Víkurfréttir 29. tbl. 45. árg.

Page 1


Nýr heimavöllur Njarðvíkur á lokametrunum

Frágangur við íþróttahúsið í Stapaskóla og tilvonandi heimavöll körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur er á lokametrunum og Ungmennafélaginu Njarðvík verður afhent lyklavöldin að húsinu í september. Þá verður einnig hægt að nýta húsnæðið til íþróttakennslu að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Síðar í haust verða sundlaug og heitir pottar afhentir og opnað inn í bókasafn í Stapaskóla. Þá má segja að Stapaskóli verði orðinn að samfélagsmiðstöð fyrir Innri-Njarðvík. Nánar er fjallað um framkvæmdir á síðu 4 í Víkurfréttum í dag. VF/Hilmar Bragi Bárðarson

Næsta blað!

Víkurfréttir koma út hálfsmánaðarlega í stað vikulega þessar vikurnar. Næsta blað kemur út miðvikudaginn 14. ágúst en eftir það verður útgáfan aftur vikuleg. Víkurfréttir standa samt vaktina á vf.is þar sem hægt er að nálgast nýtt efni og fréttir daglega.

Miðvikudagur

Kosti 14 til 19 milljarða króna koma

Grindavík í íbúðarhæft ástand

Ætla má að kostnaður við að laga skemmdir, að meðtöldum sprungum og holrýmum, og koma Grindavík í íbúðarhæft ástand geti legið á bilinu fjórtán til nítján milljarðar króna. Ábyrgðaraðilar mátu umfang skemmda á innviðum í Grindavík rúma níu milljarða króna, eða um 22% af verðmæti innviða. Þetta kemur fram í skýrslu sem Deloitte vann fyrir forsætisráðuneytið og var skilað fyrr í sumar. Skýrslan heitir Kostnaðar- og ábatagreining vegna innviða og atvinnulífs í Grindavík. Sjá nánar á síðu 2.

Áföllin, svekkelsið og niðurrifið eru endalaus - sjá viðtal í miðopnu!

n Veðurstofan segir ekki skynsamlegt að hefja sprunguviðgerðir eins og er Óvissa um umfang

Í skýrslu Deloitte, sem greint er frá á forsíðu, segir að innviðir Grindavíkur eru metnir á 42 milljarða króna. Þar af eru grunninnviðir um 24 milljarðar, samfélagslegir innviðir ellefu milljarðar og nýbyggðir varnargarðar sjö milljarðar króna. Sé meðtalið íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Grindavík má ætla að heildarverðmæti innviða gæti legið í kringum 170 milljarða króna. Í skýrslunni kemur fram að árlegur viðhaldskostnaður innviða í Grindavík er metinn á hálfan milljarð króna í núverandi ástandi en ellefu hundruð milljónir króna ef gert er ráð fyrir búsetu og atvinnustarfsemi í bænum.

Eins og fyrr segir er umfang skemmda á innviðum Grindavíkur frá því í nóvember 2023 metið á níu milljarða króna. Í skýrslunni segir að ekki liggur fyrir áætlun um kostnað við viðgerðir við sprungur og holrými en líklegt er að heildarkostnaður við að koma bænum í íbúðarhæft ástand sé á bilinu 14 til 19 milljarðar króna. Helstu innviðir í Grindavík eru tryggðir og ættu skemmdir á þeim því á endanum að stórum hluta að vera bættar.

Óvissa er um mögulegt umfang skemmda í nýjum atburðum á næstu tíu árum. Gera má ráð fyrir að einhverjar líkur séu á sambærilegum skemmdum á næstu tíu árum þrátt fyrir að verkfræðingar telji líklegt að svæðið innan Grindavíkur hafi nú þegar tekið út hámarks aflögun sé litið til sögulegs samhengis á svæðinu og líkinda byggt á því.

Af samtölum skýrsluhöfunda Deloitte við sérfræðinga Veðurstofu má telja líklegt að eldgosavirkni í Sundhnúkagígaröð haldi áfram í einhver ár. Áframhaldandi kvikusöfnun er í Svartsengi sem hefur verið stöðug síðan í október í fyrra.

í nýjum atburðum

Veðurstofan undirbýr sig fyrir fimm til tíu ára verkefni

Mjög miklar líkur eru á sprunguhreyfingum á meðan þetta ástand varir. Að mati Veðurstofu Íslands eru engar vísbendingar um að þessi atburður sé að fara að taka enda. Fram kemur í skýrslunni að Veðurstofan undirbýr sig undir a.m.k. fimm til tíu ára verkefni. Að mati Veðurstofunnar er ekki skynsamlegt að hefja sprunguviðgerðir eins og er, vegna mikilla áframhaldandi hreyfinga, sem myndi gera alls óvíst að slíkar viðgerðir skiluðu árangri.

Samkvæmt samtölum skýrsluhöfunda við sérfræðinga Veðurstofu telja þeir ólíklegt að eldgos muni gjósa innan Grindavíkurbæjar en þó ekki útilokað. Slíkur atburður hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér, allt að því sem kalla mætti altjón á innviðum.

Dregur til tíðinda á næstu dögum

Líkanreikningar sem gerðir hafa verið í tengslum við kvikusöfnunina undir Svartsengi sýna að nægur þrýstingur er búinn að byggjast upp í kerfinu til að koma af stað nýjum atburði á Sundhnúksgígaröðinni.

GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og

mældist á Sundhnúksgígaröðinni

á mánudag, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Veður-

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

stofa Íslands segir auknar líkur á að það dragi til tíðinda. Í tilkynningu sem gefin var út á þriðjudag sagði á næstu sjö til tíu dögum. Sviðsmyndir Veðurstofunnar eru óbreyttar. Önnur gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Hin gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli.

Vinna við gervigrasvöll hafin í stjórnkerfi Suðurnesjabæjar

Vinna við nýjan gervigrasvöll í Suðurnesjabæ er hafin innan stjórnkerfisins í bænum. Kynning á drögum af samkomulagi við knattspyrnufélagið Reyni vegna uppbyggingar á gervigrasvelli fór fram á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þann fund sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og einnig deildarstjóri umhverfismála.

Þá var hönnun og gerð útboðsgagna einnig til umræðu. Samþykkt var samhljóða að hafnar verði formlegar viðræður og stefnt á að samið verði við verkfræðistofu

um hönnun vallarins og gerð þeirra gagna sem til þarf fyrir útboð. Samþykkt hefur verið að gervigrasvöllurinn rísi á grasvelli Reynis í Sandgerði.

Umferðarlausnir verði leystar innan hverfis en ekki á Reykjanesbraut

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar gerir ekki athugasemdir við tillögu Reykjanesbæjar um deiliskipulag fyrir Aðaltorg í Reykjanesbæ sem slíka. Ráðið ítrekar ábendingu vegna aðalskipulagsbreytingar sama svæðis um mikilvægi þess að umferðarlausnir/tengingar vegna hverfisins verði leystar

innan svæðis Reykjanesbæjar þannig að Reykjanesbraut verði ekki þungamiðja innanbæjartenginga hverfisins.

Þetta kemur fram í afgreiðslu á síðasta fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar vegna deiliskipulags fyrir Aðaltorg í Reykjanesbæ sem er til umsagnar.

Kríuungum er hreinlega slátrað með ógætilegum akstri á Stafnesvegi við Sandgerði. Daglega liggur fjöldi fugla í valnum. Páll Þórðarson er æðar- og kríubóndi í Norðurkoti II. Hann hreinsaði á annan tug dauðra kríuunga af þjóðveginum í vikunni. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Páll vera hættur að fjarlægja hræin, það sé betra að þau séu á veginum svo fólk átti sig á hættunni á því að aka yfir fuglana. Hann sagði eitthvað um það að fólk stoppi og hendi dauðum fugli út fyrir veg. Kríuvarpið á Suðurnesjum virðist hafa tekist mjög vel í sumar. Óvenju mikið er af ungum núna miðað við undanfarin ár. Krían virðist vera að komast í nægt síli. Það er í öllum stærðum og er borið í ungana sem eru feitir og pattaralegir. Ungarnir sækja úr grasinu og upp á vegina þar sem þeir eru sagðir ná sér í hita. Þar stunda þeir einnig sínar flugæfingar og geta verið miklir klaufar. Þegar bílar koma aðvífandi fljúga þeir upp en lenda oft fljótt aftur framan við bílana og geta reynt á þolinmæði bílstjóra. Þá segir Páll í Norðurkoti II einnig þekkt að ungarnir fljúgi í veg fyrir bíla og þá sé ekki við ökumenn að sakast. Nú er stutt í að krían yfirgefi landið, jafnvel bara ein til tvær vikur. Það er því ástæða til að virða

Dauður kríuungi á þjóðveginum út á Stafnes. VF/Hilmar Bragi
Kríuungar á gamla Sandgerðisveginum við Ásgarð eru ekki kvikir í hreyfingum. Vegurinn við Norðurkot í Sandgerði.
Sandgerðisvöllur. Þar mun náttúrulegt grasið víkja fyrir gervigrasi. VF/Hilmar Bragi

Allt fyrir verslunarmannahelgina!

Tilboð gilda 1.–5. ágúst

Opið alla verslunarmannahelgina

Opið 17. júní

Iðavellir

Opið 10–21

Krossmói

Opið 10–19

Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Apptilboð - afsláttur í formi

Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Ljónagryfjan geymir margar kærar minningar í hugum Njarðvíkinga en Ungmennafélagið Njarðvík byrjar að skrifa nýja sögu í nýrri Ljónagryfju nú í haust.

Stapaskóli er líklega stærsta framkvæmd í sögu Reykjanesbæjar. Hér má sjá viðbótina sem er íþróttahús og sundlaug. VF/pket.

STYTTIST ÓÐUM Í NÝJU LJÓNAGRYFJUNA

Íþróttahúsið í Stapaskóla við það að verða tilbúið

Frágangur við íþróttahúsið í Stapaskóla og tilvonandi heimavöll körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur er á lokametrunum og Ungmennafélaginu Njarðvík verður afhent lyklavöldin að húsinu í september, þá verður einnig hægt að nýta húsnæðið til íþróttakennslu að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

„Við erum að stefna á öryggisúttekt á fyrsta áfanga þann 30. ágúst. Það er sem sagt íþróttahúsið, inngangurinn og allir búningsklefar, uppi og niðri. Þetta er í raun allt nema sundlaugin og utanhússfrágangur.

Næsta dagsetning hjá ÍAV er 31. október, þá verður búið að fullklára restina. Það er þá sundlaugin, klæðningin að utan og frágangur á lóð,“ segir Guðlaugur í samtali við Víkurfréttir.

„Þennan föstudag, 30. ágúst, stefnum við á að fá úttekt og notkunarheimild á salinn en við misstum af glugga til að fá þá sem línumerkja vellina á gólfið, það er svo fámenn stétt og með allt undir á sama tíma og þess vegna misstum við þá frá okkur.“

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, á vettvangi í íþróttahúsi Stapaskóla. VF/Hilmar Bragi

Gamla íþróttahúsið rifið

Íþróttahús Myllubakkaskóla var rifið fyrr í sumar, sem og viðbygging við gamla skólahúsið sem nú er í endurbyggingu vegna myglu. Íþróttahúsið var opnað árið 1958, sex árum eftir opnun Barnaskóla Keflavíkur, síðar Myllubakkaskóli. Þetta var elsti íþróttasalur Reykjanesbæjar og einn elsti á Suðurnesjum, Þarna stigu margir Keflvíkingar sín fyrstu íþróttaskref, nemendur stunduðu skólaleikfimi og hinar ýmsu inniíþrótta-

greinar fengu æfingatíma. Bygging hússins var mikilvæg í íþróttastarfi á þeim tíma en var orðið barns síns tíma enda íþróttasalurinn lítill miðað við kröfur sem gerðar eru í dag. Hilmar Bragi myndaði niðurrifið í sumar en endurbygging Myllubakkaskóla stendur yfir. Nýr og glæsilegur íþróttasalur er á framkvæmdaáætluninni en gert er ráð fyrir að framkvæmdum við skólann ljúki á næstu tveimur árum.

Afhenda lyklavöldin 15. september

Guðlaugur segir að um leið og búið er að taka út salinn og fá notkunarheimild þú munu þeir mæta og merkja fyrir völlum. „Svo koma áhorfendabekkirnir 12. ágúst á svæðið og það tekur tvær vikur að setja þá upp. Þannig að við erum að sjá fyrir okkur að byrja að nota salinn 15. september fyrir skólaíþróttir og æfingar.“

Búið er að leggja parket á gólfið, búið að setja upp allar körfur, hljóðkerfi og stigatöflur en Guð-

Búið er að leggja allt parket á gólf íþróttasalarins og hengja upp körfur.

laugur segir að engum verði hleypt inn í húsið fyrr en allt er fullklárað.

„Njarðvíkingar þurfa að sjálfsögðu tíma til að koma sér fyrir og undirbúa fyrir keppnishald, setja upp sjoppu og gera allskonar hliðarrými klár. Þeir geta byrjað að vinna í þeim málum þegar notkunarheimild hefur verið fengin.“

af

Hvað verður um Ljónagryfjuna?

„Ætli hún verði ekki notuð fyrir æfingar og auðvitað skólaíþróttir. Skrifstofur Njarðvíkur koma til með að flytjast í Stapaskóla, það er allavega gert ráð fyrir því. Njarðvík er auðvitað með skrifstofur í Ljónagryfjunni, hvort þeir vilji nota báðar er opið,“ sagði Guðlaugur að lokum.

Tölvuteikningar
íþróttasalnum í Stapaskóla, nýju Ljónagryfjunni.
Biðinni eftir að geta tekið sundsprett í nýju sundlauginni í Stapaskóla ætti að ljúka í byrjun nóvember.

ÚTIMÁLNING

Þegar þú velur útimálningu og viðarvörn frá Slippfélaginu þá ertu að velja íslenskar

vörur sem þola íslenskt veðurfar .

SLIPPFÉLAGIÐ

Skútuvogi 2, Reykjavík, S: 588 8000

Dalshrauni 11, Hafnar rði, S: 588 8000

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 4 21 2720

Austurvegi 58, Selfossi, S: 482 1250

Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760

Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga

slippfelagid.is

NÝBURAR

Drengur fæddur 18. júlí á ljósmæðravakt HSS.

Þyngd: 3.896 grömm.

Lengd: 50 sentimetrar.

Foreldrar: Karina Í Soylu Joensen og Bent Harðarson Rubeksen.

Þau eru búsett í Reykjanesbæ.

Ljósmóðir: Telma Ýr Sigurðardóttir.

timarit.is

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

Drengur fæddur 22. júlí 2024 á ljósmæðravakt HSS

Þyngd 3964 gr. Lengd 53 sentimetrar.

Foreldrar: Maja Potkrajac og Sveinn Enok Jóhannsson. Þau eru búsett í Höfnum. Ljósmóðir: Stefanía Ósk Margeirsdóttir.

Stúlka fædd 25. júlí á ljósmæðravakt HSS

Þyngd:3195 grömm.

Lengd: 50 sentimetrar.

Foreldrar: María Helen Magnúsdóttir og Jón Axel Rögnvaldsson. Þetta er fyrsta barn foreldranna en þau eru búsett í Reykjanesbæ.

Ljósmóðir: Agla Bettý Andrésdóttir

Samið um byggingu

150 íbúða á Ásbrú

Fyrsta húsnæðisuppbyggingin á Ásbrú eftir brotthvarf Varnarliðsins

Kadeco (Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar), Reykjanesbær og byggingafélagið Stofnhús skrifuðu nú í júlímánuði undir samning um þróun og uppbyggingu íbúðarbyggðar á svonefndum Suðurbrautarreit á Ásbrú. Um er að ræða fyrstu húsnæðisuppbyggingu á Ásbrú eftir brotthvarf Bandaríkjahers. Reiturinn er miðsvæðis á Ásbrú, um 33 þúsund fermetrar að flatarmáli og kveður samningurinn á um að á reitnum verði byggðar að lágmarki 150 íbúðir.

Samið var um að Stofnhús myndi greiða Kadeco 150 milljónir króna fyrir byggingarréttinn og mun Reykjanesbær m.a. koma að uppbyggingu nýrra gatna í tengslum við verkefnið.

Deiliskipulag um svæðið verður gert á grunni nýs rammaskipulags fyrir Ásbrú þar sem gert er ráð fyrir lágreistri en fjölbreyttri byggð fjölbýlishúsa í anda þess byggðamynsturs sem fyrir er á svæðinu. Áhersla er m.a. á blágrænar ofanvatnslausnir og grænt og barnvænt umhverfi. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag fyrir reitinn verði kynnt og auglýst næsta vetur og þess er vænst að uppbygging geti hafist fljótlega í kjölfarið. Með þessum samningi er brotið blað í sögu Ásbrúar en um er að ræða fyrstu uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á svæðinu frá því að varnarliðið yfirgaf svæðið árið 2006. Verið er að taka stórt skref í skipulagsmálum í Reykjanesbæ en samkvæmt aðalskipulagi er Ásbrú

Skissuteikning af fyrirhuguðum byggingarreit, Suðurbrautarreit á Ásbrú. Teikning/Alta ráðgjöf

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS

Ásbrú. VF/JPK

helsta uppbyggingarsvæði bæjarins á komandi árum. Í nýju rammaskipulagi Ásbrúar, sem nú er í auglýsingu, er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi upp í allt að fjórtán þúsund til ársins 2050 en það er álíka og íbúafjöldi Mosfellsbæjar í dag. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni en með honum er stigið stórt skref í uppbyggingu á Ásbrú. Áætlanir um framtíðaruppbyggingu á svæðinu eru mjög metnaðarfullar enda höfum við fundið fyrir miklum áhuga úr ýmsum áttum á svæðinu og það er einstaklega ánægjulegt að við getum lagt okkar að mörkum í framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Mikil þörf er á íbúðarhúsnæði á Reykjanesi og með þessari þróun eykst einnig grundvöllur fyrir ýmis konar þjónustu á svæðinu,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Uppbygging á Ásbrú er liður í nýrri þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar, K64, þar sem horft er fram til ársins 2050. Þróunaráætlunin er heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll á ákveðnum þróunarsvæðum sem saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.

Orðið fátæklegt í línubátaflotanum

Þá er júlímánuður kominn á enda og það var annað sem lauk í þessum mánuði en það voru strandveiðarnar.

Heilt yfir þá má segja að strandveiðarnar hafi gengið mjög vel frá Suðurnesjum og þá helst frá Sandgerði en mjög margir bátar, eða allt upp í 60 strandveiðibátar, voru að landa þar.

Hvað hefur gerst eftir að strandveiðunum lauk? Jú, einhverjir bátar hafa haldið áfram færaveiðum og helst þá verið að eltast við ufsann í kringum Eldey. Hafdal GK hefur til dæmis gengið ansi vel, hann hefur landað 6,3 tonnum í fjórum róðrum og mest 2,4 tonnum í einni löndun. Ragnar Alfreðs GK kom með 2,1 tonn í einni löndun og Sunna Líf GK kom með 1,1 tonn í einni löndun.

Bergur Vigfús GK er kominn með 11 tonn í fjórum róðrum og af því er ufsi um 6,7 tonn. Líf NS 3,4 tonn í tveimur róðrum.

Enginn netabátur hefur róið frá Suðurnesjum í júlí og í raun er spurning hvort Erling KE verði eini netabáturinn sem muni róa því Friðrik Sigurðsson ÁR, sem Hólmgrímur var með í leigu, er farinn.

Maron GK er að fara í brotajárn og

Halldór Afi GK er kominn á langlegudeildina í slippnum í Njarðvík. Það sama má kannski segja um dragnótabátana en Aðalbjörg RE var eini báturinn sem var að veiða fram til 11. júlí en þá fór báturinn í slipp. Síðan þá hefur enginn dragnótabátur verið á veiðum.

Nesfiskstogarnir eru ennþá á rækjuveiðum fyrir norðan og gengur bara nokkuð vel. Pálína Þórunn GK reyndar aðeins búin að landa einu sinni og kom með 38,1 tonn í land og af því þá var rækja 16,9 tonn, Sóley Sigurjóns GK er komin með 187 tonn í fjórum löndunum og mest 58 tonn í löndun. Af þessum afla þá er rækja 95 tonn. Tveir stórir línubátar hafa landað afla í Grindavík, Páll Jónsson GK sem kom með 166 tonn í tveimur túrum og Sighvatur GK með 241 tonn, einnig í tveimur túrum.

Það er orðið mjög fátæklegt í stóra línubátaflotanum á Suðurnesjum. Eins og þetta lítur út núna þá eru þessir tveir bátar orðnir einu stóru línubátarnir sem eftir eru á Suðurnesjuum, sá þriðji er Valdimar GK en alls er óvíst með útgerð á þeim báti.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þetta er vægast sagt mjög mikil breyting frá því sem áður var. Til að mynda þá voru ellefu línubátar gerðir út frá Suðurnesjum árið 2000. Einhamarsbátarnir hafa verið að veiða fyrir austan allan júlí og gengið nokkuð vel. Auður Vésteins SU komin með 124 tonn í sautján róðrum, Gísli Súrsson GK 123 tonn í fimmtán og Vésteinn GK 64 tonn í sjö. Óli á Stað GK er á Hornafirði og er búinn að landa 114 tonn í sautján róðrum, mest 15,3 tonn í einni löndun.

Enginn línubátur er á veiðum á Suðurnesjum.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Fulltrúar Stofnhúss, Kadeco og Reykjanesbæjar taka höndum saman eftir undirritun samnings um uppbyggingu á Suðurreitarbraut á

GÓÐA FERÐAHELGI!

MUNUM AÐ AKSTUR OG ÁFENGI FER EKKI SAMAN. VERUM TILLITSSÖM OG BROSUM Í UMFERÐINNI.

ÖKUM VARLEGA!

Íslandshús

REYKJANESBÆ

Nýr sex deilda heilsuleikskóli, Urriðaból, opnar í Garðabæ í haust

Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík.

Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar

Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.

Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi

Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi.

Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök Heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.

Fagstjóri í hreyfingu

Fagstjóri í sköpun

Sérkennslustjóri

Matráður

Aðstoðarmatráður

Leikskólakennarar

Áföllin, svekkelsið og niðurrifið eru endalaus

– segja Grindvíkingarnir Halla Kristín Sveinsdóttir og Þórarinn Kristjánsson en þau sitja uppi með fasteign í Grindavík og allar þær skuldir sem henni fylgja.

Hjónanna Höllu Kristínar Sveinsdóttur og Þórarins Kristjánssonar beið ekki fögur sjón þegar þau sneru heim í Grindavík í síðustu viku og gengu inn í einbýlishús í eigu félags þeirra hjóna. Allt var á tjá og tundri, loftklæðning fallin niður og miklar skemmdir blöstu við þeim. Tjón sem þau sitja uppi með en fasteignin, sem er íbúðarhúsnæði, er ein þeirra eigna sem falla ekki undir skilgreiningar ríkisins um uppkaup eigna í Grindavík.

