Vikurfrettir 26 / 2017

Page 1

• fimmtudagur 29. júní 2017 • 26. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Mikil og jákvæð sveifla á Suðurnesjum l Íbúðarverð mun hækka enn meira á Suðurnesjum l Stór hópur að kaupa sína fyrstu fasteign l Vantar þúsund íbúðir á næstu árum l Atvinnuleysi aldrei verið minna Kaupverðið fasteigna Reykjanesbæ hækkaði um 50% frá fyrsta ársfjórðungi 2016 til fyrsta ársfjórðungs 2017, úr 152 þús. í 228 þús. kr. og er komið mjög nálægt byggingarkostnaði húsnæðis, sem með lóðarverði er um 300 þús. kr. á Suðurnesjum. „Það er mikil og jákvæð sveifla á Suðurnesjum. Atvinnuleysi hefur aldrei verið minna og mikill fjöldi starfa hefur myndast í ferðaþjónustu og í tengslum við Keflavíkurflugvöll. Fasteignamarkaðurinn er að endurspegla þá jákvæðu þróun sem hefur orðið,“ sagði Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavík

Economics á á morgunfundi Íslandsbanka um fasteignamarkaðinn, í Hljómahöllinni sl. föstudag. Verð á íbúðarhúsnæði er þó ennþá nokkuð undir byggingakostnaði en það er þó misjafnt eftir hverfum. Sums staðar sé það komið í byggingarkostnað og jafnvel rúmlega það. Þá er íbúðarverð í Reykjanesbæ að nálgast íbúðarverð í suðurhluta Hafnarfjarðar. Veltan á fasteignamarkaðnum á Suðurnesjum jókst um 65% á árinu 2016 og nam 29 milljörðum kr. Um 30% af kaupendum á fasteignum á Suðurnesjum eru þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Flestir

kaupsamningar í Reykjanesbæ voru á verðbilinu 15-30 milljónir eða 52%. Búast má við því að íbúðarverð muni hækka enn meira þar sem mun minna sé af húsnæði í byggingu en árið 2008. Um 1200 íbúðir komu inn á markaðinn eftir brotthvarf hersins en nú er staðan sú að mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum. Magnús taldi að um þúsund íbúðir vantaði á svæðið til að anna eftirspurn. Íbúafjölgun í Reykjanesbæ frá maí 2016 til maí 2017 var um 7% eða um 1100 íbúar.

Skógur í byggð Keflavíkurskógur er ágætt nafn á svæðið ofan Hringbrautar í Keflavík. Þarna voru fyrstu trén gróðursett fyrir um 60 árum. Sjá nánar í blaðinu í dag.

Skólavegur, Vallartún, Miðtún og Sóltún í Keflavík. Þar er kominn myndarlegur gróður í garða eftir áratuga ræktun. Myndin er tekin með flygildi Víkurfrétta fyrir nokkrum dögum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Umkomulausir 11 ára tvíburar í óvænt ævintýri með lögreglunni í Reykjanesbæ ●●Pabbinn endaði á sjúkrahúsi í Reykjavík og mamman stödd í Las Vegas ●●Fengu að gista heima hjá löggunni

FÍTON / SÍA

Hvað gera 11 ára tvíburasystur frá Bandaríkjunum þegar þær verða óvænt strandaglópar og umkomulausar í Reykjanesbæ? Pabbinn á sjúkrahúsi í Reykjavík og mamman í Las Vegas í Bandaríkjunum? Jú, þær heillast bara af lögreglumanninum sem kom þeim til hjálpar og vilja fá að gista heima hjá honum? Sjúkrabifreið var kölluð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum til að sækja þangað bandarískan ferðamann sem grunur lék á að hafi fengið heilablæðingu. Maðurinn var í flugstöðinni ásamt dætrum sínum, 11 ára tvíburum. Feðginin fóru með sjúkrabílnum á Heilbrigðisstofnun Suður-

einföld reiknivél á ebox.is

nesja, HSS. Þaðan var faðirinn fluttur áfram á Landspítalann í Reykjavík en dæturnar urðu eftir á HSS. „Það barst svo símtal frá sjúkrahúsinu á lögreglustöðina með spurningu um hvað ætti að gera við stelpurnar,“ sagði lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann biðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt lýsingu á atburðarásinni þá munu systurnar hafa grátið mikið, enda óttast um föður sinni sem hafði verið fluttur áfram á sjúkrahús í Reykjavík og þær allt í einu orðnar umkomulausar í Reykjanesbæ. Þær voru á ferðalagi með pabba sínum og komu hingað frá Írlandi og voru á leið

til San Francisco í Bandaríkjunum. Lögreglumaður sótti systurnar á HSS og fór með þær á lögreglustöðina í Keflavík þar sem bæði var haft samband við bandaríska sendiráðið og einnig barnaverndaryfirvöld. Þá var einnig reynt að ná í móðurina sem býr í Las Vegas. „Þetta ferli hafði örugglega tekið um eina klukkustund og á þeim tíma tókst mér að ná vel til systranna og hafði tekist að hugga þær. Ég sagði þeim frá hinu og þessu og var einnig að reyna að útskýra fyrir þeim næstu skref. Ég sagði þeim að við vissum ekki hvað ætti að gera við þær. Þá spurði önnur þeirra; getum við ekki bara komið

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

með þér heim? - Hvað segir maður þá við 11 ára gamalt barn sem spyr svona?“ segir lögreglumaðurinn sem tók á móti systrunum á lögreglustöðinni í Keflavík. Hann ræddi málið við bandaríska sendiráðið, barnavernd og móður stúlknanna. „Mamman sagði bara þvert nei, það komi ekki til greina að dætur hennar fari heim með einhverjum karli á Íslandi. Ég sendi henni vinabeiðni á Facebook og sendiráðið ræddi við hana líka og þá var þetta ekkert mál. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að ég hringdi í konuna mína og sagði að ég væri að koma heim með tvær ellefu ára stelpur úr

vinnunni, eins og ekkert væri eðlilegra,“ segir lögreglumaðurinn. Hann fór með systurnar heim þar sem pantaðar voru pizzur og systurnar léku sér við börn lögreglumannsins. Hann var í stöðugu sambandi við bandaríska sendiráðið og móðurina í Bandaríkjunum. Þá hringdu systurnar í mömmu sína í gegnum Facetime. Daginn eftir fóru systurnar með lögreglunni í bakaríið, Víkingaheima og í búð þar sem keyptar voru pylsur á grillið og slegið upp grillveislu. Síðar um daginn var systrunum svo skutlað upp í flugstöð og í flug með WOW air til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem mamma þeirra sótti þær eftir ævintýraför til Reykjanesbæjar. Pabbi stúlknanna var svo útskrifaður af sjúkrahúsi og fór utan daginn eftir, heill heilsu. Lögreglumaðurinn sagðist í samtali við Víkurfréttir hafa heyrt frá móður tvíburanna eftir að hún hafi sótt þær á flugvöllinn og þær hafi verið ánægðar með móttökurnar sem þær fengu á Íslandi. Þær hafi verið óttaslegnar þegar pabbi þeirra var fluttur á sjúkrahús en lögreglan hafi breytt ferðalaginu í ævintýri sem muni seint gleymast.


2

VÍKURFRÉTTIR

Hægt er að setjast við borð á kaffihúsinu í bakaríinu og njóta veitinga.

fimmtudagur 29. júní 2017

Tæplega tíu kílómetrar lagfærðir á Suðurnesjum í sumar

●●Garðmenn óánægðir með litlar vegaframkvæmdir Framkvæmdum á Reykjanesbraut er að mestu lokið, en samtals verða lagðir rúmlega sex kílómetrar á akreinum í sumar og rúmlega fjórir kílómetrar á öxlum brautarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður ráðist í fleiri framkvæmdir í sumar, meðal annars á Reykjanesbraut, Hafnarvegi og á Garðskagavegi, bæði milli Reykjanesbrautar og Garðs og á milli Garðs og Sandgerðis. Einnig verður áfram unnið við holuviðgerðir á Reykjanesbraut. Á Hafnarvegi verða lagaðar axlir og klæðing lögð yfir, en áætlað er að þær framkvæmdir eigi sér stað í júlí eða ágúst. Þá verður Garðskagavegur milli Garðs og Sandgerðis einnig lagfærður

Sigurjónsbakarí

opnar kaffihús í Hólmgarði Sigurjónsbakarí er eina bakaríið í Keflavík. Það má segja að bakaríið sé rótgróið í Hólmgarði, þar sem Sigurjón Héðinsson hefur bakað í næstum þrjá áratugi. Sigurjónsbakarí hefur nú fært sig um set og opnað á nýjum og betri stað í sama húsi.

