Skipslúðrar þeyttir til heiðurs Ásgeiri
Forseti Íslands um borð í safnskipinu Óðni
LAND
Land hefur risið á Reykjanesskaga um 2,5 sentimetra frá því í apríl. Bene dikt Gunn ar Ófeigs son , sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyf inga hjá Veður stofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að landrisið sé ekki hratt en það sé víðáttumikið og sjáist um allan Reykjanesskagann.
Lík lega þýðir þetta að það er kvika að safnast fyrir á svipuðum slóðum og var og hefur verið síðustu ár. Miðjan á þessu er undir Fagradalsfjalli, á slóðunum undir gosstöðvunum sem gusu 2021 og 2022.
„Það þarf alla vega að gera ráð fyrir að þetta haldi áfram og endi með öðru gosi, það er einn möguleiki sem er ekkert ólík leg ur, en tímaskal inn er mjög óljós. Það geta verið mánuðir eða ár,“ segir Benedikt.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Víkurfréttir að enn sem komið eru þetta litlar hreyfingar en mjög athyglisverðar samt.
Hægt að fara í fyrirsjáanlega uppbyggingu
„Við fögnum þessum áfanga að sjálfsögðu því samningurinn tryggir afhendingaröryggi svæðisins en stuðlar jafnframt að því að hægt verður að fara í fyrirsjáanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, um samkomulag Landsnets og Sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínur.
„Suðurnesin eru ört vaxandi atvinnusvæði þar sem tækifærin í grænni atvinnuuppbyggingu eru fjölmörg. Við sjáum það best í þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Auðlindagarðinum hjá okkur í HS Orku sem og hjá öðrum viðskiptavinum á svæðinu,“ sagði Tómas jafnframt. Nánar er fjallað um samkomulagið á síðu 2 í blaðinu.
Safnskipið Óðinn þeytti skipslúðra sína skammt undan landi neðan við Útskála í Garði á sunnudagskvöld. Óðinn var á leið sinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja þar sem skipið var til sýnis í tilefni af goslokahátíð, en 50 ár eru liðin frá lokum eldgossins í Heimaey. Ástæða þess að skipslúðrarnir voru þeyttir fyrir utan Garðinn var til að heiðra Ásgeir Magnús Hjálmarsson sem nýlega varð áttræður. Ásgeir er mikill safnamaður og er frumkvöðull að stofnun Byggðasafnsins á Garðskaga, auk þess að hafa komið upp sínu einkasafni í Garðinum. Tveir Garðmenn, þeir Ásgeir og Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkur-
frétta, voru á dögunum sérstakir gestir um borð í Óðni þegar áhöfnin hélt æfingu á Faxaflóa fyrir Vestmannaeyjaförina. Safnskipsmenn á Óðni vildu þar þakka þeim sitt framlag til safnamála. Ásgeir hefur m.a. safnað sjóminjum og Hilmar Bragi vann síðasta vetur að heimildamynd um björgunarafrek sem unnið var á Óðni fyrir aldarfjórðungi síðan í hafinu suður og vestur af Íslandi. Þess má til gamans geta að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var farþegi um borð í Óðni á sunnudagskvöld og fór með skipinu til Eyja. Ljósmyndirnar tók Hilmar Bragi af varðskipinu sem var prýtt forsetafánanum þegar það sigldi framhjá Garðinum. Á innfelldu myndinni er Ásgeir um borð í Óðni á dögunum.
n Bæjarstjórinn segir Suðurnesjabæ hliðsettan í nýrri þróunaráætlun K64
Bara gróðursett á mjög verðmætu svæði við flugstöðina?
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir þróunaráætlunina K64, um nærsvæði Keflavíkurflugvallar, ekki vera eins og væntingar Suðurnesjabæjar stóðu til. Í viðtali við Víkurfréttir í dag berst talið m.a. að Bergvík og svæðinu við Rósaselstorg, sem eru innan sveitarfélagamarka Suðurnesjabæjar.
Miðvikudagur
19. JÚLÍ
VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT MIÐVIKUDAGINN 19. JÚLÍ
„Við þurftum að berjast fyrir því að fá alla þessa ráðgjafa til að átta sig á því hvaða möguleikar eru í Bergvík, þá var það tekið inn í pakkann en að öðru leyti er ekki mikið í þessari þróunaráætlun sem á beint við um Suðurnesjabæ. Talandi um K64 þá hef ég ekki verið feiminn að segja það að Suðurnesjabær er alveg hliðsettur í því plani. Ráðgjafarnir hafa horft á svæðið frá
Á leiðinni í draumaskólann í Ameríku
Aðaltorgi og í áttina að Reykjavík. Fyrirfram stóð maður í þeirri trú að það væri mjög verðmætt svæði til uppbyggingar frá Rósaselstorgi og upp að flugstöð, en þeir horfa alveg framhjá því. Þeirra hugmyndir voru meðal annars að gróðursetja tré samkvæmt planinu.“
Ítarlegt viðtal er við Magnús í miðopnu Víkurfrétta í þessari viku.
Vill bæta upplifun kylfinga í Leirunni
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Síða 13
Síða 14
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
TEKIÐ AÐ RÍSA Á NÝ
Corny súkkulaði 50 gr
KOSTURINN Mexíkóskt þema í kvöld? Miðvikudagur 5. júlí 2023 // 27. tbl. // 44. árg.
FLJÓTLEGRI KOSTURINN
FLJÓTLEGRI
Landsnet og Sveitarfélagið Vogar skrifa undir samkomulag vegna Suðurnesjalína
Sveitarfélagið Vogar og Landsnet hafa komist að samkomulagi um lagningu á Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu og að samhliða verði unnið að undirbúningi þess að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu. Þegar Suðurnesjalína 2 verður komin í rekstur verður ráðist í fyrsta áfanga þess verkefnis sem felur í sér að Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu á um fimm kílómetra kafla á milli Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Strengframkvæmdin er jafnframt fyrsti áfanginn í að styrkja tengingu Sveitarfélagsins Voga vegna mögulegrar tenginga stærri notenda við flutningskerfið í sveitarfélaginu.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir það fagnaðarefni að öll framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 liggi fyrir. „Samkomulagið sem við undirrituðum í dag náðist með góðri samvinnu okkar hjá Landsneti og Sveitarfélagsins Voga. Suðurnesjalína 2 mun tryggja raforkuöryggi
íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og um leið skapa tækifæri til uppbyggingar, atvinnuþróunar og orkuskipta. Ný áform um at
vinnuuppbyggingu innan sveitarfélagsins munu kalla á frekari styrkingu á flutningskerfinu og við sjáum fyrir okkur að fyrsti áfanginn í þá áttina sé að setja hluta af Suðurnesjalínu 1 í jörðu. Framundan eru umtalsverðar framkvæmdir í flutningskerfinu á Suðurnesjum til að tryggja öryggið á svæðinu og mæta auknum orkuflutningi vegna orkuskipta ásamt fjölbreyttri uppbyggingu atvinnutækifæra,“ segir Guðmundur Ingi.
Skipulagsnefnd Voga samþykkti á fundi sínum í síðasta fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu og samþykkti bæjarstjórn framkvæmdaleyfið á fundi í hádeginu á föstudag. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, segir það ánægjulegt að sátt hafi náðst í þessu mikilvæga hagsmunamáli.
„Það er mikið fagnaðarefni að okkur hafi tekist að ná sátt í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Við bindum vonir við að nú verði hægt að leggja grunninn að því að auka afhendingaröryggi á Suðurnesjum til framtíðar, meðal annars með tilliti til náttúruvár. Í samkomulaginu er komið til móts við sjónarmið bæjaryfirvalda í Vogum sem hafa lagt þunga áherslu á að framkvæmdin hafi sem minnst áhrif á
ásýnd svæðisins sem eins og allir vita er gátt erlendra ferðamanna inn í landið og hefur hlotið viðurkenning UNESCO sem jarðfræðilega mikilvægt svæði á heimsvísu. Með samkomulaginu er jafnframt tekið mikilvægt skref í átt að því að styrkja flutningskerfið innan sveitarfélagsins sem styður við metnaðarfull áform bæjaryfirvalda um öfluga atvinnuuppbyggingu í Vogum,“ segir Gunnar Axel.
Aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd
Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu á vegum Vinnumálastofnunar. Áætlunin samanstendur af sextán aðgerðum sem fela meðal annars í sér margs konar tómstundaúrræði fyrir fólk á öllum aldri og opnun virknimiðstöðvar undir heitinu Klúbburinn. Miðstöðin verður í húsnæði sem áður hýsti Officeraklúbbinn á Ásbrú og þar verður boðið upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. Samhliða mun Vinnumálastofnun leitast við að draga eins og kostur er úr dvöl umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ.
Þann 9. janúar sl. undirrituðu félags og vinnumarkaðsráðuneytið, Vinnumálastofnun og Reykjanesbær viljayfirlýsingu um að greindar yrðu þær áskoranir sem Reykjanesbær stæði frammi fyrir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dveljast í sveitarfélaginu á vegum ríkisins. Ákveðið var að aðilar að yfirlýsingunni myndu vinna saman að lausnum og er aðgerðaáætlunin afrakstur þeirrar vinnu.
Áætlunin er gerð vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í Reykjanesbæ vegna mikils fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þar dvelja í samanburði við önnur sveitarfélög. Meginmarkmiðið er annars vegar að draga, til lengri tíma litið, úr fjölda umsækjenda sem dvelja í bænum og hins vegar að auka virkni og vellíðan fólks á meðan það bíður eftir afgreiðslu umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun. Áætlunin var unnin sameiginlega af Reykjanesbæ og Vinnumálastofnun.
Vel sótt tómstundanámskeið
Aðgerðir eru þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið nú í sumar sem Vinnumálastofnun kom á fót á Ásbrú. Námskeiðin hafa mælst vel fyrir
og þátttaka verið afar góð en daglega hafa á bilinu 60 til 70 börn tekið þátt.
Barna og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur séð um yngri hópinn, börn sex til tíu ára, og meðal annars haft körfubolta á dagskrá, föndur og margskonar leiki. Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur séð um eldri krakkana, ellefu til sextán ára, og meðal annars farið með þeim í fótbolta, blak og margskonar hreyfingu utandyra.
Önnur aðgerð í áætluninni sem er þegar hafin snýr að samgöngumálum og er ætlað að mæta auknu álagi á almenningsamgöngur frá Ásbrú og niður í miðbæ Reykjanesbæjar.
Friðheimar, sjálfboðaliðar og hugmyndasöfnun
Meðal aðgerða sem hefjast á næstunni er að koma á fót þróunarskóla í Klúbbnum undir heitinu
Friðheimar, auka þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd með aðkomu sjálfboðaliða úr nærsamfélaginu og ráðast í hugmyndasöfnun meðal umsækjenda um það hvað fólk vilji helst gera og hvernig virkni það mæli með. Þá mun þjónustu og móttökuteymi alþjóðateymis Reykjanesbæjar vera tvo morgna í viku á
Ásbrú með upplýsingagjöf um þá þjónustu sem bærinn veitir og leiðbeina fólki varðandi nytsamlega hluti.
Fækkun umsækjenda í Reykjanesbæ
Vinnumálastofnun tók síðastliðið sumar við því hlutverki sem Útlendingastofnun hafði áður varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun ber eftir sem áður ábyrgð á afgreiðslu umsókna og málsmeðferð þeirra.
Líkt og áður segir mun Vinnumálastofnun draga úr fjölda þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelur í Reykjanesbæ líkt og kostur er. Myndist svigrúm í búsetuúrræðum stofnunarinnar eða hjá sveitarfélögum sem stofnunin er með samninga við verður leitast við að fækka þeim umsækjendum sem dvelja í Reykjanesbæ.
Stofnunin vinnur nú með Reykjavíkurborg að því að finna hentuga staðsetningu fyrir einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um leið er unnið markvisst að því að fjölga sveitarfélögum sem hýsa umsækjendurna. Nýleg sveitarfélög sem bæst hafa í hópinn sem slík móttökusveitarfélög eru Bláskógabyggð, Grindavík, Kópavogur og Vestmannaeyjar. Samhliða leitar Framkvæmdasýslan/Ríkiseignir að húsnæði vítt og breitt um landið.
Áfram verður áhersla lögð á að Vinnumálastofnun tengi flóttafólk við önnur sveitarfélög sem samið hefur verið við um samræmda móttöku flóttafólks, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR
Frá undirritun samkomulagsins milli Sveitarfélagsins Voga og Landsnets. VF/Hilmar Bragi
2 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Allt klárt fyrir ferðalagið?
Við hjálpum ykkur að elta sólina um allt land með frábærri þjónustu og tilboðum. Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar, hvort sem þið eruð að fylla á tankinn, hlaða geyminn eða fá ykkur eitthvað gott að borða!
Sjáumst í sumar!
