• fimmtudagur 27. júlí 2017 • 30. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Sveinn ráðinn byggingafulltrúi ■■Sveinn Björnsson hefur verið ráðinn í stöðu byggingafull trúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð Re ykja nesbæjar staðfesti ráðninguna á síðasta fundi sínum. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs bæjarins, gerði grein fyrir málinu á fundinum. Fimm einstaklingar sóttu um starfið og tveir þeirra voru teknir í viðtal en ráðning byggingafulltrúa var í höndum ráðningarstofu.
Lést í vinnuslysi í Hafnarfirði ■■Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði í síðustu viku hét Einar Ólafur Steinsson. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Einar Ólafur, sem var 56 ára, láti eftir sig eigin konu og fjögur uppkomin börn. Einar Ólafur var uppalinn í Keflavík og lék með körfuboltaliði Keflavíkur á árunum 1982 til 1983. Hann lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði.
Lést eftir vinnuslys í Keflavík ■■Maðurinn sem lést eftir vinnuslys í Plastgerð Suðurnesja á föstudag hét Pawel Giniewicz. Hann var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár en ættingjar hans búa erlendis. Pawel var fæddur árið 1985. Pawel var að hreinsa vél sem steypir frauðplastkassa þegar hún fór skyndi lega af stað og varð hann undir einu af mótum vélarinnar. Hann lést af áverk um sínum á slysadeild.
HSS ekki tilbúið að leigja Grindavíkurbæ eldhús í Víðihlíð
FÍTON / SÍA
■■G r i n d a v í k u r b æ r getur ek ki, að svo stöddu, haldið áfram með mötuneyti fyrir eldri borgara Grinda víkur í Víðihlíð þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er ekki tilbúin að samþykkja áfram haldandi leigu á eldhúsinu í Víðihlíð á sambærilegum forsendum og eru í núverandi samkomulagi. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur, þar sem sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs bæjarins, Nökkvi Már Jónsson, mætti á fundinn og kynnti stöðu málsins. Fyrir fundinum var beiðni um niðurgreiðslur á hádegismat eldri borgara. Af henni verður ekki þar sem að svo komnu máli.
einföld reiknivél á ebox.is
Iðagræn íþróttasvæði í Reykjanesbæ n Íþróttasvæðin í Reykjanesbæ eru iðagræn, enda hefur sumarið bæði verið hlýtt og blautt. Þá hafa vallarstarfsmenn lagt mikla vinnu í knattspyrnuvellina. Keflavíkurvöll má sjá hér nær og Njarðvíkurvöll fjær. Þá hafa knattspyrnuliðin í Reykjanesbæ verið að ná toppárangri. Keflvíkingar geta komist í toppsæti 1. deildar með sigri á Fylki í Keflavík í kvöld, fimmtudagskvöld. Þá eru Njarðvíkingar á toppi 2. deildar en þeir fá Tindastól í heimsókn í Njarðvík á föstudagskvöld. Vikurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sandgerði kaupir smáhýsi ●●Bregðast við húsnæðisvanda og vöntun á félagslegu húsnæði í bæjarfélaginu
Bæjarráð Sandgerðis hefur sam þykkt að festa kaup á fjórum smá hýsum. Húsin verða leigð út sem félagslegt húsnæði og til að mæta brýnni þörf fyrir þannig húsnæði í Sandgerðisbæ. Húsin fjögur verða sett niður á lóð og grunni norðan Þekkingarsetursins við Garðveg. Tillaga sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála vegna staðsetningar á bráðabirgðahúsnæði fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar í Sandgerði var tekin fyrir á fundi
Grunnmynd af smáhýsunum sem sett verða upp í Sandgerði. Þau eru 24 og 48 fermetrar að stærð.
bæjarráðs Sandgerðis í vikunni. Einnig greinargerð og tillaga bæjarstjóra og félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar um kaup á smáhýsum til útleigu fyrir félagslegt húsnæði. Bæjarráð samþykkti á fundinum tillögu um að Sandgerðisbær festi kaup á fjórum smáhýsum, til þess að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði. Bæjarráð samþykkti einnig tillögu varðandi staðsetningu húsanna við Garðveg. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, sagði í samtali við Víkurfréttir að smáhýsin væru á vegum Sandgerðisbæjar til að vinna á löngum biðlista eftir félagslegu húsnæði. Sandgerðisbær væri ekki að opna á almenna smáhýsabyggð með þessari framkvæmd. Húsin fjögur kosta Sandgerðisbæ um 30 milljónir króna. Um er að ræða tvær húsastærðir, tvö 24 fermetra hús og tvö 48 fermetra. Húsin eru samsett úr gámaeiningum frá Hafnarbakka. Húsin eru vönduð og standast allar kröfur byggingarreglugerðar um einangrun, hljóðvist, frágang og öryggi. Sandgerði er, eftir því sem næst verður
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
komist, fyrsta sveitarfélagið til að bregðast við húsnæðisvanda með því að setja upp smáhýsi. „Eins og allir vita er mikil eftirspurn eftir húsnæði hér á Suðurnesjum og því miður allt of margir í erfiðri stöðu vegna þessa. Við hjá sveitarfélögunum finnum þetta, sérstaklega starfsfólk félagsþjónustunnar sem fær til sín fólk sem jafnvel er orðið heimilislaust. Hjá okkur í Sandgerði er töluverður biðlisti eftir félagslegu húsnæði og þó
svo að íbúðarhúsnæði sé að fjölga í bænum er enn einhver tími í að það verði klárt. Við verðum því að bregðast við þeim bráðavanda sem er uppi núna. Því tókum við ákvörðun um að kaupa þessi smáhýsi. Auðvitað vonum við að þessi staða sem er uppi núna á húsnæðismarkaði sé bara tímabundið ástand og við getum þá selt þessi smáhýsi aftur þegar ekki verður þörf fyrir þau,“ segir Ólafur Þór í samtali við Víkurfréttir.
400 manna skötumessa í Garði ■■Ellefta skötumessan í Garði var haldin í Garðinum á Þorláksmessu að sumri. Alls mættu 400 manns í veisluna þar sem í boði voru skata og salt fiskur með rófum, kartöflum, hamsatólg og öðru viðbiti. Skötumessan er fjáröflunarskemmtun en skipuleggjendur veislunnar segjast ekki þurfa að taka upp veskið í aðdraganda veislunnar. Af þeim sökum rennur allur aðgangseyrir, auk styrkja frá fyrirtækjum, til góðra málefna. Nánar verður fjallað um messuna í Víkurfréttum í næstu viku.