Víkurfréttir 27. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 14. júlí 2021 // 27. tbl. // 42. árg.

Túristarnir teknir að streyma til Íslands Hröð aukning í ferðaþjónustunni hefur haft áhrif á samfélagið og atvinnulífið á Suðurnesjum í sumar. Um tuttugu brottfarir og komur, alls um 40 flug, hafa verið á Keflavíkurflugvelli síðustu daga en það er svipuð umferð og var yfir rólegustu vetrarmánuðina árið 2017. Útlendingar sjást víða á ferli og þeir sækja veitingastaði og aðra þjónustu, ekki síst Bandaríkjamenn sem eyða mestu. Þeir hafa t.d. verið duglegir við að sækja bakaríin heim í Reykjanesbæ skömmu eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: JPK

Elsa Pálsdóttir Evrópumeistari öldunga auk þess að setja fimm heims- og Evrópumet

>> Sjá viðtal á bls. 14

FLJÓTLEGT OG GOTT! 23%

35%

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

24%

592 kr/pk

389 kr/pk

296 kr/pk

áður 769 kr

áður 599 kr

áður 389 kr

Barion hamborgarar 2x140 gr

Coop kartöflur og kartöflubátar

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Barion hamborgarabrauð 2 stk

A L L T FY RIR Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

PÁLL ÞOR­ BJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

GUNNUR@ALLT.IS 560-5503

UNNUR@ALLT.IS 560-5506

PALL@ALLT.IS 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skökk mynd dregin upp af stöðu bólusetninga á Suðurnesjum Staða bólusetninga á Suðurnesjum hefur verið í umræðunni síðustu daga en á vefnum covid. is, sem Landlæknisembættið og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að baki, kemur fram að hlutfallslega er lægsta hlutfall bólusettra að finna á Suðurnesjum. Samkvæmt nýjustu tölum (9. júlí 2021) hafa í heildina verið gefnir 451.936 skammtar á Íslandi og 264.849 einstaklingar hafa fengið allavega einn skammt bóluefnis. Hæsta hlutfall eftir lögheimili er á Norðurlandi þar sem yfir 75% hafa verið bólusettir en á Suðurnesjum er hlutfallið rétt um 65%. Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að sennilega mætti skýra þennan mun á hærra hlutfalli erlendra íbúa á Suðurnesjum en annars staðar. „Margir þeirra erlendu íbúa sem eru skráðir með lögheimili hér, og misstu vinnuna í Covid, hafa snúið til síns heima, ýmist um stundarsakir eða eru alfarnir. Flestir eru þetta Pólverjar og margir þeirra sem hafa farið í frí til Póllands hafa jafnvel þegið bólusetningu þar. Nú,

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, afhendir Boga Adolfssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, viðurkenninguna Verndarvænginn. Icelandair styrkir Landsbjörg og kynnir nýja árlega viðurkenningu:

Icelandair veitir Þorbirni viðurkenninguna Verndarvænginn Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HSS, mundar sprautuna þegar María Arnlaugsdóttir, 99 ára, fékk fyrst allra almennra bæjarbúa á Suðurnesjum bólusetningu þann 29. desember síðastliðinn. VF-mynd: pket þegar þessar massabólusetningar sem hafa verið í gangi hér hjá HSS eru afstaðnar, tekur við vinna við að skrá inn í kerfið öll þau vottorð sem hefur verið framvísað til okkar af erlendum íbúum svæðisins – þessi

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

vottorð eru ekki enn komin inn í þær tölur sem eru gefnar upp á covid.is. Ég hugsa að þegar allt er talið þá sé hlutfallið hér svipað því sem er annars staðar,“ segir Sveinbjörg. Sveinbjörg segir að bólusetningar hafi gengið vel og margir hafi mætt á opinn dag þar sem Jansen bóluefni var í boði. „Svo voru margir sem eltu góða veðrið austur og voru kannski ekki að nenna að mæta á boðuðum tíma hingað úr góða veðrinu – en þeir eru búnir að vera að mæta núna og fá Jansen hjá okkur.“ Þeir skjólstæðingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem óska eftir að þiggja eldra boð um bólusetningu geta sent upplýsingar um kennitölu og símanúmer til HSS (hss@ hss.is) og fá þá boð í bólusetningu með Jansen bóluefni þegar að þeim kemur og hvatti Sveinbjörg alla þá sem hafa ekki enn verið bólusettir fyrir Covid-19 að notfæra sér það.

Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í síðustu viku undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður fyrr í dag við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum. Við sama tilefni var tilkynnt um nýja viðurkenningu, Verndarvænginn, sem Icelandair mun veita árlega fyrir eftirtektarvert starf björgunarsveitar. Fyrsti Verndarvængurinn var veittur björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar. Samstarfssamningur Icelandair og Slysavarnafélagsins Landsbjargar kveður á um beinan fjárhagslegan styrk auk sérstakra styrkja til flugferða innanlands og milli landa. Einnig verður lögð áhersla á samstarf Icelandair og Landsbjargar hvað varðar forvarnir og upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna, öryggisþjálfun og gerð viðbragðsáætlana. Horft verður til þess að efla vefinn Safetravel.is enn frekar en vefurinn

er öflug og góð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Auk þess mun Icelandair koma upplýsingum um vefinn áfram til flugfarþega um sínar dreifileiðir. Undanfarin ár hafa Landsbjörg og Icelandair verið í virku samstarfi varðandi öryggisþjálfun, gerð viðbragðsáætlana og viðbrögð við flugatvikum. Þetta samstarf verður eflt enn frekar á næstu árum.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, handsala áframhaldandi samstarfssamning.

Hringferð á sovéskum traktor

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Eiríkur Sigurðsson lagði upp í langferð á laugardagsmorgun þegar hann hélt af stað frá Sandgerði á gömlum, sovéskum, uppgerðum traktor í hringferð um Ísland. Eiríkur er kominn á eftirlaun, hefur nægan tíma núna og er að gera þetta fyrir sjálfan sig. „Ég hef ekki hugmynd hvað ferðin kemur til með að taka langan tíma, fjallahótelið er í eftirdragi – ég tek alkann á þetta og tek einn dag í einu.“

„Ég keypti vélina fyrir fjórum árum og hef verið að gera hana upp, hugmyndin kom fljótlega eftir kaupin og því er undirbúningurinn búinn að vera töluverður,“ sagði Eiríkur að lokum, rétt áður en hann hoppaði upp í traktorinn sinn og hélt af stað í ævintýraferðina. Jón Hilmarsson, fréttamaður Víkurfrétta, ræddi við Eirík í upphafi ferðarinnar. Í rafrænni útgáfur Víkurfrétta er hægt að smella á myndina og sjá myndbandið.

Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja vf.is er alltaf vakandi og þar er að finna nýjustu fréttir og íþróttir

vf.is


A N I G L E H R I R Y F T ALL ! Ó T T E N N U L S R E V U T Í NÆS TILBOÐ GILDA 15. -- 18. JÚLÍ

VIP LAMBAHRYGGUR

HÁLFUR - LUNDARMEGIN

40%

40%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Heilt nauta rib-eye Í piparmarineringu

2.759

KR/KG ÁÐUR: 4.598 KR/KG

Grísahnakki í sneiðum Með sætri soya & engifer

1.439

KR/KG ÁÐUR: 2.399 KR/KG

25%

2.787

AFSLÁTTUR

KR/KG

ÁÐUR: 3.399 KR/KG

20% AFSLÁTTUR

Nauta grillpylsur 260 gr – 7 stk

524

KR/PK ÁÐUR: 699 KR/PK

30% AFSLÁTTUR

Grill-tvenna Lambamjöðm og nautarumpsteik

2.449

KR/KG ÁÐUR: 3.499 KR/KG

Grillsneiðar Fjallalamb

1.129

40%

Heilsuvara vikunnar!

AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 1.889 KR/KG

25%

Súpuhumar 750 gr – Humarsalan

1.759

KR/PK ÁÐUR: 2.199 KR/PK Gul melóna

138

KR/KG ÁÐUR: 275 KR/KG

AFSLÁTTUR

Organic Beetroot 60 stk – Natures Aid

50% AFSLÁTTUR

1.889

KR/PK ÁÐUR: 2.519 KR/PK

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Náðu í appið og safnaðu inneign Þú getur notað appið í öllum Nettó verslunum Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skúli Mogensen opnar nýtt hótel á Ásbrú:

Ánægður með Play en hefði viljað sjá lægri verð Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins WOW, er bjartsýnn á komandi tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og Suðurnesjum. Hann er að opna nýtt 67 herbergja hótel á Ásbrú á næstunni sem verður alfarið sjálfstýrt. Honum líst vel á Play flugfélagið en hefði viljað sjá það fara lægra í farmiðaverðum. Nýja hótelið heitir ABC Hotel og er við Keilisbraut 747 á Ásbrú. „Þetta er bygging sem ég gerði alfarið upp á sínum tíma og var notuð fyrir erlendu flugmenn WOW air en hefur núna verið í skammtímaleigu. Þetta verður 67 herbergja hótel sem verður alfarið sjálfstýrt þar sem gestir innrita sig sjálfir og fá aðgang að herbergi sínu með lásakóða. Herbergin eru flest öll rúmgóð, nýuppgerð og á hagstæðu verði hverju sinni. Stefnt er að því að opna núna í ágúst,“ segir Skúli sem er með taugar til Suðurnesja enda með sterka Keflavíkurtengingu en móðir hans, Anna Skúladóttir, er fædd og uppalin í Keflavík.

Suðurnesin rísa hratt „Það er alveg ljóst að núna þegar landið opnast á ný og flugið kemst í samt horf þá munu Suðurnesin rísa hratt á ný. Það er líka ánægjulegt að sjá nýsköpunina sem er að eiga sér stað og ég hef alltaf verið sannfærður um skilin á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins muni

ABC Hotel á Ásbrú. VF-mynd: HBB fara á flug og það að koma af stað nýju flugfélagi er gríðarlegt afrek svo ekki sé talað um að sækja átta milljarða í fjármögnun áður en fyrsta flug er farið. Þarna er margt gott fólk sem á heiður skilið fyrir að koma félaginu á þennan stað eftir langa og stranga fæðingu.

Byggt á fyrri reynslu hefði ég reyndar viljað sjá þau fara mun grimmar í lággjaldastefnuna til að standast aukna samkeppni úr öllum áttum en ég óska þeim alls hins besta og bíð spenntur eftir að sjá framhaldið,“ segir Skúli Mogensen.

halda áfram að minnka á komandi árum enda stutt á milli,“ segir Skúli en hann breytti Base hotel, sem hann rak á sínum tíma, í litlar íbúðir sem hafa verið seldar á undanförnum mánuðum og ári. Alls um 80 íbúðir en stefnt er að því að setja síðustu 40 íbúðirnar í sölu í haust.

Gaman að fylgjast með Play Aðspurður um nýstofnað flugfélag, Play, segir hann að stofnendur þess hafi staðið sig frábærlega og þar sé margt gott fólk. Hann setur þó spurningamerki við farmiðaverð félagsins. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd Íslands og ferðaþjónustunnar í heild sinni þar sem það er nokkuð ljóst að mörg af þeim erlendu flugfélögum sem hafa „uppgötvað“ Ísland á undanförnum árum munu snúa aftur og ef eitthvað er býst ég við því að framboðið til og frá Íslandi muni ná nýjum hæðum strax næsta sumar með tilheyrandi samkeppni og mjög hagstæðum verðum fyrir neytendur. Það hefur verið gaman að fylgjast með Play

Það mun ekki fara illa um gesti ABC Hotel á Ásbrú. VF-myndir: pket

FERÐAÞJÓNUSTAN Á FLEYGIFERÐ Á NÝ

Lífið er að færast í eðlilegt horf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru ferðalangar nú teknir að streyma til landsins á ný.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Hröð aukning í ferðaþjónustunni hefur haft áhrif á samfélagið og atvinnulífið á Suðurnesjum í sumar. Um tuttugu brottfarir og komur, alls um 40 flug, hafa verið á Keflavíkurflugvelli síðustu daga en það er svipuð traffík og var yfir rólegustu vetrarmánuðina árið 2017. Bandaríkjamenn hafa flykkst til Íslands enda mikið framboð af flugi daglega. Þetta hefur haft mikil áhrif á atvinnulífið, bílaleigubílar renna út, fjöldi fólks hefur aftur fengið störf á Keflavíkurflugvelli, hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og fleirum. Útlendingar sjást víða á ferli og þeir sækja veitingastaði og aðra þjónustu, ekki síst Bandaríkjamenn sem eyða mestu. Þeir hafa t.d. verið duglegir við að sækja bakaríin heim í Reykjanesbæ skömmu eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk í Sigurjónsbakaríi og Kökulist hafa bæði þurft að bregðast við því.

Von er á meiri aukningu á næstunni en þegar tíðindamaður Víkurfrétta var í flugstöðinni um miðjan dag síðasta mánudag var fjölmennt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar margar flugvélar voru að lenda. Umferðin gekk þó ágætlega og fjöldi starfsmanna í stöðinni til staðar til að láta hlutina ganga hratt og vel.


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Allt að

5afs0lát% tur!

SUMAR

ÚTSALA Sjá fleiri tilboð á byko.is

41% 20% Þú sparar:

5.000

Tilboðsverð Ferðagasgrill Ferðagasgrill svart 2,93kw.

19.995 50632100

Almennt verð: 24.995

Kílóvött

Brennarar

19,6 4+1

Gasgrill

31% Þú sparar:

80.000

ROGUE R525SIB, SIZZLEZONE™ hliðarbrennari. grillgrind 73x46cm, grillgrindur úr pottjárni

178.495 506600054

Almennt verð: 258.995

Sláttuorf

Sláttuvél

30 cm 18v án rafhlöðu.

Sláttuvél gc-pm 46 b&s 1,65kw

54.995

Þú sparar:

748300654

25.000

Almennt verð: 79.995

Tilboðsverð Hekkklippur 18V One+ 60 cm HP án rafhlöðu.

Tilboðsverð

Tilboðsverð

Tilboðsverð

31%

27.995 7133004906

x0

Almennt verð: 42.995

35% Þú sparar:

15.000

Verslaðu á netinu á byko.is

x0

Þú sparar:

10.000

14.295 7133002813

Almennt verð: 24.295


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stóðu fyrir götumarkaði

Sumarstemmningin hjá VF!

Víkurfréttir eru dottnar í sumargírinn í júlí og fram í ágúst. Verðum með hálfsmánaðar útgáfu á blaðinu en vf.is er alltaf vakandi og þar er að finna nýjustu fréttir og íþróttir. AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Nafli alheimsins „Hvað er það með þetta Nafla alheimsins kjaftæði alltaf í þér?“ Þetta var spurning sem ég fékk fyrir nokkru síðan og auðvitað var ég snöggur að svara því til að auðvitað væri þetta Nafli alheimsins og allt tal um eitthvað annað væri bara helber vitleysa. Hér skal nú reyndar tekið fram að upp úr þessari spurningu og svo svarinu á eftir upphófst hvorki rifrildi eða slagsmál, enda hvorutveggja hent fram í hinu mesta bróðerni. Ég verð að viðurkenna það að þessi spurning hreyfði aðeins við mér og ég fór að pæla aðeins í þessu „Nafla alheimsins“ kjaftæði mínu: Af hverju er maður alltaf að skrifa svona eins og að enginn annar staður sé til sem taki „Nafla alheimsins“ (Grindavík) fram? Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég tók að mér að vera bílstjóri fyrir

hana móður mína vestur á firði fyrir nokkrum árum síðan, um Hvítasunnuhelgi, þar sem að hún var boðin í fermingarveislu á æskustöðvum sínum Flateyri við Önundarfjörð. Veisluskyldum var sinnt ásamt því að þvælast vítt og breitt með þá gömlu. Nema hvað að þegar við erum að renna af stað suður aftur segir sú gamla: „Þetta var allt svo miklu stærra í minningunni.“ Ég náttúrlega hváði og árétta að þetta hafi nú hvorki stækkað eða minnkað en það sé náttúrlega eðlilegt að hún haldi þetta þar sem að hún sé nú orðin það gömul að hún hafi sjálfsagt verið eitt af vitnunum þegar að skrifað var upp á dánarvottorð fyrir Dauðahafið og þetta geti nú allt verið búið að skolast til í hennar haus.

Það var eins og við manninn mælt, var skammaður eins og hver annar flækingshundur fyrir þessa aðfinnslu en þegar skömmunum lauk segir sú gamla: „Þú veist hvað ég meina, fyrir mér var þetta allur heimurinn. Við lékum okkur hér í fjörunni og um allt plássið og hér upp í hlíðarnar.“ Þessi setning: „Þetta var allt svo miklu stærra í minningunni,“ sat í mér lengi á eftir og gerir reyndar enn – en núna skilur maður þetta kannski betur. Kannski þarf maður að fara í burtu í lengri eða skemmri tíma til að öðlast víðsýni, eða þegar að maður öðlast á einhvern hátt víðsýnina að þá minnki um leið hið hversdagslega umhverfi manns? Fyrir mér er Grindavík alltaf Nafli alheimsins, hér ólst ég upp og minn leikvöllur er hér út um allar koppagrundir; fótbolti á kirkjulóðinni, leita að kröbbum í fjörunni, sem var að foreldra ráði stranglega bannaður staður og maður skyldi aldrei

neitt í því að vera hundskammaður þegar maður kom holdvotur heim og sagðist hafa „dottið í poll“. Það var reyndar ekki mikið um polla svona um hásumar í 20°C hita, maður skilur það í dag hvernig var séð í gegnum mann. Svo var farið hér upp um öll hraun og upp á Þorbjörn, þannig að það var allt undir. Það þótti ekkert tiltökumál að vera staddur uppi á Þorbirni við það að hrekkja múkka og uppgötva að það var kominn „drekkutími“, skondrast heim í hann og þruma svo upp eftir aftur og taka upp þráðinn aftur við að hrekkja múkkann. Bryggjan var það heilagasta, og hún var bannsvæði en einhvern veginn varð þetta orð „bannsvæði“ afskaplega teygjanlegt hugtak í mínum huga. Einhvern tíman eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur á þessu yfirlýsta bannsvæði, þá tilkynnti karl faðir minn mér það, að ef hann myndi grípa mig aftur á þessu

Jón Steinar Sæmundsson

yfirlýsta „bannsvæði hans“, þá myndi hann henda mér í sjóinn. Auðvitað fór þessi yfirlýsing kallsins eitthvað fyrir ofan garð og neðan hjá mér og ekki löngu seinna sveif ég í fallegum boga út í höfnina. Auðvitað lærði ég helling á þessu. Þó fyrst og fremst það að ég þyrfti að fela mig betur fyrir þeim gamla þegar ég væri á bryggjunni. Þegar upp er staðið þá eiga allir sinn „Nafla alheimsins“ í sínu hjarta og það er sko alls engin skömm að því að halda merkjum hans á lofti, hvar svo sem fólk er statt undir sólinni. Ég segi stoltur og stend við það: Grindavík er „Nafli alheimsins“ í mínu hjarta.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

við Skrúðgarðinn Samfélagsverkefnið Hughrif í bæ, sem starfar á vegum menningarsviðs Reykjanesbæjar, stóð fyrir götumarkaði í liðinni viku við Skrúðgarðinn þar sem bæjarbúar seldu og keyptu hannyrðir, listaverk, föt, notuð leikföng og ýmislegt fleira. Viðtökurnar voru mjög góðar að sögn Hildar Hlífar Hilmarsdóttur, verkefnastjóra, en markmið Hughrifs í bæ er standa að skapandi starfsemi og viðburðum sem gæða bæinn lífi í gegnum menningu og listir. Þátttakan í götumarkaðnum var bæjarbúum að kostnaðarlausu en hópurinn stóð einnig fyrir söfnun til styrktar Stígamóta þar sem ágóði af kaffi- og armbandasölu rann til þeirra. Hughrif í bæ samanstendur af tveimur verkefnastjórum og sextán meðlimum, sextán ára og eldri.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hvað gera útgerðarmenn þá? Um þetta leyti fyrir nokkrum árum var makríllinn byrjaður að veiðast í ansi miklu mæli á handfæri. Höfnin í Keflavík fékk ansi stóran skerf af því enda var óhemju magn af makríl sem veiddist í henni sjálfri. Árið 2020 var svo til engum makríl landað sem veiddur var á færi, þrátt fyrir að nokkrir útgerðarmenn lögðu í kostnað við að útbúa bátanna sína til þannig veiða. Núna árið 2021 er enginn bátur útbúinn til makrílveiða enda ólíklegt að makríllinn komi hérna við landið eins og hann gerði. Stóru uppsjávarskipin eru byrjuð að veiða makrílinn en hann er ennþá mjög langt úti í hafi og fjarri íslenskri fiskveiðilögsögu, skipin hafa verið að fara alla leið norður í síldarsmuguna í Barentshafi til þess að veiða hann – og það segir sig þá sjálft að ef makrílinn er svona rosalega langt í burtu þá er hann ekkert á leið til Keflavíkur. Hvað gera útgerðarmenn þá? Jú, eins og staðan er núna þá eru þeir bátar sem voru útbúnir á veiðar á makríl á handfæraveiðum, þá annað hvort á strandveiðunum eða að eltast við ufsann. Í veiðum á ufsanum þá er það kóngurinn Robbi á Ragnari Alfreðs GK sem ræður þar ríkjum og hefur hann landað í sumar um 32 tonnum í fimmtán róðrum og mest 7,7 tonnum í einni löndun. Fyrirtækið sem á Ragnar Alfreðs GK heitir Háeyri og á það líka annan bát sem hefur einnig verið notaður til veiða á ufsanum, það er Margrét SU sem er einn af örfáum eikarbátum sem eru gerðir út hérna við Ísland.

VF-myndir: Sólborg Guðbrandsdóttir.

Margrét SU er búinn að landa 21 tonni í sjö róðrum og mest 4,6 tonnum í einni löndun – en hvaða bátur er þetta? Jú, Margrét SU var smíðaður á Seyðisfirði árið 1971, hann hét fyrst Sæþór SU 175 og var gerður út frá Eskifirði. Reyndar var báturinn gerður út frá Eskifirði í 23 ár, eða til ársins 1994 þegar að hann var seldur til Hornafjarðar. Hann hélt sama nafni en varð Sæþór SF 244. Árið 2000 var báturinn seldur til Dalvíkur og fékk þá nafnið Búi EA 100, var með því nafni til ársins 2007 þegar báturinn var seldur til Húsavíkur og fékk þá nafnið Gói ÞH 25. Hann kom aftur til Dalvíkur árið 2009 og hét þá Viktor EA 71, árið 2011 þá fékk báturinn nafnið Margrét en hefur verið skráður GK, KÓ og SU.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Ekki er hægt að segja að báturinn hafi verið mikið til veiða á þessari öld því það hafa komið ár þar sem að báturinn hefur engum afla landað, t.d. réri báturinn ekkert allt árið 2004 fyrr enn í nóvember. Það er nokkuð merkilegt að skoða báða bátana sem Háeyri á því báðir eru frekar gamlir. Margrét SU er 50 ára gamall bátur og Ragnar Alfreðs GK er 43 ára, smíðaður á Skagaströnd árið 1978. Tveir gamlir en góðir bátar sem hafa samanlagt borið ansi mikinn afla í land og meira segja Ragnar Alfreðs GK hét á sínum tíma Sandvík SK og var þá meðal annars líka á rækjuveiðum í Skagafirðinum.

Ertu með bíladellu?

Leitum að krafmiklum og áreiðanlegum starfsmanni í hjólbarðaþjónustu á þjónustuverkstæði okkar í Reykjanesbæ. Helstu verkefni:

Hæfniskröfur:

• Almenn hjólbarðaþjónusta • Bílaviðgerðir

• Reynsla af sambærilegu starfi • Þjónustulipurð og samskiptahæfni • Góð íslenskukunnátta skilyrði

Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Nánari upplýsingar veitir Pétur A. Pétursson í síma 440 1372 eða peturp@n1.is. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Reykjanesbær. 440 1000

n1.is

ALLA LEIÐ


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fluttu til Manhattan í miðjum heimsfaraldri

Hjónin Lovísa Falsdóttir og Gunnar Þorsteinsson létu slag standa og fluttu til Manhattan í New York-fylki í Bandaríkjunum í byrjun árs með börnin sín tvö. Ástæðan að baki flutninganna var framhaldsnám Gunnars en hann stundar nú nám í orkuverkfræði við Columbia-háskólann. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn hjá fjölskyldunni sem flutti út hálfu ári síðar en til stóð í upphafi. Þetta hálfa ár hefur, að sögn Lovísu, verið mjög krefjandi en fjölskyldan reynir að leggja áherslu á það að njóta hvers dags. Landið lokað fyrir ferðamenn „Við vissum að þetta yrði krefjandi en höfðum ekki alveg búið okkur undir heimsfaraldur ofan á allt saman. Við erum svo heppin að eiga svakalega gott bakland heima sem við vissum að yrði duglegt að heimsækja okkur og því stíluðum við inn á að vera bara einu stuttu flugi frá Íslandi,“ segir Lovísa en Covid hafði það í för með sér að Bandaríkjamenn lokuðu landamærunum og ferðamönnum þar af leiðandi ekki hleypt inn. Fjölskylda þeirra hefur því ekki enn geta heimsótt New York. „Flóki, eldri strákurinn okkar, var rétt rúmlega tveggja ára og Marel fimm vikna þegar við lögðum í hann í janúar. Það hefur verið mjög krefjandi að flytja á milli heimsálfa með tvö lítil börn á tímum heimsfaraldurs,“ bætir hún við.

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

Í dag reynir fjölskyldan að halda rútínu, þ.e. eins mikilli og hægt er með tvö ung börn og „vansvefta foreldra“. „Vegna þess að við seinkuðum flutningunum þá náði Flóki fjórum mánuðum á Garðaseli síðasta haust og var bæði í boltaskólanum hjá Agga og Svövu og í fimleikatímum. Það voru því mikil viðbrigði fyrir hann að vera aftur með mömmu sinni allan daginn eins og hann var áður en hann byrjaði á leikskólanum og nú á nýjum stað með nýjan lítinn bróður áfastan mömmu sinni.“

Fjögurra daga gömul fyrirsæta

Nutu mannlauss Times Square

Flutningarnir gengu þó ekki snurðulaust fyrir sig þar sem erfitt reyndist að sækja um landvistarleyfi fyrir þá ófæddan Marel. „Ekki nóg með það að hann fæddist stuttu fyrir brottför heldur fæddist hann einnig rétt eftir kosningar í Bandaríkjunum og rétt fyrir jól. Tímasetningin var því einstaklega óheppileg. Þar að auki var bandaríska sendiráðið að flytja á milli húsnæða og enginn laus tími í visa-viðtal fyrir hann fyrr en eftir áætlaða brottför.“ Öll fjölskyldan var því með landvistarleyfi nema nokkurra vikna gamli Marel sem fékk þó leyfið að lokum og fína passamynd af sér fjögurra daga gamall.

Mikið er um að vera í borginni í venjulegu árferði en raunveruleikinn hefur verið annar síðustu misseri. „Í jákvæðniskasti, þegar ákvörðunin um að flytja var tekin, hugsaði ég að það væri skemmtilegt í sögulegum skilningi að upplifa borgina svona tóma, geta farið með strákana á staði sem við hefðum annars ekki treyst okkur á vegna mannmergðar. Við gátum til dæmis farið með strákana á Times Square þar sem varla var sála. Flóki fékk meira að segja að losna úr kerrunni svo hann hljóp þar um og dáðist að öllum ljósunum – en eins er mjög skemmtilegt að upplifa borgina lifna við að nýju núna.“

Íslenska símanúmerið til vandræða Á leiðinni til Bandaríkjanna þurfti fjölskyldan að millilenda í Boston en mætti svo í sóttkví í tóma, ískalda íbúð í Manhattan. Að sögn Lovísu gekk á ýmsu fyrstu dagana. „Eins og sannir Skandinavar keyptum við húsgögn, rúmin og allt það helsta í eldhúsið frá IKEA og skipulögðum það þannig að sendingin kæmi sama dag og við lentum í New York. Skipulagið reyndist of gott til að vera satt og sendingin kom ekki við hjá okkur vegna þess að sendlarnir náðu ekki í okkur í íslenska símanúmerið. Við enduðum á því að sofa nokkrar nætur þrjú saman á lítilli vindsæng með Marel í vagninum.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Á hefðbundnum degi stundar Gunnar nám sitt og á meðan eru leikvellirnir í hverfinu vel nýttir af öðrum fjölskyldumeðlimum. „Við búum nokkrum mínútum frá Central Park og eyðum miklum tíma þar. Þar er að finna 21 afgirta leikvelli og á þessu hálfa ári erum við búin að heimsækja tuttugu þeirra. Flóki elskar að fara í garðinn því þar fær hann að ganga frjáls um, annað en nálægt götunum. Ef veður leyfir þá eyðum við öllum deginum úti við.“

Kerfislæg kynþátta­ mismunum í hverfinu Aðspurð hvað hafi komið sér á óvart við það að flytja í aðra menningu, jafn frábrugðinni þeirri íslensku og raun ber vitni, segir Lovísa það einna helst tvennt. „Hið fyrra og

öllu léttvægara er hversu ljúft það er að þurfa ekki að eiga bíl þótt við séum með börn. Hitt er gjáin milli kynþátta. Ég hélt ég fengi ekki menningarsjokk þar sem ég hef áður búið í Bandaríkjunum og mikið verið í borginni en lífsgæði og skörp skipting kynþátta milli íbúðahverfa kom okkur verulega á óvart,“ segir hún en fjölskyldan býr á hverfamörkum Harlem og Upper West Side. „Hér sjáum við skýrt hvernig kerfislæg kynþáttamismunun fær enn að þrífast, t.d. eru tvær næstu lögreglustöðvarnar við okkur staðsettar alveg ofan í húsnæðiskjarna fyrir efnaminna fólk, sem nær allt er dökkt á hörund – en það er ekkert sem við finnum fyrir á eigin skinni vegna forréttinda okkar að vera hvít ir, evrópskir innflytjendur í Bandaríkjunum.“ Þau Lovísa og Gunnar þykja hins vegar ungir foreldrar í New York. „Nær allir okkar vinir heima á Íslandi eru komnir með börn líkt og við en Gunnar er að öllum líkindum eini faðirinn innan deildarinnar í skólanum. Það sýnir kannski svart á hvítu hversu rugluð við erum að leggja í þetta með tvö börn,“ segir Lovísa. Hvað tekur við eftir námið er óljóst enn sem komið er. „Sama hvar við lendum þá reynum við að halda í gömlu, góðu klisjuna að njóta hvers dags, því tíminn líður svo ótrúlega hratt.“

Útboð

Félagsaðstaða eldri borgara í Grindavík Verkfræðihönnun Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið geta nálgast gögn vegna útboðsins í útboðskerfinu Tendsign (https://tendsign.is). Nýskráning fyrirtækja á útboðskerfinu hefst með því að smella á „stofna aðgang“. Byggingin verður um 1.120 fermetrar á tveimur hæðum, til viðbótar má reikna með allt að 100 fermetra tæknirými. Byggingin verður byggð að/og samtengd við eldra húsnæði dvalar- og hjúkrunarheimilisins Víðihlíð við Austurveg í Grindavík.

Helstu verkþættir eru eftirfarandi: • Forhönnun • Hönnun burðavirkja og grundunnar • Hönnun lagnakerfi • Hönnun loftræsikerfa • Hönnun rafkerfa • Hönnun lýsingar • Brunahönnun • Hönnun hljóðvistar • Jarðvegsrannsóknir og jarðtækniskýrsla • Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar

Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti í framangreindu útboðskerfi eigi síðar en kl. 11:00 þann 23. júlí 2021. Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur heldur verður niðurstaða útboðs send bjóðendum að loknu útboði, þá verður niðurstaða útboðs birt á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar og í framangreindu útboðskerfi.

Skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

SJÁLFBÆR FRA MTÍÐ ISAVIA þennan stað árið 2030,“ segir Hrönn. „Við höfum líka fært okkur nær í tíma og gefið út að ætla að verða kolefnislaus 2040 í samræmi við markmið Íslands og erum um þessar mundir að láta vinna ítarlega greiningu til að meta hvort við getum náð því árið 2030 eins og frændur okkar á Norðurlöndunum en það er ljóst að til þess að það náist þurfa að koma til töluverðar fjárfestingar.“

Á síðustu árum hafa verið innleiddar ýmsar aðgerðir á Keflavíkurflugvelli í átt að sjálfbærri þróun til framtíðar. Lífrænum úrgangi er safnað og átak gert til að minnka matarsóun. Búnaður úr flugstöðinni er endurnýttur. Kolefnisspor Isavia hefur minnkað um 34% frá árinu 2015. „Það getur verið áskorun að uppfylla þessi metnaðarfullu markmið. Það er ljóst að markmiðunum verður ekki náð án víðtækrar þátttöku samfélagsins. Við berum ábyrgðina saman,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. Isavia leggur mikla áherslu á víðtækt samráð við alla þá sem treysta á þjónustu fyrirtækisins eða verða fyrir áhrifum af starfsemi þess. Ein leiðin til að efla þá samvinnu er Suðurnesjavettvangurinn. Það er sameiginlegur stefnumótunar- og samráðsvettvangur með sveitarfélögunum Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum ásamt Kadeco og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í því samstarfi er byggt á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og unnið að sameiginlegum hagsmunum Suðurnesja. Á síðasta fundi samráðsvettvangsins, sem haldinn var í Reykjanesbæ í júní, var undirrituð viljayfirlýsing um hringrásargarð á Suðurnesjum og kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu Suðurnesjavettvangsins um hvernig hægt er að efla

Útskipti á orkugjöfum Eldsneytisnotkun er sá þáttur sem hefur mest áhrif á kolefnisspor flugvallarins. Langstærsti hluti elds-

Hjá Isavia er unnið í sam­ ræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna í átt að sjálfbærri fram­ tíð. I­ nnan Suðurnesja­ vettvangsins hefur ­félagið miðlað af reynslu sinni í því starfi ...

Kolefnisleysi á Keflavíkurflugvelli

Gildandi aðgerðaáætlun félagsins í umhverfis­ málum gerir ráð fyrir því að keyptir verði raf­ magns-, hybrid- eða metanbílar þar sem slíkir valkostir eru í boði ...

atvinnulífið og styrkja innviði Suðurnesja í átt að sjálfbærri framtíð. Hjá Isavia er unnið í samræmi við Heimsmarkmið SÞ í átt að sjálfbærri framtíð. Innan Suðurnesjavettvangsins hefur félagið miðlað af reynslu sinni í því starfi. Hrönn segir Suðurnesjavettvanginn verkefni sem sé sprottið upp í þessum anda. Við ræddum við Hrönn um verkefni Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Hrönn segir að unnið hafi verið markvisst að því að minnka kolefnislosun á Keflavíkurflugvelli síðan árið 2015 í gegnum kolefnisvottun flugvalla sem ACI, alþjóðasamtök flugvalla, standa fyrir. Það þýðir að félagið hafi kortlagt kolefnisspor sitt, gripið til aðgerða til að minnka losun og sett markmið í þeim efnum. „Við höfum náð þeim árangri að minnka kolefnisspor Isavia um 34% frá árinu 2015,“ segir Hrönn. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, skrifaði undir yfirlýsingu hjá ACI Europe fyrir tveimur árum, ásamt forstjórum fjölda annarra flugvalla í Evrópu, um að vinna markvisst að kolefnisleysi fyrir starfsemi Isavia á Keflavíkurflugvelli með það að markmiði að eigin starfsemi flugvallarins verði orðin kolefnislaus árið 2050. Hlutirnir gerast hins vegar hratt hjá evrópskum flugvöllum og metnaður hefur aukist. „Hinir flugvellirnir á Norðurlöndunum hafa spýtt í lófana og ætla að vera komnir á

Samstarf um notkun repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, undirrituðu viljayfirlýsingu í september 2020 um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, óskaði aðilum verkefnisins til hamingju með þetta vistvæna skref. „Ræktun repju og nýting afurða hennar hefur marga góða kosti, bæði fyrir landbúnað og sem umhverfisvænn orkugjafi. Í dag er stigið mikilvægt skref á þeirri vegferð sem vonandi er rétt að byrja,“ sagði ráðherra við það tilefni.

Á fundi samráðsvettvangsins sem haldinn var í júní. neytisnotkunar er vegna þjónustu og viðhalds á brautum og athafnasvæðum flugvallarins. Hrönn segir að þessa notkun hafi félagið kolefnisjafnað síðastliðin þrjú ár en árangur náist frekar í minnkun kolefnisspors með endurnýjun bíla- og tækjaflota, skynsamlegri nýtingu auðlinda og innleiðingu vistvænna orkugjafa. Gildandi aðgerðaáætlun félagsins í umhverfismálum gerir ráð fyrir því að keyptir verði rafmagns-, hybrid- eða metanbílar þar sem slíkir valkostir eru í boði. Þegar kemur að eðlilegri endurnýjun á rútum, tækjum og búnaði eins og til dæmis sameykjum skuli velja vistvænustu lausnina sem uppfyllir þarfir félagsins. Þá skal skoða möguleikann á breytingum á tækjum og búnaði til þess að hægt sé að nota aðra orkugjafa eins og t.d. metan eða rafmagn. Einnig skal skoða möguleikana á því að nota íblöndun á lífdísil fyrir orkufrek tæki. „Á síðasta ári hófst einmitt prófun á íblöndun repjuolíu á tæki á Keflavíkurflugvelli í samvinnu við Samgöngustofu. Tilraunir ganga vel og repjuolían hefur gefið góða raun. Vonir standa til þess að hægt verði að auka íblöndun og útvíkka tilraunina til fleiri tækja,“ segir Hrönn. „Þá erum við einnig að taka þátt í samvinnuverkefni þar sem verið er að skoða möguleika á að nota vetni sem orkugjafa á varaaflsstöðvar okkar sem í dag nota olíu sem orkugjafa. Við stefnum á að taka þátt í fleiri svona nýsköpunarverkefnum til að ná enn frekari árangri.“

Hringrásarhagkerfið Þegar kemur að umræðu um hringrásarhagkerfið segir Hrönn að Isavia leggi áherslu á góða nýtingu auðlinda í starfsemi sinni. Græn skref Umhverfisstofnunar hafi verið notuð til að innleiða sorpflokkun. „Endurvinnsluhlutfall fyrir árið 2020 var rúmlega 40% sem var í samræmi við sett markmið – en við getum gert betur.“ Á síðustu árum hafa verið innleiddar ýmsar aðgerðir. Lífrænum úrgangi safnað og átak í að minnka matarsóun í mötuneyti. Búnaður er endurnýttur ef þörf er á varahlutum.

Samvinna með hagaðilum Í vegferð að umhverfisvænum lausnum og hringrásarhagkerfi er samvinna lykillinn að árangri, segir Hrönn. „Við höfum í gegnum árin átt gott samstarf við rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli í útfærslu ýmissa lausna. Það eru tækifæri til umhverfisvænni lausna varðandi pakkningar á vörum sem seldar eru í flugstöðinni og að vinna að því að draga enn frekar úr myndun umbúða utan um vörur, tæki og búnað sem kemur inn í flugstöð og á flugvallarsvæðið. Með því að vinna saman og deila þekkingu náum við árangri.“ Hrönn segir mikilvægt að halda samstarfi Suðurnesjavettvangsins áfram. Mikilvægt sé að deila reynslu og vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Sátt um aflaheimildir í þágu sjávarbyggða Í þeirri orrahríð sem útgerð hér á landi hefur staðið í síðastliðin misseri hefur sjónum aðallega verið beint á neikvæða þætti. Sjávarútvegur á Íslandi er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins. Atvinnugrein sem skapar mikilvæg störf bæði beint og óbeint og skilar þjóðinni mikilvægum tekjum í ríkiskassann. En umræðan hefur aðallega snúist um misnotkun á valdi, yfirgang gagnvart starfsfólki, brask og brall. Í samtölum okkar við fjölda fólks, meðal annars sjómenn og fiskverkafólk, hefur komið fram að þau sem starfa í greininni hafa áhyggjur af ímynd hennar. Þarna er oft um að ræða fólk sem hefur unnið við greinina í tugi ára. Það hefur áhyggjur af afkomu sinni og samfélagsins sem það býr í. Þetta eru áhyggjur sem mikilvægt er að hlusta á.

Stofnum þjóðarsjóð til að efla byggð alls staðar Oft hefur því verið borið upp á Viðreisn að markmið flokksins sé að eyðileggja greinina og stundum sagt að flokkurinn sé að leggja hana í einelti. Því fer víðs fjarri. Við viljum einmitt vernda greinina og skapa sátt um umhverfi hennar, meðal annars til að efla byggðir landsins. Við viljum styrkja þá vegferð sem hún hefur verið á með sjálfbærum veiðum, öflugri nýsköpun og sterku gæðakerfi. Við erum meðvituð um að sjávarútvegur, eins og aðrar atvinnugreinar, sé í stöðugri framþróun. Þetta sést til að mynda þegar kemur að öryggis- og umhverfismálum, þó alltaf sé hægt að gera betur. Viðreisn talar fyrir því að tímabinda réttinn til veiða um lengri tíma, meðal annars til að skapa ró um úthlutanir á heimildum og nýtingu auðlindarinnar sem sannarlega er eign þjóðarinnar. Við tölum fyrir gegnsæi og sanngjörnu gjaldi af auðlindinni sem nýtast mun öllum landsmönnum, ekki síst þeim sjávarbyggðum sem

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 1. júlí 2021 tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting.

Hafnargata 12 Breyting á deiliskipulagi

treysta á atvinnugreinina. Þar væri til dæmis hægt að horfa til þjóðarsjóðs sem styrkt gæti sérstaklega ákveðin verkefni sem tengist ungu fólki, íþrótta-, menningar- og æskulýðsstarfi.

Sjálfbærar veiðar, öflug nýsköpun og sterkt gæðakerfi Viðreisn talar fyrir aukinni nýsköpun í greininni og styður áframhaldandi uppbyggingu sjávarklasa og vill aukin tengsl sjávarútvegs við menntastofnanir á öllum skólastigum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til nýrra afleiddra greina sem tengjast tækni-, markaðs- og sölumálum í sjávarútvegi. Við tölum fyrir möguleikum fólks og þá ekki síst ungs fólks til að eiga framtíð í sjávarbyggðum, meðal annars með því að tryggja nýliðun og hátæknistörf í greininni svo ungt fólk sem aflað hefur sér menntunar geti snúið aftur til baka og átt sína framtíð þar sem það ólst upp óski það þess. Viðreisn styður skynsama uppbyggingu í fiskeldi og telur mikilvægt að ákvörðunarvaldið sé hjá fólkinu sjálfu, þar sem heimafólk fær um það ráðið hvort og þá hvar slík starfsemi fer fram og skipulagsvaldið sé á hendi viðkomandi sveitarfélaga. Við viljum ábyrga og umhverfisvæna framleiðslu.