440 1000 n1.is
ENNEMM SÍA NM-016362
ALLA
LEIÐ
Bjarg íbúðafélag reisir leiguíbúðir í Suðurnesjabæ
Skóflustunga að ellefu íbúða leiguhúsnæði sem Bjarg íbúðafélag mun reisa við Bárusker í Sandgerði var tekin í síðustu viku. Með skóflustungunni eru framkvæmdir hafnar, verktaki við uppbyggingu hússins er H.H. Smíði ehf. í Grindavík og eru áætluð verklok haustið 2024. Skóflustungan var í sex hlutum. Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Guðrún B Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Suðurnesjabæjar, Þórsteina Sigurjónsdóttir, fulltrúi Verkalýðsog sjómannafélags Sandgerðis, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
Suðurnesjabæjar, og Kristján
Þórður Snæbjarnarson, stjórnar
maður í Bjargi og varaforseti ASÍ, sáu sameiginlega að taka skóflustunguna og hefja þar með framkvæmdir við verkið.
„Það er ánægjulegt að Bjarg íbúðafélag ráðist í þessa framkvæmd og þar með fjölgi leiguíbúðum fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Suðurnesjabæ. Mikil eftirspurn hefur verið eftir leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ og er því kærkomið að Bjarg íbúðafélag muni með þessu auka framboð á leiguhúsnæði á hagstæðu verði. Verkefnið er fjármagnað af ríkinu og Suðurnesjabæ með stofnframlögum, ásamt því að hagstæð lán munu fjármagna verkefnið að hluta,“ segir í frétt frá Suðurnesjabæ.
Nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar áritað
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, áritaði í síðustu viku nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar sem mun öðlast formlegt gildi þegar Skipulagsstofnun hefur staðfest og auglýst aðalskipulagið. Aðalskipulagið verður síðan aðgengilegt á heimasíðu Suðurnesjabæjar þegar það hefur öðlast formlega staðfestingu.
Aðalskipulagið hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma en nú er mikilvægum áfanga náð þegar aðalskipulagið mun öðlast gildi.
Þetta aðalskipulag er sögulegt að því leyti að þetta er fyrsta aðalskipulagið sem er unnið fyrir Suðurnesjabæ, eftir sameiningu Garðs og Sandgerðisbæjar árið 2018. Í aðalskipulaginu felst m.a. stefna um uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins til framtíðar og er því um mjög mikilvægt skipulag að ræða.
Fjölmargir aðilar komu að vinnslu aðalskipulagsins með einhverjum hætti, enda er það í eðli svona verkefnis að það kallar á að sem allra flestir komið að málinu. Fjölmargir skiluðu ábendingum, athugasemdum og umsögnum á vinnslutíma skipulagsins. Þá voru
Skólar fjölga heilsueflandi leikskólum
n Opna sex deilda heilsuleikskóla í Suðurnesjabæ í mars 2024
haldnir íbúafundir, meðal annars var haldinn rafrænn íbúafundur þegar heimsfaraldur Covid 19 hamlaði opnum fundahöldum.
„Suðurnesjabær þakkar öllum þeim sem hafa komið að vinnslu aðalskipulagsins með einhverjum hætti. Aðalskipulagið var unnið í samstarfi við Verkís og þakkar
Suðurnesjabær starfsfólki Verkís sem kom að verkefninu fyrir ánægjulegt og frábært samstarf. Suðurnesjabær óskar íbúum sveitarfélagsins til hamingju með nýtt aðalskipulag, með von um að það verði góður grunnur að frekari þróun og uppbyggingu Suðurnesjabæjar til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Sumaráætlun tekið gildi hjá Strætó í Reykjanesbæ
Sumaráætlun innanbæjarstrætó Reykjanesbæjar árið 2023 tók gildi 10. júní. Ekið er eftir þremur leiðum; R1, R3 og R4. Á virkum dögum er ekið frá 7:30 til 17:30. Á laugardögum er ekið frá 10:00 til 17:00. Ekki er ekið á sunnudögum.
„Við erum að bæta við einum sex deilda heilsuleikskóla í Suðurnesjabæ. Áætlað er að hann opni í mars á næsta ári. Þetta verkefni er mikil áskorun en mjög spennandi,“ segir Kristín Margrét, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skóla ehf.
Fyrir rekur Skólar ehf. fimm heilsuleikskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en fyrirtækið var stofnað árið 2000 af feðgunum Guðmundi Péturssyni og Pétri Guðmundssyni utan um rekstur leikskóla undir einkunnarorðunum „heilbrigð sál í hraustum líkama“.
„Fyrsti heilsuleikskólinn sem við opnuðum var Krókur í Grindavík en hann hóf starfsemi í febrúar 2001. Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi opnaði svo árið 2006. Heilsu „ungbarnaleikskólinn“ Ársól í Reykjavík og Heilsuleikskólinn Skógarás á Ásbrú opnuðu 2008 og einnig Hamravellir en hann færðist yfir til Hafnafjarðarbæjar árið 2020 samkvæmt samkomulagi aðila. Nýjasti heilsuleikskólinn er Urriðaból í Garðabæ sem opnaði í september 2022 og til stendur að opna annan þar í byrjun árs 2024,“ útskýrir Kristín Margrét.
Gera heilbrigða lífshætti að lífsstíl til framtíðar
Allir skólarnir starfa eftir sérstakri heilsustefnu. Markmið heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik og að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Að sögn Kristínar má rekja upphaf stefnunnar til þróunar og samstarfsverkefnisins European Network of Health
Promoting Schools sem hófst sem samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Evrópuráðsins og Evrópusambandsins árið 1992. Frumkvöðull þessarar stefnu í leikskólastarfi á Íslandi var Unnur Stefánsdóttir en hún starfaði sem framkvæmdastjóri faglega hluta Skóla ehf. í mörg ár.
Leiðandi í heilsueflandi leikskólastarfi
Kristín Margrét segir starf Skóla ehf. í stöðugri þróun og áhersla sé lögð á faglegt starf.
„Við ætlum okkur að verða leiðandi í þekkingu og aðferðafræði heilsueflandi leikskólastarfs
á Íslandi, með heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins að leiðarljósi. Til að ná þessum markmiðum settum við meðal annars viðverustefnu á sem gengur út á að starfsmenn sem eru ekki frá vinnu í sex vikur fá
hálfan frídag í samráði við leikskólastjóra. Við fengum markþjálfa til að hitta alla starfsmenn fyrir nokkrum árum og erum rétt að ljúka endurmenntunaráætlun sem hefst 7. desember á þessu ári. Við störfum eftir jafnréttisstefnu og erum búin að ljúka jafnlaunavottun. Þá unnum við sérstaka áætlun með Heilsuvernd með heilsu starfsmanna í fyrirrúmi og erum með samgöngustyrk, heilsueflingarstyrki, hópeflisstyrki og námsstyrki. Fyrir nokkrum árum gerðum við átta vikna matseðil af
Markmið heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik og að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar.
næringarríkum mat sem allir okkar skólar nota í dag. Þetta var unnið með næringarfræðingi og í samráði við matráða okkar. Sérfræðingar í kennslu og námskeiðum mun hefja þjálfun næsta vetur fyrir alla nýja starfsmenn. Auk þess höfum við gert samning um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræðum milli Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. Við teljum þetta muni styrkja starfsmenn okkar og þar með einnig faglega reksturinn á hverjum stað,“ segir Kristín Margrét.
Kristín Margrét Baranowski, framkvæmdastjóri Skóla ehf.
Tölvuteikning af leikskólanum í Suðurnesjabæ en hann er í byggingu.
Frá skóflustungunni; Trausti Björgvinsson, Björn Traustason, Guðrún B Sigurðardóttir, Þórsteina Sigurjónsdóttir, Magnús Stefánsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson. VF/Hilmar Bragi
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, áritar nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar þann 27. júní síðastliðinn.
4 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Tölvugerð mynd af húsinu sem rís við Bárusker í Sandgerði.
Mættu því óvænta
vis.is
Fáðu tilboð
Rubix kaupir verslun og eignir Vökvatengis í Reykjanesbæ
Hafna stækkun hótels við Hafnargötu 57
Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar tekur undir andmæli
íbúa við deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar Hafnargötu 57 í
Keflavík og er henni hafnað. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins en niðurstaða genndarkynningar var þar til umfjöllunar.
Óskað var eftir stækkun á hóteli við Hafnargötu 57, Reykjanesbæ.
Sótt er um að byggja tvær hæðir ofan á svokallað C hús sem er í dag ein hæð sem hýsir ráðstefnuog fundarsali sem og tíu hótelherbergi en í fyrirhugaðri hækkun á því er áætlað að nýjar hæðir innihaldi hótelherbergi eða fimmtán herbergi hvor hæð ásamt stigahúsi og tengibyggingu við A hús, eða alls þrjátíu ný herbergi.
Nú eru samtals 118 herbergi
í hótelinu sem dreifast á A, B og Chús en verður eftir stækkun 148 herbergi. Húsið, svokallað Chús
í hótelkjarnanum, yrði því þrjár hæðir.
Bílastæði á lóð eru 48 og í kjallara 46. Þar að auki eru tuttugu bílastæði við hús Hafnargötu 55B samnýtt hótelinu. Alls 115 stæði.
Athugasemdir bárust eftir grenndarkynningu, sem nú er lokið. Andmælt er að bílastæði eru teiknuð á afstöðumynd inn á aðliggjandi lóð við Austurgötu. Einnig er andmælt svo mikilli uppbyggingu í stuttri fjarlægð við aðliggjandi hús við Framnesveg með líklegri innsýn, skuggavarpi og mögulegum sambruna.
Árni Gísli í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar
Gengið hefur verið frá ráðningu í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs hjá sveitarfélaginu. Árni Gísli Árnason hefur verið ráðinn í starfið og mun hefja störf 1. september næstkomandi.
Árni er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst auk þess að hafa lokið M.Sc. gráðu í viðskipta og hagfræði frá Árósarháskóla í Danmörku.
Frá árinu 2021 hefur Árni sinnt starfi forstöðumanns vöktunar og upplýsingaþjónustu hjá Vegagerðinni sem er ný eining er hefur það hlutverk að sinna vöktun og upplýsingmiðlun vegna sam
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
gangna á vegakerfinu allan sólarhringinn allt árið. Einnig hefur einingin leitt þróun á stafrænni upplýsingagjöf umferðaupplýsinga á upplýsingavef Vegagerðarinnar. Árin 2014–2021 starfaði Árni sem deildarstjóri og forstöðumaður flugverndar, rekstrar og þjónustusviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Í störfum sínum hefur Árni öðlast yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á stjórnun, fjármálum, rekstri, áætlanagerð, stefnumótun og innkaupum auk góðrar þekkingar og reynslu af opinberri stjórnsýslu og þróun rafrænnar þjónustu.
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur
í hádeginu Opið: 11-13:30
alla virk a daga
Rubix Ísland ehf. hefur gengið frá kaupum á verslun og eignum Vökvatengis ehf. í Reykjanesbæ. Vökvatengi hefur sérhæft sig sem sölu og þjónustuaðili á vökva og loftbúnaði, ásamt margskonar rekstrarvörum fyrir fyrirtæki á Reykjanesinu. Vökvatengi var stofnað árið 1985 og er staðsett í Reykjanesbæ. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytt úrval af vökva og loftbúnaðarvörum, þar á meðal slöngur, rör og varahluti, ásamt viðgerðarþjónustu. Aðrar vörur sem boðið er upp á eru verkfæri, smurefni og persónuhlífar. Rubix Ísland mun njóta góðs af stækkun markaðssvæðis og sérfræðiþekkingu starfsmanna Vökva
tengis. Auk þess munu viðskiptavinir Vökvatengis njóta góðs af því fjölbreytta vöru og þjónustuúrvali sem Rubix getur boðið. Þegar líður á haustið mun verslun Vökvatengis breytast og vöruframboðið aukast með vörum frá Rubix og Verkfærasölunni. Stofnendurnir Skúli S. Ásgeirsson og Elín Halldóra Hermannsdóttir munu nýta tækifærið og minnka við sig en reka verkstæði áfram.
„Þessi kaup styðja við metnað okkar að bjóða vörur og þjónustu okkar til allra svæða á Íslandi. Ég er ánægður með að bjóða starfsmenn, viðskiptavini og birgja Vökvatengis velkomna í Rubixfjölskylduna og
hlakka til að vinna með þeim til að byggja enn frekar á velgengni fyrirtækjanna. Saman munum við geta skapað aukin verðmæti fyrir viðskiptavini okkar og samstarfsaðila á Íslandi,“ segir Jóhann Benediktsson, framkvæmdastjóri Rubix Ísland
„Ég er ánægður með að Vökvatengi hefur fundið frábært nýtt heimili sem hluti af Rubix og ég er spenntur fyrir þeim tækifærum sem það hefur í för með sér fyrir okkar góðu og tryggu starfsmenn og viðskiptavini okkar, sem munu nú hafa aðgang að enn breiðara vöru og þjónustuframboði,“ segir Skúli S. Ásgeirsson, stofnandi Vökvatengis.
Fólki fjölgar sem veiðir fisk á bryggjunni í
Tíminn æðir áfram, júlímánuður kominn í gang og þessi fyrsta vika í júlí er mjög furðuleg. Því eins og hefur verið greint hérna frá hefur metfjöldi af færabátum verið á veiðum frá Suðurnesjum og langflestir frá Sandgerði. Stór hluti af þeim flota er á strandveiðum en núna ber svo við að kvótinn, sem bátarnir hafa og miðast við þorskinn, hann er að vera búinn.
Leyfilegt var að veiða um tíu þúsund tonn af þorski. Núna er staðan sú að þessi vika er líklegast síðasta vikan sem að strandveiðibátarnir mega veiða. Ekki nema að kvótinn verður aukinn, því að núna hefur verið sótt eftir því að fá aukningu upp á fjögur þúsund tonn.
Í síðasta pistli fór ég með ykkur 30 ár aftur í tímann og skoðuðum júní árið 1993. Núna skulum við fara beint í júní árið 2023. Byrjum í Keflavík: Í júní árið 1993 voru 33 bátar sem lönduðu í Keflavík/Njarðvík og heildaraflinn samtals 1.241 tonn.
Keflavík
a F la F r É ttir á S uður NES ju M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
samtals 3.594 tonnum. Í júní árið 2023 voru samtals 26 bátar og togarar sem lönduðu afla, samtals
1.825 tonnum. Af þessum afla voru þrír 29 metra togarar með samtals
1.133 tonn; Áskell ÞH var með 353 tonn í fjórum, Vörður ÞH 300 tonn í fjórum og Sturla GK 481 tonn í átta róðrum. Línubáturinn Fjölnir GK var með 253 tonn í þremur róðrum og Særif SH með 114 tonn í sex en uppistaðan í aflanum hjá þeim er langa.
Færabátarnir voru nokkrir og ber hæst að tveir bátar frá Stakkavík voru að eltast við ufsann og gekk mjög vel. Geirfugl GK var með 34 tonn í fimm róðrum og mest 7,7 tonn og Hópsnes GK 21,6 tonn í fjórum róðrum og mest 7,2 tonn.
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
HEYRN.IS
Júní árið 2023. Aðeins tveir bátar lönduðu afla, samtals 8,6 tonnum. Klettur ÍS með 6,7 tonn af sæbjúgu og Byr GK með 1,9 tonn í tveimur róðrum á netum. Þetta er ótrúlegur munur. Þó svo til engum afla hafi verið landað í Keflavík/ Njarðvík þá er nú ekki þar með sagt að höfnin sé steindauð því að í Njarðvík er búið að vera þónokkuð líf – og þá aðallega gagnvart slippnum. Því mikið er um að vera í slippnum og bátar að koma og fara þaðan nýskveraðir. Grindavík: Árið 1993 voru þar 63 bátar og togarar sem lönduðu
Hraunsvík GK var á strandveiðum og var með 14,6 tonn í ellefu og mest 1,9 tonn. Sigurvon ÁR 16,3 tonn í ellefu á strandveiðum og mest 2,1 tonn.
Í Sandgerði var mikið um að vera og þar var líka mestur fjöldinn af bátum en þó enginn togari öfugt við Grindavík þar sem um 1.100 tonn af fiski komu frá togurunum. Í Sandgerði í júní árið 1993 voru bátarnir alls 81 og samtals með 2.765 tonna afla. Í júní árið 2023 voru bátarnir svipað margir því samtals lönduðu 76 bátar í Sandgerði en það var svo til allt smá
bátar á færum og heildaraflinn alls 862 tonn – en landarnir voru mjög margar. Alls 635 landanir samanborið við 125 landanir í Grindavík. Aðalbjörg RE var aflahæstur bátanna í Sandgerði með 113 tonn í fjórtán róðrum á dragnót. Þar á eftir kom Sigurfari GK með 84 tonn í fimm. Nesfisksbátarnir fóru allir í fimm róðra en fóru síðan í stopp og verða stopp fram í ágúst. Enginn netabátur eða línubátur landaði í Sandgerði. Af færabátunum var Addi Afi GK hæstur með 27 tonn í sex róðrum og mest 7,7 tonn og Ragnar Alfreðs GK var með 23 tonn í sex róðrum og mest 5 tonn. Báðir að veiða ufsa. Af strandveiðibátunum var Snorri GK hæstur með 14,3 tonn í tólf róðrum og mest 2,1 tonn. Sandvík KE var með 13,1 tonn í tólf og Arnar ÁR 13,1 tonn í níu en báturinn fór síðan til Þorlákshafnar. Una KE 12,3 tonn í tólf róðrum og Dóri í Vörum GK 12,2 tonn í tólf. Já, nokkuð mikill munur á 30 árum og þá sérstaklega í Keflavík/ Njarðvík – og þar sem júlímánuðurinn er kominn í gang þá verður nokkuð áhugavert að sjá hvort makríllinn láti sjá sig. Í það minnsta hefur fólki sem veiðir fisk á bryggjunni í Keflavík fjölgað mjög mikið síðustu daga og færabátar hafa fengið makríl á krókana hjá sér.
Ef makríllinn kemur þá verður nóg um að vera í Keflavík ef sagan endurtekur sig.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 7101830319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 4210000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 8933717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 8982222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 4210001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI
HEYRNARGREINING
RÁÐGJÖF
//
//
vf is
Bjarki Sigurðsson, Árni Rúnar Ingason og Ólafur P. Hermannson. VF/Hilmar Bragi
6 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Allt fyrir helgina!
Krossmói
Opið 10–19
Iðavellir
Opið 10–21
Grindavík
Opið virka daga 9–19
Opið um helgar 10–19
Betra verð með appinu!
Tilboð gilda 6.–9. júlí
Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Opið 17. júní
í Nettó! Apptilboð - afsláttur í formi inneignar Taupokar og spil til styrktar Ljósinu í júlí. Nettó × Ljósið
Nýtt
Hefðirnar og menningin ekki eins í samfélögunum sem byggja Suðurnesjabæ
– segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ
Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins garðs fyrir fimm árum síðan. Sjálfur afmælisdagurinn miðast við 10. júní en á þeim degi hófst formlega starfsemi Suðurnesjabæjar. bærinn hefur vaxið og dafnað á þessum fimm árum og íbúum fjölgar ört. í dag eru þeir rétt tæplega fjögur þúsund talsins og vantar aðeins örfáa tugi upp á þann áfanga. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri í Suðurnesjabæ og hefur verið frá stofnun sveitarfélagsins en áður var hann bæjarstjóri Sveitarfélagsins garðs. Suðurnesjabær er með tvö ráðhús, annað í Sandgerði en hitt í garðinum. Þar er skrifstofa bæjarstjórans, þangað sem víkurfréttir tóku hús á Magnúsi en samtals hefur hann verið bæjarstjóri í garði og síðar Suðurnesjabæ í ellefu ár.
Hvernig hafa fimm ár í Suðurnesjabæ gengið fyrir sig?
„Þau hafa fyrir það fyrsta verið fljót að líða og gengið vel. Það hafa engin stór vandamál eða stór ágreiningsmál verið uppi.“
Hver hefur verið stærsta áskorunin?
„Það er í fyrsta lagi að við erum að búa til eitt sveitarfélag úr tveimur. Það er áskorun og heilmikil vinna sem felst í því. Við vorum með tvö sveitarfélög sem hvort um sig býr yfir ákveðinni menningu og hefðum. Mér var það fljótlega ljóst, á fyrsta árinu eftir sameiningu, að þó ekki sé lengra á milli Sandgerðis og Garðs, þá eru ótrúlega misjafnar hefðir og menning í samfélögunum og stjórnkerfum sveitarfélaganna. Það er mikil áskorun að spila úr því, að sameina fólkið og ná saman þessum ólíku hefðum og menningu án þess að eyða eða strika út einhverja menningu í gömlu samfélögunum. Við erum líka á sama tíma að búa til nýtt, þannig að það er heilmikil áskorun og er eitthvað sem verður alltaf í gangi.“
TVENNT AF ÖLLU
Það er mikið „tvennt af öllu“ í sveitarfélaginu.
„Já, þetta voru tvö sveitarfélög sem voru með alla helstu innviði hvort fyrir sig. Við erum með tvær íþróttamiðstöðvar í ekki stærra
Íþróttasvæðið í Garði. Þar er til skoðunar að setja niður gervigrasvöll. Það er einnig til skoðunar á íþróttasvæðinu í Sandgerði.
sveitarfélagi og þykir vel í lagt. Hér eru tveir grunnskólar en það er ekki ástæða til að hrófla við því, nemendafjöldinn er þannig. Þá erum við með tvo leikskóla, í sitthvorum kjarnanum og það þarf að vera þannig. Þá erum við með tvö ráðhús eða bæjarskrifstofur og nýtum það þannig að við skiptum stjórnsýslunni í tvennt til að nýta gömlu bæjarskrifstofurnar. Við erum núna að vinna í því að koma allri stjórnsýslunni undir eitt þak, hvort sem það verður í Garði eða Sandgerði, það liggur ekki alveg fyrir. Sú vinna er í gangi núna. Það er mikilvægt að stjórnsýslan sé saman og margt sem spilar þar inn í.“
Magnús segir að það þurfi að láta hagkvæmnina ráða þegar kemur að húsnæðismálum fyrir ráðhús. Suðurnesjabær á húsnæði gömlu bæjarskrifstofunnar
í Vörðunni í Sandgerði en á sama tíma bundið af leigusamningi á húsnæði bæjarskrifstofunnar í Garði til margra ára. Þar eru góðir stækkunarmöguleikar á sömu hæð. Það væri því auðveldara að koma húsnæðinu í Sandgerði í verð eða hafa af því tekjur. Þetta eru mál sem eru til skoðunar um þessar mundir og vonast Magnús til að niðurstaða fáist í haust.
GERVIGRAS Í SUÐURNESJABÆ
Samfélagið er að kalla á gervigrasvöll fyrir knattspyrnuna. Er það heit kartafla í ljósi þess að það getur ekki verið tvennt af öllu?
„Ég skil mjög vel þörfina. Við erum með tvö íþróttasvæði í sveitarfélaginu með grasvelli á báðum stöðum. Við vitum það að eftir sumarið hætta menn að geta
notað grasvelli og langt tímabil yfir veturinn tekur við fram á vor.
Þá er engin vetraraðstaða í sveitarfélaginu og því skiljanlegt að kallað sé eftir slíkri aðstöðu. Það er í bígerð að byggja gervigrasvöll. Það er bara spurning hvar hann á að vera, það liggur ekki fyrir. Við þurfum líka að gæta
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
að því að sveitarfélagið hafi fjárhagslega burði og þá þarf að horfa yfir lengra tímabil, þannig að við förum ekki að fjárfesta þannig að við séum að steypa okkur í skuldir. Það er ekki skynsamlegt. Á sama tíma erum við núna að byggja upp nýjan leikskóla í Sandgerði og það er fjárfesting upp á rúman milljarð þegar upp verður staðið. Sveitarfélagið getur ekki farið á sama tíma í fjárfestingu í gervigrasi sem kostar hundruði milljóna króna. Það einfaldlega gengur ekki upp á sama tíma.“
FYLGDARLAUS BÖRN Á FLÓTTA ÚR FLUGSTÖÐ
TIL BARNAVERNDAR SUÐURNESJABÆJAR
Reykjanesbær er að takast á við áskoranir í útlendingamálum er tengjast flugstöðinni. Þið hafið fengið skerf af því og m.a. fylgdarlaus börn á flótta.
„Flugstöðin er staðsett í umdæmi barnaverndar Suðurnesjabæjar, sem þýðir að ef það koma börn með flugi og gefa sig fram í flugstöðinni og eru fylgdarlaus þá tekur barnaverndin okkar utan um viðkomandi börn og kemur þeim í skjól. Við erum með aðstöðu í Sandgerði sem var formlega tekin í notkun í síðustu viku. Ég held að ég fari rétt með að það hafi verið rúmlega fimmtíu börn sem komu í gegn á síðasta ári hjá okkur. Þetta er töluverð áskorun fyrir okkur fyrir ekki meiri umsvif barnaverndar. Við höfum unnið þetta með ríkinu og samkvæmt lögum borgar ríkið allan kostnað við þetta og það hefur þróast mjög gott samstarf við barna og menntamálaráðuneytið. Þetta kom eins og holskefla á síðasta ári og allir óundirbúnir og í raun og veru var töluverð óvissa hvernig ætti að takast á við þetta. Það hefur gengið mjög vel að þróa þetta með ráðuneytinu og Barna og fjölskyldustofu. Ég held að þetta sé komið í mjög góðan farveg núna.“
Er ástandið að róast?
„Já. Síðumars 2022 eða í haust sem leið þá helltist yfir okkur þetta ástand og á tímabili vorum við með yfir þrjátíu börn á sama tíma. Við fengum aðstöðu hjá Vinnumálastofnun sem leigði gamla Garðvang til að koma þeim fyrir þar. Síðan hefur hópurinn minnkað af ýmsum ástæðum. Megnið af þeim börnum sem hafa komið eru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára og upp í átján ára aldur. Það eru örfá dæmi um yngri börn. Það má því segja að þetta séu unglingar og er að koma alls staðar að.“
Og hvernig hefur verkefnið gengið?
„Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það hafa ekki komið upp nein vandamál. Ég hef hitt eitthvað af þessum börnum og þetta er bara fínt fólk og það virðist ekki vera neitt undirliggjandi vesen. Það segir sig sjálft að mörg þeirra eru að koma úr aðstæðum í sínu heimalandi sem situr í þeim og þau þurfa aðstoð til að vinna úr. Heilt yfir eru þetta heilsteyptir og fínir krakkar.“
Suðurnesjabær fékk heimdil frá ríkinu til að ráða tvo starfsmenn til að sinna málaflokknum. Ríkið borgar launin og þau eru að vinna með þessum krökkum, sjá um þau og fylgjast með þeim. Aðstoða þau við að byggja sig upp og koma þeim í afþreyingu eða íþróttir. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel.“
8 //
F
É
á S uður NES ju M
Teiga- og Klappahverfi í Garðinum. Þriðjungur þess hverfis hefur nú verið byggður upp.
víkur
r
ttir
Magnús hefur skoðað sveitarfélög í kringum landið að svipaðri stærð og Suðurnesjabær. Hann segir ekkert sveitarfélag að svipaðri stærð vera með tvö íþróttasvæði eða tvö keppnissvæði. Sum sveitarfélaganna eru með einn gervigrasvöll og ekkert annað. Einhver dæmi eru um náttúrulegt gras og gervigras og á flestum þeim stöðum er frjálsíþróttaaðstaða við grasvöllinn. Þetta eru til dæmis staðir eins og Sauðárkrókur eða Húsavík, þar sem haldin hafa verið landsmót eða unglingalandsmót. Þar hafa menn byggt upp þessa frjálsíþróttaaðstöðu og eru með gervigrasvöll líka. „Við verðum að gæta þess að offjárfesta ekki, í ekki stærra sveitarfélagi, en samt að geta byggt um aðstöðu sem þörf er á. Þetta er samspil ýmissa þátta sem þarf að ganga upp,“ segir Magnús.
EKKERT STÓRMÁL AÐ BÚA Í SUÐURNESJABÆ OG VINNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hvernig er að vera með 4.000 manna sveitarfélag yst á Reykjanesskaganum í nálægð við Reykjanesbæ og höfuðborgarsvæðið?
„Það er bara ágætt. Þegar við tölum um Suðurnes í heild sinni, þá eru þau eitt atvinnusvæði.
Það er stutt á milli staða. Það er heldur ekkert stórmál að búa hér og starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Það er töluvert af fólki sem býr hér en starfar ekki í sveitarfélaginu. Svo er stór hópur sem býr hér og vinnur á Keflavíkurflugvelli. Fólk kýs hvar það starfar.
Það er fjöldi sem starfar hjá
Suðurnesjabæ en býr í Reykjanesbæ og öfugt. Þetta er eitt atvinnusvæði og fólk velur sér búsetu eftir sínum forsendum. Það
hefur fjölgað töluvert hjá okkur og er uppbygging í íbúðahverfum.
Við erum ánægð með það að fólk kýs að búa hjá okkur.“
Þið stefnið óðfluga í fjögur þúsundasta íbúann. Verður hann kominn fyrir áramót?
„Mér sýnist stefna í það. Ég var að skoða bráðabirgðatölur frá Hagstofunni í vikunni og íbúar Suðurnesjabæjar eru 3.960 talsins, þannig að það vantar ekki mikið upp á.“
Er uppbygging svipuð í Garði og Sandgerði?
„Já, ég myndi segja það. Fyrir nokkrum árum fórum við í að útbúa hluta af nýju hverfi í Garðinum og það er orðið uppselt. Við erum að undirbúa að halda áfram með það hverfi en um þriðjungur af því er núna kominn. Í Sandgerði fórum við í að brjóta land undir nýtt hverfi sem við köllum Skerjahverfi og úthlutuðum lóðum í um þriðjung af því hverfi sem er í uppbyggingu núna en haldið verður áfram uppbyggingu í því hverfi. Við reynum að stilla þetta af eftir eftirspurn, því það er heldur ekki gott að rjúka í að útbúa fullbúnar götur með öllum innviðum og svo gerist ekkert meira. Það er ekki skynsamlegt.“
Hvernig hefur eftirspurn eftir lóðum verið?
„Hún hefur verið ágæt. Síðasta árið hefur verið þungt út af efnahagsástandi og vaxtastigi fyrir þá sem vilja fjárfesta og byggja upp. Það eru fyrirspurnir um lóðir og nú er búið að breyta reglugerð varðandi hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur og þar er Suðurnesjabær flokkaður með öðrum sveitarfélögum á svokölluðum vaxtarsvæðum. Ég held að menn hafi verið að bíða eftir þessu hérna og ég á von á því að þetta auki eftirspurn eftir lóðum
FLUGSTÖÐIN OG UPPBYGGING
Í BÆJARLANDINU
Skerjahverfið í Sandgerði er tekið að rísa og á myndinni má sjá görfu þar sem Bjarg mun reisa ellefu íbúða fjölbýlishús.
Öll uppbyggingin við flugstöðina hlýtur að skila ykkur einhverju í kassann?
„Já, eins og hjá öðrum sveitarfélögum þá fá þau sínar skatttekjur af því þegar byggt er íbúðar eða atvinnuhúsnæði í formi fasteignaskatta og það á við þetta eins og annað.“
Það munar um þetta.
„Okkur munar um hverja milljónina eins og á við um öll sveitarfélög. Það má líka halda því til haga að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði er eini beini skatturinn sem atvinnufyrirtæki greiða til sveitarfélaganna.“
Þið eruð með Bergvík innan bæjarmarkanna. Horfið þið björtum augum til þess sem er að fara að gerast þar?
„Já, að sjálfsögðu. Það er mjög spennandi verkefni sem er að fara af stað í húsnæðinu sem átti að hýsa álverið. Við köllum svæðið Bergvík til að skilja það frá Helguvík. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta verkefni mun ganga. Þetta er liður í því sem menn hafa verið að tala um að þeir vilji gera á svæðinu, grænt iðnsvæði og hringrásarhagkerfishugsun. Vonandi byggist meira upp á svæðinu en Bergvík og Helguvík eru ein heild. Það eru gríðarlegir möguleikar á svæðinu í uppbyggingu á atvinnustarfsemi. Það hafa ýmsir aðilar sýnt því áhuga en svo veit maður aldrei hvað kemur útúr þessu. Styrkurinn þarna er að vera með annars vegar höfnina og hins vegar flugvöllinn í seilingarfjarlægð. Til framtíðar á þetta að geta spilað vel saman og verið öflugt atvinnusvæði.“
Þið eruð aðilar að K64. Er það að gera eitthvað fyrir ykkur í náinni framtíð?
„Í rauninni ekki eins og okkar væntingar stóðu til. Ekki nema það að í ferlinu þegar verið var að vinna þessa þróunaráætlun að þá opnuðu ráðgjafarnir augun og uppgötvuðu Bergvíkursvæðið. Við þurftum að berjast fyrir því að fá alla þessa ráðgjafa til að átta sig á því hvaða möguleikar eru þar, þá var það tekið inn í pakkann en að öðru leyti er ekki mikið í þessari þróunaráætlun sem á beint við um Suðurnesjabæ. Talandi um K64 þá hef ég ekki verið feiminn að segja það að Suðurnesjabær er alveg hliðsettur í því plani. Ráðgjafarnir hafa horft á svæðið frá Aðaltorgi og í áttina að Reykjavík. Fyrirfram stóð maður í þeirri trú að það væri mjög verðmætt svæði til uppbyggingar frá Rósaselstorgi og upp að flugstöð, en þeir horfa alveg framhjá því. Þeirra hugmyndir voru meðal annars að gróðursetja tré samkvæmt planinu. Við getum haft þetta svæði í skipulagi en það er landeigandi sem hefur valdið á því hvort á að byggja eitthvað upp þar. Kadeco er ekki þar. Þetta er land í eigu ríkisins og Kadeco fer með eignarhaldið og það hefur alveg komið skýrt fram í öllum umræðum um þetta mál að Kadeco er ekki að horfa til þess að heimila neina uppbyggingu þarna, þó svo við séum með þetta á skipulagi. Ég veit ekki hvað ríkið ætlar sér að gera þarna í framtíðinni. Hvort það á að koma í veg fyrir alla uppbyggingu í Suðurnesjabæ í kringum þetta svæði. Það getur vel verið að það sé stefna ríkisins en ég held að við í Suðurnesjabæ verðum ekki sátt við það til lengdar litið. Auðvitað erum við að horfa til langs tíma, þetta gerist ekki allt á einu eða tveimur árum og einhvern tíma kemur að því að þessi áætlun verður endurskoðuð.“
fyrir húsnæði sem hentar fyrir þetta. Þá hefur Bjarg leigufélag hafið framkvæmdir við uppbyggingu ellefu íbúða fjölbýli í Skerjahverfi í Sandgerði. Bjarg er óhagnaðardrifið húsnæðisfélag og hefur verið að byggja upp víða um land. Það er ánægjulegt að Bjarg sé komið af stað með þessa framkvæmd, sem mun koma til móts við eftirspurn eftir leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ.“
BREYTINGAR MEÐ
NÝJUM LEIKSKÓLA
Þið eruð að byggja sex deilda leikskóla í Sandgerði. Verða breytingar þegar hann verður tekinn í gagnið?
„Það liggur fyrir núna að öll starfsemi í Sólborgu, sem er núverandi leikskóli, verður flutt í nýja leikskólann. Það er ekki mikil fjölgun leikskólarýma sem fylgir því. Við munum áfram eiga húsnæðið í Sólborgu sem hefur verið gert upp eftir að mygla greindist í húsnæðinu. Þar er leikskólalóð til staðar og ef upp kemur sú staða eftir tvö eða þrjú ár að það vantar leikskólapláss þá eigum við þann möguleika að opna þar deildir til að mæta því.
Það liggur fyrir að starfsemin í núverandi leikskóla fer yfir í nýjan skóla á næsta ári.“
Og það er breyting á rekstrarfyrirkomulagi.
„Það hafði verið tekin um það ákvörðun fyrir nokkru síðan að nýr leikskóli verði rekinn af einkaaðila og gerður þjónustusamningur um það. Það fyrirkomulag hefur verið bæði í Garði og Sandgerði til langs tíma. Fyrsta uppleggið var að byggja nýja leikskólann sem fjögurra deilda og halda áfram með hluta af starfsemi í Sólborgu og Hjallastefnan myndi halda áfram að reka það.
Síðan var tekin ákvörðun á nýjum forsendum um að fara með alla starfsemina í nýja leikskólann. Þar með lá fyrir að Hjallastefnan myndi ekki reka nýja leikskólann. Nú er verið að vinna í samkomulagi um að það verði aðilaskipti í rekstrinum á núverandi leikskóla. Hjallastefnan skilar af sér rekstrinum í haust eða byrjun
vetrar og Skólar ehf., sem við erum búin að semja við um rekstur á nýja leikskólanum, taka við rekstrinum á núverandi leikskóla og síðar færa þá starfsemi yfir á nýja leikskólann. Það sem skiptir mestu máli er að það verði samfella í starfsemi leikskólans, þannig að börnin og foreldrar haldi sínu. Það gilda lög um réttindi og skyldur starfsfólksins og nýr rekstraraðili yfirtekur það. Við vonumst til að þetta gangi vel fyrir sig og allir aðilar eru að vinna saman í því.“
VANTAR ALMENNINGSSAMGÖNGUR FRÁ FLUGSTÖÐINNI Í GARÐ OG SANDGERÐI
Samgöngur í sveitarfélaginu, hvernig eru þær? Vegurinn milli Garðs og Sandgerðis er t.a.m. afleitur.
„Já, hann er það. Hann er mjór og leiðinlegur. Við fundum árlega með Vegagerðinni og erum alltaf að þrýsta á Vegagerðina um úrbætur. Það mun takast fyrir rest, án þess að ég sjái fram á það núna hvenær það verður. Það stendur ekki á okkur að þrýsta á Vegagerðinni með þetta. Eitt af því sem við höfum verið að hamra á Vegagerðina með er Stafnesvegurinn, ekki síst út af nýja Skerjahverfinu. Stafnesvegurinn er mjór og illa undirbyggður alla leið og það er alltaf að aukast umferð þar. Ferðamaðurinn er að uppgötva þessa leið og það er alltaf að fjölga bílum sem fara um veginn. Hann er mjór og hættulegur. Það er aðkallandi að fara í endurnýjun á þeim vegi. Svo eru það Sandgerðisvegurinn frá Rósaselstorgi og til Sandgerðis og einnig Garðvegurinn til Keflavíkur. Við erum endalaust að berjast fyrir bótum á þessum vegum.“
Hvað með almenningssamgöngur?
„Það vilja allir hafa nógu tíðar ferðir en svo sér maður strætóana tóma. Þar fer ekki saman hljóð og mynd. Það sem er erfiðast með almenningssamgöngurnar er að það vantar tengingar frá Sandgerði og Garði upp í flugstöð. Það er mikið af fólki á báðum stöðum sem vinnur í flugstöðinni og hjá fyrirtækjum á flugstöðvarsvæðinu og eins og almenningssamgöngurnar eru byggðar upp núna, þá getur þetta fólk ekki nýtt sér þær – og þá þurfa menn að fara á bíl þessa stuttu leið og við þekkjum nú bílafjöldann þarna uppfrá. Við erum búin að vera að vinna í að fá þessu breytt en þetta virkar eins og olíuskip að breyta um stefnu. Það gerist mjög hægt.“
Göngu og hjólastígurinn milli Garðs og Sandgerðis er mikið notaður.
„Hann hefur slegið í gegn, enda er hann mjög flottur og fínn –og upplýstur. Sem betur fer er fólk að nota hann mikið. Fólk er duglegt að ganga og hjóla eftir stígnum. Ákvörðunin um hann var tekin fyrir sameiningu og það var forgangsmál að ráðast í þessa framkvæmd sem var líka táknræn fyrir sameininguna og ég held að stígurinn hafi skipt miklu máli. Þegar talað er um sameiningu sveitarfélaga, þá er eitt að sameina stjórnsýsluna og kerfið en stóra málið til lengri tíma er að sameina íbúanna í einu samfélagi og þetta er ágætis liður í því. Það eru áform um að halda áfram í stígagerðinni. Það eru áform um stíg úr Garði og til Reykjanesbæjar og frá Sandgerði og að flugstöðvarsvæðinu. Það er þó með stígagerðina eins og gervi
Nýr leikskóli er nú í byggingu við Byggðaveg í Sandgerði. Hann verður rekinn af fyrirtækinu Skólar ehf.
FRAMHALD Á SÍÐU 10 ä
víkur F r É ttir á S uður NES ju M // 9
ä FRAMHALD AF SÍÐU 9
grasið og fleiri framkvæmdir, að við höfum ekki burði til að gera allt sem okkur langar til á sama tíma. En þetta mun koma, það er bara spurning um tíma.“
ÁTAK Í FRÁVEITUMÁLUM
Hvað er í farvatninu þegar kemur að stærri fjárfestingum í sveitarfélaginu?
„Það er margt sem þarf að gera eins og á við um sveitarfélög sem eru að stækka og íbúum að fjölga. Það þarf að fara í gatnagerð og byggja upp ný hverfi og það kostar. Við þurfum að fara í átak í fráveitumálum, sem þykja ekkert mjög sexý verkefni. Ef þau mál eru ekki í lagi, þá finnur þú fyrir því. Það hefur legið fyrir í Sandgerði frá því fyrir sameiningu að fara í útrásarverkefni sem er mikil þörf á og kostar mikið og kostnaðurinn getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Þá erum við með fráveitumál óleyst í Garðinum líka. Þetta eru verkefni sem við eigum að vera búin að klára samkvæmt lögum og eru mjög aðkallandi.“
Magnús segir að ef fjölgun íbúa haldi áfram með sama hraða og verið hefur, þá sé ekki langt í að gera þurfi úrbætur í Sandgerðisskóla en það sé ekki langt í að hann sé fullsetinn. „Það er svo verkefni kjörinna fulltrúa að ákveða forgangsröðun. Við getum ekki farið í allt á sama tíma, það þarf að forgangsraða og stundum er það ekkert vinsælt.“
Nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar hefur verið undirritað og það er mjög stór áfangi. „Við erum að gera fyrsta aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag, nú hefur það verið staðfest og er mjög stór áfangi varðandi framtíðarsýn og þróun á þessu nýja sveitarfélagi. Þetta er búin að vera heilmikil vinna. Ferlið er flókið og tekur langan tíma.“
LANGT Í AÐ HVERFIN TENGIST
Hvað segir þetta skipulag okkur? Eru byggðakjarnarnir að þróast saman í eina heild eða bara áfram sem norðurbær og suðurbær?
„Við þurfum að horfa 50 ár fram í tímann til að sjá eitthvað þokast saman af alvöru. Við sjáum sem dæmi hverfi hér í Garðinum, Teiga og Klapparhvefi, það hefur þriðjungur af því byggst upp, tveir þriðju eftir og það er í áttina að Sandgerði. Við sjáum bara hvað það er langt í það. Svo á eftir að fara í gegnum endurskoðun á aðalskipulagi sem verður væntanlega eftir næstu kosningar. Það hafa margir nefnt það að gervigrasvöllurinn ætti að koma hér mitt á milli, í nálægð við golfvöllinn. Það getur vel verið að það verði til framtíðar en í dag er það algjörlega óraunhæft. Þar vantar alla innviði. Þar er ekkert. Það vantar heitt og kalt vatn, fráveitu og aðra nauðsynlega innviði. Það þarf að byrja á að byggja þá upp áður en ráðist er í uppbyggingu á svæðinu. Einnig hafa verið
umræður um að byggja upp þjónustukjarna þarna á milli. Það er ekki að gerast á allra næstu árum, þetta er meiri framtíðarmúsík.“
Það er ennþá langt í að fólk kalli sig Suðurnesjabæing. Við erum ennþá með Garðmenn og Sandgerðinga.
„Í Reykjavík ertu með Breiðhyltinga og Vesturbæinga og það er bara allt í lagi. Af hverju á að
útrýma því að ég sé Garðbúi eða Sandgerðingur þó svo ég búi í Suðurnesjabæ? Þetta er bara hluti af menningunni. Við erum bara með stjórnsýslueiningu sem heitir Suðurnesjabær. Við verðum að gæta að því að viðhalda menningunni um leið og við reynum að sameina alla í eitt samfélag, þannig að fólk finni sig í því að vera Suðurnesjabæingur. Þetta er eins í Reykjanesbæ. Þar hittir maður fólk sem eru Keflvíkingar og Njarðvíkingar. Þetta er allt í lagi að mínu viti.“
Verður á einhverjum tímapunkti svo bara eitt íþróttafélag í Suðurnesjabæ?
„Það er bara ákvörðun félaganna. Það er margt sem mælir með því. Svo erum við með ákveðinn kúltúr í þessum félögum. Við erum með tvö íþróttafélög og við erum með tvær björgunarsveitir. Sumir segja að það sé alveg galið að vera með tvennt af öllu. Það er bara ákvörðun þeirra sem eru í þessu. Ef þetta er skynsamlegt og hagkvæmt þá hljóta menn að sjá það og eins ef það er ekki. Sveitarfélagið er að leggja mikið til þeirra félaga sem starfa í sveitarfélaginu og það vilja allir að þar sé öflug starfsemi, hvort sem það er í íþróttalífinu eða björgunarsveitunum og allt virki eins og lagt er upp með og sveitarfélagið leggur sitt þunga lóð á vogarskálarnar þar.“
KRAFA UM HEILSUGÆSLU
Að endingu, þið leggið á það áherslu að fá heilsugæslu í sveitarfélagið og hafið bent á að Suðurnesjabær sé stórt sveitarfélag án heilsugæsluþjónustu fyrir íbúana. Þannig sé t.a.m. til staðar húsnæði sem henti vel fyrir heilsugæslustöð.
„Suðurnesjabær er eina sveitarfélagið í landinu þar sem íbúar hafa ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það gengur gegn ákvæðum laga um heilbrigðisþjónustu sem kveða á um að íbúar eigi að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Þetta er óásættanleg staða og undanfarin ár hefur Suðurnesjabær átt samskipti við heibrigðisráðuneytið og
HSS með þrýsting um úrbætur á þessu. Við höfum bent á húsnæði sem hentar vel fyrir þessa þjónustu, sem er staðsett í Vörðunni í Sandgerði. Þetta er mikilvægt áherslumál og skiptir miklu varðandi þjónustu við íbúana í sveitarfélaginu. Vonandi næst árangur í þessu mikilvæga máli sem fyrst.“
n Pólverjinn Marchin Blachnio er orðinn Íslendingur eftir sautján ár
Pólverjinn Marchin Blachnio hefur búið og starfað á Íslandi í sautján ár, þar af í fjórtán ár hjá Samherja fiskeldi. Fyrst í Grindavík og síðustu árin í Sandgerði, þar sem bleikja er unnin. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Sandgerði en eiginkona hans, Marzanna Danilczuk, starfar einnig hjá Samherja fiskeldi.
sé eftir kjarasamningum. Samband mitt við Bergþóru Gísladóttur, framleiðslustjóra, er afskaplega gott og við höfum alltaf leyst þau mál sem upp hafa komið. Ef ég er ekki alveg viss um eitthvað í kjarasamningum, get ég alltaf beðið um aðstoð frá stéttarfélaginu og öll mál sem trúnaðarmaðurinn sinnir eru unnin í trúnaði, sem er mikilvægt. Hérna eru margir starfsmenn með langan starfsaldur, sem sýnir að vinnustaðurinn er góður.“
Líður vel í Sandgerði
„Fyrstu þrjú árin var ég í byggingarvinnu á höfuðborgarsvæðinu en síðan lá leiðin til Grindavíkur til að starfa hjá Íslandslaxi, sem nú heitir Samherji fiskeldi. Þegar ákveðið var að færa vinnsluna til Sandgerðis ákvað fjölskyldan að fylgja með og hérna höfum við komið okkur ágætlega fyrir, meðal annars keypt fasteign. Þetta sýnir að fjölskyldunni líður vel hérna, enda hefur okkur verið vel tekið.“
Fór á íslenskunámskeið
Í vinnsluhúsi Samherja fiskeldis í Sandgerði var tekið á móti hátt í fjögur þúsund tonnum af bleikju á síðasta ári, meginhluti framleiðslunnar er fluttur út ferskur, aðallega til Bandaríkjanna. Marchin vinnur á lyftara, þannig að hann er í samskiptum við flesta starfsmenn vinnsluhússins.
„Já, já, það er alltaf nóg að gera. Ég tala bæði íslensku og pólsku í vinnunni, hérna eru nokkrir Pólverjar og við tölum gjarnan saman á móðurmálinu. Ég skil og tala íslenskuna betur með hverju árinu sem líður og hef farið á íslenskunámskeið sem er nauðsynlegt að gera. Til þess að geta orðið virkur í samfélaginu er um að gera að öðlast færni í íslenskunni, hið sama
gildir um vinnustaðinn. Íslenskan er svolítið erfið en þetta kemur allt saman. Ég hvet alla útlendinga sem starfa á Íslandi til að læra íslensku, ætli þeir sér að búa og starfa á landinu.“
Allt unnið í trúnaði Marchin er trúnaðarmaður starfsfólks í vinnsluhúsi Samherja fiskeldis sem er í Verkalýðs og sjómannafélagi Sandgerðis.
„Ég er þakklátur fyrir þetta traust. Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og gætir þess meðal annars að farið
Íslendingur
„Nei, við erum ekkert á förum, enda líður okkur afskaplega vel hérna í Sandgerði. Ég er ekki kominn með íslenskan ríkisborgararétt en tel mig engu að síður vera Íslending eftir að hafa búið svona lengi hérna,“ segir Marchin Blachnio, lyftaramaður hjá Samherja fiskeldi í Sandgerði.
Hátt í fjögur þúsund tonn af bleikju eru unnin í Sandgerði á ári.
Marcin Blachnio kann vel við sig á lyftaranum í Sandgerði.
„Til þess að vera virkur í samfélaginu er nauðsynlegt að tala og skilja íslensku“
10 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Hefðirnar og menningin ekki eins í samfélögunum sem byggja Suðurnesjabæ
Fjölbreytt störf hjá Kletti
Vegna a ukinna verkefna og nýr rar starfsstöðvar í H afnarfi rði óskar Klett ur efti r að ráða í nokk ur fjölbreytt störf Um er að ræða spennandi verkefni í skem mtilegu starfsumh verfi þar sem reyni r á nák v æm ni , sjálfstæð vinn ubrögð og sam skiptah æfni
Við leit um að einstaklingum sem er u tilbúni r að leggja sitt að mörk um við að veita f ramúrskarandi þjón ust u til viðskipta vina Kletts .
Sölufulltrúi í varahlutaverslun
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Afgreiðsla og sala varahluta
• Samskipti við viðskiptavini
• Skráning upplýsinga um sölupantanir í upplýsingakerfi
• Skrifa út sölupantanir og reikninga
• Móttaka á vörusendingum og tiltekt á lager
• Önnur tilfallandi verkefni
Starfsmaður á smurstöð
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Framkvæma smurþjónustu á öllum gerðum bíla og tækja
• Framkvæma þjónustuskoðanir eftir stöðlum og gátlistum framleiðanda
• Vinna eftir gæðakerfi Kletts
• Sækja námskeið á vegum Kletts og annarra kennslustofnana
• Framfylgja öryggis - og brunareglugerðum
• Önnur tilfallandi verkefni
Umsóknarfrestur er til og með 15 . júlí 2023
Nánari upplýsingar veita: Helga D Bjarnadóttir , helga@hagvangur is Hallveig H Haraldsdóttir , hallveig@hagvangur is Hlynur A Magnússon , hlynur@hagvangur is
Bifvélavirki á vörubílaverkstæði
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Almenn viðhaldsvinna , s s viðgerðir á vélum , gírkössum , drifum , undirvagni , rafmagnsbúnaði og öðrum íhlutum
• Vinna eftir gæðakerfi Kletts og fylgja handbókum , stöðlum og fyrirmælum framleiðanda
• Framfylgja öryggis - og brunareglugerðum
• Sækja námskeið á vegum Kletts og annarra kennslustofnana
• Önnur tilfallandi verkefni
Vélvirki á vélaverkstæði
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Almenn viðhaldsvinna , s s viðgerðir á vélum , gírkössum , drifum , undirvagni , rafmagnsbúnaði og öðrum íhlutum
• Vinna eftir gæðakerfi Kletts og fylgja handbókum , stöðlum og fyrirmælum framleiðanda
• Framfylgja öryggis - og brunareglugerðum
• Sækja námskeið á vegum Kletts og annarra kennslustofnana
• Önnur tilfallandi verkefni
Skannaðu kóðann til að
REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is
sjá nánari upplýsingar
Fundu þörfina fyrir Krílafimi á eigin skinni
Æskuvinkonurnar Díana Karen Rúnarsdóttir og Jóna Kristín Birgisdóttir bjóða upp á Krílafimi, sem er þroskandi námskeið og samvera fyrir börn að þriggja ára aldri. Aðsóknin hefur ekki látið á sér standa og þær hafa því ákveðið að bjóða upp á námskeið í sumar, líka fyrir leikskólabörn.
Krílafimi fór af stað í vor og aðspurðar að því hvernig hugmyndin varð til segjast þær hafa fundið þörfina fyrir námskeiði eins og Krílafimi á eigin skinni eftir nokkur ár í barneignum og orlofi.
„Í Krílafimi hitta foreldrarnir aðra foreldra og börnin komast í þroskandi leik við önnur börn. Foreldrar hafa talað um hve gefandi það er að sjá barnið sitt njóta sín og læra nýja hluti í samveru með jafnöldrum sínum. Auk þess hve gott það sé fyrir andlegu heilsuna að hafa eitthvað fyrir stafni þrisvar sinnum í viku.“
Aðspurðar segja þær stöðuna líka vera þannig að mörg börn komast ekki að í leikskóla fyrr en upp úr tveggja ára. „Og biðlistar hjá dagforeldrum eru langir, það er auðvitað vandamál sem við leysum ekki með Krílafimi en engu að síður er stað reyndin sú að börn þurfa á mjög mikilli
örvun að halda fyrstu árin og geta þau farið á mis við þroska ef þau umgangast ekki önnur börn reglulega.
Það er eitthvað sem þau fá kannski ekki öll nóg af heima á meðan á leikskólabiðinni stendur.“
Þær segja viðbrögðin sem þær hafi fengið benda til þess að Krílafimi hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu foreldra og á félagsþroska barna. „Þetta er klárlega eitthvað sem vantaði í bæjarfélagið okkar. Við erum mjög þakklátar fyrir það hvernig foreldrar hafa tekið Krílafimi og bærinn hefur líka stutt okkur í þessu verkefni.“
Nánar um krílafimi hjá krilafimi@gmail.com
Gaman að fara í
Sólveig Hjörleifsdóttir er sautján ára nemi við Verzlunarskóla Íslands. Sólveig er mikil ævintýramanneskja og ætlar hún að verja sumrinu í að vinna í Ævintýrasmiðjunni í Reykjanesbæ, Ævintýralandi í Kringlunni og svo einnig í sumarbúðum í Vindáshlíð. Innansem utanlandsferðir verða hennar ferðir í sumar og ætlar hún að verja tímanum sínum sem allra best.
Aldur og búseta? Ég er sautján ára og bý í Keflavík.
Starf eða nemi? Ég er nemandi í Verzlunarskóla Íslands og með skólanum hef ég verið að vinna í Ævintýralandi í Kringlunni sem ég mun halda áfram að gera í sumar.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Hef aðallega verið bara að vinna en annars búið að vera mjög gaman.
Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég er að vinna á þremur stöðum í sumar; Ævintýrasmiðjunni hérna í Reykjanesbæ, Ævintýralandi í Kringlunni og svo hef ég líka verið að vinna í sumarbúðunum Vindáshlíð.
Hvernig á að verja sumarfríinu? Ég verð dugleg að vinna í sumar og mun reyna nýta frítímann minn í að gera eitthvað skemmtilegt.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Ég fór til Danmerkur fyrr í sumar í brúðkaup og var það eina utanlandsferðin á dagskránni, annars langar mig að reyna komast i gott frí út á land.
strandblak
Eftirlætisstaður á Íslandi?
Austurlandið er í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega Egilsstaðir og Seyðisfjörður.
Hvað einkennir íslenskt sumar?
Mér finnst útilegur vera mjög íslenskt.
Áhugamál þín?
Mér finnst sérstaklega gaman að ferðast, baða mig í sundlaugum, prófa nýja veitingastaði, kaupa mér föt á afslætti og pirra systur mína.
Einhvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Mér finnst mjög gaman að fara í strandblak og sérstaklega í góðu veðri.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Mig langar mjög mikið á Þjóðhátið en ég verð líklegast að vinna á Sæludögum í Vatnaskógi.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Örugglega bara að fara í sund í góðu veðri og fá mér ís eftirá.
Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Ég myndi örugglega segja Feels Like Summer með Childish Gambino.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Klárlega útihátíðirnar.
En versta? Flugurnar.
Uppáhaldsgrillmatur? Úff, mjög erfitt val en ég myndi örugglega bara segja hamborgarar.
Sumardrykkurinn í ár?
Mér finnst Nocco Juicy Breeze mjög góður.
Langar mjög mikið á Þjóðhátið
12 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Fékk 10 í öllum
Íslenskt haust
í FS
Jóns og félaga í nýrri ljósmyndabók
n Ljósmyndarar Iceland The Photographer’s Paradise á Facebook leggja til fallegar Íslandsmyndir
iceland the Photographer’s Paradise — autumn er nafn veglegrar ljósmyndabókar sem er komin út.
Sandgerðingurinn Kara Petra Aradóttir útskrifaðist í vor frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við útskriftina fékk hún verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði og í félagsfræði. Þá er hún fyrsti nemandinn við FS sem fær 10 í öllum áföngum í textíl. „Mér brá svakalega þegar ég heyrði þetta – en ég blómstra alveg þar, finnst mér,“ segir Kara Petra í samtali við Víkurfréttir og bætir við: „Ef þú ert með góðar einkunnir þá opnast svo margir möguleikar á frekara námi.“
Óttaðist að fara í fatasaum Þegar hún hóf framhaldsnám var hún ákveðin í að ætla að verða næringarfræðingur. Kara Petra fór á opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja áður en hún byrjaði í framhaldsskóla og þá sá hún textílstofurnar í FS og heillaðist. Hún segist þó hafa óttast það að fara í tíma í fatasaum og var hrædd um að það myndi trufla námið í næringarfræðinni. Á öðru árinu í FS fór hún af fullum krafti í textílnámið og þá var ekki aftur snúið með þeim árangri að hún útskrifaðist með allt upp á tíu!
Komst inn í draumaskólann
„Ég sótti um hjúkrun og fatahönnun og fékk boð frá nokkrum skólum. Ég fékk svo umboðsmanninn minn til að senda umsókn á draumaskólann minn og tvo aðra. Niðurstaðan var að draumaskólinn minn var sá eini sem svaraði og ég var að fá inni í Academy of ART University í San Francisco í Kaliforníu.“
Skólavistin hefst strax eftir verslunarmannahelgi og um er að ræða fjögurra ára nám en hún mun koma heim tvisvar á ári í tvo mánuði.
Samhliða náminu í mun Kara Petra spila í háskólaboltanum í knattspyrnu og ferðast víða um Bandaríkin, hún mun m.a. fara til Havaí. „Það er framundan mikið ævintýri, ég var ekki að búast við þessu fyrir tveimur árum síðan.“
Elskar hópinn í Grindavík
Það er keflvíkingurinn jón Sveinsson sem á veg og vanda af bókinni í samstarfi við Forlagið. Þetta er önnur ljósmyndabókin sem unnin er í samstarfi Forlagsins og jóns hefur í um áratug farið fyrir hópi áhugaljósmyndara á Facebook. Þar er hópur sem ber nafn bókarinnar, iceland the Photographer’s Paradise, og meðlimir eru yfir 68.000 talsins. reglan er að aðeins séu birtar myndir frá íslandi.
Í fyrstu bókinni voru Íslandsmyndir frá öllum árstíðum en nýjasta bókin inniheldur íslenska haustið eins og það gerist fallegast. Ljósmyndararnir sem leggja til
myndir í þessa bók eru færri en í þeirri fyrstu. Þá má geta þess að í nýju bókinni, sem er öll hin glæsilegasta, eru mun fleiri myndir úr safni Jóns sjálfs, sem hefur verið
duglegur að ferðast um Ísland þvert og endilangt með mynda
vélina.
Störf hjá Reykjanesbæ
Stapaskóli | Kennari á leikskólastig Umhverfis- og framkvæmdasvið | Rekstrarstjóri innviða fráveitu Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili Velferðarsvið | B arnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið / Alþjóðateymi | Félagsráðgjafi Reykjanesbær | Áhugasamir eru hvattir til að leggja inn almenna umsókn.
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Auglýsing vegna breytingar á deiliskipulagi
Grindavíkurbær auglýsir í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi skipulagstillögu.
Framhaldsnámið á veirutímum
Kara Petra kláraði námið í FS á þremur árum og segir að það sé gaman að læra. Hana hafi langað í fleiri áfanga í skólanum en ekki komið þeim fyrir. Þá truflaði kórónuveirufaraldurinn námsárin.
„Auðvitað gat stundum verið fínt að vera bara ein heima að læra en það vantaði allt félagslífið og að hitta kennarana. Ég tók lífeðlisfræði í fjarnámi og kennarinn vissi ekki fyrst að ég væri í áfanganum, þannig að það var ekkert gaman að vera í fjarnámi. Fyrstu þrjár annirnar mínar voru í fjarnámi en svo batnaði ástandið.“
Kara Petra er á leiðinni til Bandaríkjanna í áframhaldandi nám. Hún fékk náms og fótboltastyrk í gegnum Soccer Education, sem er umboðsskrifstofa fyrir háskólanema sem vilja hefja nám í Bandaríkjunum.
Kara Petra hefur verið í fótbolta allt sitt líf. Hún lék í yngri flokkum með Reyni Sandgerði. Svo var yngri boltinn sameinaður Víði Garði og síðar í RKV þegar Keflavík bættist í hópinn. Þegar Kara Petra var í þriðja flokki byrjaði hún að spila með meistaraflokki Keflavíkur þar sem hún var í fjögur ár. Þá ákvað hún að færa sig yfir til Grindavíkur. Hún spilar sem djúpur miðjumaður. „Ég á nokkrar frænkur í Grindavík og elska hópinn þar og þá er bróðir minn líka í Grindavík.“
Spurð að því hvert hún stefni í náminu segist Kara Petra það ekki alveg ljóst. Hún flökti á milli fatahönnunar, búningahönnunar og textílhönnunar. „Mér finnst gaman að búa til efnin og mér finnst líka gaman að hanna og sauma. Ég held að framtíðin hafi með þetta allt að gera,“ segir Kara Petra Aradóttir að endingu.
Breyting á deiliskipulagi Bláa lónsins í Svartsengi
Kynningargögn vegna ofangreindrar tillögu má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, á vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 298/2023 og frammi í afgreiðslu bæjarskrifstofa Grindavíkur.
Eru þeir sem hafa hagsmuni að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum, ábendingum og umsögnum má skila undir málinu á skipulagsgáttinni, þar er ýtt á “bæta við umsögn”. Frestur til að skila er 17. ágúst 2023 Frekari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 eða skipulag@grindavik.is
víkur F r É ttir á S uður NES ju M // 13
textíláföngum
og er á leið í draumaskólann í Ameríku
sport
Vill bæta upplifunina í Leiru
Golfklúbbur Suðurnesja er eitt elsta íþróttafélag á Suðurnesjum en klúbburinn fagnar sextíu ára afmæli á næsta ári. Hólmsvöllur í Leiru hefur í áratugi verið einn besti golfvöllur landsins. Sverrir Auðunsson er nýr framkvæmdastjóri GS en hann tók við því starfi í byrjun þessa árs. Hann er uppalinn Keflvíkingur en á grindvíska konu, þau hafa búið í Grindavík undanfarin ár en Sverrir hafði lengi starfað hjá stórfyrirtækinu DHL og verið framkvæmdastjóri undanfarin ár. Hann sá sér leik á borði síðastliðið haust þegar hann sá stöðu framkvæmdastjóra GS auglýsta, sótti um og fékk starfið.
Sverrir hóf störf um áramótin en hvernig kom það til að hann ákvað að venda kvæði sínu svona í kross?
„Ég fann að ég var farinn að íhuga að vilja taka aðra beygju á mínum starfsvetvangi eftir að hafa unnið í 22 ár hjá DHL. Ég sá starfið auglýst í Víkurfréttum og eftir að hafa verið formaður
Golfklúbbs Grindavíkur (GG) í nokkur ár og tekið þátt í að stækka þann klúbb og efla, hafði ég tilfinningu fyrir að þetta gæti verið rétta skrefið fyrir mig. Ég fer ekki alltaf troðnar slóðir má segja, t.d. reyni ég alltaf að gera eitthvað sérstakt á afmælinu mínu en þegar ég varð 46 ára fyrir tveimur árum, ákvað ég að spila 46 golfholur það árið á Húsatóftavelli. Á afmælisdeginum í fyrra ákvað ég að skoða Hólmsvöll í Leiru gaumgæfilega og gaf mér góðan tíma til að skoða hann frá öllum mögulegum sjónarhornum. Ég tók mikið af myndum og reyndi að sjá fyrir mér hvort ég væri tilbúinn í að breyta um starfsvettvang og ef svo væri, hvaða breytingum ég myndi vilja koma á. Ég hugsaði málið nokkuð lengi, ræddi við konuna og tók svo ákvörðun um að sækja um framkvæmdastjórastarfið og hér erum við í dag. Það hefur verið mjög gefandi að kynnast svona mörgum nýjum andlitum í nýja starfinu og einnig er ég ánægður með samstarfið við stjórnina sem hefur veitt mér góðan stuðning og svigrúm frá byrjun en ég fann fyrir miklum metnaði frá stjórn GS strax í atvinnuviðtalinu.“
Viljum bæta
upplifunina
Sverrir hefur síður en svo setið auðum höndum síðan hann byrjaði. „Ég vildi kafa svolítið ofan í klúbbinn og skoða tölulegar staðreyndir, mér finnst gott að hafa
þær fyrir framan mig þegar ég met hlutina. Í dag eru um 670 meðlimir í GS og hefur sú tala nokkurn veginn staðið í stað undanfarin
ár, sumir hætt og nýir komið í staðinn en miðað við að rúmlega 20 þúsund íbúar séu í Reykjanesbæ, vil ég sjá fleiri í klúbbum og er það klárlega markmiðið. Ég hafði samband með tölvupósti við alla þá sem hættu því ég vildi reyna átta mig á ástæðunni, af þeim sem sögðu upp aðildinni í ár eru 75% annaðhvort að flytja burt af svæðinu eða það er ákveðnir hlutir í þeirra eigin persónulífi sem kemur í veg fyrir þeirra golfiðkun í sumar. Ég vil fjölga í klúbbnum og það gerist ekki nema með samstilltu átaki allra þeirra sem koma að GS. Strax þegar ég byrjaði, vildi ég reyna bæta ásýnd vallarins en þeir sem spila reglulega á Hólmsvelli, hafa nú þegar tekið eftir þeim fjölmörgu litlu breytingum sem við höfum ráðist í. Stoltastur er ég af breytingunni við varnargarðinn
á fjórðu braut en hann sást ekki fyrir háum hólum sem voru alltaf loðnir og ekki fallegir yfir sumarið.
Við létum ýta þessu í burtu og er allt annað að sjá þessa braut í dag.
Uppi eru pælingar með að færa teigana nær görðunum, það mun bæta þessa braut enn frekar en fyrir
utan þetta höfum við ráðist í fullt af litlum breytingum, t.d. eru allar tröppur upp á teiga núna steyptar í stað viðartrappa sem voru kannski í misgóðu ástandi. Ég vil bæta upplifun kylfingsins og það gerist m.a. með betri ásýnd á vellinum. Það hefur gengið mjög vel með frábærum vallarstjóra, honum Birki og hans starfsfólki og um leið og meðlimir og gestir fá þessa jákvæðu upplifun, eykst jákvæðnin, brosið breikkar og það mun laða að fleiri styrktaraðila og síðast en ekki síst, fleiri meðlimi. Það er ég sannfærður um,“ segir Sverrir.
Vill spila með öllum meðlimum Þegar Sverrir gegndi formennsku í GG setti hann sér það markmið að spila með sem flestum meðlimum til að kynnast þeim. Að sjálfsögðu er hann með svipuð áform fyrir sumarið en hvernig kylfingur er Sverrir og hver eru markmiðin í sumar?
„Mér fannst þetta rétt skref á sínum tíma, meðlimir GG þurftu að kynnast nýja formanninum og hvar er betra að kynnast kylfingi en úti á golfvelli? Þetta var mjög skemmtilegt og eftir að formennsku minni lauk voru held ég ekki margir sem ég hafði ekki spilað með í GG. Nú þegar hef ég spilað með ellefu GS meðlimum en það er bara nokkuð gott miðað við að ég hef bara getað spilað fjóra hringi í sumar. Bæði hefur verið mjög mikið að gera í nýju vinnunni, fullt af hlutum sem ég þurfti að koma mér inn í svo allur fókus hefur farið í það, svo hefur veðrið nú ekki beint togað í mann. Ég mun kappkosta að spila með sem flestum en svo bryddaði ég upp á nýjung þegar við opnuðum völlinn 19. apríl, degi fyrir sumardaginn fyrsta; ég setti mig í hlutverk ræsis og heilsaði öllum sem spiluðu Hólmsvöllinn þann dag. Svona kynnist maður fólki hægt og bítandi. Varðandi eigið golf, eru markmiðin nú bara raunhæf held ég, að halda mér undir tíu í forgjöf, ég er með 9,5 en lægst fór ég í 7,6. Það er mikil vinna að reka eins stóran og flottan golfklúbb og GS er og allur minn fókus mun fara í vinnuna. Ég mun reyna að taka þátt í einu og einu móti, spilaði t.d. í bikarnum um daginn og er kominn í sextán manna úrslit.“
Hólmsvöllur klæddi sig vel upp fyrir veturinn og kom því sterkur undan honum en hvernig er mótahaldi háttað í sumar?
„Völlurinn fór vel klæddur inn í veturinn má segja en ákvörðun var tekin um að hafa brautirnar við sjóinn sem loðnastar. Því kom völlurinn mjög vel undan vetrinum og við settum okkur það markmið í vetur að við myndum opna völlinn inn á sumarflatir degi fyrir sumardaginn fyrsta, 19. apríl, og eins var það göfuga markmið sett að hafa völlinn í toppstandi þegar fyrsta GSÍ stigamótið yrði haldið, 2.–4. júní. Bæði markmið náðust og ég myndi segja að völlurinn sé í frábæru standi og öll ásýnd alltaf að verða fallegri. Það er endalaust hægt að vera ditta að golfvelli og betrumbæta, það er þægileg tilfinning að sjá atriðin hverfa af „to do listanum“ hægt og bítandi og um leið að sjá önnur bætast við. Ég var líka ánægður með samstarfið við Reykjanesbæ og Orku náttúrunnar en búið er að setja upp sex hleðslustöðvar við skálann, gott fyrir kylfinga að geta hlaðið bílinn á meðan átján holu hringur er spilaður. Eins erum við komnir með bílastæði fyrir fatlaða en það má ekki gleyma því að skálinn er mikið leigður í allskyns veislur. Þetta er einfaldlega virðisaukandi þjónusta sem bætir alla ásýnd. Við, eins og flestir klúbbar, höldum okkar stigamót og miðum þau við þriðjudaga. Við erum með átta mót yfir sumarið og þau fimm bestu telja. Það hefur verið góð aukning í Stigamótunum milli ára og aldrei að vita nema Örn Ævar Hjartarson, formaður mótanefndar bryddi upp á einhverjum nýungum með Stigamótin. Kvennagolfið heldur áfram að blómstra hjá GS og eru þær með sinn fasta tíma á mánudagskvöldum frá kl.17 til kl.19. Þar er mikið um skemmti
legar uppákomur en á mánudegi um daginn voru 40 konur mættar til að spila tveggja manna Texas Scramble. Annars erum við ekki með mörg opin mót yfir sumarið, ég vil frekar hafa völlinn opinn fyrir rástíma og golfarar komi og spili völlinn okkar pressulaust án þess að vera í móti. Við erum nú þegar búnir að halda eitt GSÍ mót og munum síðan halda sveitakeppni fyrstu deildar kvenna í lok júlí og höldum sveitakeppni 50+ hjá körlum í lok ágúst.“
Kominn tími á Íslandsmeistara úr GS
Afreksstarfið hjá GS er á réttri leið. „Ég myndi segja að við séum á réttri leið með afreksstarfið okkar en það er Sigurpáll Geir Sveinsson sem stýrir því og hefur gert lengi. Við erum með undir fjórtán ára og 21 árs lið í sveitakeppninni og bæði karla og kvennaliðið okkar er í fyrstu deild í sínum sveitakeppnum, það er góður árangur. Það er hins vegar kominn tími á að Íslandsmeistarinn í höggleik komi frá Golfklúbbi Suðurnesja, Örn Ævar Hjartarson landaði titlinum 2001 og enn lengra er síðan Karen Sævarsdóttir hampaði titlinum, eða árið 1996. Þess ber þó að geta að Karen hampaði titlinum átta ár í röð, ég efa að það afrek verði nokkurn tíma endurtekið. Þetta er samt allt of langur tími síðan eins stór og öflugur golfklúbbur eins og GS er átti Íslandsmeistara. GS var stofnaður árið 1964 og fagnar því 60 ára afmæli sínu á næsta ári, við státum okkur af einum besta golfvelli landsins, golfvelli sem margoft hefur verið notaður fyrir Íslandsmótið þannig að eigum við ekki að segja að það styttist í að Íslandsmeistari í höggleik komi úr röðum GS,“ sagði Sverrir að lokum.
n Golfklúbbur Suðurnesja fagnar 60 ára afmæli á næsta ári. „Það er kominn tími til að GS landi Íslandsmeistaratitli í höggleik,“ segir Sverrir Auðunsson, nýráðinn framkvæmdastjóri klúbbsins.
GOLF Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Sverrir og Birkir Þór Karlsson, vallarstjóri á Hólmsvelli, ræða málin.
Sverrir slær upphafshöggið á fyrsta teigi Leirunnar.
Besta deild karla:
Staðan er farin að líta illa út hjá Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu. Keflavík tapaði fyrir KR með tveimur mörkum gegn engu þrettándu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og situr í neðsta sæti deildarinnar með einungis átta stig eftir þrettán umferðir. Keflavík átti erfitt uppdráttar í Vesturbænum komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Frans Elvarsson virtist þó vera að sleppa í gegnum vörn KR á 24. mínútu eftir góða sendingu frá Edon Osmani en var dæmdur rangstæður, mjög vafasamur dómur og sennilega rangur en það er erfitt að spá hverju mark hefði mögulega breytt á þeim tímapunkti. KR ingar náðu forystu á 43. mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tvöfaldaði Ægir Jarl Jónasson forystu KR (77’) með marki eftir hornspyrnu og urðu lokatölur leiksins 2:0 fyrir KR.
Vörn Keflvíkinga hefur tekið miklum framförum eftir því sem líður á tímabilið en markaþurrð liðsins er verulegt áhyggjuefni.
Keflavík hefur aðeins skorað átta mörk í þrettán leikjum og þar skilur á milli en Keflavík hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og það var í fyrstu umferð, síðan hafa tólf leikir verið spilaðir án sigurs.
Lengjudeild karla:
Grindvíkingar voru að vonum svekktir eftir tap fyrir Þrótti Reykjavík í Lengjudeild karla um helgina. Með tapinu dragast Grindvíkingar aftur úr í toppbaráttunni en þeir sitja í fjórða sæti með fjórtán stig eftir níu umferðir, næstir eru Skagamenn með sautján í þriðja sæti og Fjölnir í öðru sæti með átján stig. Afturelding vermir toppinn með 23 stig.
Það vantaði talsvert upp á frammistöðu Grindvíkinga. Gestirnir komust yfir á 7. mínútu en Símon Logi Thasapong jafnaði metin skömmu síðar (10’).
Símon Logi fór illa með ákjósanlegt færi rétt áður en blásið var til loka fyrri hálfleiks þegar Guðjón Pétur Lýðsson sendi góðan bolta inn fyrir vörn Þróttar, þar var Símon einn á móti markmanni en skaut framhjá.
Símon Logi svekktur yfir að hafa ekki gert betur í sannkölluðu dauðafæri.
Þróttur dró sig aftar á völlinn í seinni hálfleik og börðust fyrir fengnu stigi en eftir því sem Grindavík pressaði ofar opnaðist fyrir skyndisóknir gestanna. Þeir nýttu sér það þegar þeir komust inn í sendingu, sendu fyrir markið þar sem Ágúst Karel Magnússon var aleinn og yfirgefinn á fjær og hamraði boltann í netið (67’).
Grindvíkingar reyndu að pressa og komust í nokkur álitleg hálffæri en að sama skapi hefðu Þróttarar hæglega getað aukið forystuna. Lokaniðurstöður 2:1 fyrir Þrótti og frammistaða Grindvíkinga vonbrigði.
Sami Kamel er markahæstur hjá Keflavík með tvö mörk en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun maí. Hér skorar hann gegn ÍBV í fjórðu umferð. VF/JPK
Leiknismenn komust upp fyrir
Njarðvíkinga þegar þeir unnu
3:0 sigur á heimavelli en fyrri hálfleikur var markalaus.
Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli í lok fyrri hálfleiks þegar Robert Blakala, markvörður Njarðvíkur, tæklaði Omar Sowe, sóknarmann Leiknis, utan teigs. Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net taldi dóminn mjög vafasaman og vildi meina að Blakala hefði farið í boltann fyrst. Engu að síður rautt spjald og Njarðvíkingar manni færri í seinni hálfleik.
Leiknismenn nýttu sér liðsmuninn og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik (48’, 60’ og 73’).
Fyrir vikið komust þeir einu stigi upp fyrir Njarðvík á stigatöflunni sem er með sjö stig í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar.
unni fékk Una Rós Unnarsdóttir boltann, hún átti skot sem markvörður Augnabliks náði að verja en Jasmine náði frákastinu og setti boltann í netið.
3. deild karla: Eftir leiki helgarinnar eru Reynismenn einir á toppi 3. deildar karla í knattspyrnu eftir 5:1 sigur á Ými. Víðismenn töpuðu fyrir Elliða 2:1 og eru í þriðja sæti.
Heiður og Helgi meistarar GVS
Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldið dagana 28. júní til 1. júlí.
Þátttaka í mótinu var þokkaleg en veðrið var með ýmsu móti þessa fjóra daga.
Lengjudeild kvenna: Grindavík situr áfram í fimmta sæti Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu eftir 3:2 sigur á Augnabliki. Grindvíkingar eru að færast nær efstu liðum en bæði HK og Fylkir töpuðu sínum leikjum.
Systurnar Jasmine Aiyana og Jada Lenis Colbart skoruðu fyrstu tvö mörkin. Jasmine strax á 6. mínútu þegar Grindavík fékk aukaspyrnu, upp úr aukaspyrn
Tvíburasysti Jasmine, Jada Lenis, skoraði glæsilegt mark á 26. mínútu þegar hún tók skot utan teigs og smurðu honum undir slánna, gersamlega óverjandi fyrir markvörð gestanna sem gerði ekki tilraun í skotið. Það var svo Ása Björg Einarsdóttir sem kom Grindavík í þægilega stöðu þegar hún skoraði eftir langa sendingu inn í teig Augnabliks, varnarmenn náðu ekki að hreinsa frá og Una var fljót að átta sig á hlutunum og afgreiddi knöttinn fagmannlega í markið. 3:0 fyrir Grindavík í hálfleik en þær grindvísku voru nánast einráðar á vellinum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar mættu full afslappaðar til leiks í seinni hálfleik og gestirnir náðu að minnka muninn í upphafi hans (48’). Heimakonur vöknuðu aðeins við að fá mark á sig en gestirnir voru búnir að fá blóð á tennurnar og gætti mun meira jafnvægis í seinni hálfleik en þeim fyrri. Litlu munaði að Augnablik næði öðru marki á 61. mínútu þegar gott langskot hafnaði ofan á þverslánni hjá Grindavík.
Það var komið vel fram yfir venjulegan leiktíma þegar Augnablik skoraði annað mark (90’+4). Grindvíkingar búnir að hleypa óþarfa spennu í leikinn en lengra komust gestirnir ekki og Grindavík tók öll stigin. Grindavík er í fimmta sæti með fimmtán stig eftir níu umferðir, Fylkir og Grótta eru með sextán í þriðja og fjórða sæti, HK með sautján og Víkingur er í toppsætinu með 22 stig.
Mörk Reynis komu á færibandi undir lok fyrri hálflleiks. Julio Cesar Fernandes kom Reynir yfir á 30. mínútu og fyrirliðinn Benedikt Jónsson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar (34’). Kristófer Páll Viðarsson skoraði þriðja markið úr víti á 37. mínútu.
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru því klúbbmeistarar GVS 2023.
Nú fara í hönd meistaramót hjá flestum golfklúbbum landsins. Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja og Golfklúbbs Sandgerðis fara fram dagana 5. til 8. júlí en hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefst meistaramótið þann 19. júlí. Fram að þeim tíma er völlurinn því aðgengilegur þeim kylfingum sem ekki eru að keppa meistaramótum sinna klúbba.
2. deild karla:
Þróttur tapaði fyrir Víkingi á Ólafsvíkurvelli í tíundu umferð
2. deildar karla en heimamenn skoruðu tvívegis á skömmum tíma í fyrri hálfleik (22’ víti og 22’). Rétt áður en flautað var til hálfleiks fékk Andri Steinn Birgisson að líta rauða spjaldið og útlitið því ekki gott fyrir Þróttara, tveimur mörkum undir í hálfleik og manni færri. Þróttur minnkaði samt muninn á 78. mínútu með marki Kára Sigþórssonar en lengra komust þeir ekki og sitja í fjórða sæti með sautján stig. Efsta lið deildarinnar, Víkingur Ó., er með 22 stig.
Bergþór Ingi Smárason skoraði fjórða markið í upphafi þess seinni (46’) en Ýmismenn klóruðu í bakkann á 74. mínútu.
Ægir Þór Viðarsson rak síðasta naglann í kistu Ýmismanna á 85. mínútu og stórsigur þeirra í höfn aðra helgina í röð.
Reynir er með 22 stig í efsta sæti en næstir koma Kormákur/Hvöt með tuttugu stig.
Guðmundur Leo keppti með boðsundssveit Íslands sem vann til silfurverðlauna í 4x100 metra skriðsundi karla á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru á Möltu í maí.
Guðmundur Leo á Evrópumeistaramót unglinga
Guðmundur Leo Rafnsson hélt af stað til Serbíu á sunnudag þar sem hann keppir á Evrópumeistaramóti unglinga með unglingalandsliði Sundsambands Íslands.
Víðismönnum mistókst að halda í við Reynismenn á toppnum en fyrir leiki umferðarinnar voru liðin jöfn og efst.
Ísak John Ævarsson kom Víði yfir í fyrri hálfleik (25’) en tvö mörk frá Elliða í seinni hálfleik kostuðu Víðismenn sigurinn. Fyrra mark Elliða var úr víti (78’) en sigurmarkið kom í uppbótartíma (90’+1).
Víðismenn eru í þriðja sæti 3. deildar með nítján stig.
Keppnin hefst 4. júlí og þá keppir Guðmundur Leo í 50 metra baksundi, 6. júlí keppir hann í 200 metra baksundi og þann 8. júlí í 100 metra baksundi.
Eins og alltaf er þetta mót gríðarlega sterkt og allir bestu yngri sundmenn Evrópu mættir til leiks. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu LEN: www.len.eu/disciplines/ swimming/
Robert Blakala var ekki sáttur við að vera vikið af velli gegn Leikni.
Bergþór Ingi skoraði fyrsta mark sitt fyrir Reyni í deildinni í ár.
Víðir dróst aftur úr í toppbaráttunni og er nú í þriðja sæti.
Julio Cesar Fernandes kom Reynismönnum á bragðið.
Vafasamt atriði kom upp þegar boltinn barst til Guðjóns Péturs Lýðssonar inni í teig gestanna og varnarmaður Þróttar fór aftan í Guðjón en dómaranum yfirsást það og dæmdi ekki víti.
Jada Lenine Colbert smyr honum í samskeytin. Markvörður Augnabliks getur bara horft á.
Þróttarar hafa ekki fundið stöðugleikann á tímabilinu en liðið er ungt og mikil uppbygging í gangi í Vogunum.
víkur F r É ttir á S uður NES ju M // 15
Orka náttúrunnar óskað eftir
lóð undir einn slíkan á Fitjum
og Brimborg opnar í sumar
hleðslugarð í Keflavík. Kjartan
Már Kjartansson, bæjarstjóri
í Reykjanesbæ, gerði málið að umfjöllunarefni á Facebook og
skrifar: „Vegna nálægðarinnar við flugvöllinn keppast stóru fyrir
Mikill er máttur
Víkurfrétta
Það er óhætt að segja að mikill sé máttur
Víkurfrétta.
Í síðasta tölublaði birtist heilsíðu áskorun nokkurra fyrirtækja til Sveitarfélagsins
Voga, Landsnets og ríkisvaldsins þar sem hvatt var til þess að þessir aðilar myndu ná samkomulagi um Suðurnesjalínu 2, sem kallað hefur verið eftir í um tvo áratugi.
Víkurfréttir komu út á miðvikudagsmorgni og aðeins tveimur
sólarhringum síðar var búið að undirrita samkomulag milli Voga og Landsnets. Það er því von að við spyrjum: Viltu ná árangri?
Hvar er þín auglýsing að birtast?
Keppast við að setja upp hleðslustöðvar
Rafbílavæðingin er að skila sér af fullu afli til Reykjanesbæjar um þessar mundir. Nú keppast fyrirtæki um það að koma upp hleðslugörðum eða svæðum þar sem hægt er að stinga fjölda bíla í samband samtímis. Aðaltorg reið á vaðið með fyrsta hleðslu
Tvennir heimsmeistaratitlar
tækin nú við að koma upp hraðhleðslustöðvum í Reykjanesbæ og gera ferðamönnum þannig kleift að velja sér „græna“ bílaleigubíla til ferðalagsins um Ísland!“
Haustaði snemma
þetta árið
Það hafa ekki verið margir góðir dagar til útiveru hér á suðvesturhorninu í sumar, þó sólin hafi aðeins verið að glenna sig frá því um helgi. Hvítfyssandi sjórinn
á Faxaflóa er sem á hausti eða
vetri. Sá sem þetta skrifar kíkti
á Garðskaga kvöld eitt í vikunni til að njóta sólsetursins. Þar voru flestir kappklæddir og með húfu og vettlinga. Ekki mjög sumarlegt og á sama tíma boðuðu veður
fréttamenn snjó
á hálendinu og slyddu á fjallvegum norðanog austanlands.
Gleðilegt sumar!
Víkurfréttir í sumargírinn
Nú er komið að því að við setjum
Víkurfréttir í sumargírinn. Blaðið mun koma út á prenti aðra hverja
viku í júlí og fram í miðjan ágúst.
Þannig kemur næsta blað ekki út fyrr en 19. júlí. Við stöndum þó
áfram vaktina á vf.is og hafa má
samband við okkur með tölvupósti á vf@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Heimsmeistarar í flokki Small Group: Ef þú ert skræfa
Dansarar: Andrea Ísold, Emma Rún, Freyja Marý, Heiðrún Lind, Katla Dröfn, Klaudia Lára, Nicole, Rebekka Dagbjört, Sonja Rós, Viktoría Sól. Danshöfundur: Elma Rún Kristinsdóttir.
Mundi
Nú vilja jarðfræðingarnir fara að hrista upp í þessu sumri!
þriðjudag höfðu tveir heimsmeistaratitlar hafnað í höndum dansara
DansKompanís, það voru atriðin Gefðu skít í það og Ef þú ert skræfa
team danskompaní er nú við keppni á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í braga í Portúgal. Heimsmeistaramótið hófst um helgina en alls taka átján atriði frá DansKompaní þátt í keppninni og þegar Víkurfréttir fóru í prentun á
Heimsmeistarar í flokki Large Group: Gefðu skít í það
Dansarar: Andrea Ísold, Ástrós, Ástrós Tekla, Elísabet Rós, Embla María, Emma Rún, Freyja Marý, Gabriela Rós, Halla Björk, Heiðar Lind, Heiðrún Lind, Helena Rós, Hildigunnur, Hrafnhildur Eyrún, Hugrún, Karólína, Katla Dröfn, Klaudia Lára, Lilja Líf, Natalia, Natalía Mist, Nicole, Pálína Hrönn, Rebekka Dagbjört, Sara María, Sóldís Eva, Sólrún Freyja, Sonja Rós, Sunneva Kara Mist, Valgerður Ósk og Viktoría Sól. Danshöfundur: Elma Rún Kristinsdóttir.
Miðvikudagur
19. JÚLÍ
VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT MIÐVIKUDAGINN
Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig
Með TM appinu getur þú tilkynnt tjón, fengið bætur greiddar og lokið kaskóskoðun á bíl eða hjóli þegar þér hentar.
Sækja TM appið
hefur
garðinum og fleiri eru í farvatninu. Þannig