Víkurfréttir 28.tbl. 38. ág. 2017

Page 1

• fimmtudagur 13. júlí 2017 • 28. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

14 milljónir undir kostnaðaráætlun

■■Egilson/A4 átti lægsta tilboðið í örútboði Reykjanesbæjar og Ríkiskaupa á námsgögnum fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Tilboðið var 65% lægra en kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar hljóðaði upp á, sem var tæplega 22 milljónir króna fyrir sex grunnskóla. Aðilum innan Rammasamnings ríkisins var boðin þátttaka í örútboðinu og skiluðu þeir allir inn tilboðum. Fyrirtækin eru Rekstrarvörur, Múlalundur og Penninn, auk A4. Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun, lægsta 7.652.760 kr. og hæsta 16.735.532 kr. Mikil ánægja er með ávinning örútboðsins sem er rúmlega 14 milljónir króna og langt umfram væntingar. Reykjanesbæ mun frá og með næsta hausti bjóða nemendum í grunnskólum bæjarins gjaldfrjáls námsgögn til afnota. Það er fyrsta stóra sveitarfélagið til að gera slíkt, en Garður bættist nýlega í hópinn og Sandgerðisbær byrjaði fyrir síðasta skólaár. Þessir ferðamenn röltu í rólegheitum við smábátahöfnina í Keflavík nýlega og sáu þar m.a. hvalaskoðunarbát á leið út á sjó. Ferðaþjónustan í algleymingi á hásumri. VF-mynd/pket.

●●Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík segir nauðsynlegt að bregðast við afbókunum:

Verðum að horfa til framtíðar ef Vilja ekki kaupa við viljum halda þessum túristum af Íbúðarlánasjóði „Það er búið að ganga mjög vel og það er fullbókað í sumar en við verðum að horfa til framtíðar ef við viljum halda þessum túristum á Íslandi og auka heildartekjur íslensks þjóðfélags,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri á Hótel Keflavík, en 67% aukning er á gistinóttum á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuðina miðað við sama tímabil í fyrra. Steinþór segir þó verulegt áhyggjuefni þegar afbókanir séu farnar að eiga sér stað sökum verðlagsins á Íslandi. „Það er brjálað að gera en núna erum við byrjuð að sjá afbókanir fram í tímann sem við höfum ekki séð áður. Verðin hafa ekki hækkað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu almennt á Íslandi, nema þá að það er dýrara fyrir fólk að kaupa íslensku krónuna. Ef gist-

ingin var seld á 28 þúsund krónur og er ennþá seld á 28 þúsund krónur tveimur árum seinna þá er það mikið dýrara fyrir viðkomandi aðila. Ég er jákvæður og bjartsýnn maður en þetta eru bara staðreyndir. Þessi afbókun liggur fyrir og við þurfum að bregðast við núna. Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að horfa inn á við og sjá hvað þau geti gert til að bregðast við þessu. Við á Hótel Keflavík munum gera ráðstafanir gagnvart starfsmannahaldi, rekstrarkostnaði og öðru. Að sjálfsögðu verða allir bara að tala við sína viðskiptavini og vinna með þeim í þessu.“ Alls voru seldar rúmlega 103 þúsund gistinætur á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins og samtals eru í gildi 111 gistileyfi á svæðinu, þar af eru sjö á Ásbrú. Þar er mikið framboð af ódýrari

gistingu en lang mesta aukningin á landinu er á Suðurnesjum. Stærsti hluti þeirra sem panta gistingu á Suðurnesjum eru útlendingar eða 87,5%. „Ég er búinn að vera í 31 ár í þessu. Ég veit hvaða áhrif það getur haft ef við pössum okkur ekki. Ég er ekki að segja að ferðamenn muni fara á einni nóttu en við þurfum að fara svakalega varlega. Við eigum að vera stolt af því að vera með flott hótel úti um allt í bænum okkar. Við eigum að vera stolt af því að vera með fyrsta fimm stjörnu hótel landsins og við eigum að horfa jákvætt til framtíðar, en við verðum að vera raunsæ. Þetta er bara staðan,“ segir Steinþór.

Hús fara að rísa!

FÍTON / SÍA

Framkvæmdir við uppbyggingu Hlíðahverfis í Reykjanesbæ ganga vel með greftri og mótun lands eins og sjá má á mynd sem Hilmar Bragi tók nýlega úr flygildi VF.

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

●●Eignir Íbúðalánasjóðs í Sandgerði og Reykjanesbæ passa ekki inn í félagslega húsnæðiskerfið ■■Íbúðalánasjóður á 509 eignir í sveitarfélögum og eiga þau nú kost á að kaupa eignirnar af sjóðnum. Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði bauðst að kaupa fasteignir af Íbúðarlánasjóði. Reykjanesbær og Sandgerði hafa tilkynnt Íbúðarlánasjóði að þeir hafi ekki áhuga á þessum fasteignum. Garður náði ekki að afgreiða málið á bæjarráðsfundi í júní en áætlar að taka það fyrir á fundi nú í júlí og senda Íbúðarlánasjóði svar í framhaldi. „Við teljum að þær íbúðir sem enn eru í eigu Íbúðalánasjóðs henti okkur ekki og að aðrir kostir til að fjölga félagslegu húsnæði séu æskilegri. Þessar íbúðir eru flestar í útleigu og myndu ekki slá á húsnæðisskortinn. Allar félagslegar íbúðir eru í útleigu og biðlisti eftir þeim,“ segir Elísabet Þórarinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Sandgerðisbæjar. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir þessar eignir Íbúðalánasjóðs ekki hafa passað í það sem Reykjanesbær þarfnast. „Þetta eru ekki eignir sem við erum að leita að í félagslega húsnæðiskerfið okkar. Það er eina ástæðan fyrir því að við höfðum ekki áhuga á að kaupa þessar íbúðir. Margar að þeim þarfnast mikils viðhalds og mikill kostnaður myndi liggja í því að breyta þeim þannig að þær hentuðu fyrir félagslega húsnæðiskerfið hjá okkur. Við erum bæði að selja íbúðir sem henta ekki í félagslega húsnæðiskerfið og kaupa aðrar í staðinn. Samsetning hópsins sem þarfnast húsnæðis í félagslega húsnæðikerfinu er síbreytilegur og því þarf að finna húsnæði sem

hentar hverju sinni. Þessa dagana er mest þörf á einstaklings íbúðum.“ Nú eru um 80 manns á biðlista eftir íbúðum í félagslega húsnæðiskefið í Reykjanesbæ og hefur verið svipaður um einhvern tíma. „Langur biðlisti þarf ekki endilega að endurspegla þörfina. Það getur verið að hluti hafi ekki rétt á íbúðum í félagslega kerfinu. Við erum að leiðrétta leiguverð á íbúðunum og hækka það í samræmi við markaðinn. Við erum samt 20- 25% undir leiguverði hér. Það hefur verið mikið um fólksflutninga hingað síðustu ár eða um 2000 manns. Þetta kallar á aukið húsnæði í sveitafélaginu líka í félagslega húsnæðiskerfinu. Reykjanesbær hefur verið að gera vel í félagslega húsnæðiskerfinu en þetta er dýrt og því þarf sífellt að vera að hagræða þarna eins og annars staðar í sveitarfélaginu,“ segir Friðjón. Þetta er í annað sinn sem Íbúða­ lánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga.


2

VÍKURFRÉTTIR

ALLTAF PLÁSS

fimmtudagur 13. júLí 2017

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja við störf í eldsvoðanum á þriðjudagskvöld. Ruslatunnurnar tvær liggja þarna fyrir framan húsið en eldurinn kom upp í þeim.

Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

VIÐBURÐIR

NESVELLIR Kaffihúsið opið föstudaginn 14. júlí. Verið hjartanlega velkomin. SILKIÞRYKK NÁMSKEIÐ Í BÓKASAFNI Föstudaginn 21. júlí kl. 16:00 verður silkiþrykk námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Gillian Pokalo myndlistarkona kennir. Takmarkað pláss er í boði svo skráning er nauðsynleg gegnum vef bókasafnsins eða í afgreiðslu safnsins. SUMAR Í REYKJANESBÆ Hefur þú kynnt þér vefinn Sumar í Reykjanesbæ á slóðinni https://sumar.rnb.is? Ýmis námskeið fyrir börn og ungmenni í boði í júlí og ágúst og nóg af afþreyingu í bænum.

VIÐBURÐIR ERTU MEÐ HUGMYND FYRIR LJÓSANÓTT? Ef þú lumar á góðri hugmynd að dagskrárviðburði á Ljósanótt, endilega sendu okkur línu á netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is SUMARLESTUR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Er barnið þitt skráð í sumarlesturinn og búið að fá bókaskrá og hugmyndablöð? Allar upplýsingar um sumarlesturinn á vef Bókasafnsins, https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn SUMAROPNUN Í SUNDMIÐSTÖÐ Opnunartími Sundmiðstöðvar hefur verið lengdur yfir sumarmánuðina. Nú er opið til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 20:00 á föstudögum og kl. 18:00 um helgar. Sumaropnun gildir til 31. ágúst. Heitir pottar, gufa, úti- og innilaugar, ásamt sólbaðsaðstöðu.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Eldur barst í húsvegg frá ruslatunnum Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Strandgötu í Sandgerði á níunda tímanum í fyrrakvöld. Líklegt er talið að eldurinn hafi borist inn í húsvegg á gafli hússins frá sorptunnum sem stóðu við vegginn. Hann barst síðan upp með veggnum og inn í trésmíðaverkstæðið Tos á neðri hæð en einnig inn í íbúðir á efri hæðinni. Ekki er

vitað af hverju eldur kom upp í sorptunnunum. Nokkrar skemmdir urðu en slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja náðu fljótt tökum á eldinum sem blossaði fyrst í sorptunnunum. Nokkrar skemmdir urðu á húsveggnum og einhverjar inni á verkstæðinu. Ekki er vitað um skemmdir

á efri hæðinni en líklega má telja að nokkrar reykskemmdir hafi orðið. Erlendir starfsmenn sem búa í herbergjum á efri hæðinni urðu ekki eldsins varir fyrr en reykur barst inn í hýbýli þeirra en þá var eldur líklega búinn að krauma í húsveggnum í góða stund. Þeir komust allir út úr húsinu og varð ekki meint af.

Efni frá United valda óþægindum í augum og öndunarvegi ●●Þó fundust engin skaðleg efni í sýnum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða ●

Sóttvarnalæknir hefur farið yfir upplýsingar frá læknum heilsugæslu Suðurnesja, fjölda ákveðinna sjúkdómsgreininga og sölu öndunarfæralyfja á Suðurnesjum. Einnig hefur hann farið yfir kvartanir frá íbúum í nágrenni verksmiðju United Silicon og þeim mæliniðurstöðum sem fyrir liggja. Mat Sóttvarnalæknis á fyrirliggjandi upplýsingum um heilsufarsáhrif mengunar frá verksmiðjunni er að hún virðist valda vægri ertingu í augum og öndunarvegi hjá heilbrigðum einstaklingum sem eru mismikil milli einstaklinga. Einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma virðast þó oft á tíðum finna fyrir meiri einkennum og þá sérstaklega astmaeinkennum sem í mörgum tilfellum krefjast sérstakrar lyfjagjafar. Engin dæmi eru hins vegar um alvarleg heilsuspillandi áhrif. Fyrrgreind einkenni geta stafað af anhýdríðum sem mælst hafa og/eða formaldehýð sem vísbendingar eru um að gæti verið í útblæstri verksmiðjunnar. Því er nauðsynlegt að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Fundað um fyrstu niðurstöður Fyrstu niðurstöður mælinga á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC efna) vegna kísilverksmiðju United Sílikons hf. hafa borist Umhverfisstofnun. Í kjölfarið fóru sérfræðingar stofnunarinnar yfir gögnin og í framhaldi af því var fundað með fulltrúum United Silicon, Multiconsult, Norconsult og Sóttvarnarlækni. Umhverfisstofnun hefur einnig móttekið stöðuskýrslu Multiconsult vegna

þessara mælinga. Um er að ræða mælingar sem gerðar voru vegna mikilla lyktaráhrifa sem gætt hefur frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett í nóvember sl. Norska loftrannsóknastofnunin NILU var fengin til að sjá um skipulag mælinga og greiningu sýna. Fyrsti hluti áætlunarinnar innihélt sýni sem tekin voru í íbúabyggð og á svæði fjarri áhrifasvæði verksmiðjunnar. Sýnataka er enn í gangi en fyrsta sýnið var sent út í lok júní og bíður greiningar hjá NILU. Niðurstöðu er að vænta í lok ágúst. Annar hlutinn innihélt skammtímasýni þar sem eitt sýni var tekið á hverjum degi í 12 daga frá endurgangsetningu verksmiðjunnar þann 21. maí. Sýnin voru tekin efst í síuhúsi þar sem áætlað er að mesti styrkur sé í útblæstri verksmiðjunnar. NILU dregur þá almennu ályktun á grunni þessara 12 sýna (með þeirri aðferð sem notuð var) að engin skaðleg efni fundust í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Ákveðnar vísbendingar voru hins vegar um að annað efni sem ekki var mælt, formaldehýð, gæti verið til staðar í útblæstri frá verksmiðjunni. Formaldehýð er mjög rokgjarnt lífrænt efnasamband (VVOC) sem þessi

tegund mælitækja sem notuð voru geta ekki mælt. Til stendur að setja upp önnur mælitæki sem geta mælt þessa tegund efnasambanda, s.s. formaldehýð, sem fyrst. Þriðji hluti áætlunarinnar innihélt þrjú sýni sem tekin voru í ofnhúsi, inni í síuhúsi og utan á rjáfri síuhúss. Safnað var í sýnin í 19 daga frá endurgangsetningu verksmiðjunnar og gefur niðurstaðan meðalinnihald efnanna fyrir allt tímabilið. NILU dregur sömu ályktun á grundvelli þessara sýna að engin skaðleg efni fundust í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Talsvert fannst þó af lífrænu anhýdríði í síuhúsi sem getur valdið lykt og tímabundinni ertingu í öndunarvegi og augum. Anhýdríð eru erfið í mælingu og því er ekki komin fullvissa um styrk efnisins. Því stendur einnig til að gera frekari mælingar á þessu efni. Framleiðsla í einum ljósbogaofni Þó upplýsingar um gerð og magn nokkurra efna liggi fyrir er frekari vinna nauðsynleg til að fá samanburð á styrk þessara efna í öðrum aðstæðum. Það á t.d. við um formaldehýð en það finnst mjög víða en styrkur þess ræður mestu um möguleg heilsufarsáhrif. Formaldehýð getur myndast við bruna timburs en það getur líka fylgt ýmsum vörum sem innihalda lím. Þannig er t.d. lykt af nýjum húsgögnum, innréttingum og teppum að hluta til lykt af formaldehýði. Enn stendur ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 13. mars varðandi takmörkun á starfsemi United Silicon, þar sem kveðið er á um að framleiðsla verksmiðjunnar einskorðist við einn ljósbogaofn.

Spánverjar og Pólverjar sækja til Reykjanesbæjar ■■Samtals hafa 727 einstaklingar flust til Reykjanesbæjar það sem af er ári. Fjölmennasti hópurinn eru Íslendingar, þá Spánverjar og Pólverjar. Alls flutti til bæjarins fólk af 26 þjóðernum. Hlutfall íbúa af erlendum uppruna er 16% í Reykjanesbæ. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu. Íbúar í Reykjanesbæ voru 1075 fleiri

í lok maí á þessu ár en í maí árið 2016. Það er fjölgun um 6,4% að því er fram kemur í tölum frá Hagdeild Reykjanesbæjar. Af þeim sem flust hafa til bæjarins á þessu ári eru flestir einstæðingar eða 28,6%. Annar fjölmennasti hópurinn eru fjögurra manna fjölskyldur, samtals 23,9%, þá hjón/pör, þriggja manna fjölskyldur, fimm, sjö og sex

manna fjölskyldur. Stærsti hópurinn er á aldursbilinu 20–29 ára, þá börn innan við 9 ára aldurinn, einstaklingar 30–39 ára og 40-49 ára. Jafnt er í hópnum 10–19 ára og 50 –59 ára og minna í öðrum aldurshópum. Fæstir eru á bilinu 70–79 ára og enginn 90 ára eða eldri. Af samtals 727 nýjum íbúum eru 409 karlkyns og 318 kvenkyns.


20% Birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.

FERÐAVARA

2040%

30%

GJÖCO MÁLNING & VIÐARVÖRN

Gerðu frábær kaup!

SLÁTTUVÉLAR

30-40% VERKFÆRABOX - 25% GARÐHÚSGÖGN - 35% PLASTBOX 40% FRÆ - 30% REYKOFNAR - 70% VORLAUKAR 50% BAVARIARAFMAGNSVERKFÆRI - 30% FÖNDURVÖRUR 35% REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR - 40% ELDSTÆÐI - 20% SMÁRAFTÆKI 25% KERTI, LUKTIR & HEIMILISSKRAUT - 30% GARN 20-40% KEÐJUSAGIR - 25% BAÐFYLGIHLUTIR - 30% JÁRNHILLUR 30% HEKKKLIPPUR, HEKKSNYRTAR & LAUFSUGUR - 35% LEIKFÖNG 30-40% NAPOLEON GRILLFYLGIHLUTIR - 25% REIÐHJÓL 25% TIMBURBLÓMAKASSAR - 35% FERÐATÖSKUR 25% MOTTUR & DREGLAR - 25% KÖRFUBOLTASPJÖLD 35% BLÓMAPOTTAR & GARÐSKRAUT - 30% TORIN BÍLAVÖRUR 25% POTTAR, PÖNNUR & BÚSÁHÖLD - 30% BLÓM, TRÉ & RUNNAR

20-50% ll Skoðaðu ö tilboðin á byko.is

afsláttur


markhönnun ehf

i lg he ill a gr

eg il ð Gle - grillveislan byrjar í Nettó! -20% GRÍSALUNDIR NEW YORK

1.998

KR KG

ÁÐUR: 2.498

-30%

GRILL GRÍSABÓGSNEIÐAR FERSKT KR KG ÁÐUR: 998

699

-23% LAMBABÓGUR KRYDDAÐUR FERSKT KR KG ÁÐUR: 1.294 KR/KG

996

-40% Tilboðin gilda 13. - 16. júlí 2017

GRÍSAHNAKKI KRYDDAÐUR KR KG ÁÐUR: 2.298 KR/KG

1.379

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-30% Agúrkur íslenskar stk. Paprika bl. litir pökkuð Jarðarber íslensk box 200 gr. Tómatar íslenskir pakkaðir

COOP LAXABITAR 2 PK M/ SÍTRÓNUPIPAR 250 G. KR PK ÁÐUR: 898 KR/PK

539

-40% COOP LAXABITAR 2 PK 250 G. KR PK ÁÐUR: 998 KR/PK

599

Allt gott á grillið og sósurnar með! www.netto.is

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

Vill Vesturbæjarís til Suðurnesja

Olga Ýr gæðir sér á ís á Bitanum.

●●Olga Ýr Georgsdóttir svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó Hvað ertu að bralla þessa dagana? Ég er á síðasta ári í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein í HR, starfa sem flugfreyja hjá WOW air og æfi bootcamp. Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum? Ég myndi segja nágrennið. Það var auðvelt að fara á milli staða þar sem allt var í göngufæri, hvort sem það var verið að fara á æfingu eða að leika við vini sína. Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn, hvað væri það? Ég myndi mæla með að skoða Gunnu-

hver og það svæði. Einnig að labba meðfram göngustígnum hjá Berginu í Reykjanesbæ og þá sérstaklega á sumrin. Hvað ætlaru að gera í sumar? Ég setti mér það markmið fyrr í sumar að nýta mér dagana sem ég er í fríi í útivist, bæði að fara í fjallgöngur og heimsækja náttúrulaugarnar um landið. Hvað finnst þér betur mega fara í bænum? Mér finnst að verslun og þjónusta mætti vera líflegri og fólk tæki meiri þátt. Svo væri algjör snilld ef Vesturbæjarís myndi opna.

fimmtudagur 13. júLí 2017

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

,,Átakanlegar örlagasögur halda mér við lesturinn“ María Rós Skúladóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar er Lesandi vikunnar. Vorið hefur verið mikið bókavor hjá Maríu og hefur hún lesið nokkrar góðar með hækkandi sól. Hún segir það hafa verið kærkomið að gleyma sér yfir góðri sögu í vor þegar námsbækurnar fengu að víkja af náttborðinu. María Rós lauk nýverið við bókina Kirkja Hafsins eftir Ildefonso Falcones. Sú bók hafði lengi legið á náttborðinu hjá henni en bókina fékk hún að gjöf frá föður sínum fyrir nokkrum árum. Þar áður las hún bókina To Sostre eftir norska höfundin n Åsne Seierstad. Bókin er sönn frásögn og fjallar um norskar systur sem halda til Sýrlands án vitneskju fjölskyldu sinnar þar sem þær giftast inn í öfgatrú og árangurslausa baráttu föður þeirra við að fá þær aftur heim til Noregs. Åsne skrifaði meðal annars Bóksalinn í Kabúl og Einn af okkur þar sem hún fjallar um fjöldamorðin í Úteyjum og þátt Andres Breidvík. Vinkona Maríu keypti bókina fyrir hana í Danmörku; ,, þurfti ég því að fríska upp á dönskuna við lesturinn sem var ágætis áskorun.“ María segist eiga ótrúlega margar uppáhaldsbækur og eiga margar þeirra það sameiginlegt að vera sögulegar skáldsögur sem fjalla um ástir og átök kvenna. Karítas og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Auður og Korkusaga eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur og Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur standa þar upp úr. Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur einnig setið í Maríu og þykir henni hún vera virkilega fallega skrifuð bók. ,,Ætli Kirkja Hafsins sé svo ekki nýja uppáhaldsbókin mín.“ María Rós telur að allir hefðu gott af því að lesa bókina The power of Vulne-

rability eftir félagsráðgjafann Brene Brown. ,,Bókin gerir okkur að betri manneskjum og heiminn að betri stað. Brene á líka einn af topp tíu vinsælustu fyrirlestrum á ted.com þar sem hún fjallar um efni bókarinnar.“ María segist miklu frekar lesa bækur vegna áhuga á viðfangsefninu fremur en eftir höfundum. Það eru því ótalmargir sem María segist geta nefnt í þessu samhengi, t.d. Vilborgu Davíðsdóttur, Kristínu Marju Baldursdóttur og Brene Brown til að nefna einhverja. Þær bækur sem María Rós les einna helst eru endurminningar, ævisögur og sögulegar skáldsögur. ,,Átakanlegar örlagasögur höfða til félagsráðgjafans í mér og halda mér við lesturinn.“ Sú bók sem hefur haft hve mest áhrif á Maríu Rós er bókin um Jónatan Livingstone máv eftir Richard Bach en bókina fékk hún í gjöf frá vinkonu sinni fyrir 20 árum. ,,Bókin kennir okkur að vera trú sjálfum okkur og markmiðum okkar en ekki síður að vera óhrædd við að fara okkar eigin leiðir í lífinu“ bætir María við. Bókin The Rape of Nanking: The forgotten Holocaust of World War II eftir

Iris Chang hafði einnig mikil áhrif á Maríu en bókin er söguleg og fjallar um fjöldamorð í kínversku borginni Nanking. Bókina las María þegar hún dvaldi um tíma í Kína og segir hún bókina hafa gefið henni ákveðna innsýn í menningu og sögu landsins. María Rós segist helst komast í lestrargírinn í fríi á sólarströnd og veit hún fátt betra en að liggja á bekk niðri á strönd með góða bók við hönd. Einnig þykir henni alltaf gott að gleyma sér í bók á flugferðum og svo bara uppi í rúmi í kósý. Á eyðieyju býst María Rós við að pakka niður bókinni um Jónatan máv. ,,Það væri eflaust líka skynsamlegt að taka með sér dagbókina. Þá gæti maður haldið utan um dagana og skrifað hugsanir sínar niður á blað.“ Sumarið er tíminn og nóg um að vera hjá Maríu Rós en hún ætlar að njóta þess að eyða tímanum með fólkinu sínu, horfa á strákinn sinn spila fótbolta og allt sem því fylgir. Í haust sameinast fjölskyldan svo á Spáni í tilefni af 60 ára afmælinu móður hennar. María Rós verður þá væntanlega á ströndinni með góða bók.

SLÁTTUVÉLAR · GARÐVERKFÆRI · HEKKKLIPPUR · KEÐJUSAGIR · PANILL · VATNSKLÆÐNING · VERMIREITIR · BLÓMAKASSAR · HÁÞRÝSIDÆLUR · ÁLTRÖPPUR · STIGAR · RAFMAGNSVERKFÆRI B&D · HJÓL OG FYLGIHLUTIR · GARÐHÚS-

SUMARÚTSALAN GÖGN · ÚÐARAR · SLÖNGUHJÓL · TENGI · CLABER · ÚTIVISTAFATNAÐUR · JOTUN PALLAOLÍA JOTUN VIÐARVÖRN ·

ELECTROLUX RYKSUGUR · VEGGÞILJUR · LOFTAÞILJUR · LEIKFÖNG · BÚSÁHÖLD · BROILKING GRILL · GRILL FYLGIHLUTIR, BROIL KING, GRILLPRO · HARÐPARKET OG UNDIRLAG · ELECTROLUX SMÁRAFTÆKI · VERKFÆRATÖSKUR OG FLEIRA · SLÁTTUVÉLAR · GARÐVERKFÆRI · HEKKKLIPPUR · KEÐJUSAGIR · PANILL · VATNSKLÆÐNING · VERMIREITIR · BLÓ-

MAKASSAR · HÁÞRÝSIDÆLUR · ÁLTRÖPPUR · STIGAR · RAFMAGNSVERKFÆRI B&D · HJÓL OG FYLGIHLUTIR · GARÐHÚSGÖGN · ÚÐARAR · SLÖNGUHJÓL · TENGI · CLABER · ÚTIVISTAFATNAÐUR · JOTUN PALLAOLÍA JOTUN VIÐARVÖRN · ELECTROLUX RYKSUGUR · VEGGÞILJUR · LOFTAÞILJUR · LEIKFÖNG · BÚSÁHÖLD · BROILKING GRILL · GRILL FYLGIHLUTIR, BROIL KING, GRILLPRO · HARÐPARKET OG UNDIRLAG · ELECTROLUX SMÁRAFTÆKI · VERKFÆRATÖSKUR OG FLEIRA

Okkar stærsta á upphafi útsala fr sum·ar MAKASSAR HÁÞRÝSIDÆLUR · ÁLTRÖPPUR · STIGAR · RAFMAGNSVERKFÆRI B&D · HJÓL OG FYLGIHLUTIR · GARÐHÚSer í fullum gangi GÖGN · ÚÐARAR · SLÖNGUHJÓL · TENGI · CLABER · ÚTIVISTAFATNAÐUR · JOTUN PALLAOLÍA JOTUN VIÐARVÖRN · · SLÁTTUVÉLAR · GARÐVERKFÆRI · HEKKKLIPPUR · KEÐJUSAGIR · PANILL · VATNSKLÆÐNING · VERMIREITIR · BLÓ-

Komdu og gerðu betri kaup

ELECTROLUX RYKSUGUR · VEGGÞILJUR · LOFTAÞILJUR · LEIKFÖNG · BÚSÁHÖLD · BROILKING GRILL · GRILL FYLGIHLUTIR,

Sumarblóm 30-50% · Tré og runnar 50% · Fjölærar plöntur 50% Matjurtir 50% · Garðarósir 50% · Útipottar 30% · Garðstyttur 30% BROIL KING, GRILLPRO · HARÐPARKET OG UNDIRLAG · ELECTROLUX SMÁRAFTÆKI · VERKFÆRATÖSKUR OG FLEIRA Fræ og sáðbakkar 30% · Silkisumarblóm 30% · Vökvunarkönnur 30% Úðabrúsar 30% · Sláttuvélar 20% Garðverkfæri 25% · Hekkklippur 30% · SLÁTTUVÉLAR · GARÐVERKFÆRI · HEKKKLIPPUR · KEÐJUSAGIR · PANILL · VATNSKLÆÐNING · VERMIREITIR · BLÓKeðjusagir 30% · Vermireitir og blómakassar 20% · Háþrýstidælur 20% Áltröppur og stigar 30% · Rafmagnsverkfæri Black&Decker 30% MAKASSARReiðjól · HÁÞRÝSIDÆLUR · ÁLTRÖPPUR · STIGAR · RAFMAGNSVERKFÆRI B&D · HJÓL OG FYLGIHLUTIR · GARÐHÚSog fylgihlutir 30% · Garðhúsgögn 30% Úðarar, slönguhjól og tengi 30% · True North Útivistafatnaður 50% GÖGN · 25% ÚÐARAR · SLÖNGUHJÓL · TENGI · CLABER · ÚTIVISTAFATNAÐUR · JOTUN PALLAOLÍA JOTUN VIÐARVÖRN · Pallaolía · Viðarvörn 25% · Innimálning 25% · Útimálning 25% Vegg- og loftaþiljur 25% Leikföng 30% · Búsáhöld 25% BroilKingRYKSUGUR grill 20% · Grill fylgihlutir, Broil King, GrillPro 30% ELECTROLUX · VEGGÞILJUR · LOFTAÞILJUR · LEIKFÖNG · BÚSÁHÖLD · BROILKING GRILL · GRILL FYLGIHLUTIR, Harðparket og undirlag 25% · Electrolux smáraftæki 20% Verkfæratöskur 35% · Ferðavörur 25% ...og margt fleira BROIL KING, GRILLPRO · HARÐPARKET OG UNDIRLAG · ELECTROLUX SMÁRAFTÆKI · VERKFÆRATÖSKUR OG FLEIRA ·

AFSLÁTTUR

Byggjum á betra verði

*Gildir ekki af tilboðum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslanna.


NÝ OG FERSK HUGSUN FRÁ UPPHAFI TIL ENDA

HONDA CI VI C FR Á K R . 3 . 1 3 0 . 0 0 0

www.honda.is

Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir tæknilegum yfirburðum. Skemmtilegur að keyra, öruggur, áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – athygli! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu meira af okkar besta til þessa. Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


ÍSLENSK

ÍSLENSK

framleiðsla

framleiðsla

2L

98

98

kr. 500 ml

kr. 500 ml

Mountain Dew 500 ml

69

kr. 330 ml Pepsi eða Pepsi Max 330 ml

7up Mojito 500 ml

195 kr. 2 l

69

Maryland Kex 145 g, 4 tegundir

kr. 145 g

Pepsi og Pepsi Max 2l

SAFARÍKT OG FERSKT

149 kr. kg

Vatnsmelónur Spánn, í lausu

NÝTT Í BÓNUS

20g prótein

259 kr. stk.

Barebells Búðingur 200 g, 3 teg.

259

259

259

Ferskjur Spánn, 1 kg, box

Nektarínur Spánn, 1 kg, box

Plómur Spánn, 1 kg, box

kr. 1 kg

kr. 1 kg

kr. 1 kg

NÝTT Í BÓNUS 24g

ÍSLENSK framleiðsla

prótein

298 kr. stk.

498 kr. 400 g

Barebells Shake 330 ml, 3 teg.

Verð gildir til og með 16. júlí eða meðan birgðir endast

Diletto Kaffi Malað eða baunir, 400 g

Í


100 % ÍSLENSKT

x90.ai

6

5/9/17

11:01

AM

di90 amb-mi

tyle-h

smashS

ungnautakjöt C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

398

469

kr. 2x100 g

kr. 2x120 g

298

398

Smash Style Hamborgarasósa 250 ml

Íslandsnaut Bernaissósa 250 ml

549

kr. 250 ml

kr. 250 ml

kr. 2x140 g

Íslandsnaut Smash Style Hamborgarar 2x100 g, 2x120 g og 2x140 g

BÓNUS KEMUR MEÐ LÁGA VERÐIÐ TIL ÞÍN ÓDÝRARA að krydda sjálfur

Miðlærissneiðar

ÍSLENSKT

ÍSLENSKT

Lambakjöt

Lambakjöt

2.598 kr. kg

2.798 kr. kg

EINFALDAR

Íslandslamb Lærissneiðar 1. flokkur, kryddaðar

Íslandslamb Lambakótilettur Kryddaðar

Grillveislan

Byrjar í Bónus

Kótilettur

2.298 kr. kg SS Lambakótilettur Frosnar

1.398 kr. kg KS Lambalærissneiðar Frosnar

K

a

139

198

Bökunarkartöflur Frakkland, í lausu

Sætar Kartöflur USA, í lausu

kr. kg

kr. kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. júLí 2017

Gestirnir hissa yfir íslensku verðlagi ●●Hvetur ferðamenn til að skoða Suðurnesin ●●Góð aðsókn hjá Hótel Jazz í Keflavík

„Síðan við opnuðum hefur þetta gengið rosalega vel,“ segir Dagmara Kizica, starfsmaður Hotel Jazz, en hótelið hefur nú verið starfandi í tæpt ár í gamla húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að Austurgötu 13 í Keflavík.

Dagmara Kizica, starfsmaður Hotel Jazz fyrir framan hótelið þar sem síðast var Tónlistarskóli Reykjanesbæjar.

■■Hótelgestirnir eru flestir af erlendu bergi brotnir og komnir til landsins til að skoða sig um. Dagmara segir gestina frá ýmsum löndum, alls staðar frá í heiminum. „Flugstöðin er svo nálægt. Túristarnir koma oft og gista eina nótt og fara svo og ferðast út á land. Svo koma þeir oftast hingað aftur daginn fyrir flug og skoða svæðið hér. Við erum með sautján herbergi og það er alltaf fullbókað hjá okkur. Ef við værum með þrjátíu herbergi þá væru þau pottþétt fullbókuð.“ Hún segir algengt að ferðamennirnir tali um að dýrt sé á Íslandi. „Fólk heldur að það sé ódýrt á Íslandi en kemur svo hingað og verður mjög hissa yfir þessu. Ég var að aðstoða ferðamenn um daginn sem höfðu athugað hvað það kostaði að fara með leigubíl þrjá kílómetra frá flugstöð-

inni. Það hefði kostað þá um 25 evrur, eða um 3.000 krónur. Það er ótrúlegt. Ferð í leigubíl héðan til Reykjavíkur aðra leiðina kostar um 17.500 krónur. Það gerist mjög sjaldan að fólk taki leigubíl héðan.“ Dagmara segir flesta ferðamennina kjósa frekar að taka rútu á milli staða eða leigja bílaleigubíl vegna verðsins. Bláa lónið er vinsælt meðal ferðamanna en þeir komast margir hverjir ekki að vegna mikillar aðsóknar í þennan vinsæla ferðamannastað. „Það er oftast fullbókað í Bláa Lónið og það þarf að panta með miklum fyrirvara. Annars mæli ég oftast með því að túristarnir skoði Hafnir, brúnna milli heimsálfa, ströndina í Garðinum og Skessuhelli. Svo er líka notalegt að taka göngutúr meðfram sjónum og taka myndir.“

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Erna Geirmundsdóttir, Sóltúni 15, Keflavík,

lést laugardaginn 1. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 17. júlí kl.13. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.

IGS ATVINNA

Geirmundur Sigvaldason Þorsteinn Sigvaldason Sigrún Sigvaldadóttir

Ásdís Gunnarsdóttir Auður Gunnarsdóttir Kristinn Bjarnason

FORSTÖÐUMAÐUR FLUGAFGREIÐSLUSVIÐS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

IGS ehf. leitar að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf forstöðumanns flugafgreiðslusviðs. Viðskiptavinir IGS ehf. eru íslensk og erlend flugfélög. Staðan heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni:

• • • • • • •

Ábyrgur fyrir daglegum rekstri flugafgreiðslusviðs Áætlunargerð Stefnumótun Samningagerð Samskipti við erlenda viðskiptavini Þátttaka í alþjóðlegum kaupstefnum og sýningum Sölu- og markaðsmál

Háskólamenntun í viðskipta- og/eða rekstrarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi Góð íslensku- og enskukunnátta Mikið frumkvæði og frjó hugsun Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Útsjónarsemi og heiðarleiki

• • • • •

Hæfniskröfur:

Umsóknir skal fylla út á heimasíðu IGS ehf (www.igs.is) fyrir 25. júlí

Ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma

Kristrún Guðmundsdóttir, lést á Landsspítalanum Hringbraut 8. júlí, útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 20. júlí kl. 13.00. Jón Bjarnason Erla Jónsdóttir Valtýr Gylfason Guðmundur Rúnar Jónsson Sæunn G. Guðjónsdóttir Elvar Örn Valtýrsson Unnar Ernir Valtýrsson Kristrún Erla Guðmundsdóttir Arndís Ólöf Guðmundsdóttir

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

Helgi Steinþórsson, Nánari upplýsingar gefur Gunnar Olsen, golsen@igs.is og/eða Svala Guðjónsdóttir, svala@igs.is

pípulagningameistari, Freyjuvöllum 12, Keflavík,

lést á landspítalanum Fossvogi föstudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 13:00. Karitas Jóna Gísladóttir Guðmundur Helgason Steinar Már Helgason Rebecca Scattergood Gísli Jónatan Helgason Una Dís Fróðadóttir Davíð Helgason og barnabörn.


fimmtudagur 13. júLí 2017

Keflavík orðið eins og önnur fjölskylda mín ●●segir Marko Nikolic leikmaður Keflavíkur sem bakar bestu kleinuhringina

■■„Ég kom hingað til Keflavíkur af því að ég vildi nýjar áskoranir. Ég lít á Keflavík sem eitt af stærstu liðunum á Íslandi. Lið með góða aðstöðu og mikinn metnað. Eftir fyrstu æfinguna með liðinu í nóvember, fann ég að mórallinn var góður innan liðsins, sem skiptir mig miklu máli. Eftir það var ég viss um að ég vildi koma til liðsins. Mér líður mjög vel hér og finnst liðið vera orðið eins og önnur fjölskyldan mín.“ Marko Nikolic er nýr leikmaður meistaraflokks Keflavíkur en hann kom í byrjun keppnistímabilsins. Hann er frá Sebíu og lék með þremur liðum þar í landi áður en hann kom til

landsins það eru Radnicki Pirot, Radnicki Nis og Timok Zajecar. Marko kom til Íslands árið 2012 og lék með Huginn á Seyðisfirði fyrstu fimm árin á Íslandi. Hann spilar í stöðu vinstri bakvarðar hjá Keflavík en lék líka vinstri kanntinn hjá Huginn. Ertu orðin Keflvíkingur? „Nei, en ætli það komi ekki bara með tímanum. Það er erfitt að hrista Seyðfirðinginn úr sér.“ Marko líkaði vel á Seyðisfirði þó að stundum hafi verið erfitt á veturnar þar sem var vegurinn til Egilsstaðar var stundum lokaður. Á Seyðisfirði kynntist hann konu sinni, þau eiga von á sínu fyrsta barni á árinu og eru búin að koma sér vel fyrir í Keflavík.

„Markmið okkar Keflvíkinga er að komast upp í Pepsi-deildina á ný og auðvitað að fá bikarinn í haust. Í hverjum leik höfum við þá stefnu að vinna leikinn. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik og erum klárir í slaginn.“ Marko talar um að uppáhaldsliðið sitt sé Rauða stjarnan frá heimalandinu Serbíu, uppáhaldsleikmenn eru Dejan Stankovic frá Serbíu og Cristiano Ronaldo frá Portúgal. Þessa dagana starfar Marko í Nettó Krossmóa og líkar vel. „Ég starfa við að baka í bakaríinu í Nettó Krossmóa og baka bestu kleinuhringina í bænum,“ sagði Marko að lokum.

Útivist í Reykjanes UNESCO Geopark

Útivist í Reykjanes UNESCO Geopark er samstarfsverkefni Reykjanes Geopark, Bláa Lónsins og HS Orku hf. Markmið verkefnisins er að fólk kynnist einstöku umhverfi í gegnum útivist, fróðleik og skemmtun. Dagskrá sumarsins 2017 hófst með Jónsmessugöngu laugardaginn 24. júní. Boðið var upp á hjólaferð í samstarfi við 3N þann 6. júlí. Gengið verður um Eldvörp þann 13. júlí undir leiðsögn Guðmundar Ómars, jarðfræðings hjá HS Orku hf. Gangan þann 20. júlí verður um umhverfi Garðs og Sandgerðis undir leiðsögn Sunnu Bjarkar Ragnarsdóttur, frá Náttúrufræðistofunni í Sandgerði. Reynir Sveinsson mun leiða göngu frá Sandgerði að Garðskagavita þann

11

VÍKURFRÉTTIR

10. ágúst. Þann 17. ágúst býðst göngufólki að ganga um söguslóðir tónlistarsögunnar í Höfnum með söng og undirspili. En systkinin Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn ólust upp í Höfnum. Loks verður gengið á Háleyjarbungu þann 24. ágúst undir leiðsögn Eggerts Sólbergs Jónssonar, verkefnastjóra Reykjanes Geopark. Eggert Sólberg segir það vera mikilvægt fyrir Reykjanes Geopark að geta boðið upp á útivistarverkefnið. “Ein af megináherslum okkar er að veita fjölbreytta fræðslu og hvetja fólk til að upplifa einstaka náttúru svæðisins. Stuðningur Bláa Lónsins og HS Orku við verkefnið gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytta útivistardagskrá þátttakendum að kostnaðarlausu.”

-aðsent

pósturu vf@vf.is

Hagnaður ríkis á kostnað Reykjanesbæjar ■■Það hefur nú fengist staðfest að ríkið hefur haft u.þ.b. 10 milljarða í beinan hagnað af sölu fasteigna á gamla varnarsvæðinu. Nú er svo komið að flestar fasteignir eru komnar í hendur einkaaðila sem ætla sér að hámarka arð sinn af þessum fjárfestingum. Það setur aukna fjárhagslega pressu á sveitarfélagið sem þarf að auka þjónustu á svæðinu m.a. með því að fjölga leikskólarýmum og stækka grunnskóla, á sama tíma og verið er að glíma við miklar skuldir fortíðar. Reykjanesbær hefur alveg frá árinu 2006 þjónustað þá sem fluttu inn á varnarsvæðið og hafa útgjöld verið umtalsverð umfram tekjur. Á sama tíma setti ríkisvaldið sérlög fyrir sjálft sig til þess að þurfa ekki að greiða fasteignagjöld til sveitarfélagsins og juku þannig enn meira við hagnað sinn. Ætla má að sú hagnaðaraukning hafi numið nokkur hundruð milljónum

á kostnað Reykjanesbæjar. Núverandi og fyrrverandi fjármálaráðherrar hafa ekki ljáð máls á því að skilja eftir eitthvað af þessum mikla hagnaði hér á svæðinu. Mér f innst hins ve g ar e ð l i l e g t a ð r í k ið endurg reiði okkur fasteignagjöldin sem tekin voru af okkur með sérlögum. Rökin fyrir þessum sérlögum voru að þessar eignir væru ekki í notkun. Ég veit hins vegar ekki til þess að við íbúar höfum fengið einhvern afslátt af fasteignagjöldum bara af því að húsin okkar hafi staðið auð. Það er ósanngjarnt að krefjast þess af Reykjanesbæ að veita þjónustu á sama tíma og tekjumöguleikar sveitarfélagsins voru skertir. Ríkið bara selur og eftirlætur Reykjanesbæ að vinna úr þeim afleiðingum sem þessari sölu fylgir. Það er gott að geta verið stikkfrí. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar

ATVINNA Starfsmaður óskast í afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4. Um framtíðarstarf er að ræða.

Gengið verður um Eldvörp þann 13. júlí .

Dagskráin er kynnt á Facebook síðu verkefnisins. https://www.facebook.com/geoparkutivist/?fref=ts

Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.

Starfsmaður óskast Flügger óskar eftir að að ráða starfsmann/konu í hálfsdagsstarf í verslun sína í Keflavík. Í starfinu felst afgreiðsla á málningarvörum til viðskiptavina auk annars sem tilheyrir starfinu. Vinnutími er 13:00 – 18:00 virka daga og 10:00 – 15:00 annan hvern laugardag. Einnig vantar starfsfólk um helgar í vetur.

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu

Einstaklings Íbud til leigu í Keflavik. Aðeins fyrir Reyklausan, reglusaman karlmann með fasta vinnu. Ekkert dyrahald. 8630733. Milli 13- 19

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Umsóknir óskast sendar á netfangið eirag@flugger.com Nánari upplýsingar veitir Einar L. Ragnarsson í verslun Flügger í Reykjanesbæ.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

flügger.is

Óska eftir

Óska eftir herbergi til leigu í Reykjanesbæ eða nágrenni. Er á fertugsaldri, hámenntaður, í öruggri vinnu og hef fín meðmæli. Hermann sími: 6960431.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Við stöndum fréttavaktina alla daga vikunnar á vefnum okkar, vf.is


12

VÍKURFRÉTTIR

Líf og fjör í Vinnuskóla Reykjanesbæjar

■■Kr a k k arnir í Vinnuskól a Reykjanesbæjar hafa verið að vinna við að fegra og hreinsa í sveitarfélaginu síðustu vikurnar. Einn hópurinn var að snyrta við Heiðarskóla og stilltu þau sér upp fyrir myndatöku. Nú er fyrra tímabili Vinnuskólans í Reykjanesbæ lokið. Keppni hefur verið í gangi á milli hópa þar sem teknar hafa verið fyrir og eftir myndir af þeim svæðum sem þau hafa unnið í og gefin stig fyrir flottustu svæðin. Í gær var svo tilkynnt hvaða hópar höfðu sigrað og fengu þau pizzuveislu í verðlaun fyrir vel unnin störf. Næsta tímabil í vinnuskólanum hefst á mánudaginn og þá mæta nýir og fimmtudagur 22. tilbúnir júní ferskir krakkar að taka til hendinni.

fimmtudagur 13. júLí 2017

Gengið að prestvörðunni í blíðskaparveðri

Á sunnudaginn var gengið frá Útskálakirkju og Keflavíkurkirkju að prestsvörðunni þar sem séra Sigurður B. Sívertssen varð næstum úti fyrir margt löngu. Glaðir göngumenn komu að vörðunni í blíðskaparveðri. Gengið var ca. 7 km frá hvorri kirkju. Sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir leiddu göngurnar og sáu um helgistund við vörðuna. Kristjana Kjartansdóttir (Sjana) sagði söguna af hrakningum sr. Sigurðar og englavernd Guðs yfir honum þessa nótt í hríðarbylnum. „Við nutum þess besta sem veður býður upp á Suðurnesjum," segir sr. Bára Friðriksdóttir, en þetta var hennar síðasta opinbera helgistund við Útskálakirkju. Göngunni lauk í Golfskálanum þar sem var boðið í messukaffi.

Blái herinn fékk umhverfisstyrk Blái herinn fékk nýlega 500.000 kr. umhverfisstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Blái herinn er 22 ára í ár og hefur frá upphafi fjarlægt um 1.340 tonn af rusli úr náttúru Íslands. Hreinsunarverkefnin eru orðin 140 talsins. Það voru 15 verkefni sem hlutu styrki í ár. Tómas J. Knútsson stofnandi Bláa hersins tók við styrknum fyrir hönd Bláa hersins á sérstakri VÍKURFRÉTTIR afhendingu verðlaunana.

11

Það borgar sig ekki að bíða of lengi með að fá sér

heyrnartæki

Heyrnarskerðing er þriðja algengasta króníska heilsufarsvandamálið sem hrjáir eldri borgara. Um það bil 30% einstaklinga á aldrinum 65 ára og eldri eru með einhverja skerðingu á heyrn og er talið að tíðnin fari upp í 70-90% hjá þeim sem eru 85 ára og eldri. Þrátt fyrir algengi og heilsufarslegar afleiðingar þá er heyrnarskerðing oft vangreind og þarf af leiðandi ómeðhöndluð. Vaxandi heyrnarskerðingu fylgir oft aukinn pirringur og félagsleg einagrun. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að ómeðhöndluð heyrnarskerðing tengist aukinni áhættu á vitrænni hrörnun. Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni segir að það sé afar mikilvægt að greina heyrnarskerðingu sem fyrst svo hægt sé að bregðast við snemma í ferlinu. „Með notkun heyrnartækja verður auðveldara að eiga samskipti og taka þátt í ýmsum félagslegum viðburðum. Það hjálpar heilanum að halda sér í formi“, segir Anna Linda. Heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónusta í Reykjanesbæ Nýlega bætti Heyrnartækni Reykjanesbæ í hóp þeirra staða á

landsbyggðinni þar sem boðið verður upp á reglulega heyrnartækjaþjónustu. Árni Hafstað, heyrnarfræðingur mun sjá um heyrnarmælingar, ráðgjöf, sölu heyrnartækja og þjónustu við heyrnartækjanotendur á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja. Árni hefur sinnt landbyggðarþjónustu fyrir Heyrnartækni í um 15 ár og í dag sækir hann heim um 20 staði á landsbyggðinni. „Margir eiga erfitt með að sækja þjónustu til Reykjavíkur vegna ýmissa ástæðna og vonum við að íbúar á Suðurnesjum verði ánægðir með að þjónustan færist nú nær þeim,“ segir Anna Linda.

Heyrnartæki til prufu Hjá Heyrnartækni er hægt að fá heyrnartæki til prufu í vikutíma en það getur verið mikilvægt fyrir þá sem eru að fá sér heyrnartæki í fyrsta sinn að vera með þau í einhvern tíma áður en tækin eru keypt. „Vikuprófun getur gefið þér nokkuð góða mynd af því hvernig þér líður með tækin, bæði hvernig það er að vera með þau í eyrunum og eins hvernig þau hljóma. Fyrsta skrefið er að bóka tíma í heyrnarmælingu til að sjá hvort tímabært sé að fara að nota heyrnartæki,“ segir Anna Linda

Tekið er á móti tímapöntunum í heyrnarmælingu, ráðgjöf eða stillingu á heyrnartækjum í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is

KYNNING


SVARTUR DORITOS

BOXMASTER SVARTA BELTIÐ Í BRAGÐLAUKASPARKI

999 kr.

Original kjúklingur, flögur úr svörtum Doritos, piparmajónes, kál, kartöfluskífa, ostur og salsa.

1.899 kr.

Doritos Boxmaster, franskar, 3 Hot Wings, gos og Hraun.


14

VÍKURFRÉTTIR

Íþróttir á Suðurnesjum

fimmtudagur 13. júLí 2017

Grindavík á toppinn eftir sigur á KA

Grindavík sigraði KA 2:1 í Pepsi deild karla í miklum baráttuleik sl. sunnudag eftir að hafa lent undir. KA menn voru sprækari í fyrri hálfleik og Hallgrímur Már Steingrímsson skoraði mark á 19. mínútu fyrir KA. Grindvíkingar fengu víti á 22. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason brenndi af. Seinni hálfleikur hófst með látum og voru Grindvíkingar betri aðilinn. Marinó Axel Helgason jafnaði fyrir Grindavík á 70. mínútu. Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu í sumar.

Á 81. mínútu var aftur dæmt víti á KA. Andri Rúnar Bjarnason fór aftur á punktinn og núna brást honum ekki bogalistinn. Staðan því orðin 2:1 fyrir Grindavík og þetta lokaniðurstaðan. Grindavík er komið á topp í Pepsi deildar karla ásamt Val með 21 stig. Óli Stefán Flóvents­s on þjálfari Grindavíkur var að vonum ánægður með sína menn og sagði að þetta væri besti karaktersigur sem hann hefði séð undir sinni stjórn.

Andri markaskorari skallar boltann að marki KA.

100 leikir

Brynjar Freyr Garðarsson lék sinn 100. leik með UMFN gegn Völsungum og stóð sig vel.

Njarðvíkingar á góðu skriði ●●Flott umgjörð og samheldni í ungum og kraftmiklum leikmannahópi,“ segir Rafn M. Vilbergsson þjálfari UMFN sem er á toppi 2. deildar ■■Njarðvíkingar hafa farið vel af stað 2. deildinni í sumar og þegar mótið er hálfnað eru þeir 1. sæti. Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur er sáttur með sína menn. Rafn er uppalin í Garðinum og hefur spilað með Njarðvík, Víði, Val og Keflavík á ferlinum. Hann hefur þjálfað frá árinu 2006, fyrst hjá yngri flokkum í Njarðvík. Aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokk Njarðvíkur 2011 og þjálfaði meistaraflokk Víðis í Garði 2014-2015 og tók við þjálfun Njarðvíkurliðsins í lok ágúst 2016. Njarðvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en þeir lögðu Völsunga frá Húsavík á Njarðtaksvellinum í Njarðvík sl. laugardag. Lokatölur 3-2 fyrir heimamenn. Leikmenn með áhuga „Um mitt mót er staðan í deildinni skemmtileg fyrir alla sem koma að Njarðvíkurliðinu. Fyrir tímabilið lögðum við áherslu á að halda kjarna þeirra leikmanna sem spilað hafa með liðinu síðustu ár. Leikmönnum sem hafa mikinn áhuga og metnað til að koma félaginu ofar. Einnig að bæta við sterkum leikmönnum, mismunandi karekturum úr mismunandi áttum til að gera atlögu að efri hluta deildarinnar. Leikmannahópurinn er ungur, samheldnin og kraftmikill.“ segir Rafn. Vel undirbúnir „Liðið kom vel undirbúið til leiks í vor, við spiluðum fjölda leikja á undirbúningstímabilinu. Við fórum í æfingaferð til Svíþjóðar og æfðum vel við topp aðstæður í Reykjaneshöll. Umgjörðin í kringum liðið er flott, stjórnin er virk og dugleg að styðja við bakið á liðinu. Fyrir utan flottan leikmannahóp og stjórn er flott þjálfarateymi sem á stóran þátt í stöðu liðsins. Með okkur Snorra Má Jónssyni eru Sævar Júlíusson markmannsþjálfari, Gunnar Ástráðsson sjúkraþjálfari og einnig aðstoðaði Steindór Gunnarsson sundþjálfari okkur við æfingar i vetur.

Rafn og Snorri Már, þjálfarar UMFN.

„Staðan á hópnum er nokkuð góð fyrir utan að Andri Fannar Freysson fyrirliði sem spilað hefur mjög vel á tímabilinu hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Hörður Fannar Björgvinsson verður í leikbanni gegn Huginn en annars eru allir klárir í að taka á móti Huginn á laugardaginn og fylgja eftir góðum leik gegn Völsungi. Ánægjulegt er að Ari Már Andrésson hefur verið að koma sterkur inn en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla frá upphafi árs 2016. Davíð Guðlaugsson er á góðu róli eftir fótbrot sem hann varð fyrir í byrjun maí og á mánudaginn mætti hann á sína fyrstu æfingu í takkaskóm eftir brotið. Þrír markmenn „Við förum i alla leiki til að vinna,

við spiluðum frábærlega í síðasta leik gegn Völsungi og vonandi verður framhald á þeirri spilamennsku á laugardaginn. Við reynum að undirbúa okkur eins vel og kostur er og skoða styrkleika og veikleika hjá Huginn. Huginn hefur verið a miklu skriði á síðustu vikum, eru taplausir frá því í 2. umferð. Ólíkt mörgum liðum þá höfum við þrjá flotta markmenn á æfingum hjá okkur. Það kemur sér vel á laugardaginn þar sem Hörður Fannar verður í leikbanni og kemur það í hlut Brynjars Atla Bragasonar að standa vaktina í markinu.“ Jákvæður stuðningur „Við erum bjartsýnir á að okkar unga og skemmtilega lið haldi áfram að safna stigum með það að markmiði að haldast í toppbaráttunni. Mikil aukning frá fyrri árum hefur verið á áhorfendafjölda á Njarðtaksvelli í sumar og jákvæður stuðningur hefur verið á pöllunum. Vonandi halda Njarðvíkingar og aðrir Suðurnesjamenn áfram að mæta á völlinn og styðja Njarðvíkurliðið í baráttunni fram á haust,“ segir Rafn að lokum.

Keflavík heldur sigurgöngunni áfram Keflavík sigraði HK 3:1 í Inkasso deildinni á Nettóvellinum á þriðjudagskvöldið. Það var Jeppe Hansen sem skoraði fyrsta markið fyrir Keflavík á 26. mínútu. Staðan var 1:0 í hálfleik fyrir Keflavík. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 52 mínútu var Jeppe Hansen aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark sitt fyrir Keflavík. Reynir Már Sveinsson náði að minnka

muninn fyrir HK á 80. mínútu. Sigurbergur Elísson gulltryggði svo sigurinn aðeins tveim mínútum síðar. Lokastaðan því 2:1 fyrir Keflavík. Keflavík er í 2. sæti í Inkasso deildarinnar en öll toppliðin unnu sína leiki í kvöld. Næsti leikur Keflavíkur verður á laugardaginn við Leikni úr Reykjavík, en leikurinn fer fram í Keflavík.

Þróttur sigraði Reyni í Suðurnesjaslag Suðurnesjaliðin Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum mættust á Sandgerðisvelli í 3. deild karla síðustu helgi. Það voru Þróttarar sem höfðu betur og sigruðu 3:2. Andri Björn Sigurðsson gerði fyrsta mark Þróttar á 36. mínútu. Staðan var 1:0 fyrir Þrótt í hálfleik. Þróttarar misstu mann út af í upphafi seinni hálfleiks en þrátt fyrir að vera manni færri skoraði Tómas Ingi Urbancic mark á 78. mínútu fyrir Þrótt og kom þeim í 2:0. Lokamínúturnar voru æsispenn-

andi þar sem að Tomislav Misura minnkaði munninn í uppbótartíma og hleypti lífi í leikinn á ný. Það líf var stutt þar sem að nánast í næstu sókn fengu Þróttarar vítaspyrnu sem Andri Björn Sigurðsson skoraði úr og kom þeim í 3:1. Reynismenn neituðu að gefast upp og á 96. mínútu skoraði Jóhann Magni Jóhannsson og minnkaði muninn aftur í eitt mark. Það reyndist vera lokamarkið og því niðurstaðan 3:2 sigur Þróttar. Þróttur er í 5. sæti en Reynir er á botni 3. deildar.

Víðismenn niður töfluna eftir tap á Grenivík Víðir tapaði 2:1 fyrir Magna á Grenivíkurvelli í 2. deild karla á laugardaginn. Það var Helgi Þór Jónson sem skoraði fyrsta markið fyrir Víði á 13. mínútu. Heimamenn jöfnuðu svo á 71. mínútu að Magni náði að jafna leikinn og skoruðu svo sigurmarkið á 83. mínútu. Lokastaðan því 2:1 fyrir Magna. Víðir hafa aðeins misst flugið eftir ágæta byrjun og eru í 6. sæti og eiga næst útileik á sunnudaginn við Hött.

Glæsilegt fimm herbergja 212 fm raðhús við Mardal 10 í Innri-Njarðvík.

Húsið skilast múrað að utan, steypt innkeyrsla með snjóbræðslukerfi, steyptir veggir á milli eigna. Búið er að tyrfa og setja timburpall útfrá stofu. Að innan er húsið nánast tilbúið undir innréttingar, en búið er að sparsla en eftir á að pússa og mála. Nýji leik- og grunnskólinn í Innri Njarðvík verður byggður hinum megin við götuna. Frábærlega staðsett hús á 2 hæðum.

Verð 47.900.000 kr

Jeppe er mikill markaskorari.

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir eru klúbbmeistarar GS 2017.

Guðmundur vann í níunda sinn

■■Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Karen Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja. Guðmundur sigraði í níunda sinn og sigur Karenar var sá áttundi. Guðmundur stefnir að því að ná Erni Ævari Hjartarsyni sem hefur sigrað tólf sinnum en Þorbjörn Kjærbo, fyrir Íslandsmeistari GS, varð tíu sinnum klúbbmeistari. Karen Guðnadóttir getur á næsta ári jafnað við nöfnu sína Sævarsdóttur sem níu sinnum hefur unnið titilinn í Leiru. Guðmundur fékk harða keppni frá Björgvini Sigmundssyni en að lokum munaði sjö höggum á þeim. Guðmundur lék á 4 höggum yfir pari en aðstæður voru frekar erfiðar í Leirunni þar sem veðurguðirnir voru ekki sérstaklega góðu skapi. Þriðji varð Davíð Jónsson á 315 höggum en á sama skori var Róbert Smári Jónsson og höggi á eftir Guðni Vignir Sveinsson. Karen Guðnadóttir sigraði örugglega í kvennaflokki á 306 höggum en önnur varð Laufey Jóna Jónsdóttir á 336. Korpak systurnar efnilegu tóku ekki þátt í mótinu þar sem þær fóru með U18 stúlknalandsliðinu á Evrópumót í Póllandi. ■■Hjá Golfkúbbi Sandgerðis var hart barist um sigurinn í öllum flokkum en klúbbmeistarar urðu þau Pétur Þór Jaidee og Milena Medic. Pétur lék mjög stöðugt golf og kom inn á 296 höggum og var sex höggum á undan Svavari Grétarssyni. Þriðji varð Erlingur Jónsson á 313 höggum. Milena lék 54 holurnar í 304 höggum, Steinunn Jónsdóttir varð önnur á 343 höggm og þriðja Katrín Benediktsdóttir á 368.

■■Hj á G o l f kú bbi Vatn s l e y s u strandarhrepps sigraði Adam Örn Stefánsson í meistaraflokki karla en hann lék 72 holurnar á 297 höggum. Jóhann Sigurðsson varð annar á 301 og Guðbjörn Ólafsson þriðji á 304. Sigurdís Reynisdóttir sigraði í opnum kvennaflokki og lék á 272 höggum, Guðrún Egilsdóttir varð önnur á 280 og Oddný Þ. Baldvinsdóttir á 297.


Útimálning sem endist og endist VITRETEX er hágæða útimálning frá Slippfélaginu. VITRETEX inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gerir málninguna afburða veðurþolna og litheldna. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum.

VITRETEX er létt í vinnslu og þekur vel.

Komdu til okkar og spurðu um VITRETEX!

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Steini minn, þú býður bara öllum ferðamönnunum á 5 stjörnu hótelið þitt. Þá koma þeir örugglega aftur...

TU I U KÍK AFF GD Í K HRIN A EÐ

42

00

UMBOÐSAÐILI

40

0

Leggjast gegn rækjuveiðum við Eldey ■■Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar á svæðinu við Eldey á almanaksárinu 2017. Samkvæmt stofnmælingu sumarið 2017 er stærð rækjustofnsins við Eldey undir meðallagi og undir varúðarmörkum stofnsins. Stofnunin lagði til veiðar á 171 tonni af rækju við Eldey í fyrra og veiddust 146 tonn upp í þau. Árið 2013 voru 173 tonn veidd upp í 250 tonn sem er það mesta sem mælst hefur verið. Rækjuveiðar við Eldey hafa verið sveiflukenndar síðustu ár og voru engar veiðar stundaðar á árunum 1997 til 2002. Mest er að veiðast af rækju á sumrin og haustin. Á árunum 2015 til 2016 voru aðeins fjögur skip á rækjuveiðum við Eldey, flest voru skipin átján árið 1994.

FLEETWOOD Allegiance.

FORD Expedition el xlt 4wd.

LAND ROVER Discovery.

MMC Outlander.

TOYOTA Land cruiser 100.

FORD Humer.c 542 cl tcmobile.

TOYOTA Tundra access cab ltd 4wd.

RENAULT Megane scenic grand iii bose.

RENAULT Trafic.

PEUGEOT 3008.

SKODA Superb

HYUNDAI Ix35 gls.

FORD F250 ext 4x4.

DACIA Duster 4x4.

CADILLAC Escalade esv.

RENAULT Megane sport tourer.

KIA Ceed.

FORD Focus.

RENAULT Clio expression.

DACIA Dokker.

RENAULT Megane.

NISSAN Pathfinder.

HYUNDAI I30.

CHEVROLET Cruze.

SUZUKI Jimny.

TOYOTA Rav4.

KIA Sorento.

DODGE Ram 1500.

CHEVROLET Captiva.

SUBARU Forester.

TOYOTA Previa.

SUBARU Forester.

HYUNDAI Tucson.

JEEP Grand cherokee laredo 4x4 00.

VIKING Legend 2467.

Árgerð 2004, ekinn 0 Þ.KM, bensín, . Verð 990.000. Rnr.202557.

Árgerð 2008, ekinn 123 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 3.890.000. Rnr.761120.

Heimildamynd um eina heimilislausa mann Reykjanesbæjar ■■Elfar Þór Guðbjartsson gaf á dögunum út heimildamynd um Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Diddi, sem var eini heimilislausi maður Reykjanesbæjar. Heimildamyndin er verkefni Elfars í kvikmyndaskólanum þar sem hann stundar nám. „Diddi varð fyrir valinu því ég hef þekkt hann í mörg ár út af fyrra líferni, sem ég hef sagt skilið við í dag en liggur mér rosalega á hjarta. Diddi hefur alltaf verið svo hress og almennilegur við mig í gegnum árin að mig langaði að sýna fólki hver hann væri. Ég hef kynnst mörgum karakterum í gegnum árin sem fólk hunsar eða jafnvel óttast og mig langaði að gefa þeim rödd og sýna mánnúðlega hlið af þessu lífierni. Mig þykir vænt um þennan kall,“ segir Elfar í samtali við Víkurfréttir, en á vf.is má sjá heimildamyndina.

Bannað að gista utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum Bannað verður að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum. Þetta samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á fundi þess nýlega. Þá samþykkti bæjarráð einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitarfélaganna yrðu samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu.

140 hö. Árgerð 2013, ekinn 198 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 2.490.000. Rnr.202600.

Árgerð 2012, ekinn 62 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 1.980.000. Rnr.761354.

Árgerð 2012, ekinn 97 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 1.590.000. Rnr.202559.

Árgerð 2007, ekinn 170 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 1.290.000. Rnr.202613.

Árgerð 2003, ekinn 233 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 690.000. Rnr.202563.

Árgerð 2014, ekinn 21 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 8.900.000. Rnr.202294.

Árgerð 2002, ekinn 129 Þ.MÍLUR, bensín, . Verð 3.790.000. Rnr.202578.

Árgerð 2012, ekinn 140 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 2.490.000. Rnr.761398.

Árgerð 2012, ekinn 117 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 1.890.000. Rnr.212368.

Árgerð 2005, ekinn 200 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 1.590.000. Rnr.202363.

Árgerð 2007, ekinn 210 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 1.290.000. Rnr.202539.

Árgerð 2005, ekinn 212 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 690.000. Rnr.202142.

Árgerð 2015, ekinn 65 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 7.390.000. Rnr.761432.

Árgerð 2014, ekinn 42 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 3.290.000. Rnr.761414.

Árgerð 2003, ekinn 114 Þ.KM, bensín, . Verð 1.990.000. Rnr.202506.

Árgerð 2013, ekinn 77 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.761469.

Árgerð 2013, ekinn 112 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 1.590.000. Rnr.202589.

Árgerð 2004, ekinn 109 Þ.MÍLUR, bensín, . Verð 1.290.000. Rnr.202567.

Árgerð 2005, ekinn 248 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 650.000. Rnr.761458.

Árgerð 2015, ekinn 82 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 4.090.000. Rnr.202324.

Árgerð 2014, ekinn 87 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 2.990.000. Rnr.761455.

Árgerð 2015, ekinn 107 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 1.990.000. Rnr.202444.

Árgerð 2014, ekinn 53 Þ.KM, dísel, 5 gírar. Verð 1.690.000. Rnr.202234.

Árgerð 2013, ekinn 88 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.480.000. Rnr.212366.

Árgerð 2007, ekinn 180 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 1.290.000. Rnr.202560.

Árgerð 2004, ekinn 188 Þ.MÍLUR, bensín, . Verð 540.000. Rnr.202526.

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - GE bílar ehf - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is

Árgerð 1999, ekinn 460 Þ.KM, dísel, . Verð 3.990.000. Rnr.202577.

Árgerð 2014, ekinn 48 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 2.980.000. Rnr.212369.

Árgerð 2005, ekinn 146 Þ.KM, bensín, . Verð 1.990.000. Rnr.202357.

Árgerð 2015, ekinn 58 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.690.000. Rnr.761462.

Árgerð 2012, ekinn 125 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.390.000. Rnr.202593.

Árgerð 2006, ekinn 171 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 840.000. Rnr.202316.

Árgerð 2001, ekinn 2 Þ.KM, bensín, . Verð 499.000. Rnr.202584.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.