Víkurfréttir 30. tbl. 40. árg.

Page 1

MIÐOPNA Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Sundgyðjur á Garðskaga

fimmtudagur 15. ágúst 2019 // 30. tbl. // 40. árg.

Björgunaraðgerð tókst vel Af þeim um 50 grindhvölum sem syntu á land í Útskálafjöru á föstudagskvöld tókst björgunarfólki að bjarga lífi um 30 hvala. Aðrir hvalir annað hvort drápust í fjörunni eða voru aflífaðir. Hátt í hundrað manns frá björgunarsveitum tóku þátt í björgunaraðgerðinni og einnig sjálfboðaliðar úr hópi íbúa í Garði sem tóku þátt í aðgerðinni á fyrstu klukkustundunum. Björgunaraðgerðin tókst vonum framar en grindhvalir geta lifað á þurru landi í um sólarhring. Dýrin sem drápust voru mörg hver með áverka eftir að hafa barist um í fjöruborðinu en átökin voru mikil. Öllum dýrum sem voru með einhverju lífsmarki þegar flæddi að á laugardagsmorgun var bjargað. Næstu daga á eftir syntu þrír grindhvalir upp á land á Vatnsleysuströnd og Minni Vatnsleysu og tókst að bjarga einum þeirra, tveir drápust. VF-mynd/hilmarbragi.

Fyllerí og slæm umgengni í Keflavíkurhöfn „Við höfum aldrei lent í þessu áður og íhugum nú alvarlega að loka bryggjunni fyrir fólki,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ, en í sumar hefur umgengni verið mjög slæm, veiðimenn ölvaðir og jafnvel verið með ólæti. Steininn tók úr sl. laugardagskvöld þegar starfsmaður hafnarinnar var kallaður á staðinn vegna óláta og fyllerís á bryggjunni í Keflavík. Einn veiðimannanna kom akandi á bíl sínum niður á löndunarbryggjuna og var ofurölvi við stýrið. Hringt var í lögreglu sem mætti með þrjá bíla á staðinn. Maðurinn reyndi að stinga af á bílnum en var lokaður af á svæðinu. Lögreglan handtók þá manninn og færði hann á lögreglustöðina.

Að sögn Halldórs hafnarstjóra hefur umgengnin verið til skammar og svo virðist sem bryggjan sé orðin samkomustaður útlendinga en þeir hafa verið mjög iðnir á bryggjunni og stunda makrílveiðar stíft. Þeir hafa líka brotist ítrekað inn á hafnarsvæðið í Helguvík þó því hafi verið lokað að kvöldi með hliði. Þá hafi þeir gert gat á girðinguna til að komast inn á bryggjuna. Halldór segir að það sé ekki síst út af öryggisástæðum að skoði þurfi alvarlega að loka bryggjunni í Keflavík þar sem ástandið er verst. Ástandið á veiðimönnum sé slíkt að þeir geti orðið sér að voða í nálægð við sjóinn og þar sem verið sé að landa makríl af bátum.

Svona var umhorfs sl. laugardagskvöld. Fjöldi fólks við veiðar og umgengnin slæm.

Combo tilboð Opnum snemma lokum seint

199 kr/stk

Kaffi og sérbakað vínarbrauð

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 30. tbl. 40. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu