Miðvikudagur 11. ágúst 2021 // 29. tbl. // 42. árg.
Auglýsa eftir húsnæði fyrir bráðabirgðaheilsugæslustöð í Reykjanesbæ
Lífið gengur sinn vanagang með eldgos í bakgarðinum
– Átta ný dagdvalarrými í Suðurnesjabæ. HSS í samvinnu við Landspítala vegna Covid-19
>> sjá síðu 2
VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Kríuvarpið tókst vel
Lífið gengur sinn vanagang í Grindavík þó svo eldgos hafi mallað í bakgarðinum í næstum fimm mánuði. Gosið í Fagradalsfjalli hefur verið líflegt síðustu daga og þá er það meira áberandi þegar næturhimininn lýsist upp af glóandi hrauninu núna þegar ágústnóttin er orðin dimm. Myndin var tekin við Grindavíkurhöfn á miðnætti síðastliðið laugardagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Samstarf vegna eldgoss Slökkvilið Grindavíkur og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa gert með sér samning um gagnkvæma aðstoð vegna eldgoss í Fagradalsfjalli. Samskonar samningur hefur verið gerður við Brunavarnir Árnessýslu. Samkomulag viðbragðsaðila, þ.e. slökkviliðs og sjúkrabíla, fjallar um samstarf þessara aðila komi til þess að Suðurstrandavegurinn rofni vegna hraunrennslis.
BARION DAGAR Í NETTÓ
20% AFSLÁTTUR
12.–15. ÁGÚST
Kríuvarp tókst einstaklega vel í ár og þúsundir unga komust á legg í einu stærsta kríuvarpi landsins við Norðurkot í Sandgerði. Eins dauði er annars brauð en krían getur þakkað fyrir að lítill sem enginn makríll hefur verið við landið og þar með hefur framboð á sandsíli verið gott. Í blaðinu í dag er rætt við húsfreyjuna í Norðurkoti II um kríuvarpið en einnig er rætt við tvo fuglaáhugamenn um kríuna og ýmsa aðra fugla sem verða á vegi þeirra. Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta, sem verður á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld er einnig fjallað um kríuna og fuglaskoðun.
A LL T FY RI R Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
GUNNUR@ALLT.IS 560-5503
UNNUR@ALLT.IS 560-5506
PALL@ALLT.IS 560-5501
18 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands með fulltrúum Suðurnesjamanna eftir fund þeirra í Grindavík.
Auglýst eftir húsnæði fyrir bráðabirgða heilsugæslustöð
– Átta ný dagdvalarrými í Suðurnesjabæ. HSS í samvinnu við Landspítala vegna Covid-19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á næstu vikum verði auglýst eftir húsnæði fyrir nýja heilsugæslustöð sem bráðbirgðalausn á meðan beðið er eftir byggingu nýrrar. Hún segir að nauðsynlegt sé að bregðast við á miklu vaxtarsvæði sem Suðurnesin eru og ekki sé hægt að bíða til ársins
2023 eða 2024 þegar áætlað er að byggingu nýrrar heilsugæslu ljúki. „Þetta er komið í farveg og verður auglýst eftir húsnæði á næstu vikum. Það er líka ánægjulegt að geta greint frá því að við erum að sjá verulega hreyfingu á byggingu 60 hjúkrunarrýma í Reykjanesbæ og svo erum við að taka ákvörðun um átta ný dag dvalarrými í Suðurnesjum. Þá hefur
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja boðið Landsspítalanum samstarf nú þegar hert hefur að í Covid-19 og boðið allt að tíu almenn legurými til að létta á stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Það er sérstaklega ánægjulegt að aðilar séu að vinna svona saman í kerfinu. Það staðfestir að við erum í öllu þessu saman,“ sagði Svandís við Víkurfréttir að loknum blaða-
mannafundi ríkisstjórnarinnar í Duus Safnahúsum í vikunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin hafi átt góðan fund með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í heimsókn ríkisstjórnarinnar. „Við áttum góðar viðræður við Suðurnesjamenn, m.a. varðandi atvinnuleysi sem hefur sem betur fer farið minnkandi að
Unnar Steinn bæjarlögmaður í Reykjanesbæ Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ráða Unnar Stein Bjarndal sem bæjarlögmann frá og með 1. september 2021. Unnar Steinn hefur verið starfandi bæjarlögmaður síðustu misseri.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Fyrstu skrefin í uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Suðurnesjabæ um rekstur allt að átta almennum dagdvalarrýmum í Suðurnesjabæ. Viðræður eru hafnar við Sjúkratryggingar Íslands. Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því í fundargerð að baráttan um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ sé loksins farin að skila árangri. Úthlutun á átta dagdvalarrýmum fyrir aldraða eru fyrstu skrefin í uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ.
Bygging nýs leikskóla í Suðurnesjabæ verði í forgangi Samið hefur verið við hönnuði um hönnunarvinnu vegna nýs leikskóla í Suðurnesjabæ. Þetta kemur fram í minnisblaði frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar kemur jafnframt fram áætluð tímalína um framkvæmdina þar til nýr leikskóli verður tilbúinn fyrir starfsemi. Bæjarráð hefur jafnframt samþykkt samninga við lægstbjóðendur eins og kemur fram í minnisblaðinu og leggur áherslu á að verkefnið verði í forgangi og allar leiðir reyndar til að leikskólinn geti opnað sem allra fyrst.
Ís í sjoppu og stærri stólar og borð
845 0900
undanförnu en líka mörg önnur góð mál,“ sagði Katrín. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sagði fundinn hafa verið árangursríkan og fréttir úr heilbrigðisgeiranum mjög góðar.
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar mun ræða íssölu í sjoppunni í Sandgerði á næsta fundi ráðsins. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi. Þá verður einnig rætt um stærri stóla og borð fyrir unglingastig í Gerðaskóla. Umræður um lengri opnunartíma á hoppudýnunum fyrir ungmenni í Suðurnesjabæ fóru fram á síðasta
fundi og ungmennaráð hefur falið starfsmanni að kanna málið hvort hægt að lengja opnunartíma hoppudýnanna. Þá voru umræður og hugmyndir ræddar um nýja bæjarhátíð í Suðurnesjabæ. Ungmennaráð óskar eftir því að fá að funda með bæjarhátíðarvinnuhópnum.
Suðurnesjabær tekur 250 milljóna króna lán Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar að heimila lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 250 milljónir króna til allt að 35 ára. Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.
VIÐ STEFNUM HÆRRA N Ý O G S P E N N A N D I V E R K E F N I E R U F R A M U N DA N H J Á I S AV I A . V I Ð L E I T U M A Ð N ÝJ U M F E R ÐA F É LÖ G U M T I L A Ð S L Á ST Í F Ö R M E Ð O K K U R . Isavia er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður þar sem leikgleðin er höfð að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að búa til umhverfi þar sem öllum líður vel og fólkið okkar hefur færi á að blómstra. Isavia hlaut jafnlaunavottun árið 2018. Hjá félaginu er jafnt kynjahlutfall í efstu stjórnendaþrepum og við höfum útrýmt óútskýrðum kynbundnum launamun. Með tilkomu nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður hlutverk Keflavíkurflugvallar í ferðamennsku og alþjóðasamstarfi enn mikilvægara. Við auglýsum því eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum til þess að hjálpa okkur að takast á við þau spennandi og krefjandi verkefni sem framundan eru. Viltu koma með okkur í ævintýri?
Við leitum nú m.a. að einstaklingum í eftirfarandi stöður: Deildarstjórar Vefstjóri Sérfræðingar Lögfræðingur Skjalastjóri Tæknimaður í raftækjaþjónustu Flugvallarstarfsmaður í Keflavík Verkefnastjóri stefnumótunar og sjálfbærni Leiðtogi í mötuneyti starfsfólks Umsjónarmaður flugupplýsingakerfa
Nánari upplýsingar um þessi störf og önnur á Isavia.is/atvinna
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sannkölluð djassveisla í Suðurnesjabæ
Kristjana Stefánsdóttir annaðist sönginn sem var í senn ljúfur og fallega fluttur. VF-myndir: JPK Jazzfjelag Suðurnesjabæjar slær ekki slöku við í tónleikahaldi og á síðustu tónleikum, sem haldnir voru þann 22. júlí, var það Tríó Kristjönu Stefáns sem gladdi gesti sem voru fjölmargir enda hefur frábært tónlistarfólk verið að koma fram á tónleikum Jazzfjelagsins og slíkt spyrst út, ekki aðeins til þeirra sem vilja koma og sjá heldur einnig til listamanna sem eru mjög áhugasamir að fá að koma fram á uppákomum félagsins og hefur hróður þess borist út fyrir landsteinana. Tónleikagestir urðu ekki fyrir vonbrigðum með dagskrána sem tríóð bauð upp á en meðal efnis voru lög eftir Bubba Morthens, Björgvin Halldórs,
Þorgrímur Jónsson plokkaði strengi bassans.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA Á TRÍÓIÐ FLYTJA LAGIÐ DON’T TRY TO FOOL ME MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Ekki slegið slöku við
Ómar Guðjónsson lék af innlifun á gítarinn.
R a g ga B j a r n a , Nýdönsk, Stuðmenn og marga fleiri. Lögin voru í léttdjössuðum útsetningum tríósins sem er skipað þeim Kristjönu Stefánsdóttir sem sá um sönginn, gítarleikaranum Ómari Guðjónssyni, sem einnig lék á fetilgítar, og kontrabassaleikaranum Þorgrími Jónssyni. Að vanda var aðgangur ókeypis á tónleika Jazzfjelagsins sem er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja og Suðurnesjabæ.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar slær ekkert af í tónleikahaldi og næsti konsert er áætlaður í lok mánaðar, verða haldnir þann 26. ágúst, á sínum vanalega stað, Bókasafni Sandgerðis. Það er Íslendingurinn Oddrún Lilja sem verður með tónleika en hún hefur alist upp í Noregi og er þekkt sem gítarleikarinn í Bugge Wesseltofts „New Conception of Jazz“, í Frode Haltlis „Avant folk“ og í „Moksha“ Oddrún Lilja hefur sent frá sér sína fyrstu plötu undir eigin nafni: „LILJA: Marble“. Platan fékk sex (af sex mögulegum) í tónlistarumfjöllun í Dagsavisen og var á lista yfir bestu plötur ársins í tónlistarumfjöllun í Klassekampen, auk þess sem hún var efst á lista yfir bestu djassplötur ársins í Dagsavisen. Platan var líka tilnefnd sem plötuútgáfa ársins í Subject, þar sem hún var talin myndi standa upp úr „Marble“ í norskri djasssögu. Tónlist Oddrúnar Lilju er innblásin af ferðum hennar víða um heim, þar sem hún hefur spilað með tónlistarfólki frá þeim stöðum sem hún hefur verið á, staðtengda tónlist. Meðal annars hefur hún spilað með ragatónlistarfólki á Indlandi, gnawatónlistarfólki í Marokkó, sirkuslistamönnum í Eþiópíu og palestínsku
LILJA: Djassgítarleikarinn Oddrún Lilja mun troða upp á næstu tónleikum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar.
tónlistarfólki í flóttamannabúðum í Libanon. Hún hefur samið nýja tónlist, innblásna af þessari deiglu tónlistar. Öll lögin ber nafn þeirra borgar, sem hefur gefið innblástur þess. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Án efa áhugaverðir tónleikar framundan en Oddrúnar Lilju kemur fram ásamt fjölþjóðlega skipaðri sveit gestatónlistarmanna. Auk hennar leika á tónleikunum þau Sanne Rambags, aðalsöngkona (Holland), Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó (Ísland), Jo Skaansar, bassi og söngur (Noregur), og Erik Qvick, trommur (Ísland).
NÝR ÞÁTTUR AF SUÐURNESJAMAGASÍNI EFTIR STUTT SUMARFRÍ FIMMTUDAG KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum safnstjóra fyrir Byggðasafn Reykjanesbæjar. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, skipulagður og býr yfir gagnrýnni hugsun. Viðkomandi þarf að vera skapandi og hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Byggðasafnið varðveitir sögu og er vettvangur allra þeirra sem hafa áhuga á minjum bæjarfélagsins. Safnið starfar eftir safnalögum og telst viðurkennt safn í samræmi við skilyrði safnaráðs. Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Mótar stefnu um starfsemi safnsins
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði
• Ber ábyrgð á faglegri starfsemi safnsins • Stýrir daglegum rekstri út frá skilyrðum safnalaga
menningarsögu og/eða safnfræða • Góð þekking á stjórnun, rekstri og fjárhagsáætlunargerð
• Ber ábyrgð á fjármálum og gerir umsóknir um styrki til starfsins
• Reynsla af safnastarfi kostur • Stjórnenda- og leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni
• Stýrir undirbúningi og uppsetningu á sýningum • Sér um umsýslu og útlán safngripa
• Skapandi þekking og reynsla af sýningarhaldi og miðlun er kostur • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Markaðssetning og samvinna við aðrar stofnanir • Hefur mannaforráð
• Góð tölvufærni og færni í mannlegum samskiptum • Metnaður og sveigjanleiki í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2021 Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, í gegnum netfangið thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is og í síma 421 6700. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Reykjanesbær Tjarnagötu 12 230 Reykjanesbær
Sími: 421 6700 www.reykjanesbaer.is reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Veldisvöxtur LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
NÝR ÞÁTTUR FER Í LOFTIÐ
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Veldisvöxtur er án nokkurs vafa orð ársins. Merking orðsins skýrir sig sjálf en túlkun þess virðist nokkuð frjálsleg. Frelsiskerðingar til að varna veldisvexti veiru sem meginþorri þjóðarinnar hefur nú verið bólusettur við þykja sjálfsagðar. Þær voru framlengdar nú í byrjun vikunnar og munu ná fram til næstu mánaðamóta. Ein áhugaverðasta blaðagrein ársins var rituð af Keflvíkingnum Erni Arnarsyni í Viðskipablaðinu þann 9. ágúst, Geðshræring í veldisvexti. Þar bendir Örn réttilega á að árið 2009 þegar svínaflensan stóð sem hæst þá var Landspítalinn færður á næst hæsta viðbúnaðarstig en þá lágu 35 sjúklingar á spítalanum vegna Svínaflensunnar og átta á gjörgæslu. Samkvæmt forstjóra spítalans réð starfsfólkið þá vel við álagið. Þegar grein Arnar er
skrifuð liggja tveir á gjörgæsludeild vegna Covid og fimmtán í það heila á Landsspítalanum, 200 manna samkomutakmarkanir eru á landinu, meginþorri þjóðarinnar bólusettur fyrir veirunni og hefja á skólastarf með grímuskyldu. Það er mál að linni og hver og einn verði látinn taka ábyrgð á sjálfum sér. Íslenska þjóðin hefur öll tekið þátt í bólusetningarátakinu af svo mikilli ákefð að þeir örfáu sem hafa leyft sér að efast opinberlega um gildi bólusetninga eru teknir af lífi bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Íslenska hjarðhegðunin klikkar ekki. Sama hvað á dynur.
Íslenska þjóðin hefur öll tekið þátt í bólusetningarátakinu af svo mikilli ákefð að þeir örfáu sem hafa leyft sér að efast opinberlega um gildi bólusetninga eru teknir af lífi ...
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Vertíðarlok
Jón Steinar Sæmundsson
Nei ég ætla ekki að tala um sjávarútveg, heldur eitthvað allt annað. Verslunarmannahelgin er tiltölulega nýliðin og má segja að hún marki ákveðin vertíðarlok hjá flestum, þ.e.a.s. lok hins íslenska ferðasumars. Sumarfríum að ljúka, skólar og leikskólar að byrja með tilheyrandi lúsa- og njálgspóstum. Sem sagt allt að komast í rútínu að því marki sem veiran leyfir. Þó er það nú orðið þannig að eftir því sem ferðagræjur fólks hafa orðið betri hefur ferðasumarið lengst frá því sem áður var þegar að nánast sást ekki Íslendingur á ferðalagi eftir verslunarmannahelgina.
Ferðamáti manna, útbúnaður og tæki eru æði misjöfn. Hjá einum eru þægindi og lúxus í hávegum en öðrum ræður einfaldleikinn ríkjum. En skipta græjurnar og þægindin öllu máli frekar en einfaldleikinn og minemalisminn? Ég held ekki, það hefur hver sinn háttinn á. Þegar öllu er á botninn hvolft hnígur þetta ekki allt að því að njóta ferðalagsins og síðast en ekki síst að staldra við og njóta augnabliksins óháð græjum og dóti? Ég vona að þið hafið notið sumarsins og alls þess sem það hefur boðið upp á hingað til. Jón Steinar Sæmundsson.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Gamall draumur verður að veruleika
Hjónin Anna Rut Sverrisdóttir og Birgir Þórarinsson voru hátíðleg til fara enda tilefnið ærið.
Knarrarneskirkja á Vatnsleysuströnd var vígð sem heimiliskirkja um síðustu helgi Knarrarneskirkja sem hjónin á Minna-Knarrarnesi, þau Birgir Þórarinsson og Anna Rut Sverrisdóttir, hafa reist á jörð sinni var vígð sem heimiliskirkja síðastliðinn sunnudag. Boðsgestum var stillt í hóf við athöfnina enda samkomutakmarkanir í gildi en athöfnin var einstaklega falleg og tókst vel til. Hjónin Anna Rut og Birgir mega vera stolt af þessu framtaki sínu enda Knarrarneskirkja glæsileg og vönduð
Davíð Ólafsson, óperusöngvari, söng lagið Þitt lof, ó Drottinn og organisti var Ólafur Sigurjónsson. Eftir athöfnina buðu hjónin til kaffisamsætis þar sem gleðin var allsráðandi enda ekki á hverjum degi sem jafn glæsileg kirkja sem þessi er vígð. Jóhann Páll Kristbjörnsson,
í alla staði. Birgir sá sjálfur um steinhleðsluna umhverfis kirkjuna en leitaði til Úkraínu eftir gerð listmuna í hana. Hjónin á Minna-Knarrarnesi leiða gesti til vígslu Knarrarneskirkju.
ljósmyndari Víkurfrétta, fékk að vera viðstaddur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Nánar verður fjallað um Knarrarneskirkju í Suðurnesja magasíni sem sýnt verður á Hringbraut klukkan 19:30 næstkomandi fimmtudag, þátturinn verður einnig aðgengilegur í sjónvarpi Víkurfrétta.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, sá um framkvæmd athafnarinnar.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, vígði kirkjuna og honum til aðstoðar voru séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, og séra Kjartan Jónsson, sóknarprestur Kálfatjarnarsóknar. Vígslan var hin heilagasta og við athöfnina söng Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, úkraínskt þjóðlag en það voru handverksog listamenn frá Úkraínu sem gerðu altaristöfluna, predikunarstólinn og fleiri muni sem prýða kirkjuna.
Alexandra Chernyshova, sópransöngkona, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, og Birgir Þórarinsson, alþingismaður og nú kirkjueigandi, glöddust öll yfir góðum degi.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Fiskveiðiárinu 2020–2021 að ljúka Ágústmánuður er farinn af stað og þetta er nú bara besti mánuður ársins, mörg stórmenni eiga afmæli og þar á meðal sá sem skrifar þessa línu. Kannski ekkert stórmenni en hver veit, kannski einn daginn. Ágúst er líka merkilegur fyrir nokkra stóra hluti, t.d. að skólarnir byrja og í sjávarútveginum þýðir þetta nýtt ár. Það er nefnilega þannig að í ágústlok lýkur fiskveiðiárinu 2020– 2021 og við tekur nýtt kvótaár. Sömuleiðis þá lýkur strandveiðunum. Þannig að, já, ágústmánuður er ansi merkilegur. Annars hefur verið frekar rólegt í höfnunum á Suðurnesjum en þó hafa handfærabátarnir veitt nokkuð vel og hafa nokkrir t.d. verið að eltast við ufsann út við Eldey og gengið ansi vel. Þeir atkvæðamestu eru Margrét SU, sem er einn af fáum eikarbátur sem enn er í útgerð á Íslandi, en Margrét SU hefur t.d. komið með 9,4 tonn í land í tveimur róðrum núna í ágúst og þar af 5,6 tonn í einni löndun. Hinn báturinn er Ragnar Alfreðs GK hefur heldur betur veitt vel, kominn með 14,7 tonn í aðeins tveimur róðrum núna í ágúst og mest allt af því var ufsi. Talandi um ufsann, þá er netabáturinn Grímsnes GK byrjaður á að veiða ufsann við suðurströndina og hann byrjar vel því í fyrstu
Meðal gesta var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
löndun sinni kom báturinn með 33 tonn í land og var ufsi af því 32 tonn. Hinn stóri báturinn sem Hólmgrímur á, Langanes GK, er á þorskanetum en samkvæmt heimildum mínum þá mun hann líka fara á ufsann eins og Grímsnes GK. Núna eru flestallir stóru línubátarnir í sumarfríi en fyrsti báturinn sem fór af stað eftir frí var Hrafn GK sem Þorbjörn ehf. á og gerir út. Einhamarsbátarnir voru í fríi allan júlí en núna eru tveir bátar frá Einhamri komnir á veiðar, Vésteinn GK er með 38 tonn í fjórum róðrum og Auður Vésteins SU 54 tonn í fimm. Gísli Súrsson GK hefur ekki hafið veiðar.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Talandi um netabátanna þá eru nú nokkrir á veiðum og veiðin þokkaleg. Bergvík GK með 11,3 tonn í fimm róðrum og mest 4,1 tonn, Guðrún GK 5,2 tonn í tveimur, Maron GK 12,5 tonn í fjórum, Halldór Afi GK 6,1 tonn í fimm og Langanes GK fimm tonn í fjórum. Þegar þetta er skrifað þá er enginn línubátur á veiðum frá Suðurnesjum og enginn dragnótabátur.
