Víkurfréttir 26. tbl. 45. árg.

Page 1


Í gleðinni erum við tilbúin í allskonar

27.–30. júní

DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK

Húsfyllir hjá Hallgrími

Það var þétt setinn kirkjubekkurinn í Hvalsneskirkju síðasta sunnudag. Þar fór fram sumarmessa sem helguð var minningu sr Hallgríms Péturssonar, sem þjónaði á Hvalsnesi á árunum 1644–1651. Í haust verða liðin 350 ár frá andláti hans. Félag fyrrum þjónandi presta annaðist sumarmessuna í Hvalsneskirkju en myndin var tekin að lokinni athöfn. Kirkjugestum var öllum boðið í kaffi og konfekt að lokinni messu í gamla Hvalsnesbænum. Þar verður opnað veitingaog kaffihús í lok júlí. VF/PÁLL KETILSSON

Rífa Hópið og tugi annarra eigna í Grindavík

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur heimilað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúningsvinnu við niðurrif á Hópinu, knattspyrnuhúsi Grindavíkur. Hópið er eitt af yfir sextíu húsum í Grindavík sem þarf meira og minna að rífa. Ástand húseigna Grindavíkurbæjar eftir náttúruhamfarir var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar. Forgangsraða á verkefnum og kostnaðarmeta og leggja fyrir bæjarstjórn. Að minnsta kosti 64 altjón hafa verið skráð hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, að því er greint var frá á ruv.is á dögunum. Á meðal þessara eigna eru Hópið. Dvalar- og hjúkr-

unarheimilið Víðihlíð er mikið skemmt að hluta. Þá var sagt frá því að nýleg viðbygging við Hópskóla, þar sem kennsla 1. til 4. bekkjar hefur farið fram, væri skemmd og þurfi jafnvel að rífa. Fjölmargar húseignir við Víkurbraut austanverða hafa orðið fyrir altjóni og eignir í Hópshverfinu. Einnig eignir í iðnaðarhverfi austan Grindavíkurhafnar. Flestar skemmdu eignirnar standa í jöðrum þeirra tveggja sigdala sem mynduðust eftir hamfarirnar í nóvember 2023 og eftir eldgosið í janúar 2024. Vonast er til að niðurrif eigna geti hafist síðar í sumar. Ekki er heimilt að byggja aftur á þeim lóðum þar sem eignir víkja.

Hópið og Hópsskóli í Grindavík. Sprunga opnaðist í vetur í gegnum Hópið. Það hefur verið dæmt ónýtt. Þá eru skemmdir á nýrri viðbyggingu við Hópsskóla.

Miðbærinn fyllist af ferðamönnum

Von er á skemmtiferðaskipi til Reykjanesbæjar á laugardag með um 700 farþega. Þriðjungur þess hóps, rúmlega 200 farþegar, er á leiðinni í skipulagðar hópferðir með fólksflutningabílum frá Keflavíkurhöfn. Þá er gert ráð fyrir að allt að 400 farþegar af skipinu spásseri um í miðbæ Reykjanesbæjar og reyni að finna sér afþreyingu, kíki í verslanir og á veitingastaði.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segist í viðtali við Víkurfréttir í dag vonast til þess að fólk í þjónustu í sveitarfélaginu taki vel á móti þessum stóra hópi fólks sem verður í bænum í hálfan sólarhring. Það geta verið fín uppgrip í stórum hópi farþega skemmtiferðaskipa, sem oft verja talsverðum fjárhæðum í hverri höfn. Sjá nánar um komu skemmtiferðaskipsins á síðu 2 í blaðinu í dag.

Kynna stuðningsaðgerðir fyrir grindvíska atvinnurekendur

Grindavíkurbær, í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skattinn, mun halda kynningu fyrir rekstraraðila í Grindavík þar sem stuðningsaðgerðir ríkisins til fyrirtækja í bænum eru kynntar. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 27. júní kl. 13 og fer eingöngu fram á Teams.

Farið verður yfir stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir fyrirtæki í Grindavík vegna afleiðinga náttúruhamfara, þá sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið nú með nýsamþykktum lögum. Þeir sem vilja taka þátt sendi tölvupóst með þeirri beiðni á atvinnulif@grindavik.is.

Skemmtiferðaskip við Keflavík í ágúst 2021.

n Suðurnesjabær

Bæjarhátíðin

heiti „Vitadagar – hátíð milli vita“

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt nýtt nafn á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar. Haldin var hugmyndasamkeppni sem stóð yfir til 1. apríl síðastliðinn þar sem öllum var gefinn kostur á að senda inn sína hugmynd að nafni á bæjarhátíðina.

Samþykkt var samhljóða að nafnið á hátíðinni skuli vera „Vitadagar – hátíð milli vita“ enda eru fimm fjölbreyttir vitar í Suðurnesjabæ og eru vitar ein helstu kennileiti sveitarfélagsins.

Skipulagning fyrir hátíðina í ár, sem mun fara fram dagana 26. ágúst til 1. september, er hafin. Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni, efla samhug og gefa íbúum tækifæri á að kynnast hvert öðru og sýna hvað Suðurnesjabær hefur uppá að bjóða.

Vitarnir tveir á Garðskaga, sá gamli frá 1897 og hinn nýrri, lýðveldisvitinn frá 1944. VF/Hilmar Bragi

Skip á vegum National Geographic sem kom til Keflavíkur í ágúst 2021.

VF/Hilmar Bragi

Miðbærinn fyllist af gestum skemmtiferðaskips

Von er á skemmtiferðaskipi til Reykjanesbæjar á laugardag með um 700 farþega. Þriðjungur þess hóps, rúmlega 200 farþegar, er á leiðinni í skipulagðar hópferðir með fólksflutningabílum frá Keflavíkurhöfn. Þá er gert ráð fyrir að allt að 400 farþegar af skipinu spásseri um í miðbæ Reykjanesbæjar og reyni að finna sér afþreyingu, kíki í verslanir og á veitingastaði. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, vonast til þess að fólk í þjónustu í sveitarfélaginu taki vel á móti þessum stóra hópi fólks sem verður í bænum í hálfan sólarhring. Það geta verið fín uppgrip í stórum hópi farþega skemmtiferðaskipa, sem oft verja talsverðum fjárhæðum í hverri höfn.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Skemmtiferðaskipið Azamara Quest er um 30.000 tonna skip sem er á hringsiglingu um Ísland.

Það kemur til Reykjanesbæjar frá Grundarfirði. Það verður komið á ytri höfnina í Keflavík um kl. 08 á laugardagsmorgun og heldur

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

svo ferðalaginu áfram kl. 20 um kvöldið. Skipið mun ekki leggjast að bryggju, heldur verða léttabátar í farþegaflutningum milli skips og bryggju allan tímann á meðan viðdvölinni stendur.

Skipið sem kemur á laugardag er fyrsta skipið sem kemur til Reykjaneshafnar eftir að ráðist var í sérstakt átak til að fá slík skip til hafnarinnar. Fyrir nokkrum árum hófst vinna að framtíðarsýn fyrir Reykjaneshöfn. Árið 2017 var farið yfir allar hafnir svæðisins sem tilheyra Reykjaneshöfn og styrkleikar þeirra metnir. Þar er horft til Njarðvíkurhafnar sem aðal þjónustu- og fiskiskipahafnar framtíðarinnar. Helguvík er skilgreind sem frakthöfn og Keflavíkurhöfn sem mannlífshöfn og þá m.a. í tengslum við skemmtiferðaskip.

Halldóri Karli, hafnarstjóra, var falið að vinna út frá þessari framtíðarsýn og hefur hann m.a. farið á nokkrar kaupstefnur og kynnt þá þjónustu sem hægt er að veita í Reykjanesbæ. Áhersla hefur verið lögð á að hingað komi minni skemmtiferðaskip. Bent hefur

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

verið á kosti Reykjanesskagans og þá náttúru sem hann býður upp á. Hér sé í raun hægt að komast í tæri við allt nema fossa og jökla. Hann segir Reykjanesskagann einstakt ævintýraland fyrir fólk sem ferðast með skemmtiferðaskipum. Nýrunnið hraun er m.a. aðdráttarafl. Vinnan var unnin í samstarfi Reykjaneshafnar við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og þáverandi verkefnastjóra atvinnumála hjá Reykjanesbæ. Halldór Karl segir að það sé langhlaup að draga að skemmtiferðaskip. Þau séu búin að vinna sínar áætlanir langt fram í tímann. Kórónuveirufaraldurinn hafi síðan truflað verkefnið en nú sé það að bera sinn fyrsta raunverulega ávöxt.

Bjóða Grindvíkingum

Þjónustuteymi GRN býður nú upp á fjölbreytt stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga. Teymið veitir Grindvíkingum meðal annars aðgengi að gjaldfrjálsum sálfræðiviðtölum, fræðslu um líðan í kjölfar náttúruhamfara og hópmeðferðum fyrir börn og fullorðna. Hægt er að óska eftir ráðgjöf hjá þjónustuteyminu á Ísland.is. Þjónustuteymið samanstendur af sérfræðingum sem

Komur annarra skipa, eins og frá National Geographic fyrir fáeinum árum, hafi verið tilfallandi en ekki afrakstur þeirrar markaðsvinnu sem ráðist var í.

Halldór Karl segir að skipakoman á laugardaginn marki vonandi upphaf að einhverju stærra og meira. Það hafi oft verið kvartað yfir því að erfiðlega gangi að fá ferðamenn úr flugstöðinni til að koma niður í bæ og njóta þess sem Reykjanesbær hafi uppá að bjóða. „Vonandi gengur okkur betur með ferðafólkið sem kemur sjóleiðina til okkar,“ segir Halldór og brosir. Það er þekkt úti á landi þegar skemmtiferðaskip eru í höfn að þar iðar mannlífið. Það ætti ekki að verða öðruvísi hér ef vel tekst til. Halldór Karl vonast því til þess að aðilar í verslun og þjónustu taki vel á móti þessum gestum. Það sé kostur við Keflavíkurhöfn að hún liggur að miðbænum á meðan höfn eins og Sundahöfn í Reykjavík sé á iðnaðarsvæði, sem hafi áhrif á ferðir þeirra sem kjósa að leggja upp í miðbæjarrölt í stað skipulagðrar ferðar með hópferðabílum.

vinna að málefnum Grindvíkinga á þverfaglegan hátt og eru með fjölbreytta þekk ingu og reynslu. Sérfræðingar teymisins eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, lýðheilsufræðingur og sérfræðingar í skólamálum. Einnig er hægt er að hafa samband við ráðgjafa teymisins í síma 545-0200 milli kl. 10:3012:00 mánudaga-fimmtudaga. Grindvíkingar geta þá einnig óskað eftir fjarviðtali í gegnum öruggt kerfi sem er viðurkennt af bæði Landlækni og Persónuvernd. Þjónustan er í boði fyrir alla Grindvíkinga sem voru með lögheimili í Grindavík þann 10. nóvember sl. hvar sem þeir eru búsettir í dag.

Í samfelldum viðbrögðum frá því bærinn var rýmdur

Rauði krossinn á Íslandi hefur verið í samfelldum viðbrögðum frá því að Grindavíkurbær var rýmdur í nóvember síðastliðnum. Um 200 manns nýttu sér þjónustu þriggja fjöldahjálparstöðva sem voru starfræktar fyrstu dagana eftir rýmingu og hjálparsími Rauða krossins tók á móti mörg þúsund símtölum

fyrstu dagana. Þetta kemur fram í fréttabréfinu Grindvíkingi, sem stjórnarráðið gefur út. Rauði krossinn stóð einnig fyrir neyðarsöfnun og var rúmlega 62 milljónum króna úthlutað úr söfnuninni í mars. Þá leiddi Rauði krossinn sálfélagslegan stuðning í þjónustumiðstöðinni sem var starfrækt í Tollhúsinu þar til í lok maí.

Rauði krossinn er áfram í samstarfi við Grindavíkurbæ og styður við félagsþjónustu sveitarfélagsins í bráðatilvikum. Sífellt er verið að meta og endurmeta þjónustuþarfir Grindvíkinga í samstarfi Rauða krossins, Grindavíkurbæjar, Kirkjunnar, Almannavarna og annarra samstarfsaðila.

Endurgreiðslur í 30 ár

Á hverju ári fá þúsundir tjónlausra viðskiptavina Sjóvá Stofnendurgreiðslu. Þannig hefur það verið í 30 ár.

Sjóvá | Hafnargötu 36 | 440 2000 | sudurnes@sjova.is

Valdimar á trúnó á Ljósanótt

Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

Hin frábæra hljómsveit

Valdimar ætlar að koma fram á tvennum trúnó-tónleikum á meðan Ljósanæturhátíðinni stendur í ár. Fyrri tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 3. september. Á þeim tónleikum mun sveitin leika öll lögin af plötunni Batnar útsýnið sem kom út árið 2014. Seinni tónleikarnir fara fram miðvikudagskvöldið 4. september og mun hljómsveitin taka fyrir plötuna Sitt sýnist hverjum sem kom út árið 2018. Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20 bæði kvöldin.

Bjartmar og Bergrisarnir

verða á trúnó

Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir verða á trúnó á tónleikum í Bergi í Hljómahöll þann 10. október. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Bjartmar þarf vart að kynna fyrir nokkrum tónlistarunnanda en lög hans og texta þekkja allir! Bjartmar hefur gefið út 16 sólóplötur á ferli sínum og er því af nægu að taka. Hver veit nema að lög á borð við Týnda kynslóðin, Ég er ekki alki, Súrmjólk í hádeginu, Fimmtán ára á föstu, Járnkarlinn, Sumarliði er fullur, Þannig týnist tíminn, Negril eða hans nýjasta lag Af því bara fái að hljóma á tónleikunum þann 10. október?

Hljómsveitin hefur verið iðin við tónleikahald undanfarið og útgáfu á nýjum lögum og textum eftir Bjartmar og má þar nefna, Á ekki eitt einasta orð, Af því bara og nýjasta lagið þeirra Veistu hver ég er?

Bergrisarnir eru Bjartmar Guðlaugsson, Júlíus Freyr Guðmundsso, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason og Daði Birgisson.

Bókasafnið flytur í Hljómahöll

n Hljómahöll hentar vel fyrir bókasafn, rokksafn og tónlistarskóla, segir í niðurstöðu stýrihóps um flutninginn.

Tillaga stýrihóps vegna flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómahöll ásamt kosntaðaráætlun var samþykkt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar síðasta fimmtudag. Vinna verkefnahóps um flutning bókasafnsins í Hljómahöll leiddi í ljós að húsnæði Hljómahallar hentar vel undir þá fjölbreyttu menningarstarfsemi sem um ræðir.

Tillagan, sem var samþykkt á fundinum, inniheldur skiptingu á rýmum Hljómahallar á milli aðila sem þar verða með heimilisfesti. Sömuleiðis er farið yfir þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að allar stofnanir nái að þróa áfram blómlega starfsemi í breyttu starfsumhverfi með metnaðarfulla þjónustu við íbúa að leiðarljósi.

Helstu kostnaðarliðir vegna verkefnisins eru hönnun og undirbúningur, stofnbúnaður bókasafns, geymslurými á lóð, flutningur á vörumóttöku, hljóðeinangraður veggur, útdraganleg stúka í Bergi, ný framsetning á rokksýningu, hönnun og uppsetning á framtíðarsýningu Rokksafnsins, bókunarkerfi við rými, loftræsting og hljóðeinangrun í tónlistarskóla, úrbætur á móttöku o.fl.

Í greinargerð með bókun í bæjarráði í morgun segir að flestir kostnaðarliðir og verkefni sem tekin eru saman í tillögunni hafa sannarlega legið fyrir í nokkurn tíma óháð breytingum á Hljómahöll. Mætti segja að þar sé um að ræða eðlilegt viðhald og undirbúning frekar en sértækan kostnað vegna þessa verkefnis. Hvað varðar geymslurými á lóð þá er stærstur hluti þess kostnaðar fjárfesting í lausum einingum sem eflaust má selja eða setja í aðra notkun ef breyting verður á aðstöðumálum Hljómahallar á komandi árum.

Bókun í bæjarráði frá Margréti A. Sanders (D): „Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að fyrst verði unnið að stefnumótun um framtíðarfyrirkomulag í húsnæðismálum stofnana og samhliða því önnur aðstöðu- og húsnæðismál sem tengjast menningarstarfsemi í Reykjanesbæ áður farið er í umfangsmiklar og kostnaðarsamar breytingar á Hljómahöll enda segir í tillögu stýrihóps eftirfarandi: „Hins vegar snýr tillagan að því að á haustmánuðum 2025 verði skipaður verkefnahópur á vegum Reykjanesbæjar sem mun vinna tillögur varðandi framtíðarfyrirkomulag í húsnæðismálum stofnana í Hljómahöll og samhliða því önnur aðstöðu- og húsnæðismál sem tengjast menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Í þeirri vinnu verði sérstaklega horft til þeirrar íbúafjölgunar sem vænst er í samfélaginu og mögulegra

viðbragaða við auknu umfangi og þjónustu stofnana“.“

Bókun í bæjarráði ásamt greinargerð frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur (B), Bjarna Páli Tryggvasyni (B), Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S), Valgerði Björk Pálsdóttur (Y) og Margrét Þórarinsdóttur (U):

„Fulltrúar Framsóknar, Samfylkingar, Beinnar leiðar og Umbótar í bæjarráði samþykkja tillögu stýrihópsins sem varða flutning bókasafnsins í Hljómahöll. Tillögurnar snúa að kostnaðarliðum sem tengjast bæði rekstri og eignfærslu. Samþykkt er að vísa 14 milljónum í viðauka við fjárhagsáætlun 2024 og 155 milljónum í viðauka við fjárfestingaáætlun 2024. Gert er ráð fyrir geymslurými á lóð Hljómahallar innan þess kostnaðar sem bæjarráð vill að unnið verði meira með t.d. með tilliti til stærðar og því hvort hægt er að nýta einingar sem sveitarfélagið á þegar þær losna á næsta ári. Bæjarráð vísar hluta tillaganna, þ.e. kaupum á útdraganlegri stúku í Berg og hönnun og uppsetningu á framtíðarsýningu Rokksafnsins til fjárhagsáætlunarvinnu 2025.

Ferill málsins

Á 1457. fundi bæjarráðs þann 29. febrúar sl. var tekin ákvörðun um að vinna áfram í flutningi Bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómahöll og var sú ákvörðun staðfest með meirihluta atkvæða á 671.

fundi bæjarstjórnar þann 5. mars sl. Í kjölfarið var ráðinn verkefnastjóri og skipaður vinnuhópur sviðsstjóra, stjórnenda og bæjarfulltrúa til að vinna að útfærslu á ákvörðuninni og var honum ætlað að skila útfærðum tillögum til bæjarráðs með kostnaðaráætlun. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir ráðgjafi hefur leitt verkefnið en hún hefur viðamikla reynslu í menningarmálum og í málefnum tónlistarskóla og var m.a. í undirbúningshópi fyrir byggingu Menningarhússins Hofs á Akureyri, var framkvæmdastjóri Hofs um árabil og er núverandi stjórnarformaður í Hörpu. Verkefnastjóri hefur, ásamt pólitískum fulltrúum, haldið stutta kynningu á hugmyndum með starfsmönnum stofnananna. Brugðist var við ábendingum sem fram komu á þessum fundum eftir fremsta megni og hafa tillögurnar sem samþykktar eru hér í dag verið samþykktar samhljóða af öllum í verkefnahópnum. Tillagan sem hér er samþykkt inniheldur skiptingu á rýmum Hljómahallar á milli aðila sem þar verða með heimilisfesti. Sömuleiðis er farið yfir þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að allar stofnanir nái að þróa áfram blómlega starfsemi í breyttu starfsumhverfi með metnaðarfulla þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Til viðbótar við þau atriði sem nefnd eru hér að ofan var horft til skilgreindra lykilþátta árangurs hjá hverri stofnun sem starfandi er í Hljómahöll og fyrir bókasafnið.

Helstu kostnaðarliðir vegna verkefnisins eru hönnun og undirbúningur, stofnbúnaður bókasafns, geymslurými á lóð, flutningur á

vörumóttöku, hljóðeinangraður veggur, útdraganleg stúka í Bergi, ný framsetning á rokksýningu, hönnun og uppsetning á framtíðarsýningu Rokksafnsins, bókunarkerfi við rými, loftræsting og hljóðeinangrun í tónlistarskóla, úrbætur á móttöku o.fl. Flestir kostnaðarliðir og verkefni sem tekin eru saman í tillögunni hafa sannarlega legið fyrir í nokkurn tíma óháð breytingum á Hljómahöll. Mætti segja að þar sé um að ræða eðlilegt viðhald og undirbúning frekar en sértækan kostnað vegna þessa verkefnis. Hvað varðar geymslurými á lóð þá er stærstur hluti þess kostnaðar fjárfesting í lausum einingum sem eflaust má selja eða setja í aðra notkun ef breyting verður á aðstöðumálum Hljómahallar á komandi árum.

Það er ánægjulegt að vinna verkefnahópsins hefur leitt það í ljós að húsnæði Hljómahallar hentar vel undir þá fjölbreyttu menningarstarfsemi sem hér um ræðir. Í tillögunni felst að allar stofnanirnar geta áfram sinnt þeirra metnaðarfulla starfi og að Hljómahöll geti áfram haldið vel utan um 700–800 manna viðburði og Rokksafnið verður áfram tryggt innan Hljómahallar.

Við þökkum Ingibjörgu og verkefnahópnum fyrir þeirra vönduðu vinnu til þessa en það er mat okkar að verkefnið hafi verið vel unnið og hefur hópurinn verið opinn fyrir þeim tækifærum sem geta skapast til enn meiri vaxtar og fyrir þeim samþættingarmöguleikum sem samvinna þeirra stofnana sem hér um ræðir getur falið í sér. Við sjáum gríðarleg tækifæri og hlökkum til að sjá menningarhúsið Hljómahöll vaxa og blómstra enn meir með fjölbreyttri menningarstarfsemi sem íbúar og notendur þjónustunnar munu njóta góðs af.“ Á fundinum samþykkti bæjarráð með fjórum atkvæðum að vísa 14 milljónum í viðauka við fjárhagsáætlun 2024 og 155 milljónum í viðauka við fjárfestingaáætlun 2024. Gert er ráð fyrir geymslurými á lóð Hljómahallar, innan þess kostnaðar sem bæjarráð vill að unnið verði meira með, t.d. með tilliti til stærðar og því hvort hægt er að nýta einingar sem sveitarfélagið á þegar þær losna á næsta ári. Bæjarráð vísar hluta tillaganna þ.e. kaupum á útdraganlegri stúku í Berg og hönnun og uppsetningu á framtíðarsýningu Rokksafnsins til fjárhagsáætlunarvinnu 2025. Margrét A. Sanders greiðir atkvæði á móti.

EKKI ÓTTAST RIGNINGUNA

Lindab þakrennur eru bæði endingargóðar og fallegar

Áratuga reynsla við íslenskar aðstæður.

Auðvelt í uppsetningu.

Fjölbreytt úrval lita í boði.

Allar helstu einingar á lager.

Skoðaðu úrvalið

Séð yfir hluta af bátaflotanum á sýningunni.

VF/Hilmar Bragi

Bátaflotinn í risi Bryggjuhússins

Sýning á bátaflota Gríms Karlssonar hefur verið sett upp í risi Bryggjuhúss Duus safnahúsa. Hefur úrvali báta verið komið fyrir á skemmtilegan hátt í risinu.

Orðrómur var um það að bátum úr safninu hafi verið fargað. Það er af og frá og þeir bátar sem ekki eru til sýnis í bryggjuhúsinu eru varðveittir í safngeymslum Byggðasafns Reykjanesbæjar eða í láni hjá öðrum söfnum. Nær allir bátarnir

af upprunalegu sýningunni eru á núverandi sýningu í risi bryggjuhússins. Innan við tuttugu báta vantar.

Í eigu Byggðasafnsins eru nærri 140 bátalíkön sem flest voru smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra. Skipslíkön Gríms eru í söfnum bæði á Íslandi og í Noregi. Fyrir þetta þrekvirki hlaut hann fálkaorðuna 2009, einnig fékk hann afhenta Sjómannadagsorðuna 2002, Menningarverðlaun

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Reykjanesbæjar 2009 og þakkarskjöld frá sjómanna- og stýrimannafélaginu Verðanda.

Rólegt í útgerð frá Suðurnesjum

Í síðasta pistli fjallaði ég ansi mikið um bátana sem eru í slippnum í Njarðvík en ég var þá aðallega að horfa á stóru bátana. Það er nefnilega þannig að það má segja að það hafi myndast smá bátakirkjugarður á bak við gistiheimilið en þar eru bátar sem hafa verið þar margir hverjir í ansi langan tíma.

Reyndar var þarna bátur sem átti sér ekki neitt mjög langa sögu í útgerð hérna á landi. Þetta er bátur sem var með skipaskrárnúmerið 2606 og var fimmtán tonna plastbátur, smíðaður árið 2004. Þessi bátur var tekinn af skipaskrá árið 2022 og var þá seldur til Noregs þar sem hann er í útgerð í dag en á þessum átján árum hét báturinn alls sex nöfnum, þar á meðal Guðfinnur KE, Lómur KE og Örninn en undir nafninu Örninn var hann lengst, eða í níu ár.

Annars er búið að vera mjög rólegt undanfarið í útgerð frá Suðurnesjum. Svo til allir dragnótabátarnir eru orðnir stopp nema Aðalbjörg RE sem hefur róið oftast, eða sjö róðra, og er kominn með 65 tonna afla. Af þessum afla eru aðeins 7,2 tonn af þorski. Uppistaðan í aflanum hjá Aðalbjörgu RE er koli og má segja að fáir dragnótabátar á landinu veiði jafn mikið af kola og áhöfnin á Aðalbjörgu RE veiðir.

Sigurfari GK kom með 49 tonn í einni löndun og fór síðan í slippinn í Njarðvík. Siggi Bjarna GK 46 tonn í þremur róðrum og Benni Sæm GK 40 tonn í þremur. Enginn netabátur rær frá Suðurnesjum og í Grindavík hafa nokkir

bátar landað og þá aðallega línubátar. Sighvatur GK er með 217 tonn í tveimur róðrum og mest 111 tonn, Páll Jónsson GK 76 tonn í einni löndun, Sævík GK 44 tonn í fimm róðrum og mest 15,4 tonn í löndun en uppistaðan í aflanum hjá Sævík GK er langa. Daðey GK er komin með 40 tonn í sex róðrum.

Sævík GK og Daðey GK eru krókabátar sem eru í eigu Vísis í Grindavík en um áramótin fækkaði Vísir um einn bát í línubátaflotanum sínum þegar ákveðið var að leggja Fjölni GK. Fjölnir GK átti sér nokkuð langa sögu í útgerð á Íslandi og þá lengst á Rifi en þaðan var báturinn gerður út í hátt í 30 ár og hét þá Rifsnes SH. Vísir eignaðist bátinn árið 2013 og hét hann þá Ocean Breeze GK 157 og var þá gerður út í Kanada á línuveiðar þar. Fjölnisnafnið fékk svo báturinn árið 2016.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þetta nafn, Fjölnir, hefur verið lengi í notkun hjá Vísi því að fyrsti báturinn sem fyrirtækið var með hét Fjölnir ÍS og var það eikabátur. Núna er Sævík GK komin í slippinn í Njarðvík og eitt af þeim verkefnum sem liggja fyrir er að skipta um nafn á bátnum því báturinn mun fá nafnið Fjölnir GK. Hinn krókabáturinn, Daðey GK, verður settur á söluskrá, samtals eru þessir tveir bátar með um 1.760 tonna kvóta miðað við síðustu úthlutun. Þetta er ansi mikill kvóti sem þessir tveir bátar hafa og verður fróðlegt að sjá hvernig Fjölni GK mun ganga á nýju fiskveiðiári.

SUMARTILBOÐ

Í gleðinni erum við tilbúin í allskonar

– segir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, sem var nýlega ráðin leikskólastjóri á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, en hún telur að gjaldfrjálsir leikskólar komi til með að lyfta faglegu starfi þeirra á hærri stall.

Hólmfríður er að norðan, hún kemur frá Grenivík við Eyjafjörð og lagði stund á leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hannesi Jóni Jónssyni, þegar hann þjálfaði meistaraflokk Reynis en hann er umsjónarmaður fasteigna hjá Suðurnesjabæ í dag.

Hólmfríður starfaði sem skólastjóri Sandgerðisskóla en saknaði leikskólastarfsins og ákvað að snúa aftur í leikskólann. Hún sótti um starf leikskólastjóra og tók við stjórn leikskólans Holts nú í vor. Víkurfréttir ræddu við Hólmfríði um starfið með börnum og þá framtíðarsýn sem hún hefur í leikskólamálum.

Langaði að breyta til „Við bjuggum í fimm ár í Sandgerði og ég var skólastjóri þar. Svo langaði mig að breyta til og fór í pólitíkina, þá er maður farinn að hugsa sér til hreyfings þannig að ég hugsaði: „Mig langar að fara að gera eitthvað annað en að vera skólastjóri.

Þannig að ég sótti um starf í Háskóla Íslands og fékk það. Nú bý ég í Keflavík þannig að ég var að keyra á milli. Það átti ekki við mig. Mér fannst ég bara vera að eyða tíma við það að sitja undir stýri. Mér finnst alveg gaman að keyra, er gömul björgunasveitamanneskja og við vorum mikið að keyra um öll þessi ár sem maður var þar. Fara í einhverjar leitir um allar trissur fyrir norðan. Ég hef mikið keyrt, var t.a.m. að kenna í Háskólanum á Akureyri meðan ég bjó á Grenivík. Þetta var samt ekkert fyrir mig, að keyra brautina á hverjum einasta degi.“

Að loknu leikskólanámi fór Hólmfríður nánast beint í leikskólastjórastöðu í nýstofnuðum leikskóla á Akureyri en eftir að hafa unnið í eitt ár í leikskólaumhverfinu ákvað hún að bæta við sig grunnskólakennanáminu.

„Ég fór í grunnskólann því ég átti tvö börn í leikskóla og hugsaði með mér að ég ætlaði bara að sinna mínum börnum eftir vinnudaginn. Svo hefur mig langað að fara aftur í leikskólann, kannski af því að

Hólmfríður á ferðalagi með betri helmingi sínum, Hannesi Jóni Jónssyni. Mynd af Facebook-síðu Hólmfríðar

grunnskólinn er svo mikið að gleypa til sín leikskólakennarana. Ég fann það núna þegar ég var að skipta um starf að mig langaði ekki að fara aftur í grunnskóla. Ég var södd af því og hugsaði með mér að tækifærin eru í leikskólanum, í frelsinu og vinnu með ungum börnum sem er svo opin, einlæg og einhvern veginn til í allt – og ég var ótrúlega heppin að hafa fengið þetta starf. Þetta er bara draumastarfið mitt.“

Draga fram kraftinn, seigluna og þrautseigjuna

Ég ákvað að breyta til núna í janúar og sótti um leikskólastjórastöðuna í Holti. Ég vildi bara fara í þennan tiltekna leikskóla af því að hann fylgir stefnunni sem ég aðhyllist í leikskólamálum. Ég fékk stöðuna og byrjaði hérna í hlutastarfi í apríl og svo í fullu starfi 1. maí. Þannig að ég er búin að vera mjög stutt hérna.“

Stefnan sem Hólmfríður aðhyllist er kennd við Reggio Emilia á Ítalíu og á bak við hana er mjög barnamiðuð hugmyndafræði. „Allt leikskólastarf er það náttúrulega en oft er talað um að þessi stefna byggi á því að börn hafi hundrað mál, sem sagt hundrað aðferðir til að tjá sig, og það sé gjarnan skóli, menning og samfélagið sem taki af þeim hvert málið á fætur öðru og geri þau í raun eintóna eða einmála,“ segir Hólmfríður. „Og það er í raun eitthvað sem við viljum forðast. Við viljum halda sem lengst í sköpunarkraftinn, hugmyndir þeirra og þessa barnslegu sýn þeirra á veröldina.“

Hólmfríður segir að hugmyndafræði stefnu Reggio Emilia taki mið af menningunni á hverjum stað og á Ítalíu séu það gjarnan skúlptúrar, listaverk og annað. „Hérna á Íslandi myndi ég segja að það væru þulur, sögur og ljóð –og líka auðvitað þessi myndlist og í raun allt sem snýr að sköpun.“

Þannig að þið eruð svolítið að reyna að halda í menningararfinn hérna með þessu?

„Já, þetta snýst svolítið um það. Það er líka hugmyndafræðin og tungumálið, það er hægt að tjá sig á marga vegu en tungumálið er svo dýrmætt. Að vera fær og leikinn í að nota tungumálið. Sem dæmi voru nemendur hérna að taka skimunarprófið Hljóm- 2, sem er til að kanna hljóðkerfis- og málvitund barna barna og sjá hversu reiðubúin þau eru fyrir lestrarnám. Öll börnin hérna á efsta ári eru í tveimur efstu þrepunum. Það er mjög gott. Þau eru að fara héðan með ótrúlega mikið í bakpokanum upp á næsta skólastig. Þannig viljum við hafa það – örva þau, styðja og að þau þroskist sem mest hérna hjá okkur.“

VIÐTAL

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Svo fara þau héðan í kassann sem grunnskólinn er. „Já, sumir myndu segja það. Það var þannig en grunnskólinn er svo mikið að breytast – og er búinn að breytast,“ segir Hólmfríður. „Ég segi til dæmis að þeir grunnskólar sem eru með hugmyndafræði byrjendalæsis taka vel á móti okkar nemendum. Það er svolítið eins og þetta, fjölbreyttar aðferðir og þeir kennarar sem fara í gegnum tveggja ára nám í byrjendalæsi fá fullt af verkfærum, tólum og allskonar leiðum til að mæta nemendum út frá þeirra áhuga. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við vitum það öll að ef við höfum ekki áhuga á einhverju þá er miklu erfiðara að tileinka sér það eða læra. Þess vegna er svo mikilvægt að börn fáist við áhugaverða hluti, að við þekkjum þau og vitum áhugamálin þeirra og hvað þeim finnst skemmtilegt. Þá dregur maður fram kraftinn, seigluna og þrautseigjuna með þeim og kennir þeim að nýta sér það sem er áhugavert. Áhugann er svo hægt að yfirfæra svo ótrúlega víða. Þetta snýst um að hefja leikinn eða starfið á einhverju sem þau hafa áhuga á og síðan læra þau smámsaman að yfirfæra það á eitthvað annað,“ segir leikskólastjórinn og það má heyra á ákefðinni í máli hennar að þetta er henni hjartfólgið.

Hólmfríður segir að þegar börnin hafi gaman að því sem þau eru að fást við þá eru þau frekar til í að prófa nýja hluti. „Í gleðinni

... oft er talað um að þessi stefna byggi á því að börn hafi hundrað mál, sem sagt hundrað aðferðir til að tjá sig, og það sé gjarnan skóli, menning og samfélagið sem taki af þeim hvert málið á fætur öðru ...

erum við tilbúin í allskonar,“ segir hún og bætir við að aðferðafræði bæði Reggio Emilia og byrjendalæsis sé mjög einstaklingsmiðuð og horfi til einstaklingsins, áhugasviðs hans og getu og byggi svo ofan á það sem einstaklingurinn býr yfir. „Svo erum við alltaf að hvetja börnin til að fara aðeins lengra, aðeins út fyrir þægindarammann. Ekki þannig að þú verðir óöruggur og takir of stór skref og hrökklist til baka heldur aðeins að kanna og prófa. Þess vegna þarf allt það sem þau eru að fást við að vera pínulítið ögrandi, ekki ofar þeirra getu en allt að því. Fólk rís undir ábyrgð og ef börn fá tækifæri og svigrúm til að taka þátt, eins og með hugtakið lýðræði, ef börnin fá að taka þátt eða hugmyndir þeirra eru virtar, verkin þeirra séu til sýnis upp á veggjum – allt þetta eykur sjálfstraust og styrkir sjálfsmyndina. Þetta er svo hollt og gott fyrir börn – og þau eru svo hugmyndarík.“

Hólmfríður segir að hún sé í draumastarfinu. Hér er hún á útileiksvæði leikskólans á Holti. VF/JPK

Fylgjandi gjaldfrjálsum leikskóla

„Nú er ég að koma aftur í leikskólann og eins og ég nefndi áðan þá er grunnskólinn svolítið að gleypa leikskólakennara, sem mér finnst algjör synd því þetta starfsumhverfi er alls ekki síðra. Það er einhver mýta í gangi að það sé miklu þægilegra að vinna í grunnskólum – en ég myndi vilja sjá breytingar í leikskólaumhverfinu því það er erfitt að manna stöður, ekki bara hér heldur um allt land. Það er allstaðar erfitt að manna leikskólana, kannski síst á Akureyri þar sem Háskólinn á Akureyri er með leikskólakennaranámið. Þar er held ég mesta og besta mönnunin á leikskólum, eiginlega flestallir faglærðir, en hér er erfitt að ná í fagfólk – og þó það sé að fjölga í leikskólakennaranáminu þá virðist það ekki skila sér út í leikskólana. Það er eins og fólk fari að vinna við eitthvað annað og ég skil það, þetta er frábært nám og fólk sem er að útskrifast sem leikskólakennarar í dag er með fjölþætta menntun og getur í raun unnið við ótrúlega margt – en ég myndi vilja fá leikskólakennarana aftur vegna þess að það er verið að bæta umhverfið í leikskólum og ég held að ef við tökum skrefið að gera leikskólana gjaldfrjálsa geti það verið gæfuspor fyrir leikskólana,“ segir Hólmfríður en það hefur verið í umræðunni að gera dvölina á leikskólum gjaldfrjálsa.

„Það er talað um sex tíma til að byrja með, ég á reyndar eftir að kynna mér af hverju sex tímar, hvort það sé verið að reyna að stýra því að stytta daginn hjá börnunum en ég vil ekki meina að það sé vinnudagur fyrir börn að vera í leikskóla. Ég vil ekki meina það því starf leikskólans er gjarnan bara leikur. Í leikskólanum fá börnin svigrúm, næði og skjól til þess að vera í leik – og þau læra í gegnum leikinn. Hér eru þau í rólegheitum, fá að þroskast á sínum hraða í um-

Í leikskólanum fá börnin svigrúm, næði og skjól til þess að vera í leik – og þau læra í gegnum leikinn. Hér eru þau í rólegheitum, fá að þroskast á sínum hraða í umhverfi með jafnöldrum og fullorðnum sem eru að hlúa að þeim ...

hverfi með jafnöldrum og fullorðnum sem eru að hlúa að þeim.

Auðvitað eru kjöraðstæður barna hjá foreldrum sínum og leikskólinn er alltaf bara viðbót við það.“ Hólmfríður segir jafnframt að gjaldfrjáls leikskóli muni bæta faglega starfið. Þó svo að leikskólarnir séu einsetnir hafi svolítið verið eins og þeir séu tvísetnir. Það hafi verið hópastarf fyrir hádegi og svo aftur eftir hádegi. „Ég myndi vilja vera með þyngdina í þessu faglega, skipulagða hópastarfi og smiðjum fyrir hádegi. Eftir hádegi væri meira svigrúm fyrir frjálsan leik, stöðvavinnu og annað slíkt, það sem er minna krefjandi fyrir börnin því þau eru kannski orðin lúin þegar líður á daginn. Þá er þetta líka meira í takt við það sem er gert í grunnskólunum, þar sem kennslan er til eitt eða tvö á daginn og þá tekur frístundin við, þar sem er meiri frjáls leikur og annað slíkt. Þarna er ég ekki að segja að það sé verið að veita afslátt af faglegu starfi, heldur sé þunginn fyrri part dags þegar börnin eru best upp lögð og svo sé meira flæði og frjálsræði sem taki við.“

Vinnustyttingin er mikið púsluspil

Ég vildi bara fara í þennan tiltekna leikskóla af því að hann fylgir stefnunni sem ég aðhyllist í leikskólamálum ...

Hólmfríði finnst í lagi að leikskólinn sé átta tímar á dag því annars þurfa foreldrar að standa í einhverjum skammtímareddingum ef hann er styttri. „Þeir eru vissulega komnir með styttingu vinnuvikunnar þannig að foreldrar ættu að eiga hægara um vik að stilla vinnuvikuna sína þannig af að þau geti sótt börnin sín fyrr af leikskólanum og varið þannig meiri tíma með þeim. Við þurfum líka að hugsa um samfélagið, að við þurfum að hægja aðeins á. Við þurfum að hægja á okkur og að ég tali ekki um foreldra ungra barna, þeir verða bara að forgangsraða hlutunum þannig að það sem er gert sé hægt að gera með börnunum og tíminn sem þú verð með þeim sé öllum í fjölskyldunni til góða. Það er ekkert að því að bara vera, það þarf ekki alltaf að vera eitthvað prógram í gangi. Samvera ein og sér er líka góð.“

Þó samvera sé góð segir Hólmfríður að það sé líka mikilvægt að gera eitthvað með börnunum; „eins og að spila og lesa. Ég myndi vilja sjá að það sé alltaf lesið heima alla daga og alltaf séu orð og athafnir að spila saman. Ég sá það sem stjórnandi í grunnskóla og maður heyrir það á unglingunum að þeirra orðaforði er ekkert mikill. Hann er það ekki og það er algjör synd. Það er ekkert bara íslenskan heldur tjáningin. Með orðunum erum við að fá fleiri leiðir til að tjá okkur og við þurfum að halda þessum hundrað málum áfram. Við þurfum að viðhalda þeim þannig að börn séu með fullt af leiðum til þess að tjá sig. Sum börn þurfa að nota myndrænar leiðir, tákn með tali eða annað slíkt. Hafa orð yfir tilfinningar, yfir það sem þau langar að gera o.s.frv. Það dregur úr kvíða, skapofsaköstum og öðru slíku hjá börnum ef þau geta tjáð sig um það sem þau þurfa, vilja og langar. Það er svo mikilvægt og það erum við að leggja mikla áherslu á hérna í leikskólanum, að börn fái fullt af leiðum til að tjá sig og geti tjáð sig á ótal vegu.“

Þau eru 105 börnin á sex deildum sem eru í leikskólanum á Holti og Hólmfríður segir að leikskólinn sé ágætlega mannaður. „Hér er algjörlega frábær starfsmannahópur og um helmingur þeirra er annað hvort menntaðir leikskólakennarar eða í námi að verða leikskólakennarar. Reyndar er einn í þroskaþjálfanámi og svo er uppeldis- og menntunarfræðingur hjá okkur og líka B.S. í sálfræði. Þannig að við erum mjög heppin og ég get ekki kvartað yfir

því.“

Hólmfríður segir að hún sé búin að ráða inn og gera allt klárt fyrir starfið næsta vetur og hún er mjög ánægð með hópinn sem verður þá.

Það sem háir leikskólastarfinu helst í dag er vinnustyttinga. „Hjá

okkur er vinnustyttingin hálf, það þýðir að hver starfsmaður á rétt á að vera frá vinnu einn dag í mánuði, þannig útfærum við þetta hér. Þar sem er full vinnustytting eru tveir dagar í mánuði og þetta er ofboðslega mikið púsluspil hjá 34 starfsmönnum eins og eru hér.

Allir fá einn dag í mánuði og sumir dagar eru vinsælli en aðrir og við lendum í svakalegri klípu þegar upp koma veikindi í ofanálag. Við höfum þurft að loka deildum hjá okkur, ég held að við höfum þurft að loka öllum deildum tvisvar sinnum í vetur.

Það sem ég myndi vilja sjá gerast er að við reynum að samræma skóladagatalið í leik- og grunnskólum, að þessir vinnstyttingardagar séu í dymbilviku, milli jóla og nýárs, að það sé sambærilegt haustog vetrarfrí í leikskólum og grunnskólum. Það myndi létta mikið á leikskólunum ef við þyrftum ekki að hugsa svona mikið um þessa vinnustyttingu, ef það væri ekki

alltaf einhver starfsmaður í fríi. Við ættum að geta keyrt leikskólann á 100% mönnun allt skólaárið. Leikskólarnir hér loka í fimm vikur á sumrin, það finnst mér frábært hjá Reykjanesbæ, og þá er öllum leikskólum lokað á sama tíma.“ Þegar við spyrjum Hólmfríði út í leikskólastarfið í bænum segir hún að þar standi Reykjanesbær mjög framarlega. „Það er eitt sem má segja um leikskólana í Reykjanesbæ, þetta eru allt flottir leikskólar. Ég man eftir því öll mín ár fyrir norðan að það var litið til leikskólanna í Reykjanesbæ með virðingu, hér er flott starf unnið og metnaðarfullt – og ég hef alveg fundið það, þegar ég er að heimsækja leikskóla og tala við leikskólakennara og leikskólastjóra, að hérna er mjög metnaðarfullt starf í gangi. Hér í Reykjanesbær er mikill kraftur og sköpun enda samfélagið fjölmenningarlegt og ríkt af alls konar skapandi starfi,“ sagði leikskólastjórinn að lokum.

„Við viljum halda sem lengst í sköpunarkraftinn, hugmyndir þeirra og þessa barnslegu sýn þeirra á veröldina,“ segir Hólmfríður en í leikskólanum á Holti er börnunum gefið svigrúm til að nálgast leik og nám út frá þeirra áhugasviði. Myndir úr skólastarfi/Leikskólinn Holt

Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

THEODÓR GUÐBERGSSON, fiskverkandi í Garði, Vallarási 4, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 17. júní. Útför fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 28. júní klukkan 13. Athöfninni verður streymt í sal Gerðaskóla. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta.

Jóna Halla Hallsdóttir Guðbjörg Theodórsdóttir Kjartan Steinarsson Gunnrún Theodórsdóttir

Anna Björk Theodórsdóttir

Halldór Theodórsson Jóhanna I. Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, vinur, amma, langamma og systir, ÁSA ÁSMUNDSDÓTTIR, Suðurgötu 8, Keflavík, varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn 20. júní. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Þórhallur Garðarsson Guðrún Skagfjörð Sigurðardóttir Ragnheiður Garðarsdóttir Gísli Aðalsteinn Jónasson

Hörður Gíslason barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Akurskóli - Kennari eða sérkennari í stoðþjónustu

Akurskóli - Kennari á unglingastig

Leikskólinn Hjallatún - Deildarstjóri

Myllubakkaskóli - Myndmenntakennari

Tjarnarsel - Leikskólakennarar

Önnur störf

Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja - Ráðgjafi

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Ragnar Eðvaldsson, minning

Maður veit ekki hvar maður á að byrja en það er einhversstaðar upp á fjöllum. Kannske í leit upp í Bláfjöllum ásamt Árna Óla eða í brjáluðu veðri austur í öræfasveit um páska en það skiptir ekki máli því að minningarnar eru þarna sama hvert sem litið er. Við Raggi kynntumst í gegnum sameiginleg áhugamál, bíla og fjöll. Við rákum einnig sameiginlega sendibíl um tíma, skreyttan af Sævari Helga merktan Ragnarsbakaríi á annari hlið og Garðarshólma á hinni. Báðir fórum snemma út í fyrirtækjarekstur innblásnir af bjartsýni og orku hins unga manns og báðir máttum við reyna erfiða glímu við umhverfi hafta og þröngsýni. Ragnarsbakarí varð þjóðþekkt fyrir gæðaframleiðslu og nýjungar í markaðssetningu. Ragnar og Ásdís stýrðu því af glæsibrag til fjölda ára. En það fer ekki allt eins og maður vildi helst og þá reynir á gæði manneskjunnar. Ragnar var gæddur jákvæðni og bjartsýni hins duglega manns sem bognaði en brotnaði ekki við mótlæti svo að hann og Ásdís fundu sinn sess á nýjan leik. Er ég ferðaðist með Hringförunum á Víponinum mínum um fjöll og firnindi eignaðist Raggi frambyggðan rússajeppa sem hann nýtti vel til fjallaferða með Gunna Matt og Kalla Sævar og þar lágu leiðir okkar snemma saman. Svo datt okkur í hug að stofna björgunarsveit árið 1968 sem lifir enn. Við vorum saman í lúðra og danshljómsveit en í seinni tíð höfum við aðallega leikið á gítar í kvöldvökum til fjalla. Þegar Raggi eignaðist Chevy Suburban fékk ég einn slíkan, en síðan fékk Raggi einn flunkunýjan og það var á þeim bílum sem við fórum í ökuferð til Grunnavíkur í Jökulfjörðum, næst voru það“Travelall“ scout jeppar og svo komu Fordarnir okkar. Í fyrstu vetraferðinni var Raggabíll í spotta allan túrinn sem var óásættanlegt,

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

punktur. Bíllinn tekinn í nefið og ekki hætt fyrr en kominn var flottasti fjallabíll þeirra tíma með öllu tilheyrandi. Ekki má gleyma að í millitíðinni, svona inn á milli bíla eignuðumst við Raggi ásamt nokkrum félögum okkar tvo snjóbíla til vetrar og jöklaferða meðan þeirra naut við. Leiðir okkar lágu einnig saman er hann ásamt Karli Sævari keyptu húsgagnaverslun mína í Keflavík. Ég minnist þorra-

blótanna árum saman í Básum eða Hólaskógi og 1313 ferðahópsins sem starfaði 40 ár þar sem Ragnar og Ásdís voru fremst í flokki. Mér finnst erfitt að rita kveðjuorð um mann sem ég hef átt svona langa og ánægjulega samleið með. Ég er þakklátur fyrir þau áhrif sem hann og félagar hans þeir Gunni Matt og Kalli í street höfðu á mig um ferðalög til fjalla en þau vara enn. Ég er einnig þakklátur honum og Ásdísi fyrir að hafa reynst mér, Huldu og Öllu svona góðir vinir í gegnum lífið og tekið þátt í gleði okkar og sorg. Ég ætla einnig að leyfa mér að þakka Ragga fyrir hönd eldri félaga í Björgunarsveitinni Stakki fyrir starfið og gleðina sem við upplifðum með honum og svo eru það við gamlingjarnir í 1313 ferðahópnum, hvar hefðum við verið án þín Raggi? Við Alla sendum Ásdísi og börnum innilegar samúðarkveðjur.

Garðar Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir.

Starfsfólk skrifstofunnar í Keflavík, Anna Karakulina Elenudóttir, Ester N. Halldórsdóttir og Gísli Freyr Ólafsson. Útibússtjórinn, Davíð Gunnlaugsson var ekki á staðnum.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, fagnaði frændfólki sínu þeim Guðrúnu Guðjónsdóttur og Þorsteini Árnasyni.

Opnun VÍS á Suðurnesjum fagnað

Fjöldi manns fagnaði enduropnun þjónustuskrifstofu VÍS á Suðurnesjum en tryggingafélagið opnaði að nýju á sama stað og það var þegar skrifstofunni var lokað fyrir sjö árum síðan, að Hafnargötu 57.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS ásamt starfsfólki nýju skrifstofunnar tók á móti fólki í opnunarteiti síðasta föstudag þar sem boðið var upp á veitingar í tilefni dagsins. „Við erum spennt að opna skrifstofu aftur á Suðurnesjum. Svæðið er í mikilli sókn og við viljum þjóna einstaklingum og fyrirtækjum eins vel og við getum,“ sagði Guðný Helga sem á ættir að rekja til Keflavíkur.

Þjónustuskrifstofan verður opin alla morgna frá kl. 9:00 til kl. 16:00 nema á föstudögum þegar lokar kl. 15:00.

Víkurfréttir litu við og smelltu nokkrum myndum á opnunardag skrifstofunnar.

Magnús Geir Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri VÍS í Keflavík og núverandi starfsmaður félagsins, með tveimur viðskiptavinum félagsins, þeim Birni Marteinssyni, vörubílstjóra, og múraranum Ævari Finnsyni.

Hamfaramynd tekin upp í Sandvík

eru hluti af leikmyndinni og voru geymdir á Ásbrú í Reykjanesbæ eftir að tökum í Sandvík lauk.

Stórar senur í hamfaramyndinni

Greenland: Migration voru teknar upp í Sandvík á Reykjanesi á dögunum. Í þessari viku áttu einnig að fara fram tökur á sjó utan við Sandgerði.

Greenland: Migration er framhald heimsendamyndarinnar Greenland frá árinu 2020 og á að gerast fimm til sjö árum eftir þá mynd. Tökur myndarinnar fara fram í London og á Íslandi. Aðalleikari myndarinnar er hinn skorski Gerard Butler og var hann í hópi um 500 leikara í Sandvík á dögunum. Þar voru samkvæmt heimildum Víkurfrétta krefjandi myndatökur, bæði á sjó og í landi. Bátarnir sem sjást á myndunum hér til hliðar eru hluti af leikmyndinni og hafa látið á sjá eftir að halastjarna fór nærri jörðinni þar sem hún náði að valda víðtækri eyðileggingu og skelfingu, svo vitnað sé í umsögn um hamfaramyndina. Hún er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári.

Morena Baccarin og Gerard Butler eru Garrity-fjölskyldan í hamfaramyndinni.

Velkomin í vöfflukaffi

Í tilefni af sumri og nýju skrifstofunnar bjóðum við í vö uka á föstudaginn 28. júní kl. 13–15 Rjúkandi heitt ka og nýbakaðar vö ur. Munum vö n þrjú: VÍS, vö ur og brosa

VÍS Reykjanesbæ, Hafnargata 57

Magnús Geir gat rifjað upp
gamla tíma á skrifstofu VÍS með Gróu Hávarðardóttur fyrrum starfsmanni og Guðmundi Gunnarssyni, manni hennar.
Bátarnir

Sprungur alltaf verið til staðar í Grindavík

„Eflaust eru margir sem ekki hafa komið til Grindavíkur sem halda að þessar sprungur hafi myndast 10. nóvember en því fer víðsfjarri,“ segir Jón Emil Halldórsson en hann var í byggingarnefnd Grindavíkur í kringum 1985 og þekkir vel til hvernig skipulagsmál hafa verið í bænum frá þeim tíma þar til jarðhræringarnar í Grindavík hófust. Stamphólsgjáin hefur verið til frá því að elstu menn muna og var passað upp á að byggja ekki á henni. Við hamfarirnar 10. nóvember gliðnaði þessi sprunga og aðrar mynduðust út frá henni en líklegt er að ný sprunga hafi myndast við jarðhræringarnar í janúar.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Jón Emil var nýlega búinn að byggja sér draumahúsið sitt í Hópshverfinu en það hverfi fór hvað verst út úr hamförunum.

„Þegar ég kom inn í byggingarnefnd Grindavíkur var engin byggð þar sem við þekkjum Hópshverfið núna en mér finnst mikilvægt að skýrt komi fram að aldrei var byggt á þeim sprungum sem voru þekktar. Við höfum alltaf vitað af Stamphólsgjánni og þegar atburðurinn varð 10. nóvember þá gliðnaði sú gjá og nýjar sprungur mynduðust út frá henni, t.d. sú sem fór undir Salthúsið. Svoleiðis lagað er ekki hægt að sjá fyrir. Sprungan sem myndaðist í janúar sem nær nánast frá höfninni norðaustur í gegnum bæinn og í gegnum Hópið, er hins vegar ný sprunga tel ég, alla vega hef ég aldrei heyrt af henni. Ég var búinn að byggja mér draumahúsið í Hópshverfinu og það er fullkomlega í lagi en þessi nýja sprunga sem myndaðist í janúar fór rétt fram hjá mínu húsi. Hún fór í gegnum hús í næsta botnlanga og mig grunar að þetta sé

sama sprunga og myndaðist þegar gaus innan við varnargarðana í janúar. Ég tel að sprungumyndunum sé lokið og ég myndi treysta mér til að sofa í húsinu mínu en hins vegar myndi mér ekki líða vel að vera með barnabörnin hjá mér. Þeim fannst gaman að fara í berjamó úti í hrauninu en ég sé á göngustíg rétt hjá húsinu mínu að þar er komin sprunga sem virkar ansi djúp svo ég yrði ekki rólegur vitandi af börnum að leika sér þarna. Ég og konan mín erum því flutt til Keflavíkur, erum með útsýni til Þorbjarnar en munum flytja til baka um leið og svæðið er orðið öruggt, vonandi sem fyrst,“ sagði Jón Emil að lokum.

Sprungur

„Við lékum okkur mikið í þessum sprungum, þær hafa alltaf verið hluti af sögu Grindavíkur,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar en hann man tímana tvenna í Grindavík og á margar æskuminningar frá sprungum og hellum í Grindavík. Eflaust halda margir landsmenn og aðrir að sprungurnar sem komu í ljós í hamförunum 10. nóvember og svo aftur í janúar, hafi orðið til þá en því fer víðs fjarri.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Gunnar á ófáar minningarnar frá leikjum í hellum og sprungum í Grindavík.

„Það hefur alltaf verið fullt af sprungum í Grindavík og sú stærsta, Stamphólsgjáin, hefur alltaf verið til staðar og verið vitað af henni, þess vegna hefur ekkert verið byggt þar sem vitað var að hún lægi. Sums staðar var hraun komið yfir þessar sprungur en aðrar hafa alltaf verið til staðar, t.d. var Gaujahellir alltaf vinsæll leikstaður okkar barnanna. Ég hef heyrt af mönnum eldri en ég sem voru að leika sér þarna og veit að yngri kynslóðir hafa leikið sér þarna líka. Okkur þótti þetta mjög spennandi, að fara ofan í hella og kanna aðstæður, ég man t.d. eftir

einum helli þar sem búið var að innrétta tvö herbergi, búið að setja hurðir og lása, þetta þótti okkur strákunum mjög merkilegt. Þetta virkaði á mig eins og tveggja hæða hús, við vorum niðri og horfðum upp þar sem herbergin voru og svo hentum við grjóti niður og heyrðum þegar það lenti í vatni svo það gefur auga leið að þetta voru risastórir hellar sem hafa alltaf verið til staðar. Ég man eitt skiptið sem við vorum að leika okkur niðri í helli, þá kom jarðskjálfti og það var ekki þægileg tilfinning að vera ofan í helli þá og við komum grenjandi upp úr honum, logandi hræddir en vorum sammála um að segja foreldrum okkar ekki frá hvað við hefðum verið að gera, þá hefði okkur verið bannað að fara þangað aftur.“

Æskuheimili Gunnars, Gnúpur, er nokkuð neðarlega á Víkurbrautinni en það hús ásamt fleiri húsum í götunni fóru illa 10. nóvember.

Gnúpur neðarlega á Víkurbrautinni.

Jón Emil Halldórsson.
Gamlar sprungur í túni í Grindavík.

