Víkurfréttir 28. tbl. 45. árg.

Page 1


Íslandsmótið í golfi haldið í Leirunni

DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK

DansKompaní náði sögulegum árangri

Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2

hefjast

aftur á næstu dögum

„Þetta eru tímamót í sögu Suðurnesjalínu 2,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, en stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025.

Saga Suðurnesjalínu 2 er orðin löng en framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaga á leiðinni ásamt svæðisskipulagi og hafa öll fjögur sveitarfélögin á línuleiðinni samþykkt framkvæmdaleyfi. Samið hafði verið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum sem ekki hafa náðst samningar við. Byrjað var á hluta framkvæmdarinnar fyrir tveimur árum á milli Rauðamels og Fitja við byggingu nýs tengivirkis á Njarðvíkurheiði, strenglagnar til Fitja og reisingu Reykjaneslínu 1 milli

Njarðvíkurheiðar og Rauðamels. Gert er ráð fyrir að þessum hluta framkvæmda verði lokið í kringum næstu áramót. Með tilkomu Suðurnesjalínu 2, Reykjaneslínu 1 og spennistöðvar á Njarðvíkurheiði verður flutningskerfið sveigjanlegra í rekstri og afhendingaröryggi á Suðurnesjum eykst til muna. Nægjanleg flutningsgeta verður til ráðstöfunar sem getur mætt stærri frávikum þegar stórar framleiðslueiningar eða stærri notendur aftengjast kerfinu skyndilega eða til lengri tíma, t.d. vegna viðhalds.

Skaraði fram úr á heimsmeistaramótinu

Team DansKompaní sankaði að sér átta heimsmeistaratitlum, þrennum silfurverðlaunum og einum bronsverðlaunum auk þriggja galatitla á heimsmeistaramótinu í dansi sem lauk í Prag fyrir skemmstu. Heimsmeistaramótið er stærsta alþjóðlega danskeppnin fyrir börn og ungmenni sem koma alls staðar að úr heiminum og Team DansKompaní skaraði fram úr í keppninni.

Nánar er fjallað um keppnina og rætt við Helgu Ástu Ólafsdóttur, skólastjóra DansKompaní, í miðopnu blaðsins.

Síður 12–13

Síða 2

Nýr meirihluti tekinn til starfa

Síða 15

Síður 8–9

Fyrsta landsliðsmark Ingibjargar

Miðvikudagur 17. júlí 2024 // 28. tbl. // 45. árg.

Nýr meirihluti tekinn til starfa

í Suðurnesjabæ

Sameiginlegur málefnasamningur kynntur: Ætla að fækka fulltrúum í bæjarstjórn úr níu í sjö og skipulagsmál í forgangi.

Fundur bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar var haldinn á fimmtudag í síðustu viku þar sem nýr meirihluti tók til starfa. Nýr meirihluti samanstendur af bæjarfulltrúum O-, S- og tveggja fulltrúa D-lista, Einars Jóns Pálssonar og Oddnýjar Kristrúnar Ásgeirsdóttur, en Magnús Sigfús Magnússon, kjörinn fulltrúi D-lista, stendur fyrir utan meirihlutasamstarfið.

Fundurinn var langur og strangur en fyrsta mál á dagskrá var að kjósa nýjan forseta bæjarstjórnar og í kjölfarið fyrsta og annan varaforseta. Þá var nýtt bæjarráð skipað og skipan í ráð og nefndir stokkuð upp.

Jónína Magnúsdóttir (O-lista) er nýr forseti bæjarstjórnar og tók hún við stjórn fundarins úr höndum Einars Jóns Pálssonar (D-lista) sem hefur gegnt

em bættinu frá stofnun sveitarfélagsins. Fyrsti varaforseti er Laufey Erlendsdóttir (O-lista) og annar varaforseti er Anton Kristinn Guðmundsson (B-lista).

Kjör í embættin eru til eins árs. Sigursveinn Bjarni Jónsson (S-lista) tekur við formennsku í bæjarráði en með honum eru Einar Jón Pálsson, varaformaður, og Laufey Erlendsdóttir, varamenn eru Elín Frímannsdóttir (S-lista),

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

SUÐURNESJABÆR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir (D-lista), Jónína Magnúsdóttir (O-lista).

Magnús lagði fram lista og tilnefndi sig sem fulltrúa í bæjarráð en hlaut ekki kosningu, þá óskaði hann eftir að sitja sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu en þeirri ósk var hafnað. B-listi lagði einnig fram tillögu um Anton Kristinn sem aðalmann og Úrsúlu Maríu varamann í bæjarráði en þau hlutu ekki kosningu. Anton mun sitja fundi bæjarráðs sem áheyrnarfulltrúi og Úrsúla til vara.

Kynntu málefnasamning nýs meirihluta

Eftir að búið var að skipa í öll ráð og nefndir steig nýkjörinn formaður bæjarráðs, Sigursveinn Bjarni Jónsson (S-lista), í pontu og kynnti málefnasamning nýs meirihluta sem er byggður á stefnuskrám listanna þriggja (D-, O- og S-lista).

Þar vekur helst athygli að málið sem felldi fyrrum meirihluta, stað-

Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, renndi yfir málefnasamning nýs meirihluta.

setning gervigrasvallar á aðalvelli Reynis í Sandgerði, verður áfram unnið eftir áður samþykktri tillögu og þá verði reist stúka við aðalvöll Víðis og æfingaaðstaða yngri flokka félagsins bætt.

Einnig er á dagskrá meirihlutans að fækka fulltrúum í bæjarstjórn úr níu í sjö og það taki gildi þegar gengið verður til kosninga árið 2026.

Málefnasamninginn má sjá á vefsíðu Víkurfrétta, vf.is.

Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar, slítur sínum fyrsta bæjarstjórnarfundi.

Það þurftu allir að gefa

eitthvað eftir

Jónína Magnúsdóttir ræddi við

Víkurfréttir að loknum fyrsta fundi hennar í stól forseta bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Mýmörg mál þurfti að taka fyrir á fundinum, eins og að kjósa nýtt bæjarráð og stokka upp nefndir og ráð sveitarfélagsins, og þar urðu óvæntar uppákomur.

„Þessi fundur var nú pínu eldskírn í öllum sveitarstjórnarlögum og -reglum. Ég vona að ég verði ekki brennimerkt af því og læri bara af því,“ sagði nýr forseti bæjarstjórnar eftir fund.

Um það hvort mikilla breytinga væri að vænta í stefnumálum bæjarstjórnar sagði Jónína að blessunarlega hafi bæjarstjórnin verið sammála í ótrúlega mörgum málum á þessu kjörtímabili svo málefnalega ættu ekki að vera miklar breytingar í kortunum hjá nýjum meirihluta.

„Ef þú skoðar stefnuskrár listanna þá eru þær keimlíkar, enda eru þetta allt málefni sem brenna á íbúum og maður er að fylgja þeim eftir.“ Jónína sagði það kannski breytast hvernig málin eru unnin en hún gæti ekki sagt til um það hvernig meirihlutinn vann að málum á fyrri hluta tímabilsins komandi úr fráfarandi minnihluta. „Klárlega verða einhverjar breytingar og einhver áherslumunur, við eigum bara eftir að sjá hverju vindur fram í nefndum og ráðum.“ Hvort stjórn bæjarins hafi ekki verið meira og minna lömuð síðasta mánuð eftir klofning fráfarandi meirihluta sagði Jónína að búið væri að halda fundi í bæjarráði og afgreiða ýmis mál en auðvitað hafi meirihlutaviðræður einnig tekið mikinn tíma.

og Magnús einn á báti

Það er áhugavert að minnihlutinn í bæjarstjórn á einungis einn áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og hefur því ekki atkvæðarétt í ráðinu. Minnihluta skipa bæjarfulltrúar B-lista, Anton Kristinn Guðmundsson og Úrsúla María Guðjónsdóttir, og Magnús Sigfús Magnússon sem lýsti því yfir áður en gengið var til dagskrár að þar sem hann sé ekki aðili að nýjum meirihluta muni hann sitja áfram sem sjálfstæður einstaklingur í þeim málefnum sem lúta að störfum bæjarstjórnar það sem eftir er af þessu kjörtímabili.

Magnús óskaði eftir sæti sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði en sú tillaga var felld og er því óhætt að segja að Magnús sé einn á báti eftir að hafa klofið sig frá D-listanum. Í aðsendri grein sem B-listi sendi frá sér og birtist á vf.is segir m.a.: „Við í B-lista Framsóknar erum stolt af störfum okkar síðustu tveggja ára í meirihluta Suðurnesjabæjar. Við horfum ánægð yfir farinn veg á þau áherslumál sem flokkurinn kom í framkvæmd.

Gervigrasvöllurinn rís í Sandgerði Þrátt fyrir að stóra málið, þ.e. val á staðsetningu gervigrasvallar í Suðurnesjabæ, hafi orðið fráfarandi meirihluta að falli verður vinnu við hann haldið áfram á þeim forsendum að völlurinn verði reistur á Sandgerðisvelli. „Þetta er kannski ástæðan fyrir því að ekki náðist að mynda meirihluta strax, það var í raun og veru ekki hægt að mynda meirihluta um neina aðra tillögu. Það var búið að reyna ýmislegt, reyna að ná sáttum og ná einhverri lendingu en það gekk ekki – þetta er niðurstaðan og við þurfum að hafa stjórntækt sveitarfélag þannig að það þurftu allir að gefa eitthvað eftir og halda áfram.“ Aðspurð hvort ítarleg kostnaðargreining sú sem fráfarandi forseti bæjarstjórnar, Einar Jón Pálsson, hafði óskað eftir verði gerð og hvort hún muni hafa áhrif á verkið sagði Jónína: „Eins og staðan er núna þá er gervigrasvöllurinn að fara að rísa á aðalvelli Reynis og Reynismenn eru að fara að afsala sér vellinum til Suðurnesjabæjar svo allir geti notið góðs af þessum velli. Auðvitað, eins og með allar framkvæmdir sveitarfélagsins, þurfa þau að fara í kostnaðarmat og í útboð. Þannig að ég vænti þess að það verði unnið á faglegan hátt eins og allar aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu – það er ekki hægt að segja meira um það mál að svo stöddu.“ Allt viðtalið við Jónínu má sjá í rafrænni útgáfu Víkurfrétta og á vf.is.

Anton Kristinn Guðmundsson, fráfarandi formaður bæjarráðs, sagði að B-listi komi til með að styðja eftir sem áður öll góð verk sem verða unnin í bæjarstjórn út kjörtímabilið.

Reynslunni ríkari höldum við áfram og hlökkum til að starfa áfram saman af heilindum fyrir fólkið í Suðurnesjabæ, nú í minnihluta.“

Jónína
Jónína Magnúsdóttir tók við fundarstjórn af Einari Jóni Pálssyni en hann hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar frá stofnun Suðurnesjabæjar. VF/JPK
Magnús er orðinn einn á báti.

Kveikjum Ljósið í júlí!

Vörur til styrktar Ljósinu fást í

Nettó um allt land og á netto.is

Nettó × Ljósið taupoki

3.000kr/stk

Nettó × Ljósið Jenga

2.000kr/stk

Ágóðinn rennur óskiptur til endurhæfingar fólks sem greinist með krabbamein.

Frá framkvæmdum við hringtorg á Fitjum sem var gert til bráðabirgða árið 2015. VF/Hilmar Bragi

Áform uppi um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Fitja og Rósaselstorgs

Vega gerðin hef ur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnun ar fyr ir tvö föld un Reykjanes braut ar milli Hafnavegar og Garðskagavegar. Með áætluninni er verið að skoða hvaða áhrif framkvæmdirnar myndu hafa á umhverfið í kring.

Sam kvæmt matsáætl un inni er gert ráð fyr ir því að veg urinn verði fjögurra akreina, með tveimur akreinum í hvora átt og aðskilnaði akst urs stefna með vegriði.

Um er að ræða 4,7 km langan kafla Reykjanesbrautar gegnum bæj ar fé lög in Reykja nes bæ og Suður nesja bæ og áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta um fjóra milljarða króna.

Unnið hefur verið að tvöföldun Reykjanesbrautar síðan 2003 og stefnt er að því að ljúka verkinu alla leið frá Keflavíkurflugvelli að höfuðborgarsvæðinu.

„Það er gert ráð fyr ir því að þessi hring torg hverfi og í staðinn komi mislæg gatnamót, þó ekki eins mörg og hringtorgin,“ segir Helga Aðalgeirsdóttir, sér fræðingur hjá Vegagerðinni, í samtali við Morgunblaðið, en á þessum kafla brautarinnar eru fimm hringtorg.

Spurð hvort vitað sé hvenær fram kvæmd ir hefjast svarar Helga því neit andi. Enn sé mikil óvissa varðandi allar framkvæmd ir Vega gerðar inn ar því ekki sé búið að samþykkja samgönguáætlun.

Fjörutíu milljarða endurfjár-

mögnum hjá HS Orku

Áfram unnið að stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og stefnt að ljúka þeim í árslok 2025

HS Orka hefur lokið við að endurfjármagna skuldir félagsins og tryggja lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Fjármögnunin nær til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi og er mikilvægt skref í átt að metnaðarfullum áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggja á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum dollara eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er veitt af íslenskum og alþjóðlegum bönkum og sjóðum, segir í frétt frá HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, fagnar þessum mikilvæga áfanga í rekstri félagsins:

Um HS Orku

„Við erum afar sátt við það að hafa lokið svo umfangsmikilli endurfjármögnun á sama tíma og við höfum þurft að mæta fjölbreyttum áskorunum í rekstri vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum síðustu misseri. Þetta undirstrikar styrk félagsins og trú jafnt innlendra sem erlendra lánveitenda á vaxtaráform okkar til framtíðar. Það er jafnframt ánægjulegt að í hópi lánveitenda eru nýir aðilar en félagið gaf út skuldabréf á USPP (US Private Placement) markaðnum. Við erum eitt fyrsta einkarekna félagið hér á landi til að gefa út á þeim markaði og erum við stolt af því. Endurfjármögnunin fellur undir grænan fjármögnunarramma félagsins og styður þannig við langtímamarkmið okkar í rekstri. Við höldum áfram stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og stefnum að því að ljúka framkvæmdinni í árslok 2025 en hún mun, ásamt öðrum verkefnum sem eru framundan hjá okkur, leggja lóð á vogarskálar orkuskipta á Íslandi og mæta vaxandi eftirspurn eftir raforku hér á landi.“

HS Orka byggir á traustum grunni Hitaveitu Suðurnesja sem var var stofnuð í árslok 1974 og fagnar félagið því 50 ára starfsafmæli á árinu. Félagið hefur frá upphafi verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku hér á landi. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi en eigendur eru til helminga Jarðvarmi, félag í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Nýsköpun hefur ávallt verið hluti af kjarna félagsins sem sést best í Auðlindagarðinum, þar sem lögð er áhersla á fullnýtingu auðlindastrauma frá jarðvarmavirkjunum. HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi ásamt tveimur vatnsaflsvirkjunum, annars vegar Brúarvirkjun í Biskupstungum og hins vegar Fjarðarárvirkjanir í gegnum dótturfélagið Íslensk Orkuvirkjun Seyðisfirði.

Teymisstjóri geðheilsuteymis

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auglýsir eftir teymisstjóra við geðheilsuteymi HSS. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilsuteymi sinnir einstaklingum með alvarleg geðræn vandamál, sem þurfa á fjölþættri þjónustu að halda. Í geðheilsuteymi starfa geðlæknir, geðhjúkrunarfræðingur, sálfræðingar og félagsráðgjafi. Teymisstjóri kemur til með að vera málastjóri þjónustuþega og hefur því það hlutverk að halda utan um þjónustu við notanda, setja upp meðferðaráætlun og hafa yfirsýn með þörfum hans varðandi stuðning og miðlar því til annarra starfsmanna teymisins.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Umbótavinna í þverfaglegu geðheilsuteymi, stefnumótun, mótun verkferla og starfsáætlana

• Yfirumsjón með þörfum þjónustuþega og tryggja samfellu í þjónustu innan teymisins

• Ráðgefandi hlutverk og stuðningur fyrir starfsmenn teymisins

• Klínísk vinna í teyminu

• Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna sálfélagslegrar þjónustu

• Skipuleggja og veita þjónustu sem þörf er á hverju sinni

• Samvinna við starfsfólk heilsugæslustöðva, þjónustustöðva, geðsviðs Landspítala og annarra stofnana

Hæfniskröfur

• Heilbrigðismenntun og starfsleyfi frá Embætti Landlæknis

• Reynsla af vinnu í þverfaglegu teymi

• Reynsla af vinnu í geðendurhæfingu er kostur

• Reynsla af uppbyggingu og þróun nýrrar þjónustu er kostur

• Reynsla af vinnu í heilsugæslu er kostur

• Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu

• Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

• Íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 14.08.2024

Nánari upplýsingar veita: Kjartan Jónas Kjartansson, yfirlæknir, í síma 422-0500, kjartan.j.kjartansson@hss.is og Fjölnir Freyr Guðmundsson, fjolnir.f.gudmundsson@hss.is

Hægt er að sækja um starfið hér: Teymisstjóri geðheilsuteymis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja | Ísland.is (https://island.is/starfatorg/x-38468)

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

25-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM

25-50% VALIN GRILL OG PIZZAOFNAR

25-50% HITARAR OG ELDSTÆÐI 25-50% SLÁTTUVÉLAR

25-50% RAFMAGNSGARÐVERKFÆRI 25-50% REIÐHJÓL

25-50% GARÐHÚSGÖGN 25-50% BLÓMAPOTTAR

25-50% SUMARLEIKFÖNG 25-50% ÚTILEGUVÖRUR

50% VALIÐ HARÐPARKET, FLÍSAR OG MOTTUR

25-50% VALDAR GROHE VÖRUR 25-50% VALIN INNI- OG

ÚTILJÓS 25-50% VALIN HANDVERKFÆRI

25-50% HÁÞRÝSTIDÆLUR 25-50% RAFMAGNSVERKFÆRI

20% VINNUFÖT 25% HONDA Á SELHELLU

50% TACTIX VERKFÆRI 50% VALINN BLÁR BOSCH ...OG MARGT FLEIRA

ÞÚ SÉRÐ ÖLL TILBOÐIN Á BYKO.IS

Skannaðu kóðann og skoðaðu tilboðin

Ráðherra var afhent yfirlýsing héraðsfréttamiðla

„Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fjölmiðla undanfarin ár með þeim afleiðingum að rekstur margra héraðsfréttamiðla er kominn að þolmörkum. Má þar nefna breyttan fjölmiðlalestur yngra fólks, breytingar á auglýsingamarkaði, hærri póstburðargjöld og hækkun verðlags. Auglýsingar hafa í vaxandi mæli ratað á erlenda samfélagsmiðla og streymisveitur. Á sama tíma er hlutverk landsbyggðarmiðlanna fyrir sitt nærumhverfi óumdeilt því þeir sinna aðhaldi, upplýsingamiðlun og söguskráningu fyrir sín svæði sem aðrir fjölmiðlar ná ekki að sinna,“ segir í áskorun héraðsfréttamiðla á málþingi sem haldið var í Eyjum 7. júlí.

Málþingið var haldið í tilefni þess að Eyjafréttir fagna fimmtíu ára afmæli um þessar mundir en miðillinn hefur nú verið sameinaður fréttamiðlinum eyjar.net. Fyrir þingið höfðu fulltrúar sex landshlutamiðla samþykkt áskorun sem afhent var Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, en hún fer fyrir þessum málaflokki í Stjórnarráðinu. Í áskoruninni kemur m.a. fram að forsvarsmenn héraðsfréttamiðla vilja aukið gegnsæi og fyrirsjáanleika við úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla.

Fjárheimild til staðar

Þá er í ályktuninni vísað til þess að undanfarin ár hefur mikil umræða átt sér stað um stuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla. „Frá árinu 2020 hefur verið veittur stuðningur samkvæmt ákvörðun Alþingis upp á 370–470 milljónir á ári. Sá stuðningur hefur hjálpað og í einhverjum tilfellum lengt lífdaga sumra miðla en hann hefur því miður ekki dugað til að bæta eiginfjárstöðu útgáfufyrirtækjanna. Miðað við fjárlög ársins 2024 eru 700 milljónir áætlaðar til að styðja einkarekna fjölmiðla í landinu.

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Fyrirlesarar á málþinginu. F.v. Guðmundur Sv. Hermannsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum fréttastjóri, Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Páll Magnússon, fv. fréttamaður og alþingismaður, Valgeir Örn Ragnarsson, varafréttastjóri RÚV, og Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar. Ljósmynd/Eyjafréttir

Hvernig er ekki nánar skilgreint í fjárlögunum. Þess vegna skorum við neðangreind, ritstjórar og útgefendur héraðsfréttamiðla, á viðskipta- og menningarmálaráðherra að veita allri þessari upphæð í árlegan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla fyrir árið 2023. Aukinn beinn stuðningur hins opinbera er fjölmiðlum okkar lífsnauðsynlegur auk þess sem íslenska ríkið á enn langt í land með að styðja við einkarekna fjölmiðla

eins og gert er á Norðurlöndunum.“ Undir ályktunina rita forsvarmenn Austurgluggans/Austurfréttar, Eyjafrétta, Eyjar.net, Skessuhorns, Vikublaðsins og Víkurfrétta.

Erum í limbói

„Nú erum við í þeirri stöðu eins og aðrir miðlar að það eru ekki nægar tekjur til að reka fyrirtækin. Fjölmiðlastyrkur hefur hjálpað til en það sem okkur finnst vanta er

aukið gegnsæi og að það liggi fyrir hver styrkurinn er á hverju ári. Núna erum við í svolitlu limbói,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta og skipuleggjandi ráðstefnunnar. „Svo viljum við að það verði kafað ofan í mál héraðsfréttamiðla og leggjum til starfshóp með stjórnvöldum og vonumst til þess að hann komist á laggirnar og menn geti farið að skoða þetta í fullri alvöru,“ bætti hann við.

Enginn netabátur er á veiðum frá Suðurnesjum

Þá er júlímánuður kominn í gang og veðurfarslega séð ber ennþá lítið á því að það sé sumar, frekar kalt búið að vera undanfarið. Það er frekar rólegt yfir öllu nema að strandveiðibátarnir nýta þessa fáu daga sem eftir eru af vertíðinni til þess að róa, núna er ufsinn farinn að gefa sig meira og þeir strandveiðibátar sem hafa farið út að Eldey og þar í kring hafa veitt vel af ufsa.

Annars kom frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarsson GK til Grindavíkur núna í byrjun júlí með 702 tonna afla. Af þessum afla var mest af þorski, 159 tonn, 151 tonn af ýsu, 130 tonn af ufsa og 115 tonn af gullaxi. Sem sé nokkuð blandaður afli.

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin,

HEYRN.IS

Baldvin Njálsson GK kom til Hafnarfjarðar með 944 tonna afla og þar var mest af ýsu, eða 600 tonn, 169 tonn af þorski og 39 tonn af karfa.

Núna í byrjun júlí hafa báðir togarar Nesfisks landað rækju á Siglufirði, Pálína Þórunn GK kom með 38 tonn og af því þá var rækja 19 tonn, Sóley Sigurjóns GK kom með 48 tonn og af því var rækja 27 tonn.

Aðalbjörg RE er ennþá alein á veiðum hérna fyrir sunnan og hefur landað núna í byrjun júlí 30 tonnum í fjórum róðrum, mest 8,5 tonnum í róðri. Eins og áður er mest af kola í aflanum því aðeins eru 3,3 tonn af þorski í aflanum hjá

Aðalbjörgu RE.

Báðir stóru línubátarnir hjá Vísi hf. í Grindavík komu með afla þangað. Páll Jónsson GK kom með

Næsti úrgáfudagur

90 tonn og Sighvatur GK kom með 133 tonn. Hjá Sighvati GK var mest af löngu eða 64 tonn og 22 tonn af keilu. Hjá Páli Jónssyni GK þá var mest af löngu, 37 tonn og 26 tonn af keilu.

Tveir Einhamarsbátar eru fyrir austan, Gísli Súrsson GK sem er með 34 tonn í fimm róðrum og Auður Vésteins SU sem er með 30 tonn í fimm róðrum.

Hulda GK er kominn til Skagastrandar og hefur landað þar 8,2 tonnum í tveimur róðrum.

Bergur Vigfús GK, sem er kominn á færaveiðar og að eltast við ufsann, kom með 3,3 tonn í einni löndun og af þeim afla var ufsi 1,7 tonn. Addi Afi GK sem er á strandveiðum er kominn með 3,5 tonn í fjórum róðrum og mest eitt tonn í róðri.

Annars núna það sem af er júlí þá eru fjórir strandveiðibátar

BREYTTIR ÚTGÁFUDAGAR Í SUMAR

Víkurfréttir munu koma út hálfsmánaðarlega í stað vikulega næstu fjórar vikurnar. Næstu blöð koma út 31. júlí og 14. ágúst en eftir það verður útgáfan vikuleg.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

komnir með yfir fjögur tonn og allir eiga það sameiginlegt að hafa náð töluvert af ufsa líka, hæstur núna er Dímon GK með 4,4 tonn í fimm róðrum og mest 1,3 tonn í róðri. Stakasteinn GK er með 4,3 tonn í fimm róðrum. Arnar ÁR, sem rær frá Sandgerði, er með 4,2 tonn í fjórum róðrum og af þeim afla er ufsi tæpt eitt tonn, Snorri GK með 4 tonn í fjórum róðrum og mest 1,8 tonn í róðri en hann hefur verið ansi seigur hann Gísli sem er með Snorra GK að veiða ufsa því af þessum fjórum tonnum sem báturinn hefur veitt er ufsi 1,3 tonn. Enginn netabátur er á veiðum frá Suðurnesjum og óljóst í raun hversu margir bátar munu verða á netum því ekki er vitað hvað Hólmgrímur gerir varðandi útgerð sína en hann hefur gert út netabáta ansi lengi og var á síðustu vertíð með Friðrik Sigurðsson ÁR á leigu, ásamt því að Sunna Líf GK, Addi Afi GK og Halldór Afi GK voru allir á netum fyrir Hólmgrím og hans fiskvinnslu.

Myglarekki!

Íslenzk hönnun, íslenzk framleiðsla fyrir íslenzkar aðstæður Haltu kyndikostnaði niðri með húskubbum frá Polynorth Eigum húskubba fyrir bæði sökkla og veggi á lager

Stórkostlegt í einu orði sagt

Team DansKompaní toppar

árangur sinn ár eftir ár

Team DansKompaní náði frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í dansi, Dance World Cup, sem lauk fyrir skemmstu.

Team DansKompaní skaraði fram úr í keppninni sem er stærsta alþjóðlega danskeppnin fyrir börn og ungmenni sem koma alls staðar að úr heiminum.

Team DansKompaní vann átta heimsmeistaratitla, þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaunum. Þá vann hópurinn þrjá galatitla og öll gullverðlaunaatriði skólans voru valin til að taka þátt í galakeppninni en aðeins stigahæstu heimsmeisturunum er boðin þátttaka. DansKompaní var t.d. eini skólinn sem átti sex atriði í eldri hópnum.

Keppendur Team Dans Kompaní töldu um fimmtíu manns á aldrinum átta til 23 ára en árlega taka yfir 120.000 börn og ungmenni þátt í forkeppnum sem eru haldnar í heimalöndum þeirra og reyna að tryggja sér sæti á mótinu.

Myndirnar tala sínu máli.

Skólamatur ehf óskar eftir að ráða matreiðslumann í teymið sitt með frábæru fagfólki í miðlægt eldhús sitt í Reykjanesbæ.

Vinnutíminn er alla jafna frá kl. 6:00 til 15:00 alla virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið fellst í undirbúningi, framleiðslu og eldun á skólamáltíðum fyrir leik- og grunnskóla ásamt frágangi og öðrum tilfallandi verkefnum í eldhúsi.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Sveinspróf í matreiðslu eða sambærileg reynsla og/eða menntun

• Reynsla af sambærilegu starfi kostur

• Brennandi ástríða fyrir mat og matargerð

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningabréf.

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum radningar@skolamatur.is Umsóknir berist í gegnum Alfreð.

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Skólamatur ehf er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.

Á setningarathöfn mótsins fylltu keppendur stræti og torg í Prag og eins og sjá má

„Mér finnst skemmtilegra að vera í svona bæjarfílingi,“

– segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompaní, hefur rekið dansskólann frá árinu 2010 og rak um tíma tvo dansskóla samtímis. Vöxtur skólans og árangur nemenda hans í danskeppnum á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli enda er skólinn í allra fremstu röð.

Helga er upphaflega frá Blönduósi en flutti ung til Reykjavíkur. „Ég er að mestu alin upp þar en var öll sumur fyrir norðan. Ég hef oft hugsað til þess að ef ég hefði ekki flutt frá Blönduósi þá hefði ég ekki fengið þá dansmenntun sem ég fékk, það er náttúrulega mitt starf í dag og það sem ég vil gera,“ segir Helga. Rak tvo dansskóla um tíma

Helga byrjaði að kenna dans í Reykjanesbæ á vorönn 2013 og kenndi þá bæði í DansKompaní og Bryn Ballett sem var þá á Ásbrú.

„Ásta Bærings stofnaði skólann 2010 og ég byrjaði að kenna hér í janúar 2013. Hún er alin upp í JSB eins og ég, hún er aðeins eldri en ég og var kennari þar þegar ég var yngri. Ég var þá að reka skóla í bænum og á þessum tíma var Dans Dans Dans, þáttur á RÚV, sem ég var að keppa í. Við komumst í úrslit og vöktum talsverða athygli. Ásta bað mig að koma til að kenna hér og ég sagði já við því.

Tæpu ári síðar bað hún mig um að taka við skólanum alfarið. Ég gerði það og fyrsta árið rak ég tvo dansskóla, þennan hér og þann sem ég var með í bænum. Eftir að ég tók við DansKompaníi gaf ég hann frá mér og færði mig úr bænum. Mér finnst skemmtilegra að vera í svona bæjarfílingi heldur

MENNING & LISTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

en borgarfíling. Sá skóli lokaði ári eftir að ég hætti með hann.“

Vilja fá myndir af sér

Árangur dansskólans talar sínu máli en frammistaða Team DansKompaní á heimsmeistaramótinu í dansi síðustu ár hefur vakið gríðarlega athygli. „Nemendur alls staðar að úr heiminum vilja fá myndir af sér með krökkum héðan. Við erum orðin afskaplega stór í þessu móti og það muna allir eftir okkur frá því í fyrra,“ segir skólastjórinn og stoltið leynir sér ekki.

„Árangurinn var sögulegur í fyrra og svo toppuðum við hann í ár. Það voru einhvern veginn engar líkur á því en einhvern veginn gerðist það og við erum orðinn einn sterkasti skóli í heimi.“

Hversu oft hafið þið tekið þátt í heimsmeistarakeppninni?

„Við fórum fyrst árið 2019 en þá var ég ekkert alveg á því að taka þátt. Sá aðili sem skipuleggur keppnina hérna heima fékk leyfið í lok árs 2018 og því var fyrirvarinn skammur. Ég var búin að skipuleggja skólaárið en það fer mikill tími í undirbúning fyrir svona keppni.

Það voru kennarar hérna við skólann sem vildu fara út svo við ákváðum að láta slag standa og taka tvær ellefu, tólf ára með okkur – þannig að þetta voru sjö dansarar í heildina sem fóru út. Við gerðum þetta á þeim forsendum að þau myndu æfa fyrir utan fyrirfram skipulagða námsskrá skólans – og það er alltaf þannig, æfingar fyrir þessa keppni fer fram fyrir utan hefðbundna dagskrá skólans. Þess vegna eru sér samfélagsmiðlar og sér lógó fyrir hópinn. Það er allt sér af því að þetta er ekki skólinn.“

Hópurinn fór úr og náði ágætis árangri, m.a. bronsverðlaunum og tvisvar í fimmta sæti, en fram að því höfðu þau aldrei keppt.

„Það var áhugaverður árangur,“ segir Helga. „Líka af því að það er talað um að ef maður er í topp

tíu þarna úti þá ertu náttúrulega á topp tíu í heiminum, það er í rauninni rosalegur staður að vera á. Svo eru alltaf efstu sex sætin kölluð upp í verðlaunaafhendingunni svo það var vissulega mjög skemmtilegt að upplifa það.“

Eftir að hafa tekið þátt í fyrsta sinn ákváðu Helga og félagar að endurtaka leikinn og fara af fullum krafti í næstu keppni og síðan var ekki aftur snúið.

Stöðug fjölgun

Helga segir að skólinn sé sístækkandi. „Auðvitað eru öldudalir í þessu eins og öðru, eins og árin 2020 til 2022, en skólinn telur núna um 400 nemendur. Við erum náttúrulega einn af stóru skólunum á landinu,“ segir hún en með 400 iðkendur er DansKompaní sennilega að ein af fjölmennustu íþróttadeildum Reykjanesbæjar.

Íbúar stórbæta aðstöðu fyrir sorptunnur í Reykjanesbæ

Eftir breytingu á flokkunarkerfi síðla árs 2023 hafa íbúar í Reykjanesbæ unnið að því að bæta aðstöðu og aðgengi að tunnum við sín heimili. Kalka fagnar þessu og hefur undanfarið unnið sérstaklega með stærstu leigufélögum á Ásbrú til þess að bæta aðstöðu íbúa þar.

Nú er vinnan við skýlin langt komin og mun klárast á næstu vikum en samhliða þeim breytingum hefur einnig verið ráðist í bættar merkingar ásamt upplýsingagjöf til íbúa sem nú þegar er farið að skila sér í bættri flokkun. Fyrir áhugasama má benda á að Kalka er farin að birta úrgangstölfræði þar sem hægt er að fylgjast með flokkunarárangri á Suðurnesjum. Tölfræðina er að finna á vef Kölku undir flipanum þjónusta.

Vert er að benda á að íbúar bera sjálfir ábyrgð á flokkun frá sínum heimilum, en ábyrgðin nær einnig til aðkomu, aðgengis og gæða endurvinnsluefnanna sem þeir safna. Íbúar þurfa því að flokka rétt og tryggja að tunnum sé þannig komið fyrir að að ekki skapist af þeim óþægindi eða óþrifnaður og að endurvinnsluefnin haldist hrein.

Þjónustuaðilar sem sjá um að hirða úrgang frá heimilum meta nú hvern flokk fyrir sig við tæmingu og ef um er að ræða ranga flokkun er tunnan nú skilin eftir og ekki tæmd fyrr en hún samræmist þeim merkingum sem á henni eru. Þegar þessi staða kemur upp eru settir límmiðar á tunnuna þar sem nánari skýring á því hvers vegna tunnan var ekki tæmd verður gefin upp. Ef sú staða kemur upp að tunnan er ekki tæmd vegna rangrar flokkunar er það á ábyrgð íbúa að leiðrétta flokkunina og annað hvort bíða eftir næstu tæmingu eða fara með flokkaðan úrgang á næstu móttökustöð / gámaplan Kölku.

Nánari upplýsingar um hvernig á að flokka er að finna á vef Kölku (kalka.is)

Við hvetjum þá íbúa sem eiga eftir að aðlaga aðstöðu fyrir tunnur við sín heimili til þess að huga að því þannig að allt verði í lagi hjá okkur í vetur þegar lægðirnar fara að hlaupa yfir Suðurnesin.

Gangi ykkur vel og takk fyrir að flokka

Danskennarinn Helga Ásta Ólafsdóttir með Emelíu dóttur sinni. VF/JPK
Lengra viðtal við Helgu birtist á vef Víkurfrétta, vf.is, um næstu helgi.
Helga Ásta gleðst með félögum í Team DansKompaní yfir glæsilegum árangri á heimsmeistaramótinu í Prag.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR BRYNJÓLFSSON, Akurgerði 25, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 23. júlí klukkan 13.

Hallgrímur Einarsson Guðjón V. Reynisson Hjördís Harðardóttir Ragnheiður Reynisdóttir Rikharður Reynisson Hrafnhildur Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR G. VALDIMARSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 14. júní síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar HSS fyrir alúð og kærleika í umönnun Valgerðar.

Árni Þór Hilmarsson Guðrún Snorradóttir

Kristín Hilmarsdóttir

Hjördís Hilmarsdóttir Valur Ketilsson barnabörn og barnabarnabörn

Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,

THEODÓRS GUÐBERGSSONAR, Vallarási 4, Reykjanesbæ.

Sérstakar þakkir til starfsfólks á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun.

Jóna Halla Hallsdóttir

Guðbjörg Theodórsdóttir Kjartan Steinarsson

Gunnrún Theodórsdóttir

Anna Björk Theodórsdóttir

Halldór Theodórsson Jóhanna I. Sigurjónsdóttir afabörnin og langafabörnin.

Hola í höggi á Havaí?

Atli Kolbeinn Atlason er einn litríkari meðlima Golfklúbbs Grindavíkur. Alla golfara dreymir um að ná „draumahögginu“, Atli hefur náð því tvisvar sinnum, m.a. á par 4 holu. Þar sem hann dreymir um að heimsækja Hawaii er ekki fáranlegt að láta sér detta í hug að hann eigi eftir að grípa í golfkylfurnar þar og líkleg niðurstaða hlýtur að verða „hola í höggi“.

Nafn:

Atli Kolbeinn Atlason.

Staða: Í sambúð.

Búseta: Selfoss.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Er á Spáni eins og er, annars verður restinni eytt í golfi.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju?

Grindavík, það er besti bærinn.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)? Havaí er draumastaðurinn.

Atli ásamt Svanhvíti Hammer, eiginkonu sinni, og dótturinni Lindu Björk.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin?

Grilluð nautalund sem ég geri, hún hefur heillað það marga að síminn stoppar ekki á sumrin. Haukur formaður knattspyrnudeildar UMFG er aðallega að hringja þar sem hann er með matarást á mér.

Hvað með drykki? Ískaldur bjór í góðu veðri, annars Pepsi Max.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Jú, ábyggilega fint að kíkja þangað.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Slá blettinn.

Veiði, golf eða önnur útivist? Golf alla daga. Tónleikar í sumar? Nei, ekki þetta sumarið. Áttu gæludýr? Neibb.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Rocas rakspírinn er bestur!

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/ gera á Suðurnesjum? Grindavík og keyra Nesveginn til Keflavíkur.

Fjölmenni í sögugöngu um Innri-Njarðvík

2014-2018 27 umferðaslys þar af 4 alvarleg*

2019-2023 5 umferðaslys þar af 2 alvarlegt*

*Heimild: Slysakort Samgöngustofu

Öruggari leið í gegnum

Vaðlaheiðargöng

Engin umferðaslys hafa orðið í göngunum á þeim fimm árum sem liðin eru frá opnun þeirra

Fjöldi fólks mætti í sögugöngu um Innri-Njarðvík á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar miðvikudaginn 3. júlí. Það tóku um 120 manns þátt í göngunni sem Helga Ingimundardóttir, leiðsögumaður, leiddi. Hún sagði frá húsum og fólki og stoppað var í kirkjunni og húsi byggðasafnsins að Njarðvíkurbraut 42. Næsta ganga verður um YtriNjarðvík þann 30. júlí og hefst klukkan 20. Gönguna leiðir Kristján Jóhannsson og hefst hún við kirkjuna í Ytri-Njarðvík. Fleiri göngur verða auglýstar þegar nær dregur, bæði á samfélagsmiðlum og vef Byggðasafns Reykjanesbæjar [ www.byggdasafnreykjanesbaejar.is]. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá Reykjanesbæjar í ár. Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Helgi Pálmason í sögugöngunni sem var farin um InnriNjarðvík.

Sögugangan var vel sótt eins og sjá má.
Helga Ingimundardóttir, leiðsögumaður, leiddi gönguna.

EKKI ÓTTAST RIGNINGUNA

Lindab þakrennur eru bæði endingargóðar og fallegar

Áratuga reynsla við íslenskar aðstæður.

Auðvelt í uppsetningu.

Fjölbreytt úrval lita í boði.

Allar helstu einingar á lager.

Skoðaðu úrvalið

sport

„Bergvíkin breytist úr því að vera hola númer þrjú í að verða hola númer tólf. Þú vinnur ekki mótið á henni en þú getur tapað því,“ segir Sveinn Björnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja (GS) en klúbburinn heldur Íslandsmótið á 60 ára afmælisári sínu. Mótið sjálft hefst á fimmtudaginn og því lýkur á sunnudag en á mánudag kepptu 35 kylfingar um tvö laus sæti í karla- og kvennaflokki. Ýmislegt annað verður í gangi í Leirunni fram að móti og er mikill hugur í GS-ingum í aðdraganda þess.

Íslandsmótið í golfi var fyrst haldið árið 1942 og er þetta því í 83. skipti sem mótið er haldið. Konurnar kepptu fyrst árið 1967 og mótið í ár því það 53. í röðinni en það var einmitt einn stofnfélaga GS, Guðfinna Sigurdórsdóttir, sem hampaði fyrsta titlinum en hún vann titilinn þrisvar í röð. Þess má til gamans geta að dóttir Guðfinnu, Karen Sævarsdóttir, er sigursælasti kvenkylfingur Íslands með alls átta Íslandsmeistaratitla.

GS sótti um að halda mótið 2026 eða 2027 en ákvað að láta slag standa í ár þegar Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) gaf mótið frá sér síðasta haust en þetta verður í 21. skipti sem Íslandsmótið er haldið í í Leirunni. GS á ríkjandi Íslandsmeistara karlamegin, Logi Sigurðsson vann glæsilegan sigur í fyrra og mætir að sjálfsögðu til leiks í ár til að verja titilinn, ásamt sjö öðrum kylfingum úr GS, þar af eru tvær konur.

Sveinn sagði að GS sé að halda mótið fyrr en áætlað var. „Við vorum á báðum áttum að taka við mótinu því við vorum með aðrar áætlanir en ákváðum svo að taka boðinu, bretta upp ermar og ýta þeim breytingum á vellinum sem hafa verið í undirbúningi undanfarin ár úr vör. Allir lögðust á eitt og ber að þakka starfsfólki og sjálfboðaliðum að ógleymdum nokkrum fyrirtækjum kærlega fyrir sitt framlag. Breytingarnar snúa að holuröðun, byrjunin á vellinum þótti ansi erfið þar sem fjórar erfiðustu holurnar voru þær fyrstu, m.a. hin rómaða Bergvík. Einn góður benti á að það væri hálf nöturleg staðreynd að Bergvíkin væri nánast aldrei í mynd þegar mót eru útkljáð, þess vegna breyttum við röðuninni. Í dag byrjar völlurinn á gömlu níundu brautinni og seinni níu byrja þar sem fyrsta holan byrjaði, Bergvíkin er því orðin hola númer tólf. Ein-

Sveinn Björnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja. VF/pket

BESTU KYLFINGAR LANDSINS MÆTA Á SNÚINN HÓLMSVÖLL

hver sagði að mót séu ekki unnin á Bergvíkinni en þau geta auðveldlega tapast á henni. Önnur breyting sem líka er vert að minnast á er að gamla fyrsta holan, sem nú er hola númer tíu, breytist úr par 5 í par 4 og allir teigarnir færast framar. Það var ákveðin slysahætta í gangi þegar kylfingar slógu upphafshöggið á gömlu teigunum, ef þeir misstu drævið í „húkk“ þá gat boltinn annað hvort lent í öðrum leikmanni sem var að æfa púttin sín, eða í grjóti sem eru þar fyrir framan og skotist til baka. Nú er engin hætta á ferðum, þessi breyting er frábær að okkar mati og allar þessar breytingar á vellinum hafa mælst mjög vel fyrir hjá þeim sem hafa spilað völlinn í breyttri mynd og við erum mjög ánægð með þær. Aðalvinnan við þessar breytingar hefur verið að byggja nýja stíga og lögðust allir á eitt með að láta dæmið ganga upp, við erum mjög stolt af þessum breytingum á vellinum.“

Meistara-kvöldverður og pró-am

Golfvöllurinn í Leiru lokaði fyrir hinn almenna golfara frá og með mánudeginum en þá kepptu 35 kylfingar um tvö laus sæti í karlaog kvennaflokki. Sú nýjung er líka að fatlaðir kylfingar fá að láta ljós sitt skína áður en sjálft Íslandsmótið hefst á fimmtudag. Efnt var til móts á þriðjudeginum þar sem nokkrir keppendur í Íslandsmótinu kepptu með almennum kylfingum úr röðum styrktaraðila og svo ákváðu GS-ingar að bjóða upp á nýjung, svokallaðan Meistarakvöldverð og vonast þeir til að þessi siður muni festa sig í sessi.

„Skráningin í mótið í ár er svipuð og í fyrra en færri komast að en vilja. Hámarksforgjöf í mótið er 1,4 hjá körlum og 7,4 hjá konum. Það hefur orðið mikil framför í golfinu á undanförnum árum og

er gaman að sjá hve marga lágforgjafakylfinga við eigum í dag. Sú nýjung er í ár að fatlaðir kylfingar keppa sín á milli og venja er að mót er haldið í byrjun vikunnar þar sem keppendur á Íslandsmótinu keppa með almennum kylfingum úr röðum styrktaraðila. Við hjá GS náðum svo að koma einni nýjung að og vonumst við til að hún muni festa sig í sessi, svokallaður Meistara-kvöldverður. Hann er þannig að ríkjandi Íslandsmeistarar, sem nú eru þau Logi Sigurðsson og Ragnhildur Kristinsdóttir sem er í GR, ákveða matseðilinn. Allir Íslandsmeistarar eru boðnir í þennan kvöldverð ásamt stjórn GSÍ og GS og verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. RÚV mun sinna mótinu mjög vel með beinum útsendingum og það var gaman að sjá kynningu hjá KPMG en þeir hafa tekið saman ógrynni tölfræðiupplýsinga frá Íslandsmótunum síðan 2001, þegar vefurinn golf.is opnaði. Við eigum von á fjölda manns og blessunarlega virðast veðurguðirnir ætla að spila gott mót með okkur, við hlökkum mikið til að halda þetta mót,“ sagði Sveinn að lokum.

Bergvíkin

„Ég reyni að mæta í þetta mót eins og önnur mót, ekki hugsa of mikið um titilvörnina. Sveiflan er fín og ég er til í slaginn. Hólmsvöllur er í frábæru standi þar sem ég þekki hverja þúfu,“ sagði Logi Sigurðsson Íslandsmeistari í golfi 2023 en hann mun hefja titilvörn sína á fimmtudagsmorguninn þegar Íslandsmótið í golfi 2024 hefst, á sextugsafmælisári Golfklúbbs Suðurnesja. Allir bestu karl- og kvenkylfingar landsins mæta í Leiruna til að berjast um stærsta titil ársins. Suðurnesjakylfingurinn Logi Sigurðsson á titil að verja og fær heimavöllinn til þess. GS fagnar 60 ára afmæli á árinu og á þeim árum hafa margir Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki komið til GS. Þorbjörn Kjærbo sigraði fyrst 1968 og vann þrjá í röð. Næsti titill kom ekki fyrr en 1983 en þá sigraði Gylfi Kristinsson. Sigurður Sigurðsson vann næst 1988 og Örn Ævar Hjartarson vann síðan 2001. Logi, sem er sonur Sigurðar Sigurðssonar, kom svo eftir rúmlega

Páll Ketilsson pket@vf.is

tuttugu ára bið, með titil í fyrra. Hjá kvenfólkinu ruddi Guðfinna Sigurþórsdóttir brautina í íslensku kvennagolfi þegar hún vann í þrígang á fjórum árum, fyrst 1967. Dóttir hennar, Karen Sævarsdóttir varð Íslandsmeistari átta ár í röð frá árinu 1989 en þá var mótið haldið í Leirunni. Það met, að sigra átta ár í röð verður seint slegið. Hún keppti ekki næstu árin því hún reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Bandaríkjunum frá árinu 1997. Golfklúbbur Suðurnesja er eini klúbbur landsins sem getur státað sig af því að eiga feðga og mæðgur sem Íslandsmeistara. Keppendur á Íslandsmótinu í Leiru eru 153, 57 konur sem er met og 96 karlar en tæplega 200 manns skráðu sig til leiks. Um fjórðungur umsækjenda komst ekki í mótið en þeir kylfingar sem voru með lægstu forgjöfina komust inn.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Séð yfir átjándu flötina. Fyrsta, tólfta og sextánda fjær. VF/pket

ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI 2024

HÓLMSVÖLLUR Í LEIRU

GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA ÞAKKAR STARFSMÖNNUM, SJÁLFBOÐALIÐUM OG STYRKTARAÐILUM FYRIR

UNDIRBÚNING OG UMBÆTUR Á HÓLMSVELLI Í LEIRU FYRIR ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI ÁRIÐ 2024

Allir bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki berjast um stærsta titilinn í íslensku golfi á Hólmsvelli í Leiru 18.–21. júlí

Ókeypis aðgangur

Ásbrúarvöllur er falinn gimsteinn golfarans

sér upp í myndatöku með Pálma og Birki Þór.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Háaleitisskóli

- Deildarstjóri stoðþjónustu

Akurskóli

- Kennari á unglingastig

- Kennari í textílmennt

Akurskóli

Drekadalur

- Kennarar

Fjörheimar félagsmiðstöð

- Frístundaleiðbeinandi

Fjörheimar félagsmiðstöð á Ásbrú

- Starfsfólk

Háaleitisskóli

- Grunnskólakennari á elsta stig

Háaleitisskóli

- Grunnskólakennari á miðstigi

Háaleitisskóli

- Grunnskólakennari á yngsta stig

Myllubakkaskóli

- Atferlisráðgjafi eða þroskaþjálfi

- Sérkennari

Myllubakkaskóli

Íþróttamiðstöð Stapaskóla

- Starfsfólk

Önnur störf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ?

Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

GOLF

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

„við viljum endilega að allir viti af þessum frábæra par 3 golfvelli, ég kem oft hingað og æfi mig,“ segir Pálmi Freyr randversson, framkvæmdastjóri kadeco í reykjanesbæ, en kadeco er þróunarfélag keflavíkurflugvallar og sér um að þróa land í kringum keflavíkurflugvöll ásamt reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og isavia. ásbrúarvöllur er par 3 golfvöllur en þó er ein par 4 hola á meðal níu holanna, hola fjögur er 240 metra löng og því eðlilegt að hún sé par 4. íslandsmótið í golfi fer fram í þessari viku á Hólmsvelli í leiru, golfvelli golfklúbbs Suðurnesja, og þar sem völlurinn er lokaður á meðan er gráupplagt fyrir Suðurnesjabúa og fleiri að skella sér á ásbrúarvöll.

Eflaust eru fleiri en blaðamaður sem höfðu ekki hugmynd um tilvist þessa flotta golfvallar en hann mun verða spilaður í þessari mynd hið minnsta í tvö ár en Pálmi segir að í framtíðinni verði byggt á svæðinu.

„Þessi flotti völlur hefur verið til í u.þ.b. tíu ár en því miður virðast ekki allir vita af honum og þess vegna datt okkur í hug að reyna kynna hann betur. Landið er í eigu ríkisins en Kadeco sér um að skipuleggja svæðið ásamt Reykjanesbæ og við viljum styðja við samfélagið með því að bjóða öllum upp á að spila golf frítt, viðkomandi þarf ekki að vera í golfklúbbi til að mega spila Ásbrúarvöll. Það er gaman að sjá fólk frá hinum ýmsu þjóðarbrotum koma hingað með nokkrar kylfur og spila golf, fólk fær góða hreyfingu og það er okkur hjá Kadeco mikil ánægja að geta boðið upp á þessa afþreyingu. Völlurinn verður spilaður í þessari mynd næstu tvö sumur hið minnsta en búið er að plana byggingu sérbýlishúsa hér en ég á ekki von á að framkvæmdir hefjist fyrr en eftir tvö ár. Svæðið er 12,5 hektarar og í dag er ekki einu sinni leikið á því öllu og framkvæmdir munu gerast í áföngum svo ég á ekki von á öðru en Ásbrúarvöllur

... margir tala um að þetta sé ein besta leiðin til að æfa sig í golfi, að spila par 3 völl, því þá er alltaf verið að æfa stutta spilið, þau högg telja jafn mikið ef ekki meira en gott dræv ...

geti verið níu holu flottur völlur næstu árin. Ég spila reglulega hérna, margir tala um að þetta sé ein besta leiðin til að æfa sig í golfi, að spila par 3 völl, því þá er alltaf verið að æfa stutta spilið, þau högg telja jafn mikið ef ekki meira en gott dræv,“ sagði Pálmi. Birkir Þór Karlsson er vallarstjóri í Leirunni en GS sér um að hirða Ásbrúarvöll og sér líka um hinn glæsilega púttvöll á Mánaflöt í Keflavík.

„Við ákváðum að stækka verkefnið í ár og gera Ásbrúarvöll glæsilegri. Við erum búnir að breikka brautirnar, settum eins teigmerkingar eins og eru í Leirunni og erum mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist. Við reynum að komast sem oftast að slá grínin og halda vellinum í góðu standi en það er búið að vera mikið að gera að undanförnu við að undirbúa Íslandsmótið sem hefst í næstu viku. Leiran verður lokuð á meðan og því er gráupplagt fyrir golfara að skella sér hingað á Ásbrúarvöll,“ sagði Birkir Þór.

Þær Halldóra Júlíusdóttir, Hulda Árnadóttir, Margrét Sigríður Karlsdóttir voru að spila og stilltu

Suðurnesjakonur frábærar með sínum landsliðum:

Agnes María í fimm manna

úrvalsliði Evrópumótsins

Íslenska U20 landslið kvenna í körfuknattleik náði sínum besta árangri í Evrópumótinu sem lauk í Búlgaríu um helgina. Ísland tapaði fyrir Tékklandi í leik um bronsið og hafnaði því í fjórða sæti sem er besti árangur Íslands til þessa. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir varð þriðji stigahæsti leikmaður mótsins en hún var með sautján stig að meðaltali í leik. Agnes átti stórleik í sigri Íslands á Írlandi þar sem hún setti niður 26 stig sem tryggði Íslandi sæti í undanúrslitum mótsins. Eftir mót var Agnes valin í fimm manna úrvalslið Evrópu-

mótsins. Agnes var einnig valin í úrvalslið Norðurlandamótsins sem fór fram í Södertalje í Svíþjóð í síðasta mánuði en þar hafnaði Ísland í þriðja sæti.

Hulda María í úrvalsliði Norðurlandamótsins

Knattspyrnusamantekt

Njarðvíkingurinn Hulda María Agnarsdóttir var frábær með U16 stúlknaliði Íslands á Norðurlandamótinu sem fram fór í Kisakallio í Finnlandi fyrr í þessum mánuði en Ísland hafnaði í fjórða sæti mótsins.

Hulda María var einn af bestu leikmönnum mótsins, með átján stig að meðaltali í leik, og var að lokum valin í fimm manna úrvalslið mótsins.

Ljósmyndirnar tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, þegar Njarðvík og Keflavík áttust við í Ljónagryfjunni á síðustu leiktíð.

Langþráður sigur Keflvíkinga

Lengjudeild karla:

Dalvík/Reynir - Njarðvík 0:0 Njarðvík gerði markalaust jafntefli við botnlið Dalvíkur/Reynis í tólftu umferð Lengjudeildar karla en Njarðvíkingar hafa aðeins verið að gefa eftir í toppbaráttunni og einungis náð tveimur stigum út úr síðustu fjórum leikjum. Njarðvíkingar stýrðu leiknum gegn Dalvík/Reyni en heimamenn voru hættulegir í skyndisóknum sínum. Aron Snær Friðriksson var gríðarlega öflugur í marki Njarðvíkur og varði vel þegar þess þurfti.

Geggjuð tilfinning

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir lék sinn 64. landsleik þegar Ísland tók á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli í síðustu viku. Leikurinn var um margt merkilegur en tvennt stendur upp úr; annars vegar að Ísland tryggði sér sæti á EM á næsta ári með 3:0 sigri og hins vegar að Ingibjörg skoraði fyrsta landsliðsmarkið sitt þegar hún kom Íslandi á bragðið.

Þessa dagana er Ingibjörg stödd í Póllandi með íslenska landsliðinu, Víkurfréttir slógu á þráðinn til hennar og fengu að heyra hvernig tilfinning það hafi verið að loksins skora fyrir Ísland og það í jafn mikilvægum leik og raun bar vitni.

„Þetta var geggjuð tilfinning –og að skora fyrir framan allt okkar frábæra stuðningsfólk á Laugardalsvelli, það var geggjað,“ sagði Ingibjörg.

Ingibjörg sýndi heldur betur styrk sinn þegar hún skoraði markið. Ísland fékk hornspyrnu á fjórtándu mínútu sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók og sendi inn á markteig Þjóðverja. Þar tryggði samvinna Suðurnesjakvennanna Ingibjargar og Sveindísar Jane fyrsta mark Íslands í leiknum. Sveindís fór í einvígið um fyrsta bolta sem síðan barst til Ingibjargar og hún fylgdi eftir af krafti og skallaði í markið. Glæsilegt mark.

Sveindís Jane Jónsdóttir sýndi sínar bestu hliðar og átti þátt í öllum mörkum íslenska liðsins. Hér fagnar hún þriðja marki Íslands sem hún skoraði.

Keflavík - Grótta 2:1

Keflvíkingar unnu kærkominn sigur á Gróttu (2:1) og var það þriðji sigur þeirra á tímabilinu en Keflavík hefur gert sex jafntefli í leikjum sínum til þessa. Keflavík lenti undir á 42. mínútu en komu tvíefldir til seinni hálfleiks og sköpuðu sér nokkur góð færi. Sindri Snær Magnússon jafnaði leikinn með glæsilegu skoti eftir að Keflvíkingar höfðu pressað á gestina og unnið boltann. Sindri lagði boltann fyrir sig og skoraði laglegt mark í fjærhornið (52’).

Ari Steinn Guðmundsson tryggði Keflavík sigurinn á 76. mínútu þegar Sami Kamel lagði boltann fyrir hann og þrumuskot Ara söng í netinu.

Ingibjörg fagnar sínu fyrsta marki fyrir Ísland. Myndir: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Mér þótti gaman að sjá að á meðan allir voru að hrynja niður í kringum þig þá stóðst þú upp úr eins og klettur.

„Já, verður maður ekki að vera feitastur og frekastur í svona aðstæðum?“ svaraði Ingibjörg í léttum tón.

Ísland átti eftir að bæta tveimur mörkum við og Sveindís Jane Jónsdóttir kom við sögu í þeim báðum en hún var ein af bestu leikmönnum liðsins. Sveindís lagði upp annað mark Íslands eftir að hafa unnið boltann af Þjóðverjum upp við endalínu. Hún gaf frábæra sendingu á Alexöndru Jóhannsdóttur sem skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum (52’). Sveindís fullkomnaði frábæran leik sinn og íslenska liðsins á 83. mínútu þegar hún komst inn í sendingu í öftustu línu Þjóðverja og refsaði þeim með góðu marki sem gulltryggði Íslandi farseðilinn á Evrópumótið í Sviss á næsta ári. Ingibjörg segir að það sé góð tilfinning að íslenska landsliðið sé búið að tryggja sér sæti á EM en hvað er framundan hjá henni?

Síðasta ár búið að reyna á sálina

Síðasta ár hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá varnarmanninum öfluga. Á sama tíma og hún varð Noregsmeistari með liði sínu

ÍR - Grindavík 3:0

Grindvíkingar hittu ekki á sinn besta dag og virkuðu einbeitingarlausir þegar þeir mættu spútnikliði deildarinnar, ÍR, sem vann með þremur mörkum gegn engu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik brast stíflan þegar Dennis Nieblas varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu (47’).

ÍR gekk á lagið og gerði út um leikinn með tveimur mörkum til viðbótar (54’ og 79’).

Njarðvík er í öðru sæti Lengjudeildar karla, sex stigum á eftir toppliði Fjölnis, Grindavík í sjötta sæti og Keflavík í því áttunda.

Haukur Darri skorar í leik gegn Völsungi fyrir skömmu. Mynd/Helgi Þór Gunnarsson

2. deild karla:

Þróttur - KFA 2:3 Þróttur fjarlægist efstu lið eftir tap fyrir KFA í annarri deild karla. Þróttur situr áfram í fjórða sæti en bilið í næstu lið lengdist og Völsungur færðist upp að hlið Þróttar með nítján stig. KFA skoraði tvívegis í fyrri hálfleik (22’ og 45’+3) og það þriðja snemma í þeim síðari (52’). Haukur Darri Pálsson minnkaði muninn á 73. mínútu og Eiður Baldvin Baldvinsson bætti við öðru marki Þróttar skömmu fyrir leikslok (84’) en lengra komust heimamenn ekki.

Väleranga fylgdist hún með úr fjarska þegar hamfarir gengu yfir heimabyggð hennar, Grindavík, og bærinn var rýmdur. Eins og það væri ekki nóg þá er Ingibjörg án félags í dag því Välerenga ákvað að framlengja ekki samningi sínum við Ingibjörgu, fyrirliða liðsins, og í kjölfarið gerði hún stuttan samning við þýska félagið Druisburg. „Já, þetta er búið að vera erfitt ár. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, þetta hefur tekið á sálina en maður verður að horfa á björtu hliðarnar til að halda sér gangandi. Það er lítið að frétta af mínum málum,“ bætir Ingibjörg við. „Ég er enn án félags en það er svo sem stutt síðan tímabilinu lauk og ég fór eiginlega beint í landsliðsverkefni eftir það. Þetta er langur gluggi og það eru ýmsir kostir sem mér standa til boða en ég ætla að gefa mér góðan tíma til að skoða mín mál og vanda valið.“

Ingibjörg einbeitir sér nú að yfirstandandi verkefni með landsliðinu en að því loknu mun hún sjálf sjá um að halda sér í formi.

Kemur ekkert til greina að æfa með einhverju öðru félagi á meðan þú ert án félags?

„Það væri svolítið snúið,“ segir hún. „Í sambandi við tryggingar og annað. Hvað ef ég meiðist? Nei, ég æfi sjálf og held mér í formi þangað til ég geng til liðs við annað félag. Ég ætla að vera vel sýnileg fram að EM og fara með liðinu til Sviss á næsta ári,“ sagði Ingibjörg hvergi banginn að lokum.

Ægir - Reynir 1:2

Reynismenn unnu Ægi í Þorlákshöfn þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði sigurmarkið nánast með síðustu snertingunni í leiknum.

Reynir hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og sigurinn því kærkominn en liðið er í fallsæti.

Bergþór Ingi lék aðalhlutverkið í Reynisliðinu en hann skoraði bæði mörk Reynis (8’ og 90’+7).

Bergþór Ingi skoraði á síðustu andartökum leiksins.

3. deild karla:

Kári - Víðir 1:1

Efstu lið þriðju deildar, Víðir og Kári, gerðu jafntefli í tólftu umferð og eru enn í tveimur efstu sætunum. Kári með 27 stig og Víðir 25.

Mark Víðis skoraði Haraldur Smári Ingason (67’).

Agnes María Svansdóttir.
Hulda María Agnarsdóttir.
Aron Snær hélt hreinu gegn
Dalvík/Reyni og sýndi oft frábæra markvörslu í leiknum.
Markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, Bragi Karl Bjarkason, skorar framhjá Aroni Degi í fyrri leik ÍR og Grindavíkur.
Ari Steinn fagnar eftir leik.
Fögnuður Keflvíkinga var mikill eftir sigurinn á Gróttu.

Það er víða ævintýralega fallegt á Íslandi. Myndir/Landhornaflakkarar 2024 á Facebook

Þvers og kruss um Ísland

Félagar í Melrökkum, deild innan Akstursíþróttafélags Suðurnesja, eru þessa dagana á ferð um hálendi Íslands á buggy-bílum og fjórhjólum.

Markmiðið er að ferðast þvers og kruss um Ísland; til syðsta, nyrsta, austasta og vestasta tanga landsins og er ferðin nú u.þ.b. hálfnuð en búist við að leiðangurinn taki um tíu daga.

„Í öllum hópnum erum við fjórtán manns. Við erum átta sem keyrum héðan úr Reykjanesbæ og svo eru einhverjir úr bænum og einhverjir sem bætast við hópinn á Vík,“ sagði Guðbergur Reynisson skömmu áður en hópurinn lagði af stað á fimmtudaginn í síðustu viku.

Hjónunum Begga og Elsu leiðist ekki á ferðalaginu.

„Hugmyndin að þessu ferðalagi er að fara frá Kötlutanga, sem er syðsti tangi landsins og er við Hjörleifshöfða hjá Vík, þaðan upp með Skaftánni og upp Sprengisand á Rifstanga, sem er nyrsti tangi landsins, nyrst á Melrakkasléttu. Þaðan ætlum við niður í Möðrudalsöræfi og niður á Egilsstaði og út á Dalatanga, Gerpir er reyndar austasti tangi landsins en það er eiginlega ekki hægt að komast þangað út. Þannig að við völdum þann næstaustasta.

Smá bras á mönnum. Stundum þarf að grípa til viðgerða á fjöllum.

Frá Dalatanga ætlum við að fara þvert yfir landið, út á Látrabjarg sem er vestasta tanga landsins. Þá ökum við yfir í Kárahnjúka, inn í Dreka og frá Dreka förum við aftur inn á Sprengisand. Þaðan förum við Eyfirðingaleið inn í Varmahlíð, inn á Kjalveg og Arnarvatnsheiði yfir á Reyki í Hrútafirði. Þaðan svo út á Vestfirði og út á Látrabjarg.“

Það er hægt að fylgjast með ferðalagi hópsins á Facebook-síðunni

Landshornaflakkarar 2024 þar sem leiðangursmenn birta myndir og færslur reglulega eftir efnum og aðstæðum.

Víkurfréttir munu svo fá að heyra alla ferðasöguna og gera ferðinni ítarleg skil þegar hópurinn hefur skilað sér til byggða.

Íslenska sumarið

Það hefur verið spennandi bið eftir íslenska sumrinu sem veðurfræðingurinn lofaði okkar að yrði með betra móti. Við gætum setið úti í móa, notið veðursins og skemmt okkur léttklædd með vinum og kunningjum í blómanna angan. Það hafa alveg komið dagar hér og þar um landið, án gulrar veðurviðvörunar, en þetta sumar sem veðurfræðingurinn lofaði okkur hefur ekki komið – enda hefur hann nú beðist afsökunar og bíður þess, eins og tugþúsundir annarra Íslendinga, að komast úr landi í umhverfi þar sem sólin skín. En því miður miður eigum við ekki öll þess kost að komast úr landi og verðum að þreyja þorrann þó mitt sumar sé. Stundum er sagt að það sé ekkert til sem heitir slæmt veður, þetta sé bara spurning um um að klæðast rétta fatnaðinum. Þeir sem þetta staðhæfa virðast ganga út frá því sem gefnu að Íslendingur í sumarfríi keyri um með standandi fataskápa og hafi nægan tíma til að standa í eilífum fataskiptum eftir því sem hávaðarokið, sólin, rigningin og jafnvel snjóbylirnir verða á leið þeirra. En þetta er satt að sumu leyti og undanfarið hefur hugur minn leitað meira til þeirra sem fundu upp regn- og vindheld efni en rómantískri sumarsýn veðurfræðingsins.

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR

Sir James Syme (1799–1870) var skoskur læknir sem hafði þann starfa helstan að höggva af mönnum hæla og fótleggi og þótti fær á sínu sviði, þó seinna hafi komið fram efasemdir um að hann hefði nokkru sinni lokið eiginlegu læknisprófi. Hann hafði einnig mörg önnur áhugamál og eitt var regnheld litarefni. Það var svo annar maður sem komst á snoðir um starf Symes, Charles Macintosh, sem fannst hugmyndin um vatnsheld efni frábær og sótti um einkaleyfi á henni.

Á þessum tíma var Macintosh að vinna að rannsóknum á alls konar efnum tengdum kolaiðnaði. Með þrotlausri vinnu tókst honum það sem síðan hefur reynst ómetanlegt fyrir okkur Íslendinga í sumarfíi. Hann fann upp upp regn- og vinhelt efni. Honum eigum við allt að þakka nú þegar enn ein veðuspáin með rigningu og sudda víðs vegar um landið er gefin út. Hans vegna getum notið sumarsins með sól í hjarta og þurr undir fjöldamörgum lögum af regnheldum efnum. Njótum íslenska sumarsins.

Víkurfréttir munu koma út hálfsmánaðarlega í stað vikulega næstu vikurnar. Næstu blöð koma út 31. júlí og 14. ágúst en eftir það verður útgáfan vikuleg. Víkurfréttir standa samt vaktina á vf.is þar sem hægt er að nálgast nýtt efni og fréttir daglega.

Vertu velkomin(n) til okkar!

Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.

Mundi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.