Víkurfréttir 31. tbl. 40. árg.

Page 1

„Fyrir okkur er krían tákn sumarsins“ - Sjá miðopnu Víkurfrétta og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða sækja í Nettó.

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Hrun í innflutningi á flugvélaeldsneyti um Helguvíkurhöfn Innflutningur á flugvélaeldsneyti um Helguvíkurhöfn hefur hrunið á þessu ári. Það sem af er ári hefur 37% minna magn eldsneytis farið um olíuhöfnina í Helguvík miðað við sama tíma í fyrra. Allir eldsneytisflutningar fyrir Keflavíkurflugvöll fara um olíuhöfnina í Helguvík. Á mánudagskvöld kom þangað eldsneytisflutningaskipið Star Osprey með um 40.000 tonn af eldsneyti sem skipað er upp í höfninni og geymt á tönkum í Helguvík.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að skipakomum í Helguvík hafi fækkað mikið í ár. Það sem af er ári hafa 19 fraktskip komið til hafnar í Helguvík en í fyrra voru þau 23 á sama tíma. Þetta eru mun færri skip en árið 2017, því þá

höfðu 56 fraktskip komið til hafnar í Helguvík á fyrstu sjö mánuðum ársins. Þá var starfsemi kísilversins í Helguvík í fullum gangi. Þegar talað er um fraktskip þá er átt við öll flutningaskip. Með minni innflutningi á eldsneyti hafa tekjur hafnarinnar einnig dregist saman. Þannig hafa tekjur vegna innflutnings á eldsneyti dregist saman um 30% það sem af er ári.

VF-mynd: Páll Ketilsson

Tölvuleikjanemar með menntamálaráðherra á Ásbrú Hafnsögubátar aðstoða Star Osprey til hafnar í Helguvík á mánudagskvöld. Skipið er með um 40.000 tonn af flugvélaeldsneyti. VF-mynd: Hilmar Bragi

Um eitthundrað nemendur sóttu um í nám í tölvuleikjagerð í nýjum Menntaskóla Keilis á Ásbrú og aðeins tæplega helmingur þeirra komst að. Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram á mánudag að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þar komu saman nemendur í fyrsta árgangi tölvuleikjagerðarbrautar skólans en nýbreytni er að boðið sé upp á slíkt nám á framhaldsskólastigi hér á landi. Alls 44 nemendur hefja námið nú og er kennsla hafin. Hér er Lilja með nokkrum kátum tölvuleikjanemum. Sjá bls. 2.

Ferðamenn ánægðir í Reykjanesbæ – Fegurð og gott viðmót heimamanna. Tæplega 600 þúsund sóttu bæinn heim árið 2018

Alls er talið að um 570 þúsund erlendir ferðamenn hafi heimsótt Reykjanesbæ árið 2018 þar sem rúmur helmingur þeirra kom á tímabilinu maí til september. Flestir heimsóttu staðinn vegna nálægðar hans við flugvöllinn og Bláa lónið en heimsóknin var einnig gjarnan hluti af lengri ferð um landið. Flestir komu frá Bandaríkjunum en dreifing búsetulanda var nokkuð jöfn meðal næstu sjö landa. Meðan á dvöl stóð var vinsælast að fara í náttúruböð, heimsækja söfn, fara í hvalaskoðun og smakka mat úr héraði. Þetta kemur fram í skýrslu með niðurstöðum ferðavenjukönnunar 2018 sem ferðamálastofa tók saman. Ferðamenn voru almennt ánægðir með dvölina og á skalanum 1-5 mældist ánægjustigið 4,3. Um 52% ferðamanna töldust líklegir til að mæla með Reykjanesbæ sem áfangastað og meðmælaskor staðarins (Net Promoter Score - NPS) mældist +42. Það sem helst hvatti ferðamenn til

meðmæla var fegurð staðarins þó staðsetning hans og viðmót heimamanna hafi einnig haft talsverð áhrif. Af þeim sem voru hlutlausir eða töldust ólíklegir til að mæla með staðnum sögðu flestir að of lítið væri um að vera og að auka þyrfti framboð afþreyingar og þjónustu á staðnum.

Samgöngur og verð á ferðaþjónustu þyrftu auk þess að batna til að þeir yrðu líklegri til meðmæla. Meðalútgjöld ferðamanna á sólarhring mældust 18.400 kr. í Reykjanesbæ. Útgjöldin voru hæst í flokki veitinga og matvöru. Í langflestum tilvika (78%) var megintilgangur ferðarinnar frí og ferðafélagarnir fjölskylda og vinir. Flestir ferðamanna (36%) tengdu meginástæðu heimsóknar við flug eða flugvöll. Af þeim sögðu flestir nálægðina við Keflavíkurflugvöll hafa ráðið vali á áfangastað og allnokkrir voru í stopover á lengra ferðalagi. Um 16% sögðu heimsóknina vera hluta af heildarferð um landið og 7% nefndu sérstaklega Bláa lónið.

Makrílbátar að veiðum en samt bundnir við bryggju. Ljósmynd: Einar Guðberg

Makrílævintýrið heldur áfram

Alls hafa 1.200 tonn af makríl komið á land í Keflavíkurhöfn það sem af er yfirstandandi makrílvertíð. Vertíðin hófst 13. júlí eða um hálfum mánuði fyrr en í fyrra. Aflinn er meiri og makríllinn stærri og feitari. Nú eru á milli 30 og 40 bátar sem landa makríl í Keflavíkurhöfn. Bátarnir þurfa heldur ekki að fara langt eftir aflanum. Síðustu daga hafa þeir verið bundnir við bryggjuendann í Keflavíkurhöfn þar sem þeir hafa

mokað upp makríl í tonnavís. Annars hafa veiðisvæðin verið rétt við höfnina, undir Berginu og í Helguvík. Verð fyrir markílinn er einnig gott en um 100 krónur eru að fást fyrir kílóið.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Hundrað sóttu um í tölvuleikjagerð hjá Keili – Nýtt nám til stúdentsprófs hafið á Ásbrú

SPURNING VIKUNNAR

Það verður plastlaus september, ætlar þú að taka þátt? Grétar Hilmarsson:

„Ég tek ekki þátt. Það eru fyrirtækin sem þurfa að breyta fyrst hjá sér og þá koma einstaklingarnir á eftir.“

Spennt fyrir nýju námi en ekki óvön grjónapúðum

Jóhann Friðrik Friðriksson, nýr framkvæmdastjóri Keilis, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Hjálmar Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Keilis, klipptu á borða við upphaf náms í tölvuleikjagerð. VF-myndir/pket. Um eitthundrað nemendur sóttu um í nám í tölvuleikjagerð í nýjum Menntaskóla Keilis á Ásbrú og aðeins tæplega helmingur þeirra komst að. Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram í gær að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þar komu saman nemendur í fyrsta árgangi tölvuleikjagerðarbrautar skólans en nýbreytni er að boðið sé upp á slíkt nám á framhaldsskólastigi hér á landi. Alls 44 nemendur hefja námið nú og er kennsla hafin.

Fleiri möguleikar til náms

„Tilurð þessarar nýju brautar er gott dæmi um árangursríkt samstarf stjórnvalda, menntakerfisins og atvinnulífsins og vil ég þakka Keili, Samtökum iðnaðarins, Samtökum leikjaframleiðenda og Samtökum verslunar og þjónustu fyrir árangursríka samvinnu við það að koma brautinni á laggirnar. Með þeirri ákvörðun, að veita fjármagni til þessa verkefnis, standa vonir til þess að með auknu námsframboði á framhaldsskólastigi finni fleiri nemendur nám við hæfi að loknum grunnskóla. Það er fátt eins nauðsynlegt fyrir okkur sem samfélag en að hver og einn fái notið sín í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði ráðherra við setningu skólans.

Lovísa Gunnlaugsdóttir og Stefán Ingi Víðisson eru í fyrsta hópnum sem fer í tölvuleikjagerðarnámið. Það leggst vel í þau. „Mig langaði að prófa eitthvað annað en þetta hefðbundna nám. Umhverfið og skólastofan leggst vel í mig. Við erum þó ekki óvön þessu því við þekkjum þetta úr skólanum okkar, Heiðarskóla í Reykjanesbæ,“ sagði Lovísa og bætti því við að það opnuðust ýmsir möguleikar í framtíðinni eftir svona nám. „Ég hef alltaf haft mikinn áuga á tölvuleikjum. Þegar tækifærið kom að geta skapað og búið til sjálfur og komast í nýtt og óhefðbundið nám, þá stökk ég á tækifæri. Ég sé alveg fyrir mér að starfa við þetta í framtíðinni. Ég fer mikið í tölvuleiki en hef þó ekki gert neitt í tölvuleikjagerð hingað til. Það verður gott að losna við hefðbundnum hvítu veggina og skjávarpann. Það

Námið byggir á kjarna- og valfögum sem einskorðast ekki aðeins við forritun heldur á að taka á fjölbreyttum þáttum skapandi starfs leikjagerðarfólks, s.s. hönnun, tónlist, hljóðupptökum, verkefnastjórnun, heimspeki o.fl. Þá er starfsnám og verkefna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins.

Nútímalegir kennsluhættir og engin lokapróf

„Við Menntaskólann á Ásbrú ætlum við, í sönnum Keilisanda, að vanda okkur og viðhafa nútímalega vinnuhætti nemenda og kennara. Við „flippum“ kennslunni, við eflum ábyrgð nemenda, við ýtum

Fyrsti hópurinn í tölvuleikjagerðarnáminu.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

eru komnir sófar og grjónapúðar sem mér líst vel á þó svo þetta sé ekki alveg nýtt fyrir okkur í Heiðarskóla. Ég held að maður muni fá breiðan grunn eftir námið sem mun nýtast í öðrum störfum,“ sagði Stefán Ingi. Þegar þau voru spurð um vinsælasta tölvuleik unga fólksins í dag var svarið einfalt: „Mind craft er vinsælasti tölvuleikurinn hjá unga fólkinu. Þú byggir þína eigin veröld úr kubbum,“ sögðu þau bæði.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

„Ég reyni að gera mitt besta. Oftast hugsa ég um að flokka heima, þvo plast og setja í rétta tunnu.“

Róbert Allen:

undir að nemendur fari út fyrir rammann í verkefnum sínum og leiti sér þekkingar á fleiri stöðum en kennslubókum. Við tökum ekki lokapróf, námsmat verður fjölbreytt og oftar en ekki til leiðsagnar. Við stöndum saman að því að þróa kennsluhætti á þann hátt sem nýtist nemendum, sem eflir áhuga þeirra, kveikir neista og eflir tengsl þeirra innbyrðis. Nemendur fá bæði að vinna í skapandi greinum og í fjölbreyttum greinum sem efla þau í tölvuleikjagerð og eru mikilvægur liður í því að nemendur okkar þrói með sér hæfileika til þess að geta orðið góðir liðsmenn í tölvuleikjagerðarteymi í framtíðinni,“ sagði Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú. Nanna sagði einnig að lögð yrði áhersla á að nemendur efli með sér færni í samskiptum. „Það vill svo til að í heimi tölvuleikjagerðar skiptir teymisvinnan og verkefnastjórnin miklu máli en það vill líka svo til að í heiminum almennt skipta samskipti máli. Við þurfum alls staðar þar sem við komum að vinna með fólki og eiga samskipti. Við munum gefa nemendum okkar færi á að vinna í samskiptamálum sínum. Við viljum strax frá fyrsta degi að nemendur líti svo á að það sé ákveðin vegferð að verða flinkur í samskiptum. Við getum öll bætt okkur og unnið í sjálfum okkur hvað það varðar.“

„Ég mun gera mitt besta. Ég tek aldrei plastpoka úr búðum og á fullt af maíspokum heima sem ég nota þegar ég þarf. Ég kaupi ekki gos í plastflöskum og lítið af áldósum því þær eru húðaðar með plastfilmu að innan.“

Viktoría Auður Kennethsdóttir:

„Já ég er búin að vera plastlaus í hálft ár. Ég tek ekki plastpoka í búðum, heldur set vörurnar í margnota poka. Ég kem yfirleitt með fjölnotapoka í grænmetisdeildina. Það fer í taugarnar á mér hversu mikið af grænmeti er pakkað inn í plast, ég vil sjá meira af pappírspokum eða maíspokum þar.“

Vel heppnuð haustráðstefna fyrir grunnskólana Haustráðstefna fræðslusviðs Reykjanesbæjar fyrir grunnskólana í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ var haldin í Hljómahöll 13. ágúst. Að sögn Haraldar Axels Einarssonar grunnskólafulltrúa Reykjanesbæjar var mikil ánægja með ráðstefnuna á meðal ráðstefnugesta. Að þessu sinni var sjónum beint að stórum viðfangsefnum sem snerta alla aðila skólasamfélagsins.

Breyttir tímar í skólastarfi

845 0900

Naomie Lind Jónasdóttir:

Fjögur erindi voru á dagskrá ráðstefnunnar, Menntun og velferð fyrir alla; skóli margbreytileika, fjölmenningar og vináttu. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ fjallaði um fjölmenningarlegt skólastarf og menningarnæmi í leik og starfi. Hilma kom inn á mikilvægi þess að starfsfólk, íbúar og fyrirtæki stuðli í sameiningu að samfélagi þar sem allir hafi jöfn tækifæri til félagslegrar þátttöku og upplifi að þeir tilheyri samfélaginu. Að mati hennar liggur lykillinn að því að ná þessu markmiði í vinsamlegu og faglegu viðmóti, auknum persónulegum tengslum og vináttu á meðal íbúa af ólíkum uppruna. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi á fræðslusviði Reykjanesbæjar kynnti uppbyggingu á stöðumati fyrir nýkomna nemendur af erlendum uppruna sem hefur verið samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Árborgar. Stöðumatið veitir nemendum tækifæri til að segja frá og sýna fram á fyrri

þekkingu og reynslu. Niðurstöðurnar gefa skýra mynd af námslegri stöðu nemenda sem auðveldar skipulag á móttöku og kennslu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari með ástríðu fyrir miðlun vísinda fjallaði um mikilvægi þess að setja umhverfismál á oddinn í

skólastarfinu í kjölfar sjónvarpsþáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? Sævar Helgi flutti erindi sitt af mikilli innlifun enda umhverfismálin hans hjartans mál og hreyfði hann svo sannarlega við ráðstefnugestum. Umhverfismál eru menntamál svo mikið er víst. Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði ræddi meðal annars um hinar fjölmörgu leiðir til náms, nauðsyn þess að vinna sem teymi og mikilvægi sköpunar. „Að búast við því að barn læri best með því að lesa í kennslubók er eins og að fletta ferðabæklingi og kalla það sumarfrí,“ sagði Ingvi Hrannar þegar hann var að leggja áherslu á mikilvægi fjölbreytni í námsaðferðum. Kristín María Gunnarsdóttir lauk ráðstefnunni með hugvekju á léttu nótunum sem ráðstefnugestir tóku með sér sem veganesti inn í skólaárið með bros á vör.


SUMARÚTSALA LÝKUR NÚNA UM HELGINA! Í MÚRBÚÐINNI 10-50% 25%

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Gráðukúttsagir 210 mm 1400W 15.192 Áður kr. 18.990 254 mm 1600W 23.996 Áður kr. 29.995 305 mm 1600W 36.392 Áður kr. 45.490

Deka Projekt 10 innimálning, 9 lítrar (stofn A)

5.393 Áður kr. 7.190

30%

20%

7.996 kr.

/hjakktæki/juðari. 300W.

AFSLÁTTUR

Áður 9.995 kr.

4.893 Kapalkefli 3FG1, 5 10 mtr

LuTool handsög fyrir stein, við og járn. Hægt að tengja við ryksugu, hægt að fá með sagmáti. 600W.

Áður kr. 2.890

20%

AFSLÁTTUR

Áður kr. 29.990

Lavor Vertico 20 háþrýstidæla

Áður kr. 20.890

Orka: 2100W- 230V-50Hz Hámarksþrýstingur: 140 bör Max Vatnsflæði: 400 L/klst. Max

25%

AFSLÁTTUR

30%

UR AFSLÁTT

2.018 Áður kr. 2.690

25%

Áður kr. 44.900

11.893 kr.

Guoren-BO Hitastýrt baðtæki með niðurstút

BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-80mm/10

AFSLÁTTUR

20-30% TI

AFSLÆT

10.392 kr. Áður 12.990 kr.

20%

AFSLÁT TUR

Flísar

Harðparket

Gólf- og veggflísar verð frá 950 kr./m2

Áður 12.990 kr.

30%

MIKIÐ ÚRVAOLG AF PARKETIEÐ FLÍSUM M

20%

10.392

MOWER CJ18

AFSLÁTTUR

Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard Áður 16.990 kr.

Skolvaskur vegghengdur 1mm 55x45x21cm

31.430

8mm verð frá 1.183 kr/m2 (AC4) 12mm verð frá 1.868 kr/m2 (AC5)

Wineo Vínilparket Verð frá 4.392 kr/m2

BoZZ sturtuklefi

AFSLÁTTUR

20%

AFSLÁTTUR

MARGAR STÆRÐIR

50%

1.795

Áður kr. 54.990

Þýsk gæðavara

31.112 Áður kr. 38.890

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Áður kr. 54.990

90x90x200 47.992

43.992

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Kletthálsi 7.

43.992

ferkantaður m/stöng, blöndunartækjum og brúsu 80x80x200

kr. Áður 3.590 kr.

Reykjavík

20%

AFSLÁTTUR

rúnaður m/stöng, blöndunartækjum og brúsu 80x80x200

BoZZ sturtuklefi

Takkamotta 610x810cm

TUR AFSLÁT

Reykjanesbær

5.592

kr. Áður 6.990 kr.

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

Áður kr. 13.990

22.493

16.712

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

11.192

15 metrar 2.952 Áður kr. 3.690 25 metrar 4.392 Áður kr. 5.490 50 metrar 7.992 Áður kr. 9.990 LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

2.312

35%

20%

20%

Áður kr. 6.990

Áður kr. 42.900

3 brennarar (9kW). Grillflötur 60x42cm

Drive Bílskúrs vatns/ryksuga 1200W 20lit

AFSLÁTTUR LuTool fjölnota sög

27.885

Kaliber Black II gasgrill

Fyrirvari um prentvillur. Tilboðin gilda í öllum verslunum Múrbúðarinnar til 24. ágúst eða meðan birgðir endast.

90x90x200 47.992

Áður kr. 59.990

Áður kr. 59.990

20%

AFSLÁTTUR


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Skrifuðu undir samstarf um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum ❱❱ Fyrsta svæðið sem starfar saman með þessum hætti

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkurbæjar og Voga ásamt forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og landlækni undirrituðu í síðustu viku viljayfirlýsingu um að starfa saman að Heilsueflandi samfélagi á Suðurnesjum. Athöfnin fór fram í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mikil fólksfjölgun hefur verið á svæðinu undanfarin ár en Suðurnesin standa vel hvað varðar ýmsa þætti sem hafa áhrif á vellíðan íbúa. Samkvæmt m.a. Lýðheilsuvísum 2019 eru hins vegar sóknarfæri til að gera betur. Í samræmi við meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er tilgangur verkefnisins að greina með markvissum hætti stöðuna og samein-

ast um að leita lausna sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa á Suðurnesjum. Suðurnesin eru fyrsta svæðið sem ákveður að starfa saman að Heilsueflandi samfélagi með þessum hætti. Samstarfið mun meðal annars nýtast við undirbúning Sóknaráætlunar Suðurnesja 2020–2024. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri

Reykjanesbæjar, sagðist hlakka til samstarfsins við hin sveitarfélögin. „Við höfum verið að vinna að verkefninu Heilsuefling 65+ sem er verkefni með elsta fólkinu okkar og það hefur algjörlega slegið í gegn. Það vantar ekkert upp á vilja og áhuga okkar hjá Reykjanesbæ og ég efast ekki um það hjá hinum sveitarfélögunum líka þegar þau eru komin í þetta samstarf með okkur. Við vorum að ganga frá því að ráða til okkar lýðheilsufræðing. Við þurfum að virkja allt samfélagið, íþróttahreyfinguna, skólana, félagasamtök, fyrirtæki, atvinnulíf, alla, því það er verk að vinna og við ætlum að gera það.“ Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjunum, sagði Suðurnesin vera í sóknarfæri þegar lýðheilsuvísar svæðisins væru skoðaðir. Það fælust auðlindir í því að eiga ungt samfélag. „Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis. Við stöndum á tímamótum og okkur fannst þetta verkefni smellpassa inn í nýja sóknaráætlun. Ég hlakka til.“ Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir við undirritunina á HSS á dögunum.

Talsvert af lausum tímum hjá læknum á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir frá því á Facebook-síðu sinni að það sé talsvert framboð af viðtölum heilsugæslulækna HSS á dagvinnutíma á næstu dögum. Hávær umræða hefur lengi verið nokkuð ríkjandi að erfitt sé að fá tíma hjá lækni í Keflavík.

HSS bendir á að til séu hefðbundnir viðtalstímar sem og 10 mínútna viðtöl sem hægt sé að bóka í síma eftir klukkan 8:00 á hverjum degi. Minnt er á að hægt er að bóka tíma í gegnum Heilsuveru á https://www. heilsuvera.is/

Lýðheilsufræðingur ráðinn hjá Reykjanesbæ Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Magnúsdóttur í starf lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar. Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisvísindum. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku barna og sem hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur í Heilsuskóla barnaspítalans, ásamt störfum á geðsviði Landspítalans. Guðrún mun hefja störf á haustmánuðum.

Guðrún Magnúsdóttir er nýr lýðheilsufræðingur hjá Reykjanesbæ.

Þórdís Ósk ráðin forstöðumaður Súlunnar

F.v. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Markús Eiríkur Ingólfsson, forstjóri HSS, Alma D. Möller landlæknir, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, og Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga.

KYNNINGARFUNDUR & LEIKLISTARNÁMSKEIÐ 26. ágúst frá 19:00 til 23:00 27. ágúst frá 19:00 til 23:00 Hvetjum alla áhugasama, 18 ára og eldri (fædd 2001), til að mæta.

Leikstjóri verksins er Karl Ágúst Úlfsson.

Þórdís Ósk er með BA gráðu í húsgagnaarkitektúr og meistaragráðu í verkefnastjórnun. Í starfi forstöðumanns Súlunnar felst meðal annars ábyrgð á innleiðingu verkefnastjórnunar sem stjórnunaraðferð í starfsemi Reykjanesbæjar, ábyrgð á innleiðingu og vinnu með stefnumótun Reykjanesbæjar á verkefnasviði Súlunnar og efling og samræming á kynningar- og markaðsmálum bæjarins. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 15. ágúst kom þetta fram: „Meirihluti bæjarráðs samþykkir að ráða Þórdísi Ósk Helgadóttur sem forstöðumann Súlunnar. Margrét Þórarinsdóttir styður tillögu meirihlutans. Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki, og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli, sitja hjá.“

Skrifstofur Súlunnar verða í Gömlu búð

Kynningarfundur og leiklistarnámskeið fyrir farsann Fló á Skinni verður haldinn í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 þann:

Allir sem hafa áhuga á því að leika, dansa, syngja eða taka þátt í verkinu með einhverjum hætti eru hjartanlega velkomnir.

Þórdís Ósk Helgadóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Súlunnar hjá Reykjanesbæ. Tólf hæfir einstaklingar sóttu um starfið en Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir, svo sem atvinnumál, menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefnastjórnun.

Fló

á sKInNi

Bæjarráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemdir við að ákveðið hafi verið að nýta Gömlu búð alfarið undir starfsemi Súlunnar, verkefnastofu atvinnu-, menningar- og markaðsmála. Unnið hefur verið að endurbyggingu hússins undanfarin ár og sér nú fyrir endann á þeirri framkvæmd. Menningarfulltrúi og verkefnastjóri menningarmála hafa báðar haft vinnuaðstöðu í húsinu

um tveggja ára skeið og er þetta eðlilegt framhald á því skrefi sem þá var stigið. Gamla búð verður opin og til sýnis almenningi á sunnudeginum á Ljósanótt.


sparidagar fyrir heimilin í landinu

15-40%

15-40% af aEg hEimilistækjum

uppþvottavélar, afsláttur þvottavélar, ofnar, ryksugur, þurrkarar, smátæki og hElluborð

Smádót

VIFtur og HáFar

25%

afsláttur

Pottar og Pönnur

20-30%

20-70%

30%

Pottar og Pönnur

afsláttur

afsláttur

afsláttur

15%

á spariDagaVErði

afsláttur

uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkarar, frysti- og kæliskápar HátaLarar og BaSSaBox

HLjómtækjaStæður og HeyrnatóL

20%

20%

afsláttur

afsláttur

20%

ruSLaFötur og BÚSáHöLd

afsláttur

55’’

10%

50’’

afsláttur

QLED Q70 PQI 3300 VERÐ ÁÐUR:

SPARIDAGAVERÐ

49’’

239.900 =› 215.910

65’’

359.900 =› 323.910

75’’

539.900 =› 485.910

•Quantum processor 4k •Quantum Dot •Color Vol100% •Q hDr

gerð: QlED / sería: 7 / stærð: 55“ – 138cm / upplausn: 3840 x 2160 / Curved: Nei / pQi: 3300 / hDr: Quantum hDr 1000 / hDr10+: já

Verð áður kr. 269.900.-

spariDagaVErð: 242.910,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

gerð: smart ultra hD / sería: 6 / stærð: 50“ / upplausn: 3840 x 2160 / Curved: Nei / pQi: 1300 / hDr: já

Verð áður kr. 109.900.-

spariDagaVErð: 79.900,-

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið r nýr vefu

Netverslun

Netverslun Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. kl.11-18. 10-18 Virka daga Laugardaga kl. kl.11-15. 11-15 Laugardaga ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 LágMúLA 8 · sÍMI 530421-1535 2800 REYkjANEsbæ · sÍMI PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Greiðslukjör Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust Vaxtalaust í allt að í12 alltmánuði að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Alltaf ætlað sér að verða stjórinn Nú eru skólarnir að hefja starf á ný eftir sumarfrí. Skólasetningar í grunnskólum bæjarins fara fram þessa dagana og hafa nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú þegar hafið skólaárið. Mikil uppbygging hefur verið í skólum í Reykjanesbæ á síðustu árum vegna þeirrar miklu íbúafjölgunar sem hefur verið í bænum en þar á meðal er Stapaskóli sem nú rís í Innri-Njarðvík. Víkurfréttir kíktu í heimsókn fyrir sumarfrí og ræddu við nýjan skólastjóra um komandi verkefni.

Stapaskóli er nýr skóli við Dalsbraut í Innri-Njarðvík sem er þessa dagana í hraðri uppbyggingu. Stefnt er að því að skólinn verði vígður haustið 2020, gangi áætlanir eftir, en kennsla nemenda í 1.–4. bekk hófst þó fyrir nokkrum mánuðum síðan. Áætlað er að skólinn verði allt í senn leik- og grunnskóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, menningar- og félagsmiðstöð hverfsins. Þá er einnig stefnt að því að íþróttahús og sundlaug verði byggð við skólann. Gróa Axelsdóttir er nýr skólastjóri Stapaskóla en starfsemin er nú starfrækt í bráðabirgðahúsnæði sem áður var nýtt sem viðbótarbygging fyrir nemendur Akurskóla, þar sem Gróa starfaði áður sem aðstoðarskólastjóri. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu skólans, sem skiptist niður í þrjá áfanga, er rúmir fimm miljarðar króna. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla verður um 500 nemendur á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri, þá er gert ráð fyrir um 100 starfsmönnum. Á næsta skólaári verða um 130 nemendur í skólanum, sem skiptast niður í 1.–5. bekk, og um tuttugu starfsmenn.

Vill gera skólastarfið skemmtilegra

„Þetta er annað skólaárið sem við erum hér með útibú en ég byrjaði 1. apríl sem skólastjóri og síðan þá höfum við verið Stapaskóli. Áður var þetta Akurskóli við Dalsbraut og þeir

nemendur sem voru hér þá eru nú orðnir nemendur Stapaskóla. Þetta gengur mjög vel og hér er rosalega notalegt. Við erum með hundrað nemendur og sautján starfsmenn og það fer vel um alla. Hér er bjart og ágætlega hátt til lofts. Þetta snýst þó rosalega mikið um það að vera lausnamiðaður og að velja sér viðhorf. Matsalurinn okkar er einnig nýttur undir íþróttir, dans, tónlist og frístund eins og staðan er núna. Í haust bætist svo við önnur eining við skólann en hún verður reyndar ekki sambyggð,“ segir Gróa sem hefur starfað við kennslu síðan árið 2003. „Ég byrjaði sem kennari í Sandgerði og varð svo deildarstjóri þar. Ég fór svo í Akurskóla þar sem ég starfaði sem aðstoðarskólastjóri og tók svo við skólastjórn Stapaskóla eftir það.“ Aðspurð hvað hafi orðið til þess að hún sótti um skólastjórastöðuna segist hún hafa viljað taka við stjórninni. „Mér finnst þetta rosalega spennandi og ég hef ákveðna sýn á þetta. Mig langar að breyta og gera skólastarfið skemmtilegra. Ef það er gaman þá lærum við og þetta er tækifæri til þess að skapa og gera eitthvað nýtt. Ég hef alltaf ætlað mér að verða stjórinn. Það er mjög gaman og ég tala nú ekki um í svona verkefni, þar sem maður fær að byggja upp frá grunni.“

Námsumhverfið mætir þörfum nemenda

Skólastjórastarfinu sjálfu lýsir Gróa sem ákveðnum rekstri. Skólastjórinn

VIÐTAL

Skóli í hraðri uppbyggingu

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

Mig langar að breyta og gera skólastarfið skemmtilegra. Ef það er gaman þá lærum við og þetta er tækifæri til þess að skapa og gera eitthvað nýtt ... sé allt í senn; sálfræðingur, mannauðsstjóri, fjármálastjóri og fleira og mikilvægt sé að vera tilbúin að hlaupa í allt. „Ef það vantar manneskju í matsalinn þá fer ég í matsalinn. Þannig á þetta að vera. Mannauðsmálin skipta rosalega miklu máli, að reyna að gera hluti þannig að allir séu ánægðir og koma bros á vör. Kennarar og allir aðrir starfsmenn skipta lykilmáli í skólastarfi,“ segir hún og bætir því við að hún sé mjög heppin með starfsfólkið í Stapaskóla. „Þetta er ungt fólk sem vill stíga út fyrir kassann og prófa annað en að vera föst í skólabókunum. Við erum alltaf að stíga meira og meira út fyrir og ég er með mjög góðan hóp til að hefja þetta skólastarf. Ég get algjörlega mótað sýnina með þeim því þær

eru á sama stað. Þær vilja breyta og gera þetta öðruvísi. Við erum að velja inn húsgögnin innan skólans og mér finnst mikilvægt að námsumhverfið sé alls konar, til dæmis borð sem nemendur geta staðið við og átt samræður, grjónapúðar öðrum megin og borð hinum megin, þannig við reynum að mæta þörfum allra.“

Áfram í samstarfi við Akurskóla

Komandi skólaár verður hefðbundið að sögn Gróu enda er starfsemin á byrjunarreiti og margt sem á eftir að koma í ljós á næstu misserum. „Við kíkjum út um gluggann og sjáum flottu bygginguna okkar rísa. Á meðan förum við í markmiðasetningu og það er rosalega mikil vinna sem fer í gang strax í haust. Að öðru leyti verða viðburðir hefðbundnir; skólasetning og þemadagar, jólahátíð og svo framvegis. Við verðum með sama dagatal og Akurskóli, sem við köllum systurskóla okkar, þar sem við erum í sama hverfi og krakkar úr sömu fjölskyldunni stunda nám við báða skólana. Það er ekki gott ef við ætlum að vera með sitthvort vetrarfríið og slíkt. Við ætlum einnig að halda áfram að innleiða agastefnu sem heitir „Uppeldi til ábyrgðar“ í Stapaskóla en það er líka í Akurskóla. Við höldum því samstarfi áfram og verðum áfram í miklu samstarfi þó við séum tvær aðskildar stofnanir.“

Sérfræðiþjónustu þarfnast innan skólans

Gróa segir það gríðarlega mikilvægt að hver og einn nemandi nái árangri

út frá sínum eigin markmiðum. Það sé minna áhyggjuefni að allir fái A+ í einkunn á samræmdu prófunum eða PISA. „Mér finnst lykilatriði að krakkarnir nái árangri. Ég stefni að því að búa til skóla sem nær að þjónusta alla. Hvernig það tekst svo veit ég ekki en það er mikilvægt að við sköpum gott umhverfi fyrir börnin í stað þess að troða þeim öllum inn í einhvern fyrirfram ákveðinn pakka. Það er fullt af börnum sem sitja aldrei við matarborðið heima, borða aldrei saman og eiga ekki þetta samtal um það hvernig það hafi verið í skólanum, eða eiga einhvern að sem kíkir inn í herbergi til að athuga hvernig þeim líði. Þar af leiðandi skiptir starfsfólk skólans lykilmáli. Öll börn eiga heima í sínum skólum og oft vantar meiri sérfræðiþjónustu inn í skólana til þess að styðja við bakið á þeim nemendum sem eiga erfitt. Auðvitað væri frábært ef við gætum þjónustað alla þannig en þá þurfum við líka meira fjármagn og að fá sérfræðingana inn,“ bætir hún við.

Sætabrauð og kulnun í starfi

Mikilvægt er að starfsfólk skólans sé ánægt og sátt í vinnunni og fái þann stuðning sem þarf til að sögn Gróu. Það sé lykilatriði að hafa sveigjanleika í starfinu til að sporna gegn kulnun í starfi sem hefur verið áberandi umræðuefni innan kennarastéttarinnar. „Bara það að vera með sætabrauð á kaffistofunni eða að leyfa öllum að fara heim klukkan tvö annað slagið skiptir rosalega miklu máli. Sveigjanleikinn skiptir miklu.“


SANDGERÐISDAGAR

26.–31. ÁGÚST GLÆSILEGA OG FJÖLBREYTTA

DAGSKRÁ MÁ FINNA Á

www.sudurnesjabaer.is

www.facebook.com/sandgerdisdagar


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Vísindamenn frá fimm þjóðum hafa síðustu tvö sumur unnið að rannsóknum á kríu í landi Norðurkots í Sandgerði undir stjórn Dr. Freydísar Vigfúsdóttur sjávarlíffræðings og sérfræðings við Háskóla Íslands. Krían er merkilegur fugl. Kríur fara lengst allra fugla í sínu árlega fari. Þær eru heimsmeistarinn í farflugi sem núna er í fyrsta skipti skoðað með nýjustu tækni af mikilli nákvæmni.

VIÐTAL

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

LJÓSMYNDIR

Kristinn Ingvarsson og úr safni Víkurfrétta Dr. Freydís Vigfúsdóttir fangar kríur í gildrur í æðarvarpinu við Norðurkot.

„Fyrir okkur er krían tákn sumarsins“

KRÍAN MERKT MEÐ GPS-TÆKJUM

„Þetta er ótrúlega merkilegt verkefni og við erum í fyrsta skipti á Íslandi að setja út GPS-tæki á þessa athyglisverðu fugla. Þetta er líka í fyrsta skipti í heiminum sem við erum að skoða þetta far með tækjum sem gefa okkur þessa miklu nákvæmni. Kríur fara lengst allra fugla í sínu árlega fari. Þetta er heimsmeistarinn í farflugi sem við erum núna í fyrsta skipti að skoða með þessari nákvæmni. Krían hefur verið skoðuð áður með tækjum sem eru kölluð ljósritar en þau gefa bara 150-200 km. nákvæmni á meðan GPS-tækin segja okkur nákvæmlega hvar þær eru,“ segir Dr. Freydís í samtali við blaðamann Víkurfrétta, sem fylgdist með vísindafólkinu að störfum í heiðinni ofan við Norðurkot í Sandgerði í sumar. „Nú getum við svarað spurningum um hvert þær fara nákvæmlega, hvar þær eiga stoppistöðvar á þessari farleið alveg suður á Suðurskautslandið. Stoppa þær í Vestur-Afríku eða stoppa þær í Brasilíu? Hvað eru þær lengi á Antartíkuskaganum og svo fram eftir götunum.“ Verkefni vísindafólksins er þríþætt. Einn þáttur þess, sem er mikilvægur fyrir okkur á Íslandi, er hvar krían fer í æti. „Það er svo merkilegt við þau tæki sem við erum að nota í dag að þau gefa okkur gögnin í svokallaðan beini. Við erum með tæki sem við setjum á kríurnar og núna í morgun fengum við fyrstu niðurstöðurnar, þannig að við vitum hvar þær voru í æti í gær og í morgun. Þær flugu héðan frá Norðurkoti og allt upp í 20 km. út á Faxaflóa þar sem þær voru í æti og komu svo til baka og skiptu við makann sinn á hreiðrinu, þar sem þær eru ennþá að unga út eggjum,“ sagði Dr. Freydís þegar Víkurfréttir ræddu við hana 24. júní. „Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum þessar upplýsingar fyrir Ísland. Þessi tæki með beini eru núna í fyrsta skipti notuð til að skoða far þessara fugla.“

KRÍAN ANNAST LOFTVARNIR FYRIR ÆÐARBÆNDUR

— Erum við að fá mun nákvæmari mynd af ferðalagi þessara fugla en áður var þekkt? „Miklu nákvæmari mynd. Þetta er í fyrsta skipti fyrir vísindaheiminn og að þetta sé gert hér í Norðurkoti er bara dásamlegt“. Einn þátturinn í verkefninu er að skoða þetta sambýli á milli æðarfugla, æðarbænda og kríunnar. Þar er velt upp spurningunni hvort það sé kostur fyrir æðarræktina að vera með kríur og er það kostur fyrir kríurnar að fá að verpa innan æðarvarpsins? „Fyrstu upplýsingar sem við erum að fá út úr þeirri rannsókn er að það er betri álega, fleiri egg í hreiðri og álegan fór fyrr af stað inni í æðarvarpinu heldur en hérna utan æðarvarpsins. Ég hugsa að æðarbændurnir veiti

kríunni skjól. Og þar sem við höfum verið að tala við æðarbændur, þá er kostur fyrir þá að vera með kríurnar sem loftvörn fyrir æðarvarpið sitt.“

— Er krían það skynsamur fugl að hún veit að hún fær verndina hér í æðarvarpinu? „Já, ég er alveg sannfærð um það og svo eru Hanna Sigga og Palli svo dásamleg. Hver vill ekki vera hjá þeim?“ segir Dr. Freydís og vísar þar til Sigríðar Hönnu Sigurðardóttur og Páls Þórðarsonar sem eru æðarbændur í Norðurkoti en þau hafa skotið skjólshúsi yfir vísindafólkið.

MEÐ STUÐNING FRÁ NATIONAL GEOGRAPHIC

— Þú ert með fullt af fólki hérna með þér í þessu verkefni. Hvað ætlið þið svo að gera við þessar niðurstöður

og hversu umfangsmikil er rannsóknin? „Við erum að minnsta kosti fimm þjóðlönd samankomin hér. Þetta byrjaði þegar ég var sjálf í starfi við Exeter Háskóla í Bretlandi og kynntist þar samstarfskonu minni, henni dr. Lucy Hawkes sem svo kynnti mig fyrir samstarfskonu sinni, dr. Söru Maxwell. Sara er við Washingtonháskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Hér eru svo tveir doktorsnemar frá Exeter háskóla. Svo eru meistaranemendur mínir hérna og einnig breskur fuglaljósmyndari sem hjálpar okkur að finna fótamerkin og tækin. Við erum í það minnsta átta hérna að vinna bara í þessu. Við byrjuðum að vinna að rannsóknina í fyrra, fengum styrk frá National Geographic þannig að við gætum keypt svolítið af þessum tækjum. Ég

fékk svo styrk frá Háskóla Íslands til að kaupa fleiri tæki sem við erum að setja út núna í ár. Sara fékk einnig styrk frá háskóla sínum. Þetta er umfangsmikið verkefni, þvert á vísindalegt samfélag. Það fara talsverðir fjármunir í þessa rannsókn. Við erum að svara mikilvægum spurningum og það verður frábært þegar við náum tækjunum og upplýsingunum til baka. Þá kemur það í hlut okkar að leiðbeina doktorsnemum og meistaranemendum að skrifa góða pistla og vísindagreinar sem ég er sannfærð um að verði veigamikið fyrir vísindaheiminn og þessa þekkingu í vísindaheiminum. Einnig fyrir samfélag okkar því fyrir okkur er krían tákn sumarsins. Hún er svo mikilvæg fyrir okkur eins og aðrir sjófuglar. Hún segir okkur hvað er að gerast í hafinu sem ávitar á heilbrigði hafsins. Hingað til hefur krían sagt okkur að miklar breytingar hafi átt sér stað í umhverfi sjávarins í kringum Ísland. Sérstaklega hér við sunnanvert landið þar sem sandsíli hefur hrunið og sjófuglum hefur gengið illa. Kríurnar gefa okkur þessar upplýsingar mjög hratt, þær munu gefa okkur þær ennþá hraðar og miklu betur með þessum tækjum. Hvert þær fara í æti, hvað þær eru lengi í ætisleitinni, hvað þær eru að koma með til baka og það sjáum við þegar þær koma aftur að hreiðrinu. Þessar upplýsingar eru bæði mikilvægar fyrir vísindasamfélagið og einnig okkar íslenska samfélag. Með þessum upplýsingum getum við betur tekið ákvarðanir um hvernig við ætlum að stjórna umhverfismálum og málefnum hafsins.“

KRÍAN LENTI Í KREPPU EINS OG ÍSLENSKT SAMFÉLAG

GPS-tæki sett á kríu. Búnaðurinn mun skrá allar ferðir hennar næsta árið.

— Við sem ólumst upp við kríuvarpið sjáum að varpsvæði hennar hefur tekið miklum breytingum á fáum árum. „Já. Það kemur að því sem ég sagði áðan með þessa krísu sem hefur verið


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

9

Kríuungi tekur fyrstu skrefin út í lífið. Myndin er úr safni Víkurfrétta frá árinu 2010.

Kríupar með sandsíli í varpinu við Norðurkot. Að neðan er Dr. Freydís að merkja kríu.

KRÍURNAR Í NORÐURKOTI Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Á HRINGBRAUT OG VF.IS FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 hjá flestum sjófuglum, sérstaklega hér á suður- og vesturlandi þar sem sílið hefur verið af skornum skammti og sumir tala meira að segja um hrun. Ég hef oft talað um það að kríur séu í kreppu. Á sama tíma og kreppa kom yfir íslenskt samfélag þá kom kreppa yfir þessa sjófugla. Þær virðast ekki hafa rétt úr kútnum. Svæðisbundið virðast vera góð ætissvæði. Fyrir tveimur árum voru þau við Faxaflóa, einhver svæði fyrir norðan en heilt á litið hefur þetta verið afskaplega lélegt hjá flestum sjófuglum. Það er eitthvað sem gefur rannsóknum eins og þessum mikið vægi, að við séum ennþá að fylgjast með ástandinu. Rannsóknir með þessum tækjum gefa okkur upplýsingar miklu hraðar, frekar en að verja mörgum árum í að fylgjast með viðkomu og stærðum sjófuglastofna, heldur líka að skoða hvað fuglarnir eru að gera og hvert þeir fara í æti. Þetta sem þú ert að lýsa rímar nákvæmlega við það sem við höfum verið að mæla. Þetta er eitthvað sem er alveg þess virði að halda áfram að fylgjast með.“ — Hvað gefur þessi búnaður ykkur langan tíma til að fylgjast með kríunni? „Þessi GPS-tæki rita gögnin þannig að við þurfum annað hvort að fá sendinguna til baka í þennan beini hér við Norðurkot eða að ná tækinu til baka til þess að lesa af því. Með því að hafa það þannig í stað þess að senda upplýsingarnar upp í gervitungl, þá náum við að safna miklu fleiri gögnum, heldur en ef við værum með gervitunglatæki. Við fáum gögn að minnsta kosti á 15 mínútna fresti á meðan þeir eru hérna í varpinu. Þann 1. september þá breytir tækið um dagskrá og tekur mælingu fjórum sinnum á sólarhring. Þá fáum við upplýsingar fjórum sinnum á sólarhring um hvar fuglinn er og hver hreyfingin er. Þetta gefur okkur nákvæmar upplýsingar um hvar kríurnar eru. Þessi upplýsingaöflun verður í gangi allan ársins hring þangað til þær koma aftur hingað til Hönnu Siggu og Palla næsta vor. Þá náum við tækjunum aftur eða hlöðum niður frá þeim í beininn og fáum heilt ár af þessum upplýsingum. Þá getum við tekið tækin aftur af kríunni og endurhlaðið þau, forritað upp á nýtt og sett þau aftur út. Ef að endurheimtan gengur vel, sem hefur gengið hingað til, þá getum við haldið áfram svo lengi sem við höfum rannsóknarpening, nennu og getu til að standa í þessu.“

— Hvað vitið þið um kríuna í dag, er hún trú varpsvæðum sínum? „Það er alveg ótrúlegt hvað þær eru nákvæmar. Við erum búin að finna nítján fugla af þeim sem við merktum í fyrra á hreiðrum. Það hefur varla skeikað metra. Sumar fara nákvæmlega í sömu skálina og þær voru í í fyrra. Við erum með sérmerkt hreiður með GPS-merkingum og vitum nákvæmlega hvar þau voru. Af þessum nítján fuglum var aðeins einn fugl sem ákvað að færa sig og hann færði sig alveg um tvo metra,“ segir Dr. Freydís og brosir.

VERJA UNGVIÐIÐ AF ÖLLU AFLI

— Hvað er það við kríuna sem er að heilla þig svona mikið? „Það er ansi margþætt. Ég kynnist kríunum fyrst sem krakki á Vestfjörðum og svo þegar ég var sjálf í doktorsnámi fyrir áratug og það var

Dr. Freydís Vigfúsdóttir.

Hilmar Bragi, blaðamaður Víkurfrétta, fékk að fylgjast með rannsóknarverkefninu dag einn í júní. Hér er hann með kríu sem hefur verið merkt og klár til sleppingar.

sleppt ári. Þetta gefur okkur tækifæri ef við fylgjumst vel með, að þetta segir okkur til um ástand sjávar. Ef þær eru að skilja ungana eftir þá er ekkert að gerast úti í sjónum, ekkert æti og þess vegna taka þær þessa ákvörðun.“

VORU VIKU OF SEINAR

allt svona á varpstöðum. Árásargirni er það fyrsta sem mér kemur í hug og örugglega flestum Íslendingum. Ég ber svo mikla virðingu fyrir kríunni vegna árásargirninnar. Það sem þær eru fyrst og fremst að gera er að berjast fyrir ungviði sínu. Þær eru búnar að koma alla leið frá Suðurskautinu, alla leið yfir hnöttinn, og verpa hér. Ástæðan fyrir því að þær eru að verja varpið sitt, er að þær verða að koma þessum ungum á legg á svo rosalega stuttum tíma. Ég ber virðingu fyrir þeim, að hafa getu til að gera þetta og að þær hafi þennan kraft til að passa upp á ungana sína og koma þeim á legg. Þetta er ekkert smá mikil vinna. Svo þessi virðing sem við höfum fyrir henni, sem erum að læra núna um ferðalag kríunnar alla þessa leið. Ég held því að tilfinning mín sé fyrst og fremst viðring.“

— Ef krían kemur ekki unganum á legg á tilsettum tíma, er það þá tilfellið að þær fari án hans? „Já. Það er tilfellið með öll dýr sem eru langlíf og koma upp fáum ungviðum á lífstíð sinni, að þau fórna ekki sínu eigin heilbrigði fyrir ungana og geta því tekið þá ákvörðun að reyna bara á næsta ári. Það er það sem við sjáum með nánast allar sjófuglategundir, kríur eru ekkert öðruvísi. Þess vegna sjáum við það að þegar tíðin er slök þá verða þær bara að skilja eftir ungann og verða að halda áfram sínu fari og geta komið aftur og reynt á næsta ári. Það er oft nóg fyrir þessa sjófuglastofna til að halda viðkomunni að þurfa ekki að koma upp ungum á hverju einasta ári. Þessu er öfugt farið með ýmsa smáfugla sem hafa bara einhver fimm ár og þá er lífið búið og þurfa því að koma upp mörgum í einu. Sjófuglar lifa lengi og geta því

Dr. Freydís Vigfúsdóttir sleppir kríu að loknum mælingum við Norðurkot. Á myndinni eru einnig Jo Morten doktorsnemi, Nicole Parr doktorsnemi, dr. Lucy Hawkes, Sólveig barnabarn hjónanna í Norðurkoti og dr. Sara Maxwell.

Þegar við tókum viðtal við Dr. Freydísi voru ungarnir að byrja að skríða úr eggjum. Vísindafólkið hafði því verið við eggjamælingar í tíu daga. „Þetta leit ekkert vel út í byrjun en það er líflegra yfir varpinu núna. Þær voru alveg viku of seinar miðað við mælingar í fyrra. Árið í fyrra var ekkert voðalega gott hér á Suð-Vesturlandi fyrir kríuna. Þó að krían sé sein, þá er lykilatriði fyrir hana að það sé æti til staðar þegar unginn klekst út.“ — Eruð þið að sjá hana koma með æti? „Já, með tækjunum erum við að sjá hvert krían er að sækja æti og við fylgjumst svo með henni hér í varpinu þegar hún kemur í hreiðrið. Við erum svo með ljósmyndir af ætinu, þannig að þetta gæti ekki verið nákvæmara.“

KRÍAN GEFUR NÁKVÆMA MYND

— Og eru þessar upplýsingar að nýtast mörgum stofnunum? „Ekki spurning. Vísindastofnanir sem vinna með málefni sjávarins. Þetta nýtist þeim öllum. Þetta nýtist líka samfélaginu og yfirvöldum. Við fáum núna gríðarlega nákvæma mynd af því hvar kríurnar eru að fara í æti. Ef við komumst að því að þar eru einhverjar aðgerðir af okkar hálfu í gangi sem gætu haft áhrif á náttúruna, þá væri það slæm hugmynd. Þessi rannsóknaraðferð og þessi tæki og vinna, hún nýtist mjög vel við verndun hafsvæða og ákvarðanir sem við tökum um málefni hafsins, hvort sem það eru veiðar, verndarsvæði eða hvað það er sem við myndum ætla að setja upp á þessum hafsvæðum. Hvort sem það væru olíuborpallar eða annað, þá nýtast þessar upplýsingar vel við svoleiðis ákvarðanatöku.“ Ástandið hjá kríunni var mun skárra í ár en undanfarin ár. Henni virðist hafa tekist að koma ungviðinu á legg í sumar en Dr. Freydís segir það þó engin merki um að kreppunni hjá sjófuglunum sé lokið. Krían er núna nær öll lögð upp í langferðina til Suðurskautslandsins en síðustu kríurnar eru þessa dagana að búa sig til brottfarar frá varpstöðvum við Norðurkot.


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri

Gefur til allra leikskóla landsins

„Þurfum að leggja áherslu á að öll börn fái sömu tækifæri,“ segir talmeinafræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir

Bryndís Guðmundsdóttir hefur starfað sem talmeinafræðingur í 30 ár.

Allir leikskólar á Íslandi fá nú heildstætt efni úr verkefninu Lærum og leikum með hljóðin, sem er framlag Bryndísar Guðmundsdóttur, talmeinafræðings, til allra barna landsins. Bryndís hefur starfað í rúmlega þrjátíu ár sem talmeinafræðingur hérlendis og hefur gefið út efni ætlað barnafjölskyldum og skólum. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar en í pakkanum sem leikskólarnir hlutu að gjöf á dögunum má finna verkefnabók, myndaspjöld, kennslubók fyrir bókstafinn R, kennslubók fyrir bókstafinn S, límmiðasett, málhljóðapúsl, tvö púsl með samhljóðum og sérhljóðum og vinnusvuntur. Að lokum verða fimm smáforrit fyrir iPad gefin til allra skólanna. „Börn fæðast með misjöfn spil á hendi og við þurfum alltaf að leggja áherslu á að öll börn fái sömu tækifæri. Þessi grunnur að jöfnuði er lagður í leikskólana, að öll börn, sama úr hvers konar umhverfi þau koma, hafi sömu tækifæri þegar þau hafa lokið skólagöngu sinni. Mér finnst þetta rosalega mikils virði,“ sagði Bryndís við afhendingu pakkanna til leikskólanna í Reykjanesbæ sem fram fór í Fjölskyldusetrinu í síðustu viku.

Læsi er mikilvægt að hafa í farteskinu að sögn Bryndísar.

Læsi eykur framtíðarmöguleika

Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. „Við vitum að það er mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri með áherslu á þá

Bryndís afhendir Brynju og Halldóru frá leikskólanum Vesturbergi gjöfina.

þætti sem rannsóknir sýna að skipta meginmáli fyrir framtíðarnám barnanna okkar. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar. Það er von okkar allra sem stöndum að verkefninu að með góða íslenskukunnáttu og læsi í farteskinu aukist framtíðarmöguleikar og jöfnuður á meðal allra barna sem alast upp á Íslandi,“ segir Bryndís en samstarfsaðilar verkefnisins eru fyrirtækin Marel, Lýsi, IKEA og hjónin Björgólfur Thor og Kristín

FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS

KRÍURNAR Í NORÐURKOTI

r u tt á þ i t Fyrs ! í r f r a m eftir su

Horn í horn

Á FJÓRHJÓLUM FRÁ REYKJANESI Á LANGANES

TÖLVULEIKJAGERÐ Á ÁSBRÚ Menntaskólinn á Ásbrú tekinn til starfa


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

11

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Norðanátt hindrar makrílveiðar smábáta AFLA

FRÉTTIR

Bryndís með fulltrúum frá öllum leikskólum Reykjanesbæjar ásamt fræðsluráði.

Ekki er nú hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið blíðir undanfarið, því síðustu daga hefur norðanáttin blásið nokkuð duglega og kuldinn eftir því. Þetta hefur haft nokkur áhrif á makrílbátana, sérstaklega þá minnstu.

Ólafsdóttir auk aðkomu Raddlistar, sem er fyrirtæki Bryndísar í talmeinaþjónustu. Þá sáu Cargo flutningar um að koma efninu til skila til leikskóla um allt land ásamt fjölmörgum öðrum einstaklingum.

Ánægð með starfsfólk leikskóla Reykjanesbæjar

Auk efnisins sem leikskólar landsins hafa nú fengið verða smáforrit Raddlistar í boði fyrir almenning, þeim að kostnaðarlausu, fram í septemberlok. Þá er einnig fjöldi myndskeiða á YouTube-rásinni „Lærum og leikum“ þar sem farið er ítarlega yfir það hvernig nota megi efnið. Á afhendingunni þakkaði Bryndís starfsmönnum leikskólanna í Reykjanesbæ fyrir samstarfið síðustu ár. „Það hefur verið frá-

VIÐTAL Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

bært að vinna með ykkur. Ég fylgist vel með og ég er afskaplega ánægð með þann góða árangur sem mér sýnist vera að viðhaldast. Það er ekki síst vegna þess að þið eruð að vinna svo frábært starf.“ Hægt er að fylgjast nánar með verkefninu á heimasíðunni laerumogleikum.is.

Þegar bátarnir hafa komist út þá hafa þeir fiskað vel af makríl og margir komið með fullfermi í land, til dæmis Guðrún Petrína GK sem kom með 90 tonn í fimmtán róðrum og mest 8,7 tonn. Addi Afi GK kom rétt á eftir með 87 tonn í sextán róðrum og mest 8,2 tonn. Þessir tveir bátar bera nokkuð af varðandi makrílveiðar hjá handfærabátum sem eru að veiða núna og landa á Suðurnesjum. Aðrir bátar eru t.d. Agnar BA með 77 tonn í fjórtán róðrum og mest 8,9 tonn. Ísak AK 55 tonn í ellefu róðrum og mest 8,8 tonn. Svala Dís GK 44 tonn í ellefu róðrum og mest 7,4 tonn. Máni II ÁR 35 tonn í átta róðrum og mest 10,7 tonn. Hreggi AK 34 tonn í 9 róðrum og má geta þess að Ísak AK og Hreggi AK eru sams konar bátar og einu stálbátarnir sem eru á makrílveiðunum á handfærum. Andey GK 21,5 tonn í sex róðrum. Hlöddi VE 36,5 tonn í tíu róðrum. Halla Daníelsdóttir RE 18,5 tonn í tíu róðrum. Tjúlla GK 17,4 tonn í sex róðrum. Fjóla GK 70 tonn í þrettán róðrum og mest 9,8 tonn. Siggi Bessa SF 65 tonn í 8 og mest 14 tonn. Bergvík GK 58 tonn í 13. Ragnar Alfreðs GK 51 tonn í níu róðrum og mest 8,4 tonn. Dögg SU 49,4 tonn í

sjö róðrum og mest 12,8 tonn. Nanna Ósk II ÞH 47 tonn í átta róðrum og mest 10,1 tonn. Lómur KE 41,7 tonn í tíu róðrum. Gosi KE 34 tonn í níu róðrum og mest 8,4 tonn. Sunna Rós SH 35 tonn í ellefu róðrum og Linda GK 17 tonn í tíu róðrum. Það má geta þess að Nanna Ósk II ÞH kemur lengst allra báta til þess að stunda makrílveiðar, alla leið frá Raufarhöfn.

Nýtt fiskveiðiár bráðum að hefjast

Nú er slippurinn í Njarðvík að tæmast hægt og rólega af bátum sem hafa verið þar í nokkurn tíma því það styttist óðfluga í að nýtt fiskveiðiár hefjist. Stóru línubátarnir eru að hefja veiðar hver af öðrum. Sighvatur GK landaði í Grindavík 134 tonnum í einni löndun og af þeim afla þá var keila 112 tonn. Páll Jónsson GK 75 tonn í einum róðri á Djúpavogi. Kristín GK 64 tonn í einum róðri á Grundarfirði. Þar var líka Jóhanna Gísladóttir GK með 53 tonn í einum róðri. Hrafn GK er farinn norður til Siglufjarðar og var með 28 tonn í einum róðri. Nokkrir af minni línubátunum eru úti á landi, bæði fyrir norðan og austan. Óli á Stað GK fékk 54 tonn í

MANNAKORN REYK JANESBÆ – LJÓSANÓT T

Tónleikar í Andrews leikhúsinu 5. september kl. 21.00

Miðasala: tix.is/mannakorn - Gallerí Keflavík og í síma 862 0700

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

níu róðrum á Siglufirði. Daðey GK 47 tonn í átta róðrum, Auður Vésteins SU 58 tonn í níu róðrum. Vésteinn GK 56 tonn í níu róðrum, allir á Neskaupstað. Dúddi Gísla GK er eini línubáturinn sem er að landa á Suðurnesjum og hefur hann landað 21.6 tonn í fjórum róðrum og af því þá er langa 9,4 tonn. Dragnótabátarnir eru að skríða á veiðar aftur og eru tveir bátar byrjaðir á veiðum eftir meira en einn mánuð í stoppi. Benni Sæm GK er með 12 tonn og Siggi Bjarna GK 11 tonn, báðir í þremur róðrum. Reyndar má bæta við að Njáll ÓF er kominn á veiðar og hefur landað 23 tonnum í sex róðrum á Hofsósi og Sauðárkróki en þessi bátur var lengst af Njáll RE sem á sér mjög langa sögu í útgerð á Suðurnesjum og þá aðallega Sandgerði. Af netabátunum er frekar lítið að frétta. Maron GK og Grímsnes GK eru báðir að eltast við ufsann og gengur það brösuglega. Grímsnes GK er kominn með 43 tonn í fjórum róðrum og mest 13,8 tonn og af því er ufsi 39 tonn. Maron GK 30 tonn í tíu róðrum og af því þá er ufsi 8,8 tonn. Aðrir netabátar eru Hraunsvík GK með 14,5 tonn í átta róðrum, Halldór Afi GK 12,1 tonn í ellefu róðrum. Við byrjuðum pistilinn á makríl og endum á makríl, reyndar ekki tengt handfærabátunum heldur frystitogarana. Hrafn Sveinbjarnarson GK hefur landað 552 tonn í tveimur löndunum og Gnúpur GK kom með 397 tonn eftir tvo róðra og báðir í Grindavík. Það má geta þess að þessir tveir eru einu íslensku frystitogarnir sem stunda makrílveiðar.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Fjölskyldudagar Voga fóru vel fram Fjölskyldudagar í Vogum fóru fram í 23. skipti í síðustu viku en hátíðin var stútfull af skemmtilegri fjölskyldudagskrá. Bæjarbúaar og gestir hlustuðu á ljúfa tóna, borðuðu góðan mat, kíktu á myndlistasýningar, léku íþróttir og grilluðu sykurpúða svo fátt eitt sé nefnt. Ingó verðurguð mætti á föstudagskvöldið og stjórnaði brekkusöng og á laugardeginum var svokölluð hverfaganga gengin í átt að Aragerði þar sem íbúar Voga voru klæddir litum síns hverfis, ýmist í gulan, rauðan eða grænan. Að auki voru götur bæjarins skreyttar í þeim litum. Í Aragerði tóku við tónlistaratriði, keppnir milli hverfa og flugeldasýning. Björgunarsveitin Skyggnir sá um að allt færi vel fram á hátíðinni. Sólborg Guðbrandsdóttir smellti meðfylgjandi myndum í Vogum.

Opnað verður fyrir áskriftarumsóknir 22. ágúst Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á hollan, góðan og heimilislegan mat til mötuneyta leik- og grunnskóla.

www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

13

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR HAUSTVERK LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR Leikfélag Keflavíkur setur upp bráðskemmtilega og sprenghlægilega farsann; Fló á skinni. Leikfélag Keflavíkur hefur ekki svikið neinn síðustu misseri og sett upp hverja sýninguna á fætur annarri sem hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet. Því er ekki við öðru að að búast en að næsta verk verði engin undantekning en ákveðið hefur verið að setja upp skemmtilega farsann Fló á skinni sem síðast var settur upp í Borgarleikhúsinu árið 2008. Leikstjóri er enginn annar en Karl Ágúst Úlfsson sem flestir þekkja úr Spaugstofunni. Leiklistarnámskeið, eða svokallaðar leikprufur fyrir þá sem hafa áhuga á að vera með í sýningunni, verður haldið dagana 26. og 27. ágúst frá kl. 19:00 til 23:00 í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Samlestur verður svo haldin í kjölfar námskeiðsins. Leiðbeinandi námskeiðsins er Ágústa Skúladóttir, leikstjóri og leiklistarkennari, en hún hefur afgripamikla reynslu af vinnu með áhuga- og atvinnufólki og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín í leikhúsi. Námskeiðinu er ætlað að reyna á þátttakendur, þjálfa þá í leik á sviði, gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kynnast en fyrst og fremst á það að vera skemmtilegt og uppbyggilegt fyrir alla. Allir áhugasamir, 18 ára og eldri (fædd 2001), eru hvattir til þess að mæta, sama hvort þið viljið leika, farða, smíða, sauma eða gera eitthvað annað. Þátttakendur eru beðnir um að koma í fötum sem gott er að hreyfa sig í og hafa með sér þægilega skó.

Hvatning vikunnar:

Leikfélag Keflavíkur sló í gegn á síðasta leikári með revíu.

Nám á Suðurnesjum boðið er upp á skólaakstur

WWW.fiskt.is

Hagnýtt nám

Fisktæknir Nú fer haustið að ganga í garð, nýtt skólaár að byrja og föst rútína verður hjá mörgum fjölskyldum. Margir leita að hreyfingu sem hentar fjölskyldunni. Að vera góð dóttir, mamma, amma og vinkona þá get ég ekki sett í orð hvað jógaiðkun hefur hjálpað mér, hreyfing sem er allsherjar líkamsrækt. Við þjálfum líkamann og einnig hugann. Allir geta verið með, bæði frískir og sjúklingar. Að kyrra hugann er yndisleg tilfinning. Að staldra við hefur róandi áhrif á allan líkamann. Að stjórna öndun er góð slökun. Að mæta í slökunarjóga eða Yoga Nidra er á við margra tíma svefn. Ef við hugsum þetta sem myndlíkingu þá er sagt við okkur við flugtak að setja grímuna fyrst á okkur þannig að við getum hjálpað öðrum. Sama má segja um alla líkamsrækt, setjum okkur í fyrsta sæti og þá verðum við hæfari til að sinna öðrum. Við Suðurnesjabúar erum heppin hvað það er mikið í boði fyrir okkur. Bókasöfn, íþróttir fyrir flesta aldurshópa, söfn, útisvæði fyrir börn og ferfætlinga og kaffihús. Vil ég hvetja sem flesta til að lifa lífinu til fulls því það er svo gaman. Namaste, María Magdalena Birgisdóttir Olsen. 500 RYT-JKFÍ jógakennari.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Spennandi

Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms

Fjölbreytt

Einstakt tækifæri til náms í Fisktækni í heimabyggð ! tækifærin eru endalaus !

Wyjątkowa okazja do nauki technologii przerobu ryby i rybołówstwa (Fisktækni) w Twojej okolicy są nieograniczone!

Grunnnám í Fisktækni er tveggja ára nám með fjölbreytta starfsmöguleika.

Podstawy technologii przerobu ryby to dwuletnia szkoła z możliwością zdobycia różnorodnych kierunków do zawodów.

Námið er sérstaklega áhugavert fyrir þá sem lokið hafa raunfærnimati, þar sem þeir eru þegar búnir að fá metna áfanga af náminu. Að námi loknu opnast leið til frekara framhaldsnáms svo sem veiðarfæratækni (netagerð) gæðastjórnun, fiskeldi og Marel vinnslutækni. Getum bætt við nemendum í fjar-og staðnám á haustönn 2019 Kynnið ykkur námið á heimsíðunni www.fiskt.is Innritun fer fram á Menntagátt á www.menntagatt.is inn á heimasíðu okkar eða hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966

Szkoła jest szczególnie interesująca dla tych którzy mają za sobą ocenę umiejętności (raufærnismat) jak również osoby które mają zaliczone/ocenione przedmioty z wcześniejszej edukacji. Po zakończeniu szkoły otwierają się różnorodne możliwości do dalszej nauki; np. Technologia narzędzi połowowych (veiðarfæratækni-netagerð), zarządzanie jakości (gæðastjörnun), akwakultura (fiskeldi) oraz Marel-technologia przetwarzania. Dla chętnych mamy jeszcze wolne miejsca w zbliżającym się semestrze jesiennym 2019 tu u nas na miejscu jak również na kształcenie na odległość.. Zapoznajcie się z możliwościami na stronie internetowej www.fiskt.is Zapisy na Menntagátt www.menntagatt.is na naszej stronie internetowej jak również u naszych pracowników Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu Ásdís Arna Gottskálksdóttir stofnandi góðgerðafélagsins Bumbuloní safnar fyrir langveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Bumbuloní var stofnað í minningu Björgvins Arnars sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013. „Bumbuloní styrkir langveik börn og fjölskyldur þeirra fyrir jólin ár hvert í fjárfrekasta mánuði ársins, með peningastyrkjum léttum við undir og aukum lífsgæði langveikra barna. Bumbuloní er með úrvalsfólk í hlaupahóp í Reykjavíkurmaraþoninu og fer allt

söfnunarfé til styrktar langveikum börnum fyrir jólin ásamt allri sölu varnings á www. bumbuloni.is þar sem vörur með listaverkum Björgvins Arnars eru seld,“ segir Ásdís. Bumbuloní hefur nú stutt við 26 fjölskyldur og hefur það markmið að styrkja 12 fjölskyldur fyrir næstu jól.

Þar sem Ásdís er fædd og uppalin í Keflavík hefur verið stefnan að styrkja eina til tvær fjölskyldur frá Suðurnesjum í hverri úthlutun. Það skiptir miklu máli að samfélagið í heild sinni styðji við þennan hóp fjölskyldna sem standa í baráttu með börn sín alla daga, allan sólarhringinn. Þeir sem vilja leggja þessu mikilvæga málefni lið mega fara inn á þessa slóð: www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/ charity/775/bumbuloni-godgerdafelag

Framtíðaráform loftslagsmála í Helguvík og nágrenni Loftslagsmál eru í brennidepli þar sem kolefnisjöfnun og minnkun kolefnisfótspora eru brýn viðfangsefni. Síðustu þrjú árin hef ég alla jafna ferðast til og frá vinnu með almenningssamgöngum til að minnka mitt kolefnisfótspor. Stjórnvöld hafa sett markmið um minnkun losunar CO2 (koldíoxíð) innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% fyrir árið 2030. Á sama tíma eru uppi strompar fortíðar og áform um uppbyggingu tveggja kísilvera í Helguvík sem verða þau stærstu í heiminum í rúmlega kílómeters fjarlægð frá rótgróinni íbúabyggð í Reykjanesbæ.

United Silicon sem aldrei kunni að ganga

Flestum er kunnug saga United Silicon sem fékk að menga nærri óáreitt frá nóvember 2016 þar til reksturinn var stöðvaður í september 2017. Dönsk verkfræðistofa neitaði að hafa unnið mengunarspá en yfirvöld samþykktu útreikningana. Aðalverktakinn hætti framkvæmdum vegna skulda. Þetta var eina stóriðjan á Íslandi sem var án sérkjarasamninga. Byggingar voru ekki innan gildandi deiliskipulags. Met voru slegin í fjölda kvartana frá íbúum og eftirlit Umhverfisstofnunar var fordæmalaust. Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis staðfestir að fleiri en einn pottur var brotinn í stjórnsýslunni. Við gjaldþrot 2018 töpuðu stórir sem smáir lífeyrissjóðir milljörðum, aðalvertakinn rúmum milljarði, fyrrverandi starfsmenn, Reykjanesbær o.fl. umtalsverðum upphæðum.

Stakksberg úr öskunni í eldinn

Eigandi verksmiðjunnar, Stakksberg, veður nú úr öskunni í eldinn gagnvart íbúum Reykjanesbæjar og hyggst lappa upp á hana fyrir á fimmta milljarð króna. Áform Stakksberg ganga gegn vilja flestra íbúa og rúmlega meirihluta bæjar-

stjórnar Reykjanesbæjar. Saga Stakksbergs er stutt en fulltrúi eiganda Stakksbergs var einnig í stjórn United Silicon frá vori 2017 fram að þroti þess. Stakksberg hefur nú heitið því að leita samráðs og samvinnu við íbúa. Samráðið er þó ekki laust við klæki því samráðstímabilin eru jafnan stutt og tímasett þannig að flestir eru í sumarfríum eða í jólaundirbúningi á sama tíma. Þá var íbúafundur boðaður með eins til tveggja daga fyrirvara. Í sérstakri samráðsgátt (samrad.stakksberg.com) tókst Stakksbergi ekki að leita samráðs við íbúa um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að en þeir hafa jú lofað að vanda sig.

semi mætti komast að þeirri niðurstöðu að starfsemi sem þessi eigi ekki að vera staðsett í kílómeters fjarlægð frá byggð. RÚV greindi frá því að losun CO2 á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Í óhugnarlegu svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn minni myndi áætluð losun CO2 aukast um allt að 25% fari bæði kísilver í gang og bætist álverið við þá eykst áætluð losun um allt að 33% á öllu Íslandi miðað við losun 2017. Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg og Thorsil þyrftu að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þeirra en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, meðal annars af eiganda Stakksbergs.

Þriðjungur allrar CO2 mengunar á Íslandi gæti komið frá Helguvík

Um síðustu áramót söfnuðu Andstæðingar stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa Reykjanesbæjar sem er um fjórðungur kosningabærra aðila þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftasöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Undirskriftasöfnunin sannar þó að íbúar vilja fá að kjósa um það hvort þessar verksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa.

Kísilver brenna kolum í stórum stíl og markmið kísilveranna er að brenna 315.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg efnasambönd, meðal annars CO2, SO2 (brennisteinstvíoxíð), NOx (köfnunarefnisoxíð) o.fl. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í apríl 2017 var það rætt hvort ekki væri ástæða til að banna slíkan mengandi iðnað svo nálægt íbúabyggð. Með almennri skyn-

Sálfræðingur á fræðslusviði Reykjanesbær óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa á fræðslusvið bæjarins. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, talmeinafræðinga, starfsfólk skóla, velferðarþjónustu og aðra sérfræðinga. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, klínískar leiðbeiningar og að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi. Starfssvið sálfræðings • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu Menntunar- og hæfniskröfur • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2019. Nánari upplýsingar um starfið gefur Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, undir Laus störf.

Augljós krafa um íbúakosningu

Stefnir Reykjanesbær á lista yfir menguðustu sveitarfélög í Evrópu eða ekki?

Framtíðaráform loftslagsmála í Helguvík og nágrenni eru vægast sagt áhyggjuefni. Mengun frá stóriðjunni í Helguvík yrði á bilinu 25%–33% allrar losunar CO2 á Íslandi ásamt losun fjölmargra annarra óæskilegra efna og efnasambanda sem frá þessum verksmiðjum koma. Mér hugnast vægast sagt ekki áform Stakksbergs og finnst samstarf þeirra hingað til við íbúa með eindæmum lélegt. Frá sjónarhorni íbúa væri æskilegast fyrir Stakksberg að skoða núllkostinn. Stakksberg og Thorsil mættu alvarlega íhuga áskorun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fulltrúa Miðflokksins um að falla frá áformum sínum um rekstur kísilverksmiðja í Helguvík enda endurspeglar sú áskorun vilja meirihluta íbúa Reykjanesbæjar. Almennt þarf svo að taka afstöðu til þess hvort við viljum að Reykjanesbær verði frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar fyrir að menga mest eða hvort stefnt verði að grænni framtíð þar sem umhverfissjónarmið eru í forgrunni. Iðnaðaruppbyggingin í Helguvík er augljóslega eitt allra stærsta hagsmunamál íbúa Reykjanesbæjar og kosning um framtíð stóriðjunnar í Helguvík er bráðnauðsynleg. Ég kýs góð loftgæði til handa íbúum Reykjanesbæjar og komandi kynslóðum sem endurspeglast í betri lífsgæðum framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í kílómetra fjarlægð frá byggð. Það er ekki of seint að hætta við núna og ég vona innilega að þessi kísilversverkefni hverfi héðan úr Helguvík. Svæðið fær í framhaldi nýjan tilgang og aðra starfsemi sem þrífst í sátt og samlyndi við íbúa í nágrenninu sem verður sannarlega farsælla til framtíðar litið fyrir alla. Andri Freyr Stefánsson íbúi í Reykjanesbæ

Orkupakkar hækka raforkuverð

Árið 2003 var fyrsti orkupakki Evrópusambandsins innleiddur í íslenska löggjöf en með honum fylgdi sú krafa að aðskilja skyldi orkudreifingu frá orkuframleiðslu. Þetta var gert undir því yfirskyni að slík breyting myndi auka samkeppni á orkumarkaði, sem ætti að vera til hagsbóta fyrir neytendur. Raunin varð önnur og raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækkaði. Þegar orkuverð eftir þessa nýju löggjöf er rannsakað má sjá að þegar framleiðslan var aðskilin frá dreifingunni hækkaði orkuverð snögglega eða um 10%. Þessa hækkun má því beintengja við fyrsta orkupakkann og breytingar sem honum fylgdu. Í nýlegri skýrslu sérfræðinefndar Orkunnar okkar kemur fram að meðaltalshækkun á raforku frá 2003 er að raunvirði 7–8% þegar horft er á landið sem heild. Fjöldi landsmanna hefur hins vegar fundið á eigin skinni fyrir mun meiri hækkun á raforkuverði. Nú stendur Ísland frammi fyrir því að innleiða þriðja orkupakkann og enn á ný eru það neytendasjónarmið sem ríkisstjórnin otar að almenningi. Þegar borið er saman verð milli dýrustu og ódýrustu orkusölufyrirtækjanna kemur í ljós að sá afsláttur sem á að vera í boði, að sögn stjórnvalda, er svo lítill að ekki svarar kostnaði og fyrirhöfn að skipta um orkusala og er afslátturinn auk þess ekki nægur til að dekka þá kostnaðaraukningu sem fylgdi fyrsta orkupakkanum. Þetta hafa Neytendasamtökin staðfest. Þau neytendasjónarmið sem landsmönnum var lofað hafa því brugðist og því er undarlegt að sömu rök séu nú notuð aftur fyrir þriðja orkupakkann.

Sló þá þögn á þingmennina

Þeir sem hafa fundið einna mest fyrir hækkun á raforkuverði vegna innleiðingar orkupakka ESB er það fólk sem býr á köldum svæðum á Íslandi. Tveimur árum eftir að fyrsti orkupakkinn var innleiddur hafði raforkuverð til húshitunar á veitusvæði Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) hækkað á bilinu 74–96%. Þetta þekki ég af eigin raun, búandi á köldu svæði á Suðurnesjum. Ástæðan var sú að Hitaveitan niðurgreiddi sérstaklega raforku til húshitunar. Orkupakkinn stóð í vegi fyrir þessari niðurgreiðslu og var hún því felld niður. Maður spyr sig, hvað kom embættismönnum í Brussel það við að raforka hafi verið sérstaklega niðurgreidd til húshitunar hér á landi. Ég benti á þessa staðreynd í umræðu á Al-

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

þingi og var þá sakaður um að fara með rangt mál af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Ég brá þá á það ráð að sýna umræddum þingmönnum gamla raforkureikninga, fyrir og eftir innleiðingu orkupakka eitt, máli mínu til stuðnings. Sló þá þögn á þingmennina, en þeir báðust ekki afsökunar á orðum sínum. Þetta eitt og sér sýnir að þeir þingmenn sem styðja innleiðingu orkupakka ESB svífast einskis í málflutningi sínum. Óskiljanlegt er hverra erinda þeir ganga á Alþingi og hvaða hagsmunir kunna að búa að baki. Búast má við enn meiri hækkun á orkuverði fari svo að þriðji orkupakkinn verði samþykktur og áform fjárfesta um sæstreng verði að veruleika.

Embættismenn í Brussel eiga ekki að ráða för í raforkumálum Íslendinga

Ríkisstjórnin er í fullkominni afneitun um slæmar afleiðingar af innleiðingu orkupakka ESB fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Íslendingar eiga ekkert sameiginlegt með orkumálum ESB og eiga að fara fram á undanþágu. Það er gert með því að vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það er okkar samningbundni réttur og fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að þá verði EES-samningurinn í uppnámi er hræðsluáróður af verstu gerð. Í EES-samningnum segir að vísa beri ágreiningsmálum til nefndarinnar. Hvernig getur það verið ógn við EESsamninginn að það sé farið eftir honum? Enginn fræðimaður hefur getað svarað spurningunni hvernig það brýtur í bága við samninginn að visa málinu til sameiginlegu EESnefndarinnar. Íslendingar eru sjálfstæð þjóð í harðbýlu landi og eiga ekki að láta embættismenn í ESB ráða því hvernig við nýtum okkar mikilvægu raforkuauðlind eða verðleggjum hana. Atkvæðagreiðslan á Alþingi um þriðja orkupakkann fer fram 2. september n.k. Þá kemur í ljós hvaða þingmenn standa með þjóðinni. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SMÁAUGLÝSINGAR Atvinna Viðhaldsvinna, viðgerðir, smáverk, málning, flísalögn. Ekkert verk er of lítið. GSM 787 2333.

421 0001 AUGLÝSINGASÍMINN ER


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

Arnór Ingvi á skotskónum

15

Félagar Arnórs fagna öðru af tveimur mörkum hans í leiknum.

Arnór Ingvi Traustason var heldur betur með sterka innkomu í lið Malmö í sænsku úrvalsdeildinni um helgina en hann lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn Falkenberg á heimavelli. Arnór gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5:0 stórsigri liðsins. Arnór lék allan leikinn en hann meiddist fyrir um mánuði síðan. Framundan eru landsleikir gegn Moldavíu og Albaníu og Suðurnesjamaðurinn ætti því að vera klár í þau verkefni. „Það var gaman að koma sterkur til baka. Ég var mjög ákveðinn í því og þetta gekk vel,“ sagði Arnór Ingvi í spjalli við VF en hann meiddist fyrir um mánuði síðan. Hann sagðist hafa lagt mikið á sig í endurhæfingunni til að komast aftur á völlinn sem fyrst en liðband í hné skaddaðist. Arnór segir að Malmö sé með mjög gott lið og stefnan sé sett á að vinna deildina en liðið er í 1.–2. sæti þegar þetta er skrifað. „Já, við erum ákveðnir í því. Hópurinn er sterkur og við stefnum hátt og vonumst einnig til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Við leikum gegn ísraelsku liði í tvígang á næstu vikum og ætlum okkur að klára það dæmi og komast í riðlakeppnina aftur,“ en Arnór Ingvi lék með

Malmö gegn Chelsea fyrr á þessu ári. Búningurinn sem hann var í á móti Lundúnaliðinu er einmitt vinningur í happdrætti sem vefsíðan charityshirts.is stendur fyrir (sjá aðra frétt á síðunni).

Búningurinn sem Arnór Ingvi var í á móti Chelsea í Meistaradeildinni.

Viltu vinna búning Arnórs Ingva? Nú stendur yfir happdrætti á góðgerðar vefsíðunni https://charityshirts.is/ og í vinning er félagsbúningur Arnórs Ingva Traustasonar, atvinnumanns hjá Malmö í Svíþjóð. Allir sem greiða 1.000 kr. inn á síðuna https://charityshirts.is/ fara í pott sem dregið er úr og fær þá viðkomandi undirritaða treyju Arnórs sem hann var í á móti enska stórliðinu Chelsea í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Þessi vefsíða hefur fengið fjölda íslenskra íþróttamanna og -kvenna til að vera með og alls hafa safnast nærri 1.8 milljónir króna. „Mér finnst þetta flott framtak hjá eiganda charityshirts.is og ég vona bara að Suðurnesjamenn taki þátt og hjálpi til í þessu skemmtilega verkefni,“ sagði Arnór Ingvi í spjalli

við Víkurfréttir í vikunni en allur ágóði af treyju-uppboði Arnórs fer til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (The Benefit Society for Children with Disabilities). Eitt nafn verður dregið út mánudaginn 26. ágúst. Arnór er þekktasti atvinnuíþróttamaður Suðurnesjamanna um þessar mundir og leikur með úrvalsdeildarliði Malmö í Svíþjóð. Liðið er í efsta sæti deildarinnar sem stendur og Arnór Ingvi var að koma sterkur inn eftir mánaðarfjarveru vegna meiðsla. Arnór hefur leikið 29 landsleiki og skorað í þeim fimm mörk, það eftirminnilegasta án efa sigurmarkið gegn Austurríki í Evrópukeppni landsliða í Frakklandi árið 2016. Arnór hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin þrjú ár og lék með því m.a. á HM í Rússlandi í fyrra.

Víðir og Þróttur eru í góðum málum í 2. deildinni.

Hart barist við mark Víkinga gegn Keflavík.

Tvíburasystur í landsliðshóp Stefán bjargaði stigi í Grindavík Keflvíkingar í ágætum málum Stefán Alexander Ljubicic, nýliðinn í PepsiMax-deildarliði Grindavíkur, tryggði liðinu annað stigið í viðureigninni við HK sl. sunnudag. Stefán jafnaði leikinn þegar skammt var til leiksloka í Grindavík. Stefán kom til Grindavíkurliðsins fyrir skömmu en hann er uppalinn í Keflavík. Þetta var hans fyrsta mark með liðinu. Grindvíkingar eru engu að síður í fallbaráttu, í næstneðsta sæti með 18 stig en ótrúlegt en satt þá er liðið í 6. sæti, Valur með 6 stigum meira þannig að það getur margt gerst á lokasprettinum. Fimm umferðir eru enn eftir í deildinni.

Keflavíkurstúlkur í botnbaráttu

Keflavíkurstúlkur í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu töpuðu 3:1 fyrir norðan gegn Þór/KA í síðustu umferð. Sveindís Jane Jónsdóttir kom Keflavík yfir og þannig var staðan í hálfleik. Selfyssingar komu hins vegar sterkar inn í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Keflavík er í næst neðsta sæti með 10 stig en næstu tvö lið eru með 12 og 13 stig. „Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem voru í byrjunarliðinu í dag spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er,“ sagði Gunnar Jónsson við fotbolta. net eftir leikinn. Grindavíkurstúlkur eru í botnbaráttu í Inkasso-deildinni en þær gerðu 1:1 jafntefli í síðustu umferð gegn Fjölni á heimavelli. Þær eru í fjórða neðsta sæti deildarinnar, aðeins fyrir ofan fallsæti.

Keflvíkingar geta farið að brosa á nýjan leik því þeir hafa nú sigrað tvívegis í röð á heimavelli eftir að hafa lagt Víking Ólafsvík að velli á Nettó-vellinum 2:1. Bítlabæjardrengir náðu forystu á 23. mínútu úr víti þegar Adolf Bitegeko skoraði úr víti. Gestirnir jöfnuðu sjö mínútum síðar, einnig úr víti. Í síðari hálfleik skoraði Dagur Ingi Valsson flott mark af löngu færi og það reyndist vera sigurmark heimamanna. Keflvíkingar eru eftir sigurinn í 6. sæti með 25 stig og eiga tæpast von á því að komast í 2. sætið en Þór Akureyri er þar með 32 stig. Eftir sigur Magna eru Njarðvíkingar í vondum málum í neðsta sæti deildarinnar, 4 stigum á eftir næstneðsta liðinu Haukum en UMFN tapaði fyrir Fram sl. fimmtudag.

Tvö Suðurnesjalið í toppbaráttu 2. deildar

Víðismenn gerðu góða ferð til Húsavíkur og sigruðu heimamenn 1:3 í fjörugum leik og Voga-Þróttur gerði sér lítið fyrir og vann topplið Leiknis á Vogaídýfuvellinum í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Með úrslitum helgarinnar hefur staðan á toppnum jafnast. Víðismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, þremur á eftir toppliði Leiknis og tveimur á eftir Vestra. Þróttarar eru í 5. sæti með 25 stig. Toppbaráttan gæti varla verið jafnari en aðeins tíu stig skilja af efsta og liðið í þriðja neðsta sæti. Sandgerðingar eru í ágætum málum í 3. deildinni. Þeir unnu KH með þremur mörkum gegn einu og halda sér í toppbaráttunni og eiga möguleika á 2. sætinu ef þeim gengur vel í næstu leikjum.

Keflavíkurstúlkur fá sterkan útlending

Kvennalið Keflavíkur í Domino’s-deildinni í körfubolta hefur náð samkomulegi við Daniela Wallen frá Venezuela. Daniela spilaði fyrir OCU háskólann í Bandaríkjunum og var valin besti leikmaðurinn í NAIA deildinni á lokaári sínu í skólanum 2017. Hún var í liði Peka í Finnlandi í fyrra sem vann finnska titilinn. „Við erum ótrúlega ánægð með að hafa ná samkomulagi við þennan flotta leikmann,“ segir í frétt frá Keflavík.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - fjölgum taupokum í pokastöð Dagana 23. – 31. ágúst hvetjum við íbúa til að hjálpa okkur að fjölga taupokum í Pokastöðinni og stuðla um leið að plastlausri Ljósanótt. Saumum fyrir umhverfið á opnunartíma bókasafnsins og gerum Reykjanesbæ að umhverfisvænna bæjarfélagi. Ekki er krafist saumakunnáttu, hægt er að leggja lið með því að klippa niður efni og merki Pokastöðvar. Hvetjum íbúa jafnframt til að taka þátt í Plastlausum september! Sundmiðstöð/Vatnaveröld - vetraropnun hefur tekið gildi Opið klukkan 6:30 - 20:30 mánudaga til föstudag og klukkan 9:00 - 17:30 laugardaga og sunnudaga í vetur.

Þrjár Keflavíkurstúlkur hafa verið valdar í U19 landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki í Svíþjóð í lok ágúst. Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn og í honum eru frá Keflavík þær Sveindís Jane Jónsdóttir og tvíburasysturnar Íris Una og Katla María Þórðardætur. Þær hafa allar leikið með PepsiMaxliði Keflavíkur í sumar. Ísland mætir Svíþjóð 28. ágúst og Noregi þann þrítugasta.

Ísak orðinn alþjóðadómari FIBA gaf út á dögunum lista yfir alþjóðadómara og eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir nýir fulltrúar KKÍ á FIBA listanum en annar þeirra er Ísak Ernir Kristinsson sem dómari. Faðir hans, Kristinn Óskarsson, er alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Fræðslusvið – sálfræðingur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Einn ég sit og sauma ...

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar

Mínus 20

Einn best heppnaði viðburður Ljósanætur er árgangagangan. Ég eyddi unglingsárunum, eins og margir af minni kynslóð, í að mæla Hafnargötuna en hús númer 72 fékk enga sérstaka athygli hjá mér fyrr en gangan hafði fest sig í sessi. Þá varð það uppáhalds. Eftir 20 ára sigurgöngu árgangagöngunnar hefur ákvörðun verið tekin um að færa alla árganga fram um 20 húsnúmer. Þannig á minn frábæri árgangur nú að hittast fyrir framan hús númer 52. Eftir önnur 20 verð ég væntanlega kominn að 32, en þar héngum við gjarnan á unglingsárunum. Allt er þetta nú örugglega gert með góðum vilja. Stytta gönguna fyrir þá eldri og koma að árgöngunum sem eiga ekki húsnúmer við Hafnargötuna. Á þessu er samt sá ljóður að þetta tekur í burtu hinn augljósa einfaldleika. Ég var farinn að hugsa til þess að það yrði gaman að hitta krakka fædda 2072 og láta þau ýta mér í hjólastól niður Hafnargötuna. Það er gott að staldra öðru hvoru við og reyna hugsa lengra fram í tímann en 10-20 ár. Þannig losnum við kannski við að eignast fleiri minnisvarða eins og verin í Helguvík.

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

BÆJARSTJÓRI SAUMAÐI FYRSTA TAUPOKANN FYRIR PLASTLAUSA LJÓSANÓTT Septembermánuður er plastlaus!

Undirbúningur Ljósanætur stendur nú sem hæst. Eins og fram hefur komið er stefnt að plastlausri Ljósanótt. Fyrirtækja- og verslunareigendur í Reykjanesbæ hafa brugðist vel við viðleitni bæjaryfirvalda og samtökin Betri bær hófu, ásamt bæjarstjóra og Bókasafni Reykjanesbæjar, átak sem miðar að plastlausri Ljósanótt. Markmiðið er að sauma 1000 taupoka á Bókasafni Reykjanesbæjar fyrir Ljósanótt, sem m.a. verði nýttir í verslunum á Hafnargötu.

Pokastöð Bókasafnsins

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur undanfarið ár starfrækt Pokastöð með taupokum sem fólk getur fengið að láni og skilað eftir notkun. Í verkefni safnsins „Saumað fyrir umhverfið“ er markmiðið að fjölga taupokum í stöðinni. Nú þegar stefnt er að pokalausri Ljósanótt þurfa margar hendur að hjálpast að við að fylla Pokastöðina í safninu og koma taupokum til verslanna í bænum. Dagana 23.–31. ágúst eru íbúar hvattir til að koma á Bókasafnið á opnunartíma og taka þátt í verkefninu. Ekki er krafist að fólk kunni að sauma því hægt er að leggja því lið með því að klippa niður efni og merki Pokastöðvarinnar.

Bæjarbúar hvattir til að hjálpa til

Guðný Kristín Bjarnadóttir, starfsmaður Bókasafns Reykjanesbæjar og liðsmaður í stýrihópi Plastlauss september, segir drauminn vera að sauma 1000 taupoka áður en Ljósanótt hefst. „Ég hvet bæjarbúa til að koma til okkar á opnunartíma safnsins og leggja verkefninu lið. Það er hægt að gera með margvíslegum hætti, klippa niður efni fyrir pokana, klippa niður merki Pokastöðvarinnar sem saumað er á alla poka, koma með taupoka sem það á heima og leggja í púkkið, hjálpa okkur að sauma eða bara sauma sinn eigin poka merktan Pokastöðinni og tekið með heim. Við verðum með efni og saumavélar á staðnum.“ Guðný aðstoðaði Kjartan Má Kjartansson bæjar-

stjóra við að sauma fyrsta pokann í átakinu en á daginn kom að Kjartan Már var nokkuð lunkinn við saumaskapinn. „Þannig var að mamma saumaði mikið og ég var oft að fylgjast með þó ég hafi ekki sest við saumavélina. Ég kann því ýmislegt fyrir mér,“ sagði Kjartan Már, sem hóf þegar að greina efnið í pokanum þegar verkið hófst.

Ljósanótt verði Plastlaus

Umhverfismál eru í brennidepli og hjá Reykjanesbæ eru þau sífellt í umræðunni. Á síðastliðnum árum hefur Reykjanesbær tekið þátt í árvekniátakinu Plastlausum september. Þar er fólk vakið til um-

hugsunar um ofgnótt plasts og skaðsemi þess í umhverfinu og bent á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Ljósanótt er í september og því er stefnt að „Plastlausri Ljósanótt“ um alla framtíð. Undirbúningsnefnd hátíðarinnar hefur verið í sambandi við flesta stóru hagsmunaðilana sem allir hafa lýst vilja til að virða þessa stefnu og nú verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Hér með er þessari ósk um „Plastlausa Ljósanótt“ komið á framfæri og öllum þeim sem hyggjast koma að viðburðum, sölu eða öðru á Ljósanótt, bent á að taka þarf tillit til „Plastlausrar Ljósanætur“.

Þau atriði sem gripið verður til á Ljósanótt eru m.a.: • • • •

Pokastöð sem sér fólki fyrir margnotapokum. Flokkunartunnur á hátíðarsvæðinu. Skólamatur býður kjötsúpu í pappírsskálum. Átakið Plastlaus september verður með kynningu á ýmsum valkostum sem við höfum til að draga úr plastnotkun, t.d. með því að nota tannbursta úr bambus í stað plasts.

Laus herbergi til útleigu

Laus herbergi til útleigu með sameiginlegu eldhúsi og salerni. Rafmagn og hiti innifalið. Sameiginleg þvottaaðstaða. Verð á mánuði kr. 66.500.

ÁSBRÚ ÍBÚÐIR EHF. - leiga@235.is - s. 415 0235 www.asbrufasteignir.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.