Halla og Þórarinn höfðu byggt sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili í Grindavík. Þórarinn er fæddur og uppalinn í Grindavík en Halla flutti þangað þriggja ára og saman eiga þau þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku.

Voru að aðstoða son sinn til að koma þaki yfir höfuðið Forsaga málsins er sú að félag í eigu Höllu og Þórarins keypti íbúðarhúsnæðið til að aðstoða son þeirra við að eignast þak yfir höfuðið. „Við sjálf áttum ekki pening til að kaupa annað hús en félagið átti fyrir útborgun,“ segir Halla. „Sonur okkar hefur haft lögheimili

Áföllin, svekkelsið og niðurrifið eru endalaus. Ég treysti mér eiginlega ekki til þess að halda áfram, að fara að hamast í einhverju svona. Maður er orðinn svo reiður yfir þessu öllu

í húsinu frá árinu 2018 og greitt leigu til félagsins á meðan hann safnaði sér fyrir útborgun. Það stóð til að hann myndi kaupa húsið á þessu ári.“ Þær forsendur brustu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar einhverjar mestu hamfarir sögunnar dundu yfir Grindavík og bærinn var rýmdur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, fasteignafélagið Þórkatla var stofnað til að halda utan um uppkaup fasteigna í Grindavík – en ekki fallaallar fast-

eignir innan Grindavíkur undir skilgreiningar ríkisins um uppkaup. Halla og Þórarinn hafa m.a. leitað til Þórkötlu og sýslumanns til að reyna að fá húsnæðið keypt upp en hjá sýslumanni var þeim bent á að fara á vef sýslumannsembættisins og fylla út eyðublað um undanþágu til uppkaupanna. Það eyðublað virðist ekki vera til.

Hafið þið reynt að tala við sýslumann aftur?

„Ég held að það sé gáfulegast að láta lögfræðing sjá um þetta,“ segir Þórarinn. „Það sé næsta skref.“

„Þar sem hnífurinn stendur í kúnni er að þú þarft að sækja um og þú þarft að fá neitun, þá er komin forsenda fyrir málssókn,“ segir Halla. „Þegar lögfræðing-

Það fá allir sambærilegt fyrir sitt í Grindavík, kjaftæði. Algjört kjaftæði ...

urinn kemur úr fríi þá þurfum við að fá hann til að sækja um fyrir okkur.

Áföllin, svekkelsið og niðurrifið eru endalaus. Ég treysti mér eiginlega ekki til þess að halda áfram, að fara að hamast í einhverju svona. Maður er orðinn svo reiður yfir þessu öllu.“

Halla segir að fyrst hafi verið gefið út að öll íbúðarhúsnæði í Grindavík falli undir uppkaup. „Svo líða einhverjir mánuðir því þetta er bara gripið, teknar

Þórarinn og Halla hafa búið sér heimili „Þegar maður fer á fætur á morgnana fjörulyktinni, þetta er eins nálægt
Kossaflens í garðinum heima við Bakkaflöt.
Veggur prýddur fjölskyldumyndum er með því fyrsta sem blasið við þeim sem heimsækja Höllu og Þórarinn.

heimili í

VIÐTAL

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

ákvarðanir, drifið í þessu og það er ekki hugsað út í alla ranghala. Svo er gefin undanþága á dánarbú, æðislegt, fólk var svolítið fast með þau mál. Nýjasta útspilið kom frá honum Sigurði Inga [Jóhannssyni, þáverandi innviðaráðherra], það var í sambandi við styrk varðandi Búmenn. Æðislegt að það fólk sé að losna undan þeim kvöðum, fullorðið fólk að vera í svona klemmu í marga mánuði. Þá spyr maður sig: „Á maður að halda í vonina? Verður eitthvað næsta útspil?“ en þeir þora ekki að taka neinar svona ákvarðanir til að gefa fordæmi fyrir því sem kæmi í kjölfarið.“

Öll fyrirtæki sett undir sama hatt „Ég, ásamt flestum sem eru með lítil og meðalstór fyrirtæki, sendi bréf til þrjátíu og þriggja þingmanna – ég fékk ekki svar frá einum eða neinum. Maður var bara áhorfandi á alþingisumræður og Þórhildur [Sunna Ævarsdóttir] tók þar setningar úr mínu bréfi og hélt þessari umræðu hátt á lofti ásamt honum Bubba [Guðbrandi Einarssyni], hann er búinn að vera mjög ötull í okkar málum.

Við viljum hafa höfnina

þarna, við erum með stórar og miklar tekjur í kringum hana. Við viljum hafa stóru fiskvinnslufyrirtækin,

það skiptir sköpum fyrir

þjóðarbúið að halda þessu gangandi ...

Ég tek fram í þessu bréfi að ég ætli rétt að vona að það sé ekki verið að setja undir þennan sama hatt Bláa lónið, Hitaveitu Suðurnesja og stóru fiskvinnslufyrirtækin heima – sem vilja vera þar áfram. Ef þú ert að tala um fyrirtækin þá þarftu að flokka þau niður í; fyrirtækin sem vilja vera og geta unnið í Grindavík, fyrirtækin sem vilja vera en geta það ekki nema með stuðningi og fyrirtæki sem þurfa uppkaup af því að þau geta ekki unnið þarna. Ég er alveg handviss um að þessi þriðji og síðasti hluti er langminnstur,“ segir Halla. „En umræðan fer í það að halda Grindavík áfram sem blómlegum og uppbyggilegum stað, sem er æðislegt. Við viljum hafa höfnina þarna, við erum með stórar og miklar tekjur í kringum hana. Við viljum hafa stóru fiskvinnslufyrirtækin, það skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið að halda þessu gangandi. Síðar eru það öll þau fyrirtæki sem vilja vera þarna, ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti gagnvart því, þau eiga rétt á því alveg eins og mér finnst ég eiga rétt á því að fá uppkaup á því sem ég get ekki átt þarna.“ Þórarinn telur vera möguleika til að semja við fyrirtækin. „Sums staðar er brunabótamatið mjög hátt, kannski of hátt, og það þurfa allir að vera sanngjarnir. Ég held að það væri hægt að semja við fyrirtækin um verðmæti fasteignanna, menn væru opnir fyrir því. Það vilja allir vera sanngjarnir, það er bara þannig. Ég er alveg búinn að heyra í fólki sem keypti eignir fyrir 160 milljónir fyrir fjórum, fimm árum síðan en brunabótamatið er í kringum 500 milljónir núna. Það myndi aldrei seljast fyrir meira en 230 milljónir.“

„Þarna eru fyrirtæki sem bara vilja uppkaup á sínum fasteignum, ekki rekstrinum – út af því að reksturinn er færanlegur. Hann er færanlegur hjá mörgum, það eru snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir, smáiðnaður eins og túrismi og alla vega svoleiðis

Með fjölskyldunni. Alexander Veigar Þórarinsson, tengdadóttirin Elín Guðmundsdóttir, barnabarnið Veigar Elí Alexandersson, Þórarinn Kristjánsson, Unnur Guðrún Þórarinsdóttir, Halla Kristín Sveinsdóttir og Ólafur B Arnberg Þórarinsson. Síðan þessi mynd var tekin hefur afa- og ömmusnúllan Yrsa Alexandersdóttir

Í verðlaunagarði þeirra Höllu og Þórarins eru yfir 200 plöntur en Halla segir að í hvert sinn sem hún fór með garðaúrgang þá tók hún plöntu sem einhver annar hafði hent með sér heim og hlúði að henni. Nú er garðurinn í mikilli órækt.

sem þú getur fært og unnið annars staðar og farið að afla tekna. Ég er til dæmis með litla saumastofu og er búin að taka mínar vélar, ég vil bara losna við þetta húsnæði.“

Þau tala um stóru fiskvinnslufyrirtækin og telja að þau hvorki geti né hafi áhuga á að fara frá Grindavík.

„Ef höfnin er í lagi þá er Grindavík mjög góður staður fyrir fiskverkun,“ segir Þórarinn. „Þetta er ein besta höfnin á landinu – það er stutt í miðin, stutt á flugvöllinn og þannig. Þetta er draumastaður.“

„Svo tala stjórnmálamenn um að þeir séu að vinna með fyrirtækjunum og þeir vilji að fyrirtækin gangi í Grindavík,“ bætir Halla við. „Þarna er bara verið að tala um stóru fyrirtækin, það er ekkert verið að tala um hina. Við höfum aldrei fengið neina áheyrn inn í þessa grúppu og ég velti því svolítið fyrir mér, hvað er verið að tala um þarna? Er verið að tala um starfsgildi? Er verið að tala um fermetra? Er verið að tala um veltu? Hvað er það sem telur til að vera hluti af þessari stærri sneið af kökunni miðað við þessi smærri fyrirtæki sem fá ekki einu sinni áheyrn?“

Heima bíður óskemmt hús og verðlaunagarður í órækt Núna búa þau Halla og Þórarinn á Álftanesi, í íbúð sem þau keyptu og fluttu inn í byrjun maí. Þau hafa selt einbýlishús sitt við Staðarvör í Grindavík en eiga forkaupsrétt að húsinu og ætla sér að nýta hann þegar þar að kemur. Þau eru staðráðin að flytja aftur til Grindavíkur þegar það verður orðið óhætt. „Við áttum Eyjabyggðarhús, sem var hent upp í Eyjagosinu, og við erum búin að vera þar í þrjátíu og eitthvað ár. Síðan ‘91. Maðurinn minn er fæddur í Grindavík, ég flyt til Grindavíkur þriggja ára.

Við erum búin að breyta öllu húsinu, verðlaunagarður og það er ekki einu sinni rispa í vegg. Það sér ekki á þessu húsi. Ef ég hefði fengið val þá hefði ég viljað selja húsnæði fyrirtækisins og halda þessu húsi,“ segir Halla en þau hjónin voru orðin nánast skuldlaus áður en ósköpin dundu yfir Grindavík.

„Við þurftum meira að segja að taka stærra lán til að kaupa okkur þessa blokkaríbúð,“ segir hún. „Það fá allir sambærilegt fyrir sitt í Grindavík, kjaftæði. Algjört kjaftæði.

Þetta eru rosalega mikil viðbrigði og bara erfitt – en við ætlum aftur að fara í okkar hús þegar það verður öruggt að fara heim og vinnu að hafa

Það eru flestallir sem voru í einbýlishúsum, stórum, við vorum í 190 fermetrum, að flytja í blokkaríbúðir. Við náðum í þokkalega stóra íbúð hérna en hún er samt um fjörutíu fermetrum minni en það húsnæði sem við bjuggum í áður. Þetta eru rosalega mikil viðbrigði og bara erfitt – en við ætlum aftur að fara í okkar hús þegar það verður öruggt að fara heim og vinnu að hafa. Það er búið að gefa út að skólastarf hefjist ekki í haust svo ekki bíður mín starf þar,“ segir Halla en hún var textílkennari í Grindavíkurskóla.

„Það er allavega ósk og von sem við ætlum að halda í. Við vorum búin að ákveða að vera á tveggja ára plani, þannig að maður geti andað rólega í tvö ár og síðan getur maður gert nýtt tveggja ára plan.“

bæst í hópinn.
við komumst

SUMAR SPURNINGAR

Skötulykt á Þorláksmessu

í Grindavík er uppáhalds

Flugmaðurinn lórenz Óli Ólason er grindvíkingur en hefur búið í reykjanesbæ undanfarin ár með sambýliskonu sinni og börnum.

Hann fór til Svíþjóðar í sumar en uppáhaldsstaðurinn er og mun alltaf verða grindavík og þangað myndi hann beina erlendum ferðamönnum ef það er opið þangað. Nafn, staða, búseta: Lórenz Óli Ólason, sambúð, bý í Reykjanesbæ.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Það er lítið um frí hjá mér í sumar en ég fór með fjölskyldunni í frí til Svíþjóðar og hittum við þar systur mína og fjölskyldu hennar.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á íslandi og af hverju? Grindavík, líður alltaf vel paradísinni!

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á íslandi og eða útlöndum)? Bora Bora.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Bara eitthvað gott á grillið.

Hvað með drykki? Hvítur Monster.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Því miður já....

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Ég þarf að slá blettinn.

veiði, golf eða önnur útivist? Aðallega hlaup, fjallahlaup eru helvíti skemmtileg.

tónleikar í sumar? Ekkert planað.

áttu gæludýr? Nei

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Skötulyktin á Þorláksmessu.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Skoða Grindavík ef það er opið þangað.

Vil heimsækja heima-

slóðir Moniku í Merkigili

Hin keflvíska kolbrún Sigtryggsdóttir, ætlar sér að eyða tíma á uppáhaldsstað sínum sem er reykjaskógur í bláskógabyggð, þar sem sumarbústaður móður hennar er. uppáhalds sumarmaturinn er grilluð risarækja og fiskur yfir höfuð.

Nafn, staða, búseta: Kolbrún Sigtryggsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Reykjanesbæ, bý í Reykjanesbæ.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Bróðir minn og fjölskylda sem búa í Svíþjóð eru að koma til landsins í tíu daga og er planið að eyða tímanum með þeim, fara upp bústað til mömmu, halda lítið ættarmót, vera í hjólhýsinu og njóta lífsins.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á íslandi og af hverju? Ætli það sé ekki bara Reykjaskógur í Bláskógabyggð í sumarbústaðnum hennar mömmu. Yndislegt og gott að vera þar. Svo er líka yndislegt að þvælast um landið í hjólhýsinu þegar veður leyfir.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á íslandi og eða útlöndum)? Mig langar að heimsækja heimaslóðir Moniku Merkigili Skagafirði sem var mikill kvenskörungur og systir langömmu minnar. Svo langar mig mikið að fara til Japans.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grillaðar risarækjur og bara allur fiskur.

Hvað með drykki? Aperol Spritz og Prosecco.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Nei, ég gerði garðinn þannig að það þarf ekkert að gera nema slá smá grasblett og kaupa nokkur sumarblóm. Ekkert að mála neinn pall eða grindverk, allt viðhaldsfrítt :)

Mótorhjól í Afríku og Asíu

Gylfi Hauksson er einn gallharðra Grindvíkinga sem býr í Grindavík og ætlar sér að búa þar áfram, sama hvað tautar og raular í móður náttúru. Mótorhjól er eitt helsta áhugamálið og er draumurinn að hjóla í Afríku og Asíu. Grillmatur er í uppáhaldi á sumrin og ef drykkurinn er ekki áfengur, fer Kristall oft inn fyrir varir hans.

Nafn, staða, búseta: Gylfi Hauksson sölumaður hjá Kemi/Poulsen. Bý Grindavík.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Evróputúr með betri helmingnum.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á íslandi og af hverju? Fyrir utan Grindavík er það Grenivík, slaka hvergi betur á en þar.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á íslandi og eða útlöndum)? Langar að mótorhjólast Afríku og Asíu. Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grillmatur.

Hvað með drykki? Bjór, Gin og tonic og Whisky. Nefni Kristal líka svo það sé ekki bara áfengi.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Vonandi ekki.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Var að slá, slepp við að mála þetta sumarið, þyrfti kannski mann í það þegar þar að kemur.

veiði, golf eða önnur útivist? Flækist mikið á mótorhjóli. Fer í golfið þegar ég verð gamall tónleikar í sumar? Ekkert planað áttu gæludýr? Tvo labrador hunda, Tuma og Rokkó.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Sunnudagslyktin, (lambakjöt í ofninum) eitthvað sem maður ólst upp við.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Reyna að komast til Grindavíkur. Eitthvað sem viðkomandi myndi aldrei gleyma.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Málaði húsið í fyrra, laus við það en já, slá blettinn.

veiði, golf eða önnur útivist?

Var að skrá mig Golfklúbb Suðurnesja, ætla að reyna að vera dugleg á vellinum.

tónleikar í sumar? Nei ekkert planað en skelli mér mögulega á Mannakorn í Hljómahöll september.

áttu gæludýr? Á kött og páfagauk.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Bombshell og Tease frá Victoria Secret og Hugo Boss Magnetic sem karlinn notar yfirleitt.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Ég myndi byrja á því að sýna honum vefsíðuna visitreykjanes.is þar sem hægt er að finna allar upplýsingar um Reykjanesið. Myndi benda honum á áhugaverð svæði í Geopark. Síðan myndi ég benda honum á Vatnaveröld og Bláa lónið, söfnin okkar í Reykjanesbæ, Duus safnahús, Byggðasafnið, Listasafnið og Rokksafnið. Mæla með að kíkja Reykjaneshringinn, skoða Gunnuhver, Brimketil, brúnna milli heimsálfa, kirkjurnar og vitana svo eitthvað sé nefnt.

inga Fanney rúnarsdóttir er einn fjölmargra grindvíkinga sem fluttir eru í reykjanesbæ, n.t. í Njarðvíkurhlutann. Hún ætlar að njóta með fjölskyldunni í Svíþjóð til að fylgjast með frænku sinni keppa fyrir íslandshönd í körfubolta, ætlar norður í frí en þarf líka að vera dugleg, ætlar sér að skila einu stykki ba-ritgerð.

Nafn, staða, búseta: Inga Fanney Rúnarsdóttir, búsett Njarðvík í augnablikinu.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Ég ætla að njóta með fjölskyldunni í Svíþjóð að fylgjast með dóttir systur minnar spila fyrir Íslands hönd með u18 í körfubolta. Fór einnig norður í byrjun sumars. Restin af sumrinu er svo sem ekkert þræl skipulögð, samvera með fjölskyldu og vinum. Njóta tímans með dóttur minni ásamt því að vinna og klára eitt stk BA-ritgerð.

Hver er uppáhaldsstaðurinn

á íslandi og af hverju? Einfalt. Grindavík. Þar á ég heima, þar ólst ég upp og þar eru minningar af besta samfélagi sem maður getur óskað sér. Söknuðurinn er mikill.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á íslandi og eða útlöndum)? Ég á eftir að skoða Vestfirðina, það væri draumur að gera það einn daginn. Svo langar mig að heimsækja Suðurríkin í USA sem inniheldur skemmtilega matarmenningu, áhugaverða pólitík og samtöl sem myndu skilja mikið eftir sig myndi ég trúa. En svo langar mig að sjálfsögðu að heimsækja þessa týpísku áhugaverðu staði sem maður veeeerður víst að heimsækja.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Er eitthvað betra en grill í sólinni? Kjöt, fiskur og grilllykt! Love it

Hvað með drykki? Ískaldur lite á krana! Hann er reyndar ekkert síðri á veturna.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Já. Ég á geggjaðan garð Grindavík sem þarf að slá, en ég mun afhenda húsið í lok sumars. Þá verður garðurinn nýsleginn og húsið í toppstandi. En hér í Njarðvíkinni er bara möl. veiði, golf eða önnur útivist? Ég ætla að reyna að vera dugleg í golfi með Hildigunni vinkonu minni, en ég segi þetta svo sem á hverju ári. Kannski er þetta árið! Annars finnst mér best að hreyfa mig úti, hvort sem það eru göngutúrar eða útihlaup. Var dugleg á Þorbirni áður en hann fór að vera með stæla. tónleikar í sumar? Ekkert planað, en hver veit nema ég endi á einhverju sniðugu. áttu gæludýr? Nei takk, dóttir mín er samt með flugu sem gæludýr akkurat þessa dagana. Veit ekki hvort það telur.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Þetta er erfið spurning, þar sem þetta er svona sumar-viðtal þá finnst mér réttast að svara lykt af nýslegnu grasi, grilllykt, góðum sumarilm eða eitthvað álíka. En ég verð bara að nefna að ég elska bílskúrslykt hahaha

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Ég myndi benda honum á að skella sér í Lónið, skoða allt sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða eins og Brimketil, Gunnuhver, Reykjanesvita og þar kring, Sandvík, Brúin milli heimsálfa. Hinumegin við Grindavík væri þá að skoða í kringum Krýsuvík, Kleifarvatn, Selatanga og Fagradalsfjall. Æ það er margt fallegt sem Suðurnesin hafa upp á að bjóða og margt hægt að skoða. Vonandi fer bara okkar fallegi bær að opna sem fyrst svo það verði hægt að keyra þar í gegn til að toppa ferðina ;)

inga Fanney með dótturina Hafdísi rún.

Hvað segja þingmennirnir?

Víkurfréttir leituðu til nokkurra þingmanna Suðurkjördæmis og inntu þá álits varðandi þær reglur sem gilda um uppkaup fasteigna í Grindavík og þá raunalegu stöðu sem margir grindvískir fasteignaeigendur eru í eftir hamfarirnar 10. nóvember síðastliðinn. Saga hjónanna Höllu Kristínar Sveinsdóttur og Þórarins Kristjánssonar var höfð til viðmiðs (viðtalið má lesa í miðopnu blaðsins).

Það er innbyggt í þjóðarsál okkar að standa með þeim sem fyrir náttúruhamförum verða

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar:

„Mér finnst að við eigum að veita öllum stuðning, þetta eru náttúruhamfarir og fólkið getur ekki varið sig með neinum hætti. Í þinginu hafa menn talað á þann veg að það sé innbyggt í þjóðarsál okkar, þegar náttúruhamfarir eiga sér stað þá stöndum við hin með þeim sem fyrir náttúruhamförunum verða. Þá eigum við ekki að skilja neinn eftir. Núna er

verið að skilja þennan hóp eftir og það er óásættanlegt.

Það hefur auðvitað ýmislegt verið gert, ég er ekkert að draga úr því, en það er samt verið að skilja hóp eftir og það er ekki ásættanlegt. Þetta er sjónarmið okkar í Samfylkingunni.

Við í efnahags- og viðskiptanefnd sögðum það í vor, þegar síðasti pakki var afgreiddur og

framlengdur, að við myndum taka þetta mál aftur upp í haust, sem við munum gera. Enda er það svo að þegar við vorum að vinna þetta fyrst, þegar allt var að byrja, þá var því hreinlega lofað að fyrst yrði farið í heimilin, svo myndi sveitarfélagið verða skoðað og síðan fyrirtækin. Mér finnst allt í lagi með þessa forgangsröðun en það þarf auðvitað að klára dæmið.“

Þetta er hróplegt óréttlæti

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar:

„Þegar Þórkatla var stofnuð á sínum tíma þá lagði ég fram breytingartillögu um að skilja ekki lögaðilana eftir – og þær tillögur voru felldar. Stærstur hluti stjórnarandstöðunnar samþykkti þessar tillögur en ríkisstjórnin felldi þær.

Það er fullt af fólki, segjum bara eldra fólk sem er komið á elliheimili og hefur farið að leigja eða lána barnabörnum sínum húsnæðið sitt, og af því að þau eru ekki með skráð lögheimili þar þá fá þau ekki húsnæðið sitt greitt. Við erum með hópa sem eru lögaðilar en líka

fólk sem býr ekki í húsnæðinu og þessir hópar voru skildir eftir, sem er grátlegt. Stærsti hluti míns tíma eftir áramót hefur farið í að tala um Grindavík og ég get ekki sagt annað en að þetta er hróplegt óréttlæti, að skilja ákveðna hópa eftir. Bæði þá sem áttu ekki lögheimili í ákveðnu húsi, sem gat verið af ýmsum ástæðum, og lögaðila. Félög eins og Búmenn áttu eignir þarna en Búmenn voru skildir eftir. Fólkið fékk kaupréttinn sinn greiddan, sem gat hlaupið á hundruðum þúsunda eða jafnvel millj-

NÝBURAR

Stúlka fædd 6. júlí 2024 á ljósmæðravakt HSS.

Þyngd: 3652 gr. Lengd: 50 sentimetrar. Foreldrar eru Kristrós Björk Jóhannsdóttir og Boris Jugovic og er stúlkan þeirra annað barn. Fjölskyldan býr í Sandgerði. Ljósmóðir: Jónína Birgisdóttir.

Drengur fæddur 17. júlí 2024 á ljósmæðravakt HSS

Þyngd: 4.050 gr.

Lengd: 52 sentimetrar.

Foreldrar: Sara Hrund Sigurðardóttir og Davíð Helgason.

Búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen.

Mýmörg dæmi þar sem eitthvað er á gráu svæði

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar:

„Í þessu tilviki myndi ég ætla það, þar sem hann [sonur hjónanna] hefur sannarlega búið í húsnæðinu, og tilgangurinn með Þórkötlu var að tryggja með öllum mögulegum hætti íbúðarhúsnæði fyrir fólk með þessum uppkaupum og það kemur alveg fram í ræðu og riti, bæði hjá mér og öðrum þingmönnum kjördæmisins, að þær reglur, þeim er ætlað að vera túlkað vítt. Þess vegna mundi ég halda að þetta myndi falla undir uppkaup í Þórkötlu, þar sem hann sannarlega bjó í þessu húsnæði.

ónum. Búmenn eru lögaðilar og ef þeir hefðu fengið borgað hefur þeir farið að byggja annars staðar á Suðurnesjum og það fólk sem var hjá Búmönnum í Grindavík hefði haft forgang í þær eignir. Svo voru dánarbú allt í einu tekin inn á síðustu metrunum og við fengum aldrei skýringu á því hvers vegna þau voru tekin inn. Fyrir hverja var það? Það bjó enginn í dánarbúi, þeir voru allir dánir. Var verið að bjarga einhverjum erfingjum? Það var margt í þessu sem mér finnst mjög vont.“

Gefum okkur að þetta hafi verið félag sem hefði verið að leigja út þetta húsnæði til ferðamanna þá hefði það ekki verið upphafleg notkun þess til að uppfylla húsnæðisöryggi fyrir íbúa í Grindavík og mér finnst þetta vera grundvallaratriði. Það er auðvitað kærunefnd sem tekur við málum ef íbúar í Grindavík telja að þarna hefði Þórkatla átt að kaupa upp húsnæðið, þá er hægt að vísa því til kærunefndar. Úrskurður Þórkötlu er kæranlegur og í þessu tilfelli myndi ég beina þeim til þess að gera slíkt, út frá þessum forsendum. Þetta er svo ofboðslega fjölbreytt og undir Þórkötlulögin falla ekki lögaðilar. Það var frá upphafi ákveðið að hafa það þannig. Ríkið myndi reyna að koma til móts við rekstrarhæf fyrirtæki með styrkjum, launastuðningi o.s.frv. Sem var svo framlengdur í lok þessa þings og gerður afturvirkur, þannig að það eru umtalsvert meiri fjárhæðir sem fyrirtækin geta sótt um. Þeim er raunverulega frjálst að nýta þann rekstrarstyrk eins og þau vilja.

Þarna er um einstaklinga að ræða og húsnæði sem var aldrei ætlað undir atvinnurekstur, þá mundi ég ætla að Þórkatla ætti að

AUGLÝSING UM NIÐURSTÖÐU

SKIPULAGSNEFNDAR KEFLAVÍKURFLUGVALLAR

kaupa upp slíkt húsnæði. Ef þau sannarlega geta sýnt fram á að húsnæðið var keypt inn í félagið til að auðvelda syni þeirra að eignast það þá ætti einfaldlega staðreyndamat að fara fram – og ef Þórkatla neitar þá mundi ég ætla að þau væru með mál í höndunum til þess að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd. Þessi víða skilgreining kemur fram í lögunum um Þórkötlu –hún er ekki endalaus. Ef til dæmis væri um einstakling að ræða sem stofnaði félag, keypti þrjár, fjórar íbúðir og væri að leigja þær út á almennum markaði, þá það er ekki tilgangur Þórkötlu að fara að kaupa upp það húsnæði heldur að tryggja þeim einstaklingum sem búa í Grindavík möguleika á því að geta komið sér upp húsnæði annars staðar – og í þessu tilviki mundi ég halda að hann sé nákvæmlega í þeirri stöðu að ef þau fá ekki þessa íbúð uppkeypta þá eru lögin um Þórkötlu ekki að ná utan um hann. Hafi viðkomandi hins vegar sannarlega haft viðveru í viðkomandi húsnæði þá finnst mér það einmitt vera það sem þessi víða skilgreining nær utan um. Það gefur auga leið að ef þú ætlar að láta ríkið tryggja húsnæði þá koma upp mýmörg dæmi þar sem eitthvað er á gráu svæði, við hefðum aldrei getað skilgreint það í lögunum nákvæmlega, við hefðum alltaf þurft að hafa eitthvað mat á því og þess vegna er þetta sett svona inn. Lög sem þessi hafa aldrei verið sett á Íslandi og það var alveg ljóst að við mundum mögulega þurfa að gera einhverjar breytingar á þeim, mögulega þyrfti að skoða svigrúm nánar hjá Þórkötlu o.s.frv. þegar verkefni Þórkötlu er komið af stað. Við gerðum ráð fyrir þessu svigrúmi nákvæmlega út af svona máli.“

Lega Reykjanesbrautar

við flugstöðina

– breyting á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti, fyrir svæði A og af hálfu Landhelgisgæslunnar fyrir svæði B, þann 6. maí 2024, óverulega breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar þar sem fallið er frá breyttri legu Reykjanesbrautar og hún haldi núverandi legu næst flugstöðinni.

Breytingartillagan var staðfest af Skipulagsstofnun þann 16. júlí 2024 og var málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að óska frekari upplýsinga um breytingartillöguna hjá skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar á eftirfarandi netfang: bjorn.edvardsson@isavia.is

Telur mjög litlar líkur

á eldgosi í Grindavík

n Sérfræðingar Veðurstofunnar þurfa að skoða gögnin frá öllum hliðum

„Ég tel engan kvikugang ná undir Grindavík og þ.a.l. eru nánast engar líkur á eldgosi inni í Grindavík að mínu mati,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands. Þorvaldur hefur verið ansi áberandi í fjölmiðlum síðan jarðhræringarnar í Grindavík hófust og um tíma var hann í rýnihóp Veðurstofu Íslands. Hann setur varnagla við fréttaflutninginn, um að líkur séu á eldgosi innan varnagarðanna eða inni í Grindavík, það eru engar áreiðanlegar vísbendingar í gögnum um slíkt. Jafnframt hefur verið sýnt fram á, t.d., í grein sem birtist í tímaritinu „Geophysical Research Letters (De Pascal o.fl. 2024)“, að hreyfingarnar í og undir Grindavík 10. nóvember voru fyrst og fremst vegna hreyfinga um plötuskilin og einungis að litlu leyti vegna kvikuhreyfinga. Hættumat þarf að taka mið af öllum jarðfræðilegum upplýsingum, fornum sem nýjum, sem og öllum mögulegum sviðsmyndum. Slík vinnubrögð eru samfélaginu til heilla.

NÁTTÚRUVÁ

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Byggt á frekar einsleitri sýn

Þorvaldur bendir á að hættumatið frá Veðurstofunni virðist byggt á frekar einsleitri sýn og túlkun á eftirlitsgögnunum.

„Þeirra sýn er að lárétt færsla á skjálftavirkninni samsvari láréttri færslu á kviku. Þó svo að slíkt geti gerst, þá er það ekki algild regla. Sprungur geta opnast og lengst í lárétta stefnu, og þá með tilheyrandi skjálftavirkni, án beinnar tengingar við kvikuflæði. Hugmyndin um lárétt kvikuflæði, þ.e. kvikuhlaup, er nátengd túlkun sumra jarðvísindamanna á umbrotunum í Kröflu á árunum 1975-84. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir því að öll kvika sem tengist umbrotunum safnist fyrst fyrir í grunnstæðu (þ.e. á <9 km dýpi) kvikuhólfi megineldstöðvar og flæði síðan lárétt út úr hólfinu inn í samliggjandi sprungusveim. Nýlegar athuganir sýna að kvikan sem kom upp í Kröflugosunum kom úr tveimur mismunandi kvikugeymslum, einni sem inniheldur þróaða kviku á 7-9 km dýpi og annarri með frumstæða kviku á meira en 15 km dýpi (Carrol o.fl. 2023). Staðsetning gossprungnanna í Kröflugosunum er slík að kvikan sem kom upp í gosunum getur ekki annað en flætt lóðrétt frá kvikugeymslunum og upp í gegnum gosrásirnar (sbr. meðfylgjandi mynd 1). Það sama gildir um umbrotin á Reykjanesskaga, þar sem upprunalega kvikan sem er frumstæð, hefur komið frá geymsluhólfi á 9-12 km dýpi (s.br. mynd 2). Í tilfelli Sundhnúka hefur þessi frumstæða kvika fyrst safnast fyrir í grunnstæðu geymsluhólfi á 4-5 km dýpi og þróast þar (þ.e. léttist). Þessi kvikusöfnun er orsökin fyrir landrisinu í og umhverfis Svartsengi. Þegar þessi kvikugeymsla nær þolmörkum þá opnast sprungur í berginu umhverfis. Kvikan flæðir þá um þær út úr geymslunni og til yfirborðs í eldgosi. Í sviðsmyndinni þar sem þessi kvika flæðir lárétt út úr geymslunni sem „kvikuhlaup“ sem á að mynda kvikugang eftir Sundhnúkagosreininni, sem að jafnaði á að vera jafnlangur og dreifingin á skjálftavirkninni, þá þarf kvikan fyrst að flæða einhverja vegalengd í austur og síðan nokkra kílómetra til norðurs og suðurs á 3-4 km dýpi undir Sundhnúkareininni áður en hún kemur upp í eldgosi, eins og gefið er til kynna með svörtu örinni og örvamerkjunum á 2. mynd.

Ef við skoðum athuganir á framvindu eldgosanna í Sundhnúkum nánar, þá kemur í ljós að öll eldgosin, að 14. janúar gosinu undanskildu, hófust með opnun á stuttri (~500 m langri) gossprungu um hálfan til einn kílómetra suðaustur af Stóra-Skógfelli. Þetta bendir til þess að þegar kvikan fer af stað úr grunnstæðu kvikugeymslunni þá notar hún sömu gosrásina aftur og aftur. Jafnframt, þá er afstaða gossprungunnar þannig að kvikan er meira og minna að flæða lóðrétt upp úr þessari grunnstæðu geymslu (sbr. mynd 2). Í framhaldi, og samfara aukningu í afli gossins,

þá lengist gossprungan um allt að 2 km til norðurs og 2-3 km til suðurs (þ.e. að Hagafelli), rétt eins og væri verið að opna blævæng. Í þessari sviðsmynd þá endurspeglar lengingin flæði kviku eftir grunnstæðri sprungu allra efst í skorpunni (c.a. efsta kílómetranum). Þegar afl (þ.e.framleiðni) gossins fellur, þá dregst flæðið saman og myndar afmarkaða rás, sem fram til þessa hefur oftast legið að svæðinu við Sundhnúk. Hvað 14. janúar varðar, þá virðist kvikan hafa fundið beina leið upp í gossprunguna rétt sunnan við Hagafell og frá henni flæddi síðan afgösuð kvika eftir mjög grunnstæðri sprungu, sem var varla á meira en 100 metra dýpi, og komst þannig í skotfæri við húsin norðaustan í Grindavík.“

Ekki sammála nálguninni

„Það er alltaf verið að tala um kvikugang sem nær eða gæti náð undir Grindavík,“ segir Þorvaldur.

„Ég vil meina að svo sé ekki. Í fyrri sviðsmyndinni sem fjallað er um hér að framan, þá er gert ráð fyrir því í líkanreikningunum að dreifingin á skjálftavirkninni endurspegli lárétt flæði á kviku.

Sem sagt, ef skjálftavirknin nær alla leið undir Grindavík, þá nær kvikugangurinn líka alla þá leið. Þetta er sviðsmyndin sem Veðurstofan notar við sitt hættumat. Ég og nokkrir aðrir sérfræðingar erum ekki alveg sammála þessari nálgun og aðhyllumst frekar framvindunni sem er lýst í seinni sviðsmyndinni hér að framan. Samkvæmt því þá er lang líklegast að næsta gos, sem miðað við landrisið getur orðið innan tveggja vikna, komi upp á sama stað og fyrri gos, þ.e. suðaustan við Stóra-Skógfell. Jafnframt er lang líklegast að framvinda gossins verði eins og hún var í síðustu tveimur gosum, aflmikið í byrjun og hröðu falli á afli. Gossprungan verður álíka löng og í þeim gosum, bara spurning hvort að langtímavirknin setjist til í gígum við Sundhnúk eða sunnar, t.d. við endann á Hagafelli. En, það mun ráða miklu um áhrif hraunflæðis á innviði. Því miður, þá getur þetta ástand varað næstu mánuðina eða árin, jafnvel áratugina, þannig að við verðum einfaldlega að læra að lifa með ástandinu og það er vel mögulegt.“

„Ef við undanskiljum vellinginn frá gosinu 14 janúar, þá tel ég nánast engar líkur á því að kvika komi upp í eldgosi inni í Grindavík. Sú staðreynd að það hefur ekki gosið á svæðinu þar sem Grindavík stendur á síðustu 14 þúsund árum rennir stoðum undir þessa ályktun. Jafnframt sé ég ekkert í gögnunum og athugununum sem bendir til þess að kvika hafi flætt undir Grindavík þann 10. nóvember.“

Því miður, þá getur þetta ástand varað næstu mánuðina eða árin, jafnvel áratugina, þannig að við verðum einfaldlega að læra að lifa með ástandinu og það er vel mögulegt ...

Faglegri vinnubrögð Það hefur nánast mátt stilla klukkuna eftir þeim forsendum að þegar jákvæð frétt birtist um Grindavík, kemur frétt frá Veðurstofunni í kjölfarið, t.d. að undanförnu um að líklegt sé að næsta eldgos verði nær Grindavík, jafnvel innan varnargarða. Út af hverju telur Þorvaldur þetta stafa og hvað vill hann sjá til að laga stöðuna? „Ég held að þetta komi til af því, eins og ég minntist á hér að ofan, að hættumatið er byggt á frekar einsleitri sýn og túlkun á eftirlits-

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands.

gögnunum og að við treystum um of á reiknilíkön. Það þarf að horfa á öll gögn, ekki bara jarðskjálftana og landrisið, heldur líka gossögu svæðisins, hegðun og framvindu fyrri gosa og hraunflæðis, efnasamsetningu kvikunnar, gasútstreymi, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt eru möguleikarnir í mati á stöðunni ekki skoðaðir nægilega gaumgæfilega.

Hvað hættumatið varðar, þá er grundvallarmunur á útkomunni ef fyrri eða seinni sviðsmyndin sem lýst er hér að ofan er notuð. Fyrri sviðsmyndin, eðlis síns vegna, leiðir til útkomu þar sem eldgos og/eða meiriháttar umbrot inni í Grindavík eru með há líkindi, sbr. hættumat Veðurstofunnar. Í seinni sviðsmyndinni, þá eru mestar líkur á því að eldvirknin og umbrotin afmarkist að mestu við svæðið á milli Stóra-Skógfells og Hagafells (þ.e., Sundhnúka-gosreinina) og mjög litlar líkur á því að gos komi upp inni í Grindavík og ef hraun stefnir í átt að bænum þá ætti viðbragðstíminn samt sem áður að vera nægur og undankomuleiðir tryggar. Samkvæmt þessu, þá mætti vera með svipaðar ráðstafanir fyrir Grindavík og nú eru í gangi fyrir Bláa Lónið.“

Staðan sé skoðuð og greind út frá öllum hliðum

„Af þessum sökum er mjög mikilvægt að staðan sé skoðuð og greind út frá öllum hliðum og út frá mismunandi sviðsmyndum, ekki bara út frá þeirri sem er í náðinni á hverjum tíma. Niðurstaðan, þ.e. hættumatið, þarf að vera greind og rýnd af óháðum hópum og síðan þarf einnig að skoða samfélagsleg áhrif niðurstöðunnar og reyna að draga úr þeim eftir megni. Það er mjög hæft jarðvísindafólk sem vinnur hjá Veðurstofunni, og nokkrir þar sem ég hef kennt og leiðbeint í gegnum tíðina. En ég myndi gjarnan vilja sjá þau meira á vettvangi, það er mikill munur á því að vera á staðnum og fá atburðinn beint í æð eða sjá hlutina eingöngu í gegnum linsuna á myndavél og sem gögn á tölvuskjá. Mat Veðurstofunnar á stöðunni er sent til Almannavarna. Samkvæmt minni bestu vitund þá er þar bara einn faglærður jarðvísindamaður í föstu starfi. Þeir þurfa að vera fleiri að mínu mati, eða 4-5 faglærðir sérfræðingar í náttúruvá sem geta rýnt niðurstöðu hættumatsins frá Veðurstofunni og gefið sína umsögn þar af lútandi, sem og gert tillögur um breytingar ef þeir telja að þörf sé á því. Lokaákvörðun um aðgerðir er svo hjá Lögreglustjóra þess umdæmis

sem er undir tilskilinni vá, sem ber einnig ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar og aðgerðum sem settar eru í framkvæmd. En eins og staðan er í dag, þá hefur lögreglustjórinn ekki aðgang að óháðri faglegri ráðgjöf í þessu ferli og verður því, í blindni, að fara eftir ráðleggingum Veðurstofunar og Almannavarna. Þetta er alls ekki nógu gott og við getum gert miklu betur en þetta,“ segir Þorvaldur.

Hættumat Veðurstofunnar Þorvaldur á erfitt með að skilja að það sé í lagi að tæplega þúsund manns séu samankomnir í Bláa lóninu, en á sama tíma getur almenningur ekki farið til Grindavíkur og skoðað hvað gekk á.

„Að sjálf Grindavík sé búin að vera rauðmerkt meira og minna síðan 10. nóvember er sambærilegt við að það sé stöðugt rautt ljós á umferðarljósunum. Hvað gerir ökumaðurinn? Hann endar á að gefast upp og fer yfir á rauðu ljósi.

Sama gildir um Grindavík, rauður litur á hættumatskorti þýðir að bráð hætta sé yfirvofandi. Sú staða er ekki alltaf uppi við í Grindavík og þess vegna missir hættumatið marks að mínu mati. Við þurfum að temja okkur vinnubrögð sem hjálpa okkur við að nota græna, gula, appelsínugula og rauða ljósamerkið á uppbyggilegan og skynsaman hátt.

Bláa Lónið er opið og á sama tíma er Grindavík lokuð. Fólki er bannað að koma inn í bæinn og þ.a.l. eiga mörg fyrirtæki ekki möguleika á að halda sér á lífi. Það hefur heyrst að allur vesturhluti Grindavíkur sé í lagi, búið er að jarðvegsskanna bæinn og stór meirihluti húsa í bænum eru í lagi. Mælir eitthvað á móti á því að gera við þær götur sem þarf að gera við og opna bæinn?

Ef bærinn er opnaður tímabundið, þ.e. þegar hann er á „grænu ljósi“, þá þarf að hafa allar útgönguleiðir greiðar og tilbúna viðbragðsáætlun ef kemur til rýmingar á bænum vegna umbrotanna. Þá legg ég þunga áherslu á, að ég hef enga trú á að það muni nokkurn tíma gjósa inni í Grindavík. Jafnframt tel ég litlar líkur á að það sami endurtaki sig og gerðist 14. janúar. Það kæmi mér ekki á óvart ef eldgosum á Sundhnjúkagígaröðinni fari að ljúka og þau færist vestar á Reykjanesskagann. Þegar sá tími kemur, þá ætti ekkert að hindra það að Grindvíkingar leggi grunninn að því að hefja eðlilegt líf að nýju, það mun taka tíma en á einhverjum tímapunkti þarf að byrja,“ sagði Þorvaldur að lokum.

Vitadagar í Suðurnesjabæ taka á sig mynd

Bæjarhátíðin „Vitadagar - hátíð milli vita“ verður haldin hátíðleg í Suðurnesjabæ dagana 26. ágúst til 1. september næstkomandi. Nú er dagskráin að taka á sig góða mynd og er sveitarfélagið að birta reglulegar upplýsingar um nýja viðburði á fésbókarsíðu hátíðarinnar áður en lokadagskrá verður gefin út. Ef íbúar í Suðurnesjabæ eru með ábendingu eða vilja halda „heimatilbúinn“ viðburð eins og bílskúrssölu, garðtónleika eða hvað sem er þá er tekið á móti öllum ábendingum á vitadagar@sudurnesjabaer.is

Leggja landeigendum ramma að uppbyggingu

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur aftur hafnað tillögu landeigenda Bræðraborgarlands í Garði um þéttingu íbúðabyggðar. Ný tillaga landeigenda hefur verið lögð fram í framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þéttingu íbúðabyggðar á landi Bræðraborgar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 6. febrúar 2024 og á fundi ráðsins 29. mars 2023. í afgreiðslu framkvæmda- og skipulagsráðs segir að tillaga landeigenda hefur ekki tekið þeim breytingum sem óskað var eftir og tillögu því hafnað. Skipulagsfulltrúa falið að leggja landeigendum ramma að uppbyggingu og fjölda íbúða í samræmi við fyrri umræður ráðsins.

Gert að taka lægsta tilboði

í gervigras

Samkvæmt útboðsgögnum og lögum um opinber innkaup er Reykjanesbæ skylt að taka lægsta tilboði sem uppfyllir allar kröfur sem settar eru fram í útboðinu varðandi kaup á nýju gervigrasi í Reykjaneshöll.

Bæjarráð samþykkti nýverið 5-0 að taka tilboði Metatron upp á tæpar 92 milljónir króna í gervigras í Reykjaneshöllina. Í fundargögnum frá þeim tíma sagði: „Í áliti íþróttafélaganna kemur fram að vænlegasti kosturinn er að fjárfesta í sama grasi og er á útivelli félaganna við Reykjaneshöll en þá æfa og spila leikmenn á sama grasi og getur það enn fremur verið hagræðing í þjónustu við báða velli að vera með sama þjónustuaðila.“ Á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar var málið tekið fyrir aftur. Þar segir: „Við yfirferð á útboðsgögnum kom í ljós að í lið 8.1. í valforsendum er áréttað að heildartilboðsverð verði eingöngu notað við val á tilboðum í umræddu útboði. Út frá því er ljóst samkvæmt útboðsgögnum og lögum um opinber innkaup að Reykjanesbæ sé skylt að taka lægsta tilboði sem uppfyllir allar kröfur sem settar eru fram í útboðinu, sem er tilboð Altis um gervigras og fjaðurpúða í Reykjaneshöll.“

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir 4-0 að taka tilboði Altis að upphæð kr. 85.773.017 kr. Bæjarráð afturkallar og ógildir fyrri ákvörðun í sama máli á fundi þann 11. júlí 2024. Helga Jóhanna Oddsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulag í

Reykjanesbæ

Bæjarráð á fundi 11. júlí samþykkti að auglýsa eftirfarandi:

Aðalskipulagsbreyting fyrir M11 við Bolafót

Auglýst er skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010 vinnslutillaga breytingar á aðalskipulagi fyrir M11 við Bolafót. Svæðið stækkar úr 4,1ha í 5,4ha og sett voru inn nánari ákvæði um skilyrði fyrir áframhaldandi rekstri iðnaðarstarfsemi sem er þó almennt víkjandi á svæðinu. Athugasemdafrestur er frá 25. júlí til og með 22. ágúst 2024. Umsagnir berist í skipulagsgátt. Þar eru nánari gögn. Málsnúmer: 345/2024

AðalskipulagsbreytingÍB28 og S45 við Hlíðarhverfi

Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga sem felst í að íbúðasvæði ÍB28 stækkar til austurs en ÍÞ2 og S45 dregst saman sem því nemur. Samþykkt var að senda á Skipulagsstofnun til afgreiðslu. nánari gögn eru á skipulagsgátt Málsnúmer 950/2024

Aðal- og deiliskipulagsbreyting Helguvík

Auglýst er skipulags- og matslýsing fyrir breytingu iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæði, I1, AT15 og H1. skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er frá 25. júlí til og með 22. ágúst 2024. Umsagnir berist í skipulagsgátt. Þar eru nánari gögn. Málsnúmer: 949/2024

Nánari gögn er að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is og á reykjanesbaer.is Reykjanesbær 25. júlí 2024

Eldgos við Sundhnúk 29. maí 2024. VF/Ísak Finnbogason

sport

Íslandsmótið í golfi heppnaðist

„Það gekk allt upp sem þurfti að ganga upp, völlurinn var í frábæru ásigkomulagi, breytingarnar á uppsetningu vallarins mæltust mjög vel fyrir, vallar- og mótsmet voru slegin og síðast en ekki síst var farin hola í höggi,“ segir Birkir Þór Karlsson, vallarstjóri á Hólmsvelli í Leiru, golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja (GS), en Íslandsmótið í höggleik, stærsta mót sumarsins, fór fram fyrr í mánuðinum.

Upprunalega átti Golfklúbbur Reykjavíkur að halda mótið en klúbburinn baðst undan því og þar með var leitað til GS seint síðasta haust. Fljótlega var tekin ákvörðun um að þekkjast boðið og fór þá allt á fullt í undirbúningi og ákveðið að ráðast í þær framkvæmdir sem höfðu staðið til og áttu að vera búnar áður en Íslandsmótið yrði haldið í Leirunni 2026 eða 2027. Mesta athygli vakti breytt holuröðun en sú hugmyndin fæddist samt ekki þegar ákvörðun var tekin um að halda mótið.

„Það er kannski ótrúlegt að mönnum hafi ekki dottið þessi breyting fyrr í hug, sjálfur hafði ég aldrei spáð í þessu en þegar búið er að framkvæma breytinguna getur maður ekki annað en hugsað með sér; af hverju var ekki löngu búið að gera þetta? Fyrir þá sem ekki þekkja til snýst breytingin um að færa erfiðustu holurnar yfir á seinni níu en þetta voru fyrstu holurnar á vellinum. Byrjunin var sérstaklega erfið má segja, par 5 hola með lítið rými hvort sem var til hægri eða vinstri, kylfingar ekki orðnir heitir og oftar en ekki er mótvindur á þessari holu. Eftir hana kemur erfið og blind hola og þar næst svo hin margrómaða Bergvík, ein fallegasta golfhola landsins. Mörgum fannst hálf sorg-

Golfmæðgurnar Karen og Guðfinna voru heiðursgestir á Íslandsmótinu í golfi

– Karen sló fyrsta höggið. Keppt um Guðfinnubikarinn í fyrsta sinn.

Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja eiga saman ellefu Íslandsmeistaratitla í golfi en sú síðarnefnda tók fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru dagana 18.–21. júlí.

Guðfinna var fyrsti Íslandsmeistari kvenna 1967 og vann alls þrisvar sinnum. Karen dóttir hennar byrjaði í golfi fimm ára og vann átta titla í röð, 1989–2006. Þær voru heiðursgestir við upphaf Íslandsmótsins í golfi sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru 18.-21. júlí, á heimavelli þeirra mæðgna og Karen sló fyrsta höggið. Á Íslandsmótinu í ár var í fyrsta skipti keppt um Guðfinnubikarinn sem besti áhugakylfingurinn í kvennaflokki á mótinu vinnur. Guðfinna átti í fórum sínum eignarbikar sem hún vann 1967, sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, og hann var afhentur í mótslok. Íslandsmeistari kvenna 2024, Hulda Clara Gestsdóttir,

var fyrst til að vinna Guðfinnubikarinn. „Ég ætlaði nú eiginlega ekki að tíma því að láta bikarinn frá mér,“ sagði Guðfinna og hló en hún var ein af fáum og þeim fyrstu konum sem tóku þátt í Íslandsmóti. „Við fengum bara að spila níu holur og ég barðist fyrir því að við fengjum að spila meira. Þetta var frumkvöðlastarf hjá mér og okkur sem

voru í kvennahópnum, að reyna fá að spila keppnisgolf. Ég man að þetta var vesen í byrjun að fá kylfur og búnað og fyrstu kylfurnar sem ég notaði voru karlakylfur. Svo kom þetta nú allt með tímanum. Ég hef átt frábæra tíma á golfvellinum með fjölskyldunni allri enda er þetta frábær íþrótt sem ég reyni að stunda enn,“ segir Guðfinna en hún er 78 ára. Karen rifjar það upp í viðtali sem VF/kylfingur.is tók við þær mæðgur (og sjá má í myndbandi á vf.is og kylfingur.is) að hún hafi byrjað að spila golf þegar hún var fimm ára. „Ég var eitthvað að leika mér í og við fjörurnar í Leirunni ásamt því að reyna slá bolta. Mér fannst þetta magnaður staður og þykir enn,“ segir Karen m.a. í spjallinu en allir fjölskyldumeðlimirnir urðu Íslandsmeistarar. Karlpeningurinn, faðirinn Sævar sem er látinn varð einu sinni Íslandsmeistari í 1. flokki og sonurinn, Sigurþór, varð Íslandsmeistari unglinga einu sinni og það sama ár og systir sín.

legt að sú hola væri aldrei í sjónvarpi og þar með var þetta í raun mjög einföld ákvörðun. Fyrsta holan í dag er gamla níunda holan, þægileg byrjunarhola og eina breytingin í raun er að eftir gömlu par 5 holuna sem var númer 14 og er númer sex í dag, kemur önnur par 5 hola, hola sem var númer sex í fyrri uppsetningu. Holur fimmtán til átján halda sér eins og þær voru, það er stutt að fara frá flöt fjórtán sem var flöt númer fimm. Ég tel líka mjög gott að breyta gömlu fyrstu holunni úr par 5 í par 4 og færa teigana framar, þá er enginn í hættu og kylfingar auk þess orðnir heitir þegar kemur að þeirri holu. Allir kylfingar voru himinlifandi með allar þessar breytingar og ljóst að völlurinn verður spilaður svona út þetta sumar og svo mun aðalfundur taka ákvörðun hvort breytingin verði varanleg.“

Hola í höggi og met

Segja má að allt hafi haldist í hendur til að láta allt ganga fullkomlega upp, veðrið lék við kylfinga fyrstu dagana en veðurguðirnir vildu líka sýna á lokadeginum að Leirulognið getur líka ferðast á smá hraða. Þar sem ný uppsetning var á vellinum var ljóst að nýtt vallarmet myndi líta dagsins ljós, mótsmet var slegið og síðast en ekki síst lét rúsínan í pylsuendanum sjá sig.

Fyrir þá sem ekki þekkja til snýst breytingin um að færa erfiðustu holurnar yfir á seinni níu en þetta voru fyrstu holurnar á vellinum

„Það er búið að vera mikið að gera undanfarnar vikur má segja við að koma vellinum í stand og ekki síst, framkvæma þær breytingar sem búið var að ákveða, t.d. varðandi nýja göngustíga. Við ákváðum að malbika þá og gerir það ásýnd vallarins miklu betri. Malbikunargengið mætti um hádegi einn daginn en þá var of mikil rigning svo þeir komu aftur seinni partinn og þá gekk dæmið upp. Það var mikið álag á okkur síðustu vikur og á sunnudeginum fyrir mótið kallaði ég alla út en þá rigndi eins og hellt væri úr fötu. Spáin sýndi samt fram á góða daga og má segja að veðrið hafi leikið við okkur fyrstu dagana fyrir utan úrhellisskúr á öðrum degi í u.þ.b. klukkustund. Sumir kylfingar höfðu á orði að þeir væru ekki vanir að spila í svona logni í Leirunni, það segir eitthvað. Þessar rigningar að undanförnu, gerðu það að verkum að flatirnar voru mjög mjúkar og því gátu þessir frábæru kylfingar ráðist á pinnann eins og sagt er. Strax á fyrsta degi spiluðu tveir kylfingar á sex undir, eða 65 höggum. 64 högg sáust næsta dag og Gunnlaugur Árni Sveinsson sló svo það vallarmet á þriðja degi og lék á átta undir, eða 63 höggum, algerlega frábært. Það var svo Aron Snær Júlíusson sem stóð uppi sem sigurvegari á nýju mótsmeti, eða fjórtán undir pari. Rúsínan í pylsuendanum var svo kannski að strax á fyrsta degi, og það tiltölulega snemma, fór kylfingur holu í höggi. Einar Bjarni Helgason afrekaði það á níundu holu, gömlu áttundu holunni.

Nú róast aðeins hjá okkur vallarstarfsmönnunum en svo styttist í meistaramót GS, það er líka fjögurra daga mót og verður nóg að gera hjá okkur í kringum það og svo eru frekari framkvæmdir á vellinum fyrirhugaðar eftir golftímabilið. Þá munum við fá gervigras úr Nettóhöllinni en það verður skipt um það í haust, og munum setja það á nokkra staði á Hólmsvelli, þar sem golfbílarnir keyra og líka á að gera nýja göngustíga. Fyrir utan að sjá um Hólmsvöll sláum við líka púttflatirnar við sjúkrahúsið og hirðum líka Ásbrúarvöllinn. Það er nóg að gera hjá okkur og ég myndi segja að framtíð golfs á Suðurnesjunum sé mjög björt,“ sagði Birkir Þór að lokum.

Séð yfir hluta Hólmsvallar.
Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir við upphaf Íslandsmótsins í golfi
Birkir Þór með afmælismerki GS í baksýn.

Knattspyrnusamantekt

Þetta er okkar partí

Njarðvíkingar

mæta ÍBV

í Þjóðhátíðarleiknum

Lengjudeild karla:

Keppnin er hörð í jafnri og spennandi Lengjudeild karla í ár. Njarðvíkingar hafa gefið lítillega eftir eftir frábæra byrjun en þeir eru nú í þriðja sæti þegar fimmtánda umferð er að hefjast. Í síðustu umferð fór ÍBV upp fyrir Njarðvíkinga á markamun en þessi lið mætast einmitt í Þjóðhátíðarleiknum í ár. Eftir súrt 1:1 jafntefli við Þrótt á heimavelli sagði Sigurjón Már Markússon, varnarmaður Njarðvíkinga, að ekkert annað en sigur kæmi til greina. „Þetta er okkar partí!“ Keflvíkingar hafa verið á góðu róli og unnið þrjá síðustu leiki, þeir eru komnir í fimmta sæti en þeir taka á móti Þór frá Akureyri á miðvikudag, 31. júlí. Grindavík er í áttunda sæti með sautján stig. Þeir mættu Aftureldingu á þriðjudag en úrslit voru ekki ljós þegar Víkurfréttir fóru í prentun. Afturelding er með jafnmörg stig og Grindavík.

Lengjudeild kvenna:

Sigurjón Már Markússon var alls ekki sáttur þegar hann ræddi við Víkurfréttir eftir jafntefli við Þrótt Reykjavík. VF/JPK

Keflavík gengur ekki sem skildi í Bestu deild kvenna og situr á botni deildarinnar ásamt Fylki. Keflvíkingar naga sig sennilega enn í handabökin eftir 0:1 tap fyrir Þór/ KA í fjórtándu umferð en þá voru markverðir beggja liða í aðalhlutverkum og færi beggja liða fóru sannarlega forgörðum.

Keflavík lék gegn Þrótti Reykjavík á þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir þegar Víkurfréttir fóru í prentun.

Dröfn með 100 leiki fyrir Grindavík

Fyrir leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild kvenna í síðustu viku afhenti Haukur Guðberg, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Dröfn Einarsdóttur viðurkenningu fyrir 100 spilaða leiki fyrir Grindavík í Íslandsmóti og bikarkeppni.

Dröfn spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki í Borgunarbikarnum gegn Þrótti árið 2014, þá fimmtán ára gömul. Dröfn hefur alls leikið 244 leiki í

mótum á vegum KSÍ en hún lék með Keflavík árin 2019 til 2023 áður en hún sneri aftur heim í Grindavík fyrir þetta tímabil.

2. deild karla:

Þróttur Vogum er í fimmta sæti annarrar deildar en Reynir er í neðsta sæti með átta stig.

Þróttarar mæta KFG í Garðabæ á miðvikudag en Reynismenn fá KFA í heimsókn á fimmtudag.

3. deild karla:

Víðismenn eru í harðri baráttu um efstu sæti þriðju deildar en Víðir situr í þriðja sæti, einu stigi á eftir Árbæ sem er í öðru sæti.

Víðir tók á móti Vængjum Júpíters á þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir þegar Víkurfréttir fóru í prentun.

4. deild karla:

RB tapaði 2:1 fyrir toppliði Ýmis í þrettándu umferð fjórðu deildar karla en RB náði forystu í fyrri hálfleik með marki Hristo Mladenov (19’).

RB situr í neðsta sæti með níu stig, jafnmörg stig og Skallagrímur en markamunur liðanna er heil 23 mörk Borgnesingum í hag.

5. deild karla, A-riðill:

Staðan er mjög jöfn á toppi A-riðils fimmtu deildar en Álftanes er á toppnum með 29 stig, þá koma Hafnamenn með 28 stig og Álafoss með 27 stig. Hafnir og Álafoss eiga leik til góða á Álftanes.

Hafnamenn mæta Úlfunum á útivelli á fimmtudag.

Úrslit leikja má sjá á vf.is

Logi aðstoðar Rúnar Inga í Bónusdeildinni

Logi Gunnarsson verður aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni með karlalið Njarðvíkur í Bónusdeildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík.

Rúnar Ingi Erlingsson stýrir Njarðvík í Bónusdeild karla í körfuknattleik.

Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar og er Njarðvík hans fyrsta lið í úrvalsdeild karla en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil og gerði m.a. liðið að Ís-

landsmeisturum árið 2022 og fór með liðið í úrslit á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilum. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,“ sagði Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

Logi lagði körfuboltaskóna á hilluna eftir tímabilið 2022/2023 en hann kemur með mikla reynslu og óumdeilanlega leiðtogahæfileika inn í hóp Njarðvíkurliðsins.

Störf í leik- og grunnskólum

Leikskólinn Hjallatún - Deildarstjóri

Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennari

Myllubakkaskóli - Atferlisráðgjafi eða þroskaþjálfi

Myllubakkaskóli - Sérkennari

Stapaskóli - Kennari á leikskólastig

Tjarnasel - Leikskólakennarar

Önnur störf

Fjörheimar félagsmiðstöð - Frístundaleiðbeinandi

Velferðarsvið - Deildarstjóri í heima- og stuðningsþjónustu

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í rágjafar- og virkniteymi

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Besta deild kvenna:
Logi Gunnarsson og Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, handsala samninginn. Myndir/JBÓ
Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflvíkinga, í viðtali við Víkurfréttir.

Lífsgæði í Leiru

Lengsta sjónvapsútsending frá

Suðurnesjum sem ekki var frá hamförunum í Grindavík var um þarsíðustu helgi. Íslandsmótið í golfi í Leirunni. Frægasta golfhola landsins, Bergvíkin, skartaði sínu fegursta. Sjónvarpsáhorfendur fengu í fyrsta sinn að sjá þessa glæsilegu golfholu bæði á flóði og í fjöru í beinni útsendingu. Leirulognið hafði hægt um sig allt fram á lokadag en þá fengu keppendur að eiga við Leiruna eins og hún gerist best.

Forystumenn Golfklúbbs

Suðurnesja hafa staðið sig gríðarvel undanfarin ár í bætingum á vallarsvæðinu sem stöðugt verður glæsilegra. Ekki hafa viðlíka framkvæmdir átt sér stað hjá klúbbnum síðan í formannstíð Einars Magnússonar, tannlæknis, um síðustu aldamót og held ég að honum verði aldrei fullþökkuð sú eljusemi sem hann sýndi við uppbyggingu mannvirkja á svæðinu. En það voru aðrir á undan honum og ber þar helst að nefna bræðurna Hörð og Hólmgeir Guðmundssyni sem eru guðfeður Hólmsvallar í Leiru og Loga heitinn Þormóðsson sem hélt Landsmót með stæl í Leirunni 1986.

Golfklúbbur Suðurnesja fagnar á þessu ári 60 ára afmæli. Að mínu mati eru er tveir bestu golfvellir landsins í Leirunni og í Vestmannaeyjum. Ég hef haldið því fram við nokkra Eyjamenn að ef þeir héldu rétt á spilunum gætu þeir haft meiri tekjur af golfvellinum heldur en Þjóðhátíðinni. Þeir hafa allir haldið mig bilaðan. Fyrir golfáhugamenn sem sátu við sjónvarpið um helgina var sýnt frá

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru og frá Opna mótinu (e. The Open) sem leikið var á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Royal Troon er örlítið eldri en Hólmsvöllur en þar byrjuðu menn að leika golf árið 1878. Að leika einn átján holu hring á Royal Troon kostar 65.000 kr. Fullt vallargjald er Leirunni er 12.000 kr. en almennt eru gestir að greiða vallargjald uppá um 6.500 kr., eða einn tíunda af því sem kostar að leika á Royal Troon. Lesendur geta sjálfir farið í útreikningana en í golfheiminum er mestur vöxtur í þeim geira sem kallast „Destination Golf“ en þeir sem eru illa haldnir af golfbakteríunni ferðast um heiminn og leika golfvelli á afskekktum stöðum og greiða rausnarlega fyrir vallargjöldin. Það þarf t.d. ekki nema 5.000 leikna hringi á golfvelli fyrir viðlíka vallargjald og á Royal Troon til að jafna við tekjurnar af Þjóðhátíð. Árlega eru leiknir ríflega 18.000 hringir á Hólmsvelli.

Það eru fólgin í því mikil lífsgæði fyrir Suðurnesjamenn af hafa aðgang að fjórum frábærum golfvöllum á svæðinu fyrir vægast sagt mjög hóflegt árgjald. Golfvellirnir í Sandgerði og Grindavík eru mjög góðir og ekki má gleyma flottum níu holu Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströndinni. Njótið þessara lífsgæða. Golf lengir lífið.

960 kíló af rusli úr fjörunni

Starfsfólki Lagardère Travel Retail bauðst á dögunum að nýta hluta vinnutíma síns við strandhreinsun á Garðskaga. Um 30 manns tóku þátt og söfnuðu um 960 kílóum af rusli á hreinsunardeginum.

Samkvæmt Magdalena Anna Bilska, gæða- og sjálfbærnistjóra Lagardère, kom innblásturinn að þessu tiltekna framtaki frá Bláa hernum þegar Lagardère hafði samband við þau varðandi samvinnu tengda sjálfbærni. Blái herinn eru félagasamtök sem hafa fjarlægt yfir 1.550 tonn af rusli úr íslenskri náttúru á undanförnum 25 árum.

Mundi

„Garðströnd varð fyrir valinu þar sem hún er í nærumhverfi starfseminnar okkar á flugvellinum. Þetta framtak passar fullkomlega við sjálfbærnistefnuna okkar, sem miðar að því að auka jákvæð áhrif fyrirtækisins á umhverfi og samfélag. Það er góð tilfinning að geta gefið til baka til samfélagsins í kringum okkur og styðja við varðveislu íslenskrar náttúru um leið,” segir Magdalena. Lagardère rekur veitingastaðina Bakað, Loksins, Mathús og Keflavik Diner, sem opnaði fyrir

Vertu velkomin(n) til okkar!

Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt.

skömmu á Keflavíkurflugvelli. Á næstunni mun fyrirtækið einnig opna mathöllina Aðalstræti en þar verða veitingastaðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo.

„Mikil ánægja var hjá þeim sem mættu á hreinsunardaginn. Starfsfólkið okkar kunni virkilega vel að meta tilbreytinguna, samveruna og að geta gefið til baka til samfélagsins. Allir voru sammála um að þetta er eitthvað sem okkur langar að gera aftur,“ sagði Magdalena að lokum.

Myndir: Michal Jan Oles

Verða Örlygsstaðir ekki tilvalið nafn á nýjan heimavöll Njarðvíkinga?
Hópurinn glaður í bragði að loknu góðu dagsverki.
Tómas Knútsson frá Bláa hernum var starfsfólki Lagardère Travel Retail innan handar við strandhreinsunina.
Magdalena Anna Bilska tók þátt í hreinsun fjörunnar á Garðskaga.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.