Sigurjón Héðinsson bakari í nýja bakaríinu. Hann hefur verið bakari í 29 ár og aldrei verið sprækari en einmitt nú.

góðri hjálp. Hann tók sér góðan tíma í verkið en framkvæmdir hófust fyrir einu og hálfu ári síðan. Framleiðsla Sigurjónsbakarís er enn á sama stað í húsinu og gamla afgreiðslan verður tekin undir veisluþjónustu Sigurjónsbakarís. Sigurjón er stór þegar kemur að smurbrauði og snittum fyrir veislur ýmis konar. Hann fær nú betri aðstöðu til að sinna því. Talsverðar framkvæmdir eru nú í Hólmgarði en þeim mun ljúka síðar á árinu. Sigurjón á von á því að stækka enn frekar þegar fram líður en hann er að festa kaup á meira rými í húsinu. Talsvert af verslunar- og þjónusturými sendur þó ennþá autt í húsinu. Fyrir nokkrum árum flutti Áfengisog tóbaksverslun ríkisins úr húsinu. Það rými stendur ennþá óbreytt frá því ríkið flutti út og bíður þess að þar verði sett upp starfsemi.

á svipuðum tíma og Hafnarvegurinn, en þar verða gerðar kantviðgerðir og lagt verður yfir kanta með klæðingu. Á Garðskagavegi milli Reykjanesbrautar og Garðs verður rúmur kílómetri malbikaður, á vegkaflanum nálægt Rósaselshringtorgi, og nær Garði verður malbik dregið í kanta á rúmlega tveggja kílómetra kafla, en þær framkvæmdir eru áætlaðar í byrjun júlí. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur lýst yfir vonbrigðum með þá viðhaldsáætlun sem fram kemur í svari Vegagerðarinnar. Slæmt ástand Garðvegar og Garðskagavegar kallar á mun meira viðhald og úrbætur en Vegagerðin áformar, segir í gögnum bæjarráðs Garðs.

Frá malbikun á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Vegagerðin getur ekki hunsað þessa vegi ●●Hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ vill meiri framkvæmdir

Sigurjónsbakarí opnaði á dögunum stærra bakarí og kaffihús í Hólmgarði. Þar er öll framsetning á vöruframboði betri og þá hefur Sigurjónsbakarí stóraukið þjónustu við viðskiptavini. Eldri afgreiðsla bakarísins var þröng og hillupláss lítið. Nú er allt stærra og bjartara. Hægt er að setjast við borð og fá sér rjúkandi kaffi og nýtt bakkelsi. Í hádeginu er svo í boði súpa og brauð. Bakaríið er opið virka daga kl. 7 til 17 og um helgar frá kl. 8 til 17. Sigurjón Héðinsson, bakarameistari, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi viljað opna barnvænt bakarí. Nú er góð aðstaða fyrir börnin, barnahorn og salernisaðstaða þar sem hægt er að skipta á minnstu krílunum. Sigurjón bakari hefur sjálfur séð um uppbyggingu á nýja bakaríinu með

Veggurinn er klæddur með við sem kom úr umbúðum utan af nýjum ofni í bakaríinu. VF-myndir: Hilmar Bragi

ALLTAF PLÁSS Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Kóngareið á laugardaginn Karlakvartettinn Kóngar mun hjóla í allar kirkjur á Suðurnesjum þann 1. júlí nk. og taka lagið en markmiðið er að safna áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Kóngar munu hjóla á milli kirkna á einum degi og eru allir velkomnir að taka þátt og hjóla með. Þeir munu syngja í hverri kirkju nokkur lög og sálma og verður bíll á staðnum sem getur hvílt hjólreiðamenn á leiðinni ef þörf krefur en leiðin er samtals 113 km. Þeir sem vilja sleppa hjólreiðaferðinni en hlýða á þá kappa geta nýtt sér kóngarútuna verð kr. 1.000. Lagt verður af stað frá Keflavíkurkirkju kl. 9:00. Við hvetjum sem flesta til að heita á, en allur ágóði fer í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Þeir sem vilja styðja kóngareiðina geta lagt inn á reikn. 0121-15350005, Kt. 680169-5789.

„Það verður að fara að gera hlutina af alvöru og endurbyggja vegakerfið hér fyrir sunnan þannig að hugsað sé tuttugu ár fram í tímann,“ segir Guðbergur Reynisson, einn af stofnendum hópsins „Stopp hingað og ekki lengra“, en hópurinn hefur barist fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar ásamt ýmsu öðru til að auka umferðaröryggi landsmanna. Guðbergur segir frábært að sjá allar þær vegaframkvæmdir sem komnar séu í gang á suðvesturhorninu. „Við Krísuvíkurafleggjara eru framkvæmdir við mislæg gatnamót í fullum gangi, vinna er hafin við hringtorgin tvö á Aðalgötu og Þjóðbraut og miklar lagfæringar á Reykjanesbrautinni, sem mættu þó vera enn meiri. Aðrir vegir hér eru komnir að þolmörkum og ber að nefna fyrstan Grindavíkurveg. Mér finnst til skammar hversu langan tíma öryggisúttekt tekur eða

hvað það er sem tefur ákvarðanatöku. Hafnaveg þyrfti að lagfæra frá byrjun til enda. Garð- og Sandgerðisvegir eru líka komnir að þolmörkum og Vegagerðin getur ekki hunsað þessa vegi eða hent í þá smáaurum.“ Hópurinn bíður eftir svari frá samgönguráðherra og vegamálastjóra varðandi erindi hópsins um hvort ekki megi hefjast handa við hönnun tvöföldunar á þeim köflum Reykjanesbrautarinnar sem eftir eru. Guðbergur segir þá vinnu þurfa að gerast hvað svo sem ákveðið verði í gjaldtökumálum. „Fyrir hönd Stopp hingað og ekki lengra-hópsins og allra íbúa Suðurnesja skora ég á þingmenn kjördæmisins að vinna betur í að tryggja að svæðið hér fái almennilega fjármögnun svo hægt sé að klára þessar löngu tímabæru vegaumbætur. Ef það er vilji þá er vegur.“


rmi.is


markhönnun ehf

Allt í útileguna! -50%

KJÖTSEL BAYONSTEIK KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

999

KJARNAFÆÐI GRILL LAMBAFRAMPARTSSNEIÐAR KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG

1.049

KÚRBÍTUR GRÆNN KR KG ÁÐUR: 198 KR/KG

149 PÍTUBUFF M. 6 BRAUÐUM KR PK ÁÐUR: 1.598 KR/PK

-32%

1.087

KJÖTSEL LÆRISSNEIÐAR BLANDAÐAR KR KG ÁÐUR: 2.498 KR/KG

1.799

SS LAMBABÓGUR (KYLFA) 2 STK. PK. SAMAN FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

798

FREYJA HRÍSPOKI FLÓÐ. 200 GR. KR STK ÁÐUR: 398 KR/PK

349

-28%

SINNEPSSÓSA GRASLAUKS 270 ML KR STK ÁÐUR: 329 KR/STK

296 FREYJA HRÍS M / KARAMELLUBRAGÐI 200 GR. KR STK ÁÐUR: 398 KR/PK

349

EGGALDIN KR KG ÁÐUR: 372 KR/KG

279

-30% -25% -25%

BERNEASIESÓSA 270 ML KR

PIPAROSTASÓSA 270 ML KR

ÁÐUR: 398 KR/STK

ÁÐUR: 479 KR/STK

358 STK

ÍSLENSK KJÖTSÚPA KJÖTBANKINN. 1L KR STK ÁÐUR: 1.598 KR/STK

1.278

Tilboðin gilda 29. júní - 2. júlí 2017

431 STK

UNGVERSK GÚLLASSÚPA KJÖTBANKINN. 1L KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK

1.480

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


KB GRÍSAKÓTILETTUR PIPAR MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG

-27%

1.094

247

199

VATNSBYSSA ÞRÝSTISPRAUTA BLÁ KR

699 STK

ÁÐUR: 998 KR/STK

NESTLE SMARTIES 4 X 38 GR. KR PK ÁÐUR: 199 KR/PK

149

-30%

-25%

BYSSA NERF MODULUS STÓR KR STK ÁÐUR: 5.998 KR/STK

4.199

-36%

1.087

NETTÓ KJÚKLINGAVÆNGIR KR KG ÁÐUR: 398 KR/KG

-38% MARS 4PK SNACKSIZE 135 GR. KR PK ÁÐUR: 298 KR/PK

FJALLALAMB GRILLLEGGIR MARINERAÐIR 2 Í PAKKA KR KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG

KINDER EGG 3 STK KR PK ÁÐUR: 398 KR/PK

299

-50%

JARÐARBER 250 GR. KR ASKJAN ÁÐUR: 398 KR/ASKJAN

199

-25%

-30%

Ferskt og gott!

SÚKKULAÐIBITAKEX X-TRA 125 GR. KR PK ÁÐUR: 198 KR/KG

149

-25%

-30% PLAYHOUSE MINI LÍTIÐ GARÐHÚS FYRIR UNGBÖRN KR STK ÁÐUR: 9.998 KR/STK

6.999

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

Fiskur og franskar með ljúffengri Issa-sósu

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Öllum hollt að lesa símaskránna

●● Issi og Hjördís opna tvo veitingavagna á Suðurnesjum

Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir í veitingavagninum í Grindavík.

Grindvíkingar hafa tekið vel á móti nýjung í bæjarfélaginu sem er veitingavagn sem hjónin Hjördís Guðmundsdóttir og Jóhann Issi Hallgrímsson hafa komið upp á hafnarsvæðinu neðan við menningarmiðstöðina Kvikuna. Þar hafa þau steikt fisk og franskar eins og enginn sé morgundagurinn frá því í byrjun júní. Veitingavagninn er gamall draumur Issa sem nú hefur orðið að veruleika. Veitingavagnarnir verða tveir. Sá fyrsti er kominn til landsins og er staðsettur í Grindavík. Hinn verður á Fitjum í Reykjanesbæ og opnar á næstu dögum en Issi og Hjördís eru nú að leita að starfsfólki í vagnana. „Það var kominn tími á að fara að gera eitthvað og ég tel að það sé þörf á svona vögnum og að geta fengið sér fisk og franskar, ódýrt í bakka og setjast út í góða veðrið,“ segir veitingamaðurinn Jóhann Issi í samtali við Víkurfréttir. Hann segist vera með eðal hráefni frá Þorbirni í Grindavík. Þaðan kemur ferskur fiskur til djúpsteikingar. Þá verður bætt á matseðilinn sjávarréttasúpu með saltfiski frá Sílfelli ehf. í Grindavík. Móttökurnar í Grindavík hafa verið framar björtustu vonum og segir Jóhann Issi að lum eið og það fari að róast í Grindavík og starfsfólkið hafi náð góðum tökum á matargerðinni, þá verði opnaður veitingavagn á Fitjum í Reykjanesbæ. „Ég veit ekki

fimmtudagur 29. júní 2017

Fish&Chips með hinni rómuðu Issa-sósu.

alveg hvernig ég ætla að fara að þessu en þetta mun verða að veruleika,“ segir veitingamaðurinn og brosir út í annað. Fiskur og franskar hafa verið lengi innan fjölskyldu Issa, því sagan segir að afi hans hafi verið fyrstur til að selja breska setuliðinu fisk og franskar á Akureyri árið 1942. Það hafi reyndar ekki endað vel, því hann hafi farið á djammið með Bretunum, gleymt að slökkva á djúpsteikingarpottinum, og veitingastaðurinn brunnið. Jóhann Issi segir galdurinn á bakvið fisk og franskar vera gott hráefni. Hann fái sjófrystan fisk frá Þorbirni. „Þeir eru sérfræðingar í þessu hráefni. Þeir eru mikið að vinna fyrir breskar keðjur sem selja fisk og franskar og sérpakka fiski fyrir þá. Ég hef há markmið og ætla að gera betur en Bretinn úr mínum hugmyndum og þessu eðal hráefni“. Aðspurður hvernig hafi gengið fyrstu dagana, segir Jóhann Issi að móttökurnar hafi verið ótrúlegar. Þá hafi margir lagt hönd á plóg til að láta

verkefnið verða að veruleika. Hann hafi verið afétinn tvisvar þegar hann opnaði vagninn til prufu. Hann hafi þó alltaf náð að útvega meira hráefni og fengið frábærar viðtökur. Blaðamaður Víkurfrétta er kröfuharður þegar kemur að fiski og frönskum. Hann getur staðfest að það sem Issi er að gera er á pari við það besta sem er í boði í djúpsteiktum fiski. Deigið er stökkt og bragðgott og þá er Issasósan „rúsínan í pylsuendanum“. Veitingavagnarnir verða ekki opnir allt árið. Þeim verður haldið opnum eitthvað inn í haustið en næsta vetur ætlar Issi að bjóða upp á að hann komi í fyrirtæki eða á uppákomur og steiki fisk og franskar fyrir hópa. Vagnarnir verði svo teknir fram aftur næsta vor og haldið áfram þar sem frá verður horfið í sumar. Issi og Hjördís hafa samið um fasta staðsetningu neðan við Kvikuna í Grindavík en staðsetningin á Fitjum í Reykjanesbæ eru til bráðabirgða fram á haustið. Óvíst er hvað gerist þar næsta sumar.

Lesandi vikunnar tæki bókina um Góða dátann Svejk með sér á eyðieyju því alltaf er hægt að skemmta sér við vitleysisganginn í honum. Kristján Jóhannsson leigubílsstjóri, leiðsögumaður og kórdrengur er Lesandi vikunnar að þessu sinni. Kristján var gripinn glóðvolgur við lestur í Bókasafninu á dögunum. Hann var þá nýbúinn að skila bókinni Öreindirnar eftir franska höfundinn Michael Holberg og las í bókinni Útkall í hamfarasjó. Kristján les alltaf mikið og les nánast hvað sem er að eigin sögn. Honum finnst góð glæpasaga vera eins og góð videospóla. Að mati Kristjáns er bókin Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones epísk og í miklu uppáhaldi. Einnig nefnir hann bækurnar Býr Íslendingur hér? sem Garðar Sverrisson skrifaði um ævi Leifs Möller, Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er alltaf í uppáhaldi. Kristján var mikill aðdáandi Gunnars Gunnarssonar á yngri árum. Einnig heldur hann mikið upp á bækur Einars Más og Jóns Kalmanns. Halldór Laxness er alltaf í miklu uppáhaldi en hann segir stílinn hans vera afgerandi flottan. Kristján segist síst lesa íslenskar skáldsögur en hallist alltaf að stórum sögum. Einnig hafa æviminningar lengi verið í uppáhaldi. Glæpasögur hafa alltaf verið í uppáhaldi og er James Patterson í miklu uppáhaldi. Áður fyrr las Kristján allar bækur hjónanna Maj Sjöwall og Per Wahlöö og Alistair MacLean en hann hefur ekki lesið bækur eftir hann í tugi ára. Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness eru þær bækur sem hafa haft hve mest áhrif á Kristján. Þegar Kristján er inntur eftir því hvaða bók allir ættu að lesa með það bakvið eyrað að gera heiminn að betri stað stendur ekki á svörum.

,,Ég held að það væri öllum hollt að lesa símaskránna og uppgötva hvað við erum í raun og veru fá og hvað við getum haft það raunverulega gott“. Annars telur hann erfitt að nefna eina bók en mælir með mannlýsingum Jóns Kalmanns. Kristjáni finnst best að lesa í rúminu en þar segist hann reyndar sofna allt of fljótt. ,,Ég les orðið mest í bílnum en ég þarf að bíða mikið og er alltaf með bók í bílnum. Ipadinn hefur reyndar breytt miklu en maður er fljótur að detta í Youtube fæla og Netflix, en maður verður að lesa.“ Kristján mælir með nokkrum bókum og höfundum í sumarlesturinn en efst á lista er Kirkja hafsins, bækur eftir Einar Má og Einar Kárason. Kristján mælir líka með bókum Guðrúnar frá Lundi þó hann hafi ekki lagt í þær ennþá. Bókin sem myndi rata með á eyðieyju yrði Góði dátinn Svejk því hún er mátulega þykk og alltaf er hægt að skemmta sér við vitleysisganginn í honum, að sögn Kristjáns. Í sumar ætlar Kristján að vinna og fara í ferðalag með fjölskyldunni. Hann kaupir alltaf eina bók í Fríhöfninni og á sumrin velur hann frekar léttmeti með í fríið. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Á heimasíðu safnsins er hægt að mæla með Lesanda vikunnar.

VIÐBURÐIR ERTU MEÐ HUGMYND FYRIR LJÓSANÓTT? Ef þú lumar á góðri hugmynd að dagskrárviðburði á Ljósanótt, endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is

Issi Fish&Chips í Grindavík. Samskonar vagn opnar á Fitjum í Reykjanesbæ á næstu dögum.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SUMARLESTUR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Er barnið þitt skráð í sumarlesturinn og búið að fá bókaskrá og hugmyndablöð? Allar upplýsingar um sumarlesturinn á vef Bókasafnsins, https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn SUMAROPNUN Í SUNDMIÐSTÖÐ Opnunartími Sundmiðstöðvar hefur verið lengdur yfir sumarmánuðina. Nú er opið til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 20:00 á föstudögum og kl. 18:00 um helgar. Sumaropnun gildir til 31. ágúst. Heitir pottar, gufa, úti- og innilaugar, ásamt sólbaðsaðstöðu.

Við stöndum fréttavaktina alla daga vikunnar á vefnum okkar, vf.is


Útimálning sem endist og endist VITRETEX er hágæða útimálning frá Slippfélaginu. VITRETEX inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gerir málninguna afburða veðurþolna og litheldna. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum.

VITRETEX er létt í vinnslu og þekur vel.

Komdu til okkar og spurðu um VITRETEX!

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


250

blöð á rúllu

598 kr. 9 rl.

259

Bónus Salernispappír 3 laga, 9 rúllur

Hunt’s Tómatsósa 992 g

kr. 992 g

10

Pylsur

SAMA VERd

759

um land allt

kr. 10 stk. SS Vínarpylsur 10 stk.

500g

Í

259 kr. 500 g

459

McVitie’s Súkkulaðikex 500 g, 2 teg.

198

kr. 500 ml

kr. 510 ml

Caj P. Grillolía 500 ml

Allt að

100

ÍSLENSK framleiðsla

þvottar

ÍSLENSK framleiðsla

1.998 kr. pk.

kr. 330 ml

Ariel Þvottaefni 6,5 kg, 100 þvottar

Pepsi eða Pepsi Max 330 ml

69

Aðeins

89 flaskan kr.

Verð gildir til og með 2. júlí eða meðan birgðir endast

795 kr. pk.

Pepsi eða Pepsi Max 9 x 500 ml


1ÍSL0EN0SK%T

1 AM

17

ungnautakjöt

6

5/9/

11:0

90

midi

amb-

le-h

hSty

smas

ai x90.

SH SMA YLE

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

ST

K

398 kr. 2x100 g

549

469

LEGUR ENGINN VENJU

kr. 2x140 g

kr. 2x120 g

HAMBORGARI

RGARI? ALDS HAMBO H Á P P U N IN HVER ER

ÍSLENSKT

ÍSLENSKT Lambakjöt

Miðlærissneiðar

ÍSLENSKT

Lambakjöt

ÍSLENSKT Grísakjöt

Lambakjöt

1.998 kr. kg

2.598 kr. kg

Íslandslamb Lærissneiðar Blandaðar, kryddaðar

Íslandslamb Lærissneiðar 1. flokkur, kryddaðar

ÍSLENSKT

2.798 kr. kg

1.298 kr. kg

Íslandslamb Lambakótilettur Kryddaðar

Bónus Grísakótilettur Kryddaðar

Ungnautakjöt

2.598 kr. kg

2.998 kr. kg

359

Nautaveisla Nautaribeye Þýskaland

Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk

Þykkvabæjar Grillkartöflur Forsoðnar, 3 stk., ca. 700 g

kr. pk.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 29. júní 2017

Skógi vaxin Keflavík með Skólaveginn fremstan og svo horft yfir byggðina til norðurs. VF-myndir: Hilmar Bragi

Heiðurshjónin Guðrún Sigurbergsdóttir og Jón Stefánsson í garðinum sínum að Skólavegi 22 í Keflavík. Þar fluttu þau inn í nýbyggt hús snemmsumars 1953 og hófu þegar að gróðursetja.

KEFLAVÍK HVERFUR Í SKÓG! ●●Jón Stefánsson og Guðrún Sigurbergsdóttir settu niður fyrstu trén árið 1953

Keflavík er að hverfa í skóg! Þetta er það sem blasir við þeim sem skoða gróðurfar í bænum. Gróður í Reykjanesbæ hefur tekið mikinn vaxtarkipp á síðustu árum. Hlý sumur og mildir vetrarmánuðir eiga örugglega stóran þátt í því. Hús eru víða að hverfa í trjágróðri og opin svæði eru orðin mikið gróin. Það sést vel t.a.m. á Vatnsholtinu og við gönguleiðir,

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

m.a. á svokölluðu rómantíska svæði, ofarlega í Keflavík. Á árunum upp úr 1950 er byggð farin að þróast ofan Hringbrautar í Keflavík. Húsin við Skólaveg, gengt gamla malarvellinum, eru byggð á þessum árum. Það voru allt starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem tóku sig saman og byggðu húsin við götuna og hjálpuðust að við húsbyggingar. Jón Stefánsson og Guðrún Sigurbergsdóttir, Jón og Gunna, voru fyrst til að flytja inn í hús við Skólaveg ofan Hringbrautar en þau byggðu að Skólavegi 22. Þau fluttu inn snemmsumars 1953. Jón var þá starfsmaður varnarliðsins en þar vann hann í 10 ár áður en hann tók við skósmíðaverkstæði tengdaföður síns, sem hann rak þar til fyrir fáeinum árum. Jón verður níræður í haust. Heiðurshjónin Jón og Gunna á Skólavegi 22 tóku á móti blaðamanni Vík-

urfrétta. Jón hafði þá nýverið lokið við slátt í garðinum en þau hjón hugsa vel um garðinn við heimili sitt. Í garðinum þeirra eru tuttugu tegundir af trjám og þau hæstu örugglega um og yfir sex metra há. Gullregnið er þar í uppáhaldi en það blómstrar ekki strax. Trén eru allt frá því að vera þessi hefðbundnu íslensku yfir í tré af erlendum uppruna. Þannig eru tvö eplatré í

garðinum þeirra en hvorugt þeirra hefur gefið af sér ávöxt. Aðspurð hvenær fyrstu trjáplönturnar hafi verið gróðursettar, segir Gunna að það hafi verið strax. Hún segir að í gamla daga hafi verið talað um að það væri varla hægt að rækta rabbarbara í Keflavík. Jón er hins vegar alinn upp austur á Héraði og með Hallormsstaðarskóg sem leiksvæði sitt í

æsku. Hann hafi því viljað hafa trjágróður fyrir augunum og strax hafið gróðursetningu í garði þeirra hjóna og hugsað um hann alla tíð síðan. Trén veita í dag mikið skjól og draga úr vindi. Að sama skapi er útsýnið frá heimilinu við Skólaveg ekki eins mikið og í gamla daga, en það kemur ekki að sök að sögn þeirra hjóna. Súluöspin þarf ekki mikið pláss, er grönn og spengileg og rís hátt til himins.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir Jón Stefánsson hugar að gróðri við innkeyrsluna að heimilinu við Skólaveg 22. Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Sirena í blóma.

