Þetta er bara Villta-Austrið Þetta er bara Villta-Austrið
Frístundin á síðu 10
Eftirlitsbáturinn Óðinn kom að aðgerðinni. Mynd/Landhelgisgæslan
Reykjaneshöfn hefur í samstarfi við ferðatengda aðila á Reykjanesi verið að markaðssetja Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa. Sem hluta af þeirri markaðssetningu telur stjórn Reykjaneshafnar rétta að fulltrúi hafnarinnar sæki ráðstefnuna Seatrade Europe sem haldin er 6.–8. september nk. í samstarfi við Cruise Iceland. Jafnframt felur stjórnin hafnarstjóra að kanna hug annarra hafna á Reykjanesi til samstarfs í sameiginlegri markaðssetningu fyrir smærri skemmtiferðaskip í tengslum við markaðsstofu Reykjaness. Þetta var samþykkt samhljóða á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar.
Kafarar Landhelgisgæslunnar við skútuna í höfninni í Sandgerði á laugardaginn. Mynd/Sigurður Þorkell Jóhannsson
Mikið magn fíkniefna í skútu í Sandgerði
Mikið magn fíkniefna fannst um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina. Komið hefur fram að það hafi verið tugir kílóa af hassi. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Skútan kom til hafnar í Sandgerði á laugardagsmorgun og var mikil lögregluaðgerð í höfninni.
Heimildir Víkurfrétta segja að þar hafi m.a. kafarar verið að störfum við skútuna. Hafnarsvæðinu var lokað um tíma á meðan löggæsluyfirvöld athöfnuðu sig.
Við aðgerðirnar naut embættið aðstoðar Landhelgisgæslunnar,
Munur
tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Tugir manna komu að aðgerðinni, auk eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, þyrlu og Óðins, sem er hraðskreiður eftirlitsbátur gæslunnar.
Lögreglan segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.
á 30 árum
Ættum að vera búnir að skora miklu fleiri mörk
VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN ELIN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN SIGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK ELINBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGRI KOSTURINN Mexíkóskt þema í kvöld? Síður 8–9 Síða 6 Síða 14 MEÐAL EFNIS
kraftur í unglingastarfinu
Mikill
á útgerð og vinnslu
Skoða samstarf um skemmtiferðaskip til Suðurnesja
Miðvikudagur 28. júní 2023 // 26. tbl. // 44. árg.
Vilja byggja ofan
á Myllubakkaskóla og reisa tengibyggingu
Reykjanesbær hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi en skipulagssvæðið afmarkast af Hringbraut í vestri, Norðurtúni í norðri, Suðurtúni í Suðri og Sólvallagötu í austri. Stærð svæðis 16.600 m² og nýtingarhlutfall eftir stækkun verður 0.29.
Helstu breytingar eru að byggð verður ein hæð ofan á álmu sem liggur með Suðurtúni og að byggð verður tveggja hæða tengibygging milli aðalbyggingar og álmu sem liggur með Suðurtúni.
Umhverfis- og skipulagsráð tók erindið fyrir á síðasta fundi en hefur frestað afgreiðslu þess.
Á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf
n Með meira námsframboði en nú er til staðar, segir í yfirlýsingu frá öllum bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar.
Allir bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna mögulegrar sameiningar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis.
Ráðherra mennta- og barnamála hefur skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla sem meðal annars er að skoða hvort fýsilegt er að sameina Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keili.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að fjölbreytt námsval standi nemendum á Suð-
urnesjum til boða héðan í frá sem hingað til og að aðgerðir ríkisins megi ekki koma niður á framboði og gæðum náms. Bendir bæjarstjórn á mikilvægi þess að frekar verði að huga að því að á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf með meira námsframboði en nú er til staðar.
Leggur bæjarstjórn sérstaka áherslu á þetta þar sem menntunarstig á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu, þar sem svæðið er mikið vaxtarsvæði og ljóst er að mennta þarf starfsfólk á fjölbreyttum starfssviðum til að
Hval rak á fjörur kylfinga á Kálfatjörn
Hvalur fannst rekinn á fjöru við golfvöllinn að Kálfatjörn í síðustu viku. Hræið liggur í fjörunni beint fyrir neðan sjálfa Kálfatjörnina. Húbert Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, sendi Víkurfréttum meðfylgjandi mynd. Hræið er talið vera af hrefnu og er um fimm metra langt. Hræið er einnig farið að rotna þar sem mikil kúla er á því vegna gasmyndunar.
Velferðarráð hefur áhyggjur af fjölda barna í tölum um fjárhagsaðstoð
Velferðarráð Reykjanesbæjar
vf ishefur miklar áhyggjur af þeim fjölda barna sem eru á bak við tölur um fjárhagsaðstoð og telur brýnt að lögð verði áhersla á úrræði fyrir barnafjölskyldur.
Í maí 2023 fengu 364 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar
rúmlega 52 milljónir króna, eða 143.491 krónur að meðaltali á einstakling. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 77 heimila sem á bjuggu samtals 175 börn.
Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð 34,5 milljónir króna, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Í sama mánuði árið 2022 fengu 243 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð en alls voru greiddar 33 milljónir króna. eða að meðaltali 136.007 krónur á einstakling.
Í maí fengu alls 299 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals tæpar 6,3 milljónir króna.
Í sama mánuði 2022 fengu 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals 4,6 milljónir króna.
mæta þörfum vinnumarkaðarins á Suðurnesjum til framtíðar, segir í yfirlýsingunni sem þau Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S) Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Margrét A. Sanders (D), Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) skrifa undir.
Vinna að hönnun og kostnaðarmati vegna mögulegs flutnings bókasafns
Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna verkefnahóp til greiningarvinnu á menningarhúsum í Reykjanesbæ.
Í hópinn eru skipuð Guðlaug
María Lewis, menningarfulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir, sviðsstjóri
menningar- og þjónustusviðs, Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður bókasafns, og frá meirihlutanum Friðjón Einarsson.
Hlutverk hópsins er að vinna að hönnun og kostnaðarmati vegna mögulegs flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar. Verkefninu skal lokið fyrir 1. ágúst 2023. Formanni bæjarráðs falið að kalla hópinn saman.
Þá var á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar óskað er eftir tilnefningu frá minnihluta í starfshópinn.
GUÐBRANDUR RÆÐUKÓNGUR
SUÐURKJÖRDÆMIS Á ALÞINGI
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, er ræðukóngur Suðurkjördæmis á nýafstöðnu þingi. Hann talaði samtals í 768 mínútur, eða 12,8 klukkustundir. Hann er í tíunda sæti yfir ræðukónga Alþingis á þessu þingi. Í öðru sæti í Suðurkjördæmi er Oddný Harðardóttir, Samfylkingu. Hún talaði í 524 mínútur, eða 8,7 klukkustundir. Það setur hana í tuttugasta sæti yfir þingið í heild.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er í þriðja sæti. Hún talaði í 501 mínútu, eða 8,4 klukkustundir.
Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, er í fjórða sæti. Hann talaði í sléttar 500 mínútur, eða 8,3 klukkustundir.
Næstur og í fimmta sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson, Fram-
sóknarflokki. Hann talaði í 390 mínútur, eða 6,5 klukkustundir. Sjötti er Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki. Ræðutími hans var 319 mínútur, eða 5,3 klukkustundir.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, er í sjöunda sæti ræðukónga í Suðurkjördæmi með ræðutíma upp á 274 mínútur, eða 4,6 klukkustundir.
Framsóknarmaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson er áttundi. Hann talaði í 224 mínútur, eða 3,7 klukkustundir.
Níunda sætið skipar Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki. Hún talaði í 185 mínútur, eða 3,1 klukkustund. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki, er með stystan ræðutíma þingmanna í Suðurkjördæmi. Hann talaði í 107 mínútur, eða 1,8 klukkustundir.
Isavia semur við HS Orku um hleðslustöðvar
Fulltrúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um uppsetningu á fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á Keflavíkurflugvelli. Um langtímaverkefni er að ræða. Nýjar hleðslustöðvar verða fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar.
Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald
hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun
þessa árs.
„Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ segir Gunnar Ingi Hafsteinsson, deildarstjóri bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja
á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“
Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega.
„Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
2 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Allt fyrir helgina!
Opið 17.
Krossmói
Opið 10–19
Iðavellir
Opið 10–21
Grindavík
Opið virka daga 9–19
Opið helgar 10–19
Betra verð með appinu!
Tilboð gilda 29. júní–2. júlí
Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
júní
Apptilboð - afsláttur í formi inneignar
Nýtt í Nettó! Frábært úrval af vörum frá Mandi
Moss hlýtur Michelin-stjörnu
Veitingastaðurinn Moss í Bláa Lóninu hefur hlotið hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjört við hátíðlega athöfn í Turku í Finnlandi á dögunum. Þar með er Moss orðinn þriðji íslenski veitingastaðurinn sem hlýtur þessa æðstu nafnbót í veitingageiranum en Michelinstjörnur eru einungis gefnar út til veitingastaða sem Michelin álítur þá allra bestu.
Moss hefur áður verið í flokki veitingastaða sem Michelin-handbókin mælti sérstaklega með en hefur nú færst skör ofar og fengið sína fyrstu stjörnu.
Ein Michelin-stjarna þýðir að staðurinn sé í háum gæðaflokki.
Tvær stjörnur þýða að staðurinn sé í enn hærri gæðaflokki og þrjár stjörnur að veitingastaðurinn sé framúrskarandi.
Orka náttúrunnar sækir um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar á Fitjum
Orka náttúrunnar hefur óskað eftir lóð hjá Reykjanesbæ til að stækka núverandi hleðslustöð við verslunarmiðstöð við Fitjar. Erindinu fylgdu tillögur að stærð og staðsetningu lóðar, sem er á grænu belti milli verslunarmiðstöðvarinnar á Fitjum og Njarðarbrautar. Óskað er eftir lóð fyrir tíu hraðhleðslustöðvar
með möguleika á að fjölga þeim í sextán.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tekur undir að styðja þurfi við orkuskiptin og reiturinn er vel í sveit settur til þess.
Vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi með hagaðilum innan reitsins, segir í afgreiðslu ráðsins.
Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!
Áratuga reynsla Sjónmælingar
Góð þjónusta Linsumælingar
Falleg vara Sjónþjálfun
Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
Skólar hafa gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu upplýsingaveituna á Íslandi. Myndin var tekin þegar samningurinn hafði verið undirritaður. VF/Hilmar Bragi
Skólar og Laufið taka höndum saman
Skólar hafa gert samstarfssamning við Laufið, fyrstu grænu upplýsingaveituna á Íslandi um að taka höndum saman með að auka sýnileika og gagnsæi í umhverfis- og sjálfbærnimálum.
Markmið Laufsins og Skóla er að leikskólarnir hjá Skólum kjósi leið í átt að sjálfbærni í sínum rekstri þannig að jákvæðar og samræmdar aðgerðir mótist með leikskólunum. Þannig ganga allir í takt.
Samningurinn felur í sér aðgang að hugbúnaði Laufsins og greiningum, auk aðkomu sjálfbærniráðgjafa Laufsins við fræðslu, innleiðingu og ráðgjöf varðandi sjálfbærni.
Sjálfbærniráðgjafar Laufsins munu aðstoða stjórnendur leikskóla Skóla við að ná sínum markmiðum, sem samanstanda af flokkun úrgangs, kolefnisjöfnun, virkri umhverfisstefnu, miðlum þekkingar til starfs-
Sumarhátíð í heilsuleikskólanum Garðaseli
Sumarhátíð leikskólans Garðasels var haldin á dögunum þar sem börn og starfsfólk skemmti sér vel allan daginn. Hoppukastali var á svæðinu og auk þess voru ýmsir krókar á útisvæðinu þar sem hver og einn gat fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrafélag Garðasels styrkti hátíðina að venju, meðal annars kom DansKompaníið með glæsilegt Disney-atriði og einnig styrkti félagið við leikskólann með því að kaupa andlitsmálningu fyrir börnin, leigði hoppukastala og útvegaði efnivið fyrir risasápukúlur.
Skemmtileg hefð hefur einnig skapast í kringum sumarhátíð leikskólans síðustu ár þegar ísbíllinn vinsæli mætir á svæðið með ís fyrir börn og starfsfólk. Foreldrafélag skólans hefur hannað skreytingar fyrir ísbílinn góða og fyllir hann af nokkrum ístegundum til að allir geti valið sér íspinna eftir óskum. Síðan mætir bíllinn á svæðið með tilheyrandi bjölluhljóm til að tilkynna komu sína.
Eins og sjá má á myndunum hefur foreldrafélagið tekið hlutverk sitt í ísbílnum mjög alvarlega og hafa fulltrúar félagsins einnig klætt sig upp í tilefni dagsins. Börnin fá einnig íspening til að „borga“ fyrir ísinn.
manna ásamt þátttöku í hringrásarhagkerfinu og um leið hvernig best er að takast á við áskoranir og reglugerðir framtíðarinnar
Fyrsta græna upplýsingaveitan
Laufakerfið er stafrænn vettvangur sem leiðir stjórnendur áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem draga úr umhverfisspori og hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi. Markmiðið er einnig að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel stofnanir og fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.
Laufið skiptist í fimm lauf og græn skref sem tengjast meðal annars Heimsmarkmiðunum. Nánar er greint frá þessu á vef Víkurfrétta, vf.is.
w
Einstök upplifun að snæða á Moss á einu glæsilegasta hóteli landsins, The Retreat.
Séð yfir Fitjar fyrir nokkrum árum. Orka náttúrunnar sækist eftir lóð milli verslunarkjarnans og Njarðarbrautar. VF/Hilmar Bragi
4 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
SUMAR ÚTSALA BYKO
BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Í BYKO 8-18 VIRKA DAGA 9-15 LAUGARDAGA LOKAÐ SUNNUDAGA 25-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SUMARVÖRUM SKANNAÐU KÓÐANN www.byko.is/utsala
112 milljónum úthlutað til félagsaðstöðu eldri borgara í Grindavík
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra úthlutaði tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í liðinni viku. Af þeim fóru tæpar 112 milljónir til uppbyggingar á félagsaðstöðu eldri borgara sem nú er í byggingu við Víðihlíð. Í yfirliti yfir úthlutanir má sjá að stærsta einstaka úthlutunin er til Grindavíkur.
Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Alls voru veittir styrkir til 57 verkefna til margvíslegra framkvæmda og endurbóta á hjúkrunarheimilum um allt land, auk nýframkvæmdar við byggingu þjónustumiðstöðvar í Grindavík, eins og áður segir.
Líst vel á Nató-höfn en gæta þarf hagsmuna Reykjaneshafnar
Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona, frænka og barnabarn, HELEN MARÍA JÓNSDÓTTIR
Heiðarholti 32, Keflavík, varð bráðkvödd laugardaginn 17. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. júní klukkan 12.
Jón Pálmi Pálsson Agnes Ósk Ómarsdóttir
Gullý Anna Jónsdóttir Jón Ingibjörn Arnarsson
Helga Guðrún Jónsdóttir
Kolbrún Lilja, Jón Arnar, Emil Andri
Guðlaug Jóhannsdóttir Ómar Steindórsson
Kolbrún Jónsdóttir og Páll Jónsson
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ NANNA STEFÁNSDÓTTIR
Suðurgötu 4a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþei að ósk hinnar látnu.
Gunnar Baldvinsson Erna Alfreðsdóttir
Palla Baldvinsdóttir Kellogg
Ásdís Baldvinsdóttir Helgi Ásgeirsson
Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir
Ásta Baldvinsdóttir Hermann Árnason
Sóley Baldvinsdóttir og aðrir aðstandendur
Bílaviðgerðir Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur
í hádeginu Opið: 11-13:30
alla virk a daga
Stjórn Reykjaneshafnar líst vel á erindi utanríkisráðuneytisins varðandi uppbyggingu á 390 metra löngum hafnargarði fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík en minnir á að gæta þarf að hagsmunum Reykjaneshafnar í þessu samstarfi, þannig að þjónustugeta hafnarinnar aukist til framtíðar ef af framkvæmdum verður.
Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir formlegu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn
með það að markmiði að hefja undirbúning og formlegt samstarf um áframhaldandi uppbyggingu
í Helguvík. Áætlað er að reisa allt að 390 metra langan viðlegukant
í Helguvík fyrir herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Þá er gert ráð fyrir 25.000 rúmmetra eldsneytisbirgðageymslu.
Um er að ræða um fimm milljarða króna framkvæmd í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar.
Verkefnið byggir m.a. á þörf fyrir eldsneytisbirgðir á Norður-Atlantshafi.
Þann 5. júní sl. barst Reykjanesbæ erindi frá utanríkisráðuneytinu með ósk um samstarf varðandi uppbyggingu á hafnaraðstöðu í Helguvíkurhöfn. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 8. júní og fól þar bæjarstjóra og sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að vinna áfram í málinu.
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
Júnimánuður svo til kominn á enda þegar þessi pistill kemur og það er búið að vera frekar rólegt í höfnunum á Suðurnesjum nema kannski í Sandgerði þar sem þessi gríðarstóri floti af færabátum hefur verið við veiðar.
Ég ætla að fara með ykkur í smá ferðalag og kíkja á júní árið 1993, sem sé fyrir 30 árum síðan. Þá var nú mun meira um að vera í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. Margir bátar að landa og þá var humar og rækja líka að koma á land. Heildarafli sem kom á land í júní árið 1996 í þessum þremur höfnum var alls tæp 7.600 tonn. Byrjum í Keflavík. Já, þá var líf í Keflavíkurhöfn – og reyndar í Njarðvík líka. Annað en er núna árið 2023. Þá voru 33 bátar sem lönduðu afla í Keflavík/Njarðvík og af því voru tveir rækjubátar og tveir togarar. Eldeyjar Súla KE var með 300 tonn í fimm löndunum og Þuríður Halldórsdóttir GK með 298 tonn í fjórum róðrum. Fjölnir GK var með 6,4 tonn í einum og Erling KE 51 tonn í fjórum róðrum, báðir á rækju. Auk þess var Erling KE með 30 tonn af fiski með rækjunni. Annars var Albert Ólafsson KE aflahæstur í Keflavík í júní 1996 með 162 tonn í fjórum róðrum á línu. Þar á eftir kom Happasæll KE (sem við kvöddum í síðasta pistli en þá hét hann Grímsnes GK) en Happasæll KE var með 124 tonn
a F la F r É ttir á S uðurn ES ju M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
í fjórtán róðrum. Skotta HF, sem var línubátur, var með 122 tonn í þremur. Aðrir bátar í Keflavík í júní 1996 voru t.d. Gunnar Hámundarsson GK með 38 tonn í þrettán á netum, Jaspis KE, sem var smábátur, var með 8,3 tonn í tíu á netum, Adam AK, sem líka var smábátur, var með 10,5 tonn í átján róðrum. Grindavík. Þar var ansi mikið um að vera og bæði humri og rækju var landað þar. Bátarnir í júní árið 1996 voru samtals 63 sem lönduðu og aflinn samtals 3.594 tonn. Af þessum afla var humar 99 tonn og rækja 118 tonn, 73 tonn af þessari rækju var eldeyjarrækja.
Togarinn Gnúpur GK (gamli með sknr 1363) var með 366 tonn í fjórum róðrum, Þorsteinn Gíslason GK var hæstur humarbátanna með 20 tonn í sex róðrum, Gaukur GK 18,8 tonn í sjö, Máni GK 17,4 tonn í níu, Reynir GK 16,8 tonn í sjö. Af rækjubátunum var Ólafur GK með 24 tonn í sjö, Eldhamar GK 11 tonn í þremur og Kári GK 18 tonn í fimm. Reyndar var Grindvíkingur GK með 45 tonn af rækju í einni löndun sem var fryst um borð. Trollbáturinn Oddgeir ÞH var hæstur í Grindavík í júní 1996 með 388 tonn í tíu róðrum, þar á eftir kom annar trollbátur sem
hét Hafberg GK sem var með 263 tonn í átta róðrum, Júlli Dan GK (sem síðar varð Erling KE) var með 226 tonn í sextán róðrum á netum, Sæborg GK 161 tonn í fjórum, líka á netum. Skarfur GK 197 tonn í þremur, Hrugnir GK 162 tonn í fjórum og Kópur GK 160 tonn í fjórum, allir þrír á línu. Nokkrir bátar voru á færum og var Sæsteinn GK hæstur með 18,2 tonn í tólf og þar á eftir kom Kotey RE með 16,5 tonn í ellefu róðrum. Langflestir bátanna í júní 1996 lönduðu í Sandgerði en það voru alls 81 bátur sem landaði og samtals var aflinn 2.765 tonn. Af þessum afla voru þrír togarar sem lönduðu. Haukur GK sem var með 443 tonn í þremur, Ólafur Jónsson GK 428 tonn í fjórum og Sveinn Jónsson GK sem var með 560 tonn í fjórum og mest 205 tonn í einni löndun sem er fullfermi hjá honum og vel það.
Humaraflinn var alls 108 tonn þar sem að Hafnarberg RE var aflahæstur með 19,4 tonn í sex (var að auki með 38 tonn af fiski), Una í Garði GK 16 tonn í átta, Skarphéðinn RE 14 tonn í sex, Ósk KE (sem árið 2023 heitir Maron GK) með 13,9 tonn og Jón Gunnlaugs GK 12,4 tonn í sex (var að auki með 32 tonn af fiski).
Rækjan var alls 79 tonn og var það allt Eldeyjarrækja þar sem Guðfinnur KE var aflahæstur með 26 tonn í níu róðrum, þar á eftir kom Vala KE með 19,4 tonn í tíu róðrum.
Annars var Oddur Sæmundsson skipstjóri á netabátnum Stafnesi KE aflahæstur í Sandgerði með 284 tonn í tíu róðrum á netum og mest 59 tonn í einni löndun. Þar á eftir kom Þorri GK sem var á línu með 139 tonn í þremur. Aðrir bátar voru t.d. Björgvin á Háteig GK á dragnót og með 77 tonn í 21 róðri, Farsæll GK, sem var á dragnót, var með 45 tonn í tólf. Eins og í júní árið 2023 þá var í júní árið 1996 mjög margir færabátar, t.d. Gaui Gísla GK með 25 tonn í fjórtán róðrum, Ösp GK 17,3 tonn í tíu, Nonni KE 13,4 tonn í sextán og Alli KE 11,6 tonn í sextán.
Já, eins og sést þá er þetta gríðarlega mikill munur á útgerð og vinnslu á aðeins 30 árum.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI
HEYRNARGREINING
RÁÐGJÖF
//
//
vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
6 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Munur á útgerð og vinnslu á 30 árum
að
Suðurnesja
Við
þurfum Suðurnesjalínu 2 strax! Ætla stjórnvöld, Landsnet og Sveitarfélagið Vogar
halda orkuöryggi og vaxtaRtækifærum
áfram í gíslingu?
SANDGERÐINGURINN HELENA DÖGG MAGNÚSDÓTTIR ER VERKEFNASTJÓRI
UNGLINGASTARFS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR
MIKILL KRAFTUR Í UNGLINGASTARFINU Á SUÐURNESJUM
Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins
Landsbjargar haldið í Grindavík
á fjórða hundrað ungmenna úr tuttugu og einni unglingadeild innan Slysavarnafélagsins landsbjargar komu saman til landsmóts unglingadeilda sem haldið var í grindavík í síðustu viku. Mótið hófst á miðvikudag og lauk á sunnudag. ungmennin eru á aldrinum þrettán til átján ára. Sandgerðingurinn Helena dögg Magnúsdóttir er verkefnastjóri unglingastarfs Slysavarnafélagsins landsbjargar og hafði í nógu að snúast í kringum mótshaldið. víkurfréttir ræddu við hana í mótslok.
UNGLINGASTARF
„Við höldum vanalega landsmót annað hvert ár. Landsmótshaldið hefur verið nokkuð ört núna og þetta er annað árið í röð sem við höldum landsmótið, þar sem við höfum verið að vinna úr töfum vegna Covid-faraldursins. Það var haldið auka mót í fyrra og svo aftur núna til að rétta úr kútnum, þar sem landsmótin hafa alltaf verið haldin á oddatöluári,“ segir Helena Dögg.
Hún segir að það sé ofboðslega mikill kraftur í þessu unga fólki og krakkarnir væru alveg til í að halda landsmót á hverju ári og jafnvel oft á ári, ef þau fengju að ráða. „Umsjónarfólkið er kannski ekki alveg eins viljugt. Markmiðið er að komast í gamla farið aftur, sem er landsmót annað hvert ár og landshlutamót þess á milli.“
Landinu er skipt upp í fimm hluta og þar eru haldin smærri mót á milli landsmóta. Helena Dögg segir landshlutamótin vera eins og eina stóra útilegu á móti fimm daga móti sem landsmótin eru en landsmótið hefst á miðvikudegi og endar á sunnudegi.
330 ungmenni fjölmenntu til Grindavíkur
„Hingað til Grindavíkur komu tuttugu og ein unglingadeild og þetta voru 330 manns en ung -
mennin eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þetta eru krakkar sem koma alls staðar að af landinu, kraftmikill hópur og ég hef engar áhyggjur af félaginu ef þetta er
hópurinn sem er framtíðin okkar. Það er alveg magnað,“ segir Helena Dögg. Á miðvikudeginum safnast ungmennin fyrir á mótsstað. Fimmtu-
dagurinn er settur upp með svokölluðum póstastöðvum þar sem ungmennin eru í þjálfun. Fyrstu tvo daga mótsins eru ungmennin í rúma klukkustund á hverjum stað við æfingar og að leysa verkefni.
„Þegar unglingadeildirnar koma á mótsstað er búið að skipta öllum þátttakendum upp í tíu hópa. Í hverjum hópi eru tveir til þrír úr hverri unglingadeild og reynt að blanda ungmennum í hvern hóp víðsvegar að af landinu, þannig að ungmennin kynnist þvert á landið. Þá fær hver hópur sinn lit og hópstjórarnir eru komnir með litina fyrirfram þannig að hægt sé að útvega viðeigandi málningu og annað skraut fyrir björgunarleikana, sem fara fram á laugardeginum.“
Fyrstu tvo sólarhringa landsmótsins var farið á báta, í sig og klifur, kennt að binda spotta í bíl og hvernig á að vinna í spottavinnu. Þá er kennt hvernig á að koma sér upp úr sprungu ef ekki er hægt að klifra upp spunguvegginn.
Þá er farið í fyrstu hjálp og ýmislegt fleira.
Efnt til landsþings á landsmóti
„Þá er einn pósturinn landsþing unglinga og þar er unglingunum
gefið tækifæri á að láta sér málin varða. Niðurstöður úr því þingi eru svo settar niður fyrir umsjónarmenn unglingadeildanna og fyrir stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í ár var til umfjöllunar hvernig hinn fyrirmyndar umsjónarmaður er og hvað hann þarf að bera. Umsjónarmenn eru svo settir til hliðar á meðan ungmennin ræða þessi mál,“ segir Helena Dögg og bætir við: „Það er alveg magnað hvað hefur komið út úr þessu þingi. Þau hafa búið til fullt af slysavarnaverkefnum og hvernig þau vilja kynna starfið útávið. Núna var það hvernig umsjónarmenn eiga að vera og yfir hverju þeir eiga að búa. Og hvernig getum við búið til góða unglingadeild.“
Hvernig er unglingastarfið að gera sig allt í kringum landið?
„Þetta er mjög flott starf og við erum með ágætan fjölda. Þegar við komum út á land eru heilu samfélögin að taka þátt í starfinu og sem dæmi þá komu átján krakkar frá Búðardal á landsmótið í Grindavík. Á höfuðborgarsvæðinu eru um tuttugu krakkar í hverri unglingadeild en hafa verið alveg upp í fjörutíu krakkar. Það er líka flott starf á Suðurnesjum
8 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
og unglingadeildir í Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði. Okkur vantar bara unglingadeild í Vogana. Á landsmótinu voru allar unglingadeildirnar á Suðurnesjum nema deildin í Garði. Starfið á Suðurnesjum er mjög flott og öflugt. Það er mikið lagt í það og það er alveg sama hvaða unglingadeild við nefnum. Það er mikill kraftur í unglingastarfinu á Suðurnesjum.“
Hvernig er kynjaskipting í unglingastarfinu?
„Á mótinu voru fleiri stelpur en strákar. Ætli það hafi ekki verið 60% þátttakenda stelpur. Þetta er alveg nýtt fyrir okkur því yfirleitt eru þetta jöfn skipti. Við höfum séð þetta í unglingastarfinu að skipting milli kynja hefur verið jöfn, þó svo færri stelpur hafi verið að skila sér upp í björgunarsveitirnar. Það hefur þó verið mikil aukning síðustu ár, sem er mjög jákvætt.
... Á mótinu voru fleiri stelpur en strákar. Ætli það hafi ekki verið 60% þátttakenda stelpur. Þetta er alveg nýtt fyrir okkur því yfirleitt eru þetta jöfn skipti..
Birtan það besta við sumarið
Eitthvað af tjöldum eyðilagðist í veðrinu og annað blotnaði mikið. Þarna sprungu tjöld og rifnuðu.
Það fór svo að rúmlega 100 ungmenni fengu inni í Hópinu, knattspyrnuhúsi þeirra Grindvíkinga og gistu þar yfir mótstímann. Þá var hluti af æfingum einnig fluttar inn í skjól undan veðrinu. Þannig var hægt að halda klifuræfingar innandyra.
Nú var þetta landsmót haldið í Grindavík, var þá ekki farið með hópinn að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli?
Við erum líka með fullt í gangi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg til að sýna fram á það að kvenfólk getur þetta alveg eins og karlarnir.“
Mikil útivist
Starfið í unglingadeildunum er mikil útivist og ungmennin koma alltaf á fundi klædd eftir veðri.
Og það er verið að kenna þeim að klæða sig og pakka í töskur, hvernig á að bera sig að í vondu veðri og góðu veðri. Réttur fatnaður skiptir máli. Veðrið var heldur ekkert að leika við þátttakendur á landsmótinu í Grindavík.
Fimmtudagsnóttin varð eiginlega að óveðursútkalli. Á meðan kvöldvöku stóð í íþróttahúsinu í Grindavík brast á með vondu veðri sem varð til þess að stór hópur björgunarsveitarfólks og umsjónarmanna fór í að bjarga tjaldbúðum landsmótsins sem voru á rollutúninu við tjaldstæðið í Grindavík.
„Gosið var alveg sett til hliðar. Ég held að það hafi verið vegna þess að Grindvíkingar hafa fengið nóg af því,“ segir Helena Dögg og hlær. Vegna veðurs þurfti að flytja eitthvað af viðburðum landsmótsins undir þak en veðrið var samt ekki að hafa áhrif á stemmninguna í hópnum. „Þau voru öll hress og kát með þetta, þrátt fyrir rigningu. Þetta er svo kraftmikill mannskapur og umsjónarfólkið sem sér um þessi ungmenni er svo lausnamiðað og það var alltaf til staðar plan B til staðar og þau voru fljót að bregðast við. Það var ekkert verið að bíða eftir því að einhver mótsstjórn gerði eitthvað, hlutirnir voru bara framkvæmdir. Og allir vinna að þessu í samheldni að gera hlutina betri og skemmtilegri,“ segir Helena Dögg.
Byrjaði í unglingadeild þegar drengir týndust í Keflavík
Helena Dögg byrjaði sjálf í unglingadeild þegar hún var þrettán ára. „Pabbi vinkonu minnar var björgunarsveitarmaður og var að leita að drengjunum tveimur sem týndust í Keflavík árið 1994. Ég var unglingur á þessum tíma og fannst það svo magnað að það væri til svona margt fólk sem væri tilbúið að fara frá vinnu til að leita að drengjunum. Ég byrjaði því í unglingastarfinu sem unglingur.
Þaðan fór ég í það að vera umsjónarmaður í unglingastarfi og er nú í því að þjálfa umsjónarmenn í fullu starfi hjá félaginu og að sjá um unglingamálin yfir landið. Þetta er svolítið eins og að vera fótboltamaðurinn sem endaði í landsliðinu og er núna farinn að þjálfa landsliðið,“ segir Helena og hlær.
Jónatan
er frá Ísafirði en býr í Vogum. Hann er sautján ára nemi við Verzlunarskóla Íslands og vinnur í Nettó í Krossmóa í sumar en þar hefur hann hefur verið að vinna í allan vetur. Hann ætla að ferðast mikið og verja sem mestum tíma með vinum og fjölskyldu.
Aldur og búseta?
Ég er úr Vogum á Vatnsleysuströnd, bý þar og er sautján ára.
Starf eða nemi?
Ég er bæði nemandi í Verslunarskóla Íslands og
hef verið samhliða því að vinna í Nettó í Krossmóa og mun ég halda því áfram í allt sumar.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Það hefur verið geggjað hingað til. Ég er búinn að ferðast innan- sem utanlands með vinum og fjölskyldu eins og t.d. til Albír með fótboltaliðinu mínu.
Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég er búin að vera að vinna í Nettó í allan vetur og ætla að halda því áfram núna í sumar.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Ég ætla bara að vinna mikið og slaka á inni á milli.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Ég er nú búinn að fara til Spánar með fótboltaliðinu mínu og var það mikið fjör. Einnig ætla ég svo bara í nokkrar útilegur í sumar líka og það af leiðandi eyða tíma með vinum og fjölskyldu.
Eftirlætisstaður á Íslandi?
Ég myndi segja Ísafjörður þar sem ég er ættaður þaðan og ferðast mikið þangað.
Hvað einkennir íslenskt sumar? Ég held það sé bara eitt svar við þessu, bjart allan sólarhringinn.
Áhugamál þín?
Fótbolti, hitta vini mina og krossarar.
Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ég hef mikin áhuga á krossurum og myndi ég þá segja það að keyra krossarann minn.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Fara í útilegu með vinum mínum einhvers staðar úti á landi í góða stemmningu, mögulega Flúðir – það er alltaf gaman þar.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Það er sólin sem kemur mér alltaf í góðan sumarfíling.
Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Sprinter með Central Cee og Dave.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Að það sé bjart allan daginn. En versta?
Ég finn enga galla við íslenskt sumar.
Uppáhaldsgrillmatur?
Held það sé bara lambið. Sumardrykkurinn í ár? Nocco Juice melba.
Engir gallar við íslenskt sumar
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar var á heimavelli með unglingadeildirnar í heimsókn í Grindavík.
Helena Dögg Magnúsdóttir er úr Sandgerði og leiðir starf unglingadeilda hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Sjálf byrjaði hún í unglingastarfinu þegar hún var þrettán ára.
Frá landsmóti unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var í Grindavík. Ljósmyndir: Hilmar Bragi og ljósmyndarar Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Örn Sverrisson
víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 9
Þetta er bara Villta-Austrið
– segir Njarðvíkingurinn Hafsteinn Hjartarson sem fæddist í Reykjavík en flutti til Njarðvíkur eins árs gamall. Hann er mikill áhugamaður um matargerð og allt sem henni tengist, þar með talið veiði. Hafsteinn hefur haft í nógu að snúast undanfarið og áhugamálin þar af leiðandi þurft að sitja á hakanum.
„Ég er verkfræðingur og starfa hjá Advania í dag, hef verið þar frá 2018,“ segir Hafsteinn í upphafi spjalls okkar. „Svo er ég með fyrirtækið Pontus sem er að bjóða upp á flotastýringakerfi.“
Flotastýringakerfi, hvað er það?
„Við setjum rita í bílaflota hjá fyrirtækjum og þannig er hægt að fylgjast með hvar bílarnir eru í rauntíma. Þú færð meldingar ef það kemur vélarljós eða einhver er að keyra of hratt eða illa. Ýmislegt þannig. Svo geturðu fengið skýrslur, samantekt yfir bensíneða batterísnotkun. Alls konar í þessu.
Sem dæmi er þetta kerfi ekta fyrir flutningafyrirtæki því það er í þessu bókunarkerfi þar sem þú getur fært inn allar sendingar dagsins og það berst beint til bílstjóranna, þá vita þeir hvert þeir eiga að fara og í hvaða röð.“
Hvernig stendur á því að þú fórst í þennan bransa?
„Ég var að vinna við þetta í fjögur ár eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Þá vann ég við að forrita svona kerfi. Þetta var gamalt kerfi sem við vorum að viðhalda og búa til helling af nýjum lausnum inn í kerfinu. Mér fannst þetta bara skemmtilegur bransi og svo bauðst mér þetta tækifæri.
Það var strákur sem stofnaði þetta fyrirtæki, Pontus, árið 2018 en svo flutti hann út í fyrra og sá ekki fram á að geta sinnt þessu. Svo ég bara tók við boltanum og er að keyra þetta í gang.“
Hafsteinn sér einn um reksturinn á Pontus eins og stendur en hefur háleit markmið fyrir framtíðina.
FRÍSTUNDIN
„Ég er svolítið að stíla inn á samþættingar. Ég hef unnið mikið með það, að samþætta kerfi, þannig að flotastýringakerfið geti talað við beiðnakerfi hjá fyrirtækjum –tengja þetta allt saman.“
Áhugamálin sitja á hakanum
Hafsteinn er mikill áhugamaður um matargerð og tók m.a. þátt í keppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg sem Matarauður Íslands stóð fyrir árið 2018. Hann hafnaði í fimmta sæti með rétt sem hann kallaði Nesti smaladrengsins.
„Ég er langmest í matargerð og var með Instagramið Eldur og krydd á sínum tíma, brasaði mikið í því og svo er ég auðvitað í veiði líka. Maður hefur ekki haft mikinn tíma í þetta undanfarið, ég er búinn að vera í svakalegum framkvæmdum á heimilinu í svona eitt og hálft. Það hefur tekið allan frítímann sem maður hefur.
Þetta er það sem ég geri mest en svo er ég í Round Table líka og er að taka við sem formaður þar núna í haust. Það er bara áhugamál út af fyrir sig en við hittumst tvisvar í mánuði. Svo er það þetta staðlaða, fjölskylda og svona. Allt tekur þetta sinn tíma.“
Hefur þú ekki verið svolítið virkur í veiðinni?
„Ég var það og hef alltaf fasta túra á hverju sumri. Síðustu ár hef ég farið í Veiðivötn og Vatnsdals-
Ég hef farið á hreindýraveiðar þrjú ár í röð, helvíti gaman og maður verður alveg fárveikur þegar maður er þarna upp frá
ánna, svo erum við að starta nýjum árlegum veiðitúr í Víðidalsánna. Ætlum að prófa það núna.“
Er stangveiðin í fyrsta sæti hjá þér?
„Já, það má eiginlega segja það. Samt alltaf að gæla við skotveiðina meira og meira – hún er frekar að taka yfir en hitt,“ segir Hafsteinn sem líka mjög gaman af því að fara á hreindýraveiðar.
„Ég hef farið á hreindýraveiðar þrjú ár í röð, helvíti gaman og maður verður alveg fárveikur þegar maður er þarna upp frá. Ég hef alltaf farið á svæði eitt –sama svæði, sami leiðsögumaður og tarfur í öll skiptin. Það er bara aktu taktu,“ segir hann og hlær. [innsk. blm.: Svæði eitt er gjarnan kallað aktu taktu vegna þess hve aðgengilegt það er en þar er hægt að komast á bíl að langflestum veiðistöðum].
„Ég á eftir að prófa að fara niður á firðina í hreindýraveiði. Ég held að það sé allt annað dæmi, miklu meira labb og erfiðara. Ég sótti hins vegar ekki um dýr núna út af öllu þessu framkvæmdabrasi.
Við erum að færa eldhúsið og baðherbergið og þetta er rosalegur pakki,“ segir Hafsteinn sem flutti af Kirkjuteigi í Keflavík og býr núna við Borgarveg í Njarðvík. „Ég er kominn aftur heim,“ segir hann kankvís.
Hvað er það sem heillar þig við hreindýraveiðina?
„Það er fyrst og fremst þessi stemmning þarna fyrir austan. Þetta er allt annar heimur að fara þangað og vera með þessum mönnum sem eru búnir að vera í þessu frá því þeir voru bara stubbar – þetta er bara VilltaAustrið þarna. Það er svakalegt að kynnast þessu, maður heyrir allskonar sögur frá þeim.“
Ertu þá aðallega í laxinum í stangveiðinni?
„Nei, meira í silungsveiði. Ég hef farið í laxveiði en hef heillast meira af sjóbirtingi og sjóbleikju, það er eitthvað við það sem mér finnst skemmtilegra. Ég vil halda mig langt frá þessum tvíhendum og grófa dóti, vil helst vera í nettri
á með fimmu og pínulitlar flugur. Ég hef aldrei fundið mig við að standa í miklum breiðum með tvíhendu og þrykkja þessu einhverja fimmtíu metra.“
Hnýtirðu þínar flugur sjálfur?
„Ég hef aðeins gert það, fór á námskeið hjá Haugnum [Sigurður Héðinn, kallaður Siggi Haugur] og prófaði þetta aðeins. Þetta er ekta eitthvað sem maður gerir eftir tuttugu ár.“
Þannig að planið í sumar er bara þessir föstu túrar?
„Já og þetta vanalega stöff. Ég er staddur á Orkumótinu í Vestmannaeyjum núna – með Njarðvík,“ sagði Hafsteinn að lokum og lagði áherslu á Njarðvík.
Hafsteinn búinn að landa laxi en hann segist samt vera meira fyrir silungsveiðina.
Tveir myndarlegir tuddar. Hafsteinn með 112 kg hreintarf sem var skotinn af um 150 metra færi með Mauser 6,5 Creedmoor.
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, afhenti Hafsteini verðlaun fyrir fimmta sætið í keppninni Þjóðlegir réttir.
10 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Einelti drepur
Tólf ára börn fengu peysur með yfirskriftinni „Stopp einelti“
Flott framtak hófst fyrir nokkrum mánuðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) en þá tóku nemendur og leiðbeinandi þeirra, Pétur ragnar Pétursson, sig til og vildu láta gott af sér leiða út í samfélagið. Hópurinn ákvað að vekja athygli á skaðsemi eineltis og hófst söfnun fyrir hettupeysum sem öll tólf ára skólabörn á Suðurnesjum, fengu afhent.
Pétur, sem er menntaður vefhönnuður og starfar sem slíkur í dag auk þess að leiðbeina hjá MSS, fór yfir hvernig verkefnið hefur gengið og hvert það gæti farið í framtíðinni. „Markmiðið með þessu verkefni er að vekja athygli á einelti og skaðsemi þess, einelti er einfaldlega hættulegt. Við ákváðum að safna fyrir flottum hettupeysum fyrir öll tólf ára börn á Suðurnesjum og ástæða þess að tólf ára börn voru valin, þau eru að fara úr barnaskóla upp í gagnfræðaskóla svo okkur fannst það rétti aldurinn. Ég vona að þetta verkefni muni vaxa og dafna í framtíðinni og þá væri ekki vitlaust að fara með aldurinn neðar, átta ára börn til dæmis. Ég og nemendur mínir höfum haldið utan um þetta og ég myndi segja að þetta hafi gengið vel en hugmyndin fæddist í tíma hjá okkur í september. Nemendur mínir eru í starfsendurhæfingu og þau tóku í raun að sér vöruþróunarverkefni.
Eftir að hafa spáð í hvað við gætum gert sniðugt kom fljótlega í ljós að við vildum láta gott af okkur leiða og úr varð þetta samfélagsverkefni.
Ég hefði viljað sjá fyrirtækin taka betur í söfnun okkar en auðvitað kosta peysurnar og áletrunin en vonandi sjá forsvarsmenn fyrirtækja og bæjarfélaganna, hversu mikilvægt svona mál er. Einelti er mjög alvarlegt og allar forvarnir gegn því eru að hinu góða. Ég á því von á að okkur verði betur tekið að ári þegar við söfnum fyrir peysum. Hvaða aldur verður fyrir valinu er
óráðið á þessum tímapunkti en ég vona heitt og innilega að þetta verkefni sé komið til að vera um ókomin ár,“ sagði Pétur. Sara Daníelsdóttir er einn nemendanna í hópnum og segir að þetta hafi verið mjög gaman og lærdómsríkt en Pétur var að kenna þeim tjáningu. „Við vorum að ræða verkefnin hans sem vefhönnuður og meðal annars sagði hann okkur frá appi sem hann hannaði sem tók á einelti. Notandinn gat tilkynnt einelti en því miður kláraðist það verkefni ekki og þessi hugmynd fæddist. Ég held að allir í nemendahópnum hafi lent í einelti af einhverju tagi. Ég hef lent í slæmu einelti og veit allt um skaðsemi
Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu
Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta.
Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT
Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!
þess. Þess vegna vaknaði hugmyndin og hér erum við í dag með frábært verkefni í höndunum,“ sagði Sara.
Erlingur Arnarson er líka nemandi og segir að hópurinn hafi hitt naglann á höfuðið þegar þessi hugmynd var til. „Þegar þetta námskeið var búið tók hópurinn sig til og óskaði eftir við stjórnendur MSS að fá Pétur til að halda áfram að kenna okkur og úr varð þetta verkefni. Það var gott að hafa Pétur til að halda okkur á jörðinni en margar hugmyndir fæddust. Ég tel að okkur hafi tekist að hitta naglann á höfuðið með þessari hugmynd. Hópurinn var mjög samrýndur og vann vel saman. Við söfnuðum tveimur milljónum fyrir þessum peysum og lærðum mjög margt af þessu, við
hönnuðum lógóið, gerðum heimasíðuna og svona mætti lengi telja. Við erum öll að útskrifast og erum vonandi tilbúin eftir þessa flottu starfsendurhæfingu. Þegar næsti hópur kemur inn mun hann vonandi halda áfram með þetta þarfa verkefni. Vonandi verður yngri aldurshópur tekinn fyrir næst, ég tel að þeim mun fyrr sem brýnt er fyrir börnum um skaðsemi eineltis, þeim mun betra,“ sagði Erlingur að lokum.
GEFÐU GÓÐ RÁÐ
APÓTEKARINN ÓSKAR EFTIR VERSLUNARSTJÓRA Í KEFLAVÍK.
• Ráðgjöf, sala og þjónusta við viðskiptavini
• Talning og skráning í innkaupakerfi
• Innkaup og samskipti við innkaupateymi og birgja
• Umsjón með vörum í verslun
STARFSSVIÐ HÆFNISKRÖFUR
• Söluhæfileikar, mikil þjónustulund og framúrskarandi íslenskukunnátta
• Reynsla af starfi í apóteki er kostur, sem og reynsla af innkaupum
• Góð almenn tölvukunnátta, þekking á NAV er kostur
• Þekking á snyrtivörum og heilsutengdum vörum
• Lágmarksaldur er 23 ár
Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á starf@apotekarinn.is
- lægra verð Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is
Í APÓTEKARANUM KEFLAVÍK
Pétur Ragnar Pétursson ásamt hluta af nemendahóp sínum.
Erlingur Arnarson og Sara Daníelsdóttir.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 11
Lýsa áhyggjum af þróun fjárveitinga til HSS
„Fagráð HSS lýsir yfir áhyggjum af þróun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í ljósi stóraukins íbúafjölda á svæðinu sbr. nýuppfærða skýrslu Deloitte, sem birt er á heimasíðu HSS.“ Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra
Forstjóri HSS leitar til umboðsmanns
Alþingis vegna heilbrigðisráðherra
Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir í aðsendri grein á vef Víkurfrétta að verulegur ágreiningur hafi verið milli sín og núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þórs Þórssonar, varðandi skyldur stjórnvalda um fjármögnun á stjórnarskrárvarinni þjónustu við íbúa Suðurnesja. Markús hefur því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum sínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte.
„Þá hef ég einnig ákveðið að óska eftir að umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart mér þegar ég sinnti starfsskyldum mínum sem felast í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld.
Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS í greininni.
Austursvæði, Háaleitishlað
á Keflavíkurflugvelli
Árni Johnsen minning
Samkvæmt skýrslunni hefur fólksfjöldi aukist um tæplega 50% á síðustu fimmtán árum en fjármagn til stofnunarinnar ekki fylgt þeirri þróun.
• Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um tæp 50% á árunum 2008–2023 en til samanburðar hefur íbúafjöldi á landinu öllu aukist um 22,9% á sama tíma.
• Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 6,7% á milli ára 2022 og 2023. Að því gefnu og byggt á fjárlögum ársins 2023 hefur heildarfjárveiting á hvern íbúa lækkað um tæp 27% á tímabilinu 2008–2023.
• Stofnunin sinnir heilbrigðisþjónustu sem flokkast á þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarrými. Fjárveiting til sjúkrasviðs á hvern íbúa hefur, miðað við gefnar forsendur um þróun íbúafjölda, lækkað um 50% á tímabilinu 2008–2023.“
Mikil jákvæð uppbygging hefur átt sér stað á HSS undanfarin misseri sem kemur skjólstæðingum og starfsfólki til góða og mikilvægt að fá fjármagn til að fylgja þeirri uppbyggingu eftir, segir í ályktuninni. Fagráð HSS hefur áhyggjur af því að slík vanfjármögnun muni hafa áhrif á faglega þróun og þjónustu stofnunarinnar og HSS muni ekki geta staðið við þær skuldbindingar sem lög um heilbrigðisþjónustu fara fram á, líkt og Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri stofnunarinnar hefur bent á.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 5. júní 2023, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Austursvæði, Háaleitishlaði á Keflavíkurflugvelli, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Meginbreyting skipulagsins felst í stækkun á skipulagssvæðinu vegna færslu á Þjóðbraut og fyrirhugaðrar stækkunar lóðar Verne Global. Þá er staðsett ný settjörn innan svæðis, lóðir felldar niður, aðrar sameinaðar og fleiri minni leiðréttingar á gildandi deiliskipulagi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, á skrifstofu Isavia, sem og á vef Isavia frá 23. júní 2023 til og með 4. ágúst 2023. www.skipulagsgatt.is www.isavia.is/skipulag-i-kynningu
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir. Ábendingum og/eða athugasemdum við tillöguna skal skila eigi síðar en 4. ágúst 2023 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skriflega til Skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar, (Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli), eða á netfangið bjorn.edvardsson@isavia.is
Það brýtur á Breka og ödudalirnir dýpka áður en brimklóin skellur á Urðirnar og sjávarlöðrið þeytist undan austanáttinni yfir byggðina á Heimaey. Þar drekkur ungviðið í sig saltan sjóinn sem flýtur um í blóði æðakerfis þeirra. Það gerir Eyjamenn öðruvísi en aðra, náttúran er þeim í brjóst borin. Þeir verða ekki allir jafn mikil náttúrubörn eins og Árni Johnsen. Hann var stæðilegur eins og Jötunn sem útsynningurinn brýtur á og tekur mestan skellin af Smáeyjum þegar ölduhæðin er komin í tveggja stafa tölu. Hann var dökkur á brún og brá með skarpar línur sem skópu svipmikið andlitið. Röddin var djúp og tónninn eins og þegar vindkviða syngur í reiðum og mastri en tónninn teygist og lendir með skell á beru bergi. Hohohó og dirrindí. Stórhöfðasvíta með öllum tilbrigðum í suðaustan 12. Þessi holling gerði Adda einstakan. Hann gekk um fjöll, berg og syllur eins og ég um stofugólf. Addi kleyf Eldey ásamt Dóru og vinum. Upp 70 metra þverhnípi án þess að líta til baka. Hann leit aldrei til baka og tókst á við lífið sem áskorun á hverjum degi. Þar kleif hann margan þverhnýptan hamarinn til að ná takmörkum sínum og endurkomu. Hann var sterkastur þegar á móti blés en langvarandi mótvindur hafði áhrif á stoðkerfið sem hann gaf engan gaum. En þegar hann skall á með logni gafst tími til að sinna hæfileikum í tónlist, semja texta og skrifa bækur. Hann var listamaður í sér og listrænir hæfileikar hans bera honum víða vitni. Hann var fenginn til að finna sterk nöfn á frægustu hljómsveitir landsins og þegar ritstjórum vantaði gildishlaðnar hnitmiðaðar fyrirsagnir í Morgunblaðið var leitað til Adda, með hans ritstíl og blæ. Hann söng hástöfum með dóttursyni mínum þegar þeir óku Brautina. Ferð sem drengurinn gleymir aldrei með karlinum sem söng svo skemmtilega. Hann var mjúkur inn við beinið þó oftar hafi hann sýnst vera harður og fyrirferðarmikill. Hann fór á undan, var
alltaf til í glens og grín. Komið þið peyjar kallaði hann á okkur Hrekkjalómana þegar við keyptum spyrta ýsu og blýanta í kassavís handa bankastjórum Seðlabankans. Þá fengu menn skýr skilaboð þegar stýrivextirnir hækkuðu. Nagið blýantana sögðu Hrekkjalómarnir og komu færandi hendi og vildu fá léttar veigar í stað vaxtasúpu og svartsýni. Bölsýni var ekki til í fari Adda, hann blés á hrakspár og illt gengi. Það var trúbrot í hans huga að gefast upp.
Hann lifnaði allur við þegar Rax, uppeldið hans á Mogganum, heimsótti hann á lokadegi baráttunnar. Rax spurði hvort hann væri klár í leiðangur á Grænland, þar sem þeir þekktu óravíddir stórbrotinnar náttúru og mannlífs. Þá var eins og lífið kæmi til baka og gamli krafturinn sýndi sig aftur. En undir stjörnu á næturhimni beið Breki og þeir stigu inn í síðasta dansinn. Arnarklóin sveiflaðist og Brekkan tók öll undir.
Við syngjum saman þennan söng.
því hann er minn og þinn. Við göngum götuna mót gæfu. sem er þín og mín. Og dansinn dunar enn. Síðasti dansinn senn.
Við eigum stjörnu á næturhimni. Ástin mín ein.
Við Sigga vottum Dóru og fjölskyldunni hjartans samúð. Ásmundur Friðriksson.
Ný heimasíða hjá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum
„Þetta er nú með því skemmtilegra sem ég hef gert að vinna með eldri borgurum enda er ég kominn í þann hóp,“ segir
Kristján Gunnarsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum en ný heimasíða félagsins sem hefur verið í vinnslu er komin á veraldarvefinn.
Kristján er kunnur fyrrverandi verkalýðsforingi og var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í nærri þrjá áratugi.
Hann var ekki fyrr hættur þar þegar formennska í Félagi eldri borgara kom upp í hendurnar á honum, eitthvað sem hann gat ekki neitað að reyna við.
„Ný síða á að þjóna félögum á margvíslegan hátt. Gamla fólkið er líka á netinu og á síðunni verðum við með gagnlegar upplýsingar og fréttir úr starfinu,“ segir Kristján. Vefslóð nýju heimasíðunnar er www.febs.is
12 // víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M
Réttur Suðurnesjamanna
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 50% frá árinu 2008. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa á sama tíma dregist saman um 27% á hvern íbúa landshlutans. Heilbrigðisráðherra og stjórnarþingmenn setja starfsmenn stofnunarinnar í klemmu. Eiga þeir að vinna eftir lögum um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu stjórnvalda eða miða þjónustuna við fjármagni sem ríkið skaffar? Himinn og haf er þar á milli. Á meðan íbúum hefur fjölgað um 50% hafa fjárveitingar til HSS aukist um 8%. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp. Með yfirlýsingu sem forstöðumaður HSS birti á heimasíðu stofnunarinnar, bendir hann á það augljósa. Stofnunin er fjársvelt. Íbúar Suðurnesja njóta fyrir vikið ekki þeirrar þjónustu sem þeim ber.
Þegar stjórnarþingmenn mótmæla og fella tillögur frá mér um aukna fjárveitingar til HSS segja þau að vandi stofnunarinnar sé mönnunarvandi og fjárveitingar geti ekki lagað hann. En það er rangt.
Það er hægt að gera svo margt fyrir peninga til að halda heilbrigðisstarfsfólki í starfi og laða þau að sem yfirgefið hafa starfsvettvanginn. Í því sambandi er hægt að nefna ýmsar úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður sem skapa mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi. Kaupa ný tæki og tól, vinna gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Það þarf líka að gæta að heilsu starfsmannanna sjálfra, öryggi þeirra á vinnustað og andlegri vellíðan.
Í fótspor sjóræningja
Tyrkjaránsins 1627
Fyrir fjölmenningarsamfélag er nauðsynlegt að fá aukið fjármagn til túlkaþjónustu.
Nú er nýtt fjárlagafrumvarp í undirbúningi. Fjármálaráðherra kynnir það í byrjun september. Krafan hlýtur að vera sú að þar verði gerðar ráðstafanir til að styrkja HSS. Stofnunin sem er hornsteinn samfélagsins á Suðurnesjum er í vanda og ábyrgðin er stjórnvalda, heilbrigðisráðherra og stjórnarþingmanna.
Þolinmæðin er á þrotum. Stjórnvöld eiga ekki að fá að sýna okkur slíka vanvirðingu árum saman. Tryggja verður með skýrum hætti rétt okkar Suðurnesjamanna og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
Ég stend heils hugar með forstöðumanni og öðru starfsfólki HSS þegar þau benda með rökum á að líta verður til fjölda íbúa og samsetningu þegar fjárveitingar eru ákveðnar til grunnþjónustu sem lögbundin er og ríkið á að veita.
Er fuglaskítur einhvers
virði?
Málefni hælisleitenda og flóttafólks hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni að undanförnu. Fólk skiptist á skoðunum þar sem sumir virðast vilja opin landamæri og að öllum verði hjálpað. Aðrir vilja að málin séu tekin ákveðnari tökum og telja að stjórnleysi ríki um málefnið. Í umræðunni hafa ásakanir gengið á víxl og orð eins og útlendingaandúð, mannvonska, rasismi og fleiri hafa verið áberandi.
Í grein sem ég fékk birta í Morgunblaðinu fyrir tæplega einu ári (5.7.2022), ræði ég meðal annars um fólksfjölgunina hér á landi og fleira sem ég tel að tengist málinu [greinina má sjá í rafrænni útgáfu Víkurfrétta].
Já, margt er ritað og rætt en nýlega vöktu athygli mína skrif sem sett voru fram vegna umræðu um útlendingamálin. Það var ljóst af þessum skrifum að viðkomandi taldi greinilegt að umræðan væri á villigötum. Það var tvennt í þessum skrifum sem ég hnaut um, annars vegar einhvers konar dásemdarupplifun í útlendingaskóla í Svíþjóð og hins vegar skoðun viðkomandi á því að vera íslenskur ríkisborgari væri ekki merkilegra en fuglaskítur.
Um dásemdina í Svíþjóð sem einu sinni var talið eitt „besta land í heiminum að búa í“ þarf ekki að fara mörgum orðum. Þar hefur heyrst hjá heimamönnum að ráðamenn fyrri ára gráti sig í svefn á hverju kvöldi vegna mistaka sinna í stjórn innflytjendamála.
Varðandi ríkisborgararéttinn, þá ræddi ég við góðan vin minn sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum og spurði hann eftirfarandi spurningar: „Ef þú hefðir mátt velja á milli þess að fá íslenskan ríkisborgararétt eða fuglaskít, hvort hefðir þú valið?“
Vinur minn horfði á mig undrandi og sagði: „Ertu orðinn eitthvað
bilaður Nonni minn, eða ertu bara að gera grín að mér?“
Ég verð að segja að ég átta mig ekki alveg á því, af hverju einhver vill vanvirða og þannig gera lítið úr því verðmæti sem ríkisborgararéttur hlýtur að vera hverjum manni, ekki síst þeim sem búa við það mikla óöryggi að vera ríkisfangslausir flóttamenn.
Í besta falli finnst mér svona skrif geta verið til þess fallin að reyna að afvegaleiða umræðu um þann vanda sem Kjartan Már bæjarstjóri lýsti svo ágætlega í Kastljósinu. Við eigum ekki að ræða málefni útlendinga með því að ásaka fólk með ljótum orðum eða af léttúð. Ástandið í heiminum er alvarlegt og við erum þátttakendur þó að geta okkar sé að ýmsu leyti takmörkuð. Ég er almennt á móti öllu sem flokkast undir stjórnleysi og er þeirrar skoðunar að stjórnvöld þurfi að taka málefni hælisleitenda og flóttafólks ákveðnari og skilvirkari tökum með mannúð að leiðarljósi.
Í lokaorðum meðfylgjandi greinar minnar segi ég að friðsæla landið okkar er að breytast, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum og ekki áttað sig á afleiðingum þess að mikil íbúafjölgun í landinu gerir kröfur um að fjármunum sé ráðstafað í takt við auknar þarfir. Varðandi fuglaskítinn þá vil ég benda á að hænsnaskítur, sem erfitt er að fá um þessar mundir, getur verið verðmætur sem góður áburður þó að ég taki hann ekki fram yfir ríkisborgararéttinn minn.
Bestu sumarkveðjur, Jón Norðfjörð
Um liðna helgi var hér á ferð í Grindavík hópur hollenskra kvikmyndatökumanna að vinna að gerð heimildarmyndar um foringja Tyrkjaránsmanna sem rændu fólki í Grindavík árið 1627. Upphafið að þessu verkefni má rekja til þess að Hollendingar hafa fengið aukinn áhuga á þátt sínum í sjóránum og siglingum á sautjándu öld þegar þeir voru ein fremsta siglingaþjóð heims. Nú er hollenska ríkissjónvarpið að vinna að fjögurra þátta heimildamyndaröð um einn þekktasta sjóræningja sautjándu aldar, sem var Hollendingur að nafni Jan Janszoon van Harlem. Hann tók síðar upp nafnið Morath Reis eftir að hann snérist til Múhameðstrúar og hóf að stunda sjórán frá borginni Salé í Marokkó á vesturströnd Afríku. Árið 1627 réðst Jan Janszoon til langferða, alla leið að ströndum Íslands þar sem hann tók land í Grindavík og rændi þar nokkrum tugum manna. Margt af þessu fólki var frá Járngerðarstöðum þar að meðal Guðrún Jónsdóttir og tveir bræður hennar, Halldór og Jón. Einnig þrír synir hennar, Jón, Helgi og Héðinn. Tvo bræður Guðrúnar drápu Tyrkir eins og þeir hafa verið kallaðir af Íslendingum þótt fæstir þeirra hafi verið Tyrkir. Guðrún og
bróðir hennar, Halldór, voru keypt úr ánauð og komu til Íslands aðeins ári eftir að þeim var rænt. Tíu árum síðar var Helgi, sonur Guðrúnar, keyptur úr ánauð og kom til Íslands. Járngerðarstaðaætt, sem er mjög fjölmenn, rekur ættir sínar til þessa fólks. Hollenska kvikmyndateymið, undir stjórn Marcel Goedhard, dvaldi í nokkra daga á Íslandi við tökur í Grindavík og tók viðtöl við fólk sem ýmist þekkir þessa sögu vel eða eru afkomendur Járngerðarstaðafólksins. Heimildaþættirnir verða alls fjórir. Sögumaður og aðalhandritshöfundur er Abdelkader Benali, þekktur rithöfundur sem er upprunninn í Marokkó en er búsettur í Hollandi. Saga hans er á vissan hátt spegilmynd af ævi Jan Janszoon, hann nemur land í Hollandi og gerist frægur rithöfundur en er þrátt fyrir allt aðkomumaður
í framandi menningu Hollands líkt og Jan Janszoon var í Afríku. Það er áhugavert að vita til þess að margir afkomenda Járngerðarfólksins hafa og vilja halda á lofti þessari sögu sem allt of lítið hefur verið fjallað um. Fyrir nokkrum árum kom út bók á ensku um Tyrkjaránið í Grindavík sem ber titilinn Northern Captives – The story of the Barbary Corsair Raid on Grindavík in 1627 eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson. Þessi bók varð til þess að vekja áhuga Hollendinga á þessari sögu. Þess má geta að það var fyrir tilstilli og hvatningu Halls Gunnarssonar, formanns Minja- og sögufélags Grindavíkur, að bókin var skrifuð og gefin út með ríflegum styrk frá Grindavíkurbæ. Karl Smári Hreinsson.
IÐNAÐARMENN
ÍAV óskar eftir að ráða iðnaðarmenn til starfa hjá félaginu í Búnaðardeild á Reykjanesi. Fjölbreytt verkefni í boði og góð verkefnastaða.
Um er að ræða fullt starf fyrir rétta aðila.
ÍAV leggur mikið upp úr góðri mætingu og reglusemi.
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði eða opinberar byggingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkstjórn
Samskipti við aðrar deildir innan ÍAV Eftirlit með búnaði. Móttaka á búnaði Uppsetning vinnubúða.
Menntunar- og hæfniskröfur
Iðnmenntun í faginu kostur Reynsla og kunnátta í húsasmíð Reglusemi og stundvísi Tungumál Íslenska
víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 13
Ættum að vera búnir að skora miklu fleiri mörk
„Það er bara geggjað að vera kominn aftur í Reyni,“ segir Kristófer sem færði sig yfir til Grindavíkur í byrjun síðasta tímabils en er nú á láni hjá Reyni. „Mér líður svo svakalega vel hérna.“
Norður- og suðurhlutinn á toppnum
Bæði lið Suðurnesjabæjar, Reynir og Víðir, unnu stórsigra um síðustu helgi og eru komin með nítján stig eftir níu umferðir. Þau sitja í efstu sætum 3. deildar, Reynismenn eru skörinni ofar með tveimur mörkum betra markahlutfall en Víðismenn.
Hvernig líst þér á stöðuna í 3. deildinni?
„Bara mjög vel, við erum solid. Við eigum náttúrlega að vera búnir að skora miklu meira en við höfum gert – samt erum við með flest mörk í deildinni. Við erum búnir að vera að klúðra fjórum til sex góðum færum í leikjum.“
Það er hörkubarátta á milli norður- og suðurhluta Suðurnesjabæjar í deildinni, hvernig heldurðu að hún fari?
„Já, ég hlakka til að spila á móti þeim aftur. Fyrri leikurinn á móti þeim var náttúrlega bara hund -
leiðinlegur, ég held að stúkan hafi ekki fengið neitt skemmtilegan leik þar. Þótt þjálfararnir séu kannski ekkert sáttir við að ég segi það en þá held ég að við vinnum deildina. Ég spilaði síðast í þessari deild þegar ég var sextán eða sautján ára, ég held að ég hefði ekkert verið að fara þangað nema með það markmið – en það er bara mitt persónulega markmið, ekkert sem liðið hefur gefið út. Mitt markmið er að fara upp og helst í fyrsta sæti.“
Og taka markakónginn líka?
„Það var alls ekkert eitthvað markmið,“ segir Kristófer hlægjandi. „Ég skora alltaf mín mörk, ég veit það. Ég held að ég hafi aldrei skorað eins ljót mörk eins og í síðasta leik.“
Undirrituðum fannst nú fyrsta markið æðislegt en þá tók Kristófer sénsinn og stakk sér inn fyrir vörn Kára sem var undir mikilli pressu. Varnarmaður ákvað að gefa á markmann en sá of seint að
ÍÞRÓTTIR
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Kristófer beið eins og hrægammur fyrir innan og fékk boltann beint í fæturna.
„Maður var klókur að komast inn í sendinguna. Ég var mjög ánægður með þetta hjá mér en greyið drengurinn sem sendi til baka er fæddur árið 2006. Hann lærir af þessu.“
Kristófer býr í Njarðvík og sonur hans, sem er á þriðja ári, býr til skiptis hjá honum og móður sinni.
„Það er meginástæðan fyrir því að ég fékk skiptin í gegn, til að fá meiri slaka. Ég var orðinn svolítið þreyttur á að redda pössun endalaust eftir leikskólann. Það er talsvert stífara prógram í Lengjudeildinni en þeirri þriðju, maður er kannski fjóra tíma á hverri æfingu með öllu prógraminu. Mæting tímanlega en ég geri það hjá Reyni þegar ég er ekki með strákinn – er mættur yfirleitt klukkutíma fyrir og farinn klukkutíma eftir æfingar.“
Er strákurinn byrjaður að sparka bolta?
„Hann er allavega byrjaður að biðja um fótboltaskó. Ég tek hann stundum með mér á æfingar, hann er sko byrjaður að sparka og hefur gaman að því.“
Kristófer starfar á Björkinni og Öspinni í Njarðvíkurskóla og segir það vera æðislegt starf.
„Það er rosalega gaman, er með Steindór [Gunnarsson sundþjálfara] með mér á Björkinni. Það er algjör toppgaur, geggjað að vera með honum.“
Að jafna sig af meiðslum
Kristófer lúrði fyrir innan vörn Kára og fékk fína sendingu frá varnarmanni. „... en greyið drengurinn sem sendi til baka er fæddur árið 2006. Hann lærir af þessu.“
Úr bæjarslag Víðis og Reynis í fjórðu umferð deildarinnar sem lyktaði með 1:0 sigri Víðismanna. Kristófer hlakkar til að spila á móti þeim aftur.
að koma mér á framfæri í þessum samfélagsmiðlum. Það kemur enginn til manns nema maður láti vita af sér – en ég hef grætt helling á þessu sjálfur. Ég held að ég sé búinn að ná mestu af hraðanum aftur, sem ég missti við þessi endalausu hnémeiðsli. Fann það alveg að maður var ekki eins hraður og áður. Ég þarf að fá smá slaka til að ná mér í stand aftur. Hnéð er búið að fara í tætlur held ég sex sinnum, fyrst sextán, sautján ára þegar ég spilaði í þessari deild. Svo lenti ég í því aftur árið á eftir, þannig að þetta er búið að vera bölvað vesen.
Fyrst fór hnéskelin úr lið. Liðbandið, krossbandið og liðþófinn fóru í tætlur en það slitnaði ekki heldur rifnaði. Þannig að það var ekki nein aðgerð en oft og tíðum er talað um að það sé betra að slíta bara, því þá er þetta bara lagað. Þegar ég kom svo til baka þá var allt lausara. Þegar ég var í Keflavík tókst mér að væla út aðgerð því þegar ég tók innanfótarsendingu fann ég bara liðinn opnast. Það var ekki hægt,“ sagði Kristófer að lokum en hann er óðum að komast í sitt besta form og stefnir væntanlega á að leika með Reynismönnum í 2. deild að ári.
Er þetta eitthvað sem þú fórst að læra?
„Nei, ég lærði styrktarþjálfun. Ég er smá í því en er bara svo lélegur
Þeir geta reynt en þeir verja hann ekki þarna. Hnitmiðaðar aukaspyrnur eru aðalsmerki Kristófers. Hér skorar hann fyrir Grindavík á síðasta tímabili.
n segir Reynismaðurinn Kristófer Páll Viðarsson sem er með þeim markahæstu í 3. deild karla í knattspyrnu
Besta deild kvenna
Keflavík tapaði á heimavelli fyrir
Tindastóli í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu með einu marki gegn engu. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Keflvíkinga sem stjórnuðu leiknum lengst af og settu mikla pressu á gestina. Stólarnir vörðust vel og beittu hættulegum skyndisóknum og eftir eins slíka skoruðu þær sigurmarkið.
Gestirnir héldu út leiktímann og fögnuðu eins og þær hefðu orðið heimsmeistarar þegar blásið var til leiksloka. Að sama skapi voru vonbrigði Keflvíkinga mikil.
Keflavík er í sjöunda sæti með tólf stig en Stjarnan komst upp fyrir þær með jafnmörg stig en betri markatölu. Tindastóll fór úr fallsæti og er einu stigi á eftir Keflavík í því áttunda.
Besta deild karla
Bið Keflvíkinga eftir sigri lengist eftir enn eitt jafnteflið en þeir tóku á móti Fylkismönnum í mikilvægum botnslag þegar tólfta umfer fór fram í síðustu viku. Keflavík lenti undir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Edon Osmani skoraði jöfnunarmarkið skömmu eftir að hann kom inn á.
Keflvíkingar sóttu oft hart að marki Tindastóls en inn vildi boltinn ekki. Hér er Dröfn Einarsdóttir í ágætis færi en boltinn fór rétt framhjá markinu.
3. deild karla:
Lengjudeild karla
Bæði Reynis- og Víðismenn unnu stórsigra á andstæðingum sínum, 4:1 urðu úrslit í leikjum þeirra beggja og fyrir vikið sitja þau nú efst og jöfn að stigum í 3. deildinni. Þróttarar unnu Völsung 3:2 í 2. deild karla og eru komnir í þriðja sæti deildarinnar..
Rífandi stemmning á „El Clásico“
Það var heldur betur stemmning í Reykjaneshöllinni þegar nágrannaliðin RB og Hafnir áttust við í innanbæjarslag í A-riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á mánudag.
Bekkurinn var þétt setinn áhorfendum sem létu hátt í sér heyra og hvöttu sín lið til dáða.
RB komst í forystu á 40. mínútu með marki Calvin Agustin Castagnino. Hafnir jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks, þar var að verki Sigurður Þór Hallgrímsson (45’+1).
Í seinni hálfleik kom Slawomir Jaworski inn á í liði RB og það gerði gæfumuninn. Hann skoraði í tvígang (77’ og 86’) og RB hafði að lokum 3:1 sigur.
RB er efst í riðlinum með 22 stig en Hafnir í því þriðja með þrettán stig.
Símon Logi Thasapong skoraði þrennu þegar Grindavík bar sigurorð af Ægi í Þorlákshöfn (1:3).
Reynismenn unnu öruggan 4:1 sigur á Kára og sama gerðu Víðismenn í sínum leik gegn Ými.
Fleira markvert gerðist ekki og liðin skildu jöfn, Keflavík situr því áfram í neðsta sæti deildarinnar með átta stig en stutt er í næstu lið. Lengjudeild kvenna
Grindavík heldur áfram að gera góða hluti í Lengjudeild kvenna en þær gerðu 3:3 jafntefli við topplið Víkings í síðustu umferð.
Njarðvík og Þór Akureyri skildu jöfn í fjörlegum leik. Úrslit leiksins urðu 2:2 og skoruðu Þorsteinn Örn Bernharðsson og Oumar Diouck mörk Njarðvíkur. Robert Blakala þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum í marki Njarðvíkur og varði m.a. víti.
Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar en Njarðvíkingar sitja í því níunda með sjö stig en Vestri og Leiknir Reykjavík eiga leik til góða og geta bæði lið komist upp fyrir Njarðvík með sigri.
2. deild karla: Þróttur vann góðan sigur á Völsungi (3:2) og færðist upp í þriðja sæti 2. deildar, upp fyrir KFG sem tapaði sínum leik.
Hjá Reyni skoruðu Kristófer Páll Viðarsson og Ægir Þór Viðarsson tvö mörk hvor en hjá Víði voru það Falur Orri Guðmundsson og Atli Freyr Ottesen sem skoruðu sitt marki hvor en Ari Steinn Guðmundsson skoraði tvö.
Þriðja mark Víðis skoraði Atli Freyr Ottesen.
Joaquin Ketlun Sinigaglia , markvörður Víðis, braut á sóknarmanni Ýmis í leiknum en gerði sér lítið fyrir og varði vítið.
Jada Lenise Colbert skoraði öll mörk Grindavíkur sem er í fimmta sæti eftir átta umferðir.
Kári Sigfússon skoraði tvö marka Þróttar og Haukur Leifur Eiríksson skoraði eitt.
Úrslit leikja og fréttir birtast á
sport
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar | Sérfræðingur Umhverfissvið | Rekstrarstjóri innviða fráveitu Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið/Alþjóðateymi | Félagsráðgjafi Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Sinigaglia varði víti.
Kynning á breytingu á
Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kynnir Grindavíkurbær tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði (ÍÞ1) og íbúðarbyggð (ÍB7).
Kynningargögn vegna ofangreindrar tillögu má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar grindavik.is og á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 276/2023. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa á bæjarskrifstofum Grindavíkur að Víkurbraut 62, fimmtudaginn
11. júlí 2023 kl. 10:00.
Eru þeir sem hafa hagsmuni að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir, ábendingar eða umsagnir má skila undir málinu á skipulagsgáttinni, þar er ýtt á “bæta við umsögn” til 18. júlí 2023
Frekari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 eða skipulag@grindavik.is
Reynismenn fagna opnunarmarkinu.
Edon Osmani jafnaði leikinn fyrir Keflavík.
Jada Lenis Colbert.
Símon Logi Thasapong.
vf.is
Robert Blakala hélt Njarðvíkingum á floti með góðri markvörslu.
víkur F r É ttir á S uðurn ES ju M // 15
Myndskeið sem sýnir stemmninguna má sjá í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.
Tíminn, trúnó og tónleikar
Við fjölskyldan erum búin að vera mjög dugleg að fara á alls konar viðburði og tónleika síðan við fluttum til Parísar. Við erum í forréttindastöðu – hingað koma nánast allar hljómsveitir á tónleikaferðalagi sínu og því hægt um vik. Okkar tónleikalisti inniber allt frá Ásgeiri Trausta til Rolling Stones; frá Cure og Coldplay, Elton John og Ed Sheeran til Aha og Black Eyed Peas, svo eitthvað sé nefnt.
Um síðustu helgi var hin sígilda hljómsveit Depeche Mode með tónleika á Stade de France – ein af þessum gullaldar „eitís“ hljómsveitum sem undirrituð dansaði upp á borðum við á Kvennaskólaárunum. Tónlistin tekur mann í tímaflakk, færir mann aftur á ákveðinn stað, á ákveðinn tíma. Það var því einstaklega við-
eigandi að tvær af mínum allra bestu Kvennaskólavinkonum, og dansfélögum uppi á borðinu góða, tóku almennilega skyndiákvörðun, stukku yfir hafið og við skelltum okkur á tónleika. Þetta var algjörlega ógleymanlegt, stórkostlega dýrmætt og einstaklega nærandi. Og já – tónleikarnir voru mjög fínir líka!
En samveran – maður lifandi. Við töluðum fram á nótt, hlógum þar til við urðum bláar í framan, fórum á heldjúpan trúnó, rifjuðum upp og réðum í framtíðina. Plús við keyptum skó. Og tösku. Við leystum alls konar mál og ég er ekki frá því að heimurinn almennt sé einfaldlega betri eftir þessa helgi, svo góðir voru straumarnir sem við sendum frá okkur. Og það er svo skrýtið með tímann – þegar
maður talar um að eitthvað sögulegt hafi gerst fyrir 40 eða 50 árum finnst manni það mjög langt síðan. En þegar við vinkonurnar vorum að rifja upp eitthvað úr okkar 40 ára vináttu fannst okkur það nánast hafa gerst í gær.
Það er nefnilega þannig (og nú hljóma ég verulega rúmlega miðaldra) að það virðast bara vera tveir vikudagar í hverri viku – mánudagurinn er varla búinn þegar það er kominn föstudagur, Keflavíkurblótið rétt að klárast þegar jólaskrautið fer upp aftur. Það er of margt sem maður geymir þangað til síðar – „við hittumst bara næst þegar ég kem“, „við gerum þetta bara seinna“. Og svo kemur kannski aldrei þetta „seinna“.
En gott fólk, og þetta hljómar eins klisjukennt og það gerist, málið er einfaldlega að lífið er
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
núna og við eigum að njóta stundarinnar.
Það er nefnilega aukabónus í boði - við getum jafnvel upplifað stundina aftur fjörutíu árum síðar, verið kominn á ónefndan skemmtistað við Austurvöll, öskursyngjandi „We just can’t get enough“ með Depeche Mode í góðra vina hópi. Og þá hlýnar manni í hjartanu.
Mundi
Löggan fiskaði vel við Sandgerði.
Skútufjör í Sandgerði
Umferð seglskúta hefur verið mikil við Sandgerði síðustu daga. Tvær skútur leituðu vars sunnan við Sandgerði fyrir síðustu helgi. Önnur var í vari á Lindarsandi neðan við Melaberg og hin ekki langt frá. Þriðja skútan vakti þó meiri athygli yfir
er lýst eins og í góðri hasarmynd. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þyrlusveit, hraðbátur og sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skútan tekin til hafnar í Sandgerði og öllu snúið á hvolf og höfnin girt af. Tugir manna komu að aðgerðinni og mikið magn af hassi var gert upptækt. Þegar Pólstjörnumálið kom upp á sínum tíma fékk skútan í því máli uppnefnið „spíttbátur“. Það er spurning hvort Sandgerðisskútan fái slíkt nafn líka.
í Sandgerði er hlaupið fyrir bíla.
að leik að hlaupa í veg fyrir vörubíla og veifa til bílstjóra. Þetta er gríðarlega hættulegt athæfi sem foreldrar verða að ræða við börn sín. Þeim skilaboðum er hér með komið til foreldra að ræða þetta athæfi við börn sín. Það er dauðans alvara að hlaupa í veg fyrir bíla og ekki að spyrja að leikslokum ef illa fer.
Ási messar í júlí
fengið gjaldfrjáls afnot að Miðgarði í Gerðaskóla þann 19. júlí nk. Þar ætlar hann að halda sína árlegu skötumessu, sem er ein mest illa lyktandi fjáröflunarsamkoma sem haldin er hér suður með sjó ár hvert. Það komast færri að en vilja og njóta kæstrar skötu og skemmtunar en ágóðinn rennur allur til velferðarmála.
Reykjanestá skelfur
nesi, á svæði sem kennt er við Reykjanestá. Ávallt þegar skelfur á Reykjanestánni kemur mynd af Garðinum og Garðskaga á vef Morgunblaðsins með myndatextanum „Reykjanes“. Garðskagi er jú táin á Reykjanesskaganum í hugum flestra.
Ljótur leikur
Við höldum okkur í Sandgerði því þaðan hafa fréttir borist af ljótum
Þó svo Ásmundur Friðriksson sé hægt og rólega að hverfa, þar sem kílóin renna af kappanum svo eftir er tekið, þá ætlar hann ekki að gefa allt eftir sem honum þykir gott.
Ási verður með skötuveislu!
Náttúruöflin minna reglulega á sig á Reykjanesskaganum og síðustu sólarhringa hefur verið titringur í jarðlögunum skammt undan landi á Reykja-
Garðurinn er Reykjanes!
BJÓÐUM SUÐURNESJAFÓLK VELKOMIÐ!
Lovísa Þrastardóttir tannlæknir er „hálfur“
Keflvíkingur og er góð viðbót í hóp okkar sem Njarðvíkingurinn Brynja Björk Harðardóttir tannlæknir leiðir á stofu sinni Tannprýði. Við hjá Tannprýði viljum með gæðum og góðri þjónustu hjálpa þér að viðhalda góðri munnheilsu alla ævi.
Áhöfn þessarar skútu er blásaklaus.
Hlíðasmára 19, Kópavogi • Sími: 555 7575 • www.tannprydi.is • facebook.com/tannprydi • instagram.com/tannprydi ALLIR VELKOMNIR OG OPIÐ Í ALLT SUMAR.