„Þessi stóra gjá eða sprunga, sem liggur í gegnum allan bæinn gekk undir ýmsum nöfnum. Neðst var hún kölluð Þvottagjá og bær þar við hliðina hét Gjáhús og svo kom Brúnkugjá. Húsin sem voru byggð þetta neðarlega voru öll byggð á hrauni sem hafði flætt yfir, æskuheimili mitt lá t.d. á hrauni sem var kallað Strókabyrgjahraun því

VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

það voru gervigígar í hrauninu. Alls staðar þar sem vitað var af gjánni var ekki byggt, t.d. fyrir neðan gömlu kirkjuna en þar var áðurnefnd Brúnkugjá. Eitt sinn átti að fara byggja þar en ég benti Grindavíkurbæ á þessa gjá og því var hætt við þau áform svo þegar Búkolluvörubílinn var að álagsprófa göturnar í Grindavík í febrúar, kom

mér alls ekki á óvart að jörðin myndi gefa sig þar og leyfi mér að fullyrða að ef fullhlaðin Búkolla hefði keyrt yfir Brúnkugjá fyrir 10. nóvember, hefði nákvæmlega sami hlutur gerst. Það var fyllt upp í þessa gjá á sínum tíma með hnullungsgrjóti og svo var vegur lagður yfir svo þetta kom ekki á óvart, það sem kom kannski frekar á óvart var fréttaflutningurinn af þessu, það var talað um að Búkollan hefði verið hífð upp úr sprungunni. Það

rétta er að grafa tók allt grjótið af Búkollunni og ýtti svo undir pallinn og Búkollan keyrði svo sjálf upp. Það er svona fréttaflutningur sem hefur ekki hjálpað okkur, þetta gerir fólk hrætt. Ég er vongóður um framtíð Grindavíkur, hef trú á að nýja framkvæmdanefndin láti til sín taka en hef áhyggjur af að nefndin hefur ekkert fjármagn úr að spila, það þarf að breyta því,“ sagði Gunnar að lokum.

gunnar tÓMaSSOn Og SPrungurnar í SuðurnESjaMagaSíni á FÖStudaginn

Vertu velkomin(n) til okkar!

Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.

LJÓSMYND: KRISTINN SIGURÐUR JÓRMUNDSSON
LJÓSMYND: GOLLI
Gunnar Tómasson. VF-MYND: SIGURBJÖRN DAÐI
Búkolla í sprungu.
Austurvegurinn sprunginn eftir jarðhræringar í nóvember 2023.

Íslandsmeistarinn

í höggleik bætti við Íslandsmeistartitli í holukeppni

Logi handhafi tveggja stærstu titlana í golfi

„Það var frábært að ná að landa þessum sigri og vera handhafi tveggja stærstu titlana á Íslandi. Ég lék vel í öllu mótinu en var þó ekki alveg á boltanum á fyrstu brautunum í úrslitaleiknum.

Það small svo allt í gang á áttundu braut og ég lék frábært golf eftir það sem skilaði mér sigri,“ segir Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja en hann varð Íslandsmeistari í holukeppni eftir sigur í úrslitaleik á móti Jóhannesi Guðmundssyni (Golfklúbbi Reykjavíkur). Mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi um síðustu helgi en lauk á mánudag.

GOLF

Páll Ketilsson pket@vf.is

Í holukeppni er leikin útsláttarkeppni og þurfti Logi að hafa betur gegn fjórum kylfingum í holukeppni en fyrsta keppnisdaginn var leikin 36 holu höggleikur. „Það voru margir jafnir og spennandi leikir. Holukeppnin er skemmtileg og góð tilbreyting frá höggleiknum sem við leikum alltaf nema í þessu móti,“ sagði Logi. Logi varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári en það er stærsta mót ársins. Íslandsmót í holukeppni er annað stærsta mótið og Logi vildi ná þeim titli líka og er því handhafi tveggja stærstu titlana en Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hólmsvelli í Leiru, heimavelli Loga, 18.–21. júlí í sumar. „Það er auðvitað markmiðið að verja titilinn og ég hlakka mikið til mótsins. Ég er á heimavelli og

Ég er að leika gott golf og í góðum gír. Þekki völlinn auðvitað mjög vel og mun huga vel að leikskipulagi sem maður þarf að hafa en númer eitt er auðvitað að vera vel á boltanum og huga að eigin leik ...

Jóhann Gunnar Jóhannsson, ellefu ára kylfingur í Golfklúbbi

Suðurnesja, bættist í hóp einherja sem hafa farið holu í höggi á einni erfiðustu braut landsins, Bergvíkinni á Hólmsvelli í Leiru. Hann er sá þriðji sem nær draumahögginu á þessari mögnuðu braut í sumar.

Á Bergvíkinni þarf að slá vel yfir hundrað metra á flugi yfir sjóinn og grjótvarnargarðinn svo ekkert nema alvöru golfhögg ratar rétta leið en þúsundir golfbolta hafa endaði í hafinu. Bræðurnir og vinir hans, Eiríkur og Einar, voru með Jóhanni þegar hann sló draumahöggið og fengu þeir verðlaun við hæfi frá Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni, veitingamanni í Leiru, í tilefni dagsins þegar komið var í skála að leik loknum.

Jóhann

þekki völlinn auðvitað mjög vel, búinn að vera þar nánast frá því ég byrjaði í golfi.“

Hvernig muntu undirbúa þig fyrir það mót?

„Ég er að leika gott golf og í góðum gír. Þekki völlinn auðvitað mjög vel og mun huga vel að leikskipulagi sem maður þarf að hafa en númer eitt er auðvitað að vera vel á boltanum og huga að eigin leik. Samkeppnin er hörð og ég þarf að leika mitt besta golf til að verja titilinn.“

Logi tók þátt í tveimur sterkum áhugamannamótum í St. Andrews í Skotlandi og á NorðurÍrlandi rétt áður en hann kom aftur heim til að leika í holukeppninni á Akranesi. Hvernig gekk það?

„Mótin voru á strandvöllum sem eru öðruvísi en við erum vön hér heima. Það vantaði herslumuninn hjá mér að komast lengra en mér tókst að þessu sinni en þetta fer í reynslubankann og ég hlakka til að fá fleiri tækifæri utan landsteinana.“

Logi er þriðji Suðurnesjakylfingurinn til að sigra á Íslandsmótinu í holukeppni en þetta var í 36. skipti sem það fór fram. Árið 1999 sigraði Helgi Þórisson þegar leikið var á Hólmsvelli í Leiru og félagi hans, Örn Ævar Hjartarson, vann árið

2006 þegar leikið var í Grafarholti. Örn og Logi eru því einu kylfingarnir frá Suðurnesjum sem hafa hampað tveimur stærstu titlunum. Verji Logi Íslandsmeistaratitilinn í höggleik síðar í sumar verður hann fyrstur til að vera titilhafi tveggja Íslandsmeistaratitila í höggleik í röð og vera titilhafi eins holukeppnistitils.

Kærastan, Sara Kristinsdóttir, var Loga til halds og trausts á Íslandsmótinu.
Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri GS, var hrikalega ánægður með sinn mann þegar titillinn var í höfn. VF/PKet
Einherjinn
Gunnar Jóhannsson með happakúluna fyrir miðri mynd.

Knattspyrnusamantekt

Hogg sá markahæsti í sögu Njarðvíkur

Fyrirliði Njarðvíkinga, Kenneth Hogg, skoraði fyrsta markið í 3:2 sigri Njarðvíkinga á Gróttu í síðustu viku. Þetta var 75. mark Hogg fyrir félagið og með því varð hann markahæsti leikmaðurinn í sögu knattspyrnudeildar Njarðvíkur en fyrra metið átti Sævar Eyjólfsson.

Lengjudeild karla:

Fyrri hálfleikur var markalaus í leik Njarðvíkur og Gróttu. Njarðvíkingar höfðu betri tök á leiknum og voru örlítið beittari í sínum aðgerðum. Hogg skoraði opnunarmarkið snemma í seinni hálfleik (51’) og eftir það fór leikurinn í einhvern fluggír og mörkin komu á færibandi. Grótta jafnaði leikinn eftir langt innkast (54’) og í næstu sókn tók Oumar Diouck aukaspyrnu, sendi inn á teig Gróttu sem hreinsaði frá en Njarðvík vann boltann, sendi fram á Hogg sem fór upp að endamörkum og gaf fyrir markið þar sem Dominik Radic var réttur maður á réttum stað og afgreiddi boltann vel í markið (55’).

Njarðvíkingar voru fljótir að vinna boltann á ný og senda boltann fram á Kenneth Hogg sem lék inn í teig og sendi nú á Oumar Diouck sem á einhvern ótrúlegan hátt hitti ekki á rammann fyrir opnu marki. Ótrúlegar upphafsmínútur seinni hálfleiks.

Bæði lið fengu ágætis færi en markverðir beggja liða sýndu fína takta á milli stanganna. Á 70. mínútu tóku heimamenn hornspyrnu og Grótta virtist jafna leikinn með skallamarki. Dómarinn dæmdi hins vegar aukaspyrnu og Njarðvíkingar héldu í sóknina og eftir smá bras á vallarhelmingi Gróttu átti Hreggviður Hermannsson gott hlaup. Hann komst framhjá varnarmönnum og upp að endamörkum þar sem hann sendi fyrir markið á Radic sem skoraði annað mark sitt og tvöfaldaði forystu Njarðvíkur (72’). Njarðvíkingar léku manni færri síðustu mínúturnar og á lokamínútu venjulegs leiktíma varð Arnar Helgi Magnússon fyrir því óláni að skora sjálfsmark (90’) en það kom ekki að sök og Njarðvíkingar unnu góðan sigur.

Njarðvíkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni og sitja á toppi Lengjudeildarinnar eftir átta umferðir. Keflavík og Grindavík hefur hins vegar ekki vegnað jafn vel og eru um miðja deild með tíu stig hvort, Keflavík er í fimmta sæti og Grindavík því sjötta. Grindvíkingar virðast vera að rétta úr kútnum eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson tók við liðinu en þeir hafa unnið báða leiki sína undir hans stjórn, fyrst Leikni á útivelli (2:3) og síðan Dalvík/Reyni núna um helgina (3:1).

Grindavík lenti undir gegn Dalvík/Reyni í blálok fyrri hálfleiks en það hafði verið jafnræði með liðunum fram að því. Markið var virkilega klaufalegt en það kom eftir aukaspyrnu sem var tekin út við hliðarlínu, skotið/sendingin fór í gegnum allan pakkann í teignum og hafnaði að lokum í marki Grindvíkinga (45’+2).

Kwame Quee og Hassan Jalloh skoruðu sitt markið hvor í sigrinum á Dalvík/Reyni. Myndir úr safni VF/JPK

Grindavík vann að lokum góðan sigur með mörkum frá Kwame Quee (51’), Hassan Jalloh (62’) og Helgi Hafsteinn Jóhannsson (89’).

Keflavík gerði fjórða jafnteflið á tímabilinu þegar Þróttur Reykjavík mætti á HS Orkuvöllinn fyrir helgi. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík í forystu með hnitmiðuðu skoti þar sem hann var einn og óvaldaður í teig gestanna (55’). Þróttur jafnaði hins vegar leikinn skömmu fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu (85’).

Keflavík í fallsæti eftir tap á heimavelli

Besta deild kvenna: Keflavík tapaði fyrir Tindastóli í níundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn munaði einu stigi á liðunum sem voru í sjöunda og áttunda sæti en Tindastóll jók muninn í fjögur stig.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir

sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks (28’).

Njarðvík samdi við átta unga framtíðarleikmenn

Njarðvík samdi nýverið við átta unga og efnilega leikmenn í félaginu fyrir komandi verkefni í Subway-deild kvenna og 12. flokki kvenna

tímabilið 2024–2025.

Einar Árni Jóhannsson, nýráðinn þjálfari liðsins, sagði það mikilvægt fyrir félagið að hlúa vel að ungum leikmönnum og færa þeim áskoranir við hæfi. Nú þegar á mála hjá félaginu eru tvíburarnir Anna og Lára Ásgeirsdætur sem og Krista Gló Magnúsdóttir. „Anna, Lára og Krista eru auðvitað þekktar stærðir hjá okkur og við ætlumst til mikils af þeim og þá bíðum við einnig öll spennt eftir því að gefa þessum ungu og efnilegum leikmönnum tækifæri á stóra sviðinu,“ sagði Einar Árni.

Þeir leikmenn sem sömdu við félagið eru Erna Ósk Snorradóttir, Veiga Dís Halldórsdóttir, Yasmin Petra Younesdóttir, Hulda María Agnarsdóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir, Ásta María Arnardóttir, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir og Sara Björk Logadóttir. Allar gerðu þær þriggja ára samning við Njarðvík. Þónokkrar af þessum leikmönnum fengu að spreyta sig í Subwaydeildinni á síðustu leiktíð.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu enda er Njarðvík á leið á nýjan og glæsilegan heimavöll þar sem við munum geta tekið vel á móti Grænu ljónahjörðinni sem og gestum okkar. Nýtt húsnæði verður afhent núna á næstunni og ég veit að forráðamenn í sveitarfélaginu

eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að húsnæðið verði tilbúið til notkunar. Þær upplýsingar sem við fáum eru að hægt verði að hefja æfingar í ágústbyrjun. Það verður ekki amalegt fyrir þessa ungu og öflugu leikmenn sem við erum núna að semja við að taka slaginn með meistaraflokki og 12. flokki í Stapaskóla,“ sagði Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Mynd og frétt af vef UMFN/umfn.is

Kíkti á parketið og fór í sund

Tom Lytle sem lék körfuknattleik með Keflavík keppnistímabilið 1990/1991 var í heimsókn á Íslandi fyrir stuttu. Tom ólst upp í Utah og lék í þrjú ár með Montana-háskóla (Grizzlies).

Þaðan fór hann til Íslands og lék tuttugu leiki með ÍBK í Íslandsmóti (18,4 stig og ellefu fráköst á leik).

Eftir dvölina á Íslandi kláraði hann meistaragráðu í klassískum fræðum frá Texas-háskóla og þaðan fór hann í doktorsnám í Princeton. Þar kláraði hann aðra meistaragráðu og var kominn langleiðina með doktorsgráðu þegar hann ákvað að gerast kennari. Í dag er Tom að kenna latínu í Sacred Heart, sem er „Prebskóli“ í Manhattan, auk þess er hann þjálfa körfubolta þar. Tom er mikill áhugamaður um klassísk fræði og eftir hann hafa verið birtar nokkrar ritrýndar fræðigreinar. Hann hefur gaman af Íslendingasögunum og er ágætur í því að lesa gömul íslensk handrit. Síðasta daginn í ferðinni skoðaði hann sig um í Keflavík og heimótti m.a. íþróttahúsið við Sunnubraut. Hann var mjög ánægður með hversu húsinu var vel við haldið og hvað parketið var flott.

Tom kynntist Stefáni Arnarsyni sem þjálfaði við góðan orðstýr hjá Keflavík í mörg ár. Stefán var á ferðinni með honum þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti þá í sundlauginni og þar var líka Sigurður Valgeirsson, einn af framámönnum körfuboltans í Keflavík til áratuga.

Önnur úrslit af knattspyrnuvellinum:

Lengjudeild kvenna:

Grindavík - FHL 0:6

2. deild karla:

Þróttur - Kormákur/Hvöt 0:1

Reynir - KF 1:1

3. deild karla:

ÍH - Víðir 3:3

4. deild karla:

RB - Skallagrímur 1:10

Njarðvík mun keppa í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla á næstu leiktíð. Mynd/Davið Ingi Jóhannsson
Saorla Lorraine Miller bar af í liði Keflvíkinga.
Hafnamenn eru efstir í A-riðli 5. deildar karla.
Fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm var nálægt því að minnka muninn í uppbótartíma.
5. deild karla (A-riðill): Hafnir - Þorlákur 7:1
Í 2. deild er Þróttur er í áttunda sæti en Reynismenn eru í fallsæti, því ellefta. Mynd úr leik Reynis og Þróttar/Helgi Þór Gunnarsson

Stórkostleg danssýning

Team Danskompaní á leiðinni á heimsmeistaramótið í dansi

Team Danskompaní hélt sýna árlegu styrktarsýningu í menningarhúsinu Andrews á Ásbrú í síðustu viku. Sýningin var liður í fjáröflun fyrir heimsmeistaramótið í dansi sem verður haldið í Prag í ár. Á sýningunni sýndu dansararnir þau atriði sem munu vera framlag hópsins á heimsmeistaramótinu auk þess að fleiri flott skemmtiatriði glöddu áhorfendur.

Team Danskompaní hefur verið sigursælt á heimsmeistaramótinu hingað til og eitt er víst, keppendur ætla ekki að koma tómhentir heim. Víkurfréttir munu færa fréttir af árangri liðsins jafnóðum og þær berast.

Leikkonan Halla Karen Guðjónsdóttir fór á kostum sem kynnir á sýningunni og hún brá sér m.a. í hlutverk Drottningarinnar sem kunni allt nema.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, á sýningunni. Í rafrænni útgáfu blaðsins og á vef Víkurfrétta, vf.is, má einnig sjá myndskeið frá sýningunni.

Toppurinn að vera í teinóttu

Í fréttum síðustu misseri hefur mikið verið rætt um Ísland og tísku. Hver man ekki eftir því þegar allir og amma þeirra voru á leiðinni til Íslands að bera hið undurfagra land okkar augum? En svo er það nú eins og með flíkurnar sem við kaupum okkur sí og æ að þær fylgja hinni svokölluðu hraðtísku, rétt eins og Ísland virðist hafa gert á sínum tíma og er nú því miður á hraðri niðurleið.

En hvað veldur? Landið sem slíkt hefur lítið sem ekkert breyst. Við getum enn státað okkur af fossunum okkar fjölmörgu, glitrandi norðurljósunum, eindæma eldgosum og listfengnu landslaginu. Svo ekki er það nú ástæðan.

Ætli það sé veðráttan? Erlendu ferðamennirnir hafa kannski látið það berast að hér búi veðurguðirnir allir sem einn og beiti kröftum sínum hver í kapp við annan. Á sama deginum er því allt eins hægt að eiga von á sólskini og blindbyl, austan stormi og logni. Sjaldnast þó logni. Á ferð minni um Reykjanesbrautina fyrir stuttu mætti ég kampakátum ferðamanni á fótknúnu hlaupahjóli. Hann lét vindinn um eyrun þjóta og brunaði upp í mót með bakpokann á öxlunum eins og enginn væri morgundagurinn. Flestir ferðabræður hans stíga þar að auki beint inn í

Mundi

Ég gæti sagt rándýran brandara um ferðaþjónustuna!

komusalinn í splunkunýjum vindjökkum, brakandi fjallgönguskóm og með alpahúfuna langleiðina ofan í augun. Nei, ætli það sé nokkuð veðrið ...

En gæti ástæðan kannski verið sú að við höfum gleymt okkur í græðginni? Rándýr rúnstykkin og fokdýru samgöngurnar? Átti aumingja maðurinn á hlaupahjólinu kannski bara ekki fyrir rútumiðanum? Seljum þeim lopa og lakkríslengjur í stappfullum lundabúðum og pylsur á þéttsetnum bensínstöðvum, allt saman á þreföldu kostnaðarverði! Svo ekki sé talað um þegar við hrúgum þeim eins og kindum í smölun á alla vinsælustu ferðamannastaðina og krossum fingur að aurarnir rati í kassann. Það er nefnilega fátt betra en að fá að njóta augnabliksins og upplifa undur heimsins í kyrrð og ró. Þegar við hjónin ferðuðumst til Rómar röltum við niður að Trevi gosbrunninum í dögun og skoðuðum Colosseum á miðnætti. Þvílík fegurð. Þessi tvö augnablik voru án efa hápunktar ferðarinnar. Á sama tíma og við reynum að lokka fólk til landsins hrekjum við það burtu með verðlaginu og græðginni. Ég held að það sé nokkuð ljóst að Ísland er ekki að detta úr tísku, við erum að detta úr tísku. Það er ekki alltaf toppurinn að vera í teinóttu.

ekki af linsum

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.