LAUS STÖRF LEIKSKÓLINN HJALLATÚN Deildarstjóri HEIÐARSKÓLI Umsjónarkennsla á yngsta stigi VINNUSKÓLI 9. OG 10. BEKK Sumarstörf á B-tímabili LEIKSKÓLINN HJALLATÚN Leikskólakennarar HÁALEITISSKÓLI Þroskaþjálfi HEIÐARSKÓLI Textílkennsla á mið- og elsta stigi LEIKSKÓLINN HOLT Leikskólakennari

Grindverkið að Skólavegi 22 var staðsteypt í bílskúrnum. Grindverk sem þessi voru algeng á árum áður og voru mikil prýði. Gunna virðir fyrir sér garðinn að Skólavegi 22 en Jón hafði nýlokið við að slá blettinn.

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Rós í garðinum sem mun blómstra á næstu dögum.

Koparreynir með fallegum blómum.


25%

25%

POTTAR, PÖNNUR & BÚSÁHÖLD

REIÐHJÓL

20% SMÁRAFTÆKI * *ekki Kitchen Aid

20% 25% 25% ÁBURÐUR

GARÐHÚSGÖGN

25% 30%

30%

TIMBURBLÓMAKASSAR

ALLT GJÖCO

35%

REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR

70% VORLAUKAR

50% BAVARIA RAFMAGNSVERKFÆRI

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.

20-40% KEÐJUSAGIR

30% REYKOFNAR

35%

30%

25%

HEKKKLIPPUR, HEKKSNYRTAR & LAUFSUGUR

MOTTUR & DREGLAR

ELDSTÆÐI

FRÆ

20%

30-40% NAPOLEON GRILL-

30%

FÖNDURVÖRUR

FYLGIHLUTIR

35% LEIKFÖNG

20-40% SLÁTTUVÉLAR

25%

BAÐFYLGIHLUTIR

FERÐAVARA

BLÓMAPOTTAR & GARÐSKRAUT

BLÓM, TRÉ & RUNNAR

40% 40% 25%

KÖRFUBOLTASPJÖLD

30-40% VERKFÆRABOX

KERTI, LUKTIR & HEIMILISSKRAUT

35% PLASTBOX

Gerðu frábær kaup!

35%

FERÐATÖSKUR

AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND

30% JÁRNHILLUR


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 29. júní 2017

Viðskipti & atvinnulíf á Suðurnesjum Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Jóhanna Sæmundsdóttir, Vallargötu 25, Keflavík,

sem lést mánudaginn 12. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 30. júní kl. 13:00. Valdimar S. Gunnarsson Sæmundur Valdimarsson Herdís Óskarsdóttir Gunnar B. Valdimarsson Sigríður H. Guðmundsdóttir Sveinn Valdimarsson Brynja Eiríksdóttir Rúnar Gísli Valdimarsson Guðrún Huld Kristinsdóttir barnabörn og langömmubörn.

Bílar & Hjól þjónusta bíla frá KIA

-yfir 2000 KIA bílar seldir á Suðurnesjum frá 2011

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

Agnes Agnarsdóttir, Heimavöllum 3, Reykjanesbæ,

lést á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 21. júní. Útförin fer fram í Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. júlí kl. 13. Gunnlaugur Guðmundsson Fanney Gunnlaugsdóttir Guðmundur Davíð Gunnlaugsson Klara Hrönn Sigurðardóttir, Júlíus Geirmundur Gunnlaugsson Elín Ása Einarsdóttir og barnabörn.

Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,

Birgir Sveinsson, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,

lést á Landsspítala, Fossvogi, 21. júní. Auður Guðvinnsdóttir

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Jóhann Ólafsson, Jói á Lindinni,

lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. júní s.l. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvikurkirkju mánudaginn 3. júli kl. 13:00. Jóna Björg Georgsdóttir Guðbjörg Lilja Jónsdóttir Sigurður Ásgrímsson Kristján Jóhannsson Svanhildur Eiriksdóttir Rut Jónsdóttir Þórarinn Sveinn Jónasson Barnabörn og barnabarnabörn.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Unnur Magnúsdóttir, Faxabraut 11, Keflavík,

Bílar & Hjól eru í þessu húsi við Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ.

Bílaumboðið Askja hefur formlega samið við fyrirtækið Bílar & Hjól í Reykjanesbæ sem þjónustuverkstæði fyrir KIA bíla á Suðurnesjum. Bílar & Hjól hafa annast þjónustuna fyrir Öskju frá árinu 2011 en það er ekki fyrr en nú sem formlega hefur verið gengið frá samningum milli fyrirtækjanna. Mikill vöxtur hefur verið í sölu KIA bíla á Suðurnesjum á síðustu árum en frá árinu 2011 hefur K. Steinarsson í Reykjanesbæ selt um 2.000 KIA bíla á svæðinu. Garðar Gunnarsson stofnaði Bíla & Hjól árið 2003. Fyrst annaðist verkstæði hans bílasprautun og réttingar ásamt tjónaskoðun á bifreiðum fyrir tryggingafélögin. Starfsmenn fyrirtækisins voru þá þrír en eftir að verkstæðið tók að sér þjónustuviðgerðir og þjónustuskoðanir fyrir Öskju á KIA bílum hefur fyrirtækið stækkað jafnt og þétt og í dag eru starfsmenn átta talsins og má segja að þjónustan við KIA bílana hafi skapað fimm störf hjá fyrirtækinu. Með samningi við Öskju er starfsmönnum fyrirtækisins tryggð sérhæfð þjálfun og fræðsla í öllu sem kemur að KIA bílum. KIA bílar eru með sjö ára ábyrgð svo framarlega sem þeir fái sínar reglubundnu þjónustuskoðanir. Þær verði að fara fram á viðurkenndum þjónustuverkstæðum en ekki smurstöðvum. Bílaþjónusta er orðin stór atvinnugrein í Reykjanesbæ. Fjölmörg þjónustuverkstæði eru í bænum, enda hefur bæði íbúum fjölgað ört og þá skipta bílaleigubílar á svæðinu þúsundum og verkstæði spretta upp í kringum þær. Garðar segir að það sé nóg að gera í bílaviðgerðum af öllu tagi. Það sé í raun vitlaust að gera og í raun anni menn ekki eftirspurn þegar kemur að viðgerðum og málningarvinnu.

KIA bifreið í þjónustuskoðun.

Þar sem KIA bílar eru fjölmargir á Suðurnesjum fara margir bílar í gegnum þjónustu- og málningarverkstæðið hjá Garðari í hverri viku. Lætur nærri að hans fólk afgreiði um tug bíla á hverjum virkum degi. Garðar segir að í dag skipti tölvur í bílum orðið miklu máli og með því að tengja bíl við tölvu og lesa af honum upplýsingar megi finna bilanir sem útilokað væri að finna án tölvugreiningar. Þess vegna leggur hann áherslu á að eigendur KIA bíla komi á sérhæfð KIA verkstæði eins og Toyota-eigendur fari á sérhæfð Toyota verkstæði o.s.frv. Við báðum Garðar að horfa til baka og segja okkur hvað hefði breyst frá því hann stofnaði sitt verkstæði árið 2003. Hann sagði tæknina hafa breyst mikið en vildi þó fara aðeins lengra aftur í tímann. Félagi hans hafi stofnað bílasprautun árið 1990. Þá var notast við heimasmíðaðan málningarklefa og kvittanahefti. Það er eitthvað sem

lést á Hlévangi miðvikudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 13. Magnús Kristinn Ásmundsson María M. Sissing Þórarinn Ásmundsson Arndís Kristjánsdóttir Hildur Kristín Ásmundsdóttir Ásþór Kjartansson Jón Örn Ásmundsson Jóhanna Sturlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, og langalangamma,

