koma einn rigningarlaus dagur í næstu viku! Það er strax betra en næstum allt sumarið í fyrra og ljúfa Gunna á Heiðarbrúninni er bara óendanlega þakklát fyrir það. Nú dembir hún sér af krafti í öll óunnu verkefnin til að geta hent sér á pallinn um leið og sólin kemur aftur. Njótið sumarsins kæru lesendur!

Þurrkurinn segir til sín á Fitjum Langvarandi þurrkur á Suðurnesjum er farinn að segja til sín á Fitjum. Svona var umhorfs við tjarnirnar í byrjun vikunnar. Stór svæði sem vanalega eru umflotin vatni eru nú þurr og skorpin. Þó spáð sé vætu um helgina þá er hún ekki í því magni að mikil breyting verði á vatnasviðinu á Fitjum. VF-mynd: Hilmar Bragi

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.

HÆFNISKRÖFUR •

Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktafyrirkomulagi 2-2-3. Vinnutími frá kl. 05:00 til 17:00

Góð tungumálakunnátta

Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg

Vinsamlegast sækið um á heimasíðu Pennans Skrímslakisi Eymundsson https://www.penninn.is/is/laus-storf

• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð: Umsóknarfrestur er til 8. júlí nk. •

Rík þjónustulund og jákvæðni

Hæfni í mannlegum samskiptum

Eymundsson

Fsafirði - Hafnarstræti 2

Surtsey í sjónmáli

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Verð: 7.499.Leifsstöð lugstöð Leifs Eiríkssonar

Nánari upplýsingar veitir Ásta Ben Sigurðardóttir, astas@penninn.is

Manndómsár

Út í vitann

Verð: 3.299.-

Verð: 3.499.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Húsavík - Garðarsbraut 9

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. verslunuUpplýsingar m. Upplýsingeru ar ebirtar ru birtameð r mefyrirvara ð fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. boða er frá 9. ogunmeð

540 2

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktó ve Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. ogunmeð


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.