Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.

Page 1

Næstu Víkurfréttir 15. ágúst - dagleg fréttaþjónusta á vefnum, vf.is

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Vegna sumarleyfa starfsfólks Víkurfrétta kemur blaðið ekki út í næstu viku. Víkurfréttir koma næst út á prenti fimmtudaginn 15. ágúst. Vefútgáfa blaðsins, vf.is, fer hins vegar ekki í sumarfrí og þar verður staðin fréttavakt alla daga. Þar eru líka fjölbreyttir möguleikar til að koma að auglýsingum í ýmsum stærðum. Sími auglýsingadeildar er 421 0001 og póstfangið er andrea@vf.is. Sími blaðamanns er 421 0003 og þá má senda ábendingar eða efni á póstfangið vf@vf.is.

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

GRINDHVALIR Í HEIMSÓKN Á annan tug grindhvala komu í höfnina í Keflavík síðdegis á föstudag. Hvalirnir héldu hópinn í höfninni og voru á sama svæðinu í nokkrar klukkustundir. Víkurfréttir voru með hvalaheimsóknina í beinni útsendingu á fésbók Víkurfrétta þar sem þúsundir áhorfenda fylgdust með dýrunum í Keflavíkurhöfn. Myndskeið úr dróna var einnig sett á vef Víkurfrétta á föstudag og hefur, þegar þetta er skrifað, fengið á fjórða tug þúsunda áhorfa. Grindhvalir eru djúpsjávardýr og því nokkuð óvanalegt að sjá þá alveg upp við land. Grindhvalir eiga þó til að synda á land í stórum torfum og þá er það þekkt frá frændum okkar í Færeyjum að smala dýrunum upp í fjöru til slátrunar. Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út á föstudagskvöldið til að smala dýrunum út úr höfninni. Fyrsti báturinn var vart kominn á flot þegar hvalirnir tóku á rás og létu sig hverfa og hefur þeirra ekki orðið vart síðan. Myndina hér til hliðar tók Hilmar Bragi af hvölunum í Keflavíkurhöfn síðdegis sl. föstudag.

Vantar orku fyrir stærri gagnaver n Gagnaverin í Reykjanesbæ nota 100 MW af raforku n Suðurnesjalína 2 hamlar frekari stækkun og fjölgun gagnavera á Suðurnesjum Gagnaverin á Fitjum og Ásbrú hafa ekki möguleika á að stækka og þeim mun ekki fjölga fyrr en Suðurnesjalína 2 verður að veruleika. Öll stækkunaráform eru í biðstöðu hjá þeim fyrirtækjum sem eru í þessum iðnaði. Gagnaverin í Reykjanesbæ nota um 100 MW af raforku. Staðan er raunar þannig á Suðurnesjum í dag að ekki er hægt að koma meira rafmagni inn

á svæðið vegna þess að ekki hefur orðið af áformum um Suðurnesjalínu 2 en vonandi sér fyrir endann á þeim málum en sveitarstjórnir á

áhrifasvæði línulagnarinnar hafa haft Suðurnesjalínu 2 til umsagnar síðustu vikur. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar

það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum, skrifar Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera, í Fréttablaðið nýverið. Gagnaver á Íslandi laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega

lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Við Fitjar í Reykjanesbæ er að byggjast upp iðnaðarsvæði sem er sérstaklega skipulagt fyrir gagnaver. Þar er t.a.m. stutt í stóra aðveitustöð Landsnets.

Frábær tilboð í ágúst! 36%

52%

Opnum snemma lokum seint

199

189

áður 419 kr

áður 299 kr

kr/stk

Monster Energy Ultra 500 ml

249

kr/stk

Billys Pan Pizza Original eða pepperoni 170 gr

kr/stk

Lays 5 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

49 vilja aðstoða bæjarstjóra Reykjanesbæjar

Atli Geir nýr sviðsstjóri skipulagssviðs Grindavíkurbæjar

Reykjanesbær auglýsti á dögunum starf aðstoðarmanns bæjarstjóra laust til umsóknar. Alls sóttu 49 einstaklingar um stöðuna. Af þeim eru 33 konur og 16 karlar.

Í auglýsingu um starfið segir: „Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum einkenna aðstoðarmann bæjarstjóra ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni. Starf aðstoðarmanns felur í sér að aðstoða bæjarstjóra við dagleg verkefni. Aðstoðarmaður undirbýr fundi og viðburði sem bæjarstjóri tekur þátt í sem og ýmis verkefni og samskipti. Aðstoðarmaður tekur á móti og greinir ýmis erindi sem berast bæjarstjóra og kemur í réttan farveg. Vinnutími aðstoðarmanns er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í álagi“. Menntunar- og hæfniskröfur eru þær að umsækjandi hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, reynsla af stjórnun verkefna æskileg og þekkingu og reynslu af starfsumhverfi sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu. Umsækjendur um starf aðstoðarmanns bæjarstjóra: Anna Kristjana Egilsdóttir, Auður Jóna Erlingsdóttir,

Ása Hlín Benediktsdóttir, Berglind Gréta Kristjánsdóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birna Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Bryndís Garðarsdóttir, Carolin Karlsen Guðbjartsdóttir, Elínborg Ósk Jensdóttir, Eydís Hentze Petursdóttir, Fanney Guðrún Magnúsdóttir, Frímann Sigurðsson, Gerður Ríkharðsdóttir, Gréta Mar Jósepsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Guðmundur Bjarni Benediktsson, Guðrún Álfheiður Thorarensen, Gylfi Már Þórðarson, Halla Karen Guðjónsdóttir, Halldóra G. Jónsdóttir, Heimir Snær Guðmundsson, Helena Hauksdóttir Jacobsen, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hjörleifur Þór Hannesson, Hlynur Sigursveinsson, Hugrún Elvarsdóttir, Húni Húnfjörð, Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Bjarni Steinsson, Jón Ragnar Ástþórsson, Katrín Júlía Júlíusdóttir, Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Perla Björk Egilsdóttir, Sigrún Ásta Elefsen, Sigurbjörn Arnar Jónsson, Sigurlaug Helgadóttir, Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, Steinþór Jón Gunnarsson, Sveinn Andri Brimar Þórðarson, Sylvía Rakel Guðjónsdóttir, Sædís Kristjánsdóttir, Sævar Þór Birgisson, Tómas Þór Tómasson, Þorgils Jónsson og Þórdís Ósk Helgadóttir.

Mengunarvarnagirðing sett við Orlik kvöldið sem hann fór að leka. VF-mynd: hbb

Fá undanþágu til að rífa Orlik Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt Skipasmíðastöð Njarðvíkur undaþágu á starfsleyfi sínu til niðurrifs á togaranum Orlik út frá ákveðnum forsendum. Togarinn var nærri sokkinn við bryggju í Njarðvík sunnudaginn 21. júlí vegna leka en með snarræði var komið í veg fyrir að skipið myndi sökkva. Orlik verður rifinn á athafnasvæði skipasmíðastöðvarinnar en einhvern tíma mun taka að útbúa þá aðstöðu. Þá þarf að vera stórstreymt til að koma togaranum á þann stað þar sem hann verðður rifinn. Togarinn er í dag í sívöktun enda ástand hans mjög slæmt og ryðgöt komin á skrokk skipsins. Frá því skipiðu verður fleytt á þann stað þar sem það verður rifið mun taka þrjá til fimm mánuði að rífa skipið og ganga frá svæðinu aftur.

SPURNING VIKUNNAR

Hvað fer mest í taugarnar á þér?

x

Hér hefur staðurinn verið merktur þar sem Orlik verður fargað á næstu vikum.

Tvær fluttar á sjúkrahús eftir árás máva Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús eftir árás máva á hestafólk á Mánagrund á sunnudaginn. Ungu konurnar, sem báðar eru nokkuð vanar hestum, riðu í rólegheitum út á grundina ásamt föður sínum þegar þær urðu fyrir árásinni. Nokkrir mávar söfnuðust saman fyrir ofan þau, görguðu og gerðu árás á hesta og knapa, líkt og kríur gera.

Þá drituðu mávarnir skít yfir fólkið og voru mjög grimmir, segir í færslu á síðu Hestamannafélagsins Mána á

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

Atli Geir Júlíusson, v e r k f r æ ð i n g u r, hefur verið verið ráðinn í starf sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs hjá Grindavíkurbæ. Frá þessu er greint á vef bæjarins. Atli Geir lauk lauk meistarnámi í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2011. Atli Geir hefur undanfarin fjögur ár starfað hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en þar á undan starfaði hann hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Atli Geir er giftur Gígju Eyjólfsdóttur og saman eiga þau tvö börn, þau Patrek og Hildigunni. Atli Geir hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík sl. 10 ár. Með vinnu sinni hefur Atli Geir þjálfað yngri flokka í körfubolta í Grindavík frá árinu 2009 ásamt því að sinna kennslu í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

fésbókinni. Hestarnir urðu órólegir og fældust við árás mávanna. Ungu konurnar duttu báðar af baki. Þær fengu höfuðhögg og aðra áverka og voru fluttar með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Fossvogi í Reykjavík. Þær munu báðar vera óbrotnar og fengu að fara heim eftir að hafa verið

Guðlaug Sveinsdóttir: „Óheiðarleiki.“

myndaðar og gengið úr skugga um að þær væru óbrotnar. Þær eru lemstraðar og aumar eftir ævintýrið. Núna er sá tími sem mávurinn er hvað grimmastur. Ungar eru nýlega skriðnir úr eggjum og foreldrarnir reyna hvað þeir geta til að verja ungviðið.

Regína Fanný ráðin fjármálastjóri Reykjanesbæjar

Helena Ösp Ævarsdóttir: „Þegar fólk rekst utan í mann og segir ekki fyrirgefðu.“

Regína Fanný Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi og deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ, hefur verið ráðin fjármálastjóri Reykjanesbæjar. Regína hefur sinnt störfum fjármálastjóra í tímabundinni ráðningu frá því desember 2018 þegar fyrrverandi fjármálastjóri lét af störfum. Áður starfaði hún m.a. hjá BYR og fleiri fjármálastofnunum. Regína hóf störf sem deildarstjóri reikningshalds hjá Reykjanesbæ í upphafi árs 2015 og hefur tekið virkan þátt í stjórnendateymi Reykjanesbæjar undanfarin misseri. Hún tekur við starfi fjármálastjóra 1. ágúst nk.

Sextán einstaklingar sóttu um starf fjármálastjóra Reykjanesbæjar en umsóknarfrestur um starfið rann út nýverið. Reykjanesbær óskaði eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn fjármálastjóra til að starfa í öflugu teymi starfsmanna á fjármálaskrifstofu bæjarins. Nöfn umsækjenda má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.

Karl Taylor: „Að bíða, að vera í biðröð.“

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,

Snævar Ingi Sveinsson: „Frekar erfið spurning, þegar fólk hættir við plön á síðustu sekúndu.“

SÆVARS B. SÖRENSSONAR rafmagnsiðnfræðings,

sem lést 29. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Nesvöllum fyrir góða aðstoð og umönnun. Guðfinna Sigurþórsdóttir Sigurþór og Áslaug Karen og Heiður og barnabörn

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


HJÓLREIÐATRYGGING TM Tryggðu þig og hjólið þitt betur á tm.is

Hjólreiðatrygging TM tryggir hjólið þitt fyrir skemmdum og þjófnaði og þig fyrir slysum og sjúkrakostnaði. Tryggingin gildir í æfingum og keppni, á Íslandi og erlendis. Vertu viss um að þínar tryggingar séu í takt við þínar þarfir og kláraðu málið á nokkrum mínútum á tm.is.

