Víkurfréttir 28. tbl. 40. árg.

Page 1

„Við erum ekki að fara að byggja upp Dubai í Höfnum“

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

MIÐOPNA

fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.

150 herbergja Marriott hótel í skipi á leið til Helguvíkur Strætóbreytingu frestað

Nýtt 150 herbergja Courtyard flugvallarhótel Marriott keðjunnar rís hratt í Reykjanesbæ um þessar mundir. Síðustu mánuði hefur verið unnið að uppsteypu byggingarinnar og um næstu mánaðamót er væntanlegt til Helguvíkur flutningaskip með einingar í hótelbygginguna. Í flutningaskipinu eru 78 gámaeiningar með fullbúnum herbergjum hótelsins. Skipið var á þriðjudag í Súesskurðinum og á leið í Mið-

jarðarhafið. Einingunum verður skipað upp í Helguvík og þær fluttar á byggingarstað við Aðaltorg þar sem hótelinu verður púslað saman.

Að sögn Ingvars Eyfjörð, sem leiðir uppbygginguna, mun taka um tvær til þrjár vikur að reisa hótelbygginguna en þegar því verður lokið tekur við um 4-5 mánaða tímabil til að ljúka framkvæmdum þannig að hótelið mun opna fljótlega á nýju ári. Myndin var tekin á byggingarstað í síðustu viku.

Næstu Víkurfréttir 1. ágúst - dagleg fréttaþjónusta á vefnum, vf.is

Vegna sumarleyfa starfsfólks Víkurfrétta í júlímánuði kemur blaðið ekki út í næstu viku. Víkurfréttir koma næst út á prenti fimmtudaginn 1. ágúst. Vefútgáfa blaðsins, vf.is, fer hins vegar ekki í sumarfrí og þar verður staðin fréttavakt alla daga júlímánaðar. Þar eru líka fjölbreyttir möguleikar til að koma að auglýsingum í ýmsum stærðum. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og póstfangið er andrea@vf.is. Vaktsími blaðamanns er 898 2222 og þá má senda ábendingar eða efni á póstfangið vf@vf.is.

Undirbúningur er nú í fullum gangi við innleiðingu nýs og endurbætts leiðarkerfis innanbæjarstrætó í Reykjanesbæ. Upphaflega stóð til að taka kerfið í notkun um miðjan júlí en ákveðið hefur verið að fresta gildistöku leiðarkerfisins á meðan unnið er úr þeim ábendingum sem hafa borist varðandi kerfið. Kynningarfundur var haldinn í Íþróttaakademíu í vor og bauðst almenningi að senda inn ábendingar.

Frekari upplýsingar verða sendar út síðar, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.

Frábær júlítilboð 13%

50%

Opnum snemma lokum seint

26%

79

399

áður 159 kr

áður 459 kr

kr/stk

AVA drykkir Appelsínu eða Skógarberja 33 cl

kr/pk

Kanilsnúðar 260 gr

399 kr/pk

áður 539 kr

Freyju Spyrnur 170 gr

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 28. tbl. 40. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu