„Við erum ekki að fara að byggja upp Dubai í Höfnum“
Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
MIÐOPNA
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
150 herbergja Marriott hótel í skipi á leið til Helguvíkur Strætóbreytingu frestað
Nýtt 150 herbergja Courtyard flugvallarhótel Marriott keðjunnar rís hratt í Reykjanesbæ um þessar mundir. Síðustu mánuði hefur verið unnið að uppsteypu byggingarinnar og um næstu mánaðamót er væntanlegt til Helguvíkur flutningaskip með einingar í hótelbygginguna. Í flutningaskipinu eru 78 gámaeiningar með fullbúnum herbergjum hótelsins. Skipið var á þriðjudag í Súesskurðinum og á leið í Mið-
jarðarhafið. Einingunum verður skipað upp í Helguvík og þær fluttar á byggingarstað við Aðaltorg þar sem hótelinu verður púslað saman.
Að sögn Ingvars Eyfjörð, sem leiðir uppbygginguna, mun taka um tvær til þrjár vikur að reisa hótelbygginguna en þegar því verður lokið tekur við um 4-5 mánaða tímabil til að ljúka framkvæmdum þannig að hótelið mun opna fljótlega á nýju ári. Myndin var tekin á byggingarstað í síðustu viku.
Næstu Víkurfréttir 1. ágúst - dagleg fréttaþjónusta á vefnum, vf.is
Vegna sumarleyfa starfsfólks Víkurfrétta í júlímánuði kemur blaðið ekki út í næstu viku. Víkurfréttir koma næst út á prenti fimmtudaginn 1. ágúst. Vefútgáfa blaðsins, vf.is, fer hins vegar ekki í sumarfrí og þar verður staðin fréttavakt alla daga júlímánaðar. Þar eru líka fjölbreyttir möguleikar til að koma að auglýsingum í ýmsum stærðum. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og póstfangið er andrea@vf.is. Vaktsími blaðamanns er 898 2222 og þá má senda ábendingar eða efni á póstfangið vf@vf.is.
Undirbúningur er nú í fullum gangi við innleiðingu nýs og endurbætts leiðarkerfis innanbæjarstrætó í Reykjanesbæ. Upphaflega stóð til að taka kerfið í notkun um miðjan júlí en ákveðið hefur verið að fresta gildistöku leiðarkerfisins á meðan unnið er úr þeim ábendingum sem hafa borist varðandi kerfið. Kynningarfundur var haldinn í Íþróttaakademíu í vor og bauðst almenningi að senda inn ábendingar.
Frekari upplýsingar verða sendar út síðar, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.
Frábær júlítilboð 13%
50%
Opnum snemma lokum seint
26%
79
399
áður 159 kr
áður 459 kr
kr/stk
AVA drykkir Appelsínu eða Skógarberja 33 cl
kr/pk
Kanilsnúðar 260 gr
399 kr/pk
áður 539 kr
Freyju Spyrnur 170 gr
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
Þrír af hverjum fimm heimsækja Suðurnes Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Í skýrslunni kemur fram að nærri þrír af hverjum fimm ferðamönnum heimsækja Suðurnes. Gistinætur voru að jafnaði 0,8 talsins á Suðurnesjum en það er lægsta hlutfall landsins en landsmeðaltal er 1,7 nótt. Hæst var hlutfallið á Norðurlandi og í höfuðborginni eða 2,5 nætur. www.visitreykjanes.is greinir frá þessu. Langflestir heimsóttu höfuðborgarsvæðið árið 2018 eða ríflega níu af hverjum tíu svarendum. Þrír fjórðu heimsóttu Suðurlandið og nærri þrír af hverjum fimm Suðurnes. 56,8% heimsóttu Suðurnes 2018. Af þeim gistu 47,4% á Reykjanesi. Til samanburðar þá er hlutfallið aðeins hærra á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Þegar kemur að ánægju varðandi ein-
staka landshluta þá skora Suðurnes lægst ásamt Reykjavík, Vestfjörðum og Austurlandi. Dreifing ferðamanna um Suðurnes er eftirfarandi: • 58% Bláa lónið • 44% Reykjanesbær • 23% Grindavík • 23% Gunnuhver • 11% Krísuvík
Þegar svarendur voru inntir eftir því hvers vegna þeir væru líklegir að mæla með Íslandi sem áfangastað nefndu flestir eða ríflega helmingur náttúruna eða landslagið og það
hversu fallegt væri á Íslandi eða um tveir af hverjum fimm svarendum. Þegar svarendur voru inntir eftir því hvað þyrfti að gera til að ferðamenn yrðu líklegri til að mæla með Íslandi
sem áfangastað nefndu langflestir verðlag. Þannig nefndi helmingur verðlag almennt, ríflega fjórðungur verð á mat og einn af hverjum tíu verð á gistingu. Auk þess voru margir á því að bæta þyrfti innviði og upplýsingagjöf eða um fimmtungur. Náttúruböð voru vinsælasta afþreyingin 2018. Þar á eftir komu ýmiss konar dekurmeðferðir, heimsóknir á söfn og sundferðir. Þegar svarendur voru beðnir um að tilgreina hvaðan hugmyndin að Íslandsferð hefði komið nefndu um níu af hverjum tíu náttúru landsins eða einstök náttúrufyrirbæri. Átta af hverjum tíu sögðust hafa langað að prófa eitthvað nýtt eða þá hefði alltaf langað að heimsækja landið.
68 þinglýstir kaupsamningar á Suðurnesjum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurnesjum var 68 í nýliðnum júnímánuði. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.356 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,6 milljónir króna. Af þessum 68 kaupsamningum voru 57 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.957 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,3 milljónir króna.
LENGSTA HUNDA-HLAUPABRAUT LANDSINS Á PATTERSON-VELLI Á fundum Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar undanfarið hafa verið ræddar tillögur um að hafa hundagerði á grasbalanum við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík. Hundagerði þarf hins vegar gott landrými svo hundar geti hlaupið um og þá hentar svæðið í Grófinni ekki. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að staðsetja hundasvæðið á Patterson-vellinum. Sú hugmynd hefur fengið góðan hljómgrunn. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfir Patterson-völl. Þarna er örugglega ein lengsta hunda-hlaupabraut landsins eins og sjá má :)
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Reykjanesbær mælir með Suðurnesjalínu 2 sem jarðstreng Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar um Suðurnesjalínu 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík á frummatsskýrslu frá því í maí 2019. Gunnar Kr Ottósson skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar skrifar umsögnina en þar segir m.a.: „Reykjanesbær leggur áherslu á að þó framkvæmdir sé nauðsynlegar þá
valdi þær sem minnstum spjöllum og skerði eins takmarkað og unnt er ásýnd og náttúru landsins. Þess vegna mælir sveitafélagið með valkosti A jarðstrengur meðfram Suðurnesjalínu eða valkosti B jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Núverandi lína er hógvær og lítt áberandi í landi en það er mat sveitafélagsins að með annarri línu og umfangsmeiri samhliða Suðurnesjalínu 1 verði áhrif á ásýnd landsins sterkari“.
Milda áhrif hækkunar fasteignamats í Grindavík „Grindavíkurbær hefur ávallt haft það að leiðarljósi að milda áhrif hækkunar fasteignamats vegna fasteignagjalda og mun gera það á árinu 2020,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur á fasteignamati fyrir árið 2020. Tekið var fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna fasteignamats 2020 sem er að hækka um 9,6% frá árinu 2019. Þá hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvatt sveitarfélög til þess að hækka gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki á árinu 2020, en minna ef verðbólga verður lægri.
Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.
Reykjanesbær - 29. júlí Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
NETTÓ KÆTIR BRAGÐLAUKANA! Kjúklingalundir 700 gr
923
KR/PK
-20%
-19%
-40%
ÁÐUR: 1.539 KR/PK
Vöfflumix Hrista&baka, 330 gr
Mars eða Snickers ís 4 pk
339
KR/STK
ÁÐUR: 419 KR/STK
-45%
479
KR/PK
ÁÐUR: 599 KR/PK
GOTT Í GRILLVEISLUNA!
-50% Lambagrillsneiðar Bernaise
Grísakótilettur Brasilíukryddaðar
999
1.154
KR/KG
KR/KG
ÁÐUR: 1.998 KR/KG
ÁÐUR: 2.098 KR/KG
-50%
KS Lúxusgrillpakki
1.244
-20%
ÁÐUR: 2.488 KR/KG
KR/KG
-30% Nautalund Íslensk fersk
4.798 ÁÐUR: 5.998 KR/KG
KR/KG
Bökunarkartöflur
188
Vínarbrauð Pecan
139
KR/KG
ÁÐUR: 269 KR/KG
-40%
KR/STK
ÁÐUR: 199 KR/STK
Grillsneiðar Blandaðar
1.199
-30%
KR/KG
ÁÐUR: 1.998 KR/KG
Tilboðin gilda 18. – 21. júlí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Lægra verð – léttari innkaup
ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
Auðvelt að fylgjast með hljóðstigi frá flugvélum - Reynsla komin á hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll
Samráðsgátt opnuð vegna endurbóta á kísilverksmiðju í Helguvík Stakksberg hefur opnað samráðsgátt vegna vinnslu frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Með samráðsgáttinni vill Stakksberg stuðla að auknu samráði við almenning, umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir, og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdaraðili stendur fyrir samráði með þessum hætti á meðan á vinnslu frummatsskýrslu stendur. Með auknu samráði vonast Stakksberg til þess að fram komi athugasemdir frá almenningi sem stuðli að betri og vandaðri frummatsskýrslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Samráðsgátt Stakksbergs
Samráðsgátt Stakksbergs sækir fyrirmynd sína í samráðsgátt stjórnvalda. Öllum er frjálst að senda inn athugasemd eða ábendingu en til þess þarf að skrá sig inn með innskráningarkerfi island.is, Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Líkt og í samráðsgátt stjórnvalda eru athugasemdir í samráðsgátt Stakksbergs birtar opinberlega og undir nafni. Þrjú mál hafa nú þegar verið birt í samráðsgátt Stakksbergs: samfélagsleg áhrif, ásýnd og hljóðvist. Fleiri atriði matsins verða birt eftir því sem vinnu við frummatsskýrslu vindur fram. Samráðsgáttin er aðgengileg á slóðinni www.samrad.stakksberg.is og einnig frá heimsíðu Stakksbergs, www.stakksberg.com/umhverfismat/ Að samráðstímabili loknu verður gerð grein fyrir úrvinnslu athugasemda með samantekt á síðu hvers máls. Tekið verður tillit til athugasemda við vinnslu frummatsskýrslu eins og við á og auk þess mun samantekt fylgja sem viðauki við skýrsluna. Þegar frummatsskýrslu hefur verið skilað til Skipulagsstofnunar verða mál á samráðsgátt Stakksbergs, ásamt athugasemdum og öðru innsendu efni, tekin úr birtingu.
Umhverfismat vegna endurbóta á kísilverksmiðju í Helguvík
Stakksberg vinnur að endurbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík og hluti af því er endurskoðun á umhverfismati. Vinna við nýtt umhverfismat hófst þann 25. júní 2018 þegar Stakksberg auglýsti drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats. Tillaga að matsáætlun var birt þann 20. nóvember 2018 og var haldinn íbúafundur í Hljómahöll í Reykjanesbæ til að kynna málið þann 21. nóvember. Skipulagsstofnun auglýsti málið og kallaði eftir athugasemdum og lauk athugasemdafresti þann 15. desember 2018. Skipulagsstofnun gaf út ákvörðun um matsáætlun þann 12. apríl 2019. Nú stendur yfir vinna við gerð frummatsskýrslu í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun og er áætlað að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar í september 2019. Stofnunin mun í kjölfarið kalla eftir athugasemdum og umsögnum við hana í samræmi við lögbundið ferli. Nánari upplýsingar um stöðu málsins hjá Skipulagsstofnun er að finna á vef stofnunarinnar: http://www. skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/997
Tilboð óskast í búslóð og tilheyrandi. Einnig veiðidót. Upplýsingar í síma 692-8659
Rafverkstæði IB ehf, óskar eftir að ráða:
Rafvirkja með sveinspróf Aðstoðarmann rafvirkja Viðkomandi þurfa að hafa ríka þjónustulund, vera góður í samskiptum og geta unnið sjálfstætt. Íslenskukunnátta, bílpróf og hreint sakavottorð skilyrði. Fyrirspurnir og ferilskrá sendist á netfangið rafib@mitt.is
Fitjabakka 1A • 260 Reykjanesbær Sími: 421 2136 • Gsm: 660 3691 • Netfang: rafib@mitt.is
Gagnvirkt hljóðmælingakerfi hefur verið starfrækt við Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri og talsverð reynsla er komin á kerfið. Kerfið er opið öllum í gegnum vef Isavia og hægt er að fá upplýsingar um flug sem nýlega hefur farið um flugvöllinn auk þess sem hægt er að sækja upplýsingar aftur í tímann. Settir voru upp þrír fastir mælar, tveir í Keflavík og einn á Ásbrú. Auk þessara þriggja mæla var keyptur færanlegur mælir þannig að hægt sé að mæla á öðrum stöðum t.d. ef ábendingar berast frá ákveðnum svæðum í bænum eða í bæjarfélögum sem eru fjær flugvellinum en Reykjanesbær. Kerfið birtir upplýsingar hljóðmæla í byggðinni í kringum flugvöllinn og er því hægt að fylgjast með hljóðstyrk frá flugumferð og fá helstu upplýsingar um flug til og frá flugvellinum. Í kerfinu er sérstakur tilkynningahnappur þar sem hægt er að senda ábendingu um flug tiltekinnar flugvélar. Með þessu móti verða ábendingar vegna flugumferðar nákvæmari og betur skráðar auk þess sem auðveldara er
að greina það hvort tiltekið flug hafi farið eftir þeim flugferlum sem skilgreindir hafa verið í kringum flugvöllinn. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að það sem af er þessu ári hafi borist tugir ábendingar eða kvartanir vegna hávaða frá flugi. Í fyrra hafi einnig borist nokkrir tugir kvartana vegna flugs. Þær voru flestar í ágúst og september og voru vegna herflugs og fræsingu flugbrauta. Þá þurfti að nota austur/vestur-brautina, sem hefur flugstefnu sem liggur yfir Njarðvík, á nokkrum góðviðrisdögum. Að sögn Guðjóns tóku íbúar vel eftir því. Sambærilegt kerfi til hljóðmælinga er notað á mörgum stórum flugvöllum, til dæmis London Heathrow, Manc-
hester flugvelli og Kaupmannahafnarflugvelli. Margskonar niðurstöður má svo fá út úr hljóðmælingakerfinu. Það getur tekið saman hvaða flugvélategund framkallar mestan hávaða, hvaða flugbrautir eru að valda mestum óþægindum og svo framvegis. Á Keflavíkurflugvelli er reynt að stjórna fluginu þannig að það valdi sem minnstu ónæði fyrir nágranna flugvallarins en veður, brautarskilyrði, framkvæmdir og fleira getur þó haft áhrif þannig að beina þurfi flugi á brautir þar sem nágrannar flugvallarins verða frekar varir við ónæðið. Á síðasta ári var ráðist í innleiðingu nýrra flugferla við Keflavíkurflugvöll. Guðjón segir breytinguna þar áhugaverða en áhrifasvæði ónæðis af flugi er miklu minna eftir innleiðingu nýju ferlanna eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Isavia hvetur fólk í nágrenni Keflavíkurflugvallar til að kynna sér hljóðmælingakerfið. Vegna mikillar gagnagreiningar og sendingar gagna yfir net þá eru mælingar birtar 30 mínútum eftir flug. Þá er rétt að taka fram að ekki að marka mælingar þegar vindur nálgast 10 m/s. Þá er svo mikill hávaði í rokinu sem hefur áhrif á mælingar.
HJÁ HÖLLU VERÐUR FYRSTA GEOPARK FYRIRTÆKIÐ Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Veitingastaðurinn Hjá Höllu er fyrstur aðila í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til þess að hljóta nafnbótina Geopark fyrirtæki en Hjá Höllu og Reykjanes Geopark gerðu með sér samkomulag þess eðlis á dögunum. Þau Helga Dís Jakobsdóttir rekstrarstjóri Hjá Höllu í Leifsstöð og Daníel Einarsson forstöðumaður Reykjaness Geopark handsöluðu samstarfið á nýjum og glæsilegum stað Höllu í Leifstöð. Með samstarfinu er m.a. stuðlað að því að fyrirtæki á svæðinu noti merki Reykjanes UNESCO Global Geopark sem upprunamerkingu og styrki þannig við ferðaþjónustu og framleiðslu á Reykjanesskaga. „Við leitumst við að nota hráefni úr héraði og reynum eftir fremsta megni að miðla sögu okkar og svæðisins í gegnum okkar starfsemi. Halla notast t.d. við uppskriftir frá ömmu sinni og starfsfólk tekur virkan þátt í því að móta vörur sem við bjóðum upp á. Fyrirtækið byggist á heimafólki og fyrir vikið myndast ákveðinn andi sem okkur finnst mikilvægt að viðhalda og skilar sér vonandi áfram til viðskiptavina okkar. Markmið Reykjanes Geopark spegla okkar markmið og því erum við mjög ánægð að leggja okkar af mörkum til þess að halda merki Reykjaness á lofti með þessum hætti,“ sagði Helga Dís um samstarfið. Tæplega 30 manns starfa á veitingastöðum Hjá Höllu í Grindavík og í Leifsstöð en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á þeim rúmu fimm árum sem það hefur verið starfandi hér á Reykjanesi. Hjá Höllu býður upp á
eldbakaðar súrdeigspítsur, ferskan fisk frá Grindavík, fersk salöt sem og úrval rétta til að taka með sér í flug. Búið er að koma fyrir stórum gaseldofni þar sem pítsurnar eru bakaðar við háan hita á aðeins 90 sekúndum. Reykjanes Geopark vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli
Daníel og Helga með Geopark-platta sem mun sóma sér vel upp á vegg Hjá Höllu í Flugstöðinni.
SUÐUR MEÐ SJÓ
SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
á áhugaverðri jarðsögu, fræða og annast landið. Hugtakið Geopark er skilgreint af alþjóðlegum samtökum Geoparka sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. „Það er mikið ánægjuefni að veitingastaðurinn Hjá Höllu sé fyrsta skráða Geopark fyrirtækið í Leifsstöð, það eykur sýnileika jarðvangsins og vonandi verður Reykjanes Geopark sýnilegri í Leifsstöð í framtíðinni enda er hann eini alþjóðaflugvöllurinn sem staðsettur í jarðvangi,“ sagði Daníel Einarsson frá Reykjanes Geopark við þetta tækifæri.
UPPLIFÐU ALVÖRU MYNDGÆÐI
Q70R Q64R PQI3300 QHDR 1000 Ambient mode Quantum Dot Full Array Local Dimming Sýnir alla liti 100%
PQI3100 Sýnir alla liti 100% Ambient mode Quantum Dot Supreme UHD Dimming QHDR
Verð frá
49” 55” “49
194.900 kr
65”
Verð frá
249.900 kr
55”
Q85R
55”
389.900 kr
65”
No-Gap Wallmount Compatible Direct Full Array Elite QHDR 2000 One Connect Box AMBIENT MODE Ultimate Black Elite PQI4000 Q Wide Angle
Verð frá
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
55”
399.900 kr
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Virka daga kl. kl. 11-15. 10-18 Laugardaga Laugardaga kl. 11-15
82”
Q90R
PQI3800 AMBIENT MODE No-Gap Wallmount Compatible One Connect Box Direct Full Array Plus QHDR 1500 Q Wide Angle
Verð frá
65” 75”
65”
75”
Skoðaðu okkar á efur ýr vúrvalið
n Netverslun ýr vefur
n Netverslun
Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Vaxtalaust
Greiðslukjör í allt að 12 mánuði Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
Að byggja upp öfluga starfsmenn Starfsmenn íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar hafa undanfarin fjögur ár tekið þátt í starfsþróunarverkefninu Samferða, þar sem megináhersla var lögð á að auka faglega færni og vellíðan á vinnustað. Verkefnið Samferða var afar fjölbreytt og meðal annars byggt upp af hefðbundum verklegum og bóklegum námskeiðum, æfingum
og heimaverkefnum ásamt starfskynningarferðum innanlands og erlendis. Síðastliðin ár hefur hópurinn hannað, skipulagt og skrifað Húsbók, þar sem flest allir vinnuferlar eru skráðir og /eða myndaðir. Auk þessa unnu starfsmenn nokkur vönduð stutt kennslumyndbönd sem ætluð eru til að auka samræmingu, bæta
gæði, efla öryggismál og einfalda nýliðaþjálfun. Þann þrettánda júní var komið að lokum þessa verkefnis og af því tilefni var boðið til málþings og
útskriftar þar sem starfsfólkið kynnti verkefni undanfarinna ára. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku nokkra tali sem verið hafa í þjálfun
þeirri sem Hansína B. Einarsdóttir leiddi en hún starfar hjá starfsþróunarfyrirtækinu Skref fyrir skref, sem staðsett er í Suðurnesjabæ.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar í Sandgerði.
Einar Karl Vilhjálmsson, vaktstjóri Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði:
„Ég hef verið með í þessu verkefni í fjögur ár og hef verið opinn fyrir verkefninu frá upphafi. Mér fannst strax þetta Samferða verkefni efla með mér sjálfstraust og virðingu fyrir starfinu og vinnustaðnum. Það er mikilvægt að allir gestir okkar fái sama viðmót í afgreiðslunni, sama hver er á vakt. Þetta vorum við að samræma og efla í fari hópsins. Ég er stoltari og öruggari starfsmaður en starf í íþróttamiðstöð er ábyrgðarmikið starf og stundum er um líf að tefla ef eitthvað kemur upp á. Sumir halda að þetta starf gangi út á það að sitja og gera ekki neitt, er dálítið stimplað svoleiðis en það er öðru nær. Þetta er mjög faglegt starf. Við erum ekki að röfla yfir engu þegar við biðjum til dæmis sundlaugargesti að virða ör-
yggisreglurnar. Við erum stundum að sporna við hættulegum slysum, því það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis, til dæmis í vatninu, mannslíf er í húfi á hverri vakt. Starfsfólk þarf ávallt að vera viðbúið og fylgjast vel með því sem er að gerast. Við förum öll á skyndihjálparnámskeið og í sundpróf á hverju ári sem er sérhæft fyrir sundstaði. Við verðum einnig að vera í góðu standi til þess að geta brugðist fljótt og vel við ef það verður slys. Þessar verklagsreglur vorum við að skerpa í náminu og efla fagþekkingu í starfi okkar. Ég var mjög ánægður með þetta nám og allt fólkið mitt. Hansína stóð sig frábærlega, hún gerði þetta mjög áhugavert og fjölbreytt í alla staði. Hún var með nútímalega kennsluhætti og frábært nám.“
Hansína B. Einarsdóttir er umsjónaraðili Samferða verkefnisins:
Hvað gerum við vel, hvað getum við gert betur? Skref fyrir skref ehf. hefur rúmlega 30 ára reynslu af hönnun, skipulagningu og framkvæmd starfsþróunarverkefna og rannsókna m.a. á sviði fullorðinsfræðslu, bæði hérlendis sem og erlendis. Fyrirtækið hefur tekið þátt í og stýrt stórum erlendum verkefnum á vegum Erasmus, Nord Plus og NORA og NATA. Samstarfsaðili í þessu verkefni var Hansína B. Einarsdóttir sem hefur verið búsett í Suðurnesjabæ undanfarin átta ár. „Við hjónin fluttum hingað í Suðurnesjabæ m.a. vegna nálægðar við Leifsstöð en starfsvettvangur okkar er bæði hér heima og erlendis. Héðan er stutt í flug og okkur líkar afar vel að búa hér suður frá. Fyrirtækið, Skref fyrir skref, er starfsþróunarfyrirtæki sem hefur starfað í rúmlega 35 ár og er í eigu okkar hjóna, mín og eiginmanns, Jóns Rafns Högnasonar. Spurt er hvað gerum við vel og hvernig getum við gert betur? Og hvernig má gera það enn frekar sýnilegt það sem við gerum vel. Námskeiðin og verkefnin okkar eru ávallt hönnuð innan frá og byggja á því sem er þegar að gerast, sérsniðið að stofnunum og fyrirtækjum. Í hverju fyrirtæki er ákveðin „fyrirtækjamenning“ og það er afar mikilvægt fyrir þann sem er að þjálfa starfsmenn að þekkja eitthvað til þessarar menningar. Þannig er hægt að hanna efni sem allir geta nýtt sér strax á eigin vinnustað auk þess sem flestir starfsmenn fara saman í gegnum efnið. Skemmtilegt dæmi um þessi vinnubrögð var þegar að ég þjálfaði skipstjóra Eimskips á sínum tíma en þá sigldi ég með þeim í nokkurn tíma, til þess að skilja störfin þeirra og síðan hvernig bæta mætti þekkingu þeirra og vinnuaðstæður til sjós. Verkefni okkar með Suðurnesjabæ er gott dæmi um starfsþróunarverkefni á vinnustað þar sem notast er við óhefðbundnar leiðir til þess að
þjálfa fullorðið fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu. Suðurnesjabær er annað sveitafélaga á Íslandi til þess að nýta sér samningsákvæði úr kjarasamingum frá 2015 þar sem mögulegt er að sérhanna 150 stunda nám fyrir starfsmenn. Í þessu samhengi hefur sveitarfélagið sýnt mikla framsýni og er því til fyrirmyndar. Fyrirtæki okkar notar óhefðbundnar leiðir til þess að efla starfsfólk vinnustaða og fagmennsku,“ segir Hansína sem hefur mikla reynslu á þessu sviði og menntun sem hefur nýst henni vel til þess að reka þetta framsækna fyrirtæki Skref fyrir skref.
VIÐTÖL
Meira sjálfstraust og meiri virðing fyrir starfinu
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar í Garði.
Ólöf Ólafsdóttir, vaktstjóri Íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði:
Mjög skemmtilegt og fræðandi
„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og fræðandi finnst mér. Persónulega finnst mér sjálfstraust mitt hafa aukist frá fyrsta degi þegar við byrjuðum í náminu og einnig fagmennska í starfi. Þetta hefur verið hópefli í leiðinni fyrir okkur starfsfólkið. Námsferðirnar voru frábærar bæði hér innanlands og utan þegar við vorum að skoða
sundlaugar til dæmis og hvernig aðrir gera. Í þessum skoðunarferðum sáum við hvað við gætum gert betur og hvað við vildum ekki gera, því þá vorum við að gera betur en aðrir. Þegar við komum heim úr þessum skoðunarferðum þá uppveðraðist maður allur og vildi prófa nýjar hugmyndir á vinnustaðnum okkar, eitthvað sem hafði reynst vel annars staðar. Þessi fjögur
ár í verkefninu hafa haft svo góð áhrif á vinnuandann hjá okkur og er búið að slípa mig til sem starfsmann og manneskju í leiðinni. Maður fer að spá í margt, til dæmis hvernig viðmót við sýnum gestum okkar, hvernig við tölum við börnin sem koma til okkar og aðra. Hvað það skiptir máli að vera kurteis og almennilegur við alla. Við höfum áður verið í samstarfi með grunnskólanum vegna skólastefnu þeirra sem nefnist Uppeldi til ábyrgðar og þetta Samferða verkefni tónar vel við þær hugmyndir.“
Jón Hjálmarsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva í Suðurnesjabæ:
Vildi efla starfsfólk sitt „Þessi þjálfun hófst árið 2016 og kemur í kjölfar áfalla sem urðu á stuttum tíma hjá okkur. Vegna þess óöryggis sem áföllin sköpuðu innan hópsins vildi ég gera eitthvað til að styrkja starfsfólkið sem starfar í íþróttamiðstöðvum bæjarins en við byrjuðum fyrst í Sandgerði með þetta verkefni og seinna bættist við starfsfólkið í Garðinum þegar við sáum hvað verkefnið var öflugt og gott. Í upphafi fór ég og ræddi við Sigrúnu bæjarstjóra og bað hana að finna aðila með verkefni sem gæti styrkt hópinn, liðsheildina. Hún benti mér á Hansínu
B. Einarsdóttur, sem rekur starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref. Við fréttum að Íþróttamiðstöðin í Mosfellsbæ hafði farið í gegnum þessa þjálfun með þessu sama fyrirtæki með góðum árangri og sóttum um fjárveitingu hjá bænum fyrir þessu og fengum. Það varð úr að bærinn styrkti verkefnið Samferða í þessi ár sem í dag er að skila sér með útskrift nemendanna, starfsfólks íþróttamiðstöðva í Suðurnesjabæ. Við erum öll mjög ánægð en við erum með langa vinnudaga og þess vegna teygðist á þessu verkefni með okkur í fjögur ár. Við vildum ekki að þetta nám myndi bitna á þjónustu miðstöðvanna. Við byrjuðum Sandgerðismegin og af því að ég sá að þetta var að skila árangri og við vorum að auka fagþekkingu og öryggi í starfi, þá vildi ég að allir fengju þessa starfsþjálfun. Þetta verkefni er starfstengt nám sem skilar sér
í meiri vellíðan starfsfólks. Í gegnum vinnuferlið þá fórum við út í að búa til Húsbók sem er eins konar vegvísir sem samræmir starfið, að allir séu að gera eins og taka eins á reglum íþróttamiðstöðvanna. Nefni sem dæmi hvernig við þrífum klefana, að allir geri það eins en því er lýst nákvæmlega í Húsbókinni. Þegar við vorum komin lengra í verkefninu þá fórum við að búa til myndbönd um til dæmis klórprufur. Allar hreinlætiskröfur eru mjög strangar og því mikilvægt að fólk geri eins. Þessi Húsbók gagnast mjög vel þegar nýir starfsmenn byrja hjá okkur en í bókinni er starfslýsing mjög skýr. Síðasta verkefni okkar var að stofna áfallateymi í sitthvorri íþróttamiðstöðinni með samræmdum verkferlum. Þá erum við búin að skilgreina hvernig við tökum á svona málum ef þau koma upp. Það má geta þess að við höfum unnið náið með grunnskólunum í þessu verkefni. Þetta hristir fólk saman. Við höldum að við séum annað sveitarfélagið sem klárum þetta nám. Okkur hefur líkað mjög vel og erum búin að græða helling á þessu verkefni. Ég mæli hiklaust með þessu við önnur sveitarfélög.“
VERÐ- A! J G N E R SP
Afsláttur til félagsmanna 30% afsláttur af öllum vörum frá Sistema
Afsláttur gildir frá 18. – 21. júlí í öllum verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar
Nestisbox 1,2L m.hnífapörum
Salatbox 1.1L
Vatnsbrúsi Tritan Active 800ml
1.027 kr
867 kr
1.189 kr
Verð áður 1.467 kr
Verð áður 1.239 kr
Verð áður 1.699 kr
-30% Vatnsbrúsi Tritan quick
1.189 kr
Verð áður 1.698 kr
Afsláttur af öllum vörum úr Sistema línunni
Samlokubox 450ml
473 kr
Verð áður 676 kr
Vatnsbrúsi 460ml Twister
Bento box 1,25L
Nestiskubbur 2 L m. jógúrtboxi
699 kr
1.259 kr
909 kr
Verð áður 999 kr
Verð áður 1.799 kr
Verð áður 1.299 kr
r getur u k k o Hjá með ð a g r o þú b og skipt Netgírólum eins greiðs hentar! og þér
8
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
VIÐTAL
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Séð yfir Hafnir. Myndirnar voru teknar í síðustu viku með flygildi.
„VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AÐ BYGGJA UPP DUBAI Í HÖFNUM“ Margrét Lilja Margeirsdóttir skrifaði meistararitgerð um Hafnir.
