Víkurfréttir 27. tbl. 40. árg.

Page 1

Víkurfréttir koma næst út 18. júlí - dagleg fréttaþjónusta á vefnum, vf.is Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Vegna sumarleyfa starfsfólks Víkurfrétta í júlímánuði kemur blaðið ekki út í næstu viku. Víkurfréttir koma næst út á prenti fimmtudaginn 18. júlí. Vefútgáfa blaðsins, vf.is, fer hins vegar ekki í sumarfrí og þar verður staðin fréttavakt alla daga júlímánaðar. Þar eru líka fjölbreyttir möguleikar til að koma að auglýsingum í ýmsum stærðum. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og póstfangið er andrea@vf.is. Vaktsími blaðamanns er 898 2222 og þá má senda ábendingar eða efni á póstfangið vf@vf.is.

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Reykjanesbær enn 4. stærsta sveitarfélag landsins:

Fjölgað um 500 frá áramótum á Suðurnesjum

Ekki auðveldur fugl á fjórtándu! KYLFINGAR ÞEKKJA VEL TAL UM FUGLA. Að fá örn er til dæmis gott í golfinu og þá er stundum talað um auðveldan fugl. Svo mikið er víst að krían sem hefur gert sér hreiður í glompu við 14. braut á Hólmsvelli í Leiru er alls ekki auðveldur fugl. Hún ver hreiður sitt af hörku en var þó hin rólegasta þegar ljósmyndari blaðsins, Jóhann Páll Kristbjörnsson, smellti af meðfylgjandi mynd.

Lýsir ánægju með samstöðu þingmanna vegna stöðu Suðurnesja Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ályktun Alþingis

um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með samstöðu þingmanna kjördæmisins í málinu.

„Suðurnesjabær er reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli ályktunar Alþingis og væntir þess að vinna samkvæmt henni hefjist sem fyrst,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar.

Íbúar Suðurnesja eru 27.557 talsins núna 1. júlí. Þeim hefur fjölgað um 508 talsins frá 1. desember 2018. Flestir eru íbúar Reykjanesbæjar eða 19.253 talsins. Þeim hefur fölgað um 371 eða 2,0 % frá 1. desember í fyrra. Íbúar Suðurnesjabæjar eru næstfjölmennastir á Suðurnesjum. Þeir eru 3.531 talsins og hefur fjölgað um 49 frá 1. desember sl. eða 1,4%. Grindvíkingar eru 3.492 samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Suðurnesjum frá því í desember eða um 95 einstaklinga. Það gerir fjölgun upp á 2,8% á tímabilinu. Íbúum Sveitarfélagsins Voga fækkar hins vegar um sjö einstaklinga frá því 1. desember 2018. Núna, þann 1. júlí, eru íbúar í Vogum 1.281 talsins. Reykjanesbær er ennþá fjórða stærsta sveitarfélag landsins en Akureyri er í fimmta sæti með 18.957 íbúa þann 1. júlí. Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður eru einu sveitarfélögin sem eru stærri en Reykjanesbær.

Grindavík gerir ekki athugasemd við Suðurnesjalínu 2 Bæjarráð Grindavíkur gerir ekki athugasemdir við frummatskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 en Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkur á frummatsskýrslu Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin við Suðurnesjalínu 2 er matsskyld skv. tl. 3.08 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfiáhrifum. Bæjarráð telur að vel sé gerð grein fyrir umhverfisáhrifum

framkvæmdarinnar ásamt helstu valkostum sem komu til greina. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frummatskýrsluna. Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdarleyfi hjá Grindavíkurbæ.

Frábær júlítilboð 35%

50%

Fasteignaskattur hækki ekki Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að stefnt skuli að því að lækka álagningarstuðul í Reykjanesbæ þannig að ekki komi til hækkunar

á fasteignaskatti vegna breytingar á fasteignamati sem taka á gildi 2020. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár Íslands er hækkun á fasteignamati upp á 8,6% í Reykjanesbæ árið 2020.

Opnum snemma lokum seint

31%

79

389

áður 159 kr

áður 599 kr

kr/stk

AVA drykkir Appelsínu eða Skógarberja 33 cl

kr/stk

Ristorante pizzur Pepperoni & Salami eða Hawaiian

199 kr/stk

áður 289 kr

Muffins Caramel, Double Choc eða Milk Chocolate

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Aðgerðaáætlun á Suðurnesjum virkjuð Fræðslustofnanir og íþrótta- og æskulýðsfélög á Suðurnesjum gegna lykilhlutverki í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á svæðinu í kjölfar falls Wow Air nú í vor. Í framhaldi af fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra með íbúum Suðurnesja í apríl um atvinnu- og fræðslumál á svæðinu var stofnaður starfshópur um málið innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun er byggði á sýn heimamanna og stjórnvalda og vinna henni brautargengis ásamt því að vakta, greina og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Í síðustu viku var skrifað undir samninga um sérverkefni er því tengjast við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Skátafélagið Heiðabúa, Ungmennafélagið Keflavík, Ungmennafélag Njarðvíkur og Reykjanesbæ. Umfang aðgerðanna sem samið var um nú er alls tæpar 28 milljónir kr. og er um að ræða fjölþætt verkefni sem tilheyrir fyrri hluta aðgerðaráætlunar stjórnvalda er snýr

að menntaúrræðum á svæðinu. Meðal þeirra verkefna sem styrkt eru nú eru fjölbreytt frístundanámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri og námskeið í tölvuleikjagerð, jöklamennsku og útivist á vegum Keilis. Þá mun Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum bjóða upp á námskeið í valdeflingu kvenna, starfsþróun, styrkingu og handleiðslu, náms- og starfsráðgjöf og íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Markmið okkar aðgerða er meðal

annars að tryggja gott aðgengi að námi á öllum skólastigum á Suðurnesjum, að góð þjónusta sé við íbúa á svæðinu sem hafa annað móðurmál en íslensku og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi, tónlistarnámi og íþróttastarfi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttur mennta- og menningarmála-

ráðherra. „Við eigum í góðu samstarfi við sveitarfélögin í þessu samhengi og fylgjumst vel með þróuninni á svæðinu.“ Gott samráð er einnig við aðra fræðsluaðila svo og Vinnumálastofnun sem hefur yfirsýn yfir þróun atvinnumála á svæðinu og samsetningu atvinnuleitenda.

SPURNING VIKUNNAR

Hvað finnst þér gaman að gera á sumrin?

Fjölmennt lögreglulið leysti ágreining Anne Lise Jensen: „Mér finnst gaman að fara í ferðalög, til dæmis í dagsferðir með nesti og teppi til að sitja á.“

Fjölmennt lögreglulið var kallað að strætisvagni við Krossmóa í Njarðvík í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum kom upp ágreiningur milli farþega og bílstjóra. Atvikið var minniháttar að sögn lögreglu og var leyst á staðnum.

Folfvöllur opnar senn í Vogum Frá vettvangi við Krossmóa í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Nú eru framkvæmdir við Frisbígolfvöll, eða svk. Folfvöll, í Vogum langt komnar. Búið er að setja upp körfurnar en þær eru sjö talsins. Nú geta Vogabúar og aðrir farið að nota völlin til æfinga og keppni en á næstu dögum verður lokið við að merkja brautir og upphafsstaði og að því loknu verður völlurinn formlega tekinn í notkun.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Bæjarstjóri fær aðstoðarmann

Reykjanesbær auglýsir fjögur áhugaverð störf í heilsíðu auglýsingu í Víkurfréttum sem kom út í síðustu viku. Störfin eru aðstoðarmaður bæjarstjóra, forstöðumaður Súlunnar, fjármálastjóri og lýðheilsufræðingur. Frestur til að sækja um er til 8. júlí og sótt er um á vef Reykjanesbæjar. Þar eru einnig nánari upplýsingar um auglýst störf. Starf aðstoðarmanns bæjarstjóra felur í sér að aðstoða bæjarstjóra við dagleg verkefni. Þar er m.a. átt við undirbúning funda og viðburða sem bæjarstjóri kemur að eða stendur fyrir. Einnig að koma erindum sem bæjarstjóra berast í réttan farveg. Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir. Má þar nefna atvinnumál, ferðamál, menningarmál, safnamál, markaðs- og kynningarmál. Starf forstöðumanns felur í sér ábyrgð á stjórnun, stefnu-

mótun og þjónustu þeirra stofnana sem heyra undir Súluna. Fjármálastjóri stýrir fjármálaskrifstofu Reykjanesbæjar, styður bæjarráð við framlagningu, samþykkt og framkvæmd fjárhagsáætlunar. Þá sér fjármálastjóri um gerð og kynningu viðauka við fjárhagsáætlun og leiðir umbætur og styrkingu á umgjörð fjármála Reykjanesbæjar. Lýðheilsufræðingur mun sinna verkefnum á sviði forvarna og lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ. Einnig mun lýðheilsufræðingur vinna að uppbyggingu heilsueflandi samfélags í samræmi við lýðheilsustefnu.

Jóhann Guðbrandsson: „Í sumar hefði ég helst viljað fá að ferðast á heimaslóðum mínum í Strandasýslu.“

Karl Þorbergsson: „Að borða grillmat.“

Vilborg Guðný Óskarsdóttir: „Mér finnst gaman að heimsækja vini og ættingja. Fara í grasagarðinn og svona.“

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is


HELGIN BYRJAR Í NÆSTU NETTÓ! Lúxusgrillpakki

1.374 ÁÐUR: 2.499 KR/KG

KR/KG

-45%

-50%

Grillleggir Porkwings

999

-57% Lambagrillsneiðar Béarnaise

988

KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

ÁÐUR: 1.998 KR/KG

LJÚFFENGAR GRÍSAKÓTILETTUR -40%

Grill mix í kryddsmjöri

Kindamjaðmir

1.079 ÁÐUR: 1.798 KR/KG

-50%

KR/KG

999

KR/KG

ÁÐUR: 1.998 KR/KG

Grísakótilettur Hunangs

2.079 ÁÐUR: 2.599 KR/KG

Grísarif BBQ

-20%

1.335 ÁÐUR: 1.669 KR/KG

KR/KG

KR/KG

-20%

Jarðarber 250 gr

Nautaborgarar 4x90 gr með brauði

798

279

KR/PK

-31%

KR/PK

ÁÐUR: 998 KR/PK

-20%

Croissant með skinku og osti

ÁÐUR: 558 KR/PK

-50%

179

KR/STK

ÁÐUR: 258 KR/STK

Tilboðin gilda 4. – 7. júlí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Lægra verð – léttari innkaup

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Suðurnesjabær og Vogar í samstarf um fræðslumál

Allt að 300 einstaklingar sækja um matarúthlutun í Reykjanesbæ

Suðurnesjabær vinnur að því í samstarfi við Sveitarfélagið Voga að undirbúa og byggja upp fræðsludeild til þjónustu við skólana í bæjarfélögunum. Þetta kemur fram í pistli sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, skrifar á vef Suðurnesjabæjar.

Um 270-300 einstaklingar sækja um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ í hverjum mánuði. Velferðarráð Reykjanesbæjar heimsótti aðsetur Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ í síðustu viku. Anna Valdís Jónsdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar og umsjónarmaður í Reykjanesbæ, tók á móti fulltrúum velferðarráðs og sagði frá starfseminni. Fjölskylduhjálp Íslands hefur óskað eftir stuðningi Reykjanesbæjar við neyðarsjóð en fram hefur komið að Fjölskylduhjálp þurfi að hætta úthlutunum yfir sumarmánuðina vegna fjárskorts.

Gera tilraun með hundagerði í Grófinni Hugmyndir að tilraunaverkefni um hundgerði innan skilgreinds hafnarsvæðis smábátahafnarinnar í Gróf í Reykjanesbæ hafa verið kynntar fyrir stjórn Reykjaneshafnar með tölvupósti frá umhverfissviði Reykjanesbæjar. Þar er jafnframt óskað eftir heimild Reykjaneshafnar fyrir þessari tilraun. Lagt er til að Reykjaneshöfn samþykki fyrir sitt leiti viðkomandi tilraunarverkefni. Verkefnið var samþykkt með fjórum atkvæðum en Sigurður Guðjónson greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég get ekki greitt þessari staðsetningu atkvæði mitt því ég tel að aðrar staðsetningar væru heillavænlegri“.

Í síðustu viku undirrituðu bæjarstjórar Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga samning um samstarf sveitarfélaganna við uppbyggingu og þróun fræðsludeildar, sem mun veita grunn- og leikskólum sveitarfélaganna faglega þjónustu. Fræðsludeildin mun taka við þessu verkefni þegar framangreindur þjón-

ustusamningur við Reykjanesbæ rennur út. „Það er ánægjulegt að eiga samstarf við Sveitarfélagið Voga um þetta verkefni, en sveitarfélögin hafa um árabil átt mjög gott samstarf um félagsþjónustu við íbúa sveitarfélaganna,“ skrifar Magnús bæjarstjóri í pistli á vef Suðurnesjabæjar.

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar þjónustar Suðurnesjabæ Reykjanesbær og Suðurnesjabær framlengdu í vikunni þjónustusamning þar sem Suðurnesjabær kaupir þjónustu af fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Um er að ræða skólaþjónustu og þjónustu henni tengdri. Samningurinn gildir út skólaárið 2019-2020.

Landnámsdýragarðinum lokað í sumar

Landnámsdýragarðinum í Reykjanesbæ hefur verið lokað þar sem eftir lifir sumars. Dýrin hafa verið flutt annað. Dýragarðurinn var opnaður snemma í maí og hefur verið opinn daglega þar til 22. júní sl. að honum var lokað. Íbúar eru undrandi á þeirri ákvörðun að loka dýragarðinum, sem hefur verið vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Það var þó ljóst þegar Reykjanesbær opnaði garðinn í vor að dýragarðurinn yrði aðeins opinn til 22. júní. Víkurfréttir spurðust fyrir um ástæður þess að dýragarðinum hafi verið lokað. „Undir lok síðasta árs stóð til að loka Landnámsdýragarðinum. Hann hafði

Samningur Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar nær til skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, skimana og ráðgjafa um íhlutun og kennslufræðilega ráðgjöf vegna tvítyngdra nemenda. Einnig eru í samningum ákvæði um úrræði og fræðslu, endurmenntun starfsfólks, faglegt samstarf stjórn-

enda, rekstrarráðgjöf og eftirlit með gæðum þjónustu. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar hefur á undanförnum misserum þjónustað skólana í Garði og Sandgerði, nú Suðurnesjabæ. Ánægja er með þjónustuna og verður henni því haldið áfram enn um sinn.

fram til þessa árs verið rekinn með fjármagni menningarmála, en menningaráð ákvað undir lok síðasta árs að fjármagna reksturinn ekki lengur, fannst hann ekki eiga heima undir menningarmálum. Umhverfissvið tók þá yfir reksturinn, en ljóst var í upphafi að opnunartíma yrði að stytta vegna rekstrarkostnaðar,“ segir í skriflegu svari sem barst frá Reykjanesbæ við fyrirspurn blaðsins.

Við undirritun samningsins. Frá vinstri Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is

SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.


ÚTSALA Húsasmiðjunnar

Allt að

50% afsláttur

Sláttuvélar -25-35% • Reiðhjól -30-40% • Sumarblóm -30-50% Garðhúsgögn -25-40% • Broil King grill og fylgihlutir -25-30%

Lady málning -25% • Pallaolía og viðarvörn -20% • Hekkklippur -25-40%

Orf og keðjusagir -25-30% • Mosatætarar -30-40% • Matarstell og glös -30% Pottar og pönnur -30% • Fatnaður -25% • Strauborð og herðatré -25%

ELKOP tröppur og stigar -30% • Garðúðarar, byssur og slönguhjól -25-50% Garðáhöld og verkfæri -25-40% • Blöndunartæki -25%

Valdar flísar og parket -40% • Skjólgirðingar -20-25% • Pallastiklur -20% ... auk hundruð annarra útsölutilboða

Nánar á husa.is


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum með nýju hlutverki KADECO

Hefja uppbyggingu á 60 km² svæði við Keflavíkurflugvöll • • • •

Nýr kafli er hafinn í þróun skipulags á svæðinu sem umlykur Keflavíkurflugvöll Hugmyndafræðin byggir á því sem kallast „Aerotropolis“ Meginmarkmiðið að skapa verðmæti, atvinnu og hagsæld fyrir svæðið í heild Nú þegar hafa fyrirtæki fjárfest fyrir milljarða á svæðinu

