Næstu Víkurfréttir 15. ágúst - dagleg fréttaþjónusta á vefnum, vf.is
Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Vegna sumarleyfa starfsfólks Víkurfrétta kemur blaðið ekki út í næstu viku. Víkurfréttir koma næst út á prenti fimmtudaginn 15. ágúst. Vefútgáfa blaðsins, vf.is, fer hins vegar ekki í sumarfrí og þar verður staðin fréttavakt alla daga. Þar eru líka fjölbreyttir möguleikar til að koma að auglýsingum í ýmsum stærðum. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og póstfangið er andrea@vf.is. Sími blaðamanns er 421 0003 og þá má senda ábendingar eða efni á póstfangið vf@vf.is.
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.
GRINDHVALIR Í HEIMSÓKN Á annan tug grindhvala komu í höfnina í Keflavík síðdegis á föstudag. Hvalirnir héldu hópinn í höfninni og voru á sama svæðinu í nokkrar klukkustundir. Víkurfréttir voru með hvalaheimsóknina í beinni útsendingu á fésbók Víkurfrétta þar sem þúsundir áhorfenda fylgdust með dýrunum í Keflavíkurhöfn. Myndskeið úr dróna var einnig sett á vef Víkurfrétta á föstudag og hefur, þegar þetta er skrifað, fengið á fjórða tug þúsunda áhorfa. Grindhvalir eru djúpsjávardýr og því nokkuð óvanalegt að sjá þá alveg upp við land. Grindhvalir eiga þó til að synda á land í stórum torfum og þá er það þekkt frá frændum okkar í Færeyjum að smala dýrunum upp í fjöru til slátrunar. Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út á föstudagskvöldið til að smala dýrunum út úr höfninni. Fyrsti báturinn var vart kominn á flot þegar hvalirnir tóku á rás og létu sig hverfa og hefur þeirra ekki orðið vart síðan. Myndina hér til hliðar tók Hilmar Bragi af hvölunum í Keflavíkurhöfn síðdegis sl. föstudag.
Vantar orku fyrir stærri gagnaver n Gagnaverin í Reykjanesbæ nota 100 MW af raforku n Suðurnesjalína 2 hamlar frekari stækkun og fjölgun gagnavera á Suðurnesjum Gagnaverin á Fitjum og Ásbrú hafa ekki möguleika á að stækka og þeim mun ekki fjölga fyrr en Suðurnesjalína 2 verður að veruleika. Öll stækkunaráform eru í biðstöðu hjá þeim fyrirtækjum sem eru í þessum iðnaði. Gagnaverin í Reykjanesbæ nota um 100 MW af raforku. Staðan er raunar þannig á Suðurnesjum í dag að ekki er hægt að koma meira rafmagni inn
á svæðið vegna þess að ekki hefur orðið af áformum um Suðurnesjalínu 2 en vonandi sér fyrir endann á þeim málum en sveitarstjórnir á
áhrifasvæði línulagnarinnar hafa haft Suðurnesjalínu 2 til umsagnar síðustu vikur. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar
það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum, skrifar Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera, í Fréttablaðið nýverið. Gagnaver á Íslandi laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega
lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Við Fitjar í Reykjanesbæ er að byggjast upp iðnaðarsvæði sem er sérstaklega skipulagt fyrir gagnaver. Þar er t.a.m. stutt í stóra aðveitustöð Landsnets.
Frábær tilboð í ágúst! 36%
52%
Opnum snemma lokum seint
199
189
áður 419 kr
áður 299 kr
kr/stk
Monster Energy Ultra 500 ml
249
kr/stk
Billys Pan Pizza Original eða pepperoni 170 gr
kr/stk
Lays 5 tegundir
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002