SJÁÐU ÞITT VERÐ Á TM.IS

Nánari upplýsingar á tm.is/hjol


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

TILLAGA AÐ BREYTINGUM Á SVÆÐISSKIPULAGI SUÐURNESJA 2008-2024 Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja auglýsir tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 27. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingartillagan felur í sér eftirfarandi: - Breytta afmörkun á vatnsverndarsvæði í Reykjanesbæ. - Uppfærð flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar. - Uppfærð vatnsverndarkort fyrir Suðurnesin. Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu og vatnsverndarkorti fyrir Suðurnesin verður aðgengileg, frá 29. júlí til og með 16. september 2019, á heimasíðum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (https://sss.is/blog/svaedisskipulag/) sem og allra sveitarfélaga og aðila sem eiga aðild að nefndinni. Breytingartillagan verður á ofangreindu tímabili jafnframt til sýnis á skrifstofu sambandsins, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ og á skrifstofum Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Einnig verður breytingartillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík, á kynningartímanum.

Bílalest með skólastofurnar ekur eftir Reykjanesbrautinni á leið sinni frá Ásbrú, þar sem húsin voru sett saman, og að Myllubakkaskóla í Keflavík. VF-myndir: Hilmar Bragi

Hagkvæmar og endurnýtanlegar skólastofur í Reykjanesbæ Hagkvæmar og endurnýtanlegar skólastofur voru settar upp við þrjá skóla í Reykjanesbæ í júlímánuði. Stofum við Stapaskóla var fjölgað en bráðabirgðahúsnæði skólans er byggt upp á endurnýtanlegum einingum. Þá var sett niður skólastofa við leikskólann Hjallatún og að endingu voru tvær og hálf eining settar niður við Myllubakkaskóla. Tvær og hálf eining við Myllubakkaskóla rúmar tvær skólastofur og minna herbergi til sérkennslu eða annarra nota. Ein og hálf eining er við Stapaskóla, sem rúmar eina kennslustofu og viðbótarrými og ein eining er við Hjallatún. Með því að setja niður einingu við Hjallatún verður bið á stækkun leikskólans en hugmyndir hafa verið uppi um að spegla núverandi húsnæði og stækka um helming. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir einingarnar valdar með það í huga

að þær s´´éu vel færanlegar og aðgengilegar. Þær sé því hægt að færa til eftir þörfum. „Þessar einingar eru því bæði hagkvæmar fjárhagslega og tímalega séð. Ég geri ráð fyrir því að breytingar verði á skólaumhverfinu þegar fyrsti áfangi Stapaskóla verður tekinn í notkun haustið 2020, sem er grunnskólahlutinn, rúmlega 7000 fm². Þá ætti dreifingin í skólana að jafnast að einhverju marki. Þá er núverandi skólahúsnæði Stapaskóla úr sams konar færanlegum einingum og munu því nýtast annars staðar þegar fyrsti áfanginn verður tekinn í notkun.“

Skriflegar ábendingar og athugasemdir við tillöguna skal senda til skrifstofu SSS, eða á netfangið sss@sss.is, eigi síðar en 16. september 2019. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja Ólafur Þór Ólafsson, formaður

Næstu Víkurfréttir koma út 15. ágúst

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Tvær og hálfa eining við Myllubakkaskóla rúmar tvær skólastofur og minna herbergi til sérkennslu eða annarra nota.

Íþróttaakademía – starfsmaður í kvöldvinnu Heiðarskóli – umsjónarkennari Sundmiðstöð/Vatnaveröld – starfsmaður Akurskóli – hönnunar- og smíðakennari Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Skólastofunni komið fyrir á lóð Myllubakkaskóla.

Bráðabirgðahúsnæði Stapaskóla er úr endurnýtanlegum einingum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Stefnumótun til 2030 - þitt innlegg skiptir máli Við kynnum Stefnumótun Reykjanesbæjar 20202030 á vef bæjarins, www.reykjanesbaer.is. Þú getur sent inn athugasemdir og hugmyndir á netfangið stefnumotun2030@reykjanesbear.is til 15. september nk. Verslunarmannahelgi - breytingar á opnunartíma Ráðhús: Hefðbundinn opnunartími Þjónustuvers og Bókasafns föstudaginn 2. ágúst. LOKAÐ 3., 4. og 5. ágúst. Sundmiðstöð/Vatnaveröld: Hefðbundinn opnunartími föstudag, laugardag og sunnudag. Opið kl. 9-17 mánudaginn 5. ágúst (helgidagaopnun).

Kappsmál að loka 1. áfanga Stapaskóla fyrir veturinn Framkvæmdir við fyrsta áfanga Stapaskóla ganga samkvæmt áætlun. Í honum er grunnskólahlutinn, rúmlega 7000 fm². Búið er að koma upp sparkvelli við bráðabirgðahúsnæðið, auk leikvalllar og

verið er að koma fyrir færanlegum kennslurýmum við skólann. Hann er nú rekinn í bráðabirgðarhúsnæði skammt frá framkvæmdarsvæði. Á vef Reykjanesbæjar ef haft eftir Guðlaugi H. Sigurjónssyni, sviðsstjóra

umhverfissviðs, að kappsmál verktaka sé að loka fyrsta áfanganum fyrir veturinn og fara þá að athafna sig innandyra. Myndin var tekin með dróna á byggingarstað á mánudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi


ALLT Í ÚTILEGUNA HJÁ NETTÓ! Kalkúnasneiðar í suðrænu kryddi

1.739 ÁÐUR: 2.899 KR/KG

KR/KG

-40%

Nautalund fullmeyrnuð og tilbúin á grillið

4.798

KR/KG

ÁÐUR: 5.998 KR/KG

-32%

-20%

Lambagrillsneiðar langar

1.019

KR/KG

ÁÐUR: 1.698 KR/KG

LJÚFFENGT OG GOTT!

Nóa Kropp 200 gr

Víkingagrís BBQ

1.482 ÁÐUR: 2.179 KR/KG

-40%

-20%

KR/KG

399

-40%

KR/PK

ÁÐUR: 499 KR/PK

Lambaframhryggjasneiðar kryddaðar

2.219 ÁÐUR: 3.698 KR/KG

-18% Stjörnusnakk partý mix m/papríku eða salt og pipar 20% meira magn

369

KR/PK

ÁÐUR: 449 KR/PK

-33% Xtra flögur Salt, Sourcream eða BBQ - 300 gr

199

KR/PK

ÁÐUR: 299 KR/PK

KR/KG

Bláber 500 gr

Jarðarber 400 gr

349

499

KR/PK

KR/PK

ÁÐUR: 698 KR/PK

ÁÐUR: 998 KR/PK

-50%

Tilboðin gilda 01. – 05. ágúst Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Lægra verð – léttari innkaup

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

VERSLUNARMANNA Harmonikkuafinn fullkomnar helgina Ásdís Birta Magnúsdóttir er 23 ára, fædd og uppalin í Keflavík. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég er að fara í annað sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Það eru svo margar góðar. En ég verð að segja að eftirminnilegustu Verslunarmannahelgarnar séu þegar stórfjölskyldan mín kemur saman í sumarbústaðnum í Borgarfirðinum. Þar er alltaf mikið hlegið, leikið og sungið. Síðan tekur afi upp harmonikkuna og helgin er svo gott sem fullkomnuð.“ Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina? „Það sem er mikilvægt um þessa helgi er fyrst og fremst góður félagsskapur. Í mínu tilviki er það fjölskyldan og vinkonurnar. Minningarnar sem við eignumst saman eru mikilvægari en allt sem við gætum mögulega haft meðferðis.“

Fjölmennasta Skötumessan frá upphafi og skatan kláraðist! Skötumessan sem haldin var í Miðgarði í Gerðaskóla um miðjan júlí er sú fjölmennasta hingað til. Um 500 manns mættu í veisluna. Skötumessan er árlegur viðburður. Hún er ávallt haldin á miðvikudegi næst Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí. Allir sem koma að skötumessunni gefa vinnu sína og ágóðinn rennur óskiptur til góðgerðarmála. Að þessu sinni voru veittir styrkir og gefnar gjafir fyrir á fimmtu milljón króna. Stærsta gjöfin var tölvustýrð dúkka sem Björgunarsveitin Suðurnes fékk

að gjöf. Dúkkan er til æfinga á endurlífgun og fyrstu hjálp á vettvangi. Auk Skötumessunnar þá lögðu Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis til verulegar fjárhæðir til kaupa á þjálfunarbúnað-

inum. Á skötumessunni eru í boði skata, saltfiskur og plokkfiskur ásamt tilheyrandi meðlæti. Í ár lentu veisluhaldarar í því að skatan kláraðist því aðsóknin í hana var miklu meiri en áður. Kokkar voru því ræstir út og fiskmeti sett í potta þannig að allir gætu fengið að borða. Skötumessustjórar lofa því að þetta muni ekki gerast aftur og að ári verða án efa skötufjöll á veisluborðinu í Garði.

Æðrulaus hundamamma verður í bústaðnum Laufey Ebba Eðvarðsdóttir er að verða 26 ára. Hún er að ljúka mastersgráðu í endurskoðun og reikningsskilum í haust. Laufey er nýflutt aftur í Innri-Njarðvík og vinnur við endurskoðun/reikningsskil hér fyrir sunnan. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég er nýleg hundamamma og við dóttirin ætlum að eyða helginni með fjölskyldunni upp í bústað í rólegheitunum.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Mín eftirminnilegasta Verslunarmannahelgi er sennilega fyrir sex árum þegar ég fór til eyja með vinkonu minni. Tjaldið okkar fauk en sem betur fer vorum við með bílinn minn í Eyjum svo við enduðum á að sofa í bílnum.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Það sem mér þykir mikilvægast fer klárlega eftir því hvað planið er en það er alltaf mikilvægt að hafa góða skapið og nóg af æðruleysi þar sem veðrið á Íslandi er oftar en ekki óútreiknanlegt og maður verður að geta notið sín sama hvernig viðrar.“

Óvæntir götutónleikar Hobbitanna Hobbitarnir, ein langlífasta hljómsveit Sandgerðis, hélt óvænta götutónleika í Keflavík á föstudag. Sveitin kom sér fyrir framan við veitingavagn TACO BLESS á Hafnargötunni og lék fyrir gesti og gangandi. Hobbitarnir hafa undanfarin ár staðið fyrir svokölluðum Snúru-tónleikum við tjaldstæðið í Sandgerði. Þeir tónleikar hafa ekki verið slegnir af í sumar en vænta má tilkynningar eftir Verslunarmannahelgi. VF-mynd: Hilmar Bragi

Skötumyndasafn á vf.is


Frábær tilboð í ágúst! 52%

2

fyrir

1

199

399

kr/stk

kr/pk

Coca Cola Zero 0,5 l

áður 419 kr

Freyju Djúpur Venjulegar, sterkar eða súkkulaði - 150 gr

Monster Energy Ultra 500 ml

36%

2

fyrir

1

249

189

kr/stk

kr/stk

áður 299 kr

Lays 5 tegundir

Billys Pan Pizza Original eða pepperoni 170 gr

40%

199 kr/stk

33%

áður 299 kr

Ripped orkudrykkur BlueRazz, Strawberry lime eða Tropical - 330 ml

Egils Appelsín sykurlaus 0,5 l

25%

479

149

áður 799 kr

áður 199 kr

kr/pk

Mars eða Snickers ís 4 í pakka

kr/stk

Toro bollasúpa 7 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Opnum snemma lokum seint


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

Afleiðingar flugvallar í Hvassahrauni verði skoðaðar Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir það álit bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja taki til skoðunar þær afleiðingar sem flugvöllur í Hvassahrauni myndi hafa fyrir Suðurnesin. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs þar sem ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun Isavia um stækkun Keflavíkurflugvallar var til umræðu.

Milda áhrif hækkunar fasteignamats í Suðurnesjabæ

Myndarlegur hópur úr bæjarvinnunni í hamborgaraveislunni.

UNGLINGAVINNAN Í HAMBORGARAVEISLU Unga fólkið í gulu vestunum, krakkarnir í unglingavinnunni, hafa farið sem stormsveipur um Reykjanesbæ í sumar og gert kraftaverk í að snyrta umhverfið. Stór hópur var að störfum við Vatnsnesveg á dögunum og vakti dugnaðurinn aðdáun starfsfólks Hótels Keflavíkur og KEF restaurant. Hópnum var því boðið í hamborgara, franskar og gos í hádeginu. Allir tóku vel til matar síns og héldu svo áfram með gott dagsverk.

Hér þarf að kaupa nýja kústa!

Þakkaði þingmanni baráttu fyrir bættri aðstöðu heyrnarskertra til náms þakklætinu fylgir innri hlýja sem er svo gefandi. Takk fyrir Andri Fannar.“

SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS

Hulda Dagmar Lárusdóttir er Njarðvíkingur og á tvær dætur og tvö ömmubörn. Hún hefur verið eróbikkennari og einkaþjálfari í 33 ár, kennir í Lífsstíl og er flugfreyja hjá Icelandair. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ekkert planað. Ég hef yfirleitt verið heima um þessa helgi eða þá að vinna.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Þegar ég fór á bindindismót i Galtalæk með Stúkunni sem var og hét með Hilmari Jónssyni (Búkka). Ég var þá þrettán ára og var alltaf mjög hrædd við fólk sem var ölvað á svona mótum og fór þess vegna ekki en fór svo einu sinni í Húsafell. Þá var ég sextán ára og svaf lítið þá helgi. Ég var alltaf á vaktinni vegna ölvunar á fólkinu.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Það er mikilvægt að þessi helgi fari friðsamlega fram og hjá mér er mikilvægt að hafa fjölskylduna mína hjá mér. Það væri best ef hægt væri að hafa svona stóra helgi vímuefnalausa.“

Lýsir ánægju með samvinnu starfsfólks bókasafnanna í Suðurnesjabæ

SUÐUR MEÐ SJÓ

VERSLUNARMANNA Vímuefnalaus verslunarmannahelgi draumurinn

Allir fen gu borgara franska , r og gos.

„Andri Fannar Ágústsson hefur beðið nokkuð lengi eftir fundi okkar. Loks kom að því að við hittumst heima hjá afa hans og ömmu, Hafsteini og Eydísi, á Víkurbrautinni í blíðskaparveðrinu sem við þekkjum svo vel á Suðurnesjum síðustu mánuði,“ skrifar Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á fésbókina. Andri Fannar vildi þakka Ásmundi stuðninginn við hans baráttu fyrir bættri aðstöðu heyrnarskertra til náms. „Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að verða við slíkri bón og leggja góðu máli lið. Við það verkefni fékk ég og Andri Fannar mikilvægan stuðning Lilju Alfreðsdottir mennt- og menningarmálaráðgerra sem við þökkum ráðherranum,“ segir Ásmundur jafnframt. Andri Fannar færði Ásmundi sem þakklætisvott þæfða lopavettlinga sem Eydís amma hans prjónaði á þingmanninn. „Þau hafa lengi haft áhyggjur af því að mér verði kalt á höndunum í vetrargöngum mínum og það er hárrétt. Nú geng ég áhyggjulaus til vetrarverkanna í kuldanum sem þeim fylgja og hlýjan sem fylgir huganum á bak við gjöfina mun verma á mér loppurnar og minna mig á að

Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 verði leitast við að milda áhrif hækkunar fasteignamats í gjaldskrám Suðurnesjabæjar með sama hætti og gert var fyrir árið 2019. Upplýsingar um fasteignamat fyrir árið 2020 frá Þjóðskrá Íslands voru til umfjöllunar og afgreiðslu í Suðurnesjabæ þann 10. júlí sl.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju sinni með samvinnu starfsfólks bókasafnanna í Suðurnesjabæ við að tryggja íbúum bæjarfélagsins og þá sérstaklega íbúum í Garði sem besta þjónustu í því ástandi sem skapast hefur vegna tímabundinnar lokunar bókasafnsins í Garði. Loka hefur þurft almenningsbókasafninu í Garði tímabundið en húsnæði bókasafnsins verður tekið undir kennslurými í Gerðaskóla. Skólinn býr við húsnæðisskort þar sem stór árgangur nemenda í 1. bekk kemur í skólann í haust. Bæjarráð leggur áherslu á að sú þjónusta sem í boði verður hjá bókasafninu verði kynnt íbúum hið fyrsta.

Kippa af Pepsi Max klikkar ekki Eyþór S. Rúnarsson er ósköp einfaldur 25 ára háskólanemi og faðir. Hann er uppalinn á Suðurnesjunum en er búsettur í Danmörku þar sem hann stundar nám. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég ætla verja helginni í faðmi fjölskyldunnar í Danmörku þar sem ég bý.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin er Þjóðhátíð 2013.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Mér finnst fyrst og fremst algjört möst að vera umkringdur skemmtilegu fólki yfir Verslunarmannahelgina. Ég fer heldur ekki í gegnum þessa helgi án þess að hafa svartan Doritos poka, kassagítar og kippu af Pepsi Max. “


Okkur er annt um umhverfið og við hjálpum þér að finna umhverfisvottaðar vörur í verslunum okkar. Kynntu þér umhverfisstefnu BYKO á byko.is/umhverfismal

Tjald

3 MANNA

Þriggja manna tjald. Stærð: L:200 x B:140 x H:100 1000 mm .

6.795 88015952

ÚTILEGA um helgina Tilvalinn í fortjaldið

40% Tilboðsverð Ferðagrill

G-600 2,93KW. Létt og þægilegt ferðagasgrill, frábært í útileguna.

11.997 50632100

Almennt verð: 19.995

Tilboðsverð

Tilboðsverð

Geislahitari

Tjalddýna

SunRed 600 W. Lítill og nettur hangandi hitari,

180X50 cm.

696 50657512

35%

30%

6.496 50615006

Almennt verð: 9.995

Almennt verð: 995

25% Tilboðsverð

Kældu þig niður!

TravelQ gasgrill

Með vagni. Þú ferð létt með að grilla hamborgara fyrir alla á tjaldsvæðinu!

44.996 506600012

Almennt verð: 59.995

25

25%

Tilboðsverð TravelQ gasgrill

TravelQ 285. Tveir ryðfríir hringbrennarar, glerjað pottjárn í grillfletinum og grillflötur upp á einn fjórða úr fermetra.

M

Framlengingasnúra

Hitablásari

25 m, orange

2000W, 2 hitastillingar 1000 / 2000W + kalt loft

4.995

1.995

54306227

65105777

Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

33.746 506600010

Almennt verð: 44.995

Borðvifta 30 cm, hvít.

4.995 65105861

30

CM


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

GRÚSKAR

Í GÖMLUM SKJÖLUM

Hún yrði löng ferilskrá Eiríks Hermannssonar ef hann myndi útbúa eina slíka í dag því maðurinn er reynslubolti. Eirík Hermannsson þekkja margir frá því hann var fræðslustjóri Reykjanesbæjar en hann mótaði það starf í byrjun eða frá árinu 1996 til ársins 2011, þegar hann ákvað, sextugur að aldri, að hætta störfum og fara í sagnfræðinám við Háskóla Íslands. Eiríkur hefur komið víða við á starfsferli sínum og má þar meðal annars nefna kennslu, blaðamennsku, lögreglustörf og skólastjórastöðu svo eitthvað sé nefnt. Í dag segist hann vera húskarl heima hjá sér en lætur það samt ekki nægja, því nýlega var gefið út heimildarrit sem hann skrifaði um tónlistarsögu Suðurnesja fyrir 1960. Ennfremur er hann vinna úr heimildum um mál nokkurra afbrotabænda á Íslandi upp úr aldamótunum 1800, sem fer á bók sem verður gefin út innan tíðar.

Situr ekki auðum höndum

Sauðaþjófnaður alvarlegur glæpur

Ekki er búið að ákveða tímasetningu á útkomu bókarinnar sem fjallar um þetta áhugaverða efni en Eiríkur segir: „Ég er núna að skrifa um sex menn sem ekki voru allir bændur og út frá gögnunum sem ég er að skoða

VIÐTAL

„Ég ákvað að fara í sagnfræði við HÍ og var með þeim allra elstu en samt voru allir nemendur jafnir. Stundum fann ég þó til aldursins á skemmtilegan hátt þegar verið var að rifja upp tuttugustu öldina því þá hafði ég iðulega upplifað atburðina sem rætt var um. Ég kláraði meistaranám í sagnfræði árið 2016. Hugsun mín með náminu var sú að hafa eitthvað fyrir stafni þegar aldurinn segði til sín og að geta unnið á eigin hraða. Mér finnst sagnfræði áhugaverð og hef tekið að mér verkefni eftir námið en ákvað að hvíla það í bili því ég er að einbeita mér núna að bók sem ég er að skrifa. Bókin er skrifuð út frá meistararitgerð minni sem fjallaði um íslenska bændur sem leiddust út í það að verða afbrotamenn upp úr Móðuharðindunum. Ég nota dómabækur til þess að fá mynd af fjölskyldum og aðstæðum þeirra hér á landi um og upp úr aldamótunum 1800, þar sem nokkrir bændur gerðust sauðaþjófar. Þetta voru harðindatímar og þeir höfðu

yfirleitt leiðst út í þetta vegna hungurs og ótta um afkomu fjölskyldu sinnar. Ég rannsakaði mál fimm fjölskyldna og fjallaði öðrum þræði um dómskerfið og framkvæmd refsinga. Það voru hörð viðurlög við þessu og menn voru settir í lífstíðarþrælkun í járnum og kagstrýkingu. Þeir voru hýddir og sendir til afplánunar í Stokkhúsinu í Kaupmannahöfn, sem var herfangelsi. Allmargir íslenskir sakamenn voru sendir þangað en fangelsi þetta var svo nefnt vegna þess að þar voru menn hlekkjaðir við bjálka eða stokk. Menn fóru þangað í þrælkunarvinnu í hlekkjum en framkvæmdin var mjög handahófskennd og sumir voru sendir út en ekki aðrir. Engin skýring er gefin á þessari framkvæmd nema að stundum virtist sýslumönnum umhugað um að losa sig við flakkara og hreinsa til í sveitinni,“ segir Eiríkur.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

er að verða til saga. Þetta er eins og þegar köttur er að elta hnykil, sagan verður skýrari og skýrari eftir því sem ég les meira um aðstæður þessa fólks í skjölum. Fjölskyldur eru að leysast upp og ég er að fylgjast með þeim, þetta er ættfræði í aðra röndina. Það vill svo til að einn þessara manna á stóran ættlegg hingað suður sem ég tengist einnig. Það er hægt að vinna í þessu með þolinmæði og með setu á Þjóðskjalasafninu í Reykjavík og í Kaupmannahöfn en þangað er ég einnig búinn að fara í leit að gögnum. Tveir þessara manna dóu í fangelsi í Kaupmannahöfn og ég veit hvar grafreitur fanga var og hvar þeir liggja. Einn af hverjum fjórum íslenskum föngum lést í Stokkhúsinu en þar voru aðstæður bágbornar. Dánarorsök eins var

taugaveiki sem var kölluð fangelsissótt á þeim tíma en flær voru smitberar.“

Bók í vinnslu

Þessi athyglisverða bók sem Eiríkur vinnur nú að, mun sjálfsagt vekja áhuga margra, sem eru forvitnir um þessa hlið sakamála á Íslandi. „Ég er kominn langt í heimildaröflun en þarf að fara til Köben aftur vegna þessa. Ég hef verið að skoða handskrifuð skjöl, rúmlega tvö hundruð ára gömul, sem eru langflest á dönsku en einhver eru á íslensku. Maður þjálfast við lesturinn á þessum gögnum en bæði tungumál og skriftarmáti hefur breyst. Ritgerð mína kallaði ég Vonskuverk og misgjörningar og ætli það verði ekki nafnið á bókinni. Þetta er raunar saga af alþýðumönnum, sem ég hugsa fyrir hinn almenna lesanda og veit ekki til þess að svona saga hafi verið skráð áður hér á landi. Þessir

bændur sem ég er að skrifa um, voru afskrifaðir og útskúfaðir á sínum tíma og líklega hefur mikil skömm fylgt fjölskyldum þeirra, þó það sé engan veginn víst,“ segir Eiríkur, sem brátt getur titlað sig rithöfund.

Tónlistarsaga Suðurnesja fyrir 1960

Eins og lesendur eru líklega farnir að átta sig á þá hefur Eiríkur mjög gaman af sögu þjóðar. Nýlega átti hann stóran þátt í útgáfu heimildarritsins Frumkvöðlar og tónlistarrætur á Suðurnesjum fyrir 1960 sem Uppbyggingarsjóður Suðurnesja stóð að. „Ég var beðinn um að taka saman upplýsingar um frumkvöðla tónlistar á Suðurnesjum en þetta er saga okkar á undan rokkinu, sem byggir á viðtölum en þarna er meðal annars fjallað um fyrstu hljómsveitina, sem vitað er um í


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM Keflavík. Ég reyndi einnig að safna myndum sem prýða frásögnina. Á þessum tíma fyrir 1960, voru eingöngu karlmenn opinberir í tónlist nema í kirkjum, þar voru einnig konur. Ég byrjaði á að tala við Hrein Óskarsson sem var einn af stofnendum Lúðrasveitar Keflavíkur og síðan Herbert Hriberschek Ágústsson en þeir nefndu fleiri nöfn sem leiddu mig áfram, eins og Guðmund H. Norðdahl tónlistarmann, Jóa Klöru og fleiri. Þessir menn, sem geta sagt okkur frá þessu tímabili í sögunni, eru margir að hverfa af sjónarsviðinu og sum viðtölin máttu ekki dragast mikið lengur, þrír viðmælenda minna eru látnir. Ég náði ekki að ræða við Baldur Júlíusson sem var sjálfmenntaður tónlistarmaður með hljómsveit á snærum sínum en talaði við Þóri son hans. Guðmundur Norðdahl er nýlega látinn hann hafði mest áhrif á tónlistarsögu svæðisins þegar hann flutti frá Reykjavík hingað suður en þá hafði hann verið hátt skrifaður í höfuðborginni. Ég færi fyrir því rök að fyrsti angi rokktónlistar á Suðurnesjum hafi sprottið upp úr Lúðrasveit Keflavíkur sem Guðmundur Norðdahl stofnaði. Þetta voru strákar sem Guðmundur kenndi á hljóðfæri en þetta var fyrir tíma

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

tónlistarskólanna,“ segir Eiríkur og er hvergi nærri búinn að segja blaðamanni frá þessum merkilegu upphafsárum tónlistarsköpunar á Suðurnesjum.

Danshljómsveit í Gaggó

„Svo var það í kringum 1954 sem strákar stofna danshljómsveit sem hét Hljómsveit Gagnfræðaskólans í Keflavík en í henni voru fyrstir, þeir Agnar Sigurvinsson, Magnús Sigtryggsson, Eggert Kristinsson, Hörður Jónasson og Þórir Baldursson

sem þá var 12 ára gamall. Þeir spiluðu á saxófón, harmonikku, klarinett, píanó og trommur. Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans, keypti trommusett fyrir skólann. Þessi skólahljómsveit starfaði samfleytt upp frá því í Gaggó með nýjum meðlimum auðvitað eftir því sem árin liðu. Með henni komu fram margir frumkvöðlar sem ruddu brautina. Rafmagnsgítar kom ekki til landsins fyrr en seinna. Jói Klöru var sá fyrsti hér sem spilaði á rafmagnsgítar hér syðra en hann var þó ekki í skólahljómsveit. Áðurnefnt heimildarrit, sem nálgast má í Safnamiðstöð Duushúsa, gefur okkur innsýn inn í tónlistarlíf á Suðurnesjum og fjallar um frumkvöðlana á þessum árum fyrir 1960,“ segir Eiríkur.

Hvers vegna þessi gróska í tónlist á Suðurnesjum? „Það er ekkert einhlítt svar til við því. Skýringuna gæti verið að finna í aðgengi ungs fólks að tónlist á þessum tíma. Varnarliðið hafði sín áhrif með útvarpssendingum en hér var einnig markvisst verið að vinna með tónlist. Ég man þegar ég var tíu ára gamall árið 1961 að þá byrjaði ég í drengjalúðrasveit í Barnaskólanum. Þetta var merkilegt framtak sem faðir minn heitinn, Hermann Eiríksson, sem þá var skólastjóri, og Herbert H. Ágústsson stóðu fyrir. Þeir ræddu sín á milli um tónlistarlífið í bænum og að það vantaði endurnýjun nemenda til þess að fara seinna inn í lúðrasveitina sem var í basli. Pabbi sótti um fjárveitingu hjá bænum og fékk myndarlegan styrk til þess að kaupa hljóðfæri fyrir þrjátíu drengi en auk þess heimild til þess að ráða Herbert sem tónlistarkennara og lúðrarsveitarstjóra skólans. Það mættu 110 strákar í inntökupróf og úr þeim hópi voru valdir þrjátíu drengir í lúðrasveitina. Þeir skuldbundu sig jafnframt um að vera með í fjögur ár en þarna fengu þeir tækifæri til þess að læra á hljóðfæri og nota það án endurgjalds, allt var frítt. Þetta framtak gaf mörgum drengjum tækifæri til þess að læra á hljóðfæri, sem ekki hefðu getað það ella en stúlkur blésu ekki í lúðra á þessum tíma. Það er sterk hefð fyrir lúðrasveit hér á Suðurnesjum og við höfum verið heppin með stjórnendur. Í dag er það Karen Sturlaugsson sem heldur á sprotanum en hún kom inn í þennan frjóa jarðveg á sínum tíma, sem áður hafði verið lagður af frumkvöðlum í lúðrasveit á Suðurnesjum,“ segir Eiríkur og

11

maður veltir því fyrir sér hversu margir tónlistarsnillingar hafi byrjað fyrstu skrefin sín einmitt í lúðrasveit. Hvað gerir húskarlinn annað við tíma sinn? Það er auðheyrt að Eiríkur hefur nóg á könnu sinni en fyrir utan allt þetta grúsk í gamla tímanum, þá sér hann um heimilið á meðan eiginkonan, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, er þingkona kjördæmis okkar. „Ég kalla mig nú hreindýr líka en ég reyni að sjá um að taka til heima og hafa hreint. Svo elda ég mat, svona þegar ég á von á Oddnýju í kvöldmat en annars fylgir þessu mikið frelsi. Ég ræð mér sjálfur og tíma mínum en samt finnst mér gott að vakna snemma og byrja að skrifa klukkan átta og er að því til hádegis. Ég vinn best á morgnana. Svo fer ég auðvitað út með hundinn í langan göngutúr en viðra hann fyrst um leið og ég vakna. Eftir hádegi fáum við okkur góðan göngutúr saman. Það er nóg að gera. Samvera með fjölskyldunni eru dýrmætar stundir. Við hjónin eigum tvær uppkomnar dætur og fjögur barnabörn, það er yndislegt, besta hlutverk í heimi. Þá er ég að syngja með félögum mínum í Söngsveitinni Víkingar en við erum yfirleitt með eina til tvenna tónleika á ári í boði styrktaraðila. Við erum hættir að selja miða á tónleikana okkar því við viljum að allir njóti tónlistar. Við erum mjög þakklátir þeim fyrirtækjum sem eru okkur velviljuð og styrkja tónleikahaldið. Framundan er sumarið og þá förum við með hjólhýsið af stað út á land, um leið og færi gefst, það er gaman. Ég hef einnig gaman af því að veiða silung á flugu og hef farið í Veiðivötn frá árinu 1980,“ segir Eiríkur og brosir breitt við tilhugsunina um skemmtilegt sumar framundan.

Viltu gefa okkur að borða? Keilir auglýsir eftir matráði í fullt starf til að byggja upp og halda utan um metnaðarfullt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og reynslu tengt matvælaiðnaði. Þá er gerð krafa um færni í mannelgum samskiptum, jákvæðni og áhugasemi, sem og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Umsóknarfrestur um starfið er til 5. ágúst næstkomandi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Starfslýsingu og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Keilis. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Friðrik Friðriksson á jff@keilir.net

KEILIR

// 578 4000

// www.keilir.net


12

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

Hvítþvegnir englar

Sveitarfélagið Reykjanesbær hefur á umliðnum árum verið að vinna sig út úr skuldastöðu sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Ekkert sveitarfélag var í viðlíka stöðu og Reykjanesbær þegar skipt var um meirihluta árið 2014 eftir 12 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Á árinu 2013 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram áætlun um fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins til „Eftirlitsnefndar með fjármálum sve i t a r fé l a g a ” vegna þess að þá var ljóst að sveitarfélagið uppfyllti ekki fjármálareglur og –viðmið sveitarstjórnarlaga. Er skemmst frá því að segja að áætlunin stóðst ekki og að loknum sveitarstjórnarkosningum árið 2014 óskaði nefndin eftir nýrri aðlögunaráætlun frá nýjum meirihluta. Það tók síðan tvö ár að koma raunhæfri aðlögunaráætlun saman í samvinnu við kröfuhafa og fá þá til þess að samþykkja hana. Eftir þessari aðlögunaráætlun hefur verið unnið síðan en hún hefur einu sinni verið uppfærð. Það þarf ekki að segja neinum um hvað málið snerist. Það vissu allir að Reykjanesbær var skuldugasta sveitarfélagið á Íslandi og við því varð að bregðast.

Sóknin varð til

Það var því verkefni nýs meirihluta árið 2014 að ákveða á hvaða hátt skyldi bregðast við stöðunni. Það var auðvitað hægt að skattleggja íbúa út úr þessu, eða skera bara niður þjónustu sem ekki taldist lögbundin s.s. leikskóla, tónlistarskóla og íþróttastarf svo eitthvað sé nefnt. Ákveðið var hins vegar að fara blandaða leið, hagræða í rekstri, hækka skatta og endurskipuleggja fjármál með lækkun fjármagnskostnaðar í samráði við kröfuhafa. Lögð var áhersla á að sinna fjöskyldum og

ungmennum sveitarfélagsins eins og kostur var. Auðvitað kostaði það sitt. Hækkun á útsvari ásamt hækkun fasteignaskatta bitnaði auðvitað á íbúum en reynt var að koma til móts við heimilin með ýmsum aðgerðum s.s. hækkun hvatagreiðslna, afsláttar milli skólastiga og mörgu öðru.

Hækkun fasteignamats

Á það hefur verið bent með réttu að fasteignamat, sem var tiltölulega lágt hér í samanburði við höfuðborgarsvæðið, hefur hækkað mikið vegna aukinnar eftirspurnar. Við því hefur verið brugðist eins og efni og aðstæður hafa leyft. Álagningarstuðull fasteignaskatts hefur verið lækkaður til að koma til móts við þessar hækkanir eins og sjá má á meðf. töflu. Rétt er að benda á að fasteignaskattur, sem er bara einn hluti fasteignagjalda, er sá hluti sem kjörnir fulltrúar geta ráðið. Ár Heimili Atvinnuhúsnæði 2014 0,3% 2015 0,5% 2016 0,5% 2017 0,5% 2018 0,46% 2019 0,36%

1,65% 1,65% 1,65% 1,65% 1,65% 1,65%

Nýr meirihluti 2018

Sá meirihluti sem myndaður var eftir kosningar 2018 taldi skynsamlegast að fylgja eftir Sókninni og þeirri áætlun sem samþykkt var af Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í henni er markaður sá tekju- og útgjaldarammi sem sveitarfélaginu ber að fara eftir. Meðal annars hefur sveitarfélagið skuldbundið sig til að afla tekna með fasteignaskatti að upphæð 1800 milljónir árið 2020, 1850 milljónir árið 2021 og 1900 milljónir árið 2022. Staða sveitarfélagsins hefur batnað verulega en við stöndum samt frammi fyrir mörgum árskorunum sem gaman verður að takast á við.

Hættuleg þróun?

Nú bregður svo við að varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifar grein um „hættulega þróun“ álaga í Reykjanesbæ sem bregðast verði við og nefnir fasteignagjöld sem dæmi um vilja meirihluta bæjarstjórnar til skattpíningar íbúa. Nefnir hún ýmsar prósentur máli sínu til stuðnings og vissulega er það svo að virði eigna hefur aukist sem hefur leitt til þess að álögur hafa aukist. Hún sleppir því hins vegar að nefna að ekkert sveitarfélag hefur lækkað álagningarstuðulinn meira en Reykjanesbær til að koma til móts við íbúa vegna þessara miklu hækkana. Hún sleppir því líka að nefna að hennar eigin flokkur hefur allan þennan tíma samþykkt fjárhagsáætlanir og þá gjaldskrá sem þessar álögur byggja á. Á árinu 2015, sem var fyrsta heila árið eftir breytingar á stjórnarháttum Reykjanesbæjar, hafði sveitarfélagið 1.278 milljónir í fasteignaskatta. Nú á miðju ári 2019 er gert ráð fyrir að innkoma af fasteignasköttum verði 1.780 milljónir. Það þýðir 39% hækkun tekna af fasteignaskatti frá árinu 2015 - 2019 og sú tala er í raun lægri pr. íbúð þar sem íbúðum hefur fjölgað verulega í sveitarfélaginu.

Brugðist við hækkun fasteignamats

Meirihlutinn lagði það til í bæjarráði nýverið að álagingarstuðull fasteignaskatts verði lækkaður til að bregðast við hækkun fasteignamats fyrir árið 2020. Það hefur aldrei verið ætlun meirihlutans að skattleggja íbúa meira en þörf er til að uppfylla áðurnefndar skuldbindingar um tekjur af fasteignaskatti. Staðan er hins vegar sú að ekkert annað sveitarfélag á Íslandi þarf að takast á við viðlíka skuldavanda og Reykjanesbær ásamt því að mæta þeim áskorunum sem fylgja þeirri miklu íbúafjölgun sem hér hefur orðið. Það er því broslegt eða kannski grátbroslegt, að sjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins koma fram eins og hvít-

þvegna engla og boða fagnaðarerindið um skattalækkanir á sama tíma og við stöndum úti í miðri á í endurreisnarstarfinu. Látum ekki blekkjast af fagurgalanum og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð okkar að gera Reykjanesbæ að því sveitarfélagi sem stenst allan samanburð við það sem best gerist. Það mun taka tíma en okkur mun takast það. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar Leiðar Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar Jóhann Friðrik Friðriksson oddviti Framsóknarflokksins

Hljómar vel að leggja til skattalækkanir

Það hljómar auðvitað vel að leggja til skattalækkanir en við hvaða aðstæður á að gera það? Sú mikla fjölgun íbúa sem hér hefur orðið undanfarin ár hefur að sjálfsögðu haft mikinn tekjuauka í för með sér en að sama skapi aukin útgjöld. Það eru stórar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Hafin er bygging á nýjum grunnskóla sem mun kosta rúma 5 milljarða. Fyrirhuguð er bygging nýs hjúkrunarheimilis sem sveitarfélagið greiðir hluta af. Þá hefur verið unnið að áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja sem mun kosta verulega fjármuni. Fjárfestingarþörfin framundan er mikil og rekstur nýrra bygginga mun að sjálfsögðu kosta sitt.

SIGURGANGA REYKJANESBÆJAR Met í álagningu fasteignagjalda

Reykjanesbær hefur á síðustu árum slegið hvert metið á fætur öðru í álagningu fasteignagjalda ef marka má úttekt verðlagseftirlits ASÍ sem birt var 12. júlí sl. Samkvæmt úttektinni hefur fasteignaskattur í Reykjanesbæ hækkað hvað mest allra sveitarfélaga vegna breytinga á fasteignamati og nemur hækkunin í fjölbýli allt að 136% síðan 2013. Sveitarfélagið skýtur þar öðrum sveitarfélögum ref fyrir rass með vasklegri framgöngu sinni þar sem það sveitarfélaga sem á eftir kemur er Reykjavíkurborg með 65,7% hækkun. Þegar kemur að sérbýlum er svipaða sögu að segja og nemur hækkun fasteignaskatts í Reykjanesbæ allt að 124% og er sigurinn afdráttarlaus þar sem Fjarðarbyggð með 71,7% hækkun kemst ekki með tærnar þar sem Reykjanesbær hefur hælana. Sömu sögu er að segja þegar kemur að lóðaleigu þar sem Reykjanesbæjar ber sigur úr býtum enn og aftur með rúmlega 122% hækkun á innheimta lóðaleigu á fjölbýli og rúmlega 106% í sérbýli.

Þróunin

Fasteignaskattar eru ásamt útsvari og

framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga helstu tekjustofnar sveitarfélaga og um þá gilda ákvæði laga nr. 4/1995 þar sem kveðið er á um að stofn til álagningar fasteignaskatts skuli vera fasteignamat þeirra. Hækkun fasteigna- og lóðamats á síðustu árum hefur haft mikið að segja við hækkun fasteignagjalda en í því sambandi skiptir álagningarhlutfall sveitarfélaganna sköpum til að stemma stigu við þessari hættulegu þróun. Fjölmörg sveitarfélög hafa brugðist við hækkandi fasteignamati og lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts umtalsvert, t.a.m. flest

sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Akraneskaupstaður sem og sveitarfélagið Áborg hafa brugðist við breytingum á fasteignamati með umtalsverðri lækkun eða um 7% lækkun á álagningarhlutfalli. Þar gera menn sér grein fyrir mikilvægi þess að halda í samkeppnishæfni vegna nálægðarinnar við höfuðborgina. Það er aðdráttarafl fyrir ungt fjölskyldufólk á höfuðborgarsvæðinu sem vill stærra húsnæði á lægra verði að flytja í sveitarfélög í stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þá er ekki í boði að fasteignaskattar séu úr hófi, hvorki fyrir íbúa né fyrirtæki. Hætta er á að íbúar hugsi sig tvisvar

um áður en þeir fjárfesta í húsnæði í Reykjanesbæ og fælingarmátturinn verði það mikill að atvinnulífið hörfi annað.

Viðbrögðin

Við lestur þessarar greinar skyldu menn ekki ætla að höfundur sé ekki meðvitaður um viðbrögð margra lesenda. Einhver þurfi nú að borga fyrir óráðsíu og skuldasöfnun sem varð í tíð Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar skal á það líta að ef borin eru saman síðustu tvö kjörtímabil þá er tekjuaukningin um 18 milljarðar. Eftirköst hrunsins og brotthvarfs varnaliðsins komu harðast niður á íbúum Reykjanesbæjar og var það ekki bara verulegur tekjumissir heldur á sama tíma aukin útgjöld í félagslega kerfið. Á sama tíma var unnið ötullega að lóðarframkvæmdum sem hafa skilað sér í mikilli aukningu íbúa án tilkostnaðar sem skapað hafa mikinn tekjuauka bæði í útsvari og fasteignagjöldum. Þau rök sem helst hafa verið viðhöfð af núverandi meirihluta eru

þau að við gerð aðlögunaráætlunar (sem samþykkt var af Eftirlitsnefnd sveitarfélaga) hafi tekjur af fasteignagjöldum verið meitlaðar í stein og loku fyrir það skotið að lækka álagningarstuðulinn. Þessum rökum hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafnað, enda er ekkert sem segir að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga geri athugasemdir við hófsamari fasteignagjöld þegar aðrar skatttekjur aukast á móti. Það er hins vegar komið að þolmörkum hjá íbúum Reykjanesbæjar enda eru fasteignagjöldin farin að slaga hátt upp í afborganir af húsnæðislánum. Við þessu verður núverandi meirhluti að bregðast ef sveitarfélagið ætlar að halda í samkeppnishæfni sína og vera aðdráttarafl sem fjölskylduvænt samfélag. Hanna Björg Konráðsdóttir Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi fyrir D-listann í Reykjanesbæ


SUMARÚTSALA Í MÚRBÚÐINNI 10 -50%

25%

AFSLÁ

30%

25%

TTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁ

Kaliber Ferðagasgrill

TTUR

19.672

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

10-50%

Áður kr. 24.590

20%

TUR AFSLÁT

Landora tréolía Col-51903 3 lítrar

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

6.743

Deka Projekt 10 innimálning, 9 lítrar (stofn A)

1.743

Áður kr. 8.990

5.393

Gráðukúttsagir

2 brennarar (5kW) Grillflötur 53x37cm

Kaliber Black II gasgrill

3 brennarar (9kW). Grillflötur 60x42cm

Áður kr. 2.490

210 mm 1400W 15.192 Áður kr. 18.990 254 mm 1600W 23.996 Áður kr. 29.995 305 mm 1600W 36.392 Áður kr. 45.490

Áður kr. 7.190

25%

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR Drive-HM-140 1600W -

14cm hræripinni - 2 hraðar

30%

19.542

AFSLÁTTUR LuTool fjölnota sög

Deka Pro þakmálning rauð 10 lítrar

7.493

4.893

Meistar upptínslutól /plokkari

1.352

35%

25%

15%

AFSLÁTTUR

20%

Áður kr. 6.990

Áður kr. 42.900

AFSLÁTTUR

Áður kr. 22.990

/hjakktæki/juðari. 300W.

Áður kr. 9.990

27.885

15%

AFSLÁTTUR

TUR AFSLÁT

AFSLÁTTUR

20%

AFSLÁTTUR

11.192

Áður kr. 1.690

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

8.977

Áður kr. 13.990

31.430

Áður kr. 11.995

DEKA SÍLAN vatnsfæla 5 lítrar

7.032

Áður kr. 44.900

Áður kr. 8.790

MOWER CJ18

BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-80mm/10

20%

TUR AFSLÁT

Blákorn 5 kg

1.352 1.590 Áður kr.

Truper sleggja m. fiberskafti 3,6kg

2.872 3.590

Áður kr.

Áður kr.

20%

25%

AFSLÁTTUR

5 lítrar

25L 19.793 kr. Áður kr. 26.390

Steypugljái á stéttina – þessi sem endist

2.018

8.993

Áður kr. 11.990

25%

AFSLÁTTUR

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Áður kr. 2.690

Bio Kleen

Pallahreinsir 1 líter

672

5L 2.243 kr.

Áður kr. 895

Áður kr. 2.990

Fyrirvari um prentvillur. Tilboðin gilda í öllum verslunum Múrbúðarinnar meðan birgðir endast.

Áður kr. 560

40 l kr. 792

20%

TUR AFSLÁT

AFSLÁTTUR Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

Superseal

448

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Creative

Gróðurmold 20 l.

Áður kr. 990

PRETUL úðadæla 5 l. Trup 24685

2.312 2.890

30%

20%

TUR AFSLÁT

LuTool handsög fyrir stein, við og járn. Hægt að tengja við ryksugu, hægt að fá með sagmáti. 600W.

Sterkir Cibon strákústar 45cm 907 Áður kr. 1.395 60cm 1.232 Áður kr. 1.895

35%

AFSLÁTTUR


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

Frá opnun sýningarinnar Fimmföld sýn. VF-myndir: Hilmar Bragi

Fimmföld sýn í Stofunni í Duus Safnahúsum

Á vormánuðum var fimm listamönnum boðið að taka þátt í verkefni þar sem þeir unnu með upplifanir sínar af Suðurnesjunum. Áhersla var lögð á tvívíða miðla og verk á pappír. Listamennirnir eru Anna Hallin, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Helgi Þorgils, Olga Bergmann og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Þeim gafst kostur á að hafa vinnuaðstöðu í gamla samkomuhúsinu í Höfnum. Þau gengu mörg

hver um landið í kring um Hafnir og söfnuðu litaprufum og sjónarhornum sem síðan runnu inn í verkin þeirra. Lágróður og vegghleðslur fundu sína leið í saumspori, ströndin og höfnin mótuðust á blaði, hólar og hæðir voru rispuð á koparplötur, hugleiðingar um náttúrufyrirbæri eins og flekaskilin og jafnvel flugumferðin varð að innblæstri. Ný sýn opnaðist á kunnugleg fyrirbæri sem listamennirnir gerðu

VERSLUNARMANNA Alltaf gaman í góðra vina hópi

að sínum með því að tvinna þau inn í verk sín. Umsjónarmenn verkefnisins eru Hafnarbúarnir Valgerður Guðlaugsdóttir og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Sýningin mun standa frá 13. júlí til 18. ágúst í Stofunni Duus Safnahúsum. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Málverk af fyrstu hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps síðari að gjöf Reykjanesbæ barst í vikunni málverk að gjöf af fyrstu hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps eftir klofning frá Keflavíkurhreppi árið 1942. Gjöfin er frá erfingjum Magnúsar Magnússonar frá Höskuldarkoti í Njarðvík en hann lést nýverið. Sylvía Magnúsdóttir kom fyrir hönd erfingja með málverkið sem varðveitt verður á Byggðasafni Reykjanesbæjar.

Bryndís Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin Grindvíkingur og var forseti bæjarstjórnar í Grindavík frá 2010 til 2014. Í dag býr hún í Kópavogi og starfar sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég ætla að vera róleg um Verslunarmannahelgina. Foreldrar mínir ætla út úr bænum yfir helgina og ég var að pæla í að nýta tækifærið og vera í húsinu þeirra í Grindavík. Grindavík er yndisleg um Verslunarmannahelgina, mikil ró og hægt að nýta tækifærið til að labba upp á Þorbjörn, kíkja í Selskóg, Bláa lónið og labba Hópsneshringinn svo dæmi séu nefnd. Svo er alltaf gaman að keyra Reykjaneshringinn í góðra vinahóp og stoppa á skemmtilegum áfangastöðum. Íslendingar eru oft óduglegir við að skoða sitt nánasta umhverfi og fínt að nýta tækifærið þegar allir er farnir á útihátíðir víða um land til að skoða Reykjanesið.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Ég held að eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin hafi verið fyrir ansi mörgum árum síðan þegar við vinkonurnar fengum lánaðan rúgbrauðsbíl og skírðum hann Pussywagon líkt og í Kill Bill og skreyttum hann vel. Skelltum svo dýnum í bílinn og brunuðum til eyja þar sem við sváfum fjórar saman í bílnum. Bíllinn vakti mikla eftirtekt í dalnum og við skemmtum okkur frábærlega. Síðan hef ég nokkrum sinnum farið á Þjóðhátíð á sunnudegi. Það er einstaklega minnisstætt þegar ég fór með foreldrum mínum og naut þess að sjá þau upplifa Þjóðhátíð í fyrsta sinn og einnig þegar ég og Rakel Viggós, vinkona mín, fórum óvænt á sunnudegi til eyja með Herjólfi úr Þorlákshöfn og vissum ekki hvernig við ættum að koma okkur heim. Við skemmtum okkur vel á Þjóðhátíð, tókst einhvern vegin að redda flugi yfir á Bakka á mánudegi og svo var húkkað far í bæinn. Ég veit varla hvort var meira ævintýri, Þjóðhátíð eða þessi bílferð sem var, svo vægt sé til orða sagt, óvenjuleg.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Góða vini. Það skiptir engu máli hvort Verslunarmannahelgi sé varið í Reykjavík, Grindavík, á Flúðum eða á Þjóðhátíð, það er alltaf gaman í góðra vinahópi.“

Málverkið er málað af Áka Gränz árið 1972. Í miðju er Karel Ögmundsson oddviti, ofan við hann eru Sigurður Guðmundsson og Bjarni Einarsson. Fyrir neðan eru Sigurgeir Guðmundsson og Magnús Ólafsson, sem var faðir Magnúsar Magnússonar. Í bakgrunni

er hluti Njarðvíkurhrepps eins og hann leit út árið 1942. Keflavíkurhreppur og Njarðvíkurhreppur voru sameinaðir árið 1908 og var Keflavíkurhreppur til ársins 1942. Í sögu Njarðvíkur eftir Kristján Sveinsson (1996) kemur fram að sú

ákvörðun að skipta Keflavíkurhreppi í tvö sveitarfélög árið 1942, hafi átt rætur sínar að rekja til „óánægju Njarðvíkinga með hlut þeirra í sameiginlegum framkvæmdum í Keflavíkurhreppi. Einkum þótti Njarðvíkingum skorta á að hlutur þeirra í rafveitu og hafnarmálum væri nægilega góður“ (bls. 234). Þannig varð til Njarðvíkurhreppur seinni. Fyrsta hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps seinni var kosin óhlutbundinni kosningu 15. mars 1942. Það þýðir að valið var á milli einstaklinga en ekki flokka. Fyrsti fundur hinnar nýju hreppsnefndar var 22. mars árið 1942. Málverkið sýnir ábúðarfulla menn sem horfa ákveðnum augum á þann sem á horfir. Sylvía sagði málverkið hafa hangið upp í svefnherbergi í húsnæði Magnúsar í Hveragerði. Svo vænt þótti honum um það. Hún sagðist hins vegar aldrei hafa getað sofið undir þessum augnaráðum. Seinna hékk verkið í stofu á heimili pabba hennar í Reykjavík.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Bókasafn verði opnað sem fyrst á hentugum stað í Garðinum Garði Suðurnejabæ 20. júlí 2019 Til bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar Afrit sent til staðarblaða Við undirrituð hörmum þá ákvörðun bæjarráðs Suðurnesjabæjar að loka bókasafninu í Garði. Hér í Garðinum hefur verið starfrækt bókasafn allt frá árinu 1932 þegar Ungmennafélagið Garðar var stofnað og beitti sér m.a. fyrir stofnun almenningsbókasafns sem var til húsa í Sjólyst undir stjórn Unu Guðmundsdóttur. Þeir Garðbúar sem eldri eru hafa því ekki þekkt annað en að geta sótt sér bækur í göngufæri við heimili sín. Bæjarráð hefur bent á að þetta sé tímabundin lokun og fólki er sagt að það geti notað safnið í Sandgerði en þangað eru um 12 km akstur fram og til baka sem gera 500 km á ári fyrir þá sem mundu halda áfram að sækja sér bækur reglulega. Auk kostnaðar við aksturinn er þetta ó-umhverfisvænt og íþyngjandi fyrir þá viðskiptavini bókasafnsins sem búa í Garðinum. Þessi ráðstöfun gerir þeim sem hafa nýtt sér safnið, erfitt fyrir og má þar nefna þau börn sem sækja sér

bækur utan skólatíma, foreldra ungra barna sem hafa átt gæðastundir á safninu með litlu börnunum sínum og fólk á öllum aldri sem kemur reglulega í safnið vegna áhuga á bóklestri. Vitað er að margir viðskiptavinir bókaafnsins í Garði eru eldriborgarar og er lokunin mikil skerðing á lífsgæðum þessa hóps þar sem bóklestur er ein helsta afþreying þeirra sem hafa nægan tíma til að lesa sér til ánægju og gagns. Við höfum skynjað velvilja bæjaryfirvalda til eldri borgara hingað til, en nú er að þeim hópi vegið að okkar mati. það er eindregin ósk okkar að bókasafn verði opnað sem fyrst á hentugum stað í Garðinum. Hvenær megum við eiga von á að svo verði? Með kveðju og ósk um jákvæð viðbrögð bæjaryfirvalda. Áhugafólk um opið bókasafn í Garðinum Erna M. Sveinbjarnardótti Hrafn A. Harðarson Kristjana H. Kjartansdóttir Kristjana Þ. Vilhjálmsdóttir


ÐU A Ð SKO

Á R A KK O N ÐI O B TIL

20%

rUslafötUr Og BúsáHöld afsláttur

öll BúsáHöld á fráBÆrU tilBOÐsvErÐi

20-30% afsláttUr

POttar Og PönnUr

30%

afsláttur BúsáHöld Hnífar sigti sKálar tangir sKÆri sPaÐar aUsUr Og Margt flEira...

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Virka daga kl. kl. 11-15. 10-18 Laugardaga Laugardaga kl. 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Skoðaðu okkar á efur ýr vúrvalið

n Netverslun ýr vefur

n Netverslun

Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust

Greiðslukjör í allt að 12 mánuði Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


16

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

STÍGUR LAGÐUR UMHVERFIS SELTJÖRN Verið er að leggja lokahönd á gerð stígs umhverfis Seltjörn sem verður um 2 kílómetra langur. Vonir standa til að hægt verði að byggja upp frekari aðstöðu við Seltjörn og Sólbrekkuskóg og gera að útivistarparadís. Stígurinn er lagður möl og fræs er notað sem yfirborðslag. Fræs er malbikskurl en allt malbik sem til fellur er mulið niður og notað í stígagerð hjá Reykjanesbæ. Sams konar efniviður var t.a.m. notaður við stígagerð í framtíðar Njarðvíkurskógum, sem er svæðið ofan Bolafótar og að Þjóðbraut. Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs, er hugmyndin að nýta allan efnivið vel, auk þess sem fræs er gott

undirlag fyrir bæði göngur og hlaup. „Hugmyndafræðin að baki stígnum er einnig að láta hann falla sem best inn í umhverfið og mér sýnist það hafa tekist vel. Í framhaldi getum við svo vonandi byggt upp aðstöðu við Sólbrekkuskóg því hugmyndin er að þetta verði eitt af aðal útivistarsvæðunum okkar, með veiðivatn, útivistarparadís og aðstöðu sem þarf til dvalar á svæðinu í langs tíma, s.s. salernisaðstöðu.“

Tómas Þorvaldsson GK 10 í fyrstu veiðiferðina

VERSLUNARMANNA

Nýr frystitogari Þorbjarnar hf. í Grindavík, Tómas Þorvaldsson GK, hélt í sína fyrstu veiðiferð nýverið frá Hafnarfirði þar sem hann var í skveringu. Þorbjörn fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi. Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Tómas Þorvaldsson GK 10 er 67 metra langur og 14 metra breiður. Myndina tók Jón Steinar Sæmundsson með flygildi þegar skipið lagði úr Hafnarfjarðarhöfn.

Ein með öllu og Mountain Dew Magnús Orri Arnarson er í björgunarsveit, vinnur með fötluðu fólki og elskar að vera hann sjálfur. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég er að pæla að skella mér til Akureyrar með fjöllunni á Eina með öllu. Við gistum alltaf í Brekkuskóla á Akureyri. Það er eintóm veisla þar.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin er þegar ég fékk að sjá hvernig flugeldarnir eru tengdir á Akureyri. Ég er mikill áhugamaður um flugelda enda í björgunarsveit og á framtíðina fyrir mér sem skotstjóri þar.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Góðan úti klæðnað, góðan vinskap og ískalt Mountain Dew. Svo má ekki ekki gleyma að taka símann með, það er númer eitt.“

Mannasiðir mikilvægir um helgina Andrea Lind Hannah er 23 ára nýbökuð kettlingamóðir með ofnæmi fyrir köttum. Hvað ætlarð þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég hef ekkert planað að gera um Verslunarmannahelgina. Kannski verður eitthvað óvænt skrall eða ég tek því bara rólega með kærastanum.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Ég man ekki eftir neinu tilteknu versló djammi en ég man að ég fór einhvern tímann í útilegu á Akureyri þegar ég var um það bil sex ára og mig minnir að það hafi verið fjör.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Fyrir flestar útiskemmtanir held ég að mannasiðir, hleðslubanki og vatn sé góður grunnur.“

Grillað á Hrafnistuheimilunum

Hrafnistuheimilin í Reykjanesbæ, Nesvellir og Hlévangur, héldu nýlega sín árlegu sumargrill og var vel mætt á báðum stöðum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Vel var mætt í báðar veislurnar og var raunar metþátttaka á Nesvöllum þangað sem um 130 manns mættu. Að þessu sinni annaðist Múlakaffi matseldina

á báðum stöðum og grilluðu matsveinarnir bæði lamb og kjúkling. Tvíeykið og trúbadorarnir Hjörleifur Már Jóhannsson og Eiður Örn Eyjólfsson sáu um tónlistaratriðin og skapaðist mikil stemning í veislunum sem tókust vel í alla staði. Myndasafn með fleiri myndum á vf.is.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

17

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Lífið færist yfir Keflavíkurhöfn AFLA

FRÉTTIR

Jæja, þá er maður kominn suður aftur eftir ferðlag um landið, en síðasti pistill var skrifaður á Djúpavogi. Óhætt er að segja að veðurblíða leiki við okkur Suðurnesjamenn og spegilsléttur sjór svo til dag eftir dag. Já og makríllinn er kominn og þá færist heldur betur líf í Keflavíkurhöfn og ekki bara gagnvart bátunum sem landa þar, heldur líka útaf fólkinu sjálfur sem kemur á bryggjuna og veiðir makríl af bryggjunni sjálfri. Reyndar þá fær nú Sandgerði eitthvað af þessum bátum sem landa makríl inn til sín. Átti leið um bryggjuna þann dag sem þessi pistill var skrifaður og þá voru hátt í 50 manns út um allt á bryggjunum að veiða makríl. Myndin sem fylgir þessum pistli sýnir Keflavíkurhöfn og sést aðeins í bátana og fólkið sem er þarna að veiða. Bátarnir sjálfir eru ekki margir og miðað við hversu langt er komið fram í júlí þá er frekar fáir bátar komnir á veiðar en þeim fer fjölgandi. Lítum á hvaða bátar eru komnir þótt þeir séu ekki allir búnir að landa afla. Andey GK, Dögg SU, Hlöddi VE og Gulltoppur GK eru allir komnir en enginn af þeim er búinn að landa

afla. Gosi KE er með 10,3 tn í fjórum veiðiferðum. Addi Afi GK 30,2 tn í sjö og þar af 6,8 tn í einni veiðiferð. Votaberg KE 5,2 tonn í þremur. Bergvík GK 17,6 tn í fimm. Svala Dís KE 14 tn í fjórum. Linda GK 5,9 tn í þremur enn báturinn landar í Sandgerði og vekur nokkra athygli því að Linda GK er minnsti báturinn sem er á makríl. Sunna Rós SH 30,6 tn í ellefu veiðurferðum og síðan Fjóla GK sem er langaflahæstur með um 49 tn í níu róðrum og mest 9,7 tonn í einni löndun. Netabátarnir eru komnir á veiðar og eru þeir svo til allir að landa í Sandgerði. Erling KE er kominn á veiðar og vekur það nokkra athygli því að undanfarin sumur þá hefur báturinn ekki farið á þorsknetaveiðar um sumarið. Bátnum hefur gengið mjög vel en hann er að leggja netin út af Sandgerði og er kominn með 116 tn í 10 róðrum og mest 28 tonn í einni löndun. Sunna Líf GK er með 16 tonn í níu. Maron GK 60 tn í fjórtán og Halldór Afi GK 24 tn í ellefu róðrum. Aftur á móti þá er Grímsnes GK að eltast við ufsann og það hefur gengið brösulega. Sigvaldi skipstjóri

er búinn að vera að þvælast úti fyrir Grindavík og á svæðinu í kringum Eldey og hefur landað 36 tonnum í sjö róðrum. Og fyrst ég er byrjaður að minnast á handfærabátana og ufsann þá er

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

best að skoða þá. Tjúlla GK er kominn með 31 tonn í aðeins fimm róðrum og mest 7,8 tonn og af því er ufsi um 24 tonn. Guðrún GK kom með 5,2 tonn í einni löndun. Ragnar Alfreðs GK 28 tonn í aðeins þremur róðrum og er báturinn hættur á veiðum núna og kominn á makríl. Margrét SU 20,4 tonn í aðeins þremur róðrum og mest 8 tonn í einni löndun. Sara KE sem er ekki nema um 8 tonna bátur kom með fullfermi eða 5,1 tonn í einni löndun. Nú er nýi Sigurfari GK kominn í slipp í Njarðvík og gamli Sigurfari GK er í Sandgerði og hefur landað 53 tonn í tveimur róðrum. Nýi Sigurfari GK

hefur landað núna í júlí 106 tonnum í sex róðrum á Hornafirði sem var undir nafninu á Hvanney SF, þar sem Skinney-Þinganes hf á Hornafirði tók aflann í vinnslu. Þess má geta að núverandi Sigurfari GK hefur heitið þessu nafni, Sigurfari, alla síðan tíð frá því að báturinn var smíðaður árið 1984 en var innfluttur árið 1986. Hét þá fyrst Sigurfari VE 138 en var seldur árið 1993 til Nesfisks og hélt nafninu sínu og líka númeri, var því orðin Sigurfari GK 138. Sigurfari GK stundaði togveiðar og humarveiðar fyrstu árin sem Nesfiskur gerði bátinn út en árið 2002 var síðasta árið sem báturinn stundaði togveiðar því að árið 2003 þá fór báturinn á dragnót og hefur verið á dragnót síðan.

Grímsnes GK er að eltast við ufsann og það hefur gengið brösulega. Sigvaldi skipstjóri er búinn að vera að þvælast úti fyrir Grindavík og á svæðinu í kringum Eldey og hefur landað 36 tonnum í sjö róðrum.

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA ÓSKAR EFTIR STARFSMÖNNUM Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp flottra starfsmanna okkar. Við leitum að öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná árangri í krefjandi umhverfi. Lagnaþjónusta Suðurnesja er stærsta pípulagningarfyrirtækið á Suðurnesjum með starfsstöðvar bæði í Grindavík og Reykjanesbæ. Samhent fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi, samviskusemi og fagleg vinnubrögð. ALMENN PÍPULAGNINGARVINNA Við leitum að einstaklingi vönum pípulögnum, meistara, sveini eða verkamanni vönum byggingarvinnu. Þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og vera tilbúnir að tileinka sér nýjungar.

NEMAR Hefur þú áhuga á að læra pípulagnir? Við erum að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á því að læra pípulagnir og komast á samning.

Umsóknir skal senda á runar@lagna.is

-


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

VERSLUNARMANNA Ferðast um Vestfirði með vinkonuhópnum Kristjana Vigdís Ingvadóttir er 26 ára Keflavíkingur, búsett í Reykjavík. Hún er sagnfræðingur að mennt og starfar sem skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands. Með því skemmtilegasta sem hún gerir er að syngja með sönghópnum Vox Felix og eiga góðar stundir með fólkinu sem hún elskar. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég ætla að ferðast um Vestfirði með vinkonuhópnum.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Ég hugsa að Þjóðhátíð 2017 standi upp úr. Stemningin á Þjóðhátíð er bara engri lík.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? „Mér finnst lang mikilvægast að verja helginni með fólki sem mér þykir vænt um, þá skiptir í raun engu máli hvað maður ákveður að gera þessa helgi.“

Atlavík ´84 var ægilegt fjör Arnar Ingi Tryggvason er 32 ára Keflvíkingur og starfar hjá UPS. Hann er mikill lífskúnstner og sinnir auk hraðsendingastarfsins embætti varaformanns Rt-10 ásamt hefðbundnum fjölskyldustörfum. Arnar er kassavanur og léttur á fóðrum. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Það er algjörlega óráðið, sennilega reynir maður að skottast út á land og liggja í tjaldi.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? „Ja hérna, ég man ekki hvað ég gerði í gær, hvað þá einhverja helgi í fyrndinni. Skjótum bara á Atlavík ‘84, skilst það hafi verið ægilegt fjör.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina? Það sama og allar aðrar helgar, góða skapið.

S

! r a á m

TIL LEIGU Þriggja herbergja íbúð miðsvæðis í Keflavík Netfang: snotra1950@gmail.com Sími: 699-0415

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Mikilvæg þrjú stig til Grindavíkur Grindvíkingar nældu í þrjú mikilvæg stig gegn ÍBV á Mustadvellinum í Grindavík í á sunnudag. Þar fór fram leikur í 14. umferð Pepsi Maxdeildar karla. Gary John Martin kom Eyjamönnum

yfir á 27. mínútu leiksins og ÍBV var yfir í hálfleik. Grindvíkingar komu einbeittir til síðari hálfleiks og þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Oscar Manuel Conde Cruz fyrir heimamenn. Hann fór meiddur

af velli fjórum mínútum síðar. Josip Zeba skoraði svo sigurmark Grindavíkur á 77. mínútu eftir harða sókn að marki Eyjamanna. Næsti leikur Grindavíkur er gegn KR í Reykjavík þann 6. ágúst.

Góð byrjun Keflavíkurstúlkna dugði skammt Keflavíkurstúlkur náðu ekki að ógna Blikastúlkum verulega þrátt fyrir að komast í 0-1 forystu á 5. mínútu þegar liðin áttust við í Kópavogi sl. laugardag. Lokatölur urðu 5-2 fyrir Breiðablik sem er á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Sophie Mc Mahon Groff kom Keflavík á bragði mes góðu marki í upphafi leiks en Blikastúlkur voru ekki lengi að jafna leikinn og komast yfir síðan á 15. mínútu og bættu við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik. Fimmta mark Blika kom svo á 83. Mínútu en Sophie Groff skoraði úr víti og lagaði aðeins stöðu Keflavíkurstúlkna fyrir leikslok. Breiðablik er í toppsætinu með 34 stig en Keflavík er í 7. sæti með 10 stig. „Þetta er gríðarlega jafnt og ég vil meina að öll þessi lið sem eru í þessum pakka séu of góð til að falla. Þetta eru mjög sterk lið. Það er mikilvægt að vera ekki að horfa á töfluna. Það er næsti leikur og það er alltaf það sem skiptir mestu máli,” sagði Gunnar Jónsson, þjálfari Keflavíkur í viðtali við fotbolta.net eftir leikinn.

Reynismenn sóttu sigur austur - töp hjá Þrótti og Víði Bojan Stefán Ljubicic kom heldur betur við sögu í sigurleik Sandgerðinga á Egilsstöðumn þegar þeir heimsóttu Hött/Huginn í 3. Deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lokatölur urðu 2-3 fyrir Reynismenn sem eru í 5. sæti deildarinnar með 23 stig og í ágætum málum. Ljubicic sem er uppalinn Keflvíkingur og spilaði lengi með liðinu skoraði tvö mörk á 34. og 37. mínútu og kom Sandgerðingum í 0-2 forystu fyrir leikhlé. Heimamenn minnkuðu muninn á 55. mínútu en Gauti Þorvarðarson kom Reyni í 1-3 með góðu marki. Heimamenn minnkuðu muninn á 81. mínútu en þar við sat. Góður sigur á útivelli hjá Reyni. Þróttur Vogum tapaði stórt á útivelli gegn Dalvík/Reyni 4-1. Lassana Drame skoraði mark Suðurnesjaliðsins sem er í 5.-6. sæti eins og Víðir í Garði sem tapaði sl. fimmtudag gegn KFG 3-1 á útivelli.

Stefan Ljubicic til Grindvíkinga Keflvíkingurinn ungi, Stefan Alexander Ljubicic hefur gengið til liðs við Pepsi-deildarlið Grindavíkur. Ljubicic fór ungur til Brighton í Englandi þar sem hann spilaði með unglinga- og varaliðinu. Ljúbicic hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Eastbourne í ensku utandeildinni og var síðan í sumar á reynslu hjá sænska liðinu Öster að sögn fotbolta.net. Grindvíkingar freista þess að skerpa á sóknarleik liðsis en þeim hefur gengið illa að skora í sumar. Þeir hafa aðeins skoraði 10 mörk í 14 leikjum.

Jafnt í Grindavík Grindavík og Augnablik skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu í Grindavík sl. föstudagskvöld. Heimakonur komust yfir á 52. mínútu með marki sem Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði en Bergþóra Sól Ásmundsdóttir jafnaði fyrir Augnablik á 71. mínútu. Grinavík er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu umferðir. Þær hafa unnið þrjá leiki í sumar, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum viðureignum. VF-myndir: Hilmar Bragi

UMFJÖLLUN OG MYNDIR Á VF.IS

Þar sem Víkurfréttir voru farnar í prentun áður en innanbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur fór fram í Inkasso-deild karla í knattspyrnu á þriðjudagskvöld er lesendum bent á að sjá má umfjöllun og myndir frá leiknum á vef Víkurfrétta, vf.is


GÓÐA FERÐAHELGI! AÐGÁT Í UMFERÐINNI og munum að áfengi og akstur fara ekki saman. Verum tillitssöm og brosum í umferðinni.

Akið varlega!

W W W. I C E L A N D A I R . I S

REYKJANESBÆ

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Framkvæmdum við suðurgarðinn ljúki fyrir lok september Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar. Ráðist var í miklar endurbætur á höfninni þar sem rekið var niður nýtt stálþil. Framkvæmdirnar hafa hamlað mjög starfsemi við höfnina en miklar tafir hafa orðið á verklokum. Þannig lýsti bæjarstjórn Suðurnesjabæjar óánægju sinni með seinaganginn í bókun sem gerð var í febrúar í vetur. Nýlega var boðin út steypa á þekju bryggjunnar og hefur verktakinn frest til loka september til að ljúka því verki. Köfunarþjónusta Sigurðar og Bryggjuverk áttu lægsta tilboð í verkið, 33,2 milljónir króna sem er 94% af kostnaðaráætlun. Nú er unnið að því að leggja raflagnir í bryggjuna og þegar því er lokið verður ráðist í steypuvinnuna og ætti hafnarmannvirkið því að vera klárt fyrir haustið.

Örvar Þ. Kristjánsson

Illa drukkin, inn í skógi, hvar er tjaldið? Verslunarmannahelgin er framundan, mesta ferða (sukk) helgi ársins og verða haldnar hátíðir víða um land samkvæmt venju. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er líklega þeirra þekktust og langlífust enda viðburður sem allir verða að prófa a.m.k. einu sinni um ævina. Fegurðin við þá hátíð er fyrst og fremst sú að þar geta allir aldurshópar skemmt (djammað) sér saman í einstöku og tiltölulega öruggu umhverfi eyjarinnar fögru. Þynnka þekkist ekki í Eyjum og kemur ekki fyrr en maður nær til lands en er svo sannarlega þess virði. Sjálfur verð ég að vinna um helgina en verð með í anda enda á tímum tækninnar, þá er hægt að fylgjast með t.d. brekkusöngnum í sjónvarpinu. Reyndar ekki nálægt þeirri upplifun og að vera á staðnum en ágæt sárabót fyrir þá sem komast ekki. Útihátíðir yfir þessa frægu helgi urðu mislanglífar og margt hefur breyst á síðustu árum, sem betur fer segja margir. Flestar þessara útihátíða voru haldnar út í náttúrunni en núna er þetta orðið mest megnis að bæjarhátíðum. Einhverjir sakna útihátíðanna en mig grunar þó að flestir séu sáttir við þá þróun sem hefur orðið á síðustu árum. Árið 1989 þá kláruðust t.d. 5000 smokkar á útihátíðinni í Húnaveri en blaðamaður Tímans lýsti hátíðinni með þessum orðum: „Stanslaus tónlist í þrjá og hálfan sólarhring. Drukknir unglingar, sofandi, dansandi, hlæjandi, í famlögum; skríðandi, vafrandi, grátandi, leitandi. Rusl, endalaust rusl, fjúkandi pappír, bjórdósir, gosdósir, gosflöskur, vínflöskur.“ Atlavík 1984 er sennilega þekktasta staka útihátíðin sem fór fram þessa helgi en svo hafa aðrar hátíðir orðið frægar eins og Uxi 1995 en því miður mest megnis vegna neikvæðra frétta. Mín eftirminnilegasta útihátíð var „bindindismótið“ í Galtalæk. Sú hátíð var algjörlega einstök, fólk beitti öllum brögðum til þess að smygla áfengi inn á þessa „bindindishátíð“ og mikið fjör í kringum smyglið. Hvergi var meira fyllerí en í Galtalæk. Móðir mín og pabbi heitinn treystu mér einum í Galtalæk 15 ára gömlum (ásamt góðum hópi ungmenna) og ég man ennþá sigurvímuna sem ég var í þegar 750ml vodka flaskan komst í gegnum gæslu hliðið. Þessi flaska dugði manni svo alla helgina (blandað í kók) og 15 ára unglingurinn upplifði margt og mikið þessa helgi. Sumt prenthæft en annað ekki. Ég á þrjá unga drengi og það er ekki séns að ég sleppi þeim á útihátíð fyrr en í fyrsta lagi eftir tvítugt, nú eða þá að pabbi gamli fái að fljóta með! Frekar sáttur með þá þróun sem hefur orðið á þessari helgi þrátt fyrir góðar minningar úr Galtalæk. Annars þá er spáin frábær fyrir helgina og óska ég öllum góðrar ferðar hvert sem ferð ykkar er heitið. Gangið hægt í gegnum gleðinnar dyr og njótið.

Ætluðu þessir grindhvalir ekki bara á Ólafsvöku?

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

VÍNBÚÐIN REYKJANESBÆ

Meira vöruúrval og lengri opnunartími Vínbúðin Reykjanesbæ býður viðskiptavini velkomna í betri búð sem hefur bæði verið stækkuð og endurbætt auk þess sem vöruvalið hefur verið aukið til muna. Jafnframt eflum við þjónustuna með því að lengja opnunartímann. Frá og með 3. ágúst verður opið til kl. 18 á laugardögum.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í stærri og betri búð!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.