Nýr kafli hjá Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf., hófst þegar fjármálaráðherra, fulltrúar frá Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ skrifuðu undir viljayfirlýsingu um framtíðarhlutverk félagsins. Í því felst mótun skipulags á svæðinu sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar, þróun þess og landnýtingu til hagsældar fyrir svæðið í heild. Svæðið sem félagið hefur til umsýslu er eitt verðmætasta landsvæði í eigu ríkissjóðs. Það er um 60 ferkílómetrar að stærð en þess má geta að Ásbrú er um 1/60 af því svæði. „Nú er svo komið að ríkið, sveitarfélögin og Isavia hafa komist að samkomulagi um að vinna eftir þeirri stefnu sem félagið hefur markað um

uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Tækifærin eru gríðarleg og það er mikilvægt að unnið sé ötullega að sameiginlegum hagsmunum

svæðisins í heild með það að leiðarljósi að skapa verðmæti, atvinnu og hagsæld,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco í tilkynningu. Kadeco hefur frá upphafi unnið eftir skýrri stefnu sem grundvallast í hugmyndafræði Dr. John Kasarda og kallast „Aerotropolis“. Sú hugmyndafræði byggir á því að skapa megi mikil verðmæti úr landi við flugvöll, svo sem er gert víða erlendis, þar sem alþjóðleg fyrirtæki kjósa að staðsetja sig við vel tengda flugvelli. Bæði vegna möguleika til vörudreifingar en jafnframt til að nýta flugtengingarnar fyrir stjórnendur og starfsfólk. Flugvellir sem hafa rými til að vaxa laða að fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá styrkir öflugur flugvöllur með góðum tengingum innlenda starfsemi með

auknum viðskiptatækifærum og atvinnumöguleikum. „Frá stofnun hefur Kadeco unnið markvisst að því að laða að erlenda fjárfestingu og alþjóðleg fyrirtæki á svæðið með ágætum árangri, með Aerotropolis hugmyndafræðina að leiðarljósi. Starfsemi þeirra fyrirtækja sem sótt hefur verið hvað harðast eftir hefur verið greind með tilliti til stefnu Kadeco um hvers konar starfsemi er ákjósanlegust á svæðinu. Gagnaver Verne Global og þörungaverksmiðja Algalíf eru kannski skýrustu dæmin um slík fyrirtæki en þau skara framúr á alþjóðlegum mælikvarða á sínu svæði. Þau hafa fjárfest fyrir milljarða króna og verið sannur fengur fyrir svæðið,“ segir Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco í tilkynningunni.

„Fleiri fyrirtæki af þessum skala, sem og hótelkeðjur, dreifingaraðilar og hátæknifyrirtæki munu kjósa að staðsetja sig við Keflavíkurflugvöll ef boðið verður upp á aðlaðandi umhverfi, bæði í eiginlegum og viðskiptalegum skilningi,“ segir Marta. Kadeco hefur leitt þróun og umbreytingu á gamla varnarliðssvæðinu frá árinu 2006 þegar bandarísk stjórnvöld skiluðu svæðinu til íslenskra stjórnvalda. Eitt af megin markmiðum félagsins var að koma eignum í borgaraleg not. Á árinu voru síðustu eignir sem félagið fékk til umsýslu seldar og þar með er þeim kafla í sögu félagsins lokið. Verkefnið tókst framar vonum en á Ásbrú búa nú á fjórða þúsund manns og á þriðja hundruð fyrirtæki eru skráð á svæðinu sem skapa á annað þúsund störf.

Svipmyndir úr hófi þar sem viljayfirlýsingunni var fagnað - fleiri myndir fylgja umfjölluninni á vf.is

Ljósmyndir: OZZO


ÐU A Ð SKO

RÁ A K OK N I OÐ B L I T

DAGAR 15-20% afsláttur

af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn

15%

15%

afsláttur

afsláttur

ÞVOTTAVÉLAR

ÞURRKARAR

20%

20%

afsláttur HELLUBORÐ

15%

afsláttur VEGGOFNAR

15%

afsláttur

afsláttur

UPPÞVOTTAVÉLAR

15%

afsláttur ÖRBYLGJUOFNAR

15%

15%

afsláttur

afsláttur

ELDAVÉLAR KÆLISKÁPAR

LÍTIL HEIMILISTÆKI RYKSUGUR KAFFIVÉLAR FRYSTISKÁPAR VÍNKÆLIR HÁFAR

OG MARGT FLEIRA...

POTTAR OG PÖNNUR

20-25% afsláttur

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Virka daga kl. kl. 11-15. 10-18 Laugardaga Laugardaga kl. 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

RUSLAFÖTUR OG BÚSÁHÖLD

20%

afsláttur

Skoðaðu úrvalið r okkar á

nýr vefu Netverslun ýr vefur

n Netverslun

*SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust

Greiðslukjör í allt að 12 mánuði Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

Keflavíkurflugvöllur hætti kolefnislosun í starfsemi sinni fyrir 2050 Á 29. ársþingi ACI EUROPE, evrópudeildar Alþjóðasamtaka flugvalla, á Kýpur skrifaði Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undir skuldbindingu um að Keflavíkurflugvöllur muni hætta allri kolefnislosun í beinni starfsemi sinni í síðasta lagi árið 2050. Þessi yfirlýsing var gefin út samfara því að ACI EUROPE tilkynntu um NetZero 2050-skuldbindingu rekstraraðila flugvalla með formlegum hætti. Hún felur í sér að flugvellirnir hætti kolefnislosun í sinni starfsemi í síðasta lagi árið 2050. Þessi sameiginlega skuldbinding, sem undirrituð var af 194 flugvöllum sem reknir eru af 40 rekstraraðilum í 24 löndum, er stórt skref í baráttu flugvalla gegn loftslagsbreytingum. Fresturinn til ársins 2050 er í samræmi við nýjustu gögn IPCC og þá stefnu framkvæmdastjórnar ESB sem tekin var upp af ráðherraráði Evrópusambandsins, um að þróa notkun orkugjafa í átt að lægra hlutfalli kolefna (decarbonization).

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Nýtt útlit og ný vara GeoSilica á markað REFOCUS

- Hugur og Orka

GeoSilica vörumerkið hefur allt fengið nýtt útlit, nýjar markaðsáherslur og nýja vefsíðu. Nýjar vörur fyrirtækisins koma í hillur allra sölustaða GeoSilica í byrjun júlí en ásamt því opnar endurbætt vefsíða. Fyrirtækið hefur unnið hörðum höndum að þessum breytingum síðastliðna mánuði og útkoman er fram úr öllum væntingum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Samhliða þessum breytingum kemur ný vara á markað í júlí. Fimmta varan bætist í vörulínu GeoSilica í júlí, REFOCUS fyrir hug og orku. Varan inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil með viðbættu járni og

D-vítamíni í hreinu íslensku vatni sem stuðlar að eðlilegri heilastarfsemi, orkubrennslu og dregur úr þreytu. Auk þess stuðlar bæði járn

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia: „Við á Keflavíkurflugvelli styðjum þessa yfirlýsingu. Með undirritun hennar lýsum við yfir ásetningi okkar í umhverfismálum með ótvíræðum hætti. Við höfum unnið markvisst að því að minnka kolefnaútblástur okkar síðan árið 2015 og höfum lokið við annað stig af fjórum í innleiðingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation). Það þýðir að við höfum kortlagt kolefnisspor okkar, gripið til aðgerða til að minnka kolefnislosun og sett markmið í þeim efnum.“

Tommi mættur með Búllubílinn til Reykjanesbæjar í sumar eins og stjórnmálamaður við spurningunni um hvort Búllan væri á leið til bæjarins. Búllubíllinn opnaði á laugardagsmorgun og alla helgina var mikið að gera og ljóst að Suðurnesjamenn eru móttækilegir fyrir Búllu-borgurum. Tommi segist þó ekkert vera að gera eitthvað nýtt, því fyrir væru nokkrir góðir hamborgarastaðir á Suðurnesjum

Hamborgarabúlla Tómasar er mætt til Reykjanesbæjar. Búllubíllinn hefur komið sér fyrir á bílastæðinu við Nettó í Njarðvík og þar verður bíllinn í sumar. Tómas Tómasson hefur reynslu af því að steikja hamborgara ofan í Suðurnesjamenn. Hann byrjaði á Keflavíkurflugvelli og þaðan fór hann til Grindavíkur og sá um veitingarekstur í Festi í nokkur ár. Árið 1981 opnaði hann Tommaborgara við Hafnargötuna í Keflavík og síðar á Fitjum.

