Víkurfréttir koma næst út 18. júlí - dagleg fréttaþjónusta á vefnum, vf.is Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Vegna sumarleyfa starfsfólks Víkurfrétta í júlímánuði kemur blaðið ekki út í næstu viku. Víkurfréttir koma næst út á prenti fimmtudaginn 18. júlí. Vefútgáfa blaðsins, vf.is, fer hins vegar ekki í sumarfrí og þar verður staðin fréttavakt alla daga júlímánaðar. Þar eru líka fjölbreyttir möguleikar til að koma að auglýsingum í ýmsum stærðum. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og póstfangið er andrea@vf.is. Vaktsími blaðamanns er 898 2222 og þá má senda ábendingar eða efni á póstfangið vf@vf.is.
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.
Reykjanesbær enn 4. stærsta sveitarfélag landsins:
Fjölgað um 500 frá áramótum á Suðurnesjum
Ekki auðveldur fugl á fjórtándu! KYLFINGAR ÞEKKJA VEL TAL UM FUGLA. Að fá örn er til dæmis gott í golfinu og þá er stundum talað um auðveldan fugl. Svo mikið er víst að krían sem hefur gert sér hreiður í glompu við 14. braut á Hólmsvelli í Leiru er alls ekki auðveldur fugl. Hún ver hreiður sitt af hörku en var þó hin rólegasta þegar ljósmyndari blaðsins, Jóhann Páll Kristbjörnsson, smellti af meðfylgjandi mynd.
Lýsir ánægju með samstöðu þingmanna vegna stöðu Suðurnesja Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ályktun Alþingis
um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með samstöðu þingmanna kjördæmisins í málinu.
„Suðurnesjabær er reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli ályktunar Alþingis og væntir þess að vinna samkvæmt henni hefjist sem fyrst,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Íbúar Suðurnesja eru 27.557 talsins núna 1. júlí. Þeim hefur fjölgað um 508 talsins frá 1. desember 2018. Flestir eru íbúar Reykjanesbæjar eða 19.253 talsins. Þeim hefur fölgað um 371 eða 2,0 % frá 1. desember í fyrra. Íbúar Suðurnesjabæjar eru næstfjölmennastir á Suðurnesjum. Þeir eru 3.531 talsins og hefur fjölgað um 49 frá 1. desember sl. eða 1,4%. Grindvíkingar eru 3.492 samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Suðurnesjum frá því í desember eða um 95 einstaklinga. Það gerir fjölgun upp á 2,8% á tímabilinu. Íbúum Sveitarfélagsins Voga fækkar hins vegar um sjö einstaklinga frá því 1. desember 2018. Núna, þann 1. júlí, eru íbúar í Vogum 1.281 talsins. Reykjanesbær er ennþá fjórða stærsta sveitarfélag landsins en Akureyri er í fimmta sæti með 18.957 íbúa þann 1. júlí. Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður eru einu sveitarfélögin sem eru stærri en Reykjanesbær.
Grindavík gerir ekki athugasemd við Suðurnesjalínu 2 Bæjarráð Grindavíkur gerir ekki athugasemdir við frummatskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 en Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkur á frummatsskýrslu Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin við Suðurnesjalínu 2 er matsskyld skv. tl. 3.08 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfiáhrifum. Bæjarráð telur að vel sé gerð grein fyrir umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar ásamt helstu valkostum sem komu til greina. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frummatskýrsluna. Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdarleyfi hjá Grindavíkurbæ.
Frábær júlítilboð 35%
50%
Fasteignaskattur hækki ekki Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að stefnt skuli að því að lækka álagningarstuðul í Reykjanesbæ þannig að ekki komi til hækkunar
á fasteignaskatti vegna breytingar á fasteignamati sem taka á gildi 2020. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár Íslands er hækkun á fasteignamati upp á 8,6% í Reykjanesbæ árið 2020.
Opnum snemma lokum seint
31%
79
389
áður 159 kr
áður 599 kr
kr/stk
AVA drykkir Appelsínu eða Skógarberja 33 cl
kr/stk
Ristorante pizzur Pepperoni & Salami eða Hawaiian
199 kr/stk
áður 289 kr
Muffins Caramel, Double Choc eða Milk Chocolate
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002