Sköpum sátt Í samtölum aðila sem vinna í nánum tengslum við sjávarútveg á fundi í Hörpu í júní kom fram að sjávarútveg verði að kynna betur fyrir þjóðinni. Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslendinga að þekkja betur eina af mikilvægustu grunnatvinnugreinum þjóðarinnar. Það er hlutverk okkar allra að skapa jákvæða umræðu um sjávarútveg og lyfta umræðunni á hærra plan. Fólk sem vinnur við þessa mikilvægu atvinnugrein á það skilið. Umræðan um sjávarútveg hefur verið of neikvæð í allt of langan tíma. Það er kominn tími til að skapa sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein og við viljum leggja okkar af mörkum svo það geti gengið eftir. Þekking okkar og reynsla af sjávarútvegi sem íbúa í sjávarbyggðum og í gegnum störf okkar í sveitarstjórnum er dýrmæt þegar þessi mikilvæga atvinnugrein er rædd í sölum Alþingis. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Guðbrandur Einarsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Guðmundur Gunnarsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Ást á landbúnaði Við sem elskum landbúnað viljum öll sjá það sama: • Bætta afkomu bænda • Bætt rekstrarumhverfi landbúnaðar • Fleiri tækifæri til matvælaframleiðslu • Aukna nýsköpun í landbúnaði • Betri nýtingu hliðarafurða • Aukna fagmennsku til að byggja upp jákvæða ímynd En okkur greinir eins og er um leiðir að settu marki. Ég hef verið með sterkar skoðanir á samfélagsmálum allt frá því ég var unglingur. Áður en ég gekk til liðs við Viðreisn þá hafði ég áður verið virkur í starfi stjórnmálaflokks sem sagðist vera mikill landbúnaðarflokkur. Eftir að hafa kynnst starfinu þar kom í ljós að það voru fortíðarást og forræðishyggja sem réðu þar för. Ást er að mínu mati sú tilfinning að vilja sjá hlutina sem maður elskar vaxa og dafna. Hvort sem það snýr að börnunum okkar, okkur persónulega eða að landbúnaðinum, þá viljum við sjá það sama: Vöxt fram á veginn þar sem landbúnaðurinn vex og verður fjölbreyttari með hverju árinu sem líður. Sýn Viðreisnar heillaði mig frá byrjun og verandi bæði búfræðingur frá LBHÍ og nú matvælafræðingur frá Háskóla Íslands þá

Deiliskipulag í Reykjanesbæ

leyfi ég mér að fullyrða að framtíðarsýn Viðreisnar stuðli að öflugum landbúnaði ásamt byggðafestu á landsbyggðunum. Viðreisn hefur sýnt í verki að flokkurinn er fyrstur til að aðstoða bændur, samanber þegar verð á dilkakjöti hrundi árið 2017. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var landbúnaðarráðherra, kom fram með 650 milljóna króna björgunarpakka sem þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, samþykkti án þess að hika. Með þessari aðgerð sýndu þau í verki hve mikilvægt það er Viðreisn að það sé öflug byggð og landbúnaður í landinu. Það er brýn þörf á breytingum í landbúnaði. Lægsta afurðastöðvaverð í Evrópu til bænda og strangar takmarkanir á framleiðslu smáframleiðenda til neytenda þurfa ekki að vera komin til að vera. Það þarf kjark til að breyta þessu og þor til að rugga bátnum

en báðir þessir eiginleikar eru Viðreisn eðlislægir. Núverandi kerfi hefur og er að skila íslenskum bændum hagræðingu, á formi færri bænda. Afkoma bænda er aftur á móti ekki að batna. Það þarf að staldra við þá stöðu og skoða hvað er að klikka í kerfinu eins og það er byggt upp núna. Viðreisn talar fyrir virkri samkeppni á markaði, bændum og neytendum til hagsbóta. Við viljum gefa bændum frelsi og tækifæri til fjölbreyttrar framleiðslu því við vitum hver gæði íslenskrar framleiðslu eru og hve mikil aðlögunarhæfni bænda er. Ein leið til þess er að draga úr framleiðslutengdri niðurgreiðslu og beina henni frekar yfir í jarðræktarstuðning, tengja við dreifbýlisstuðning og styrkja nýsköpun og vöruþróun í matvælaiðnaði. Ég býð mig fram fyrir Viðreisn því ég vil sjá sterkari og fjölbreyttari landsbyggðir og breytingar í landbúnaði fyrir komandi kynslóðir þar sem almannahagsmunir munu ráða för. Axel Sigurðsson. Höfundur er búfræðingur, ­matvælafræðingur og í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Breytingarnar eru þær að bílastæði á lóð verða staðsett ofanjarðar í stað bílakjallara. Bílastæðafjöldi á íbúð með tveimur svefnherbergjum verður 1.5 í stað 1.4 og íbúð með einu svefnherbergi verður 1 í stað 1.4. Innkeyrsla lóðar er frá Norðfjörðsgötu í stað Hafnargötu (í samræmi við umferðagreiningu unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. dags. 27. september 2018). Lóðarveggur við lóðarmörk Hafnargötu má vera að hámarki 1.1m hár frá gólfkóta fyrstu hæðar, lóðarveggur við Aðalgötu má vera að hámarki 1.1m hár frá kóta nærliggjandi lóðar. Gera verður uppbrot við vegg í samræmi við línu lóðarveggs í uppdrætti. Minniháttar frávik uppbrots er heimil með samþykki skipulagshönnuða, án breytingar á deiliskipulagi.

Dalshverfi og Stapaskóli Breyting á deiliskipulagi Breytinga á deiliskipulagi Dalshverfis 1. áfanga en þar er skipulagsmörkum breytt lítilsháttar og í 2. áfanga er skipulagi lóðar Stapaskóla breytt í samræmi við niðurstöðu samkeppni um skólann og endanlegri útfærslu.

Hafnargata 81-85 Breyting á deiliskipulagi Í gildandi deiliskipulagstillögu er lagt upp með að fjarlægja núverandi saltgeymslu og reisa þrjú háhýsi á lóðinni. Breytingin felst í að halda saltgeymslunni sem þjónustuhúsnæði og reisa tvö háhýsi á lóðinni. Helstu breytingar: Niðurrif saltgeymslunnar fellur niður, heimilaðar er þrjár hæðir fyrir þjónustu- og verslunarhúsnæði ofan á saltgeymsluna, nýbygging tveggja 7. hæða fjölbýlishúsa, í stað þriggja 5. hæða, breytingu á götuheiti lóðar úr Hafnargötu 81, 83 og 85 í Hafnargata 81,83 og Víkurbraut 19. Vanda skal alla hönnun mannvirkja á lóð, sem samsvarar mikilvægi staðsetningar þeirra og skal hönnun útlits húsanna og svæðisins vera lagt fyrir umhverfisog skipulagsnefnd, áður en formlega er sótt um byggingarleyfi. Lögð skal vera áhersla um að fyrsta hæð þjónustu- og verslunarhúsnæðis sé eins opin (gegnsæ) eins og mögulegt er.

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 8. júlí til 31. ágúst 2021. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ - eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbæ, 8. júlí 2021. Skipulagsfulltrúi


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eldgos, andlát og ógnvekjandi tilviljanir Smári Guðmundsson rekur útgáfufyrirtækið Smástirni í Suður­ nesjabæ. Hann er fæddur og uppalinn Sandgerðingur, einn fjögurra systkina, þeirra Pálmars, Fríðu Dísar og Særúnar sem öll hafa verið tengd tónlist í gegnum tíðina. Nýjasta afurð Smára er að koma út þessa dagana, söguplatan Apótekarinn sem gerist á Suðurnesjum á sama tíma og eldgos geisar þar.

VF-mynd: JPK

Við hittum Smára og ræddum við hann um tónlistina sem þau systkinin hafa verið að fást við og fleira sem Smári hefur verið að fást við. „Pálmar hefur verið mikið í tónlistinni og við Fríða Dís höfum unnið mikið saman. Særún var með okkur, hún syngur alveg eins og engill og ég var byrjaður að ýta á hana að gera meira. Hélt kannski að hún þyrfti smá boost til að komast af stað en þetta er ekki fyrir alla og hún hefur dregið sig út úr þessu. Hún hefur alveg gaman af tónlist en sviðsskrekkurinn fór alveg með hana. Ég skil það mjög vel því ég finn sjálfur alveg gífurlega mikið fyrir honum líka. Þegar maður var yngri fékk maður sér kannski aðeins til að vinna á honum.“

Brynjaði sig upp sem Mystery Boy – Þetta eldist kannski ekkert af mönnum? „Jú, það gerir það. Ég finn það alveg núna að ef maður er vel undirbúinn og er að spila eitthvað sem maður virkilega brennur fyrir þá er gaman að fara upp á svið og spila. Ég var með svakalegan sviðsskrekk og bjó bara til karakter sem hét Mystery Boy til að koma mér á svið. Þá voru bara sett upp sólgleraugu og fengið sér svolítið Frá frumsýningu söngleiksins Mystery Boy. Smári og Fríða Dís haldast í hendur lengst til hægri.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fyrsta giggið.

mikið og ég fór bara í karakter sem var mikill töffari, mikill gaur. Ég sá að það virkaði og fólk hafði gaman af þessu. Þannig að það einhvern veginn festist og ég þurfti oft að gíra mig upp í þennan gaur til að stíga á svið. Það var svolítið erfitt þegar ég ákvað að segja bless við þennan gaur – vera bara ég sjálfur, standa upp á sviði og vera einlægur. Að standa nakinn á sviðinu tekur svolítið á.“

Þegar Smári ákvað að segja bless við þennan karakter langaði hann að gera það á leikrænan hátt. „Ég ætlaði fyrst bara að halda stóra tónleika til að kveðja hann en svo spurðist það eitthvað út. Svo hitti ég einn sem var að vinna hjá leikfélagi og hann spurði mig hvort það væri rétt að ég væri að skrifa söngleik. Þá var ég svo sem ekkert að skrifa söngleik heldur stóra tónleika. Ég sagði bara já – og þá var komin dálítil pressa. Nú varð ég bara að skrifa söngleik. Ég spurði bara þann stóra: „Ef ég á að skrifa söngleik, gefðu mér vísbendingu.“ Því ég vissi ekkert hvernig átti að skrifa handrit, hafði aldrei skrifað handrit. Daginn eftir kem ég hérna upp og ég get svo svarið það að þá liggur handrit hérna á þessu borði.“ Smári tók þessu sem merki frá stóra manninum og hann ákvað að fara eftir handritinu en það var eftir Ævar vísindamann. „Ég fór bara á fullt í það og fór á námskeið í handritaskrifum hjá endurmenntun, og skrifaði söngleikinn sem á endanum var settur upp í Þjóðleikhúsinu.“ – Ertu með fleiri verk í vinnslu þessa dagana? „Ég er búinn að skrifa Apótekarann, hann er handrit númer tvö. Síðan eru tvö önnur, annað sem ég er byrjaður á og hitt er ég með í maganum. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem ég komi til með að gera áfram,“ segir Smári sem rekur útgáfufyrirtækið Smástirni og vinnur hjá Suðurnesjabæ samhliða því. Draumurinn hjá Smára er að skrif og útgáfa verði að fullu starfi hjá honum í framtíðinni. „Ég stefni að því að þetta verði fullt starf hjá mér, ég er náttúrlega með fyrirtækið Smástirni sem heldur utan um þetta og spilamennskuna hjá mér og Fríðu og útgáfuna. Ég fer hægt af stað og stefni á eina stóra útgáfu á ári. Það er alltaf meira og meira að gera í upptökunum svo það stefnir allt í rétta átt.“

– Talandi um nafnið á fyrirtækinu, Smástirni, er þetta einhver tilvísun í Geimstein? „Geimsteinn er náttúrlega það sem maður lítur upp til. Þriðja plata okkar í Klassart heitir Smástirni og þegar ég fór að hugsa um nafnið á fyrirtækinu þá horfði ég til Geimsteins. Maður verður auðvitað aldrei Geimsteinn en þar er maður eiginlega alinn upp og Geimsteinn hefur gefið út plöturnar okkar.“ Smári spilar aðallega á gítar en hann getur leikið á flestöll hljóðfæri. „Gítarinn og bassinn eru helstu hljóðfærin mín og ég er ágætur á píanó – svo held ég alltaf að ég sé betri trommuleikari en ég er. Þegar ég sest við trommurnar og byrja að spila þá verður útkoman aldrei eins og það hljómar í hausnum á mér,“ segir Smári og hlær. „Þannig að það er gott að geta kallað í Halldór [Lárusson, skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis] til að bjarga manni þegar þess þarf.“

Geimsteinn hefur gefið út plötur Klassart.

Söngleikurinn Mystery Boy var valin áhugasýning ársins 2018 og sýnd í Þjóðleikhúsinu í kjölfarið. Umsögn dómnefndar um sýninguna var svohljóðandi: „Sýning Leikfélags Keflavíkur á Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson, í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, er afar metnaðarfullur, nýr íslenskur söngleikur þar sem fjallað er á óvenjulegan hátt um mikilvæg málefni. Verkið er byggt á reynslu höfundar af því að fara í áfengismeðferð, en útfærslan er afar frumleg og djörf. Fantasíukennd nálgun höfundar við efnið er til þess fallin að gera efnið aðgengilegt og skemmtilegt fyrir nútímaáhorfendur. Um leið er fjallað um sígild viðfangsefni eins og ástina, frelsisþrána, óttann, átök um völd, baráttu góðs og ills, mannleg samskipti og það að upplifa sig á einhvern hátt utangarðs. Tónlistin er skemmtileg og vel flutt af hljómsveit og söngvurum, sem einnig standa sig vel í leik. Leikfélag Keflavíkur fær sérstakt hrós fyrir að ráðast af miklum metnaði í uppsetningu á nýju verki, með nýrri tónlist, þar sem þátttakendur leggja líf og sál í uppsetninguna.“ Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta er hægt að hlusta á söngleikinn Mystery Boy með því að smella á myndina.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Klassart Systkinin Smári og Fríða Dís stofnuðu saman hljómsveitina Klassart og hafa getið sér gott orð á vettvangi íslenskrar dægurlagatónlistar. Þau hafa gefið út þrjár breiðskífur; Bottle of Blues, Bréf frá París og Smástirni. Sú fyrsta var gefin út árið 2007 en þriðja plata þeirra kom út 2014. – Hvernig er með Klassart, eruð þið hætt eða er þetta „on going project“? „Já, þetta er eitthvað sem verður alltaf til. Klassart er orðið það stórt nafn en núna erum við bara í smá pásu. Fríða Dís er að vinna í sínu, sinni experimental-tónlist. Klassart er meira svona íslensk dægurlagaklassík – sem við elskum líka að gera. Við munum pottþétt gera aðra plötu þegar við erum búin að komast frá þessum málum sem við erum að vinna í. Ég er að klára Apótekarann og Fríða sína tónlist. Það verða þá svona klassísk, íslensk dægurlög sem er alveg frábært að vinna í og um leið svolítið snúið.“ – Er það efni sem Klassart flytur allt frumsamið? „Á fyrstu plötunni var allt efni frumsamið fyrir utan eitt lag. Önnur platan var með tvö tökulög, þar á meðal Gamli grafreiturinn sem er gamall kántríslagari. Síðasta platan var öll frumsamin og það var stefnan, að hafa allt frumsamið.“

Dauðinn og eldgos er sögusvið Apótekarans Annað handrit Smára, söguplatan Apótekarinn, er að líta dagsins ljós þessa dagana. „Vínillinn var pressaður út í Berlín en handritið var prentað hér heima. Viðtökurnar hafa verið frábærar, ég prentaði þrjú hundruð eintök og hundrað eintök eru þegar farin. Ef maður lítur á sölutölur síðustu ára þá er það alveg frábært en þessi „physical“ sala er ekki það mikil í dag, stærstu plöturnar eru að seljast í einhverju fimm hundruð til þúsund eintökum – þetta er allt komið í skýið. Ég ætla að byrja á því að gefa Apótekarann bara út í handriti og á vínil og leyfa þeim sem eru búnir að kaupa vínilinn að fá forsmekkinn áður en þetta fer á streymisveiturnar.“ – Eru einhverjar hugmyndir uppi um að setja Apótekarann á svið? „Upprunalega hugmyndin var að koma sér inn í kvikmyndabransann, að semja tónlist fyrir kvikmyndir. Skrifa handrit, semja tónlistina og rétta leikstjóranum: „Hérna, gjörðu svo vel“ – en þær hugmyndir eru uppi. Þetta er kannski ekki beint söngleikur heldur meira leikrit með mikilli tónlist – platan er eiginlega bara „soundtrack“.“

Skissa af Apótekaranum sem Smári teiknaði. Sögusvið Apótekarans á sér stað á Suðurnesjum og á sama tíma geisar þar eldgos, segir Smári. Sagan fjallar um dauðann og hvort það sé hægt að sigrast á honum. „Dauðinn er svo dularfullur, þótt hann sé það eina sem er víst í lífinu þá ríkir samt svo mikil dulúð

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

SIGRÚNAR ALBERTSDÓTTUR Krossmóa 5, Njarðvík.

Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Eðvald Bóasson Margrét Eðvaldsdóttir Ingólfur Ingibergsson Albert Eðvaldsson Inga Margrét Teitsdóttir ömmu- og langömmubörnin.

Systkinin Fríða Dís og Smári skipa hljómsveitina Klassart. yfir honum. Sagan fjallar um apótekara sem hefur helgað líf sitt því að sigrast á dauðanum,“ segir Smári um söguna. „Að þetta eldgos skuli hafa farið í gang núna var vissulega skemmtileg tilviljun en þá var þetta jafnframt mjög erfitt því ungur frændi minn var að ganga í gegnum erfið veikindi og lést á sama tíma, aðeins nítján ára gamall. Þannig að þetta var svolítið skrítið tímabil, ég verð að játa að mér fannst erfitt að vera að auglýsa eitthvað verk sem fjallaði um þetta málefni á meðan þessi harmleikur var að eiga sér stað í fjölskyldunni. Ég ræddi þetta við fjölskylduna mína sem sagði mér að nota þetta, náttúran væri að veita mér þetta tækifæri og ég ætti að notfæra mér það. Það er undarlegt að hugsa til þess að þessar tilviljanir skuli koma upp á sama tíma og sagan sem ég byrjaði að skrifa fyrir mörgum árum síðan er loksins að koma út. Svolítið ógnvekjandi en skemmtileg tilviljun.“

Slysið gerði út um knattspyrnuferilinn Smári játar að hann sé mjög mikill aðdáandi enska boltans og Liverpool. „Ég alveg les sjúkraskýrslur, horfi á æfingar og svona dæmi – og hef alveg rosalega gaman að þessu. Það er búið að vera svolítið töff að vera Liverpool-aðdáandi, ég man óljóst í minningunni þegar þeir urðu meistarar 1990. Síðan er þetta bara búin að vera erfið fjallaganga og mikið „heart brake“ en maður hefur alltaf staðið með þeim. Þetta var alveg rosalegt þegar þeir urðu svo meistarar og maður getur ekki lýst þakklætinu fyrir að hafa fengið þennan mann í brúnna,“ segir Liverpool-aðdáandinn Smári og talar þá um Jürgen Klopp, framkvæmdastjóra Liverpool, sem gerði liðið að Englandsmeisturum árið 2019 eftir langa og stranga eyðimerkurgöngu. „Þegar þeim fataðist flugið um daginn og töpuðu sex, sjö leikjum á heimavelli. Maður gat ekkert sagt, hann má gera hvað sem er með þetta lið – hann má falla þess vegna. Hann gerði þá að meisturum.“ Smári lék sjálfur fótbolta, bæði með Reyni og Val og hann spilaði einnig leiki með unglingalandsliðinu. Þá var Ejub Purasevic tekinn við Val en hann hafði verið að þjálfa Reyni. Þegar hann tók síðan við Val tók hann Smára með yfir.

Vinnur með Leikfélagi Keflavíkur „Núna er ég að fara að vinna með Leikfélagi Keflavíkur sem er að setja upp tónlistarsýningu. Ég og Björgvin Ívar Baldursson verðum tónlistarstjórar við uppsetningu á hundruðustu sýningu Frumleikhússin og ætli ég reyni ekki þá að lauma handritinu að þeim. Það væri allavega gaman að setja það upp.“ Smári segist í raun hafa byrjað á verkinu áður en hann skrifaði handritið að Mystery Boy. Hann gerði svo hlé á Apótekaranum á meðan vinnan við Mystery Boy var í gangi en fluttist svo til Berlínar þar sem hann bjó í hálft ár og kláraði handritið að Apótekaranum í samstarfi við grískan handritshöfund. Smári sótti um og tók þátt í samstarfi í gegnum Erasmus+, sem er styrkjaáætlun á vegum Evrópusambandsins. Hann fór út til Berlínar þar sem hann vann sem hljóðmaður. „Þetta er hugsað sem skiptivinna sem báðir aðilar þurfa að hagnast á. Ég fór þarna út og vann sem hljóðmaður við upptökur á útvarpsleikritum og viðtölum. Við tókum upp mjög skemmtilega viðtalsseríu við fólk sem hafði upplifað fall Berlínarmúrsins, hafði búið austan megin en býr núna vestan megin. Þarna kynntist ég þessum handritshöfundi og sýndi henni handritið. Nú við kláruðum það í sameiningu og skrifuðum auk þess barnabók saman. Hún heitir The Little Elephant og ég held að hún sé að koma út núna á næstu mánuðum. Þetta var skemmtilegt samstarf og við eigum eftir að vinna meira saman.“

Smári þótti efnilegur knatt­spyrnu­ maður og lék með unglingalandsliði Íslands.

Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi

RÍKHARÐUR PESCIA dó faðmi fjölskyldunar þann 10. júní síðastliðinn. Hvíl í friði elskan okkar. Diljá Reynisdóttir og fjölskylda.

Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Greniteigi 9, Keflavík

sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 5. júlí verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 19. júlí kl. 13. Guðjón Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir Bjarni Ásgrímur Sigurðsson Hansborg Þorkelsdóttir Sigurður Sigurðsson Árný Þorsteinsdóttir Sveinbjörg Sigurðardóttir Guðsveinn Ólafur Gestsson barnabörn og barnabarnabörn

Ástkæri pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi.

Síðan gerist það að Smári lendir í alvarlegu bílslysi nítján ára gamall, fór fjórar veltur á veginum milli Keflavíkur og Sandgerðis. „Ég var einn í bílnum en var í belti, sem var ekkert algengt á þessum tíma, og er þakklátur fyrir það. Á þessum tíma var ég á fullu í boltanum og spilaði með unglingalandsliðin og Val, ég lék meira að segja með Arnóri Guðjohnsen,“ segir hann og glottir. „Ég var fyrirliði Reynis og spilaði þar til ég varð 24 ára en eftir bílslysið var ég alltaf slæmur í bakinu og náði mér aldrei, á endanum þurfti ég að hætta.“ – Ertu búinn að jafna þig núna? „Já, þetta tók svolítið á og ég fór í gegnum tímabil þar sem ég var alltaf að bíða eftir að einhver læknir myndi koma með töfralækninguna. Það var bara ekki svarið við þessu. Það var ekki fyrr en ég tók þetta í mínar hendur, fór grimmt í sjúkraþjálfun og fór að synda mikið. Þannig náði ég þessu góðu en ég þarf alltaf að halda mér við, þarf að gera mínar æfingar, teygja og halda mér í góðu formu. Ég þarf að passa upp á svefninn og að liggja ekki of lengi. Þetta helst allt í hendur og er eilífðarverkefni. Núna er ég alltaf í klossum – það hjálpar.“

GUÐMUNDUR ÁGÚST BRYNJÓLFSSON Aðalgata 5 Áður til heimilis að Bræðraborg Höfnum

Lést á heimili sínu þann 6. september 2020. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. júlí kl. 15. Lilja Dögg Bjarnadóttir Ólafur Ingólfsson Jóhanna Guðmunds Sells Bill Sells Dagbjört Eva Sveinsdóttir Skúli Hlíðkvist Sigurjón Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir Sonja Ósk Matos Barnabörn og barnabarnabörn

Elskuleg móðir mín, amma, systir og mágkona.

HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Florida USA Áður til heimilis að Bræðraborg Höfnum

Lést á heimili sínu 10. október 2020. Útför fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. júlí kl 15. Sonja Ósk Matos Cassandra Ortiz Jóhanna Guðmunds Sells Bill Sells Sigurjón Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport Elsa Pálsdóttir er Suðurnesjakona sem sannarlega hefur krafta í kögglunum. Elsa gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum um helgina, auk þess setti hún fimm heims- og Evrópumet á Evrópumóti öldunga sem fór fram í Tékklandi.

Miðvikudagur 14. júlí 2021 // 27. tbl. // 42. árg.

Elsa að lyfta 157,5 kg og bæta heimsmetið í réttstöðulyftu. Skjáskot af YouTube-síðu Czech Powerlifting

Lífið er rétt að byrja eftir fimmtugt Elsa Pálsdóttir, 61 árs kraftlyftingakona úr Garðinum, varð Evrópumeistari og setti auk þess fimm heimsmet og fimm Evrópumet á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem fór fram í Pilzen í Tékklandi um helgina. Elsa keppir í -76 kg þyngdarflokki í aldurshópnum 60–69 ára og varð að auki stigahæsti öldungurinn í sínum flokki þvert á þyngdarflokka. Árangur Elsu er einstakur og eftirtektaverður en hún hefur ekki æft klassískar kraftlyftingar nema í rétt rúmlega tvö ár og keppti fyrst í greininni haustið 2019. Elsa lyfti fyrst 117,5 kg í hnébeygju sem er nýtt heimsmet. Þá tvíbætti hún metið með því að lyfta næst 125 kg og svo 130 kg, fjórtán kílóa bæting á fyrra heimsmeti. Hún lyfti 52,5 kg og 60 kg í bekkpressu og í réttstöðulyftu lyfti Elsa 140 kg og 157,5 kg sem er einnig nýtt heimsmet. Með árangri sínum bætti Elsa einnig heimsmetið í samanlögðum árangri um 12,5 kg en hún lyfti samtals 347,5 kg á mótinu.

Fann sína styrkleika fyrir tveimur árum Víkurfréttir slógu á þráðinn til Elsu þar sem hún var stödd í Tékklandi og óskuðu henni til hamingju með þennan einstaka árangur. „Já, takk fyrir það. Þetta var svolítið flott hjá manni.“

Elsa æfir stíft með Fimm fræknum og æfa þær allt að sex sinnum í viku. Mynd af Facebook-síðu Elsu

n í s a g a m r a Sum fan af ... er sumarútgá síni VF Suðurnesjamaga m brot af þar sem við sýnu ð höfum því besta sem vi u mánuðum. framleitt á síðust

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

– Hvernig stendur á því að kona á gamals aldri byrjar að stunda kraftlyftingar? Elsa hlær og segir: „Heyrðu, stórt er spurt. Málið er það að ég hef alltaf verið rosalega dugleg í líkamsrækt en eftir fimmtugt fór ég að keppa í þrekmótum með liði sem kallast Fimm fræknar. Svo er það ekki fyrr en fyrir svona tveimur, þremur árum að ég uppgötva í hverju væri keppt í kraftlyftingum, ég hafði aldrei spáð í kraftlyftingar. Þegar ég áttaði mig á því í hverju væri keppt þá reyndust það bara vera styrkleikarnir mínir – og þar sem ég er komin af léttasta skeiði, eins og þú segir, þá ákvað ég að gefa þessu tækifæri og einbeita mér að kraftlyftingum.“ Fyrsta mótið sem Elsa tók þátt í var lítið kraftlyftingamót í tengslum við Sólseturshátíðina í Garðinum. „Það var í fyrsta skipti sem ég keppti í kraftlyftingum og vissi ekkert út á hvað þetta gekk – en þarna sá ég að ég ætti alveg heima í þessu og ákvörðunin var eiginlega tekin. Síðan þá er ég búin að æfa kraftlyftinga almennilega.“ Elsa hefur alltaf æft í Lífsstíl og hún æfir kraftlyftingarnar þar en hún keppir fyrir hönd Massa. „Ég var í fótbolta fram yfir tvítugt en síðan þá hef ég bara verið í fjölbreyttri líkamsrækt og lifað heilbrigðu líferni. Í janúar 2011 ákváðum við svo nokkrar svona stútungskonur að prófa að setja saman lið og taka þátt í móti sem var haldið í Keflavík. Það var bara gaman. Þá hafa þær í Fimm fræknar sennileg séð að maður gæti eitthvað í þessu því þær pikkuðu í mig og síðan þá hef ég verið að æfa mjög stíft með þeim, allt að sex sinnum í viku.“ – Eftir að þú fórst að æfa svona markvisst, hefurðu þá tekið stórstígum framförum? „Já, eiginlega bara ótrúlegum. Þótt maður sé orðinn fullorðinn er maður að sjá stöðugar bætingar. Ég hef sett ótalmörg Íslandsmet og það er ein hérna úti með mér sem situr í stjórn Kraftlyftingasambands Íslands. Hún var að segja að ég ætti nú þegar fjörutíu Íslandsmet, það hefur sennilega eitthvað bæst í það með þessum árangri núna,“ segir Elsa kát. „Þannig að þetta er orðið ágætt á þessum tveimur árum.“

Á framtíðina fyrir sér „Aldur er svo afstæður,“ segir Elsa, „og það er svo merkilegt að heima er maður svolítið gamall í þessu en hérna er bara fullt af fólki sem er eldra en ég. Elsta konan sem keppti hér er fædd ‘42 og ég held að elsti karlinn sé fæddur ‘36. Þannig að maður á framtíðina fyrir

Þótt maður sé orð­ inn fullorðinn er maður að sjá stöð­ ugar bætingar. Ég hef sett ótal­ mörg Íslandsmet ...

sér í þessu. Lífið er rétt að byrja eftir fimmtugt.“ Elsa á tvö börn, dóttir hennar keppti í sundi og sonur hennar var í körfubolta. Elsa hlær þegar hún segist eiga tvö börn sem séu orðin svolítið fullorðin: „Ég á einmitt eftir að segja syni mínum það að á næsta ári getum við farið saman á öldungamót, hann í Master einum og ég í Master þremur, því hann dettur inn í M1 þegar hann verður fertugur á næsta ári.“ „Ég hafði aldrei verið að spá í einhver heimseða Evrópumet. Ég vissi svo sem um Íslandsmetin en svo hafði KRAFT samband við Ellert, sem er formaður Massa, og spurði hvort ég ætlaði að fara á þetta Evrópumót. Mér brá eiginlega og þurfti að taka mér smá umhugsun því ég hafði ekkert hugsað mér að fara að keppa erlendis. Svo gat ég ekki slegið hendinni á móti þessu og sló til. Þá hafði ég ekki hugmynd um einhver met – en svo sendi hún, sem er með mér hérna úti, mér lista yfir heimsmetin og þá sá ég að ég ætti nú bara góða möguleika. Auðvitað veit maður aldrei hvernig gengur þegar maður fer svona í fyrsta sinn á stóra sviðið – en það small í þetta sinn.“ Elsa segir að hún hafi verið búin að taka lyftur sem voru yfir heimsmetum, hún hafi gert það á Íslandsmótinu sem var haldið í júní. Þær lyftur voru hins vegar ekki teknar gildar þar sem engir alþjóðlegir dómarar voru á mótinu. „Þannig að ég þurfti að fara á svona alþjóðlegt mót til að fá þessar þyngdir gildar.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Fjóla Margrét og Logi eru klúbbmeistarar GS 2021

Logi Sigurðsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir sigruðu á meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja sem lauk um helgina. Bæði hampa þau meistaratitlinum í fyrsta sinn en þau hafa verið á mikilli uppleið í golfinu síðustu árin.

Mikill vöxtur í íþróttastarfi Reykjanesbæjar

25 ára

Guðbergur Reynisson var endurkjörinn formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) á ársþingi þess þegar það var haldið í byrjun þessa mánaðar. ÍRB var stofnað árið 1996 og er því 25 ára um þessar mundir. Guðbergur hefur nú sitt annað tímabil sem formaður en hið fyrra varð tvöfalt lengra en til stóð þar sem ­Covid kom í veg fyrir að hægt yrði að halda ársþing á síðasta ári.

Birta Dís og Óskar Marínó klúbbmeistarar GSG 2021

Óskar Marínó Jónsson og Birta Dís Jónsdóttir urðu sigurvegarar meistaramóts Golfklúbbs Sandgerðis sem lauk um síðustu helgi. Óskar sigraði karlaflokkin með fjórum höggum en Birta hafði mikla yfirburði í kvennaflokki.

KNATTSPYRNUSAMANTEKT

Pepsi Max-deild karla:

Keflvíkingar eru um miðja deild KR - Keflavík 1:0

Keflvíkingar töpuði naumlega þegar þeir léku gegn KR í elleftu umferð Pepsi Max-deildar karla. KR-ingar skoruðu eina mark leiksins á 7. mínútu og það var ekki af ódýrari gerðinni, hörkuskot utan teigs í slánna og inn – óverjandi fyrir Sindra Kristinn í markinu. Keflavík er í sjöunda sæti með þrettán stig eins og Stjarnan sem hefur leikið einum leik fleiri. Leiknir er í sjötta sæti með fjórtán stig og hefur einnig leikið einum leik fleiri en Keflavík. Lengjudeild karla:

2. deild karla:

Víkingur Ó. Grindavík 2:2

Reynir - ÍR 1:1

Grindavík komst yfir með marki úr vítaspyrnu (33’) og Aron Dagur Birnuson, markvörður Grindvíkinga, og varði víti sem þeir fengu á sig snemma í seinni hálfleik. Á síðustu tíu mínútum leiksins skoruðu Víkingar tvívegis en fyrirliði Grindvíkinga tryggði þeim eitt stig með mark í uppbótartíma. Mörk Grindavíkur: Sigurður Bjartur Hallsson (33’ víti) og Sigurjón Rúnarsson (90’+3).

2. deild karla:

Þróttur - KV 1:0 Það var hörkuleikur í Vogum í toppslag Þróttar og KV. Eina mark leiksins skoraði Unnar Ari Hansson þegar fyrri hálfleikur var við það að renna út (45’+1) og Þróttur er efst í 2. deild. Mark Þróttar: Unnar Ari Hansson (45’+1).

Gestirnir komust yfir á 85. mínútu en Ivan Prskalo jafnaði fyrir Reyni þremur mínútum síðar. Mark Reynis: Ivan Prskalo (88’).

2. deild karla:

Völsungur - Njarðvík 1:0 Húsvíkingar skoruðu úr vítaspyrnu sem þeir fengu á silfurfati eftir óheppileg mistök í vörn Njarðvíkinga. 3. deild karla:

Víðir - Einherji 3:0 Langri eyðimerkurgöngu Víðis­ manna lauk þegar Víðir lagði botnlið Einherja 3:0 á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Víðis síðan í fjórðu umferð, í lok maí. Mörk Víðis: Atla Frey Ottesen Pálsson (8’) og Jóhann Þór Arnarson (22’ og 56’ víti).

Fjölmargt hefur afrekast á þeim stutta tíma sem Guðbergur hefur leitt stjórn ÍRB þrátt fyrir það ástand sem hefur gengið yfir samfélagið. Á þessu þingi voru t.a.m. fjögur ný íþróttafélög samþykkt inn í ÍRB; RB United, sem er knattspyrnufélag í 4. deild karla, Júdófélag Reykjanesbæjar, Borðtennisfélag Reykjanesbæjar og Frisbígolffélag Reykjanesbæjar sem nú samanstendur af fimmtán aðildarfélögum, að sundráði ÍRB meðtöldu, sem iðka 23 íþróttagreinar. „Þetta var skemmtilegt þing af mörgum ástæðum,“ segir Guðbergur. „Við náðum ekki að halda þing í fyrra út af Covid, gaman að geta loksins haldið þingið. Íþróttabandalagið varð 25 ára þann 29. maí, stofna 1996. Svo við héldum upp á það með köku.“ Hann segir búið að vera rosalega gott starf í mörgum félögum þrátt fyrir þá erfiðleika sem Covid hefur skapað en ýmislegt hafi þó komið upp á. „Það á meðal þurftum við að fella niður val á íþróttamanni ársins, sem var skelfileg ákvörðun en eitthvað urðum við að gera. Það voru 137 Íslandsmeistarar hjá Reykjanesbæ 2019. Árið 2020 voru þeir 47 ef það segir eitthvað um það. Við erum að huga að stórsókn núna. Það er t.d. verið að vinna að stofnun frjálsíþróttafélags, það eru komnir aðilar sem eru að vinna í því og svo er Frjálsíþróttasambandið tilbúið að aðstoða. Það er eiginlega stórfurðulegt að í tuttugu þúsund manna samfélagi skuli ekki vera svona félag og ég held að það sé grundvöllur fyrir því. Það er þannig að í Reykjanesbæ eiga krakkar að geta farið í allar tegundir íþrótta, þetta er forvörn og ef einhver íþrótt gengur ekki þá verðum við alla vega að láta reyna á það. Þá stendur til að endurvekja siglingafélagið sem hefur verið hálfgert olnbogabarn því bátarnir hafa verið á hrakhólum og það hefur vantað aðstöðu fyrir þá. Við erum að reyna að sannfæra bæinn um aðstöðu sem við höfum í huga við smábátahöfnina, það er rosalega spennandi.“

flókið að byggja frjálsíþróttavöll og ég held að við ættum að kýla á það. Við erum með fullt af fólki hér í bænum sem finnur sig ekki í þeim íþróttum sem eru í boði – en gætu verið fínn spjótkastari eða langhlaupari, við vitum bara ekkert um það.“ Guðbergur segir að sér finnist það klárt mál að Reykjanesbær þurfi að leggja meiri fjármuni í að byggja upp íþróttaaðstöðu í bænum. „Tökum sem dæmi að við stofnuðum nýtt fótboltafélag sem er að standa sig frábærlega í fjórðu deildinni. Ég var að fylgjast með leik hjá þeim um daginn og það voru átta varamenn á bekknum, það er vandamál hjá þjálfaranum að velja í liðið því svo margir vilja vera með. Sýnir þetta okkur ekki að það er þörf á þessu?“

Fjölgun í íþrótta­ hreyfingunni – Hvernig hefur íþróttafélögunum gengið að halda í sína iðkendur í gegnum þennan veirufaraldur? „Samkvæmt skýrslum frá 2019 og svo 2021 sem við tökum úr Felix [skráningarkerfi íþróttafélaganna]

þá hefur fjölgað um 3.000 í íþróttahreyfingunni frá 2019 – bara hérna í Reykjanesbæ. Þannig að ég myndi segja að það sé heldur betur fjölgun. Kannski er það af því að fólk er meira heima, vonandi helst þetta bara og það verður jafnvel frekari fjölgun. Vonandi verður það lúxusvandamál komið upp á gamlársdag, þegar kemur að því að velja íþróttafólk Reykjanesbæjar, að alltof margir skari fram úr. Ég vil samt taka skýrt fram að þetta snýst ekki um að skara fram úr, þetta snýst um að taka þátt í íþróttastarfinu og forvörnin er númer eitt, tvö og þrjú. Það er ennþá stór hluti hér í bænum sem er ekki að taka þátt í þessu starfi. Það eru t.d. innflytjendurnir sem eru ekki að falla inn í þá hópa sem eru fyrir. Ég held að leiðin fyrir þá sé að byrja í einstaklingsíþróttum, þá eru þeir komnir inn í þetta umhverfi, og þaðan liggur leiðin í hópaíþróttirnar. Ég held að það muni hjálpa að fjölga valkostunum. Fólk hefur sagt að það sé búið að reyna hitt og þetta en það hafi ekki gengið. Á maður þá bara að hætta að reyna? Ég held ekki.“

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

Bærinn þarf að leggja meira í íþróttastarfið Guðbergur bendir á að það þurfi oftar en ekki að horfa á aðstöðumál íþróttafélaga sem tímabundnar lausnir. Þróunin á samfélaginu tekur svo örum breytingum og hann tekur sem dæmi að félög sem fá aðstöðu í útjaðri bæjarfélaga eru áður en maður veit af komin inn í miðjan kjarna þess. „Ef við byggjum frjálsíþróttavöll einhvers staðar út í móa þá er hann kominn inn í byggð áður en við vitum af. Það getur ekki verið

johann@vf.is

STYRKT AF

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

vinalegur bær


Það er sannkölluð Spánarblíða núna dag eftir dag og sumarið líður allt of hratt. Reyndar er þessi blíða bara fyrir norðan og austan en hérna á Reykjanesinu hefur sumarið ekki enn látið sjá sig, kemur eflaust á Ljósanótt. Pottþétt eldgosinu um að kenna en það skemmir þó ekki gleðina hjá fólki sem hefur brosað út að eyrum í allt sumar. Takmarkanir sem settu nánast allt líf okkar í fjötra á löngu tímabili eru ekki lengur í gildi og veislur og mannfagnaðir eru nánast á hverju horni. Það varð að fórna og fresta ýmsu í faraldrinum og ljóst að fólk er svo sannarlega að fara eftir mottóinu góða að „lifa núna“ og það til hins ýtrasta! Gleðin virðist vera allsráðandi og meira að segja fyrir skömmu síðan kom jákvæður póstur inn á „Reykjanesbær-gerum góðan bæ betri“-síðuna á Facebook! Það fraus næstum hjá mér nettengingin þegar sá póstur var opnaður, enda óvænt. Ég verð reyndar að taka undir smá tuð þar inni sem snýr að gæðum slátturs hér í bæ en t.d. á Njarðvíkurbrautinni í InnriNjarðvík um daginn þá sýndist mér að menn hafi slegið grasið þar með jarðýtu. Jákvæða er að það þarf ekki að slá þarna aftur fyrr en sumarið 2024. Einn af þessum mannfögnuðum sem ég fagna mikið þessa dagana að séu komnir á fullt eru brúðkaupin. Þau hafa sjaldan eða aldrei verið skemmtilegri. Fór í eitt helvíti skemmtilegt um daginn. Lenti

LOKAORÐ

Úr einu í annað

Miðvikudagur

Miðvikudagur

JÚLÍ

ÁGÚST

28 . 11 .

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON þar á spjalli við eldri hjón sem hafa verið gift í næstum 43 ár, virkuðu afar hress og hamingjusöm og litu ótrúlega vel út miðað við aldur og fyrri störf. Ég spurði þau eftir nokkra bjóra hver lykillinn væri að svona löngu og hamingjusömu hjónabandi. Sú gamla var snögg að svara, hún vildi meina að síðustu árin hafi þau haft það fyrir reglu að fara alltaf út að borða og á hótel einu sinni í viku. „Góður matur, gott spjall og svo mikið svefnherbergisfjör upp á hótelherberginu,“ sagði hún og brosti. Sá gamli sagði þá nokkuð ákveðið: „Lykillinn er reyndar sá að ég fer á fimmtudögum og hún á sunnudögum!“ Þau voru eldhress. Sumar fréttir gleðja mann meira en aðrar, það er bara þannig. Ein slík var frétt í þessari viku af Elsu Pálsdóttur, kraftlyftingakonu úr Garðinum, sem varð Evrópumeistari og setti hvorki fleiri né færri en fimm heims- og Evrópumet á EM í kraftlyftingum öldunga sem fram fór í Tékklandi. Ótrúlegt afrek og ekki síst vegna þess að Elsa hefur bara æft klassískar kraftlyftingar í rúm tvö ár. Í heimi fullum af neikvæðum fréttum þá eru það svona tíðindi sem kæta og veita fólki ákveðinn innblástur. Til hamingju Elsa!

VÍKURFRÉTTIR Í SUMARGÍR

Nú er komið hásumar og við hjá Víkurfréttum ætlum að fara í smá sumargír í júlí og fram í byrjun ágúst. Blaðið mun koma út hálfsmánaðarlega þann tíma. Það verður því ekkert blað í næstu viku en Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 28. júlí. Við stöndum vaktina á vf.is alla daga en svörum ekki mikið í síma. Það má samt alltaf ná í okkur með tölvupósti á vf@vf.is, hvort sem þú þarft að auglýsa eða koma efni í okkar miðla.

Dagný Dís Jóhannsdóttir, fimmtán ára saxófónnemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hélt litla stofutónleika í Unuhúsi í Garði laugardaginn 26. júní síðastliðinn. Lögin sem Dagný flutti voru kynnt og stuttlega rætt um tónskáldin þótt öll séu þau þekkt. Þá var heitt á könnunni og boðið upp á nýbakaðar vöfflur. Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst bendir áhugasömum á að hægt sé að óska eftir að fá að halda stofutónleika í Unuhúsi án endurgjalds. Húsið er smátt í sniðum, eins og Una var sjálf, og tekur takmarkaður fjölda gesta. Tilvalinn vettvangur fyrir hljóðfæraleikara sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Þótt Dagný Dís sé aðeins fimmtán ára gömul hefur hún náð mikilli leikni á saxófóninn enda búin að stunda námið í mörg ár. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta er hægt að smella á myndina og sjá brot af tónleikunum. VF-myndir: JPK

F L U G Ö RYG G I SVÖ R Ð U R

Óskað er eftir starfsfólki í framtíðarstörf bæði í 100% starfshlutfall og hlutastörf. Um vaktavinnu er að ræða. Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Nánari upplýsingar veitir Árni Gísli Árnason deildarstjóri flugverndar, arni.arnason@isavia.is og á isavia.is/atvinna.

Hæfniskröfur • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Góð samstarfshæfni í hóp • Nákvæmni í vinnubrögðum • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og mæltu máli • Rétt litaskynjun • Aldurstakmark 20 ár

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli fyrirtækisins og íslenska flugstjórnarsvæðið.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 28. JÚLÍ

Sumargírinn! Það er nú meira sumarið sem er boðið upp á hér á Suðurnesjum.

Ljúfir tónar saxófónsins léku um Sjólyst

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

Keflavíkurflugvöllur iðar af lífi og við leitum að brosmildum einstaklingum með ríka þjónustulund í starf flugöryggisvarða í flugverndardeild. Starfið felst í öryggisleit farþega og farangurs.

Mundi

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Gestir nutu þess að hlýða á tónleikana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.