Nú er Tommi, sem er orðinn sjötugur, mættur aftur og er að bregðast við áskorunum íbúa í Reykjanesbæ. Tommi hefur verið hvattur til að opna Hamborgarabúlluna í Reykjanesbæ. Hann ákvað hins vegar að byrja á því að koma með Búllubílinn til bæjarins og kanna viðtökur heimamanna áður en stærri ákvarðanir væru teknar. Hann væri þó með augun opin fyrir hentugu húsnæði en sagðist í samtali við Víkurfréttir bara gefa loðin svör

og D-vítamín að heilbrigðu ónæmiskerfi. REFOCUS er framleitt á Íslandi. Varan hentar öllum en járn og D-vítamínskortur er algengur og þá sérstaklega fyrir svæði líkt og Norðurlöndin. REFOCUS mun fást í öllum helstu apótekum og heilsuverslunum og betri matvöruverslanir á Íslandi, sem og glænýrri vefverslun GeoSilica, en þar er hægt að fá vörur í mánaðarlegri áskrift með 20% afslætti.

„Við fengum innblástur af vörunni vegna D-vítamíns- og járnskorts sem er mjög algengur sérstaklega á Norðurlöndunum. Varan hefur mikla sérstöðu vegna þess að hún inniheldur vegan D3-vítamín í vökvaformi sem er afar sjaldgæft á markaði. Allar vörurnar okkar eru vegan og við lögðum mikla vinnu í að þróa REFOCUS í samræmi við það,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica. GeoSilica hefur nýlega endurnýjað útlit og áherslur vörumerkisins. Viðbrögð við breytingunum hafa verið afar jákvæð bæði á íslenskum og erlendum markaði. Umbúðir og markaðsefni er einfaldara sem er í samræmi við vörurnar, sem innihalda fá en áhrifarík innihaldsefni og engin skaðleg aukaefni. „Við viljum að varan okkar sér lífsstílsvara, við viljum að neytendur kaupi og neyti varanna vegna þess að þau vilja lifa heilbrigðum lífsstíl. Við ákváðum að einfalda umbúðir og markaðsefni til þess að ná til víðari hóps og ungs fólks. Með því að taka vöruna er neytandi að fyrirbyggja heilsufarsleg vandamál og því er mikilvægt að koma kísli inn í daglega rútínu sína sem fyrst,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica.

Tómas Tómasson hefur reynslu af því að steikja hamborgara ofan í Suðurnesjamenn. VF-myndir: Hilmar Bragi


Frábær júlítilboð! 50% 50%

13%

199

399

áður 398 kr

áður 459 kr

kr/askja

79

kr/pk

Plómur 500 gr askja

kr/stk

áður 159 kr

Kanilsnúðar 260 gr

32%

AVA drykkir Appelsínu eða skógarberja 33 cl

35%

31%

199

475

kr/stk

389

kr/pk

áður 289 kr

kr/stk

áður 699 kr

áður 599 kr

Daloon rúllur m/kjúkling, nautakjöti eða Thai kjúkling

Muffins Caramel, Double Choc eða Milk Chocolate

Ristorante pizzur Pepperoni & Salami eða Hawaiian

199 33%

33%

199

Freyju Risa Rís 70 gr

áður 299 kr

26%

399

199

kr/stk

áður 299 kr

kr/stk

kr/pk

kr/stk

20%

áður 539 kr

áður 249 kr

Götebergs Condis og Remi 100 gr

Freyju Spyrnur 170 gr

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Opnum snemma lokum seint


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Mikilvægt sumarstarf unglinga Unglingavinna er

líklega einstakt íslenskt fyrirbæri. Þessi sumarstörf fyrir unglinga bjóðast til dæmis ekki í Noregi eða í Danmörku þar sem undirrituð hefur verið búsett. Erlendir gestir spyrja hvað krakkarnir séu að gera og hvá og lýsa yfir aðdáun sinni þegar þeir heyra að þau séu á launum við að hreinsa og fegra umhverfið. Þótt Íslendingum finnist þetta starf kannski ekkert merkilegt sjálfum, þá er það líklega samt merkilegt þegar upp er staðið. Undirrituð man sjálf eftir því á unglingsaldri þegar vinkonurnar sem unnu í unglingavinnunni skömmuðu hinar sem ekki nutu þess heiðurs að sópa og hreinsa götur bæjarins, þegar þær síðarnefndu hentu sælgætisbréfi á götuna. Við hittum hóp unglinga sem voru að hreinsa trjábeð uppi á Ásbrú í góðviðrinu einn morguninn og tókum þau tali. Einnig töluðum við við flokkstjórana tvo um starfið.

VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Hópurinn sem vildi vera með á mynd þennan morgun. Flokksstjórarnir Brynja Ýr Júlíusdóttir og Aþena Elfur Ingibjargardóttir.

Hvernig er að vinna í bæjarvinnunni? Alexandra María Traustadóttir 14 ára:

Er dálítið hrædd við köngulærnar Traustadóttir. Alexandra María

Gabríel Goði Ingason 16 ára:

Er þá ekki einn heima á daginn

Hvernig er að vera flokksstjóri?

„Það er alveg ágætt að vinna í þessu starfi en þetta er í annað sinn sem ég vinn hjá bænum. Gaman að vera með krökkunum og þá er maður ekki einn heima í herberginu á daginn og fær frekar pening fyrir að vinna hér úti. Þá get ég búið til fleiri tölvur en það hef ég gert oft. Ég ætla að verða forritari og er að fara í nám hjá Keili í tölvuleikjagerð. En annars finnst mér fínt að sjá breytingarnar í umhverfinu eftir okkur.“

AÞENA ELFUR INGIBJARGARDÓTTIR 21 ÁRS:

„Þetta er fyrsta sumarið mitt en vinkona mín benti mér á þetta starf, sagði að það væri svo skemmtilegt. Ég var í vetur að vinna sem stuðningsfulltrúi í Myllubakkaskóla og finnst gaman að vinna með krökkum. Við erum að labba um og fylgjast með krökkunum og gá hverjir eru duglegir og hverjir ekki. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu starfi í sumar en við verðum með þennan hóp í sumar. Við verðlaunum þau sem standa sig vel með því að leyfa þeim að fá fimm mínútur lengri pásu, það hvetur hina til að vera dugleg. Ég ætla að verða lögga, er að vinna í því að klára stúdentinn og ætla svo í lögregluskólann.“

BRYNJA ÝR JÚLÍUSDÓTTIR 21 ÁRS:

Við leggjum líka áherslu á að hafa gaman „Þetta er þriðja sumarið mitt sem flokksstjóri sem er mjög gaman þegar það er gott veður. Ég þekki þessa krakka því ég var stuðningsfulltrúi í Háaleitisskóla og er að kynnast þessum krökkum betur hér í sumar. Mér finnst gaman að vinna með krökkum. Ég ætla að verða kennari og er á leið í fjarnám í Háskólann á Akureyri í haust. Við leggjum áherslu á að hafa líka gaman með krökkunum hjá okkur og umbuna þeim sem eru dugleg því þau eiga það skilið. Hin taka eftir því og það hvetur þau til að vera duglegri. Við höfum ekki þurft að biðja krakkana að vera ekki í símanum í vinnunni, enda eru þau öll í Háaleitisskóla og þar er bannað að vera með síma. Þau eru vön því að vera án síma.“

Gabríel Goði Ingason.

Hafdís Birta Hallvarðsdóttir 14 ára:

Gaman að sjá hvað allt verður fallegt og snyrtilegt

ðsdóttir. Hafdís Birta Hallvar

Hef góða tilfinningu fyrir þessu starfi

„Það er alveg fínt en þetta er í annað sinn sem ég vinn hjá bænum en ég er dálítið hrædd við köngulærnar, þegar ég sé þær. Ég get samt alveg setið á jörðunni. Ég verð mjög ánægð þegar ég sé breytingarnar þegar ég er búin, allt svo snyrtilegt en ég er snyrtipinni. Mér finnst líka gaman þegar fólk tekur eftir því að allt er breytt og betra. Í þessu starfi er maður ekki einn og er með fullt af nýjum krökkum sem mér finnst gaman.“

„Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en ég hef aldrei unnið í bæjarvinnunni. Mér finnst gaman að taka upp arfa og hreinsa beðin því þá verður allt svo fallegt og snyrtilegt. Ég er að prófa að vinna í garðinum hjá ömmu og afa. Mér finnst æðislegt að vera úti að vinna og er rosa svöng þegar ég kem heim eftir vinnudaginn.“

Tristan Jayvie Rosento

Tristan Jayvie Rosento 13 ára:

Ný tilfinning að fá laun „Þetta er alveg fínt, þetta er fyrsta sumarið mitt hér. Mér finnst mjög áhugavert að hjálpa til í náttúrunni og hreinsa. Ég hélt þetta yrði leiðinlegt en kemur á óvart hvað þetta er skemmtileg vinna. Gaman að vera með krökkunum, gaman að spjalla saman og stundum förum við í eltingarleiki í pásunum. Þetta er fyrsta vinna mín og fæ laun fyrir sem er alveg ný tilfinning fyrir mig. Ég ætla að safna þessu inn á bankabók.“


Útimálning sem endist og endist

MÁLA Í SUMAR? VITRETEX vatnsþynnanleg akrýlmálning á steininn og HJÖRVI vatnsþynnanleg akrýlmálning á járn og klæðningar. Hágæða efni sem þola íslenskt veðurfar. Reynslan er dýrmæt og við byggjum á henni. – Komdu og fáðu faglegar ráðleggingar áður en þú byrjar verkið.

SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga

slippfelagid.is


12

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Styðja ungt fólk í Vogum með ávöxtun hitaveitusjóðs Úthlutað úr mennta-, menningar- og afrekssjóði sveitarfélagsins Voga

Bókasafnið í Garði tekið undir kennslurými Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt tillögu frá stýrihópi um húsnæðismál Gerðaskóla. Húsrými almenningsbókasafns á neðri hæð Gerðaskóla verði nýtt sem kennslurými fyrir 1. bekk á komandi skólaári. Íbúum í Garði verður veitt bóka-

safnsþjónusta frá almenningsbókasafninu í Sandgerði meðan þessi tímabundna ráðstöfun stendur yfir. Bæjarráð leggur áherslu á að útfærsla á bókasafnsþjónustu fyrir íbúa í Garði liggi fyrir sem allra fyrst.

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma

HERDÍS HAFSTEINSDÓTTIR Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 28. júní í faðmi fjölskyldunnar. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Rúnar Þ. Magnússon Tómas Árni Tómasson Björk Magnúsdóttir Aron Rúnarsson Sólveig S. Sigurvinsdóttir Bjarki Rúnarsson Íris Björk Rúnarsdóttir Sverrir Birgisson Barnabörn

Úthlutun úr Mennta-, menningar og afrekssjóði Sveitarfélagsins Voga fór fram í vikunni. Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 og tekjur hans eru ávöxtun söluandvirðis 0,1% hluts í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var árið 2011. Tilgangur sjóðsins er að hlúa að menntun og menningu sem og að veita viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum, menningu og listum. Að þessu sinni fengu þrír nemendur úr 10. bekk Stóru-Vogaskóla styrk en það eru: Elísabet Freyja Ólafsdóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru - Vogaskóla. Umsögn skóla: „Frábær árangur í námi og þátttöku í Skólahreysti.” Gabríella Sif Bjarnadóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru-Vogaskóla. Umsögn skóla: „Fyrir framúrskarandi árangur í námi og tónlist.” Súsanna Margrét Tómasdóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru-Vogaskóla.Umsögn skóla: „Frábær árangur í námi og þátttöku í félagsstörfum nemenda.” Einnig fengu Eydís Ósk Símonardóttir, Gunnlaugur Atli Kristinsson og Stefán Svanberg Harðarson styrk. Gunnlaugur Atli og Eydís Ósk hafa lokið stúdentsprófi og Stefán Svanberg hefur lokið helmingi náms til stúdentsprófs.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Þungarokk og norskir þorskar Þó svo að Ísland sé ekki stórt land, þá engu að síður er Ísland næst stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópu. Einungis Noregur er stærri fiskveiðiþjóð og í því landi er óhemju mikið af allskonar bátum af öllum stærðum sem stunda fiskveiðar.

Bæjarstjóri – aðstoðarmaður Velferðarsvið – lýðheilsufræðingur Þjónustukjarni Suðurgötu – deildarstjóri Fjármálasvið – fjármálastjóri Stjórnsýslusvið – forstöðumaður Súlunnar Leikskólinn Holt – sérkennslustjóri Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10 bekk Akurskóli – hönnunar- og smíðakennari Holtaskóli – dönskukennari Fjörheimar/88 húsið og Bardagahöll – ræstingar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Sundmiðstöð/Vatnaveröld - sumaropnun Klukkan 6:30 - 21:30 virka daga Klukkan 9:00 - 18:00 laugardaga og sunnudaga

AFLA

Duus Safnahús - sýningar í gangi Listasalur: Fjölskyldumyndir, verk eftir Erlu S. Haraldsdóttur. Stendur til 18. ágúst. Gryfjan: Varnarlið í verstöð, myndir og munir úr sögu Varnarliðsins. Stendur til 4. nóvember. Bíósalur: Verk úr safneign - málverk, skissur og steindir gluggar. Stendur til 18. ágúst. Stofan: Ást á íslenskri náttúru, ljósmyndir eftir Oddgeir Karlsson og fuglar og grjót úr safni Áka Gränz heitins. Stendur til 12. júlí. Duus Safnahús er opin kl. 12-17 alla daga.

FRÉTTIR

Viðburðir í Reykjanesbæ

Í Noregi hafa margir báta sem hafa verið smíðaðir á Íslandi verið seldir og er plastsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði mjög öflug í því að smíða plastbáta og selja þangað. Bátanna frá Trefjum þekkjum við Suðurnesjamenn mjög vel undir nafninu Cleopatra og er t.d. Von GK, Gísli Súrsson GK og Vésteinn GK bátar sem eru smíðaðir þar. Til Noregs hafa líka verið seldir eldri bátar og nýjasti báturinn sem var seldur þangað á sér mikla sögu á Suðurnesjum. Í Grindavík var bátur gerður út í 22 ár sem hét Kópur GK 175 og var síðan seldur til Tálknafjarðar og hét þar Kópur BA 175. Báturinn var seldur fyrir nokkrum árum til Noregs til útgerðar sem heitir Esköy og er þetta fyrirtæki í eigu bræðranna Hrafns og Helga Sigvaldssona ásamt Bjarna Sigurðssyni. Þeir keyptu bátinn Kóp BA og gáfu honum nafnið Valdimar H. Báturinn hefur stundað veiðar með beitningavél í Norður Noregi og ísar aflann um borð, sem er ólíkt öðrum stórum línubátum í Noregi, því þeir hausa flestir fiskinn og heilfrysta svo um borð.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þegar þetta er skrifað þá er Valdimar H í 9. sæti yfir allra línubáta í Noregi og er aflahæsti línubáturinn í Noregi sem veiðir í ís og frystir ekki aflann um borð. Núna er báturinn á risasiglingu því fimm manna áhöfn er að sigla bátnum um 2650 km leið frá Norður Noregi og alla leið til Gdansk í Póllandi, þar sem að báturinn er að fara í slipp. Afhvejru byrja ég þennan pistil á Noregi? Jú, kannski af því að ég sjálfur skellti mér til Noregs núna um helgina að hlusta á þungarokkstónlist í þrjá daga. Já, maður keyrir rútur, skrifar á aflafrettir, gefur út aflatölurrit, skrifar þessa pistla og hlustar á mikið þungarokk. Og talandi um skrif, þá er pistillinn sem ég skrifaði fyrir 3 vikum síðan um slippinn í Njarðvík búinn að vekja miklu meiri athygli en ég nokkurn tíman gerði mér grein fyrir. Síðasti pistill fjallaði mikið um það og meðal annars um bátinn Hauk Böðvarsson ÍS, sem þá var

nýsmíðaður og er núna í slippnum í Njarðvík og heitir þar Valbjörn. Ég fékk send skilaboð þá skipstjóra frá Suðurnesjunum sem heitir Guðmundur Falk. Hann sagði ansi merkilega stutta sögu. Hún var á þá leið að þegar að Haukur Böðvarsson ÍS lá nýsmíðaður í Njarðvíkurhöfn nóttina eftir sjósetningu var hann á leið um borð í bátinn sem hann var á þá og hét Harpa RE. Harpa RE var þá á leið til loðnuveiða morgunin eftir. Sá þá Guðmundur að mikil slagsíða var kominn á Hauk Böðvarsson ÍS og sjór flaut inn á dekk bátsins og um lensportin og var báturinn að slíta af sér öll bönd. Guðmundur ók rakleiðis niður á slökkvistöð og sagði þeim þar að Haukur Böðvarsson ÍS væri að sökkva. Mætti dælubíll frá slökkviliðinu og mannskapur frá Vélsmiðjunni Herði sem smíðaði bátinn. Kom þá í ljós að botnloki hafði verið opinn, sem ekki var búið að tengja. Því má segja að snögg viðbrögð Guðmundar hafi bjargað bátnum. Engar þakkir fékk hann nú samt fyrir það en nú fær hann þær þakkir, í það minnsta frá mér. Já og talandi áfram um Njarðvíkurhöfn, þá hafa þeir sem rúnta um þá bryggju tekið eftir grænum fallegum báti sem þar er. Það er Grundfirðingur SH sem Hólmgrímur Sigvaldson er búinn að kaupa en hann gerir út, eins og við vitum, Grímsnes GK, Halldór Afa GK, Maron GK og kaupir fisk af Hraunsvík. Hólmgrímur mun fara með nýja bátinn í slipp í haust og mun hann þá fá fallega rauða litinn sem einkennir bátana hans og án efa mun hann taka þátt í netaveiðunum á vertíðinni 2020. Minni svo á að Vertíðaruppgjörið 2019-1969 er til sölu hjá mér í síma 774 3616.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

13

Tillaga að deiliskipulagi Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 18. júní 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hafnargata, Suðurgata, Vatnsnesvegur og Skólavegur Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulag felst í auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða við Hafnargötu, nýrri vegtengingu við Skólaveg og innkeyrsla verður frá Hafnargötu. Heimild fyrir viðbyggingum við hús við Suðurgötu og Vatnsnesveg, bílastæðum á lóðum, auknu byggingamagni og fjölgun íbúða. Heimild verður til uppskiptingar á lóðum við Suðurgötu. Lóðamörk breytast þannig að nokkrar lóðir stækka yfir bæjarland.

Skógrækt hófst á Háabjalla 1948 en þar hafa mælst hæstu tré á Suðurnesjum. Oktavía segir að haft var samband við skógfræðing hjá Skógræktarfélagi Íslands en hann taldi lífslíkur trésins afar litlar eða einungis um 5%.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 4. júlí 2019 til 22. ágúst 2019. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. ágúst 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

HÆSTA GRENITRÉ Á SUÐURNESJUM DAUÐVONA EFTIR SKEMMDARVERK Börkur hefur verið skorinn af stofni á einu hæsta grenitrénu í skógræktinni í Háabjalla í landi Sveitarfélagsins Voga. Um 20 sentimetra hluti hefur verið skorinn úr berkinum allan hringinn en sárið er í um það bil eins og hálfs metra hæð, segir í færslu sem Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir skrifar á fésbókarsíðu Skógfells, skógræktarfélags í Vogum.

Bláa lónið greiðir 4,3 milljarða króna í arð til eigenda Bláa lónið hagnaðist um 26,4 milljónir evra á síðasta ári eða því sem nemur um 3,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var fyrir skömmu og fjallað er um á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, í dag. Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 17,5% í milli ára þegar hann nam 31 milljón evra. Tekjur félagsins námu 122,6 milljónum evra á síðasta ári eða um 17,4 milljörðum króna og jukust um 20% milli ára. Eignir félagsins námu í lok síðasta árs 157,2 milljónum evra eða um 22,3 milljörðum króna. Eigið fé félagsins var 87,8 milljónir evra og eiginfjárhlutfall því um 56%. Á aðalfundi sem fram fór í dag var samþykkt að greiða út um 30 milljóna evra arðgreiðslu til eigenda eða því sem nemur um 4,3 milljörðum króna.

Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar. Skipulagslýsingin verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 4. júlí 2019 til 30. ágúst 2019. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. ágúst 2019. Skipulagslýsingin er einnig aðgengileg á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna.Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 eða á netfangið gunnar.k.ottosson@ reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

lífi þessa öldungs,“ segir í færslunni. Stjórn og félagsmönnum Skógfells er það mikil ánægja að þeim fari fjölgandi sem njóta útivistar í fagurri náttúru skógarins og nærsvæða hans. „Öll umgengni hefur verið til fyrirmyndar, við vorum því virkilega sorgmædd að sjá skemmdirnar og létum lögreglu vita,“ skrifar Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir.

Reykjanesbæ, 26. júní 2019. Skipulagsfulltrúi

Ekki er vika án Víkurfrétta ... nema kannski næsta vika!

ATVINNA / WORK MCRENT ICELAND, HÚSBÍLALEIGA, AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Í EFTIRFARANDI STARF. MCRENT MOTORHOME RENTAL ADVERTISES FOR PEOPLE IN THE FOLLOWING POSITION.

AFGREIÐSLA/CUSTOMER SERVICE Laus er tímabundin staða fram til loka október 2019, með möguleika á framlengingu starfstímabils. Starfið felur í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang. Available is a position in customer service on a temporary basis, until the end of October 2019, with a possibility of a longer period. The work includes general service to our customers and filing of information.

Hæfniskröfur/Hiring standards: Rík þjónustulund, tölvukunnátta, tungumálakunnátta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarks aldur er 22 ár. Positive attitude towards customer service, computer skills, knowledge of languages, applicants must have a driver’s license and to have an interest in tourism. Minimum age is 22 years.

Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á: iceland@mcrent.is. Tekið er við umsóknum fram til 10.7.2019. Please send your CV with picture to: iceland@mcrent.is. Applications will be received until 10.7.2019. Allar nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is For further information please send us an e-mail to: iceland@mcrent.is HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Skógrækt hófst á Háabjalla 1948 en þar hafa mælst hæstu tré á Suðurnesjum. Oktavía segir að haft hafi verið samband við skógfræðing hjá Skógræktarfélagi Íslands sem taldi lífslíkur trésins afar litlar eða einungis um 5%. „Þó var ráðist í að flytja börk af nýfelldu tré og líma hann yfir sárið með þá von í brjósti að það muni bjarga

Aðalskipulag - Skipulagslýsing

Smiðjuvöllum 5a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

Gönguferð um Voga - með Sögu- og minjafélaginu í Vogum og Reykjanes UNESCO Global Geopark Fimmtudaginn 27. júní efndu Sögu- og minjafélagið í Vogum og Reykjanes UNESCO Global Geopark til gönguferðar í Vogum. Það voru liðlega þrjátíu manns sem mættu og tóku þátt, þrátt fyrir rigningarsudda. Ferðinni var heitið að Brekku undir Vogastapa, þar sem búið var í tæp 100 ár, fram til byrjunar 20. aldar. Gangan hófst við Stóru-Vogaskóla, undir öruggri leiðsögn Hauks Aðalsteinssonar Á leiðinni var m.a. staldrað við rústir Stóru-Voga, sem talið er að hafi verið fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið sem reist var á Suðurnesjum. Áfram var haldið eftir góðum göngustíg sem umlykur byggðina í Vogum, og staldrað næst við upplýsingaskiltið um Sæmundarnef. Þar var drepið á útgerðasögu, einkum árabátaútgerð, sem var fyrirferðamikil í Vogum á öldum áður. Vogavíkin var gjarnan kölluð Gullkistan, svo fengsæl voru fiskimiðin þar. Þá var haldið sem leið liggur eftir fallegri svartri sandfjöru austan við Hvammsgötu. Þar í fjöruborðinu má m.a. sjá leifar af mógröfum. Þessu næst var staldrað við á s.k. Kristjánstanga, sem er innst í Vogavík. Haukur leiðsögumaður sagði þar einnig frá útgerðarsögunni, en á þessum slóðum stóðu m.a. salthús til fiskverkunar á 19. öld. Áfram var haldið og stefnan nú tekin að Brekku undir Vogastapa. Háfjara var, sem gerði hópnum kleift að ganga á sléttum sandbotninum, í stað þess að klöngrast eftir þýfðu landslagi í brekkurótunum. Í sandinum mátti sjá litla hrauka, sem eru eftir fjörumaðka sem þarna þrífast. Maðkarnir voru fyrr á tímum tíndir og nýttir til beitu á línu. Þessu næst var komið að rústum Brekku, eins þriggja býla þar sem heilsársbúseta var undir Vogastapa. Haukur sagði frá lífi fólksins á þessum slóðum, þegar mest var bjuggu um 30 manns á þessum stað, á þremur býlum. Gengið var um svæðið og rústir fleiri býla skoðaðar, og drepið á útgerðasögunni. Því næst var haldið til baka sömu leið, eftir vel heppnaða ferð. Tveimur tímum eftir brottför komu göngumenn sælir og glaðir til baka að Stóru-Vogaksóla, en eilítið blautir og hraktir. Vel heppnuð ferð í alla staði, og þátttakan góð. Kveðja, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri.