Davíð Ólafsson, óperusöngvari, og séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, ræddu málin yfir kaffibolla.
Glatt var yfir gestunum í kaffisamsætinu eftir athöfnina.
Hjalti, sonur Birgis og Önnu, naut veitinganna.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sigríður Hanna Sigurðardóttir, Páll Þórðarson, Heiðrún Pálsdóttir og Marlaug, fimm mánaða dóttir hennar.
Gott kríuár og þúsundir unga komust á legg í sumar
„Þetta gekk alveg rosalega vel og það eru mörg ár síðan það var svona gott kríuár og þúsundir unga hafa komist upp í ár,“ segir Sigríður Hanna Sigurðardóttir, húsfreyja og æðarbóndi í Norðurkoti II þar sem eitt stærsta kríuvarp landsins er í túnfætinum. Þar annast hún einnig æðarvarp ásamt bónda sínum, Páli Þórðarsyni, og hefur gert í 21 ár. – Hefur þú einhverja tilfinningu fyrir því hver ástæðan er fyrir góðum árangri hjá kríunni? „Ég er enginn vísindamaður en það var enginn makríll í vor og spurning hvort sílið hafi verið tilbúið fyrir kríuna og æðarfuglinn.“ – Þú sérð kríuna fljúga hér framhjá með sandsílið í kjaftinum handa ungunum? „Já, það er alveg hellingur af sandsíli, flottu síli í öllum stærðum og ég tel að það sé ástæðan að það sé nóg af síli.“ Krían er yfirleitt kominn á varpstöðvarnar við Norðurkot í byrjun maí og byrjar svo að verpa upp úr mánaðarmótum maí og júní. Varpið gekk vel í ár og nú er krían að undirbúa brottför til vetrarstöðva nærri suðurskautinu. „Krían er farinn að safnast hér niður í fjöru og ungarnir eru orðnir fleygir. Einn daginn er stór hópur farinn og næstu daga þá hverfur hún alveg,“ segir Sigríður Hanna. Það vekur athygli blaðamanns að á þjóðveginum sem liggur í gegnum varplandið er talsvert af dauðum kríuungum. Húsfreyjan í Norðurkoti segir að mikil umferð sé um veginn en nær allir fari varlega og keyri hægt. Það sé undantekning ef ekið sé of hratt í gegnum varplandið. „Allir fara mjög varlega og maður sinn. og labba á sérKría fólkmeð faraungann út úr bílum undan til að reka ungana af veginum
og ökumenn fara mjög varlega hér í gegn. Það eru þúsundir af ungum sem koma upp og þeir fara upp á veg. Þeir eru kjánar sem hafa ekki lært að fljúga rétt, fljúga undir bílana og
kunna ekki að passa sig. Hraðinn er ekki mikill hérna nema einn og einn sem fer ekki varlega. Það er ekki hraðanum á bílunum að kenna að þeir drepast.“
– Hvers vegna sækir fuglinn í veginn? „Ég veit ekkert um það en það er sagt að það sé hitinn í malbikinu.“ Sigríður Hanna segir að síðustu ár hafi lítið af unga komið upp og þá eru færri fuglar á veginum en ef fólk myndi labba út fyrir veginn þá myndi það ekki þverfóta fyrir dauðum ungum úti í móa sem hafa dáið úr hungri þegar ekkert síli var í boði. Núna kemst allur þessi
fjöldi á legg og þá sjást fleiri fuglar á veginum. „Og þetta eru ekki margir dauðir ungar miðað við allan þann fjölda sem nú er búið að komast upp af ungum,“ segir Sigríður Hanna. – Krían setur mikinn svip á þetta svæði hér við Norðurkot. „Hún gerir það og fólk kemur keyrandi hérna gagngert til að fylgjast með kríunni og það er bara gaman.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Við Norðurkot er mikið æðar- og kríuvarp.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Ábúendur í Norðurkoti hafa verið með æðarvarp í áratugi og það gekk mjög vel í vor. Fuglinn kom snemma í varp og var vel haldinn. Kollan er þannig að hún byrjar ekki að verpa fyrr en hún hefur byggt upp forða fyrir sig. Hún kom vel inn í vor og var búin að verpa öllum eggjum mjög snemma og kláraði sitt varp snemma. Kollan hafði gott æti áður en hún kom í land. Krían við Norðurkot hefur verið rannsóknarefni í mörg ár. Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður, gerði kvikmynd um kríuna og fylgdi henni eftir á ferðalagi sínu póla á milli ef svo má segja en krían flýgur á ævi sinni sem nemur þremur og hálfri ferð milli jarðarinnar og tunglsins. Þá hafa vísindamenn unnið að umfangsmikilli rannsókn síðustu þrjú ár á kríunni við Norðurkot, m.a. hafa verið fest senditæki á fuglana sem skrá allar ferðir kríunnar, hvernig hún hegðar sér í sumardvölinni við Norðurkot og hvernig ferðalagið er milli Íslands og suðurskautsins. Þannig hefur kría skilað sér aftur í Norðurkot sem flaug héðan og niður með Afríku og í átt að suðurskautinu, til Ástralíu, aftur að suðurskautinu og svo til Íslands. Kríurnar sem verpa við Norðurkot eru síðan að fljúga um 100 kílómetra á dag þegar þær sækja æti í hafið allt um kring.
VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Krían heldur heim eftir vel lukkað varp 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
– Fuglaáhugamenn hafa áhyggjur af fjölda unga á vegi um varplandið
Núna er krían að undirbúa brottför frá Íslandi. Hún er þessa dagana að fita sig fyrir ferðalagið suður á bóginn en nóg æti virðist vera í hafinu við Suðurnes. Ungarnir eru að mestu orðnir fleygir en ekki enn komnir með mikla flughæfni. Í byrjun september er kríunni farið að fækka verulega en einstaka kríur geta verið hér fram í október. Þeir Guðmundur Falk og Hannes Þór Hafsteinsson eru miklir fuglaáhugamenn og fylgjast daglega með fuglalífinu á Suðurnesjum. Víkurfréttir hittu þá að máli í einu myndarlegasta kríuvarpi landsins við Norðurkot í Sandgerði. Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Mikið af sandsíli fyrir kríuna „Krían er í góðu standi núna. Það er mikið af sandsíli og enginn makríll að éta það frá kríunni. Það er mikið betri afkoma í uppeldi á ungunum og það er afgerandi þáttur að það ver nóg af síli,“ segir Guðmundur í samtali við Víkurfréttir. – Menn álykta það að fyrst ekki er makríll, þá er nóg af sandsíli? Guðmundur: „Það er bara staðreynd. Makríllinn er algjör alæta. Nú er mikið af kríu og nóg af ungum því varpið hefur stækkað og er miklu fjörugra en það var í fyrra. Það er líka mikið af kríu á veginum hér í varplandinu. Það neikvæða er að ungarnir eru keyrðir niður og drepnir en þessi fjöldi á veginum
er gott merki um að það er mikið af kríu. En fólk er ekki að fara nógu varlega hér í gegnum varpið.“ Hannes Þór býr í Lyngseli, skammt frá kríuvarpinu. „Ég sé oft bíla koma á mikilli ferð fram hjá og keyra í gegnum svæðið þar sem fuglarnir eru á veginum. Það hafa verið taldir allt upp í fimmtíu dauðir ungar á einum degi og það er grátlegt að horfa upp á þetta og sérstaklega unga sem eru særðir. Maður sér þá helsærða eða ófleyga. Svo eru foreldrarnir að mata þá í fleiri daga á eftir, þannig að það er sorglegt að horfa upp á þetta,“ segir Hannes.
Koma sérstaklega frá útlöndum til að mynda kríu – Þið eruð miklir fuglaáhugamenn og þetta er gríðarlega vinsæll staður til að koma og fylgjast með fuglalífinu. Hingað koma margir til þess að sjá og heyra í fuglum. Guðmundur: „Það er mikið um að hingað komi ferðamenn til að sjá fugla. Fuglaáhugamenn koma einnig
Félagarnir Hannes Þór og Guðmundur Falk eru miklir áhugamenn um fuglalíf. hingað erlendis frá gagngert til að mynda kríur og þessir áhugamenn eru að eyða miklum upphæðum í þetta áhugamál. Eru með flottar græjur og á flottum gistibílum. Svo er þessi almenni ferðamaður með símana á lofti.“ Hannes: „Íslenskir fuglaskoðarar sækja mikið hingað til Suðurnesja og ef það fréttist af sérstökum fuglum þá koma menn víða að, jafnvel frá Bretlandi. Menn gera sér ferðir
hingað til lands sérstaklega til að sjá einn ákveðinn fugl.“ Þeir félagar hafa áhyggjur af fugladauðanum á þjóðveginum og hafa sínar skýringar á honum. Ferðamenn séu uppteknir af umhverfinu sem þeim finnst fallegt og ekki í boði alls staðar erlendis og þeir gleyma sér bara og ekki að horfa á veginn og átta sig ekki á að þeir hafi ekið yfir unga. „Það væri gott að fá góð skili á þremur tungumálum, ís-
lensku, ensku og þýsku og mögulega einhverja hraðahindrun sem hægt væri að færa þegar varptímanum er lokið,“ segir Guðmundur.
Grastítan er amerískur vaðfugl sem fer í farflug gegnum Mið Ameríku og norður til Kanada og Alaska. Hún sækir ekki mikið í fjörur en er hrifinn af snöggslegnum túnum og sést oft í námunda við golfvelli. Þessi grastíta var mynduð í júlí við Ásgarð í Suðurnesjabæ.
Bakkasvala er beggja vegna Atlantshafsins í Ameríku, víða um Evrópu og við Miðjarðarhaf. Hefur farið fjölgandi sem flæking á Íslandi.
Rósastari er sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi og hefur sést meðal annars í Vestmannaeyjum, Garðinum og Suðursveit. Rósastari sást fyrst á Íslandi í Öræfum árið 1934. Heimkynni rósastara eru í Litlu-Asíu, við Svartahaf og austan við það. Þessi á myndinni var myndaður við Norðurkot í vikunni.
Klifurskríkja hefur vetursetu í suðurríkjum Norður Ameríku og alveg suður til Suður Ameríku. Hún fer á sumrin norður á bóginn til norðurfylkja Norður Ameríku og Kanada. Þessi þvældis hingað í vor og er enn á Snæfellsnesinu. Hún er ekki nema 11 til 13 sm og er þetta í fjórða sinn sem hún sést en áður sást hún 1970, 1991 og 2020.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Vetrartittlingur er amerísk tegund sem hefur aðeins sést tvisvar á Íslandi. Fyrst 1955 að Hofi í Öræfum og svo þessi fugl sem Guðmundur Falk einn náði að mynda 2020 og sá hann líka eftir áramót þ.e.a.s. í febrúar á þessu ári.
fugla sem hafa hér vetursetu en talið er að um eitt hundrað tegundir fugla hafi vetursetu á Íslandi. Í vetrartalningum eru að sjást um 90 tegundir sum árin og það eru alltaf einhverjir fuglar sem skila sér ekki í talningum. Guðmundur er alltaf með myndavélina við höndina og þegar hann er spurður hver sé uppáhalds fuglinn, þá er hann fljótur að svara. Fuglinn sé ekki ennþá kominn til landsins og ekki vitað hvort hann komi. „Það er draumurinn að mynda og sjá kardinála á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það fer, það getur allt gerst.“
Víða góður árangur hjá kríunni – Hafið þið fylgst með kríunni annarsstaðar á Suðurnesjum eða úti á landi? Er staðan almennt góð? Guðmundur: „Já, það er góður gangur í Ólafsvík. Á Snæfellsnesinu er sama vandamálið, það er verið að keyra niður mikið af fugli. Við hafrannsóknarstöðina að Stað við Grindavík er mjög góður gangur í kríuvarpinu en það er búið að keyra yfir óhemju af fugli þar líka. Það er þokkalegt varp í Höfnum sem er ekki mikið rannsakað. Það er nýlegt, kannski fjögurra til fimm ára gamalt varp og það er að stækka gríðarlega. Það er á góðum stað í Ósabotnum á melum þar og enginn að keyra yfir neitt.“
Sá 42 tegundir á fimmtán mínútum Hannes Þór hafði búið meira og minna allt sitt líf á höfuðborgarsvæðinu en það var fuglalífið sem dró hann suður með sjó og í Lyngsel
Bleikur stari frá suðaustur Evrópu
Fallinn kríuungi í vegarkanti á þjóðveginum út á Stafnes. við Stafnesveginn. Eftir að hafa séð húsið auglýst til sölu hafi hann slegið til og það hafi fyrst og fremst verið náttúran og fuglarnir. „Í vor sat ég úti á sólpalli við húsið og á fimmtán mínútum sá ég 42 fuglategundir og bara fyrir utan húsið hjá mér verpa átta tegundir af
spörfuglum. Svo er þar rjúpa og þá sé ég stundum branduglu og jafnvel ref, þannig að þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Hannes Þór. Hannes segir að refurinn þori ekki í kríurnar en hann sé utan við varpið.
Um 100 tegundir með vetursetu á Íslandi Þeir Guðmundur Falk og Hannes Þór eru báðir að mynda fugla þó svo Guðmundur sé stórtækari í því. Mest eru þeir að mynda farfugla en einnig
Guðmundur var nýbúinn að mynda sjaldséðan fugl á Íslandi þegar við hittum hann að máli á mánudagsmorgun. Hann smellti mynd af rósastara við Norðurkot. Hann er bleikur á litinn og verpir vanalega í suðaustur Evrópu. „Það var ganga núna í Evrópu af þessum fuglum og eitthvað af þeim kom hingað,“ segir Guðmundur en rósastarinn hefur sést í Vestmannaeyjum, á Suðurlandi og Suð-austurlandi. „Núna var hann hér við Norðurkot en hann sást einnig á sama stað í fyrra.“ Tegundir fugla í suður Evrópu eru að færa sig norðar og það þýðir að þeim fer fjölgandi á Íslandi. Fuglar eru farnir að verpa á Bretlandi sem
voru ekki þar áður og það virðist vera að sumir af þessum stofnum séu að færa sig norður á bóginn. Guðmundur byrjaði að mynda fugla árið 2014 og þá voru tegundirnar á Íslandi um 390 talsins en í dag eru þær 410 sem hafa sést hérna.
Tyrkjadúfa með unga í Keflavík Dæmi um nýja landnema þá hefur tyrkjadúfa sést með unga í Keflavík en hreiður hefur ekki fundist. Hún var bundin við Tyrkland og suðurhluta Evrópu fyrri hluta síðustu aldar. „Svo varð bara sprenging og eitthvað gerðist og dúfan fór að verpa um alla Evrópu og við erum núna að vonast til þess að hún fari loksins að setjast að á Íslandi,“ segir Hannes Þór. Guðmundur segir í undirbúningi að stofna félag fuglaskoðunarmanna á Suðurnesjum og Hannes Þór bætir við að á Íslandi séu á milli fimmtíu og eitt hundrað virkir fuglaskoðarar. Aðspurðir segja þeir að fuglaskoðunin sé daglegt sport hjá þeim. Þá eru ótaldar þær þúsundir sem fara út í náttúruna til að njóta fuglalífs eða skoða fugla út um stofugluggann hjá sér þegar þeim er gefið yfir vetrarmánuðina.
Tyrkjadúfa. Þessi fugl er algengur við Miðjarðarhafið og Suður evrópu en hefur verið að nema lönd norðar í álfunni og hefur orpið í einhver skipti á Íslandi. Síðasta sumar kom par upp sex ungum í garði í Keflavík. Þessi fugl sem myndinni er af er sennilega einn af þeim fuglum og hefur verið í Sólbrekku í sumar.
Moldþröstur er amerískur þröstur, talsvert minni en skógarþröstur og hefur sést nokkrum sinnum á landinu. Þetta var minn fyrsti og var hann í Sólbrekku síðastliðið haust, 2020.
Sportittlingur er varpfugl í Grænlandi en sjaldgæfur fargestur eða flækingur á Íslandi. Sportittlingur hefur orpið hér stöku sinnum og fyrsta merki um varp hans á Íslandi nálægt Látrabjargi árið 2007. Sportittlingur er skyldur snjótittlingi sá sem er á myndin er einn af tveimur sem voru á grjótgarðinum neðan Miðhúsa í Garði fyrr í sumar.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ragnar og Marcin á heimili sínu í Reykjanesbæ.
Kom tvisvar út úr skápnum Ragnar Birkir Bjarkarson og Marcin Pawlak eru samkynhneigðir og búa saman í Reykjanesbæ þar sem þeir ala upp þrjár dætur Ragnars. Ragnar ólst upp í litlu bæjarfélagi út á landi en unnusti hans kemur frá Póllandi. Víkurfréttir ræddu við þá um stöðu samkynhneigðra í dag og hvernig það var fyrir þá að koma út úr skápnum en þeir segja hvorki lítil bæjarfélög né pólska samfélagið vera draumastaðina fyrir þá sem eru hinsegin. Lítil bæjarfélög oft erfiðir staðir fyrir þá sem eru öðruvísi „Þetta er svo flókin saga í kringum mig,“ segir Ragnar. „Ég kem fyrst út þegar ég var sautján ára. Móðurfjölskylda mín er úr Reykjanesbæ og Vogum en blóðföðurfjölskyldan frá Grindavík. Ég ólst hins vegar upp í litlu bæjarfélagi út á landi frá fimm ára aldri og varð þar fyrir miklu einelti vegna kynhneigðar, sem byrjaði þegar ég var átta ára. Það var erfitt að alast þarna upp, alla vega á þessum tíma. Ef þú varst eitthvað öðruvísi þá varstu eiginlega skítuga barnið hennar Evu. Ég átti bara einn vin alla mína æsku, sem er líka samkynhneigður ... surprise. Það er ástæðan fyrir því að ég flyt sautján ára gamall til ömmu og afa. Ég var andlega búinn að gefast upp og sagði hreinlega við foreldra mína að annað hvort myndi ég enda lífið eða fá að flytja til ömmu og afa.“ Ragnar fékk að flytja og kom út úr skápnum þegar hann fór til foreldra sinna þá um jólin. Móðir Ragnars lést þegar hann var nítján ára og allt sem var búið að ganga á í lífinu sagði þá til sín. „Andrúmsloftið á þessum tíma var ekkert auðvelt fyrir þá sem voru samkynhneigðir. Maður varð fyrir miklu aðkasti, ekkert í líkingu við það sem Hörður Torfa þurfti að ganga í gegnum skilurðu en ég lenti í mörgum leiðinlegum atvikum tengt því eins og árásum, atvinnumissi og annað líkt því. Ég var í mikilli sorg út af mömmu og öllu sem var búið að ganga á og datt inn í hvítasunnusöfnuð.“
... og áður en ég vissi af var ég orðinn fastur í hvítasunnukirkju og þar var ég sem sagt „ afhommaður“ – það gekk líka svona blússandi vel ...
Afhommun í trúarsöfnuði Hann var að vinna á Hrafnistu í Reykjavík um tíma og kynntist þar stelpu sem bauð honum á gospeltónleika. „Á þessum tíma, þar sem ég var mjög brotinn, þá talaði þetta einhvern veginn til mín og áður en ég vissi af var ég orðinn fastur í hvítasunnukirkju og þar var ég sem sagt „afhommaður“ – það gekk líka svona blússandi vel.“ Ragnar kynntist konu í kirkjunni sem varð síðar eiginkona hans og
hjónabandið gekk í nokkur ár. Þau eignuðust þrjár stúlkur saman en skildu svo árið 2012. „Það fór í þann farveg að þær búa hjá mér og hafa gert síðan 2013. Við höfum sameiginlegt forræði en ég er lögheimilisforeldrið. Í dag er mjög fátítt að foreldri sé dæmt fullt forræði, sem er mjög jákvætt því það eru margir sem nota það sem ákveðið vald en börnin eiga auðvitað rétt á samskiptum við báða foreldra og þær fara til mömmu sinnar aðra hvora helgi, í sumarfrí og önnur hver jól.“
Elur þær ekki upp til að vera prinsessur Stelpurnar þrjár búa hjá Ragnari og Marcin og ganga í hverfisskólann. Okkur liggur forvitni á að vita hvernig það sé fyrir börn að alast upp hjá samkynhneigðu foreldri. „Þær þekkja náttúrlega ekki neitt annað, pabbi er bara díva og ég beit það mjög fljótt í mig að ala þær ekki upp í feluleik. Pabbi er bara hommi og að sjálfsögðu er alltaf einhver sem kippir sér upp við þetta. „Bíddu, átt þú börn? En þú ert hommi!“ Ég nenni ekki að fara í að útskýra hvernig þetta er, þetta er svo flókið. Ég meina, ég er með háskólagráðu í því að koma út úr skápnum – búinn að gera það tvisvar. Mér finnst ég ekki þurfa að útskýra hlutina fyrir öllum. Svona er þetta, þetta er líf mitt í dag. Ég el þær ekki upp til að vera prinsessur, mig langar að koma þeim til manns til að verða öflugar, sjálfstæðar konur þegar þær verða fullorðnar.
Það er líka mjög mikilvægt að ala þær upp við að lífið eigi ekki að vera feluleikur, það ætla ég mér aldrei að gera aftur.“
Hittust fyrir fimm árum Ragnar og Marcin hittust fyrst fyrir fimm árum hér á Íslandi. Áður höfðu þeir verið að tala saman á stefnumótasíðu fyrir samkynhneigða, þá bjó Marcin ennþá í Póllandi en var að undirbúa flutning til Íslands. „Fyrsta stefnumótið okkar var 15. júní 2016 og við höfum verið saman síðan,“ segir Ragnar. Marcin er frá Poznan sem er frekar stór borg og á son þar. Poznan er fimmta stærsta borg Póllands og þar býr ríflega hálf milljón manns. „Ég var í sambandi með barnsmóður minni í þrettán ár en giftur í þrjú ár. Sonur minn, sem er þrettán ára, býr hjá móður sinni. Allan tímann sem ég bjó í Póllandi var ég „streit“, auðvitað upplifði ég það á unglingsárunum að velta fyrir mér hvort ég væri kannski ekki gagnkynhneigður en þar sem pólska þjóðin er alin upp í kaþólskri trú þá er okkur innrætt að sambönd eigi að vera milli karls og konu og allt annað er bannað og stríðir gegn trúnni. Þegar ég var að alast upp leit ég á mig sem tvíkynhneigðan og þótt ég væri að hitta karlmenn þá taldi ég mig aldrei geta verið í föstu sambandi eða í sambúð með þeim. Ég var tuttugu og eins þegar ég byrjaði að hitta konuna sem ég síðar giftist. Hún var tólf árum eldri en ég
og átti börn fyrir, svo eignuðumst við son saman. Við áttum okkar góðu stundir og slæmu eins og í öllum hjónaböndum.“ Ein helsta ástæða þess að Marcin flutti til Íslands var vegna atvinnu en umbreytingin gaf honum einnig tækifæri til að byrja upp á nýtt. „Ég vissi að það að flytja til Íslands myndi þýða nýtt upphaf fyrir mig og það má segja að ég hafi komið út úr skápnum á Íslandi. Konan mín vissi að ég hafi átt sambönd við menn meðan á okkar hjónabandi stóð en það var eitthvað sem var falið inni í skápnum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Ljósmyndir: JPK og úr einkasafni
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Pólland er mörgum á ratugum á eftir Í slandi í þessum málum. Hins vegar get ég gefið blóð í Póllandi þótt ég sé samkynhneigður, á Íslandi má ég það ekki ... Marcin segist stoltur af unga fólkinu í heimalandi sínu sem þorir að standa uppi í hárinu á þarlendum yfirvöldum.
Í Póllandi eru hjónabönd álitin heilög, ef við rífumst í dag þá skiljum við ekki á morgun. Nei, það virkar ekki þannig. Þar eigum við að finna lausn á vandanum, hugsa um börnin. Ekki skilja þegar upp koma vandamál og vera komin með nýjan maka eftir ár. Það er svo algengt á Íslandi, ekki í Póllandi. Í Póllandi erum við að byggja fjölskyldu og skiljum ekki jafnvel þótt hjónabandið sé augljóslega ekki að ganga, jafnvel þótt það sé t.d. drykkjuvandamál eða barsmíðar á heimilinu að þá skilur fólk ekki svo auðveldlega. Ég held að þetta sé mögulega vegna trúarinnrætisins en geti líka verið þegar einstaklingar eru lítið menntaðir og hugsa lítið um hvað sé gott fyrir þá sjálfa.“ Kaþólska kirkjan í Póllandi leyfir aðeins eitt kirkjubrúðkaup og fráskildir fá ekki að giftast aftur í kirkju. Ekki nema þeir hafi misst maka sinn, séu ekkja eða ekkill.
Fluttist ungur að heiman Að sumu leyti er saga Ragnars og Marcin svipuð. Þeir fluttu báðir ungir að heiman – af ólíkum ástæðum þó.
„Foreldrar mínir eru látnir en þau voru áfengissjúklingar og sautján ára flutti ég til ömmu minnar,“ segir Marcin. „Ég bjó hjá henni þangað til samband mitt og konunnar hófst. Þannig að ég var alltaf upp á sjálfan mig kominn. Ég á systur en við erum ekki í neinu sambandi við hvort annað. Eina fjölskyldan sem ég á í Póllandi er sonur minn.“ Þegar við ræðum um hvaða augum sonur Marcin líti það að hann sé samkynhneigður segir Marcin að þetta sé í vinnslu. „Hann er unglingur og hann hefur fullan skilning á þessu en á sama tíma finnst honum ég hafa yfirgefið sig. Þetta eru blendnar tilfinningar en jafnvel þótt ég hefði skilið og búið áfram í Póllandi hefði ég sennilega ekki getað haldið áfram að búa í sömu borg.“ – Hefur hann heimsótt þig hingað? „Ekki ennþá. Við ætluðum að fá hann hingað í fyrra en út af þessu Covid-ástandi gerðist það ekki. Við reynum kannski í ár en það er erfitt að ákveða eitthvað eins og staðan er núna.“
Heldur sig fyrir utan pólska samfélagið Aðspurður um viðbrögð Pólverja á Íslandi við kynhneigð sinni segir Marcin að hann hafi engin tengsl við pólska samfélagið hér. „Auðvitað þekki ég einhverja Pólverja en flestir þeirra eru samkynhneigðir eins og ég. Ég hef ekki viljað tengja mig við pólska samfélagið því ég finn ekki samleið með þeim. Ég á erfitt með að skilja þá sem koma hingað, hópa sig saman til að halda einungis í pólskar hefðir og lifa eins og þau séu í Póllandi. Þau senda börnin sín í íslenska skóla en halda þeim inni í þessari kúlu. Svo verður oft samkeppni hjá Pólverjum sem búa í öðrum löndum, það fer að metast um hver sé með bestu vinnuna, hver eigi mest o.s.frv. Lífið verður að einhvers konar keppni þótt þetta eigi auðvitað ekki við um alla Pólverja sem hingað koma. Þetta er ekki svona heima í Póllandi, þar snýst lífið fyrst og fremst um fjölskylduna. Auðvitað sakna ég föðurlandsins stundum, mismikið. Ef ég á pólska vini hérna þá vel ég þá gaumgæfilega, ég kæri mig ekki um að láta dæma mig fyrir að vera eins og ég er. Pólverjar átta sig á að réttindastaða samkynhneigðra á Íslandi er sterk og þeir leyfa sér ekki að hegða sér eins og þeir myndu gera í Póllandi.“
Staða samkynhneigðra í Póllandi mjög slæm Réttindi samkynhneigðra eru engin í Póllandi segja þeir Ragnar og Marcin. Þegar Marcin var að alast upp á tíunda áratugnum var enginn réttindabarátta hafin en hann segist mjög stoltur af unga fólkinu í dag sem hefur þor og dug til að láta í sér heyra. „Staðan er mjög slæm núna því núverandi ríkisstjórn er mjög fylgjandi kirkjunni og beitir hörku til að kæfa baráttuna. Ég var ekki nógu hugrakkur þegar ég var unglingur til að standa uppi í hárinu á fólki en auðvitað eru aðrir tímar núna og það er gott að fólk sé að berjast fyrir tilveru sinni – en það eru margar orrustur framundan og ég vona að samkynhneigðir beri sigur úr býtum. Þegar kosningar eru í Póllandi fer ég í pólska sendiráðið í Reykjavík og kýs ég með breytingum, því ég hef rétt til að kjósa. Þetta gerist í skrefum og þótt samkynhneigða samfélagið njóti ekki stuðnings ríkisstjórnarinnar njótum við stuðnings frá Evrópusambandinu. Ég vona að þetta verði ekki blóðugt eins og gerðist í Ungverjalandi en maður veit aldrei.“ Ragnar bendir á að þú gætir verið laminn út á götu í Póllandi fyrir að vera samkynhneigður en þú getur ekki lagt fram kæru. „Þú getur lagt fram kæru fyrir að vera barinn en ekki vegna kynhneigðar,“ segir
Marcin. „Því þeir viðurkenna ekki samkynhneigð, hún er ekki til,“ bætir Ragnar við. „Þótt við myndum giftast yrði það ekki viðurkennt í Póllandi, jafnvel þótt við myndum búa í Póllandi þá myndum við bara vera skilgreindir sem vinir. Við höfum farið tvisvar sinnum saman til Póllands,“ segir Ragnar; „og mér fannst ég ekki öruggur. Pólland er mjög fallegur staður en ég dirfðist ekki að haldast í hendur við Marcin þegar við vorum þar. Hér á Íslandi getum við haldist í hendur hvar sem er en úti í Póllandi getur maður verið barinn illilega fyrir það eitt að sýna ástúð á almannafæri.“ Marcin bætir við að Pólverjar láta sem þeim sé sama um samkynhneigð svo framarlega að hún sjáist ekki. „Þeir mega gera það sem þeim sýnist bak við luktar dyr heimilisins en um leið og það sést út á við eru Pólverjar mótfallnir því. Ef þeir þurfa ekki að horfa upp á það er það í lagi.“ „Ef við væru giftir og byggjum í Póllandi og Marcin myndi deyja þá
mætti ég ekki láta jarða hann, mín yrði ekki minnst við minningarathöfnina og samkynhneigðir mega ekki ættleiða í Póllandi. Yfirvöld þar eru meira að segja að vinna í því að breyta reglum því einstæðir mega ættleiða en komi í ljós að þeir séu samkynhneigðir verði það ekki hægt,“ segir Ragnar. „Jafnvel þótt við værum búnir að búa saman til fjölda ára og ala upp barn saman, ef annar aðilinn myndi deyja fengirðu ekki að halda börnunum – þótt þú værir búinn að vera í lífi þeirra kannski í tíu, fimmtán ár.“ „Pólland er mörgum áratugum á eftir Íslandi í þessum málum. Hins vegar get ég gefið blóð í Póllandi þótt ég sé samkynhneigður, á Íslandi má ég það ekki,“ segir Marcin. „Það er mjög fáránlegt.“ – Hvernig finnst ykkur staða samkynhneigðra vera á Íslandi í dag? „Við erum í frekar góðum málum,“ segir Ragnar. „Það er gott að vera samkynhneigður maður á Íslandi. Hér er gott að búa og finna öryggið í íslensku samfélagi. Réttindastaða samkynhneigðra eru sterk og andrúmsloftið í samfélaginu er yfirleitt styðjandi en svo koma fleiri hinsegin málefni sem þarf að vinna betur í, til dæmis málefnum transfólks en ekki er jafn góð staða þar. Við vorum að horfa á mynd fyrir nokkrum dögum sem heitir Boy Erased og er um svona Gay Conversion (lækningu á samkynhneigð) og það eru bara fimm lönd í heiminum sem eru opinberlega búin að banna svona starfssemi – Ísland er ekki eitt þeirra. Þótt hér sé þetta ekki skipulagt eða opinbert þá er svona við lýði í mörgum trúfélögum, það er bara dulið. Í heildina eru Samtökin ‘78 og íslensk stjórnvöld að vinna gott starf. Þú ert viðurkenndur sem jafngildur samfélagsþegn og aðrir en það þarf að halda áfram og einnig vinna betur að öðrum hinsegin málefnum.“
Hinsegin Plútó Ragnar segir að hann hafi lítið starfað með Samtökunum ‘78 eftir að hann kom út í seinna skiptið en hann hefur unnið í Hinsegin Plútó ásamt Guggu og Katrínu [Guðrúnu Maríu Þorgeirsdóttur og Katrínu Júlíu Júlíusdóttur] undanfarin þrjú ár sem er félagsstarf fyrir ungt hinsegin fólk á Suðurnesjum á aldrinum tólf til sautján ára, þar sem boðið er upp á fræðslu, stuðning og samveru. „Við erum að hefja fjórða starfsárið núna í ágúst. Hinsegin Plútó er starfrækt yfir skólaárið og við hittumst einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum. Það er ákveðinn hópur sem mætir reglulega og það er gaman að sjá þá vináttu sem hefur myndast. Það var ekkert félagsstarf fyrir hinsegin ungmenni á Suðurnesjum fyrir, fullt af félagsstarfi fyrir gagnkynhneigð börn en það er eins og það hafi gleymst að pæla í hinsegin börnum. Það byrjar ekkert endilega þegar þú ert sextán ára. Ég man eftir því að hafa verið skotinn í strák alla mína grunnskólagöngu. Ragnar hefur unnið í Gagnkynhneigðarhyggjan var svo sjálfboðastarfi hjá Hinsegin ríkjandi, sérstaklega í þá daga. Það Plútó síðustu þrjú ár. var engin fræðsla í gangi þá og þú varst bara ógeðslegur ef þú varst samkynhneigður. Hinsegin Plútó sinnir öllum Suðurnesjum því næsta félagsstarf fyrir hinsegin börn þarf að sækja alla leið í miðborg Reykjavíkur. Ég held að það séu þrjú sveitarfélög á landinu sem eru með eitthvað skipulagt félagsstarf fyrir hinsegin ungmenni, sem er bara allt, allt of lítið. Hinsegin Plútó er allt unnið í sjálfboðastarfi en í samstarfi við 88-húsið með aðstöðuna. Í Hinsegin Plútó ríkir 100% trúnaður af virðingu við þá sem mæta. Félagsstarfið er haldið einu sinni í viku, í 88-húsinu á fimmtudagskvöldum frá klukkan átta til hálftíu, og er tekið vel á móti öllum á aldrinum tólf til sautján ára.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þingmannsferli mínum lýkur núna í haust þar eð ég sækist ekki eftir endurkjöri. Ég náði að vera eitt þing í stjórnarandstöðu og svo heilt kjörtímabil sem hluti stjórnarmeirihluta. Mjög ólíkar stöður og miklu meira gefandi að vera hluti af löggjafanum en ekki sífellt með gagnrýnisgleraugun á nefinu í aðhalds- og eftirlitsskyni. Sat í tveimur fastanefndum, einni alþjóðanefnd og svo Þingvallanefnd. Mörg þörf þingmál urðu að lögum eða þingsályktunum; nefni málaflokka samgangna, heilbrigðisþjónustu, umhverfis- og loftslags, atvinnuvega, sveitastjórnarstigsins og utanríkissamskipta og sér í lagi það sem ég hef einna mestan áhuga á: Norðurslóðamálin þar sem ég var formaður íslensku norðurheimskautsþingnefndarinnar, og auðvitað loftslagsmálunum. Þróun náttúrufars á báðum heimskautasvæðunum vegur afar þungt í óvissri vegferð mannkyns. Merkileg stefnumótun fór fram, í fyrsta sinn á Alþingi, gjarnan í þverpólitískum vinnuhópum, t.d. í orkumálum, ferðamálum, landbúnaði, nýsköpun, heilbrigðismálum, náttúruvernd, norðurslóðamálum og loftslagsmálum. Ég ver ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem framsækna á mörgum sviðum enda þótt sumt hafi veri látið kyrrt liggja eða ekki náðist nothæft samkomulag um. Í samsteypustjórnarlandi eru málamiðlanir lykillinn að sæmilega stöðugu, pólitísku ástandi og bættum innviðum og samfélagsþjónustu. En verandi sósíalisti tel ég margt eftir að gera til að ná nægum jöfnuði og jafnrétti til að Ísland teljist norrænt þingræðisog velferðarríki með borgaralegt lýðræði og kapítalískt hagkerfi. Sem efnahagskerfi á kapítalisminn sér ekki bjarta framtíð frammi fyrir vaxandi ójöfnuði og loftslagsbreytingum enda byggir hann á stöðugum vexti sem ógnar þolmörkum jafnt náttúru sem samfélagana sjálfra. Breiðara lýðræði, aukið jafnrétti og hringrá-
sasarhagkerfi með samfélagslegri deilingu gæða er að teiknast um leið og öfgahyggja og pópúlismi eflast. Næstu áratugir verða spennandi og afdrifaríkir í pólitískum skilningi. Landsbyggðaþingmaður verður að reyna að sinna málefnum kjördæmisins en hann er líka þingmaður allra kjördæma. Það fer eftir þingmálum. Gæti nefnt mörg sérmál sem tókst að þoka í rétta átt kjördæminu, stundum með samstiga átaki allra tíu þingmannanna, en sleppi því hér. Veit hins vegar að matarkistan og ferðasvæðið, kjördæmið allt, á ágæta framtíð í vændum, takist vel til með nýsköpun, menntunarog búsetuskilyrði, samgöngur og skilgreiningar á þolmörkum náttúru og samfélaga á svæðinu. Sjálfbærni sem rammi stefnumótunar setur skorður við ójafnvægi og stanslausum vexti. Hefði viljað hafa rýmri tíma, sem hluti stærri þingflokks, til að ferðast oftar en varð um þetta stóra og þrískipta kjördæmi mitt. Þegar nú er kosið á ný til Alþingis tel ég að VG verði að ná að mynda kjölfestu í burðugri samsteypustjórn sem fetar áfram einstigið að ábyrgu frelsi, jafnrétti og jöfnuði. Ég held áfram mínum störfum sem frá var horfið við kosningarnar 2016; bæti við bókum, jafnt fræðsluefni sem skáldskap, fræði fólk í fjölmiðlum og fyrirlestrum, stunda leiðsögn úti við og mín jarðvísindi eftir því sem býðst og sinni fjölskyldunni oftar en ég náði að gera meðan á þingsetunni stóð. Síðast ekki síst kalla heimalandið og norðurslóðir á mig, svo ég tali nú ekki um borgir og ferðalönd, og þá einkum og sér í lagi fyrir okkur hjónin saman. Mitt líf hefur verið kaflaskipt alla tíð og þegar þessum merka og litríka kafla í samfélagsþjónustu er lokið taka þeir óskrifuðu við. Þakka mikið vel samskiptin við ykkur í Suðurkjördæmi í áranna rás. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Að ræna komandi kynslóðir Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess?
Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka
skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftir á með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd.
Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna.
Það eru mikilvægar kosningar framundan með stórum áskorunum sem ný ríkisstjórn þarf að hafa kjark og pólitískt þrek til að ráðast í. Við þurfum að byggja upp eftir heimsfaraldur og takast um leið á við loftlagsvá af mannavöldum, breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og sjálfvirknivæðingu sem hefur áhrif á störf og starfsskilyrði. Tæknibyltingin með aukinni sjálfvirkni opnar á fjölmörg tækifæri. Sama gildir um tæknibyltinguna og aðgerðir í loftlagsmálum. Það verður að koma í veg fyrir að þróunin auki ójöfnuð. Hún þarf þvert á móti að auka jöfnuð. Við jafnaðarmenn óttumst ekki nýja tækni. En við óttumst hins vegar að þrátt fyrir hana fái hið gamla og úrelta að ráða sem eykur ójöfnuð og frestar nauðsynlegum aðgerðum. Með jafnaðarstefnunni náum við þeirri efnahagslegu og samfélagslegu endurnýjun sem við þurfum svo sárlega á að halda. Leiðarljósið á að vera öflug heilbrigðis- og velferðarþjónusta fyrir alla, jafnrétti til náms og heilbrigður vinnumarkaður sem stendur vörð um réttindi launamanna ásamt efnahagsstjórn sem gerir þetta mögulegt. Það verður ævinlega að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhags-
muni og þjóðin á að fá fullt verð fyrir auðlindirnar. Við megum aldrei þola ranglæti og spillingu.
Byggjum upp Í uppbyggingunni sem framundan er þarf að vinna gegn atvinnuleysinu kröftuglega af hugkvæmni og dirfsku, renna fleiri stoðum undir atvinnulífið, verja velferðina, mæta tekjufalli fólks sem missir vinnuna og veita ungu fólki tækifæri til að nýta menntun sína hér á landi. Um þessar mundir sópast æ fleiri og verðmætari eignir á hendur fárra. Við því verður að bregðast. Aðgerðir okkar verða að vinna gegn ójöfnuði, skapa fleiri störf, fjárfesta í innviðum, hlúa að barnafjölskyldum og byggja upp eðlilegan húsnæðismarkað. Fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og skólum, eru ekki síður ábatasamar fjárfestingar en t.d. í opinberum framkvæmdum eða í byggingariðnaði.
Kjör eldra fólks og öryrkja Ójöfnuður vex ekki aðeins vegna atvinnuleysis og auðsöfnunar fárra heldur einnig vegna þess að ellilífeyrir og örorkulífeyrir hækka ekki
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Sýningar í Duus Safnahúsi
Byggðasafn Reykjanesbæjar – Safnstjóri Fræðslusvið – Sálfræðingur Garðasel - Matráður Háaleitisskóli - Kennari á miðstigi Háaleitisskóli - Umsjónarkennari á elsta stigi
Í Listasal og Bátasal er sýningin Tegundagreining eftir Steingrím Eyfjörð þar sem eldri verk eru sett í nýtt samhengi ásamt nýjum verkum. Í Stofunni er sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem Kaupfélag Suðurnesja eru gerð góð skil á 75 ára afmælisárinu.
Louis Cole snýr aftur til Íslands!
Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 2. september næstkomandi en hann kom síðast til landsins í febrúar 2019 og hélt tónleika í Hljómahöll við góðan orðstýr.
Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra, vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Guðbrandur Einarsson Skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Breytingar!
Viðburðir í Reykjanesbæ Íbúar eru hvattir til að gera sér ferð í Duus Safnahús og skoða sýningarnar sem eru í boði í sumar.
Velferðarkerfi framtíðarinnar
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
í takti við lægstu laun. Á undanförnum árum hefur munurinn aukist og honum verður að eyða með því að hækka elli- og örorkulífeyri. Í fyrsta skrefi ætti í það minnsta að hækka grunninn um krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Draga þarf einnig verulega úr skerðingum í kerfinu sem halda fjölmennum hópum i fátæktargildru. Ástandið á húsnæðismarkaði kallar á önnur búsetuúrræði og nýja sýn stjórnvalda. Sjálfstæð búseta á eigið heimili til æviloka ætti að vera höfuðmarkmið með fjölbreyttum valkostum. Einstaklingsbundin þjónusta á eigin heimili þarf að vera möguleg. Endurskoða verður fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku og sjá til þess að fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði einstaklinga liggi fyrir. Virðing verði borin fyrir lífi fólks og frelsi. Það þarf kjark, áræði og skýra sýn jafnaðarmanna til að byggja upp og bæta líf fólksins í landinu. Kjósum Samfylkinguna! Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
timarit.is
Að loknum nærri sex árum
Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á
timarit.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð
Tugir einstaklinga nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum „Þegar einhver nákominn þér fer að nota, þá viltu að sá aðili komi til Frú Ragnheiðar,“ segir Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum. Verkefnið Frú Ragnheiður hefur nú verið starfrækt á Suðurnesjum frá 4. júní 2020. Það gengur út á að aðstoða einstaklinga sem nota vímuefni í æð og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem markmið þess er að fækka dauðsföllum í þeim hópi. Frú Ragnheiður er verkefni Rauða krossins og var sett á laggirnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2009. Í fyrra nýttu sautján einstaklingar sér úrræðið á Suðurnesjum þar sem heimsóknirnar voru 138 talsins en yngsti skjólstæðingurinn var 21 árs. Tilgangur verkefnisins er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, svo sem þeirra sem eru heimilislausir og þeirra sem nota vímuefni í æð, bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskipta, lágmarka þannig óafturkræfan skaða og útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C. Þjónustan felur m.a. í sér aðhlynningu sára, sýklalyfjameðferð, umbúðaskipti, almenna heilsufarsskoðun og ráðgjöf. Að auki fá skjólstæðingar hlý föt, næringu, svefnpoka, tjalddýnur og sálrænan stuðning. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir er verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum en með henni starfa sjálfboðaliðar Rauða krossins. Að auki er oftast hjúkrunarfræðingur á vakt sem og læknir, ef nánari aðstoð vantar. Hún segir starf þeirra margþætt. „Þegar einhver nákominn þér fer að nota, þá viltu að sá aðili komi til Frú Ragnheiðar. Við aðstoðum fólk með skaðaminnkandi samtali, spáum í því hvort það kunni að nota búnaðinn, meðhöndla efnið, finna æðar og fleira. Í raun og veru þá er mitt starf að vera þeirra málsvari og styðja við þau. Ég tengi þau við ýmsa þjónustu, svo sem aðra heilbrigðisþjónustu og félagsráðgjöf en þau hafa oft ekki aðgengi að velferðarþjónustu og falla á milli í kerfinu. Ég hef farið með þeim til presta og lækna. Við erum með samning við
HSS þar sem við getum sent myndir af sýkingu og fengið uppáskrifað sýklalyf ef á þarf að halda. Læknirinn metur það og í einstaka tilfellum þarf að fara upp á spítala og þá hef ég oft fylgt þeim því þau mæta svolitlu mótlæti,“ segir Jóhanna. Fordómarnir gagnvart þessum hópi, bæði innan heilbrigðiskerfisins og utan þess, gerir það að verkum að hennar sögn að fólkið leitar sér síður hjálpar. „Það er fullt af góðum læknum og hjúkrunarfræðingum þarna úti sem sýna fólki skilning en það er líka fullt af fólki með fordóma. Þegar einstaklingur mætir til læknis er hann skráður sem notandi vímuefna og fær því oft ekki þau lyf sem hann þarf á að halda, þrátt fyrir að vera orðinn edrú,“ segir hún og bætir við að dæmi séu um að einstaklingar á leið í aðgerð, sem hafi áður notað vímuefni, hafi oft þurft að berjast
fyrir því að fá verkjastillandi lyf. „Það kemur alls staðar upp í kerfinu að einstaklingur hafi misnotað lyf og þarf því, sögu sinnar vegna, að hitta skilningsríkan lækni. Frú Ragnheiður hefur hjálpað til þegar læknar setja fólk í skömmtun, því þannig er auðvelt að koma í veg fyrir misnotkun.“
Mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu Frú Ragnheiður er færanlegt úrræði sem felur það í sér að aðstoðin mætir þangað sem óskað er eftir henni í nærumhverfi skjólstæðinganna. „Fólk getur sent okkur skilaboð á Facebook eða hringt í okkur og við mætum því þar sem það vill hitta okkur. Eins og er erum við á ferðinni tvisvar í viku en við erum verkefni sem er sífellt að þróast og við aðlögum okkur að þessum hópi og aðstæðum í samfélaginu,“ segir hún og bætir því við að Frú Ragnheiður sé alltaf til í að mæta og aðstoða nýtt fólk. „Ég vil svo gjarnan sjá þennan hóp leita til okkar. Þessir einstaklingar eiga sín mannréttindi og við viljum eiga samtalið við þá. Fólk er ekki að nota vímuefni vegna þess að Frú Ragnheiður er á staðnum.“ Með því að veita jaðarsettum einstaklingum gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og nálaskiptum, ásamt almennri fræðslu um skaðaminnkun á vettvangi, telur Frú Ragnheiður að hægt sé með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á að einstaklingar þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda. Frú Ragnheiður tekur jafnframt við notuðum sprautubúnaði til förgunar í samstarfi við Landspítalann og árið 2020 fargaði Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu 3.880 lítrum af notuðum sprautubúnaði.
Alls konar fólk notar vímuefni í æð Jóhanna segir mikilvægt að einstaklingar viti af úrræðinu og að samstarfið við sveitarfélögin skipti miklu máli. „Það er mikilvægt að þau þekki verkefnið okkar, geti vísað fólki til okkar og við til þeirra. Ég hef nú þegar fundað með Suðurnesjabæ sem gekk mjög vel en hef beðið í ár eftir fundi með Reykjanesbæ og Grindavíkurbær segist ekki vera með nein vandamál – en notendurnir eru þarna úti, það vitum við.“ Aðspurð hverjir það séu sem leiti til þeirra segir Jóhanna það vera alls
konar einstaklinga. „Þetta er bara fólk, jafnt misjafnt eins og við erum mörg. Ég held að hópur fólks þarna úti sé hrætt við að koma út af því við erum í svo litlu samfélagi en það er hundrað prósent trúnaður hjá okkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum er þó um að ræða einstaklinga með áfallasögu að baki. „Þetta er líffræðilegt, erfðafræðilegt og vegna umhverfsins. Þú veist aldrei hvað einstaklingur hefur upplifað en oft opna þau á áföll. Konur eru mun berskjaldaðari en karlmenn og í viðkvæmari hópi. Þær eru oft misnotaðar og lenda í alls konar ofbeldi, koma jafnvel úr ofbeldissamböndum og eru seldar. Við höfum traust þeirra
Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is
skjólstæðinga sem til okkar leita og erum ein af fáum sem þekkjum málsvarastarfið og höfum sérþekkingu á stöðu þessara einstaklinga. Það þýðir ekkert að vera með þessa bann- og refsistefnu heldur verður að fara að gera eitthvað til þess að mæta þessum einstaklingum.“ Á Suðurnesjum er þjónusta Frú Ragnheiður í boði á mánudögum og fimmtudögum klukkan 20:00– 22:00. Síminn þeirra er 783-4747.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG ERLINGSDÓTTIR Imba Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ,
lést sunnudaginn 1. ágúst eftir stutt veikindi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13. Bjarni Þór Einarsson Mekkín Bjarnadóttir Magnús B Matthíasson Einar Bjarnason Linda Sveinbjörnsdóttir Erlingur Bjarnason Ásta Ben Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport Oliver Kelaart fagnaði vel þegar hann skoraði jöfnunarmark Keflvíkinga og jafnframt fyrsta mark sitt fyrir liðið. VF-mynd: JPK
Pepsi Max-deild karla:
Pepsi Max-deild kvenna:
Keflavík - Fylkir (2:2)
Keflavík - Fylkir (1:2)
Keflavík og Fylkir mættust í sextándu umferð Íslandsmótsins í leik sem var báðum liðum mikilvægur en bæði lið eru nálægt fallsvæðinu. Fylkismenn stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik og komust yfir á 15. mínútu. Fylkismenn voru mikið ákveðnari en töluvert vantaði upp á gæðin í leik Keflvíkinga. Í seinni hálfleik jafnaði Oliver James Kelaart Torres (81’) leikinn með sínu fyrsta mark fyrir Keflavík. Keflvíkingar hresstust talsvert við markið og eftir það hefði sigurinn getað fallið með hvoru liði en fleiri urðu mörkin ekki. Keflavík er með sautján stig í áttunda sæti, Stjarnan og Fylkir sextán, það eru HK (þrettán stig) og ÍA (tólf stig) sem lestina og eru í fallsætum.
Útlitið er tekið að dökkna hjá Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Fylki á heimavelli en fyrir leikinn voru bæði lið með níu stig. Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og komust yfir á 15. mínútu þegar Tina Marolt náði góðu skoti og boltinn lá í netinu. Keflvíkingar gerðu slæm mistök í vörninni þegar sóknarmaður Fylkis komst inn í slaka sendingu á Tiffany, markvörð Keflavíkur, og jafnaði leikinn (35’). Eftir að hafa skapað sér nokkur góð færi í seinni hálfleik lentu Keflvíkingar undir þegar Fylkiskonur skoruðu eftir hornspyrnu (73’). Það reyndist sigurmark leiksins og Fylkir kom sér úr fallsæti á kostnað Keflavíkur.
ÚTBOÐ
Miðvikudagur 11. ágúst 2021 // 29. tbl. // 42. árg.
KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Lengjudeild karla: Grindavík - Vestri (1:2)
Lengjudeild kvenna: Grindavík - Augnablik (1:0)
Vestri var talsvert betra liðið í fyrri hálfleik og komst yfir á áttundu mínútu með marki úr sínu fyrsta færi. Þremur mínútum síðar fengu Grindvíkingar vítaspyrnu en markvörður Vestra sá hins vegar við markahróknum Sigurði Bjarti Hallssyni og varði skotið. Grindvíkingar unnu sig betur inn í leikinn í síðari hálfleik og á 70. mínútu missti Vestri mann af velli. Grindvíkingar juku pressuna og það skilaði árangri á 83. mínútu þegar Oddur Ingi Bjarnason jafnaði leikinn eftir góða sendingu frá Walid Abdelali. Í uppbótartíma komst sóknarmaður Vestra hins vegar einn gegn markverði og skoraði sigurmarkið. Með tapinu er Grindavík komið í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar með tuttugu stig. Afturelding er með nítján stig en á leik til góða.
Grindvíkingar mættu botnliði Augnabliks á Grindavíkurvelli og enn einn sigur leit dagsins ljós. Það var Júlía Ruth Thasaphong sem skoraði eina mark leiksins (68’) og Grindavík fjarlægist fallsvæðið. Eftir sjö umferðir var Grindavík í neðsta sæti með einungis þrjú stig en í síðustu sex leikjum hafa þær bætt við sig ellefu stigum, eru komnar með fjórtán stig og sitja í sjötta sæti deildarinnar. Grótta er í sjöunda sæti með þrettán stig, ÍA er í áttunda sæti með ellefu og á leik til góða en er með talsvert lakari markatölu en Grindavík, þá er HK í níunda sæti með níu stig en á tvo leiki til góða og Augnablik er á botninum með átta stig.
2. deild karla:
Þróttarar áfram efstir Nú þegar fimmtán umferðum er lokið í annarri deild karla er Þróttur úr Vogum efst með fjögurra stiga forystu. Njarðvíkingar fjarlægjast sæti í næstefstu deild og sitja í fimmta sæti en Reynismenn eru komnir í sjöunda sæti með tuttugu stig. Ivan Prskalo skoraði tvö fyrir Reyni.
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið:
„GRÆNABORG - FRÁVEITA - ÚTRÁS“ Verkið er fólgið í því að leggja og ganga frá að fullu með tilheyrandi jarðvinnu; nýrri sjólögn á haf út sem er um 420 m löng og endar á um 5 m dýpi, ofanvatnslögn og yfirfallslögn sem liggja samsíða sjólögninni og liggja í fjöru og eru um 80 m langar. Lagnirnar liggja frá fyrirhugaðri dælu- og hreinsistöð sem verður staðsett ofan núverandi sjóvarnargarðs, neðan við göturnar Vesturborg og Sjávarborg í Grænuborgarhverfi, og leggjast undir sjóvarnargarðinn á leið sinni um fjöru og á haf út. Hluti sjólagnar verður niðurgrafinn í fjöru og hluti lagður í sjó með steinsteyptum festum, sem einnig á við um ofanvatnslögn og yfirfallslögn að hluta. Rjúfa þarf sjóvarnargarð á meðan lögnum er komið þar fyrir og síðan skal ganga að fullu frá garðinum í samræmi við það sem áður var. Helstu magntölur eru: Uppgröftur . . . . . . . . . . . . . . . 900 m3 Fyllingar . . . . . . . . . . . . . . . . . 930 m3 Fráveitulagnir . . . . . . . . . . . . 540 m Verklok skulu vera eigi síðar en 30. nóvember 2021. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst til Davíðs Viðarssonar, sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Voga, á netfangið david@vogar.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang, verður þeim þá send útboðsgögnin í tölvupósti. Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 11. ágúst 2021. Tilboð skulu hafa borist í tölvupósti á netfangið david@vogar.is, eigi síðar en mánudaginn, 30. ágúst 2021 kl. 10:00. Opnun tilboða fer fram á fjarfundi með „Teams“, fundarkerfi mánudaginn 30. ágúst 2021, kl. 11:00. Þeir bjóðendur sem vilja tengjast opnunarfundinum skulu senda beiðni um það á netfangið david@vogar.is eigi síðar en kl. 10:00 á opnunardag tilboða og verður þeim þá sendur hlekkur til að tengjast fundinum.
Vogum, 10. ágúst 2021 Davíð Viðarsson, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
Reynir - Leiknir F. (4:1) Það voru Leiknismenn sem voru sterkari framan af á Sandgerðisvelli og Reynismenn voru í eltingaleik megnið af fyrri hálfleik. Þeir komust þó betur inn í leikinn eftir því sem leið á hann og skömmu fyrir leikhlé komust Reynismenn yfir með marki úr víti. Það var Hörður Sveinsson sem steig á vítapunktinn og setti boltann örugglega í netið (41’), 1:0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í seinni hálfleik var í meira jafnræði á með liðunum framan af en Ivan Prskalo tvöfaldaði forystu Reynis eftir góða sókn á 60. mínútu og var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar og kom Reynismönnum í 3:0 (69’). Tíu mínútum fyrir leikslok eygðu Leiknismenn smá vonarglætu þegar þeir minnkuðu muninn í 3:1 (80’) en fyrirliðinn Strahinja Pacik rak smiðshöggið á góðan sigur Reynis með marki á 90. mínútu.
Haukar - Þróttur (1:2) Þróttarar lentu snemma undir þegar þeir sóttu Hauka heim á Ásvelli (5’). Það tók Dag Inga Hammer ekki nema fjórar mínútur að jafna leikinn (9’) og hann var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu þegar hann kom Þrótturum í 1:3 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í seinni hálfleik var fyrirliða Þróttar, Andy Pew, vikið af velli (54’) svo Þróttara voru orðnir manni færri og ríflega hálftími eftir af leiknum. Það kom hins vegar ekki að sök, þeir héldu út og fleiri mörk voru ekki skoruð.
Njarðvík - Kári (2:2) Njarðvíkingar lentu í vandræðum með lið Kára sem er í fallsæti. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Kenneth Hogg Njarðvík yfir (50’) en Kári jafnaði skömmu síðar (59’). Hogg var aftur á ferðinni á 69. mínútu og leit lengi vel út fyrir að hann hefði tryggt heimamönnum sigur en á 4. mínútu uppbótartíma jöfnuðu Káramenn leikinn og hirtu stig úr leiknum.
Gummi Steinars inn í þjálfarateymi Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson, annar aðalþjálfara Njarðvíkinga, er farinn í tímabundið veikindaleyfi að læknisráði. Stjórn knattspyrnudeildar hefur komist að samkomulagi við Guðmund Steinarsson um að koma inn í þjálfarateymið út tímabilið en hann var hjá Njarðvík frá árinu 2013 til ársins 2016, fyrst sem spilandi aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari.
3. deild karla: Víðir - ÍH (2:1) Víðismenn unnu þriðja leikinn af síðustu fjórum í þriðju deild karla þegar þeir mættu ÍH á heimavelli. Atli Freyr Ottesen Pálsson kom Víði yfir á þriðju mínútu og í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Jóhann Þór Arnarson forystu heimamanna (47’). ÍH minnkaði muninn í 2:1 (90’) en lengra komust þeir ekki og Víðir situr í sjöunda sæti þriðju deildar með nítján stig eftir fjórtán leiki. Það er töluverður spölur í sæti til að komast upp en Elliði situr í öðru sæti með 27 stig eftir fimmtán leiki og KFG er með 25 stig eftir fjórtán leiki.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Hörður Axel Vilhjálmsson er leikjahæsti leikmaðurinn í hópnum, hefur leikið 88 leiki fyrir hönd Íslands. Mynd úr safni Víkurfrétta
Þrír Suðurnesjamenn í landsliði Íslands Fjölskylda Gerðu við bekkinn sem stendur við eina fallegustu golfholu Íslands, Bergvíkina. Myndir af síðu GS
Gerðubekkur við Bergvík Gerða Halldórsdóttir var dyggur félagsmaður í Golfklúbbi Suðurnesja til fjölda ára en hún lést í janúar 2019. Í minningu hennar gaf eftirlifandi eiginmaður Gerðu, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, og fjölskylda klúbbnum fallegan bekk sem staðsettur er við þriðju braut Hólmsvallar í Leiru, Bergvíkina. Gerða talaði mikið um náttúrufegurðina í Leirunni og þá sérstaklega í Bergvíkinni enda var það uppáhaldsholan hennar. Því var það aldrei spurning hvar fjölskyldan vildi að bekkurinn yrði staðsettur. Á bekknum er tilvitnun í anda Gerðu frá Arnold Palmer sem hljóðar svo: „Að fá að leika í fallegu umhverfi er hluti af því sem golf snýst um.“ Þann 21. júlí síðastliðinn varð Guðmundur Rúnar 85 ára gamall og við það tilefni kom fjölskyldan saman í Leirunni og afhenti golfklúbbnum bekkinn að gjöf. Það var framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, Andrea Ásgrímsdóttir, sem
Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri GS, afhendir Guðmundi Rúnari blómvönd í tilefni dagsins. tók við gjöfinni fyrir hönd klúbbsins og afhenti Guðmundi Rúnari blómvönd í tilefni afmælis hans.
Það er von fjölskyldunnar að kylfingar sem spila Leiruna geti tyllt sér á bekkinn og notið náttúrufegurðarinnar allt um kring.
Íslenska landslið karla í körfuknattleik hefur verið valið fyrir leikina í seinni umferð forkeppninni að HM 2023 sem fram fer næstu daga í Svartfjallalandi. Hópurinn hélt af stað síðasta sunnudag til Svartfjallalands. Leikir Íslands fara fram fimmtudaginn 12. ágúst og föstudaginn 13. ágúst í fyrri umferðinni og svo aftur mánudaginn og þriðjudaginn 16. og 17. ágúst. Allir leikirnir verða sýndir beint á RÚV og leiktími þeirra allra kl. 18:00 að íslenskum tíma. FIBA hefur sett upp sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi eins og liðið hefur tekið þátt í áður í síðastliðnum landsliðsgluggum
og munu liðið því leika alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þessari lotu. Um er að ræða mjög mikilvæga leiki en tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í haust. Þrír leikmenn Suðurnesjaliðanna eru í landsliðshópnum að þessu sinni, þeir eru Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík og þeir Kristinn Pálsson og Ólafur Ólafsson frá Grindavík. Þá er Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson sem leikur með Telenet Giants Antwerp í Belgíu einnig í hópnum. Craig Pedersen hefur valið eftirfarandi fjórtán manna hóp í leikina:
Nafn, félag (landsleikir) Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2) Elvar Már Friðriksson, Telenet Giants Antwerp, Belgíu (52) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88) Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn (18) Kristinn Pálsson, Grindavík (19) Kristófer Acox, Valur (40) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn (43) Elvar Már skipti nýlega Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11) frá Siauliai til Telenet Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66) Giants í Belgíu.
Skrautlegustu höfuðfötin voru dregin fram á árlegu hattapúttmóti Púttklúbbur Suðurnesja hélt sitt árlega hattapúttmót á púttvellinum við Mánagötu í Reykjanesbæ fyrir skemmstu. Þangað mættu púttarar með alls kyns óvenjulega og flotta hatta og léku hring á púttvellinum. Maður er manns gaman og var gleðin allsráðandi hjá keppendum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók. VF-myndir: JPK
Kristín Gyða Njálsdóttir
Hinrik Reynisson
Sigurbjörn Gústavsson
Ingibjörg Óskarsdóttir
Til staðar í Reykjanesbæ Tryggingaráðgjöf og þjónusta á persónulegum nótum. Hafnargata 36 | 440 2450 | sudurnes@sjova.is