Skessan vakti athygli hjá skipagestum
n Skemmtiferðaskip með 600 farþega stoppaði í einn dag í Reykjanesbæ. n „Vonandi upphafið að einhverju meiru,“ segir hafnarstjóri
„Þetta gekk alveg ljómandi vel en auðvitað eru alltaf einhverjir smá hnökrar eða lærdómur sem maður þarf að taka inn þegar verið er að byrja á einhverju. Það helsta sem talað var um að vantaði var meiri upplýsingagjöf fyrir farþega skipsins þegar þeir komu í land. Við munum bæta það áður en næsta skip kemur,“ sagði Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar en síðasta laugardag kom snemma að morgni skemmtiferðaskipið Azamara Quest með um 600 farþega sem lang flestir fór í land í Keflavíkurhöfn.
Farþegarnir voru ferjaðir í land með léttabátum frá skipinu sem lagði skammt frá Keflavíkurhöfn. Um þriðjungur þeirra fóru í skipulagðar ferðir um svæðið en aðrir fóru sjálfir um bæinn, tóku leigubíla eða gengu og einhverjir fengu sér bílaleigubíl til að fara á um svæðið að sögn Halldórs. Reykjaneshöfn í samvinnu við Markaðsstofu Reykjaness hefur frá árinu 2017 unnið markaðsvinnu í þeim tilgangi að fá minni skemmtiferðaskip til Reykjanesbæjar. Halldór segir að gestirnir hafi verið mjög ánægðir, m.a. hópur sem fór í skipulagða skoðunar- og fræðsluferð undir leiðsögn heimamanneskju eftir strandlengjunni í Keflavík og endaði við Skessuhelli í smábátahöfninni. „Það voru margir
hrifnir af skessunni, einni af fornsögulegum íbúum landsins og einhverjir höfðu á orði að hún þyrfti að leita læknishjálpar vegna vindgangs,“ segir Halldór og svarar því til að það sé margt sem útlendingar hafi áhuga á að skoða þegar þeir koma, t.d. gamli bærinn, húsin, sagan og fleira. Aðilar í verslun og þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu fengu sent fréttabréf áður en skipið kom með upplýsingum um komu þessara farþega. „Við sáum allnokkra gesti með poka með varningi í og við vitum að gestirnir fóru víða um bæinn og nýttu sér þjónustu og veitingastaði. Skipið er búið að bóka heimsókn aftur á næsta ári og svo þurfum við að vinna áfram í markaðsmálum. Það myndi skipta
svæðið talsverðu máli að fá fimm til sex skipaheimsóknir á ári. Það myndi skapa helling án þess að yfirkeyra eitthvað. Þetta er vonandi upphafið að einhverju meiru,“ sagði hafnarstjórinn.
Farþegar á skipinu voru frá unga aldri upp í eldri borgara og allt þar á milli en þeir komu frá þrjátíu þjóðlöndum. Skipið er í Íslandsferð og kom frá Grundarfirði til Keflavíkur en kom fyrst til Seyðisfjarðar.
Farþegar komu í land með léttabátum og veðurguðirnir
„Aftur heim“-hópur Grindvíkinga ánægður eftir fund með ráðherrum
„Þetta var mjög gagnlegur fundur, sem þessi hópur hefur beðið nokkuð lengi eftir en það var athyglisvert hve margt af því sem við sögðum Bjarna og Guðrúnu frá, kom þeim á óvart,“ segir Eva Lind Matthíasdóttir, forsprakki hins svokallaða „Aftur heim“- hóps í Grindavík. Segja má að stofnfundur hópsins hafi verið 9. apríl á Papas í Grindavík en lengi er búið að vera í pípunum að hitta íslenskt ráðafólk. Eftir að þingið fór í sumarfrí gafst loksins tími mánudaginn 1. júlí og var hist í húsakynnum Umbru í Skuggasundi.
Það voru þrjú mál sem brunnu helst á Grindvíkingum, sem hittust kvöldinu áður á Papas og réðu ráðum sínum.
„Þessi fundur er búinn að standa lengi til en það var erfitt að finna tíma sem hentaði ráðherrunum okkar, Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra en loksins fannst glufa eftir að þingið fór í frí. Við hittumst í Grindavík á sunnudagskvöld og úr varð að við vildum ræða þrjú málefni; lokunarpósta, framkvæmdanefnd og málefni Þórkötlu.
Flóttaleiðir þurfa vera klárar Okkur skilst að Almannavarnir vilji ekki afnema lokunarpóstana fyrr en allar flóttaleiðir úr Grindavík séu klárar.
„Nokkrar götur hafa verið girtar af vegna gruns um holrými undir
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
þeim en blessunarlega væri staðan ekki eins alvarleg eins og áður var talið, menn eru að læra betur á þessar jarðvegsskimunartæki en sums staðar leit út fyrir að væri holrými sem svo reyndist ekki vera. Líklegt er samt að nokkur holrými séu, t.d. við Kvennó en það sögufræga hús liggur við Víkurbrautina, sem er aðalgatan inn og út úr bænum. Stóra sprungan sem opnaði sig 10. nóvember liggur þarna í gegn og ljóst að þarna þarf að skoða betur. Sem betur fer hefur Grindavíkurbær samþykkt fjárveitingu í að hefja þessar framkvæmdir og það var mjög gott að heyra frá Bjarna Ben að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að ekki fáist
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
fjármagn í þessar viðgerðir, ef ríkið eigi að borga brúsann þá verður það ekki vandamál. Við vorum öll sammála um að ráðast í þessar viðgerðir sem fyrst og svo kemur einfaldlega í ljós hver eigi að borga því nokkrir aðilar eiga hagsmuna að gæta, bæði Grindavíkurbær og einkafyrirtæki. Það kom mjög góður punktur fram samhliða þessu, Vegagerð ríkisins hefur staðið sig mjög vel í viðgerðum og var mælt með því að hún sjái um þessar viðgerðir.
Við höfum haft áhyggjur af því að Framkvæmdanefndin hafi ekki fjárveitingu en Bjarni var fljótur að slá á allar slíkar áhyggjur, það mun verða til peningur og hann eins og við, væntum mikils af starfi Framkvæmdanefndar Grindavíkur.“
Dagsetning ákvörðunar um sölu
Málefni Þórkötlu brenna á flestum ef ekki öllum Grindvíkingum og segir Evar að dagsetning ákvörðunar um sölu á eignum hafi verið eitt af þeim.
„Það sem brennur á þeim Grindvíkingum sem ekki hafa enn og ætla hugsanlega ekki að selja eignir sínar til Þórkötlu er af hverju taka þurfi ákvörðun um það fyrir 31.
Góður fundur
Við Grindvíkingarnar sem sátum þennan fund, fórum hálfpartinn valhoppandi af kæti út af fundinum, við vorum ofboðslega ánægð. Það var þetta sem þurfti, fólk þurfti að tala saman og það var greinilega nauðsynlegt fyrir þessa flottu ráðherra okkar að fá að heyra frá fyrstu hendi hvernig þessi mál líta út fyrir okkur í þessum „Aftur heim“ - hópi,“ sagði Eva Lind að lokum.
desember. Dagsetning sem átti að vera á mánudaginn (1. júlí). Bjarni var búinn að heyra af þessu og var búinn að ýta þessum bolta af stað, hann sér ekki nein haldbær rök fyrir þessari dagsetningu. Ég hafði líka orð á því að Grindvíkingar þurfi að tæma alla húseignirnar en flestir ef ekki allir eru að flytja í minna húsnæði og koma því ekki búslóð sinni allri fyrir. Það er sorglegt að sjá alla ruslagáma fulla af fullkomlega heilum húsgögnum, mig grunar að verðmætið hlaupi á hundruðum milljóna. Bjarna var bent á að það er ekki eins og þetta séu venjuleg fasteignaviðskipti þar sem seljandinn vill selja, það er verið að neyða Grindvíkinga í þessa aðgerð. Bjarni sagði að þetta yrði svo sannarlega skoðað betur. Svo hefur margt verið á huldu varðandi leigusamning við Þórkötlu. Sumir Grindvíkingar ætla sér að selja fasteign sína til að enda kannski ekki uppi með verðlausa eign eftir nokkur ár, en ætla sér að búa áfram í húsinu og leigja af Þórkötlu. Það eina sem er fast í hendi er viðmiðunarverðið 625 kr. pr. fermetra en það verð gildir bara til áramóta, eftir það hafa verið sögusagnir um að verð í næsta nágrenni verði haft til viðmiðunar. Í raun er kannski mikilvæg spurning til eigenda og stjórnenda Þórkötlu, er félagið hagnaðardrifið eða á það verða það? Við Grindvíkingar neitum að trúa því en þessar upplýsingar verða að koma fram. Ráðherrunum var líka bent á að það geti ekki verið sanngjarnt að Jón og Gunna, sem búa hlið við hlið í eins húsum, borgi sömu leiguna og Jón ætlar að búa í húsinu en Gunna bara að koma af og til, opna glugga, slá garðinn og í raun að taka húsið sitt í fóstur. Ef einhver ætlar að halda fram að það sé sanngjarnt að þessir aðilar borgi sömu leigu, væri ég til í að heyra rökin fyrir því.
Fyrirtækin í Grindavík verða að fá súrefni
„Það var gott að hitta framkvæmdanefndina, það er greinilega mikill hugur í þeim að reisa Grindavík við að nýju, ég er bjartsýnn á framtíðina,“ segir Ómar Davíð Ólafsson, einn eigenda Vélsmiðju Grindavíkur, en hann átti fund ásamt nokkrum öðrum atvinnurekendum í Grindavík með hinni nýstofnuðu framkvæmdanefnd Grindavíkur.
Ómar hefur fulla trú á framkvæmdanefndinni.
„Þetta var góður fundur, þau þrjú sem skipa framkvæmdanefndina voru að kynna sig og fyrir hvað þau standa. Þau vildu kynnast okkur og það var gott að heyra hljóðið í þeim. Þau vildu ganga úr skugga um að við værum einhuga um að halda starfsemi gangandi í Grindavík
og fundu sannarlega kraftinn og jákvæðnina hjá atvinnurekendum og það er greinilegt að þessi nefnd ætlar sér að hjálpa til við að reisa Grindavík við að nýju. Allir voru sammála um að stefna í sömu átt og ég fór glaður af þessum fundi. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að bærinn verði opnaður og fái súrefni því annars deyja fyrirtækin eitt af öðru. Þegar ég segi súrefni þá á ég við að bærinn verði opnaður fyrir almenningi.
Við áttum síðan frábæran fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem við komum inn á að ef fyrirtækin, og þá sérstaklega þau sem eru í ferðaþjónustu, eiga að lifa af þá verði að afnema lokunarpóstana því annars sjáum við ekki fram á annað en að flest fyrirtæki óski eftir uppkaupum. Við eigum ekki marga kosti í stöðunni, annað hvort er að opna bæinn eða að ríkið fái nánast öll fyrirtækin í fangið. Þá spyr maður sig hvort sé ódýrari lausn fyrir ríkið en hér eru líka nokkuð mörg fyrirtæki sem eru að þjónusta útgerðina, eins og Vélsmiðjan hjá okkur er að gera. Við Grindvíkingar erum bjartsýnir á meðan útgerðinni er gert kleift að vera hér með vinnslu,“ sagði Ómar Davíð að lokum.
Einar P. Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og liðsmaður gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. júní sl. Einar var 74 ára og glímdi við erfið veikindi síðustu árin.
Einar fæddist í Njarðvík 22. september 1949, sonur hjónanna Jónu Gunnarsdóttur frá Vinaminni í Sandgerði og Gunnars V. Kristjánssonar frá Sólbakka í Ytri-Njarðvík. Hann starfaði hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli
en lengst af í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli þar til hann fór á eftirlaun. Einar var einn af burðarásum gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu og hann var Íslandsmeistari með liðinu í þrígang, 1969, 1971 og 1973. Þá var hann fyrirliði liðsins þegar það hampaði bikarmeistaratitli í fyrsta sinn 1975 og skoraði sigurmark leiksins gegn ÍA á Laugardalsvelli. Einar lék 127 leiki með Keflavík árin 1966 til 1979. Hann var valinn í landslið Íslands og lék tuttugu A-lands-
leiki á árunum 1969 til 1974. Þá lék Einar ellefu leiki með Keflavík í Evrópukeppnum gegn stórliðum eins og Everton, Tottenham og Real Madrid. Eftirlifandi eiginkona Einars er Þorbjörg R. Óskarsdóttir og eignuðust þau tvo syni, Óskar f. 1968 og Gunnar f. 1977. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin tvö. Mikið fjölmenni var við útför Einars sem var frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. júlí. Synir hans og nánir ættingar báru kistu Einars úr Keflavíkurkirkju.
Endurgreiðslur í 30 ár
Á hverju ári fá þúsundir tjónlausra viðskiptavina Sjóvá Stofnendurgreiðslu. Þannig hefur það verið í 30 ár.
Sjóvá | Hafnargötu 36 | 440 2000 | sudurnes@sjova.is
fyrst í viðbætur við varnargarðana í Svartsengi með hækkun varnargarðs. Dómsmálaráðherra tók
ákvörðun að fenginni framangreindri tillögu ríkislögreglustjóra.
Aukin afköst voru því við að hækka garðinn því þessi varnarlína er afar mikilvæg. Allar innri línur eru alltaf erfiðari og stutt er í orkuverið. Staðan var orðin frekar tæp og unnið var í kapp við tímann. Áætlaður viðbótarkostnaður er um 250–350 milljónir króna.
Dómsmálaráðherra gaf ríkislögreglustjóra nýlega heimild til að hefja vinnu við hækkun og styrkingu varnargarða í nágrenni Grindavíkur til þess að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir og aðrir almannahagsmunir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengjast eldstöðvarkerfum á Reykjanesskaga. Dómsmálaherra hefur nú tekið alls sex ákvarðanir um að reisa skuli eða styrkja varnargarða á þessu svæði. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þann 18. júní síðastliðinn braust hrauntunga yfir varnargarðinn við Svartsengi. Hraunið hækkaði jafnt og þétt við varnargarðinn og áður en gosi lauk var unnið í kappi við tímann með jarðvegsframkvæmdum og hraunkælingu. Markmiðið með hraunkælingunni var að hægja á framgangi hrauns og leitast við að stöðva hrauntauma í myndun í þeim tilgangi að styðja við jarðvegsvinnu og verja vinnusvæðið. Hraunkælingu hefur nú verið beitt á fjórum staðsetningum við varnargarð L1 og við Grindavíkurveg.
Að mati almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra hefur mikill lærdómur verið dreginn af framkvæmd hraunkælingar og er það metið sem svo að þeim markmiðum sem sett voru í upphafi hafi verið náð. Mikilvægt var að halda áfram vinnu við að hækka varnargarðinn. Fyrri hluta júní lagði ríkislögreglustjóri til við dómsmálaráðherra að ráðist yrði sem
Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra var heildarkostnaður framkvæmda upphaflega metinn á um sex til sex og hálfan milljarð króna en er með öllum viðbótum í dag talinn verða nærri sjö milljarðar króna. Í þeim kostnaði eru þær hækkanir og styrkingar sem nefndar hafa verið, innri garður í námunda við orkuverið og ýmiss konar aðlögun vegna vegtenginga og umhverfissjónarmiða við lok framkvæmda.
Nú hafa 900 Grindvíkingar sótt um sölu á eignum til Fasteignafélagsins Þórkötlu og gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum eða um 82% þeirra sem sótt hafa um. Fjárfesting félagsins í þessum eignum er um 57 milljarðar króna, en þar af eru yfirteknar skuldir um 18 milljarðar og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórkötlu 28. júní.
Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950
Nýjustu aflögunarmælingarnar Veðurstofu Íslands, bæði GNSS og InSAR gervitunglamyndir, sýna að landrisið undir Svartsengi heldur áfram. Hraði landrisins jókst eftir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mældist fyrir gosið sem hófst 29. maí. Hraða aflögunar má túlka sem að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólfið á fjögurra til fimm kílómetra dýpi haldi áfram.
og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Félagið hóf fyrir nokkru að taka við eignum frá seljendum og hefur félagið tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verður á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst.
Kaflaskil urðu í verkefninu í síðustu viku
þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa er frágangur lögskilauppgjörs og afsals með
„Með þessar forsendur að leiðarljósi má gera ráð fyrir að kerfið muni haga sér á svipaðan hátt og áður og að nýtt kvikuinnskot og/ eða eldgos muni eiga sér stað á ný á Sundhnúkssvæðinu á næstu vikum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Erfitt er að sjá fyrir með vissu hvernig ástandið muni þróast. Gögnum sem safnað verður á næstu dögum/vikum munu hjálpa til við að meta stöðuna og hugsan-
rafrænum hætti, þ.e. rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst er nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafa komið upp. Þetta eru oft nokkuð flókin mál sem krefjast ítarlegri skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið er að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hefur reynst flókin. Áfram verður unnið að því að finna farsæla lausn.
lega við að skilja breytingar og þróun innan kvikukerfisins. Niðurstöður líkanreikninga gefa til kynna að miðað við núverandi innflæði verður kvikuhólfið undir Svartsengi komið í svipaða stöðu og fyrir eldgosið 29. maí eftir þrjár til sex vikur. Frá og með deginum í dag er því líklegt að kvikuhlaup eða eldgos fari af stað á næstu vikum og mánuðum, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
„Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað,” segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu í tilkynningunni. „Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því.“
Upp með tangirnar!
Tilboð gilda 4.–7. júlí
1.795kr/kg
2 199 kr/kg
Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?
Sendu okkur línu á vf@vf.is
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum
Ufsakvótinn er nokkuð stór
Þá er júnímánuður liðinn og það þýðir að tveir mánuðir eru liðnir af strandveiðitímabilinu. Miðað við hversu lítill þorskkvóti er eftir þá má búast við því að veiðar stöðvist um miðjan júlí eða jafnvel fyrr. Mun þá verða steindautt í höfnunum á Suðurnesjunum? Nei, í raun og veru ekki því undanfarin ár, og þá í júlí og ágúst, hefur töluverður fjöldi af færabátum komið til Sandgerðis og þessi bátafloti hefur verið að eltast við ufsann við Eldey og þar í kring.
Það er nefnilega þannig að ufsakvótinn þetta fiskveiðitímabil er nokkuð stór og mikill því alls var ufsakvótinn 53 þúsund tonn, síðan var ufsakvóti færður frá fiskveiðiárunum 2022–2023 og samtals var kvótinn því 68 þúsund tonn. Núna hafa aðeins verið veidd 28 þúsund tonn og það þýðir að eftir eru 40 þúsund tonn af ufsa óveidd.
Þegar svona stutt er í nýtt fiskveiðiár þá er leiguverð á ufsakvóta frekar lágt og verð á markaði nokkuð gott svo það er fengur fyrir sjómenn að ná sér í ufsakvóta og eltast við þennan fisk. Þannig að já, þó svo að strandveiðitímabilið muni klárast þá mun samt verða líf í höfnunum og þá mest í Sandgerði.
Nú þegar eru nokkrir bátar á færaveiðum sem eru ekki á strandveiðum, til að mynda Ragnar Alfreðs GK sem hefur landað 7,3 tonnum í tveimur róðrum og Bergur Vigfús GK sem hefur landað 5,8 tonnum í tveimur róðrum.
Bergur Vigfús GK var búinn að vera uppi í slippnum í Njarðvík í um þrjú ár og því kærkomið að þessi bátur sé kominn á flot aftur og farinn að veiða.
Annars fyrir utan færabátana þá er enginn línubátur fyrir sunnan að veiða nema nokkrir stærri bátar sem hafa verið að eltast við löngu og keilu. Sighvatur er búinn að landa 260 tonnum í Grindavík í þremur róðrum og af þeim afla er 47 tonn af löngu, 81 tonn af hlýra og 50 tonn af keilu. Valdimar GK kom með 48 tonn til Grindavíkur og Páll Jónsson GK kom með 159 tonn í tveimur róðrum til Grindavíkur, af þeim afla voru 49 tonn af keilu.
Af minni bátunum þá byrjuðu Sævík GK og Daðey GK veiðar í júní fyrir sunnan en báðir eru komnir í slipp. Særif SH frá Rifi er búinn að vera á veiðum á Selvogsbanka og hefur landað í Þorlákshöfn. Báturinn kom þó til Sandgerðis með 8,8 tonn og af þeim afla var langa 3,8 tonn og ýsa 2,5 tonn.
Aðalbjörg RE er eini dragnótabáturinn á Suðurnesjum sem hefur róið allan júní og gengið nokkuð
Bókað um ný stöðugildi
í Stapasafni
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Ný stöðugildi Bókasafns Reykjanesbæjar í Stapasafni voru til afgreiðslu á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins, mætti á fundinn. Lagt var fram erindi um að auka stöðugildi við Stapasafn sem mun opna sem útibú og samsteypusafn í Stapaskóla í haust 2024.
Bókun frá Margréti A. Sanders (D): „Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að sinna Innri-Njarðvíkurhverfi eins og öðrum hverfum vel enda stækkandi hverfi með fjölda íbúa en undrast að öll uppbygging félags- og menningarstarfs í Reykjanesbæ sé utan um bókasöfn í stað þess að horfa til uppbyggingar í heild sinni.“
Bókun frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur (B), Bjarna Páli Tryggvasyni (B), Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) og Valgerði Björk Pálsdóttur (Y): „Mikil gróska er í gangi og verður áfram í kringum Stapaskóla þar sem opnað verður íþróttahús síðar í sumar og sundlaug síðar í vetur. Samhliða því stendur til að bókasafnið í Stapaskóla verði opið fyrir almenning um áramót. Verður í kjölfarið mikil upplyfting þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar og þá sérstaklega í Innri-Njarðvíkurhverfi bæjarins. Við fögnum þessari uppbyggingu og bættri þjónustu við íbúa.“
Bæjarráð áætlar að Stapasafn opni fyrir íbúa um áramót og vísar ósk um stöðugildi til fjárhagsáætlunar 2025.
BREYTTIR ÚTGÁFUDAGAR Í SUMAR
Víkurfréttir munu koma út hálfsmánaðarlega í stað vikulega næstu sex vikurnar.
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
vel. Er báturinn kominn með 94 tonn í tíu róðrum. Það sem vekur athygli við þennan afla er að það eru aðeins 10 tonn af þorski í aflanum, mest af aflanum hjá bátnum er koli.
Rækjuveiðarnar hjá Nesfiskstogurunum hafa gengið ágætlega, þeir eru reyndar ekki að veiða með skilju og því er töluvert um fisk í aflanum hjá þeim. Sóley Sigurjóns GK landaði í júní 131 tonni í þremur róðrum og af því var 58 tonn rækja. Pálína Þórunn GK var með 96 tonn í þremur róðrum og af þeim afla þá var 31 tonn af rækju. Rækja fer til vinnslu á Hvammstanga en mestöllum fiskinum er ekið til Sandgerðis og Garðs til vinnslu.
Ný vefsíða Byggðasafns Reykjanesbæjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur tekið í notkun nýja og bætta vefsíðu. Á síðunni má finna upplýsingar um þær sýningar sem eru í gangi hverju sinni auk almennra upplýsinga um starfsemi byggðasafnsins.
Vefslóð síðunnar er: www.byggdasafnreykjanesbaejar.is
Frístundaakstri haldið áfram í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að frístundaakstri á milli byggðarkjarna í Suðurnesjabæ verði framhaldið og hefjist að nýju í haust.
Vinna við fjölgun búsetuúrræða fyrir eldri borgara verði hafin
Næstu blöð koma út 17. júlí, 31. júlí og 14. ágúst en eftir það verður útgáfan vikuleg.
Víkurfréttir standa samt vaktina á vf.is þar sem hægt er að nálgast nýtt efni og fréttir daglega. 17. JÚLÍ
Minnisblað um þjónustu og þjónustuþörf aldraðra var lagt fram til kynningar á síðasta fundi öldrunarráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. „Öldungaráð vill vekja athygli á biðlista íbúða fyrir eldri borgara Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Hvetur öldungaráð bæjarstjórnir bæjarfélaganna til að hefja vinnu við fjölgun búsetuúrræðis fyrir eldri borgara í bæjarfélögunum,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
EKKI ÓTTAST RIGNINGUNA
Lindab þakrennur eru bæði endingargóðar og fallegar
Áratuga reynsla við íslenskar aðstæður.
Auðvelt í uppsetningu.
Fjölbreytt úrval lita í boði.
Allar helstu einingar á lager.
Skoðaðu úrvalið
Íþróttaálfurinn sigursæli
Lenti aldrei í meiðslum þrátt fyrir að stunda körfubolta og knattspyrnu til 35 ára aldurs
„Eins og mér líður núna er ég hættur þjálfun en vinir mínir segjast hafa heyrt þetta ansi oft frá mér,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en hann á að baki mjög farsælan íþróttaferil, bæði sem leikmaður í knattspyrnu og körfuknattleik og sem þjálfari í körfubolta. Sverrir á og rekur fyrirtækið Sb málningu ásamt brynjari Hólm Sigurðssyni en þeir eru báðir gallharðir stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins liverpool eins og bækistöð fyrirtækisins ber vel með sér.
Sverrir hefur fengið ófá símtölin um boð um uppistand en hann er alnafni eins ástsælasta skemmtikrafts þjóðarinnar, Sveppa krull eins og hann er oft nefndur.
„Það er spurning hvort ég láti ekki slag standa og taki bara næsta boði um að mæta í veislu og skemmti krökkunum, það er yrði fyndið að sjá svipinn á börnunum ef ég mætti á svið og myndi reyta af mér brandarana. Þetta minnir mig á uppátæki nokkurra Grindvíkinga sem voru innvinklaðir í körfuknattleiksdeild UMFG, þeir auglýstu Jónsa í Sigurrós fyrir árlegt konukvöld sem haldið var í Festi. Engin kona vissi af uppátækinu og biðu þær allar spenntar eftir að sjá þessa poppstjörnu í svona hlutverki en svo runnu tvær grímur á þær þegar Jón Gauti Dagbjartsson, sem kallaður er Jónsi innan fjölskyldunnar, mætti í lopapeysunni sinni og spanggólaði eitthvað og þóttist spila með fiðluboga á gítar. Hljómsveitin heitir Sigur Rós en eðlilega áttuðu konurnar sig ekki á því og þetta var víst sprenghlægilegt, tveir stjórnarmenn voru mættir í salinn og orguðu úr hlátri en konunum var víst ekki skemmt eftir að hafa látið spila svona með sig!“
VIÐTAL
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Fyrstu æskuminningar Sverris eru úr Eyjabyggðinni í Keflavík og í íþróttaleikjum, annað hvort í fótbolta á malarvellinum eða í körfubolta. „Pabbi heitinn var ættaður frá Vestmannaeyjum en það var samt ekki ástæðan fyrir því að fjölskyldan átti heima í hinni svokölluðu Eyjabyggð. Þarna eru fyrstu æskuminningarnar en leikirnir snerust nær eingöngu um íþróttir. Það var fínn malarvöllur í hverfinu og svo gátum við líka spilað körfubolta. Ég man varla eftir að hafa leikið mér neitt annað en í íþróttum og mér gekk líka vel, ég var hluti af mjög sterkum ‘75 árgangi sem var síðasti Íslandsmeistari fimmta flokks í fótbolta á stórum velli, nokkrir okkar skiluðu sér upp í meistaraflokk Keflavíkur, leikmenn eins og Gaui Jóhanns, Snorri Jóns, Gummi Odds og fleiri. Ég og Gaui Gylfa skiluðum okkur upp í meistaraflokk í körfunni svo það má sjá að þetta var öflugur árgangur. Ég
Ég man varla eftir að hafa leikið mér neitt annað en í íþróttum og mér gekk líka vel ...
gekk í Myllubakka- og Holtaskóla og kláraði auðvitað grunnskólaprófið, sterkustu minningarnar þaðan eru frá því að ná fótboltavellinum í frímínútum, lífið gekk meira og minna út á íþróttir. Það sást kannski best á frammistöðu minni í næsta skóla. Ég entist ekki nema eitt og hálft ár í FS, áhuginn á náminu var lítill sem enginn og ég vildi frekar fara að vinna. Ég var alinn upp við gott vinnueðli og man að við Snorri vinur minn fengum vinnu í gegnum pabba í mötuneytinu hjá varnarliðinu og skilaboðin voru skýr, við skyldum sko standa okkar plikt, mannorð pabba væri að veði! Ég var á kafi í íþróttum á þessum tíma, fótbolti á sumrin og karfa á veturna, og vann hin og þessi störf samhliða, var í múrverki eitt sumarið, annað var ég að vinna á vellinum, lífið hjá mér snerist um íþróttir.“
Erfitt að velja á milli
Segja má að Sverrir sé með þeim síðustu þar sem leikinn var körfubolti á veturna og fótbolti á sumrin, í dag sést ekki að leikmaður sé í báðum greinum á hæsta getustigi. Sverrir var á öðru ári í öðrum flokki í fótbolta þegar hann fékk fyrsta tækifærið í meistaraflokki árið 1993, kom þá inn á og jafnaði 2-2 í leik á móti Fylki og fékk svo alvöru tækifæri sumarið eftir, þá á elsta ári í öðrum flokki.
„Ian Ross byrjaði með okkur 1994 en svo tók Pétur Pétursson við á miðju tímabili og þá fékk ég
hellings tækifæri, skoraði fimm mörk þetta sumar og hefði viljað að Pétur hefði haldið áfram með liðið. Ég hafði alltaf litið mikið upp til Péturs, fannst hann frábær leikmaður og maður sá að hann var heldur betur með þetta í sér þegar hann spilaði með okkur á æfingum en því miður þá hélt hann ekki áfram með liðið eftir þetta tímabil. Ég gæti alveg trúað að ef hann hefði haldið áfram með okkur og knattspyrnudeild Keflavíkur hefði lagt hart að mér að velja á milli greina, að þá hefði ég gert það þarna. Ég hafði farið veturinn á undan í Stykkishólm og spilaði með Snæfelli í körfunni og var valinn nýliði ársins, skoraði svo fimm mörk í efstu deild með Keflavík en ég samt ennþá í öðrum flokki svo það var kannski ekki einfalt mál að velja á milli greina. Ég átti ágætt tímabil ‘95 í fótboltanum með Keflavík, Ingi Björn Alberts hafði tekið við liðinu en eftir fótboltatímabilið ‘94 skipti ég yfir í Keflavík í körfunni og átti gott tímabil, spilaði helling en þarna voru bæði Gaui Skúla og Falur Harðar í öðrum liðum. Við unnum deildina en duttum út í undanúrslitum fyrir Grindavík. Gaui og Falur sneru svo til baka og ég sá að ég myndi ekki fá sömu mínútur með Keflavík og þar sem Ísak Tómasson og Ástþór Ingason voru að leggja skónum með Njarðvík, skipti ég yfir til grannanna og átti tvö góð tímabil með þeim. Síðan urðu kaflaskil má segja,“ segir Sverrir Þór.
Fjölin fundin á Króknum
Sverrir fékk símtal frá einu af átrúnaðargoði sínu í keflvíska fótboltanum, Óla Þór Magnússyni, en hann hafði flutt sig norður til Sauðárkróks og lék með Tindastóli. Sverri bauðst að ganga til liðs við Stólana og átti þetta bara að vera eitt sumar en segja má að örlögin hafi gripið í taumana.
„Ég hafði alltaf litið upp til Óla Þórs. Hann var frábær framherji hjá Keflavík og það var gaman að fá tækifæri á að spila með honum fyrir norðan. Þetta átti bara að vera eitt sumar, mér bauðst málaravinna og fann strax að þarna
væri ég búinn að finna framtíðarstarfið. Körfuboltaliðið vildi síðan fá mig til að leika með þeim og mér bauðst samningur hjá málurunum sem ég hafði verið að vinna hjá síðan um sumarið en þetta voru frábærir aðilar sem ég vann hjá. Ég sá þarna hvert ég myndi stefna á starfsferlinum og kláraði sveinsprófið einhverju seinna. Ég átti þrjú frábær ár á Sauðárkróki, frumburður okkar Auðar [Auður Jónsdóttir, eiginkona Sverris], Jón Arnór fæddist ‘98 en eftir þrjú ár leitaði hugurinn heim og ég gekk þá til liðs við Grindavík í fótboltanum. Milan Stefán Jankovic var að þjálfa Grindavík og tók ekki í mál að ég myndi líka stunda körfuknattleik og því fóru þeir skór upp í hillu í tvö ár. Eftir tvö góð ár með Grindvíkingum, þar sem við urðum m.a. deildarbikarmeistarar, fann ég hvað Körfubolta-Sverri langaði aftur að láta ljós sitt skína og ég gekk til liðs við uppeldisklúbbinn og spilaði með þeim til 2010, þrír Íslandsmeistara- og tveir bikarmeistaratitlar komu í hús og þetta var yfir höfuð frábær tími. Knattspyrnuskórnir voru samt áfram reimaðir á mig á sumrin. Ég gekk til liðs við Njarðvík frá Grindavík fyrir tímabilið 2002, komst upp úr 2. deildinni sem er þriðja efsta deildin og spilaði með þeim fjögur tímabil, þar af þrjú í fyrstu deild undir stjórn Helga Bogasonar sem hafði verið aðstoðarþjálfari þegar ég spilaði með Grindavík. Árið 2005 tók ég við kvennaliði Keflavíkur í körfu og vildi þá aðeins draga saman seglin í fótboltanum og skipti yfir til Reynis í Sandgerði, spilaði eitt tímabil með þeim og skipti svo aftur yfir í Njarðvík og kláraði knattspyrnuferilinn þar. Hætti að spila haustið 2010 en þá um vorið höfðu körfuboltaskórnir farið upp í hillu,“ segir Sverrir.
Sverrir fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Að ofan með Elisa Pinzan og Daniela Wallen, leikmönnum meistaraflokks Keflavíkur, en til hliðar er hann með börnum sínum, Aron Franz og Lovísu, með VÍS-bikarinn.
Engin meiðsli
Það er kannski ótrúleg staðreynd en á öllum keppnisferlinum lenti Sverrir aldrei í alvarlegum meiðslum. Hann fékk mörg tækifæri því þá voru miklu færri útlendingar og hann hefur gaman af því að spá í hversu langt hann hefði getað náð í viðkomandi grein, ef hann hefði valið á milli. „Ég man eftir að hafa snúið mig á æfingu á laugardegi og var ekki orðinn alveg nógu góður daginn eftir til að spila körfuboltaleik, annars lenti ég bara aldrei í neinu. Ég hugsaði alltaf vel um skrokkinn á mér en auðvitað hlýtur heppni að spila þarna inn í líka. Það hjálpaði mér líka held ég að hafa alltaf unnið líkamlega vinnu, ég var því alltaf í góðu formi og þetta einhvern veginn bara mallaði endalaust hjá mér. Ég er mjög stoltur yfir keppnisferlinum mínum, ég veit ekki um marga sem léku báðar greinar til 35 ára aldurs án þess að meiðast nokkuð.
Það er gaman að spá í hvort ég hefði getað komist lengra í annarri hvorri greininni ef ég hefði valið á milli. Ég æfði aldrei fótbolta nema bara frá apríl til september, kannski í fimm mánuði, hina mánuðina var ég að æfa körfubolta. Hlýtur ekki að vera að ef ég hefði æft fótbolta eins og æft er í dag, allan ársins hring, að þá hefði ég orðið betri í þeirri grein? Eins með körfuna, sumrin nota leikmenn til að bæta sig í hinum og þessum þáttum leiksins, þá var ég einfaldlega að pota inn mörkum í fótboltanum. Ég myndi hins vegar ekki vilja breyta neinu, þetta var mjög skemmtilegur tími og það var gaman að keppa á háu getustigi allan ársins hring. Þegar ég var að byrja var umhverfið líka allt öðruvísi, þá var bara einn útlendingur í körfunni og enginn í fótboltanum. Svo fóru Júgóslavarnir að streyma í fótboltann en venjulega aldrei fleiri en einn í hverju liði. Í dag eru liðin í körfunni kannski með meirihluta leikhópsins af erlendu bergi brotnu,
Ég myndi hins vegar
ekki vilja breyta neinu, þetta var mjög skemmtilegur tími og það var gaman að keppa á háu getustigi allan ársins hring. Þegar ég var að byrja var umhverfið líka allt öðruvísi, þá var bara einn útlendingur í körfunni og enginn í fótboltanum ...
þá er auðvitað erfiðara fyrir unga og efnilega leikmenn að fá tækifæri. Ef ég fengi að ráða þá væru bara tveir útlendingar í hverju liði, það yrði mikið framfaraskref fyrir körfuboltann ef alltaf þyrftu að vera þrír Íslendingar hið minnsta inni á vellinum. Það er bara erfitt að setja svona reglur sem stangast á við Evrópulöggjöfina og það er nóg að eitt lið svíki svona heiðursmannareglu, þá elta hin liðin. Þetta er ekki góð þróun að mínu mati og það hefur sýnt sig að það er ekki uppskriftin að árangri að vera með sem flesta útlendinga. Ég var bara með tvo útlendinga í vetur hjá kvennaliði Keflavíkur og við unnum alla titla sem voru í boði. Það eru liðin sem eru með bestu íslensku kjarnana, helst uppalda heimamenn, sem skara fram úr. Þó svo að karlalið Vals hafi ekki verið með marga uppalda Valsara í sínum leikmannahópi, þá voru þeir með frábæran kjarna íslenskra leikmanna.“
Óteljandi titlar þjálfarans
Sverrir hafði alltaf þjálfað yngri flokka í körfubolta, hvar sem hann var að spila. Eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2010 tók við meistaraflokksþjálfun, fyrsta starfið var hjá kvennaliði Njarðvíkur en þær höfðu ekki mikið látið til sín taka á körfuboltavellinum til þessa en Sverrir var ekki lengi að breyta því. „Okkur var spáð sjöunda sæti en enduðum á að komast í lokaúrslit á móti Keflavík. Við töpuðum fyrsta leiknum með einu stigi. Keflavík skoraði sigurkörfuna og leiktíminn rann út, mjög svekkjandi og hef ég oft spáð í hvernig þessi sería hefði farið ef við hefðum unnið fyrsta leikinn. Árið eftir fórum við svo alla leið, urðum bæði Íslands- og bikarmeistarar og þá kom kall frá karlaliði Grindavíkur sem hafði orðið Íslandsmeistari en Helgi Jónas Guðfinnsson, sem þjálfaði liðið, þurfti að hætta þjálfun liðsins. Þetta var of stór áskorun til að taka ekki og ég fór yfir í karlaboltann. Þetta var frábært tímabil, við vorum með mjög sterkt lið, urðum deildarmeistarar og komumst í bikarúrslit á móti Stjörnunni en töpuðum. Lentum svo 1-2 undir á móti þeim í lokaúrslitunum en náðum að knýja fram oddaleik með mögnuðum sigri í Garðabæ í fjórða leiknum. Ég er ekki frá því að „Ég trúi“ slagorð Grindvíkinga hafi fæðst fyrir þennan leik, sem við rúlluðum upp og náðum svo að sigra oddaleikinn og landa Íslandsmeistaratitlinum. Árið eftir urðum við bikarmeistarar en töpuðum fyrir KR í lokaúrslitum og svo tók ég líka við kvennaliði Grindavíkur og gerði þær að bikarmeisturum árið 2015 og þar með lauk frábærum þremur árum í Grindavík. Þarna var ég orðinn fertugur og
upplifði í fyrsta sinn á ævinni frí frá
íþróttum og mér fannst það æðis-
legt! Pásan var samt ekki löng, ég tók við kvennaliði Keflavíkur um áramótin og tók svo næstu tvö tímabil með þeim. Var þá á leiðinni í frí aftur en þá kom kallið frá karlaliði Keflavíkur og ég tók eitt tímabil með þeim. Fann þá að það var kominn tími á pásu og ég naut þessa frís sem varði í þrjú ár, til hins ítrasta en svo báðu Grindvíkingar mig að taka við karlaliðinu á miðju tímabili ‘21/’22. Mig langaði til að halda áfram með Grindavíkurliðið en fannst ég ekki geta sinnt því sem skyldi og réði mig í staðinn sem aðstoðarþjálfara Hjalta Vilhjálmssonar sem var með karlalið Keflavíkur en sá fljótlega að það hlutverk hentaði mér ekki, ég þarf að vera með stjórnina sjálfur. Mér bauðst síðan að taka við kvennaliði Keflavíkur fyrir þetta tímabil og landaði öllum titlum sem voru í boði og er því heldur betur að hætta á toppnum. Eins og mér líður núna er ég hættur en vinir mínir glotta við tönn þegar ég segi þetta. Þeir hafa margoft heyrt þessa tuggu mína svo maður skyldi aldrei segja aldrei en samt, eins og mér líður núna er ég hættur,“ segir Sverrir Þór.
SB málun og Liverpool Sverrir vann með Brynjari Hólm Sigurðssyni, málara, hjá Íslenskum aðalverktökum og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtækið SB málun árið 2016. Sverrir segist sverja að þeim báðum hafi þótt SB koma betur út en BS og ákvað blaðamaður að inna meðeiganda Sverris ekki eftir viðbrögðum. Þeir tengdust strax góðum böndum, höfðu þekkst frá fornu fari og ekki skemmdi fyrir að þeir halda með sama liðinu í enska boltanum, Liverpool. Um svipað leyti og kennitala SB málunar var stofnuð tók Jurgen Klopp við Liverpool-liðinu og upphófst mjög sigursæll tími Pool-ara eftir mörg ansi mögur ár þar á undan. „Ég hef alltaf verið dyggur stuðningsmaður Liverpool. Það var ekki erfið ákvörðun í æsku þegar liðið var það langbesta en frá síðasta titli, árið 1991, í raun þar til Klopp tók við var ekki mikið að frétta. Við unnum einn og einn bikar en náðum aldrei að blanda okkur almennilega í baráttuna um enska titilinn, erkifjendurnir í United voru erfiðir við að eiga en um leið og Klopp tók við hafði ég góða tilfinningu. Við Brynjar hófum samstarf um svipað leyti, festum kaup á iðnaðarhúsnæði í Grófinni og gerðum strax aðstöðu til að geta horft þar á leiki. Svo keyptum við bilið við hliðina og stækkuðum Liverpool-bælið en mest hafa verið um 80 manns hjá okkur að horfa á einhvern úrslitaleikinn. Þetta hafa verið frábær ár að undanförnu og það verður söknuður af Klopp en að vinna loksins enska titilinn árið 2020 var líklega hápunkturinn en auðvitað skyggði COVID aðeins á gleðina, við gátum ekki verið að horfa saman og síðustu leikirnir
Liverpool-bælið í húsakynnum SB málunar, Litli-Anfield, er ákaflega glæsilegt athvarf fyrir stuðningsmenn Liverpool og þar hafa mest safnast saman um 80 manns til að horfa á einhvern úrslitaleikinn.
voru spilaðir fyrir tómum leikvöngum en það breytir því ekki að Liverpool varð meistari þá. Klopp er að skila af sér góðu búi og ég hef trú á að nýi stjórinn eigi eftir að standa sig. Hann þarf að kaupa þrjá góða leikmenn sem passa inn í skipulagið og ef það tekst verðum við áfram sterkir. Það er bara erfitt að eiga við Manchester City á þessum tímapunkti, þeir hafa verið ótrúlega stöðugir en við verðum vonandi áfram sterkir og er ég ekki í nokkrum vafa um að við munum eiga margar gleðistundir hér í Grófinni áfram. Eins og ég sagði, mér líður núna eins og ég sé hættur í þjálfun. Okkur hjónin dreymir um að geta skroppið stundum út í sólina yfir veturinn, ég er búinn að vera ársmiðahafi hjá Liverpool undanfarin ár og vil stunda það æðislega áhugamál áfram. Liverpool er ótrúlega skemmtileg borg, við höfum oft farið þangað án þess að vera fara á leiki en það skemmir auðvitað ekki fyrir að mæta á Anfield Road og syngja „You’ll never walk alone“ með öðrum Liverpoolaðdáendum. Við Auður eigum þrjú yndisleg börn, á eftir frumburðinum kom dóttirin Lovísa, fædd árið 2005, og yngstur er svo Aron Franz, fæddur árið 2014. Jón Arnór er eins og ég, spilar bæði fótbolta og körfu. Hann er að spila með Höfnum núna í fótboltanum og var með Þrótti í Vogum í körfunni á síðasta tímabili. Ég held að hann sé að spá í að setja meiri kraft í körfuna núna, hann hefur alla burði til að verða góður körfuknattleiksmaður en hvort hann verði föðurbetrungur kemur bara í ljós, ég vona það. Lovísa var í liðinu hjá mér í vetur og varð því þrefaldur meistari, hún á framtíðina fyrir sér og Aron Franz er mikill íþróttaálfur eins og ég var, hvort að hann muni leggja íþróttir fyrir sig kemur bara í ljós, ég myndi aldrei setja neina pressu á hann í þeim efnum. Það er bara frábært fyrir börn að vera í íþróttum, þau þroska félagsanda og eru í góðri hreyfingu en öll pressa frá foreldrum er fáránleg að mínu mati. Það er ótrúlegt að sjá suma foreldra á þessum íþróttamótum barnanna, það er eins og eigi að gera atvinnumann úr barninu en öll svona pressa getur ekki annað en skemmt fyrir blessuðu barninu. Við Auður viljum bara styðja börnin okkar í því sem þau taka sér fyrir hendur. SB málun er á góðum stað, við erum venjulega með um tíu manns í vinnu, allt frábærir málarar og félagar. Verkefnastaðan er eiginlega alltaf góð, við erum langmest hér á Suðurnesjunum en höfum líka verið í höfuðborginni en okkur langar ekkert til að stækka meira, þetta rúllar fínt svona. Ég hlakka mikið til næstu ára, það verður gaman að upplifa nýja hluti í framtíðinni,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
sinna öllum Grindvíkingum
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í grindavík tók til starfa 1. júní en þann dag tóku ný lög þar af lútandi gildi á alþingi. Hægt er að nálgast lögin sem eru númer 40, 16. maí 2024, á síðu alþingis; althingi.is en til að koma þessu af lagamáli yfir á mannamál, var formaður framkvæmdanefndarinnar, árni Þór Sigurðsson, tekinn tali.
Tilgangur og markmið nefndarinnar er þessi:
n Tryggja skilvirka og hagkvæma úrlausn verkefna vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, n Hlúa að íbúum Grindavíkurbæjar og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar, n Stuðla að öflugu atvinnulífi í Grindavíkurbæ, n Grindavíkurbær verði öruggt samfélag með trausta innviði og þjónustu sem miðar að þörfum samfélagsins.
„Eins og fram kemur í upphafi laganna er tilgangur nefndarinnar fjórþættur. Verkefnið er auðvitað krefjandi og við þrjú sem skipum nefndina komum utan frá má segja, það var skynsamlegt tel ég að fá alls óháðan aðila að þessu veigamikla verkefni. Bæjarstjórn Grindavíkur verður samt áfram starfandi og tekur allar stærri ákvarðanir með okkur. Ég er bara búinn að vera í nokkra daga í starfi og strax degi eftir að framkvæmdanefndin hóf störf fengum við risavaxið verkefni í hendurnar, Grindavík var orðin rafmagnslaus og því þurfti auðvitað að kippa strax í liðinn. Það gekk vel að leysa úr því verkefni og svona held ég að við munum fá verkefnin upp í hendurnar og þurfum einfaldlega að bregðast við hverju og einu þeirra eins vel og við getum. Við erum hægt og örugglega að fá tilfinningu fyrir verkefninu, höfum átt tvo góða fundi með bæjarstjórninni og höfum fundað með þeim ráðuneytum sem koma að málinu, með almannavörnum og Veðurstofunni. Eins höfum við átt fundi með HS Veitum, lögreglunni, Vegagerðinni, fulltrúum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar svo það hefur verið í nógu að snúast fyrir okkur til þessa. Það var kominn tími til að færa öll þessi stóru verkefni sem voru dreifð út um allt, undir einn og sama hattinn. Það var leitað til mín snemma í maí að taka að mér formennsku í þessari nefnd og væntanlega fékk ég kallið vegna reynslu minnar úr sveitar- og borgarstjórnarmálum og eins var ég í stjórn sambands sveitarfélaga. Ég var búinn að
vera sendiherra í Danmörku en ákvað að svara kallinu og takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Með mér í nefndinni eru Gunnar Einarsson, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ og Guðný Sverrisdóttir sem var lengi sveitarstjóri í Grenivík.“
Þjónusta við alla Grindvíkinga Þegar nefndin var kynnt í fjölmiðlum í maí kom fram eitt af hlutverkum hennar, að hlúa að þeim Grindvíkingum sem hafa flutt í burtu. Blaðamanni fannst áhugavert að þetta sé eitt af verkefnum nefndarinnar því venjan er að þegar fólk flytur annað og þá oftast lögheimili sitt í leiðinni, að þá þiggur það viðkomandi þjónustu í því sveitarfélagi þangað sem það flytur. „Eitt af því fyrsta sem við munum gera er að koma á fót þjónustuteymi fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, þ.e. á sviði félagsþjónustu, skólamála, frístundaþjónustu, barnaverndarmála, málefni eldri borgara, fatlaðra og jafnvel úrræði á sviði vinnumarkaðsmála. Ég skil hugsunina með að fólk sem hefur flutt lögheimili sitt, sæki eftir þessari þjónustu sem ég taldi upp, hjá því sveitarfélagi sem það flytur til en hafa ber í huga að þannig er staðan í fæstum tilvikum, fólk er nauðbeygt að flytja í burtu frá Grindavík og við teljum nauðsynlegt að halda utan um þennan hóp Grindvíkinga. Án þess að búið sé að gera könnun á því þá er það tilfinning okkar að flestir vilji snúa aftur til baka, þess vegna teljum við þetta góða leið. Hafa ber í huga að þetta er tímabundið verkefni, við erum ráðin fram að næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2026 og á þeim tíma verður mjög gott að geta haldið utan um Grindvíkinga.
Koma að áhættumati í Grindavík
Við munum koma að áhættumati í Grindavík í samvinnu við ríkislögreglustjóra og koma að framkvæmdum í bænum, þá bæði hvað varðar innviði og viðgerðir á götum og stígum. Eins munum við annast framkvæmd aðgangsstýringar til Grindavíkurbæjar, við munum
koma að upplýsingamiðlun svo það má sjá á upptalningunni að þetta er veigamikið verkefni.“ Árni Þór hafði heyrt af hinum svokallaða „Aftur heim“-hópi og hann segir að nefndin ætli sér að þjóna báðum hópum, þeim Grindvíkingum sem ætla að bíða storminn af sér og treysta sér ekki til að flytja strax heim, og þeim sem eru nú þegar fluttir heim eða eru að undirbúa flutning á næstunni.
„Við munum ekki skilja á milli Grindvíkinga, við erum komin til að þjóna þeim öllum, hvort sem viðkomandi er fluttur í Grindavík og vill sjá uppbyggingu hefjast strax í bænum, eða hvort viðkomandi þurfi félagsþjónustu t.d. eins og ég nefndi. Það er mín tilfinning að flestir vilji gjarnan snúa „aftur heim“ og því munum við sinna öllum Grindvíkingum af bestu getu.
Höfum heyrt af óánægju Grindvíkinga
Hvenær byrjað verður að laga bæinn treysti ég mér ekki til að segja til um á þessum tímapunkti, við erum svo nýlega tekin til starfa. Ég hef farið í eina vettvangsferð í bæinn eftir að nefndin tók til starfa og við þurfum að átta okkur á umfanginu áður en við tökum ákvarðanir. Eins vil ég ekki tjá mig um lokunarpóstana, hvaða álit ég hafi á þeim. Ég vil setja mig vel inn í starfið áður en ég tek stórar ákvarðanir en við munum reyna að vinna sem mest í tengslum við Grindavík, við teljum það nauðsynlegt svo við séum betur með puttann á púlsinum. Við höfum heyrt af óánægju Grindvíkinga varðandi Þórkötlu, við munum setja okkur í samband við forsvarsfólk félagsins og ég er sannfærður um að mörg af þessum atriðum sem Grindvíkingar eru ósáttir við, stafa af samskiptaleysi eða skorti á upplýsingum og slíkt er auðvelt að laga. Ég er bjartsýnn á framtíð Grindavíkur, hef fulla trú á að þessi nýja framkvæmdanefnd muni hjálpa Grindvíkingum að ná vopnum sínum á ný og bærinn byggist upp sem fyrst svo fremi að náttúruöflin setji ekki fleiri strik í reikninginn. Ég hlakka virkilega til samstarfsins,“ sagði Árni Þór að lokum.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
NÝBURAR
Drengur fæddur 26. júní á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd: 3.616 grömm. Lengd: 52 sentimetrar.
Foreldrar heita Katla Rún Garðarsdóttir og Halldór Garðar Hermannsson. Þau eru búsett í Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Telma Ýr Sigurðardóttir.
Stúlka fædd 29. júní á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd 3.476 grömm. Lengd 50,5 sentimetrar.
Foreldrar heita Agnieszka Monica Kredens og Marcin Mikolajczyk. Þau eru búsett í Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Telma Ýr Sigurðardóttir.
Stefnubreyting á fyrirkomulagi leikskóla Reykjanesbæjar
Tillögur starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum voru til umræðu á síðasta fundi menntaráðs Reykjanesbæjar þann 14. júní. Á fundi menntaráðs 24. maí síðastliðinn voru tillögur starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar lagðar fram og var afgreiðslu málsins frestað.
Tillögurnar þrjár eru lagðar fram með það í huga að bæta starfsaðstæður á leikskólum vegna styttingar vinnuvikunnar og mönnunar í nýjum leikskólum í Reykjanesbæ. Ljóst er að stytting vinnuvikunnar er orðin umfangsmikill hluti af störfum vinnandi fólks í landinu enda bundin í kjarasamninga.
Í starfshópnum sem vann að tillögunum voru leikskólafulltrúi, sviðsstjóri menntasviðs, mannauðsstjóri, kjörnir fulltrúar í menntaráði, fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi leikskólakennara, fulltrúi starfsfólks leikskóla og fulltrúi foreldra leikskólabarna. Tillögurnar fela í sér stefnubreytingu á fyrirkomulagi leikskóla Reykjanesbæjar. Lagt er til að fjölga frídögum leikskóla, að bjóða foreldrum að skrá barn sitt í færri klukkustundir í leikskólann gegn lægra gjaldi og að veita afslátt af leikskólagjöldum til leikskólakennara gegn ákveðnu vinnuframlagi.
Svipaðar breytingar hafa verið gerðar í öðrum sveitarfélögum til að laða fólk til starfa í leikskólum og bregðast við áhrifum styttingar vinnuvikunnar.
Eftir umfjöllun um tillögurnar á fundi menntaráðs þann 24. maí
2024 var málinu frestað. Í framhaldi voru tillögurnar ræddar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem hefur málið nú til skoðunar. Vegna sumarleyfis bæjarstjórnar er það í höndum bæjarráðs að taka ákvörðun um tillögurnar í samráði við menntaráð Reykjanesbæjar.
Tekið skal fram að tillagan um sex klukkustunda gjaldfrjálsan leikskóla mun þýða lækkun á tekjum til Reykjanesbæjar og þarf bæjarráð því sérstaklega að fjalla um þá tillögu. Menntaráð mun funda með bæjarráði ásamt sviðsstjóra menntasviðs á næstu vikum til að ræða málið nánar. Auk þess verður reynsla annarra sveitarfélaga af samskonar breytingum í leikskólamálum rýnd. Mikilvægt er að vinna áfram með tillögur starfshópsins af fagmennsku og ábyrgð.
Menntaráð þakkar starfshópnum um bættar starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar fyrir gott og faglegt starf, segir í fundargerð þar sem menntaráð vísar tillögum starfshópsins til bæjarráðs til frekari umræðu.
Stærsti fáni Íslands
til sýnis í Reykjanesbæ
Um þessar mundir er því fagnað að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins. Þann 17. júní 1944 tók ný stjórnarskrá landsins gildi og lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum. Þangað fylktu landsmenn liði og er talið að á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum. Um þjóðhátíðarhelgina var fáninn sem var hylltur á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum sýndur en hann er engin smásmíði, rúmir 23 fermetrar að stærð.
Mynd úr safni
Byggðasafns
Reykjanesbæjar.
Ljósmyndari óþekktur
Rís þú, unga Íslands merki
Þann 17. júní ár hvert frá árinu 1945 hefur stærsta fána landsins verið flaggað á fánastönginni sem staðsett er í Skrúðgarðinum í Keflavík. Fánanum var flaggað í fyrsta sinn 17. júní 1944 á Þingvöllum. Með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur strax að afloknum hátíðarhöldunum á Þingvöllum. Fánanum var flaggað árlega til ársins 1973 en þá var skipt um fána. Þeim fána var svo skipt út kringum árið 2010. Í ár er þriðja kynslóð þessa fána flaggað en sá elsti er varðveittur á Byggðasafni Reykjanesbæjar. Þá er fánastöngin í skrúðgarðinum sögð ein af merkilegustu gripum sem sjá má í Reykjanesbæ. Stöngin var vígð af séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum á þjóðhátíðardaginn 1945. Hún var síðan lengd og settur undir hana hærri fótstallur. Nú er heildarlengd stangarinnar með fótstalli um 17,5 metrar. Hönnuður fótstallsins var Helgi S. Jónsson og Sævar Helgason gerði landvættirnar eftir teikningum Helga. Framan á miðjum stöplinum sem snýr að Suðurgötu eru stafirnir 17. júní 1944 og á þeirri hlið sem snýr inn í garðinn er lágmynd af Jóni Sigurðssyni, gerð af Ríkarði Jónssyni. Á hverju horni eru súlur sem gnæfa upp fyrir stöpulinn og eiga að minna okkur á festu og óbilandi hugrekki þjóðarinnar og einnig tákna þær keflin sem staðurinn
Keflavík heitir eftir. Út frá hverjum stöpli rísa svo landvættir Íslands. Umhverfis stöpulinn er steypt blómaker sem táknar fósturjörðina og þar skal plantað hreinblárri íslenskri fjólu með umgjörð úr hreinhvítum lágum kantblómum; tákn hreinleikans og bláhvíta íslenska fánans í upphafi aldarinnar. Upphaflega var eingöngu ætlast til að íslenski þjóðfáninn væri dreginn að húni 17. júní ár hvert og ekki við önnur tækifæri. Þessi regla hefur þó þrívegis verið brotin, eða þegar forsetar lýðveldisins hafa komið í opinbera heimsókn til Keflavíkur. Þá hefur bandaríska fánanum verið flaggað í stönginni en þá sem hluti af leikmynd í vinsælum sjónvarpsþáttum sem m.a. voru teknir upp í Reykjanesbæ.
Bandaríska fánanum flaggað í skrúðgarðinum í Keflavík. VF/Hilmar Bragi
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, virðir fyrir sér fánann sem flaggað var á Þingvöllum árið 1944 og í Keflavík frá 1945 til 1973. Fáninn verður til sýnis í Bíósal Duus húsa til 18. ágúst nk. VF/Hilmar Bragi
Allt að
SUMARÚTSALA
Fjölærar plöntur 30-50% • Sumarblóm 30-50% • Trjáplöntur 30-50% • Útipottar 30%
Bastkörfur 50% •Garðstyttur og garðskraut 30% • Garðáburður 30% • Fræ 30%
Claber slönguhjól 30% • Claber úðarar 30% • Reco slönguhjól 35% • Reco úðarar og tengi 35% Texas, Black+Decker, AL-KO sláttuvélar 25% • Texas, Black+Decker og AL-KO orf 25%
Hekkklippur bensín, rafmagns og rafhlöðu 25% • Grill (gildir ekki á Weber) 20-35%
Skoðaðu blaðið
Garðverkfæri (hrífur, gafflar, klórur o.fl.) 25% • Garðhúsgögn 30% • Útimálning 30%
Viðarvörn og pallaolía 30% • Plastbox 25-30% • Reiðhjól 25% • Rafmagnshjól 25%
Reiðhjólafylgihlutir 25% • Barnabílstólar 25% • Hnífapör og ýmis eldhúsáhöld 30%
Hnífar 30% • Matarstell og glös 30-50% • Drykkjarkönnur og bollar 30-40%
Pottar og pönnur 30-50% • Bökunarvörur 25% • Diskamottur 30-70% • Vinnubuxur 25%
Vinnufatnaður 25-50% • Regnföt 25% • Vinnuöryggisvörur 20% • Vinnuhanskar 25%
Útileguvörur , tjöld og tjaldstólar 30% • Smáraftæki 25% • Ruslatunnur og flokkunartunnur 25% Grilláhöld (Landmann og Enders) 25% • Blöndunartæki (valdar vörur) 30-45%
Salerni, handlaugar og vaskar (valdar vörur) 30-50% • Smáraftæki (kaffivélar, brauðristar o.fl.) 25%
Worx keðjusagir. hekkklippur, laufblásarar o.fl. 25% • Worx sláttuvélar 25%
Black+Decker sláttuvélar 25% • Black+Decker keðjusagir, hekkklippur, orf o.fl. 25%
Garðverkfæri, skóflur, hrífur, gafflar o.fl. 25% • Rafmagns garðverkfæri (ekki af Ikra) 25%
Makita (valdar vörur) 20-25% • Smáraftæki (kaffivélar, brauðristar o.fl.) 25%
Tjep (valdar vörur) 20% • Trend (valdar vörur) 25% • DeWalt (valdar vörur) 25-30%
Milwaukee (valdar vörur) 20-25 % • Smáraftæki (kaffivélar, brauðristar o.fl.) 25% Metabo (valdar vörur) 20-25% • Hreinsiefni, moppur, tuskur o.fl. 25-30%
Plastbox og geymslukassar 25-30% og margt fleira
Keilisbækur Helga og Júlíu
Heiðurshjónin Helgi Ragnar Guðmundsson og Júlía Halldóra Gunnarsdóttir afhentu Lestrarfélaginu Baldri, og þar með bókasafni sveitarfélagsins, gestabækur sem þau hafa haldið á Keili síðan 1992. Bækurnar eru rúmlega þrjátíu talsins og eru skemmtilegur vitnisburður um heimsóknir almennings á bæjarfjall Voga á tímum sem fjallgöngur breyttust úr áhugamáli fárra í almenna og vinsæla útivist. Áður en þau hjón komu bókum fyrir á Keili höfðu skátarnir í Vogum haldið úti bókum á Keili á árunum 1976–1981.
Gestabækur Helga og Júlíu og gestabók skátanna í Vogum verða varðveittar á bókasafninu um ókomna tíð og verða þar til sýnis. Í bókunum eru ekki einungis nöfn toppfara Keilis heldur einnig ljóð, sögur, teikningar og margt fleira forvitnilegt. Bækurnar eru einkar
skemmtileg lesning og jafnvel efni í frekari rannsóknarvinnu. Margar bækurnar eru veðraðar enda hefur mætt á þeim mörgum. Einhverjar bækur ná yfir nokkur ár en aðrar aðeins hluta úr ári eftir að ferðir á fjallið nutu aukinna vinsælda.
Lestrarfélagið Baldur býður alla áhugasama velkomna á bókasafnið til að skoða gestabækurnar.
Samantekt: Hilmar Egill Sveinbjörnsson.
Óska nýjum slökkviliðsstjóra velfarnaðar
Bæjarráð Sveitarfélagsins
Voga óskar nýjum slökkviliðsstjóra, Eyþóri Rúnari Þórarinssyni, velfarnaðar í störfum og þakkar Jóni Guðlaugssyni fyrir vel unnin störf.
Ráðning nýs slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum
Suðurnesja var til umfjöllunar
á síðasta fundi bæjarráðs.
Óvæntir
næturgestir
Ferðalangar nýttu sér kofa sem eru grassvæðinu neðan Hafnargötu og ofan Strandleiðarinnar í Reykjanesbæ til næturgistingar. Kofarnir voru ein af mörgum hugmyndum sem urðu til í heimsfaraldri og eru hugsaðir fyrir gesti og gangandi en ekki sem svefnbústaðir. Víkurfréttir
fengu þessar myndir sendar og þá mátti sjá sambærilegar myndir frá fólki á samfélagsmiðlum þar sem það var að undra sig á uppátæki ferðalanganna sem tjölduðu óvanalega til einnar nætur í birtunni.
Hvítbók í málefnum
innflytjenda fagnað í Reykjanesbæ
Reykjanesbæ hefur borist til umsagnar drög að hvítbók í málefnum innflytjenda, Samfélag okkar allra: Framtíð og stefna Íslands í málefnum innflytjenda – drög að stefnu til ársins 2038. Á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar var lögð fram umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir hönd Reykjanesbæjar.
„Reykjanesbær fagnar sérstaklega markmiðum hvítbókar um árangursríka og fjölbreytta upplýsingaþjónustu til nýrra íbúa og inngildandi nálgunar í þeim efnum.
Svarta pakkhúsið verði áfram nýtt fyrir menningar- og handverkshópa
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar leggur til að á meðan ekki hafi verið teknar ákvarðanir um framtíðarnýtingu Svarta pakkhússins verði það nýtt sem aðstaða fyrir menningar- og handverkshópa í sveitarfélaginu eins og aðstæður leyfa með lágmarkslagfæringum til að standast brunakröfur.
Ráðið leggur til, að því gefnu að öryggiskröfum verði fullnægt, að gerðir verði samningar við félögin til eins árs í senn frá og með næsta starfsári og felur Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Vogar samþykkja samstarfssamning um farsældarráð barna
Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var þann 15. maí 2024, var innleiðing svæðisbundinna farsældarráða á dagskrá. Eftirfarandi var fært til bókar:
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur verið að vinna að útfærslu á starfsemi farsældarráða barna, samkvæmt 5 gr. farsældarlaga. Hugmyndin er að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta.
Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til þess að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í tvö ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráða.
Samningurinn felur ekki í sér fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitarfélögin en er fyrst og fremst yfirlýsing um að þau vilji eiga með sér samstarf um útfærslu á Farsældarráði Suðurnesja og skoðuð
verði tækifæri til samstarfs í þessu verkefni. M.a. hefur mikið samstarf átt sér stað í gegnum Velferðarnet Suðurnesja og mætti skoða það vel að samtvinna þessi tvö verkefni.“ Framkvæmdastjóra SSS var falið að senda sveitarstjórnum á Suðurnesjum erindið frá ráðuneytinu ásamt gögnum til umsagnar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga og bæjarstjórn hafa afgreitt málið með eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSS og leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu á ofangreindum forsendum og með þeim fyrirvara að landshlutasamtökin fái stuðning til að ráða verkefnastjóra til að sinna verkefninu.“ Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Málið var einnig kynnt nýlega í Reykjanesbæ þar sem Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir verkefninu um innleiðingu farsældar barna hjá Reykjanesbæ.
Fjölga þarf grenndarstöðvum
Sjálfbærniráð Reykjanesbæjar, sem vinnuráð, mun halda áfram að vinna að skýrslugerð í haust þar sem lögð verður áhersla á að gefa út handbók um kosningaþátttöku og hafin verður vinna við gerð grænnar áætlunar Reykjanesbæjar. Í þeirri vinnu verður umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar aðlöguð ásamt aðgerðaáætlun og fjölda annarra atriða.
Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð ráðsins þar sem farið var yfir fjármál sjálfbærniráðs fyrir þetta ár og undirbúningur fyrir árið 2025.
Mikilvægt er að miðla upplýsingum til íbúa varðandi sjálfbærni- og umhverfismál og mun sjálfbærniráð koma fram með tillögur að upplýsingagjöf fyrir íbúa
Reykjanesbæjar. Sú vinna hefst í haust, segir í fundargerðinni. Þegar kemur að sjálfbærni- og umhverfismálum vill sjálfbærniráð nýta fjármagn sitt til eflingar þeirra mála og byrja að horfa til úrgangsmála. Þegar kemur að grenndarstöðvum hefur verið rætt að fjölga þurfi þeim í sveitarfélaginu en auk þess þurfi að bæta aðgengi að þeim með malbikun, lýsingu og myndavélavöktun. Mun sjálfbærniráð ásamt umhverfis- og framkvæmdasviði fara af stað í þá vinnu strax í sumar. Auk þess mun sjálfbærniráð kaupa endurvinnslutunnur sem settar verða á valda staði í sveitarfélaginu.
Drög að fjárhagsáætlun næsta árs voru kynnt fyrir ráðinu en unnið verður áfram að útfærslu áætlunarinnar í haust.
Leggur áherslu á mikilvægi heilsuverndar í Suðurnesjabæ og Vogum
Sveitarfélögin á Suðurnesjum og starfandi ríkisstofnanir á því landsvæði hafa í sameiningu sett sér markmið um að þjálfa starfsfólk þjónustustofnana og sveitarfélaga til þess að þjónusta og upplýsa íbúa, óháð aðstæðum þeirra eða uppruna, um þjónustu og afþreyingu á svæðinu undir formerkjum Velferðarnets Suðurnesja sem hefur unnið verkefnið Velkomin til Suðurnesja, sem aðgengilegt er á vefsíðunni Suðurnes.is,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs.
Heilsugæsla í heimabyggð og hvernig öldungaráð geti komið að því máli var til umræðu á síðasta fundi öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Ráðið leggur til að eftirfarandi ályktun verði send framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæjarstjórum Suðurnesjabæjar/ Sveitarfélagsins Voga og heilbrigðisráðherra: „Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leggur
áherslu á mikilvægi heilsuverndar og eru það ákveðin mannréttindi að hafa aðgang að góðri og traustri heilsugæslu í heimabyggð. Það er löngu tímabært að íbúar í sveitarfélögunum hafi aðgang að heimilislæknum, sem er hluti af öryggisneti í nærumhverfi okkar. Við hvetjum framkvæmdastjórn HSS, bæjarstjórnir Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga og Heilbrigðisráðuneytið, til að ganga nú þegar til samninga og undirbúnings heilsugæslu í okkar bæjarfélögum.“
Varahitaveita fyrir Voga og Vatnsleysuströnd til skoðunar
Erindi bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga til ÍSOR varðandi varahitaveitu fyrir Voga og Vatnsleysuströnd var lagt fram á síðasta fundi bæjarráðs í Vogum. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að það taki undir þau sjónarmið sem
fram koma í erindi sent ÍSOR þann 18. júní sl. að kannað verði til hlítar sá möguleiki að ráðist verði í boranir eftir heitu vatni á Vatnsleysuströnd í því ljósi að koma upp varahitaveitu sem myndi þjóna bæði Vogum og Vatnsleysuströnd.
Tilkynnt um eld í húsi í Hvassahrauni
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út um miðjan dag næstsíðasta föstudag í það sem talið var vera eldur í húsi í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Slökkvibíll með fjórum mönnum var sendur á fyrsta forgangi frá slökkviliðsstöðinni í Reykjanesbæ á vettvang. Tilkynning til Neyðarlínunnar var um mikinn reyk frá húsi á svæðinu. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang gekk þeim í fyrstu erfiðlega að finna brunastað, enda var tilkynningin óljós. Í ljós kom að eldur logaði í rusli sem hafði verið safnað fyrir í gröfuskóflu inn á milli gáma á svæðinu. Landeigandi hafði safnað ruslinu í skófluna og hellt yfir eldsneyti
og borið eld að. Þar sem einnig var eitthvað af vatni í skóflunni myndaðist mikill reykur sem steig til himins. Vegfarendur um Reykja-
nesbraut héldu því að eldur logaði í húsi á svæðinu. Slökkviliðsmenn ræddu við aðila á staðnum en aðhöfðust ekkert frekar.
Fann nýja ástríðu eftir að hafa þurft að hætta í körfubolta
Keflvíkingurinn Arnór Sveinsson var á sínum tíma einn allra efnilegasti íþróttamaður á Íslandi. Hann var bæði efnilegur leikmaður í fótbolta og körfubolta ásamt því að hafa gífurlegan stökkkraft og hraða frá unga aldri. Stökkkrafturinn var eitthvað sem vakti athygli margra en Arnór sló meðal annars óformlegt landsmótsmet í langstökki þrátt fyrir að hafa aldrei æft neinar frjálsar íþróttir og hann var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann keppti í troðslukeppni á Nettómótinu. Þrátt fyrir að hafa tekið körfuna fram yfir fótboltann þá var það fótboltinn sem átti hug hans til að byrja með.
„Ég byrjaði ekki í körfubolta fyrr en um tíu ára aldur. Sem barn hafði ég miklu meiri áhuga á fótboltanum og Einar Einars, körfuboltaþjálfari, hafði enga þolinmæði fyrir mér á æfingum því ég var alltaf að negla alla niður. Eftir tíu ára aldur var ég á fullu í fótbolta og körfubolta og elskaði að vera í báðum íþróttum, ég var frekar ofvirkt barn og það voru íþróttirnar sem hjálpuðu mér gífurlega að losna við þá orku sem ég þurfti að losa mig við.“
Fann snemma fyrir athygli „Þegar ég fór að taka körfuna alvarlega var ég mjög bráðþroska og stækkaði hratt en hafði samt góða samhæfingu miðað við stærð og gat skotið boltanum mjög vel enda kenndi pabbi mér mjög snemma hvernig ætti að skjóta boltanum. Ég var því farinn að vekja athygli þegar ég var í kringum tólf ára, enda var ég farinn að troða þá og var stór, sterkur og hittinn. Þó að athyglin hafi byrjað að koma þá fann ég í raun ekkert fyrir neinni pressu fyrr en um átján ára aldur.“
Meiri pressa á að halda áfram í körfubolta
Arnór var fimmtán ára þegar hann tók þá ákvörðun að setja takkaskóna á hilluna til þess einbeita sér að fullu á að ná langt í körfubolta.
„Þegar ég var fimmtán ára, en þá var ég kominn í landsliðsúrtakið í fótbolta, fannst mér meiri líkur á að ná lengra í körfu og tók þess vegna körfuna fram yfir en í dag held ég að ég hefði getað náð jafnlangt eða mögulega lengra í fótboltanum. Það voru líka margir í körfunni að pressa á mig að fókusera á hana enda var ég kominn í yngri landsliðin þar. Fótboltinn var frábær tími og lærði ég mikið, enda með góða þjálfara eins og Jóhann Birni og fleiri meistara. Þegar ég hætti í fótboltanum var ég kominn inn í meistaraflokk Keflavíkur í körfu. Ég man að goðsagnir eins og Gunni Einars og Maggi Gunn voru þá í liðinu en ég byrjaði að æfa á fullu með þeim sextán ára. Ég fékk þá fyrstu mínúturnar mínar sem var gífurlega skemmtilegt. Hjörtur Harðarson var þá þjálfari og hafði hann mikla trú á mér sem leikmanni. Síðan ákvað ég að prófa eitthvað nýtt, fór í Njarðvík og var á venslasamningi hjá Hamri í eitt ár. Mér leið vel í Njarðvík og lærði mjög mikið af mönnum þar, þá sérstaklega af Loga Gunnars. Logi var ótrúlega flottur leikmaður og góð fyrirmynd innan sem utan vallar og kenndi hann mér margt, bæði sem þjálfari minn í yngri flokkunum þar og sem liðsfélagi í meistaraflokki. Síðan fer ég aftur í Keflavík en ég hefði þá mögulega átt að fara annað þar sem mér fannst þeir sem
þjálfuðu liðið ekki hafa nægilega mikla trú á mér. Ég á þó mörg eftirminnileg augnablik í Keflavík og það sem stendur mest upp úr er líklegast þegar ég rétt strauk nefið á Drungilas, leikmanni Þórs, í úrslitunum á móti þeim og var ég þá rekinn út úr húsi í fyrsta og eina skiptið á mínum ferli.“
Áfall leiddi til enda ferilsins
Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Arnór átt langan meistaraflokksferil en er nú hættur í körfubolta – en hvað varð til þess að hann ákvað að setja skóna á hilluna?
„Ég lenti í miklu áfalli í nóvember 2021 sem varð til þess að ég hef lítið verið í körfu síðan þá. Ég var mættur á æfingu í íþróttahúsinu í Keflavík og var að klæða mig úr hettupeysunni. Þá segir Þröstur Leó, liðsfélaginn minn: „Hvað er að sjá hendina á þér drengur?“ Þá var hún öll orðin rauð og þrútin þannig ég fór beinustu leið upp á spítala þar sem mér var sagt að ég væri með blóðtappa í öxlinni. Eftir það fór ég í Domus Medica og tók allskonar próf en þar segja þau að ég væri rifbeinsbrotinn sem leiddi til þess að æðarnar voru klemmdar. Það var samt ekki talin nákvæm niðurstaða svo ég var í raun ekki ennþá 100% viss hvað væri að mér. Ég fór svo til útlanda tveimur vikum seinna og þá fékk ég símtal frá Domus Medica og mér tilkynnt að ég væri með eitthvað sem kallast Thoracic Outlet Syndrome. Það lýsir sér þannig að það er lítið pláss í öxlinni fyrir bláæðarnar til að dæla blóði úr hendinni til hjarta. Fyrst gerði ég mér í raun ekki grein fyrir alvarleika málsins. Ég spurði lækninn minn: „Getum við ekki bara lagað þetta?“ og hann
Mitt markmið í framtíðinni er að verða þjálfari í fullu starfi og að hafa góðan hóp af fólki sem treystir mér fyrir sinni heilsu – því í raun er ekkert mikilvægara en heilsan okkar ... Útskrift í einkaþjálfaranámi frá Keili.
svaraði mér blákalt á ensku: „No it is broken.“ Ef ég færi í aðgerð gæti ég lamast í hendinni þannig ég ákvað að taka ekki sénsinn og þarf að lifa við það að vera lélegri í körfubolta og missa styrk í hendinni en ég sætti mig betur við það heldur en að vera lamaður.
Það var ótrúlega erfitt að kyngja þessum fréttum enda hafði lífið snúist um körfubolta frá því ég var krakki en á þessum degi leið mér eins og öll mín erfiðisvinna hafi verið til einskis. Þessi sjúkdómur er eitthvað sem ég verð alltaf með og ég þarf að lifa með honum, sem var mjög erfitt til að byrja með – en maður aðlagar sig og lærir að lifa með þessu.“
Fann nýja ástríðu í þjálfun
„Ótrúlegt en satt þá er ég farinn að dýrka langhlaup sem ég gjörsamlega þoldi ekki þegar ég var í körfu og fótbolta. Aðaláhugamál mitt er hins vegar að þjálfa fólk og aðstoða það við að koma sér í betra líkamlegt ástand en sú nýja ástríða
hefur gripið mig eftir að ég missti körfuna. Eftir að hafa hætt í körfu vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera í lífinu en sá á netinu auglýsingu um einkaþjálfaranám og hugsaði: „Af hverju ekki?“ Ég fór í Keili og bætti við mig fögum til að komast aftur í eitthvað frekara nám og reyna að vekja einhvern neista sem vantaði hjá mér – og það gerði námið hjá Keili svo sannarlega. Ég er nýbúinn að ljúka náminu og hef sett allan minn áhuga, orku og metnað í að verða eins góður þjálfari og ég get. Síðan ég byrjaði í þessu hef ég ekki verið mikið að væla yfir því sem kom fyrir mig eða verið að sakna körfunnar, enda er hausinn á mér á bólakafi í þjálfun og að koma sjálfum mér einnig í betra stand, bæði líkamlega og andlega. Mitt markmið í framtíðinni er að verða þjálfari í fullu starfi og að hafa góðan hóp af fólki sem treystir mér fyrir sinni heilsu – því í raun er ekkert mikilvægara en heilsan okkar.“
Viðtal: Jón Ragnar Magnússon
Knattspyrnusamantekt
Systurnar sáu um Selfoss
Lengjudeild kvenna: Grindavík vann Selfoss með tveimur mörkum gegn einu í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu.
Það var Ása Björg Einarsdóttir sem kom Grindavík yfir snemma leiks (6’) en Selfyssingar jöfnuðu um tíu mínútum síðar (17’).
Staðan jöfn í hálfleik en eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Dröfn Einarsdóttir, systir Ásu, og tryggði Grindavík sigurinn. Eftir sigurinn situr Grindavík í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með þrettán stig eftir níu leiki.
Lengjudeild karla:
Suðurnesjaliðin riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í tíundu umferð Lengjudeildar karla, öll töpuðu þau sínum leikjum.
Verstu útreiðina fengu Keflavík og Njarðvík en hvort lið fékk á sig fimm mörk. Eftir markalausan fyrri hálfleik í Eyjum skoaði ÍBV fimm mörk gegn engu marki Keflavíkur. Njarðvík lenti tveimur mörkum undir í sínum leik gegn Aftureldingu en Tómas Bjarki Jónsson minnkaði muninn fyrir hálfleik (35’).
Dröfn og Ása Björg Einarsdætur,
Bjarki Jónsson fagnar
Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn í seinni hálfleik með glæsimarki Oumar Diouck (70’) en þrjú mörk frá gestunum gerði út um leikinn. Grindavík tapaði fyrir Þrótti sem kom sér úr neðsta sætinu fyrir vikið. Aðeins eitt mark var skorað og það kom í lokin á fyrri hálfleik. Njarðvík missti efsta sætið til Fjölnis en er í öðru sæti, þremur stigum frá toppnum. Grindavík er í fimmta sæti en á leik til góða og gæti komist upp að hlið Eyjamanna sem eru í þriðja sæti. Keflvíkingar eru í áttunda sæti, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson, klúbbmeistarar GVS 2024.
Heiður og Helgi vörðu klúbbmeistaratitlana
Meistaramóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) lauk á Kálfatjarnarvelli á laugardag en það hófst miðvikudaginn 26. júní. Mótið heppnaðist einstaklega vel og veðrið lék við kylfinga á lokadegi en smá gola var á öðrum og þriðja degi. Klúbbmeistarar GVS árið 2024 eru Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson en bæði voru þau ríkjandi klúbbmeistarar.
Meistaraflokkur karla
1. sæti: Helgi Runólfsson, 287 högg (73-73-72-69)
2. sæti: Jóhann Hrafn Sigurjónsson, 307 högg (74-76-81-76)
3. sæti: Ívar Örn Magnússon, 310 högg (73-79-77-81)
1. flokkur karla
1. sæti: Birgir Heiðar Þórisson, 376 högg (88-96-98-94)
2. sæti: Valgeir Helgason, 390 högg (93-101-100-96)
3. sæti: Sigurður Jón Sveinsson, 394 högg (91-99-99-105)
2. flokkur karla
1. sæti: Hafliði Sævarsson, 389 högg (91-102-103-93)
2. sæti: Hilmar E Sveinbjörnsson, 393 högg (101-97-97-98)
3.sæti: Orri Hjörvarsson, 396 högg (90-95-111-100)
Öldungaflokkur
1. sæti: Húbert Ágústsson, 349 högg (90-84-90-85)
2. sæti: Reynir Ámundason, 356 högg (86-89-87-94)
3. sæti: Ríkharður Sveinn Bragason, 360 högg (84-93-93-90)
Meistaraflokkur kvenna
1. sæti: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, 337 högg (79-87-85-86)
2. sæti: Oddný Þóra Baldvinsdóttir, 385 högg (99-109-89-88)
1. flokkur kvenna
1. sæti: Guðrún Egilsdóttir, 386 högg (94-101-97-94)
2. sæti: Agnese Bartusevica, 396 högg (89-115-93-99)
3. sæti: Hrefna Halldórsdóttir, 406 högg (97-105-106-98)
Opinn flokkur punktakeppni
1. sæti: Natalía Ríkharðsdóttir, 83 punktar (22-27-34)
2. sæti: Agnes Kragh Hansdóttir, 83 punktar (26-29-28)
3. sæti: Páll Skúlason, 72 punktar (27-22-23)
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Störf í leik- og grunnskólum
Akurskóli - Kennari eða sérkennari í stoðþjónustu
Akurskóli - Kennari á unglingastig
Myllubakkaskóli - Myndmenntakennari
Önnur störf
Fjörheimar félagsmiðstöð - Frístundaleiðbeinandi
Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja - Ráðgjafi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.
Grindvíkingar í Grindavík héldu brennu í Bótinni
„Þessi hugmynd kviknaði um daginn þegar ljóst var að heimilissorp yrði ekki sótt í Grindavík. Í stað þess að keyra með það í ruslagámana ákváðum við að brenna því og timbri úti í Bót, sem er fjaran vestan megin við Grindavík,“ sagði Grindvíkingurinn Magnús Gunnarsson.
Grindvíkingar gerðu sér glaðan dag á laugardagskvöld, söfnuðu saman rusli og timbri sem mátti brenna og úr varð hin myndarlegasta brenna á brennustæðinu í Bótinni. Magnús segir að tími hafi verið kominn fyrir Grindvíkinga
í Grindavík að hittast og gera sér glaðan dag. Ljóst að leikurinn verði endurtekinn og þá vill hann fá fleiri Grindvíkinga, jafnvel þó þeir séu ekki búsettir í Grindavík eða séu á leiðinni á næstunni.
Það myndaðist góð stemmning við bálköstinn í Bótinni.
Myndir/Steindór Máni Björnsson
„Þetta er þér að kenna!“
Í síðustu viku birtust fréttir af innritun nýnema í framhaldsskóla landsins. Ég var ánægð með að sjá að í ár var það Tækniskólinn sem var með flestar nýskráningar (og svo var ég auðvitað líka ánægð með að minn gamli skóli, Kvennaskólinn í Reykjavík, var með þær næstflestar). Áhugi nemenda á iðnog tækninámi er gleðilegur fyrir margra hluta sakir. Mikil vinna hefur verið lögð í það um margra ára skeið að efla tækninám og ekki síst að auka áhuga og virðingu fyrir námi í þeim greinum. Sem fyrrverandi iðnaðarráðherra fagna ég þessu mjög. Mér er mjög minnisstætt þegar ég heimsótti iðn- og tækniskóla á sínum tíma og ræddi við skólayfirvöld um það hvernig hægt væri að auka þennan áhuga og laða fleiri nemendur inn í þessar gríðarlega þjóðhagslega mikilvægu greinar. Við sem þjóð þurfum á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda en á þeim tíma vorum við að glíma við annars vegar lítinn áhuga á tækninámi og hins vegar (sem eigum reyndar enn við að glíma) við mikið brottfall, aðallega drengja, úr hefðbundnu bóknámi í framhaldsskólum. Svar eins skólameistarans við þeirri spurningu hverju væri um að kenna er mér mjög minnisstætt. Hann sagði hreint út að þetta væri mér að kenna! Mér brá við og svaraði því til að ég væri jú þarna komin sem iðnaðarráðherra til þess einmitt að reyna að finna leiðir til að taka höndum saman með menntamálayfirvöldum að bæta þarna úr. En hann stoppaði mig af og sagði hann að hann væri
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
alls ekki að benda á mig sem ráðherra, heldur sem móður! Því það væri ekki síst okkur foreldrunum að kenna að ungmennunum okkar væri stýrt inn í bóknámið, hvort sem þeim sjálfum hugnaðist það eða ekki. Áherslan á stúdentsprófið væri slík, við foreldrar hvöttum börnin okkar til að klára það fyrst og fara svo í hvað annað sem þau vildu. Þetta væri röng nálgun að hans mati því bóknám væri ekki upphaf og endir alls og hentar ekki öllum. Með þessu „háttalagi“, eins og hann kallaði það, værum við líka að draga úr verðmætasköpun í þjóðfélaginu og það sem verst væri að letja krakkana okkar að til að læra það sem þau hefðu raunverulega áhuga á. Ég er svo sammála þessum ágæta skólameistara og vona sannarlega að þetta litla en, í mínum huga, stórmerkilega dæmi um áhuga nýnema á Tækniskólanum sýni okkur að þarna sé að verða breyting á. Ég hef reynt að hafa þetta í huga hvað mína drengi varðar, hvet þá að sjálfsögðu til þess að stunda nám og leggja sig alla fram. En við verðum að sleppa takinu og leyfa börnunum okkar að elta sína drauma og velja sína framtíð. Það fer líka ljómandi vel saman við árangur – áhugi á viðfangsefninu er farsælasta leiðin að árangri.
Mundi
Víkurfréttir munu koma út hálfsmánaðarlega í stað vikulega næstu sex vikurnar.
Næstu blöð koma út 17. júlí, 31. júlí og 14. ágúst en eftir það verður útgáfan vikuleg.
Víkurfréttir standa samt vaktina á vf.is þar sem hægt er að nálgast nýtt efni og fréttir daglega.
Vertu velkomin(n) til okkar!
Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.