Hópur dansara frá Danskompaní á Dance World Cup í Portúgal:

SVÍFA UM Á BLEIKU SKÝI OG BYRJAÐAR AÐ SAFNA VERÐLAUNUM Hópur dansara frá Danskompaní í Reykjanesbæ tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu í dansi, Dance World Cup, sem haldið er í Braga í Portúgal. Hingað til hefur hópurinn náð gríðarlega góðum árangri en dansararnir sem um ræðir eru þær Díana Dröfn Benediktsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, Jórunn Björnsdóttir, Júlía Mjöll Jensdóttir, Sonja Bjarney Róbertsdóttir Fisher og Sóley Halldórsdóttir. Þær keppa í hinum ýmsu dansflokkum með mismunandi atriði. Fyrsta atriðið frá Danskompaní var dansinn Mavavity eftir Auði B. Snorradóttur en það endaði í 5. sæti og var flutt af þeim Jórunni og Sóleyju. Þá hlaut annað atriði frá Danskompaní bronsverðlaun með atriðið Harpies eftir Helgu Ástu, eiganda Danskompaní. Dansararnir í því atriði voru þær Díana, Elma, Ingibjörg, Júlía og Sonja. Víkurfréttir náðu tali af Ingibjörgu Sól sem var virkilega sátt með frammistöðu Danskompaní og íslenska landsliðsins í heild sinni. „Við erum ótrúlega stoltar af því að hafa náð svona langt og ætlum að gera okkar allra besta. Markmiðið okkar er að kynnast dönsurum hvaðanæva að úr heiminum, sýna okkur og sjá aðra. Þetta er frábært tækifæri til að læra meira, fá innblástur og byggja vinasambönd við aðra dansara,“ segir hún. Framundan eru fleiri keppnir hjá stelpunum, æfingar og uppskeruhátíð í einu stærsta leikhúsi Portúgal þar sem heimsmeistaratitillinn verður veittur og flottustu atriði keppninnar sýna. „Við svífum um á bleiku skýi. Þetta er ótrúleg upplifun. Íslenska landsliðið er búið að standa sig svo vel í keppninni og við hlökkum til að halda áfram að gera okkar besta og betra en það,“ bætir Ingibjörg við.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram- og Facebooksíðu Danskompaní það sem eftir er móts en hópurinn vill koma kærum þökkum til styrktaraðila sinna en þeir eru Saltver, Landsbankinn, Víkurás, Eignamiðlun Suðurnesja, Fasteignasalan Stuðlaberg, Tannlæknastofa Kristínar Erlu, Tannlæknastofa Kristínar Geirmunds, Ráðhúskaffi og Bílrúðuþjónustan.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Fleiri myndir munu birtast með umfjölluninni á vf.is Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

15

Suðurnesjabær í eitt ár Þann 10. júní sl. var liðið eitt ár frá því sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs tók til starfa. Þetta fyrsta starfsár sveitarfélagsins hefur verið viðburðaríkt og annasamt. Unnið hefur verið að því að formgera sveitarfélagið, það hefur falið í sér að unnið hefur verið að mjög mörgum stórum og minni verkefnum. Þá hefur verið unnið að samræmingu margra hluta, þar sem mismunandi hefðir og venjur voru hjá fyrri sveitarfélögum. Á þessu fyrsta ári hafa náðst margir áfangar í því verkefni að móta nýtt sveitarfélag. Einn af stóru áföngunum var þegar heiti sveitarfélagsins, Suðurnesjabær tók gildi þann 1. janúar 2019 og í framhaldi af því var unnið að hönnun byggðamerkis, sem endaði með því að full samstaða var í bæjarstjórn í mars sl. þegar

bæjar var staðfest samhljóða í bæjarstjórn í mars 2019. Merkið hefur fengið mjög jákvæðar viðtökur meðal íbúa sveitarfélagsins. Fleiri merkir áfangar urðu í starfsemi Suðurnesjabæjar á fyrsta starfsárinu. Sem dæmi um það má nefna að bæjarstjórn samþykkti fyrstu fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar í desember sl., þá afgreiddi bæjarstjórn ársreikning fyrir árið 2018 í byrjun júní, en sá ársreikningur náði fyrri hluta ársins yfir rekstur gömlu sveitarfélaganna, en yfir rekstur Suðurnesjabæjar frá 1. júlí 2018. Hvor tveggja eru þetta merkir áfangar. Hér er aðeins stiklað á stóru um fyrsta starfsár Suðurnesjabæjar, en margt fleira væri þess virði að fjalla um

byggðamerki Suðurnesjabæjar var samþykkt. Hönnun þess var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið. Það var ánægjulegt og í senn styrkleikamerki hve bæjarstjórn var algerlega samstiga við ákvörðun um heiti sveitarfélagsins og byggðamerkis. Byggðamerki Suðurnesja-

og verður það gert síðar. Það má segja að sveitarfélagið sem varð til fyrir ári síðan hafi farið gegnum mikilvægt þroskaskeið á sínu fyrsta ári. Framundan eru margar áskoranir sem unnið verður úr á næstu vikum, mánuðum og árum. Mótun nýs sveitarfélags lýkur ekki á einu ári, heldur er um langtíma verkefni að ræða. Hins vegar má fullyrða að vel hafi gengið hjá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins að leysa fjölmörg verkefni á þessu fyrsta ári. Magnús Stefánsson bæjarstjóri (Pistillinn var upphaflega birtur á vef bæjarins).

Kattaást í Grindavík og Suðurnesjabæ Nýverið skýrðu Víkurfréttir frá því, að lausaganga katta yrði áfram leyfð í Grindavík. Samkvæmt reglugerð fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum er lausaganga katta skilyrt: „Leyfishafa er skylt að gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfishafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við fjarlægja dýrið gerist þess þörf.“ Svo er að skilja af umgetinni frétt, að stjórnendur Grindavíkur hefðu þegið þá ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja (HS), að erfitt yrði að framfylgja lausagöngubanni. Það er að sönnu einkennileg ráðgjöf almennt séð. Það er í öllum greinum snúið að framfylgja lögum og reglum. Engu að síður virða reglurnar flestir. Ráðgjöfin fær á sig þversagnakenndan blæ, þegar hún er skoðuð í ljósi viðbragða við erindi undirritaðs til sama stjórnvalds. Erindið hljómaði svo: „Ég er íbúi í hinum friðsæla Garði. Bý þar í parhúsi. Við, grannarnir, verðum fyrir stöðugum óþægindum af kattaróféti annars granna, sem veður hér um garða og hús, tætir upp sáningu, gerir þarfir sínar og drepur fuglana, sem við reynum að laða að okkur. Þar við bætist að undirritaður er með ofnæmi fyrir hári katta, þannig að heilsu minni gæti verið hætta búin, því kötturinn sætir stundum lagi og skýst inn í húsið, þegar dyr eru upp á gátt og gluggar opnir. Þrívegis hefur ástandinu verið lýst fyrir hlutaðeigandi granna og hann góðfúslega beðinn um að halda kettinum frá húsum okkar og görðum. Hann skellir við því skollaeyrum.“ Væntanlega hefur erindi ónefnds Grindvíkings verið svipaðs eðlis. Hið áhugaverða svar, sem fékkst með nokkrum eftirgangsmunum, hljómar svo: „Eignarétturinn þ.m.t. eign á dýrum er stjórnarskrárvarinn. Hinsvegar er að finna í ýmsum lögum heimild til eignaupptöku ef hlutir eða önnur verðmæti standa í tilteknu sambandi við refsiverðan verknað. Í samþykkt um kattahald á Suðurnesjum er ekki að finna ákvæði um haldlagningu katta, nema þegar um villi- eða flækingsketti er að ræða. Þá er ekki tekið með skýrum hætti á ofnæmi sem kettir kunna að valda. Til þess að stjórnvald eins og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja geti aðhafst á grundvelli samþykktarinnar þarf að sanna að refsiverður verknað hafi átt sér stað, þ.e.a.s. að eigandi dýrsins hafi með sinni háttsemi brotið reglur. Embættið þarf með öðrum orðum að sanna [að] eigandi hafi með ásetningi valdið öðrum tjóni, óþægindum, óþrifum o.s.frv. Ekki nægir að nágranni telji sig verða fyrir þessum miska. Það þarf að sanna að tjón sé af völdum þessa tiltekna dýrs auk

þess sem meta þarf það í krónum og aurum. Ónæði og röskun á ró eru óljós hugtök í lögfræðilegum skilningi og til sönnunar á slíku verða starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins annað hvort að hafa sannreynt það sjálfir eða fá það staðfest í lögregluskýrslum. Óljóst er hvort samþykktin taki yfir heilsutjón af völdum kattarofnæmis. Ef svo er þarf að sanna að þessi tiltekni köttur hafi valdið ofnæmisviðbrögðum en ekki eitthvað annað. Það er ekki að Heilbrigðiseftirlitið vilji ekki hlutast til í málum sem þessum, heldur frekar hitt að við teljum hendur okkar bundnar af gildandi löggjöf og þeim úrskurðum og dómum sem vísa eiga veginn um framkvæmdina.“ Í svari þessu má t.d. lesa ýmislegt gagnlegt um lög og kattaréttarhöld. Það hefði óneitanlega einnig verið fróðlegt að sjá útleggingu HS á stjórnarskránni um rétt þolenda kattaágangs, bæði með tilliti til heilsufars og eignatjóns, svo og túlkunar á þessu ákvæði í reglugerð um hollustuhætti: „Gæludýr skulu þannig haldin að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði.“ Fátt er um heilbrigði

sagt frá heilbrigðiseftirlitinu. Þó er véfengt, að tilgreind reglugerð taki til heilsutjóns af völdum kattaofnæmis. Samkvæmt orðanna hljóðan er það beinlínis spaugilegt, enda er stjórnsýslan stundum bráðskemmtileg. Ég hlýt að geta gert ráð fyrir því, að HS kunni skil á kattaofnæmi og algengi þess (svona nokkurn veginn). (Líklegt er, að um það bil fjórðungur til þriðjungur manna hafi óþægindi/sjúkdóm af völdum kattahárs og –vessa. Sumir gera sér ekki grein fyrir því.) HS vill svo gjarnan sinna vinnunni sinni, en saknar skýrrar reglugerðar. Því mætti ætla, Grindvíkingar hefðu verið hvattir til reglugerðarbreytingar, sem ótvírætt bannaði lausagöngu katta eins og víða meðal siðaðra þjóða. Slík reglugerð hefði vafalaust skapað kæti í höllu HS og þar jafnvel borin fram kattarhlandslegin jarðarber eða salat ræktað í kattarkúki. Undirritaður leyfir sér hins vegar að skora á sveitastjórnir Suðurnesja að banna lausagöngu katta með þeim rökstuðningi, sem felst í grein þessari og annarri fyrri um efnið í sama miðli. Hver veit nema ástir katta og eigenda þeirra blómstri enn við aukið samneyti á heimavettvangi beggja. Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi, áhugamaður um ábyrgt kattahald ásamt góðu katta- og mannlífi.

Rekstrarstjóri

Skólamatur ehf. leitar að metnaðarfullum og skipulögðum rekstrarstjóra. Rekstrarstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og vilja til nýsköpunar. Rekstrarstjóri þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtogafærni, samskiptahæfileikum og hafa styrk til að taka ákvarðanir og vinna undir álagi.

Helstu verkefni • • • • • • • •

Ábyrgð á framleiðsluáætlunum Ábyrgð á skipulagi framleiðslu Ábyrgð á viðhaldi og endurnýjun tækja og búnaðar Innkaup og samningagerð Umsjón lagerbókhalds Kostnaðareftirlit Sala og reikningagerð Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu

Hæfniskröfur • • • • • • •

Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar Framúrskarandi þekking og færni á upplýsingakerfum sem nýtast í starfi Sjálfstæði og frumkvæði Lausnamiðuð hugsun Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni Reynsla af stjórnun

Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2019 Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur, mannauðsstjóra: skolamatur@skolamatur.is Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á ferskan, hollan og næringaríkan mat - eldaðan frá grunni. Fyrirtækið þjónustar um fimmtíu mötuneyti á suðvesturhorni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitthundrað.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sexhundruð eru félagsmennirnir orðnir í Golfklúbbi Suðurnesja. Það er gleðiefni enda er golf að öllum öðrum íþróttum ólöstuðum, besta íþrótt í heimi. Ég var svo heppinn að kynnast henni þessari árið 1986. Fékk bakteríuna um leið. Þótti stórskrítinn að láta fótbolta lönd og leið til að elta lítinn hvítan bolta í Leirunni. Afi minn heitinn var duglegur að spila með mér og skipti þá engu þótt aldursmunurinn á okkur væri 43 ár. Ég á unglingsárum og hann rétt um sextugt. Frábær leið til að brúa kynslóðabilið. Í Leirunni áttum við margar góðar stundir.

Póstur: vf@vf.is

LOKAORÐ

Sexhundruð

Sími: 421 0000

Nú er svo í pottinn búið að félagar mínir í fótbaltanum eru einn af

Margeirs Vilhjálmssonar öðrum að leggja leið sína á golfvöllinn. Rétt rúmlega fimmtugir. Alltof seint náttúrlega. En betra er seint en aldrei. Ég hvet íbúa Suðurnesja til að feta í fótspor þeirra. Við eigum frábæra golfvelli í Leiru, Sandgerði, Grindavík og Vogum. Átján holu golfhringur er tíu kílómetra göngutúr sem maður myndi aldrei nenna af stað í nema til að elta lítinn hvítan bolta. Góða skemmtun á golfvellinum

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Það er ekkert óeðlilegt að kylfingar fái fugl og örn en hvað er að fá kríu?

„Reynum eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna í Vogum“ Framkvæmdastjóri í fullt starf hjá Þrótti Vogum Mikil gróska hefur verið í starfi Þróttar undanfarin ár og vöxtur félagsins hraður að sögn Petru Ruth Rúnarsdóttur, formanns Þróttar. „Iðkendum og félagsmönnum hefur fjölgað hratt, félagið er með ýmsa starfsemi í gangi og með hærra starfshlutfalli framkvæmdastjóra fáum við meiri fagmennsku í starfið og getum haldið betur utan um félagið. Einnig hefur verkefnum fjölgað samhliða íþróttagreinum sem stundaðar eru hjá félaginu,“ segir Petra Rut. „Sveitarfélagið hefur reynst okkur vel í þessum vaxtaverkjum og styður vel við bakið á okkur. Hér eru allir að róa í sömu átt en núna stefnir í fjölgun íbúa og þá reynum við eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna sem vilja setjast að í Vogum vegna þess að hér er gott forvarnarstarf unnið og öflugt íþróttafélag. Síðustu árin hafa verið erfið, það hefur reynt mikið á sjálfboðaliða innan félagsins og aðra sem starfa fyrir félagið. Við höfum verið að berjast við mikla vaxtaverki, höfum verið að vinna hörðum höndum við að láta hlutina ganga upp. Við þessar breytingar getum við vandað betur til verka, verið markvissari í okkar störfum,

„Sveitarfélagið hefur reynst okkur vel í þessum vaxtaverkjum og styður vel við bakið á okkur. Hér eru allir að róa í sömu átt en núna stefnir í fjölgun íbúa og þá reynum við eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna sem vilja setjast að í Vogum vegna þess að hér er gott forvarnarstarf unnið og öflugt íþróttafélag“. sinnt félagsmönnum, iðkendum, sjálfboðaliðum og þjálfurum betur í þeirri vegferð sem við erum,“ sagði

Þekking í þína þágu

Vilt þú starfa á kraftmiklum og skemmtilegum vinnustað? Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar að framúrskarandi starfsmanni sem vill starfa með okkur í Samvinnu starfsendurhæfingardeild. Starfssvið viðkomandi nær m.a. yfir

Menntunar- og hæfnikröfur

• ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu • taka þátt í teymisvinnu sérfræðinga sem koma að starfsendurhæfingunni • gera og hafa umsjón með endurhæfingaráætlunum einstaklinga • skipulagning og umsjón með námskeiðahaldi og fræðslu • þátttaka í ýmsum verkefnum

• háskólamenntun á sviði heilbrigðiseða félagsvísinda • reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar • þekking og reynsla af atvinnulífinu • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki

Skilyrði er að viðkomandi hafi einstaka þjónustulund, góða samskiptahæfileika, sé hugmyndaríkur og árangursdrifinn. Umsóknir sendist til ina@mss.is fyrir 5. ágúst næstkomandi.

Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, sem var í 60% starfshlutfalli og mun fara í fullt starf í sumar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.