Víkurfréttir 29 / 2017

Page 1

• fimmtudagur 20. júlí 2017 • 29. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Mögnuð náttúra við Gunnuhver

n Gunnuhver og nágrenni á Reykjanesi er hreint magnað umhverfi. Risastór gígur á hverasvæðinu sýnir vel hversu svæðið er lifandi og síbreytilegt. Myndin var tekin með flygildi Víkurfrétta á dögunum.

Ungir frumkvöðlar stofna bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli

FÍTON / SÍA

■■Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson eru ungir frumkvöðlar af Suðurnesjum sem stofnuðu nýlega bílastæðaþjónustuna Base Parking við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessi nýja þjónusta er fyrir þá sem vilja geyma bílana sína á öruggum stað á meðan dvalið er erlendis. Ferðamenn sem hafa komið á einkabílum í flugstöðina hafa margir hverjir lent í vandræðum með að finna bílastæði fyrir bíla sína. Þeir félagar fundu lausn á þessum vanda og bjóða þeim sem koma á einkabílum að taka bílinn við flugstöðina og aka honum á öruggt svæði á Ásbrú. Viðtal við þá Ómar og Njál er á síðu 10 í Víkurfréttum í dag.

einföld reiknivél á ebox.is

Garðmenn í vandræðum vegna tafa hjá ráðherra ●●Stjórnvöld virða ekki eigin leikreglur í samþykkt aðalskipulags fyrir Keflavíkurflugvöll

Nýtt aðalskipulag fyrir Keflavíkurflugvöll hefur ekki enn verið staðfest þrátt fyrir að allir lögbundnir afgreiðslufrestir séu liðnir fyrir mánuðum síðan. Umhverfisráðherra dregur lappirnar í málinu og heldur skipulagsmálum í Sveitarfélaginu Garði í gíslingu, en nýtt aðalskipulag flugvallarsvæðisins er forsenda þess að hægt verði að gera breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs á svæðinu við Rósaselstorg. Garðmenn þurfa m.a. að deiliskipuleggja svæðið fyrir iðnað og verslun. Mikill áhugi er á uppbyggingu í landi Sveitarfélagsins Garðs við Rósaselstorg. Greint hefur verið frá fyrirhuguðum þjónustukjarna undir nafninu Rósasel, þar sem Kaupfélag Suðurnesja hefur hug á að byggja stóran verslunar- og þjónustukjarna. Þá hefur Atlantsolía endurnýjað lóðarumsókn hjá Sveitarfélaginu Garði og fleiri aðilar hafa sýnt uppbyggingu á svæðinu áhuga. Til að sú uppbygging geti átt

sér stað þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Garðs, en það er ekki hægt fyrr en aðalskipulag Keflavíkurflugvallar hefur verið samþykkt. Keflavíkurflugvöllur er með sérstakt skipulagsvald, þvert á þau sveitarfélög sem eiga land að flugvellinum. Skipulagsstofnun tók sér tíma langt umfram lögbundinn afgreiðslufrest til að staðfesta nýtt aðalskipulag Keflavíkurflugvallar, en vísaði aðalskipulaginu að lokum til umhverfisráðherra til afgreiðslu. Umhverfisráðherra hefur nú farið langt umfram lögbundinn afgreiðslufrest og hefur ekki ennþá afgreitt málið. Að öllu eðlilegu hefði Skipulagsstofnun átt að staðfesta skipulagið í maí 2016 og ef umhverfisráðherra virti skipulagsreglugerð hefði ráðherra átt að klára málið 1. maí 2017. Upplýsingar sem Sveitarfélagið Garður hefur núna eru þær að ráðherra mun ekki klára málið fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst nk. Skipulagsyfirvöld í Garði hafa gengið

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Rósaselstjarnir og Rósaselstorg í Sveitarfélaginu Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi frá breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið, en sú breyting fæst ekki samþykkt fyrr en aðalskipulag Keflavíkurflugvallar hefur verið samþykkt. Samhliða hefur verið unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið við Rósaselstorg. Bæjaryfirvöld í Garði sátu fund með Skipulagsstofnun í síðustu viku og eftir þann fund er til skoðunar í Garði að senda inn aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins og láta reyna á hvort hún fáist samþykkt, þrátt fyrir að aðalskipulag Keflavíkurflugvallar hafi ekki verið samþykkt. „Þessar tafir hafa valdið okkur miklum vandræðum og það eru hagsmunir margra aðila þarna á bakvið. Þessar ótrúlegu tafir á afgreiðslu málsins koma sér mjög illa fyrir sveitarfélagið, flugvallaryfirvöld og fjölmarga aðra aðila sem hafa beðið eftir staðfestingu

aðalskipulagsins í meira en eitt ár. Það er dapurlegt að upplifa að stjórnvöld virði ekki þær reglur sem þau setja sjálf og að stjórnsýsla og málsmeðferð Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra sé í því skötulíki sem við blasir í þessu máli,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði í samtali við Víkurfréttir. Magnús segir að svæðið sem um ræðir sé verðmætt til framtíðar og því skipti miklu máli hvernig starfsemi sé sett þar niður. Sveitarfélögin Garður, Sandgerði og Reykjanesbæ hafa verið í samvinnu um heildarsýn fyrir svæðið á Miðnesheiði. Meðal annars hafa sveitarfélögin skoðað hvernig farið var í svipað verkefni við Schiphol-flugvöll í Amsterdam og eiga von á fulltrúum frá Schiphol hingað í haust til frekari kynningar á því verkefni og ráðgjafar.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. júlí 2017

Framkvæmdasvæði á Vatnsleysuströnd Framkvæmdirnar við sjóvarnargarðana eru unnar af Óskaverki ehf. Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Víkurfrétta segir að ekki verði farið í aðrar framkvæmdir við sjóvarnargarða á Suðurnesjunum á þessu ári.

●●Framkvæmdir við sjóvarnargarða á Vatnsleysuströnd

Mikilvægt að verja landið fyrir ágangi sjávar Garðmenn fleiri en 1600 ■■Íbúatalan í Garði er í fyrsta skipti komin yfir 1600. Á þriðjudagsmorgun fengu bæjarskrifstofurnar í Garði tilkynningu um það að íbúatala Sveitarfélagsins Garðs væri 1601 íbúi. „Er á meðan er,“ sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði, þegar Víkurfréttir heyrðu í honum með tíðindin í dag. Bæjarstjórinn fer ekki leynt með það að fjölgun íbúa megi rekja til starfsmanna IGS á Keflavíkurflugvelli sem nýlega fluttu inn á Garðvang í Garði.

Þar var áður rekið hjúkrunarheimili en Nesfiskur í Garði eignaðist húsið nýverið og leigir það áfram til IGS. „Það er alltaf gott að fá fleiri útsvarsgreiðendur í bæjarfélagið,“ bætir Magnús við. Hann segir nýju íbúana á Garðvangi ekki freka á þjónustu sveitarfélagsins. Þeir nýti sér sundlaugina til líkamsræktar og sólbaða. Það kemur svo í ljós með haustinu hvort Garðmenn nái að halda sér ofan við 1600 íbúa múrinn, þegar dregur úr sumaráhrifum í starfsemi á Keflavíkurflugvelli.

ALLTAF PLÁSS Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

■■Framkvæmdir standa nú yfir við sjóvarnargarða á Vatnsleysuströnd en fræmkvæmdirnar eru á hendi Vegagerðarinnar, sem tók á sínum tíma yfir hlutverki Vitaog hafnarmálastofnunar. Bygging sjóvarnargarða er ákveðin á samgönguáætlun, þar sem m.a. er tekið tillit til tillagna og umsagna sveitarfélaga. Framkvæmdirnar munu kosta um 17 milljónir króna en sveitarfélagið greiðir 15% af kostnaðinum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir að í ár verði framkvæmdir tvær, annars vegar verði unnið að úrbótum á

garðinum nærri þéttbýlinu (Norður-Vogar) og hins vegar framhald byggingar nýs varnargarðs við Breiðagerði. „Á þeim slóðum hefur ágangur sjávar verið talsverður undanfarið, og því mikilvægt að verja landið með þessum varnargörðum.“ Framkvæmdirnar við sjóvarnargarðana eru unnar af Óskaverki ehf. Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Víkurfrétta segir að ekki verði farið í aðrar framkvæmdir við sjóvarnargarða á Suðurnesjunum á þessu ári. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Grænlendingar styrktir af Suðurnesjamönnum

Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík heldur starfsleyfinu ■■Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í vikunni kröfu Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, Landverndar, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökum Íslands og Ellerts Grétarssonar áhugaljósmyndara um ógildingu starfsleyfis kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík. Thorsil ehf. áætlar að reisa kísilverksmiðju í Helguvík á lóð við hliðina á kísilverksmiðju United Silicon. Þar áætlar Thorsil að framleiða 110.000 tonn af kísilmálmi á ári í fjórum ljósbogaofnum. Thorsil ehf. fékk fyrst starfsleyfi árið með til­liti til sam­virkra áhrifa verk­ 2015 og var það fellt úr gildi af úr- smiðjunn­ar, öfl­un­ar orku og flutn­ings skurðarnefnd umhverfis- og auð- henn­ar á svæðið. Einnig væri leyfið lindamála í október 2016 vegna ágalla gefið út fyr­ir helm­ingi stærri verk­ á auglýsingu um veitingu þess. Nýtt smiðju en ívilnana­samn­ing­ur rík­is­ins leyfi frá Umhverfisstofnun var svo við Thorsil hljóðaði upp á. Í niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar gefið út í febrúar síðastliðnum. Útskurðarnefndin telur að ekki eigi seg­ir að ekki verði talið að í leyf­is­veit­ að ógilda starfs­leyfið í þetta skipti, ing­unni séu þeir form- eða efn­is­ann­ en í kær­unni var meðal ann­ars sagt mark­ar sem geti valdið ógild­ingu. Var að um­hverf­i s­m ati væri ábóta­v ant kröfu kær­enda því hafnað.

■■Bæði bæjarráð Grindavíkur og Reykjanesbæjar hafa samþykkt á fundum ráðanna að styrkja landssöfnunina „Vinátta í verki“. Söfuninin snýr að því að aðstoða Grænlendinga í kjölfar flóðbylgjunnar sem átti sér stað í þorpinu Nuugaatsiaq í Vestur-Grænlandi þann 17. júní síðastliðinn, þegar jarðskjálfti af stærðinni 4 reið yfir landið. Grindavík styrkir söfnunina um 250.000 krónur og Reykjanesbær um 200.000 krónur, en söfnunarféð mun renna óskert til neyðarhjálpar og uppbyggingar í samvinnu við sveitarfélagið Nuutgaatsiaq í Grænlandi og hjálparsamtök á svæðinu. Hrafn Jökulsson, talsmaður söfnunarinnar, hefur á undanförnum vikum leitað til sveitarfélaga og hvatt þau til að styrkja ef mögulegt sé.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222


Maren hefur starfað við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli í tvö ár. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. SMIÐUR Í EIGNAUMSÝSLUDEILD

R A F E I N DAV I R K I

Helstu verkefni eru smíðavinna, almennt viðhald eigna og önnur tilfallandi verkefni viðhaldsteymis. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: • Sveinspróf í smíðum • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg • Vandvirkni og sjálfstæði í starfi • Geta unnið undir álagi • Þarf að geta unnið í teymi

Helstu verkefni eru uppsetning, viðgerðir og eftirlit með rafeindabúnaði á Keflavíkurflugvelli. Hæfniskröfur: • Sveinsbréf í rafeinda- eða rafvirkjun • Þekking á aðgagnsstýrikerfum, myndavélaeftirlitskerfum, öryggiskerfum, brunavarnarkerfum og hljóðkerfum er kostur • Reynsla af viðgerðum er kostur • Góð tölvukunnátta • Góð íslensku og enskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Garðarsson deildarstjóri eignaumsýsludeildar, saevar.gardarsson@isavia.is

Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R

UMSÓKNARFRESTUR: 30. JÚLÍ 2017

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


ÍSLENSK framleiðsla

69

69

69

kr. 145 g

kr. 330 ml

kr. 330 ml

Maryland Kex 145 g, 4 tegundir

Egils Kristall 330 ml, 3 tegundir

Pepsi eða Pepsi Max 330 ml

ÍSLENSK framleiðsla

129 kr. 150 g

ES Súkkulaðibitakex 150 g

129

498

498

ES Súkkulaðikex 125 g, 2 tegundir

Diletto Kaffi Malað eða baunir, 400 g

Cocoa Puffs 465 g

kr. 465 g

kr. 400 g

kr. 125 g

Grillveislan

3,5kg

Byrjar í Bónus EINNOTA

Grill - 600 g

198

298

359 kr. 1 l

598

Heima Grillbakkar 4 stk. í pakka

Heima Einnota Grill 600 g

Heima Uppkveikilögur 1 lítri

Royal Oak Grillkol 3,5 kg

kr. 4 stk.

kr. 600 g

Verð gildir til og með 23. júlí eða meðan birgðir endast

kr. 3,5 kg


100 % ÍSLENSKT

x90.ai

6

5/9/17

11:01

120g borgari+brauð

295

AM

midi90

-hamb-

tyle smashS

ungnautakjöt

kr/stk.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

398 kr. 2x100 g

469 kr. 2x120 g

119

549

kr. 2 stk.

kr. 2x140 g

Íslandsnaut Smash Style Hamborgarar 2x100 g, 2x120 g og 2x140 g

Smash Style Hamborgarabrauð 2 stk. í pakka

BÓNUS KEMUR MEÐ LÁGA VERÐIÐ TIL ÞÍN ÓDÝRARA

100 % ÍSLENSKT

að krydda sjálfur

ungnautakjöt

Tilbúið til

SOUS VIDE

EINFALDAR

eldunar

Kótilettur

4.598 kr. kg

4.598 kr. kg

2.298 kr. kg

Íslandsnaut Fillet Ungnautakjöt

Íslandsnaut Ribeye Ungnautakjöt

SS Lambakótilettur Frosnar

1.398 kr. kg KS Lambalærissneiðar Frosnar

g

NÝTT Í BÓNUS

898 kr. kg

Íslandslamb Lambarif Krydduð

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

VÍKURFRÉTTIR

LAUS STÖRF

LEIKSKÓLINN HOLT

Leikskólakennari

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR

SUMAROPNUN Í SUNDMIÐSTÖÐ Opnunartími Sundmiðstöðvar hefur verið lengdur yfir sumarmánuðina. Nú er opið til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 20:00 á föstudögum og kl. 18:00 um helgar. Sumaropnun gildir til 31. ágúst. Heitir pottar, gufa, úti- og innilaugar, Vatnaveröld, ásamt sólbaðsaðstöðu. SILKIÞRYKKNÁMSKEIÐ Í BÓKASAFNI Föstudaginn 21. júlí kl. 16:00 verður námskeið í silkiþrykki í Bókasafni Reykjanesbæjar. Gillian Pokalo myndlistarkona kennir. Takmarkað pláss er í boði svo skráning er nauðsynleg í gegnum vef bókasafnsins eða í afgreiðslu safnsins. Þátttaka er ókeypis. Víkurfréttir 99x140mm 01.pdf

1

19/07/17

13:58

fimmtudagur 20. júlí 2017

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Reynir að lifa eftir speki Pollýönnu ■■Lesandi vikunnar les að lágmarki tvær til þrjár bækur í hverri viku og telur lestur vera mjög mikilvæga afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Eygló Geirdal Gísladóttir leyfir lesendum að skyggnast inn í sinn bókaheim. Þessa stundina er Eygló að lesa tvær bækur, önnur bókin er hljóðbók en það er bókin Rof eftir Ragnar Jónasson. Hin bókin heitir Mamma, pabbi, barn eftir Carin Gerhardsen. Bókin Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness er alltaf í miklu uppáhaldi hjá Eygló. Hún minnist þess með hlýju þegar hún var heima með elsta barnið sitt og var farin að geta sett hann út í vagn og gat svo sjálf átt sínar sælustundir með bókum eftir Kiljan á meðan barnið svaf. Bækur eftir Jón Kalman eru einnig í miklu uppáhaldi en sérstaklega bókin Himnaríki og helvíti. ,,Ég þurfti á tímabili að vera með teppi, mér var svo kalt,“ en Eygló lifði sig mjög inn í bókina. Eygló les annars ekki bækur aftur og aftur, en hún hefur verið í bókaklúbb í ein 15 ár og þar er ný bók lesin í hverjum mánuði. Eftirlætishöfundur Eyglóar er Jón Kalman en textar hans þykja henni vera sérstaklega fallegir og ólíkir öllum öðrum. Einnig heldur hún mikið upp á fyrstu bækur Halldórs Laxness. ,,Ég les bara allt“ segir Eygló þegar hún er innt eftir því hvernig bækur hún lesi helst. Þegar hún hefur lesið of mikið af þungum bókum um erfið samfélagsleg mál grípur hún í léttmeti inn á milli. Þær bækur sem hafa haft hver mest áhrif á Eygló eru nokkrar. „Mér finnst gaman að lesa bækur um gamla tímann, hvað fólkið þurfti að ganga í gegnum. Þar finnst mér Himnaríki og helvíti vera fremst í flokki.“ Bókin Tvísaga eftir Ásdísi Höllu hafði einnig áhrif á Eygló en þessi harða lífsbarátta þykir henni einkar merkileg. Pollýönnu bækurnar höfðu einnig mikil áhrif á Eygló og segist hún hafa reynt að lifa eftir speki hennar. Það er engin spurning í huga Eyglóar þegar hún er spurð hvaða bók allir hefðu gott að því að lesa: ,,Sjálfstætt fólk. Lífsbaráttan og að standa á sinni meiningu og standa við sína meiningu þó svo hún falli ekki í kramið hjá öllum.“ Eygló kýs helst að lesa upp í rúmi á kvöldin en það hefur

verið eini tími dagsins sem hún getur slakað á og lesið, ,,annars hefur mér fundist eins og ég sé að svíkjast um.“ Eygló stefnir á að hætta að vinna í sumar og hlakkar mikið til að eyða tímanum í að lesa, allt sem hugurinn girnist. Þær bækur sem Eygló mælir með í sumarlesturinn eru bækurnar Tvísaga eftir Ásdísi Höllu og bókin Mannsævi eftir Robert Seethaler. Eygló er handviss um hvaða bók færi með á eyðieyju ,,Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.“ Í sumar ætlar Eygló að njóta þess að slappa af, fara í sumarbústaðinn, spila golf og að sjálfsögðu lesa. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 17. Rafbókasafnið er alltaf opið en nánari upplýsingar má finna á heima á heimasíðu safnsins. Þar er einnig hægt að mæla með Lesanda vikunnar.

Aldrei fleiri ferðamenn á tjaldsvæði Grindavíkur

NÝTT & NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM!

0kr 4.90eski, gyllt V

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

0kr t 0 9 . ör 2 ki, sv

■■Frá því að tjaldsvæði Grindavíkur opnaði á ný eftir gagngerar endurbætur sumarið 2009 hefur gestum þess fjölgað jafnt og þétt á hverju sumri. Ekkert lát virðist vera á þessari fjölgun og núna í júní var enn eitt metið slegið í aðsókn þegar gestafjöldi fór í fyrsta sinn yfir 3.000 í júnímánuði. Árið 2016 (sem líka var metár) voru gestir 2.534 en 2017 eru þeir 3.322. Það er aukning upp á 31,1% milli ára. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Gistinóttum fjölgar einnig umtalsvert í júní. Árið 2016 voru gistinætur í júní 3037, en árið 2017 eru gistinætur 3920, sem er aukning upp á 29,07%.

„Grindavík er augljóslega komin á kortið sem vinsæll viðkomustaður ferðamanna á Íslandi og fögnum við því að ferðaþjónustan sé að festa sig í sessi sem blómleg atvinnugrein hér í bæ. Þessi mikli uppgangur er afrakstur þrotlausarar vinnu ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þá hefur mikið og markvisst markaðsstarf verið unnið í samvinnu Grindavíkurbæjar, Grindavík Experience og Markaðsstofu Suðurnesja. Á sama tíma og við fögnum góðri uppskeru höldum við áfram veginn og vinnum áfram að því að gera Grindavík að frábærum valkosti fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda,“ segir á vef bæjarins.

Ves

STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200

FYLGIST MEÐ ÍSLANDSMÓTINU Í GOLFI ALLA HELGINA Á

KYLFINGUR.IS

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


NÚ ER TÍMINN! ÞÚ FÆRÐ ALLT EFNIÐ Í PALLINN OG SKJÓLVEGGINN HJÁ OKKUR

BÚTSÖG

BOSCH PCM 8 1200W

19.595kr.

GAGNVARIN FURA

74862008 Almennt verð: 27.995 kr.

PALLURINN

ð er v u ð á F í pallinn ! hjá okkur timbur@byko.is

0058324

27x95 mm.

0058325

27x120 mm.

0058326

27x145 mm.

2.040 1.864 2.070

kr./m2

kr./m2 kr./m2

-30%

204 kr./lm* 233 kr./lm* 309 kr./lm*

SKJÓLVEGGURINN 0058252

22x45 mm.

0059253

22x70 mm.

0058254

22x95 mm.

0058255

22x120 mm.

89 148 176 235

kr./lm kr./lm

kr./lm* kr./lm

RAFHLÖÐUVÉL

BOSCH PSR14, 4LI

19.595kr. 74864116 Almennt verð: 27.995 kr.

-30%

GRIND OG UNDIRSTAÐA 0058502

45x45 mm.

0058504

45x95 mm.

0058506

45x145 mm.

0059954

95x95 mm.

173 280 461 679

kr./lm* kr./lm*

kr./lm* kr./lm*

*4,5 m og styttra.

REIKNAÐU ÚT EFNISKOSTNAÐ Á BYKO.IS

PALLALEIKUR BYKO Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi til 18. ágúst.

Vertu með!

PALLAOLÍA

Glær eða gyllt, 3 l.

1.747kr.

80602501-2 Almennt verð: 2.495 kr.

-30%

1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. MAÍ 17. ÁGÚST 2017. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á

www.byko.is/pallaleikur

3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!

FJÖLDI FRÁBÆRRA VINNINGA

GARÐBORÐ

26 mm L=1800 mm

9.796 kr.

0291451 Almennt verð: 13.995 kr.

-30%

-25%

20-50% AFSLÁTTUR

GASGRILL

Crown Cart 310 8,8kW

44.996kr. 50657516 Almennt verð: 59.995 kr.

55 ára 1962-2017


8

t s i l í Allir i l l ú J nema r i ð ó r b

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. júlí 2017

LISTAMAÐURINN LINDA STEINÞÓRSDÓTTIR MEÐ SÝNINGU Á KORPÚLFSSTÖÐUM ■■Listasýningin ART Diagonale verður haldin á Korpúlfsstöðum 25. júlí næstkomandi, en Keflvíkingurinn Linda Steinþórsdóttir stendur á bakvið sýninguna, en hún hefur málað síðan hún var tvítug. Tilgangur hennar er sá að erlendir og íslenskir listamenn, listunnendur og listasafnarar fái tækifæri til að styrkja tengslanet sitt, kynna list sína og öðlast reynslu með samstarfi við aðra listamenn, en listamenn sýningarinnar hafa tíu daga til að vinna verk sitt á Korpúlfsstöðum. Hægt verður að fylgjast með vinnunni á þeim dögum sem og á sýningunni sjálfri. Listamennirnir eru ellefu talsins, en þeir eru frá Austurríki og Íslandi. Linda segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað þegar Kristine Bauer hafði samband við hana. „Henni finnst Ísland svo spennandi og spurði hvort við gætum ekki haldið sýningu þar. Ég vildi byrja á því að sýna í Austurríki og sjá svo hvort við gætum gert þetta á Íslandi líka. Á sýningunni verða alls konar verk, myndbönd, skúlptúrar og fleira. Verkin verða gerð út frá þeim áhrifum sem Ísland hefur á listamennina. Þetta kemur bara í ljós,“ segir Linda. Hún hefur nú verið búsett í Austurríki í 29 ár. Upphaflega ætlaði hún einungis að fara í eitt ár til Austurríkis til að læra þýsku og skíða. „Ég fór bara aftur og aftur út og svo voru allt í einu liðin tíu ár.“ Linda fór svo í fjölmiðlafræði í háskólanum í Salzburg, eftir að hafa starfað í fjóra vetur sem skíðakennari, en í dag starfar hún sem hljóðmaður samhliða listinni og tekur upp fyrir sjónvarpið úti. „Ég

kenndi alltaf á skíði í fríunum mínum frá skólanum og þannig kynntist á manninum mínum. Ég ákvað svo að ég yrði áfram í Austurríki þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn og það eru liðin 21 ár síðan.“ Linda hefur nú undirbúið sýninguna á Korpúlfsstöðum í rúmt ár en í nóvember síðastliðnum kom hún til Íslands til að skoða staðinn. „Þetta er mun meiri vinna en ég bjóst við en þetta er samt æðislegt. Þeir sem styrkja okkur tóku rosalega vel í þetta. Bílaleigan Geysir lét okkur hafa bíl í tvo daga, þannig við fórum í dagsferðir með listamennina í gær og í fyrradag. Fyrri daginn fórum við á Gullfoss og Geysi og svo var okkur boðið í mat á Þing-

völlum. Í gær var svo Suðurstrandavegurinn keyrður. Ég sýndi þeim Suðurnesin því það er svo fallegt hér,“ segir hún. Eftir helgina verður svo byrjað að vinna á fullu, en Korpúlfsstaðir verða opnir öllum þeim sem vilja fylgjast með vinnu listamannanna. „Það mega allir koma hvenær sem þeir vilja og spjalla við listamennina. Fólk getur þá séð hvað það er mikil vinna á bak við verkin.“ Linda stefnir að því að sýna fjögurra metra langt verk. „Ég ætla að vera með innsetningu, sem er svolítið eins og foss á löngum striga, svipað hinum verkunum mínum nema með meiri mýkt. Ég ætla að nýta mér hæðina.

Ég er bara búin að reikna út að ég geti gert þetta á tíu dögum, en þetta þarf náttúrulega að þorna svo ég verð að byrja snemma. Mér finnst voðalega gott þegar ég er að gera svona stærri verk að vinna á nóttunni þegar hinir eru sofandi því þá eru færri sem koma. Ég geri það líka í þetta skipti og það er mjög þægilegt á Íslandi þar sem það er bjart alla nóttina. Þetta verður spennandi.“ Það er mikið um listamenn í fjölskyldu Lindu en foreldrar hennar söfnuðu list. „Það eru allir í list nema Júlli bróðir, en hann þarf að umbera þrjár listasystur og hann er mjög mikill stuðningur í því,“ segir Linda og hlær. Rakel systir hennar málar og Helga er stofnandi Mýr Design. Öll stórfjölskyldan skíðar líka mikið og fer reglulega í ferðir, en frænka Lindu var fyrsti Ólympíufarinn á skíðum. „Ég hætti sjálf að kenna á skíði fyrir tuttugu árum, en ég skíða mikið og er farin að fara meira á fjallaskíði síðustu ár. Mér finnst það rosalega gaman.“ Hafi fólk áhuga á því að kaupa verk

eftir Lindu er hægt að hafa samband við hana, en hún er bæði á Facebook og Instagram. „Svo verð ég með fleiri sýningar á Íslandi. Ég verð 1. ágúst á Hannesarholti með einkasýningu og á ART67 gallerý á Laugarveginum í ágúst, en ég er listamaður mánaðarins.“ Eftir sýningarnar í ágúst liggur leið Lindu aftur heim til Austurríkis en hún á þó ennþá eftir að kaupa sér flugmiða út. „Maðurinn minn spurði mig hvort ég væri bara með one way ticket, ég sagði honum að ég myndi koma aftur,“ segir Linda létt í lund að lokum.

Listasýningin ART Diagonale verður haldin á Korpúlfsstöðum 25. júlí næstkomandi, en Keflvíkingurinn Linda Steinþórsdóttir stendur á bakvið sýninguna, en hún hefur málað síðan hún var tvítug.

Ljósm.: Sólborg/Víkurfréttir


Útimálning sem endist og endist VITRETEX er hágæða útimálning frá Slippfélaginu. VITRETEX inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gerir málninguna afburða veðurþolna og litheldna. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum.

VITRETEX er létt í vinnslu og þekur vel.

Komdu til okkar og spurðu um VITRETEX!

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. júlí 2017

Ungir frumkvöðlar stofna bílastæðaþjónustu við flugstöðina ●●Voru að fá stórt afgirt geymslusvæði á Ásbrú ●●Ekki í samkeppni heldur aukin þjónusta Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Njáll Skarphéðinsson eru ungir frumkvöðlar af Suðurnesjum sem stofnuðu nýlega bílastæðaþjónustuna Base Parking við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessi nýja þjónusta er fyrir þá sem vilja geyma bílana sína á öruggum stað á meðan dvalið er erlendis. Ferðamenn sem hafa komið á einkabílum í flugstöðina hafa margir hverjir lent í vandræðum með að finna bílastæði fyrir bíla sína. Þeir félagar fundu lausn á þessum vanda og bjóða þeim sem koma á einkabílum að taka bílinn við flugstöðina og aka honum á öruggt svæði á Ásbrú. Bjóða upp á flotta þjónustu „Það er svolítið mál að koma svona hugmynd í framkvæmd, það þarf að hafa drifkraft og löngun til að gera þetta. Við sáum þarna tækifæri þar sem svona þjónustu vantar við flugstöðina. Sambærileg þjónusta er þekkt víða erlendis við flugstöðvar. Hugmyndin er að bjóða upp á flotta þjónVíkurfréttir 99x140mm 02.pdf ustu á góðu verði. Fólk hefur verið

ánægt að sjá fjölbreytni á markaðnum. Þetta snertir langflesta Íslendinga þar sem flestir fara einhvern tímann til útlanda. Hópurinn sem nýtir þessa þjónustu er alveg frá 20 til 80 ára. Það er gaman að ná til svona stórs markhóps,“ segir Njáll. Ekki í samkeppni heldur aukin þjónusta „Við lítum ekki á að við séum í samkeppni við þá sem eru fyrir heldur að þetta sé aukin þjónusta. Við viljum bara vinna þetta með ISAVIA. Þeir sem starfa í og við flugstöðina hafa tekið okkur mjög vel,“ segir Ómar Viðskiptavinir eru ánægðir Þjónustan fer þannig fram að byrjað er að hafa samband símleiðis og í framhaldi er sendur tölvupóstur með öllum þeim upplýsingum sem þurfa að koma fram. „Við erum mættir þegar viðskiptavinirnir kom í flugstöðina, tökum við lyklum og færum hann á svæðið hjá okkur. Við komum svo til baka með bílinn þegar viðskipta1 19/07/17 13:57 vinurinn kemur heim frá útlöndum.

Verslunarmannahelgin er framundan! & NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM! NÝTT

Þeir sem hafa nýtt sér þessa þjónustu eru ánægðir með hversu einfalt þetta sé. Greiðslan fer þannig fram að hún kemur í heimabanka viðkomandi og því þarf ekki að greiða á staðnum. Við fáum bara lyklana og viðskiptavinurinn fer inn í flugstöðina og þarf ekkert að hugsa um greiðsluna,“ segir Njáll.

um þeir hafi séð þörf fyrir svona þjónustu. „Við erum með frumkvöðla genin í okkur. Ómar hefur verið að geyma bíla í tengslum við „Keyrðu mig heim“. Við sáum að það var markaður fyrir svona þjónustu en við áttum ekki von á þessum góðu viðbrögðum,“ segir Njáll.

Leggjum mikið upp úr góðri þjónustu „Við vitum nákvæmlega hvenær bíll er að koma til okkar. Við erum búnir að skrá niður nauðsynlegar upplýsingar, þannig að við sjáum þegar bíllinn nálgast. Við leggjum mikið upp úr þjónustu, fólk á ekki að þurfa að bíða neitt. Við erum í SMS samskiptum við viðskiptavininn og hann lætur okkur vita þegar hann er að koma út úr flugstöðinni. Við keyrum bílana frá Ásbrú og þá er bíllinn orðinn heitur þegar við afhendum hann. Við vorum að fá frábært svæði á Ásbrú, gamalt flugskýli sem var síðast þekkt undir Atlandic Studios. Þetta er afgirt útisvæði með stórri innigeymslu. Munurinn á þessu og venjulegu bílastæði er sá að við leggjum bílunum sjálfir og það ætti að lágmarka líkur á tjóni. Þetta eru allt fagmenn frá okkur sem eru að leggja bílunum. Svæðið er vaktað þannig að það er ekki nein umferð um svæðið nema frá okkar starfsmönnum,“ segir Ómar.

Strax komnir um 150 bílar í geymslu Það er mest að gera hjá þeim frá miðnætti og til átta á morgnanna. „Yfirleitt er fyrirvarinn góður en það kemur fyrir að fólk hringi með stuttum fyrirvara. Þá reynum við að koma því fyrir. Ef við getum mögulega tekið við bílnum þá gerum við það. Síminn stoppar yfirleitt ekki frá 11 á morgnanna og til miðnættis, þá eru að koma inn pantanir. Það eru um það bil 20 bílar að koma til okkar á hverjum sólarhring. Það eru um 150 bílar í geymslu hjá okkur núna,“ segir Ómar.

Markaður fyrir svona þjónustu Þegar þeir félagar eru spurðir hvaðan þessi hugmynd hafi komið, tala þeir

450kr

Regnslár 3 litir C

990kr

M

Skyggni 4 litir

Y

CM

MY

CY

CMY

K

1.990 - 2.49

0kr

Skemmtilegar húfur margar gerð ir

STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200

Njáll Skarphéðinsson og Ómar Þröstur Hjaltason fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Keyrðu mig heim „Hugmyndin af „Keyrðu mig heim“ kom þegar vinur minn var tekinn ölvaður. Hann var búin að fá sér nokkra drykki og missti prófið. Hann vildi mæta í partýið á fína bílnum sínum. Ég prófaði mig áfram og áður en ég vissi var stór hluti fjármálageirans farinn að nýta sér þetta. Fólk fer út að borða og fær sér drykk með matnum. Þeir sem eru í viðskiptum við „Keyrðu mig heim“ eru margir búnir að vera hjá mér í mörg ár. Ég er komin með mikið af föstum viðskiptavinum.

Þetta virkar svipað og þjónustan upp á Keflavíkurflugvelli, fólk hringir og pantar þjónustuna, við komum og fáum lyklana af bílnum og keyrum fólk heim. Fólk vaknar með bílinn fyrir utan heimilið daginn eftir. Ég ætla að halda áfram með „Keyrðu mig heim“, þetta er eins og barnið manns,“ segir Ómar. Áttu ekki von á að þetta yrði svona vinsælt „Keyrðu mig heim“ og „Base Parking“ passa vel saman. Þeir félagar búast við því að þeir sem þekki þjónustuna hjá „Keyrðu mig heim“ muni einnig nýta sér bílastæðaþjónustuna á Keflavíkurflugvelli. „Við áttum ekki von á því að þetta yrði svona vinsælt en við viljum reyna að halda þessu áfram á persónulegum nótum. Við viljum að það sé einhver sem svarar í símann þegar þú pantar þjónustuna. Í framhaldi er svo sendur tölvupóstur með upplýsingum. Við viljum vera góðum í samskiptum við viðskiptavini okkar,“ segir Njáll. Frábært að gera þetta á okkar svæði „Það er gaman hvað Suðurnesjamenn eru að taka rosalega vel í þetta. Við erum að fá rosalega góð viðbrögð hjá þeim sem sem við erum að hitta í flugstöðinni. Öllum finnst frábært að tveir ungir frumkvöðlar frá Suðurnesjum séu á bak við þessa þjónustu. Okkur finnst frábært að gera þetta á okkar heimasvæði,“ segja þeir félagar að lokum.


fimmtudagur 20. júlí 2017

11

VÍKURFRÉTTIR

Út fyrir þægindarammann ■■Áramótin 2015-6 langaði mig til að prufa eitthvað nýtt. Ég hafði síðustu tvö ár tekið að mér á vegum LIONS að fá stelpu sem var á mínu heimili í viku senn og átti einungis jákvæða reynslu af því. Mér var bent á að fá skiptinema inn á heimilið áramót 2015/16 og eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til og sækja um skiptinema á vegum AFS. Umsókninni fylgdi bæði stress, óvissa og spenna og var ég lengi að hugsa hvað ég væri búin að koma mér út í. Stóri dagurinn rann upp þann 21. ágúst, þá sótti ég Anaelle í Kópavog. Anaelle er 17 ára gömul og kemur frá Frakklandi. Hún hefur mikinn áhuga á körfubolta og hefur gaman að lífinu. Þegar ég hitti hana fyrsta daginn sá ég strax að stressið hafði verið óþarfi, því hamingjan og gleðin geislaði af henni. Anaelle féll strax inn í fjölskylduna og mér leið eins og við höfðum þekkst í mörg ár. Það leið ekki á löngu fyrr en ég áttaði mig á að ég hafði tekið eina bestu ákvörðun lífs míns. Mánuðurnir liðu hratt, Anaelle byrjaði í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og fór að æfa körfubolta með Njarðvík. Tengslin okkar urðu betri með hverjum deginum og flestir okkar dagar einkenndust af hlátri og gleði. Fyrstu mánuðina gerðum við ýmislegt eins og að fara á körfuboltaleiki, Anaelle fór með barnabörnunum mínum á Justin Bieber tónleika, síðan fórum við í haustferð á Þingvelli, Bláa Lónið og ferð upp í sumarbústað svo eitthvað sé nefnt. Áður en ég vissi af var kominn desember og dvöl Anaelle strax hálfnuð. Mig langaði að gera jólin og áramótin einstök fyrir Anaelle, enda var hún mjög spennt fyrir íslenskum jólum og áramótum. Það var smakkað á skötu og sviðum á Þorláksmessu, með lítilli hrifiningu Anaelle. Hamborgarahryggurinn var þó betri á aðfangadagskvöld en það sem stóð upp úr voru sprengjurnar á gamlárskvöld. Tíminn eftir áramót hefur verið alltof fljótur að líða og ég á erfitt með að trúa því að 10 mánuðir séu liðnir. Þessir mánuðir hafa í för með sér ótal yndislegar minningar sem ég mun ætíð varðveita. Anaelle er einstaklega þakklát og glaðlynd að eðlisfari og hefur kennt okkur að meta þessa litlu einstöku hluti sem við höfum hérna á Íslandi. Nú er dvöl Anaelle sem skiptinema liðinn og hún farin heim til Frakklands en þau tengsl sem mynduðust munu halda áfram því hún verður alltaf hluti af fjölskyldunni. Þessi stóra ákvörðun sem ég tók hefur hjálpað bæði mér og henni að læra enn meira um lífið og tilveruna. Ég mæli hiklaust með þessarri reynslu ef fólk hefur áhuga á að stíga út fyrir þægindarammann.

LAUSAR STÖÐUR VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA

AÐSTOÐARKOKKUR OG STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI Óskum að ráða aðstoðarkokk í fullt starf í mötuneytið hjá okkur næsta vetur frá 15. ágúst. Vinnutími er frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga á starfstíma skólans. Menntun og eða reynsla af matreiðslu í mötuneyti er æskileg. Viðkomandi vinnur meðal annars með matreiðslumeistara við undirbúning og matseld. Einnig óskast aðstoðarfólk (50-100% staða) til starfa í mötuneytið frá sama tíma sem annast meðal annars afgreiðslu, uppþvott ofl. Við leitum að fólki sem hefur til að bera góða samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hefur áhuga á að vinna með ungu fólki. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkissjóðs við SFR skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Umsókn með helstu upplýsingum um starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið kras@fss.is eigi síðar en 9. ágúst. Nánari upplýsingar má fá hjá Baldri Úlfarssyni, baldur@netland.is og Kristjáni Ásmundssyni kras@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Skólameistari

Þórunn Friðriksdóttir, fósturmamma.

Ingibjörg ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar við HSS ■■Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir hefur verið s k ipu ð í stö ð u framkvæmdastjóra hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá og með 15. ágúst 2017. Ingibjörg Salóme er fædd árið 1968. Hún lauk B.S. námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1998 og MBA námi við viðskiptafræðideild HÍ árið 2009 með áherslu á stjórnun mannauðs og verkefna. Ingibjörg starfaði sem hjúkrunarfræðingur við LSH eftir útskrift en tók árið 1999 við starfi hjúkrunarfræðings hjá HSS og svo deildarstjórastöðu við sömu stofnun til 2008. Á árunum 2009 til 2014 var hún yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HSS. Frá 2015 hefur Ingibjörg verið verkefnastjóri við HSS þar sem hún hefur m.a. útbúið ýmsa verkferla og viðbragðsáætlanir ásamt því að þróa þverfaglegt starf innan heilsugæslu með áherslu á teymisvinnu hjúkrunarfræðinga og lækna. Þá hefur hún

setið í öryggisnefnd HSS þar sem hún útbýr áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna. Ingibjörg sat í stjórn Samvinnu, starfsendurhæfingu á Suðurnesjum 2013 til 2014 og var áheyrnarfulltrúi í Almannavarnarnefnd Suðurnesja 2012 til 2014. Hún bar ábyrgð á Viðbragðsáætlun HSS 2010 til 2014 og hefur verið starfandi gjaldkeri í stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunar frá árinu 2015. Ingibjörg hefur afar góðan bakgrunn á sviði menntunar og starfsreynslu fyrir starfið. Hún hefur framúrskarandi sýn á hvernig móta megi skipulag hjúkrunar hjá heilbrigðisstofnun með þríþætt hlutverk á sviði heilsugæslu, sjúkrahús- og hjúkrunarrýmaþjónustu. Hún hefur skýra sýn á árangursríkar leiðir í rekstri og stjórnun. Jafnframt hefur hún skarpa sýn á faglegt forystuhlutverk framkvæmdastjóra hjúkrunar og tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar heilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með hagsmuni þjónustuþega að leiðarljósi.

Bifvélavirki óskast í fullt starf Í boði er toppvinnuaðstaða Reynsla af stærri ökutækjum æskileg en ekki nauðsynleg Tegundir Mercedes og Volvo (vilji og geta til að geta farið á námskeið fyrir bilanagreina og notað þá í starfi) Aukin ökuréttindi kostur eða vilji til að öðlast réttindin með hjálp fyrirtækisins. Gott tækifæri með góðum fríðindum og góðum launum. Erum að leita eftir einstaklingi sem er tilbúinn í framtíðarvinnu. Sjálfstæð vinnubrögð og samskipti við varahlutabirgja innlenda og erlenda Geta sett upp viðhaldsáætlun og haldið utan um viðgerðir á rafrænan hátt Verður að geta byrjað sem fyrst.

Mechanic needed Offering good workingplace Experience of larger vehichles Mercedes/Volvo cars (must be available to learn diagnosis computers by semniar) Driving license for busses or interested to obtain licence Good oppurtunity with a good paycheck Looking for a future employee Indipendant worker with availability to contact foreign and domestic part suppliers. Be able to register electronicly and make maintenance scheduele for busses Job available as soon as possible

Skrifstofustarfsmaður Góð vinnuaðstaða Vinnutími 08:00-16:00 eða 09:00 til 17:00 (samningsatriði) Símsvörun, tölvupóstar, reikningagerð, vaktaplön, færsla reikninga ásamt hefðbundnum skrifstofustörfum. Íslensku- og enskukunnátta skilyrði, önnur tungumál kostur. Bílstjorar óskast í full störf og hlutastörf Ýmsir vinnutímar í boði.

Upplýsingar í síma 421-4444 milli 9:00-16:00 og á info@bus4u.is

Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. júlí 2017

„Móðir Jörð og Steinninn ég“ opnar í Sveinshúsi í Krýsuvík ■■Sýning Sveinssafns „Móðir Jörð og Steinninn ég“ verður opnuð í Sveinshúsi í Krýsuvík (bláa húsið upp af Grænavatni) sunnudaginn 23. júlí 2017 kl. 15. Öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. „Móðir Jörð og Steinninn ég“ er áttunda sýning Sveinssafns í Sveinshúsi í Krýsuvík en Sveinshús, sem svo hefur verið nefnt, blátt að lit, staðsett upp af Grænavatni, er helgað list Sveins Björnssonar, sem hafði það til afnota fyrir listsköpun sína um langt árabil. Sýningin er afmælissýning því nú eru liðin 20 ár frá því að Sveinssafn var stofnað í kjölfar andláts listamannsins árið 1997. Sýningin tekur til meðferðar hina heilögu konu, listagyðjuna eða Móður

Jarðar tilbrigðið við Krýsuvíkurmadonnuna. Móðir Jörð liggur í landinu með græðling í fangi sér en stundum fisk eða fugl, allt mikilvæg myndstef í listheimi Sveins Björnssonar. Annað viðfangsefni sýningarinnar eru sjálfsmyndir listamannsins eins og þær birtast í steinum hveraumhverfisins og varpa ljósi á tilbrigðatækni listamannsins. Viðfangsefnin tvö, Móðir Jörð og Steinninn ég, renna saman í tveimur myndum á sýningunni. Alls eru sýndar 52 myndir, þar af 12 eftirprentanir upp úr teiknibókum Sveins en nú gerist það í fyrsta sinn að sýningargestum er gefin innsýn í leyndardóm teiknibókanna. Teiknibækur áranna 1981 til 82 og 1985 til 93 eru lykillinn að inntaki sýningarinnar.

Erlendur Sveinsson, einn aðstandenda Sveinssafns, fjallar ítarlega um sýninguna í sýningarskrá, en þar kemur fram að myndstefið Móðir Jörð tengist banvænum sjúkdómi eiginkonu listamannsins, Sólveigar Erlendsdóttur, sem lést aðeins 51 árs í ársbyrjun 1982. Opið verður að venju í Sveinshúsi fyrsta sunnudag í mánuði yfir sumar-

mánuðina frá kl. 13 til 17:30 og fyrir hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi. Leiðsögn og kaffiveitingar fylgja á opnunardögum. Sýningin mun standa yfir til ársloka 2018. Sveinssafn hefur að undanförnu háð miskunnarlausa grímu við höfuðskepnurnar, jörð, loft, vatn og eld í Krýsuvík sem ógnað hefur áframhald-

andi starfsemi þess í Sveinshúsi en enn heldur húsið velli eins og sýningin ber með sér og því ekki að ófyrirsynju að tekin séu fyrir viðfangsefni í list Sveins Björnssonar sem nátengd eru jörðunni á þessari áttundu og ef til vill víðamestu sýningu safnsins í Krýsuvík fram til þessa.

Ályktun frá Andstæðingum Stóriðju í Helguvík ■■Í ljósi frétta þar sem fram kemur að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kæru á veitingu starfsleyfis til handa Thorsil ehf sem áformar að reisa kísilverksmiðju í Helguvík vill stjórn Andstæðinga stóriðju í Helguvík koma eftirfarandi á framfæri. Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru alfarið á móti því að fleiri mengandi kísilver rísi í Helguvík. Nú þegar er ekki vitað hvaða áhrif mengun þessa eina ofns sem starfræktur er af United Silicon í Helguvík mun hafa á heilsu íbúa Reykjanesbæjar. Umhverfisstofnun ásamt fjölda norskra sérfræðinga vinna hörðum höndum að því að finna út hvaða efni þar eru á ferðinni. Það glapræði að ætla sér að reisa enn eina kísilverksmiðju í Reykjanesbæ með fleiri ofnum sem er algert skeytingarleysi gagnvart vilja okkar íbúa Reykjanesbæjar. Flest allir ef ekki allir bæjarbúar hafa fengið sig fullsadda af þeirri tilraunastarfsemi, vandræðagangi og verulega skertu lífsgæðum sem hefur fylgt þessum eina ofni sem starfræktur er nú þegar í Helguvík. Stjórn ASH telur að hægt sé að fullyrða að ófyrirséð mengun muni fylgja kísilveri Thorsill í Helguvík og að sérstök skilyrði Umhverfisstofnunar í starfsleyfi félagsins breyti engu þar um ef þessar tvær verksmiðjur fá að starfa hlið við hlið í innan við kílómetra fjarlægð við næstu íbúabyggð. Við í stjórn ASH skorum á Umhverfis- og auðlindaráðherra, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og aðrar viðeigandi stofnanir ásamt Reykjanesbæ að þau beiti sér fyrir því að stöðva það stóriðjubrölt sem á sér stað í Helguvík nú þegar með öllum tiltækum ráðum. Fyrirhönd Andstæðinga stóriðju í Helguvík Einar M Atlason Formaður ASH.

Mælirinn fullur með ákvörðunum kjararáðs og kjaradóms ■■Með ákvörðun kjararáðs og kjaradóms á síðustu mánuðum um verulegar hækkanir til æðstu embættismanna og stjórnmálamanna hefur tónninn verið sleginn fyrir aðra hópa þjóðfélagsins. Það er ekki nóg með að launahækkanir séu miklar, heldur eru þær afturvirkar í allt að 19 mánuðum. Afturvirkar greiðslur nema hundruðum þúsunda og milljónum, til viðbótar við launahækkanirnar. Stjórnmálamenn horfa aðgerðarlausir á. Með þessum ákvörðunum er verið að mismuna fólki. Við slíkt verður ekki unað.

Landsamband eldri borgara bendir á að leiðréttingar og afturvirkni eru orð, sem stjórnvöld hafa gjörsamlega hafnað þegar eldri borgarar eiga í hlut, þrátt fyrir loforð um að allar skerðingar frá 2009 yrðu leiðréttar. Frá 2009 hafa eldri borgarar beðið eftir leiðréttingu vegna sinna kjaraskerðinga sem námu um 17 milljörðum króna. Landsamband eldri borgara mótmælir því harðlega að félögum okkar sé refsað, vinni þeir sér inn tekjur umfram 25 þúsund krónum á mánuði. Eftir það eru aðeins 27% af tekjunum sem fara í veski þeirra.

Landsambandið telur það eignaupptöku að refsa félögum fyrir það að hafa lagt hluta launa sinna í lífeyrissjóð. Greiðslur frá Tryggingastofnun eru skertar vegna greiðsla úr lífeyrissjóðum. Landssamband eldri borgara telur að nú sé mælirinn fullur. Það sé ekki hægt að sætta sig við það óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu og mun sambandið taka upp harða baráttu til að stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra sem eldri eru í samfélaginu. Landssamband eldri borgara

●● Silja Dögg Gunnarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmenn Framsóknarflokksins, skrifa:

Vitlaust gefið - Heilbrigðisþjónustunni á Suðurnesjum er ábótavant ■■Hei l br i g ð i s þjónustunni á Suðurnesjum er ábótavant. Það er staðreynd sem íbúum hér er vel kunn. Nýleg úttekt Landlæknis á starfseminni staðfestir þetta. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur mætt afgangi í kerfinu um árabil. Suðurnesin eru öflugt og ört vaxandi samfélag sem tekur einnig á móti miklum fjölda ferðamanna á ári hverju. Við þurfum því að tryggja rekstur HSS til framtíðar. HSS fær næstminnst úr ríkissjóði Í Víkurfréttum birtist nýlega grein frá hjúkrunarráði HSS. Greinin bar heitið: „Nú þurfa allir að taka á honum stóra sínum“. Undirrituð taka heilshugar undir það. Í grein hjúkrunarráðs var farið yfir nokkrar afar mikilvægar staðreyndir er varða stöðu HSS, eins og til dæmis að Slysa- og bráðamóttaka HSS er með minnstu mönnun miðað við aðrar stofnanir á landinu þrátt fyrir að vera ein af þremur stærstu slysa- og bráðamóttökum landsins. Deildarstjórar Slysaog bráðamóttöku HSS rituðu einnig grein í VF þar sem þær draga fram það misræmi sem er á milli úthlutunar ríkisfjár til heilbrigðisstofnanna. Þar fer HSS verulega halloka en samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðun (mars 2016) kom fram að HSS fékk næst minnst allra heilbrigðisstofnana landsins eða tæpa 2,5 milljarða, Heil-

hætti og tekið tillit til íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetningar íbúa, forvarna og lýðheilsu og umfangi ferðamannastaða, svo eitthvað sé nefnt. Skilgreint verði hvaða þjónustu eigi að veita á Landspítalanum, hvaða þjónustu eigi að veita á heilbrigðisstofnunum víða um landið og hvaða þjónustu einkaaðilar eigi að hafa möguleika til að sinna og hvort það sé hagkvæmt og æskilegt. Í áætluninni skal koma fram hvort og hvaða sóknarfæri séu í því að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og létta þar með álagi af Landspítala. Við gerð heilbrigðisáætlunar verði haft samráð við fagfólk víðs vegar af landinu, helstu hagsmunaaðila og notendur. Að lokum er skýrt kveðið á um að fjármálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið komi að vinnu heilbrigðisáætlunar til að tryggja fjármagn til málaflokksins og menntun fagfólks í heilbrigðisgreinum.

br i gðisstof nun Norðurlands fékk 4,7 milljarða sem er svipað og Suðurland fékk. Eina stofnunin sem fékk minna en við voru Vestfirðirnir með tæpa 2 milljarða en Vestfirðirnir eru talsvert minna samfélag en Suðurnesin. HSS tekur á móti svipuðum fjölda sjúklinga og bráðamóttakan á Akureyri. Starfsfólk þarf að hlaupa hraðar Í nýlegri rannsókn kemur m.a. að aukning í komum á erlendum ferðamönnum á bráðamóttöku HSS hefur aukist um 344% milli áranna 2005 og 2016. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og gríðarleg fjölgun íbúa á Suðurnesjum og fjölgun hælisleitenda. Margir íbúar Ásbrúar eru hér tímabundið og eru því ekki skráðir með lögheimili hér en fá samt sem áður þjónustu hjá HSS. Auðvitað þarf að taka slíka þætti með í dæmið þegar fé er úthlutað til reksturs. Þrátt fyrir þessa fjölgun þjónustuþega hefur mönnun á vaktir ekki aukist. Eftir miðnætti er t.d. enginn hjúkrunarfræðingur á vakt á slysa- og bráðamóttökunni, aðeins einn læknir. Um helgar er enn styttri vöktun en þá er enginn hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamóttöku í 16 klukkustundir af 24. Þessi þjónusta er ekki boðleg fyrir samfélag sem telur ríflega 20 þúsund íbúa auk þess að hér er staðsett alþjóðleg flugstöð og mest sótti ferðamannastaður landsins, Bláa

lónið. Þetta álag er heldur ekki boðlegt fyrir starfsfólk HSS sem gerir sitt allra besta tili að hlúa að veikum og slösuðum alla daga, allt árið. Tryggjum sanngjarnari skiptingu fjármagns Ástandið á HSS er því miður lýsandi fyrir heilbrigðiskerfið okkar að mörgu leyti. Það hefur þróast en þó ekki verið gerð heildstæð stefnumótun fyrir kerfið til langs tíma. Heilbrigðiskerfið virðist stundum lifa sjálfstæðu lífi

og fjármagni útdeilt eftir því hvernig vindar blása þann daginn. Þessu viljum við Framsóknarmenn breyta og gerðum að forgangsmáli okkar á síðasta þingi að gerð yrði heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Málið var samþykkt á vordögum og nú stendur yfir vinna í heilbrigðisráðuneytinu sem við fáum fregnir af frá ráðherra á haustdögum.

Heildstætt kerfi og jafnræði Tölurnar sýna okkur það svart á hvítu að það er ekki rétt gefið. Því þarf að bregðast við strax en fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir 2018 verður lögð fyrir þingið í september. Heilbrigðisáætlunin er verkefni sem mun til lengri tíma tryggja aukið jafnræði á milli stofnana og að heilbrigðiskerfið okkar sé byggt markvisst upp og horft til allra þátta þess.

Hvað felst í heilbrigðisáætlun? Áætlunin gengur m.a. út á að fé verði úthlutað til stofnana með markvissum

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmenn Framsóknarflokksins


fimmtudagur 20. júlí 2017

13

VÍKURFRÉTTIR

Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Emil Kristjánsson,

fyrrverandi slökkviliðsmaður, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 14. júlí. Útför hans fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, miðvikudaginn 26. júlí kl. 13. Margrét H. Emilsdóttir Elías Á. Jóhannsson, Hafsteinn Emilsson Helena Hjálmtýsdóttir, Guðríður Nyquist Per – Olov Nyquist, afa 99x140mm og langafabörn Víkurfréttir 03.pdf 1 19/07/17

13:55

& NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM! NÝTT

C

Burt með kísilverið

●●Friðrik Daði Bjarnason svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó Hvað ertu að bralla þessa dagana?

„Ég er í námi í Danmörku í tíu vikur í senn og þess á milli vinn ég sem flugvirki fyrir Icelandair.“

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum?

„Það besta eru ættingjarnir, veðurblíðan og stutt í allt. Það var ekkert mál að vera úti að leika með vinunum þegar maður var yngri.“

Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það?

„Ef ég þyrfti að velja eitt þá væri það Bláa lónið. Það er

alveg einstakt og ekki margir staðir í heiminum þar sem maður getur notið þess að vera í heitu lóni með ótrúlega fallega náttúru í kring.“

Hvað ætlarðu að gera í sumar?

M

Y

CM

2.900 - 4

MY

.900kr

CY

Bolir, 6

CMY

K

990kr

Leggings

„Ég ætla að vinna allt sumarið og reyna að kíkja eitthvað út á land yfir helgarnar, en mikilvægast er að komast í Flatey á Breiðafirði. Það er algjör paradís.“

Hvað finnst þér betur mega fara í bænum?

„Þetta er einfalt, burt með kísilverið. Það á engan veginn heima svona nálægt byggð. Ég man ekki hvenær ég gaf grænt ljós á það að vera tilraunardýr og ég held að flest allir í þessu bæjarfélagi gætu sagt slíkt hið sama.“

litir

4.900kr S tr e tc hr ll ga abuxu

STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200

REYKJANESBÆR ÓSKAR EFTIR KRÖFTUGUM STARFSMANNI Á UMHVERFISSVIÐ REYKJANESBÆJAR

Lífið í fjörunni - Útivist í Geopark ■■Ganga sem er hluti af viðburðinum Útivist í Geopark verður gengin fimmtudagskvöldið 20. Júlí. Gengið verður frá bílastæðum við Kirkjubólsvöll (golfvellinum í Sandgerði) klukkan 20. Frá golfvellinum liggur leiðin í fjöruna og út að Garðskagavita. Sunna Björk Ragnarsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðvesturlands, leiðir ferðina og fræðir göngufólk um fjörulíf og fugla á svæðinu. Tilvalið er að taka með sér sjónauka fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða fugla. Sunna mætir sjálf með fjarsjá til þess að skoða nánar áhugaverða fugla eða hvali sem gætu látið sjá sig í leiðangrinum. Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur eru á eigin ábyrgð. Gangan tekur um 1 til 1,5 tíma en farið verður rólega yfir og hvetjum við fjölskyldufólk til þess að taka krakkana með í þennan spennandi könnunarleiðangur. Boðið verður upp á rútuferðir frá Garðskaga aftur að bílastæðum við Kirkjubólsvöll að leiðangri loknum, segir í tilkynningu.

Ábyrgð og starfssvið: • Ábyrgð á viðhaldi fasteigna í Reykjanesbæ. • Ábyrgð á verkstjórnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsmála. • Ábyrgð á að framkvæmd sé í samræmi við lög og reglur • Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka. • Verkeftirlit með framkvæmdum. • Áætlunargerð og forgangsröðun verkefna. • Önnur þau verkefni er falla til á sviðinu. Menntunar- og hæfniskröfur: • B.S tækni- / byggingarfræði , eða húsasmíðameistari. • Reynsla af áætlunargerð, úrlausn verkefna og verkefnastýringu skilyrði. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Sjálfsstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni. • Þekking á og reynsla af notkun Windows- Office og CAD- hugbúnaði. • Metnaður og vilji til að vaxa í starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur H Sigurjónsson 421-6700 eða á netfangið gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanebaer.is Umsóknarfrestur er til 3. ágúst 2017. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/lausstorf


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. júlí 2017

Íþróttir á Suðurnesjum

Ingibjörg lét þær frönsku finna fyrir sér ●● Tvítugur Grindvíkingur í byrjunarliði Íslands á EM

Sophie Groff semur við Keflavík ■■Keflavík hefur samið við nýja leikmann til þess að spila með meistaraflokk kvenna Keflavíkur en hún heitir Sophie Groff og kemur frá Southlake Texas í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði knattspyrnu fyrir University of South Carolina.

■■Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði frábærlega í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í knattspyrnu sem fram fór á þriðjudaginn. Ísland tapaði naumlega fyrir Frökkum, 1:0 eftir mark úr vítaspyrnu. Næsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn. Ingibjörg, sem er uppalin í Grindavík, hefur leikið með Breiðablik síðustu ár. Hún fékk gult spjald í upphafi leiks eftir hressilega tæklingu en hún lét þær frönsku finna vel fyrir sér í leiknum. Þetta var í fyrsta skipti sem Ingibjörg leikur fyrir hönd Íslands á stórmóti í knattspyrnu.

Ljósm.: Hafliði Breiðfjörð/Fotbolti.net

Helgi og Andrea klúbbmeistarar GG

„Mér er drullu­sama um þess­ar gell­ ur. Ég þoli ekki svona hroka. Mér finnst ekk­e rt skemmti­legra en að þagga niður í þeim með því að láta að­ eins finna fyr­ir mér,“ sagði Ingi­björg ákveðin í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Víkurfréttir greindu frá því í viðtali við Ingibjörgu fyrir stuttu að hún hafi æft mikið í vetur og að hennar mati sé hún í sínu besta formi. „Ég er með mikið sjálfstraust, sem skiptir miklu máli. Ég held að mikilvægasti þátturinn í þessu öllu sé að hafa trú á því verkefni sem maður er í og hafa trú á sjálfum sér.“

Marc McAusland framlengir við Keflavík ■■Marc McAusland hefur framlengt samning sinn við Keflavík og mun spila í Keflavíkurtreyjunni næstu tvö ár. Marc var valinn leikmaður deildarinnar á síðasta ári og er nú varafyrirliði liðsins og hefur leyst það verkefni með miklum glæsibrag í fjarveru Jónasar. Ari Steinn til Víðis ■■Ari Steinn Guðmundsson er nýr leikmaður Víðis. Hann kemur á lánssamning frá Keflavík. Ari Steinn er miðjumaður/ kantmaður fæddur árið 1996. Hann hefur leikið með Keflavík og Njarðvík, en hann lék sinn fyrsta leik með Víði á sunnudaginn á móti Hetti.

Signý Sól Íslandsmeistari í fjórgangi barna Signý Sól Snorradóttir er Íslandsmeistari í fjórgangi barna Íslandsmót yngriflokka. Íslandsmótið var haldið í síðustu viku á Hólum í Hjaltadal. Signý Sól er 13 ára Keflvíkingur og er í Hestamannafélaginu Mána. Hún var á hestinum Rektor frá Melabergi.

■■Helgi Dan Steinsson og Andra Ásgrímsdóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur en mótinu lauk sl. laugardag. Helgi Dan lék flott golf og endaði 72 holurnar á 9 undir pari. Þriðja hring­ inn lék hann á sex undir pari en það var nýtt vallarmet á Húsatóftavelli. Helgi fékk 8 fugla á hringnum og 23

fugla í heildina. Jón Júlíus Karlsson varð annar á 297 höggum og Háv­ arður Gunnarsson var á 305. Andrea Ásgrímsdóttir sigraði líka örugglega í kvennaflokki en hún lék á 226 höggum. Önnur varð Svanhvít Helga Hammer á 271 og þriðja Þur­ íður Halldórsdóttir á 263.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Theodór Már keppti við sterkustu menn landsins ■■Theodór Már Guðmundsson keppti um helgina á aflraunamótinu „Vestfjarðavíkingurinn“ en þar vann hann fyrstu tvær greinarnar. Þeim árangri hefur nýliði aldrei náð, hvað þá yngsti keppandi móts-

ins, en Theodór er 23 ára gamall og endaði í fimmta sæti á mótinu. Hann bar svokallaða Drangsneshellu lengra en aðrir í byrjun keppninnar á Drangsnesi og sigraði einnig í ann­ arri greininni sem fram fór á Hólma­

vík. Ari Gunnarsson, sem sigraði keppnina þriðja árið í röð, náði svo forystunni af Theodóri eftir sigur í fimmtu greininni. Þetta var fyrsta mót Theodórs í afl­ raunum en í samtali við Víkurfréttir

segist hann ótrúlega sáttur með ár­ angurinn. „Í vetur mun ég bæta mig hrikalega í hráum styrk og þyngja mig meira. Ég veit núna að ég á ein­ hverja framtíð í þessu.“


fimmtudagur 20. júlí 2017

Knattspyrnuleikir vikunnar

15

VÍKURFRÉTTIR

Mikill veiðiáhugi á Suðurnesjum

-segir Júlíus Gunnlaugsson í Flugukofanum í Keflavík.

Grindavík í öðru sæti þrátt fyrir stórt tap

■■Grindavík tapaði fyrir Fjölni 4:0 í Pepsi deild karla á mánudaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Fjölnis. Staðan var 2:0 í hálfleik fyrir heimamenn. Fjölnir var miklu betri aðilinn í leiknum og var ekki að sjá að liðið væri á botni deildarinnar en Grindavík á toppnum. Grindvíkingar fengu vítaspyrnu á 79. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason var felldur inni í vítateig. Hann fór sjálfur á punktinn en lét verja frá sér. Lokastaðan var því 4:0 fyrir Fjölni. Grindavík er í 2. sæti með 21 stig.

Keflavík hélt 2. sætinu þrátt fyrir tap

■■Keflavík tapaði 2:1 fyrir Leikni Reykjavík á Nettóvellinum á laugardaginn í Inkasso deildinni. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 25. mínútu og var það Ingvar Ásbjörn Ingvarsson sem skoraði fyrir Leikni. Jeppe Hansen jafnaði fyrir Keflavík á 57. mínútu, en hann hefur verið drjúgur í markaskorun fyrir Keflavík í sumar. Tómas Óli Garðarsson jók muninn aftur fyrir Leikni á 66. mínútu. Mörkin urðu ekki fleiri þannig að lokastaðan var 2:1 fyrir Leikni. Keflavík hélt 2. sætinu þrátt fyrir tapið.

Keflavík sigraði Sindra í 1. deild

■■Keflavik sigraði Sindra 3:2 í 1. deild kvenna á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Sindra á Höfn í Hornafirði. Fyrsta markið skoraði Shameeka Fishley fyrir Sindra á 32. mínútu. Sophie Groff jafnaði leikinn fyrir Keflavík á 43. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir fyrir Keflavík og kom þeim yfir. Síðasta mark Keflavíkur kom á 60. mínútu og var það Katla María Þórðardóttir sem skoraði það. Í uppbótartíma var dæmd vítaspyrna á Keflavík sem Phonetta Browne tók og skoraði úr fyrir Sindra. Lokastaðan var því 3:2 fyrir Keflavík sem er 4. sæti með 17 stig.

Víðir sigraði Hött í markaleik

■■Víðir sigraði Hött 4:3 á Egilsstöðum á sunnudaginn í 2. deild karla. Þetta var mikill markaleikur þar sem sjö mörk voru skoruð áður en flautað var til leiksloka. Pawel Grudzinski skoraði 1. mark Víðis strax á 3. mínútu. Höttur skoraði næstu tvö mörkin og staðan var 2:1 fyrir Hetti í hálfleik. Helgi Þór Jónsson jafnaði fyrir Víði á 52. mínútu. Höttur komst aftur yfir á 54. mínútu. Aleksandar Stojkovic jafnaði aftur fyrir Víði á 65. mínútu. Síðasta mark leiksins var sjálfsmark mínútu síðar þegar boltinn fór inn í mark Hattar. Lokastaðan var því 4:3 fyrir Víði. Víðir er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig.

Njarðvík féll niður í 2. sætið eftir jafntefli

■■Njarðvík gerði markalaust jafntefli við Huginn í 2. deildinni um síðustu helgi á Njarðtaksvellinum. Við jafnteflið féll Njarðvík í 2. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í fyrsta sæti ásamt Val í síðustu viku.

Þróttur Vogum sigraði Berseki

■■Þróttur Vogum sigraði Berseki 2:0 á Vogabæjarvelli í 3. deild karla um síðustu helgi. Andri Björn Sigurðsson skoraði bæði mörk Þróttar, fyrra markið á 43. mínútu úr víti og það seinna á 52. mínútu. Lokastaðan var því 2:0 fyrir Þrótti. Þróttur er í 4. sæti 3. deildar og eiga næst leik við Einherja laugardaginn 22. júlí á Vopnafirði.

Reynir Sandgerði kom með eitt sig frá Vopnafirði

■■Reynir Sandgerði gerði markalaust jafntefli við Einherja á Vopnafjarðarvelli á laugardaginn í 3. deild karla. Reynir átti nokkur góð marktækifæri í leiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark andstæðinganna. Þar sem ekkert mark var skorað í leiknum var lokastaðan 0:0. Reynir er í neðsta sæti deildarinnar með 5. stig.

Júlíus Gunnlaugsson í Flugukofanum við Hafnargötu í Keflavík. VF-myndir/pket.

Margir vinahópar í veiði og þá eru útlendingar duglegir í strandveiði. „Það er óhætt að segja að það sé mikill veiðiáhugi á Suðurnesjum, allt frá stangveiði yfir í strandveiði,“ segir Júlíus Gunnlaugsson í Flugukofanum við Hafnargötu í Keflavík. Júlíus opnaði veiðikofann í bílskúrnum sínum fyrir nokkrum árum og þessi staður varð fljótt vinsæll meðal veiðimanna á svæðinu, sérstaklega stangveiðimanna. Hann færði aðeins út kvíarnar og opnaði búðina á góðum stað á Hafnargötu í Keflavík. Fyrir tveimur árum dró Júlíus sig út úr versluninni og fór að starfa við veiðileiðsögn og síðan í flugskýli Icelandair. Kappinn er jú bílamálari og nú málar hann Icelandair flugvélahluti á Keflavíkurflugvelli á milli þess sem hann selur veiðimönnum flugur, spúna og stangir. Fyrr í sumar leitaði hugurinn aftur í búðina sem endaði með því að hann tók við henni á nýjan leik. Með aukinni veiði við ströndina og á bryggjunni, sérstaklega meðal innflytjenda á svæðinu, hefur kúnnahópurinn í Flugukofanum breikkað. „Það er óhætt að segja það. Íslendingar hafa ekki stundað veiði hér

við ströndina en Pólverjar og fleiri útlendingar gera það mjög mikið. Margir þeirra eru hissa á því að það sé ókeypis en þeir veiða sér til matar og koma með heim væna þorska sem þeir veiða hér í sjónum við ströndina. Þeir eru orðnir góðir kúnnar og koma hér á öllum tímum og kaupa búnað til veiðanna, stangir og tilheyrandi og spúna maður, mikið af spúnum,“ segir Júlli og brosir. Þegar blaðamaður VF kíkti í búðina komu nokkrir af þessum nýju viðskiptavinum inn í og fara út stuttu síðar eftir að hafa keypt nokkra spúna. „Svolítið svona sem ég var að tala um,“ segir Júlíus en bætir svo við að Íslendingar taki fram stangirnar hér heima þegar makríllinn kemur. Þá verði líka allt vitlaust í Flugukofanum. Júlli býður upp á mjög gott úrval af veiðivörum til stangveiði en hann hefur einnig boðið upp á vörur til skotveiði. Þær koma inn síðsumars. Þegar hann er spurður út í stangveiðiáhuga fyrir laxi og silung meðal Suðurnesjamanna segir hann áhugann mikinn. Það séu fjölmargir sem sinni veiðigyðjunni á þann hátt. „Það eru mjög

margir veiðihópar á Suðurnesjum. Frændur, vinir og vinnufélagar sem fara saman í lax eða silung, ár eftir ár. Það er gaman að fá þá í heimsókn. Þeir koma og kaupa sér nýja stöng eða hjól, láta laga línur og fylla á fluguboxin,“ segir Júlíus. Það er vegleg kaffivél í búðinni og hún er mikið notuð. Tveir vænir stólar hjálpa eflaust til að veiðimenn ílengjast jafnvel í búðinni. Það er auðvelt að gleyma sér í veiðispjalli. En talandi um flugur, þá er ekki hægt að sleppa Júlla með að segja okkur frá hvaða veiðiflugur séu vinsælastar. „Það eru alltaf að bætast við nýjar flugur og nýjar útgáfur af flugum en rauður Frances er alltaf vinsælastur og Sunray sömuleiðis, það er afar skæð fluga,“ segir veiðimaðurinn í búðinni og tekur við nýjum kúnnum sem koma inn. „Mig vantar nýja veiðiskó og það þarf að laga hjólið mitt,“ sagði hann við Júlíus sem tók við honum með bros á vör. Viðskiptavinir Flugukofans eru vanir því. Brosi, hlýjum mótttökum og góðri þjónustu. Er það ekki allt sem verslun þarf að hafa?

Cargo Express ehf óskar eftir að ráða vaktstjóra á Keflavíkurflugvelli Starfsvið: • Samskipti við innlendar og erlendar vöruafgreiðslur • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila • Skráning sendinga í inn- og útflutningi • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Reynsla af flutningastarfsemi er kostur • Rík þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð enskukunnátta í ræðu og riti • Geta unnið sjálfstætt og undir álagi Unnið er samkvæmt vaktarfyrirkomulagi og er starfstöð á Keflavíkurflugvelli. Umsóknarfestur er til og með 31. júlí 2017 - Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á starf@cargoexpress.is merkt – starf2017 Cargo Express er ört vaxandi fyrirtæki á sviði flugflutninga til og frá landinu. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu í spennandi starfsumhverfi.


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Bannað að gista utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Ekki Voga ykkur að sofa ekki á tjaldstæðinu í Vogum...

instagram.com/vikurfrettir

●●Menningarsetur bæjarins og upplýsingamiðstöð ferðamála opnar í Gömlu búð

■■Bannað verður að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum. Þe tta s am þy k kti b æ jarr áð Sveitarfélagsins Voga á fundi þess nýlega. Þá samþykkti bæjarráð einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitarfélaganna yrðu samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu.

Ókeypis skólagögn í Gerðaskóla ■■Gerðaskóli býður nemendum upp á ókeypis skólagögn frá og með næsta skólaári. Samþykkt var á fundi bæjarráðs Garðs þann 29. júní síðastliðinn að skólagögn Gerðaskóla skyldu vera gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins, en málið var samþykkt samhljóða af nefndinni. Grunnskóli Sandgerðis hefur boðið nemendum upp á gjaldfrjáls skólagögn og þá hefur Reykjanesbær nýlega samþykkt an skólagögn verði gjaldfrjáls frá næsta skólaári.

Björgunarsveitin Þorbjörn fær nýjan björgunarbíl ■■Fyrir stuttu síðan fékk Björgunarsveitin Þorbjörn glæsilega Toyota Land Cruiser. Bíllinn er 42” breyttur og leysir af hólmi 17 ára gamlan Nissan Patrol sem hefur verið seldur. Nýi bíllinn var í standsetningu hjá félögum í sveitinni þar sem meðal annars er unnið í uppsetningu á auka rafkerfi. Stefnt er á að bíllinn verði tilbúinn á götuna í lok sumars. Sveitin vill koma á framfæri þökkum til hinna fjölmörgu góðu fyrirtækja og einstaklinga sem lögðu þeim lið við þessai endurnýjun.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222

147 ÁRA PERLA Í KEFLAVÍK FÆR NÝTT HLUTVERK

Skrifstofur menningarsviðs Reykjanesbæjar flytja í Gömlu búð að Duusgötu 5 við Duustorg í Reykjanesbæjar. Húsið er 147 ára gamalt og stendur á safnasvæðinu í Reykjanesbæ. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og forstöðumaður Duus Safnahúsa, sagðist í samtali við Víkurfréttir að flutningur væri fyrirhugaður á árinu. Samhliða því að skrifstofur menningarmála bæjarins flytja í húsið, þá er gert ráð fyrir að upplýsingamiðstöð ferðamála opni í húsinu, þ.e. að gestastofa Reykjanes Geopark flytji úr Bryggjuhúsinu yfir í Gömlu búð. Húsið var friðlýst á síðasta ári. Síðustu misseri hefur verið unnið að verslun á neðri hæð en kaupmaðurinn fyrir nokkrum misserum að hafist smíðavinnu við Gömlu búð. Aðrvar handa við endurbyggingu þess og ir verktakar eru Geisli ehf., Benni endurbyggingu Gömlu búðar. Ytra bjó á efri hæðinni. byrði hússins hefur tekið á sig endan- Húsið er einkum merkilegt fyrir þær gengið var frá viðbyggingu en fyrir Pípari ehf. og Málverk slf. Lónsmíði lega mynd og unnið er að innréttingu sakir að það hefur haldist að mestu mörgum árum hafði verið steyptur ehf. smíðaði alla glugga og hurðar í óbreytt frá fyrstu tíð. Grunnflötur kjallari og grunnur að viðbyggingu við húsi og Fagtré ehf. sá um að byggja hússins að innan. Gamla búð er ein af perlum bæjarins. hússins er ca. 80 m2, tvær hæðir og húsið. Í viðbyggingunni verða skrif- viðbygginguna ásamt utanhússfráHúsið er stakstætt bindingshús, kjall- lítill kjallari. Hugmyndir um fram- stofur menningarsviðs bæjarins en gangi á henni. Hönnuðir vegna framari, hæð og portbyggt ris. Það stendur tíðarnotkun hússins tengjast menn- upplýsingamiðstöð í elsta hluta húss- kvæmdarinnar eru Páll V. Bjarnason á opnu svæði sunnan við Duus safna- ingarlífi bæjarins. Húsið skemmdist ins. Efri hæð hússins hefur ekki enn Arkitekt, P ARK teiknistofa sf., Tækniþjónusta SÁ ehf. og Rafmiðstöðin sf. hús. Gamla búð var byggð árið 1870 af í eldsvoða á 7. áratug 20. aldar og fengið hlutverk vegna aðgengismála. VF-myndir: Hilmar Bragi Hans Peter Duus og var þar m.a. rekin hefur staðið óhreyft síðan, þar til Veghús Tréverk ehf. hefur séð um

Síðustu misseri hefur verið unnið að endurbyggingu Gömlu búðar. Ytra byrði hússins hefur tekið á sig endanlega mynd og unnið er að innréttingu hússins að innan.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.