Stefanía Bergmann, Hrafnistu, Reykjanesbæ, áður Skólavegi 14, Keflavík,

lést þann 21. júní. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 13. Hulda Matthíasdóttir Magnús Björgvinsson Stefán B. Matthíasson Ingunn Ingimundardóttir Ingólfur H. Matthíasson Sóley Birgisdóttir Magnús B. Matthíasson Mekkín Bjarnadóttir Guðlaug B. Matthíasdóttir Birgir Þór Runólfsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, Harpa María Sturludóttir og Garðar Gunnarsson, frá Bílar & Hjól, og Óskar Páll Þorgilsson, forstöðumaður þjónustusviðs Öskju, við undirritun samninga um þjónustuverkstæði KIA á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi

gengi ekki í dag. Þá er mikið meira um það í dag að skipt sé um bílaparta í stað þess að rétta þá sem skemmast. Það séu helst afturbretti bíla sem þurfi að rétta því þau séu soðin föst við skrokk bílsins og það því í raun meiri skemmd á bílnum að losa um allt brettið í stað þess að rétta og mála upp á nýtt. Í dag er vöntun á starfsmönnum í bílaviðgerðir. Verkstæðin eru eins og aðrir að keppa við flugvöllinn um starfsmenn. Vaktavinnan heillar marga en það er eitthvað sem þjónustuverkstæðin geta ekki boðið. Garðar sagði að verkstæðin væru þó að bjóða fín laun en því miður væri lítil endurnýjun í bransanum. Hann sagði líka að bílaviðgerðir væru ekki auðveld vinna. Þar er hröð þróun og mikil endurmenntun t.a.m. hjá bifvélavirkjum. Garðar segist þó vera heppinn með starfsfólk og sé með starfsmenn sem brenna af áhuga fyrir starfinu.


Hafnargötu 35 • 230 Keflavík • sími 420 3040

Úlfar Guðmundsson, lfs, Jóhannes A. Kristbjörnsson, lfs og Haukur Andreasson, lfs.

Lögbýli - eignamiðlun er ný fasteignasala í Reykjanesbæ sem eingöngu er mönnuð löggiltum fasteignasölum. Lögbýli - eignamiðlun býður Suðurnesjamönnum vandaða og faglega þjónustu á sviði fasteignaviðskipta.

Hafið samband í síma

420 3040 Eigendur og starfsmenn Lögbýlis og Lögmannsstofu Reykjaness er allir fæddir og uppaldir Suðurnesjamenn sem þekkja vel til bæjarfélaganna á Suðurnesjum og bera hag svæðisins fyrir brjósti.

Hafnargötu 35 • 230 Keflavík • sími 415 0660

Lögmannsstofa Reykjaness og Lögbýli eignamiðlun mynda saman sterka heild sem býður Suðurnesjamönnum, núverandi og tilvonandi, vandaða og margþætta þjónustu á sviði fasteignakaupa auk allrar almennrar lögfræðiþjónustu. Lögmenn LMSR eru: Jóhannes A. Kristbjörnsson, hdl. Úlfar Guðmundsson, hdl. Snorri Snorrason, hdl. Lögmenn LMSR búa að reynslu á flestum sviðum lögfræðinnar og eru í stakk búnir til að takast á við öll þau lögfræðilegu álitaefni sem upp geta komið hjá einstaklingum og fyrirtækjum. LMSR sinnir verkefnum í dag sem tengjast fjármálum einstaklinga og fyrirtækja, lánamálum og skuldauppgjörsmálum. Þá aðstoða lögmenn LMSR vegna sambúðar- eða hjónabandsslita, vegna forræðis- og umgengnismála, vegna erfðamála og við uppgjör dánarbúa. Einnig sinnir LMSR alls kyns ágreiningsmálum er varða fasteignir, galla- og vanefndarmálum jafnt sem leigumálum og málefnum húsfélaga fjöleignahúsa. Ennfremur þykja lögmenn LMSR öflugir við að gæta réttinda brotaþola og sakborninga, sé þess þörf, sem og að aðstoða vegna ágreinings við stjórnvöld, bæði sveitarfélög og ríki.


14

VÍKURFRÉTTIR

Vindasöm Sólseturhátíð í Garði

fimmtudagur 29. júní 2017

UNGMENNAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR AUGLÝSIR

STARF SUNDÞJÁLFARA

Ungmennafélagið Þróttur auglýsir eftir sundþjálfara fyrir tvo af yngri hópum félagsins fyrir n.k. vetur. Krakkarnir eru á aldrinum 6–12 ára. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúinn að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september 2017. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að sækja sundmót með hópunum. Reynsla af sundþjálfun og þátttaka í sundi og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur. Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra, MarteinI Ægissyni, í síma 892-6789 eða á netfangið throttur@throttur.net

Það er óhætt að segja að ferskir vindar hafi blásið um sólseturshátíðina í Garði þegar hún náði hápunkti sl. laugardag. Sólin lét sjá sig en köld norðanáttin lét finna fyrir hvössum vindi sínum. Hátíðin stendur alla vikuna og fer stigmagnandi en nær svo hápunkti á laugardegi. Þá var boðið til skemmtunar á Garðskaga með dagskrá á sviði, bæði að degi og einnig um kvöldið. Meðfylgjandi ljósmyndir tók myndasmiður Víkurfrétta. Fleiri myndir á vf.is.

Það æfa 30 börn sund hjá Þrótti í dag og hefur verið mikill uppgangur hjá félaginu síðustu árin. Það tekur ekki nema 8 mín. akstur frá Reykjanesbæ í Voga og 20 mín. frá höfuðborgarsvæðinu.

Atvinna

Óskum eftir að ráða bílvélavirkja til starfa, um framtíðarstarf er að ræða. Einnig óskum veið eftir starfsmanni í móttöku á verkstæði með haldbæra þekkingu á bílum og varahlutum. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar í síma 420-6610 og 842-6615

Hefur þú áhuga á heilsueflandi skólastarfi? Heilsuleikskólinn Háaleiti í Reykjanesbæ auglýsir eftir:

Reykjanesbæ

Æco þjónusta ehf Njarðarbraut 17 Njarðvík

• Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í deildarstjórastöðu Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 70 börn. Leikskólinn starfar eftir Heilsustefnunni og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla og leggur ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Skólinn fylgir sameiginlegum matseðli í takti við Næringarstefnu Skóla ehf. sem hlaut tilnefningu til Orðsporsins 2014 og Fjöreggs NMÍ 2015. Framundan eru ýmis spennandi tækifæri fyrir áhugasamt fólk í tengslum við þróunarverkefni o.fl. Við leitum eftir glöðu og lausnamiðuðu fólki sem býr yfir jákvæðni, sjálfstæði, metnaði og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.

ATVINNA Starfsmaður óskast í afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4. Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á skolar.is/Starf/ Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.


fimmtudagur 29. júní 2017

15

VÍKURFRÉTTIR

Íþróttir á Suðurnesjum

Misjafnt gengi hjá Suðurnesjaliðunum í knattspyrnu Grindvíkingar náðu einu stig í Kópavogi

Grindavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Pepsi-deild karla í vikunni. Breiðablik byrjaði leikinn betur og voru betri allan fyrri hálfleikinn. Grindvíkingar komu ákveðnir inn í seinni hálfleikinn og komust í gott færi þegar Aron Freyr Róbertsson skaut að marki en skotið fór fram hjá markinu. Markalaust jafntefli því staðreynd. Grindavík er því áfram í öðru sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir toppliði Vals. Næsti leikur Grindavíkur er heima við KA sunnudaginn 9. júlí.

Grindavíkurstúlkur komnar áfram í Borgunarbikarnum

Grindavík vann Tindastól 3:2 í Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Grindavík sl. föstudag. Elena Brynjarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Grindavíkur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu og það seinna á 41. mínútu. Isabel Jasmín Almarsdóttir skoraði þriðja mark Grindavíkur tveimur mínútum síðar. Staðan var 3:0 fyrir Grindavík í hálfleik. Emily Key skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í seinni hálfleik en lokastaðan 3:2 og Grindavík komið áfram í undanúrslit.

Keflavík í þriðja sæti eftir sigur á Þór Akureyri

Keflavík sigraði Þór Akureyri 1:0 í Inkasso deildinni í Keflavík á laugardaginn. Það var Jeppe Hansen sem skoraði eina mark leiksins á 57. mín-

útu. Það voru ekki mörg marktækifæri í leiknum en Keflvíkingar nýttu færin sín betur og uppskáru markið úr einu þeirra. Frans Elvarsson átti góðan leik og var gríðarlega vinnusamur og duglegur. Keflavík komst í þriðja sæti deildarinnar við þennan sigur og eru einu stigi á eftir Þrótti Reykjavík sem er í öðru sæti.

Lið ÍRB var prúðasta lið mótsins.

Glæsilegur árangur ÍRB á AMÍ mótinu í sundi

Njarðvík á toppnum eftir sigur á Vestra

Njarðvík sigraði Vestra 4:2 á Ísafirði í 2. deild um síðustu helgi. Fyrsta mark Njarðvíkur var sjálfsmark á 20. mínútu. Annað markið gerði Andri Fannar Freysson á 35. mínútu. Staðan var 2:0 í hálfleik. Aurelien Norest minnkaði muninn fyrir Vestra á 61. mínútu. Arnar Helgi Magnússon jók muninn aftur með marki á 66. mínútu. Tvö mörk komu í uppbótartíma. Fyrst var það Þórður Gunnar Hafþórsson sem skoraði fyrir Vestra á 92. mínútu og síðan Krystian Wiktorowicz á 93. mínútu fyrir Njarðvík. Njarðvík er á toppnum með 17 stig ásamt Magna. Vestri er síðan í 3. sæti með 13 stig. Næsti leikur Njarðvíkur er við nágrannana úr Garðinum.

Markalaust jafntefni í Garðinum

Víðir og Tindastóll gerðu markalaust jafntefli í 2. deild karla í Garðinum á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Víðis í deildinni þar sem þeir fá ekki á sig mark. Víðir er með tólf stig í 5. sæti deildarinnar.

Vantar starfsmann á verkstæði

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða mann í vinnu við bílasprautun og réttingar. Upplýsingar í síma 421-4117.

●●Rétt misstu af meistaratitlinum sjöunda árið í röð Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir toppliði Þróttar

Keflavík tapaði fyrir 1:0 Þrótti Reykjavík á Nettó-vellinum í Keflavík í 1. deild kvenna á þriðjudagskvöldið. Það var Michaela Mansfield sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fyrir Þrótt. Ekkert mark kom í seinni hálfleik og því var lokaniðurstaðan 1:0 fyrir Þrótti. Keflavík er nú í fimmta sæti með 11 stig.

Þróttur Vogum sótti eitt stig í Garðabæinn

Þróttur Vogum gerðu 3:3 jafntefli við KFG á Samsung-vellinum um helgina. KFG byrjaði leikinn betur og voru komnir 2:0 yfir þegar 27 mínútur voru búnar af leiknum. Þróttarar náðu að minnka muninn fjórum mínútum síðar. Fyrsta mark Þróttar gerði Andri Björn Sigurðsson á 31. mínútu. Hilmar Þór Hilmarsson gerði annað markið á 68. mínútu og Kristinn Aron Hjartarson það þriðja á 89. mínútu. Þróttarar eru í 5. sæti með 11 stig og eiga næst leik við Vængi Júpiters heima.

Reynir í næst neðsta sæti eftir enn eitt tapið

Reynir tapaði 3:0 fyrir KF frá Fjallabyggð í Sandgerði um helgina í 3. deild karla. Það gengur ekki vel hjá Reyni þessa dagana og enn eitt tapið staðreynd. Reynir er með fjögur stig og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Næsti leikur Reynis er við KFG á Samsung-vellinum í Garðabæ á föstudaginn.

Sundlið ÍRB náði frábærum árangri á AMÍ, Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi 2017, sem haldið var í Laugardalslaug í Reykjavík um síðustu helgi. Liðið átti þrjá af sex stigahæstu sundmönnum mótsins og endaði í öðru sæti ásamt því að fá verðlaun fyrir að vera prúðasta lið mótsins. Eva Margrét Falsdóttir var stigahæst í meyjaflokki ásamt því að vinna Ólafsbikarinn fyrir frábæran árangur, Aron Fannar Kristínarson var stigahæstur í í drengjaflokki og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var stigahæst í stúlknaflokki. Margir sundmenn frá ÍRB urðu Íslandsmeistarar á mótinu. Aron Fannar Kristínarson varð Íslandsmeistari í 400m skriðsundi, 200m skriðsundi, 200m baksundi, 100m baksundi og 400m fjórsundi. Eva Margrét Falsdóttir varð Íslandsmeistari í 400m skriðsundi, 100m bringusundi, 800m skriðsundi, 200m fjórsundi, 200m bringusundi og 100m fjórsundi. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 400m skriðsundi, 200m skriðsundi, 800m skriðsundi og 400m fjórsundi. Þá varð Thelma Lind Einarsdóttir Íslandsmeistari í 200m baksundi, 200m skriðsundi, 100m baksundi og 100m skriðsundi. Stefanía Sigurþórsdóttir varð Íslandsmeistari í 200m fjórsundi, Gunnhildur Björg Baldursdóttir í 200m flugsundi og Fannar Snævar Hauksson í 200m flugsundi og 100m flugsundi. Einnig urðu meðlimir Meyjasveitar ÍRB Íslandsmeistarar í 4 x 50m skriðsund en hana skipuðu þær Thelma Lind Einarsdóttir, Bergþóra Árnadóttir, Rebekka Marín Arngeirsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir. Meyjasveit ÍRB í 4 x 50 m fjórsundi, sem saman-

Eva Margrét með Ólafsbikarinn og verðlaunapeningana.

stóð af þeim Thelmu Lind Einarsdóttur, Stefaníu Ósk Halldórsdóttur, Evu Margréti Falsdóttir og Bergþóru Árnadóttur, urðu einnig Íslandsmeistarar. Þá varð drengjasveit ÍRB í 4 x 100m fjórsundi það einnig, en hana skipuðu þeir Aron Fannar Kristínarson, Kári Snær Halldórsson, Fannar Snævar Hauksson og Flosi Ómarsson. Steindór Gunnarsson, einn af þjálfurum liðsins segir að annan eins árangur á AMÍ móti hafi þjálfararnir ekki upplifað. „Sundmennirnir okkar stóðu sig hreint stórkostlega. Frábært mót að baki þar sem við misstum af efsta sætinu með ótrúlega litlum mun og því varð meistaratitill sjöunda árið í röð ekki staðreynd. En upp úr stendur frábært mót hjá frábæru sundfólki sem lagði allt í sölurnar, gaf liðinu sínu stig eða sýndi gott fordæmi með góðum bætingum eða öflugri hvatningu.“

ATVINNA LAUSAR STÖÐUR VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA

Íbúðakjarni við Túngötu 15-17

Starfsmenn óskast til starfa í íbúðakjarna við Túngötu 15 - 17 í Grindavík sem heyrir undir heimaþjónustudeild Grindavíkurbæjar. Störfin byggja á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall eftir samkomulagi. Helsu verkefni og ábyrgð: • Einstaklingsmiðaður og persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í þeirra daglega lífi • Samvinna við starfsfólk og þátttaka í faglegu starfi • Almenn heimilisstörf Menntun, hæfni og reynsla: • Reynsla af störfum með fötluðu fólki æskileg • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Þolinmæði og hvetjandi í starfi • Æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Hlín Sigurþórsdóttir í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is Umsóknum með upplýsingum um starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið hlin.s@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí næstkomandi.

SÉRKENNARI / ÞROSKAÞJÁLFI KENNARI Í RAFIÐNGREINUM Óskum eftir að ráða sérkennara eða þroskaþjálfa og kennara í rafiðngreinum næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun, réttindi og reynslu sem hentar kennslu á viðkomandi sviðum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptahæfni og áhuga á vinnu með ungu fólki. Starf sérkennara eða þroskaþjálfa felur meðal annars í sér vinnu með nemendum á starfsbraut skólans sem þarfnast sérstakrar umönnunar og hæfingar. Umsóknum með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og annað sem viðkomandi telur skipta máli skal skila til skólameistara eigi síðar en 20. júlí 2017. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar má fá hjá Kristjáni Ásmundssyni skólameistara, kras@fss.is og Guðlaugu M. Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, gp@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna upplýsingar um hann og sjá myndir úr skólalífinu. Skólameistari


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Auglýsingasími: 421 0001

facebook.com/vikurfrettirehf

LOKAORÐ Sævars Sævarssonar

Framsóknarleiðin og Chevy Chase Þeir sem fylgjast eitthvað með íslenskum körfubolta vita að val á erlendum leikmönnum skiptir miklu máli. Aldrei hefur það þó skipt eins miklu máli og þegar „framsóknarleiðin“ var tekin upp af KKÍ og farið var að reka körfuboltann á Íslandi eins og landbúnaðarkerfið. Framsóknarleiðin felst auðvitað í hræðsluáróðri um að erlend vara sé mikið dýrari, hún komi í veg fyrir vöxt þeirrar íslensku og útrými henni algerlega að lokum. Nauðsynlegt sé því að hygla íslensku vörunni á kostnað þeirrar erlendu með kvótasetningu. Íslenska varan er þar af leiðandi komin í einokunarstöðu, hækkar í verði og minna verður um gæðavöru á markaði. Í ár eru liðin 12 ár síðan Hermann Helgason, fyrrum formaður KKDK, ákvað að ráða og reka Jimmy Miggins frá Keflavík. Þessi mikli heimspekingur var aðeins í þrjár vikur en skildi þó eftir minningar sem lifa að eilífu. Hann var gangandi „one-liner“, þ.e. svör hans og athugasemdir voru yfirleitt í stuttum frösum eða setningum. Ekki ósvipað Chevy Chase, einum besta gamanleikara sögunnar! Jimmy var handviss á fyrsta degi að kaninn í kvennaliðinu væri ekki fyrir karlmenn. Við félagarnir þrættum við hann um stund en sammældumst loks um að hann hringdi í hana til að komast að því. Símtalið var afar stutt en eftir að hún neitaði að hitta hann um kvöldið því hún ætti „partner“ í Bandaríkjunum endaði Minkurinn, eins og hann var kallaður, símtalið með þessari ódauðlegu línu; „Come on girl – it´s not like I´m asking you to bend over and touch your toes“. Þegar við ungu leikmennirnir í Keflavík

sóttum Jimmy á FIT-Hostel, þar sem hann gisti í byrjun, spurðum við hann hvort hann vildi ekki koma með okkur á sportbar sem byði upp á „tveir fyrir einn“ stóð ekki á svarinu; „Well, there sure ain´t no happy hour over here...”. Þess ber að geta að Jimmy Miggins var yfirleitt aldrei edrú, hvorki fyrir eða eftir æfingar né leiki. Drukknastur var hann líklega daginn fyrir úrslitaleik Norðurlandamóts félagsliða í Osló í Noregi sem við enduðum á að vinna og hann átti glimrandi leik. Við vorum auðvitað ekki fyrr komnir upp í flugstöð á leið okkar til Noregs en okkar maður var búinn að að gera kaupsamning um miniature áfengisflöskur í fríhöfninni. Aðspurður hvað hann væri að hugsa sagði hann; „It´s gonna be a smooooth flight...“. Fljótlega eftir að heim var komið var hann rekinn, ekki aðeins vegna lakrar frammistöðu á vellinum heldur einnig vegna þess að honum þótti sopinn einum of góður. Þegar Gunnar Stefánsson var á leið með kappann upp í flugstöð tók hann eftir útvarpi sem Jimmy hafið keypt í Samkaup með „matarmiðum”. Gunnar spyr hann furðulostinn hvort hann ætli virkilega að fara með útvarpið með sér heim enda annað rafmagnskerfi í Bandaríkjunum. Svarið kom á óvart; „No, drive by Hermann´s store! I´m going to throw this into his window...”. Áðurnefndur Hermann hafði þá verið sá sem rak hann og vildi Jimmy launa honum lambið gráa með því að brjóta rúðu í skóverslun hans áður en hann færi úr landi. Já, ekki er öll vitleysan eins en á meðan framsóknarleiðin er við líði er ólíklegt að svona líflegir karakterar heiðri okkur með nærveru sinni.

twitter.com/vikurfrettir

Sveitarfélagið Vogar ákvað fyrir nokkru að setja sér reglur um heiðursborgara og voru þær samþykktar í bæjarstjórn í febrúar 2016. Samkvæmt reglunum er heimilt að útnefna hvern þann íbúa, fyrrverandi sem núverandi, sem heiðursborgara. Við valið skal m.a. hafa í huga að störf viðkomandi hafi haft veruleg, jákvæð áhrif á samfélagið, störf og framganga hafi verið til fyrirmyndar og til eftirbreytni og að viðkomandi hafi skapað jákvæða ímynd bæði innan sveitarfélagsins sem utan. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum þann 29. maí 2017 að útnefna tvo heiðursborgara í sveitarfélaginu. Það eru þau Guðrún Lovísa Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson. Þau eru bæði fædd árið 1922 og verða því 95 ára í ár. Þau eru jafnframt elstu íbúar sveitarfélagsins. Guðrún Lovísa, sem oftast er kölluð Lúlla, hefur látið til sín taka í samfélaginu á margvíslegan hátt. Hún og eiginimaður hennar, Guðmundur Björgvin Jónsson, eignuðust 12 börn, sem öll komust á legg. Afkomendur Lúllu er nú orðnir 126 talsins, margir þeirra búsettir í Vogunum. Til margra ára hafa afkomendurnir safnast saman á heimili Lúllu á laugardagsmorgnum, þar sem stórfjölskyldan kemur saman hjá ættmóðurinni. Lúlla hefur haldið dag-

Nýtt diplómanám í viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og nýsköpun. Hægt að taka í fjarnámi eða staðarnámi í Vestmannaeyjum.

Opið fyrir umsóknir til 1. ágúst

@haskolinnireykjavik

@haskolinn #haskolinnrvk

@haskolinn

instagram.com/vikurfrettir

Guðrún Lovísa og Magnús heiðursborgarar í Vogum

Haftengd nýsköpun Nánari upplýsingar á hr.is

Hótel Lögga klikkar ekki frekar en fyrri daginn!

bók allt frá árinu 1959 og gerir enn. Þannig er til í handriti drög að endurminningum hennar, sem er ómetanleg heimild um líf fólksins í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Í viðurkenningarskjali bæjarstjórnar segir svo: Bæjarstjórn samþykkir að Guðrún Lovísa Magnúsdóttir verði kjörin heiðursborgari Sveitarfélagsins Voga fyrir framlag sitt til mannlífs og menningar í sveitarfélaginu. Magnús lauk vélstjóraprófi árið 1944. Hann stundaði útgerð frá unga aldri, fyrst á árabátum úr Halakotsvör. Róið var til fiskjar í Garðssjó með eina tíu neta trossu. Upp úr 1940 var frystihús byggt í Vogum og síðar voru kaup fest á mótorbátum. Síðar voru stærri skip keypt og útgerðarfélagið Valdimar stofnað. Útgerðin var alla tíð mikil lyftistöng í samfélaginu. Kona Magnúsar var Hallveig Árnadóttir, sonur þeirra er Árni Magnússon. Magnús lét til sín taka í félagsmálum í sveitarfélaginu, var m.a. í hreppsnefndinni í 28 ár samfleytt frá árinu 1965. Hann var jafnframt oddviti hreppsnefndar í átta ár. Í viðurkenningarskjali bæjarstjórnar segir svo: Bæjarstjórn samþykkir að Magnús Ágústsson verði kjörinn heiðursborgari Sveitarfélagsins Voga fyrir framlag sitt til atvinnuuppbyggingar, þátttöku í sveitarstjórn sem og fyrir framlag sitt til mannlífs og menningar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.