Keflvíkingurinn Margrét Lilja Margeirsdóttir varði á dögunum meistararitgerð sína í skipulagsfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét valdi sér viðfangsefni úr Reykjanesbæ en ritgerðin nefnist „Hafnir á Suðurnesjum. Grunnur að skipulagstillögu.“ Í ágripi sem Margrét Lilja ritar sem inngangsorð ritgerðarinnar lýsir hún Höfnum, þessum þéttbýliskjarna á suðvesturhorni Íslands, sem fyrir aldarfjórðungi sameinaðist Keflavík og Njarðvík.
vegna vildi ég fjalla um eitthvað sem tengist Reykjanesbæ. Ég hef áður unnið BS-verkefni um grunnskólalóðir í Reykjanesbæ. Mér finnst mikilvægt að maður reyni að nýta sína krafta í sitt heimasamfélag,“ segir Margrét í samtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa mikinn áhuga á skipulagsfræðum og það hafi ráðið miklu þegar hún ákvað að takast á við þetta nám við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mikilvægt fuglalíf Sjávarleið
Fræðslusetur Söguleið Miðsvæði
C2
„Mér finnst Hafnir vera falin perla. Þó svo ég sé alin hérna upp, þá fór ég ekki mikið í Hafnir en í gegnum námið, þegar ég sá hvað hægt er Sjávarleið að gera mikið fyrir svona lítil þorp, þá Kirkjuvogskirkja fannst mér þetta kjörið. Eftir að ég lauk við Verslun verkefnið þá langar mig bara Leiksvæði að eiga Söguleið heima
er grunnur að skipulagstillögu fyrir Hafnir. Skjalið sem hún vann er hugmynd um hvernig byggja má upp í Höfnum til framtíðar. Margrét
Smábátahöfn
Hafnir falin perla
B2
Leik- og grunnskóli
B1
A1
Lýðháskóli
Sjávarleið
[Academic use only]
þarna,“ segir Margrét og brosir og augljóst að hún er orðin skotin í litla 100 manna þorpinu við Kirkjuvog. Hún segir sorglegt hversu lítil uppbygging hafi átt sér stað í Höfnum eftir sameiningu sveitarfélaganna 1994. Íbúafjöldinn stendur nokkurn
C1
„Lítil uppbygging hefur átt sér stað í Höfnum, íbúðarhús var síðast byggt þar árið 2012. Grunnþjónusta á borð við skóla, verslanir og afþreyingu er ekki til staðar og þurfa íbúar að sækja alla sína þjónustu í Keflavík, Ytri-Njarðvík eða Innri-Njarðvík. Markmið verkefnis er að setja fram grunn að skipulagi í Höfnum á Suðurnesjum. Markmiðið er að leysa skipulagið í anda sjálfbærrar þróunar. Áherslur verkefnis eru þríþættar þ.e. náttúrufarslegar-, manngerðar- og hagrænar forsendur. Þessir þættir eru mikilvægir og nauðsynlegt er að skoða þá og samþætta svo að úr verði gott skipulag. Skipulag svæðisins kallar á samþættingu ólíkra þátta og eru Heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun höfð að leiðarljósi við verkefnið. Forsendur fyrir skipulagi voru niðurstöður greininga á Höfnum á Suðurnesjum, sem var mikilvægur þáttur í undirbúningsvinnu fyrir skipulagstillöguna. Grunnur að skipulagstillögu var lögð fram með áherslu á þéttingu byggðar og aukna þjónustu í samræmi við náttúru og umhverfi,“ segir Margrét í inngangságripi að ritgerð sinni. „Ég er uppalin í Reykjanesbæ og er með miklar rætur hingað og þess
veginn í stað í Höfnum. Þar hafa á síðustu áratugum búið frá 80 og upp í 120 manns. Um þessar mundir eru íbúar í Höfnum nálægt 110. „Það er engin stefna eða þjónusta. Strætó gengur þangað tvisvar á dag og ef íbúar ætla á öðrum tímum þurfa þeir að hringja og panta bíl“. Margrét segist hafa komist að því í sínum rannsóknum að íbúar í Höfnum búi við skerðingar sem aðrir íbúar Reykjanesbæjar búi ekki við og myndu ekki sætta sig við. Í ritgerðinni gerði Margrét samantekt á gögnum um Hafnir og vann eftir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hún vann með stöðu Hafna í dag, núverandi stöðu Reykjanesbæjar í skipulagsmálum og hver væri möguleg framtíðarsýn Hafna miðað við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hún gerði greiningar á náttúrufarslegum forsendum, skoðaði veðurfar og vistgerðir, jarðfræði og náttúruvá, sem Margrét segir vera til staðar í Höfnum. Of langt mál er að telja upp alla þá þætti sem Margrét skoðaði en afrakstur vinnunnar
A2
Léttur iðnaður Bílstöð
Hér má sjá hugmynd Margrétar Lilju að því hvernig skipulag gæti verið í Höfnum. Grænu reitirnir eru núverandi byggingar en þær appelsínugulu eru framtíðar byggð. Þá eru merktar inn á myndina byggingar eins og skólar, verslun og jafnvel „bílstöð“ sem er með orkugjafa fyrir ökutæki nánustu framtíðar.
Akvegur Göngustígur Núverandi byggð Framtíðar byggð Mkv. 1:5.000
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
áfangaskipti verkefninu en í hugmyndum hennar að fyrsta áfanga er þétting byggðar á miðsvæði og bygging skóla sem væri rekinn sem leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum yrðu börn í 1. til 4. bekk. Annar áfangi gerir einnig ráð fyrir þéttingu byggðar og fólksfjölgun. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu lýðháskóla í þorpinu. ,,Lýðháskólinn á Flateyri hefur reynst vel til að fjölga íbúum og auka fjölbreytni“.
Rúmlega 500 manna þorp
Grunnurinn að skipulagstillögu fyrir Hafnir er að gera ráð fyrir að íbúar verði rúmlega 500 talsins. Það má segja að í Reykjanesbæ hafi hugmynd Margrétar þegar verið framkvæmd í Innri Njarðvík. „Hún var áður kölluð Týnda-Njarðvík en um leið og þar var byggður skóli var kominn forsenda fyrir því að fólk myndi flytja þangað. Það er einmitt takmarkandi þáttur fyrir Hafnir í dag að það er enginn ávinningur að flytja þangað. Af hverju að flytja þangað ef það er ekkert þangað að sækja,“ spyr Margrét.
Í vinnu sinni byggir Margrét upp skipulag í kringum fjölskyldur og leggur áherslu á að það verði skóli í Höfnum. Tillagan gerir ráð fyrir einbýlishúsum og parhúsum. Þá er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum í kringum lýðháskólann en hann sér Margrét þar sem nú er samkomuhús íbúa í Höfnum. Engar byggingar eru hærri en tvær hæðir, auk kjallara. „Við erum ekki að fara að byggja upp Dubai í Höfnum,“ segir Margrét og hlær. Hún vill halda í sjarmann sem er þegar yfir byggðinni en í Höfnum er hverfisvernd sem kemur í veg fyrir að innanum núverandi byggingar rísi aðrar sem stinga í stúf. „Þessar hugmyndir þurfa að falla vel að núverandi byggð. Nú þarf að fara í áframhaldandi vinnu en í dag er ekkert deiliskipulag í Höfnum og næsta skref er Reykjanesbæjar að vinna deiliskipulag fyrir Hafnir,“ segir Margrét. Hún segir Hafnir hafa margt til brunns að bera sem íbúastaður. Þarna er kraftur í náttúrunni sem erfitt er að upplifa annarsstaðar. „Ég hef áhuga á að hitta íbúa í Höfnum
og sjá hvað þeim finnst. Ég vil virkja íbúalýðræðið í Höfnum þegar kemur að frekari skipulagsvinnu á svæðinu. Þegar við ýtum við grasrótinni þá fáum við gott samfélag.“ Hún segist
að endingu vonast til að geta unnið áfram með hugmyndirnar. Hún hafi fengið góða aðstoð frá starfsmönnum bæjarins þegar hún vann að meistararitgerðinni. „Þau eru viskubrunnar og
9
hafa mikla þekkingu á samfélaginu og Reykjanesbær sýndi þessu verkefni mínu mikinn áhuga, sem er ánægjulegt,“ segir Margrét Lilja Margeirsdóttir í samtali við Víkurfréttir.
Starfskraftar óskast til Víkingaheima
Um er að ræða tímabundin störf.
Eldhús og afgreiðsla Annars vegar er óskað er eftir starfskrafti til að sjá um eldhús og að sinna reglubundnum störfum við afgreiðslu safnsins.
Markaðsmál Hins vegar er óskað eftir starfskrafti til að sjá um markaðsmál fyrir Víkingaheima. Um er að ræða hálfsdagsstarf.
VIKINGWORLD ICELAND
Margrét vill halda í sjarma em er þegar yfir byggðinni en í Höfnum er hverfisvernd sem kemur í veg fyrir að innanum núverandi byggingar rísi aðrar sem stinga í stúf. „Þessar hugmyndir þurfa að falla vel að núverandi byggð“.
Umsóknir sendist til elisabet@vikingworld.is
Skemmtileg sumarnámskeið í Keili í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið Keilir hefur sett saman röð námskeiða í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á Suðurnesjunum í kjölfar falls WOW Air í vor.
Flugtengd störf Námskeið fyrir ungt fólk, 13 - 16 ára Fer fram dagana: 29. - 31. júlí
KEILIR
// ÁSBRÚ
Grunnnámskeið Einka- og atvinnuflugnám fyrir fullorðna Fer fram dagana: 22. - 26. júlí
// 578 4000
// www.keilir.net
//
Námskeiðin eru öllum opin og eru án endurgjalds. Athugið að takmarkað pláss er í námskeiðin. Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Keilis: www.keilir.net/namskeid
Útivist og umhverfi Námskeið fyrir ungt fólk, 13 - 15 ára Fer fram dagana: 6. - 21. ágúst
keilir@keilir.net
Tölvuleikjagerð Námskeið fyrir ungt fólk, 13 - 15 ára Fer fram dagana: 12. - 16. ágúst
Grunnnámskeið Fjallamennska & jöklaferðir 18 ára og eldri Fer fram dagana: 23. júlí - 1. ágúst
Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir ungan mann eins og Húna Húnfjörð, sem brennur fyrir því að hjálpa munaðarlausum börnum í Afríku. Hann fékk löngun, aðeins átta ára gamall, til að hjálpa hungruðum börnum. Við hittum unga manninn að máli sem lætur sig ekki aðeins dreyma um að framkvæma hlutina heldur lætur verkin tala og leitar nú eftir fleirum sem vilja hjálpa til í litlu þorpi í Kenía.
VIÐTAL
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Úr körfuboltanum í
HJÁLPARSTARF Í AFRÍKU Langaði að hjálpa öðrum
„Þegar ég var átta ára þá langaði mig að hjálpa hungruðum börnum í Afríku að veiða fisk en ég vildi frekar gera það en að senda þeim fisk. Svona hugsaði ég sem lítið barn og var ósköp eðlilegur krakki en beit þetta í mig og nú mörgum árum seinna snýst líf mitt að mörgu leyti um að hjálpa munaðarlausum börnum í Keníu og styðja þau meðal annars til mennta og margt fleira,“ segir Húni sem spilaði körfubolta með Keflavíkurliðinu og ÍR á árum áður. Hann fór í háskólanám til Bandaríkjanna á fullum styrk og nam viðskiptafræði og kenndi síðan viðskiptafræði í nokkur ár við Háskólann á Akureyri. Í dag er hann með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum en allt þetta nýtist honum þegar hann er að byggja upp líf munaðarlausra barna í Afríku, verkefni sem hann langar að fari á flug núna með aðstoð fleiri aðila. Hvernig fannstu þetta þorp í Afríku? „Það var árið 2016 sem ungur maður skrifar mér á facebook. Við áttum sameiginlega vini en ég á nokkuð marga erlenda vini vegna veru minnar í Bandaríkjunum og á ferðalögum mínum um allan heim
undarfarin ár til að sækja námskeið og fá þjálfun af ýmsum toga. Þessi maður segir mér að hann og kristin fjölskylda hans séu með tíu börn á munaðarleysingjahæli sem þau reka heima hjá sér en foreldrar hans eru bæði prestar. Ég var tortrygginn í fyrstu og ákvað að prófa hann til að athuga hvort hann væri að segja mér satt. Hann spurði mig hvort ég gæti sent peninga svo hann gæti keypt úlpu handa þessum tíu börnum en þarna kólnar mjög yfir veturinn. Ég sagði honum að ég myndi aldrei senda honum pening heldur vildi ég frekar senda það sem hann vantaði og í þessu tilfelli voru það úlpur en sagðist vilja sjá ljósmyndir af börnunum í úlpunum. Ég var nú ekki alveg á því að senda honum pening strax að óreyndu enda með varann á mér og ákvað að prófa hann. Svo sendi ég honum skilaboð eftir tvo mánuði og spurði hvort hann væri búinn að fá úlpurnar sem ég sagði honum að ég hafði sent en ég var ekki búinn að senda neitt frá mér. Ef hann hefði sagt já þá hefði ég lokað á þennan mann því þá vissi ég að hann væri svikari en hann svaraði nei og sagðist ekki vera búinn að fá neitt frá mér. Þá ákvað ég að senda honum pening fyrir tíu úlpum að andvirði 10.000 krónur.
Stuttu seinna fékk ég senda ljósmynd af börnunum í úlpunum og miklar þakkir fyrir gjafirnar. Eftir þetta hef ég fætt og klætt barnahópinn sem nú eru orðin 35 talsins en allt eru þetta munaðarlaus börn. Foreldrar stráksins eru með honum í þessu verkefni en ég ákvað að koma að þessu verkefni með þeim og fór í heimsókn í nóvember 2018 í þetta litla þorp í Keníu, skoðaði allar aðstæður og leist vel á. Mér fannst mjög gaman að koma og hitta fólkið og krakkana sem ég hafði verið að styðja. Börnin voru nánast mállaus á ensku en samt gátum við náð saman. Sú heimsókn kveikti enn frekar á áhuga mínum,“ segir Húni.
Vill gera heiminn betri
Húni Húnfjörð hefur mikinn áhuga á manneskjunni og hvernig hægt sé að byggja upp sjálfstraust og styrk. Hann hefur sjálfur sótt allskonar námskeið í gegnum árin á
sviði jákvæðs hugarfars og fengið uppbyggjandi þjálfun hjá erlendum andlegum leiðbeinendum. Hann langar að miðla þessu til barnanna í Afríku svo þau geti hjálpað sér sjálf í framtíðinni. „Ég vil gera heiminn betri og veit að við getum gert betur. Staðan er þannig að ég vinn í samstarfi við þessa fjölskyldu að uppbyggingu á svæðinu. Húni ásamt Ég keypti dóttur sinni, sem jörðina við hliðina á þeirra heitir Evey Eydal en það er mjög Húnfjörð. sjaldgæft að útlendingar fái að kaupa land þarna en mér var treyst. Munaðarleysingjahæli er til staðar þarna, þar sem börnin eiga heima núna en það er þröngt enda eru þau inni á heimili fjölskyldunnar sem ég er í samstarfi við. Við viljum byggja sér húsnæði fyrir þau og skóla. Það er mun meira frelsi þarna til þess að skapa það skólaumhverfi sem við viljum. Í Keníu má ég byggja eins og ég vil og kenna eins og ég vil. Skólaganga fyrir þessi börn er möguleg vegna verkefnis okkar. Ég vil þjálfa börnin í að verða sterkir einstaklingar, frumkvöðlar og leiðtogar í framtíðinni. Ég vil kenna þeim á þann hátt að það verði. Þau munu læra allt sem hefðbundnir skólar kenna nema þau fá einnig einstaklings valdeflingu svo þau
verði sterkir einstaklingar,“ segir Húni.
Skólinn mun efla nemendur á margan hátt
„Ég er hugsuður og veit ég er á undan samtíð minni en ég brenn fyrir þessu verkefni, að fá að hjálpa þessum börnum og langar að fá fleiri til liðs við okkur. Ég vil planta fræi sem verður að tré fyrir næstu kynslóð. Mig langar að vekja athygli á verkefninu og bjóða fólki og fyrirtækjum að taka þátt. Við erum byrjuð að búa til múrsteina fyrir fyrstu bygginguna sem verður með baðherbergi, þvottahúsi, einu herbergi fyrir kennara og svefnloft fyrir krakkana. Í stóra rýminu í fyrstu byggingunni verður aðstaða til að kenna á tölvur og vinna alls konar verkefni og horfa á skjávarpa. Stórt eldhús verður til að elda ofan í alla krakkana og matsalur. Í dag er allt eldað á moldargólfi og engin matsalur. Við erum einnig búin að setja saman söfnun til að bora fyrir vatni fyrir skólann og ætlum að gefa öllum vatn sem þurfa á að halda í umhverfinu í kringum skólann, því það er eitt af þeirri hugmyndfræði sem skólinn okkar stendur fyrir, að gefa aftur til samfélagsins. Vegna viðskiptafræðimenntunar minnar geri ég áætlanir og veit hvað þetta kostar allt saman. Foreldrar vinar míns segja að ég sé bænasvar þeirra því verkefnið fór verulega á skrið eftir að ég kom að því. Í skólanum sem við erum að byggja munum
Af hverju er þetta ekki kennt í skólum? Í bæklingi frá Húna vegna verkefnisins stendur eftirfarandi: „Þekkir þú einhvern sem hefur klárað skólagönguna og þá fyrst hefur viðkomandi farið að læra eitthvað sem skiptir máli í lífinu? Ég er einn af þeim. Ég, Húni Húnfjörð, kláraði viðskiptafræðinám í Bandaríkjunum árið 2002 og tók svo meistaragráðu við Háskólann á Akureyri í alþjóðaviðskiptum árið 2009. Það var nú samt ekki fyrr en árið 2012 þegar ég fór að læra frá þjálfurum um allan heim, sem voru búnir að áorka merkilegum hlutum í lífinu, að ég fór að læra eitthvað að gagni. Þegar ég læri eitthvað nýtt í dag sem nýtist mér í lífinu, þá spyr ég alltaf ; Af hverju er þetta ekki kennt í skólum?“
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM við kenna þeim ensku og swahili, stærðfræði, verkfræði, forritun, markaðssetningu, vöruþróun, heilun, jóga, hugleiðslu, öndun, núvitund, kælingu, sjálfstyrkingu, fjármálalæsi, grafíska hönnun svo eitthvað sé nefnt. Einnig erum við með dýr sem þarf að sjá um og þar koma börnin að. Nú viljum við bjóða fyrirtækjum að koma og verða styrktaraðilar að þessu
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg. skemmtilega verkefni, þannig að ég geti farið aftur til Keníu til að reisa skólann með þeim og byrjað að kenna sjálfur. Því fleiri sem koma að verkefninu, því fyrr getum við byrjað að byggja, að kenna og þjálfa fleiri kennara. Við bjóðum fyrirtækjum að koma að verkefninu með því að styrkja okkur mánaðarlega. Ef vel gengur þá getum við byrjað að kenna í byrjun næsta árs, árið 2020,“ segir Húni og bendir á söfnunarreikning sem félagasamtökin Skólinn Jabez í Keníu heldur utan um með kennitölu 470119-0200 og reikningsnúmer 0142-15-020037. Við getum sent greiðsluseðla beint í heimabanka þeirra sem vilja styrkja eða tekið á móti einstökum styrkjum inn á bankareikning okkar,“ segir Húni. Hvað mun kosta að byggja skólann? „Áætlun okkar gerir ráð fyrir að þetta muni kosta um 15 milljónir íslenskar krónur, það er að byggja húsin og allt sem þarf innandyra, rafvæða með sólarrafhlöðum, fá aðgang að hreinu vatni og fráveitu sem framleiðir metangas. Það verður grænt tún í miðjunni sem
við notum sem aðstöðu til kennslu utandyra. Þegar allri byggingarvinnu lýkur, áætlum við að við þurfum á milli 200.000 til 300.000 kr. á mánuði til að viðhalda svæðinu, kaupa mat og nauðsynjar fyrir skólann. Þarna reiknum við með að geta hýst 50 börn, fætt þau og klætt og menntað þau. Það er allt mun ódýrara í Keníu en hérna á Íslandi og þess vegna er hver króna mun meira virði þar,“ segir Húni.
Myndir úr einkasafni Húna frá Afríku.
Dæmisögur úr starfinu í Afríku „Einn daginn ákvað ég að kenna krökkunum reiki heilun og tók það um það bil 15-20 mínútur að útskýra fyrir þeim hvernig við hjálpum öðrum að heila sig. Svo næsta dag var ég að horfa á krakkana spila fótbolta þegar einn drengurinn datt og meiddi sig svo illa á hnénu að hann gat ekki staðið upp. Ég ákvað að bíða átekta og sjá hvað krakkarnir myndu gera fyrir hann og var þá að hugsa um heilunina sem ég hafði kennt þeim. Þegar krakkarnir sáu að ég var að horfa á þau, mundu þau eftir kennslunni deginum áður, hlupu að drengnum og lögðu öll hendur yfir hnéð á honum. Eftir um það bil 30 sekúndur, stóð drengurinn upp án þessa að haltra. Ég vissi að börn eru öflug en þetta kom mér samt skemmtilega á óvart. Annan daginn var ég að vinna með þeim í sjálfstyrkingu. Ég bað þau að koma inn á mitt gólfið og spurði þau hvernig þau ætli að breyta heiminum þegar þau yrðu eldri. Þarna stóð Cynthia og hvíslaði að hún ætlaði að gera það með því að verða kennari. Ég heyrði ekki hvað hún sagði og spurði aftur. Eftir nokkur skipti voru krakkarnir farnir að hvetja hana til að tala hærra og loks sagði hún hátt og skýrt að hún ætlaði að verða kennari. Þá bað ég hana að sýna mér hvernig hún mun bera sig þegar hún er orðin kennari. Hún byrjaði þá að ganga um gólfið, með hangandi haus, axlirnar niðri og bogið bak. Ég sagði henni að nú væri hún orðinn kennari sem væri að breyta heiminum til hins betra, frábær kennari og börnin sem hún væri að kenna væru svo þakklát fyrir hana. Þá rétti hún úr sér, tók stærri skref og brosti. Hún gekk um gólfið eins og þetta væri nú þegar búið að gerast. Þvílík breyting sem varð á henni á þessum stutta tíma. Henni leið vel með sjálfa sig eftir að fá að upplifa sýnishorn af framtíð sinni. Næstu daga, var hún allt önnur, glaðari og stoltari en hún hafði áður verið. Árið 2017 fundum við þessa sömu Cynthiu á götunni og engin vildi neitt með hana hafa. Hún var yfirgefin af foreldrum sínum sem lítið barn og hafði verið á götunni í nokkurn tíma áður en við fundum hana og tókum hana inn í fjölskylduna okkar hjá Jabez. Í dag gengur hún um eins og sigurvegari og hlakkar til að byrja að breyta heiminum til hins betra,“ segir Húni Húnfjörð.
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
F L U G VA L L A R S TA R F S M E N N Isavia óskar eftir að ráða flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvöll. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum, umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna ásamt ýmiskonar tækjavinnu sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins. Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og þolpróf áður en til ráðninga kemur. Um er að ræða vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson þjónustustjóri á netfangið gudjon.arngrimsson@isavia.is.
Hæfniskröfur • Aukin ökuréttindi er skilyrði og stóra vinnuvélaprófið er kostur • Reynsla af slökkvistörfum er kostur • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er æskileg • Bifvéla-, vélvirkjun eða önnur iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, standast þarf mat í ensku
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNARFRESTUR: 12 . ÁG Ú S T
11
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
12
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sæbjúgu, makríll og ufsinn Jæja, allir fara í sumarfrí, Víkurfréttir og þar með þessir pistlar. Það var bara fínasta veðurblíða þegar sumarfríið var tekið. Ekki þó alveg hjá mér. Þegar þessi pistill er skrifaður þá er ég staddur í Berunesi, svo til beint á móti Djúpavogi á Austurlandi.
AFLA
FRÉTTIR
Djúpavogur á ansi mikla tengingu við Suðurnes, aðalega þó í gegnum Vísi ehf. í Grindavík, sem rak fiskvinnslu í bænum í nokkur ár. Einnig var Stakkavík ehf. með beitningaaðstöðu á Djúpavogi árið 2013, um sumarið og fram á haustið. Ég sjálfur vann þá hjá Stakkavík ehf. og var á Djúpavogi allt sumarið 2013 við þessa beitningaðstöðu sem ég svo til rak og stjórnaði. Ansi skemmtilegur tími fyrir utan þessa bölvuðu Austfjarðaþoku, sem hímdi ansi marga daga yfir Djúpavogi. Næsti bær við Djúpavog til suðurs er Hornafjörður og þar er núna bátur sem Suðurnesjamenn þekkta nokkuð vel, Hvanney SF, sem var smíðaður fyrst sem Happasæll KE en er núna kominn með nafnið Sigurfari GK 138 og er því á leið suður. Gamli Sigurfari GK er því á sölu og hugsanlega fer hann til Þorlákshafnar þó það sé ekki orðið staðfest. Og þá erum við komin suður og kanski eins og margir hafa tekið eftir þá er makríllinn mættur í Faxaflóann og veiðar byrjaðar við
Keflavíkurhöfn, bæði af bryggjunni sjálfri frá fólki og líka frá bátum. Fyrsti báturinn sem landaði afla var Fjóla GK sem kom með 8,6 tonn í einni löndun. Annar bátur er líka kominn á veiðar og er það Sunna Rós SH. Þó er nokkuð merkilegt að ekki fleiri bátar séu komnir á þessar veiðar. Það er vel þekkt yfir sumartímann að ufsinn getur gefið sig ansi vel á svæðinu í kringum Eldey og þá aðalega hjá handfærabátunum. Núna í sumar þá hafa þrír bátar stundað handfæraveiðar á ufsa og hefur þeim öllum gengið vel. Núna í júlí þá hefur t.d. Tjúlla GK ,sem er ekki nema um 11 tonna bátur, landað 18,4 tonnum í þremur róðrum og mest 7,8 tonn í róðri sem er fullfermi hjá bátnum. Margrét SU, sem er eikarbátur, hefur líkað mokveitt og landað núna í júlí 14,2 tonnum í aðeins tveimur róðrum og mest 7,4 tonn í róðri. Síðan er það Ragnar Alfreðs GK sem Róbert Georgsson er skipstjóri á. Ragnar Alfreðs GK hefur um árabil verið
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
sá smábátur sem hefur landað mestum afla af ufsa á hverju fiskveiðiári og núna í júlí hefur báturinn landað 20,4 tonnum í aðeins tveimur róðrum og mest 10,3 tonn í róðri. Það má geta þess að síðasta löndun bátsins uppá rúm 10 tonn var aðeins eftir 21 klukkutíma höfn í höfn. Fyrst talað er um ufsann þá er Grímsnes GK að hefja veiðar aftur núna eftir sumarstopp en báturinn mun byrja á því að eltast við ufsann, en sá eltingarleikur hefur gengið feikilega vel hjá þeim á Grímsnesi GK og til marks um það þá var Grímsnes GK aflahæstur allra netabáta á Íslandi árið 2018 með tæp 1800 tonna afla. Erling KE er kominn á veiðar og vekur það nokkra athygli en hann hefur landað 12,6 tonnum í tveimur róðrum í Sandgerði. Þar er líka Sunna Líf GK sem er með 14 tonn í sjö og mest 6,2 tonn í róðri af skötusel sem vekur nokkra athygli. Mikil floti af sæbjúgnabátum er búinn að vera við veiðar skammt undan Garðskaga og hafa flestir bátanna landað í Sandgerði sem og í Keflavík. Friðrik Sigurðsson ÁR er með 150 tonn í 11 róðrum og mest 20 tonn. Þristur BA 47 tonn í sjö og Sæfari ÁR 35 tonn í fjórum, báðir að landa í Sandgerði. Allavega, makrílinn er mættur og því má loksins búast við smá lífi í Keflavíkurhöfn.
EYSTEINN ORRI NÝR VEITINGASTJÓRI HLJÓMAHALLAR Reykjanesbær hefur ráðið Eystein Orra Valsson í starf veitingastjóra Hljómahallar. Eysteinn Orri er með stúdentspróf frá ML, sveins- og meistarapróf í matvælagreinum frá MK. Á undanförnum árum hefur Eysteinn Orri starfað sem framreiðslumeistari, veitingastjóri, rekstrarstjóri og vaktstjóri hjá Lava restaurant í Bláa Lóninu, Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og Skelfiskmarkaðnum.
INGVAR NÝR TÆKNISTJÓRI HLJÓMAHALLAR Ingvar Jónsson hefur verið ráðinn sem tæknistjóri Hljómahallar. Ingvar lauk B.Sc gráðu í tæknifræði frá HR um áramót 2008/2009 og er langt kominn með mastersnám við Álaborgarháskóla í Danmörku í hljóðverkfræði (e. acoustic). Frá árinu 1986 hefur Ingvar verið sjálfstætt starfandi hljóðmaður/hljóðtæknimaður og sinnt fjölda verkefna eins og að vera aðalhljóðmaður á heimsferðalagi Sigur Rósar, hönnun og ráðgjöf við hljóðvist í Bergi, einum sala Hljómahallarinnar og ýmis verkefni með öllum helstu dægurlagahljómsveitum Íslands. Ingvar starfaði lengi fyrir Exton ehf sem sem verkefnastjóri, hljóðmaður og hljóðtæknimaður. Þá var hann tæknistjóri hljóðstjórnar Hörpu í þrjú ár. Ingvar kemur til Hljómahallar frá verkfræðistofunni Verkís en þar kom hann að hönnun, ráðgjöf og hljóðmælingum við ýmis verkefni sem snerta hljóð og hljóðvist.
HLYNUR AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI MYLLUBAKKASKÓLA Hlynur Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Myllubakkaskóla. Hlynur tekur til starfa 1. ágúst nk. en hann leysti af stöðu aðstoðarskólastjóra síðastliðið skólaár. Hlynur hefur starfað við Myllubakkaskóla frá árinu 2011 sem deildarstjóri og kennari, ásamt því að hafa verið umsjónarmaður sérúrræðis og námsvers. Hlynur lauk námi til B.Sc gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2009, diplómu í kennslufræði við Háskólann á Akureyri 2011 og M.A. í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst 2015.
Stéttarfélögin Krossmóa 4 auglýsa eftir
ÞJÓNUSTUFULLTRÚA Í MÓTTÖKU Hlutverk þjónustufulltrúans er mjög fjölbreytt s.s. símsvörun, mótttaka félagsmanna og veita upplýsingar til þeirra. Eins þarf einstaklingurinn að hafa umsjón með kaffistofu og fleiri tilfallandi störfum. Óskað er eftir einstaklingi með mikla þjónustulund og þarf hann að vera vel að sér í málum stéttarfélaga og/eða viljugur að fræðast um slíkt. Góð ensku- og íslenskukunnátta er nauðsynleg, bæði munnleg og skrifleg og ekki verra ef einstaklingurinn er einnig pólskumælandi. Vinnutími er virka daga frá kl. 9:00 - 16:15. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Svona blasti Kirkjuhvoll við lesendum Víkurfrétta árið 1982.
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar eignast Kirkjuhvol Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur fest kaup á samkomuhúsinu Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd og landareign sem því tilheyrir. Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Voga. Kirkjuhvoll var byggður af Ungmennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu árið 1933. Skortur var á húsnæði fyrir starfsemi félaganna og almennt samkomuhald í hreppnum. Haldnar voru ýmsar samkomur í húsinu í þá tvo áratugi sem það var starfrækt. Kirkjuhvoll hefur verið í einkaeign undanfarin ár og látið mjög á sjá. Fyrirhugað er að hreinsa út úr húsinu
og loka því áður en vetur gengur í garð. Endurbætur verða skipulagðar á næstu mánuðum og hefst uppbygging, ef allt gengur eftir, að ári. Það er með tilhlökkun sem Minjafélagið ræðst í þessa framkvæmd, segir á vef bæjarins. „Samfélagið allt nýtur góðs af varðveislu sögunnar,“ segir að lokum.
Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 421-5777. Umsóknir sendist til gudbjorgkr@vsfk.is eða til: VSFK b.t. Guðbjargar, Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2019
VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST Við stöndum vaktina á vf.is þangað til! Vöktum ábendingar um áhugavert efni á vf@vf.is
230-MVV-1046 X
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
0001-5981
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
Tvær hæðir ofan á SOHO og tvær hæðir við Básveg? Tvær fyrirspurnir liggja nú fyrir hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjanesbæ vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vatnsnesi í Keflavík. Kiwi veitingar ehf. erumeð fyrirspurn um stækkun á húsinu að Hrannargötu 6 þar sem veitingahús SOHO er staðsett. Tveimur hæðum verður bætt ofan á einnar hæðar byggingu sem fyrir er. Samkvæmt fyrirspurninni verður eldhús á fyrstu hæð en veitingasalir á hinum tveimur samkvæmt uppdráttum AOK arkitekta. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að breytingin sé umfangsmikil og vegna staðsetningar nokkuð áberandi í bæjarmyndinni, auk þess sem starfsemi eykst umtalsvert með tilheyrandi umferð, en aðkoma er þröng. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið en vinna þarf deiliskipulag. Undirbúa þarf erindið nánar og afgreiðslu þess frestað. Urta Islandica ehf. hefur lagt inn fyrirspurn um viðbyggingu við Básveg 10. Um er að ræða tveggja hæða byggingu norðan við núverandi húsnæði fyrirtækisins að Básvegi 10. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
13
Reykjanesvirkjun Jarðvinna fyrir byggingarmannvirki Útboð nr. F0219004-01
HS Orka hf. óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir byggingarmannvirki við Reykjanesvirkjun á Reykjanesi samkvæmt útboðsgögnum númer F0219004-01. Verkið felur í sér jarðvinnu vegna stækkunar stöðvarhúss og byggingar skiljustöðvar. Þar með talið gröft lausra jarðlaga, losun og gröft fastra jarðlaga, vinnslu uppgrafins efnis í burðarhæfar fyllingar, efnisflutninga innan vinnusvæðis og niðurlögn, þjöppun og prófun burðarfyllingar undir mannvirki.
Helstu kennistærðir eru:
Gröftur lausra jarðlaga Losun fastra jarðlaga Vinnsla og niðurlögn burðarfyllinga
Hér eiga byggingar eftir að taka breytingum verði áformin samþykkt.
Breikka og endurbæta Grindavíkurveg Nú eru að hefjast framkvæmdir við breikkun og endurbætur á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum vegköflum. Annar kaflin hefst við Seltjörn en hinn við gatnamót hjá Bláalónsvegi. Hvor vegkafli er tæplega 2 km. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2019. Framkvæmdasvæði verktaka á nyrðri vegkafla hefst við gatnamót hjá Seltjörn og verkmörk á syðri vegkafla framkvæmda eru við gatnamót hjá Bláalónsvegi. Hvor vegkafli er tæplega tveir km að lengd. Framkvæmdum er skipt upp í nokkra áfanga og unnið verður við hlið annarrar akreinar vegar í einu á afmörkuðu svæði. Þrengt verður að umferð ökutækja í gegnum vinnusvæði vegar og hámarkshraði lækkaður á meðan á framkvæmdum stendur. Viðeigandi vinnusvæðamerkingar eru uppsettar meðan á framkvæmd stendur, samkvæmt samþykktri merkingaráætlun. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar, - hraðatakmarkanir og sýna aðgát við akstur í gegnum vinnusvæði. Starfsmenn og tæki verktaka verða að vinna mjög nálægt akbrautum en takmarka þarf breidd þeirra á framkvæmdatíma.
18.000 m³ 12.500 m³ 2.500 m³
Skila skal fullprófaðri burðarfyllingu stöðvarhússtækkunar þann 29. nóvember 2019. Skila skal fullprófaðri burðarfyllingu skiljustöðvar þann 30. desember 2019. Vinnu skal vera að fullu lokið 15. janúar 2020. Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef HS Orku hf. og skulu bjóðendur senda tölvupóst á netfangið rey4@hsorka.is til þess að fá aðgang að vefnum. Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvefnum fyrir klukkan 14:00 þann 19. ágúst 2019. Tilboð verða opnuð klukkan 14:00 þann sama dag. Ekki verður tekið við tilboðum á annan hátt en í gegnum útboðsvef.
Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - 422 8000 - verkis@verkis.is - www.verkis.is
HS ORKA SVARTSENGI 240 GRINDAVÍK 520-9300 HSORKA@HSORKA.IS
Daglegar fréttir á vf.is
Framkvæmdastjóri Kalka sorpeyðingarstöð er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tilgangur fyrirtækisins er að reka móttöku-, flokkunar- og eyðingarstöð Kölku í Helguvík. Brennslugeta Kölku er um 12.300 tonn af úrgangi á ársgrundvelli. Stöðin er búin fullkomnum hreinsunarbúnaði sem sér til þess að mengun frá stöðinni sé haldið í lágmarki og í samræmi við lög og reglugerðir um sorpeyðingu. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 17 einstaklingar í fullu starfi, ásamt starfsfólki í hlutastörfum. Verksmiðjan er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.kalka.is
Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. óskar eftir að ráða öflugan og framsýnan framkvæmdastjóra til starfa. Helstu viðfangsefni:
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsjón með daglegum rekstri • Samningagerð og eftirfylgni • Áætlanagerð og fjármálastjórnun • Samskipti við stjórnsýslu- og umhverfissvið sveitarfélaganna • Ábyrgð á grænu bókhaldi stöðvarinnar • Leit og greining nýrra viðskiptatækifæra • Samskipti við stjórn og framfylgd á stefnumótun stjórnar • Samfélags- og umhverfismál
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af stjórnun og fyrirtækjarekstri • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Metnaður til að ná árangri • Góð tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta • Þekking eða reynsla af umhverfis- og sorphirðumálum er kostur • Þekking eða reynsla af breytingastjórnun er kostur
Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 512 1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Intellecta - Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími: 511 1225.
14
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
Spjald-gulur Keflavíkursigur Ástkær móðir okkar tengdamamma, amma og langamma
MAGNDÍS GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 22. júní. Útförin fór fram 4. júlí í kyrrþey að hennar ósk. Ingimundur Magnússon Ingibjörg Þorsteinsdóttir Magnús Magnússon Jóhanna Hafsteinsdóttir Svanbjörg Kristjana Magnúsdóttir Gissur Baldursson Arnar Magnússon Kristbjörg Eyjólfsdóttir Dagrún Njóla Magnúsdóttir Einar S. Sigurðsson Björk Magnúsdóttir Tómas Árni Tómasson Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir Ólafur M. Sverrisson ömmu og langömmubörn.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar – bókasafns- og uppl.fræðingur Leikskólinn Holt – sérkennslufræðingur Háaleitisskóli – grunnskólakennari á miðstigi Fjármálasvið – launafulltrúi í launadeild Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10. bekk Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús – sýningar í gangi Gryfjan: Varnarlið í verstöð, myndir og munir úr sögu Varnarliðsins. Stendur til 4. nóvember. Listasalur: Fjölskyldumyndir, verk eftir Erlu S. Haraldsdóttur. Stendur til 18. ágúst. Stofan: Fimmföld sýn. Upplifun fimm listamanna af Suðurnesjum. Tvívíðir miðlar og verk á pappír. Stendur til 18. ágúst. Bíósalur: Verk úr safneign – málverk, skissur og steindir gluggar. Stendur til 18. ágúst. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12-17. Sundmiðstöð/Vatnaveröld – sumaropnun Klukkan 6:30 – 21:30 virka daga Klukkan 9:00 – 18:00 laugardaga og sunnudaga
Gulu spjöldin voru sex sinnum á lofti í Keflavík á mánudagskvöld þegar Keflavík og Fylkir mættust í Pepsi Max-deild kvenna. Heimakonur úr Keflavík fóru með sigur af hólmi, 2:0. Fimm leikmenn Keflavíkur fengu gult spjald í leiknum og einnig þjálfarinn. Keflvíkingar hafa núna nælt sér í 9 stig í deildinni og hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum. Keflavík er í 7. sæti en Keflavík á næst leik gegn HK/Víkingi á föstudagskvöld á Víkingsvelli.
Sjöunda jafntefli Grindavíkur Grindavík og ÍA skildu jöfn í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Lokastaðan varð 1:1 en þetta er sjöunda jafntefli Grindavíkur í sumar. Grindvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar með 13 stig.
Þróttur vann en Víðir tapaði
Úr nágrannaslag Víðis og Þróttar Vogum í Garðinum á dögunum. Þróttur vann þann leik. Þór Einarsson skoraði í eigið net á 8. mínútu áður en Alexander Helgason gulltryggði sigurinn fimmtán mínútum fyrir leikslok. Þróttur er í 7. sæti með 16 stig. Dalvík/Reynir vann Víði 1-0 í Boganum. Þröstur Mikael Jónsson gerði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Víðir er í 6. sæti með 16 stig.
Þróttur V. vann Völsung 2-0 á Vogaídýfuvelli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu um sl. helgi. Sigvaldi
t Fleiri úrsli
á vf.is
Jafnt hjá Reynismönnum Reynismenn gerðu jafntefli við KV í leik liðanna í 3. Deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í Sandgerði sl sunnudag. Lokatölur urðu 2-2 í hörku leik. Reynismenn undir stjórn Haraldar Guðmundssonar eru í 5. sæti með 18 stig og í ágætum málum í deildinni.
Blue Car Rental og Knattspyrnudeild Keflavíkur framlengja samstarfssamning sinn Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental ehf. og fyrrum leikmaður Keflavíkur, og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar skrifuðu á dögunum undir tveggja ára framlengingu á samstarfssamningi sínum en Blue Car Rental ehf. hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár. Blue Car Rental er í dag ein af öflugri bílaleigum á landinu. Fyrirtækið er í eigu og rekið af sönnum Keflvíkingum og þar starfar mikill fjöldi heimamanna en þess má geta að fyrirtækið hefur gefið gríðarlega mikið af sér til nærsamfélagsins undanfarin ár – svo eftir hefur verið tekið. Jónas Guðni Sævarsson: „Það er okkur í Keflavík mikils virði að eiga öfluga bakhjarla sem aðstoða okkur við að halda úti starfinu. Það er sérstaklega ánægjulegt þegar öflug fyrirtæki af Suðurnesjum ákveða að koma inn með okkur með
svona myndarlegum hætti eins og Blue hefur gert. Maggi Þorsteins er auðvitað stór hluti af Keflavíkurfjölskyldunni og hefur alla tíð verið enda lék hann yfir 300 leiki í Keflavíkurtreyjunni á sínum knattspyrnuferli.“ Magnús Sverrir Þorsteinsson: „Það er okkur ánægja hjá Blue Car Rental að styðja við öflugt starf knattspyrnudeildarinnar í Keflavík. Það er uppbyggingarstarf í gangi karla megin og stelpurnar eru að gera fína hluti í eftstu deild. Það er mikilvægt fyrir okkur sem íbúa bæjarins og Keflvíkinga að hér þrífist öflugt íþróttastarf. Keflavík er líka mitt félag, hérna byrjaði þetta allt, hér iðka börnin mín og börn vina minna íþróttir og því gaman að fá tækifæri til að styðja við það góða íþróttastarf sem hér er unnið.“
Háaleitisskóli óskar eftir grunnskólakennara á miðstigi Háaleitisskóli óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman grunnskólakennara í 100% stöðu. Kennsla, umsjónarkennsla á miðstigi og samfélagsfræði á unglingastigi. Háaleitisskóli er staðsettur á Ásbrú með um 300 nemendur í 1.-10. bekk. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs sem einkennist af mannhelgi, réttlæti og félagsanda, virði mismunandi einstaklinga og leyfi einkennum þeirra að njóta sín. Einkunnarorð Háaleitisskóla eru menntun og mannrækt. Menntunar- og hæfniskröfur:
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
■ Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla ■ Góð hæfni í mannlegum samskiptum ■ Góðir samstarfshæfileikar ■ Metnaður til að ná góðum árangri í skólastarfi ■ Áhugi á þróun skólastarfs Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2019. Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla á netfangið johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.
15
Njarðtaks-gryfjan nætu tvö tímabil Njarðvíkingar munu leika í Njarðtaks-gryfjunni næstu tvö tímabil en körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Njarðtak/Íslenska gámafélagið undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning. Í fyrsta sinn í sögu körfuknattleiks-
Grindavík er í 7. sæti Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu þegar átta umferðir eru búnar í deildinni og eru með 11 stig. Þær töpuðu síðasta leik sínum gegn Haukum með fjórum mörkum gegn engu. Í kvöld, fimmtudagskvöld, taka Grindavíkurkonur á móti Þrótti R. á Grindavíkurvelli. Þróttur er í toppbaráttunni og eru í 2. sæti deildarinnar og því gæti leikurinn orðið erfið viðureign. Myndin hér að ofan er úr viðureign Grindavíkur og ÍR þar sem Grindavík vann örugglega með þremur mörkum gegn engu.
deildar Njarðvíkur mun heimavöllur
Frá vinstri efri röð: Vala Rún Vilhjálmsdóttir gjaldkeri KKD UMFN, Júlía Scheving Steindórsdóttir fyrirliði kvennaliðs Njarðvíkur, Logi Gunnarsson fyrirliði karlaliðs Njarðvíkur og Haukur Aðalsteinsson rekstrarstjóri ÍGF á Suðurnesjum. Neðri röð frá vinstri: Jón Björn Ólafsson ritari stjórnar KKD UMFN og Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins og eigandi Njarðtaks.
Njarðvíkurljónanna bera nafn samstarfsaðila deildarinnar og er það afar viðeigandi að Njarðtak hafi tryggt sér nafnið. Ólafur Thordersen eigandi Njarðtaks og aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins sagði við tilefnið að nafni sinn og faðir hefði verið formaður bygginganefndar Ljónagryfjunnar og því við hæfi að Njarðtak myndi undirstrika samstarf sitt við Njarðvíkurljónin með þessum hætti. „Uppbygginarstarfið í Njarðvík hefur vakið verðskuldaða eftirtekt síðustu tímabil og vilja Njarðtak og Íslenska gámafélagið liðsinna deildinni við enn frekari uppbyggingu og taka þannig þátt í að koma Reykjanesbæ aftur í fremstu röð í íþróttum,“ sagði Ólafur Thordersen. Jón Björn Ólafsson stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sagði að um nokkur kaflaskil væri að
ræða hjá Njarðvíkingum. „Í fyrsta sinn ber heimavöllur okkar Njarðvíkinga nafn samstarfsaðila eins og þekkist víðast hvar annars staðar í boltagreinum hérlendis. Njarðtaksgryfjan mun áfram innihalda Njarðvíkur-ljónin og í ljónagryfju heimilum við ekki auðsótt stig á okkur. Það er virkilega gaman að fá Njarðtak inn með þessum hætti enda er markmiðið hér á bæ aðeins eitt, að berjast um alla titla sem í boði eru. Við teflum fram sterku liði í vetur í Domino´s-deild karla og mjög efnilegu liði í 1. deild kvenna svo það verður engin longmolla í Njarðtaks-gryfjunni næstu tímabil.“ Ólafur Thordersen hefur starfrækt Njarðtak um árabil og á meðan keppnishúsið mun bera nafn Njarðtaks munu merkingar vallarins tengjast Íslenska gámafélaginu.
OKKUR VANTAR FLEIRI Í HÓPINN Á VÉLAVERKSTÆÐI ÍAV WE WANT MORE TO JOIN OUR GROUP AT THE IAV WORKSHOP ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins sem hefur starfað samfleytt frá 1954 á öllum sviðum byggingariðnaðarins.
Starfsmannafélag ÍAV rekur öflugt félagsstarf með fjölda viðburða á hverju ári ásamt því að leigja út bústað í Grímsnesi og íbúð á Akureyri.
Við sýnum fagmennsku í verki og byggjum á áratuga reynslu á öllum sviðum við mannvirkjagerð.
Við leggjum áherslu á öflugt skipulag og verkefnastjórnun, góðan undirbúning verkefna sem skilar sér í ánægðum viðskiptavinum.
Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla einstaklinga sem sýna frumkvæði og fagmennsku í verki og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum. Hjá okkur starfa yfir 300 manns með mikla færni og við erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir.
ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun.
ÍAV óskar eftir starfsmönnum á vélaverkstæði ÍAV óskar eftir að ráða vél- og bifvélavirkja á verkstæði félagsins í Reykjanesbæ. Starfið fellst meðal annars í almennum viðgerðum og viðhaldi á bifreiðum og vinnuvélum ÍAV. ÍAV er með vel á þriðja hundrað bifreiðar og vinnuvélar í daglegum rekstri.
Verkstæði okkar á Holtsgötu í Reykjanesbæ er vel búið og þar starfar samheldinn hópur með ástríðu fyrir vélum og tækjum Hæfniskröfur og menntun: - Sveinspróf í vélvirkjun eða bifvélavirkjun - Vinnuvélaréttindi er kostur - Þekking, reynsla og sjálfstæði í starfi - Reglusemi og stundvísi
Nánari upplýsingar veitir Heiðar Jón Heiðarsson í síma +354 693 4222 eða Þórmar Viggóssson í síma +354 660 6225. Umsóknum skal skilað á vefinn www.iav.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst.
ÍAV is looking for a mechnic ÍAV wishes to hire a mechanic for machine and vehicle repair work in the company’s workshop in Reykjanesbær. The work includes, among other things, general repairs and maintenance of vehicles and machines at ÍAV. ÍAV has well over two hundred vehicles and machines in daily operation.
Our workshop at Holtsgata in Reykjanesbær is well equipped and employs a cohesive group of mechanics with a passion for machinery and equipment. Skills Requirements and Education: - Certificate in mechanics or motor vehicle engineering - Machine operation license is an advantage - Knowledge, experience and independence at work - Dependability and punctuality
For further information please contact Heiðar J Heiðarsson, tel. +354 693 4222 or Þórmar Viggóssson, tel. +354 660 6225 Applications must be submitted on the website www.iav.is. We encourage both women and men to apply. The deadline for applications is August 2.
We realise ideas
FÆRNI | FRUMKVÆÐI | FAGMENNSKA
ISO 9001
OHSAS 18001
FM 512106
OHS 606809
Quality Management
ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
Occupational Health and Safety Management
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Hótel í skipi? Er það ekki bara skemmtiferðaskip?
LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur
NOW Air Hver fjárfestahópurinn á fætur öðrum er þessa dagana að míga utan í þrotaeignir WOW air eða snusa af holunni sem þrot flugfélagsins skildi eftir sig í leit að skjótfengnum gróða. Ekki nema von að menn sjái tækifæri í stöðunni þegar flugfargjöld eftirlifandi samkeppnisaðila stórhækkuðu yfir nótt - engum til neinnar gleði, nema hluthöfum.
GARÐUR
SANDGERÐI
Kaffistofur landsmanna eru uppfullar af sjálfskipuðum flugrekstrarsérfræðingum og um fátt annað talað, nema kannski hversu gott sumarið hefur verið, amk. hér á suðvesturhorninu. Skal engan undra. Fall WOW air hafði nefnilega ekki bara djúpstæðari áhrif á hagkerfið Ísland en nokkurn hefði órað heldur líka þjóðarsálina. Nýjustu tölur sýna 20% samdrátt í fjölda ferðamanna til Íslands milli ára. 2018 var vissulega metár en svona gríðarlegar sveiflur eru mjög erfiðar, sér í lagi eftir miklar fjárfestingar í uppbyggingu á ferðaþjónustu, hvort sem um ræðir einkaaðila eða hið opinbera. Áhrifin eru víða, en helst þó á ferðaþjónustuna og tengdar greinar. Tengdar greinar eru ekki bara flugþjónustuaðilar, bílaleigur, afþreyingarfyrirtæki, lundabúðir, hótel og veitingastaðir. Það verða allir fyrir áhrifum, hvort sem þau eru bein eða óbein. Sem dæmi verður ríkið (lesist: við þjóðin) af miklum tekjum í formi virðisaukaskatts og afkoma ríkissjóðs versnar. Atvinnuleysi hefur aukist. Atvinnuleysi er sérstakt fyrirbæri. Það er mælt sem % af vinnuaflinu en fyrir einstakling þá upplifir hann ekki atvinnuleysi sem %. Annað hvort er hann með vinnu (0% atvinnuleysi) eða ekki (100% atvinnuleysi). Að vera ekki með vinnu skapar mikla streitu og setur allar áætlanir í uppnám. Aukið atvinnuleysi veldur sömuleiðis óvissu í hagkerfinu og óvissa hefur alltaf neikvæð áhrif á fólk. Það frestar fjárfestingum og dregur úr neyslu. Fyrirtæki draga úr ráðningum á starfsfólki, fækka jafnvel fólki og fresta fjárfestingum. Allt þetta hægir enn frekar á hagkerfinu. Seðlabankinn er meira að segja farinn að taka upp á því að lækka vexti - svo alvarlegt er ástandið. Íslenska hagkerfið byggir á þremur meginstoðum: Orku, sjávarafurðum og ferðaþjónustu. Svo mikil sveifla í einni af þessum grunnstoðum íslenska hagkerfisins hefur einfaldlega of alvarleg og of víðtæk áhrif á þetta litla hagkerfi til að láta hana afskiptalausa. Í ljósi síðustu talna af samdrætti í fjölda ferðamanna til landsins þá er það einfaldlega ábyrgðarleysi að láta það í hendur eins lögfræðings og leyfa honum að maka krókinn af því að selja aðgöngumiða að þessari ferðamannaperlu sem Ísland er. Ég skora því á stjórnvöld að taka yfir þetta ferli og koma planinu NOW air í gang, núna.
Framtíð Suðurnesjabæjar Hugmyndasamkeppni um nýtt aðalskipulag
Suðurnesjabær er yngsta sveitarfélag landsins og efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um mótun nýs aðalskipulags.Við erum að leita að spennandi og framsæknum hugmyndum en keppnin er einnig liður í vali á ráðgjafa til að vinna að gerð aðalskipulagsins. Þú finnur keppnislýsingu og öll gögn á sudurnesjabaer.is/is/hugmyndasamkeppni. Skilafrestur er til 4. október nk. Mótaðu framtíðina með okkur.
SUÐUR MEÐ SJÓ
SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS